12
Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði Stefnuskrá Framsóknarflokkurinn B-listinn á Fljótsdalshéraði 2014 Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Stefnuskrá

Framsóknarfl okkurinn

B-listinn á Fljótsdalshéraði 2014

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Page 2: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

VORIÐ er komið Ritstjóri: Þorvaldur P. HjarðarÁbyrgðarmaður: Eyþór Elíasson

Í framboði fyrir B-listann er traust fólk með þekkingu og reynslu af sveitarstjórnarmálum, sem býður sig fram til þjónustu fyrir okkur í komandi kosningum.B-listinn hefur verið í forystu fyrir sveitarfélagið undan-farið kjörtímabil í meirihlutasamstarfi með Á-listanum. Það samstarf hefur gengið vel og einnig hefur samstarf bæjar-stjórnarinnar allrar verið gott og ekki mikið um átakamál. Velflestar ákvarðanir hafa verið teknar samhljóða, enda reynt að finna flöt sem flestir eru sáttir við.Markmið B-listans er að vera áfram áhrifamikið afl við stjórnun sveitarfélagsins og fylgja eftir þeim mörgu mikil-vægu málum sem náðst hafa fram á þessu kjörtímabili. Eflingu og samstöðu er einungis að finna í byggðarlögum ef þar er gott mannlíf með öflugu og fjölbreyttu atvinnu- og félagslífi. Næg atvinna skiptir okkur öll meginmáli í daglegu lífi og ræður úrslitum um val okkar á búsetu.

Sem fyrr eru það fjármálin sem eru helsta áskorunin. Það er ljóst að rekstrarstaða bæjarsjóðs er þröng vegna skuldsetn-ingar og afborgana af lánum. Töluvert hefur áunnist á liðnu kjörtímabili, en þó eru mörg verk enn óunnin og næsta bæjar-stjórn þarf ekki að kvíða verkefnaskorti. Margt er hægt að telja upp en það sem skiptir mestu máli er sú trú að með ábyrgð og samvinnu að leiðarljósi sé hægt að finna farsæla lausn á öllum málum eftir því sem þau koma upp.Við viljum samvinnu og samstarf, horfa til framtíðar og byggja á samhjálp og velferðarhugsun. Þetta er allt í anda hinnar hefðbundnu stefnu samvinnufólks og gegn sjónar-miðum sérhyggju og sérhagsmuna.Er ekki heppilegast að allir taki höndum saman í bæjar-stjórn til enn frekari eflingar Fljótsdalshéraðs?Lifið heil og munið að setja X við B á kjördag þann 31. maí næstkomandi og velja þar með traust fólk til forystu.

Stjórn Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar.

Á kjördag verður boðið upp á veitingar frá kl. 10:00 á kosningaskrifstofunni í Austrasalnum og eru allir stuðnings-menn velkomnir.Kosningavaka frá kl. 22:00.

S.B.G.

ÁGÆTU HÉRAÐSBÚAR

KOSNINGAKAFFIFramsóknarflokkurinn er frjálslyndur félags-hyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum um-bótum á samfélaginu og lausn sameiginlegraviðfangsefna þjóðfélagsins á grunni sam-vinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningar-legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.

Frumkvæði - Forysta - Framtíðarsýn

Grænkar skógur, gróa löndgenginn snjóa vetur.Framtíð góð nú fer í höndef Framsókn hefur betur.

Page 3: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Traust fólk til forystu

Við erum á Facebook - Framsókn á FljótsdalshéraðiVið erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Stefán Bogi SveinssonVerkefni undanfarinna ára hafa umfram annað einkennst af þrennu:

Í fyrsta lagi þörfinni fyrir að ná tökum á rekstri og fjárhag sveitarfélagsins. Það hefur tekist með samhentu átaki og þó skuldastaðan sé enn erfið þá sjáum við nú fram úr henni ef vel verður áfram haldið á málum.

Í öðru lagi höfum við reynt að standa vörð um þjónustu sveitarfélagsins til þess að viðhalda samkeppnis-hæfni okkar gagnvart öðrum sveitarfélögum. Ég tel okkur hafa staðið okkur vel í þessu. Þannig erum við ennþá að bjóða leikskólavist frá eins árs aldri, höldum úti öflugu menningarstarfi og bjóðum upp á aðstöðu til iðkunar margra íþróttagreina, svo eitthvað sé nefnt.

Í þriðja lagi höfum við síðan leitað uppi tækifæri til að byggja upp enn frekari þjónustu og aðstöðu fyrir íbúa. Stærsta dæmið um þetta er vitaskuld bygging hjúkrunarheimilisins sem senn verður tekið í notkun og mun gjörbylta aðstöðu til að þjónusta elstu íbúa sveitarfélagsins.

Þetta hafa verið annasöm fjögur ár. Það sem stendur upp úr þegar litið er til baka yfir þennan tíma eru ánægjuleg samskipti og samstarf við starfsfólk sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og nefnd-um. Þetta hefur verið skemmtilegur tími, við teljum okkur hafa staðið okkur vel og óskum eftir ykkar umboði til að halda áfram á sömu braut.

