18
20 tbl. Nóvember 2010 - ISSN 1670-8776 Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður Meðal efnis; Írönsk myndlist, Hollensk myndlist, Ljóð, Vissir þú, Þjóðsagan, Ný barnabók, Rauður, gulur... Coca Cola, Gömul tíska ICELANDIC Forsiði og baksíðu mynd; “ Að horfa á heiminn í nýju ljósi “ Verk eftir Guðmund R Lúðvíksson - Á mynd: Sigríður K Eysteinsdóttir

Trodningur 20 tbl

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Trodningur 20 tbl. Free Private Art Magazine by Ludviksson.

Citation preview

Page 1: Trodningur 20 tbl

20 tbl. Nóvember 2010 - ISSN 1670-8776

Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður

Meðal efnis;

Írönsk

myndlist ,

Hollensk

myndlist ,

Ljóð,

Vissir þú,

Þjóðsagan,

Ný barnabók,

Rauður, gulur. . .

Coca Cola,

Gömul t íska

ICELANDIC

Forsiði og baksíðu mynd; “ Að horfa á heiminn í nýju ljósi “Verk eftir Guðmund R Lúðvíksson - Á mynd: Sigríður K Eysteinsdóttir

Page 2: Trodningur 20 tbl

Írönsk myndlist !

Þegar nefnt er landið Íran dettur fæstum örugglega í hug myndlist. Daglega erum við mötuð í gegnum gagnrýnislausa fjölmiðla á að þar búi bara ribbaldalýður og hryðjuverkafólk. Sem gangi um og hrópar niður Bandaríkin og vesturveldin. Sé dúðað í svartan búning og ekkert sjáist nema í gneistandi augu. Auðvitað er þetta ekki svona. Þessi mötun kemur beit frá Bandaríkjunum og er etin upp af eins og áður sagði, fjölmiðlum sem láta mata sig á umfjöllun og fréttum eins og ósjálfbjarga ungabörn. Þess ber að geta að Íran er stórt land og með mismunandi hópa innan sinna raða. Tehran er höfuðborgin ( íbúar rúmlega 14 miljónir ) og þar þrífst í raun allt. Gamalgróin menning hefur sterkar rætur, en þó eins og fl estum löndum öðrum, sæmilega vel upplýst um gang mála hvað sé að gerast t.d í myndlist annarstaðar. Þar eru sem sé starfandi myndlistafólk sem samsvarar sig til þess sem er að gerast að nokkru leiti t.d í Evrópu. Þó verður að segja það eins og er að sumt og því miður er margt sem ekki er “ leyft “, en það á einnig skylt við menningarlegt uppeldi til langs tíma. Það sama mætti örugglega segja um myndlist í vestrænum heimi, með öfugum formerkjum.Um nokkurt skeið hafa þó vestrænir myndlistamenn sótt allverulega í menningu arabalandanna í verkum sínum. Það má t.d sjá m.a í verkum eftir Kader Attia, sem hér eru sýnd í blaðinu.Blaðið verður að mestu helgað verkum eftir listamenn frá m.a Íran og Hollandi. Á næstu síðum eru verk eftir Íranska listamenn sem hafa verið til sýnis m.a í Tehran og galleríum í London og víðar.

Ljósmyndaverk eftir Kader Attia.

Verk eftir Simeen Farhat

Seifollah Samadian

Page 3: Trodningur 20 tbl

5

Málverk eftir Roxana Manouchehri.

Verk eftir Reza Azimian. Verk eftir Mehrdad Mohebali.

Ljósmyndaverk eftir Mohsen Rastani.Nokkur verk eftir Bijan Nemati.

Page 4: Trodningur 20 tbl

Myndlist frá Íran

Verk eftir Ahmad Morshedloo.

Verk eftir Hossein Khosrojerdi.

Verk eftir Mahmaoud Kalari

Page 5: Trodningur 20 tbl

Kader Attia F:1970Býr og starfar í ParísInnsetning.

