33
Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspekideild Um tengsl manns og náttúru Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Helga Hvanndal Björnsdóttir Kt.: 050892-3799 Leiðbeinandi: Sigríður Þorgeirsdóttir Maí 2017

Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Heimspekideild

Um tengsl manns og náttúru

Ritgerð til BA-prófs í heimspeki

Helga Hvanndal Björnsdóttir

Kt.: 050892-3799

Leiðbeinandi: Sigríður Þorgeirsdóttir

Maí 2017

Page 2: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

2

Efnisyfirlit

Ágrip ...................................................................................................................................................... 3

Inngangur ............................................................................................................................................ 4

1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi ........................................................ 6

1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar ......................................................................................... 6

1.2 Afhelgun náttúrunnar ........................................................................................................................ 8

1.3 Umbreyting náttúrunnar úr lífgjafa í forðabúr ..................................................................... 10

2. kafli – Reynsla af ómanngerðri náttúru ........................................................................... 13

2.1 Heildarhyggja um samband manns og náttúru .................................................................... 13

2.2 Náttúran sem sjálfstæður veruleiki ........................................................................................... 14

2.3 Náttúran í andlegum skilningi ..................................................................................................... 15

2.4 Maðurinn sem skapaður hluti hinnar skapandi náttúru .................................................. 17

3. kafli – Líkaminn sem hinn týndi hlekkur ........................................................................ 20

3.1 Staðbundin tengsl eru takmörkuð ............................................................................................. 20

3.2 Aftenging mannsins frá eigin líkama ........................................................................................ 21

3.3 Hlustum á líkamann ......................................................................................................................... 23

4.kafli - Mannhverfing ................................................................................................................. 25

4.1 Náttúrunautn er náttúrunýting ................................................................................................... 25

4.2 Um mannmiðjuhyggju .................................................................................................................... 26

4.3 Hagsmunir náttúrunnar eru hagsmunir mannsins ............................................................. 27

Lokaorð ............................................................................................................................................. 30

Heimildaskrá................................................................................................................................... 32

Page 3: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

3

Ágrip

Í þessari ritgerð verður fjallað um stöðu mannsins í náttúrunni, hvernig hann virðist

aftengdur henni og hvernig hann gæti mögulega tengst náttúrunni á nýjum forsendum.

Fyrst verður samband mannsins við náttúruna skoðað í sögulegu ljósi. Rætt er hvernig

hin kristin-gyðinglega trú grundvallaði hugmynd mannsins um sjálfan sig sem

drottnara yfir náttúrunni og hvernig maðurinn firrtist náttúrunni á vísinda- og

upplýsingaröld í ljósi hugmynda þeirra Theodors. W. Adorno og Max Horkheimers

annars vegar og Carolyn Merchant hins vegar. Því næst verða hugmyndir Páls

Skúlasonar reifaðar, um það hvernig maðurinn getur tengst náttúrunni í gegnum

reynslu af ómanngerðri náttúru. Samkvæmt Páli getur sú reynsla ekki aðeins styrkt

tengsl við náttúruna heldur einnig tengsl manna við sjálfa sig. Þá verða ræddar

hugmyndir þeirra Sigríðar Þorgeirsdóttur og Guðbjargar R. Jóhannesdóttur þess efnis

að það að maðurinn sé ekki aðeins aftengdur ytri náttúru heldur einnig sinni innri

náttúru, þ.e.a.s. sínum eigin líkama. Bættur skilningur á innri og ytri náttúru stuðlar að

breyttum mannskilningi sem gæti leitt til þess að maðurinn skynji og skilji betur

hvernig hann tengist náttúrunni og geri sér betur grein fyrir því í hverju hagsmunir

hans felast og að hagsmunir hans og náttúrunnar séu í grunninn þeir sömu. Sú

arðránshyggja sem einkennir viðhorf markaðshyggju og kapítalisma til náttúrunnar

grefur undan manninum. Að lokum verða dæmi nefnd dæmi um breytingu á

viðhorfum á grundvelli breytts mannskilnings sem leiða til sjálfbærrar nýtingar á

náttúru.

Page 4: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

4

Inngangur

Í þessari ritgerð verður fjallað um tengsl mannsins við náttúruna í hugmyndasögulegu

ljósi og sýnt fram á hvernig tvíhyggja um mann og náttúru hefur stigmagnast fyrir

tilstilli tækniframþróunar og vísinda. Tengsl mannsins við náttúruna eru margvísleg

en mér þykir ljóst að aukin stjórn mannsins yfir náttúrunni hafi orsakað að miklu leyti

hversu firrtur maðurinn er náttúrunni í dag. Samband manns og náttúru hefur ávallt

verið manninum hugleikið viðfangsefni en þó tel ég einstaklega brýnt að hann

endurhugsi afstöðu sína til náttúrunnar í ljósi þeirra óneitanlegu breytinga á henni sem

eru að eiga sér stað.

Í fyrsta kafla ritgerðinnar reifa ég hugsanlegar ástæður þess að maðurinn sé

svo firrtur náttúrunni líkt og raun ber vitni. Skoðaðar verða hugmyndir mannsins um

eigin stöðu sem drottnari yfir náttúrunni í trúarlegu ljósi og hvernig hin gyðing-

kristilega hefð lagði grundvöllinn að slíkum hugmyndum. Þá hyggst ég ræða

hugmyndir Theodors W. Adorno og Max Horkheimer í Díalektík upplýsingarinnar

(Dialektik der Aufklärung) um það hvernig upplýsingin breytti afstöðu mannsins til

náttúrunnar fyrir tilstilli breyttra hugmynda um manninn sem skynsemisveru. Auk

þess sem ég greini frá kenningu Carolyn Merchant og bók hennar The Death of

Nature: Women, Ecology, and the Scientific Revolution. Þar rekur hún uppruna

aftengingar manns og náttúru til vísindabyltingarinnar og sýnir fram á hvernig

hugmyndir mannsins um náttúruna sem lífgjafa viku fyrir hugmyndum um hana sem

forðabúr fyrir hagsmuni mannsins.

Í öðrum kafla ritgerðarinnar kanna ég hugmyndir Páls Skúlasonar um það

hvernig maðurinn getur tengst náttúrunni á nýjum forsendum í ljósi upplifunar á

ómanngerðri náttúru. Aðallega verður fjallað um ritið Hugleiðingar við Öskju og þá

sterku tengingu við náttúruna sem Páll fann fyrir í heimsókn sinni að eldstöðinni

Öskju norðan Vatnajökuls. Páll telur upplifanir á borð við sína eigin vera mikilvægan

þátt í tengingu mannsins við náttúruna og boðar einhvers konar heildarhyggju þar sem

slík reynsla verður til þess að maðurinn upplifir sig sem hluta af þeirri heild sem

náttúran er. Ennfremur telur hann að slík reynsla stuðli ekki aðeins að betri skilningi

mannsins á náttúrunni heldur einnig á sjálfum sér og storkar þannig hinni hefðbundnu

tvíhyggju um mann og náttúru.

Page 5: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

5

Í þriðja kafla ritgerðinnar skoða ég hugmyndir um mikilvægi þess að

maðurinn upplifi sig sem hluta af náttúrunni með því að enduruppgötva eigin líkama

sem hluta af náttúrulegri heild. Ég færi rök fyrir mikilvægi þess að tilfinningum sé

gefið meira vægi í umræðu um umhverfismál en þær hafa löngum þurft að lúta í lægra

haldi fyrir skynsemisrökum. Ríkjandi tvíhyggja um tilfinningar og skynsemi annars

vegar og líkama og sál hins vegar hefur átt þátt í að orsaka það að maðurinn hefur

aftengst eigin líkama og tilfinningum. Þá skoða ég greinina Reclaiming Nature by

Reclaiming the Body eftir Sigríði Þorgeirsdóttur og Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur og

fjalla um hugmyndir þeirra um mikilvægi þess að maðurinn leggi skilning í þá

staðreynd að hann sé líkamleg vera. Líkaminn er tenging okkar við náttúrulegar

forsendur lífs okkar og með því að samþykkja þá staðreynd gæti maðurinn upplifað

sjálfan sig sem náttúrulega veru og öðlast þannig vitund á stað sínum í náttúrunni.

Í fjórða kafla færi ég rök fyrir því að afstaða mannsins til náttúrunnar hafi

einkennst af svokallaðri mannmiðjuhyggju sem hefur átt stóran þátt í að styðja við þá

arðránshyggju sem einkennir gjörðir hans. Ég tel þó að mannmiðjuhyggja sé ekki

slæm í sjálfri sér og að það felist engin lausn í að hafna henni. Skilningur mannsins á

umhverfi sínu og sjálfum sér er óhjákvæmilega mannhverfur þar sem öll hans hugsun

kemur úr hans eigin mannlega líkama og hug. Ég tel hins vegar að svokölluð veik

mannhverfing sé viðhorf sem maðurinn ætti að temja sér sem felst í því gjörðir hans

einkeninst af upplýstum ákvörðunum sem elur á ríkari skilning á þeirri staðreynd að

hann sé hluti af hinni náttúrulegu heild og að hagsmunir heildarinnar séu einnig hans

eiginhagsmunir.

Sú brýna nauðsyn á því að maðurinn tengist náttúrunni á nýjan leik og auki

skilning sinn á henni felst ekki aðeins í því að hann komi betur fram við hana og sýni

henni virðingu. Styrki maðurinn tengsl sín við náttúruna þá styrkir hann einnig tengsl

við sjálfan sig og öðlast þar með betri mannskilning sem er honum nauðsynlegur bæði

sem náttúruveru og sem samfélagsveru.1

1 Það er þó vert að taka fram að hér er ekki gerður skarpur greinarmunur á náttúru og

menningu/samfélagi. Þetta tvennt er samofið, menning er náttúrleg og náttúra er menningarleg. Firring

skapast af ójafnvægi í þessu samspili náttúru og menningar sem á aftur rætur í viðhorfum okkar til

náttúrunnar.

