65
1 Verkfræði BSc Fjármálaverkfræði Hátækniverkfræði Heilbrigðisverkfræði Rekstrarverkfræði Vélaverkfræði Kennsluskrá 2012-2013 DRÖG

Verkfræði BSc€¦ · Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2 Efnafræði T-204-EFNA Forritun Aflfræði AT FOR 1003 T-208-FOR2 T-534-AFLF Tölvustudd teikning (3 ECTS) AI TEI 1001

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

  • 1

    Verkfræði – BSc Fjármálaverkfræði

    Hátækniverkfræði

    Heilbrigðisverkfræði

    Rekstrarverkfræði

    Vélaverkfræði

    Kennsluskrá 2012-2013

    DRÖG

  • 2

    Háskólinn í Reykjavík

    Menntavegur 1

    101 Reykjavík

    Sími: 599 6200

    Netfang [email protected]

    www.hr.is

    Upplýsingar um BSc nám í verkfræði veitir

    Telma Hrönn Númadóttir verkefnastjóri [email protected]

    Kennsluskrá þessi er birt með fyrirvara um breytingar

    http://www.hr.is/mailto:[email protected]

  • 3

    Efnisyfirlit

    Almennt um BSc nám í verkfræði .................................................................................... 4 Námsbrautir í BSc námi og námsáætlanir ....................................................................... 6

    Fjármálaverkfræði ................................................................................................................... 6 Hátækniverkfræði .................................................................................................................... 8 Heilbrigðisverkfræði ............................................................................................................. 10 Rekstrarverkfræði ................................................................................................................. 12 Vélaverkfræði ......................................................................................................................... 14

    Námskeiðslýsingar í BSc námi ...................................................................................... 16 ECTS staðallinn ..................................................................................................................... 16 Námskeið á 1. námsári ......................................................................................................... 16 Námskeið á 2. námsári ......................................................................................................... 25 Námskeið á 3. námsári ......................................................................................................... 35

    Náms- og framvindureglur BSc náms í verkfræði .......................................................... 52 Almennar náms- og prófareglur Háskólans í Reykjavík ................................................. 54

    1. grein Reglur um skráningar .......................................................................................... 54 2. grein Reglur um próf og einkunnir .............................................................................. 55 3. grein Sérreglur um próf - frumgreinar ........................................................................ 56 4. grein Námsmat, einkunnagjöf og próftaka ............................................................... 57 5. grein Endurtekin próf og áfrýjunarréttur nemenda ................................................ 58 6. grein Framkvæmd prófa ................................................................................................. 60

    Reglur Háskólans í Reykjavík um verkefnavinnu ........................................................... 63 Forsetalisti ..................................................................................................................... 64 Nýnemastyrkir fyrir afburðanemendur............................................................................ 64

  • 4

    Almennt um BSc nám í verkfræði

    Nám til BSc gráðu í verkfræði er 180 ECTS einingar og tekur 3 ár. Námið byggir á því að veita

    nemendum sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða fagþekkingu. Sérstaða verkfræðinga

    er mikil greiningarhæfni og þekking til að fást við krefjandi viðfangsefni, hvort sem þau eru

    hagnýt eða fræðileg. Að BSc námi loknu eru nemendur vel undirbúnir fyrir framhaldsnám til

    MSc gráðu í verkfræði sem er víðast hvar 120 ECTS einingar og tekur 1 ½ til 2 ár.

    Í grunnnámi í verkfræði eru 84 ECTS einingar sem eru eins fyrir alla verkfræðinema, 66 ECTS

    einingar sem eru skylda fyrir hverja námsbraut og 30 ECTS einingar val. Á fyrri stigum BSc

    námsins er lögð áhersla á að nemendur öðlist haldgóða þekkingu í almennum undirstöðugreinum

    verkfræðinnar. Eftir því sem líður á námið er leitast við að dýpka og auka fræðilega innsýn í

    almennar verkfræðilegar undirstöðugreinar og þær verkfræðigreinar sem tilheyra hverri

    námsbraut.

    Fjármála- og rekstrarverkfræði eru náskyld fagsvið og taka nemendur að stórum hluta sömu fög í

    sviðskjarna, frekari sérhæfing býðst með valfögunum og einkum síðar í meistaranámi. Að sama

    skapi taka nemendur í hátækni-, heilbrigðis- og vélaverkfræði að hluta sömu fög í sviðskjarna.

    Nemendum standa til boða valfög í tækni- og verkfræðideild sem falla vel að heildstæðu

    verkfræðinámi. Einnig geta nemendur tekið valfög í öðrum deildum og, með samþykki kennara,

    geta BSc nemar tekið valnámskeið úr meistaranámi.

    Á haustönn eru 5 námgreinar kenndar í 15 vikur og próftímabil að því loknu í 2 vikur. Í eina viku

    um miðbik haustannar liggur hefðbundin kennsla niðri en nemendur vinna í hópum við að leysa

    raunhæft verkefni. Á vorönn eru 4 námsgreinar kenndar í 12 vikur, 2 vikna próftímabil að því

    loknu og síðan ein námsgrein kennd alla daga í 3 vikur.

    HR er meðlimur í CDIO, alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem

    kenna tæknigreinar, www.cdio.org. Samkvæmt hugmyndafræði CDIO er árangursríkast að

    kenna verk- og tæknifræðingum framtíðarinnar með því að veita þeim traustan, fræðilegan grunn

    en vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að virkja þá í hópastarfi. Ferlið frá hugmynd yfir

    í hönnun, framkvæmd og rekstur er því kunnuglegt áður en þau koma út á vinnumarkað.

    Verkefnamiðuð námskeið hafa verið ríkur þáttur í námsframboði tækni- og verkfræðideildar HR

    auk þess sem margir nemendur vinna verkefni í samstarfi við fyrirtæki.

    Verkefnamiðuð námskeið hafa verið ríkur þáttur í námsframboði tækni- og verkfræðideildar HR

    auk þess sem margir nemendur vinna verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Lögð er rík áhersla á að

    verkfræðinemar tileinki sér sjálfstæð og fagleg vinnubrögð og einnig að þeir sjái viðfangsefni sín

    í alþjóðlegu ljósi. Eftir fyrsta námsárið við HR eiga nemendur kost á að gerast skiptinemar við

    einhvern af samstarfsskólum HR í eina eða tvær annir og eru þeir hvattir til að nýta sér það.

  • 5

    Grunnnám í verkfræði - 180 ECTS eininga nám til BSc gráðu

    lögð er áhersla á að námið veiti góðan undirbúning fyrir MSc/PhD nám

    84 ECTS kjarni - sameiginleg undirstaða fyrir allar námsbrautir í verkfræði

    66 ECTS sviðskjarni - áherslugreinar fyrir hverja námsbraut

    30 ECTS frjálst val

    KJARNI 84 ECTS - 14 undirstöðufög sem eru eins fyrir allar námsbrautir

    Stærðfræði I, II og III Eðlisfræði I og II Efnafræði Forritun I og II Verkefnastjórnun

    Töluleg greining Línuleg algebra Sameinda- og frumulíffræði Tölfræði I Þverfaglegt hópverkefni

    SVIÐSKJARNI 66 ECTS - 11 skyldufög fyrir hverja námsbraut

    Heilbrigðisverkfræði Hátækniverkfræði Vélaverkfræði Rekstrarverkfræði Fjármálaverkfræði

    Rafmagnsfræði Rafmagnsfræði Rafmagnsfræði Hagfræði (þjóð- og rekstrar-) Hagfræði (þjóð- og rekstrar-)

    Efnisfræði Efnisfræði Efnisfræði Rekstur og stjórnun Rekstur og stjórnun

    Reglunarfræði Reglunarfræði Reglunarfræði Aðgerðagreining Aðgerðagreining

    Eðlisfræði III Aflfræði Aflfræði Fjármál fyrirtækja Fjármál fyrirtækja

    Lífeðlisfræði I Varmafræði Varmafræði Tölfræði II Tölfræði II

    Lífeðlisfræði II Vélhlutafræði Vélhlutafræði Gagnasafnsfræði Gagnasafnsfræði

    Læknisfræðileg myndgerð Tölvustudd teikning og hönnun Tölvustudd teikning og hönnun Hermun Áhættustjórnun

    Stöðu- og burðarþolsfræði Stöðu- og burðarþolsfræði Stöðu- og burðarþolsfræði Framleiðslu- og birgðastjórnun Verðbréf

    Rafeindatækni I Rafeindatækni I Straumfræði Rekstrargreining Afleiður

    Merkjafræði Merkjafræði Varmaflutningsfræði Verkfræðileg undirstöðugrein* Verkfræðileg undirstöðugrein*

    Mælitækni og lífsmörk Mechatronics I Tilraunastofa í vélaverkfræði Verkfræðileg undirstöðugrein* Verkfræðileg undirstöðugrein*

    VALFÖG 30 ECTS - 5 fög frjálst val

    Taflan sýnir dæmi um fagtengd valfög sem geta verið góð undirstaða fyrir framhaldsnám í verkfræði

    Velja má allt að 4 fög úr öðrum deildum og allt að 2 fög úr meistaranámi í verkfræði (háð samþykki kennara)

    Heilbrigðisverkfræði Hátækniverkfræði Vélaverkfræði Rekstrarverkfræði Fjármálaverkfræði

    Stoðtæki og gervilíffæri Hönnun X Hönnun X Rekstrarstjórnun Fjármálastærðfræði

    Klínísk verkfræði Mechatronics II Efnisfræði og vinnsla Áhættustjórnun Hermun

    Líftölfræði Iðntölvur og vélmenni Aðgerðagreining Ákvarðanatökuaðferðir Fjárstýring

    Lífupplýsingafræði Iðntölvustýringar Hlutafleiðujöfnur Tímaraðagreining Tímaraðagreining

    Tímaraðagreining Rafeindatækni II Sveiflufræði Leiðtogafræði Gagnaskipan

    Lífaflfræði Reglunarfræði II Straumvélar Samningatækni / Lögfræði Reiknirit

    Líffræðileg eðlisfræði Eðlisfræði III Reglunarfræði II Framleiðsluferlar Gervigreind

    Straumfræði Rafsegulfræði Orka í iðnaðarferlum Mannauðsstjórnun Árangursrík forritun

    Varmafræði Gagnasafnsfræði Sjálfbær orkukerfi Efnisfræði / Orkutækni I/II Lögfræði

    Stafræn tækni Gagnaskipan / Reiknirit Kælitækni Iðntölvur og vélmenni Fjármálamarkaðir

    Svefn Verkfræðileg bestun Tölvustudd hönnun Gagnaskipan / Reiknirit Fjármál II

    Mótanleiki í taugakerfum Tölulegar aðferðir f. flókin kerfi Verkfræðileg bestun Gluggakerfi Eignastýrirg

    Sjálfstætt rannsóknarverkefni Sjálfstætt rannsóknarverkefni Sjálfstætt rannsóknarverkefni Sjálfstætt rannsóknarverkefni Sjálfstætt rannsóknarverkefni

    Valfög úr MSc námi (max. 2) Valfög úr MSc námi (max. 2) Valfög úr MSc námi (max. 2) Valfög úr MSc námi (max. 2) Valfög úr MSc námi (max. 2)

    Erlend tungumál o.fl. Erlend tungumál o.fl. Erlend tungumál o.fl. Erlend tungumál o.fl. Erlend tungumál o.fl.

