32
VELKOMIN Í HR

VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

VELKOMIN Í HR

Page 2: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

2

Kveðja frá rektor ................................................ 3

Af hverju HR? ..................................................... 4

Námið og lífið í HR ............................................. 6

Margar leiðir til að læra ................................... 8

Námsbrautir:

– Lögfræði ........................................................ 10

– Viðskiptafræði .............................................. 12

– Hagfræði ....................................................... 14

– Sálfræði ........................................................ 16

– Tölvunarfræði .............................................. 18

– Hugbúnaðarverkfræði ................................ 20

– Tölvunarstærðfræði .................................... 21

– Verkfræði ...................................................... 22

– Tæknifræði ................................................... 24

– Íþróttafræði .................................................. 26

– Frumgreinanám ........................................... 28

Félagslíf .............................................................. 30

Skólagjöld og styrkir ........................................ 31

Hvernig sæki ég um? ...................................... 31

Efnisyfirlit

Háskólinn í Reykjavík | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | 599 6200 | [email protected] | hr.is

@haskolinnireykjavik @haskolinn #haskolinnrvk @haskolinn

Page 3: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Kveðja frá rektorHáskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi gefur forskot í samkeppni um störf og leggur grunninn að tækifærum til framtíðar.

Háskólinn í Reykjavík er háskóli atvinnulífsins; framsækinn, alþjóðlegur háskóli sem leggur kapp á að nemendur fái þekkingu, reynslu og færni sem undirbýr þá sem best fyrir lífið að loknu námi. Þetta gerir HR með vandaðri kennslu í nánu samstarfi við atvinnulífið.

Að loknu námi hafa nemendur HR sterkan þekkingargrunn, færni til að beita þekkingu í raunverulegum verkefnum og reynslu af starfsháttum fyrirtækja og stofnana. Þetta skapar útskrifuðum HR-ingum ótvírætt samkeppnisforskot sem meðal annars birtist í því að 80-90% þeirra sem útskrifast frá HR og ætla á vinnumarkað að loknu námi hafa þegar fengið atvinnu við útskrift.

Heimurinn breytist hratt og það skiptir miklu máli að hafa styrka stöðu á vinnumarkaði í alþjóðlegri samkeppni. Því vona ég að næstu skref þín á menntaveginum leiði þig í HR.

Dr. Ari Kristinn Jónsson Rektor Háskólans í Reykjavík

Page 4: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

4

Af hverju HR?Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Námsmat er fjölbreytt og nemendur vinna mikið í hópum að verkefnum, jafnvel þvert á ólíkar faggreinar. HR er framsækinn háskóli sem hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Kennsluhættir við HR eru í sífelldri þróun og leitast er við að nota fjölbreyttar aðferðir. Nemendafjöldi er takmarkaður sem gefur tækifæri til persónulegrar nálgunar og aukins sveigjanleika í kennslu.

HR er alþjóðlegur rannsóknarháskóli HR er alþjóðlegur háskóli í víðum skilningi; nemendur eru hvattir til að fara í skiptinám, margir erlendir kennarar eru í starfsliði HR og hluti kennslu fer fram á ensku.

En í háskóla er ekki eingöngu stunduð kennsla, þar verður jafnframt til ný þekking. Í rannsóknastarfi ber HR sig saman við erlenda háskóla og hefur náð góðum árangri enda starfa fræðimenn eftir skýrri rannsóknastefnu og birta samkvæmt henni niðurstöður sínar í alþjóðlegum, ritrýndum tímaritum.

Alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir skipta miklu máli því þær eru gæðastimpill á háskólastarfið.

Námsbrautir innan HR hafa hlotið alþjóðlega gæðavottun (BSc-nám í viðskiptafræði, tölvunarfræði og tölvunarstærðfræði, MSc-nám í tölvunarfræði, MBA-nám og MPM-nám).

Þjónusta við nemendurNámið í Háskólanum í Reykjavík er krefjandi en að sama skapi er leitast við að veita nemendum þjónustu sem auðveldar eðlilega framvindu náms. Kennarar eru í miklum samskiptum við nemendur og húsnæðið býður upp á afar góða aðstöðu til lesturs, hópavinnu og verklegra æfinga.

Í HR er öflug náms- og starfsráðgjöf. Ráðgjafar eru m.a. með opna viðtalstíma og skipuleggja námskeið og fyrirlestra yfir skólaárið til að greiða úr ýmsum atriðum sem geta hvílt á nemendum. Þeim gefst jafnframt kostur á að sækja vinnusmiðjur um atvinnuleit og fá ráðgjöf varðandi ferilskrá, kynningarbréf o.fl. Náms- og starfsráðgjöf veitir einnig aðstoð ef nemandi þarf sérúrræði í námi.

Hjá bókasafni HR er í boði öll almenn bókasafns- og upplýsinga-þjónusta eins og útlán, upplýsingaleit og millisafnalán. Jafnframt geta nemendur leitað aðstoðar varðandi heimildaleit, skráningu og fleira.

Page 5: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Hvað langar þig að gera?Það er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að því að velja sér háskólanám við hæfi. Þú ert ekki bara að velja nám, þú ert að velja þér farveg sem á sinn þátt í að skapa þér framtíð.

Námsval er flókið ferli sem gott er að taka í þremur skrefum:

1. Öðlast skýran skilning á sjálfum sér, áhuga, hæfni og metnaði.

2. Afla þekkingar á kröfum viðkomandi náms og á því hvaða störf standa til boða að því loknu.

3. Meta þessar upplýsingar í ljósi eigin persónueinkenna og starfsumhverfisins.

Þér er velkomið að leita til náms- og starfsráðgjafar HR. Þar eru meðal annars veittar upplýsingar um nám við HR og einstaklingar aðstoðaðir við að átta sig á áhuga sínum og styrkleikum. Þar er einnig hægt að taka áhugasviðspróf gegn vægu próftökugjaldi.

Náms- og starfsráðgjöf HR býður upp á opna viðtalstíma alla virka daga, nema föstudaga, frá kl. 13:30 til 15:30. Einnig er hægt að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Vonandi hjálpar þessi bæklingur til við ákvörðunartökuna. Í honum er yfirlit yfir allar námsbrautir í grunnnámi við HR, auk þess sem bent er á leiðir í meistaranámi.

Við aðstoðum þig við að taka upplýsta ákvörðun

Page 6: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

6

Námið og lífið í HRGrunnur og sérhæfingHáskólanámið hefst með grunnnámi sem tekur yfirleitt þrjú ár.

Að því loknu öðlast nemendur aukna sérhæfingu með meistaranámi sem tekur að öllu jöfnu tvö ár. Í heildina er háskólanámið því oftast fimm ár, þó undantekningar séu á þeirri reglu.

Dæmi um grunnnám og sérhæfingu: – BSc í viðskiptafræði – MSc í markaðsfræði

– BSc í tölvunarstærðfræði – MSc í tölvunarfræði

– BSc í rafmagnstæknifræði – MSc í rafmagnsverkfræði

– BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein – ML í lögfræði

Ef nemanda vantar nauðsynlegan undirbúning til að klára stúdentspróf eða þarf að bæta við sig einingum í raungreinum getur viðkomandi hafið háskólaferil sinn í frumgreinanámi HR.

