46
Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan stjórnarskrármálinu 2009-2013? Gísli Baldvinsson Lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði Félagsvísindasvið Júní 2016

Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

Stjórnarskrá – stagbætta flíkin

Hvers vegna fjaraði undan stjórnarskrármálinu 2009-2013?

Gísli Baldvinsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði

Félagsvísindasvið

Júní 2016

Page 2: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

Stjórnarskrá – stagbætta flíkin

Hvers vegna fjaraði undan stjórnarskrármálinu 2009-2013?

Gísli Baldvinsson

Lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði

Leiðbeinandi: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

Stjórnmálafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2016

Page 3: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði og er óheimilt

að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Gísli Baldvinsson

Kennitala: 240148-7579

Staður, Reykjavík, Ísland. 2016

Page 4: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

3

Útdráttur

Heiti ritgerðarinnar vísar til ræðu fyrsta forseta lýðveldisins og þeirri staðreynd

að stjórnarskráin hefur lítið breyst frá lýðveldisstofnun. Rakinn er sá ferill sem

hófst með annarri af megin kröfu búsáhaldabyltingarinnar um nýja stjórnarskrá.

Kvaðningin var svona; „Vanhæf ríkisstjórn, nýja stjórnarskrá!“. Frá því að fyrst

small í pottum og þar til ríkisstjórn Geirs H. Haarde fór frá liðu sjö dagar. Það

er ein skjótvirkasta bylting a.m.k. á Íslandi frá dögum Jörundar

Hundadagakonungs.

Ekki gekk hins vegar jafn vel að koma fram kröfum um breytta stjórnarskrá.

Helstu kröfur búsáhaldabyltingarinnar voru um breytta stjórnarskrá, nýja

ríkisstjórn og nýtt fjármálakerfi. Notuð voru orð eins og „nýir tímar“, „nýtt

lýðveldi“. Það má því fullyrða að Hrunið í byrjun október 2008 hafi ekki

einungis verið hrun fjármálakerfisins heldur einnig hrun ákveðinna skoðana og

lífssýnar.

Margar spurningar vöknuðu þegar ljóst var að engar breytingar urðu á

stjórnarskránni þrátt fyrir góð fyrirheit. Til þess að reyna að svara þeirri

spurningu –Hvers vegna fjaraði undan stjórnarskrármálinu?-

Hér verður beitt aðferðum félagsvísinda, það er dagskrárkenningum, til að

útskýra aðdragandann og feril stjórnarskrármálsins.

Page 5: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

4

Formáli

Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til B.A. prófs í stjórnmálafræði við

stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Hún er metin til 12 ECTS eininga og var skrifuð veturinn 2015-16, vegna

útskriftar í júní 2016.

Leiðbeinandi minn var Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og vil ég þakka henni

kærlega fyrir góða leiðsögn og ábendingar. Kærar þakkir fær Guðmundur J.

Guðmundsson, kennari fyrir yfirlestur og ábendingar.

Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa brennandi áhuga á

Stjórnarskrármálinu og lögðu ábendingar í sarpinn.

Page 6: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

5

Efnisyfirlit

1. Inngangur ....................................................................................... 6

2.0. Almennt um dagskrárkenningar .......................................................9

2.1. Kenningar Kingdons - Straumar og tækifæri. .................................11

2.2. Kenningar Frank R. Baumgartner og Bryan D. Jones ....................14

2.3. Kenningar Carolyn H. Tuohy...........................................................16

3.0. Aðdragandi og atburðir varðandi stjórnarskrárbreytingar

2009- 2013 ............................................................................................18

3.1. Þjóðfundir 2009 og 2010 ...............................................................19

3.2. Stjórnlagaþing verður að Stjórnlagaráði..........................................20

3.3. Ferill máls innan Alþingis ...............................................................22

4.0. Samfélagsumræðan um stjórnarskrárbreytingar............................ 24

4.1. Staðan á Alþingi vorið 2013...........................................................28

4.2. Áhuginn í samfélaginu á stjórnarskrármálinu ................................29

5. Fræðileg umræða ...........................................................................31

6. Niðurstöður ....................................................................................34

7. Lokaorð...........................................................................................35

Heimildir. ........................................................................................36

Viðauki-Niðurstöður tilvikarannsóknar og yfirlitstöflur............................39

Page 7: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

6

Inngangur

„Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju

stjórnarskrá, sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni

og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við

bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir

heilli öld. Er lýðveldið var stofnað var þess gætt að breyta engu öðru í stjórnarskránni

en því sem óumflýjanlegt þótti vegna breytingarinnar úr konungsríki í lýðveldi. Mikil

þróun hefir orðið á síðustu öldinni með mjög breyttum viðhorfum um margt. Vonandi

dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“ (Sveinn Björnsson. 1949)

Svo mælti Sveinn Björnsson þáverandi forseti í nýársávarpi í byrjun árs 1949.

Eins og Sveinn bendir á þá „var þess gætt“ að breyta engu öðru en breytingar

kröfðust úr konungsríki í lýðveldi. Skýringin er talin sú að heildarendurskoðun

yrði til þess að tefja fyrir stofnun lýðveldis. (Ragnheiður Kristjánsdóttir. 2011).

Ekki hefur gengið vel á lýðveldistímanum að komast að samkomulagi um

breytingar á stjórnarskránni og má segja í stuttu máli að sú höfuðregla hafi

verið ráðandi að ekki séu gerðar breytingar á stjórnarskránni án góðrar sáttar á

Alþingi. Undantekningar eru vissulega til t.d. þegar breyting var gerð á

kjördæmaskipan 1959 í trássi við Framsóknarflokkinn. Þær deilur urðu til þess

að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ekki ríkisstjórn fyrr en 15

árum síðar haustið 1974.

Jon Elster (1995) bendir á að þegar krísur og óáran sækja að þjóð þá eru

viðbrögðin m.a. að breyta leikreglunum það er stjórnarskrá. Við fall

Sovétríkjanna 1989 breyttu austantjaldsríkin stjórnarskrám sínum í lýðræðisátt.

(Elster 1995). Einnig telur Elster að stjórnarskrá eigi að semjast af sérstakri

samkomu en ekki af löggjafarvaldinu.(bls. 395). Ekki er samt víst að alltaf

gangi vel að semja góða stjórnarskrá, þannig má benda á að vandað var til

nýrrar stjórnarskráar við stofnun Weimarlýðveldisins eftir fyrri heimstyrjöldina.

Ingi Rúnar Eðvarðsson, Ása Líney Sigurðardóttir (2010) telja ferli ákvarðana

sé mjög áþekkt í stærri einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum. Ákvarðanir

taka lengri tíma hjá opinberum stofnunum í stærri málum eins og nýbyggingum

Page 8: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

7

og stefnumótun og þá einkennist ferlið af áfangaákvörðunum þar sem

málamiðlanir milli ólíkra hagsmunaaðila eru algengar.

En samþykktar breytingar á stjórnarskránni eru fáar eins og sjá má á yfirliti í

töflu 2 í viðauka.

Fimm stjórnarskrárbreytingar eru samþykktar á tímabilinu 1958-1999. (Eiríkur

Tómasson og fl. 2005).

Þingsályktanir um stjórnarskrá eru samtals 15 á árunum 1944-2005, þar af 13

óútræddar og tvær samþykktar. (Tafla 3, viðauki) . Það saman gildir reyndar

líka um stjórnarskrár annarra Norðurlanda:

Þorvaldur Gylfason (2010) hefur tekið saman yfirlit um breytingar á norrænum

stjórnarskrám:

Norska stjórnarskráin tók gildi 17. maí 1814. Henni var síðast breytt 2007. Hún

er stutt og laggóð, aðeins 112 greinar, en af þeim hafa níu greinar verið felldar

úr gildi, svo að 103 greinar standa eftir.

Danska stjórnarskráin er svipuð hinni norsku nema enn styttri, aðeins 89

greinar. Hún tók fyrst gildi 1849 og var síðast breytt 1953, þegar ný ákvæði

varðandi aðild Danmerkur að alþjóðasamstarfi svo sem Evrópusambandinu

voru felld inn í stjórnarskrána.

Finnska stjórnarskráin er með öðru sniði og lengri, 131 grein. Hún er

upprunalega frá 1919, en henni hefur verið breytt nokkrum sinnum. Fyrst var

henni breytt 1983 með nýjum ákvæðum um starfshætti þingsins og síðan aftur

1987 með ákvæðum um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þá var henni

breytt 1991 með ákvæðum um þjóðkjör forsetans, sem þingið hafði áður kjörið.

Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu

þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá handa Finnlandi árið 2000, þar sem fyrri

stjórnarskrá og aðrir lagabálkar, einkum um landsdóm, voru felldir í eina heild.

Page 9: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

8

Sænska stjórnarskráin er sér á parti. Hún er safn fjögurra stöðulagabálka, og

fjallar einn þeirra um konungdæmið (frá 1810), annar um frelsi fjölmiðla, þar á

meðal upplýsingaskyldu stjórnvalda (1949), enn annar um ríkisvaldið (1974),

og einn enn um málfrelsi 1991.

Stjórnarskrárbreytingar samþykktar af Alþingi.

Af þessari upptalningu er ljóst að alþingismenn hafa vart náð samkomulag um

annað en um breytingar sem snertu breytingar á kjördæmaskipan. Slíkar

breytingar voru nauðsyn vegna búferlaflutninga manna í þéttbýli. Breytingarnar

sem voru gerðar 1994-5 voru nauðsynlegar stjórnsýslubreytingar auk

mannréttindakaflinn sem var „þjóðargjöf“ í tilefni 50 ára afmæli lýðveldisins.

Fræðileg staðsetning ritgerðar

Aðdragandinn stjórnarskrármálsins verður skoðaður í ljósi dagskrárkenninga.

Aðallega verður stuðst við kenningar John W. Kingdons (2011), Baumgartner

og Jones (1993) og svipaðar kenningar Carolyn Touhy (1999). Lýst verður ferli

stjórnarskrárbreytinga frá því að krafan um nýja stjórnarskrá var sett fram á

haustdögum 2008 til vors 2013. Það er viðamikið og flókið ferli. Leitast verður

við að rekja einfaldan söguþráð í tímaröð.

Leitast verður að svara spurningunum: Hvað gerðist? Hvað gerðist ekki?

Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það ferli sem mótun nýrrar

stjórnarskrár var. Það útskýrir stjórnmál á óvissutímum og getur veitt innsýn í

mótun stjórnarskrár í ólgusjó stjórnmálanna.

Þegar svo niðurstöðurnar eru skoðaðar virðist ljóst að skýra megi mörg

feilsporin út frá dagskrárkenningum.

Fyrir mér sem áhugamanni um stjórnmál er það mikilvægt sérstaklega ef reynt

verður á ný að ljúka þeirri vinnu sem Sveinn Björnsson taldi brýnt í upphafi árs

1949. Ekki er tekin bein afstaða hvort hefði mátt gera betur, það er lesendum

látið eftir. Þó reynt verði eftir mætti að svara helstum spurningum sem kunna

að vakna er ekki öllum svarað. Það er efni í aðra ritgerð.