    Auk þess geta nemendur tekið valfög úr námsbrautum í tæknifræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði, íþróttafræði og lögfræði

    * Ein eftirtalinna námsgreina: Varmafræði, Rafmagnsfræði, Efnisfræði, Stöðu- og burðarþolsfræði, Aflfræði, Straumfræði

  • 6

    Námsbrautir í BSc námi og námsáætlanir

    Fjármálaverkfræði

    Fjármálaverkfræði er spennandi grein sem hefur vaxið ört innan verkfræðinnar í samræmi við stóraukið flækjustig fjármálamarkaða og fjármálaafurða. Markmið námsins er að mennta lykilstarfsmenn fyrirtækja þar sem djúpur skilningur á fjármálamörkuðum skiptir máli. Fjármálaverkfræði er þverfagleg grein sem samþáttar fjármálafræði við verkfræðilegar aðferðir, stærðfræðileg líkön, tölfræði, aðgerðagreiningu og hagnýta tölvunarfræði. Fjármálaverkfræðingar beita verkfræðilegum aðferðum og reiknilíkönum til að taka ákvarðanir sem snúa að fjármálum, leysa ýmis vandamál og taka þátt í þróun á nýjum fjármálaafurðum og þjónustu.

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám HAUSTIÐ 2012 (nemendur sem eru í FV1 – FV2 skólaárið 2012-2013)

    Haustönn Vorönn

    Haustönn

    Vorönn

    FV1 FV2 FV3 FV4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Forritun AT FOR 1003 T-208-FOR2

    Líffræði T-106-LIFV

    Efnafræði T-204-EFNA

    Aðferðir í verkefnavinnu ( 1 ECTS) T-100-AFVV

    Hagfræði T-105-HAGF

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Rekstur og stjórnun T-106-REVE

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Tölfræði

    Fjármál fyrritækja

    T-302-TOLF

    T-104-FJAR

    T-402-TOLF

    Aðgerðagreining T-403-ADGE

    Verkfræðileg undirstöðugrein** **

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn Vorönn

    FV 5 FV 6

    5. önn 6. önn

    Verkfræðileg undirstöðugrein**

    Verðbréf

    **

    T-303-VERD

    Gagnasafnsfræði

    Valfag

    T-202-GAG1

    (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS)

    Afleiður

    Áhættustjórnun

    Valfag

    Valfag

    Valfag

    T-503-AFLE

    T-602-RISK

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

  • 7

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám í janúar 2013 (nemendur sem eru í FV1 – FV2 á vor- og sumarönn 2013)

    Vorönn

    Sumarönn Haustönn

    Vorönn

    FV1 FV2 FV3 FV4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Forritun í Matlab AT FOR 1003

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Rekstur og stjórnun T-106-REVE

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Hagfræði T-105-HAGF

    Tölfræði T-302-TOLF T-402-TOLF

    Aðgerðagreining T-403-ADGE

    Fjármál fyrirtækja T-104-FJAR

    Aðferðir í verkefnavinnu (1 ECTS) T-100-AFVV

    Verkfræðileg undirstöðugrein** **

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn

    Vorönn

    Haustönn

    FV5 FV 6 FV 7

    5. önn 6. önn 7. önn

    Forritun í C++

    T-208-FOR2

    Verðbréf T-303-VERD

    Líffræði T-106-LIFV

    Efnafræði T-204-EFNA

    Verkfræðileg undirstöðugrein** **

    Afleiður

    Áhættustjornun

    Valfag

    Valfag

    T-503-AFLE

    T-602-RISK

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS) (6 ECTS)

    Gagnasafnsfræði T-202-GAG1

    **Eitt eftirfarandi námskeiða: Varmafræði T-507-VARM; Rafmagnsfræði T-104-RAFF;

    Efnisfræði T-407-EFNI; Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD; Aflfræði T-534-AFLF;

    Straumfræði T-536-RENN

    Öll námskeið eru 6 ECTS einingar nema annað sé tekið fram.

    Þriggja vikna námskeið

  • 8

    Hátækniverkfræði

    Í hátækniverkfræðinni er fengist við það svið verkfræðinnar sem stundum er kallað mekatróník (e. mechatronics). Þar er lögð áhersla á að samtvinna hönnun vélbúnaðar við nútíma skynjara og stýritækni. Í náminu er blandað saman mörgum þáttum hefðbundinnar vélaverkfræði, rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði til þess að nemendur geti tekist á við flókin samþætt kerfi sem byggja mikið á tölvustýringum. Sökum breiddarinnar er hátækniverkfræðin góð undirstaða fyrir framhaldsnám í langflestum verkfræðigreinum. Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám HAUSTIÐ 2012: (nemendur sem eru í HÁV1 – HÁV2 skólaárið 2012-2013)

    Haustönn Vorönn Haustönn Vorönn

    HÁV1 HÁV 2 HÁV 3 HÁV 4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Efnafræði T-204-EFNA

    Forritun

    Aflfræði

    AT FOR 1003 T-208-FOR2

    T-534-AFLF

    Tölvustudd teikning (3 ECTS) AI TEI 1001

    Tölvustudd hönnun (3 ECTS)

    Aðferðir í verkefnavinnu (1 ECTS)

    VI HON 1001

    T-100-AFVV

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Varmafræði T-507-VARM Tölfræði T-302-TOLF

    Rafmagnsfræði T-104-RAFF

    Rafeindatækni T-509-RAFT

    Merkjafræði T-306-MERK

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn Vorönn

    HÁV 5 HÁV 6

    5. önn 6. önn

    Mechatronics T-411-MECH

    Reglunarfræði T-501-REGL

    Líffræði T-106-LIFV

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS)

    Vélhlutafræði T-401-VELH

    Efnisfræði

    Valfag

    Valfag

    T-407-EFNI

    (6 ECTS)

    (6 ECTS

    Valfag (6 ECTS)

  • 9

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám í janúar 2013 (nemendur sem eru í HÁV1 – HÁV2 á vor- og sumarönn 2013) Vorönn

    Sumarönn

    Haustönn

    Vorönn

    HÁV1 HÁV 2 HÁV 3 HÁV 4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Forritun í Matlab AT FOR 1003

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Tölvustudd teikning (3 ECTS) AI TEI 1001

    Tölvustudd hönnun (3 ECTS) VI HON 1001

    Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Aflfræði T-534-AFLF

    Tölfræði T-302-TOLF

    Rafmagnsfræði T-104-RAFF

    Aðferðir í verkefnavinnu (1 ECTS) T-100-AFVV

    Rafeindatækni T-509-RAFT

    Merkjafræði T-306-MERK

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn

    Vorönn

    Haustönn

    HÁV5 HÁV 6 HÁV 7

    5. önn 6. önn 7. önn

    Forritun í C++ T-208-FOR2

    Mechatronics T-411-MECH

    Reglunarfræði T-501-REGL

    Sameinda- og frumulíffræði T-106-LIFV

    Efnafræði T-204-EFNA

    Efnisfræði

    Vélhlutafræði

    Varmafræði

    Valfag

    T-407-EFNI

    T-401-VELH

    T-507-VARM

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS) (6 ECTS)

    Öll námskeið eru 6 ECTS einingar nema annað sé tekið fram.

    Þriggja vikna námskeið

  • 10

    Heilbrigðisverkfræði

    Heilbrigðisverkfræði er nýleg grein verkfræðinnar. Aðferðum verkfræðinnar er beitt á mannslíkamann til að leysa vandamál tilkomin vegna veikinda eða slysa, eða einfaldlega til að bæta lífsgæði og öryggi okkar allra. Þannig er þekking á mannslíkamanum samþætt verkfræðilegum aðferðum í þverfaglegu námi. Undirstöðugreinar heilbrigðisverkfræðinnar eru stærðfræði, eðlisfræði og lífeðlisfræði, og einmitt lífeðlisfræðin og starfsemi mannslíkamans setur heilbrigðisverkfræðina í nokkra sérstöðu miðað við aðrar verkfræðigreinar. Heilbrigðisverkfræðingar vinna oft í teymum ólílkra sérfræðinga og eru viðfangsefnin í senn ögrandi, spennandi og fjölþætt.

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám HAUSTIÐ 2012: (nemendur sem eru í HEV1 – HEV2 skólaárið 2012-2013)

    Haustönn Vorönn Haustönn Vorönn

    HEV1 HEV 2 HEV 3 HEV 4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Líffræði - Lífeðlisfræði T-106-LIFF T-206-LIFE T-306-LIFE

    Efnafræði T-204-EFNA

    Forritun

    Aðferðir í verkefnavinnu (1 ECTS)

    AT FOR 1003

    T-100-AFVV

    T-208-FOR2

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Tölfræði T-302-TOLF

    Rafmagnsfræði T-104-RAFF

    Rafeindatækni T-509-RAFT

    Merkjafræði T-306-MERK

    Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn Vorönn

    HEV 5 HEV 6

    5. önn 6. önn

    Eðlifræði III T-307-HEIL

    Reglunarfræði T-501-REGL

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag

    Læknisfræðileg myndgerð

    Efnisfræði

    Mælitækni og lífsmörk

    (6 ECTS)

    T-609-LAEK

    T-407-EFNI

    T-510-MALI

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS)

  • 11

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám í janúar 2013 (nemendur sem eru í HÁV1 – HÁV2 á vor- og sumarönn 2013)

    Vorönn

    Sumarönn

    Haustönn Vorönn

    HEV1 HEV 2 HEV 3 HEV 4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Líffræði - Lífeðlisfræði T-106-LIFV T-206-LIFE

    Forritun í Matlab AT FOR 1003

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Tölvustudd teikning (3 ECTS, val) AI TEI 1001

    Tölvustudd hönnun (3 ECTS, val) VI HON 1001

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Tölfræði T-302-TOLF

    Rafmagnsfræði T-104-RAFF

    Aðferðir í verkefnavinnu (1 ECTS) T-100-AFVV

    Rafeindatækni T-509-RAFT

    Merkjafræði T-306-MERK

    Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn

    Vorönn

    Haustönn

    HEV5 HEV 6 HEV 7

    5. önn 6. önn 7. önn

    Efnafræði T-204-EFNA

    Forritun í C++ T-208-FOR2

    Líffræði – Lífeðlisfræði T-306-LIFE

    Eðlifræði III T-307-HEIL

    Reglunarfræði T-501-REGL

    Læknisfræðileg myndgerð

    Mælitækni og lífsmörk

    Efnisfræði

    Töluleg greining

    T-609-LAEK

    T-510-MALI

    T-407-EFNI

    T-406-TOLU

    Valfag (6 ECTS) (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS) (6 ECTS)

    Fimm námskeið eru val, þar af þarf eitt að vera á heilbrigðissviði.

    Öll námskeið eru 6 ECTS einingar nema annað sé tekið fram.

    Þriggja vikna námskeið

  • 12

    Rekstrarverkfræði

    Rekstrarverkfræði er þverfagleg grein þar sem notaðar eru verkfræðilegar aðferðir og hugmyndafræði við ákvarðanir í rekstri og stjórnun í víðri merkingu. Í náminu er blandað saman námskeiðum í hefðbundinni verkfræði og rekstrarfræði, jafnt undirstöðuþekkingu sem og sérhæfðri verkfræðiþekkingu svo sem aðgerðagreiningu, tölfræði, reikniritum og stærðfræðilíkönum sem nýtast við að taka ákvarðanir sem snúa að rekstri og stjórnun á tæknilegum viðfangsefnum. Markmið rekstrarverkfræðinámsins er að mennta framtíðarstjórnendur, sérfræðinga og leiðtoga sem geta tekist á við spennandi nýsköpunarverkefni og uppbyggingu nýrra tækifæra í atvinnulífinu.