Flestar námsbrautir eru kenndar í staðarnámi.

Skiptinám

Nemendur geta í flestum tilvikum tekið eina eða tvær annir við erlenda samstarfsskóla HR og fengið þær metnar sem hluta af náminu. Skólarnir sem standa nemendum til boða eru í öllum heimsálfum. Reglur um skiptinám og námsmat eru mismunandi eftir deildum og veitir hver þeirra allar nánari upplýsingar.

Hægt er að sjá mögulega áfangastaði á hr.is/samstarfsskolar.

Page 7: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Starfsnám

Samspil námsins í HR við atvinnulífið er einn þeirra þátta sem skapar því sérstöðu. Nemendur HR vinna raunhæf verkefni, oft í samstarfi við fyrirtæki, og fá þannig einstakan undirbúning fyrir áskoranir að námi loknu og öðlast um leið forskot á vinnumarkaði.

Nemendur hafa til dæmis unnið vöruþróunarverkefni í nýsköpunarfyrirtækjum og hönnunarverkefni hjá verkfræðistofum, samið gæðahandbók fyrir framleiðslufyrirtæki, fundið aðferð til að lesa upplýsingar rafrænt úr ársskýrslum, þróað tölvuleiki, gert markaðsrannsóknir, starfað við Héraðsdóm Reykjavíkur og unnið stefnumótunarverkefni fyrir hótel.

ViðskiptafræðiFyrirtæki og stofnanir sem tekið hafa við nemendum í starfsnám eru t.d. Deloitte, Landspítalinn, VERT, Ölgerðin, NOVA, Virðing, VÍS Fjármálaeftirlitið, Vífilfell, Icelandair Group, PwC, KPMG, Síminn og Vodafone.

LögfræðiMeistaranemum stendur til boða að stunda starfsnám hjá stofnunum, fyrirtækjum og lögmannsstofum.

SálfræðiÍ sálfræði geta nemendur stundað vettvangsnám sem fer fram á fjölbreyttum sviðum innan fyrirtækja og stofnana, til dæmis á heilbrigðisstofnunum, meðferðarheimilum, hjá ráðgjafarfyrirtækjum, auglýsingastofum, grunnskólum og leikskólum.

TölvunarfræðideildNemendur geta sótt um að fara í starfsnám til hinnar virtu Fraunhofer-rannsóknastofnunar, í Maryland í Bandaríkjunum eða í München í Þýskalandi. Við Fraunhofer eru stundaðar öflugar rannsóknir í nánu samstarfi við ýmsar stofnanir og fá nemendur að taka þátt í þeirri vinnu. Nemendur geta jafnframt sótt um starfsnám innanlands hjá CCP Games.

ÍþróttafræðiÁ öðru ári gefst nemendum í íþróttafræði tækifæri til að vinna í þrjár vikur á vettvangi. Þar beita þeir þekkingunni sem þeir hafa aflað sér frá upphafi námsins og fá handleiðslu frá íþróttafræðingum sem starfa á mismunandi stöðum í samfélaginu. Dæmi um verknámsstaði eru: Reykjalundur, geðsvið Landspítalans, KSÍ, HSÍ, grunnskólar, hreyfileikskólar, Mörkin, Breiðablik, Valur, ÍSÍ, Sparta og Heilsuborg.

Tækni- og verkfræðiTækni- og verkfræðideild er með samninga við rúmlega 30 fyrirtæki og stofnanir um starfsnám. Nemendum býðst að taka starfsnám í stað valnámskeiðs. Stærri verkefni, s.s. lokaverkefni í tæknifræði og iðnfræði og meistaraverkefni í verkfræði eru oft unnin í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir.

Page 8: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

8

Frumkvöðlar framtíðarinnarÍ námi við HR er lögð rík áhersla á að nemendur kynnist nýsköpun og frum-kvöðla starfsemi. Á fyrsta ári ljúka nemendur námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, sem skipulagt er af viðskiptadeild, þar sem þeir vinna að eigin viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun í samvinnu við nemendur úr öðrum deildum. Á námskeiðinu kynna nemendur verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum. Nemendur þurfa jafnframt að gera frumeintak af vöru ef það á við og sýna fram á að hugmyndin geti skilað hagnaði.

Mótshaldarar og keppendurÍ námskeiðinu Frjálsar íþróttir og viðburðarstjórnun fá nemendur í íþróttafræði tækifæri til þess að halda og taka þátt í frjálsíþróttamóti. Nemendur skipta með sér verkefnum í undirbúningi fyrir mótið en meðal annars er mikilvægt að hafa góðan tímaseðil, að keppnisstaður sé tilbúinn áður en mótið hefst með tilheyrandi áhöldum, að það sé góður dómari í hverri grein, góður ræsir fyrir hlaupagreinarnar, skemmtilegur þulur til að halda uppi fjörinu og ábyrgir aðstoðarmenn við hverja keppnisgrein.

Margar leiðir til að læraÍ HR eru námsbrautir og kennsluaðferðir í stöðugri endurskoðun. Nemendur taka virkan þátt í náminu, eru þjálfaðir í gagnrýnni hugsun og rækta sköpunargáfuna í fjölbreyttum verkefnum. Í HR eru kennarar óhræddir við að brjóta upp kennsluna og nemendur eru hvattir til að láta til sín taka í innlendum og alþjóðlegum keppnum.

Page 9: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

HamfaradagarÁ fyrsta námsári í verkfræði, tæknifræði og íþróttafræði standa nemendur frammi fyrir raunhæfu verkefni sem þarf að takast á við og skoða frá mörgum hliðum. Viðfangsefni nemenda hafa verið að hanna nýjan þjóðarleikvang, koma með nýstárlegar hugmyndir að brú yfir Fossvoginn, bregðast við eldgosi í nágrenni Reykjavíkur, undirbúa Eurovision-keppnina á Íslandi og gera aðgerðaráætlun vegna bólusóttarfaraldurs. Nemendur vinna í hópum við að útfæra lausnir og leysa þau fjölmörgu vandamál sem upp gætu komið varðandi t.d. tæknimál og skipulagningu. Þeir kynna svo niðurstöður sínar fyrir leiðbeinendum og öðrum nemendum.

Námsferð í Columbia-háskóla í New York Á þriðja ári í grunnámi í sálfræði fá nemendur tækifæri til að velja námskeið þar sem ný og spennandi viðfangsefni sálfræðinnar eru kynnt af erlendum gestakennurum. Í lok námskeiðsins fara nemendur í námsferð til New York og heimsækja Columbia-háskóla þar sem þeir fræðast um sögu háskólans, fá innsýn í ný rannsóknarviðfangsefni og kynningu á möguleikum til framhaldsnáms í Bandaríkjunum.

Læra með því að keppaNemendur í tölvunarfræði, tölvunar stærðfræði og hugbúnaðar verkfræði geta tekið þátt í margs konar viðburðum og keppnum. Þar á meðal eru Forritunarkeppni HR, Hakkarakeppni HR, Hugmyndasamkeppni HR og alþjóðlegar forritunarkeppnir, en lið frá HR hafa náð frábærum árangri í slíkum keppnum. Nemendur geta valið að taka þátt í skipulagningu Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin er í HR á hverju ári.

