16
VIÐSKIPTAFRÆÐI

VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

VIÐSKIPTAFRÆÐI

Page 2: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka fræðilega undirstöðu.

Grunnnám í viðskiptafræði tekur þrjú ár og að því loknu er hægt að leggjastund á tveggja ára meistaranám til sérhæfingar. Doktorsnám er jafnframt í boðivið viðskiptadeild.

Alþjóðlegar viðurkenningarTvær námsbrautir í viðskiptafræði eru með alþjóðlega gæðavottun. Grunnnám í viðskiptafræði hefur fengið EPAS-viðurkenningu og MBA-námið hefur hlotiðAMBA-viðurkenningu.

Áhersla á ábyrga viðskiptahættiViðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles for Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda.Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð, þ.e. leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.

Af hverju viðskiptafræði við HR?• Markviss þjálfun og áhersla á hagnýta verkefnavinnu þar sem markmiðið er að útskrifaðir nemendur séu góðir greinendur og kunni vel til verka.• Framúrskarandi kennarar með víðtæka fræðilega þekkingu, góða kennsluhæfileika og reynslu úr atvinnulífinu. • Áhersla lögð á sterk tengsl við atvinnulífið meðal annars með gestafyrirlesurum, verkefnavinnu og starfsnámi.

„Í HR hef ég fengið fjöldann allan af tækifærum til að vinna verkefni sem tengjast atvinnulífinu beint og myndað góð tengsl í gegnum mörg þeirra.Til dæmis er ég að vinna virkilega spennandi verkefni fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Helsti kosturinn við námið í HR er sá að maður fær að spreyta sig á verkefnum sem líkjast því sem maður gæti þurft að kljást við þegar komið er á vinnumarkaðinn. Auk þess að vera góður undirbúningur fyrir lífið þá kynnist maður samnemendum vel í gegnum hópavinnuna og við skemmtum okkur yfirleitt konunglega þegar við erum að vinna verkefni.“

Heiðrún Ingrid Hlíðberg BSc-nemi í viðskiptafræðiVerkefnastjóri hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi

Page 3: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Starfsmöguleikar að námi loknuViðskiptafræði er fjölbreytt og þverfagleg og því starfa viðskiptafræðingar á flestum sviðum atvinnulífsins; við rekstur fyrirtækja og stofnana, fjármál, stjórnun og stefnumótun, markaðsmál, framleiðslu, reikningshald og endurskoðun og mannauðsstjórnun. Margir stofna sitt eigið fyrirtæki.

Tengsl við atvinnulífiðRaunhæf verkefni í samstarfi við atvinnulífið veita nemendum HR forskot á vinnumarkaði. Nemendur leysa verkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir undir leiðsögn kennara og stjórnenda. Meðal kennara í viðskiptadeild eru samstarfsaðilar úr íslensku atvinnulífi og erlendir sérfræðingar. Fjölbreyttar rannsóknir eru stundaðar innan deildarinnar í nánu samstarfi við atvinnulífið og vísindasamfélagið.

SkiptinámNemendur í viðskiptafræði eru hvattir til að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í námi. Reynsla af skiptinámi erlendis eykur virði háskólagráðunnar og hefur jákvæð áhrif á atvinnumöguleika að námi loknu.

Framsækið fjarnámFjarnám í viðskiptafræði byggir á framsæknum kennsluaðferðum þar sem örfyrirlestrar eru sérstaklega sniðnir að þörfum fjarnámsnemenda. Hægt er að ljúka 120 eininga diplómagráðu í viðskiptafræði í fjarnámi. Þeir sem hafa lokið grunngráðu í annarri fræðigrein en viðskiptafræði geta tekið ákveðin námskeið í fjarnámi og fengið staðfestingu að loknu 60 eininga námi. Það nýtist vel þeim sem vilja til dæmis undirbúa sig fyrir meistaranám eða styrkja þekkingu og færni í rekstri.

Page 4: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Grunnnám

ViðskiptafræðiGráða: BScLengd náms: 3 árFjöldi eininga: 180

Grunnnám í viðskiptafræði skapar trausta undirstöðu í lykilþáttum viðskipta. Námið hefur fengið EPAS-viðurkenningu sem er alþjóðleg gæðavottun og byggist á alþjóðlegum samanburði á gæðum viðskiptanáms á háskólastigi. Til að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi er talsverður hluti námsins á ensku.

