16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 17. nóvember 2004 · 47. tbl. · 21. árg. Myndatöku- maðurinn Jói í Digi-Film – sjá viðtal á bls. 11 Kennarar – sétt sem allir hafa skoðun á – sjá viðtal á bls. 8 – sjá myndir á bls. 4 Útgjöld Ísafjarðarbæjar vegna húsaleigubóta margfaldast Áætluð útgjöld nema 27,4 milljónum króna á árinu Útgjöld Ísafjarðarbæjar vegna greiðslu húsaleigubóta hafa margfaldast á síðustu sex árum. Á yfirstandandi ári er áætlað að bæjarfélagið verði af rúmum 27,4 milljónum króna vegna þessara bóta, en árið 1998 námu útgjöldin um 3,6 milljónum. Nemur hækk- unin rúmlega 660 prósentum. Heildarútgjöld sveitarfélaga á landinu vegna húsaleigubóta jukust um rúman milljarð króna á ári á milli áranna 1998 og 2004. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra á Al- þingi við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. Fyrirspurn Jóhönnu var svo- hljóðandi: „Hver hafa árleg útgjöld sveitarfélaga vegna húsaleigubóta verið árin 1998- 2004? Óskað er eftir sundur- liðun á árlegum útgjöldum stærstu sveitarfélaganna“. Í svari félagsmálaráðherra kemur fram að árið 1998 voru útgjöld sveitarfélaganna rúmar 418 milljónir króna vegna húsaleigubóta. Þær aukast síð- an mjög hratt og árið 2004 er áætlað að þær verði um 1.440 milljónir króna. Í sundurliðun í svari ráðherra er Ísafjarðar- bær eina sveitarfélagið á Vest- fjörðum. Árið 1998 greiddi Ísafjarðarbær rúmar 3,6 millj- ónir króna í húsaleigubætur. Árið 2004 er hinsvegar áætlað að þær verði rúmar 27,4 millj- ónir króna. Árið 1998 var hlutur Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga í húsa- leigubótunum 50% en á þessu ári er hlutafall jöfnunarsjóðs komið í 40% þannig að hlutur sveitarfélaganna hefur verið að aukast. [email protected] Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru þessa dagana við loðnurannsóknir í hafinu fyrir norðan land ásamt 6 loðnuskipum. Tilgangur leiðangursins er að kanna hvernig síðasta hrygning loðnu hefur tekist. Niðurstöður þessara rannsókna liggja ekki fyrir en glöggir menn töldu merkja að leiðangursmenn væru léttir á brúna vegna þess sem þeir hafa séð hingað til í rannsóknunum. Vegna veðurs leituðu bæði rannsóknaskipin vars á Ísafirði um helgina svo og þrjú loðnuskipanna. Loðnuleiðangur í vari á Ísafirði Tuttugu ára afmæli BB

Útgjöld Ísafjarðarbæjar vegna húsaleigubóta margfaldast ... · ur tafist vegna bilunar,“ segir Hjálmar. Áætlað er að skipin verði við loðnuleit í viku til viðbótar

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

Miðvikudagur 17. nóvember 2004 · 47. tbl. · 21. árg.

Myndatöku-maðurinn Jói

í Digi-Film

– sjá viðtal á bls. 11

Kennarar –sétt sem allir

hafa skoðun á

– sjá viðtal á bls. 8

– sjá myndir á bls. 4

Útgjöld Ísafjarðarbæjar vegna húsaleigubóta margfaldast

Áætluð útgjöld nema 27,4milljónum króna á árinuÚtgjöld Ísafjarðarbæjar

vegna greiðslu húsaleigubótahafa margfaldast á síðustu sexárum. Á yfirstandandi ári eráætlað að bæjarfélagið verðiaf rúmum 27,4 milljónumkróna vegna þessara bóta, enárið 1998 námu útgjöldin um3,6 milljónum. Nemur hækk-unin rúmlega 660 prósentum.Heildarútgjöld sveitarfélaga álandinu vegna húsaleigubóta

jukust um rúman milljarðkróna á ári á milli áranna 1998og 2004. Þetta kemur fram ísvari félagsmálaráðherra á Al-þingi við fyrirspurn JóhönnuSigurðardóttur alþingismanns.Fyrirspurn Jóhönnu var svo-hljóðandi: „Hver hafa árlegútgjöld sveitarfélaga vegnahúsaleigubóta verið árin 1998-2004? Óskað er eftir sundur-liðun á árlegum útgjöldum

stærstu sveitarfélaganna“.Í svari félagsmálaráðherra

kemur fram að árið 1998 voruútgjöld sveitarfélaganna rúmar418 milljónir króna vegnahúsaleigubóta. Þær aukast síð-an mjög hratt og árið 2004 eráætlað að þær verði um 1.440milljónir króna. Í sundurliðuní svari ráðherra er Ísafjarðar-bær eina sveitarfélagið á Vest-fjörðum. Árið 1998 greiddi

Ísafjarðarbær rúmar 3,6 millj-ónir króna í húsaleigubætur.Árið 2004 er hinsvegar áætlaðað þær verði rúmar 27,4 millj-ónir króna.

Árið 1998 var hlutur Jöfn-unarsjóðs sveitarfélaga í húsa-leigubótunum 50% en á þessuári er hlutafall jöfnunarsjóðskomið í 40% þannig að hlutursveitarfélaganna hefur veriðað aukast. – [email protected]

Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru þessa dagana við loðnurannsóknir í hafinu fyrirnorðan land ásamt 6 loðnuskipum. Tilgangur leiðangursins er að kanna hvernig síðasta hrygning loðnu hefur tekist.Niðurstöður þessara rannsókna liggja ekki fyrir en glöggir menn töldu merkja að leiðangursmenn væru léttir á brúnavegna þess sem þeir hafa séð hingað til í rannsóknunum. Vegna veðurs leituðu bæði rannsóknaskipin vars á Ísafirði umhelgina svo og þrjú loðnuskipanna.

Loðnuleiðangur í vari á Ísafirði

Tuttugu áraafmæli BB

47.PM5 12.4.2017, 10:481

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 200422222

Lögreglan vill ná taliaf ökumanni jeppa

Lögreglan á Ísafirði vill ná tali af ökumanni rauðs jeppasem ekið var á umferðarmerkin við gatnamót Djúpvegar

og Vestfjarðavegar á Skeiði í Skutulsfirði um hádegi áföstudag. Merkin eru mjög mikið skemmd og svo hlýturað vera með jeppabifreiðina líka að sögn lögreglu. Öku-

maðurinn þurfti aðstoð annars ökumanns til þess aðkomast með bíl sinn frá merkjunum. Að því búnu hélt

hann leiðar sinnar og lét hvorki lögreglu né Vegagerðinavita af tjóninu. Því beinir lögreglan því til ökumanns

þessarar rauðu jeppabifreiðar að hafa samband og einn-ig þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um atvikið.

Nýtt netspjall tekiðí notkun á bb.is

Tekið hefur verið í notkun nýtt netspjall á bb.is. Forráða-menn vefjarins hafa lengi fengið kvartanir um að spjall-

kerfi það sem verið hefur í notkun að undanförnu séþungt í vöfum, flókið og illskiljanlegt. Úr þessu hefur nú

vonandi verið bætt. Nýja kerfið hefur verið reynt meðgóðum árangri, meðal annars á vefnum malefni.com.

Það er von þeirra sem að bb.is standa að þessar breyti-ngar verði til hægðarauka fyrir lesendur vefjarins og

ekki síst þá sem gaman hafa af því að tjá sig um málefnilíðandi stundar. Því miður reyndist ekki unnt að flytja

gamlar umræður spjallverja yfir á hið nýja kerfi.

Sýning á skjölum ogmunum frá árinu 1974Sýning á skjölum og munum frá þjóðhátíðarárinu 1974

var opnuð á 2. hæð Safnahússins á Ísafirði á laugardag ítilefni af norræna skjaladeginum. Má þar sjá muni,myndir og skjöl vegna þjóðhátíðar sem haldin var í

Vatnsfirði, skjöl frá Ísafjarðarkaupstað og ýmsar blaða-greinar. Meðal annars má þar finna grein um vígsluminnisvarða ísfirskra sjómanna. Opinber skjalasöfn

ákváðu árið 2001 að halda sameiginlegan kynningardag,annan laugardag í nóvembermánuði ár hvert. Í ár varákveðið að hvert land hefði sitt efni og varð árið 1974

fyrir valinu á Íslandi. Sýningin stendur til 20. nóvember.

Fjarlægðurvegna deiluAðfararnótt sunnudags varlögreglan í Ísafirði kölluðað heimili þar sem húsráð-endur voru ölvaðir oghafði þeim lent saman ídeilum. Í framhaldinu var12 ára drengur tekinn út afheimilinu og komið í hend-ur kunningjafólks þar tilástandið á heimilinu batn-aði. Einnig var starfsfólkSkóla- og fjölskylduskrif-stofu bæjarins kallað tilaðstoðar.

Stútur við stýriá TorfnesiUm klukkan sex að morgnisunnudagsins stöðvaði lög-reglan á Ísafirði ökumannbifreiðar við Torfnes. Þeg-ar haft var tal af ökumann-inum barst mikil og sterkáfengislykt frá honum. Varhann því færður á lög-reglustöð þar sem tekið varúr honum blóðsýni tilrannsóknar. Má hannvegna þessa búast við aðvera um tíma öðrum háðurþegar aka þarf á milli staða.

Fer fram áfjárveitinguSkíðafélag Ísafjarðar hefurfarið fram á það við Ísa-fjarðarbæ að sveitarfélagiðsamþykki fjárveitingu áárinu 2005 til að skíða-svæðið geti keypt stangirog öryggisbúnað af félag-inu. Um er að ræða búnaðsem félagið keypti fyrirSkíðamót Íslands semhaldið var á Ísafirði síðastavetur. Fram kemur aðkostnaður við kaupin hafiverið tæplega 700 þúsundkrónur.

Styrkir úrÆskulýðssjóðiMenntamálaráðherra hef-ur samþykkt styrkveiting-ar úr Æskulýðssjóði alls aðupphæð 3,5 milljónir til 18verkefna. Alls bárust 43umsóknir að upphæð 13,2milljónir króna. Tvö verk-efni á Vestfjörðum verðastyrkt. Hjálp, unglinga-deild í Bolungarvík, fékk325 þúsund og æskulýðsfé-lag Hólmavíkurkirkju 180þúsund.

Nýr flugturn á Ísafjarðarflugvelli

Væntanlega tek-inn í desember

Líkur er á að nýr flugturnverði tekinn í notkun á Ísa-fjarðarflugvelli um miðjandesember. Að sögn HeimisMás Péturssonar, upplýsinga-fulltrúa Flugmálastjórnar, erturninn sjálfur tilbúinn og muntæknimaður frá stofnuninni aðlíkindum fara vestur um mán-aðarmót og flytja tæki og tólúr gamla flugturninum yfir íhinn nýja.

„Það er ekki enn komin neindagsetning, en við vonum aðhægt verði að taka nýja turninní notkun um miðjan desember.

Gamli turninn virkar mjög velog því hefur ekkert neyðar-ástand skapast þó hinn nýi séekki enn kominn í gagnið“,segir Heimir.

Umhverfisnefnd Ísafjarðar-bæjar veitti byggingarleyfifyrir flugturninum í ágúst árið2002 og var upphaflega ráð-gert að hann yrði tilbúinn fljót-lega á árinu 2003 en af ýmsumástæðum hefur framkvæmdintafist, bæði á útboðsstigi og áframkvæmdastigi. Í byrjunágúst 2004 var sagt að turninnyrði tekinn í notkun á næstu

vikum, líklega í september.Það hefur dregist, aðallegavegna anna tæknimanna Flug-málastjórnar.

Nýi flugturninn þykir glæsi-legur en hann er sambyggðurhúsi Flugmálastjórnar á Ísa-fjarðarflugvelli og setur sterk-

an svip á flughlaðið. Kol ogsalt ehf. sá um hönnun turnsinsen verktaki var Ágúst og Flosiehf. – [email protected]

Nýi flugturninn þykir glæsilegt mannvirki.

Loðna fannst í loðnurann-sóknarleiðangri Hafrannsókn-astofnunar sem nú stendur yfir.Enn liggur ekki fyrir hversumikið af loðnu er þar á ferð-inni. Leitað er að loðnu í sam-vinnu við útgerðir sex loðnu-skipa. Hjálmar Vilhjálmsson,fiskifræðingur á Hafrann-sóknastofnuninni og leiðang-ursstjóri, segir að leitað hafiverið á svæði nokkuð langtvestan við Grænlandssund,eða eins langt og hægt er vegna

hafíss.Á þessu svæði hafi ekkert

sést nema loðnuseiði frá ífyrra. Aftur á móti hafi orðiðvart við loðnulóðningar norð-vestur af Ísafjarðardjúpi, innangrænlensku lögsögunnar, á 80sjómílna löngum kafla. Hjálm-ar segir að ekki hafi enn veriðgerðar mælingar á þessariloðnu en margt bendi til að íað minnsta kosti hluta þessaralóðninga sé hefðbundin hrygn-ingarloðna. Hann vill þó ekk-

ert segja til um hversu mikiðmagn gæti verið það á ferðinni.Það sé verkefni næstu daga aðáætla það.

„Það sem hefur fundist afloðnu núna er utan þess svæðissem við gátum farið yfir í leið-angrinum á síðasta ári og einn-ig árið þar á undan. Okkurhefur gengið illa að finna loðn-una undanfarin tvö haust enhún hefur engu að síður skilaðsér upp á landgrunnið. Núnavirðist hún vera nokkuð vestar

og norðar en við höfum áðurtalið.“ Auk Bjarna Sæmunds-sonar taka sex loðnuskip þátt íleiðangrinum og segir Hjálmarað skipin hafi ekki fengið mik-inn afla enn sem komið er,enda sé það ekki tilgangurinn.Aðalatriðið sé að leita að ogfinna loðnu og auðvelda þann-ig mælinguna.

„Samstarfið við þessi loðnu-skip hefur reynst óborganlegtþví með þessum hætti náumvið að fara yfir mun stærra

svæði en ella. Við náum aðfara mjög nákvæmlega yfirsvæðið, það eru ekki nema 10sjómílur á milli skipa þannigað það ætti ekkert að fara fram-hjá okkur. Reyndar hefur veriðleiðinda veður hluta leiðang-ursins og þá leitast ekki vel,auk þess sem eitt skipanna hef-ur tafist vegna bilunar,“ segirHjálmar. Áætlað er að skipinverði við loðnuleit í viku tilviðbótar að minnsta kosti.

[email protected]

Loðna fannst djúpt út af VestfjörðumLoðnuskipið Júpíter er á meðal þeirra skipa sem taka þátt í leiðangrinum. Júpíter leitaði vars á Ísafirði um helgina líkt og önnur skip í leiðangrinum.

47.PM5 12.4.2017, 10:482

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 33333

Kenningar tveggja bandarískra landfræðinga frá níunda áratugnum

Átta sveitarfélög á Vest-fjörðum eiga sér vart framtíðSetja má nær öll sveitarfélög

á Vestfjörðum á úreldingar-lista ef tekið er mið af kenn-ingum tveggja bandarískralandfræðinga sem settar vorufram í lok níunda áratugarins.Kenningarnar miðuðust að þvíað meta hvort tiltekin sveitar-félög ættu sér framtíð eðahvort þau væru í raun dauð-vona. Ef kenningarnar eruheimfærðar upp á Vestfirði máfæra rök fyrir því að átta afellefu sveitarfélögum á Vest-fjörðum eigi sér enga framtíð.Það eru Bolungarvík, Reyk-hólahreppur, Vesturbyggð,Súðavíkurhreppur, Árnes-hreppur, Kaldrananeshreppur,Bæjarhreppur og Broddanes-hreppur. Einungis Ísafjarðar-bær, Tálknafjarðarhreppur ogHólmavíkurhreppur geta horfttil framtíðar með nokkurribjartsýni.

