4
Fréttabréf HB Granda Feb. 2016 2. tbl. VINNSLAN Í NORÐURGARÐI Í húsnæði HB Granda við Norðurgarð er starfrækt botnfisksvinnsla allan ársins hring þar sem lögð er áhersla á framleiðslu bæði frystra og ferskra afurða úr karfa og ufsa. Í vinnslunni vinna alls 154 manns og skiptast hlutföllin frekar jafnt á milli kynjanna, en um 60% starfsfólks eru konur á móti 40% karlmanna. Óhætt er að segja að ölmenningin sé ríkjandi í vinnslunni en þar starfar fólk frá 16 mismunandi þjóðum. Flest starfsfólk kemur frá Íslandi, Póllandi og Filippseyjum en einnig er þar að finna starfsfólk frá Kína, Þýskalandi og Tékklandi svo eitthvað sé nefnt. Meðalstarfsaldur er 7,2 ár en hann er hærri hjá konum en körlum. Konur hafa að meðaltali unnið hjá fyrirtækinu í 8,5 ár á meðan karlar eru með meðalstarfsaldur upp á 5,8 ár. Af þeim 154 sem starfsfólk botnfiskvinnslunnar telur hafa 34 unnið í meira en áratug hjá félaginu, átta manns hafa unnið í yfir tvo áratugi og nokkrir í hátt í óra áratugi.

VINNSLAN Í NORÐURGARÐI - HB Grandi · því að það sé bjart allan sólarhringinn en mér finnst myrkrið á veturna mun minna mál. Eina sem mér fannst erfitt var að labba

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: VINNSLAN Í NORÐURGARÐI - HB Grandi · því að það sé bjart allan sólarhringinn en mér finnst myrkrið á veturna mun minna mál. Eina sem mér fannst erfitt var að labba

Fréttabréf HB Granda Feb. 20162. tbl.

VINNSLAN Í NORÐURGARÐIÍ húsnæði HB Granda við Norðurgarð er starfrækt botnfisksvinnsla allan ársins hring þar sem lögð er áhersla á framleiðslu bæði frystra og ferskra afurða úr karfa og ufsa. Í vinnslunni vinna alls 154 manns og skiptast hlutföllin frekar jafnt á milli kynjanna, en um 60% starfsfólks eru konur á móti 40% karlmanna. Óhætt er að segja að fjölmenningin sé ríkjandi í vinnslunni en þar starfar fólk frá 16 mismunandi þjóðum. Flest starfsfólk kemur frá Íslandi, Póllandi og Filippseyjum en einnig er þar að finna starfsfólk frá Kína, Þýskalandi og Tékklandi svo eitthvað sé nefnt. Meðalstarfsaldur er 7,2 ár en hann er hærri hjá konum en körlum. Konur hafa að meðaltali unnið hjá fyrirtækinu í 8,5 ár á meðan karlar eru með meðalstarfsaldur upp á 5,8 ár. Af þeim 154 sem starfsfólk botnfiskvinnslunnar telur hafa 34 unnið í meira en áratug hjá félaginu, átta manns hafa unnið í yfir tvo áratugi og nokkrir í hátt í fjóra áratugi.

Page 2: VINNSLAN Í NORÐURGARÐI - HB Grandi · því að það sé bjart allan sólarhringinn en mér finnst myrkrið á veturna mun minna mál. Eina sem mér fannst erfitt var að labba

Hjónin Halldór Rúnar Hjálmtýsson og Nelia Baldelovar vinna bæði í vinnslunni í Norðurgarði. Nelia kemur frá Filippseyjum en Halldór frá Ólafsfirði þar sem þau kynntust fyrst þegar Nelia vann sem Au Pair í bænum. Þau hafa starfað hjá HB Granda í rúm 16 ár en tveir bræður Neliu hafa einnig unnið hjá félaginu. „HB Grandi hjálpaði okkur við það að fá þá hingað frá Filippseyjum og við erum mjög þakklát fyrir það. Þetta er eiginlega eins og ein stór fjölskylda hérna,“ segir Nelia og brosir til Halldórs. Þau eru bæði ánægð í starfi og nefna sérstaklega sveiganleika yfirmanna þegar kemur að veikindum eða öðrum vandamálum sem geta komið upp. „Við eigum einn son saman sem þarf að sinna mikið og höfum mætt mjög miklum skilningi hérna hjá yfirmönnum út af því, sem er alveg frábært. Það er mjög auðvelt að nálgast yfirmennina og maður veit að það er alltaf reynt að finna lausn á aðstæðum sem koma upp. Það er ekki sjálfsagt“ segir Halldór. Nelia tekur í sama streng, „fyrir nokkrum árum geysaði stór fellibylur um Filippseyjar og þá komu yfirmenn til mín að fyrra bragði og spurðu hvernig þeir gætu hjálpað. HB Grandi sendi svo peninga í hjálparstarf. Það er náttúrulega alveg ómetanlegt og lætur manni líða eins og einum af fjölskyldunni.“ Þau segjast bæði einnig ofsalega ánægð með aðstöðuna í vinnslunni. „Fólk er yfirleitt mjög ánægt hérna. Hér eru mjög margir sem hafa unnið í fleiri fleiri ár og það segir manni bara að fólki líður vel hérna og að það er vel hugsað um það“ segir Halldór og Nelia samsinnir. Í frístundum segjast hjónin aðallega reyna að ferðast og hafa farið hringinn í kringum landið oftar en einu sinni. „Við eigum bara Vestfirðina eftir!“ segir Halldór. „Annars höfum við bara farið hring eftir hring „segir Nelia í stríðnistón. Þau reyna að heimsækja Filippseyjar þegar þau geta en foreldrar Neliu hafa einnig komið að heimsækja þau og líkað vel, en fannst heldur kalt. Þessi glaðværu hjón láta sér hins vegar fátt um finnast um kuldann og myrkrið á Íslandi, enda hafa þau hvort annað til að lýsa upp skammdegið.

