7
Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur af nýrum (renes), þvagleiðurum (ureteres) , þvagblöðru (vesica urinaria) og þvagrás (urethra). Hlutverk: Stjórnun á magni og efnainnihaldi líkamsvökva Stjórnun blóðþrýstings via renin-angiotensin. Ýmis efnaskiptahlutverk. Nýru: ren/renes Staðsett í afturvegg kviðarhols, ofnalega, þau liggja retroperitonealt á móts við T- 12-L3. Hægra nýra er aðeins neðar vegna hepar. Tvö neðstu rifbeinin veita ákveðna vernd. Ytri gerð: Nýru fullorðinna mælast a.m.t. 10-12 cm x 5-7,5 cm x 2,5 cm. Íhvolfur hluti nýrna sem snýr medialt nefnist hilus (nýrnahlið) og þar er inn-útgangur nýrnaæða og þvagleiðara. Hilus ureter vesica ( þvagblaðar) - Urethre (þvagleiðari) Nýru eru umlukin capsúlu sem er úr 3 lögum. a) Innst er capsula fibrosa, trefjahýði. b) Miðlag er capsula adiposa, fituhýði c) Yzt er fascia renalis, bandvefshjúpur sem festir nýrun við nærvefi. tengir nýrað út í umhverfi sitt Ef nýrun losna eru þau fest í neðsta rifbeinið.

Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur af nýrum (renes), þvagleiðurum (ureteres) , þvagblöðru (vesica urinaria) og þvagrás (urethra). Hlutverk:

Stjórnun á magni og efnainnihaldi líkamsvökva

Stjórnun blóðþrýstings via renin-angiotensin.

Ýmis efnaskiptahlutverk. Nýru: ren/renes Staðsett í afturvegg kviðarhols, ofnalega, þau liggja retroperitonealt á móts við T-12-L3. Hægra nýra er aðeins neðar vegna hepar. Tvö neðstu rifbeinin veita ákveðna vernd. Ytri gerð: Nýru fullorðinna mælast a.m.t. 10-12 cm x 5-7,5 cm x 2,5 cm. Íhvolfur hluti nýrna sem snýr medialt nefnist hilus (nýrnahlið) og þar er inn-útgangur nýrnaæða og þvagleiðara. Hilus – ureter – vesica ( þvagblaðar) - Urethre (þvagleiðari) Nýru eru umlukin capsúlu sem er úr 3 lögum.

a) Innst er capsula fibrosa, trefjahýði. b) Miðlag er capsula adiposa, fituhýði c) Yzt er fascia renalis, bandvefshjúpur sem festir nýrun við nærvefi. – tengir nýrað út í

umhverfi sitt Ef nýrun losna eru þau fest í neðsta rifbeinið.

Page 2: Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Internal anatomy/innri gerð: Í breiddarskurði (frontal section) skiptist nýrað í cortex (börk) og medulla (merg).

Nýrnamergur: Samanstendur af 10-18 keilulaga hlutum sem nefnast pyramides renales eða nýrnastrýtur. Strýtugrunnur (basis) snýr út að cortex en nýrnatotur (papilla) snúa inn að nýrnaskjóðu.

Nýrnabörkur: Nær frá nýrnahýði að strýtugrunni og nær einnig inn á svæðið milli strýtnanna. Skiptist þannig í ytra barksvæði og innra mergsvæði eða nýrnastuðla sem ná inn á milli strýtnanna.

nýrnablað, renal lobe, nær yfir nýrnastrýtu og þann hluta af cortex sem liggur utan við strýtugrunn. Inniheldur cortical svæði utan við strýtuna og renal colar, þ.e. helminginn af renal columar. Í renal sinus, þar liggja æðarnar inn Saman mynda cortex og medulla s.k. parenchyma eða starfsvef nýrna. Í starfsvef hvors nýra eru ca. 1 milljón nefróna sem eru starfseiningar nýrna. Þvag myndast í nefrónum og rennur út í s.k. totugöng (papillary canals). Þaðan liggur leiðin í nýrnabikara (calyces), síðan í nýrnaskjóðu (pelvis renalis) og að lokum gegnum þvagleiðara (ureteres) til þvagblöðru (vesica urinariae). Æðakerfi nýrna: Nýru fá ca. 25-30% af útfalli hjarta í hvíld eða u.þ.b. 1200 ml/mín. Æðakerfi nýrna er flókið og marggreint. Mynd 26.4 Renal artery (nýrnaslagæð) greinist í 5 segmental arteries (geiraslagæðar) en hvort nýra skiptist í 5 geira sem svara til svæða sem þessar slagæðar liggja um. 1 segment er sá hluti nýrans sem 1 geiraslagæð sér um Hver geiraslagæð greinist í nokkrar interlobar arteries (milliblaðaslagæðar) sem liggja um nýrnastuðla milli nýrnablaða. Við strýtugrunn bugðast þessar æðar milli cortex og medulla og nefnast þá arcuate arteries (bogaslagæðar). Greinar frá bogaslagæðum heita interlobular arteries (millibleðlaslagæðar) og hríslast um nýrnabörk milli nýrnableðla og frá þeim koma síðan afferent arterioles (aðfærsluslagæðlingar) sem liggja til nefróna. Venur heita það sama og slagæðarnar og fylgja þeim í réttri, en öfugri röð,út. Renal pyramids, hefur

