32
E N G A R A U G L Ý S I N G A R Á L Y F S E Ð I L S S K Y L D U M L Y F J U M MÁ VERA Á BIÐSTOFUM 2. tbl - 50. árg. - 2015 viðtal GUÐRÚN INDRIÐADÓTTIR Leirlistakona og lyfjafræðingur FYRSTA KONAN SEM VARÐ Jóhanna Magnúsdóttir LYFJAFRÆÐINGUR Á ÍTALÍU Elsa Harðardóttir LYFSALI Á ÍSLANDI

Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Tímarit Lyfjafræðingafélags Íslands.

Citation preview

Page 1: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

EN

GA

R AUGLÝSINGAR Á

LY

FSEÐILSSKYLDUM L

YFJU

M

MÁ VERA Á

BIÐSTOFUM

2. tbl - 50. árg. - 2015

viðtalGUÐRÚN INDRIÐADÓTTIR

Leirlistakona og lyfjafræðingur

FYRSTA KONAN SEM VARÐJóhanna Magnúsdóttir

LYFJAFRÆÐINGUR Á ÍTALÍUElsa Harðardóttir

LYFSALI Á ÍSLANDI

Page 2: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

KÆRAR ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN

Page 3: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

EFNISYFIRLIT

2. tölublað - september 2015 - 50. árg.

Útgefandi:Lyfjafræðingafélag ÍslandsLyfjafræðisafninu við SafnatröðPósthólf 252172 SeltjarnarnesiSími 561 [email protected]

Ritstjórn:Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóriBessi H. JóhannessonBrynhildur BriemHákon Hrafn SigurðssonHákon SteinssonUppsetning: Hákon SteinssonPrentun: LitrófPökkun og merking: Bjarkarás

Forsíðumynd: Myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni er af Senna alexandrina – Alexandrian senna – senna. Ítarlegar upplýsingar má finna á blaðsíðu 7.

Lengi hefur innan okkar félags verið rætt um símenntun/endurmenntun lyfjafræðinga og hvernig henni skuli háttað. Framboð af skipulagri endurmenntun fyrir lyfjafræðinga hefur verið mjög af skornum skammti og engar kröfur gerðar til lyfjafræðinga um að þeir þurfi að skila skilgreindri endurmenntun, t.d. árlega. Það var því ánægjulegt þegar Freyja Jónsdóttir, sjúkrahúslyfjafræðingur, tók sig til og hélt námskeið fyrir lyfjafræðinga sl. vetur. Nú í byrjun september hélt svo Dr. Catherine Duggan (Director of professional Development and Support, Royal Pharmaceutical Society) fyrirlestur í sal félagsins. Fjallaði fyrirlesturinn m.a. um mikilvægi menntunar/símenntunar/endurmenntunar og hvernig menntun skuli metin. Ræddi hún einnig mikilvægi þess að starfsreynsla sé metin en ekki einungis það nám sem fram fer í skólum.

Þessi fyrirlestur Dr. Catherine Duggan eru orð í tíma töluð. Við lyfjafræðingar þurfum að fara að skoða hvernig kerfi við viljum sjá fyrir okkur m.t.t. símenntunar/endurmenntunar. Er eðlilegt að hver og einn ráði því hvort hann viðhaldi sínni þekkingu eftir útskrift og haldi samt starfsréttindum alla tíð eða er komið að því að við þurfum að fara að skoða þessi mál af meiri alvöru en gert hefur verið? Hvernig er hægt að meta starfsreynslu sem hluta af símenntuninni? Það að vera stöðugt að þróa sitt starf, grípa tækifærin sem gefast til breytinga og bæta við nýjum verkefnum kallar á að við þurfum að afla okkur nýrrar þekkingar sem í sjálfu sér er endurmenntun/símenntun. Sjálfsagt er hægt að fara margar leiðir að settu marki en fyrsta skrefið er alltaf að setja málið á dagskrá.

Með kveðju,Ritstjórn TUL

Regína Hallgrímsdóttir, ritstjóri, Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Brynhildur Briem, Hákon Steinsson, Hákon Hrafn Sigurðsson

FRÁ RITSTJÓRN

Kæru félagar

FÉLAGIÐFormannsþankar 5Sjúkrasjóður LFÍ 18Ný reglugerð

FÓLKIÐLjóð í leir 16Viðtal við Guðrúnu Indriðadóttur

LYFJAFRÆÐINGUR Á ÍTALÍU 20Elsa Harðardóttir

Jóhanna Magnúsdóttir 23Fyrsta konan sem varð lyfsali á Íslandi

FRÆÐINÁhugaverð lesning 6Senna alexandrina – Alexandrian senna – senna 7Forsíðumyndin

Klínísk lyfjafræði: Kennsla lyfjafræðinema 8Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir

Istanbul - ESOP masterclass í krabbameinslyfjafræði 12Jóna Valdís Ólafsdóttir og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir

Nanótæknin í klíník 15CLINAM, Basel-Sviss, 23-26. júní 2013

Pinsestevne 2015 - Noregur 24Ráðstefna lyfjafræðinema á Norðurlöndum

Ráðstefna European Society of Clinical Pharmacy (ESCP) 25Kaupmannahöfn dagana 22.-24. október 2014

Lokaverkefni nemenda 2015 28

Page 4: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA /

AC

TAV

IS 3

13

01

1

Af litlum neista…

Omeprazol Actavis- öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki

Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir �okki ly�a sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bak�æðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir ly�um sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nel�navír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í er�ðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartru�anir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartru�ana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartru�unum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki hor�ð á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2-3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, y�rlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húð�ögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, ne� og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens-Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Mars 2013.

Page 5: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

5Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FÉLAGIÐ

„Hvernig dettur ungu fólki í hug að fara í lyfjafræðinám? Gat hann/hún ekki látið sér detta eitthvað betra í hug?“ Síðastliðin tvö til þrjú ár hef ég heyrt nokkra starfandi lyfjafræðinga segja nákvæmlega þetta. Ég er alltaf jafn undrandi þegar ég heyri það. Getur verið að við lyfjafræðingar séum ekki alltaf nógu stolt af störfum okkar og nógu dugleg að kynna þau fyrir öðrum.

Starfsvettvangur lyfjafræðingsins er fjölbreytilegur. Nýjungar í lyfjafræði eru alltaf að koma fram. Hér á landi er ýmislegt nýtt að gerast núna fyrir lyfjafræðinga auk þeirra mörgu möguleika sem voru fyrir. Nýtt lyfjafyrirtæki er að rísa í Vatnsmýrinni, ný apótek hafa verið að opna þessa dagana, á LSH eru verkefnin fyrir lyfjafræðinga alltaf að aukast svo eitthvað sé nefnt.

Um þessar mundir er verið að undirbúa framhaldsnám fyrir lyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði hér á landi. Námið mun fara fram á LSH í samvinnu við HÍ meðal annarra aðila. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu klínískra lyfjafræðinga á LSH og til að koma til móts við hana kviknaði hugmynd að framhaldsnámi af þessu tagi. Klínísk lyfjafræði er grein lyfjafræðinnar sem hefur mikla vaxtarmöguleika. Störf klínískra lyfjafræðinga hafa fyrst og fremst verið á sjúkrahúsum hér á landi en víða erlendis eru klínískir lyfjafræðingar mikilvægur hluti af heilsugæslu og það er eitthvað sem mætti gjarnan horfa til hér á landi. Áhugavert doktorsverkefni um lyfjafræðilega þjónustu í heilsugæslunni er langt á veg komið og hefur gefið góða raun, sem er góður hvati fyrir áframhaldandi samstarf lyfjafræðinga og heilsugæslunnar. Þekking og reynsla klínískra lyfjafræðinga gæti einnig komið að góðum notum í apótekinu.

Þarna munu skapast ný tækifæri fyrir lyfjafræðinga á framhaldsnámi án þess að þurfa að flytja búferlum til annars lands. Þó það geri öllum gott að „hleypa heimdraganum“ þá hafa ekki allir þann möguleika. Þetta nám mun þannig skapa nýja möguleika fyrir nýjan hóp lyfjafræðinga. Mín skoðun er sú að svona nám hér heima geti skapað ný tækifæri fyrir okkur lyfjafræðinga alla, t.d. varðandi endurmenntun, vonandi getum við nýtt okkur þau.

Næst þegar við heyrum að einhver hafi valið að fara í lyfjafræðinám skulum við frekar segja: „Frábært, það er alltaf gott að fá nýtt, duglegt fólk í stéttina“.

Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Formannsþankar

Page 6: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

6 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Áhugaverð lesning“Sköpunarkjarkur” eftir David & Tom Kelley.

Hún fjallar um hvernig við nýtum skapandi hugsun í störfum okkar sem er einn megin drifkrafturinn að baki árangri fyrirtækja og einn verðmætasti eiginleiki starfsfólks okkar nú á dögum.

Ábending: Kolbrún Hrafnkelsdóttir

“Essential Pharmacokinetics: A Primer for Pharmaceutical Scientists” eftir Þorstein Loftsson.

Ábending: Þorsteinn Loftsson

Bloggið “Science-based pharmacy” https://sciencebasedpharmacy.wordpress.com/

Ábending: Sólveig H. Sigurðardóttir

Page 7: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

7Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Forsíðu blaðsins prýðir mynd af Senna alexandrina Mill. Fjölmörg samheiti plöntunnar eru til þ.á.m. Senna angustifolia, Senna acutifolia og Cassia senna. Hún er af belgjurtaætt (Fabaceae) og því skyld baunaplöntum ýmisskonar. „Senna“ er arabískt orð yfir birtu og útgeislun. Það er einnig arabískt kvenmannsnafn. Seinna nafnið „angustifolia“ þýðir smáblaða. Upprunaleg heimkynni sennaplöntunnar eru í suðurhluta Egyptalands og í umhverfi Khartoum næststærstu borgar Súdan í N-Afríku. Í dag er hún einnig ræktuð víðar í Afríku, t.d. í Sómalíu og á Indlandi. Sennaplantan er greinóttur runni, allt að tveir metrar að hæð sem ber smá blöð og fagurgul blóm. Aflangir, flatir fræbelgir myndast að hausti.Þurrkuð blöð og fræbelgir plöntunnar hafa verið notuð til hægðalosunar frá örófi alda og eru vinsæl verslunarvara. Vinsældir senna má merkja á því að milljónir tonna eru framleiddar og seldar árlega. Alexandría, borgin sem sennaplantan er kennd við, er verslunarborg sem stendur við Níl

miðsvæðis í Egyptalandi. Hún hefur ætíð verið og er enn mikilvæg verslunarmiðstöð fyrir þurrkaðar sennaafurðir. Sennalauf og sennabelgir eða „senna leaf“ og „senna pods“ eru drogar sem skráðir eru í Evrópsku lyfjaskrána og er tevatn af þeim mjög gagnlegt við hægðatregðu. Sennadrogar eru seldir í apótekum víða um heim, m.a. voru þeir lengi vel á boðstólnum í íslenskum apótekum. Í okkar heimshluta er senna nú mest neytt á formi staðlaðra extrakta eða hreinna virkra efna sem komið er fyrir í töflu.En hver eru virku innihaldsefnin í sennaplöntunni sem valda þessari hægðalosandi verkun? Þau reyndust vera af flokki anthrakínón-glýkósíða þar sem rúmhverfurnar sennósíð A og sennósíð B eru í mestu magni í þurrkaðri plöntunni (mynd 1).

Mynd 1. Efnabyggingar sennósíð A og sennósíð B

Sennósíðar eru efni samsett af anthra-kínón kjarna og glúkósa sykrusam-eindum. Sennósíðar A og B eru myndaðir úr tveimur slíkum sameindum og eru því kallaðir díanthrónar. Sykruhlutinn gerir

sameindina skautaða og leysist hún því vel í vatni. Þegar díanthrónarnir komast í meltingaveg þá kljúfa örveruensím þá í rhein anthróna sem er virka formið. Anthrónarnir hafa hægðalosandi verkun með því að örva iðrahreyfingar og draga úr vatnsupptöku í ristli.Senokot töflur eru mest notaða sennalyfið á Íslandi og er skráð í sérlyfjaskrá. Töflurnar innihalda 154 mg af sennaplöntu hver, sem jafngildir 7,5 mg af anthrakínón-glýkósíðum reiknað sem sennósíð B, og skammtur er 2-4 töflur á dag. Senna verkar afar vel til hægðalosunar en lyfið getur verið varasamt ef það er tekið of lengi, í of stórum skömmtum eða af fólki með undirliggjandi sjúkdóma í meltingarvegi. Senna getur orsakað alvarlegan niðurgang sem getur endað í lífshættulegu ójafnvægi salta í blóði og ofþornun. Misnotkun lyfsins er þekkt meðal átröskunarsjúklinga. Lyfið er því lyfseðilskylt og á aðeins að nota samkvæmt læknisráði í takmarkaðan tíma. Hægðatregða getur verið alvarlegt vandamál og mikilvægt að hafa við höndina öflug lyf til að stöðva þær þjáningar sem henni fylgja og hvetja hægðalosun. Mikilvægi sennaplöntunnar í þessu samhengi sést best á því að senna er á lista alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir ómissandi lyf (WHO Model list of Essential Medicines, apríl 2015) og þetta forna lyf er eina lyfið í flokki hægðalosandi lyfja á listanum.

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

Heimildir:• Ulbricht C, Conquer J, Costa D, Hamilton

W, Higdon ER, Isaac R, Rusie E, Rychlik I, Serrano JM, Tanguay-Colucci S, Theeman M. An evidence-based systematic review of senna (Cassia senna) by the Natural Standard Research Collaboration (2011) Journal of dietary supplements. 8(2): 189-238

• “19th WHO Model List of Essential Medicines”. World Health Organization. Apríl 2015. Sótt 22 júní 2015.

• Drugs of Natural Origin, A Treatise of Pharmacognosy, 6th revised edition (2009), eds. G. Samuelsson & L. Bohlin. Swedish Pharmaceutical Press, Stockholm, Sweden.

• Medicinal Plants of the World (2004), eds. Wyk BE & Wink M. Timber Press Inc. Portland, Oregon, USA

Senna alexandrina – Alexandrian senna – sennaForsíðumyndin

Mynd: Wikipedia

Page 8: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

8 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Klínísk lyfjafræði er sú grein lyfjafræðinnar sem snýr að vísindum og starfsháttum sem hafa það að markmiði að hámarka gagnsemi og öryggi lyfjameðferðar hjá hinum einstöku sjúklingum og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan þeirra. Klíníska lyfjafræði er hægt að stunda alls staðar í heilbrigðiskerfinu svo sem á sjúkrahúsum, í apótekum, í heilsugæslu og á öldrunar- og hjúkrunarheimilum.

Við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands er áfanginn klínísk lyfjafræði kennd á vorönn 4. árs og er námskeiðið 8 einingar. Námskeiðinu er skipt í fyrirlestra, verkefni og verklega kennslu sem fer fram í sjúkrahúsapóteki Landspítala (LSH).Starfsemi sjúkrahúsapóteksins er fjórskipt: þ.e. grunnstarfsemi, framleiðsla lyfja og næringarvökva, afgreiðsla lyfseðla og klínísk þjónusta. Innan klínísku þjónustunnar starfar teymi sjö lyfjafræðinga og þar fer kennsla lyfjafræðinema að mestu leyti fram. Í verklega hluta kennslunnar gefst nemendum tækifæri til þess að spreyta sig á raunverulegum sjúkratilfellum.