Gunnhildur IngvarsdóttirNú þegar nálgast kosningar og ég hugleiði hvernig til hefur tekist í rekstri sveitarfélagsins síðustu 4 árin, þá er ég harla ánægð með niðurstöðuna. Fræðslumálin eru mér þó sérstaklega hugleikin. Í þeim málaflokki hefur margt verið gert á kjörtímabilinu og um það ríkt þverpólitísk samstaða. Framsóknarflokkurinn hefur leitt þetta starf og mun gera það áfram fái hann til þess umboð kjósenda. Ýmis verkefni eru enn í þessum málaflokki sem vinna þarf og mikilvægt er að þau verði unnin í þágu nemenda, foreldra og skólasam-félagsins alls. Standa þarf vörð um gott skólastarf sem skilar okkur vel menntuðum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við lífið. Jafnframt þarf að búa starfsfólki skólanna þannig aðstæður að það njóti sín í starfi. Ég hef farið með formennsku í fræðslunefnd á þessu kjörtímabili og átt mjög gott samstarf við stjórnendur og starfsfólk skólanna. Það er ekki síst skólasamfélaginu að þakka hversu vel hefur til tekist og er ég mjög þakklát fyrir það.

Gott og heilbrigt samfélag byggist á góðu skólakerfi, frá leikskóla til framhaldsskóla, fjölbreyttu atvinnu- og menningarlífi, traustri félagsþjónustu, heilbrigðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og síðast en ekki síst öruggri fjármálastjórn. Ef þú vilt vera virkur þátttakandi í slíku samfélagi skaltu kjósa B-listann á kjördag.

Enginn getur allt, allir geta eitthvað.

Ég er 33 ára gamall, fæddur á Egils-stöðum árið 1980. Ég er lögfræð-ingur og hef gegnt embætti forseta bæjarstjórnar frá árinu 2010. Ég er giftur Heiðdísi Ragnarsdóttur og eigum við 2 dætur, Auðbjörgu Elfu, 4 ára og Ingu Hrafneyju, á fyrsta á[email protected]

Ég er 61 árs, fjármálastjóri og gift Þráni Skarphéðinssyni, prentara. Á 3 börn og 6 barnabörn. Lærði prentsmíð eftir stúdentspróf. Við hjónin stofnuðum Héraðsprent 1972 og þar hef ég starfað síðan. Er formaður fræðslunefndar, skólanefndar Hallormsstaðaskóla og varabæjarfulltrúi. [email protected]

1

2

Page 4: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Við byggjum á frjálslyndri hugmyndafræði og teljum því farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika.

B-listinn vill:· Tryggja áframhaldandi hagkvæmni og aðhald í yfirstjórn

sveitarfélagsins.· Viðhalda traustri fjármálastjórn og áætlanagerð.· Að Hitaveita Egilsstaða og Fella verði áfram að fullu í eigu

sveitarfélagsins.· Eiga opið og heiðarlegt samtal við íbúa í gegnum opna

borgarafundi, viðtalstíma bæjarfulltrúa, bæjarstjórnar-bekkinn og aðrar leiðir.

· Leitast við að tryggja jafnrétti í verki á öllum sviðum sam-félagsins. Sveitarfélagið gangi á undan með góðu fordæmi og tryggi jafnrétti við skipan í ráð, nefndir og stjórnir.

· Að gerð verði úttekt á launajafnrétti hjá sveitarfélaginu og kynbundnum launamun eytt.

· Að Fljótsdalshérað sé ætíð reiðubúið til samstarfs við nágrannasveitarfélög um hin ýmsu verkefni og reiðubúið til viðræðna um sameiningar sveitarfélaga á Austurlandi.

· Einfaldari og skilvirkari stjórnun með sameiningu nefnda og samræmingu við stjórnsýslu sveitarfélagsins.

· Að unnið verði að endurskoðun og endurskipulagningu í stjórnkerfi sveitarfélagsins með það í huga að bæta vinnuumhverfi og starfskjör kjörinna fulltrúa.

· Að heimasíða sveitarfélagsins verði endurnýjuð og leitast við að hafa aðgengi íbúa að gögnum og upplýsingum eins gott og framast er unnt.

Við leggjum áherslu á fjölbreytt og öflugt menningarstarf sem nauðsynlegt krydd í tilveruna í lifandi samfélagi. Menn-ing er það sem fólk gerir fyrir sig sjálft og hvert annað, t.a.m. í starfi frjálsra félagasamtaka. Það er hlutverk sveitarfélagsins að leitast við að skapa hagstæð skilyrði fyrir slíkt starf m.a. á sviði lista og íþrótta og þá ekki síst með áherslu á ungt fólk og forvarnarstarf.

