32
1 Heimsferðir • Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 Akureyri • Geislagata 12 • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Sumar 2013

Sumarbæklingur Heimsferða 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Sumarbæklingur Heimsferða 2013

Citation preview

Page 1: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

1Heimsferðir • Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000

Akureyri • Geislagata 12 • Sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

Sumar2013

Page 2: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

2

Krít – seiðandi stemning!

Frá 129.900 kr. í 14 nætur*

Heimsferðum er sönn ánægja að bjóða nú viðskiptavinum sínum í

fyrsta skipti grísku eyjuna Krít. Þessi eyja grípur alla sem þangað koma

með sinni einstöku menningu og sögu, landslagi og ekki síst viðmóti

eyjarskeggja sem hafa sinnt ferðamönnum af sinni alkunnu snilld svo áratugum

skiptir. Þá töfra eyjarskeggjar fram það besta úr hráefni sínu og sameina gríska

og Miðjarðarhafs matarmenningu af stakri snilld. Verðlag er nokkuð gott og

hægt að gera vel við sig í mat og drykk. Hér skiptast á stórkostlegt fjalllendi með

snæviþöktum fjallstoppum og dásamleg strandlengja og tær sjór sem ávallt

heillar sólþyrstan ferðalanginn.

* Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Omega með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 158.900 á mann. 30. maí í 14 nætur.

Sirios VillageMjög gott og fjölskylduvænt fjögurra stjörnu hótel í Agii Apostoli. Hótelið býður einstaklega fjölbreytta þjónustu og mikið er hér við að vera fyrir fólk á öllum aldri.Hótelið er byggt upp eins og lítið þorp í Miðjarðarhafsstíl þar sem eitt og eitt hús dreifist um fallegan og gróðursælan hótelgarðinn. Hér er frábær aðstaða í boði og meðal annars eru hér tvær sundlaugar og tvær barnalaugar með skemmtilegum vatnsrennibrautum. Á svæðinu er tennis- og blakvöllur, leiksvæði fyrir börn og líkamsræktaraðstaða. Þá er hægt að komast í þráðlaust itnernet (WiFi ) á svæðinu við móttökuna. Ýmislegt annað skemmtilegt er í boði á hótelinu og vilji maður láta dekra við sig er hægt að fara í tyrkneskt bað eða slá upp keppni í borðtennis, skák, pílukasti og billiard. Þetta er úrvals valkostur hvort sem er fyrir pör eða fjölskyldur, þar sem allt er innifalið - hér einfaldlega nýtur maður lífsins í botn!

Frábært verðFrá kr. 174.000 með öllu inniföldu í 14 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 212.000.13. júní í 14 nætur.

Allt innifalið!

Page 3: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

3

Krí

t

Cretan Dream RoyalCretan Dream Royal er sérlega fallegt 4 stjörnu hótel, sem býður góða og fjölbreytta þjónustu. Það stendur nokkuð sér á svæðinu en mikið við að vera innan veggja þess. Hér er afar fallegur sundlaugagarður, bar, sófar og setkrókar, sólbekkir og sólhlífar. Hér bjóða Heimsferðir „standard“ herbergi og fjölskylduherbergi og í boði er hálft fæði sem samanstendur af morgun- og kvöldverði án drykkja.

Frábært verðFrá kr. 122.900 í 10 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 142.200 á mann. 8. júlí í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 167.800 með hálfu fæði í 11 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Netverð, m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 199.900 á mann með hálfu fæði. 27. júní í 11 nætur.

Frábært verðFrá kr. 136.900 allt innifalið í 10 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 164.900 á mann. 8. júlí í 10 nætur.

Glæsilegur valkostur!

Ljúft andrúmsloft!

Maleme MareÞetta er gott og fjölskylduvænt íbúða-hótel sem telur alls 62 rúmgóðar og vel búnar íbúðir, ýmist með einu svefnherbergi eða stúdíóíbúðir. Hér er góð aðstaða og í garðinum eru tvær sundlaugar, barnasundlaug og leikaðstaða fyrir börn. Á þessu hóteli er allt „innifalið þjónusta“ sem þýðir að morgun-, hádegis- og kvöldverður ásamt léttu snarli og drykkjum (inn-lendum) er innifalið meðan á dvöl stendur.

Íbúðahótel með öllu inniföldu!

Toxo Hotel & aptsÞetta er nýlegt, stílhreint og fallegt íbúðahótel með einungis 36 íbúðum. Heimsferðir bjóða hér farþegum sínum ýmist stúdíóíbúðir eða íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum.Hótelið er staðsett í Platanias og þykir rólegt og fjölskylduvænt en býður fjölbreytta þjónustu fyrir gesti sína. Hér er snarlbar og lítill veitingastaður, tvær sundlaugar og barnalaug, barnaleiksvæði, líkamsræktaraðstaða með lítilli heilsulind.

Page 4: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

4

Galini Sea ViewÞetta hótel er staðsett í þorpinu Aghia Marina í einungis um 8 km fjarlægð frá miðbæ Chania. Hótelið stendur á fallegum stað og útsýnið yfir ströndina og hafið er einstakt. Vert er þó að nefna að hótelið stendur hátt og nokkuð er um tröppur. Hér eru í boði afar hugguleg og rúmgóð herbergi og garðurinn er stór og fallegur með góðri sundlaug og barnalaug. Við laugina eru sólbekkir og sólhlífar og baðhandklæði fylgja herbergjunum. Hér er allt innifalið!

Fjöldi annarra gististaða í boði – www.heimsferdir.is

Einfaldlega lúxus!

Marina SandsHótelið stendur alveg við ströndina í Agia Marina þorpinu og þykir gott fjölskylduhótel í einfaldleika sínum. Hér eru í boði ýmist herbergi eða íbúðir með tveimur svefnherbergjum og morgunverður er innifalinn í verði. Sundlaugagarðurinn er lítill en fallegur með góðri sundlaug, barnalaug og sundlaugabar. Þetta er góður kostur fyrir þá sem leggja meira upp úr nálægð við ströndina en íburðarmiklum herbergjum.Morgunverður innfalinn!

Hagkvæmur kostur!

Omega Platanias Omega er notalegt og einfalt íbúðahótel á Platanias svæðinu. Hér er stór og skemmtilega hannaður garður með notalegri sundlaug og buslulaug og einungis um 300 metrar á fallega sandströndina, sem ber með stolti bláa fánann sem einungis hreinar og snyrtilegar strendur fá í viðurkenningarskyni. Í garðinum er snarlbar þar sem hægt er að kaupa létta málsverði og drykki. Hér bjóða Heimsferðir ýmist stúdíóíbúðir eða íbúðir með einu svefnherbergi.

Góður valkostur!

Page 5: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

5

BillundHeimsferðir bjóða

beint flug til Billund

í sumar. Billund er

ungur, fjörugur og snyrtilegur

bær í miðri Danmörku og er í

um 250 km frá Kaupmannahöfn.

Styttra er til Þýskalands en það

eru t.d. 135 km til Flensborgar í

N-Þýskalandi. Í kringum Billund

er fullt af litlum þorpum og

hefur hvert þeirra sitt sérkenni og því margt skemmtilegt að sjá og skoða. Billund

þykir hafa allt sökum þess hve miðsvæðis bærinn er staðsettur í Danmörku. Frá 14.900 kr.aðra leið með sköttum

Í Allt SuMAR

Flug til og frá Billund frá maí til október!

Frá 14.900 kr. önnur leið með sköttumá völdum dagsetningum.

Innifalið í verði pakkaferða: Flug fram og til baka, gisting og íslensk fararstjórn. Staðgreiðsla miðast við að ferð sé greidd a.m.k. mánuði fyrir brottför. Annars gildir almennt verð sem er 5% hærra. Greiðsla með kreditkorti þarf að hafa borist 6 vikum fyrir brottför svo staðgreiðsluverð gildi. Í boði eru staðgreiðslulán MasterCard og VISA skv. sérstökum skilmálum þar um.Verðbreytingar: Verð er háð almennum gengisbreytingum fram að brottför og miðast við gengi evru, dollars og verð eldsneytis 7. febrúar 2013. Athygli er vakin á því að ef ferð er að fullu greidd tekur hún ekki verðbreytingum vegna gengisbreytinga sem kunna að verða fram að brottför.Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta:

•Flutningskostnaði,þarmeðtöldumeldsneytiskostnaði. •Sköttumeðagjöldumfyrirtilteknaþjónustu,s.s.lendingargjöldumeðagjöldumfyriraðfaraum borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. •Gengiþessgjaldmiðilssemáviðumtilteknaferð,þ.e.7.febrúar2013sbr.héraðofan.

Athygli er vakin á að þessi gengisviðmiðunarákvæði eru liður í samningi milli aðila. Ekki er gripið til verðbreytinga nema heildarverð ferðar breytist um 10% eða meira. Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta.Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.Ath. að allt verð er viðmiðunarverð og getur tekið breytingum án fyrirvara.

Sjá nánar um skilmála Heimsferða á www.heimsferdir.is

Heimsferðir 12. febrúar 2013

Almennir skilmálar

Page 6: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

6

Almeria – nýr valkostur!

Frá 89.600 kr. í 7 nætur*

Heimsferðir bjóða með stolti nýjan valkost í sumar, fjölskylduvænan

áfangastað með úrvals gististöðum í strandbænum Roquetas De Mar.