apex efst og basis neðst

Page 3: Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Nephrone Til hvers nefróns liggur einn aðfærsluslagæðlingur sem myndar glomerulus (háræðahnoðri) í B. capsule (hnoðrahýði). Háræðarnar sameinast aftur í efferent arteriole (fráfærsluslagæðling) sem tekur við blóði úr æðahnoðra Fráfærsluslagæðlingur greinist síðan annars vegar í háræðanet umhverfis nýrnapíplur í cortex (peritubular network) og hins vegar í langar lykkjulaga æðar sem fylgja nýrnapíplum inn í nýrnamerg og heita þær vasa recta eða beinir slagæðlingar. Háræðanet umhverfis nýrnapíplur tæmir sig að lokum í bláæðlinga sem liggja til millibleðlabláæða, bogabláæða, milliblaðabláæða, geirabláæða og að lokum til nýrnabláæðar sem eru samsvarandi við áðurnefndar slagæðar nýrans. Nýru eru ítauguð frá renal plexus sem tilheyrir sympatíska hluta ANS. Taugar fylgja slagæðum og greinum þeirra og hafa vasomotorisk áhrif og stjórna blóðflæði til nýrna.

Page 4: Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Gerð nefróna: Nefrón eru starfseiningar nýrna og þar fer fram síun, velli og uppsog sem leiðir til þvagmyndunar. Ath! Tvær tegundir nephrona; juxtamedullary og cortical nephrone Hvert nefrón er gert úr renal corpuscle (nýrnahnoðri) og renal tubules (nýrnapíplur). Sérhver nýrnahnoðri er myndaður úr glomerulus (æðahnoðri) og glomerular capsule (hnoðrahýði). Blóð kemur inn í æðahnoðra eftir aðfærsluslagæðling en yfirgefur æðahnoðran eftir fráfærsluslagæðling. Í nýrnahnoðra fer fram síun (filtration) blóðs og vökvi og uppleyst efni síast inn í hýðisrýmið (capsular space). Blóðkorn og stórar próteinsameindir komast þó ekki í gegn. Úr hýðisrými fer filtratið inn í nýrnapíplur en þær eru í réttri röð: Nærbugapíplur (PCT), beinupíplur (Loop of Henle) og fjærbugapíplur (DCT). Nýrnahnoðri og báðar bugapíplurnar eru í cortex en beinupíplur lykkjast niður í medulla og aftur upp í cortex. Fjærbugapíplur nokkurra nefróna tæma sig í eina safnrás (collecting duct), en hver safnrás ásamt þeim nefrónum sem tæma sig í hana nefnist renal lobule (nýrnableðill). Safnrásir sameinast og tæma sig í papillary ducts (totuganga) sem tæma sig í renal calyces (nýrnabikarar) sem tæmast í renal pelvis (nýrnaskjóða) og að lokum í ureteres (þvagleiðara) til þvagblöðru. Greint er milli tveggja gerða af nefrónum eftir legu og lengd beinupípla. Cortical nephrons (barkarnefrón) eru um 85% allra nefróna. Beinupípla þeirra lykkjast aðeins niður í efstu lög nýrnemergs. Æðahnoðrar þeirra liggja nálægt yfirborði barkar. Juxtramedullary nephrons (nærmergsnefrón) eru um 15% nefróna og beinupíplur þeirra lykkjast djúpt niður í nýrnamerg. Æðahnoðri þeirra liggur nálægt mörkum barkar og mergs. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að stjórna remmu þvags.

