22
Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

  • Upload
    others

  • View
    12

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Upplýsingarfyrir þolendur afbrota

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Page 2: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Efni

Almennur ferill máls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .5

Almennar upplýsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .7

Lög um greiðslu ríkisins til þolenda afbrota . . .17

Ýmis stuðningssamtök . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .21

Orðskýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 2

Page 3: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Þegar brotaþoli hefur kært afbrot til lögreglu fer af stað flókið og

oft á tíðum langt ferli. Þar koma mörg embætti á vegum þess

opinbera við sögu á ólíkum stigum málsins. Oft getur því verið

erfitt fyrir þolendur afbrota að vita hvert þeir geta leitað til að fá

svör við þeim mörgu spurningum sem vaknað geta við meðferð

máls í kjölfar kæru. Í þessum bæklingi er reynt að svara hluta

þeirra. Einnig verður leitast við að veita upplýsingar um þau sam-

tök og stofnanir sem koma að þessum málum með einum eða

öðrum hætti og geta veitt fyllri upplýsingar.

3Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Inngangur

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 3

Page 4: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Afbrot er framið

Mál kærttil lögreglu

Lögregla ákveður hvort málsé tækt til rannsóknar

Gerandi er þekktur Gerandi óþekktur

Rannsókn Rannsókn

Mál eða saksókn felld niður Mál óupplýst

Bótanefnd?

Meðferð máls fyrir dómstólum

Sakfelling/sýkna

Úrræði vegnainnheimtu skaðabóta?

5Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Almennur ferill máls

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 5

Page 5: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Viðbrögð í kjölfar afbrotsEf einstaklingur telur að brotið hafi verið gegn sér er mjög mikil-vægt að hann kæri málið til lögreglu við fyrsta tækifæri. Æskileg-ast er að hið meinta afbrot sé tilkynnt til þeirrar lögreglustöðvarsem er í næsta nágrenni við brotið. Unnt er að tilkynna brotið ígegnum síma en lögregla óskar þess jafnan að viðkomandi komiá næstu lögreglustöð til skýrslutöku. Því lengri tími sem líður frábroti og þar til að málið er kært því erfiðara getur reynst að rann-saka það. Þá má einnig benda á að samkvæmt lögum umgreiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nr. 69/1995 er þaðskilyrði greiðslu skaðabóta að brot, sem tjón er rakið til, hafi ánástæðulauss dráttar verið kært til lögreglu.

Hvert skal beina kæru?Almenna reglan er sú að kært skuli til lögreglu. Samkvæmt lög-um er þó heimilt að beina kæru til ríkislögreglustjóra, ríkissak-sóknara eða annarra stjórnvalda sem falin hefur verið rannsóknmála. Æskilegast er þó að kærunni sé beint til lögreglu.

Kæra á hendur starfsmanni lögregluLeiti einhver til lögreglu til þess að kæra starfsmann hennar fyrirbrot í starfi skal lögreglan taka við kærunni þótt starfsmaðurinnstarfi hjá því lögregluliði sem kærandinn hefur leitað til. Lögregl-

7Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Almennar upplýsingar

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 7

Page 6: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

unni er skylt að taka við kærunni og er ekki heimilt að vísa kær-andanum annað með erindi sitt. Kæranda er þó heimilt að kæraumrætt brot í öðru lögregluumdæmi hugnist honum það betur.Lögreglunni ber ennfremur að skýra kæranda frá því að kæranverði send ríkissaksóknara til meðferðar.

Hverjir geta kært?Algengast er að kæra berist frá þeim sem brotið var á eða ein-hverjum honum tengdum (t.d. forráðamönnum), sjónarvotti,stjórnvöldum eða opinberum sýslunarmönnum (t.d. lögmönnum).

Form kæruÞau lög sem fjalla um meðferð sakamála (opinber mál), eru lögum meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Í þeim lögum eru engarreglur settar fram um form kæru. Kæran getur því verið hvortheldur sem er munnleg eða skrifleg. Sé kæra borin fram munn-lega er rétt að lögreglumaður skrái hana niður eftir kærandanum.Lögregla er skyldug að taka við öllum kærum, hvort heldur þæreru bornar upp á lögreglustöð eða í gegnum síma, ef þær á ann-að borð heyra undir lögreglu.

