56
Fátækt er ekkert rómantísk Sannleikurinn er sá að allt of margir búa ekki við góðan kost á Íslandi og það er ekki hlúð nægilega að því fólki. Það er ekkert andstyggilegra en að börn búi við fátækt og það mun enginn nokkurn tíma fá mig til að sjá fátækt í rómantísku ljósi. Mér finnst fátækt ljót og andstyggileg. Þess vegna reyndi ég líka í bókunum mínum að gefa börn- unum væntingar um að lífið gæti verið betra, segir Guðrún Helgadóttir rithöfundur. Meðal vinsælustu bóka þessa ástsæla barnabókahöfundar, Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, hafa verið endurútgefnar í einni bók. Guðrún fagnaði nýverið áttræðisafmæli og ætlar að eyða jólunum í faðmi sinnar stóru fjölskyldu. Ég er mikil lánsmann- eskja, segir hún, því ég á fögur yndisleg börn og tengdabörn og 14 barnabörn og þrjú langömmu- börn. Það er ekki hægt að biðja um meira en það. Gleðileg jól 22.-27. desember 2015 51. tölublað 6. árgangur SÍÐA 14 Ljósmynd/Hari Austurveri Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Við opnum kl : Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar kr. stk. 3900 SÉRVALINN DANSKUR NORMANNSÞINUR 150–200 cm JÓLATRÉ FRÁBÆRU VERÐI! Bræðurnir jólabörn en vonlausir í eldhúsinu VIÐTAL 24 Hef sem leikstjóri áhuga á stóru myndinni VIÐTAL 18 Mæðrastyrks- nefnd styrkti Valdísi Evu til náms VIÐTAL 22 Múmín handklæði 1.690,-/ 5.990,- FINNSKA BÚÐIN #finnskabudin Kringlunni, 787 7744 Laugavegi 27, 778 7744 Gjafakort Opið til kl. 22 BORGARLEIKHÚSSINS borgarleikhus.is

22 12 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: 22 12 2015

Fátækt er ekkert

rómantísk

Sannleikurinn er sá að allt of margir búa ekki við góðan kost á Íslandi og það er ekki hlúð nægilega að því fólki. Það er ekkert andstyggilegra en að börn búi við fátækt og það mun enginn nokkurn tíma fá mig til að sjá fátækt í rómantísku ljósi. Mér finnst fátækt ljót og andstyggileg. Þess vegna reyndi ég líka í bókunum mínum að gefa börn-unum væntingar um að lífið gæti verið betra, segir Guðrún Helgadóttir rithöfundur. Meðal vinsælustu bóka þessa ástsæla barnabókahöfundar, Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, hafa verið endurútgefnar í einni bók. Guðrún fagnaði nýverið áttræðisafmæli og ætlar að eyða jólunum í faðmi sinnar stóru fjölskyldu. Ég er mikil lánsmann-eskja, segir hún, því ég á fögur yndisleg börn og tengdabörn og 14 barnabörn og þrjú langömmu-börn. Það er ekki hægt að biðja um meira en það.

Gleðileg jól22.-27. desember 2015

51. tölublað 6. árgangur

síða 14Ljósmynd/Hari

Austurveri

Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.isVið opnum kl: Og lokum kl:Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar

08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

kr. stk.

3900SÉRVALINN DANSKUR

NORMANNSÞINUR 150–200 cm

JÓLATRÉ FRÁBÆRU VERÐI!Bræðurnir jólabörn en

vonlausir í eldhúsinu

viðtal 24

Hef sem leikstjóri áhuga á stóru myndinni viðtal 18

Mæðrastyrks-nefnd styrkti

valdísi Evu til náms

viðtal 22

Múmín

handklæði

1.690,-/

5.990,-

FINNSKA BÚÐIN #finnskabudinKringlunni, 787 7744

Laugavegi 27, 778 7744

Gjafakort

Opið til kl. 22

BORGARLEIKHÚSSINS

borgarleikhus.is

SÖGURNAR SEM EKKI

MÁTTI SYNGJA

Page 2: 22 12 2015

OPIÐ TIL 22 í kvöld

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

GjafakortBorgarleikhússins

Aron og Margrét vinsælustHagstofan hefur nú tekið saman algeng­ustu nöfn síðasta árs. Aron var vin sæl asta eig in nafn ný fæddra drengja á ár inu 2014 en þar á eft ir Al ex and er og Vikt or. Mar grét er vin sæl asta stúlk u nafnið, en þar á eft ir Anna og Emma. Þór var lang vin sæl asta annað eig in nafnið hjá drengj um, en þar á eft ir Hrafn og Freyr. María var vin sæl asta annað eig in nafnið hjá stúlk um. Á eft ir þeim kom stúlk u nafnið Rós og Ósk sem vin sæl­asta annað eig in nafn ný fæddra stúlkna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í árs­

byrjun 2015 eru Jón og Guðrún algengustu eiginnöfnin, líkt og síðustu fimm ár.

Hjólreiðamaður lést í ÁrtúnsbrekkuKarl maður á sex tugs aldri lést í um­ferðarslysi á Vest ur lands vegi í gær, mánudag, en maðurinn var á reiðhjóli sem bif reið var ekið á. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 6.34 í gærmorgun en lokað var fyr ir um ferð um Ártúns brekku í á aðra klukku stund vegna slyssins. Lög regl an biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slys inu að hafa sam­band í síma 444 1000.

„Það eru frábærar fréttir fyrir þær, en bendir samtímis á gríðarlega brotalöm í kerfinu sem þarf að laga,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mann­réttindalögfræðingur, spurð hvort það sé jákvætt eða neikvætt að albönsku fjölskyldurnar tvær fái ríkisborgarétt á Íslandi með hraðaf­greiðslu á Alþingi.

„Þetta er ekki mjög æskileg leið til að veita fólki hæli á Íslandi af

mannúðarástæðum. Ekki út frá lögfræðinni, þetta býður bara upp á geðþóttaákvarðanir; vinsæla fólkið fær að vera en óvinsæla fólkið er sótt af

lögreglu í skjóli nætur og flutt úr landi. Það gleymist í þessari

umræðu að það eru margar barnafjöl­skyldur sem þannig er farið með.“

hitamælirinn

Ríkisborgararéttur fyrir albönsku fjölskyldurnar

Þ etta er náttúrulega stór-kostlegasti dagur ársins,“ segir Jóhannes Stefánsson,

eigandi Múlakaffis, um Þorláks-messu. „Ég stend alltaf vaktina, hef gert það í 35 ár og það er alltaf jafn gaman. Þetta er gríðarlega stemn-ing svona rétt fyrir jólin og maður er orðinn skemmtilega kæstur með vel góðan hausverk klukkan tíu um kvöldið og tilbúinn í jólin. Við erum alltaf með mikið af fastakúnnum en Þorláksmessa er sérstök að því leyti að þá kemur allskonar fólk, bara öll flóran af landinu. Síðustu jól komu um 1000 manns í skötu.“

Mikill stemmari, líf og fjörJóhannes hefur látið sérverka sköt-una fyrir sig frá upphafi og segir sína skötu að sjálfsögðu vera þá bestu. „Hún er eins og hún á að

vera, þykk og góð. Þetta er mild skata þannig að þú logar ekkert eða ert í tómu tjóni. Þetta er matur sem er í bullandi sókn og það er greini-legt að þetta er hefð sem fólk vill halda í. Auk skötunnar erum við með tindabykkju og saltfisk og svo erum við með tvo aðra rétti fyrir þá sem ekki borða skötu. Síðan erum við að sjálfsögðu með malt-ið og appelsínið og íslenskan bjór. Það er mikill stemmari, líf og fjör og læti og röð niður á götu. Fólk er mikið til hætt að nenna að vera með þetta í heimahúsum því það tekur svo langan tíma að losna við lyktina. Sjálfur fer ég gott bað eftir kvöldið og geri mig kláran í næsta skemmtilega verkefni sem er að-fangadagur en þá er opið til fjögur. Við slökum aldrei á í Múlakaffi því hér er alltaf opið, ég er meira að

segja með veislu á gamlársdag og kem þá ekki heim til mín fyrr en hálfsex.“

Jólin snúast um vertíðinaMúlakaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1962 og Jó-hannes því alinn upp á staðnum. „Ég er borinn og barnfæddur hér og stóð við hlið pabba þar til hann lést, blessaður, árið 1989. Síðan hef ég staðið vaktina og geri það glaður enn. Ég man ekki eftir mér öðruvísi og hjá okkur snúast jólin um ver-tíðin hér. Þorláksmessa er sá dagur á árinu sem mest er að gera og það bara eykst. Þetta er besta og vinsæl-asta skatan í bænum, það er ekkert flóknara en það.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Hefur verið á skötu-vaktinni í 35 ár

Þorláksmessa Þúsund manns í skötu í múlakaffi

Jóhannes Stefánsson, eigandi Múlakaffis, hefur veitt skötubita úr pottunum þar í 35 ár og finnst það alltaf jafn gaman. Hjá hans fjölskyldu snúast jólin um vertíðina í Múlakaffi og segir hann Þor­láksmessu vera stórkostlegasta dag ársins. Hann segir skötu vera mat í bullandi sókn en í fyrra mættu 1000 manns í skötu á Þorláksmessu.

Jóhannes Stefánsson, eigandi Múlakaffis, hefur staðið vaktina við skötupottana í 35 ár og gerir það glaður enn, enda segir hann Þorláksmessa besti dagur ársins. Ljósmynd/Hari

Áramótablað Fréttatímans 30. desemberNæsta blað Fréttatímans, áramótablað, kemur út miðvikudaginn 30. desember. Starfsfólk Fréttatímans óskar lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

dómsmál stíms-málið í héraðsdómi reykjavíkur

Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsiLárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyr-ir umboðssvik í hinu svokallaða Stím-máli í héraðsdómi Reykjavíkur í gær, mánudag. Jóhannes Baldursson, sem gengdi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitn-is, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir um-boðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, fékk átján mánaða dóm fyrir hlutdeild að umboðssvik-um. Mennirnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir lánveitingar Glitnis til hluta-bréfakaupa í Glitni og FL Group en félagið Stím fékk tæpa 20 milljarða að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í

nóvember árið 2007. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.

Saksóknari fór fram á fimm ára fang-elsisdóm yfir Lárusi, þriggja ára fangelsis-dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða fangelsis-dóm yfir Þorvaldi og féllst héraðsdómur á þá kröfu nema í máli Jóhannesar sem fékk tveggja ára dóm. Allir dómarar voru sam-mála.

Lárus Welding hafði áður verið dæmdur í héraði í níu mánaða fangelsi í Vafningsmál-inu svokallaða, en var sýknaður í Hæstarétti. Hann var einnig sýknaður í Aurum-málinu en Hæstiréttur ógilti þá niðurstöðu og verð-ur það mál tekið aftur fyrir á næsta ári. -hh Lárus Welding var dæmdur í fimm ára fangelsi.

2 fréttir Helgin 22.­27. desember 2015

Page 3: 22 12 2015

Gleðilega hátíð

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 4: 22 12 2015

Jólagjöf grillmeistarans

Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

Skoðið úrvalið áwww.grillbudin.is

Opið alla daga til jóla

VELDU GRILL

SEM ENDAST

OG ÞÚSPARAR

• Orka 18,7 KW = 64.000 BTU• 4 brennarar úr ryðfríu stáli• Postulínsemalerað eldhólf• Grillgrindur úr pottjárni• Tvöfalt einangrað lok m. mæli• Postulínsemaleruð efri grind• Rafkveikja fyrir alla brennara• Gashella • Auðveld þrif

Landmann gasgrill Avalon 4ra brennara

Er frá Þýskalandi

FULLT VERÐ 139.900

119.900

18,7KW

Vikan sem Var

Krýndu vitlausa fegurðardrottninguMilljónir fylgdust með í beinni útsend-ingu þegar ungfrú Kólumbía var fyrir mistök krýnd Ungfrú heimur. Í ljós kom að kynnirinn las vitlaust nafn upp og það var ungfrú Filippseyjar, Pia Alonzo Wurtzbach, sem var réttkjörin fegursta kona heims.

8ára bann bíður þeirra Sepp Blatter, forseta FIFA, og Michel

Platini, forseta UEFA. Þetta er niður-staða siðanefndar Alþjóðaknattspyrnu-sambandsins vegna mútumála þeim tengdum.

1.250milljóna fjárveiting

til Landspítalans var samþykkt í ríkisstjórn fyrir helgi. Þar af fara 250 milljónir í viðhald.

Ósáttir EnglendingarFjölmiðlar í Bretlandi eru ósáttir við Íslendingar fái fleiri miða á leiki sína á EM í Frakklandi næsta sumar en stórþjóðin England. KSÍ fær yfir 30 þúsund miða á leiki Íslands og því geta um tíu prósent þjóðarinnar farið á leik. Á hinn bóginn fá Englendingar aðeins einn miða á fyrir hverja 2.254 þegna sína.

Slegist um miða á BieberMiðar á tónleika Justins Bieber í Kórnum í september á næsta ári seldust upp á hálftíma. Talsverð óánægja var með framkvæmd miðasölunnar og töldu ýmsir sig hlunnfarna. Meðal annars heyrðust raddir þess efnis að ógilda ætti miðasöluna. Alls voru 19 þúsund miðar í boði. Sena hyggst reyna að halda aukatónleika.

Veður Þorláksmessa aðfangadagur jóladagur

N-átt, StrekkiNgur NorðaNlaNdS. Víð SNjór eða éljagaNgur.

HöfuðBorgarSVæðið: HægLÁTT og EITTHvAð vErðUr UM éL.

Na-átt og kólNaNdi Veður. él NorðaN- og auStaNlaNdS.

HöfuðBorgarSVæðið: Að MESTU éLJALAUST, En KALdUr gJóSTUr.

froStHörkur, eN Hægur ViNdur og úrkomulauSt.

HöfuðBorgarSVæðið: HægvIðrI og FroST 10-15 STIg UndIr KvöLd.

köldustu jól frá 1968?Með éljum á Þorláksmessu gerir föl sunnan- og suðvestanlands þar sem fyrir eru gamlir og harðir kaflar. Snjóar meira fyrir norðan og austan og þar verður skafrenningur. Á aðfangadag kólnar heldur um leið og pólloft

sýnir sig úr norðvestri. él víða, einkum norðantil, en S-lands birtir upp. Það er síðan á jóladag, í hægviðri, að frostið kemur til með að bíta af

alvöru og það fram á annan í jólum. Margar spár hafar reyndar ýkt verulega mesta frostið, en sennilega þarf að fara aftur til jóla 1968 til að finna viðlíka kulda þessa daga.

-0

-3 -2-0

-4-4

-7 -8-6

-6

-13

-10 -12-16

-15

einar Sveinbjörnsson

[email protected]

Þ etta er í fyrsta sinn síðan lónið opnaði árið 1999 sem því er lokað. „Tilgangur með stækkun lónssvæðisins, sem við vinnum nú að, er fyrst

og fremst að styrkja upplifun gesta. Búningsskápum verður ekki fjölgað í þessari lotu,“ segir Grím ur Sæ­mundsen, for stjóri Bláa Lóns ins. „Við lokum á þess­um tíma til að raska sem minnst okkar starfsemi, en á móti kemur að veðuróvissan er mest á þessum tíma. Það er sama hversu góður undirbúningurinn er, við þurfum að búa okkur undir að veðrið muni ekki leika við okkur. En við erum bjartsýn á að þetta gangi vel.“

lokunin á ekki að koma ferðamönnum í opna skjöldu Veitingastaðir og verslun Bláa Lónsins verða einnig lokuð á tímabilinu, auk þess sem lokað verður fyrir bókanir á gistingu í Lækningalind Bláa Lóns­ins á meðan á lokuninni stendur. „Við höfum undirbúið þessa lokun mjög vel og lokunin ætti því ekki að koma ferðamönnum á óvart. En þá daga sem lokunin stendur yfir verður hins vegar hægt að bóka Betri stofu aðgang í lón Lækningalindar þar sem tekið verður á móti gestum, en þar er takmarkað framboð,“ segir Grímur.

tæplega milljón heimsóknir í ár Stefnt er að því að opna endurnýjað og stærra lón þann 22. janúar 2016. Baðlónið mun stækka um helm­ing, aukið aðgengi verður að hvíta kísilmaskanum, auk þess sem nýtt spa­svæði og veitingasvæði mun opna, ásamt betri aðstöðu fyrir gesti. Framkvæmdir við nýtt upplifunarsvæði og byggingu lúxus hótels standa einnig yfir og áætlað er að þeim framkvæmd­um ljúki vorið 2017. Hótelið verður líklega fyrsta fimm stjörnu hótelið hér á landi, en stjörnufjöldinn er þó óstaðfestur enn um sinn.

„Það er okkur ekki mikið kappsmál en þetta verður vissulega fyrsta hótelið sem er sérstaklega byggt frá grunni sem lúxushótel,“ segir Grímur. Rúmlega 60 herbergi verða á hótelinu og mun gistiþjónustan verða

hluti af þeirri upplifun að heimsækja Bláa Lónið. Hótelgestir munu því geta farið í lónið oft á dag, kjósi þeir það. Heimsóknum í lónið hef­ur fjölgað gríðarlega á þeim rúmum 15 árum frá því lónið opnaði. „Fjöldi heimsókna var 318.500 á fyrsta heila starfsárinu okkar árið

2000 og í ár gerum við ráð fyrir að heildar­fjöldi heimsókna verði um 900.000.“ Það

styttist því í að heildarfjöldi heimsókna fari yfir eina milljón á ári.

erla maría markúsdóttir

[email protected]

ferðaÞjónusta tæp milljón heimsótti Bláa lónið í ár

Bláa lónið stækkað um helming í janúarBláa Lónið verður lokað gestum frá 5. janúar til og með 21. janúar 2016 vegna framkvæmda við stækkun og endurhönnun upplifunarsvæðis. Lónið verður einnig tæmt og hreinsað. Samhliða stækkuninni er unnið að byggingu lúxushótels sem mun opna árið 2017. Hótelið er hugsað sem hluti af upplifuninni sem fylgir heimsókn í lónið. gestum Bláa lónsins fjölgar ört og styttist í að heimsóknarfjöldi yfir árið nái einni milljón.

Bláa lónið mun stækka umtalsvert á næstu tveimur árum. Í lok janúar 2016 opnar ný og endurbætt baðaðstaða og vorið 2017 mun lúxushótel opna á svæðinu. Teikning/Basalt teikningar

Innifalið í STAndArd: Heimsóknargjald og aðgangur að Bláa Lóninu.Innifalið í CoMForT: Heimsóknargjald, aðgangur að Bláa Lóninu,

afnot af handklæði, fyrsti drykkur að eigin vali og húðvörupakki.Innifalið í PrEMIUM: Heimsóknargjald, aðgangur að Bláa Lóninu,

afnot af handklæði, fyrsti drykkur að eigin vali, húðvörupakki, afnot af baðsloppi, inniskór, frátekið borð og freyðivín á LAVA.

Innifalið í LUxUry: Heimsóknargjald, aðgangur að Bláa Lóninu, afnot af handklæði, fyrsti drykkur að eigin vali, húðvörupakki, afnot af baðsloppi, inniskór, frátekið borð og freyðivín á LAVA og aðgangur í Betri stofu.