Lyfjafræðileg umsjáLyfjafræðileg umsjá er skilgreind sem einstaklingsmiðuð þjónusta þar sem lyfjafræðingur metur alla lyfjameðferð einstaklingsins í tengslum við sjúkdómsástand og meðferðarmarkmið. Tilgangur lyfjafræðilegrar umsjár er að greina og leysa eða fyrirbyggja lyfjatengd vandamál. Á námskeiðinu fá nemar fræðslu um lyfjafræðilega umsjá og þegar komið er á LSH fá þeir innsýn í þá þjónustu sem lyfjafræðingarnir þar veita ásamt því að vinna sjálfir verkefni er snúa að lyfjafræðilegri umsjá.

LyfjasagaSkráning á lyfjanotkun sjúklings sem gerð er við innlögn á sjúkrahús fylgir honum oft í allri hans sjúkrahúslegu, nokkuð sem undirstrikar mikilvægi þess að að vandað sé til verksins frá byrjun.Eitt af hlutverkum lyfjafræðinga í klínískri þjónustu er að taka lyfjasögu. Ítarleg lyfjasaga getur afhjúpað þátt lyfjatengdra vandamála í ástæðu innlagnar og aðstoðað við áframhaldandi meðferð sjúklingsins. Mismunandi er hversu miklar upplýsingar einstaklingar geta gefið um lyfjanotkun sína og við töku lyfjasögu miða lyfjafræðingarnir að því að nota a.m.k tvær heimildir fyrir lyfjasögunni til að fá fram sem nákvæmastar upplýsingar. Þessar heimildir geta verið upplýsingar frá sjúklingi, aðstandendum,

skömmtunarfyrirtæki, apóteki, hjúkrunarheimili, heimilis-lækni eða sérfræðilækni sjúklings og einnig úr eldri nótum fyrri innlagna. Einnig er mikilvægt að skoða eigin lyf sjúklings hafi hann þau meðferðis. Box 1 sýnir þær upplýsingar sem æskilegt er að fá fram í lyfjasöguviðtali.

Box 1

Upplýsingar sem æskilegt er að fá fram í lyfjasöguviðtali• Lyfjaskömmtun og aðstoð við lyfjanotkun • Lyfjaofnæmi/aukaverkanir/óþol: hvernig það lýsti sér og

hvenær það kom fram • Lyf notuð að staðaldri: lyfjaheiti, ábending, styrkleiki,

skammtur, meðferðarlengd, árangur meðferðarinnar, ásamt upplýsingum um fyrri meðferð og af hverju henni var hætt ef við á

• Lyf notuð eftir þörfum (pn lyf): lyfjaheiti, ábending, styrkleiki, skammtur og árangur meðferðarinnar

• Náttúrulyf, náttúruvörur og fæðubótarefni: heiti, ábending, skammtur og gagnsemi meðferðarinnar

• Meðferðarheldni: geta og vilji, svo sem kyngingarerfiðleikar, erfiðleikar við að opna ílát, minnisbilun, fjárhagsleg geta til að kaupa lyfin, viðhorf gagnvart lyfjatöku, skilningur á lyfjameðferð, áhyggjur og væntingar varðandi lyfjameðferðina

Í viðtalinu er sérstaklega spurt um notkun annarra lyfjaforma svo sem innöndunarlyfja, augndropa, stungulyfja, lyfja-plástra, lyfjakrema og mixtúra.Ekkert lyfjasöguviðtal er eins og oft getur viðtalið leitt af sér enn frekari spurningar, umræðu og fræðslu varðandi lyfjameðferðina. Í áfanganum er lyfjafræðinemunum kennt að taka ítarlega lyfjasögu og í því sambandi einnig hvernig maður ber sig að í viðtalinu sjálfu hvað orðanotkun og líkamstjáningu snertir ásamt hlustun, hvenær skuli nota opnar eða lokaðar spurningar og hvaða upplýsingar fást með því að horfa á sjúklinginn og umhverfi hans.

Lyfjatengd vandamál Lyfjatengd vandamál eru óæskileg atvik eða áhætta sem tilkomin er, eða grunur um, vegna lyfja og kemur í veg fyrir eða seinkar meðferðarmarkmiðum.

Klínísk lyfjafræði: Kennsla lyfjafræðinemaAnna Ingibjörg Gunnarsdóttir

Page 9: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

9Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Í lyfjasöguviðtalinu fer lyfjafræðingurinn yfir og metur raunveruleg og möguleg lyfjatengd vandamál (sjá box 2). Til að meta möguleg lyfjatengd vandamál er nemum kennt að fara skipulega yfir lyfjaþarfir sjúklings; • Er ábending fyrir öllum þeim lyfjum sem sjúklingurinn

tekur?• Er verið að meðhöndla eða fyrirbyggja á viðeigandi

hátt öll heilsufarsvandamál sjúklingsins sem þarfnast lyfjameðferðar?

• Virka lyfin? Eru öll lyfin, í þeim skömmtum sem sjúklingurinn tekur, að skila eða líkleg til að skila meðferðarmarkmiði fyrir hvert heilsufarsvandamál?

• Eru lyfin örugg? Er eitthvað af þeim lyfjum sem sjúklingurinn er að taka að valda, eða líklegt til að valda aukaverkunum eða eituráhrifum?

• Er sjúklingurinn meðferðarheldinn? Skilur sjúklingurinn leiðbeiningarnar með öllum sínum lyfjum og getur hann og vill fylgja þeim?

Box 2

Stuðst er við flokkunarkerfi Cippole, Morley og Strand við flokkun lyfjatengdra vandamála:

1. Ónauðsynleg lyfjameðferð- Ábending ekki fyrir hendi, tvöföld lyfjameðferð

2. Þörf á viðbótarlyfjameðferð- Ómeðhöndluð ábending, fyrirbyggjandi meðferð

3. Óvirk lyfjameðferð- Ekki nægjanleg svörun, ekki áhrifaríkasta meðferðin

4. Skammtur of lítill- Of lár skammtur til að ná fram

meðferðarmarkmiðum.5. Aukaverkanir6. Skammtur of stór

- Skammtur of stór sem veldur óæskilegum áhrifum.7. Meðferðarheldni ábótavant

- Sjúklingur vill ekki eða getur ekki tekið lyfið á viðeigandi hátt

Heimild: Cipolle RJ, Strand. L og Morley P: Pharmaceutical care practice, the patient centered approach to medication management, 3. Útgáfa 2012.

Hjálplegt er að nota kerfisbundna nálgun eins og SOAPO (Subjective data, Objective data, Analysis, Plan, Outcome) til að leysa lyfjatengd vandamál. Þessi nálgun á lyfjatengd

vandamál þjálfar nemendur í kerfisbundinni vinnu við að koma auga á og forgangsraða lausn lyfjatengdra vandamála (sjá box 3)

Box 3: SOAPO

Huglæg gögn (Subjective Data)Huglæg gögn eru þau einkenni sem sjúklingur kvartar um og þau einkenni sem hann finnur fyrir, lýst með hans eigin orðum. Huglæg gögn eru því upplýsingar sem fást við að tala við sjúklinginn.

Hlutlæg gögn (Objective Data)Hlutlæg gögn eru þau gögn sem hægt er að mæla. Hlutlæg gögn innihalda gögn eins og klínísk einkenni, niðurstöður blóðrannsókna og annarra rannsókna.

Greining (Analysis)Greining felur í sér túlkun huglægra og hlutlægra gagna fyrir hvert vandamál til að geta síðan gert meðferðaráætlun, fylgt eftir svörun við lyfi eða skráð aukaverkun lyfs.

Áætlun (Plan)Í áætlun skal greina frá þeirri lyfjameðferð eða breytingu á lyfjameðferð sem lagt er til að viðkomandi sjúklingur fái í samræmi við greiningu. Í áætlun skal einnig greina frá meðferðareftirliti/eftirfylgni varðandi lyfjameðferðina, ásamt þeirri fræðslu sem lyfjafræðingur miðlar sjúklingi.

Útkoma (Outcome)Útkoma í samræmi við þau vandamál sem greinast og þá áætlun sem er gerð.

Innskriftarmiðstöð Á innskriftarmiðstöð LSH fer fram undirbúningur fyrir fyrirfram ákveðnar skurðaðgerðir. Innskriftarmiðstöðvarnar eru tvær; annars vegar í Fossvogi og hins vegar á Hringbraut. Sjúklingar sem þangað koma fara í viðtal eftir því sem við á hjá hjúkrunarfræðingi, svæfingalækni, aðstoðarlækni, sérfræðilækni, sjúkraþjálfara og lyfjafræðingi. Lyfjafræðingarnir eru í mjög nánu samstarfi við lækna og hjúkrunarfræðinga og taka lyfjasögu ásamt því að greina og koma með tillögu að lausnum lyfjatengdra vandamála.

Einnig eru lyfjafræðingarnir ráðgefandi, til að mynda varðandi blóðþynningarmeðferð og sýklalyfjameðferð þessara einstaklinga sem og hvaða lyfjameðferð þurfi að stöðva fyrir aðgerðir. Lyfjafræðinemarnir fá að kynnast innskriftarmiðstöðvunum og störfum lyfjafræðinga þar. Fylgja nemarnir sjúklingi eftir, þ.e. fara með sjúklingnum í öll viðtölin og fá þannig innsýn inn í innskriftarferlið í heild sinni og þátt lyfjafræðinga í því ferli. Einnig fylgja þeir

Page 10: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

10 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

lyfjafræðingi eftir og fá þannig ítarlegri innsýn inn í starf lyfjafræðingsins á innskriftarmiðstöðinni og taka lyfjasögu sjúklings undir handleiðslu lyfjafræðingsins. Ásamt þessu vinna nemendur verkefni er tengjast störfum lyfjafræðinga á skurðsviði.

BráðamótttakaBráðamóttaka LSH í Fossvogi sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra og er sú stærsta sinnar tegundar í landinu. Starfsemi bráðamóttöku er í eðli sínu þannig að fólk leitar þangað þegar brýna nauðsyn ber til. Hjúkrunarfræðingar meta einstaklinga við komu á bráðamóttökuna og forgangsraða þeim eftir alvarleika veikinda samkvæmt fyrirfram ákveðnu forgangsflokkunarkerfi. Það þýðir að þeir sem þurfa á bráðri þjónustu að halda fá hana innan tiltekinna tímamarka. Lyfjafræðingarnir á bráðamóttökunni eru í mjög nánu samstarfi við lækna og hjúkrunarfræðinga og taka lyfjasögu þeirra einstaklinga sem fyrirhugað er að leggja inn ásamt því að greina og koma með tillögu að lausnum lyfjatengdra vandamála. Lyfjafræðingarnir skoða sérstaklega hvort möguleiki sé á að lyfjatengd vandamál séu orsök innlagnarinnar en eru einnig ráðgefandi varðandi öll atriði er varða lyf og lyfjameðferð skjólstæðinga bráðamóttökunnar. Ekki næst að taka lyfjasögu hjá öllum sem leggjast inn og forgangsraða lyfjafræðingarnir eftir tilfellum, m.a. eftir því hversu lengi viðkomandi hefur beðið og samkvæmt tilvísun frá læknum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar. Lyfjafræðinemarnir fylgja lyfjafræðingunum eftir á bráðamóttökunni og ef tækifæri gefst taka þeir sjálfir lyfjasögu sjúklings og fara yfir möguleg lyfjatengd vandamál og tillögu að lausn þeirra undir handleiðslu lyfjafræðinganna. Ásamt þessu vinna nemendur önnur verkefni er tengjast störfum lyfjafræðinga á bráðamóttöku.

LegudeildirLyfjafræðingar taka þátt í teymisvinnu á sex deildum LSH. Þverfagleg teymisvinna er ákaflega mikilvæg þegar kemur að umönnun sjúklinga. Teymið samanstendur af öllum þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem bera ábyrgð gagnvart sjúklingnum s.s. sérfræðilækni, deildarlækni, kandidat, hjúkrunarfræðingi, lyfjafræðingi, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, næringarráðgjafa, iðjuþjálfa og sálfræðingi. Allir teymisaðilar koma með sína sérþekkingu og lyfjafræðingar með sérþekkingu á lyfjunum sem m.a felur í sér þátttöku í meðferðarákvörðun, lyfjagjöf og eftirfylgni ásamt upplýsingum um lyf og fræðslu bæði til sjúklingsins og teymisins.Lyfjafræðinemarnir fá að kynnast og taka þátt í teymisvinnu lyfjafræðinga, sitja morgunfundi og fylgjast með stofugangi. Á morgunfundum hefur lyfjafræðingur tækifæri til beinna samskipta og miðlun upplýsinga er varða lyfjameðferð sjúklinga til annarra heilbrigðisstétta. Á stofugangi hitta teymisaðilar svo sjúklinga og ræða við þá og þar gefst einnig sjúklingum tækifæri til að ræða við læknana og aðra í teyminu um gang mála. Á morgunfundi og stofugangi öðlast nemendur því aukinn skilning á aðkomu annarra heilbrigðisstétta og þætti lyfjafræðinga í heildarumönnun sjúklingsins. Lyfjafræðinemar taka lyfjasögu og fara yfir lyfjatengd vandamál sjúklinga á deildinni og kynna fyrir kennurum og samnemendum og ef kostur er fyrir teymi deildarinnar. Leitast er við að nemar vinni sjúkratilfelli í samvinnu við

þá læknanema sem eru í verknámi á deildinni. Þverfagleg teymisvinna er ákaflega mikilvæg og rætt hefur verið um að byrja þurfi þessa samvinnu fyrr en verið hefur hingað til eða í náminu. Það er því ánægjulegt að nefna að í HÍ hófst nú í haust kennsla í námskeiði sem heitir „Þverfagleg samvinna í heilbrigðisvísindum“ þar sem nemar átta fræðigreina innan heilbrigðisvísindasviðs læra saman í þeim tilgangi að bæta samvinnu og gæði heilbrigðisþjónustunnar.

Ráðgjöf um næringu í æðInnan klínísku þjónustunnar veita sérhæfðir lyfjafræðingar ráðgjöf um næringu í æð. Oft er um að ræða mjög veika einstaklinga, bæði börn og fullorðna, sem þurfa næringu sem er aðlöguð að þeirra þörfum í stað staðlaðra næringarpoka. Lyfjafræðingurinn er í nánum samskiptum við lækna og hjúkrunarfræðinga sjúklingsins og fylgir eftir nauðsynlegum blóðgildum til að veita ráðgjöfina dag frá degi. Nemarnir fá kynningu á þessari þjónustu og fá síðan að fylgjast með lyfjafræðingnum að störfum og spreyta sig á tilfellum undir handleiðslu hans. Næringin er blönduð í framleiðsludeild apóteksins ásamt öðrum blöndum sem vinna þarf með smitgát. Blöndun með smitgát krefst vandaðra og agaðra vinnubragða starfsmanna sem hlotið hafa tilskilda þjálfun. Sú nýbreytni var tekin upp á síðasta kennsluári að veita nemendum „hands on“ kennslu í slíkum vinnubrögðum. Nemarnir eru látnir vinna líkt og um raunverulega blöndun sé að ræða. Kenndur er handþvottur og sprittun, hvernig maður klæðir sig upp fyrir blöndun með smitgát, þ.e. setur á sig húfu og maska og klæðir sig í viðeigandi slopp og hanska. Nemarnir fá síðan að æfa sig í notkun á sprautu og nál við flutning á vökva úr hettuglösum í innrennslispoka. Einnig er nemum boðið að fylgjast með og spreyta sig á blöndun krabbameinslyfja undir handleiðslu lyfjatækna.