Námsleiðir í grunnnámi (BSc-gráða) • Viðskiptafræði • Viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein • Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein

Lögfræði eða tölvunarfræði sem aukagrein Nemandi sem lýkur BSc-gráðu í viðskiptafræði með tölvunarfræði eða lögfræði sem aukagrein hefur aflað sér haldgóðrar grunnþekkingar í viðskiptafræði en einnig hlotið talsverða innsýn í aukagreinina. Nemendur ljúka 120 einingum í viðskiptafræði og 60 einingum í aukagreininni.

Raunhæf verkefni Á fyrsta ári taka viðskiptafræðinemar þátt í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Í námskeiðinu Stefnumótun á öðru ári vinna nemendur stefnumótunarverkefni fyrir fyrirtæki eða stofnanir. Nemendur í viðskiptafræði geta sótt um starfsnám hjá fyrirtæki eða stofnun sem hluta af vali á þriðja ári.

Fjarnám í viðskiptafræði Mögulegt er að taka fyrstu tvö ár grunnnáms í viðskiptafræði í fjarnámi og ljúka þannig 120 eininga diplómagráðu í viðskiptafræði. Hægt er að bæta við þriðja námsári í staðarnámi og ljúka þannigBSc-gráðu í viðskiptafræði.

Haftengd nýsköpunNýtt diplómanám sem þjálfar nemendur í að nýta þekkingu viðskipta- og sjávarútvegsfræða til að vinna að raunhæfum verkefnum. Kennsla fer fram í Vestmannaeyjum og er áhersla lögð á sterk tengsl við atvinnulífið. Námið er 84 einingar og er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Nánar á hr.is/vd.

„Áherslan á hagnýta þekkingu er eitt af því sem gefur náminu í HR forskot. Sem dæmi má nefna námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem ég lauk á síðasta ári. Hópurinn minn bjó til nýja vöru sem varð að góðri viðskiptahugmynd og rataði að lokum í fjölmiðla út um allan heim. Við lærðum gríðarlega mikið af því.“

Anton Reynir HafdísarsonBSc-nemi í viðskiptafræðiDæmatímakennari í rekstrarhagfræði

Page 5: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Haustönn

Vorönn

Haustönn

Haustönn

Vorönn

Vorönn

Haustönn

Vorönn

Haustönn

Haustönn

Vorönn

Vorönn

Haustönn

Vorönn

Haustönn

Haustönn

Vorönn

Vorönn

2.ár

3.ár

1.ár

• Hagnýt stærðfræði I• Markaðsfræði I• Reikningshald• Þjóðhagfræði • Aðferðafræði*

• Hagnýt tölfræði I• Stjórnun• Rekstrarhagfræði I• Rekstrargreining• Nýsköpun og stofnun fyrirtækja*

• Fjármál fyrirtækja• Gerð og greining ársreikninga• Hagnýt upplýsingakerfi• Neytendahegðun og markaðssamskipti• Alþjóðaviðskipti*

• Hagnýt tölfræði II• Markaðs- og viðskiptarannsóknir• Valnámskeið I• Valnámskeið II• Mannauðsstjórnun*

• Valnámskeið III• Valnámskeið IV• Fjármálamarkaðir• BSc-verkefni

• Viðskiptasiðfræði• Rekstrarhagfræði II• Rekstrarstjórnun• Viðskiptalögfræði• Stefnumótun*

• Hagnýt stærðfræði I• Markaðsfræði I• Reikningshald• Þjóðhagfræði• Aðferðafræði*

• Hagnýt tölfræði I• Stjórnun• Rekstrarhagfræði I• Rekstrargreining• Nýsköpun og stofnun fyrirtækja*

• Fjármál fyrirtækja• Gerð og greining ársreikninga• Neytendahegðun og markaðssamskipti• Markaðs- og viðskiptarannsóknir • Alþjóðaviðskipti*

• Aðferðafræði I - réttarheimildir og lögskýringar • Fjármunaréttur I - samningaréttur og inngangur að skaðabótarétti og almennum hluta kröfuréttar• Stjórnskipunarréttur• Raunhæf verkefni*

• Félagaréttur • Fjármunaréttur II - kröfuréttur, síðari hluti• Stjórnsýsluréttur• Raunhæf verkefni í fjármunarétti*

• Stefnumótun• Rekstrarstjórnun• Viðskiptasiðfræði• BSc-verkefni

• Hagnýt stærðfræði I• Markaðsfræði I• Reikningshald• Þjóðhagfræði • Aðferðafræði*

• Hagnýt tölfræði I• Stjórnun• Rekstrarhagfræði I• Rekstrargreining• Nýsköpun og stofnun fyrirtækja*

