64
ÓKEYPIS 10.-12. júní 2011 23. tölublað 2. árgangur 22 Af tékkneskum fjölum á bak við íslenskt barborð VIÐTAL Tereza Hofová 29 VIÐHORF FRÉTTASKÝRING 2 & 14 Hells Angels- fjölskyldan stækkar Stuðningsklúbbur vinnur skítverkin, að sögn yfirlögregluþjóns FÓTBOLTI EVRÓPUMÓT U-21 ÁRS LANDSLIÐA Í DANMÖRKU Tara Margrét Hreyfing og hollt mataræði hefur mun sterkari teng- ingu við heilsu en nokkurn tímann þyngd María Þrastar 54 Mótmælir fordómum með druslu- göngu Ljósmynd/Hari Verðmæti leikmanna íslenska U-21 árs landsliðsins hleypur á milljörðum, nánar tiltekið fjórum milljörðum samkvæmt úttekt Fréttatímans. Liðið spilar sinn fyrsta leik í lokakeppni EM á morgun, laugardag. MILLJARÐAR 4 SÍÐUR 8, 10 & AUKABLAÐ Í MIÐJU FAST VERð Gleraugnaverslunin þín PIPAR\TBWA SÍA 111589 SÓLGLER með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNI Álfabakka 14 Opið: virka daga 9–18 FIRÐI Fjarðargötu 13–15 Opið: virka daga 10–18 og laugardaga 11–15 AKUREYRI Hafnarstræti 95 Opið: virka daga 9–17.30 SELFOSS Austurvegi 4 Opið: virka daga 10–18

10. júní 2011

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Iceland, newspaper, frettatiminn

Citation preview

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

2. tölublað 1. árgangur

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

Ó K E Y P I S

10.-12. júní 201123. tölublað 2. árgangur

22

Af tékkneskum fjölum á bak við íslenskt barborð

Viðtal

tereza Hofová

29ViðHORF

FRéttaskýRing 2 & 14

Hells angels- fjölskyldan stækkar

Stuðningsklúbbur vinnur skítverkin, að

sögn yfirlögregluþjóns

Fótbolti Evrópumót u-21 árs landsliða í danmörku

tara Margrét Hreyfing og hollt mataræði hefur mun sterkari teng-ingu við heilsu en

nokkurn tímann þyngd

María Þrastar

54

Mótmælir fordómum

með druslu-göngu

Ljós

myn

d/H

ari

Verðmæti leikmanna íslenska U-21 árs landsliðsins hleypur á milljörðum,

nánar tiltekið fjórum milljörðum samkvæmt úttekt Fréttatímans. liðið

spilar sinn fyrsta leik í lokakeppni EM á morgun, laugardag.

milljarðar4SÍÐUR 8, 10 & aUkablaÐ Í miÐjU

FAST Verð

Gleraugnaverslunin þín

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

1158

9

SÓLGLER með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í júní MJÓDDINNI

Álfabakka 14Opið: virka daga 9–18

FIRÐIFjarðargötu 13–15Opið: virka daga 10–18og laugardaga 11–15

AKUREYRIHafnarstræti 95Opið: virka daga 9–17.30

SELFOSSAusturvegi 4Opið: virka daga 10–18

Í Fréttatímanum fyrir viku birtist grein eftir Andra Snæ Magnason, Ársæl Valfells, Guðmund Ólafsson, Heiðar Má Guð-jónsson og Stefán Einar Stefánsson með tillögum um efnahagsaðgerðir fyrir Ísland. Þess misskilnings hefur gætt að Fréttatím-inn hafi leitt þennan hóp saman. Svo var ekki. Hópurinn tók sig saman að eigin frumkvæði, skrifaði greinina og óskaði eftir birtingu. Grein fimmmenninganna

er hins vegar viðbragð við pistli ritstjóra Fréttatímans um Haftakrónuna, sem birtist 20. maí, en þar var einmitt kallað eftir kraftmeiri og dýpri umræðu um gjaldmiðlamál landsins. Grein fimmmenn-inganna var kröftugt innlegg í þá umræðu.

Að þeirra frumkvæði

Óskar Hrafn Þorvaldsson

oskar@ frettatiminn.is

Leggur til aukningu þorskkvóta

17þúsund tonn

AukninG á

ÞorSk veiðikvótA

Tillaga

Hafrannsóknar-

stofnun

erlendir krónueigendur halda ró sinniÚtkoman úr fyrsta gjaldeyrisútboði Seðla-bankans samkvæmt áætlun um afnám gjaldeyrishafta bendir til þess að erlendir krónueigendur séu ekki jafn óþreyjufullir að selja krónur sínar og margir töldu. eru því jákvæð teikn fólgin í niðurstöðunni, að mati Greiningar Íslandsbanka, en hún var sú að Seðlabankinn seldi 13,4 milljarða króna til eigenda aflandskróna á meðalgenginu 218,89 krónur á evru, en lágmarksgengi samþykktra tilboða var 215 krónur á evruna. Alls bárust tilboð að fjárhæð 61,1 milljarður króna. -jh

RíkisskattstjóRi skoðun á aflandsfélögum

Á þriðja tug aðila í sigtinu vegna aflandsfélagaEmbætti Ríkisskattstjóra skoðar enn af­lands félög í eigu Íslendinga vegna gruns um möguleg skattalagabrot. Embættið hef­ur sent út fyrirspurnir til á þriðja tug aðila sem vitað er til að hafi velt miklum fjárhæð­um á reikningum félaganna erlendis. Að því er Fréttatíminn kemst næst krefur skattur­inn menn svara um fjárhæðir sem farið var með héðan á reikninga erlendis – hvort um sé að ræða hagnað sem er mögulega skatt­skyldur á Íslandi. Treglega hefur gengið að fá svör og gætu nokkur mál endað fyrir dómstólum. Deilt er um skyldu félaganna til að leggja fram gögn á Íslandi þar sem

lögheimili þeirra er erlendis. Í flestum til­fellum er um að ræða aðila sem eiga á bilinu hundrað til fimm hundruð milljónir.

Nú þegar hafa þrír aðilar komið og beðið um leiðréttingu á skattstofni sínum vegna eigna erlendis en innan embættisins ríkir ekki mikil bjartsýni um að fleiri stígi fram. Eftir því sem næst verður komist er reiknað með að búið verði að ákveða í lok sumars til hvaða aðgerða verði gripið gagnvart þeim sem ekki svara. Til greina kemur að leggja á þá sem gefa ekki fullnægjandi skýringar eða draga þá fyrir dómstóla til að freista þess að fá þau gögn sem beðið er um.

embætti ríkisskattstjóra stendur í bréfaskriftum til fjölmarga eigenda aflandsfélaga en fátt er um svör.

Í flestum tilfellum er um að ræða aðila sem eiga á bilinu hundrað til fimm hundruð milljónir.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvóti á komandi fiskveiðiári verði aukinn úr 160.000 tonnum í 177.000 tonn. Þorskaflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári varð á endanum 169.000 tonn, vegna ýmissa viðbótarheimilda og tilfærslu aflaheimilda á milli fiskveiðiára. Stofnunin telur að verði far-ið að tilmælum hennar séu líkur á að þorskaflinn geti vaxið í allt að 250.000 tonn á komandi árum. Stofnunin leggur hins vegar til að dregið verði úr veiðum á flestum öðrum fisktegundum, til dæmis ýsu, ufsa, steinbít, skötusel og grálúðu, og þá leggur stofnunin til að dregið verði verulega úr veiðum á grásleppu. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra á ekki von á öðru, að því er fram kom í fréttum, en að farið verði að ráðleggingum stofnunarinnar. -jh

Hægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til þremur mánuðum

sem myndi tryggja mikinn hagvöxt strax á seinni hluta ársins 2011.

Samfélagsumræðan á Íslandi í dag ein­kennist af doða og deyfð. Ástæðan er sú að stjórn málin beina stærstum hluta sinna krafta í tvö umdeild mál – umsóknarferlið inn í Evrópusambandið og fyrirkomulag

fiskveiða. Ráðamenn valda landsmönnum miklum kostnaði með því að eyða nánast allri sinni orku í þessi tvö mál. Lesa má úr hagtölum að Ísland dregst nú hratt aftur úr nágrannaþjóðum sínum hvað varðar kaupmátt og lífsgæði. Umræða um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar­kerfisins eða umsóknarferlið að ESB þarf ekki að þýða að Íslend­ingar þurfi að búa við efnahags­leg höft, skort á sýn í skyn­samlegri auðlindanýtingu og óskilvirkt fjármálakerfi.

Hægt er að grípa til aðgerða sem munu hafa tafarlaus áhrif til hins betra á íslenskt efnahags­líf. Óvissa mun minnka og höft munu losna. Aðgerðirnar eru eftir­farandi:

Gjaldeyrismál Upptaka nýrrar myntar með afnámi haftastefnu og verulegri lækkun verðbólgu. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka al­þjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um 40%. Evran og dollarinn eiga undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspeglar einna helst íslenskt atvinnu­líf er Kanadadollar en Kanada eygir langt hagvaxtar­skeið og myntin mun verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku þeirrar myntar hefur verið kynntur stjórnvöldum í Ottawa. Bæði fjármála­ráðuneyti Kanada og Bank of Canada eru mjög já­kvæð í garð aðgerðarinnar. Afnám hafta yrði mikil innspýting fyrir íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.

Fjármálakerfi Girða þarf fyrir samrekstur viðskiptabanka og fjár­festingarbanka. Á sama tíma ætti að afnema inn­stæðutryggingar, en með því eru fjármagnseigendur þvingaðir til að finna fé sínu annan og hagkvæmari farveg. Komið yrði í veg fyrir áhættuspil banka með sparifé almennings.

RíkisfjármálEinkaframtaki og fjárfestingu einkageirans er rutt úr vegi með hallarekstri ríkisins. Ríkið getur ekki skapað sjálfbæran hagvöxt. Því þarf að loka fjárlaga­gatinu hið snarasta.

RíkisreksturVelferðarkerfi Svíþjóðar árið 1970 var ósjálfbært. Ráð­stöfunartekjur sænskra heimila jukust um eitt pró­sentustig yfir allt tímabilið 1970­1990. Því er rangt hjá íslenskum ráðamönnum að ætla sér að byggja upp vel­ferðarkerfi með það sænska, árgerð 1970, sem fyrir­mynd. Velferðarkerfi Svíþjóðar árið 2010 er straum­línulagað og gerði það að verkum að hagvöxtur þar

í landi árið 2010 var sá hæsti í Evrópu, 5%, og verður 4,5% í ár, samkvæmt nýjustu spám.

Svíar lyftu grettistaki með því að hverfa frá höftum og miðstýringu.

AuðlindirOrkuframleiðsla á að miðast við að hámarka rentu, fremur en atkvæði ákveðinna stjórnmálaafla í ein­stökum kjördæmum. Hægt er að selja orku til heimila á mun lægra verði en til fyrirtækja. Hækka þarf

verð til erlendra kaupenda íslenskr­ar orku. Umræða um nýtingu virkj­

anakosta á Íslandi er ennþá of menguð af kjördæmapoti og sérhagsmunum.

Þó ber að nefna að veruleg hugarfarsbreyt­ing hefur átt sér stað í stjórn Landsvirkjunar og

óskandi er að ríkið, sem eigandi fyrirtækisins, styðji þessa endurbættu rekstraráætlun.

SkilanefndirSkilanefndir gömlu bankanna þurfa að bera ábyrgð. Miðað við núverandi lagaumhverfi þurfa skilanefndir hvorki að svara til Fjármálaeftirlitsins, íslenska ríkis­ins né kröfuhafa bankanna. Í dag reyna skilanefndir að hámarka völd sín og umsýsluþóknanir, með því að aðhafast ekkert og halda atvinnulífi og fyrirtækjum í gíslingu. Frumvarp sem snýr að því að afnema valda­stöðu þeirra einstaklinga sem sitja í skilanefndum er tilbúið. Leggja þarf það frumvarp fram til umræðu á Alþingi hið fyrsta.

Framkvæmanlegt á einum ársfjórðungiHægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til þremur mánuðum sem myndi tryggja mikinn hagvöxt strax á seinni hluta ársins 2011. Þá væri tekinn við sjálfbær hagvöxtur, án lána, sem gæti verið að meðal­tali 5% á næsta áratug. Atvinnusköpun yrði þá sjálf­sprottin en ekki t.d. með vegaframkvæmdum ríkis­ins, sem engu skila til lengri tíma litið. Þar sem ásókn heimsins í hrávörur verður gríðarleg næstu áratugi mun nóg fjármagn leita í að kaupa það sem við fram­leiðum og lána til einstakra verkefna. Ríkið þarf því ekki á neinni fjármögnun að halda.

Tillaga að efnahagsaðgerðumFréttatíminn bað um raunhæfa efnahagsáætlun fyrir Ísland. Ársæll Valfells hagfræðingur, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson hag-fræðingur, Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, og Andri Snær Magnason rithöfundur köstuðu á milli sín hugmyndum í vikunni – undir þeim formerkjum hvað væri raunhæf efnahagsáætlun fyrir Ísland. Við birtum hér niðurstöðurnar sem gætu orðið gott upplegg í frekari umræður.

P eningakerfi heimsins, eins og það er í dag, er einungis fjörutíu ára gömul tilraun. Hún hófst árið 1971 þegar

Bretton Woods­kerfið hrundi. Þá kostaði ein únsa af gulli 35 dollara en kostar í dag 1.400. Munurinn liggur í því að í gamla daga var kerfið allt tengt við hrávörur, helst góðmálma. Bretton Woods var kerfi sem byggðist á gullfæti.

Pappírspeningakerfið, sem vísar ekki á nein raunveruleg verðmæti, er því einungis fjörutíu ára gömul tilraun. Peningakerfi hafa verið til í yfir tíu þúsund ár. Tilraunin með rekstur pappírspeningakerfis hefur ekki heppnast vel, eins og dæmin sanna. Ástæðan fyrir því að ríkin sögðu upp Bret­ton Woods­myntsamstarfinu var síaukin skuldsetning þeirra. Þau vantaði peninga fyrir næstu afborgunum en áttu ekki gull til að standa undir skuldum sínum. Ríkis­stjórnir fóru því að prenta peninga, eins og

hverja aðra skuldaviðurkenningu til þess að mæta afborgunum. Með þessu nýja tæki til skuldsetningar var ekkert sem hamlaði því að frekari fjárlagahalli yrði fjármagnaður. Hagfræðingar vitnuðu síð­an í Keynes og sögðu fjárlagahalla af hinu góða. Keynes væri eflaust ekki ánægður með að vita til þess hvernig nafn hans er nú notað því hann sagði að ef útgjöld hins opinbera færu fram úr 25% af þjóðarfram­leiðslu þyrfti ríki að skila fjárlagaafgangi. Keynes sagði líka að ríki ættu að skila fjár­lagaafgangi á níu árum af tíu.

Eytt um efni framRíki heimsins hafa því eytt um efni fram. Hagvöxtur hefur verið drifinn áfram af frekari útlánaþenslu, fremur en auknum framförum og aukinni framleiðni. En nú fer að koma að skuldadögum. Ástæðan er sú að bankakerfið, sem þandist út vegna

aukins framboðs peninga (sem voru einfald­lega prentaðir) óx fram úr ríkiskerfinu. Peningaprentun ríkja, eða skuldaaukning, getur því ekki lengur fjármagnað bæði bankakerfið og ríkisbáknið. Þess vegna ríkir nú alþjóðleg skuldakreppa sem nú veldur einnig titringi í peningakerfinu því það er ekki lengur trúverðugt miðað við þá aukningu peningamagns í umferð sem átt hefur sér stað.

Ísland alþjóðavæðist á einstökum tímaÁ Íslandi var aðgangur að fjármagni alltaf mjög takmarkaður og ríkisstýrður, sem olli því að gríðarlegt óhagræði byggðist

upp í kringum haftakerfið. Þegar flutningur fjármagns var

gefinn frjáls Íslandi var framboð hrávara að aukast gríðarlega á alþjóðlegum mark­aði (e. The Great Moderation). Ástæðan var fall Sovétríkjanna og þess kerfis sem hafði haldið hrávöruríkum þjóðum innan haftakerfis sem framleiddi sáralítið. Það er óheppileg tilviljun að fjármagnsflutningar á Íslandi hafi orðið frjálsir á þessu sérstaka skeiði þegar seðlabankar voru nýbúnir að taka upp verðbólgumarkmið (Nýja­Sjáland fyrst til árið 1991) og prentuðu peninga í síauknum mæli, en alþjóðlegt ógnarfram­boð af hrávörum hélt niðri verðbólgu. Við þetta bættist innkoma hinna vinnuafls­ríku landa eins og Kína og Indlands, sem aftur hélt niðri launakostnaði, þó aðeins

forsaga skuldakreppunnar og einkavæðingin á Íslandi

GETA LAUNIN HÆKKAÐ Í NÚVERANDI KERFI?Miklir og erfiðir kjarasamningar eru nú að baki. Vinnuveitendur og verka-lýðshreyfingin hafa búið við síversnandi umhverfi. Þó samdist um 4,25% launahækkanir en hvað verður um þær hækkanir í því kerfi sem Ísland býr nú við?

Þar sem atvinnuleysi er umtalsvert og neysla lítil er lítil eftirspurn í hagkerfinu. Vinnuveitendur munu því að einhverju leyti þurfa að velta launahækkunum út í verðlagið. Við það hækkar verðbólga og því gæti lítið orðið eftir af þeirri 4,25% launahækkun sem um samdist. Á móti kemur að verðbólga mun hækka flestar skuldir, sem eru að stærstum hluta verðtryggðar, og þar með hækka afborganir. Einnig mun Seðlabankinn væntanlega hækka vexti sem einnig hækkar afborganir. Til þess að einhver raunverulegur árangur verði af þeim kjarasamningum sem undir-ritaðir voru í liðnum mánuði, verður efnahagslífið að komast af stað og raunverulegur hagvöxtur að verða til á vettvangi atvinnulífsins. Það kallar á breytingar.

ÓNÝT PENINGAMÁLASTJÓRNSeðlabankinn hefur misst tökin á verðbólgunni. Síðustu mælingar sýna það svo ekki verður um villst. Krónan hefur einnig lækkað stöðugt síðustu árs-fjórðunga þrátt fyrir að raunvaxtastig á Íslandi sé hærra en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. Ísland, sem hefur hlotið verstu efnahagslegu útreið allra Evrópuríkja – þjóðarframleiðsla hér, mæld í evrum (svo ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur), hefur lækkað mun meira en t.d. í Lett-landi og á Írlandi – hefur búið við hæsta raunvaxtastig í allri Evrópu.

Nú hafa síðustu fundargerðir peningamálanefndar Seðlabankans sýnt, sem og yfirlýsingar hans, að hann telur rétt að fara að hækka vexti. Hvernig má það vera, þegar ráðstöfunartekjur eru nálægt lágmarki síðustu ára, atvinnuleysi í hámarki og fjárfesting í lágmarki, að það sé tímabært að hækka vexti?

FJÁRMAGNSHÖFT DRAGA ÚR FRAMLEIÐSLUUpphaflega áttu fjármagnshöft Seðlabankans einungis að vara í nokkra mánuði. Þeir eru nú orðnir 31 talsins. Síðast voru sett á fjármagnshöft árið 1924 sem áttu einungis að vara í nokkur misseri en voru ekki afnumin fyrr en 73 árum síðar, árið 1997. Fjármagnshöftin gera það að verkum að nýfjárfesting er nánast engin en miklir peningar, t.d. frá lífeyrissjóðum og skilanefndum, elta þær fáu eignir sem eru til sölu innan landsins með tilheyrandi verðhækkunum, sem aftur hækka verðbólgu og búa til óeðlilega eftirspurn á ákveðnum sviðum samfélagsins. Fjármagnið leitar því ekki í hagkvæmustu nyt og á meðan líður framleiðsla grunn-atvinnuvega fyrir það.

Bretton Woods-

kerfið hvíldi á gullfæti. Ljósmynd/Nordic

Photos/Getty Images

20 efnahagsáætlun Helgin 3.-5. júní 2011

tímabundið. Vöxtur peningamagnsins var því byggður á fölskum forsendum og ósjálfbærum grunni, ef svo má kalla, því afleiðingin, verðbólga og fall gjaldmiðla, kom ekki fram.

Ísland opnaði fjármagnsmarkaði sína þegar aðgangur að alþjóðlegu fjármagni var að komast inn á einstaka braut. Þeir Íslendingar sem höfðu búið við lánsfjár-skömmtun, og þá hugmynd að lán væri happ, fóru fram úr sér. Alþjóðlegt verð gaf röng skilaboð, íslenskt verð einnig með alltof sterkri krónu, og menn byggðu ákvarðanir á fölskum forsendum.

Hrávörur hinn endanlegi gjaldmiðillÁ næstu árum munu hrávörur aftur verða hinn endanlegi gjaldmiðill. Eftirsókn hinna fátæku ríkja, sem einungis áttu hrá-vörur, eftir alþjóðlegu fjármagni er lokið. Það sést best á hrávöruverði sem hefur hækkað mikið síðan 1997, en sé tekið til-lit til aukins peningamagns, til að mynda dollara, er hækkunin minni. Endalaust framboð af ódýru vinnuafli hefur náð há-marki, eins og sést á aukinni verðbólgu og hækkun launakostnaðar í Kína, Indlandi og Brasilíu.

Fæða er það sem allir í heiminum þurfa til að lifa. Þar er prótein í hæsta gæða-

flokki. Einnig þarf vatn og orku til að knýja framleiðslutækin. Ísland á meira en nóg af þessu þrennu en hefur ekki nýtt sér með hagkvæmum hætti. Líkt og hjá Sovétríkj-unum, sem voru forðabúr fyrir hrávörur, ríkir á Íslandi haftakerfi og miðstýring, með miklum inngripum ríkisins.

Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við fram-leiðum tíu sinnum meira af próteini, í gegnum fiskveiðar, en þjóðin neytir. Við getum framleitt yfir hundrað sinnum meira af hreinu vatni. Svo notum við fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhita-svæðum sem framleiða í dag fimm sinnum

meira af hreinni orku en við notum til inn-lends reksturs. Allt eru þetta hreinar og endurnýtanlegar auðlindir. Allt eru þetta auðlindir sem erlendir aðilar geta ekki eignast. Það eina sem við þurfum að gera er að nota þessar auðlindir með hagkvæm-um hætti.

NÝ MYNT HLEYPIR NÝJU BLÓÐI Í HAG-KERFIÐÍslenska krónan er mikil hindrun við-skipta, sérstaklega þegar fjármagnshöft eru til staðar. Fyrir fjármagnshöft mat aðalhagfræðingur Seðlabankans það svo að útflutningur gæti aukist um 40% ef tekin yrði upp alþjóðleg mynt, í rannsókn sem gefin var út 2004. Alþjóðleg mynt býður upp á alþjóðlega vexti og aðgang að alþjóðlegum markaði. Þannig mun fjármagnskostnaður á Íslandi lækka mjög mikið, því gengisáhætta krónunnar er frá, sem þýðir að hagkvæmni eykst. Eins munu þá erlend fyrirtæki geta hugsað sér að hefja starfsemi á Íslandi, svo sem bankar, tryggingafélög, olíufélög en einnig iðn- og tæknifyrirtæki. Þetta myndi efla samkeppni á Íslandi og skapa hagkvæmari framleiðslu.

Háir vextir krónu hafa alltaf hamlað nýsköpun á Íslandi. Með alþjóðlegri mynt kemur algerlega nýtt rekstrarumhverfi fyrir nýsköpun fyrirtækja og einstaklinga.

Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við framleiðum tíu sinnum meira af próteini, í gegnum fiskveiðar, en þjóðin neytir. Við getum framleitt yfir hundrað sinnum meira af hreinu vatni. Svo notum við fall-vötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs.

Peningakerfi framtíðarinnar mun hvíla á hrávöru á borð við prótein, sem Ísland er ríkt af vegna fiskistofna landsins. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

LÆRÐIST EKKERT AF HRUNINU?Á árunum 2003-2008 voru helst fjögur atriði sem stuðluðu að mikilli siglingu hag-kerfisins og síðan skipbroti:

1. Virkjun og álver fyrir um 250 milljarða króna, sem féll til á fimm árum, og nam þá um 20% af þjóðarframleiðslu.

2. Útgjöld ríkisins jukust um meira en 50% að raunvirði, þótt leiðrétt sé fyrir kostnaði tengdum hruni 2008.

3. Fljótandi króna sem falsaði kaupmátt og skekkti alla verðlagningu.

4. Samrekstur viðskipta og fjárfestingar-banka sem fól í sér gríðarlega áhættu-sækni. Á nú að endurtaka leikinn? Forsætisráðherra hefur kynnt að stór-framkvæmdir upp á allt að 440 milljarða gætu fallið til á næstu fimm árum. Hafið er ferli í afnámi hafta og undirbúningur að fleytingu krónu. Ríkið ætlar að ráðast í vegaframkvæmdir og hugsanlega bygg-ingu stórspítala. Búið er að endurreisa bankana í óbreyttri mynd.

Hellisheiðarvirkjun. Við notum fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs. Ljósmynd/Hari

efnahagsáætlun 21 Helgin 3.-5. júní 2011

s .O.D.­klúbburinn er svokallaður „support“­klúbbur Hells Angels. „Fyrirkomulagið í S.O.D. er svipað og

í öðrum vélhjólaklúbbum eða 1%­klúbbum þar sem menn eru ýmist fullgildir meðlimir, hafa stöðu „prospects“ eða „hangarounds“. Þær upplýsingar sem við höfum eru að um 10­15 fullgildir meðlimir séu í S.O.D. en með „hangarounds“ og „prospects“ séu þeir um 25 talsins. Ef við horfum til annarra

Norðurlanda þá eru þetta „verkamenn“ Hells Angels. Til að öðlast frekari frama þurfa þeir að standa sig gagnvart þeim sem eru ofar í goggunar­röðinni.“

Spurður hvort hann sé að gefa í skyn að meðlimir S.O.D. fremji glæpi fyrir Hells Angels, svarar Gunnar: „Ef við lítum til nágrannalanda þá held ég að svo sé eða verði. Það er spurning hvort komin er full mynd á skipulag Hells Angels hér á landi. Skipulagið í kringum Vítisenglana hér byggist á því sem við sjáum í nágrannalöndunum. Ef við horfum til Noregs og Sví­

þjóðar þá virðast allir stóru brotaflokkarnir fylgja Vítisenglunum; fíkniefni, fjársvik, handrukkanir, mansal, ofbeldi og fleira. Ég hef enga ástæðu til að ætla að þetta verði öðruvísi hér. Það er það sem við óttumst. Af hverju ættum við að sjá vægari útgáfu af

samtökunum hér?“ spyr Gunnar. Að sögn Einars Marteinssonar er sam­

band samtakanna Hells Angels og S.O.D. eftirfarandi: „Við hjólum saman og skemmt­um okkur saman. Það er ekkert ólöglegt. Við erum allir góðir strákar.“ Spurður hvers vegna Hells Angels á Íslandi þurfi „support“­klúbb, segir Einar: „Við þurfum ekkert á þeim að halda. Það stækkar hins­vegar fjölskylduna og þéttir hópinn.“ Í fréttaskýringu á síðu 14 í blaðinu má sjá við­tal við norska Vítisengilinn „Supern“ sem þvertekur fyrir að „support“­klúbbar gegni störfum fyrir Hells Angels.

S.O.D. MC Suðurnes heldur til í klúbb­húsi við Fitjabraut 26­29 í Njarðvík. Talið er að skammstöfunin standi fyrir „Souls of Darkness“. Samtökin fögnuðu þriggja ára afmæli sínu í apríl. Forsetinn er Vésteinn Guðmundsson sem hefur komið við sögu í Fáfni og öðrum vélhjólaklúbbum. Varafor­seti er Óttar Gunnarsson; hann hefur meðal annars hlotið dóma fyrir ofbeldi. Brynjar H. Brynjólfsson segist vera talsmaður samtak­anna en hann vill ekki veita Fréttatímanum upplýsingar um félagsskapinn.

Fréttatíminn hefur engar heimildir fyrir því að S.O.D. hafi framið glæpi eða unnið svokölluð skítverk fyrir Hells Angels. Lög­reglan á Suðurnesjum hefur einu sinni gert húsleit í klúbbhúsi S.O.D. þegar leitað var að skotvopni sem talið var að einn með­lima hópsins ætti. „Vopnið“ fannst á heimili mannsins og reyndist vera eftirlíking af skammbyssu.

„Verkamenn Hells Angels“Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir ástæðu til að ætla að meðlimir vélhjóla-klúbbsins S.o.D. vinni skítverk fyrir íslenska vítisengla. einar Marteinsson, forseti Hells Angels á Íslandi, blæs á fullyrðingarnar og segir meðlimina góða stráka.

VélhjólaklúbbaR hells angels fæRiR út kVíaRnaR

Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir meðlimi vélhjóla-klúbbsins S.o.D. vera um það bil 25 talsins.

Þóra Tómasdóttir

thora@frettatíminn.is

Þetta er klúbbhús S.o.D. við Fitjabraut í njarðvík. Hér heldur „support“-klúbbur Hells Angels til.

Skuldatryggingar-álagið niður fyrir 200 punktaSkuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréf íslenska ríkisins er undir 200 punktum í fyrsta sinn frá hruni, að því fram kemur á fjármálavefnum keldan.is, en þar er stuðst við upplýsingar Bloom-berg-fréttaveitunnar. Skuldatryggingará-lag hefur verið notað sem mælikvarði á traust fjárfesta til skuldara, í þessu tilviki íslenska ríkisins. Því hærra sem álagið er því meiri hætta er talin vera á greiðslu-falli, að mati fjárfesta. -jh

áRétting efnahagsáætlun fimmmenninganna

Ljós

myn

d /

Vík

urfr

étti

r

2 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011

Taktu þátt í Vegabréfaleik N1 á ferðalaginu um landið í sumar.

Safnaðu stimplum á þjónustustöðvum N1 um land allt, lærðu

meira um landið þitt og fáðu skemmtilega glaðninga. Þú skilar

svo inn fullstimpluðu Vegabréfi og gætir unnið einn af fjölmörgum

glæsilegum vinningum sem dregnir verða út í lok sumars.

GJAFIR FYRIRDUGLEGA STIMPLA-SAFNARA

Meira í leiðinni WWW.N1.IS

VERTU MED!

to

n/

A

Handhægarumbúðirmeð tappa

Barnsins stoð og stytta

Nánari upplýsingar um Stoðmjólk á www.ms.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Öll ungmenni fá vinnu í Garðabæ

Afleitt vor með miklum kuldum hefur skaðað arnarvarp í vor. Ljósmynd/Finnur Logi Jóhannsson

Haförn Kuldinn í vor segir til sín

Ú tlit með arnarvarp er ekki gott á þessu ári. Færri pör hafa verpt en undanfarin ár og fleiri hreiður

hafa misfarist það sem af er ári en mörg undanfarin ár, að því er heimildir Frétta-tímans herma. Þetta stafar af afleitu tíðar-fari en vorið hefur verið afar kalt á helstu varpstöðvum arnarins við Breiðafjörð, eins og raunar um land allt. Tveir þriðju hlutar arnarstofnsins verpa við Breiða-fjörð.

Sérfræðingar fylgjast grannt með varpi arnarins, enda stofninn fáliðaður. Spár um árangur arnarvarpsins liggja ekki fyrir en staðan verður metin á ný eftir um mánuð. Þá kemur í ljós hvernig til hefur tekist. Viðkvæmasti tíminn er tvær fyrstu vikurnar eftir að unginn kemur úr eggi.

Hið slæma vor nú kemur í kjölfar tveggja góðra, 2009 og 2010. Arnarvarp heppnaðist mjög vel í fyrra. Metár var í fjölda unga sem komust á legg, annað árið í röð. Verpt var í 49 hreiður í fyrra. Fjöldi unga sem komst á legg var 38 úr 27 hreiðrum en árið 2009 komust 36 ungar á flug. Það var mesti fjöldi unga frá árinu

2004 en þá lifðu 34 ungar.Haförninn er mjög fáliðaður varpfugl

en talið er að um 65 varppör séu í stofnin-um. Alls telur stofninn um 300 fugla með ungum en ernir verða kynþroska fjögurra til sex ára. Örnum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum áratugum en þeir voru nær útdauðir skömmu eftir miðja síðustu öld vegna eiturútburðar og ofsókna. Fyrsta árið er örnum erfitt en ungir ernir halda til á heimasvæði foreldra sinna fram eftir hausti og jafnvel fram á útmánuði en eru þá reknir burt og þurfa að sjá sér far-borða.

Íslenski haförninn er á válista en þrátt fyrir það sýna rannsóknir Náttúrufræði-stofnunar Íslands, á hræjum sem fundist hafa á undanförnum árum, að meira en fimmti hver örn sem fundist hefur dauður hefur verið skotinn. Örninn hefur verið friðaður hér á landi í nær öld, frá árinu 1914.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Afleitt tíðarfar veldur skaða á arnarvarpiFærri arnarpör verptu en undanfarin ár og fleiri hreiður misfórust.

„Það er heilbrigt og gott að vakna á morgnana og fara að gera eitthvað,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, en öllum ungmennum sem sóttu um sumar-starf hjá kaupstaðnum hefur verið boðin vinna í sumar eins og undanfarin ár. Í leiðara Fréttatímans síðastliðinn föstudag voru stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður, gagn-rýnd fyrir forgangsröðun verkefna en þau vísuðu frá þúsundum ungmenna sem sóttu um sumarvinnu. Sá hópur ungmenna, á við-

kvæmasta aldrei, mælir því göturnar. „Við horfum á þetta sem forvarnir og uppeldismál og síðan er það gott fyrir ungmennin að vinna sér inn peninga,“ segir Gunnar. Alls eru

yfir 560 ungmenni, fædd 1994 og eldri, í vinnu hjá Garðabæ í sumar og talan fer yfir 700 þegar Vinnuskóli Garðabæjar bætist við. -jh

Viðkvæm-asti tíminn er tvær fyrstu vik-urnar eftir að unginn kemur úr eggi.

Gasbyssa fjarlægð úr arnarhólmaFlestir virða varp hafarnarins og algera friðun þessa mikilfenglega fugls, konungs fuglanna, eins og hann hefur verið kallaður. Þó eru þeir til sem hafa horn í síðu hans. Í rannsóknum Náttúru-fræðistofnunar Íslands hefur komið í ljós

að högl eru í um fimmtungi arnarhræja sem finnast. Þekkt er að varp fuglsins hefur verið truflað. Þar hefur verið gripið til ýmissa ráða, eins og fram kom í fréttum fyrir sex árum. Þá var gasbyssu stillt upp við arnarhreiður í hólma á

Breiðafirði. Hún var þannig stillt að hún sendi frá sér hvelli með reglubundnu millibili. Hvellir gasbyssunnar fældu ernina frá varpi í hólmanum. Vitað var hver stóð að gerningnum. Málið var kært og búnaðurinn fjarlægður. - jh

CINTAMANIWWW.CINTAMANI.IS

PeysuveðurLíttu vel út án

þess að sjúga stöðugt upp í nefið.

Hlýnandi, sérstaklEGa norðaustan- oG austanlands. skúrir sunnanlands

síðdEGis, En annars úrkomulaust oG víða sólríkt.

HÖfuðborGarsvæðið: FReMuR HæGuR ViNduR oG SólRÍKt. SKýjAð oG SKúRiR uM KVöldið.

strEkkinGsvindur, sérstaklEGa vEstan oG suðvEstanlands. Þar frEmur milt.

svalara mEð norðaustur- oG aust-ustrÖndinni, En almEnnt frEkar sólríkt.

HÖfuðborGarsvæðið: HAGStæð A-átt oG lÍKuR á Mildu oG ÞuRRu VeðRi Með Sól.

na-átt oG fEr að riGna ÞEGar líður á daGinn um landið norðan- oG

austanvErt. léttskýJað sunnan- oG suðvEstantil.

HÖfuðborGarsvæðið: HæGuR ViNduR oG Að MeStu BjARt VeðuR.

Hlýnar talsvert um hvítasunnuhelginaNú virðist sjá fyrir endann á ótíðinni, þó ekki sé enn verið að spá neinum alvöru sumardögum á næstunni. En um helgina er ekki annað að sjá en fyrirtaksveður verði víða um land. Reyndar talsverður

strekkingur, einkum vestantil á laugardag, en sólin ætti mjög víða að ná að skína og hitinn þá yfir 10 stigunum að deginum. Sennilega

fer að rigna norðantil seinni-partinn á hvítasunnudag og

fram á mánudag.

8

5 10 7

812

8 910

1112

7 76

13

Einar sveinbjörnsson

[email protected]

Föstudagur laugardagur sunnudagurveður

Grillflötur 450x600 mm3 brennarar, ryðfrítt stál

GasGrill EllinGsEn

– FUllT HÚs ÆVinTÝra

REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is

grillum í sumar

PIPAR\TBW

A • SÍA

• 111362

4 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011

Krókhálsi 11 · 110 ReykjavíkSími 590 2100 · askja.is

Opið virka daga frá kl. 9-18

Eigum úrval notaðra bílaKíktu í heimsókn!

Allt að 70% fjármögnun

Hyundai Santa Fe árg. 2007, ekinn 40 þús. km2700cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 3.290.000

Mercedes-Benz E 200 Kompressor árg. 2007, ekinn 98 þús. km1800cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 3.990.000

Subaru Forester 4x4 árg. 2009, ekinn 25 þús. km2000cc, bensín, beinsk.

Verð: kr. 3.690.000

Toyota Yaris árg. 2004, ekinn 80 þús. km1000cc, bensín, beinsk.

Verð: kr. 890.000

Kia cee’dárg. 2008, ekinn 58 þús. km1600cc, dísil, beinsk.

Verð: kr. 2.190.000

Toyota Hiace árg. 2006, ekinn 132 þús. km2700cc, bensín, beinsk.

Verð: kr. 1.390.000

Mercedes-Benz GL 320 CDI árg. 2007, ekinn 64 þús. km3000cc, dísil, sjálfsk.

Verð: kr. 9.900.000

Honda Jazzárg. 2008, ekinn 51 þús. km1300cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 1.890.000

TILBOÐSBÍLL!

Áður 4.400.000

Góð kaup!

Toyota Corolla, 7 sætaárg. 2006, ekinn 39 þús. km1800cc, bensín, beinsk.

Verð: kr. 2.290.000

Toyota Landcruiser árg. 2005, ekinn 98 þús. km3000cc, dísil, sjálfsk.

Verð: kr. 5.550.000

Toyota RAV4 árg. 2006, ekinn 89 þús. km2000cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 2.090.000

Eigum nokkur eintök af vel meðförnum Kia Sorento, frá 1.850.000- 3.690.000 kr. - bensín eða dísil.

Verð frá kr. 1.850.000

Mercedes-Benz ML 63 AMG árg. 2007, ekinn 78 þús. km6200cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 9.990.000

Ford Escape árg. 2008, ekinn 64 þús. km3000cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 3.290.000

Góð kaup!TILBOÐSBÍLL!

