24
1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 Orlofsblað 2017

1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

  • Upload
    others

  • View
    0

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017

Orlofsblað2017

Page 2: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

2 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

Leigugjöld eru mismunandi eftir stærð og búnaði sumarhúsanna sem Sjúkra-liðafélag Íslands leigir út til félagsmanna sinna í sumar. Húsin eru flokkuð sem stór hús og lítil hús.

Stór hús eru þessi:Raðhúsið við Hamratún 26 á Akureyri.Íbúðirnar að Safamýri 36 og Fellsmúla 16,

Reykjavík.Sumarhúsin í Munaðarnesi, í Varmahlíð, í

Biskupstungum, á Kiðjabergi í Grímsnesi og á Hellissandi og íbúðarhúsið í Stykkishólmi.

Litlu húsin eru þessi:Sumarhúsin í Bolungarvík, á Eiðum og í

Seyðisfirði.

Vorleiga 2017:Lítil hús 19.000 krónur en stór hús 21.000

krónur, frá 12. maí til 9. júní. Rétt er að taka fram að engin vorleiga er á eftirtöldum orlofsdvalarstöðum: í Stykkishólmi, á Hellissandi, í Bolungarvík, eða í Seyðisfirði.

Sumarleiga 2017:

Lítil hús 22.000 krónur en stór hús 25.000 krónur, frá 9. júní til 11. ágúst.

Haustleiga 2017:Lítil hús 19.000 krónur en stór hús 21.000

krónur, frá 11. ágúst til 8. september.

Gistimiðar á Eddu- og Fosshótelum 2017:

8000 krónur hver miði á Edduhótelum, 8.500 á Fosshótelum.

Á D A G S K R Á

Leigugjöldinnanlands

Lykillinn aðorlofssíðunni

Nota verður Íslykil eða Rafræn skilríki til að skrá sig inn á Orlofsvef Sjúkraliðafélags Íslands á heimasíðunni www.slfi.is. Hægt er að panta Íslykil eða Rafræn skilríki á síðunni.

Á blaðsíðu 4 eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þú getur pantað orlofsdvöl í sumarhúsum og íbúðum félagsins á netinu, og upplýsingar um umsóknarfrest.

Sumarfrí í íslenskri náttúru.

http://www.orlof.is/slfi/

FramkvæmdastjórnSjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ):Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður. Kristín Ólafsdóttir, varaformaður.Jóna Jóhanna Sveinsdóttir, gjaldkeri. Jóhanna Traustadóttir, ritari.

Skrifstofa félagsins:Skrifstofa Sjúkraliðafélags Íslands er að Grensásvegi 16, 108 Reykjavík.Sími 553 9493 eða 553 9494.Símabréf, fax 553 9492.Heimasíða félagsins er www.slfi.isSkrifstofan er opin mánudaga til föstu- daga frá kl. 09:00 til 17:00 en ekki verður svarað í síma á milli 12:30 og 13:00.Starfsfólk félagsins annast alla almennaskrifstofuþjónustu, upplýsingamiðlun túlkun kjarasamninga og erindrekstur fyrir félagið og félagsmenn.Skrifstofan sér um sjóði félagsins svo sem félagssjóð, orlofssjóð, Minningar- og styrktarsjóð, Vinnudeilu- og verkfallssjóð auk þess sem hún afgreiðir erindi Starfsmenntasjóðs BSRB og Styrktarsjóðs BSRB. Ennfremur sér skrif-stofan um úthlutun á orlofsíbúðum og orlofs húsum félagsins í umboði Orlofsnefndar.

Starfsfólk á skrifstofuSjúkraliðafélags ÍslandsKristín Á. Guðmundsdóttir, formaður,netfang: [email protected] Örn Gunnarsson,framkvæmdastjóri,netfang: [email protected] Ólafsdóttir, skrifstofustjóri,netfang: [email protected] Laxdal, skrifstofumaður,netfang: [email protected]íður Ríkharðsdóttir, skrifstofumaðurnetfang: [email protected] Hrafnkelsdóttir, starfsmaður á kjarasviðinetfang: [email protected]

Sjúkraliðinn:Sjúkraliðinn er gefinn út af Sjúkraliðafélagi Íslands í 3.300 eintökum.

Ábyrgðarmaður:Kristín Á. Guðmundsdóttir

Ritnefnd:Bára Hjaltadóttir. Netfang: [email protected] María Busk. Netfang: [email protected]Þórhildur Una Stefánsdóttir. Netfang: [email protected]ður: Kolbrún Matthíasdóttir. Netfang: [email protected]

Umsjón:Gunnar Örn Gunnarsson

Prentvinnsla og umbrot:Stafræna prentsmiðjan ehf, Hafnarfirði

Page 3: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 3

E F N I B L A Ð S I N S F O R Y S T U G R E I N

Á DAGSKRÁ 2– Leigugjöld innanlands– Lykillinn þinn að orlofssíðunni

FORYSTUGREIN 3- Njótum orlofsins!

SUMARORLOF 2017 4-6- Gisting um allt land og erlendis- Rafrænar umsóknir- Umsóknarfrestur til 10. apríl- Mest aðsókn í júlí og ágúst- Aðgæslu er þörf- Gönguferð innanlands– Íbúð í Kaupmannahöfn– Golf án endurgjalds

HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 5-6- Tveggja herbergja íbúð við Safamýri- Þriggja herbergja íbúð við Fellsmúla

VESTURLAND 7-9- Bústaður í Munaðarnesi- Fagrahlíð í Stykkishólmi- Sumarhús við Hellissand

VESTFIRÐIR 10- Parhús á Bolungarvík

NORÐURLAND 11-12- Sumarhús félagsins í Varmahlíð- Íbúð í raðhúsi á Akureyri

AUSTURLAND 13-14- Bústaður á Eiðum- Skemmtilegt hús á Seyðisfirði

SUÐURLAND 15-17- Tveir bústaðir á Kiðjabergi- Sigurhæð í Biskupstungum

SUMARORLOF 2017 17-18- Gönguferð innanlands- Mikilvægar dagsetningar- Útilegukortið - 42 tjaldsvæði- Veiði í 35 vötnum

HÓTELGISTING 18- Edduhótelin- Fosshótelin

FLUG TIL ÚTLANDA 19- Afsláttarmiðar með Icelandair- Afsláttarmiðar hjá Wow

SUMARORLOF 2017 19- Afsláttarmiðar í leiguflugi- Íbúð á Flórída

GÖNGUFERÐIR Í EVRÓPU 20– Gönguferðir sumarsins

SUMARORLOF 2017 21-23– Gildandi reglur um orlofsrétt þinn– Reglur orlofsnefndar 2017– Orlofssjóður sjúkraliða

AUGLÝSINGAR 24- Raðhús og íbúðir á Spáni

FORSÍÐUMYNDINSjúkraliðar ganga Laugaveginn.

Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, formaður orlofsnefndar SLFÍ

Njótumorlofsins!

Rétturinn til orlofstöku er gríðarlega mikilvægur. Við eigum að nýta hann sem best og að sjálfsögðu njóta orlofsins því gott og gleðilegt orlof getur yljað langt inn í veturinn. Stjórn Orlofssjóðs félagsins leggur sig fram eftir fremsta megni að styðja við að komandi orlofstímabil verði sem ánægjulegast fyrir sjúkraliða og fjölskyldur þeirra.

Undirbúningur fyrir nýtt orlofsár er í fullum gangi og því er rétt að fara yfir það helsta sem er í boði fyrir okkur á þessu orlofsári.

Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á aukna orlofsmöguleika og munum gera það áfram. Íbúðin í Kaupmannahöfn hefur verið geysivinsæl og nánast fullnýtt öllum stundum. Opið er fyrir umsóknir í íbúðina í Kaupmannahöfn allt árið til að auðvelda fólki að skipuleggja ferðir sínar með löngum fyrirvara.

Sjúkraliðafélag Íslands samdi við Ferðaskrifstofu Íslands um afsláttarmiða í leiguflugsferðum á vegum Sumarferða og Úrvals-Útsýnar. Hver afsláttarmiði er að verðgildi 30 þúsund krónur en kostar sjúkraliða 20 þúsund. Hver félagsmaður Sjúkraliðafélagsins getur keypt tvo afsláttarmiða á ári, en hægt er að nota tvo miða í hverja flugbókun.

Í ár verða þrjár mjög áhugaverðar gönguferðir, ein hálendisferð innanlands og tvær gönguferðir á Spáni. Þessar ferðir eru allar skipulagðar af undirritaðri sem er leiðsögumaður og sjúkraliði. Nánar er gerð grein fyrir ferðunum hér í blaðinu. Athugið að það er takmarkaður sætafjöldi í þessar ferðir. Það geta allir tekið þátt í þessum ferðum þar sem þetta eru svokallaðar „trússferðir“ sem þýðir að allur farangur er fluttur með bílum sem fylgja hópnum allan tímann.

Sumarumsóknirnar verða áfram með hefðbundnum hætti. Stuðst er við úthlutunarkerfið Frímann, en það raðar umsóknum upp og metur eingöngu eftir punktafjölda hvers félagsmanns og því er mjög mikilvægt að velja fleiri en einn möguleika.

Hótelmiðarnir sem eru niðurgreiddir eru frá Fosshótelunum og Edduhótelunum, en einnig er í boði á orlofsíðunni fjöldi hótelmiða með afslætti.

Áfram verður boðið upp á hin vinsælu veiðikort, útilegukort, golfkort og fjöldann allan af gistimöguleikum á hótelum.

Mikil áhersla hefur verið lögð á viðgerðir og viðhald á orlofseignum félagsins. Talsverðar framkvæmdir voru í Úthlíð og í Kiðjabergunum, en þar er nú komin hitaveita og skipt hefur verið um heita potta.

Orlofsnefnd SLFÍ hefur í áratugi treyst virðingu félagsmanna fyrir eigum félagsins/sínum og mun gera það áfram, þrátt fyrir að í vetur hafi því miður borið meira en áður á slæmri umgengni, sem veldur því að þeir sem á eftir koma njóta ekki eða síður síns frís. Góð umgengni og viðskilnaður þarf að vera til fyrirmyndar þannig að allir geti notið sín í orlofinu.

Með ósk um gleðilegt orlof 2017.

Á síðasta ári var allt að 15 prósenta aukning á umsóknum í bústaðina okkar

Page 4: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

4 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Gisting um allt land og erlendis

Orlofsnefnd Sjúkraliðafélags Íslands býður í sumar upp á marga spennandi valkosti fyrir sjúkraliða sem vilja njóta sumarleyfisins í fallegu umhverfi.• Fjórtán bústaði eða íbúðir á eftirtöldum

ellefu stöðum víðs vegar um landið: Munaðarnesi, Stykkishólmi, Hellissandi, Bolungarvík, Varmahlíð, Akureyri, Eiðum, Seyðisfirði, Biskupstungum, Kiðjabergi og Reykjavík.

• Íbúð í miðborg Kaupmannahafnar.• Raðhús og íbúðir á Spáni.• Íbúð á Flórída• Gistimiða á fjölmörgum Edduhótelum

og Fosshótelum allt í kringum landið.• Afsláttarmiða með Icelandair og WOW

til Evrópu og Ameríku og í leiguflugi með Sumarferðum og Úrvali Útsýn.

• Gönguferðir á Spáni.• Gönguferðir sjúkraliða innanlands.

Orlofsblað Sjúkraliðans kynnir alla þessa góðu kosti en ekki síst sumarhúsin og íbúðirnar sem félagsmenn geta tekið á

leigu í sumar, ásamt upplýsingum um verð og skilatíma umsóknar um orlofs-dvöl. Auk þess er gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um úthlutun gistidval-ar og um orlofsréttinn.

Sjúkraliðar sækja rafrænt um dvöl í sumarhúsum félagsins samanber leiðbeiningar sem birtar eru hér á síðunni. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 10. apríl 2017. Úthlutun fer fram í tölvu með hefðbundnum hætti 11. apríl og öllum umsóknum verður svarað með tölvupósti.