Falleg ströndin teygir anga sína eina 11 km og meðfram henni er upplagt

að taka góðan göngutúr, skokka eða leigja reiðhjól enda allt á jafnsléttu. Við

strandgötuna standa hótelin og þeir veitingastaðir eða barir sem að henni snúa

tilheyra yfirleitt hótelum, en eru opnir almenningi og því er upplagt að setjast

niður á göngunni og fá sér einn kaldan eða tvo ásamt tapas eða hverju sem er,

til að gleðja bragðlaukana. Rólegt

yfirbragð einkennir Roquetas De

Mar en þó er af mörgu að taka og

engum ætti að leiðast. Á svæðinu

er vatnsrennibrautagarður, stórt

sædýrasafn,18 holu golf-völlur, go-

kart svæði og stór verslunarmiðstöð

sem telur einar 125 verslanir og

m.a. hina sívinsælu H&M verslun.

Sem sagt eitthvað við allra hæfi!

* Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Bahia Serena með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 109.400 á mann. 11. júní í 7 nætur.

Page 7: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

Almeria – nýr valkostur!

Alm

eria

7

Zoraida Beach Resort Zoraida Beach Resort samanstendur í raun af tveimur hótelum; Zoraida Garden og Zoraida Park. um er að ræða tvær hótelbyggingar með sameiginlegum garði og þjónustu. Hótelið stendur alveg við fallega ströndina með öllu sínu lífi og fjöri og ber fjórar stjörnur sínar afar vel. Garðurinn er stórkostlegur, með sundlaugum og rennibrautum sem liðast um stórt svæðið. Herbergin eru skemmtilega innréttuð en þau voru öll endurinnréttuð á árunum 2010-11. Garðurinn er stór og barnvænn og mikið við að vera fyrir fjölskyldufólk. Í boði er hálft fæði eða „allt innifalið“ þjónusta.Einfaldlega æðislegt!

Allt innifalið!

Bahia Serena Þetta er afar gott og vel staðsett 4ra stjörnu íbúðahótel með stórum og fallegum sundlaugagarði, alveg við ströndina í Playa Serena. Allar íbúðirnar eru vel búnar ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Í íbúðunum er m.a. sjónvarp, eldhúskrókur, sími, loftkæling og öryggishólf og allar eru þær með svölum eða verönd. Í garðinum er stór stundlaug og barnalaug, sólbekkir og sólhlífar og á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur og hér er lítil heilsulind og líkamsræktaraðstaða og 18 holu golfvöllur er í göngufjarlægð frá hótelinu.Eitt af betri íbúðahótelum á svæðinu!

Frábært verðFrá kr. 89.600í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 109.400 á mann. 11. júní í 7 nætur

Frábært íbúðahótel!

Frábært verðFrá kr. 108.250 með öllu inniföldu í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 129.400.11. júní í 7 nætur.

Hotel Playacapricho Playacapricho er gott hótel rétt við ströndina í Playa Serena. Allt sameiginlegt svæði á hótelinu er fallega innréttað og móttakan einstaklega björt og falleg. Garðurinn er ákaflega fallega hannaður með hitabeltisívafi þar sem er ein stór aðal sundlaug, önnur minni barnalaug en einnig eru hér nuddpottar, sólbekkir og sólhlífar - allt til þess að gera dvöl þína sem þægilegasta. Herbergin eru rúmgóð í einföldum stíl en öll búin loftkælingu, sjónvarpi, baðherbergi með hárþurrku og svölum eða verönd. Örstutt á 18 holu golfvöll.Einstaklega glæsileg aðstaða!

Frábært verðFrá kr. 91.900 með hálfu fæði í 7 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð, m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 110.900 á mann með hálfu fæði. 11. júní í 7 nætur.

Glæsilegur garður!

Page 8: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

8

Hotel Los Patos ParkMeð stolti bjóðum við enn einn nýjan valkost á Costa del Sol. um er að ræða afar gott fjögurra stjörnu hótel með stórglæsilegum garði, sem verið er að taka í gegn og opnar að fullu nú í sumar. Þetta er nýtt og glæsilegt svæði, með fjórum sundlaugum og vatnsrennibrautagarði. Hótelið er staðsett í Benalmadena, í göngufæri við ströndina og einungis 1 km er að snekkjubátahöfninni Puerto Marina, sem þekkt er fyrir úrval veitingastaða, bara og sitt fjöruga næturlíf. Þá er einnig örstutt í 18 holu golfvöll ef einhvern langar að spreyta sig með kylfurnar. Herbergin eru rúmgóð með látlausu yfirbragði en öll búin loftkælingu, sjónvarpi, síma, mini-bar og baðherbergi. Á hótelinu er skemmtidagskrá í boði fyrir gesti og boðið er upp á „allt innifalið“ þjónustu.Láttu það eftir þér að dvelja hér!

Costa del Sol er tvímælalaust vinsælasti sólarstaður Íslendinga, enda

býður enginn annar áfangastaður á Spáni jafn glæsilegt úrval gististaða,

veitingastaða og skemmtunar. Héðan er örstutt að skreppa yfir til Afríku

og Gibraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast. Hér ertu í hjarta

fegursta hluta Spánar í seilingarfjarlægð frá Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez,

Ronda og Cadiz.

Heimsferðir bjóða frábært úrval vinsælla gististaða á Costa del Sol. Hér er frábær

aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt

loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og

skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir

ár verið valin hreinasta strönd Evrópu

og fyrir þá sem vilja upplifa menningu,

músík og fagra byggingarlist þá er

Andalúsía sá staður Spánar sem

hefur mest að bjóða, enda er hér að

finna sterkustu sérkenni spænskrar

menningar.

Frá 87.600 kr. í 10 nætur*

Costa del Sol

* Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnher-bergi á Aguamarina. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 104.300 á mann. 29. apríl í 10 nætur.

Allt sem hugurinn girnist!

Page 9: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

Co

sta

del

So

l

Hotel Griego MarVel staðsett hótel í torremolinos sem býður fjölbreytta þjónustu fyrir gesti Heimsferða. Hér dvelur hver og einn í hótelherbergi og nýtur „allt innifalið“ þjónustu sem felur í sér að morgun-, hádegis-, og kvöldverður ásamt drykkjum (innlendum) er innifalið meðan á dvöl stendur. Herbergin eru látlaus og öll með svölum og garðurinn góður og örstutt er í iðandi mannlíf torremolinos.Gott hótel!

Frábært verðFrá kr. 105.800 í 10 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefn-herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 124.600 á mann. 10. júní í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 118.900 allt innifalið í 10 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 142.500 á mann. 10. júní í 10 nætur.

Frábært verðFrá kr. 99.800 í 10 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 4 börn, 2-11 ára, í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 139.900 á mann. 10. júní í 10 nætur.

Allt innifalið!

Nýr valkostur!

Castle BeachAfar gott íbúðahótel í Fuengirola með stórum og rúmgóðum íbúðum. líflegur og fallegur garður með sundlaug, stórri barnalaug og leiksvæði fyrir börnin. Hér er einnig veitingastaður, kaffitería og bar og örstutt í stóra verslunarmiðstöð. Hótelið er staðsett fyrir ofan hraðbrautina í Fuengiorola en göngubraut liggur yfir hana til þess að komast niður á strönd.Mjög fjölskylduvænt!

Frábært fjölskylduhótel!

Maeva Stella PolarisHeimsferðum er mikil ánægja að bjóða þetta fallega íbúðahótel í fyrsta skipti nú í sumar. Það er staðsett rétt fyrir ofan Santa Clara hótelið sem svo margir Íslendingar þekkja. Í boði eru vel búnar stúdíóíbúðir eða íbúðir með einu svefnherbergi allar með svölum eða verönd. Mikið er lagt í allar innréttingar íbúðanna og tækjabúnaður í eldhúsi er til fyrirmyndar. Hér er stílhreinn og fallegur garður með sólbekkjum, sólhlífum, sundlaug og barnalaug. Mjög góður valkostur!

9

Page 10: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

10

Aparthotel BajondilloBajondillo býður stúdíóíbúðir eða íbúðir með einu svefnherbergi. Hótelið hefur verið eitt það allra vinsælasta hjá farþegum Heimsferða um árabil – ekki vegna íburðar heldur einfaldlega vegna frábærrar staðsetningar, alveg við ströndina. Íbúðirnar eru innréttaðar á einfaldan hátt og í garðinum er sundlaug, snarlbar og borðtennisborð og gengið beint úr garðinum og út á strandgötuna. Besta staðsetningin!

Fjöldi annarra gististaða í boði – www.heimsferdir.is

Hér er gott að vera!

AguamarinaAguamarina er eitt vinsælasta íbúðahótel Heimsferða og býður mjög góða sameiginlega aðstöðu sem hefur nýlega verið endurnýjuð og frábæra staðsetningu.Hér er að finna stúdíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum, innréttaðar á einfaldan en snyrtilegan máta. Frítt “WI-FI” internet aðgengi er um allt hótelið. Garðurinn er lítill en þægilegur með sundlaug og buslulaug fyrir börnin.Eitt vinsælasta hótelið!

Einfaldlega notalegt!