• Fjármál fyrirtækja• Forritun• Gerð og greining ársreikninga• Hagnýt tölfræði II• Verklegt námskeið I*

• Gagnasafnsfræði• Hagnýt viðskiptakerfi (ERP)• Hugbúnaðarfræði• Markaðs- og viðskiptarannsóknir• IT-strategy*

• Viðskiptasiðfræði• Viðskiptagreind• Valnámskeið I• BSc-verkefni

• Greining og hönnun• Vefforritun• Rekstrarstjórnun• Rekstrarhagfræði II• Verklegt námskeið II*

Viðskiptafræði Viðskiptafræði meðlögfræði sem aukagrein

Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein

*3ja vikna námskeiðNámsskipulag er birt með fyrirvara um breytingar

Page 6: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

StarfsnámStarfsnám veitir nemendum í grunn- og meistaranámi einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem viðskiptafræðingar mæta í atvinnulífinu.Margir nemendur hafa fengið tilboð um starf í kjölfar starfsnámsins.

„Eftir námið hef ég kunnáttu til að meta tækifæri í viðskiptum og get greint þær áskoranir sem fyrirtæki, bæði stór og smá,

standa frammi fyrir á alþjóðlegum markaði.Í meistaranáminu var ég í starfsnámi hjá sprotafyrirtækinu ThinkGeoEnergy. Í dag vinn ég fyrir fyrirtækið og rannsaka

viðskiptaþróun í jarðvarmaiðnaðinum á heimsvísu.”

Francisco Rojas Riano MSc í alþjóðaviðskiptum 2014

Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám:Icelandair Group • Össur • KPMG• Deloitte • PwC • E&Y • Landspítalinn • Síminn • Orkuveita Reykjavíkur • NOVA • Vodafone • Vífilfell • Ölgerðin • Virðing • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • Pipar TBWA • WOW • Icelandair • Landsvirkjun • Advania • Alvogen • Landsbankinn • Mannvit • Nýherji • Reiknistofa bankanna • Eik fasteignafélag

Page 7: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

„Starfsnám er einstakt tækifæri til þess að kynnast atvinnulífinu og upplifa hvernig það er að starfa við það sem maður er að læra.Ég fékk tækifæri til að vera í starfsnámi hjá Icelandair Group á sviði fjármála og fékk þar ýmis krefjandi og spennandi verkefni til að leysa. Ég lærði mikið á þessum tíma og fékk að kynnast fyrirtækinu og starfsemi þess mjög vel. Þetta var góð reynsla sem mun ánefa nýtast mér í framtíðinni.“

Bergdís Ragnarsdóttir Starfsnám hjá Icelandair Group

„Ég fór í starfsnám á viðskiptagreindarsvið Advania eftir að hafa tekið áfangann Viðskiptagreind en þar fékk ég mikinn áhuga á viðfangsefninu. Ég leit á starfsnámið sem tækifæri til þess að kynna mér hvernig það væri að vinna á þessu sviði og varð ekki fyrir vonbrigðum. Advania hagaði starfsnáminu þannig að mín þekking úr viðskiptafræðinni nýttist vel við þau verkefni sem ég vann.“

Huginn Ragnarsson Starfsnám hjá Advania

„Starfsnámið er hagnýtt, víkkar tengslanetið og eykur möguleika á starfi fyrir eða eftir útskrift. Sú hópavinna sem ég kynntist í HR nýttist í starfsnáminu þar sem vinnan í PwC er í rauninni eins byggð upp, þ.e. mikið unnið í teymum. Í PwC var mjög vel tekið á móti mér og utanumhald á vegum HR var markvisst og gott. Í kjölfarið var mér boðið starf hjá fyrirtækinu hálfu ári fyrir útskrift.“

Sigurbjörn HafþórssonStarfsnám hjá PwC

„Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að nota þekkinguna úr náminu og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á vinnumarkaðinum.Þá tengir maður saman allt sem maður hefur lært í skólanum.“

Tinna María Daníelsdóttir Starfsnám hjá Sjóvá

Page 8: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Meistaranám

Meistaranám miðar að því að þjálfa nemendur í samskiptafærni, greiningarvinnu og að beita gagnrýninni hugsun á fjölbreytileg viðfangsefni. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér færni við að hagnýta og beita viðskiptafræði út frá þeim námslínum sem þeir velja. Meistarapróf veitir sérhæfingu og aukna möguleika á vinnumarkaði.