Greiðslum fyrir húsin og frágangi leigusamninga þarf að vera lokið fyrir 18. apríl – að öðrum kosti fellur úthlutun niður. Þeir sem ekki fá úthlutað eiga einir möguleika á að bóka sig á það sem út af stendur eftir úthlutun og einnig á það sem hugsanlega verður skilað inn, til 24. apríl.

Þann 25. apríl verður orlofsvefurinn opinn öllum félagsmönnum til bókunar á það sem er laust samkvæmt reglunni fyrstur kemur fyrstur fær.

Rafrænar umsóknirSjúkraliðar geta gengið frá umsókn um leigu á bústöðum og

íbúðum Sjúkraliðafélagsins á heimasíðu SLFÍ, www.slfi.isHér á eftir fara leiðbeiningar um hvernig þú átt að panta or-

lofsdvöl á netinu:

1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni.3. Skráið kennitölu, smellið á INNSKRÁNING og skráið þar Ís-

lykil eða notið rafræn skilríki.4. Þá birtast upplýsingar úr gagnagrunni sem þú getur breytt

eða bætt við ef þarf. Niðurstöður úthlutunar verða sendar á það netfang sem þú skráir og því afar áríðandi að það sé rétt skráð.

5. Veljið eign og tímabil úr fellilista. Hægt er að setja inn allt að 10 valmöguleika, en ekki er nauðsynlegt að nota þá alla. Sem fyrsta val er sett það sem helst er óskað eftir, síðan annað val ef það fyrsta myndi ekki ganga eftir o.s.frv. Bent er á að því fleiri kost-ir sem valdir eru þeim mun meiri möguleikar eru á úthlutun. Þegar valkostirnir hafa verið settir inn er smellt á SENDA.

6. Að úthlutun lokinni eru niðurstöður sendar með tölvupósti til allra umsækjenda sem senda inn rafrænar umsóknir.

7. Við hvetjum sem flesta til að sækja um rafrænt, en þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt á skrifstofu SLFÍ og fengið aðstoð við skráningu. Sími 553-9493.

Umsóknarfrestur er til 10. apríl.

Sumarleyfið er kjörinn tími til að njóta fagurs umhverfis.

Page 5: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 5

Safamýri 36 í Reykjavík.

Eldhúsið í íbúðinni við Safamýri.

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð

Íbúð sjúkraliðavið Safamýri

Stærð í fermetrum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67

Svefnpláss . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5-6

Sængur/koddar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5-6

Sængurföt fylgja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu..... . . . . . . . . . . . . Já

Barnarúm . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Borðbúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Örbylgjuofn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Þvottavél/þurrkari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Útvarp. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Myndbandstæki/DVD . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Kolagrill/gasgrill . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Heitur pottur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Íbúð í Safamýri

Sjúkraliðafélag Íslands hefur fest kaup á annarri íbúð í Reykjavík til afnota fyrir félagsmenn. Um er að ræða tveggja her-bergja íbúð við Safamýri 36.

Þessi nýja íbúð sjúkraliða er rúmlega 67 fermetrar að stærð - stofa, svefnherbergi, eldhús og bað.

Íbúðin er á jarðhæð. Gengið er inn um aðaldyr og farið niður stiga og er íbúðin á hægri hönd þegar komið er niður u.þ.b. 8 tröppur.

Komið er inn í parketlagt hol með fata-skáp. Eldhúsið er flíslagt með hvítri inn-réttingu. Stofan er rúmgóð björt og parket-lögð. Svefnherbergi er mjög rúmgott með parketi á gólfi og góðum fataskáp. Baðher-bergið er með flísum og baðkeri/sturtu.

Sameiginlegt þvottahús er við hlið íbúðarinnar. Aðgangur er að hjólageymslu.

Hægt er að leigja á skrifstofu félagsins sængurver og handklæði.

Miðsvæðis í ReykjavíkSafamýri er miðsvæðis í Reykjavík og auð-

velt að komast þaðan á alla helstu staði borg-arinnar. Til dæmis er stutt að fara í Laugar-dalinn, en þar er boðið upp á fjölmargt fyrir alla fjölskylduna svo sem Húsdýra- og fjöl-skyldugarðinn vinsæla, Grasagarðinn, sýn-ingahöll, sundlaug, íþróttasvæði og skauta-höll.

Einnig er stutt að fara í verslanir því tvær miðstöðvar verslunar og viðskipta, Skeifan og Kringlan, með öllum sínum verslunum og veitingastöðum, eru í göngufæri frá íbúðinni. Og þaðan er líka stutt að fara nið-ur á Skjólavörðuholt og í gamla miðbæinn.

S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Vinsæl íbúð íKaupmannahöfn

Mikil aðsókn hefur verið að íbúðinni sem Sjúkraliðafélag Íslands hefur leigt í Kaupmannahöfn, en þessi glæsilega íbúð er á fjórðu hæð í lyftuhúsnæði við C.F. Møllers Allé 34. Leiguverð er 12.000 krónur fyrir sólarhringinn og 1 orlofspunktur.

Íbúðin er á Amager, rétt hjá Ís-landsbryggju, og í góðri tengingu við Kastrupflugvöll. Einnig er mjög auðvelt að taka sporvagninn niður í miðbæ Kaupmannahafnar. Verslun-armiðstöðin Fields er í göngufæri og Royal Copenhagen Golf Club er við hliðina.

Íbúðin er 84 fermetrar að stærð með stórum suður svölum. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og í henni er uppþvottavél, þvottavél og þurrkari. Svefnpláss er fyrir 6-7 og eru allir húsmunir/áhöld miðuð við þann fjölda.

Golf án endurgjalds

Í sumar er sjúkraliðum boðið upp á að spila golf án endurgjalds á þrem-ur stöðum á landinu. Þetta gildir fyr-ir tvo gesti í hverju sumarhúsi.

Þetta eru golfvöllurinn Glanni fyr-ir Munaðarnes, golfvöllurinn Mostri fyrir Fögruhlíð í Stykkishólmi og golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir Kiðja-bergshús Sjúkraliðafélagsins.

Íbúðin er í þessu húsi við C.F. Møllers Allé 34.

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Íbúð við Safamýri í Reykjavík

Page 6: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

6 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I Ð S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6/8

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Stór íbúð í Reykjavík

Íbúð við Fellsmúla

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Í höfuðborginni gefst sjúkraliðum kostur á sumargistingu í þriggja her-bergja íbúð að Fellsmúla 16 í Reykjavík. Íbúðin er í næsta nágrenni við skrif-stofu félagsins við Grensásveg. Svefn-aðstaða er fyrir sex til átta manns, þar af fyrir tvo á dýnum, auk barnarúms.

Íbúðin, sem er á fyrstu hæð í glæsilegu fjölbýlishúsi, hefur verið lagfærð veru-lega og er í mjög góðu ástandi. Þannig var eldhúsið endurnýjað frá grunni, skipt um eldhúsinnréttingu, gólfefni og öll tæki. Eins var skipt um hjónarúm í svefnherbergi og öll húsgögn í stofu. Íbúðin er búin öllum helstu þægindum, svo sem síma, sjónvarpi og myndbands-tæki, og þar er ADSL-tenging fyrir tölv-ur. Aðgangur er að vel útbúnu þvotta-húsi.

Fellsmúlinn er staðsettur við nafla Reykjavíkur og þaðan er auðvelt að komast á alla helstu staði borgarinnar. Örstutt er frá íbúðinni niður á strætis-vagnastöðina við Grensásveg, eina helstu skiptistöð vagnanna.

Stutt er að fara í Laugardalinn, en þar er boðið upp á fjölmargt fyrir alla fjöl-skylduna, svo sem Húsdýra- og fjöl-skyldugarðinn vinsæla, Grasagarðinn, sýningahöll, sundlaug, íþróttasvæði og skautahöll.

Einnig er stutt að fara í verslanir. Tvær miðstöðvar verslunar og viðskipta, Skeifan og Kringlan, með öllum sínum

verslunum og veitingastöðum, eru í göngufæri frá íbúðinni.

Eldhúsið í íbúð sjúkraliða við Fellsmúla í Reykjavík.

Umsóknar frestur tilkl. 23.30

mánudaginn10. apríl

Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir þriðjudaginn 4. apríl kl. 13. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir kl. 23.30 mánudaginn 10. apríl.

Rafræn úthlutun verður mánudaginn 11. apríl kl. 16.

Greiðslum fyrir húsin þarf að vera lokið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 18. apríl. Ef ekki er gengið frá greiðslu og samningi fyrir þann tíma fellur úthlutunin sjálfkrafa niður.

Frá og með 19. apríl klukkan 16 eiga þeir sem ekki fá úthlutað einir möguleika á að bóka sig á það sem út af stendur eftir úthlutun og einnig á það sem hugsanlega verður skilað inn, til 24. apríl, fyrstur bókar fær.

Þann 25. apríl klukkan 16 verður orlofsvefurinn opinn öllum félags-mönnum til bókunar á það sem er laust samkvæmt reglunni fyrstur kemur fær.

Mest aðsókní júlí og ágúst

Miðað við fyrri reynslu eru margfalt fleiri umsóknir um leigu á sumarhús-unum í júlí og ágúst en hægt er að anna.

Því skal félagsmönnum bent á að mun meiri líkur eru á úthlutun ef sótt er um sumarhús eða íbúð fyrri eða seinni hluta sumarsins.

Aðgæslu er þörf Margir hafa alvarlegt ofnæmi fyrir

hárum dýra sem geta valdið útbrotum og/eða andþrengslum.

Félagsmenn eru því vinsamlegast beðnir að gæta þess, komi hundur eða önnur gæludýr í heimsókn á svæðið, að láta þau ekki leggjast í stóla eða önnur húsgögn. Örlítil óaðgæsla gæti eyðilagt dvöl næsta húsráðanda, barna hans eða gesta. Skilum alltaf af okkur húsunum eins og við hefðum sjálf viljað taka við þeim.

Íbúð við Fellsmúla í Reykjavík

Page 7: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 7

V E S T U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6/8

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Stórt hús í Munaðarnesi

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Sumarhús íMunaðarnesi

Sjúkraliðar geta í sumar gist í sumarhúsi númer 67 í orlofsbyggðinni að Munaðarnesi í Borgarfirði, en gerðar hafa verið endurbætur á bústaðnum. Meðal þæginda á staðnum er heitur pottur.

Sumarhúsið er um 52 fermetrar að stærð. Þar er anddyri, stofa, borðstofa, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Stór verönd með heitum potti er við húsið. Svefnpláss er fyrir sjö, það er fyrir tvo í hjónaherbergi, þrjá í svefnherbergi og tvo í koju í barnaherbergi. Í húsinu eru tvær aukadýnur, sængur og koddar fyrir sex manns, allur almennur borð-búnaður, stór ísskápur, eldavél með ofni, uppþvottavél, sjónvarp, útvarp og gasgrill. Í baðherberginu er vaskur, salerni og sturta.

Gagngerar breytingar hafa nýlega verið gerðar á bústaðnum. Skipt var um gler í gluggum og allur panill hvíttaður. Rúm og húsgögn voru endurnýjuð og keypt nýtt sjónvarpstæki, stór ísskápur og uppþvottavél. Þá hefur pallurinn verið endursmíðaður og stækkaður.

Fagurt héraðBSRB hefur rekið orlofsdvalarstað fyrir

félagsmenn aðildarfélaganna að Munaðarnesi og í Stóru Skógum um langt árabil. Í landi Stóru Skóga, sem er skammt frá Munaðarnesi, vestan við þjóðveginn, er Hólmavatn, sem er að hluta til í eigu jarðarinnar. Upplagt er að ganga þangað í góðviðri og renna fyrir silung. Auk veiði í Hólmavatni er víðar aðgangur að silungsvötnum í nágrenninu, til dæmis er skammt í Langavatn og Hreðavatn.

