12
Viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 2015 BLS. 4 www.steypustodin.is Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Smiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Graníthellur og mynstursteypa Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venjulegar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir. Gæði, fegurð og góð þjónusta 4 400 400 Fjárfesting sem steinliggur vv Mikilvægt að lesa í gömul hús B irgir Þröstur Jóhannsson og Astrid Lelarge keyptu húsið við Vesturgötu í desember 2012 og hafa gert það upp með nokkr- um hléum. „Það er samt nóg eftir, það mætti eiginlega segja að kakan sé í ofninum,“ segir Birgir. Húsið var byggt árið 1882 og vegna aldurs er það friðað, samkvæmt lögum um menningarminjar. „Stefán Þórðarson keypti lóðina og sótti um byggingar- leyfi. Húsið var svo flutt inn frá Nor- egi, eins og tíðkaðist á þessum tíma, og hlóð Stefán upp kjallarann og skor- steininn og reisti svo húsið og gekk frá því að innan,“ segir Birgir, en hann hefur safnað að sér ýmsum gögnum um sögu hússins og fyrri eigendur þess. „Stefán var titlaður sem múrari um tíma og getur vel verið að hann hafi verið að vinna við Alþingishúsið sem var reist um svipað leyti.“ Húsið er skráð sem tómthús, en orðið var notað um hús án húsdýra þar sem yfirleitt bjuggu sjómenn sem kallaðir voru tómthúsmenn, en mikið var um þá í Vesturbænum á þessum tíma. Húsið er þó ekki tómt í dag því bæði köttur og gullfiskur eru hluti af heimilishaldinu sem getur orðið ansi fjörugt. Það var einnig líf og fjör í húsinu á upphafsárum þess en þar bjuggu mest 26 manns, en þær upp- lýsingar hefur Birgir úr gömlu mann- tali. Í upphafi var húsið 98 fermetrar, auk kjallara, en í kringum 1920 var byggt við húsið og er það nú 118 fer- metrar, auk kjallara. Upprunalega klæðningin utan á húsinu þekur því einn vegginn inni í húsinu í dag. Hjónin Birgir Þröstur Jóhanns- son og Astrid Lelarge búa í 133 ára gömlu húsi við Vesturgötu í Reykjavík, ásamt sonum sínum tveimur. Um leið og gengið er inn í húsið finnst að það á sér langa og merkilega sögu. Það marrar í gólfinu, en Birgir og Astrid rifu upp hvert gólfefnið á fætur öðru til að finna hið upp- runalega. Þau segja að mikil- vægt sé að lesa í gömul hús, eins og þeirra, og sjá hverju sé hægt að breyta án þess þó að valda skemmdum. Framhald á blaðsíðu 4.

Viðhald húsa 24 04 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttatíminn, Ísland, Iceland

Citation preview

Page 1: Viðhald húsa 24 04 2015

Viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 2015

bls. 4

www.steypustodin.isHafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Smiðjuvegi870 Vík

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

20YFIR

TEGUNDIR

AF HELLUM

Graníthellur og mynstursteypaGraníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir.

Gæði, fegurð og góð þjónusta

4 400 400

Fjárfesting sem steinliggur

vv

Mikilvægt að lesa í

gömul húsB irgir Þröstur Jóhannsson og

Astrid Lelarge keyptu húsið við Vesturgötu í desember

2012 og hafa gert það upp með nokkr-um hléum. „Það er samt nóg eftir, það mætti eiginlega segja að kakan sé í ofninum,“ segir Birgir. Húsið var byggt árið 1882 og vegna aldurs er það friðað, samkvæmt lögum um menningarminjar. „Stefán Þórðarson keypti lóðina og sótti um byggingar-leyfi. Húsið var svo flutt inn frá Nor-egi, eins og tíðkaðist á þessum tíma, og hlóð Stefán upp kjallarann og skor-steininn og reisti svo húsið og gekk frá því að innan,“ segir Birgir, en hann hefur safnað að sér ýmsum gögnum um sögu hússins og fyrri eigendur þess. „Stefán var titlaður sem múrari um tíma og getur vel verið að hann hafi verið að vinna við Alþingishúsið sem var reist um svipað leyti.“

Húsið er skráð sem tómthús, en orðið var notað um hús án húsdýra þar sem yfirleitt bjuggu sjómenn sem kallaðir voru tómthúsmenn, en mikið var um þá í Vesturbænum á þessum tíma. Húsið er þó ekki tómt í dag því bæði köttur og gullfiskur eru hluti af heimilishaldinu sem getur orðið ansi fjörugt. Það var einnig líf og fjör í húsinu á upphafsárum þess en þar bjuggu mest 26 manns, en þær upp-lýsingar hefur Birgir úr gömlu mann-tali. Í upphafi var húsið 98 fermetrar, auk kjallara, en í kringum 1920 var byggt við húsið og er það nú 118 fer-metrar, auk kjallara. Upprunalega klæðningin utan á húsinu þekur því einn vegginn inni í húsinu í dag.

Hjónin Birgir Þröstur Jóhanns-son og Astrid Lelarge búa í 133 ára gömlu húsi við Vesturgötu í Reykjavík, ásamt sonum sínum tveimur. Um leið og gengið er inn í húsið finnst að það á sér langa og merkilega sögu. Það marrar í gólfinu, en Birgir og Astrid rifu upp hvert gólfefnið á fætur öðru til að finna hið upp-runalega. Þau segja að mikil-vægt sé að lesa í gömul hús, eins og þeirra, og sjá hverju sé hægt að breyta án þess þó að valda skemmdum.

