4
Framkvæmdabæklingur 2016-2017

2016-2017 - Unicef€¦ · í UNICEF - hreyfingunni Fyrir viðburðadaginn 1. Tilkynnið þátttöku og pantið gögn frá UNICEF á Íslandi í síðasta lagi þremur vikum fyrir

  • Upload
    others

  • View
    1

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 2016-2017 - Unicef€¦ · í UNICEF - hreyfingunni Fyrir viðburðadaginn 1. Tilkynnið þátttöku og pantið gögn frá UNICEF á Íslandi í síðasta lagi þremur vikum fyrir

Framkvæmdabæklingur 2016-2017

Page 2: 2016-2017 - Unicef€¦ · í UNICEF - hreyfingunni Fyrir viðburðadaginn 1. Tilkynnið þátttöku og pantið gögn frá UNICEF á Íslandi í síðasta lagi þremur vikum fyrir

Svona getið þið skipulagt UNICEF - hreyfinguna

Hvað er UNICEF-hreyfingin?UNICEF - hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Markmið þess er að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum víða um heim.

Börnin fá vandaða fræðslu um réttindi sín, baráttu UNICEF í þágu allra barna og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum. Þau láta síðan til sín taka með áheitasöfnun sem nær hámarki á sérstökum viðburðadegi sem skólinn skipuleggur. Hugmyndin er að þau átti sig á að öll börn eigi sömu réttindi og að saman geti þau lagt sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað.

Áður en fræðslan fer fram, og viðburðadagurinn sjálfur, er gott að senda börnin heim með upplýsingabréf til aðstandenda til að kynna verkefnið og þátttöku barnsins fyrir foreldrum og forráðamönnum. Tillögu að slíku bréfi er að finna á heimasíðu UNICEF á Íslandi, www.unicef.is. Þið getið einnig skrifað ykkar eigið bréf. Hægt er að bjóða aðstandendum á viðburðadaginn sem áhorfendum. Ef skólinn skrifar sitt eigið bréf, vinsamlega munið að láta reikningsnúmer og kennitölu UNICEF á Íslandi koma fram, sem og að merkja skuli bankainnlagnir með nafni skólans.

Svona getið þið skipulagt þátttöku í UNICEF - hreyfingunni

Fyrir viðburðadaginn1. Tilkynnið þátttöku og pantið gögn frá UNICEF á Íslandi í síðasta lagi þremur vikum fyrir fræðsluna og viðburðadaginn. Allar nánari upplýsingar um UNICEF - hreyfinguna veitir verkefnisstjóri í síma 552-6300 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected]. Einnig má nálgast upplýsingar á heimasíðunni www.unicef.is/unicef-hreyfingin.

2. Best er að skipuleggja fræðslu fyrir börnin 1-2 vikum áður en viðburðadagurinn sjálfur á sér stað. Veljið því dag til að halda viðburðinn og gerið gjarnan á sama tíma ráð fyrir því að 1-2 vikum áður fái börnin fræðslu.

3. Við hjá UNICEF á Íslandi komum verkefnisgögnum til ykkar a.m.k. viku áður en viðburðadagurinn á sér stað. Verkefnisgögnin innihalda fræðslumynd, fræðslugögn, heimspassa (límmiðabók), áheitaumslög og límmiða til að líma í heimspassann. Heimspassinn er límmiðakver sem börnin fá afhent á viðburðadeginum. Barnið merkir sér heimspassann og safnar límmiðum fyrir hvert verk sem það lýkur. Starfsfólk eða sjálfboðaliðar í skólanum sjá um að líma límmiða í heimspassana. Í heimspassa-num er heimskort sem minnir á að öll börn, um allan heim, eiga sömu réttindi.

4. Gera ætti ráð fyrir a.m.k. einni kennslustund fyrir fræðsluna. Fræðsluefnið fáið þið frá UNICEF á Íslandi. Fræðsluefnið er unnið í samstarfi við Ævar vísindamann, sem er talsmaður UNICEF - hreyfingarinnar í ár. Ævar hefur einstakt lag á að miðla flóknum viðfangsefnum til barna á einfaldan og aðgengilegan máta. Í ár verður sérstök áhersla lögð á Sýrland og í fræðslumyndinni sem send er út með verkefnisgögnunum mun Ævar fjalla um landið, stríðið og börn á flótta.