Leiðbeiningarskylda lögregluLögreglu er skylt eftir því sem við á að leiðbeina brotaþola umréttindi hans lögum samkvæmt og útskýra fyrir honum framhaldmáls. Engin skylda hvílir á brotaþola að ráða sér lögmann vegnamáls.

Komi í ljós við rannsókn máls að maður hafi beðið tjón vegnabrots skal sá sem fer með rannsókn gefa þeim manni kost á aðgera bótakröfu sem dæma má í væntanlegu máli og leiðbeinahonum um réttindi hans henni tengdri. Þá ber lögreglu ennfrem-ur að leiðbeina brotaþola um rétt til greiðslu bóta skv. lögum nr.69/1995, ef um líkamstjón er að ræða.

8 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 8

Page 7: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Talsmaður brotaþolaSamkvæmt gildandi lögum er brotaþola heimilt að ráða á sinnkostnað lögmann til að gæta hagsmuna sinna í máli sem tals-maður óski hann eftir slíkri aðstoð vegna kæru, rannsóknar eðameðferðar opinbers máls. Leiti brotaþoli sér lögmannsaðstoðarvið gerð bótakröfu á brotaþoli rétt á því að sá kostnaður verðidæmdur í málinu ásamt kröfu hans. Talsmaður brotaþola hefursömu réttindi og skyldur og réttargæslumaður (sbr. síðar) eftir þvísem við á. Meðan á rannsókn máls stendur getur dómari eðalögregla takmarkað rétt hans til að vera viðstaddur skýrslutöku afbrotaþola og kynna sér gögn ef hætta er á að rannsókn torveldistvið það.

Brotaþoli og réttargæslumaðurBrotaþoli á rétt á löglærðum réttargæslumanni ef um kynferðis-brot er að ræða og brotaþoli óskar þess. Lögreglu er þó endra-nær skylt að tilnefna brotaþola réttargæslumann ef brotið er of-beldisbrot eða brot gegn frjálsræði manna, brotaþoli hefur orðiðfyrir verulegu tjóni á líkama eða andlegu heilbrigði vegna brotsinsog hann hefur að mati lögreglu sérstaka þörf fyrir réttargæslu-mann. Hlutverk réttargæslumanns er að gæta hagsmuna brota-þola og veita honum aðstoð í málinu, þar á meðal að setja frambótakröfu ef um tjón er að ræða. Réttargæslumanni er, meðan árannsókn stendur, ætíð heimilt að vera viðstaddur þegar skýrslaer tekin af brotaþola. Réttargæslumaður á einnig rétt á að veraviðstaddur öll þinghöld í málinu og að tjá sig upp að vissu markifyrir dómi. Þóknun réttargæslumanns greiðist úr ríkissjóði.

9Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 9

Page 8: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Brotaþoli yngri en 18 áraLögreglu ber ávallt að tilnefna réttargæslumann þegar grunurleikur á að framið hafi verið kynferðisbrot og brotaþoli er yngri en18 ára þegar rannsókn málsins hefst. Lögreglu ber enn fremurað leita atbeina dómara til að taka skýrslu af honum. Sérstakarráðstafanir hafa verið gerðar vegna skýrslutöku af börnum semhafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Annars vegar er um að ræða sér-staka aðstöðu í Héraðsdómi Reykjavíkur til skýrslutöku barna. Þartekur dómari vitnaskýrslur við barnvænlegri kringumstæður entíðkast í dómsal. Hins vegar var tekið í notkun sérstakt Barnahúsárið 1998 þar sem veitt er víðtæk þjónusta við rannsókn máls ogskýrslugjöf barna.

Þá er lögreglu einnig skylt, þegar hún fær slíkt mál til meðferð-ar, að tilkynna það barnaverndarnefnd og gefa henni kost á aðfylgjast með rannsókn málsins.

Réttur brotaþola til að fá að vita um afdrif kæru til lögreglu

Þegar einhver hefur kært brot til lögreglu vill sá hinn sami jafnanvita hvað verður um afdrif kærunnar og hvaða ráðstafanir lögregl-an hefur gert í tilefni hennar.