Framhald á blaðsíðu 4.

Page 2: Viðhald húsa 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20152

HúseigendafélagiðHúseigendafélagið er til húsa að Síðumúla 29 í Reykjavík.Sími: 588-9567.Netfang: [email protected].

n Á skrifstofunni eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starfsemi þess og þjónustu. Þar fást marg-vísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi.

n Heimasíða: www.huseigend-afelagid.is Heimasíða félagsins er ný og endurbætt og hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um Húseigendafélagið, starfsemi þess og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengi endurgjaldslaust.

n Þjónusta við félagsmenn: Þjónusta félagsins er einskorðuð við félagsmenn enda standa þeir undir starfsemi þess með félags-gjöldum sínum. Félagið stendur á eigin fótum fjárhagslega og þiggur enga styrki. Félagsgjöldum er mjög í hóf stillt. Árgjald einstaklings er kr. 5.000.- en kr. 3.000.- fyrir hvern eignarhluta þegar um húsfélög er að ræða. Skráningargjald kr. 4.900.- er greitt er við inngöngu og felst í því viðtalstími við lögfræðing.

Ný þurrhreinsunaraðferð teppa sem hentar vel á teppi á skrifstofum og hótelum ásamt verslunarrýmum.

Fljótleg hreinsun með litlum hávaða, stuttum þurrktíma og ótrúlegum árangri.

Kleppsvegi 150 S: 663-0553 www.skufur.is

Hreinsum einnig: • Húsgögn og rúmdýnur • Mottur • Steinteppi • Stigahús

Átt þú gamalt hús sem þarf að gera við - hvar á að byrja?

HÚSVERNDARSTOFA

Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 15 - 17 og á sama tíma í síma 411 6333.

Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa.

SANYLÞAKRENNUR

•RYÐGA EKKI•PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN•STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR•AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU•ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR

Öflug hags-munagæsla

fyrir hús-eigendur

H úseigendafélagið var stofn-að árið 1923 og er almennt hagsmunafélag fasteigna-

eigenda á Íslandi, hvort sem fast-eignin er íbúð, einbýlishús, at-vinnuhúsnæði, land eða jörð, leiguhúsnæði eða til eigin nota. Félagar eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög, þ.m.t. húsfélög í fjöleignarhúsum. Upphaflega var félagið fyrst og fremst hagsmuna-vörður leigusala og stöndugra fasteignaeigenda í Reykjavík en í tímans rás hefur það orðið almennt landsfélag, meira í ætt við neytenda-samtök og obbi félagsmanna eru íbúðareigendur í fjöleignarhúsum. Félagsmenn eru um 10.000 og þar af eru nálægt 800 húsfélög. Félags-mönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum og sér í lagi húsfélögunum.

Þríþætt starfsemi„Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt og felst í almennri hags-munagæslu fyrir fasteignaeigend-ur, almennri fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun, sem og ráðgjöf og þjónustu við félagsmenn,“ segir Harpa Helgadóttir, en hún starfar sem skrifstofustjóri hjá Húseig-endafélaginu. Meðal þjónustu sem félagið býður upp á er húsfunda-þjónusta. „Það hefur verið að færast í vöxt að húsfélög gangi í Húseig-endafélagið, einkum til að fá lög-fræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri og ytri málefnum,“ segir Harpa. Húsfundaþjónusta félags-ins felur í sér aðstoð og ráðgjöf við undirbúning funda, þ.e. dagskrá, tillögur, fundaboð og fundarstjórn og ritun fundargerða. „Á húsfund-um eru gjarnan teknar ákvarðanir sem varða mikla fjárhagslega hags-

muni og miklar skuldbindingar. Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé að töku ákvarð-ana staðið en á því er oft misbrest-ur með afdrifaríkum afleiðingum,“ segir Harpa. Húseigendafélagið býður einnig upp á húsaleiguþjón-ustu. „Útleiga húsnæðis getur verið áhættusöm fyrir leigusala ef ekki er farið að með gát. Við aðstoðum til dæmis við samningsgerð,“ segir Harpa.

LögfræðiþjónustaHúseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félags-menn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. „Málin eru af mörgum og fjölbreyttum toga en algengust eru mál vegna f jöleignarhúsa, húsaleigu, fasteignakaupa og grenndar,“ segir Bryndís Héðins-dóttir, lögfræðingur hjá Húseig-endafélaginu. Lögfræðiþjónustan hefur jafnframt verið þungamiðj-an í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Bryndís segir mest fara fyrir almennri hagsmunabaráttu félagsins, sem felst meðal annars í að stuðla að réttarbótum fyrir fast-eignaeigendur. „Okkur hefur orð-ið verulega ágengt í þeim efnum, öllum húseigendum til hags og heilla.“ Sem dæmi má nefna fjöl-eignarhúsalögin og húsaleigulögin og löggjöf um fasteignakaup.

Fleiri félagsmenn – Öflugra félag og aukin þjónustaStarfsemi Húseigendafélagsins hefur undanfarin ár verið grósku-mikil, öflug og árangursrík. „Þótt félagið hafi verið í mikilli sókn og náð verulegum árangri á mörgum sviðum, þá má gera betur enda eru viðfangsefnin óþrjótandi,“ segir Harpa. Að hennar sögn eru mörg spennandi mál og hagsbætur fyrir

Bryndís Héðinsdóttir starfar sem lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, en félagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra.

félagsmenn sem bíða þess að fé-lagið hafi afl og styrk til að vinna að framgangi þeirra. „Það er þó og mun alltaf verða forsenda fyrir öflugra og árangursríkara starfi að fleiri fasteignaeigendur skipi sér undir merki félagsins.“

Bryndís Guðjónsdóttir þjónustufulltrúi og Harpa Helgadóttir, skrifstofustjóri hjá Húseigendafélaginu.