5. Að fræðslu lokinni dreifir skólinn áheitaumslögum til barnanna. Skipuleggjendur kynna áheitafyrirkomulagið fyrir börnunum. Fyrir viðburðinn er gott að ræða við börnin um hvernig áheitasöfnun gengur fyrir sig og árétta að þau afli sér sjálf styrktaraðila í sínu nánasta umhverfi. Þá er gott að taka fram að áheitasöfnunin skipti ekki öllu máli, heldur þátttakan og að börnin skilji að þeirra fram-lag, lítið eða stórt, skipti miklu máli.

6. Börnin taka áheitaumslögin með heim og leita sér sjálf áheita meðal aðstandenda sinna og/eða í sínu nánasta umhverfi. Þau sem börnin skrá sem styrktaraðila skrifa nafn sitt á áheitaumslagið og þá upphæð sem þau munu heita á þátttöku barnsins. Upphæðin er valfrjáls. Styrktaraðilar setja ekki peninga í umslagið að svo stöddu. Hin endanlega styrkupphæð fæst eftir viðburðinn þegar búið er að leggja saman heildarfjölda vegalengda /unninna verka hjá barninu og margfalda þetta með upphæð áheita. Styrktaraðila er frjálst að ákveða hámarksstyrktarupphæð fyrirfram.

#unicefhreyfingin

Page 3: 2016-2017 - Unicef€¦ · í UNICEF - hreyfingunni Fyrir viðburðadaginn 1. Tilkynnið þátttöku og pantið gögn frá UNICEF á Íslandi í síðasta lagi þremur vikum fyrir

Algengast er að styrktaraðilar séu fjölskyldumeðlimir barnsins. Geta og vilji til að heita á börnin er að sjálfsögðu mismunandi fjölskyldna á milli. Mikilvægt er að kennarar séu tilbúnir að bregðast við ef upp kemur metingur á milli barnanna. Hægt er að benda þeim á að upphæðirnar sem safnast þurfi ekki að skipta öllu máli þar sem svo mikið sé hægt að gera fyrir lágar upphæðir. Jafnvel smæstu framlög komi því góðu til leiðar.

Börnin geta að sjálfsögðu tekið þátt í UNICEF - hreyfingunni án þess að safna áheitum. Ákjósanlegt er að minna þau á að þátttaka í UNICEF - hreyfingunni (með eða án áheita) sé virðingarverð í sjálfu sér. Þannig sýni þau samstöðu með jafnöldrum sínum í öðrum löndum sem búi við lakari aðstæður og sýni velvilja sinn í verki. Það mikilvæga er að börnin fræðist um ólík lífsskilyrði barna víða um heim og fái að leggja sitt af mörkum til að sýna samkennd. Þannig líður öllum eins og þeir hafi lagt sitt af mörkum til mannúðarmála, hvort sem um táknrænan eða eiginlegan stuðning er að ræða.

að reikna með u.þ.b. 30 til 90 mínútum á hvern hópaf börnum. Sumir skólar velja að skipta upp bekkjar- deildunum og láta t.d. eldri og yngri bekki taka þátt á mismunandi tímum eða stöðum.

5. Ákveðnir starfsmenn/sjálfboðaliðar/ungmenni setja límmiða í heimspassa barnanna fyrir hverja vegalengd / unnið verk. Eins og áður sagði hvetjum við skólana til að hafa framkvæmdina eins opna og hægt er og því gæti verk barnsins falið í sér hlaup, söng, listaverk o.fl.

6. Athugið að ef haldið er áheitahlaup er mikilvægt að hita upp fyrir hlaupið. Börn eru flest mjög þolmikil og geta hlaupið langar vegalengdir. Því verður að hita vel upp til að koma í veg fyrir meiðsli. Það er okkar reynsla að nemendur verði mjög innblásnir af hinum góða málstað og að jafnvel hreyfifælnustu nemendur eigi það til að leggja mun meira á sig en þeir eru vanir. Gott er að hafa augun opin fyrir því að enginn ofreyni sig eða gangi of nærri sér. Öll hreyfing er leyfileg – ganga, skokk, hlaup, valhopp, handahlaup – jafnvel skíðaganga eða skautahlaup ef þið haldið viðburðinn um vetur.

7. Ef viðburðurinn er haldinn úti er gott að gera ráð fyrir að geta fært hann inn ef veður er vont.

8. Skólanum er frjálst að bjóða fjölmiðlum að fylgjast með viðburðinum og gera honum skil. Markmiðið er að sem flestir taki þátt og hafi gaman að!