Ferð að Hreðavatni er einnig fyrir-hafnarinnar virði þótt ekki sé ætlunin að fara þangað til veiða. Í hæðunum vestur af Hreðavatni er að finna gömul setlög með jurtaleifum er segja sögu um allt annað veðurfar og gróðurfar en nú finnst hérlendis. Við innri enda vatns-ins er mikil þjóðargersemi í eigu Skóg-ræktar ríkisins. Þar ríkir mikil fegurð og friðsæld þótt skammt sé frá skarkala þjóðveganna. Það er því vel þess virði að nesta sig og njóta heilbrigðrar útiveru í skjólsælum skógarlundi við Hreðavatn eina dagsstund.

Í þessu fagra héraði eru óþrjótandi

möguleikar til að njóta náttúru landsins, hvort heldur er með því að ganga í næsta nágrenni eða aka í bíl um dali Borgar-fjarðar og Mýrasýslu eða jafnvel alla leið vestur á Snæfellsnes. Gönguferð á bökk-um Norðurár er líka einstakur gleðigjafi því þar er margt sem gleður augað, svo sem flúðir og fossar árinnar. Laxfoss og Glanni eru sannkallað augnakonfekt fyr-ir þá sem kunna að meta náttúruna og sama á við um Paradísarlaut. Allir þessir staðir eru í göngufæri við sumarhúsin.

Sundlaugar, hestaleigur og golfvellir er víða að finna í héraðinu.

Sumarhúsið í Munaðarnesi.

Page 8: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

8 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

V E S T U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67/57

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4/6

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Stórt hús í Stykkishólmi

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Fagrahlíð íStykkishólmi

Sjúkraliðafélagið býður upp á orlofsdvöl í íbúðarhúsinu Fögruhlíð í miðbæ Stykk-ishólms, sem er eitt fegursta bæjarstæði á Íslandi. Á jarðhæðinni er stofa, borðstofa, eldhús og baðherbergi, en í risi er svefn-herbergi og svefnloft með rúmum fyrir fimm - sex gesti, auk fjögurra lausra dýna. Á verönd er heitur pottur og gasgrill. Skipt hefur verið um glugga og gler í húsinu.

Fagrahlíð, sem er á horni Aðalgötu og Laufásvegar, er gamalt en nýlega endurbyggt timburhús, hæð og ris. Jarðhæðin er 67 fermetrar en hátt risið er 57 fermetrar að stærð. Húsið er til leigu frá 9. júní til 15. september.

Afþreying og þjónustaÞráðlaust netsamband er á tjaldsvæði

Stykkishólms, í miðbænum og við íþrótta-miðstöðina. Körfuboltavöllur, róluvöllur, sparkvöllur, sundlaug með rennibrautum fyrir börn og fullorðna og frjálsíþróttavöll-ur er á íþróttasvæði í nágrenni hússins. Stutt er í Bónus, bakarí, myndbandaleigu og veitingastaði en Narfeyrarstofa er orðin landsfræg fyrir góðan mat og þjón-ustu. Veiðileyfi fást í Bauluvallavatni og í Hraunsfirði, og góður golfvöllur er í næsta nágrenni þar sem dvalargestir geta spilað frítt.

Mikið kapp hefur verið lagt á að varð-veita gömul hús bæjarins og setja gömul hús því sterkan svip á miðbæinn og í því elsta, Norska húsinu, er Byggðasafn Snæ-fellinga. Þar eru seldir minjagripir og hand-

verksmunir og oft eru sérstakar sýningar á vegum safnsins eða listamanna. Fjölmargt handverksfólk er í Stykkishólmi og hand-verksmarkaður er opinn á sumrin.

Boðið er upp á siglingu milli eyja með fjölbreyttu fuglalífi og bragðað á nýveiddu sjávarfangi. Þá er daglega hægt að fara með ferjunni Baldri yfir á Barðaströnd með við-komu í Flatey. Frá Stykkishólmi er líka far-ið í sívinsælar hvalaskoðunarferðir.

Margt að sjá á SnæfellsnesiStutt er að aka yfir í Búðardal um sögu-

slóðir Laxdælu. Margir skreppa í göngu-

ferð upp á Helgafell, en ganga upp á fellið helga getur valdið þáttaskilum í lífi fólks samkvæmt gamalli þjóðtrú, ef almættið verður við óskum gönguhrólfanna. Hring-ferð um Snæfellsnes í góðu veðri er öllum ógleymanleg, því óvíða á landinu er meiri náttúrufegurð. Meðal fjölmargra náttúru-undra á leiðinni má nefna Dritvík, Djúpalón, Hólahóla, Arnarstapa, Hellna og Búðir. Ekki er síður ástæða til að staldra við á Grundarf-irði, í Ólafsvík, á Rifi og Hellissandi.

Frá Arnarstapa er boðið upp á snjósleða-ferðir á Snæfellsjökul, en í Ólafsvík er fiska-safn.

Íbúðarhúsið Fagrahlíð í Stykkishólmi. Á veröndinni er heitur pottur.

Page 9: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 9

V E S T U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7/8

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Stórt hús við Hellissand

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Sumarhúsvið Hellissand

Hruni er sumarhús skammt austan og ofan við Hellissand á Snæfellsnesi. Bú-staðurinn er í göngufæri við þorpið og norðan við hinn sögufræga Snæfellsjök-ul sem blasir við augum út um glugga hússins.

Bústaðurinn er til leigu frá 16. júní til 8. september.

Aðalhæð bústaðarins er 45 fermetr-ar að flatarmáli. Svefnherbergið er með tvíbreiðu rúmi og barnakoju. Í stofu er tvíbreiður svefnsófi, sjónvarp og DVD spilari. Baðherbergi er með sturtu og þvottavél. Innrétting í eldhúsi hefur verið endurnýjuð. Á efri hæðinni er stórt svefn-loft með einu lokuðu svefnherbergi með tveimur rúmum og opið svefnpláss með þremur rúmum og sex dýnum. Alls eru því í húsinu níu rúm og sex dýnur, það er svefnpláss fyrir alls fimmtán manns.

Umhverfi hússins er nánast ósnortin holt, lyngmóar og klettar. Fuglalíf er óvíða meira en á þessu svæði. Í holtunum kringum þorpið er eitt stærsta kríuvarp á landinu, en í skjóli kríanna verpir fjöldi annarra fugla á svæðinu.

Fyrir þá sem áhuga hafa á íslenskri náttúru er óvíða á landinu boðið upp á sambærilega fjölbreytni til lands og sjáv-ar. Í suðurátt blasir Snæfellsjökull við sjónum dvalargesta, í norðri er útsýni yfir Breiðafjörð með Barðaströnd og Látra-bjarg í baksýn. Sólarlagið er fagurt á þess-um slóðum.

Stór hluti Snæfellsness er þjóðgarður.

Þar er að finna fjölda náttúruperla sem gaman er að heimsækja og skoða nánar. Af áhugaverðum stöðum má nefna Búðir, Arnarstapa, Hellnar, fuglabjargið á Sval-þúfu, Lóndranga, Dritvík og Skarðsvík.

Fjöruborðið í Skarðsvík er ljós ægisand-ur. Á sólardögum er hægt að vaða þar í hlýjum, notalegum og skvaldrandi sjáv-aröldum.

Ekki má gleyma skoðunarferðum í þétt-

býlisstaðina í grenndinni, það er að segja Hellissand, Rif, Ólafsvík, Grundarfjörð og Stykkishólm, en þaðan er hægt að fara í siglingu um Breiðafjarðareyjar, þar á meðal til Flateyjar.

Fjölmargt annað er hægt að finna sér til afþreyingar á Snæfellsnesi, til dæmis hvalaskoðun, sleðaferð upp á Snæfellsjök-ul og útreiðar á Löngufjöru í Miklaholts-hreppi og Kolbeinsstaðahreppi.

Sumarhúsið Hruni við Hellissand á Snæfellsnesi er á afar fallegum stað þar sem útsýnið er glæsi-legt.

Page 10: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

10 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

V E S T F I R Ð I R

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6/8

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22.000

Lítið hús í Bolungarvík

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Parhús í Bolungarvík

Sjúkraliðafélag Íslands býður félagsmönum lítið parhús við Hafnargötu 101 í Bolungarvík til orlofsdvalar í sumar, frá 16. júní til 25. ágúst. Orlofshúsið er um það bil 50 fermetra jarðhæð með þvottahúsi í kjallara. Á hæðinni eru stofa, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi með rúmum fyrir fjóra í tveimur tvíbreiðum rúmum, auk tveggja lausra dýna.

Í húsinu eru sængurföt fyrir sex, án sængurvera. Það er búið húsgögnum í stofu og borðkrók fyrir fjóra, borðbúnaði fyrir tíu manns, útvarpi, sjónvarpi, DVD spilara, barnarúmi, barnastól og öðrum lausamunum sem eðlilegt er að fylgi til venjulegs heimilishalds. Í kjallara er þvottavél og örbylgjuofn, en fyrir utan húsið afgirtur sólpallur.

Margt til afþreyingarBolungarvík er dæmigert sjávarpláss með

um 900 íbúa og er nyrsta byggð Vestfjarða. Upp með víkinni liggja tveir grösugir dalir, Syðridalur og Tungudalur. Syðridalsvatn er í Syðridal og er þar nokkur veiði.

Þjónustustig telst hátt í Bolungarvík. Þar er heilsugæslustöð með lækni og lyfsölu. Ennfremur sjúkrahús með öldrunardeild og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Verslanir eru af ýmsum toga og margskonar þjónustufyr-irtæki. Sýslumaður er á staðnum og hefur aðsetur í ráðhúsi bæjarins. Þar er einnig til húsa bæjarskrifstofur og sparisjóður.

Ýmislegt er hægt að gera til afþreyingar á staðnum.

Mörgum finnst gaman að dorga á bryggjunni. Hægt er að taka hressandi sundsprett og slappa af í heitum potti í íþróttamiðstöðinni, en þar er gufubað, lík-amsrækt, frábær sólbaðsaðstaða á útisvæði og sundlaugargarður með rennibraut. Á flötinni við tónlistarskólann eru minigolf-brautir þar sem hægt er að æfa púttið. Þar

er einnig leikvöllur fyrir yngstu börnin. Við grunnskólann er gervigrasvöllur og körfuboltavöllur. Í Syðridal er frábær 9 holu golfvöllur með tvöföldu teigasetti og hann því viðurkenndur sem 18 holu golfvöllur. Völlurinn er einn fárra sand-valla á landinu og þykir umgjörð hans og vallarstæði einkar heillandi.

Parhúsið við Hafnargötu 101 í Bolungarvík.

Page 11: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 11

N O R Ð U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8/9

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . Já (hitaveita)

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Stórt hús í Varmahlíð

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Orlofshús íVarmahlíð

Sumarhús Sjúkraliðafélags Íslands við Reykjarhólsveg 18B í Varmahlíð er í nýlegri sumarhúsabyggð sem er skammt ofan við þorpið, gert úr timburbjálkum á einni hæð. Timburpallur er sunnan og vestan við hús-ið og setlaug á pallinum. Í húsinu eru þrjú herbergi og stofa, anddyri og baðherbergi með sturtuklefa. Í stofu er eldhúskrókur að sunnanverðu með viðarinnréttingu.

Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á húsinu. Þannig var skipt um öll gólfefni, eld-húsinnrétting endurnýjuð, skipt um borð-stofusett og flest húsgögn.

Orlofshúsahverfið eru suðvestan í Reykjar-hólnum, ofan við Varmahlíð, í skjólsælu og vel grónu umhverfi. Ekið er upp í Varmahlíð beygt til suðurs við sundlaugina, ekið framhjá menningarhúsinu Miðgarði, beygt til hægri sunnan hússins og ekið upp í brekkuna vestan skógræktarinnar. Orlofshúsin eru í um 10-15 mínútna göngu frá Miðgarði.