Page 3: Viðhald húsa 24 04 2015

Parki InteriorsDalvegi 10-14 201 KópavogiSími 595 0570

Mán-föst 09.00-18.00 Laugardaga 11.00-14.00

OPNUMSCHMIDT

INNRÉTTINGADEILD Í PARKANÚ ERU SCHMIDT INNRÉTTINGARNAR

LOKSINS FÁANLEGAR AFTUR Á ÍSLANDI.

KOMDU OG UPPLIFÐU

ÓTAL SAMSETNINGAR,

FRÁBÆR GÆÐI, LITI,

FORM OG FEGURÐ.

www.parki.is/innrettingar

Page 4: Viðhald húsa 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20154

NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur, rafmagnstengill.

NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt

Fylgihlutir2,5m 35mm barki, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Takkifyrir hreinsuná síu.

IðnaðarryksugurFyrir bæði blautt

og þurrt

Sjálfvirk hreinsun á síu

Tengill

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · [email protected] · www.rafver.is

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð

Sjálfvirkur hurðaropnunarbúnaður fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og

viðhaldi. Hentar vel fyrir aðgengi hreyfihamlaðra.

Fluttu inn í húsið án eldhússAstrid og Birgir kynntust í Belgíu, en Astrid er þaðan og er menntaður sagnfræðingur. Birgir er arkitekt og starfaði sem slíkur í Belgíu í rúm tuttugu ár. Þegar þau fluttu til Íslands bjuggu þau í leiguhúsnæði áður en þau keyptu húsið á Vesturgötunni. „Við höfðum einungis tvo mánuði til að gera húsið íbúðarhæft, þar sem leigusamningnum okkar var sagt upp. Við náðum því að mestu leyti, en eldhúsið var reyndar ekki tilbúið þeg-ar við fluttum inn svo það skapaðist ákveðið ástand,“ segir Birgir og hlær.

Engin ástæða til að breyta hinu upprunalega„Þegar við keyptum húsið vildum við komast að ástandi upprunalega gólf-efnisins og þurftum því að rífa nokk-ur lög af hinum ýmsu efnum,“ segir Astrid. Við þá vinnu bættust fimm sentimetrar við lofthæðina. „Það hentaði ágætlega þar sem fólk var jú mun lágvaxnara hér áður fyrr,“ segir Birgir. Meðal framkvæmda sem Birg-ir og Astrid réðust í var að skipta um

þak. „Við skiptum bárujárnsþakinu út fyrir timburþak. Undir bárujárninu var upprunalega timburþakið sem kallast skarsúð. Við vildum halda í upprunalegu hönnunina og fluttum inn timbur og tjöru frá Noregi. Hægs-prottin málmfura varð fyrir valinu, en hún er mjög sterk,“ segir Birgir. „Það er engin ástæða til að breyta hinu upprunalega. Við ákváðum að fjarlægja bárujárnsþakið því okkur fannst það einfaldlega ekki fara hús-inu, enda ekki hannað þannig.“

Snýst um að lesa í húsin Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjónin ákveða að gera upp gam-alt hús. „Ég gerði upp mörg hús í Belgíu og teiknaði margar breyt-ingar fyrir mun eldri hús en þetta, til dæmis kastala sem byggðir voru á 12. öld,“ segir Birgir. Auk þess er húsið sem fjölskyldan á í Brus-sel frá 17. öld og gerðu þau ýms-ar breytingar á því. „Þar þurftum við, líkt og hér, að grafa okkur í gegnum alls konar lög af gólfefni til að sjá upprunalegt ástand húss-ins,“ segir Astrid. Birgir segir að það geti verið vandasamt verk að ákveða hverju eigi að halda og hverju ekki. „Gamlir hlutir geta bæði verið áhugaverðir og óáhuga-verðir. Þetta snýst hins vegar um að finna hvað er skemmtilegt í sög-unni. Þetta snýst um að lesa í húsin og sjá hverju maður getur breytt án þess að skemma.“

Vilja nýta það sem sagan býður upp á Klæðningin sem er á húsinu er í stíl við upprunalegu klæðninguna en Birgir og Astrid vilja reyna að endurvekja hana. „Hún er þarna undir niðri en það mun kosta tíma og peninga að ná henni fram.“ Í sumar hyggjast þau mála húsið að utan, auk þess sem þau hafa fengið styrk frá Minjastofnun Íslands til að lagfæra hleðsluna á húsinu og koma henni í upprunalegt form. Hann bendir þó á að fjölskyldan sé fyrst og fremst að búa sér til nútíma-legt heimili, en ekki safn. „En við viljum að sjálfsögðu nýta það gamla og skemmtilega í sögunni eins og hægt er.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Sonur fyrsta eigandans teiknaði fyrir DisneyStefán Þórðarson seldi húsið á Vesturgötunni skömmu eftir að hann keypti það og fluttist til Vesturheims ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Þórar-insdóttur. Stefán gerðist síðar bæjarstjóri í Manitoba. Stefán og Sigríður eignuðust fjögur börn og einn sona þeirra, Charles Thorson, starfaði sem teiknari fyrir Disney. Hann tók þátt í að þróa hinar ýmsu persónur sem allir þekkja í dag, þar á meðal Kalla kanínu. Charles gekk undir nafninu Cartoon Charlie og tók meðal annars þátt í að teikna Mjallhvíti og dvergana sjö. Sex dverganna voru hannaðir alfarið af honum og til eru heimildir þess efnis að hann hafi einnig tekið þátt í að semja söguþráðinn.