Hvað kostar að fara í Bláa lónið?Sumartími 1. júní - 31. ágúst: Vetrartími: 1. september - 31. maíStandard: 7.300 kr. 5.100 kr.Comfort: 9.400 kr. 7.300 kr. Premium: 11.600 kr. 9.400 kr. Luxury: 28.300 kr. 23.950 kr.

grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður Samtaka

ferðaþjónustunnar.

4 fréttir Helgin 22.-27. desember 2015

Page 5: 22 12 2015

3 fyrir 2 tilboð á vinsælustu vörunum í verslunum okkar og vefverslun. Gifts of Nature, fallegur kassi með endurnærandi maskaþrennu, fylgir með.

Gifts of NatureÍsköld þrenna

Jólatilboð 17.– 24. desember

Ísköld þrenna

Page 6: 22 12 2015

Dormaverð aðeins 8.990 kr.

Sængurföt frá MistralHome100% bómullarsatín

tveir litir. 300 tc.

Jólatilboð 20.900 kr.

O&D dúnsæng· 90% dúnn· 10% smáfiður

Fullt verð: 25.900 kr.

Holtagörðum 512 6800Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

Aðeins 19.900 kr.

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddiO&D dúnsæng – Stóri björn· 50% dúnn og 50% smáfiðurFullt verð: 19.900 kr.

+ Dúnkoddi – Stóri björnFullt verð: 5.900 kr.

Fullt verð samtals: 25.800 kr.

JÓLA-TILBOÐ

verðFrábært

og gæði

Hafðu það notalegt um jólin!

Mikið úrval af vönduðum bómullarsængurfötum frá Nordicform á frábæru Dormaverði.

Dormaverð aðeins 11.990 kr.

SENDINGNÝ

turiform

Afgreiðslutími um jólin22. des. kl. 10–2023. des. kl. 10–2224. des. kl. 10–13

OPIÐDORMA

til kl. 2000 í kvöld

Vinstri grænir voru líklegastir til að vera með lifandi jólatré.

V ið vorum nú bara í einhverjum pælingum eins og oft áður hér á stofunni,“ segir Darri Johansen,

viðskiptastjóri hjá PIPAR/TBWA auglýs­ingastofu um herferðina Við öll sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi að undanförnu. „Þetta var bara lítil hugmynd sem ég fékk, og var varla að þora að nefna hana. Þetta var ekki hugsað fyrir neitt sérstakt fyrirtæki eða slíkt en okkur langaði að gera eitthvað samfélagstengt og var bara virkilega gaman. Þrátt fyrir að þetta hafi kostað helling af vinnu,“ segir hann.

„Það var engin markaðsþenkjandi pæling á bak við þetta eða slíkt og enginn öngull sem neytendur þurfa að bíta í. Þetta er bara hugmynd til þess að fá fólk til þess að opna augun og opna umræðuna,“ segir Darri. „Við höfum þennan vettvang sem sjónvarpið er og langaði til þess að búa til nokkurskonar dagatal þar sem við fengjum samtal eða viðtal við fólk af erlendum uppruna og býr á Íslandi.“

Í dagatalinu Við öll koma fram 24 einstak­lingar af jafn mörgum þjóðernum sem koma fram í herferðinni.

Darri segir það hafa verið auðvelt að finna þetta fólk. „Öll stofan kom að þessu verk­efni. Það þekkja allir einhvern þegar það fer að hugsa um þetta,“ segir hann. „Það voru allir til í að vera með okkur í þessu og stofan

lagðist á eitt í framkvæmdinni. Hugmyndin spratt upp frá umræðunni í samfélaginu og víðar þar sem það er mikil tortryggni oft á tíðum í garð útlendinga og þá sérstaklega undanfarið í garð flóttafólks. Alveg sama hvaða landi fólk tilheyrir og hvaða trúar­brögðum. Hér á Íslandi erum við bara svo fjölbreytt og það er mikið af útlendingum hér. Við vinnum við það að segja sögur og koma skilaboðum á framfæri og mér datt í hug hvort við gætum ekki nýtt okkur að­stöðu okkar og fengið fólk til þess að opna á umræðuna, og koma skilaboðum á milli fólks. Við höfum gott af því að fá innsýn inn í líf þessa fólks sem býr á landinu og vonandi nær fólk að skilja hvort annað betur,“ segir hann.

„Viðbrögðin hafa verið alveg frábær. Bæði frá fólki í kringum okkur og svo auð­vitað okkar kúnnum. Meira að segja hafa hörðustu naglar komið hérna í heimsókn og talað um það að þessar myndir hafi snert við þeim, svo þetta er að ná til ansi margra. Þó ég hafi átt þessa hugmynd í upphafi þá er það allt fólkið á stofunni sem hefur tekið þessa litlu hugmynd og framkvæmt hana, gert þetta að því sem þetta er,“ segir Darri Johansen hjá PIPAR/TBWA.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Jólahald GerViJólatré Vinsælli en lifandi tré

Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar líklegastir til að sleppa jólatrénuVinsældir gervijólatrjá eru að aukast, að því er fram kemur í könnun sem MMR gerði dagana 15. til 18. desember. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 54,9% ætla að vera með gervitré í ár sem er um 5 prósentustigum meira en var fyrir fimm árum. 31,9% ætla að vera með lifandi tré, borið saman við 32,4% í desember 2014 og 41,6% fyrir fimm árum. Þá voru 13,6% sem sögðust ekki ætla að vera með neitt jólatré á sínu heimili í ár, borið saman við

11,7% í desember 2014 og 8,8% í desember 2010.

Einnig var spurt hvaða stjórn­málaflokk fólk styddi og val jólatrjáa flokkað eftir því. Í ljós kom að stuðn­ingsmenn Bjartrar framtíðar voru ólíklegastir til að vera með jólatré og að stuðningsmenn Vinstri grænna voru líklegastir til að vera með lif­andi jólatré.

Valdir voru 1010 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri til að svara könnuninni. ­ fb

herferð samfélaGstenGdu auGlýsinGarnar Við öll VekJa athyGli

Auglýsingar sem opna umræðunaNú í desember hafa birst auglýsingar í sjónvarpi undir yfirskriftinni Við öll. Þar er rætt við fólk af erlendum uppruna sem hefur búið hér á landi mislangan tíma og það segir frá sinni upplifun af landi og þjóð. Auglýsingarnar eru ekki merktar neinu fyrirtæki því það er auglýsingastofan PIPAR/TBWA sem stendur að herferðinni. Einn viðskiptastjóra stofunnar, Darri Johansen, segir þetta hafa verið litla hugmynd sem gripin var á lofti og keyrð af stað af öllum á stofunni.

Darri Johansen hjá PIPAR/TBWA segir stofuna hafa langað að gera eitthvað til þess að opna umræðuna. Ljósmynd/Hari

Þó ég hafi átt þessa hugmynd í upphafi þá er það allt fólkið á stofunni sem hefur tekið þessa litlu hug-mynd og framkvæmt hana, gert þetta að því sem þetta er.

6 fréttir Helgin 22.-27. desember 2015

Page 7: 22 12 2015

K R I N G L U N N I

S I L F U R S K A R T L E O N A R D 2 0 1 5

FlóraArmbandið Flóra er skreytt með sjö áhengdum gripum sem Eggert Pétursson og Sif Jakobs hafa hannað fyrir

Leonard á undanförnum árum, til styrktar börnum.Armband með einum grip: 12.500 kr.

Hver stakur gripur til viðbótar: 5.500 kr.

Page 8: 22 12 2015

Salurinn í Herkastalanum er orðinn of lítill fyrir jólaboðið og verður það því haldið í ráðhúsi Reykjavíkur í ár. Ljósmynd/Hari

Jólahald Jólamatur hersins hugsanlega í síðasta sinn í bænum

Það veit enginn ennþá hvert við förum, það kemur bara í ljós. Ég veit svo sem ekkert hvort jólamaturinn á næsta ári verður í miðbænum, en Hjálpræðisherinn mun allavega halda þessum sið áfram eins og hann hefur gert í áraraðir, hvar sem það verður.

Flóttamenn fjölmenna í jólamat HjálpræðishersinsHjálpræðisherinn býður að vanda þeim sem vilja í jólamat á aðfangadagskvöld. Fjöldi þeirra sem nýtir sér boðið eykst ár frá ári, rúmlega 200 eru skráðir í ár og veislan rúmast ekki lengur í Herkastalanum heldur verður í Tjarnarsal Ráðhússins. Flóttamenn verða sífellt stærri hluti þeirra sem mæta og í ár verða þeir um 50 talsins.

s umir hafa mætt á hverju að-fangadagskvöldi árum saman, en meirihlutinn er fólk sem

hefur aldrei komið áður og síðustu ár hefur hælisleitendum og flóttamönn-um verið að fjölga mikið,“ segir Hjör-dís Kristinsdóttir, ritari á skrifstofu Hjálpræðishersins, spurð um sam-setningu gesta í árlegum jólakvöld-verði Hersins á aðfangadagskvöld. „Þeir koma þá með börnin sín með sér og það er ánægjulegt að fá börn með í gleðskapinn.“

Lengst af var boðið til borðs í sal Hjálpræðishersins við Kirkjustræti, en hann er nú orðinn of lítill og eru þetta önnur jólin sem borðhaldið fer fram annars staðar. Í fyrra var það á Tapashúsinu en í ár verður það í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Öll vinna í kringum samkomuna er unnin í sjálfboðavinnu og mörg fyrir-tæki styrkja Herinn til matarkaupa. „Við höfum þurft að kaupa eitthvað af matnum, en fyrirtæki hafa verið dug-leg að styrkja okkur og það eru tveir kokkar sem sjá um að elda fyrir okkur

í sjálfboðavinnu, auk þess sem margir koma að því að pakka inn jólagjöfum, leggja á borð og skreyta og ganga svo frá á eftir, allt í sjálfboðavinnu.“

Auk matarins er boðið upp á tón-listaratriði, jólapökkum útdeilt og gengið í kringum jólatré. „Þetta er alveg hefðbundið jólahald,“ segir Hjördís. „Jólin snúast um fleira en það að borða.“

Eins og fram hefur komið í fréttum er Hjálpræðisherinn að selja hús sitt við Kirkjustræti og hyggur á flutning úr miðbænum, þetta gætu því verið síðustu jólin sem jólamaturinn verður í miðborginni, en Hjördís segir þó allt-of snemmt að segja til um það. „Það veit enginn ennþá hvert við förum, það kemur bara í ljós. Ég veit svo sem ekkert hvort jólamaturinn á næsta ári verður í miðbænum, en Hjálpræðis-herinn mun allavega halda þessum sið áfram eins og hann hefur gert í ára-raðir, hvar sem það verður.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Fulltrúar Rauða krossins í Kópavogi og Mæðra-styrksnefndar Kópavogs með Ármanni Kr. Ólafs-syni bæjarstjóra.

Kópavogur Jafnréttis- og mannréttindaráð

Viðurkenningar til RK og MæðrastyrksnefndarMæðrastyrksnefnd í Kópavogi og Rauði krossinn í Kópavogi hlutu viðurkenningu jafn-réttis- og mannréttindaráðs Kópavogs árið 2015. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópa-vogs, afhenti viðurkenninguna í bæjarstjórnarsal Kópavogs fyrir helgi. Félagasamtökunum var þakkað fyrir starf sitt við athöfnina „Samhugur, for-dómaleysi og mannvirðing ein-kennir allt starf Mæðrastyrks-nefndar í Kópavogi og framlag Rauða Krossins til að rjúfa félagslega einangrun, efla sam-

kennd og virðingu fyrir mann-legu lífi innan bæjarfélagsins er ómetanlegt,“ bæjarstjóri.

Mæðrastyrksnefnd Kópa-vogs hefur starfað síðan á sjöunda áratugnum. Við nefnd-ina starfa að jafnaði 12 konur sem allar gefa vinnu sína. For-maður nefndarinnar er Anna Kristinsdóttir. Rauði krossinn í Kópavogi er sérdeild innan Rauða kross Íslands, stofnuð árið 1958. Formaður hennar er David Dominic Lynch og deildarstjóri er Silja Ingólfs-dóttir.

8 fréttir Helgin 22.-27. desember 2015

NÝ LÍNA AF DÚNPARKA

REYKJAVÍK AUSTURSTRÆT 5 / ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • WWW.ICEWEAR.IS

HILMAR | DÚNPARKI Kr. 47.500

ICEWEAR GJAFABRÉFFrábær jólagjöf sem fellur aldrei úr gildi!

ICEWEAR GJAFABRÉFFrábær jólagjöf sem fellur aldrei úr gildi!

HELGARBLAÐ

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á [email protected]

Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Page 9: 22 12 2015

VodafoneVið tengjum þig

Gefðu Stubbana, Strumpana og Stjána bláa með iPhone 6s

Jólin eru innihaldsrík hjá Vodafone

Með völdum snjallsímum fylgir aðgangur að gæða sjónvarpsefni í Vodafone PLAY M og 5GB gagnamagn pr. mán. í tvo mánuði. Efnið er aðgengilegt öllum eigendum snjalltækja gegnum nýja Vodafone PLAY appið. Virkja þarf áskriftina fyrir 31. des. 2015.

Jólapakkarnir eru á vodafone.is

Nýja Vodafone PLAY appið er frítt og tiltækt í öllum snjalltækjum.

iPhone 6s

Frá 124.990 kr.** Verð miðað við staðgreiðslu. Einnig er hægt að dreifa greiðslu á símreikning í 3 –24 mánuði.

Page 10: 22 12 2015

Ein mesta uppgötvun hennar var eitt árið þegar hún frétti af því að seldar væru for-soðnar kartöflur enda spar-aði það fjöl-skyldunni tíma.

Hláturmild og réttsýn

B-manneskjaBiskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna heitra umræðna um stöðu kirkjunnar og aukinna

úrsagna úr henni. Hún er sögð halda ró sinni hvað sem á dynur, hafa mikinn húmor fyrir sjálfri sér en í henni sé ekki arða af popúlisma.

A gnes M. Sigurðardóttir er fædd á Ísafirði 19. október 1954. Hún er dóttir prests-

hjónanna á staðnum, Sigurðar Krist-jánssonar sóknarprests og prófasts í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrétar Hagalínsdóttur ljósmóður. Systkinin eru fjögur og það var oft glatt á hjalla á heimilinu, mikil tónlist og stundaði Agnes nám í píanóleik hjá Ragnari H. Ragnar í Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 1963 til 1975. Að sögn æskuvin-konu var Agnes mikill grallaraspói í innsta hring en lét ekki mikið fyrir sér fara í fjölmenni. „Efst í minningunni er hláturmildi sem oft smitaði út frá sér í góð hlátursköst viðstaddra. Með góðan húmor fyrir sjálfri sér, lífinu og samferðafólki,“ segir hún. „Skapmikil, ákveðin og alvörugefin, með ríka rétt-lætiskennd og samkennd.“

Þegar Agnes var sautján ára gömul, árið 1971, ákvað hún að verða prestur. Prestastéttin hafði frá upphafi verið karlastétt og það var ekki fyrr en þrem-ur árum síðar að fyrsta konan vígðist

sem prestur á Íslandi. Helsta fyrirmynd Agnesar var faðir hennar, Sigurður Kristjánsson prófastur. Frá barnsaldri hafði hún fylgst af miklum áhuga með störfum föður síns. Skrifstofan hans var á æskuheimilinu og athafnir fóru gjarnan fram í stofunni á prestsetrinu á Ísafirði. Allt þetta þótti henni mjög spennandi. Þegar Agnes færði ákvörð-un sína í tal við föður sinn var hann ekki sérstaklega hrifinn og spurði hvort hún væri alveg viss um áhugann á prests-starfinu. Það kom ekki síst til af því að starfinu fylgir oft álag, sem dæmi má nefna að veita þarf sálusorgun við erfið-ar aðstæður í lífi fólks. Þá er vinnutím-inn óhefðbundinn og fellur ekki vel að fjölskyldulífi. Agnes hóf nám í guðfræði árið 1975. Þann 13. febrúar 1977 pré-dikaði hún í Ísafjarðarkirkju við messu hjá föður sínum. Eftir það sannfærðist faðir hennar um að ákvörðun Agnesar væri rétt, að sögn ættingja.

Agnes var ráðin æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar strax að námi loknu og gegndi því starfi til ársins 1986. Hún

var vígð prestsvígslu til þessarar þjónustu 20. septem-ber 1981 og þjónaði samhliða starfi sínu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Árið 1986 var hún skipuð sóknarprestur á Hvanneyri. Hún gegndi því embætti til ársins 1994 þegar hún flutti sig til Bolungarvíkur sem hún þjónaði til ársins 2012. Sóknarbörn hennar þar bera henni vel söguna en taka þó fram að hún hafi kannski ekki verið allra. „Helsti styrkleiki Agnesar er hversu heiðarleg og vönduð hún er,“ segir vinkona og fyrrverandi sóknar-barn úr Bolungarvík. „Það sem aftur háir henni ofur-lítið er að hún er alveg laus við að vera „people pleaser“ og því ekki arða til í henni af nokkrum einasta popúl-isma. Það mögulega stendur henni aðeins fyrir þrifum í biskupsstarfinu. Hún anar ekki að nokkrum hlut heldur íhugar allt vandlega og kemur hreint fram.“

Árið 2012 var Agnes valin til að gegna embætti bisk-ups Íslands. Hún var vígð biskupsvígslu í Hallgríms-kirkju 24. júní 2012 og var fyrsta konan í sögu þjóðkirkj-unnar til að taka biskupsvígslu, en undan henni höfðu 110 karlar gegnt embætti og hefur síðan, eðli málsins samkvæmt, verið töluvert á milli tannanna á fólki. Ekki eru þó allir sammála um að hún eigi það skilið. „Agnes er brautryðjandi og fyrirmynd bæði karla og kvenna. Sem ung kona í hópi eldri karla þurfti hún yfirleitt að hafa meira fyrir hlutunum. Starf prestsins fór hún létt með en verja þurfti tíma í að sanna tilverurétt sinn, ekki síst í upphafi. Viðhorfin hafa vonandi breyst eitthvað á þeim 40 árum síðan hún hóf nám í guðfræði,“ segir einn viðmælenda. „Agnes er mjög fórnfús og líf hennar hefur að mestu leyti snúist um þjónustu í þágu sóknarbarna sinna og nú síðustu árin í þágu landsmanna allra. Það hefur oft verið á kostnað fjölskyldulífs en á móti kemur að hún var sjálf alin upp á heimili prestsins í gamla tímanum þar sem starf prestsins var númer eitt en fjöl-skyldan kom þar á eftir. Staða prestsfjölskyldunnar hef-ur verið Agnesi hugleikin. Á fyrsta áratug aldarinnar tók hún til að mynda námsleyfi frá störfum og vann að verkefni um prestfjölskyldur.“

Agnes og fyrrverandi maður hennar, Hannes Bald-ursson, eiga þrjú börn og sonur hennar segir að starf hennar hafi sett sitt mark á fjölskyldulífið, en skipulags-gáfa hennar og lausnamiðuð hugsun hafi þó valdið því að málin hafi alltaf bjargast og tekur dæmi af jólahaldi því til sönnunar. „Agnes er mjög praktísk í hugsun. Eðli máls samkvæmt er annatími hjá prestum um jól og þegar við bættist að fyrrum eiginmaður Agnesar spilaði á orgel í kirkjunni þurfti að skipuleggja jólahald fjölskyldunnar vel. Ein mesta uppgötvun hennar var eitt árið þegar hún frétti af því að seldar væru forsoðnar kartöflur enda sparaði það fjölskyldunni tíma.“

Öllum sem rætt er við ber saman um að Agnes sé afskaplega réttsýn, hafi góða kímnigáfu, haldi ró sinni hvað sem á dynur. „Helsti galli hennar er hvað hún gefur sér lítinn tíma fyrir sjálfa sig,“ segir náinn ættingi. „Hún er B-manneskja sem kemur miklu í verk, enda vinnur hún oft fram á nótt. Þrátt fyrir hvað hún er skipu-lögð er hún þó oftar en ekki á síðustu stundu. Hún er ákveðin og treystir fólki en er ekki tilætlunarsöm. Eitt sem er alveg á hreinu að hún lætur engan vaða yfir sig.“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Agnes sigurðArdóttir

Fædd á Ísafirði 19. október 1954

Foreldrar: Sigurður Kristjánsson, sóknar-prestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrét Hagalínsdóttir ljós-

móðir

Fyrrverandi maki: Hannes Baldursson tónlistar-

maður

Börn: Sigurður, framkvæmdastjóri

eignastýringar hjá Kviku Margrét, hagfræðingur

og söngkona Baldur sálfræðingur

Nám: 2006-2007 Háskóli Íslands,

guðfræðideild.1981 Cand. theol. frá HÍ.