Verk eftir Simeen Farhat.

Ljósmyndaverk eftir Mohsen Rastani.

Page 6: Trodningur 20 tbl

Ljóð ! Þjóðsagan.

Ísland og hann !

Hann fæddist í fátæku landi,með fjöllin allt um kring.

Varð einn af verkamönnum,sem vildi ekki fara á þing.

Kaus því frekar að kúldrast,í kotinu sínu við haf.

Vann þar hörðum höndum, er heimurinn sigldi í kaf.

Samt lætur sig fátt um fi nnast,en fi nnur þó til með þeim.Sem samviskulausir stálu,

og struku með allt út í heim.

Eitt er þó, ekki hann fattar,alla tíð hefur búið hér .

Þótt banki húrri á hausinnog hrifsi allt landið með sér ?

Já best er að eiga því ekkertog engum að skulda neitt.Nema landinu sínu ljúfa,

og að lokum;

hann og það verða eitt.

LÁRUS LÆKNIR PÁLSSONÞegar Lárus læknir Pálsson var ungur maður suður á Vatnsleysuströnd bar svo til einu sinni að til hans kom ung og óþekkt stúlka og bað hann ganga með sér spölkorn og hjálpa móður sinni í barnsnauð. Hann var tregur til og kvaðst illa til þess fær sökum vanþekkingar. Hún kvað hann vel vera laginn til þess og mundi hjálp hans duga. Lét hann þá til leiðast og fór með henni.

Komu þau að húsi þar sem annars var klettur; gengu þau þar inn. Sá Lárus að þar lá kona á gólfi þungt haldin af barnsförum. Settist hann þá niður hjá henni og fór höndum um hana og greiddist þá hennar hagur vel svo hún ól barnið. Að því búnu segir hún að minni verði laun sín en verðugt væri. “En þó legg ég það til með þér,” segir hún, “er þér skal verða betra en ekki því hér eftir skulu þér vel farnast allar lækningar og líknarstörf við nauðlíðandi menn. Skaltu því hér eftir leggja fyrir þig lækningar; mun þér farnast það fl estum betur og sjaldan koma fyrir sá sjúkleiki er þú sér eigi ráð við”.Eftir það skildu þau með kærleikum. Síðan gerðist Lárus smáskammtalæknir og hafa þótt furðuvel rætast á honum ummæli huldunnar. Einnig halda menn að hann viti betur um hagi álfa en aðrir menn.

Ný verk í vinnslu 2010. Guðmundur R Lúðvíksson. Olía á striga 140 cm X 120 cm

Page 7: Trodningur 20 tbl

Coca Cola.

Coca Cola er sennilega eitt af þekktustu vörumerkjum á heimsvísu. Árlega eyðir fyrirtækið fúl-gum af fjár í allsko-nar vöru hannannir,

auglýsingar og markaðsöfl un. Upphæðirnar skipta mörgum miljörðum ísl. króna þegar á heildina er litið. Vissulega skapar þetta óteljandi störf beint og óbeint. Fjöldinn allur af grafískum hönnuðum hefur viðurværi að þessu, einnig eru hugmyndasmiðir um allan heim með höfuðið í bleyti alla daga og keppst er um að senda fyrirtækinu hugmyndir.Ótrúlegustu hlutir verða einnig til úr þessum annars einföldu vöruframleiðslu. Hálsfestar, eyrnalokkar, lyklakippur og hvað eina sem tjáir að nefna er gert annaðhvort úr dósunum, fl öskum, eða töppum. Leikföng eru framleidd í þúsundatali.

Til gamans lætur Troðningur hér nokkrar myndir á blað til að sýna brot af því sem kemur úr smiðjum Coca Cola.

Það er fróðlegt að slá inn á google t.d leitarorðin; “ Coca Cola design pictures “Einnig er gaman að kíkja á:http://coca-cola-art.com/

Page 8: Trodningur 20 tbl

Það helsta á döfi nni í Hollandi !