Hotel Roc Flamingo Roc Flamingo er gott og huggulegt hótel rétt við miðbæ torremolinos. Heimsferðir hafa boðið þetta hótel um nokkra ára skeið og þar hafa viðskiptavinir okkar kosið að dvelja aftur og aftur. Við hótelið er sundlaug, sundlaugabar og sólbaðsaðstaða. Á herbergjum, sem eru nokkuð einföld, er loftkæling, sími, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, baðherbergi og svalir eða verönd.Einfaldur en góður kostur!

Allt innifalið!

Page 11: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

11

TenerifeFrá 82.400 kr. í 9 nætur*

Heimsferðir bjóða nú til glæsilegra ævintýra á Kanaríeyjunni vinsælu

tenerife vikulega í allt sumar. tenerife býður frábærar aðstæður

fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta

afþreyingu og stórbrotna náttúru. Í boði er fjölbreytt úrval vinsælla gististaða

á vinsælustu svæðunum á einstökum kjörum.

Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta loftslagsins,

frábærs strandlífs og fjölbreyttrar afþreyingar að ógleymdum góða matnum

sem í boði er.

* Netverð á mann fyrir 2 fullorðna með 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. 13. maí í 9 nætur. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 96.400.

Playa Real Heimsferðir hófu sölu á Playa Real hótelinu nú í vetur og farþegar okkar hafa verið einstaklega ánægðir með dvöl sína þar. Þetta er afar gott fjögurra stjörnu hótel á Costa Adeje svæðinu með allri þeirri aðstöðu sem ferðamaður getur hugsað sér. Í garðinum eru þrjár sundlaugar og ein barnalaug, snarlbar og við sundlaugabakkana eru sólbekkir og sólhlífar. Á hótelinu er heilsulind og líkamsræktaraðstaða en einnig er skemmtidagskrá í boði og barnaklúbbur starfræktur á hótelinu. Hér dvelja allir í vel búnum mini-svítum sem allar eru með svölum eða verönd, sjónvarpi, lofkælingu og á baðherbergi er hárþurrka. Playa Real býður allt innifalið þjónustu meðan á dvöl stendur.Eitthvað fyrir alla fjölskylduna!

Frábært verðFrá kr. 109.900 allt innifalið í 9 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í minisuite. Netverð m.v. 2 fullorðna í minisuite kr. 139.900 á mann.13. maí í 9 nætur.

Allt innifalið!

Page 12: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

12

H10 ConquistadorGlæsilegt og vel staðsett hótel á amerísku ströndinni, alveg við ströndina. Frábær aðbúnaður og fjölbreytt þjónusta í boði. Garðurinn er mjög fallegur með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Í miðri sundlauginni er bar þar sem gott er að sitja og sóla sig. Á hótelinu eru nokkrir barir og veitingastaðir, innilaug og glæsileg heilsulind sem býður fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru notaleg, ekki mjög stór en vel búin, með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Ath. hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi. Nánari upplýsingar hjá sölufulltrúum okkar.

Frábært verðFrá kr. 121.800 með hálfu fæði í 9 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 135.900 á mann. 13. maí í 13 nætur

Parque Santiago – íbúðir Parque Santiago er ákaflega skemmtilegt og líflegt íbúðahótel með stórum og afar barnvænum garði með mikilli afþreyingu og þjónustu. Farþegar Heimsferða dvelja ýmist í byggingu III eða IV en Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega á hótelinu. Hótelið er staðsett á besta stað á Playa las Americas alveg við ströndina, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Hér eru studíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum í boði.Garðurinn er flaggskip hótelsins með endalausum möguleikum til afþreyingar fyrir fjölskylduna.

Frábært verðFrá kr. 82.400 í vikuNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 96.400 á mann. 13. maí í 9 nætur.

Villa Adeje Beach – íbúðahótelVel staðsett íbúðahótel á Costa Adeje svæðinu í einungis um 100 metra frá iðandi mannlífinu, búðum, börum og veitingastöðum. Þá eru um 500 metrar á torviscas ströndina við Costa Adeje. Hótelið var endurnýjað árið 2007. Allar íbúðir eru með eldhúsaðstöðu þar sem er ofn, plata með tveimur hellum og ísskápur. Þá er sjónvarp, sími, öryggishólf og svalir eða verönd í öllum íbúðum. Hér er bar, veitingastaður, sundlaugabar og lítið „diskótek“. Þá er líkams-ræktaraðstaða, gufubað, billiardborð og margt fleira í boði.

Allt innifalið!

Fjölbreytt þjónusta!

Besta staðsetningin!

Frábært verðFrá kr. 103.900 allt innifalið í 9 næturNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 129.700 á mann. 13. maí í 9 nætur

Page 13: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

Tene

rife

Adonis Resort Castalia / Los Brezosum er að ræða vel staðsett og rólegt íbúðahótel á Costa Adeje strandsvæðinu, skammt frá ströndinni og allri nauðsynlegri þjónustu. Hótelið er á tveimur hæðum og vert að taka fram að hér eru engar lyftur. Hótelið samanstendur í raun af tveimur byggingum og er garðurinn sameiginlegur með sundlaug, barnalaug, sundlaugarbar og veitingastað. Íbúðirnar eru ekki alveg nýlega uppgerðar, en snyrtilegar og nokkuð vel búnar svo ekki væsir um farþega okkar hér. Þá er er lögð áhersla á rólegt andrúmsloft í garðinum og á hótelinu, en þeir sem eru með allt innifalið þjónustu geta sótt skemmtidagskrá á Isla Bonita hótelinu hinu megin við götuna.

Tenerife Sur & Cristian Sur Góð íbúðahótel sem eru vel staðsett í hinum ljúfa bæ, los Cristianos. Á tenerife Sur bjóðast stúdíó íbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi en á Christian Sur eru stærri íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Hér er öll aðstaða úti fyrir mjög góð fyrir fjölskyldufólk. Hótelið er þó ekki besti kosturinn fyrir þá sem eiga erfitt með gang. Einfaldur kostur, en með góðri aðstöðu í sundlaugagarðinum.Þá er fiskimannaþorpið los Cristianos aðdráttarafl í sjálfu sér og ljúft andrúmsloft ríkir yfir öllu svæðinu.

Hotel JacarandaHotel Jacaranda er á mjög góðum stað á Costa Adeje, aðeins um 500 metra frá Fanabé ströndinni. Hér eru tveir glæsilegir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og fjölda sundlauga. Fallegur foss tvinnar saman efra og neðra sundlaugarvæðið. Á fossbrúninni er fallegur sundlaugarbar. Skemmtidagskrá og dans á hverju kvöldi. Nóg er einnig við að vera fyrir börnin; barnaklúbbur og diskótek, úti- og innileiksvæði auk þriggja barnasundlauga. Herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma minibar (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd og þau rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn.

Hálft fæði eða allt innifalið!

Nýr valkostur!

Í Los Cristianos!

Fjöldi annarra gististaða í boði – www.heimsferdir.is

13

Page 14: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

14

Heimsferðir bjóða beint flug til Alicante í sumar eins og s.l. 18 ár.

Alicantesvæðið er eitt vinsælasta orlofssvæði Íslendinga á erlendri

grundu. Mikill fjöldi fólks á hér orlofshús og leggur leið sína hingað mjög

reglulega. um klukkustundarakstur er frá Alicante til Benidorm sem hefur verið einn

vinsælasti áfangastaður Íslendinga í yfir 30 ár, enda er hér að finna eitt öruggasta

veðurfar í Evrópu, sól og blíða í yfir 300 daga ár ári. Hingað sækja margir ár eftir

ár til að njóta sumarleyfisins og sagt er að hvergi á Spáni sé ódýrara að njóta hins

besta í sumarleyfinu en einmitt hér. Yndislegt er að rölta eftir strandgötunni eða

um þröngar götur gamla bæjarins, fara í tapas eða rauðvínssmökkun eða skoða

einhverjar af þeim fjölmörgu verslunum sem þar eru. Á Benidorm er fjöldi frábærra

veitingastaða, bæði í gamla

bænum og við strandgötuna.

Gamli bærinn hefur mikið

aðdráttarafl. Síðdegis fyllast

göturnar þar af fólki sem

kemur til að sýna sig og sjá

aðra.

Frá 79.900 kr. í 7 nætur*

Benidorm

* Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Buena Vista með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 95.900 á mann. 30. apríl í 8 nætur.

Flash HotelFlash Hotel er nýtt hótel í hjarta Benidorm, levante megin á svæðinu. Herbergin eru vel búin og innréttuð á nútímalegan og einstaklega smekklegan máta, allt til þess að þér líði sem best í fríinu þínu. Garðurinn er ekki stór en fallega hannaður með sundlaug og sundlaugabar. Hér er einnig líkamsræktaraðstaða, með nýjum tækjum, gufubaði og nuddstofu. Á hótelinu er fullt fæði innifalið og veitingastaðurinn er fallega hannaður með fjölbreyttu úrvali. Fullt fæði felur í sér morgun- og kvöldverð án drykkja, meðan á dvöl stendur.Hér er einnig snarlbar með úrvali af léttum réttum og drykkjum sem má versla aukalega. Af annarri þjónustu má nefna diskótek, þráðlaust internetaðgengi í almennu rými (gegn aukagjaldi) og mini bar á herbergjum.Frábær nýr valkostur - engöngu fyrir fullorðna!