1977-1978 Nám í Tónskóla Þjóð-kirkjunnar

1975-1976 Nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur

1975 Stúdent frá MÍ.1963-1975 Nám í Tónlistarskóla

Ísafjarðar

Starfsferill: Biskup Íslands frá 2012

Frá 2005 Prófastur í Vest-fjarðaprófastsdæmi

1999-2005 Prófastur í Ísafjarð-arprófastsdæmi

Frá 1994 Sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli

1986-1994 Sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli

1982-1986 Þjónusta í Dóm-kirkjunni í Reykjavík

1981-1986 Æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. Vígð til þess

embættis 20. september 1981.

10 nærmynd Helgin 22.-27. desember 2015

Page 11: 22 12 2015

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

7241

6

UM HÁTÍÐIRNAROPNUNARTÍMI

Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is

Þriðjudagur 22. desember 11.00 - 19.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00

Miðvikudagur 23. desember 10.00 - 22.00

Fimmtudagur 24. desember 10.00 - 13.00

Föstudagur 25. desember – jóladagur Lokað

Laugardagur 26. desember – annar í jólum Lokað

Sunnudagur 27. desember Lokað

Mánudagur 28. desember 11.00 - 18.00

Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00

Þriðjudagur 29. desember 11.00 - 18.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 - 20.00

Miðvikudagur 30. desember 10.00 - 20.00

Fimmtudagur 31. desember 10.00 - 14.00

Föstudagur 1. janúar – nýársdagur Lokað

Laugardagur 2. janúar 11.00 - 18.00 Reykjanesbær og Selfoss 11.00 - 16.00

Sunnudagur 3. janúar Lokað

Mánudagur 4. janúar Talning Sjá nánar um opnun einstakra búða þennan dag á vinbudin.is

Page 12: 22 12 2015

Mikið úrval af vönduðum bómullarsængurfötum frá Nordicform á frábæru Dormaverði.

Dormaverð aðeins 11.990 kr.

SENDINGNÝ

turiform

SHAPE CLASSICheilsukoddi

Dormaverð 5.900 kr.

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

SHAPE STANDARDheilsukoddiFullt verð: 5.900 kr.

Jólatilboð 3.900 kr.

30%AFSLÁTTUR

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

Aðeins 8.900 kr.

PURE COMFORT

TVENNUTILBOÐfibersæng + koddi

PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.

PURE COMFORT koddiFullt verð: 3.900 kr.

Fullt verð samtals: 13.800 kr.

Aðeins 3.218 kr.

25%AFSLÁTTUR

ALLIR JÓLAILMIR

Verðdæmi: Millistórt kerti í glerkrukku Fullt verð: 4.290 kr.

Dormaverð 8.990 kr.

verðFrábært

og gæði

Jólatilboð 20.900 kr.

Hafðu það notalegt um jólin

Komdu í Dorma

Aðeins 19.900 kr.

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddiO&D dúnsæng – Stóri björn· 50% dúnn og 50% smáfiðurFullt verð: 19.900 kr.

+ Dúnkoddi – Stóri björnFullt verð: 5.900 kr.

Fullt verð samtals: 25.800 kr.

JÓLA-TILBOÐ

Sængurföt úr 100% bómullarsatíni frá MistralHome, þrír litir. 300 tc.

O&D dúnsæng· 90% dúnn· 10% smáfiður

Fullt verð: 25.900 kr.

Holtagörðum 512 6800

Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

Skeiði 1, Ísafirði456 4566

Afgreiðslutími um jólin

21. og 22. des. kl. 10–20 23. des. kl. 10–22 24. des. kl. 10–13

www.dorma.is

Allir sófar á TAXFREE* tilboði til jóla

* Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Taxfree tilboðið gildir ekki ofan á önnur tilboð t.d. jólatilboð. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostn að Dorma.

Boggie3ja sæta sófi

Taxfree 80.565 kr. Taxfree 189.900 kr. Taxfree 128.952 kr. Taxfree 56.371 kr.

Floridahornsófi með tunguDökkt og ljósgrátt slitsterkt áklæði. Hægri og vinstri tunga.

Fullt verð: 239.900 kr.

Slitsterkt áklæði. Grár, appelsínugulur, rauður, brúnn og blár

Fullt verð 99.900 kr.

River svefnsófimeð tunguRúmfatageymsla í tungu. Grænt, blátt rautt

og grátt áklæði. Hægri og vinstri tunga.

Fullt verð: 159.900 kr.

Regina3ja sæta sófiStóll í klassískum stíl. Dökk- og ljósgrátt áklæði og viðarfætur.

Fullt verð: 69.900 kr.

OPIÐDORMA

til kl. 2000 í kvöld

Page 13: 22 12 2015

Mikið úrval af vönduðum bómullarsængurfötum frá Nordicform á frábæru Dormaverði.

Dormaverð aðeins 11.990 kr.

SENDINGNÝ

turiform

SHAPE CLASSICheilsukoddi

Dormaverð 5.900 kr.

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

SHAPE CLASSIC

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

SHAPE STANDARDheilsukoddiFullt verð: 5.900 kr.

Jólatilboð 3.900 kr.

SHAPE STANDARDheilsukoddi

30%AFSLÁTTUR

SHAPEB Y N AT U R E ’ S B E D D I N G

Aðeins 8.900 kr.

PURE COMFORT

TVENNUTILBOÐfibersæng + koddi

PURE COMFORT sæng Fullt verð: 9.900 kr.

PURE COMFORT koddiFullt verð: 3.900 kr.

Fullt verð samtals: 13.800 kr.

8.900 kr.

PURE COMFORT

TVENNUTILBOÐfibersæng + koddi

Aðeins 3.218 kr.

25%AFSLÁTTUR

ALLIR JÓLAILMIR

Verðdæmi: Millistórt kerti í glerkrukku Fullt verð: 4.290 kr.

Dormaverð 8.990 kr.

verðFrábært

og gæði

Jólatilboð 20.900 kr.

Hafðu það notalegt um jólin

Komdu í Dorma

Aðeins 19.900 kr.

TVENNUTILBOÐdúnsæng + koddiO&D dúnsæng – Stóri björn· 50% dúnn og 50% smáfiðurFullt verð: 19.900 kr.

+ Dúnkoddi – Stóri björnFullt verð: 5.900 kr.

Fullt verð samtals: 25.800 kr.

JÓLA-TILBOÐ

Sængurföt úr 100% bómullarsatíni frá MistralHome, þrír litir. 300 tc.

O&D dúnsæng· 90% dúnn· 10% smáfiður

Fullt verð: 25.900 kr.

Holtagörðum 512 6800

Dalsbraut 1, Akureyri558 1100

Skeiði 1, Ísafirði456 4566

Afgreiðslutími um jólin

21. og 22. des. kl. 10–20 23. des. kl. 10–22 24. des. kl. 10–13

www.dorma.is

Allir sófar á TAXFREE* tilboði til jóla

* Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Taxfree tilboðið gildir ekki ofan á önnur tilboð t.d. jólatilboð. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostn að Dorma.

Boggie3ja sæta sófi

Taxfree 80.565 kr. Taxfree 189.900 kr. Taxfree 128.952 kr. Taxfree 56.371 kr.

Floridahornsófi með tunguDökkt og ljósgrátt slitsterkt áklæði. Hægri og vinstri tunga.

Fullt verð: 239.900 kr.

Slitsterkt áklæði. Grár, appelsínugulur, rauður, brúnn og blár

Fullt verð 99.900 kr.

River svefnsófimeð tunguRúmfatageymsla í tungu. Grænt, blátt rautt

og grátt áklæði. Hægri og vinstri tunga.

Fullt verð: 159.900 kr.

Regina3ja sæta sófiStóll í klassískum stíl. Dökk- og ljósgrátt áklæði og viðarfætur.

Fullt verð: 69.900 kr.

OPIÐDORMA

til kl. 2000 í kvöld

Page 14: 22 12 2015

VVetrarsólstöður eru í dag, þriðjudaginn 22. desember, og sólargangur því stystur. Dag tekur því að lengja á ný. Þótt skammdegið vari enn um hríð er það fagnaðarefni í hvert eitt sinn er sól tekur að hækka á lofti á ný, ekki síst á norðlægum slóðum þar sem dagskíma er stutt á þessum árstíma. Í vændum eigum við hins vegar nóttlausa tíð þegar vorar.

Jólin eru fram undan, sú forna og nýja sól-hvarfahátíð þegar endurkomu sólarinnar er fagnað, miðsvetrarhátíð er síðar varð hátíð

kristinna manna. Ýmsum þykir nóg um tilstandið vegna jólanna – og vafalaust fara einhverjir fram úr sér í tilefni þeirra. Fyrir flesta er jólahá-tíðin þó kærkomin hvíld eftir talsvert at í aðdraganda þeirra, ljósanna hátíð þegar myrkrið

er mest. Um jól gera menn sér dagamun í mat og drykk, koma saman og eiga góðar stundir. Aðventan er einnig tími sam-veru fjölskyldna og vina og

ekki síst tími barnanna. Það er gaman að föndra eða baka með börnum. Ánægja þeirra er einlæg sem og tilhlökkun til jólanna. Það er spennandi að fá eitthvað fallegt í skóinn frá jólasveininum og síðan pakka sem bíða undir skreyttu jólatré. Sama má segja um þann góða sið að senda vinum og ættingj-um jólakort með hlýjum kveðjum. Maður er manns gaman og fátt jafnast á við það að eiga góða að.

Tími gefst oft um jól og áramót að staldra við, líta yfir farinn veg og jafnframt fram á veginn til þess nýja árs sem bíður með tæki-færi sín og áskoranir. Fagna ber því sem vel hefur gengið en um leið eiga margir um sárt að binda, einkum þeir sem sjúkir eru eða hafa misst einhvern sér nákominn. Jólin eru ekki síst sá tími sem fólk hugsar til þeirra sem gengnir eru. Það sést best á heimsókn-um fólks að leiðum ástvina í kirkjugörðum

landsins yfir jólin. Kirkjugarðarnir eru fal-lega skreyttir og ljósum prýddir. Þar er því gott að eiga stund og hugsa hlýtt til þeirra sem á undan fóru og ruddu brautina fyrir okkur.

Rétt er einnig að minnast þess að í vel-ferðarsamfélagi okkar standa ekki allir jafnt að vígi. Margir eru þeir sem ekki ná endum saman af ýmsum ástæðum, þótt atvinnuleysi hafi sem betur fer minnkað mjög frá því er verst lét í kjölfar hrunsins. Fátt er verra böl vinnufúsum höndum en atvinnuleysi. Ýmsar hjálparstofnanir liðsinna þeim sem verst eru settir, en það er blettur á okkar ágæta samfé-lagi að fólk sé í þeirri stöðu að þurfa að leita á náðir góðgerðasamtaka með matar- eða fataúthlutun um jól – eða á hvaða öðrum tíma ársins sem er.

Þegar á heildina er litið er engu að síður ástæða til bjartsýni. Árið sem er að líða hefur að flestu leyti verið þjóðinni hagstætt. Við höfum náð okkur upp úr öldudalnum og góð-æri verið til lands og sjávar. Mest hefur mun-að um áframhaldandi uppgang ferðaþjónust-unnar sem skilar æ meira til þjóðarbúsins, þótt vissulega beri að fara með gát í um-gengni við viðkvæma íslenska náttúru. Ekki verður annað séð en framhald verði á vin-sældum Íslands meðal erlendra ferðamanna, komi ekkert óvænt upp á. Kappsamlega er einnig unnið að afnámi hafta sem mikilvægt er fyrir hagsmuni einstaklinga, fyrirtækja og þjóðar, þótt þar beri vissulega að fara með gát til að forðast kollsteypu. Tekist hefur að halda verðbólgu í skefjum þrátt fyrir umtalsverðar launahækkanir á því ári sem er að líða.

Það er því full ástæða til að gleðjast og halda hátíðleg jól, njóta samvistar við aðra og hvíldar og endurnæringar í kjölfar undir-búnings hátíðahaldanna, hvort heldur er við bóklestur, hressandi útivist eða annað sem nærir líkama og sál.

Fréttatíminn óskar landsmönnum gleði-legra jóla.

Hátíð gengur í garð

Kærkominn tími samveru og hvíldar

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Opið mán. - föst. 8:30 - 19:00 og 10 - 18 um helgarfacebook.com/krumma.is krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík

Jólagjöfin fæst í KRUMMA

Frá 16.800.-Dúkkuvagnar

13.500.-Gönguvagn með kubbum

5.235.-Lestarsett Safari

frá Krum

ma

k r i n g l u n n i

Armbandið Flóra er skreytt með sjö áhengdum gripum sem Eggert Pétursson og Sif Jakobs hafa hannað fyrir Leonard á undanförnum árum, til styrktar börnum.

Armband með einum grip: 12.500 kr.Hver stakur gripur til viðbótar: 5.500 kr.

S I L F U R S K A R T L E O N A R D 2 0 1 5

Flóra

14 viðhorf Helgin 22.-27. desember 2015

Page 15: 22 12 2015

ÁRNASYNIR

Gott að gefa, himneskt að þiggja

ÍSLENSKT EFTIRLÆTIVið hjá Nóa Síríus erum þakklát fyrir að hafa fengið að fylg ja Íslendingum á hátíðum og hamingjustundum í áratugi. Með notkun á fyrsta flokks hráefnum og ástríðu fyrir því sem við gerum höfum við unnið traust þjóðarinnar og erum stolt af því að vera órjúfanlegur hluti af hátíðarhöldum hennar.

Núna í ár kynnum við nýjan og einstakan konfektmola, innblásinn af íslenskum náttúruöflum, með stuðlaberg í forgrunni. Ljú­engt Síríus súkkulaði, fyllt með mjúkri saltkaramellu sem bráðnar í munni. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og ómissandi hluti af hátíðunum.

Page 16: 22 12 2015

Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af

Mamma Mia

12.900 kr.

Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu.

Njála

12.200 kr.

OPIÐ TIL 22

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

GjafakortBorgarleikhússins

Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð

Leikhúskvöld fyrir sælkera

12.500 kr.

Sérstök jólatilboð

Guðrún Helgadóttir tekur á móti blaða-manni á fallegu heimili sínu við Tún-götuna í Reykjavík og býður til sætis við borðstofuborðið þar sem smákökur og kaffi bíða okkar. Guðrún hefur greinilega

setið við gjafainnpökkun en gjafir til fjölda barnabarna og langömmubarna liggja á víð og dreif um stofuna. Einn af okkar ástsælustu barnabókhöfundum er að sjálfsögðu hrifin af því að gefa börnum bækur í jólagjöf því sögur eru ekki bara sögur og að gefa bók er svo miklu meiri gjöf en við oft áttum okkur á.

„Það er ekki bara mikilvægt að börn lesi sjálf heldur er alls ekki síður mikilvægt að það sé lesið fyrir börn því þannig læra þau að hugsa og tala. Það er svo yfir-gengilega mikilvægt og það er allt við það sem er svo gott. Það er nándin og samveran við foreldrana sem er svo ómótstæðilegt fyrir börn. Það var nú kannski það sem ég var alltaf að reyna að gera, að skrifa þessar bækur þannig að báðir aðilar hefðu gaman af, sá full-orðni og barnið. Því börn láta ekki plata sig og þau finna þegar mömmu og pabba leiðist en verða svo óskaplega hamingjusöm þegar mömmu og pabba finnst gaman. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt og það hefur glatt mig óskaplega þegar ég hef fengið þakkir fyrir fallegu stundina á jóladagsmorgun þegar fjölskyldan lá saman og las nýju bókina.“

Það vantaði bók um sjómannsfjölskylduFáar íslenskar barnabækur hafa notið jafn mikilla vin-sælda og bækurnar þrjár um stóru barnafjölskylduna í litla húsinu sem sagðar eru af þremur ólíkum systrum. Sitji guðs engar, Saman í hring og Sænginni yfir minni hafa allar þrjár verið endurprentaðar ótal sinnum og nú síðast allar saman í einni bók. „Þetta er óskaplega falleg útgáfa og mér finnst gaman að þessar sögur séu komnar í eina sæng,“ segir Guðrún. „Ég hef alltaf verið óskaplega lengi að skíra bækurnar mínar en titilinn á þessari bók vissi ég áður en ég byrjaði að skrifa hana. Hver bók myndi bera þessar ljóðlínur og hver bók yrði sögð frá sjónarhóli hverrar systur.

Ég hef samt aldrei skrifað bók fyrr en ég veit ná-

Ákvað snemma að lifa ekki ljótu lífiNýlega voru einar vinsælustu barnabækur okkar ástsælasta barnabókahöfundar endurútgefnar í

einni bók. Sögurnar í Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, fjalla um þrjár systur sem alast upp í litlu húsi í stórum barnahópi við þröngan kost og segir Guðrún Helgadóttir þar margt minna á sína eigin æsku. Guðrún er sjálf sjómannsdóttir sem ólst upp í 60 fermetra húsi í Hafnarfirði

með foreldrum sínum, ömmu og afa og níu systkinum. Hún brosir að fallegum minningum frá þeim tíma en segir þó ekkert rómantískt vera við fátækt. Fátt sé andstyggilegra en að börn búi við fátækt. Sjálf ákvað hún snemma að búa sér til fallegt líf og segist hafa reynt í sínum sögum að skapa börnum

væntingar, því auk þess að kenna börnum að lesa og hugsa þá sé skáldskapurinn gluggi út í lífið.

