30
Rætur Félagsfræðileg greining á hinum félagslegum þáttum í barnæsku afreksfólks Sigurður Ingi R. Guðmundsson Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið

Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

Rætur

Félagsfræðileg greining á hinum félagslegum þáttum í barnæsku afreksfólks

Sigurður Ingi R. Guðmundsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði

Félagsvísindasvið

Page 2: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

Rætur

Félagsfræðileg greining á hinum félagslegum þáttum í barnæsku afreksfólks

Sigurður Ingi R. Guðmundsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði

Leiðbeinandi: Viðar Halldórsson

Félags- og mannvísindadeild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2017

Page 3: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði og er óheimilt að afrita

ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Sigurður Ingi R. Guðmundsson 2017

Reykjavík, Ísland 2017

Page 4: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

3

Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um barnæsku afreksfólks og áhrif þess á afreksferil þeirra. Í ritgerðinni eru

eigindlegar aðferðir notaðar til þess að skoða barnæsku fjögurra vel þekktra afreksmanna. Þar

sem þættir eru síðan greindir með notkun helstu félagsfræðilega kenninga á borð við

taumhaldskenningu Hirschi og kenningu franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu til þess að

varpa ljósi á þeim þætti í barnæsku þessara ákveðna einstaklinga og áhrif þessara þátta.

Niðurstöður benda til þess að fjölskyldan er eitt af þeim þáttum sem hafa mest áhrif á feril

afreksmanna.

Page 5: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

4

Þakkaorð

Ég vil þakka Viðari Halldórssyni fyrir góða leiðsögn og stuðning við gerð þessarar ritgerðar.

Einnig vil ég þakka Ingólf Steinssonar fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. Svo vil ég þakka

foreldrum mínum fyrir þeirra stuðning, hvatningu og trúa á að ég gæti klárað verkefnið.

Page 6: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

5

Efnisyfirlit

Útdráttur .................................................................................................................................................... 3

Þakkaorð................................................................................................................................................... 4

Efnisyfirlit .................................................................................................................................................. 5

Inngangur.................................................................................................................................................. 6

1. Félagsfræðileg nálgun .......................................................................................................................... 7

1 1. Æskuskeið ........................................................................................................................... 7 1.2. Afreksfólk ............................................................................................................................. 7

1.3. Taumhaldskenning Travis Hirschi ....................................................................................... 7 1.4. Félagsfræðileg kenning hans Pierre Bourdieu ................................................................... 8 1.5. Samskiptakenningar ............................................................................................................ 8

1.5.1. Kenning George H. Mead um sjálfið ................................................................... 9 1.5.2. Samskiptakenning Erving Goffman ..................................................................... 9

1.6. Fyrrum rannsóknir ............................................................................................................. 10

2. Aðferðafræðakafli ...............................................................................................................................10

3. Félagsfræðileg greining ......................................................................................................................11

3.1. Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi ................................................................................... 11 3.1.1. Tengslanet Messi .............................................................................................. 11 3.1.2. Félagslegt umhverfi Messi ................................................................................. 12 3.1.3. Félagsskapur Messi .......................................................................................... 14

3.2. Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic ............................................................. 15 3.2.1. Fjölskyldutengsl Zlatans .................................................................................... 15 3.2.2. Knattspyrnan allan sólarhringinn ....................................................................... 17

3.3. Söngkonan Diddú .............................................................................................................. 19 3.3.1. Tónlistarfjölskyldan ............................................................................................ 19 3.3.2. Sálin og Spilverk þjóðanna ................................................................................ 20

3.4. Bítillinn John Lennon ........................................................................................................ 21 3.4.1. Tónlistin partur af barnæsku John Lennons ...................................................... 21

3.5. Sameiginlega þættir........................................................................................................... 22 3.5.1. Fjölskyldurætur .................................................................................................. 22 3.5.2. Efnhagslegur staða fjölskyldunnar .................................................................... 24

3.6. Aðrir þættir ......................................................................................................................... 24 3.6.1. Harmleikir í lífi stjarna ........................................................................................ 24 3.6.2. Skólaganga afreksmanna .................................................................................. 25 3.6.3. Ógæfumennirnir Lennon og Zlatan ................................................................... 25

4. Niðurstöður .........................................................................................................................................26

Lokaorð ...................................................................................................................................................28

Heimildir ..................................................................................................................................................29

Page 7: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

6

Inngangur

Afreksfólk og afrekssögur hafa fylgt mannkyninu allt frá upphafi siðmenningar til

nútímasamfélags tuttugu og fyrstu aldarinnar. Í nútímasamfélögum leikur afreksfólk stórt

hlutverk í lífi margra og eru talin það vera eitt af mótunaröflum í æsku barna. Þar sem afrekin

hafa veitt innblástur til annarra kynslóða afreksfólks. Líkt og Elvis Presley var fyrirmynd fyrir

John Lennon og aðra tónlistarmenn, þá var John Lennon fyrirmynd tónlistarmanna og

listamanna sem komu á eftir honum. Allar þessar afrekssögur eiga sinn uppruna og er það

tilgangur þessara ritgerðar að skoða uppruna ákveðnis afreksfólks og þá þætti sem höfðu áhrif

á afreksferil þess.

Helsta kveikjan að ritgerðinni var að skoða hvað veldur því að ákveðnir einstaklingar ná

langt á ákveðnum sviðum og árangri en aðrir ekki. Hvað er það í þeirra félagslegu umhverfi

sem skapar þennan árangri og velgengni hjá þessum einstaklingum. Líkt og aðrir

félagsfræðingar eins og Travis Hirschi og Albert K. Cohen sem hafa skoða barnæsku

afbrotamanna og reynt að skoða hvað veldur þess að ákveðnir einstaklingar verða að

afbrotamönnum og aðrir ekki (Helgi Gunnlaugsson, 2008).

Önnur ástæða fyrir þessari rannsókn er mikilvægi afreksfólks á nútímasamfélagi þar sem

helstu stjörnur og afreksfólk eru með fjölda af einstaklingum að fylgja þeim á ýmsum

samskiptamiðlum. Þar sem þeirra daglegu athafnir hafa áhrif á lífi fylgjenda þeirra líkt og

fyrirmyndir þeirra höfðu áhrif á þeirra barnæsku gegnum ákveðna miðla sínum tíma.

Í þessari ritgerð eru eigindlegar aðferðir notaðar til þess að skoða barnæsku fjögurra vel

þekktra afreksmanna af tveimur sviðum samfélagsins. Þar sem þættir eru síðan greindir með

notkun helstu félagsfræðilega kenninga á borð við taumhaldskenningu Hirschi, kenningu

franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu og samskiptarkenningar George H. Mead og Erving

Goffman til þess að varpa ljósi á þeim þætti í barnæsku þessara ákveðna einstaklinga og áhrif

þessara þátta.

Page 8: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

7

1. Félagsfræðileg nálgun

Í þessum kafla verður fjallað um helstu skilgreiningar og kenningar sem notaðar verða í þessari

ritgerð.

1 1. Æskuskeið

Í bókinni Félagsfræði menntunar eftir Gest Guðmundsson (2012) hefur æskuskeið verið

skilgreint með tveimur heitum. Þau eru eru ungmenni (e. youth) og unglingar (e. adolescence).

Noktun þessara heita er almennt skipt eftir mismunandi fræðisviðum. Fyrra hugtakið

ungmenni (e. youth) vísar til félagslegrar afmörkunar ungs fólks sem sérstaks samfélagshóps

meðan seinna hugtakið unglingar (e. adolescence) sem á sér rætur í sálfræði vísar til þeirra

unglingaskeiðsins sem ákveðins þroskaskeiðs einstaklinga (Gestur Guðmundsson, 2012).

1.2. Afreksfólk

Samkvæmt félagssálfræðingnum Benjamin S. Bloom er skilgreiningin á afreksfólki (e. talent)

einstaklingar sem hafa sýnt fram á óvenjulega mikla getu, árangur og hæfileika á ákveðnum

sviðum (Bloom, B.S., 1985). Dæmi um þessa einstaklinga eru John Lennon og Lionel Messi.

1.3. Taumhaldskenning Travis Hirschi

Kenning Travis Hirschis um félagslegt taumhald (e. social bond theory) hefur verið ein af

grundvallarkenningum afbrotafræðinnar alveg frá upphafi en kenning hans kom út árið 1969.

Taumahaldskenning Hirschi á sér rætur innan pósitífíska skólans í afbrotafræðinni sérstaklega

í kenningum Emile Durkheims um siðrof.

Kenning Hirschis felst í því að frávikshegðun verður til í kjölfar þess að tengsl einstaklinga

við samfélag veikist eða jafnvel rofni. Sem dæmi eru einstaklingar með lítil tengsl við fjölskyldu

sína líklegri til þess að fremja afbrot heldur en þeir sem eru í nánum tengslum við fjölskyldu

sína. Samkvæmt kenningu Hirschis hafa fjórir nátengdir og samverkandi þættir félagstengsla

mest áhrif á frávikshegðun ungmenna.

Í fyrsta lagi er það geðtengsl (e. attachment), en í því felst að einstaklingar með sterkari

tengsl við fjölskyldu sína og vini eru ólíklegri til þess að mynda frávikshegðun vegna þess að

þeir eru mun næmari á hagi annarra.

