76
EINNIG Í FRÉTTATÍMANUM Í DAG: LITRÍK FERMINGARVEISLA – GÓÐ RÁÐ GEGN SVEFNLEYSI – SKÁLMÖLD – SUMARTÍSKAN ÓKEYPIS Kemur fötluðum á hestbak Berglind Inga hefur hjálpað fötl- uðum að fara á hestbak frá því hún var 13 ára. Hún eignaðist sjálf fjölfatlaðan son sem er nú byrjaður á reið- námskeiði hjá móður sinni. SÍÐA 20 74 Kynlegir kvistir Anna Tara og Katrín eru forvitnar frænkur sem hafa vakið athygli fyrir viku- lega þætti sína, Kynlega kvisti, á X-inu. 4.—6. apríl 2014 14. tölublað 5. árgangur Sjóveiki í Turninum Alvarlegt ástand í heilsugæslunni. Læknaskortur í Mjódd 26 ÚTTEKT 2 FRÉTTIR Björk Eiðs- dóttir ritstjóri verður sjóveik í vinnunni. HELGARBLAÐ Hvalveiðar í mótsögn við ímynd Íslands „Þjóðverjar hafa engan skilning á afstöðu Íslend- inga til hvalveiða,“ segir dr. Peter Dill, forstjóri Deutsche See. 28 FRÉTTASKÝRING DÆGURMÁL 32 VIÐTAL VIÐTAL HRUND ÞÓRSDÓTTIR, FRÉTTAMAÐUR Á STÖÐ 2, UPPLIFÐI SYSTURMISSI FYRIR ÁRATUG Kynntu þér málin á vefsíðunni www.ekkigeraekkineitt.is Lifir líka fyrir látna systur Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, missti systur sína, Sunnu, í bílslysi fyrir áratug. Sunna var þá aðeins 13 ára en besta vinkona hennar og jafnaldra lést einnig. Móðir Hrundar ók bílnum og slasaðist sjálf alvarlega. Hrund segir alla fjölskylduna hafa breyst við slysið og áfallið hafi gert þau að betra fólki. Hún hét sjálfri sér því að lifa líka fyrir systur sína. Hún eltir drauma sína og leggur áherslu á gleðina í lífi sínu og lifir þannig fyrir tvo. Skapandi og listrænt örverpi. Þórdís rappari 72 DÆGURMÁL

04 04 2014

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttatíminn, Frettatiminn, News, newspaper, Iceland

Citation preview

Page 1: 04 04 2014

ein

nig

í F

tt

at

íma

nu

m í

da

g:

Lit

rík

Fe

rm

ing

ar

ve

isL

a –

ð r

áð

ge

gn

sv

eF

nL

ey

si

– s

Lm

öL

d –

su

ma

rt

ísk

an

ókeypis

Kemur fötluðum á hestbakBerglind inga hefur hjálpað fötl-uðum að fara á hestbak frá því hún var 13 ára. Hún eignaðist sjálf fjölfatlaðan son sem er nú byrjaður á reið-námskeiði hjá móður sinni.

síða 20

74

Kynlegir kvistiranna tara og katrín

eru forvitnar frænkur sem hafa vakið

athygli fyrir viku-lega þætti sína, kynlega kvisti, á X-inu.

4.—6. apríl 201414. tölublað 5. árgangur

Sjóveiki í Turninum

alvarlegt ástand í heilsugæslunni.

Læknaskortur í Mjódd

26ÚTTeKT

2

FréTTir

Björk eiðs-dóttir ritstjóri verður sjóveik

í vinnunni.

H e l g a r b l a ð

Hvalveiðar í mótsögn við ímynd Íslands„Þjóðverjar hafa engan skilning á afstöðu íslend-inga til hvalveiða,“ segir dr. Peter dill, forstjóri deutsche see.

28FréTTaSKýringdægurMáL 32 ViðTaL

viðtal Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á stöð 2, upplifði systurmissi fyrir áratug

Kynntu þér málin á vefsíðunni www.ekkigeraekkineitt.is

Lifir líka fyrir látna systur

Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á stöð 2, missti systur sína, sunnu,

í bílslysi fyrir áratug. sunna var þá aðeins 13 ára en besta

vinkona hennar og jafnaldra lést einnig. móðir Hrundar ók bílnum

og slasaðist sjálf alvarlega. Hrund segir alla fjölskylduna

hafa breyst við slysið og áfallið hafi gert þau að betra fólki. Hún hét sjálfri sér því að lifa líka fyrir

systur sína. Hún eltir drauma sína og leggur áherslu á gleðina í lífi sínu og lifir þannig fyrir tvo.

skapandi og listrænt örverpi.

Þórdís rappari

72dægurMáL

Page 2: 04 04 2014

20%afsláttur

Fæst án lyfseðils.Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun.

Málþing um einhverfu

Íslendingar ætla að veiða 154 langreyðar í ár. Langreyður er á alþjóðlegum válista yfir dýr í útrýmingarhættu. Obama Bandaríkjaforseti telur veiðarnar ólöglegar og ætlar að beita bandaríska stjórnkerfinu til þess að þrýsta á Íslendinga að hætta hvalveiðum.

Þ egar ég flutti á 18. hæðina sagði nágranni minn mér fljótt að það væri ekki óalgengt að fólk tæki

sjóveikitöflur þegar virkilega illa viðraði. Mér fannst það frekar skondið og þóttist fær í flestan „sjó“,“ segir Björk Eiðsdótt-ir, annar ritstjóri MAN magazine, sem er til húsa í turninum við Höfðatorg. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi orðið alvöru sjóveik en maður fann fyrir vagginu. Í versta veðrinu í vetur passaði maður sig á að horfa ekki mikið á loftljósin því það er ávísun á nettan svima og ég man eftir einum degi þegar ég hélt bara aðeins í skrifborðið með vinstri á meðan ég pikk-aði á lyklaborið með hægri – frekar sein-legt en vel gerlegt,“ segir Björk og tekur fram að á slíkum dögum hafi verið heilla-vænlegast að klára hratt úr kaffiboll-anum. Þrátt fyrir þetta er útsýnið af 18. hæð einstakt. „Útsýnið er það magnað-asta sem ég hef séð. Þó manni sé aðeins ruggað,“ segir hún en MAN magazine er reyndar flutt neðar í turninn þannig að Björk þarf að gera sér ferð upp til að njóta útsýnisins.

Albert Ómar Guðbrandsson, umsjón-armaður fasteigna á Höfðatorgi, kannast við að hafa heyrt af því að starfsfólk á efri hæðum turnsins upplifi sumt hvert

sjóveiki þegar illa viðrar. „Ég hef heyrt þetta en ég hef samt verið staddur uppi á 20. hæð og ekki orðið var við neitt, en auðvitað vaggar svona hús eitthvað pínulítið.“ Albert var kallaður „hetja dagsins“ þann 2. nóvember 2012 þegar hann stóð vaktina við Höfðatorg í óveðri sem þá geisaði og aðstoðaði veðurbarða vegfarendur sem hreinlega fuku. „Það var versta veður sem hefur komið síðan ég byrjaði hér. Þá voru háskólamenn með mæli efst í turninum og ég fékk þær upplýsingar að þá hafi turninn sveiflast um 3 sentimetra, það er 1,5 sentimetra í hvora átt. Sá mælir var í um 72 metra hæð,“ segir hann. Albert bendir á að útveggirnir séu úr gleri sem er gert til að svigna og þegar þrýstingurinn er sem mestur breytist loftþrýstingurinn inni. „Þetta er allt eðlilegt. Á sumum efri hæðunum eru líka hangandi loftljós sem sveiflast eins og róla og eykst sveiflan eftir því sem vindurinn stendur lengur,“ segir hann og telur að það geti aukið á að fólk upplifi sjóveiki. „Eflaust er líka mis-jafnt hvernig fólk upplifir svona lagað,“ segir Albert.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Hvalveiðar Íslendingar fá engan skilning á Hvalveiðum sÍnum Hjá viðskiptaaðilum erlendis

Þrýstingur á að sniðganga íslenska framleiðslu eykstHvalveiðar Íslendinga mæta engum skilningi hjá neytendum og viðskipta-vinum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í Þýskalandi, segir dr. Peter Dill, forstjóri fisksölufyrirtækisins Deutsche See í Bre-merhaven, í samtali við Fréttatímann.

„Það er í eindreginni mótsögn við þá ímynd sem Ísland hefur í Þýskalandi að landið sé enn tengt hvalveiðum,“ segir hann. „Bæði viðskiptavinir okkar og neyt-endur almennt í Þýskalandi eru algjörlega á móti þessu og hafa alls engan skilning á afstöðu Íslendinga til hvalveiða. Þótt Íslendingar kunni að geta fært þau rök fyrir afstöðu sinni að hvalveiðarnar séu

sjálfbærar þegar litið er á stofnstærð lang-reyðar og hrefnu þá mætir það sjónarmið engum skilningi hér í Þýskalandi. Það er einnig mjög erfitt að leggja mat á sann-leiksgildi slíkra staðhæfinga utan frá.“

„Það er nokkuð greinileg hreyfing í þá átt – meðal almennings og á sam-félagsmiðlum – að sniðganga eigi fram-leiðsluvörur Íslendinga,“ segir hann líka. Peter Dill telur einnig að geti skaðað til-raunir sem nú eru í gangi til þess að bæta ímynd íslenskra sjávarafurða: „Ísland er um þessar mundir að móta og kynna nýtt vörumerki og lógó fyrir íslenskar sjávarafurðir undir heitinu ‘Icelandic Res-

ponsible Fisheries’ (IRF),“ segir hann. „Það er alveg augljóst að trúverðugleika þess starfs er teflt í hættu með því að jafn-framt séu í gangi stöðugar umræður um hvalamálin.“

Peter Dill segist sannfærður um að Ísland þurfi með tímanum að breyta afstöðu sinni og hætta hvalveiðum. Hug-myndir manna og gildi í samfélaginu séu að breytast. „Það þarf ekki að taka það fram að allur efnahagslegur ávinningur eða hagnaður af hvalveiðum mun hverfa, ef hann er ekki nú þegar að engu orðinn,“ segir Peter Dill.

Sjá fréttaskýringu á bls. 28-31. -pg

arkitektúr turninn á Höfðatorgi sveiflast Í roki

Á sumum efri hæðun-um eru líka hangandi loftljós sem sveiflast eins og róla.

Sjóveiki í turninum á HöfðatorgiSjóveiki hefur gert vart við sig hjá starfsfólki á efstu hæðum turnsins við Höfðatorg þegar hvessir og dæmi eru um að fólk hafi tekið sjóveikitöflur þegar verst viðrar. Umsjónarmaður fasteigna við Höfðatorg segir eðlilegt að turninn vaggi eilítið í vonskuveðri en samkvæmt mælingum sveiflaðist turninn um 3 cm þegar verst lét.

Björk Eiðsdóttir, annar ritstjóri MAN magazine, segist í verstu vindhvið-unum hafa þurft að halda í skrifborðið með annarri hendinni og pikka á lykla-borðið með hinni.

Turninn er um 72 metrar á hæð og þegar verst viðrar sveiflast efsti hluti hans um 3 cm í hviðum. Ljósmynd/Hari

Stuðningur við ríkis-stjórnina minnkarUm 37% landsmanna segjast nú styðja ríkis-stjórnina, samkvæmt niðurstöðum nýjasta þjóðarpúls Gallups. Stuðningsmennirnir eru nú fimm prósentum færri en í síðasta mánuði.

Rúm 24% segjast mundu kjósa Sjálfstæðis-flokkinn en 13% Framsóknarflokkinn. Helstu breytingar milli mánaða eru þær að fylgi Framsóknar minnkar um 2% en fylgi Bjartrar framtíðar eykst að sama skapi. Rúm 18% segjast mundu kjósa Bjarta framtíð, tæp 17% styðja Samfylkinguna. Fylgi VG mælist rúm 12% en rúm 9% styðja Pírata.

Kennarar gagnrýna kosningaauglýsingu Halldórs Kennarasamband Íslands sakar Halldór Halldórsson, borgarstjóraefni Sjálfstæð-isflokksins, um gífuryrði, sleggjudóma og tvískinnung. Samþykkt var harðorð ályktun á þingi Kennarasambandsins í gær í tilefni af auglýsingu um skólamál sem Halldór og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík birtu í Fréttablaðinu í gær:

„Í auglýsingunni er staðhæft að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar. Bætt er við að skólakerfið hjakki í sama farinu. Þessum gífuryrðum og sleggjudómum mótmælir þing KÍ harð-lega,“ segir þar.

Kennarar segja innihald auglýsingar-innar í fullkomnu ósamræmi við orð Halldórs þegar hann ávarpaði þing KÍ á þriðjudag.

„Þar sagðist hann vera talsmaður samstarfs og sátta í skóla- og mennta-málum. Slíkt ósamræmi milli þess sem Halldór segir milliliðalaust við kennara á þingi þeirra og þess sem hann segir almenningi í auglýsingunni er óskiljan-legt,“ segja kennarar og lýsa furðu sinni á staðhæfingunum í auglýsingunni.

Einhverfusamtökin og Borgarleikhúsið standa fyrir málþingi um ein-hverfu á Stóra sviðinu á laugardag. Málþingið er haldið í tilefni af alþjóð-legum degi einhverfu, sem er 2. apríl, og í tengslum við sýninguna Furðulegt háttalag hunds um nótt sem fjallar um einstakan dreng. Fjórir valinkunnir fyrirlesarar flytja erindi: Dr. Evald Sæmundsen, sviðsstjóri rannsókna á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, Jarþrúður Þórhallsdóttir, fötl-unarfræðingur og höfundur bókarinnar „Önnur skynjun - ólík veröld“, Laufey I.

Gunnarsdóttir, þroska-þjálfi og einhverfuráð-gjafi og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, doktors-nemi í þýðingafræði. Pallborðsumræður verða að erindum loknum þar sem fyrirlesarar og

einstaklingar á einhverfurófi sitja fyrir svörum. Málþingið er öllum opið.Málþingsgestir eru hvattir til að tryggja sér miða á Furðulegt háttalag hunds um nótt þetta laugardagskvöld en hluti af ágóða þeirrar sýningar rennur til Einhverfusamtakanna. Efnt verður til umræðna með aðstandendum sýningar að henni lokinni, um klukkan 22. - eh

Bjarni vill hækka bónusa bankamannaNýtt lagafrumvarp sem Bjarn Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi gerir ráð fyrir að hægt verði að fjórfalda bón-usa til starfsmanna í fjármálafyrirtækjum frá því sem nú er. Viðskiptablaðið segir frá þessu. Verði frumvarpið að lögum geta fjármálafyrir-tækin veitt starfsmönnum sínum kaupauka sem jafngilda allt að 100% af árslaunum, séu ákveðin skilyrði uppfyllt. Ef hlutfall kaup-aukans á að vera hærra en 25% af árslaunum þarf hluthafafundur að samþykkja það með að minnsta kosti tveimur þriðju hlutum atkvæða.

2 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 3: 04 04 2014

Vodafone RED erkomið til ÍslandsÓtakmörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og heimasíma á Íslandi

Skiptu yfir í Vodafone RED á vodafone.is

VodafoneGóð samskipti bæta lífið

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

Page 4: 04 04 2014

LEIÐIN TIL HOLLUSTUSkyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is.

www.skyr.iswww.skyr.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Tala land og þjóð markvisst niður

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

SmávæTa S- og Sa-Til, en annarS þurrT áfram milT.

HöfuðborgarSvæðið: Rigning um moRguninn, en síðan þuRRt.

að meSTu þurrT og SólríkT n-Til á landinu. HiTi að meSTu yfir 0°C

HöfuðborgarSvæðið: skýjað, en að mestu þuRRt.

meira Skýjað og Smá væTa S- og a-landS. milT í veðri.

HöfuðborgarSvæðið: skýjað að mestu en þuRRt.

með þessu áframhaldi fer að grænkamikil umskipti urðu í veðrinu um liðna helgi og síðan hefur verið milt. svo verður áfram, og nú fer að sjá í grænt í byggðum S- og SV-til. Hitinn helst yfir

frostmarki á láglendi meira og minna til sunnudags. að mestu verður þurrt,

helst að það rigni með köflum suðaustanlands og austanlands á sunnudag. sennilega kaldara strax eftir helgi, en ekkert hret að sjá enn.

7

4 86

76

5 87

6

7

5 44

7

einar Sveinbjörnsson

[email protected]

Þ að er nú bara þannig að einn læknirinn fór héðan fyrir 5 árum og okkur hefur ekki

enn tekist að fylla hans skarð. Ann-ar fór á eftirlaun í haust og sá þriðji er að vinna í hálfu starfi og ekkert gengur að finna menn í þeirra störf. Svo er einn í veikindaleyfi svo þá má segja að hér sé allt að hrynja,“ segir Samúel J. Samúels-son, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Mjódd, þar sem aðeins þrjár stöður af sjö eru mannaðar.

„Þetta er mjög slæmt ástand en það eru bara engir heimilislæknar á lausu. Stöðurnar hafa verið auglýstar í langan tíma en enginn sækir um þær.“

álag á læknum bitnar á sjúklingunumSamúel segir ástandið hafa versnað eftir hrun. „Hér hrundu auðvitað öll laun um helming svo eðlilega fóru ungir læknar utan þar sem kjörin eru betri. Það er erfitt að keppa við hærri laun, meira frí og þægilegri vinnutíma og þess vegna koma ungir læknar ekki auðveldlega heim. Svo eru flestir læknar með tengingu erlendis og geta því auðveldlega farið. Það eru bara gömlu karlarnir eftir sem nenna ekki að rífa sig upp. Þetta er í raun eins og sveitir sem eru á leið

í eyði, flestir eru farnir en nokkrir gefast ekki upp og eru eftir. En það kemur auðvitað að því að við förum líka,“ segir Samúel sem gæti farið á eftirlaun í haust en ætlar þó ekki að hætta á meðan hann hefur heilsu til að halda áfram. En álagið á læknunum sem eftir sitja getur verið mjög mikið og það bitnar á sjúklingunum. „Það lendir auð-vitað á okkur sem erum eftir að reyna að sinna skjólstæðingum læknanna sem fóru. Það tekur sinn tíma að komast inn í þeirra mál sem geta verið jafn misjöfn og þau eru mörg.“

Stéttin er að breytastSamúel bendir á að ástæður lækna-skortsins séu þó margslungnar og margir samverkandi þættir sem hafi áhrif. Tímarnir séu að breytast og stéttin með. „Yngri kynslóðin vill ekki vinna eins og við gerðum í gamla daga og svo er stéttin að breytast í kvennastétt. Þær eiga börnin og því breytist vinnutíminn. Þetta verður til þess að nú dreifist álagið og þá vantar fleiri lækna. Þetta hefur verið viðvarandi í nokkuð mörg ár í stéttinni,“ segir Samúel.

Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður félags almennra lækna, segir lækna sem eru að ljúka sér-

námi erlendis skila sér mun síðar heim en áður. „Það er athyglisvert að skoða aldursdreifinguna hjá læknum en meðalaldur heimilis-lækna hefur lækkað um fimm ár á síðustu fimm árum. Meðalaldurinn er aðeins lægri á einkastofunum því þar er aðeins meiri nýliðun. Þar er minni miðstýring svo fólk getur hagað sínum vinnutíma betur.“

Grunnlaun heimilislækna eru 530.556 krónur eftir sex ára grunn-nám, eins árs kandídatsnám og fjögurra til sex ára sérnám, það er að segja ellefu til þrettán ára nám. Margir þeirra lækna sem nú starfa á heilsugæslunni eru læknar með læknaleyfi sem hafa ekki lokið sérnámi. Már Egilsson er ungur læknir sem stefnir á að verða sérfæðingur í heimilslækn-ingum. Hann segir marga unga lækna stefna á að klára sérnámið erlendis þar sem launin séu tvöfalt, jafnvel þrefalt hærri en á Íslandi, en það séu ekki bara launin sem heilli. „Skortur á sérfræðingum hér heima rýrir gæði námsins hér mjög mikið.“ Már stefnir samt á að koma heim aftur þegar hann líkur sérnáminu, það er að segja ef um-hverfið verður skárra en í dag.

Halla Harðardóttir

[email protected]

„allt frá efnahagshruninu hefur mark-visst verið að því unnið að tala land og þjóð niður. það er ekki gert í útlöndum, heldur fyrst og fremst hér heima,“ sagði sigmundur Davíð gunnlaugsson forsætisráðherra á aðalfundi samtaka atvinnulífsins í gær.

„Loks var komin réttlæting fyrir byltingarstjórn, sem myndi brjóta á bak aftur það hræðilega samfélag sem hafði verið byggt upp á íslandi á 20. öld,“ bætti hann við.

„til er fólk sem leit á vissan hátt á efnahagslegar ófarir íslands sem sinn stærsta sigur, sem réttlætinguna fyrir sjálfu sér og skoðun-um sínum. Loksins var komin sönnun þess að ísland og íslendingar væru ekkert svo merki-legir, og jafnvel hálfglataðir aular. Loksins

hlytu allir að sjá að íslendingar hefðu í gegnum tíðina aldrei getað stjórnað sér sjálfir almennilega,“ sagði forsætisráð-herrann ennfremur. „þetta er ekki stór hópur og slíkur hópur hefur alltaf verið til, en hann hefur færst mjög í aukana

á undanförnum árum og lætur sér-staklega mikið í sér heyra nú þegar draumurinn um vonlausa ísland er að fjara út og allt horfir til betri vegar í efnahagslífi landsins.“

síðan sagði hann: „það er tímabært að segja skilið við

hugarfar afturhalds, neikvæðni og niðurrifs. Flest bendir enda

til að svartnættinu sé að slota og trú á eigin getu að eflast. það er einna helst í innstu myrkviðum netsins og í ræðu-stól alþingis, stöku sinnum, að hagsmunaverðir svartnættisins halda vöku sinni.“

Lögfræðingar og stjórnmálamenn stýra Landsvirkjunþrír lögfræðingar, tveir fyrrverandi stjórn-málamenn og einn sveitarstjórnarmaður á landsbyggðinni sitja í nýrri stjórn Lands-virkjunar sem skipuð var í gær. Formaður er jónas þór guðmundsson, hæstaréttar-lögmaður og formaður Lögmannafélags íslands. aðrir stjórnarmenn eru Helgi jóhannesson hæstaréttarlögmaður, jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. þeir þrír eru fulltrúar stjórnarflokkanna en fulltrúar stjórnarand-stöðunnar eru þórunn sveinbjarnardóttir, framkvæmdastýra samfylkingarinnar og Álfheiður ingadóttir, líffræðingur og fyrr-verandi ráðherra og þingmaður Vg.

Varamenn eru Páley Borgþórsdóttir, teitur Björn einarsson, Ásta Björg Pálmadóttir, fyrir ríkisstjórnarflokkana en Skúli Helgason og steinþór Heiðarsson fyrir stjórnarandstöðuna.

Björn thors og Hilmir snær í Borgarleikhúsiðsex nýir leikarar hafa verið fastráðnir til Borgarleikhússins. Björn thors, Hilmir snær guðnason eru þekktastir í hópnum en hinir eru katla margrét þorgeirsdóttir, Hjörtur jóhann jónsson, þórunn arna kristjánsdóttir og maríanna Clara Lúthers-dóttir.kristín eysteinsdóttir, nýr leikhús-stjóri Borgarleikhússins, hefur jafnframt sagt upp samningum við fimm eldri leikara en í þeim hópi eru til dæmis theodór júlíusson og Hanna maría karlsdóttir.

heilbrigðisÞjónusta læknaskortur í heilsugæslunni

Alvarlegt ástand á heilsugæslunni í MjóddSamúel J. Samúelsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Mjódd, segir ástandið hafa verið slæmt frá hruni en nú sé allt að hrynja. Læknar leita út fyrir landsteinana að betri kjörum auk þess að sækja frekar í einkastofurnar þar sem vinnutíminn er sveigjanlegri og launin hærri.

samúel j. samúelsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í mjódd, segist aldrei hafa séð það svartara á heilsugæslunni en þar eru þrjár stöður af sjö mannaðar.

4 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 5: 04 04 2014

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 68

415

04/1

4

AURIS SKAPAÐUR FYRIR ÞIG

GÆÐALÁN TOYOTA

GÆÐALÁN TOYOTAÍ SAMSTARFI VIÐ ERGO Fáðu 40% af verði

nýrrar Toyotu aðláni án vaxta

í allt að þrjú ár.

Auris er eins og skapaður utan um þig. Stílhreinn, fallegur og hugvitssamlega hannaður með þægindi, öryggi og sparneytni í fyrirrúmi. Aksturinn er hreinasta nautn og Touch-kerfið með bakkmyndavél,snertiskjá, aksturstölvu og tengingu við farsíma, opnar fyrir þér umheiminn með aðgangi að tónlistinni þinni og möguleikanum á kortaleiðsögn um íslenska vegi með Touch & Go. Sjö loftpúðar auka síðan enn frekar á öryggi þitt og farþega þinna.

Komdu við hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota og skoðaðu Auris sem er eins og skapaður fyrir þig.

Verð frá 3.370.000 kr.

Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is.

Bíllinn á myndinni er Auris Hybrid og kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. 40% vaxtalaust lán miðast við verðlistaverð án afsláttar. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Toyota KauptúniKauptúni 6GarðabæSími: 570-5070

Toyota AkureyriBaldursnesi 1AkureyriSími: 460-4300

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600

Toyota SelfossiFossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000TOYOTA TOUCH & GO 5 ÁRA ÁBYRGÐ

Page 6: 04 04 2014

DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100

Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100

SVEFNSÓFA-SPRENGJA

SVEFNSÓFA-SPRENGJA

Nýttu tækifærið

komdustrax

FiNlEy SVEFNSÓFi með tungu

Stærð: 244x165 H: 85 cmDökkgrátt, grábrúnt og ljóst slitsterkt áklæði.

Stærð: 244x165 H: 85 cmDökkgrátt, grábrúnt og ljóst slitsterkt áklæði.

tilboð svefNsófaspreNgja

125.990fullt verð kr.

179.990Svefnsvæði 140x190 cm

Stærð: 228x162 H: 83 cmDökkgrátt slitsterkt áklæði.

Með rúmfatageymslu í tungu.

tilboð svefNsófaspreNgja

111.920fullt verð kr.

139.900Svefnsvæði 140x190 cm

Silo SVEFNSÓFi með tungu

SiEStA SVEFNSÓFi

Stærð 192 x 85 cm. Rautt, grænt, fjólublátt og svart slitsterkt áklæði. Stærð 192 x 85 cm. Rautt, grænt, fjólublátt og svart tilboð

svefNsófaspreNgja

111.920fullt verð kr.

139.900

Stærð dýnu 147x197 cm. Rúmfata-geymsla.

Í ljósi sterkra viðbragða við far-tölvusöfnun fyrir Fransiscu, starfs-mann Bónus á Granda, ákváðu Alda Sigmundsdóttir og Ása Jóhanns að safna sem flestum tölvum fyrir fjöl-skyldu Fransiscu og börn í Zambíu í samvinnu við Tölvulistann. Yfir 20 fartölvur söfnuðust. Starfsmenn Tölvulistans uppfærðu og yfirfóru tölvurnar, stækkuðu minnið í þeim og hreinsuðu. Fransisca er stödd í Zambíu og mun taka við tölvunum og koma þeim í réttar hendur á sínu heimasvæði. DHL Express á Íslandi bauðst til þess að taka þátt í verk-

efninu með því að senda tölvurnar án endurgjalds til Zambíu og sjá til þess að koma þeim á leiðarenda til Fransiscu.

„Það er sérstaklega ánægjulegt að Fransisca skuli einmitt vera í Zambíu þegar fartölvurnar koma. Það er mikilvægt að tölvurnar rati í réttar hendur og það er engri bet-ur treystandi en Fransicu að sjá til þess,“ segir Gunnar Jónsson, mark-aðsstjóri Tölvulistans.

„Það er okkur sönn ánægja að styrkja þetta verkefni með flutningi til Zambíu,“ segir Atli Freyr Einars-

son, framkvæmdastjóri DHL á Ís-landi. „Þegar við fréttum af verk-efninu vorum við ekki lengi að taka ákvörðun um að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Við höfum notað sögu og viðhorf Fransiscu sem dæmi í starfsmannakynning-um hjá DHL um afburðarþjónustu-lund, eins og viðskiptavinir Bónus á Granda þekkja.“

Yfir 20 fartölvur söfnuðust. Tölvulistinn yfirfór þær og DHL Express

á Íslandi flytur þær til Zambíu.

FartölvusöFnun tölvulistinn hreinsaði yFir 20 tölvur sem söFnuðust

DHL Express flytur fartölvur til Fransiscu í Zambíu

O ft er því fleygt að verkföll hafi slæm áhrif á námsframvindu og að nemendur detti auðveld-

lega úr námi á verkfallstímum. Engin rök virðast þó vera á bak við þessar staðhæfingar þar sem engar tölur eru þó til um brottfall nemenda á verkfalls-tímum.

Von á upplýsingum í vorHagstofa Íslands heldur skrá yfir allar skráningar og brautskráningar fram-haldsskóla landsins en erfitt er að lesa úr þeim tölum þar sem engar upplýs-ingar liggja á bak við þær. Menntamála-ráðuneytið hefur engar upplýsingar um brottfall nemenda vegna verkfalla því aldrei hefur verið kallað eftir rann-sóknum á ástæðum brottfalls í fram-haldsskólum, hvorki á verkfallstímum né öðrum tímum.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðu-neytinu munu upplýsingarnar væntan-lega liggja fyrir eftir þessa önn sem er að ljúka þar sem ráðuneytið hefur undanfarnar tvær annir kallað eftir því að allir skólar skrái niður uppgefnar ástæður nemenda fyrir brottfalli úr námi. Skýrsla með þeim niðurstöðum mun verða birt á vef mennta-og menn-ingarmálaráðuneytisins fljótlega eftir að önn lýkur.

Aðstæður misjafnar eftir skólumSíðasta verkfall kennara í framhalds-skólum var haustið 2000 og stóð yfir frá 7. nóvember til 7. janúar. Að sögn Yngva Péturssonar, rektors Menntaskólans við Reykjavík, hættu 16 nemendur í skólanum það ár en ekki sé hægt að meta ástæður brottfallsins. Sumir hættu alveg námi, aðrir hafi farið í aðra skóla eða til útlanda í skiptinám.

Ágústa Gunnarsdóttir, kennari við Fjölbraut í Breiðholti og kynningar-stjóri skólans, segir ekki hægt að bera saman menntaskóla eins og MR, Versló og MH, við Fjölbrautaskóla. „Í mennta-skólunum sem biðja um 8,50 og yfir í meðaleinkunn er mjög einsleitur hópur nemenda miðað við til dæmis FB þar sem þú hefur þverskurð af öllu þjóð-félaginu. Hér er fjölbreyttur hópur nemenda sem eru misvel undirbúnir og því meira brottfall miðað við t.d. MR. Hér eru líka fatlaðir nemendur, inn-flytjendur og nemendur sem þurfa að vinna mikið með námi. Í rauninni ætti skóli eins og FB, sem er fjársveltur, að fá mun meira fjármagn til að koma til móts við þessa mismunandi námsgetu,“ segir Ágústa og bætir því við að það sé miður að engar rannsóknir hafi verið gerðar á ástæðum brottfalls nemenda.

Halla Harðardóttir

[email protected]

verkFall BrOttFall Framhaldsskólanema

Engar tölur til um brottfall nemenda á verkfallstímumMenntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um brottfall nemenda vegna verkfalla því aldrei hefur verið kallað eftir rannsóknum á ástæðum brottfalls í framhaldsskólum, hvorki á verkfalls-tímum né öðrum tímum.

16 nem-endur hættu í MR í verk-fallinu árið 2000.

6 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 7: 04 04 2014

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isUmboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.volkswagen.is

Evrópu- og heimsmeistariÞað er skammt stórra högga á milli hjá Volkswagen Golf þessa dagana. Ekki er langt síðan Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og síðan bættist við enn ein rósin í hnappagatið þegar 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York.

Í vor eru 40 ár liðin síðan Golf kom fyrst á markað og setti ný viðmið í hönnun fjölskyldubíla. Viðtökurnar við þessari sjöundu kynslóð sýna svo ekki verður um villst að enn er Volkswagen Golf fremstur meðal jafningja.

*Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl.

Volkswagen Golf kostar frá

3.490.000 kr.*

Nýr Golf.

Komdu við í HEKLU og reynsluaktu Volkswagen Golf

Page 8: 04 04 2014

Af lestri hennar má draga þá ályktun að auknar líkur séu á lækkun stýrivaxta í næsta mánuði.

Hagaskóli Árlegur góðgerðardagur

Nemendur styrkja börn í Sýrlandi og AfríkuNemendur Hagaskóla hafa frá í janúar verið að skipuleggja árlegan góðgerð-ardag sem gengur undir nafninu Gott mál – unglingar fyrir unglinga. Þetta er fimmta árið sem góðgerðardagurinn er haldinn. Mikil vinna og fræðsla liggur á bak við þennan dag sem í ár verður næstkomandi miðvikudag, 9. apríl, að því er fram kemur á síðu skólans. Þá verður opið hús í Hagaskóla milli klukkan 16-19 og allir bekkir standa fyrir fjáröflun af einhverju tagi. Meðal þess sem í boði verður er draugahús, andlitsmálning, happdrætti, veitingastaðir, þrautir, uppistand og tónlist. Ásamt því sýna nemendur ýmis skemmtiatriði á sviði og á göngum skólans. Þrjú kaffihús verða á mismun-

andi stöðum í skólanum þar sem gestir geta sest niður og notið veitinga.

Í ár komust bekkjarfulltrúar að þeirri niðurstöðu að styrkja tvö erlend málefni og rennur allur ágóði til Barna-heilla vegna flóttamannabúða í Sýr-landi og SOS barnaþorpa vegna skóla-byggingar í Afríku. „Unglingarnir okkar hafa mikla samúð með börnum sem búa við stríðsástand og í flótta-mannabúðum og umræður um gildi menntunar voru gríðarlega góðar.

Krökkunum fannst sérstaklega mikilvægt að styrkja skólabyggingu/menntun þar sem mest er þörf þar sem menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins,“ segir enn fremur á síðu skólans.

Árlegur góðgerðardagur verður í Hagaskóla næstkomandi miðvikudag, 9. apríl. Myndin sýnir er afrakstur fyrri slíks dags var afhentur. Ljósmynd/Hagaskóli

Peningastefnunefnd lesið í fundargerð nefndarmanna

Líkur aukast á vaxtalækkun í maíFundargerðin boðar tíðindi, að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Atvinnulífið hefur kallað eftir vaxtalækkun.

s týrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir misserum saman og á síðasta fundi Peningastefnunefndar

bankans, 19. mars, var ákveðið að halda þeim óbreyttum. Peningastefnunefnd birti í gær fundargerð sína vegna þeirrar ákvörðunar. Af lestri hennar má draga þá ályktun að auknar líkur séu á lækkun stýrivaxta í næsta mánuði. Það er að minnsta kosti mat greiningardeildar Ís-landsbanka.

Samtök atvinnulífsins – og margir fleiri – hafa kallað eftir lækkun vaxta. Í febrúar benti Þorsteinn Víglundsson, fram-kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á að um 5% vaxtamunur væri á milli Íslands og helstu viðskiptalanda, en að teknu tilliti til verðbólgu hafi raunvextir að jafnaði verið þremur prósentum hærri hér en þar. Það samsvari 150 milljarða viðbótarfjármagns-kostnaði á ári fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.

Peningastefnunefnd ræddi fyrir síðustu ákvörðun ýmsa kosti. Helst þótti koma til álita að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Eru þetta tíðindi, en á síðustu vaxtaákvörðunar-fundum nefndarinnar hefur vaxtalækkun ekki komið til álita,“ segir greiningardeild Íslandsbanka.

Í fundargerðinni kemur fram að nefnd-armenn voru sammála um að verðbólgu-horfur hefðu batnað, en þó töldu þeir ekki tímabært að lækka vexti, meðal annars þar sem lengri tíma verðbólguvæntingar virtust enn vera töluvert yfir verðbólg-

umarkmiði. „Verðbólguálag á skulda-bréfamarkaði hefur lækkað um 0,3 – 0,4 prósentur frá síðustu vaxtaákvörðun, og þá verður Seðlabankinn kominn með nýja mælingu á verðbólguvæntingum markaðs-aðila þegar kemur að vaxtaákvörðuninni í maí,“ segir greiningardeildin enn fremur. „Reikna má með því að verðbólguvænting-ar þessara aðila muni lækka. Horfur eru því á að myndin hvað verðbólguvæntingar varðar muni hafa breyst til batnaðar þegar að vaxtaákvörðuninni kemur.

Það er áhugavert að einn nefndarmaður hafði minni áhyggjur en aðrir af framtíðar-verðbólguþróun að því leyti sem hagvöxt-ur væri drifinn áfram af ferðaþjónustu, þar sem væri vannýtt framleiðslugeta yfir vetrarmánuðina. Hann sagði auk þess að aðflutt vinnuafl gæti einnig mætt aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu og fjölgun ferða-manna styrki gengi krónunnar vegna þess gjaldeyrisinnflæðis sem þeim fylgdi. Að mati þessa nefndarmanns væri ekki víst að hagvöxtur drifinn áfram af ferðaþjón-ustu auki hættu á verðbólgu eða kalli á hækkun vaxta í sama mæli og hagvöxtur drifinn áfram af innlendri eftirspurn.

Segja má að ofangreind atriði í fundar-gerðinni beri með sér að auknar líkur séu á að peningastefnunefndin komi til með að lækka stýrivexti á næsta vaxtaákvörðun-ardegi.“

Vextir verða næst ákvarðaðir 21. maí.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Í peningastefnunefnd sitja Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Arnór Sighvatsson aðstoðar-seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands. Mynd: Seðlabankinn.

8 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014

Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir

Vor 4 29. apríl - 4. maí

Fjallafegurð í Bæjaralandi

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Skemmtiferð í Ölpunum þar sem fer saman menning, jasshátíð og gómsæt framleiðsla bænda héraðsins. Héraðið Allgäu í Bæjaralandi er við rætur Alpafjalla, syðst í Þýskalandi og mörgum Íslendingum af góðu kunnugt.

Verð: 139.300 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti lausAllar skoðunarferðir innifaldar!

Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir

Þýskalandi og mörgum Íslendingum af góðu kunnugt.

Örfá sæti laus

Spör

ehf

.

Page 9: 04 04 2014

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

619

57

FjölskyldukortViðskiptavinir með Endalaust Snjall 500 MB, 1 GB eða 3 GB, geta bætt við aukakortum fyrir fjölskylduna þar sem fjölskyldan deilir gagnamagni.

Fjölskyldukort með endalausu tali og SMS á aðeins 2.990 kr. á mánuði.

Gagnakort í spjaldtölvur 490 kr. á mánuði.

Þrjár í boði:

Fjölskyldukort á 2.290 kr.

ENDALAUSTTAL OG SMS

8.990 kr.3 GB

ENDALAUSTTAL OG SMS

6.990 kr.1 GB

ENDALAUSTTAL OG SMS

5.990 kr.500 MB

Kynntu þér endalaust tal og sms á www.siminn.is

Fjölskyldan talar endalaust og samnýtir gagnamagnið!

Page 10: 04 04 2014

- snjallar lausnir

545 3200 wise.is [email protected] Enterprise Resource PlanningSilver Independent Software Vendor (ISV)

TM

Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyrisími: 545 3200 » [email protected] » www.wise.is

Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag.Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu.

Fjölbreyttar lausnir á sviði �ármála, viðskiptagreindar, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og flutninga, sem einfalda þér þitt hlutverk.

Borgartún 26, Reykjavík sími: 545 3200

Samningar virðast vera að nást í deilu framhaldsskólakennara en verkfall þeirra hefur nú staðið í nítján daga.

„Samningagerðin er langt á veg komin en eftir er að ganga frá nokkrum málum,“ segir í yf-irlýsingu sem framhaldsskóla-kennarar gáfu í gær.

Viðræður eru sagðar á mjög viðkvæmu stigi en trúnaðar-menn og formenn svæðafélaga kennara og stjórnenda fram-haldsskóla eru boðaðir á fund klukkan 13 í dag. Þar á að

kynna þeim stöðu samninga en viðræðunefnd kennara telur að samningaviðræður séu svo langt komnar að nauðsynlegt sé að kynna stöðuna í stærri hópi félagsmanna.

Ekki voru eiginlegir samn-ingafundir í deilunni í gær held-ur funduðu deiluaðilar hvor í sínu lagi. Hin svokallaða stóra samninganefnd framhaldsskóla-kennara var þá kölluð til fundar og töldu heimildarmenn það vita á gott og gefa sterka vísbend-ingu um að samningar séu loks

að nást í deilunni. Á skrifstofu ríkissáttasemjara

voru menn vongóðir en sögðu að brugðið gæti til beggja vona.