9. Ef skólinn birtir myndir á Facebook eða Insta-gram-síðu sinni er gott að nota myllumerki UNICEF - hreyfingarinnar sem er #unicefhreyfingin.

10. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefni- sins www.unicef.is/unicef-hreyfingin. Rétt er að taka fram að frístundaheimili geta einnig tekið þátt í UNICEF - hreyfingunni.

Á sjálfum viðburðadeginum 1. Hver skóli skipuleggur eftir eigin höfði viðburðadaginn sem fram fer 1-2 vikum eftir að börnin hafa fengið fræðslu. Margir skólar hafa t.d. valið að halda áheitahlaup. Við hvetjum þó skólana til að hugsa út fyrir rammann og bjóða upp á fjölbreytta möguleika til þátttöku. Til dæmis er hægt að skipuleggja ýmis konar þrautabrautir og bjóða börnunum að safna áheitum með því að mála myndir, syngja, gera góðverk, spila á hljóðfæri og þar fram eftir götunum. Þannig styrkjum við enn frekar þá tilfinningu hjá börnunum að þau geti lagt hönd á plóg, hvert með sínum hætti, að hvert framlag skipti máli og að margt smátt geri eitt stórt.

2. Athugið að til að kveikja áhuga hjá ungmennum til þátttöku, sem mögulega ekki hafa áhuga á að safna límmiðum í límmiðabók, er hægt að bjóða þeim að aðstoða við skipulagningu viðburðadagsins í samráði við stjórnendur og kennara skólans. Einnig geta þau, sem dæmi, haldið góðgerðadag. Á sama tíma geta yngri börn tekið þátt í áheitahlaupi og ungmennin aðstoðað við það.

3. Heimspössunum er dreift til barnanna skömmu áður en viðburðurinn hefst. Börnin merkja sér heimspassana.

4. Börnunum er fylgt á staðinn þar sem viðburðurinn er haldinn og þar fá þau leiðbeiningar um hversu langan tíma þau hafa til að ljúka við hvert verk, þ.e. hlaupa einn hring, teikna eina mynd, spila eitt lag o.s.frv. Gott er

#unicefhreyfingin

Page 4: 2016-2017 - Unicef€¦ · í UNICEF - hreyfingunni Fyrir viðburðadaginn 1. Tilkynnið þátttöku og pantið gögn frá UNICEF á Íslandi í síðasta lagi þremur vikum fyrir

Eftir viðburðadaginn1. Börnin fara með heimspassana sína heim og sýna styrktaraðilum hversu mörgum límmiðum þau söfnuðu. Að því loknu reikna þau út heildarupphæð áheita, safna framlögunum saman og setja í áheitaumslagið. Ef styrktar- aðilar borga beint inn á reikning UNICEF á Íslandi senda þeir kvittun úr heimabanka eða tilkynningu á [email protected].

2. Börnin skila áheitaumslögunum til skólans fyrir skiladag sem er ákveðinn fyrirfram. Gott er að áætla 1-2 vikur í að öll áheitaumslög skili sér. Börnin mega gjarnan eiga heimspassana til minningar um framlag sitt.

3. Meðferð söfnunarfjár: Gott er að skólinn geri a.m.k. tvo úr starfsliði sínu ábyrga fyrir innköllun áheitaumslag-anna. Þeir safna umslögunum saman, tæma þau og leggja söfnunarféð inn á reikning UNICEF á Íslandi: 701-26-102010; kt: 481203-2950. Munið að láta nafn skólans fylgja með innlögninni svo hægt sé að reikna út heildarsöfnunarupphæð skólans. Gott er að senda tilkynningu um greiðslu á [email protected].

4. Við tökum gjarnan á móti ljósmyndum, frásögnum og tilvitnunum í kennara og/eða börnin sem tóku þátt í UNICEF-hreyfingunni. Tölvupósturinn er [email protected].

5. Við hvetjum ykkur til að nota myllumerkið #unicefhreyfingin ef þið birtið myndir eða annað á Instagram, Facebook, Twitter eða öðrum samfélags- miðlum. Þá getum bæði við og aðrir skólar fylgst með.

6. UNICEF á Íslandi sendir skólanum viðurkenningarskjal við lok annarinnar.

Mikilvægt er að styrktaraðilar skrái nafn skólans sem skýringu með bankainnlögn svo hægt sé að reikna út heildarsöfnunarfjárhæð skólans

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandií hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbygg- ingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

#unicefhreyfingin