Page 9: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

8

Í öðru lagi er það skuldbinding (e. commitment) við langtímamarkmið sem dregur úr líkum

á því að einstaklingar fari að frávikshegðun eftir því sem einstaklingarnir hafi mun meiri

skyldum að gegna og fleiri raunhæf markmið til langs tíma.

Í þriðja lagi telur Hirschi að þátttaka (e. involvement) í vinnu eða námi hafi þau áhrif að

einstaklingar hafi einfaldlega ekki tíma til þess að stunda afbrot vegna vinnu eða náms.

Í fjórða og síðasta lagi er það viðhorf (e. belief) þar sem talið er að virðing fyrir lögum og

reglum samfélagsins dragi líkum á frávikum að mati Hirschi (Helgi Gunnlaugsson, 2008).

Dæmi úr barnæsku afreksmanna í samræmi við kenningu Hirschi er að einstaklingar sem

eru í nánari tengslum við fjölskyldu og vini eru líklegri til þess að ná langt á afrekssviðum sínum

heldur en þeir einstaklingar sem hafa ekki nein tengsl við þeirra ættingja og vini. Dæmi um

þetta eru Lionel Messi og Diddú.

1.4. Félagsfræðileg kenning hans Pierre Bourdieu

Kenning franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu (1930-2002) um Habitus byggir á því að

menningarauður (e. cultural captial) sé samofinn persónuleika og líkama einstaklinga. Hans

mat var að menningarauður væri afurð félagsmótunar sem einstaklingar hafa öðlast um

ævina. Helstu áhrifavaldar þeirra einstaklinga eru fjölskyldumeðlimir og nánustu kunningjar

en einnig fjölmiðlar. Samkvæmt Boudieu var Habitus óskrifaðar og skrifaðar skipanir varðandi

hegðun, skynjun og umhugsun einstaklinga í hversdagslífinu (Gestur Guðmundsson, 2012).

Sem dæmi mátti sjá félagslegan habitus einstaklinga út frá venjum og hefðum einstaklinga.

T.d. í heimalandi Messi var knattspyrna álitin vera íþrótt verkamanna og millistéttarinnar.

1.5. Samskiptakenningar

Samskiptakenningar er þriðja sjónarhornið innan félagsfræðinnar og þær miðast við að skoða

og lýsa samskiptum einstaklinga og hópa. Helstu fræðimenn þessara sjónarhorns eru þeir

George H. Mead og Erving Goffmann. Samskiptakenningar eru vanalega á mikróplani, þar sem

meginhluti þeirra kenninga fjalla fyrst og fremst um hegðun í daglegu lfi einstaklinga frekar en

stærri þætti eins og stjórnmálakerfi og menntakerfi. Í þessari ritgerð verða notaðar tvær

kenningar frá tveimur af þeim helstu fræðimönnum samskiptakenninga George H. Mead og

Erving Goffman (Giddens, A., 2009).

Page 10: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

9

1.5.1. Kenning George H. Mead um sjálfið

George H. Mead er einn af helstu brautryðjendum samskiptakenninga innan félagsfræðina.

Ein af hans helsta kenning George H. Mead er kenning hans um sjálfið. Kenningin felst í því að

samskipti við ákveðna einstaklinga (e.significant others) eða stofnanir samfélagsins (e.

gerneralized others) getur haft félagsmótandi áhrif á sjálf viðkomandi einstaklinga og áhrifin

verða sterkari eftir því sem tengslin við ákveðna einstaklinga eða stofnanir eru sterkari. Þessir

ákveðnu einstaklingar (e. significant others) geta verið allt frá nánustu ættingjum til kunningja

(Garðar Gíslason., 2007).

Samkvæmt kenningu Mead um sjálfið inniheldur það tvær hliðar. 1. Ég (e. I) og 2. Mig (Me).

Fyrri hliðin fjallar um þann eiginleika sjálfsins sem er mest óútreikanlegur, ófyrirsjánlegur og

skapandi. Þessi hlið sjálfsins á aðeins rætur í minningum einstaklinga og byggir helst á því eigin

löngunum án þess að tillit sé tekið til annarra. Seinni hliðin fjallar svo um eiginleika sjálfsins

sem er félagsmótaður af samskiptum einstaklingsins við aðra, þar sem félagsmótandi sjálfið

er félagslegt taumhald yfir „Ég“ og tekur tillit til skoðana annarra og hegðar sér í samræmi við

ríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi

afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra jafningja og nánustu ættingja.

1.5.2. Samskiptakenning Erving Goffman

Kenningar Erving Goffman eru meðal þekktustu kenninga félagsfræðinnar. Sérstaklega innan

samskiptakenninga og meðal þeirra sem aðhyllast eigindlegar aðferðir. Kenningar Goffmans

eiga rætur til kenninga og skrifa kennara Goffmans, George H. Mead. Kenning Goffmans um

leikræna greiningu fjallar um að greina samskipti fólks í þess hefðbundna daglegu lífi sem

leikrit. Þar sem einstaklingar sem flytja hlutverk sín á sviði og reglur samfélagsins eru handrit

leikritsins. Samkvæmt kenningu Goffmans um leikræna greiningu er framhliðin leiksvið þar

sem aðalsýningin fer fram og hluti af framhliðinni eru svo leikmunir sem er notaðir til þess að

auka trúverðugleika og áhrifmátt leiksins. Þessir leikmunir geta verið fatnaður eða þættir eins

og málfar, svipbrigði og líkamstjáningu. Annað í kenningu hans er svo baksvið þar sem

einstaklingar fara úr hlutverkum sínum og slappa af (Goffmann, E., 1959). Dæmi úr daglegu lífi

afreksmanna er að þeir sinna mismunandi hlutverkum eftir umhverfi og aðstæðum svo sem

atvinnumaðurinn á sviðinu og sonurinn í fjölskyldunni.

Page 11: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

10

1.6. Fyrrum rannsóknir

Ýmsir fræðimenn (Bloom, B.S., 1985) svo sem Benjamin S. Bloom hafa rannsakað barnsæsku

einstaklinga á ýmsum sviðum. Þar sem skoðuð áhrif ungra einstaklinga á samfélagið og áhrif

samfélagsins á æsku þess.

Félagssálfræðingurinn Benjamin S. Bloom (1985) í Chiago háskólanum sem gerði stóra

rannsókn á barnæsku afreksmanna á ýmsum greinum allt frá tónlistarmönnum yfir í

afreksíþróttamenn. Þar sem hann og aðrir skoðuðu helstu þætti í æskuskeiði margra

mismunandi afreksmanna, svo sem hljóðfæraleikara og íþróttamanna. Í rannsóknni voru

notaðar eigindlegar aðferðir svo sem viðtöl. Tekin voru viðtöl við afreksfólkið og nánustu

einstaklingar þessara afreksfólk svo sem foreldra og aðra (Bloom, B.S., 1985).

Helstu niðurstöður þeirra rannsókna voru að árangur afreksfólks eigi rætur að rekja til

samverkandi þátta eins og kennslu (e.education), uppeldi (e.nurturance) og skipulagðra

æfingar (e. training). Þar sem áhrif þessara þátta vinna saman að mótun afreksmanns.

2. Aðferðafræðakafli

Markmið þessara ritgerðar er að skoða hinu félagslegu þætti í barnæsku helstu afreksfólks í

heiminum. Þessir einstaklingar voru valdir af handahófi ritgerðarhöfundar vegna aðgengi að

upplýsingum um þá afreksfólki. Þar að auki byggðist valið einnig á þeim áhrifum sem þetta

afreksfólks hafði haft á höfundinn sjálfan og aðra. Fleira tengt valinu er að höfundi ritgerðinnar

fannst það skipta máli að hafa afreksfólkið af tveimur sviðum, knattspyrnu og tónlist. Þessi svið

voru þau sem höfundurinn hafði mestan áhuga á skoða, bæði út frá áhuga rithöfundar á

þessum tveimur sviðum en líka vegna einstaklinganna á sviðunum. Þeir einstaklingar sem eru

til umfjöllunar í ritgerðinni eru knattspyrnumennirnir Lionel Messi og Zlatan Ibrahimovic og

tónlsitarfólkið Diddú og John Lennon. Í ritgerðinni voru notaðar heimildarbækur byggðar á

reynslu og sögum af þessum einstaklingum.

Þar sem ritgerðin er byggð á heimildarbókum er helstu vankantar hennar að niðurstöðurnar

byggjast aðeins á reynslu þessara einstaklinga og geta niðurstöður þar með verið öðruvísi hjá

öðrum rannsakendum.

Page 12: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

11

3. Félagsfræðileg greining

3.1. Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi

Lionel Messi fæddist 24.júní 1987 í borginni Rosario í Argentínu og er yngsti sonur af fjórum

börnum þeirra Jorge Messi og Celia Cuccittinni. Hann á tvo eldri bræður og eina yngri systur.

Messi ólst upp í stórfjölskyldu þar sem helstu meðlimir, eins og og t.d. Amma hans tók þátt í

uppeldi barna. Messi lærði knattspyrnu fyrst með hverfisliðinu Grandoli og síðar með

ungmennaliði stórliðsins Newell‘s Old Boys á Rosario. Newell‘s Old Boys var fyrrum lið föður

hans og liðið sem eldri bræður hans æfu með. Árið 2000 gekk svo Lionel Messi til F.C.