„Það er aldrei búið fyrr en það er búið að skrifa undir og við för-um varlega í að hafa á því skoð-un fyrr en þá,“ sagði Magnús Jónsson á skrifstofu Ríkissátta-semjara um stöðuna í deilunni. Magnús sagðist vona að viðræð-ur væru á síðustu metrunum en boltinn væri nú hjá kennurum, þeir einir gætu sagt til um hvort samningar væru að nást. -pg

Þ etta er ekki að ganga, það er bara kalt mat,“ segir Óskar Bergsson í samtali við

Fréttatímann. Hann ákvað í gær að draga sig í hlé sem oddviti fram-boðslista Framsóknarflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor.

Framsóknarflokkurinn hefur mælst með fylgi um og innan við 2% í skoðanakönnunum síðustu vikna en um 6% þarf til að borgar-fulltrúi sé öruggur með að ná kosningu.

„Ég gaf kost á mér í þetta í vetur vegna þess að ég hafði þekkingu og reynslu úr borgarmálum og hélt að það gæti nýst flokknum sem fór illa út úr síðustu borgarstjórnar-kosningum en svo þegar maður metur stöðuna þegar tveir mán-uðir eru til kosninga þá er ekkert að gerast og þá er rétt að leyfa að

öðrum að taka við,“ segir Óskar.Spurður hver tæki oddvitasætið í

hans stað sagði Óskar að það væri annarra að ákveða það en hann vildi gefa öðrum tækifæri til að ná betri árangri í kosningunum.

Í yfirlýsingu sem Óskar sendi frá sér í gær segir að hafi hann sett fjölmörg mál á dagskrá sem hann telji eiga erindi við borgarbúa. „Þrátt fyrir þessi stefnumál, sem ég tel að eigi hljómgrunn meðal al-mennings, hefur málstaður okkar ekki náð í gegn. Sem oddviti fram-boðsins ber ég ábyrgð á gengi flokksins í höfuðborginni og stað-an sem við horfum á nú er grafal-varleg. Bóndi sem ekki uppsker úr jarðvegi sínum hefur aðeins um tvo kosti að velja. Það er að bregða búi eða leita annarra leiða til njóta ávaxta erfiðis síns. Þar sem tæpir tveir mánuðir eru til kosninga er

enn möguleiki á því að snúa vörn í sókn. Það er því mitt mat til þess að snúa taflinu við, þá sé réttur tímapunktur núna að ég stígi til hliðar sem oddviti Framsóknar-flokksins í Reykjavík. Í mínum huga er það algjört forgangsmál að skipt verði um meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og borgin nái aftur því forystuhlut-verki sem hún hafði og á að hafa. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt mér lið, fyrir stuðning og vin-áttu sem ég mun ekki gleyma.“

Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur, var í 2. sæti á framboðslistanum sem kjördæmisráð Framsóknarlokks-ins í Reykjavík samþykkti í nóvem-ber á síðasta ári.

Pétur Gunnarsson

[email protected]

Framhaldsskólar samningar í augsýn eFtir nítján daga verkFall

Samningsgerð langt komin og trúnaðarmenn funda í dag

Borgarstjórn óskar Bergsson segir aF sér sem oddviti Framsóknar

Þetta er ekki að ganga – það er bara kalt matÓskar Bergsson segir rétt að leyfa öðrum að taka við forystu borgarstjórnarlista Framsóknar-flokksins. Hann hafi ekki náð í gegn með þau áherslumál sem hann hafi sett á dagskrá.

Þessi voru í fjórum efstu sætum listans sem Fram-sóknarflokkurinn í Reykja-vík ákvað í nóvember að bjóða fram í borgarstjórn-arkosningunum 31. maí. Óskar Bergsson hefur nú dregið sig í hlé sem oddviti. Guðrún Bryndís Karlsdóttir er í 2. sæti, Valgerður Sveinsdóttir í 3. sæti og Guðlaugur Gylfi Sverrisson í 4. sæti.

Líklegt er að nemendur Fjölbrautar í Ármúla geti mætt í skóla á mánudag eftir 19 daga verkfall.

Meðalaldur bíla 12,4 ár46% allra bíla í landinu var 15 ára eða eldri á síðasta ári. Meðalaldur bíla hér á landi var þá 12,4 ár en um átta ár í ESB, samkvæmt nýjustu tölum. “Fáir nýir bílar hafa verið fluttir inn frá 2008 og eldist því bílaflotinn hratt og hefur aldrei verið eldri á þeim tíma sem gögn ná yfir,“ segir Rann-sóknarsetur verslunarinnar en það hefur gefið út Árbók bílgreina í fyrsta skipti. Þar kemur fram að í fyrra störfuðu 3.400 manns í bílgreinum á Íslandi en starfs-mennirnir voru 4.300 árið 2008. Velta greinarinnar var 70 milljarðar króna árið 2013 en 81 milljarður árið áður. Skráning-um nýrra bíla fækkaði um 6% milli áranna 2012 og 2013.

Alvarleg og óhófleg notkun svefnlyfja áLandæknir vill rannsaka óhóflega lyfjanotkun landsmanna en Íslendingar nota tvisvar til þrisvar sinnum meira af svefnlyfjum og róandi lyfjum en aðrir Norðurlandabúar. Notkunin er verulegt áhyggjuefni, segir í grein í Læknablaðinu, og margt bendi til að ofnotkun hafi verið stunduð hér á landi áratugum saman. Í Læknablaðinu kemur fram að notkun svefnlyfja og róandi lyfja er minnst í

Danmörku en mest á Íslandi og nota Íslendingar tvisvar til þrisvar sinnum meira en aðrir Norðurlandabúar. Í sumum lyjaflokkum er notkunin fimm sinnum meiri hér en í Danmörku. Ekki eigi að nota svefnlyf eins og Imovane lengur en í tvær til fjórar vikur en hér á landi séu mörg dæmi um að slík lyf séu notuð mánuðum eð árum saman. Það auki mjög líkur á þolmyndun og fíkn og hættuleg frá-hvarfseinkenni geti komið fram ef notkun er hætt skyndilega.

Grísa rilette slær í gegnJón Þorsteinsson, kjötmeistari hjá Slátur-félagi Suðurlands, hlaut um síðastliðna helgi verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr svínakjöti í Fagkeppni Meistarafélags kjöt-iðnaðarmanna. Jón hlaut verðlaun fyrir Grísa rilette sem unnið er á svipaðan hátt og paté en hráefnið er að stórum hluta svínakjöt. Í umsögn dómnefndar kom fram að Grísa rilette Jóns væri ljúfengt, byggt á franskri hefð og hentaði vel með snittu-brauði sem for- eða aðalréttur. -eh

Nýtt app, Já.is appið, er komið í loftið. Þetta er í fyrsta skipti sem upplýs-ingar af Já.is, sem geymir upplýsingar um 94% landsmanna, eru gefnar út á app-formi. Þriðjungur þeirra sem heimsækja Já.is gerir það í gegnum spjaldtölvur eða snjall-síma og mun appið bæta aðgengi þeirra notenda að upplýsingum vefjarins til muna. Hönnun og framsetning upplýsinga í appinu er bylting frá því sem Íslendingar þekkja í

númeraleit. Til að mynda tekur aðeins 5-10 sek-úndur að opna appið og fá þær upplýsingar sem óskað er eftir í saman-burði við 30-50 sekúndur sé farið í gegnum Já.is í vafra símtækis.Ókeypis verður að fletta upp í appinu líkt og á vefnum Já.is. Ásamt því að geta fundið upp-lýsingar um símanúmer er einnig hægt að hringja, senda sms skilaboð eða tölvupóst, skoða staðsetningu á korti,

fá vegvísun, finna af-greiðslutíma, samfélags-miðla og finna umsagnir um fyrirtæki í gegnum appið. - eh

Byltingarkennt Já-app

10 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 11: 04 04 2014

22. maí — 5. júní

Ekki lokið Nicht Fertig / Not Finished

Myndin er eftir Rafael Pinho og er byggð á Piano Transplants (1968-2005) eftir Anneu Lockwood.

Miðasalan er hafin á midi.is, harpa.is og listahatid.is

N 282014

Listahátíðí Reykjavík

Listahátíð í Reykjavík Miðasalan er hafin

Láru

sso

n H

ön

nu

nar

sto

fa

Page 12: 04 04 2014

F lest virðist enn óljóst um raun-veruleg áhrif

skuldalækkana ríkis-stjórnarinnar á fjárhag einstakra fjölskyldna og hópa. Gengið er út frá því að 92% þeirra sem skulda verðtryggð húsnæðislán sendi inn umsókn en þegar um-sóknarfrestur er liðinn kemur í ljós hvort þær forsendur standast.

Hagfræðingar Alþýðu-sambands Íslands hafa líka verið að vinna við útreikninga á þýðingu skuldalækkananna, Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það snúið enda eigi eftir að ákveða við-miðunarvísitöluna og ákveða hve hárri prósentu leiðréttingin nemur. Fjármálaráðherra á að taka þá ákvörðun með því að gefa út reglu-gerð. „Hvort viðmiðið verður 4,8% eða 4,3%, það virðist ekki koma fram fyrr en ljóst er hve margir sækja um,“ segir hún.

Óvíst hvort 80 milljarða áætlun stenstTryggvi Þór Herbertsson, verk-efnisstjóri skuldalækkana ríkis-stjórnarinnar, vill hins vegar ekki samþykkja þá nálgun að viðmiðun-arvísitalan sé óljós. „Við vitum ekki dreifinguna og hver kostnaðurinn verður,“ segir hann. Ætlunin sé að lækka skuldir um 80 milljarða á fjórum árum. Búið sé að taka frá 20

milljarða vegna lækk-unarinnar í fjárlögum þessa árs. Þessar for-sendur miða við að 92% þjóðarinnar muni senda inn umsókn um skuldalækkun. Það muni hins vegar ekki liggja fyrir hver kostn-aðurinn verður og hver niðurfærslan verður í hverju tilviki fyrr en umsóknafrestur er runninn út. Hann á að hefjast 15. maí. Þá fyrst

liggi fyrir hver þátttakan er og þá verði hægt að fara að útfæra dæmið endanlega og átta sig á dreifingu af-skriftanna. Þá komi í ljós hvort for-sendunum um 80 milljarða kostnað verður breytt „eða hvort bætt verður við þetta,“ segir Tryggvi.

Eitt dæmi hefur verið birtÁ blaðamannafundi þar sem formenn ríkisstjórnarflokkanna fylgdu frumvörpum um málið úr hlaði var nefnt eitt dæmi um áhrif lækkunar á fjölskyldu sem hefur 700 þúsund króna heildarlaun á mánuði og skuldar 22 milljóna eftirstöðvar af verðtryggðu láni frá árinu 2008.

Sú fjölskylda fær eina milljón í lækkun, eða 4,5% og getur svo full-nýtt möguleika til að lækka lánið um 1,5 milljón til viðbótar með sér-eignarsparnaði á þremur árum. Að því loknu verða ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar 22.000 krónum

hærri á mánuði en fyrir aðgerðirn-ar, að sögn ríkisstjórnarinnar.

Önnur nákvæm dæmi um tekju- og eignastöðu fjölskyldna liggja ekki fyrir. Tryggvi Þór Herberts-son, verkefnisstjóri skuldalækk-ana í fjármálaráðuneytinu, segir að ákveðið hafi verið að svara ekki einstökum fyrirspurnum um slík mál. Hins vegar komi til greina að birta í einu lagi nokkur samræmd dæmi. Ákvörðun um það hefur þó ekki verið tekin. Svör um niður-færslur miðað við tekjur og skuldir einstakra fjölskyldna fáist ekki fyrr en eftir að allar umsóknir liggja fyrir og ljóst verður hve stór hluti almennings hefur hug á að nýta sér skuldalækkunina.

Einhver hópur fær fjögurra milljóna lækkunÍ fjölmiðlum hefur komið fram að óvíst sé hvort nokkur fjölskylda nái því að fá hámarkslækkun, sem er fjórar milljónir króna. Tryggvi vísar þeim efasemdum á bug. „Það eru aðilar sem munu fá fullar bætur,” segir hann en óljóst er hve margir þeir verða. Þar verður um að ræða aðila með miklar skuldir en ekki endilega háar tekjur. Þessi hópur hafi enn ekki fengið neinar leiðrétt-ingar, hvorki 110% leið né sérstöku vaxtabæturnar, sem greiddar voru til flestra fjölskyldna í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Pétur Gunnarsson

[email protected]

Einn liður í skuldalækk-unum ríkisstjórnarinnar er sá að þeir sem eru búnir að selja íbúð sem þeir áttu á árunum 2008 til 2009 og eiga enga íbúð í dag geta fengið sérstakan persónufrá-

drátt sem lækka skatt-greiðslur viðkomandi næstu fjögur árin. Þetta á þó ekki við þann hóp sem hefur misst íbúðir uppboðum eða hefur fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar

eða annarra úrræða. Þeir sem seldu og keyptu aðra íbúð fá niðurfell-ingu skulda vegna eldri íbúðarinnar greiddar inn á höfuðstól lánsins sem er á fyrsta veðrétti á nýju íbúðinni.

Góu!

PIPA

R\T

BWA

• S

ÍA •

130

954

GGóu!u!GGó

PIPA

R\T

BWA

• S

ÍA •

130

954

130

954

GGVerði þér að

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

14

05

58

Miðað er við að 92% skuldara sæki um niðurfellingu

Það kemur ekki í ljós fyrr en allar umsóknir liggja fyrir hvort áætlun um

að nota 80 milljarða króna til að niður-greiða verðtryggð lán stenst eða hvort

endurskoða þarf forsendurnar. ASÍ kvartar undan því að erfitt sé að átta sig

á áhrifum tillagna ríkisstjórnarinnar og reikna út skuldalækkun einstakra aðila

út frá fyrirliggjandi upplýsingum.

Tryggvi Þór Herberts-son.Þeir sem seldu og keyptu

ekki fá skattaafslátt í fjögur ár

Skuldari

Eftirstöðvar íbúðaláns frá árinu 2008

Lækkun höfuðstóls vegna leiðréttingar að teknu tilliti til

frádráttarliða Lækkun %*

Heildar lækkun höfuðstóls láns að viðbættri 1,5 milljón króna vegna

séreignarsparnaðar

Breyting á ráðstöfunar-tekjum á ári vegna lægri

greiðslubyrði

A 13.000.000 1.100.000 8,4% 2.600.000 252.000

B 16.000.000 1.200.000 7,5% 2.700.000 288.000

C 20.000.000 1.500.000 7,5% 3.000.000 312.000

D 25.000.000 1.700.000 6,8% 3.200.000 336.000

E 30.000.000 1.900.000 6,3% 3.400.000 360.000

Fyrirvari: Heildarumfang leiðréttingarinnar liggur fyrir að afstöðnu umsóknarferli. Útreikningum er aðeins ætla að gefa vísbendingar um líkleg áhrif. Þá ber að hafa í huga að frumvarpið er ekki orðið að lögum og getur tekið breytingum í meðförum Alþingis sem geta haft áhrif á niðurstöður. *Dálkurinn Lækkun % er reiknaður út af Fréttatímanum.

Svona lækka nokkur lánFjármálaráðuneytið hefur reiknað út dæmin hér að neðan um áhrif skulda-lækkunartillagna ríkisstjórnarinnar á verðtryggð lán miðað við tilteknar for-sendur en margt getur haft áhrif á niður-stöðuna. Forsendunum er lýst svo:

„Miðað er við verðtryggt jafngreiðslu-lán með föstum 4,5% vöxtum. Forsendur

um verðbólgu eru 3,5% á ári og 288 gjalddagar (24 ár) eru eftir af lánum.

Fjárhæð þegar fenginnar beinnar niðurfærslu er breytileg eftir eftir-stöðvum og endurspeglar hún meðaltöl niðurfærslu eftir eftirstöðvum lána sam-kvæmt gögnum fjármála- og efnahags-ráðuneytis.

Gert er ráð fyrir að heimili nýti sér séreignarsparnaðarleið til fulls, þ.e. 1,5 milljón á þremur árum. Breytingar ráð-stöfunartekna endurspegla breytingar þegar bein niðurfærsla og séreignar-sparnaðarleið hafa verið nýttar til fulls. Búið er að reikna til frádráttar fyrri úrræði sem heimili hafa notið.

12 fréttaskýring Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 13: 04 04 2014

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

1.795

2.995,-4.995,- 3.495,-5.495,- 995,-

Sófaborð, askur. L 50 x B 40 x H 35 cm 44.900,-

Craft sófaborð

Svartur og hvítur púði. Bómull. 40x60 cm 3.995,-

Blacksi púði

Prentuð mynd í ramma. 60 x 80 cm 19.995,-

Ladybird mynd

Hreindýrahorn. H 30 cm 2.995,- H 56 cm 9.995,-

Mista hreindýrahorn

Svart skilti með hvítum texta. 50,7 x 6 x 16,3 cm 5.495,-

Always kiss me

Hvítur eða svartur keramíkvasi. H 25 x Ø 13 cm 4.995,- H 20 x Ø 10 cm 3.495,-

Kyra vasi

Veggklukka, gyllt. Ø 30 cm 12.995,-

Pelumo klukka

Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda. 995,-

Laxabeygla

44.900,-3.995,-19.995,- 12.995,-

24.995,-

2.495,- 11.995,- 1.995,- 2.495,-

Spegill með svörtum leður kanti. Ø 60 cm 24.995,-

Leather black spegill

Stóll með fallegu tauáklæði og eikarfótum. 34.900,-

Bosse stóll

Túrkís eða bleik kerti. 3 saman í pk. 2.495,-

Candle 3 kerti í pk.

Stállituð lugt. H 41 cm 11.995,-

Prazan lugt

Kertastjaki. Bleikur. H 10 cm 1.995,- Blár. H 18 cm 2.495,-

Dotorea kertastjaki

2.295,- 1.995,-

Stólar og bekkur úr lökkuðum gúmmívið. Borðstofustóll. Svartur, hvítur, blár, grár eða rauður. 14.900,- Svartur eða hvítur bekkur. L 138 cm 49.900,- Svartur eða hvítur stóll með örmum. 19.900,-

Asta stóll, bekkur eða stóll með örmum

Candle 3 kerti í pk.

Mista hreindýrahorn

1.995,-

34.900,-

Vatnsglas 30cl 1.795,- Rauðvínsglas 60 cl 2.295,- Hvítvínsglas 40cl 1.995,-

Smoke glas

14.900,- 49.900,- 19.900,-

Dotorea kertastjaki

Page 14: 04 04 2014

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjórar: Jónas Haraldsson [email protected] og Sigríður Dögg Auðuns dóttir [email protected]. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@

frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

ÞÞversagnar hefur gætt í íslenskum lögum varðandi fjárhættuspil. Ýmis þeirra hafa verið heimiluð á grundvelli sérlaga, svo sem happdrætti, lottó, get-raunir og spila- og söfnunarkassar. Rekstur spilavíta hefur hins vegar verið bannaður en hann er leyfileg-ur í nánast öllum Evrópuríkjum að Íslandi og Noregi undanskildum. Breytinga er að vænta í Noregi en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar þar er kveðið á um að heimila eigi fjárhættuspil.

Á almanna vitorði er að fjárhættuspil hefur verið stundað áratugum saman hérlendis í neðanjarðarklúbbum. Því til viðbótar hafa möguleikar al-mennings til að stunda fjárhættuspil aukist stórlega með tilkomu netsins. Auglýstar eru vefsíður sem bjóða al-menningi aðgang að fjárhættuspilum en þessar síður eru alla jafna vist-

aðar utan Íslands. Íslensk stjórnvöld eiga því enga möguleika á því að hafa eftirlit með þeirri starfsemi eða setja reglur þar um.

Ástandið er óviðunandi. Því er frumvarp þrettán þingmanna úr þremur flokkum til laga um spila-hallir – sem við þekkjum sem spilavíti – tímabært. Ástandið minnir um margt á fáránleika bjórbanns hér í áratugi – sem brotið var á bak aftur árið 1989. Það var sett, væntanlega af velmeinandi stjórnvöld-um, til þess að draga úr drykkju. Bannið breytti aðeins drykkjumenningu til hins verra. Lögleiðing bjórs hefur breytt drykkjusiðum Íslendinga til hins betra. Bann við fjárhættuspili var væntanlega einnig sett af velmeinandi yfirvöldum til þess að koma í veg fyrir að fólk færi illa með fé eða yrði fíkn að bráð. Vandinn er sá að hér stríðir fólk engu að síður við spilafíkn, enda er spilað þrátt fyrir bannið.

Því er skynsamlegt að færa starfsemina upp á yfirborðið, hætta blekkingarleiknum líkt og gert var í bjórmálinu. Hin ólöglega starfsemi er, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, utan opinbers eftirlits. Þeir sem eiga þar viðskipti eru án réttarstöðu. Með lögleiðingu kemst á eftirlit með starfseminni og veita má viðskiptavinum réttar-vernd – og koma má á til þeirra sem á þurfa að halda meðferðarúrræðum við spilafíkn. Í frumvarpinu eru skýr ákvæði varðandi aðgangskröfur í spilavíti. Viðskiptavinir verða að hafa náð 21 árs aldri. Með skilyrðunum eru send þau skilaboð að fjárhættuspil sé fyrir fullorðna einstaklinga sem hafa nægilegan þroska til að taka þátt í því. Þau eru ekki síst send út vegna þeirra vefsíðna sem bjóða upp á fjárhættuspil sem gera viðskiptavinum keift að stunda þau hvar og hvenær sem er.

Auk þess minna flutningsmenn frumvarpsins á hagsmuni ferðaþjónustu sem í kjölfar mikils vaxtar skilar nú meiri gjaldeyri í þjóðarbúið en nokkur önn-ur atvinnugrein. Lögleiðing spilahalla væri líkleg til að efla hana með auknum afþreyingarmöguleikum. Til viðbótar myndi lögleiðingin afla tekna fyrir ríki og sveitarfélög en í frumvarpinu er gert ráð fyrir 40 til 80% greiðslu af spilaskattsstofni. Íslenska ríkið verður af skatttekjum þar sem það skattlegur ekki þá starfsemi sem þegar er til staðar.

Í frumvarpinu stuðst við reynslu Dana af lögleið-ingu spilahalla árið 1990. Þar var meðal annars horft til ferðaþjónustunnar og hagsmuna hennar. Á þeim tíma voru ólöglegir spilasalir reknir í Kaup-mannahöfn og víðar í Danmörku sem greiddu engin opinber gjöld og sættu ekki opinberu eftirliti. Ástandið var því svipað þar þá og það er hér. Fram kemur að ágæt sátt hafi verið um þá ákvörðun Dana að heimila rekstur spilahalla og reynslan góð. Þar skipti máli að bann hafi verið lagt við aðgengi fólks að spilasölum undir tilteknum aldri, skilyrðislausar kröfur gerðar til gesta að sýna persónuskilríki við komu og kvaðir lagðar á leyfishafa um upplýsinga- og eftirlitsskyldu með spilafíklum. Fimmtán árum síðar sýndu rannsóknir að algengi spilafíknar var lægst í Danmörku af öllum Norðurlöndum. Ótti um peningaþvætti hafi enn fremur reynst ástæðulaus. Ólöglegu spilasalirnir reyndust ekki samkeppnis-hæfir við löglegar spilahallir og lognuðust út af.

Leið Dana er ágætt fordæmi fyrir okkur.

Löggjöf um spilavíti löguð að raunveruleikanum

Hættum blekkingarleiknum

Jónas [email protected]

Ástandið minnir um margt á fáránleika bjórbanns

GEFÐU FERMINGARBARNINU SKÖPUNARKRAFTINN

MEÐ GRÆJUNUM FRÁ OKKUR

Réttur föður í síðasta sæti

Getur foreldrajafnrétti stangast á við réttindi barns?F élag um for-

eldrajafnrétti hefur um langt

árabil barist fyrir jafn-rétti í sifjamálum. Það er sannfæring okkar að jafnrétti í sifjamál-um sé best til þess fallið að verja réttindi barna og auk þess grundvöllur að jafn-rétti á vinnumarkaði og þar með jafnrétti í áhrifastöðum í þjóð-félaginu. Á Íslandi hefur jafnrétti verið nokkuð óum-deilt þó útfærslan og framkvæmdin vefjist oft fyrir fólki og veki þrálát-ar deilur. Jafnrétti á sviði sifjarétt-ar virðist vefjast sérstaklega mik-ið fyrir mörgum og jafnvel þeim sem ættu að þekkja nokkuð vel til málaflokksins. Þannig hefur því verið fleygt fram í umræðunni að foreldrajafnrétti geti stangast á við réttindi barns. Foreldrajafnrétti er nýyrði í íslensku máli frá árinu 2008 þegar Félag ábyrgra feðra breytti nafni félagsins í Félag um foreldra-jafnrétti í samræmi við stefnumál félagsins. Nú, sex árum síðar, á fólk jafnvel enn í vandræðum með að segja orðið foreldrajafnrétti og því kannski eðlilegt að merking þess flækist enn fyrir einhverjum. Hug-takið foreldrajafnrétti snýst hins

vegar einfaldlega um að barn hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna og að báðir foreldrar standi jafnir fyrir lögum.

Andheiti við foreldra-jafnrétti er foreldramis-rétti. Ef foreldrajafnrétti stangast á við rétt barns eru þá réttindi barna tryggð frekar með for-eldramisrétti?

Félag um foreldrajafn-rétti hefur bent á mörg atriði í lögum og fram-

kvæmd laga þar sem réttur móður er í fyrsta sæti, réttur ríkisins í öðru sæti, réttur barnsins í þriðja sæti og réttur föður í fjórða og síðasta sæti. Þar erum við að benda á foreldra-misrétti. Það foreldramisrétti sem við bendum á stangast algerlega á við réttindi barns enda koma rétt-indi barns langt á eftir réttindum móður. Þó svo réttindi barns kæmu á undan réttindum móður, þá er for-eldramisrétti alltaf andstætt réttind-um barns, enda hefur barn þá ekki sama rétt til beggja foreldra.

Félag um foreldrajafnrétti vill færa réttindi barna úr þriðja sæti upp í það fyrsta. Fram fyrir móður og ríki. Þá viljum við færa réttindi föður upp fyrir réttindi ríkisins og til jafns við réttindi móður. Þann-ig setur foreldrajafnrétti barnið í

fyrsta sætið, foreldra jafna í annað sætið og ríkið í þriðja sætið.

Stefnumál Félags um foreldra-jafnrétti eiga sér öll stoð í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Réttur barns skal vera án mismununar af nokkru tagi gagn-vart barni og/eða aðstæðum for-eldra þess. Aðildarríki skulu virða ábyrgð, réttindi og skyldur foreldra og stórfjölskyldu. Barn skal hafa rétt til þess að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Barn skal hafa rétt til þess að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, þar með talið fjölskyldutengslum sínum. Aðildarríki skulu bregðast við og veita börnum vernd ef þau eru svipt fjölskyldutengslum. Aðild-arríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þess. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra og veita þeim leiðsögn. Aðildarríki skulu tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns og komi því sameigin-lega til þroska. Aðildarríki skulu láta foreldrum í té efnislega aðstoð og sjá fyrir stuðningsúrræðum svo foreldrar geti séð fyrir lífsafkomu barnsins.

Ef foreldrajafnrétti stangast á við réttindi barns, þá gerir Barna-sáttmáli Sameinuðu þjóðanna það einnig.

Heimir Hilmarssonvaraformaður Félags um foreldrajafnrétti

14 viðhorf Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 15: 04 04 2014

SJÁ NÁNAR Á:

SÍÐUMÚLA 9 | SÍMI 530 2900

ORMSSONPAN-NESKAUPST

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK-EGILSSTÖÐUM

SÍMI 471 2038

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

ORMSSONHÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

ORMSSONAKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSONKEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ÁÐUR: 249.900,-

NÚ: 199.900,-VERÐLÆKKUN

50.000,-

NÚ: VERÐLÆKKUN

NÚ: VERÐLÆKKUN

LED | Clear Motion Rate: 100 Hz | Upplausn: 1920x1080p / FULL HD |

Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari:

Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI, 1xUSB, 1xScart, Komponent,

Komposit | Heyrnartól

UE50F5005AK

50"

ÁÐUR: 189.900,-

NÚ: 159.900,-VERÐLÆKKUN

30.000,-LED | Clear Motion Rate: 100 Hz |

Upplausn: 1920x1080p / FULL HD | Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari:

Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI, 1xUSB, 1xScart, Komponent,

Komposit | Heyrnartól

NÚ:

Upplausn: 1920x1080p / FULL HD | Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari:

Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI,

NÚ:

Upplausn: 1920x1080p / FULL HD | Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari:

Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI,

UE46F5005AK

46"

ÁÐUR: 299.900,-

NÚ: 269.900,-VERÐLÆKKUN

30.000,-LED | Clear Motion Rate: 600 Hz | Upplausn:1920x1080p FULL HD |

Skjár: Clear | Skerpa: Mega | AllShare | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Upptöku

möguleiki | Netvafri | Social TV | Sjónvarps-móttakari: Digital, analog og gervihnatta |

Tengingar: 4xHDMI, 3xUSB Movie, 1xScart, Komponen | Komposit, LAN | Heyrnartól

UE46F6675

46"

ÁÐUR: 599.900,-

NÚ: 539.900,-VERÐLÆKKUN

60.000,-

NÚ: 55"

Glæsilegtverðlaunatæki

Til í stærðum: 40"/46"/55"/65"/75"

LED | Nýjasti 1000 riða (CMR) Samsungskjárinn er í öllum 8000 tækjunum.

UE55F8005

Bjóðum

30% afslátt af völdumSamsung heimabíóstæðum

á Draumadögum.

ÁÐUR: 469.900,-

NÚ: 349.900,-VERÐLÆKKUN120.000,-

LED | Clear Motion Rate: 200 Hz | Upplausn: 1920x1080p / FULL HD |

Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari:

Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI, 1xUSB, 1xScart, Komponent,

Komposit | Heyrnartól

UE60F6105

NÚ:

Mega skerpa | USB: Movie, kvikmyndir, ljósmyndir, tónlist | Sjónvarpsmóttakari:

Digital DVB-T2 | Tengingar: 2xHDMI,

60"

Draumadagar– dagar þegar

sjónvarpsdraumurinnrætist

Tækifærisverð í sinni tærustu mynd. Við gerum okkur dagamun þessa dagana og bjóðum

draumasjónvörpin frá Samsung á sannkölluðu

tækifærisverði. Líttu við hjá okkur og kynntu

þér sjónvarpstæki í sinni tærustu mynd.

Page 16: 04 04 2014

„Ég var að fá ADHD greiningu en ég held að ég sé ekkert með athyglis.... Hey, íkorni!

ADHD

V eldu þrjá fyrir... hvað var það aftur?

Ég lendi næstum alltaf í því þegar ég hringi í þjón-ustustofnun sem býður upp á valmöguleika í upphafi símtals þá gleymi ég að taka eftir. Oftast nær þarf ég að hringja aftur og leggja þá bet-

ur við hlustir. Stundum gerist þetta þó aftur... hugurinn reikar eitthvað allt annað meðan á upptalningu á valmöguleikum stendur. (Verst er að hringja í utanríkisráðu-neytið. Þar eru valmöguleik-arnir sjö.)

Í hvert sinn sem ég lendi í þessu verður mér hugsað til dóttur minnar sem nýlega var greind með ADHD. „Oft fellur eplið...“ og allt það. Við hjónin fórum nefnilega á nám-skeið fyrir foreldra barna með ADHD fyrir nokkrum vikum. Það var mjög upplýsandi og

gagnlegt og nauðsynlegt fyrir foreldra barna sem eru meira krefjandi en meðal-foreldri ræður auðveldlega við. Stærsta uppgötvunin mín á þessu námskeiði var hins vegar sú að ég var sjálf svona barn. Allar lýsingar á hegðun og líðan barna með ADHD hittu beint í mark. Ég var pottþétt með ADHD þegar ég var barn.

Á námskeiðinu lærði ég líka að 70 pró-sent þeirra sem greinast með ADHD sem börn vaxa upp úr einkennunum, það er að segja, þau greinast ekki með þau á full-orðinsaldri. Það eru sem sagt 30 prósent líkur á því að ég sé ennþá með ADHD.

Ef ég ætti að greina hvaða tegund af ADHD ég var/er með þá myndi ég segja að það væri hin svokallaða hvatvísa gerð, en fólki með ADHD er gjarnan skipt í undirflokka eftir því hvaða einkenni röskunarinnar eru ríkjandi. Hjá mér væri það alltaf hvatvísin. Ég lít reyndar á hvatvísina sem einn af mínum helstu styrkleikum. Hún gerir það að verkum að ég er fljót að taka ákvarðanir og hlut-irnir vefjast almennt ekki fyrir mér. Þótt ég geti snöggreiðst er ég fljót að gleyma – og fyrirgefa – og erfi ekki neitt við

nokkurn mann. (Hef til að mynda hlotið sæmdarheitið Sigga strax, sem ég

ber með stolti.)Ég á það enn til að grípa

fram í fyrir fólki og klára fyrir það setningar (þótt

ég hafi minnkað það mik-ið í seinni tíð – eftir að ég

gerði mér grein fyrir því), sérstaklega fólki sem talar

hægt eða notar mikið af hi-korðum.

Ég er frekar óþolinmóð og er alltaf að flýta mér. Ég myndi gjarnan vilja að allir í kringum mig væru jafnfljótir að öllu og ég. Elsta dóttir mín er hins vegar rólega týpan. Hún vandar sig við allt sem hún gerir – gerir það vel, en gerir það hægt. Þegar hún var lítil sagði ég stundum að það væri eins og við værum ekki á sömu hraðastillingu í lífinu.

Yngstu börnin mín tvö eru hins veg-ar bæði lík mömmu sinni, sérstaklega yngsta dóttir mín (þessi með ADHD). Hún er ekkert að tvínóna við hlutina og hikar ekki við að ráðast á verkefnin.

Hún hefur mjög sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir skuli gerðir og er jafn-framt á því að hennar skoðanir séu rétt-astar. Hún á samt sem áður við sama athyglisbrest að stríða og mamman. Athyglin er fljót að fjúka út í veður og vind. Við erum farin að geta grínast með athyglisbrestinn okkar. Pabbinn stríðir okkur ósjaldan með því að segja.”Hey, íkorni!” og vísar með því í ADHD brand-ara („Ég var að fá ADHD greiningu en ég held að ég sé ekkert með athyglis.... Hey, íkorni!). Svona erum við. En við erum allavega svona saman.

Sigríður Dögg Auðunsdóttirsigridur@

frettatiminn.is

sjónarhóll

h elstu auðlindir landsins eru gjöful f iski -

mið, náttúran og fall-vötn og jarðvarmi sem eru ávísun á ódýra orku. Varðandi ferðamenn er náttúran dýrmætasta auðlindin og ferðaþjón-ustan er orðin sú at-vinnugrein sem dregur mest í búið af gjaldeyr-istekjum. Vel sundurlið-aðan heildarfjölda ferða-manna, 914 þúsund alls árið 2013 og fleira, má sjá á netid.is. Jákvæðar fréttir af ferðaþjónustu, svo sem um metfjölda og slíkt eru mikið blásnar upp af fjölmiðlum án þess að kafað sé dýpra og því eru margir sem hugsa sér að ná bita af þeirri köku. Þegar betur er skoðað og rýnt í töl-urnar eru vinnulaun almennt frekar lág, vinnutími (of) langur, og fram-legð og framleiðni einnig ábótavant. Hér eru undanskildir margir aðilar, einkum stórir, svo sem Icelandair og fleiri. Þeir fjórir þættir sem undir-ritaður telur styrkustu stoðirnar eða markaðsbreyturnar í ferðaþjónust-unni og aðgreina Ísland eru í grófur dráttum eftirtaldar:1. Náttúran – Landið hefur ímynd

hreinnar og öðruvísi náttúru. Ágangur ferðamanna bæði inn-lendra og erlendra er hins vegar mikil á helstu náttúruperlurnar og má sem dæmi nefna nærum-hverfi okkar tilkomumiklu fossa.

2. Hreinleiki – Mikilvægt er að hafa hreinleika í náttúrunnar sem fyr-irmynd. Víða er pottur þó brotinn og alltof mikið rusl er sjáanlegt víða í höfuðborginni og um land-ið. Rusl og sóðaskapur er víða í Reykjavík en tækifæri ættu að vera til staðar til að gera höfuð-borgarsvæðið að einni af hrein-ustu höfuðborg í Evrópu og þó víðar væri leitað. Sveitarfélög nær

og fjær ættu að setja sér stefnumótandi mark-mið í þeim tilgangi.3. Afþreying, menning og skemmtan-ir – Afþreyingarmögu-leikar eru margskonar á Íslandi og í Reykjavík. Hvalir og hestar skipa hér t.d. stóran sess og einnig ýmsar náttúru-ferðir að ógleymdum sundstöðum. Reykja-víkurborg státar einnig

af mörgum og merkilegum menn-ingarstofnunum og söfnum og það sama á við víða á landsbyggðinni.

4. Gæði veitingastaða – Fyrsta flokks veitingastaðir eru í Reykjavík og á nokkrum stöðum á landsbyggð-inni. Veitingastaðirnir, sem eru flestir á veitingastadir.is, standast samanburð við hvaða land sem er. Margt bendir til að ákveðin of-fjárfesting sé þó í atvinnugrein-inni svo sem í hótelbyggingum. Einnig eru kennitöluskipti meðal sumra aðila í veitingarekstri og ferðaþjónustu mjög bagaleg og ill ásættanlegt að slíkt frumvarp verði ekki klárað á þessu þingi.Þörf er á meiri langtímastefnu-

mótun á mörgum sviðum, þannig að landið og borgin geti markað sér stöðu sem staðir hreinleika, og gera þarf miklar úrbætur varðandi ýmsa innviði, aðgengi, landvörslu, salernismál, skipulag, skiltamerk-ingar og samgöngur. Slíkt væri gott innra markmið fyrir ríki, sveitar-félög og einkaaðila árin 2014-16. Það að styrkja innviði og skipulag, setja markmið o.fl. ætti að vera for-gangsatriði. Á sama tíma og úrbætur vantar á ofangreindu og fjöldi fyrir-tækja í ferðaþjónustu þarf að flytja inn starfsfólk, skýtur skökku við að fjöldi ungs fólks sé án atvinnu. Þetta þarf að skilgreina sem ákveðið verk-efni.

Náttúra, hreinleiki, afþreying, veitingastaðir

Styrkustu stoðirnar

4

500listamenn frá 20 löndum taka þátt í eða eiga verk á Listahátíð í Reykjavík sem hefst eftir sjö vikur.

VikAn í tölum

70hljómsveitum þurfti að hafna á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður vegna offramboðs.

800krónur stefna land-eigendur í Reykja-hlíð á að rukka ferðamenn fyrir að skoða Dettifoss.

sendingar af meintum eftir-líkingum af Nike-skóm voru nýverið stöðvaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hákon Þór Sindrasonframkvæmdastjóri, ráð-gjafi, fyrrum verkstjóri o.fl.

16 viðhorf Helgin 4.-6. apríl 2014

Takk fyrir okkur!

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301Netfang [email protected] • Heimasíða www.axis.is

Þökkum frábærar viðtökur gesta á Hönnunarmars síðastliðna helgi. Þar kynntum við meðal annars Einrúm hljóðsófa, Lauf leikskólastóla, Stemmu skólahúsgögn, Strending fjölnota húsgagn og símaklefa.

Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

mag

gios

kars

.com

Page 17: 04 04 2014
Page 18: 04 04 2014

Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði

PIPA

R\TB

WA

• SÍ

A •

1406

29

jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind

Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnunTrú, von og kærleikur – okkar hönnun

Þ ar sem ég vinn fyrir Am-nesty sem er hlutlaus stofn-un get ég ekki tekið einn málstað fram yfir annan,

ég verð alltaf að setja manneskjuna ofar málefnunum,“ segir Zoryan Kis, herferðarstjóri Amnesty Inter-national í Úkraínu, þegar við byrjum að spjalla saman. Hann var gestur Ís-landsdeildar Amnesty í lok mars þar sem hann hélt áhrifaríkan fyrirlestur um ástandið í Úkraínu, með áherslu á atburði tengda Maiden torginu í Kiev síðan mótmælin hófust þar þann 21. nóvember síðastliðinn.

Zoryan vinnur sem eftirlitsmaður þegar upp koma mótmæli og hans hlutverk er að upplýsa um þau mann-réttindabrot sem hann verður vitni að. Um miðjan mars var hann sendur til Donetsk í austur hluta Úkraínu, þar sem um milljón rússneskumæl-andi íbúar eru margir hverjir hið-hollir samvinnu við Rússa frekar en við vestrið, eða „villta vestrið“, eins og einn viðmælandi Zoryans kallaði það.