Kenningar landfræðingannafólust í því að setja fram sexviðmiðunarmörk sem væruvísbending um það að sveitar-félag væri dauðvona. Ef sveit-arfélagið uppfyllti tvö eðafleiri skilyrði gat það talist ágóðri leið með að fara í eyði.Viðmiðunarmörkin eru eftir-farandi eftir að hafa veriðheimfærð upp á íslenskar að-stæður:

1. Íbúar eru helmingi færrinú en 1980.

2. Íbúum hefur fækkað umtíu prósent eða meira á síðastaáratug.

3. Miðgildi aldursskiptingarer 35 ár eða hærra.

4. Skráð atvinnuleysi er einuprósenti yfir meðaltali at-vinnuleysis á landsbyggðinni.

5. Laun eru tíu prósentumundir landsmeðaltali.

6. Endurnýjun íbúðarhús-næðis er í samræmi við lands-meðaltal.

Veruleg fólksfækkun hefurátt sér stað á Vestfjörðum áundanförnum 24 árum. Allshefur íbúum Vestfjarða fækk-að um fjórðung þrátt fyrir aðíbúum landsins hafi fjölgaðum rúm tuttugu prósent aðmeðaltali. Raunfækkun íbúaá Vestfjörðum er því tæplegafjörutíu prósent, ef reiknað erút frá meðaltalsfjölgun íbúa álandsvísu. Ef íbúum Vest-fjarða hefði fjölgað í samræmivið fjölgun á landsvísu und-anfarinn aldarfjórðung ættuþeir að vera sextíu prósentumfleiri en þeir eru nú, eða velrúmlega helmingi fleiri.

Mest er fækkunin í Árnes-hreppi, þar sem einungis þríraf hverjum tíu íbúum sembjuggu þar 1980 eru þar enn.Íbúum í Vesturbyggð, Súða-víkurhreppi, Kaldrananes-

hreppi, Bæjarhreppi ogBroddaneshreppi hefur fækk-að allt frá þriðjungi og upp írúmlega helming.

Skráð atvinnuleysi er yfirlandsmeðaltali í sjö sveitarfé-lögum. Í fjórum þeirra var þaðyfir einu prósenti meira enmeðaltal skráðs atvinnuleysisá landsbyggðinni, Súðavíkur-hreppi, Árneshreppi, Kaldr-ananeshreppi og Bæjarhreppi.Mest var atvinnuleysi í Kaldr-ananeshreppi, eða 6,7 prósent,sem er rúmlega tvöfalt á viðmeðaltal skráð atvinnuleysisá landsbyggðinni, sem er ná-lægt 2,8 prósentum.

Í nýútkominni skýrslu semHalldór Ásgrímsson, forsætis-ráðherra, lét vinna um atvinnu-og byggðarmál í Norðvestur-kjördæmi kemur fram að átímabilinu 1990 til 1997 hafiársverkum fækkað um nærfimmtung á Vestfjörðum oger það mesta fækkun ársverkaá landinu öllu.

Þegar reiknuð voru út með-allaun Vestfirðinga kom það íljós að þau eru töluvert hærrien meðallaun á landsvísu oger munurinn rúm ellefu prós-ent. Meðal mánaðarlaun Vest-firðinga eru 225 þúsund enlandsmenn allir fá að meðaltali202 þúsund krónur í laun ámánuði. Hæstu meðallaunin áVestfjörðum eru í Bolungarvíkþar sem mánaðarlaun eru tæp-lega 250 þúsund að meðaltali.Lægstu launin eru hins vegar íÁrneshreppi, eða tæp 162 þús-und. Meðallaun í öllum sveit-arfélögum að undanskildumÁrneshreppi eru yfir meðal-launum allra landsmanna.

Miðgildi aldurs allra Íslend-inga er 33 ára. Það þýðir aðhelmingur Íslendinga er yngrien 33 ára og hinn helmingurinneldri. Eftir því sem miðgildiðer hærra, er minna af ungufólki meðal íbúa. Með því aðreikna út þessa tölu er því hægtað fá fram ágætis vísbendinguum aldursdreifingu byggðar-laga.

Miðgildi allra Vestfirðingaer hið sama og landsmeðaltal.Miðgildi fjögurra hreppa eraftur á móti yfir landsmeðaltiog miðgildi þriggja er yfirþeim viðmiðunarmörkum semlandfræðingarnir settu fram íkenningu sinni, það er yfir 35ár. Þetta eru Reykhólahreppur,með miðgildið 39 ár, Súða-víkurhreppur með 35 ár,Kaldrananeshreppur með 36ár og Broddaneshreppur með58 ár.

Athyglisvert er að skoðaaldursdreifingu íbúanna nánar.Stærsta hlutfall íbúa undir þrí-tugu er í Ísafjarðarbæ, eða

rúmlega 50 prósent. Til sam-anburðar eru Íslendingar undirþrítugu 44 prósent allra lands-manna. Broddaneshreppurhefur langminnsta hlutfall íbúaundir þrítugu á öllum Vest-fjörðum, eða einungis tíu afhundraði. Þá er aðeins þriðj-ungur íbúa undir þrítugu íVesturbyggð, Árneshreppi ogBæjarhreppi.

Meðalaldur mannvirkja seg-ir til um hvort mikið sé reist afnýbyggingum. Meðalaldurbygginga á Vestfjörðum er sáhæsti á landinu og var 28 ár og11 mánuðir 1994 en er 35 árog 7 mánuðir árið 2002. Þaðþýðir að á Vestfjörðum hækk-aði meðalaldur mannvirkjannaum tæpa tíu mánuði á ári. Tilsamanburðar hækkaði aldurbygginga á höfuðborgarsvæð-inu, þar sem öldrun byggingaer minnst, aðeins um tæpafjóra mánuði á ári (ef engarbyggingarframkvæmdir eigasér stað og engin mannvirkieru lögð af eldast byggingarum eitt ár á hverju ári).

Í flestum landshlutum hefuröldrunin gengið í sveiflum enþróunin þó verið í þá átt aðhægt hefur á öldruninni. ÁVestfjörðum hefur öldruninhins vegar farið vaxandi. Ekkivar hægt að fá uppgefið tölurum endurnýjun íbúða í hverjusveitarfélagi fyrir sig á Vest-fjörðum en því er haldið framað öldrunartölur og þróun fer-metraverðs skýri hvort umendurnýjun er að ræða eðaekki. Hækkun fermetraverðsfrá því 1990 er langminnst áVestfjörðum. Fermetraverðíbúðarhúsnæðis hefur hækkaðum tæp 18 prósent á Vestfjörð-um samanborið við 140 pró-senta hækkun á Vesturlandi,þar sem hækkunin er mest.

Samkvæmt tölulegum upp-lýsingum um öldrun og þróunfermetraverðs hefur nær enginendurnýjun íbúðarhúsnæðisorðið á Vestfjörðum undan-farinn áratug, þó svo að nokk-uð sé um nýbyggingar í Ísa-fjarðarbæ.

Ásgeir Jónsson hagfræðing-ur hefur skrifaði greinar umkenningar og aðferðafræðibandarísku landfræðinganna íViðskiptablaðið og einnig ítímaritið Vísbendingu fyrirnokkrum árum. Þar veltir hannfyrir sér kenningum Popperhjónanna í tengslum viðbyggðarþróun á Íslandi (þó ánþess að kafa í tölfræðina einsog hér er gert) og spyr hvortþað sé ekki mannúðlegra aðhjálpa fólki við að flytja burt ásómasamlegum kjörum en aðreyna með öllum ráðum aðhalda því kyrru við bág kjör?

„Það er kaldranaleg stað-reynd að á mörgum stöðumúti á landi hefur fólk fjaraðuppi með verðlausar húseignirog litla sem enga fjármuni eftirmargra ára starf,“ skrifar Ás-

geir og heldur því jafnframtfram að það sé til mikilla bótaef umræða um byggðamál séhrein og bein. „Það sem skiptirmestu máli er hagur fólksinssjálfs. Markmið byggðastefnu

ætti ekki að vera það að teljahausa heldur að tryggja sóma-samlegt lífsviðurværi fyrir þásem búa úti á landi.“ Frá þessuvar greint í Fréttablaðinu.

47.PM5 12.4.2017, 10:483

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 200444444

Blaðamenn Bæjarins besta tóku lagið við misjafnar undirtektir viðstaddra. F.v. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ThelmaHjaltadóttir, Halldór Jónsson og undirleikarinn Jón Hallfreð Engilbertsson.

Bæjarinsbesta 20 áraBæjarins besta varð 20 áraá sunnudag. Til að minnast

þessara tímamóta buðueigendur H-prents, sem

gefur blaðið út, starfsfólkifyrirtækisins og öðrumsem að útgáfu blaðsins

koma til veislu á Hótel Ísa-firði á laugardagskvöld, enfyrr um daginn hafði blað-burðarbörnum verið boðið

í pizzuveislu á Pizza 67. Þávar fyrir viku gefið út veg-

legt 64 síðna afmælisritsem dreift var ókeypis í öll

hús á útbreiðslusvæðiblaðsins og til áskrifenda

um allt land og allan heim.Meðfylgjandi myndir voruteknar í pizzuveislunni og

á Hótel Ísafirði.– [email protected]

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og eigin-kona hans, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir voru á meðal gestaí hófinu.

Ljósmyndarateymi blaðsins fagnaði tímamótunum. F.v. Þor-steinn J. Tómasson, Halldór Sveinbjörnsson og Páll Önund-arson.

Dóra Hlín Gísladóttir, sambýliskona Hálfdáns Bjarka Hálf-dánssonar, blaðamanns á spjalli við hjónin Jón HallfreðEngilbertsson og Helgu Snorradóttur.

Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri BB á spjalli við Halldór Halldórsson, bæjarstjóra.

Blaðburðarbörn BB mættu til pizzuveislu í hádeginu á laugardag.

47.PM5 12.4.2017, 10:484

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 55555

47.PM5 12.4.2017, 10:485

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 200466666

ritstjórnargreinEkki hvort –

heldur hvenær

orðrétt af netinu

bjorn.is – Björn Bjarnason

Þórólfur leit á sig sem„stjóranda“ í okkar hópi

Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9,400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 ·

Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, [email protected] ·Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655,

[email protected] – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 [email protected] – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, [email protected] ·

Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, [email protected]

· Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein-björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk.

Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- ogörorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti.

ISSN 1670 - 021X

Um leið og ég þakka Þórólfi Árnasyni samstarfið í borgar-stjórn tel ég að hann hafi aldrei náð þeim takti sem dugar til aðeiga farsælt samstarf við pólitíska andstæðinga. Það máttiraunar oft ráða það af orðum hans á borgarstjórnarfundum aðhonum þótti lítið til þess koma þegar brugðið var pólitískumsverðum í umræðum þar. Stökk hann þá gjarnan upp á nef sérog vildi setja ofan í við okkur, lét ég oftar en einu sinni orð fallaum það í umræðum, að ég þyrfti ekki siðaprédikanir frá borgar-stjóra til að átta mig á því hvernig ég „mætti“ haga orðummínum.

Þórólfur leit á sig sem „stjórnanda“ í okkar hópi, hann kynni„fagið“ stjórnun, væri því „fagmaður“ en við eitthvað allt ann-að eins og forverar hans úr röðum sjálfstæðismanna á borgar-stjórastóli.

Um langlífi þeirra orða menntamálaráðherra, að ekki yrðitekið við skipunum frá miðaldra mönnum, skal engum getum aðleitt. Hinu hafa trúlega flestir gleymt að þegar sameining sveitar-félaga var hvað mest á dagskrá á árum áður féllu ófáar ámóta,,gáfulegar“ kveðjur í garð þáverandi félagsmálaráðherra. Nýhrina sameiningar stendur nú fyrir dyrum. 23. apríl n.k. verðurefnt til kosninga um tillögu félagsmálaráðherra, sem fækkarsveitarfélögum úr 103 í 39, ef allt gengur eftir.

Bæjarins besta hefur ekki farið dult með þá skoðun að forsendaviðsnúnings þeirrar byggðaröskunar sem átt hefur sér stað, illuheilli, sé í aðalatriðum þríþætt: Í fyrsta lagi: Stækkun sveitarfé-laga, hvar í felst að áður smáar og burðarlitlar einingar njóti, semhlutdeild nýs samfélags, nábýlis öflugs byggðakjarna; án slíkrarkjölfestu er sameining í flestum tilfellum vita gagnslaus. Í annanstað: Greiðar og öruggar samgöngur ,,innan bæjar“, sem oftastspannar stórt landsvæði, sem og milli landshluta. Án þessafrumþáttar, sem samgöngurnar eru, getum við gleymt því aðlandsbyggðin haldi í horfinu, hvað þá að hún eflist. Og í þriðjafalli: Aukin og fjölbreyttari atvinnutækifæri, sem leiða munu tilfólksfjölgunar, sem auðvitað er markmiðið, sem að er keppt. Ístöðugt samþjappaðra samfélagi tækninýjunga á landsbyggðinekki síðri möguleika en þéttbýlið á nýjum atvinnugreinum, efrétt er á málum haldið og vilji er fyrir hendi.

Í hugum margra er spurningin um sameiningu Bolungarvíkur-kaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, ekki hvort -heldur hvenær? Trúlega raunsætt mat. Möndullinn sem samein-ing þessara sveitarfélaga snýst um, öðru fremur, eru samgöngur.Meðan lífæðarnar milli þessara byggðarlaga liggja um jafnhættuleg svæði og fjallshlíðarnar sem skilja þau að er vart viðþví að búast að gengið verði til einnar sængur. Fram hjá þessuverður ekki horft.

,,Sjálfsmynd samfélags byggist ekki síst á þeirri mynd sembirtist í fjölmiðlum og getur þannig haft afgerandi áhrif á líðanog sjálfstraust íbúanna“ sagði Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóriTónlistarskóla Ísafjarðar í afmælisblaði BB. Þrástagl um hættu-svæði í hálfu og heilu bæjarfélögunum og fólksfækkun á Vest-fjörðum hefur fram til þessa átt greiðari aðgang í sviðsljós fjöl-miðla, en það fjölbreytta mannlíf sem hér þrífst. Svo virðist þósem nú sé farið að sjást til sólar á sumum bæjum í þessum efn-um.

Hvað sem frekari sameiningu sveitarfélaga líður geta Vest-firðingar borið höfuðið hátt. Þeir hafa áður staðið af sér boðaföll.

– s.h.

Í Bæjarins besta í síðustuviku birtist „Yfirlýsing vegnaStakks“ frá Magnúsi ReyniGuðmundssyni, bæjarfulltrúaí Ísafjarðarbæ. Þar segir Magn-ús meðal annars:

„Í afmælisblaði BB [...] erufjórir menn nefndir til sögunn-ar sem hugsanlegir höfundarhins nafnlausa pistils Stakks.[...] Að gefnu tilefni vil ég

undirritaður koma því á fram-færi, að ég hef aldrei skrifaðundir þessu dulnefni. [...] Þvískora ég á þá félaga Hlyn ÞórMagnússon og Ólaf Kristjáns-son að gefa viðlíka yfirlýsingu,þannig að eftir standi sá semlíklegastur er til þess að verahöfundur umrædds pistils.“

Vegna tilmæla MagnúsarReynis og að höfðu samráði

okkar í milli, hvort sem þaðtelst vera lögmætt eða ekki,þá er okkur bæði ljúft og skyltað gefa sameiginlega yfirlýs-ingu vegna þessa máls. Efnis-lega er hún hins vegar ekki íþeim dúr sem Magnús vonasteftir, að því er virðist. Yfirlýs-ing okkar er svohljóðandi:

„Þó ekki væri nema til aðviðhalda óvissunni í þessu

máli, þá neitum hvorki né ját-um að annar hvor okkar eðabáðir hafi alltaf, oft, öðruhverju, stöku sinnum eða ein-hverju sinni ritað pistla eðapistil í Bæjarins besta undirdulnefninu Stakkur eða öðrueða öðrum dulnefnum.“

Virðingarfyllst.Hlynur Þór Magnússon.