Vinsæll áningarstaðurVarmahlíð er mjög vinsæll áningarstaður

þeirra sem ferðast um þjóðveginn og dregur nafn sitt af því að þar er gnægð af heitu vatni sem sprettur sjálfkrafa upp úr jörðinni. Heita vatnið er nýtt til upphitunar húsa í Varmahlíð og sveitinni í kring svo og í sundlauginni. Á Reykjarhólnum hefur um árabil verið stunduð skógrækt af Skógrækt ríkisins og einnig Skóg-ræktarfélagi Skagfirðinga. Skógræktin hefur nú verið gerð aðgengileg fyrir gesti og gang-andi og er þar víða að finna skemmtileg rjóð-ur þar sem hægt er að setjast niður og borða

nestið sitt. Auk þess sem göngustígar liggja í gegnum skóginn og upp á hólinn en þar er útsýnisskífa.

Í Varmahlíð er ýmis þjónusta fyrir hendi sem ferðamenn geta nýtt sér, svo sem upplýs-ingamiðstöð fyrir ferðamenn, banki og hrað-banki, verslun, póstafgreiðsla og sundlaug. Ýmis afþreying er í boði á staðnum, svo sem hestaleiga, veiði og raftsiglingar.

Í Skagafirði er margt hægt að gera í fríinu. Vinsælt er að heimsækja söfn og sögustaði, fara í útreiðartúr eða sjá hestasýningar. Víða er hægt að renna fyrir fisk, fara í gönguferðir í fallegri náttúru og slaka svo á í sundlaug-um og heitum pottum á eftir. Fljótasigl-ing á jökulánum eða sigling út í Drangey er upplifun sem seint gleymist, sem og að

spila golf í góðra vina hópi. Óvíða er sýn-inga- og safnastarf með jafn miklum blóma og í Skagafirði, þar sem menningararfurinn er bæði ríkulegur og sögustaðir fjölmargir. Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir sýn-ingum, varðveislu og rannsóknum, en það hefur í meira en hálfa öld sýnt í Glaumbæ hvernig mannlíf var til forna í torfbæjum. Auk þessa eru fjölmargir aðrir staðir og sýn-ingar sem áhugavert er að heimsækja, svo sem Vesturfarasetrið í Hofsósi, Víðimýrar-kirkja við Varmahlíð, Minjahúsið á Sauðár-króki, Samgönguminjasafn Skagafjarðar og Hólar í Hjaltadal.

Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð er opin allt árið og veitir upplýsingar um ferðaþjón-ustu á Norðurlandi vestra og víðar.

Sumarbústaður Sjúkraliðafélags Íslands við Varmahlíð í Skagafirði.

Page 12: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

12 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

N O R Ð U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6/8

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Stórt hús á Akureyri

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Raðhús á AkureyriFélagar í Sjúkraliðafélagi Íslands geta

sótt um orlofsdvöl í íbúð félagsins í rað-húsi við Hamratún 26 á Akureyri. Íbúðin, sem er tæplega eitt hundrað fermetrar, hefur svefnpláss fyrir 6-8 manns og er búin öllum helstu nútíma heimilistækjum.

Akureyri er höfuðborg Norðurlands og bæði þar og í næsta nágrenni geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi til skemmtunar og fróðleiks. Í bænum eru mörg veitingahús og verslanir, bæði stórar og smáar, ýmist við göngugötuna í miðbænum eða í stórversl-unum.

Eyjafjörður er rómaður fyrir fegurð og einstaka veðurblíðu. Allt svæðið beggja vegna fjarðarins er gróðursælt og heillandi. Þar er hægt að fara í sund eða siglingar og spila golf. Sundlaug Akureyrar er með tvær laugar auk tveggja rennibrauta, busllaug, innilaug, fjóra heita potta, eimbað, gufubað, ljósalampa og fjölskyldugarð. Glerárlaug er innilaug og á útisvæði laugarinnar eru tveir heitir nuddpottar og vaðlaug auk útiklefa.

Gönguferðir um bæinn og næsta nágrenni hans, ekki síst um Lystigarðinn og Kjarna-skóg, svíkja engan. Göngugarpar og annað útivistarfólk kemst í skipulagðar göngu-ferðir um Eyjafjörð í nánast allt sumar. Einnig er hægt að fá leiðsögn um innbæ Akureyrar. Gengið er frá kirkjutröppunum við Hótel KEA og inn í elsta hluta bæjarins að Minjasafninu eða rúm 1.5 km. Sagt er frá þróun bæjarins, markverðum stöðum og frásögnum.

Akureyri er gjarnan tengd menningu og listum og ekki að ástæðulausu. Leiklistarlíf er blómlegt og boðið upp á sýningar af ýmsu tagi. Þar má einnig finna fjöldann allan af leiksvæðum, leikvöllum og sparkvöllum.

Margir góðir staðir eru til fuglaskoðunar á Akureyri og næsta nágrenni bæjarins og er búið að koma fyrir fuglaskoðunar-húsum á fjórum stöðum innan sveitar-félagsins. Þessi svæði eru Naustaborgir, Krossanesborgir, óshólmar Eyjafjarðarár og í Hrísey.

Frá Akureyri er tilvalið að fara í dags-ferðir ekki aðeins um blómlegt Eyjafjarðar-svæðið heldur einnig inn í Svarfaðardal að vestanverðu og austur að Mývatni. Eins er

hægt að sigla til nærliggjandi eyja. Ferjan til Hríseyjar leggur upp frá Árskógströnd, en fara þarf til Dalvíkur til að ná ferjunni til Grímseyjar.

Akureyri hentar mjög vel til hjólreiða enda eru fjölmargir leiðir og stígar í boði. Reiðhjólaleiga er í miðbæ Akureyrar. Tvær hestaleigur eru í nágrenni Akureyrar. Jóla-garðurinn er sannkölluð töfraveröld jólanna aðeins tíu mínútna akstur frá miðbæ Akur-eyrar, en þar er opið allt árið.

Sjúkraliðafélag Íslands á íbúð á jarðhæð í þessu nýlega raðhúsi að Hamratúni 26 á Akureyri.

Page 13: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 13

A U S T U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6/8

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . K og G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22.000

Lítið hús á Eiðum

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Sumarhúsá Eiðum

Sjúkraliðum gefst kostur á sumardvöl á Eiðum, en þar hafa opinberir starfsmenn mörg orlofshús. Bústaður sjúkraliða er númer 1.

Sumarhús félagsins á Eiðum er 54 fermetr-ar að stærð. Þar er anddyri, stofa, borðstofa, eldhús, bað og 3 svefnherbergi. Í húsinu eru 2 aukadýnur, stór ísskápur, suðuhella, uppþvottavél, borðbúnaður og áhöld fyrir 8 manns, sjónvarp, útvarp og kolagrill. Öll rúm í húsinu hafa verið endurnýjuð einnig borðstofusettið og sófi í stofu. Nýr og endur-bættur pallur er við húsið.

Frá Eiðum, sem er fornfrægt skólasetur mjög miðsvæðis á Austurlandi, eru 14 km að næsta þéttbýliskjarna, Egilsstöðum. Þar er sundlaug, matvöruverslanir og ýmis önnur þjónusta. Golfvöllur er í Fellabæ.

Náttúruperlur og mannvirkiHéraðið er einn veðursælasti ferðamanna-

staður á landinu, enda býr svæðið yfir mörgum náttúruperlum sem eru þess virði að heimsækja. Nægir þar að nefna Atla-vík, Hallormstaðaskóg, Skriðuklaustur og Lagarfljótið sem liðast eftir miðju Héraðinu. Margt er hægt að skoða í nánasta umhverfi og merktar gönguleiðir eru við Eiðavatn. Gestum er heimilt að veiða í vatninu og fylgir árabátur og veiðileyfi hverju húsi.

Frá Eiðum er stutt til allra átta á Austur-landi, til dæmis um Njarðvíkurskriður til Borgarfjarðar eystri, eða yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar sem lumar í skjóli hárra fjalla á fögrum og sérstæðum byggingum frá síldar-

árum Norðmanna á Íslandi og Wathne-fjöl-skyldunnar er setti svip sinn á bæjarlífið á fyrri tíð. Á Seyðisfirði hafa verið byggðir miklir snjóvarnagarðar í hlíðum Bjólfs. Þang-að út er auðvelt að aka yfir sumarmánuðina eftir merktum vegi sem lagður er af þjóðveg-inum skammt fyrir neðan skíðaskála Seyð-firðinga í Stafdal. Þegar út í Bjólf er komið blasir við frábært útsýni af bifreiðastæði með útsýnisskífu.

Snæfell í vestri og Dyrfjöll í austri eru út-verðir byggðar á Fljótsdalshéraði.Hægt er að

aka upp á hálendið til að skoða Dimmugljúf-ur og nýju stórvirkjunina við Kárahnjúka, eða niður á Reyðarfjörð þar sem risavaxið álver hefur tekið til starfa og eins til Stöðvar-fjarðar þar sem hægt er að skoða langstærsta steinasafn á Íslandi.

Hestaleigur eru víða á Héraði, nýleg sund-laug með rennibraut er á Egilsstöðum og níu holu golfvöllur á Ekkjufelli.

Nánasta umhverfi bústaðarins býður upp á nær óendanlega möguleika á gönguferðum um skóga, holt og hæðir.

Eldhúsið í bústað sjúkraliða á Eiðum.

Page 14: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

14 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

A U S T U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4/6

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22.000

Lítið hús á Seyðisfirði

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Íbúðarhús á Seyðisfirði

Sjúkraliðum gefst í sumar kostur á að gista í sumarhúsi við Fjarðará sem renn-ur í gegnum kaupstaðinn við Seyðisfjörð. Húsið er á fallegum stað við Árstíg og þar eru svefnpláss fyrir 4-6. Heimilt er að hafa með sér hund.

Húsið er til leigu frá 16. júní til 8. september.

Þeir sem panta frá og með 25. apríl þurfa ekki að taka húsið í heila viku heldur geta leigt húsið í einn dag í senn.

Seyðisfjörður er einn fallegasti kaupstað-ur landsins og sérstaklega þekktur fyrir gömlu norsku húsin sem setja mikinn svip á staðinn, enda hefur hann gjarnan verið kallaður Norskibærinn eða Aldamótabær-inn.

Góð aðstaðaNáttúrufegurð er mikil við Seyðisfjörð og

margar vinsælar gönguleiðir út með firðin-um, meðfram Fjarðará með öllum sínum fallegu fossum, og alla leið upp í ögrandi fjöllin sem gnæfa yfir bæinn fyrir þá sem vilja leggja meira á sig við náttúruskoðun. Byggðir hafa verið miklir snjóvarnagarð-ar í hlíðum Bjólfs, fjallsins sem gnæfir yfir bæinn. Á sumrin er auðvelt að aka eftir merktum vegi sem lagður er frá þjóðveg-inum skammt fyrir neðan skíðaskála Seyð-firðinga í Stafdal, en þegar út í Bjólf er kom-ið blasir við frábært útsýni af bifreiðastæði með útsýnisskífu.

Hægt er að gera sér margt til skemmt-

unar og afþreyingar á Seyðisfirði. Þar er sundlaug og níu holu golfvöllur. Einnig er hægt að komast í silungsveiði í Fjarðará gegn hóflegu gjaldi. Á Seyðisfirði er Tækni-minjasafn Austurlands og við fjörðinn er einnig elsta starfandi virkjun á landinu, Fjarðarselsvirkjun, sem var gangsett árið 1913.

Seyðisfjörður er vel í sveit settur ef skoða á Austurland með dagsferðum, meðal annars til að skoða hið vinsæla steinasafn á Stöðvarfirði. Það tekur einungis 15-20 mínútur að aka yfir Fjarðarheiði til Egils-staða sem er miðsvæðis á Héraði, og þaðan er hægt að fara í dagsferð upp á hálendið til að skoða náttúruna og mannvirkin við Kárahnjúka.

Margt um að veraÞað er vikulegur viðburður í bænum

þegar ferjan Norræna siglir inn fjörðinn með mörg hundruð farþega um borð.

Lista- og menningarlíf stendur með mikl-um blóma á Seyðisfirði. Listahátíð er árlegur viðburður á sumrin og lífgar mjög upp á bæj-arbraginn. Boðið er upp á tónleika í Bláu kirkj-unni, og listsýningar eru í Skaftfelli. Ennfrem-ur er efnt til listahátíðar ungs fólks og Norskir dagar eru haldnir hátíðlegir á hverju ári.