Verkefnatengt laganámÁ vorönn á öðru ári ljúka nemendur lagadeildar málflutningsnámskeiði sem miðar að því að þjálfa nemendur í ræðumennsku og málflutningi. Nemendur fá einnig æfingu í málflutningi með sviðsetningu raunverulegra viðfangsefna og eru vel undirbúnir fyrir lögmannsstörf að námi loknu. Í HR er fullbúinn dómsalur sem notaður er til þjálfunar í málflutningi.

Page 10: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

10

LögfræðiÍ lagadeild HR er lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem undirbýr nemendur vel fyrir störf að námi loknu. Kennarar hvetja til umræðu og þjálfa nemendur með því að láta þá fást við raunhæf verkefni í tímum sem líkja má við dæmatíma í öðrum fögum.

Grunnnámsbrautir eru tvær: BA í lögfræði og BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Með því að ljúka BA-gráðu í lögfræði með aukagrein hefur nemandinn aflað sér fullnægjandi grunnþekkingar í lögfræði til að halda áfram í meistaranámi en hefur jafnframt haldgóða þekkingu sem í ákveðnum tilvikum fullnægir skilyrðum fyrir meistaranámi í viðskiptafræði.

Ef lokið er lögfræði með aukagrein getur nemandi bætt við sig einu ári í viðskiptafræði og útskrifast að því loknu með tvær námsgráður: BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein og BSc-gráðu í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein.

Er lögfræði fyrir þig?– Ertu góður greinandi? Viltu geta greint lögfræðileg álitaefni?

– Viltu fá yfirgripsmikla þekkingu á helstu sviðum lögfræðinnar?

– Hefur þú áhuga á siðferðilegum álitamálum?

– Viltu tileinka þér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð?

– Viltu auka víðsýni þína og frumleika í hugsun?

– Hefur þú áhuga á að starfa sem lögfræðingur á alþjóðavettvangi?

„Í laganáminu við HR er fjölbreytt nálgun á námsefnið og góð tenging við atvinnulífið. Í nánast öllum áföngum sem við höfum tekið hafa verið lögð fyrir okkur raunhæf verkefni. Á öðru ári gerðum við sameiginlegt verkefni í einkamálaréttarfari og skaðabótarétti. Þar fengum við fimm daga til þess að útbúa stefnu í skaðabótamáli sem átti að standast allar kröfur réttarfarslaga. Það var mjög krefjandi verkefni en á sama tíma alveg ótrúlega lærdómsríkt. Raunhæfu verkefnin hafa hjálpað mér mikið við að ná tökum á efninu og læra að beita þekkingunni. Sú aðferðafræði sem ég hef lært hefur hjálpað mér mikið eftir að ég kom út á vinnumarkaðinn.“

Diljá RagnarsdóttirNemi í lögfræði

Page 11: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Lögf

ræði

Nánar á hr.is/ld

BA

ML

3 ár

2 ár

180

120

Gráða:

Gráða:

Lengd náms:

Lengd náms:

Fjöldi eininga:

Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Nei

Fjarnám mögulegt: Nei

Brautir:

– Lögfræði

– Lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Nei

Brautir:

– Lögfræði

Grunnnám

Meistaranám

Lögf

ræði

Af hverju lögfræði við HR?– Námið er verkefnatengt og nemendur fá markvissa þjálfun

– Fjölbreytt námsmat og vönduð endurgjöf til nemenda í stað 100% lokaprófa

– Áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir

– Takmarkaður nemendafjöldi

– Nemendur hafa til afnota fullbúinn dómsal til æfinga í málflutningi

Dæmi um námskeiðFjármunaréttur, stjórnskipunarréttur, Evrópuréttur, samkeppnisréttur, hugverkaréttur, þjóðaréttur, sakamálaréttarfar, refsiréttur, raunhæf verkefni.

Lengd náms Að öllu jöfnu tekur fimm ár að ljúka grunn- og meistaranámi í lögfræði. Þeir sem ljúka meistaranámi við deildina að undangengnu grunnnámi í lögfræði og a.m.k. 240 ECTS í lögfræðigreinum teljast hafa lokið fullnaðarprófi í lögfræði. Þannig uppfylla þeir almenn menntunarskilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda.

Að námi loknuStörf lögfræðinga eru mjög fjölbreytt og þeir starfa á flestum sviðum atvinnulífsins, bæði hjá einkafyrirtækjum og hinu opinbera. Sem dæmi um starfsvettfang má nefna: lögmannsstofur, dómstóla, stjórnsýslu þ.á m. ráðuneyti, embætti ríkislögreglustjóra, tollstjóra og skattstjóra, fjármálafyrirtæki, þjónustufyrirtæki, útflutningsfyrirtæki, Alþingi, alþjóðastofnanir og margt fleira.

Page 12: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

12

ViðskiptafræðiÍ starfi viðskiptadeildar er lögð áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn, takmarkaðan nemendafjölda og góða þjónustu. Unnið er að því að efla frumkvæði nemenda ásamt því að veita þeim sterkan fræðilegan grunn.

Grunnnám í viðskiptafræði skapar trausta undirstöðu í lykilþáttum viðskipta.

Grunnnámsbrautir eru þrjár: BSc í viðskiptafræði, BSc í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein og BSc í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein.

Námið er með EPAS-vottun sem byggir á alþjóðlegum samanburði og tekur til fjölmargra þátta er varða gæði náms.

Raunhæf verkefni í samstarfi við atvinnulífið veita nemendum HR samkeppnis-forskot á vinnumarkaði. Nemendur leysa verkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir undir leiðsögn kennara og stjórnenda.

Viðskiptadeild hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles for Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda.

Er viðskiptafræði fyrir þig?– Hefur þú áhuga á rekstri fyrirtækja og stofnana, stefnumótun, markaðsfræði,

stjórnun og fjármálum?

– Langar þig að greina og vinna með tölulegar upplýsingar?

– Myndir þú vilja stofna fyrirtæki og skapa störf?

– Langar þig að takast á við fjölbreytt verkefni?

– Vilt þú halda starfsmöguleikum þínum í framtíðinni opnum?

„Á fyrstu önninni var stærsta þrekraunin að glíma við hópverkefni í þjóðhagfræði. Það verkefni var mjög áhugavert þar sem við þurftum að rýna í skýrslur frá því fyrir hrun, gögn frá Hagstofunni og aðrar hagtölur. Ég hafði mjög gaman af því verkefni þar sem við þurftum að tengja námsefnið við raunheiminn og það var hagnýt og góð reynsla.