Ólafur Kristjánsson.

Yfirlýsing vegna yfir-lýsingar vegna Stakks

Faktorshúsið í Hæstakaupstað á Ísafirði

Hrafnhildur hefur reksturHrafnhildur Hafberg, ís-

lenskukennari við Mennta-skólann á Ísafirði, mun innanfárra daga hefja rekstur í Fakt-orshúsinu í Hæstakaupstað áÍsafirði. Fyrsta verk Hrafnhild-ar verður að bjóða upp áfræðslu og mat á föstudags-kvöld.

„Hallgerður Gísladóttirþjóðfræðingur talar um ís-lenskar matarhefðir á aðventu.

Það sem hún talar um í erindisínu verður síðan á boðstólumá hlaðborði um kvöldið“, segirHrafnhildur. Aðspurð um þaðhvort breytinga sé að væntafrá þeim rekstri sem áður var íhúsinu, segist Hrafnhildur hafaí hyggju að leggja meiriáherslu á fjölbreyttan mat oglétta rétti.

Óljóst er hver opnunartímihússins verður. „Í desember

ætla ég að hafa opið einhverjarhelgar, en opnunartíminn í vet-ur mun annars ráðast bæði afeftirspurn og því hversu mik-inn tíma ég hef, en ég er nátt-úrlega í fullu starfi sem kenn-ari. Í sumar verður svo opið áhverjum degi, og vonandiverður fullt út úr dyrum“, segirHrafnhildur Hafberg, ís-lenskukennari og veitinga-maður. – [email protected] Hafberg.

ForeldrafélagGÍ endurreistUm 30 foreldrar mættuþegar foreldrafélagGrunnskólans á Ísafirðivar endurreist á fundi íStjórnsýsluhúsinu í síðustuviku. Kjaradeila kennaravar efst á baugi á fundin-um. Skúli Ólafsson for-stöðumaður Skóla- og fjöl-skylduskrifstofu Ísafjarð-arbæjar ávarpaði fundinnog sagðist meðal annarsundrast lítinn þrýsting fráforeldrum. Halldór Hall-dórsson bæjarstjóri Ísa-fjarðarbæjar var viðstadd-ur sem foreldri og gathann upplýst fundargestium hlið sveitarstjórnar-manna í deilunni.

Verktakafyrirtækið Áselehf. hefur óskað eftir þvíað gatnagerðargjöld fyrir-tækisins, að fjárhæð rúmar1,6 milljónir króna, vegnanýbyggingar að Sindragötu27 á Ísafirði falli niður.Ástæðan beiðninnar er súað fyrirtækið telur að viðafhendingu lóðarinnar hafihún ekki verið í bygging-arhæfu ástandi þar semhún hafi verið mun lægrien skipulag gerði ráð fyrir.Kom þetta fram í bréfifyrirtækisins sem lagt varfram á fundi bæjarráðssem óskaði eftir greinar-gerð frá tæknideild Ísa-fjarðarbæjar um erindið.

Óska eftirniðurfellingu

Bolvíkingar eru komnirlangleiðina með að endur-heimta kvótastöðu sína eftirað um 82% af aflaheimildumbæjarins hurfu á braut í mikl-um þrengingum á síðastaáratug að því er fram kemur ínýjustu Fiskifréttum.

Árið 1991 nam kvóti bæjar-ins um 2,2% af heildarkvóta

landsmanna, lægst fór þettahlutfall niður í 0,4% haustið2000 en það er nú komið í1,8% miðað við október síð-astliðinn. Eftir gjaldþrot ogsamruna fyrirtækja féll kvóta-staða skipa í Bolungarvík úr9.600 þorskígildistonnum íupphafi árs 1991 niður í 1.700þorskígildistonn haustið 2000.

Nú eru hins vegar um 6.200þorskígildistonn skráð í Bol-ungarvík miða við stöðuna íoktóber eftir mikla uppbygg-ingu að undanförnu. Þá mágeta þess að þorskkvóti Bol-víkinga fór lægst niður í tæp900 tonn haustið 2000 en hanner nú kominn í um 3.500 tonn.

[email protected]

Bolvíkingar hafaendurheimt kvótann

47.PM5 12.4.2017, 10:486

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 77777

47.PM5 12.4.2017, 10:487

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 200488888

Kennarar– stétt sem allir hafa skoðun á

– rætt við Guðbjörgu Höllu Magnadóttur,formann Kennarasambands Vestfjarða

Landsmenn fylgdust grannt með kjaradeilu grunnskólakennara frá þvíað verkfall skall á mánudaginn 20. september. Seint og um síðir, að

mörgum fannst, var höggvið á hnútinn. Ríkisstjórnin lagði fram laga-frumvarp um stöðvun verkfallsins og stjórnarandstaðan stóð ekki gegn

framgangi þess. Í framhaldi af því hófst kennsla í grunnskólum landsinsá nýjan leik mánudaginn 15. nóvember. Deilendum var veitt ákveðið

svigrúm til að leysa málið en náist ekki samkomulag fyrir tilsettan tímaskal deilan lögð fyrir gerðardóm. Þegar kennsla hófst að nýju höfðu

kennarar og nemendur verið frá vinnu sinni í skólunum um átta viknaskeið, fyrir utan skólastarf í nokkra daga meðan beðið var niðurstöðu úr

atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara, og kennarar ennóvissir um framtíðina. Bæjarins besta fékk Guðbjörgu Höllu Magna-dóttur, formann Kennarasambands Vestfjarða, til að ræða verkfallið,

lagasetninguna og starf kennara á þessum óvissutímum.„Kennarastéttin er sú stétt

sem allir hafa skoðun á. Allirhafa gengið í skóla og flestireiga ýmist börn í skóla, börn áleiðinni í skóla eða börn semeru búin í skóla. Fólk fylgistmjög vel með hvað er að gerastog vill fá að vita hvað er ígangi. Í þessari kjaradeiluvissu kennarar oft ekki sjálfirhvað var í gangi. Við vitumekkert hvað er að gerast í Karp-húsinu þegar samningar standayfir. Í aðdraganda verkfallsinsvoru kennarar oft spurðir áförnum vegi hvort af verkfalliyrði. Þeir urðu þá að svara þvítil að þeir vissu ekkert meiraen aðrir. Eftir að kosið var ummiðlunartillöguna þurftukennarar að bíða frétta í fjöl-miðlum rétt eins og foreldrar.

Það var okkur mjög mikils-vert að hafa tækifæri til aðhittast og bera saman bækurokkar. Aðstaðan sem við kenn-arar hér fyrir vestan höfðum íhúsi Verkalýðsfélags Vestfirð-inga á Ísafirði var okkur ómet-anleg, rétt eins og allur sástuðningur sem okkur hefurverið sýndur, bæði í orði ogverki.

Margir kjarasamningarfjalla um lágmarkslaun. Okkarsamningur gerir það líka enhann fjallar einnig um há-markslaun. Það borgar enginnyfir taxta og það er meira aðsegja bannað að borga yfirtaxta. Launanefnd sveitarfé-laganna hefur hótað þeimsveitarfélögum sem vilja gerabetur við sína kennara, að efþau geri það, þá verði þau ekkilengur í samstarfi við launa-nefndina. Þá eru þeir bara farn-ir út úr samstarfinu. Þó aðsveitarfélögin vildu gera beturvið sína kennara, þá geta þauþað ekki.“

– Nú hefur heyrst að kenn-arar hafi viljað að sett væru

lög á verkfallið svo að þeirynnu móralskan sigur. Er eitt-hvað til í því?

„Umræðan var þannig, aðef við segðum nei við miðlun-artillögunni, þá væri ekki ólík-legt að sett yrðu lög. Margirkennarar sögðu að það væriskárra að segja nei og eiga áhættu að sett yrðu lög á okkurheldur en að við segðum jávið einhverju sem við værumekki sátt við. Þá værum viðbúin að koma okkur í þá að-stöðu að geta ekki sagt neittvið því seinna meir.

Kennarar voru í raun ekkiaðeins að greiða atkvæði ummiðlunartillöguna heldur líkahvort þeir væru tilbúnir íáframhaldandi verkfall. Enmiðlunartillagan var það slæmað fólk sá sér engan ávinning íþví að samþykkja hana. Maðurer ekki annað hvort dauðureða steindauður. Maður er baraannað hvort dauður eða ekki.Því var alveg eins gott að haldaáfram og reyna að fá eitthvaðalmennilegt út úr þessu. Ástæ-ðan fyrir því að kennarar sögðunei við miðlunartillögunni varsú, að ekki var hægt að sættasig við hana. Enda sýndu úr-slitin virkilegan stuðning viðsamninganefndina og einhughjá kennurum um að nú værikomið nóg. Nú er kominn tímitil að kjör okkar verði leiðrétt.Langlundargeðið hjá okkur erá þrotum.“

– Nú virtist þegar í byrjuneins og þið væruð að búa ykkurundir langt verkfall. Bjuggustþið alltaf við harðri baráttu?

„Ekki ég. Ég bjóst ekki einusinni við verkfalli. Ég trúðiþví alveg fram á sunnudags-kvöldið áður en verkfalliðhófst að það yrði samið. Þaðvoru gífurleg vonbrigði aðkvöldi 19. september að þaðskyldi ekki ganga saman. Sér-

staklega eftir að kennarar buðuskammtímasamning til einsárs til þess að komist yrði hjáverkfalli. Það var bara enginnvilji fyrir því hjá samninga-nefnd sveitarfélaganna. Per-sónulega fannst mér á þeimtíma að mórallinn rétt fyrirverkfall væri sá, að ekki værivilji til samninga. Og svo égtali nú bara fyrir mig, þá finnstmér það vera ósvífni í launa-nefndinni að þeir hafa veriðað bjóða það sama síðan í vorog það hefur ekkert breyst.Miðlunartillagan var mjögnálægt því sem þeir hafa veriðað bjóða. Í hvert skipti semþeir koma með eitthvað nýtt,þá er bara búið að hræra ískálinni. Taka eina prósentuþarna og setja hana hingað ístaðinn en ekki nein almenni-leg launahækkun eða meirifjármunir eða neitt. Þetta eralltaf sami grauturinn í sömuskálinni.“

Kröfur kennaraKröfur kennaraKröfur kennaraKröfur kennaraKröfur kennaraljósar frá upphafiljósar frá upphafiljósar frá upphafiljósar frá upphafiljósar frá upphafi– Til að bæta olíu á eldinn

var verkfalli frestað um stund-arsakir en hófst svo að nýjueftir að kennarar felldu miðl-unartillöguna.

„Nemendur komu inn í skól-ana í eina viku og þurftu svoað fara aftur út, sem var alvegömurleg aðstaða. En ég er allsekki sammála þessum yfirlýs-ingum um að kennarar hafiætlað að senda börnin heim.Við vorum ekkert frekar aðsenda börnin heim heldur ensveitarfélögin. Okkar kröfurhafa verið ljósar frá upphafiog þeir hafa ekkert gert til aðkoma til móts við þær. Fljót-lega voru kennarar búnir aðlækka kröfur sínar. Samningarfara venjulega fram með þess-um hætti: Við lækkum okkar

kröfur og þeir koma með tilboðá móti. En það gerðist aldrei,alltaf var það sama í boði hjáþeim.“

– Súðavíkurhreppur mættimikilli andstöðu verkfalls-stjórnar kennara þegar bjóðaátti börnum frjálsa viðveru íSúðavíkurskóla.

„Það versta í Súðavík varað þeir ætluðu að ráða starfs-mann til að ganga í starf kenn-ara. Það gæti ekki verið meiraverkfallsbrot og mundi núheyrast hljóð í öðrum stéttumlíka ef það yrði gert í þeirrakjaradeilu.“

– Eins var mikið talað umþað í upphafi verkfalls að fyrir-tæki ætluðu að bjóða daggæslu

fyrir börn starfsmanna sinna.Það hefur þó ekki komið uppá Vestfjörðum.

„Það hefur ekkert komiðupp og við erum þakklát fyrirþað. Mér finnst eins og fólkihér finnist þetta vera sann-gjarnar kröfur hjá okkur. Lang-lundargeð foreldra hefur veriðgífurlegt í þessari deilu. Ekkertfór að heyrast í þeim fyrr eneftir fimm vikur í verkfalli.Það sýnir að fólk veigrar sérvið að trufla deiluna og villleyfa deiluaðilum að leysamálin. Ég lít á það sem stuðn-ing og auðvitað vilja foreldrarað þeim sem sjá um börninþeirra stóran part úr degi séborgað vel fyrir. Það er allra

hagur að gott starf sé unnið ískólanum. Starfsmenn semekki þurfa að drífa sig að kom-ast í aukavinnuna til að getalifað lífinu með eðlilegumhætti eru auðvitað mikluánægðari. Ánægt starfsfólksem þarf ekki að vera meðsífelldar áhyggjur af næstumánaðamótum skilar betrivinnu.“

Hlutverkið er aðHlutverkið er aðHlutverkið er aðHlutverkið er aðHlutverkið er aðmennta börninmennta börninmennta börninmennta börninmennta börnin

– Hver telur þú áhrif verk-fallsins á börnin hafa verið?

„Of snemmt er að segja tilum það. Það mun koma í ljós ánæstu vikum. Ég tel þau þó

47.PM5 12.4.2017, 10:488

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 99999

ekki bera neinn langtímaskaðaaf þó að auðvitað hafi þau veriðorðin hundleið. Ég sá það ámínum eigin börnum aðástandið var ekki gott. Börninþurfa mikla örvun. Það er mik-ill þroski í gangi hjá þeim ogþví þarf að virkja orku þeirra.Ég veit eiginlega ekki hvernigþeir foreldrar fóru að sem eigabörn í yngstu bekkjunum,höfðu engin eldri systkini tilað passa þau og engan afa eðaömmu á svæðinu.

Svo er auðvitað sú hlið ámálinu, að skólinn er ekki dag-gæsla heldur menntastofnun.Hlutverk okkar er að menntabörnin, kenna þeim að lesa ogskrifa og vinna úr upplýsing-um. Yngsti sonur minn í skól-anum byrjaði í haust í fyrstabekk. Hann hefur verið fjórarvikur í skóla og sjö í verkfalli.En börnin sem nú eru í grunn-skóla og lentu í verkfallinuverða ekki heimskari fyrir vik-ið. Sex ára gömul börn semmissa svona mikið úr fyrstaárinu sínu munu ekki komaverr út úr samræmdu prófun-um eftir tíu ár. Þau forheimsk-ast ekkert af þessu. Kannskilæra þau margt af því líka,eins og til dæmis að hafa ofanaf fyrir sér sjálf.“

– Með því að mótmæla þvíað haldið væri uppi daggæsluí verkfallinu, voru kennararekki að gefa í skyn að þeirværu ofmetnar barnapíur?

„Nei, það mál snerist aðmestu um nýtingu á skólahús-næðinu. Kennslustofurnar eruokkar vinnusvæði. Við fórumþaðan út með það að í huga aðkoma aftur í skólann næstavinnudag og því lágu þar allskonar gögn frammi. Okkurfannst það ekki verjandi aðfólk væri að fara í okkar gögn.Margt sem er inni í skólastofuer trúnaðarmál og við þurfumað bera virðingu fyrir nemend-um okkar. Eins þarf fólk aðbera virðingu fyrir starfi barnasinna og má ekki finnast þaðsjálfsagt mál að fara inn ávinnusvæði þeirra og sækjaþað sem þarf. Og að hafa eftir-litslaus börn í skóla er náttúr-lega út í hött. Mér fannst þaðnú sniðugt þegar gerð var fréttúr því að stelpur í Garðabæværu að reyna að komast inn ískólann til þess að læra. Þærvoru svo miklir píslarvottarþegar þær máttu það ekki ogsögðust þá þurfa að finna sérkjallarakompu einhvers stað-ar.