Miðstöð Lyfjaupplýsinga Eitt af hlutverkum lyfjafræðinga er að svara fyrirspurnum lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra helbrigðisstarfs-manna um lyf og notkun þeirra. Á Landspítalanum er starfrækt miðstöð lyfjaupplýsinga innan klínísku þjónustunnar. Hlutverk hennar er að veita gagnreyndar upplýsingar við fyrirspurnum er varða lyf og stuðla þannig að auknum gæðum og öryggi í lyfjanotkun. Fyrirspurnirnar geta verið af ýmsum toga; til að mynda um blöndun og gjöf innrennslislyfja og hvort ákveðin innrennslislyf megi renna saman, mulning lyfja og gjöf þeirra í sondu, aukaverkanir lyfja, lyfjanotkun á meðgöngu og samhliða brjóstagjöf, lyfjameðferð í tilteknum sjúkdómum, s.s. nýrnabilun og lifrarbilun, lyfjanotkun ákveðinna hópa eins og barna og aldraðra, milliverkanir lyfja ásamt ráðleggingum um meðferðarval. Lyfjafræðingarnir sem starfa innan miðstöðvarinnar hafa fengið sérhæfða þjálfun og við vinnslu fyrirspurnanna vinna þeir eftir sama staðlaða verklaginu sem felur í sér nauðsynlegrar bakgrunnspurningar og notkun staðlaðra leitaraðferða. Ráðgjöfin er sett fram í hnitmiðuðu svari sem felur í sér faglegt mat. Nemarnir fá kynningu á miðstöð lyfjaupplýsinga, hvernig fyrirspurnir eru flokkaðar og hvaða bakgrunnspurningar eru nauðsynlegar eftir því hvers eðlis fyrirspurnin er ásamt viðeigandi leitaraðferðum og framsetningu á ráðgjöfinni. Í verklegri kennslu vinna nemarnir eftir þessu verklagi við þeim fyrirspurnum sem þeir fá.

Page 11: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

11Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

ICEPHARMA styður við almenna lýðheilsu með það að markmiði að fyrirbyggja og meðhöndla sjúkdóma, lengja líf og efla heilsu með samstilltu átaki og upplýstu vali.

Skráning Lyfjafræðinemar fá kynningu á þeim rafrænu sjúkraskrár-og lyfjaávísanakerfum sem notuð eru á LSH. Í sjúkraskrá sjúklingsins skrá lyfjafræðingar lyfjasöguna ásamt mögulegum og raunverulegum lyfjatengdum vandamálum og tillögu að lausn þeirra. Einnig skrá þeir allar aðrar athugasemdir sem þeir hafa varðandi lyfjameðferðina og ráðleggingar varðandi næringu í æð. Á bráðamóttöku og innskriftarmiðstöð þar sem ekki er búið að ávísa lyfjum skrá lyfjafræðingar einnig þau lyf sem sjúklingurinn tekur í rafrænt lyfjafyrirmælakerfi spítalans undir ,,lyf að heiman” en það fyrirkomulag auðveldar læknum að ávísa þeim lyfjum sem sjúklingurinn tekur reglulega og tryggir frekar að réttum lyfjum sé ávísað í innlögninni. Ráðleggingar við fyrirspurnum sem berast miðstöð lyfjaupplýsinga eru einnig skráðar í sjúkraskrá sjúklingsins ef fyrirspurnin varðar tiltekinn sjúkling. Einnig eru fyrirspurnirnar sem berast miðstöðinni skráðar í tiltekinn gagnagrunn sem heldur utan um allar fyrirspurnir sem berast og nýtist því m.a. við endurteknar fyrirspurnir af sama toga.Skráning sem þessi tryggir aðgengi allra þeirra er sinna sjúklingnum að þeim upplýsingum sem lyfjafræðingurinn veitir.

LokaorðEins og komið hefur fram gegna lyfjafræðingar mikilvægu hlutverki í meðferðarteymum. Hægt er að stunda klíníska lyfjafræði alls staðar í heilbrigðiskerfinu og eru vaxtarmöguleikar fagsins miklir. Þess er vonandi ekki langt að bíða að við sjáum öfluga samvinnu lyfjafræðinga sem stunda lyfjafræðilega umsjá innan sjúkrastofnana, heilsugæslunnar og í apótekunum.

Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur LSH og lektor við lyfjafræðideild HÍ

Page 12: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

12 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

styrkþegi

Síðastliðinn nóvember fengum við, Jóna Valdís Ólafsdóttir, lyfjafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, lyfjafræðingur og hópstjóri blöndunar á Landspítala (LSH), tækifæri til þess að auðga þekkingu okkar á virkni og meðhöndlun krabbameinslyfja á framandi slóðum. Ferðinni var heitið til stærstu borgar Tyrklands, Istanbul, á námskeiðið 8th Masterclass in Oncology Pharmacy, basic and intermediate, á vegum samtakanna European Society of Oncology Pharmacy (ESOP).

Istanbul er fyrir margra hluta sakir mjög merkileg borg og hvorug okkar hafði komið þangað áður. Borgin liggur beggja vegna Bosporussunds og er þar af leiðandi í tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Við lentum á Sabiha Gökçen flugvellinum Asíumegin rúmlega sex síðdegis í niðamyrkri.

Hótel Nippon (auðvitað innréttað með japönsku ívafi) er staðsett Evrópumegin í borginni, rétt við hið fræga Taksim torg þar sem öll möguleg mótmæli Tyrkja hafa farið fram í gegnum tíðina. Þar hittum við fulltrúa ESOP ásamt stofnanda þess, Klaus Meier. Framundan voru fimm dagar, pakkaðir af fróðleik og samskiptum við kollega sem komnir voru hvaðanæva að úr heiminum í sömu erindagjörðum og við: Að læra meira.

Hvað er ESOP?

ESOP stendur fyrir European Society of Oncology Pharmacy og var stofnað í Prag árið 2000 sem Evrópudeild alþjóðlegu hreyfingarinnar ISOPP eða International Society of Oncology Pharmacy Practitioners, www.isopp.org. ESOP eru regnhlífasamtök sem evrópskir lyfjafræðingar geta sótt um aðild að. Hver þjóð þarf að skrá sig undir merkjum félags lyfjafræðinga sem síðan tilnefnir fulltrúa sem eru tengiliðir milli lyfjafræðinga og samtakanna. Faghópur um sjúkrahúslyfjafræði LFÍ á tvo fulltrúa í ESOP, þær Guðrúnu Indriðadóttur (LSH) og Ragnheiði Kr. Sigurðardóttur (LSH), en mun fleiri íslenskir lyfjafræðingar eru skráðir í samtökin. Allar nánari upplýsingar má fá hjá íslensku fulltrúunum tveimur eða á www.esop.li.

Krabbameinslyfjameðferð - þverfagleg samvinna

Ahmed S. Bosnak, formaður félags tyrkneskra krabba-meinslyfjafræðinga bauð okkur velkomin strax í bítið á fyrsta degi. Klaus Meier tók síðan við og blés um 30 lyfja-

fræðingum hugrekki og metnað í brjóst en Klaus er einn af stofnendum og núverandi formaður ESOP. Öll áhersla var lögð á að læknar, lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar og aðrir þeir sem koma að málinu ynnu saman að því að auka gæði krabbameinslyfjameðferðar og lækka lyfjakostnað. Þetta er gert fyrir sjúklinginn og í samráði við sjúklinginn en eitt af markmiðum samtakanna er „to support optimal treatment for cancer patients“.

Það er vel þekkt að menn geta nálgast viðfangsefni með mjög mismunandi hætti og krabbameinslyfjameðferð er afar flókið fyrirbæri. Hvað má t.d. sjá út úr þessari mynd?

Mynd 1

Líklegast blasir kanína við einhverjum á meðan aðrir eru sannfærðir um að hér sé önd á ferðinni. Þannig má leiða líkum að því að þekking lækna og lyfjafræðinga gagnist sjúklingnum best ef samvinna þessara stétta og liðsheildin er góð. Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um hvar fókus

8th Masterclass in Oncology PharmacyIstanbul, 3. November 2014

Different reflectionspharmacist physician

handling 1. Packing/contamination2. Stopper/cork3. concentration4. solubility5. compatibility6. Storage conditions

1. Time of application2. Number of application3. compatibility4. Therapeutical regime

evidence 1. EBM-grade2. studies3. guidelines

1. „often only department located guidelines

patient 1. Incompatibilities2. Interaction3. Non-Compliance

1. diagnosis2. grading3. Individual therapy

Mynd 2: Lyfjafræðingar eru líklegir til að beina sjónum sínum að öðru en læknar

Istanbul - ESOP masterclass í krabbameinslyfjafræðiJóna Valdís Ólafsdóttir og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir

Page 13: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

13Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

lyfjafræðinga myndi dæmigert liggja samanborið við lækna þegar kemur að meðhöndlun lyfjanna, gagnreyndum upplýsingum og sjúklingnum sjálfum.

Ef þú veist ekki til hvaða hafnar á að sigla er alveg sama hvaðan vindurinn blæs!

Skilgreindir gæðaferlar um meðhöndlun krabbameinslyfja eru nauðsynlegir. Þetta á við um allt ferlið, frá því lyfin koma inn í framleiðslueininguna og þar til þau hafa verið gefin sjúklingi. Gæðahandbók, þ.e. útgefnar verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar ásamt virku gæðaeftirliti, allt frá agnamælingum upp í reglulegt eftirlit með líkamlegu ástandi starfsfólks eiga skv. íslenskum reglugerðum að vera til staðar þar sem blöndun krabbameinslyfja fer fram. Til að samræma verklag og samnýta þá þekkingu sem hinar fjölmörgu þjóðir Evrópu búa yfir á þessu sviði hefur ESOP gefið út staðal sem þjónar þessum tilgangi. Þetta er QUAPOS (Quality Standard for the Oncology Pharmacy Service) sem er ,,biblía” þeirra lyfjafræðinga sem vinna við blöndun krabbameinslyfja en þau vinnubrögð sem þar er lýst liggja til grundvallar starfseminni ásamt GMP gæðastöðlunum og fleiru. QUAPOS gæðastaðallinn er gefinn út á fjölmörgum tungumálum (þó ekki á íslensku). Fimmta útgáfa staðalsins er nú tilbúin á 15 tungumálum en hana má finna á vefsíðu ESOP, www.esop.li undir flipanum „Activities“.

Infostab og Stabilis

Infostab eru frönsk, „non-profit” samtök sem hafa það markmið að stuðla að réttri notkun stungulyfja á sjúkrahúsum. Infostab heldur úti alþjóðlegum gagnagrunni sem heitir Stabilis. Forseti og stofnandi samtakanna er Dr. Jean Vigneron, sjúkrahúsyfjafræðingur og franskur fulltrúi í ESOP. Árið 2001 var fyrsta útgáfa gagnagrunnsins gefin út á CD-ROM. Frá þeim tíma hefur grunnurinn stækkað gríðarlega og hefur hann verið aðgengilegur á netinu frá því í febrúar 2008. Í dag er hann þýddur yfir á 26 tungumál. Stabilis er einstaklega gagnlegur og metnaðarfullur gagnagrunnur sem er mjög þjáll í notkun. Hann er mikið notaður af lyfjafræðingum víða um heim, þar með talið á Íslandi. Í Stabilis eru birtar ýmsar upplýsingar um stungulyf sem varða blöndun, gjöf, stöðuleika og milliverkanir þeirra. Við hvetjum lyfjafræðinga eindregið til að að kynna sér vefinn (www.stabilis.org).

Gula höndin

Það eru fleiri en lyfjafræðingar sem koma að meðhöndlun frumueyðandi lyfja. Allur flutningur þarf að fara fram með ítrustu varúð, bæði utan og innan sjúkrahúss og apóteks. Þeir aðilar sem koma að flutningi frumueyðandi lyfja, hvort sem það eru almennir vöruflutningamenn eða sendlar sem flytja tilbúnar blöndur, þurfa að vita hvað þeir eru með í höndunum og hvernig á að bregðast við ef slys verður.

ESOP hefur hannað „Gulu höndina“ eða “Yellow hand” til þess að gera fólk meðvitaðra um hættuna sem fylgir því að meðhöndla frumueyðandi lyf. ESOP stefnir að því að „Gula höndin“ verði notuð um heim allan og þekkt varúðarmerki. Eitthvað er misjafnt hversu langt þjóðir eru komnar í að taka upp þessa merkingu en fyrirtæki eins og Actavis, Celgene, Lilly, Pfizer, Sanofi og fleiri nota „Gulu höndina“ í löndum eins og Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Kýpur svo eitthvað sé nefnt. Á mynd 3 má sjá uppkast að íslenskri útgáfu sem ESOP hefur látið útbúa.

Séu lyfin merkt með þessum samræmda hætti allt frá lyfjaverksmiðju til lyfjagjafar má auka árvekni í umgengni við krabbameinslyf og því er brýnt að „Gula höndin” verði tekin í notkun á Íslandi hið fyrsta.

Mynd 3: ,,Gula höndin“

Meðferðarheldni

Á undanförnum árum hefur gríðarleg aukning átt sér stað í þróun krabbameinslyfja til inntöku, þar með talið frumueyðandi lyfja eins og viðtakahemla og próteina sem ætluð eru til notkunar bæði innan og utan æxlisfrumunnar. Lyfjafyrirtæki keppast um að fjárfesta í slíkri lyfjaþróun þar sem 20-25% af þeim rúmlega 400 æxlishemjandi lyfjum sem nú eru í þróun eru ætluð til inntöku um munn.

Ástæður fyrir þessari fjölgun eru margar.

9 Sjúklingar kjósa gjarnan sjálfir lyfjameðferð til inntöku (p.o.), ef hún er í boði, fram yfir hefðbundna lyfjameðferð með innrennsli/bolus (i.v.). Krafa þeirra er þó sú að þrátt fyrir að lyfjagjöfin verði þægilegri megi það ekki vera á kostnað virkni lyfjanna.

9 Færri aukaverkanir? Fleirum finnst líklegra að þeir verði minna veikir af að taka töflu en fá lyfjagjöf í æð.

9 Einfaldari lyfjagjöf.

Page 14: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

14 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

9 Kostnaður sjúkrahúsanna lækkar þar sem færri koma á göngudeild í lyfjagjafir.

9 Tíðni krabbameina hefur farið vaxandi en lífslíkur þeirra sem greinast hafa einnig aukist með betri meðferðarmöguleikum. Þannig er litið á einhverjar tegundir krabbameins sem langtímasjúkdóm í æ fleiri tilvikum. Að sama skapi lengist þá jafnvel meðferðartíminn.

9 Þar fyrir utan er þetta markaður fyrir lyfjafyrirtæki eins og áður er sagt. Einn liður í því er að bandarískar sjúkratryggingar (Medicare) munu að öllum líkindum taka aukinn þátt í kostnaði við lyfjaform til inntöku í framtíðinni.