Framhald á næstu opnu

Guðrún Helgadóttir er glöð yfir því að sjá sögurnar sínar, Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, vera komnar í eina sæng í nýrri útgáfu. Ljósmynd/Hari

kvæmlega um hvað hún á að vera og kann ekki að gera það öðruvísi. Jón Oddur og Jón Bjarni voru til dæmis spegilmynd af minni eigin fjölskyldu. Pabbinn var kenn-ari og mamman var hjúkrunarfræðingur, sem ég er reyndar ekki, en þetta var svona venjulega íslensk fjöl-skylda í blokk í Reykjavík. Næsta bók, Í afahúsi, fjallaði um pabba sem vildi vera skáld og var ekkert voðalega sterkur til vinnu heldur vildi fá að vera í ró og næði að búa til kvæði. Tóta dóttir hans var nú ekkert voðalega ánægð með það og hún skildi ekki hvernig það kom heim og saman að í skólanum var talað af svo óskaplegri virðingu um skáldin en ekki annarsstaðar. Tóta komst fljótlega að því að svona vel talaði fólk bara um dáin skáld. En svo rann það upp fyrir mér, sjómannsbarninu, að það hafði verið skrifað óskaplega lítið um sjómanns-fjölskyldur fyrir börn. Á Íslandi, þar sem erfitt líf sjó-mannsins er undirstaða velferðar í landinu.“

Mikið af Guðrúnu sjálfri í bókunumSögurnar um systurnar þrjár, Heiðu, Lóu Lóu og Öbbu hina, segja frá lífi stórrar fjölskyldu sem býr við þröngan kost og barnaskarinn á pabba sem sjaldnast er heima því hann er alltaf á sjó. Er eitthvað af sjómannsdóttur-inni Guðrúnu í þessum stelpum?

„Auðvitað er maður alltaf að skrifa um eitthvað sem maður þekkir. Ég held að allir rithöfundar séu að skrifa um eitthvað sem þeir hafa reynt sjálfir, án þess að það séu einhverjar sjálfsævisögur. Í bókunum eru mörg systkini í heimili og hver saga er sögð frá sjónarhóli hverrar systurinnar fyrir sig. Elsta systirin, Heiða, segir fyrstu söguna og þegar hún kom út þá var ég alltaf spurð hvort að ég væri Heiða því hún er elsta systirin í stórum barnahópi, er dálítið dugleg, vill öllu ráða og stjórnar börnunum með harðri hendi. Ég sagðist nú ekki geta svarið allt af mér í henni og viðurkenndi að það væru einhverjir partar af mér í henni.

Í annari bókinni segir miðsystirin, Lóa Lóa, söguna og þegar miðsystir mín frétti það þá varð hún mjög æst og sagðist alls ekkert kæra sig um að ég væri að skrifa bækur um hana. En ég gat nú róað hana því hún var óskaplega myndarleg í höndunum og fræg fyrir að prjóna en Lóa Lóa hataði að prjóna.

Síðasta bókin er sögð af litlu listakonunni Öbbu hinni og hún er svo skemmtileg að enginn hefur sett sig upp á móti því að vera fyrirmynd hennar. En jú, ætli það megi ekki segja að allar systurnar séu hálfgert samansafn af mér.“

Fátækt er ekkert rómantískSögur Guðrúnar eiga það sameiginlegt að gefa skemmtilega sýn á þjóðfélagið og gefa fullorðna fólkinu

16 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015

Page 17: 22 12 2015

ATA

RN

A

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Íslenskur kalkúnnhátíðarmatur

Hollur

Heslihnetu- og sveppafyllingað hætti Reykjabúsins• 150 g smjör• 350 g nýir sveppir, niðursneiddir• 200 g laukur, smátt saxaður• 1 stilkur sellerí, smátt saxaður• 1/2 búnt steinselja, smátt söxuð eða 2 msk þurrkuð• 3-4 msk þurrkuð salvía frá Pottagöldrum• 300 g skinka, smátt söxuð• 100 g heslihnetur, ristaðar og sneiddar• 150 g (u.þ.b. 3 bollar) brauðteningar• 2 stór egg• 2 dl rjómi• 1/2 tsk salt• 1 tsk ferskmalaður pipar

Bræðið smjör í stórum potti og látið sveppi og grænmeti ásamt steinselju, salvíu og skinku krauma í því í 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið þá heslihnetum og brauðteningum í pottinn og látið fyllinguna kólna lítillega. Hrærið þá eggjum og rjóma saman við og kryddið með salti og pipar. Má laga daginn áður og geyma í ísskáp þar til fylla á fuglinn.

Verði ykkur að góðu

Reykjabúinu, Mosfellsbæ.

Holda kalkúnn frá Reykjabúinu fæst í �estum verslunumFleiri uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á

kalkunn.is

Page 18: 22 12 2015

sem les kost á að ræða allt milli himins og jarðar við börnin, líka erfiða hluti eins og veikindi, fátækt eða dauðann.

„Já, við eigum að ræða við börn um lífið og skáld-skapurinn getur verið leið til þess,“ segir Guðrún. „Þessi bók gerist til dæmis í stríðinu þegar fólk upplifði það að togarar voru skotnir niður og börn misstu foreldra sína. Ég man eftir hræðilegum forsíðum með myndum af látnum mönnunum og þetta var hrylli-lega sorglegt. En við eigum að ræða þessa hluti við börnin, líka til að þau viti hvernig lífið var á Íslandi hér áður fyrr. Ég hafði alltaf þá prívat kenningu að öll vandamál barna gætu ekki verið leyst hjá tveimur manneskjum, hvað þá einni. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki hægt að leggja það á tvær manneskjur, hvað þá eina, að eiga að móta barn. Þess vegna er til dæmis svo ómetanlegt að alast upp með afa sínum og ömmu, og ég var svo heppin að hafa þau á heimilinu mínu.“

„Varðandi fátæktina þá er sannleikurinn sá að allt of margir sem búa ekki við góðan kost á Íslandi og það er ekki hlúð nægilega að því fólki. Það er ekkert andstyggilegra en að börn búi við fátækt og það mun eng-inn nokkurntíma fá mig til að sjá fátækt í rómantísku ljósi. Mér finnst fátækt ljót og andstyggileg. Þess vegna reyndi ég líka í bókunum mínum að gefa börnunum vænt-ingar um að lífið gæti verið betra. Ég varð svo glöð þegar Jónas Pálsson, fyrrverandi skólastjóri, áttaði sig á þessu í bókunum mínum og hrósaði mér fyrir. Það sem mig langaði til að gera með bókunum var að opna glugga þar sem börn gætu leitað fyrir sér að öðrum kostum. Því við eigum að gefa börnum væntingar.“

Vildi ekki lifa ljótu lífi„Ég var sjálf mjög ung þegar ég ákvað að ég skyldi ekki lifa eins og foreldrar mínir og mín fjölskylda. Við vorum auðvitað ósköp fátæk. Við bjuggum í 60 fermetra húsi í Hafn-arfirði, mamma, pabbi, amma og afi og tíu systkini. Húsnæðið var ótrúlega lítið og þröngt og pabbi ves-lingurinn var alltaf úti á sjó svo við sáum hann nú mest lítið. Mér fannst þetta alveg frá því að ég var smákrakki hundleiðinlegt og erfitt, alveg eins og Heiðu í fyrstu bókinni, og ég var mjög ung þegar ég fór að rækta garð í kringum húsið. Á þessum tíma fannst Hafnfirðingum bara allt í lagi að í görðum væri ekkert nema njóli og möl. Ég fann snemma fyrir sterkri löngun eftir ein-hverju fallegra og ég ætlaði aldeilis ekki að lifa ljótu lífi. Og sem betur fer hefur mér bara nokkurnveginn tekist það. Ég var mjög ung þegar ég gerði mér ljóst að það er hægt að gera margt fallegt við lífið, jafnvel þó maður sé fátækur. Til dæmis með því bara að kveikja á einu kerti og það gerði ég líka miskunnarlaust.“

Sögurnar kenna okkur á lífið„Það er svo óskaplega margt sem við getum bent börnum á með sögum frá gamla tímanum í stað þess að ýta undir taumlausa löngun í efnisleg gæði á kostnað annarra og betri hluta,“ segir Guðrún og rifjar

upp jólin í litla húsi stóru fjölskyldunnar sinnar í Hafnarfirði. „Ég man eftir fyrstu jólagjöfunum sem ég gaf þegar ég var svona átta ára. Maður átti auðvitað aldrei grænt gatasett en mér hafði einhvernvegin tekist að safna heilum fjórtán krónum. Þá átti ég þegar tvö syst kini og það þriðja var á leiðinni. Ég keypti kross til að hafa um hálsinn fyrir systur mína og vasahníf handa bróður mínum og hann varð svo hamingjusamur. En maður fékk eiginlega engar jólagjafir. Mamma og pabbi gáfu okkur oftast ný og falleg föt, ekkert óþarfa glingur. Það var gaman að fá ný föt því flest föt voru endurgerð úr gömlu flíkum sem hafði verið vent,“ segir Guðrún og tekur að sér að útskýra orðið vent þegar hún sér undrunarsvipinn á blaðamanni. „Sögnina að venda hugsa ég að fæstir þekki í dag en það þýðir einfaldlega að fötunum hafði verið snúið við og þau saumuð upp á nýtt frá röngunni. Í gamla daga var auðvitað annarri hverri flík vent.“

Það vill enginn vera gamall„Það er svo margt hægt að gera gott sem fólki dettur stundum ekki í hug, sérstak-lega núna um jólin. Til dæmis á einhver frænka sem býr ein út í bæ ekkert að vera ein á jólunum. Það er fullt af fólki sem á að vera búið að bjóða henni heim og sinna henni. Við eigum að vera dugleg að gefa með okkur. Ég lærði þetta af pabba því hann var óskaplega duglegur við að gefa nágrönnunum nýjan fisk þegar hann kom heim því það voru nú flestir fátækir þarna í Hafnarfirðinum í gamla daga. Hann kom líka með stóra bala af appelsínum og epl-um úr siglingum fyrir jólin sem við börnin

sáum minnst af, það fór mest til nágranna,“ segir Guð-rún og brosir að minningunni.

Hún ætlar að eyða þessum jólum í faðmi sinnar stóru fjölskyldu. „Það vilja allir verða gamlir en það vill eng-inn vera gamall,“ segir Guðrún sem fagnaði nýlega átt-ræðisafmæli. „Þessu stórafmæli fylgir aðallega undrun yfir því að þetta hafi liðið svona hratt en það er auðvitað voðalega gaman að fá að lifa lengi og ég þakka fyrir það hvað ég hef verið afskaplega hraust. Ég hef ótrúlega mikið að gera. Ég les og ég hugsa og ég er að reyna að skrifa. Svo þarf að reka heimilið þó það sé ekki stórt. Ég er mikil lánsmanneskja því ég á fögur yndisleg börn og tengdabörn og 14 barnabörn og þrjú langömmubörn. Það er ekki hægt að biðja um meira en það.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Það er svo óskaplega margt sem við getum bent börnum á með sögum frá gamla tímanum í stað þess að ýta undir taumlausa löngun í efnisleg gæði á kostnað annarra og betri hluta.

„Börn láta ekki plata sig og þau finna þegar mömmu og pabba leiðist en verða svo óskaplega hamingjusöm þegar mömmu og pabba finnst gaman. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt og það hefur glatt mig óskaplega þegar ég hef fengið þakkir fyrir fallegu stundina á jóladagsmorgun þegar fjölskyldan lá saman og las nýju bókina.“ Ljósmynd/Hari

Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099

www.heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.E

NN

EM

M /

SIA

• N

M72

593

Kanarí

Tenerife

Frá kr.

74.900

Kanarí & Tenerife

Los TilosFrá kr. 74.900 Netverð á mann frá kr. 74.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

4. janúar í 9 nætur.

Tamaimo Tropicalm/allt innifalið!

Frá kr. 113.900Netverð á mann frá kr. 118.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 113.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

5. janúar í 8 nætur.

La Siestam/hálft fæði innifalið!

Frá kr. 108.900Netverð á mann frá kr. 108.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi.

Netverð á mann frá kr. 140.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.

5. janúar í 8 nætur.

ParquesolFrá kr. 80.900Netverð á mann frá kr. 80.900 m.v. 4 fullorðna í smáhýsi.

Netverð á mann frá kr. 104.900 m.v. 2 fullorðna í smáhýsi.

4. janúar í 9 nætur.

Roque NubloFrá kr. 76.900Netverð á mann frá kr. 76.900 m.v. 3 fullorðna í íbúð.

Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.

4. janúar í 9 nætur.

SÉRTILBOÐ

SÉRTILBOÐ

SÉRTILBOÐ

SÉRTILBOÐ

SÉRTILBOÐ

18 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015

Page 19: 22 12 2015

WWW.FARMERSMARKET.ISFARMERS & FRIENDS, VERZLUN - HÓLMASLÓÐ 2 - GRANDI - 101 REYKJAVÍK - S 552 1960

Page 20: 22 12 2015

„Ég fæ í sjálfu sér alveg frelsi til að breyta hlutum í okkar uppfærslu ef mér finnst það hjálpa verkinu. Þetta er aðeins stað-fært en þó ekki mikið því verkið er ekki staðbundið. Þessi veruleiki er alveg jafn skýr hér og í Svíþjóð, eða annarsstaðar.“ Ljós-mynd/Hari

Ef maður efast ekki, vex maður ekkiÞjóðleikhúsið frumsýnir um hátíðirnar nýtt sænskt leikverk í Kassanum. Verkið, Um það bil, er ekki ádeiluverk. Það fjallar um fólk – fast inni í kerfi sem ekki er hægt að breyta. Það fjallar um okkur sem neytendur, hvernig við skilgreinum hugmyndir okkar og samskipti út frá lögmálum hagfræðinnar. Hvort sem það er ást eða vinátta þá hefur allt sitt virði, alla dreymir um að komast áfram í kerfinu eða standa fyrir utan það. Una Þorleifs-dóttir, leikstjóri verksins, segir það frelsi fyrir leikstjóra að hafa höfundinn ekki á staðnum.

Þ að er verið að fjalla um stöðu okkar í samfélaginu,“ segir Una Þorleifsdóttir, leikstjóri

˜ [um það bil]. „Hvernig við skil-greinum okkur út frá fjárhagsleg-um sjónarmiðum, og hagkerfinu og stöðu okkar innan þess. Hvern-ig flestir draumar okkar eru skil-greindir af lögmálum þess. Löngun okkar til þess að komast áfram er knúin áfram af peningum, eða því að eiga eitthvað. Halda að það sé betra að eiga peninga og hafa efni á því að kaupa td. lífrænan mat,“ segir hún.

„Það kostar peninga að vera fyrir utan kerfið. Það er dýrara að kaupa lífrænt og föt sem eru ekki framleidd í þrælaverksmiðjum. Þetta snýst svolítið um það. Þetta eru fimm meginpersónur og verkið fjallar um þeirra drauma og þrár innan kerfisins og hvernig kerfið hefur áhrif á líf þeirra og ákvarð-anatöku,“ segir Una. Með aðal-hlutverkin í sýningunni fara þau Þröstur Leó Gunnarsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Katrín Hall-dóra Sigurðardóttir, Oddur Júlíus-son, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir.

Hagfræðihugtök í samskiptum fólksLeikritið ˜ [um það bil] varð til eftir að Dramaten leikhúsið í Stokkhólmi bað Jonas Hassen Khemiri um að skrifa nýtt leikrit fyrir húsið. Leik-ritið átti að fjalla um Frankenstein – ófreskjuna sem Mary Shelly gerði ódauðlega. En skrifin leiddu Khem-iri í aðra átt, í stað þess að skrifa um Frankenstein beindi Khemiri sjónum sínum að öðru manngerðu skrímsli (líkt og Khemiri orðar það): kapítalismanum – fyrirbæri sem við höfum skapað sjálf, er bæði mennskt

og ómennskt og löngu sloppið úr höndum skapara sinna. „Hugsanir mínar flökkuðu frá ófreskjunni til efnahagsins. Peningar geta virkað sem rúllustigi upp þjóðfélagsstig-ann. En þeir geta líka verið martröð þegar þú átt ekki peninga og fellur á botninn,“ segir Kehmiri.

„Höfundurinn er ekki endilega að fjalla um þennan efnisheim á nei-kvæðan hátt,“ segir Una. „Hann er meira að varpa ljósi á hvernig þetta virkar, og hvernig kerfið hefur áhrif á okkar daglega líf. Án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Kerfið hefur áhrif á ástina meðal annars,“ segir hún. „Hvort við erum frjáls. Eitthvað sem við höldum að við höfum sjálf áhrif á. Kannski erum við það ekki,“ segir hún. „Við tölum um virði einhvers. Virð frelsisins, ástarinnar og sambandsins. Upplif-anir og hvað við viljum fá frá hvort öðru, og hvað við fáum í staðinn. Við notum hagfræðihugtök þegar við tölum um samskipti við annað fólk,“ segir Una. „Tölum um tilboð og virði og slíkt. Ég tel að þetta verk sé eitthvað sem allir geta tengt við. Þetta er er rannsókn á aðstæðum og endurspegla persónurnar ólík sjón-armið, allt frá því að vilja viðhalda því sem er til þess að rífa það niður til að skapa nýjar útópíur.“

Aðrir betri í því að leikaUna leikstýrði og var meðhöfundur að verkinu Konan við 1000 gráður á síðasta leikári og hlaut sýningin Grímuverðlaunin sem leikrit árs-ins. Einnig leikstýrði hún verkinu Harmsaga við Þjóðleikhúsið. Hún starfar sem lektor við sviðslista-deildabraut LHÍ og útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004. Hún segir að heildarmyndin heilli sig meira en að standa á sviðinu

Ég fattaði sem unglingur að ég hafði engan áhuga á því að standa á sviðinu. Mér fannst bara aðrir miklu betri í því, en ég. Ég hafði miklu meiri áhuga á stóru myndinni.

sem leikari. „Það stóð aldrei til hjá mér að verða leikkona,“ segir hún. „Kannski er það í fyrsta lagi vegna þess að sýni-leiki leikstjóra er mjög lítill. Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir vinnu þeirra og í hverju hún felst. Maður sér stjörnurnar á sviðinu og það er ekkert óeðlilegt þegar maður er ungur að það sé það sem mann langar að gera. Önnur vinna að sýning-unni er nánast ósýnileg,“ segir Una.