Þegar ég var í skóla og viðvinkonurnar ætluðum að lærasaman, þá vorum við bara viðborðstofuborðið eða eldhús-borðið heima hjá einhverriokkar. Á flestum heimilum ertil eldhúsborð. Í kringum þettavar smíðuð einhver dramatík.Varðandi málið með að opnaskólana fyrir krakkana erspurningin þessi: Hver átti aðsinna þeim? Þegar börn hafafrjálsa viðveru í skólanum, tildæmis þegar þau eru í eyðumilli kennslustunda, þá erualltaf kennarar á ferðinni eða ínæstu stofu. Það er náttúrlegaekki hægt að opna bara skól-ann fyrir fjölda af börnum semenginn á að sinna.

Í Reykjavík kom það fyrir

að verkfallstjórnin kom aðíþróttahúsum þar sem var fulltaf sex til sjö ára gömlum börn-um í umsjón unglinga. Ég erekki að segja að unglingar séuekki fullfærir um að líta eftir 6og 7 ára gömlum börnum, enþá er nóg að þau séu tvö tilþrjú. Ekki tíu á haus og jafnvelenginn fullorðinn til umsjónará staðnum. Á einn staðinn varbúið að koma þrisvar og aldreivar neinn fullorðinn á svæð-inu. Þá kemur upp spurninginhver beri ábyrgðina á þessumbörnum. Allt eru þetta börnundir lögaldri og hver væriábyrgur ef eitthvað kæmi uppá?“

Öll spjót beindustÖll spjót beindustÖll spjót beindustÖll spjót beindustÖll spjót beindustað ríkisstjórninniað ríkisstjórninniað ríkisstjórninniað ríkisstjórninniað ríkisstjórninni

– Svo kom að því að sam-þykkt voru lög um að verk-fallið yrði afnumið og kjara-deilan sett í gerðardóm efsamningar nást ekki fyrirákveðinn tíma. Hvað finnstkennurum um það?

„Ríkisstjórnin hefði máttgrípa í taumana fyrr og meðöðrum hætti. Stjórnvöld hefðumátt gera það strax eftir tværvikur í stað þess að bíða svonalengi. Kennarar buðu launa-nefnd sveitarfélaganna á sín-um tíma að málið yrði sett ígerðardóm. Hún vildi þaðekki. Á þeim tímapunkti þegarmiðlunartillagan hafði veriðfelld fundust mér öll spjótbeinast að ríkisstjórninni.Auðvitað vill enginn láta setjalög á sína kjaradeilu. Þarnavar hins vegar við því að búastað eitthvert útspil kæmi fráríkisstjórninni til að höggva áhnútinn, því að málin vorugjörsamlega í hnút. Þó fannstmér leitt að heyra forsætisráð-herrann okkar segja í fréttum,að kennarar ættu að samþykkjamiðlunartillögu ríkissátta-semjara. Hann hefur greini-lega ekki verið búinn að kynnasér málin nógu vel. Þessi miðl-unartillaga, sem eins og nafniðgefur til kynna ætti að veraeinhvers staðar mitt á milli,var það alls ekki. Hún varmiklu nær því sem sveitarfé-lögin voru með í gangi helduren kennarar, þrátt fyrir að þeirværu búnir að minnka kröfursínar. En sveitarfélögin segjaalltaf að þau eigi ekki peninga.

Ef ég hef ekki efni á að rekabílinn minn, þá sel ég hann. Efsveitarfélögin geta ekki borgaðokkur mannsæmandi laun fyrirokkar vinnu, þá ráða þau ekkivið þetta verkefni. Auðvitaðhefur margt gott gerst síðansveitarfélögin tóku við skólun-um og þá sérstaklega vegnaþess að nálægðin er meiri. Ámóti kemur að sveitarfélöginhafa mjög fáa tekjustofna ogþiggja þá frá ríkinu. Það erueinhver sveitarfélög sem full-nýta ekki útsvar sitt en svo eralls ekki alls staðar. Við vitumað rekstur Ísafjarðarbæjar erekkert í blóma þó að hann rúlli.Þetta er bara sama regla og aðreka heimili. Ef þú hefur ekkinóg fyrir útgjöldum, þá verð-urðu að auka tekjurnar. Sveit-arfélögin hafa ekki miklamöguleika til þess því að þaðer ríkið sem skammtar tekjur-nar. Svo setja stjórnvöld lögog reglugerðir sem bæjarfé-lögin þurfa að bera kostnaðinnaf og ekkert kemur á móti.“

Bara að bíða og sjáBara að bíða og sjáBara að bíða og sjáBara að bíða og sjáBara að bíða og sjá

– Kennsla er hafin að nýju.Hvert er svo framhaldið?

„Hörkupúl, bæði hjá nem-endum og kennurum, við aðvinna upp glataðan tíma. Svoer bara að bíða og sjá hvaðverður. Að minnsta kosti get-um við verið í vinnunni okkará meðan við bíðum. Nú, efniðurstaðan verður sú að kjörinverða ömurleg og bara samigrauturinn og hefur verið í boðiallan tímann, þá held ég aðvið eigum eftir að sjá margareynda kennara fara úr skóla-kerfinu. Það er hlutur sem eng-inn vill sjá gerast. Í kennara-starfinu ertu stöðugt að safna íreynslubankann og lærir meirameð hverju árinu. Við erum ístöðugri endurmenntun. Eng-inn vill að kennarar með marg-ra ára reynslu yfirgefi skól-ann.“

Fróðlegt verður að fylgjastmeð framvindunni á næstuvikum enda er þetta mál semsnertir alla landsmenn. Á með-an unnið er að lausn deilunnarer ærið verk fyrir hönduminnan skólanna hjá kennurumog nemendum við að vinnaupp þann tíma sem hefur fariðforgörðum vegna harðrarkjaradeilu. – [email protected]

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar

Loksins – loksins,jákvæð umfjöllunÞað var ánægjulegt að lesa

grein um norðanverða Vest-firði í Morgunblaðinu 9. nóv-ember s.l. Björn JóhannBjörnsson skrifar af víðsýniog næmleik um þessi sveitar-félög, sem undanfarin ár hafamátt búa við ýmsa erfiðleikaí atvinnulífinu, sem aftur hef-ur leitt af sér fækkun íbúa. Ámyndunum sem fylgja gefurá að líta m.a þrjá unga at-hafnamenn í sjávarútvegisem hver á sínu sviði erubjartsýnir á framtíðina þóþeir viðurkenni að ekki getiallir unnið í fiski. Þá er einnigviðtal við unga bændur semhafa tekið tæknina í sínaþjónustu með nýbyggðu fjósiog hyggjast stækka bú sittþannig að framleiðslan getitvöfaldast frá því sem nú er.

Á norðanverðum Vest-fjörðum eru þrjú sveitarfélögog starfandi í þeim eru tveirbæjarstjórar og einn sveitar-stjóri. Í greininni er viðtalvið þá þar sem kemur í ljósað þeir eiga allir rætur eðaættir að rekja til Vestfjarða.Þetta eru ungir og áhuga-samir menn, sem vilja sjásín sveitarfélög vaxa ogdafna og þeir ættu allir aðhafa burði til þess að komahugmyndum sínum í fram-kvæmd í samstarfi við sínarsveitarstjórnir og íbúana. Þaðer mikið um ungt og áhuga-samt fók á Vestfjörðum, semhefur lagt krafta sína ogmetnað í það að starfa þar ogbúa. Það fólk vill sjá fram-farir og leggur sitt af mörkumtil þess að svo megi verða.Það væri hægt að nefna ótaldæmi um frumkvöðla sem

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.eru að gera góða hluti og ekkibara á norðanverðum Vest-fjörðum og þess vegna hægtað skrifa um það margar grein-ar.

Sjávarútvegurinn er stóriðjaVestfjarða, en þar fækkarstörfum ekki síst vegna tækni-væðingar. Það sem þarf aðkoma í staðinn er rannsóknirog þróunarvinna tengdar sjáv-arútvegi. Til þess hafa Vest-firðingar bæði menntað fólkog prýðilega aðstöðu. Það værióskandi að við færum nú aðsjá að farið væri að vinna eftirByggðaáætlun Vestfjarða affullum krafti, ekki bara afheimamönnum heldur einnigaf viðkomandi stjórnvöldum.Því miður virðist það gangaótrúlega seint að fá skilningráðamanna. Á meðan er baristvið það af hálfu sveitarstjórnaog AtvinnuþróunarfélagsVestfjarða að leggja vinnu ogfjármagn til nýrrar atvinnu-sköpunar. En oft fer mikið afkröftunum í varnarbaráttu viðað halda í þau opinberu störfsem fyrir eru.

Umræðan fyrir vestan núna

um háskóla og þekkingar-setur er það sem horft er tilog heimamenn hafa lagtmikla vinnu í að útfæra. Ísa-fjörður hefur á seinni árumverið að breytast úr útgerðar-bæ í menningar- og þjón-ustubæ. Það væri hægt aðbæta 1000 manns við íbúa-töluna þar án þess að aukaþyrfti þjónustu sveitarfélags-ins að neinu ráði. Þar er öllsú þjónusta sem nútímafjöl-skyldan gerir kröfu um að sétil staðar nálægt heimilihennar. Bolungarvík ogSúðavík hafa einig byggtsína þjónustu þannig að hægter að fjölga þar íbúum. Þaðstendur ekki á fólki að flytjaút á land. Margt ungt menn-tafólk vill búa úti á landi efþað fær atvinu við hæfi. Þessvegna er það nauðsynlegt aðnú verði gert verulegt átak íað fjölga störfum á norðan-verðum Vestfjörðum meðtilkomu háskóla og þekking-arseturs, þar sem stundaðarværu rannsóknir af ýmsutagi. Ásókn Vestfirðinga íháskólanám, þar sem gífur-leg aukning hefur orðið í fjar-námi sýnir að þetta er raun-hæfur kostur.

Alþingi hefur samþykkt aðÍsafjörður skuli vera byggða-kjarni á Vestfjörðum. Viðviljum sjá unnið að því afhálfu stjórnvalda með meirikrafti en verið hefur. En áVestfjörðum er ekki setiðmeð hendur í skauti. Þar erverið að vinna heimavinn-una.

Jóna Valgerður Kristjáns-dóttir. Höfundur situr í stjórnAtvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

Fjölbreytt lista- og menn-ingarhátíð, undir yfirskrift-inni Veturnætur hófst á Ísa-firði í gær og stendur tilsunnudags. „Veturnætur erutil þess ætlaðar að næra sál-ina og safna andlegum vetr-arforða í skammdeginu umleið og við setjum okkur ístellingar fyrir þá skemmti-legu árstíð sem fer í hönd“,segir í frétt frá aðstandendum

hátíðarinar.Meðal viðburða sem verða

í boði má nefna bingó á HótelÍsafirði, konfektgerðarnám-skeið í Húsasmiðjunni ognámskeið í kaffigerð í Gamlaapótekinu. Einnig verður tón-list í hávegum höfð og má þarnefna þjóðlaganámskeið íTónlistarskólanum á Ísafirðiauk tónleika í Hömrum ogMegawatt-kvölds á kaffi-

húsinu Langa Manga.Veturnætur var haldin í

fyrsta sinn 1997. Nú hefurhátíðin verið endurvakin ogstefnt er að því að gera hanaað árlegum viðburði. ÁslaugAlfreðsdóttir, hótelstjóri áÍsafirði, var einn helsti tals-maður þess að því að gerahátíðina að föstum lið ímannlífinu á svæðinu.

[email protected]

Veturnætur á Ísafirði

47.PM5 12.4.2017, 10:489

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 20041010101010

Valgarður miðillá Ísafirði

Valgarður Einarsson miðill verður á Ísafirðidagana 23. nóvember til 27. nóvember.

Tímapantanir eru hjá Kristínu Elvarsdótturí síma 456 4245.

Evrópuverkefnið BIRRA (Broadband in Rural and Remote Areas)

Ísafjarðarbæ boðin þátttakaÍsafjarðarbæ hefur verið

boðið taka þátt í Evrópuverk-efninu BIRRA (Broadband inRural and Remote Areas) semsnýst um að skilgreina stöðusveitarfélaga á sviði upplýs-ingatækni þegar horft er tilþátta eins og menntunar,heilsugæslu og vinnumarkað-

ar. Verkefninu sem mun takatvö ár er skipt í fimm verkþættisem unnir eru í fjórum löndum;Verkefnisstjórn sem verður íhöndum Finna, greiningu ástöðu fjarskipta- og upplýs-ingatækni í byggðum þessaralanda ásamt kostnaði (Finn-land), greining á þörfum og

aðgengi að þjónustu ásamtkostnaði (Svíþjóð), læra afreynslu annarra þjóða (Ísland)og að skilgreina þróunarferli(Skotland).

Þátttakendur koma frá lönd-um á svæði Norðurslóðaáætl-unar Evrópusambandsins semhvetur til samvinnu milli

nyrstu hluta Finnlands, Skot-lands, Noregs, Svíþjóðar,Grænlands, Íslands og Fær-eyja. Á Íslandi verða valin tilsamstarfs 2-3 sveitarfélög eðasvæði til að vinna að verkefn-inu. Verkefnið var lagt framtil kynningar á fundi atvinnu-málanefndar fyrir stuttu.

Mjög öflug sprengja varsprengd við Hafnarstræti á

Ísafirði um miðja síðustuviku. Að sögn ÖnundarJónssonar yfirlögreglu-

þjóns á Ísafirði hafði svo-kallaðri rörasprengju verið

komið fyrir í ruslafötu áljósastaur gegnt Bensín-

stöðinni á Ísafirði. Svoöflug var sprengingin að

hún heyrðist um alla eyr-ina og víðar. Samstundis

bárust margar tilkynn-ingar um sprengjuna frá

íbúum. Rusl sem í fötunnivar dreifðist mjög víða ogendar sprengjunnar hafaekki fundist. Fjórir ungir

menn, 16 og 17 ára gamlir,

voru yfirheyrðir hjá lög-reglunni á Ísafirði vegnamálsins og tengdust þeir

allir málinu á einn eðaannan hátt. Þegar rann-

sókn þess verður að fullulokið verður það sent lög-

reglustjóra sem ákveðurframhald málsins. „Þessi

sprenging á sér stað á þeimtíma sem nokkur umferð

er ennþá í bænum og húner sprengd við mestu um-ferðargötu bæjarins. Þaðer einstakt lán að enginn

skuli hafa slasast í spreng-ingunni og víst er að það erekki sprengjuvörgunum að

kenna“, segir Önundur.– [email protected]

Sprengja sprengd við Hafnarstræti

Bútur úr rörasprengjunni sem fannst á vettvangi.

Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.,

Tapið á síðasta ári namríflega helmingi af tekjum

Einkahlutafélagið Fasteign-ir Ísafjarðarbæjar var rekiðmeð rúmlega 27,4 milljónakróna tapi á síðasta ári sem errúmlega 59% af tekjum fé-lagsins. Þetta kom fram á aðal-fundi félagsins sem haldinnvar fyrir nokkru. Félagið tóktil starfa í júlímánuði á síðastaári og nær ársreikningur fé-lagsins því einungis yfir tíma-bilið frá júlí til ársloka.