Vestrænir hommavinir„Ein þeirra ástæðna sem Rússar gáfu fyrir hernámi Krímskagans var að vernda rússneskumælandi fólk í Úkraínu gegn hverskyns mannrétt-indabrotum. Svo við fórum á þetta svæði til að leita að brotlegum at-höfnum Úkraínumanna gegn Rúss-um. Áður en ég lagði af stað reyndi ég að koma mér í samband við rúss-neskumælandi aktivista en enginn þeirra vildi hitta okkur né tala við okkur því þeir litu á okkur sem vest-ræn samtök. Við komum sérstaklega

til að vera viðstödd samstöðufund Úkraínusinna á einu torga borgar-innar en því miður var honum frest-að af borgaryfirvöldum því það var talið hættulegt að hittast friðsamlega og flagga úkraínska fánanum.“

Zoryan tók þó nokkra aktivista tali á götum borgarinnar og fann fyrir sterkri andstöðu við Evrópu-samvinnu og öllu því sem vestrænt mætti kallast. Vestrið væri staður þar sem til að mynda samkynhneigð væri talin eðlileg og „ekki viljum við fara í samstarf við hommavini,“ eins og einn viðmælandi hans orðaði það.

Zoryan var líka staddur í Donetsk í byrjun mars, þar sem 10.000 manns komu saman til að lýsa yfir samstöðu með Rússlandi. „Það var óhugnan-legt að vera þar. Stuðningsmenn Rússlands gengu ógnandi um torgið og gættu þess að ekki sæist neins-staðar úkraínski fáninn. Það var einn bíll á svæðinu sem var búið að líma á setninguna „Sameinuð Úkraína” sem þúsundir manna hlupu að og reyndu af fremsta afli að brjóta í mél. Þetta er fólk sem bjó saman friðsam-lega fyrir nokkrum mánuðum síðan. Maður bara skilur ekki hvernig þetta gat komist á þetta stig.“

Friðsæl og fögur borgAðspurður út í tungumálið segist Zo-ryan aldrei hafa fundið til árekstra vegna þess. „Allir eru tvítyngdir og ég hef aldrei upplifað það sem vanda-mál. Á Krímaskaganum hljómar úkraínskan öðruvísi en allir skilja hana og það hefur aldrei að mér vit-andi verið litið niður á fólk sem tal-ar mállýskur eða þá sem nota rúss-

nesku sem fyrsta tungumál.“ Zoryan segir Kiev hafa verið frið-

sæla og fagra borg og því sé erfitt að horfa upp á fólk berjast sökum pólitískra skoðana. „Þetta var venju-leg borg þar sem borgararnir lifðu sínu venjulega lífi. Fyrir mér hefur Kiev alltaf verið mjög skemmtileg og lifandi borg sem býður upp á allt sem vestrænar borgir bjóða upp á. Hún er stærsta borg Úkraínu, með

Mannréttindi eru náttúruleg löngun hverrar manneskjuZoryan Kis, herferðarstjóri Amnesty International í Úkraínu, saknar sinnar friðsælu heimaborgar Kiev, og getur ekki varist því að tárast þegar hann ræðir breytingarnar sem orðið hafa á borginni. Hann segir það hafa tekið mikið á að upplifa von í fyrsta sinn síðan í appelsínugulu byltingunni, aðeins til að finna hana niðurbrotna stuttu síðar. 137 manns létust í óeirðunum í Kiev. Zoryan segir það mikilvægasta réttindamál Úkraínu í dag að þeir seku verði sakfelldir.

3 milljónir íbúa, og margir sækja til hennar því þar hefur verið nóg um vinnu. Borgararnir hafa lifað þar í al-gjörri sátt og samlyndi án nokkurra árekstra, þangað til núna. Þar var al-gjört tjáningarfrelsi og í raun hægt að segja að hún hafi verið heimsborg með mörg menningarbrot sem öll nutu sömu virðingar.“ En það breytt-ist eftir að það var ljóst þann 21. nóvember 2013 að forsetinn, Viktor Yanukovitz, myndi ekki skrifa undir frekari Evrópusamvinnu.

Fólk er langþreytt á spill-ingunniÍbúar Kiev byrjuðu að hópast saman við Maiden torgið til að mótmæla. „Því leið eins og það hefði verið blekkt og í raun haft að fíflum af stjórnvöldum. Í undanfara mótmæl-anna hafði umræðan verið þannig, af hálfu stjórnmálamanna, að allt yrði svo gott þegar samkomulag um meiri samvinnu við Evrópu næð-ist.“ Zoryan segir andrúmsloftið vissulega hafa verið Evrópusinnað, fólk líti til nágrannalanda sem hafa gengið í Evrópusambandið og sjái efnahagslegar framfarir sem hafa ekki orðið í Úkraínu. Auk þess sé fólk búið að fá nóg af spillingunni sem gegnsýrir allt kerfið og hefur alltaf gert. „Vonin er sú að spillingin minnki með Evrópusamvinnu,“ seg-ir Zoryan. „Fólk er orðið svo þreytt á því að á pappírunum skuli vera til staðar lög og reglur sem eru ekki viðhafðar í raunveruleikanum. Mik-ill hluti þeirra sem safnaðist saman við torgið til að byrja með voru úr háskólanum, stúdentar og kennarar sem hafa fengið sig fullsadda af spill-ingunni. Eitt dæmi um spillinguna er að þú kemst ekkert áfram innan há-skólans án þess að borga. Þrátt fyrir að vera afbragðsnemandi verður þú að borga háar upphæðir til að fá góð-ar einkunnir.“

Brostnar vonirEin þeirra sem kom á hverjum degi á Maiden torgið var Eurovision stjarn-

an Ruslana. „Ruslana mætti daglega frá byrjun til að sýna stúdentunum stuðning. Hún fékk þá hugmynd að syngja þjóðsönginn á klukkutíma-fresti, alltaf þegar kirkjuklukkan á torginu hringdi. Allir voru bjartsýnir og glaðir og það ríkti góður friðsæll andi á torginu. Ég held að fólk hafi verið sérstaklega glatt yfir því að eitthvað væri að gerast því svo marg-ir höfðu misst vonina eftir appelsínu-gulu byltinguna árið 2004,“ segir Zoryan. Svona gekk þetta í nokkra daga þar til ríkisstjórnin ákvað þann 30. nóvember að hreinsa torgið, en opinber ástæða var sú að rýma þyrfti torgið til að koma fyrir jólaskrauti. „Ég hafði aldrei séð aðrar eins að-farir í Úkraínu. Lögreglan mætti á svæðið eins og jarðýta. Ég var því miður ekki á staðnum en þegar mér voru sýndar upptökur af aðför-unum morguninn eftir brotnaði ég bara saman og grét. Ég bara trúði því ekki að þetta hefði gerst. Eng-inn bjóst við þessu hryllilega ofbeldi. Vonin var bara brotin niður á einu kvöldi,“ segir Zoryan og getur ekki varist því að vökna um augun við til-hugsunina.

Ofbeldi lögreglunnarDaginn eftir þessa fyrstu árás lög-reglunnar söfnuðust mótmælendur og særðir saman við lítið kirkjutorg nálægt Maiden, þar sem óeirða-lögreglan var með Maiden torgið á valdi sínu. „Ég sá þetta í sjónvarp-inu og hljóp strax út í búð og keypti kaffi, sykur og brauð til að fara með á torgið. Á leiðinni gekk ég fram á fimmtuga konu sem hafði lent í árás lögreglunnar. Hún var á göngu með fjölskyldu sinni en missti sjónar af henni í gasskýinu af sprengjunum. Þá kom hún auga á tvo liggjandi særða menn og reyndi að rétta þeim hjálparhönd en lögreglan sá það og réðist að henni. Þeir lömdu hana með kylfunum sínum svo hún var öll blóðug, nefbrotin og í dag er hún blind á öðru auganu. Það var mik-ið áfall að upplifa það að lögreglan

Zoryan Kis er fæddur og uppalinn í Kiev. Hann segir fólk langþreytt á spilltum stjórnmálamönnum og ofbeldi lögreglunnar. Ljósmynd/Hari

18 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 19: 04 04 2014

Hringdu í síma 440 9010 eða sendu póst á [email protected] og fáðu upplýsingar um þessa frábæru vél.

Velkomin í verslanir okkar:

advania.is

Viltu losna við aukakílóin?Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna Viltu losna

Guðrúnartún 10, Reykjavík

Opið mán. til fös. frá 8 til 18 Lau. frá 11 til 15

Tryggvabraut 10, Akureyri

Opið mán. til fös. frá 8 til 17

2,1cm

Ótrúlega ne  og 33% þynnri en forveri hennar.

13 klst.

Ra�laðan endist í allt að 13 tíma. Fer m.a. e�ir stillingum.

16 GB

Sérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni.

1,6 kg

Fislé  og fáguð, vegur ekki nema 1600 grömm.

aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin?við aukakílóin?viðviðvið aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin?viðviðviðviðviðviðviðviðviðviðviðviðviðviðviðviðvið aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin?við aukakílóin?við aukakílóin?viðvið aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin?við aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin? aukakílóin?

2,1cm

Ótrúlega ne  og 33% þynnri en forveri hennar.

13klst.

Ra�laðan endist í allt að 13 tíma. Fer m.a. e�ir stillingum.

16GB

Sérlega öflug og hraðvirk, allt að 16GB vinnsluminni.

1,6kg

Fislé  og fáguð, vegur ekki nema 1600 grömm.

við aukakílóin?

2 1cm 13klst.16GB16kg

Dell Latitude E7440 – Lé  og öflug fartölva fyrir kröfuharða.

Inte

l, mer

ki In

tel, I

ntel

Cor

e og

Cor

e in

side

eru

vör

umer

ki In

tel C

orpo

rati

on í

Ban

darí

kjun

um o

g/eð

a öð

rum

lönd

um.

Þessari vél fylgir „Dell Branded Services“ sem tryggir betri og fljótari þjónustu.

Þjónustuábyrgð Dell (DBS)Nýtir sömu tengikví og spennubreyta og áður.

Hámarks �árfesting

gerði engan greinarmun á friðsam­legum mótmælendum og þeim fáu sem vildu óeirðir. Mikilvægasta réttindamálið núna í Úkraínu, og það sem Amnesty berst fyrir, er að fórnarlömb óeirðanna fái uppreisn æru og að þeir seku verði sakfelldir.“

Rússnesk lög gegn mótmælumÍ janúar var sett bann við mótmæl­um. Zoryan segir það hafa verið mikil mistök af hálfu stjórnarinn­ar, en lögin eru rituð beint upp úr þeim rússnesku. „Eftir að ljóst var að lögreglan ætlaði að beita frið­samlega mótmælendur ofbeldi fór fólk að mæta með hjálma á torgið til að verja sig. En í nýju lögunum var bannað að vera með hjálma á almannafæri. Fólk hafði líka notað bílana sína til að mótmæla, sett úkra­ínska fánann á þá, keyrt um borg­ina í röðum og farið þannig upp að höllum spilltu embættismannanna í útjaðri borgarinnar. En samkvæmt nýju lögunum máttu ekki meira en fimm bílar mynda röð. Fólk byrjaði um leið að mótmæla þessu með því að setja límmiða á bílana sína sem á stóð „vinsamlegast ekki elta mig því ég er númer fimm”.

Lögin stóðu ekki yfir nema í tvær vikur vegna mikillar andstöðu borg­aranna og mannréttindasamtaka. „En eftir þetta var fólk orðið svo von­svikið að ofbeldið og harkan jókst við hver mótmæli. Fólk byrjaði að kasta molotovkokteilum og lögregl­an fór að særast líka. Áður voru það aðeins nokkrir einstaklingar sem reyndu að stofna til ófriðar en fengu engar undirtektir. Eftir þessi lög var fólk svo vonsvikið að margir studdu við uppreisnarseggi.“

HlutleysiAlls hafa 137 manns látist í mótmæl­unum, þar af 20 lögreglumenn. „Ég heimsótti lögreglumenn sem særð­ust af hendi mótmælenda, en mörg hundruð lögreglumenn særðust og 20 létust. Ég man sérstaklega eftir sögu eins lögreglumanns sem lýsti öfugu sjónarhorni við sjálfan mig. Hann var á sama stað og ég hafði verið á einn daginn, við sama torg, bara hinum megin við öryggislín­una. Ég fann til mikillar samkenndar með honum og skildi hans hlið full­komlega. Hann var kallaður til þjón­ustu 18 ára gamall, fékk mánaðar­þjálfun, þar sem hann lærði meðal annars að verja sig með skildi, og var svo sendur á torgið með lögreglunni. Hann var bara að vinna sína vinnu. En á sama tíma er það augljóst að lögreglan notaði of mikið ofbeldi og án sýnilegrar ástæðu.“

„Það er ekki alltaf auðvelt að vera hlutlaus, eiginlega bara mjög krefj­andi,“ segir Zoryan sem er bannað að taka þátt í mótmælum á vinnu­tíma. „Ég get samt ekki annað en tekið þátt utan vinnutíma. Pynting­ar hafa alltaf viðgengist í Úkraínu, en bara innan veggja lögreglustöðv­anna. Nú aftur á móti eru þær komn­ar í dagsljósið og viðgangast úti á götu,“ segir Zoryan og sýnir mér myndbandsupptöku þar sem lög­reglan hafði afklætt einn mótmæl­enda úti í 20 gráðu frostinu, lamið hann með kylfum og svo látið hann syngja, lögreglunni til heiðurs.

Fólkið líður fyrir pólitíska hildarleikiBarist er um landamæri og auðlind­ir innan þeirra og þjóðerniskennd notuð til að kynda bálið en líkt og Zoryan bendir á, eru það óbreyttir borgarar sem líða fyrir þessa póli­

tísku leiki. Boðað hefur verið til kosninga þann 25. maí en Zoryan hefur ekki mikla trú á frambjóðend­unum og segist ekki taka einn fram yfir annan. „Fyrir mig snúast þess­ar kosningar ekki um einstaklinga. Þær fjalla um landið sjálft, að breyta kerfinu og að mannréttindi verði

virt. Allir frambjóðendurnir eiga eft­ir að segja falleg orði sem við þráum að heyra en við viljum sjá athafnir frekar en að hlusta fagurgala stjórn­málamanna, og þeim er ekki fyrir að fara. Fólk vill að þeir sem brutu mannréttindi í mótmælunum verði sóttir til saka og það verður að upp­

ræta spillinguna.“ Zoryan ítrekar að hann þurfi að gæta hlutleysis þegar ég spyr hann frekar út í pólitík og mögulegt Evrópusamstarf en áréttar þó að augljóslega séu mannréttindi frekar virt í Evrópu en í Rússlandi. „Það er náttúrleg löngun hverrar manneskju að mannréttindi hennar

séu virt og ég held að flestir Úkra­ínumenn séu sammála mér um að vilja losna helst endanlega við spill­inguna og að fá að lifa eftir almenn­um mannréttindasáttmálum.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

29. nóvember: Úkraína skrifar ekki

undir viðskiptasamn-inginn í Vilnius. 10.000

manns mótmæla á Maiden torginu.

30. nóvember: Lögreglan mætir á

torgið vopnuð kylfum, leiftursprengum og táragasi til að ryðja

mótmælendum burt.

17. desember: 50.000 manns

mótmæla á Maiden torgi þegar Yanukovitz og Pútín hittast til að

undirrita samkomulag milli landanna.

22. desember: 100.000 mótmæla

frekari samstarfi við Rússland.

22. janúarFyrstu dauðsföll þegar 4 mótmælendur eru

skotnir í Kiev.

20. febrúarLögreglan og sérsveit hersins skjóta á fólk við torgið úr nær-

liggjandi byggingum. 103 óbreyttir borgarar látast og 13 lögreglu-menn. 17 manns hafa

látist af sárum síðan þá. Alls hafa 137 látist.

MótMælin á sjálFstæðistoRgi Kiev, Maiden toRgi

21. nóvember: Um 2000 manns safnast saman á

Maiden torginu til að mótmæla ákvörðun

ríkisstjórnarinnar um að hætta við frekari

Evrópusamvinnu.

24. nóvember: Langfjölmennustu mótmælin. Hátt í 200.000 manns safnast saman á Maiden torginu. Fyrr-

verandi forsætisráðherra, Yulia Timoschenko, fer í hungurverk-

fall til að mótmæla ákvörðun Yanukovits um að undirrita ekki viðskiptasamning við Evrópu.

viðtal 19 Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 20: 04 04 2014

unni út í Viðey. Það var vont veður og þungt yfir, fólk var að skemmta sér en var strax farið að kvíða fyrir siglingunni til baka. Eftir á segi ég að það hafi verið eitthvað vont í loft-inu. Þarna var ég þegar bróðir minn hringir og ég fæ þetta hræðilega símtal. Hann og pabbi voru saman heima þegar þeir fengu fregnirnar. Það fór einhvern veginn allt að ger-ast í einu. Í fréttunum voru birtar myndir af vettvangi og ættingjar og vinir áttuðu sig á því að þetta var líklega okkar bíll og fóru að hafa samband við pabba sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Stuttu seinna mætir prestur heim og til-kynnir þeim hvað gerðist. Bróðir minn hringdi svo strax í mig.“

Hrund var algjörlega misboðið vegna vinnubragðanna í tengslum við upplýsingagjöf. „Það er fárán-legt að þetta skuli hafa gerst svona. Það hefur eitthvað klikkað í þeirri keðju sem á að fara af stað varðandi upplýsingaflæði til aðstandenda. Ég er líka alfarið á móti því að sýna ítarlegar myndir af vettvangi svona skömmu eftir alvarleg slys. Það er nánast hægt að bóka að ekki eru allir fjölskyldumeðlimir búnir að fá fregnirnar. Í þetta skiptið vissi fólk að systir mín og mamma voru á ferð á þessum slóðum og var fljótt að leggja saman tvo og tvo.“

Heimurinn hrundi Símtalið frá bróður hennar er sem

greypt í minni Hrundar. „Ég heyrði fyrst ekki hvað hann sagði þannig að hann þurfti að endurtaka sig. Það endaði með því að ég fór út fyrir til að fá smá frið. Ég skildi hann fyrst ekki því hann sagði ekki „mamma“ heldur notaði hann orð prestsins: „Guðrún er á gjörgæslu og Sunna er látin.“ Ég fór alveg úr sambandi og fattaði ekki einu sinni að spyrja hvort fleiri hefðu slasast. Ég tók leigubíl beint heim og heyri þá að Linda, vinkona Sunnu, hafi farið líka. Þetta setti líf mitt á hvolf og heimurinn bara hrundi. Mitt líf er markað af því sem gerðist fyrir slys og eftir slys,“ segir Hrund og fjölskyldulífið varð aldrei samt. „Ég held að við höfum öll breyst mjög

mikið. Ofan á sorgina og áfallið við að missa Sunnu þá fór ein-hvers konar keðjuverkun af stað. Mamma slasaðist mjög illa og til að byrja með vissum við ekki hvort við myndum missa hana líka. Ofan á andlega áfallið hlaut mamma mikil likamleg meiðsli. Á myndum sást dökkur blettur í höfðinu á henni, sem ekki var vitað hvað væri og til að byrja með talaði hún dálítið bjagað. Hún náði sér þó og er al-gjör kraftaverkakona. Ég skil ekki hvaðan hún fékk allan sinn kraft. Pabbi tók þetta líka mjög inn á sig og þurfti að leggjast inn á Reykja-lund vegna andlegra veikinda. Það fór allt úr skorðum.“

Hrund var mikið á heimili for-

V ið Sunna vorum mjög líkar. Mamma sagði stundum að hún hefði eignast tvíbura

með 9 ára millibili. Það var sterk tenging á milli okkar og ég vil lifa mínu lífi í takt við hvernig ég held að hún hefði lifað sínu lífi,“ segir Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sem missti systur sína í bílslysi fyrir áratug þegar Sunna var aðeins 13 ára gömul. „Hún var óhrædd og kunni að njóta líðandi stundar. Ég held að við séum öll betra fólk eftir þessa reynslu fyrst við náðum að koma niður stand-andi.“

Hrund hefur starfað við fjöl-miðla í 9 ár. Eftir að ljúka BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands skráði hún sig í blaða- og fréttamennsku og var í fyrsta námshópnum eftir boðið var upp á námið á meistarastigi. Hluti af náminu er starfsnám á hinum ýmsu fjölmiðlum og var Hrund í fram-haldinu boðið starf fréttamanns á Morgunblaðinu. „Ég hafði lengi haft áhuga á fjölmiðlum og var mjög ánægð að komast þar að,“ seg-ir Hrund. Lokaverkefnið í blaða- og fréttamennsku átti að vera fræðileg ritgerð og verkleg afurð. Sumir skrifuðu greinaflokka eða gerðu út-varpsþætti en Hrund ákvað að láta drauminn rætast og skrifa barna-bók, skáldsögu sem þó byggði á þeirri erfiðu reynslu að missa systir sína. „Bókin heitir „Loforðið“ var mín verklega afurð. Í raun var þetta einskonar sjálfsþerapía.“

Fékk fréttirnar á árshátíðSunna lést 20. febrúar 2004. „Systir mín var að æfa hjá skíðadeild KR og hún og vinkonur hennar voru að fara að keppa á Ólafsfirði. Mamma keyrði einn bílinn og systir mín var í aftursætinu hjá henni ásamt einni af hennar bestu vinkonum. Í Norðurárdalnum lenda þær í árekstri við jeppa.“ Hrund gerir ör-stutt hlé á máli sínu en heldur svo áfram. „Þær fóru báðar vinkonurn-ar. Mamma slasaðist mjög illa. Þær hefðu fermst þá um vorið.“

Hrund var 22 ára þegar slysið varð og þau stóðu eftir tvö systk-inin, hún og 17 ára bróðir hennar. „Sem betur fer á ég hann líka. Það var hann sem hringdi í mig. Ég var á leið á árshátíð stjórnmála-fræðinema þegar þetta gerðist. Slysið var um eftirmiðdaginn en af einhverjum ástæðum fréttum við fjölskyldan þetta ekki fyrr en eftir kvöldfréttir í sjónvarpinu, ein-hverjum klukkutímum síðar. Ég var uppstríluð, nýbúin í fordrykk að skemmta mér á leiðinni með ferj-

Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, missti systur sína aðeins 13 ára gamla í bílslysi. Móðir þeirra ók bílnum og slasaðist hún illa. Hrund gaf sjálfri sér og systur sinni það loforð að lifa lífi sínu fyrir þær báðar. Hún hefur síðan reynt að láta drauma sína rætast, hefur gert fjölmiðla að starfs-vettvangi sínum og farið í heimsreisu um ókunnar slóðir. Hugmyndin að skáldsögu Hrundar „Loforðið“ er byggð á þessu loforði.

Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, segir það hafa breytt lífi sínu að missa systur sína aðeins 13 ára gamla. Ljósmynd/Hari

Lifi líka fyrir systur mína

20 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 21: 04 04 2014

MARGSKIPT GLER - fyrir alla!

VERÐ FRÁ:

17.900 kr.40%afsláttur

prooptik.is

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

eldra sinna eftir slysið og sá að miklu leyti um praktíska hluti. „Við þurftum til dæmis að skipuleggja kistulagningu og jarðarför. Ég tók þetta á hnefanum fyrst en fór fyrir vikið í holu seinna. Ég leitaði mér líka hjálpar til að vinna úr hlutun-um en ég var staðráðin frá byrjun í að efna loforð mitt við Sunnu. Ég lofaði Sunnu og lofaði sjálfri mér að ég myndi lifa lífinu fyrir tvo, fyrir okkur báðar. Það tók mig tíma en smátt og smátt lærði ég að slaka á og njóta. Ég er enn mjög metnaðar-full en í staðinn fyrir að vera alltaf á fullu hef ég reynt að elta drauma mína og gera það sem veitir mér gleði og ánægju. Ég held að mér hafi tekist ágætlega að standa við þetta loforð,“ segir Hrund en nafnið á bókinni hennar er vísun í þetta loforð. „Hugmyndin að bókinni kviknaði út frá þeim til-finningum sem voru að hrærast í mér.“ Bókin „Loforðið“ fjallar um ellefu ára stelpu sem missir bestu vinkonu sína og var hún gefin út af Forlaginu á sínum tíma. Hún fékk Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2007 og auk þess Bókaverð-laun barnanna. „Mér þótti mjög vænt um þau verðlaun því það eru börnin sjálf sem kjósa. Ég vonaðist til að fá bókina útgefna og að fá líka þessar viðurkenningar var dásam-legt. Það var eiginlega liður í því að standa við mitt loforð að þetta gekk svona vel.“ Hrund segist hugsa oft og mikið til systur sinnar. „Ég hugsa um hana á hverjum degi. Hún stýrir því svolítið hvert ég hef stefnt í lífinu og hvernig ég nálgast hluti. Ég leyfi stressi ekki að ná tökum á mér heldur reyni að njóta hvers dags. Hún er svolítið að stýra því.“

Ritstýrði MannlífiHrund hefur sannarlega tekist það ætlunarverk sitt að gera fjöl-miðla að sínum starfsvettvangi. Hún hætti á Morgunblaðinu eftir útskrift og hóf störf hjá útgáfufé-laginu Birtíngi árið 2007 þar sem hún vann fyrst sem blaðamaður á Vikunni, síðan Nýju lífi og þegar Mannlíf var endurreist tók hún þátt í að móta það frá grunni þar sem áherslan var á áhugasvið karla. Þrítug tók hún við sem ritstjóri Mannlífs sem var eina karlatímarit landsins. „Þetta var mjög skemmti-legt og ennfremur krefjandi. Mér var kannski gert að búa til glæsi-legt blað úr litlum efnum og var ennfremur að fást við annars konar efni en ég hafði áður unnið með.“ Í mars á síðasta ári söðlaði hún síðan um og byrjaði sem fréttamaður á Stöð 2 en þrátt fyrir áralangan feril í fjölmiðlum þreytti hún þá frum-raun sína í ljósvakamiðlum. „Ég var þegar komin með sterkan grunn í fjölmiðlamennsku en það var gam-an að læra á nýjan miðil. Hraðinn

er gríðarlegur í sjónvarpi og aldrei dauð stund. Maður nálgast efnið líka á ólíkan átt eftir því hvort það er fyrir prent eða sjónvarp, og þá er eðlismunur á því að vinna áhuga-vert efni fyrir tímarit eða daglegar fréttir. Ég get ekki gert upp á milli hvað af því sem ég hef gert mér finnst skemmtilegast. Sjónvarpið opnar nýjar dyr en það var líka afskaplega gaman á tímaritunum. Ég er ánægð svo lengi sem ég sinni fjölbreytilegum verkefnum og fæ að sýna sjálfstæði.“

Þrátt fyrir stuttan feril í sjónvarpi bauðst Hrund að taka að sér starf vaktstjóra á fréttavöktum Stöðvar 2. Hún er eina konan í þeirri stöðu og segist alveg finna fyrir því að það sé ekki sjálfsagt að kona taki að sér stjórnunarstörf. „Það er öðruvísi að vera kona. Ég hef alveg fengið að heyra athugasemdir á borð við „Hvað, er bara kona að stjórna öllu í dag?“ sem mér finnst mjög kjánalegt. Það myndi enginn segja: „Nú, það er bara karl að stjórna í dag.“ Athugasemdir sem þessar eru ekki endilega meintar á neikvæðan hátt en þær sýna að það er ekki sjálfsagt að kona stjórni. Slíkt er auðvitað bara óþolandi. Það er þreytandi að þetta sé ekki sjálf-sagt. Heilt yfir þarf að laga kynja-hallann í fjölmiðlum þar sem mun fleiri karlar en konur eru í stjórn-unarstöðum. Ef ég ætti eitt gott ráð til að breyta þessu þá myndi ég gera það en ég veit að það tekur tíma. Ég veit hins vegar að það er nóg af hæfum konum sem vilja láta til sín taka.“

Sváfu undir sturtuhengjumAnnað sem alltaf var á stefnu-skránni hjá Hrund var að ferðast um heiminn og hún lét verkin tala þegar hún fór ásamt kærast-anum sínum, Óskari Páli Elfars-syni, ljósmyndara og söluráðgjafa hjá Nýherja, í heimsreisu árið 2012. Á þremur og hálfum mánuði ferðuðust þau til 16 landa í fimm heimsálfum. „Mig langaði alltaf að fara í stórt ferðalag en það var alltaf spurning um hvenær og með hverj-um. Ég var heppin að eiga kærasta sem vildi fara í þetta ævintýri með mér,“ segir Hrund en þau kynntust þegar þau störfuðu bæði hjá Birt-íngi, hann í ljósmyndadeild.

„Við vorum mjög samtaka í því hvernig við vildum hafa ferðalagið. Sumir efuðust um að sambandið myndi þola þessa þrekraun því þetta var mikil samvera og alls konar nýir hlutir sem við þurftum að takast á við saman. Við kynnt-umst bara enn betur og urðum nánari fyrir vikið. Við lentu aldrei í neinum alvarlegum vandræðum en leyfðum okkur að rata í allskonar ævintýri. Við eyddum mjög litlu í gistingu og mat heldur eyddum í

Framhald á næstu opnu

Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 22: 04 04 2014

KRINGLUNNI OG SMÁRALIND VEROMODAICELAND|

WP SOFI STRAP TOPPUR 4990

HONEY HEKLA SKYRTA

7990

WP SRIPE PILS

5990 CITA LACE STRIPE TOPPUR

3490

NÝJAR VÖRUR

upplifun. Við fórum í safaríferð í Afríku, fallhlífarstökk á Nýja-Sjá-landi og köfuðum í Tælandi.

Ferðin byrjaði þannig að við lentum í Nairobi í Kenýa seint um kvöld. Leigubílstjórinn virkaði í fyrstu blindur en hann var það víst ekki. Svo varð einhver bilun þannig að við þrjú vorum föst saman á skuggalegum stað í yfir klukku-stund þar sem hann talaði swahili í símann og sagði að vinir sínir væru að koma að sækja okkur. Við vorum sannfærð um að það ætti að ræna okkur en þetta fór allt vel og við skiluðum okkur á hostelið. Þá kom í ljós að bókunin okkar hafði misfarist en við fengum á endanum rúm hvort á sínum ganginum þar sem við sváfum með skítug gömul sturtuhengi sem sængur. Þannig byrjaði ferðin. Daginn eftir fórum við í miðborg Nairobi og ætluðum að taka út peninga en það gekk

mjög erfiðlega. Við ákváðum síðan að eyða einum degi í fátækrahverf-inu, fengum fylgd með heimamanni og kynntumst þessum hræðilegu aðstæðum. Við kynntum okkur líka ýmis verkefni sem voru í gangi til að gera lífið bærilegra fyrir íbúa. Við heimsóttum leikskóla fyrir fötluð börn í fátækrahverfinu og á einum skólanum var búið að teikna kort þar búið var að skipta upp hverf-inu og búið að teikna sprautunál þar sem eiturlyfjafíklar voru, og sérmerkja svæði þar sem líkum var hent. Til að komast á milli svæða þurftum við að kaupa okkur vernd hjá eins konar Hells Angels því annars hefði verið ráðist á okkur. Það var gott fyrir okkur að sjá þetta því við áttuðum okkur á því hvað við höfðum það ótrúlega gott.“

Á ferðalaginu kynntust þau allri mannlífsflórunni og upplifðu ótrúlega fegurð í framandi löndum.

„Það er gríðarlegur persónulegur þroski sem maður tekur út á svona ferðalagi. Þetta víkkar sjóndeildar-hringinn en sýnir manni líka hvað það er mikilvægt að lifa lífinu og vera ekki að hafa óþarfa áhyggjur. Þetta fer allt einhvernveginn, eins og Halldór Laxness sagði.“

Óvænt bónorðHrund og Óskar hafa verið dugleg að safna sér fyrir ferðalögunum sínum, skipuleggja sig vel og um síðustu áramót fóru þau saman til New York. „Við erum bæði í þannig vinnu núna að við erum ekki oft saman í fríi. Við höfðum aldrei farið til New York þannig að við eyddum viku þar saman. Á miðnætti á áramótunum á Times Square skellti hann sér svo á skeljarnar. Það var mjög óvænt,“ segir Hrund um þetta rómantíska bónorð. Þau eru þó ekk-ert byrjuð að skipuleggja brúðkaup-

ið. „Við erum ekki þannig gerð. Okkur gæti dottið í hug að gifta okkur á gúmmískónum í næsta laut eða undirbúa stórt brúðkaup, eða eitthvað þar á milli.“

Ævintýri Hrundar virðast óþrjótandi og hún lenti í enn einu þegar henni var boðið á barnabók-menntahátíð í Litháen á síðasta ári til að lesa upp úr „Loforðinu.“ „Ég hélt fyrst að þetta væri grín því það er svo langt síðan bókin kom út. En þá kom í ljós að það er búið að þýða bókina mína á litháísku og útgefandi þar í landi hefur áhuga. Ég skellti mér bara út og ferðaðist um með nokkrum öðrum höfund-um. Svo kom ég bara heim aftur. Bókin er ekki komin út í Litháen en það fer þá bara í gegnum mitt forlag ef af því verður. Það er allavega til vönduð þýðing. Í versta falli var þetta bara skemmtilegt ævintýri og einhver börn í Litháen hafa heyrt af

„Loforðinu“ en kannski kemur hún þar út. Hver veit?“

Hrund segir gleðilegt hvað „Lof-orðið“ hefur vakið athygli víða enda leiðir hún oft hugann til Sunnu og loforðsins sem hún gaf henni. „Slysið verður ekki tekið til baka og ef maður finnur leið til að láta svona hluti verða til góðs þá er það alltaf það besta í stöðunni. Svo ég vitni í klisjuna um að tíminn lækni öll sár þá er það bara ekki rétt. Þetta verður ekki minna sárt með tímanum. Ég hef hins vegar lært að lifa með missinum og fundið mínar leiðir. Mér finnst fallegt að tala um Sunnu og vil halda minningu hennar á floti. Ég reyni að taka líf-inu hæfilega létt og njóta þess sem ber að höndum. Ég held að hún hefði viljað það.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Hrund og Óskar á Times Square í New York á gamlársdag. Á miðnætti fór hann óvænt á skeljarnar. „Fallegi sólargeislinn hún Sunna,“ segir Hrund.Á Floating Market rétt hjá Bangkok í Tælandi.

22 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 23: 04 04 2014

Miho hreindýr / Verð frá 5.500 kr.

Kynningarverð til 01.06.2014

Nido hægindastóll / Verð með ullaráklæði 169.900 kr., með leðuráklæði 239.900 kr.

Omaggio vasar / Verð frá 3.890 kr. Elephant ruggustóll / Verð frá 129.900,-kr.Lalinde sófaborð / Verð frá 44.900 kr. Kastehelmi skál / Verð 3.790 kr.

TILBOÐ

PIPA

R\

TBW

A•

SÍA

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Góð hönnun gerir heimilið betraVið leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta

í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst

tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

Catifa 46 m/ viðarfótumTilboðsverð 44.900 kr.

Til á lager með tekk- og wengeáferð

Graypants ljósVerð frá 39.900 kr.

Botanica vasi Verð 14.900 kr.

Patchwork gólfmottaSniðin eftir máli. Verð frá 85.900 kr. pr. fm

Nori borð, ótal stærðirVerð frá 319.900 kr.

Page 24: 04 04 2014

M adaiah og Manjula vinna bæði á Austurlanda Hraðlestinni þar sem

Madaiah er annar aðalkokkanna en Manjula er aðstoðarkokkur. Starfa sinna vegna segjast þau hugsa um mat allan daginn en það aftrar þeim samt ekki frá því að elda að degi loknum og njóta matarins saman með drengjunum sínum. En Madaiah kemur nú samt ekki nálægt eldamennskunni heima. „Það er ekki til siðs á Ind-landi að karlmaðurinn eldi heima. Það er kvenmannsverk,“ segir Madaiah sem vann á fínu veitinga-húsi í Hassan á Indlandi þegar honum bauðst vinna á nýjum ind-verskum veitingastað sem átti að opna frekar langt í burtu, á Íslandi. „Bróðir eigandans bjó í Hassan og vandi komur sínar á veitingastað-inn þar sem ég vann. Þegar mér bauðst vinna á Íslandi ákvað ég að stökkva bara á tækifærið,“ segir Madaiah. Síðan eru liðin 19 ár.

Íslenskt lamb á indverska vísuStarfsins vegna er Madaiah oft í vinnunni fram á kvöld. „Þegar við borðum öll saman heima þá elda ég oftast lamb því það er í mestu uppáhaldi hjá okkur, segir Madjula. „Íslenska lambið er alveg ótrúlega gott.“ Þau elda þó ekki lamb á íslenska mátann heldur á þann indverska. „Best finnst mér

að hafa sterkt karrí með lambinu og mikið af tómötum og lauk. Svo höfum við alltaf hrísgrjón með því, við borðum voða lítið af kart-öflum,“ segir Madaiah. Strákarnir jánka því en uppáhaldsmaturinn þeirra er fiskur, sem Manjula myndi heldur aldrei borða ókrydd-aðan. „Það verður að vera indversk sósa með honum,“ segir Manjula og yngri sonurinn, Dhanus, bætir því við að nammi sé samt uppá-haldsmaturinn hans.

Grét þegar hún sá ÍslandVið spjöllum saman á blöndu af ensku og íslensku, á íslensku við strákana sem Manjula og Mada-iah skilja ágætlega, en finnst samt þægilegra að svara á ensku. „Tungumálið er það erfiðasta við Ísland. Ég skildi auðvitað ekki neitt þegar ég kom, nú skil ég flest en tala enn frekar lítið. Madaiah er miklu betri en ég, en ég reyni að æfa mig heima með strákunum. Það tala allir ensku í vinnunni,“ segir Manjula sem var 22 ára gömul þegar hún giftist Madaiah sem hafði þá unnið sem kokkur í Íslandi í 7 ár. „Mamma þekkti ætt-ingja Madaiah og okkur var komið saman. Hann kom í heimsókn til Hassan frá Íslandi og við vorum gift. Þegar ég svo átti að fljúga með honum til nýja heimilisins var vegabréfið ekki tilbúið svo ég varð

eftir þegar hann fór. Á endanum þurfti ég að ferðast ein alla leið til Íslands en ég hafði aldrei fyrr farið í flugvél. Ég gleymi því aldrei þegar ég lenti á Íslandi eftir þetta langa ferðalag og horfði út um gluggann með augun full af tárum. Ég saknaði fjölskyldu minnar svo mikið. Madaiah tók á móti mér með risastóra úlpu og vafði mig inn í hana.“

Vilja verða gömul á IndlandiÞau segjast samt ekki sakna Ind-lands svo mikið í dag. „Kannski helst fjölskyldunnar en við reynum að fara þriðja hvert ár í heimsókn og vera þá í nokkuð langan tíma. Svo tölum við saman á skype næst-um daglega. Eða, jú, ég held ég verði að viðurkenna að ég sakna veðursins,“ segir Manjula og skellihlær. „Og jú, líka matarins,“ segir hún og hlær enn meira. „Ég sakna úrvalsins af grænmeti og ávaxtanna sem eru ekki til staðar hér.“ „En hér er nú samt miklu betra vatn og ég sakna þess alltaf þegar við erum á Indlandi,“ skýtur Madaiah þá inn í.

En hugsa þau sér að snúa til baka eftir svona mörg ár? „Ég veit það ekki,“ segir Manjula, „örugg-lega ekki strákarnir, þeir hafa alltaf búið hér og þetta er þeirra heimili, þó svo ég viti ekki hvað þeir eiga eftir að vilja gera í fram-

Grét þegar ég sá ÍslandMadaiah og Manjula hafa bæði unnið við eldamennsku á Íslandi í fjölda ára. Við hittumst heima hjá þeim í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau búa með sonum sínum tveimur, Monith og Dhanus, til að ræða mat og enduðum að sjálfsögðu á að skiptast á uppskriftum.

tíðinni.“ „Mig langar að eldast á Indlandi,“ segir Mandaiah þá. „Já, ég hugsa að ég fari þangað þegar ég verð eldri.“ „Ætli ég komi ekki með þér,“ segir þá Manjala og þau hlæja saman.

Uppskriftin sem þau gefa mér að lokum segja þau vera dæmi-gerðan hversdagsmat sem þau eldi oft. Manjula skrifar hana niður fyrir mig en Madaiah bætir við

kryddum hér og þar og það upp-hefjast miklar samræður um rétt krydd og hlutföll, augljóst að þar fara vanir kokkar, þó svo að annar eldi heima og hinn úti. Lokaút-koman er niðurstaða þeirra beggja sem fellur vonandi í kramið hjá lesendum.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Madaiah og Manjula ásamt drengjunum sínum, Dhanus og Monith. Madaiah kom til Íslands fyrir 19 árum til að vinna á Austur-Indía félaginu en Manjula fyrir 12 árum, þegar hún giftist Madaiah. Þau starfa bæði á Austurlanda Hraðlestinni í dag og segj-ast aldrei fá leið á því að elda góðan mat, hvort sem það er í vinnunni eða heima.