Frábært verðFrá kr. 123.900 með fullu fæðiNetverð m.v. 2 fullorðna í herbergi. 30. apríl í 8 nætur.

Líf og fjör!

Page 15: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

15

Ben

ido

rm

Alicanteflugsæti til

Vinsældir Alicante svæðisins hafa vaxið ár frá ári enda fara

ferðamenn þangað aftur og aftur til að njóta alls þess sem það

hefur að bjóða. Heimsferðir bjóða flugsæti til Alicante frá mars

og fram í október.

Nánar á www.heimsferdir.is

Frá 19.900 kr.aðra leið með sköttum

Fjöldi annarra gististaða í boði – www.heimsferdir.is

Viña del Mar

Vina del Mar er eitt best staðsetta hótelið á Benidorm, alveg við „laugaveginn“ og líflega levante ströndina. Hótelið býður notalegar og rúmgóðar íbúðir sem rúma allt að tvo fullorðna og fjögur börn. Garðurinn er lítill með sundlaug og sólbekkjum en örstutt er á ströndina, sem er hinu megin við aðalgötuna. Einfaldlega notalegt og heimilslegt íbúðahótel en laust við allan íburð – hótel sem Heimsferðafarþegar hafa valið aftur og aftur.

Hotel MediterraneoFrábært hótel, sem er vel staðsett og býður einn besta aðbúnað meðan dvalið er á Benidorm. Herbergin eru mjög vel búin, öll með sjónvarpi, síma, loftkælingu, minibar og svölum eða verönd. Hér er glæsilegur veitingastaður og bar á jarðhæðinni og stór og fallegur garður með sundlaug og barnalaug, að auki er hér líkamsrækt, sauna, heitir pottar og góð sameiginleg tómstundaaðstaða. Þetta er hótel sem leggur mikið upp úr fjölbreyttri þjónustu!

Frábært verðFrá kr. 113.400 allt innifaliðNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 143.100 á mann. 30. apríl í 8 nætur.

Frábært verðFrá kr. 87.500í vikuNetverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 4 börn, 2-11 ára, í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð með einu svefnherbergi kr. 110.800 á mann. 25. júní í viku.

Glæsilegt hótel!

Frábær staðsetning!

Page 16: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

16

Heimsferðir bjóða nú beint flug til Búdapest, einnar eftirsóttustu

borgar Evrópu, tíunda árið í röð. Vorin og haustin eru vinsælasti

tíminn til að heimsækja borgina en þá iðar hún af lífi auk þess sem

menningarlífið er með fjörugasta móti. Búdapest stendur á einstökum stað við

Dóná sem skiptir henni í tvennt: annarsvegar er Búda, eldri hluti borgarinnar,

sem stendur í hlíð vestan árinnar og hinsvegar Pest.

Frá 94.700 kr.

Búdapest

Frábært verðFrá aðeins

94.700 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur. Hotel Mercure Metropol, 24. október í 4 nætur.

Í VOR OG HAuSt

Hotel AstoriaMercure City CenterMercure KoronaMercure MetropolNovotel Centrum

Fjöldi annarra gististaða í boði. Nánar á www.heimsferdir.is

Hótel í Búdapest

25. apríl – uppselt1. maí – örfá sæti

3.-7. október24.-28. október

Spennandi kynnisferðir• Borgarferð• Sigling um Dóná• Ævintrýri í Szentendre

Nánar á www.heimsferdir.is

Njóttu lífsins!

Page 17: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

PragPrag er ótvírætt ein fegursta borg Evrópu. Stórkostlegar byggingar

og listaverk bera vott um ríkidæmi og völd, baráttu, hugsjónir og

listsköpun allt fram til þessa dags. Hradcanykastalinn og Vitusarkirkjan

sem gnæfa yfir borgina, iðandi Karlsbrúin, gamli bærinn með Staromestske-

torginu, þröngar göturnar og Wenceslas-torgið; allt eru þetta ógleymanlegir

staðir. Ekkert jafnast á við að rölta um götur Prag og drekka í sig mannlífið

og söguna. Í Prag er endalaust úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa og í

borginni er einnig frábært að versla. Heimsferðir bjóða fjölbreytta gistingu auk

spennandi kynnisferða með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina.

Frá 84.700 kr.

17

Í VOR OG HAuSt

Century Old Town PraguePark InnHotel AdriaJurys Inn Hotel Ibis Wenceslas square

Fjöldi annarra gististaða í boði. Nánar á www.heimsferdir.is

Hótel í Prag

Frábært verðFrá aðeins

84.700 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Ilf, 25. apríl í 4 nætur.

25.-29. apríl1.-5. maí

26.-30. sept.10.-14.okt.

Spennandi kynnisferðir• Gamli bærinn• Kastalahverfið• Ævintýri Karlovy Vary

Nánar á www.heimsferdir.is

Fullkomið helgarfrí!

Page 18: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

18

ÍBarcelona er auðvelt að njóta sín enda iðar þessi einstaka borg af lífi, hvort

sem er um hábjartan daginn eða um miðjar nætur. Borgin bókstaflega býður

upp á allt sem hugurinn girnist en Barcelona er stórkostleg menningarborg

þar sem ber hæst að nefna listasöfn Miró og Picasso. Þá fanga byggingar

borgarinnar athygli manns á hverju götuhorni og gamli hluti borgarinnar, Barrio

Gotico, þar sem fyrstu byggingarnar risu á 13. öld, er einstakur. Römbluna þekkja

allir með sínu lífi og fjöri en alls konar veitingastaðir, kaffihús og barir liggja eftir

henni endilangri. Ekki má heldur gleyma ströndinni og ólympíuþorpinu sem hafa

líka sitt aðdráttarafl. Þá er matur og drykkur hér í hæsta gæðaflokki og tapas

menningin er einstök. um alla borg er að finna verslanir og verslunarmiðstöðvar

sem gerir borgina að einstakri verslunarborg.

Frá 104.900 kr.Barcelona

Frábært verðFrá aðeins

104.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði.Hotel Catalonia Atenas, 1. maí í 4 nætur.

Spennandi kynnisferðir• Borgarferð• Montserrat - fjallið & klaustrið

Nánar á www.heimsferdir.is

1.- 5. maí 1.-5. nóvemberBorgin sem aldrei sefur!

Hótel í BarcelonaHotel Pere IVHotel Catalonia AtenasHotel Abba BalmoralHCC MoritzHotel AtlantisH10 Casanova

Fjöldi annarra gististaða í boði. Nánar á www.heimsferdir.is

Page 19: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

19

Madrid

Sevilla Í VOR

Madrid er einhver allra skemmtilegasta borg Spánar og þangað

verður maður að koma að minnsta kosti einu sinni um ævina.

Borgin hreinlega iðar af skemmtilegu mannlífi og um allt eru lífleg

torg og hverfi þar sem ljúft er að skjóta sér inn í tapas og drykk. Næturlíf

þessarar höfuðborgar Spánar er löngum þekkt og hver þekkir ekki fótboltaliðið

þeirra sem er eitt það besta í heimi. Menningin blómstrar og verslanir eru hér

á hverju strái svo það er ekki ofsögum sagt að hingað verður þú að koma!

Frá 99.800 kr.

Frá 98.100 kr.

Frábært verðFrá aðeins

99.800 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði.Hotel Mayorazgo, 10. okt. í 3 nætur.

10.-13. október

25.-29. apríl

Einfaldlega meiriháttar!

Heimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð til Sevilla, höfuðborgar

hins rómaða Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur

borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. dómkirkjunni

með Giraldaturninum, þeirri þriðju stærstu í heimi. Í miborginni og hinum

eldri hlutum borgarinnar er einstök stemmning, þröngar götur, veitinga- og

kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni.

Vorið klæðir Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur

til að bera. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð.

Frábært verð98.100 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði.Hotel Catalonia Giralda í 4 nætur.

Page 20: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

20

Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu

leiguflugi í maí, október og nóvember. Nú getur þú kynnst þessari

einstöku borg, sem á ekki sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og

upplifað árþúsundamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum.

Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum,

Forum Romanum og Pantheon hofið. Skoðaðar verða hallir og meistaraverk

endurreisnartímans, barokk-kirkjur og stórkostleg meistaraverk þeirra Rafaels

og Michelangelos. Við skoðum torgin í Róm, sérstaklega litríkt mannlífið á

Piazza Novona og við hinn fræga trevi brunn. Eyðum kvöldstund í gömlu

miðborginni trastevere og borðum gómsætan ítalskan kvöldverð. Eða

einfaldlega röltum um þessa stórkostlegu borg, drekkum í okkur mannlífið,

njótum veitinga- og skemmtistaða og upplifum hvers vegna allar leiðir liggja

til Rómar.

Frá 124.900 kr.Róm

Spennandi kynnisferðir• Sögustaðir Rómarborgar • Pompei og Vesuvíus • Vatikansafnið og Péturskirkjan

Nánar á www.heimsferdir.is

Frábært verðFrá aðeins

124.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði.Hotel Galles, 1. maí í 4 nætur

Hotel Londra and Cargil Hotel Vittorio Veneto Hotel Imperiale Hotel TorinoFjöldi annarra gististaða í boði. Nánar á www.heimsferdir.is

Hótel í Róm

1.-5. maí10.-14. október 1.-5. nóvember

Borgin eilífa!