Gagnlegt er að kíkja á heimasíðu Seyðis-fjarðar – www.sfk.is – áður en lagt er af stað austur á firði því þar er að finna margvís-legar upplýsingar um allt það helsta sem ferðamönnum stendur til boða í bænum hverju sinni.

Þetta skemmtilega gamla hús er við bakka Fjarðarár sem rennur í gegnum kaupstaðinn til sjávar.

Page 15: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 15

S U Ð U R L A N D

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70/81

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8/10

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Tvö stór hús á Kiðjabergi

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Tveir bústaðirá Kiðjabergi

Sjúkraliðafélag Íslands á tvö glæsileg sumarhús í landi Meistarafélags húsa-smiða að Kiðjabergi í Grímsnesi, en þangað er aðeins um 75 kílómetra leið frá höfuðborgarsvæðinu.

Í báðum tilvikum er um að ræða heilsárs hús sem eru um áttatíu fermetrar að stærð, með þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og borðkrók. Svefnaðstaða er fyrir 8-10 manns, þar af fyrir tvo á dýnum. Sængur og koddar eru átta auk barnarúms. Umhverfis húsin eru um áttatíu fermetra verönd með heitum potti fyrir 4–6.

Margt til afþreyingarÞessi glæsilegi gististaður er algjört kjör-

lendi fyrir golfáhugamenn, útivistarfólk og áhugafólk um veiði. Golfvöllurinn að Kiðja-bergi hefur verið stækkaður í 18 holur og er hinn skemmtilegasti, þar geta dvalargestir spilað án endurgjalds. Við völlinn er líka sex holu „par 3 völlur“ sem er mjög góður fyrir byrjendur og gott æfingarsvæði.

Hægt er að fá veiðileyfi í Hvítá fyrir landi Kiðjabergs gegn vægu gjaldi og fría silungsveiði í Hestvatni sem er skammt frá bústöðunum. Stutt er í sundlaug með heitum pottum og vatnsgufubaði, hestaleigu, minigolf og níu holu golfvöll að Hraunborgum, en þangað eru aðeins um fjórir kílómetrar. Um landið liggja víða fallegar gönguleiðir með miklu víðsýni til jökla og hafs.

Kiðjaberg er vel staðsett á Suðurlandi.

Um 20 mínútna akstur er að Selfossi, þar sem margs konar þjónusta er í boði, og örskammt í verslun og bensín að Minni Borg. Afleggjarinn frá þjóðvegi að heimtröðinni að bústaðnum er malbikaður.

Eins og flestum er kunnugt er fjölmargt að skoða á Suðurland, og má þar nefna Kerið í Grímsnesi, Gullfoss og Geysi, virkjanirnar í Soginu, Þjórsá, Þingvelli, Laugavatn og Skál-holt svo fátt eitt sé talið.

Heiti potturinnHúsin að Kiðjabergi eru hituð með raf-

magni og það á líka við um vatnið í heita pottinum. Vatnið í pottinum endurnýjast því ekki jafnharðan eins og þar sem hús eru hituð með jarðvarma. Hins vegar er potturinn bú-inn öflugum síubúnaði sem á að halda vatn-inu hreinu við alla venjulega notkun. Til þess að svo megi vera þarf að fara í sturtu áður en farið er í pottinn.

Ef vatnsnudd er notað slokknar á hit-anum. Það þarf því að slökkva á nuddinu strax að notkun lokinni, og nota nuddið aðeins í skamman tíma hverju sinni. Gætið þess að snúa ekki eða loka fyrir nuddstúta því þá myndast lofttappar og þrýstingur minnkar. Gætið þess einnig að snerta ekki tvo takka í stjórnborði samtímis því það gæti breytt hreinsikerfinu í pottinum eða slökkt á honum. Ef vatnið í pottinum lækkar þannig að nuddstútar koma upp úr vatninu þarf að bæta vatni í pottinn með slöngu sem tengd er við útikrana við geymsluvegg, að öðrum kosti fúlnar vatnið í pottinum. Tæknilegar upplýsingar er að finna í möppu í húsunum. Munið líka að hafa lokið á pottinum þegar hann er ekki í notkun.

Bæði sumarhús félagsins á Kiðjabergi eru heilsárshús og búnaður þeirra er sá sami.

Aðgengifyrir fatlaða

Þær breytingar hafa ver-ið gerðar á sumarhúsinu Kiðjabergi 2 að þar er nú

aðgengi fyrir fatlaða.

Page 16: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

16 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

S U Ð U R L A N D S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Stærð í fermetrum: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67

Svefnpláss:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7/9

Sængur/koddar: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7

Sængurföt fylgja: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Sængurföt gegn greiðslu: . . . . . . . . . . . . . Nei

Barnarúm: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Barnastóll. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sturta: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Eldavél:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Bakaraofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Uppþvottavél: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Borðbúnaður: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12

Örbylgjuofn: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Hreinlætisvörur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Þvottavél/þurrkari: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Útvarp m/geislaspilara: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sjónvarp: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

ADSL tenging: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nei

Myndbandstæki/DVD: . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Kolagrill/Gasgrill: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . G

Heitur pottur: . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Já

Sumarverð:. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000

Stórt hús í Biskupstungum

Sigurhæð í Biskupstungum

Sigurhæð er sumarbústaður Sjúkra-liðafélags Íslands í landi Úthlíðar í Biskupstungum, Árnessýslu, um 15 kílómetra fyrir austan menningar- og menntasetrið að Laugavatni. Gerðar hafa verið margvíslegar lagfæringar á bústaðnum, sem var hinn fyrsti í eigu félagsins. Gæludýr eru leyfð.

Bústaðurinn er heilsárshús og búinn eins og best verður á kosið. Herbergin eru þrjú. Í tveimur þeirra eru tvíbreið rúm og í öðru þeirra þar að auki 90 senti-metra breið koja. Í þriðja herberginu eru tvær kojur.

Sængur og koddar eru fyrir sjö manns, en auk þessa fylgir barnarúm, barnastóll og tvær dýnur, en engin sængurver. Um-hverfis húsið er 70 fermetra verönd með heitum potti og gufubaði.

Húsið stendur í kjarrivöxnu lands-lagi. Þaðan er gott útsýni yfir Biskups-tungurnar. Á þessum vinsæla sumar-dvalarstað er þjónustumiðstöð, verslun, sundlaug, golfvöllur og hestaleiga. Enn-fremur samkomusalur þar sem boðið er upp á veitingar. Þar eru iðulega um helgar dansleikir við undirleik hljóð-færaleikara.

Víða í nágrenninu er hægt að komast í veiði, til dæmis í Brúará, og sömuleiðis í sund. Á svæðinu eru líka fjölmargar skemmtilegar lengri eða skemmri gönguleiðir. Um skamman veg er að fara að sögufrægustu og fallegustu stöðum Suðurlands, svo sem að Skálholti, Gull-fossi og Geysi.

Á Flúðum er fjölbreytt þjónusta og

Íbú› á Hólumí Hjaltadal

Sumarhús í Varmahlíð

Sigurhæð, sumarhús félagsins í landi Úthlíðar í Biskupstungum.

gróðurhús. Á Laugavatni er íþrótta-svæði, sundlaug og landsþekkt gufubað.

Við Hvítá er boðið upp á ofurhuga-siglingu um strengi og flúðir árinnar, svokallað „rafting” sem mörgum þykir áhugavert ævintýri.

Útilegukortið á 10.000

41 tjaldsvæðium allt land

Sjúkraliðum stendur til boða að kaupa Útilegukortið 2017 sem veitir aðgang að 42 tjaldsvæðum um allt Ísland fyrir handhafa þess, maka og allt að fjórum börnum undir 16 ára aldri í samtals 28 gistinætur. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28, en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.

Kort þetta gildir fyrir tjöld, fellihýsi, tjaldvagna, hjólhýsi og húsbíla á eftirtöldum stöðum hringinn í kringum landið, talið frá vestri til austurs:

Akranes, Varmaland, Eldborg, Ólafsvík, Hellissandur, Laugar, Grettislaug, Flókalundur, Tálknafjörður, Þingeyri, Bolungarvík, Tungudalur, Drangsnes, Hvammstangi, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Húsabakki, Lónsá, Heiðarbær, Kópasker, Fjalladýrð (Möðrudalur), Raufarhöfn, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Kleifarmörk, Vík í Mýrdal, Langbrók, Álfaskeið, Brautarholt, Skjól, Stokkseyri, Þorlákshöfn, T-bær, Grindavík og Sandgerði.

Almennt verð á kortinu er 18.900 krónur, en sjúkraliðar geta keypt það fyrir 10.000 krónur þar sem félagið greiðir verðið niður.

Markmiðið með stofnun Útilegu-kortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land allt.

Nánari upplýsingar á www.utilegukortid.is

Útilegukortið 2017.

Page 17: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 17

S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Fjögurra daga ferðum hálendi ÍslandsÍ sumar fá sjúkraliðar einstakt tækifæri

til að komast upp á miðhálendi Íslands. Á leiðinni er Laugafell, Gæsavötn, Holu-hraun, Herðubreið, Drekagil, Askja, Herðu-breiðarlindir, Bræðrafell, Möðrudalur á Fjöllum og Mývatn.

Ferðast verður á tveimur upphækkuðum Econoline bílum. Hámarksfjöldi 15 manns. Ferðin tekur 4 daga, 21.- 24. júlí. Skálagisting og trúss. Hópurinn eldar saman. Verð: 45.000 krónur, innifalið ferðir, gisting og leiðsögn. Umsóknar- og greiðslufrestur til 1. júní.

Dagskrá dagannaDagur 1. Lagt verður af stað frá Grensásvegi

16, klukkan 8.00 að morgni 21. júlí. Ekið í Laugafell frá Varmahlíð í Skagafirði. Farið að Gili í Vesturdal sem er upphaf Sprengisandsleiðar og áfram í Laugarfell. Ein fjölbreyttasta og fallegasta fjallaleið sem völ er á á Íslandi. Aksturstími frá Varmahlíð um 2 tímar. Gist í skála Ferðafélags Akureyrar. Yndislegar náttúrulaugar 40 gráðu heitar eru við skálann. Laugafell er í 892 metra hæð norðaustan Hofsjökuls.

Dagur 2. Hin magnaða Gæsavatnaleið. Leggjum af stað í átt að Nýjadal sem er sunnan í Tungnafellsjökli á Sprengisandi. Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga á Sprengisandi að Drekagili í Dyngjufjöllum. Leiðin er mjög seinfarinn, ekið um úfið Ódáðahraun, í nálægð við Trölladyngju

og Vatnajökul, yfir Dyngjuháls. Komið að Holuhrauni sem er nýja hraunið eftir gosið í Bárðarbúngu sem hófst um mánaðamótin ágúst/september 2014. Gist verður í Bræðrafelli sem stendur suðaustur frá samnefndu felli, við suðurrætur Kollóttudyngju. Skálinn er í eigu Ferðafélags Akureyrar. Frá bílastæði við uppgönguleið á Herðubreið er stikuð gönguleið, um 9-10 kílómetrar, vestur að skálanum.

Dagur 3. Gengið til baka að bílunum, 9-10 kílómetra. Farið í Drekagil við Öskju, gengið að Öskjuvatni og Víti, upplagt að

baða sig í Víti. Áð við Herðubreiðarlindir, gengið um fallega gróðurvin og lindasvæði í Ódáðahrauni. Skoðum það sem fyrir augu ber, stoppum og njótum. Síðustu nóttina gistum við á Möðrudal á Fjöllum sem er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metrar yfir sjávarmáli.

Dagur 4. Heimferð. Ekið að Mývatni, farið í Jarðböðin, hádegisverður. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur klukkan 22:00.