Hversdagslegur hrísgrjónaréttur með indverskri flatköku

Veg Pulao1 1/2 bolli basmati hrísgrjón2 1/2 bolli grænmetissoð2 smátt skornir vorlaukarLítill haus brokkollí eða blómkál2 smátt skornar gulræturEinn sellerísstöngull, smátt skorinn1/2 tsk. malaður svartur pipar1 tsk soyasósa2 anísstjörnur2 kanelstönglar10 kardimommur 5 negulnaglarTurmericCuminSaltTvær lúkur af ristuðum kasjúhnetum2 tsk. rifinn engifer2 hvítlauksrifFerskt chili fyrir hugaða2 tómatar, smátt skornirHitaðu olíu í pönnu og settu kanilstangir, turmeric, cumin, negul, kardimommur og anísstjörnur með. Steiktu þangað til bragðið hefur runnið í olíuna. Bættu þá hvíta hluta vorlauksins og steiktu þar til hann er gylltur. Bættu engifernum og hvítlauknum við. Svo gulrótum og brokkolí auk salts og pipars. Bættu svo soyasósu og selleríi við, og chili fyrir

þá sem vilja, og steiktu í mínútu. Þá er komið að því að bæta við hrísgrónum og hræra í 2 mínútur. Svo er grænmetis-soðinu hellt yfir. Fylgstu með kryddinu og bættu við eftir smekk. Ekki hræra heldur eldaðu á lágum hita þar til vatnið hefur gufað upp, þá er rétturinn tilbúinn. Í lokin er ristuðu hnetunum, ferskum tómötum og græna hlutanum af vorlauknum dreift yfir. Gott er að hafa indverska Raitu, jógúrtsósu með réttinum.

Chapati brauð ca. 12 stykki

2 bollar heilhveiti1/2 tsk. salt4 tsk. olía3/4 bolli volgt vatnHveiti til að hnoða og rúllaAllt sett í skál og hrært í massa. Massinn hnoðaður, en ekki of mikið. Smá olía sett yfir deigið, svo viskustykki yfir og látið liggja í 15 mínútur. Hitaðu pönnuna og gerðu litlar bollur úr deiginu á stærð við golfkúlur, sem þú svo fletur út með smávegis af hveiti. Steiktu svo brauðið á vel heitri pönnunni með smávegis olíu báðum megin þangað til það byrjar að blása aðeins út. Gott að geyma brauðið í lofttæmdum umbúðum þangað til það er borðað.

24 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 25: 04 04 2014

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

4798 kr./kg

3998 kr./kg

Lambafille með fiturönd

íslenskt

Við gerum meira fyrir þig

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð f

yrir

vara

um

pre

ntv

illu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

Við gerum meira fyrir þig

BestirBestirí kjöti

268 kr./pk.

Daim kúlur, 200 g

198 kr./stk.

Happy Day 100% eplasafi, 1 lítri

198 kr./pk.

Brink súkkulaðisamlokukex, 300 g

125 kr./stk.

Hátíðar-blanda, 500 ml

1698 kr./kg

1398 kr./kg

Ungnautahakk

298 kr./pk. 219 kr./pk. 222 kr./stk.

519 kr./pk.

Þykkvabæjar forsoðnar kartöflur, 1 kg

579 kr./pk.535 kr./stk.

MSDalahringurhvítmygluostur, 200 g

598 kr./pk. 279 kr./stk.199 kr./stk.

Baguette

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

BakaðBakaðá staðnum

1998 kr./kg

1398 kr./kg

Grísasteikað hætti Dana

Helgartilboð!

Aðeinsíslenskt

kjötí kjötborði

Mylluspeltbrauð, 500 g

22fyrirfyrir1

Grísasteik Porchetta

Grísasteik Porchetta

199819981998kr./kgNÝTT!

19982498 kr./kg

Page 26: 04 04 2014

-30%

50%20%

30%40% 10%

Við ætlum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum allt að 50% afslátt Fyrstir koma fyrstir fá

LAGERHREINSUN

Fjarstýringavasar - verð frá 2.900Púðar - verð frá 2.900Púðaver - verð frá 1.000Stólar - verð frá 5.000Speglar - verð frá 10.000Skrifstofuhillur - verð frá 9.900Rúm 150-193 cm - verð frá 69.000Sjónvarpsskápar - verð frá 19.900Sófaborð mism. stærðir verð frá 7.500Borðstofuborð 220 - verð 47.500Borðstofuskenkar verð frá 159.900Bar skápar 119x158x52 verð frá 89.000

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

OPNUMKL.10

Tungusófi verð 149.000 áður 284.900

Svona breytir Google minninu

Fort

íðin

n G

oogl

e)

Þegar við vildum vita eitthvað en höfðum ekki aðgang að netinu voru möguleikarnir á að leita heimilda takmarkaðir við tiltækar bætur eða bókasöfn í grennd við okkur.

Við fundum aðferðir til að leggja á minnið það sem við þurftum að muna og það tókst með hjálp sjón-minnis og vegna þess að við höfðum raunverulegan áhuga á upplýsing-unum, veltum þeim fyrir okkur og tengdum við annað sem við vissum.

Næst þegar okkur vanhagaði um þessar sömu upplýsingar var líklegra að við gætum fiskað þær upp af því að við lögðum á okkur að eyða tíma og fyrirhöfn í það að gefa þessum upplýsingum rými í huganum.

Nút

íðin

(M

eð G

oogl

e)

Með tilkomu netsins er hægt að nálgast allar upplýsingar með einum músarsmelli. Þegar okkur vantar að vita eitthvað er okkur tamt að leita að lausninni með hjálp tölvunnar.

Leitarvélarnar eru alltaf tiltækar og þess vegna sleppum við því oft að vinna úr upplýsingunum innra með okkur vegna þess að ef okkur vantar þær þá finnum við þær á netinu.

Þegar upplýsingarnar eru geymdar ytra þá leggjum við þær sjaldnar á minnið heldur látum nægja að muna hvar við getum nálgast þær.

Við rifjum ekki upp það sem við munum á sama hátt og áður.

Svona breyttist þetta:

Afleiðingarnar Við eigum í samlífi við tölvubúnaðinn okkar. Við tengjumst honum eins og nánum vini sem við getum treyst á. En er það gott eða slæmt?

Slæmar afleiðingar

Góðar afleiðingar

Við þróumst með

tækninni. Það er enn óljóst hver áhrifin á okkur

verða.

Við höfum vistað upplýsingar í tölvuminninu okkar og þær eru orðnar aðgengilegri en nokkru sinni áður.

Minni okkar er gallað. Í hvert skipti sem við rifjum upp það sem við munum endursköpum við það. Google auðveldar okkur að kanna staðreyndir og forðar okkur frá mörgum villum.

Aðgengilegar upplýsingar þurfa ekki að veikja minn-ingar heldur getur þetta styrkt þær og orðið frábær uppspretta nýsköpunar.

Heimild: Byggt á upplýsingum frá onlinecolleges.net

Þessi búnaður hefur komið í staðinn fyrir þörfina fyrir að leggja margvís-leg smáatriði á minnið; án tækjanna getum við villst af leið.

Þessar nýju venjur kunna að hafa truflandi áhrif á þróun djúprar hug-lægrar þekkingar.

Á netinu er allt fullt af villandi upp-lýsingum, sem geta afvegaleitt fólk í stað þess að upplýsa það.

gengi að gríðarmiklu skammtímamin

ni

Ósjálfstæði og yfirborðskennd

þekking

Flestir þurfa reglulega að sækja sér upplýsingar á netið, hvort sem það eru hversdagsleg smáatriði eins og heimilisfang eða símanúmer eða upplýsingar um staðreyndir eða tilvitnanir. Oft er þetta eitthvað sem okkur rámar í en munum ekki alveg og þá er einfalt og gott að gúggla. Google og slíkar leitarvélar á netinu hafa á skömmum tíma haft áhrif á það hvernig minnið starfar og hvernig við hugsum. Kortið hér að neðan sýnir hvernig því er háttað.

2 FYRIR 14.00 / cyl -2.00

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

prooptik.is

ATHUGIÐ: Á EKKI VIÐ

MARGSKIPT GLER

26 úttekt Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 27: 04 04 2014

Helgartilboð í Kosti!

Dalvegur 10-14 | 201 KópavogurSími: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.is

Tilb

oðin

gild

a fö

stud

agin

n 04

.04,

laug

arda

ginn

05.

04 o

g su

nnud

agin

n 06

.04.

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t.

Hershey’sPáskasúkkulaði - 1.41 kg.

SúpukjötFrosið

LambalærissneiðarVillibráðarkryddaðar

Grísafilletsneiðarmeð brasilíukryddi

Pure Komachi 26 litríkir hnífar með hlífum

2.995 kr. Áður 3.595 kr. 99 kr/kg. Áður 389 kr/kg.679 kr/kg. Áður 849 kr/kg.

998 kr. Áður 1.195 kr.

1.598 kr. Áður 2.095 kr.

1.849 kr/kg. Áður 2.798 kr/kg.

1.598 kr/kg. Áður 1.998 kr/kg.

8.998 kr. Áður 11.998 kr.

%AFSLÁTTUR25

Amerískir dagar alla daga og ferskir ávextir og græn-

meti á frábæru verði!

Sweet ChiliPita Chips - 680 gr.

Betty CrockerBrownie mix. 2.26 kg.

%AFSLÁTTUR20

%AFSLÁTTUR20

BBQ GrísarifElduð vara

1.659 kr/kg. Áður 2.198 kr/kg.

%AFSLÁTTUR25

Late July flögurMultigrain Tortilla - 680 gr.1.629 kr. Áður 1.859 kr.

Late July flögur

%AFSLÁTTUR12

PáskakarfaNammi, dót og fleira sniðugt

4.798 kr. Áður 5.798 kr.

Páskakarfa

%AFSLÁTTUR17

Jonagold epli99 kr/kg. Áður 356 kr/kg.

%AFSLÁTTUR72%

AFSLÁTTUR34

%AFSLÁTTUR16

%AFSLÁTTUR17

Honey Nut Cherrios2 pakkar saman - 1.5 kg.1.398 kr. Áður 1.698 kr.

Honey Nut Cherrios

%AFSLÁTTUR18

Cocoa Puffs2 pokar í pakka - 1 kg.1.098 kr. Áður 1.349 kr.

Cocoa Puffs

%AFSLÁTTUR19

Lambabógsteikmeð hvítlauk og rósmarín

1.998 kr/kg. Áður 2.798 kr/kg.

%AFSLÁTTUR29

%AFSLÁTTUR75

2.985 kr. Áður 3.765 kr.

%AFSLÁTTUR21

Chia fræLífræn - 907 gr.

Betty Crocker

%AFSLÁTTUR24

Rauð epli

Page 28: 04 04 2014

MARGSKIPT GLER - fyrir alla!

VERÐ FRÁ:

17.900 kr.40%afsláttur

prooptik.is

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

www.norræna.isSími 570 8600

Skemmtisiglingar með Norwegian Cruise LineBarcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst verð frá 275.000

Feneyjar og Barcelona 13. september verð frá kr. 360.000

Panama og Los Angeles 31. október verð frá kr. 424.000

Karabískahafið og Orlando 14. nóvember verð frá kr. 288.000

Íslensk fararstjórn

www.norræna.is sími 570 8600

Valið besta skipafélag í Evrópu síðustu sex ár

*

– fyrst og fremst

– fyrst og fremstódýr!

1398kr.tvennan

Páskatvenna

Barack Obama, for-seti Bandaríkjanna, ákvað á þriðjudag að beita fyrir sig öllu stjórnkerfi sínu

til að þrýsta á Íslendinga um að hætta hvalveiðum. Erlendir friðunarsinnar lýstu vonbrigðum yfir að Obama ætlaði sér ekki að beita viðskiptaþvingunum. Þeir hugguðu sig hins vegar við það að daginn áður hafði Alþjóðadóm-stóllinn í Haag ákveðið að banna hvalveiðar Japana við Suður-skautslandið en það eru umsvifa-mestu hvalveiðar sem nú eru stundaðar í heiminum. Japanir ætla að una niðurstöðunni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugs-son forsætisráðherra brást við yfirlýsingu Obama, með því að saka Bandaríkin um tvískinnung. Íslendingar létu þá ekki banna sér að stunda hvalveiðar. Þetta sé prinsippmál og snúist um rétt þjóðarinnar til að nýta auðlindir sínar. Þingmenn úr stjórnarand-stöðunni vilja hins vegar skoða málið nánar og hafa óskað eftir skýrslu um heildarmat á áhrifum hvalveiða hér við land. Peter Dill, forstjóri eins stærsta fisksölufyrir-tækis Þýskalands, Deutsche See, segir við Fréttatímann að hval-veiðarnar geti skaðað það starf sem nú sé í gangi til þess að bæta ímynd íslenskra sjávarafurða á alþjóðlegum mörkuðum. Hann dregur í efa að nokkur hagnaður sé af hvalveiðum en segist full-viss um að innan skamms hljóti Íslendingar að hætta veiðunum enda njóti sjónarmið Íslendinga í þeim málum einskis skilnings á

alþjóðlegum vettvangi. Þetta var viðburðarík vika í

hvalveiðiheiminum; við förum hér yfir það helsta og byrjum á að skoða nánar ákvörðun Obama frá því á þriðjudag.

„Bandaríkin breyttust úr þjóð sem stundaði hvalveiðar í atvinnuskyni í þjóð sem stund-aði hvalaskoðun. Við þurfum að leggja meira á okkur til þess að stuðla að sams konar breytingu á Íslandi,“ sagði Barack Obama, for-seti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu til Bandaríkjaþings á þriðjudag. „Ég tel að nauðsynlegt sé að beina stöðugri athygli að þeirri starfsemi sem tengist hvalveiðum Íslendinga í því skyni að hvetja Ísland til þess að stöðva veiðar í atvinnuskyni og styðja alþjóðlega viðleitni til hvalfriðunar.“

Síðan segir forsetinn að sér-staklega skuli hvetja Íslendinga til þess að virða alþjóðlegan sáttmála (CITES) um bann við viðskiptum með afurðir dýra í útrýmingar-hættu. Á lista CITES er langreyð-ur talin til þeirra tegunda sem eru í mestri útrýmingarhættu. Íslend-ingar leyfa veiðar á 154 langreyði á ári en Obama vísar í niðurstöður Alþjóðahvalveiðiráðsins um að veiðar á meira en 46 dýrum á ári geti ekki talist sjálfbærar.

Obama nefnir að eitt fyrirtæki, Hvalur hf, stundi hvalveiðar í atvinnuskyni við Ísland og hann fer yfir sögu veiðanna síðustu ár og að veiðarnar hafi hafist á ný 2013 eftir hlé árin 2011 og 2012. Nú sé fyrirhugað að veiða 154 langreyðar á ári fram til 2018 þótt Alþjóðahvalveiðiráðið telji að

Þrýstingur vegna hvalveiða á að setja svip á öll samskipti Íslands og Bandaríkjanna þar til Íslendingar sjá að sér. Þetta ákvað Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, á þriðjudag. Daginn áður voru hvalveiðar Japana

við Suðurskautslandið dæmdar ólöglegar af Alþjóðadómstólnum í Haag. Forstjóri eins stærsta fisksölufyrirtækis Þýskalands segir við

Fréttatímann að hann finni fyrir vaxandi þrýstingi á neytendur um að sniðganga íslenskan fisk. Hann dregur í efa að hvalveiðar Íslendinga

skili nokkrum hagnaði eða efnahagslegum ávinningi.

Aukin alþjóðleg athygli á

hvalveiðum Íslendinga

28 fréttaskýring Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 29: 04 04 2014

Reykjavík

Hvernig skapa á virkni

Áhrifaríkar kynningar

Stjórnendaþjálfun

Dale Carnegie námskeiðið

Áhrifarík sala

Áhrifaríkar kynningar

Dale Carnegie fyrir 21 til 25 ára

Árangursrík framsögn

3ja daga Dale Carnegie

3ja daga Dale Carnegie

Akureyri

Dale Carnegie námskeiðið

Stjórnendaþjálfun

Sjá nánar á dale.is og nánari

upplýsingar í síma 555 7080.

5. maí

6. maí

6. maí

6. maí

8. maí

20. maí

22. maí

27. maí

10. júní

14. júlí

7. maí

15. maí

Skráning er hafin á

V O R - O G S U M A R N Á M S K E I ÐDale Carnegie

ÍSLE

NSK

A SI

A.IS

DAL

685

99 0

4/14

2004 - 2014

10 ára

af gleraugum í apríl

35AFSLÁTTUR%

Hús BlindrafélagsinsSími 552-2002

Hamrahlíð 17

veiðar umfram 46 dýr á ári geti ekki talist sjálfbærar. Íslendingar grafi með þessu undan alþjóðasáttmála um bann við viðskiptum með afurðir dýra í útrýmingarhættu.

Obama vill breyta Íslandi úr hvalveiðiríki í hvalaskoðunarríkiForsetinn segist vilja að það verk-efni að breyta Íslendingum úr hval-veiðiþjóð í hvalaskoðunarþjóð fái hámarksathygli á æðstu stöðum í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Hvalveið-ar skulu nú setja svip á öll samskipti Íslendinga og Bandaríkjamanna. Forsetinn gefur síðan stjórnkerfi sínu fyrirmæli í átta tölusettum lið-um um það hvernig haga skuli sam-skiptum við Íslendinga til að knýja á um breytingar á hegðun Íslendinga og tryggja að CITES sáttmálum sé framfylgt á alþjóðlegum vett-vangi. Meðal annars skuli háttsettir embættismenn og sendinefndir frá Bandaríkjunum sem eiga fundi með Íslendingum ávallt ræða hvalveiðar og hvetja til þess að því sé hætt.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-anna eigi bæði að hvetja Íslendinga til þess að þróa leiðir til þess að nýta hvali með öðrum hætti en að drepa þá, Einnig eigi utanríkisráðuneytið að endurskoða tvíhliða samstarfs-verkefni og jafnvel binda frekara samstarf því skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum, sætti sig við hval-veiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins og skuldbindi sig til þess að stunda ekki viðskipti með hvalaafurðir með þeim hætti að brjóti gegn CITES-sáttmálanum. Utanríkisráðuneytið á að láta íslensk stjórnvöld vita

Dr. Peter Dill, forstjóri Deutsche See.

fréttaskýring 29 Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 30: 04 04 2014

AIRWEIGHTTITANIUMUMGJÖRÐ MEÐ TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Á

VIÐ KAUP Á GLERJUM FYLGIR:

prooptik.is

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

Fimmtudaginn 10. apríl kl. 8:30-10:30 á Grand hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 verða afhent á þinginu.

NÝSKÖPUNARÞINGVaxtarferli fyrirtækja

NÝSKÖPUNARÞINGVaxtarferli fyrirtækja

NÝSKÖPUNARÞINGVaxtarferli fyrirtækja

NÝSKÖPUNARÞINGNÝSKÖPUNARÞING

DAGSKRÁÁvarp Ragnheiður Elín Árnadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Development of Growth-Seeking Entrepreneurs: different stages and role of support systemPetri Rouvinen, Research Director, ETLA - The Research Institute of the Finnish Economy.Þekkingarfyrirtæki – ávísun á velmegunKolbrún Eydís Ottósdóttir, gæða- og reglugerðarstjóri Nox Medical.Horft til framtíðar – stærð og stefnaHermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka. Elínrós Líndal, forstjóri ELLU. Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake Electric. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við HÍ og rannsóknarstjóri Zymetech.

TónlistaratriðiNýsköpunarverðlaun Íslands 2014 afhentFundarstjóri er Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Húsið opnar kl. 8:00 með morgunverði.

Skráning á www.nmi.is eða í síma 522 9000.

Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

Miele ryksugur

til að hætta að veiða hval.“ sagði Sigmundur Davíð.

Ekki er ljóst til hvers forsætis-ráðherra vísar þegar hann stað-hæfir að Bandaríkin séu mesta hvalveiðiþjóð í heimi. Aflatölur Alþjóðahvalveiðiráðsins benda til þess að þar við land séu eingöngu stundaðar frumbyggjaveiðar á norhval og að veiðst hafi 51 dýr á árunum 2011 og 2012.

Veiðar Japana dæmdar ólöglegarDaginn áður en Obama gaf út yfirlýsingu sína kvað Alþjóðadóm-stóllinn í Haag upp þann dóm að Japanir skyldu tafarlaust hætta hvalveiðum sínum við Suðurskaut-ið. Þar stunda Japanir umfangs-mestu hvalveiðar sem farið hafa fram í heiminum síðustu ár og hafa veiðst um 850 hrefnur og um 50 langreyðar ár hvert. Alþjóða-dómstóllinn fellst ekki á þær skýr-ingar Japana að veiðarnar væru stundaðar í vísindalegum tilgangi. Dómstóllinn telur þær skýringar einungis yfirvarp; raunverulega sé um að ræða veiðar í viðskipta-legum tilgangi en kjötið, sem þarna aflast, hefur verið selt til veitingastaða og verslana í Japan. Japanir höfðu dregið í efa lögsögu Alþjóðadómstólsins í Haag í mál-inu en lýstu því engu að síður yfir að þeir mundu hlíta niðurstöðunni og hætta veiðunum.

Kjöt af þessum hvölum, sem sagðir voru veiddir í vísinda-skyni, hefur síðan verið selt til veitingastaða og verslana í Japan. Neysla hvalkjöts hefur hins vegar minnkað mikið í Japan síðustu ár, og segir breska dagblaðið The Guardian að birgðir af hvalkjöti hafi hlaðist upp í landinu. Í lok ársins 2012 voru um það bil 4.600 tonn af hvalkjöti í frystigeymslum í japönskum höfnum, samkvæmt þarlendum hagtölum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugs-son forsætisráðherra benti á það í ræðu sinni á Alþingi að áhrif þessa dóms á hvalveiðar Íslendinga mundu fyrst og fremst verða þau að auka eftirspurn í Japan eftir hvalkjöti frá Íslandi.

Hvalveiðar í mótsögn við ímynd ÍslandsÁ hinn bóginn bendir margt til þess að hvalveiðar Íslend-inga dragi úr eftirspurn eftir íslenskum fiski. Til marks um það er nýleg ákvörðun kanadíska stórfyrirtækisins High Liner Foods að hætta að kaupa fisk af HB Granda vegna tengsla Kristjáns Loftssonar við Granda. Fram er komið að High Liner Foods, sem er eigandi vöru-

merkisins Icelandic Seafood, hafði fengið fregnir af því að húsnæði HB Granda hefði verið nýtt til úr-vinnslu hvalaafurða.

Fréttatíminn náði sambandi við dr. Peter Dill, forstjóra þýska fisk-sölufyrirtækisins Deutsche See í Bremerhaven, en það hefur keypt mikið af íslenskum fiski af HB Granda og fleiri íslenskum fyrir-tækjum. Dill segir fyrirtækið hafa ákaflega góða reynslu af viðskipt-um við Íslendinga og íslenskur sjávarútvegur og fiskveiðistjórnun sé til fyrirmyndar og í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Ímynd Íslands og íslenskra afurða sé einnig mjög sterk í Þýskalandi. Þó beri þann skugga á að Íslendingar tengist ennþá hvalveiðum.

„Það er í eindreginni mótsögn við þá ímynd sem Ísland hefur í Þýskalandi að landið sé enn tengt hvalveiðum,“ segir þýski forstjór-inn. „Bæði viðskiptavinir okkar og neytendur almennt í Þýskalandi eru algjörlega á móti þessu og hafa alls engan skilning á afstöðu Íslendinga til hvalveiða. Þótt Ís-lendingar kunni að geta fært þau rök fyrir afstöðu sinni að hvalveið-arnar séu sjálfbærar þegar litið er á stofnstærð langreyðar og hrefnu þá mætir það sjónarmið engum skilningi hér í Þýskalandi.

Það er einnig mjög erfitt að leggja mat á sannleiksgildi slíkra staðhæfinga utan frá. Eindregin og skipulögð andstaða er ríkandi hér gegn af-stöðu Ís-lendinga til hval-veiða og það er nokkuð greini-leg hreyf-ing í þá átt – með-al almenn-ings og á sam-

að Bandaríkin hafi eftirlit með störfum íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í hvalveiðum og stunda viðskipti með hvalaafurðir. Þá eigi bandarískir ráðherrar og aðrir háttsettir stjórnarerindrekar að hafa það í huga að Íslendingar stunda hvalveiðar þegar þeir taka ákvarðanir um hvort rétt sé að heimsækja landið. Öllu stjórnkerf-inu er falið að leita annarra viðeig-andi leiða til þess að bregðast við hvalveiðum Íslendinga. Að lokum eiga allar viðeigandi stjórnar-stofnanir sem málið varðar að gefa forsetanum skýrslu innan sex mánaða um stöðu og framgang málsins.

Prinsippmál, segir Sigmundur DavíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra brást við yfirlýs-ingu Bandaríkjaforseta úr ræðu-stól Alþingis og sakaði Bandaríkja-menn um tvískinnung: „Það hlýtur að vera einhvers virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð í heims segja sér að við megum ekki veiða hval. Á meðan Bandaríkjamenn halda áfram sínum hvalveiðum þá ætla þeir að skikka Íslendinga

Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf.

Íslendingar finna fyrir vaxandi alþjóðlegum þrýstingi vegna hvalveiðanna.

30 fréttaskýring Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 31: 04 04 2014

Við bjóðum spennandi matseðilÍslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna. Þitt er valið!

Ferskt á hverjum degiFerskt á hverjum degi

SKELLTU ÞÉRÚT AÐ BORÐA.

565 6000 / somi.is

félagsmiðlum – að sniðganga eigi framleiðsluvörur Íslendinga.“

Íslendingar endurskoði af-stöðu sínaPeter Dill bendir á að hvalveið-arnar geti skaðað þá viðleitni sem nú er í gangi til þess að efla ímynd íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum og segir:

„Ísland er um þessar mundir að móta og kynna nýtt vörumerki og lógó fyrir íslenskar sjávarafurðir undir heitinu 'Icelandic Res-ponsible Fisheries' (IRF). Það er alveg augljóst að trúverðugleika þess starfs er teflt í hættu með því að jafnframt séu í gangi stöðugar umræður um hvalamálin. Þess vegna mundi það styðja við IRF-verkefnið ef Ísland mundi ákveða að hætta hvalveiðum. Við mundum vilja vekja athygli á þessu atriði við íslensku þjóðina og þá sem taka ákvarðanir um þessi atriði og beina því til þeirra að þeir taki sína afstöðu til endurskoðunar.“

Dregur í efa að veiðar skili hagnaðiHB Grandi, þar sem Kristján Loftsson í Hval hf er stjórnar-formaður og meðal stærstu hlut-hafa, er einn helsti viðskiptavinur Deutsche See á Íslandi. Um við-skiptin við HB Granda segir dr. Peter Dill:

„Við höfum lengi átt samskipti við HB Granda og fyrirtækið er sakað um að tengjast hvalveiðum. Við teljum svo ekki vera þar sem fyrirtækið er sjálfstæður aðili og tengist ekki hvalveiðum hr. Kristjáns Loftssonar við Ísland. Við metum samband okkar við HB Granda mikils og vitum að fisk-veiðum og fiskvinnslu fyrirtækis-ins er stýrt á sjálfbæran hátt og að fyrirtækið er í fremstu röð hvað það varðar.

Við viljum horfa á þessi mál í víðara samhengi: Við erum sann-færð um að Ísland muni að lokum þurfa að breyta afstöðu sinni þar sem sá stuðningur við núverandi stefnu fjarar út og verður að engu á næstu árum vegna grundvall-arbreytinga á þeim gildum og viðhorfum sem ríkja meðal þjóða okkar og ekki aðeins innan ESB. Það þarf ekki að taka það fram að allur efnahagslegur ávinningur eða hagnaður af hvalveiðum mun hverfa, ef hann er ekki nú þegar að engu orðinn.”

Vilja heilarmat á hvalveiðum og hvalaskoðunÁ mánudaginn lögðu níu stjórnar-andstöðuþingmenn undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að Alþingi feli Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra að láta fara fram mat á heildarhags-munum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu. Metnir verði efnahagslegir og viðskiptalegir hagsmunir, hagsmunir sjávar-útvegs og ferðaþjónustu sem og áhrif hvalveiða á stöðu Íslands á

alþjóðavettvangi og á sam-skipti við einstök ríki.

Þar á meðal verði skoð-aður efnahagslegur

ávinningur, svo sem hagnaður, útflutnings-

tekjur og atvinnu-sköpun af hvalveið-

um annars vegar og af hvalaskoðun hins vegar. Ráðherrann skili þinginu skýrslu um þetta fyrir lok þessa árs. Í þeirri skýrslu skuli

lagt mat á hvort hvalveiðar og

hvalaskoðun geti

þrifist samhliða á sömu slóðum og hvort hvalveiðar skaði viðskipta-hagsmuni Íslands og aðra hags-muni á alþjóðavettvangi.

Alma á langri siglingu til JapansOg meðan allt þetta var að frétta af hvalveiðum hér innanlands og á alþjóðavettvangi hélt flutn-ingaskipið Alma frá Kýpur áfram siglingu sinni milli Hafnarfjarðar og Japans, að talið er. Sú ferð hófst Hafnarfjarðarhöfn um þarsíðustu helgi. Um borð eru að minnsta kosti 2.000 tonn af frosnu lang-reyðarkjöti. Það er helmingsvið-bót við þær birgðir sem fyrir eru í frystigeymslum í Japan og mun meira en tekist hefur að selja á heilu ári á innanlandsmarkaði Japana um langt árabil.

Vefurinn marinetraffic.com sýnir framvindu siglingarinnar þegar skipið er svo nærri landi að hægt er að nema frá því stað-setningarmerki. Það lenti utan þjónustusvæðis um 100 mílur suður af Íslandi en síðast var hægt að staðsetja það á mánudaginn. Þá var Alma undan ströndum Sierra Leone og hélt áfram siglingunni til suðurs á rúmlega 14 hnúta hraða. Ef allt hefur gengið að óskum er skipið nú í grennd við Góðravon-ahöfða, syðsta odda Afríku, og á Indlandshafið og síðan Kyrrahafið framundan áður en kjötið af lang-reyðunum, sem skotnar voru hér við land í fyrra, kemst á áfangastað í frystigeymslunum í Japan.

Pétur Gunnarsson

[email protected]

fréttaskýring 31 Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 32: 04 04 2014

Allir geta farið á hestbak, líka þeir sem eru í hjóla-stól. Við erum með sérút-búna hnakka og hesta sem eru bæði blíðlyndir

og geðgóðir. Þeir hafa meira að segja þolað að keyrt sé óvart á þá í rafmagns-hjólastól og þeir haggast ekki,“ segir Berglind Inga Árnadóttir sem sér um hestanámskeið fyrir fatlaða á vegum reiðskólans Hestamennt og Hesta-mannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. Aldrei eru fleiri en fimm í hverjum hópi og sem stendur eru fimm hópar á nám-skeiði. Níu ára sonur Berglindar er á einu þeirra. „Hann er einhverfur með þroskaskerðingu og ég ákvað að skrá hann núna á námskeið. Hann hefur auðvitað oft verið með okkur fjölskyld-unni á hestbaki en ég held að hann hafi líka gott af því að vera í hópi þar sem hlutirnir ganga svolítið öðruvísi fyrir sig heldur en þegar bara við erum saman,“ segir hún.

Hver hópur er samsettur á ólíkan hátt en aðeins einn fjölfatlaður er í hverjum tíma til að jafna þörf fyrir að-stoðarmenn. „Hingað kemur öll flóran, sumir eru mikið fatlaðir en aðrir eru með smá þroskaskerðingar,“ segir Berglind þar sem hún tekur á móti mér í reiðhöllinni í Mosfellsbæ. Daglega fær hún afnot af hálfri reiðhöllinni fyrir klukkustundar langt námskeið. „Þeir sem geta stjórnað sjálfir gera það en aðrir fá aðstoðarmenn sem þá teyma hestinn eða halda við þá. Námskeiðið er útfært fyrir hvern og einn þannig að allir fái sem mest út úr þessu. Ef það er gott veður förum við út, förum jafnvel í fjöruna eða á grýttan veg sem ekki er hægt að fara á hjólastól og maður sér hvað þetta gleður þau.“ Í Fræðslunefnd fatlaðra sem stofnuð var innan hestamannafélagsins Harðar var lögð áhersla á að námskeiðin væru skemmtun en ekki bara lögð áhersla á þjálfun því flest ungmennin eru þegar mikið hjá sjúkraþjálfurum. „Þetta er gert til þess að hafa gaman þó allir fái líka þjálfun. Fyrir þá sem eru í hjólastól veitir hreyfingin í hestinum þjálfun fyrir allan líkamann.“

Fékk hest í fermingargjöfBerglind er dóttir hinnar þekktu hesta-konu Lillu, Herdísar Hjaltadóttur, og byrjaði ung í hestamennsku. „Ég fékk minn fyrsta hest í fermingargjöf og hef verið á fullu síðan,“ segir Berglind. Þrettán ára gömul byrjaði hún í sumar-vinnu hjá Gunnu í Dalsgarði, sem er sveitungum í Mosfellsdalnum að góðu kunn og hélt hesta við Reykjalund. „Ég fór þá með sjúklingana á bak. Það gerði fólki ótrúlega gott að fara á hestbak því það snýst ekki aðeins um nálægð við dýr og útiveru heldur styrkir það líkamann á margvíslegan hátt.“ Þegar frá leið tóku aðrir við rekstrinum, vegna fjárskorts breytti Reykjalundur samningi sínum og sjúklingar gátu að-eins farið á hestbak hálfan daginn, en til að halda starfinu gangandi var farið að taka við fötluðum börnum af sam-býlum eftir hádegi. Þegar Berglind var um tvítugt tók hún að fullu við rekstr-inum og var þá einnig búið að bæta við

hefðbundnum reiðnámskeiðum fyrir ungmenni til að ná endum saman. „Það kostar auðvitað sitt að halda námskeið fyrir fatlaða því það þurfa að vera mun fleiri aðstoðarmenn. Á hefðbundnu reiðnámskeiði eru gjarnan 10 manns og tveir kenn-arar en á námskeið fyrir fatlaða eru kannski 10 kennarar með fjóra.“

Það hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig að halda starfinu úti. Þegar framkvæmdir hófust við Reykja-lund með tilheyrandi raski flutti hún reiðskólann í hesthúsahverfið í Mosfellsbæ. „Við vorum þá komin nær byggðinni þannig að krakkar í bænum gátu komið sér sjálfir á staðinn. Við vorum með vistmenn á Reykjalundi fyrir hádegi þrisvar í viku, fötluð ungmenni tvisvar í viku og almenn reiðnámskeið alla daga eftir hádegið. Ég réð fleira starfsfólk og um tíma var helmingur þeirra sem voru hér á námskeiði fatlaðir og helmingur ófatlaðir.“ Þegar byrjað

var að byggja reiðhöllina í Mos-fellsbæ í hesthúsahverfinu um 2009 fylgdi því aftur rask og Berglind hætti með námskeiðin fyrir fatlaða. „Eins þægir og hestarnir mínir eru þá treystir maður þeim ekki alveg með fatlaða krakka þegar fram-kvæmdir standa yfir, og svo var það auðvitað áframhaldandi fjár-skortur. Ég var endalaust að skrifa bréf og sækja um styrki en það gekk misvel.“

Hrossaræktin KolturseyBerglind var þá þegar byrjuð í hrossarækt ásamt manni sínum, Elíasi Þórhallssyni, og eru þau með ræktunina Koltursey ásamt systur Elíasar, Þórhildi Þórhallsdóttur og Pétri Jónssyni, manni hennar. Um 25 hross eru á járnum í hesthúsi í Mos-fellsbæ en um 70 til viðbótar eru á jörðinni Miðey í Austur-Landeyjum. „Mágkona mín á þar jarðarskika sem við nefndum ræktunina eftir, Koltur-

sey, við erum þar með hrossin í upp-eldi og þetta gengur vel. Við erum ung ræktun og þegar komin með nokkur fyrstu verðlauna hross. Við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Berglind en hún rekur reiðskólann Hestamennt ásamt mágkonu sinni þó sú starfi ekki lengur við skólann.

Mikið var áfram hringt í Berglindi frá sambýlum og dagvistunum með fötluð börn en það var ekki fyrr en kona í hestamannafélaginu, sem átti fatlaðan dreng, fór að spyrjast fyrir að hjólin fóru að snúast á ný og haustið 2010 var stofnuð sérstök Fræðslunefnd fatlaðra innan hesta-mannafélagsins. Berglind tók sér leyfi frá kennslu sem íþróttakennari við Varmárskóla til að koma starfinu á legg í nýrri reiðhöll en svo fór að hún sneri aldrei aftur í grunnskól-ann. „Ég hef bara verið í þessu síðan, ásamt því að temja ræktunarhrossin mín. Við erum búin að fjölda þátt-

Framhald á næstu opnu

Berglind Inga Árnadóttir ásamt syni sínum Rökkva sem er með þroskaskerðingu og einhverfu. Ljósmyndir/Hari

Ég var alltaf meðvituð um þann möguleika, því af hverju ætti ég ekki að eign-ast fatlað barn eins og einhver annar.

Berglind Inga Árnadóttir byrjaði 13 ára gömul að fara á hestbak með sjúklinga á Reykjalundi og hefur um árabil haldið reiðnámskeið í Mos-fellsbæ fyrir fatlaða þó það hafi á tímum verið erfitt vegna fjárskorts. Þegar hún varð ólétt var hún með-vituð um að hún gæti, rétt eins og aðrir, eignast fatlað barn. Sonur hennar, Rökkvi Dan, er með þroska-skerðingu og einhverfu. Hann er byrj-aður á reiðnámskeiði hjá móður sinni. Berglind er viss um að starfið hennar sé það alskemmtilegasta í heimi.

Kemur fötluðum á hestbak

32 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 33: 04 04 2014

apríl

apríl

13apríl

Pálmasunnudagur

1420

apríl

Páskadagur

17apríl

Skírdagur

apríl

7apríl7

VERNDARI BARNA Í TÍU ÁR

Gerðu þérgrein fyrir

staðreyndum ogáhættuþáttum.

Gerðu áætlun!Hvert áttu að leita,

í hvern áttu að hringja og hvernig

áttu að bregðast við.

7 skref til verndar börnum*

7 skref til verndar börnum*

Bæklingur sem er hluti af forvarnastarfiBlátt áfram gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.

Finna má bæklinginn á blattafram.is

apríl26

Verum upplýst- kaupum ljósið

Með því að kaupa ljósið ertu að

styrkja forvarnarstarf Blátt áfram

apríl23Afmæli Blátt áfram

Hugmyndir fyrir foreldra til að gera skemmtilega hluti með börnum sínumí apríl – Forvarnarmánuði gegnofbeldi á börnum!

Dagatal fyrir apríl

* 7 skref til verndar börnum

Verum upplýst- kaupum ljósið

Verum upplýst- kaupum ljósið

Verum upplýst

Með því að kaupa ljósið ertu að

styrkja forvarnarstarf Blátt áfram

aprílaprílaprílapríl

apríl

apríl

apríl

Þann4.apríl er ókeypis fyrirlestur á netinu fyrir foreldra kl. 20:00.

Skráning á[email protected]

Þann 24. apríl erókeypis fyrirlestur á netinu fyrirforeldra kl. 20:00.Skráning á [email protected]

Farðu innáblattafram.isog kynntu þérfræðslufyrir foreldra oghvenær er ókeypisfræðsla í boði.

Horfa á

teiknimyndina

Leyndarmálið

Horfa á Fáðu já með unglingnum

Skoðanetöryggi m

unglingnum á

saft.is

Hvað er

Kynferðisofbeldi

á börnum?

taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Leikur!

Hvað er

Blátt áfram?

Leikur!

taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Hvert á að hringja ef þig grunar

að barn sé beitt ofbeldi?taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Leikur!

Lesa saman Einkastaðir og líkami minn.

Útivera

Fara í húsdýragarðinn

Borða saman

Fjöruferð

Fylgdu grunsemdum eftir, velferð

barnsins er í húfi.7 skref til verndar börnum*

Fækkaðu tækifærunum!

Fækka kringumstæðum þar sem barn er eitt með einum fullorðnum.7 skref til verndar börnum*

Fræða og ræða viðbörnin um

einkastaðina þeirra.

blattafram.is ∙ Sími 533 2929 ∙ Fákafen 9, 108 Reykajvík ∙ [email protected]

Bústaður

Einkastaðir og líkami minn.