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám HAUSTIÐ 2012: (nemendur sem eru í RV1 – RV2 skólaárið 2012-2013)

    Haustönn Vorönn Haustönn Vorönn

    RV1 RV2 RV3 RV4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Forritun AT FOR 1003 T-208-FOR2

    Líffræði T-106-LIFV

    Efnafræði

    Aðferðir í verkefnavinnu (1ECTS)

    T-204-EFNA

    T-100-AFVV

    Hagfræði T-105-HAGF

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Rekstur og stjórnun T-106-REVE

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Tölfræði T-302-TOLF T-402-TOLF

    Aðgerðagreining T-403-ADGE

    Fjármál fyrirtækja T-104-FJAR

    Verkfræðileg undirstöðugrein** **

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn Vorönn

    RV 5 RV 6

    5. önn 6. önn

    Verkfræðileg undirstöðugrein**

    Framleiðslu- og birgðastjórnun

    Rekstrargreining

    Valfag

    Gagnasafnsfræði

    Valfag

    Valfag

    Valfag

    Valfag

    Hermun

    **

    T-512-FRBI

    T-511-REKS

    (6 ECTS)

    T-202-GAG1

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    T-502-HERM

  • 13

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám í janúar 2013 (nemendur sem eru í RV1 – RV2 á vor- og sumarönn 2013)

    Vorönn

    Sumarönn

    Haustönn

    Vorönn

    RV1 RV2 RV3 RV4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Forritun í Matlab AT FOR 1003

    Hagfræði T-105-HAGF

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Rekstur og stjórnun T-106-REVE

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Tölfræði T-302-TOLF T-402-TOLF

    Aðgerðagreining T-403-ADGE

    Fjármál fyrirtækja T-104-FJAR

    Aðferðir í verkefnavinnu (1 ECTS) T-100-AFVV

    Verkfræðileg undirstöðugrein** **

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn

    Vorönn

    Haustönn

    RV5 RV 6 RV 7

    5. önn 6. önn 7. önn

    Verkfræðileg undirstöðugrein** **

    Efnafræði T-204-EFNA

    Forritun í C++ T-208-FOR2

    Líffræði T-106-LIFV

    Rekstrargreining T-511-REKS

    Gagnasafnsfræði T-202-GAG1

    Framleiðslu- og birgðastjórnun

    Valfag

    (6 ECTS)

    T-512-FRBI

    (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag

    Valfag

    (6 ECTS)

    (6 ECTS)

    Hermun T-502-HERM

    **Eitt eftirfarandi námskeiða: Varmafræði T-507-VARM; Rafmagnsfræði T-104-RAFF;

    Efnisfræði T-407-EFNI; Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD; Aflfræði T-534-AFLF;

    Straumfræði T-536-RENN

    Öll námskeið eru 6 ECTS einingar nema annað sé tekið fram.

    Þriggja vikna námskeið

  • 14

    Vélaverkfræði

    Vélaverkfræði veitir breiða og fjölbreytta verkfræðimenntun. Vélaverkfræði byggir á traustri, fræðilegri undirstöðu sem nýtist vel til margvíslegs framhaldsnáms. Með því að leggja áherslu á hönnun, miðlun, greiningarhæfni og skapandi nálgun við lausn verkefna fær vélaverkfræðineminn verðmæta þekkingu. Kjarninn í vélaverkfræðinámi er tölvustudd hönnun og orka, og fá nemendur undirbúning fyrir störf á vettvangi þar sem hröð þróun er í tækni og þekkingu. Vélaverkfræði er klassísk námsgrein sem veitir fjölbreytt atvinnutækifæri í nútímasamfélagi og eru vélaverkfræðingar almennt eftirsóttir á vinnumarkaði. Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám HAUSTIÐ 2012: (nemendur sem eru í VV1 – VV2 skólaárið 2012-2013)

    Haustönn Vorönn Haustönn Vorönn

    VV1 VV 2 VV 3 VV 4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Efnafræði T-204-EFNA

    Forritun

    Aflfræði

    AT FOR 1003 T-208-FOR2

    T-534-AFLF

    Tölvustudd teikning (3 ECTS) AI TEI 1001

    Tölvustudd hönnun (3 ECTS)

    Aðferðir í verkefnavinnu (1ECTS)

    VI HON 1001

    T-100-AFVV

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Varmafræði T-507-VARM

    Tölfræði T-302-TOLF

    Rafmagnsfræði T-104-RAFF

    Efnisfræði T-407-EFNI

    Vélhlutafræði T-401-VELH

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn Vorönn

    VV 5 VV 6

    5. önn 6. önn

    Straumfræði T-536-RENN

    Reglunarfræði T-501-REGL

    Líffræði T-106-LIFV

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS)

    Varmaflutningsfræði (8 ECTS) T-868-HEAT

    Tilraunastofa í varma- og straumfræði

    Valfag

    Valfag

    T-606-LABB

    (6 ECTS)

    (6 ECTS

    Valfag (6 ECTS)

  • 15

    Námsáætlun fyrir þá sem hefja nám í janúar 2013 (nemendur sem eru í VV1 – VV2 á vor- og sumarönn 2013)

    Vorönn

    Sumarönn

    Haustönn

    Vorönn

    VV1 VV 2 VV 3 VV 4

    1. önn 2. önn 3. önn 4. önn

    Stærðfræði T-101-STA1 T-201-STA2 T-301-MATH T-406-TOLU

    Eðlisfræði T-102-EDL1 T-202-EDL2

    Forritun í Matlab AT FOR 1003

    Línuleg algebra T-211-LINA

    Tölvustudd teikning (3 ECTS) AI TEI 1001

    Tölvustudd hönnun (3 ECTS) VI HON 1001

    Stöðu- og burðarþolsfræði T-106-BURD

    Nýsköpun og stofnun fyrirtækja X-204-STOF

    Aflfræði T-534-AFLF

    Tölfræði T-302-TOLF

    Rafmagnsfræði T-104-RAFF

    Aðferðir í verkefnavinnu (1 ECTS) T-100-AFVV

    Efnisfræði T-407-EFNI

    Varmafræði T-507-VARM

    Verkefnastjórnun T-305-PRMA

    Haustönn

    Vorönn

    Haustönn

    VV5 VV 6 VV 7

    5. önn 6. önn 7. önn

    Forritun í C++ T-208-FOR2

    Efnafræði T-204-EFNA

    Straumfræði T-536-RENN

    Reglunarfræði T-501-REGL

    Sameinda- og frumulíffræði T-106-LIFV

    Varmaflutningsfræði (8 ECTS) T-868-HEAT

    Tilraunastofa í varma- og straumfr.

    Vélhlutafræði

    T-606-LABB

    T-401-VELH

    Valfag (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS) (6 ECTS)

    Valfag (6 ECTS) (6 ECTS)

    Öll námskeið eru 6 ECTS einingar nema annað sé tekið fram.

    Þriggja vikna námskeið

  • 16

    Námskeiðslýsingar í BSc námi

    ECTS staðallinn

    ECTS (European Credit Transfer System) er námseiningakerfi sem mótað hefur verið til að samræma mat á námsframvindu innan evrópskra háskóla til að tryggja viðurkenningu á námi milli landa. Einingakerfið á að endurspegla alla námsvinnu nemenda og er miðað við að ein ECTS eining feli í sér 25-30 klst. vinnu fyrir nemandann. Í grunnnámi í verkfræði eru langflest námskeið 6 ECTS einingar.

    Námskeið á 1. námsári

    T-100-AFVV AÐFERÐAFRÆÐI VERKEFNAVINNU 1 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt allan daginn í 3 daga. Umsjónarkennari: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, Páll Jensson, Haraldur Auðunsson. Kennari: Fastir kennarar tækni- og verkfræðideildar. Námsmarkmið: Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemendur: • hafi þjálfast í hópvinnu og skilji mikilvægi samvinnu. • hafi kynnst siðferðilegum álitamálum á sínu sviði. • geti aflað gagna og unnið úr þeim. • geti tekið rökstudda afstöðu til lausna á vandamálum, lagt til lausnir og túklað niðurstöður. • geti sett fram niðurstöður á skýran hátt og kynnt þær. Lýsing: Námskeiðið byggist á hópvinnu þar sem nemendur á fyrsta námsári í BSc verkfræði og tæknifræði vinna að lausn raunhæfs verkefnis í þrjá daga. Áhersla er lögð á skipulagðar aðferðir við verkefnavinnu og að nemendur þjálfist í ritun og kynningu ásamt því að leysa tæknileg verkefni. Kennarar fylgjast með þátttöku hvers nemanda og leiðbeina eftir þörfum. Hver hópur leggur fram verkefni í lok námskeiðs, afhendir niðurstöður á aðgengilegu formi, heldur kynningu á lokaafurð og svara spurningum kennara og samnemenda. Nemandi þarf að hafa lokið þessu námskeiði áður en hann fer upp á þriðja námsár í BSc verkfræði eða tæknifræði. Lesefni: Afhent af kennara í upphafi námskeiðs. Kennsluaðferðir: Hópverkefni unnið í 5-6 manna hópum undir leiðsögn kennara. Námsmat: Lagt er mat á þátttöku í hópvinnu og frammistöðu við kynningu á niðurstöðum. Einkunn er Staðið/Fallin(n). Tungumál: Íslenska.

    T-101-STA1 STÆRÐFRÆÐI I 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Haustönn/vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar.

  • 17

    Skipulag (á haustönn): Kennt í 15 vikur - 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega. Vikuleg skilaverkefni. Vikulegir viðtals-/hjálpartímar. Skipulag (á vorönn): Kennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega. Vikuleg skilaverkefni. Vikulegir viðtals-/hjálpartímar. Umsjónarkennari: Ingunn Gunnarsdóttir. Kennari: Ingunn Gunnarsdóttir og Hlynur Arnórsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist skilning á grundvallaratriðum stærðfræðgreiningarinnar og geti beitt þeim við úrlausn tæknilegra viðfangsefna. • öðlist skilning á stærðfræðilegri röksemdarfærslu og útleiðslu stærðfræðisetninga. Lýsing: Tvinntölur, pólhnit, rætur tvinntalna. Stærðfræðigreining raungildra falla af einni breytistærð. Rauntölur, föll og gröf. Umfjöllun um mikilvægustu föllin og eiginleika þeirra. Markgildi, samfelld föll, diffrun, stofnföll og heildun: Óeiginleg heildi, hlutheildun, aðferð innsetningar og stofnbrotaliðun. Línuleg nálgun og Taylor-margliður. Einfaldar fyrsta stigs diffurjöfnur og annars stigs diffurjöfnur með fastastuðlum. Mikilvægar setningar; meðalgildissetningin, milligildissetningin og Höfuðsetning stærðfræðigreiningarinnar. Lesefni: Robert A. Adams, Calculus, A Complete Course og fyrirlestrarglósur frá kennara. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar, auk viðtalstíma þar sem nemendur geta fengið aðstoð við að leysa dæmi. Námsmat: Skriflegt lokapróf 80%, hlutapróf 10% og skiladæmi 10%. Standast þarf lokaprófið. Á lokaprófi og hlutaprófum er leyfilegt að notast við reiknivél, en engin önnur gögn eru leyfð.Til að öðlast próftökurétt verður nemandi að standast algebrupróf með lágmarkseinkunn 7. Engin gögn eða reiknivél eru leyfð á algebruprófinu. Tungumál: Íslenska T-201-STA2 STÆRÐFRÆÐI II 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Vorönn/sumarönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Stærðfræði I (T-101-STA1), Eðlisfræði I (T-102-EDL1). Skipulag (á vorönn): Kennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega. Vikuleg skilaverkefni. Vikulegir viðtals-/hjálpartímar. Skipulag (á sumarönn): Kennt í 4 vikur – 12 fyrirlestrar og 12 dæmatímar vikulega. Viðtalstímar einn dag í viku. Umsjónarkennari: Ingunn Gunnarsdóttir (vorönn). Hlynur Arnórsson (sumarönn). Kennari: Ingunn Gunnarsdóttir og Hlynur Arnórsson (vorönn). Hlynur Arnórsson (sumarönn). Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist skilning á grundvallaratriðum stærðfræðinnar og geti beitt þeim við úrlausn tæknilegra viðfangsefna. • öðlist nauðsynlega undirstöðuþekkingu til að geta tileinkað sér námsefni í faggreinum tæknifræðinnar. • öðlist skilning á stærðfræðilegri röksemdarfærslu og útleiðslu stærðfræðisetninga. Lýsing: Runur og raðir. Samleitnipróf. Kvótaraðir, p-raðir, kíkisraðir, veldaraðir, Taylor-raðir. Stikun ferla. Stöðuvigur agnar í rúminu, hraði, stefnuhraði og hröðun. Bogalengd og ferilheildi. Föll af fleiri breytistærðum, markgildi, samleitni, diffranleiki, hlutafleiður, stefnuafleiður, heildarafleiður, keðjureglan, línuleg nálgun, útgildi. Heildi í 2 og 3 víddum, pólhnit, kúluhnit, sívalningshnit. Óeiginleg heildi. Varðveitin vektorsvið, mætti, flatarheildi vektorsviðs. Einfaldlega samhangandi svæði. Setningar Stoke, Green og Gauss. Lesefni: Robert A. Adams, Calculus, A Complete Course og fyrirlestrarglósur frá kennara. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar, auk viðtalstíma þar sem nemendur geta fengið aðstoð við að leysa dæmi.