Áður 3.790.000 KIA SORENTO

Mikið úrval!

Volkswagen Passat árg. 2007, ekinn 64 þús. km2000cc, dísil, sjálfsk.

Verð: kr. 2.890.000

TILBOÐSBÍLL!

Áður 3.250.000

VW Passat EcoFuel/metan árg. 2010, ekinn 8 þús. km1400cc, metan/bensín, beinsk.

Verð: kr. 4.390.000

HLAÐINN

AUKABÚNAÐI! HLAÐINN

AUKABÚNAÐI!

Ford Escape 4x4 árg. 2006, ekinn 86 þús. km3000cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 1.490.000

Kia Picanto árg. 2008, ekinn 75 þús. km1100cc, dísil, beinsk.

Verð: kr. 1.390.000

Volkswagen Passat 4x4árg. 2007, ekinn 80 þús. km2000cc, dísil, beinsk.

Verð: kr. 3.390.000

Subaru Legacyárg. 2007, ekinn 78 þús. km2000cc, bensín, sjálfsk.

Verð: kr. 2.750.000

Góð kaup!TILBOÐSBÍLL!

Áður 1.790.000

TILBOÐSBÍLL!

Áður 2.390.000

WWW.SKJARGOLF.IS

... að friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu hans hafi verið rofin og að húsið hafi, að ástæðu-lausu, verið kallað „lúxus-villa“.

Umtalsverð aukning hefur orðið í fasteignaviðskiptum undanfarið. Í maí var 399 samningum um íbúðar-húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst en í sama mánuði í fyrra voru þeir 192. Aukningin á milli ára er 108%, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Heildarfjöldi þinglýstra samninga hefur ekki verið meiri í einum mánuði síðan í lok árs 2007. Það sem af er ári hefur 1.591 samningi verið þinglýst sem er 75% aukning frá sama tíma í fyrra. Athygli vekur, segir Greining Íslandsbanka, að hlutfall makaskiptasamninga af heildarfjölda þinglýstra samninga hefur dregist umtalsvert saman, en makaskipti voru afar umfangsmikill

hluti íbúðamarkaðarins í hruninu. Var hlutfall makaskiptasamninga 49% af heildarfjölda samninga í maí 2009, 26% í maí 2010 og 8% nú í maí síðastliðnum. Mun meira er því um að íbúðakaupin séu fjármögnuð með peningum, en húsnæðislánveit-ingar hafa heldur verið að glæðast að undanförnu. Samhliða vaxandi veltu hefur verð íbúðarhúsnæðis verið að hækka. Í apríl mældist hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 2,7% og er það mesta hækkun sem þannig hefur mælst frá fyrri hluta árs 2008. Greiningin reiknar með því að framhald verði á þessari þróun á íbúðamarkaði á næstunni. -jh

Fasteignamarkaður lifnar við og verð hækkar

L ögfræðingur Stefáns Hilmars Hilmars-sonar, fjármálastjóra 365, hefur sent Frétta-tímanum bréf þar sem fram kemur að Stefán

er ósammála þeirri ákvörðun Magnúsar Sædal, byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, að fella úr gildi byggingarleyfi á lóð lúxusvillu við Laufásveg sem Stefán leigir af félaginu Vegvísi ehf. Félagið var í eigu Stefáns í árslok 2009, samkvæmt ársreikningi, en hann þvertekur fyrir það í bréfi lögfræðingsins að tengjast félaginu á nokkurn hátt.

Fréttatíminn hefur birt tvær fréttir af dagsektum sem Reykjavíkurborg hefur lagt á eiganda lúxus-villunnar við Laufásveg en þær nema nú hátt í tíu milljónum króna. Lögfræðingur Stefáns segir í bréfinu að eigandinn hafi kært ákvörðunina um að fella byggingarleyfið úr gildi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í apríl 2010. Einnig er Magnús í bréfinu sakaður um að hafa vísvitandi farið með rangt mál í Fréttatímanum með því að segja að ekkert hafi verið gert í málinu.

Jafnframt kvartar lögfræðingur Stefáns undan því að friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu hans hafi verið rofin og að húsið hafi, að ástæðulausu, verið kallað „lúxusvilla“. Auk þess krefst lögfræðingurinn leiðréttingar og afsökunarbeiðni frá Fréttatímanum fyrir að birta viðtal við Magnús Sædal og fréttir af Stefáni sem hafi ekkert fréttagildi, að mati lögfræð-ingsins.

Lögfræðingur Stefáns vísar í nýsamþykkt fjöl-miðlalög, máli sínu til stuðnings, en allar fréttirnar, nema ein sem fjallaði um sölu Stefáns á þakíbúð í Brautarholti, voru skrifaðar áður en lögin tóku gildi.

Fréttatíminn reyndi margítrekað að ná tali af Stef-áni, bæði í gegnum tölvupóst og síma, í tengslum við þær fréttir sem hafa verið fluttar af honum en hann sá ekki ástæðu til að svara. [email protected]

Ágreiningur um dagsektir á milli fjármálastjóra og byggingarfulltrúa

Stefán Hilmar Hilmarsson er ósáttur við Magnús Sædal.

Helgin 10.-12. júní 2011

Tilbod

4 matjurtir saman 380kr

Gledilega Hvítasunnu!

Útskriftarblóminfjölskyldufyrirtæki

í 19ár

20 sumarblóm að eigin vali1.980kr

Tilbod Tilbod

20% afslátturaf garðrósumg

Tilbod

20% afslátturaf sígrænum runnum

Nýtt!

Nýr spjallþáttur á gardheimar.is:Sérfræðingar og áhugafólk á vegum Garðheima skrifa pistla og svara spurningum þínum.

Ný fræ-sending

– salatfræin sem má sá beint út!

Tilbod

kauptu 3 borgaðu fyrir 2

SilkistjúpurSilkipetuniurSilkifjólur

Tilbod

Blómaskálar og blómaker í úrvali

frá 1.590kr

Opið um hvítasunnuna

Laugardag

Sunnudag

Mánudag

10:00 - 21:00

10:00 - 19:00

10:00 - 21:00

www.forlagid.is

Verður þú á ferðinni í sumar?

ný útgáfa Kortabókarinnar er komin í verslanir60 ný kort sem byggjast á verðlaunuðum

íslandsatlasi máls og menningar

• upplýsingar um söfn, sundlaugar,

tjaldsvæði, golfvelli og bensínstöðvar

• ítarleg nafnaskrá

• þægilegt brot og plastvasi

Ómissandi í hanska- hÓlfið

Í tuttugu og þriggja manna hópi ís-lenska U-21 árs landsliðsins í loka-keppni EM eru fimmtán leikmenn

sem spila með erlendum liðum og átta sem spila í Pepsi-deildinni hér heima. Allir þessir leikmenn verða til sýnis í stærsta sýningarglugga evrópskrar knattspyrnu á árinu. Njósnarar frá öllum helstu félagsliðum álfunnar munu flykkj-ast til Danmerkur í von um að finna leikmenn sem geta styrkt lið þeirra. Nokkrir íslensku leikmannanna eru ný-gengnir til liðs við félög erlendis og því varla farnir að hugsa sér til hreyfings. Blekið er varla þornað á samningi Jóns Guðna Fjólusonar við belgíska félagið Beerschot og í fyrrahaust fór Hjörtur Logi Valgarðsson til Gautaborgar og Alfreð Finnbogason, besti leikmaður Ís-landsmótsins í fyrra, til Lokeren. Að því er Fréttatíminn kemst næst hefur hol-lenska stórliðið PSV þó verið að skoða Alfreð. Sumir íslensku leikmannanna stefna að því að komast að í sterkustu deildum Evrópu. Miðjumaðurinn sterki, Aron Einar Gunnarsson, sem er á samn-ingi hjá Coventry í ensku Champions-hip-deildinni, vill komast til annars liðs. Gríska liðið AEK Aþena vildi fá hann en hann afþakkaði. Gladbach í þýsku Bun-desligunni hefur líka áhuga á honum og ef hann spilar vel munu stór lið reyna að kaupa hann. Rúrik Gíslason, sem er á mála hjá OB Odense, hefur verið orðaður við Stuttgart í Þýskalandi og varnarmaðurinn Eggert Gunnþór Jóns-son vill komast frá Hearts í Skotlandi – helst til Englands, að því er heimildir Fréttatímans herma. Gylfi Þór Sigurðs-son er orðaður við annað hvert lið í ensku úrvalsdeildinni en þarf að spila sína bestu leiki ef það á að vera raunhæft fyrir hann að komast þangað. Framherj-inn Kolbeinn Sigþórsson er á óskalista Ajax en mun væntanlega klára síðasta ár samnings síns við AZ Alkmaar ef Ajax og AZ ná ekki samkomulagi um kaup-

verð. Nokkrir leikmenn eru samnings-lausir. Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyj-ólfsson er undir smásjánni hjá þremur liðum, þar á meðal þýska liðinu Bochum og SønderjyskE í Danmörku þar sem markvörðurinn Arnar Darri Pétursson spilar. Birkir Bjarnason er einnig með lausan samning og hefur verið orðaður við lið í Þýskalandi. Fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson er á förum frá Mechelen í Belgíu og fæst fyrir lítinn pening. Meðal liða sem eru að skoða hann eru ensku fé-lögin Leeds og Watford, þýska stórliðið Bayer Leverkusen sem og lið í Dan-mörku, Noregi og Svíþjóð. Framherjinn Arnór Smárason mun örugglega yfirgefa herbúðir Esbjerg í sumar. Beerschot, lið Jóns Guðna í Belgíu, hefur áhuga á honum, sem og Eyjamanninum eitil-harða Þórarni Inga Valdimarssyni en fleiri lið eru að skoða hann. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hefur gríska liðið AEK hefur gert Breiðabliki tilboð í varnarmanninn Elfar Frey Helgason. Nokkur lið á Norðurlöndum hafa auk þess verið að skoða Blikann hávaxna – þeirra á meðal Örebro. Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson hefur vakið áhuga sænska liðsins Trelleborg og dönsku liðanna FC Nordsjælland og SønderjyskE og KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson er á radarnum hjá liðum í Noregi, Danmörku og Belgíu.

Það er því eftir miklu að slægjast fyrir íslensku landsliðsmennina á mótinu í Danmörku – hvort heldur sem menn dreymir um stærstu deildir Evrópu eða að taka sín fyrstu skref í atvinnu-mennsku.

Nánar er fjallað um Evrópumót U-21 árs landsliðsins í sérstöku aukablaði í miðju Fréttatímans.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU

Fótbolti Evrópumót u-21 árs landsliða

Stærsti sýningar-gluggi ársinsLeikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins standa frammi fyrir einstöku tækifæri í lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Danmörku á morgun, laugardag. Eki verður þverfótað fyrir njósnurum frá flestum liðum Evrópu sem eru mættir til að finna næstu stjörnu.

Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska U-21 árs liðsins, vill frá Mechelen í Belgíu og eru mörg lið í Evrópu á höttunum eftir honum. Ljósmynd/Hari

Miðjumaðurinn Birkir Bjarnason er með lausan samning hjá Viking Stavanger í haust og vill komast burt. Mikill áhugi er á honum í Þýskalandi. Ljósmynd/Nordic Photos/AFP

Sóknarmaðurinn Rúrik Gíslason er undir smásjánni hjá þýska liðinu Stuttgart. Ljós-mynd/Nordic Photos/AFP

8 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011

hvað gera Fyrirtæki með sjálFstæða posa?

Þjónustuaðilar örgjörvaposa eiga tilbúnar lausnir, hvort sem hentar betur að setja upp tvo samtengda posa eða einn posa sem snúa má í báðar áttir.

pinniðá minnið

með verkefninu pinnið á minnið er notkun greiðslukorta með örgjörva innleidd á Íslandi. Íslensk fyrirtæki, korthafar, útgefendur greiðslu­korta og færsluhirðar uppfylla þannig öryggiskröfur alþjóðlegu kortafyrirtækjanna sem innleiddar eru um allan heim. Greiðsluveitan ehf., dótturfyrirtæki Seðlabanka Íslands, sér um framkvæmd verkefnisins ásamt færsluhirðunum Borgun, Valitor og Teller (samstarfsaðila Korta­þjónustunnar). Verkefnið Pinnið á minnið er unnið með heimild Samkeppniseftirlitsins samanber ákvörðun 18/2010.

Fyrirtæki sem taka við kortagreiðslum þurFa að setja upp posa sem snýr að viðskiptavinum

hvað gera Fyrirtæki með aFgreiðslukerFi?

Þjónustuaðilar afgreiðslukerfa eiga tilbúnar tengingar á milli kassa og örgjörvaposa.

korthafar setja sjálfir kortið í posann og staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar.

starfsfólk þarf ekki lengur að bera saman undirskrift á korti og kvittun.

KR

www.pinnid.is

Um heim allan innleiða alþjóðlegu kortafyrirtækin kröfur um öryggi í korta viðskiptum, til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka. Nú er komið að íslenskum fyrirtækjum að uppfylla þessar kröfur.

Farðu á www.pinnid.is, Finndu þjónustuaðila og Byrjaðu strax að undirBúa Fyrirtækið þitt Fyrir öruggari kortaviðskipti.

Íslenska landsliðið metið á milljarða

Átta síðna EM-blað

Átta síðna blað um íslenska U-21 árs landsliðið, sem tekur þátt í loka-keppni Evrópumótsins í Danmörku, fylgir með Fréttatímanum í dag. Í blaðinu eru viðtöl við sóknarmann-inn Kolbein Sigþórsson og varnar-manninn Jón Guðna Fjóluson, nýjasta atvinnumann Íslendinga. Framherjinn Alfreð Finnbogason segir frá félögum sínum í landsliðinu í búningsklefanum og Gylfi Þór Sigurðsson greinir frá erfiðustu andstæðingum sínum á stuttum en viðburðaríkum ferli. -óhþ

Sjá miðju blaðsins

EM 2011 Kolbeinn SigþórSBarnastjarna í boltan-

um sem var afskrifaður tvisvar fyrir tvítugt

bls. 2

bls. 4

Óslípaður demanturJón Guðni heldur í víking í höfuðvígi demantanna í AntwerpenJón Guðni Fjóluson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Hann leikur lykilhlutverk í vörn íslenska U-21 árs landsliðsins sem tekur þátt í lokamóti EM í Danmörku.

bls. 2

Skúli JónElskar Star Wars-föt

bls. 6

Gylfi ÞórGerrard er grjótharður

U-21 landsliðið á eM 2011 Helgin 10.-12. júní 2011

Ljós

myn

d/H

ari

Haraldur Björnsson Val 10 milljónir Skúli Jón Friðgeirsson KR 20 milljónir Hólmar Örn Eyjólfsson án félags 50 milljónir Jón Guðni Fjóluson Fram 50 milljónir Hjörtur Logi Valgarðsson IFK Gautaborg 35 milljónir Eggert Gunnþór Jónsson Hearts 75 milljónir Aron Einar Gunnarsson Coventry 500 milljónir Bjarni Þór Viðarsson Mechelen 65 milljónir Rúrik Gíslason OB Odense 250 milljónir Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar 125 milljónir Kolbeinn Sigþórsson AZ Alkmaar 800 milljónir Gylfi Þór Sigurðsson Hoffenheim 1,5 milljarður Birkir Bjarnason Viking 150 milljónir Alfreð Finnbogason Lokeren 100 milljónir Óskar Pétursson Grindavík 5 milljónir Arnar Darri Pétursson SønderjyskE 20 milljónir Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV 20 milljónir Almarr Ormarsson Fram 7,5 milljónir Andrés Már Jóhannesson Fylki 15 milljónir Arnór Smárason Esbjerg 75 milljónir Elfar Freyr Helgason Breiðablik 30 milljónir Guðmundur Kristjánsson Breiðablik 30 milljónir Björn Bergmann Sigurðsson Lilleström 80 milljónir

Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðs-son og Aron Einar Gunnarsson eru

langverðmætustu leikmenn U-21 árs landsliðsins og eru samanlagt metnir á

tæpa þrjá milljarða. Ljósmyndir/Hari

fótbolti Íslenski landsliðshópurinn verðlagður

Leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins kosta saman meira en glerhjúpurinn utan á Hörpuna.

Íslensk knattspyrna hefur sjálf-sagt aldrei átt jafnmarga góða unga leikmenn og í dag. Leikmenn íslenska U-21 árs landsliðsins eru margir hverjir með þeim efnileg-

ustu í Evrópu og stórliðin bíða eftir að krækja í þá. Leikmanna-markaðurinn í knattspyrnunni helgast eins og aðrir markaðir af framboði og eftirspurn og því er verðmiðinn á bestu leikmönnum íslenska liðsins ansi hár. Sam-kvæmt úttekt Fréttatímans er samanlagt verðmæti leikmanna-hópsins hjá íslenska liðinu rétt rúmlega fjórir

milljarðar, 800 millj-ónum meira en hinn umdeildi glerhjúpur utan um Hörpu kost-aði. Verðmæti manna í hópnum er misjafnlega mikið. Langverðmætasti leikmaðurinn er Gylfi Þór Sigurðsson, sem var seldur frá Reading til Hoffenheim fyrir 1,2 milljarða síðastliðið haust. Eftir fína frammistöðu með Hoffenheim, þrátt fyrir fá tækifæri í byrjunarliðinu, hefur Gylfi hækkað í verði enda sannað sig í einni bestu deild Evrópu. Hollenska félagið AZ Alkmaar metur fram-herjann Kolbein Sigþórsson á rúmar

átta hundruð milljónir og gefur það út að hann verði ekki seldur fyrir lægri uppphæð. Ljóst er að Gylfi Þór og Kolbeinn eru með verðmætustu leikmönnum í sögu íslenskrar knattspyrnu. Miðju-maðurinn Aron Einar Gunn-arsson er með lausan samning við Coventry en óhætt er að full-yrða að verðmiðinn á honum yrði ekki undir hálfum milljarði ef lið þyrftu að kaupa hann. Þessir þrír eru í nokkrum sérflokki hvað varðar verðmæti. Sá sem kemst næst þeim er Rúrik Gíslason. Hann var seldur frá Viborg til OB fyrir 180 milljónir árið 2009. Góð frammistaða með OB hefur hækkað verðmiðann á honum þannig að ólíklegt er að OB myndi láta hann af hendi fyrir minna en 250 milljónir. Eins og fram kemur á síðunni hér á undan eru lands-liðsmennirnir eftirsóttir og spila í stærsta sýningarglugga ársins í evrópskum knattspyrnuheimi. [email protected]

Sjá einnig aukablað um EM í miðju blaðsins

Leikmannamark-aðurinn í knatt-spyrnunni helgast eins og aðrir markaðir af fram-boði og eftirspurn og því er verðmið-inn á bestu leik-mönnum íslenska liðsins ansi hár.

Þarft þú heyrnartæki?

Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880

Að láta mæla heyrnina er einföld leið til að ganga úr skugga um hvort kominn sé tími til að nota heyrnartæki.

Erum með mikið úrval vandaðra heyrnartækja sem eru búin fullkomnustu tækni sem völ er á. Einföld og þægileg í notkun og nánast ósýnileg bak við eyra.

Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Heyrnartækni þá ætlum við að styrkja KRAFT í sumar með ákveðinni upphæð af hverju seldu heyrnartæki. KRAFTUR er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Á þetta eru þeir metnir

410 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011

HVÍ

TAH

ÚSI

Ð/S

ÍA -

11-0

509

Sumarjógúrt með mangó frá MS. Frábær í útileguna,í bústaðinn eða hvar sem þú ert á ferðinni í sumar.

ms.is

fyrst og fremst ódýr

35%afsláttur 40%

afsláttur

Verð áður 1698 kr. kgGrísahnakki úrb sneiðar

998kr.kg

30%afsláttur

Verð áður 898 kr. kgGrísabógssneiðar

629kr.kg

Verð áður 1498 kr. kgGrísakótilettur, magnpakkning

974 kr.kg

Gott á Grillið

kronan.is KÍKtU á

– meira fyrir minnaSjá opnunartíma verslana Krónunnar

á www.kronan.isGjafakort Krónunnar fæst

á www.kronan.isGjafa

Kort

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

40afsláttur

Grillborgarar m/brauði, 4 stk. í pk.698 kr.

pk.

í pk.4

Ungnauta hamborgari, 3 x 120 g698 kr.

pk.

í pk.3

2 hamborgarar

2 brauðBeikonosturSósa

lúxus hamborgarar, 2 stk. í pk.798 kr.

pk.

20%afsláttur

Greens maísstönglar, 500 g249 kr.

pk. Holta kjúklingavængir, BBQ og Buffaló

598 kr.fatan

first Price franskar, rifflaðar, 1 kg259kr.

pk.

50%afsláttur

Verð áður 1698 kr. kgGrísagúllas

849kr.kg

lambalæri, grillkryddað1398kr.

kg

fráBært áGrillið

í pk.10

Kjúklingur m/lime og rósmarín1088kr.

kgKjúklinga grillbitar698kr.

kg

Capri Sonne jack´s fruit, 10 í pk., 200 ml498 kr.

pk.

allra grænir frostpinnar, 20 stk.299 kr.

pk.

20í pakka

stk.

Ísl. matvæli kjúklingabringur2398kr.

kg

Coke-Cola, Coke-light og Coke-Zero, 33 cl69 kr.

stk.Verð áður 1418 kr. kgali Spareribs

1134 kr.kg

fyrst og fremst ódýr

35%afsláttur 40%

afsláttur

Verð áður 1698 kr. kgGrísahnakki úrb sneiðar

998kr.kg

30%afsláttur

Verð áður 898 kr. kgGrísabógssneiðar

629kr.kg

Verð áður 1498 kr. kgGrísakótilettur, magnpakkning

974 kr.kg

Gott á Grillið

kronan.is KÍKtU á

– meira fyrir minnaSjá opnunartíma verslana Krónunnar

á www.kronan.isGjafakort Krónunnar fæst

á www.kronan.isGjafa

Kort

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

40afsláttur

Grillborgarar m/brauði, 4 stk. í pk.698 kr.

pk.

í pk.4

Ungnauta hamborgari, 3 x 120 g698 kr.

pk.

í pk.3

2 hamborgarar

2 brauðBeikonosturSósa

lúxus hamborgarar, 2 stk. í pk.798 kr.

pk.

20%afsláttur

Greens maísstönglar, 500 g249 kr.

pk. Holta kjúklingavængir, BBQ og Buffaló

598 kr.fatan

first Price franskar, rifflaðar, 1 kg259kr.

pk.

50%afsláttur

Verð áður 1698 kr. kgGrísagúllas

849kr.kg

lambalæri, grillkryddað1398kr.

kg

fráBært áGrillið

í pk.10

Kjúklingur m/lime og rósmarín1088kr.

kgKjúklinga grillbitar698kr.

kg

Capri Sonne jack´s fruit, 10 í pk., 200 ml498 kr.

pk.

allra grænir frostpinnar, 20 stk.299 kr.

pk.

20í pakka

stk.

Ísl. matvæli kjúklingabringur2398kr.

kg

Coke-Cola, Coke-light og Coke-Zero, 33 cl69 kr.

stk.Verð áður 1418 kr. kgali Spareribs

1134 kr.kg

Support“-klúbbarnir hafa þann tilgang að vinna verk sem full-gildir meðlimir Hells Angels þurfa ekki að gera sjálfir, svo sem að sjá um handrukkanir

og fleira,“ segir sérfræðingur norsku rannsóknarlögreglunnar, Kripos, í mál-efnum Hells Angels. Hann vill ekki láta nafns síns getið. Lögreglumaðurinn segir það vera eitt af frumskilyrðunum til að fá inngöngu í samtökin að hafa fjöl-margt lið á valdi sínu sem sé tilbúið að vinna skítverk.

Einar Marteinsson, forseti íslensku Vítisenglanna, er hissa á orðum norsku lögreglunnar. „Ég gef ekkert fyrir svona vitleysu. Þessi maður þekkir okkur ekki neitt og það er undarlegt að fullyrða svona. Það er af og frá að þeir vinni fyrir okkur.“

Samskipti við norska VítisenglaMikil samskipti hafa verið milli íslensku Vítisenglanna og þeirra norsku.

Í fréttaskýringarþættinum Brenn-punkt, sem sýndur er í norska ríkissjón-varpinu, hefur mikið verið fjallað um starfsemi Hells Angels í Noregi. Brenn-punkt segist hafa aðgang að fundargerð-um frá allnokkrum Hells Angels-klúbbum í landinu. Gögnin sýni að Vítisenglarnir hafi í heilt ár unnið skipulega í að koma á samvinnu við vélhjólaklúbba í landinu. Alls hafi 28 vélhjólasamtök í 25 sveitarfé-lögum gerst formlegir „support“ -klúbbar Hells Angels.

Fjölskyldudagur Hells Angels fram undan Að sögn Einars Marteinssonar er sam-band samtakanna Hells Angels og S.O.D. eftirfarandi: „Við hjólum saman og skemmtum okkur saman. Það er ekkert ólöglegt. Við erum allir góðir strákar.“ Spurður hvers vegna Hells Angels á Ís-landi þurfi „stuðnings“-klúbb segir Einar: „Það stækkar fjölskylduna og þéttir hópinn.“

Hann nefnir sem dæmi að á næstu vikum standi Hells Angels og S.O.D. fyrir fjölskyldudegi fyrir ættingja sína og börn. Ætlunin sé að meðlimir klúbbanna hittist í Reykjavík og fari þaðan á mótor-hjólum að klúbbhúsi S.O.D. á Suðurnesj-um. Þar verði hoppkastalar og stuð.

Á fimmtudag í síðustu viku stöðvaði lögreglan á þriðja tug vélhjólamanna sem keyrðu saman í hóp um miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan kannaði ástand ökumannanna, ökuréttindi og skráningu vélhjólanna. „Þetta er ekki normalt. Það er ekki ólöglegt að keyra mótorhjól á Ís-landi. Við gerðum ekkert,“ segir Einar Marteinsson.

Í hópnum voru að minnsta kosti fjórir íslenskir Vítisenglar. Auk þeirra báru nokkrir mannanna vesti merkt MC Ice-land og „Prospects“ sem þýðir að þeir eru langt komnir í ferlinu að verða fullgildir meðlimir íslenska Hells Angels-klúbbs-ins. Samkvæmt venju tekur eitt ár að komast úr þeirri stöðu og inn í klúbbinn. Augljóst er því að Vítisenglum mun fjölga hér á næstunni.

Bræðralagið ofar ölluSérfræðingur Kripos segir að reglur og hefðir Hells Angels séu mjög stífar og íslenskir meðlimir hinna alþjóðlegu sam-taka þurfi að lúta þeim. Skilyrði fyrir inngöngu í klúbbinn séu mörg. Líklegt sé að menn þurfi að sanna trygglyndi sitt með því að koma með fjármagn inn í samtökin og að íslenskir Vítisenglar hafi líklega yfirráð yfir „auðlindum“ sem séu eftirsóknarverðar fyrir hina alþjóð-legu starfsemi. Þá sé bræðralagið ofar öllu. Gerist einhver sekur um að brjóta

Nokkrir vélhjólamenn bíða eftir að verða formlega teknir inn í íslensku Hells Angels-samtökin. Lögreglan hefur áhyggjur af því að samtökin séu að færa út kvíarnar með aðstoð „support„-klúbbsins S.O.D. Þóra Tómasdóttir skoðaði málið.

reglur Hells Angels, verði hann gerður útlægur úr samtökunum. Algengt sé að útlagar láti sig hverfa eða gangi til liðs við önnur vélhjólasamtök sem veiti þeim vernd. Að mati norska lögreglumannsins kom atburðarásin ekki á óvart þegar Jón Trausti Lúthersson, fyrrum forsvars-maður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, gekk til liðs við annan félagsskap á svipuðum tíma og félagar hans úr Fáfni fengu inn-göngu í Hells Angels. Jón Trausti varð

fullgildur meðlimur norska vélhjóla-klúbbsins Outlaws í ársbyrjun.

Einar Marteinsson segir að taka verði með fyrirvara skoðunum Kripos á Hells Angels. Það sé pólitískur angi norsku lögreglunnar, líkt og embætti Ríkis-lögreglustjóra á Íslandi. Að baki liggi annarleg sjónarmið. Íslenskir Vítisenglar séu nú að skoða réttarstöðu sína vegna vinnubragða lögreglunnar. Þeir íhugi að kæra lögregluna fyrir ólögmæta upp-lýsingaöflun, þar á meðal símhleranir og óviðeigandi myndatökur úr launsátri.

Einar nefnir sem dæmi að lögreglan hafi fylgst með jarðarför eins „bræðr-anna“. „Þá hékk löggan út um glugga á bíl og tók myndir. Það er lítið heilagt hjá þeim.“

Norska löggan í herferð gegn vél-hjólaklúbbumÍ febrúar lögðu norsku lögregluembætt-in og Kripos fram aðgerðaáætlun gegn vélhjólasamtökum sem stunda glæpi. Í áætluninni eru sum vélhjólasamtök sögð skipulögð glæpatengslanet.

Fyrrum forseti Hells Angels í Ósló er kallaður „Supern“. Í samtali við Frétta-tímann segir hann að fyrir rúmu ári hafi norska lögreglan fullyrt að engin ástæða væri til að óttast vélhjólaklúbbana í land-inu. „Nú kemur lögreglan allt í einu fram með aðgerðaáætlun gegn glæpsamleg-um vélhjólaklúbbum og stimplar okkur sem samfélagsóvin númer eitt. Þetta var algjört sjokk fyrir okkur og gjörsamlega óskiljanlegt.“

Hells Angels í Noregi hafa áhyggjur af þeirri mynd sem dregin er upp af sam-tökunum í fjölmiðlum og segjast ein-göngu vera samtök vélhjólamanna sem eigi það sameiginlegt að vilja keyra um á stórum mótorhjólum. Eins og áður sagði

hefur fréttaskýringarþátturinn Brenn-punkt fjallað ítrekað um Hells Angels. Í einum af þremur þáttum um samtökin er fjallað um hlutverk „support“-klúbba Hells Angels. Rætt er við Vítisengil sem ekki vill koma fram undir nafni en full-yrðir að í ákveðnum „support“ -klúbbum í Noregi séu unnin ofbeldisverk fyrir Vítisenglana.

Supern segir þessa fullyrðingu al-ranga. „„Support“ -klúbbar vinna engin verk fyrir okkur. Þeir eru bara vinir okkar og við höfum ákveðið að sæma þá merkjum til að vernda þá fyrir þrýstingi útlendra vélhjólaklúbba sem vilja sölsa undir sig þá norsku. Þrýstingur á litlu vélhjólaklúbbana úti á landi hefur aukist mjög. Þeir eru vinir okkar og hafa verið í áraraðir.“

Supern segir að nú sé meðlimum Hells Angels-samtakanna nóg boðið. „Eftir að þessi aðgerðaáætlun var lögð fram og eftir rógsferð Brennpunkt gegn okkur getum við ekki annað en brugðist við. Við erum að undirbúa kæru á hendur ritstjóra Brennpunkt. Málið verður fyrst tekið fyrir hjá fjölmiðlanefnd og síðan förum við væntanlega með það lengra.“

Ríkislögreglustjóri segir ekki orð um Hells AngelsFréttatíminn hefur leitað upplýsinga hjá embætti Ríkislögreglustjóra um tengsl Hells Angels á Íslandi við aðra vélhjóla-klúbba. Haraldur Johannessen ríkis-lögreglustjóri vill ekki tala við blaða-menn í síma, ekki fæst uppgefið hjá honum netfang og ekki tekur hann við skilaboðum.

Þóra Tómasdóttir

[email protected]

Vítisenglum fjölgar

Vítisenglarnir Guðmundur, Einar Marteinsson og Árni þegar lögreglan stoppaði þá við Skúlagötu á dög-unum.

„Support“-klúbbarnir hafa þann tilgang að vinna verk sem fullgildir meðlimir Hells Angels þurfa ekki að gera sjálfir, svo sem að sjá um handrukkanir.

Supern Fyrrum forseti Hells Angels í Ósló segir í samtali við Fréttatímann að fullyrðingar um að „support“- klúbbar stundi glæpi fyrir samtökin séu rangar.

14 fréttaskýring Helgin 10.-12. júní 2011

Hafðu það gott í allt sumar!

Vnr. 0291415

1800x1800 mm.Vnr. 0291422

900x1800 mm.Vnr. 0291421

1800x900 mm.Vnr. 0291416

1800/900x900 mm.

Alnus

Sorbus Espale

Vnr. 0291540

GarðstóllGarðstóll, gagnvarin fura.

Vnr. 0291541

BorðMilliborð fyrir garðstóla, gagnvarin fura.

4.49013.950

Vnr. 0291539

GarðbekkurGarðbekkur, þriggja sæta, gagnvarin fura.

24.150

Vnr. 0251660-1/4

Pallaundirstöður Pallaundirstöður, girðingaundirstöður, 200 mm eða pallasteinn, ofanjarðar, steyptar, 22/43x24x26 cm.

Gerðu allt klárt

fyrir pallinn!

Nýtt í BYKO!

Tilbúið til notkunar.Ekki nauðsynlegt að mála strax.Sömu gæði gagnvarnar og áður.Betri grunnur fyrir dökka liti.

Brúnt gagnvarið efni!

10.490

8.990

15.990

15.7909.690 8.790

9.290 9.590

Vnr.0291424 900x1800

Vnr.0291438 1800x1800

Vnr.0291425 1800x900

Vnr.0291426 1800/900x900

9.290Verð frá

4.420Verð frá

GirðingaeiningarSORBUS ESPALE eða ALNUS girðingaeiningar, brúnt.

Vnr. 0291451

GarðborðGarðborð, 26 mm á þykkt, 1540x1770x710 mm.

16.990

Verð fráVnr. 0291535-7

BlómakassarBlómakassar, ferkantaðir, 37x67x24 cm, 46x76x29 cm eða 57x87x33 cm.

3.490

OMEGA gasgrill að verðmæti 25.900 kr. fylgir pallaefni fyrir 100.000 kr. eða meira.*Gildir ekki með tilboðum.

Frábær kaupauki*með pallinum!

og veita þeim mikla athygli?“Steinar B. Aðalbjörnsson sagði

barnaverndaryfirvöld skorta úrræði til að skoða offituvandamál barna eins og þau skoða vanrækslu.

„Offita ein og sér er ekki barna-verndarmál, hefur aldrei verið og mun trúlega aldrei verða. Offita get-ur hins vegar verið hluti af stærri vanda sem getur verið barnavernd-armál. Offita krefst margþættra lausna og mikils stuðnings við þau börn og fjölskyldur sem við vand-ann eiga að etja. Við ættum að horfa á það í stað þess að reyna að finna sökudólga.“

Þrúði blöskruðu orð Steinars um að ekki séu allir foreldrar tilbúnir að breyta mataræði sínu. „Mér finnst ljótt að segja svona. Hvaða foreldrar vilja ekki hjálpa börnun-um sínum? Það má líkja þessu við lestrarvandamál. Á að taka lesblind börn af foreldrum? Lestrarvandi er í fjölskyldum og á sumum heimilum er hann mjög algengur. Kannski eru foreldrar báðir með lestrarvanda og hafa hvorugt klárað meira en grunnskólanám. Kannski einmitt vegna þess að það var sjálft með lesvanda. Foreldrarnir eru þá ekk-ert sérlega vel í stakk búnir til að hjálpa barninu sínu að lesa. Gerir það þau að vondum foreldrum? Á að taka börnin af foreldrunum jafnvel þótt það geti verið mjög alvarlegt að börnin læri ekki að lesa?“

Er algengt að börn verði matarfíklar? „Börnin sem koma til mín eru oft matargöt. Þeim þykir rosalega gott að borða, þau borða mikið og eru mjög upptekin af mat. Ég vil hins vegar ekki meina að tíu ára börn, eða yngri, eigi við matarfíkn að stríða. Kannski getum við talað um matarfíkn hjá stálpuðum ungling-um. Algengt er að foreldrar spyrji mig hvernig þeir eigi að hjálpa börn-unum sínum til að borða aðeins minna. Sumir foreldrar vanda sig mjög mikið og kaupa bara lífrænan og mjög hollan mat. Þeir geta samt ekki alltaf haft stjórn á matarinn-taki barnanna sinna. Börnin fara í afmælisveislur og eru í skólanum stóran hluta dagsins. Það er erfitt að hafa stjórn á fæðuvali barnsins þegar það er ekki heima hjá sér.“

Öllum feitum börnum líður ekki illa

Þrúður segir að of feit börn, eins og hver annar hópur af börnum, samanstandi af fjölbreyttum ein-staklingum. „Innan þess hóps geta verið börn með ýmiss konar vanda en innan hópsins eru að sama skapi börn sem eru full sjálfstrausts og eiga ekki við annars konar vanda að etja. Þó er það svo að of feit börn eru líklegri til að eiga við annan vanda að etja en önnur börn. Það þýðir alls ekki að þeim líði öllum illa. Í okkar rannsókn á meðferð fyrir of feit börn á aldrinum 8-12 ára á Barnaspítalanum, var yfir helmingur barnanna sem tóku þátt yfir viðmiði um annað hvort hegð-unar- eða tilfinningavanda eða hvort tveggja. Að meðaltali sagðist tæp-lega þriðjungur barnanna hafa orðið fyrir stríðni og félagslegri höfnun. Tæplega helmingur barnanna hafði þá skoðun að þau væru ekki vinsæl meðal jafningja af sama kyni.“

Í rannsókninni kom fram að foreldrar töldu jafningjavanda barnanna jafnvel enn meiri. Yfir 90% foreldra merktu við að börn þeirra ættu við slíkan vanda að etja. „Námsvandi þessa hóps var ekki meiri en annarra barna á sama aldri. Við greiningu á gögnunum kom í ljós að upplifun barnanna á stríðni og félagslegri höfnun skýrði bæði líðan barnanna og námsgetu

þeirra þegar aðrir þættir voru tekn-ir til greina.“

Heilsan skiptir meira máli en þyngdinÞrúður segir mikla fordóma í sam-félaginu gagnvart offitu og of feit-um. Slíkir fordómar séu líklegir til að ýta undir stríðni og félagslega höfnun sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líðan og jafnvel námsárangur of feitra barna. „Of-fitan sjálf hefur sjaldan mikil áhrif á lífsgæði barna á þessum aldri, ef ekki væri um að ræða viðhorfin og fordómana í samfélaginu sem hafa svo æ meiri áhrif eftir því sem barn eldist. Ef við viljum berjast gegn of-fitu verðum við líka að berjast gegn sleggjudómum, sem eru ein birting-armynd fordóma, og temja okkur meira umburðarlyndi gagnvart fjöl-breytileikanum meðal okkar. Á end-anum snýst þetta um heilsuna um-fram holdafar og við megum ekki gleyma því að mataræði grannra er oft slæmt og grannir hreyfa sig ekki alltaf reglulega. Að sama skapi er hægt að vera of þungur, jafnvel of feitur, en borða að öllu jöfnu heilsu-samlega og stunda reglulega hreyf-ingu. Í slíkum tilvikum er heilsa einstaklings sem er feitur ekki endilega verri en heilsa þess sem er grannur.“

Þóra Tómasdóttir

[email protected]

Nýtt!