Ef lögregla telur að kæra þyki ekki veita tilefni til að hefja rann-sókn er henni heimilt að vísa henni frá. Lögreglu er einnig heimiltað hætta rannsókn, sem hafin er, ef ekki þykir grundvöllur til aðhalda henni áfram eða í ljós kemur að kæra var ekki á rökumreist. Ef lögregla ákveður að hefja ekki rannsókn eða hætta rann-sókn sem þegar er hafin er henni skylt að tilkynna kæranda aðkæru hafi verið vísað frá eða rannsókn hafi verið hætt hafi hannhagsmuna að gæta. Brotaþoli getur krafist þess að sú ákvörðunsé rökstudd. Lögreglu ber jafnframt að benda honum á að hanngeti innan þriggja mánaða, frá því að ákvörðunin var tekin, boriðhana undir ríkissaksóknara til endurskoðunar sem tekur þá fulln-aðarákvörðun um hvort rannsókn skuli fara fram eða ekki.

10 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 10

Page 9: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Rannsókn málaMeð hugtakinu rannsókn er átt við þær aðgerðir lögreglu og á-kæruvalds, sem miða að því að upplýsa hvort framið hafi veriðbrot sem sæta eigi saksókn og hver hafi framið það.

Meginreglan er sú að rannsókn sakamála (opinberra mála) er íhöndum lögreglu. Lögreglu er skylt hvenær sem þess er þörf aðhefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafiverið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Misjafntími getur farið í rannsókn mála. Eftir að mál er komið í hendurlögreglu sér hún alfarið um rannsókn þess. Markmið rannsóknarer að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé færtað ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar.Lögregla sé einnig um að leita þess sem grunaður er um brot,finna sjónarvotta og aðra sem ætla megi að borið geti vitni svo oghafa upp á sýnilegum sönnunargögnum. Þá skal rannsaka vett-vang ef við á og yfirleitt öll ummerki sem kunna að vera eftir brot.

Óupplýst málEf ekki tekst að sýna fram á hver það var sem framdi verknað-inn, þrátt fyrir rannsókn lögreglu, telst mál vera óupplýst. Komifram nýjar upplýsingar eða gögn í málinu opnar lögreglan málið áný til rannsóknar og málið fer í hefðbundinn farveg. Í þessu sam-bandi má benda sérstaklega á að samkvæmt lögum 69/1995 erheimilt að greiða brotaþola bætur þrátt fyrir að ekki sé vitað hvertjónvaldur er.

11Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 11

Page 10: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Niðurfelling málsÞegar lögregla hefur lokið rannsókn máls og afhent ákæruvaldigögnin ber að athuga hvort sækja skuli hinn kærða til sakar eðaekki. Ef ákærandi telur að það sem fram er komið í málinu séekki nægilegt eða líklegt til sakfellis getur hann fellt málið niður.Ákærandi þeim er tekur þá ákvörðun ber að tilkynna hana brota-þola. Brotaþoli getur krafist þess að ákærandi rökstyðji niður-stöðu sína. Ef brotaþoli vill ekki una við þau endalok málsins get-ur hann kært ákvörðunina til ríkissaksóknara innan eins mánaðarfrá því að honum var tilkynnt um hana.

Niðurfelling saksóknarSamkvæmt lögum um meðferð opinberra mála er lögreglustjóra íýmsum tilfellum heimilt að falla frá saksókn (t.d. ef mál er smá-vægilegt, sakborningur er ósakhæfur o.fl). Grunnforsenda niður-fellingar saksóknar er að mál sé upplýst með skilmerkilegumhætti og að fyrir liggi skýr og afdráttarlaus játning sakbornings.Tilkynna ber brotaþola þá ákvörðun og skal í tilkynningunni komafram við hvaða lagaákvæði hún er studd. Brotaþoli getur krafistþess að ákærandi rökstyðji niðurstöðu sína. Vilji brotaþoli ekkiuna við þá ákvörðun getur hann kært hana til ríkissaksóknara innaneins mánaðar frá því honum var tilkynnt um hana.

ÁkæruvaldHandhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar, þará meðal ríkislögreglustjóri. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi á-kæruvaldsins.