Page 6: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

6

1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi

1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar

Um þessar mundir eru hugmyndir um tengsl manna og náttúrunnar ofarlega á baugi í

ljósi hraðra tækniframfara, loftslagsbreytinga af mannavöldum og almennrar firringar

mannsins frá náttúrunni. Til þess að auðveldara sé að átta sig á því hversu firrtur

maðurinn er náttúrunni nú á tímum þykir mér þarft að skoða samband mannsins við

náttúruna í sögulegu samhengi. Mannhverfar hugmyndir um stöðu mannsins í

náttúrunni hafa einkennt mannkynssöguna frá upphafi. 2 Til dæmis segir í fyrstu

Mósebók Gamla Testamentisins:

Þá sagði Guð: ,,Vér viljum gera manninn eftir vorri mynd, líkan oss. Hann

skal drottna yfir fiskum sjávarins, fuglum loftsins, búfénu, villidýrunum og

allri jörðinni […] Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur

hana undirgefna […] (1Mós, 1:26, 28)

Hér má sjá augljóst dæmi um háleitar hugmyndir mannsins um sjálfan sig þar sem

hann er í raun skapaður í guðs mynd og að hann skuli drottna yfir náttúrunni. Þessi

mannhverfing hefur því lengi tíðkast en þó var það manninum ávallt til trafala hversu

lítinn skilning á náttúrunni hann hafði og hversu ósjálfbjarga hann var gagnvart henni.

Því er vert að athuga hvernig hugmyndir mannsins breyttust töluvert á tímum

vísindabyltingar og á upplýsingaröld. Með aukinni þekkingu mannsins á vélrænum

gangi heimsins skildi hann betur gang náttúrunnar og það sem lægi baki kröftum

hennar. Af þessum sökum breyttist afstaða hans til náttúrunnar. Heimur hennar, sem

hafði honum áður verið að stórum hluta óskiljanlegur, fór að ljúkast upp og hann var

nær því sem aldrei fyrr að stjórna henni.

Francis Bacon, sem telja mætti einn helsta heimspeking vísindabyltingarinnar,

sagði að það væri hlutverk mannsins að túlka náttúruna til að geta sjórnað henni.3 Og

Galileo Galilei á að hafa sagt, eins og frægt er: ,,Mælið það sem hægt er að mæla og

gerið restina mælanlega.”4 Með hugsjónum á borð við þessar var grunnurinn lagður

2 Þess ber að geta að allar hugmyndir um manninn í þessari ritgerð eru miðaðar við manninn í

vestrænni hugmyndasögu nema annað sé tekið fram. 3 Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Hvers vegna umhverfissiðfræði er róttæk grein hugvísinda” Náttúran í

ljósaskiptunum, ritstj. Björn Þorsteinsson (Reykjavík: Háskólaprent, 2016) bls. 61 4 Þessi setning er a.m.k. eignuð Galileo þó svo að hún standi hvergi berum orðum í verkum hans.

Page 7: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

7

að upplýsingartímabilinu þar sem maðurinn sá hvernig vitsmunir hans gerðu honum

kleift að halda betur velli í náttúrulegu umhverfi. Þess vegna einkenndist

upplýsingartímabilið af mikilli framfaratrú, þeirri trú að vísindi og tækni gætu bætt líf

manna og að maðurinn myndi þroskast að viti og siðferði í krafti skynsemi sinnar.

Þess vegna er oft talað um upplýsingartímabilið sem öld skynseminnar en þá er þó

vísað í lengra tímabil.5

Heimspekingurinn Immanuel Kant (1724-1804) var einn þeirra hugsuða sem

átti stóran þátt í að útfæra skynsemishugmynd upplýsingarinnar. Hann hafði óbilandi

trú á sjálfræði mannsins sem skynsemisveru og taldi slíkt sjálfræði einmitt

siðferðilegan kjarna fyrir frelsi mannsins. Samkvæmt Kant er upplýsingin ,,lausn

mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á.”6 Þetta samræmist

hugsjónum upplýsingarinnar ágætlega og sýnir hvernig maðurinn ætlaði sér fyrir

tilstilli skynseminnar, með því að nota eigið hyggjuvit, að losna frá eigin ósjálfræði og

skipa sér nýjan sess í heiminum með aukinni stjórn, bæði yfir sjálfum sér sem og

umhverfi sínu.7

Þessar hugmyndir virkuðu sem olía á eldinn hvað varðar tvíhyggjukenningar

um mann og náttúru. Tvíhyggjukenningar eiga vissulega rætur sínar að rekja langt

fyrir tíma upplýsingarinnar en heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) ruddi

brautina á nýöld með tvíhyggju sinni um sál og líkama. Hann komst að þeirri

niðurstöðu að maðurinn nyti sérstöðu í heiminum og að mannshugurinn væri

óefniskenndur og á vissan hátt hafinn yfir náttúrulögmálin. 8 Ennfremur taldi

Descartes að dýr (e. non humans) hefðu ekki sálir (a.m.k. ekki í sama skilningi og

maðurinn) og því mætti gera ráð fyrir því að þau væru eins konar vélar. Hann taldi því

náttúruna vera eitt stórt vélrænt kerfi þar sem mannshugurinn hefði sérstöðu þótt að

líkami mannsins væri viðfangsefni raunvísindanna eins og önnur náttúrufyrirbæri.

Þessar hugmyndir hafa notið mikillar hylli enda felst í þeim ákveðin

þekkingarfræðileg bjarghyggja en það sem einnig felst í þeim er ákveðin sundurliðun

manns og náttúru. Sú hugmynd að maðurinn skipi svo sérstæðan sess í heiminum líkt

og þessi kenning gefur til kynna ýtti nefnilega beint undir tæknilegan skilning

mannsins á náttúrunni sem forðabúri fyrir eigin hagsmuni. Þannig mætti segja að

5 Henry Alexander Henrysson. „Hvað er franska upplýsingin?“ Vísindavefurinn

http://visindavefur.is/svar.php?id=10807. 6 Immanuel Kant. ,,Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?” Skírnir (1993): bls. 379 7 Sama rit, bls. 379 8 Atli Harðarson. „Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í

sögunni?“ Vísindavefurinn http://visindavefur.is/svar.php?id=507.

Page 8: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

8

náttúran hafi færst úr sessi sem einhvers konar hlutlæg heild og varð þess í stað að

forðabúri.

Það mætti þó einnig færa rök fyrir því að með þessum kenningum hafi

maðurinn í raun ekki aðeins aftengst náttúrunni heldur einnig eigin líkama. En það að

gera svo sterkan greinarmun milli sálar og líkama ýtti enn frekar undir skoðun

mannsins á eigin líkama sem veikri, brigðulri og óáreiðanlegri efnisheild. Þannig

firrtist maðurinn ekki aðeins náttúrunni heldur firrtist hann einnig eigin náttúrulegu

heild, nefnilega líkamanum, en betur verður vikið þeirri hugmynd síðar í ritgerðinni.

1.2 Afhelgun náttúrunnar

Eins og áður sagði lagði Biblían ákveðinn grundvöll að hugmyndum um drottnun

mannsins yfir náttúrunni. Sagnfræðingurinn Lynn White útlistar slíkar hugmyndir í

frægri grein sinni ,,The Historical Roots of Our Ecologic Crisis” og sýnir fram á að

vistkreppa samtíðar eigi rætur sínar að rekja til trúarlegrar heimsmyndar vestrænnar

menningar. Hann færði rök fyrir því að hin gyðing-kristilega hefð væri í grunninn

uppskrift að valdaníðslu gagnvart náttúrunni. Annars vegar kveður Biblían á um að

maðurinn ráði yfir náttúrunni og leggur hún þannig grunn að mannhverfu viðhorfi til

hennar. Hins vegar er maðurinn, samkvæmt kristinni hugsun, skapaður í Guðs mynd.

White telur ennfremur að umskiptin frá heiðinni heimsmynd til kristinnar höfðu í för

með sér breytingu á því viðhorfi að náttúran byggi yfir dulmagni og við tók afhelgun

náttúrunnar.”9

Fleiri en White hafa vakið athygli á þeirri markvissu afhelgun náttúrunnar sem

finna má í mannkynssögunni. Svipaðar hugmyndir felast í skrifum þeirra Theodors

W. Adorno og Max Horkheimer. Í ritinu Díalektík Upplýsingarinnar (Dialektik der

Aufklärung) frá árinu 1947, er mannkynssögunni lýst sem samfelldri mannhverfri

baráttu mannsins um yfirráð yfir náttúrunni í þeim tilgangi að tryggja eigin hagsmuni.

Adorno og Horkheimer gagnrýndu óþrjótandi traust upplýsingarinnar á skynsemina

og töldu hana vera tvíbent afl, og að myrkar hliðar hennar birtust í grimmri

sjálfsbjargarviðleitni, drottnun og kúgun.10

9 Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Hvers vegna umhverfissiðfræði er róttæk grein hugvísinda” Náttúran í

ljósaskiptunum, ritstj. Björn Þorsteinsson (Reykjavík: Háskólaprent, 2016) bls. 60 10 Viðar Þorsteinsson, ,,Á klafa sjálfsbjargar: Vísindin sem drottnun í Antíkristi og Díalektík

Upplýsingarinnar,” Vísindavefur (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag: 2010) bls. 254

Page 9: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

9

Þeir bentu á að maðurinn hafi ætíð óttast það sem hann ekki þekkir og því var

kynngimögnuð náttúran honum sem þyrnir í skynsömum augum hans. En jafnframt á

sama tíma og maðurinn var háður náttúrunni vegna lífsviðurværis síns þá óttaðist

hann einnig grimmilegan mátt hennar. Þessi ótti grundvallaðist að miklu leyti í þeirri

staðreynd að hann skildi hana ekki en með þekkingarþorsta vísinda- og

upplýsingaraldarinnar ætlaði hann sér að öðlast þekkingu á henni. Ekkert var hinum

skynsama manni óskiljanlegt í krafti vísindahyggjunnar og með því að kryfja

náttúruna til mergjar myndi hann loks hætta að óttast hana og drottna yfir henni þess í

stað. Áður fyrr hafði afstaða mannsins til náttúrunnar einkennst af óttablandinni

virðingu og í viðleitni sinni til að skilja náttúruna reyndi hann að útskýra óstýrlát

náttúrufyrirbæri með hindurvitnum og bábilju. Eins og Adorno og Horkheimer sögðu

sjálfir:

Upplýsingin, sé hún túlkuð í víðasta skilningi sem framrás andans, hefur alla

tíð stefnt að því að frelsa manninn úr viðjum ótta og að skipa honum í sess

drottnara. […] Áætlun upplýsingarinnar var að afhelga heiminn. Hún vildi

hrekja burt goðsagnir og kollvarpa ímyndun með þekkingu.11

Frelsun mannsins fólst því að vissu leyti í þekkingu hans og því skyldu allar

goðsagnakenndar útskýringar víkja fyrir vísindum og rökhyggju. Þannig skyldi

maðurinn losna úr fjötrum hindurvitna og bábilju. Afhelgun náttúrunnar var því

lykilatriði í þessu ferli og færðu þeir Adorno og Horkheimer rök fyrir því að hún hefði