Hvað ætlar þú að hafa í matinn?

Nóatúni 4 · Sími 520 3000www.sminor.is

ATARNA

Nú eru allarryksugur frá Siemens og Bosch átilboðsverði.

Líttu inn og gerðu góð kaup!

Umboðsmennum land allt.

Þrúður er sálfræðingur á Barnaspítala Hringsins og var að ljúka við dokt-orsritgerð sína um með-ferð við offitu barna.

Hún hefur stundað rannsóknir á of-fitu barna síðan 2005 og segist hissa á viðhorfi Steinars B. Aðalbjörns-sonar til foreldra of feitra barna. „Ég fæ alltaf sömu spurningarnar þegar ég held fyrirlestra og er að tala um offitu barna. Fyrsta spurn-ingin er hvort of feit börn eigi ekki bara vonda foreldra. Það angrar mig að fólk skuli spyrja svona og mér finnst það vera merki um fordóma. Fólk er duglegt að alhæfa. Erum við hin alltaf fullkomnir foreldrar? Eru einhverjir foreldrar sem aldrei gefa börnunum sínum franskar eða ís eða kökur?“

Þrúður bendir á að fólk sé með mismunandi líkamsbyggingu og

sumum hætti frekar til að fitna en öðrum. „Það er margt sem veldur því. Við vitum að um það bil 70 pró-sent af breytileikanum á því hversu mikið við getum fitnað, ræðst af genum. Ef mjög grannur einstak-lingur er settur á ofurfeitt mataræði í viku fitnar hann kannski um svo-lítið. Feitlaginn einstaklingur gæti bætt á sig mun meira á sama mat-aræði. Fólk er með mismunandi brennslu.

Sum börn borða pínulítið og svo eru þau södd. Þau segja bara stopp og borða ekki meira. Önnur eru ekki þannig og taka endalaust við. Nýjar rannsóknir sýna fram á að við erum misnæm fyrir merkjum um hungur og seddu. Það gleymist oft í umræðunni.“

Bábyljan um slæmu foreldrana Þrúður kemur að meðferðum Land-spítalans fyrir börn sem glíma við offitu og foreldra þeirra. Hún segir skjólstæðinga sína vera alla vega fólk sem erfitt sé að alhæfa um. Hún segir það hins vegar alrangt að um slæma foreldra sé að ræða.

„Til okkar leitar alls konar fólk, menntað og ómenntað. Það er ekki satt að bara illa upplýstir foreldrar eigi of feit börn. Þessir foreldrar koma til okkar með börnin sín jafn-vel tvisvar í viku í marga mánuði. Auk þess eru alls konar heimaverk-efni sem þarf að sinna og þau taka þátt í. Eru það vondir foreldrar sem standa í svona? Foreldrarnir eru ekki bara að koma með börnin til okkar, þau koma með þeim og taka sjálf þátt í meðferðinni. Í raun má líkja þessu við foreldra sem fara með börnin sín í Suzuki-tónlistar-nám. Eru það ekki einmitt foreldrar sem fylgja börnum sínum vel eftir

Offita er ekki barnaverndarmál Þrúður Gunnarsdóttir segir það rangt sem Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur Matís, fullyrti í Fréttatímanum í síðustu viku, að hættulegra sé að ofala börn en vannæra þau. Hún furðar sig á hugmyndum hans um að barnaverndaryfirvöld fái að beita því neyðarúrræði að taka of feit börn af foreldrum sínum. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana.

Þrúður segir mikilvægt skref í baráttunni við offitu vera að kveða niður fordóma og fáfræði. Algengt sé að foreldrar feitra barna séu stimplaðir sem slæmir foreldrar.

16 viðtal Helgin 10.-12. júní 2011

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BYKO Kauptún • BYKO Akranesi • Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi •

Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum •

Verslunin PAN, Neskaupsstað • BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík • Málningarbúðin Ísafirði.

Viðarvörn nr. 1 á Íslandi

Erlendur Eiríkssonmálarameistari

Jón Björnssonmálarameistari

Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.

Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd

einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Hvaða viðarvörn notar þú?

Kjörvari er íslensk framleiðslafyrir íslenskar aðstæður.

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

Tilboð gilda til laugardagsins 11. júní Lokað annan í hvítasunnuwww.FJARDARKAUP.is

úr kjötborði

úr kjötborði

úr kjötborði

úr kjötborði

998,kr./kg

Svínakótilettur

365,kr./pk

Bratwurste pylsur 360g

1.798,kr./kg

Lærisneiðar villikryddaðar

1.298,kr./kg

Herragarðs svínakótilettur

129,kr./3 í pk.

Svali 3 x 250ml

498,kr.Pic-Nic strá 225g

198,kr./stk.

Síríus súkkulaði 150gýmsar gerðir

398,kr./pk.

Sun Lolly, ýmsar gerðir

398,kr.Hafrakex 2x220g

198,kr./pk.

Doritos 165g

198,kr.Egils appelsín 2L

250,kr./stk.

Póló súkkulaðikex 2x250g

298,kr./pk.

Íslenskir tómatar ca600g

169,kr.Brazzi 1L, 3 teg.

209,kr./pk.

Trópí 3x250mlýmsar gerðir

398,kr.Lúxus kaffi 400g

298,kr.Hversdagsís 1L

298,kr.Grillbakkar 10 stk.

695,kr.Royal Oak grillkol 4kg

Lúxus svínakótilettur í mango/chilli

89,kr./stk.

Nizza súkkulaðiýmsar gerðir

2.998,kr./kg

Lambafille m/puru395,kr./boxið

Fersk jarðaber 250g

1.398,kr./kg

Svínalundir

1.398,kr./kg

KF Íslenskt heiðarlamb

verð áður 1.568,-/kg

- Tilvalið gjafakort

998,kr.Andrex WC pappír 9 rúllur

1.498,kr./kg

Lúxus svínakótilettur orange

Fjarðarkaup 10. - 11. júní

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

Tilboð gilda til laugardagsins 11. júní Lokað annan í hvítasunnuwww.FJARDARKAUP.is

úr kjötborði

úr kjötborði

úr kjötborði

úr kjötborði

998,kr./kg

Svínakótilettur

365,kr./pk

Bratwurste pylsur 360g

1.798,kr./kg

Lærisneiðar villikryddaðar

1.298,kr./kg

Herragarðs svínakótilettur

129,kr./3 í pk.

Svali 3 x 250ml

498,kr.Pic-Nic strá 225g

198,kr./stk.

Síríus súkkulaði 150gýmsar gerðir

398,kr./pk.

Sun Lolly, ýmsar gerðir

398,kr.Hafrakex 2x220g

198,kr./pk.

Doritos 165g

198,kr.Egils appelsín 2L

250,kr./stk.

Póló súkkulaðikex 2x250g

298,kr./pk.

Íslenskir tómatar ca600g

169,kr.Brazzi 1L, 3 teg.

209,kr./pk.

Trópí 3x250mlýmsar gerðir

398,kr.Lúxus kaffi 400g

298,kr.Hversdagsís 1L

298,kr.Grillbakkar 10 stk.

695,kr.Royal Oak grillkol 4kg

Lúxus svínakótilettur í mango/chilli

89,kr./stk.

Nizza súkkulaðiýmsar gerðir

2.998,kr./kg

Lambafille m/puru395,kr./boxið

Fersk jarðaber 250g

1.398,kr./kg

Svínalundir

1.398,kr./kg

KF Íslenskt heiðarlamb

verð áður 1.568,-/kg

- Tilvalið gjafakort

998,kr.Andrex WC pappír 9 rúllur

1.498,kr./kg

Lúxus svínakótilettur orange

Fjarðarkaup 10. - 11. júní

Brönsalla laugardaga og sunnudaga

Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

Verð aðeins

1.795með kaffi eða te

Ellin er farin að bíta alveg svakalega og ég er kom-inn með gangráð og allt,“ segir Sigurður sem fer sér hægt núorðið enda sækja

á hann svimaköst og hann finnur feigðina læðast að sér. „En ég hef nú þolað ellina hingað til þannig að þetta er svo sem allt í lagi.“

Sigurður fæddist árið 1928 og ólst upp við kröpp kjör og bjó meðal ann-ars með fjölskyldu sinni í Pólunum, svokölluðu, undir Öskjuhlíð; í bragga í Herskálakampi við Suðurlandsbraut og í sumarbústaðnum Kirkjulandi við Laugarnesveg. Hann segist þó ekki efast um að hann kveðji verri heim en tók á móti honum á sínum tíma og er um margt þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa drjúgan hluta 20. aldarinnar sem hann segir engum vafa undirorpið að sé sú viðburðarík-asta í sögu mannkyns.

„Jú, jú. Heimurinn hefur versnað og það er ekki bara mannkynið heldur er eins og jörðin sjálf sé að streitast á móti og reyna að hrista okkur af sér. Það eru eldgos úti um allar trissur og hér höfum við jarðhræringar og eld-gos ofan í allt hitt manngerða ruglið. 20. öldin er hiklaust sú merkilegasta í sögu okkar en því miður er ekki að sjá að við höfum þroskast mikið eða lært af henni miðað við það hvernig við hefjum göngu okkar inn í 21. öldina. Ástandið er alveg ótrúlegt víða og nú er Afríka að rísa upp og það á eftir að enda í alveg ótrúlegu blóðbaði. Og Afganistan og Írak og allt þetta. Þetta er náttúrlega svakalegt ástand.“

Sigurður segist hafa verið á heims-hornaflakki í um fjörutíu ár en hafi bundist Grikklandi sterkustum böndum. „Það er alveg ótrúlegt hvað tilviljanir hafa ráðið því hvar ég lenti

hverju sinni. Ég fór út til Danmerkur 22 ára og átti þá fimmtíukall danskan; kom svo heim tveimur eða þremur árum seinna og ég skil það ekki ennþá hvernig þetta gekk en ein til-viljun tók við af annarri og alltaf björg-uðust málin. Grikkland tók mig alveg heljartökum þegar ég kom þangað í þessari fyrstu utanlandsferð og það er mitt uppáhaldsland. Bæði landið og svo fólkið. Þetta er svo yndislegt fólk. Grikkir eru að mörgu leyti líkir okkur. Þeir eru mjög gestrisnir, og þeir bjuggu við svipaðar aðstæður og við; land sem er mjög erfitt yfirferðar, eins og var hjá okkur í gamla daga. Og það er einhvern veginn voðalega sterk samkennd hjá þessu fólki.“

Sigurður er alveg hættur að ferðast en hann segir það ekki liggja jafn þungt á sér og ætla mætti að hann eigi tæpast eftir að stíga aftur fæti á gríska grund. „Ég segi nú ekki að mér líði eins og fugli í búri eftir að ég hætti að ferðast. Ég er eiginlega saddur lífdaga og mig langar ekkert út lengur. Ég á átján afkomendur og þeir fylla upp í tómið.“

Konurnar í lífi Sigurðar hafa verið margar og því ekki að undra þótt afkomendurnir séu þó nokkrir, og vissulega gustaði oft í einkalífi hans. Sigurður segir að eðli málsins sam-kvæmt hverfi þær konur sem maður binst eða eignast börn með aldrei alveg og því geti verið erfitt að forðast

átök og árekstra. „Sumar konur geta verið grimmar en aðrar eru það ekki. En börnin mín eru yndisleg og það kemur ekkert fram í þeim þótt á ýmsu hafi gengið.“

Aðspurður segist Sigurður ekki vita hvað það sé í hjarta mannskepnunnar sem geri það að verkum að sumir eigi erfitt með að bindast einum ein-staklingi út ævina. „Ég held að þetta sé bara eitthvað í fólki og kannski er þetta misjafnt. Sumir eru einkvænis-menn en faðir minn átti nú 23 börn með átta eða níu konum svo að þetta er eitthvað í blóðinu. Eða genunum. Ég veit ekki hvernig á að greina það,“ segir Sigurður sem telur heppilegra að Kári Stefánsson eða einhverjir álíka reyni að svara þessari spurningu.

Eftir Sigurð liggur gríðarlegt magn ritverka, frumsaminna á íslensku og ensku, til dæmis Undir kalstjörnu og Á hnífsins egg- Átakasaga, auk ara-grúa þýðinga, þar á meðal Í Dyflinni, smásögur eftir James Joyce, og Ódys-seifur I-II og Æskumynd listamanns-ins eftir sama höfund; Dreggjar dags-ins eftir Kazuo Ishiguro; Safnarinn eftir John Fowles og ljóðabálkurinn Söngurinn um sjálfan mig eftir Walt Whitman, svo eitthvað sé nefnt.

„Ég var sjálfur alveg hissa á hvað þetta er mikið þegar ég fór að taka þetta saman. Ég er stoltastur af Joyce og Odysseifur tók á en ég hef fengið-mikið hrós fyrir þá þýðingu og er

mjög ánægður með það.“Sigurður er, eins og áður segir,

saddur lífdaga þegar hann horfir yfir farinn veg og bíður æðrulaus eftir hinsta kallinu. En hvernig líst honum á það líf sem bíður afkomenda hans í þeim heimi sem blasir við honum við leiðarlok? „Ég þekki fátækt og kreppu og þetta var miklu verra á kreppuárunum fyrir stríð. Ég vona bara – barnanna, barnabarnanna og allra vegna – að þetta verði skárra. Ég er náttúrlega ekki spámaður en barnalán mitt hefur verið mikið. Þau hafa öll lukkast svo vel, þessi afkvæmi mín. Þetta hefur allt farið mjög vel. Ég á ekki skilið, finnst mér – eins og ég hef hagað mér – að eiga svona góða afkomendur,“ segir Sigurður og hlær. Og hvað andlegt líf íslensku þjóðar-innar snertir hefur Sigurður litlar áhyggjur. „Það sprettur margt áhuga-vert og spennandi fram í listinni í svona kreppuástandi. Það er til dæmis gífurlega mikill uppgangur í tónlistar-lífinu hérna, myndlistinni og bók-menntunum líka. Þetta unga fólk sem er að koma fram núna er mjög öflugt og efnilegt. Það er alveg gífurleg lif-andi ólga og sköpunarkraftur í gangi, finnst mér. Ég kvíði ekki framtíðinni að því leyti. Ég held að Ísland eigi sér andlega mikla framtíð.“

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

Sumar konur geta verið grimmar en aðrar eru það ekki. En börnin mín eru yndisleg og það kemur ekkert fram í þeim þótt á ýmsu hafi gengið.

Syngur sitt síðasta vers saddur lífdagaRithöfundurinn Sigurður A. Magnússon hefur komið víða við á 83 ára ævi. Hann er einn atkvæðamesti bókmenntaþýðandi þjóðarinnar. Hann var löngum á far-aldsfæti og eyddi drjúgum tíma lífs síns í að efla tengsl Íslands og Grikk-lands. Heilsan leyfir honum ekki lengur ferðalög en hann segist dvelja sáttur á Íslandi þar sem hann sé kominn á fremsta hlunn með að „syngja sitt síðasta vers“, vongóður um að „eitthvað af fram-lagi mínu til ís-lenskrar menningar hafi átt erindi við samtímann og eigi sér kannski ein-hverja lífsvon“.

Ég á ekki skilið, finnst mér – eins og ég hef hagað mér – að eiga svona góða afkomendur.

Sterkar taugar til GrikklandsGrikkland er veigamikill áfangastaður í lífi Sigurðar A. Magnússonar og árið sem hann dvaldi þar, rúmlega tvítugur, mótaði hann og lífsstefnu hans til frambúðar. Og það segir sína sögu að fyrsta frum-samda bókin hans var Grískir reisudagar sem kom út árið 1953. Frásögn hans í Með hálfum huga bendir til þess að Grikklandsárið hafi að vissu leyti beint hinum kristnu hugsjónum að jarðneskri fegurð og veraldlegum áhugamálum.

Leið hans hefur oft legið til Grikklands og þar starfaði hann meðal annars sem leiðsögumaður íslenskra ferðalanga.

Fyrir allnokkru komu út tvær aðrar bækur eftir hann um Grikkland; Grikklandsgaldur árið 1992 og Garður guðsmóður. Munkríkið Aþos. Elsta lýðveldi í heimi árið 2006.

Sigurði er vitaskuld ástandið í Grikklandi um þessar mundir hugleikið en Grikkir finna nú óþægilega fyrir efnahagshruninu. „Ástandið í Grikklandi er alveg svakalegt. Ég vorkenni honum vini mínum, við erum gamlir góðir kunningjar, hann Papandreou [forsætisráðherra Grikklands]. Hann á mjög bágt núna. Hann er mjög góður maður. Alveg yndislegur maður.“

20 viðtal Helgin 10.-12. júní 2011

Original Vans vörur- á betra verði

Tereza Hofová er tékknesk, gullfalleg 31 árs stúlka. Aldurinn veit ég vegna þess að þegar hún sá mynd af Havel í Flauels-byltingunni á vegg hjá mér hrópaði hún upp yfir sig og sagði: „Ég var á torginu

þetta kvöld!“Vá. Þarna hafði ég hitt aðra manneskju sem hafði

upplifað þennan stórbrotna dag í sögu tékknesku þjóðarinnar. Daginn sem kommúnistar höfðu orðið að viðurkenna ósigur sinn. Lýðræðið hafði sigrað.

Byltingardagar í PragTereza man vel eftir því þegar starfsfólk í heilbrigðis-stéttum og stúdentar fjölmenntu frá Vysehrad-kast-ala niður í miðborgina í Prag, vopnaðir nellikum og kertum og kröfðust afsagnar kommúnistaflokksins. Mótmælin hófust 17. nóvember 1989 og stóðu yfir í nokkra daga.

„Mamma sagði mér að hún yrði að fara og taka þátt í mótmælunum. Foreldrar mínir voru báðir miklir and-kommúnistar og ég man hvað ég var hrædd. En mamma sagði bara rólega að í svona mótmælum yrðu allir sem gætu að taka þátt. Hún komst heilu og höldnu frá þessu en margir stúdentar voru barðir illa og mis-þyrmt af leynilögreglunni og á Þjóðargötunni, Narodní Trída, er minnisvarði um þá sem misþyrmt var af leyni-lögreglunni.“

Eftir einnar viku mótmælaöldu gafst ríkisstjórn Tékkóslóvakíu upp og því var fagnað á tíu ára afmælis-degi systranna, 24. nóvember 1989:

„Þetta hefði ekki getað verið fjölmennari afmælis-veisla!“ segir Tereza brosandi. „Mamma og pabbi buðu okkur út að borða á veitingastað í nágrenni Václavské Ná-mestí – Wenceslas-torgs – og eftir matinn fórum við öll út á torgið. Þar voru tugþúsundir enn að fagna. Havel kom út á svalir eins hússins og sagði að kommúnistar hefðu viðurkennt ósigur sinn. Allir sungu þjóðsönginn okkar og þetta var mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig.“

Tók ákvörðun um að flytja til Íslands á kaffihúsi við höfninaEn hvað er þekkt, tékknesk sviðs- og kvikmyndaleik-kona að gera á Íslandi?

„Ég kom fyrst hingað sumarið 2008 með þáver-andi kærasta mínum, til að vera viðstödd brúðkaup á Stöðvarfirði þar sem vinur okkar, Zdenek Patak hönn-uður, og Rósa Valtingojer búningahönnuður voru að giftast. Eftir brúðkaupið fórum við í ferðalag um landið og urðum mjög hrifin. Við komum aftur til að vera um áramótin 2009-2010 og á þeim tíma fannst mér ég vera orðin föst á sama blettinum. Ég ákvað því að leggjast í ferðalög, en það hef ég alltaf þráð og aldrei haft tíma til, því beint eftir skóla fór ég í vinnu. Í ársbyrjun 2010 sat ég á kaffihúsi við höfnina, horfði yfir sjóinn á fjöllin og hugsaði með mér: „Af hverju flyt ég ekki hingað?“ Kom heim og tilkynnti fjölskyldu og vinum að ég ætl-aði að flytjast til Íslands. Flestir urðu mjög hissa en ég held að það sé hverri manneskju hollt að standa á eigin fótum – ekki með neina fjölskyldu eða vinahóp að baki sér. Það er fyndið að Tékkarnir sem ég þekki hér komu hingað „óvart“. Margir komu hingað vegna náms síns en flestir vilja frekar fara í skiptinám á suðrænni slóðir. Þau lönd eru mjög vinsæl meðal Tékka svo það er erfitt að komast að þar. Svo þeim var boðið að fara í staðinn til Íslands: ÍSLANDS? Fyrst runnu á þau tvær grímur – svo kom þetta fólk hingað og varð ekki bara ástfangið af landinu heldur líka af konu eða manni, giftust Íslend-ingum og eru hér enn ...

Í þessu brúðkaupi á Stöðvarfirði kynntist ég mörgum Íslendingum og þegar ég ákvað að taka mér ársleyfi frá leiklistinni og koma til Íslands hafði ég samband við nokkra þeirra. Þeir hjálpuðu mér að koma

Af leiksviði í Prag á Kaffibarinn í Reykjavík

Margir eru þeim ósið gæddir að snobba fyrir fólki eftir stöðu þess og stétt. Það snobbar fyrir stjórnmálamönnum og listamönnum, rithöf-undum og rokkstjörnum, en finnst ekki taka því að viðra sig upp við stúlkuna sem ber þeim kaffið á kaffihúsinu eða vínglasið á barnum; líta vart tvisvar á hana. En ætli viðhorf hinna hégómlegu snobbara breyttist ekki snarlega ef þeir kæmust að því að viðkomandi stúlka væri leikkona í sínu heimalandi, þar sem hún hefur leikið í stórum sviðsverkum og í kvikmynd. Ó jú, það mætti segja mér það!

undir mig fótunum hér – sérstak-lega Börkur Gunnarsson. Pabbi hans sótti mig út á flugvöll og for-eldrar Barkar buðu mér að búa hjá sér frítt í tvo mánuði á meðan ég væri að leita mér að vinnu. Þetta er ótrúlegt fólk sem ég get aldrei fullþakkað allt það sem þau gerðu fyrir mig.“

Vinnur að kvikmynd á Íslandi„Síðar flutti ég á Bergstaðastrætið og kynntist þar Katrínu Ólafs-dóttur, dansara og kvikmynda-gerðarmanni, og við erum núna að vinna saman að stuttmynd – sem mér sýnist nú bara stefna í heila

kvikmynd því Katrín er alltaf að fá fleiri og fleiri hugmyndir. Mér finnst mjög áhugavert og spenn-andi að starfa við kvikmyndagerð; ég elska jafn mikið að vera fyrir framan og aftan vélarnar en ég elska líka að vera á sviði vegna þess að þar er ekkert hægt að kalla „stopp!“ ef eitthvað fer úrskeiðis. Í leikhúsinu þarf maður bara að bjarga sér út úr hlutunum og spinna. Það finnst prakkaranum í mér mjög skemmtilegt! Allt ferlið, frá því að lesa handrit, yfir í sam-lestur, fyrsta samleik á sviði fram að frumsýningu – þetta er allt svo æðislegt!“

Ég var alltaf hugfangin af leik-húslífi

Það var í barnaskóla sem Tereza vissi að hún vildi starfa í heimi leikhúsa. Hún tók þátt í barnaleik-ritum í skólanum og sótti leiklist-arnámskeið þar:

„Mér fannst allt heillandi við leik-húsheiminn; ljósin, bókmenntirnar, listin og að bregða sér í hlutverk

Fyrst runnu á þau tvær grímur – svo kom þetta fólk hingað og varð ekki bara ástfangið af landinu heldur líka af konu eða manni, giftust Íslending-um og eru hér enn ...

Anna Kristine

[email protected]

Ljós

myn

d /

Har

i

22 viðtal Helgin 10.-12. júní 2011

VELKOMIN Á BIFRÖST

Opið fyrir umsóknir til 15. júní á bifrost.is

HHS - heimspeki, hagfræði og

stjórnmálafræði

HHS undirbýr nemendur fyrir atvinnumarkað þar sem gerðar eru miklar kröfur og þróun er hröð.

Námið er einnig góður undirbúningur fyrir fjölbreytilegt framhaldsnám á sviði

hug- og félagsvísinda. Í því fléttast saman þrjár grunngreinar hug- og félagsvísinda

sem oftast eru kenndar hver í sínu lagi. Með því að blanda saman aðferðum

heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði verður til óvenjulegt og innihaldsríkt

grunnnám sem gefur óvænt og gagnleg sjónarhorn.

Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem

sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári.

annarrar manneskju, svo ég vissi snemma hvað ég vildi,“ segir hún brosandi. „Ég get ekki tilgreint einhverja stund þar sem ég fékk svona sýn frá himnum: „Þú átt eftir að verða leikkona.“ Ég bara vissi það mjög ung að við þetta vildi ég vinna. Ég las gríðarlega mikið og góðar bókmenntir hafa mér alltaf fundist ómetanlegur arfur.

Ég stundaði fimleika í mörg ár en áður en ég ákvað endanlega að verða leikkona fór ég í bókmennta-fræði og starfaði meðfram náminu í fjögur ár í mjög sérstakri bóka-búð í miðbænum sem hafði verið bókabúð andófsmanna á kommún-istatímanum. Ég tók þátt í uppsetn-ingum áhugaleikmanna á ýmsum verkum en ákvað svo að reyna að komast inn í leiklistarskólann, DAMU. DAMU er hluti af listaaka-demíunni í Prag, sem er þríþætt: DAMU, sem kennir leiklist; FAMU, sem er kvikmyndaskóli og HAMU, sem er tónlistarskóli. Þarna kynnt-ist ég meðal annarra kvikmynda-gerðarmanninum Berki Gunnars-syni og svo þekki ég Steffí Thors sem lærði leiklist í Prag.“

Tvö hundruð þreyttu inntöku-próf„Þegar ég tók inntökuprófið í DAMU varð ég heldur vonlítil þeg-ar ég sá allan þann fjölda sem var mættur til að þreyta inntökupróf. Við vorum tvö hundruð – og skól-inn tók bara inn tíu. En ég varð ein af þessu fimm stelpum!“ segir hún og gerir sigurmerki með höndun-um. „Það eru ekki bara hæfileikar sem fleyta fólki inn í skóla sem þennan. Oft helst í hendur heppni, karakter, viðkomandi verður að passa inn í hópinn – en auðvitað þarf hæfileika, en ekki hvað?!“

Tereza er einstaklega sjarmer-andi ung kona; grönn, kattliðug, ber sig eins og dansari og segir skemmtilega frá. Talar hratt, bros-ir og hlær mikið. Hún er LIFANDI, engin tilgerð í henni og ein þeirra sem varpa birtu í kringum sig.

„Þetta var erfitt sex ára nám,“ segir hún. „Fyrst er þriggja ára nám að Bachelors-gráðu, svo þrjú til viðbótar að meistaragráðu í leiklist. Ég tók svo auðvitað þátt í lokauppsetningu skólans eftir að ég hafði lokið mastersnáminu og þar voru umboðsmenn leikhúsa og ég fékk atvinnutilboð. En sam-keppni milli leikara í Tékklandi er hörð, þar eru margir góðir leik-arar. Leiklistarskólinn í Prag er sá stærsti í landinu en svo eru aðrir skólar starfandi víðs vegar um landið og enn fremur einkaskólar.“

Fyrsta hlutverkið sem atvinnu-leikkona: Shakespeare!Hlutverk hennar í lokaverkefni skólans var hlutverk Sonju í Glæpi og refsingu eftir Dostoevsky.

„Leikstjóri sýningarinnar var leikhússtjóri Svandovo-leikhússins í Smíchov-hverfinu í Prag og hann bauð mér strax starf. Fyrsta hlut-verk mitt sem atvinnuleikkona var því í leikriti Shakespeares Líku líkt (e. Measure for measure) – og ég var svoooo léleg!“ segir hún af tilfinningu og setur hendur fyrir andlitið. „Það er alveg satt, ég var hræðileg!“

Tereza hefur leikið í mörgum leikhúsum í Prag, jafnt alvarleg hlutverk sem gamanhlutverk, og lék á tímabili í leikhúsi í borginni Ustí nad Labem.

„Svo lék ég í kvikmyndinni „Það getur bara versnað,“ segir hún. „Sú mynd var sýnd á Berlínarhá-tíðinni. Þetta var nokkuð djörf og gróf kvikmynd, fjallaði um neðanjarðarhreyfinguna ... Ég lék svo í nokkrum minni myndum, hef unnið á kvikmyndahátíðum ungra kvikmyndagerðarmanna, séð um kynningar og annast „spurningar og svör“-fundina og komið að framleiðslu mynda. Ég vil ekki bara leika, mér finnst gaman að

koma nálægt öllum þáttum leik-húss og kvikmynda. Fæstir vina minna koma þó úr leikhúsheim-inum. Bestu vinir mínir eru ljós-myndarar og listmálarar.“

Á kvikmyndahátíð í Karlovy VaryTereza segist vera mikil áhuga-manneskja um kvikmyndir og allt sem þeim tengist:

„Og vegna þess áhuga finnst mér mjög gaman að fara á kvik-myndahátíðir. Ég hef farið á há-tíðina í Karlovy Vary í fimmtán ár. En þar sem ég verð hér í sumar mun þetta verða fyrsta árið í langan tíma sem ég kemst ekki á hátíðina. Þar eru sýndar bestu kvikmyndirnar. Vika á kvik-myndahátíðinni í Karlovy Vary er alltaf besta vika ársins hjá mér! Í ár verður framlag Íslands til kvik-myndahátíðarinnar mynd Árna Sveinssonar, Backyard, Djöflaeyj-an keppti þar árið 1997 og Mýrin fékk aðalverðlaunin á þessari hátíð árið 2007. Fleiri íslenskar kvik-myndir hafa verið sýndar á þessari hátíð, sem er hátíð í A-flokki eins og kvikmyndahátíðirnar í Cannes, Sundance, Toronto og Feneyjum. Þegar Mýrin vann, var það í fyrsta skipti í fjörutíu og tveggja ára sögu hátíðarinnar sem spennumynd sigraði. Flott fyrir Ísland!“

KaffibarinnTereza sat við tölvuna að leita sér að vinnu fyrst eftir að hún kom og fékk að vinna sem aðstoðar-maður Dóru Einars á RIFF kvik-myndahátíðinni 2010.

„Ég er heilsuhraust, hef gaman af að vinna og er með tvo hand-leggi – og ég er dugleg í vinnu. Ég hélt einhvern veginn að ég fengi fleiri verkefni eftir RIFF en ekkert kom út úr því, en ég fékk vinnu á Kaffibarnum. Það var svolítið fynd-ið að þegar ég sagði fólki í Prag að ég ætlaði að flytja til Íslands var sagt: „Þú verður að hringja í Ægi, hérna er símanúmerið hans.“ Og allt í einu var ég komin með tíu miða með nafni og númeri Ægis sem rekur Kaffibarinn.“

Hún segist vera svolítið leið yfir að þurfa að fara frá Íslandi í ágúst, enda hafi hún aðeins fengið árs-leyfi frá vinnunni.

„En hver veit. Kannski les ein-hver þetta viðtal og býður mér stórkostlegt starf sem ég get ekki hafnað. DJÓK! Ég sinni núna þremur störfum fyrir utan kvikmyndagerðina með Katrínu. Ég vinn á kaffihúsinu Tíu dropum, þýt svo á Kaffibarinn og vinn þar á kvöldin og er jafnframt að aðstoða vini mína Pövlu og Ægi sem reka íbúðahótelið „37 Apartments“ við Laugaveginn. Mér finnst alveg sér-staklega gaman að vera innan um fólk, leiðbeina því, segja því hvert það getur farið, hvað er markvert að sjá, hvaða verslanir eru hvar og annað þvíumlíkt. Zdenek vinur minn á Stöðvarfirði og Rósa konan hans eru að starta alveg frábærri hönnunarmiðstöð á Stöðvarfirði. Þau endurreistu gamalt frystihús og planið er að hafa þar upptöku-ver, myrkraherbergi, verslun með vörum frá þessu svæði, veitinga-hús – og margt, margt fleira, sem skapar íbúum atvinnu og lista-menn geta sinnt starfi sínu og sköpun því þarna verða líka íbúðir fyrir listamenn. Hjá þeim er allt náttúruvænt og markmiðið er að búa í sátt og samlyndi við náttúr-una.“

Afhverju ferðu ekki að vinna þar?

„Af því að ég er svo mikið borg-arbarn!“ svarar hún án umhugsun-ar. „Ég get ekki lifað án borgarlífs. Þangað sæki ég orku.“

Ekkert betra í Tékklandi Hún fer aftur til þess tíma þegar Flauelsbyltingin varð.

„Það varð ekki allt fullkomið,

eins og ferðamenn halda,“ segir hún. „Eldra fólk varð dauðskelkað: Hvað myndi nú taka við? Svarta-markaðsbrask jókst og tíundi áratugurinn var alls ekki góður hjá okkur. Þannig er það enn, ástandið í mínu landi er ekkert betra en hér. Þar er mikil spilling í stjórnmálunum, engin siðferðiskennd, allt snýst um peninga. Fólkið sem mér finnst að ætti að vera í stjórnmálum vill ekki vera þar vegna „stjórn-málamafíunnar“. Svo við erum eiginlega í blind-hring.

En hvað með framtíðina; þú segist fara í ágúst, en ef þú fengir nú atvinnutilboð?

„Draumur minn er sá að ég gæti fengið vinnu við eitthvað sem tengist kvikmyndagerð, fram-leiðslu eða við eitthvað sem tengist listum eða öðru skapandi. Ég er líka góð í mannlegum samskiptum og mjög skipulögð. Er þetta ekki fín ferilskrá?!!! Djók. Mér líkar mjög vel í þeim störfum sem ég er í núna en myndi ekki vilja starfa á bar eða kaffi-húsi alla mína ævi. Mér finnst Tíu dropar kósí og þægilegt kaffihús, fólk þekkir mig með nafni og ég það, svo fer ég á Kaffibarinn þar sem er mikið fjör og þar hef ég líka kynnst mörgum. Oft vinn ég þar um helgar frá miðnætti til sjö næsta morguns. Við þrífum og eftir það pöntum við okkur pitsu og fáum okkur bjór – því auðvitað smökkum við ekki áfenga drykki í vinnunni – tölum saman og hlustum á tón-list. Þetta er mjög skemmtilegt og notalegt.“

En auðvitað togar Tékkland í hana:„Ég sakna vina minna, mömmu og starfsfélaga.

Það bíður mín sviðshlutverk þegar ég kem út og hlutverk í kvikmynd, þannig að í rauninni neyðist ég til að fara.“

... þegar ég sagði fólki í Prag að ég ætlaði að flytja til Íslands var sagt: „Þú verður að hringja í Ægi ...

viðtal 23 Helgin 10.-12. júní 2011

upp í nýtt!Tökum gamalt

Komdu með gamla tjaldið, rafmagnsverk-færin, hjólið, sláttuvélina, grillið, blöndunartækin og lítil heimilistækin og við tökum þau upp í ný.

Laug.

BYKO Breidd

Timbursala Breidd

LM BYKO Breidd

Lagnadeild Breidd

BYKO Grandi

BYKO Kauptúni

BYKO Akureyri

BYKO Selfossi

BYKO Reykjanesbæ

BYKO Akranesi

BYKO Reyðafirði

10-17 Lokað 11-17

10-16 Lokað 11-16

10-17 Lokað Lokað

10-14 Lokað Lokað

10-18 Lokað 11-17

10-17 Lokað 11-17

10-16 Lokað Lokað

10-16 Lokað Lokað

10-16 Lokað Lokað

10-14 Lokað Lokað

10-14 Lokað Lokað

Sun. Mán.

2.500Tökum gamla tjaldið upp í nýtt tjald á kr.

Aðeins hægt að láta eitt tjald ganga upp í nýtt.

2.500Tökum gamla reiðhjólið upp í nýtt barnahjól á kr.

Aðeins hægt að láta eitt reiðhjól ganga upp í nýtt.

5.000Tökum gömlu sláttuvélina upp í nýja sláttuvél á kr.

Aðeins hægt að láta eina sláttuvél ganga upp í nýja.

5.000Tökum gamla gasgrillið upp í nýtt gasgrill á kr.*

Aðeins hægt að láta eitt grill ganga upp í nýtt.

*Gildir ekki með ferðagasgrillum

2.500Tökum gamlablöndunartækið upp í nýtt

GROHE blöndunartæki á kr.

Aðeins hægt að láta eitt blöndunartæki ganga upp í nýtt.

Komdumeð gamlaog fáðu nýtt!

Opnunartímar umhvítasunnuhelgina

Uppítökudagar í öllum verslunumokkar um hvítasunnuhelgina!

2.500Tökum gamla smáheimilisraftækið upp í

nýtt KHG heimilistæki á kr.*

Aðeins hægt að láta eitt heimilistæki ganga upp í nýtt.

*Gildir aðeins með KHG tækjum sem kosta yfir 5.000 kr.

2.500Tökum gamla rafmagnsverkfærið upp

í nýtt BOSCH verkfæri á kr.

Aðeins hægt að láta eina rafmagnsverkfæri ganga upp í nýtt.

5.000Tökum gamla reiðhjólið upp í nýtt fullorðinshjól á kr.

Aðeins hægt að láta eitt reiðhjól ganga upp í nýtt.

Sjá nánar opnunartíma verslana á www.BYKO.is

upp í nýtt!Tökum gamalt

Komdu með gamla tjaldið, rafmagnsverk-færin, hjólið, sláttuvélina, grillið, blöndunartækin og lítil heimilistækin og við tökum þau upp í ný.

Laug.

BYKO Breidd

Timbursala Breidd

LM BYKO Breidd

Lagnadeild Breidd

BYKO Grandi

BYKO Kauptúni

BYKO Akureyri

BYKO Selfossi

BYKO Reykjanesbæ

BYKO Akranesi

BYKO Reyðafirði

10-17 Lokað 11-17

10-16 Lokað 11-16

10-17 Lokað Lokað

10-14 Lokað Lokað

10-18 Lokað 11-17

10-17 Lokað 11-17

10-16 Lokað Lokað

10-16 Lokað Lokað

10-16 Lokað Lokað

10-14 Lokað Lokað

10-14 Lokað Lokað

Sun. Mán.

2.500Tökum gamla tjaldið upp í nýtt tjald á kr.

Aðeins hægt að láta eitt tjald ganga upp í nýtt.

2.500Tökum gamla reiðhjólið upp í nýtt barnahjól á kr.

Aðeins hægt að láta eitt reiðhjól ganga upp í nýtt.

5.000Tökum gömlu sláttuvélina upp í nýja sláttuvél á kr.

Aðeins hægt að láta eina sláttuvél ganga upp í nýja.

5.000Tökum gamla gasgrillið upp í nýtt gasgrill á kr.*

Aðeins hægt að láta eitt grill ganga upp í nýtt.