SAMRÝMDAR SYSTUR Í VINNSLUNNISysturnar Merlyn Cuyacot og Maricel Monzon hafa starfað í vinnslunni í Norðurgarði í fjöldamörg ár, Merlyn síðan 2002 og Maricel síðan 2005. Þær eiga síðan þriðju systurina sem einnig starfar hjá HB Granda, en er sem stendur í fæðingarorlofi. Systurnar eru frá Filippseyjum en komu til Íslands í von um betri atvinnumöguleika en í heimalandinu. Þær segjast kunna vel við sig á Íslandi og láta kulda og myrkur vetrarins lítið á sig fá. „Ég er búin að vera hérna í 19 ár og ég elska að vera hérna“, segir Merlyn og hlær dillandi hlátri. Maricel tekur undir það og segist finna fyrir miklu öryggi og rólegheitum hérna á Klakanum. „Samt bý ég í Breiðholti sem fólk vill stundum meina að sé eitthvað erfitt hverfi“ segir Maricel hissa.“ Þær segja Íslendinga mjög viðkunnalega en það tók þær samt nokkurn tíma að venjast því hvað þeir eru óformlegir í samskiptum. „Hér kalla litlir krakkar bara kennarana sína þeirra sérnöfnum. Á Filippseyjum myndi maður alltaf ávarpa kennara með herra eða frú. Það er sama hérna í HB Granda, allir kalla yfirmennina bara sínum nöfnum. Það er mjög skrýtið fyrir okkur.“ Þær skella uppúr. Merlyn tekur samt skýrt fram að þeim finnist þetta mjög jákvætt. „Þetta er mjög gott því þetta þýðir að hér eru allir jafnir, sama í hvaða stöðu þeir eru. Á Filippseyjum er mjög mikil stéttaskipting.“ Maricel samsinnir systur sinni. „Þetta þýðir samt ekki að það sé minni virðing borin fyrir fólki hér, alls ekki. Það er bara látið í ljós á öðruvísi hátt.“ Systurnar segjast reyna að heimsækja foreldra sína, sem enn búa í heimalandinu, reglulega en ferðalagið sé bæði langt og flugmiðar dýrir. „Það væri bara best ef að þau kæmu hingað líka“, segja þær og hlæja sínum smitandi hlátri. Þær láta mjög vel af starfinu í HB Granda. „Mér finnst skemmtilegast hvað maður kynnist mörgu ólíku fólki“, segir Maricel. „Hér er fólk frá allavega 16 mismunandi löndum“, segir Merlyn „og allir vinna svo vel saman og eru góðir vinir. Ég er búin að vinna hér í 13 ár og get ekki hugsað mér að vinna annars staðar“

EIN STÓR FJÖLSKYLDAmynd: HB Grandi / Áslaug mynd: HB Grandi / Áslaug

Page 3: VINNSLAN Í NORÐURGARÐI - HB Grandi · því að það sé bjart allan sólarhringinn en mér finnst myrkrið á veturna mun minna mál. Eina sem mér fannst erfitt var að labba