Mér líður vel í skólanum, aðstaðan er til fyrirmyndar og það er alltaf hægt að finna sér stað til þess að setjast niður og læra. Kennararnir eru alltaf tilbúnir að hjálpa og sama má segja um samnemendur. Það að vera í hálfgerðu bekkjarkerfi gerir það að verkum að nemendur ná mjög vel saman og mér finnst ótrúlegt hvað ég hef náð að kynnast mikið af góðu fólki á svona stuttum tíma, fólki sem ég þekkti jafnvel ekkert áður en ég hóf nám við HR.“

Guðmundur Oddur EiríkssonNemi í viðskiptafræði

Page 13: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Viðs

kipt

afræ

ði

Af hverju viðskiptafræði við HR?– Alþjóðlega gæðavottað nám

– Markviss þjálfun: Áhersla á hagnýta verkefnavinnu og starfsnám

– Sterk tengsl við atvinnulífið

– Kennarar með fræðilega þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu

– Nemendur á þriðja ári geta sótt um að fara í starfsnám hjá fyrirtæki eða stofnun

Dæmi um námskeiðReikningshald, neytendahegðun og markaðssamskipti, nýsköpun og stofnun fyrirtækja, hagnýt tölfræði, alþjóðaviðskipti, stefnumótun, viðskiptasiðfræði, mannauðsstjórnun, rekstrarhagfræði.

Lengd náms Grunnnám í viðskiptafræði er þrjú ár og að því loknu er hægt að leggja stund á tveggja ára meistaranám til sérhæfingar.

Að námi loknuViðskiptafræði er fjölbreytt og þverfagleg grein og því starfa viðskiptafræðingar á flestum sviðum atvinnulífsins. Viðskiptafræðingar starfa t.d. við rekstur fyrirtækja og stofnana, fjármál, stjórnun og stefnumótun, markaðsmál, reikningshald og endurskoðun, mannauðsstjórnun eða stofna sitt eigið fyrirtæki.

Nánar á hr.is/vd

MSc 1 1/2 - 2 ár 90 - 120Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

og aðrar gráður á meistarastigi

Brautir:

– Viðskiptafræði

– Markaðsfræði

– Upplýsingastjórnun

– Reikningshald og endurskoðun

– Fjármál fyrirtækja

– Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði

– MBA

BSc 3 ár 180Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Nei

Brautir:

– Viðskiptafræði

– Viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein

– Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein

Einnig er hægt að stunda 84 eininga, þriggja anna diplómanám í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum eða í fjarnámi.

Grunnnám

Meistaranám

Page 14: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

14

HagfræðiÍ kennslu í hagfræði er lagt upp með að nemendur öðlist innsæi og skilning á lögmálum efnahagslífsins. Markvisst er unnið að því að nemendur byggi upp þekkingu á helstu hagfræðihugtökum og að þeir öðlist leikni í að beita þeim. Allt miðar að því að nemandinn búi yfir hæfni til að nýta fræðigreinina við lausn margs konar hagrænna viðfangsefna í starfi og til frekara náms.

Kennslan byggir meðal annars á samspili fræðilegra og hagnýtra verkefna. Byggt er á þeirri sterku hefð HR að þjálfa nemendur í að vinna í hópum, efla samskiptahæfni og þátttöku í þverfaglegu samstarfi. Í náminu öllu er umtalsverð tenging við viðskiptafræði sem eykur þverfagleika og fjölbreytni námsins.

Námsleiðir eru tvær: BSc í hagfræði og fjármálum og BSc í hagfræði og stjórnun.

Er hagfræði fyrir þig?– Finnst þér áhugavert að fylgjast með efnahagslífinu?

– Vilt þú skilja hugsun og hegðun fyrirtækja og heimila?

– Myndir þú vilja fá þjálfun í beitingu aðferða hagfræði og góða innsýn í viðskiptafræði?

– Langar þig að fá reynslu af því að beita kenningum og fræðum á hagnýt verkefni?

„Nám í hagfræði býður upp á tengingu við aðrar námsgreinar og góða atvinnumöguleika að námi loknu. Ég vissi í rauninni ekki hvað ég var að fara út í en hafði heyrt frábæra hluti um HR og var með nokkuð miklar væntingar en samt hefði ég ekki getað gert mér í hugarlund hvað maður er að fá mikið fyrir skólagjöldin. Kennararnir eru góðir og áhugasamir um velgengni nemenda og allt utanumhald er gríðarlega gott. Deildirnar eru ekki mjög stórar og því er auðvelt að kynnast fólki auk þess sem frábært félagslíf hjálpar til. Ég hlakka alltaf til að mæta í skólann.“

Sigrún Vala HauksdóttirNemi í hagfræði og fjármálum

Page 15: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Hagf

ræði

Nánar á hr.is/vd

BSc 3 ár 180Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Nei

Brautir:

– Hagfræði og fjármál

– Hagfræði og stjórnun

GrunnnámAf hverju hagfræði við HR?– HR hefur á að skipa einvalaliði sérfræðinga

á sínum fagsviðum

– Námið byggir á alþjóðlegum viðmiðum

– Leitast er við að tengja saman hagnýtt og fræðilegt nám

– Námið er þverfaglegt og fjölbreytt og tvinnar saman hagfræði og viðskiptafræði

– Námið er í sterkum tengslum við atvinnulífið

Dæmi um námskeiðÞjóðhagfræði, rekstrarhagfræði, alþjóðahagfræði, eignastýring, hagnýt leikjafræði, viðskiptasiðfræði, rekstrargreining, fjármálamarkaðir.

Lengd námsGrunnnám í hagfræði er þrjú ár og að því loknu er hægt að leggja stund á meistaranám til sérhæfingar, til dæmis í viðskiptafræði.

Að námi loknuHagfræðingar starfa á ólíkum sviðum á breiðum vettvangi. Má þar nefna störf í fjármálageiranum við hagtengd viðfangsefni. Hagfræðingar starfa líka á ýmsum stöðum í stjórnsýslunni. Þar tvinnast oft saman rannsóknir og fræðileg eða hagnýt viðfangsefni á sviði efnahagsmála. Þá láta hagfræðingar líka talsvert til sín taka við rekstur og stjórnun fyrirtækja.

Grunnnám í hagfræði við HR er jafnframt góður undirbúningur fyrir meistaranám í hagfræði og viðskiptafræði.

Page 16: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

16

SálfræðiÍ HR er boðið upp á krefjandi og metnaðarfullt nám í sálfræði sem byggt er á alþjóðlegum viðmiðum og reynslu og er sérstaklega hannað til að mæta alþjóðlegum kröfum. Fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum er beitt og rík áhersla er lögð á faglega kennslu í smærri hópum og einstaklingsmiðaða leiðsögn.

Nemendur geta farið í vettvangsnám sem fer fram á fjölbreyttum sviðum innan fyrirtækja og stofnana, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og meðferðarheimilum, hjá ráðgjafarfyrirtækjum, auglýsingastofum, rannsóknafyrirtækjum, grunnskólum og leikskólum.

Kennarar sviðsins birta tugi vísindagreina á ári hverju í virtum erlendum vísindatímaritum og fá nemendur tækifæri til að taka þátt í rannsóknum þeirra.

Er sálfræði fyrir þig?– Vilt þú skilja hugsun, hegðun og tilfinningar fólks?

– Vilt þú bæta velferð og heilsu fólks?

– Langar þig að læra hvernig er hægt að hafa áhrif á hegðun einstaklinga og hópa?

– Hefur þú áhuga á félagslegum samskiptum og samvinnu?

– Langar þig að stunda rannsóknir og gera sálfræðilegar tilraunir?