Heildartekjur félagsinsnámu rúmum 46 milljónumkróna þar af voru húsaleigu-tekjur rúmar 35,8 milljónirkróna. Rekstur fasteigna fé-lagsins kostaði rúmar 17,2milljónir króna, laun og launa-tengd gjöld voru rúmar 4,4milljónir króna, skrifstofu-kostnaður var tæpar 1,2 millj-ónir króna og tap af sölu eignavar rúmar 4,4 milljónir króna.Afskriftir voru rúmar 17,4milljónir króna. Fjármagns-kostnaður félagsins var rúmar28,6 milljónir króna. Tap fé-lagsins nam því eins og áðursagði rúmum 27,4 milljónumkróna. Í árslok voru í eigu fé-lagsins alls 183 íbúðir. Bók-fært verð þeirra var um áramótrúmir 1,424 milljarðar krónaeða rúmar 7,7 milljónir krónahver íbúð. Í árslok 2003 skuld-aði félagið Íbúðalánasjóði

1.348 milljónir króna. Heildar-skuldir félagsins á sama tímavoru 1.416 milljónir króna.

Í skýrslu félagsins kemurfram að rekstur félagslegrahúseigna Ísafjarðarbæjar hafiverið afar þungur í ára raðir og

meðgjöf sveitarfélagsins tilhúsnæðisnefndar hafi veriðtugir milljóna króna á árihverju. Þá segir í skýrslunniað því miður séu ekki þær for-sendur í augsýn nú að snöggbreyting verði þar á til batnað-

ar. Þá kemur fram að enn hvíliinnlausnarskylda á 17 íbúðum.Stjórnarformaður FasteignaÍsafjarðarbæjar ehf. er Þorleif-ur Pálsson og framkvæmda-stjóri er Gísli Jón Hjaltason.

[email protected]

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Þar eru Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf., með aðsetur.

47.PM5 12.4.2017, 10:4810

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 1111111111

Kvikmyndagerðin nærgjörsamlega tökum á manni

Jóhannes Jónsson á Ísafirðier sjálflærður kvikmyndagerð-armaður og það var ástríðahans á kvikmyndun sem varðtil þess að hann setti á fótfyrirtækið Digi-film. Hannhefur unnið meðal annars aðheimildamyndum og þáttumog þar er skemmst að minnastaldamótamyndarinnar, stutt-myndar sem Digi-film fram-leiddi í samvinnu við Kóm-edíuleikhúsið og frumsýnd varundir berum himni á Heima-stjórnarafmælinu á Ísafirði ísumar. Þegar fréttir eru sýndarfrá Ísafirði eru allar líkur á aðJóhannes hafi tekið þær uppog klippt. Einnig er hanntæknimaður hjá Svæðisút-varpinu og í fullu starfi hjáSímanum og lærður símsmið-ur.

Blaðamaður fékk þúsund-þjalasmiðinn til að taka sérhlé frá annríkinu til að spjallaum ástríðuna á kvikmyndunog upphafið að henni.

– Í hverju felst starf þitt?„Fyrirtækið mitt heitir Digi-

Film og ég kvikmynda og vinnefni fyrir hina og þessa aðila.Ég er með kvikmyndagerð ogmargmiðlunargerð. Geri kynn-ingarefni fyrir fyrirtæki, bæðiþá í kvikmyndun og klippinguog svo margmiðlun, en þa´meðmargmiðlunardiska en ekkiheimasíðugerð eða slíkt. Núer ég að vinna við heimilda-mynd, búinn að taka uppmegnið af henni og er nú aðbyrja að klippa og á eftir ein-hverjar tökur. Hún tengistMN-hátíðinni sem var í júníog það er í sjálfu sér ekki mikiðað segja frá núna. Ferlið viðgerð svona myndar er langt.

Einnig er hafin vinna viðundirbúning að annarri heim-ildamynd, sem ég mun vinna ísamstarfi við Finnboga Her-mannsson. Fleiri verkefni eruí skoðun með ýmsum aðilum.Síðan er ég þjónustuaðili fyrirRíkissjónvarpið þar sem ég séum að kvikmynda og klippafyrir þá fréttaefni og annaðtilfallandi. Ég sendi því tilbún-ar fréttir til þeirra frá Ísafirði.Einnig er ég tæknimaður hjáRíkisútvarpinu.

Í fyrstu hafði ég áhuga áljósmyndun en um árið 1995fór ég að spá í að það vantaðialltaf fréttamyndir frá Vest-fjörðum á Stöð 2. Þá komst égað því að það var enginn aðvinna fyrir Stöð 2 á svæðinu.Ég keypti mér vél, hringdi ogbauð mig fram. Þannig byrjaðiþað og hefur undið upp á sigsíðan. Eftir því sem það varðmeira að gera fór ég út í aðbæta við og koma mér uppöflugri búnaði. Það tók mig

langan tíma að koma mér uppþeim búnaði sem ég hef núnaenda eru svona tæki mjög dýr.Huga þarf að tökubúnaði,klippibúnaði, ljósabúnaði oghljóðbúnaði og það er ýmislegtfleira sem tínist til. Í Reykjavíker krökkt af kvikmyndagerðar-mönnum og þar er mikil sam-vinna á milli þeirra, þó að þaðsé oft stríð líka. Hér eru ekkimargir í þessum bransa. Þaðer ekki óalgengt að sami mað-urinn sjái um kvikmyndatök-una, klippinguna og hljóðiðog allt sem til þarf þar semmikið er um einyrkja í þessumbransa.“

Ekki hægt að lítaEkki hægt að lítaEkki hægt að lítaEkki hægt að lítaEkki hægt að lítaá þetta sem hobbýá þetta sem hobbýá þetta sem hobbýá þetta sem hobbýá þetta sem hobbý

– Leitar þú til annarra vegnaverkefna eða koma aðilar tilþín?

„Það er eiginlega á báðabóga. Algengara er að leitaðsé til mín og það kemur fyrirað ég fæ hugmyndir sem égget ekki unnið einn að. Þá leitaég til fólks. Við vinnslu frétt-anna er ég hins vegar fyrst ogfremst kvikmyndatökumaðurog klippari. Fréttamennirnirhjá Ríkisútvarpinu á Ísafirðisjá alfarið um fréttaleitina ogúrvinnslu þeirra. Æskilegt er íþessari vinnu að það sé frétta-maður sem sinni sínu starfi ogtökumaður sem sinni sínu,enda hafa þeir báðir í nógu aðsnúast. Það flýtir ferlinu aðgeta einbeitt sér að sínu hlut-verki og útkoman verður einn-ig betri.“

– Ertu þá fullbúinn til þessað taka kvikmynd í fullrilengd?

„Tæknilega séð er ég tilbú-inn fyrir það þar sem mikið erfarið að taka þær upp stafrænten ekki einungis filmu eins ogáður. Einnig er hægt að leigjabúnað sem vantar ef hann erekki til staðar. En við gerðbíómyndar þarf heilmikið lið,sérstaka hljóðmenn, ljósa-menn og fleiri sem tæki oflangan tíma að telja upp hér.Við eigum nú reyndar nóg affæru fólki hér fyrir vestan semgæti hlaupið í það. Við vinnsluheimildamyndarinnar semtengist MN-hátíðinni erum viðbara tveir. Elfar Logi Hannes-son og ég.“

– Ertu sjálfmenntaður íkvikmyndagerð?

„Já, ég hef lært þetta sjálfurmeð tímanum. Það hefur þóalltaf verið draumur að fara ískóla og læra á allt betur. Enþað hefur ekki gefist tími til.Ég er einnig símsmiður í fullustarfi hjá Landssímanum. Það

er í mörg horn að líta.“– Er þetta þá bara áhugamál?„Nei alls ekki, það myndi

aldrei ganga. Ég þarf að standaundir þeim fjárfestingum semég hef farið í. Það er mikillkostnaður að reka fyrirtækið,eins og með rekstur almennt.Ég leigi húsnæði og þarf aðendurnýja tækjabúnaðinnreglulega og auka við hann.Þó að þetta sé gríðarlegtáhugamál hjá mér, þá þýðirekki að líta á þetta sem hobbý,það myndi aldrei ganga upp.Oft er því fullmikið að geraþví að fjölskyldan þarf sínaathygli og sinn tíma líka. Égnýti allan þann tíma sem égmögulega get til þess að verameð fjölskyldunni. Annríkiðbitnar því mest á áhugamálummínum, eins og til dæmis skot-veiðinni og skotfimi. Það verð-ur svo bara að koma í ljóshvort sá tími komi þar sem égget eingöngu sinnt Digi-Film.

Kvikmyndagerðin nær gjör-samlega tökum á manni. Al-veg frá því að ég byrjaði hefég verið ánetjaður henni. Égvar með annað fyrirtæki semhét Kerfislagnir þegar ég byrj-aði í kvikmyndatökunni enfékk svo gríðarlegan áhuga áhenni að Kerfislagnir duttuupp fyrir.“

Svarthvítar myndirSvarthvítar myndirSvarthvítar myndirSvarthvítar myndirSvarthvítar myndireru uppáhaldiðeru uppáhaldiðeru uppáhaldiðeru uppáhaldiðeru uppáhaldið

– Nú varst þú mikið í ljós-myndun, nýtist það þér viðkvikmyndagerðina?

Jóhannes Jónsson á vinnu-stofu sinni hjá Digi-Film áÍsafirði.

47.PM5 12.4.2017, 10:4811

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 20041212121212

STAKKUR SKRIFAR

Fyrirgefðu Magnús Reynir!StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur

ritað vikulega pistla íBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins bestaBæjarins besta í mörg

ár. Skoðanir hans ámönnum og málefn-

um hafa oft veriðumdeildar og vakið

umræður. Þær þurfaalls ekki að fara

saman við skoðanirútgefenda blaðsins.Þrátt fyrir það bera

ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á

skrifum Stakks Stakks Stakks Stakks Stakks ámeðan hann notar

dulnefni sitt.

SmáauglýsingarÓska eftir að taka á leigu litlaÓska eftir að taka á leigu litlaÓska eftir að taka á leigu litlaÓska eftir að taka á leigu litlaÓska eftir að taka á leigu litlaíbúð eða herbergi frá áramótum.íbúð eða herbergi frá áramótum.íbúð eða herbergi frá áramótum.íbúð eða herbergi frá áramótum.íbúð eða herbergi frá áramótum.Má gjarnan vera með húsgögnum.Má gjarnan vera með húsgögnum.Má gjarnan vera með húsgögnum.Má gjarnan vera með húsgögnum.Má gjarnan vera með húsgögnum.Uppl. í símum 456 3112 eðaUppl. í símum 456 3112 eðaUppl. í símum 456 3112 eðaUppl. í símum 456 3112 eðaUppl. í símum 456 3112 eða863 3812.863 3812.863 3812.863 3812.863 3812.

Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.2003, ekinn 23 þús. km., sjálf-2003, ekinn 23 þús. km., sjálf-2003, ekinn 23 þús. km., sjálf-2003, ekinn 23 þús. km., sjálf-2003, ekinn 23 þús. km., sjálf-skiptur, litað gler og álfelgur.skiptur, litað gler og álfelgur.skiptur, litað gler og álfelgur.skiptur, litað gler og álfelgur.skiptur, litað gler og álfelgur.Dráttarkúla. Mjög gott eintak.Dráttarkúla. Mjög gott eintak.Dráttarkúla. Mjög gott eintak.Dráttarkúla. Mjög gott eintak.Dráttarkúla. Mjög gott eintak.Upplýsingar í síma 456 4266Upplýsingar í síma 456 4266Upplýsingar í síma 456 4266Upplýsingar í síma 456 4266Upplýsingar í síma 456 4266og 898 9994.og 898 9994.og 898 9994.og 898 9994.og 898 9994.

Til sölu eru allir árgangar af BBTil sölu eru allir árgangar af BBTil sölu eru allir árgangar af BBTil sölu eru allir árgangar af BBTil sölu eru allir árgangar af BBog Vestfirska fréttablaðinu fráog Vestfirska fréttablaðinu fráog Vestfirska fréttablaðinu fráog Vestfirska fréttablaðinu fráog Vestfirska fréttablaðinu frástofnun til ársins 1996. Uppl. ístofnun til ársins 1996. Uppl. ístofnun til ársins 1996. Uppl. ístofnun til ársins 1996. Uppl. ístofnun til ársins 1996. Uppl. ísíma 566 8299.síma 566 8299.síma 566 8299.síma 566 8299.síma 566 8299.

Til sölu eru þrjú 31" lítið notuðTil sölu eru þrjú 31" lítið notuðTil sölu eru þrjú 31" lítið notuðTil sölu eru þrjú 31" lítið notuðTil sölu eru þrjú 31" lítið notuðnagladekk. Tilboð óskast. Uppl.nagladekk. Tilboð óskast. Uppl.nagladekk. Tilboð óskast. Uppl.nagladekk. Tilboð óskast. Uppl.nagladekk. Tilboð óskast. Uppl.í síma 846 0793.í síma 846 0793.í síma 846 0793.í síma 846 0793.í síma 846 0793.

Til sölu er Skidoo MXZ vélsleðiTil sölu er Skidoo MXZ vélsleðiTil sölu er Skidoo MXZ vélsleðiTil sölu er Skidoo MXZ vélsleðiTil sölu er Skidoo MXZ vélsleðiárg. 1998, ekinn 3000 mílur.árg. 1998, ekinn 3000 mílur.árg. 1998, ekinn 3000 mílur.árg. 1998, ekinn 3000 mílur.árg. 1998, ekinn 3000 mílur.Verð kr. 300 þús. Upplýsingar íVerð kr. 300 þús. Upplýsingar íVerð kr. 300 þús. Upplýsingar íVerð kr. 300 þús. Upplýsingar íVerð kr. 300 þús. Upplýsingar ísíma 846 0793.síma 846 0793.síma 846 0793.síma 846 0793.síma 846 0793.

Til sölu er 3ja sæta Lazy boy sófi.Til sölu er 3ja sæta Lazy boy sófi.Til sölu er 3ja sæta Lazy boy sófi.Til sölu er 3ja sæta Lazy boy sófi.Til sölu er 3ja sæta Lazy boy sófi.Upplýsingar í símum 456 4208Upplýsingar í símum 456 4208Upplýsingar í símum 456 4208Upplýsingar í símum 456 4208Upplýsingar í símum 456 4208eða 894 4208.eða 894 4208.eða 894 4208.eða 894 4208.eða 894 4208.

Til sölu er Volvo 460 GLE árg.Til sölu er Volvo 460 GLE árg.Til sölu er Volvo 460 GLE árg.Til sölu er Volvo 460 GLE árg.Til sölu er Volvo 460 GLE árg.1994, ekinn 170 þús. km., sjálf-1994, ekinn 170 þús. km., sjálf-1994, ekinn 170 þús. km., sjálf-1994, ekinn 170 þús. km., sjálf-1994, ekinn 170 þús. km., sjálf-skiptur með 2000 vél. Upplýs-skiptur með 2000 vél. Upplýs-skiptur með 2000 vél. Upplýs-skiptur með 2000 vél. Upplýs-skiptur með 2000 vél. Upplýs-ingar í síma 893 3609.ingar í síma 893 3609.ingar í síma 893 3609.ingar í síma 893 3609.ingar í síma 893 3609.

Óska eftir 3ja herb. íbúð til leiguÓska eftir 3ja herb. íbúð til leiguÓska eftir 3ja herb. íbúð til leiguÓska eftir 3ja herb. íbúð til leiguÓska eftir 3ja herb. íbúð til leiguá eyrinni á Ísafirði fyrir tvo reglu-á eyrinni á Ísafirði fyrir tvo reglu-á eyrinni á Ísafirði fyrir tvo reglu-á eyrinni á Ísafirði fyrir tvo reglu-á eyrinni á Ísafirði fyrir tvo reglu-sama námsmenn. Þarf að verasama námsmenn. Þarf að verasama námsmenn. Þarf að verasama námsmenn. Þarf að verasama námsmenn. Þarf að veralaus í janúar. Uppl. gefur Ásthild-laus í janúar. Uppl. gefur Ásthild-laus í janúar. Uppl. gefur Ásthild-laus í janúar. Uppl. gefur Ásthild-laus í janúar. Uppl. gefur Ásthild-ur í síma 616 1931 eða Marta íur í síma 616 1931 eða Marta íur í síma 616 1931 eða Marta íur í síma 616 1931 eða Marta íur í síma 616 1931 eða Marta ísíma 848 2313.síma 848 2313.síma 848 2313.síma 848 2313.síma 848 2313.