Barcelona vegna deilna við Newell‘s Old Boys varðandi greiðslur um nauðsynlega

hormónameðferð sem Messi þurfti á að halda vegna fæðingargalla sem hindraði honum

eðlilegan vöxt hans. Í F.C. Barcelona byrjaði Messi fyrst í ungmennaliðum þangað til honum

var gefið sæti í aðalhóp knattspyrnufélagsins. Fyrsti leikur hans með aðalliði F.C. Barcelona var

á móti Porto árið 2003. Eftir það hefur Messi spilað með F.C. Barclona 354 leiki og skorað í

þeim 317 mörk. Hann hefur verið valinn fimm sinnum besti knattspyrnumaður í heimi. Þar að

auki hefur hann unnið átta sinnum spænsku deildina (La Liga), fjórum sinnum meistaradeildina

(UFEA Champions League) og einnig spænska bikarinn (Copa del Rey ) fjórum sinnum

(Balague, G., 2013; Illugi Jökulsson, 2014; biograhpy.com, 2016).

3.1.1. Tengslanet Messi

Eitt af því sem Lionel Messi naut mest í lífinu voru sterk tengsl við fjölskyldumeðlimi

sérstaklega meðlimi stórfjölskyldu hans. Þá helst tengsl hans við ömmu og frændsystkini sem

hann ólst upp með. Þessi sterku tengsl hans við fjölskyldumeðlimi urðu síðan grunnur að því

sterka tengslaneti sem hjálpaði honum að feta réttu leiðina en einnig að veita honum stuðning

og aðstoð sem hann þurfti til þess að ná langt sem knattspyrnumaður (Helgi Gunnlaugsson,

2008).

Einn helsti lykilmaður í tengslaneti Messi er faðir hans Jorge Messi sem starfar nú sem

umboðsmaður hans. Hann sá til þess að Messi gæti einbeitt sér að því að spila knattspyrnu án

neinna vandaræða utan vallar. Eitt af hlutverkum Jorge Messi var að gæta stöðu Messi sem

knattspyrnumanns. Það er að hann var alltaf til staðar að verja hagsmuni sonar síns varðandi

laun en einnig ímynd hans sem knattspyrnustjarna. Gott dæmi um vörslu Jorge Messi á ímynd

sonar síns var þegar hann skammaði hann fyrir sinna ekki hlutverk sínu sem knattspyrnustjarna

Page 13: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

12

utan vallar líkt og má sjá í þessari tilvísun úr ævisögu Messi eftir Balague: „Don‘t forget those

who ask you for an autograph have spent hours waiting for you“, – segir Jorge Messi við son

sinn þegar hann gleymir að sinna hlutverki sínu (Balague, G., 2013, bls.145).

Þessi sterku tengsl sem Messi hafði eru mjög í anda taumhaldskenninga Travis Hirschi

varðandi það að sterk tengsl við fjölskyldu og vini geti myndað sterkt taumhald á þessa

einstaklingar einstaklinga til að brjóta ekki af sér og mynda ekki frávikshegðun (Helgi

Gunnlaugsson, 2008).

Gott dæmi um þetta sterka taumahald sem fólgst í tengslaneti Messi var að amma hans sá

til þess að Messi mætti alltaf á æfingu og að hann fengi spila með öðrum (Balague, G., 2013,

bls. 44). Þetta sterka taumhald hjálpaði Messi að feta réttu leiðina ólíkt t.d. aðrar

íþróttamönnum sem alast ekki upp með sterkt tengslanet og það félagslega taumhald sem

fylgir þeim tengslum.

Annað sem fylgdi tengslaneti Messi var félagslegur stuðningur sem hann fékk frá

fjölskyldumeðlimum. Sérstaklega einstaklingum innan fjölskyldu sinnar, þar sem hann gat

leitað hjálpar vegna vandamála, sem hann var glíma við á hverjum tíma. Gott dæmi í barnæsku

Messi var að hann leitaði oftar hjálpar til móður sinnar gegnum skype eða aðra netmiðla þegar

hann var glíma við einmanaleika og skilnað foreldra sinna (Balague, 2013, bls. 145-146). Þar

að auki var Messi þekktur fyrir vera mjög hlédrægur einstaklingur. Þá voru það helst meðlimir

í innsta hring tengslanetsins, sem hann sýnd sína réttu ímynd, mjög í anda kenninga Goffman

varðandi það að líf einstaklinga er eins og leikrit á sviði og innsti hringur Messi var hans baksvið

(e. backstage) meðan lífið fyrir utan innsta hrings hans er meira leiksviðið (e. front stage). Þá

sérstaklega lífið fyrir fram fjölmiðla og á knattspyrnuvellinum (Goffmann, E., 1959).

Þriðja tegund í tengslanet hans er að hann fékk athygli sem knattspyrnuleikmaður á unga

aldri frá fjölskyldu hans og ungmennaþjálfurum. Sérstaklega hjá ungmennaþjálfurum sínum

en einnig vinum sem vildu helst spila knattspyrnu með Messi. Samkvæmt rannsóknum Blooms

(1985, bls. 40) er athygli frá vinum, nátengdum og fjölskyldu einn af mikilvægum þáttum í

mótun afreksmanna (Bloom, B., S., 1985).

3.1.2. Félagslegt umhverfi Messi

Samkvæmt ævisögunni sem heitir Messi eftir Balague (2013) var knattspyrna innan fjölskyldu

hans stór hluti af barnæsku hans. Í fjölskyldu Messi var knattspyrna mikið iðkuð af

Page 14: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

13

fjölskyldumeðlimum. Allt frá föður þeirra sem stundaði atvinnumennsku í knattspyrnu í

nokkur ár til elstu bræðra hans sem æfðu með ungmennaliðinu í heimabæ þeirra. Þess vegna

kom það ekki á óvart að yngsti drengurinn í fjölskyldunni skyldi einnig byrja að æfa

knattsspyrnu á unga aldri. Líkt og kenning franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu um

Habitus bendir til þess að einstaklingar séu líklegri til þess verða svipaðir og foreldrar þeirra

vegna menningar sem þeir alast upp í, sem mótar þeirra áhugamál og sjálfsímynd (Gestur

Guðmundsson, 2012).

Annað dæmi í barnæsku Messi tengt habituskenningu Bourdieu er að Messi ólst upp í

millistéttarfjölskyldu í Argentínu, þar sem efnahagur og félagsleg staða fjölskyldu hans gaf

honum möguleika á stunda íþróttir eins og knattspyrnu ólíkt til að mynda börnum sem

fæddust í fjölskyldum með lágan efnhagslega og félagslega stöðu.

Rannsóknir (Þórólfur Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Viðar Halldórsson, Inga Dóra

Sigfúsdóttir, 2000) hafa sýnt fram á að einn stærsta áhrifvald á áhugmál barna megi rekja til

þeirra vinahópa sem börnin eru mest í tengslum við. Líkt og barnæska Messi bendir til um þá

stundaði hann mikla knattspyrnu með jafnöldrum og æskuvinum sínum.

Fleira sem má nefna varðandi hið félagslega umhverfi Messi er að hann gekk í

knattspyrnufélög þar sem mikil áhersla var lögð á góðri ungmennaþjálfunm, bæði í Argentínu

og á Spáni. Í seinna knattspyrnufélagi Messi F.C. Barcelona voru helstu gildi og hefðir félagsins

að búa til stórstjörnur gegnum úrvals ungmennaþjálfun fremur en að kaupa rándýrara

leikmenn. Í þessum félögum fékk Messi aðgang að fyrsta flokks þjálfun í knattspyrnu hjá fyrsta

flokks þjálfurum. Annað sem þessi félög gáfu einstaklingum eins og Messi óbeint var fræðsla

um heilbrigðt líferni en einnig veittu þessi félög ákveðið taumhald, þar sem þeir þurftu að

gangast undir reglur og hefðir sem voru til staðar í þeim félögum (Osgood, D.W., Wilson, J.K.,

O´Malley, P.M., Bachman, J.G. og Johnston, L.D., 1996; Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra

Sigfúsdóttir og Jón Sigfússon, 2006; Þórólfur Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Viðar Halldórsson,

Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2000). Rannsóknir á afbrotahegðun ungmenna hafa sýnt fram á að

ungmenni sem stunda iþróttir eða aðrar tómstundir skipulega eru ólíklegri til þess að fremja

afbrot en aðrir (Þórólfur Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Viðar Halldórsson, Inga Dóra

Sigfúsdóttir, 2000).

Að lokum hafa svo rannsóknir félagssálfræðingssins Benjamin S. Bloom (1985) sýnt fram á

að ein af þeim megin orsökum þess að afreksmenn ná árangri í þeirra sviði er góð þjálfun, líkt

og Messi fékk hjá knattspyrnufélögunum sínum á ungum aldri. Annað í samræmi við

Page 15: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

14

rannsóknir Bloom er að Messi ólst upp í fjölskyldu þar sem mikið var stunduð knattspyrna og

hafa rannsóknir hans Bloom sýndi fram á að afreksmenn á ákveðnum sviðum koma vanalega

frá fjölskyldum þar sem foreldrar afreksmanna hafa einnig tekið þátt í sömu grein (Bloom, B,S.,

1985).