*Gildir ekki með ferðagasgrillum

2.500Tökum gamlablöndunartækið upp í nýtt

GROHE blöndunartæki á kr.

Aðeins hægt að láta eitt blöndunartæki ganga upp í nýtt.

Komdumeð gamlaog fáðu nýtt!

Opnunartímar umhvítasunnuhelgina

Uppítökudagar í öllum verslunumokkar um hvítasunnuhelgina!

2.500Tökum gamla smáheimilisraftækið upp í

nýtt KHG heimilistæki á kr.*

Aðeins hægt að láta eitt heimilistæki ganga upp í nýtt.

*Gildir aðeins með KHG tækjum sem kosta yfir 5.000 kr.

2.500Tökum gamla rafmagnsverkfærið upp

í nýtt BOSCH verkfæri á kr.

Aðeins hægt að láta eina rafmagnsverkfæri ganga upp í nýtt.

5.000Tökum gamla reiðhjólið upp í nýtt fullorðinshjól á kr.

Aðeins hægt að láta eitt reiðhjól ganga upp í nýtt.

Sjá nánar opnunartíma verslana á www.BYKO.is

Hvers vegna virðist Íslendingum fyrirmunað að ræða samskipti sín við aðrar þjóðir út frá raun-sæju mati á þjóðarhagsmunum? Hvers vegna virðist það vera

flestum íslenskum stjórnmálamönnum ofviða að skiptast á skoðunum um ágreiningsmál í milliríkjasamskiptum af sæmilegri rósemi og yfirvegun? Hvers vegna þurfa þeir alltaf að lenda úti í (hádegis)móum gagnkvæmra ásak-ana um landsölu og landráð? Eru einhverjar skynsamlegar skýringar á svo óskynsamlegri hegðun?

Í þessari bók, „Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður“, reynir höfundurinn, dr. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Bifröst, að beita að-ferðafræði og greiningartækni fræðigreinar sinnar til að leita svara við þessum spurning-um. Hver eru svörin? Þau eru eitthvað á þá leið að við séum föst í arfleifð sjálfstæðisbarátt-unnar gegn Dönum sem átti þó að vera lokið í seinasta lagi árið 1944, fyrir meira en hálfri öld. Kannski væri nær lagi að segja, eins og Guðmundur Andri benti á um árið, að við séum enn að rífast um uppkastið frá árinu 1908. Og komumst bara ekki upp úr þeim skotgröfum. Orðræðan einkennist af þjóðrembu, sem er of-læti og nærist á vanmetakennd. Eðlislæg þras-girni (um aukaatriði til að forðast kjarna máls) verður síðan að þráhyggju.

Geta geðsjúkdómafræðin skýrt málin?Með hliðsjón af reynslunni fæ ég ekki séð að rök-vísi hagfræðinnar eða kennisetningar stjórn- málafræðinnar fái hér nokkru um þokað. Þá vaknar sú spurning hvort sálfræðin – eða nán-ar tiltekið geðsjúkdómafræðin – kunni ráð til að skýra málið. Er nokkur von til þess að fræði Freuds og Jungs kunni einhver læknisráð við þessari áráttu? Ég bara spyr, af því að ástandið er sjúklegt. Það er undirstrikað í sjálfum titli bókarinnar: Trylltur skríll eða landráðalýður? Þetta eru þau orð sem ritstjórar dagblaða völdu löndum sínum í tilefni af inngöngu Íslands í NATO, árið 1949. Og ekki voru þingmennirn-ir barnanna bestir. Landráðabrigslin gengu á víxl og málshöfðunartilefni í hverri (mara-þon)ræðu. Þessi umræða átti víst að snúast um framtíðarstefnu þjóðarinnar í öryggis- og varnarmálum í upphafi kalda stríðsins.

Og ekki hefur ástandið skánað. Sagan end-urtekur sig sí og æ. Varnarsamningurinn við Bandaríkin 1951 olli sams konar flogum. Inn-gangan í EFTA árið 1970 – sem snerist um að koma í veg fyrir að landið yrði útilokað frá helstu mörkuðum sínum utan tollmúra Evr-ópuríkja – átti að heita endalok íslensks sjálf-stæðis. Minna mátti ekki gagn gera.

EES-samningurinn, sem var á dagskrá á árunum 1989-93 og tryggði þjóðinni í fyrsta sinn fríverslun með fisk eins og aðrar afurðir á evrópska efnahagssvæðinu (fyrir utan að stækka heimamarkað Íslendinga úr 300 þús-und í 300 milljónir manna undir samræmdum samkeppnisskilyrðum), hét bæði landráða- og landsölusamningur, hvorki meira né minna. Hinir dagfarsprúðustu menn sáu skrattann í hverju horni. Þýskir auðkýfingar áttu að kaupa laxveiðiárnar og óðul feðranna. Fátækir Portú-galar áttu að flykkjast til landsins og undir-bjóða laun verkafólks. Spænski flotinn átti að leggja undir sig Íslandsmið. Fullveldi og sjálf-stæði yrði framselt til Brüssel. Og Jón Sigurðsson forseti var sagður snúa sér við í gröfinni eina ferðina enn – af hverju vissi ég aldrei. Mað-urinn eyddi ævinni í að losa Ísland úr fjötrum dönsku einokunarverslunar-innar og boðaði viðskiptafrelsi sem lyftistöng þjóðarinnar upp úr örbirgð til efnalegs sjálfstæðis.

Íslandsmet í heilaspunaEf ég man rétt stóðu umræðurnar um EES-samninginn á Alþingi leng-ur en nokkurt annað mál í þingsög-unni – þar með talin kristnitakan árið þúsund – eftir því sem best er vitað. Þingmenn stóðu bókstaflega á öndinni og voru óðamála af vand-lætingu og svikabrigslum daginn út og daginn inn. Undir þessu þurfti ég að sitja hljóður til að æra ekki óstöð-

uga og lengja þar með síbyljuna enn frekar. Ég man að ég birgði mig upp af góðum bók-menntum til að lesa á meðan þingmenn létu móðan mása – allt í nafni sjálfstæðisbaráttunn-ar (gegn hverjum vissi ég aldrei). Allt var þetta meira eða minna veruleikafirrt. Heilaspuni í bland við hræðsluáróður sem ekkert mark var á takandi eins og reynslan átti eftir að sanna afdráttarlaust.

Af öllum þeim grýlusögum sem þingmenn fóru með í þessum umræðum – og þar voru ýmsir liðtækir – setti Páll Pétursson frá Höllu-stöðum Íslandsmet í heilaspuna þegar hann sagði í þingræðu: „Ef við undirgengjumst það (EES-samninginn), mundum við að sjálf-sögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði – á mjög skömmum tíma.“ Eftir kosningar 1995 settist þessi sami Páll í stól félagsmálaráðherra. Þar með fékk hann það hlutverk, sem pósturinn Páll, að leggja fyrir Alþingi endalausan straum lagafrumvarpa á málasviði sínu, sem hann fékk í pósti frá Brüs-sel. Það fór alveg fram hjá mér að hann hefði „strax“ glatað tungu sinni. Vonandi er þessi ágæti hagyrðingur sæmilega málhress enn í dag – þrátt fyrir EES.

Það virðist ekki breyta neinu þótt allar þessar dómadagsspár um endalok sjálfstæðis vegna EES-samningsins hafi reynst vera inni-stæðulaus ómagaorð eða ófyrirleitinn hræðslu-áróður. Það er eins og menn hafi ekkert lært af þessu. Það kom heldur betur í ljós hálfum öðrum áratug seinna, eftir að Alþingi sam-þykkti 16. júlí 2009 að stíga skrefið til fulls og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í stað þess að snúast um raunsætt mat á brýnustu þjóðarhagsmunum – efnahagslegum stöðug-leika, traustum gjaldmiðli, lækkun vaxta, af-námi verðtryggingar og sköpun starfa í nýjum útflutningsgreinum til að útrýma atvinnuleysi – er umræðan rétt einu sinni sokkin í sömu hjólförin.

Hvað eu vinstrigræn að gera í þessum félagsskap?Spænski úthafsflotinn (það sem eftir er af honum) er aftur á leiðinni á Íslandsmið. Ís-lenskur landbúnaður – sem er að vísu sokkinn í skuldir og ófær um að tryggja stórum hluta bændastéttarinnar mannsæmandi lífskjör – verður lagður í rúst. Ef við gengjum í Evrópu-sambandið, gætum við ekki fellt gengið eftir pöntun tuttugu útgerðarfyrirtækja. Þar með væri fullveldi sérhagsmunanna fyrir bí til að láta almenning borga skuldir atvinnuveganna, þegar atvinnurekendur hafa keyrt reksturinn í þrot, eða vanhæfir stjórnmálamenn hafa klúðr-að hagstjórninni eina ferðina enn. Er eftirsjá að þessu?

Þetta er aðallega málflutningur sjálfstæðis-framsóknarflokksins. En vinstrigræn bæta við að þau vilji ekki að Ísland verði meðlimur í þessu „samsæri kapítalista um að arðræna fólkið í þriðja heiminum“ eins og Svandís Svav-arsdóttir umhverfisráðherra orðar það. Þrjú Norðurlanda eru að vísu innan dyra í Evrópu-sambandinu með hæstu framlög til þróunar-hjálpar í heiminum, margfalt hærri sem hlut-fall þjóðartekna en við Íslendingar þykjumst hafa efni á. Það breytir engu þótt sjálfur for-maður vinstrigrænna sitji á stóli fjármálaráð-herra. Evrópusambandið er reyndar ábyrgt fyrir meira en helmingi allrar þróunarhjálpar

heimsins við fátækar þjóðir.Og svo er það minnimáttarkennd-

in í bland við oflætið. Við erum svo fá og smá að við yrðum áhrifalaus í samstarfi þjóðanna. Hvers vegna? Það er ævinlega hlustað á þá sem hafa eitthvað fram að færa. Hins vegar erum við svo sérstök að við eigum ekki einu sinni samleið með öðrum Norðurlandaþjóðum „af því að við stöndum þeim langtum fram-ar“ eins og forkólfar Viðskiptaráðs komust að orði í framtíðarskýrslu sinni um Ísland, draumaland frjáls-hyggjunnar. Mér er spurn: Hvað eru vinstrigræn að gera í þessum félags-skap?

Og svo er það þetta með yfir-burðaþjóðina (man nokkur eftir þessu: „Deutschland, Deutschland über alles, über alles in der Welt“?).

Höfundur bókarinnar hefur unnið þarft verk með því að forða ódauðlegum ræðum forseta Íslands um þetta eftirlætishugðarefni hans frá því að falla í gleymsku og dá. Hafi forset-inn verið forsöngvari útrásarinnar, myndaði Viðskiptaráð og ímyndarsmiðir forsætisráðu-neytisins bakraddirnar. Þetta var fyrir hrun. Eftir hrun sneri upp önnur hlið á sama pen-ingi, nefnilega vanmetakenndin. Allt í einu var yfirburðaþjóðin orðin saklaust fórnarlamb óvinaþjóða sem veittu okkur fyrirsát og héldu okkur í umsátri til að koma okkur á kné, öðr-um til viðvörunar. Þarna tóku þeir fóstbræður, Davíð Oddsson og Styrmir Gunnarsson, við forsöngvarahlutverkinu af forsetanum. Kór-inn, undir þeirra stjórn, flytur öll hugsanleg til-brigði við meginstefið um að ófarir okkar séu öðrum að kenna.

Yfirburðafólk forsetans ...Dramb er falli næst. Um það segir Eiríkur: „Ólafur Ragnar Grímsson var líkast til sá fyrirmanna á Íslandi, sem gekk hvað lengst í að lýsa hin-um merkilegu eiginleikum íslensku kaupsýslumannanna, svo úr varð kenning um einhvers konar úrvals-lið, sem myndi nánast óhjákvæmi-lega leggja heiminn að fótum sér“ (bls. 226). Á áratugnum fyrir hrun flutti forsetinn ótal ræður um eðlis-læga yfirburði þessara ofurmenna – íslensku útrásarvíkinganna. Hann hafði á reiðum höndum sögulegar og jafnvel erfðafræðilegar skýring-ar á yfirburðum þessara snillinga. Aðdáunin leynir sér hvergi. Nefnum nokkur dæmi (sjá bls. 229-231):

Vinnusemin var arfur frá bænd-um og sjósóknurum, þegar ekki var spurt um tímafjölda, þegar lífs-björgin var í húfi; slíkir menn spyrja um árangur, en ekki ferli ákvarð-ana; þeir þora, þegar aðrir hika; þeir láta ekki flækjur skrifræðisbákna flækjast fyrir sér; orðheldni þeirra er dyggð hins fámenna samfélags; hinn íslenski athafnastíll tekur mið af skipstjóranum í brúnni, sem deil-ir örlögum og áhættu með áhöfn-inni (sic!); landnámið og tími vík-inganna færði okkur fyrirmyndir; boðskapur Eddukvæðanna og Hávamála – „orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur“ var þeim leiðarljós (sic!); „sköpunargáfa skáldsins“ var þeim innblástur. – Þetta er fyrrverandi formaður Al-þýðubandalagsins að mæra nokkra fjárglæframenn sem vegna van-hæfni og óheiðarleika keyrðu fjár-málakerfi þjóðarinnar í þrot á sex árum. Er þetta í lagi?

Yfirburðafólk af því tagi sem forsetinn mærði er auðvitað hafið yfir gagnrýni þótt vissulega veki það öfund minni manna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að gagnrýni erlendra sérfræðinga á ís-lenska efnahagsundrið hafi yfirleitt verið rakin til „vanþekkingar, óvildar og öfundar“. Vegna gagnrýni Danske Bank (sem reyndist á rök-um reist) spurði Valgerður Sverrisdóttir sjálfa sig upphátt „hvort sjálfsmynd Dana hafi eitt-hvað rispast, eftir að Íslendingar fóru að fjár-festa í stórum stíl í Danmörku“. Svavari Gests-syni, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, rann blóðið til skyldunnar að bera til baka spá þeirra (Danske Bank) um fjármálakreppu og erfiðan samdrátt í íslensku efnahagslífi, sem hann sagði vera „úr lausu lofti gripið“. Þegar breska blaðið Sunday Times varaði fólk við að leggja peninga inn á netreikninga Landsbank-ans og Kaupþings sagði Ólöf Nordal – nú vara-formaður Sjálfstæðisflokksins – það til marks um róg. Og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, bætti um betur og spurði með þjósti í embættisnafni: „Ég spyr líka sem menntamálaráðherra, hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda.“ – Hverjir þurfa á endurmenntun að halda?

... og vanmetakennd fórnarlambsinsHin hliðin á öllu þessu oflæti er vanmetakennd-in sem brýst út í sjálfsmynd hins saklausa fórnarlambs. Umsáturskenningin birtist með einna skýrustum hætti, að sögn Eiríks, „í bók-inni Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson, fyrr-verandi ritstjóra Morgunblaðsins og áhrifa-

mann í Sjálfstæðisflokknum”. Styrmir sér, að sögn Eiríks, óvini í hverju horni: Í þeim hópi er að finna ekki bara Breta og Hollendinga, heldur gervallt Evrópusambandið (hugsan-lega að frátöldum Þjóðverjum) og allar Norður-landaþjóðirnar, fyrir utan Færeyinga. Rauði þráðurinn í bók Styrmis er sá að Íslendingar séu fórnarlömb erlendra aðila sem hafi haft samantekin ráð um að kúga okkur til hlýðni. Seðlabankastjórar Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands, Evrópu, Lúxemborgar og Norður-landanna – sér í lagi sænski seðlabankastjór-inn – item breska fjármálaeftirlitið, eru nefndir til vitnis um þetta (bls. 240).

Það virðist ekki hvarfla að Styrmi að van-traust þessara aðila á íslenskum stjórnvöldum,

ráðherrum, seðlabankastjórum og embættismönnum hafi ein-faldlega átt sér eðlilegar skýr-ingar, að fenginni reynslu af van-hæfni þeirra og ábyrgðarleysi. En með því að leggja höfuðáherslu á hlutskipti fórnarlambsins leggur Styrmir sitt lóð á þá vogarskál að Íslendingar horfist ekki í augu við eigin afglöp og geti þar með ekki lært af mistökum sínum. Og þeir sem ekki læra af mistökum sínum eru dæmdir til að endurtaka þau.

Ættjarðarást er fögur kennd en þjóðremba er baneitruð. Sjálfstæði er eftirsóknarvert en belgingur um eigið ágæti er aumkunarvert. Goðsagnir um ágæti forfeðranna geta komið að góðu haldi til að sameina þjóð í sjálfstæðisbaráttu gegn nýlenduherrum. En afneitun á eigin mistökum og sú árátta að skella ævinlega skuldinni á aðra, kemur ekki einasta í veg fyrir að við lærum af reynslunni; það bitn-ar verst á okkur sjálfum með því að króa okkur af í sjálfsvorkunn fórnarlambsins, sem tönnlast stöðugt á því að ógæfa þess sé öðrum að kenna. Þar með lokum við okkur inni í þráhyggjunni og þrasinu í stað þess að gera upp við fortíðina til þess að geta tekist á við framtíðina.

Þörf sjálfshjálparbókÞegar þar að kemur að samn-inganefnd Íslands snýr heim með aðildarsamning við Evrópusam-bandið í farteskinu, sem lagður verður fyrir þjóðina í þjóðar-atkvæðagreiðslu, reynir á hvort forystumenn þjóðarinnar eru þess umkomnir að kynna málið fyrir kjósendum á grundvelli stað-

reynda; hvort þeir búa yfir þeirri rósemi hug-ans sem þarf til að leggja yfirvegað mat á kosti og galla samningsins – allt út frá raunveru-legum hagsmunum þjóðarinnar en ekki bara háværra sérhagsmunahópa. Þá reynir á hvort stjórnmálastéttin, fjölmiðlar og álitsgjafar hafa lært eitthvað af því sem helst ber að varast af umræðuhefð Íslendinga hingað til.

Getum við – hvort heldur við erum með eða móti – rætt málið út frá staðreyndum? Getum við lagt raunsætt mat á þjóðarhagsmuni – en ekki bara sérhagsmuni einstakra hópa? Getum við tekist á um hagsmuni og ólíkt gildismat án þess að grafa okkur aftur niður í skotgraf-ir fyrri tíðar? Án þess að brigsla hver öðrum um landráð og landsölu; án þess að væna hver annan um óþjóðhollustu eða að ganga erinda erlendra kúgunarafla? Þá reynir á hvort við getum rætt málið málefnalega án þess að gera andstæðingum upp hinar verstu hvatir. Getum við hjólað í boltann án þess að hjóla í manninn, eins og það heitir á fótboltamáli?

Þessi bók Eiríks Bergmann um hina sjálf-stæðu þjóð – trylltan skríl og landráðalýð – er afar þarft framlag til þess að hjálpa okkur að ná áttum. Iðni Eiríks og þolinmæði við að rekja málflutning fyrri tíðar í samskiptum okkar við aðrar þjóðir – um NATO, varnarsamninginn við Bandaríkin, EFTA, EES, Schengen, ESB, Icesave og AGS (IMF) – er hreint út sagt aðdá-unarverð. En hún er líka þörf og hjálpleg fyrir þá umræðu sem fram undan er. Þetta getur verið eins konar sjálfshjálparbók fyrir þjóð sem þarf að læra að tala saman upp á nýtt að siðaðra manna hætti. Það er ekki lítið mál.

Salobrena, 3. júní 2011Jón Baldvin Hannibalsson

Af öllum þeim grýlusögum sem þingmenn fóru með í þessum um-ræðum – og þar voru ýmsir liðtækir – setti Páll Pétursson frá Höllustöð-um Íslandsmet í heilaspuna þegar hann sagði í þing-ræðu: „Ef við undirgengjumst það (EES-samn-inginn), mundum við að sjálfsögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði – á mjög skömmum tíma.“

Um þjóðrembu, þráhyggju og þrasgirni

Sjálfstæð þjóð

– Trylltur skríll og landráða-lýðurEiríkur Bergmann

364 bls.

Veröld 2011

Jón Baldvin Hannibalsson hefur tekið saman þessa umsögn í tilefni af nýrri bók Eiríks Bergmann um okkar sjálfstæðu þjóð – eða með öðrum orðum hinn tryllta skríl og landráðalýð eins og við stimplum hvert annað yfir skotgrafirnar.

26 bókadómur Helgin 10.-12. júní 2011

Sófar frá 56.175 kr.Leðursófasett 3+2 frá 172.425 kr.Tveggja sæta sófi með áklæði frá 56.175 kr.Tungusófar frá 187.425 kr.Lazy Boy leðurrafmagnsstóll 74.925 kr.

Sófasett 3+2 112.425 kr.Sjónvarpsskenkir frá 27.675 kr.Borðstofuborð (hnota 100x130 sm) frá 42.415 kr.Borðstofustólar (hnota) frá 12.665 kr.

Hágæða evrópsk hönnunarvara á allt að 50% afslætti.FSM-B&B Italia-Flexform, Caligaris, Cierré Acces o.fl .

Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 // laugardaga kl. 12-16 // lokað á sunnudögum

LAGERSALA, LAGERSALA!

Hágæða evrópsk hönnunarvara

Sófar frá Leðursófasett 3+2 frá Tveggja sæta sófi með áklæði frá Tungusófar frá Lazy Boy leðurrafmagnsstóll

Afsláttur frá

35% til 80%

Öll gjafavara á auka 35% afslætti, öll glös á 390 kr.

LAGERSALA, LAGERSALA!Öll gjafavara á auka 35% afslætti, öll glös á 390 kr.

Enn meiri lækkun

28 viðhorf Helgin 10.-12. júní 2011

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jón Kaldal [email protected] Framkvæmda-stjóri: Teitur Jónasson [email protected] Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson [email protected] Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson [email protected]. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Fáar þjóðir verja hærra hlutfalli af ráðstöf-unartekjum sínum í mat en Íslendingar. Undarlegt er til þess að hugsa en þjóðin hefur kosið sér þetta hlutskipti sjálf. Á heimsvísu er framleitt yfirdrifið nóg af gæðamatvöru sem hægt væri að selja í búðum til verulegra hagsbóta fyrir heim-ilishald í landinu – bara ef Íslendingar vildu það sjálfir.

Ástæðan fyrir því að þetta er svona er íhaldssemi, hræðsla við breytingar og þekkingar-skortur. Um það bil í þess-ari röð.

Hátt matvælaverð á Ís-landi stafar af því að inn-lend framleiðsla á kjöti, mjólkurafurðum og eggj-um er nánast í fullkomnu skjóli fyrir samkeppni við erlenda framleiðslu. Tollar og skattar eru þannig að

innflutningur á vörum í þessum flokkum er ekki raunhæfur.

Í seinni tíð hefur þessi verndarstefna meðal annars verið réttlætt með því að hún standi vörð um fæðuöryggi landsins – að ef svo æxlast í heimsmálunum að innflutning-ur til Íslands leggist af, verði landið að vera sjálfbært í matvælaframleiðslu.

Fæðuöryggi okkar er þó ekki betra en svo að ef flutningsleiðir til landsins lokast er ekki hægt að framleiða landbúnaðaraf-urðir, fara til veiða eða dreifa mat fyrir þjóð-ina ef bensín og olíu vantar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að innlendar viðbún-aðarbirgðir af olíu og bensíni samsvara um 30 til 45 daga notkun. Til samanburðar eru aðildarlönd Evrópusambandsins skuld-bundin til að hafa viðbúnaðarbirgðir sem nema að minnsta kosti 90 daga notkun.

Rökin fyrir fæðuörygginu standast sem sagt ekki. Tilfellið er að verndartollarnir eru eingöngu fyrir landbúnaðinn, ekki fyrir þá sem kaupa og neyta afurðanna.

Þetta þarf hins vegar alls ekki að vera svona. Fyrirmyndin að því hvernig mat-vörumarkaðurinn íslenski gæti verið er örskammt undan, hjá frændum okkar í Færeyjum.

Færeyingar eru í þeirri öfundsverðu stöðu, frá sjónarhóli neytenda, að þar er takmarkaður innlendur landbúnaður. Fyrir vikið geta þeir keypt landbúnaðarvörur þar sem þeim sýnist og flutt inn án þess að á þær leggist himinháir verndartollar.

Þeir sem hafa ferðast um Færeyjar vita að þær standa vel undir nafni. Sauðfé er þar upp um allar hlíðar. En þrátt fyrir öfluga sauðfjárrækt annar heimaframleiðslan aðeins um 40 prósentum af eftirspurninni. Restin af því lambakjöti sem borið er á borð í Færeyjum kemur frá Íslandi og Nýja-Sjá-landi. Af nautakjöti framleiða Færeyingar takmarkað og lítið sem ekkert af eggjum, kjúklinga- og svínakjöti. Nóg er þó úrvalið af öllum þessum vörum í færeyskum búð-um og veitingahúsum. Nautakjötið kemur frá Nýja-Sjálandi, Þýskalandi og jafnvel Brasilíu. Úrvalið er fjölbreytt og verðið líka. Og það síðarnefnda er mun betra en í ís-lenskum verslunum í ákveðnum vöruflokk-um, sem er vel af sér vikið á markaði sem er um einn sjötti af þeim íslenska að stærð.

Hagkvæmara verð á matvælum hefur með réttu verið tengt inngöngu í Evrópu-sambandið. Hitt er gott að hafa í huga að matvælaverð getur lækkað burtséð frá því hvort Ísland verður hluti af Evrópusam-bandinu eða ekki. Ekkert er því til fyrir-stöðu að afnema verndartollana einhliða. Þjóðin þarf bara að vilja það sjálf.

Verndarmúrinn um innlendan landbúnað

Gæfa Færeyinga

Jón Kaldal [email protected]

F

Af nautakjöti framleiða Færeyingar takmarkað og lítið sem ekkert af eggjum, kjúklinga- og svínakjöti.

Fært til bókar

Liljur ekki fullreyndar hjá VGKatrín Jakobsdóttir, mennta- og menn-ingarmálaráðherra, er komin í fæðing-arorlof og hefur Auður Lilja Erlings-dóttir tekið sæti hennar á Alþingi. Hún er stjórn málafræðingur og jafnframt fram-kvæmdastýra Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þar með kemur þriðja Liljan á þingvettvang Vinstri grænna en tvær hinar fyrri hafa rekist misjafnlega í þingflokki VG, eins og kunnugt er. Lilja Mósesdóttir átti ekki samleið með þing-flokknum og sagði sig úr honum. Guð-fríður Lilja Grétarsdóttir fór í fæðing-arorlof sem þingflokksformaður en fékk reisupassann á fyrsta degi að orlofinu loknu. Nú reynir á Liljuna þriðju, hinn nýja þing-mann Auði Lilju Erlingsdóttur. Stuðningsmenn Katrínar Jak-obsdóttur von-ast til að titlarnir reytist ekki af henni á meðan á fæðingaror-lofinu stendur. Annars er það af Auði Lilju Erlingsdóttur að segja að hún fæddist í Uppsölum í Svíþjóð í áliðnum ágúst árið 1979 þar sem foreldr-ar hennar, Erling Ólafsson og Bergþóra Gísladóttir, voru við nám. Maður Auðar Lilju er Freyr Rögnvaldsson og eiga þau dótturina Freyju Sigrúnu sem fæddist árið 2005.

Íslandstengt glæsihótel í klössunMeðal frægustu kaupa íslenskra út-rásarvíkinga á bólutímanum voru kaup Gísla Reynissonar heitins á frægasta fimm stjörnu hóteli Danmerkur, Hotel d’Angleterre við Kóngsins Nýjatorg í

miðborg Kaupmannahafnar. Þar gisti Halldór Laxness gjarna á ferðum sínum til hinnar gömlu höfuðborgar Íslands en aðrir létu sig dreyma um slíkt, þótt fæstir hefðu efni á því. Nokkuð þótti falla á glæsihótelið þann tíma sem það var í ís-lenskri eigu enda mun viðhald hafa verið í lágmarki. Nýir eigendur ætla að færa hótelið til fyrra horfs með endurbótum sem kosta munu á sjöunda milljarð ís-lenskra króna, að því er Jótlandspóstur-inn greinir frá. Síðustu gestirnir í ár gistu því á Hotel d’Angleterre aðfaranótt fyrsta dags þessa mánaðar en hótelið verður opnað eftir endurbæturnar vorið 2012.

Rýnt í fjarvistarskráPólitískur áhugamaður sem kom við á

löggjafarsamkundunni fyrr í vikunni benti á fjarvistarskrá alþingismanna á þriðjudaginn. Sá hinn sami er þeirrar skoðunar að þingmenn séu of margir og ítrekaði hana um leið og hann las upp skrána. Fjarverandi voru: Atli

Gíslason, Árni Johnsen, Ásmundur Einar Daðason, Höskuldur Þórhalls-

son, Ólína Þorvarðardóttir, Siv Frið-leifsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Þráinn Bertelsson. Áhugamaðurinn bætti enn einum við, Merði Árnasyni, en í hans stað situr nú á þingi Baldur Þór-hallsson prófessor. Lesa mátti af svip mannsins að varanleg þingmannafækkun hefði tæpast áhrif á þjóðarhag um leið og hann taldi upp afrek þessa þingmanna-hóps. Atli væri einkum kunnur fyrir almennar fjarvistir og Árni fyrir brekku-söng. Dalabóndinn væri kominn heim til Höskuldar sem lifði á fornri frægð sem flokksformaður í fimm mínútur. Ólína væri að trylla útgerðina og Siv þá fáu sem enn reyktu. Steingrímur væri lúinn og loks þyrfti að þvo munninn á Þráni með grænsápu vegna orðbragðs.

H vers vegna eru Íslendingar að skrifa stjórnarskána upp á nýtt? Hvers vegna núna? Hvað gerðist?

Nú, við urðum fyrir því að efnahagslífið hrundi í rúst, bankarnir fóru á hausinn, stjórnmálamenn stóðu sig ekki, eftirlitið brást og stjórnkerfið var fullt af lítt hæfu fólki, Íslendingar glötuðu sparnaði sín-um, þ.e. þeim sem var fólginn í verðbréfa- og hlutabréfaeign, fólk missti vinnuna, lífskjörin hrundu, gengið féll. Sem sagt – það fór næstum allt til andsk. ... og þó ...

Íslensk alþýða fór niður á Austurvöll og barði potta og pönnur og efndi til búsáhaldabyltingarinnar og eitt af loforð-unum var að skrifa stjórnarskrána upp á nýtt og eins og einn ágætur maður sagði: Lýðveldið er hvort eð er dautt, stofnum nýtt. Lýðveldi þar sem lýðræðið fær að njóta sín og ekki verður breytt í flokksræði eins og við höfum búið við. Og loksins: Efnt var til kosningar til stjórnlagaþings en Hæstiréttur var ekki lengi að dæma þær ógildar enda þótt enginn hefði kvartað. Sjaldan hef ég skammast mín eins fyrir Hæstarétt og þá daga sem í hönd fóru. Bókstafstrúarmenn réttarins tíndu til nokkur atriði sem litlu máli skiptu – og sum engu máli – og dæmdu kosninguna ógilda í stað þess að ávíta bæði landskjörstjórn og Alþingi fyrir að vanda ekki nægilega til verka en láta úrslitin standa, enda var vilji þjóðarinnar skýr.

Nýtt lýðveldi þýðir nýja stjórnskipun, ný grund-vallarlög. Þingræðisreglan hefur gengið sér til húðar í íslenskri stjórnskipun. Alþingi hefur verið þjónn framkvæmdavaldsins í þau ár sem liðin eru frá stofnun lýðveldisins og nú er mál að linni. Ég legg til að oddviti framkvæmdavaldsins, sem heitir forseti eða forsætis-ráðherra, verði kjörinn af þjóðinni beinni kosningu og því beri þjóðin sjálf alla ábyrgð á honum, EKKI Alþingi.

Varamaður hans verði sömuleiðis kjör-inn af þjóðinni. Hann velur sér síðan samstarfsmenn, ráðherra, sem þurfa að hljóta samþykki Alþingis til þess að geta tekið við embætti. Sömuleiðis skulu dómarar – eftir hæfismat hjá hæfisnefnd – þurfa að hljóta samþykki Alþingis.

Oddviti framkvæmdavaldsins og ráðherrar sitja ekki á Alþingi. Hlut-verk Alþingis er lagasetning og eftirlit með framkvæmd laga og stjórnsýslu. Frumvörp til laga verða ekki lögð fram á Alþingi nema af alþingismönnum, sum að tilhlutan framkvæmdavaldsins en önnur að frumkvæði Alþingis sjálfs. Með þessu eru völd Alþingis tryggð. En vanda verður val alþingismanna betur en gert hefur verið hingað til. Forseti/

forsætisráðherra þarf að semja við Alþingi um fram-gang frumvarpa og getur eftir atvikum ávarpað Alþingi – með leyfi forseta Alþingis – svo og aðrir ráðherrar. En forseti/forsætisráðherra getur ekki gengið að því vísu að þingmeirihluti verði á bak við hann. Og þess vegna þarf hann að semja við þingið um framgang hinna ýmsu mála og þá þarf lýðræðið að hafa sinn gang. En þetta kostar auðvitað fleiri þroskaða þing-menn en við höfum átt að venjast.

Embætti forseta Íslands verði lagt niður í núverandi mynd og hlutverk hans falið forsætisráðherra og/eða forseta Alþingis eða eftir atvikum báðum.

Ég efast ekki um að hugmyndir af þessum toga séu æði mörgum alþingismanninum lítt að skapi. Þeir munu eflaust halda að verið sé að skerða völd þeirra, þegar í raun er verið að auka þau.

Ég bið stjórnlagaráðsfólk að hugsa upp á nýtt. Til þess var það upphaflega kjörið til setu á stjórnlaga-þingi.

Ný stjórnarskrá

Hvers vegna?

Pétur Jósefsson eftirlaunaþegi

EM 2011 Kolbeinn SigþórSBarnastjarna í boltan-

um sem var afskrifaður tvisvar fyrir tvítugt

bls. 2

bls. 4

Óslípaður demanturJón Guðni heldur í víking í höfuðvígi demantanna í AntwerpenJón Guðni Fjóluson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Hann leikur lykilhlutverk í vörn íslenska U-21 árs landsliðsins sem tekur þátt í lokamóti EM í Danmörku.

bls. 2

Skúli JónElskar Star Wars-föt

bls. 6

Gylfi ÞórGerrard er grjótharður

U-21 landsliðið á eM 2011 Helgin 10.-12. júní 2011

Ljós

myn

d/H

ari

ÞÓR BÆRING - 7 TIL 10

ENGIN ÚTVARPSSTÖÐ HEFUR VAXIÐ JAFN MIKIÐ Á SÍÐUSTU

365 DÖGUM HLUSTUNIN FER UPP UM 134% ÚR 13.4% Í 31.4%

SAMKVÆMT MMR KÖNNUN DAGANNA

9. TIL 12. MAÍ 2011

UPPSÖFNUÐ HLUSTUN Í ALDRINUM

18 TIL 49 ÁRA ALLT LANDIÐ

2 fótbolti Helgin 10.-12. júní 2011

Ég er mjög sáttur við þann stað sem ég er á í dag. Ég hef varla misst úr leik í eitt og hálft ár og líður bara virkilega vel,“ segir framherjinn Kolbeinn

Sigþórsson í samtali við Fréttatímann. Hann er einn af lykilmönnum íslenska U-21 árs landsliðsins sem tekur þátt í lokakeppni EM í Danmörku. Og Kolbeinn getur verið sáttur við sig í dag. Hann lauk nýlega frábæru tímabili með AZ Alkmaar þar sem hann skoraði 15 mörk í 31 leik og var markahæsti maður liðsins. Stórliðið Ajax vill hann í sínar raðir en AZ vill fá fimm milljónir evra, rúmlega 800 milljónir, fyrir Kolbein sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

En hann hefur ekki alltaf verið jafn sáttur við sig á stuttum knattspyrnuferli. Kolbeinn var barnastjarna í boltanum, sennilega sú skærasta frá upphafi, og varð markakóngur Shell-mótsins í Vestmanna-eyjum þrjú ár í röð með Víkingi. Enginn hefur leikið það eftir fyrr né síðar. Sá sem komst næst því var Andri bróðir hans sem varð markakóngur tvívegis. Andri var gríðarlega efnilegur en þurfti ungur að leggja skóna á hilluna eftir stuttan feril sem einkenndist af erfiðum ökkla- og hné-meiðslum.

„Ég fann alveg fyrir pressunni þegar ég

var yngri. Það var ætlast til mikils af mér en ég reyndi að hugsa sem minnst um það. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega. Stefnan var alltaf sett á atvinnumennskuna, alveg frá því ég sparkaði fyrst í bolta. Þetta hefur samt ekki verið eintóm sæla. Ég hef eiginlega verið afskrifaður tvisvar sem knattspyrnumaður, sem er bara ansi gott miðað við tuttugu og eins árs aldur,“ segir Kolbeinn og hlær.

Í fyrra skiptið var hann í fjórða flokki Víkings. „Ég var í lægð í tvö ár og allir sögðu að Kolbeinn væri bara búinn – það yrði ekkert úr honum. Þá fékk ég símtal frá Zeljko Sankovic, sem var í HK og hafði þjálfað fyrir Víking. Hann bauð mér að koma yfir til þeirra og koma mér aftur af stað. Hann kom mér aftur á réttu brautina með þrotlausri vinnu í eitt og hálft ár,“ segir Kolbeinn. Í seinna skiptið var hann nýkominn út til AZ Alkmaar. „Þá var ég meiddur í næstum tvö ár. Ég hugsaði aldrei um að ég þyrfti að hætta en það voru allir búnir að afskrifa mig – bæði félagið og þeir sem fylgdust með boltanum. Þetta voru hins vegar ekki það alvarleg meiðsl að ég náði mér að fullu og lít framtíðina björtum augum,“ segir Kolbeinn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Hver er verst klæddur?Ég myndi segja að það væri Skúli Jón Friðgeirsson. Hann er alltaf í Star Wars-fatnaði. Þykist vera brautryðjandi en það er ekki alveg að ganga hjá honum.

Hver hlustar á verstu tónlistina?Arnar Darri Pétursson. Hann heldur að hann sé í þungarokkshljóm-sveit af því að hann spilar á gítar. Bönd eins

og Killer Dimon eða hvað það heitir. Alveg til skammar.

Hver á flottasta bílinn?Ég held að Gylfi Þór taki það með Porsche-jeppanum. Það er engin samkeppni.

Hvaða vonda siði er herbergisfélaginn þinn með?Ég er vanalega með Jóhanni Berg í her-bergi. Það þarf að hugsa um hann eins

og lítinn bróður. Það þarf að vekja hann og passa lykilinn. Hann er svolítið gleyminn, karlinn.

Hver er stæltastur?Rúrik Gíslason segist eyða tveimur tímum í ræktinni á dag. Ef hann er ekki stæltastur þá er eitthvað að.

Hver er alltaf á síðustu stundu?Það er fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson. Hann

notfærir sér stöðu sína sem fyrirliði og kemur alltaf tveimur til þremur mínútum of seint.