Gera öryggisáætlun!Sjá á blattafram.is

MUNA!

Muna að!

Hvenær er best að byrja að ræða þessi mál?taktu þátt á facebook.com/blattafram

Leikur!

Lesa saman„Mínir einkastaðir“

Ræddu málin!Börn halda ofbeldinu oft leyndu. Með því aðtala opinskátt um málefnið er hægt að rjúfa þögnina.7 skref til verndar börnum*

Staðreyndir

Leikur!

Hversu mörg

börn þekkja þ

á

sem beita barnið

ofbeldi?

taktu þátt á

facebook.com/blattafram

Vertu vakandi!Merkin eru ekki alltaf augljós, en merkin eruoft til staðar en þú

þarft að komaauga á þau.

7 skref til verndar börnum*

Page 34: 04 04 2014

takendum og erum orðið daglega með námskeið.“

Fæddist með tvo þumalfingurRökkvi Dan, sonur Berglindar, er 9 ára gamall og unir sér vel á nám-skeiðinu. Móðir hans hefur alveg orð fyrir honum þar sem hann talar ekki. „Ég er búin að umgang-ast fatlaða síðan ég var 13 ára og á meðgöngunni hugsaði ég með mér að ég yrði að vera tilbúin ef barnið yrði ekki heilbrigt. Ég var alltaf meðvituð um þann möguleika, því af hverju ætti ég ekki að eignast fatlað barn eins og einhver annar. Þegar hann fæddist var hann með tvo þumalputta á annarri hend-inni, með sex fingur. Þegar ég sá þetta hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki svo slæmt, að það væri bara allt í lagi að hafa tvo þumalputta, en maðurinn minn fékk mun meira sjokk. Síðar kom í ljós að Rökkvi var með opið á milli bæði gátta og hvolfa í hjartanu. Hann er fyrsta barnið mitt og ég hafði engan samanburð þannig en mér fannst hann alltaf mjög ró-legur. Hjartalæknirinn sem hann var í eftirliti hjá sá einhver frávik í hegðun og vísaði okkur áfram þannig að Rökkvi komst mjög fljótt í greiningu, aðeins um 18 mánaða er hann greindur með þroska-hömlun og dæmigerða einhverfu. Hann var ekki með gott jafnvægi og byrjaði seint að labba en við

Hátún 6a • 105 Rvk • Sími: 552 4420 • fonix.is

Mikið úrval af heimilistækjum

Kæli og frystiskáparSpanhelluborðBlástursofnar

Uppþvottavélar

Blind á hestbakiJenný Vignisdóttir var að fara í annað skipti á hestbak þegar Frétta-tíminn leit við. Hún er lögblind og hefur þrjá aðstoðarmenn sér til halds og trausts, tvo sem styðja við hana til hlið-anna og einn sem teymir hestinn. „Jenný var búin að tala lengi um að fara á reiðnámskeið og amma hennar, móðir mín, fékk þá hugmynd að skrá hana á þetta námskeið,“ segir Rósa Víkingsdóttir, móðir Jennýjar. „Afi hennar er með hesta í Sandgerði og hana hefur lengi langað að fara á hestbak. Það er hægara sagt en gert að finna tómstundir sem henta henni. Hún var að æfa sund og fór með hópnum í keppnisferðalag en langaði síðan að breyta til. Hún er mikil keppnis-manneskja og vill fá áskoranir við hæfi.“ Jenný býr í Reykjanesbæ en afi hennar og amma keyra hana á námskeiðið

í Mosfellsbæ. „Henni líkar þetta mjög vel og er virkilega spennt þó hún sé enn svolítið óör-ugg,“ segir Rósa. -eh

Jenný Vignis-dóttir og Rökkvi á hestbaki. Berglind Inga á milli þeirra.

fórum með hann á hestbak og ég held að það hafi hjálpað honum mikið. Það ýtti ekki síður á mig eftir að hann fæðist að byrja aftur með námskeiðin, þegar ég átti sjálf fatlað barn.“

Safnar geisladiskumÞrátt fyrir að Rökkvi gæti farið hvenær sem er á hestbak með for-eldrum sínum ákvað Berglind að skrá hann á námskeið, ekki síst vegna félagslegra þátta. „Hann er ekki í öðrum tómstundum enda ekki mikið í boði fyrir fatlaða. Á námskeiðinu fara allir samtímis að kemba hestunum, fara í hnakkinn og setja á sig hjálm. Þetta er allt öðruvísi en þegar við erum bara tvö.“ Sérlega mikilvægt er að efla félagsfærni Rökkva þar sem hann talar ekki í setningum. „Hann segir orð og orð, hann hefur alltaf gert það en ekki meir. Hann skilur hins vegar allt en fólk heldur oft að hann skilji ekki því hann talar ekki. Hans nánustu eru orðnir flinkir í að skilja hann. Það er samt ekki nóg að við skiljum hann. Rökkvi er í Klettaskóla sem er dásamlegur skóli og þar er hann að læra að tjá sig með táknum í iPad og við erum búin að kaupa eins forrit og hann notar í skólanum. Hann er orðinn svo stór núna að hann verður að geta tjáð sig við aðra.“

Þó Rökkvi sé kominn á hestbak er hann með geisladisk og heldur á honum með því að setja einn fingur í gatið í miðju disksins. Berglind útskýrir að hann sé með áráttu og safni geisladiskum. „Hann á örugg-lega 300 diska. Hann fær diska í

afmælis- og jólagjafir, hann á Dóru, Diego, Tomma og Jenna. Hann horfir samt ekki á diskana heldur geymir þá í tösku og leikur sér með þá þannig að hann tekur þá upp úr töskunni og flettir í gegnum þá. Hann hefur gert það í mörg ár og finnst það ótrúlega gaman. Hann meira að segja fer á hestbak með töskuna og alla diskana. Hann fær ekki að vera með töskuna í skól-anum en annars er hann alltaf með hana.“

Að halda námskeiðunum úti kostar sitt, nemendur borga hefð-bundið námskeiðsgjald en einnig koma til styrkir frá fjölda fyrir-tækja, stofnunum og einkaaðilum. Þá eru ótaldir sjálfboðaliðarnir en án þeirra væri þetta ekki mögulegt. „Hingað kemur hestafólk sem er búið snemma í vinnunni og hjálpar til við námskeiðin, við fáum líka ellilífeyrisþega sem vilja aðstoða og skólakrakka. Í haust byrjuðum við síðan í samstarfi við framhalds-skólann í Mosfellsbæ en krakkarnir fá einingu fyrir að koma hingað tvisvar í viku og hjálpa. Formaður fræðslunefndar fatlaðra í hesta-mannafélaginu, Hólmfríður Hall-dórsdóttir, á líka heiður skilinn fyrir skipulagningu og hún tryggir að það séu alltaf nógu margir sjálf-boðaliðar mættir til að taka á móti krökkunum. En þetta er gaman. Ég held hreinlega að ég sé í skemmti-legasta starfi í heimi. Þetta er fjöl-breytt, lærdómsríkt og hér eru allir glaðir.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Ceraviva® flísar

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.isKletthálsi 7 Reykjavík – Fuglavík 18 Reykjanesbæ

Einnig fáanleg í stærðinni 15x60cm

Ceraviva Cementi flísar 30x60cm verð kr. 3.490 pr.m2

20%afsláttur af

allri merkjavöru!

prooptik.is

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

Björn Gylfason fer á hestbak þó hann notist alla jafna við hjólastól. Hann hefur þrjá að-stoðarmenn sér til halds og trausts. Ljósmyndir/Hari

34 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 35: 04 04 2014

HÚÐIN Í SÍNU BESTA FORMI.NÚNA. Í KVÖLD. Á MORGUN.

LEIGHTON MEESTER

BIOTHERM BOMBAÍ LYFJUM & HEILSU KRINGLUNNI

FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS*G

ildir

með

an b

irgði

r end

ast á

kyn

ning

u. G

ildir

ekki

með

öðr

um ti

lboð

um.

Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 7.900 kr. eða meira.

25% KYNNINGARAFSLÁTTUR

AF SKIN BEST LÍNUNNI.

20% AFSLÁTTUR AF BIOTHERM

LAGFÆRIR EINS OG SERUM, VERNDAR

EINS OG KREM

ANDOXANDI OG VERNDAR

HÚÐINA.

ÞREYTULEG HÚÐ – ÓJÖFN HÚÐ – FÍNAR LÍNUR

SKIN • BEST NÝTT

STRAX: jafnari húð og mýkri húð, full af orku.EFTIR DAGINN: húðin er jafn mjúk og slétt og að morgni.EFTIR 8 VIKUR*: jafnvel vinir tala um hvað húðin er miklu fallegri.*N

eyte

ndap

róf.

111

konu

r.

Page 36: 04 04 2014

„Kremd´ann með löppinni“

MMín ágæta kona er mikið fyrir útlönd – en lítið fyrir útlendar pöddur. Ef út í það er farið er hún ekki mikið fyrir þær íslensku heldur. Hún hefur þó lært að umbera hérlend smákvikindi þótt hún forðist geitunga og kóngulær. Vogi flugur og kóngulær sér inn í okkar híbýli er mér gert að drepa snarlega óboðna gesti. Það er ekki alslæmt á þessum síðustu tímum þegar hlutverkum karla fer stöðugt fækk-andi. Gott er þá til þess að vita að manni er treyst fyrir einhverju, þótt ekki sé merkilegra en að slá til flugu.

En það eru útlendu skorkvikindin sem hrella meira. Þau sáum við nokkur á dögunum eftir að frúin hringdi í mig í vinnuna og spurði formálalaust hvort ég væri til í að skella mér suður til Tenerife til þess að stytta biðina eftir vorinu. Ég samþykkti erindið, taldi enda að svo væri komið að ég væri einn af síðustu Ís-lendingunum sem ekki hefði reynslu af Kanaríeyjaferð.

Við flugum því suður á bóginn í hið ei-lífa sumar sem þar ríkir, enda eyjarnar skammt undan Afríkuströndum. Engu var logið um veðurblíðuna og þann góða kost sem Atlantshafseyjar þessa hafa um-fram sum sólarlönd sem ég hef heim-sótt – að hitinn var þægilegur, yfirleitt 22-26 stig að degi til en heldur svalara að morgni og kvöldi. Fyrir hánorrnæna menn er það bærilegra en vist í 30 til 35 stigum eins og algengt er í öðrum sólar-löndum sem Íslendingar leita til að sum-arlagi. Ónefnt er það ástand þegar hitinn fer yfir líkamshita mannskepnunnar. Við þær aðstæður dreymir mig jökla en í vöku leita ég í loftkælingu og skugga.

Minn betri helmingur þolir hitann betur enda dekkri á húð og hár en bóndinn sem helst sækir skyldleika til snæhéra og hvítra heimskautarefa. En pöddur eru algengari í suðurlöndum en á norðurhjara, jafnvel þar sem þær eiga ekki að vera, eins og í hótelherbergjum. Það kætti því ekki mína konu þegar hún rak augun í einhvers konar lýs við eld-húsvask í hótelíbúð okkar, nýkomin til Tenerife – og ekki bætti úr skák þegar hún sá hið sama við vaskinn á baðinu. Nú hefði mátt ætla, miðað við fyrri reynslu, að eiginkonan bæði mig hið snarasta að sálga þessum kvikindum – en svo var ekki. Sennilega voru lýs þessar of smáar til þess að þær vektu verulegan ótta. Hún hafði ekki mörg orð um uppgötvun sína heldur vatt sér út í nálæga verslun og keypti klór, tuskur og annan vopnabúnað til átaka við ófögnuðinn. Með illu skal illt út reka.

Þegar hún sneri til baka beitti hún klórbrúsanum á lýsnar sem vissu ekki hvaðan á þær stóð veðr-ið. Eftir aðgerðirnar lyktaði íbúðin okkar eins og Sundhöllin í Reykjavík á góð-um degi. Frúin endurtók aðgerð sína nokkrum sinnum af ein-beittum ásetn-

ingi um að útrýma þessari dýrategund.Það virtist ganga eftir svo við slökuð-

um á næstu daga, sóluðum okkur, geng-um eftir ströndinni, borðuðum góðan mat og drukkum kælt. Smám saman rann úr okkur streita hvunndagsins – og klórlykt-in í íbúðinni dvínaði. Við hættum að hafa áhyggjur af suðrænum skorkvikindum sem ekki eru vön snöfurmannlegum til-þrifum konu úr Kópavoginum – þar til sú sama kona sá tvo kakkalakka á tröpp-unum upp að íbúð okkar hjóna. Þeir voru, vel að merkja, utandyra, ekki innan helgi íbúðarinnar. Það breytti engu í afstöðu konunnar til gestanna í tröppunum. Hún hefur megna andúð á kakkalökkum – ekki síst eftir vist þeirra á hótelherbergi sem við dvöldum á fyrir margt löngu á Flórídaskaga. Þarna var því komið alvöru verkefni fyrir mig – ekki viðureign við lýs sem mátti þurrka burt með klórblöndu heldur tveggja sentimetra raunverulega andstæðinga. Ég bað hana að slaka á, skordýrin væri úti og varla hægt að ætlast til þess að ég réðist til atlögu við öll þau kvikindi sem á vegi okkar yrðu. Við skyldum bara gæta þess að loka vel á eftir okkur svo kakkalakkarnir héldu sig á sínu yfirráðasvæði. Eftir fortölur lét konan það gott heita.

Ég hafði nýverið fest blund það sama kvöld þegar skarkali á baðherberginu vakti mig. Ég hélt helst að frúin væri í baráttu við innbrotsþjóf þegar hún valhoppaði frá baðherberginu að eldhús-króknum og sótti klórbrúsann. „Það er kakkalakki ofan í baðkarinu,“ hrópaði hún um leið og hún lét hálfan brúsann vaða yfir skorkvikindið. Mér hafði láðst að loka baðherbergisglugganum svo annar hinna óboðnu gesta hafði komist inn. Hann fékk móttökur við hæfi og virtist lamast við klórgusurnar. Sá tími nægði mér til þess að grípa klósettpappír, fanga pödduna, henda í klósettið og skola niður. Konan hafði unnið forvinnuna með klórbrúsanum, mitt hlutverk var aðeins að fullkomna sigurinn á andskota okkar.

Það var rökkvað í kringum okkur í atgangi þessum en konan enn í ham með klórbrúsann á lofti og skimaði ákaflega eftir hinu kvikindinu úr tröppunum, félaga þess sem skolað var niður. Fyrst annar hafði komist inn var allt eins líklegt að þeir hefðu gert það báðir. Hún sá hann ekki inni á baði og skaut því arnarfráum augum í átt að útidyrunum. „Þarna er hann,“ hrópaði hún og benti á

eitthvað dökkt við útidyrnar, hikaði hvergi og lét afganginn af klór-

brúsanum gossa á óarga-dýrið. „Kremd´ann með löppinni,“ kallaði konan með ákefð þess sem er í krappri vörn í ógnar-ástandi svo ég átti engra annarra kosta völ en láta hælinn vaða á seinni kakkalakkann.

Það var ekki fyrr en við kveiktum ljósið í ganginum

að við sáum að ég hafði drepið útihurðarstopparann.

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

36 viðhorf Helgin 4.-6. apríl 2014

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

METSÖLULISTI EYMUNDSSON

VIKAN 26.03.14- 01.04.14

1 2Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir

5 6

7 8

109

43 Iceland Small World Sigurgeir Sigurjónsson

Heiður Elif Shafak

HHhH Laurent Binet

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

Prjónabiblían Gréta Sörensen

Konungsmorðið Hanne-Vibeke Holst

Stúlka með maga Þórunn Erlu-og Valdimarsdóttir

Verjandi Jakobs William Landay

Kroppurinn er kraftaverk Sigrún Daníelsdóttir

Page 37: 04 04 2014

MCKINLEY MIDNIGHT SUN 26 Bakpoki 26 lítra. Litur: Rauður.

HAGLÖFS ECLIPSE Léttur útivistarjakki. 15.000 mmm vatnsheldni.Dömustærðir. Litur Bleikur. Herrastærðir. Litur: Blár.

MCKINLEY DIAMOND Léttur gönguskór með AQUAMAX vatnsvörn.Stífur Vibram sóli gefur gott grip. Dömustærðir.

MCKINLEY MIDNIGHT SUN 26 Léttur skór með AQUAMAX vatnsvörn. Herrastærðir.

Tax Free jafngildir 20,32% verðlækkun. Gildir aðeins á útivistarvörum. Dagana 3. – 6. apríl 2014.

3. –

6. A

PRÍL

AF ÖLLUM ÚTIVISTARVÖRUMgönguskór – bakpokar – útivistarfatnaður

TAX FREEDAGAR

GÓÐAR

FERMINGAR-

GJAFIR

GÓÐAR GÓÐAR GÓÐAR

Tax freeAF ÖLLUM

ÚTIVISTAR- VÖRUM

10.260FULLT VERÐ:

12.99010.260FULLT VERÐ:

12.990

13.350FULLT VERÐ:

16.990

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17.INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

EXPO

• w

ww

.exp

o.is

Borgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun Intersport á Bíldshöfda

INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

23.600FULLT VERÐ:

29.990

Page 38: 04 04 2014

– fyrst og fremstódýr!

1398kr.tvennan

Páskatvenna

*

ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!Ö

ll ve

rð e

ru b

irt m

eð fy

rirva

ra u

m p

rent

villu

r og/

eða

myn

dabr

engl

1358kr.kg

Verð áður 1598 kr. kgFrönsk hvítlaukspanna

679kr.kg

Verð áður 849 kr. kgGrísahakk

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-GRÍSAKJÖTS-ÚTSALAGRÍSAKJÖTS-

1398kr.kg

Krónu Hamborgarhryggur

FRÁBÆRT

VERÐ!

6 x Dolce Gusto Piccolo kaffivél 1 x Dolce Gusto Circolo

Margar veglegar gjafakörfur frá Lavazza, BKI, Te & kaffi, Kaffitár og Gevalia

KAFFILEIKURVeglegir vinningar

Kíktu á facebook-síðu Krónunnar til að taka þátt, dregið út daglega í heila viku!

facebook.com/kronan.is

1098kr.kg

Verð áður 1469 kr. kgGrísakótilettur

1098kr.kg

Verð áður 1498 kr. kgGrísagúllas

26%afsláttur 25%

afsláttur 20%afsláttur

31%afsláttur

23%afsláttur

998kr.kg

Verð áður 1298 kr. kgGrísahryggur m/pöru

ÚTSALAÚTSALA

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

25%afsláttur

749kr.kg

Verð áður 998 kr. kgGrísasíður pörusteik

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

af öllu kaffi15%

afslátturSTANDA TIL 9. APRÍL

1498kr.kg

Verð áður 2197 kr. kgGrísalundir

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

30%afsláttur

1189kr.kg

Verð áður 1698 kr. kgGrísahnakki úrbeinaðar sneiðar

Krónan Bíldshöfða

Krónan Granda

Krónan Breiðholti

Krónan Mosfellsbæ

Krónan Árbæ

Krónan Akranesi

Krónan Vestmannaeyjum

Krónan Reyðarfirði

Krónan Hvaleyrarbraut

Krónan Reykjavíkurvegi

Krónan Vallakór

Krónan Selfossi

KrónanLindum Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

Page 39: 04 04 2014

– fyrst og fremstódýr!

1398kr.tvennan

Páskatvenna

*

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

1358kr.kg

Verð áður 1598 kr. kgFrönsk hvítlaukspanna

679kr.kg

Verð áður 849 kr. kgGrísahakk

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

GRÍSAKJÖTS-ÚTSALA

1398kr.kg

Krónu Hamborgarhryggur

FRÁBÆRT

VERÐ!

6 x Dolce Gusto Piccolo kaffivél 1 x Dolce Gusto Circolo

Margar veglegar gjafakörfur frá Lavazza, BKI, Te & kaffi, Kaffitár og Gevalia

KAFFILEIKURVeglegir vinningar

Kíktu á facebook-síðu Krónunnar til að taka þátt, dregið út daglega í heila viku!

facebook.com/kronan.is

1098kr.kg

Verð áður 1469 kr. kgGrísakótilettur

1098kr.kg

Verð áður 1498 kr. kgGrísagúllas

26%afsláttur 25%

afsláttur 20%afsláttur

31%afsláttur

23%afsláttur

998kr.kg

Verð áður 1298 kr. kgGrísahryggur m/pöru

ÍSLE

NSKT

25%afsláttur

749kr.kg

Verð áður 998 kr. kgGrísasíður pörusteik

ÍSLE

NSKT

ÍSLE

NSKT

af öllu kaffi15%

afslátturSTANDA TIL 9. APRÍL

1498kr.kg

Verð áður 2197 kr. kgGrísalundir

Kíktu á facebook-síðu Krónunnar til að taka þátt, dregið út daglega í heila viku!

ÍSLE

NSKT

30%afsláttur

1189kr.kg

Verð áður 1698 kr. kgGrísahnakki úrbeinaðar sneiðar

Krónan Bíldshöfða

Krónan Granda

Krónan Breiðholti

Krónan Mosfellsbæ

Krónan Árbæ

Krónan Akranesi

Krónan Vestmannaeyjum

Krónan Reyðarfirði

Krónan Hvaleyrarbraut

Krónan Reykjavíkurvegi

Krónan Vallakór

Krónan Selfossi

KrónanLindum Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

Page 40: 04 04 2014

40 ferðalög Helgin 4.-6. apríl 2014

Ferðumst innanlands

VIKURHVARF 6 • 203 KOPAVOGUR • SIMI 557 7720 • [email protected] • WWW.VIKURVERK.IS

Komdu til okkar um helgina og upplifðu stemninguna.Troðfullur sýningarsalur af hjólhýsum við allra hæfi á frábæru verði.Opið laugardag og sunnudag frá 12 til 16.

Skipulag BeSt að hafa vaðið fyrir neðan Sig á ferðalögum

Í slenskur ferðamaður sem leitar til læknis í Evrópu er mjög líklega beðinn um að fram-vísa Evrópska sjúkratryggingakortinu um

leið og hann mætir á sjúkrahúsið. Ef ekkert er kortið þá þarf að sækja um bráðabirgðaútgáfu á því hjá Sjúkratryggingum Íslands. Í fyrra þurftu um níu hundruð einstaklingar á þess háttar skyndiafgreiðslu að halda samkvæmt upplýs-ingum frá stofnuninni. Það jafngildir því að um þrír íslenskir ferðalangar á dag hafi beðið um bráðabirgðaskírteini á síðasta ári. Það er um það bil tvöfalt fleiri en árið 2012.

Tryggingaskírteini koma líka að góðum notum en evrópskir heilbrigðisstarfsmenn eru líklegri til að biðja um hið samevrópska kort. Það er því vissara að hafa það í veskinu næst þegar haldið er í Evrópureisu. Sjúkratryggingakortið veitir margvísleg réttindi en ekki rétt til heimflutnings til Íslands. Það tekur heldur ekki til kostnaðar sem ekki telst vera beinn sjúkrakostnaður sam-kvæmt vef Sjúkratrygginga. Kortið kemur því ekki í stað hefðbundinna ferðatrygginga.

Há eigin áhættaÞað er ekki óalgengt að bílaleigur rukki aukalega um fimm þúsund krónur á dag fyrir að fella niður alla sjálfsábyrgð á ökutækjum. Á hefðbundnum bíl getur ábyrgðin numið um tvö hundruð þúsund krónum. Upphæðin er þó mismunandi eftir fyrir-tækjum og bílategund.

Bílaleigutryggingar eru innifaldar í einstaka kortatryggingum og þarf þá að virkja hana sér-

staklega. Í þessum undan-tekningartilvikum ber korthafinn litla eig-in áhættu en ann-ars er leigutakinn ábyrgur fyrir allri sjálfsábyrgðinni. Á vef Túrista (túristi.is/bilaleigubilar) eru upplýsingar um hvernig hægt er að kaupa sér ódýrari niðurfellingu á sjálfsábyrgð.

Gjaldþrot flug-félagaÞeir sem eru staddir í útlöndum þegar flug-félagið fer í gjaldþrot verða sjálfir að leggja út fyrir nýjum farmiða og gera svo kröfu í þrotabú fyrirtæksins. Sé ferðin ófarin er andvirði flug-miðans tapað nema kreditkortafyrirtækið geti afturkallað greiðsluna. Haustið 2008 fór flug-félagið Sterling í Danmörku í þrot. Fjölmargir urðu þá strandaglópar og í kjölfarið var flug-félögum, sem starfa í Danmörku, gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa gjald-þrotatryggingu um leið og flugmiði er pantaður frá Danmörku. Kostar hún tuttugu danskar krónur (um 420 kr.) og er Danmörk eina landið í Evrópu sem hefur tekið upp þessa trygg-ingu. Besta leiðin fyrir farþega hér á landi til að tryggja sig fyrir tjóni vegna gjaldþrots flugfélags er að kaupa flugið og hótelið saman, svokall-aða alferð, af aðila með ferðaskrifstofuleyfi. Þá fæst tjónið bætt með skyldutryggingu sem þess háttar fyrirtæki verða að hafa og viðkomandi verður flogið heim án aukakostnaðar.Kristján heldur úti ferðavefnum Túristi.is

Kristján Sigurjónsson

[email protected]

Tryggt ferðalagÞað eru sennilega flestir ef ekki allir ferðalangar með ferðatryggingu í gegnum kreditkort eða heimilistryggingu. Það er þó ekki alltaf nóg eins og sjá má á þessum dæmum.

Íslenskir ferðamenn sem leita til læknis í Evrópulöndum þurfa að framvísa Evrópska sjúkratryggingakortinu. Það er því vissara að hafa það í vesk-inu. Mynd/NordicPhotos/Getty

Page 41: 04 04 2014
Page 42: 04 04 2014

42 grænn lífsstíll Helgin 4.-6. apríl 2014

edalgardar.is• Hellulagnir• Trjáklippingar• Jarðvegsskipti • Smágröfuþjónusta

• Vörubíll með krabba

Einar • 698 7258

25%afsláttur

Af öllum linsum

prooptik.is

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

GOLD PLATED

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTSKRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM

Vistvæn innkaup eru að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líf-tímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.

Gátlisti fyrir innkaup á hreinlætispappír•Veljið umhverfisvottaðan pappír.

Ef valinn er pappír sem vottaður er af til dæmis norræna umhverf-ismerkinu Svaninum eða evrópska umhverfismerkinu Blóminu þá hafa neðangreind atriði þegar verið upp-fyllt.•Veljið endurunninn pappír.

Því stærri hlutfall af pappírnum sem er endurunninn því betra. Mun minna af orku þarf til að framleiða hreinlætispappír úr endurunnum pappírsmassa en úr nýjum trefjum.•Veljið pappír sem ekki er bleiktur

með klór.

Klórbleiking skapar mengun-arvandamál í nærumhverfi fram-leiðslunnar. Ef upplýsingar um bleikingaraðferð er ekki að finna á umbúðum ættu seljendur að geta veitt upplýsingar um hvort pappír sé klórbleiktur.•Veljið pappír sem er ekki pakk-

aður í PVC-plast. Plastgerðin PVC (pólivínylklór-

íð) inniheldur lífræn klórsambönd sem valda mengun við urðun og brennslu. Seljendur geta upplýst ykkur um plastgerð komi það ekki fram á umbúðunum.

Gátlisti fyrir innkaup á einnota bleium•Veljið Svansmerktar bleiur.

Svanurinn er trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum, án þess að það komi niður á gæðum eða virkni vörunnar.•Sniðgangið bleiur með kremi og

ilmefnum.

Umhverfi ÁrangUrsrík flokkUn sorps

Jörðin gefur ekki endalaust af sérÞað er ekki flókið að flokka sorp og lykilatriði að virkja alla fjölskyldumeðlimi með jákvæðu hugarfari. Jörðin gefur ekki endalaust af sér og því mikilvægt að endurvinna. Íbúar í Stykkis-hólmi hafa flokkað allt sitt sorp frá árinu 2008 og nýta moltuna í garða sína.

Umhverfisvernd vistvæn innkaUp erU til góða fyrir Umhverfið og heilsU fólks

Vistvænni bleiur og hreinlætispappírKlórbleiking á hrein-lætispappír skapar mengunarvanda-mál í nærumhverfi framleiðslunnar, og ljósvirk bleikiefni í bleium geta valdið húðertingu. NordicPhotos/Getty

Ilmefnin geta framkallað ofnæmi og verið skaðleg umhverfinu. Krem geta innihaldið efni sem hafa skað-leg áhrif á umhverfi.•Sniðgangið bleiur með ljósvirku

bleikiefni (e. optical brightener).Ljósvirk bleikiefni geta valdið

húðertingu.

Heimild: Vistvæn innkaup / vinn.is

KYNNING

Samfara aukinni um-hverfisvitund eru sífellt fleiri sem flokka sorp. Að sögn Agnesar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu-þjónustu og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins, er talið að á um 75 til 80 pró-sent allra heimila á Íslandi sé flokkað með einum eða öðr-um hætti. „Á síðastliðnum sex árum höfum við orðið vör við mikla aukningu. Á sumum heimilum byrjar fólk að flokka því sveitarfélagið leggur línurnar en aðrir ákveða þetta upp á eigin spýtur. Einnig er mikil vakn-ing meðal fyrirtækja og höfum við veitt yfir þúsund fyrirtækjum ráð-gjöf í þeim efnum. Þá er mikilvægt að hafa fræðsluna skemmtilega og að fólk sjái tilganginn með flokkun-inni,“ segir Agnes.

Flokkun ber árangurAgnes segir nokkuð bera á þeim

misskilningi að flokkun skili sér ekki alla leið og að sorpið fari á endanum allt í sömu holuna. Það sé þó fjarri lagi því hver tegund fari á sinn rétta stað í endurvinnsluferl-inu. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka svo hægt sé að endur-vinna. Jörðin getur ekki gefið enda-laust af sér og því er mikilvægt að endurvinna af krafti,“ segir Agnes og bendir á að framleiðsla á einum farsíma jafngildi því að losuð séu 60 kíló af CO2 og í hann þurfi hátt í 20 kíló af ýmsum hráefnum. „Mikill ávinningur hlýst af því að endurvinna ál því við endurvinnsl-una þarf einungis fimm prósent þeirrar orku sem þarf til frum-vinnslu þess.“

Þriggja tunnu kerfiÞriggja tunnu kerfið sem felur í sér að heimili eða fyrirtæki eru með eina græna tunnu, eina brúna og eina fyrir almennt sorp. Þannig næst góður árangur og lítið sem ekkert af sorpinu þarf að urða. Þetta kerfi er ákveðið af sjálfstætt af hverju og einu sveitarfélagi.

Í grænu tunnuna má setja allan pappír, bylgjupappa, plast, fernur og minni málmhluti eins og til dæmis niðursuðudósir og málmlok af glerkrukkum. Tunnan er losuð mánaðarlega og innihaldið flutt til flokkunar í Gufunesi þar sem starfsmenn Íslenska Gámafélags-ins aðgreina flokkana sem svo fara mismunandi leiðir í endurvinnslu. Agnes segir gríðarlega mikilvægt að endurvinna plast því það getur

tekið allt að 500 ár fyrir það að eyðast þegar það er urðað. Eins geti plast fokið á haf út og valdið dauða fugla, fiska, sela og fleiri dýra sem éta það eða flækjast í því.

Í brúnu tunnuna má setja lífrænt sorp sem svo er notað til moltugerðar. Talið er að 30 til 35 prósent af sorpi heimila sé lífrænt. Mikilvægt er að nota rétta poka fyrir lífræna úrganginn í brúnu tunnunni. Hentugastir eru pokar úr maíssterkju sem fást í flestum matvöruverslunum undir heitinu Maíspokinn eða Bio-bag. Þeir pokar brotna niður

á skömmum tíma í jarðgerðinni og skilja því ekki eftir leifar líkt og plastpoki myndi gera.

Í almennt sorp fara svo efni sem ekki eru endurvinnanleg, eins og til dæmis gler, bleyjur, aska, kattasandur og frauðplast.

Agnes segir það ekki þurfa að vera flókið að byrja að flokka sorp. „Nóg er að endurskipuleggja einn skáp fyrir flokkunina. Fólk segir oft að það hafi ekki pláss til að flokka en það þarf ekki að vera plássfrekt. Lykilatriði er að virkja alla fjölskyldumeðlimi með sér með jákvæðu hugarfari og um-fram allt að ítreka ávinninginn sem hlýst af því að flokka og end-urnýta fyrir okkur sem einstak-linga, þjóð og gesti hér á jörðinni. Umfram allt þurfum við að huga að kynslóðum framtíðarinnar og hvernig umhverfi þær taka við. Við bjóðum upp á margar lausnir í þeim málum og hægt er að nálgast þær upplýsingar á gamur.is.“

Stykkishólmur til fyrirmyndarUm tuttugu sveitarfélög hér á landi bjóða upp á þriggja tunnu kerfi og sér Íslenska Gámafélagið um moltugerð fyrir mörg sveitar-félög sem hafa boðið íbúum sínum að nýta moltuna til að græða garða og eins hafa sveitarfélög notað hana við sínar framkvæmdir. Agnes segir það miður að sveitar-félögin á höfuðborgarsvæðinu bjóði aðeins upp á tunnur fyrir endurvinnanlegt og almennt sorp en ekki fyrir lífrænan úrgang. Frá árinu 2008 hafa íbúar í Stykkis-hólmi flokkað allt sitt sorp með góðum árangri. Í dag fer 55 pró-sent af úrgangi þeirra til endur-vinnslu eða moltugerðar sem áður var ekkert.“

Nánari upplýsingar má nálgast á síðunnni www.gamur.is.Unnið í samvinnu við Íslenska Gámafélagið.

Hentug tunna til flokkunar sem smellpassar í eldhússkápinn.

Allt að 500 ár getur tekið plast að eyðast og því er mikilvægt að halda notkun þess í lágmarki og endurvinna það sem notað er. Plast sem fýkur út á haf getur valdið dauða fugla, fiska, sela og fleiri dýra sem annað hvort flækjast í því eða éta það.

Agnes Gunn-arsdóttir er fram-kvæmda-stjóri söluþjónustu og markaðs-sviðs Íslenska Gámafélags-ins.

Talið er að 30 til 35 prósent af sorpi heimila sé lífrænt. Maíspokinn hent-ar vel undir lífrænt sorp því hann er unninn úr maíssterkju, brotnar niður á stuttum tíma og skilur ekki eftir sig leifar í náttúrunni.

Page 43: 04 04 2014

Nú er Merrild líka

lífræntNú er

Merrild líka

lífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífræntlífrænt

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

62

25

5

Page 44: 04 04 2014

44 fjölskyldan Helgin 4.-6. apríl 2014

rúningur Sauðfjárbændur í höfuðStaðnum

Meðlagsgreiðslur og annar fjárhagslegur stuðningur

m ér finnst svo ósanngjarnt að við skulum vera látin borga tvöfalt meðlag með stráknum sem er aðra hvora viku hjá okkur. Það er ekkert pælt í því hvaða tekjur mamma hans hefur eða maðurinn hennar, en þau eru mun betur stæð

en við.“Óhætt er að fullyrða að flestir foreldrar vilja sjá um framfærslu barna sinna og margir

stjúpforeldrar greiða ýmislegt fyrir stjúpbörn sín eins og tómstundir, sumarfrí, fatnað og mat og fleira. Jafnvel þó bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýni að stjúpforeldr-ar séu síður tilbúnir til þess að styðja stjúpbörn sín en eigin börn. Ef tengsl stjúpforeldra og stjúpbarna eru góð er líklegra að þá langi til að veita þeim fjárhagslega stuðning en

ef þau eru erfið eða engin. Foreldrum ber lagalega skylda til að framfleyta börnum sínum. Skiptir engu

hvort þeir fari með forsjá þeirra eða ekki. Annað á við um stjúpforeldra og í raun hefur minnihluti þeirra framfærsluskyldu gagnvart stjúpbörnum sínum. Ástæðan er sú að um 90% foreldra fara með sameiginlega forsjá við skilnað. Þýðir það að minnihluti stjúpforeldra hefur forsjá stjúpbarna sinna. Hafi þeir hana, fellur hún niður við skilnað.

Því er hinsvegar ekki að neita að ákveðnar væntingar eru til stjúpforeldra um framfærslu stjúpbarna. Hvað varðar hið opinbera þá virðist sem að lögheimili barns sé látið ráða en ekki hvort stjúpforeldrið hafi forsjá þess eða ekki. Eða er hið opinbera ekki að gera ráð fyrir því að stjúpforeldri sem á sama lögheimili og stjúp-barn taki þátt í framfærslu barnsins, þar sem bætur tengdar börnum skerðast og afsláttur fellur niður þegar breytingar verða á hjúskaparstöðu foreldrisins?

Ég er að reyna átta mig á þessu en það virðist einhver önnur hugsun í gangi þegar kemur að stjúpforeldri sem er maki meðlagsgreiðanda. Í því tilviki virðast tekjur stjúpforeldrisins ekki skipta máli þegar verið er að ákvarða hvort foreldri geti greitt eitthvað umfram einfalt meðlag með barni sínu eða ekki. Auk þess sem það foreldri telst ekki foreldri samkvæmt skattalögum og nýtur engra bóta sem tengjast börnum sem greitt er með meðlag, jafnvel þó barn dvelji hjá því aðra hvora viku. Ég velti fyrir mér af hverju sumir telja það þurfi að breyta lögheimilislögum til að jafna betur opinberar bætur á milli heimila. Af hverju eru umgengnissamn-

ingar eða foreldrasamningar, eins og ég kýs að kalla þá, ekki látnir ráða? Meðal almennings eru skiptar skoðanir um það hvort stjúpforeldri eigi að sjá um

framfærslu stjúpbarna sinna eða ekki. Í könnun sem send var út á vegum Félags stjúp-fjölskyldna í fyrra töldu 52% svarenda að stjúpforeldrar ættu að borga til jafns við for-eldra fyrir þau börn sem eru búsett á heimilinu.

En þegar tölurnar voru greindar nánar kom í ljós mikill munur á afstöðu fólks til þessa máls eftir samsetningu stjúpfjölskyldunnar. En 65% þeirra sem áttu börn saman og báðir komu með börn í sambandið voru sammála jafnri framfærslu foreldra og stjúp-foreldra en aðeins 25% stjúpforeldra sem ekki átti börn sjálfir. Tölurnar benda til þess að það að eignast barn saman skipti töluverðu um afstöðu bæði foreldra og stjúpforeldra varðandi þátttöku stjúpforeldris í kostnaði vegna barna sem búsett eru á heimilinu. Önnur afstaða virðist vera gagnvart börnum sem koma í „umgengni“ samkvæmt upp-lýsingum í nýlegri MA ritgerð í félagsráðgjöf. Þau börn virðast fá minni fjárhagslega aðstoð en börnin sem teljast búsett á heimilinu. En hvenær teljast börn búa á heimili og hvenær eru þau í umgengni?

Jafnframt kom í ljós í fyrrgreindri könnun sem send var út á vegum Félags stjúpfjöl-skyldna að 25% svarenda voru þeirrar skoðunar að foreldri ætti ekki að borga meðlag með barni sem býr með foreldri og stjúpforeldri. Þessi hugmynd hefur ekki farið hátt í umræðunni um meðlagsmál hér á landi – enda spurning hversu raunhæf eða sanngjörn hún er.

Hvað sem því líður þarf að skoða framfærslu barna sem eiga foreldra á tveimur heim-ilum svo tryggja megi þeim góð lífsskilyrði óháð hjúskaparstöðu foreldra og draga úr deilum sem kerfið skapar. Líklega þarf að endurskoða kerfið frá grunni sem virðist taka mið af öðrum veruleika en við búum við í dag. Félag stjúpfjölskyldna ætlar að standa að málþingi um meðlagsmál ásamt fleiri félögum þann 9. maí næstkomandi og verður áhugavert að heyra fjölbreytt sjónarmið. Verið velkomin!

Hver borgar hvað fyrir hvern?

Valgerður Halldórs-dóttir félagsráðgjafi

og kennari

heimur barna

Skoða þarf fram-færslu barna sem

eiga foreldra á tveimur heimilum svo tryggja megi

þeim góð lífs-skilyrði, óháð

hjúskaparstöðu foreldra.

Í dag, föstudag, gefst tækifæri á því að fylgjast með rúningu sauðfjár í miðborginni því sauðfjár-bændur fjölmenna í höfuð-staðinn föstudaginn 4. apríl til þess að halda aðal-fund. Að því tilefni bjóða þeir gestum og gangandi til mannfagnaðar á KEX Hostel á Skúlagötu 28 milli klukkan 16 og 18. Þar munu þaulvanir rún-ingsmenn kynna verk-lagni sína og keppa um

Gullklippurnar. Verð-launin eru veitt þeim sem rýir með hvað mestum glæsibrag. Meðal gesta verður sauðfé frá Hraða-stöðum í Mosfellsdal en því verður ekið í þar til gerðum sauðfjárvagni til og frá rúningsstað og mun dýralæknir sjá um að velferð þess sé í hávegum höfð. Rúið verður í portinu á KEX og mun viðburður-inn hefjast klukkan 16.