B-listinn vill:· Að unnið verði áfram að þarfagreiningu, hönnun og samn-

ingum við ríkið um menningarhús Fljótsdalshéraðs í Safna-húsinu og Sláturhúsinu.

· Styðja við íþróttastarfsemi með endurnýjun og gerð samn-inga við félög sem standa fyrir virkri starfsemi, einkum fyrir börn og unglinga.

· Vinna að því að framtíðarstaðsetning skátanna verði í Sel-skógi.

· Að áfram verði unnið með íbúum í nærsamfélögum félags-heimila í eigu sveitarfélagsins að því að tryggja að þau nýtist til menningar- eða atvinnustarfsemi samfélögunum til hagsbóta.

· Styðja við þá aðila sem vilja hafa frumkvæði að menningar-starfsemi í sveitarfélaginu. Stuðningur getur verið í formi húsnæðis, aðstöðu, aðstoð starfsmanna eða með styrkjum á grundvelli umsókna til menningar- og íþróttanefndar.

· Að áhersla verði lögð á að gerður verði nýr menningar-samningur fyrir Austurland sem gildi til nokkurra ára og að í honum verði tekið tillit til sérstöðu Austurlands vegna fjarlægðar frá megin menningarstofnunum þjóðarinnar.

· Standa vörð um starfsemi og fjármagn til Menningarmið-stöðvar Fljótsdalshéraðs og henni gert mögulegt að sinna hlutverki sínu sem miðstöð sviðslista á Austurlandi og einnig verði unnið að því að gera hana að miðstöð kvik-mynda á Austurlandi.

· Stefna að því að koma upp afgirtu hundasvæði við Hálslæk í samstarfi við hundaeigendur.

STJÓRNSÝSLA MENNING OG FRÍSTUNDIR

FJÁRMÁL OG LÝÐRÆÐI

Frumkvæði - Forysta - Framtíðarsýn

Page 5: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Traust fólk til forystu

Páll SigvaldasonÞegar litið er um öxl og skoðað hvað hefur náðst fram á þessu kjörtímabili sést að núverandi bæjarstjórn er á réttri leið. Það hefur náðst að koma fjármálum sveitarfélagsins í ásættanlegt horf, hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs og svo mætti lengi telja. Í stefnuskrá B-listans 2010 sögðumst við m.a. ætla að finna framtíðarsvæði fyrir akstursíþróttafólk. Fyrir milligöngu menningar- og íþróttanefndar var undirritaður leigusamningur fyrir akstursíþróttabraut í Mýnes-grúsum og var það gert á fyrsta ári kjörtímabilsins. Síðasta meirihluta tókst ekki á þeim 6 árum sem hann var við völd að finna svæði fyrir akstursíþróttir.

Ég var sá eini í bæjarstjórn sem greiddi atkvæði á móti gjaldtöku í strætó á sínum tíma. Nú er á stefnuskrá B-listans að hverfa frá gjaldtöku.

Gríðarlega stór hluti þjóðvegakerfisins er innan marka sveitarfélagsins og einbreiðar brýr eru hér 40 tals-ins. Það er forgangsverkefni að tryggja fjármagn í hlutfalli við lengd þjóðvega í sveitarfélaginu og Lagar-fljótsbrú verður að komast aftur inn á samgönguáætlun án tafar.

Kristjana JónsdóttirKæru kjósendur.

Ég býð mig fram fyrir fólkið. Ég er tilbúin að leggja í þá vinnu og uppbyggingu sem framundan er. Alltaf má gera gott betra og með samstöðu tekst okkur það. Ég vil sjá snyrtilegt samfélag með blómstrandi mannlífi. Ég vil beita mér í að koma upp fallegu afgirtu hundasvæði við Hálslæk. Mikil aukning og metnaður hefur orðið á síðustu árum í hundaeign og brýn þörf á slíku svæði. Ég vil hafa strætó gjaldfrjálsan, hann sinnir mikilvægu hlutverki og tengir saman Egilsstaði og Fellabæ. Framsókn setur fólkið í fyrsta sæti og er ég stolt af því að vera hluti af þessum frábæra hóp.

Settu X við B og verðum frábær saman.

Ég er 54 ára ökukennari og eftirlits-maður. Er í sambúð með Margreti Björk Björgvinsdóttur, leikskólakenn-ara og eigum við samtals 5 börn og 3 barnabörn. Bæjarfulltrúi og formað-ur menningar- og íþró[email protected]

Ég er 38 ára gömul. Verslunar-stjóri Landstólpa á Egilsstöðum og hundaræktandi. Eiginmaður minn er Ingibergur Gunnarsson og við eigum synina Felix Frey 15 ára og Eyþór Bergmann 8 ára. Fjölskyldan býr á Rangá 3, Hró[email protected]

3

4

Við teljum það til grundvallarréttinda að fólki verði gert kleift að velja sér búsetu þar sem það kýs. Greiðar sam-göngur, alhliða fj arskipti, fj ölbreytt atvinnutækifæri, fj ölþætt framboð menntunar, menningar og heilbrigðis-þjónustu eru þættir sem jafna búsetuskilyrði.