Ferðaskipuleggjandi og leiðsögumaður er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, sími

6944920, netfang [email protected]

Mikilvægar dagsetningar4. apríl 2017 Opnað fyrir umsóknir kl. 13.00

10. apríl 2017 Umsóknarfresti lýkur kl. 23.30

11. apríl 2017 Rafræn úthlutun kl. 16.00

18. apríl 2017 Greiðslufrestur til kl. 16.00

19. apríl 2017 Hægt að bóka það sem út af stendur

25. apríl 2017 Opnað fyrir alla kl. 16.00. Fyrstur bókar, fyrstur fær

12. maí 2017 Vorleigutímabil hefst

9. júní 2017 Sumarleigutímabil hefst

11. ágúst 2017 Haustleigutímabil hefst

8. sept. 2017 Haustleigu lýkur

Sjúkraliðar á gönguferð um hálendi Íslands.

Page 18: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

18 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

H Ó T E L G I S T I N G

Veiðikort á 4000

Veiði í 35 vötnum

Sjúkraliðar geta í sumar keypt Veiðikortið á 4.000 krónur, en kortið gefur rétt til veiða í 35 vatnasvæðum vítt og breitt um landið.

Þau veiðisvæði sem um er að ræða eru þessi:

Suðvesturland: Elliðavatn, Eyrarvatn í Svínadal, Geitabergsvatn í Svínadal, Gíslholtsvatn í Holtum, Kleifarvatn á Reykjanesi, Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn, Vífilsstaðavatn í Garðabæ, Víkurflóð við Kirkjubæjarklaustur, Þingvallavatn – Þjóðgarðurinn. Þórisstaðavatn.

V e s t u r l a n d : B a u l á r v a l l - vatn á Snæfellsnesi, Haukadalsvatn í Haukadal, Hítarvatn í Mýrum, Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi, Hraunsfjörður á Snæfellsnesi, Langa-vatn í Borgarbyggð, Berufjarðarvatn í Reykhólahreppi, Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð, Syðridalsvatn við Bolungarvík, Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði.

Norðurland: Arnarvatn á Mel-rakkasléttu, Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu, Ljósavatn í Suður-Þingeyjarsýslu, Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns, Svínavatn í Húnavatnssýslu, Vestmannsvatn, Æðarvatn á Mel-rakkasléttu, Ölvesvatn - Skagaheiði.

Austurland: Haugatjarnir í Skriðdal, Kleifarvatn í Breiðdal, Mjóavatn í Breiðdal, Skriðuvatn í Skriðdal, Sænautavatn á Jökuldalsheiði, Urriða-vatn við Egilsstaði, Þveit við Hornafjörð.

Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir með kortinu, sem fæst á vefnum: www.veidikortid.is

S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Gistimiðar á Edduhótelum

Gistimiðar á Fosshótelum

Opnunartími Edduhótelanna

Félagsmönnum Sjúkraliðafélags Íslands stendur til boða að kaupa hótelmiða til að borga fyrir gistingu á Edduhótelum í sumar.

Hver miði kostar 8.000 krónur og gildir í eina nótt, fyrir tvo í tveggja manna herbergi með handlaug, og felst mikill sparnaður í gistimiðakerfinu. Leyfilegt er að taka með sér 1-2 börn í herbergi án þess að greiða aukalega ef fólk hefur svefnpoka eða rúmföt, en hótelin útvega dýnu. Ekki er innifalinn morgunverður.

Hótelmiðana má nota á öllum Edduhótel-unum hringinn í kring um landið. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu.

Morgunverður kostar 2.050 krónur á mann.

Börn upp að fimm ára aldri fá frí-an mat, en 6-12 ára börn greiða hálft gjald, 1.025 krónur.

Dýrari herbergiEf gestir vilja gista í betur útbúnu her-

bergi en að framan greinir þarf að greiða aukagjald sem hér segir:

• Gisting í herbergi m/baði kostar aukalega 9.000 krónur á herbergi.

• Gisting í herbergi m/baði á Hótel Eddu Plus kostar aukalega 12.500 krónur. (Hót-el Edda Plus eru Hótel Edda á Akureyri, Laugum í Sælingsdal, Vík í Mýrdal, Höfn og Stórutjörnum í Þingeyjasýslu). Þau her-bergi eru líka með sjónvarpi og síma.

Opnanir Lokanir

ML Laugarvatn 6. júní 18. ágústÍKÍ Laugarvatn 9. júní 20. ágústSkógar 28. maí 28. ágústVík 1. jan 31. desemberHöfn 12. maí 1. októberNeskaupstaður 9. júní 16. ágúst

Opnanir Lokanir

Egilsstaðir 2. júní 18. ágústStórutjarnir 6. júní 24. ágústAkureyri 14. júní 16. ágústÍsafjörður 13. júní 13. ágústLaugar í Sælingsd. 2. júní 27. ágúst

Sjúkraliðafélag Íslands býður í sumar upp á hótelmiða til greiðslu fyrir gistingu á Fosshótelunum, en þau eru bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið. Um er að ræða gistingu í tveggja manna herbergi með baði, ásamt morgunverði. Sérstök athygli skal á því vakin að í júní, júlí og ágúst skal greiða með 2 gistimiðum fyrir 1 nótt á öllum Fosshótelum. Aukagjald er rukkað á Fosshótel Reykjavík og Fosshótel Jökulsárlón 7000 kr. sem greiðast við komu á hótel.

Hótelmiðarnir kosta 8.500 krónur með

morgunverði og gilda til 31. desember 2017

Aukarúm með morgunmat kostar 6.500 krónur fyrir 13 ára og eldri, en 3.250 krónur fyrir 3-12 ára. Eitt barn 6 ára eða yngra fær

frítt í herbergi með foreldrum sínum ef deilt er rúmi.Bókanir berist í síma á viðkomandi hótel eða á aðalskrifstofu Fosshótela 562 4000. Ráðlagt er að bóka með fyrirvara, sérstaklega í júní, júlí og ágúst. Við pöntun verður að koma fram að greitt verði með gistimiða. Athugið að ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvél á heimasíðu ef greiða á með gistimiða.

Sjúkraliðar með Veiðikortið geta veitt í vötnum um allt land.

Baron, Reykjavík, sími 562 3204. Lind, Reykjavík, sími 562 3350.Rauðará, Reykjavík, sími 514 7000Reykjavík, Höfðatorgi, sími 531 9000.Reykholt, Borgarfirði, sími 435 1260, opnar 21. maí. Hellnar, sími 435 6820.Stykkishólmur, sími 430 2100.Vestfirðir, Patreksfirði, sími 456 2004.

Dalvík, sími 466 3395.Húsavík, sími 464 1220. Austfirðir, Fáskrúðsfirði, sími 470 4070.Vatnajökull, Höfn í Hornafirði, sími 478 2555, opið 1. apríl-31. október.Jökulsárlón, Hnappavellir, sími 514 8300.Núpar, Kirkjubæjarklaustri, sími 517 3060.Hekla, Brjánsstaðir, sími 486 5540.

Fosshótel um allt land

Page 19: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 19

S U M A R O R L O F 2 0 1 7F L U G T I L Ú T L A N D A

Afsláttarmiðar WOW air

Afsláttarmiðar Icelandair

Sjúkraliðafélag Íslands býður upp á afsláttarmiða með flugfélaginu WOW AIR til fjölmargra borga á meginlandi Evrópu. Athugið að sú breyting hefur orðið að aðeins er hægt að nota eitt gjafabréf á einstakling.

Hvað er í boði?Afsláttarmiðarnir eru í formi gjafabréfa

sem hægt er að nota til að greiða upp í farseðil. Meginatriði samkomulagsins eru þessi:• Hver afsláttarmiði eða gjafabréf kostar

20.000 krónur og gildir sem 25.000 króna greiðsla fyrir farseðil til einhvers af áfangastöðum flugfélagsins.

• Félagsmanni er frjálst að ráðstafa afsláttarmiðum sínum eins og honum sýnist, en aðeins er hægt að nota einn miða á hvern farþega.

• Afsláttarmiðarnir gilda í tvö ár frá útgáfudegi á öllum flugleiðum WOW AIR.

• Gjafabréfin kosta enga orlofspunkta þó svo þau séu niðurgreidd af félaginu.

• Flug er bókað á heimasíðu WOW AIR – wow.is – og kostar það 999 krónur, en þjónustugjald, 2.699 krónur á hvern fluglegg, leggst við hvern ferðalang ef bókað er á söluskrifstofu eða í þjónustusíma. Þjónustugjaldið

er óendurkræft.• Ef þegar hefur verið bókað flug er hægt

að breyta því en þá bætist við fargjaldið 8.999 króna kostnaður vegna breytinga.

Margir áfangastaðirFlugfélagið WOW AIR flýgur til fjölmargra

borga í Evrópu yfir sumartímann, en til nokkurra borga allt árið um kring. Áfangastaðirnir í Evrópu 2017 eru Alicante, Amsterdam, Barcelona, Berlín, Billund, Bristol, Brussel, Cork, Dublin, Düsseldorf, Edinborg, Frankfurt, Kaupmannahön, London, Lyon, Mílanó, París, Róm, Salzburg, Stokkhólmur, Tenerife, og Varsjá, en í Ameríku Boston, Los Angeles, Miami, Montreal, New York, Pittsburgh, San Francisco, Toronto, Washington DC.

WOW air flýgur til margra borga, þar á meðal Kaupmannahafnar.

Sjúkraliðafélag Íslands býður upp á af-sláttarmiða með flugfélaginu Icelandair til fjölmargra áfangastaða austan hafs og vest-an.

Hvað er í boði?Afsláttarmiðarnir eru í formi gjafabréfa sem

hægt er að nota til að greiða upp í farseðil. Meginatriði samkomulagsins eru þessi:• Hver afsláttarmiði eða gjafabréf kostar

22.500 krónur og gildir sem 25.000 króna greiðsla fyrir farseðil til einhvers af áfanga-stöðum flugfélagsins.

• Félagsmanni er frjálst að ráðstafa af-sláttarmiðum sínum eins og hon-um sýnist.

• Afsláttarmiðarnir gilda í tvö ár frá kaupdegi á öllum flugleiðum Icelandair.

• Gjafabréfin kosta enga orlofs-punkta þar sem þau eru ekki niðurgreidd af félaginu.

• Flug er bókað á heimasíðu Icelandair – http://www.icelandair.is/ - og er bók-

unargjald 500 krónur.• Ef þegar hefur verið bókað flug er hægt að

nýta gjafabréfið á skrifstofu Icelandair og bætist þá við fargjaldið viðbótarkostnaður vegna breytinga.

Vestan hafs og austanFlugfélagið Icelandair flýgur til margra

borga vestan hafs og austan. Áfangastaðir í Evrópu eru eftirfarandi, í stafrófsröð: Aberdeen, Amsterdam, Barcelona, Bergen,

Billund, Birmingham, Belfast, Brussel, Frankfurt, Gautaborg, Genf, Glasgow,

Hamborg, Helsinki, Kaupmannahöfn, London, Madrid, Manchester, Mílanó, München, Osló, París, Stavanger, Stokkhólmur, Zurich, Þrándheimur. Áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada eru þessir: Anchorage, Boston, Chicago, Denver, Edmonton, Halifax, Minneapolis, Montreal, New York, Orlando, Philadelphia, Portland, Seattle, Tampa, Toronto, Vancouver og Washington DC.

Ferðaskrifstofa Íslands

AfsláttarmiðarSjúkraliðafélag Íslands hefur

samið við Ferðaskrifstofu Íslands um afsláttarmiða í leiguflugsferðum á vegum Sumarferða og Úrvals-Útsýnar. Hver afsláttarmiði er að verðgildi 30 þúsund krónur en kostar sjúkraliða 20 þúsund og tvo punkta.

Hver félagsmaður Sjúkraliðafélagsins getur keypt tvo afsláttarmiða á ári, en hægt er að nota tvo miða í hverja flugbókun.

Afsláttarmiðarnir gilda upp í leiguflugferðir á vegum Sumarferða og Úrvals-Útsýnar sumarið 2017-2018 eða í 24 mánuði og gilda því til 31. desember árið 2018. Miðarnir gilda ekki í ferðir um jól og páska, golfferðir eða í áætlunarflug sem tengjast sérferðum.

