7
Kostnaður foreldra vegna grunnskóla Barnaheill skora á sveitarfélög og alþingismenn að beita sér fyrir breytingu á 31. gr. grunnskólalaga í því augnamiði að tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls. Heimili og skóli hafa tekið undir áskorun Barnaheilla. Umræðan beindist einkum að kostnaði vegna ritfanga en einnig að kostnaði vegna skólamáltíða.

Kostnaður foreldra

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Kostnaður foreldra

Kostnaður foreldra vegna grunnskóla• Barnaheill skora á sveitarfélög og alþingismenn að beita sér

fyrir breytingu á 31. gr. grunnskólalaga í því augnamiði að tekið verði fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls.

• Heimili og skóli hafa tekið undir áskorun Barnaheilla.• Umræðan beindist einkum að kostnaði vegna ritfanga en

einnig að kostnaði vegna skólamáltíða.

Page 2: Kostnaður foreldra

Kostnaður foreldra vegna grunnskóla• Um kostnað í skyldu námi segir m.a í 31.gr:

„Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem

nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samrýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá. Sama á við um nám grunnskólanemenda í framhaldsskólaáföngum, enda sé námið skilgreint sem hluti náms í grunnskóla. Þó er opinberum aðilum ekki skylt að leggja nemendum til gögn til persónulegra nota, svo sem ritföng og pappír“.

Page 3: Kostnaður foreldra

Kostnaður foreldra vegna grunnskóla• Í 23. gr. laganna er gjaldtökuheimild vegna skólamálsverða:

„Í grunnskóla skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald fyrir

skólamáltíðir samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem þau setja.“

• Einnig eru gjaldtökuheimildir í lögunum vegna lengdrar viðveru og tómstundir, sem ekki eru hluti af skyldunámi, sbr. 33. gr.:

„Sveitarfélögum er heimilt að taka gjald fyrir lengda viðveru utan daglegs kennslutíma og tómstundastarf samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem þau setja.“

Page 4: Kostnaður foreldra

Kostnaður foreldra vegna grunnskóla• Umboðsmaður barna

Hefur ekki tekið formlega afstöðu, fylgist með málinu.Vísar í barnasáttmálann þar sem segir m.a. í 28.gr. að börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds.

• Lög um barnasáttmála Sameinuðu þjóðannaVoru samþykkt á Alþingi árið 2013.Engin kostnaðargreining.Ekki var gerð breyting á grunnskólalögum með tilliti til ákvæða samningsins líkt og gert var á öðrum lögum.

Page 5: Kostnaður foreldra

Kostnaður foreldra vegna grunnskóla• Framkvæmd í grunnskólum

Að minnsta kosti eitt sveitarfélag, Ísafjarðarbær sér nemendum fyrir öllum skólagögnum án endurgjalds.

Flestir grunnskólar taka saman innkaupalista fyrir nemendur.

Kostnaður er mjög misjafn, upp í 22.000 kr. á barn.Meðaltals kostnaður á bilinu 7.000 – 8.000 á barn.Heildar kostnaður vegna námsgagna á bilinu 300 – 350 miljónir.Kostnaður vegna máltíða gæti numið u.þ.b. 4,4

miljörðum m.v. 580 kr. á barn.

Page 6: Kostnaður foreldra

Kostnaður foreldra vegna grunnskóla• Næstu skref

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ekki hefur leitað eftir afstöðu eða samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytingar á grunnskólalögum í tengslum við ákvæði barnasáttmálans.

Ef kallað verður eftir slíku samstarfi er þörf á að fara nánar ofan í túlkun 28. gr. barnasáttmálans og horfa til framkvæmdar hans í nálægum ríkjum.

Page 7: Kostnaður foreldra

Kostnaður foreldra vegna grunnskóla• Næstu skrefEf niðurstaða slíkrar vinnu verður að leggja til breytingar á grunnskólalögum þarf að kostnaðarmeta þær tillögur í samræmi við 129. gr. sveitarstjórnarlaga. Jafnframt yrði það væntanlega krafa af hálfu sambandsins að samkomulag verði gert um fjármögnun þeirra auknu útgjalda sem lagabreytingar gætu haft í för með sér.

Ljóst er að um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða og tekjur þurfa að fylgja með.Spurning er um hvort sveitarfélögin ættu að hafa með sér samráð um gjaldtöku grunnskólanna með það fyrir augum að jafna og draga úr kostnaði.