ATH. ÁÐUR EN GLÆRUSÝNINGIN ER NOTUÐ

Preview:

DESCRIPTION

ATH. ÁÐUR EN GLÆRUSÝNINGIN ER NOTUÐ. Áður en lengra er haldið væri klókt að hlaða niður eftirfarandi fonti – til að njóta glærusýningarinnar eins og hún var sett upp. Fonturinn heitir CARTON SIX. Farið inn á eftirfarandi link og skrollið aðeins niður – þá finnið þið download – takkann. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Áður en lengra er haldið væri klókt að hlaða niður eftirfarandi fonti – til að njóta glærusýningarinnar eins og hún var sett upp. Fonturinn heitir CARTON SIX.

Farið inn á eftirfarandi link og skrollið aðeins niður – þá finnið þið download – takkann.http://www.fontsaddict.com/font/carton-six.html

ATH. ÁÐUR EN

GLÆRUSÝNINGIN ER

NOTUÐ

TÁKNRÆN UMGJÖRÐ, ÆVINTÝRIÐ OG JÁKVÆÐAR

FYRIRMYNDIR

TÁKNRÆN UMGJÖRÐ SKÁTASTA

RFS

TÁKNRÆN UMGJÖRÐ SKÁTASTARFS ER:

SKÁTI ER KÖNNUÐUR

Það merkir að hann setur sér persónulegar áskoranir og fer mátulega út fyrir þægindaramma sinn til að kanna nýja hluti með

jafningjum sínum. Hann lærir af hinni nýju reynslu eða færni, bætir þannig við sig þekkingu og nýtir hana

til að bæta líf sitt.

algengur misskilningu

rVARÐANDITÁKNRÆNAUMGJÖRÐ

SKÁTASTARF

Algengur misskilningur kemur oft upp þegar talað er um táknræna umgjörð.

Ath. að með táknrænni umgjörð skátastarfs er EKKI verið að tala um..

..fánann sem tákn ..skátaliljuna eða smárann sem tákn ..„skátatungumálið“ – t.d. að tala um að súrra eða hike, trönur, jamboree, sovét – útilegu o.s.frv. o.fl. þess háttar.

TÁKNRÆN UMGJÖRÐ SKÁTASTA

RFS-

LEIÐARLJÓS Í

GEGNUM ALLT

STARF

Enska orðið scouting þýðir að fara á undan og kanna. Það er því töluvert gegnsærra orð en íslenska orðið.

Íslenska orðið skáti er tökuorð úr ensku og því ekki eins augljós tenging. En það að vera skáti, þýðir í raun í orðsins fyllstu merkingu að vera könnuður.

Það að kanna nýja hluti, fara mátulega út fyrir þægindarammann til að öðlast nýja þekkingu og reynslu og nýta inn í líf sitt ætti þannig að vera leiðarljós í gegnum allt skátastarf og einkenni þess.

Tilgangurmeð

TÁKNRÆNni

UMGJÖRÐ SKÁTASTA

RFS

Megintilgangurinn með táknrænni umgjörð skátastarfs er að ýta undir ímyndunarafl barna og ungmenna, ævintýraþrá, sköpun og hugvit, á þann hátt sem þroskar huga þeirra.

Börn og ungmenni eiga auðvelt með að hugsa út fyrir rammann og læra mun betur ef umgjörð skátastarfsins er gerð spennandi, ævintýraleg, skemmtileg og þannig eftirsóknarverð.

Það er gert með því að passa upp á að skátinn sé að prófa eitthvað nýtt og spennandi, setja það í ævintýraumgjörð og nota jákvæðar táknrænar fyrirmyndir. Vanti þetta falla gæði starfsins mjög.

JÁKVÆÐAR TÁKNRÆN

AR FYRIRMYN

DIR

Börn og ungmenni læra af fyrirmyndum úr umhverfi sínu og tileinka sér jákvæða og neikvæða eiginlega þeirra – nú eða hafna þeim fyrirmyndum sem eru neikvæðar að þeirra mati og umhverfisins.

Gott er að nota jákvæðar táknrænar fyrirmyndir í skátastarfinu – þ.e. sögur og sögusvið þar sem æskileg hegðun og félagsleg tengsl koma fram og hvetja skátana til eftirbreytni og þeir geta samsamað sig við.

TILBOÐ UM FYRIRMYNDIR FYRIR drekaskáta

Í handbók sveitarforingja drekaskáta og leiðarbók drekaskáta er að finna tilboð um jákvæðar fyrirmyndir og ævintýraheim

Mógla og dýravina hans úr sögunni Skógarlíf eftir Kipling

Í báðum bókunum er að finna miklar upplýsingar um hvernig hægt er að nota ævintýraveröld Mógla og vina hans til að nota við að búa til ævintýra- og könnuðaumgjörð um skátastarfið.

Ath. að hvatakerfi drekaskáta styður við notkun á þessum sögugrunni (sjá glærukynningu um hvatakerfi)

TILBOÐ UM

FYRIRMYNDIR FYRIR FÁLKASKÁT

A

Í handbók sveitarforingja fálkaskáta og leiðarbók fálkaskáta er að finna tilboð um jákvæðar fyrirmyndir og ævintýraheim

kappa og kvenskörunga Íslendingasagnanna.

Í báðum bókunum er að finna miklar upplýsingar um hvernig hægt er að nota hina miklu könnuði og skörunga Íslendingasagnanna til að nota við að búa til ævintýra- og könnuðaumgjörð um skátastarfið.

TILBOÐ UM

FYRIRMYNDIR FYRIR dróttskáta

Í handbók sveitarforingja dróttskáta og leiðarbók dróttskáta er að finna tilboð um jákvæðar fyrirmyndir og afrek

Raunverulegra frumkvölða – lífs og liðinna

Í báðum bókunum er að finna miklar upplýsingar um hvernig hægt er að nota hina miklu könnuði mannkynssögunnar við að búa til ævintýra- og könnuðaumgjörð um skátastarfið.

FREKARI ÚTFÆRSLU

R ÆVINTÝRIS

INS

Ævintýrið og leikgleðin er mjög mikilvæg í skátastarfinu og á að vera einkenni starfsins.

Ath. ekki er nauðsynlegt að nota eingöngu þær táknrænu fyrirmyndir sem bækurnar bjóða upp á – t.d. er kannski erfitt að halda áhuga fálkaskáta í þrjú ár í íslendingasagnaþema. Það er því nauðsynlegt að vinna með fleiri útfærslur.

Sniðugt er að grípa þær jákvæðu fyrirmyndir sem upp koma á hverjum tíma og eru vinsælar hjá krökkum. T.d. væri Frozen – útilega ekki fjarri lagi, eða hvað, þar sem sterkar fyrirmyndir og fjölskyldutengsl eru í forgrunni. Töfraútilega Harry Potters væri önnur skemmtileg nálgun. Einnig er hægt að vinna með áskoranir og afrek núlifandi íslendinga eins og Vilborgar pólfara.

áskoranir,JÁKVÆÐAR

FYRIRMYNDIR OG

ÆVINTÝRIð-

MIKILVÆGUR HLUTI

SKÁTAAÐFERÐAR-

INNAR

Táknræn umgjörð í formi könnunar, áskorana, jákvæðra fyrirmynda og ævintýraumgjörðar er skýrt skilgreindur hluti Skátaaðferðarinnar. Án þess er ekki hægt að kalla starfið skátastarf.