Hver eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn?Haraldur Björnsson kemur sterkur inn hér. Greiðslan heldur alveg

í 90 mínútur, sama hvað á dynur.

Hann er með þvílíkt gel, sem

hann vill ekki segja frá, og sparar heldur ekki andlits-kremin. Sem skilar sér auðvitað því að hann

er fjall-myndar-legur.

Fjölskylda Kolbeins á og rekur Bakarameistarann og öll fimm eldri systkin hans hafa unnið þar í lengri eða skemmri tíma. Faðir hans Sigþór er bakarameistari, elsta systirin Sigurbjörg hefur verið í stjórnunarstöðu þar undanfarin ár, Björg Kristín, sú sem kemur næst, er kökumeistari og hefur unnið í bakaríinu, Sigþór Gunnar er lærður bakari og sér nú um tölvumál fyrirtækisins, Andri er stjórnarformaður bakarísins og Sif, sem er tveimur árum eldri en Kolbeinn, hefur unnið í afgreiðslu undanfarin ár. Kolbeinn hefur lítið komið nærri fyrirtækinu, að eigin sögn. „Ég vann í tvo tíma einhvern tíma við að skúra og setja deig í form. Ég hætti eftir það.“ Ljósmynd/Hari

Í búningsklefanum með Alfreð Finnboga

FÓtbolti EM U-21 árs landsliða

Afskrifaður tvisvarKolbeinn Sigþórsson þykir vera með efnilegri framherjum Evrópu um þessar mundir og er efstur á óska-lista stórliðsins Ajax. Miklar vonir eru bundnar við hann á Evrópumótinu sem hefst í Danmörku á morgun.

Stefnan var alltaf sett á atvinnu-mennsk-una, alveg frá því ég sparkaði fyrst í bolta.

4 fótbolti Helgin 10.-12. júní 2011

Hann er hávaxinn, yfirvegaður, naut-sterkur, fljótur og með góða bolta-tækni. Það er ekki nema von að talað sé um Jón Guðna Fjóluson sem einn efnilegasta varnarmann á Íslandi í

dag og lykilmann í íslenska U-21 árs landsliðinu. Drengurinn er nýbúinn að skrifa undir þriggja ára samning við belgíska liðið Beerschot og allt bendir til þess að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Fram. Og það er það sem hann hefur stefnt að lengi – að fara í atvinnumennsku.

„Ég byrjaði að sparka bolta um leið og ég byrj-aði að ganga,“ segir Jón Guðni sem er fæddur á Ísafirði, bjó fyrstu ár sín í Bolungarvík en flutti síðan til Þorlákshafnar. Ég er nú ekki mikið fyrir að hrósa sjálfum mér en ég var sennilega bestur í mínum flokki í Ægi í Þorlákshöfn. Það var bara sjö manna fótbolti þar þannig að ég spilaði á yngra árinu í þriðja flokki með Hrunamönnum á Flúðum. Ég var keyrður á æfingar – klukkutíma fram og til baka. Eftir það ár fór ég í Fram og var keyrður á hverja æfingu þar til ég fékk bílpróf. Þá keyrði ég sjálfur þar til ég fékk ógeð og ákvað að flytja bara í bæinn. Foreldrar mínir hafa alltaf stutt dyggilega við bakið á mér, sem og reyndar öll fjölskyldan, og það hefur komið sé vel á erfiðum tímum,“ segir Jón Guðni sem kennir sig við móður sína, Fjólu. „Hún stendur mér næst – svo einfalt er það,“ segir Jón Guðni þegar hann er spurður út í ástæðu þess.

Frá í ár vegna vaxtarkippsOg hann hefur fengið að kynnast erfiðleikum. Hann spilaði ekkert á yngsta árinu í öðrum flokki árið 2006 vegna meiðsla. „Ég var alltaf frekar lítill en stækkaði um örugglega hálfan metra á þessu eina ári,“ segir Jón Guðni og hlær. Allt fór í klessu – bæði bakið og hnén – vegna álagsins sem vöxturinn olli og hann missti eitt ár úr. „Ég var svo heppinn að hafa Ólaf Þór Guðbjörnsson sem þjálfara sem var líka sjúkraþjálfari og hann skildi alveg hvað var að og leyfði mér að hvíla. Það var auðvitað hundleiðinlegt að vera ekki með en ég efaðist aldrei um að ég myndi ná mér að fullu,“ segir Jón Guðni.

Leiðin hefur svo legið upp á við hjá Jóni Guðna og segja má að hann hafi ekki litið um öxl síðan. „Ég kom góður til baka og það var síðan á elsta árinu í öðrum flokki sem ég fann að ég hafði alla burði til að komast langt. Þegar ég fór að spila reglulega með meistaraflokki gerðust hlutirnir hratt. Umboðsmenn fóru að hringja og lið höfðu áhuga. Ég hef hins vegar ekki hugsað mikið um þetta. Ég er frekar rólegur að eðlisfari og hef aldrei talið mig yfir aðra hafinn. Það breyttist ekk-ert þótt einhver lið væru að sýna mér áhuga,“ segir Jón Guðni.

Hann er ekki í vafa um hver það er sem hefur

mótað hann mest sem knattspyrnumann. „Það er Þorvaldur Örlygsson. Hann hefur hjálpað mér mest og ég hef bætt mig mikið undir hans stjórn. Hann er frábær þjálfari og allt annar karakter en halda mætti af viðtölum sem hann fer í. Hann er mjög hress náungi.“

Skuggi yfir gleðistundJón Guðni og unnusta hans, Ólöf Þóra Jóhannes-dóttir, eignuðust sitt fyrsta barn 5. apríl síðastliðinn – stúlku sem fékk nafnið Ragnhildur Fjóla. Það bar þó skugga á gleðistundina því fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að hún er með sjaldgæfan sjúkdóm. „Hún fæddist og öll sú hamingja sem fylgir því helltist yfir okkur. Maður reiknar alltaf með að allt sé eðli-legt hjá manni sjálfum – að ekkert komi fyrir. Hún greindist með Charge-heilkenni sem leggst misjafn-lega á börn. Það eru engin tvö börn eins. Það fyrsta sem við fengum að vita var að það vantaði tengingu í vinstri þumalfingurinn. Eins og staðan er núna eru sett spurningarmerki við augun og eyrun hjá henni. Það verður að koma í ljós hveru mikið hún kemur til með að sjá og heyra. Henni hefur þó geng-ið vel og þroskast betur en hægt var að vona.“

Jón Guðni segir það hafa verið mikið áfall að fá fréttirnir af dóttur sinni. „Auðvitað var það gríðar-legt sjokk og erfitt að sætta sig við það. Það tók nokkra daga að jafna sig á þessu en síðan fundum við út að það þýðir ekkert að svekkja sig. Þetta er sami leikurinn. Við vorum að eignast barn og það er alveg yndislegt. Ég hef þroskast og styrkst sem persóna við þessa lífsreynslu,“ segir Jón Guðni.

Jón Guðni er fyrsti maðurinn til að viðurkenna að hann hafi, líkt og nánast allt Fram-liðið, spilað langt undir getu það sem af er þessu tímabili. „Ég hef fundið fyrir pressunni, bæði vegna sífellds tals um atvinnumennsku og síðan Evrópumótið. Það er ætlast til meira af mér en ég hef sýnt í sumar og ég get alveg viðurkennt að ég hef ekki náð að sýna mitt rétta andlit,“ segir Jón Guðni.

Hann dvelur þó ekkert við fortíðina því fram undan eru tvö stórverkefni; fyrst Evrópumótið í Danmörku og síðan byrjun á atvinnumannsferli í Belgíu. Hann vonast til að bæta sig sem leikmaður í Belgíu og segir sig helst skorta meiri talanda og baráttu. „Ég er að vinna í því sérstaklega en auðvit-að er alltaf hægt að bæta sig í öllu sem fótboltamað-ur – það er endalaust hægt að bæta sig. Það er samt skondið að ég var alltaf að fá rauð spjöld í yngri flokkunum. Ég var snarvitlaus krakki sem reif kjaft við alla þegar ekki gekk vel,“ segir Jón Guðni sem ætlar að koma sér hratt og vel inn í hlutina í Belgíu. „Ég lít á Belgíu sem stökkpall í stærri deild. Ég ætla mér lengra en það,“ segir hann.

Og markmiðið á Evrópumótinu er klárt: „Það er skýrt markmið hjá okkur að komast upp úr riðl-inum og gæla við sæti á Ólympíuleikunum. Fyrsti leikurinn er mjög mikilvægur. Við þurfum að byrja vel og stefnum að sigri í honum. Það er frábær andi í hópnum, liðið er gott og menn eru klárir í slaginn.“

Óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Fótbolti EM U-21 árs landsliða

Lítur á Belgíu sem stökkpall í stærri deildJón Guðni Fjóluson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Guttinn frá Bolungarvík heldur á vit ævintýranna í Belgíu þar sem hann mun leika næstu þrjú árin með Beerschot í höfuðborg demantanna, Antwer-pen. Óskar Hrafn Þorvaldsson ræddi við hann um uppvöxtinn, fótbolta-ferilinn, föðurhlutverkið og EM sem hefst á morgun, laugardag.

Þetta er sami leikurinn. Við vorum að eignast barn og það er alveg yndislegt.

Ég er frekar rólegur að eðlisfari og hef aldrei talið mig yfir aðra hafinn. Það breyttist ekkert þótt einhver lið væru að sýna mér áhuga

Nafn: Jón Guðni Fjóluson

Fæddur: 10. apríl 1989

Hæð: 1,93 m

Þyngd: 82 kg

Leikir/mörk í efstu deild: 56/11

A-landsleikir/mörk: 4/0

Jón Guðni Fjóluson sést hér í leik með íslenska A-landsliðinu gegn Andorra í fyrra. Ljósmynd Eggert Jóhannsson

Jón Guðni handsalar samninginn við Chris Van Puyveldes, yfirmann íþrotta-mála hjá Beerschoot.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

47

115

EINN VINSÆLASTI SPORTJEPPI LANDSINS

Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og endurbættri útgáfu.

Verð 6.690.000 kr. (dísil, sjálfskiptur)

Það er ekki á hverjum degi sem við kynnum jafn athyglisverðan bíl og frá Hyundai, sem er í fararbroddi bílaframleiðenda í dag. Þess vegna er það okkur mikil ánægja að bjóða þér að koma og reynsluaka og kynna þér ríkulegan búnað, vandaðan frágang og fallegt yfirbragð bílsins.

Eyðsla í blönduðum akstri 8,2 l/100 km

Allar nánari upplýsingar á www.hyundai.is

Verð 5.490.000 kr. (sjálfskiptur)

Eyðsla í blönduðum akstri 7,2 l/100 km

VEGAAÐSTOÐLÉTTSKOÐUN

INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000

Hversu hreinar eruhárvörurnar þínar?

Fæst í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Heilsuver, Hagkaup, Árbæjarapóteki, Apóteki Vesturlands, Apóteki Ólafsvíkur, Melabúðinni, Vöruval Vestmannaeyjum, Þín verslun Seljabraut.

Innflutningsaðili: Gengur vel ehf

DERMA ECO LÍFRÆNT VOTTAÐAR HÚÐ- OG HÁRSNYRTIVÖRUR Á SKYNSÖMU VERÐI

– Án Parabena, ilm og litarefna –

Derma Eco sjampóMýkir og verndar, fyrir

flestar hárgerðir

Derma Eco hárnæringMýkir hárið og eykur glans án

þess að veita fituga áferð.

6 fótbolti Helgin 10.-12. júní 2011

Það eru þessir þrír menn, Steven Gerrard, Michael Ballack og Arjen Robben, sem standa upp úr sem erfiðustu andstæðing-arnir,“ segir knattspyrnukapp-

inn Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður í aðalhlutverki með U-21 árs landsliðinu í úrslitakeppni EM sem hefst í Danmörku á morgun laugardag.

Gylfi, sem spilaði með FH og Breiðabliki hér heima áður en hann hélt út, gegndi lykilhlutverki hjá Reading í næstefstu deild í Eng-landi í tvö tímabil áður en hann var seldur í fyrrahaust til þýska liðsins Hoffenheim fyrir sjö milljónir punda. Hann segir muninn mikinn á deildunum tveimur. „Þetta er allt annar heimur. Öll liðin í þýsku deildinni eru góð og sömuleiðis allir leikmennirnir. Menn eru fljótari og með betri tækni í þýsku deildinni og síðan eru auðvitað allir vellir troðfullir. Maður spilar ekki á móti liði eins og Scunthorpe í þýsku deildinni,“ segir Gylfi og hlær.

Það vekur athygli að eng-inn varnarmaður er á meðal þriggja erfiðustu andstæðinga Gylfa. „Ég man bara ekki eftir neinum sérstökum,“ segir hann og bætir við að erfiðustu varnarmennirnir séu þeir sem eru fljótir og lesa leikinn vel.

erfiðustu andstæðingarnirGylfi Þór Sigurðsson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað bæði í ensku Championship-deildinni og þýsku Bundesligunni. Hann segir hér frá þremur erfiðustu andstæðingum sínum á ferlinum.

Brönsalla laugardaga og sunnudaga

Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

Verð aðeins

1.795með kaffi eða te

NýttBYKOblaðer komið út!

Frábærtverð og

spennandivörur!

A-riðillLaugardagur 11. júní kl. 16.00 Hvíta-Rússland – Ísland

Laugardagur 11. júní kl. 18.45 Danmörk – Sviss

Þriðjudagur 14. júní kl. 16.00 Sviss – Ísland

Þriðjudagur 14. júní kl. 18.45 Danmörk – Hvíta-Rússland

Laugardagur 18. júní kl. 18.45 Sviss – Hvíta-Rússland

Laugardagur 18. júní kl. 18.45 Danmörk – Ísland

B-riðillSunnudagur 12. júní kl. 16.00 Tékkland – Úkraína

Sunnudagur 12. júní kl. 18.45 Spánn – England

Miðvikudagur 15. júní kl. 16.00 Tékkland – Spánn

Miðvikudagur 15. júní kl. 18.45 Úkraína – England

Sunnudagur 19. júní kl. 18.45 Úkraína – Spánn

Sunnudagur 19. júní kl. 18.45 England – Tékkland

3 FóTBoLTi EM U-21 árs landsliða

óskar Hrafn Þorvaldsson

[email protected]

Steven Gerrard Liverpool„Ég spilaði á móti honum með Reading í bikarnum. Hann er grjótharður, góður varnarlega og það er erfitt að komast fram hjá honum. Hann er líka með frábærar sendingar og var svona svipaður og ég bjóst við.“

Michael Ballack Bayer Leverkusen„Hann er einn leiðin-legasti leikmaður sem ég hef spilað á móti – ekta Þjóðverji, með olnbogaskot og frekar óheiðarlegur leikmaður. Hann er þó enn frábær leikmaður, með mjög góðar sendingar og skýlir boltanum vel.“

Arjen Robben Bayern München„Hann er eldsnöggur, góður að rekja boltann og missir hann sjaldan. Hann er ótrúlega fljótur, fljótari en flestir ef ekki allir og þá sérstaklega með boltann. Ég man reyndar ekki eftir því að hann hafi hreyft sig án bolta.“

FóTBoLTi EM U-21 árs landsliða

Leikirnir á EM

Aron Einar GunnarssonMiðjumaður

’Coca-Cola’,’Coke’ and the ‘Coca-Cola’ contour bottle are trademarks of The Coca-Cola Company. © 2011 The Coca-Cola Company.

Coca-Cola® er stoltur stuðningsaðili

íslenska U-21 árs landsliðsins.

[email protected] • www.betrabak.isFaxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477

Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16

Rýmum til fyrir nýjum vörum.30-50% afsláttur af sængurverasettum !20% afsláttur af öllum nýjum settum !

Tempur Spring heilsurúm

25% afsláttur

Chiro Collection heilsurúm

25% afsláttur

Tempur Spring heilsudýnan er rúm sem býður það besta úr báðum

heimum. Dýnan er með fjaðrandi fi mm svæðaskiptu gormakerfi og sjö cm

þykku Tempur yfi rlagi sem mótar sig að lögun líkamans.

Chiro Collection heilsurúmin eru sérlega vönduð hönnun. Fimm-svæða

gormakerfi , vandaðar kantstyrkingar og úrval vandaðra hráefna í áklæðum.

Botn í mörgum litum. Fáanlegt í öllum stærðum.

Verðdæmi 160x200 Kr. 199.900,-

Gravity Zero er einn öfl ugasti stillanlegi botninn á markaðnum. Rúmið er á

inndraganlegum sleða, dregst að vegg.Sér höfuðstilling fyrir lestrarstöðu.

Hæðastilling á fótasvæði hefur aldrei verið meiri.

Gravity Zero stillanlegt

25% afsláttur

Sumarið er tíminn – Láttu þér líða vel !

Farðu inn á betrabak.is hér

Í rökkurró !Lúxus-svefngrímur í úrvali.

Helgin 10.-12. júní 2011

Skipulagsfræði

Landbúnaðarháskóli Íslands www.lbhi.is

MS nám í skipulagsfræðiNámsbraut í Skipulagsfræði

er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs

umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun. Mikilvægt er að skipulagsfræðingar

á Íslandi hafi aflað sér þekkingar á náttúrufari,

veðurfari, samfélagi, hagkerfi, lagaumhverfi, tækni,

menningu, fagurfræði, sögu landsins, byggðarþróun og

innri gerð byggðar. Sjálfstætt rannsóknarverkefni vegur einn

fjórða á móti skipulögðum námskeiðum.

Kennt er á Keldnaholti í Reykjavík

Umsóknarfrestur umMS-nám er til 15. júní

Tímaritið Stoppað í matargatið kemur út eftir árs hlé nú í lok júní.Blaðið er, eins og margir þekkja, um mat og mat-reiðslu á aðeins léttari nótum en hefðbundnari matarblöð.

Blaðið kemur út í 15.000 eintökum og er dreift frítt meðfjöldadreifingu á kaffihús, í verslanir, veitingastaði, og stofnanir.Auk þess sem það verður aðgengilegt á www.matargatid.is

Leitið tilboða í auglýsingabirtingu hjá auglýsingadeild Fréttatímans ísíma 531 3300 eða [email protected]

M ik i l um-ræða hef-ur skapast

að undanförnu vegna þyngdaraukningar og offitu íslensku þjóðarinnar og hefur hún aðallega verið á einn veg; að sporna verði við þessari þróun til að draga úr líkum á sjúkdómum tengdum ofþyngd og minnka þar með heil-brigðiskostnað sem hlýst af slíkum sjúk-dómum, lengja lífald-ur og auka lífsgæði. Hefur mikið verið einblínt á börn í þessu samhengi, eins og sést til dæmis af viðtali við næringarfræðing í síðasta tölublaði Fréttatímans þar sem hann kom þeirri skoðun sinni á framfæri að ofeldi væri hættulegra börnum en vanræksla og að það neyðarúrræði ætti að vera fyrir hendi að of feit börn væru tekin af foreldrum sínum þegar allt annað hefði verið reynt.

En má ekki vera að til séu tvær hliðar á þessari umræðu? Fjöl-margar óháðar rannsóknir sýna til dæmis að einstaklingar sem tilheyra yfirþyngdarflokki BMI-skalans (25-30) lifa lengur en ein-staklingar í kjörþyngdarflokknum (20-25). Enn fremur eru líkur á að þeir sjúkdómar og kvillar sem eru sagðir orsakast af ofþyngd og offitu séu frekar tengdir miklum sveiflum í þyngd sem orsakast af tilraunum of þungra einstaklinga til að megra sig, en líkamsþyngd-inni sjálfri. Fleiri rannsóknir sýna að aukin líkamsfita veitir vörn gegn slíkum sjúkdómum og að of þungir einstaklingar með slíka kvilla deyi síður en einstaklingar í kjörþyngd með sömu kvilla. Nýjar vísbending-ar eru einnig um að aukin þyngd sé afleiðing áunninnar sykursýki frekar en orsök. Svarið við spurn-ingunni um hvort ekki séu tvær hliðar á umræðunni hlýtur því að teljast jákvætt. Af hverju heyrum við þá aðeins aðra þeirra?

Heilsuspillandi megrunar-kúrarHér er ekki verið að rengja þær full-yrðingar að lítil hreyfing og óhollt mataræði hafi slæm áhrif á heilsu. Hins vegar er ástæða til að deila á afdráttarlausa tengingu þyngdar við slæmt heilsufar. Rannsóknir sýna að ærið tilefni er til að færa áhersluna frá þyngdarstjórn og þyngdartapi yfir í áherslu á aukna hreyfingu og hollari mat þegar stuðla á að bættu heilbrigði einstak-linga. Hreyfing og hollt mataræði hefur mun sterkari tengingu við heilsu en nokkurn tímann þyngd.

Næringarfræðingar og aðrir sér-fræðingar sem vinna á sviði nær-ingar og heilsu verða að horfa gagn-rýnum augum á þau gögn sem þeir styðjast við í sínu starfi og skoða einnig á málefnalegan hátt þau gögn sem ekki endilega styðja við þeirra skoðun. Sú ofuráhersla á að tengja þyngd afdráttarlaust við heilsu stuðlar að samfélagslegri andúð á líkamsfitu sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Dæmi um slíkar afleiðingar eru heilsuspill-andi megrunarkúrar, brotin sjálfs- og líkamsímynd, fordómar gagn-vart þungu fólki og aukin tíðni átraskana. Ef herför gegn ofþyngd og offitu stendur ekki á jafn traust-um fótum og áður var haldið hljóta þessar afleiðingar að teljast órétt-lætanlegar. Í slíkum aðstæðum ber okkur að spyrja; ef heilsufar er ekki jafn sterklega tengt ofþyngd og of-fitu og við héldum, getur þá verið

að við séum að gera meiri skaða en gagn með því að leggja ofuráherslu á ein-mitt það? Erum við þá ekki einmitt að skerða lífsgæði ein-staklinga sem ekki falla í fyrirfram mót-að form samfélagsins með því að svipta þá sjálfvirðingu sinni og virðingu annarra?

Fjölbreytileika ber að fagnaLeitt hefur verið í ljós að líkamsþyngd og fituhlutfall ein-

staklinga eru mun tengdari erfðum en við héldum áður. Hver og einn hefur einfaldlega mismikla erfða-fræðilega tilhneigingu til að safna fitu án þess að það þurfi að tengj-ast heilbrigði þessara einstaklinga. Mikilvægt er að við ölum börnin okkar upp við þá áherslu að fjöl-breytileika beri að fagna. Íslenska þjóðin er í fararbroddi á því sviði hvað varðar ýmsa málaflokka, svo sem samkynhneigð, fötlun og fjöl-menningu. Með því að gera slíkt hið sama á sviði ofþyngdar og of-fitu erum við ekki einungis að fagna fjölbreytileika heldur einnig að auka lífsgæði, stuðla að minni fordómum og draga úr bergmáli þeirra skilaboða sem óma í hverju horni um að grannir einstaklingar séu betri einstaklingar. Ég vil ala börnin mín upp í þannig samfélagi. Hvað með þig?

Háskalegir fordómar

Herför gegn offitu byggist á veikum grunni

Tara Margrét Vilhjálmdóttirmeistaranemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Bender & Christiansen

ÉÉg rak augun í auglýsingu í Fréttatímanum fyrir viku þar sem töffari, stuttklipptur veiðimaður með brett upp fyrir olnboga, hélt í sporð og undir kvið á 19 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal. Hann var augljós-lega við það að sleppa skepnunni. Myndin ein er til vitnis um fenginn, fyrir utan minn-ingu hins stolta laxveiðimanns um barátt-una við bráð sína.

Veiðitímabilið er að hefjast með mikilli tilhlökkun þeirra sem fengið hafa bakter-íuna. Ég hef unnið með þeim mörgum. Órói kemst í kropp þeirra og hug þegar daginn fer að lengja. Sumir hefja leikinn strax 1. apríl, um leið og opnað er fyrir veiði í vötn-unum, aðrir bíða laxveiðinnar í júníbyrjun. Dimmar vetrarnætur eru nýttar til flugu-hnýtinga. Það styttir biðina.

Veiðibaktería þessi hefur hins vegar aldrei náð bólfestu í mér. Sem strákur í sveit var ég notaður til að vitja um silung í neti. Það var vissulega spennandi að sjá hvort bröndu var að finna í netinu en minni skemmtun að hreinsa þangið sem þangað leitaði ekki síður en fiskurinn. Verst var þegar æðarungar álpuðust í netið og mættu þar örlögum sínum.

Vegna þessa áhugaleysis var ég vart við-ræðuhæfur þegar vora tók og vinnufélagar ræddu um aðskiljanlegar veiðiferðir, veiðiár, veiðistaði og veiðihús, en síðast en ekki síst risafiska sem þeir höfðu barist við tímunum saman. Flestir voru þeir föngulegir með af-brigðum en stærstir voru þeir sem slitu sig af rétt við árbakkann. Gott ef þeir stækkuðu ekki með ári hverju.

Þar kom að tveir áköfustu veiðimenn-irnir í vinnufélagahópnum, Bender & Christiansen, sjálfur Gunnar Bender, veiði-sérfræðingur dagblaða og ljósvakamiðla og útgefandi veiðiblaðs, og Stefán Kristjáns-son, fluguhnýtingameistari og síðar veiði-búðareigandi, sáu að við svo búið mátti ekki standa. Þeir höfðu leigt fallega silungsá vestur á fjörðum, veiðiá sem þeir sögðu að væri einkar heppileg fyrir byrjendur. Ekki aðeins væri hún í fallegu umhverfi heldur full af fiski líka. Þaðan væri útilokað að fara án þess að setja í fisk. Ég var því drifinn með.

Veiðifélagar mínir fóru degi fyrr en ég. Kona mín og dætur fylgdu hinum væntan-lega veiðimanni vestur. Eldri stúlkan var

spennt, treysti á föður sinn. Sú yngri var of lítil til að leggja mat á veiðihæfileikana. Konan var raunsærri. Gerði af hyggjuviti sínu ekki ráð fyrir fullum frystikistum af silungi og laxi en þó að við fengjum að minnsta kosti einu sinni í soðið.

Tindilfættir voru þeir Bender & Christi-ansen þar sem þeir tóku á móti okkur á bökkum árinnar fögru. „Hafið þið verið á fá’ann,“ spurði ég enda taldi ég víst að þannig spyrði veiðimaður þegar hann hitti aðra veiðimenn. Af svip eldri dótturinnar las ég að henni þótti vel spurt og fagmann-lega. Hún var mætt á vettvang sem dóttir veiðigarps. Svipur konunnar var óræðari. „Ja,“ sagði Stefán hógvær, „sjötíu bleikjur, áin er full af fiski.“

Hinir vönu veiðimenn ákváðu að nýliðinn hefði ána einn þennan dag. Enginn átti að trufla veiði hans. Stefán lánaði stöng og stígvél. Bender beitti. Ég fetaði mig varlega út í ána í átt að hylnum. Það var engu logið um fiskinn í ánni. Jafnvel óvön veiðiaugu sáu að hylurinn var nánast eins og sardínu-dós. Veiðibræðurnir lögðust í vestfirskan móann og hvíldu lúin bein. Konan fór að skoða blóm og sætukoppa en eldri stúlkan fylgdist með föður sínum, full aðdáunar til að byrja með. Hún sá hann kasta og draga, kasta og draga en þreyttist fljótt þegar ekk-ert gerðist. Bender & Christiansen lyftu auga annað veifið en sáu að ekki var þörf á að hjálpa nýliðanum við að landa.

Fiskarnir stukku allt í kringum veiði-manninn en fráleitt var að þeir bitu á. Þeir litu ekki við agninu. Vel var þó beitt hjá Bender og stígvél Stefáns héldu vatninu vel frá leggjum og lærum hins einbeitta veiði-manns. Þegar leið á daginn var konan kom-in ofar í hlíðina og stúlkan til hennar og litlu systur. Hún hafði endanlega misst þolin-mæðina. Þá loks sá Bender aumur á félaga sínum. „Komdu,“ sagði hann, „ég reiknaði með því að svona gæti farið, jafnvel þótt þú hafir þurft að gæta þín á að stíga ekki ofan á fiskana í ánni. Ég veiddi því einn í morgun, áður en þú komst, hélt honum á lífi og setti hann í poll á kletti hérna skammt frá. Farðu nú og kræktu í hann svo að þú farir ekki heim með öngulinn í rassinum. Mæðg-urnar þurfa ekkert að vita hvaðan fiskurinn kemur.“

Veiðiklóin leiddi stígvélaðan nýliðann að pollinum. Þar blakaði uggum dáfögur bleikja. „Veiddu þessa,“ sagði Bender, „svo látum við gott heita. Það verður þá sjötíu og eitt kvikindi á hollið. Það er ekki svo slæmt,“ sagði hann. „Það þarf eng-inn að vita hvernig skiptingin er á milli okkar.“

Það er skemmst er frá því að segja að bleikjan í pollinum fúlsaði algerlega við agni mínu. Það var sama hvaða brögðum ég beitti; hún lét ekki einu sinni húkka sig. Bender hló svo stórkarlalega að félagi Christiansen rumskaði á milli þúfna. „Þú ert vonlausasti veiðimaður norðan Alpafjalla,“ sagði hann á milli soganna. „Það er deginum ljósara að þín sérgrein er og verður netalagnir.“

„Á ég að taka mynd af þér með fenginn, elskan,“ sagði konan þegar hún kom að vitja bónda síns, „eða viltu láta stoppa upp þennan í pollinum?“

Teik

ning

/Har

i

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Fást snjóbílar á bílaleigunum?„Opnun hálendisvega seinkar“Seinka þarf opnun hálendisvega sunnan­lands og norðan vegna snjóalaga og bleytu, að mati starfsmanna Vegagerðar­innar. Eins metra þykkur nýfallinn snjór er við Öskju.

Hvað gerum við þá við styttuna af Ingólfi?„Segir kenningum um landnám hrundið“Aldursgreining á fornleifum við Kirkju­vogs kirkju í Höfnum á Reykjanesi bendir með 68% öryggi til þess að þar hafi verið búseta á tímabilinu 770­880. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur sem stýrir

rannsóknunum, segir við Fréttablaðið að þetta kollvarpi hefðbundnum skýringum um landnámið, sem miðað hefur verið við árið 874.

Landkynning í verki„Íslendingar slást í Noregi“Lögregla í Haugasundi á suðvesturströnd Noregs varð að skakka leikinn þegar tveir Íslendingar lentu í slagsmálum í bænum.

„All in the family“„Hjón í fararbroddi söluferlis Byrs“Hlutafé í Byr verður boðið til sölu eftir helgi. Ráðgjafarfyrirtækið Arctica Finance á að sjá um söluna en framkvæmdastjóri þess er eiginmaður formanns slitastjórnar Byrs.

Sumarið er tíminn„Búast má við næturfrosti næstu tvær nætur“Allvíða má búast við næturfrosti næstu tvær nætur, að sögn Veðurstofunnar. Frost var í innsveitum norðaustanlands í nótt og á Egilsstaðaflugvelli.

Hverjum datt það svo sem í hug?„Ég hef ekkert með þetta blessaða bankahrun að gera“„Ég hef ekkert með þetta blessaða bankahrun að

gera,“ sagði Hannes [Smárason] í síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Hann telur sig vera ranglega sakaðan um að vera aðili að bankahruninu sem átti sér stað í október 2008.

Hver lifir svo sem af þingmanns-launum? – spyrjið Tryggva Þór„Ekkert athugavert við aukastörf“Árni Páll Árnason, efnahags­ og við­skiptaráðherra, segist ekki sjá neitt at­hugavert við að hann hafi þegið greiðslur

frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiþjón­ustu eftir að hann varð þingmaður. Ekkert banni þingmönnum að taka að sér vinnu samhliða þingstörfum.

Er ekki rétt að bíða eftir því að okkur fjölgi í 325 þúsund?„Ísland verði stórveldi innan ESB“Baldur Þórhallsson, nýr varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir Ísland geta orðið að stórveldi innan Evrópusam­bandsins þegar kemur að sjávarútvegs­málum.

Sólin er sest„Óeðlileg viðskipti skúffufyrirtækis“Skiptastjóri skúffufyrirtækisins Sólin skín lýsir viðskiptum þess við Glitni sem mjög óeðlilegum. Það tapaði 2.200­földu stofnfé sínu á 90 dögum en fékk áfram fyrir­greiðslu.

VIkAn SEm VAR

NýttBYKOblaðer komið út!

Frábærtverð og

spennandivörur!

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

HELGARBLAÐ

30 viðhorf Helgin 10.-12. júní 2011

Þekkt kennileiti á besta stað

902m² - 3., 4. og 5. hæð ( 3. og 4. hæð: 394,5m², 5. hæð: 113,4m²)

Möguleiki að leigja hverja hæð sér eða allt saman

Miklir möguleikar í skipulagi vinnurýmis

Góð staðsetning, næg bílastæði, öll þjónusta í næsta nágrenni

Vönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk

www.reitir.is

Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson840 [email protected]

Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrirtækið á sviði útleigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Reitir hafa yfi r að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið.

Mjög vandaðar skrifstofur í virðulegu hverfi í miðbænum

Húsnæðið skiptist í opin vinnurými og stórt fundarherbergi

Tvær byggingar tengdar saman með 41,2m² móttöku og kaffi aðstöðu

Byggingin til leigu er um 270m², stendur við Grjótagötu

Sérmerkt bílastæði fylgja húsinu

TIL LEIGU

TIL LEIGU

Kringlan 1103 Reykjavík

Túngata 6101 Reykjavík

Naipaul hinn breski hefur valdið miklu fári í menningarlífi enskumælandi landa með niðrandi ummælum sínum um kvenrithöfunda sem hann segir sýnilega síðri karlpeningi í blekbændastétt. Margir hafa stungið niður penna og hneykslast á ummælum hans vestan hafs og austan. Frú Athill, sem var útgefandi Naipauls um áratuga skeið og er komin á tíræðisaldur, segir í viðtölum í bresku pressunni að enginn skuli taka mark á tuðinu í karlinum sem sé orðinn elliær og hafi alltaf litið niður á konur og talið þær karlmönn-um óæðri eins og framkoma hans við eiginkonu og hjákonur hafi sýnt. Þeirri stund hafi hún sjálf orðið fegnust þegar hún losnaði við hann af höfundalista sínum því geðillska hans og dónaskapur eigi sér engin takmörk. -pbb

Karlar eru betri höfundar en konur

Bókardómur 25 gönguleiðir reynir ingiBjartsson

r eynir Ingibjartsson hefur á forlagi Sölku sent frá sér aðra gormabók um gönguleiðir. Sú

fyrri var um göngutúra í nágrenni Reykjavíkur en þessi telur 25 göngu-leiðir á Hvalfjarðarsvæðinu, það er frá Kollafirði upp í Andakíl og Skorradal. Langt út fyrir Hvalfjörðinn. Heiti kversins er því rangnefni. Nú, svo vantar inn í kverið til dæmis Leggja-brjótinn sjálfan og göngu um hverfis Hvalvatn. Báðar þessar göngu leiðir eru kjörið efni í bók helgaða Hval-firði; höfundurinn hefur það eitt sér til afsökunar að hann hefur ætlað að hafa 25 í titlinum og því leitað fanga í nálægum héruðum.

Að öllu öðru leyti er þetta dægileg bók, með fínum ljósmyndum og kortum, skilmerkilegum leiðarvísum og með miklu söguefni um forn minni þótt þar sé parturinn úr Íslendingasögum ansi

fyrirferðarmikill. Lítið eða ekkert er vitnað til Jarðabókarinnar sem hefði ver-ið fróðlegt; hverjar nytjar voru af þeim jörðum sem farið er um. En bókin er góð til síns brúks. Í hana vantar, eins og margar viðlíka bækur, réttindaskrá sam-kvæmt lögum um hvar menn mega fara um annarra land. Meinfýsni landeigenda er fræg á Íslandi ef göngumenn eru á ferð og því skylt að greina göngumönn-um frá sjálfsögðum réttindum þeirra ef landið á ekki að lokast fótgangandi.

32 bækur Helgin 10.-12. júní 2011

kvikmyndagerð tvær stórmyndir í undirBúningi

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson

[email protected]

Í ritröðinni Erlend klassík er komin út óvið-jafnanleg þýðing Karls Ísfeld á sögum Jaros­lavs Hasek um þann góða dáta og hundakaup-mann Svejk. Einar Kárason skrifar inngang að sögunni þar sem hann gerir örstutta grein fyrir Hasek og lífshlaupi hans eftir bestu fáanlegu heimildum. Ekki leggur Einar í að greina eftir hvaða þýðingum Karl Ísfeld þýddi söguna sem kom fyrst út á stríðsárunum. Hitt segir Einar víst að sagan sé ein af fyndnustu og skemmtilegustu skáldsögum fyrr og síðar.

Útgáfa Forlagsins er 477 blaðsíður í kiljubroti, sett með nokkuð smáu letri og skreytt frábærum myndum Josefs Lada þótt þess sé ekki getið í sjöttu útgáfu þessa ástsæla verks. Þær munu í allt vera um 600 og hafa ráðið mestu um mynd-hugmynd okkar um Svejk blessaðan. -pbb

Svejk í sjöttu útgáfu

Búsorgir og búkgleði konunga Íslands

Tak mal þinn og gakkÖnnur bók Reynis Ingibjartssonar um gönguleiðir er komin út hjá Sölku. Bókin er með skil-merkilegum leiðarvísum, fínum ljósmyndum og kortum ásamt mklu söguefni um forn minni.

Danska pressan sagði frá því þegar kvikmyndahátíðin í Cannes stóð sem hæst að nú væru í undirbún-ingi tvær stórmyndir byggðar á sög-um frá veldistíma konunga okkar sem sátu lengst af í Kaupmanna-höfn. Sagan af lækninum Struen-see (1737-1772) og ástamálum hans við hirð Kristjáns VII hefur lengi heillað menn: Erik Balling (79 af stöðinni, Olsen banden og Mata-dor) vann lengi að handriti um maka Karólínu Matthildar, drottn-ingar okkar (1751-1775), sem kom loks út á bók 1997 undir nafninu Skandallinn. Sama ár bað Nordisk film Per Olov Enquist að skoða þetta efni með handritsgerð í huga. Hann setti þá saman bók um þennan þrí-hyrning sem kom út tveimur árum síðar og í íslenskri þýðingu 2002 og heitir Líflæknirinn. Ekkert varð af kvikmyndinni.

„Grand old man“ í danskri ný-gildri tónlist, Bent Fabricus Bjerre, samdi söngleik um Struensee 2001, en árið áður hafði komið út skáldsaga, Prinsesse af blodet, um málið eftir Bodil Steensen-Leth. Hana tóku þeir Zentropa-bræður og sömdu eftir henni kvikmynda-handrit sem nú er í tökum og fer Mads Mikkelsen með hlutverk

Struensees. Væntanlega verður þar dvalið við síðustu andartök læknis-ins þegar hann var slitinn í sundur í opinberri aftöku danska aðals-ins. Myndin er fullfjármögnuð og verður frumsýnd á næsta ári með völdum hópi ungra danskra leikara.