Page 21: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

21

SikileyHeimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar í byrjun október á

yndislegum tíma. Hitastigið er notalegt og hentar bæði til sólbaða

og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessa stórbrotnu eyju.

Flogið er til Palermo og dvalið skammt frá strandbænum Cefalu í 3 nætur,

þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á ferðamannastaðnum Giardino

Naxos í 4 nætur. Flogið til Íslands frá Catania flugvelli á austurströndinni.

Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.

Sikiley kemur á óvart með áhugaverðri blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn

óska sér. Samfelld 2700 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar

fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og

blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley.

Frá 179.900 kr.*

Spennandi kynnisferðir• Hálfsdagsferð til Cefalu• Dagsferð til Palermo og Monreale• Dagsferð að eldfjallinu Etnu og Taormina bænum• Dagsferð til Siracusa og Noto• Dagsferð / sigling til eyjanna Lipari og Vulcano Nánar á www.heimsferdir.is

3.-10. október

Gistimöguleikar3.-6. október Hotel Fiesta Garden Beach

6.-10. október Hotel Naxos Beach / smáhýsiInnifalið: hálft fæði og drykkir með kvöldverði. * 3.- 6. október Hotel Acacia resort

6.-10. október Hotel Main PalaceInnifalið: hálft fæði.

Einstök menning!

Page 22: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

22

Falleg þykir hún höfuðborg Slóvakíu sem áður tilheyrði gömlu

tékkóslóvakíu áður. Þessi borg hefur allt sem hugurinn girnist,

menningu, verslun, iðandi mannlíf og stórkostlegar byggingar á hverju

götuhorni. Í borginni er miðstöð viðskipta, stjórnmála og menningar í landinu.

En menning Slóvakíu hefur löngum verið í skugga hinnar tékknesku, þó að

hún hafi auðvitað lifað sjálfstæðu lífi. Slóvakar eru stoltir af arfleifð sinni og

viðmót þeirra er líflegt og brosmilt. Þetta er borg sem lætur engan ósnortinn!

Frá 94.800 kr.

Bratislava & Vín

Frábært verðBratislava frá aðeins

94.800 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði.Hotel Color, 17. október í 4 nætur.

Vín frá aðeins

99.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði.Hotel Airo tower, 17. október í 4 nætur.

Í vor og haust! 8.-12. maí – uppselt17.-21. október

Hotel Color Hotel Bratislava Hotel Sheraton Hotel Mercure Hotel Park Inn

Nánar á www.heimsferdir.is

Hótel í Bratislava

Spennandi kynnisferðir• Bæjarferð• Sigling um Dóná• Vínarborg

Nánar á www.heimsferdir.is

Page 23: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

23

Bratislava & Vín LjubljanaHeimsferðir bjóða frábærar fjögurra nátta helgarferðir til ljubljana,

höfuðborgar Slóveníu, einnar af leyndu perlum Evrópu sem allt

of fáir þekkja. Á hæð ofan við borgina gnæfir ljubljana kastali og

áin ljubljanica liðast um borgina. Það er einstakt að rölta meðfram ánni og

fylgjast með iðandi mannlífinu. Miðbærinn er fullur af kaffi- og veitingahúsum

og skemmti-stöðum. Margar verslanir eru í borginni, bæði risastór

verslunarmiðstöð, sérverslanir af öllu tagi og skemmtilegur miðbæjarmarkaður.

Hotel LevHotel Best Western SlonHotel ParkHotel CityHotel Union

Nánar á www.heimsferdir.is

Hótel í ljubljana

Frá 79.900 kr.

Spennandi kynnisferðir• Ljubljana - bæjarferð• Fjallaperlan Bled• Postojna – hellarnir

Nánar á www.heimsferdir.is

Frábært verðFrá aðeins

99.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði.Hotel Park, 17. október í 4 nætur.

Frá aðeins

79.900 Flugsæti, báðar leiðir, með sköttum, í beinu flugi

1.-5. maí – uppselt3.-9. júlí

17.-21. október

Hin leynda Perla!

Einnig í boði 6 nátta ferð í sumar

Page 24: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

Ferð

ir f

yrir

eld

ri b

org

ara

Frábært verð189.900 á mann í tvíbýli með hálfu fæði 8. maí í 20 nætur.

Verð fyrir einbýli aukalega kr. 80.500.

Aukagjald fyrir allt innifalið kr. 35.000.

Frábært verðKr. 157.400 á mann í tvíbýli Verð í einbýli kr. 192.100

Benidorm

Costa del Sol

– vorferð fyrir eldri borgara

– vorferð fyrir eldri borgara

8.-28. maíFararstjóri: Birgitte Bengtson

Heimsferðir gerir eldri borgurum frábært tilboð í ferð til Benidorm í vor. Einstakt sértilboð með gistingu á Hotel Melia. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd fararstjóra Heimsferða.

9.-29. maí Heimsferðir gerir eldri borgurum frábært tilboð í 20 nátta ferð til Costa del Sol 9.-29. maí. Einstakt sértilboð með gistingu á Roq Flamingo. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd reyndra fararstjóra Heimsferða.

Frá kr. 189.900með hálfu fæði

Frá kr. 157.400með öllu inniföldu

24

Page 25: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

25

Nánari upplýsingar á www.heimsferdir.is og hjá Herði H. Arnarsyni í

síma 618 4300 og á [email protected]

Frábært verðCosta Ballenameð hálfu fæðiKr. 139.900Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur frá 25.-29. apríl.

Innifalið: ótakmarkað golf í 4 daga og traust fararstjórn.

FRáBÆR GOLFSVÆðI

– traust fararstjórn

Í VOR

Costa Ballena I noVo sanCti Petri I arCos Gardens I MonteCastillo HaCienda del alaMo

Golfveisla

22. mars - 1. apríl – 10 nætur - páskaferð - 4 sæti01. - 08. apríl – 7 nætur - laus sæti08. - 15. apríl – 7 nætur - örfá sæti15. - 25. apríl – 10 nætur - Uppselt25. - 29. apríl – 4 nætur - laus sæti 29. - 09. maí – 10 nætur - örfá sæti

Page 26: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

26

GönguferðirSé

rferð

irÍtalía – Cinque terre 25. maí - 1. júní – uppselt 1.-8. júní – 4 sæti laus

26. ágúst - 2. sept. – 4 sæti laus 2.-10. september – 8 nátta ferð - aukaferð

Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Cinque terre heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Þarna kúra fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum litlum fiskibátum og þröngum strætum með afar sérstakri stemningu. Á millli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpinu og farið þaðan í dagsgöngur. Gengið er í um 4–6 tíma á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungs-erfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.

Gönguferðir á tenerife3.-11. apríl / 8 dagar 11.-18. sept. / 7 dagar

Fararstjóri: Trausti Hafsteinsson

tenerife – oft nefnd „Paradísareyjan“ er stærst af þeim sjö eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, la Gomera og la Palma. Eyjan nýtur sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld. Á tenerife er jafnt veðurfar allan ársins hring og er eyjan afar vinsæll áfangastaður fyrir vandláta ferðamenn. Eyjan er 2.034 km2 að flatarmáli, eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með fjallinu teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð. Dvalið verður í 5 nætur á góðu þriggja stjörnu hóteli í Puerto del la Cruz á noðurströnd tenerife. Daglega er haldið í göngur um fjölbreytt landsvæðið. Á sjötta degi er ekið til suðurhluta eyjunnar og dvalið þar til loka ferðar. Þaðan er farið í dagsferð til nágrannaeyjunnar la Gomera þar sem gengið er um í regnskógi Garajonay-þjóðgarðsins. Gönguferðir á tenerife er sannarlega spennandi valkostur þar sem landslagið er margbrotið og útsýnið frábært.

Netverð:kr. 219.700 á mann í tvíbýli / júniferðkr. 259.900 á mann í einbýli / júniferð

kr. 225.500 á mann í tvíbýli / ágústferðkr. 266.600 á mann í einbýli / ágústferð

kr. 248.900 á mann i tvíbýli / septemberferðkr. 295.900 á mann í einbýli / septemberferð

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli með morgunverðar-hlaðborði. Fjórir kvöldverðir. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið: Bátsferðir, valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu

lágmarksþátttaka 15 manns. Hámarksfjöldi 20 manns.

Netverð:kr. 189.900 á mann í tvíbýli / aprílferð kr. 223.900 á mann í einbýli / aprílferð

Netverð:kr. 185.700 á mann í tvíbýli / septemberferð kr. 219.500 á mann í einbýli / septemberferð

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli með hálfu fæði. Akstur til og frá flugvelli, gönguferðir samkvæmt dagskrá. Dagsferð til la Gomera ásamt hádegisverði og íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu.

lágmarksþátttaka 15 manns. Hámarksfjöldi 20 manns.

Heimsferðum er það mikil

ánægja að kynna glæsilegar

sérferðir sem verða í boði

vor, sumar og haust 2013. Í boði

eru spennandi ferðir til staða sem

notið hafa mikillar hylli auk fjölda

ferða um nýjar og framandi slóðir.

Heimsferðir hafa á að skipa einvala

hópi sérfræðinga og fararstjóra með

áratuga reynslu af skipulagningu og

framkvæmd sérferða um allan heim.