Page 10: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

9

Rannsóknaraðferð og meðferð gagna

Markmið rannsóknar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvers

vegna fjaraði undan stjórnarskrármálinu? Í þeim tilgangi hefur verið safnað

upplýsingum með tilvikarannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þrjá hópa, fimm

fulltrúa í Stjórnlagaráði, fimm alþingismenn og fimm frá fjölmiðlum. Þessir

hópar fengu sömu eða svipaðar spurningar sem fjölluðu um áhuga/áhugaleysi

fólks á stjórnarskrármálinu. Niðurstöður þeirrar rannsóknar virðist benda til

þess að áhugi fólks virtist vera takmarkaður. (Sjá viðauka).

2.0. Almennt um dagskrárkenningar

Hér í þessari ritgerð er stuðst við þrjár mismunandi dagskrárkenningar. Í

fyrsta lagi kenningu John W. Kingdon en hann setur dagskrárkenningu sína

þannig fram að hann sér fyrir sér þrjá sjálfstæða strauma, hvern með sín

sérkenni. Hann beinir athyglinni að hugmynd sem verður að stefnumáli og

fylgir þeirri þróun eftir.

Í öðru lagi Baumgarthner og Jones sem skoða tímabil stöðuleika og breytinga

(e. The theory of puntuated equlibrium), með því að beina sjónum að

hagsmunaaðilum og öðrum undirkerfum (e. policy subsystems)

stefnumörkunar.

Í þriðja lagi Carolyn Touhy sem skoðar forsendur fyrir stefnubreytingum og

hvaða skilyrði þurfi að vera til staðar hjá stjórnvöldum til þess að þau nái fram

markmiðum sínum.

Hér verður fjallað um kenningar þessara fræðimanna og hvernig þær lýsa með

hvaða hætti málefni komast á dagskrá stjórnmála.

Dagskrárkenningar John W. Kingdon

John W. Kingdon (f.1940) stundar enn fræðimennsku. Hann kom fram með

dagskrárkenningu sína í byrjun níunda áratug síðustu aldar. Hann telur líkt og

Lindblom (1963) að breytingar á opinberri stefnu gerist í smáum skrefum.

Vandamálin eru sífelld greind og gerðar smávægilegar breytingar á stefnunni

og síðan kannað hver áhrif breytinganna verða. Þannig er lagfæring gerð í

Page 11: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

10

bútasaumi frekar en að heildarlausn sé fundin. Markmið breytinganna er

aðlaga þær að tiltækum lausnum í stað lokamarkmiðs með þrepaferli.

Kingdon byggir á svokölluðu „Ruslatunnulíkani“ Michael D. Cohen, James G.

March and Johan P. Olsen (1972 ) Frumstefnusúpan, (e.Policy Primeval

Soup. er í safntunnu stefnumóta (e. garbage can), sem iðar af

stefnumótunarhugmyndum. Að mati Kingdons eru í tunnunni lausnir og

valkostir sem fljóta um. Þar verður stefnustraumurinn til (e. policy stream).

Ekkert skipulag eða forgangur er á þessum fljótandi málefnum en við vissar

aðstæður vellur eitt málefni upp úr og getur orðið að stefnumótun. En til þess

að svo verði telur Kingdon að vissar aðstæður þurfi að skapast. Kenning þeirra

um ruslatunnulíkanið er efnislega þannig að við vissar aðstæður, er

lýðræðisleg óreiða (e. anarchy) en ekki bein tengsl milli orsakar og afleiðingar.

Oft er það því þannig að lausn er fundin og hagnýtt þó svo að ekki sé til neinn

eiginlegur vandi. Annað einkenni er að sífelldar mannabreytingar valda því að

reynsla myndast ekki o.s.frv. Líkingin kemur af því að með því að róta í

ruslatunnu finnst oft eitthvað spennandi sem mætti nota.

Talsmenn málefnis (e. policy entrepreneurs) ýta á eftir sínu baráttumáli og

reyna að halda lífi í því. Opinn stefnumótunargluggi gefur slíkum málsvörum

tækifæri að koma málefnum á dagskrá. (Kingdon 2005. Bls. 102)

Kingdon (1984) setur þannig dagskrákenningu sína fram í einfalda mynd þar

sem fram renna straumur vandamála (e.problem stream) stundum nefndur

vandamálastraumurinn, straumur lausna eða stefnustraumur, (e. policy

stream) og straumur stjórnmála, (e.political stream).

Við tilteknar aðstæður koma þessir straumar saman, þá opnast gluggi

tækifæranna fyrir meiriháttar stefnubreytingar. Opnunin varir oftast í stuttan

tíma og lokast svo. Oft komast mál á dagskrá með snöggum hætti. Þó talið sé

að opinber stefnumótun gerist í hægum skrefum en á því eru undantekningar.

Kingdon nefnir efnahagsstefnu Franklin Delano Roosevelt (The New Deal) eftir

kreppuna miklu sem dæmi. (Kingdon 2005. Bls. 98)

Page 12: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

11

2.1. Kenningar Kingdons: Straumar og tækifæri

Í bók sinni Agendas, Alternatives, and Public Policies (2011) segir Kingdon:

Þegar geimflaug er skotið á loft má líkja því við að opna glugga. Þær

reikistjörnur sem flaugin á að fara til eru einungis í stuttan tíma í réttri stöðu,.

Koma verður flauginni á braut þegar sá gluggi opnast uppá gátt. Takist það

ekki verða geimfarar að bíða þar til annað tækifæri gefst. (Kingdon 2011. Bls.

166, þýðing höfundar.)

Vandamálastraumurinn (e. problem stream) inniheldur þau vandamál sem

kalla á lausnir. Uppsprettan getur verið fjármálakrísa, hneyksli eða jafnvel

hamfarir. Atburðurinn sjálfur kemst ekki á dagskrá að mati Kingdons, heldur er

athygli stjórnvalda beint að vandamálinu og það skapar umræður í

þjóðfélaginu. Hér hafa fjölmiðlar mikilvægt hlutverk en þeir ramma oft inn

(e. framing) það sem kemst á dagskrá hverju sinni. Þó áréttar Kingdon að

fjölmiðlar hafi ekki langtímaáhrif eða hvað er efst á dagskrá. Miklu frekar

hvernig fjallað sé um málefni.

Flest vandamála af þessum toga tengjast fjármálum og fjárskorti. Frumvarp til

fjárlaga verður oft til þess að tekist er á um fjármuni og vandamál spretta fram.

Einnig getur fjármálakreppa kallað fram umræður um stjórnskipan og skiptingu

fjármagns.

Telji stjórnmálamenn að lausn sé fundin á vandamálinu þá er líklegt að

vandamálið hverfi af dagskrá. Gerist það þá er ekki litið á atburðinn sem

vandamál miklu frekar sem stundarfyrirbrigði.

Stefnustraumurinn (e. policy stream) er straumur hugmynda og lausna að mati

Kingdons. Hér koma sérfræðingar með lausnir og stefnuvalkosti. Mörgum

valkostum er velt upp og þeir ræddir. Áhrifaríkast er að samkomulag skapist

um leiðir og stefnumótun innan þessa hóps. En að ósamkomulag getur komið

Page 13: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

12

upp meðal sérfræðinga og þá skapast svokallaður samstöðuvandi. (e.

cohesion problem). Slíkur ágreiningur dregur úr áhuga stjórnmálamanna að

leysa málið og það hverfur af dagskrá. (Kingdon 2011).

Þriðji straumurinn í módeli Kingdons er straumur stjórnmálanna,(e. political

stream). Þar eru viðhorf og skoðanir stjórnmálamanna, en á þær skoðanir

getur almenningsálit (e. public mood) haft áhrif. Niðurstöður kosninga hafi áhrif

á pólitíska strauminn sem og ýmsir hagsmundahópar. Munurinn á

hagsmunahópum og hópi sérfræðinga að sá fyrrnefndi er vel sýnilegur og

vekur athygli á baráttumálum sínum með ýmsum sýnilegum hætti. Hópur

sérfræðinga (og embættismanna) er frekar bakland stjórnmálanna og skoðanir

þeirra koma fram með öðrum hætti. Sérfræðingar koma málum af stað og

skilgreina valkosti.

Kosningaúrslit og almenningsálit eru sterkir áhrifaþættir í pólitíska straumnum.

Pólitíski straumurinn er þannig kvikur og breytilegur.

Ef straumhraði er metinn þá er sá stjórnmálalegi straumurinn sterkastur. Í

honum felst meira dagskrárvald umfram stefnustrauminn. Þannig geta Alþingi

og alþingismenn haft það í hendi sér um hvað er talað og hvernig. Eins og

áður er nefnt þá verða stjórnmálamennirnir fyrir áhrifum frá kjósendum í

samtölum og stemmningunni í þjóðfélaginu. (e. public mood). Áður var minnst

á áhrif hagsmunahópa eða málsvara ákveðins málefnis.

Þeir stefnumótunarþættir sem að mati Kingdons (2011) hafa áhrif á hvort mál

komast á dagskrá eru m.a. þessi:

1. Mál komast á dagskrá, vekja athygli stjórnvalda.

2. Skilgreining og lýsing þeirra leiða sem færar eru.

3. Formleg ákvörðun með lagasetningu eða stefnumörkun.

4. Framkvæmd stefnumörkunnar eða laga.

Kingdon skilur á milli pólitíska straumsins og hugmynda og stefnustraumsins

(policy stream). Straumarnir eru samliggjandi og óháðir en komi þeir saman

getur það leitt til þess að gluggi tækifæranna opnist.

Page 14: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

13

Hugsjónir og sannfæring einkennir stefnustrauminn, á meðan samningar og

kaup-kaups (bargaining) stundum kallað hrossakaup einkenna pólitíska

strauminn.

Þessir straumar geta þó blandast. Kingdon lýsir fyrirbærinu „Bandvagons and

tipping” sem getur raskað jafnvæginu skyndilega og beint málefni í eina

ákveðna átt.

Við slíkar aðstæður eru margir tilbúnir til að „stökkva á vagninn” á síðustu

metrunum. (Kingdon 2011,bls.140)

Með útbreiðslu og endurtekningu getur slík skoðun orðið almenningseign,

fólkið venst tilhugsuninni. (Kingdon 2011).

Gluggi tækifæranna.

Hægt er að tala um tvenns konar glugga, pólitíska gluggann sem opnast í

pólitíska straumnum og glugga vandamála í vandamálastraumnum.

Stefnustraumurinn einn og sér opnar ekki tækifærisglugga.

Vandamálaglugginn þar sem krafist er lausna er opnanlegri, en pólitíski

glugginn er kvikari og háður pólitískum meðvindum.

En gluggi tækifæranna helst ekki opinn nema í takmarkaðan tíma. Kingdon

telur að sá gluggi haldist að jafnaði opinn í þrjá mánuði eða 100 daga. Viðmið

gæti verið hveitbrauðsdagar ríkisstjórnar. Glugginn lokast svo af ýmsum

ástæðum. Kingdon nefnir einna helst þessa þætti:

Í fyrsta lagi telja þátttakendur (e. participants) að markinu sé náð, ákvörðunar

og framkvæmdaferli sé lokið. Þátttakendur eru bæði sýnilegir, þ.e.

stjórnmálamenn eða virtir þjóðfélagsþegnar, og hinir ósýnilegu þ.e. fræðimenn

og talsmenn hagsmunasamtaka.

Í öðru lagi mistekst þátttakendum að koma málinu í ferli og ekki er vilji að halda

málinu á lofti. Tilkostnaður er of mikill.

Í þriðja lagi atvikið sem leiddi til þess að málið komst á dagskrá hefur að hluta

verið leyst, krísur og vandamál líðandi stundar hafa stuttan líftíma.