• ¼ of antineoplastic drugs in development

Cytotoxic drugs & targeted therapies Hormonal therapy

Afinitor® Inlyta® Thalidomide Anandron®Alkéran® Lanvis® Tyverb® Androcur®

Belustine®Celltop® Methotrexate

Vercyte®Votrient®

Arimidex®Aromasine®

Chloraminophène® Myleran® Xagrid® Casodex®Endoxan® Navelbine® Xalkori® Distilbène®Estracyt® Nexavar® Xeloda® Eulexine®Fludara®Giotrif®

Purinethol®Revlimid®

Zavedos®Zelboraf®

Fareston®Farlutal®

Glivec®Hexastat®

Sprycel®Sutent®

Femara®Megace®

Hydrea®Iclusig®

Imnovid®

Tarceva®Tasigna®Temodal®

TamoxifèneZytiga®

Mynd 4: Dæmi um sérlyf á töflu- eða hylkjaformi

Lyfjameðferð til inntöku hefur marga kosti en hún hefur einnig í för með sér ákveðna galla. Með því að skipta úr i.v. meðferð yfir í p.o. meðferð er ábyrgðin á lyfjagjöfinni flutt frá heilbrigðisstarfsmönnum í krabbameinslyfjateymi viðkomandi yfir á sjúklinginn sjálfan. Rannsóknir benda til þess að þetta leiði til skorts á meðferðarheldni. Þar með er virkni og áhrifum meðferðarinnar teflt í tvísýnu og

kostnaður, t.d. vegna rannsókna, læknisheimsókna eða innlagna, getur aukist. Þannig kemur fram í rannsókn, sem gerð var meðal sjúklinga með brjóstakrabbamein frá árinu 2006, að tæp 50% þeirra sem tóku þátt viðurkenndu að hafa stundum „gleymt“ að taka inn lyfin sín (Fallowfield, Ann. Oncol. 2006). Belgísk rannsókn á meðferðarheldni sjúklinga sem tóku inn Glivec (imatinib) sýndi fram á að 86% þátttakenda tóku lyfið ekki fullkomlega samkvæmt fyrirmælum (Noens, Blood, 2009). Þetta eru auðvitað allt of há hlutföll og tilefni til þess að grípa inn í. Skortur á meðferðarheldni er ekki bara sjúklingnum sjálfum að kenna heldur eru aðrir þættir sem þarf að skoða, s.s. fjöldi lyfja sem sjúklingur er á, fjöldi inntökutíma yfir daginn, skammtur og fjöldi taflna, áhrif fæðu, áhrif óhefðbundinna meðferða og samfella við aðrar lyfjameðferðir, s.s. vegna hjarta- og æðasjúkdóma, innkirtlasjúkdóma eða annars.

Þarna er klárlega sóknarfæri, bæði fyrir sjúkrahús-lyfjafræðinga í klíník og ekki síður lyfjafræðinga í apótekum landsins þar sem fleiri og fleiri lyf sem áður voru S-merkt lyf eru nú afgreidd af lyfjafræðingum almennra apóteka.

Heimferð

Hægt er að fara yfir gríðarmikið efni á fimm virkum dögum sé haldið rétt á spöðunum. Því er ljóst að hér hefur aðeins verið stiklað á afar stóru.

Það voru sælir lyfjafræðingar, stútfullir af nýrri vitneskju og nokkrum vinum ríkari, sem mættu galvaskir í blöndun vikuna eftir þetta langa ferðalag.

Það er viðeigandi að enda þetta á hvatningarorðum hins franska prófessors Alain Astier, varaforseta ESOP og snilldarfyrirlesara:

Everything is not possible but MUCH is possible!

Takk fyrir okkur.

Jóna Valdís Ólafsdóttir og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir

Page 15: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

15Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Sumarið 2013 fór ég á ráðstefnuna CLINAM - European Foundation for Clinical Nanomedicine, ásamt Má Mássyni deildaforseta lyfjafræðideildar, Vivek Gaware og Priyanka Saharia doktorsnemum í Háskóla Íslands. Þema ráðstefnunar var að skoða markgjöf nanólyfja, hver staða og þróun nanólyfja væri í klíník, hversu mikið þau væru notuð í meðferð sjúklinga og hver framtíð nanólyfja væri.

Á ráðstefnunni kynntu gestir nýjustu niðurstöður rannsókna sinna, á formi veggspjalda og/eða fyrirlestra. Hópurinn frá Íslandi kynnti nýjustu niðurstöður sínar varðandi rannsóknir á mismunandi kítósanafleiðum.

Kítósan er fjölliða einangruð úr rækjuskel og er lífsamrýmanleg, með litlar eiturverkanir og bakteríu-drepandi virkni. Kítósan þykir vera hentugur kandídat sem lyfjaferja fyrir til dæmis krabbameinslyf í stýrðri ljósörvaðari upptöku lyfja (e. Photochemical internationalization – PCI). Þar hafa kítósanafleiður verið notaðar sem lyfjaferjur fyrir ljósörvunarefni (e.photosensitizers) eins og til dæmis tetrafenýlporfyrín. Einnig má nota kítósan í að flytja krabbameinslyf og ljósörvunarefni saman inn í krabbameinsfrumur. Þetta gerir það að verkum að minnka má skammta af krabbameinslyfjum og um leið minnka aukaverkanir gamalla krabbameinslyfja umtalsvert. Það má því segja að hægt sé að hanna kítósanafleiður sem gætu virkað sem fyrsta flokks flutningskerfi fyrir fjölmörg mismunandi lyf.

Mörg erindi voru haldin um nanólyf og hengdur upp fjöldi veggspjalda sem hægt var að skoða. Um var að ræða stóra alþjóðlega ráðstefnu og hana sóttu 5 nóbelsverðlaunahafar, einn þeirra var vísindakona frá Ísrael, Ada Yonath, sem var fyrst til að uppgötva ríbósóma og hlutverk þeirra innan frumunnar.

Á ráðstefnunni var skipulagður umræðufundur og gafst doktorsnemum og ungum vísindamönnum tækifæri til að spyrja nóbelsverðlaunahafana hvað hafi reynst þeim vel í rannsóknarstörfum. Þar kom margt fram sem skiptir máli í rannsóknum, til að mynda sjálfsagi, skipulagning og ákveðni. Mikil áhersla var lögð á að vera ekki hræddur við að synda á móti straumnum og hafa trú á eigin niðurstöðum, þrátt fyrir að þær sýni fram á annað en fyrri rannsóknir og hugmyndir um viðfangsefnið hafi sýnt.

Dagskráin var all stíf og innihélt hún fyrirlestra frá klukkan átta á morgnana til hálf sjö á kvöldin. Eftir langan dag var vinsælt að kæla fæturnar í ánni Rhine sem rennur í gegnum Basel. Auðvitað var ekki hægt að fara til Sviss án þess að prófa þjóðarréttinn Fondue sem er í raun bara stór pottur með bráðnum osti og brauði til að dýfa ofan í og gæða sér á. Þetta var auðvitað rándýrt og fæstir saddir eftir matinn og margir enduðum á að fá sér eitthvað snarl fyrir svefninn á Burger King.

Auk marga áhugaverða fyrirlestra voru mörg fyrirtæki í nanólyfjageiranum að kynna vörur sínar og þjónustu. Til dæmis má nefna fyrirtækið Nanosight sem kynnti tæki til að greina nanóagnir eins og til dæmis stærð þeirra og stöðugleika. Þeir komu til Íslands til að kynna tækið fyrir Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Margir doktors- og mastersnemar fengu tækifæri til að skoða sýnin sín í tækinu og gátu notað niðurstöðurnar í rannsóknum sínum. Til dæmis má nefna að Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson mastersnemi í efnafræði fékk að mæla kítósansýnin sín og gat notað niðurstöðurnar í mastersritgerð sinni er hann útskrifaðast í júní 2014. Þetta tæki er því afar gagnlegt en dýrt og kostar um 12 milljónir króna en það á eftir að koma í ljós hvort Lyfjafræðideild fái fjármagn til að kaupa svona tæki.

Á heildina litið var þetta mjög gagnleg ráðstefna og mikið af fyrirlestrum í boði. Það var því auðvelt fyrir alla í hópnum frá Íslandi að finna eitthvað sem þeir höfðu áhuga á. Stórar ráðstefnur, eins og þessi, er góður vettvangur fyrir vísindamenn til að sjá hvað aðrir sem rannsaka svipaða hluti og maður sjálfur eru að gera sem og fá kynningu fyrirtækja á öllum nýjasta og helsta tæknibúnaði sem til staðar er í dag.

Ingólfur Magnússon, lyfjafræðingur

Frá vinstri: Már Másson deildarforseti Lyfjafræðideildar HÍ, Ingólfur Magnússon doktorsnemi, Vivek Sambhaji Gaware doktorsnemi.

Nanótæknin í klíníkCLINAM, Basel-Sviss, 23-26. júní 2013

styrkþegi

Page 16: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

16 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FÓLKIÐ

Fjöldinn allur af leirlistaverkum frá ferlinum skreytir heimili Guðrúnar Indriðadóttur - skálar, kertastjakar, vasar og ýmiskonar þrívíð verk.Handsprengjur úr leir liggja nokkrar í stórri leirskál á stofuborðinu; þær eru náttúrlega óvirkar.„Þær eru framlag mitt til búsáhaldabyltingarinnar. Handsprengjur voru upphaflega búnar til úr leir á 8. öld fyrir Krist en handsprengjur úr leir voru notaðar alveg þangað til í seinni heimsstyrjöldinni.“Stór mynd í ramma hangir yfir stofusófanum. Myndin: Sex stafa orð er skrifað stórum stöfum með svörtu bleki á hvítan flöt: FLJÓTT.Lyfjafræðingurinn og listakonan er í rauðri blússu og svörtum buxum.

„Ég hef verið haldin sköpunarþrá frá því ég man eftir mér. Þegar ég var lítil var ég mikið að teikna, hekla og prjóna og bjó til dúkkuföt. Ég man þegar mamma var einu sinni að hlusta á útvarpið þegar ég var fjögurra eða fimm ára; mig minnir að það hafi verið í Kúbudeilunni. Það var nýbúið að kenna mér að hekla og ég vildi aðstoð og truflaði mömmu sem var að hlusta á útvarpið.“Kúbudeilan stoppaði hana ekki.„Ég og besta vinkona mín lágum oft á maganum og teiknuðum mynstur eða kepptumst við í handavinnu og ég var farin að sauma á mig föt þegar ég var 12 ára.“

Vildi fara í listnámGuðrún Indriðadóttir hélt áfram að

sauma, prjóna og hekla. Hún stundaði nám við MR og stefndi á að fara í listnám að stúdentsprófi loknu en ætlaði þó að taka sér árshlé frá námi að því loknu. „Ég hefði kannski farið í arkitektúr ef ég hefði haft meira sjálfstraust en mér óx það í augum að fara til útlanda í nám.Fyrrverandi tengdamóðir mín, María Á. Guðmundsdóttir, sagði daginn áður en innritunarfresturinn við Háskóla Íslands rann út um vorið að hún ætlaði að borga fyrir mig skólagjöldin. Hún sagði að ég skyldi innrita mig í háskólann en að ég réði því svo að sjálfsögðu hvort ég færi í skólann um haustið eða ekki.“Guðrún hafði verið á náttúrufræðideild í menntaskólanum og segist hafa verið ágæt í efnafræði og stærðfræði. „María bætti þá við að nokkrir fyrrverandi skólabræður sínir væru lyfjafræðingar og spurði hvort ég héldi ekki að það nám myndi passa vel fyrir mig. Ég gæti skráð mig í lyfjafræði en gæti alltaf breytt því síðar; hún er mjög skynsöm. Hún vildi mér vel og hefur haft mikil áhrif á líf mitt.“Guðrún skráði sig í lyfjafræði og hóf nám við Háskóla Íslands haustið 1977.„Ég hugsaði ekkert út í hvert námið myndi leiða mig í framtíðinni; ég velti því varla fyrir mér.“

HugljómunÁrin liðu og eftir að Guðrún útskrifaðist úr lyfjafræðinni fluttu hún og þáverandi eiginmaður hennar ásamt dóttur þeirra til Danmerkur. „Við bjuggum í Odense þar sem var opið verkstæði í húsnæði sem áður hýsti hóruhús og gat fólk unnið þar við alls konar handverk. Ég fór þangað inn og ætlaði að fara á textílverkstæðið og þurfti að ganga fram hjá keramikverkstæðinu. Þar var

Ljóð í leirViðtal við Guðrúnu IndriðadótturHún býr til ævintýri úr leirnum; skálar, kertastjaka og fleira og fleira. Stundum skreytir hún verk sín með orðum og jafnvel heilu ljóðunum. Guðrún Indriðadóttir, lyfjafræðingur hjá Landspítalanum, lauk námi við leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands á sínum tíma og síðan hefur þessi tvennd spilað saman - lyfjafræðin og leirinn.

Guðrún Indriðadóttir. „Efnafræði tengir saman lyfjafræðina og leirinn - það þarf að gera sér grein fyrir náttúrulögmálunum.“

Mynd: Regína Hallgrímsd.

Page 17: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

17Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FÓLKIÐlokað en hægt að horfa inn í gegnum kringlóttan glugga á hurð og þar inni sá ég mann vera að renna leir. Mér fannst hann vera eins og slöngutemjari; mér fannst þetta vera eins og töfrabrögð. Ég hugsaði með mér þegar ég var á leiðinni upp á textílverkstæðið að ef ég prufaði ekki þarna að vinna í leir þá myndi ég aldrei gera það. Ég varð „hooked“ frá fyrsta degi.“Guðrún kynntist leirnum í Danmörku; stundaði í tvö ár nám í einkareknum myndlistarskóla og velti því fyrir sér að sækja um í Danmarks Design Skole. „Það var algjör hugljómun þegar ég byrjaði að vinna með leir og ég gat ekki hugsað mér að lifa án þess.“

Að gera gagnGuðrún vann í apótekum á Íslandi á sumrin á þeim árum sem fjölskyldan bjó annars í Danmörku. Þau fluttu svo heim til Íslands árið 1984 og í kjölfarið hóf Guðrún störf sem lyfjafræðingur á Landspítalanum þar sem hún hefur unnið síðan nema þegar hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1984-1988; þau ár leysti hún reyndar af ýmist í apótekum eða á sjúkrahúsinu.„Í starfi mínu hjá Landspítalanum hef ég mest verið í lyfjablöndun. Starfið hefur mest tengst vinnu við blöndun við smitgát, ráðgjöf varðandi næringu í æð og blöndun krabbameinslyfja.Ég hef sérhæft mig á þessum sviðum en annars gerir maður margt annað sem þarf að gera s.s. að afgreiða lyf og veita upplýsingar til annars heilbrigðisstarfsfólks.Það er gefandi að finna að maður er hluti af stórri heild sem virkilega gerir gagn, s.s. að hitta sjúklinga sem varla geta sest fram á stokkinn þegar maður hittir þá fyrst og eru svo komnir á stjá eftir nokkra daga.“

Efnafræði og eðlisfræðiSvo er það leirinn sem er Guðrúnu svo mikilvægur. „Fyrsta árið við Myndlista- og handíðaskólann var fornám þar sem ég sótti tíma, m.a. í teikningu, málun og skúlptúr. Ég hafði verið í myndlistarskóla í Danmörku eins og ég sagði og í einn vetur í Myndlistaskólanum í Reykjavík að undirbúa mig í módelteikningu og gekk mjög vel.“Guðrún ákvað síðan að sækja um í keramikdeild Myndlista- og

handíðaskólans. Leirinn. Já, það er þessi leir sem hægt er að búa til ævintýri úr.„Leirinn hefur talsvert miklar takmarkanir. Þetta er að miklu leyti tækni eins og svo margt annað. Efnafræði tengir saman lyfjafræðina og leirinn - það þarf að gera sér grein fyrir náttúrulögmálunum. Þetta er efnafræði og eðlisfræði eins og allt í lífinu. Það þarf að hugsa út í burðarþol og ýmsa aðra hluti. Ég held ég hafi að mörgu leyti verið betur undir þetta nám búin en ella af því að ég var búin með háskólanám, var vel að mér í efnafræði og kunni að læra.“

Frekar mjúk, klassísk form27 ár eru liðin frá útskrift frá Myndlista- og handíðaskólanum og síðan hefur Guðrún einbeitt sér bæði að starfinu á Landspítalanum og leirnum.Þróun hefur orðið bæði í lyfjafræðinni og leirverkunum hennar.„Þetta er hluti af lokaverkefninu í skólanum,“ segir hún og bendir á eitt leirlistaverkið í stofunni. „Þetta eru rennd form.“Þögn.„Ég var góð í teikningu og notaði mikið figúratíft skreyti í upphafi. Ég var líka mjög upptekin af því að glerungarnir væru það sem kallað er keramískir eða sem sagt svolítið klassískir; hlutirnir voru þá gjarnan brúnir, grænir, bláir eða ljósir. Þetta var dæmigert fyrir það sem ég gerði - frekar mjúk, klassísk form.Ég hef síðustu 10 ár unnið mikið með letur; ýmist notað handskrift sem ég færi yfir á leirinn með silkiþrykki eða ég nota dæmigert prentletur, t.d. Times New Roman.“Orð og jafnvel heilu ljóðin skreyta sum leirverkin í stofunni.SKÁL stendur á einni skálinn. VASI stendur á einum vasanum.Heil vísa er á einni skálinni. „Þetta er vísa sem afi minn, Sigurður Jónsson frá Brún, orti í orðastað stjórnvalda eftir kosningar á sjöunda áratugnum og mér þótti eiga einstaklega vel við á þessum tíma.“Svona er erindið á skálinni:Veggir til skjóls?Voðir til bóls?Þak yfir haus?Þvílíkt þá raus!Fæði á borð?Flónskuleg orð!Eins met ég auð meira en almennings brauð!