3.1.3. Félagsskapur Messi

Líkt og kaflar fyrir hér að framan hafa sýnt fram á var barnæska Messi mótuð af sterkum

félagslegum tengslum og þáttum. hið félagslega taumhald hefur hjálpað Messi að verða að

þeim afeksmanni sem hann er í dag. Þetta félagsleg taumhald má rekja til hinu sterku

félagslegu tengsla sem hann hafði við helstu fjölskyldumeðlimi en einnig aukinnar þátttöku á

knattspyrnuvellinum (Helgi Gunnlaugsson,2008).

Annað sem má rekja til hið félagslega taumhalds í barnæsku Messi var þegar hann var

kynnast fyrst aðstæðum í úrvalsliði F.C. Barcelona. En þar fékk hann aðgang í innsta hring

leikmanna frá Suður-Ameríku frá helstu meðlimum hringsins. Leikmönnum sem voru flestir frá

Brasílu. Þar kynnist hann leikmönnum sem urðu síðar hans helstu ráðgjafar og vinir. Tveir af

þessum leikmönnum voru Ronaldinho og Sylvinho. Sá fyrrnefndi var einn af þeim bestu í

knattspyrnuheimnum á þeim tíma. Hann tók Messi sérstaklega undir verndarvæng þegar

Messi var feta sín fyrstu skref í aðalliðinu og var hann helsta fyrirmynd Messi innan og utan

vallar. Þessi lífsreynsla sem hann fékk af þeim tíma sem hann naut með Ronaldinho birtist t.d.

í því að hann fór leggja meiri áherslu á betri þjálfun og heilbrigt líferni. Hann tók sérstaklega

eftir skaðleika djammmenningar á atvinnuferla leikmanna eins og Ronaldinho (Balague, G.,

2013).

Seinni leikmaðurinn sem var hinn brasilíski leikmaðurinn Sylvinho, einn af hans nánustu

vinum og ráðgjöfum innan leikmannahópnum á þeim tíma sem Messi tók sín fyrstu skref í

aðalliðinu. Hann gat gefið Messi mikilvægar upplýsingar á sviði knattspyrnu þar sem hann var

mun reynslumeiri og eldri heldur en Messi (Balague, G., 2013).

Ímynd hans Messi sem atvinnuknattspyrnu- og afreksmaður var mikið mótuð af

samskiptum hans við leikmönnum af aðalliðinu. Sérstaklega af þeim Ronaldinho og Sylvinho

þar sem þeir voru hans helstu leiðbeinendur og kennara á aðaliðinu. Þessi samskipti Messi við

Ronaldinho og Sylvinho eru mjög samræmi við samskiptakenningar Mead um að sjálf

Page 16: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

15

einstaklinga sé mikið mótað af nánustu vinum og helstu fyrirmyndum. Hjá Messi voru það

Ronaldinho og Sylvinho (Garðar Gíslason., 2007).

Þessi dæmi úr ævisögu hans Messi eru síðan mjög svipaðar þeim sögum sem birtast í

rannsókn hans Blooms á afreksmönnum þar ser sem vitnað er samband milli kennarar

afreksmanna og þeirra (Bloom, B,S., 1985, bls. 46).

3.2. Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic fæddist árið 1985 og er sonur tveggja

innflytjenda frá gömlu Júgóslavíu, þeirra Sefik Imbrahimovic frá Bósníu og Hersegóvínu og

Jurka Gravic frá Króatíu. Í fjölskyldu hans Zlatans er sex systkini. Þar af eru tvö þeirra alsystkini

hans. Þau eru Sanela elsta systir hans og yngri bróðir hans Alexander. Zlatan ólst upp í

Rosengard hverfinu í Malmö sem var að meirihluta innflytjendahverfi í Malmö og þekkt fyrir

ýmis félagsleg vandamál eins og t.d. atvinnuleysi. Í Malmö spilaði hann með ýmsum

ungmennaliðum áður en hann gekk í stærsta knattspyrnufélagslið borgarinnar, Malmö FF. Eftir

að Zlatan var seldur til Ajax frá Malmö hefur hann spilað knattspyrnu með helstu

knattspyrnufélögum Evrópu á borð við Ajax, Juventus, FC Barcelona, A.C. Milan, Paris St.

Germain og Manchester United. Þar að auki hefur hann unnið ótalmargra titla og verðlauna

með þessum félagsliðum (Lagercrantz, D. og Imbrahimovic, Z., 2011; Illugi Jökulsson, 2012;

zlatanibrahimovic.com, 2016).

3.2.1. Fjölskyldutengsl Zlatans

Eftir skilnað foreldra hans Zlatans bjó hann fyrst með móður sinni Jurku og eldri systur

Sanellu. Þegar hann var á fimm ára voru hann og eldri systir hans færð undir forræði föður

þeirra Sefik vegna þess að Jurka móðir hans var ekki talin hæf til þess sinna foreldrahlutverkinu

af félagsmálayfirvöldum. Í barnæsku hans Zlatans var nánustu tengsl hans við fjölskyldu sína.

Tengslin við eldri systurina Sanelu voru sterk (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011).

Taumhaldskenningar hans Hirschi benda til þess að einstaklingar sem eru sterkum tengslum

helstu vini og ættingja eru óliklegri til þess sýna afbrotahegðun (Helgi Gunnlaugsson, 2008).

Tengsl Zlatans við eldri systur sína Sanela eru gott dæmi um þessi tengsl sem Hirschi nefnir í

kenningu sinnu. Eins og hann lýsir hér í ævisögu sinni, Ég er Zlatan Imbrahimovic eftir David

Lagercrantz og Zlatan Ibahimovic, þýdd af Sigurði Helgassyni: „Við vorum skilin að ég og systir

Page 17: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

16

mín en höfum alltaf haldið sambandi eða kannski rétttara sagt, það hefur verið upp og ofan.

En í grunninnn erum við ótrúlega náin.“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls, 21).

Fyrir Zlatan var Sanela verndari hans og önnur móðir vegna aðstæðnanna í fjölskyldulífi

þeirra. Líkt og má sjá í lýsingu hans á persónuleika og félagslegri stöðu Sanelu í barnæsku hans

Zlatans: „Sanela í fimmta bekk og ég í þriðja og það lék enginn vafi á hver var verndarinn.

Sanela þurfti að vera eins og fullorðin frá bernsku og var önnur móðir fyrir Keki og sá um

heimilið þegar systurnar létu sig hverfa. Hún bar ótrúlega ábyrgð.“ (Lagerncrantz og

Ibrahimovic, 2011, bls, 19).

Önnur tengsl sem hafa haft mikil áhrif á barnsæsku og líf Zlatans voru tengsl hans við föður

hans Sefik. Árin sem hann ólst upp undir forræði föður síns voru erfðið þar sem Sefik var mikil

drykkjumaður og sýndi lítin áhuga í framgöngu sonar síns á leikvellinum eða í skólanum. Eitt

af því sem þessi tengsl föður hans höfðu áhrif var að Zlatan notaði knattspyrnu sem leið til

þess eyða tíma fyrir utan heimilsins. Annað sem tengsl hans við föðurinn höfðu áhrif var hatur

hans á öldrykkju. Þriðja dæmið um áhrif voru svo afleiðingar drykkju föðurins eins og t.d.

fæðuskortur á heimilinu og hræðsla við ofbeldi þegar faðir hans var undir áhrif áfengis.

Tengslin við föðurinn höfðu einnig jákvæð áhrif á líf Zlatan eins og t.d. þær minningarnar um

föðurinn tala um knattspyrnu og fótboltamyndir sem faðir hans gaf honum. Zlatan lýsir í

ævisögunni sinni minngunum um dellu föður síns vegna knattspyrnu ferlis sonar síns:

„Þetta var skrýtið. Ég held að pabbi hafi fengið einhverskonar dellu. Ég varð hans

aðalatriði. Hann fór að fylgjast með öllu sem ég gerði. […]. Frá og með þessum degi

byrjaði hann að lifa lífinu fyrir fótboltann og ég held að fyrir hafi bragðið liðið betur. Lífið

hafði reynst honum erfitt.“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls, 61).

Önnur jákvæð áhrif á lífi Zlatans var svo hinn sögulegi skilningur af drykkju föður hans sem

hann fékk þegar hann eldri líkt og Zlatan greinir frá í ævissögu sini varðandi drykku föður hans

og af hverju faðir hans drakk: „Í raun var hann besta manneskja í heiminum og ég skildi núna

það var ekki auðvelt hjá honum. „hann drekkur til að drekkja sorgum sínum“ sagði bróðir minn

og kannski var það allur sannleikurinn“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls, 25).

Tengslin og samskipti Zlatans við helstu fjölskyldumeðlimi höfðu mikil félagsmótandi áhrif

á feril hans sem afreksmanns og einstakings. Önnur tengsl sem höfðu áhrif á lifnaðarhætti

hans í barnæsku og unglingsárum voru tengslin við Roland Andersen knattspyrnustjóri Malmö

FF á þeim tíma. Roland Andersen var sá knattspyrnustjóri sem leyfði Zlatan að byrja spila og

æfa knattspyrnu með aðalliði Malmö. í ævisögu sinni lýsir Zlatan Roland Andersen sem góðum

Page 18: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

17

þjálfara skildi ungu leikmennina og sýndi þeim stuðning og líkt og hann greinir frá: „Hann var

góður. Hann skildi okkur ungu strákana..“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls, 56)

Þessi lýsing hans Zlatans á Roland er samræmi við rannsókna blooms um mikilvægi traust

og áhuga kennara og leiðbeinendum (Bloom, B,S., 1985). Einnig taumhaldskenningar Hirschi

varðandi tengsl og mikilvægi þessara tengsla (Helgi Gunnlaugsson, 2008).