Page 15: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

14

Í fjórða lagi hafa mannabreytingar orðið í forystu málsins. Þeir sem hafa tekið

við keflinu hafa önnur baráttumál á oddinum.

Í fimmta lagi er í stöðunni ekki neinar lausnir sem duga til úrlausna. Jafnvel

komin fram önnur mál með nýjum lausnum.

Þetta eru breytingar sem fyrst og fremst myndast í vandamálastraumnum ekki

hinum pólitíska straumi. Í heildina má segja að gluggar tækifæranna séu fáir

og mikil samkeppni um athyglina. Ofgnótt upplýsinga (e. information overflow)

skolar burt góðum málum.

Page 16: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

15

2.2. Kenningar Frank R. Baumgartner og Bryan D. Jones

Eins og áður er sagt þá skoða Baumgarthner og Jones (1993) tímabil

stöðuleika og breytinga með því að beina sjónum að hagsmunaaðilum og

öðrum undirkerfum (e. policy subsystems) stefnumörkunar. Þeir einbeittu sér

að stöðugleika og með hvaða hætti mál komast á dagskrá. Pólitískar stefnur

fylgja ákveðnu mynstri sem er stöðugt. Ef stöðuleikinn raskast tekur við tímabil

mikilla breytinga, uns jafnvægi er náð. (e. The theory of puntuated equlibrium).

Þeir Baumgartner og Jones benda á eftirfarandi atriði :

Við röskun á jafnvæginu fá hagsmunaaðilar áhuga og athygli þeirra beinist að

stefnunni (e. agenda acess). Ójafnvægið gerir það að verkum að fleiri fá

tækifæri til að móta stefnuna. Nýjar hugmyndir koma fram, ný sýn á

stjórnmálum eða jafnvel tækninýjungar. Stefnueinokun einkennist af einokun á

pólitískum skilningi á framkvæmdri stefnu, hvernig hún er framkvæmd.

Stefnueinokun samanstendur af stefnuvettvangi, (e. policy venue) sem

skilgreinir hver hefur aðkomu að stefnumótun. Á þeim vettvangi er því

mikilvægt að vera ráðandi afl. Stjórnvöld eru þar ráðandi eða stofnanir þeirra.

Hagsmunahópar þurfa því að hafa aðgang að þessum vettvangi til að hafa

áhrif.

Hins vegar er stefnueinokun tengd ákveðnum hugmyndum sem birtast í ímynd

hennar (e. policy image). Dæmi um slíka ímyndir er sjálfstæði, frelsi og

framfarir. Það er umfjöllun og almennur skilningur sem gefa þessum

hugmyndum gildi.

Baumgartner og Jones útskýra hvað getur raskað stöðugleikanum. Ef stefna

verður fyrir mikilli gagnrýni getur ímyndin skaðast eða orðið neikvæð. Tækifæri

skapast fyrir fleiri hópa að koma að stefnumótun. Stefnueinokunin raskast og

stefnan getur breyst.

Baumgartner og Jones tala um áhrif jákvæðra eða neikvæðra umræðu.

Jákvæð viðhorf viðhalda ráðandi umræðu við stefnumótun á vettvangi (e.

policy venue). Mál komast á dagskrá vegna jákvæðni eða neikvæðni

umræðna. Þeir leggja því áherslu á að sleginn sé hinn jákvæði tónn við

stefnumótun. Jákvæð umræða/samtal viðheldur einnig taumhald

Page 17: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

16

sérfræðinganna til að fá fleiri á sitt band. (Baumgartner og Jones 1993).

Handhafar stefnuvettvangs hvetja til samstöðu og benda á neikvæðar

afleiðingar breytinga. Ósætti og ágreiningur eigi ekki farveg og framgang í

heimi stjórnmálanna. Hagsmunahópar/sérfræðingar sem hafa yfirráð

stefnumótunarvettvangs reyna að halda yfirráðum yfir stefnumótuninni. Þeir

reyna að sannfæra stofnanir eða stjórnmálamenn um að farsælast sé að hafa

stefnumótunina í þeirra höndum. (Baumgartner og Jones 1993.Bls. 36)

Stefnumótun felur í sér ferli ójafnvægis eða leiðréttingarkerfi. Rétt eins og

hitastillir með loka hækkar eða lækkar hitastig og leitast þannig við að viðhalda

stöðugleika.

Neikvæð kerfisviðbrögð eru mjög algeng í stjórnmálafræði og opinberri

stefnumótun. Ákvarðanir Seðlabanka til að stemma stigu við verðbólgu er eitt

dæmi. Þegar stefnumótun í frjálslyndisátt er gerð út frá sjónarhóli almennings,

þá verður almenningur íhaldssamur, og öfugt. (Baumgartner og Jones. 2002).

En neikvæða athyglin kemur jafnframt í veg fyrir einokun máls. Undirkerfi

stefnumálanna skiptast í stefnuvettvang (e. policy venue) þar sem þar er

afmarkað hverjir taka þátt í stefnumótuninni og ímynd stefnunnar (e. policy

image) sem segir til um hvernig beri að skilja stefnuna.

Almenningsálitið getur einnig haft áhrif og það þrýstir sannarlega á

stjórnmálamennina. Baumgartner og Jones byggja einnig kenningu sína á

kenningum Schattschneider (1960) um útbreiðslu átaka (e. expansion of

conflict). Fylgjendum vex ásmegin og verða fjölmennari. Þannig eykst þunginn

um breytingar. Ágreiningsmálin verða til þess að stefnan er skoðuð og henni

breytt.

Page 18: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

17

2.3. Kenningar Carolyn H. Tuohy

Tuohy skoðar helst gangvirki breytinga. (e. dynamics change). Stjórnvöld eru

þar í lykilhlutverki einkum ef um ágreining er að ræða um stefnubreytingar.

Ef skoðuð er sýn Carolyn. H.Tuohy, (1999) hvað varðar stefnumótun og

breytingar í heilbrigðiskerfinu kemur eftirfarandi í ljós:

Tvenn skilyrði þurfa að mati Tuohy að vera til staðar svo að stjórnvöldum takist

að koma á meiriháttar breytingum:

Fyrra skilyrði Tuohy er um framgang stefnu þannig að stjórnkerfið búi yfir

sterku og samhentu yfirvaldi/stjórnvaldi sem hefur bæði vilja og getu til að

koma á almennri sátt um stefnuna. Pólitískum samhljómi eða samstöðu. (e.

consolidated political authority). Jafnframt þarf stjórnmálasviðið að búa yfir

sterku umboði til breytinga.

Stjórnvöld þurfa að hafa sterkan vilja til breytinga og framgangur stefnunnar

háður hversu sterkur viljinn er.

Hitt skilyrði Tuohy er að stefnan sé forgangsröðuð þannig að mörg járn séu

ekki samtímis í eldinum. Samþykkt stefna hafi algeran forgang og

sameiginlegan skilning. Þá er tímasetning mikilvægur þáttur í

stefnubreytingum.

Málið er þó ekki alveg í höfn. Hugmyndir að breytingum þurfa að falla að

stefnumótun stjórnvalda (e. goodness of fit). Árangurinn felst í samstöðu milli

valdhafa og kerfis. Án þessara skilyrða er ólíklegt að stefnan nái fram að

ganga. Ef tveir eða fleiri stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórn er mikilvægt að full

samstaða ríki um fyrirhugaðar breytingar.

Þessar breytingar ráðast af þeim hugmyndum og skýrleika þeirra sem eru í

stöðugu breytingarferli. (Tuohy.1999. Bls.12).

Verður nú rakin aðdragandi og viðburðir stjórnarskrármálsins.

Page 19: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

18

3.0 Aðdragandi og atburðir varðandi stjórnarskrárbreytingar 2009-2013.

Við fjármálahrunið haustið 2008 komst rót á hug fólks. Fólk varð ráðvillt og

margir reiðir. Hörður Torfason tónlistamaður var einn þeirra sem íhuguðu

stöðuna og hvað væri til ráða. Hörður hóf spjallfundi á Austurvelli 11. október

2008. Hörður skipulagði síðan útifundi 24 samtals og sá um allar framkvæmdir

þeirra til 14. mars 2009. Á hverjum laugardegi fékk hann tvo eða fjóra

ræðumenn og gætti alltaf jafnræðis (kona /karl). Fundunum var ætlað að

mynda samstöðu meðal almennings og upplýsa um stöðu mála. Til þess

stofnaði hann samtök/ félag sem heitir Raddir Fólksins. Hörður setti fram

markmið fundanna í lok október og það náðist 100%: Í fyrsta lagi að

ríkisstjórnin segði af sér, í öðru lagi að stjórn Seðlabankans segði af sér og í

þriðja lagi að stjórn Fjármálaeftirlitsins segði af sér. Hugmyndin um notkun

búsáhalda í mótmælunum, kom frá Argentínu, en þar höfðu menn notað

búsáhöld sem tákn í mótmælum, segir Hörður.

Hörður Torfason hvatti einnig til mótmæla við Seðlabankann sem væri hinn

raunverulegi gerandi í Hruninu.

Hörður Torfason tónlistarmaður stóð fyrir mótmælafundinum sem boðaður var við

Alþingishúsið á Austurvelli kl. 15. Hann hefur tekið þátt í mótmælunum í hálfan

mánuð, fyrst með því að mæta á fund á Arnarhóli 10. október, þar sem spjótunum

var sérstaklega beint að Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Hörður segist hafa

tekið þátt í fundinum en áttað sig á því að þetta væri ekki rétt aðferð, að beina

mótmælunum gegn Davíð Oddssyni persónulega. Hann hvatti til þess að boðað

yrði til fundar daginn eftir þar sem þess yrði krafist að stjórn Seðlabankans segði

öll af sér og ríkisstjórnin einnig. Fólkið hittist á Austurvelli í sex daga og síðan var

ákveðið að boða til stærri fundar laugardaginn 18. október. Sá fundur snerist einnig

upp í mótmæli gegn Davíð Oddssyni. Hörður segist hafa verið ósáttur við það,

hann hefði fengið ungt fólk til að auglýsa fundinn. (Mbl. 27.10..2008)

Hörður kveðst einungis hvetja fólk til vitundarvakningar og ekki beina reiði

sinni og mótmælum að einstökum persónum. Margir samstöðufundir voru

einnig skipulagðir um land allt. Hörður taldi að hlutverki sínu væri lokið við fall

ríkisstjórnarinnar og myndun nýrrar ríkisstjórnar, auk endurnýjunar í

Fjármálaeftirlitinu.

Page 20: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

19

3.1. Þjóðfundir 2009 og 2010

Hugmyndir um þjóðfund kom fram fljótlega eftir að ríkisstjórn Jóhönnu

Sigurðardóttur tók við í febrúar 2009. Þjóðfundurinn var fyrirmynd þeirra átta

þjóðfunda sem haldnir voru á vegum 20/20 Sóknaráætlunar sem ríkisstjórnin

efndi til um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og

lífsgæða til framtíðar.

Val á þjóðfundinn var gert með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Um þrjú hundruð

þeirra voru handvaldir á fundinn, meðal annarra stjórnmálamenn og fulltrúa úr

atvinnulífinu.

Þjóðfundurinn 2009 var haldinn í Laugardalshöll 14. nóvember það ár. Á

heimasíðu þjóðfundarins segir um tilganginn: „Í endurreisnarstarfinu er

(e.t.v.óhjákvæmilega) horft þröngt á aðkallandi verkefni og unnið innan þröngs

tímaramma. Sú umræða heldur áfram í þeim farvegi sem hún er.