Önnur skáldsaga sem er á leið á hvíta tjaldið er saga frá stjórnartíð konungs okkar, Kristjáns IV. Hún er eftir bresku skáldkonuna Rose Tremain og verður leikstýrt af Lone Scherfig. Sagan heitir Music and Silence og lýsir búsorgum og búksorgum kóngsins sem á þriðja áratug sautjándu aldar fór illa út úr þrjátíu ára stríðinu. Hér kemur við sögu „hin konan“ í lífi hans, Kirs-ten Munk, sem hann gat með tólf börn fram hjá drottningunni sinni. Samhliða kóngadramanu gerir Tre-main sér mat úr ástum lútuspilara og hirðdömu sem enda illa þegar Kristján sendir frillu sína frá hirð-inni í stofufangelsi á Jótlandi.

Norska og danska hirðin okkar – því við vorum lengst af hluti af uppihaldi þessa fólks – er morandi í spennandi sögum ef einhver hefur bara vit á að koma þeim á framfæri við veröldina, eins og þau Scherfig og Nicolaj Arcel fá nú tækifæri til í velhöldnum höllum Danaveldis.

Heimsókn sænska rithöfundarins Kajsa

Ingemarsson til Íslands í síðustu viku vakti verð-skuldaða athygli á bók hennar, Allt á floti. Hún

er mest selda skáld-sagan hjá Eymundsson

þessa vikuna.

vinsæl skvísuBók

25 gönguleiðir á Hvalfjarðar-svæðinuReynir Ingibjartsson

152 bls.

Salka 2011

Mógilsá og Esjuhlíðar

Kjalarnes

Saurbær á Kjalarnesi

Norðan Akrafjalls

Hvítanes við Grunnafjörð

Melabakkar

Ölver og Katlavegur

Hafnarskógur

Andakílsárfossar

Skorradalur og Síldarmannagötur

Umhverfi Draghálss

Saurbær á Hvalfjarðarströnd

Bjarteyjarsandur og Hrafneyri

Bláskeggsá og Helguhóll

Þyrilsnes

Kringum Glym

Botn Brynjudals

Fossárdalur og Seljadalur

Hvítanes í Hvalfirði

Hvammsvík

Hálsnes og Búðasandur

Meðalfell í Kjós

Vindáshlíð og Laxá í Kjós

Eilífsdalur

Hvalfjarðareyri

Hér er lýst 25 gönguleiðum á hinu svokallaða

Hval fjarðar svæði, sem teygir sig kringum Esjuna,

Akra fjall og Skarðsheiði, auk undirlendisins við

Hval fjörð. Göngu leiðirnar eru flestar hringleiðir,

að jafnaði 3-6 kílómetra langar og tekur um eina

til tvær klukkustundir að ganga þær. Oftast tekur

ekki nema hálfa til eina klukkustund að komast

á göngustað, náttúra Hvalfjarðarsvæðisins er því

sannarlega við bæjarvegginn.

Höfundur bókarinnar, Reynir Ingibjartsson, hefur

leitað uppi marga forvitnilega staði sem ekki eru

öllum kunnir og lagt sérstaka áherslu á minjar frá

tíma hersetunnar í Hvalfirði. Stórátak í skógrækt

og uppgræðslu hefur gert Hvalfjarðarsvæðið

að mikilli útivistarparadís. Hinar löngu strendur

Hvalfjarðar og Borgarfjarðar laða líka að fólk allan

ársins hring.

Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum göngu-

hring, ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það

sem fyrir augu ber.

Backside flap Back FrontSpine Frontside flap

Reynir Ingibjartsson

Þú ekur á

stað

inn, gengur s

kem

mti -

legan hrin

g og ky

nnist fr

iðsæ

lum

vinjum

náttú

runnar.

N á t t ú R A N V I ð B æ j A R V E G G I N N

25 gönguleiðir á hvalfjarðarsvæðinu

N á t t ú R A N V I ð B æ j A R V E G G I N N

25 gönguleiðir á hvalfjarðarsvæðinu

tt

úR

AN

VIð

jAR

VE

GG

INN

25 gö

ng

uleið

ir á

hva

lfjar

ða

rsvæ

ðin

u

salka.is

Hraunin og Straumsvík

Ásfjall og Ástjörn

Garðaholt og Hleinar

Gálgahraun

Álftanes og Bessastaðatjörn

Kópavogsdalur

Fossvogsdalur

Öskjuhlíð

Seltjarnarnes og Grótta

Örfirisey

Laugardalur

Laugarnes og Sund

Kringum Grafarvog

Innan Geldinganess

Umhverfis Varmá

Hafravatn

Við Reynisvatn

Við Rauðavatn

Ofan Árbæjarstíflu

Elliðavatn og Vatnsendi

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðahlíð

Búrfellsgjá

Kaldársel og Valahnúkar

Hvaleyrarvatn

Bókin 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu færir okkur

ný tæki færi til að nálgast umhverfi okkar. Hér eru 25

hring leiðir í nágrenni þéttbýlisins sem allar eru auð farnar

og það tekur yfirleitt ekki meira en eina klukku stund að

ganga þær. Í flestum tilvikum er hægt að velja á milli hvort

genginn er stærri eða minni hringur.

Leiðirnar er flestar í útjaðri byggðarinnar, við sjávarsíðuna,

í dalverpum, meðfram ám og vötnum í friðsælum vinj um

náttúrunnar. Tilvaldir göngutúrar sem hægt er að skreppa

í þegar myndast óvænt glufa í þungan og gráan hvunn-

daginn eða til að glæða helgarnar lífi og fersku lofti.

Það er ótrúlegt hve víða er að finna leynistaði sem eru

fagrir og friðsælir. Fáir þekkja höfuðborgarsvæðið betur

en útivistar maðurinn Reynir Ingibjartsson, sem hefur

markað leiðirnar og skrifað um þær margvíslegan fróð-

leik varðandi minjar og sögustaði.

Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum gönguhring,

ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það sem fyrir augu

ber. Þessi bók er frábær félagi og er á við besta heimilis-

hund. Hún hvetur þig til dáða og auðveldar heilsubótina.

Nú þarftu ekki lengur að ganga sama gamla hringinn,

heldur geturðu kynnst náttúru höfuðborgarsvæðisins á

alveg nýjan hátt. Góða skemmtun.

25

Backside flap Back FrontSpine Frontside flap

Reynir Ingibjartsson

Þú ekur á

stað

inn, gengur s

kem

mti -

legan hrin

g og ky

nnist fr

iðsæ

lum

vinjum

náttú

runnar.

N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A R V E G G I N N

25 GÖNGULEIÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A R V E G G I N N

25 GÖNGULEIÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

TT

ÚR

AN

VIÐ

JAR

VE

GG

INN

25 GÖ

NG

ULEIÐ

IR Á

FUÐ

BO

RGA

RSVÆ

ÐIN

U

salka.is

Í sama bókaflokki hefur komið út met sölu-bókin 25 GÖNGU-LEIðIR á HÖFUð-BORGAR-SVæðINU

Reynir Ingi­bjartsson höfundur bókanna 25 gönguleiðir á höfuð-borgarsvæð-inu sem út kom í fyrra og hinnar nýútkomnu 25 göngu-leiðir á Hvalfjarðar-svæðinu.

Ein af mörgum frábærum myndum Josefs Lada af góða dátanum Svejk.

Naipaul Geðvondur og elliær – segir fyrrum útgefandi hans til margra ára.

Bókardómur ólífulundurinn Björn valdimarsson

ólífulundurinnBjörn Valdmarsson

175 bls.

Næst 2011

Svik, tál og prettirKvartsár kapítalisti í hremmingum.

Svikasaga er undirtitill skáldsögunnar Ólífulundurinn eftir Björn Valdimars-son sem komin er út í kilju hjá forlaginu Næst. Sagan er ekki löng, 175 blaðsíður í kiljubroti, og gæti verið í snotrara um-broti, með miklum eyðum við kaflaskil. Hér er einfaldasta gerð glæpasögu-formsins nýtt til að koma á framfæri kjarnyrtri lýsingu á þróun fjármálakerf-is á Íslandi frá bankafyrirgreiðslu-kap-ítalismanum sem hér viðgekkst lengi til hrunveldis hinna áköfu og nýríku við-skipta- og lögfræðinga.

Ung blaðakona fær tilboð um að koma til Ítalíu að hitta íslenskan kaup-sýslumann sem kominn er yfir miðjan aldur og situr sæll á sveitasetri í Tosk-ana. Hún slær til, hittir kallinn og hann rövlar mikið og lengi um hvernig hann komst í álnir þrátt fyrir að allt hafi verið honum mótdrægt í fyrirgreiðslukerf-

inu. Nú hefur hann styggt einhverja krimma og þeir hóta öllu illu. Það er góður kostur í Toskana og fer svo að stelpan leggst með kallinum en þá fer að kárna gamanið. Samfara sögunni af samdrætti þeirra tveggja hefur lesandi fylgst með sendli sem flytur bíl á milli landa. Kominn á meginlandið er sá strákur kominn í slagtog með dópuðum ofstopamönnum og hvert liggur leið þeirra? Suður í lundinn.

Þessi saga er ekki merkileg, efnisrýr og dregur ekkert nýtt fram um hvernig lánleysi okkar í efnahagsstjórn varð til þess að sumir urðu ríkir en aðrir ekki. Það virðist þó vera tilgangur skáldsins Björns. Aldrei verður það of oft kveðið í eyru almennings þótt ekki dugi það meðan á þingi sitja enn menn sem eru í forsvari fyrir svikafélög og setja okkur hinum lög og álögur. -pbb

Alicia Vikander og Mads Mikkelsen, hér í hlutverki hirðlæknisins Johanns Struensee. Ljósmynd/Zentropa

Meira í leiðinni WWW.N1.IS

Nýr 4ra rétta seðill og A la Carte í Perlunni

Veitingahúsið Perlan Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207

Netfang: [email protected] Vefur: www.perlan.is

A la Carte

LYSTAUKI

Gæsa “Carpaccio”

REYKT BLEIKJA

hægelduð með radísum, wakamesalati og wasabi-ís

1 glas. Collezione Pinot Grigio Sensi – Ítalía

HÖRPUSKEL OG HUMAR TEMPURA

með graskermauki, paprikusalsa og chilikremi

1 glas. Collezione Pinot Grigio Sensi – Ítalía

LAMBAHRYGGUR

ofnbakaður með grænertum, rótargrænmeti,

fondant kartöflu og rósmarínsósu

1 glas. “La Montesa” Crianza – D.O.C. Rioja – Spánn

*** eða ***

FISKUR DAGSINS

ferskasti fiskurinn hverju sinni

útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

1 glas. Sancerre Sélection Premiére – Guy Saget – Frakkland

PASSION TERTA

með hindberjamottu og vanilluís

1 glas. Late Harvest Sauvignon Blanc – Concha Y Toro – Chile

Verð 12.380 kr. með 1 glasi af sérvöldu víni með hverjum rétti (alls 4 glös).

verð 7.490 kr.

Gjafabréf PerlunnarGóð gjöf við öll tækifæri!Gjafabréf

PerlunnarGóð gjöf við öll tækifæri!

Vissir þú?Að uppskriftin af humarsúpu Perlunnar (sem er á A la Carte seðlinum) kemur frá belgíska matreiðslumeistaranum Pierre Romeyer. Hann er af jafningjum talinn vera einn besti matreiðslu-maður síðustu aldar. Hann gaf aldrei út matreiðslubók en hann gaf matreiðslumeisturum Perl-unnar allar sínar uppskriftir!

C100 M60 Y0 K30

Pantone Coated 281

Svart

Hvítt

Nýr

MatartíMinn innflutt vor

t rausti Jónsson veðurfræðingur ritaði fyrir nokkru á heimasíðu sína að á tímabilinu 20. apríl til 20. maí væru

svalar og nokkuð stífar norðanáttir oftast ríkjandi. Þetta tímabil einkenndist af veður-fari sem væri eiginlega of kalt til að kallast vor en of meinlaust til að tilheyra vetri og væri því í raun sérstök árstíð – eins konar El Niño á Kyrrahafi eða hinn árlegi Harmattan-vindur, sem blæs norðan frá Sahara og yfir mestalla Vestur Afríku.

Vetur, sumar, vor, haust og garriEn hvort sem þetta er rétt hjá Trausta eður ei, fer vanalega lítið fyrir vorinu á Íslandi. Veturinn gefur reyndar eftir en þó varla. Og sumarið læðist svo hljóðlega aftan að okkur að við tökum varla eftir því fyrr en það er allt

í einu komið; grænt og með einstaka hlýjum degi.

Árstíðirnar á Íslandi gætu verið svona: Svalt og stutt sumar lætur undan vindasömu og blautu hausti sem fellur inn í langan en alls ekki svo kaldan vetur (mestu stillurnar og þurrviðrin eru vanalega á veturnar í Reykjavík). Síðan kemur vor yfir eina helgi sem hinn árlegi garri kveður í kútinn. Þegar hann loks hverfur er aftur komið sumar.

Þetta ágæta ár, 2011, hefur garri sest upp á landsmenn og fæst ekki burt. Það er kominn 10. júní og hann blæs enn. Vorið – ef það kom þá vor – er löngu gleymt. Bjartsýnir menn sjá til sumars eftir þjóðhátíð.

Fólk sem setti út kryddjurtir hefur náð þeim aftur inn. Maðurinn finnur til með fíflunum sem virðast með kuldahroll í gang-stéttarkantinum. Það eru komin lauf á trén en þau eru enn pervisin og smá.

Engar árstíðir úti í búð – eða allarÞegar svona viðrar er gott að skjótast inn í stórmarkað og kaupa sér vor frá löndum þar sem vorið er vor; ekki bara smá sólarglenna og útsprunginn fífill heldur heil hljómkviða þar sem öll náttúran vaknar með hvelli og söng.

(En svo að allrar sanngirni sé gætt hefur Guð komið því þannig fyrir að þeir sem fá svona fín vor fá ekki svöl og þægileg sumur, sem minna á æsku og ungdóm, heldur þung og heit, dösuð og þreytt eins og örvasa gamalmenni sem sofnar undir tré.)

Stundum ruglar hnattvæðingin okkur þó í ríminu. Við vitum að kúrbítur eða spergill er skorinn upp í Evrópu en samt höldum við á ættingjum hans frá Chile í höndunum í Bón-usverslun í Reykjavík. Og þegar við fáum loks jarðarber úr nálægum löndum erum við fyrir löngu búin að éta okkur leið á jarðar-berjum frá Ástralíu og Suður-Afríku.

Gamalt trix frá GrikklandiEn þegar við missum aðgang að árstíða-sveiflum náttúrunnar í hinum andlega garra stórmarkaðanna getum við búið okkur til andlegt vor með ímyndunarafli og einni sítrónu.

Það heitir Avgolemono í Grikklandi. Þú býrð þá til annað hvort einfalda glæra fiski-súpu, kjúklinga- eða grænmetissúpu, smakk-ar hana til og kryddar og slekkur á hellunni. En áður en þú berð hana á borð hrærirðu saman tveimur eggjarauðum og safa úr einni sítrónu og hellir saman við súpuna. Þá lyftist súpan öll upp og kætist.

Þetta er grískt trix til að endurvekja minn-ingu um liðið vor. En við getum beitt því í garranum til að sefa þrána eftir sumri.

uppskriftir suðrænt vor

spergill, spergill HerM þú Mér

34 matur

Það krefst undirbúnings að halda upp á vorið með því að borða spergil, táknmynd evr-ópsks vors. Næst þegar þú ferð út í búð skaltu spyrja hvenær grænmetið kemur með flugi frá Evrópu. Fáðu nákvæma dagsetningu og tímasetningu.

Bíddu færis og hlauptu út í búð á hárréttum tíma. Skoðaðu fyrsta búntið af spergli sem þú sérð (þau eru öll frá sama framleiðanda, skorin upp á sama tíma og því óþarfi að skoða mörg búnt ) – þú þarft bara að ákveða hvort búntið sem þú heldur á er nógu ferskt. Ef stilkarnir eru farnir að þorna upp, leggðu frá þér búntið og kauptu eitthvað annað í matinn. Reyndu aftur í næstu viku. Spergill er eitt

af því sem er gott ferskt en hvorki fugl né fiskur eftir það.

Þegar þú loks hefur höndlað ferskan spergil ferðu með hann heim og hreinsar hýðið með grænmetisskrælara tvo sentimetra eða svo frá krónu-blöðunum og niður að enda stilksins. Þú tekur þá utan um stilkendann með annarri hendi og um spergilinn, aðeins fyrir neðan krónuna, með hinni og brýtur stilkinn. Hann brotn-ar akkúrat á réttum stað; þar sem stilkurinn verður of

trénaður til að vera góður.Þú getur geymt stilk-

endana og afskurðinn og reynt að gera úr því súpu, en

okkur finnst aspassúpa ekki nógu góð til að hafa fengið okkur til þess.

Besta leiðin til að sjóða spergil er standandi í vatni sem nær

upp að krónu. Þá sjóða stilk-arnir í vatninu á meðan krónan gufusoðnar og allt verður akkúrat rétt soðið. Ef þú átt ekki sérsmíð-aðan aspaspott eða finnur ekki leið til að láta þetta virka í öðrum

pottum, geturðu annað hvort soðið aspasinn liggjandi eða gufusoðið hann.

Og svo borðar þú hann; annað hvort heitan eða kaldan. Og með sem minnstum tilbún-aði. Smá eggjahræra ef það er morgun- eða hádegisverður. Þú getur líka linsoðið egg, tekið ofan af því, kryddað rauðuna með salti og pipar, látið örlítið lint smjör saman við og dýft sperglinum í rauðuna og bitið í. Og borðað gott brauð með. Eða lagt spergilinn í grunnt fat með nokkrum smjörklípum, raspað parmesan yfir og sett undir heitt grill þar til osturinn bráðnar. Eða útbúið Hollandaise-sósu og látið eins og þú sért í hádegisverði á strandhóteli við Bristol og það sé komið vor.

La primavera

Vorið sjálft

Helgin 10.-12. júní 2011

Þegar vorið er orðið svo svalt að það er hreinlega kalt, er gott að skjótast inn í stórmarkað og fagna hinu innflutta vori. Spergill, kúrbítur, baunir, spínat, sítróna og eggaldin í bland við íslenska tómata og agúrkur flytja með sér keim af evrópsku vori inn í eldhúsið.

Ef þið finnið litlar en ferskar sítrónur frá Ítalíu eða Grikklandi úti í búð skuluð þið kaupa hell-ing og hafa í öll mál. Það færir vorið heim og heldur kvefinu fjarri. Ljós-myndir/Nordic Photos

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

Matur

Þrjú tilbrigði við sama voriðI. Evrópskt vor er til dæmis spergill, kúrbítur og strengjabaunir. Kauptu handfylli af hverju og skerðu í mjóar ræmur. Ef veður er svalt getur þú steikt lauk, hvítlauk og púrru í potti, hellt yfir lítra af vatni eða soði og tómat úr dós, soðið í 15 mínútur með skorpunni af parmesan-ostinum sem þú vissir ekki hvað þú áttir að gera við. Veiddu skorpuna upp úr, kryddaðu soðið með salti og pipar og sjóddu ræmurnar af vorinu í 3-5 mínútur eftir þykkt. Þá er komin minestrone alla primavera (stórsúpa vors-ins). Austu í skálar og dreyptu sítrónusafa og ólívuolíu yfir.

II. Ef veður er skaplegra skaltu steikja ræmurnar skamma stund í olíu á pönnu og setja síðan til hiðar. Saxaðu lauk smátt og steiktu í olíu á sömu pönnu. Settu þar næst handfylli af arbo-rio-hrísgrjónum á pönnuna, hitaðu vel og bættu við 2-3 fínsöx-uðum hvítlauksrifjum. Helltu hvítvínsglasi yfir og þegar þetta er soðið niður bætir þú við rúmum lítra af heitu kjúkingasoði í smáum skömmtum. Ekki hafa of mikinn hita, þá sýður soðið upp en hrísgrjónin drekka það ekki í sig. Þegar soðið er búið og hrísgrjónin al dente, blandar þú strengjunum þínum sam-an við, hnefafylli af rifnum parmesan og smjörklípu og leyfir

risotto alla primavera (hrís-grjónakássu vorsins) að

jafna sig undir loki í 5 mínútur. Stráðu

steinselju yfir og meiri parmesan.

III.Ef veður er enn

skaplegra skaltu sjóða saltvatn í

stórum potti og leyfa suðunni að koma vel upp.

Hentu þá spaghettíi eða tag-liatelle í pottinn og sjóddu það síðan mín-

útu skemur en leiðbeiningarnar á pakkanum segja til um. Hitaðu olíu á pönnu á meðan og steiktu fínt saxaðan lauk, smá hvítlauk og vorsins ræmur skamma stund. Helmingaðu kirsuberjatómata og bættu út á pönnuna. Ef þú átt hvítvín skaltu hella glasi yfir pönnuna, annars sama magni af soð-inu af spaghettíinu. Geymdu aukalega soð þegar þú hellir af spaghettíinu, settu spaghettíið á pönnuna, hrærðu því saman við grænmetið, bættu við soði ef þarf og leyfðu pastanu að jafna sig undir loki í 5 mínútur. Þá ætti pasta alla primavera (hvítlengjur vorsins) að smakkast eins og vorið sem okkur

Vorið er einfalt og fljótlegt – ekki bara vegna þess að grænmetið þarf ekki mikla

eld-un heldur líka vegna þess að vorið kallar á þig, út að starfa og burt frá pottunum.

Spergill fæst nú í búðum nánast árið um kring. Á vetrum kemur hann í flugi alla leið frá Chile. En snemma vors kemur evrópskur spergill, fyrst sá græni og mjói og síðan sá hvíti og sveri. Evrópski spergillinn hverfur síðan aftur um mitt sumar.

ódýrtalla daga

fyrst og fremst ódýrt

AGA GAS ER ÖRUGGT VALHEIMA OG Í FRÍINUÞú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Sem stærsti söluaðili própangass á norðurlöndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas.

Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas.

ÍSAGA ehf. • www.gas.isBreiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími 5773000

Söluaðilar ÍSAGA ehf. á höfuðborgarsvæðinu:ÍSAGA: Breiðhöfða 11 og Eyrartröð 8, Hafnarfirði - Verslanir BYKO - Atlantsolía, Kópavogsbraut

Umboðsmenn ÍSAGA ehf á landsbyggðinni:Selfoss: Vélaverkstæði Þóris, s. 482 3548. Vestmannaeyjar: Neta- og karaverkstæði Nethamars, s. 481 3226. Sauðárkrókur: Byggingarvörudeild Kaupfélags Skagfirðinga,s. 455 4626. Reyðarfjörður: Landflutningar–Samskip, s. 458 8840. Ísafjörður: Þröstur Marsellíusson hf, s. 456 3349. Akureyri: Sandblástur og málmhúðun hf, s. 460 1515.

Spurningakeppni fólksins

Gunnar Reynir Valþórssonfréttamaður

1. Nærbuxur. 2. Átta.

3. Baldur Þórhallsson 4. Ísafirði.

5. Ekki hugmynd.

6. Hvít-Rússar. 7. Valdimar?

8. Nóra?

9. Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg. 10. San Salvador. 11. Man það ekki.

12. Miðvikudögum. 13. 55 ára. 14. Veit það ekki.

15. Alicante. 8 rétt.

Halldór Högurðurráðgjafi1. Nærbuxur. 2. 10. 3. Baldur Þórhallsson. 4. Patreksfirði. 5. Pétur Gunnlaugsson?

6. Lukkulega veit ég þetta ekki.

7. Skýið, eina áheyrilega lagið með Björgvin

Halldórssyni. 8. Gullbrá. 9. Hef ekki hugmynd.

10. Pass.

11. Alveg stolið úr mér.

12. Skammast mín fyrir að vita þetta en það er á

miðvikudögum. Tek samt aldrei þátt. 13. 55 ára. 14. Ekki hugmynd.

15. Alicante. 9 rétt.

Svör: 1. Nærbuxur, 2. Tíu, 3. Baldur Þórhallsson, 4. Patreksfirði, 5. Bill Clinton, 6. Hvít-Rússar, 7. Skýið með Björgvin Halldórssyni, 8. Gullbrá, 9. Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson, 10. San Salvador, 11. Bankastræti 0, 12. Miðvikudögum, 13. 55 ára, 14. Geir Þorsteinsson, 15. Alicante.

MY

ND

: B

RA

GI

H./

PU

BLI

C D

OM

AIN

2 5 1

3 4

9 6

1 7

9

9 5 8 6

3 6 2

1 8 5

7 4 6

6 3 8

2 1 7 4

4 6 9

1

9 8 6 4 1

5 1 3

6 9 4 5

7 6

4 9 8

36 heilabrot Helgin 10.-12. júní 2011

Sudoku

Sudoku fyrir lengra komna

kroSSgátan lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni

?1. Hvaða flíkur sem áður voru í eigu fjárglæfra-

mannsins Bernards Madoff voru seldar á uppboði fyrir 22.800 krónur?

2. Hversu margar tilnefningar til Grímuverð-launanna hlaut uppsetning Þjóðleikhússins á Lé konungi?

3. Hvaða stjórnmálafræðingur hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður Marðar Árna-sonar?

4. Hvar hélt Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sjómannadagsræðu sína?

5. Undir hvaða nafni er William Jefferson Blythe III betur þekktur?

6. Hverjir eru mótherjar íslenska U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu í fyrsta leik liðsins á EM í Danmörku?

7. Hvaða lag hefst á orðunum „Mín leiðin löng er síðan, ég lagði upp í ferð“ og með hverjum er það?

8. Hvað heitir stuttmynd Björns Hlyns Haralds-sonar um útigangskonu sem Nína Dögg Filipusdóttir leikur?

9. Tveir íslenskir knattspyrnumenn spila með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Hvað heita þeir?

10. Hvað nefnist höfuðborg El Salvador?

11. Hvað heitir ný bók Einars Más Guðmunds-sonar?

12. Á hvaða dögum er dregið í Víkingalottóinu?

13. Hvað er Bubbi Morthens gamall?

14. Hvað heitir formaður Knattspyrnusambands Íslands?

15. Við hvaða borg er flugvöllurinn sem Guð-bergur Bergsson rithöfundur fékk í arf?

Meira í leiðinniWWW.N1.IS

VEIÐIKORTIÐ FÆST Á N1

ÍSAGA ehf. • www.gas.isBreiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími 5773000

AGA GAS ER ÖRUGGT VALHEIMA OG Í FRÍINU

800 5555ALLA DAGA FRÁ 15 TIL 21

HEIMSENDINGARÞJÓNUSTAÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

GRILLDAGUR VÍKURVERKSLaugardaginn 11. júní

Kl. 12 til 16

O-GRILL 3000 VINSÆLUSTU FERÐAGRILLIN

TILBOÐSVERÐ

29.950

VERÐ ÁÐUR 44.950

ÉG SÉ UMGRILLIÐ !

DESEO FJÖLSKYLDUHÚS ÁRGERÐ 2011

SKYGGNI / FORTJALD Á FELLIHÝSI OG HJÓLHÝSIPAKKAST ALLT INN Í POKA OG TEKUR EKKERT PLÁSS INN Í VAGNINUM. FLJÓTLEGT Í TJÖLDUN

AÐEINS ÖRFÁ HOBBY ÁRGERÐ 2011 EFTIR

KNAUS HJÓLHÝSI ÁRGERÐ 2011

ÖLL LEIKFÖNG MEÐ 50% AFSLÆTTI

FERÐAVARA Í GRÍÐALEGU ÚRVALI.

TILBOÐSVERÐ

179.950

VÍKURHVARFI 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • [email protected] • WWW.VIKURVERK.IS

FELLIHÝSI ÁRGERÐ 2011

Föstudagur 10. júní Laugardagur 11. júní Sunnudagur

38 sjónvarp Helgin 10.-12. júní 2011

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:10 Notting Hill Notting Hill Bresk gamanmynd frá árinu 1999. Með aðalhlut­verk fara Julia Roberts, Hugh Grant og Rhys Ifans

19:45 So you think You Can Dance (1/23) Stærsta danskeppni í heimi snýr aftur áttunda sinn.

Sjónvarpið16:10 Allar mættar e 16:50 Vormenn Íslands (7:7) e 17:20 Mörk vikunnar 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Otrabörnin PB&J Otter (24:26) 18:22 Pálína Penelope (18:28) 18:30 Galdrakrakkar (23:47) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Notting Hill Notting Hill 22:15 Barnaby ræður gátuna (1:8) Í þessari mynd rannsaka Barnaby og Jones aðstoðarmaður hans lát Simons Brights sem finnst í gömlum Humber við flugvöll sem hætt er að nota. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að hann hafi stytt sér aldur en svo kemur í ljós að hinn látni hafði fengið þungt höfuðhögg og hugsanlega verið meðvitundarlaus þegar hann svo dó úr kolmónoxíðseitrun. Kærasta Simons, Laura Sharp, finnst hvergi en svo deyr þorps­flagarinn og reynt er að drepa annan vin hennar. Barnaby er viss um að morðinginn sé einn af gömlu kærustunum hennar Lauru en þeir eru margir svo að það er úr vöndu að ráða. 23:55 Uppvöxtur Hannibals 02:00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Rachael Ray (e)08:45 Pepsi MAX tónlist16:10 WAGS, Kids & World Cup Dreams17:10 Girlfriends (19:22) (e)17:30 Rachael Ray18:15 America's Next Top Model (e)19:00 Million Dollar Listing (6:9)19:45 Whose Line is it Anyway? 20:10 Rules of Engagement (5:26)20:35 Parks & Recreation (5:22)21:00 Running Wilde - NÝTT (1:13)21:25 Happy Endings - NÝTT (1:13)21:50 Law & Order: Los Angeles22:35 Penn & Teller (5:10)23:05 The Good Wife (20:23) (e)23:55 CSI: New York (23:23) (e)00:40 Smash Cuts (2:52) (e)01:05 Law & Order: LA (12:22) (e)01:50 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Proof10:00 12 Men Of Christmas14:00 Proof 16:00 12 Men Of Christmas20:00 Ghosts of Girlfriends Past22:00 Copying Beethoven 00:00 The Godfather 102:50 Shoot ‘Em Up 04:15 Copying Beethoven 06:00 The Nutty Professor

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:15 Oprah08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 The Doctors 10:15 60 mínútur 11:00 Jamie Oliver’s Food Revolution11:45 Life on Mars (6/17) 12:35 Nágrannar13:00 Friends (10/24) 13:25 Grey Gardens15:05 Auddi og Sveppi15:30 Barnatími Stöðvar 217:05 Bold and the Beautiful 17:30 Nágrannar17:55 The Simpsons (21/22) (21:22)18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:11 Veður 19:20 The Simpsons (3/23) 19:45 So you think You Can Dance21:10 Miss Congeniality 223:05 The X-Files: I Want to Believe00:50 Bachelor Party02:30 Stop-Loss04:20 Grey Gardens Mynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum um tvær sérkenni­legar frænkur Jackie Kennedy. 06:00 The Simpsons (3/23)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Dallas - Miami17:20 Arnold Classic18:05 LA Liga’s Best Goals19:00 Pepsi mörkin20:10 Dallas - Miami22:00 F1: Föstudagur22:30 European Poker Tour 623:20 Box - J. M. Marquez - M. Katsidis

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

19:00 Premier League World19:30 Liverpool - Newcastle, 1995 20:00 Alfonso20:25 Everton - Manchester United, ´95 20:55 West Ham - Chelsea22:40 Chelsea - Sunderland, 1996 23:10 Tottenham - Blackburn

SkjárGolf 06:00 ESPN America08:10 Fedex St. Jude Classic (1:4)11:10 Golfing World12:00 Golfing World12:50 PGA Tour - Highlights (21:45)13:45 Fedex St. Jude Classic (1:4)16:50 Champions Tour - Highlights17:45 Inside the PGA Tour (23:42)18:10 Golfing World19:00 Fedex St. Jude Classic (2:4)22:00 Golfing World22:50 US Open 2009 - Official Film23:50 ESPN America

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Brunabílarnir / Strumparnir / Lalli / Algjör Sveppi08:35 Barnatími Stöðvar 209:00 Algjör Sveppi 09:50 Latibær 10:00 Stuðboltastelpurnar 10:25 Bardagauppgjörið 10:50 iCarly (17/45) 11:15 Glee (21/22) 12:00 Bold and the Beautiful13:40 So you think You Can Dance15:05 Grillskóli Jóa Fel (1/6) 15:40 Sjálfstætt fólk 16:20 The Ex List (8/13) 17:10 ET Weekend 17:55 Sjáðu18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:49 Íþróttir 18:56 Lottó 19:04 Ísland í dag - helgarúrval19:29 Veður 19:35 America’s Got Talent (2/32) 20:20 Old Dogs21:50 Tropic Thunder 23:40 Welcome Home, Roscoe Jenkins01:35 Blonde Ambition 03:10 Texas Chainsaw Massacre04:40 ET Weekend 05:25 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:50 Veiðiperlur12:25 OneAsia Tour - Highlights13:25 F1: Föstudagur13:55 Formúla 1 - Æfingar15:00 Almeria - Barcelona16:45 Formúla 1 2011 - Tímataka Beint18:20 Golfskóli Birgis Leifs (11/12) 18:50 KR - FH 20:40 Pepsi mörkin 21:50 Box - A. Khan - M. R. Maidana23:30 Formúla 1 2011 - Tímataka

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:00 Premier League World17:30 Fernando Hierro 17:55 Goals of the Season 2010/201118:50 Chelsea - Arsenal20:35 Everton - WBA22:20 Newcasltle - West Ham

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:05 Golfing World07:55 Fedex St. Jude Classic (2:4)10:55 Golfing World11:45 US Open 2000 - Official Film12:45 Inside the PGA Tour (23:42)13:10 Fedex St. Jude Classic (2:4)16:10 Golfing World17:00 US Open 2002 - Official Film18:00 US Open 2006 - Official Film19:00 Fedex St. Jude Classic (3:4)22:00 US Open 2008 - Official Film23:00 Inside the PGA Tour (23:42)23:25 ESPN America

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:01 Fæturnir á Fanneyju (36:39) 08:13 Herramenn (22:52) 08:24 Ólivía (33:52) 08:34 Töfrahnötturinn (13:52) 08:47 Með afa í vasanum 08:57 Leó (40:52) 09:00 Disneystundin 09:01 Finnbogi og Felix 09:24 Sígildar teiknimyndir (38:42) 09:30 Fínni kostur (17:21) 09:53 Hið mikla (6:20) 10:20 Popppunktur Klassart - Skálmöld e 11:25 Landinn e 11:55 Horfnir heimar (2:6) 12:50 Roðlaust og beinlaust 13:40 Önnumatur frá Spáni (4:8) e 14:30 Landsleikur í handbolta Úkraína - Ísland BEINT 16:15 Táknmálsfréttir 16:30 Ísland - Austurríki BEINT 18:00 Fréttir 18:20 Veðurfréttir 18:30 EM Spánn - England BEINT 20:45 EM - samantekt BEINT 21:15 Landinn 21:45 Sinfóníutónleikar í Hörpu 00:10 Sunnudagsbíó - Góða hjartað 01:50 Tríó (1:6) 02:15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:10 Rachael Ray (e)12:50 Rachael Ray (e)13:35 Million Dollar Listing (6:9) (e)14:20 Top Chef (3:15) (e)15:10 The Biggest Loser (8:26) (e)16:00 Survivor (4:16) (e)16:45 WAGS, Kids & World Cup Dreams17:45 Happy Endings (1:13) (e)18:10 Running Wilde (1:13) (e)18:35 Girlfriends - LOKAÞÁTTUR18:55 Rules of Engagement (5:26) (e)19:20 Parks & Recreation (5:22) (e)19:45 America's Funniest Home Videos20:10 An Idiot Abroad - LOKAÞÁTTUR21:00 Law & Order: Criminal Intent21:50 Californication (11:12)22:20 Blue Bloods (19:22) (e)23:05 Last Comic Standing (2:12) (e)00:05 The Real L Word: Los Angeles (e)00:50 CSI: Miami (1:24) (e)01:35 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 The Darwin Awards 10:00 Duplicity12:05 Kalli á þakinu 14:00 The Darwin Awards 16:00 Duplicity18:05 Kalli á þakinu20:00 Marilyn Hotchkiss Ballroom ...22:00 Wanted00:00 The Green Mile03:05 Rocky Balboa 04:45 Wanted

21:45 Sinfóníutónleikar í Hörpu Einleikari Víkingur Heiðar Ólafsson, stjórn­andi Vladimír Ashkenazí. Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens.

21:00 Rocky IIBandarísk kvikmynd frá árinu 1979 um boxarann Rocky Balboa.