3.2.2. Knattspyrnan allan sólarhringinn

Í ævisögunni Zlatans lýsir hann vel hverning knattspyrnan var ákveðin leið fyrir honum til þess

að flýja hinum misgóða umhverfi sem hann bjó með báðum foreldrum. Eins og má lesa í

viðbrögðum hans Zlatans við reynslu sinni frá ævisögu sinni fyrir neðan:

„Ég var úti og ráfaði um, eða spilaði fótbolta. Ekki þannig að ég væri sá gutti sem var í verstu

jafnvægi. Ég var bara einn af öllum strákunum sem spiluðu fótbolta. En viðbrögð mín voru

brjálæðisleg. Ég skallaði fólk og svívirti liðsfélaganna. En ég hafði fótboltann og hann var

mitt afdrep og ég spilaði öllum stundum út um allt. “ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011,

bls, 19).

Þessi lýsing úr ævisögu hans er mjög samræmi við taumhaldskenningar Hirschi um að

einstaklingar, eins og Zlatan hefðu líklegast orðið að afbrotamanni, ef ekki væri fyrir

knattspyrnu hans og því félagslegu taumhald sem fylgir þeim lífstíll að stunda knattspyrnu

(Helgi Gunnlaugsson, 2008).

Önnur dæmi úr barnæsku Zlatans, þar sem knattspyrnan var mjög stór partur hans af

daglega lífi eru til dæmis lýsingar eins og þessar: „Þegar ég var ekki að æfa mig með

smástráknum spilaði ég fótboltaspil í sjónvarpinu. Ég gat verið að í tíu tíma í einu og oft sá ég

lausnir í leiknum, sem ég gat nýtt mér í raunveruleikanum. Ég verð segja að það fótbolti allan

sólarhringinn.“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls, 57).

Fleiri dæmi úr ævissögunni hans eru t.d. að hans helstu fyrirmyndir voru knattspyrnumenn

á borð við brasilíska Ronaldo sem var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður í heimi

(Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011).

Eitt af því helsta í lifi Zlatans tengd knattspyrnu er að hann naut virðingu af jafningjum sínum

vegna getu hans í knattspyrnu og öðlaðist einnig virðingu frá föður sínum, eftir að hann fór

sýna meiri hæfileika og getu í knattspyrnu. Þessi aukna áhugi frá föður sínum og öðrum er í

samræmi við niðurstöður rannsókna Blooms sem benda til þess að áhugi og virðing annarra er

Page 19: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

18

eitt af þeim mikilvægum þáttum sem hafa áhrif á að einstaklingar nái langt í þeim sviðum

(Bloom, B,S., 1985).

Fleira tengd knattspyrnuferil Zlatans er að hann æfði fyrst knattspyrnu með

knattspyrnufélögum sem innihéldu ungmennaliðum og ungmennaþjálfun. Þar fékk Zlatan

þekkingu og æfingaraðstöðu til þess að verða betri knattspyrnumaður. Á þessum félögum

kynnist hann einnig fólki og jafningjum sem síðar meir urðu hans helstu vinir.

Á knattspyrnufélögin er að samkeppnin innan þessari félaga og áherslan ná langt í

knattspyrnusviðinu eins og hann lýsir hér i ævisögu sinni: „Ég þurfti að læra mikið. Annað var

öfund. Leikmennirnir gerðu sér grein fyrir samkeppninni og ég var svo sannarlega enginn

fúskari.“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls, 56).

Þessi mikla samkeppni meðal leikmanna ungmennaliðina leiddi til þess að Zlatan og þeir

sem vildu ná langt æfðu knattspyrnu utan tíma og á frítíma þeirra. Líkt og má sjá hér þar sem

Zlatan lýsir sinni reynslu á aga og samkeppni innan ungmennaliðanna: „Ég lagði mig allan fram

og lét æfingar hjá MFF ekki nægja. Ég spilaði líka á vellinum heima hjá mömmu, klukkutíma

og klukkutíma.“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls, 56).

Alllar þessara upplifanir og reynsla Zlatans á ungmennaliðinum er samræmi við rannsóknir

Blooms sem benda til á að einstaklingar sem ná langt og afreka mikið eiga það til hafa lagt

mikið á æfingar og tíma sem þeirri eyddu á fullkomna svið þeirra (Bloom, B,S., 1985). Það má

segja þau samskipti og tengsl sem Zlatan hafði í þessum ungmennafélögum og höfðu

félagsmótandi áhrif á hans lífi og afreksferill. Líkt og kenningar hans George H. Mead benda til

um að einstaklingar geta verið undir miklum félagslegum áhrifum af samskiptum þeirra við

fólk og hópa sem þeir tilheyra og treysta (Garðar Gíslason., 2007).

Að lokum má svo nefna að hann fékk að spila knattspyrnu á efstu deild aðeins á 17. ári og

tímabilið sem hann var kynnast aðalliðinu og spila með því liði hafði mörg áhrif á hans lífi og

ferilll sem knattspyrnumaður. Þar upplifði hann í fyrst skipti t.d. áreiti og tilfinningar

stuðningsmanna liðanna hafði á leikmannanna. Eins og hann lýsir hér fyrir neðan:

„Ég hafði ekki gert neitt ennþá, alla vega ekkert merkilegt. En samt birtust ungir aðdáendur

uppu úr engu og ég vildi gera fleiri trix. Þessir smástrákar höfðu sín áhrif á mig. Þeir höfðu ekki

látið í ljós að ég væri leiðinlegur leikmaður.“ (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011, bls. 59).

Þessi samskipti hans við ungu aðdáendur er samræmi við samskiptakenningar George. H.

Mead og rannsókna hans Blooms (Garðar Gíslason., 2007; Bloom, B,S., 1985). Þar sem Zlatan

var undir áhrif þessara jákvæðu tilfinninga og traust frá ungu aðdáendum og jafningjum hans.

Page 20: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

19

Þar að auki voru þessi samskipti hans við ungu aðdáendum hans ákveðin virðurkenning á hans

hæfileikum á knattspyrnuvellinum og að honum var sýnd traust sem knattspyrnumaður af

stuðningsmönnum liðsins.

3.3. Söngkonan Diddú

Söngkonan Sigrún Hjámtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú fæddist 8. ágúst 1955. Foreldrar

hennar Diddú voru þau Hjálmtýr Hjámtýsson söngvari og Margrét Matthíasdóttir söngkona. Í

barnæsku hennar var tónlistin stór partur af þeirri barnæsku, þar sem foreldrar hennar voru

virkir tónlistarmenn og söngvarar. Þar að auki tóku systkini hennar einnig virkan þátt í

tónlistinni svo sem yngri bróðir hennar Páll Óskar hjálmtýsson. Á menntaskólaárunum sínum

söng Diddú með hljómsveitnni Spilverk þjóðanna með þeim Agli Ólafssyni, Valgeiri

Guðjónssyni og Sigurði Bjólu Garðarssyni. Þar að auki tók hún þátt í öðrum verkefnum svo sem

leiklist. Eftir lok spilverk tímabilsins hóf hún tónlistar- og söngnám í London. Diddú er álitin

vera eitt af þeim bestu söngvurum Íslands (Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir,

2001).

3.3.1. Tónlistarfjölskyldan

Í fjölskyldu Diddúar var tónlistin mikið iðkuð af helstu fjölskyldumeðlimum. Allt frá foreldrum

hennar til yngri bróður hennar Pál óskar. Líkt og kenning franska félagsfræðingsins Pierre

Bourdieu um Habitus bendir til þess að einstaklingar séu líklegri til þess verða svipaðir og

foreldrar þeirra vegna menningar sem þeir alast upp í, sem mótar þeirra áhugamál og

sjálfsímynd. Gott dæmi úr barnæsku hennar er Diddúar tengd Habitus megi rekja til þess að

foreldrar hennar fóru með henni til kóræfingar og fleiri viðburðum tengd tónlistargeiranum

(Gestur Guðmundsson, 2012; Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir, 2001). Þessi

dæmi eru einnig samræmi við niðurstöður sem birtast í rannsókn hans Blooms á

afreksmönnum þar sem margir einstaklingar eiga foreldra sem hafa tekið þátt í svipuðum

sviðum og börn þeirra. Þar sem áherslan í þessum heimili eru að stunda tónlist og listgreinar

(Bloom, B,S., 1985, bls. 511).

Á yngri árum stundaði Diddú enga skipulagða tónlistarnám vegna fjárhagslegri stöðu

foreldra hennar. Það var ekki fyrir en hún byrjaði að syngja með Spilverk þjóðanna þegar hún

fór að stunda nám í söng. Þekking og reynsla Diddúar á tónlistinni má helst rekja til þess að

Page 21: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

20

foreldrar hennar voru virkir tónlistarmenn og að hún tók þátt í skólasöngvum í grunnskólanum

Melaskóla og kórstarfi. Þar að auki tók hún einnig þátt í leiklist á menntaskólaárum hennar,

þar sem hún söng og lék hlutverkum á leiksviðnu (Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún

Hjálmtýsdóttir, 2001).