í för með sér hagnýtari þróun, nefnilega umbreytingu náttúrunnar í meðfærilegan

efnivið. Áður fyrr hafði maðurinn leitast við að útskýra náttúruna með því að líkjast

henni12 en sú aðferð var leyst af hólmi með röklegri smættingu náttúrunnar og algjör

afhelgun átti sér stað – ekkert skyldi manninum heilagt lengur og ekkert var handan

mannlegrar hugsunar.13 Því ,,það sem maðurinn vill læra af náttúrunni er hvernig skuli

nýta hana í þeim tilgangi að drottna fullkomlega yfir henni og öðrum mönnum. Það er

hið eina markmið.”14

11 Theodor W. Adorno og Max Horkheimer, Dialectics of Enlightenment, ensk þýð. John Cumming

(London: Allen Lane, 1973), bls.1 12 Þeir nota gríska hugtakið mimesis þessu til útskýringar. Sjá Adorno og Horkheimer, Dialectics of

Enlightenment, bls. 7 13 Simon Jarvis, Adorno: A Critical Introduction (New York: Routledge 1998), bls. 27 14 Adorno og Horkheimer, Dialectics of Enlightenment, bls. 4

Page 10: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

10

Drottnun náttúrunnar fól ekki aðeins í sér drottnun mannsins yfir villtri náttúru

heldur einnig yfir eigin náttúru – hann fjarlægðist þá staðreynd að hann væri í raun

hluti af náttúrunni og lagði áherslu á eigin sérstöðu og yfirburði með því að bæla

niður hvatir sínar og tilfinningar – það er hinar líkamlegu, ósjálfráðu hvatir, og

skynsemin varð allsráðandi. Í stað þess að frelsa manninn úr viðjum náttúrunnar þá

leiddi þetta, samkvæmt Adorno og Horkheimer, til enn frekari drottnunar því

,,drottnun mannsins yfir ytri náttúru leiðir til drottnunar á innri náttúru mannsins, sem

verður að drottnun mannsins yfir öðrum mönnum.”15 Þeir töldu þessa hugmyndafræði

hafa grundvallað uppgang fasismans á meginlandi Evrópu og að upplýsingin hafi

þannig í raun snúist upp í andhverfu sína. Markmiðið var að hverfa úr heimi goðsagna

og villimennsku en í staðinn skapaðist nýr goðsagnakenndur veruleiki þar sem

maðurinn var á valdi alræðisafla og markaðshyggju.

1.3 Umbreyting náttúrunnar úr lífgjafa í forðabúr

Gagnrýni á vísindahyggju í anda þeirra Adornos og Horkheimers hefur verið áberandi

í kenningum innan umhverfissiðfræði. Dæmi um svipaða hugmyndafræði má finna í

riti Carolyn Merchant, The Death of Nature: Women, Ecology, and the Scientific

Revolution, sem kom út árið 1980 og var mikilvægt innlegg í umhverfissiðfræði. Líkt

og Adorno og Horkheimer skoðar Merchant uppruna þeirrar afstöðu sem maðurinn

hefur til náttúrunnar í dag.

Merchant greinir frá því hvernig náttúran hafi fyrir tíma vísindahyggjunnar

verið álitin vera lifandi, gefandi móðir jörð í miðdepli alheimsins (gr. cosmos) þó svo

að hún væri einnig villt og óstjórnleg.16 Merchant leggur áherslu á það hvernig sú

hugmynd hafi vikið fyrir heimsmynd vélhyggju þar sem náttúran var útnefnd dauð,

óvirk og óvirk (e. passive) efnisheild sem maðurinn skyldi stjórna. Með því að breyta

henni í dautt efni þjónaði hún aðeins þeim tilgangi að vera forðabúr fyrir hagsmuni

mannsins og varð í vissum skilningi að ,,gígantísk[ri] bensínstöð, orkulind fyrir

nútímatækni og iðnað.”17

15 Sama rit, bls. 4 16 Carolyn Merchant, The Death of Nature: Women, Ecology, and the Scientific Revolution, New York:

Harper Collins 1980, bls. 1 17 Eins og Martin Heidegger orðaði það svo snilldarlega - Martin Heidegger, “Memorial Address”

[Gelassenheit] Discourse on Thinking, þýtt. John M. Anderson og E. Hans Freund (New York: Harper

and Row, 1966), bls. 50

Page 11: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

11

Merchant telur að nauðsynlegt sé að skoða mannkynssöguna gagnrýnum

augum og skoða hana út frá femínísku sjónarhorni sem gæti á þann hátt umturnað sýn

okkar á hana að vissu leyti. Merchant telur að þannig mætti rekja uppruna þeirra

viðteknu skoðana sem viðgangast í samfélaginu í dag og varpa ljósi á það á hverju

þær skoðanir grundvallast. Með því að ,,strjúka sögunni á móti hárlaginu”18 kæmi í

ljós hvernig náttúran hefur verið kúguð í þágu tækniframþróunar og iðnbyltingarinnar.

Femínísk söguskoðun krefst þess nefnilega að sagan sé skoðuð frá sjónarhóli jafnréttis

(e. egalitarian) þar sem siðfræðileg markmið ná lengra en til hins skynsama, hvíta

karlmanns. Femínísk söguskoðun í sínum víðasta skilningi tekur nefnilega mun meira

tillit til kúgaðra stétta kvenna, sem og allra minnihlutahópa, en jafnframt til

náttúrunnar. Náttúran öðlast þannig siðferðileg réttindi sem ber að virða. Merchant

bendir á að allir slíkir minnihlutahópar, að náttúrunni meðtaldri, hafi í gangi sögunnar

verið virtir að vettugi og jafnframt nauðbeygðir undir ok feðraveldisins, yfirráða

hagkerfis og kapítalismans og séu einnig hluti þeirra auðlinda sem vestræn menning

hafi byggt framfarir sínar á. 19

Merchant heldur því fram að kúgun náttúrunnar í vísindabyltingunni sé

nátengd kúgun konunnar og bendir á að náttúran hafi löngum verið tengd kvenlegum

hugmyndum um tilfinningar og óskynsemi á meðan að vísindin tóku á sig karllægt

hlutverk skynsemi og rökhugsunar. Á þeim tíma sem bókin var skrifuð voru konur

áberandi í baráttu í umhverfismálum. Merchant bendir á að í baráttu sinni við ráðandi

hugmyndir samfélagsins um kúgun náttúrunnar mætti finna samhliða baráttu við

túlkun samfélagsins bæði á konum og náttúrunni sem óvirkum (e. passive) og óæðri

(karl)manninum. Merchant telur að svokölluð djúp vistfræði (e. deep ecology) sé

mögulega fær um að breyta ríkjandi vélahyggjuafstöðu mannsins til náttúrunnar. Djúp

vistfræði og sú siðfræði sem henni tengist býður upp á nýja og gagnrýna túlkun á

þeim tíma í mannkynssögunni þegar að hætt var að líta á alheiminn og móður jörð

sem lífveru og voru þess í stað álitin sem eitt samfleytt vélrænt kerfi. 20

Bæði umhverfishreyfingin sem og kvennahreyfingin gagnrýna harðlega

hvernig samkeppni, árásargirni og drottnun hafa einkennt verkhætti (lat. modus

operandi) markaðshyggjunnar bæði í náttúrunni og í samfélaginu (til dæmis með

18 Vitnað í Walter Benjamin, Um söguhugtakið: Greinar um söguspeki. (1940) Athyglisvert er að bera

þessar hugmyndir Merchant við hugmyndir Benjamins um gagnrýnið hlutverk sögulegrar efnishyggju.

Þá mætti setja náttúruna (og konur) í hlutverk öreiganna og vísindahyggju í hlutverk sigurvegarans. 19 Carolyn Merchant, The Death of Nature, bls. xx. 20Sama rit, bls. xx

Page 12: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

12

kúgun náttúru, kvenna og öreigastéttarinnar).21 Á grundvelli vistfræðilegrar hugsunar

hefur hinn óstjórnlegi gróði og krafan um endalausan hagvöxt sem tengjast

kapítalisma, tækni og framfarahyggju órofa böndum verið gagnrýndur – hugtök sem

öll eiga það sameiginlegt að beisla náttúruna og gjörnýta auðlindir hennar en hugtök

sem eiga það einnig sameiginlegt að njóta mikillar virðingar í vestrænni menningu.

Hugmyndir Merchant kalla á vistfræðilegt og jafnframt femínískt sjónarhorn

sem bæði tekur tillit til náttúrunnar sem og minnihlutahópa í útskýringu sinni á þeirri

þróun sem orsakaði dauða náttúrunnar sem lifandi veru og hraðs arðráns bæði á

mannlegum og náttúrulegum auðlindum í nafni menningar og framfara. 22 Hún

undirstrikar mikilvægi þess að maðurinn endurskoði afstöðu sína til náttúrunnar auk

nauðsynjar þess að hann skapi ný tengsl við hana. En slík tengslamyndun er einmitt

viðfangsefni næsta kafla.

21 Kenningar Merchant eru afar marxískar hvað varðar markaðshyggju í anda kapítalisma og kúgunar

öreigastéttarinnar 22 Sama rit, bls. xx

Page 13: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

13

2. kafli – Reynsla af ómanngerðri náttúru

2.1 Heildarhyggja um samband manns og náttúru

Líkt og Merchant fjallar um hafa forsvarsmenn djúprar vistfræði barist fyrir því að

sýna fram á mikilvægi þess að maðurinn endurhugsi eigin stöðu í náttúrunni. Sú

afstaða er gjarnan rökstudd þannig að sú hugmynd um að tilvist mannsins hafi gildi í

sjálfri sér eigi ekki aðeins við um manninn þar sem hann er skynsemisvera.23 Þannig

hefur tilvist allra hluta náttúrunnar gildi í sjálfu sér og hefur náttúran í heild sinni þar

af leiðandi siðferðisleg réttindi líkt og maðurinn. Fái náttúran í heild sinni

siðferðislegt gildi fyrir manninum færi hann því að upplifa sjálfan sig sem hluta af

þeirri heild sem náttúran er. Slík heildarhyggja um mann og náttúru leggur áherslu á

að maðurinn átti sig á því að hann sé hluti af náttúrunni og geti ómögulega ekki verið

hluti af henni. Maðurinn er háður náttúrunni og jafnvel þótt að hann hafi náð

ákveðinni stjórn yfir henni í krafti tækni og vísinda þá er hann aðeins einn hlekkur í

náttúrunni allri. Slík tenging mannsins við heildina hefur hins vegar tapast að stórum

hluta eins og sjá má þegar samband manns við náttúru er skoðað í sögulegu ljósi líkt

og hér hefur verið gert.