15:30 EM Ísland - Hvíta Rúss-land BEINT Fyrsti leikur U21 landsliðs Íslands á EM í Danmörku

19:40 Ramsay’s Kitchen Nightmares (8/8) Gordon Ramsay heimsækir veitingahús þar sem allt er að fara í hundana.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Sjónvarpið08:00 Morgunstundin okkar 08:01 Lítil prinsessa (11:35) 08:11 Skellibær (48:52) 08:21 Litlu snillingarnir (25:28) 08:44 Múmínálfarnir (5:39) 08:55 Sæfarar (1:52) 09:06 Veröld dýranna (15:52) 09:11 Sveitasæla (7:20) 09:23 Millý og Mollý (24:26) 09:36 Mókó (1:52) 09:44 Engilbert ræður (13:78) 09:52 Lóa (16:52) 10:05 Hérastöð (10:26) 10:20 Sonny fær tækifæri (1:5) 10:45 Sonny fær tækifæri (2:5) 11:15 Enginn má við mörgum (6:6) E 11:50 Kastljós E 12:20 Demantamót í frjálsum 14:30 Mörk vikunnar E 15:00 Vormenn Íslands (7:7) e 15:30 EM Ísland - Hvíta Rússland BEINT 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Fréttir 18:25 Veðurfréttir 18:30 EM Danmörk - Sviss BEINT 20:40 Lottó 20:45 EM - samantekt BEINT 21:15 Popppunktur Klassart - Skálmöld22:20 Gíslar Hostage 00:15 Rangtúlkun Lost in Translation 01:55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist12:55 Rachael Ray (e)13:40 Rachael Ray (e)14:20 Rachael Ray (e)15:05 High School Reunion (4:8) (e)15:50 America's Next Top Model (e)16:35 90210 (22:22) (e)17:20 An Idiot Abroad (8:9) (e)18:10 Girlfriends (21:22)18:30 The Bachelor (7:11) (e)20:00 Last Comic Standing (2:12)21:00 Rocky II23:00 Last Chance Harvey (e)00:35 The Real L Word: Los Angeles (e)01:20 Smash Cuts (4:52)01:45 Girlfriends (20:22) (e)02:05 The Real Housewives ... (e)02:50 Whose Line is it Anyway? (e)03:15 Penn & Teller (4 & 5:10) (e)04:15 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Someone Like You 10:00 Waynes’ World 2 12:00 Hairspray14:00 Waynes’ World 216:00 Someone Like You18:00 Hairspray20:00 The Nutty Professor22:00 The Onion Movie00:00 Friday the 13th02:00 Lions for Lambs 04:00 The Onion Movie 06:00 Marilyn Hotchkiss

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Könnuðurinn Dóra 07:25 Elías 07:35 Áfram Diego, áfram! 08:00 Algjör Sveppi09:40 Histeria! 10:00 Kung Fu Panda 11:30 Sorry I’ve Got No Head 12:00 Nágrannar13:45 Mad Men (8/13) 14:35 America’s Got Talent (2/32) 15:20 Gossip Girl (17/22) 16:05 Amazing Race (5/12) 16:55 Oprah17:40 60 mínútur18:30 Fréttir Stöðvar 219:15 Frasier (18/24) 19:40 Ramsay’s Kitchen Nightmares20:30 The Mentalist (23/24) 21:15 Rizzoli & Isles (5/10) 22:00 Damages (4/13) 22:45 60 mínútur23:30 Daily Show: Global Edition00:00 Glee (21/22) 00:45 Fairly Legal (1/10) 02:00 Nikita (12/22) 02:45 The Closer (7/15) 03:30 Undercovers (7/13) 04:15 Love at Large05:50 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:45 Arnold Classic11:30 Nanshan China Masters14:30 OneAsia Tour - Highlights15:25 Hermann Hreiðarsson16:00 Golfskóli Birgis Leifs (11/12) 16:30 Formúla 1 - Montreal Beint19:00 F1: Við endamarkið19:30 Real Madrid - Deportivo21:15 Formúla 1 - Montreal23:15 F1: Við endamarkið23:45 Miami - Dallas Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

17:00 Aston Villa - Arsenal18:45 Batistuta19:15 Liverpool - Newcastle, 1998 19:45 Premier League World20:15 Newcastle - Liverpool22:00 Man. City - Everton23:45 PL Classic Matches: Chelsea - Arsenal, 1997

SkjárGolf 06:00 ESPN America07:30 Fedex St. Jude Classic (3:4)10:30 US Open 2008 - Official Film11:30 Italian Open (2:2)15:30 Fedex St. Jude Classic (3:4)18:30 Inside the PGA Tour (23:42)19:00 Fedex St. Jude Classic (4:4)22:00 Golfing World22:50 US Open 2009 - Official Film23:50 ESPN America

12. júní

sjónvarp 39Helgin 10.-12. júní 2011

Í sjónvarpinu accused

Engir standa Bretum framar þegar kemur að framleiðslu vandaðs sjónvarpsefnis og breytir þá engu hvort um er að ræða grín, spennu eða há-drama. RÚV sýnir þessar vikurnar Sakborninga á miðvikudagskvöldum. Alveg hreint frábærir þættir og þvottekta dæmi um að í sjónvarpi geta Bretar gert eitthvað sem engir aðrir geta.

Hver þáttur segir sjálfstæða sögu af einstak-lingi sem bíður réttarhalda og síðan er rakið hvað varð til þess að viðkomandi komst í þessa óþægilegu stöðu. Sögurnar hingað til hafa verið firnasterkar. Þær hitta áhorfandann lóðbeint í hausinn og hrista aðeins upp í sálarlífinu. Það er ekki síst fyrir frábæran leik sem slagkraftur þáttanna er jafn mikill og raun ber vitni en Bret-

ar virðast alltaf eiga frábæra leikara í hvaða hlutverk sem er. Sjálfsagt vegur þar sterk og rótgróin leikhúshefðin þungt og áreynsluleysi leikaranna í Sakborningum, þegar þeir takast á við erfiðar tilfinning-ar, er magnað.

Þættirnir eru runnir undan rifjum handritshöf-undarins Jimmys McGovern sem er sérstaklega flinkur við að segja átakanlegar og erfiðar sögur sem skilja eitthvað eftir sig.

Hann skrifaði handritið að hinni frábæru bíó-mynd Priest (1994) og á heiðurinn af glæpaþátt-unum Cracker þar sem hinn þéttholda Robbie

Coltrane fór á kostum í hlut-verki drykkfellda og spila-sjúka sálfræðingsins Fitz sem aðstoðaði lögregluna við lausn flókinna sakamála með alls konar sálfræðitrix-um og niðursuðudósaheim-speki. Þá komu þættirnir

The Lakes og The Street, sem hafa verið sýndir í íslensku sjónvarpi, úr smiðju McGoverns og eru flestum sem á horfðu eftirminnilegir.

Maður grenjar ekki mikið yfir afnotagjöldun-um á meðan RÚV býður upp á jafn mikinn lúxus og Sakborningana.

Þórarinn Þórarinsson

Það sem Bretar einir getaÞað gustaði af hinum fína leikara Christopher Eccles-ton í Sakborningum.

Þyngdarstjórnun – orka – úthald – árangur

Metasys er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða

100%náttúrulegt

www.metasys.is

estra stórmarkaða

Metasys breytti lífi mínu!„Fyrir 5 árum byrjaði ég að taka inn Metasys vegna þess að Metasys hafði hjálpað vinkonu minni mikið sem er með liðagigt.“

Alltaf þreytt„Í langan tíma hafði ég verið rosalega þreytt, þurfti að leggja mig daglega og hafði alls ekki þann lífskraft sem ég vildi hafa. Þetta breyttist á aðeins þrem dögum eftir að ég byrjaði að taka Metasys.

Metasys er andoxunarefni sem lagar húð, hár og lífskraftinn. Það líta allir út eins og ung-lingar sem taka Metasys, sjáið bara mig!

Öll fjölskylda mín tekur Metasys og ég segi við fólk sem vill breyta lífi sínu strax, Þá er þetta auðvelda leiðin.“

Kraftaverk„Sl. vor var ég í miklum rannsóknum vegna sykursýki og í framhaldinu leitaði ég til Happ um ráðleggingar með mataræði.Ég fékk hjálp frá þeirra sérfræðingum og fóru þeir í gegnum allt hjá mér. Þeir hentu út m.a. öllum vítamínbirgðunum en eftir stóð Metasys og lífrænn matur. Ég er allt önnur í dag og sykursýkin sefur vært. Ég hef upplifað mörg kraftaverk á lífsleiðinni og Metasys er eitt þeirra. Það er svo auðvelt að bæta líf sitt svo um munar með Metasys.“

hefur þetta að segja um Metasys

Sigríður Klingenberg

Innflutningsaðili: Gengur vel ehf.

PR

EN

TU

N.IS

40 bíó Helgin 10.-12. júní 2011

Z erkalo-kvikmyndahátíð-in var haldin í fimmta sinn í maí en nafn há-

tíðarinnar vísar til Spegils-ins, myndar Tarkovskís frá árinu 1975 sem fór illa í yfir-völd í Sovétríkjunum sálugu. „Hátíðin er haldin í borginni Ivanovo, hans heimahéraði, þar sem Spegillinn gerist, þar sem hann fæddist og fjöl-skyldan leitaði skjóls í seinni heimsstyrjöldinni,“ segir Guð-rún. „Við vorum þarna fimm manna alþjóðleg dómnefnd og áttum að velja eina mynd af tíu sem kepptu til verðlauna og einn leikara og eina leikkonu. Myndin Dagbækur Músan frá Kóreu var valin besta mynd-in en hún fjallar um Norður-Kóreumann sem flýr til Suð-ur-Kóreu en lífið reynist síst auðveldara þar.Þetta var heil-mikið ævintýri og mikið við okkur haft og við fórum víða. Við heimsóttum heimabæ Tar-kovskís þar sem allur bærinn og lúðrasveitin tók á móti okk-ur. Þar var opnað menningar-hús og svo plöntuðum við trjám fyrir utan hjá honum.“

Mikið var um dýrðir á há-tíðinni þar sem sýndar voru

nýjar rússneskar myndir, stuttmyndir, heimildarmyndir og teiknimyndir. „Ég sá bara þessar tíu myndir í keppn-inni og þorði varla að vera að ergja mig á að skoða dag-skrána vegna þess að þar var ótrúlegur fjöldi mynda sem ég hefði viljað sjá en hafði ekki tök á. Síðan voru allar mynd-irnar hans Tarkovskís sýndar og líka uppáhaldsmyndirnar hans. Þetta er nú svokallaður heimsfrægur maður þótt hann sé ekki frumsýndur hér.“

Tarkovskí er, ásamt Ser-gei Eisenstein, þekktasti kvikmyndaleikstjóri Sovét-ríkjanna. Hann vakti heims-athygli árið 1962 með sinni fyrstu mynd, Barnæsku Ívans, sem vann til verðlauna á kvik-myndahátíðinni í Feneyjum. Næsta mynd hans, Andrei Ru-blyov, hlaut ekki náð fyrir aug-um yfirvalda í Sovétríkjunum, þar sem hún var bönnuð til ársins 1971, en vann engu að síður til verðlauna í Cannes.

Eftir að Tarkovskí gerði Nostalghia á Ítalíu árið 1983 flúði hann Sovétríkin og gerði Fórnina í Svíþjóð en myndin náði þeim ótrúlega árangri að vinna til fjögurra verðlauna í Cannes. Myndin var frum-sýnd 1986 en krabbamein dró leikstjórann til dauða í des-ember það ár.

Ralph Fiennes, sem hefur farið mikinn sem Voldemort í Harry Potter-myndunum, var formaður dómnefndarinnar á Zerkalo-hátíðinni. Sænski

Pólverjinn Michal Leszczy-lowski var einnig í nefndinni en hann klippti Fórnina á sín-um tíma og þau Guðrún voru einu meðlimirnir sem höfðu persónuleg kynni af Tar-kovskí. „Það eru ekki marg-ir eftirlifandi,“ segir Guðrún sem þótti vænt um að fá að hitta systur Tarkovskís og son hans sem varð eftir í Sov-étríkjunum þegar Tarkovskí yfirgaf landið.

Guðrún segir Fiennes vera hinn viðkunnanlegasta og prýðilegasta mann í alla staði. „Hann hefur einhverjar blóð-taugar til Rússlands og langar til að leika Fávita Dostojef-skís. Hann lék í Onegin fyrir nokkrum árum og hefur verið í landinu við tökur og er mjög dáður í Rússlandi. Allar kerl-ingarnar sem leiddu okkur um söfnin vildu fá myndir af sér með honum og sama er að segja um krakkana sem fengu í hnén enda er Harry Potter þekktur alls staðar.“

Zerkalo-hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2007 og þá var Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti karlleikarinn fyrir leik sinn í Börnum.

guðrún gísladóttir sat í dómnefnd Zerkalo film festival

bíódómur kung fu Panda 2

frumsýnd

Í Rússlandi með VoldemortÁrið 1986 lék Guðrún Gísladóttir í Fórninni, síðustu mynd rússneska leikstjórans Andreis Tarkovskí en leikstjórinn lést þetta sama ár. Rússar, rétt eins og kvikmyndaunnendur úti um víða veröld, hafa minningu Tarkovskís í hávegum og halda árlega alþjóðlega kvikmyndahátíð á heima-slóðum leikstjórans. Guðrún er nýkomin heim frá Rússlandi þar sem hún átti sæti í dómnefnd sem breski leikarinn Ralph Fiennes fór fyrir.

t eiknimyndin um pönduna og lánlausa núðlukokkinn Po, sem

komst loks í snertingu við sinn innri slagsmálahund og varð mikil hetja, var bráðskemmtileg. Ekta ævintýri sem skemmti börnum jafnt sem full-orðnum og ekki svíkur framhalds-myndin sem er í raun betri í alla staði.

Po er nú orðinn fullgildur með-limur í hinu frækna Kúng Fú-gengi þeirra Tigress, Monkeys, Mantis, Vi-pers og Cranes. En það er lítill tími til að slaka á þar sem nýr og snar-óður andstæðingur, Shen, skýtur

upp kollinum og ætlar sér að leggja gervalt Kína undir sig.

Inn í söguna er svo fléttað forsögu Pos enda er það aldrei tilviljun þeg-ar óttalegir aular finna hjá sér innri styrk til að láta hetjudrauma sína rætast. Fyrir því eru alla jafna góðar og gildar ástæður þótt þær hafi ekki farið hátt. Spyrjið bara Loga Geim-gengil.

Öllum ómissandi þráðum er vafið smekklega saman þannig að nóg er af gríni, spennu, hasar og tilfinn-ingum í réttum hlutföllum. Þá spillir ekki fyrir að myndin er afskaplega

áferðarfögur og á köflum tilkomu-mikil.

Síðan kemur það vitaskuld í hlut frábærra leikara að negla myndina saman í þá góðu skemmtun sem hún er. Hér er valin manneskja í hverju rúmi. Jack Black endur-tekur leikinn sem Po og Dustin Hoffman talar áfram fyrir núðlu-kokkinn, fóstra Pos. Angelina Jolie, Jackie Chan, Seth Rogen, Lucy Liu og David Cross fylla svo flokk verndara Friðardalsins. Vænn slatti af nýjum persónum mætir til leiks en þar fer mest fyrir illfyglinu Shen

sem Gary Oldman túlkar af sinni stöku snilld en fáir standa þeim leikara jafnfætis þegar kemur að skuggalegum skúrkum.

Kung Fu Panda 2 er því skotheld skemmtun. Mátulega spennandi og krúttleg og þeir sem hafa þeirri skyldu að gegna að fylgja smáfólk-inu í bíó þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þessi bíóferð sé sóun á dýrmætum tíma fullorðna fólksins. Þórarinn Þórarinsson

Gamanmyndin Bridesmaids greinir frá vandræðum Annie sem krefst þess að fá að sjá um allt er viðkemur væntanlegu brúðkaupi bestu vinkonu hennar, Lillian. Annie tekur ekki annað í mál en að vera aðal brúðarmærin en því hlutverki fylgja meiri og þyngri skyldur en hún hafði gert sér í hugarlund. Sjálf er hún með allt sitt í klessu, ástlaus og einmana,

en lætur það samt ekki stoppa sig. Hún þarf að smala saman nokkrum vinkonum Lillian sem eiga að vera brúðarmeyjar með henni en hópurinn er vægast sagt litskrúðugur og ósamstæður. Það kostar blóð, svita og tár að halda hópnum saman um leið og það þarf að skipuleggja brúðkaupsveisluna, velja kjólinn og síðast en ekki síst

skipuleggja gæsapartíið sem á að halda í Las Vegas þar sem allt getur gerst og gerir það iðulega. Bridesmaids kemur úr smiðju sömu aðila og gerðu gamanmyndirnar Knocked Up og The 40 Year Old Virgin sem ætti að gefa einhverja vísbendingu um á hvaða slóðum húmorinn er.Aðrir miðlar: Imdb: 7,7, Rotten Tomatoes: 88%, Metacritic: 75.

Mary&MaxMary Daisy Dinkle er ung stúlka sem býr við bágar aðstæður í Ástralíu. Foreldrarnir eru til skammar og hún er lögð í einelti í skólanum. Hún gerist pennavinur manns í New York, Max Jerry Horowitz að nafni. Max þjáist af offitu og geðrænum kvillum en þau tengjast vegna sameiginlegrar ástar á súkkulaði og skilja ein-manaleika hvort annars. Myndin fylgist með sambandi þeirra þróast í áratug en þegar slettist upp á vinskapinn heldur Mary til New York til að reyna að ná sáttum við þennan besta vin sinn. Aðrir miðlar: Imdb: 8,2, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic: -

Þetta er nú svokallaður heimsfræg-ur maður þótt hann sé ekki frumsýndur hér.

Þórarinn Þórarinsson

[email protected]

bíó

Guðrún með Ralph Fiennes sem var hvers manns hugljúfi á Zerkalo-kvikmyndahátíðinni.

Allir eru í Kúng Fú-fætingi18 myndir á Stutt-myndadögumStuttmyndadagar í Reykjavík verða haldnir í Bíó Paradís á miðviku- og fimmtudag í næstu viku. Uppskeran á stuttmyndaakrinum þykir óvenjugóð að þessu sinni en 65 myndir bárust og 18 þeirra voru valdar til að keppa á hátíð-inni. Verðlaunin fyrir bestu stuttmyndina eru 100.000 krónur, 75.000 fyrir annað sætið og 50.000 fyrir það þriðja. Venju samkvæmt verða veitt sérstök áhorfendaverðlaun og Sjónvarpið mun sýna verðlaunamyndirnar. Þá verður leikstjóra myndarinnar sem hafnar í fyrsta sæti boðið á kvikmyndahátíðina í Cannes á næsta ári þar sem hann tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

PromUnglinga-gamanmynd sem segir frá hópi krakka sem eru að undirbúa sig fyrir lokadans-leikinn í skólanum. Það er vitaskuld að mörgu að hyggja í flóknu lífi táninga sem reyna að hegða sér í samræmi við amerískar hefðir þegar að þessari stóru stund kemur. Aðrir miðlar: Imdb: 3,6, Rotten Tomatoes: 34%, Metacritic: 50.

Po og félagar mæta nýjum ógnvaldi í Kung Fu Panda 2.

Skrautlegar brúðarmeyjar

Brúðar-meyjarnar eru jafn ólíkar og þær eru margar.

Guðrún og Mar-ina Tarkovskæja, systir Tarkovskís heitins.

ÁSKRIFENDUR SKjÁSEINS ERU ÍGÓÐUM MÁLUMÍ SUMAR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

47

02

4

Skjá

rBíó

VO

D, S

kjár

Frel

si o

g Sk

járH

eim

ur e

r aðg

engi

legt

um

Sjó

nvar

p Sí

man

s. M

eð D

igit

al Ís

land

+ fæ

st a

ðgan

gur a

ð Sk

jáEi

num

og

Skjá

Frel

si.

SkjárfrelSiHorfðu

þegarþér Hentar

ekkert venjulegt sjónvarp

skjÁreInn aÐeIns

Á MÁnuÐI2.890 KR.

Áskrifendur SkjásEins þurfa ekki að missa af neinu í sumar. Með SkjáFrelsi horfa þeir einfaldlega á uppáhaldsþáttinn sinn þegar þeim hentar.

Vertu velkominn í hóp ánægðra áskrifenda og njóttu sumarsins í botn með SkjáEinum.

Hringdu núna og tryggðu þér áskrift í síma 595 6000 eða farðu inn á skjareinn.is

42 dýrin okkar Helgin 10.-12. júní 2011

N ú er sumarið loks gengið í garð og margir farnir að huga að ferða-lögum í sumarfríinu. Gæludýraeig-

endur standa þá frammi fyrir því að ákveða hvort dýrið geti komið með í ferðalagið eða hvort það komist í pössun. Kettir eru yfir-leitt frekar sjálfstæðir og þola ágætlega að vera einir í svolítinn tíma, svo lengi sem einhver kemur daglega að gefa þeim að borða og sinna þeim örlítið. Það sama á í raun við um nagdýr og páfagauka, en öll þessi dýr þurfa að sjálfsögðu félagsskap og verða einmana ef þau eru skilin eftir í lengri tíma. Enn betri lausn er því auðvitað að fá ættingja eða vin til að hafa gæludýrið í pössun hjá sér. Ef köttur fer í pössun á annað heimili verður þó að hafa í huga að hann mun líklega leita að útgönguleið og reyna að komast aftur til síns heima. Fjölmargir kettir hafa týnst á þennan hátt og það er jú sorglegur endir á annars skemmtilegu sumarfríi.

Því miður eru ekki allir sem eiga þess kost að hafa dýrin í pössun hjá vinum eða ættingjum, en þá eru nokkrar aðrar lausnir í boði. Kettir geta farið í pössun í Katt-holt (kattholt.is) og það eru að minnsta kosti tvö hundahótel á Íslandi, á Leirum á Kjalarnesi (hundahotel.is) og á Arnar-stöðum (simnet.is/hundahotel). Það er einstaklingsbundið hversu vel dýrin þola slíka vist; sum eru hæstánægð en önnur verða vansæl í þessu nýja umhverfi sem er þó nokkuð ólíkt heimili þeirra. Hundar eru mjög háðir fólki og geta ekki verið einir heima yfir helgi líkt og kettir. Ef þeir verða stressaðir á hundahóteli getur heima-pössun hentað betur og hægt er að borga öðru hundaáhugafólki fyrir slíka pössun. Á vefsíðunni hundahanna.is er miðlun fyrir hundapössun sem eflaust getur nýst

mörgum vel. Ef ferðast er innanlands velja margir

að taka hundinn eða hundana með og er það oft besti kosturinn en þó ekki alltaf. Hundurinn er þá nálægt eiganda sínum sem veitir honum ánægju og öryggi, en ferðalög geta reyndar valdið hundum mikilli streitu. Sumum hundum líður illa í bíl og verða stressaðir í löngum bílferðum. Þegar á áfangastað er komið er umhverfið nýtt og framandi og það getur verið erfitt fyrir suma hunda, en alls ekki alla.

Það eru ekki mörg hótel á Íslandi sem leyfa hunda en það eru samt sem áður nokkrir gististaðir. Á vefsíðu Hundarækt-arfélags Íslands (hrfi.is), undir flipanum „hundarnir“ og „hótel&gisting“, er listi yfir nokkra gististaði sem leyfa hunda. Flest tjaldsvæði leyfa hundahald að því gefnu að hundarnir séu alltaf í taumi, en það er ým-islegt áreiti á tjaldsvæði sem getur truflað marga hunda og valdið þeim hugarangri. Það má því ekki koma hundaeigendum á óvart ef hundurinn hagar sér öðruvísi en venjulega meðan á ferðalagi stendur, geltir ef til vill meira, á erfitt með að róa sig niður og fleira í þeim dúr. Hundar sem að jafnaði eru gæðablóð og rólegir heima við geta jafnvel átt það til að glefsa á ferðalagi, og því er mikilvægt að eigendur sjái til þess að börn eða ókunnugir séu ekki að skottast í kringum hundinn án eftirlits og huga að því að hundinum líði sem best á meðan á ferðalaginu stendur.

Að lokum er vert að minna hundaeig-endur á að þó að við búum á kalda Íslandi getur orðið lífshættulega heitt í bílum á sumrin. Ef hundurinn er skilinn eftir úti í bíl verður að leggja bílnum í skugga, skrúfa rúðurnar örlítið niður og hafa helst vatnsskál hjá hundinum.

Freyja og dýriN

Bestu vinir mannsins HuNdar og kettir

Freyja Kristinsdóttir

[email protected]

Það má því ekki koma hunda-eigendum á óvart ef hundurinn hagar sér öðruvísi en venjulega meðan á ferðalagi stendur ...

Hundum getur þótt gríðarlega gaman að koma með í tjaldútileguna en ferðir á ókunnar slóðir geta líka valdið þeim streitu. Ljósmyndir/Nordicphotos

É g hef mjög gaman af að fylgjast með því hvernig hundar hegða sér. Hver einasta litla hreyfing hefur þýðingu, hvort sem

það eru eyru sem sperrast, tunga sem sleikist hratt yfir nefið, skott sem dillast eða höfuð-hreyfing upp, niður eða til hliðar. Hundar tala saman með líkamstjáningu. Gelt, urr, væl og spangól er aðeins notað til að undirstrika það sem þeir hafa þegar sagt með líkamstján-ingunni, eða við aðstæður þar sem líkams-tjáningin dugar ekki til. Svo eru líka margir hundar sem hafa uppgötvað það að flest fólk skilur engan veginn þetta líkamstjáningar-form hunda, og hafa því gripið til þess ráðs

að gelta, urra og væla meira því mannfólkið virðist bregðast mun betur við því.

Margir eigendur skilja ekki hundana sína, ég sé það oft í mínu starfi. Það getur verið mjög sorglegt því atferlisvandamál hunda verða oftar en ekki til vegna misskilnings milli hunds og eiganda. Hundsbit geta einnig verið byggð á þessum sama misskilningi, og þá oft þar sem hundurinn er bundinn fastur eða króaður af. Við aðstæður þar sem hundur getur ekki flúið, getur hann orðið óöruggur þegar ókunnug manneskja eða barn nálgast til að klappa honum. Hundurinn sýnir þá ýmis merki sem þýða í raun „mér finnst þú frekar

ógnandi, vinsamlega komdu ekki nær“ og þessi merki geta til dæmis verið lækkuð höfuðstaða, gjóa augunum til hliðar, sleikja út um, geispa eða vera grafkyrr. Ef manneskjan skilur ekki þessi merki og færir sig nær hund-inum þarf hundurinn að grípa til ör-þrifaráða. Ef við lentum í svipuðum aðstæðum væri líklegt að við myndum reyna að hrinda viðkomandi frá okk-ur, en hundar eru ekki með hendur og það er þeim ekki eðlislægt að ýta frá sér með fram-fótunum. Þeir geta hins vegar urrað eða gelt með tilætluðum árangri og við mannfólkið

hörfum nánast alltaf. Ef hundur hef-ur aftur á móti oft verið skammaður fyrir að gelta eða urra, getur verið að hann fari beint yfir í glefsið. Og það eru þessi tilvik sem síðar er lýst sem „hundurinn glefsaði algjörlega upp úr þurru!“, en í raun var hundurinn búinn að gefa ýmis merki sem mann-eskjan hunsaði.

Það er því mikilvægt að skilja lík-amstjáningu hunda áður en maður klappar þeim. En besta reglan, sú sem við eigum að kenna börnunum okkar, er að sjálfsögðu að klappa aldrei ókunnugum hundum.

Klöppum aldrei ókunnugum hundum

Til umhugsunar í fríinuMismunandi möguleikar í boði fyrir ferfætlingana.

Freyja Kristinsdóttir

freyja @frettatiminn.is

BS nám í náttúrufræði

og skógfræði/landgræðsluÁkveðið hefur verið að

framlengja umsóknarfrest um BS nám í náttúrufræði

annars vegar og skógfræði/landgræðslu hins vegar.

Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu

Landbúnaðarháskóla Íslands.www.lbhi.is

Umsóknarfrestur er til 15. júní

Getur þú verið heimilisvinur Abigale?www.soleyogfelagar.is

Gæludýrin okkar Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og hundaþjálfari, sér um að skrifa reglulega um gæludýrin okkar í Fréttatímann.

Á Íslandi eru um 14.000 heimili með hund og enn fleiri með kött þannig að það ættu að vera nokkrir áhugasamir lesendur. Þarna verður fjallað um gæludýrin okkar. Þetta er lesefni fyrir fullorðið fólk sem á gæludýr en ekki dýrasíða fyrir börn.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa á þessum síðum hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímanns í síma 531 3300 eða [email protected]

Gáfaður páfagaukurBókin „Alex & Me“ fjallar um African gray-páfagaukinn Alex sem var í eigu vísindamannsins Irene Pepperberg. Irene kenndi Alex að tala og telja, og samband þeirra varð að 30 ára rannsóknarverkefni og efni í fjölda vísindagreina. Þetta er áhugaverð bók fyrir fuglaeigendur og í raun alla sem hafa áhuga á að lesa um gáfuð dýr.

Eitthvað fyrir kanínuaðdáendurMargir halda að kanínur eigi bara heima í Öskjuhlíðinni eða í kofa úti í garði. En kanínur geta reyndar verið hin skemmtilegustu gæludýr innandyra og jafnvel orðið gæfar og kelnar líkt og kettir. Vefsíðan fuzzy-rabbit.com svarar öllum spurningum lesenda varðandi kanínuhald innan-dyra. Þar er meðal annars fjallað um hegðun kanína og einnig er spjallborð fyrir kanínueigendur þar sem hægt er að skiptast á reynslusögum og skoðunum.

Alex & Me fjallar um samband páfagauksins Alex og vísindamanns-ins Irene Pepperberg.

ÍMKJÚKLINGA-BRINGUR

KR./KG2293 F

V FISKBORÐI

ÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

Við gerum meira fyrir þig

KR./KG

1195

Úrval, gæðiog þjónustaí Nóatúni

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTKJÖT

TOFFIFEE125 G

KR./STK.

399

GUNNARSKOKTEILSÓSA

KR./STK.

394KELLOGG´SKORNFLAKES500 G

KR./PK.

469

LAMBA RIB EYE

KR./KG

3598ÍSLENSKT

KJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

FRÁBÆRTFYRIR

SÆLKERANA! VERÐ!

MEÐLÆTIFERSKT

Á STAÐNUMBAKAÐ

MANGÓ

KR./KG

349

MAÍSSTÖNGLARFERSKIR FRÁ USA

KR./STK.

149

HNETU-VÍNARBRAUÐ

KR./STK.

149

BAGUETTE

KR./STK.

149

Hvítlaukshringur

KR./STK.

449

LAMBHAGA-SALAT

KR./STK.

299

SKORINNÁ STAÐNUM!

OG ILMANDINÝBAKAÐ

500 G

2 LÍTRAR

COKECOKE LIGHTCOKE ZERO

KR./STK.

279

Í NÓATÚNI NÝTT

GRILLIÐ!GOTT Á

SALATHÚSIÐLÉTTSÓSA2 TEGUNDIR

ÍSLENSKURGOUDA OSTUR

UNGNAUTAFILLE

KR./KG359010%afsláttur

HEILL GRÍSAHNAKKIM/ 3 OSTA FYLLINGU

KR./KG1399

LAMBALÆRI KRYDDAÐ AÐ EIGIN VALI

KR./KG1348

ÍSLENSKTKJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./STK.

98FLORIDANAHEILSUSAFI250 ML

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KRYDDAÐAÐ EIGIN VALI

ÍSLENSKTKJÖT

LAXAFLÖKBEINHREINSUÐ

KR./KG2498

NAUTAKJÖT100%ÍSLENSKTKJÖT

UNGNAUTA-HAMBORGARI120 G

KR./STK.269

OPNUNARTÍMI VERSLANA YFIR HVÍTASUNNUNA:

Austurver, Hamraborg og Nóatún 17Opið allan sólarhringinn, alla hvítasunnunaGrafarholt og Hringbraut11. júní Laugardagur Opið til miðnættis12. júní Hvítasunnudagur Lokað13. júní Annar í hvítasunnu Opið frá miðnætti

Styttu þér tíma og veldu fulleldað meðlæti beint úr kjötborði Nóatúns. Þú velur það sem hugurinn girnist, setur meðlætið á álbakka eða í álpappír og hitar upp.

MEÐLÆTI ÚR KJÖTBORÐI

– VELDU OG hITAÐU

SÍÐAN Upp

2 1FYRIR

MYLLU EYRARBRAUÐÚR ÍSL. BYGGI

n o a t u n . i s

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

ÍMKJÚKLINGA-BRINGUR

KR./KG2293 F

V FISKBORÐI

ÚR FISKBORÐI

FERSKIRÍ FISKI

Við gerum meira fyrir þig

KR./KG

1195

Úrval, gæðiog þjónustaí Nóatúni

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

ÍSLENSKTKJÖT

TOFFIFEE125 G

KR./STK.

399

GUNNARSKOKTEILSÓSA

KR./STK.

394KELLOGG´SKORNFLAKES500 G

KR./PK.

469

LAMBA RIB EYE

KR./KG

3598ÍSLENSKT

KJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

FRÁBÆRTFYRIR

SÆLKERANA! VERÐ!

MEÐLÆTIFERSKT

Á STAÐNUMBAKAÐ

MANGÓ

KR./KG

349

MAÍSSTÖNGLARFERSKIR FRÁ USA

KR./STK.

149

HNETU-VÍNARBRAUÐ

KR./STK.

149

BAGUETTE

KR./STK.

149

Hvítlaukshringur

KR./STK.

449

LAMBHAGA-SALAT

KR./STK.

299

SKORINNÁ STAÐNUM!

OG ILMANDINÝBAKAÐ

500 G

2 LÍTRAR

COKECOKE LIGHTCOKE ZERO

KR./STK.

279

Í NÓATÚNI NÝTT

GRILLIÐ!GOTT Á

SALATHÚSIÐLÉTTSÓSA2 TEGUNDIR

ÍSLENSKURGOUDA OSTUR

UNGNAUTAFILLE

KR./KG359010%afsláttur

HEILL GRÍSAHNAKKIM/ 3 OSTA FYLLINGU

KR./KG1399

LAMBALÆRI KRYDDAÐ AÐ EIGIN VALI

KR./KG1348

ÍSLENSKTKJÖT

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KR./STK.

98FLORIDANAHEILSUSAFI250 ML

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

BBESTIRÍ KJÖTI

ÚR KJÖTBORÐIÚR KJÖTBORÐI

KRYDDAÐAÐ EIGIN VALI

ÍSLENSKTKJÖT

LAXAFLÖKBEINHREINSUÐ

KR./KG2498

NAUTAKJÖT100%ÍSLENSKTKJÖT

UNGNAUTA-HAMBORGARI120 G

KR./STK.269

OPNUNARTÍMI VERSLANA YFIR HVÍTASUNNUNA:

Austurver, Hamraborg og Nóatún 17Opið allan sólarhringinn, alla hvítasunnunaGrafarholt og Hringbraut11. júní Laugardagur Opið til miðnættis12. júní Hvítasunnudagur Lokað13. júní Annar í hvítasunnu Opið frá miðnætti

Styttu þér tíma og veldu fulleldað meðlæti beint úr kjötborði Nóatúns. Þú velur það sem hugurinn girnist, setur meðlætið á álbakka eða í álpappír og hitar upp.

MEÐLÆTI ÚR KJÖTBORÐI

– VELDU OG hITAÐU

SÍÐAN Upp

2 1FYRIR

MYLLU EYRARBRAUÐÚR ÍSL. BYGGI

n o a t u n . i s

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llu o

g/eð

a m

ynda

bren

gl

46 tíska Helgin 10.-12. júní 2011

Útrýmum fordómumÉg býst stórlega við því að öll höfum við staðið okkur að því að dæma fólk áður en við þekkjum það. Ég veit ekki skýringuna á þessu háttalagi en einkennilegt er það þó. Við tölum um manneskjur sem við þekkjum ekki, dæmum þær og myndum okkur nei-kvæðar skoðanir. Nú, eða jákvæðar, sem er þó ekki ríkjandi.

Ég hef oft verið bæði gerandi og þolandi í þessum efnum. Það veit ég vel. Góðar vinkonur mínar í dag töldu mig vera allt aðra en ég er í raun og veru. Og það sama hélt ég um þær. Kannski er það klæðnaður, háttalag og tjáningin sem skipta mestu máli. Ómeð-vitað flokkum við einstakling-inn eftir klæðaburði og stimplum hann sem ákveðna stereótýpu. Höldum honum jafnvel í ákveðinni fjarlægð því hann á ekki við okkar persónuleika – tilheyrir hinum hópnum.

Hinn hópurinn er einfaldlega eitthvað verri en það sem við erum vön. Stundum er gott fyrir okkur að kíkja aðeins út fyrir kassann og kanna ótroðnar slóðir. Vera svolítið líbó og kynnast fólki sem kemur úr gjörólíkum menningarhópi. Halda okkur ekki við ein-hverja ákveðna týpu og sleppa öllum for-dómum. Því fordómar er hugtak sem þarf að útrýma. Það leiðir ekkert gott af sér, býr til leiðindi, vesen og drama.

María Lilja Þrastardóttir er 25 ára. Hún segist ætla að vinna með geðfötluðum í sumar og læra svo kvikmyndafræði í Háskólanum frá og með haustinu.„Tískuinnblástur má sækja víða og það er alltaf jafn

gaman að fylgjast með því hve íslenskar konur eru óhræddar við að fylgja eigin sannfæringu þegar kemur að klæðaburði. Sjálf klæði ég mig eftir skapi og líðan hverju sinni og minn stíll er mjög breyti-legur,“ segir María. „Í sumar er ég að skipuleggja svokallað Slut-Walk í Reykjavík. Þetta er alheims-hreyfing fólks sem hafnar alfarið klámvæðingu og hlutgervingu kvenna og þeirri hugmynd að konur

klæddar á einn eða annan hátt séu að þóknast fyrirfram mótuðum hugmyndum karla um kynþokka. Vegna þessara hug-mynda ber því miður á því að konur sem beittar eru kynferðisofbeldi séu gerðar ábyrgar fyrir gjörðum gerandans á þeim forsendum að þær hafi boðið upp á þetta með klæðnaði og fasi. Því legg ég áherslu á frelsi kvenna til að klæða sig eins og þær vilja og vekja jafnframt fólk til um-hugsunar um stöðu fórnarlamba kynferðisglæpa.“

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Ekki fótó-sjoppuð í auglýsinga-herferðSænska ofurmódelið Caro-line Forsling, sem er 35 ára, hefur lagt fram kæru á hendur snyrtifyrirtækinu Estée Lauder fyrir að fótó-sjoppa sig ekki í auglýsingu fyrir hrukkukrem. Hún segir að fyrirtækið hafi ekki valið þá mynd sem rætt var um, heldur aðra sem geri hana eldri en hún er í raun og veru. Caroline heldur því

fram að þessi auglýsingaherferð hafi eyðilagt feril hennar og fer því fram á 288 milljónir króna í skaðabætur.

Innblásturinn kemur úr skugganum

Það fer varla fram hjá nokkrum manni að vorið og sumarið einkennast af skærum og áberandi litum. En svo virðist litavalið ætla að taka skyndi-legum stökkbreytingum í haust og hafa helstu tískufyrirtæki heims sýnt fram á það. Snyrtivörur haust- og vetrarlínu tískurisans Chanel, Illusions d’Ombre de Chanel, sannar fyrir okkur þessa kenningu því hún einkennist af málmkenndri áferð og dökkum, drungalegum litum. Hönn-uður línunnar, Peter Philips, segir innblásturinn koma úr skugganum þar sem hvergi sést til sólar og þessi lýsing á svo sannarlega við um vörurnar.

Bloggarar hanna Mac-snyrtivörurFyrir nokkrum vikum auglýsti snyrtivörufyrirtækið Mac eftir bloggurum sem vildu hanna sínar eigin Mac-snyrtivörur. Umsækjendurnir voru margir en aðeins tíu stelpur voru valdar og flogið með þær til Toronto þar sem verksmiðja Mac er til húsa. Bloggararnir fengu svo frjálsarar hendur og hönnuðu sína eigin augnskugga og gloss. Snyrtisérfræðingar frá Mac völdu síðan fimm flottustu glossin og fjóra augnskugga sem skáru sig úr og verða til sölu í verslunum Mac í lok júní.