Sauðfé rúið í miðborginni

Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17

Iana Reykjavík

Vor/Sumar2014

Ný sending frá

Flottir litríkir kjólar og�ott spariföt á stráka .

Tilboð á sumar jökkum

20% afsl.

2 FYRIR 14.00 / cyl -2.00

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

prooptik.is

ATHUGIÐ: Á EKKI VIÐ

MARGSKIPT GLER

fermingar­veisluna

fermingar­veisluna

fermingar­veisluna

fermingar­

Allt fyrirveisluna

fermingar­veisluna

fermingar­veisluna

fermingar­2014

Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir

fermingarveisluna!sjá www.noatun.is

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Page 45: 04 04 2014

VORTILBOÐ!AÐEINS Í HEILSUHÚSINUKomdu og gerðu góð kaup!

EfalexEfalex hefur þróað bætiefni sem byggir á Omega 3 fiskiolíum, ásamt ólíkri virkni

meðfylgjandi bætiefna í hverri og einni vöru. Stuðlar að heilbrigði og góðri líðan.

Vivani súkkulaðiLífrænt lúxussúkkulaði.

Fáðu þér aðeins það besta fyrir páskana.Fjölmargar tegundir!

Arctic Root - Extra sterk burnirót!Eflir í senn andlegt jafnvægi, einbeit ingu,

athygli, gleði og jafnvel kynhvöt.

25%

Silica PlusFrábært fyrir húð, hár

og neglur!

25%

Efalex

25%

HnetumixValhnetur, möndlur, kasjúhnetur, hunang og salt.

Sjá uppskrift á bls. 6 í Heilsufréttum. 30% afsláttur ef allt hráefnið er keypt.

20% af stökum vörum.

30%

Arctic Root - Extra sterk burnirót!Eflir í senn andlegt jafnvægi, einbeit ingu,

Biotta Mango mixEinstök blanda fyrsta flokks

exótískra ávaxta eins og mangó, guava og passion-ávaxtar. Frábær drykkur!

Biotta Mango mix

25%

Vivani súkkulaði

25%Túrmerik frá Sonnentor

Lífrænt vottað, malað túrmerik. Kryddbaukur og Maldon salt fylgja.

Túrmerik frá Sonnentor

KAUPAUKI!

Page 46: 04 04 2014

Kaka340 g sykur170 g smjör við stofuhita350 g hveiti3 tsk lyftiduft5 tsk Maldon sjávarsalt4 stk egg3 tsk vanilludropar3 dl mjólkMatarlitir: gulur, appelsínugulur, grænn og blár, mikilvægt er að nota gel matarliti.

AðferðHitið ofninn í 180°c og smyrjið tvö hring-laga eldföst mót að innan, ca. 22 cm að stærð, setjið einnig smjörpappír í formin svo auðvelt verði að ná hverjum botni út forminu fyrir sig. Best er að notast við smelluform við þessa uppskrift.

Hrærið smjörið þangað til það er orðið ljóst og létt. Bætið sykrinum svo smám saman við og hrærið í rúmlega 2 mínútur.

Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið svo van-illudropum saman við.

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og setjið saman við deigið smám saman til skiptis við mjólkina.

Vigtið deigið í heild sinni og skiptið því svo jafnt í 4 skálar. Setjið smá matarlit í hverja skál eða þar til þú hefur náð þeim lit sem þú vilt hafa á kökunni. Hrærið deigið og matarlitinn vel saman. Hellið einum lit af deiginu í einu í bökunarformin með smjörpappír og bakið í rúmlega 10-15 mín-útur eða þar til tannstöngull kemur hreinn

fermingar Helgin 4.-6. apríl 201446

Litríkar veitingar á fermingarborðið

Regnbogakaka

upp úr miðju kökunnar. Endurtakið þar til allir 4 botnarnir hafa verið bakaðir.

Kælið kökurnar vel áður en þið setjið krem á kökuna. Smjörkrem 500 g smjör við stofuhita2 pk flórsykur4 tsk vanilludropar (eða það bragð sem þú vilt)4 msk mjólk (ögn meira ef þarf

AðferðHrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.

Bætið smá og smá af flórsykrinum

saman við og hrærið vel á milli. Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni. Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri. Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við alla smjörkekkina og kremið verður með fallega áferð. Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið.

Skiptið kreminu til helminga og setjið matarlit saman við. Ég notaði hvítan matarlit til þess að fá fallegan hvítan lit. Notið endilega hugmyndarflugið og notið þá liti sem ykkur langar til.

Margir leggja mikið upp úr útliti veisluborðsins í fermingarveislunum og er þá hægt að gera ýmislegt sem gleður augað en þarf ekki að kosta mikla peninga. Veitingarnar geta verið svo fallegar og litríkar að ekki þarf að skreyta mikið meira. Ekki er verra að slá tvær flugur í einu höggi – að gera skreytingar sem hægt er að borða. Litríkt sælgæti býður einnig upp á ýmsar leiðir til skreytinga – og ekki er verra að fá að leggja sér það til munns. Hið sama gildir um litríka ávexti – sem eru jafnframt mun hollari valkostur en sælgætið.

Matarlitur og hvítt súkkulaði er nokkuð sem hægt er að leika sér með út í hið óendanlega. Hér eru nokkrar myndir sem gefa tóninn að því sem hægt er að gera – en það er ekkert sem hindrar í að láta ímyndunaraflið og sköpunargáfuna leika lausum hala.

Þú �nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin”

Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050

20% páskaafsláttur af öllum vörum

*gildir ekki með öðrum tilboðum

Nánar um sölustaði á facebook

Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum

á öllum aldri.

Fáanleg í 12 litum

Ert þú búin að prófa ?

Moroccan Argan Créme sjampó og næringÞykkt og kremkennt sjampó og næring sem inniheldur Moroccan Argan olíu sem gefur extra

mikinn raka og gljáa. Sérstaklega gott fyrir þurrt og/eða illa farið hár. Bætir klofna enda.

Page 47: 04 04 2014

Leggðu grunn að framtíðinni og Landsbankinn bætir 6.000 krónum við

Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Það þarf ekki að vera dýrt að skreyta veisluborðið fallega á fermingardaginn. Gaman er að leyfa fermingarbarninu að taka þátt í undirbúningnum og að velja til dæmis liti á borðdúkinn. Hægt er að leigja taudúka eða kaupa pappírsdúka.

Nú þegar mikil vakning er um að endurnýta hluti er um að gera að safna saman notuðum sultu-krukkum og nota sem blómavasa á veisluborðinu og víðs vegar um heimilið á fermingardaginn og skapa hlýlega stemningu.

fermingarHelgin 4.-6. apríl 2014 47

Fallega skreytt veisluborð

Gulur og vorlegur dúkur á veisluborðið.

Fallegt er að nýta sultu-krukkur undir blóm.

Page 48: 04 04 2014

fermingar Helgin 4.-6. apríl 201448

F ermingarbörn úr 64 sóknum í öllum landshlutum gengu í hús í nóvember síðastliðnum og söfnuðu til vatns-

verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví, Úganda og Eþíópíu. Í fermingarfræðslunni eru börnin frædd um starf Hjálparstarfs kirkjunnar á vettvangi og þróunarsamvinnu. „Þau fræðast um það hvernig verkefnin eru framkvæmd, kostnaðinn sem liggur að baki, um það hvernig hægt er að safna rigningar-vatni og grafa brunna sem veita hreint vatn sem gjörbreyta lífinu til hins betra,“ segir Kristín Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsinga-

Fermingarbörn söfnuðu 8,3 milljónumÁr hvert ganga þau börn sem fermast á vegum Þjóðkirkj-unnar í hús og safna til verkefna Hjálpar-starfs kirkjunnar. Í ár söfuðust tæplega 8,3 milljónir sem fara til vatnsverkefna í Malaví, Úganda og Eþíópíu.

Ár hvert banka fermingarbörn upp á hjá almenningi og safna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar. Nú í ár var safnað til vatnsverkefna í Malaví, Úganda og Eþíópíu. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru um 783 milljónir fólks í heiminum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni.

Í fermingarfræðslu fræðast tilvonandi fermingarbörn um starf Hjálparstarfs kirkjunnar og hvernig aðgangur að hreinu vatni gjörbreytir lífinu til hins betra.

Veitingar við öll tækifæri

veisluþjónusta

RESTAURANT- BAR

Tapas barinn

Tapas snittur, spjót og tapas í boxi. Girnilegir smá-borgarar og eftirréttir.

Kíktu á tapas.is, sendu línu á [email protected] eða hringdu í síma 551 2344.

Við hjálpum þér að gera þína veisluógleymanlega.

Sumarbúðir á Spáni fyrir unglinga.Alþjóðareynsla í öruggu umhverfi. Spænsku og leiðtoganámskeið. Búið er hjá fjölskyldum þar sem er unglingur á sama aldri.

Nánari upplýsingar hjá [email protected]

Öðruvísi fermingargjöf

fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Sam-kvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru um 783 milljónir manna í heiminum sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni og segir Kristín að með söfnuninni fái fermingarbörnin tækifæri til að láta til sín taka og gefa Íslendingum tækifæri til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar.

Þau börn sem fermast í vor gengu í hús í nóvember síðastliðnum og söfnuðu 8.283.633 krónum. „Það er ómetanlegur stuðningur sem Hjálpar-starf kirkjunnar er fermingarbörnum og almenningi þakklátt fyrir,“ segir Kristín. Síðustu fimmtán ár hafa ferm-ingarbörn gengið í hús og safnað fyrir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar og hafa safnað samtals rúmlega 80 millj-ónum.

Að sögn Guðrúnar Karls Helgu-dóttur, prests í Grafarvogskirkju, eru fermingarbörnin flest mjög áhugasöm um að taka þátt í söfnuninni ár hvert. „Eftir á eru þau alltaf mjög stolt og for-vitin að vita hversu mikið safnaðist. Söfnunin er líka áþreifanleg fyrir börn-in því við getum sagt þeim til dæmis að upphæðin sem þau hafa safnað nægi fyrir tveimur brunnum,“ segir hún.

Á nokkurra ára fresti kemur fólk í heimsókn í fermingarfræðsluna frá þeim löndum þar sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur og segir frá aðstæð-um sínum. „Við fáum þá heimsóknina í sömu viku og söfnunin fer fram og ég finn að þá eru börnin enn ákveðnari og duglegri við að safna.“

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

Page 49: 04 04 2014

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Þessar uppskriftir finnur þú á gottimatinn.is, ásamt fjölda girnilegra uppskrifta fyrir fermingarveisluna. Kíktu á gottimatinn.is og finndu þína rétti fyrir veisluna.

gottimatinn.is

uppskrift aðfermingu

kjúklingavængirmeð gráðaostsídýfukjúklingavængirmeð gráðaostsídýfu

uppskrift aðfermingu

tortilla með klettasalati, fetaosti og rjómaosti

bruschettur með mozzarella

súkkulaðimúsmeð jarðarberjaskyri

Muna að gera nóg, hann

Gústi frændi át 20 vængi

í veislunni í fyrra!

Þessa er hægt að gera 2 dögum

áður og geyma bara í kæli.

súkkulaði-kaffikaka

Page 50: 04 04 2014

Uppskift ljúffeng og litrík kaka frá nóa síríUsi

fermingar Helgin 4.-6. apríl 201450

20–50 % Afsláttur

Við erum ekki Að hættA552-8222 / 867-5117

{Skápar}

{Skenkir}

{Myndir}

{Styttur}

{Postulín}

{Silfur}{Stólar}{Borð}

30 – 50 % AF

húsgögnum

50 % AF bókum

20 % AF smáhlutum

rýmingArsAlAAAút aprílAAAAAAllAAAAllAAút aprílút aprílút aprílút aprílAút aprílAAút aprílAút aprílút aprílút aprílút aprílút aprílút aprílAút aprílAút aprílút aprílút aprílAAllAAAAllAA

VegnA PlássleYsis

Botn:165 gr sykur6 egg165 gr hveiti2 msk. Konsum kakó2 tsk. lyftiduft2 dl kaffi, kalt

Krem 1:2½ dl rjómi300 gr Síríus 70% súkkulaði

Krem 2:2½ dl rjómi300 gr Konsum hvítir súkkulaðidropar

Krem 3:2½ dl rjómi300 gr Síríus rjómasúkkulaði

AðferðHitið ofninn í 180°C og smyrjið lausbotna 24 sm tertumót vel. Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er orðin ljós og loftmikil. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft yfir og hrærið því varlega saman við eggjablönduna með gaffli eða sleikju. Hellið deiginu í mótið

og bakið kökuna neðst í ofni í 25 til 30 mínútur, eða þar til hún er svampkennd og gullinbrún. Látið hana kólna og skerið hana svo í fjóra þunna botna.

Kremin eru öll búin til á sama hátt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, látið það kólna dálítið og blandið því svo gætilega saman við stífþeyttan rjómann.

Leggið einn botninn á fat og setjið hringinn utan af laus-botna tertumótinu utan um hann. Bleytið í botninum með hluta af kaffinu og smyrjið síðan einu kreminu á hann. Leggið annan botn ofan á, bleytið í honum með kaffi og smyrjið kremi á hann. Endurtakið með þriðja botninn og kremið og leggið að lokum botninn sem eftir er

ofan á. Látið kökuna standa í kæli í minnst þrjár klukkustundir.

Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við mjög vægan hita. Takið pottinn af hellunni og hrærið mjólk og sírópi saman við. Hellið súkkul-aðibráðinni yfir kælda kökuna og skreytið hana með hindberj-um. Gott er að bera þeyttan rjóma fram með kökunni.

Íslensk heilsurúm í fermingargjöfVerslunin Vogue fyrir heimilið flutti á dög-unum í glæsilegt 2000 fermetra húsnæði að Síðumúla 30. Við flutn-inginn voru verslanirn-ar Vogue og Lystadún Marco sameinaðar en þær voru áður til húsa í Mörkinni. Í Vogue fyrir heimilið er boðið upp á fataefni, gluggatjöld, gjafavöru fyrir bað- og svefnher-bergi, rúm, sófa og stóla. Höfuðáhersla er lögð á íslenskt hugvit og hönnun.

Vogue fyrir heim-

ilið byggir á gömlum grunni og hefur í 62 ár framleitt hágæða íslensk heilsurúm undir vörumerkinu Mediline. Heilsurúmin eru sniðin að þörfum hvers og eins og sé dýnan ekki sú rétta er hægt að skipta innan mánaðar.

Þessa dagana er fermingartilboð á 120 cm breiðum rúmum sem kosta frá 92.900 krónum. Með hverju rúmi fylgir Thermofit heilsukoddi. Rúmin frá Mediline eru með

steyptum köntum sem eykur endingartíma þeirra, sérstaklega hjá unglingum sem oft nota rúm sín einnig sem sófa.

Hver og einn getur hannað sinn höfðagafl hjá Vogue fyrir heim-ilið og er þar að finna glæsilegt úrval lita og efna. Þar eru einnig á boð-

stólum ýmsir fal-legir fylgihlutir fyrir svefnherbergi, eins og rúmteppi, sængur og rúmföt. Þegar keypt er rúm er 20 prósenta afsláttur af rúmfötum og sængum. Sængur-verin hjá Vogue fyrir heimilið eru úr 100 prósent hágæða bóm-ullarsatíni, straufrí og halda lit vel.

KYNNING

Verslanirnar Vogue og Lysta-dún Marco hafa nú verið samein-aðar undir heitinu Vogue fyrir heimilið. Versl-unin flutti nýlega í glæsilegt húsnæði við Síðumúla 30.

Svefnstóllinn er hentugur í unglingaherbergið og ekkert mál að breyta honum í rúm ef næturgesti ber að garði. Algeng breidd er 120 cm en mögulegt er að panta aðrar stærðir.

Hrúgöldin eru íslensk framleiðsla og hafa verið

vinsæl hjá unga fólk-

inu. Þau kosta frá

14.900 kr.

Girnileg þriggja laga súkkulaðiterta

Mediline heilsurúmin eru framleidd á Íslandi. Með hverju 120 cm rúmi fylgir nú Thermofit heilsukoddi.

Page 51: 04 04 2014

LágmúlaLaugavegiNýbýlavegi

SmáralindSmáratorgiBorgarnesi

GrundarfirðiStykkishólmiBúðardal

PatreksfirðiÍsafirðiBlönduósi

HvammstangaSkagaströndSauðárkróki

HúsavíkÞórshöfnEgilsstöðum

SeyðisfirðiNeskaupstaðEskifirði

ReyðarfirðiHöfnLaugarási

SelfossiGrindavíkKeflavík

Burts BeesGjafakassi: Bodylotion með sólblóma-, ólífu- og kókoshnetu olíu. Pink blossom varasalvi með léttum lit.Varasalvi í tindós með mintubragði.

3.690 kr.

That MomentThat Moment er glænýr ilmur frá vinsæla strákabandinu One Direction. Edp 30 ml.

5.890 kr.

Lavera brúnkukremNáttúrulegt brúnkukremGefur fallegan lit – 100% lífrænt. 20%

afslátturGildir í apríl

www.lyfja.is

Fermingar 2014Úrval gjafa á góðu verðiLyfja býður glæsilegt úrval af fallegri gjafavöru sem er tilvalin í fermingarpakkann.

Katy PerryOh So Sheer Ferskur blómailmur, tilvalin fermingargjöf.

4.790 kr.

MaybellineGjafaaskja: Maskari og augnblýantur.

Förðunarburstar: Frábært grunn- og ferðasett.

3.490 kr.

4.790 kr.

Puma SyncFerskir og léttir ilmir í fermingargjöfinaDömu: Eau de Toilette 20 ml og Deo sprey 50 ml.Herra: Eau de Toilette 25 ml og Deo sprey 50 ml.

2.390 kr.hver kassi

Real Techniques

Page 52: 04 04 2014

52 matur & vín Helgin 4.-6. apríl 2014

vín vikunnar

Santa Digna Sauvignon Blanc ReserveGerð: Hvítvín

Þrúga: Sauvignon Blanc

Uppruni: Chile

Styrkleiki: 13,5%

Verð í Vínbúðunum: kr. 2.229

Höskuldur Daði MagnússonTeitur Jónasson

[email protected]

Uppskrift vikunnar

Robertson Winery ChardonnayGerð: Hvítvín

Þrúga: Chardonnay

Uppruni: S-Afríka

Styrkleiki: 13%

Verð í Vínbúðunum:

kr. 1.999

Chardonnay er vinsælasta vínþrúga veraldar og stíllinn getur verið ansi misjafn. Þetta Chardonnay frá S-Afríku lætur ekki mikið yfir sér, er á ágætu verði og skilar sínu hlutverki ágætlega en ekkert stórkostlega. Milt með sítrus og smá suðrænum, mildum ávaxtakeim og oggoponsu eikarkeim. Fínt með skelfisknum.

Altano DouroGerð: Hvítvín

Þrúga: Blanda af Vios-hino, Malavasia Fino og Moscatel Galego

Uppruni: Portúgal

Styrkleiki: 12,5%

Verð í Vínbúðunum: kr. 1.998

Hvítvín frá Portúgal og úrvalið af þess konar er kannski ekki svo mikið hér. Þetta er blanda af þremur þrúgum og er auðdrekkanlegt vín, þurrt en létt og ávaxta-ríkt, skilur kannski ekki mikið eftir sig en ágætt sem slíkt og fínt að

prófa eitthvað nýtt.

Faustino VIIGerð: Hvítvín

Þrúga: Viura

Uppruni: Spánn

Styrkleiki: 12%

Verð í Vínbúðunum: kr. 1.699

Hér er á ferðinni Viura, vinsælasta hvítvín-sþrúga Rioja-héraðsins. Þetta vín er á góðu verði en er heldur ekkert sparivín. Þetta er vín til að drekka núna. Það er þurrt með ferskri sýru og sítruskeim.

AIRWEIGHTTITANIUMUMGJÖRÐ MEÐ TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Á

VIÐ KAUP Á GLERJUM FYLGIR:

prooptik.is

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

SEGLAGERÐIN ÆGIR

Þar sem ferðalagið byrjar

Korputorg 112 Reykjavík

Sími 551 5600 utilegumadurinn.is

112 Reykjavík

FERÐAVAGNAR

KAUPLEIGAGRÆNIR BÍLAR

Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16

Falleghjólhýsi

Verð frá 4.190.000 kr.

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

Mikið úrval - Vönduð vinna

legsteinar og fylgihlutir10-50% afsláttur

Steinsmiðjan Mosaik

TILBOÐSDAGAR

Bruschetta með mozzarellu og tómötumÓlífuolía1 hvítlauksgeiri1 stk ferskur mozzarellaAðferð:Grillið brauðið. Penslið með ólífuolíu. Nuddið hvítlauksgeiranum við brauðið. Setjið „tómatak-lassík“ ofan á brauðið. Rífið mozzarella í fallega bita og raðið ofan á. Skreytið með ofnbök-uðum tómat.

Ciabatta-brauð11 g þurrger18 g salt250 ml volgt vatn500 g hveiti35 g olíaHveitinu, þurrgerinu og saltinu er hrært saman.

Því næst er vatninu og olíunni hellt í mjórri bunu saman við blönduna og hnoðað þar til deigið hefur fengið slétta áferð. Þá er það látið hefa sig í 30 mínútur. Síðan er deigið mótað í lengjur og látið hefa sig aftur í um 30 mínútur. Loks er það bakað á 220 °C í um 13 mínútur eða þar til það er orðið gullinbrúnt.

Tómataklassík500 g tómatar25 g basilHvítlaukur eftir smekkSkerið tómatana í tvennt, saxið hvítlaukinn og bakið í um 10 mínútur á 180°C. Takið hýðið af tómötunum. Saxið basilið og blandið öllu saman. Skerið tómatana í grófa teninga. Kryddið með salti og pipar. Munið eftir að sigta vökvann frá.

Aperitivo – ítalskur lystaukiAperitivo er ítölsk matarhefð eða eiginlega frekar drykkjarhefð því hefðbundin ítölsk máltíð hefst á þessum lystauka sem oftast er í formi drykkjar. Freyðivín, eins og hið ítalska Prosecco auk rauð- og hvítvína, eru vinsælustu lystaukarnir. Á börum og veitinga-stöðum Ítalíu er líka sterk hefð fyrir því að bjóða upp á fingramat með. Ítalski veitingastaðurinn UNO í miðbæ Reykja-víkur er farinn að bjóða Aperitivo milli klukkan 17 og 19 og líkt og á Ítalíu er maturinn innifalinn í verði drykkjarins og í boði er hlaðborð með ólífum og öðrum smá-réttum, skinkum, pylsum auk sýnishorna af réttum á matseðlinum. Hér eru uppskriftir frá Halldóri Eini Guðbjartssyni, yfir-kokki á UNO, að grilluðu flanini sem er flatbrauð í bitum með áleggi og klassískri bruchettu sem falla fullkomlega að formi Aperitivo.

FlaniniDeig500 gr semolina hveiti35 ml pilsner5 gr sykur5 gr salt1/3 tsk þurrger12 ml ólífuolíu330 ml vatnÞurrefnum er blandað saman í hrærivélarskál, vökvanum er svo blandað út í hægt og rólega. Hnoðið á hægum hraða þar til deigið er orðið þétt silkiáferð.

Sóltómatamauk200 gr sólþurrkaðir tómatar30 gr furuhnetur2 geirar hvítlaukur30 gr parmesanostur4 msk ólífuolíaSetjið hráefnið allt saman í matvinnsluvél og vinnið

vel saman, kryddið til með örlitlu salti og pipar.

Deigið er skorið í litla parta sem eru svo flattir út með kökukefli þar til deigið er orðið 2 mm þykkt. Gætið þess að sáldra hveiti yfir þannig að deigið festist ekki við vinnuflötinn eða kökukeflið. Gott er að kæla deigið áður en það er grillað.

Grillið deigið í 20-25 sekúndur á hvorri hlið á heitum grillfleti. Botninn er svo penslaður með ólífuolíu og svo er smurt þunnu lagi af sóltómata maukinu yfir. Þar næst er klettasalati dreift yfir og hráskinkunni raðað ofan á. Loks er skorið í litla bita og fært upp á fat eða disk. Stráið parmesanosti yfir í lokin.

ASTORIA PROSECCO freyðivín frá Ítalíu er frábær lystauki. Verð í vínbúðunum 2.298 kr.

Fréttatíminn mælir með

Eftir svellkaldan vetur hlýtur að fara að vora. Og ef ekki þá tökum við Íslendinginn á þetta, smellum okkur í lopann, kveikjum á pallahitar-anum, teljum okkur trú um að veðrið sé bara ágætt og fáum okkur smá

hvítvín til að fagna vorinu. Þetta er vín frá Chile úr Sauvignon Blanc þrúgunni, framleitt á einni af hinum fjölmörgu vínekrum hinnar spænsku Torres-fjöl-skyldu þar í landi og fellur undir flokk „fair trade“ vína.

Þetta er ekta sumarvín til þjófstarta vorinu og koma

okkur í sumarskapið. Það er ávaxtaríkt og ferskt, léttdrukkið og gott til söturs sem lystauki. Þetta vín hentar líka vel með mildum mat, aðal-lega fiskmeti og fersku salati. Muna bara að drekka það ekki beint úr ísskápnum, þannig kemur bragðið betur fram.

Þjófstart á vorið

Page 53: 04 04 2014

Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV

FÓTB

OLT

I

BADM

INTO

N

SUN

D

HAN

DBO

LTI

KÖRF

UBO

LTI

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • Fax: 520 6665

[email protected] • www.rv.is

RV

1113

Er æfingaferð, keppnisferð,

útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan?

Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum

félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC

pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV.

Helgin 4.-6. apríl 2014 matur & vín 53

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

www.peugeot.is

PEUGEOT 308

Þú finnur okkur á

facebook.com/PeugeotIceland

BÍLL ÁRSINS Í EVRÓPU

PEUGEOT

PEUGEOT 308

kostar frá kr. 3.360.000 Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 3,6L/100kmCO2 útblástur frá 93g

Brugghúsið Borg er fyrir löngu búið að skapa sér sérstöðu á ís-lenska bjórmarkaðinum fyrir stórskemmtilega, uppátækjasama og tilraunakennda stefnu í bjórgerð. Í fyrra kom fyrsti bjórinn af tvöfaldri IPA tegund á markað hér á landi undir heitinu Úlfur Úlfur en venjulegi einfaldi IPA bjór þeirra Borgarmanna heitir Úlfur, bara einu sinni. IPA stendur fyrir India Pale Ale og er alkóhólrík og vel humluð öltegund ekki síst þegar hún er orðin tvöföld enda er Úlfur Úlfur heil 9%. Að sögn Sturlaugs Jóns Björnssonar, bruggmeistara Borgar, seldist Úlfur Úlfur hratt upp í fyrra og er greinileg stemning fyrir þessari tegund af bjór.

Borg til New YorkÍ tilefni af velgengni Borgar mun bjórstaðurinn Beer Street í Brooklyn standa fyrir sérstöku Borg Brugghús-kvöldi um helgina. Bruggmeistarar Borgar verða á staðnum og skenkja úr dælum staðarins Úlfinum tvöfalda auk þess sem boðið verður upp á verðlaunabjórinn Garún nr. 19 og tilraunalögun af Bríó Bríó sem er 9% sterkur Imperial Pilsner. Þetta ætti að vekja lukku hjá hipsterunum í Brooklyn.

Úlfur Úlfur snýr aftur

Íslenska brennivínið í víking til Vínlands

Lengi sátum við Íslendingar einir að hinu alíslenska ákavíti, brennivíninu. Nú er öldin önnur og hægt að valsa inn á næsta bar í Bandaríkjunum og panta sér staup – eða kannski frekar „Northern Lights“ kokteilinn sem ku vera

blanda úr íslensku brennivíni og Amaretto líkjörnum með kreistu af greipaldini og fyllt upp með sódavatni. Það verður ekki tekið af þeim að þeir eru uppátækja-samir kanarnir.

Líka til LA og NY Brennivínið íslenska hóf innreið sína til Bandaríkjanna í nýliðnum mars. Að sögn Óla Rúnars Jónssonar, útflutn-ingsstjóra Ölgerðarinnar sem framleiðir brennivínið, hófst dreifingin í Jackson í Wyoming til þess að létta þar snjóbretta- og skíðafólki lífið en nú þegar skíðavertíðinni fer að ljúka mun brennivínið einnig fást í Los Angeles og New York. Og þá er bara eftir London, París og Róm.

Page 54: 04 04 2014

54 langur laugardagur Helgin 4.-6. apríl 2014

Miðbærinn Langur Laugardagur

Verslunin GuSt var flutt um set fyrr í vetur og er nú við Ingólfs-stræti 2. Húsið var í töluverðri niðurníðslu en hefur verið tekið í gegn og er nú hið glæsilegasta. GuSt er í eigu Guðrúnar Kristínar Sveinbjörns-dóttur fatahönnuðar og hefur verið starf-rækt í miðbænum frá árinu 2001. Guð-rún er hæst ánægð með nýja húsnæðið sem er í eigu GuSt og kveðst glöð að hafa pláss fyrir vinnustofu á sama stað og það muni miklu að greiða ekki lengur háa leigu. Húsið er á tveimur hæðum og er vinnustofan á efri hæðinni þar sem hönnun og hluti framleiðslunnar fer fram. „Ullarflíkurnar eru framleiddar hérna á Íslandi, allt sem ég get framleitt hér heima geri ég hér, sérstaklega flíkur sem koma bara í fjórum til sex eintökum

en flóknari saumaskapur er sendur til saumastofu í Litháen. Ég hef farið þangað í heimsókn og gengið úr skugga um að aðbúnaður

starfsfólks sé góður. Það er mér virkilega mikilvægt. Svo hef ég líka sent verkefni til lítillar saumastofu á Skagaströnd.“

Þessa dagana er sumarlínan að koma úr framleiðslu og í verslunina GuSt sem er vinsæl bæði hjá ferðamönnum og inn-fæddum. „Yfir sumarið býð ég líka upp á ullarflíkur enda peysuveður á Íslandi allt árið,“ segir Guðrún sem í sumar ætlar að bjóða upp á ullarpeysur í ljósum og sumarlegum litum. „Það eru þrjár nýjar týpur af prjóni í framleiðslu fyrir mig svo að það er margt nýtt og spennandi væntanlegt, bæði sumarkjólar og ullar-peysur.“ -dhe

H estamannafélögin á höfuðborgar-svæðinu standa um

helgina fyrir Hestadögum 2014 þar sem ætlunin er að kynna íslenska hestinn fyrir borgarbúum. Í dag, föstudag, frá klukkan 17 til 19 bjóða hestamanna-félögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli gestum og gangandi í heimsókn. Þá verða nokkur hesthús opin og merkt með blöðrum. Í reiðhöllum félaganna verða svo hestateymingar fyrir börn í boði ásamt léttum veitingum. Klukkan

18 sýna börn og unglingar atriði og verður kaffi, svali og kjötsúpa í boði hjá hverju félagi. Á laugar-daginn verður skrúðreið um 150 hesta frá BSÍ um miðbæinn. Að sögn Haralds Þórarinssonar, formanns Landssambands hestamannafélaga, er markmiðið með göngunni að verkja athygli borgarbúa á íslenska hestinum. „Það er ekki nema mannsaldur

síðan hesturinn var aðal farartækið hérlendis. Hann er svo nátengdur okkur og var notaður til allra er-

inda áður fyrr. Síðar tók svo bíllinn við. Fólk átti líf sitt undir hestinum en nú til dags leiðum við sjaldan hugann að því,“ segir Haraldur.

Lögreglumenn og slökkviliðs-menn fara fremstir í skrúðreiðinni og hljómlistarmaður mun blása í lúður. „Þetta er virkilega skemmti-legur viðburður og hestarnir eiga án efa eftir að lífga upp á bæjar-braginn í miðbænum á laugardag-inn. Við hvetjum fólk til að fjöl-menna í miðbæinn,“ segir hann.

Ýmsir aðrir viðburðir tengdir Hestadögum 2014 verða í boði um helgina. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.lhhestar.is.

www.odalsostar.is

Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið.

MARIBÓHLÝLEGUR

Handprjónasamband ÍslandsSkólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Uppskriftir, Lopi, Prjónar, Rennilásar

og Tölur.

GuSt á nýjum stað í miðbænum

Í sumar býður GuSt upp á ullarflíkur í sumarlegum litum enda alltaf peysuveður á Íslandi.

Verslunin GuSt er flutt í glæsilegt húsnæði að Ingólfsstræti 2. Verslunin er á fyrstu hæð og vinnustofan á annarri.

Skrúðreið um miðbæinnÍbúum höfuðborgarsvæðisins gefst kostur á að kynnast íslenska hestinum á Hestadögum 2014. Fjölmargir skemmtilegir viðburðir verða í boði. Á laugardag standa hestamannafélögin á höfuð-borgarsvæðinu fyrir skrúðreið um 150 hesta um miðbæinn.

Skrúðreið um miðbæinn leggur af stað frá BSÍ klukkan 13 á laugardag. Riðið verður upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargötu að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljóm-skálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ.

Haraldur Þórarinsson er formaður Landssambands hestamanna-félaga.

Opið laugardaga og sunnudaga kl.11-17

Laugavegi 59, sími 551 8258

Skólavörðustíg 14Sími 571 1100

Laugavegi 58, sími 551 4884

20% aslátturaf buxum

Page 55: 04 04 2014

MIÐBORGIN OKKAR — ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR— WWW.MIDBORGIN.IS —

GjafakortMiðborgarınnar

okkarFáanlegt í bókaverslunum

miðborgarinnar

Apríl er y�rfullur af viðburðum og lí�. Vorið er á næstu grösum og páskahátíðin setur svip á umhver�ð. Auðvelt er að �nna réttu fermingargjö�na í einhverri af �ölmörgum verslunum miðborgar eða ganga um og njóta menningar og mannlífs.

Vertu þar sem hjartað slær.

LANGUR LAUGARDAGUR 5. APRÍL

3. – 9. apríl

3. – 9. apríl

12. – 17. apríl

1. apríl – 9. maí

24. apríl – 4. maí

Shorts & Docs

Hestadagar í Reykjavík

Blúshátíð Reykjavíkur

List án landamæra

Barnamenningarhátíð

14:00 — Skólatorgi, Skólavörðustíg 2

15:00 — Laugatorgi, við Kjörgarð

16:00 — Barónstorgi, Laugavegi 77

VesturgataRáðhúsiðKolaportTraðarkotVitatorgStjörnuportBergstaðir

Snorri Helgason kemur fram:

Dagskrá í apríl:

Page 56: 04 04 2014

Helgin 4.-6. apríl 201456 tíska

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Pils á 8.900 kr.2 litir:

grátt og svartStærð S - XXL

A-snið

Pils á 5.900 kr."framlenging/undirpils"

2 litir: svart og beinhvítt

Stærð S - XXL

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Pils á 8.900 kr.

grátt og svartStærð S - XXL

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,

Laugardaga 10 - 14

NÝTT NÝTT

Teg Selena - hál�ylltur í 75EF, 80DEF, 85DEF, 90DEF

á kr. 6.850,-

buxur í stíl á kr. 2.580,-

www.siggaogtimo.is

Verð kr. 144.000.- parið

Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal

Glæsikjólar

facebook.com/bernhard laxdal

GlæsikjólarGlæsikjólarGlæsikjólar

20 - 30% afslátturföstudag tillaugardags

Theodóra elísabeT smáradóTTir sTofnandi muffinTopKiller

Buxur sem koma í veg fyrir „muffin top“Theodóra Elísabet Smáradóttir, er stofnandi fatamerkisins MuffinTopKiller. Hún er jafnframt hönn uður merkisins sem hefur slegið rækilega í gegn síðustu misseri. Fyrirtækið selur vörur sínar á netinu en er með saumastofu og sýningarsal í Keflavík, heimabæ Theodóru.

„Ég byrjaði að sauma hundaföt árið 2005 og þau urðu svo vinsæl að í dag er ég með vörulager í Svíþjóð þaðan sem ég sel fötin til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. En það var alltaf frek-ar rólegt í hundafötunum á sumrin svo ég fór að sauma leggings samhliða þeim rekstri, segir Theodóra, stofnandi MuffinTop-Killer fatamerkisins. Ég byrjaði á því að gera buxur bara fyrir mig og vinkonur mínar en svo vatt þetta bara svona upp á sig. Ég ákvað því að stofna merkið og opna netverslun ásamt samstarfskonu minni Þóru Björk en hún hef-ur starfað hjá mér síðan 2005 með stuttu hléi. Við fórum saman út í efna-leiðangur þar sem við fundum góð og vönduð efni sem notuð voru til að búa til fyrstu línuna.“

Engar venjulegar leggingsÞað voru samt engar venjulegar

leggings sem Theodóra byrjaði að sauma fyrir sig og vinkonurnar, heldur leggings sem koma í veg fyrir „muffin top”. „Það sem þessar leggings og núna líka buxur, snú-ast um er þessi góða teygja í mittið. Ég var orðin svo leið á því að finna aldrei almennilegar leggings eða sokkabuxur. Mittið var alltaf svo þröngt og gerði ekkert fyrir mann. Þröngar buxur eða leggings eiga það til að vera svo asnalega hann-aðar fyrir venjulegar konur, þrýsta á líkamann og búa til óþarfa línur. Oft kemur þá oft upp úr strengnum svona „muffin top”. Ég var orðin hundleið á því að vera í fínum kjól

og í gegn sáust þessar lín-ur. Þetta eru samt eng-ar aðhaldsbuxur sem þú getur ekki hreyft þig í. Þetta snýst ekki um að þrýsta öllu inn og virka mjórri heldur

snýst þetta um að vera í þægilegum fötum og líða vel,“ segir Theodóra.

Það eru greini-lega fleiri konur sem hugsa eins og hún því línan hefur slegið al-gjörlega í gegn. „Ég opnaði net-verslunina kort-

er í jólin 2012 og viðbrögðin voru ótrúleg. Netsíðan bara hrundi svo ég þurfti að færa hana á annan hýsil þar sem

straumurinn var svo mikill. Þetta kom mér mjög skemmtilega á óvart. Og síðan hefur þetta verkefni, sem átti að vera til hliðar við annað, bara verið stöðug vinna.“

Lærði af ömmu„Ég er algjörlega sjálflærð en ég

hef alltaf haft gaman að fötum og amma kenndi mér að sauma þeg-ar ég var lítil.“ Theodóra saumar ekki mikið sjálf lengur þar sem all-ur hennar tími fer í reksturinn, en hún er komin með tvær manneskj-ur í fullt starf og leitar nú að þeirri þriðju. Línar vex stöðugt og nú hafa peysur úr íslenskri ull bæst við bux-urnar. „Smekkur kvenna er auðvi-tað mjög misjafn en við reynum að hafa eitthvað fyrir alla. Þess vegna erum við með skræpótta liti og nátt-

úrulega, þunn efni og leður, línan er mjög fjölbreytt,“ segir Theodóra. „Mér finnst ótrúlega gaman að geta boðið upp á svona breiða línu og skemmtilegt hvað kúnnarnir okk-ar eru fjölbreyttur hópur en hing-að koma bæði fermingarstelpur og ömmur þeirra að versla.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Þægilegar leggings sem koma í veg fyrir óþarfa línur í mittinu. Buxurnar henta, að sögn Theodóru, ekki bara við öll tækifæri heldur eru þær líka ótrúlega þægilegar.

Theodóra segir tilganginn með MuffinTop buxunum ekki vera þann að þrýsta öllu inn heldur að líða sem best í fötunum, án þess að hafa áhyggjur af því að allt sé of þröngt eða stutt í mittið.

Page 57: 04 04 2014

tíska 57Helgin 4.-6. apríl 2014

Vertu vinur á

við elskum skó

24.990 kr.16.990 kr.

16.990 kr.

4.690 kr.

12.990 kr. 14.990 kr.

12.990 kr.19.990 kr.

VELKOMIN Í SMÁRALINDSkoðið úrvalið á bata.is

12.990 kr.

Landsins mesta úrval af

herraskómVertu velkominn

til okkar í Smáralind

Blómamynstur áberandi í sumarStærðir: 16-26Verð: 10.990 kr.

Curvy.isFákafeni 9S. 581-1552

SumarkjóllinnFæst í mörgum litum

Verð 8.900 kr.

Möst C Bláu húsunum við Faxafen

S. 588 4499

Fallegir litir Tunica 7.990 kr.Peysa 11.990 kr.Buxur 6.990 kr.

BelladonnaSkeifunni 8S. 517 6460

Töff leður í sumarBlússa 10.990 kr.

Pils 6.990 kr.