Þjóðfundurinn gefur hins vegar færi á að lyfta umræðunni upp úr einstökum

viðfangsefnum, horfa lengra fram og hlusta á visku þjóðarinnar án þess að hún

komi í gegnum síu stjórnmálaflokka eða hagsmunasamtaka.“ Þar hittust 1.500

manns, fólk valið af handahófi úr þjóðskrá, ásamt ýmsum embættismönnum.

Skráðir fundargestir voru 1.231 talsins. (tekið af vefsíðu Þjóðfundar 2009).

Mauraþúfan – grasrót sem varð að þjóðfundi

Undirbúningshópur Þjóðfundar 2009 var samsettur af einstaklingum sem höfðu

ólíkan bakgrunn en áttu það allir sameiginlegt að hafa með einum eða öðrum

hætti framkvæmt og talað fyrir skipulagðri sameiginlegri umræðu og

hugmyndavinnu meðal þjóðarinnar til þess að finna bestu leiðina til framfara

við nýjar aðstæður. Hópurinn hefur kallað sig Mauraþúfuna með vísan til þess

sem á ensku hefur verið kallað „Collective Intelligence“.

Má segja að eftirfarandi lýsing fangi augnablikið:

Kraftur og gleði einkenndi framkvæmd Þjóðfundar frá upphafi

til enda. Athyglisvert var að sjá hversu mikil gagnkvæm virðing

einkenndi skoðanaskipti ólíks fólks með ólíkar skoðanir. Fólk bar

virðingu hvert fyrir öðru og hefðbundinn skotgrafarhernaður var

Page 21: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

20

víðs fjarri. Líklega fór enginn ósnortinn heim enda samhljómurinn

og samkenndin mikil. Kaflaskil, bjartsýni og von voru orð sem

heyrðust á hverju borði og viljinn til að leggja sitt af mörkum og

axla ábyrgð á betri framtíð var áþreifanlegur.

(Halla Tómasdóttir, leiðari Fréttblaðið. 16.11.2009).

Þjóðfundurinn 2010

Um mitt ár 2010 voru samþykkt lög um Stjórnlagaþing. Ákvæði til bráðabirgða

var svo boðun þjóðfundar sem vinna átti úr hugmyndum og tillögum sem

bærust. Þjóðfundur um stjórnarskrá var svo haldinn í Laugardalshöll í

Reykjavík laugardaginn 6.nóvember 2010. Þjóðfundur 2010 byggði að nokkru

á þeirri reynslu sem fékkst á Þjóðfundinum 2009, en að þessu sinni er

umræðuefnið stjórnarskrá Íslands.

Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs að aldri og var

kynjaskipting nánast jöfn. Auk þeirra komu um 200 aðstoðarmenn af ýmsu tagi

að fundinum. Eftirfarandi segir á vefsíðu Þjóðfundar 2010:

„Tilgangur Þjóðfundar 2010 var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum

og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á

henni.Stjórnlaganefnd mun síðan vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og leggja

fyrir stjórnlagaþing þegar það kemur saman í febrúar 2011, ásamt eigin

hugmyndum. Hlutverk Stjórnlagaþings var að endurskoða stjórnarskrá

lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og semja frumvarp til nýrra

stjórnskipunarlaga. Frumvarpið verði síðan sent Alþingi til meðferðar, eins og

núgildandi stjórnarskrá kveður á um. Þátttakendum á Þjóðfundi 2010 gafst

þannig einstakt tækifæri til að hafa áhrif á stjórnarskrá lýðveldisins með

hugmyndum sínum og almennum umræðum“.

(Tekið af vefsíðu Þjóðfundur 2010)

Fundurinn þótti takast með afbrigðum vel og töldu nær allir þátttakendur að

niðurstöður hans myndu nýtast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri

stjórnarskrá.

Page 22: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

21

3.2.Stjórnlagaþing verður að Stjórnlagaráði

Eitt af fyrstu verkum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra [febrúar 2009]

var að setja á fót ráðgjafarhóp til að vinna tillögur um breytingar á

stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands,

leiddi ráðgjafarhópinn, sem undirbjó frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Aðrir í

hópnum voru Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst,

og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Hópnum var falið að gera tillögu um

stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, þjóðaratkvæðagreiðslur og

aðferð við breytingar á stjórnarskrá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í

erindisbréfi var þess óskað að ráðgjafarhópurinn mæti hvort rétt væri að gera

tillögu um fleiri stjórnarskrárbreytingar, einkum varðandi umhverfisvernd.

Hópurinn átti að hefja undirbúning lagasetningar varðandi stjórnlagaþing eftir

komandi alþingiskosningar og móta tillögur um nauðsynlega lagasetningu og

eftir atvikum setningu bráðabirgðaákvæðis í stjórnarskrá. Forsætisráðherra

hefði svo samráð við alla flokka á Alþingi áður en frumvarp til

stjórnarskipunarlaga var lagt fram.

Kosning til stjórnlagaþings var með allt öðrum hætti en tíðkast hefur í

almennum kosningum hér á landi. Kosnir voru 25 þingfulltrúar en til að jafna

kynjahlutföll var heimild til að bæta við allt að 6 fulltrúum. Landið var eitt

kjördæmi. Vægi atkvæða var því óháð búsetu.

Talningaraðferðin, sem notuð var hefur í þingskjölum verið nefnd

forgangsröðunaraðferð en það er þó fullvítt hugtak. Nákvæmara, er að kenna

aðferðina við framsal atkvæðis, en svo heitir hún á ensku, Single Transferable

Vote (STV).

Rökin fyrir þessari kosningaaðferð voru að kosning til stjórnlagaþings er

persónukosning; frambjóðendur bjóða sig ekki fram í nafni samtaka, þeir eru

ekki á listum. Aðalfyrirmynd að forgangsröðunaraðferðinni, STV, er að finna á

Írlandi en þar hefur kerfið verið notað alfarið í kosningum um langa hríð.

Page 23: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

22

Fyrirkomulag Íra er notað allvíða í hinum engilsaxneska heimi. Um 500 manns

gáfu kost á sér til framboðs til Stjórnlagaþings.

Framkvæmd kosningu var kærð til Hæstaréttar sem úrskurðaði hana ógilda í

byrjun árs 2011. Meirihluti Alþingis ákvað því að skipa þá fulltrúa sem hlutu

kosningu í sérstakt Stjórnlagaráð. (139. löggjafarþing 2010–2011).

Eins og kemur fram í töflu 4 í viðauka, þá starfaði Stjórnlagaráð í rúma fjóra

mánuði eða frá 6. apríl til 29. júlí 2011. Í febrúar 2012 var svo Stjórnlagaráð

kallað saman til ráðgjafar en sjálft frumvarpið sem byggði á vinnu

Stjórnlagaráðs var lagt fram um miðjan nóvember sama ár. Ljóst var að mikill

ágreiningur var um frumvarpið og töldu margir að ekki ætti að fara í svo

róttækar breytingar á stjórnarskránni í slíkum ágreiningi. Hér er samantekið

yfirlit í tímaröð yfir atburði tengda stjórnarskrármálinu:

Tafla 1 Tímalína. Frá Stjórnlagaþingi til Stjórnlagaráðs

2009 2010 2011 2012 2013

4.11.

Frumvarp um

Stjórnlagaþing lagt

fram.

16.6.

Samþykkt lög um

Stjórnlagaþing.

Lög nr. 90 25. júní

2010.

25.1.

Kosning til

Stjórnlaga-ráðs

úrskurðuð

ógild.

22.2.

Stjórnlagaráð kallað

saman aftur.

30.1. Frumvarp

kemur úr nefnd..

2.umræða frestað

óútrædd 6.3.

14.11.

Þjóðfundurinn 2009

kom til

16.6.

Stjórnlaganefnd

forsætisráðherra.

24.3.

Stjórnlagaráð

skipað

30.6.

Forsetakosningar.

27.4.

Alþingiskosningar.

vegna allrar þeirra

almennu umræðu

sem fór af stað í

kjölfar Banka-

hrunsins 2008.

Verkefni fundarins

var að taka afstöðu

til þess hvernig

samfélag

Íslendingar vilja

byggja í framtíðinni

6.11.

Þjóðfundur um

stjórnarskrá. Hann

var hluti af ferlinu

við að breyta

stjórnarskrá

Íslands.

Þjóðfundinum var

ætlað að leggja

línurnar um vilja

þjóðarinnar fyrir

Stjórnlagaþingið

2011.

6.4.

Stjórnlagaráð

sett.

20.10.

Þjóðaratkvæða-

greiðsla um tillögur

Stjórnlagaráðs.

5.7.

Stjórnskipunarlög,

um breytingu á

stjórnskipun.

(bráðabirgðaákvæði

staðfest.79.gr.

91/2013 (tóku gildi

18. júlí 2013).

27.11.

Kosning til

Stjórnlagaþings.

29.7.

Frumvarp

afhent Alþingi.

16.11.

Frumvarp lagt fram

á Alþingi

Page 24: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

23

3.3. Ferill máls innan Alþingis

Veturinn 2009-10 fjallaði Alþingi um frumvarp til laga um Stjórnlagaþing eða í

sjö mánuði. Eiríkur Bergmann (2014) telur að þáverandi vinstristjórn hafi vegna

þrýstings frá reiðum almenningi hafið undirbúning af stjórnarskrárferlinu.

Sjálfstæðisflokkurinn var frá byrjun á móti slíkum breytingum stig af stigi. Það

var við þessar aðstæður að undirbúningsferlið hófst. Frumvarp Stjórnlagaráðs

var í höndum Alþingis samtals í 23 mánuði eða til vors 2013.

Aðkoma Feneyjarnefndarinnar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis leitaði álits Feneyjarnefndarinnar í

nóvember 2012. Sú nefnd er á vegum Evrópuráðsins og er ráðgefandi aðili

s.s. við samningu stjórnarskráa. Leitað var til nefndarinnar 11. nóvember 2012

og barst bráðabirgðaálit nefndarinnar um miðjan febrúar 2013. Í áliti

nefndarinnar kom fram margvíslegar athugasemdir í álitinu við frumvarpið. Í

áliti nefndarinnar er meðal annars bent á að ýmis ákvæði frumvarpsins séu

flókin, meðal annars stofnanauppbygging og aðkoma almennings að

ákvörðunum. Verði tillögurnar samþykktar sé hætta á pólitísku þrátefli og

óstöðugleika að mati nefndarinnar sem geti valdið alvarlegum vandræðum við

stjórn landsins.

Feneyjarnefndin benti einnig á að sátt þurfi að ríkja um þær lausnir á

stjórnskipunarlegum úrlausnarefnum sem menn urðu varir við þegar

efnahagsáfallið dundi yfir árið 2008. Hins vegar sé um það deilt hvort þörf sé á

nýrri stjórnarskrá. Þá hafi líka verið deilt um það hvernig hin nýja stjórnarskrá

varð til. Það sé ekki hlutverk Feneyjarnefndarinnar að hafa skoðun á þessum

vangaveltum, en hins vegar séu líkur á því að nýtt þing muni ekki samþykkja

nýja stjórnarskrá.

Vorið 2013 var svo að samkomulagi að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um að

breyta stjórnarskránni með þeim hætti að það þyrfti 2/3 greiddra atkvæða á

Alþingi til að samþykkja breytingar auk þess að samþykktar breytingar skyldu

bornar undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar

innan sex mánaða.