Hér er alls ekki átt við að þörf sé á að hafna þeirri tækniframþróun og

vísindum sem fyrirfinnast í heiminum í dag. Þvert á móti – vísindalegur skilningur á

náttúruöflunum hjálpar okkur að skilja og útskýra ýmis konar fyrirbæri og atburði í

náttúrunni og getur þar af leiðandi reynst afar gagnlegur bæði fyrir manninn sem og

náttúruna í heild sinni. Það er því ekki mín skoðun að maðurinn þurfi að hverfa aftur

til fornrar afstöðu sinnar til náttúrunnar í þeim tilgangi að bæta tengsl sín við hana. En

þó mætti segja að sú staðreynd, hve nútímamaðurinn er aftengdur náttúrunni, sé í raun

það gjald sem hann hafi þurft að greiða fyrir að hafa náð stjórn á náttúrunni með

tækni og vísindum. Mér þykir því ljóst að hann þurfi að tengjast náttúrunni á nýjan

leik á nýjum forsendum og vakna af þeim vísindahyggju-blundi sem byrgir honum

sýn. Heimspekingurinn Páll Skúlason hefur fjallað mikið um tengsl manns og náttúru

og lýsir núverandi afstöðu mannsins ágætlega:

23 Í því skyni að hann sé eina siðferðisveran, sbr. siðfræði Kants.

Page 14: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

14

Staðreyndin er sú að við höfum heillast svo af okkar eigin fræðilegu og

tæknilegu uppfinningum að við höfum ekki veitt því næga athygli hvernig

raunveruleikinn birtist okkur. Hin andlegu og vitrænu bönd sem við þurfum

að mynda við náttúruna til þess að líf okkar öðlist merkingu hafa af þessum

sökum verið vanrækt. Sú tómhyggja sem einkennir siðmenningu samtíma

okkar er eðlileg afleiðing slíkrar vanrækslu.24

Ég vil skoða eðli þeirra banda sem um er rætt og hvernig hægt sé að styrkja þau

bönd25 sem hafa verið vanrækt að hluta til sökum tækni og vísinda. Það reyni ég að

gera í ljósi skrifa Páls um hans eigin reynslu í Öskju en þar fjallar hann um mikilvægi

þess að maðurinn styrki tengsl sín við náttúruna.

2.2 Náttúran sem sjálfstæður veruleiki

Í verkinu Hugleiðingar við Öskju lýsir Páll eigin reynslu af ómanngerðri náttúru þar

sem raunveruleikinn birtist honum í nýju ljósi:

Þegar ég kom til Öskju gekk ég inn í sjálfstæða veröld, Öskjuheim, sem er

ein skýrt afmörkuð heild sem spannar allt og fyllir hugann svo maður hefur á

tilfinningunni að hafa numið veruleikann allan í fortíð, nútíð og framtíð. [...]

Kominn í snertingu við veruleikann sjálfan.26

Hvað merkir ,,að vera kominn í snertingu við veruleikann sjálfan?” Og hvernig veit

maður að hann er kominn í slíka snertingu? Lýsing Páls á þessar upplifun er virkilega

hrífandi og þeir sem teljast svo heppnir að búa að svipaðri upplifun tengja kannski við

hana og skilja áreynslulaust. Að því er þó ekki hlaupið og ég ætla að gera tilraun til að

útskýra hugmynd hans í stuttu máli. Það mætti skilgreina reynslu Páls sem reynslu af

ómanngerðri náttúru. Með ómanngerðri náttúru er átt við þá staði náttúrunnar sem

mannleg menning hefur ekki enn náð til. Ómanngerð náttúra er í þessu samhengi

betur við hæfi en ósnert náttúra. Erfitt er að segja að náttúruleg landsvæði séu

24 Páll Skúlason, ,,Bréf til Gerdien” Náttúrupælingar, (Reykjavík: Háskólaútgáfan: 2014) bls. 59 25 Hér eftir verður fjallað um bönd sem ,,tengsl”. 26 Páll Skúlason, ,,Hugleiðingar við Öskju: Um samband manns or náttúru”, Náttúrupælingar bls. 13

Page 15: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

15

algjörlega ósnert af manninum þar sem áhrif menningar hans, eins og til dæmis

kolefnismengun, nær til flestra ef ekki allra kima náttúrunnar.27

Páll lýsir kynnum sínum við Öskju, eldstöð norðan Vatnajökuls, og þeim

áhrifum sem þau kynni höfðu á hann. Fyrir Páli er Askja tákn hlutlægs veruleika

jarðar sem er algjörlega óháður manninum og handan mannshugans. Það að verða

vitni að slíkum veruleika setur, samkvæmt Páli, stöðu mannsins í náttúrunni í nýtt

samhengi þar sem hann sér náttúruna sem ákveðna heild:

Að koma til Öskju er eins og að koma til jarðar í fyrsta sinn. Þess vegna

vakna þar spurningar um jörðina og okkur sjálf og tengsl okkar við hana. […]

Það er að uppgötva jörðina og sjálfan sig sem jarðveru.28

Á sama tíma og slík heild er sjálfstæður veruleiki óháður mannshuganum er hún

einnig skilyrði tilvistar mannsins. Upplifun á slíkri yfirþyrmandi náttúru vekur

manninn til meðvitundar um sitt eigið jarðbundna ástand um leið og hún fær hann til

að bera kennsl á sjálfan sig sem jarðveru sem tilheyrir jörðinni en ekki öfugt. Það sem

liggur að baki slíkrar reynslu er því einhvers konar nýr frumspekilegur skilningur á

náttúrunni – eða andlegur skilningur, eins og Páll sjálfur orðar það.

2.3 Náttúran í andlegum skilningi

Hvað á Páll við með andlegum skilningi á náttúrunni? Með því á hann við skilning

sem byggir ekki einungis á skynsemi og fyrirframgefnum merkingum sem gjarnan er

stuðst við til útskýringar á náttúrunni og upplifun mannsins af henni. Samkvæmt

honum byggist andlegur skilningur einkum á þeim tilfinningum sem manns eigin

reynsla á náttúrunni vekur upp í manni. Til að útskýra betur reynslu sína í ljósi

andlegs skilnings vísar Páll í heimspekinginn Rudolf Otto. Hugmyndir Ottos fjalla að

miklu leyti um trúarlega reynslu manns af einhvers konar ,,heilagleika” sem virkjar

ákveðið hugarástand. Þó svo Páll lýsi hugmyndum sínum ekki endilega sem

trúarlegum notar hann lýsingu Ottos á því hugarástandi sem slíkur heilagleiki virkjar í

manninum og heimfærir hana upp á sína eigin andlegu upplifun í náttúrunni.

27 Athuga skal að undirrituð er ekki náttúrufræðingur og hefur ekki lagt upp úr því að rannsaka hvort til

séu náttúruleg svæði sem eru ósnert af manninum í þessum skilningi. 28 Páll Skúlason, ,,Hugleiðingar við Öskju” Náttúrupælingar bls. 17-18

Page 16: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

16

Otto notar eigin orðasmíð til aðstoðar við lýsingu á þessu hugarástandi og

kallar það ,,hið hugstæða” (e. numinous). Hið hugstæða skilgreinist sem svo þegar

hlutur (e. object) veldur sérstöku hugarástandi sem setur meðvitund okkar í samband

við raunveruleika sem nær handan allra fyrirframgefinna merkinga hvort sem þær séu

af trúarlegum, heimspekilegum eða menningarlegum meiði. 29 Þetta samræmist

hugmyndum Páls fullkomlega þar sem hann talar um að ,,vera kominn í snertingu við

veruleikann sjálfan.”30 Páll vitnar í Otto þar sem hann segir:

Þetta hugarástand er fullkomlega sinnar tegundar og ósmættanlegt; þar af

leiðir, rétt eins og með alla frumlega og upphaflega reynslu, að þó um hana

megi ræða, þá er ómögulegt að skilgreina hana með nákvæmum hætti. […]

hún birtist sem tilfinning í huganum.31

Reynslan veldur eins og gefur til kynna eins konar ,,tilfinningu í huganum” sem lýsir

sér í þremur grundvallarþáttum, samkvæmt Otto: skelfingu reynslunnar, að vera

ofurliði borinn og orku. Skelfingin lýsir sér í þeim skjálfta og ótta sem grípur sig um

okkur þegar við stöndum frammi fyrir óheflaðri náttúrunni og okkur ,,rennur kalt vatn

á milli skinns og hörunds.”32 Einnig fær maður á tilfinninguna að vera að ofurliði

borinn og finnur til smæðar sinnar í samanburði við hina yfirgnæfandi náttúru. En

þessi afskipti af náttúrunni orka á manninn og sú orka tákngerist í manninum sem

einhvers konar tilfinning. Þessi ,,frumlega og upphaflega reynsla” virkar því þannig á

manninn að hann yfirfyllist af tilfinningum sem orka á hann og hann neyðist til að

vinna úr þeim á eigin forsendum33 sem gæti leitt til algjörrar endurskipulagningar á

hugmyndum hans um veruleikann. Hann myndi þá mögulega skilja að hann er á

vissan hátt hluti af einhverju stærra en sínu eigin mannlega samfélagi ,,þegar veröldin

skyndilega hrífur mann og lætur veruleikann birtast sem eina órofa heild sem maður

er hluti af.”34

Þvert á hefðbundnar hugmyndir um brigðulleika tilfinninga sem kúgaðar hafa

verið niður í gegnum söguna í þágu skynseminnar leggur Páll hins vegar áherslu á að

29 Páll Skúlason, ,,Lost and Found: Spirit and Wildness,” Ljósaskipti, bls. 172 30 Páll Skúlason, ,,Hugleiðingar við Öskju: Um samband manns or náttúru”, Náttúrupælingar bls. 13 31 Páll Skúlaspn, ,,Náttúran í andlegum skilningi”, Náttúrupælingar bls. 31 32 Sama rit, bls. 31 33 Hér er átt við að hann vinnur úr reynslu sinni út frá þeim tilfinningum sem reynslunni fylgir og

verður úrvinnslan algjörlega persónuleg og óháð fyrirframgefnum hugmyndum samfélagsins um það

hvernig honum ætti að líða. 34 Páll Skúlason, ,,Hugleiðingar við Öskju”, Náttúrupælingar bls. 14

Page 17: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

17

þær tilfinningar sem upplifun af ómanngerðri náttúru vekja innra með manni hafi gildi

í sjálfum sér. Í krafti þess hve ósjálfráðar og ófyrirsjáanlegar þær eru, storka þær

stöðluðum gildishugmyndum mannsins um náttúruna og veruleikann í heild sinni.

Heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir kemst ágætlega að orði í umfjöllun sinni

um gildi slíkrar reynslu:

Það er ekki hægt að ganga að [slíkum reynslum] vísum eða ,,sérpanta” þær

og sníða eftir eigin þörfum. Þetta er dæmi um reynslu sem að ,,afvopnar”

mann með því að setja allt sem gefur manni venjulega gildi eða hald í

tilverunni í sviga.35

Páll telur að verði maður fyrir slíkri upplifun, þar sem náttúran orkar á hann með svo

yfirgengilegum hætti, skilji hann að þær tilfinningar sem kvikna innra með honum

orsakist af því að hann og náttúran séu gerð úr sama efni,36 þau eru eitt. Hún er jörð

og hann er jarðvera. Hann öðlast þar með ekki aðeins betri skilning á náttúrunni

heldur einnig á sjálfum sér.

2.4 Maðurinn sem skapaður hluti hinnar skapandi náttúru

Kenninng Páls um reynslu sína í Öskju er því einhvers konar tillaga að því hvernig

maðurinn getur tengst náttúrunni á nýjan leik með því að skilja að náttúran er skilyrði

tilvistar hans og að hann tilheyrir henni. Hún tilheyrir honum ekki.

Það er nauðsynlegt að maðurinn átti sig á því að hann sé hluti af heild.

Hugmyndum Páls svipar að því leyti til hugmynda Merchant um áðurnefnda

heildarhyggju. Merchant talar um að mikilvægt sé að einblína ekki á vísindalegt

viðhorf til náttúrunnar og að það verði að taka tillit til andlegra hliða sem leggja

áherslu á heildarmyndina. Hún telur að allt í náttúrunni tengist sín á milli og bendir á

önnur menningarsamfélög en þau vestrænu þar sem maðurinn virðist tengdari

náttúrunni.37 Hún segir svo vera vegna þess að þar hafi fólk lifað í ákveðnu jafnvægi

35 Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Heild sem gerir mann heilan: Um siðfræði náttúrufegurðar”,, Hugsað með

Páli, ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason (Reykjavík: Háskólaútgáfan:

2005) bls. 177 36 Páll Skúlason, ,,Lost and Found: Spirit and Wildness” Náttúran í ljósaskiptunum bls. 175 37 Til dæmis í öðrum trúmenningarsamfélögum þar sem náttúran hefur meira vægi svo sem í hindúisma

þar sem fimm frumefni náttúrunnar hafa hvert sitt gildi og lögð er áhersla á að mannslíkaminn sé

gerður úr sömu frumefnum sem stuðlar að hugmyndum um manninn og náttúruna sem eina heild. Sjá

Page 18: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

18

við umhverfi sitt þar sem að náttúran væri álitin virk (e. active) og lifandi en ekki

óvirk (e. passive) og dauð eins og í hinu vestræna menningarsamfélagi. Hún bendir á

að hver hluti heildarinnar sé tengdur hinum og því gæfi heildin hverjum hluta

merkingu, en ekki öfugt. Þetta samræmist við hugmyndir Páls um að líf manns öðlist

nýja merkingu þegar hann verður fyrir slíkri afhjúpandi reynslu sem hann lýsir við

Öskju.

Finna má fleiri heildarhyggjuhugmyndir Páls um samband manns við

náttúruna en í grein hans, ,,Lost and Found: Spirit and Wildness”38 fjallar hann um

náttúruna sem skapandi ferli sem maðurinn tekur þátt í. Hann vísar í Baruch Spinoza

þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að maðurinn átti sig á muninum á skapaðri

náttúru (lat. natura naturata) og skapandi náttúru (lat. natura naturans). Samkvæmt

Spinoza verður maðurinn að upplifa sjálfan sig sem skapaða, náttúrulega veru sem

tekur þátt í hinu skapandi ferli náttúrunar. Svo lengi sem maðurinn sér náttúruna sem

forðabúr og leikvöll brenglast sýn hans á eigin stöðu í náttúrunni og hann missir

sjónar á því að hann sé skapaður hluti af hinni skapandi heild náttúrunnar. En með því

að komast í snertingu við jörðina, eins og Páll gerði í Öskju, áttar hann sig þar með á

því að hún er sjálfstæður, lifandi veruleiki. Þetta er því kannski ákveðin

enduruppgötvun á náttúrunni sem lífgjafa – lifandi móður jörð sem er skilyrði tilvistar

mannsins sem jarðveru. Eins og Páll segir:

Jörðin er upphaf og endir allra tilfinninga okkar fyrir veruleikanum í heild

sinni. Og þá líka fyrir sjálfum okkur sem íbúum heimsins. Hún er forsenda

þess að við séum við, séum saman og með sjálfum okkur.39

Uppgötvun á sjálfum okkur sem íbúum heimsins og skilningur á því að jörðin er

,,forsenda þess að við séum við, séum saman og með sjálfum okkur” stuðlar að

bættum mannskilningi sem felur ekki aðeins í sér betri skilning á ytri náttúru heldur

einnig innri náttúru og tengingunni þar á milli.

En hver er þessi innri náttúra mannsins? Það hlýtur að vera líkaminn. Eins og

kom fram í fyrsta kafla þá felur firring mannsins frá náttúrunni ekki aðeins í sér

firringu frá ytri náttúru heldur einnig frá sinni eigin náttúrulegu heild, það er að segja

nánar til dæmis: Hinduism and Ecology: The Intersection of Earth, Sky and Water eftir Christopher

Key Chapple og Mary Evelyn Tucker 38Páll Skúlason, ,,Lost and Found: Spirit and Wildness”, Náttúran í ljósaskiptunum, bls. 169-179 39 Páll Skúlason, ,,Hugleiðingar við Öskju” Náttúrupælingar bls. 18

Page 19: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

19

líkamanum. Reynsla á borð við þá sem hér hefur verið lýst er vissulega mikilvægt

skref í því að afhjúpa hversu firrtur maðurinn er náttúrunni í raun og veru með því að

fá hann til að endurhugsa eigin stöðu. Hún er þó, því miður, takmörkuð og því fjallar

næsti kafli um hvernig uppgötvun mannsins á eigin náttúru sé honum nauðsynleg til

að styrkja tengslin við náttúruna alla.

Page 20: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

20

3. kafli – Líkaminn sem hinn týndi hlekkur

3.1 Staðbundin tengsl eru takmörkuð

Nú hef ég fjallað ítarlega um mikilvægi upplifana af náttúrunni eins og einmitt þeirrar

sem Páll Skúlason gerði að grundvelli náttúrusiðfræði sinnar. Frumspekilegar

náttúruupplifanir á borð við þær sem Páll lýsir eru því gríðarlega mikilvægur þáttur

þess að maðurinn geri sér betur grein fyrir þessari tengingu sinni við náttúruna. Þar

sem hann vonandi áttar sig á því að hann er hluti af þeirri heild sem náttúran er og

öðlast þannig betri vitund á eigin stað í náttúrunni og heiminum öllum. Það er þó einn

hængur hér á. Eins falleg og táknræn og slík reynsla getur verið fyrir manninn þá er

hún mjög staðbundin. Jafnvel þótt að Páll haldi því fram að slík reynsla sé altæk þá er

staðurinn sjálfur, í þessu tilfelli Askja, ómissandi hluti af ferlinu og maðurinn hefði í

raun aldrei upplifað tengsl sín við náttúruna nema á þessum ákveðna stað. Ég verð að

spyrja - er Páll hér með að lofa öllum þeim sem stíga fæti í Öskjuheim sömu

heildartilfinningu og sömu tengingu og hann upplifði? Meginhluti mannkyns býr í

þéttbýli og hefur ekki færi á náttúrufyrirbærum á borð við Öskju enda teljast

Íslendingar sannarlega til forréttindahóps hvað það varðar að búa í svo miklu návígi

við ómanngerða náttúru.

Að vísu ber Páll Öskju saman við stórborgina París þar sem maðurinn getur

einnig fundið fyrir svipaðri heildartilfinningu, sem er þó annars eðlis, og nefnir

jafnramt nokkra aðra staði sem gætu mögulega boðið upp á svipaða upplifun eins og

Skaftafell, Mývatnssveit, Dettifoss og fleiri. Ég er sammála að þau ,,tákn jarðar”40

sem Páll vísar til séu þess megnug að hafa svo afdrifarík áhrif á mann að honum

finnist sem hann hafi loks komist í snertingu við náttúrulegan veruleika eins og hann

leggur sig þegar hann horfist berskjaldaður í augu við eitthvað á borð við ,,hið

hugstæða”. Ég tel hins vegar að það þurfi að beina sjónum að þeim hluta ferlisins sem

á sér stað innra með manninum sjálfum. Hvaðan koma þær tilfinningar sem verða

eftir í manninum eftir reynslu hans í náttúrunni? Hvar býr hugsunin sem gerir honum

kleift að upplifa náttúruna og sjálfan sig á þennan hátt?

Páll telur að við uppgötvum sjálf okkur í sambandinu sem við þróum við

náttúruna sem jarðverur. En hvað þýðir að vera jarðvera? Páll talar um að hann finni

40 Páll Skúlason, ,,Hugleiðingar við Öskju” Náttúrupælingar bls. 18

Page 21: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

21

að reynsla hans af Öskju var svo sterk að hún bjó innra með honum alla tíð, hann varð

aldrei samur. Hann túlkaði tilfinninguna þannig að hann hefði í raun stofnað til

kunningsskaps við Öskju. En slíkur kunningsskapur væri aðeins mögulegur þar sem

að hann og Askja eru gerð úr sama efni. Þau eru bæði jörð, náttúra:

Askja lét mig uppgötva sjálfan mig sem jarðveru og neyddi mig til að líta til

baka á lifnaðarhætti mína og hugsunarhátt fram að þessu sem náttúruleg

vera.41

Eftir Öskju-reynsluna varð augljóslega einhvers konar breyting á viðhorfi Páls til

sjálfs sín og hann upplifði sig meira sem jarðveru eða náttúrulega veru. Upplifun hans

á sjálfum sér virðist þá hafa verið með öðrum hætti fyrir kynni hans af Öskju þar sem

hann upplifði sig ekki svo ,,náttúrulegan”. Þetta er því kannski ákveðin leið út úr

tvíhyggjunni um manninn og náttúruna, nefnilega að maðurinn uppgötvi að hann er

sjálfur náttúra. En hvað þýðir það að maðurinn sé náttúra? Jú nefnilega, maðurinn er

náttúruleg heild, hann er innri náttúra, hann er líkami. Með því að enduruppgötva

líkamann sem náttúrulega heild getur maðurinn komist í betri tengingu við náttúruna

sjálfa og endurhugsar þannig lifnaðarhætti sína og hugsunarhátt.