ÞriðjudagurSkór: FatamarkaðurBuxur: Anderson & LauthUndirkjóll: NostalgíaErmar: NostalgíaHálsmen: SpúútnikHattur: Nostalgía

MánudagurSkór: FatamarkaðurBuxur: SpúútnikBolur: KioskBelti: Spúútnik

MiðvikudagurSkór: FatamarkaðurSokkar: NostalgíaSokkabuxur: KrollKjóll: SpúútnikVesti: LólaSkart: Spúútnik

FimmtudagurHárskraut: SpúútnikSamfestingur: NostalgíaJakki: NostalgíaSokkabuxur: OrobluSkór: Gyllti kötturinn

FöstudagurSkór: Gyllti kötturinn

Pils: SpúútnikBelti: Spúútnik

Jakki: H&MBrjóstahaldari: La Senza

Armband: SpúútnikSólgleraugu: eBay

Berst fyrir meira frelsi í klæðaburði

5dagardress

FASHIONSHOP.ISNý vefsíða með það nýjasta frá Los Angeles „Borg Englana!“

Við erum líka á facebook

fyrstu hæð

Sími 511 2020

FLOTTIR ÍTALSKIR SANDALAR - MARGIR LITIR - MIKIÐ ÚRVAL

MESTA ÚRVAL LANDSINS AF ÍTÖLSKUM SPORTSKÓM - MIKIÐ ÚRVAL AF SANDÖLUM

LÉTTIR OG ÞÆGILEGIR BARNASKÓR Á GÓÐU VERÐI

Erum á

LAR - MARGIR LITIR

ARNASKÓR Á GÓÐ

KÓM MIKIÐ ÚR

11.790,-

2 litir11.790,-

10.990,-

3 litir9.690,- 12.990,-

2 litir

4.990,-

2 litir5.990,-

2 litir2.990,-

4 litir

12.990,-

3 litir11.990,-

2 litir10.490,-

2 litir11.490,-

3 litir

7.490,- 5.890,-

Helgin 10.-12. júní 2011

Giles-sólgleraugun eru hvöss, rokkaraleg en jafnframt

rómantísk.

Prada-útgáfan er með mýkri línur en hinar.

Thierry Lasry eru sumarleg og sæt, hvít að lit og með

blómaskrauti.

Gleraugun frá Dior eru mild og klæðileg.

Gleraugun frá YSL taka mann aftur í tímann. Dömuleg og

sæt.

Sólgleraugnatískan hefur verið síbreytileg frá ári til árs og aldrei er hægt að spá fyrir um næsta trend. Cat eye-sól-gleraugun, eða kattaraugun, hafa verið mjög áberandi það

sem af er sumri og allir helstu hönnuðir heims hafa boðið upp á sína útgáfu af þeim.

Kattaraugun vinsæl í sumar

Alexander Wang- sól-geraugun eru heldur

ýkt en flott.

48 tíska Helgin 10.-12. júní 2011

ÍSAGA ehf. • www.gas.isBreiðhöfða 11 • 110 Reykjavík • Sími 5773000

AGA GAS ER ÖRUGGT VALHEIMA OG Í FRÍINU

800 5555ALLA DAGA FRÁ 15 TIL 21

HEIMSENDINGARÞJÓNUSTAÁ HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Sumargleði30-50% afsláttur

af völdum vörum

Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

www.lindesign.issendum frítt úr vefverslun

Mikið úrval af fallegum skóm og töskum

Gæði & Glæsileiki

FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16

Sérverslun með

Eftirsóttasti stílisti stjarn-anna, Rachel Zoe, hefur að-stoðað margar þeirra við að finna sinn eigin persónu-lega stíl. Hún hefur verið mjög eftirsótt en hefur þó lagt vinnuna aðeins til hliðar eftir að hún eignaðist sitt fyrsta

Fyrsti milljarða-mæringurinn í fyrir-sætuheiminumFyrir nokkrum vikum var gefinn út listi með hæst launuðu fyrirsætum heims og var ofurfyrirsætan Gisele Bundchen þar í fyrsta sæti, níunda árið í röð. Nú segir vefsíðan forbe.com frá því að allt bendi til þess að fyrirsætan verði fyrsti dollara-millj-arðamæringurinn af fyrirsætu-störfum. Á síðustu árum hefur hún verið dugleg við að koma nafni sínu á framfæri; hannað eigin nærfata- og skólínu, töfrað fram sitt eigið ilmvatn og fleira sem gefur henni nóg að seðlum í vasana.

Lína í takt við sumariðÁ mánudaginn var frumsýnd ný fatalína á vefversluninni Asos.com og er hún svo sannarlega í takt við sumarið. Línan hefur verið gríðarlega eftirsótt á síðustu dögum og eru þetta helst hvítir blúndu-kjólar sem henta vel við öll tækifæri og sækja innblástur í sjötta áratuginn. Einnig býður línan upp á handtöskur í stíl, skó og skart. Asos.com hefur reynst okkur Íslendingum vel í gegnum tíðina. Öruggur vefur sem býður upp á helstu fatamerkin og sendingar-kostnaðurinn er í lágmarki.

Ofurkona með aðra línubarn í mars síðastliðnum. Svo virðist þó sem hún hafi ekki þolað að leggja vinn-una alveg til hliðar því að á næstu dögum er að koma á markaðinn ný fatalína frá ofurkonunni. Innblásturinn virðist svo sannarlega kominn frá

henni sjálfri því flíkurnar eru eins og sniðnar á hana og fyrir-sæturnar sem sitja fyrir eru einnig algjörar eftir-líkingar af henni. Línan er sumarleg, litrík og hippa-leg, alveg eins og Rachel sjálf.

R auði jakkinn vinsæli sem Michael Jackson skartaði á myndbandi sínu við lagið Thriller verður á uppboði í Beverly

Hills, Los Angeles, 25. júní. Fyrrum búninga-hönnuður söngvarans fékk jakkann í hendur stuttu eftir gerð myndbandsins og hefur hann ákveðið að láta hann frá sér. Jakkinn er áritaður af kónginum sjálfum og búist er við að verðið hækki töluvert vegna þess. Byrjunaverð jakk-ans mun vera 400 þúsund dollarar, sem er tæp-ar 460 milljónir íslenskra króna, en búist er við að hann fari ekki á minna en tvöfalt það verð. Margir láta sig dreyma um þennan grip en hafa því miður ekki nægt fé milli handa. Þeir þurfa að láta sér nægja góða eftirlíkingu af jakkanum sem fæst fyrir 100 þúsund krónur.

Einnig verður hárkolla kappans, sem hann skartaði á myndbandinu This is it, til sölu á sama uppboði og búist er við að söluverð henn-ar verði ekki undir milljón krónum. Glamúr-hanskarnir frægu, sem söngvarinn bar á verð-launahátíðinni American Music Awards, eru einnig á uppboðinu og er því spáð að þeir fari á 40 milljónir íslenskra króna.

Jakki Michaels Jackson til sölu

Alveg eins og BeyoncéVið höfum ekki séð mikið af Solange Knowles sem er líklega frægust fyrir að vera ótrúlega lík eldri systur sinni, söngkonunni Beyoncé Know-les. Nú hefur hún verið útnefnd nýjasta andlit snyrtivörulínu breska fyrirtækisins Rimmel London. Gagn-rýnendur hafa látið vel í sér heyra og segja þetta vera ódýra leið til að koma andliti Beyoncé á stór auglýs-ingaplaköt því vart sjáist munur á þeim systrum á auglýsingu fyrir-tækisins. Meira að segja hafa þær raddir heyrst að andliti Solange hafi verið breytt í fótósjoppi til að líkjast stjörnunni systur sinni enn meira.

SIGNATURES OF NATURE SMÁRALIND SIMI 511-10-09

50 menning Helgin 10.-12. júní 2011

liza Marklund Myndir fyrir bíó og sjónvarp í bígerð

Framleiðslufyrirtækið Yellow Bird hefur, í samvinnu við sænsku sjónvarpsstöðina TV4 og þýsku stöðina ARD, hafið undirbúning á gerð sex kvikmynda eftir bókum Lizu Marklund um blaðakon-una Anniku Bengtzon. Kvikmynd byggð á bókinni Arfur Nóbels er sú eina sem sýnd verður í kvikmynda-húsum en hinar verða sjónvarps-myndir og sýndar samtímis á TV4 og ARD.

Hópi handritshöfunda hefur verið falið að skrifa kvikmyndirnar sex.

Leit stendur yfir að réttu leikur-unum í hlutverkin en Helena Bergström, sem farið hefur með hlutverk Anniku í tveimur kvik-myndum, kemur ekki til greina sem aðalpersóna nýju myndanna. Liza Marklund er í óða önn að skrifa næstu bók um Anniku Bengtzon sem kemur út í Svíþjóð í haust. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í byrjun næsta árs. Mark-lund hefur skrifað átta bækur um Bengtzon sem hafa selst í yfir þrettán milljónum eintaka og verið þýddar á þrjátíu tungumál. -þt

Blaðakonan Annika Bengtzon á hvíta tjaldið

v ið erum búin að sýna fyrir fullu húsi frá því við byrjuðum en það kom mér samt skemmti-lega á óvart, þegar ég fór að taka saman sýn-

ingarnar, að við erum orðin þriðja stærsta leikhúsið á landinu,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir hjá Norður-pólnum. „Og á mánudaginn fengum við tvær Grímutil-nefningar sem mér finnst geðveikt frábært miðað við að við erum bara búin að vera með eitt leikár. Þegar við byrjuðum vorum við með verksmiðju í niðurníðslu þannig að á einu og hálfu ári fórum við þaðan yfir í að verða þriðja stærsta leikhúsið með tvær Grímutilnefn-ingar þar sem Fjalla-Eyvindur er tilnefnd sem ein af bestu leiksýningunum og Edda Björg Eyjólfsdóttir sem ein af bestu leikkonunum.“

Á lista yfir 70 atvinnusýningum á vefsíðu Grím-unnar á leikárinu 2010-2011 á Norðurpóllinn níu; 2 af 10 barnaverkum, 5 af 20 dansverkum og 2 af 40 leik-verkum. Írisi telst því svo til að Norðurpóllinn sé með tæp 13% af öllum atvinnusýningum á leikárinu og með flestar sýningar á landinu á eftir Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu.

Norðurpóllinn er leikhús með þremur sölum og tekur á móti öllum sem vantar rými til listsköpunar á meðan pláss leyfir. Leikhúsið leggur þó aðaláherslu á að styðja við húsnæðislausa atvinnuleik- og dans-hópa. Plastverksmiðjan Borgarplast var áður til húsa í Norðurpólnum en aðstandendur leikhússins breyttu verksmiðjunni í leikhús og unnu sjálfir á fullu við breytinguna. „Við fengum fjölskyldu og vini til að hjálpa okkur og það eru margir handlagnir í kringum okkur þannig að við gifsuðum á fullu, færðum til heilu veggina og keyptum bara vinnu í erfiðustu verkefnin.“

Sögu verksmiðjunnar sem leikhúss má rekja til þess þegar Margrét Vilhjálmsdóttir setti þar upp verkið Hnykil. „Þá var svo kalt hérna að húsið var kallað Norðurpóllinn og nafnið festist við það. Þetta hús er mjög hentugt. Hér er allt á einni hæð og stórar dyr þannig að öryggis- og brunamál eru í fínu lagi.“ [email protected]

Ljós

myn

d/Pe

ter J

önss

on

norðurpóllinn athvarf húsnæðislausra leikhópa slær í gegn

Norðurpóllinn er funheitur

Íris er hæstánægð með árangur Norðurpólsins sem fyrir einu og hálfu ári var verksmiðja í niðurníðslu en er nú öflugt leikhús.

Íris og Búi Bjarmar Aðal-steinsson eiga bæði sæti í stjórn Norðurpólsins.

Þegar við byrjuðum vorum við með verk-smiðju í niðurníðslu.

Sólstöðuhátíð víkingaSólstöðuhátíð víkingaí Hafnarfirði 16.- 20. júní 2011

Víkingamarkaður - Leikhópur Bardagavíkingar - Erlendir víkingar

Víkingaveitingastaðir í tjöldumKraftajötnar - Handverksvíkingar

Dansleikir - VíkingasveitinGlímumenn - Eldsteikt lamb

Víkingaveislur öll kvöld, o.fl.o.fl.

Fimmtudagur 16. júní.13.00 Markaður opnaður.14.00 Bardagasýning Kynning á viðburðum næstu daga, sögumenn, götulistamaður, bogfimi, tónlist, o.s. frv.18.00 Bardagasýning.20.00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum.21.00 Lokun markaðar.23.00 Dansleikur Ólafur Árni Bjarnason Trúbador og víkingur.03.00 Lokun.

Föstudagur 17. júní.13.00 Markaður opnaður.14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.14.30 Víkingaskóli barnanna.15.00 Bardagasýning.16.00 Víkingasveitin 16.30 Bogfimikeppni víkinga.17.00 Bardagasýning.18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.

19.00 Bardagasýning.20.00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum.20.00 Lokun markaðar.22.30 Dansleikur í Fjörukránni. Gylfi, Rúnar Þór og Megas halda uppi gleðinni.04.00 Lokun.

Laugardagur 18. júní.13.00 Markaður opnaður.13.00 Kraftakeppni Magnúsar Ver14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.14.20 Kraftakeppni Magnúsar Ver14.40 Víkingaskóli barnanna.15.00 Bardagasýning.15.30 Sagnafólk í Hellinum16.00 Rósin okkar Þjóðleg tónlist16.00 Kraftakeppni Magnúsar Ver16.30 Bogfimikeppni víkinga.17.00 Bardagasýning.18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.19.00 Bardagasýning.20.00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum.

20.00 Lokun markaðar.23.30 Bjartmar Guðlaugsson.00.15 Dans á Rósum04.00 Lokun

Sunnudagur 19. júní.13.00 Markaður opnaður.14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.14.30 Víkingaskóli barnanna.15.00 Bardagasýning.15.30 Sagnafólk í Hellinum16.00 Rósin okkar Þjóðleg tónlist16.30 Bogfimikeppni víkinga.17.00 Bardagasýning.18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.19.00 Bardagasýning.19.30 Loka athöfn og víkingahátíð slitið20.00 Víkingaveisla í Fjörugarðinum.20.00 Lokun markaðar.23.00 Tónlist í Fjörugarðinum að hætti víkinga.02.00 Lokun.

Dagskrá sólstöðuhátíðar 2011

Sólstöðuhátíð víkinga verður sett í fimmtánda sinn þann 16. júní og að vanda verður hún fjölbreytt. Dágóður hópur erlendra víkinga kemur til okkar, sumir í fimmtánda skiptið. Að venju eru flestir frá Norðurlöndunum og stærsti hópurinn kemur frá Færeyjum. Þá má nefna að einn besti handverksmaður Grænlands verður með okkur á hátíðinni. Sögumenn, götulistamenn, handverksmenn sem höggva í steina og tré eða berja glóandi járn, bardagamenn og bogamenn, svo eitthvað sé nefnt. Víkingahópurinn okkar Rimmugýgur og víkingahópurinn Hringhorni frá Akranesi verða að vanda með sína skemmtilegu bardaga og glímutök á hátíðinni. Fjöldinn allur af víkingum víðsvegar af landinu hefur boðað komu sína á hátíðina. Á þriðja hundrað víkingar verða á svæðinu þegar mest lætur og fjölhæfir eru þeir eins og sjá má á upptalningunni hér að framan.

Dansleikir verða fastir liðir meðan á hátíðinni stendur. Þeir sem

koma fram eru Gylfi, Megas og Rúnar Þór, Bjartmar Guðlaugsson og hljómsveitin Dans á Rósum og víkingurinn og trúbadorinn ÓlafurÁrni Bjarnason. Einnig mun hljómsveitin Rósin okkar koma fram en hún hefur sérhæft sig í þjóðlegri tónlist og ekki má gleyma okkar frábæru Víkingasveit.

Í lokin vil ég þakka þeim sem stutt hafa þetta framtak í gegnum árin en lógóin þeirra sjást hér til hliðar. Þeir hafa ekki brugðist og eru búnir að standa með okkur í gegnum öll árin, þeim verður seint fullþakkað.

Það er von mín að þessi hátíð eigi eftir að halda uppi merki víkinga og halda áfram að gleðja þá gesti sem á hátíðina koma.

Gleðilega Sólstöðuhátíð VíkingaJóhannes Viðar Bjarnason

Fjölskylduhátíð

HOTEL& Restaurants

Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is

Sólstöðuhátíð víkinga er fyrir alla fjölskylduna16. til 20. júní 2011

GARÐABÆR / ÁLFTANES

LÉTTÖL

SUMARHÚSIÐ& GARÐURINN

HN

OT

SK

ÓG

UR

gra

fís

k h

ön

nu

n

NÝJASTA SPENNUBÓK GARÐYRKJUMANNSINS!

„Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og þjóðfræðingur. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar úr íslenskum görðum prýða bókina.

Fæst í öllum bókaverslunum og á www.rit.is

Leikhúsinu Norðurpólnum á Seltjarnarnesi hefur heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Það var stofnað í janúar 2010 og einu og hálfu ári síðar er það orðið þriðja stærsta leikhús landsins með tilliti til sýningafjölda og fékk auk þess á dögunum tvær tilnefningar til Grímunnar.

Getur þú styrkt barn?www.soleyogfelagar.is

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

11

-13

35

Frestur til að sækja um 110% aðlögun húsnæðislánaer til 1. júlíHefur þú kynnt þér breytt skilyrði?

Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar eða á www.islandsbanki.is

Fimmtudaga til laugardagaopið allan sólarhringinn

Sunnudaga til miðvikudagaopið frá kl. 11-23

T rommuleikararnir Einar Valur Scheving og Halldór

Lárusson standa fyrir Beat-Camp fyrir trommuleikara í Skálholts-skóla helgina 17.-19. júní. Um er að ræða þriggja daga námskeið í trommuleik þar sem blandað er saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik, skemmtun og alvöru tromm-unördaskap frá morgni fram á kvöld.

„Við gerðum þetta í fyrsta skipti í fyrra og það myndaðist gríðarleg stemning í hópnum og allir voru mjög sáttir,“ segir Einar Valur. „Þarna erum við bara að tromma frá morgni til kvölds með einhverj-um matarhléum og svo er nördast eitthvað á milli en að sögn Einars gengur trommunördaskapur út á að tala um græjur, aðra trommara og horfa á trommumyndbönd. „Við viljum helst að fólk komi með ein-hvern bakgrunn og sé ekki algerir byrjendur en ef getustigið er mjög

breitt þá skiptum við fólki í hópa. Þetta er opið öllum eldri en 16 ára og fólk getur í raun verið á hvaða stigi sem er. Við vorum með mjög blandaðan hóp í fyrra; einhverja undir tvítugu og ætli sá elsti hafi ekki verið um fimmtugt,“ segir Einar og bætir við að ekki sé til neitt kynslóðabil þegar trommarar koma saman.

„Aðstaðan í Skálholti er fyrsta flokks. Allur aðbúnaður er góður og dýrindis máltíðir eru reiddar fram þannig að það fer voða vel um alla. Skálholt er svo þétt setið þannig að þetta var eina helgin sem var laus og við ákváðum bara að kýla á þetta enda er það nú vonandi komið til að vera,“ segir Einar sem efast ekki um að ákafir trommarar geti vel hugsað sér að verja þjóðhátíðardeginum við að berja húðir í Skálholti.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á tromm-ari.is.

skálholT æfingabúðir fyrir Trommara

Trommað frá morgni til kvölds

Einar Valur verður í miklum ham í Skálholti seinna í mánuðinum þegar þeir Halldór Lárusson halda Beat-Camp annað árið í röð.

Plötuhorn Dr. Gunna

Don’t Want to Sleep

FM Belfast

Eftir partíFyrsta plata FM Belfast var algjört dúndur. Svaka partíplata sem spriklaði af gleði og stuði. Þeir sem héldu að þeir væru að fara í annað eins partí á þessari plötu verða fyrir nokkrum vonbrigðum því hún er langt í frá eins hressandi og skemmtileg. Platan er satt að segja hæggeng og sein-tekin, mörg laganna þurfa mikinn tíma til að mjatlast inn í tónminnið, en annað slagið glittir þó í blátt áfram stuð. Hljóðheimur sveitar-innar hefur lítið breyst – þetta er vel gert sintapopp með frísklegu söngáleggi framlínunnar – það er bara stemningin sem er komin úr fjörinu í eftirpartíið og þar er fólk ekki alveg tilbúið að fara að sofa strax. Ágæt plata samt, en líður fyrir að koma í kjölfar snilldarplötu.

rain on me rain

Andrea & Blúsmenn

Blús við stofuhitaAndrea Gylfadóttir og Blúsmenn hennar eru gríðarlega traust eining. Andrea er meiriháttar söngkona með mikla tilfinningu fyrir efninu sem hún ber á borð og bandið er gríðarþétt á bak við hana. Áreynslulaus fagmennska leikur um þessa fínu plötu, sem er önnur platan þeirra (sú fyrsta kom út 1998). Hér er blúsað við stofuhita og blúsinn ekki ýkja tregafullur, heldur er huggulega djassleiðin valin og lög tekin sem söngkonur eins og Sarah Vaughan, Ella Fitzgerald, Billie Ho-liday og Nina Simone sungu fyrr á öldum – samt ekki þekktustu lögin úr þeim bálki. Andrea semur tvö lög sem standa fyllilega jafnfætis þeim eðal-steinum sem eru til grundvallar. Verði sláin hækkuð kemur frumsamin plata á íslensku næst!

Í stillunni hljómar

Mógil

Lágstemmd suðaSöngkonan Heiða Árnadóttir og gítar-leikarinn Hilmar Jens-son skipa Mógil ásamt Belgunum Ananta Roosens fiðluleikara og Joachim Badenhors klarinettuleikara. Í stillunni hljómar fylgir eftir plötunni Ró sem kom út árið 2008. Tónlist sveitarinnar má kalla tilraunakenndan þjóðlagaspunadjass og þótt tónlistin sé yfirleitt lágstemmd má greina kraftmikla suðu í flúruðu samspilinu. Mörg laganna eru aðgengileg, nánast hreinræktað þjóðlaga-popp með alíslenskum þjóðsögulegum textum sem Heiða syngur tærri og fallegri röddu, en inn á milli nær tilrauna-stofan yfirhöndinni í bröttum spuna, sem hentar lengra komnum pælurum. Hér er fagfólk á ferð með áheyrilegt verk sem bæði þjóðlaga- og djassáhugafólk ætti að sperra eyrun við.

PIP

AR

\TB

WA

· S

ÍA ·

11

14

56

Terranýr valkostur fyrir veröndina

Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð!

bm

vall

a.is

Terra er nýtt og fallegt verandarefni úr slípuðum hellum sem fæst í hvítu, gráu og svörtu.

Terra er hagkvæm og endingargóð lausn á veröndina, laus við umstang og viðhald sem fylgir hefðbundnum pallaefnum. Ekki eyða sumarfríinu í viðhald.

Komdu á sýningarsvæði okkar í Fornalundi og skoðaðu Terra-hellurnar eða hafðu samband við söludeildir okkar.

Sími: 412 5050

Fax: 412 5001

[email protected]

BM Vallá ehf.

Bíldshöfða 7

110 Reykjavík

utanveGahlauP Það erfiðaSta á lanDinu

S jö tinda hlaupið svokallaða, erfiðasta utanvegahlaup landsins, verður haldið í þriðja sinn á laugardaginn en þá er

hlaupið utan vega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar. „Nei, ég veit ekkert út í hvað ég er að fara. Nema bara að maður hefur heyrt að þetta sé gríðarlega erfitt hlaup,“ segir Óskar Jakobsson sem ætlar að þreyta hlaupið í fyrsta sinn á laugar-daginn.

„Ég tel að ég sé í þokkalegu formi þannig að ég held alveg að ég eigi að ljúka þessu. Maður er samt meira í götuhlaupunum en ég hef tekið nokkur utanvegahlaup, eins og Vesturgötuna, og svo stefni ég á að taka Laugaveginn í fyrsta skipti núna þannig að þetta er hugsað sem æfing fyrir það.

Mágkona Óskars hefur sigrað í kvenna-flokki þessa hlaups undanfarin tvö ár og „hún er svolítið búin að vera að pressa á mig að prófa þetta.“

Óskar er hvergi smeykur enda hefur hann æft stíft í vetur. „Svo hljóp ég maraþon í Rotterdam um daginn þannig að maður er þokkalega vel staddur.“ Hann hefur ekki kynnt sér leiðina sérstaklega nema „bara þegar ég keyri þarna fram hjá þá hef ég eitt-hvað verið að reyna að horfa yfir þetta. Þetta eru þúfur og melar og maður fær víst að prófa allt. Það eru brattar brekkur þarna og malbik inn á milli.“

Óskar segist halda að besti tíminn í hlaup-inu sé rétt undir fjórum tímum og stefnir á að ná einhverju svipuðu. „Ég veit ekkert hvað er raunhæft í þessu og það getur líka farið eftir aðstæðum, vindi og öðru, en það væri gaman að fara þetta á undir fjórum tímum.“

Sjö tinda hlaupið hefst klukkan tíu í fyrra-málið, laugardagsmorgun, við Íþróttamið-stöðina að Varmá í Mosfellsbæ og komið er í mark við Varmá þegar torfærurnar hafa verið lagðar að baki.

Veit ekkert út í hvað hann er að fara

v ið byrjuðum að spila saman þegar ég missti vinnuna hjá

Sjónvarpinu í kreppunni. Ragn-heiður hafði verið plötusnúður lengi en vantaði alltaf einhvern með sér. Það er miklu betra að vera tvær til að geta lesið dans-gólfið og náð upp stuði,“ segir Valdís sem ekki á langt að sækja plötusnúðstaktana því móðurbróð-ir hennar, Páll Óskar Hjálmtýsson, er öllum kunnur.

Valdís lauk nýlega burtfarar-

prófi í trompetleik frá Tónlistar-skólanum í Reykjavík. Hún er líka í hljómsveitinni Wonderbrass, sem lék undir með Björk á einum af túrum hennar um heiminn. Ragn-heiður Maísól var í trúðaskóla í Danmörku, lærði síðar ljósmynd-un og er nú á myndlistarbraut í Listaháskóla Íslands. Hún er líka í gjörningahópnum Weird Girls Project sem lýtur stjórn Kitty Von Sometime.

Stöllurnar hafa spilað víða,

meðal annars á skemmtistöðunum Karamba og Barböru, í brúðkaup-um og alls kyns gleðskap.

„Við spilum mjög fjölbreytta tónlist en markmiðið er alltaf að koma fólki á dansgólfið. Við erum lagavalsmeistarar og reynum að lesa í stemninguna frekar en að spila bara eitthvað sem við fílum sjálfar.“

En hver skyldi vera kúnstin við að koma fólki í stuð?

„Að fylgjast með fólkinu og

vinna út frá því en taka hæfilega mikið mark á óskalögum. Við spilum líka mörg one-hit-wonder lög, tökum stundum tímabilaþemu með tvist, diskó, hipphopp, næntís og fleira en gömul íslensk tónlist klikkar aldrei.“

Dj Nonni og Manni grípa stund-um í slagverk, þokulúðra, sírenur, grínfiðlur, glimmer og konfettí-sprengjur þegar þær koma fram. „Við erum konurnar sem fundu upp stuðið.“ [email protected]

DJ nonni oG Manni SækJa Í SiG veðrið

Óskar er til í tuskið og tekur áskorun mágkonu sinnar um að hlaupa Sjö tinda hlaupið.

Veit ekkert hvað er raunhæft í þessu.

Valdís Þorkelsdóttir og Ragnheiður Maísól Sturludóttir mynda dj-dúóið Nonna og Manna.

Lagavalsmeistarar sem fundu upp stuðiðHinar uppátækjasömu vinkonur, Valdís Þorkelsdóttir og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, eru meðal litríkustu plötusnúða landsins.

Ljós

myn

d /

Har

i

52 dægurmál Helgin 10.-12. júní 2011

www.islandus.com — Sími 552 2000

Lagið Vanguardian af plötunni Heart II He-art með hljómsveitinni Steed Lord hljómaði í þættinum So You Think You Can Dance sem sjónvarpað var í Bandaríkjunum á fimmtu-dagskvöld. „Fjórir keppendur dönsuðu við lagið og freistuðu þess að komast áfram í tuttugu manna hópinn sem heldur áfram í þáttunum,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem skipar Steed Lord ásamt bræðrunum Einari og Eðvarð Egilssonum.

Það var hin magnaða Sonya Tayeh, gestadómari og danshöfundur við þættina, sem ákvað að nota lagið í atriðinu. „Sonya mun einnig nota tvö önnur lög í þáttunum sem verða tekin seinna í sumar. Þetta er

alveg frábært tækifæri fyrir okkur. Hún er frábær danshöfundur og vann meðal annars að myndbandinu okkar 123 og að öðru myndbandi sem kemur út núna í júlí.“

Steed Lord hefur haldið til í Los Angeles síðastliðin tvö ár og náð góðri fótfestu þar. „Lögin okkar hafa verið mikið í bandarísku sjónvarpi síðastliðin tvö ár en það er ein-hvern veginn öðruvísi og skemmtilegra að fá lag í So You Think You Can Dance þar sem keppendur tjá sig í gegnum tónlistina okkar,“ segir Svala og nefnir sjónvarps-stöðvar á borð við E Channel, Bravo, MTV og V-H1 sem hafa spilað lög með hljóm-sveitinni.

so You Think You Can DanCe Dansað við sTeeD LorD

samsTöðuganga DrusLuLegur kLæðnaður æskiLegur

Drusluganga gegn hugsanavillu

m aría Lilja Þrastardóttir er ein af forystukonum göngunnar. Hún segir að tilgangurinn sé að færa

ábyrgð kynferðisofbeldis frá þolendum yfir á gerendur. „Okkur langar til að vekja umræðu og uppræta fordóma sem felast í þeirri ofuráherslu sem lögð er á klæðaburð, ástand og atferli kvenna í umræðunni um kynferðisofbeldi.“

Hún útskýrir tilkomu yfirskriftar-innar Drusluganga: „Lauslátar konur sem sagðar eru kalla yfir sig nauðgan-ir eru oftar en ekki kallaðar druslur. Við viljum beina athygli að þessari orðanotkun.“

Slutwalk eða drusluganga var fyrst farin í To-rontó í Kanada í apríl byrjun. Viðburðurinn vakti svo mikla athygli að hann var endurtekinn í Banda-ríkjunum, Ástralíu, Mið-Austurlöndum og víða um Evrópu. Í druslugöngum er því viðhorfi mótmælt að léttklæddar konur „biðji um að láta nauðga sér“. Í Kanada voru mótmælin viðbragð við þeim orðum sem lögregluforinginn Michael Sanguinetti, hjá lögreglunni í Toronto, lét falla á málþingi hjá York-há-skóla, að konur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur svo að ekki yrði ráðist á þær.

Eruð þið að bregðast við einhverjum sérstökum orðum?

„Við ætlum ekki að persónugera atburðinn en auðvitað hefur margt verið sagt síðasta árið sem stingur. Við ætlum frekar að biðja fólk að hugsa um fordómana í sjálfu sér. Við erum öll hluti af vandanum og eigum það til að hugsa „hún hefði ekki átt að vera svona drukkin“ eða „hún hefði átt að passa sig betur“. Okkur langar til að skömmin verði ekki fórnarlambanna lengur.“

Druslugangan hefst á Skólavörðuholtinu kl. 14 laugardag-inn 23. júlí. „Það er laugardagurinn helgina fyrir verslunar-mannahelgi, sem er líka táknræn tímasetning. Við viljum benda á að fólki er frjálst að vera eins og það vill og enginn hefur rétt á að nauðga.“ Marserað verður af Skólavörðuholtinu niður í bæ þar sem haldnir verða tónleikar.

[email protected]

Öðruvísi en skemmtilegt tækifæri

Til að mótmæla þeim hugsunarhætti að létt-klæddar konur bjóði hætt-unni heim verður skipulögð drusluganga í Reykjavík í sumar. Skorað er á fólk að mæta í „óábyrgum“ fatnaði.

Menningar-brúðkaupBreki Logason, sá vaski og glaðbeitti fréttamaður á Stöð 2, gengur að eiga sína heittelskuðu, Védísi Sigurðardóttur, í lok sumars. Hjónaleysin völdu sér sérstaklega skemmti-legan dag til að ganga í það heilaga en það ætla þau að gera laugardaginn 20. ágúst, á Menningarnótt, þegar gleðin svífur yfir Reykjavíkurborg, öllu er tjaldað til og boðið er upp á magnaða flugeldasýningu þegar kvölda fer.

Betra líf án Baugs?Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, kom sterkur inn á bókamarkaðinn með bók sinni Rosabaugur yfir Íslandi ekki alls fyrir löngu. Í bókinni fer Björn yfir hið flókna og, að margra mati, leiðinlega Baugsmál eins og honum einum er lagið. Bókin er í 2. sæti á metsölulista bóka vikuna 22. maí til 4. júní en þar hefur Björn tyllt sér á milli bókarinnar 10 árum yngri á 10 vikum eftir Þorbjörgu Haf-steinsdóttur í 1. sætinu og Léttara og betra líf eftir Lene Hanson sem er í 3. sæti. Skemmtileg tilviljun þar sem vel má velta fyrir sér hvort fólk verði ekki 10 árum eldra á einni kvöldstund eða svo við að plægja sig í gegnum upprifjun á Baugsmálum. Og sjálfsagt er fáum blöðum um það að fletta að líf Björns er léttara og betra eftir að hann hefur létt Baugsfarginu af sér.

Danshöfundurinn Sonya Tayeh mun notast við þrjú lög Steed Lord í dönsum í þáttunum en hún hefur áður unnið með hljómsveit-inni með góðum árangri.

Tónlist Steed Lord fær góða kynningu í So You Think You Can Dance í sumar.

NOVA laumar sér á Símakrána

Mikið hefur verið rýnt í kápu Símaskrárinnar sem Gillzenegger tók að sér að hanna. Mestur áhugi hefur verið á maga-vöðvum og brjóstkassa Gillzeneggers sem grunur leikur á að hafi verið efldir og lagfærðir í fótósjoppi. Einhverjir hafa þó hnotið um að jafnvægisslá sem fim-leikastúlkur úr Gerplu stilla sér upp við að baki vöðvatröllsins er vandlega merktur NOVA. Sam-

særiskenningar hafa sprottið upp um að símafyrirtækið NOVA hafi þarna laumið inn dulinni auglýsingu á Símaskrána. Rétt er þó að halda því til haga að NOVA er þekkt vörumerki í fimleikaheiminum og þykir með því allra besta sem völ

er á. Hins vegar hefði ekki átt að vera tiltökumál að þurrka þessa óheppilegu tilviljun út af kápunni hafi fólk á annað borð verið að fínpússa myndina.

Fjölmennt var á undirbúningsfundi Druslu-göngunnar á Prikinu á dögunum.

Við viljum beina athygli að þessari orðanotkun.“

María Lilja Þrastardóttir er ein af skipuleggj-endum Druslugöng-unnar. Hún hvetur fólk til að mæta druslulega til fara.

Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is

Opnunartími:mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugard.11:00 - 14:00

ÚTSALA

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM TÍSKUFATNAÐI Á ÚTSÖLU

54 dægurmál Helgin 10.-12. júní 2011

Öðruvísi en skemmtilegt tækifæri

Við erum stolt af starfinu

í vetur og fögnum góðum

árangri, en Þjóðleikhúsið

fékk flestar tilnefningar til

fagverðlauna Leiklistar-

sambands Íslands,

Grímunnar, að þessu sinni

og uppsetning Þjóðleik-

hússins á Lé konungi fékk

flestar tilnefningar

einstakra sýninga.

Við óskum listafólki

Þjóðleikhússins og

aðstandendum samstarfs-

verkefna innilega til

hamingju!

Miðasala HverfisgötuSími: 551 1200

www.leikhusid.ismidi.is

Þjóðleikhúsið þakkar áhorfendum samfylgdina í vetur og býður þjóðina velkomna í Þjóðleikhúsið á næsta leikári!Síðustu sýningar leikársins á gleðigjafa Ólafs Hauks Símonarsonar, Bjart með köflum verða 9. og 10. júní. Síðasta sýningin á Allir synir mínir eftir Arthur Miller verður þann 11. júní.

Tryggðu þér miða - aðeins örfá sæti laus!

Lér konungur10 Grímutilnefningar,meðal annars sýning ársins

Allir synir mínir6 Grímutilnefningar, meðal annars sýning ársins

AÐEINS EIN SÝNING EFTIR!

Hedda Gabler2 Grímutilnefningar

Ballið á BessastöðumTilnefnd sem Barnasýning ársins

Vi

í v

ár

fék

fa

sa

Gr

og

fle

ein

Kastljós topparÚttekt Jóhannesar Kr. Kristjáns-sonar um læknadóp og vanda ungra sprautufíkla vakti mikla og

verðskuldaða athygli. Áhugi fólks á þessum erfiða málaflokki sést ágætlega á áhorfstölum sjón-varps vikuna sem Kastljós sýndi um-fjöllun Jóhannesar en þá var Kast-

ljósið með 30% meðaláhorf og var áhorfsmesti dagskrárliður þeirrar viku en hjá RÚV minnist fólk þess ekki að Kastljósið hafi áður toppað áhorfslistann frá því að rafrænar mælingar hófust. Kastljós sveiflaði sér meðal annars upp fyrir kvöld-fréttir Sjónvarps og hinn vinsæla þátt Landann.

Saga bókstafsins ÐHagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað styrkjum til 31 verkefnis en alls var sótt um 72 starfsstyrki til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmum 37 milljónum króna. 14 milljónir voru til ráð-stöfunar fyrir þetta ár og hlutu 16 höfundar hæsta styrk sem nemur 600 þúsundum. Þeirra á meðal eru Anna Ingólfsdóttir fyrir verkefnið Um makamissi, Guðjón Friðriksson fyrir Allt um Reykjavík – alfræði og Stefán Pálsson vegna verkefnisins Um sögu og leturgerð bókstafsins „Г.

Caput í HörpuCaput-hópurinn verður með kvöld-tónleika í Hörpu á laugardags- og sunnudagskvöld. Flest tónskáldin

sem eiga verk á tónleikunum mæta og taka þátt en þau koma frá Portúgal, Írlandi, Danmörku og Svíþjóð. Caput

stendur fyrir tvennum huggulegum kvöldtónleikum í Hörpu, laugar-dagskvöldið 11. júní og sunnudags-kvöldið 12. júní. Þeir fyrri eru bassaflaututónleikar Kolbeins Bjarnasonar í samvinnu við norður-írska tónskáldið Simon Mawhinney og á þeim seinni leikur Caput-band-ið í fullri stærð.

HELGARBLAÐ Hrósið …... Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sem hefur stýrt liðinu í toppsæti Pepsi-deildarinnar í aðdraganda þriggja vikna hlés. KR-ingar hafa fjögurra stiga forystu á toppnum og eru eina taplausa lið deildarinnar.Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Nýtt blað komið útÓkeypis eintak um land allt

www.goggur.isG o G G u r ú t G á f u f é l a G

Grunnur að góðri máltíðwww.holta.is

Royal bringurKjúklingabringurnar frá Holtakjúklingi eru fersk og hrein afurð sem framleidd

er af mikilli fagmennsku. Þær eru fáanlegar með tvennskonar kryddlegi - rósmarín og hvítlauk eða Texas - og henta bæði á grillið og í ofninn.

Nú geta matgæðingar haft það ljómandi gott í sumar.