Vasa recta er í juxtamedullary nephrons, sem eru 20% af öllum nephronum

Page 5: Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Frumugerðir og himnur í nefrónum: Æðahnoðrar (glomerulus) og æðahnoðrahýði (glomerular capsule) = renal corpuslce Innra lag hýðis (visceral layer) og æðaþel háræða mynda himnu (endothel-capsular membrane) þar sem síun (filtration) fer fram í gegnum 3 lög þessarar himnu. 1) Endothel háræðar er einlaga flöguþekja með stórum glufum milli frumanna. Allt innihald

blóðs nema blóðkorn komast þar í gegn. 2) Grunnhimna æðahnoðra er á milli æðaþels og innra lags hýðis. Er úr trefjum og

glycopróteinum og hindrar síun stórra próteina. 3) Himna milli fótunga (slit membrane) hindrar síun meðalstórra próteina. Allar þekjur, allveg niður í collecting duct, eru einlaga flöguþekur. Það sem fer í gegn eru ýmsar amínósýrur, natríum, kalíum, H2O, urea, glúkósi amínósýrur og glúkósi svo tekið upp aftur (reobseption). Prótein (amíósýrur) eiga ekki að fara út úr líkamanum og ekki heldur sykur (glucosi) en við sjúklegar aðstæður gerist það samt. Sérhæfðar frumugerðir eru einnig í nýrnapíplum og JGA líffæri sem tekur þátt í stjórnun blóðþrýstings.

1 FILTRATION: Water, nutrients, andwastes are filtered from glomerularcapillaries into Bowman’s capsuleof the nephron.

2 TUBULAR REABSORPTION: Inthe proximal tubule, most waterand nutrients are reabsorbedinto the blood.

direction of blood flow

3 TUBULAR SECRETION:In the distal tubule, additional wastes are actively secreted into the tubule from the blood.

4 CONCENTRATION: In the collecting duct, additional water may leave the blood, creating urine that is more concentrated than the blood.

Page 6: Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Þvagleiðarar: Eru framlengingar af nýrnaskjóðu. Eru ca. 25-30 cm að lengd og enda í þvagblöðru aftantil. Þvermál þeirra er breytilegt og þeir liggja retroperitonealt. Við tengsl þvagleiðara við blöðru eru starfrænir hringvöðvar sem hindra bakflæði þvags uppávið. Þvagleiðarar eru klæddir trasitional þekju að innan sem stendur á eiginvef úr lausofnum bandvef með collagen og elastiskum trefjum. Þekjan þolir vel þenslu og seytir frá sér slími til verndar. Miðhjúpurinn er tvöfalt lag af vöðvavef sem framkvæmir bylgjuhreyfingu sem ásamt þyngdarafli og vökvaþrýstingi flytur þvag frá nýrnaskjóðu til þvagblöðru. Yzta lagið, adventitia, er lausofinn bandvefur sem tengir þvagleiðara við umhverfi sitt. Transitional epithel Þvagblaðra: Holt líffæri sem liggur retroperitonealt í grindarholi aftan við sambryskjuna. Í körlum er hún beint framan við endaþarm en í konum er hún framan við leggöng og neðan við legið. Lögun er breytileg eftir þvagmagni. Í blöðrubotni er þríhyrnt svæði (trigone) og aftast á því svæði opnast þvagleiðarar inn í blöðruna. Fremst á þessu svæði er innra þvagrásarop (internal urethral orifice). Innsta lag blöðru er klætt transitional þekjuvef sem stendur á eiginvef úr bandvef. Miðlagið er gert úr 3 lögum af sléttum vöðva (detrusor) og við op þvagrásar myndar vöðvalagið hringvöðva, internal urethral sphinchter. Neðan við þann hringvöðva er annar hringvöðvi úr þverrákuðum vöðvavef, external urethral sphinchter. Yzta lagið, adventitia, er lausofinn bandvefur en þó er efsti hluti blöðru þakinn serosa. Blaðran geymir þvag milli þvagláta (micturition) og getur rúmað allt að 800 ml. Þvaglát er samspil ósjálfráðra viðbragða og meðvitaðra aðgerða.

Page 7: Þvagfærakerfið the urinary system - 26. Kafli. · Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd. Þvagfærakerfið – the urinary system - 26. Kafli. Þvagkerfi (organa urinaria) samanstendur

Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd.

Þvagrás: Stutt rör sem nær frá innra opi í blöðrubotni. Í konum liggur þvagrásin beint aftan við sambryskjuna og er ofin inn í fremri vegg legganga. Lengd ca. 4 cm. Þvagrásaropið, external urethral orifice, er staðsett milli sníps og leggangaops. Í körlum er rásin talsvert lengri eða 16-18 cm. og liggur í gegnum blöðruhálskirtil og getnaðarlim. Slímhúð þvagrásar er breytileg og byrjar efst með transitional þekju. Miðhluti þvagrásar er klæddur stuðlaþekju en síðasti hlutinn er klæddur marglaga flöguþekju án hornlags. Inn í þvagrás karla opnast einnig rásir nokkurra kirtla ásamt sæðisleiðurum. Urogenital diaphragma – vöðvi sem lokar grindarholinu að neðan. Í gegnum þetta þarf að fara leggöng, endaþarmur og þvagrásin