Page 6: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Skipulag er nauðsynlegur þáttur í framtíðarstefnumótun sveitarfélagsins. Það verður að fela í sér skýra framtíðarsýn en jafnframt vera þannig úr garði gert að hægt sé að vinna smátt og smátt að markmiðum þess til lengri tíma.

B-listinn vill:· Endurskoða skipulag miðbæjarins og gera hann meira að-

laðandi fyrir gangandi og hjólandi umferð auk þess sem verslun og þjónusta fái notið sín.

· Malbika í áföngum göngustíga innan þéttbýlisins og koma upp lýsingu við þá.

· Bæta þjónustu í snjómokstri eftir því sem fjármunir leyfa. Samið verði við nokkra verktaka um snjómokstur og þeir annað hvort kallaðir út eftir þörfum eða fengin ákveðin hverfi til að vinna með og þjónusta þeirra og árangur borinn saman. Tækjalisti og reglur verði yfirfarin til að tryggja hagkvæmni og að lágmarka óþægindi íbúa.

· Hvetja til þess að flutningskerfi raforku verði eflt og orkuafhending og öryggi á Austurlandi þannig tryggt.

· Tryggja að þær fjölbreyttu byggingalóðir sem tilbúnar eru í sveitarfélaginu séu kynntar og aðgengilegar þeim sem vilja byggja á þeim. Aftur verði byggingaraðilum gefinn kostur á að fresta greiðslum gatnagerðargjalda til að hvetja til framkvæmda.

· Að áfram verði unnið að metnaðarfullum lausnum í frá-veitumálum svo að sveitarfélagið verði áfram í fremstu röð á því sviði.

SKIPULAG, FRAMKVÆMDIR, UMHVERFI OG SAMGÖNGUR

Við byggjum á frjálslyndri hugmyndafræði og teljum því farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afl a og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika.

Frumkvæði - Forysta - Framtíðarsýn

· Vinna áfram af krafti við að tryggja sem mesta flokkun, end-urvinnslu og minnka magn sorps til urðunar. Nýr urðunar-

staður verði kláraður og átak gert til að kynna og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst.

· Að garðyrkjufræðingur verði fenginn til starfa innan sveitarfélagsins til að vinna að fegrun opinna svæða og tryggja að þau nýtist vel og séu aðlaðandi fyrir íbúa og gesti. Boðið verði upp á spennandi afþreyingarkosti, svo sem heilsustíga og frisbígolf.

· Að unnið verði að uppbyggingu mannvirkja í samræmi við langtíma fjárfestingaáætlun.

· Að á kjörtímabilinu verði unnið að frekari þarfagreiningu og hönnun á uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á kjör-tímabilinu í samvinnu við fulltrúa notenda.

· Berjast fyrir því að nauðsynleg vetrarþjónusta sé veitt af hálfu Vegagerðarinnar til að koma í veg fyrir stórfelld áföll í atvinnulífinu.

· Að snjómokstri í dreifbýli verði í auknum mæli sinnt með samningum við íbúa. Farið verði yfir verklag varðandi helmingamokstur og samskipti við Vegagerðina um hann.

· Vinna að framgangi nauðsynlegra samgöngubóta, svo sem fækkun einbreiðra brúa, bundins slitlags á tengivegi, nýrrar brúar yfir Lagarfljót, nýs vegar yfir Öxi og Fjarðar-heiðarganga.

· Að stefnt verði að því að almenningssamgöngur innan Egils-staða og Fellabæjar verði aftur gerðar gjaldfrjálsar.

· Kanna hvort unnt sé að samþætta almenningsssamgöngur og skólaakstur í dreifbýli með hagkvæmum hætti við kerfi Strætis-vagna Austurlands og byggja þar á reynslu Fjarðabyggðar.Meirihlutasamstarf

Þó samstarfið við Á-listann hafi gengið vel á kjörtímabilinu og tekist vel til um margt gengur Framsókn óbundin til kosn-inga. Samstarfið í bæjarstjórn allri hefur einnig verið með ágætum og við teljum að gjarnan eigi að kanna möguleika á því að mynda samstarfssamning milli allra flokka í bæjar-stjórn um stjórn sveitarfélagsins. Framsókn væri reiðubúin að leiða slíkt samstarf.

Page 7: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Traust fólk til forystu

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Gunnar ÞórSigbjörnssonÉg vil sjá aukið samráð með aðkomu íbúa að ýmsum málum í gegnum íbúa-gátt. Mikilvægt er að halda áfram að hagræða í rekstri sveitarfélagsins og jafnframt að leita allra leiða til að auka tekjur til að auka fjárhagslegt svigrúm til nýframkvæmda og viðhalds mann-virkja, gatna og opinna svæða.Ég mun berjast fyrir því að samstarf milli þjónustusamfélagsins og sveitar-félagsins eflist enn frekar á komandi árum. Atvinnumál eru mér hugleikin og mun ég berjast fyrir því að áfram verði unnið að þeim verkefnum sem eru í vinnslu hjá atvinnumálanefnd.