Vesturgata árið 1890. Húsið sem Birgir og Astrid búa í er byggt árið 1882 og er til hægri á myndinni. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Astrid og Birgir kunna vel við sig á Vesturgötunni. „Miðbærinn er heillandi og við elskum andrúmsloftið og arkitektúrinn,“ segir Astrid. Mynd/Hari

Veggurinn í viðbyggingunni, sem var líklega byggð um 1920, er hluti af upprunalegu klæðningunni utan á húsinu. Mynd/Hari

Page 5: Viðhald húsa 24 04 2015

viðhald húsaHelgin 24.-26. apríl 2015 5

Viðhaldsfríir gluggar og hurðir hjá PVG – óteljandi möguleikar:

n Stærð að eigin vali.

n Glerjað að innan – ör-yggisins vegna.

n Hraður afhendingartími: 1-2 vikur.

n Þarf aldrei að mála, hvorki að innan né utan.

n CE-Vottun: Til að upp-fylla þau ströngu skilyrði sem nútíma byggingareglu-gerð segir til um.

n Innbyggt frárennslikerfi.

n Barnalæsing.

n Næturöndun í læstri stöðu.

n Innbrotsheldir.

n 7 mismunandi litir – Hvítur,eik, hnota, dökk-brúnn, grár og svartur.

n Lausnir fyrir neyðarút-ganga og björgunarop.

n Gluggarnir gráta ekki – Engin kuldabrú.

n Þykkara gler – Meiri ein-angrun og hljóðeinangrun.

n Gluggar og hurðir eru sérsmíðuð eftir málum og því eru útlitsmöguleikar óteljandi.

Viðhaldsfríir gluggar og hurðirPGV Framtíðarform framleiðir viðhaldsfría PVC glugga og hurðir. PVC efnið veitir fyrsta flokks einangrun og öryggi og uppfyllir auk þess auknar kröfur um sjálfbærni og umhverfisvernd.

P VC er mest selda glugga- og hurðaefni í heiminum í dag og er framtíðarefni fyrir ný-

byggingar og sumarhús. „Valið ætti því að vera einfalt þegar kemur að því að endurnýja eldri glugga eða hurðir,“ segir Heiðar Kristinsson, skrifstofu- og sölustjóri hjá PGV. „Þegar fólk er að skipta út gluggum og hurðum verður viðhaldsfrítt fyrir valinu af skiljanlegum ástæðum þar sem fólk vill losna við viðhald. PVC gluggar eru fyrir löngu vinsælasta gluggaefni í heiminum, ekki aðeins fyrir frábæra einangrun og öryggi gagnvart innbrotum, heldur vegna aukinnar kröfu um sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Heiðar.

„Við búum ekki til vandamál“ PGV Framtíðarform hefur til sölu PVC viðhaldsfría glugga og hurðir. Hönnunin er látlaus og stílhrein sem gerir það að verkum að fram-leiðslan passar vel að flestum gerð-um íbúða. Smíðaefnið er sértak-lega valið til að standast þær erfiðu kröfur sem íslenskt veðurfar gerir til glugga og hurða, og með fag-legri ísetningu má ná endingu sem ekkert annað gluggaefni stenst. „Almennt vill fólk vera laust við að glíma við leka, myglusvepp og fleiri óæskileg fyrirbæri. Með við-haldsfríum gluggum komum við í veg fyrir þessi vandamál,“ segir Heiðar.

Hæsta einkunn á slagveður-sprófi

Á Íslandi eru erfið veðurskilyrði og því er nauðsynlegt að fullvissa sig um að varan sem keypt er þoli íslenskt slagveður. „Okkar gluggar fengu hæstu mögulegu einkunn á slagveðursprófi Nýsköpunar-miðstöðvar Íslands og þykir okk-ur afar ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á vörur sem hafa staðist slíkt próf með hæstu einkunn og endast auk þess áratugum saman án viðhalds,“ seg-ir Heiðar.

50% burt aðferðinEin vinsælasta aðferðin sem PGV býður upp á þegar kemur að við-haldi glugga er svokölluð „50% burt aðferðin“. Þessi vinsæla aðferð felst í því að hluti gamla gluggans er fjar-lægður ásamt gleri. Helsti ávinning-ur aðferðarinnar er að ekkert rask verður að innanverðu. Hægt er að hafa samband við starfsmenn PGV í gegnum heimasíðuna: www.pgv.is. Fyrirspurnir má senda á [email protected]. Á heimasíðunni má jafnframt finna sérstakt tilboðshorn. Hafðu samband og fáðu tilboð í glugga sem endist og endist, ryðgar aldrei né fúnar.

Unnið í samstarfi við

PGV Framtíðarform

Heiðar Kristinsson, skrif-stofu- og sölustjóri hjá PGV Framtíðarform.

Brotafl ehf / S: 894 8040 & 894 8044 / [email protected] / Fax 565 0050

tökum að okkur stór sem og smá verk

óskum íslendingumgleðilegs sumar

Steypusögun Kjarnaborun MúrbrotHúsarifJarðvegsvinna

Hellulagnir Þökulagnir PallasmíðiÖll almenn

verktakavinna

Page 6: Viðhald húsa 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20156

Ráðgjöf um viðhald og endurbætur mann-virkja hjá VerksýnVerksýn ehf. er ráðgjafar-fyrirtæki sem veitir meðal annars sérhæfða ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á ýmis konar mannvirkjum, að innan sem utan. Verksýn hefur sinnt hundruðum verkefna frá stofnun þess og þar starfa aðilar með mikla reynslu og þekkingu af framkvæmdum.