3.2 Aftenging mannsins frá eigin líkama

Líkaminn er líffræðileg staðfesting þess að maðurinn sé hluti af náttúrunni. Sem

líffræðileg heild er maðurinn einnig fullkomlega háður líffræðilegu umhverfi sínu.

Maðurinn, sem er eigin náttúruleg og líkamleg heild, er hluti af stærri náttúrulegri

heild, nefnilega náttúrunni sjálfri. Í ljósi upphafningar skynsemi og tæknihyggju

upplýsingarinnar og vísindahyggjunnar og þess hversu allsráðandi karllæg gildi eru í

afstöðu mannkyns til náttúrunnar hefur líkaminn verið afskrifaður. Tvíhyggja hugar

og líkama hefur alið á aftengingu mannsins frá eigin líkama. Lifuð reynsla af líkama

og umhverfi er lítt tekin gild í umræðu um umhverfismál og er iðulega vísað á bug

sem ,,tilfinningarökum” sem teljast ekki gild í því skyni að þau byggist ekki á

vísindalegum sannindum. Gildi tilfinninga hafa þannig yfirleitt þurft að lúta lægra

haldi fyrir gildi þröngt afmarkaðra skynsemissjónarmiða í umræðum um

umhverfismál. Ennfremur hafa tilfinningaleg rök í umhverfismálum, þar sem vernd

41 Páll Skúlason, ,,Lost and Found: Spirit and Wildness” Náttúran í ljósaskiptunum bls. 175

Page 22: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

22

landslags er í miðpunkti, iðulega verið brennimerktar sem úrsérgengin rómantík þar

sem tilfinningum og skynsemi er stillt upp sem tveimur andstæðum pólum,42 eins og

Sigríður Þorgeirsdóttir hefur bent á í skrifum sínum um virkjanadeildur hér á landi. Í

því skyni hefur talsmönnum tilfinninga verið úthýst sem rómantískum

hugsjónarmönnum sem eigi ekki roð í skynsamlega hagfræðiútreikninga.43 Sigríður

fjallar um nærtækt dæmi um slíkar aðstæður nefnilega í deilunni um

Kárahnjúkavirkjun. Þar bendir hún á hvernig slík tvíhyggja um skynsemi og

tilfinningar hafi verið áberandi og þeim sem hlynntir voru virkjuninni hafi ,,iðulega

verið lýst sem fulltrúum skynsemi og andstæðingum sem fulltrúum tilfinninga.”44 Þá

er látið undir höfuð leggjast að líta á hvaða tilfinningar búi að baki hjá þeim sem telja

sig vera skynsemismegin í umræðunni.

Líkaminn hefur þó ekki alltaf verið afskrifaður á þennan hátt eins og

sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari bendir á 45 Áður fyrr var það manninum

nauðsynlegt skilyrði eigin lífsviðurværis að vera sem tengdastur líkama sínum og

skynfærum. Í veiðimannasamfélögum sem og í landbúnaði áður fyrr þá þurfti

maðurinn fullkomlega að reiða sig á eigin líkama til þess að lifa af. Harari bendir á að

maðurinn sé að missa hæfileikann til að hlusta á þarfir eigin líkama. Ennfremur telur

hann að maðurinn sé ekki lengur nógu meðvitaður um eigin skynjun til þess að lifa í

meðvituðu jafnvægi við umhverfi sitt, bæði hið náttúrulega umhverfi sem og hið

samfélagslega. Harari segir þetta vera rót þess vanda sem margir einstaklingar

nútímasamfélagsins glíma við, nefnilega að finna til einmanaleika og firringar. Hann

telur að þar sem að maðurinn sé svo ótengdur líkama sínum eins og raun ber vitni eigi

hann ekki einungis erfitt með að tengjast sjálfum sér heldur einnig samfélagslegu

umhverfi sínu. Harari fjallar einnig um muninn á greind (e. intelligence) og

meðvitund (e. consciousness). Hann bendir á að maðurinn sé ekki eina dýrategundin

sem hefur meðvitund og að hann hafi engar sannanir fyrir því að hann eigi sérstöðu

42 Til dæmis í umræðum um virkjanir þar sem rökum náttúruverndarsinnar er lítill gaumur gefinn þar

sem þau sýna að hluta til fram á að tilfinningalegt gildi beri að hafa í huga rétt eins og hagfræðilegt

gildi. 43Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Hvers vegna umhverfissiðfræði er rótæk grein hugvísinda” Náttúran í

ljósaskiptunum bls. 58-59. Sjá einnig grein Sigríðar ,,Heild sem gerir mann heilan: Um siðfræði

náttúrufegurðar, Hugsað með Páli, sérstaklega bls 164-165 44 Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Hvers vegna umhverfissiðfræði er rótæk grein hugvísinda” Náttúran í

ljósaskiptunum bls. 58 45 Yuval Noah Harari, ,,Nationalism vs. globalism: The new political divide.” Ted, febrúar 2017. Sótt

6. maí 2017.

https://www.ted.com/talks/yuval_noah_harari_nationalism_vs_globalism_the_new_political_divide?la

nguage=en#t-8781

Page 23: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

23

hvað það varðar að hann geti fundið til þjáningar meira en önnur dýr. Harari bendir

hins vegar á að maðurinn hafi vissulega óneitanlega sérstöðu hvað sértæka mannlega

greind varðar og að hann hafi allavega mjög góða ástæðu fyrir því að halda því fram

að hann sé greindasta dýrategund jarðar. En hvað felur slík fullyrðing í sér?

Þetta svipar til kenninga Murray Bookchins um sérstöðu mannsins í sambandi

við aðrar dýrategundir. Bookchin bendir á að því verði ekki neitað að maðurinn hafi

háþróaðan heila og taugakerfi sem ber af öðrum dýrategundum (svo fremi sem vitað

er). Þessi staðreynd gefur manninum mikið forskot hvað það varðar að aðlagast

náttúrunni á sérstakan hátt sem orsakast í stöðu hans efst í fæðukeðjunni. Það gefur

honum hins vegar engan sjálfsagðan rétt á því að álíta sjálfan sig drottnara yfir

náttúrunni eða öðrum dýrategundum.46 Ennfremur felur sú staðreynd að hann sé á svo

sérstöku þróunarstigi hvað varðar skynsemi og vitsmuni ekki í sér að hann geti þar

með hafnað eigin líkama og aftengt sig líffræðilegu umhverfi sínu. Því er nauðsynlegt

að ,,afbyggja hefðbundnar mannmiðjaðar hugmyndir um hina sjálfráðu

vitsmundaveru sem er jafnan lýst sem ólíkamlegri og aftengdri náttúrunni.”47

3.3 Hlustum á líkamann

Í greininni ,,Reclaiming Nature by Reclaiming the Body”, fjalla Sigríður og Guðbjörg

R. Jóhannesdóttir um mikilvægi þess að líkaminn sé tekinn til greina í allri umræðu

um umhverfissiðfræði. Þær ítreka að vilji maðurinn virkilega öðlast skilning á

náttúrunni í heild sinni, þar með talið manninum sem náttúrulegri veru, verði hann að

veita því athygli hvernig maðurinn skynjar alla náttúru, innri og ytri, í gegnum

líkamann sinn. Allur skilningur mannsins á náttúrunni, sem og heiminum öllum, er

því nauðsynlega líkamlegur og þær leggja til að umhverfisheimspeki ætti að leggja

áherslu á það að maðurinn skynji og skilji sem líkamleg vera.48

En hvað er það sem gerir líkamann náttúrulegan? Er hann náttúrulegur

yfirhöfuð? Hugmyndir í anda endaloka náttúrunnar telja að ekkert sé náttúrulegt og að

allt sé manngert í þeim skilningi að áhrif mannsins séu svo mikil að þau hafi yfirtekið

allan gang náttúrunnar. En þær telja að það gefi ekki merki um endalok náttúrunnar

46 Murray Bookchin, The Ecology of Freedom: The Emergence and Dissolution of Hierarchy, Palo

Alto: Cheshire Books, 1982 bls. xxxii-xxxiii 47 Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Hvers vegna umhverfissiðfræði er rótæk grein hugvísinda” Náttúran í

ljósaskiptunum bls. 72 48 Guðbjörg R. Jóhannesdtóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Reclaiming Nature by Reclaiming the

Body,” Balkan Journal of Philosophy 8/1, 2016, bls. 39

Page 24: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

24

heldur ítreka þær að þörf sé á annars konar aðferðafræði þegar tengsl mannsins og

náttúrunnar eru skoðuð. Þær leggja áherslu á það að maðurinn taki tillit til þess að

hann er eitthvað áður en hann einu sinni byrjar að hugsa og mynda sér skoðanir. Hann

er líkami. Líkaminn er hlekkurinn sem tengir manninn við náttúruna.49 Við erum hluti

af náttúrunni með því að vera líkamlegar verur og sem líkamlegar verur erum við

jafnframt efnislegar, nátttúrulegar heildir. Líkaminn er byrjunarreitur skilnings okkar

á veröldinni. Líkami mannsins er gerður úr sama efni og allir aðrir líkamar

náttúrunnar hvort sem það eru dýralíkamar, plöntulíkamar eða hvaðeina. Með því að

enduruppgötva líkamann er því ekki aðeins hægt að afbyggja þá tvíhyggju um sál og

líkama sem tíðkast hefur heldur einnig tvíhyggju um mann og náttúru.