„Ég hef síðustu 10 árin verið mikið með handskrifaðan texta.“ Hún bendir á skálar og vasa í stofunni. Einn þeirra er skreyttur heilu setningunum. „Þetta er bréf skrifað af ömmu minni1914 og svo hef ég líka notað bréf skrifað af pabba mínum og ljóð eftir Sigurð Jónsson frá Brún, afa minn, í silkiþrykk. Ég hef líka þrykkt gömul recept á vasa sem og gamla mixtúruuppskrift sem ég gerði sem minjagrip fyrir lyfjafræðiráðstefnu fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert kertastjaka og skálar með texta úr Guðbrandsbiblíu.“

LífsfyllingGuðrún hefur unnið mikið með hvítt og svart; segir að það þjóni líka letrinu vel. „Nú hef ég aðeins verið að færa mig aftur út í meiri liti og einfaldari form. Annars geri ég gjarnan það sem mig langar til að eiga sjálf þannig séð.“Hún hefur líka lagt meiri áherslu en áður á steypta hluti. „Ef maður er að renna stóra hluti þá þarf maður að gefa þeim tíma á hverjum einasta degi og það getur tekið marga daga að búa til þannig hluti; það þarf að passa upp á rakastigið og leirinn má ekki vera of þurr eða of blautur. Þetta getur verið erfitt þegar maður vinnur fulla vinnu annars staðar.“Guðrún segir að það gefi sér lífsfyllingu og fjölbreyttara líf að vinna við leirinn og að umgangast fólk sem er úr öðrum geira. „Ég hef verið tiltölulega virk í félagsmálum í leirlistafélaginu og á marga góða vini sem ég hef kynnst í gegnum hann; fólk sem vinnur við ýmiss konar listir og handverk. Allt auðgar þetta líf mitt.“Fjórðungur af sumarfríinu á þessu ári fór í námskeið í gifsmótagerð. „Ég vil að þetta verði áfram viðbótarlífsfylling - að geta t.d. tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis..“

Texti: Svava Jónsdóttir, blaðamaður

Page 18: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

18 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FÉLAGIÐ

Einstök tvíþætt verkun: meðhöndlar + fyrirbyggir

• Má nota á öllum stigum frunsu • Rakagefandi• Sólarvörn

www.sorefix.com

Kveðjum frunsuna með bros á vör

Page 19: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

19Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FÉLAGIÐ

Sjúkrasjóður LFÍ

Hlutverk sjúkrasjóðs Lyfjafræðingafélags Íslands hefur hingað til eingöngu verið að kaupa hóptryggingu fyrir félagsmenn með kjaraaðild. Trygging þessi hefur falið í sér starfstengda örorkutryggingu og líftryggingu. Undanfarin ár hefur kostnaður við kaup á hóptryggingunni farið hækkandi og síðustu árin hefur verið gengið á höfuðstól sjúkrasjóðsins þar sem kostnaður við hóptrygginguna hefur verið hærri en iðgjöld sem komið hafa í sjóðinn. Ljóst var að ráðast þurfti í breytingar til að stöðva þessa þróun.

Á undanförnum árum hafa nokkrir félagsmenn leitað til skrifstofu og stjórnar LFÍ til að kanna möguleika á aðstoð þegar samningbundinn veikindaréttur félagsmanna hefur verið fullnýttur en vegna áðurnefnds hlutverks sjóðsins hefur fram til þessa ekki verið hægt að aðstoða þá félagsmenn sem eftir slíku leita. Hlutverk sjúkrasjóðs margra annarra stéttarfélaga er m.a. að greiða sjúkradagpeninga til félagsmanna þegar samningbundinn veikindaréttur hefur verið fullnýttur. Gagnrýnisraddir hafa heyrst meðal félagsmanna LFÍ um að sjúkrasjóður félagsins væri ekki að mæta þessari þörf.

Í ljósi þess sem að framan er greint lögðu kjaranefnd og stjórn LFÍ fram tillögu að nýrri reglugerð um sjúkrasjóð á aðalfundi 18. mars og voru þær síðan samþykktar á aukaaðalfundi félagsins 18. maí sl.

Reglugerð um sjúkrasjóð LFÍ var breytt þannig að ákveðinn hluti hans er áfram nýttur til kaupa á hóptryggingu og þann hluta sem eftir stendur er hægt að nýta til að greiða sjúkradagpeninga til félagsmanna þegar samningstengdur veikindaréttur hefur verið fullnýttur og við langvarandi veikindi barna eða maka. Tilgreint er í reglugerðinni hvernig sækja á um greiðslur, hvaða gögn þurfa að fylgja og hvaða skilyrði þarf að uppfylla.

Stjórn sjúkrasjóðs er skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af kjaranefnd ásamt gjaldkera LFÍ og framkvæmdastjóri LFÍ situr fundi stjórnarinnar og er starfsmaður sjóðsins. Árlega skal stjórn sjúkrasjóðs leggja fram á aðalfundi LFÍ tillögu um hve stórum hluta sjóðsins skuli verja til kaupa á tryggingum.

Starfsárið 2015-2016 var samþykkt að 70% sjúkrasjóðs skyldi varið í kaup á hóptryggingu. Leitað var tilboða hjá tryggingafélögum og eftir umfjöllun stjórnar sjúkrasjóðs var tilboði tekið sem í fólst starfstengd örorkutrygging ásamt líftryggingu eins og áður var en bótafjárhæðir voru lægri.

Sá hluti sjúkrasjóðs sem ekki er notaður til kaupa á tryggingu (30% starfsárið 2015-2016) er því tiltækur til að aðstoða félagsmenn með greiðslu sjúkradagpeninga þegar samningstengdur veikindaréttur hefur verið fullnýttur og við langvarandi veikindi barna eða maka í samræmi við reglur sjóðsins.

Þessi breyting er að mati stjórnar og kjaranefndar LFÍ til mikilla bóta fyrir félagsmenn og mun vonandi nýtast þeim félagsmönnum sem þess þurfa, bæði hóptryggingin og möguleikinn á að sækja aðstoð til sjúkrasjóðs.

Reglugerð um sjúkrasjóð er á heimasíðu LFÍ og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér hana.

Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér nýja reglugerð um sjúkrasjóð sem er að finna á heimasíðu LFÍ

Ný reglugerð

Page 20: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

20 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FÓLKIÐ

Eftir að ég lauk námi í lyfjafræði í Uppsölum árið 1982 flutti ég til Ítalíu, giftist þarlendum manni og eignaðist tvö börn. Fyrst í stað vann ég á rannsóknarstofu.Til að fá réttindi sem lyfjafræðingur á Ítalíu þurfi ég að leggja fram lokaverkefnið mitt frá Svíþjóð og verja það í háskólanum í Trieste ásamt því að taka próf í lyfjalöggjöf. Síðan þurfti ég að standast verklegt og skriflegt ríkispróf þar sem ég sýndi fram á þekkingu mína á lyfjafræði. Þessu lauk ég árið 1984 en þá kom babb í bátinn, ég þurfti að fá ítalskt ríkisfang til að fá starfsréttindi sem lyfjafræðingur í apóteki. Á þessum árum

var ekki hægt að hafa tvöfalt ríkisfang og ekki vildi ég missa það íslenska, því þá gæti sonur minn þurft að sinna herskyldu. Ég lagði því lyfjafræðina á hilluna um tíma og stjórnaði verksmiðju sem var í eigu fjölskyldunnar. Árið 2000 sótti ég svo um ítalskan ríkisborgarrétt og fékk starfsréttindi sem lyfjafræðingur. Þá varð ég að vinna í tvö ár í apóteki áður en ég mátti kaupa apótek.

Kaup á apótekiÁ Ítalíu ákveður hið opinbera hversu mörg apótek megi reka og staðsetningu þeirra. Þegar apótekari ákveður að hætta

ræður hann hverjum hann selur apótekið, svo framarlega sem það er lyfjafræðingur sem hefur a.m.k. tveggja ára starfsreynslu í apóteki. Árið 2003 keypti ég apótek í Udine, sem er 100.000 manna bær á Norður-Ítalíu. Á þeim tíma var opinbert söluverð apóteka ársveltan sinnum 1,4. Í Udine eru 24 önnur apótek en nú stendur til að bæta við 7 nýjum apótekum. Apótekið fékk nafnið Beivars eftir úthverfinu sem það er í. Í flestum tilfellum bera ítölsk apótek eftirnafn eigandans, en það var auðvitað ekki hægt að kalla það Harðardóttir.

LyfseðlarTvær gerðir eru af lyfseðlum, hvítir og rauðir. Fyrir lyf sem ávísað er með hvítum lyfseðli borgar viðskiptavinurinn að fullu. Þar er um að ræða lyf eins og svefnlyf og sum róandi lyf. Með rauðum lyfseðlunum er ávísað lyfjum sem skilgreind hafa verið sem nauðsynleg lyf, s.s. við sykursýki og flogaveiki. Fyrir þessi lyf borgar viðskiptavinurinn ekki að því gefnu að hann þiggi ódýrasta samheitalyfið. Ef hann velur önnur lyf borgar hann mismuninn. Hvíta lyfseðilinn má nota allt að 10 sinnum í sex mánuði. Rauðir lyfseðlar gilda bara einu sinni. Við afgreiðslu lyfseðla eru þeir bara stimplaðir og verðið skráð en nafn viðskiptavinar er ekki skráð í neinn gagnagrunn. Um hver mánaðamót eru rauðu lyfseðlarnir sendir til sjúkratrygginga, ásamt lista yfir

LYFJAFRÆÐINGUR Á ÍTALÍUElsa Harðardóttir

Page 21: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

21Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FÓLKIÐ

hversu margir lyfseðlarnir eru, hve mörg lyfin eru og verðið. Í Udine fæst svo greiðslan í lok mánaðarins en annars staðar tekur það mun lengri tíma, t.d. allt upp í 17 mánuði í Napólí.Fíknilyf (narcotica) eru meðhöndluð sérstaklega. Þeir lyfseðlar gilda bara einu sinni og viðtakandi verður að kvitta fyrir móttöku og sýna skilríki. Auk þess er í apótekinu færð nákvæm skrá yfir sölu þessara lyfja þar sem fram kemur hverjum þeim er ávísað, um hvaða lyf er að ræða og hver ávísar.Í janúar 2015 var byrjað með rafræna lyfseðla, og þá eingöngu rauðu lyfseðlana, en það mun taka langan tíma að þeir yfirtaki pappírslyfseðlana. Ennþá eru rafrænir lyfseðlar prentaðir út og sendir með öðrum lyfseðlum til sjúkratrygginga til innheimtu. En í framtíðinni er stefnt að því að það gerist rafrænt.

FramleiðslaÍ apótekinu er lítið framleiðsluherbergi. Þar eru framleidd lyf á magistrella lyfseðla. Auk þess eru framleiddir smáskammta (hómópata) drykkir úr jurtum eða jurtarótum.

UpplýsingagjöfÍ námi mínu í Svíþjóð var lögð mikil áhersla á upplýsingagjöf til viðskiptavina. Þetta hef ég tekið með mér til Ítalíu. Allir fjórir starfsmenn apóteksins eru lyfjafræðingar og er þeim uppálagt að veita nákvæmar upplýsingar. Við afgreiðslu lyfja eru engir miðar límdir á lyfin, þannig að nafn sjúklings og notkunarleiðbeiningar eru ekki skráð. Upplýsingagjöf er því afar mikilvæg. Við þekkjum flesta viðskiptavinina og fylgjumst vel með þeim. Engin kaffistofa er í apótekinu en starfsmennirnir fara út á horn á kaffibarinn. Þar er þeim alltaf boðið upp á kaffi sem viðskiptavinir apóteksins borga sem þakklætisvott fyrir góða þjónustu. Í apótekinu er lítið viðtalsherbergi en slíkt er ekki skylda í ítölskum apótekum. Aftur á móti ef boðið er upp á mælingar á blóðþrýstingi,

blóðsykri og blóðfitu þá þarf að vera til þess sérstakt herbergi. Auk þess þarf að vera sérstök aðstaða til að vinna úr mælingunum. Sú regla gildir á Ítalíu að lyfjafræðingar skulu vera greinilega merktir. Lyfjafræðingafélagið lætur útbúa sérstakar nælur sem allir lyfjafræðingar eiga að bera. Þennan sið finnst mér að íslenskir lyfjafræðingar ættu líka að taka upp og auk þess mættu þeir vera sýnlegri og stunda meiri upplýsingagjöf en ég verð vör við þegar ég kem í apótek á Íslandi.

Afgreiðslutími og vöruúrvalApótekið er opið frá kl. 8 til 13 og 15 til 19:30 virka daga og 8 til 13 á laugardögum. Síðan eru vaktir sjöundu hverja viku og þá er opið alveg frá 8 til 19:30 alla sjö daga vikunnar. Við apótekararnir í Udine höfum samið við apótekara í miðbænum um að taka allar næturvaktir þannig að við sleppum við þær. Á Ítalíu gildir að allir landsmenn eiga að hafa aðgang að opnu apóteki allan sólarhringinn.Vöruúrval er mikið í apótekum á Ítalíu. Hjá mér í litla apótekinu eru 8700 vörutegundir og í stærstu apótekunum geta verið allt að 70.000 vörutegundir.

Vopnað ránInnbrot og rán eru algeng í ítölskum apótekum. Ég hef einu sinni lent í því að maður ruddist inn í apótekið og miðaði byssu á lyfjafræðinginn í afgreiðslunni. Svo óheppilega vildi til að hún var ein að stöfum þegar þetta gerðist, ég hafði skroppið út í banka með peningana úr kassanum. Jafnvel þó ég sé búin að margítreka við starfsfólkið að leika ekki hetju þá fór það svo að starfmaðurinn hafði þjófinn undir og gat síðan kallað á hjálp frá götunni. Þetta var óþægileg lífsreynsla og þakka má fyrir að ekki fór illa.