Ríkissaksóknari skal, eftir því sem unnt er, fylgjast með því aðþeir sem fremja brot séu beittir viðurlögum. Það er hlutverk ríkis-saksóknara sjálfs að gefa út ákæru, þ.e. að „höfða opinbert mál“ef um er að ræða alvarlegustu brotin sem almennt er kveðið á um

12 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 12

Page 11: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

í almennum hegningarlögum, s.s. manndráp af ásetningi, stór-fellda líkamsárás, öll kynferðisbrotum og rán. Ef um smærri broter að ræða hafa einstakir lögreglustjórar (sýslumenn), í viðkom-andi umdæmi þar sem brot er framið, jafnan ákæruvald.

Aðgangur að gögnumHafi brotaþoli ráðið sér talsmann eða honum verið skipaður rétt-argæslumaður eiga þeir einungis rétt á að fá aðgang að þeimgögnum máls sem þeim eru nauðsynleg til að gæta hagsmunabrotaþola. Við þingfestingu máls fyrir dómi eiga þeir rétt á að fáaðgang að öllum gögnum þess nema dómari telji að það kunniað torvelda að mál upplýsist. Í því tilviki skulu þeir þó í síðastalagi fá aðgang að gögnunum áður en málið er flutt.

Brotaþoli sem ekki nýtur aðstoðar réttargæslumanns eða tals-manns á sama rétt á aðgangi að gögnum og greint er frá hér aðframan.

Meðferð opinbers mál fyrir dómiHafi ákærandi ákveðið að gefa út ákæru er mál þingfest í héraðs-dómi. Við þingfestinguna eru öll gögn málsins lögð fram, þar ámeðal bótakrafa brotaþola ef um hana er að ræða. Meðferð málaræðst meðal annars af því hversu þung refsing liggur við því brotisem ákært er fyrir, hvort ákærði játar sekt og hvort hann mætir íþinghald. Opinberum málum getur lokið þannig að ákærði sækirþing og játar brot. Má þá ljúka málinu með viðurlagaákvörðun aðákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef máli er ekki lokið með játn-ingardómi eða dæmt að ákærða fjarstöddum er það tekið til aðal-meðferðar. Við aðalmeðferð máls skulu að jafnaði fara frammunnlegar skýrslutökur og málflutningur. Brotaþoli hefur réttar-stöðu vitnis bæði hjá lögreglu og fyrir dómi og gefur því vitna-skýrslu við aðalmeðferð málsins.

13Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 13

Page 12: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Réttur brotaþola til aðgangs að gögnum eftir að máli er lokið

Brotaþola er heimilt að kynna sér rannsóknargögn opinbers málssem er lokið nema sérstök sjónarmið til verndar sakborningi,vitnum eða öðrum aðilum mæli gegn því. Sama gildir um hvernþann sem sýnir fram á að hann hafi lögvarinna hagsmuna aðgæta. Máli telst lokið samkvæmt ofangreindu þegar rannsóknþess hefur verið hætt, það hefur verið fellt niður vegna sönnun-arstöðu, fallið hefur verið frá saksókn, því verið lokið með sektar-gerð eða dómur fallið í því.

Heimild til að kynna sér gögn máls nær ekki til persónu-skýrslna, sakavottorða, ýmissa vottorða læknis eða annarra skjalaeða skýrslna sem geyma sérstaklega persónulegar upplýsingarvarðandi annan en þann sem óskar að kynna sér gögnin. Í lögumer að finna ýmsar takmarkanir á því hvernig viðkomandi aðili máhagnýta þær upplýsingar sem hann kemst að við lestur gagn-anna.

Eftir atvikum má heimila þeim, sem fær aðgang að gögnummáls, að ljósrita þau eða afrita að því marki sem nauðsynlegt ertil að gæta lögvarinna hagsmuna. Hagnýting þeirra afrita sem að-ilinn fær í hendur sætir einnig ýmsum takmörkunum samkvæmtlögum, s.s. varðandi frekari afritun þeirra og afhendingu þeirra tilannarra aðila.