Page 25: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

24

Hér hefur verið farið yfir atburðarás stjórnarskrármálsins frá ársbyrjun 2009 til

vors 2013. Í millitíðinni voru tvennar kosningar og tvær ríkisstjórnir sátu í

landinu. Verður nú metið út frá gögnum og kenningum hvers vegna fjaraði

undan málinu.

Page 26: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

25

4.0. Samfélagsumræðan um stjórnarskrárbreytingar

Ósætti og skoðanaágreiningur hafði verið í stjórnarsamstarfinu við Vinstri

græna og eftirfarandi sagði forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir á

flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 27.mars 2010:

[...] „það heldur engin ríkisstjórn það út til lengdar að búa við óvissan og

ótraustan meirihluta í stórum og erfiðum málum. Á óvissu- og erfiðleikatímum

er það lykilatriði að ríkisstjórn hafi traust og fast land undir fótum," sagði hún

og bætti við:

„Hoppandi meirihlutar á Alþingi duga skammt við aðstæður eins og okkar

þjóð gengur í gegnum og of mikil orka og tími fer að smala þeim saman og

ná málum í gegn. Ein flokksystir okkar orðaði þetta ágætlega þegar hún

sagði að þetta væri eins og að smala köttum."

Óróleiki var einnig innan Samfylkingarinnar vegna breytingar á

ríkisstjórnarinnar fyrir áramót 2011. Átakafundur vegna þess var í flokksstjórn

Samfylkingarinnar og hörð gagnrýni kom frá ýmsum í forystu flokksins á

Jóhönnu Sigurðardóttur:

Heimildir herma að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi haldið því fram að

Samfylkingin væri betur komin í stjórnarandstöðu en í ríkisstjórn með Vinstri

grænum – jafnframt að það væri mat hennar að flokkurinn væri jafnilla

staddur og hann hefði verið í nóvember og desember árið 2008, mánuðina

eftir bankahrun er hann var enn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Skildu sumir það svo að vilji hennar stæði til þess að Samfylkingin sprengdi

ríkisstjórnina.

Ljóst var strax á haustdögum 2012 að ekki var meirihluti fyrir því að taka

frumvarp Stjórnlagaráðs til grundvallar á breytingu á stjórnarskrá. Ekki

einungis var þáverandi minnihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í vafa

heldur sumir stjórnarsinnar. Ögmundur Jónasson sem varð aftur ráðherra

haustið 2012 hafði sínar efasemdir um stjórnarskrárbreytingarnar og skrifaði

m.a. á bloggsíðu sína:

Page 27: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

26

Stjórnlagaráð vildi efla beint lýðræði. Því er ég hjartanlega sammála. Ég er

að vísu ósáttur við þá tillögu Stjórnlagaráðs að heimila ekki þjóðinni að

krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um skattamálefni eða

þjóðréttarskuldbindingar.

Össur Skarphéðinsson (2013) segir eftirfarandi í bók sinni Ár drekans:

Ég fór á sögulegan fund á Nordica kvöldið áður [ 30. desember ] þar sem

sveitir Árna Páls fráfarandi efnahagsráðherra höfðu gert óvænta uppreisn í

flokksstjórn Samfylkingarinnar.[...] Hefði kosningin tapast hefði það

óhjákvæmilega þýtt að Jóhanna hefði samstundis orðið að segja af sér bæði

formennsku og sem forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefði í einu vetfangi

sprungið með stórum hvelli. (bls.9)

Við þingsetningu haustið 2012 hafði Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagt að

hann teldi sér skylt að taka þátt í umræðunni um stjórnarskrá.

Árið 2012 var ár óróa. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp

Stjórnlagaráðs í október og sýndist sitt hverjum um niðurstöðuna. Fylgismenn

frumvarps Stjórnlagaráðs hrósuðu sigri og töldu þjóðarviljann skýran. Kjörsókn

var tæp 50% og tæp 67% sögðu já við spurningunni - Vilt þú að tillögur

stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Umræðan í fræðasamfélaginu

Sigurður Líndal (2012) lagaprófessor skrifar: „Um hvað snerist þá þessi

atkvæðagreiðsla? Um ófullburða plagg sem fullyrða má að landsmenn höfðu

afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér. Tæpitungulaust snerist

atkvæðagreiðslan því ekki um neitt.“

Auk þess töldu andstæðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar þátttakan of lítil til að

lesa mætti í vilja kjósenda.

Fleiri fræðimenn tjáðu sig um stjórnarskrármálið.

Page 28: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

27

Gunnar Helgi Kristinsson (2012), prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ skrifar

grein í Stjórnmál og Stjórnsýslu í desember það ár. “Vandinn er að engin

samstaða er um það hvers vegna skyldi lagt í þetta ferðalag meðal þeirra sem

yfirleitt töldu það æskilegt – sem voru langt frá því allir“ (bls. 565). Hann telur

þrjú rök fyrir samstöðuleysinu:

1. Deilt sé um hvort og hvernig stjórnarskráin sem slík sé orsakavaldur

Hrunsins.

2. Þó skapaðist hefði tækifæri til breytinga á stjórnarskrá var deilt um umfang

þess og hvaða kafla þyrfti að endurskoða.

3. Ekki sé samstaða um breytingar á nýjum grunni og til þess að slíkt uppgjör

færi fram þyrfti meiri rannsóknir og lengri tíma. (Bls. 565 - 566).

Gunnar Helgi telur að þjóðfundurinn 2010 hafi tekist vel þó ekki hafi myndast

sameiginlegur vilji. Vilji til breytinga. Gunnar Helgi telur ennfremur að

stjórnlaganefnd sem skipuð var í júní 2010 hafi ekki metið líkleg áhrif þeirra

tillagna sem fjallað var um. Ekki hafi verið gerð tilraun til að leggja þær til

grundvallar.

Gunnar Helgi telur frumvarp Stjórnlagaráðs „áhugavert plagg" en tillögur

ráðsins hafi ekki byggt á neinum rannsóknum s.s. tillögur um persónukjör.

Ennfremur telur Gunnar Helgi að tilgangur þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.

október 2012 hafi verið að „þagga niður umræðu og loka á frekari

athugasemdir." Ekki hafi skapast samstaða með atkvæðagreiðslunni.

Niðurstaða Gunnars Helga er þessi:

Að mínu viti er augljóst að niðurstaðan er hvorki nægilega upplýst né um

hana nægileg samstaða til að hægt sé að setja lokapunkt við ferlið. Stór hluti

hinnar sérfræðilegu vinnu er eftir, þar á meðal mat á einstökum tillögum og

samhengi þeirra. En það skiptir líka máli að stór hluti hinnar pólitísku vinnu er

eftir. Víða eru gerðar sérstakar kröfur til stjórnarskrárbreytinga um aukinn

meirihluta til að stuðla að breiðri samstöðu um niðurstöðurnar.( bls.569)

Page 29: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

28

Í áramótaræðu forsetans á nýársdag 2013 sagði forsetinn m.a:

Því er miður að nú um áramótin blasir við að umræðan um nýja stjórnarskrá

er á ýmsan hátt komin í öngstræti. Í stað samstöðu um sáttmálann geisa

djúpstæðar deilur og virtir fræðimenn við háskóla landsins hafa áréttað að

margt sé óskýrt og flókið í tillögunum.

Þorvaldur Gylfason (2014), prófessor og stjórnlagaráðsfulltrúi mótmælir

þessum skilningi forsetans:

Ein helsta gagnrýni sem komið hefur fram á stjórnlagafrumvarpið er að

„fræðasamfélagið" snerist gegn því. Þetta skiptir auðvitað ekki máli og er

einnig rangt af þeirri einföldu ástæðu að í margbrotnum lýðræðisþjóðfélagi er

ekkert til sem heitir „fræðasamfélag" hvað varðar stjórnmál. Eins og hjá

öðrum starfsstéttum, geta fræðimenn náttúrulega verið ósammála um

stjórnmál. (bls. 18. Þýðing höfundar)

-

Í febrúar 2013 hafði verið kosinn nýr formaður Samfylkingarinnar og segir

Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi þingmaður eftirfarandi í bók sinni Útistöður:

Það gerðist svo í febrúar 2013 að Samfylkingin kaus sér nýjan formann, Árna

Pál Árnason. Sá landsfundur sem það gerði ályktaði sérstaklega um að

umboð til stjórnarskrárbreytinga hefði verið staðfest í

þjóðaratkvæðagreiðslunni og því bæri að sigla í höfn með því að samþykkja

nýja stjórnarskrá fyrir kosningar. Árni Páll var þó ekki á þeim buxunum. Í

fyrstu sagðist hann lítið vita um málið, hann hefði verið upptekinn í

formannsslagnum og ekki náð að kynna sér það. Það varð svo deginum

ljósara að stjórnarskráin hafði alltaf verið áhugamál Jóhönnu Sigurðardóttur

en ekki þingflokks Samfylkingarinnar í heild eða stjórnarflokkanna, jafnvel

þótt bæði margir þingmenn og grasrótin í flokknum hafi verið áfram um málið.

Page 30: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

29

Staðan á Alþingi vorið 2013

Á Alþingi 5. mars 2013 var staðan þessi:

Alls bíða 83 stjórnarmál afgreiðslu, 68 frumvörp til laga og fimmtán

þingsályktunartillögur. Það má vera morgunljóst að ekki tekst að ljúka þeim málum á

þeim sjö dögum sem eru til stefnu, hvað þá þeim aragrúa þingmannamála sem fyrir

liggur. Við þetta bætist meira að segja þingsályktunartillaga stjórnskipunar-og

eftirlitsnefndar um nýja stjórnarskrá. Það mál er í uppnámi eftir yfirlýsingar Árna

Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um helgina um að ekki væri hægt að

ljúka því á tilsettum tíma. Þingflokkar funduðu um málið í gær og enn er óvíst

hvernig farið verður með það mál.[...] Á meðan ekki er samið ríkir óvissa um hvaða

mál verða að lögum. Ekki bætir úr skák að ríkisstjórnin styðst ekki við

þingmeirihluta. (Fréttaskýring 5. mars Fréttablaðið/Kolbeinn. bls. 4)

Eins og þarna kemur fram þá var ríkisstjórnin með mörg járn í eldinum, mörg

stórmál sem ekki voru útrædd. Má þar nefna auk stjórnarskrármálsins, stjórn

fiskveiða og það mál sem mestu deilur vakti, umsóknina um aðild að

Evrópusambandinu. Formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason (2016)

rekur þetta í bréfi til félagsmanna:

„Kjarninn okkar: Við misstum það nána samband sem við höfðum haft við

verkalýðshreyfinguna og talsambandið við atvinnulífið.[...]

Icesave Við studdum samning um Icesave sem varði ekki ýtrustu hagsmuni

þjóðarinnar og mæltum gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hann.

Aðildarumsóknin: Við byggðum aðildarumsókn að ESB á flóknu

baktjaldasamkomulagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni

til að fara í aðildarviðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknarferlið.[...]

Skuldir heimilanna: Þegar fólk var að drukkna í skuldafeni tókum við að okkur í of

ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sínar, í stað þess að

taka okkur stöðu með fólki gegn fjármálakerfi.[...]

Fiskveiðistjórnunin: Við lofuðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi en týndum

okkur í langvinnum samningum fyrir luktum dyrum við samstarfsflokkinn um

útfærslur á breytingum, sem strönduðu svo hver á eftir annarri.[...]