My StyleBæjarlind 1-3

S. 571 5464

Hörkjóll fyrir sumariðLitur: FjólublárStærð: 2-5 (42-54)Verð: 43.800 kr.

Stórar stelpurHverfisgötu 105S. 551 6688

Svalur gull kjóllHör og viskose með bómullarfóðri.

Stærðir: 36-44Verð 32.990 kr.

Stíll Laugavegi 58

S. 551 4884

Bjartir litir og blómamynstur

Page 58: 04 04 2014

58 heilsa Helgin 4.-6. apríl 2014

Rannsókn samband sykuRlausRa dRykkja og hjaRtakvilla

sími: 588 8998

Steinbökuð gæðabrauðað hætti Jóa Fel

Hjartakvillar eldri kvenna tengdir við neyslu sykurlausra drykkja

– Lifið heil

ÍSLENSKA

/SIA

.IS

/LY

F 6

8532

04/

14

www.lyfja.is

Fyrirþigí Lyfju

www.lyfja.is

Fyrirþigí Lyfju

www.lyfja.is

Lægra verð í LyfjuBioténe

Munnúði, munnskol, munngel og tannkrem sem vinnur gegn munnþurrki.

20%afsláttur Gildir út apríl

k onur sem hafa farið á breytingaskeiðið og drekka tvo eða fleiri sykurlausa

drykki á dag eru líklegri en ella til að fá sykursýki, háan blóðþrýst-ing og hærri BMI stuðul. Rann-sóknin var gerð að frumkvæði bandarísku samtakanna „Womens Healt Initiative“, en þau hafa að markmiði að efla rannsóknir á heilbrigði kvenna og vinna að forvörnum gegn sjúkdómum og heilsutapi kvenna.

Niðurstöður rannsóknarinn-ar, sem náði til 60.000 kvenna í Bandaríkjunum á meðalaldrinum 63 ára, og Huffingtonpost fjallaði um á dögunum, sýna greinilegt

samband milli neyslu sykurlausra gosdrykkja og ýmissa hjartakvilla.

Rannsóknin er sú viðfangsmesta til þessa til að fjalla um samband sykurlausra drykkja og hjartasjúk-dóma og tók lífsstíl og BMI-stuðul þátttakenda til greina. Konur sem drukku tvo eða fleiri sykurlausa gosdrykki á dag voru ekki aðeins 30% líklegri til að fá hjartaáfall eða slag, heldur voru þær líka 50% lík-legri til að deyja úr einhverskonar hjartasjúkdómum en konur sem drukku sjaldan eða aldrei sykur-lausa gosdrykki.

Samkvæmt eldri rannsóknum drekkur einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum sykurlausa

drykki á hverjum degi og helm-ingur þeirra drekkur meira en tvö glös á dag.

Sumir halda sykurlausa drykki vera hollari en sykurdrykki en fjöldi rannsókna sýnir að gervisæt-an í sykurlausu drykkjunum getur haft ýmiskonar skaðlega áhrif og nú bætast neikvæð áhrif á hjartað við þær rannsóknir.

Rannsakendur segja niðurstöð-urnar eiga að hringja viðvörunar-bjöllum og fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir gos-drykki.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Í tilefni af alþjóðlegri viku sem til-einkuð er minni saltneyslu vill embætti landlæknis vekja athygli á því að þrátt fyrir að saltneysla hafi minnkað um 5% frá árinu 2002 borði Íslendingar enn of mikið salt. Þetta sýna niðurstöður landskönn-unar á mataræði meðal fullorðinna sem fram fór 2010–2011. Meðal-neysla karla á salti er a.m.k. 9,5 g og kvenna 6,5 g á dag.

Hversu mikið salt að hámarki á dag?Samkvæmt nýjum norrænum ráð-leggingum er ekki mælt með að borða meira en 6 g af salti á dag

og börn 2–9 ára ættu ekki að neyta meira en 3–4 g á dag. Þörfin fyrir salt er hins vegar ekki meiri en 1,5 g af salti á dag.

Draga má úr hækkun blóðþrýstingsMælt er með að dregið sé úr salt-neyslu. Þannig má draga úr hækk-un blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Minni saltneysla get-ur einnig dregið úr líkum á ákveðn-um tegundum krabbameina.

Danir hafa sýnt fram á það að með því að minnka saltneyslu um 3 grömm á dag að meðaltali hjá þjóð-

inni megi koma í veg fyrir um það bil 1000 dauðsföll á ári af völdum hjarta og æðasjúkdóma og heila-blóðfalls.

Til að draga úr saltneyslu er ráð-lagt að sneiða hjá saltríkum vörum, velja saltminni vörur, takmarka salt í matreiðslu og við borðhald en nota annað krydd eða kryddjurtir í stað-inn.

Samkvæmt nýjustu rannsóknum hafa sykurlausir drykkir mun meiri áhrif á hjartað en áður var talið og konur virðast vera í sérstökum áhættuhópi.

Drögum úr saltneyslu

Page 59: 04 04 2014

heilsa 59Helgin 4.-6. apríl 2014

Kolvetnaskert,próteinríkt og fitulaust

4x30

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Hentar fyrir LKL mataræði

Góð ráð gegn svefnleysiHægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar er um að ræða það ástand að fólk sé sí-fellt að vakna upp eftir að það hefur sofnað og eigi erfitt með að sofna aftur. Hins vegar er það ástand að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöld-in. Svefnleysi getur verið tímabund-ið, komið fyrir endrum og eins eða verið viðvarandi vandamál.

Ástæður svefnleysis geta verið ýmsar. Ein ástæða gæti t.d. verið sú að viðkomandi hafi fengið of mikið af koffíni yfir daginn og skal þá hafa í huga að áhrifa koffíns getur gætt í allt að 20 tíma. Annað sem erfiðara er að hafa stjórn á eru sálfræðileg-ir þættir. Ýmsir þættir geta valdið streitu, s.s. áhyggjur af vinnu, fjöl-skyldu eða fjármálum. Vitaskuld geta verið margar aðrar ástæður fyrir svefnleysi, t.d. nýtt umhverfi, sársauki eða jafnvel áhyggjur af svefnleysinu sjálfu. Hér á eftir fara nokkur ráð sem fólk getur prófað en hafa skal í huga að þessi ráð koma ekki í staðinn fyrir ráðleggingar lækna.

Bæta líferni og matarvenjur:Sleppa því að fá sér mat og

drykk sem geta haft áhrif á svefn. T.d. sykur, kaffi, kakó, kók og te auk áfengis.

Læra að slappa af, stunda t.d. yoga.

Hreyfa sig nóg. Líkamlega áreynsla svo sem stífur göngu-túr eða röskur sundsprettur eykur líkamlega þreytu jafn-framt því að slá á streitu og and-lega spennu.

Bætiefni og jurtir sem geta bætt ástandið:

Avena sativa (grænir hafrar) er ótrúlega áhrifarík jurt gegn svefnleysi og taugaspennu.

Garðabrúða hefur róandi og slakandi verkun, gott fyrir þá sem eiga erfitt með að slappa af.

Humall er einstaklega virk jurt gegn svefntruflunum og svefn-leysi. Einnig er humall sér-staklega ráðlagður konum sem eiga erfitt með svefn um og yfir breytingaaldurinn.

Hjartafró (melissa) er bragð-góð jurt (dauft sítrónubragð) sem hefur mild róandi áhrif og er mjög vinsæll kvölddrykkur í þeim löndum sem jurtin á rætur að rekja.

Tekið af vefnum heilsa.is

Bioeffect vörurnar frá Sif Cosmetics, sem eru seldar undir vörumerkinu EGF á Íslandi, dótturfélags OEF líf-tækni, hlutu á dögunum virtustu verðlaun snyrtivöru-geirans í Belgíu. Vörurnar hlutu verðlaun í flokki bestu nýju snyrtivaranna 2014. Önnur merki sem kepptu í sama flokki þetta árið voru þekkt og rótgróin tískuhús á borð við Chanel, Armani, Helena Rubinstein og Clarins. Það var dreifingaraðili Bioeffect, Anne Coens, sem tók við verðlaununum fyrir hönd Sif Cosmetics. Þetta er ekki upphafið að sigurgöngu merkisins en það hefur nú þegar hlotið fjöldann allan af erlendum verðlaunum og viðurkenningum um alla Evrópu. Nú eru þrjú ár síðan BioEffect vörurnar komu á markað en þær fást í yfir 450 verslunum í 20 löndum víðsvegar um heiminn. Vinsæl-asta vara línunnar er án efa BioEffect húðdroparnir en þeir eru meðal annars mest selda varan um borð í flug-vélum British Airways og fleiri flugfélaga.

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

REYKJAVÍK SHORTS & DOCS3 - 9 APRÍL

HAROLD AND MAUDE SUN: 20.00 (16)

Íslenskar snyrtivörur slá í gegn

Lene Kemps ritstjóri, Anne Coens, dreifingaraðili Bioef-fect í BeNeLux-löndunum, Delphine Kindermans ritstjóri.

Page 60: 04 04 2014

60 heilsa Helgin 4.-6. apríl 2014

Heilsa að drekka reglulega jurtate er einföld leið til Heilsubótar

Jurtate fyrir heilsuna

PiparmyntutePiparmynta (pepperm-int) minnkar uppþembu og vindverki auk þess að hún minnkar vöðva-krampa. Gott er að drekka piparmyntute við ógleði og líka til að hita upp líkamann fyrir átök. Þeim sem eru með brjóstsviða er hins vegar ráðið frá því að drekka þetta te.

EngiferteEngifer (ginger) hjálpar til við meltinguna og dug-ar vel gegn ógleði, hvort sem það er morgunógleði eða flugveiki. Tilvalið er að rífa niður ferska engiferrót til að nota í te, og þegar kvefpestir herja á er gott að bæta við smá sítrónusafa og hunangi.

KamilluteKamillute (camomille) er unnið úr kamillublómum og hefur það bæði róandi og slakandi áhrif. Gott er að drekka það fyrir svefn og getur kamill-blómið jafnvel unnið gegn svefnleysi. Eins og

mörg te hjálpar það líka meltingunni.

RauðrunnateRauðrunnate (rooibos) er ríkt af C-vítamíni og steinefnum, og stuðlar að upptöku járns úr fæðunni. Það er mikið ræktað í

Suður-Afríku þar sem því er hampað vegna an-doxunaráhrifa og er talið geta unnið gegn öldrunar-einkennum.

HjartafróHjartafró kallast einnig sítrónumelissa (lemon balm) og er afar frískandi sítrónubragð af því. Teið er tilvalið til að drekka sem íste. Hjartafró er talin geta lyft upp geðinu og er mælt með henni fyrir kon-ur á breytingaskeiðinu.

MjólkurþistillMjólkurþistill (milk thistle) er helst þekktur fyrir hreinsandi áhrif á lifrina og hjálpar henni að starfa vel. Fólki með lirfarsjúkdóma er þannig ráðlagt að drekka te úr mjólkurþistli.

RósaraldinTe úr þurrkuðu rósarald-ini (rosehip) er ein besta uppspretta C-vítamíns úr jurtaríkinu og stuðlar að sterku ónæmiskerfi, heilbrigðri húð og styður við starfsemi nýrnahettn-anna. Rósaraldinte er tilvalið þegar þú þarft á orkuskoti að halda.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Jurtate eru ekki aðeins bragðgóð heldur hafa þau margvísleg heilsu-bætandi áhrif. Til að þau virki þarf vitanlega að huga vel að hráefninu og lífrænt vottuð te sem kosta eilítið meira eru sannarlega peninganna virði.

É g ákvað að prófa Femarelle síðasta vetur eftir að hafa lesið frásögn konu í blaði þar sem hún lýsti ánægju sinni

með vöruna,“ segir Soffía Káradóttir sem á þeim tíma var að byrja á breytingaskeið-inu en vildi ekki nota hormóna. „Ég fann fyrir hitakófum, fótaóeirð, skapsveiflum, líkamlegri vanlíðan og vaknaði oft upp á nóttunni.“

Eftir að Soffía hafði tekið Femarelle inn í aðeins 10 daga hurfu öll einkenni breytinga-skeiðsins. „Nú fæ ég samfelldan svefn, finn ekki lengur fyrir hitakófum eða fótaóeirð og líður mun betur á allan hátt og er í góðu jafnvægi.“

Soffía mælir hiklaust með Femarelle við vinkonur sínar. „Ein þeirra hætti á hormón-um og notar Femarelle í dag. Ég mæli með því að allar konur á breytingaaldrinum prófi Femarelle og get ekki ímyndað mér hvernig mér liði í dag ef ég hefði ekki kynnst þessu dásamlega undraefni.“

Virkni Femarelle hefur verið stað-fest með fjölda rannsókna á undan-förnum 13 árum. Femarelle er fáanlegt í apótekum, heilsuversl-unum og í heilsuhillum stór-markaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is og á Facebo-ok-síðunni Femarelle.

Femarelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og vinnur á einkennum tíða-hvarfa hjá konum. Hitakóf, nætur-sviti, skapsveiflur og verkir í liðum og vöðvum eru algeng einkenni tíðahvarfa.

KYNNING

Femarelle er dásamlegt fyrir konur á breytingaskeiði

Soffía Káradóttir hefur notað Fem-arelle í rúmlega ár og segir árangurinn mjög góðan. Eftir aðeins 10 daga notkun hurfu öll einkenni breytinga-skeiðsins. Fem-arelle er náttúruleg vara, unnin úr soya og hefur virkni þess verið staðfest með fjölda rannsókna á undanförnum 13 árum.

Einkenni breytingaskeiðsins hjá Soffíu Káradóttur, eins og hitakóf, fótaóeirð, skapsveiflur og svefnleysi hurfu eftir aðeins 10 daga notkun á Femarelle.

UU.IS/BORGIR/DUBLINÚRVAL ÚTSÝN BORGIR

HLÍÐASMÁRA 19, KÓP. | S. 585 4000 | UU.IS

DUBLIN 24. apríl – 27. apríl

HOTEL BALLSBRIDGEFRÁ 79.900 KR.á mann m.v. tvo fullorðna í tvíbýli með morgunverði.

VAKANDI!VERTU

blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR

30% brotaþola segja aldrei frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, [email protected]

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

prooptik.is

Page 61: 04 04 2014

Helgin 4.-6. apríl 2014

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

8BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

NR40

RISAPÁSKAEGG

HEPPINN FACEBOOK VINUR

VINNUR 3KG PÁSKAEGG

FRÁ FREYJU:)

FRÍTTSENDUM

ALLAR VÖRURTIL PÁSKA

Vinnustofur Dale Carnegie hafa notið mikilla vin sælda. Þar gefst fólki í við skipta ­lífinu tæki færi til að hittast og auka hæfni sína.

Á þessari vinnustofu muntu efla eigin leið toga hæfi leika. Með því að bæta tjá skipti þín verður þú enn áhrifa meiri. Þú kemur skila boðunum betur frá þér, hefur jákvæð áhrif og eykur virkni í þínu nánasta um hverfi. Með jákvæðum tjá skiptum veitir þú öðrum inn blástur.

Hvenær: 8. apríl kl. 8.30 til 10.00

Hvar: Ármúli 11, 3. hæð

Fyrir hverja: Alla sem vilja bæta samskipti og efla eigin leiðtogahæfileika

Verð: Ókeypis

Skráning í síma 555 7080 eða á dale.is/meiristarfskraftur

Þér er boðið á vinnustofuna

H V E TJ A N D I S A M S K I P T IViltu hafa áhrif?

The Quality Management System of Dale Carnegie© Global Services isISO 9001 certified.

ÍSLE

NSK

A SI

A.IS

DAL

685

99 0

4/14

Axel Sigurðsson Sif Garðarsdóttir

Frummælendur:Axel Sigurðsson, hjartalæknirMá varast hjarta- og æðasjúkdóma með mataræði?

Sif Garðarsdóttir, heilsumarkþjálfi frá IINRétta leiðin

Ragna Björg Ingólfsdóttir, Ólympíufari og áður atvinnumaður í badminton Breytt mataræði - sem leið til árangurs í íþróttum?

Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingurMáttur skynseminnar í matarvali

Fundarstjóri: Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ

Auk frummælenda situr fyrir svörum Sólveig Eiríksdóttir á Gló.

Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 8. apríl 2014

Berum ábyrgð á eigin heilsu

Máttur matarins!Gott mataræði – betri heilsa - meiri lífsgæði

Fræðslunefnd Náttúrulækninga-félags Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 19:30.

Ragna B. Ingólfsdóttir

Geir Gunnar Markússon

Tryggvi Þorgeirsson

Sólveig Eiríksdóttir

• Getur matur skapað sjúkdóma?• Er sykur eitur fyrir líkamann?• Má varast sjúkdóma með mataræði?• Er matur vanmetinn sem leið

til bættrar heilsu?• Samsetning matarins,

skiptir hún máli?

Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 2.000.

Frítt fyrir félagsmenn.Fyrir 4-6

Tómatsósa3 msk ólífuolía1 stk hvítlauksrif, skorið í sneiðarrauðar piparflögur á hnífsoddi5 stk fersk basilikumlauf2 ds maukaðir tómatarsjávarsalt

Aðferð:1. Hitið olíu í potti og setjið hvítlauk, rauðar piparflögur og basilíku út í. Steikið þar til ilma fer. Hellið tómötunum út í. Hrærið og látið malla í 15 mínútur.2. Maukið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Má sleppa. Notið sósuna við samsetningu á réttinum.

Lasagne2 stk kúrbítar, skornir í tvennt og síðan langsum í þunnar sneiðar2 msk ólífuolía1 tsk oregano1 tsk timjan½ tsk sjávarsalt¼ tsk svartur pipar1 kg kotasæla eða 1 ½ stór dós kotasæla2 stk egg40 g fersk basilíka, söxuð100 g spínat, saxað2 dl 17% ostur, rifinn og meira til að sáldra yfir½ tsk rauðar piparflögurörlítið sjávarsalt og svartur pipar3 msk ristaðar furuhnetur

Aðferð:1. Stillið ofninn á 180°C.2. Leggið kúrbítssneiðarnar í fat og hellið ólífuolíu yfir. Sáldrið ½ tsk. af salti og oregano og timjan yfir. Blandið varlega sama. Geymið.3. Blandið saman í skál öðrum hráefnum. Smakkið til með salti og pipar.4. Olíuberið eldfast mót. Setjið nokkrar matskeiðar af tómatsósunni á botninn. Raðið ?af kúrbítssneiðum þar ofan á. Setjið síðan ?af kotasælusósunni þar yfir. Endur-takið tvisvar sinnum í viðbót. Hellið síðan tómatsósunni yfir. Sáldrið ostinum ofan á og bakið í 20 mínútur. Sáldrið furuhnetum yfir og berið fram

Höfundur: Erna Sverrisdóttir, gottimatinn.is

Kúrbítslasagna með kota-sælu, spínati og basil

Page 62: 04 04 2014

62 heilabrot Helgin 4.-6. apríl 2014

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

BORG ÞÁTT-TAKANDI

SKIPTA

KVÆÐIPILI FLOG ÚT

BYGGING

SOÐNINGUR

AÐ LOKUM

GUÐ

ARRÁSAMT

FITLA

REIKASKÓLI

KÚGUN

STEIN-TEGUND

GERVIEFNI

SÁRSAUKI

TVEIR EINS

DRÁPS-TÆKI

FJÖRGA

ÞANGAÐ TIL

SKREFA

SKRAPA

DÆSA ÍS ÓVANISPYRNA

FYRIR-MYND

LAMPI

TRJÁ-TEGUND MISTAKAST

HVERS EINASTA

FYRIRHÖFN

HAM-FLETTA

LOGA

FRÆGÐAR-VERKS

TREYSTA

ÓBUNDIÐ

BRÚKA

SAM-FESTINGUR

LUMMÓ

Í RÖÐ

AÐGÁT

ÞREFA

SKOÐUN

SKJÖGUR

VAFRA

OFNEYSLA

STEYPA

TVEIR EINS

LÍTILL

BEYGÐU

TANGI

SJÁ EFTIR

BRAGUR

GJALD-MIÐILL

ÞYNGD

AFSPURN

TENGJA

ANGAN

VIÐUREIGN

PLAT

NÆGURSKJÁLFA

TALA

DJÆF

SJÁÐU

VERÐA RJÓÐUR

SKIPTITÍUND

ÓKYRR

ÓNÆÐI

SVARI

Í RÖÐ

FOLD

HÁTÍÐ

HRYGNING

FOR

LÚSAEGG

GYÐJA

FÉMUNIR

MUN

NÚMER

ULLAR-FLÓKI

ÓSA

RAGN

SKEL ÓSKA

HÆNGURSKILYRÐIS-LAUS

183

8 1

5 7

3 9 4

4 6

8 9

2 1 3

6 7 1 3

9

5 2 6 9

6 5 9

4 7

7 9 1 2

9 2 1

8 3 2

6 4 8 5

3 4

8 6

4 5 2

552-8222 / 867-5117HAFNARFIRÐI

KAUPUMKAUPUMKAUPUMKAUPUMKAUPUMGamla

Heimilismuni{Postulín} {Leikföng}

{Silfur} {Þjóðlega muni}{Gamla síma}…

25%afsláttur

Af öllum linsum

prooptik.is

KRINGLUNNI 2. HÆÐHAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI

SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS

EINELTI LEIÐSLA K EIGI

HAMINGJA E ENNÞÁ MÓTLÆTI ÚT

ELDHÚS-ÁHALD

ÓNN O S T A S K E R IO F N GRÆÐA

SKARÐ L Æ K N A NFÝLDUR S Ú

MÝKING

BREIÐUR FJÖRÐUR L I N U N

Ó R O F A SKOTVOPNÁTT

RÚN N AT

ERLENDIS

MJÓLKUR-AFURÐ Y

SNJÓ-HRÚGA

DRYKKUR S K A F L URIN

KRÁ B Ú I N

ÓVILD

ÓSLITINN

SVALLA

R

V O T T U N STANDA VIÐ

ÓSTILLTUR

HRAÐ-STREYMI Ó K Y R R STOPPAÁBEKING

Í S R E K Í VAFA

SUNDFÆRI E F I N S ILMA PJATLA SÍSHROÐI

HLEYPA

S T AYFIRHÖFN

ÞESS VEGNA K U F L ESPAST Æ S A S TY

T U HLJÓÐNA

RÁF Þ A G N AELDUNAR-

ÁHALD

SAMSTÆÐA P A N N AÍ RÖÐ

ERTA

I R R A RÁNDÝR

TVEIR EINS G A U P A HVOFTUR

DANS G I NR

LYKTIR

FYRST FÆDD E N D I SKÓLI

FLUGVÉL M A STAGL

FÚADÝ T A F SN E I N D ÞARFNAST

FRÆ Þ U R F AÁTT

STEIN-TEGUND S ATÓM

EFNI

I L K I DRULLA

SKORTUR F O R TÚN

ÖRVERPI E N G I HAGNAÐSÖRLÁTUR S

FRAM-KVÆMT

ÁNA G E R TUNGUR FUGL

TRUFLA U N G I GRAFÍSK AÐFERÐ GBATA

Ó T AHRÍSLU-SKÓGUR

HRÆÐSLA K J A R R ÓKLEIFUR

Í VIÐBÓT Ó F Æ RBS EINLEIKUR

KK NAFN S Ó L Ó HERMA

ÞYS A P AHLÓÐIR

FLJÓT-FÆRNI S T Ó

P A N T A UTASTUR

FÆDDI Y S T U R HREYFING

SKST. I ÐKAUPA INN

MÆLI-EINING

A R A T ÞRÁ Ó S K RANNSAKA K A N N AKR I M I L L TIL A Ð DÆLING S O GPÍLÁRI

P

182

lauSnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

kroSSgátan

1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. 2. Í Sandgerði. 3.

Ketilsdóttir. 4. Talant Dujshebaev. 5. Sjónarhóll. 6. Í

Höfnum, sem nú tilheyra Reykjanesbæ. 7. Tryggvi Þór

Herbertsson. 8. Elliði Vignisson. 9. Sveinn Björnsson. 10. Marge. 11. Katmandú. 12. 17. 13. Calvin Klein. 14. Sri

Lanka (konan var Sirimavo Bandaranaike árið 1960).

15. Annie Mist.

1. Hvað heitir þingflokksformaður Sjálf-

stæðisflokksins?

2. Í hvaða bæjarfélagi er veitingahúsið

Vitinn?

3. Hvers dóttir var landnámskonan Auður

djúpúðga?

4. Hvaða handknattleiksþjálfari sló til

Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara

Löwen, á dögunum.

5. Hvað heitir húsið sem Lína Langsokkur

býr í?

6. Í hvaða sveitarfélagi ólst söngvarinn

ástsæli, Vilhjálmur Vilhjálmsson, upp?

7. Hver er verkefnisstjóri skuldalækkunar

ríkisstjórnarinnar?

8. Bæjarstjóri Vestmannaeyja var tepptur

í Reykjavík í fjóra daga vegna verkfalls

Herjólfs. Hvað heitir bæjarstjórinn?

9. Hver var fyrsti forseti íslenska lýð-

veldisins?

10. Hvað heitir mamman í Simpsons þátt-

unum?

11. Hver er höfuðborg Nepal?

12. Hver er næsta prímtala á eftir 13?

13. Hvaða heimsfrægi fatahönnuður var

gestur á Hönnunarmars um síðustu

helgi?

14. Hvaða land varð fyrst til að velja konu í

sæti forsætisráðherra í heiminum?

15. Hvaða íslenska stúlka var á síðum

bandaríska Vogue á dögunum?

Rakel skorar á Ársæl Frey Hjálmsson rafvirkja.

Úlfhildur Eysteinsdóttirútvarspkona hjá RÚV

Spurningakeppni fólksins

?

Rakel Sigurjónsdóttir nemi

Svör

1. Pass.

2. Sandgerði. 3. Auðunsdóttir.

4. Talant Dujshebaev. 5. Sjónarhóll. 6. Keflavík.

7. Pass.

8. Elliði Vignisson.

9. Pass.

10. Marge.

11. Pass.

12. 17.

13. Calvin Klein.

14. Pass.

15. Annie Mist.

1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. 2. Sandgerði. 3. Pass.

4. Talant Dujshebaev.

5. Grænihóll.

6. Höfnum.

7. Tryggvi Þór Herbertsson. 8. Pass.

9. Sveinn Björnsson.

10. Marge.

11. Katmandu.

12. 15.

13. Calvin Klein.

14. Pass.

15. Aníta Hinriksdóttir.

? 8 Stig

9 Stig

Page 63: 04 04 2014

Kraftaverk

Sveppurkr. 1.790

SkafkortÞú skefur af þeim löndum sem þú hefur heimsótt.

(Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990

Kanínakr. 1.890

Íkornikr. 1.690

Uglakr. 1.790

Broddgölturkr. 1.790

Kanínameð gulrót

kr. 1.690

Krítartafla með 6 krítum, kr. 1.690

Pennastokkurmeð 12 trélitum og yddara.kr. 1.390

URBANEARS Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman 2 eða fleiri. Tvær gerðir og ótal litir. Verð frá kr. 9.700

Dominoskr. 1.100

PizzaPeddler

Apinn áeinhjólinu

sker pizzunaþína í sneiðar

um leið oghann hjólar.

Kr. 3.290

Frístandandi hnattlíkan Þú stillir því upp og það snýst og snýst. Kr. 3.390

Disney bollarÍ fallegum gjafapakkningum. Kr. 790

Eilíf›ardagatalMoMA

Einstök hönnunfrá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 5.900

Lasso flöskustandur(Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu.

Kr. 3.900

Kr. 3.600,-

CubebotVélmenni úr við.Verð frá 1.590 kr.

skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Íslandskorti› gamla gó›aStærð: 50x70 cm. Aðeins kr. 750

Heico lampihvutti, kr. 10.700

Heicosparigrís

Kr. 2.690

Page 64: 04 04 2014

SkjárEinn telur niður þar til Læknirinn í eldhúsinu birtist á skjánum þann 17. apríl. Fyrsti þátturinn verður til-einkaður páskunum og Ragnar Freyr ætlar að reiða fram dýrindis lambakjöt sous-vide fyrir vini sína. Með lambinu ætlar Ragnar Freyr að töfra fram fyllta portobello sveppi ásamt silkimjúkum pommes fondantes kartöflum sem gera má ráð fyrir að æri upp sultinn. Fyrsti þátturinn af Læknirinn í eldhúsinu hefst fimmtudaginn 17. apríl klukkan 20!

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS

Þ að er sannkölluð veisla fram-undan hjá kvikmyndaunn-endum því þrjár frábærar bíómyndir detta inn í SkjáBíó á

föstudaginn. Yndislega Disney-myndin Frozen hefur heldur betur slegið í gegn hjá ungu kynslóðinni enda um einstak-lega fallega teiknimynd að ræða. Frozen fjallar um Önnu og stórskemmtilega snjókarlinn Ólaf sem lenda í æsilegum ævintýrum í kjölfar þess að systir Önnu, snædrottningin Elsa, leggur álög á kon-ungsríkið og breytir því í vetrarveröld. Þrefalda Óskarsverðlaunamyndin 12 Years a Slave ætti að falla í kramið hjá þroskaðri áhorfendum en hún var meðal annars valin besta mynd ársins og fær 8,3 í einkunn á kvikmyndasíðunni www.imdb.com. Það er svo Lars Von Trier-myndin Nymphomaniac 2 sem setur punktinn yfir i-ið í þessari þrusu þrennu en þessi umdeilda kvikmynd verður frumsýnd í SkjáBíó sama dag og hún kemur í kvikmyndahús.

Hver er á K?

Lambakjöt í páskamatinn

Einn vinsælasti þátturinn á Skjá-Einum, Unforgettable, hefur aftur göngu sína miðvikudaginn 16. apríl klukkan 21.10 eftir stutt hlé. Þættirnir snúast um lögreglukonuna Carrie Wells sem glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem gerir henni kleift að muna allt sem hún hefur séð eða heyrt á ævinni. Hin ástralska Poppy Montgomery, sem leikur Carrie, er einna þekktust fyrir leik sinn í sjón-varpi en hún fer með hlutverk Joanne K. Rowling, höfundar Harry Potter-bókanna, í sjónvarpsmyndinni Magic Beyond Words: The JK Rowling Story frá árinu 2011.

Það er engin ládeyða á K100 þar sem leikurinn „Hver er á K?“ stendur sem hæst um þessar mundir. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að fjórar þekktar raddir lesa setninguna „Hver er á K“ og skipta á milli sín orðunum. Allir hlust-endur sem ná í gegn fá biómiða í Sambíóin og með það að giska á eitt nafn tryggir glæsilega verðlaun, en að til að næla sér í stóra vinninginn þarf að giska á nöfnin í réttri röð. Eins og stendur eru 200.000 krónur í pottinum en hann fer hæst í 500.000 krónur og samkvæmt Svala verður ekki hætt að spila fyrr en potturinn gengur út. Það er því til mikils að vinna með því að hlusta á K100 en leikurinn er í gangi frá 8 til 17 alla virka daga.

Úr smiðju teiknimyndarisans Marvel koma spennuþættirnir Agents of S.H.I.E.L.D. um sveit óárennilegra ofurhetja sem sett er á laggirnar af bandarísku ríkisstjórninni með það fyrir augum að bregðast við yfirnáttúrulegum ógnum á jörðinni. Í fyrsta þættinum er fylgst með því þegar sveitin, með Phil Coulson í fararbroddi, eltir uppi dularfullan mann sem býr yfir

sérstökum hæfileikum og fær til liðs við sig tölvurefinn Skye. Það er Clark Gregg sem fer með aðalhlutverk þáttanna en hann leikur einmitt samnefndan Phil Coulson í stórmyndinni The Avengers frá árinu 2012.

Fyrsti þátturinn verður sýndur fimmtu-daginn 10. apríl klukkan 22 en nálgast má fyrstu 12 þættina á SkjáFrelsi.

Ógleymanleg spenna Yfirnáttúruleg ofurmenni

Bráðskemmtilegt föstudagsbíó!

Nymphomaniac 2 eftir Lars Von Trier verður frumsýnd í SkjáBíó sama dag og hún kemur í kvikmyndahús.

Disney-myndin Frozen.

Þrefalda Óskarsverðlaunamyndin 12 Years a Slave.

tekk company og habitatkauptún 3sími 564 4400vefverslun á www.tekk.is

opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18og sunnudaga kl. 13-18

Púðar verð frá 3.900 kr.

NÝJAR VÖRURFRÁ

HOUSEDOCTOR

Hálsmen 2.900 kr.

Kollur 16.900 kr.

Bakkaborð 23.900 kr.

Matar/kaffistell verð frá 1.450 kr.

Snyrtibudda 990 kr.

Mottur verð frá 5.900 kr.

Marmarabretti 4.500 kr.

Vírkarfa 16.400 kr.

Kassasett 6.900 kr.

64 stjörnufréttir Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 65: 04 04 2014

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Aðeins þessar sýningar!

Frumsýning í kvöld kl. 20 UPPSELT

mið 9/4 kl. 20 örfá sæti fim 10/4 kl. 20 UPPSELT

mið 23/4 kl. 20 örfá sæti fim 24/4 kl. 20 örfá sæti

Page 66: 04 04 2014

Föstudagur 4. apríl Laugardagur 5. apríl Sunnudagur 6. apríl

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 210:05 Victorious10:30 Nágrannar12:15 60 mínútur (26/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun13:50 Spurningabomban 14:40 Heimsókn15:05 Modern Family (5/24) 15:35 Léttir sprettir16:05 Um land allt 16:40 Geggjaðar græjur17:00 Ísland Got Talent18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (32/50) 19:10 Steindinn okkar 19:45 Ísland Got Talent21:00 Mr. Selfridge (8/10) Önnur þáttaröðin auðmanninn Harry Selfridge, stofnanda stórverslun­arinnar Selfridges.21:50 The Following (11/15) 22:35 Shameless (3/12)23:30 60 mínútur (27/52) 00:15 Mikael Torfason - mín skoðun01:00 Daily Show: Global Edition01:25 Nashville (13/22) 02:10 The Politician's Husband (3/3) 03:10 The Americans (4/13) 03:55 American Horror Story: Asylum04:40 Red Lights

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:30 AZ Alkmaar - Benfica10:10 Evrópudeildarmörkin11:00 Washington - Chicago12:50 Barcelona - Real Betis14:30 F1 Barein Beint17:30 R. Sociedad - R. Madrid Beint19:10 NBA: Bballography: Auerbach19:35 Real Madrid - Dortmund21:15 Meistaradeildin - meistaramörk21:45 F1 Barein00:05 PSG - Chelsea

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Hull - Swansea10:40 Man. City - Southampton12:20 Everton - Arsenal Beint14:50 West Ham - Liverpool Beint17:00 Newcastle - Man. Utd. 18:40 Everton - Arsenal20:20 West Ham - Liverpool22:00 Chelsea - Stoke23:40 Cardiff - Crystal Palace01:20 Aston Villa - Fulham

SkjárSport 06:00 Motors TV12:25 Vitesse - AFC Ajax14:25 Vitesse - AFC Ajax16:25 B. Dortmund - Vfl Wolfsburg18:25 Heerenveen - PSV Eindhoven20:25 Vitesse - AFC Ajax22:25 RKC Waalwijk - AFC Ajax00:25 Motors TV

66 sjónvarp Helgin 4.-6. apríl 2014

RÚV15.40 Ástareldur17.20 Litli prinsinn (15:25)17.43 Hið mikla Bé (15:20)18.05 Nína Pataló (18:39)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Eldað með Ebbu (5:8) e.19.00 Fréttir19.25 Veðurfréttir19.30 Íþróttir19.35 Skólahreysti (1:6)20.20 Ísland-Austurríki) Beint21.00 Útsvar Akranes - ReykjanesbærSpurningakeppni sveitarfélaga. 22.10 Fjórða gráðan Dulmagnaður spennutryllir með Millu Jovovich í aðalhlutverki. Mynd sem af mörgum er sögð byggja á sann­sögulegum atburðum og renna stoðum undir að annað líf sé að finna í alheiminum, en það sem fyrirfinnst á jörðinni. Önnur hlut­verk: Elias Koteas og Will Patton. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.23.45 Beck - Gammurinn Stjórn­mála maðurinn John Veden hverfur sporlaust en ekkert bendir til þess að hann hafi verið myrtur. Lögreglumennirnir Martin Beck og Gunvald Larsson fá málið í sínar hendur. Leikstjóri er Kjell Sundvall og meðal leik­enda eru Peter Haber, Mikael Persbrandt og Stina Rautelin. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e.01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:25 Dr. Phil09:05 Pepsi MAX tónlist14:35 Dogs in the City (4:6)15:25 The Biggest Loser - Ísland (11:11)17:25 Dr. Phil18:05 Minute To Win It18:50 The Millers (13:22)19:15 America's Funniest Home Vid.19:40 Got to Dance (13:20)20:30 The Voice (11 og 12:28)22:45 The Tonight Show23:30 Friday Night Lights (12:13)00:15 The Good Wife (8:22)01:05 Californication (3:12)01:35 The Tonight Show02:25 The Tonight Show03:15 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

12:00 & 17:00 Chasing Mavericks13:55 & 18:55 Spy Next Door15:30 & 20:30 Straight A's 22:00 & 03:50 The Place Beyond the...00:20 Special Forces02:10 Private Lives of Pippa Lee

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:00 Malcolm In the Middle (12/22) 08:25 Kingdom of Plants09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (24/175) 10:20 Fairly Legal (4/13) 11:05 Celebrity Apprentice (9/11) 12:35 Nágrannar13:00 The Glee Project (8/12) 13:45 Contact Eleanor16:25 Mike & Molly (4/24) 16:45 How I Met Your Mother (6/24) 17:10 Bold and the Beautiful17:32 Nágrannar17:57 Simpson-fjölskyldan (7/21) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 The Simpsons19:45 Spurningabomban 20:35 Men in Black II Bráðskemmti­leg ævintýramynd frá 2002 með Will Smith og Tommy Lee Jones í aðalhlutverkum. 22:05 The Paperboy23:50 Die Hard 401:55 The Dept03:45 Contact

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 KR - Stjarnan13:10 Haukar - Snæfell14:40 Barcelona - Atletico16:20 AZ Alkmaar - Benfica18:00 NBA: Bballography: Auerbach18:30 La Liga Report19:00 Slaktaumatölt Beint22:30 Meistaradeild Evrópu - 23:00 Evrópudeildarmörkin02:10 KR - Stjarnan

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:10 Sunderland - West Ham12:50 Stoke - Hull14:35 WBA - Cardiff16:20 Premier League World16:50 Messan18:20 Swansea - Norwich20:00 Match Pack20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun21:30 Football League Show 2013/1422:00 Arsenal - Man. City23:40 Fulham - Everton01:20 Leeds - Man United, 2001

SkjárSport 06:00 Motors TV13:50 Bundesliga Highlights Show14:40 RKC Waalwijk - AFC Ajax16:40 B. Munchen - 1899 Hoffenheim18:40 AFC Ajax - FC Twente20:40 Dutch League - Highlights 201421:15 Vitesse - Heerenveen23:15 Motors TV

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 206:10 The Simpsons07:00 Barnatími Stöðvar 211:25 Big Time Rush11:50 Bold and the Beautiful13:35 Ísland Got Talent14:55 Lífsstíll15:15 Stóru málin15:50 Steindinn okkar 16:30 ET Weekend (29/52) 17:15 Íslenski listinn 17:45 Sjáðu18:15 Hókus Pókus (3/14) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Modern Family (15/24) 19:15 Lottó 19:20 Two and a Half Men (12/22) 19:45 Another Cinderella Story21:15 Snitch Spennumynd frá 2013 með Dwayne Johnson, Barry Pepper, Jon Bernthal og Susan Sarandon í aðalhlutverkum. 23:10 Immortals01:00 Harry Brown02:40 As Good As Dead04:10 Echelon Conspiracy 05:50 Modern Family (15/24)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:00 Slaktaumatölt11:55 Barein - Æfing 3 Bein13:00 Man. Utd. - Bayern Munchen14:50 F1 2014 - Tímataka Beint16:30 Meistaradeildin - meistaramörk17:00 Evrópudeildarmörkin17:50 R. Sociedad - R. Madrid Beint20:00 Meistaradeild Evrópu - 20:25 Barcelona - Real Betis 22:10 NBA Special: Reggie Miller23:00 Washington - Chicago Beint02:00 Formula 1 2014 - Tímataka

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:15 Messan10:35 Match Pack11:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun11:35 Man. City - Southampton Beint13:50 Newcastle - Man. Utd. Beint16:20 Chelsea - Stoke Beint18:30 Cardiff - Crystal Palace20:10 Aston Villa - Fulham21:50 Hull - Swansea23:30 Norwich - WBA01:10 Newcastle - Man. Utd.