  • 18

    Námsmat (á vorönn): Skriflegt lokapróf 80%, besta einkunn úr tveimur hlutaprófum 10% og vikuleg skiladæmi 10%. Námsmat (á sumarönn): Skriflegt lokapróf 40%, 3 skrifleg hlutapróf 30% og 4 stærri skilaverkefni 30%. Námsmat almennt: Standast þarf skriflega lokaprófið. Á lokaprófi og hlutaprófum fá nemendur formúlublað með prófinu og mega notast við reiknivél við úrlausn prófa. Auk þess mega nemendur hafa meðferðis eitt formúlublað af stærð A4, þetta formúlublað má innihalda formúlur, setningar og skilgreiningar, en engin sýnidæmi. Tungumál: Íslenska. T-102-EDL1 EÐLISFRÆÐI I 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Haustönn/vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag (á haustönn): Kennt í 15 vikur - 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega. . Fjórar verklegar æfingar yfir önnina skv. sérstakri stundaskrá. Vikulegir viðtalstímar. Skipulag (á vorönn): Kennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikuleg. Fjórar verklegar æfingar yfir önnina skv. sérstakri stundaskrá. Vikulegir viðtalstímar. Umsjónarkennari: Sigurður Ingi Erlingsson. Kennari: Sigurður Ingi Erlingsson (haustönn), Vilhelm Sigfús Sigmundsson (vorönn). Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: . • öðlist skilning á grundvallaratriðum hreyfi- og aflfræði og geti beitt þeim við úrlausn tæknilegra viðfangsefna. • öðlist nauðsynlega undirstöðuþekkingu í hreyfi- og aflfræði til að geta tileinkað sér námsefni í faggreinum tækni- og verkfræði. • nái góðum tökum á grundvallaratriðum varmafræðinnar. • geti sett fram niðurstöður verkefna á greinargóðan hátt. Lýsing: Hreyfing eftir línu, í plani og í rúmi. Hreyfingarlögmál Newtons. Vinna, hreyfiorka, stöðuorka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, atlag og árekstrar. Hringhreyfing og aflfræði hringhreyfingar. Jafnvægi, fjaður og lotubundin hreyfing. Þyngd. Rennslisfræði. Bylgjur. Hitastig, varmi og fasabreytingar. Fyrsta og annað lögmál varmafræðinnar. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Lesefni: H.D Young and R.A Freedman, University Physics with Modern Physics. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verklegar æfingar. Námsmat: 3 klukkustunda skriflegt lokapróf vegur 70%, standast þarf lokaprófið. Öll próf eru gagnalaus (fyrir utan formúlublað sem fylgir með) og einungis Casio FX-350 vasareiknir er leyfður í prófi. Bestu einkunn úr þremur hlutaprófum gildir 10% og heimadæmaskil gilda 10%. Verklegar æfingar og skýrslur gilda 10%. Skila ber öllum fjórum skýrslum (3 verklegar æfingar og 1 heimatilraun/smíði) til að öðlast rétt til að taka próf. Tungumál: Íslenska. T-202-EDL2 EÐLISFRÆÐI II 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Vorönn/sumarönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Eðlisfræði I (T-102-EDL1), Stærðfræði I (T-101-STA1). Skipulag (á vorönn): Kennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega. Fjórar verklegar æfingar skv. sérstakri stundaskrá.

  • 19

    Skipulag (á sumarönn): Kennt í 4 vikur, um 4-5 kennslustundir á dag. Fjórar verklegar æfingar skv. sérstakri stundaskrá. Umsjónarkennari: Sigurður Ingi Erlingsson. Kennari: Sigurður Ingi Erlingsson (vorönn). Haraldur Auðunsson (sumarönn). Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist haldgóða þekkingu á rafsegulfræði til að skilja og greina ýmiss fyrirbæri og verkefni þar sem rafsegulfræðin kemur við sögu- öðlist nægan skilning á grundvallaratriðum rafsegulfræðinnar til að geta beitt henni við úrlausn tæknilegra viðfangsefna. • öðlist nauðsynlega þekkingu í rafsegulfræði til að geta tileinkað sér námsefni í faggreinum í verkfræði. • hafi nægjanlega færni til að greina rafsegulfræðileg fyrirbæri í sínu nánasta umhverfi og meta helstu stærðir þess. • nái góðum tökum á grundvallaratriðum varmafræðinnar. • geti sett fram niðurstöður verkefna á greinargóðan hátt. Lýsing: Í námskeiðinu verður farið í eftirfarandi atriði, þau kynnt og þeim síðan beitt við úrlausn verkefna, bæði fræðilegra og tæknilegra: Rafsegulfræði: Rafhleðsla og rafsvið. Lögmál Gauss. Rafmætti. Rýmd og rafsvarar. Rafstraumur, viðnám og íspenna. Jafnstraumsrásir. Segulsvið og segulkraftar. Orsakir segulsviðs. Span. Sjálf- og gagnspan. Riðstraumsrásir. Jöfnur Maxwells. Rafsegulbylgjur. Varmafræði: Fyrsta og annað lögmál varmafræðinnar. Samhliða þessu verður lögð áhersla á skýra framsetningu skilaverkefna, bæði vikulegra skilaverkefna og skýrslna um verklegar æfingar. Lesefni: H.D Young and R.A Freedman, University Physics with Modern Physics. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verklegar æfingar. Námsmat (á vorönn): 3 klukkustunda skriflegt lokapróf vegur 70% og standast þarf lokaprófið. Öll próf eru gagnalaus (fyrir utan formúlublað sem fylgir með) og einungis Casio FX-350 vasareiknir er leyfður í prófi. Bestu einkunn úr þremur hlutaprófum gildir 10% og heimadæmaskil gilda 10%. Verklegar æfingar og skýrslur gilda 10%. Skila ber öllum fjórum skýrslum (3 verklegar æfingar og 1 heimatilraun/smíði) til að öðlast rétt til að taka próf. Námsmat (á sumarönn): Námsmat er byggt á 4 hlutaprófum (3 bestu gilda). Nánar er tilkynnt um námsmat við upphaf kennslu. Tungumál: Íslenska. AT FOR 1003 HAGNÝT FORRITUN 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt í 15 vikur - 5 kennslustundir á viku. Umsjónarkennari: Bjarni V Halldórsson. Kennari: Jónas Þór Snæbjörnsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • Þekki undirstöðuatriði í forritun. • Geti nýtt sér forritun í Matlab við lausn á verkefnum og rannóknir á tæknilegum viðfangsefnum. Lýsing: Í þessu námskeiði eru nemendum kennd almenn undirstöðuatriði í forritun. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist góðan skilning á grunnhugtökum eins og breytum, útreikningum, gildingum, setningum, lykkjum, skipanaskrám, föllum og reikniritum. Nemendum er kennd forritun í Matlab og þau þjálfuð í notkun Matlab forritsins. Einnig eru kenndar aðferðir við meðhöndlum gagna og birtingu niðurstaðna með Matlab. Lesefni: Stephen J Chapman, Essentials of Matlab programming. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar. Námsmat: Lokapróf gildir 60%, standast þarf lokaprófið. Fjögur hlutapróf gilda 20% (þ.e. 3 bestu gilda). Tvö stærri forritunarverkefni gilda 20%.

  • 20

    Tungumál: Íslenska. AI TEI 1001 TÖLVUSTUDD TEIKNING 3 ECTS Ár: 1. ár Önn: Haustönn/vorönn Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HÁV, VV. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt í 7,5 vikur - dreifinám með staðarlotu og dæmatímum. Umsjónarkennari: Fjóla G. Sigtryggsdóttir. Kennari: Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: •Skilji mikilvægi teikninga í framsetningu á tæknilegri hönnun og upplýsingum. •Skilji mikilvægi þess að upplýsingar á teikningu séu settar fram þannig að smíða megi eftir henni. •Geti gert teikningar sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til teikninga starfandi tæknimanna. •Viti um tilvist reglna og staðla og þekki leiðir til sækja og nýta sér upplýsingar úr þeim, t.d. Byggingarreglugerð, ÍST-ISO staðla, o.fl.. •Hafi innsýn í grunnatriði teiknifræðinnar og hvernig henni er beitt við tæknilega hönnun. •Geti lýst þrívíðum hlut með tvívíðri teikningu. •Geti gert marghliða teikningar (multiview drawings) og sniðteikningar. •Þekki helstu línugerðir og hvernig þær eru notaðar við teikningagerð. Lýsing: Markmið þessa áfanga er að gefa innsýn í teiknifræði og hvernig henni er beitt við tæknilega hönnun þar sem tvívídd er notuð til að túlka þrívíðan hlut. Nemendur kynnist og læri að beita reglum þeim og hefðum sem gilda um teikningar og teikningagerð. Nemendur öðlist grunnþekkingu um þau atriði sem nauðsynleg eru til að geta sjálfir sett sig inn í teikniforrit eins og AutoCad og beitt því við gerð tækniteikninga. Lesefni: Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar á hljóðglærum auk fyrirlestra í kennslustofu. Verkefnavinna. Námsmat: Skilaverkefni 60% Lokaverkefni 40% Samtals 100%. Fjögur skilaverkefni verða lögð fyrir og eitt lokaverkefni. Skilaverkefni gilda 60% og lokaverkefni 40%. Nemendur fá verkefni í byrjun viku. Skil á verkefnum skulu vera í byrjun næstu viku á eftir (mánudag fyrir miðnætti) nema annað komi fram á verkefnablaði. Athugið að í öllum tilfellum þarf að skila frumskránni, eða .dwg skránni (AutoCAD skránni sjálfri). Sé henni ekki skilað með dragast 2 heilir niður fyrir verkefnið. Athugið að ekki er veittur skilafrestur á verkefnum. Ef nemendi getur ekki skilað á tilsettum tíma, hægt að skila í sérstakt skilahólf í tvo sólahringa eftir að skilafrestur rennur út. Við það dregst einkunn niður um 2 heila. Tungumál: Íslenska. VI HON 1001 TÖLVUSTUDD HÖNNUN 3 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Haustönn/vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HÁV, VV. Undanfarar: Tölvustudd teikning (AI TEI 1001). Skipulag: Kennt í 7,5 vikur, að mestu í fjarnámi - 8 kennslustundir í staðarnámi í upphafi. Umsjónarkennari: Indriði S. Ríkharðsson. Kennari: Gísli Gunnar Pétursson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur

  • 21

    • nái nægilegri þekkingu á tölvustuddri hönnun með forritinu Autodesk Inventor til að geta leyst algeng og hefðbundin verkefni við hönnun á einföldum vélahlutum. Lýsing: Kynning á forritinu Autodesk Inventor. Kennt er að teikna vélahluta, setja saman vélahluta, búa til teikningar og kynningarmyndir. Þetta námskeið (VI HON 1001, Tölvustudd hönnun, 3 ECTS) er kennt seinni helming annarinnar en Tölvustudd teikning (AI TEI 1001, 3 ECTS) fyrri helminginn. Það er skilyrðislaus krafa að standast AI TEI 1001 til að geta tekið VI HON 1001. Lesefni: Kennsluaðferðir: Hljóðglærur með fyrirlestrum frá kennara, heimaverkefni og skilaverkefni. Námsmat: 4 skilaverkefni gilda samtals 50% og lokaverkefni (próf) gildir 50%. Nemendur þurfa að fá að lágmarki 5 í einkunn fyrir skilaverkefni og að lámarki 5 í einkunn fyrir lokaverkefni (próf) til að standast námskeiðið. Tungumál: Íslenska. T-106-LIFV SAMEINDA OG FRUMULÍFFRÆÐI 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt í 15 vikur - 5 kennslustundir á viku. Verklegar æfingar skv. sérstakri stundaskrá. Umsjónarkennari: Karl Ægir Karlsson. Kennari: Karl Ægir Karlsson og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson. Námsmarkmið: Markmið með þessu námskeiði er að gefa 1. árs verkfræðinemum grunnþekkingu í samsetningu og starfsemi heilkjörnunga og helstu þáttum í sameindalíffræði heilkjörnunga. Einnig að kynna þeim fyrir almennum þáttum í stofnfrumulíffræði, vefjaverkfræði og taugaverkfræði. Farið verður í grunnþætti lífefnafræði, grunnþætti sameindaerfðafræði, grunnþætti sameindalíffræði og grunnþætti frumulíffræði. Farið í uppbyggingu og starfsemi próteina. Farið verður yfir uppbyggingu og pökkun erfðaefnisins. Farið verður yfir þá þætti sem stýra viðhaldi, viðgerð og endurmyndun á erfðaefninu. Farið verður í gegnum hvernig erfðaefnið er umritað og þýtt yfir í prótein. Farið verður í grunnbyggingu og efnasamsetningu frumuhimnunar. Farið verður yfir helstu þætti sem stjórna flæði efna í gegnum frumuhimnu. Farið verður yfir helstu frumulíffæri og hvernig próteinum er pakkað og flutt til innan frumunar. Farið verður í orkubúskap heilkjörnunga. Farið verður yfir samskipti innan frumna og milli frumna. Farið verður yfir frumugrindina og hvernig frumur hreyfa sig. Fjallað verður um stofnfrumur, vefjaverkfræði og taugaverkfræði. Verklegar æfingar verða tvisvar sinnum á önninni Námskeiðinu er skipt í fjóra hluta: I) inngang að frumulíffræð, lífefnafræði og prótein, II) Sameindaerfðafræði III) Frumuhimnan, flutningur sameinda yfir frumuhimnu, Innra skipulag frumunar, Boðskipti frumunar og Frumugrindin. IV) Stofnfrumur, vefajverkfræði og taugaverkfræði. Að loknu námskeiðinu á nemandinn að hafa skilning á efnafræði frumna, uppbyggingu og starfsemi próteina, uppbyggingu erfðaefnisins, umritun og þýðingu erfðaefnis yfir í prótein , byggingu og virkni frumuhimnunnar, frumulíffæri, innanfrumuboðleiðir, samskipti frumna og hafa grunþekkingu um stofnfrumur, vefjaverkfræði og taugaverkfræði. Lýsing: Fyrsti hluti: Inngangur að frumulíffræði, lífefnafræði frumna og prótein. Annar hluti: Sameindaerfðafræði. Genamengið og litningar, DNA eftirmyndun, DNA viðgerðir og DNA endurröðun. Umritun á DNA yfir í RNA. Þýðing á RNA yfir í prótein. Grunnatriði genastjórnunar. Þriðji hluti: Frumuhimnan, flutningur sameinda yfir frumuhimnu, Innra skipulag frumunar, Flutningur í blöðrum, Orkubúskapur frumunar, Boðskipti frumunar og Frumugrindin. Fjórði hluti. Stofnfrumur, vefjaverkfræði og taugaverkfræði. Lesefni: Alberts et al, Essential Cell Biology. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, umræður og verklegar æfingar. Námsmat: Skriflegt lokapróf (krossar) 70%. Þrjú áfangapróf 20% (gilda 10% hvert en aðeins tvær bestu einkunnirnar úr prófunum þremur gilda). Mæting í verklegar æfingar og skil á skýrslum 10% (5% hvor æfing). Ekki er farið fram á lágmarkseinkunn úr verklegum æfingum eða áfangaprófum til að öðlast próftökurétt í lokaprófi.

  • 22

    Tungumál: Íslenska/enska. T-106-BURD STÖÐU- OG BURÐARÞOLSFRÆÐI 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HÁV, HEV, VV. Undanfarar: Stærðfræði 1 (T-101-STA1), Eðlisfræði 1 (T-102-EDL1). Skipulag: Kennt í 12 vikur, 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku. Verklegar æfingar skv. sérstakri stundaskrá. Umsjónarkennari: Ármann Gylfason. Kennari: Ármann Gylfason. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist skilning á undirstöðuatriðum stöðu- og burðarþolsfræði. Megin áhersla er á jafnvægisútreikninga burðarvirkja og greiningu þeirra samkvæmt hefbundnum bitafræðum og munu nemendur verða færir um að reikna undirstöðukrafta, innri krafta, spennur og færslur í einföldum burðarvirkjum eins og stöngum, bitum og öxlum. • öðlist grunnfærni í vélsmíði með rennibekk og fræsivél, ásamt því að kynnast einföldum spennumælingum. Lýsing: Efnistök námskeiðsins: Kraftakerfi, kraftajafnvægi, samsettar einingar; Spenna og streita; Þolfræði efna; 2D og 3D spennuástand og Mohr hringur; Aflögun öxla vegna tog- og þrýstikrafta og vindu; Niðurbeygja bita; Statískt ákveðin og óákveðin viðfangsefni. Lesefni: J. M Gere, B.J Goodno, Mechanics of Materials. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verklegar æfingar. Námsmat: Lokapróf 40%. Áfangapróf 30%. Verklegt 30%. Haldin verða 3 áfangapróf og gilda 2 próf af þremur til einkunnar (ekki verður boðið upp á sjúkra-/endurtektarpróf, dagsetningar auglýstar í byrjun námskeiðs). Nemendur verða að taka þátt í og skila öllum verklegum æfingum til að hljóta próftökurétt - tímasetningar auglýstar síðar. Heimadæmi, 3 heimadæmaskil á önninni (skilaskylda, dagsetningar auglýstar í byrjun námskeiðs) Lokapróf og áfangapróf eru gagnalaus, formúlublað verður gefið út. Casio Fx350 reiknivél heimiluð. Nemendur verða að standast lokapróf með a.m.k. 4,75 í einkunn til þess að aðrir þættir námsmats komi inn í útreikning lokaeinkunnar. Tungumál: Íslenska. T-106-REVE REKSTUR OG STJÓRNUN – VERKFRÆÐILEGAR AÐFERÐIR 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið FV, RV. Umsjónarkennari: Páll Kr. Pálsson. Kennari: Páll Kr. Pálsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist haldgóða þekkingu á þeirri aðferðafræði sem beitt er við stjórnun fyrirtækja út frá verkfræðilegum sjónarmiðum og verkfræðilegri hugsun við stjórnun. Lýsing: Námskeiðinu er ætlað að gefa yfirlit yfir störf og viðfangsefni rekstrarverkfræðinga og grunn undir viðfangsefni námsbrautarinnar. Fjallað verður um verkfræðilega nálgun við stjórnun út frá aðferðafræði og með heimsóknum í fyrirtæki og þáttakendum veitt innsýn í öll helstu svið stjórnunar og þá aðferðafræði og hugsun sem þar hefur verið þróuð út frá verkfræðilegri nálgun. Fjallað er um: •Stefnumótun, markmiðasetningu, stjórnun, hlutverk og starf stjórna, skipurit og starfsmannamál. •Viðskiptavininn og

  • 23

    samkeppnisgreiningu, svo sem markaðsgreiningu og markaðsaðgerðir. •Kostnaðargreiningu, kostnaðareftirlit, framlegð, afkomu og efnahag. •Innkaup, birgðastýringu, framleiðsluskipulagningu og framleiðslustjórnun. •Tækni, tæknþróun, rannsóknir, þróunarstarfsemi og nýsköpun. Lesefni: Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og fyrirtækjaheimsóknir. Námsmat: Skriflegt próf (3 klst) gildir 60% og verkefni 40%. Skilaskylda á 4 verkefnum úr 6 heimsóknum. Tungumál: Íslenska. T-204-EFNA EFNAFRÆÐI 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt í 15 vikur, 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar í viku. 3 verklegar æfingar skv. sérstakri stundaskrá. Umsjónarkennari: Halldór G. Svavarsson. Kennari: Halldór G. Svavarsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • kynnist undirstöðuatriðum og grundvallarhugtökum almennrar efnafræði. • öðlist innsýn í kjarnahvörf, lífræna efnafræði og lífefnafræði. Lýsing: Almenn efnafræði fyrir verkfræðinema. Grundvallaratriði efnafræðinnar eru tekin fyrir, þar á meðal: efni og ástönd, atóm-bygging og lotukerfið, efnahvörf, hlutfallaefnafræði, efnatengi, varmafræði og jafnvægi. Einnig verður kenndur inngangur að kjarnefnafræði og lífrænni efnafræði. Lesefni: Raymond Chang and William College, Chemistry. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verklegar æfingar. Námsmat: 3 klukkustunda skriflegt lokapróf vegur 65%. Vikulega skiladæmi vega samtals 10%. Þrjú skyndipróf sem hvert vegur 5% (samtals 15%). Þrjár skýrslur úr verklegum æfingum vega samtals 10%. Skila ber öllum skýrslum til að öðlast próftökurétt. Ná þarf 5.0 í lágmarkseinkunn úr lokaprófi. Tungumál: Íslenska. T-206-LIFE LÍFEÐLISFRÆÐI I 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HEV. Undanfarar: Sameinda- og frumulíffræði (T-106-LIFV). Skipulag: Kennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 verklegar æfingar í viku. Umsjónarkennari: Karl Ægir Karlsson. Kennari: Logi Jónsson, Jón Ólafur Skarphéðinsson. Námsmarkmið: Markmið námskeiðsins er að nemandi verði hæfur til að takast á við frekara nám og starf í heilbrigðisverkfræði. Í lok námskeiðsins á nemandi að hafa tileinkað sér hæfni í eftirfarandi þáttum: • Þekkja og geta lýst grundvallarhugtökum í lífeðlisfræði, grundvallaratriðum er varða byggingu og starfsemi frumna, sérstaklega tauga- og vöðvafrumna og rannsóknaraðferðum og mælitækni. • Geta útskýrt lífeðlisfræðilega ferla og hvaða afleiðingar röskun í þessum ferlum hefur. • Geta mælt lífeðlisfræðilega þætti og unnið úr niðurstöðum. Geta útskýrt lífeðlisfræðilega ferla með dæmum. • Geta túlkað niðurstöður eigin mælinga og annarra á gagnrýnan hátt.