Marc BijlLeerdam, F: 07 - 07 - 1970Býr í ;Rotterdam Hollandi og Berlin Þýskalandi.

Verk sýnd í;Upstream Gallery Amsterdam2010

Cristian AndersenChristian AndersenDenmark, 1974Zurich (Ch)

Verk sýnd í;Upstream Gallery Amsterdam2010

http://www.upstreamgallery.nl/cristian-andersen/

Page 9: Trodningur 20 tbl

Samræða í myndlist ?

Katrina Daschner

David HainesNottingham / Amsterdam

‘Liquid Myth Nike Air’ 2008. Penni á pappír, 140×204cm.‘Untitled’ (Mc Fich) 2010. Vatnslitur á pappír 15 x 17 cm

Page 10: Trodningur 20 tbl

Hollensk myndlist .

Jeroen Jongeleen - Rotterdam - Paris

Maartje KorstanjeGoes (NL), 1982Býr og starfar í Amsterdamog Zeeland, Hollandi.

Page 11: Trodningur 20 tbl

Verk fyrir börn Vissir þú að...

...”kvak” anda bergmálar ekki og enginn veit afhverju

...23% bilana í ljósritunarvélum stafa af því að fólk hefur reynt að ljósrita á sér óæðri endann

...þú munt sennilega borða 70 skordýr og 10 köngulær í svefni um ævina

...fl estir varalitir innihalda fi skihreistur

...allir hafa persónugreinanleg tunguför eins og fi ngraför

...ef þú myndir reka við stanslaust í 6 ár 9 mánuði myndi myndast gas sem jafngildir krafti atómssprengju

...fullnæging svína stendur í 30 mínútur (Hvernig fi nna menn þetta út og af hverju?)

...Ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma

...menn og höfrungar eru einu tegundirnar sem stunda kynlíf sér til skemmtunar

...sterkasti vöðvinn í líkamanum er tungan

...maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni, togað 30 falda þyngd sína

...Leirgedda (það er fi skur) er með 27.000 bragðkirtla. (Hvað í ósköpunum getur verið svona bragðgott neðst í vatninu?)

...fl óin getur stokkið 350 falda lengd sína, það er svipað og maðurinn stökkvi yfi r fótboltavöll

...kakkalakki getur lifað í 9 daga án höfuðs áður en hann sveltur til bana

...sum ljón eðla sig 50 sinnum á dag

...krossfi skar hafa engan heila.

Í vor var sett upp verkið “ Að skoða heiminn í nýju ljósi “í Reykjanesbæ.Verkið er sérstaklega un-nið fyrir börn, en þó hafa fullorðnir jafnt gaman af verkinu. Hugmyndin er sú að skoða heiminn í kringum sig í með mismunandi litum. Verkið er unnið úr plexý gleri og riðfríu stáli. Hægt er að snúa því og það einnig

snýst sjálft í vindi. Verkið var sett upp á túnið fyrir framan Svarta Pakkhúsið, og stóð þar óskemmt allt sumarið, eða fram til haustsins. En eins og svo margt annað sem sett er upp í umhverfi ð okkar varð verkið skemmt að hluta. Það er sorglegt til þess að vita að ekki hlutir skuli ekki fá að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Það sem kannski verst er að þeir sem stunda þannig iðju gera sér ekki grein fyrir að allir þessir hlutir eru í eigu okkar sjálfra og kostaðir af okkur sjálfum sem búum hér. Það væri vonandi að hægt væri á jákvæðum nótum að fræða börn og unglinga um þessi mál.Verkið var gjöf frá listamanninum til barnanna í Reykjanesbæ

Page 12: Trodningur 20 tbl

Svona var tískan.

Page 13: Trodningur 20 tbl

Læknirinn eftir Gumma

Gamlar auglýsingar.