Það er einlæg von okkar að þú finnir

ferð við þitt hæfi og við óskum þér og

þínum góðrar ferðar hvert sem leiðin

liggur á árinu 2013. Við kappkostum

að gera þína ferð sem ánægjulegasta.

Page 27: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

27 27

Írland – göngu- og skemmtiferð 3-10. ágúst Skemmtileg sjö daga göngu- og skemmtiferð fyrir gönguhópa stóra sem smáa. Gengið er um hið fagra Wicklowhérað í suðaustur hluta Írlands. Flogið er til Dublin með millilendingu í london. Sean Byrne, hinn írski fararstjóri ferðarinnar, hittir ferðalangana á flugvellinum í Dublin og ekur hópnum á áfangastað. Dvalið í lough Dan House, sem er fallegt gistihús sem stendur hátt í hlíðum Wicklow fjalla með einstöku útsýni yfir fjöllin og vötnin í kring. Dvalið þar í 7 nætur. Sean sér til þess að farþegar njóti dvalarinnar og fer með hópnum í daglegar gönguferðir um nærliggjandi

fjöll og dali. Þá verða sögufrægir staðir eins og Powerscourt og Glendalough heimsóttir en margir telja þessa staði með fegurstu stöðum Írlands. Í þessari vikuferð eru 4 dagar þar sem farþegar þræða fjöll og dali undir leiðsögn fararstjórans sem kryddar göngurnar með tilheyrandi sögum og sögusögnum svæðisins. Göngurnar eru um 7-15 km á dag. Þá er tveimur dögum varið í skemmtilegar kynnisferðir til miðaldarborgarinnar Kilkenny og höfuðborgarinnar Dublin sem er einstaklega skemmtileg heim að sækja. tilvalið tækifæri að eyða verslunarmannahelginni í faðmi Wicklow fjallanna í góðra vina hópi.

Netverð:kr. 219.900 á mann í tvíbýli kr. 259.900 á mann í einbýli

Innifalið: Flug, skattar, gisting á fyrsta flokks gistihúsi með fullu fæði. Akstur til og frá flugvelli, gönguferðir samkvæmt dagskrá. Írskur fararstjóri Sean Byrne.

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu.

lágmarksþátttaka 10 manns. Hámarksfjöldi 15 manns.

Sérf

erð

irBled – einstök náttúruparadís3.-9. júlí Náttúran við Bled vatnið er ægifögur og lætur engan ósnortinn. Staðurinn er sem klipptur út úr póstkorti þar sem Bled vatnið skartar fallegri eyju með kirkju út í miðju vatninu og allt í kring tróna hinir mikilfenglegu júlíönsku alpar og setja sterkan svip sinn á landslagið. Dvalið verður á góðu 4* hóteli í miðbæ Bled. Enskumælandi fararstjóri tekur á móti hópnum á flugvellinum í ljubljana og ekur með hópnum til Bled. Hann fer síðan með hópnum í valdar gönguferðir um fjöll og dali þessara stórkostlegu náttúruparadísar. Þá verður farið í skemmtilega dagsferð á hjólum. Á fjórða degi er haldið til höfuðborgarinnar ljubljana þar sem farþegar skoða sig um og njóta lífsins.

Netverð:kr. 199.700 á mann í tvíbýli kr. 221.800 á mann í einbýli

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli með hálfu fæði í 6 nætur. Akstur til og frá flugvelli. Göngu- hjóla- og kynnisferðir samkvæmt ferðalýsingu. Hádegisverður 4., 5. og 6. júli. Hjólaleiga í einn dag. Enskumælandi fararstjóri.

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu. Reiðhjólahjálmur er ekki innifalinn í verði – en nauðsynlegt að hafa með í för.

lágmarksþátttaka 12 manns. Hámarksfjöldi 20 manns.

sikiley – ævintýraleg gönguferð3.-10. október Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Vikulöng gönguferð til Vindeyja – le Isole Eolie – hins ævintýralega eldfjallaeyjaklasa norður af Sikiley. Í ferðinni verður farið í valdar dagsgöngur eftir ægifögrum göngustígum á milli litskrúðugra þorpa, gróðursælla unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnanlegu útsýni yfir nokkrar af rómuðustu náttúruperlum Suður-Ítalíu. Meðal annars verður gengið á eldfjöllin á eyjunum Vulcano og Stromboli, þar sem látlaus eldvirknin hefur réttilega fært þeim viðurnefnið „Viti Miðjarðarhafsins“. Í ferðinni

kynnumst við einstakri menningu Sikileyinga er rekja má allt aftur til forsögulegs tíma, í gegnum hámenningu fornaldarinnar hjá Grikkjum og Rómverjum, til yfirtöku Mára, Normanna og Spánverja á seinni öldum. Við kynnumst ómótstæðilegu mannlífi og ósnortinni náttúru, þar sem tækifæri gefst til að njóta sérstakrar matarmenningar og gestrisni. Vindeyjar eru á lista Sameinuðu þjóðanna yfir náttúruvættir og eru rómaðar fyrir fegurð sína og einangrun, en þær draga nafn sitt af guði vindanna, Èolo, er kaus að gera þær að heimkynnum sínum.

Netverð: kr. 223.600 á mann í tvíbýlikr. 249.300 á mann í einbýli

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hótelum með hálfu fæði. Akstur til og frá flugvelli, gönguferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Bátsferðir á milli eyjanna. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 15 manns.

Ekki innifalið: Valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu.

lágmarksþátttaka 15 manns. Hámarksfjöldi 20 manns.

NÝTT

NÝTT

NÝTT

Page 28: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

28

Madeira 2.-12. apríl Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Það er mikið af fallegum skrúðgörðum á eyjunni með aragrúa fagurra blómategunda sem fátítt er að sjá annars staðar. Höfuðborg Funchal hefur margt að bjóða ferðamanninum eins og þröngar krókóttar götur, vinaleg veitinga- og kaffihús og við höfnina vagga skip af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Þegar út fyrir borgina er komið taka við litlir „syfjulegir“ bæir og vinaleg sjávarþorp sem gaman er að heimsækja. Íbúar eyjunnar eru heimsþekktir fyrir vínframleiðslu sína en blómarækt, dúkasaumur og körfugerð leikur einnig í höndum þeirra. Hægt er að velja um dvöl á góðu 4* hóteli skammt fyrir utan höfuðborgina ásamt fimm kynnisferðum sem eru innifaldar í verði. Einnig er hægt að velja sér einfaldari kost, það er gistingu á 3*+ hótel skammt frá höfuðborginni þar sem morgunverður er innifalinn í verði.

Netverð:kr. 249.900 á mann í tvíbýli / Hotel Madeira Regency Palacekr. 289.900 á mann í einbýli / Hotel Madeira Regency Palace

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli með hálfu fæði í 10 nætur, 5 kynnisferðir, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Sértilboð: Netverð kr. 179.900 á mann í tvíbýli / Hotel Four Views Monumental kr. 217.700 á mann í einbýli / Hotel Four Views Monumental

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3*+ hóteli með morgunverð í 10 nætur, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Aðgangseyrir á söfn, siglingar, tónleika og aðrar kynnisferðir.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Kúba 24. apríl - 7. maí Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla Havana er ein fegursta borg frá nýlendutímanum lífsgleði eyjarskeggja er einstök og viðmót fólksins heillandi. tónlistin ómar úr hverju horni í Havana. Þessi þokkafulla og heillandi blanda af rúmbu, mambo, latínu-jazz og salsa kemur manni alltaf í gott skap. Í þessari 13 nátta sérferð til Kúbu er flogið með Icelandair til london. Þaðan er ekið til Brighton á suðurströnd Englands og dvalið þar í 1 nótt. Þann 24. apríl er flogið til Havana á Kúbu með Virgin Atlantic flugfélaginu. Dvalið í Havana í 6 nætur á góðu hóteli í miðborginni. Kynnisferð um Havana og dagsferð um Vinalesdalinn er innifalið í verði. Í lok ferðar er lífsins notið í 5 nætur á drifhvítri ströndinni á Varadero á góðu hóteli með öllu inniföldu.

Netverð: kr. 355.900 á mann í tvíbýli. kr. 394.800 á mann í einbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting í 1 nótt í Brighton / morgunverður, 6 nætur í Havana / morgunverður og 5 nætur í Varadero / allt innifalið. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. tvær kynnisferðir í Havana Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns

Ekki innifalið: Ferðamannaáritun til Kúbu 4.900 kr. á mann og brottfararskattur á Kúbu.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Á Biblíuslóðum í landinu helga 20. mars - 3. apríl Fararstjóri: Borgþór Kjærnested

Í þessari ferð kynnast farþegar borgunum Jerúsalem, Betlehem og Nasaret í fylgd fararstjóra sem þekkir þessar merku borgir afar vel af eigin raun. Hann hefur ferðast um þetta landsvæði frá árinu 2003 og farið með nokkra hópa Íslendinga á þessar slóðir einu sinni til tvisvar á ári. Ferðin hefst á flugi til Kaupmannahafnar. Þar verður gist í eina nótt. Þá er flogið til tel Aviv og ekið þaðan til Jerúsalem. Dvalið í Jerúsalem fyrstu 6 næturnar, síðan tiberias við Galíleuvatnið í 2 nætur og í lok ferðar er dvalið í Jerúsalem í 4 nætur. Ógleymanlegar og fræðandi kynnisferðir um kunnar söguslóðir Biblíunnar. Allar kynnisfeðir eru innifaldar í verði. Á heimleið er dvalið í eina nótt á Kastrupflugvelli áður en haldið er til Íslands þann 3. apríl.