  • 24

    • Geta nýtt lífeðlisfræðilega þekkingu til þess að setja fram tilgátur sem hægt er að prófa með tilraunum. • Geta rætt og rökstutt mál sitt með tilvísunum í heimildir og greint á milli staðreynda og ályktana. • Geta tekið virkan þátt í vinnuhópum við að leysa lífeðlisfræðileg verkefni. Lýsing: Fyrirlestrar: Samvægi. Bygging taugakerfisins. Raflífeðlisfræði og lífeðlisfræði taugafruma, boðflutningur í miðtaugakerfinu, Sjálfráða- og ósjálfráða taugakerfið. Heilarit, vitund/svefn, dægursveiflur. Hormónakerfið. Starfsemi vöðva. Rafvirkni hjartans og hjartarafrit. Vöðvaspólur, stjórn hreyfinga og skynjunarlífeðlisfræði. Verklegar æfingar: Vöðvar. Rafskráningar (EMG og EEG) og viðbragðsbogar. Lesefni: D.U Silverthorn, Human physiology: An Intergrated Approach. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, umræðufundir og verklegar æfingar. Skylt er að mæta í allar verklegar æfingar og skila skýrslum. Námsmat: Áfangapróf gilda 10% af lokaeinkunn. Vegið meðaltal einkunna fyrir frammistöðu í verklegum æfingum og skýrslum gildir 30% af lokaeinkunn. Misserispróf í lok kennslutímabilsins gildir 70% af lokaeinkunn. Tungumál: Íslenska. T-211-LINA LÍNULEG ALGEBRA 6 ECTS Ár: 1. ár Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt í 12 vikur, 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku. Umsjón: Tölvunarfræðideild. Kennari: Halldór Halldórsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • kunni skil á undirstöðuatriðum í fylkjareikningi, þar á meðal ákveðum, eigingildum og eiginvektorum • hafi kynnst rúmfræðilegum hugtökum, svo sem jöfnum fyrir beinar línur og plön • geti nýtt sér fylkjareikning við rúmfræðilegar varpanir • geti beitt algengum aðferðum við lausn á línulegum jöfnuhneppum • fái innsýn í fjölbreytilega hagnýtingu línulegrar algebra. Lýsing: Fjallað er um rúmfræði, þar á meðal jöfnur fyrir beinar línur og plön. Tekinn er fyrir fylkjareikningur, þar á meðal ákveður, eigingildi og eiginvektorar. Farið er í aðferðir við lausn á línulegum jöfnuhneppum. Loks er fjallað um beitingu fylkjareiknings við línulegar varpanir, sem meðal annars nýtast í tölvugrafík. Lesefni: David Poole, Linear Algebra: A Modern Introduction. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og skilaverkefni Námsmat: Lokapróf gildir 80%. Nemandi þarf að ná 4,75 á lokaprófi til þess að dæmaskil geti orðið til hækkunar. Dæmaskil gilda 20%. Lág einkunn fyrir þau getur orðið til þess að nemandi falli í námskeiðinu þó hann hafi náð lokaprófinu sjálfu. Tungumál: Íslenska. X-204-STOF NÝSKÖPUN OG STOFNUN FYRIRTÆKJA 6 ECTS Ár: 1. ar. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag:. Fyrirlestrar og hópastarf í 3 vikur í lok annar. Umsjónarkennari: Hrefna S. Briem.

  • 25

    Kennari: Hrefna S. Briem o.fl. Námsmarkmið: Þekking Nemendur geti gert grein fyrir grunnhugtökum í frumkvöðlafræðum og þekki hugtök á borð við viðskiptamódel, viðskiptaáætlun, styrkir, örfjárfestingar, viðskiptaenglar, framtaksfjárfestingar, frumkvöðlasetur Nemendur hafi skilning á vaxtaferli fyrirtækja Nemendur hafi skilning á nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi og hvaða grunnþjónusta standi til boða á mismunandi stigum eftir þörfum fyrirtækja fram að framtaksfjárfestingu Nemendur þekki grunnþjónustuveitur á vefnum sem aðstoði frumkvöðla við framgang sinna viðskiptahugmynda. Leikni Nemendur geti haldið blaðlausar kynningar um viðskiptahugmynd Nemendur geti haldið fjárfestingakynningu um viðskiptahugmynd Nemendur geti teiknað dæmi um vaxtaferil fyrirtækja Nemendur skilji umfjöllun fjölmiðla um nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfið Nemendur geti talað við mögulega viðskiptavini viðskiptahugmyndar og fengið upplýsingar um þarfir þeirra og hvort viðskiptahugmyndin samræmist þeim þörfum eða hvort gera þurfi breytingar Hæfni Nemendur geti metið áhrif stjórnvaldsaðgerða á stuðningsumhverfi nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins Nemendur átti sig á hvaða gögn gefi upplýsingar um þróun nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins Nemendur geti túlkað umfjöllun fjölmiðla um sprotafyrirtæki Nemendur viti hvaða lykilskjöl eru nauðsynleg til að stofna fyrirtæki á Íslandi og lykilatriði sem beri að huga að í þeim efnum. Lýsing: Námskeiðið miðar að þróun viðskiptahugmyndar yfir í viðskiptatækifæri og gerð fullbúinnar viðskiptaáætlunar fyrir nýtt fyrirtæki og skiptist í fjóra meginþætti: (i) Viðskiptatækifæri og uppsprettur þeirra – viðskiptahugmyndin. (ii) Undirbúningur viðskiptaáætlunar – veruleikaprófið. (iii) Gerð viðskiptaáætlana. (iv) Kynning viðskiptahugmyndar fyrir fjárfestum. Lesefni: Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og hópavinna. Námsmat: Val á viðskiptahugmynd 20%; Einföld viðskiptaáætlun 50%; Kynning á viðskiptahugmynd 20%; Fundargerðir og lýsing á starfi hópsins 10%. Tungumál: Íslenska.

    Námskeið á 2. námsári

    T-104-FJAR FJÁRMÁL FYRIRTÆKJA 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn:.Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið FV, RV. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt í 15 vikur - 5 kennslustundir á viku. Umsjónarkennari: Haraldur Óskar Haraldsson. Kennari: Bjarki A. Brynjarsson, Einar Númi Sveinsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • tileinki sér grunnatriði í fjármálum fyrirtækja, þ.m.t. fjárhagsskipan, greiningu ársreikninga, virðisútreikninga, hlutabréf og skuldabréf.

  • 26

    Lýsing: Áhersla er lögð á skilning nemenda á fjármálum fyrirtækja, fjármálamörkuðum og virðisútreikningum. Nemendur öðlast skilning á samspili fyrirtækja við fjármálamarkaði, uppbyggingu efnahagsreikninga og greiningu ársreikninga, lausafjárstýringu, verðmæti fjármagns og verkefna, hlutabréf og skuldabréf. Kennslan byggist á fyrirlestrum, heimaverkefnum og 1-2 stærri verkefnum. Lesefni: Robert Parrino, David Kidwell, Fundamentals of Corporate Finance. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar. Heimadæmi og 1-2 stærri verkefni. Námsmat: Fullnægjandi skil á 10 heimadæmum gilda 10% af lokaeinkunn, stórt verkefni gildir 20% og lokapróf gildir 70%. Ná þarf lágmarkseinkunn 5,0 í lokaprófi til að standast námskeiðið og meðaleinkunn 5,0 í námskeiðinu í heild. Tungumál: Íslenska.

    T-104-RAFF RAFMAGNSFRÆÐI 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HÁV, HEV, VV. Undanfarar: Stærðfræði I (T-101-STA1), Eðlisfræði I (T-102-EDL1), Eðlisfræði II (T-202-EDL2). Skipulag: Kennt í 15 vikur - 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega. Verklegar æfingar skv. sérstakri stundaskrá. Umsjónarkennari: Ágúst Valfells. Kennari: Slawomir Koziel. Námsmarkmið: Að loknu námskeiðinu skulu nemendur: • Þekkja grundvallareiningar rafrása. • Þekkja undirstöður greiningar línulegra rása. • Hafa kynnst notkun tilrauna og tölulegra aðferða við rásagreiningu.. Lýsing: Rafrásir og einingar þeirra. Viðnámsrásir. Lögmál Kirchoffs. Aðferðir við greiningu viðnámsrása. Hnútpunktagreining og möskvagreining. Samlagningaraðferð, Thévenin og Norton jafngildisrásir. Geymsla orku í rafsviði og segulsviði, þéttar og spanöld-. Kvik hegðun RL, RC, og RLC rása. Greining riðstraumsrása í stöðugu ástandi, fasavektorar. Afl í riðstraumsrásum. Tíðniviðbragð. Laplace vörpun. Fourier raðir and Fourier vörpun. Tveggja úttaka rásir. Lesefni: Richard C Dorf and James A Svoboda, Introduction to Electric Circuits. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verklegar æfingar: Námsmat: Verkefni (3x5% = 15%), Tilraunir (2x5% = 10%), Smápróf (2x5% = 10%), Heimadæmi (10% in total), Miðannarpróf (15%), Lokapróf (40%) Tungumál: Enska.

    T-105-HAGF HAGFRÆÐI 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið FV, RV. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt í 15 vikur – 5 kennslustundir á viku. Umsjónarkennari: Sverrir Ólafsson. Kennari: Bolli Héðinsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist undirstöðuskilning á helstu atriðum úr rekstrar- og þjóðhagfræði.