F ramkvæmdir við endur-bætur eldri húsa geta verið vandasamar og mikilvægt

er að leita til fagaðila við undirbún-ing þeirra. Fasteign sem vel er við haldið er yfirleitt mikil prýði fyrir umhverfi sitt og eigendur. „Meðal viðskiptavina okkar eru einstak-lingar, húsfélög, fasteignafélög og hinar ýmsu stofnanir,“ segir Andri Már Reynisson, byggingafræðingur hjá Verksýn.

Bera þarf virðingu fyrir upp-runalegri hönnun Andri segir að við framkvæmdir á eldri húsum þurfi að gæta að ýms-um atriðum, svo sem efnisvali, að-ferðum og útliti. „Í flestum tilvikum er full ástæða til ákveðinnar íhalds-semi í framkvæmdum og hugsan-legar breytingar þarf ávallt að meta í hverju tilviki fyrir sig. Ráðlegt er að bera virðingu fyrir upprunalegri hönnun, frágangi og vinnubrögð-

um. Íhaldssemi við þessar aðstæður stuðlar meðal annars að fjölbreyti-legri borgarmynd. Í sumum tilvik-um verður þó ekki umflúið að ráðast í breytingar vegna tæknilegra at-riða eða umfangsmikilla skemmda.“ Andri segir jafnframt að þróun í efn-isúrvali og vinnubrögðum hafi verið mikil síðustu áratugina, og að þekk-ing hafi einnig aukist með aukinni reynslu og rannsóknum.

Hagkvæmni höfð að leiðarljósi „Þegar teknar eru ákvarðanir um að ráðast í framkvæmdir er ráðlegt að hafa hagkvæmni að leiðarljósi, bæði til lengri og skemmri tíma. Þegar vitað er um vandamál, eins og til dæmis leka, er brýnt að ástand sé skoðað og metið. Slík skoðun er eitt af þeim grundvallaratriðum sem þarf að vera til staðar svo eigend-ur geti tekið upplýstar ákvarðanir.

Skoða þarf og meta ástand stein-steypu, glugga og hurða, þaka og annarra hluta sem mynda ytri hjúp byggingar. Þá er full ástæða til að skoða ástand lagna reglulega,“ segir Andri. Umfangsmiklar endurbætur eru í mörgum tilvikum kostnaðar-samar og því borgar sig að gæta vel að góðum og faglegum undirbún-ingi þeirra. „Slíkt stuðlar ótvírætt að vel heppnuðum framkvæmdum. Ákveðin óvissa er ávallt fyrir hendi, en engu að síður er til nægjanleg þekking og reynsla til að áætla kostnað við framkvæmdir þannig að litlu skeiki. Það er eitt helsta mark-mið okkar,“ segir Andri. Nánari upplýsingar um hinar ýmsu hliðar þessara mála má finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.verksyn.is.

Unnið í samstarfi við

Verksýn

Andri Már Reynisson, byggingafræðingur hjá Verksýn. Myndin er tekin við Hamra-hlíð 21-25, en húsið var tekið í notkun árið 1955. Hönnuður þess er Sigvaldi Thor-darson arkitekt. Mynd/Hari.

H yggist húsfélagið taka lán til að fjármagna fram-kvæmdirnar verður jafn-

framt að geta tillögu þar að lútandi í fundarboði. Slík lántaka húsfélags-ins getur verið með ýmsum út-færslum og blæbrigðum þannig að forsvarsmenn húsfélagsins ættu að kanna það hjá lánastofnunum hvaða möguleikar og útfærslur eru í boði. Húsfélagið sem slíkt getur verið lán-takandi en þá er brýnt að vel sé að öllu staðið viðvíkjandi ákvörðunar-tökuna. Rétt er að geta þess að slík fjármögnun er talin afbrigðileg í þeim skilningi að enginn íbúðar-eigandi verður knúinn til að taka lán ef hann vill heldur greiða hlutdeild sína beint í peningum.

Lántaka húsfélagsÞegar sameiginleg fram-kvæmd er f jármögnuð með lántöku húsfélagsins til margra ára geta ýmsar flækjur orðið milli núver-andi og fyrrverandi eig-anda og húsfélagsins. Hús-félagið myndi alltaf, og þar með taldir íbúðareigendur á hverjum tíma, verða ábyrgir gagnvart lánastofnuninni. Hins vegar er það megin-regla að endanleg ábyrgð hvílir á þeim, sem voru eigendur þegar framkvæmdin var ákveðin og gerð. Kaupsamningar og önnur gögn um kaup og sölu þ.á.m. gögn frá hús-félaginu geta leitt til annarrar niður-stöðu. Þegar kaupandi kaupir íbúð í húsi sem er nýmálað þá tekur hann það yfirleitt með í reikninginn og er væntanlega reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir íbúð í nýmáluðu húsi en ef húsið væri allt í niður-níðslu að því leyti. Almennt má kaupandi búast við því að búið sé að greiða fyrir þær framkvæmdir sem lokið er nema seljandi upplýsi hann um annað og þeir semja um það sín á milli.