NÝTT

Netverð:kr. 453.900 á mann í tvíbýli kr. 546.600 á mann í einbýli

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli á Kastrupflugvelli. Gisting, hálft fæði og kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun í Ísrael. Íslensk fararstjórn miðað við 15 manns.

Ekki innifalið: Akstur til / frá hóteli á Kastrup flugvelli. Hádegisverðir. Aðgangseyrir á önnur söfn en tilgreind eru í ferðalýsingu, siglingar, tónleikar og aðrar kynnisferðir. Klafurinn til Masada virkisins.

Allar nánari upplýsingar um ferðina veitir Borgþór S. Kjærnested, farsími: 898 0359

lágmarksþátttaka 15 manns.

Page 29: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

29

sumar við Gardavatnið 10.-17. júní Fararstjóri: una Sigurðardóttir Gardavatn er stærsta stöðuvatn Ítalíu. Það liggur í skjóli Alpanna í norðri, í suðri tekur Pósléttan við og staðurinn er margrómaður fyrir náttúrufegurð og fjölbreytni. Fjöll og hamraveggir, vínviður, ólífutré og annar fjölbreyttur gróður, litlar bryggjur, baðstrendur og rómantískir göngustígar meðfram vatninu, ásamt smábæjum með gömlum miðbæjarkjörnum iðandi af mannlífi. Þetta ásamt angan af góðum mat og drykk er það sem einkennir lífið við Gardavatn. Dvalið verður í bænum Malcesine á norðausturströnd vatnsins. Gisting í 7 nætur á góðu 4* hóteli skammt frá miðbænum. Boðið verður upp á siglingar um Gardavatn og kynnisferðir til Veróna og Feneyja. Það verður enginn ósnortinn af fegurð vatnsins, smábæjanna með litlum bæjarkjörnum, smáhöfnum og rómantískum gönguleiðum meðfram vatninu, af gróðri, landslagi, stórbrotnum vegamannvirkjum og fagurri fjallasýn til Alpanna. Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð.

Portoroz og ljubljana3.-9. júlí Slóvenía heillar alla sem þangað koma. landið hefur upp á allt að bjóða, fjöll, skóga, græn engi, stöðuvötn, sjó, strendur, heilsulindir, einstök náttúrufyrirbæri og margt fleira. Portoroz er þekktasti og vinsælasti baðstrandarbær landsins. Hann liggur í skjóli skógivaxinna hlíða við blátt Adríahafið og þar snýst flest um ferðaþjónustu og heilsurækt og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Ströndin er blanda af steinvölu-, sand- og tilbúinni strönd og á strandgötunni er fjöldi veitingastaða og bara þar sem ljúf danstónlist hljómar víða fram eftir kvöldi. Val um dvöl á 4* eða 5* hóteli við ströndina í Portoroz í 4 nætur. Spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur, m.a. sigling til smábæjarins Piran, og dagsferð til Feneyja. Þá er dvalið í 2 nætur í höfuðborginni ljubljana og notið þess að skoða þá dásamlegu borg. Val um gistingu á 3* eða 4* hótel í ljubljana.

Netverð: 5* / 4 * hótel kr. 179.900 á mann í tvíbýli. kr. 207.600 á mann í einbýli

Netverð: 4*/ 3* hótel kr. 169.900 á mann í tvíbýli.kr. 197.100 á mann í einbýli

Innifalið: Flug, skattar, gisting í Portoroz í 4 nætur / hálft fæði innifalið. Gisting í 2 nætur í ljubljana / morgunverður innifalinn. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Bátsferðir, kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum og annað sem ekki er tilgreint að ofan.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Sérf

erð

irBúdapest og Balatonvatn18.-27. maí Fararstjóri: Judit Rán Esztergál Skemmtileg 10 daga sérferð til ungverjalands þar sem dvalið verður í Budapest í fjórar nætur í upphafi ferðar og síðan í fimm nætur við hið undurfagra Balatonvatn. Spennandi og áhugaverðar kynnisferðir verða á báðum stöðum undir öruggri leiðsögn Judit Rán. Flogið er til Budapest með millilendingu í london. Dvalið í 4 nætur á góðu hóteli í miðborg Búdapest. Í borginni eru margar stórfenglegar byggingar, listaverk og sögulegar minjar. Á fimmta degi er ekið í suðurátt að Balatonvatninu. Mikil náttúruperla þar sem einstök veðurblíða og fagurt umhverfi gerir hana að sannkölluðum sælureit og afar vinsælum sumarleyfisstað. Dvalið verður í bænum Balatonfüred sem er með stærri bæjum við vatnið. Auk þess að vera afar vinsæll sumarleyfisstaður, er bærinn þekktur fyrir heilsulindir sínar. Í lok ferðar er flogið frá Búdapest til Kaupmannahafnar og þaðan seinni hluta dags með Icelandair til Keflavíkur.

Netverð:kr. 189.900 á mann í tvíbýli. kr. 219.200 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting í 4 nætur á 4* hóteli í Budapest m/morgunverð. Fimm nætur á 3* hóteli í Balatonfüred með hálfu fæði, Akstur til og frá flugveli og milli áfangastaða. Kynnisferðir: 19., 20., 21., 22., 23., 24., 25, 26. maí. Fararstjórn Judit Rán Esztergál miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Hádegisverðir, drykkir, aðgangseyrir á söfn, tónleika og aðrar kynnisferðir en þær sem tilgreindar eru ofan.

ATH: þessi ferð hentar síður þeim sem eiga erfitt með gang.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Netverð: kr. 199.800 á mann í tvíbýli. kr. 207.800 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá Malpensa, skattar, gisting á 4* hóteli í 7 nætur með hálfu fæði innifalið. Akstur til og frá flugvelli. Íslensk fararstjórn miðað við 20 manns.

Ekki innifalið: Hádegisverður, aðgangseyrir á söfn, tónleika og kynnisferðr.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Page 30: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

30

sorrento og róm 7.-17. september Fararstjóri: Ólafur Gíslason Stórkostleg ferð til hinnar fögru Ítalíu sem er eitt allsherjar veisluborð fyrir fróðleiksfúsa fagurkera og lífsglaða ferðalanga. lífsgleði og gestrisni er Ítölum í blóð borin og því fáum við að kynnast í þessari áhugaverðu ferð. Ferðin hefst á dvöl í 6 nætur í bænum Sorrento sem kúrir í hlíðunum fyrir ofan safírbláan Napolíflóann innan um vínekrur og sítrustré. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir flóann, með eyjarnar Capri á vinstri hönd og Ischia beint af augum. Þá trónir Vesúvíus á hægri hönd sem fullkomnar þessa mynd. Stórkostleg umgjörð um þennan fallega bæ. Áhugaverðar kynnisferðir eru innifaldar í verði, dagsferð til Capri, dagsferð um eina fegurstu akstursleið Ítalíu, Amalfi ströndina, einnig verður farið til Ravello og skoðum hina stórkostlegu garða þar. Síðari hluta ferðarinnar verður dvalið í 4 nætur í Róm – borginni eilífu. Við kynnumst þessari merku borg sem á engan sinn líka í fylgd fararstjóra sem gjörþekkir þessa einstöku borg.

Netverð: kr. 279.900 á mann í tvíbýli.kr. 325.200 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til / frá london. Flug með Easyjet til Napoli og frá Róm. Skattar, gisting á 3-4* hótelum í 10 nætur með morgunverðarhlaðborði. 3 kvöldverðir í Sorrento. 1 kvöld-verður í Róm.Kynnisferðir: Vettvangskönnun í Sorrento, dagsferð til Capri, dagsferð um Amalfi ströndina, kynnisferð um Pompei, sögustaðir Rómarborgar og Vatikansafnið. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Hádegisverðir, aðgangseyrir á söfn, tónleika, siglingar og aðrar kynnisferðir en þær sem tilgreindar eru í ferðalýsingu.

ATH: verð er miðað við verð á flugi með Easyjet og gengi 8. febrúar 2013. Verð ferðarinnar hækkar í samræmi við hugsanlegar hækkanir á flug með þessu flugfélagi.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Puglia á Ítalíu 19. september - 1. október Fararstjóri: Ólafur Gíslason Ítalía á sér margar hliðar sem skemmtilegt er að kynnast. Sumar eru betur þekktar en aðrar en allar eiga þær sameiginlegt að vera perlur Ítalíu hver á sinn hátt. Í þessari ferð könnum við nýjar slóðir undir einstakri fararstjórn Ólafs Gíslasonar listfræðings, sem þekkir menningu og listir lands og þjóðar flestum Íslendingum betur. leiðin liggur um Puglia héraði, á „hælnum“ á Ítalíu-skaganum. Við skoðum margar áhugaverðar borgir, bæi, þorp, kastala og komumst að syðsta hluta skagans. Einstaklega fjölbreytt og áhugaverð ferð þar sem við sjáum enn nýja hlið á Ítalíu.

aðventuferðir til Heidelberg 29. nóvember - 2. desember 6.-9. desember Aðventuferðir hafa notið mikilla vinsælda á liðnum árum og hafa öðlast fastan sess í hjörtum margra. Heimsferðir bjóða upp á aðventuferðir til háskólaborgarinnar Heidelberg sem stendur við ána Neckar og er að flestra mati ein rómantískasta borg Þýskalands. Jólamarkaðurinn í Heidelberg er með eldri og þekktari jólamörkuðum í Þýskalandi. Hann opnar í lok nóvember og er opinn fram að jólum og stemningin er aldeilis frábær. Miðbærinn er fagurlega skreyttur og ljósum prýddur og fallegar byggingar borgarinnar búa til einstaka umgjörð um jólamarkaðinn. Í fagurlega skreyttum jólahúsum má finna alls konar skemmtilegan jólavarning, skreytingar, handverk, gjafavöru og góðgæti af ýmsu tagi. Dvalið á góðu 4* hóteli í miðbænum.