Líkt og Harari benda Guðbjörg og Sigríður á að í nútímasamfélagi þurfi

maðurinn ekki að reiða sig á líkama sinn eins og hann þurfti áður. Það er þar af

leiðandi ekki nóg fyrir hann að ,,fara út í villta náttúruna á sunnudögum”50 til að

endurtengjast náttúrunni. Þær ítreka að það sé honum nauðsynlegt að innleiða

fegurðarfræðilegt gildi náttúrunnar í þeim skilningi að þannig verðum við opnari fyrir

þeirri hugmynd að við séum náttúrulegar verur.51 Með því að skynja umhverfið á

fagurfræðilegan hátt tengjumst við náttúrunni og öðlumst þekkingu á henni sem

byggist ekki á röklegum stoðum heldur á okkar eigin ástandi sem líkamlegar,

náttúrulegar verur sem afbyggir hugmyndir okkar um þekkingu yfirhöfuð og krefur

okkur um að breyta sjónarhorni okkar. Losum okkur við þær hugmyndir sem

samfélagið þröngvar upp á okkur strax frá fæðingu og hlustum á okkur sjálf, á

líkamann okkar. Þannig hlustum við líka á náttúruna.

49 Sama rit, bls. 43 50 Sama rit, bls. 46 51 Sama rit, bls. 46

Page 25: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

25

4.kafli - Mannhverfing

4.1 Náttúrunautn er náttúrunýting Mikilvægi þeirra umhverfisheimspekikenninga sem fjallað hefur verið um einskorðast

ekki við þá hugmynd að maðurinn komi betur fram við náttúruna og staðsetji sjálfan

sig betur sem einstakling í veröldinni. Umhverfisheimspeki stuðlar almennt að dýpri

mannskilningi sem fær manninn til að ,,skilja betur tengsl manns og náttúru og tengsl

milli manna með hliðsjón af víðari skilningi á mennskjunni sem líkamlegri veru sem

er órjúfanlega tengd náttúrunni og öðrum mönnum.”52

Það er staðreynd að maðurinn er sköpuð, líkömnuð náttúra í sjálfum sér sem er

hluti hinnar skapandi náttúru í heild sinni. Hagsmunir hans ættu því að ná lengra en

svo að nýta náttúruna í formi arðráns sem þjónar fjárhagslegum hagsmunum hans. Í

ljósi upplifunar á sjálfum sér sem líkamlegri veru sem stjórnast bæði af skynsemi sem

og tilfinningum ætti hann einnig að taka meira mið af tilfinningalegri og

fagurfræðilegri nýtingu náttúrunnar. Með öðrum orðum, það að njóta er líka nýting

sem mætti leggja þeim mun meiri áherlu á í sambandi við nýtingu mannsins á

náttúrunni. Þannig væri náttúran ekki aðeins tæki sem við notum sem leið til að öðlast

ánægju heldur væri hún markmið eða ánægja í sjálfri sér. Páll Skúlason hittir beint í

mark:

Náttúrunautnin – sú list að njóta náttúrunnar – er í senn forsenda og tilgangur

allrar náttúrunýtingar. Þess vegna megum við aldrei gleyma muninum á því

að nýta sér náttúruna og að njóta hennar. Og umfram allt verðum við að gæta

okkar á því að gera ekki náttúrunýtinguna sjálfa að náttúrunautn.53

En ég tel að það sé manninum nauðsynlegt að finna þessi tengsl við náttúruna þar sem

þau eru hreinlega hluti af lífsgæðum, bæði andlegum og líkamlegum því þau stuðla

einnig að tengslum mannsins við sjálfan sig.

52Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Heild sem gerir mann heilan: Um siðfræði náttúrufegurðar,” Hugsað með

Páli, bls. 164 53 Páll Skúlason, ,,Að nýta og njóta,” Náttúrupælingar, bls. 97

Page 26: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

26

4.2 Um mannmiðjuhyggju

Umhverfisheimspeki er róttæk grein hugvísinda54 vegna þess að hún býður upp á

víðari mannskilning heldur en flestar aðrar undirgreinar vestrænnar heimspeki.

Þekkingarfræðilegar, siðferðislegar og stjórnmálalegar hugmyndir innan (vestrænnar)

heimspeki hafa í gegnum söguna haldið á lofti mannskilningi sem tekur ekki nægt

tillit til þess að við erum líkamsverur (tengslaverur, tengjumst umhverfi og öðrum,

erum skyn- og tilfinningaverur)55 og einskorðast við hugmyndir um manninn sem

sjálfráða vitsmunaveru. Ýmsar róttækar hugmyndir innan umhverfisheimspeki ítreka

að mannmiðjuhyggja (e. anthropocentrism) sé rótin að aftengingu manns og náttúru.

En mannmiðjuhyggja hefur þó alltaf fylgt manninum – það var ekki fyrr en með

Kóperníkusarkenningunni sem fótunum var kippt undan þeirri hugmynd hans að hann

væri bókstaflega miðja alheimsins. Charles Darwin sýndi svo fram á að maðurinn

hefði í raun enga líffræðilega sérstöðu sem útilokaði trúarlegar hugmyndir um að

maðurinn væri skapaður í guðs mynd. 56 Hins vegar hefur maðurinn miklu

ábyrgðarhlutverki að gegna á jörðinni og gagnvart öðrum tegundum vegna

yfirráðastöðu sinnar sem tegund.

Mannmiðjuhyggja er alls ekki slæm í eðli sínu og það mætti jafnvel færa

ágætis rök fyrir því að hún væri manninum eðlislæg. Aðrar dýrategundir hneigjast

líklegast einnig að sjálfsmiðjuhyggju þar sem þeirra eigin hagsmunir eru í forgangi.57

Hér er maðurinn engin undantekning – hans hagsmunir eiga rétt á sér líkt og

hagsmunir allra aðra hluta náttúrunnar. Því tel ég að sú hugmyndafræði sem byggir á

því að stilla manninum og hans gjörðum upp á móti hinni djúpvitru náttúru sem veit

allt best eigi ekki við. Það sem greinir manninn frá öðrum dýrategundum (í þessu

samhengi) er sú arðránshyggja sem þrífst á að fullnægja sínum eigin þörfum og hefur

þannig skaðvænleg áhrif á lífkerfið allt. Lausnin felst ekki í því að hafna

mannmiðjuhyggju heldur í því að maðurinn endurhugsi eiginhagsmuni sína í því

skyni að hann sé hluti af heild. Þannig spila fleiri þættir inn í hans hagsmuni heldur en

hans eigin nytsemi – nytsemi heildarinnar verður að fá það vægi sem hún á rétt á.

54 Sjá nánar grein Sigríðar Þorgeirsdóttur, ,,Hvers vegna umhverfissiðfræði er róttæk grein hugvísinda,”

Náttúran í ljósaskiptunum, bls. 55-74 55 Guðbjörg R. Jóhannesdtóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Reclaiming Nature by Reclaiming the

Body,” bls. 43 56William Grey, ,,Anthropocentrism and Deep Ecology,” Australasian Journal of Philosophy 71/4,

1993, bls. 463 57Ég leyfi mér að telja það ólíklegt að ljón myndi, undir venjulegum kringumstæðum, hætta við að

veiða antílópu í því skyni að honum sé annt um hagsmuni antílópunnar.

Page 27: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

27

Það er mín skoðun að maðurinn geti ekki haft sýn á heiminn sem er ekki

mannhverf á einn hátt eða annan. Þess vegna held ég því fram að greining í

ómannhverf og mannhverf viðhorf á ekki við þegar afstaða mannsins er skoðuð.

Skilningur mannsins á umhverfi sínu og sjálfum sér er óhjákvæmilega mannhverfur

þar sem öll hans hugsun og skynjun kemur út úr hans eigin, mannlega líkama. Það að

maðurinn myndi reyna að afneita mannmiðjuhyggju algjörlega myndi í raun ýta undir

sömu tvíhyggju manns og náttúru sem reynt væri að forðast. Þess vegna er veik

mannhverfing ákveðin lausn sem við ættum að tileinka okkur – því að ef við leggjum

dýpri skilning í það í hverju gildi okkar og hagsmunir felast þá leiðir það áfram til

umhverfisins. Með því að bera virðingu fyrir því að við erum náttúrulegar verur munu

hagsmunir náttúrunnar verða eiginhagsmunir mannsins.

4.3 Hagsmunir náttúrunnar eru hagsmunir mannsins

Vandamálið við grunnhyggni þeirra hugmynda mannsins um það í hverju hans eigin

hagsmunir felast liggur ekki í mannmiðjuhyggjunni sjálfri heldur í því hversu

skammtímamiðaðar og einstaklingsbundnar þær eru. Vandamálið er því frekar

einstaklingshyggja og kapítalismi, sem gengur út á magn en ekki gæði í arðráni sínu á

náttúrunni, fremur en mannmiðjuhyggja.

Við þurfum að víkka tímaramann - lengi hafa hagsmunir mannsins einkennst

af skammtímalausnum og skyndiánægju sem orsakast kannski af misskilningi hans á

því í hverju raunverulegir hagsmunir hans felast. Þess vegna er mikilvægt að hann

tengist náttúrunni á nýjum forsendum og öðlist skilning á því að hann er hluti af heild.

Til dæmis í formi upplifunar á ómanngerðri náttúru og enduruppgötvunar á eigin

líkama. Það er því ekki markmið þessarar ritgerðar að sína fram á að maðurinn skuli

hafna þeirri staðreynd að hann hafi vissulega forréttindastöðu í náttúrunni – hann er,

eins og áður hefur komið fram, líffræðilega þróaðri en aðrar dýrategundir sem um er

vitað. Hann þarf hins vegar að fjarlægjast skammtímaviðhorf sitt og víkka

siðferðisviðmið sín þannig að þau nái til náttúrunnar, sem og allra anga hans eigin

tegundar – hvort sem það er líkaminn, konur, karlar og allt þar á milli – og ekki síst

sem nær einnig til komandi kynslóða.

Líkt og Harari bendir á þá ýtir nútímasamfélag manna undir einmanaleika og

almenna firringu. Tæknin í dag ýtir fólki úr eigin núvitund og yfir í skjávitund –

sýndarveruleika sem skerðir mjög raunveruleg samskipti manns við umhverfi sitt

Page 28: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

28

hvort sem það er samfélagslegt eða náttúrulegt. Öllum er skipað að taka þátt í

lífsgæðakapphlaupinu þar sem enginn veit í raun hvað bíður handan marklínunnar.

Það er þó sífellt meiri vitundarvakning í gangi á því hversu einangrandi þessi þróun er

fyrir manninn og sífellt heyrast fleiri raddir sem spyrna gegn þessari þróun.