„Ég var, eins og flestir aðrir, í leiklistar-hópum sem barn. Ég fattaði sem ungling-ur að ég hafði engan áhuga á því að standa á sviðinu,“ segir hún. „Mér fannst bara aðrir miklu betri í því, en ég. Ég hafði miklu meiri áhuga á stóru myndinni, á fagurfræðinni og sviðsetningunni. Sem leikari verður maður að hafa svo gífur-lega áhuga á því að leika. Að búa til aðra persónu og að geta umturnað sjálfum sér. Svo er ég ekkert rosalega góð í því þykjast vera önnur en ég er, svo það voru allskonar hlutir sem spiluðu inn í þessa ákvörðun,“ segir Una. „Þetta var alveg rétt val á sínum tíma, fyrir mig. Ég kom heim 2004 og fékk þá starf sem stunda-kennari hjá LHÍ,“ segir hún. „Ég var sjálf á tímamótum. Hafði verið að gera mikið af gjörningum og vídeólist og þess háttar. Annarskonar sviðslistum en hefðbundnu leikhúsi og hafði ekkert sérstakan áhuga á að fara að vinna innan þess. Ég fór svo að leikstýra hjá Nemendaleikhúsinu 2010, og með þeirri vinnu kviknaði aftur á þeim áhuga að takast á við þetta form,“ segir Una. „Textann, sviðsetninguna og leikara-vinnuna. Það er eðlilegt sem listamaður að áhugi manns breytist með tímanum, að maður þroskist og vilji ögra sjálfum sér.“

Frelsi leikstjórans˜ [um það bil] var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi á síðasta ári og hefur notið fádæma vinsælda en jafnframt vakið um-tal og deilur. Það hefur nú þegar verið sett upp í Thalia leikhúsinu í Hamburg, Borg-arleikhúsinu í Nürnberg og er væntanlegt á svið í Schaubühne í Berlín og Þjóðleik-húsinu í Osló. Uppsetning Þjóðleikhúss-ins á verkinu er sú fyrsta á Norðurlöndun-um fyrir utan frumuppfærsluna í Svíþjóð. „Ég fór til Stokkhólms og sá verkið þar og hitti Khemiri,“ segir Una. „Ég fæ í sjálfu sér alveg frelsi til að breyta hlutum í okk-ar uppfærslu ef mér finnst það hjálpa verk-inu. Þetta er aðeins staðfært en þó ekki mikið því verkið er ekki staðbundið,“ seg-

ir hún. „Þessi veruleiki er alveg jafn skýr hér og í Svíþjóð, eða annarsstaðar. Þetta er þó allt öðru vísi uppsetning en í Sví-þjóð. Við leikum okkur öðruvísi með form leikhússins heldur en þau gerðu. Ég átti samtal við höfundinn um hvað hann var að hugsa, og hans upplifun og svo reyni ég að vinna með það,“ segir Una.

„Það sem mér finnst áhugavert í þessu er að vinna að þessu án höfundarins. Ég hef unnið í mörgum frumuppfærslum og hef því unnið mjög náið með höfundum verkanna,“ segir hún. „Þetta er öðruvísi því höfundurinn er ekki á landinu og hann gaf mér leyfi til þess að gera það sem ég vil, í sjálfu sér. Ef það er eitthvað sem mér finnst ég þurfa að breyta þá er það bara í góðu lagi. Höfundurinn er fjarlægari og á einhvern hátt er það mikið frelsi fyrir mig,“ segir hún.

Sýningarnar lærdómsferli„Við erum búin að vera í tæpar tíu vikur að æfa þetta verk og eftir frumsýning-una verður gott að geta verið með börn-unum mínum og mætt aftur í vinnuna í Listaháskólanum,“ segir Una þegar hún er spurð út í lífið eftir frumsýningu. „Mað-ur sleppir tökunum á generalprufunni og eftir frumsýningu tekur við smá þung-lyndi, en vinnu að sýningunni er ekki lokið fyrir mér fyrr en því ferli er lokið-Þessi efi snýr ekki að viðtökum eða gagn-rýni, snýst frekar um sjálfa mig, ef maður efast ekki, þá vex maður ekki,“ segir hún. „Þá verður maður ekki betri. Það er mik-ið lærdómsferli að koma aftur á sýning-arnar og sjá það sem maður hefur verið að gera í öðru ljósi. Aðallega fyrir mann sjálfan. Sem listamaður vil ég auðvitað að fólki finnist það sem ég er að gera áhuga-vert. Að maður hafi áhrif og eigi í samtali við áhorfendur. Þess vegna er maður að þessu,“ segir hún. „Ég lít ekki á gagnrýni sem gagnrýni á mína persónu. Þetta snýst meira um mann sjálfan og manns eigin efa. Maður er alltaf að læra og endurmeta það sem maður gerir. Það væri eitthvað rangt að koma á verkið eftir einhvern tíma og finnast ekkert að því. Þá hefur maður ekki vaxið og lært af ferlinu,“ segir Una Þorleifsdóttir leikstjóri.

˜ [um það bil] verður frumsýnt í Kassa Þjóðleikhússins 29. desember.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is

Með kærleik og virðingu

Útfararstofa Kirkjugarðanna

Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur

Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda

Útfarar- og lögfræðiþjónustaVið önnumst alla þætti undir-búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði.

Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is

20 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015

Page 21: 22 12 2015

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

Opið til

í öllum verslunum Krónunnarkl. 22:00

– fyrst og fremstódýr!

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur

og/e

ða m

ynd

abre

ngl

Ferskt með flugialla daga til jólaFerskt með flugiFerskt með flugi

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur

og/e

ða m

ynd

abre

ngl

Ferskar strengjabaunir,

mikið magn

749kr.pk.

Hollenskir grillsveppir í boxi, 500 g

899kr.pk.

PG Haricot baunir, frá Guatemala, 450 g699kr.

pk.Bandarískt T&A Sweet Gem salat

599kr.pk.

Bandarískt rósakál, 280 g

Ferskt með flugiFerskt með flugiFerskt með flugiFerskt með flugiFerskt með flugiFerskt með flugi

649kr.askjan

Jarðarber í öskju, 250 g

599kr.pk.

Brómber frá Mexíkó í boxi, 125 g549kr.

pk.Hollenskir Portobello sveppir, 200 g

* Gildir 22. desember 2015

*GILDIRÁ MEÐANBIRGÐIR ENDAST

smákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökursmákökurJóla-50%afsláttur

Page 22: 22 12 2015

GLEÐILEGA HÁTIÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

Tilfinningaríkur dagur fyrir StjörnustríðslúðaÉ g er Star Wars lúði. Viður-

kenni það fúslega. Þó ekki svona lúði sem veit allt um

allt í myndunum, svona hvað hin og þessi vélmenni heita eða rað-númer á geimflaugum. Er meira

svona tilfinningarík-ur Störnustríðslúði. Langar til dæmis óstjórnlega mikið í alvöru geislasverð.

Ímyndið ykkur til dæmis að sneiða með því brauð og fá það „instant“ ristað. Já og að geta sótt sjónvarpsfjarstýr-inguna með mætt-inum. Ég væri líka til í það. En nú er ég kominn út fyrir efn-ið sem er auð-v itað Star Wars The Force Awa-kens. Hún var einmitt

frumsýnd í síðustu viku – eins og það hafi farið fram hjá nokkrum manni. Allavega! Eftir að hafa leitt internet ið hjá mér í tvo daga til að forðast „spoi-lera“, sat ég með fiðring í magan-um, opinmynnt-ur og spenntur. Svo byr juðu herlegheitin og ég held að ég hafi varla lokað munn-

inum allan tímann ekki einu sinni til að tyggja poppið. Þetta var rosalegt. Besta bíóupplifun mín í mörg ár. Sennilega bara frá því að ég sá Return of The Jedi í Nýja bíói þarna áttatíu og eitthvað lítið og örlög mín sem aðdáenda voru innsigluð.

En fölskvalaus gleðin var ekkert auðvitað ekkert örugg. Ekki eftir meðferð George Lucas á þessu sköpunarverki sínu. Með þessum þremur hræðilegu barnamyndum þarna um árið. En honum hefur sem betur fer verið sparkað og hann J.J. okkar í félagi við hann Lawrence gamla Kasdan reisir hér bálkinn upp úr öskustónni. Því myndin er ógeðslega flott frá byrjun til enda. Hröð og meira að segja nokkuð ofbeldisfull. Fer

þó aldrei yfir neitt strik. Ríg-heldur bara allan tímann og fyrir lúða eins og mig var myndin fullkomin blanda af nostalgíu og bjartsýni um framhaldið. Hellingur af skemmtilegum vísunum í gömlu myndirnar og nóg

að hlakka til næstu árin.

Án þess að fara nákvæm-lega í söguþráð-inn og het j -urnar, svona til að forðast að eyðileggja fyrir þeim sem eru að spara myndina til jóla, var auðvi-tað gaman að sjá allt gamla

settið á sínum stað. Með Harr-ison Ford fremstan í flokki – og það besta var að hann virtist bara langa að vera þarna. Ólíkt síðustu skrefum fyrri þríleiksins þar sem hann virðist engjast um við flutn-ing sumra línanna sinna. En sem betur fer og þrátt fyrir góða takta þeirra gömlu eru það þó nýju hetj-urnar sem voru lang mest spenn-andi. Kylo Ren er flottur með þetta furðulega geislasverð sitt. Breysk-ur og alveg einstaklega reiður ung-

ur maður sem var alveg frábært. Það var hins vegar hin unga Daisy Ridley sem gjörsamlega stal sen-unni sem hin kraftmikla Ray. Þar er komin hetja nýja bálksins og tím-anna tákn að það skuli vera kven-hetja. Ljómandi alveg.

Auðvitað voru smá plottholur hér og þar, eins og gengur. Fýlu-pokar gætu svo haldið því fram að með öllum þessum vísunum í gömlu lummurnar hafi of mikið verið gert til þess að lúðar eins og

ég færum glaðir heim. En það bæt-ir bara upplifunina fyrir innvígða og þeir sem ekki hafa pælt mikið í fræðunum fatta nákvæmlega ekk-ert. Svo það skiptir ekki máli.

Það eina sem ég veit er að mér fannst myndin stórkostleg og ég ætla aftur. Prófa jafn hana vel í þrí-vídd – þótt það sé auðvitað guð-last.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Star Wars The Force AwakensJ.J. Abrams

Öllum kvikyndahúsum

Kylo Ren er flottur með þetta furðulega geislasverð sitt. Breyskur og alveg einstaklega reiður ungur maður.

22 bíó Helgin 22.-27. desember 2015

Page 23: 22 12 2015

Gefðu fallega hönnun úr Módern

Góð hönnun gerir heimilið betraVið leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta

í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst

tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

Urbania kertahús frá Kähler / Verð frá 5.290 kr.

PIPA

R\

TBW

A•

SÍA

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

City vasar/kertastjakar / Verð frá 4.990 kr.Omaggio vasar / Verð frá 3.890 kr.

Ananas / Verð 14.990 kr.Omaggio jólakúlur, gull og silfur / Verð 3 stk 7.490 kr.Essence glös 2 stk / Verð frá 4.900 kr. Cucu klukka / Verð frá 12.900 kr.

Cono kertastjakar / Verð 3.390 kr. Aalto trébretti / Verð frá 7.990 kr.

Omaggio kertastjakar, gull og silfur / Verð frá 4.390 kr.Hammershoi vasar/kertastjakar / Verð frá 3.590 kr.Kastehelmi krukkur / Verð frá 3.890 kr. Manhattan ullarteppi / Verð 18.900 kr.

Page 24: 22 12 2015

Ég var komin með alveg nóg af því að vinna í þjónustu-störfum og díla við dónalegt fólk og láta klípa mig í rassinn af ógeðslegum fullum körl-um öll kvöld og vissi að þannig vildi ég ekki vinna það sem eftir væri.

É g man ekki hvað ég var gömul þegar ég ákvað að ég vildi verða hjúkrunar-kona en það hefur verið markmiðið

frá því að ég man eftir mér. En skólagangan var erfið. Mamma átti mig ung og þurfti að flytja mikið svo ég skipti mikið um skóla sem var erfitt, en svo var ég líka alltaf veik. Það vissi enginn hvað var að mér, úthaldið var ekkert og mér leið stöðugt illa í líkam-anum. Þetta hefur fylgt mér alla ævi og í dag hef ég fengið þá greiningu að ég sé með hinn umdeilda sjúkdóm vefjagigt.

Á sama tíma var ég svona krakki sem vildi standa sig vel í öllu, æfði bæði íþrótt-ir og spilaði á hljóðfæri, og hafði mikinn áhuga á bóklegu námi. Ég var alltaf mjög góð í íslensku en átti erfitt með stærð-fræðina en fékk aldrei neina aðstoð, hvorki heima né í skólanum. Þetta versnaði þegar ég byrjaði í Hagaskóla og þegar ég fór að vera oftar veik dróst ég alltaf meira aftur úr. Ég missti allt sjálfstraust á þessum tíma og fór að vera mjög óörugg með sjálfa mig.“

Fór úr menntaskóla í heim neysl-unnarEftir grunnskóla lá leið Valdísar í Mennta-skólann við Sund þar sem gigtin og ekki síð-ur andleg vanlíðan héldu áfram að versna. „Ég féll í stærðfræði og íþróttum eftir fyrsta bekk og það var hræðilegt, skömmin var

svo mikil. Ég trúði því ekki að ég væri fall-isti. Mín leið frá skömminni var að flýja. Ég hætti í MS og fór að vinna. Stuttu síðar byrj-aði að vera með miklu eldri manni sem var fíkill og flutti heim til hans. Ég vandist því fljótt að eiga alltaf peninga og allar helgar fóru í að djamma. Það var svo auðvelt að vera bara í einfaldri vinnu alla vikuna og sleppa sér svo í skemmtun allar helgar og bera ekki ábyrgð á neinu,“ segir Valdís sem var mjög langt niðri á þessum tíma.

„Ég hef alltaf þurft að passa vel upp á lík-amann en óhollt mataræði, drykkja og reyk-ingar höfðu ekki beint góð áhrif á heilsuna og það komu mjög erfiðir tímar þar sem ég hafði engan mátt í líkamanum. Ég fór sem betur fer ekki inn í þennan harða heim neyslunnar sem sambýlismaður minn var í en ég stóð samt í dyragættinni og fylgdist með honum.

Þegar ég horfi til baka á sjálfa mig á þess-um tíma þá langar mig svo til að taka utan um mig og knúsa mig fast því að mér leið svo ömurlega illa. Ég hugsaði oft með sjálfri mér að ef þetta væri lífið, sambúð með fíkli og leiðinleg vinna þar sem eina spennan væri að geta skemmt sér um helgar þá væri það hreinlega ekki þess virði að lifa því. En á sama tíma leið mér eins og þetta væri ekki ég, að þetta hlyti að vera eitthvert tímabil sem ég ætti eftir að komast í gegnum og það hélt í mér lífinu.“

Það fara ekki allir beinu brautinaValdís Eva Huldudóttir er ein þeirra ungu námsmanna sem þekkir það að ná ekki endum saman um mánaðamótin. Frá því að hún var lítil stelpa var hún ákveðin í að verða hjúkrunarkona en aldrei hefði hún búist við þrautagöngunni sem sá draumur yrði. Hún segist vera ein þeirra sem duttu af beinu brautinni í lífinu og hafi fengið í kjölfarið að finna fyrir því hversu erfitt er að komast á þá braut aftur. Valdísi finnst kerfið hafa brugðist sér þegar hún þurfti mest á því að halda og hún skilur ekki af hverju ríkið sýnir ekki fólki eins og henni, ungri konu með viljastyrk til að læra, meiri stuðning. Það var á endanum Mæðra-styrksnefnd Reykjavíkur sem kostaði Valdísi til náms og hún þakkar nefndinni þá gæfu að vera í dag á sínu öðru ári í hjúkrunarfræði.

Veröldin hrundi þegar dóttirin fæddist andvanaEftir tvö ár fékk Valdís loks kjark til að slíta sig frá sambýlismanni sínum. „Þá fór ég að sjá að það væri eitthvað meira, að lífið gæti verið gott og ég fékk í fyrsta sinn í lang-an tíma löngun til að fara aftur í skóla. Ég var komin með alveg nóg af því að vinna í þjónustustörfum og díla við dónalegt fólk og láta klípa mig í rassinn af ógeðslegum fullum körlum öll kvöld og vissi að þannig vildi ég ekki vinna það sem eftir væri. Ég kynntist yndislegum strák og fann að mig langaði til að stofna alvöru heimili en mér leið samt ennþá ömurlega í líkamanum og sjálfstraustið var ennþá í núlli. Ég byrjaði í Fjölbraut við Ármúla þar sem ég fékk alltaf undir fimm í stærðfræði sem ýtti ennþá frek-ar undir það að ég væri vitlaus og gæti þetta ekki. En svo fékk ég frá-bæran stærðfræðikennara, Halldór Leifsson, og hann náði þannig til mín að eftir þrjá áfanga á tveimur önnum fékk ég yfir 9,5 þeim öll-um, sem var til þess að ég sá hvað ég gat og varð alveg ákveðin í að ég skyldi klára stúdentsprófið og komast í hjúkrunina,“ segir Valdís sem var þarna tuttugu og eins árs gömul og átti enn nokkuð eftir til að klára prófið.

„Ég var komin með nokkuð gott plan til að ná að vera í skóla með-fram vinnunni þegar ég uppgötv-aði að ég væri ólétt. Ég var orðin mjög hamingjusöm á þessum tíma. Gigtin var ekki svo slæm, ég sá stúdentsprófið í hillingum og ég átti von á barni með manni sem ég elskaði. En svo fæddist Andr-ea litla andvana og þá hrundi lífið

á nýjan leik. Við jörðuðum hana þann 19. desember árið 2010 og það er ekki hægt að lýsa því með neinum orðum hvað það var hrylli-leg lífsreynsla. Ég var samt svo ákveðin í að missa ekki af lestinni í skólanum að ég fór í síðustu próf annarinnar daginn eftir og ég skil ekki í dag hvernig ég gat það. Á næstu önn varð ég aftur ólétt og þá hugsaði ég með mér að ég yrði að standa mig, ekki bara fyrir sjálfa mig heldur fyrir þessa ófæddu dóttur mína.“

Kerfið gaf mér fingurinn„Mér fannst allt í einu að ég gæti allt, fyrst ég komst frá þessari lífs-reynslu þá hlyti ég að geta klárað skólann,“ segir Valdís sem átti sína aðra dóttur, Alexöndru Evu, í nóvember árið 2011. „Ég hafði ekki efni á því að vera í dagskóla og fjarnámið var allt of dýrt fyrir mig. Það var ekki hægt í stöðunni að vinna á daginn og stunda nám á kvöldin auk þess að sjá um Alex-öndru því líkaminn minn býður bara ekki upp á það. Ég gerði ekki annað en að vera á netinu og skoða alla þá möguleika sem mér stæðu til boða, undanþágu frá stúdents-prófi, háskólabrú og mögulega styrki en það voru allar dyr lok-aðar því ég átti ekki pening. Ég sótti um að komast í háskólabrú hjá Keili til að klára stúdentinn á styttri tíma en það var svo fá-ránlega dýrt að það kom ekki til greina fyrir mig, auk þess sem það var ekki lánshæft. Mig langaði rosalega til að klára nám en allar dyr voru lokaðar.

Það var hræðilega tilfinning að vera í svona vonlausri stöðu. Við

Stykur frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerði Valdísi Evu Huldudóttur kleift að hefja nám í hjúkrunarfræði. Mynd/Hari

24 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015

Page 25: 22 12 2015

FYRIR EFTIR

Fáanlegur í Hagkaup Kringlu, Hagkaup Smáralind, hagkaup.is og í Bjargi Akranesi.

Við lofum að umbreyta húðinni þinni.

SONIC SVEIFLU-TÆKNI

TITRAR EKKISNÝST EKKI

MÍKRÓSVEIFLUR Á SEKÚNDU

FRAMLEITT MEÐ EINKALEYFI

Clarisonic fótaburstinn, 30 ml peeling serum, 100 ml fótakrem og 177 ml kornakrem, verð 29.975 kr.