Íbúð á FlórídaSjúkraliðum gefst kostur á að leigja

íbúð í fjölbýlishúsi í Ventura Country Club í Orlando, Florida. Íbúðin er um 85 fermetrar og í henni eru tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofa og eldhús.

Íbúðin er á efri hæð í fjögurra íbúða húsi. Þar er svefnpláss fyrir 4-6 og öll helstu nútíma þægindi.

Hægt er að leigja íbúðina í eina eða tvær vikur og kostar vikan 65.000 kr., en orlofssjóður greiðir vikun síðan niður um 28.000 kr. og tvær vikur um 56.000 kr. ef leigt er á orlofstímanum. Einnig dragast frá 12 orlofspunktar. Að ferð lokinni fá sjúkraliðar niðurgreiðslu Orlofssjóðs greidda gegn framvísun kvittunar.

Íbúðin verður í leigu frá apríl og fram á næsta vetur. Greiða þarf sérstaklega fyrir þrif kr. 12.000

Húsið er á afgirtu svæði með öryggisgæslu. Þar er m.a. 18 holu golfvöllur og stór golfskáli með veitingahúsi, sundlaug o.fl.

w w w . f a c e b o o k . c o m / f l o r i d a .apartment

Íbúð á Flórída er nýr kostur sjúkraliða.

Page 20: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

20 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

G Ö N G U F E R Ð I R Í E V R Ó P U

Sól og strönd á Spáni

Gönguferðir um Andalúsíu í sumar

Í sumar eru tvær gönguferðir á Spáni í boði fyrir sjúkraliða á vegum Sjúkraliðafélags Íslands. Fyrri ferðin verður 28. maí til 4. júní, en þegar er uppselt í þá ferð. Seinni ferðin verður 17. september til 24. september.

Dagskráin í þessum ferðum er í meginatriðum sem hér segir:

Beint flug með Primair frá Keflavík til Malaga að morgni 17. september, en heimflug 24. september frá Jerez. Gengið verður meðfram ströndinni frá Malaga til Nerja, sem eru 62 kílómetrar, á fjórum dögum. Gist á góðum hótelum í tveggja manna herbergjum.

Gönguferðin í september kostar 155.000 kr. fyrir félagsmenn, en 180.000 krónur utanfélags. Félagsmenn ganga fyrir fyrstu vikuna, en utanfélagsmenn eru skráðir á biðlista til að byrja með. Greiða þarf staðfestingagjald við skráningu eða innan viku frá skráningu, kr. 50.000. Lokagreiðsla í síðasta lagi 1. júní 2017. Skráning hefst 10. apríl 2017 kl. 13.00 og stendur yfir á meðan pláss er, hámarks fjöldi er 20 manns. Skráning og greiðsla fer fram í síma 553 -9494, eða á skrifstofu félagsins.

Gist verður í miðbæ Malaga í tvær nætur.

Malaga og NerjaMalaga er blómstrandi hafnarborg með

um 550 þúsund íbúa. Hún er rík af sögu og menningu og iðandi mannlífi jafnt að nóttu sem degi. Pablo Picasso er trúlega frægasti sonur Málgaborgar. Picassosafnið, Museo de Picasso er í miðbæ Malaga.

Gengið verður á milli þorpa frá þriðja degi, og gist í 4 nætur á leiðinni.

Við ljúkum ferðinni í hinu dásamlega þorpi Nerja, gistum þar í tvær nætur. Nerja er lítið þorp austan við Malaga. Hinir frægu dropasteinshellar eru rétt austan við bæinn, skoðunarferð á degi 7 er innifalin í verðinu. Strendurnar eru hreinar og útsýnið af Evrópusvölunum, Balcon de Europa, er mjög fallegt.

Dagskrá dagannaDagur 1. 17. september. Flogið frá Keflavík

til Malaga klukkan 6.00 að morgni.Dagur 2. 18. september. Frjáls dagur í

Malaga, en fundur með leiðsögumönnum klukkan10.00.

Dagur 3. 19. september. Fyrsti göngudagur. Gengið frá Malaga meðfram ströndinni Misericordia til Ricon De la Victoria, 16 kílómetra leið.

Dagur 4. 20. september. Gengið frá Ricon De la Victoria til Torre Del Mar. Gengið er í gegnum litla þorpið Benajarafe og svo stoppað við ánna Velez og notið náttúrunnar. 18 kílómetra leið.

Dagur 5. 21. september. Gengið frá Torre Del Mar til Torrox, 18 kílómetra leið.

Dagur 6. 22. september. Gengið frá Torrox til Nerja, 10 kílómetra.

Dagur 7. 23. september. Skoðunarferð í hina frægu hella I Nerja.

Dagur 8. 24. september. Flogið heim frá Jerez.Innifalið í verði: Flug til og frá Malaga.

Akstur til og frá Malaga og Jerez. Gisting á þriggja stjörnu hótelum. Morgunmatur. Nesti í gönguferðunum, vatn og ávextir. Þriggja rétta hádegisverður á göngudögunum. Enskumælandi leiðsögu-menn. Trúss milli gististaða.

Ferðaskipuleggjandi og fararstjóri: Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði

og leiðsögumaður, sími 6944920, netfang: [email protected]

Hressir sjúkraliðar á sumargöngu í Andalúsíu.

Gönguferðir á BretlandiÍ sumar býðst sjúkraliðum að fara í gönguferðir erlendis á

mjög sanngjörnu verði með fyrirtæki sem heitir Skotganga og er staðsett í Skotlandi.

Hægt er að sjá allar nánari upplýsingar um fyrirtækið og þær göngur sem í boði eru á heimasíðu fyrirtækisins: www.skotganga.co.uk

Skotganga (Scotwalks Ltd) er ferðaþjónustufyrirtæki í Skotlandi sem sérhæfir sig í skipulögðum gönguferðum bæði í Skotlandi og Englandi fyrir Íslendinga á sumrin.

Fyrirtækið reka íslensk hjón sem hafa boðið upp á þessar ferðir

síðastliðin 10 ár við mjög jákvæðar undirtektir. Gönguferðir eru á tímabilinu maí til september.

Á haustin og vorin eru svo í boði gönguferðir á heitari slóðum. Þá er boðið upp á göngur á Costa Blanca, Costa Brava og Tenerife.

Orlofssjóður SLFÍ greiðir ferðir á vegum Skotgöngu niður um 20.000 krónur að lokinni ferð við framvísun greiðslukvittunar. Athugið að einungis er greitt fyrir ferð sem farin er á orlofstímanum og einungis fyrir eina ferð á mann.

Allar upplýsingar eru veittar af Ingu Geirs, en net fang hennar er: [email protected]

Page 21: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 21

S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Gildandi reglurum orlofsrétt þinn

Það er meginregla að allir launþegar eiga rétt á orlofi samkvæmt lögum um orlof. Hafi launþegi skipt um vinnu eða hafið nýtt starf á orlofsárinu rýrir það ekki rétt hans til orlofs. Hins vegar gæti starfsmaður átt rétt á launum hjá fyrri atvinnurekanda hafi hann ekki fengið þau greidd er hann lét af starfi.

Um orlof sjúkraliða gilda nánar tiltekið eftirfarandi reglur:

Meginreglur um töku orlofs• Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl.• Orlofstími sjúkraliða er frá 1. maí til

15. september hjá ríkinu en 15. maí til 15. september hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum.

• Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmenn hvenær orlof skal veitt. Honum er skylt að verða við óskum starfsmanns, verði því við komið.

• Orlof sem tekið er eftir á utan orlofs-tíma skal lengja um 25%. Sama gildir um orlof sem tekið er fyrir upphaf orlofstímans 1. maí, sé það gert að beiðni atvinnurekenda.

• Vinnuveitandi getur ekki látið orlof falla inn í uppsagnarfrestinn nema um það sé fullt samkomulag við starfsmann.

Orlof talið í klukkustund-um • Skemmsta orlof fyrir fullt starf allt

orlofsárið er 192 klukkustundir.• Orlof starfsmanns sem náð hefur 30

ára lífaldri lengist um 24 klukku-stundir og er 216 stundir.

• Orlof starfsmanns sem náð hefur 38 ára aldri lengist um aðrar 24 klukku-stundir og er 240 stundir.

• Orlofið lengist ef tilskildum aldri er náð fyrir lok almanaksárs sum-arorlofstímabils. Hinsvegar breytist prósentan eða upphæð orlofsfjár ekki fyrr enn um næstu mánaðamót eftir að tilteknum aldri er náð.

Talning orlofsdaga• Starfsmaður sem unnið hefur hluta

úr fullu starfi eða hluta úr ári skal fá orlof 16, 18 (við 30 ára aldur) eða 20 (við 38 ára aldur) vinnuskyldustund-ir fyrir fullt mánaðarstarf og hlut-fallslega skemmra leyfi fyrir hluta úr mánuði eða hluta starf.

• Við talningu orlofsdaga dagvinnu-

manns skal aðeins telja rúmhelga daga vikunnar.

• Orlof ávinnst ekki í launalausu leyfi.• Orlof starfsmanns í hlutastarfi skal

reikna til launa sem hlutfall af fullu orlofi. Orlofsdögum fækkar ekki.

• Launþegi á rétt á að minnsta kosti 160 klukkustunda samfelldu orlofi eða 20 daga orlofi á sumarorlofstímanum, og allt að fullu orlofi verði því viðkomið. Samkvæmt kjarasamningi félagsins við Launanefnd sveitarfélaganna á starfsmaður rétt á a.m.k. 192 klukku-stundum á sumarorlofstímanum.

Frestun orlofs• Ef launþegi getur af einhverjum

óviðráðanlegum orsökum ekki tekið orlof á orlofstíma, á hann rétt á að geyma það til töku á næsta orlofsári.

Sjúkraliðafélag Íslands gefur félagsmönnum sínum kost á að dvelja á fallegum stöðum víðs vegar um landið.

Ef launþegi getur af ein-hverjum óviðráðanlegum orsökum ekki tekið orlof á

orlofstíma, á hann rétt á að geyma það til töku á næsta

orlofsári.

Page 22: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

22 SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017

S U M A R O R L O F 2 0 1 7

• Starfsmaður sem beðinn er um að starfa í sumarleyfi sínu á að fá það greitt með yfirvinnukaupi, enda frestast ekki sá hluti orlofsins sem unninn er.

Orlof vaktavinnumanns/vetrarleyfi• Orlof vaktavinnumanns er talið á

sama máta og dagvinnumannsins. Starfsmaður sem vinnur á reglu-bundnum vöktum alla daga ársins getur valið að fá frí á óskertum föst-um launum í 88 vinnuskyldustundir á ári miðað við fullt starf, og skal þá launa vinnu sem fellur á sérstaka frí-daga og stórhátíðardaga með álagi.

• Falli sérstakur frídagur, samanber grein 2.1.4.2 í kjarasamningi, á rúmhelgan dag sem ekki er merktur vinnudagur í orlofi vaktavinnumanns sem fær “bætta daga” greidda, skal starfsmaðurinn fá daginn bættan með 8 klukkustundum í yfirvinnu, eða sem hlutfall sé hann í hlutastarfi. Að öðrum kosti á hann rétt á öðrum frídegi í stað greiðslu.

• Hjá starfsmönnum sem fá 88 vinnu-skyldustunda aukafrí á ári (helgi-dagafrí) vegna vinnuskyldu á sérs-tökum frídögum, hvort sem slíkt frí er tekið í beinu framhaldi af orlofi eða á vetrartíma, lengist hvorki orlof-ið né aukafríið þótt sérstakur frídag-ur sé innan leyfistímans.

• Ef uppgjör helgidaga væri hins vegar skv. gr. 2.6.8 (yfirvinnugreiðsla), lengdist orlof um 8 klst. ef sérstakur frídagur er á leyfistímanum.