Til sölu er Subaru Legacy, stationTil sölu er Subaru Legacy, stationTil sölu er Subaru Legacy, stationTil sölu er Subaru Legacy, stationTil sölu er Subaru Legacy, stationárg. 1998, sjálfskiptur. Uppl. íárg. 1998, sjálfskiptur. Uppl. íárg. 1998, sjálfskiptur. Uppl. íárg. 1998, sjálfskiptur. Uppl. íárg. 1998, sjálfskiptur. Uppl. ísíma 696 9955 og 868 1213.síma 696 9955 og 868 1213.síma 696 9955 og 868 1213.síma 696 9955 og 868 1213.síma 696 9955 og 868 1213.

Til sölu eru fjögur lítið notuðTil sölu eru fjögur lítið notuðTil sölu eru fjögur lítið notuðTil sölu eru fjögur lítið notuðTil sölu eru fjögur lítið notuð31" vetrardekk á 16" álfelgum31" vetrardekk á 16" álfelgum31" vetrardekk á 16" álfelgum31" vetrardekk á 16" álfelgum31" vetrardekk á 16" álfelgumundan Land Cruiser 90. Uppl.undan Land Cruiser 90. Uppl.undan Land Cruiser 90. Uppl.undan Land Cruiser 90. Uppl.undan Land Cruiser 90. Uppl.gefur María í síma 456 3486.gefur María í síma 456 3486.gefur María í síma 456 3486.gefur María í síma 456 3486.gefur María í síma 456 3486.

Nudd! Þar sem ég hef nú selt SólNudd! Þar sem ég hef nú selt SólNudd! Þar sem ég hef nú selt SólNudd! Þar sem ég hef nú selt SólNudd! Þar sem ég hef nú selt Sól& fegurð, hef ég opnað nudd-& fegurð, hef ég opnað nudd-& fegurð, hef ég opnað nudd-& fegurð, hef ég opnað nudd-& fegurð, hef ég opnað nudd-stofu á heimili mínu. Uppl. gefurstofu á heimili mínu. Uppl. gefurstofu á heimili mínu. Uppl. gefurstofu á heimili mínu. Uppl. gefurstofu á heimili mínu. Uppl. gefurSigga Maja í síma 899 3081.Sigga Maja í síma 899 3081.Sigga Maja í síma 899 3081.Sigga Maja í síma 899 3081.Sigga Maja í síma 899 3081.

Spilavist verður haldin í FélagsbæSpilavist verður haldin í FélagsbæSpilavist verður haldin í FélagsbæSpilavist verður haldin í FélagsbæSpilavist verður haldin í Félagsbæá Flateyri sunnudaginn 21. nóv.á Flateyri sunnudaginn 21. nóv.á Flateyri sunnudaginn 21. nóv.á Flateyri sunnudaginn 21. nóv.á Flateyri sunnudaginn 21. nóv.kl. 15. Nefndin.kl. 15. Nefndin.kl. 15. Nefndin.kl. 15. Nefndin.kl. 15. Nefndin.

Til sölu er Suzuki Vitara árg. 95,Til sölu er Suzuki Vitara árg. 95,Til sölu er Suzuki Vitara árg. 95,Til sölu er Suzuki Vitara árg. 95,Til sölu er Suzuki Vitara árg. 95,breyttur á 30". Góð sumar- ogbreyttur á 30". Góð sumar- ogbreyttur á 30". Góð sumar- ogbreyttur á 30". Góð sumar- ogbreyttur á 30". Góð sumar- ogvetrardekk fylgja. Tilboð óskast.vetrardekk fylgja. Tilboð óskast.vetrardekk fylgja. Tilboð óskast.vetrardekk fylgja. Tilboð óskast.vetrardekk fylgja. Tilboð óskast.Uppl. í símum 456 4324 eðaUppl. í símum 456 4324 eðaUppl. í símum 456 4324 eðaUppl. í símum 456 4324 eðaUppl. í símum 456 4324 eða846 7479 á kvöldin.846 7479 á kvöldin.846 7479 á kvöldin.846 7479 á kvöldin.846 7479 á kvöldin.

Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.Til sölu er Subaru Legacy árg.1997. Gott eintak. Sjálfskiptur.1997. Gott eintak. Sjálfskiptur.1997. Gott eintak. Sjálfskiptur.1997. Gott eintak. Sjálfskiptur.1997. Gott eintak. Sjálfskiptur.Uppl. í símum 456 4095 eðaUppl. í símum 456 4095 eðaUppl. í símum 456 4095 eðaUppl. í símum 456 4095 eðaUppl. í símum 456 4095 eða660 7445.660 7445.660 7445.660 7445.660 7445.

Aðventufagnaður Grunnvíkinga-Aðventufagnaður Grunnvíkinga-Aðventufagnaður Grunnvíkinga-Aðventufagnaður Grunnvíkinga-Aðventufagnaður Grunnvíkinga-félagsins verður haldinn í Sigurð-félagsins verður haldinn í Sigurð-félagsins verður haldinn í Sigurð-félagsins verður haldinn í Sigurð-félagsins verður haldinn í Sigurð-arbúð sunnudaginn 28. nóvem-arbúð sunnudaginn 28. nóvem-arbúð sunnudaginn 28. nóvem-arbúð sunnudaginn 28. nóvem-arbúð sunnudaginn 28. nóvem-ber.ber.ber.ber.ber.

Tíu mánaða gamall Bordier CollieTíu mánaða gamall Bordier CollieTíu mánaða gamall Bordier CollieTíu mánaða gamall Bordier CollieTíu mánaða gamall Bordier Colliehundur fæst gefins. Uppl. í símahundur fæst gefins. Uppl. í símahundur fæst gefins. Uppl. í símahundur fæst gefins. Uppl. í símahundur fæst gefins. Uppl. í síma862 2061 og 897 9519.862 2061 og 897 9519.862 2061 og 897 9519.862 2061 og 897 9519.862 2061 og 897 9519.

Aðalfundur Styrktarsjóðs Tónlist-Aðalfundur Styrktarsjóðs Tónlist-Aðalfundur Styrktarsjóðs Tónlist-Aðalfundur Styrktarsjóðs Tónlist-Aðalfundur Styrktarsjóðs Tónlist-arskóla Ísafjarðar verður haldinnarskóla Ísafjarðar verður haldinnarskóla Ísafjarðar verður haldinnarskóla Ísafjarðar verður haldinnarskóla Ísafjarðar verður haldinní dag, miðvikudaginn 17. nóv.í dag, miðvikudaginn 17. nóv.í dag, miðvikudaginn 17. nóv.í dag, miðvikudaginn 17. nóv.í dag, miðvikudaginn 17. nóv.kl. 20 í Tónlistarskólanum.kl. 20 í Tónlistarskólanum.kl. 20 í Tónlistarskólanum.kl. 20 í Tónlistarskólanum.kl. 20 í Tónlistarskólanum.

Miðill: Valgarðr Einarsson miðillMiðill: Valgarðr Einarsson miðillMiðill: Valgarðr Einarsson miðillMiðill: Valgarðr Einarsson miðillMiðill: Valgarðr Einarsson miðillverður á Ísafirði 23.-27. nóv.verður á Ísafirði 23.-27. nóv.verður á Ísafirði 23.-27. nóv.verður á Ísafirði 23.-27. nóv.verður á Ísafirði 23.-27. nóv.Tímapantanir í síma 456 4245.Tímapantanir í síma 456 4245.Tímapantanir í síma 456 4245.Tímapantanir í síma 456 4245.Tímapantanir í síma 456 4245.

„Að mörgu leyti get ég nýttmér það. Margt er svipað meðþessu tvennu en samt er þaðgjörólíkt. Það þarf að huga aðmörgum öðrum og ólíkumþáttum þegar tekin er kvik-mynd en þegar tekin er kyrr-mynd. Ég er samt ekki að segjaað ljósmyndun sé auðveld, allsekki. Leggja þarf metnað ogvinnu til að skila góðum ljós-myndum rétt eins og kvik-myndum.“

– Nú sást þú um undirbúningfyrir kvikmyndahátíð á MN-hátíðinni. Hefur þú mikinnáhuga fyrir kvikmyndum?

„Ég hef mjög mikinn áhugafyrir kvikmyndum. Mikinnáhuga á heimildamyndum,helst gömlum, og svarthvítareru uppáhaldið mitt. Ég hefgaman af að sjá íslenskar kvik-myndir og þá er skemmtilegtað sjá hvernig þróunin í gerðþeirra hefur verið. Íslenskarkvikmyndir verða alltaf stærriog stærri. Ég hef gaman af aðsjá eldri myndir sem góðir hafastaðið að. Eins og myndirnarhans Friðriks Þórs enda ákvaðég að taka hann fyrir á kvik-myndahátíðinni Bíódagar íjúní síðastliðnum þegar mérbauðst að taka að mér undir-búning fyrir hátíðina. Það gekkágætlega. Að vísu var stutturfyrirvari og það var mikið aðgerast þá daga sem hátíðin stóðyfir, þannig að aðsóknin hefðimátt vera betri. Tímasetninginvar ekki alveg rétt hugsuð enþetta var góð reynsla sem nýt-ist manni bara næst. Áætlað erað halda aðra svipaða kvik-myndahátíð á næsta ári en égveit ekki hvort ég muni hafatíma til að standa að undir-búningi fyrir hana. Það verðurbara að koma í ljós hvort að égkem að því á einhvern hátt.Eins og staðan er í dag sé égekki fram á að hafa tíma í það.Ekki það að ég hafi ekki áhugaþví, það er mjög gaman aðtaka þátt í svona verkefnum.“

– Áttu þér einhvern uppá-halds kvikmyndagerðarmann?

„Engan sérstakan því þeireru svo margir góðir. Það erlíka svo margt sem ég á horfiá, það þarf ekki endilega aðvera góður söguþráður. Efmyndin er tæknilega flott get

ég notið hennar. Ég hef mjöggaman af Quentin Tarantino,hann gerir mjög sérstakar ogflottar myndir. Þær eru mjögöðruvísi og flestar mjögskemmtilegar. Þó hef ég aldreihaldið upp á neinn sérstakanleikstjóra met bara myndirnarhverja fyrir sig. Ein uppáhalds-myndin mín heitir Svarturköttur, hvítur köttur. Hún erkannski ekkert sérstök kvik-myndalega séð en hún er bestagamanmynd sem ég hef séð.Annars eru kvikmyndir svomisjafnar.

Það er ekki hægt að berasaman íslenskar myndir viðdæmigerðar Hollywood-myndir. Margt skilur þær aðog þar ræður fjármagniðmiklu. Fjöldi leikara og mikiðlið vinnur við Hollywood-myndina og tökumaður stend-ur til dæmis bara við mynda-vélina. Hann hleypur ekkerttil og hjálpar ljósamanninumeða eitthvað svoleiðis. Ef þúert tökumaður, þá ertu ekkertannað. Eftir því sem mér skilstallavega. Gaman væri að fá aðprófa að vinna við slíka mynd.Þó ekki væri nema bara aðhalda á hljóðnema eða ein-hverju. Bara til að sjá hvernighlutirnir ganga fyrir sig.“

Krefjandi ogKrefjandi ogKrefjandi ogKrefjandi ogKrefjandi ogmeira spennandimeira spennandimeira spennandimeira spennandimeira spennandi

– Er eitthvað sem þér finnstskemmtilegra að gera en ann-að?

„Ég geri nú eiginlega ekkiupp á milli. Mjög gaman er aðgera þátt eða heimildarmynd.Það er vinna sem tekur langantíma og lögð er miklu meirivinna í en venjulega töku. Ferl-ið er mun lengra og það þarfað passa mun meira upp á lýs-ingu, hljóð og slíkt og einniger úrvinnslan meiri. Þau verk-efni eru krefjandi og meiraspennandi. Aldamótamyndinasem gerð var í tengslum viðheimastjórnarafmælið varmjög skemmtilegt að vinnavið. Við reyndum að gera hanaeins og hún væri tekin upp áþeim tíma og í þeim gæðumsem því fylgir. Til dæmis voruþeir ekki með þrífót eins og

við erum með í dag og því eruallar hreyfingar mjög rykkjótt-ar. Þegar hún var sýnd áheimastjórnarafmælinu var ofmikil birta og því naut hún sérekki sem skyldi. Kannski sér ílagi af því að hún var svarthvítog það sáust ekki greinilegaútlínur. Hún var náttúrlegasýnd undir berum himni ogklukkutíma síðar var orðið næraldimmt.

Þetta var svekkjandi en viðlærum af reynslunni. Mjöggaman var að taka þátt í verk-efninu. Það tók sinn tíma að fámyndina eins og ég vildi hafahana. Það þurfti að fá allt tilað spila saman svo að það virk-aði. Ekkert mál að taka barasvarthvíta mynd en það þurftiað gera það trúverðugt að húnhefði verið tekin upp um alda-mótin. Við fengum hóp úrvals-leikara til að leika í henni.Kristinn Níelsson og HermannÁsi Falsson sömdu tónlistinavið myndina og það kom mjögvel út.“

Ísafirði. Ég gerði einu sinniheiðarlega tilraun til þess aðflytja suður en kom aftur eftirfimm mánuði með skottið ámilli lappanna. Það var ekkifyrir mig að búa í Reykjavík,mér fannst alltof mikið stressþar og þó að það sé nóg hægtað gera þar er ekki hægt aðslappa af. Gott að vera á Ísa-firði og frábært að ala uppbörn. Konan mín Íris Björk erúr Bolungarvík og við kynnt-umst þegar hún var við nám íMenntaskólanum á Ísafirði.Hún fékk ekki að fara aftur útí Bolungarvík eftir að viðkynntumst. Við höfum búið áÍsafirði síðan og eigum eittbarn, hann Jón Hjört sem erfimm ára. Svo er annað barn áleiðinni sem er væntanlegt 17.janúar á næsta ári“, segir Jó-hannes, maðurinn sem er ísenn Ísfirðingur, fjölskyldu-maður, símsmiður og kvik-myndagerðarmaður.

[email protected]

Ætlaði að verða löggaÆtlaði að verða löggaÆtlaði að verða löggaÆtlaði að verða löggaÆtlaði að verða lögga– Mikill og flókinn tækja-

búnaður fylgir kvikmynda-gerðinni og því þarf kunnáttuá tæknivæddum hlutum.

„Ég er tækjaóður“, segir Jó-hannes og brosir, „ég hef gam-an af öllu tæknilegu. Alvegfrá því að ég var polli. Fiktaðivið að taka í sundur hljómtækiog slíkt heima og það kom oftreykur út úr herberginu hjámér.“

– Hvað ætlaðir þú að verðaþegar þú varst orðinn stór, varkvikmyndagerðarmaður á list-anum?