ÍSLENDINGAR FRJÁLSLEGRI DANSARARSára Otisková kemur frá Tékklandi og hefur starfað hjá HB Granda í tvö og hálft ár. Faðir hennar starfar einnig hjá félaginu og benti henni á starfið. Hún segir að sér hafi verið tekið með opnum örmum á Íslandi og kann afskaplega vel við sig í vinnunni. „Hér er til dæmis mun meira kynjajafnrétti en heima og allir eru svo vinalegir.“ Hún segist samt enn vera að venjast miðnætursólinni á sumrin. „Ég á mjög erfitt með að venjast því að það sé bjart allan sólarhringinn en mér finnst myrkrið á veturna mun minna mál. Eina sem mér fannst erfitt var að labba í vinnuna á veturna í roki og snjó en núna erum við komin á bíl svo það er allt annað“ segir hún og brosir. Sára vinnur ekki aðeins með föður sínum í vinnslunni heldur kynntist hún einnig manninum sínum þar, en hann er einnig tékkneskur. „Mamma mín þekkti til hans frá því hann var krakki en ég mundi ekkert eftir honum, enda dálítið yngri. Svo hittumst við bara hér í HB Granda á Íslandi“ segir hún hlæjandi. Hún segir Íslendinga vera mun frjálslegri en Tékka „hérna er það þannig að ef mann langar til að dansa þá bara gerir maður það og fólk dansar með. Heima væri bara horft á mig eins og ég væri skrýtin.“ Sára hefur mjög gaman af því að ferðast, bæði innanlands og utan og segir mjög auðvelt að ferðast um Ísland. Hún reynir einnig að komast sem oftast til Tékklands til að heimsækja móður sína og ömmu sem enn búa þar. Henni líður vel í vinnunni og segir að góð samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk eigi stóran þátt í því. „Hér er mjög góður andi og mér líður eins og ég geti alltaf talað við yfirmenn mína ef einhver vandamál koma upp. Það er rosalega gott“ segir Sára og heldur aftur inn í vinnslu með bros á vör.

mynd: HB Grandi / Áslaug

Page 4: VINNSLAN Í NORÐURGARÐI - HB Grandi · því að það sé bjart allan sólarhringinn en mér finnst myrkrið á veturna mun minna mál. Eina sem mér fannst erfitt var að labba

ÞÚFA FRÉTTABRÉF HB GRANDA Ábyrgðarm.: Vilhjálmur Vilhjálmsson Umsjón: Áslaug Torfadóttir Hönnun/umbrot: Fanney Þórðardóttir Netfang: [email protected]ósmyndir: Kristján Maack, nema

annað sé tekið fram

Marshall húsið við Grandagarð hefur nú fengið nýtt hlutverk sem lista- og menningarhús sem fyrirhugað er að opni fyrir almenning næsta haust. Bygging Marshall hússins hófst árið 1948 og var fjármögnuð með Marhall aðstoð Bandaríkjanna eftir seinni heimstyrjöld. Í húsinu var síldarverksmiðja Faxa, hf. í um hálfa öld en það hefur staðið autt síðustu ár. Það er því mikið fagnaðarefni að líf sé nú að færast í þetta fallega hús á nýjan leik. Í húsinu verður aðsetur Nýlistasafnsins og listamannarekna gallerísins Kling og Bang. Einnig verður þar vinnustofa og sýningarrými Ólafs Elíassonar ásamt sjávaréttaveitingastað á jarðhæð. HB Grandi hefur gert samning við Reykjarvíkurborg um leigu á húsnæðinu til 15 ára og mun félagið ráðast í endurgerð hússins sem fyrst. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda segir samstarfið marka tímamót. „Við í HB Granda erum mjög ánægð með þá uppbyggingu sem á sér stað í nærumhverfi okkar á Granda og það verður ánægjulegt að sjá líf færast í Marshall húsið á nýjan leik. Við hlökkum til að hefja þær miklu framkvæmdir sem framundan eru og munum gera okkar besta til að sníða innviði að því starfi sem þar mun fara fram. Það fer vel á því að starfsemi HB Granda í Reykjavík sé á milli listaverksins Þúfu eftir listakonuna Ólöfu Nordal sem HB Grandi reisti og fyrirhugaðrar listamiðstöðvar í húsnæði félagsins.“

Á síðasta ári voru unnin 20.700 tonn í fiskiðjuverinu Norðurgarði. Þar af voru 9.700 tonn karfi, 8.700 ufsi og 2.300 tonn þorskur. Framleitt magn af ferskum og frosnum afurðum var 8.800 tonn.Það má leika sér að þessum tölum. Ef gert er ráð fyrir að meðaltali í einum matarskammti séu 200 g af fiski þá voru framleiddir í Norðurgarði 44 milljón skammtar á síðasta ári. Fiskineysla Íslendinga er með því mesta í heiminum talin um 40 kg af heilum fiski á mann á ári. Framleiðsla Norðurgarðs samsvaraði því ársneyslu 517.500 Íslendinga. Mikil auking hefur orðið síðustu ár í sölu á ferskum afurðum bæði heilum flökum og flakabitum sem eru flutt með flugvélum eða skipum á markað.

NÝTT HLUTVERK MARSHALL HÚSSINS

VISSIR ÞÚ?

Dagur B. Eggertsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason frá arkitektastofunni og Börkur Arnarson, umboðsmaður Ólafs Elíassonar.

Við undirskrift samnings. F.v. Daníel Björnsson, Þorgerður Ólafsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Börkur Arnarson.