Netverð: kr. 327.700 á mann í tvíbýli. kr. 368.500 á mann í einbýli. Innifalið: Flug með Icelandair til / frá london. Flug með Ryanair til Bari og frá Brindisi. Skattar, gisting á 4*/ 3* hótelum í 12 nætur með hálfu fæði. Hádegisverður 24. sept.

Kynnisferðir og akstur samkvæmt ferðalýsingu. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Hádegisverðir, aðgangs-eyrir á söfn, tónleika, siglingar og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreindar eru að ofan.

ATH: verð er miðað við verð á flugi með Ryanair og gengi 8. febrúar 2013. Verð ferðarinnar hækkar í samræmi við hugsanlegar hækkanir á flugi með þessu flugfélagi

lágmarksþátttaka 20 manns.

NÝTT

Netverð kr. 119.900 á mann í tvíbýli. kr. 145.700 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá Frankfurt, skattar, gisting í 3 nætur á Hotel Crown Plaza, 4* hótel í miðbænum með morgunverðarhlaðborði. Gönguferð um Heidelberg í fylgd fararstjóra. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Fæði, aðgangseyrir á söfn, kastalann, tónleika og sérvaldar kynnisferðir.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Page 31: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

31

Sérf

erð

ir

Krít og dásemdir Miðjarðarhafsins12.-23. september

Sigling með Costa Mediterranea, glæsilegu 86.000 tonna skemmtiferðaskipi um Miðjarðar-hafið. Ferðin hefst á einnar náttar dvöl í Heraklion á Krít. Þrettánda september siglir skipið úr höfn og spennandi vikusigling um Miðjarðarhafið er framundan. Framandi og afar áhugaverðir staðir eru heimsóttir hver og einn með sín sérkenni og sögu. Þeir staðir sem stoppað verður á í þessari siglingu eru gríska eyjan Santorini, Haifa, stærsta hafnarborg Ísrael þá er siglt yfir til Kýpur og stoppað daglangt í borginni limasol en þaðan er siglt yfir til Alanya í tyrklandi, síðan til grísku

eyjunnar Rhodos og að lokum aftur til Krít. Þar verður dvalið í 3 nætur á góðu 4* hóteli áður en haldið aftur til Íslands. Costa Mediterranea er glæsilegt skip þar sem daglega er boðið upp á afþreyingar- og skemmtidagskrá, ásamt fræðandi og skemmtilegum kynnisferðum á hverjum stað.

Gersemar Miðjarðarhafsins og Rómarborgar 6.-24. október

Siglingin um gersemar Miðjarðarhafsins hefst á flugi til Rómar með millilendingu í london. Frá Róm er ekið til Civitavecchia og dvalið þar í tvær nætur. Þann 8. október hefst stórkostleg 11 daga sigling um austurhluta Miðjarðarhafsins þar sem við skoðum gersemar og fornar minjar Grikklands, tyrklands, Ísrael og Egyptalands. Viðkomustaðirnir í siglingunni eru Savona við Genóaflóann. Þá tekur við dagssigling áður en komið er til Katakolon / Olympia á Grikklandi.

Þaðan er siglt til Piraeus hafnarborgar Aþenu. Þar næst er Izmir; þriðja stærsta borg tyrklands. Skammt frá er hina forna borg Efesus sem er eitt best varðveitta fornleifasvæði heims. Dagssigling áður en komið er til Ashdod í Ísrael. Frá Ashdod eru kynnisferðir til hinna helgu borga Jerúsalem og Betlehem. Þá er siglt til Port Said og Alexandríu í Egyptalandi. Siðan tveggja daga sigling áður en komið er til Civitavecchia. Ekið til Rómar og dvalið í 5 nætur í þessari dásamlegu borg. Fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir eru í boði á hverjum áfangastað. Þann 24. október er flogið frá Róm til Íslands með millilendingu í london.

Krít og grískar perlur 27. júní - 9. júlí og 1.-12. ágúst Sigling með glæsilegu skemmtiferðaskipi er afar vinsæll ferðamáti og þeir sem hafa einu sinni farið í siglingu kjósa að endurtaka það á ný. Í þessari ferð kynnast farþegar töfrum grísku eyjunnar Krítar svo og nokkrum grískum perlum í vikusiglingu um Eyjahafið. Ferðin hefst á flugi til Chania á Krít.

Þaðan er ekið til Heraklion og dvalið þar á góðu 4* hóteli í 1 nótt. Costa Mediterranea siglir frá Heraklion 28. júní / 2. ágúst og þar með hefst dásamleg 7 daga sigling um Eyjahafið. Þær eyjar sem siglt er til eru Santorini – Mykonos – Izmir á tyrklandi – Samos – Kos og Rhodos. Að lokum er siglt til Krítar þar sem siglingunni lýkur. Í lok ferðar er dvalið í 3 nætur á góðu 4* hóteli í Chania. Costa Mediterranea er glæsilegt skip þar sem daglega er boðið er upp á afþreyingar- og skemmtidagskrá, ásamt fræðandi og skemmtilegum kynnisferðum á hverjum áfangastað.

Heimsferðir eru umboðsaðili Costa Cruises á Íslandi. Costa Cruises býður glæsileg lúxusskip sem sigla um Miðjarðarhafið, Eyjahafið og Atlanshafið að sumri til en á veturna er siglt um hið sólríka Karíbahaf ásamt spennandi siglingum í Suður- Ameríku, Asíu og Mið-Austurlöndum. Auk skipulagðra hópferða bóka Heimsferðir siglingar, flug og gistingu fyrir einstaklinga og hópa allt eftir óskum hvers og eins. Á vefsíðu Heimsferða má sjá spennandi siglingar sem Costa Crusies býður á sérstökum afsláttar- kjörum.

Netverð / júní ferð: kr. 279.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga.kr. 304.900 á mann í tvíbýli í klefa með glugga.kr. 328.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 4/5 þilfarkr. 344.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 5-8 þilfarkr. 110.000 aukagjald fyrir einbýli án glugga.

Netverð / ágúst ferð: kr. 319.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga.kr. 344.900 á mann í tvíbýli í klefa með glugga.kr. 372.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 4-5 þilfarkr. 386.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 5-8 þilfarkr. 110.000 aukagjald fyrir einbýli án glugga.

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli í 4 nætur á Krít með morgunverði. Vikusigling með fullu fæði. Hafnargjöld í siglingu og akstur til og frá flugvelli og til og frá skipi. Íslenskur fararstjóri á Krít. Ekki er íslenskur fararstjóri í siglingunni.

Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint að ofan. Þjórfé um borð í skipi.

Netverð:kr. 303.300 á mann í tvíbýli í klefa án glugga.kr. 325.300 á mann í tvíbýli í klefa með glugga.kr. 356.300 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 4-5 þilfarkr. 368.300 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 5-8 þilfarkr. 111.600 aukagjald fyrir einbýli án glugga. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli í 4 nætur á Krít með morgunverði. Vikusigling með fullu fæði. Hafnargjöld í siglingu og akstur til og frá flugvelli og til og frá skipi. Íslenskur fararstjóri miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint að ofan. Þjórfé um borð í skipi.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Krít – Santorini – Haifa / Ísrael – Limasol / Kýpur – Alanya /

Tyrkland – Rhodos – Krít

Civitavecchia / Róm – Savona – Katakolon /

Olympia –Piraeus / Aþena – Izmir – Ashdod / Ísrael

– Port Said / Egyptaland – Alexandria / Egyptaland –

Civitavecchia / Róm

Krít – Santorini – Mykonos – Izmir – Samos – Kos –

Rhodos – Krít

Siglingar með Costa Cruises

Netverð: kr. 376.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga.kr. 421.900 á mann í tvíbýli í klefa með gluggakr. 445.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 4-5 þilfarkr. 474.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum / 5-8 þilfarkr. 121.300 aukagjald vegna einbýlis án glugga.

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4 * hóteli með morgunverði í Civitavecchia í 2 nætur og Róm í 5 nætur. Ellefu daga sigling með fullu fæði og hafnargjöldum. Akstur samkvæmt leiðarlýsingu og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 20 manns.

Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint í leiðarlýsingu. Þjórfé um borð í skipi.

lágmarksþátttaka 20 manns.

Page 32: Sumarbæklingur Heimsferða 2013

32