• Ef ekki er vinnuskylda á sérstökum frídegi sem ber upp á mánudag-föstudags hjá starfsmanni sem fær helgidagauppgjör skv. gr. 2.6.8, skal bæta þann dag með 8 klst. í yfirvinnu miðað við fullt starf. Með samkomu-lagi má í stað greiðslu lengja orlofið sem þessu nemur.

Orlofslaun og orlofsfé• Orlofslaun skal reikna af allri yfir-

vinnu og álagsgreiðslum og koma til útborgunar ásamt vöxtum eftir 1. maí og/eða 1. júní ár hvert, hjá þeim banka sem tekið hefur að sér vörslu og ávöxtun á orlofsfé starfsmanns.

• Orlofsfé er 10,17%. Fyrir þá sem eru 30-38 ára er orlofsféð 11,59%, en hækkar við 38 ára aldur í 13,04%.

Uppgjör orlofs við starfs-lok

Láti starfsmaður af störfum skal áunnið

orlof gert upp og lagt inn á bankareikn-ing. Gegn staðfestingu atvinnurekanda um starfslok getur starfsmaður fengið orlof sitt endurgreitt hjá þeim banka sem varðveitir og ávaxtar orlofsfé hans.

Veikindi í orlofi

Orlof og veikindi fara ekki saman. Veikist launþegi í orlofi telst sá tími ekki til orlofs, enda sanni starfsmaður með

vottorði læknis að hann hafi ekki get-að notið orlofsins vegna veikindanna. Starfsmaður skal tilkynna veikindi sín til atvinnurekanda eins fljótt og við verður komið, til að forðast eftirmála.

Lokun deilda á orlofstímaSamkvæmt orlofslögum er heimilt að

loka einstökum deildum og/eða stofn-unum og veita öllum starfsmönnum vinnustaðarins orlof samtímis. Við slík-ar aðstæður getur starfsmaður sem ekki

hefur áunnið sér fullt orlof, ekki krafist launa þá daga sem hann vantar upp á að hafa áunnið sér fullt orlof.

OrlofsuppbæturOrlofsuppbót kemur til útborgunar 1.

júní ár hvert. Umsamið orlofsfé á árinu er 46.500 krónur til þeirra starfsmanna sem voru í starfi 1. apríl næst á undan, fyrir fullt starfs næstliðið orlofsár hjá ríkinu og SFV. Hjá sveitarfélögunum er uppbótin 44.700 kr. Fyrir þá sem voru aðeins í hluta starfi eða hluta úr ári skal greitt hlutfall af umsaminni greiðslu.

Hafi starfsmaður látið af störfum og haf-ið töku eftirlauna á orlofsárinu skal hann fá greidda orlofsuppbót í hlutfalli við þann tíma sem hann starfaði og starfshlutfall sitt. Sama gildir um sjúkraliða sem látið hefur af störfum af öðrum ástæðum, enda hafi hann unnið að minnsta kosti þrjá mánuði/13 vikur samfellt á orlofsárinu. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur, eða vegna fæðingarorlofs allt að sex mánuðum.

Tryggingar í orlofiStarfsmaður á kjörum opinberra starfs-

manna er tryggður allan sólarhringinn vegna varanlegrar örorku eða dauða sem hlýst af völdum slyss, í samræmi við ákvæði 7. kafla í kjarasamningum.

Frestun og fyrning orlofsSamkvæmt ákvæðum kjarasamninga

opinberra starfsmanna er heimilt með samþykki yfirmanns að fresta töku orlofs til næsta orlofstökuárs. Ljúka þarf töku orlofs fyrra orlofsársins fyrir lok síðara orlofstökuársins, annars telst það fyrnt.

Ávinnsla orlofs í fæðing-arorlofi

Á meðan starfsmaður er í fæðingaror-lofi reiknast sá tími sem starfstími og vinnur starfsmaður sér á meðan rétt til orlofstöku og lengingar orlofs sam-kvæmt kjarasamningi, starfsaldurs-hækkana, veikindarétt, uppsagnarfrest og geymdan rétt til atvinnuleysisbóta, auk persónu- og orlofsuppbótar.

Veikindi við töku frísUm veikindi við töku frís gilda sömu

reglur og um veikindi í orlofi, það er að tilkynna skal veikindin eins fljótt og auðið er og staðfesta þau síðan með læknisvottorði, samanber grein 4.6.1 í kjarasamningi. Að öðrum kosti verða þau ekki tekin gild.

Launþegi á rétt á að minnsta kosti 160 klukku-stunda samfelldu orlofi eða

20 daga orlofi á sumarorlofs-tímanum, og allt að fullu orlofi verði því viðkomið.

Sumarið er rétti tíminn til að njóta íslenskrar náttúru.

Page 23: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

SJÚKRALIÐINN APRÍL 2017 23

S U M A R O R L O F 2 0 1 7

Reglur SLFÍ 2017Meðferð umsókna félagsmanna

Sjúkraliðafélagsins um dvöl í orlofshúsum og íbúðum, leigu á tjaldvagni eða kaupum á hótelmiðum verður með hefðbundnum hætti sumarið 2017.

Um úthlutun á húsum félagsins gilda eftir-farandi reglur orlofsheimilanefndar:• Aðeins er úthlutað einni viku til umsækj-

anda hverju sinni.• Úthlutun utan mesta álagstíma í maí og

september, skerða rétt sjúkraliða til or-lofsdvalar í húsum félagsins minna en í júní, júlí og ágúst.

• Félagsmenn í stéttarfélagi sjúkraliða, sem greitt er fyrir í orlofssjóð ganga fyrir út-hlutun orlofshúsanna, en atvinnurekandi greiðir 0.5% - 0,65% í orlofssjóð félagsins af launum sjúkraliða.

• Skuldlausir félagsmenn eiga kost á að sækja um óúthlutuð orlofshús.

• Leigutaki er ábyrgur fyrir húsi og hús-búnaði, sem hann hefur fengið úthlutað.

• Leigutaki er beðinn um að láta skrifstofu félagsins vita ef eitthvað hefur farið úr-skeiðis í húsunum eða vantar á búnað þess. Lyklum ber að skila strax að leigu lokinni.

• Sumardvalarstaðir félagsins eru leigðir yfir sumartímann frá föstudegi til föstu-dags og ber leigjanda að rýma húsnæðið í síðasta lagi kl. 15:00, eftir þann tíma getur nýr leigjandi gert ráð fyrir að komast að.

• Bannað er að hafa hunda eða önnur gælu-dýr með sér í orlofshúsin. Heimild er fyrir gæludýr á Seyðisfirði að uppfylltum sett-um reglum. Gæludýr eru leyfð í Sigurhæð.

Hótelmiðar:• Félagsmenn geta keypt sér allt að sjö gisti-

miða á Hótel Eddu víðsvegar um landið. Miðinn gildir sem fullnaðargreiðsla fyrir tveggja manna herbergi, með handlaug, án morgunverðar. Greiða þarf viðbót fyr-ir herbergi með baði.

• Félagsmenn geta keypt sér allt að sjö gistimiða á Fosshótelunum, fyrir tveggja manna herbergi með baði ásamt morgun-verði. Greiða þarf með tveimur miðum vegna gistingar í júlí eða ágúst.

Þannig færðu nýja punktaÚthlutun á orlofshúsum og íbúðum

Sjúkraliðafélagsins er byggð á orlofspunkta-stöðu hvers og eins og fer fram í tölvu.

Sjúkraliðar ávinna sér orlofspunkta sem hér segir:• Með aðild að stéttarfélagi sjúkraliða

ávinnast tólf punktar á hverju ári í starfi óháð starfshlutfalli.

Þannig nýtast punktarnirLeiga á húsi eða íbúð kostar mismunandi

marga orlofspunkta eftir tímabilum:• Vor- og haustleiga kosta 12 punkta.• Fyrri og síðari hluti sumars kostar 24

punkta.• Leiga um hásumar kostar 36 punkta.

• Leiga um jól og páska er á sérstakri skrá og kostar 24 punkta.

• Gönguferðir innanlands kosta 6 punkta.• Íbúðin í Kaupmannahöfn kostar 1 punkt

fyrir hverja nótt.• Íbúðir og raðhús á Spáni og íbúð á Flór-

ída kosta 12 punkta.• Afsláttarmiðar frá WOW air og Iceland-

-air kosta enga orlofspunkta.• Afsláttamiði með Ferðaskrifstofu Íslands

kostar 2 punkta• Ekki eru notaðir refsipunktar þó hætt sé

við leigu með skömmum fyrirvara.

Orlofsheimilasjóður Sjúkraliðafélags Íslands sér um að leigja, byggja og reka orlofshús fyrir félagsmenn. Sjóðurinn er eign félagsins og fer stjórn hans með fjárreiður. Um sjóðinn gilda sérstakar reglur sem aðeins má breyta á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins, og skulu gilda sömu reglur um breytingu þeirra og um breytingu á lögum félagsins.

Orlofsheimilanefndin er kosin á fulltrúaþingi SLFÍ til tveggja ára og skal vera tengiliður aðila sem tengjast sjóðnum, svo sem við stjórn félagsins,

félagsmenn og aðra aðila sem hafa hagsmuna að gæta

Í nefndinni eru þrír aðalmenn og einn til vara. Núverandi nefndarmenn eru: Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, formaður, Halldóra Lýdía Þórðardóttir og Helga María Arnardóttir en Ólöf Alda Sveinsdóttir er varamaður.

Úthlutun orlofshúsa og leigugjald fer eftir reglum sem Orlofsheimilanefnd ákveður og nánar er sagt frá hér í blaðinu. Leigjendur húsa bera ábyrgð á þeim og öllum búnaði þeirra, eins og kveðið er á um í leigusamningi.

Orlofsheimilasjóður

Orlofsheimila- og ferðanefnd Sjúkraliðafélags Íslands, frá vinstri Ólöf Adda Sveinsdóttir, Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir og Helga María Arnarsdóttir. Á myndina vantar Haldóru Lydíu Þórðardóttur.

Page 24: 1. TÖLUBLAÐ 31. ÁRGANGUR APRÍL 2017 · 2018. 11. 27. · lofsdvöl á netinu: 1. Veljið tengilinn ORLOFSVEFURINN hægra megin á slfi.is 2. Veljið UMSÓKN SUMAR í valmyndinni

Íbúðir á SpániÍbúðir á Spáni

Sjúkraliðafélag íslands hefur samið við Spánarfrí.is, sem er leigumiðlun húseigenda á Spáni, um aðgang að húsum og íbúðum á Spáni á orlofstíma sumarsins (1. maí - 15. sept.). Orlofssjóður niðurgreiðir leigu sjúkraliða um 13.000 krónur fyrir vikudvöl, en að hámarki 26.000 krónur fyrir tveggja vikna dvöl. Vikan kostar einnig 12 orlofspunkta.

Sjúkraliðar geta kynnt sér á vefsíðu leigumiðlunarinnar – www.spanarfri.is – hvaða hús og íbúðir á Spáni eru lausar til umsóknar. Félagsmenn í Sjúkraliðafélaginu fá að auki sérstakan 6000 króna afslátt af vikuleigu húsa sem merkt eru með tveimur stjörnum á heimasíðunni.

Sjúkraliðar sem vilja leigja íbúðir á Spáni hafa

sjálfir samband við Spánarfrí.is og ganga frá leigusamningi sem félagsmenn Sjúkraliðafélagsins. Að ferðinni lokinni fá sjúkraliðar endurgreidda niðurgreiðslu Orlofssjóðs gegn framvísun kvittunar.

Spánarfrí.is aðstoðar leigutaka eins vel og hægt er og veitir fagmannlega ráðgjöf á íslensku. „Við erum með fólk í öllum stöðum til þess að tryggja að allir sem leigja í gegnum leigumiðlunina njóti þess að vera á eigin vegum í fyrsta flokks gistingu,“ segir fyrirtækið sem getur meðal annars útvegað akstur til og frá flugvelli og bílaleigubíla. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 861 3053 (Burkni). Netfang leigumiðlunarinnar er:[email protected]

Spánardvöl með afslætti