Guðmundur ÞorleifssonTryggja þarf góða þjónustu við eldri borgara. Móta verður heildstæða fram-tíðarsýn um reiðhöllina á Iðavöllum. Nýta þarf vel þau tækifæri sem þar bjóðast, bæði varðandi frístundir en líka atvinnustarfsemi tengda ferða-þjónustu.

Eyrún Arnardóttir

Aðalheiður BjörtUnnarsdóttirÉg legg ríka áherslu á öfl ugt menn-ingarlíf. Ég vil einnig að það verði auðveldara fyrir ungt fólk, og aðra, að gerast bændur. Það þarf að gera nýjum kynslóðum kleift að taka við. Ég vil sjá jarðir í notkun og að þær falli ekki í hendur þeirra sem hafa ekki hugsað sér að nýta þær. Við búum í stóru land-búnaðarhéraði sem hefur mikla mögu-leika. Við stöndum frammi fyrir því að skortur verði á landbúnaðarafurðum í heiminum. Mikil tækifæri eru til upp-byggingar í þeim málum á Héraðinu okkar. Einnig vil ég sjá uppbyggingu í menningar- og safnamálum á Egils-stöðum og aukna notkun á félagsheim-ilum í sveitarfélaginu.

Ég er 47 ára. Fæddur og uppal-inn á Egilsstöðum. Póstmeist-ari frá Póst- og símaskólanum í Reykjavík. Diploma í versl-unarrekstri og stjórnun frá Bif-röst. Próf í vátryggingalögum frá Háskólanum í Reykjavík.Maki minn er Helga Þórarins-dóttir. Saman eigum við 2 börn. [email protected]

Heldri borgari og fyrrv. síma-verkstjóri. Í stjórn Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði.

Ég er 19 ára, verðandi stú-dent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. [email protected]

Ég er 32 ára gömul. Héraðs-dýralæknir Austurumdæmis, B.Sc. í líffræði og kennslurétt-indi frá Háskólanum á Akur-eyri. Maki minn er Fjölnir Sig-urðsson, rafvirki og börn okkar eru Lilja Hrönn 14 ára og Þór 2 ára. Bæjarfulltrúi, nefndar-maður í umhverfis- og héraðs-nefnd og varabæjarráð[email protected]

5

7

6

8

Ég vil að sveitarfélagið verði þekkt fyrir að vera grænt og fjölskylduvænt samfélag. Til þess að ná því fram þurf-um við að hlúa að fjölbreytni sam-félagsins og stuðla að jafnri aðstöðu íbúa til iðkunar íþrótta og tómstunda. Mikilvægt er að vinna í grænum svæðum eins og t.d. Selskógi og gera slík svæði enn meira aðlaðandi til samveru fyrir börn og foreldra. Koma þarf upp leiktækjum í þeim hverfum þar sem að þau vantar. Ég vil leggja áherslu á aukna endurvinnslu og að Fljótsdalshérað haldi áfram að vera í fremstu röð á því sviði.

Við viljum skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaði ekki hagsmuni komandi kynslóða. Við teljum að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta íslenskri stjórn.

Page 8: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Fjölbreytt atvinnulíf er forsenda fyrir búsetu og blómlegu mannlífi. Sveitarfélagið verður að vinna með hagsmunaaðilum að því að búa til gott umhverfi fyrir vöxt og viðgang atvinnulífsins. Fljótsdals-hérað er þjónustusamfélag og við eigum að vera í fremstu röð sem slíkt, enda miklir möguleikar til uppbyggingar á því sviði. Dreifbýli sveitarfélagsins er auðlind sem verður að virkja, hvort sem er með hefðbundnum landnytjum, nýjum búgreinum eða sem áfangastað fyrir ferðafólk.

B-listinn vill: · Hvetja til þess að nýttir séu þeir möguleikar sem felast í land-

búnaðarlandi í sveitarfélaginu.· Standa vörð um störf á vegum stofnana ríkisins í sveitarfélaginu

og berjast fyrir því að þeim verði fjölgað.· Hvetja til atvinnuuppbyggingar í tengslum við úrvinnslu skógar-

afurða.· Að áfram verði unnið að því að markaðssetja Austurland sem

vænlegan kost fyrir þjónustu við norðurslóðir.· Að unnið verði af krafti að því að markaðssetja Egilsstaðaflug-

völl fyrir millilandaflug með farþega og vörur og byggð verði upp þyrluaðstaða, m.a. til að hýsa björgunarþyrlu á vegum Land-helgisgæslunnar.

· Að virkt samstarf verði við Þjónustusamfélagið til að tryggja góða upplifun fyrir gesti og íbúa.

· Að sveitarfélagið vinni markvisst að kynningarmálum, bæði til að laða að ferðafólk, íbúa og fjárfesta.