Í Listasafni Reykjanesbæjar stendur nú yfi r sýningin “ Tómt “. Þar sýnir Ransu veggverk ásamt hreifi mynd og teikningum.Verkin eru unnin á útsagaðar plötur þar sem umgjörð um hvítan fl öt er málað í munstri í ýmsum litum. Myndin hér til hliðar er aftur á móti af verkum eftir Kandíska lista-manninn John Dann. Verkin voru m.a sýnd í Vancouver og víðar 2005 og 2010.

Page 14: Trodningur 20 tbl
Page 15: Trodningur 20 tbl
Page 16: Trodningur 20 tbl

Troðningur rakst á þessa mynd á netinu. En hér er hugmynd frá listamanninum Choi Shine, sem greinilega hefur komið hingað til lands. Á vefsíðunni má sjá að hann hefur plantað þessum ófreskjum hér og þar í náttúrunni, með ýmsum útfærslum . Ekki er víst að Íslendingar yfi r höfuð yrðu ánægðir með þessa

sjónmengun þótt segja megi að hugmyndin sé sjónræn og skemmtileg ? Þeir sem vilja skoða frekar geta farið á slóðina: http://www.bustler.net/index.php/article/choishine_wins_bsa_unbuilt_architecture_award_for_land_of_giants/

Page 17: Trodningur 20 tbl

Ný barnabók.

Í nóvember 2010 kom út ný barnabók í brotinu 12 cm x 12 cm. Í bókinni eru átta stuttar sögur fyrir börn. Í bókinni eru einnig 8 myndir sem vísa í hverja sögu fyrir sig. Bókin ber titilinn - 8 skrítnar barnasögur -

Bókin er prentuð í Prentmet og gefi n út af höfundi.

Sér unnir bolir eftir pöntun. - Pantið í gegnum email. [email protected]

1. 2. 3. 4. 5.

Kreppan og listin.

Tuðið.

Stundum hefur því verið haldið fram að listin á

Íslandi hafi verið í kreppu um langt skeið. Það kann að vera, en í sjálfu sér er það ekki listin sem er í kreppu. Heldur er það að listamennirnir sjálfi r, annað hvort hafa komið sér í þá aðstöðu eða sem sennilegra er að samræður innan listgreinana hefur algjörlega þagnað, og segja má að eftir 1994, þegar svokallaðir fræðingar tóku við stjórn safnana hafi öll eðlileg samræða listgreina verið kæfð. Svo rammt er þetta, að kunningi minn einn frá Hollandi sem hingað kemur reglulega hafði orð á þessu og sagði að sýningahald hér væri orðið eins og “ gamalt rótgróið bakarí úti á horni. Jólakökurnar á sínum stað, snúðarnir og öll brauðin eins röðuð upp dag eftir dag. Svo ef farið væri á milli gallería eða safna, þá væri sama upp á teningnum þar. Sömu kökurnar í öllum bakaríunum eins ,, ?Það má vera að mikið sé til í þessum líkingum

Hollendingsins ? En ég held að það verði alveg ljóst að ef Íslendingar ná sér ekki hratt út úr bæði kreppunni og svo allri spillingunni sem grasserar um allt í samfélaginu okkar, eigum við eftir að sjá hér til langs tíma mjög alvarlegt ástand í menningarmálum.Umræður um atvinnumál listamanna eru engar. Þegar átt er við um atvinnumál listamanna þá er átt við um stefnur safnanna m.a. En þar eru helstu vinnustaðir myndlistarmana til að koma verkum sínum á framfæri. Eins og stefnan þar hefur verið um allt of langt skeið er þar algjört rugl í gangi og ekki í neinum takti við skapandi list á hverjum tíma, svo ekki sé talað um kæfi nguna á samræðu listgreinanna sín á milli. Stefnur safnanna eru nú í höndum einnar kynslóðar, þ.a.e.s að forstöðumenn safnanna eru nánast allir á sama aldri með sama bakgrunn, sem getur ekki talist til framdráttar fyrir eðlilegt streymi og samræður.

Page 18: Trodningur 20 tbl

ART MAGAZINEICELANDIC

Menning &List