„Síðan ég byrjaði í HR hef ég tekið þátt í mörgum fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Í félagssálfræði tók ég þátt í áhugaverðu verkefni þar sem hópurinn minn átti að rannsaka hóphegðun einstaklinga í félagslegum aðstæðum og við gerðum í framhaldinu tilraunir á göngum háskólans. Þetta er dæmi um hvað námið og kennslan er lifandi og maður hefur alltaf tækifæri til að taka virkan þátt. Það hentar mér líka vel að í sálfræðináminu er einstaklingsmiðuð leiðsögn í bekkjakerfi, bæði til þess að ná góðum árangri í námi og að kynnast nýju fólki.“

Aron Freyr KristjánssonNemi í sálfræði

Page 17: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Sálfr

æði

Af hverju sálfræði við HR?– Námið byggir á alþjóðlegum viðmiðum og reynslu

– Notast er við fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir

– Kennsla í smærri hópum og einstaklingsmiðuð leiðsögn

– Tækifæri til þátttöku í rannsóknarstarfi

– Tækifæri til vettvangsnáms hjá fyrirtækjum og stofnunum

Dæmi um námskeiðHugsun, minni og tungumál, félagssálfræði, líffræði og atferli, réttarsálfræði, hugræn sálfræði og skynjunarsálfræði, jákvæð sálfræði, hagnýt atferlisgreining, hugræn taugavísindi.

Lengd náms Grunnnám í sálfræði er þrjú ár og að því loknu er hægt að leggja stund á tveggja ára meistaranám til sérhæfingar.

Að námi loknuBSc-gráða í sálfræði veitir góða grunnþekkingu og traustan undirbúning fyrir atvinnulífið og frekara nám og innsýn í vísindalegar rannsóknaraðferðir á sviði sálfræði. Gráðan er hátt metin í margvíslegum störfum, þar á meðal í kennslu, hagnýtum rannsóknum, heilsueflingu og forvörnum, blaðamennsku, markaðssetningu, viðskiptum, upplýsingatækni og opinberum störfum.

BSc 3 ár 180Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Nei

Grunnnám

MSc 2 ár 120Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Brautir:

– Klínísk sálfræði

Réttindi að loknu námi:MSc-nám í klínískri sálfræði er nám til starfsréttinda sálfræðings. Starfsleyfi er aðeins veitt að lokinni 12 mánaða verklegri þjálfun undir leiðsögn sálfræðings.

Meistaranám

Nánar á hr.is/salfraedi

Page 18: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

18

TölvunarfræðiNám í tölvunarfræði við HR hefur sérstöðu vegna sterkra tengsla við atvinnulífið og áherslu á raunhæf verkefni. Nemendur gera viðamikið lokaverkefni sem oftast er unnið í samstarfi við fyrirtæki.

Nemendur geta valið milli þriggja mismunandi leiða innan tölvunarfræðinnar:

– Tölvunarfræði, almenn

– Rannsóknamiðuð tölvunarfræði

– Tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Nemendur sækja bæði fyrirlestra og verklega dæmatíma. Upptökur af fyrirlestrum í mörgum skylduáföngum eru aðgengilegar í kennslukerfi skólans og hægt er að fylgjast með á netinu.

Er tölvunarfræði fyrir þig?– Langar þig að þróa tölvuleiki framtíðarinnar?

– Hefur þú gaman af stærðfræðilegum lausnum?

– Viltu fást við stjórnun upplýsingakerfa?

– Viltu vita hvað gervigreind er?

– Langar þig að veiða tölvurefi?

– Viltu setja upp gagnagrunna?

– Hefur þú áhuga á að forrita og hanna vefsíður?

„Stærðfræði hefur alltaf verið uppáhaldsfagið mitt og að leysa flókin verkefni er það sem mér finnst mest gefandi við þetta nám. Tölvunarfræði er skemmtilegt fag sem býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir, bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Ég hef aðeins fengið að kynnast því hvernig það er að starfa sem tölvunarfræðingur þegar ég vann raunverulegt verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Ég vann það í hópi sem fékk að starfa í algjörlega nýju umhverfi sem var mjög lærdómsríkt.“

Ingibjörg Edda SnorradóttirNemi í tölvunarfræði

Page 19: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Tölv

unar

fræði

MSc 2 ár 120Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Já (fyrstu 2 árin)

Brautir:

– Hugbúnaðarverkfræði

– Máltækni

– Tölvunarfræði

Meistaranám

Af hverju tölvunarfræði við HR?– Kennarar við deildina eru í fararbroddi á sínu fræðasviði

– Lokaverkefni er oftast unnið í samstarfi við fyrirtæki

– Fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsmat

– Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám til Fraunhofer, virtrar rannsóknastofnunar, sem og til CCP Games.

– Nemendur geta tekið valnámskeið í öðrum greinum eins og í viðskiptafræði, verkfræði, sálfræði og lögfræði

– Nemendum gefst kostur á að vinna að spennandi rannsóknarverkefnum

Dæmi um námskeiðForritun, strjál stærðfræði, vefforritun, stærðfræðigreining og tölfræði, gagnasafnsfræði, reiknirit, stýrikerfi, greining og hönnun hugbúnaðar, dulritun og talnafræði, rökfræði í tölvunarfræði.

Lengd náms Fimm ár - ef lokið er þriggja ára grunnnámi og tveggja ára sérhæfingu í meistaranámi. Nemendur öðlast starfstitilinn tölvunarfræðingur að loknu grunnnámi í tölvunarfræði.

Að námi loknuMeð menntun í tölvunarfræði og skyldum greinum er hægt að sinna fjölbreyttum störfum enda skarast tölvunarfræði við t.d. stærðfræði, viðskiptafræði, verkfræði og sálfræði. Tölvunarfræðingar starfa meðal annars við hugbúnaðarþróun (greiningu og hönnun kerfa, vef og við-móts hönnun, forritun, gæðaprófanir og fleira), stjórnun og rannsóknir.

Alþjóðleg vottunGrunn- og meistaranám í tölvunarfræði hefur hlotið alþjóðlegu gæðavottunina EQANIE.

BSc 3 ár 180Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Já

Brautir:

– Tölvunarfræði

– Rannsóknamiðuð tölvunarfræði

– Tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Einnig er hægt að stunda 120 eininga, tveggja ára diplómanám í tölvunarfræði. Námið er hægt að stunda í HR eða á Akureyri.

Grunnnám

Nánar á hr.is/td

Page 20: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

20

„Ég slysaðist inn í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa kynnst forritun í skyldukúrsi í heilbrigðisverkfræði. Námið opnaði fyrir mér nýjan heim þar sem sköpunargleði og rökhugsun fær að njóta sín. Það skemmir ekki fyrir að hugbúnaðarverkfræðin gerir þig að eftirsóknarverðum starfskrafti fyrir ótal fjölbreytt og skemmtileg störf.“

Ingibjörg Ósk JónsdóttirBSc í hugbúnaðarverkfræði frá HR 2015Meistaranemi í hugbúnaðarverkfræði

HugbúnaðarverkfræðiHugbúnaðarkerfi eru á meðal stærstu og tæknilega flóknustu kerfa sem smíðuð eru og það eru gerðar miklar kröfur um áreiðanleika þeirra. Nám í hugbúnaðarverkfræði er þverfaglegt og sameinar þekkingu á tölvutækni og undirstöðugreinum verkfræði. Námið er skipulagt í samvinnu tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar.