  • 27

    Lýsing: Helstu atriði úr rekstrarhagfræði og viðfangsefni þjóðhagfræðinnar. Þjóðhagsreikningar og verðlagsþróun, landsframleiðsla til langs tíma hagvöxtur og atvinnuleysi, peningar, fjármagnsmarkaðir og verðbólga, heildarframboð, heildareftirspurn og áhrif hagstjórnaraðgerða, hlutverk hins opinbera, hagsveiflur, verðbólga og atvinnuleysi, viðskipti milli landa. Sérstök áhersla er lögð á að tengja fræðin íslenskum aðstæðum og atburðum líðandi stundar. Gera má ráð fyrir að við gerð heimaverkefnis/kynningar þurfi nemendur að vera reiðubúnir að vinna að því með formlegum hætti þ.e. réttri heimildanotkun o.þ.h. Lesefni: Mankiw & Taylor, Economics. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, þátttaka nemenda í tímum og verkefni. Námsmat: Allt sem fram fer í tíma er til prófs! Vægi einstakra þátta til lokaeinkunnar: Lokapróf: 50%. Þátttaka í tímum: 15%. Verkefni: 35%. Tungumál: Íslenska. T-106-BURD STÖÐU- OG BURÐARÞOLSFRÆÐI 6 ECTS Ár: 1. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HÁV, HEV, VV. Undanfarar: Stærðfræði 1 (T-101-STA1), Eðlisfræði 1 (T-102-EDL1). Skipulag: Kennt í 12 vikur - 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku. Umsjónarkennari: Ármann Gylfason. Kennari: Ármann Gylfason. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist skilning á undirstöðuatriðum stöðu- og burðarþolsfræði. Megin áhersla er á jafnvægisútreikninga burðarvirkja og greiningu þeirra samkvæmt hefbundnum bitafræðum og munu nemendur verða færir um að reikna undirstöðukrafta, innri krafta, spennur og færslur í einföldum burðarvirkjum eins og stöngum, bitum og öxlum. • öðlist grunnfærni í vélsmíði með rennibekk og fræsivél, ásamt því að kynnast einföldum spennumælingum. Lýsing: Efnistök námskeiðsins: Kraftakerfi, kraftajafnvægi, samsettar einingar; Spenna og streita; Þolfræði efna; 2D og 3D spennuástand og Mohr hringur; Aflögun öxla vegna tog- og þrýstikrafta og vindu; Niðurbeygja bita; Statískt ákveðin og óákveðin viðfangsefni. Lesefni: J. M Gere, B.J Goodno, Mechanics of Materials. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verklegar æfingar. Námsmat: Lokapróf 40%. Áfangapróf 30%. Verklegt 30%. Haldin verða 3 áfangapróf og gilda 2 próf af þremur til einkunnar (ekki verður boðið upp á sjúkra/endurtektarpróf) (dagsetningar auglýstar í byrjun námskeiðs). Nemendur verða að taka þátt í og skila öllum verklegum æfingum til að hljóta próftökurétt - tímasetningar auglýstar síðar. Heimadæmi, 3 heimadæmaskil á önninni (skilaskylda) (dagsetningar auglýstar í byrjun námskeiðs) Lokapróf og áfangapróf eru gagnalaus, formúlublað verður gefið út. Casio Fx350 reiknivél heimiluð. Nemendur verða að standast lokapróf með a.m.k. 4,75 í einkunn til þess að aðrir þættir námsmats komi inn í útreikning lokaeinkunnar. Tungumál: Íslenska T-208-FOR2 VERKFRÆÐILEG FORRITUN 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs:. Grunnnám, framhaldsnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Hagnýt forritun (AT FOR 1003).

  • 28

    Skipulag: Kennt í 15 vikur - 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega, auk vikulegra viðtalstíma. Umsjónarkennari: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson. Kennari: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson. Námsmarkmið: Eftir að hafa lokið þessum áfanga eiga nemendur að geta: •Greint, hannað, útfært, prófað, aflúsað, breytt og útskýrt forrit sem notar eftirfarandi grunneiningar í forritun: breytur, tög, segðir og gildisveitingar, einfalt inntak/úttak, skilyrðissetningar og endurtekningar og föll. •Valið viðeigandi skilyrðissetningar og endurtekningar fyrir tiltekið forritunarverkefni. • Beitt ofansækinni hönnun til að brjóta forrit upp í smærri einingar. • Lýst og beitt mismunandi aðferðum við stikun færibreytna. • Skrifað forrit sem nota gagnagrindur eins og fylki, strengi og vektora. • Skrifað forrit sem nota benda og kvikleg fylki. • Greint, hannað, útfært, prófað, aflúsað, breytt og útskýrt forrit sem notar klasa. • Lýst og skilið hugtökin hjúpun, upplýsingahuld og hugrænt gagnatag (abstract data type). • Beitt fjölbindingu í tengslum við aðgerðir. • Notað samþætt þróunarumhverfi (IDE) til að þróa og þýða forrit. Lýsing: T-208-FOR2 er grunnkúrs í forritun. Kennt verður á C++ forritunarmálið. Nemendur munu læra að skrifa einföld forrit og beita grunnaðferðum í forritun. Efni sem verður farið yfir er eftirfarandi: Þróunarumhverfi fyrir C++, compiling & linking, þýdd forritunarmál vs. túlkuð, inntak og úttak, breytur og breytutegundir, tagbreytingar, flæði í forritunarmálum með lykkjum & skilyrðum, fylki, vektorar, strengir, föll, bendar, klasar og fleira. Lesefni: Walter Savitch, Problem Solving with C++. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar. Námsmat: Lokapróf: 50-60% Miðannarpróf: 20% Skilaverkefni: 20% Dæmatimaverkefni: 10% (gilda aðeins til hækkunar). Standast þarf lokaprófið til að skilaverkefni, miðannarpróf og dæmatímaverkefni gildi. Tungumál: Íslenska. T-301-MATH STÆRÐFRÆÐI III 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, framhaldsnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Stærðfræði I (T101-STA1), Stærðfræði II (T-201-STA2). Skipulag: Kennt í 15 vikur - 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega. Vikuleg skilaverkefni. Umsjónarkennari: Sigurður Freyr Hafstein. Kennari: Sigurður Freyr Hafstein. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • öðlist skilning á grundvallaratriðum diffurjafna og geti beitt þeim við úrlausn tæknilegra viðfangsefna. • öðlist nauðsynlega undirstöðuþekkingu til að geta tileinkað sér námsefni í faggreinum verkfræðinnargeta tileinkað sér námsefni í faggreinum tæknifræðinnar. • öðlist skilning á stærðfræðilegri röksemdarfærslu og útleiðslu stærðfræðisetninga. Lýsing: Megin viðfangsefnið eru hinar ýmsu gerðir diffurjafna og aðferðir til þess að leysa þær. M.a. aðskiljanlegar diffurjöfnur, 1. stigs línulegar diffurjöfnur, einsleitar diffurjöfnur, 2. stigs línulegar diffurjöfnur, superposition, aðferð breytilegra stuðla, aðferð breytilegra fasta og veldaraðalausnir. Fourier- og Laplace umformanir og notkun þeirra til þess að leysa diffurjöfnur. Heaviside-fallið, púlsar og delta-fallið. Veldisvísisfallið af fylkjum. Línuleg diffurjöfnuhneppi með fastastuðlum. Fourier-raðir. Jaðargildisverkefni. Hlutafleiðujöfnur og lausn þeirra með aðskilnaði breytistærða. Lesefni: O´Neil, Advanced Engineering Mathematics og fyrirlestrarnótur frá kennara. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar. Námsmat: Skriflegt próf 80% og skiladæmi 20%. Standast þarf skriflega prófið. Tungumál: Íslenska.

  • 29

    T-302-TOLF TÖLFRÆÐI I 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, grunnnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Stærðfræði I (T-101-STA1), Hagnýt forritun (AT FOR1003). Skipulag: Kennt í 15 vikur - 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar vikulega Umsjónarkennari: Bjarni V. Halldórsson. Kennari: Bjarni V. Halldórsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • fái það haldgóða þekkingu í tölfræði og að þeir geti beitt aðferðum hennar til að skipuleggja rannsóknir, vinna markvisst úr gögnum, túlka þau og setja fram niðurstöður á hnitmiðaðan hátt, sem og að leggja mat á niðurstöður rannsókna þar sem tölfræði er beitt við úrvinnslu þeirra. Lýsing: Söfnun, greining og framsetning á mæliniðurstöðum. Þýði, úrtök og kennistærðir gagnasafna. Atburðir, líkindi og líkindadreifingar. Höfuðsetning tölfræðinnar. Öryggisbil. Tilgátupróf. Fylgni og aðhvarfsgreining. Lesefni: Ross, Introduction to Probability and Statistics for Scientists and Engineers. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, dæmatímar og verkefni. Námsmat: Heimadæmi, 10x1%. Verkefni, 3x8%. Lokapróf, 66%. Krafa er gerð um lágmarkseinkunn 5 í lokaprófi, auk lokaeinkunnar 5. Tungumál: Íslenska. T-305-PRMA VERKEFNASTJÓRNUN 6 ECTS Ár: 2. ár Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, framhaldsnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Engir undanfarar. Skipulag: Kennt alla virka daga í 3 vikur. Umsjónarkennari: Þórður Víkingur Friðgeirsson. Kennari: Katrín Auðunsdóttir. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • Skilji hlutverk verkefna og verkefnisstjórnunar í nútíma rekstarumhverfi. • Skilji samband tíma, verkefniseiginleika og kostnaðar • Geti gert undirbúið og afmarkað verkefni þ.m.t. að reikna ávinning og arðsemi þess. • Geti gert brotið upp verkefni í verkþætti og tengt þá saman. • Geti gert tíma-, kostnaðar og aðrar nauðsynlegar áætlanir. • Geti sett upp stýringu til að fylgjast með framvindu verkefna. • Geti lokið og gert upp verkefni formlega. • Hafi kynnst forritinu Microsoft Project, eða sambærilegu forriti, til áætlunargerðar í verkefnum Lýsing: Markmið námskeiðsins er að kenna aðferðarfræði verkefnisstjórnunar og þjálfa nemendur í beitingu hennar. Farið verður yfir skilgreiningu verkefna, lífsskeið verkefnis, áætlun, framkvæmd, framvindu, skýrslugerð og miðlun upplýsinga. Verkáætlanir, Gantt rit, CPM, PERT, framvinduerftirlit ofl. Æfingar með algengum hugbúnaði. Uppistaða námskeiðsins er nemendaverkefni (case study) sem fjallar um verkefni sem verður að teljast býsna skrautlegt. Nemendur munu í senn ráða í hvað fór úrskeiðis og fá tækifæri til að gera þetta faglega með aðferðum verkefnastjórnunar. Lesefni: Gray & Larson, Project Management.

  • 30

    Kennsluaðferðir: Fyrsta vikan er meira og minna fyrirlestrar um aðferðafræði verkefnastjórnunar og dæmatímar eftir atvikum. Hugmyndin er síðan að nemendur taki við og taki við að skipuleggja verkefni með tilheyrandi áætlunargerð í anda verkefnisstjórnunar sem verður skilað inn til í námskeiðslok. Námsmat: Þátttaka í tímum 10%: Hópverkefni með lausn á reynsludæminu Woody´s = 40%. Einstaklingsmiðuð stöðupróf = 50%. Einstaka liðir kunna að breytast vegna ófyrirséðra ástæðna. Tungumál: Íslenska. T-306-LIFE LÍFEÐLISFRÆÐI II 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Haustönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, framhaldsnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HEV. Undanfarar: T-206-LIFE Lífeðlisfræði I. Skipulag: Kennt í 15 vikur - 5 kennslustundir á viku auk verklegra æfinga. Umsjónarkennari: Þórður Helgason. Kennari: Logi Jónsson, Marta Guðjónsdóttir. Námsmarkmið: Markmið námskeiðsins er að nemandi verði hæfur til að takast á við frekara nám og starf í heilbrigðisverkfræði. Í lok námskeiðsins á nemandi að hafa tileinkað sér hæfni í eftirfarandi þáttum: • Þekkja og geta lýst grundvallarhugtökum í lífeðlisfræði, byggingu og starfsemi líffæra og líffærakerfa og rannsóknaraðferðum og mælitækni. • Geta útskýrt lífeðlisfræðilega ferla og hvaða afleiðingar röskun í þessum ferlum hefur. •Geta mælt lífeðlisfræðilega þætti og unnið úr niðurstöðum. Geta útskýrt lífeðlisfræðilega ferla með dæmum. • Geta túlkað niðurstöður eigin mælinga og annarra á gagnrýnan hátt. • Geta nýtt lífeðlisfræðilega þekkingu til þess að setja fram tilgátur sem hægt er að prófa með tilraunum. • Geta rætt og rökstutt mál sitt með tilvísunum í heimildir og greint á milli staðreynda og ályktana. • Geta tekið virkan þátt í vinnuhópum við að leysa lífeðlisfræðileg verkefni.