„Nei, það datt mér aldrei íhug. Ég ætlaði alltaf að verðalögga, það var mjög vinsæltþá. Ég byrjaði fyrir tvítugt hjáSímanum. Kunningi minnbyrjaði að vinna þar og þaðvantaði menn. Hann hringdi ímig og spurði hvort ég vildikoma. Síðan hef ég verið þar.Ég er fæddur og uppalinn á

Í síðastu viku birtist yfirlýsing frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, sem nú erbæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins á Ísafirði og hefur mikla reynslu af bæjarmálumá Ísafirði og í Ísafjarðarbæ. Hvatinn að yfirlýsingu hans, sem lesendur eru hvattirtil að kynna sér (BB 45. tbl. 10. nóvember 2004), er Stakkur í afmælisblaði BB,hinn 14. nóvember 2004 (46. tbl. 21. árgangs). Þar sagði meðal annars að margirhefðu kveinkað sér að óþörfu, einkum stjórnmálamenn bæði á Alþingi og í sveitar-stjórnum. Þar var einnig vikið að því að aðall blaða væri að veita aðhald og vorunokkur nöfn tilgreind, sem nefnd hafa verið síðasta áratuginn sem líklegir höfundar,þar á meðal nafn Magnúsar Reynis. Það var ekki tekið hér með honum til hnjóðs,heldur til hróss og virðingar, eins og öðrum tilnefndum. Margir hafa getið sér til aðhann kynni að vera sá eða einn þeirra sem halda um pennann. Það er miður að hannskuli hafa tekið nærri sér að vera getið í þessu samhengi. Fyrirgefðu MagnúsReynir Guðmundsson!

Hann gefur Stakki nafnið ,,óhróðurspistill”. Það er hans mat og við það situr.Lengi vel voru ritaðir nafnlausar greinar, en undir dulnefni, í bæjarblöðin á Ísa-firði. Þótti mörgum það gott á sínum tíma. Var þá stundum vegið að einstökumpersónum. Það er gerir Stakkur ekki og mun ekki gera. Hitt er annað mál að gagn-rýni kemur fram. Öll samfélagsumræða hlýtur að vera því marki brennd, að sittsýnist hverjum og seint verða allir menn sammála. Reyndar er þar ein undantekningá samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðisins um ábyrgð forsvarsmanna olíufé-laganna. Nánast hver einasti þátttakandi vildi kalla þá til ábyrgðar eða 99%. Sam-tíminn er einnig undir þá sök seldur að verða sögunni að bráð. Dómur hennar er

oftar en ekki annar en okkar sem lifum atburði og hrærumst í miðju átaka, um-ræðna og ákvarðana og hljótum þau örlög að lúta þeim. Því hefur oftar en ekkiverið haldið fram hér, að engu öðru verði trúað en því að allir sem fari með málalmennings og ákvarðanir þar að lútandi geri það eftir bestu samvisku og að sjálf-sögðu þekkingu, sem eðli málsins samkvæmt er háð stund og stað.

Með þessari framsetningu er ekki vegið að nokkrum einstökum manni eðamönnum yfirleitt. Einungis er um staðreynd að ræða sem ekki verður umflúin. Öllerum við á sama báti hvað þetta varðar. Í upphafi var vikið að reynslu MagnúsarReynis á sviði bæjarmála. Hann var um langt skeið bæjarritari á skrifstofu bæjar-stjórnar Ísafjarðarkaupstaðar, sem var forveri núverandi Ísafjarðarbæjar. Þargekk Magnús Reynir næstur bæjarstjóra að völdum þegar að því kom að sinnastarfi fyrir bæjarstjórnina og framkvæma ákvarðanir hennar samkvæmt umboðikjósenda.

Talsverðan hluta þess tíma var hann einnig varabæjarfulltrúi Framsóknar-flokksins og sat fundi bæjarstjórnar sem slíkur. Það er því eðlilegt að leggja viðeyrun þegar Magnús Reynir talar. Margt er honum til lista lagt og hann er þekkturog virtur sem snjall tónlistarmaður. Að honum hefur ekki verið vegið hér fremuren öðrum, hvort heldur stjórnmálamönnum eða þeim er annað starf stunda.

Stöðug framþróun leiðir nýjar staðreyndir í ljós, aðra sýn á liðna atburði, en tilbaka verður ekki snúið. Það vill þó stundum svo til að sannleikurinn er bitrasturokkur öllum. Svo einfalt er það.

47.PM5 12.4.2017, 10:4812

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 1313131313

Byggingarfulltrúi ogyfirmaður tæknideildar

Laust er til umsóknar starf byggingarfull-trúa og yfirmanns tæknideildar Bolungar-víkurkaupstaðar.

Starfslýsing:Yfirmaður verklegra framkvæmda. Yfirum-

sjón með umhverfismálum, veitum og fast-eignum eignasjóðs. Gerð áætlana um fram-kvæmdir og viðhald. Önnur tilfallandi verk-efni.

Menntunar- og hæfniskröfur:Byggingafræði eða byggingatæknifræði,

en önnur tæknimenntun kemur til greina.Hæfni til að vinna skipulega og stjórnaverkum. Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi.

Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofuBolungarvíkurkaupstaðar í síðasta lagifimmtudaginn 25. nóvember 2004. Umsókn-ir skulu merktar: Bolungarvíkurkaupstaður,Einar Pétursson, bæjastjóri, Aðalstræti 12,415 Bolungarvík.

Nánari upplýsingar veitir Einar Pétursson,bæjarstjóri í síma 450 7000.

Bolungarvíkurkaupstaður

Útgáfutónleikar MugisonsTónlistarmaðurinn Mugi-

son hélt útgáfutónleika ístóra sal Edinborgarhúss-ins á Ísafirði á laugardag.

Tónleikarnir eru þeirfyrstu í ferð Mugison um

landið. „Þetta var baragaman. Húsnæðið er

skemmtilegt og það mættutemmilega margir. Svo

vorum við veðurteppt oghefðum alveg verið til í aðvera það fram á fimmtu-

dag“, segir Örn ElíasGuðmundsson, eða Mugi-

son eins og hann er kall-aður. „Við spiluðum á

Egilsstöðum á mánudags-kvöld og á Seyðisfirði dag-inn eftir. Síðan verða tón-

leikar í Reykjavík á morg-un, fimmtudag og um helg-

ina verð ég á Sauðárkrókiog á Akureyri. Það

verður stuð, eða ég vonaþað.“ – [email protected]

Mugison tekur lagið á útgáfutónleikunum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

47.PM5 12.4.2017, 10:4813

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 20041414141414

> RÚV: 20. nóv. kl. 21:00

Michael segir frá tveimur blaða-mönnum og englasérfræðingi semfara til Iowa til að kanna hvað séhæft í sögusögnum um það að erki-engillinn Mikael búi þar með gam-alli konu. Það reynist rétt en Mikaeler ekki eins og þau bjuggust við hon-um. Hann reykir og drekkur, hefurafar virka kynhvöt og er kjaftformeð afbrigðum.

Erkiengillinn Michael

> Stöð 2: 20. nóv. kl. 21:50

Þjóðaröryggi er spennu- oghasarmynd þar sem grínið erekki langt undan. Myndinsegir frá Earl sem var rekinnúr lögregluskólanum ogstarfar nú sem öryggisvörð-ur. Þar hittir hann fyrirHank, fyrrverandi lögreglumann, sem fékk líka reisupass-ann. Þeir eiga ekkert sameiginlegt og útséð með árangur afsamstarfi þeirra. Aðalhlutverk: Martin Lawrence.

Þjóðhetjan Martin Lawrence

> Sýn: 20. nóv. kl. 12:20

Fimm beinar útsendingar fráheimsviðburðum í íþróttumeru á dagskrá Sýnar í dag.Það eru leikmenn Celtic ogRangers sem ríða á vaðið ískoska boltanum en síðantekur við heimsbikarinn íhandbolta. Átta bestu handboltaþjóðir heims etja kappi íSvíþjóð en í þeim úrvalshópi eru Íslendingar. Þá tekur viðspænski boltin og hnefaleikar Ronald Wright og Mosley.

Íþróttaveisla á Sýn

Helgarveðrið

Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Horfur á fimmtudag:Norðlæg átt, 5-15 m7s,

hvassast við austur-ströndina. Él á Norður- ogAusturlandi, en léttskýjað

sunnanlands.Frost 2-10 stig.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Hæg breytileg átt og

bjartviðri. Talsvert frost.Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:

Austan 8-13 m/s ogsnjókoma við suður-

ströndina. Hægviðri ogléttskýjað fyrir norðan.Frost 0-8 stig, kaldast

norðanlands.Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:

Austanátt og víða slyddaeða snjókoma. Hiti nálægt

frostmarki.Horfur á mánudag:

Norðanátt og kólnandiveður. Léttir víða til en él

norðaustanlands.

Spurningin

Netspurningin er birt vikulegaá bb.is og þar geta lesendur

látið skoðun sína í ljós. Aðeinser tekið við einu svari frá hverri

tölvu. Niðurstöðurnar erusíðan birtar hér.

Ertu ánægð(ur) meðað samrekstur ben-

sínstöðvarinnar á Ísa-firði hafi verið hætt?

Alls svöruðu 571.Já sögðu 448 eða 78%

Nei sögðu 49 eða 9%Skiptie engu sögðu

74 eða 13%

Kirkjustarf

Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja:Ísafjarðarkirkja: Guðsþjónusta sunnudag-

inn 21. nóv. kl. 11:00.Kirkjuskóli á sama tíma.

Tillaga að framkvæmdum við Grunn-skólann fyrir rúman milljarð króna

Byggingarnefnd Grunn-skóla Ísafjarðar gerir tillögurí húsnæðismálum skólansum framkvæmdir fyrir rúm-an einn milljarð króna ánæstu árum. Tillögurnefndarinnar eru unnar útfrá tillögum arkitektannaEinars Ólafssonar og ArnarÞórs Halldórssonar semhlutu fyrstu verðlaun í hug-myndasamkeppni semfram fór á árinu 2002. Sam-

komulag varð á milli höf-unda verðlaunatillögunnarað Einar myndi annast frek-ari útfærslu hennar. Í tillög-um nefndarinnar er bæðigert ráð fyrir nýbyggingumog einnig endurnýjun eldrahúsnæðis.

Þá eru í skýrslu nefndar-innar ræddar ýmsar hug-myndir vegna lóðar skól-ans. Sem dæmi má nefnaað ræddur er sá möguleiki

að loka Aðalstræti og Aust-urvegi á skólatíma og þann-ig verði hægt að nota göt-urnar sem leiksvæði. Þá ereinnig ræddur sá möguleikiað nota Austurvöll semhluta skólalóðarinnar enekki er neinu slegið föstuþar um vegna hugmyndaum stækkun Sundhallarinn-ar yfir á Austurvöll að því erfram kemur í skýrslunni.Rætt er að kaupa upp hús-

eignirnar að Silfurgötu 5,Brunngötu 20 og Skóla-götu 8.

Í skýrslunni er rætt um aðbreyta umferðarskipulagi áhorni Austurvegar og Nor-ðurvegar t.d. með hring-torgi. Í kostnaðaráætlunsem nefndin leggur framsegir að kostnaður nemium 1.000 milljónum krónaen jafnframt sagt að heild-armat á kostnaði fáist ekki

fyrr en teikningum mann-virkja verði lokið. Í þessumtölum er ekki gert ráð fyrirkostnaði við skólalóð. Máþví ætla að kostnaður viðþessar framkvæmdir nemirúmum einum milljarði.

Nefndin leggur til að núþegar verði boðin út bygg-ing nýs anddyris við gamlakaupfélagshúsið, svo oglóðarfrágangur við þaðhús. Þá telur nefndin nauð-

synlegt að hraða fram-kvæmdum við skólann ogað byggingartími verði ekkilengri en 4 ár til þess aðröskun á skólastarfi verðisem minnst. Á fundi bæjar-ráðs Ísafjarðarbæjar varákveðið að leggja það tilvið bæjarstjórn að byggingá nýju anddyri við Austur-veg 2 verði boðin út svo oglóðafrágangur við það húsog utanhússviðhald.

Kvenfélagið Ársól í BúdapestKvenfélagið Ársól á Suðureyri fór ásamt mökum tilBúdapest í Ungverjalandi helgina 29. október til 1.

nóvember sl. „Mjög skemmtileg ferð og mikil menning-arferð. Ekki var gert mikið úr verslunarferðum heldur

fórum við í Dónárdal, sigldum á Dóná, skoðuðummannlífið og fórum út að borða saman öll kvöldin“,

segir Bryndís Birgisdóttir hjá Ársól. Þá er þetta í þriðjasinn sem þær kvenfélagskonur fara í ferðir erlendis en

áður hafa þær farið til Amsterdam, Dublin og Edin-borgar. „Við söfnum okkur fyrir ferðunum með því aðbaka kökurnar sem við borðum á fundunum og borg-um svo fyrir þær. Þannig safnast jafnt og þétt í sjóð ogvið erum nú þegar byrjaðar að safna fyrir næstu ferð“,

segir Bryndís. Páll Önundarson ljósmyndari fór með íferðina og tók meðfylgjandi myndir.

47.PM5 12.4.2017, 10:4814

MIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKMIÐVIKUDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR UDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 1515151515

> Stöð 2: 21. nóv. kl. 21:30

Hryðjuverkaógn vofir yfir ogstríðið heldur áfram. Ímyndaflokknum sem BBC ogTNT framleiða í sameiningu,er fylgst með sérsveitarmönn-um sem heyja þessa miklubaráttu en verkefnin eruóþrjótandi. Maren Jackson, sérfræðingur í málefnumhryðjuverkamanna fer fyrir hópnum en hún nýtur aðstoð-ar valinkunna manna: Aðalhlutverk: Julianna Margulies.

Baráttan við hryðjuverkamenn

Sælkeri vikunnarer Auður Helga Ólafsdóttir á Ísafirði

Kjúklingurmeð sól-

þurrkuðumtómötum

Sportið í beinni

SkjárEinn:SkjárEinn:SkjárEinn:SkjárEinn:SkjárEinn:Laugardagur 20. nóv.:Kl. 12:45 – Enski boltinn:Man. Utd. – Charlton Athl.Kl. 15:00– Enski boltinn:Middlesbr. – Liverpool.Kl. 17:15 – Enski boltinn:Portsmouth – Man. City

Sunnudagur 21. nóv.:Kl. 16:05 – Enski boltinn:Blackburn – Birmingham

Mánudagur 22. nóv.:Kl. 22:30 – Enski boltinn:Aston Villa – Tottenham

Sýn:Sýn:Sýn:Sýn:Sýn:Laugardagur 20. nóv.:Kl. 12:20 – Skoski boltinn:Rangers – Celtic.Kl. 20:20 – Spænski boltinn:Barcelona – Real Madrid.Kl. 02:20 – Hnefaleikar:R. Wright – Shane Mosley.

Sunnudagur 21. nóv.:Kl. 19:50 – Ítalski boltinn:Inter Milan – Juventus.Kl. 21:55– Ameríski boltinn:NY Giants – Atlanta.

Þriðjudagur 23. nóv.:Kl. 19:30 – Meistardeildin:Monaco – Liverpool.

Canal+ Norge:Canal+ Norge:Canal+ Norge:Canal+ Norge:Canal+ Norge:Laugardagur 20. nóv.:Kl. 12:45 – Enski boltinn:Man. Utd. – CharltonKl. 15:00 – Enski boltinn:Chelsea – Bolton.

Sunnudagur 21. nóv.:Kl. 16:05 – Enski boltinn:Blackburn – Birmingham

Mánudagur 22. nóv.:Kl. 20:00 – Enski boltinn:Aston Villa – Tottenham

Canal+ Sport:Canal+ Sport:Canal+ Sport:Canal+ Sport:Canal+ Sport:Laugardagur 20. nóv.:Kl. 15:00 – Enski boltinn:Arsenal – WBAKl. 17:15 – Enski boltinn:Portsmouth – Man. City

Kanal 5 Svíþjóð:Kanal 5 Svíþjóð:Kanal 5 Svíþjóð:Kanal 5 Svíþjóð:Kanal 5 Svíþjóð:Laugardagur 20. nóv.:Kl. 15:00 – Sænski boltinn:Halmstad – Malmö.