LögveðHúsfélög eiga lögveð í íbúð þess sem ekki greiðir hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði. Lögveðið stendur í eitt ár. Upphafstími þess miðast við gjalddaga greiðslna og uppgjör á verkinu í þröngum skiln-ingi. Lögveðið er dýrmætur réttur sem gæta verður að og passa upp

á að glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem heyrir til undantekninga og skýtur öðrum veðhöfum ref fyrir rass. Það sést ekki á veðbókarvott-orði og getur rýrt og raskað hags-munum bæði veðhafa og skuld-heimtumanna. Þess vegna eru því settar þröngar skorður.

Hver eigandi skal fjármagna sína hlutdeildAffarasælast er að hver eigandi fjármagni sína hlutdeild í sameig-inlegum framkvæmdum af sjálfs-dáðum og eftir atvikum með full-tingi síns viðskiptabanka. Með því verða línur einfaldar og réttarstaða eigenda og húsfélagsins skýr og án eftirmála. Hins vegar er það sjálf-sagt og eðlilegt að húsfélag sem slíkt fái fyrirgreiðslu banka til að

fjármagna framkvæmdina á sjálfum framkvæmdatím-anum með yfirdráttarheim-ild eða á annan hátt. Þegar framkvæmdinni er lokið og öll kurl til grafar komin er affarasælast að hver eig-andi geri upp við húsfélagið sem svo gerir upp við verk-takann og bankann ef því er að skipta. Með því lyki hlutverki húsfélagsins í fjár-

mögnuninni og rekstur þess og fjármál verða með því einfaldari og öruggari en ella.

Ábyrgð út á viðFram hjá því verður ekki litið að ábyrgð eigenda í fjöleignarhúsi út á við, gagnvart þriðja aðila, t.d. banka og verktaka, er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig get-ur kröfuhafi að vissum skilyrðum uppfylltum gengið að hverjum og einum eigenda ef vanskil verða af hálfu húsfélags og eða einhvers eigenda. Það getur því skiljanlega staðið skilvísum eigenda, sem ekki má vamm sitt vita, fyrir svefni að vera til margra ára spyrtur saman í fjárhagslega skuldbindingu með meira eða minna óskilvísum sam-eigendum og dragast nauðugur inn í deilur í kjölfar eigendaskipta. Hvoru tveggja getur leitt til leið-inda og fjárútláta, í bráð að minnsta kosti.

Sigurður Helgi Guðjónsson

formaður Húseigendafélagsins.

Fjármögnun framkvæmdaÞegar ráðist á í sameiginlega framkvæmd á húsi er að mörgu að huga. Hér má finna upplýsingar um nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að lántöku, fjármögnun og ábyrgð út á við.

Sigurður Helgi Guðjónsson

Síðumúla 31, 108 Reykjavíkwww.parketverksmidjan.is S. 581 2220

OKKAR EIGIN FRAMLEIÐSLA BEINT FRÁ VERKSMIÐJU

Page 7: Viðhald húsa 24 04 2015

Strákústar á tannburstaverðiKr. 695,-

Vinnuvettlingar PU-FlexKr. 295,-

Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verðKr. 1.485,-

Greinaklippur fráKr. 595,-

Vasahnífar í miklu úrvali frákr. 695,-

Garðskóflakr. 595,-

Garðklórakr. 595,-

Hnjámotturkr. 485

Fötur í miklu úrvali frákr. 295,-

Slönguhaldarar frákr. 870-

Hitamælar mikið úrval frákr. 495,-

Grillbursti langurkr. 395,-

Farangursteygjur mikið úrval frákr. 395,-

Heyrnahlífar m/útvarpi frákr. 3.895,-

Ruslapokar 120LKr. 365,-

Ruslatínur fráKr. 395,-

Hjólalásar í miklu úrvali frákr. 245,-

Mössunarvél 1200W M/hraðastýringukr. 14.975,-

Hjólatjakkur 2TKr. 5.995,-

Jeppatjakkur 2.25TKr. 19.995,-

Öflug loftdæla 12V 30L/MinKr. 8.995,-

Dekkjaloftbyssa m/mæliKr. 2.995,-

Miklu meira, en bara ódýrt

Stigar og tröppur í frábæru úrvaliNý sending

Strekkibönd mikið úrval frákr. 495,-

Reipi 3/4/6/8/10/12/16mm

Dekk+Hjól í miklu úrvali

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, [email protected] Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

Page 8: Viðhald húsa 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20158

Síðumúla 1 | 108 Reykjavík | Sími 517-6300 | www.verksyn.is

Viðhald fasteigna – okkar sérgrein

• Ástandsskýrslur• Útboðsgögn• Teikningar / hönnun• Verksamningar• Umsjón og eftirlit• Verkefnastjórnun

Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæ�r sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt �ölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og

húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna.

Egill Birgisson sér um rekstur Birgisson ehf. ásamt föður sínum. Hér handleikur Egill harðparketplanka sem er 2,78 metrar á lengd og 24 sentimetrar á breidd. „Parketplankar af þessari stærð eru nýjung hér á landi. Á þeim er auk þess sérstök rispuvörn og 35 ára ábyrgð.“ Mynd/Hari.

Harðparket nýtur

síaukinna vinsælda

Birgir Þórarinsson hefur yfir 30 ára reynslu þegar kemur að innflutningi ýmissa gólfefna, hurða og flísa. Á grundvelli þess-

arar reynslu hefur Birgir ásamt Agli, syni sínum, byggt upp rekstur Birgisson ehf. með góðum stuðningi erlendra sam-

starfsaðila til fjölda ára og með úrvals starfsfólki sem hefur góða vöruþekkingu, reynslu og framúrskarandi þjónustulund.