Page 31: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

30

Stjórnarskráin: Við höfðum forgöngu um stjórnarskrárbreytingar, en drógum það

alltof lengi að áfangaskipta verkefninu til að koma mikilvægustu breytingunum í

höfn.

4.2. Áhuginn í samfélaginu á stjórnarskrármálinu

Áhugi hópa svo sem alþingismanna, fjölmiðla og stjórnlagaráðsmanna var

skoðaður sérstaklega eins og fram hefur komið í tilvikarannsókn sem fylgir

ritgerðinni. Ef skoðað er inn á www.timarit.is tíðni orða á ákveðnu tímabili má

sjá hver áhugi blaða og tímarita er á málefninu. Í viðauka töflur 5-7, sést með

einföldum samanburði á orðunum „þjóðfundur“ og „alþingi“ að áhugi blaða og

tímarita á málefninu „þjóðfundur" virðist ekki mikill. Þessar vísbendingar styðja

þá staðhæfingu að áhuginn á breytingum á stjórnarskrá hafði dofnað eftir

kosningar vorið 2009.

Í töflu 8 í viðauka sést að frumvarp til stjórnskipunarlaga var samtals rætt á

átta fundum í 41 klukkustund. Samkvæmt töflu 8 í viðauka þá er fyrsta

umræða um stjórnskipunarfrumvarpið 20.nóvember 2012. Fjallað var um málið

dagana 20.-22. nóvember og gekk til Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar eftir 16

klst. umræðu. Umsagnartímabilið er frá 29. nóvember til 13. desember s.á.

Önnur umræða var svo tvo daga í desember og málið rætt í 15 klst.

Málið er svo aftur á dagskrá 13. febrúar 2013 og rætt á tveimur fundum eftir

það, 15. febrúar og 6. mars. Samtals stóð önnur umræða yfir í 25 klst. þar til

málinu var frestað. Alls var rætt um frumvarpið í 41 klukkustund. Deilur

sköpuðust um hvort stjórnarandstaðan hefði skipulagt málþóf. Kom fram krafa

um að forseti Alþingis beitti reglum fundarskapa til að stytta umræður.

Þorsteinn Magnússon (2011) greinir frá því að síðast þegar lagt var til „að

skera niður umræður", var það í desember 1959. Rökstuðningur forseta (neðri

deildar) var að umræðan hefði staðið yfir í sex klukkustundir. Tillagan var

samþykkt umræðulaust. Til samanburðar skal nefna umdeilt mál frá þinginu

2014-2015:- Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (Hvammsvirkjun),

þingsályktun. Þar var önnur umræða rædd á 13 fundum í 47 klukkustundir.

Page 32: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

31

Í báðum tilfellum var stjórnarandstaðan vænd um málþóf.

Frumvarpið var ekki útrætt og kosningar í nánd. Það var því ljóst að málið var

að falla á tíma. Varð þá samkomulag um að setja bráðabirgðaákvæði í

stjórnarskránna á þann veg að vissum skilyrðum uppfylltum mætti breyta

stjórnarskránni án þingrofs og alþingiskosninga.

Eftirfarandi lýsing blaðamanns Fréttablaðsins er raunsönn að mínu mati og

e.k. eftirskrift málsins:

Á þjóðfundi komu fram gildin jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, virðing og ábyrgð

og átti að nýta þau við gerð nýrrar stjórnarskrár. Áhugi á nýrri stjórnarskrá

dvínaði eftir því sem augu fólks opnuðust fyrir því að með henni væri ekki hægt

að leiðrétta það efnahagslega ójafnvægi sem skollið hafði á við hrunið. Ný

stjórnarskrá myndi ekki leysa fjárhagsvanda heimilanna. Hinn raunverulegi

vandi þjóðarinnar var efnahagslegs og fjárhagslegs eðlis. Heimilin skorti

ráðstöfunarfé, laun höfðu lækkað, lán hækkað og nauðsynjavörur sömuleiðis.

(Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fréttablaðið 26.5. 2013)

Page 33: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

32

5. Fræðileg umræða

Ekki er vafi á því að við efnahagshrunið 2008 myndaðist vandamálastraumur

einnig myndaðist efnahagsleg og stjórnmálaleg krísa. Vandamálastraumurinn

var þungur og í byrjun óvissa um lausnir. Við þessar aðstæður tók grasrótin við

sér og mætti á baráttu- og samræðufundi á Austurvöll þar sem Hörður

Torfason tónlistamaður skipulagði. Gagnrýnin og reiðin beindist fljótlega að

stjórnvöldum auk fjármálakerfisins. Í suðupotti stefnumála kraumaði og

fljótlega varð ljóst að krafan var um algera endurnýjun. Ekki einungis nýja

ríkisstjórn og yfirvöld fjármála, heldur krafa um nýja stjórnarskrá. Slík

stjórnarskrá samin af sérstökum þjóðfundi eða stjórnlagaþingi.

Við íslenska efnahagshrunið haustið 2008 kom fljótlega fram kröfur um

lýðræðisúrbætur. Stefnumálastraumurinn var að falla saman við straum

stefnumótunar og gluggi tækifæranna opnaðist. Hér var Hörður Torfason

tónlistamaður frumkvöðull að finna málinu farveg. Hann skipulagði fundi á

Austurvelli frá október 2008 til marsbyrjun 2009.

Í kjölfarið voru haldnir tveir þjóðfundir á árunum 2009 og 2010. Fulltrúar

þjóðarinnar komu saman og góðar heitingar samdar.

Samstöðuleysið.

Fljótlega var ljóst að ekki var samstaða um leiðir og markmið innan Alþingis

eða meirihluta þess. Ágreiningur var um hvort ætti að gera heildarendurskoðun

á stjórnarskrá eða breyta hluta hennar. Ágreiningur var um hlutverk

Stjórnlagaþings, síðar Stjórnlagaráðs hvort það hlutverk væri ráðgefandi eða

bindandi.

Tveir fyrrverandi fulltrúar í Stjórnlagaráði og fræðimenn voru heldur ekki

sammála um stöðu mála:

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi

fulltrúi í stjórnlagaráði, segir í grein sem birtist á vefsíðu bresku

Page 34: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

33

rannsóknamiðstöðvarinnar Democratic Audit 28. október [2014] að

stjórnarskrármálið hafi siglt í strand vegna afskipta stjórnmálamanna.

Stjórnmálaflokkum sé ekki treystandi fyrir því að koma að slíkri vinnu enda

hafi þeir þá tilhneigingu að þjóna hlutverki hagsmunabandalaga fyrir

stjórnmálamenn eða aðra hagsmunahópa. „Fyrir þær sakir ætti ekki að

hleypa stjórnmálamönnum nálægt stjórnarskrárferlinu þar sem hætta er á að

þeir reyni að taka það yfir í eigin þágu.“

Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á

Bifröst og fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, sagði hins vegar í

útvarpsþættinum Sprengisandi á sunnudaginn að ráðið hefði gert mistök með

að hafa ekki samráð við Alþingi. Þegar stjórnlagaráð hefði skilað af sér

drögum að nýrri stjórnarskrá hafi þingmenn tekið við boltanum en ekkert vitað

hvað þeir ætluðu að gera við þau auk þess sem þeir hafi staðið í innbyrðis

deilum um málið. Þannig hefði þurft að byggja inn í ferli málsins meira

samtal. (Morgunblaðið 6.11.2014)

Það má einnig fullyrða að ósamkomulag hafi komið upp innan sérfræðinganna

og þá skapast samstöðuvandi samkvæmt kenningum Kingdons. (e. cohesion

problem). Hlutverk og umboð Stjórnlagaþings veiktist við úrskurð Hæstaréttar

um ógildingu kosningu til Stjórnlagaþings. Ágreiningur innan þáverandi

ríkisstjórnaflokka um breytingarnar á stjórnarskránni. Stefnan var ekki ljós og

samtakamátturinn veikur. Annað skilyrði Tuohy (1999) er að stefnan sé

forgangsröðuð þannig að mörg járn séu ekki samtímis í eldinum. Samþykkt

stefna hafi algeran forgang og sameiginlegan skilning. Á árunum 2009-2013

var ríkisstjórnin með mörg járn í eldinum s.s. fiskveiðistjórnarfrumvarp, umsókn

um aðild að Evrópusambandinu og Icesave deilan. Stuðningur við

ríkisstjórnina minnkaði og í lokin var stjórnin minnihlutastjórn.

Of langur tími fór í stjórnarskrárferlið innan Alþingis en þar var málið í höndum

þings í 23 mánuði en að mati Tuohy (1999) skiptir tímasetning máli við

stefnumótun.

Þeir samfélagshópar sem einna virkastir voru í þeirri kröfu

búsáhaldabyltingarinnar að breyta þyrfti stjórnarskrá landsins voru í mörgum

Page 35: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

34

atriðum ósammála bæði um form og innihald. Áhugaleysi þingmanna og sterk

staða hagsmunasamtaka hindraði framgang breytinganna bæði á frumstigi og

við umfjöllun málsins á löggjafarþingi eins og fram kemur í tilviksrannsókn

(sjá viðauka). Djúpur ágreiningur alþingismanna hversu mikið og hvað ætti að

breyta í stjórnarskránni gerði það að verkum að frumvarpið náði ekki þinglegri

meðferð. Víðtæk trú alþingismanna að almenningur hefði ekki áhuga á málinu.

Áhugaleysi fjölmiðla var eftirtektarverð og dæmi um að helstu fregnir af

frumvarpi um stjórnarskrábreytingu voru ekki birtar. (sjá viðauka). Eftirfylgni

almennings á málinu var ekki nægjanleg og var bundin af áhuga of fárra

áhugamanna. Krafa um breytingar komst því aldrei á flug. Umræðan fór

snemma í neikvæðan farveg, en eins og bent hefur verið á lýsa Baumgartner

og Jones mikilvægi jákvæðni í umræðu.

Þeir leggja áherslu á að sleginn sé hinn jákvæði tónn við stefnumótun. Jákvæð

umræða/samtal viðheldur einnig yfirráð sérfræðinganna sem leitast við að fá

fleiri á sitt band.

Samskiptaleysi Stjórnlagaráðs og Alþingis var mikið og í raun engin samskipti

fyrr en í lokin þegar Alþingi óskaði eftir fáeinum breytingum. Það reyndist ekki

liðka fyrir málinu. Eins og áður er nefnt var fyrra skilyrði Tuohy (1999) um

framgang stefnu þannig að stjórnkerfið búi yfir sterku og samhentu

yfirvaldi/stjórnvaldi sem hefur bæði vilja og getur til að koma á almennri sátt

um stefnuna. Sú sátt var ekki til staðar. Pólitískur samhljómur varð ekki né

samstaða (e. consolidated political authority). Ekki náðist að sýna fram á að

hugmyndir í frumvarpinu féllu nægjanlega að hugmyndum stjórnvalda (e.

goodness of fit).

Fjölmiðlar sýndu mismikinn áhuga á því að fjalla um stjórnarskrárbreytingar.

Yfirlit um orðafjölda eftir ritmiðlum sýna það. (sjá viðauka). Þar sést að ef

borðið er saman orð eins og „alþingi“ og „þjóðfundur“ er orðnotkunin í

fjölmiðlunum allt að þrítugfaldur orðinu „alþingi“ í hag, á sama tímabili.