Beiðni um aðgang að gögnum skal beina skriflega til lögreglu-stjóra í því umdæmi þar sem rannsóknargögn eru geymd. Rök-styðja þarf beiðnina og tilgreina skal ástæður þess að farið erfram á að fá aðgang að gögnum og í hvaða skyni fyrirhugað er aðnota gögn sem óskað er leyfis að ljósrita eða afrita. Synji lög-reglustjóri um aðgang að þeim gögnum sem beðið er um, geturviðkomandi skotið þeirri ákvörðun til ríkissaksóknara. Tekur hannfullnaðarákvörðun í málinu. Lögreglustjórum ber að kynna þeimsem hann synjar um aðgang að gögnum þennan kærurétt.

14 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 14

Page 13: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

15Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

NálgunarbannMeð nálgunarbanni er átt við sérstakt úrræði sem ætlað er aðvernda þá sem hafa orðið fyrir ofsóknum og ógnunum. Í því felstað unnt er að leggja svokallað nálgunarbann á þann sem veldurofsóknum og ógnunum. Rökstudd ástæða þarf að vera fyrir hendiað ætla megi að sá er ofsóknunum veldur, muni fremja afbrot eðaá annan hátt raska friði þess manns sem í hlut á. Í slíku bannifelst að sá sem því sætir má ekki koma á tiltekinn stað eða svæðieða ónáða með einum eða öðrum hætti þann sem verndaður eraf banninu. Við mat á því hvort framangreindum skilyrðum sé full-nægt verður að líta til fyrri hegðunar manns sem krafa beinistgegn og samskipta hans við þann sem vernda á með banninu.Skoða verður öll þau atriði sem veitt geta rökstudda vísbendinguum það sem koma skal eða kann að vera í vændum. Krafan verð-ur að vera studd haldgóðum og áreiðanlegum gögnum. Það er lögreglan sem krefst þess fyrir dómi að maður sæti nálg-unarbanni. Almennt er ekki gert ráð fyrir að slík krafa verði höfðuppi nema eftir beiðni þess sem njóta á verndar. Það er þó ekkiskilyrði og því getur lögregla óbeðin krafist nálgunarbanns ef þaðþykir nauðsynlegt. Synjun lögreglustjóra í þessum efnum er kær-anleg til dómsmálaráðuneytisins innan þriggja mánaða frá því aðaðila máls var tilkynnt um hana.

Vernd vitnaEins og áður hefur komið fram hefur brotaþoli réttarstöðu vitnisvið meðferð máls hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Ef kærði/á-kærði reynir að hafa áhrif á framburð brotaþola hjá lögreglu eðafyrir dómi, með því að hóta honum, eða nánum vandamönnumhans, er mikilvægt að kæra slíkt þegar í stað til lögreglu. Hótanirsem þessar eru refsiverðar hvort sem þær eru hafðar uppi áðuren vitni gefur skýrslu til að hafa áhrif á framburð þess eða íhefndarskyni eftir skýrslugjöf vitnis.Svonefnd handrukkun felur ekki endilega í sér brot gegn vitni enliður í þeirri starfsemi getur vissulega verið að hafa áhrif á vitni.

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 15

Page 14: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Þegar slíku ofbeldi eða hótun um ofbeldi er beitt felst einnig í þvísú þvingun að þolandi og ef til vill aðrir honum nákomnir skýriekki lögreglu frá innheimtuþvingun af þessu tagi. Allar hótanirsem til þess eru fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði eða velferðþess sem þeim er beint að, eða öðrum honum tengdum, erurefsiverðar. Því er mikilvægt að þær séu þegar í stað kærðar tillögreglu. Ef viðkomandi treystir sér hins vegar ekki til að kæraslíkar hótanir er þó brýnt að þær séu tilkynntar til lögreglu þvíslíkar upplýsingar geta reynst lögreglu mikilvægar.