Er hugbúnaðarverkfræði fyrir þig?Ef þú hefur áhuga að að læra verkfræðilegar aðferðir og beitingu þeirra við hönnun og smíði hugbúnaðarkerfa þá er þetta nám fyrir þig.

Dæmi um námskeiðGagnaskipan, tölvuhögun, reiknirit, töluleg greining, hugbúnaðarfræði, greining og hönnun hugbúnaðar, aðgerðagreining, tölvusamskipti.

Lengd námsNemendur ljúka fimm ára námi til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar. Grunnnám í hugbúnaðarverkfræði er þrjú ár að lengd og meistaranámið er tvö ár.

Að námi loknuMikil eftirspurn er eftir verkfræðimenntuðu fólki og sérstaklega á þeim sviðum er tengjast upplýsinga- og hátækniiðnaði. Til að öðlast starfsréttindi og leyfi til að nota lögverndaða stafsheitið verkfræðingur þarf að ljúka MSc-gráðu í samræmi við kröfur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Page 21: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Tölvunarstærðfræði

„Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar að vera líka stærðfræði­menntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.“

Bjarki Ágúst GuðmundssonBSc í tölvunarstærðfræði frá HR 2015Meistaranemi í tölvunarfræði

Nemendur í tölvunarstærðfræði læra að beita stærðfræðilegum aðferðum við lausn flókinna viðfangsefna í tölvunarfræði, sem og að nýta tölvunarfræði við lausn vandamála í stærðfræði. Margar rannsóknir í dag þarfnast yfirgripsmikillar þekkingar á þessum sviðum eins og til dæmis gagnavísindi. Lokaverkefni eru rannsóknamiðuð hópaverkefni sem unnin eru í samstarfi við vísindamenn deildarinnar eða fyrirtæki.

Er tölvunarstærðfræði fyrir þig?Námið hentar þeim vel sem hafa gaman af að leysa stærðfræðilegar þrautir og vilja nýta tölvunarfræði við lausn vandamála í stærðfræði.

Dæmi um námskeiðVerkefnalausnir, stærðfræðileg forritun, reiknirit, rökfræði í tölvunarfræði, forritunarmál, dulritun og talnafræði.

Lengd námsBSc-nám í tölvunarstærðfræði er þrjú ár og að því loknu er hægt að leggja stund á meistaranám í tölvunarfræði til sérhæfingar.

Að námi loknuStarfskraftar með sterkan stærðfræðilegan bakgrunn eru eftirsóttir í atvinnulífinu. Námið er jafnframt góður undirbúningur fyrir framhaldsnám hér heima og erlendis.

Alþjóðleg vottunBSc-nám í tölvunarstærðfræði hefur hlotið alþjóðlegu gæðavottunina EQANIE.

Tölv

unar

stæ

rðfræ

ði

Page 22: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

22

„Mig langaði að fara í nám sem gerir mér kleift að framkvæma hitt og þetta sem mér gæti dottið í hug, hvort sem það er að hanna eitthvað og smíða eða stofna fyrirtæki með góðu fólki. Í HR fær maður tækifæri til að hrinda fjölbreyttum hugmyndum í framkvæmd og kynnast fullt af fólki sem er mjög dýrmætt. Svo eru kennararnir frábærir, leggja sig alla fram og eru til taks ef maður þarf á hjálp að halda.“

Eyrún EngilbertsdóttirNemi í hátækniverkfræði

VerkfræðiNám í verkfræði við HR veitir sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða, hagnýta fagþekkingu og nemendur eru hvattir til að nota frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

HR tekur þátt í CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate) – alþjóðlegu sam-starfs neti framsækinna háskóla um allan heim. Hugmyndafræði CDIO snýst um að mennta verk- og tæknifræðinga með því að veita þeim traustan, fræðilegan grunn en þjálfa þá jafnframt til að beita þekkingu sinni til að leysa raunhæf verkefni í virku hópastarfi. Aðrir þátttakendur eru háskólar eins og MIT, DTU, Chalmers og KTH.

Í HR er góð aðstaða til verklegra æfinga í kennslustofum sem eru sérstaklega útbúnar fyrir rannsóknir og tilraunir í eðlisfræði, byggingafræði, rafeinda- og stýritækni, efnafræði og heilbrigðisverkfræði auk vélsmiðju.

Er verkfræði fyrir þig?– Hefur þú gaman af að glíma við flókin verkefni?

– Ert þú úrræðagóð/-ur?

– Hefur þú gaman af stærðfræði og raungreinum?

– Hefur þú áhuga á að nota tölvulíkön til að meta styrk beina?

– Viltu hanna róbot fyrir björgunarstörf?

– Langar þig að finna bestu útfærslu á samgöngukerfi?

– Vilt þú finna hagkvæmustu fjármögnun fyrir gagnaver?

Page 23: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Verk

fræði

Af hverju verkfræði við HR?– Sterk fræðileg undirstaða

– Áhersla á raunveruleg verkefni sem auka skilning á námsefninu

– Heildstæð verkfræðimenntun: Greining, úrlausn og prófun

– Framúrskarandi aðbúnaður til verklegra æfinga

Dæmi um námskeiðStærðfræði, verkefnastjórnun, töluleg greining, hagfræði, efnisfræði, forritun í Matlab, aðgerðagreining, stöðu- og burðarþolsgreining, vélhlutafræði og mekatróník.

Lengd námsNemendur ljúka fimm ára námi til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar. Eftir þriggja ára nám til BSc-gráðu bæta nemendur við sig tveggja ára námi til MSc-gráðu.

Að námi loknuVerkfræðingar starfa á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins við til dæmis stjórnun, verkefna- og gæðastýringu, hönnun og þróun kerfa, rekstur, fjármál og rannsóknir.

MSc 2 ár 120Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Brautir:

– Byggingarverkfræði

– Fjármálaverkfræði

– Hátækniverkfræði (Mechatronics)

– Heilbrigðisverkfræði

– Raforkuverkfræði

– Rekstrarverkfræði

– Vélaverkfræði

– Orkuverkfræði við Iceland School of Energy

Meistaranám

BSc 3 ár 180Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Nei

Brautir:

– Fjármálaverkfræði

– Hátækniverkfræði

– Heilbrigðisverkfræði

– Rekstrarverkfræði

– Vélaverkfræði

Grunnnám

Nánar á hr.is/tvd

Page 24: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

24

TæknifræðiÍ tæknifræði er lögð áhersla á að byggja upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið. Hægt er að velja á milli þriggja brauta í tæknifræði: byggingartæknifræði, rafmagnstæknifræði og vél- og orkutæknifræði. Nemendur útskrifast með lokapróf í tæknifræði, tilbúnir til starfa á vinnumarkaði.

HR tekur þátt í CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate) – alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim. Hugmyndafræði CDIO snýst um að mennta verk- og tæknifræðinga með því að veita þeim traustan, fræðilegan grunn en þjálfa þá jafnframt til að beita þekkingu sinni til að leysa raunhæf verkefni í virku hópastarfi. Aðrir þátttakendur eru háskólar eins og MIT, Chalmers, DTU, TU Delft og Háskólinn í Álaborg.