Page 36: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

35

6. Niðurstöður

Glugginn lokast

Eins og Kingdon bendir á þá er gluggi tækifæranna opinn í stuttan tíma. Má

segja að við kosningarnar 2009 hafi dregið úr áhuga almennings á

stjórnarskrárbreytingum og þá sjá stjórnmálamenn síður ástæðu að fylgja

málum eftir samkvæmt kenningu Kingdons. Teikn voru á lofti um bættan

efnahag.

Fræðasamfélagið og sérfræðingar um stjórnarskrármálefni töldu að of geyst

væri farið í breytingar á stjórnarskrá sem um leið sannfærði marga

alþingismenn að styttri skref þyrfti að stíga.

Stjórnarskrármálið varð fyrir alvarlegum hnekk þegar Hæstiréttur úrskurðaði að

kosning til Stjórnlagaþings væri ógild. Ríkisstjórnin þurfti að sinna mörgum

ágreiningsmálum og stuðningur við hana minnkaði. Seint gekk að semja

frumvarp til stjórnarskrárbreytinga, sem var ekki lagt fram fyrr en síðla árs

2012. Breytingar á ríkisstjórn þar sem ráðherrum var fækkað varð til þess að

meiri spenna myndaðist milli ríkisstjórnarflokkana og samheldnin veiktist.

Framgang stefnunnar stöðvaðist vegna þess að stjórnkerfið bjó ekki yfir sterku

og samhentu stjórnvaldi samkvæmt kenningum Tuohy.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur Stjórnlagaráðs 20. október 2012 varð ekki

sú hvatning til að ljúka málinu. Sé sú skoðun Gunnars Helga Kristinssonar rétt

að atkvæðagreiðslan væri tilraun til að „þagga niður umræðu og loka á frekari

athugasemdir“, þá mistókst sú tilraun. Frumvarp stjórnlagaráðs var til

umfjöllunar Alþingis í nær tvö ár. Álit Feneyjarnefndarinnar í lok árs 2012

styrkti rök þeirra sem töldu að málið væri ekki fullburða og þyrfti nánar skoðun

og breytinga.

Má segja að um áramótin 2012 - 2013 hafi gluggi tækifæranna lokast. Í

umræðum um frumvarpið kom frá sterk gagnrýni á efnistök og innihald.

Rétt fyrir alþingiskosningar 2013 varð samkomulag að einbeita sér að fjórum

þáttum til breytinga á stjórnarskránni i stað frumvarps Stjórnlagaráðs.

Page 37: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

36

7. Lokaorð

Ferill og endalok stjórnarskrármálsins var fyrirsjáanlegur miðað við þær

forsendur sem málið var byggt á. Íslenska þjóðin varð fyrir áfalli sem má bæði

skilgreina sem efnahagslegt og tilfinningalegt áfall. Kenningar í opinberri

stefnumótun útskýra hvernig fór. Það má segja að allir þeir þættir sem þurfa að

vera til staðar svo gluggi tækifæranna opnist hafi verið til staðar í byrjun ferils.

En á leiðinni töpuðust margir þættir og margt varð málinu í óhag. Málþóf,

hagsmunir og ágreiningur um markmið um og leiðir hindruðu framgang.

Tíminn rann út og gluggi tækifæranna lokaðist.

Það kemur á óvart hversu auðveldlega er hægt að beita dagskrárkenningum á

ferli eins og stjórnarskrárferlið.

Lærdómurinn ætti því að vera sá að til að koma máli á dagskrá og halda því á

dagskrá þar til það fær úrlausn er vandasöm vegferð með mörgum hindrunum.

Hér hefur verið reynt að sýna fram á að kenningar Kingdons eiga vel við og í

raun furða að lítið eða ekkert hafi verið leitað í smiðju hans.

Þá má benda á skilyrði Tuohy er um framgang stefnu og forgangsröðun

málefna vera þannig að mörg járn séu ekki í eldinum. Þá þurfa stjórnvöld að

hafa sterkan vilja til breytinga og framgangur stefnunnar háð hversu sterkur

viljinn er. Segja má að ósætti innan ríkisstjórnaflokkana um forgangsröðun hafi

dregið úr mætti og vilja til breytinga. Alltof oft var köttum smalað.

Mörgum spurningum er enn ósvarað í þessari ritgerð þó ýmsar staðreyndir

liggi fyrir. Ein þeirra spurninga sem vakna er hvers vegna ekki tókst að vekja

áhuga almennings á stjórnarskrárbreytingum. Var það hinn sjóðandi

ágreiningur og misklíð sem almennt var í samfélaginu? Var það vel skipulög

hindrun hagsmunasamtaka sem töldu að sér vegið?

Einnig er lítið fjallað um eitt einkenni í íslenskum átakastjórnmálum það er

málþófið. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma iðkar þessa aðferð ljóst og leynt.

Skipulögð eru vaktarplön svo hægt sé að tefja mál með von um að málið verði

Page 38: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

37

tekið af dagskrá. Slíku er haldið fram hvað varðar málatilbúning þáverandi

stjórnarandstöðu veturinn 2012 - 2013.

Bent hefur verið á að sá tímafjöldi sem stjórnarskrármálið tók í umræðum í

þingsal sló engin tímamet í málþófi.

Ýmsir þættir hindruðu framgang stjórnarskrármálsins. Hér verður bent á eina

hugsanlega skýringu.

Athygli vekur að frumvarp Stjórnlagaráðs er 23 mánuði hjá Alþingi. (sjá töflu 4 í

viðauka). Þó ástæðan sé ekki skoðuð nánar má ætla að stjórnarskrármálið

hafi ekki fengið sérstakan forgang stjórnvalda.

Eins og Kingdon bendir á að þegar, að áliti þátttakenda, takmarkinu sé náð, þá

sé ákvörðunar og framkvæmdaferlinu lokið.

Jafnframt að atvikið sem leiddi til þess að málið komst á dagskrá hefur að

hluta verið leyst, krísur og vandamál líðandi stundar hafa stuttan líftíma.

Þetta hafi jafnframt verið álit almennings og fjölmiðla og skoðanir á orðatíðni

virðist styrkja þá tilgátu.

Við búum því enn við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land“

eins og fyrsti forseti lýðveldisins Sveinn Björnsson orðaði svo vel.

Page 39: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

38

Heimildir

Árni Páll Árnason. (2016). Bréf til félagsmanna Samfylkingarinnar.

http://xs.is/Frettir/ID/4314/Traust_og_satt (sótt 24.2.2016)

Ása Líney Sigurðardóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson. (2010) „Ákvarðanataka

skipulagsheilda-Samanburður einkafyrirtækja og opinberra stofnana“.

Stjórnmál og Stjórnsýsla.2. tbl. 6. árg. 2010.

http://www.irpa.is/article/view/1071/pdf_184 (sótt 22.2.2016)

Baumgartner, Frank R. og Bryan D. Jones. (1993). Agendas and Instability

in American Politics. Chicago: The University of Chicago Press.

Baumgartner, F. R., & Jones, B. D. (2002). „Positive and negative feedback

in politics. Policy Dynamics“. Bls. 3–28. (sótt 5.2.2016).

http://www.unc.edu/~fbaum/books/dynamics/ch1.pdf

Björn Matthíasson.(2014). Forræði þjóðar í fyrirrúmi. Tilraunin til að

endurskoða stjórnarskrána frá grunni. http://hdl.handle.net/1946/19645

Cohen,Michael D., James G. March and Johan P. Olsen. (1972). "A

Garbage Can Model of Organizational Choice." Administrative Science

Quarterly. Hefti. 17, No. 1 (Mar., 1972), bls. 1-25. (Sótt 6.1.2016).

Erikson Robert, Michael B. MacKuen, James A. Stimson. (2002). The

Macro Polity. Cambridge.

Elster,Jon. (1995). „Forces and Mechanisms in the Constitution Making

Process.“ Duke Law Journal 45(II): 364–396.

Eiríkur Bergmann, Eiríkur Tómasson, Björg Thorarensen. (2005). Ágrip af

þróun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðuneytið.

Eirikur Bergmann. (2014) „Iceland and the International Financial Crisis,

Boom, Bust and Recovery." International Political Economy Series.Palgrave-

MacMillan.London.

Fréttablaðið (2013a) : Fréttaskýring 5. mars Fréttablaðið/Kolbeinn. bls. 4

Fréttablaðið (2013b): Sigríður Dögg Auðunsdóttir ,fréttaskýring. 26.5.

Gunnar Helgi Kristinsson. (2012) „Ráðskast með stjórnarskrá". Stjórnmál &

Stjórnsýsla 2. tbl. 8. árg. 2012 (565-570) (sótt 20.1.2016)

Page 40: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

39

Hörður Torfason.( 2016). Viðtal 8.febrúar.

Kingdon. John W. (2005). „The realty of public policy making." Ethical

Dimensions of Health Policy. Ritstjóri: Churchill, L. R. Oxford: Oxford

University Press. (Sótt 10.2.2016.)

https://books.google.com/books?hl=en&lr=&id=tIFvZI6IF-UC&pgis=1

Kingdon,John.W.(2011). Agendas,Alternatives,and Public Policies. 2.

útgáfa.New York:Longman.

Lindblom, B. C. E. (1959). „The Science of Muddling Through“. Public

Administration Review, Vol. 19, No. 2. (Vor, 1959), Bls. 79-88, 19(2), 79-88.

http://www.jstor.org/stable/973677 (sótt 3.11.2015)

Margrét Tryggvadóttir. (2014). Útistöður.Útg. Reykjavík. (bls. 497-498).

Morgunblaðið. (2012). Uppgjör hafið innan Samfylkingar

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1406351/ (sótt 20.1.2016)

Morgunblaðið (2014). „Komast að mismunandi niðurstöðu“. (6.11)

Ólafur R. Grímsson. (2013). Nýársávarp 2013.

http://www.forseti.is/media/PDF/01_01_2013_aramotaavarp.pdf (sótt

20.1.2016)

Ragnheiður Kristjánsdóttir. (2011). „Efasemdir um þingræði.“ Þingræði á

Íslandi. Ritstjórn: Ragnhildur Helgadóttir, Helgi Skúli Kjartansson og Þorsteinn

Magnússon. Forlagið, Reykjavík.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir.(2013). Leiðari. Fréttablaðið 26.5.

(sótt 20.1. 2016)

Sigurður Líndal. (2012). „Merkingarlaus þjóðaratkvæðagreiðsla."

Fréttablaðið 22. október. (Bls.12).

Strøm,Kaare.(2003). „Parliamentary Democracy and Delegation.“

Delegation and Accountability in Parliamentary Democracies, ritstjórar Kaare

Strøm, Wolfgang C. Muller, Torbjörn Bergman. Oxford: Oxford University

Press.

Sveinn Björnsson. (1949). Nýársávarp.

http://www.forseti.is/media/files/01.01.49.S.B.nyarsavarp.pdf (sótt 16.10.2015)

Page 41: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

40

Tuohy, Carolyn. H. (1999). Accidental Logics: The Dynamics of Change in

the Health Care Arena in the United States, Britain, and Canada. New

York:Oxford University Press.

Valgerður Bjarnadóttir. (2016). „Jafnaðarmenn í klípu“ Vefritið Herðubreið.

http://herdubreid.is/jafnadarmenn-i-klipu/ (sótt 7.febrúar.2016)

Vefsíða Alþingi:Skýrsla Feneyjarnefndarinnar.

http://www.althingi.is/pdf/Feneyjanefnd_skyrsla_e.pdf (sótt 21.1.2016.)