Clarisonic tækið hjálpar þér að viðhalda fallegri og heilbrigðari húð.Sonic-sveiflutæknin tryggir milda og örugga húðhreinsun fyrir allar húðgerðir og hreinsar sex sinnum betur en með höndum eingöngu. Clarisonic fjarlægir fitu og óhreinindi sem eru föst í fínum línum og húðholum. Húðin verður mýkri og móttækilegri fyrir virkum efnum úr húðsnyrtivörum. Húðholur minna sjáanlegar og húðin frískleg og ljómandi.

SEX S INNUM BETR I HÚÐHRE INSUN

C L A R I S O N I CBURSTINN SEM HÚÐSJÚKDÓMAFRÆÐINGAR MÆLA MEÐ*

Verð: 22.719 kr.

Fótakarem 100 ml í tösku ásamt 50 ml handáburði 4.279 kr.

Við kynnum frá Clarisonic. Ný, endurnýjandi fótameðferð sem byggir á sonictækni.

10x sléttari fætur en með hefðbundnum fótarasp.

*Cla

riso

nic

va

rð fl

jótle

ga

í fy

rsta

ti yf

ir þ

á h

rein

sibur

sta

se

m h

úðsjú

kdó

ma

lækn

ar,

snyr

tifræ

ðin

ga

r og

fag

fólk

á S

PA s

tofu

m í

USA

ltu m

.

Page 26: 22 12 2015

bjuggum í 40 fermetra stúdíóíbúð og barnsfaðir minn vann myrkr-anna á milli til að sjá fyrir okkur sem þýddi að við vorum „tekjuhá“ samkvæmt kerfinu, sem er fyndið því við rétt náðum endum saman. Mér leið bara eins og kerfið væri að gefa okkur fingurinn. Ég treysti mér alls ekki út á vinnumarkað-inn, ekki bara vegna gigtarinnar heldur hafði ég ekki náð að vinna úr því að hafa misst Andreu. Ég fékk engan stuðning eða eftir-fylgni og ég hafði ekki efni á sál-fræðingi. Það hélt enginn utan um mig og mér finnst það ömurlegt þegar ég hugsa til þess í dag. Það fara ekki allir beinu menntabraut-ina og ég skil ekki af hverju kerfið hjálpar ekki fólki í svona stöðu.“

Auðveldara að hætta í námi en að skulda LÍN„Þegar Alexandra komst inn hjá dagmömmu fann ég háskólabrú í HR sem var nýbúið að samþykkja sem lánshæft nám og ég missti mig af gleði. Þarna gat ég ekki bara menntað mig heldur lærði ég loksins hvernig maður á að læra og svo kynntist ég fullt af góðu fólki sem var í nákvæmlega sömu spor-um og ég, hafði tekið hliðarspor og vildi komast aftur á rétta braut. Ég útskrifaðist í janúar 2013 og það var ein besta stund lífs mín,“ segir Valdís sem komst svo inn í hjúkrun.

„Þegar ég byrjaði í háskólanum vorum við barnsfaðir minn ný-skilin svo dóttir mín var hjá mér aðra hverja viku. Það fannst mér hræðilega erfitt því ég upplifði svo ofboðslega sterka sorg í hvert sinn sem ég þurfti að kveðja hana, mér leið alltaf eins og ég væri að sjá hana í síðasta sinn. Þetta reif svo í sárin yfir því að hafa misst And-

reu að ég var bara ekki alveg með sjálfri mér þennan fyrsta vetur í há-skólanum. Á sama tíma var ég að standa alveg á eigin fótum í fyrsta sinn og sem betur fer þá stóð vel á hjá mömmu þennan vetur því náms-lánin dugðu bara alls ekki fyrir út-gjöldunum. Ég endaði á því að falla í klásusnum, með 0,5 stigum í einu fagi, sem voru ekki bara vonbrigði heldur skuldaði ég þá líka bank-anum námslánin. Ég fór að vinna um sumarið en var stöðugt veik og áfram söfnuðust þá upp skuldirnar. Þarna var ég alveg að gefast upp á því að fara stöðugt í hringi og lenda alltaf aftur á byrjunarreit, því um leið og ein greiðsla dregst þá kem-ur kvíðinn og skuldin verður stærri og á endanum sérðu ekki tilgang-inn með því að halda áfram í námi og fara ekki bara að vinna.“

Kann að vera útsjónarsömÞegar Valdís sá fram á að eiga ekki fyrir skólagjöldum og bókum til að taka klásusinn aftur var henni bent á Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. „Mér fannst skrítið að hugsa til þess að ég þyrfti ölmusu því ég á ekkert erfitt, mig langar bara í betra líf. Mér fannst að ég þyrfti að vera komin á götuna til að geta þegið hjálp. En það hvernig við lítum út segir ekki alla söguna. Ég var komin á algjöra endastöð og sá ekki fram á að geta átt fyrir mánaðarlegum útgjöldum, hvað þá munaði á borð við bækur og skóla-gjöld. Ég fékk ekki krónu í viðbót hjá bankanum, var búin með alla dagpeninga frá Tryggingastofn-un, búin að reyna að komast að hjá Virk starfsendurhæfingu, en fékk ekki aðstoð því ég mætti á hjóli svo þau töldu mig ekki geta verið veika. Mamma var búin að hjálpa mér eins og hún gat en það sem ég

á henni mest að þakka er að hún kenndi mér að vera útsjónarsöm. Ég á fallegt heimili í dag en þar er allt úr Góða hirðinum, ég kaupi mér notuð föt og er góð í að redda mér.“

Lifir fyrir daginn í dagValdís sótti um menntunarstyrk hjá Mæðrastyrksnefnd og fékk hann. „Ég grét og grét, bara af gleði og spennufalli. Þær borg-uðu fyrir mig skólagjöldin og all-ar bækur og svo um jólin fékk ég matargjöf sem bjargaði okkur al-veg. Ég flaug í gegnum klásusinn og er núna komin á annað ár, þökk sé þeim því þær eru enn að styðja mig. Ég er þeim óendanlega þakk-lát. Ég lifi á námslánum í dag og á ekkert þegar öll gjöld mánaðarins hafa verið greidd og það er ekki nokkur leið fyrir mig að safna einni krónu til að getað eignast eitthvað í framtíðinni. Námslán-in eru 180 þúsund krónur á mán-uði, leigan í stúdentagörðunum er 100 þúsund og svo borga ég 50 þúsund á mánuði í að greiða niður gamlar skuldir. Þá er ekki mikið eftir til að lifa og borga leikskóla. Bensínið er svakalega dýrt en þar sem við búum í Fossvogi hentar strætókerfið okkur ekki til að kom-ast leiðar okkar. Þegar barnabæt-urnar koma getum við leyft okkur eitthvað aðeins meira og þær gera það að verkum að Alexandra get-ur stundað fótbolta. Þetta er bara dæmi sem gengur ekki upp. En ég lifi fyrir daginn í dag og eina markmiðið mitt er að klára þetta nám svo ég geti unnið við það sem mig langar til að gera og verið góð fyrirmynd fyrir dóttur mína.“

Halla Harðardóttir

[email protected]ér fannst skrítið að hugsa til þess að ég þyrfti ölmusu því ég á ekkert erfitt, mig langar bara í betra líf.

26 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015

Page 27: 22 12 2015

GEFÐU SKEMMTILEGA JÓLAPAKKA

Page 28: 22 12 2015

28 jólabækur pólitíkusa Helgin 22.-27. desember 2015

Hundadagar syndara og

munaðarleysingjaÞ að er hefð fyrir því að gefa bækur í

jólagjöf og er þá yfirleitt reynt að finna þá bók sem hæfir viðtakandum best.

Stjórnmálamenn fá væntanlega bækur eins og aðrir og Fréttatíminn setti saman lítinn lista yfir þær bækur sem henta þóttu í pakka nokk-urra áberandi pólitíkusa. Tekið skal fram að

bækurnar voru eingöngu valdar út frá titlum þeirra, ekki skal lagður nokkur dómur á það hvort efni þeirra henti endilega viðkomandi lesanda.

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Birgitta Jónsdóttir

Skrítin skógardís í skóginum ógurlegaBirgitta stendur utan og ofan við heim óarga-dýranna í alþingisskóg-inum og virðist á köflum ekki skilja sjálf hvernig í ósköpunum hún lenti þar. Skógardísir kunna þó ýmis ráð til að láta til sín taka og það hefur Birgittu tekist sé miðað við síaukið fylgi Pírata í skoðanakönnunum.

Katrín Jakobsdóttir

FlekklausÞrátt fyrir að fylgi VG fari hraðminnkandi nýtur Katrín alltaf jafn mikillar aðdáunar og trausts kjósenda, þeir vilja helst fá hana sem forseta. Henni hefur tekist að halda ímynd heiðarlegu og flekklausu konunnar í stjórnmálunum í gegnum þykkt og þunnt. Þessi bók gæti sem best verið um hana miðað við titilinn.

Árni Páll Árnason

MunaðarleysinginnÁrni Páll er eiginlega munaðarlaus í eigin flokki, það vill enginn kannast við að hafa getið hann sem formann. Það ætti að vera huggun í því að lesa um hörmungar annarra munaðarleysingja.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Erfið samskiptiSigmundur Davíð opnar varla svo munninn að hann kvarti ekki undan ofsóknum og loftárásum fjölmiðla, og eiginlega allra annarra, í sinn garð. Þessi bók ætti að fræða hann um það að samskipti eru tvístefnugata: eins og þér komið fram við aðra mun endurspeglast í framkomu þeirra við yður.

Ólöf Nordal

Krakka-skrattarTveir albanskir drengir sem vísað var úr landi skóku samfélagið nýlega og gerðu innanríkisráð-herra skyndilega að einni hötuðustu konu landsins. Er ekki eðlilegt að álíta að hún hafi í laumi hugsað þeim þegjandi þörfina?

Bjarni Benediktsson

SyndarinnFjármálaráðherra lenti í eldlínunni í haust þegar upp komst að hann hafði skráð sig á stefnumóta- síðuna Ashley Madison undir notandanafninu icehot1. Það ætti því að gleðja hann að upp úr jólapakkanum kæmi bók með titli sem hann gæti samsamað sig.

Dagur B. Eggertsson

Viltu vera vinur minn?Dagur B. er stundum kallaður skemmtana-stjóri borgarinnar og þykir hætta til að fórna hagsmunum borgarbúa til að styggja ekki háttsetta – les fjársterka – „vini“ borgarinnar. Hann gæti sem hægast gengið um í samkvæmum fjárfesta og verktaka með þennan bókartitil á hraðbergi.

Vigdís Hauksdóttir

Mamma klikk!Val þessa titils handa formanni fjárlaganefndar þarfnast varla mikilla út-skýringa. Eins og mamma sem er klikkuð úr frekju veður Vigdís yfir þá sem henni þykja undir sig settir og trúir því staðfastlega að hennar vilji sé sá eini sem skiptir máli. Kvartanir „barnanna“ eru bara væl og jafnvel einelti.

Illugi Gunnarsson

HundadagarIllugi varð undir í RÚV-málinu og á sannkall-aða hundadaga innan ríkisstjórnarinnar nú um stundir. Hundadagar eru líka takmarkaðir að fjölda til, sem gæti gefið honum vísbendingu um hvert stefnir í ráðherradómi hans.

Össur Skarphéðinsson

Eiturbyrlarinn ljúfiÖssur er meistari í því að senda pólitískum andstæðingum eitraðar pillur, ekki síst í Facebook-færslum sínum, en hann gerir það gjarnan undir því yfirskyni að það sé húmor og allt í góðu. Pill-urnar eru þó jafneitraðar fyrir því og ljúfmennskan dregur ekkert úr eitur-magninu.

Page 29: 22 12 2015

Gæðaverkfæri í úrvali

AUÐVELDAÐU ÞÉR VINNUNA MEÐ GÓÐUM GRÆJUM

Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is

HleðsluborvélEY 7441 LS2SPatróna: 13 mmRafhlaða: 14,4V, 2 x 4,2 Ah Li-Ion2 gírar1,75 kg ToughTool IPVerð: 49.600 kr.

Útvarp EY 37A2 BHágæðaútvarp með kraftmiklum hátölurum14,4V – 18 V + 230 VOLTBluetooth, IP64Án rafhlöðuÁn hleðslutækisVerð: 36.952 kr.

EY 37A2 BHágæðaútvarp með kraftmiklum hátölurum14,4V – 18 V + 230 VOLT

Slípirokkur EY 46A2 Xnotar bæði 14,4V og 18V rafhlöðurÁn rafhlöðuÁn hleðslutækisVerð: 39.680 kr.

Pata Honda Racingnotar Panasonic verkfæri

Of�cial supplier

HleðsluborvélEY 74A2 LJ2G32Patróna: 13 mmRafhlaða: 18V, 2 x 5,0 Ah Li-Ion KOLALAUS2,05 kgToughTool IPVerð: 67.208 kr.

Hleðsluborvél EY 74A1 LS2GPatróna: 13 mmRafhlaða: 18V, 2 x 4.2 AhLi-Ion1,95 kgTough Tool IPVerð: 59.985 kr.Verð áður: 63.240 kr.

Borhamar SDS+EY 78A1 XNotar bæði 14.4V og 18V rafhlöðurÁn rafhlöðu, Án hleðslutækisVerð: 49.600 kr.Verð áður: 54.749 kr.

HjólsögEY 45A2 XM32Notar bæði 14,4V og 18V rafhlöðurÁn rafhlöðuÁn hleðslutækisVerð: 43.710 kr.

StingsögEY 4550 XNotar bæði 14.4V og 18V rafhlöðurÁn rafhlöðu, Án hleðslutækisVerð:39.990 kr.

HleðsluborvélEY 74A2 PN2G32Patróna: 13 mmRafhlaða: 18V, 2 x 3,0 AhLi-Ion KOLALAUS1,8 kgToughTool IPVerð: 49.910 kr.

HleðsluborvélEY 7441 LE3SPatróna: 13 mmRafhlaða: 14,4V, 3 x 1,5 AhLi-Ion1,5 kgToughTool IPVerð: 36.890 kr.

SverðsögEY 45A1 X32Notar bæði 14,4V og 18V rafhlöðurÁn rafhlöðu Án hleðslutækisVerð: 37.200 kr.

HleðsluborvélEY 7441 LS2SPatróna: 13 mmRafhlaða: 14,4V, 2 x 4,2 Ah

kr.

Page 30: 22 12 2015

HannesFriðbjarnarsonhannes@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Skatanískur undirbúningur

KKlukkan er korter í jól. Hjá flestum er undirbúningur í hámarki. Verið að kaupa síðustu gjafirnar, ákveða hvað á að gefa frændanum sem er um tvítugt og enginn veit hvað hann vill. Ekki einu sinni hann sjálfur. Hvað á að gefa foreldrum sínum? Hvað þarf að kaupa í Bónus? Þjóðin er á yfirsnúningi. Eins og alltaf. Þetta hefur alltaf verið svona og mun alltaf verða. Það eru samt allir glaðir. Það er einhver stemning í loftinu. Kærleikur og jólaskap, alveg sama hvað á eftir að gera.

Ég talaði um það í síðasta pistli að fólk er ekki eins undið við heimilis-þrif eins og algengt var hjá fyrri kynslóðum. Sem betur fer. Í dag nægir flestum að ryksuga og skúra og þurrka af. Það er enginn í ofna-þrifum og innréttingamössun. Þessi tími er tími fjölskyldunnar og sam-verunnar.

Einn siður sem ég og mín frú höf-um haldið hátíðlegan er skötuveisla. Skatan er undarlegur matur sem Ís-lendingar hafa lagt stund á að borða rétt fyrir jól, og lengi vel var hún eingöngu étin á Þorláksmessu. Nú leggur skötuangan yfir borg og bý í tæpa viku fyrir jól, og skiljanlega í nokkra daga eftir jól líka. Enda er þetta orðin vinsæll siður aftur. Á tímabili var haldið að skötuát myndi leggjast af með nýjum kynslóðum, en mér sýnist mín kynslóð hafa tekið þetta alvarlega, til dæmis, og örugglega sú sem kom á undan. Þetta er allt partur af stemmingu og hefð. Sama hvort maður étur matinn eða ekki. Konan mín á ættir sínar að reka til Vestmannaeyja og Ísafjarðar hvar Skötunni er haldið hátt á lofti. Ég er aftur á móti ekki alinn upp við þetta. Allavega ekki heima fyrir, þó foreldrar mínir hafi oftast farið í skötu, bara annarsstaðar en heima.

Þegar við hófum búskap þá var tekið upp á því að vera með skötu-veislu að sið frúarinnar og auð-vitað spilar maður bara með. Allt fyrir stemninguna. Ég hafði þó aldrei smakkað þennan forboðna rétt. Núna er skatan búin að vera á heimilinu í tæpa viku og lyktin heima fyrir er eitthvað sem ég get ekki alveg lýst. Þetta er komið yfir allt sem eðlilegt þykir. Konan mín finnur samt enga lykt, segir hún. Auðvitað er það lygi. Lyktin er út um allt. Það er alveg magnað hvað hún nær að dreifa sér.

Undanfarin ár hef ég gripið til þess ráðs að elda þennan mat utan-dyra. Annað er bara ekki hægt. Þegar við byrjuðum á þessu þá var ég ekki viss um að ég gæti borðað þennan mat. Hafði satt að segja enga trú á því. Þegar ég fór svo að skoða

þetta nánar þá áttaði ég mig á því að þetta er sauðmeinlaus matur, eins og faðir minn orðar það. Í raun bara mjög góður. Ég tala nú ekki um með köldum bjór og einu hrímuðu staupi af ákavíti. Með slíkum veigum er nánast allur matur ætur.

Til skötuveislunnar mætir alltaf sama fólkið. Fjölskyldumeðlimir og vinir og oftar en ekki mætir þetta fólk í fötum sem seinna má henda í ruslið. Lyktin er svo rosaleg. Öll vit hreinsast þegar sest er að borðum og þetta er ákveðin áskorun hjá mörgum. Setningar eins og „Hún er mjög kæst í ár.“ „Mikið svakalega er hún mild, þrátt fyrir lyktina,“ heyr-ast frá borðinu og það fylgja þessum mat allskyns vangaveltur. Pælingar sem fólk hefur alla jafna ekki þegar annar matur er borðaður. Þetta er nefnilega upplifun og fyrir mér er upplifunin meiri og skemmtilegri, en einfaldlega ánægjan við að borða þennan mat.

Það kom mér á óvart þegar konan mín kynnti mig fyrir þessari fæðu, að mér finnst þetta bara skratti gott. Ég hef aldrei verið mikið fyrir súrmat og slíkt sem boðið er upp á, á þorra svo ég bjóst ekkert við því að ég mundi fíla þetta. Annað kom þó á daginn. Aldrei skyldi maður dæma mat úr frá lyktinni, Skatan hefur kennt mér það. Mér finnst samt merkilegt að enginn kokkur hafi tekið þennan forboðna mat og reynt að gera hann girnilegri. Sérstaklega á einhverjum veitingahúsanna í bænum. Kannski er það vegna þess hve hefðin er sterk. Fólk vill bara fá þetta mengað með kartöflum og rófum og sméri. Engu öðru.