Endurmenntun lyfjafræðingaTil að halda lyfjafræðingsréttindum þurfa ítalskir lyfjafræðingar að halda við menntun

Page 22: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

22 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FÓLKIÐ

sinni. Gerð er krafa um að hver og einn bæti við sig a.m.k. 120 punktum í endurmenntun

á hverju ári. Einn punktur er u.þ.b. ein klukkustund og í lok hvers námskeið eru alltaf próf. EftirlitÝmsar reglur gilda í ítölskum apótekum sem ég kannast ekki við frá Íslandi. T.d. er listi yfir þau lyf sem apótek verða að eiga og starfsfólk apóteka skal vera í hvítum sloppum sem eru hnepptir upp í háls. Eftirlit fer fram í apótekinu annað hver ár. Þá kemur hópur sem í eru lyfjafræðingar og aðrir sérfræðingar frá lyfjaeftirliti, sjúkratryggingum og heilbrigðiseftirliti. Allt er skoðað og ef eitthvað finnst sem er ábótavant er sektað. Kollegi minn lenti í að greiða 3000 evrur af því starfsmaður hafði skilið eftir opna vatnsflösku, sem hann var að drekka úr, á borðinu í framleiðsluherberginu. Sjálf lenti ég í 1800 evru sekt fyrir að selja sjampó sem á stóð „gegn kláða“. Apótekarinn ber ábyrgð á því að sú vara sem hann hefur á boðstólum uppfylli lög og reglur. Þarna var um óheimila fullyrðingu að ræða og ég sat upp með sárt ennið.Í eftirlitinu er vandlega farið yfir lyfjalagerinn, verðlagningu og listann yfir fíknilyf og birgðir taldar á móti.

Breytingar á löggjöf 2012Haustið 2012 skall á fjárhagskrísa á Ítalíu. Síðan þá hefur skattlagning aukist mjög á apótek. Sem dæmi má nefna að þegar jarðskjálfti varð í Aquilla 2012 barst apótekurum tilkynning um að ákveðið hefði verið að taka 3,8% af greiðslum sjúkratrygginga til apóteka og láta renna til uppbyggingarstarfsins. Og ekki

nóg með að það tæki gildi frá þeim degi sem jarðskjálftinn varð heldur skyldi þetta gilda þrjá mánuði aftur í tímann. Slíkar tilkynningar fá apótekarar iðulega þar sem tilkynnt er um að greiðslur til þeirra muni lækka til að greiða upp ýmsa hluti. Þetta hefur orðið til þess að apótek hafa farið á hausinn. Nú á að fjölga apótekunum í Udine um 7 þannig að búast má við samdrætti hjá öðrum. Þegar ég keypt mitt apótek var opinbert söluverð ársvelta sinnum 1,4. Nú er þetta komið niður í ársvelta sinnum 0,7.Árið 2012 var reglum einnig breytt um rekstur apóteka. Áður gat bara apótekarinn átt apótekið en eftir það má stofna hlutfélag um rekstur apóteks. Fram að þessu hefur enginn mátt eiga meira en eitt apótek en ég reikna svo fastlega með að hægt verði í nánustu framtíð að kaupa fleiri en eitt apótek þannig að keðjur myndist eins og í öllum norðurhluta Evrópu.

FramtíðinÞar sem ég hef nú skilið við eiginmanninn, börnin eru flogin úr hreiðrinu og flutt úr landi og enn er þrengt mjög að rekstri apóteka á Ítalíu hef ég hugsað mér að selja apótekið og flytja heim. Ég er búin að koma mér upp 320 m2

húsi í flæðamálinu á Álftanesi með yndislegu útsýni yfir sjóinn og Snæfellsjökul. Mig langar að læra ferðamálafræði og vera leiðsögumaður fyrir ítalska ferðamenn á Íslandi.

Elsa Harðardóttir, lyfjafræðingur og apótekari á Ítalíu

Page 23: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

23Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FÓLKIÐ

Jóhanna varð fyrst kvenna á Íslandi til þess að ljúka prófi í lyfjafræði árið 1919 og fá leyfi til þess að opna apótek 1928.

Jóhanna var fædd 22. júní 1896 í Árbæ í Holtum. Faðir hennar var Magnús Torfason sýslumaður og kona hans, Petrine Thora Camilla Stefánsdóttir Bjarnason, lauk fyrst íslenskra kvenna svo vitað sé stúdentsprófi og var fyrst kvenna til að fara í háskóla og ljúka þar prófi.

Jóhanna lauk stúdentsprófi átján ára gömul 1914 frá MR, fjórða konan sem það hafði gert og setið í skólanum.

Jóhanna hóf nám í lyfjafræði í Ísafjarðar Apóteki 1914 og síðar í Steno Apotek í Kaupmannahöfn og lauk þaðan Exam. pharm. prófi vorið 1918 og Cand. Pharm. prófi frá Den farmaceutiske Læreanstalt haustið 1919 og vann síðan í Danmörku í tvö ár. Eftir heimkomuna vann Jóhanna sex ár í Reykjavíkur Apóteki og sótti síðan um leyfi til þess að stofna apótek sem hún fékk 2. apríl 1928.Jafnframt veitti hún Áfengisverslun ríkisins forstöðu frá júlí 1928 til vors 1930.Apótekið, sem var opnað 16. desember sama ár, kallaði hún Lyfjabúðina Iðunni og varð þetta þriðja apótekið í Reykjavík. Fyrir voru Reykjavíkur Apótek og Laugavegs Apótek. Jóhanna varð fyrst til þess að nota íslenskt nafn á reksturinn. Það liðu 12 ár þar til önnur íslensk kona lauk kandídatsprófi í Kaupmannahöfn árið 1931, en það var Fríða Proppé. Hún stofnaði Akranes Apótek árið 1935.

Aðeins ein önnur kona notaði íslenskt nafn á sitt apótek, en það var Ingibjörg Böðvarsdóttir sem stofnaði Lyfjabúð Breiðholts árið 1970.

Lyfjabúðin Iðunn var til húsa á jarðhæð hússins að Laugavegi 40 og síðar eignaðist Jóhanna allt húsið og bjó sjálf á þriðju hæðinni. Innréttingar lyfjabúðarinnar pantaði hún frá Danmörku og voru þær nánast óbreyttar þar til lyfjabúðin var flutt úr húsinu í Domus Medica árið 1995, en þá var Lyfjafræðisafninu falin varðveisla innréttinganna.

Jóhanna var brautryðjandi og einn af stofnendum Lyfsalafélags Íslands 1929, sem síðar varð Apótekarafélags Íslands og sat í stjórn þess á árunum 1929-1941, síðast formaður þess. Hún var virk í félagsstörfum og sat í stjórn m.a. Kvenstúdentafélagsins, Zontaklúbbi Reykjavíkur og Ferðafélagi Íslands. Hún sat í prófnefnd fyrir lyfjafræðinema 1930-1940.

Jóhanna giftist árið 1939 Óskari Einarssyni, lækni og skólabróður sínum úr MR. Þau eignuðust eina dóttur, Þóru Camillu.

Jóhanna afsalaði sér lyfsöluleyfinu 1961, þá 65 ára gömul, en hefði samkvæmt þágildandi reglugerð getað rekið það áfram til 75 ára aldurs. Hún lést árið 1981.

Kristín Einarsdóttir, lyfjafræðingur

Heimildir:Lyfjafræðingatal 2. útg. 2004.Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna II. Rvík 1986

Jóhanna MagnúsdóttirFyrsta konan sem varð lyfsali á Íslandi

Page 24: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

24 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

styrkþegi

Dagana 23.-27. mars 2015 var haldin hin árlega ráðstefna lyfjafræðinema á Norðurlöndum, Pinse. Tinktúra, félag lyfjafræðinema, sendi fimm fulltrúa á þessa ráðstefnu, sem er met þátttaka frá Íslandi. Ráðstefnufarar voru 3. og 4. árs nemarnir Daði Freyr Ingólfsson, Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, Guðrún Linda Sveinsdóttir, Sigurjón Viðar Gunnlaugsson og Snorri Traustason.

Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Osló í Noregi en Pinse ráðstefnan flyst á milli norðurlandanna fjögurra, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar.

Tilgangur þessarar ráðstefnu hefur ávallt verið að mynda tengsl milli lyfjafræðinema á norðurlöndunum og einnig til að kynnast nýjungum í lyfjafræðinni.

Vikan var sambland af lærdómsríkum sem og félagslegum viðburðum, en dagurinn byrjaði oftast snemma á einum eða tveimur fyrirlestrum og heimsóknum í fyrirtæki og á kvöldin voru ýmsir viðburðir.

Meðal fyrirtækja sem voru skoðuðu voru Lyfjastofnun Noregs, Apokjeden (Apotek 1), BOOTS Apotek, Farmasøytisk institutt v/UiO, NFS (Norges Farmasøytiske selskap), lyfjafræðisafn og Háskólinn í Osló.

Áhugaverðustu fyrirlestrarnir sem við fórum á voru m.a. hjá Apótekunum, en þau voru með eigin heildverslun og lagera, skömmtun og allar skrifstofur í sömu byggingu og dreifðu um allt landið. Einnig var mjög fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur í Háskólanum í Osló um háskólann og hvernig lyfjafræðin væri stækkandi deild innan hans og greinar innan

deildarinnar væru að stækka mjög hratt en verið er að hanna nýja byggingu fyrir raunvísindi og heilbrigðisvísindasvið þar í landi. Að auki má nefna skoðunarferð í lyfjafræðisafnið.

Ráðstefnan hefur þó sína félagslegu hlið og siði, en þar má nefna Materia sem er hátíðarkvöldverður og er aðalatriðið söngur, en mikill söngur einkennir þessa ráðstefnu og hefur verið útbúin sér lyfjafræðisöngbók sem er gripið til við hvert tækifæri. Fleiri viðburði má nefna eins og ,,pubcrawl” og ,,Nordic night” sem af okkur er talin lang skemmtilegasti viðburðurinn, en þar kemur hvert land með einhverjar veigar frá sínu heimalandi og klæðir sig upp í eitthvað sem tengist sínu landi, en við íslensku ráðstefnufararnir vorum klædd sem Solla Stirða og Íþróttaálfurinn í Latabæ. Íslenski hópurinn í ár bauð aðallega upp á veitingar í fljótandi formi og má þar nefna Brennivín og Opal. Aðalatriðið er svo galakvöldið á lokadegi ráðstefnunnar þar sem allir klæddu sig upp í sitt fínasta púss og borðuðu saman.

Þessi ráðstefna var mjög fróðleg og skemmtileg lífsreynsla og áhugavert líka að geta borið sig saman við hin norðurlöndin um hvernig náminu er háttað og gott og gaman að kynnast öðrum verðandi lyfjafræðingum svo tengslanet myndist milli landanna.

Viljum við senda þakkir til Lyfjafræðingafélagsins, LYFIS, Decode og Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem styrktu okkur til farar á þessa ráðstefnu.

Pinsestevne 2015 - NoregurRáðstefna lyfjafræðinema á Norðurlöndum

Page 25: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

25Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

styrkþegi

Kaupmannahöfn 22.-24. október 2014

Fertugasta og þriðja ráðstefna The European Society of Clinical Pharmacy (ESCP) var haldin í Kaupmannahöfn dagana 22.-24. október 2014. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Patient safety: Bridging the gaps.

Öryggi sjúklinga er brýnt viðfangsefni í heilbrigðisþjónustu og því nauðsynlegt, þegar kostur gefst, að fylgjast með og fræðast um sjónarmið nágrannalanda okkar. Markmiðið er að draga lærdóm af því sem fulltrúar þeirra hafa fram að færa og að geta nýtt sér reynslu þeirra í starfinu hér á landi.

ESCP eru samtök þar sem klínískir lyfja-fræðingar, sjúkrahúslyfjafræðingar, apóteks-lyfjafræðingar, rannsakendur og kennarar frá yfir 50 löndum, aðallega frá Evrópu, koma saman. ESCP er í fararbroddi á alþjóðasviði í gæðum og nýsköpun í kennslu svo og klínískri þjónustu lyfjafræðinga. Samtökin voru stofnuð árið 1979 og því var haldið upp á 35 ára afmæli ESCP að þessu sinni.

Ráðstefnan fór fram í miðborg Kaupmann-ahafnar. Danirnir voru góðir gestgjafar og settu upp glæsilega en jafnframt notalega ráðstefnu. Umgjörðin var öll hin besta og þeim tókst að skapa gott tækifæri fyrir lyfjafræðinga til að sýna sig, sjá og hlusta á aðra og læra hver af öðrum.

Um 700 þátttakendur sóttu ráðstefnuna frá 51 landi. Á ráðstefnunni voru fyrirlestrar og námskeið, erindi frá 37 löndum, ásamt kynningum 356 veggspjalda, þar af voru 2 erindi og 3 veggspjöld frá Íslandi.

Þórunn Óskarsdóttir var með tvö erindi á ráðstefnunni ásamt veggspjöldum um efni hvors erindis. Fyrra erindið ber nafnið Patient adherence to TNFα inhibitors in rheumatoid arthritis and psoriatic arthritis og hið síðara Discontinuation of TNFα inhibitors in rheumatoid arthritis and psoriatic arthritis. Þar fjallaði hún um rannsókn sína á meðferðarheldni sjúklinga með iktsýki og sóragigt á TNFα hemlunum adalimumab, etanercept og infliximab annars vegar og ástæður þess að meðferð hemlanna er stöðvuð í sama sjúklingahópi hins vegar. Efnið kemur úr rannsókn hennar til meistaranáms í lyfjafræði við Háskóla Íslands vorið 2014. Rannsóknin var gerð í samstarfi við ICEBIO sem er stafræn kerfisbundin gagnaöflun

sem heldur utan um meðferð líftæknilyfja hjá gigtarsjúklingum á Íslandi. Um er að ræða áhrifarík og kostnaðarsöm lyf og því mikilvægt að kortleggja notkun þeirra í þeim tilgangi að notkunin sé sem áreiðanlegust.

Auk Þórunnar sóttu ráðstefnuna þær Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðalleiðbeinandi framangreindrar rannsóknar, klínískur lyfjafræðingur og lektor, Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor og Karen Birna Guðjónsdóttir, lyfjafræðingur. Karen Birna var einnig með veggspjald á ráðstefnunni þar sem hún kynnti meistaraverkefni sitt, Quality of medication information, summary and comparison of medication errors at the transfer of elderly patients from hospital to nursing homes, ásamt leiðbeinanda verkefnisins, Þórunni K. Guðmundsdóttur.

Danir hafa lengi lagt mikla áherslu á öryggi sjúklinga og síðustu áratugi hefur áherslan á þetta viðfangsefni aukist til muna. Lyfjafræðingar og klínískir lyfjafræðingar hafa gengt mikilvægu starfi í því að brúa bilið á milli heilsugæslu og sérfræðiþjónustu (primary og secondary care) en yfirferð lyfjanotkunar skiptir miklu máli varðandi öryggi sjúklinga. Um 3-10% af innlögnum á spítala eru vegna óæskilegrar notkunar lyfja en talið er að hægt sé að koma í veg fyrir a.m.k. helming þeirra.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar einkenndist af yfirskrift ráðstefnunnar, öryggi sjúklinga (patient safety), þar sem fjallað var um undirskrift ráðstefnunnar, nauðsyn þess að brúa bilið (briding the gaps) sem vísar til þess hvernig bilið á milli heilsugæslu og sérfræðiþjónustu/bráðaþjónustu er brúað, með það að markmiði að auka öryggi sjúklinga. Að brúa bilið vísar til þess að brýr eru reistar til að greiða leiðir, auka tengsl og hrinda hindrunum úr vegi.