Kanal 5 Danmörk:Laugardagur 20. nóv.:Kl. 12:45 – Enski boltinn:Man. Utd. – Charlton Athl.Kl. 21:00 – Spænski boltinn:Barcelona – R. Madrid.

TV4+ Svíþjóð:Sunnudagur 21. nóv.:Kl. 18:00 – Spænski boltinn:Athl. Madrid – NumanciaKl. 20:00 – Spænski boltinn:R. Sociedad – Athl. Bilbao

skrifa.comUpplýsingavefur

gervihnattafólksins

Afruglarar ·kort · brennarar og

allt annað til aðfullnýta búnaðinn.

Símar 893 5804 og482 3929 alla virka

daga frá kl. 13-23

Reykjavíkurborg · Umhverfis- og tæknisviðFasteignastofa

Eftirlit með verk-legum framkvæmdumRammasamningur – Forval nrRammasamningur – Forval nrRammasamningur – Forval nrRammasamningur – Forval nrRammasamningur – Forval nr. 13720. 13720. 13720. 13720. 13720

Fasteignastofa Reykjavíkurborgar, Fast-eignir ríkissjóðs og Framkvæmdasýsla rík-isins auglýsa eftir áhugasömum aðilum tilað hafa eftirlit með verklegum framkvæmd-um. Hér er um að ræða forval, þar sem eftir-litsaðilar verða valdir með tilliti til hæfni ogreynslu.

Að loknu forvali verða gerðir rammasamn-ingar til tveggja ára við allt að fimm eftirlits-aðila á hverju landsvæði. Þau eftirlitsverk,sem vinna þarf á viðkomandi svæði, verðasíðan boðin út milli þessara aðila í lokuðuútboði á samningstímanum.

Landsvæðin eru eftirfarandi: Höfuðborg-arsvæðið, Reykjanes, Vesturland, Vestfirðir,Norðurland vestra, Norðurland eystra, Aust-urland og Suðurland.

Til að verða valinn til eftirlitsstarfa á ákveðnulandsvæði þarf viðkomandi eftirlitsaðili aðhafa fasta starfsstöð á svæðinu.

Forvalsgögn verða til sýnis og sölu (ágeisladiski) á kr. 1.500.- hjá Ríkiskaupum,Borgartúni 7c, Reykjavík, frá og með þriðju-deginum 16. nóvember 2004. Einnig mánálgast þau án endurgjalds á heimasíðuRíkiskaupa, www.rikiskaup.is

Gögn sem aðilar óska eftir að verði metiní forvali skulu hafa borist til Ríkiskaupa eigisíðar en fimmtudaginn 9. desember 2004,kl. 14:00.

Uppskriftir sælkera vik-unnar eru að hennar sögn tilað vega á móti heilsufæðiÞórdísar sem var sælkeri ísíðustu viku. Auður býðurupp á gómsætan kjúklingaréttmeð sólþurrkuðum tómötum.Hún mælir með að hann séborinn fram með hrísgrjónumog fersku salati. Í eftirrétt erdísæt og ljúffeng Marskakasem er borin fram fryst.

Kjúklingur meðsólþurrkuðum

tómötum

KjúklingabringurRjómaostur með sólþurrk-uðum tómötumPestó, grænt og rauttRjómiSólþurrkaðir tómatarHvítlaukskrydd

Veltið kjúklingabringumupp úr pestó, kryddið meðhvítlauksdufti og smyrjið

rjómaosti inn í og setjið einnsólþurrkaðan tómat inn í. Vefj-ið upp og lokið með tann-stöngli. Bakið í ofni við 175°C þar til tilbúið. Sósa: Bræðiðrjómaost í potti og setjið rjómaút í ásamt sólþurrkuðum, nið-urbrytjuðum tómötum. Bragð-bætið með hvítlauk og pestó.

Marskaka4 eggjahvítur2 dl sykur1 dl púðursykur2 bollar Rice Crispies

Kremið:4 eggjarauður3 msk sykur60 g smjörlíki2 stk Mars súkkulaði

(100 g)1 peli rjómi

Þeytið eggjahvítur ogsykur vel saman, og bland-ið síðan Rice Crispies var-lega saman við. Skiptið ítvo botna og bakið við 150°C í eina klukkustund og 20mínútur. Þeytið eggjarauð-ur og sykur vel saman.Bræðið smjörlíkið og Marssúkkulaði saman og bætiðút í. Þeyttur rjómi og krem-ið sett á milli botnana ogkremið sett ofan á kökuna.Frystið.

Ég skora á ÁsthildiGestsdóttur á Ísafirði aðkoma með einn af sínumfrábæru fiskréttum.

Segja núverandi ástand standaframþróun byggðar fyrir dyrum

núverandi og áframhald-andi framþróun byggðarfyrir þrifum og geri búsetuog atvinnustarfsemi næstaómögulega. Jafnframt hafaþeir áhyggjur af fyrirsjáan-legri byggðaröskun vegnaþessa ástands í símamálum.

Í undirskriftarlistanumkemur fram að hraði núver-andi upphringisambands séeinungis um eða undir10.000 bætum á sekúnduog sambandið sé mjög stop-

sóknum þeirra um ISDNtengingar. Íbúarnir segjaað engin formleg svör hafiborist frá Símanum. Íbúarn-ir segja að núverandi á-stand í símamálum standi

Íbúar og aðstandendurfyrirtækja við innanvert Ísa-fjarðardjúp hafa sent Sím-anum undirskriftarlista þarsem þeir óska eftir svörumvið þriggja ára gömlum um-

ult. Vænta íbúar þess aðSíminn sjái sér fært að verðavið óskum þeirra hið fyrstasvo þeir geti metið grund-völl áframhaldandi byggð-ar á svæðinu með raunhæf-um hætti, eins og segir ítexta undirskriftarlistans.

Á fundi sveitarstjórnarSúðavíkurhrepps fyrir stuttuvar þessi undirskriftarlistikynntur og þar kom framsamkvæmt upplýsingumfrá Símanum að 70 sveita-

bæir njóti ekki viðunandinetsambands á landinu.Þar af eru 45 á Vestfjörð-um. Á fundinum tók sveit-arstjórn Súðavíkurhreppsundir áhyggjur íbúannaog beinir því til Símans aðathugað verði hvað þaðkostar að koma sveitabæj-um á Vestfjörðum í viðun-andi nettengisamband. Íframhaldinu verði tryggtfjármagn til þess að hægtverði að ráðast í úrbætur.

Samdrátt í október á milli áramá rekja til minni rækjuafla

Í október var landað5.278 tonnum af sjávar-fangi á Vestfjörðum. Í samamánuði í fyrra var landað5.621 tonni og nemursamdrátturinn því rúmum6% á milli ára. Af einstökumtegundum munar mestuum minni rækjuafla. Áþessu ári var landað 172tonnum af rækju en 479tonnum í fyrra.

Þorskafli jókst á milli áraúr 2.953 tonnum í 3.046

tonn í ár. Einnig var aukn-ing í ýsuafla. Í fyrra var land-að 1.466 tonnum af ýsu íoktóber en á þessu ári varaflinn 1.588 tonn. Fyrstu tíumánuði ársins var landað áhöfnum á Vestfjörðum50.292 tonnum af sjávar-fangi. Á sama tíma í fyrravar aflinn 55.292 tonn.Nemur samdrátturinn þvíum 8,5%.

Þrátt fyrir þennan sam-drátt varð aukning í þorsk-

afla um 7,4 %. Í ár varlandað 26.490 tonnumaf þorski en á sama tíma ífyrra var landað 24.657tonnum. Mikil aukning erí ýsuafla. Í fyrra var landað5.664 tonnum af ýsu en íár var landað 8.750 tonn-um. Hefur ýsuafli þvíaukist um 54% á milli ára.Steinbítsafli dregst mikiðsaman á milli ára ogsömu sögu er að segja afloðnu og rækju.

47.PM5 12.4.2017, 10:4815

Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk

www.bb.is – daglegar fréttir á netinuwww.bb.is – daglegar fréttir á netinu

Tæknifyrirtækið hotMobilemail hefur starfsemi í Bolungarvík

Býður þráðlausan aðgang aðtölvupósti fyrir lófatölvusíma

Tæknifyrirtækið hotMo-bilemail ehf., í Bolungarvíkhóf starfsemi á föstudag ogbýður almenningi og fyrir-tækjum aðgang að þráðlausumtölvupósti fyrir lófatölvusíma.Þjónustan er án endurgjaldsfyrir notendur, en tekjur fyrir-tækisins koma frá auglýsend-um sem auglýsa í tölvupóst-kerfi þess, að viðhöfðu sam-þykki notenda. Framkvæmda-stjóri fyrirtækisins er ElíasJónatansson iðnaðarverkfræð-ingur.

Undirbúningur að starfi fyr-irtækisins hefur staðið í tæptvö ár og hefur hann gengiðsamkvæmt áætlun að sögn Elí-asar. Undanfarna mánuði hef-ur verið unnið að aðlögun hug-búnaðar og undirbúningimarkaðssetningar. Hann segirlófatölvupóstkerfið afar einfaltí notkun og viðskiptavinirsímafyrirtækjanna Og Voda-fone og Símans geti notað þaðbæði á Íslandi og erlendis þarsem símafyrirtækin eru meðreikisamninga, að því gefnu

að þeir hafi til þess viðeiganditæki, sem er lófatölvusími.

Póstforrit hotMobilemail erað sögn Elíasar 4 – 10 sinnumhraðvirkara en þau póstforritsem samkeppnisaðilar bjóða ídag, auk þess sem flutt gagna-magn er að meðaltali 50%minna en gengur og gerist,sem er lykilatriði, því síma-fyrirtækin innheimta fyrirgagnamagn en ekki tengitíma.

Þjónustuver fyrirtækisins ogaðalstarfsstöð verður í Bol-ungarvík, en þar verður einnig

skrifstofuhald og fram-kvæmdastjórn. Sveinn Sigurð-ur Kjartansson tölvunarfræð-ingur hefur verið ráðinn að-stoðarframkvæmdastjóri fyrir-tækisins. Fleiri starfsmennhafa ekki verið ráðnir að fyrir-tækinu að svo stöddu en vonaster til að með tímanum skapiststörf í þjónustumiðstöð þess íBolungarvík. Elías segir aðþrátt fyrir bjartsýni um reksturfyrirtækisins hafi reynslankennt mönnum nauðsyn raun-sæis.

„Við erum sannfærðir umað við séum að bjóða við-skiptavinum okkar einfaldanog hraðvirkan hugbúnað semstendur framar því sem keppi-nautar okkar bjóða. Umfangstarfseminnar mun hinsvegarhelgast af því hversu margavið sannfærum um kosti okkarlausnar. Fjöldi þeirra sem viðsannfærum um ágæti okkarmun ráða því hversu margastarfsmenn við þurfum til þessað þjónusta okkar viðskipta-vini“, segir Elías. – [email protected]

Sushiverksmiðja Sindrabergs á Ísafirði

Aukin sala í kjölfar sjón-varpsþáttar í Þýskalandi

Sala á sushi frá verksmiðjuSindrabergs á Ísafirði hefuraukist nokkuð að undanförnuí kjölfar sýningar á vinsælumsjónvarpsþætti í Þýskalandiþar sem framleiðsla fyrirtæk-isins var kynnt. Elías Jóna-tansson framkvæmdastjóri

Sindrabergs ehf. segir að þráttfyrir að erfitt sé að segja til umaf hverju breyting verði ámarkaðnum megi að öllum lík-indum þakka söluaukningu aðundaförnu umfjöllun þeirrisem framleiðsla fyrirtækisinsfékk í sjónvarpsþættinum.

„Við fundum að smásalajókst mjög fljótt eftir þáttinnog sala í veitingahús hefureinnig verið að aukast en þareru hlutirnir lengur að gerast.Þessi þáttur var auðvitað mjöggóð auglýsing og við erumauðvitað ánægðir með alla já-

kvæða umfjöllun. Við erumþví hóflega bjartsýn á aðþessi góða umfjöllun hafitil langframa styrkt okkur ísessi á þeim erfiða ogkröfuharða markaði semvið erum að vinna á í Evr-ópu“, segir Elías. – [email protected]

Kennarar í Grunnskólanum á Ísafirði mættu svartklæddir til vinnu á mánudagsmorgun.

Grunnskólakennarar á Ísafirði

Mættu svartklæddirtil vinnu eftir verkfall

Kennarar mættu svart-klæddir til vinnu í Grunnskól-anum á Ísafirði á mánudags-morgun, fyrsta starfsdag eftirað frumvarp um lagasetninguá kjaradeilu kennara var sam-þykkt á alþingi. „Nærri þvíallir mættu til vinnu nema ör-fáir og á fjarvera þeirra séreðlilegar skýringar“, sagði Jó-hanna Ásgeirsdóttir, aðstoðar-skólastjóri GÍ. Aðspurð umþað hvernig starfsandinn værihjá kennurum segist hún lítiðum það vita, fyrir utan að kenn-arar hafi mætt í svörtumklæðnaði til vinnu. Full kenn-sla var þó í skólanum, en einsog sagt var frá í fréttum, ríktiglundroði í skólastarfi á nokkr-um stöðum á landinu og kenn-sla lá niðri í nokkrum skólumí Reykjavík og víðar.

Allir kennarar mættu tilstarfa í Súðavíkurskóla. „Mæt-ing var 100% og kennsla hófst

með hefðbundnum hætti þóallir séu afskaplega svekktiryfir gangi mála“, segir AnnaLind Ragnarsdóttir skólastjóri.„Hver og einn verður að geraupp sig hvort hann ætli aðmæta til vinnu. Kennarar hérvöldu að mæta enda kemurupp sú spurning ef þeir mætaekki í dag, hvað þeir ætli þá aðgera á morgun og daginn eftirþað“, sagði Anna Lind.

Mæting kennara í Grunn-skóla Bolungarvíkur var meðbesta móti en mikið var umfjarveru barna sem á sér eðli-legar skýringar. Tuttugu af 140börnum voru frá skóla á mánu-dag vegna veikinda og ófærðarí flugi en hópur barna var íReykjavík í íþróttaferð umhelgina. „Kennarar eru sárirsem ég tel eðlilegt“, sagðiKristín Ósk Jónasdóttir skóla-stjóri aðspurð um það hvernigstarfsandinn væri í skólanum.

Sjö tilboð íNúpsskóla

Á dögunum voru opnuðhjá Ríkiskaupum kauptil-boð í Grunnskólann á Núpií Dýrafirði. Hæsta tilboðbarst frá Þresti Bjarnhéð-inssyni í Vestmannaeyjumað upphæð 8,85 milljónirkróna.

Sex önnur tilboð bárustí húsakynnin. Mikill munurer á milli tilboðanna svoekki sé sterkar að orðikveðið. Það lægsta sembarst frá Ólöfu GuðnýjuValdimarsdóttur og fleir-um í Reykjavík var að upp-hæð 520 þúsund króna eðaaðeins tæp 6% af hæstatilboðinu. Hæsta tilboðiðsem barst í Grunnskólanner um 14,5% af brunabóta-mati hússins en það lægstaer 0,8%. – [email protected]

Galdrasýningin á Ströndumopnar hluta af sýningu sinni íSafnahúsinu á Ísafirði í dag,miðvikudag kl. 17. Verður þarmeðal annars fjallað um til-bera, nábrækur og uppvakn-inga.

Lifandi og skemmtilegdagskrá verður tengd opnun-

inni þar sem galdramaður afStröndum segir frá íslenskumgaldrakúnstum og sögum. Umer að ræða sams konar farand-sýningu og sett var upp í Norr-æna húsinu í október. Sýning-in í Safnahúsinu er liður ímenningarhátíðinni Veturnæt-ur.

Galdrasýningin áStröndum á Ísafirði

47.PM5 12.4.2017, 10:4816