Tilfinningar og líkamsvitund eru vopn í höndum þeirra sem vilja berjast gegn

arðrænandi markaðshyggju og sjá má blikur á lofti um lágværa byltingu þar sem

hlustað er betur á tilfinningar. Sífellt fleiri hreyfingar líta dagsins ljós þar sem gengið

er þvert á samfélagsleg norm og málefnum er kastað fram í samfélagsumræðuna sem

hafa verið bæld niður ár og öld. Aukin vitundarvakning er um að borða vistvænan mat

sem hefur ekki verið fluttur óraleiðir og skilið eftir sig stór sótspor með flutningum.

,,Fair trade” á uppi á pallborðið í auknum mæli og fólk vill ekki fatnað sem er búinn

til úr plastefnum, eða snyrtivörur sem innihalda plastagnir sem fara út í náttúruna og

valda skaða á öðrum tegunum. Fólk reynir að segja sig úr sambandi við orkurisana

með því að kjósa heldur grænni orkugjafa jafnframt sem rafmagnsbílum fer ört

fjölgandi. Stærsta málið í þessu samhengi er sennilega neyslumiðað samband okkar

við ómennsk dýr. Tæpum 60 milljörðum landdýra er slátrað árlega til kjötneyslu fyrir

7 milljarða manna.58 Veganismi og grænmetisát spyrna gegn verksmiðjuframleiddum

kjötvörum sem virða lífsgildi dýra að vettugi og hafa mengandi áhrif á umhverfið allt,

en kolefnislosun vegna dýrahalds er stórkostlega mikil.

Samfara grænni neysluvenjum leitast fólk einnig í auknum mæli við að lifa í

betra samræmi við eigin líkama til dæmis með ástundun yoga eða hugleiðslu. Göngur

í náttúrunni og útivist eru angi af sama meiði. Þá er aukin áhersla á náttúruuppeldi í

skólum 59 sem kennir börnum að umgangast náttúrulegt umhverfi af virðingu og

tillitsemi. Friðlýsing landsvæða nýtur aukins stuðnings og sífellt fleiri temja sér

,,listina að njóta náttúrunnar.” 60 Bersýnileg bráðnun jökla ýtir undir þrýsting

almennings á stjórnvöld um að spyrna gegn hlýnun jarðar og sjálfbær framleiðsla fer

stigmagnandi.

Fólk virðist því vera að hlusta á eigin líkama í auknum mæli og leitast við að

lifa líferni sem er í takt við raunverulegar, jarðneskar forsendur. Slíkt viðhorf virðist

að stórum hluta spretta upp sem viðbragð við þeim umbrotatímum sem við lifum á í

dag hvort sem það er hugsað út frá stjórnarfarslegum-, veðurfarslegum eða

58 Sjá nánar: http://www.animalequality.net/food 59 Til dæmis grænfánaverkefnið á vegum landverndar. Sjá nánar: http://graenfaninn.landvernd.is/ 60 Páll Skúlason, ,,Að nýta og njóta”, Náttúrupælingar bls. 97

Page 29: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

29

samfélagslegum breytingum. Þá væri óskandi að þetta viðhorf væri ekki viðbragð við

ríkjandi hugsunarhætti yfirvalda heldur að algjör breyting á hugsunarhætti myndi eiga

sér stað á öllum stigum þjóðfélagsins. Ég tek undir með þeim Sigríði og Guðbjörgu

þegar þær vitna í Albert Einstein þar sem hann segir að ,,við getum ekki leyst

vandamál með því að beita sama hugsunarhætti og við gerðum þegar við bjuggum

þau til.”61 Hvernig breytum við hugsunarhætti okkar? Kannski með því að endurhugsa

hugsunina. Hugsunin kemur úr líkamanum. Gleymum því ekki. Hugsun og líkami eru

ein heild rétt eins og náttúran og maðurinn. Hugsunarháttur sem ber hag náttúrunnar

fyrir brjósti ber um leið hag mannsins fyrir brjósti.

61 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, ,,Reclaiming Nature by Reclaiming the

Body,” bls. 47

Page 30: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

30

Lokaorð

Í þessari ritgerð hef ég fjallað um margvísleg tengsl manns við náttúrunna og hvernig

þau tengsl hafa þróast í gegnum aldanna rás. Ég hef sýnt fram á hvernig

tækniframþróun og þekkingarþorsti mannsins hefur óneitanlega bitnað á náttúrunni í

formi arðráns og markaðshyggju. Aukinn vísindalegur skilningur mannsins á

náttúrunni varð til þess að náttúran dó í huga mannsins sem hafði vægast sagt

skerðandi áhrif á tengsl hans við hana. Það er jafnframt gjaldið sem hann þurfti að

greiða fyrir aukna vísindalega framþróun.

Það er mikilvægt að maðurinn tengist náttúrunni á nýjum forsendum og

mikilvægt er að skoða mismunandi hugmyndir um tilraunir til slíkra endurtengsla.

Hvort sem að þær tilraunir lýsa sér í upplifun af yfirþyrmandi veruleika ómanngerðrar

náttúru eða það að hlusta betur á sína eigin innri náttúru með betri tengslum við eigin

tilfinningar og líkama. Líkaminn er lifandi, gefandi heild sem er byrjunarreitur alls

þess sem maðurinn er. Í líkamanum er hugsunin, tilfinningarnar og með honum tökum

við þátt í hinu skapandi ferli náttúrunnar.

Með því að hlusta betur á eigin líkama hlustum við jafnframt betur á náttúruna

og þau skilaboð sem hún sendir okkur. Náttúran er alls ekki lífvana heild sem þjónar

aðeins þeim tilgangi að fullnægja þörfum mannsins. Hún er veruleiki alls þess sem

var, er og verður. Hún er skapandi máttur sem er í senn lifandi móðir okkar allra en

felur einnig í sér endalok alls sem er. Með því að arðræna náttúruna arðrænum við

okkur sjálf og því er nauðsynlegt að við skiljum hana betur - þá skiljum við okkur

sjálf betur.

Betri mannskilningur er lykill að betri skilningi mannsins á veröldinni en með

því að skilja sjálf okkur betur öðlumst við betri vitund á eigin stöðu í tilverunni.

Hugmyndin um manninn sem drottnara yfir jörðinni er löngu orðin úrelt62 og í ljósi

þeirra yfirvofandi breytinga sem öll jörðin, að manninum meðtöldum, horfist nú í

augu við63 þá er kominn tími til að maðurinn nýti þá einstöku færni sem hann hefur

þróað með sér, hvort sem hún er tæknileg, siðferðisleg eða hvernig sem er, til þess að

hugsa út fyrir sína eigin einstaklingsbundnu hagsmuni sem tegund. Hagsmunir sem

eru drifnir áfram að hagkerfi sem byggir á ofnotkun og ósjálfbærri nýtingu á

62 Hér er ekki átt við að sú hugmynd hafi nokkru sinni verið viðeigandi og sé nú orðin úrelt heldur að

maðurinn eigi að vita betur en svo að hann komist upp með slíka drottnunarhugmynd. 63 Til dæmis í ljósi loftslagsbreytinga (burt séð frá því hvort slíkar breytingar séu af mannavöldum eða

ekki).

Page 31: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

31

auðlindum jarðar þurfa að breytast. Þetta er ekki aðeins spurning um hagsmuni sem

eiga við um mannkynið og náttúruna í dag heldur er þetta ábyrgð núlifandi manna

gagnvart sjálfum sér, komandi kynslóðum og náttúrunni í heild sinni.

Page 32: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

32

Heimildaskrá

Adorno, Theodor Wiesengrund og Max Horkheimer. Dialectics of Enlightenment.

Ensk þýð. John Cumming. London: Allen Lane, 1973

Atli Harðarson. „Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo

fyrirferðarmiklar í sögunni?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2000. Sótt 3. maí 2017.

http://visindavefur.is/svar.php?id=507

Björn Þorsteinsson, ritstjóri. Náttúran í ljósaskiptunum. Reykjavík:

Heimspekistofnun – Háskólaútgáfan, 2016

Bookchin, Murray. The Ecology of Freedom: The Emergence and Dissolution of

Hierarchy. Palo Alto, California: Cheshire Books, 1982

Cook, Deborah. Adorno on Nature. New York: Routledge, 2014

Grey, William. ,,Anthropocentrism and Deep Ecology.” Australasian Journal of

Philosophy 71/4, 1993: 463-475

Guðbjörg R. Jóhannesdtóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. ,,Reclaiming Nature by

Reclaiming the Body,” Balkan Journal of Philosophy 8/1, 2016: 39-48

Harari, Yuval Noah. ,,Nationalism vs. globalism: The new political divide.” Ted,

febrúar 2017. Sótt 6. maí 2017.

https://www.ted.com/talks/yuval_noah_harari_nationalism_vs_globalism_the_

new_political_divide?language=en#t-8781

Heidegger, Martin. ,,Memorial Address” [Gelassenheit] Discourse on Thinking, þýtt.

John M. Anderson og E. Hans Freund. New York: Harper and Row, 1966, 50

Henry Alexander Henrysson. „Hvað er franska upplýsingin?“ Vísindavefurinn, 21.

maí 2013. Sótt 29. apríl 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=10807

Jarvis, Simon. Adorno – A Critical Introduction. New York: Routledge, 1998

Kant, Immanuel. ,,Svar Við Spurningunni: Hvað Er Upplýsing?" . Skírnir 167.

árgangur. Þýðendur Elna Katrín Jónsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir 1993, 379-

386

Krebber, André. ,,Anthropocentrism and Reason in Dialectic of Enlightenment:

Environmental Crisis and Animal Subject,”Anthropocentrism: Humans,

Animals, Environments. Ritsjóri Rob Boddice. Leiden/Boston: Brill, 2011,

321-339

Merchant, Carolyn.. The Death of Nature: Women, Ecology, and the Scientific

Revolution. New York: Harper Collins, 1980

Páll Skúlason, Náttúrupælingar, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2013

Page 33: Um tengsl manns og náttúru - Heim | Skemman...1. kafli – Samband manns og náttúru í sögulegu ljósi 1.1 Maðurinn sem drottnari náttúrunnar Um þessar mundir eru hugmyndir

33

Sigríður Þorgeirsdóttir. ,,Heild sem gerir mann heilan: Um siðfræði náttúrufegurðar.”

Hugsað með Páli. Ritstjórar Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og

Vilhjálmur Árnason. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005, 162-179

Viðar Þorsteinsson. ,,Á klafa sjálfsbjargar: Vísindin sem drottnun í Antíkristi og

Díalektík Upplýsingarinnar.” Vísindavefur. Reykjavík: Hið íslenska

bókmenntafélag, 2010, 251-268