3.3.2. Sálin og Spilverk þjóðanna

Eitt af því sem einkennir Diddú vel er að æskuár hennar er að hún tók þátt í mörgum ýmislegum

félagsstörfum svo sem leiklist, kórstarf og íþróttir. Þar að auki tók hún þátt í að hjálpa með

uppeldi yngri systkina hennar. Í hennar félagsstarfi tengd leiklist kynnist hún hóp einstaklinga

og tók þátt í samtök nefnd Sál, þar sem hún fékk sýna hennar helstu hæfileika á sviðinu og

naut þar virðingar af hennar jafningjum. Líkt og samskiptarkenningar Mead benda til um þá

höfðu hennar samskipti við mismunandi einstaklinga og hópa áhrif á hennar ferill sem

söngkona og einstaklingur (Garðar Gíslason., 2007). Þar að auki er lífsreynsla hennar Diddú

mjög í samræmi við niðurstöður rannsókna Blooms um að hæfileiki einstaklingar dafna betur

í umhverfi þar sem einstaklingar fá athygli og virðingu fyrir þeirra afrekum og verkum (Bloom,

B.S., 1985).

Gott dæmi um umhverfi þar sem hún naut virðingu og var gefin frelsi var þegar hún var í

hljómsveitinni Spilverk þjóðanna. Þar sem hjómsveitafélagar hennar í Spilverk sömdu lög og

tónlist í samræmi við rödd hennar og hæfileika líkt og þessi tilvísun úr ævisögu hennar Diddúar

bendir til um: „Strákarnir sömdu alltaf mjög falleg lög fyrir mína rödd og pössuðu vel að fara

ekki út fyrir það svið sem mér var eðilegt. Lögin voru alltaf í réttri tóntegund og raddirnar voru

okkar sérstaða.“ (Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir, 2001, bls.103-104).

Fleira tengd þátttöku Diddúar í félagslegu stofnanna eins osg kórstarfi, hljómsveit og

leiklistarhópi er að þessir stofnanir voru einnig félagsleg taumhald sem hjálpaði Diddú að halda

réttu leiðina í anda kenninga Travis Hirschi (Helgi Gunnlaugsson, 2008).

Þar sem þátttaka í þessum stofnunum gerði það verkum að hún kynnist fjölda

mismunanadi einstaklinga. Annað er þátttaka í þessum stofnum höfðu einnig félagsmótandi

ahrif á hennar ferill og líf líkt og rannsóknir Blooms benda á að hæfileikarríkir einstaklingar eru

vanalega undir handleiðslu kennara og þátttakendur í félagslega stofnanna þar sem hæfileiki

þeirra var sýnd virðingu af jafningjum þeirra (Bloom, B,S., 1985).

Page 22: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

21

3.4. Bítillinn John Lennon

Fyrrum söngvari bítlana John Winston Lennon fæddist árið 1940 í borginni Liverpool. Foreldrar

hans hétu Alfred Lennon og Julia Stanley. Í barnæsku hans ólst hann upp með móðursystur

hans Elizabeth og eiginmanni hennar George Smith vegna vondri stöðu í lífi foreldra hans

(Jackson, J., W., 2005).

Á yngri árum hans lærði hann að meta list og vera meira skapandi undir handleiðslu fóstur

hans George Smith, Þar að auki tók hann þátt í kórstörfum með æskuvini hans Pete Shotton.

Á skólaárunum sínum var John var í tossabekkjum gagnafræðaskóla hans Quarry-Banks vegna

slæmra hegðunar og fleira. Þar að auki var hann hataður af kennurum sínum sem álitu hann

sem latann og óheiðarlegan nemenda (Jackson, J., W., 2005).

Á 16 aldusári hætti hann í skólanum og stofnaði hann hljómsveitina Quarry Men sem síðar

meir varð grunnurinn á hljómsveitinni the Beatles eða Bítlarnir á íslensku. Á þeim tíma sem

John Lennon söng og spilaði með bítlunum var hann álitinn vera einn besti söngvari og

laghöfundur síns tíma ásamt meðhöfundi og félaga Paul McCartney. Þar sem þeirra helstu verk

Bítlanna voru á borð við Let it be og Hey Jude (Jackson, J., W., 2005).

John Lennon var einnig þekktur sem mikil baráttumaður um heimsfriði og lagði áherslu á

tónlistin endurspeglaði hans hugarefnum. Þar að auki var hann þekktur fyrir vera fyrirmynd

kynslóða á 20. öldinni í tísku.

3.4.1. Tónlistin partur af barnæsku John Lennons

Eitt af því sem einkenndi líf John Lennons er að tónlistin hefur alltaf verið stór partur af hans

lífi. Sérstaklega í barnæsku hans, þar sem hann lærði að meta tónlist undir handleiðslu móður

hans Juliu Stanley (Jackson, J., W., 2005). Líkt og kenning hans Pierre Bourideu varðandi

Habitus bendir til þess þá var John Lennon undir áhrifum hans nánustu og þeirra sem sáu um

uppeldi hans (Gestur Guðmundsson, 2012). Gott dæmi í barnæsku John Lennons, þar sem

nefnd var í ævisögu hans John Lennon, ævisaga eftir John wyse Jackson, þýdd af Steinþór

Steingrímsson (2005). Þar sem hann fékk munnuhörpu frá fóstra sínum George Smith og þann

stuðning frá fóstra hans að stunda list (Jackson, J., W., 2005).

Önnur dæmi í barnæsku John Lennons sögð frá ævisögu hans eru t.d. að blóðforeldar hans

Alfreð Lennon og Julia Stanley voru einnig miklir tónlistarunnendur. Þar sem Julia Stanley

móðir hans átti það til að gefa syni hennar hljómfæri og kenna honum hjómfæri svo sem banjó.

Page 23: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

22

Annað sem hún gerði var fræða honum listamönnum sem henni fannst vera merkilegir

(Jackson, J., W., 2005).

Á unglingsárum sínum var John undir áhrifum tónlistarnir sem jafningjar og kynslóð hans

voru hlusta á svo sem tónlistarmönnum Elvis Presley og Little Richard. Þar að auki sótti hann

einnig inniblástur til listmanna foreldra hans (Jackson, J., W., 2005). Mjög í anda kenninga

Bourdieu varðandi Habitus þar sem tónlistarsmekkur hans var undir áhrifum þeirra

félagsmótun sem hann fékk frá foreldrum og vinum hans (Gestur Guðmundsson, 2012).

Fleira tengd barnæsku John Lennons eru samskipti hans við móður hans sem höfðu mikil

félagsmótandi áhrif á líf hans í samræmi við kenninga George H. Mead varðandi sjálfið. Þar

sem hann lærði um tónlist og tónlistarsmekk í samskiptum hans við móður hans (Garðar

Gíslason, 2007). Eins og þessar lýsingar úr ævisögunni sinni benda til um: „Hún kenndi mér

banjógrip. Ef þú skoðar mjög gamlar myndir af hjómsveitinni þá má sjá mig leika mjög skrítin

grip“ (Jackson, J., W., 2005, bls, 32).

3.5. Sameiginlega þættir

Helstu þættir hjá afreksfólki ritgerðarinnar eiga sameignlegt eru áföll í fjölskyldu lífi þeirri,

efnahagslegur staða fjölskyldu þeirra og áhugamál og val afreksviðs eiga sér rætur í fjölskyldu

eða nánustu vini. Aðrir þættir eru svo skólaganga þeira og fleira.

3.5.1. Fjölskyldurætur

Eitt af því sem allir einstaklingar í ritgerðinni eiga sameignlegt er að þeir áhugamál og

áhugasvið eiga rætur í fjölskyldu og vini þeirra. Þar sem þeir kynnast þeirra áhugasviðum og

áhugamálum gegum tengsl þeirra við fjölskyldu og vini. Þessi sameiginlegi þáttur er mjög i

samræmi við kenninga Pierre Bourdieu varðandi þess að fjölskyldan er grunnurinn af

félagsmótun einstakinga varðandi þeirra lífstíll,smekk og áhugamál (Gestur Guðmundsson,

2012). Líkt og dæmin endurspegla í ævi afreksfólksins Messi, Zlatan, Diddú og John Lennon

þar sem fjölskyldan átti stóran hlut á val áhugasvið þessara einstaklinga.

Gott dæmi í barnæsku Messi varðandi þessi fjölskylduræturnar er að Messi ólst upp í

fjölskyldu, Þar sem knattspyrnan var partur hans af uppeldi sem barn. Þessi

knattspyrnumenning í fjölskyldu hans Messi endurspeglast best í því að allir bræðurnir æfðu

með sömu uppeldisfélögum og héldu með sömu knattspyrnufélög faðir hans. Þessi dæmi úr

sögu Messi eru svo í samræmi við rannsóknir Bloom (1985) varðandi þess að Messi sem fékk

Page 24: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

23

hið rétta uppeldi, þjálfun og menntun til þess að ná langt í sinni afreksferli þökk sé þess

stuðning fjölskyldu hans Messi (Balague, G., 2013; Bloom, B.S., 1985). Þar sem stuðningurinn

sást best þegar fjölskyldan hans fluttu til Spánar til þess Messi gæti fengið bestu meðhöndlun

á sjúkdóm hans en einnig knattspyrnuumhverfi til þess að vera einn besti knattspyrnumaður í

heimi (Balague, G., 2013). Önnur dæmi um áhrif fjölskyldunnar í lífi Messi er að stórfjölskyldan

sérstaklega amma hans Messi sem sýndi Messi áhuga og athygli á þeim fyrstu árum sem Messi

var byrja stunda knattspyrnu á alvöru.