B irgisson ehf. býður upp á fjölbreytt úrval af parketi og segja feðgarnir að vanda

þurfir valið á parketi. Einnig skal huga að rakainnihaldi viðarins. „Áður en hafist er handa við lögn á parketi þarf að athuga rakastig gólfsins. Hafa skal í huga hvenær lagt var í gólfið og hvaða ílagnarefni var notað. Þegar fullvíst er að gólfið sé þurrt má leggja parketið. Raka-stig gólfsins má ekki vera hærra en 2%.“

Þrenns konar parket í boðiÞeir sem eru í parkethugleiðingum eiga oft erfitt með að gera greinar-mun á milli mismunandi tegunda. Almennt má flokka parket í þrjá flokka og hér fara þeir feðgar yfir hverjir þessir flokkar eru:

„Gegnheilt stafaparket er límt í stöfum eða plönkum á gólfið. Eftir að parketið hefur verið límt á gólfið þarf það að fá að standa í að minnsta kosti tíu daga, áður en hafist er handa við að slípa og meðhöndla það. Eftir að slípun er lokið kemur að vali á yf-irborðsmeðhöndlun: Á að lita, lakka eða olíubera? Allt fer þetta eftir smekk viðskiptavinarins. Gegnheilt parket er yfirleitt 10-22 mm að þykkt og er fáanlegt í fjölda viðartegunda sem hægt er að leggja í ótal mynstr-um.“ Verð: Frá 5.000-20.000 kr. á fer-metra.

„Hefðbundið þriggja laga parket er spónlagt 13-20 mm að þykkt með 2,5- 6 mm harðviðaryfirborði. Al-geng borðastærð á Kährs parketi er 15x200x2400 mm eða 15x187x2400 mm (þykkt x breidd x lengd). Kährs

parketið kemur tilbúið til lagnar og er örugglega með bestu viðarlæsing-una á markaðnum. Hægt er að velja úr fjölda viðartegunda og yfirborðsá-ferða, til dæmis burstað og matt-lakkað, burstað og olíuborið, heflað og mattlakkað, litað og olíuborið. Þitt er valið. Í dag er plankaparketið vin-sælast.“ Verð á Kährs parketinu er frá 3.750-15.000 kr. á fermetra.

„Harðparket er tiltölulega nýtt á markaðnum og gæði þess hafa verið að aukast mikið síðastliðin ár. Harð-parketið var oft kallað plastparket hér áður fyrr, en það er villandi, því yfir 90% af hráefninu er endurunn-in viður. Aðal uppistaðan í harðpar-ketinu er rakaheld HDF plata, það er harðpressuð MDF plata með ótrú-lega sterkri yfirborðshúð úr melam-ine. Harðparketið er fáanlegt í 6-12 mm þykkt og í nokkrum alþjóðlegum styrktarfokkum; AC3, AC4 og AC5. Við hjá Birgisson flytjum aðeins inn bestu flokkanna, AC4 og AC5, það er að segja 8-12 mm þykkt.“ Verð: Frá 1.690 til 4.490 kr. á fermetra.

Harðparketið vinsælastHarðparketið hefur notið aukinna vinsælda upp á síðkastið og segir Birgir ástæðuna tengjast því hversu höggþolið og rispuþolið það er, auk hagstæðs verðs. Í glæsilegum sýn-ingarsal verslunarinnar að Ármúla 8 er hægt að skoða fjölbreytt úrval af parketi, flísum og hurðum, allt vörur frá þekktum og virtum fram-leiðendum. „Við mælum með að fólk kynni sér alla bæklinga og heim-sæki heimasíðu okkar, www.birgis-son.is, áður en hafist er handa við að velja parket. Flýtið ykkur hægt, farið eftir leiðbeiningum og þá gengur allt vel,“ segir Birgir.

Unnið í samstarfi við

Birgisson ehf.

Page 9: Viðhald húsa 24 04 2015

Helgin 24.-26. apríl 2015

3 húsráð út í voriðSamkvæmt almanakinu er komið sumar og því er ekki seinna vænna að bretta upp ermar og hefja vorverkin. Hluti af þeim er að sinna ýmsum útiverkum og dytta að húsinu. Hér má finna þrjú góð ráð um árlegt viðhald húsa.

ÚtidyrKannið ástand útidyra og svaladyra. Ráðlegt er að smyrja læsingar einu sinni á ári með þunnri olíu. Einnig er gott að setja örlítið af olíu í skráargatið til að auka liðleika þeirra hluta sem hreyfast.

GluggarÁ vorin er gott að gera ástandsskoðun á timbri og málningu á gluggum. Til að meta hvort tími sé kominn til að mála er best að bregða málningarsköfu (eða svipuðu áhaldi) á málninguna næst glerinu. Ef málningin lætur ekki undan þá er ástand gluggans í góðu lagi. Ef hún bólgnar upp er hins vegar komin þörf á viðhald.

RennurHreinsun á þakrennum og niðurföllum er nauð-synleg aðgerð einu sinni á ári til að komast hjá kostnaðarsömu viðhaldi. Yfirfull renna veldur vatnsleka og skemmir tréverk í þakköntum húsa. Ef skipta á um þakrennur er gott að hafa í huga að plastrennur þarfnast minna viðhalds en blikk-rennur. Einnig er hægt að notast við plasthúðaðar blikkrennur til að koma í veg fyrir að ryð myndist.