Eftir þessa máltíð tekur svo önnur framkvæmd við. Það að reyna að ná lyktinni úr húsinu. Einhver hús-ráð hafa verið lengi í umræðunni. Sjóða edik í potti, og svo það sem flestir gera. Sjóða hangiketið sem á að borða á jóladag. Þannig fer öll lyktin, segja menn. Það er samt lygi. Þó ég mundi sjóða hangikjöt og edik í öllum pottum þá fer lyktin ekki fet. Ég held að það sé vonlaust að keppa við þessa lykt. Ég hef lært það í gegnum árin að játa mig sigr-aðan og læt þennan daun bara fjara út á nokkrum dögum. Skötulyktin er bara partur af jólum. Þannig er þetta bara.

Ég óttast ekki að þessi hefð deyi út. Þetta er svo séríslenskt eins og þorrinn. Ungt fólk sem seinna mun halda sín eigin jól mun alltaf hafa nostalgíu fyrir þessari hefð, sama hvort það éti skötuna eða ekki. Ég vona samt að skatan í ár sé ekki of kæst. Ég vona að konan mín brenni sig ekki aftur í munninum, eins og um árið, þannig að rjúpan smakkist undarlega fyrir vikið, daginn eftir. Öllu má nú ofgera.

Gleðileg jól og njótið samverunn-ar. Skemmtið ykkur fallega.

Teik

ning

/Har

i

30 viðhorf Helgin 22.-27. desember 2015

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

Undir 3.000 kr.

Undir 5.000 kr.

Undir 10.000 kr.

2.790 kr.

3.980 kr.

8.900 kr.

Á vefnum okkar, kokka.is, getur þú klárað jóla-

innkaupin á einu bretti. Vefverslunin er full upp í

rjáfur af góðum og gagnlegum gjöfum sem flokkaðar

eru eftir þema og verði. Kokkaðu upp snilldarlega gjöf

á kokka.is - fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að búa og þá

sem eiga allt. www.kokka.is

laugavegi 47 www.kokka.is [email protected]

Page 31: 22 12 2015

HRINGJUMINN JÓLIN

*Á meðan birnir endast

12 HRINGIR + 0,5 L KÓKOG BANGSI FYLGIR*

Kleinuhringirnir okkar eru komnir í jólafötin og tilbúnir að gleðjaþig, vini þína og vandamenn. Kíktu í kaffi til okkar á Laugavegieða í Kringlunni. Nánar um opnunartíma má finna á dunkindonuts.is.

Page 32: 22 12 2015

UR:ND 2,GI

BORÐSTOFUDAGARÍ TEKK OG HABITAT

SÓFATILBOÐSDAGARALLIR SÓFAR Á TILBOÐSVERÐI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

Allarjólagjafirnar

á einum stað

GRÍPTU DAGINN!

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

BORÐSTOFUBORÐUMOG

BORÐSTOFUSTÓLUM

TUNGUSÓFI VERÐ 245.000.- TILBOÐSVERÐ

196.000.-

Nýjar vörur Jólin 2015

GEPETTO KLUKKA 2.900.-

YVES GÓLFLAMPI TILBOÐSVERÐ

19.600.-FJÖLBREITT ÚRVAL

AF SKERMUM Í BOÐI

EXTRACT KAFFIKANNA

2.250.- OG 2.850.-

ZOOM HVÍTLAUKSSKERI

2.250.-

TAJ KÖKUDISKUR4.900.-

THIERRY MARX MARMARA MORTEL 7.500.-

MARLOWE BORÐLAMPI

27.500.-

ESBO SKÁL1.450.-

KNOT PULLA19.500.-

LENNY BLUETOOTH HÁTALARI TILBOÐSVERÐ

39.000.-

GILLY KERASTJAKI990.-

GEPETTO KLUKKA 2.900.-

SMALL WORK SKRIFBORÐSLAMPI

19.500.-

Tilboðsverð39.000.-

Allar jólaseríur

á30%

afslætti

öll kubbakerti á

30% afslætti

THIERRY MARX VIÐARBRETTI 9.800 – 15.800.-

NÝSENDING

AF SÓFUM HORN-

TUNGUSÓFI VERÐ 475.000.- TILBOÐSVERÐ

375.000.-

Tilboðsverð19.600.-

OPIÐ TIL

22:00 ALLA DAGA FRAM AÐ

JÓLUM

Page 33: 22 12 2015

UR:ND 2,GI

BORÐSTOFUDAGARÍ TEKK OG HABITAT

SÓFATILBOÐSDAGARALLIR SÓFAR Á TILBOÐSVERÐI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

Allarjólagjafirnar

á einum stað

GRÍPTU DAGINN!

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

BORÐSTOFUBORÐUMOG

BORÐSTOFUSTÓLUM

TUNGUSÓFI VERÐ 245.000.- TILBOÐSVERÐ

196.000.-

Nýjar vörur Jólin 2015

GEPETTO KLUKKA 2.900.-

YVES GÓLFLAMPI TILBOÐSVERÐ

19.600.-FJÖLBREITT ÚRVAL

AF SKERMUM Í BOÐI

EXTRACT KAFFIKANNA

2.250.- OG 2.850.-

ZOOM HVÍTLAUKSSKERI

2.250.-

TAJ KÖKUDISKUR4.900.-

THIERRY MARX MARMARA MORTEL 7.500.-

MARLOWE BORÐLAMPI

27.500.-

ESBO SKÁL1.450.-

KNOT PULLA19.500.-

LENNY BLUETOOTH HÁTALARI TILBOÐSVERÐ

39.000.-

GILLY KERASTJAKI990.-

GEPETTO KLUKKA 2.900.-

SMALL WORK SKRIFBORÐSLAMPI

19.500.-

Tilboðsverð39.000.-

Allar jólaseríur

á30%

afslætti

öll kubbakerti á

30% afslætti

THIERRY MARX VIÐARBRETTI 9.800 – 15.800.-

jólaseríurá

30%afslætti

NÝSENDING

AF SÓFUM HORN-

TUNGUSÓFI VERÐ 475.000.- TILBOÐSVERÐ

375.000.-

Tilboðsverð19.600.-

OPIÐ TIL

22:00 ALLA DAGA FRAM AÐ

JÓLUM

Page 34: 22 12 2015

Um 100 manns tóku þátt í Kirkjuhlaupi Hauka í fyrra og von er á álíka fjölda í ár. Séra Kjartan Jónsson, prestur í Ástjarnar-kirkju, hefur hlaupið með stuttri hugvekju og tekur svo á móti þátttakendum að hlaupi loknu með rjúkandi heitu kaffi, kakói og smákökum. Lósmynd/Sigurjón Pétursson

Hafragrautur í hátíðarbúningiAð morgni aðfangadags er spenningurinn yfirleitt farinn að segja til sín. Á meðan sumir eru spenntir fyrir gjöfunum eru aðrir kannski spenntari fyrir matnum. Hver sem ástæðan er, það er alltaf tilvalið að byrja daginn á staðgóðum morgunverði, og hvað er betra er hafragrautur í hátíðarbúningi?

Innihald: 1 bolli mjólk½ bolli vatn½ bolli hafrar 1 epli, smátt skorið½ bolli hnetur eða möndlur að eigin vali1 msk rúsínur1 msk trönuberKanill, eftir smekkÖrlítið múskatÖrlítill negull

Aðferð:

n Hitið mjólk og vatn að suðu-marki. Bætið við höfrum og hrærið.

n Látið malla í nokkrar mínútur á lágum hita.

n Bætið við epli, hnetum, möndlum og kryddi og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.

n Berið grautinn fram heitan.

Mynd/Shutterstock

KirKjuhlaup hafnfirðingar á hlaupum á annan í jólum

Hlaupa í friði og spekt

V ið skokkum í friði og spekt og þó svo að hlaupaleiðin sé um 14 kílómetrar er

þetta hlaup sem flestir ráða við,“ segir Anton Magnússon, meðlim-ur í Skokkhópi Hauka. Á hlaupa-leiðinni er komið við hjá helstu kirkjum og kapellum Hafnarfjarð-ar og samkvæmt hefðinni er bank-að á hverjar kirkjudyr. „Þannig látum við vita af okkur og að við komum í friði og spekt. Á hverjum stað bíðum við eftir hópnum og

höldum svo áfram í sameiningu.“ Allir eru velkomnir og segir Anton að hver og einn geti hagað hlaupa-leiðinni eftir sínu höfði. „Afar auð-velt er að stytta hlaupaleiðina að vild, sérstaklega áður en hlaup-ið er að Garðakirkju.“ Þó svo að Garðakirkja tilheyri ekki Hafnar-firði lengur er hún hluti af hlaupa-leiðinni því kirkjan er sú fyrsta sem Hafnfirðingar sóttu.

Kirkjuhlaupið hefst klukkan 10 á annan í jólum og lagt er af stað

frá Ástjarnarkirkju. Hlaupið hefst á léttri hlaupamessu þar sem séra Kjartan Jónsson heldur stutta hug-vekju áður en lagt er af stað í hlaup-ið sjálft. „Hann er skemmtilegur og tilkippilegur í allt sprell og það hef-ur verið afar ánægjulegt að skipu-leggja hlaupið með honum í gegn-um árin,“ segir Anton. Í hlaupinu er meðal annars komið við í Kaþólsku kirkjunni, Fríkirkjunni, Klaustrinu og Hafnarfjarðarkirkju. Hlaupið endar í Ástjarnarkirkju þar sem hlaupararnir leggja til smákökur og annað góðgæti, auk þess sem boðið verður upp á kaffi og kakó. „Það er svo ljúft eftir mesta átið að ná sér í smá hreyfingu, og fá sér svo smá hressingu á eftir,“ segir Anton.

Kirkjuhlaup á annan í jólum er skemmtileg og friðsæl hefð sem skapast hefur í Hafnarfirði. Hlaupið hefst á stuttri hug-vekju í Ástjarnarkirkju og þaðan er skokkað um Hafnarfjörð og nágrenni og bankað upp á hjá helstu kirkjum bæjarins. Skokk-hópur Hauka stendur fyrir viðburðinum og eru allir velkomnir.

Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup

Gullkryddið

Liðir - bólgur

CURCUMINAllt að 50 sinnum áhrifameira en hefðbundið Túrmerik!

CURCUMIN (gullkryddið) er virka innihaldsefnið í Túrmerik rótinni og hefur verið notað til lækninga

2000 ár í Asíu. Hátt í 3.000 rannsóknir hafa verið gerðar á þessari undrarót undafarna áratugi.

• Liðamót• Bólgur• Gigt• Hjarta- og

æðakerfi

VE

RT

12 GÓÐ BÓK

Eftirtalin fyrirtæki óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Helgin 22.-27. desember 201534

Page 35: 22 12 2015

Bio-Kult kemur jafnvægi á heilsunaBio-Kult Original og Bio-Kult Candéa innihalda öfluga blöndu vinveittra gerla sem styrkja þarmaflóruna.

M argrét Alice Birgisdóttir heilsumarkþjálfi mælir alltaf með því við við-

skiptavini sína í upphafi þjálfunar að þeir hafi meltinguna í góðu lagi. „Meltingarstarfsemi er mitt hjart-ans mál og mér finnst sérstaklega mikilvægt að meltingarfærin starfi eins og þau eiga að gera. Ef bakt-eríuflóra líkamans er í ójafnvægi starfar líkaminn ekki eins og hann á að gera. Upptaka næringar, niður-brot fæðu og stór hluti ónæmiskerf-is okkar eru háð því að við viðhöld-um þessum aðstoðarher baktería. Bio Kult hefur reynst afar vel til að bæta starfsemi meltingarinnar.“

Laus við sjúkdómseinkenniSjálf greindist Margrét með Colitis Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. Ég er sann-færð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina sam-hliða jákvæðum breytingum á lífs-stíl hafi sitt að segja varðandi það hversu vel mér gengur.“ Ef litið er til matarvenja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem innhalda gerj-aðan mat eða eru til þess fallnir að viðhalda náttúrlegri bakteríuflóru líkamans. „Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. Ég mæli heils-hugar með Bio-Kult, bæði Candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkennum niðri, og með Bio-Kult Original til að viðhalda batan-um. Báðar tegundir hafa reynst mér vel,“ segir Margrét Alice. Bio-Kult Candéa-hylkin geta virkað sem öfl-ug vörn gegn candida-sveppasýk-ingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis sem munnangur, fæðuóþol, pirring-ur og skapsveiflur, þreyta, brjóstsv-iði, verkir í liðum, mígreni eða ýmis húðvandamál.

Betri líðan með Bio-Kult Margrét Kaldalóns fann mikinn mun á meltingunni eftir að hún

byrjaði að taka inn Bio-Kult Orig-inal hylkin. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. „Ég veit það af reynslunni að mjög margir þjást af meltingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég próf-

að margar tegundir af mjólkursýru-gerlum og finn að Bio-Kult gerlarn-ir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög við-kvæm fyrir ýmsum fæðutegundum og fann oft til óþæginda eftir máltíð-ir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. Eftir að ég byrj-aði að taka Bio-Kult gerlana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög við-

kvæm í þeim áður. Ég tek inn fjög-ur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka aukalega. Ég er sér-lega ánægð með Bio-Kult gerlana því að þeir hafa hjálpað mér og melt-ingin hefur lagast til mikilla muna.“

Bio-Kult er fáanlegt í öllum apó-tekum, heilsuverslunum og heilsu-hillum stórmarkaða. Í desember

munu 100 krónur af hverjum seldum pakka af Bio-Kult renna til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Nánari upp-lýsingar má nálgast á www.icec-are.is.

Unnið í samstarfi við

Icecare

Laus við sjúkdómseinkenniSjálf greindist Margrét með Colitis Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir fjórtán árum. „Í dag er ég lyfja- og Ulcerosa eða sáraristilbólgu fyrir

einkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. Ég er sanneinkennalaus og hef verið það að mestu til margra ára. Ég er sanneinkennalaus og hef verið það að

-færð um að bakteríurnar sem ég hef tekið í gegnum tíðina sam-hliða jákvæðum breytingum á lífs-stíl hafi sitt að segja varðandi það hversu vel mér gengur.“ Ef litið er til matarvenja þá hafa flest lönd ákveðna rétti sem innhalda gerj-aðan mat eða eru til þess fallnir að viðhalda náttúrlegri bakteríuflóru líkamans. „Fyrir þá sem ekki borða slíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. Ég mæli heilsslíkan mat eru bakteríur í hylkjum það sem kemur næst. Ég mæli heilsslíkan mat eru bakteríur í hylkjum

-hugar með Bio-Kult, bæði Candéa með hvítlauk og greip fræjum til að halda einkennum niðri, og með Bio-Kult Original til að viðhalda batan-um. Báðar tegundir hafa reynst mér vel,“ segir Margrét Alice. Bio-Kult Candéa-hylkin geta virkað sem öfl-ug vörn gegn candida-sveppasýk-ingu en hún getur komið fram með ólíkum hætti hjá fólki, til dæmis

byrjaði að taka inn Bio-Kult Orig-inal hylkin. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst

að margar tegundir af mjólkursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét.

að margar tegundir af mjólkursýru-gerlum og finn að Bio-Kult gerlarn-ir henta mér best,“ segir Margrét.

kvæm í þeim áður. Ég tek inn fjög-ur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur

munu 100 krónur af hverjum seldum pakka af Bio-Kult renna til Ljóssins, endurhæfingar- og

Hvítari tennur með Gum Original WhiteTennurnar verða hvítari með Gum Original White munnskoli og tannkremi. Vörurnar innihalda flúor, veita vörn og hreinsa burt bletti og óhreinindi.

G um Original White munn-skol og tannkrem hreinsa burt bletti og óhreinindi og

veita tönnunum vernd. Tannlæknar mæla með Gum vörunum. „Vörulín-an er breið og góð og í henni má finna allt frá tannburstum og Soft Picks tannstönglum til tannhvíttunarefna. Sérfræðingar Gum eru fljótir að til-einka sér nýjungar og mæta þörfum fólks sem er virkilega gott í þessum geira,“ segir Sólveig Guðlín Sigurðar-dóttir, vörumerkjastjóri hjá Icecare.

Engin bleikiefniGum Original White munnskol og tannkrem hreinsa burt bletti og

óhreinindi og tennurnar fá sinn upp-runalega lit. Báðar vörurnar inni-halda flúor og má nota að staðaldri. Þær hafa ekki skaðleg áhrif á al-menna tannheilsu og innihalda ekki bleikiefni sem geta skaðað náttúru-lega vörn tannanna. „Hvíttunar-línan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípimass-inn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunart-annkrem.“ Sólveig segir það einn-ig kost að Original White línan við-haldi árangri eftir lýsingarmeðferð á tannlæknastofu.

Bio-Kult Candéa:

n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract.

n Öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingar-vegi kvenna og karla.

n Öflug vörn gegn sveppa-sýkingu á viðkvæmum svæðum hjá konum.

n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.

Mælt er með að taka 2 hylki á dag.

Bio-Kult Original:

n Inniheldur blöndu af vinveittum gerlum sem styrkja þarmaflóruna.

n Þarf ekki að geyma í kæli.

n Hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður, sem og börn.

n Fólk með mjólkur- og sojaóþol má nota Bio-Kult.

n Mælt er með Bio-Kult í bókinni Meltingarvegur-inn og geðheilsa eftir Dr. Natasha Campbell-McBride.

Margrét Alice heilsumarkþjálfi segir að mikilvægt sé að hafa meltinguna í góðu lagi. Hún mælir heils-hugar með meltingargerlunum frá Bio-Kult.

Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin.

„Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Þetta eru frábærir einnota tannstönglar sem virka eins og millitannburstar en þá

er hægt að hafa í veskinu eða heima fyrir framan sjónvarpið.“ Hvíttunar-vörurnar innihalda sérstaka blöndu sem Gum hefur einkaleyfi á og hreinsar betur en bleikiefni. Vör-urnar eru fáanlegar í Lyfju, Apótek-inu og að auki í flestum öðrum apó-tekum og í verslunum Hagkaupa, Víðis, Krónunnar, Nettó og Iceland.

Unnið í samstarfi við

Icecare

bleikiefni sem geta skaðað náttúrulega vörn tannanna. „Hvíttunar-línan, Original White, er mjög góð því hún virkar vel en fólk fær samt sem áður ekki tannkul. Slípimass-inn er agnarsmár svo hann rispar ekki upp glerunginn eins og oft vill verða þegar notuð eru hvíttunart-annkrem.“ Sólveig segir það einn-

„Soft Picks tannstönglarnir eru mitt uppáhald því þeir komast vel á milli tannanna og innihalda engan vír og eru ríkir af flúori. Þetta eru

Vörulínan frá Gum Original White inniheldur allt sem þarf til að viðhalda hvítum og heilbrigðum tönnum.

Sólveig Guðlín Sigurðardóttir,

vörumerkjastjóri hjá Icecare. Mynd/Hari.