Skaðabætur og innheimta þeirraBótakröfur brotaþola eru einkaréttarkröfur og er meginreglan súað slíkar kröfur gegn tjónvaldi verði menn að reka sjálfir á eiginkostnað. Undantekningu frá þessu er að finna í lögum um með-ferð opinberra mála en samkvæmt þeim má hafa uppi slíkar kröf-ur og dæma í þeim samhliða hinu opinbera máli. Lögregla skalleiðbeina brotaþola um rétt hans vegna þessa. Brotaþoli skal eftirþörfum afla gagna til stuðnings kröfu sinni, enda valdi það ekkiverulegum töfum á rannsókninni. Dómari getur synjað um aðtaka bótakröfu til meðferðar í opinberu máli ef hann telur að þaðmuni valda verulegri töf eða óhagræði í málinu. Auk bóta fyrirbeint tjón og miska sem leitt hefur af verknaði er brotaþola heim-ilt að gera kröfu um að sér verði dæmdur sá kostnaður sem hannhefur haft af því að halda fram kröfu sinni í málinu, svo semvegna gagnaöflunar eða lögmannskostnaðar. Sá sem krefst bótafer sjálfur með forræði kröfu sinnar að því leyti að henni verðurekki breytt án samþykkis hans. Dómari getur eftir atvikum gefiðtjónþola eða umboðsmanni hans kost á að tjá sig um kröfuna ogskýra hana ef slíkt veldur ekki töfum í málinu. Telji dómari þörfsérstaks málflutnings um kröfuna og að ekki sé unnt að látahann fara fram er honum heimilt að vísa kröfunni frá dómi. Brota-þoli á þá þann möguleika að höfða einkamál á hendur tjónvaldieða eftir atvikum beina kröfu til bótanefndar samkvæmt lögumum greiðslu ríkissjóðs til þolenda afbrota.

16 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 16

Page 15: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

17Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Samkvæmt lögum nr. 69/1995 greiðir ríkissjóður bætur vegna lík-amstjóns og miska. Sama gildir um tjón á fatnaði og öðrum per-sónulegum munum, þar á meðal lágum fjárhæðum í reiðufé,sem tjónþoli bar á sér þegar líkamstjóninu var valdið. Úrræðiþetta bætir einungis það tjón sem rakið er til líkamsárásar en ekkitil dæmis tjón vegna eignarspjalla og þjófnaðar. Skilyrði greiðslubóta er að tjónið megi rekja til brots á almennum hegningarlög-um, brotið sé kært án ástæðulauss dráttar til lögreglu og að tjón-þoli hafi gert kröfu um greiðslu skaðabóta úr hendi hins kærða.Heimilt er að greiða bætur þótt ekki sé vitað hver tjónvaldur er,hann sé ósakhæfur eða finnist ekki.

Meginreglan er sú að umsókn um bætur verður að berast tilbótanefndar hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu innan tveggjaára frá því að brot var framið. Unnt er að senda inn umsókn þóað mál sé enn í rannsókn til þess að rjúfa ofangreindan tímafrest,en málið er ekki tekið til afgreiðslu bótanefndar fyrr en endanlegniðurstaða liggur fyrir hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum.Ekki er hægt að koma að kröfu um bætur vegna brots semframið hefur verið fyrir 1. janúar 1993. Umsókninni skal fylgjasundurliðuð og rökstudd bótakrafa auk annarra gagna til stuðn-ings kröfunni. Rétt er að geta þess að bætur vegna einstaksverknaðar eru ekki greiddar nema að höfuðstóll kröfu sé 100.000krónur eða hærri. Samkvæmt lögum nr. 69/1995 er lögreglu skyltað leiðbeina brotaþola um rétt hans til greiðslu bóta skv. lögunum.

Lög um greiðslu ríkissjóðstil þolenda afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 17

Page 16: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Nánar um feril bótakrafna

1. Mál er kært til lögreglu.2. Brotaþoli eða fulltrúi hans kallar eftir gögnum frá lögreglu,

þ.e.a.s. lögregluskýrslum, áverkavottorði ef um er að ræða líkamsárás, og öðrum gögnum.

3. Brotaþoli/lögmaður safna saman gögnum málsins, t.d. rann-sóknargögnum frá lögreglu, kvittunum vegna kostnaðar sembrotaþoli hefur þurft að greiða vegna tjónsins, m.a. kvittunumvegna kostnaðar við slysadeild, skemmda á fatnaði, og stað-festingu frá vinnuveitenda ef brotaþoli var frá vinnu ef um lík-amsárás er að ræða. Einnig kvittun vegna viðgerða og kostn-aðarmat ef um eignatjón er að ræða.

4. Brotaþoli/lögmaður útbýr bótakröfu málsins ásamt dráttarvöxtum,sem byggjast á útlögðum kostnaði, þjáningabótum, miska-bótum ofl.