Áhrif fjölskyldunnar enduspegluðust líka hjá hinum einstaklingum, Zlatan, Diddú og John

Lennon. Sérstaklega hjá Diddú, þar sem tónlistin var hluti af hennar daglegu umhverfi þegar

var alast upp sem barn. Í þessari tónlistarumhverfi sem foreldra hennar veitu henni og öðrum

systkinum tæki og tóll gegnum uppeldi barnanna til þess að ná langt í tónlistarbransanum

(Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir, 2001).

Þar sem birtingarmyndir áhrifina í lífi John Lennon voru athygli nánustu ættingja og hjálp

þeirra við að rækta listrænu hæfileika hans. Þessi hjálp frá fjölskyldunni endurspeglast til

dæmis í kennslu á hjóðfærum svo sem Banjó og öðrum hjóðfærum. Annað sem hann fékk frá

vöggugjöf hans voru ákveðnir tónlistarfyrirmyndir og myndun tónlistarsmekks sem er í

samræmi við habituskenningu Bourdieu (Gestur Guðmundsson, 2012; Jackson, J., W., 2005).

Þar sem Bourdieu taldi félagsmótun barna varðandi smekk og áhugamál megi rekja til uppeldi

þeirra.

Áhrif fjölskyldunnar á ferill Zlatans má helst sjá í þeim gildum og hugmyndum sem hann

lærði af reynslu sinni. Þar sem hann ólst upp við bágar fjölskylduaðstæður. Eitt af þessum

lærdómum sem hann lærði er að meta hinu góða sem fylgir árangri síns. Annað sem hann

lærði af foreldrum sínum var forvarnir gagnvart vímuefna. Fleira tengdu barnæsku Zlatans er

knattspyrnuþátttaka hans megi rekja til hinu dýrmætu minninga hans sem hann átti með föður

sínum svo sem knattspyrnuspilin sem föður hans gaf honum. Dæmin í lífi Zlatan er mjög

samræmi við kenningu Goffmans má segja að bakherbergi Zlatans var knattspyrnuvöllurinn

þar sem hann fékk stuðning og hvíld frá hinu bága fjölskylduaðstæðum meðan leiksviðið var

heimilið (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011; Goffmann, E., 1959). Þar að auki er þau í

samræmi við kenningu Hirschi að hluta til þar sem sýna áhrifmætti félagslegu stofnanna eins

og íþróttafélög þegar önnur mikilvæg félagsleg stofnanir brotna eins og það gerðist í fjölskyldu

Zlatans (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011; Helgi Gunnlaugsson, 2008).

Page 25: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

24

3.5.2. Efnhagslegur staða fjölskyldunnar

Þátturinn efnahagsleg staða fjölskyldunnar er eitt af þeim þáttum allir einstaklingarnir í

ritgerðinni hafa sameiginlegt. Þar sem sá þáttur hafði töluvert áhrif á þeirra val og tækifæri til

þess ná langt í þeirra sviðum. Gott dæmi hjá Messi úr barnæsku hans er hann ólst upp í

fjölskyldu sem tilheyrðu millistéttinni í Argentínu á þeim tíma. Þar sem hann gat tekið þátt

æfingum og kennslu á knattspyrnufélögum (Balague, G., 2013). Ólíkt til mynda söngukonuna

Diddú sem gat ekki fengið almenna tónlistarnám hjá tónlistarskólum vegna efnahagslega

stöðu fjölskyldu hennar (Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir, 2001).

Önnur birtingarmynd efnhagslegra stöðu fjölskyldu var svo hjá Zlatan, þar sem hann gat

ekki fengið almennilega uppeldi vegna þeirra félagslegu vandamála sem fylgdu þeirri

efnhagslegri stöðu fjölskyldu hans (Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011). Hjá John Lennons var

efnahagslegs staða fjölskyldu hans góð meðan hann ólst upp hjá frænku sinni Elizabeth og

fóstri sínum George Smith. Þar sem þau hjón tilheyrðu millistétt og gátu þess vegna gefði

honum öruggt heimili til þess að rækta hans hæfileika (Hertsgaard, M., 2000/1995). Líkt og

lýsingin á fóstrum hans úr bókinni Bítlarnir, sagan ótrúlega eftir Mark Hertsgaard bendir til

um þegar vitnað er í John Lennons um efnahagslegri stöðu fóstra hans: „Hann viðurkenndi í

einum af síðustu viðtölum sínum að Elizabeth frænka og George hefðu verið húseigendur sem

bjuggu í úthverfi umkringd læknum og öðru hálaunafólki“ (Hertsgaard, M., 2000/1995 ,bls.

24).

Annað dæmi um mat John Lennons á félagslegri og efnhagslegri stöðu hans er lýst vel úr

ævisögunni John Lennon eftir John Wyse Jackson:

„Ég kom úr karlmennskuskóla látatanna. Ég var aldrei neinn götustrákur eða töffari. Ég

klæddi mig eins og götustrákarnir gerðu og samsamaði mig Marlon Brando og Elvis

Presley, en ég tók aldrei þátt í neinum götuslagsmálum eða gengjum. Ég var bara

úthverfastrákur að herma eftir rokkurum.“ (Jackson, J., W., 2005, bls., 34-35).

3.6. Aðrir þættir

3.6.1. Harmleikir í lífi stjarna

Eitt af því sem Lionel Messi og John Lennon eiga sameignleg er að þeir upplifðu áföll í

fjölskyldulífi þeirra. Þar sem þeir Messi og Lennon misstu helsta stuðningsmann þeirra á

ungum aldri. Helsti stuðningsmaður Messi í barnæsku hans var amma hans sem sýndi honum

mesta stuðning á vellinum og var sá fjölskyldumeðlimur sem sá til þess að Messi mætti á

Page 26: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

25

knattspyrnuæfingum. Þess vegna var andlát ömmu hans mikið áfall í lífi Messi þar sem það var

hún sem veit honum fyrst þeirri trú að ná langt á velllinum (Balague, G., 2013, bls ).

Helstu stuðningsmenn John Lennons var fóstri hans George Smith og móðir hans Julia

Stanley. Þess vegna var það mikið áfall fyrir honum að missa báða stuðningsmanna hans.

Sérstaklega þegar hann missti móður hans. Líkt og lýsingin hans úr bókinni Bítlarnir, Sagan

ótrúalega bendir til um varðandi móðurmissin hans: „Þetta var það versta sem hefur nokkurn

tíma komið fyrir mig. Við gátum talað saman, við skildum hvort annað og hún var frábær.“

(Hertsgaard, M., 2000/1995, bls, 27).

Eitt af þeim afleiðingum sem fylgdu andlát móður hans John Lennons er að hann byrjaði

drekka mikið áfengi og sýna alvarlega frávikshegðun. Ef ekki væri fyrir hans tengsl við sína

félaga í hljómsveit hefði John Lennon líklegast orðið að ólukkumanni (Hertsgaard, M.,

2000/1995, bls, 27).

3.6.2. Skólaganga afreksmanna

Það sem Zlatan Imbrahmovic, John Lennon og Lionel Messi eiga allir sameignlegt er að þeir

lögðu meiri áherslu á þeirra áhugasviði heldur en að ná árangri á skólanum þeirra

(Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011; Jackson, J., W., 2005; Balague, G., 2013). Gott dæmi í

æsku John Lennon er að hann sýndi meiri áhuga á prufa sig í listrænum fögum heldur en hinum

hefðbundnum fögum svo sem stærðfræði og enska. Þar að auki var hann fyrir einelti bæði af

nemendum og kennurum (Jackson, J., W., 2005).

Reynsla Zlatans á skólakerfinu var helst að hann sýndi fyrst og fremst enga áhuga á náminu.

Þar að auki sýndi faðir hans Sefik litla áhuga á námsárangri hans. Annað tengd skólareynslu

Zlatans er að hann átti það til lenda í slag við bekkjarfélaga sína (Lagerncrantz og Ibrahimovic,

2011)

3.6.3. Ógæfumennirnir Lennon og Zlatan

John Lennon og Zlatan Ibrahimovic eiga það sameiginlegt að þeir sýndu báðir mikla

frávikshegðun á ungum aldri. Ein af helsta birtingamynd þeirra frávikshegðunar er til að

mynda hið líkamlega ofbeldi sem þeir urðu fyrir á skólaárunum sínum. Það er John Lennon og

Zlatan urðu fyrir ofbeldi af bekkjafélögum þeirra sem höfðu mismikil áhrif á skólagöngu þeirra.

Þar að auki glímdu þeir báðir við vanrækslun blóðforeldra á uppeldisstarfinu. Þar sem þeir voru

báðir undir helst vernd annarra nánustu ættingja heldur en blóðforeldra þeirra (Lagerncrantz

og Ibrahimovic, 2011; Jackson, J., W., 2005).

Page 27: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

26

Líkt og taumahaldskenningar Hirschi benda til þess að þá voru ennig þátttaka þeirra John

og Zlatan á þeirra áhugasviði sem leiddi til þess þeir urðu minni líklegri til þess að mynda

frávikshegðun (Helgi Gunnlaugsson, 2008). Gott dæmi í æsku John Lennons eru sterk tengsl

hans við Paul MaCartney og annarra félaga hans.