· Að atvinnulífssýningin ,,Okkar samfélag” verði haldin á ný árið 2016 og verði fastur liður framvegis.

· Að áfram verði unnið að því að bæta aðstöðu og aðgengi að ferðamannastöðum á Héraði.

· Að unnið verði að því áfram að koma upp símaleiðsögn við mikil-vægustu áfangastaði.

· Að sett verði upp Ormsstofa sem kynni Lagarfljót og orminn fyrir ferðafólki.

· Leitast við að byggja upp hvetjandi og hagstætt umhverfi fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun.

Framsóknarflokkurinn leggur, sem félagshyggjuflokkur, megin-áherslu á velferð íbúa sveitarfélagsins. Lykilatriði er að íbúar njóti jafnræðis og þeir sem þess þurfa njóti stuðnings til að nýta hæfi-leika sína og starfsorku til að afla sér lífsviðurværis.

B-listinn vill:

· Að unnið verði áfram að heildstæðri velferðarþjónustu og sam-vinnu við nágrannasveitarfélög um verkefni félagsþjónustu, þjónustu við aldraða, fatlaða og heimahjúkrun. Stoðþjónusta við nemendur leik- og grunnskóla verði ávallt í fremstu röð.

· Að allir þjónustunotendur séu upplýstir um réttindi sín og að upplýsingar séu reglulega uppfærðar, skýrt fram settar og á auð-lesnu máli.

· Vinna að atvinnumálum fatlaðs fólks og fólks með skerta starfs-getu m.a. með góðri samvinnu við fyrirtæki í sveitarfélaginu. Við viljum móta fjölbreytt úrræði fyrir fjölbreyttan hóp.

· Að áfram verði boðið upp á þann valkost að gera samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), enda verði áfram tryggt fjármagn frá ríkinu sem geri það mögulegt.

· Að aðgengi fyrir alla sé haft að leiðarljósi við allar framkvæmdir sveitarfélagsins svo og skipulag, nýbyggingar og endurbætur í þéttbýli.

· Styðja af fullum krafti við áframhaldandi uppbyggingu hjúkr-unarheimilis, sjúkrahúss og heilsugæslu á Egilsstöðum til að tryggja sem besta þjónustu í sveitarfélaginu. Fjármagn til reksturs hjúkrunarheimilis verði tryggt til frambúðar.

· Vinna með heilbrigðisyfirvöldum að betra aðgengi að sérfræði-þjónustu svo sem geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa.

· Reka áfram góða þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu í virku samstarfi við félagasamtök.

· Að áfram verði boðið upp á þjónustu í félagsmiðstöðinni Ás-heimum.

ATVINNUMÁL VELFERÐARMÁL

Gott samfélag fyrir alla

Page 9: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Traust fólk til forystu

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Björn HallurGunnarssonÉg starfa við ferðaþjónustu, rúning, fj árfl utninga og tilfallandi verkefni. Þar af leiðandi skiptir ferðaþjónusta og landbúnaður mig miklu máli og mikilvægt er að standa vörð um og efl a þessar atvinnugreinar. Ég er til-búinn að starfa að málefnum sveitar-félagsins og er Framsókn leiðandi í þeirri vinnu.

Setjum X við B og höldum áfram uppbyggingunni.

Þórarinn PállAndréssonÉg er bóndi með kýr, naut og sauðfé, heyverktaki og afl eysingamaður í land-búnaði. Áhugi minn liggur í þjónustu við sveitirnar til að mynda trygga vetrar-þjónustu og viðhald heimreiða.

Rita HvönnTraustadóttirÉg býð mig fram vegna þess að ég vil bæta viðhald og útlit á grænum svæð-um bæjarins. Ég er stolt af sveitar-félaginu mínu og vil að þeir gestir sem hingað koma, sjái vel snyrtan gróður, fallegan frágang á iðnaðar-svæðum og smekklegar náttúrulegar skreytingar sem sýni okkur sem það blómlega landbúnaðar- og skógræktar-samfélag sem við erum. Ég vil auka merkingar við þjóðveg 1 sem vísi á þá þjónustu sem í boði er og á þá staði sem við erum stolt af. Einnig mætti bæta við trébekkjum og borðum við helstu göngustíga og áningarstaði, unnum úr þeim efniviði sem verður til í sveitarfélaginu.