5. Bótakrafan send lögreglu og birt sakborningi áður en ákæra er gefin út. Ákæruvaldið rekur málið fyrir dómstólum og hefurforræði á málinu en bótakröfunni verður þó ekki breytt ánheimildar tjónþola.

6. Lögmaður brotaþola eða brotaþoli sjálfur sendir bótanefnd um greiðslu á bótum til þolenda afbrota beiðni um greiðslu fráríkissjóði, ef um er að ræða líkamsárás.

7. Beðið eftir dómi héraðsdóms vegna málsins og ákvarðast framhald málsins eftir niðurstöðu hans.

8. Tvær leiðir eru í framhaldinu. Ef dómur fellur um bótafjárhæð sendir brotaþoli eða lögmaður hans dóminn til bótanefndar ogbrotaþoli fær þá eftir atvikum greiðslu úr ríkissjóði. Ef sýknaðer í málinu getur verið unnt að fara í almennt skaðabótamál.

18 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 18

Page 17: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

StígamótStígamót eru óformleg grasrótarsamtök kvenna sem hófu starf-semi sína 8. mars 1990. Starfskonur Stígamóta veita ekki ein-göngu persónulega ráðgjöf í formi viðtala, heldur fer ennfremurfram umfangsmikið ráðgjafarstarf í gegnum síma. Stuðningur ográðgjöf starfskvenna Stígamóta er ekki eingöngu bundinn viðþolendur kynferðisofbeldis. Aðstandendur þolenda, svo sem for-eldrar, makar og vinir geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf áStígamótum óski þeir þess.

BarnahúsBarnahús hóf starfsemi sína 1. nóvember 1998. Barnahús erhannað sérstaklega til að mæta þörfum barna, sem grunur leikurá að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mjög góð aðstaða er íhúsinu bæði fyrir börnin og þá sem þeim fylgja. Í Barnahúsi ersérútbúið viðtalsherbergi til rannsóknaviðtalal eða skýrslutöku.Upphaf mála er oftast að barnaverndarnefnd leitar ráðgjafar hjásérfræðingum Barnahúss vegna gruns um kynferðisbrot gegnbarni. Getur það leitt til þess að máli er vísað í Barnahús strax íupphafi til vinnslu eða að ráðgjöfin leiðir til annarrar úrlausnar hjánefndinni. Verkefnum Barnahúss má skipta í ráðgjöf við upphafmáls, leiðbeiningar við könnun máls, könnunarviðtal eða skýrslu-töku, framkvæmd viðtala, læknisskoðun, greiningu og meðferð.

21Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Ýmis stuðningssamtökutan og innan ríkisstofnanna

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 21

Page 18: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

KvennaathvarfSamtök um kvennaathvarf voru stofnuð 2. júní 1982 af konum úrýmsum kvennahreyfingum og konum sem höfðu kynnst áhrifumheimilisofbeldis í starfi sínu. Kvennaathvarfið er neyðarathvarf ogheimili fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum erþeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns,sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Athvarfið er einnigætlað fyrir konur sem verða fyrir nauðgun. Dvölin í athvarfinu erætluð til skamms tíma. Allt starfsfólk Kvennaathvarfsins er sér-staklega þjálfað í því að hlúa að og taka á móti þeim sem orðiðhafa fyrir ofbeldi. Allar starfskonur athvarfsins eru bundnar þagn-arskyldu sem helst þó að látið sé af störfum. Nafnleynd er viðhöfðum alla þá sem leita eða hringja í athvarfið og aldrei er gefið upphvort kona dvelur í athvarfinu nema hún biðji sérstaklega um það.