SkjárSport 06:00 Motors TV13:00 Bundesliga Highlights Show13:50 Dutch League - Highlights 201414:25 RKC Waalwijk - AFC Ajax16:25 B. Dortmund - Vfl Wolfsburg18:25 Heerenveen - PSV Eindhoven20:35 Heerenveen - PSV Eindhoven22:35 B. Dortmund - Vfl Wolfsburg00:35 Motors TV

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.15 Alla leið (1:5) e.11.00 Sunnudagsmorgunn12.10 Skólahreysti (1:6) e.12.55 Söngkeppni framhaldssk. e.14.25 Fum og fát14.30 Svipmyndir frá Noregi e.14.40 Meistaramót í badminton16.40 Leiðin á HM í Brasilíu (5:16) e.17.10 Táknmálsfréttir17.20 Stella og Steinn (7:10)17.33 Friðþjófur forvitni (7:9)17.56 Skrípin (5:52)18.00 Stundin okkar18.25 Hvolpafjör (2:6)19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Landinn20.10 Brautryðjendur (8:8)20.40 Stundin (3:6)21.35 Afturgöngurnar (8:8)22.30 Ástarsorgir Aðalhlutverk: Thomas Ernst, Simone Tang og Jesper Svane. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.00.25 Sunnudagsmorgunn e.01.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:45 Dr. Phil13:45 Once Upon a Time (13:22)14:30 7th Heaven (13:22)15:10 90210 (13:22)15:50 Parenthood (13:15)16:35 Friday Night Lights (12:13)17:15 Ice Cream Girls (2:3)18:00 The Good Wife (8:22)18:50 Hawaii Five-0 (15:22)19:40 Judging Amy (10:23)20:25 Top Gear (4:7)21:15 Law & Order (9:22)22:00 The Walking Dead (14:16)22:45 The Biggest Loser - Ísland00:35 Elementary (13:24)01:25 Scandal (12:22)02:10 Pig Farm03:00 Beauty and the Beast (2:22)03:45 The Walking Dead (14:16)04:30 The Tonight Show05:20 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:50 Office Space11:20 The Marc Pease Experience, 12:45 Try Seventeen 14:20 Good Night, and Good Luck15:55 Office Space17:25 The Marc Pease Experience, 18:50 Try Seventeen20:25 Good Night, and Good Luck22:00 Source Code23:35 The Vow01:20 James Dean02:55 Source Code

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.50 Útsvar e.11.50 Brautryðjendur e.12.20 Kiljan e.13.00 Söngkeppni framhaldsskólanna16.00 Mit New York - Bjarke Ingels e.16.10 Svipmyndir frá Noregi e.16.15 Fum og fát16.20 Ísland - Austurríki Beint18.00 Táknmálsfréttir18.05 Violetta (2:26)18.54 Lottó19.00 Fréttir19.20 Veðurfréttir19.25 Íþróttir19.40 Alla leið (1:5)20.30 Söngkeppni framhaldsskólanna 2014 (Úrslit) Úrslit Söngkeppni framhaldsskólanna í beinni útsendingu úr Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tólf framhalds­skólar víðsvegar af landinu keppa til úrslita..22.05 Hraðfréttir22.15 Leyndarlíf í Peacock Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.23.45 Efinn e.01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist10:55 Dr. Phil12:15 Judging Amy (9:23)13:00 The Voice (11:28)15:15 Top Chef (2:15)16:05 Got to Dance (13:20)16:55 Sean Saves the World (13:18)17:20 The Biggest Loser - Ísland (11:11)19:20 7th Heaven (13:22)20:00 Once Upon a Time (13:22)20:45 Beauty and the Beast (2:22)21:25 90210 (13:22)22:15 The Social Network00:15 Trophy Wife (13:22)00:40 Blue Bloods (13:22)01:25 Californication (4:12)01:55 Friday Night Lights (12:13)02:40 Hawaii Five-0 (15:22)03:30 The Tonight Show05:10 The Borgias (5:10)05:55 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:30 The Big Year10:10 Life12:00 Bride & Prejudice13:50 Art of Getting By15:15 The Big Year16:55 Life18:45 Bride & Prejudice20:35 Art of Getting By22:00 Take This Waltz23:55 The Mesmerist 01:25 Extract02:55 Take This Waltz

Fáðu meira út úr FríinuBókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is

T Ú R I S T I

Page 67: 04 04 2014

SKJARINN.IS | 595 6000TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT!

Skráðu þig til leiks í The Biggest Loser Ísland 2 á skjarinn.is/biggestloserisland

Hægt er að nálgast alla fyrstu þáttaröðina í SkjáFrelsi.

Page 68: 04 04 2014

PREN

T eh

f.

www.heimir.is

Karlakórinn Heimir& Kristinn SigmundssonTónleikar í Miðgarðilaugardaginn 3. maí kl. 20.30Forsala aðgöngumiða í Blóma- og gjafabúðinni, Sauðárkróki og í KS Varmahlíð

Tónleikar í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4. maí kl. 16.00 Miðasala á harpa.is, midi.is eða í síma 528 5050

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

leikhusid.is SVANIR SKILJA EKKI –„Bráðfyndin og skemmtileg sýning...“ Fréttablaðið

SPAMALOT (Stóra sviðið)Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn Fös 11/4 kl. 19:30 24. sýn Lau 26/4 kl. 19:30 27.sýn

Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Lau 12/4 kl. 19:30 25. sýn Fös 2/5 kl. 19:30 28.sýn

Fim 10/4 kl. 19:30 23. sýn Sun 13/4 kl. 19:30 26. sýn Lau 3/5 kl. 19:30 29.sýn

Salurinn veltist um af hlátri. Fáránlega skemmtilegt!

Svanir skilja ekki (Kassinn)Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 7/5 kl. 19:30 23. sýn

Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 2/5 kl. 19:30 21. sýn Fös 9/5 kl. 19:30 24. sýn

Lau 12/4 kl. 19:30 aukas. Lau 3/5 kl. 19:30 22. sýn Lau 10/5 kl. 19:30 25. sýn

Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.

Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)Fös 4/4 kl. 20:00 47.sýn Lau 5/4 kl. 22:30 50.sýn Fös 11/4 kl. 22:30 53.sýn

Fös 4/4 kl. 22:30 48.sýn Fim 10/4 kl. 20:00 51.sýn

Lau 5/4 kl. 20:00 49.sýn Fös 11/4 kl. 20:00 52.sýn

Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

Litli prinsinn (Kúlan)Lau 5/4 kl. 14:00 Frums. Sun 13/4 kl. 14:00 Sun 4/5 kl. 14:00Lau 5/4 kl. 16:00 2.sýn Sun 13/4 kl. 16:00 Sun 4/5 kl. 16:00Sun 6/4 kl. 14:00 3.sýn Sun 27/4 kl. 14:00Sun 6/4 kl. 16:00 4.sýn Sun 27/4 kl. 16:00Falleg sýning um vináttuna og það sem skiptir máli í lífinu.

Aladdín (Brúðuloftið)Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 12/4 kl. 13:00 22.sýn

Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn Lau 12/4 kl. 16:00 23.sýn

1001 galdur. Brúðusýning fyrir 5 - 95 ára.

Miðasala | 568 8000 | [email protected]

Furðulegt háttalag – HHHHH – BL, pressan.is

Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00 Lau 24/5 kl. 20:00Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Sun 4/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fim 8/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Fös 9/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 11/5 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas

Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Fim 22/5 kl. 20:00Mið 30/4 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00Ótvíræður sigurvegari Olivier Awards 2013. Umræður eftir sýningu lau 5. apríl

Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas

Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k

Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar!

BLAM (Stóra sviðið)Þri 13/5 kl. 20:00 1.k Fös 16/5 kl. 20:00 4.k Sun 18/5 kl. 20:00 7.k

Mið 14/5 kl. 20:00 2.k Lau 17/5 kl. 20:00 5.k

Fim 15/5 kl. 20:00 3.k Sun 18/5 kl. 14:00 6.k

Margverðlaunað háskaverk Kristjáns Ingimarssonar. Aðeins þessar sýningar!

Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið)Mið 9/4 kl. 18:00 fors Fös 25/4 kl. 20:00 3.k Sun 4/5 kl. 20:00Fim 10/4 kl. 18:00 gen Sun 27/4 kl. 20:00 4.k Fim 8/5 kl. 20:00Fös 11/4 kl. 20:00 frums Fös 2/5 kl. 20:00 5.k Fös 9/5 kl. 20:00Sun 13/4 kl. 20:00 2.k Lau 3/5 kl. 20:00 6.k

Nýtt verk frá CommonNonsense sem færðu okkur Tengdó, Grímusýningu ársins 2012

Ferjan (Litla sviðið)Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Sun 25/5 kl. 20:00 28.k

Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Þri 27/5 kl. 20:00 29.k

Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Mið 28/5 kl. 20:00 30.k

Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Fim 29/5 kl. 20:00 31.k

Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas

Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k

Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Sun 1/6 kl. 20:00 33.k

Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k

Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Mið 4/6 kl. 20:00 35.k

Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas

Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Fös 6/6 kl. 20:00 36.k

Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Fim 22/5 kl. 20:00 26.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k

Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Fös 23/5 kl. 20:00 27.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k

Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Lau 24/5 kl. 20:00 aukas Fim 12/6 kl. 20:00Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Hamlet litli (Litla sviðið)Lau 12/4 kl. 14:00 frums Sun 27/4 kl. 14:30 3.k Sun 4/5 kl. 14:30 5.k

Sun 27/4 kl. 13:00 2.k Sun 4/5 kl. 13:00 4.k

Shakespeare fyrir alla fjölskyldunaI ndversk kvikmyndahátíð verð-

ur haldin í Bíó Paradís dagana 8.-13. apríl. Þetta er í annað

sinn sem hátíðin er haldin en hún er samstarfsverkefni Bíó Para-dísar, Vina Indlands og Sendiráðs Indlands á Íslandi. Hátíðinni er ekki einungis ætlað að kynna hina miklu kvikmyndamenningu Ind-lands heldur mun allur ágóði henn-ar renna óskertur til uppbyggingar-starfs Vina Indlands á Indlandi.

Bollywood-útgáfan af Rómeó og JúlíuFimm nýjar kvikmyndir verða til sýnis auk eins klassísks karrívestra sem er af mörgum talin vera ein besta Bollywoodmynd sögunnar en

Indversk kvIkmyndahátíð í Bíó Paradís

Karrívestrar, Bolly­wood og masalamyndirIndverska kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís er haldin í sam-starfi við Vini Indlands og Sendiráð Indlands á Íslandi og mun allur ágóði hennar renna óskertur til góðgerðamála á Indlandi. Handgerð kerti unnin af indverskum ekkjum verða til sölu á hátíðinni.

Rómeó og Júlía stíga ástríðufullan dans umvafin litskrúðugum meyjum með farsíma.

karrívestrar bjóða, líkt og spagettí-vestrarnir, upp á hina hefðbundnu baráttu hugrökku hetjunnar við ill-skeyttar andhetjur.

„Sköpuð fyrir hvort annað“ er ekta mynd úr draumsmiðjunni Bollywood en hún fjallar um ást-fanginn feiminn mann sem nálgast ástina í gegnum dansinn. Aðalleik-

ari myndarinnar er feiknavinsæll í heimalandinu og nánast í guðatölu, eins og svo margir frægir leikarar á Indlandi. Hann leikur líka aðal-hlutverkið í ofurhetjumynd hátíðar-innar, „Ra.One.“. „Tere Bin Laden“ er ein af mörgum sem fjallað hafa um hryðjuverkamanninn síðastliðin ár, við mismiklar vinsældir. Þessi

Þungarokksveitin Skálmöld mun í kvöld, föstudag, frum-sýna Baldur, nýtt þungarokk-sleikhúsverk í Borgarleik-húsinu. „Það má búast við svakalega flottri sýningu,“ segir Halldór Gylfason, leik-stjóri verksins. „Þetta er fyrsta „rokkshowið“ með leikrænum tilbrigðum sem hefur verið gert á Íslandi. Platan Baldur verður spiluð út í gegn og þrír trúðar munu svo hjálpa til við að bera söguna áfram. Þetta ferli hefur verið algjörlega ný upplifun og bara ótrúlega skemmtilegt

og gefandi.“ Skálmöld skipa Björgvin Sigurðsson, Baldur Ragnarsson, Gunnar Ben, Jón Geir Jóhannsson, Snæbjörn Ragnarsson og Þráinn Árni Baldvinsson. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli fyrir þungarokksplötur sínar sem sækja innblástur í norræna goðafræði og byggja á henni sögulega heild milli laga og texta sem eru ortir samkvæmt íslenskum bragarháttum. Nú sameina Skálmöld og listafólk Borgarleikhússins krafta sína til að setja upp magnað sjónar-

spil en hljómsveitin vakti mikla athygli á síðustu útgáfutónleik-um sínum í Háskólabíói sem voru ekki síður en tónleikar mikil sjónræn upplifun. Á stóra sviði Borgarleikhússins mega gestir þungarokksýningarinnar búast við því að magnarar verði stilltir í botn og að upplifunin verði ólík því sem leikhúsið hefur áður boðið upp á. Söguna ættu aðdáendur sveitarinnar að kannast við því hún er sú sama og sló svo rækilega í gegn á fyrstu plötu sveitarinnar, Baldri. -hh

ÞungarokksleIkhús í BorgarleIkhúsInu

„Rokkshow“ með leikrænum tilbrigðum

Kemur næst út 11. apríl

68 menning Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 69: 04 04 2014

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Hako sópar og sópvélar– á vortilboði

Hako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélar

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík

Hako sópar og sópvélar– á vortilboði

Hako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélar

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík

Hako sópar og sópvélar– á vortilboði

Hako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélarHako sópar og sópvélar

Hako Profi-Flipper Handhægur og góður sópur Afköst: 2.300 m2 á klst.

Hako Hamster 500E Rafdrifin og afkastamikil sópvél Afköst: 2.400 m2 á klst.

Hako Jonas 800E Rafdrifn og öflug sópvél Afköst: 6.600 m2 á klst.

Hafið samband við sölumenn eða þjónustuver RV sem veita nánari upplýsingar.

útgáfa tekur á efninu út frá gaman-sömu sjónarhorni fréttamannsins Ali og hefur hlotið mikið lof í heima-landinu. Ekkert kvikmyndaáhuga-fólk ætti svo að láta Bollywood-gerðina af Rómeó og Júlíu fram hjá sér fara þar sem eitt frægasta par sögunnar dansar sig ástríðufullt í gegnum fjölskylduátök umvafið sterkum litum, sól og sumri. Þetta er svokölluð „masala mynd“ en þær eiga það sameiginlegt að blanda saman öllum kvikmyndaformötum í eina heild. Áhorfendur geta því búist við gleði, sorg, spennu, hryll-ingi, dansi og drama, öllu í sömu myndinni.

Hátíðin styrkir ekkjur og börn á Indlandi„Ég mæli sérstaklega með „Ensku-náminu“,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, ein skipuleggj-enda hátíðarinnar. „Hún er ekta ljúf konumynd um konu sem er al-gjör snillingur í að gera Laddoo, en það er rosalega góður indverskur eftirréttur. En hún er ekkert metin að verðleikum fyrir að kunna það, vegna þess að hún kann ekki ensku og getur ekki almennilega tjáð sig. Svo kemur í ljós hvernig það fer. Við ætlum að reyna að bjóða upp á Laddoo í opnuninni en það er mikil áskorun því það er svo erfitt að mat-reiða það,“ segir Sveinbjörg.

Allur ágóðinn af kvikmyndahá-tíðinni mun renna beint til upp-byggingarstarfs Vina Indlands sem styrkja þrjú barnaheimili, í Pasum Kudil, Salem og Erode, auk þess að styrkja þar fræðslustöðvar með því að borga hluta af launum kenn-aranna. „Vinir Indlands hófu auk þess samstarf á síðasta ári við hóp af fátækum ekkjum í Dindingul á Indlandi. Þessar konur hafa misst fyrirvinnu sína og eiga því erfitt með að sjá sér farborða og fá ekki vinnu,“ segir Sveinbjörg. „Sjálf-boðaliðar hafa tekið þær að sér og veitt þeim húsaskjól þar sem þær framleiða kerti sér til framfærslu. Vinir Indlands og Múltí kúltí eru svo að selja þessi kerti hér á Íslandi og þau verða til sölu á hátíðinni.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

menning 69 Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 70: 04 04 2014

Græjaðu fermingargjafirnar!

Kláraðu kaupin hér!

Hljómskærustu pakkarnir

Bose SoundLink Mini hljómtækiVerð: 39.990 kr.

Bose SoundLink Mini hljómtækiVerð: 39.990 kr.

Sony Bluetooth hljómtækiTilboð: 15.192 kr.

Plantronics RIG heyrnartólVerð: 21.900 kr.

Þráðlaus og létt græja. Tengist við snjallsíma. Flott hulstur fylgir.

Ótrúlega fínn hljómur sem hægt er að tengja við snjallsíma.

Frábær heyrnatól fyrir tölvuleikjasnillinginn.

Þráðlaus og létt græja. Tengist við snjallsíma. Flott hulstur fylgir.

Ótrúlega fínn hljómur sem hægt er að tengja við snjallsíma.

Frábær heyrnatól fyrir tölvuleikjasnillinginn.

Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri nyherji.is/fermingar

NM

6201

80TVEIR HRAFNAR

listhús, Art GalleryBaldursgata 12 101 Reykjavík

+354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 [email protected] www.tveirhrafnar.is

Opnunartímar12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga

13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi

Óli G.Jóhannsson

– In Memoriam –

13. mars - 5. apríl 2014

Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða fjögur kvöld í næstu viku, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og laugardag.

TónlisT VorTónleikar karlakórs reykjaVíkur

Kom vornótt og syngVæntanlegt söngferðalag Karlakórs Reykjavíkur til Pétursborgar í Rúss-landi síðar á þessu ári litar dagskrá vor-tónleika kórsins því rússnesk lög munu hljóma í bland við íslensk, skandinavísk, bresk og kanadísk. Tónleikarnir verða haldnir í Langholtskirkju mánudaginn 7. apríl klukkan 20, þriðjudaginn 8. apríl klukkan 20, miðvikudaginn 9. apríl klukkan 20 og laugardaginn 12. apríl klukkan 15.

Þá staldrar kórinn við og minnist Jóns frá Ljárskógum en í ár er liðin öld frá fæðingu hans. Jón léði Karlakór Reykja-víkur rödd sína um nokkurra ára skeið á

fjórða áratug síðustu aldar og enn þann dag í dag eru leikin lög í útvarpi með honum og félögum hans í MA kvar-tettnum góðkunna. Yfirskrift vortón-leikanna, Kom vornótt og syng, er sótt í kvæði hans Næturljóð sem sungið er við fallega noktúrnu Frédérics Chopin.

Einsöngvarar á tónleikum kórsins þetta árið eru tveir. Annars vegar Natalía Druzin Halldórsdóttir mezzó-sópran sem er af rússneskum ættum, en hún mun fylgja kórnum á ferðalag-inu um gerska grund í haust. Natalía lauk fullnaðarprófi í söng árið 2006 og hefur komið víða fram, meðal annars í

Íslensku óperunni og sem einsöngvari á útvarpstónleikum með Sinfóníuhljóm-sveit árið 2009. Karlakór Reykjavíkur væntir mikils af samstarfi við þessa raddfögru söngkonu. Hinsvegar Bene-dikt Gylfason drengjasópran en hann vakti mikla hrifningu áhorfenda er hann söng einsöng á aðventutónleikum kórsins í desember síðastliðnum, að því er fram kemur í tilkynningu hans.

Anna Guðný Guðmundsdóttir er sem fyrr við flygilinn á vortónleikum Karla-kórs Reykjavíkur og stjórnandi kórsins í hartnær aldarfjórðung er Friðrik S. Kristinsson. -jh

nýlisTasafnið kVeður skúlagöTuna með „æ ofaní æ“

Innblásin af verkum Hreins og sýn hans á lífið og tilverunaNýlistasafnið er að missa húsnæði sitt við Skúlagötu og kveður með sýningunni „æ ofaní æ“ þar sem sýnd verða verk eftir Hrein Friðfinnsson og kvikmynd sem Markús Þór Andrésson og Ragn-heiður Gestsdóttir hafa gert og er innblásin af verkum og lífi Hreins.

H reinn Friðfinnsson og verk hans eru í brennidepli sýningarinnar „æ ofaní

æ“ sem opnar í Nýlistasafninu á morgun og verður síðasta sýning-in sem sett verður upp í safninu í núverandi húsnæði við Skúlagötu.

Þarna verður frumsýnd kvik-mynd, sem einnig ber heitið „æ ofaní æ“. Hana hafa Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gests-dóttir gert en Markús er jafn-framt sýningarstjóri. Myndin endurspeglar líf og lists Hreins Friðfinnssonar sem sjálfur er þar meðal leikenda.

„Hún er samin út frá nokkrum verkum eftir Hrein,“ segir Markús Þór og nefnir að alveg eins og það er algengt að smásögu sé breytt í kvikmyndahandrit hafi þau búið til sögu upp úr verkum Hreins. Markús segir að þau Ragnheið-ur hafi heillast bæði af verkum Hreins og af honum sem mann-eskju og að myndin sé innblásin af sýn Hreins á lífið og tilveruna. Hann sé stöðugt að leita sér nýrra upplýsinga og viðfangsefna og hafi fræðilegan áhuga á menningu, vísindum og listum og sé mikill sögumaður og búi til ljóðræn og heimspekileg verk sem spinnast úr atburðum í hversdagslífinu.

Í „æ ofaní æ“ eru verk Hreins notuð sem burðarás í spennu-þrunginni frásögn þar sem mörk veruleika og skáldskapar eru máð út og sannleiksleit vísindanna og sköpunarþrá listarinnar takast

á, eins og segir í lýsingu Nýlista-safnsins.

Hreinn Friðfinnsson er í röð fremstu myndlistarmanna þjóðar-innar af sinni kynslóð. Hann er sjötugur og hefur verið búsettur í Amsterdam frá því á áttunda áratugnum. Hann kemur heim til að vera viðstaddur frumsýninguna á laugardaginn. Þar verður einnig finnska leikkonan Kati Outinen sem er þekkt úr ýmsum kvik-myndum Aki Kaursimaki en hún fer með burðarhlutverk í kvik-mynd Ragnheiðar og Markúsar Þórs.

Kvikmyndin verður sýnd á klukkutíma fresti í sérrými í safninu meðan sýningin stendur en verk Hreins verða sýnd í fremra rými. Þar á meðal er verk sem Hreinn hefur gert sérstaklega af þessu tilefni og er tileinkað Ný-listasafninu og húsnæðinu við Skúlagötu sem safnið kveður um leið og sýningunni lýkur þann 5. júní en síðustu tvær sýningarvik-urnar verða hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Pétur Gunnarsson

[email protected]

Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir nota verk Hreins Friðfinns-sonar sem hráefni í söguna sem er sögð í myndinni „æ ofan í æ“ sem verður frum-sýnd á samnefndri sýningu Nýlistasafnsins á morgun. Ljósmynd/Hari

selTjarnarnes HáTíð í næsTu Viku

Seltjarnarnesbær minnist fjörutíu ára afmælisSeltirningar ætla að fagna því í næstu viku að 40 ár eru liðin frá því sveitar-félagið fékk kaupstaðarréttindi og Sel-tjarnarnesbær varð til.

Afmælishátíðin hefst á miðvikudag og er dagskráin þéttskipuð fram á laugardag. Heiðursgestur í afmælishátíð á Eiðistorgi síðdegis á miðvikudag verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en hann bjó áratugum saman á Seltjarnarnesi áður en hann var kjörinn forseti og flutti sig yfir á Bessastaði. Jóhann Helgason mun við það tækifæri frumflytja lag sem hann hefur samið til bæjarins. Kristín Gunnlaugsdóttir og fleiri myndlistarmenn á Seltjarnarnesi munu

einnig opna sýningu með nýjum verk í sýningarsalnum Eiðisskeri og síðan mun bæjarlistamaðurinn Ari Bragi Kárason trompetleikari halda tónleika með Sigríði Thorlacius, Eyþóri Gunnarssyni, Einari Schecving og Richard Anderson.

Síðan rekur hver viðburðurinn annan á þéttskipaðri dagskrá fram á laugardag þar sem skiptast á fyrirlestrar, sýningar, tónleikar og sitthvað fleira.

Seltirningar ætla að minnast af-mælisins með ýmsu móti allt árið. Meðal annars verður gefið út sérstakt afmælis-rit sem kemur út á Jónsmessunni. Eins hefur verið gerð sérstök afmælisútgáfa af merki bæjarins. -pg

70 menning Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 71: 04 04 2014

LAGERSALAN | KAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ (GEGNT IKEA) | SÍMI 861 7541

NÝJAR VÖRURÁ FRÁBÆRU VERÐI

BORÐSTOFUSTÓLL VERÐ

9.990 KR.

SKILRÚM VERÐ

13.890 KR.

TUNGUSÓFI VERÐ

59.900 KR.

SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐ

13.900 KR.

STANDSPEGILL VERÐ

6.900 KR.

SVEFNSÓFAR VERÐ FRÁ

25.900 KR.

BARSTÓLL VERÐ

13.990 KR.

SKRIFBORÐ VERÐ

9.900 KR.

BÓKAHILLA VERÐ

24.900 KR.

HLIÐARBORÐ VERÐ

7.500 KR.

HÆGINDASTÓLL VERÐ

14.900 KR.

FATAHENGI VERÐ

6.990 KR.

SÓFABORÐ VERÐ

12.990 KR.

BORÐSTOFUSTÓLL VERÐ

3.990 KR.

TV-SKENKUR VERÐ

49.900 KR.

TV-SKENKUR VERÐ

23.900 KR.

NÝJAR VÖRUR

OPIÐ MÁNUDAGATIL LAUGARDAGAKL. 11-18

SUNNUDAGKL. 13-18

Page 72: 04 04 2014

Í takt við tÍmann ÞórdÍs Björk Þorfinnsdóttir

Mig langar að vera góð í ölluÞórdís Björk Þorfinnsdóttir er söngkona í rappsveitinni Reykjavíkurdætur. Hún syngur einnig í nýju bandi, Tuttugu, sem komið er í úrslit í Músíktilraunum. Hún er skapandi og listræn og gjörólík bræðrum sínum enda algjört örverpi í orðsins fyllstu merkingu.

Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er mjög afslappaður og þægindin skipta mestu máli. Ég er sífellt á þeytingi milli staða og geng því aldrei

í hælum og á ógeðslega mikið af strigaskóm. Ég fer aldrei í

kjól eða pils, er oftast í buxum og stórum peysum enda lendi ég í vandræð-um ef ég á að gera mig geðveikt fína. Ég kaupi

mest föt í útlöndum, Urban Outfitters og Monki og í

„vintage“ búðum hérna heima. Með auknum þroska er mér far-

ið að finnast gaman að kaupa mér eina og eina dýra og vandaða flík og

vel þá jafnvel íslenska hönnun. Núna síðast keypti ég mér fjaðrareynalokk á

30 þúsund.

HugbúnaðurÉg veit ekkert hvaðan tónlistaráhuginn kemur. Ég hef verið syngjandi frá því ég man eftir mér. Var athyglissjúka barnið sem var alltaf að troða upp í fjölskyldu-boðum. Svo er ég á sjónlistabraut í Mynd-listaskólanum í Reykjavík og hef mjög gaman af því að mála og teikna. Ég held ég eigi í alvörunni engin önnur áhuga-mál en tónlistina og myndlist. Ég fer ekki í ræktina en hef gaman af dansi og æfði dans þegar ég var yngri. Ég hef ótrúlega lítinn tíma fyrir hreyfingu, hreyfingin mín felst helst í því að hlaupa á milli staða. Mér finnst ótrúlega gaman að fara

út að skemmta mér með vinum mínum og fer oftast á Kaffibarinn eða Prikið, Harlem eða Dolly ef við ætlum að dansa. Ég er reyndar svo meðvirk að ég fer alltaf bara þangað sem allir hinir fara.

VélbúnaðurUm daginn keypti ég mér iPhone 5S og McBook Pro sama daginn. Það var eiginlega geggjað, geðveikt veldi á mér. Ég kann takmarkað á þetta en finnst ég lúkka vel. Ég er greinilega þræll neysl-unnar.

Aukabúnaður Ég kann ekkert að elda en ég held því fram að það sé eingöngu vegna þess að ég hef aldrei lagt mig fram við að læra það. Mig langar ótrúlega að vera góð í öllu en hef ekki tíma til þess. Ég gæti alveg verið góð í að baka en hef ekki tíma til þess. Ég bý í foreldrahúsum en for-eldrar mínir sjá lítið af mér. Ég er örverp-ið á heimilinu og á tvo eldri bræður sem eru fluttir að heiman. Þeir kenndu mér að hlusta á rapp þegar ég var lítil og lengi vel var rappið minn leyndi hæfileiki. Nú er hann ekki svo leyndur lengur. Ég fer mikið út að borða og uppáhaldsstaðirnir mínir eru Snaps og Nora Magazin. Svo elska ég Búlluna. Ég elska hamborgara og pítsur og nenni ekkert að taka þátt í „fitness-healthy-lifestyle-rugli“. Ég borða það sem ég vil þegar ég vil og er ekkert að búa mér til „búst“ á morgnana þótt það myndi hljóma vel.

FACEBOOK: NAME IT ICELAND · INSTAGRAM: @NAMEITICELAND

Smáralind og Kringlunni

NÝTT!Limited línaner komin

Peysa

Gallaskyrta

Bolur Bolur

6990

5690

4290 3990

72 dægurmál Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 73: 04 04 2014
Page 74: 04 04 2014

Kynlífs-umræðan er mjög þörf því ungt fólk skortir oft sjálfsöryggi sem er svo mikilvægt til að eiga gott kynlíf.

Gurrí og Evert verða einnig þjálfarar í næstu þáttaröð af Biggest Loser Ísland.

V ið erum stútmenntaðar í lífinu og höfum einstakan hæfileika til að lifa því,” segja þær Anna Tara og Katrín

sem sjá um útvarpsþáttinn Kynlega kvisti á X inu. Anna Tara er með BS-gráðu í sál-fræði og stundar kynjafræði í Háskólanum auk þess að vera í hljómsveitunum Hljóm-sveitt og Reykjarvíkurdætrum en Katrín er innkaupafulltrúi hjá Pennanum og í námi hjá Klassíska listdansskólanum. Þær segja útvarpið vera góðan vettvang til að ræða kynjafræði og kynlíf, málefni sem snerti okkur öll en sem svo mörgum þyki samt erfitt að ræða.

Ungt fólk leitar í klám„Kynlífsumræðan er mjög þörf því ungt fólk skortir oft sjálfsöryggi sem er svo mikilvægt til að eiga gott kynlíf. Það leitar í klám og þess háttar efni og notar það sem einhvers konar leiðsögn í kynlífi af því það skortir umræðu og annars konar fræðslu. Einnig fylgir sumu kynlífi, eins og endaþarmsmökum, gjarnan óþarfa skömm. Það kemur stundum á óvart hvað við erum komin stutt í þeim málum. Það hefur farið fyrir brjóstið á okkur þegar fólk ber skömm af ákveðnum kynlífshegðunum sem það ætti að geta notið skammarlaust,“ segir Anna Tara, „og því viljum við opna umræðuna til þess að fólk átti sig á því að það eru oft margir í sömu sporum og til að þess að stuðla að heilbrigðara kynlífi,“ bætir Katrín við.

Engin skömm að endaþarmsmökumViðfangsefni þáttarins hingað til hafa til að

mynda verið fantasíur kvenna,

endaþarmsmök, femínismi, píkur og skapa-hár. „Það kom okkur sérstaklega á óvart hvað það virðist vera mikið um að stelpur séu ekki að taka kynfæri sín í sátt en við sáum ummæli eins og „mér finnst píkan mín svo ljót“ eða „ég er með roastbeef píku“ og svo framvegis þar sem stelpur eru að velta því fyrir sér hvort píkur þeirra séu eðlilegar. Ótrúlegt en satt þá virðist enn vera tabú að nota orðið píka,“ segir Katrín.

Þær segja umræðuna um endaþarms-mök gjarnan einkennast af mikilli nei-kvæðni sem sé skiljanleg og geti átt sér margar ástæður. „Þar sem fólk virðist vera að stunda endaþarmsmök í auknum mæli viljum við að fólk viti hvernig megi stunda heilbrigð endaþarmsmök í stað þess að banna þau. Við teljum það vera raunhæfari og betri leið að heilbrigðara kynlífi, líkt og að hvetja fólk til að nota smokka en ekki til skírlífis,“ segir Anna Tara.

Lærum af hvort öðruAnna Tara og Hildur velta kynjafræði mikið fyrir sér og spurðar út í „öfgafemínisma” og neikvæða umræðu í þjóðfélaginu segja þær orðið sjálft hafa litla merkingu fyrir sig, femínisminn innihaldi allskonar mis-munandi stefnur. „Að okkar mati er ekki um að ræða stríðandi fylkingar heldur teljum við að sem flestir vilji vinna að jafn-rétti kynjanna en beiti þar mismunandi aðferðum eða hafi mismunandi skoðanir á því hvernig vinna eigi að því. Í rauninni mætti frekar segja að um samvinnu sé að ræða því við getum öll lært af skoðunum hvers annars og þannig mótumst við enn frekar.“ Uppspretta efnis þessara hispurs-

lausu kvenna er langt í frá uppurin því á döfinni hjá þeim eru sjálfs-

myndir kynjanna, BDSM kynlíf, karlafræði, klám og skrímsla-

væðing svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að nálgast þættina á facebooksíðu þáttarins.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Vinsælasta þáttaröð skjásEins hEldur áfram

Önnur þáttaröð af Biggest Loser ÍslandOpnað hefur verið fyrir skrán-ingar í aðra þáttaröðina af Biggest Loser Ísland á SkjáEinum. Síðast skráðu sig 1300 manns og kom-ust því færri að en vildu. „Ég er mjög spenntur,“ segir Evert Víg-lundsson þjálfari en hann og Guð-ríður Jónsdóttir, betur þekkt sem Gurrí, verða einnig þjálfarar í nýju þáttaröðinni. Lokaþáttur fyrstu þáttaraðarinnar var í gærkvöldi en á sex mánuðum misstu þátt-takendur yfir hálft tonn.

„Þetta gekk mjög vel. Ekki bara var mikið áhorf heldur sýndi ár-

angur keppenda og sannaði að það sem við Gurrí vorum að gera virkar. Okkar nálgun var mjög heilbrigð og við voru ekki að leita að neinum töfralausnum. Við lögð-um áherslu á að fá fram hugarfars-breytingu hjá fólki og hjálpuðum því að tileinka sér hreint mat-aræði og hreyfingu.“ Hann segir að með næsta hópi keppenda verði æfingar og matur með sama sniði en andlega nálgunin verði mark-vissari. „Við ætlum ekki að vera meðvirk með einhverju væli. Við Gurrí erum sammála um að það

tók okkur smá tíma á að átta okk-ur á hvaða afsakanir áttu eitthvað undir sér og hverjar ekki. Það er svo auðvelt að fara að afsaka sig til að forðast álag en svo kemur í ljós að afsakanirnar áttu sér enga stoð. Við ætlum að passa okkur meira á meðvirkninni. Við erum búin að ákveða það.“

Skráning fer fram á skjarinn.is/biggestloserisland og fara upp-tökur fram á haustmánuðum.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

kynlEgir kVistir á X-inu

Píkan er enn tabúAnna Tara Andrésdóttir og Katrín Ásmundsdóttir eru forvitnar frænkur sem hafa vakið athygli fyrir vikulega þætti sína, Kynlega kvisti, á útvarpsstöðinni X-inu. Þar fjalla þær um kynjafræði og kynlíf á hispurslausan hátt milli þess sem þær spila vel valda tónlist í takt við umræðuna.

Anna Tara er með BS-gráðu

í sálfræði og stundar kynjafræði

í Háskólanum auk þess að vera í hljóm-

sveitunum Hljómsveitt og Reykjarvíkurdætrum

en Katrín er innkaupafulltrúi hjá Pennanum og í námi hjá Klassíska listdansskólanum.

Laila Av Reyni er rísandi stjarna í tónlistarsenu Fær-eyja. Hún er nú á Íslandi í boði Menn-ingar-og listafélags Hafnarfjarðar og kemur fram á fimm tónleikum dagana 1.-5. apríl. Í kvöld, föstudaginn 4. apríl, treður hún upp í Gamla Kaup-félaginu á Akureyri en á morgun laugardag í Fjöru-kránni Hafnarfirði. Hún er að sögn Menningar- og listafélags Hafnar-fjarðar eitt best geymda leyndarmál Færeyja auk þess að vera eftirsóttur fatahönnuður og innanhúsarkitekt í Danmörku. Fyrsta sólóplata hennar, sem kom úr í fyrra, sló rækilega í gegn og fékk frábæra dóma. Hljómsveitin Sometime treður upp með Lailu öll kvöldin.

AK Extreme snjóbrettahá-tíðin verður haldin um helgina á Akureyri. Hápunktur helgarinnar er sjálf snjóbrettakeppnin en þar taka meðal annars þátt bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir, sem teljast til bestu snjóbretta-kappa lansins og þó víðar

væri leitað.Hápunktur keppninnar verður vafalítið Big Jump/Gámastökks keppnin í gilinu á laugardagskvöldið klukkan 21. Tónlistar-viðburðir verða einnig á vegum hátíðarinnar alla dagana á Græna hattinum, Café Akureyri, Pósthús-

barnum og Sjallanum en þar troða meðal annars upp Brain Police, Sólstafir, Highlands, Vök, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti, Últra Mega Techno Bandið Stefán, Endless Dark, Logi Pedro, DJ Thor og Larry Brd.

Snjóbretta-og tónlistarhátíð á Akureyri

Laila Av Reyni á Íslandi

74 dægurmál Helgin 4.-6. apríl 2014

Page 75: 04 04 2014

2 bitar,

franskarog gos

Klassískir ogsvooo góðir

svooogott™

WWW.KFC.IS

1.199kr.

Sjóðheit máltíð á aðeins

Klassískir og

99999kr.

Sjóðheit máltíð á aðeins

Kjúklingabitarnir sem Sanders

ofursti árið 1940

og komu KFC á kortið. Klassískir

og standa alltaf fyrir sínu.

Kryddaðir með 11 mismunandi

kryddum og jurtum og steiktir

til fullkomnunar.

Óviðjafnanleg blanda!

Láttu það eftir bragðlaukunum

að rifja upp sem

heimsbyggðin fær ekki nóg af –

kynslóð fram af kynslóð.

fullkomna igullinnar

brag i

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 140120

Page 76: 04 04 2014

Sterk og ákveðinAldur: 25 ára.Maki: Enginn.Börn: Erpur Kári, fjögurra ára.Foreldrar: Auður Theódórsdóttir lista-kona og Ólafur Magnúsdóttir skipstjóri.Menntun: Er að klára BA í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði.Starf: Markaðsfulltrúi hjá GreenCloud.Fyrri störf: Vann á leikskóla og elli-heimili.Áhugamál: Ljósmyndun, heimspeki, útivist, menning og listir.Stjörnumerki: Steingeit.Stjörnuspá: Allt sem þú tekur þér fyrir hendur gengur upp á næstunni. Stígðu varlega til jarðar. Ef það er eitthvað æðra máttarvald sem þú trúir á þá muntu verða vör við það á næstunni.

A lfa er svakalega dugleg og sérstaklega góð í að koma sér áfram, taka allar að-

stæður og gera sem mest úr þeim,“ segir Kári Ólafsson, bróðir Ölfu. „Hún er rosalega sterk og ákveðin, en reyndar líka þrjósk og það hefur komið henni langt. Svo eru hún góð systir og líka mamma. Hún er bara algjör kjarnakona sem nær að rúlla mörgum boltum í einu og láta það virka í öllum hornum.“

Auður Alfa er markaðsfulltrúi GreenQloud sem er fyrsta umhverfisvæna tölvuský heims og eina tölvuskýjafyrirtækið með hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa eða 100 % í íslensku gagnaverunum, Verne Global og Thor Data Center og 95-97% í Digital Fortress, Bandaríkjunum. Fyrirtæk-ið var kallað leiðtogi iðnaðarins í notkun endurnýjanlegara orkugjafa í dagblaðinu The Guardian í vikunni.

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Auður AlfA ÓlAfsdÓttir

BAkhliðin

Hrósið...fær Þorsteinn Baldvinsson, rúmlega tvítugur nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem leikur aðalhlutverkið í Pepsi-auglýsingu sem var frumsýnd í vikunni. Hann steig á tær fótbolta-mannsins Messi við gerð auglýsingarinnar, sem munu vera þær dýrustu í heimi, og segir það hafa verið vandræðalegasta augnablik lífs síns.

NÝ VERSLUN Á

LAUGAVEGI 45

Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg

Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is