Fyrirlesarar kynntu verkefni og aðferðir frá löndum sínum í þeim tilgangi að brúa bilið. Fjallað var um áhættustjórnunarskýrslur sem gerðar voru í apótekum þar sem lyfjafræðingur ræðir við sjúklinga, aðferðir til að taka eftir og greina lyfjatengd vandamál í heimaþjónustu, þróun lyfjahugbúnaðar og fræðslu og upplýsingar til umönnunaraðila.

Ráðstefna European Society of Clinical Pharmacy (ESCP)

Anna I. Gunnarsdóttir og Þórunn Óskarsdóttir

Þórunn Óskarsdóttir og Anna I. Gunnarsdóttir

Page 26: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

26 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

styrkþegi

Annar dagur ráðstefnunnar einkenndist af umræðu um rannsóknir í klínískri lyfjafræði. Lyfjafræðingar eru duglegir að rannsaka spennandi viðfangsefni en eru ekki eins duglegir að fylgja þeim eftir með birtingu rannsókna og niðurstaðna. Mikilvægt er að birta rannsóknir á sviði klínískrar lyfjafræði um notkun aðferða til að kynna þær sannanir sem liggja til grundvallar notkuninni. Jafnframt þessu þarf að framkvæma rannsóknir í apótekum en þangað kemur stærsti hluti sjúklingahópsins og þar er breytileikinn mestur. Þar sést því fjölbreytt mynstur lyfjanotkunar, þar heyrast oft skoðanir sjúklingsins og áhyggjur og þar er hægt að kanna hversu vel sjúklingar eru upplýstir. Aftur á móti er umhverfið í apótekunum ekki hvetjandi fyrir rannsóknir, m.a. vegna takmörkunar á tíma og fjölda starfsfólks.

Þriðji og síðasti ráðstefnudagurinn einkennd-ist af spennandi fyrirlestrum og umræðum í tengslum við samþættingu klínískrar lyfjafræði í heilbrigðisþjónustu. Anne J. Leendertse, klínískur lyfjafræðingur frá Hollandi, var með hvetjandi fyrirlestur þar sem hún fór yfir meginbreytingar sem þar hafa orðið á starfi lyfjafræðinga. Áður fyrr var áherslan aðallega á afgreiðslu lyfja, að sjá til þess að nýting lyfja væri góð og upplýsingagjöf til sjúklinga varðandi notkun lyfja og öryggi. Með samþættingu og aukinni áherslu á klíníska lyfjafræði hefur áherslan þróast í að nálgast einnig lyfjafræðilega umsjá (pharmaceutical care) og aukna þörf fyrir lyfjameðferð með það að markmiði að auka lífsgæði sjúklinga. Til að tileinka sér lyfjafræðilega umsjá þarf metnað í starfi og símenntun.

Auk athyglisverðra og spennandi fyrirlestra var boðið upp á fjölbreytt úrval vinnubúða

(workshops). Af áhugaverðum vinnubúðum má nefna STOPP/START, fjöllyfjameðferð aldraðra, hvert er hlutverk lyfjafræðinga? Stephen Byrne hafði yfirumsjón með vinnubúðunum en hann er einn af höfundum STOPP/START leiðbeininganna. Vinnubúðirnar vöktu mikinn áhuga ráðstefnugesta og þurfti að tvítaka þær svo allir sem vildu gætu tekið þátt. Bakgrunnur STOPP/START leiðbeininganna er óviðeigandi notkun lyfja hjá öldruðum. Vitað er að aukaverkanir lyfja hjá öldruðum er vaxandi vandamál og að fjöllyfjameðferð og óviðeigandi lyfjaávísanir til þessa hóps eru þekktir áhættuþættir aukaverkana og milliverkana lyfja. Tilgangur leiðbeininganna er að fyrirbyggja aukaverkanir, minnka áhættu og hámarka árangur lyfjameðferðar hjá öldruðum.

Síðan fyrsta útgáfa STOPP/START leiðbeininganna var gefin út, 2008, hefur verið sýnt fram á að ef þeim er beitt innan 72 klst. frá innlögn fækkar aukaverkunum og sjúkrahúslegutími styttist. Lyfjafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í því að koma auga á og fyrirbyggja óviðeigandi lyfjameðferðir, bæði við innlagnir og í sjúkrahúslegu.

STOPP/START felur annars vegar í sér leiðbeiningar um hvaða lyf mælt er með að stöðva notkun á hjá öldruðum og hins vegar hvaða lyf ráðlagt er að hefja meðferð með hjá öldruðum. Við endurskoðun leiðbeininganna kom í ljós að nauðsynlegt var að uppfæra þær vegna nýrra gagnreyndra upplýsinga sem fram höfðu komið og hefur nú ný og viðameiri útgáfa litið dagsins ljós.

Þórunn Óskarsdóttir og Karen Birna Guðjónsdóttir

Page 27: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

27Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Í lok vinnubúðanna fengu þátttakendur að spreyta sig á nokkrum dæmum og er hér eitt þeirra fyrir lesendur að spreyta sig á. 70 ára karlmaður kemur vegna ógleði og byltu.Heilsufarssaga: hækkað kólesteról, kransæðasjúkdómur, svefnleysi og þvagsýrugigt. Lyf tekin reglulega: Allopurinol 100 mg 1x1Hydrochlorothiazide 12,5 mg 1x1 Hjartamagnýl 75 mg 1x1 Flunitrazepam 1mg 1x1 vesp Blóðgildi: S-kreatínín 140 mmol/L (eGFR =30 ml/min) kólesteról 6,8 mmol/L kalíum 3,0 mmol/L Stopp?Start?

Skilaboðin sem tekin voru með heim voru þau að þverfagleg vinna og teymisvinna væri mjög mikilvæg til að bjóða sem besta meðferð og auka öryggi sjúklinga. Þær hindranir sem koma upp í þverfaglegri vinnu eru skortur á þekkingu annarra starfsgreina, staðalímyndir, ekki nægilegt traust og skortur á skipulagi. Til að bæta slíka vinnu, samstarf, er t.d. aukin samvinna mismunandi stétta

innan heilbrigðisvísinda í náminu. Síðastliðið haust hófst slík vinna á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands með nýju námskeiði í þverfaglegu námi.

Klíníkin er mikilvæg grein innan lyfja-fræðinnar og snertir marga fleti fræðinnar sem og heildarmyndina. Nauðsynlegt er að gefa lyfjafræðinemum aukið tækifæri til að læra að nýta þekkinguna í raunumhverfi. Þeir þurfa að kynnast starfsumhverfinu og þeim möguleikum sem í boði eru. Slíkt fyrirkomulag væri skemmtilegt, fræðandi og að okkar mati nauðsynlegt í kennslumynstri námsins.

Það er afar mikilvægt að lyfjafræðingurinn sé sýnilegur, hvort sem það er í apótekum, á sjúkrahúsum, innan stofnana eða í samfélaginu.

Það má segja að þegar ráðstefnunni var lokið hafi hugurinn verið fullur af metnaði og væntingum. Það eru spennandi tímar framundan á sviði klínískrar lyfjafræði og tilhlökkunarefni að taka þátt í þeim verkefnum sem framtíðin ber í skauti sér.

Þakkir til Vísindasjóðs LFÍ fyrir veittan styrk.

Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor

Þórunn Óskarsdóttir, lyfjafræðingur

Þórunn Óskarsdóttir

Anna I. Gunnarsdóttir, Karen Birna Guðjónsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir

Page 28: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

28 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Lokaverkefni nemenda 2015

Arna Katrín HauksdóttirÞróun og prófanir á rakakremi sem inniheldur úrdrátt úr burnirót (Rhodiola rosea L.)Inngangur: Lengi hefur tíðkast að nota íslenska jurtaúrdrætti í smyrsli og krem. Vísbendingar eru um að burnirót geti gagnast við húðvandamálum eins og dökkum blettum á húð ásamt því að vernda hana gegn oxunarálagi. Eins bendir hefðbundin notkun hennar til þess að hún geti dregið úr bólgum í húð og slímhúð. Þörf er á þróun nýrra krema sem byggja upp raka í húðinni og hjálpa henni að viðhalda honum án þess að innihalda hefðbundin rotvarnarefni og önnur aukaefni sem geta haft neikvæð áhrif við langtímanotkun.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að þróa rakagefandi krem sem inniheldur úrdrátt úr burnirót. Kannaðir voru rakagefandi eiginleikar þess með húðrakamælinum Corneometer® CM 825.

Aðferð: Þróun rakakremsins var unnin í samstarfi við fyrirtækið Sóley Organics. Gerðar voru tvær rannsóknir til að meta rakagefandi eiginleika kremsins. Önnur rannsóknin tók 3 klukkustundir og var hún gerð til að meta áhrif kremsins rétt eftir að það var borið á húðina. Hin stóð yfir í þrjár vikur og var hún gerð til að meta langtímaáhrif kremsins. Hydrófílkrem var notað til samanburðar ásamt viðmiðunarsvæði. Corneometer® CM 825 húðrakamælir var notaður til þess að meta rakabreytingar í húðinni.

Niðurstöður: Kremið sem inniheldur 1% úrdrátt úr burnirót eykur rakamagn húðarinnar til skemmri tíma og hjálpaði henni að viðhalda raka til lengri tíma. Kremið hefur einnig meiri rakagefandi eiginleika en hýdrófíl rakakrem.

Ályktanir: Í þessari rannsókn tókst að þróa krem sem inniheldur 1% alkóhól-vatns úrdrátt úr burnirót. Kremið hefur rakagefandi eiginleika bæði þegar það er borið saman við viðmiðunarsvæði og við hýdrófílkrem. Engar ályktanir er hægt að draga um áhrif burnirótarúrdráttarins á húð.

Leiðbeinendur: Þórdís Kristmundsdóttir og Sesselja Ómarsdóttir

Ása Guðrún GuðmundsdóttirUmframnotkun róandi- og svefnlyfja á Íslandi á árunum 2003-2013

Svefnröskun er algengt vandamál sem ágerist með aldri og getur varað í mörg ár. Í leiðbeiningum er ráðlagt að lyfjameðferð við svefnleysi vari aðeins í skamman tíma, að hámarki fjórar vikur, og að notast skuli við lægsta mögulega skammt til þess að draga úr hættu á misnotkun og ávanabindingu. Sérlyfjaskrá mælir með að flest róandi lyf séu aðeins notuð í að hámarki 12 vikur. Sú lyfjameðferð sem í dag er mest notuð snýr aðallega að taugaboðefninu

GABA en það hefur hindrandi áhrif á miðtaugakerfið. Rannsóknir hafa sýnt að þegar litið er til Norðurlandanna er heildarnotkun róandi- og svefnlyfja í ATC flokkunum N05CD og N05CF langmest á Íslandi.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna umframnotkun róandi- og svefnlyfja meðal Íslendinga á aldrinum 20-79 ára á árunum 2003-2013. Gögn frá Embætti Landlæknis um úttekna lyfseðla róandi- og svefnlyfja voru notuð. Umframnotkun var skilgreind og skoðuð milli aldurshópa og kynja. Þróunin milli ára var svo metin.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að hlutfall notenda róandi- og svefnlyfja á aldrinum 20-79 ára breyttist lítið sem ekkert milli ára en þó mátti greina örlitla hækkun þegar einstaklingar á aldrinum 80 ára og eldri voru taldir með. Hlutfallið var hærra meðal eldri einstaklinga og meðal kvenna.

Umframnotkun róandi lyfja lækkaði á árunum 2003-2013 en umframnotkun svefnlyfja hækkaði og náði toppi árið 2013. Af þeim sem fengu meira en 100, 180 eða 360 DDD á ári af róandi lyfjum voru karlkyns notendur alltaf með hærra hlutfall á meðan kvenkyns notendur voru alltaf með hærra hlutfall meðal notenda svefnlyfja. Eldri einstaklingar voru yfirleitt með hærra hlutfall en þeir yngri.

Leiðbeinandi: Lárus S. Guðmundsson

Brynja Xiang JóhannsdóttirTýmól við miðeyrnabólgu: Þróun eyrnatappa sem lyfjagjafartæki

Bráð miðeyrnabólga (BMB) er einn af algengustu barnasjúkdómunum. Sýklalyf eru fyrsta meðferð við BMB en vaxandi ónæmi gagnvart sýklalyfjum í heiminum er mikið áhyggjuefni. Því er mikilvægt að geta boðið upp á önnur meðferðarúrræði sem hafa verið staðfest með rannsóknum á gæðum og virkni. Fyrri rannsóknir benda til þess að týmól á gufuformi geti verið áhrifarík lyfjameðferð við BMB.

Þörf er á hentugu lyfjaformi með tilliti til lyfjagjafar týmóls í miðeyra. Uppgufun týmóls í mismunandi lyfjaformum og með mismunandi styrkleika var borin saman við uppgufun úr hreinum týmól kristölum. Lyfjaformið þurfti að gefa betri uppgufun og flæði yfir himnu heldur en týmól á föstu formi. In vitro virkni valinna lyfjaforma á 100 mcL svifvöxt með Streptococcus pneumoniae af hjúpgerð 19F var athuguð.

Af þeim lyfjaformum sem voru mæld, var uppgufun og flæði týmóls yfir himnu hröðust og stöðugust þegar lyfið var uppleyst í 20% styrk í vaselíni á fyrstu þremur tímum uppgufunar og var það valið til frekari þróunar. Frumgerð eyrnatappa með 20% týmól í vaselíni innan pólýprópýlen rörs dróg mest úr bakeríuvexti eftir 30 mínútna meðferð (log6,5; 99,9997 ± 3,0*10-4 %) sem uppfyllti upphaflegt markmið rannsóknarinnar.

Page 29: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

29Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Flóra Vuong Nu DongIsolation and structure elucidation of secondary metabolites from aquatic fungi collected in Icelandic waters with regards to antimycobacterial activity

Inngangur: Árið 2013 sýktust um 9 milljónir manna af berklabakteríunni og ónæmi gegn henni er mikið og því nauðsynlegt að finna nýjar meðferðir gegn henni. Náttúruefni hafa reynst mikilvæg uppspretta nýrra sýklalyfja. Einn flokkur lífvera, sjávarsveppir, eru áhugavert rannsóknarefni á sviði lyfjaþróunar náttúruefna. Á tímabilinu 2002-2010 voru yfir 800 nýjum efnasamböndum úr sjávarsveppum lýst. Mörg þessara efnasambanda hafa sýnt ýmiss konar lífvirkni, einkum örveruhemjandi og krabbameinsfrumuhemjandi áhrif. Við leit að nýjum lyfjaefnum eru svæði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og umhverfisaðstæður sérstæðar talin vera áhugaverðust, því þar eru meiri líkur á að finna ný efnasambönd. Umhverfisaðstæður á Íslandi eru einstakar, þar mætast kaldur sjór úr norðri og hlýr Golfstraumur úr suðri, eyjan býr yfir einstakri jarðfræði og jarðhita sem gerir þetta svæði áhugavert til lyfjaefnaleitar. Auk þess sem Ísland og hafsvæðið í kring hefur lítið verið rannsakað m.t.t. annars stigs efna með hugsanlega lyfjavirkni.

Markmið: að einangra og byggingarákvarða annars stigs efni úr sjávar- og ferskvatnssveppum sem ræktaðir eru úr sýnum sem safnað var í sjó og vötnum á Íslandi og skima fyrir áhrifum efnaþátta á berklabakteríuna in vitro.