Meistaranám við viðskiptadeild HR er byggt á alþjóðlegum kröfum og þróað í samráði við framsækin íslensk fyrirtæki. Kennarar leggja áherslu á verkefnavinnu og virka þátttöku, rannsóknir og nýsköpun. Námskeið eru ýmist kennd af íslenskum eða erlendum kennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið.Kennsla fer að mestu leyti fram á ensku.

Námsleiðir í meistaranámi: • Fjármál fyrirtækja • Upplýsingastjórnun • Reikningshald og endurskoðun • Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind • Markaðsfræði • Alþjóðaviðskipti og markaðsfræði • Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði • Viðskiptafræði • MBA

„Starf mitt hjá HS Orku felur í sér margar skemmtilegar áskoranir og tel ég mig verða enn betur undirbúinn að takast bæði á við þær sem og nýjar að námi loknu. Ég myndi vilja halda áfram að

mennta mig í framtíðinni og er þá nám við HR ofarlega á lista. Námsskipulagið er sveigjanlegt og ég hef fundið gott jafnvægi milli náms og vinnu.“

Matthías Örn FriðrikssonMeistaranemi í fjármálum fyrirtækja

Deildarstjóri reikningshalds hjá HS Orku

Page 9: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla
Page 10: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Meistaranám

Fjármál fyrirtækja UpplýsingastjórnunNemendur eru búnir undir störf á sviði fjármála fyrirtækja, t.d. sem fjármálastjórar, sérfræðingar í fjármálum fyrirtækja, fjármálagreinendur, fjármálaráðgjafar og fagfólk í fjárfestatengslum. Hægt er að ljúka MSc-gráðu eða MCF-gráðu.

Meistaranám í upplýsingastjórnun er samvinna viðskiptadeildar og tölvunarfræðideildar og er ætlað þeim sem hafa lokið BSc-gráðu í tölvunarfræði eða viðskiptafræði. Námið hentar þeim vel sem vilja starfa sem upplýsingastjórar fyrirtækja, ráðgjafar á sviði upplýsingatækni eða vilja stýra innleiðingu upplýsingakerfa. Markmið námsins er að byggja upp kunnáttu og færni í hönnun, þróun og innleiðingu upplýsingakerfa með tilliti til kerfislegra ogviðskiptafræðilegra markmiða.

Munur á MSc-námi og MCF-námiNámi til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð. MCF-námi lýkur með viðbótargráðu á meistarastigi þar sem ekki er skrifuð lokaritgerð.

MScLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS (þar af 30 eininga lokaritgerð).

MIMLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS.

MCFLengd náms: 1 ½ ár. Fjöldi eininga: 90 ECTS.

Dæmi um námskeið• Corporate finance• International finance• Fixed income management• Portfolio management• Entrepreneurial finance

Dæmi um námskeið• Upplýsingatækni í reikningshaldi• Þættir í upplýsingastjórnun fyrirtækja• Uppsetning heildarkerfa• Greining og stjórnun viðskiptaferla• Innleiðing upplýsingakerfa

„Samhliða náminu fékk ég það frábæra tækifæri að starfa við rannsóknina ICEMAC2 eða Stjórnunarreikningsskil á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna stöðu stjórnunarreikningsskila

meðal stærstu fyrirtækja landsins. Starfið mitt var fjölbreytt þar sem ég kom meðal annars að gerð spurningalista og vísindagreina. Þetta var lærdómsríkt tækifæri sem mun alltaf nýtast mér og hefur gefið

mér innsýn inn í heim vísindanna.”

Catherine Elisabet Batt MABI í stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind 2014

Doktorsnemi við viðskiptadeild

Page 11: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Reikningshald og endurskoðun

Stjórnunar-reikningsskil og viðskiptagreindNámið hentar verðandi endurskoðendum

og þeim sem vilja starfa við reikningshald og reikningsskil í fyrirtækjum. Nemendur útskrifast með MAcc-gráðu sem veitir réttindi til að þreyta löggildingarpróf eftir starfsþjálfun á endurskoðunarstofu.

Námið hentar þeim sem vilja starfa sem fjármálastjórar, sérfræðingar á sviði rekstrargreiningar eða ráðgjafar. Í náminu sameinast rekstrargreining, upplýsingatækni og bestun ákvörðunartöku. Markmið námsins er að byggja upp þekkingu og færni í hönnun og notkun aðferða á sviði áætlanagerðar og eftirlits í fyrirtækjum og stofnunum.

Munur á MSc-námi og MABI-námiNámi til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð. MABI-námi lýkur með viðbótargráðu á meistarastigi þar sem ekki er skrifuð lokaritgerð.

MAccLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS.

MABILengd náms: 1 ½ ár. Fjöldi eininga: 90 ECTS.

MScLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS.(þar af 30 eininga lokaritgerð).

Dæmi um námskeið• Gerð reikningsskila og staðlar um reikningsskil• Félaga- og fjármunaréttur• Skattskil fyrirtækja• Endurskoðendur, starf, áhætta og siðferði• Sviksemisgreining

Dæmi um námskeið• Rekstrargreining og kostnaðarstýring• Stjórnun og eftirlitskerfi• Rekstrargreining og viðskiptagreind• Stefnumótun• Greining og stjórnun viðskiptaferla

Page 12: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Meistaranám

Markaðsfræði Alþjóðaviðskipti ogmarkaðsfræði

MScLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS (þar af 30 eininga lokaritgerð).

MScLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS (þar af 30 eininga lokaritgerð).

MIBMLengd náms: 1 ½ ár. Fjöldi eininga: 90 ECTS. Dæmi um námskeið

• Advanced and digital marketing • Branding and strategic marketing • Tourism marketing • Negotiations and sales

Dæmi um námskeið• International business and cultural diversity• International marketing• Branding and strategic marketing • Global economy

Meistaranám í markaðsfræði undirbýr einstaklinga fyrir störf við markaðsmál, samskipti, vöruþróun, stefnumótun og viðskiptatengsl. Náminu lýkur með MSc-gráðu í markaðsfræði.

Námið miðar að því að dýpka skilning á markaðsmálum, alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og efla getu til þróunar og nýtingar viðskiptatækifæra í alþjóðlegu rekstrarumhverfi. Önn við erlendan háskóla eða starfsnám erlendis skipar veigamikinn sess í náminu. Hægt er að ljúka MSc-gráðu eða MIBM-gráðu.

Munur á MSc-námi og MIBM-námiNám til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð. MIBM-námi lýkur með viðbótargráðu á meistarastigiþar sem ekki er skrifuð lokaritgerð.

Þeir sem hafa lokið BSc-námi í viðskiptafræði hafa möguleika á því að sækja um 90 eininga MSc-nám en þá er ekki svigrúm fyrir skiptinám, starfsnám eða valnámskeið.

Page 13: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Meistaranám í viðskiptafræði er ætlað þeim sem vilja tvinna saman ólík fræðasvið viðskiptafræðinnar. Í stað þess að velja ákveðna sérhæfingu innan viðskiptafræði gefst nemendum kostur á að sameina hin ýmsu undirsvið svo sem fjármál, reikningsskil, alþjóðaviðskipti, markaðsmál og mannauðsstjórnun. Aukinn þverfagleiki fæst með því að velja til dæmis námskeið úr lögfræði, upplýsingatækni eða orkuvísindum.

Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði

Viðskiptafræði

Meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði undirbýr nemendur fyrir almenn stjórnunarstörf sem og sérfræðistörf í þróun mannauðs. Hægt er að ljúka MSc-gráðu eða MHRM-gráðu.

Munur á MSc-námi og MHRM-námiNám til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð. MHRM-námi lýkur með viðbótargráðu á meistarastigiþar sem ekki er skrifuð lokaritgerð.

MScLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS (þar af 30 eininga lokaritgerð).

MHRMLengd náms: 1 ½ ár. Fjöldi eininga: 90 ECTS.

Dæmi um námskeið• Staffing: from recruitment to termination • Change management and leadership • Performance management, motivation and incentives • Strategic HRM and metrics

MScLengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 120 ECTS.

Dæmi um námskeið• Strategic management • International finance • Change management and leadership• Branding and strategic marketing

Þeir sem hafa lokið BSc-námi í viðskiptafræði hafa möguleika á því að sækja um 90 ECTS MSc-nám en þá er ekki svigrúm fyrir skiptinám, starfsnám eða valnámskeið.

„Eftir að hafa kannað möguleika á meistaranámi ítarlega valdi ég nám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við Háskólann í Reykjavík og sé svo sannarlega ekki eftir því. Námið er mjög metnaðarfullt, til kennslu hafa verið fengnir framúrskarandi kennarar og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Þetta er því ein besta fjárfesting sem ég get hugsað mér.”

Hannes Ingi Geirsson MHRM í mannauðssstjórnun og vinnusálfræði 2016

Page 14: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

MBA

Meistaranám

MBA-námið í HR er krefjandi stjórnunarnám sem veitir nemendum góða þjálfun á öllum sviðum stjórnunar og viðskiptafræði; allt frá reikningshaldi og fjármálum til stefnumótunar og mannauðsstjórnunar.