Svipuðum dæmi er hægt að finna í lífi Zlatans þar sem tengsl hans við eldri sysur hans en

einnig tengsl hans við þjálfarum og öðrum liðfélögum hans (Lagerncrantz og Ibrahimovic,

2011) voru þau sem hjálpuðu honum að feta afreksleiðina.

Fleiri dæmum úr barnæsku þeirra er að John og Zlatan voru undir miklum streitu vegna

fjölskylduaðstæðna í lífi þeirra. Þar sem Zlatan þurfti að glíma við áfengisneyslu föður hans og

lágri efnhagslegri stöðu fjölskyldu hans meðan helstu vandamál John Lennons fyrir utan

eineltin var hættan á lenda í vondum félagskap og fátækagildru þegar hann hætti í skólanum.

(Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011; Jackson, J., W., 2005).

4. Niðurstöður

Í þessari kafla verður farið yfir helstu niðurstöðum ritgerðarinnar og fleira.

Eitt af þeim niðurstöður sem þessara ritgerðar er að áhrif fjölskyldunnar eru miklar varðandi

þess val einstaklinga á þeirra áhugasviði og af hverju þessir einstaklingar hafa afrekað mikið á

þeirra sviði. Líkt og kenning Pierre Bourdieu benda til þess varðandi félagsmótun

einstaklingar. Þá má sjá birtingamyndir af þessari félagsmótun fjölskyldunnar á val

einstaklinga á þeirra sviði.

Gott dæmi er að Lionel Messi elst upp í fjölskyldu þar sem knattspyrnan eru stór hluti af

hinum daglega lífi. Þar sem meirihluti fjölskyldunnar taka þátt í þeim áhugamál og athöfnum

sem fylgja þeirri áhugamáli. Allt frá því að klæðast knattspyrnutreyju uppeldisliða

fjölskyldumeðlima til sérþjálfaða æfinga með þessum uppeldisliðum (Balague, G., 2013).

Önnur dæmi eins og hjá Diddú þar sem hún kynnist tónlistinni vegna þess að foreldrar

hennar voru söngvarar og þátttöku foreldra hennar í kórstörfum (Súsanna Svavarsdóttir og

Sigrún Hjálmtýsdóttir, 2001).

Aðrar niðurstöður er svo að íþróttamennir Lionel Messi og Zlatan Ibrahimovic fengu

sérþjálfað umhverfi, þar sem þeirra hæfileikum var gefið stað til þess dafna og verða af

einhverju undir eftirliti reynslumiklum þjáfurum Ólíkt til mynda hjá Diddú sem fékk enga

tónlistarnám hjá tónlistarskólum í barnæsku hennar. Sömu sögu má segja með John Lennon,

sem lærði hljómfæri af móður hans og æfingum með öðrum hjómsveitarfélögum hans

Page 28: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

27

(Balague,D., 2013; Lagerncrantz og Ibrahimovic, 2011; Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún

Hjálmtýsdóttir, 2001; Jackson, J., W., 2005).

Fleiri niðurstöður ritgerðarinnar eru til dæmis félagslegi stuðningur einstaklinga á

hæfileikum þessara afreksmanna. Eins og til dæmis birtast hjá Diddú þegar hún syngja með

Spilverk þjóðanna, Þar sem hjómsveitarfélagar hennar spiluðu tónlist í samræmi við hennar

getu. Önnur dæmi er traust þjálfara á hæfileikum einstaklinganna líkt og saga þeirra Messi og

Zlatan benda til um þar sem þeir fengu mikin félagslegan stuðning frá þjálfurum þeirra. Þar að

auki má ekki gleyma hinn félagslega stuðning sem allir þessir einstaklingar fengu frá þeirra

fjölskyldu og vinum. Líkt og gerðist með Messi þegar hann og fjölskylda fluttu til Barcelona

svo að Messi gæti fengið bestu knattspyrnuþjálfun og öruggt umhverfi fyrir hans hæfileikum

til þess að dafna.

Að lokum má svo nefna áhrif efnahagslegu stöðu fjölskyldu þessara einstaklingar þar sem

Messi sem fékk bestu þjálfun vegna þess að hann tilheyrði fjölskyldu sem var hluti af hinu

millistétt Argentínu meðan Diddú gat ekki fengið tónlistarnám Íslandi vegna efnhagslegu stöðu

fjölskyldu hennar á þeim tíma. Fleiri dæmisögur eru til dæmis afleiðingar vondri efnhagslegri

stöðu fjölskyldu Zlatans þar sem elst upp í fjölskyldu, þar sem mikil áfengisdrykkja er ríkjandi

og þær afleiðingar sem fylgja þeirri drykkju.

Page 29: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

28

Lokaorð

Fyrir margra hafa afreksmenn og afreksssögur þeirra verið innblástur fyrir aðra sem til þessa

verða betri afreksmönnum og einstaklingum. Allt frá íþrótta- og atvinnumennsku Lionel Messi

og Zlatan Ibrahimovic til friðaboðskaps John Lennons.

Í þessari ritgerð var markmiðið að greina hvaða þætti í barnæsku ákveðna afreksmanna

hefðu áhrif á afrek þeirra. Helstu niðurstöður þeirra félagslegu greiningar var að fjölskyldan

sem félagsleg stofnun hefur á val einstaklinga á þeirra afreks- og áhugasviðum og einnig af

hverju þessir einstaklingar ná langt á þeim sviðum. Áhrif fjölskyldunar sem félagsleg stofnun

eru mörg, allt frá efnahags- og félagsleg stöðu einstaklinga innan fjölskyldunnar til tengsla

þessara einstaklinga við umheiminn. Helstu dæmi í greiningunni um áhrif fjölskyldunnar er að

hún hefur verið helsti félagsmótandi aðilinn í lífi þessara ákveðnu afreksmanna sem voru

nefndir í ritgerðinni. Þar sem val á áhugasviði þessara einstaklinga megi rekja til þess að

fjölskyldumeðlimir taki einnig þátt í sama áhugasviði.

Fleiri þættir sem komu ljós í greiningu ritgerðarinnar er til dæmis birtingarmyndir og áhrif

félagsleg stuðning eintaklinga. Þá helst félagsleg stuðningur foreldra á afrekum og verkum

barna þeirra. Þar sem þessi greining er aðeins eigindleg greining á barnæsku þessara ákveðna

afreksmanna gætu niðurstöður þessar ritgerðar verið ólík frá öðrum niðurstöðum annarra

rannsókna og greininga. En á sama tíma getur vonandi þessi ritgerð verið góður grunnur á því

að rannsaka betur áhrif ákveðna þátta í barnæsku einstaklinga og áhrif þeirra þátta á lífskeið

einstaklinga.

Að lokum er svo gott nefna nýjar spurningar sem komu við gerð þessara ritgerðar, svo sem

áhrif þess að flytja heili fjölskyldu til ný lands og menningarheims. Annað sem hægt væri að

rannsaka betur eru svo munurinn á uppeldi einstaklinga stunda aðeins áhugamál sitt í

áhugamennsku og þeirra einstaklinga sem stunda áhugamál þeirra í atvinnumennsku.

Page 30: Sniðmát meistaraverkefnis HÍ - Skemmanríkjandi reglur og viðmið (Garðar Gíslason., 2007). Dæmi um félagsmótandi áhrif í lífi afreksmanna eru samskipti þeirra við aðra

29

Heimildir

Biography.com. (2016). Lionel Messi- Biography. Sótt 1. október 2016, af

http://www.biography.com/people/lionel-messi-555732#synopsis

Balague, G. (2013). Messi. London: Orion Books Ltd.

Garðar Gíslason. (2007). Félagsfræði – kenningar og samfélag (2. Útgáfa). Reykjavík: Mál og

og menning.

Bloom, B., S. (ritstjóri).(1985). Developing talent in young people. New York: Ballantine

Books.

Gestur Guðmundsson (2012). Félagsfræði menntunar (2. Útgáfa). Bookwell, Finnland:

Skrudda.

Goffman, E. (1959). The Presentation of Self in Everyday Life. New York: Anchor Books.

Helgi Gunnlaugsson. (2008). Afbrot á Íslandi. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Hertsgaard, M. (2000). Bítlarnir: saga ótrúlega (Álfheiður Kjartansdóttir, Steinunn

Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Eggertsson þýddu). Reykjavík: Iðunn.

Illugi Jökulsson. (2014). Messi: sá allrra besti. Reykjavík: Sögur útgáfan.

Illugi Jökulsson. (2012). Zlatan. Reykjavík: Sögur útgáfa.

Jackson, J., W. (2005). John Lennon - Ævisaga (Steinþór Steingrímsson þýddi). Reykjavík:

Skrudda.

Lagercrantz, D. og Ibrahimovic, Z. (2011). Ég er Zlatan Ibrahimovic (Sigurður Helgason þýddi).

Reykjavík: Draumsýn Bókaforlag.

Osgood, D.W., Wilson, J.K., O´Malley, P.M., Bachman, J.G. og Johnston, L.D. (1996). Routine

activities and individual deviant behavior. American Sociological Review, 50, 231-243.

Súsanna Svavarsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir. (2001). Diddú. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

Þórólfur Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Viðar Halldórsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir (2000).

Félagsstarf og frístundir íslenskra unglinga. Reykjavík: Æskan.

zlatanibrahimovic.com (2016). Zlatan Ibrahimovic – the Career. Sótt 16. október 2016, af

http://www.zlatanibrahimovic.com/the_career/the_career