    Lýsing: Fyrirlestrar: Lífeðlisfræði hjarta og blóðrásar. Hjartað sem dæla. Æðakerfið. Öndun og stjórn öndunar. Stjórn líkamshita. Áreynslulífeðlisfræði. Nýrnastarfsemi. Vökva- og jónavægi. Sýru-basa stjórnun. Melting. Hormónastjórn efnaskipta. Æxlun. Verklegar æfingar: Blóðrás,öndun og viðbrögð líkamans við áreynslu og nýrnastarfsemi. Verkefni: Nemendur vinna verkefni í verkfræðilegri lífeðlisfræði, kynna það munnlega og skila því að lokum skriflega. Nemendur ritrýna vísindagrein. Kennslan er á vegum Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands og er í formi fyrirlestra, umræðufunda,verklegra æfinga og verkefnavinnu. Skylt er að mæta í allar verklegar æfingar, skila skýrslum og verkefnum. Lesefni: Dee Unglaub Silverthorn, Human Physiology. Kennsluaðferðir: Kennsla er í formi fyrirlestra, umræðufunda og verklegra æfinga. Skylt er að mæta í allar verklegar æfingar og skila skýrslum. Einnig er skylt að mæta á kynningar á verkefnum í verkfræðilegri lífeðlisfræði. Námsmat: Lokapróf (50%), Verklegar æfingar (30%), verkefnatímar (20%) Tungumál: Íslenska.

    T-306-MERK MERKJAFRÆÐI 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, framhaldsnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HÁV, HEV. Undanfarar: Hagnýt forritun (AT FOR1003), Rafmagnsfræði (T-104-RAFF), Stærðfræði III (T-301-MATH).

  • 31

    Skipulag: Kennt í 12 vikur, 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku. Verklegar æfingar 5-6 sinnum yfir önnina, 2 tímar í senn. Umsjónarkennari: Jón Guðnason. Kennari: Jón Guðnason. Námsmarkmið: Hæfniviðmið Þekking: Efir að hafa lokið kúrsinum á nemendinn að geta rifjað upp, lýst og skilgreint eftirfarandi hugtök Merki í samfelldum og stakrænum tíma. Impúls og þrep merki. Kerfi í samfelldum og stakrænum tíma. Orsakatenging, stöðugleiki, línuleki, tímaóháð kerfi og kerfi með minni. Línuleg tímaóháð kerfi. Impúls- og einingaþrepsvörun. Földun. Fourier raðir. Tímasamfelld Fourier vörpun. Tímastakræn Fourier vörpun. Földunareignleiki Fourier vörpunar. Söfnun. Laplace vörpun. Z vörpun. Útslags- og fasa svörun. Síur. Færni: Eftir að hafa lokið kúrsinum á nemandinnn að geta beitt og útfært merkjafræðiaðferðir á raunverkuleg verkfræðileg vandamál með því að nota hugbúnað eins og til dæmis Matlab. Hæfni: Eftir að hafa lokið kúrsinum á nemandinnn að geta túlkað raunveruleg merki og kerfi með því að nota aðferðir merkjafræðinnar Lýsing: Merki í samfelldum og stakrænum tíma. Impúls og þrep merki. Kerfi í samfelldum og stakrænum tíma. Orsakatenging, stöðugleiki, línuleki, tímaóháð kerfi og kerfi með minni. Línuleg tímaóháð kerfi. Impúls- og einingaþrepsvörun. Földun. Fourier raðir. Tímasamfelld Fourier vörpun. Tímastakræn Fourier vörpun. Földunareignleiki Fourier vörpunar. Söfnun. Laplace vörpun. Z vörpun. Útslags- og fasa svörun. Síur. Lesefni: Oppenheim, Willsky og Nawab, Signals and Systems. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar: 2svar í viku. Heimadæmi Næstum-vikuleg heimadæmi, yfirfarin af samnemendum. Reikniverkefni: 4 reikniverkefni. Námsmat: Prófeinkunn: 80%. Vetrareinkunn, reikniverkefni: 20%. Próftökurréttur: Skila þarf 20 af 30 heimadæmum (af 10 heimadæmablöðum). Ná þarf a.m.k. 5,0 í einkunn fyrir hvert reikniverkefni. Ná þarf lágmarkseinkunn 5,0 á lokaprófi til að vetrareinkunn verði reiknuð inn í lokaeinkunn. Tungumál: Íslenska.

    T-402-TOLF TÖLFRÆÐI II 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, framhaldsnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið FV, RV. Undanfarar: Tölfræði I (T-302-TOLF), Línuleg algebra (T-211-LINA). Skipulag: Kennt í 12 vikur, 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku. Umsjónarkennari: Bjarni V. Halldórsson. Kennari: Bjarni V. Halldórsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • nái góðri færni í að beita tölfræðilegri þekkingu sinni á hagnýt verkefni, geti greint tölfræðileg kerfi og byggt upp tölfræðileg líkön á sínum sérsviðum. Lýsing: Helstu hugmyndir og tækni í slembinni líkanagerð, með áherslu á hagnýtingu: veldisdreifing, Poisson ferli, biðraðir, Markov keðjur, slembigangur, Brown ferli Lesefni: Sheldon M. Ross, Introduction to probability models. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, hópverkefni og heimadæmi. Námsmat: Heimadæmi (8x1,5%=12%), hópverkefni (3x8%=24%), lokapróf (64%). Tungumál: Íslenska. T-403-ADGE AÐGERÐAGREINING 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Vorönn.

  • 32

    Stig námskeiðs: Grunnnám, framhaldsnámskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið FV, RV. Undanfarar: Línuleg algebra (T-211-LINA). Skipulag: Kennt í 12 vikur, 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku. Umsjónarkennari: Hlynur Stefánsson. Kennari: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • kynnist aðferðum aðgerðagreiningar í þeim tilgangi að öðlast þekkingu og færni í að greina flókin ákvörðunartökuvandamál og nýta aðferðir aðgerðagreiningar til lausnar. Lýsing: Helstu aðferðir aðgerðagreiningar verða kynntar. Línuleg bestun og næmnigreining, heiltölubestun, verkniðurröðun og netlíkön. Notkun bestunarforrita við lausn á verkefnum. Lesefni: Hillier & Lieberman, Introduction to Operation Research. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar. Námsmat: Þrjú skyndipróf og lokapróf. Skyndipróf gilda samtals 40% en einkunn verður reiknuð sem meðaltal tveggja hæstu skyndiprófa. Sjá dagsetningar prófa í kennsluáætlun. Ekki verða haldin sjúkrapróf vegna skyndiprófa. Lokapróf gildir 60%. Tungumál: Íslenska. T-406-TOLU TÖLULEG GREINING 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, sérhæft námskeið. Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið fyrir allar námsbrautir. Undanfarar: Hagnýt forritun (AT FOR 1003), Stærðfræði I (T-101-STA1), Stærðfræði II (T-201-STA2), Stærðfræði III (T-301-MATH). Skipulag: Kennt í 12 vikur, 4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku. Umsjónarkennari: Sigurður Freyr Hafstein. Kennari: Gunnar Þorgilsson. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: •nái góðum tökum á tölulegum aðferðum í stærðfræðigreiningu, diffurjöfnum og línulegri algebru Lýsing: Tölulegar aðferðir til lausnar á verkefnum í stærðfræðigreiningu, diffurjöfnum og línulegri algebru. Framsetning tölva á rauntölum, nálgunarvillur, aðferðarvillur og villumögnun. Reynt er að kynna sem flestar mikilværag hugmyndir í tölulegum aðferðum í stað þess að fjalla um margar mismunandi aðferðir til þess að leysa sama vanda málið. Dæmi um viðfangsefni eru t.d. þáttun á fylkjum eins og t.d. LU=PA eða QR þáttun, lausn á jöfnum og jöfnuhneppum, helmingunaraðferðin og aðferð Newtons, bestun í mörgum víddum, töluleg diffrun og heildun, diffurjöfnur, aðhæfðar aðferðir, lausn jaðargildisverkefna með skotaðferð og mismunaaðfer og aðferð minnstu kvaðrata. Lesefni: Timothy Sauer, Numerical Analysis og fyrirlestrarnótur frá kennara. . Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og dæmatímar. Námsmat: Lokaeinkunn mun samanstanda af: 9 skiladæmum sem vega samanlagt 10% (til upphækkunar), 3 stórum skilverkefnum sem vega samanlagt 40% og lokaprófi sem vegur 50%. Til að öðlast próftökurétt þarf að skila inn minnst 6 af 9 skiladæmum. Standast þarf lokaprófið. Tungumál: Íslenska. T-507-VARM VARMAFRÆÐI 6 ECTS Ár: 2. ár. Önn: Vorönn. Stig námskeiðs: Grunnnám, framhaldsnámskeið.

  • 33

    Tegund námskeiðs: Skyldunámskeið HÁV, VV. Undanfarar: Stærðfræði I (T-101-STA1), Eðlisfræði (T-102-EDL1), Eðlisfræði II (T-202-EDL2). Skipulag: Kennt í 12 vikur – 6 kennslustundir á viku. Umsjónarkennari: Ágúst Valfells. Kennari: Ágúst Valfells. Námsmarkmið: Stefnt er að því að nemendur: • hafi góðan skilning á grunnatriðum varmafræðinnar. • geti beitt beitt aðferðum varmafræðinnar til greiningar á hagnýtum vandamálum. Lýsing: Kynnt verða undirstöðuhugtök varmafræðinnar: Ástand, hitastig, osv.f. Fjallað verður um 1. lögmál varmafræðinnar, vinnu, varma, varmaflutning og nýtni. Þá verður fjallað um eiginleika hreinna efna, t.d. fasabreytingar, kjörgas, raungas og ýmsar ástandsjöfnur. Kennd verður varmafræðileg greining á lokuðum og opnum kerfum, t.d hverflum og varmaskiptum. Annað lögmál varmafræðinnar verður kynnt og beiting þess. Rætt verður um varmafræðilegar hringrásir, viðsnúanleg og óviðsnúanleg ferli, Carnot-ferli o.sv.f.. Óreiðuhugtakið verður útskýrt , ójafna Clausiusar og þriðja lögmál varmafræðinnar. Exergíu-hugtakið verður kynnt til sögunnar og beiting exergíu til greiningar. Að lokum verður farið í varmafræðilegar venslajöfnur, t.d. Maxwell-vensl, jöfnu Clapeyron o.fl. Lesefni: Yunus A. Cengel, Michael A. Boles, Thermodynamics: An engineering approach. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og verkefnatímar. Námsmat: Verkefni 2x15%. Tvö umfangsmeiri verkefni verða sett fyrir yfir önnina. Áfangapróf 2x15%. (3 próf, 2 gilda til lokaeinkunnar) Haldin í 4., 7. og 11. kennsluviku, nákvæm tímasetning ákveðin síðar. U.þ.b. 40% prófanna eru lesin dæmi, heimadæmi eða tímadæmi. Engin hjálpargögn leyfð nema formúlublað og töflur sem kennari leggur til. Lokapróf (3 klst) gildir 40%. Nemendur verða að standast lokapróf til að aðrir hlutar námsmats komi til (athugið að jafnvel þótt nemendur standist lokapróf, getur slök misseriseinkunn valdið því a