Niðurstöður: Fyrst voru sveppirnir ræktaðir á agarplötum og í fljótandi æti. Annars stigs efni voru úrhlutuð úr ræktuninni með lífrænum leysum og resíni og útdrættir þáttaðir í fjóra misskautaða efnaþætti með fastfasasúluskiljun. Nokkrir efnaþættir sýndu virkni gegn berklabakteríunni í in vitro prófunum og voru fimm valdir til frekari upphreinsunar í þessu verkefni. Efnainnihald efnaþáttanna var skoðað með vökvaskiljun og nokkrum mismunandi skynjurum (DAD, ELSD og MS) og kjarnsegulgreiningu (NMR). Róf af efnaþáttunum voru borin saman við þekkt efni í gagnagrunnum og haldið var áfram að vinna með þá efnaþætti sem virtust innihalda ný efnasambönd. Talið var að efnaþátturinn FK003-F2 innihéldi nýtt efni en svo kom í ljós að þetta var þekkt efnasamband, maximiscin, sem er blanda atrópísómera. Maximiscin myndast með blönduðu lífmyndunarferli og er polyketíð-shíkimat-NRPS-hýbríð sameind sem hefur krabbameinsfrumudrepandi virkni in vitro og æxlishemjandi áhrif í tilraunadýrum. Annar efnaþáttur, FK001-RF3, sem fékkst eftir endurræktun reyndist innihalda sameindir sem taldar eru vera nýr flokkur efnasambanda. Frumniðurstöður benda til þess að þessi efni séu klóríneruð. Ákvörðun á efnabyggingum þeirra er þó enn ekki lokið og þörf er á fleiri kjarnsegul-og massagreiningum til að unnt sé að ljúka henni. Einnig á eftir að meta berklabakteríuhemjandi áhrif þeirra hreinu

efnasambanda sem fengust í þessu verkefni.

Ályktun: Sjávarsveppir, ræktaðir úr sýnum sem safnað var úr sjó og ferskvötnum á Íslandi framleiða fjölbreytt annars stigs efnasambönd og hafa efnaþættirnir hindrandi áhrif á berklabakteríuna í in vitro prófunum. Í þessu verkefni var þekkt krabbameinshemjandi efni, maximiscin, einangrað úr stofni merktum FK003. Einnig voru þrjú efni einangruð úr öðrum stofni merktum FK001 og eru þau talin vera nýr efnaflokkur, en frekari rannsókna er þörf til að ákvarða byggingu þeirra.

Leiðbeinandi: Sesselja Ómarsdóttir

Heiðrós Tinna HannesdóttirReported Adverse Drug Events in Pediatric Inpatients in Public Hospitals in Denmark

Markmið: Markmið rannsóknar-innar var að greina lyfjaatvik hjá börnum undir 18 ára í opinberum sjúkrahúsum í Danmörku.

Efni og aðferðir: Þessi afturrýna rannsókn skoðaði skráð lyfjaatvik í DPSD með innihaldsgreiningu (e. content analysis). Lyfjaatvik-unum var safnað, þau kóðuð og síðan greind eftir því hvar þau lágu í lyfjagjafaferlinu; við ávísun, tiltekt eða gjöf lyfs. Lyfjaatvikin voru greind áfram í gerð lyfjaatviks og borin saman við aldur skjólstæðings, alvarleika lyfjaatviks og gerð lyfsins í atvikinu. PRR var reiknað fyrir algengustu gerðir af lyfjaatvikum.

Niðurstöður: Fjöldi lyfjaatvika voru 1926 og þar af voru 314 flokkuð í þessari rannsókn eftir því hvar þau lágu í lyfjagjafaferlinu. Lyfjaatvikin áttu sér oftast stað við tiltekt lyfs, 45.8% (121), þar á eftir við ávísun lyfs, 38.6% (102), og síðast við gjöf lyfsins, 15.5% (41), þar sem að flest atvikin náðu til sjúklingsins, 86.4% (228). Það voru 8.6% (27) lyfjaatvik þar sem upplýsingar voru ekki tiltækar og 7.3% (23) sem tengdust ekki rannsókninni og voru ekki skoðuð frekar. Algengustu gerðir lyfjaatvika voru rangur skammtur, 40.2% (106), röng tímasetning, 17.4% (46), og rangt lyf, 13.3% (35). Samkvæmt PRR útreikningum var rangur lyfjaskammtur við ávísun lyfs algengast í samanburði við gerð lyfjaatvika allra annarra lyfjagjafaferla. Skjólstæðingar í lyfjaatvikunum voru 40.2% (106) á aldrinum 0-1 árs og 72.2% lyfjaatvika voru metin skaðlaus. Sýkingalyf til altækrar notkunar (e. systematic use) (ATC flokkun: J) 35.2% (74) og lyf fyrir taugakerfið, 31.4% (66), voru algengustu gerðir lyfja í lyfjaatvikunum.

Ályktanir: Þessi rannsókn gefur til kynna að þörf er á frekari inngripum til þess að koma í veg fyrir lyfjaatvik innan heilbrigðiskerfisins. Niðurstöður benda sterklega til að þörf sé á samræmdum aðferðum og skilgreiningum til betri samanburðar milli rannsókna.

Leiðbeinendur: Pétur S. Gunnarsson og Anna Birna Almarsdóttir

Page 30: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

30 Tímarit um lyfjafræði tölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Karen SigfúsdóttirLyfjanotkun við höfuðverk og mígreni á Íslandi: Forrannsókn á heilsusögu Íslendinga

Markmið: Markmið rannsóknar-innar var að skoða lyfjanotkun Íslendinga við höfuðverk og mígreni. Í framhaldi af því var ákveðið að kanna hvort samband væri milli lyfjanotkunar og hversu svæsnir verkirnir voru og lengd höfuverkjakasta.

Aðferðir: Gögn úr forrannsókn Heilsusögu Íslendinga (2013-2014) voru notuð. Úrtakið samanstóð af 2870 einstaklingum. Konur voru valdar af handahófi meðal þeirra kvenna sem höfðu samþykkt að taka þátt í kembileit Krabbameinsfélagsins en karlar voru valdir af handahófi úr þjóðskrá Íslands. 991 einstaklingur samþykkti að taka þátt í rannsókninni en einungis 921 svaraði spurningalista. Lengd höfuðverkja-kasta, svæsni verkja og lyfjanotkun voru borin saman hjá þátttakendum með mígreni án áru (MO), mígreni með áru (MA) og höfuðverk annan en mígreni (NMH). Greining mígrenis var gerð í samræmi við viðmið frá International Headache Society (IHS) frá árinu 2013.

Viðeigandi tölfræðipróf voru notuð til að bera saman lyfjanotkun eftir gerð höfuðverkja.

Niðurstöður: Algengi mígrenis í úrtakinu var 14.9 %, 8.7 % fyrir karla en 19.7 % fyrir konur. Algengi mígrenis lækkaði með auknum aldri og var tíðara hjá konum en körlum. Notkun lyfja var töluvert meiri hjá þátttakendum með MO en hjá þeim sem voru með MA og notkun lausasölulyfja var einnig meiri en notkun lyfseðilsskyldra lyfja. Svæsni höfuðverkja var í beinu sambandi við lyfjanotkun, fjölda höfuðverkjakasta og líkur á að einstaklingur leitaði sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Sársauki sem fylgir mígreni virðist hafa neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklinga.

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að algengi mígrenis sé hærra en það sem hefur verið greint frá í fyrri rannsóknum. Konur meta höfuðverki sína svæsnari í samanburði við mat karla en þegar skoðað var sambandið á milli svæsni verkja og hvort þeir hafi áhrif á lífsgæði einstaklinga þá virðist sem svæsni verkja sé svipuð á milli kynja.

Leiðbeinandi: Lárus S. Guðmundsson

Margrét Soffía RunólfsdóttirLyfjafræðileg rannsókn á áhrifum fylgjupróteins 13 (PP-13) í óþunguðum rottum.

Bakgrunnur: Meðgöngueitrun er meðgöngutengdur sjúkdómur þar sem klínísk einkenni koma vanalega fram eftir fyrstu 20 vikur meðgöngu. Sjúkdómurinn er talinn hrjá að minnsta kosti 2-8% barnshafandi kvenna og er ein algengasta ástæða mæðradauða á heimsvísu. Galektín-13 eða PP-13 er prótein sem lofar góðu sem mögulegt greiningarmerki fyrir meðgöngueitrun. Hlutverk PP-13 á meðgöngu er enn ekki skilið að fullu en mikil lækkun á þéttni PP-13 í blóði móður á fyrsta þriðjungi meðgöngu hefur verið tengd við þróun meðgöngueitrunar seinna á meðgöngunni. Kenning okkar er sú að PP-13 hafi áhrif á æðakerfi í legi og blóðþrýsting hjá þunguðum konum og spili þar með mikilvægt hlutverk í meðgöngueitrun. Hlutverk þessa verkefnis er að reyna að öðlast betri skilning á hegðun PP-13 á meðgöngu með því að skoða in vivo hegðun á hreinu nýmynduðu/raðbrigði PP-13 (rPP-13) og histidine merktu PP-13 (PP-13 His-Tag) í 18 óþunguðum kvenrottum.

Markmið: Aðalmarkmið þessa verkefnis var að mæla blóðþéttni PP-13 í sermi óþungaðra kvenrotta eftir ígræðslu á ALZET hæglosandi osmótískum pumpum sem losa próteinið á stöðugum hraða út í blóðrás dýranna í 7 daga. Einnig var markmiðið að skoða áhrif rPP-13 og PP-13 His-Tag á æðakerfið í legi rotta eftir samfellda gjöf PP-13 í 7 daga í óþunguðum kvenrottum.

Aðferðir: ALZET osmótískar pumpur voru fylltar og græddar með skurðaðgerð undir húð á baki á 18 kvenkyns Sprague-Dawley’s rottum. Þegar búið var að koma pumpunum fyrir losuðu þær innihaldið, á stöðugum hraða, staðbundið undir húð samfellt í 7 daga. Rottunum var skipt í þrjá hópa, merktir I-III, sem hver innihélt 6 rottur eftir því hvaða meðhöndlun þær fengu. Öll dýr voru aflífuð og krufin á ellefta degi rannsóknarinnar ásamt því að valin líffæri voru fjarlægð og ljósmyndir teknar af hverju legi og æðakerfi þess.

Niðurstöður: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að PP-13 hafi æðavíkkandi áhrif í legi óþungaðra rotta ásamt því að auka æðanýmyndun, þó svo að niðustöðurnar næðu ekki alltaf tölfræðilega marktækum mun.

Leiðbeinandi: Sveinbjörn Gizurarson

Page 31: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

31Tímarit um lyfjafræðitölublað 2 - 2015

FRÆÐIN

Ólafía KristjánsdóttirUpplýsingagjöf um lyf til sjúklinga

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort sjúklingar sem útskrifast heim af Landspítalanum telji sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína. Einnig að kanna núverandi verklag og viðhorf hjúkrunarfræðinga, lækna og lyfjafræðinga til upplýsingagjafar um lyf til sjúklinga.

Aðferðir: Rannsóknin var gerð á Landspítalanum á tímabilinu janúar – apríl 2015. Notaður var spurningalisti að fyrirmynd SIMS (Satisfaction with Information about Medicines scale), sem lagður var fyrir sjúklinga sem voru að útskrifast af níu deildum Land-spítalans. Sambærilegur spurningalisti var sendur rafrænt til allra hjúkrunarfræðinga, lækna og lyfjafræðinga Landspítalans.

Niðurstöður: Um 75% sjúklinga (n=126) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína eftir dvöl á Landspítalanum. Rúmlega 80% sjúklinga sagðist fá upplýsingar um nafn, ábendingu og notkunarleiðbeiningar lyfs. Rúmlega 40% sjúklinga sagðist fá upplýsingar um hvernig lyfið virkar og hvert leita megi upplýsinga eftir að heim er komið, og um og undir 20% sjúklinga sagðist fá aðrar upplýsingar varðandi verkun, notkun og öryggi lyfjameðferðarinnar. Um 55% sjúklinga kýs að fá bæði munn- og skriflegar upplýsingar um lyfjameðferð sína en um 80% þeirra sagðist eingöngu fá munnlegar upplýsingar. Stærsti hluti starfsmanna (n=217, svarhlutfall=13,13%), telur að læknar eigi að veita sjúklingum upplýsingar um lyf, en viðhorf starfsstétta til þess hver veita eigi sjúklingum upplýsingar um lyf er misjafnt. Stærsti hluti starfsmanna segir tímaleysi hindrun í starfi við að veita sjúklingum upplýsingar um lyf.

Ályktun: Flestir sjúklingar telja sig fá fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína en þó er þörf fyrir bætt verklag við upplýsingagjöf til sjúklinga er varðar öryggi tengt lyfjanotkun. Stærsti hluti sjúklinga fær eingöngu munnlegar upplýsingar, en kýs að fá einnig skriflegar upplýsingar. Flestir starfsmenn telja að læknar eigi að veita sjúklingum upplýsingar um lyf. Helstu hindranirnar við upplýsingagjöf starfsmanna er skortur á tíma.

Leiðbeinendur: Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir og Freyja Jónsdóttir

Tinna ArinbjarnardóttirEr nýgengi og notkun svefnlyfja breytilegt eftir landssvæðum, aldri og kyni?

Inngangur: Svefn er virkt ástand heilans sem hefur það hlutverk að móta taugar, styrkja minni og tekur þátt í hita- og ónæmis-stjórnun líkamans. Ætla má að svefnvandamál sé eitt algengasta heilsufarsvandamál Íslendinga í dag en svefnlyf eru mikið notuð hér á landi. Í samanburði við önnur Norðurlönd nota Íslendingar um það bil 2svar sinnum meira af svefnlyfjum.

Markmið: Að rannsaka hvort þróun svefn- og róandi lyfja væri mismunandi eftir aldri, kyni og landssvæðum með nýgengi og algengi. Undirmarkmið voru að kanna hvaða svefn- og róandi lyf eru mest notuð í dag í nýgengi og algengi og hvort fjöldi lyfjaúttekta væri mismunandi eftir mánuðum og árstíðum.

Aðferðir: Notast var við gögn úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis sem ná yfir notkun þjóðarinnar á svefn- og róandi lyfjum á árunum 2003-2013. Einstaklingum var skipt niður eftir aldri, kyni og umdæmi.

Niðurstöður: Notkun svefn- og róandi lyfja eykst með hækkandi aldri og nýgengi og algengi meðal kvenna er töluvert hærra en meðal karla. Þetta á við í öllum umdæmum og nánast öllum aldurshópum. Þróun svefn- og róandi lyfja á árunum 2003-2013 er svipuð eftir landshlutum. Flestar úttektir svefn- og róandi lyfja áttu sér stað yfir vetrartímann á þeim árum sem rannsóknin nær yfir.

Ályktanir: Notkun svefn- og róandi lyfja meðal kvenna eykst mikið í kringum þann aldur sem tíðahvörf eiga sér stað sem er í samræmi við aðrar rannsóknir. Svefn- og róandi lyf sem ávísuð eru sjúklingum í fyrsta skipti hafa ekki breyst á árunum sem rannsóknin nær yfir. Zópiklón er mest notað af öllum lyfjunum og er því ljóst að z-lyf henta betur til meðhöndlunar svefnleysis heldur en benzódíazepín, líkt og aðrar rannsóknir hafa gert grein fyrir. Mesti fjölbreytileikinn í lyfjavali virtist vera á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Suðurnesjum. Minnkaður birtutími á Íslandi á veturna getur leitt til aukinna lyfjaúttekta á svefn- og róandi lyfjum.

Leiðbeinandi: Lárus S. Guðmundsson

Page 32: Tímarit um lyfjafræði - 2. tbl. 2015

Lægra lyfjaverð fyrir þig

Við erum MylanEitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

MYL150901