Neyðarmóttaka vegna nauðganaNeyðarmóttaka vegna nauðgana var opnuð á slysa- og bráðasviðiLandsspítala- Háskólasjúkrahúss 8. mars 1993. Frá upphafi hefurhún starfað sem þverfaglegt teymi ýmissa starfsstétta sem allarleitast við að sinna brotaþolum sem hafa orðið fyrir kynferðisleguofbeldi. Fer sú vinna fram á forsendum brotaþola. Vitað er að þaðáfall sem getur orðið í kjölfar slíks ofbeldis getur leitt til langvar-andi heilsutjóns bæði andlegs og líkamlegs síðar á ævinni ef ekk-ert er að gert. Það er markmið þjónustunnar að hlúa að og styðjaþá sem til hennar leita, skoða og veita meðferð, safna sakar-gögnum og útbúa skýrslu með stöðluðum hætti sem síðar erhægt að nýta ef brotaþoli ákveður að kæra brotið. Við Neyðar-móttökuna starfar fjöldi lækna, ráðgjafa, sálfræðingar og lög-menn, og fær allt starfsfólkið sérstaka þjálfun í upphafi og síðanreglulega endurmenntun á námstefnum og ráðstefnum. Lög-fræðingar þeir sem starfa hjá Neyðarmóttökunni aðstoða fórnar-lömbin með því að veita þeim lögfræðilega ráðgjöf, annast kröfu-gerð vegna skaðabóta og miskabóta og mæta með þeim fyrirdóm ef þurfa þykir.

22 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 22

Page 19: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Ákærandi

Ákærandi er ríkissaksóknari, lögreglustjórar (sýslumenn), þar ámeðal ríkislögreglustjóri. Það er þeirra að taka afstöðu til þesshvort opinbert mál skuli höfðað á hendur sakborningi með útgáfuákæru eða því lokið með öðrum hætti.

Brotaþoli

Með brotaþola er átt við þann einstakling sem brotið er gegnmeð refsiverðum verknaði. Brotaþoli getur þannig t.d. verið eig-andi bifreiðar sem er skemmd eða maður sem verður fyrir lík-amsárás.

Kæra

Með kæru er átt við tilkynningu til lögreglu um að meintur refsi-verður verknaður hafi verið framinn.

Ákæra

Ákæra er málshöfðun á hendur sakborningi í opinberu máli, út-gefin af handhafa ákæruvalds.

Höfuðstóll kröfu

Með höfuðstól kröfu er átt við samanlagða fjárhæð þess tjónssem brotaþoli hefur orðið fyrir vegna málsins. Tjónið getur m.a.samanstaðið af kostnaði vegna læknisþjónustu, skemmda á fatn-aði eða eignum, varanlegu líkamstjóni, launamissi ef brotaþolihefur verið frá vinnu o.sv.frv.

23Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Orðskýringar

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 23

Page 20: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Lögmælt viðurlög

Hér er átt við þær refsingar sem liggja við afbrotum samkvæmtlögum. Samkvæmt hegningarlögum eru refsingar tvenns konar:fangelsi og fésektir. Svipting ökuréttar og upptaka eigna eru hinsvegar dæmi um refsikennd viðurlög.

Réttargæslumaður

Lögfræðingur sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna brota-þola og veita honum aðstoð í málinu, þar á meðal að setja framskaðabótakröfu.

Sektargerð

Þegar lögreglustjóri gefur sakborningi kost á að ljúka máli meðþví að gangast undir tiltekin viðurlög, t.d. sektargreiðslu.

Viðurlagaákvörðun

Ef ákærði játar brot sitt fyrir dómi er ákæranda heimilt að gefahonum kost á að ljúka máli með því að hann gangist undir sektsem greiðist innan tiltekins tíma ásamt sakarkostnaði. Fallist á-kærði skriflega á slík málalok og dómari telur viðurlög hæfileggetur dómari lokið máli með ákvörðun sinni um þau viðurlög.

24 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 24

Page 21: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

26 Upplýsingar fyrir þolendur afbrota

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

Arnarhvoli150 Reykjavíksími. [email protected]

Ríkissaksóknari

Hverfisgötu 6150 Reykjavíksími. 530-1600

Ríkislögreglustjóri

Skúlagötu 21101 Reykjavíksími. 570-2500www.rls.is

Lögreglustjórinn í Reykjavík

Hverfisgötu 113-115150 ReykjavíkSími 569-9000www.lr.is

Ýmsar gagnlegar upplýsingar veita:

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 26

Page 22: Upplýsingar fyrir þolendur afbrota · Upplýsingar fyrir þolendur afbrota Dóms- og kirkjumálaráðuneytið uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 1

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið

uppl.afbr.2 12.11.2002 20:09 Page 28