Vefsíða Alþingis, lagasafn: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html

(sótt 20.1.2016)

Vefsíðan Kosning.is. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012.(sótt

21.1.2016) http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/frettir/nr/7990

Vefsíðan http://www.thjodfundur2009.is/ (sótt 20.1.2016)

Vefsíðan http://www.thjodfundur2010.is/ (sótt 20.1.2016)

Vefsíða Vísir.is.2010. http://www.visir.is/ad-na-meirihluta-er-eins-og-ad-

smala-kottum/article/2010475363418 (sótt 20.1.2016)

Þorsteinn Magnússon. (2011). „Samþætting valdþáttanna og hlutverk

Alþingis.“ í Þingræði á Íslandi Samtíð og saga. Ritstjórar Ragnhildur

Helgadóttir, Helgi Skúli Kjartansson og Þorsteinn Magnússon, 361- 422.

Reykjavík: Forlagið.

Þorvaldur Gylfason. (2010). Stjórnarskrár Norðurlanda: Stiklað á stóru

https://notendur.hi.is/gylfason/stikladastoru.html (sótt 22.2.2016)

Þorvaldur Gylfason. (2014) Constitution on ice.

https://notendur.hi.is/gylfason/cesifo1_wp5056.pdf (sótt 20.1.2016)

Ögmundur Jónasson.2012. Vefsíða. http://ogmundur.is/annad/nr/6587/

(sótt 20.1.2016).

Össur Skarphéðinsson. 2013. Ár drekans. Útg. Sögur.Reykjavík.

Page 42: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

41

Viðauki Tafla 2- Samþykktar stjórnarskrárbreytingar á tímabilinu 1958-1999

Tafla 3. Þingsályktunartillögur um stjórnarskrármálefni 1944–20051

Þing Flytjendur Efni Afdrif

1946 Forsætisráðherra Nefnd um endursk. stjskr.

Samþykkt (1947)

1947 Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarss

Endursk. Stj.skr. verði hraðað

Ekki útrædd

1966 Karl Kristjánsson Nefnd um endursk. stjskr

Ekki útrædd

1968 Gísli Guðmundsson Nefnd um endursk. stjskr

Ekki útrædd

1969 Gísli Guðmundsson Nefnd um endursk. Stjskr.

Ekki útrædd

1969 Gísli Guðmundsson Nefnd um endursk. Stjskr.

Ekki útrædd

1971 Gunnar Thoroddsen, Gísli Guðmundsson

Nefnd um endursk. Stjskr.

Ekki útrædd

1971 Allsherjarnefnd Nefnd um endursk. Stjskr.

Samþykkt (1972)

1982-3 Vilmundur Gylfason Gerð frv. um aðgr. Lög.valds og framkv.

Ekki útrædd

1984,-5 og -6 Guðm. Einarsson o.fl.

Gerð frv. um fylkisstjórnir

Ekki útrætt

2001-2 Sverrir Hermannss. o fl.

Nefnd um kosningatilögun

Ekki útrætt

2002-3 Össur Skarphéðinss o.fl.

Endurskoðun stjórnarskrár

Ekki útrætt

2003-4 Guðjón A. Kristjánss o.fl

Endurskoðun á kjördæmaskipan

Ekki útrætt

1 Heimild: Alþingistíðindi. Ef flutningsmenn eru fleiri en tveir eru aðeins þeir fyrstu taldir upp ef allir

eru úr sama flokki.

Þing/ár Flytjendur Efni

1958/59 Ólafur Thors, Emil Jónsson,Einar Olgeirsson o.fl.

Kjördæmaskipan

1966 Stjórnarfrumvarp Lækkun kosningaaldurs í 20 ár.

1990-1/ Ólafur G. Einarsson. Deildaskipting Alþingis.

1994-5/ Geir H. Haarde Endursk. ríkisreikninga, skattamál og kafli um mannréttindi

1998-9 Davíð Oddsson Kjördæmaskipan.

Page 43: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

42

2004-5 Össur Skaprhéðinss. o.fl.

Endurskoðun stjórnarskrár -

Ekki útrætt

2004-5 Guðjón A. Kristjánss. Endurskoðun á kjördæmaskipan

Ekki útrætt

Tafla 4. Ferill stjórnlagamálsins talið í mánuðum þar til bráðabirgðaákvæði

um breytingar á stjórnarskrá var samþykkt eftir kosningar 2013.

2009-2010 (4.11-14.6) 7 mánuðir Lög um stjórnlagaþing

2010-2011(27.11-25.1) 2 mánuðir Kosning Stjórnlagaþings

2011 (24.mars-29.7) 4 mánuður Stjórnlagaþing starfar

2011-2012 (29.7-22.2) 7 mánuðir Í höndum Alþingis

2012 (22.2-16.11) 9 mánuðir Í höndum Alþingis

2012-2013 (16.11-5.7) 7 mánuðir (samtals 23

mánuðir)

Í höndum Alþingis (nær 2 ár)

Samanburður á tíðni orðanna „þjóðfundur“ og „alþingi“

Tafla 5. Yfirlit um hversu oft orðið „þjóðfundur" kemur fyrir í blöðum á árinu 2010 og orðið „alþingi" á sama tímabili:

Tímarit/blöð „þjóðfundur“ „alþingi“

Morgunblaðið 26 1189

Fréttablaðið 12 1131

Fréttatíminn 8 93

Læknablaðið 6 -

Dagblaðið Vísir - DV 2 93

Reykjavík Grapevine 1 -

Sunnudags Mogginn - 93

Bæjarins besta - 60

Tafla 6. Yfirlit um hversu oft orðið „þjóðfundur" kemur fyrir í blöðum 15.11.2010 - 1.1.2011, og orðið „alþingi" á sama tímabili:

Tímarit/blöð „þjóðfundur“ „alþingi“

Morgunblaðið 4 195

Fréttablaðið 1 164

Dagblaðið Vísir - DV - 73

Fréttatíminn - 52

Andvari - 49

Sunnudags Mogginn - 11

Page 44: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

43

Tafla 7. Yfirlit um hversu oft orðið „þjóðfundur" kemur fyrir í blöðum á árinu 2011, og orðið „alþingi" á sama tímabili:

Tímarit/blöð „þjóðfundur“ „alþingi“

Fréttablaðið 7 991

Morgunblaðið 4 1157

Dagblaðið Vísir - DV 2 393

Fréttatíminn 2 163

Fréttir - Eyjafréttir 1 -

Fjarðarpósturinn 1 -

Sunnudags Mogginn - 105

Andvari - 60

Tafla 8. Stjórnarskipunarlög- frumvarp. Yfirlit um þingfundi veturinn 2012- 2013.

dagsetning Nr. fundar Klst. Aths.

20.11.2012 38. fundur 6 klst.

21.11.2012 39. fundur 4 klst.

22.11.2012 40. fundur 6 klst. Málið gekk til stjórnskipunar- og

eftirlits­nefndar

16 klst.

Umsagnabeiðnir stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar sendar 23.11.2012, frestur til 10.12.2012

Stjórnskipunar- og eftirlits­nefnd auglýsti eftir umsögnum 29.11.2012 frestur til 13.12.2012

dagsetning Nr. fundar Klst. Aths.

30.01.2013 75. fundur 5 klst.

31.01.2013 76. fundur 10 klst.

13.02.2013 80. fundur 5 klst. Framhald 2. um­ræðu

15.02.2013 82. fundur 4 klst.

6.3.2013 89. fundur 1 klst. 11:08-12:40 Umræðu frestað.

8 fundir 25 klst.

Page 45: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

44

Hvað varð um stjórnarskrárbreytingarnar?

STJ427G Verkefni 3-vor 2015

Andri Henrysson Gísli Baldvinsson Kristín Erna Arnardóttir

Helstu niðurstöður á tilvikarannsókn vorið 2015.;

Hér er því kjarninn í þeim ágreiningi sem endurspeglaði sýn manna á breytingu á

stjórnarskrá:

Gerð verði varanleg róttæk breyting á stjórnarskrá sem tæki allt að fjórum árum

(kjörtímabil) og/eða:

Gerð verði breytingar á stjórnarskrá „bita fyrir bita, en ekki allar í einu“.

Þeir samfélagshópar sem einna virkust áttu að vera í þeirri kröfu

búsáhaldabyltingarinnar að breyta þyrfti stjórnarskrá landsins voru í mörgum atriðum

ósammála bæði um form og innihald.

Áhugaleysi þingmanna og sterk staða hagsmunasamtaka hindraði framgang

breytinganna bæði á frumstigi og við umfjöllun málsins á löggjafarþingi

Djúpur ágreiningur alþingismanna hversu mikið og hvað ætti að breyta í stjórnarskránni

gerði það að verkum að frumvarpið komst aldrei á dagskrá þingsins.

Víðtæk trú alþingismanna að almenningur hefði ekki áhuga á málinu.

Áhugaleysi fjölmiðla var eftirtektarverk og dæmi um að helstu fregnir af frumvarpi um

stjórnarskrábreytingu var ekki nefnd.

Eftirfylgni almennings á málinu var ekki nægjanleg og var bundin af áhuga fárra

áhugamanna. Krafa um breytingar komst því aldrei á flug.

Samskiptaleysi Stjórnlagaráðs og Alþingis var mikið og í raun engin samskipti fyrr en í

lokin þegar Alþingi óskaði eftir fáeinum breytingum.

Þrátt fyrir breytingu á stjórnarskrá í lokin til að flýta fyrir breytingar á stjórnarskrá er

ekki neitt sem bendir til að það ákvæði verði nýtt.

Page 46: Stjórnarskrá stagbætta flíkin Hvers vegna fjaraði undan ... · Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá

45

Nokkrir fjölmiðlar sýndu lítinn eða jafnfram engan áhuga á því að fjalla um stjórnar-

skrárbreytingar. Ríkisútvarpið var einni ljósmiðlavakinn sem sýndi því sem mestum

áhuga þar sem þau fjölluðu mest um málið.

Morgunblaðið sýndi því sem minnst áhuga þar sem blaðið fjallaði nánast ekkert um

málið. Á því tímabili sem var fjallað mest um málið þá voru aðeins 4 fréttir um ráðið.2

Tafla 8 Raðspurning, spurning 13 (Sp. Fjöl)

Lokaorð

Það var mjög áhugavert að taka viðtöl við fólk sem var í hringiðunni á þessum atburðum í

kringum tilraun Íslendinga til að fá nýja stjórnarskrá og margt sem kom fram sem kom á

óvart. Eftir þessa rannsókn teljum við að vert væri að kafa enn dýpra í þetta mál og vonum að

áhugasamur rannsakandi geri það.

Gluggi tækifæranna opnaðist og öll skilyrði fyrir breytingum virtust vera til staðar. En

ágreiningur, þóf og neikvæð umræða tók of stóran toll af tækifærunum. Tíminn rann út og

gluggi tækifæranna lokaðist.

2 Orðatalning á timarit.is

Þátttakendur-

fjölmiðlar

áhugaleysi

þingmanna

staða/áhrif

hagsmunasamt

aka

áhugi

fjölmiðla

áhugi

almennings

A 1=10 2=8 3=6 4=4

B 1=10 2=8 3=6 4=4

C 1=10 4=4 2=8 3=6

D 1=10 2=8 4=4 3=6

E 1=10 4=4 3=6 2=8

Samtals 50/50 1.sæti 32/50 2.sæti 30/50 3.sæti 28/50 4.sæti