Alda ÓskHarðardóttirÁherslumálin mín eru atvinnumál. Fljótsdalshérað er aðalþjónustumið-stöð Austurlands. Við þurfum að byggja þetta samfélag upp sem enn betri ferðaþjónustu- og þjónustu-miðstöð. Efl a þarf ímynd Héraðsins sem áfangastað með auknu úrvali af-þreyingar fyrir þá sem koma hingað, með því er hægt að lengja dvöl þeirra gesta sem heimsækja okkur. Við höf-um öll tækifærin til staðar en það þarf að stuðla að uppbyggingu í þessum málum. [email protected]

9

11

10

12

Ég er 37 ára og starfa sem stuðningsfulltrúi við ME. Ég er fædd og uppalin í Stykkishólmi og gift Þor-steini Sigurlaugssyni, raf-iðnfræðingi. Við eigum þrjá syni, Ólaf Tryggva 16 ára, Trausta Marel 14 ára og Geirlaug Cecil 9 á[email protected]

Ég er 44 ára og starfa sem verktaki. Sambýliskona mín er Lilja Óladóttir og dóttir Guðný Halla Só[email protected]

Ég er 27 ára bóndi á Fljóts-bakka í Eiðaþinghá. Kona mín er Indiana Ósk Magnús-dóttir og eigum við samtals 6 börn: Jónas Helga, Krist-björn Loga, Önnu Guðlaugu, Sólveigu Björgu, Sólrúnu Líf og Andríönu Margréti. fl [email protected]

Ég er 32 ára, fædd og uppal-in á Egilsstöðum þar sem ég bý ásamt sambýlismanni mínum, Kristmundi Dags-syni og tveimur börnum, Brynjari Pálma 6 ára og Kol-brúnu Pálínu 9 mánaða. Ég er snyrtifræðimeistari og hóf minn rekstur árið 2007.

Page 10: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Stefna sveitarfélagsins í fræðslumálum þarf fyrst og fremst að taka mið af gæðum þjónustu og þarfa og ánægju nemenda. Við viljum sjá á Fljótsdalshéraði metnaðarfullt og fjölbreytt starf á öllum skólastigum og aukið samstarf milli allra skólastofnana. Vinna verður með markvissum hætti gegn einelti og félagslegri einangrun innan skólanna og í samstarfi við alla sem vinna með börnum og ungmennum. Mikilvægt er að fulltrúar foreldra verði alltaf upplýstir og geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri við ákvarðanatöku bæjaryfirvalda í málefnum er varða börn þeirra. Við viljum að á kjörtímabilinu verði menntastefna sveitarfélags-ins endurskoðuð og uppfærð.

LEIK- OG GRUNNSKÓLARB-listinn vill:· Að hvati að breytingum innan skólakerfisins verði alltaf fyrst

og fremst faglegur og að ekki verði ráðist í slíkar breytingar nema í samráði við skólasamfélagið og þannig að af breyting-unum sé faglegur og fjárhagslegur ávinningur.

· Áfram verði boðið upp á sveigjanlegt skólaval.· Leitast verði við að tryggja að öll börn frá eins árs aldri eigi

kost á leikskóladvöl.· Húsnæði, lóðir og búnaður skólanna verði í samræmi við

kröfur um gæði og öryggi starfsmanna og barna. Gerð verði sérstök úttekt á skólalóðum með þetta í huga.

· Aukið og virkt samstarf milli leikskóla og grunnskóla.· Leita leiða til að draga úr umferð og auka öryggi við skólana í

sveitarfélaginu í samstarfi við foreldra og starfsfólk.· Fyrirkomulag sumarleyfa á leikskólum verði tekið til endur-

skoðunar og leitað lausna sem eru hagkvæmar fyrir leik-skólana en taka einnig tillit til þarfa foreldra og atvinnulífs.

· Að kannaðir verði möguleikar á að reka gæsluvöll meðan á sumarlokun leikskólanna stendur.

· Að stuðlað verði að aukinni sérfræðiþjónustu fyrir leikskóla-börn af hálfu Skólaskrifstofu Austurlands.

· Að grunnskólar sveitarfélagsins sem nú eru í rekstri verði það áfram, enda séu traustar faglegar forsendur fyrir starfseminni.

FRÆÐSLUMÁL

Frumkvæði - Forysta - Framtíðarsýn

· Efla útikennslu og list- og verkgreinar í skólunum.· Tryggja sem mest jafnræði nemenda í öllum skólum sveitar-

félagsins með tilliti til aðstöðu og þjónustu.

FRAMHALDS- OG HÁSKÓLANÁM B-listinn vill:· Standa vörð um að boðið sé upp á öflugt og fjölbreytt fram-

haldsnám í sveitarfélaginu.· Að sveitarfélagið boði til reglulegra samráðsfunda með fram-

haldsskólunum í sveitarfélaginu.· Efla möguleika til fjarnáms í gegnum Austurbrú þar sem unnt

sé að sækja fjölbreytta fræðslu og námsleiðir á framhalds- og háskólastigi.

· Stutt verði við og hvatt til að stöðugt framboð sé af símennt-unarúrræðum í gegnum Austurbrú.

· Unnið verði í samstarfi við háskóla í landinu um að efla starf-semi og kennslu á háskólastigi innan sveitarfélagsins, m.a. í gegnum Austurbrú og að stofnsett verði nýtt Rannsóknasetur HÍ á Egilsstöðum.

FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR, VINNUSKÓLI OG LISTNÁMB-listinn vill:· Hafa víðtæka sátt um starfsemi félagsmiðstöðva og vinna í

samræmi við stefnumörkun ungmennaráðs í málaflokknum.· Að skipulag strætóferða verði þannig að þær falli vel að

íþrótta- og tómstundastarfi grunnskólanemenda.· Að rekinn sé öflugur vinnuskóli þar sem áhersla er lögð á góðar

fyrirmyndir fyrir nemendur, verkvit, almennar vinnuvenjur og vinnusiðferði.

· Áfram verði boðið upp á öflugt tónlistarnám í tónlistarskólum sveitarfélagsins og hvatt til aukins samstarfs og samþætt-ingar í starfi þeirra. Tónlistarnám verði samþætt skóladegi grunnskólans eins og kostur er.

· Leitast verði við að bjóða upp á gott framboð á öðru listnámi í samstarfi við grunnskóla, tónlistarskóla, menningarmið-stöðvar og einkaaðila.

Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska og grundvallarlífskjara óháð uppruna, heilsu og efnahag.

Page 11: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Traust fólk til forystu

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

Benedikt HlíðarStefánssonGóð samvinna allra bæjarbúa endurspeglar best heilbrigt sveitarfélag. Vinnum saman að raunsæjum og hagkvæmum lausnum fyrir sveitarfélagið og nærumhverfi . Það er hagur okkar [email protected]

Jóna Sigríður GuðmundsdóttirÉg vil efl a og fegra sveitirnar okkar svo ungt og öfl ugt fólk vilji og geti fl utt í sveitarfélagið. Nauðsynlegt er að koma ljósleiðara á öll býli. Þriggjafasa rafmagn er gríðarlega mikilvægt í at-vinnu- og fyrirtækjarekstri. Ábúendum lögbýla standi til boða gámar til söfn-unar á úrgangi sem fer í endurnýtingu eða til fö[email protected]

Ingvar RíkharðssonVélamaður.Skógarseli 2, Egilsstöðum.Maki: Fjóla Hrafnkelsdóttir.Situr í atvinnumá[email protected]

Magnús KarlssonBóndi.Hallbjarnarstöðum, Skriðdal.Maki: Heiða Reimarsdóttir.Varamaður í umhverfi s- og hérað[email protected]

Sólrún Hauksdóttir

Ofuramma og bóndi.Merki 2, Jökuldal.Maki: Stefán Ó[email protected]

JónasGuðmundssonBóndi og fyrrv. bæjarfulltrúi.Hrafnabjörgum, Jökulsárhlíð.Maki: Steinunn Ingibjörg Sigurðardóttir. Situr í skipulags- og [email protected]

13 14

15

17

16

18

Ég er 24 ára búfræðingur. Í sambúð með Sindra Fann-ari Sigurbjörnssyni. Við er-um bændur í Þingmúla í Skriðdal.

Ég er véltæknifræðingur að mennt og búsettur áEgilsstöðum. Kona mín erHrefna Ingólfsdóttir.

Page 12: Stefnuskrá - Progressive Party · legt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi

Við erum á Facebook - Framsókn á Fljótsdalshéraði

opnar í Austrasalnum, Tjarnarbraut 19 Egilsstöðum, laugardaginn 17. maí kl. 14:00. Komið og kynnist hressum og kátum frambjóðendum sem mæta með sitt besta bakkelsi.Kökukeppni frambjóðenda. Þú ert dómari!

Skrifstofan verður opin sem hér segir:18. til 23. maí frá kl. 16:00 - 19:00.24. og 25. maí frá kl. 10:00 - 19:00.26. til 30. maí frá kl. 16:00 - 22:00.Kosningadag 31. maí frá kl. 09:00 - 22:00.KOSNINGAVAKA frá kl. 22:00.

Boðað verður til opins fundar um málefni sveitar-félagsins með þingmönnum Framsóknarfl okksins.Nánar auglýst síðar.

1. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar

2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fj ármálastjóri

3. Páll Sigvaldason, ökukennari

4. Kristjana Jónsdóttir, hundaræktandi

5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri

6. Eyrún Arnardóttir, dýralæknir

7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari

8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, nemi

9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki

10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufr.

11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi

12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari

13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, véltæknifr.

14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, búfræðingur

15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður

16. Magnús Karlsson, bóndi

17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi

18. Jónas Guðmundsson, bóndi

FRAMBOÐSLISTIKOSNINGA-SKRIFSTOFA

B-LISTANS

Hér

aðsp

rent

Gott samfélag fyrir alla

Starf bæjarstjóraÞað er meginsjónarmið okkar að bæjarstjóri eigi ekki að koma úr röðum kjörinna fulltrúa, heldur vera ráðinn til starfans og geti þannig unnið í trúnaði með öllum bæjarfulltrúum. Við teljum núverandi bæjarstjóra hafa staðið sig vel í sínum verkefnum og fyrsti valkostur okkar er að framlengja núver-andi samning við hann til næstu fjögurra ára.