Guðjón Þór, [email protected]

Fyrirtækið Bor ehf starfar við steypusögun og kjarnaborun og hefur

verið starfrækt síðan 1998 á sömu kennitölunni og er þar af leiðandi komið

með viðamikla reynslu á þessu sviði.

Óskar þú frekari upplýsinga eða tilboðs er ég ávallt til þjónustu reiðubúinn

Sími: 895 9490

Meðal góðra viðskiptavina okkar eru t.d.

Eykt, HB Grandi, Fasteignir ríkissjóðs, Ví�lfell, Rafholt, Rafmiðlun, HS lagnir, Lóðaþjónustan,

Jó lagnir, ÁS smíði, Hafna�arðarbær og �.

Page 10: Viðhald húsa 24 04 2015

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

Hja

rtala

g

HÖRKU PLANKAHARÐPARKETfyrir sumarhús, hótel & heimili

30 ÁRA ÁBYRGÐ VERÐ FRÁ: 1.690 kr. m²

30ára

ábyrgð

Page 11: Viðhald húsa 24 04 2015

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

Hja

rtala

g

HÖRKU PLANKAHARÐPARKETfyrir sumarhús, hótel & heimili

30 ÁRA ÁBYRGÐ VERÐ FRÁ: 1.690 kr. m²

30ára

ábyrgð

Page 12: Viðhald húsa 24 04 2015

Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: [email protected] Netsíða: www.vfs.is

69.900,-Verð Kr.

12.900,-Verð Kr.

59.900,-Verð Kr.

69.900,-Verð Kr.

SDS BorhamarMótor: 12 VoltHraði: 0-900 Sn/mínKraftur: 1,1 J. MW 4933 4414 75

AG 750-125Slípirokkur 125mm.Mótor: 750 W.Sn/mín: 10.000Þyngd: 1,8 Kg. MW 4933 4191 80

OFURSETT M18 CPP6A-52B Höggborvél, Sverðsög, Höggskrúfvél, Hjólsög, Slípirokkur, Vinnuljós, 3 x 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, M12 -18C hleðslutæki (80 min.), Verkfærataska. MW 4933 4483 40

234.900,-Verð Kr.

129.900,-Verð Kr.

221.900,-Verð Kr.

190.000,-Verð Kr.

Hleðsluhöggborvél M12 CPD-402CTveggja gíra höggbor & skrúfvél.2x4,0 Ah Rafhlöður

MW 4933 4403 75

194.900,-Verð Kr.

Hleðslutifvél C12 MT-32BHaldari: Allar gerðirVinnuhraðar: 5.000-20.000Rafhl: 2x3,0 Ah Li-ionMW 4933 4271 77

Ryksuga

AS-300 EMACMótor: 1500W.30 Lítra, klassi MSjálfvirk hreinsun á síu. MW 4933 4160 80

Ryksuga

AS-500 ELCPMótor: 1500W.50 Lítra, klassi LAuðveld hreinsun á síu. MW 4933 4160 70

einsun á síu.

59.900,-Verð Kr.

Hleðsluhjólsög

M12 CCS44-402CBlað: 140mmGeta: 44mm. 2x4 Ah. Rafhlöður.MW 4933 4482 35

86.100,-Verð Kr.

SegulborvélMD CompactGeta 38mmMW 4270 50

Útvarps-hleðslutæki

M18 RafhlöðurAM/FM móttakariUSB tengi fyrir músik og hleðslu.MW 4933 4466 39

M18 Set1-503XM18 CPD Höggborvél 3x5,0 Ah. RafhlöðurÁtak: 80 Nm.MW 4933 4481 15

M18 SET2F-502WM18 CDD Borvél M18 CHX Borhamar2x5,0 Ah. Rafhlöður. VerkfærakassiMW 4933 4485 54

M18 SET2A-503WM18 CPD HöggborvélM18 CAG Slípirokkur 3x5,0 Ah. RafhlöðurVerkfærakassiMW 4933 4485 56

M18 CPD Höggborvél

SDS BorhamarMótor: 12 VoltMótor: 12 VoltMótor: 12 V

2x4,0 Ah Rafhlöður

Hleðsluhöggborvél M12 CPD-402CTveggja gíra höggbor & skrúfvél.2x4,0 Ah Rafhlöður

Hleðsluhöggborvél

höggbor & skrúfvél.2x4,0 Ah Rafhlöður

SDS BorhamarMótor: 18,0 VoltHraði: 0-1350 Sn/mínKraftur: 4,5 J. MW 4933 4481 75

SDS Borhamar með ryksuguHraði: 0-1350 Sn/mínKraftur: 4,5 J. MW 4933 4481 80

Járnbandsög BS 125Mótor: 1100W.Hraði: 0-116 m/mín.Geta: 125x125mmMW 4933 4482 45

BlikkklippurM18 BMS20-0Geta: 2,0mm. járnplötuHaus: Snúanlegur 360°Án rafhlöðu.MW 4933 4479 35

BlikkklippurM18 BMS20-0Geta: 2,0mm. járnplötu

61.490,-Verð Kr.

98.900,-Verð Kr.

VinnuljósM18 LLLýsing: 180°- 360°USB tenginghleður síma ofl.MW 4933 4305 63

Vinkilborvél M18 CRAD-0Patróna: 13mm.Hraði: 0-1200 sn/mín.Án rafhlöðu.MW 4933 4477 30

129.000,-Verð Kr.

22.900,-Verð Kr.

164.900,-Verð Kr.

199.000,-Verð Kr.

99.900,-Tilboð

323.600,-Verð Kr.