Í HR er góð aðstaða til verklegra æfinga í kennslustofum sem eru sérstaklega útbúnar fyrir rannsóknir og tilraunir í eðlisfræði, byggingafræði, rafeinda- og stýritækni, efnafræði auk vélsmiðju.

Tengsl við atvinnulíf eru mikil. Nemendum býðst að taka starfsnám sem hluta af náminu og allir nemendur vinna hagnýt lokaverkefni, oft í samvinnu við fyrirtæki.

Er tæknifræði fyrir þig?– Hefur þú gaman af að glíma við flókin vandamál?

– Myndir þú vilja stýra stórum framkvæmdum?

– Hefur þú áhuga á að hanna jarðhitavirkjun?

– Vilt þú skipuleggja verkferla í framleiðslufyrirtæki?

– Myndir þú vilja hanna fjarskiptakerfi?

„Við fáum góða reynslu með því að vinna raunhæf verkefni og ekki eingöngu bókleg. HR er með námsaðstöðu sem er til fyrirmyndar og það er mikið lagt upp úr því að hafa nýleg tæki og tól til að vinna með. Strax á fyrsta ári lauk ég skyldunámskeiði sem heitir Róbotar. Þar var manni hent beint í djúpu laugina og þurfti að samræma huga og hönd við að forrita og smíða sjálfkeyrandi bíl sem forðaðist hindranir. Þetta var mikil en skemmtileg vinna og það er eftirminnilegt hversu frjálsar hendur maður hafði. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið forritun tengist rafmagnstæknifræði.“

Þórarinn Árni PálssonBSc-nemi í rafmagnstæknifræði

Page 25: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Tækn

ifræ

ði

Af hverju tæknifræði við HR?– Megináhersla er á hagnýt og raunhæf verkefni

– Kennarar með mikla starfsreynslu við hönnun, framleiðslu og framkvæmdir

– Viðamikið lokaverkefni sem oftast er unnið í samstarfi við fyrirtæki

– Framúrskarandi aðbúnaður til verklegra æfinga

Dæmi um námskeiðStærðfræði, eðlisfræði, forritun, verkefnastjórnun, burðarvirkjahönnun, vélhlutahönnun, raforkukerfi, lýsingartækni, rekstur, stjórnun og nýsköpun.

Að námi loknuTæknifræðingar sem útskrifast frá HR eru eftirsóttir starfskraftar í iðnfyrirtækjum, á verkfræðistofum, hjá verktökum og opinberum aðilum.

Þeir sem útskrifast með lokapróf í tæknifræði (BSc) hljóta lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur með þeim starfsréttindum sem því fylgja. Tæknifræðingar starfa við stjórnun, eftirlit, ráðgjöf, framkvæmdir, verkefnastjórnun og hönnun.

Þeir sem ljúka BSc-námi í tæknifræði, eru með sveinsbréf og hafa lokið tilskildum starfstíma, hljóta jafnframt meistarabréf í tilsvarandi iðngrein. Nemendur sem útskrifast sem tæknifræðingar geta sótt um viðeigandi löggildingar, s.s. hönnunarréttindi.

BSc 3 1/2 ár 210Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Nei

Starfsréttindi að loknu námi: Lögverndað starfsheiti sem tæknifræðingur

Brautir:

– Byggingartæknifræði

– Rafmagnstæknifræði

– Vél- og orkutæknifræði

Grunnnám

Tæknifræðingum bjóðast ótal möguleikar á framhaldsnámi og hægt er að byggja meistaranám í verkfræði ofan á BSc-gráðu í tæknifræði, hér á landi eða við erlenda háskóla.

Margir tæknifræðingar hafa haldið áfram námi innan HR og lokið MSc-prófi í byggingarverkfræði, vélaverkfræði, orkuverkfræði eða rafmagnsverkfræði.

Meistaranám

Nánar á hr.is/tvd/taeknifraedi

Page 26: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

26

„Ég hafði alltaf hugsað mér að gera það að atvinnu minni að auka lífsgæði fólks og því fannst mér tilvalið að velja íþróttafræði. Ástæðan fyrir því að ég valdi HR er sú að ég vildi fjárfesta í framtíðinni og fá sem mest út úr náminu; bestu kennsluna og bestu aðstöðuna. Meirihluti námsins er verkefnamiðaður og fáum við fjölmörg tækifæri til þess að auka tengslanet okkar úti í atvinnulífinu. Í verknáminu vann ég með fötluðum börnum og ég hef ákveðið að sérhæfa mig í að bæta lífsgæði fatlaðra.“

Kolbrún Sjöfn JónsdóttirBSc-nemi í íþróttafræði

ÍþróttafræðiÍþróttafræðinám í HR undirbýr verðandi íþróttafræðinga fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta og líkams- og heilsuræktar við kennslu, þjálfun og stjórnun.

Námið er fjölbreytt og krefjandi, fræðilegt og verklegt. Áhersla er lögð á íþróttir og hreyfingu sem mikilvægan þátt í forvörnum og heilsueflingu.

Nemendur hafa kost á að velja þrjár mismunandi námsleiðir til sérhæfingar á þriðja námsári er snúa að íþróttakennslu, íþróttaþjálfun og lýðheilsu.

Kennsla í íþróttafræði fer fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík og glæsilegum íþróttamannvirkjum í Laugardal og að Hlíðarenda.

Er íþróttafræði fyrir þig?– Langar þig að starfa við kennslu og þjálfun íþróttafólks?

– Viltu efla afreksíþróttir?

– Hefur þú áhuga á íþróttavísindum?

– Myndir þú vilja læra meira um líkams- og heilsurækt?

– Langar þig að starfa með börnum og unglingum í íþróttum?

– Viltu bæta heilsu almennings?

– Hefur þú áhuga á stjórnun í íþróttum?

– Heillar sálfræði íþróttanna þig?

Page 27: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Íþró

ttafræ

ði

Af hverju íþróttafræði við HR?– Frábær tækifæri bíða nemenda til að vinna á

vettvangi; í skólum, hjá íþróttafélögum, í stofnunum, í sérsamböndum og með bestu íþróttamönnum þjóðarinnar í ákveðnum íþróttagreinum

– Góð tengsl við samfélag og atvinnulíf

– Öflugt félagslegt umhverfi

– Margvísleg atvinnutækifæri að námi loknu

Dæmi um námskeiðHeimur íþrótta, íþróttasálfræði, styrktarþjálfun, þjálffræði, lýðheilsufræði, íþróttameiðsli, næring og heilsa, sérhæfing í þjálfun/lýðheilsu, handknattleikur/knattspyrna, frjálsar íþróttir, viðburðastjórnun.

Lengd náms Námið tekur fimm ár ef nemandi lýkur bæði grunnnámi og meistaranámi. Nemendur geta að loknu grunnnámi valið um tvær leiðir til sérhæfingar í meistaranámi (MSc-eða MEd-gráðu).

Að námi loknuFjölbreytt atvinnutækifæri bíða íþróttafræðinga t.d. hjá skólum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum, fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og heilsuræktarstöðvum. Til að öðlast kennsluréttindi í skólum þarf að ljúka grunnnámi í íþróttafræði og meistaranámi í heilsuþjálfun og kennslu.