Mikil áhersla er lögð á að þróa og efla leiðtogahæfni nemenda sem og persónulega færni og þroska. MBA-námið er ætlað einstaklingum með háskólapróf af mismunandi fagsviðum sem eru einnig með reynslu úr atvinnulífinu.

Kennarar koma frá mörgum bestu viðskiptaháskólum vestan hafs og austan, t.d. frá IESE í Barcelona á Spáni, Richard Ivey og Rotham í Kanada, Babson College í Bandaríkjunum og London Business School í Bretlandi.

Námið hefur hlotið vottun frá AMBA(Association of MBAs).

Lengd náms: 2 ár. Fjöldi eininga: 90 ECTS.Kennt á ensku.

„Í náminu hef ég náð að binda saman fjölbreytta starfsreynslu ásamt því að fylla hressilega á þekkingartankinn. Ég hef náð að rækta styrkleikana en ekki

síður uppgötvað nýja sem hefur komið skemmtilega á óvart. Þá hef ég verið sérlega ánægð með alþjóðlegu áhersluna í náminu.“

Katrín Júlíusdóttir Alþingismaður og fyrrverandi ráðherra

Page 15: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Doktorsnám

Doktorsnám þjálfar nemendur í að beita vísindalegum vinnubrögðum við öflun og miðlun nýrrar þekkingar. Náminu er ætlað að dýpka fræðilega og aðferðafræðilega þekkingu doktorsnema í því skyni að gera þá hæfa til að vinna sjálfstætt á fræðasviðinu.

Námið tekur að jafnaði 3-4 ár. Á námstímanum nýtur doktorsnemi stuðnings og leiðsagnar leiðbeinandaog prófnefndar, þ.e. fræðimanna sem standaframarlega á sínu sviði á alþjóðlegum vettvangi.

Frekari upplýsingar um doktorsnám má finna áhr.is/vd/doktorsnam.

„Ég ákvað að fara í doktorsnám því ég hef gaman af því að læra, lesa um rannsóknir og efla mig. Það að vera

doktorsnemi er mjög krefjandi og krefst þess að maður fari út fyrir þægindarammann en er um leið mjög gefandi.

Eftir nám í viðskiptafræði og alþjóðaviðskiptum langaði mig að öðlast þekkingu á afmörkuðu sviði og sköpunargleði

varð fyrir valinu. Doktorsrannsókn mín snýst um að skoða þætti sem geta haft áhrif á sköpunargleði starfsmanna, t.d. þjónandi forysta, sjálfræði, skýr starfslýsing og innri hvati.”

Birna Dröfn Birgisdóttir Doktorsnemi við viðskiptadeild

Page 16: VIÐSKIPTAFRÆÐI...Í viðskiptafræðinámi við HR er lögð rík áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Markmiðið er að efla

Háskólinn í Reykjavík | Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200 | [email protected] | www.hr.is

Að hefja nám við HRSótt er um skólavist rafrænt á hr.is/umsoknir.

Inntökuskilyrði - grunnnámVið mat á umsóknum í grunnnám í viðskiptafræði er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða sambærilegu prófi og sérstaklega er litið til einkunna í íslensku, ensku og stærðfræði. Nemendur þurfa að hafa lokið a.m.k. stærðfræði 363 eða 403.Sjá nánar á hr.is/vd.

Inntökuskilyrði - meistaranámGert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið BSc-námi í viðskiptafræði eða skyldum greinum.Þeir sem hafa háskólagráðu úr öðrum greinum geta nálgast frekari upplýsingar um inntökuskilyrði á vefnum: hr.is/vd.

Skólagjöld og námslánUpplýsingar um skólagjöld eru á vefnum undir hr.is/skolagjold.Upplýsingar um námslán fyrir skólagjöldum og/eða framfærslu má finna á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lin.is.

Styrkir Háskólinn í Reykjavík veitir afburðanemendum nýnemastyrk sem nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins.Til að geta sótt um styrkinn þarf fyrst að sækja um skólavist í HR. Þeir sem eru að hefja þriggja ára BSc-nám geta sótt um hann.

Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga þess kost að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar skv. námsskipulagi niðurfelld. Fleiri styrkir standa nemendum til boða og er hægt að fá upplýsingar um þá á vefnum: hr.is/styrkir.

Nánari upplýsingar: [email protected]