MEd eða

MSc 2 ár 120

Gráða:

Lengd náms: Fjöldi eininga:

Brautir:

– Íþróttavísindi og þjálfun

– Heilsuþjálfun og kennsla

Meistaranám

BSc 3 ár 180Gráða: Lengd náms: Fjöldi eininga:

Skiptinám mögulegt: Já

Fjarnám mögulegt: Nei

Grunnnám

Nánar á hr.is/tvd/ithrottafraedi

Page 28: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

28

FrumgreinanámNám í frumgreinadeild er góður kostur fyrir þá sem hafa iðnmenntun eða reynslu úr atvinnulífinu og hafa áhuga á frekara námi í háskóla. Námið byggir á 50 ára reynslu og hefur reynst góð brú milli atvinnulífs og háskólanáms.

Frumgreinanám á einu ári: Hentar það þér?– Langar þig að hefja háskólanám en vantar tilskilinn undirbúning?

– Viltu stunda markvisst og metnaðarfullt nám á stuttum tíma?

– Ert þú með stúdentspróf en þarft að styrkja þig í stærðfræði og raungreinum?

– Viltu stunda nám við framsækinn háskóla þar sem lögð er áhersla á góða kennslu og þjónustu?

Af hverju frumgreinar við HR?– Gott og hagnýtt nám.

– Skemmtilegt og krefjandi nám samkvæmt könnun nemenda.

– Lýkur með frumgreinaprófi sem veitir rétt til háskólanáms.

– Metnaðarfullir nemendur og kennarar.

– Námið byggir m.a. á hópvinnu og öflugri samvinnu nemenda.

– Fjölbreyttur nemendahópur.

– Fullt nám tekur eitt ár í staðarnámi.

– Boðið er upp á val eftir því hvort nemendur stefna í raunvísindanám eða félagsvísindanám.

– Í náminu er bekkjarkerfi.

„Ég skráði mig í frumgreinanámið þar sem mig vantaði einingar í stærðfræði til að hefja nám í tölvunarfræði við HR. Ég hélt að stærðfræði væri eina fagið þar sem vantaði upp á hjá mér en svo hefur allt hitt kennsluefnið nýst mér mjög vel. Við fengum til dæmis þjálfun í ræðumennsku bæði á ensku og íslensku þar sem við lærðum að standa fyrir framan hóp af fólki og flytja fyrirlestra. Það má segja að ég hafi lært að læra í frumgreinanáminu og hvernig er best að skipuleggja sig. Þetta er vissulega krefjandi en um leið virkilega góður undirbúningur fyrir háskólanám.“

Daniel Már BonillaNemi í frumgreinadeild

Page 29: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Frum

grei

nar

Eftirtaldir geta sótt um frumgreinanám: – Þeir sem lokið hafa skilgreindu starfsnámi,

þ.e. burtfararprófi úr iðn-, verkmennta- eða fjölbrautaskóla eða sambærilegu námi. Ekki er gerð krafa um sveinspróf.

– Nemendur sem hafa lokið Menntastoðum hjá símenntunarstöðvum.

– Nemendur sem hafa stundað nám við framhaldsskóla en ekki lokið námi.

– Nemendur sem þegar hafa lokið stúdentsprófi en hafa ekki nægjanlegan fjölda eininga í stærðfræði og raungreinum. Þessir nemendur geta bætt við sig þeim einingum sem upp á vantar í frumgreinadeild.

Lengd náms Eitt ár.

Að námi loknuNáminu lýkur með frumgreinaprófi sem veitir rétt til háskólanáms. Nemendur eru hvattir til að kynna sér inntökuskilyrði þess háskólanáms sem þeir stefna í.

Nánar á hr.is/frumgreinanam

Page 30: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

30

„ „Við höfum það rosalega gott hérna í Háskólanum í Reykjavík. Það er ekki bara þessi frábæra aðstaða og samfélagið sem myndast innan veggja háskólans heldur líka hvað rödd nemenda hefur mikið vægi. Þetta þýðir samt alls ekki að við séum komin á einhverja endastöð. Sama hversu vel hlutir eru gerðir, þá er alltaf hægt að gera betur, og það er í höndum okkar nemenda að krefjast stöðugt bættra kjara og gæta hagsmuna núverandi og komandi nemenda HR.Á síðasta ári hefur mikil vinna hjá SFHR farið í mál tengd LÍN, Háskólagörðunum sem á að fara að reisa og nýjum Stúdentabragga. Þrátt fyrir öll stóru verkefnin sem koma inn á borð til okkar, þá er mikilvægasta baráttan alltaf sú að við fáum sem mest út úr náminu okkar hér í HR og að virði gráðunnar sem við hljótum verði sífellt betra. Því er mikilvægt að hætta aldrei að berjast fyrir hagsmunum okkar, stórum sem smáum. “

Rebekka Rún JóhannesdóttirFormaður Stúdentafélags HR

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, SFHR, er hagsmunafélag allra nemenda við HR og er megintilgangur félagsins að vera rödd nemenda, bæði innan háskólans og út á við.

Undir SFHR eru ýmsar nefndir og félög, t.d. Jafnréttisfélag HR, Árshátíðarnefnd og Nýsköpunar- & frumkvöðlanefnd HR svo dæmi séu tekin. Auk þeirra eru starfandi nemendafélög fyrir hverja akademíska deild. Í nánast hverri viku standa þau fyrir einhverjum viðburðum sem oftar en ekki tengja nemendur við atvinnulífið.

Félagslíf

Page 31: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi

Hvernig sæki ég um?Sótt er um námið á vefnum hr.is/umsoknir. Viðkomandi þarf að nýskrá sig með því að velja notendanafn og lykilorð og þá er hægt að skrá sig út af vefnum og inn aftur eftir því sem hentar.

Auk umsóknar þarf að skila nauðsynlegum fylgigögnum til að hún sé tekin gild.

Með fylgigögnum er átt við staðfest afrit af stúdentsprófi. Þeir nemendur sem ekki hafa fengið stúdentsprófskírteini í hendurnar áður en umsóknarfrestur rennur út geta skilað staðfestu afriti af námsferli og tekið fram í umsókn að lokaskírteini verði skilað eins fljótt og auðið er.

Opið er fyrir umsóknir í grunnnám (BSc- og BA-nám) og frumgreinanám á haustönn frá 5. febrúar til 5. júní ár hvert.

Skólagjöld og styrkir

Skólagjöld og námslánUpplýsingar um skólagjöld má nálgast á vef skólans, hr.is/skolagjold. Upplýsingar um námslán fyrir skólagjöldum og/eða framfærslu má finna á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lin.is.

Styrkir til náms við HRHáskólinn í Reykjavík veitir styrk þeim nýnemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi í framhaldsskóla. Styrkurinn nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins og er veittur nemendum sem hefja grunnnám á haustönn.

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

Fleiri styrkir standa nemendum til boða, sjá hr.is/styrkir.

Page 32: VELKOMIN Í HR...Kveðja frá rektor Háskólanám er ein besta fjárfesting sem völ er á og það skiptir miklu máli að vanda valið þegar að því kemur. Rétt val á háskólanámi