Helgin 22.-27. desember 2015 35

Page 36: 22 12 2015

Helgin 22.-27. desember 201536 tíska & útlit

Glimmer og dökkir tónar um áramótÞ ó svo að aðfangadagur sé

ekki liðinn er alls ekki of snemmt að huga að áramóta-

förðuninni, sem hefur sama hátíð-lega yfirbragðið og jólaförðunin. Á áramótunum er hins vegar allt leyfilegt og því meira glimmer, því betra. Hér má sjá dæmi um förðun þar sem glamúr og berjatónar ráða ríkjum. Augnskuggapallettan sem förðunarmeistarinn Lisa Eldridge hannaði fyrir Lancôme er tilvalin í áramótaförðunina, en pallettan inniheldur 16 augnskugga, ýmist matta eða með metallic áferð.

Rouge in LOVE (379N): Litur-inn er þéttur í sér, endist vel á vörunum og gefur næringu

og ljóma.

Artliner Xmas Bronze Orfèvre: Blautur eyeliner sem gefur nákvæma og beina línu.

Auda (city) in Paris: Augn-skugga-palletta hönnuð af förðunar-meistarn-um Lisa Eldridge.

Teint Mi-racle farði: Olíulaus ljóma farði sem gefur fullkomna náttúrulega geislandi áferð.

Hypnôse Volume A Porter: Maskari sem þykkir og lengir án þess að klessa.

La Base Hydra Glow: Farðagrunnur sem gefur ljóma og nærir húðina.

Teint Miracle ljóma penni: Leiðrétt-ingarpenni sem lýsir, mýkir og minnkar dökka bauga.

Áramótaförðunin í ár er hátíðleg, en með ýktari augnförðun og dekkri varalit en jólaförðunin. Á áramótunum er allt leyfilegt og því um að gera að prófa sig áfram með mismunandi glimmer og metallic augnskugga. Mynd/Hari.

KJÓLLVERÐ 9.990 KR

PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

NÝ SENDING MEÐ JÓLAKJÓLUMStærðir 14-28 eða 42-56

Skoðaðu úrvalið í netverslun www.curvy.is eða komdu viðí verslun okkar að Fákafen 9

Jólaopnun í verslun okkar að Fákafeni 9KL: 11-20 dagana 18-22 desemberKL: 11-21 á ÞorláksmessuKL: 11-13 á Aðfangadag

Förðun: Kristjana Rúnarsdóttir, National Makeup artist hjá Lancôme.Módel: Hrefna, Eskimo Models.

Bláu húsin Faxafeni S. 555 7355 / www.selena.is

Selena undirfataverslun

Opið 11-21

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Samkeppnishæf verð og gæði - Reykjavík, London, Amsterdam, París

Kjóll áður 12.900 kr núna 9.030 kr

Kæru viðskiptavinir

Gleðileg jól30% afsláttur af öllum vörumOpnunartími: 22.des til kl 2023. des til kl 21Lokad 24

Page 37: 22 12 2015
Page 38: 22 12 2015

Mikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þínaMikið úrval jólagjafa fyrir þig & þína

Bang & Olufsen A2 bluetooth hátalari 62.000 kr

Bang & OlufsenH2 heyrnartól 33.000 kr

LentzLimited edition

saltlakkrís karamellur1.390 kr

Bang & OlufsenBeolit 15 bluetooth hátalari

85.000 kr

Bang & OlufsenH7 þráðlaus heyrnartól 72.000 kr

The Oak MenEikartré 3.490 kr / 4.990 kr

Raumgestalt eikarbrettiÝmsar stærðirVerð frá 3.490 kr - 16.900 kr

LentzLentzLentz

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - [email protected]

Louise Kragh skartgripir

Lentzkaramellur

1.390 kr

Page 39: 22 12 2015

PB jól

Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Hátíðaropnunartími 10 - 20Aðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokaðAðfangadag lokað

Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Milli jóla & nýárs 12 - 18Gamlársdag lokaðGamlársdag lokaðGamlársdag lokaðGamlársdag lokaðGamlársdag lokaðGamlársdag lokaðGamlársdag lokaðGamlársdag lokað

Ný lína frá Finnsdottir

Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - [email protected]

Samsurium skál8.300 kr

Finnsdottir bollar3.400 kr/stk

Winter Stories Squirrel & Elf - 5.500 kr/stkFinnsdottirskál 6.600 krFinnsdottir

Finnsdottir Pipanella vasar verð frá 6.100 kr Finnsdottir Bianca stjaki 3.990

Page 40: 22 12 2015

Kristín er komin í undanúrslit. ?

? 6 stig

8 stig

Friðrik Ómar Hjörleifssonsöngvari

1. Jón Axel og Gulli Helga. 2. Ísrael.

3. Ólafi Ragnari Grímssyni

4. 9 sinnum. 5. Jón Arnór Stefánsson. 6. Austurríki.

7. Sigga Eyrún.

8. Ásmundur Einar Daðason.

9. Bækur.

10. 1997.

11. Svarthöfði. 12. Steven Spielberg.

13. Turmerik.

14. Brauð.

15. Portúgali.

1. Jón Axel og Gulli Helga. 2. Breskur.

3. Gunnari Nelson. 4. 20 sinnum.

5. Jón Arnór Stefánsson. 6. Svíþjóð. 7. Pass.

8. Ásmundur Einar Daðason.

9. Pass.

10. 1996.

11. Svarthöfði. 12. Pass.

13. Steinselja.

14. Kjúklingur. 15. Portúgalskur.

Kristín Alexíusdóttir hjúkrunarfræðingur

40 heilabrot Helgin 22.-27. desember 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

HRAÐI AFSPURNTIF

BEINASÆ VISNA ELDSTÆÐI

SANN-FÆRING

LYKT

VÍN

UMFRAM

STJAKAMENTA-STOFNUN

SJÚKDÓMUR

GREMJASTTVEIR EINS

FYRIR HÖND

MIKLA

ARFGENGI

EFNI

Í RÖÐ

AN

RÓTA

FISKUR

ÞRÁÐA

MYRKUR

HLÝJALITLAUS

LÝÐURVALDA VEGG-

SPJALDTITILL

UTASTUR

ILMA

MUNNI

FLÓN

SKÆRUR

TIKKA

STEIN-TEGUND

BEYGÐUNARSL

FÉLAGI

ORKA

FRJÁLSA

RÖKKUR

TVEIR EINS

KVK NAFN

TREYSTA

YFIR-BREIÐSLA

SKEKKJA

ÓSVIKINN

FLASKA

KUSK

HÆRRI

TVÍSTÍGA

KISU

UNNA

FÁLMA

SRÍÐNI

TERTA

KVÍÐI

GÖSLA

UPP-HRÓPUN

KARL

STEIN-TEGUND ÓÞÉTTUR HLUT-

DEILD

SKORDÝR

KUNNÁTTA

ÁHLAUP

ÁNÆGJUDRYKKUR

SKJÖN

VÖKVI

HAND-FESTAN

MÆLA DÝPTAFL

MÆLI-EINING

ÁI

GUBB

ÍLÁT

FLÝTIR

MJÖG

JURTA-RÍKI

Í RÖÐ

RÓMVERSK TALA

SAMTÖKRANNSAKA

FROÐA LÁÐÞAKBRÚN

HEILANPENNA-FÆRNI

LAPPI

273

2 8 5

5 4

8

3

9 5 6

1 4 3 5 9

8 3 4 9

7 6

3 2 7 8

1 9

6 8 5

6 4 7

6 3 1

8 7

5 2

2 4 6

8 5 2

3 7 4

Allir sem leiðast af anda Guðs eru Guðs börn...

www.versdagsins.is

Koffein Apofri - 100% hreinar koffíntöflur

VANTAR

ÞIG

ORKU?

• Á morgnana • Í vinnuna • Í skólann og prófalesturinn • Fyrir æfinguna

ÞÆGILEG ORKA ÞEGAR ÞÚ ÞARFT Á HENNI AÐ HALDA

ÁN ALLRA AUKAEFNAFæst í næsta apóteki

SKIPTAST REIKA E SÁTTAR-GERÐ

BETRUN

NÁINN B RÍKI SAMHYGÐ

PILS-VARGUR

ÁRKVÍSLA K V E N S K A S SÁ L A HRÆÆTA

NÆGILEGT N Á Æ T A AÓNN O F SKOKK

Í MIÐJU T R I M MF R Ó M T FLOTT

BÝLI

TVÖ ÞÚSUND B Ú

BLUNDA

KVEINA M HANKI

TVEIR EINS S N A G ITIL-

BÚNINGUR

AMBOÐ S M Í Ð

BÓK-STAFUR

HREIN-SKILIÐ

N

M J Ó K K A ELDSNEYTIÞUMLUNG-

UR

EKTA T O M M A VANRÆKJAGRENNAST

J A K K I SKELDÝR

TALA O S T R A EYJA Í ASÍU

NAUTNA-LYF TFLÍK

HJARA

Ó R A LITA

SPILASORT M Á L A ANDRÍKUR

HRYGGÐ F R J Ó RTL M

TUNGU-MÁL

KANNA L A T Í N A GLATA

ÖRÐU T A P ARÓMVERSK TALA

K A K A ÁMA

BÓLA T U N N A VITUR

SVEIPUR V Í SU

RÖÐ

BÓK-STAFUR R U N A GRUNLAUS

BÓNDI U G G L A U SR J Ú F A ELDSVOÐI

SKÓFLA B R U N I SKÓLI

TEMUR M ASLÍTA

DÆLD

V O SSTJÓRN-PALLUR

ÓGÆTINN B R Ú FLOKKA

TILGERÐ R A Ð A MEINYRÐI RÍKI Í AFRÍKUK

I Ð ANDÚÐ

VANDRÆÐI Ó B E I T VAGGA

IÐN R U G G ASPRIKL

N PRETTUR

MERGÐ S V I K HVORT

STELL E F SVALL

KLÆÐI R A L LN Ó T A SPERGILL

FÁLM A S P A S BLÓM

KRAFTUR R Ó STÓNN

S T A R F PIRRA

FRIÐUR E R G J A ÆTÍÐ

Í RÖÐ S ÍIÐJA

GAN

L A N SELUR U R T A Á NÝ A F T U RFA L D A M Ó T VONDUR I L L U RALDASKIL

TERTA

272

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Gulli Helga og Jón Axel Ólafsson. 2. Danskur. 3.

Gunnari Nelson. 4. 9 sinnum. 5. Jón Arnór Stefánsson. 6.

Svíþjóð. 7. Unnsteinn Manúel Stefánsson. 8. Ásmundur

Einar Daðason. 9. Jógastöður. 10. 1993. 11. Svarthöfði.

12. JJ. Abrahams. 13. Kóríander. 14. Kjúklingur. 15.

Portúgalskur.

1. Hvaða tveir menn stjórnuðu útvarps-

þættinum Tveir með öllu á tíunda

áratugnum?

2. Hvers lenskur er elsti þjóðfáni heims?

3. Hvaða Íslendingi var oftast flett upp á

Google árið 2015?

4. Hvað hefur Björgvin Halldórsson haldið

oft tónleikana Jólagestir?

5. Hver er íþróttamaður ársins 2014?

6. Frá hvaða landi kemur Ballerina-kexið?

7. Hver syngur titillagið í teiknimyndaþátt-

unum Hvolpasveitin á RÚV?

8. Hvaða þingmaður vakti athygli á árinu

eftir að hann kastaði upp á farþega í

flugi til Washington DC?

9. Hvað eiga fyrirbærin barnið, tréð og

krákan sameiginlegt?

10. Hvaða ár opnaði Dominos á Íslandi?

11. Gatan Bratthöfði í Reykjavík fékk nýverið

nýtt nafn. Hvert er það?

12. Hver leikstýrir nýjustu Star Wars

myndinni?

13. Hvaða kryddjurt gengur einnig undir

nafninu cilantro?

14. Hvað merkir spænska orðið pollo?

15. Hvers lenskur er Jose Mourinho sem

rekinn var frá Chelsea í vikunni?

Spurningakeppni kynjanna

svör

AllAR GÁTuRnAR Á nETinuAllar krossgátur Fréttatímans frá upp-

hafi er hægt að nálgast á vefnum

http://krossgatur.gatur.net.

Page 41: 22 12 2015
Page 42: 22 12 2015

42 jólakrossgáta Helgin 22.-27. desember 2015

MUNN-VATN RÍKI

MÁLMUR

ÞRAUT-SEIGJU

ÓVISS MOKUÐUMISMUNUR

SPRIKL

TRUFLA

RÁKIRMEIN

MJÓLKUR-HRISTINGUR

NÝLEGRI

MYRKURILLGRESI

HÉKK

LÆRLINGUR

MANNVÍG

DRYKKUR

SPOTT

SVARA

SNAFS

VARÐ-VEISLA

RJÚKA

UMFRAM

DRAUP

Í RÖÐ

FAÐMURULL

GLINGUR

UXI

ÓGREIDDURÖRVERPI

ÞRÆLKUN

TVEIR EINS

HÁMARKALDIN-LÖGUR

Í RÖÐ

FRYSTIHÚS

TÚN

SKAR

Í RÖÐ

MÁTTLEYSI

FORRÆÐI

TRÉ

NAFN-PLATA

SKIP

ÍLÁTA

Í RÖÐ

BLÁSAUMTALS

ÖTULL

KÖTTUR

TVÍSÝNALÁS GARGA

ÓHEILINDI

HOLDFÚITITTUR

SPIL

BÓK-STAFUR

MARÐAR-DÝR

BÚÐAR-HILLA

BERGMÁLA

SVALI

TYLFT

VEIÐARFÆRI

NIÐUR-FELLING

GJALD-MIÐILL

NÝLEGA

SIGUR

SEYTLAR

NART

ÓNEFNDUR

GRANNUR

SÁL

EINKARSKORDÝR

TILDUR

BLÓMI

HÁMA

SJÚK-DÓMUR

Í RÖÐ

GUÐ

KÆKUR

LÉST

FORFAÐIR

RAMMI

IÐJA

ÁTT

HLÝJABÓK

PÍLA

AÐALS-MANNS

KUSK

SAMHYGÐ

FJÖRGAST

KRAKKA

STILLTURÁLANDS-VINDUR

SVÖRÐUR

TIL-FINNING

BLUND

BANDGREIND

ÞEGAR

ÓSKIPTMAULA

HINDRA

MÆLI-EINING

BOR

FUGL

GUMS

LYFTIST

ÞETTA

RÍKI Í AFRÍKU

ÓRÓIOTA

DRAUGUR

MATS

LEIKUR

KVIÐ

MJAKA

MAKA

BORÐA

SJÚK-DÓMUR

KOPAR

KOMAST

SKJÖN

HÚSFREYJA

SLANGA

VAN-VIRÐING

BERIST TIL

LÍK

VESÆLL

MÁLMURLAUMAÁ FÆTI

HNÝTTI

Í RÖÐ

HRÓPA

ÖRÐU

FYRIRBOÐI

TÍMABILS

MAÐK

HVORT

MÁNUÐUR

STANS

TUNGUMÁL

ÁTT

FRIÐUR

SVELGUR

FIMI

TIPL

TVEIR EINS

ATVIKAST

AÐGÆTA

GAFL

ÞUS

Í RÖÐ

HALLI

HLJÓÐ-FÆRI

HÚRRA

SKARÐ

TVEIR EINS

ÍÞRÓTT

TÓNLIST

PLANTA

FUGL

SNÆLDAFJÖL-

BREYTT

STAPI

ÓLMAST

SAFNA

SKORÐA

SNÍÐA

STÓ

NABBI

FÉLAGI

MAKA

BAÐA

KANTUR

ÍHUGA

SKAÐI

LÍNA

Í RÖÐHULSTUR

TVEIR EINS

RISTIR

REMMU

ÞAKBRÚN

SAMTÖKHLJÓÐ-FÆRI TVEIR EINS

HJARTAR-DÝR

TVEIR EINS

ÓÐUR

FYRIR HÖND

OFSI

HÓPAST

DÝRAHLJÓÐ

LÍÐA VEL

RÁNDÝR

NAUMUR

KLÓ

ÓGJARNA

TVÍHLJÓÐI

UPP-HRÓPUN

LÍK

STUNDIRTELJA

KÆRLEIKS

SJÓ

FITUNGAR

RÚM

FOR

ÞULA

ÓLÆTI

ÁNA

REKALD

HEIÐUR

FULLSKIPAÐ

FJÖL-BREYTNI

SKJÓÐA

LYF

TÖF

ÞARMAR

HLJÓTA

INNYFLA

VÖRU-MERKI

NÆRA

KK NAFN

ÖNUGUR

TVEIR EINS

SPJALLA

TALA

ENDUR-BÆTA

BLAKT

SPRÆNA

HLÁKA

VÆLA

SNJÓKOMA

ÚR HÓFI

BRAGUR

HÆRRA

EINING

ÞEI

HÍBÝLI

RÖND

BIKKJA

VATT

MJAKA

SÆVIÐFANGS-

EFNI

MAS

VARA

STAFLI

HVAÐUMRÓT

KVERK

BLÍÐA

RÆKTAÐDRYKKUR

KRÁ

Á SJÓDÆLING

DRAGA

UTAN

SÍGA

BLÆR

SKAPAÞRÁÐUR

TVEIR EINS

KIRTILL

PRÓFTITILL

SINDUR

MÆRAPÍPA

RÚN

HERÐA-KLÚTUR

SNJÓ-HRÚGA

ÓSKÝR

VAÐA

SKÍTUR

Page 43: 22 12 2015

JólaJólaJólaJólaJólaJólaJóladagar

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

TÆKNIBORGBORGARNESI SÍMI 422 2211

BLóMSTuRvELLIRHELLISSANDISÍMI 436 6655

OMNISAKRANESI

SÍMI 433 0300

GreiðslukjörVaxtalaust

í allt að 12 mánuði

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum

kl. 11-15.

MJ532 heyrnartól. Samanbrjótanleg.Fáanleg í 4 litum.X-HM21 hljómflutningstæki

með dokku fyrir síma eða spjaldtölvu. Til í hvítu og svörtu.

XW-LF1-K/W2x40mm full range BlueTooth hátalarar

m. Dynamic Range Control.

kr. 29.900,-

Heimabíómagnarar. Kraftmiklir og

ómótstæðilegir.Verð frá kr. 55.900,-

Hágæða sjónaukar með lífstíðarábyrgð.Allar gerðir í gluggakistuna, bílinn, bokpakann,

ferðalagið, gönguferðina, fjallgönguna og veiðina.Vatnsheldir og niturfylltir frá 14.900,- kr.

Verð frá kr. 3.990,-

kr. 45.900,-kr. 8.690,- kr. 23.900,-

Hljómtækjastæða

PIX-EM-12 - 2 X 30W - CD MP3 og WMA afspilun - FM Útvarp m. 30 stöðva minni - RDS stuðningur - Tengi: USB, Audio-In, Loftnet

kr. 35.900,-

PL-990 Reimdrifinn - Alsjálfvirkur - Innbyggður formagnari

Plötuspilari

Gæðavörur sem gleðja og gagnast

Opnunartímiþriðjudag 22. des.

til kl. 19.00 og Þorláksmessu

til kl. 21.00

FYRIR HEIMILIN Í LANDINUFYRIR HEIMILIN Í LANDINU

25ÁR

HJÁ

Pottar og pönnur fagmannsins

Expresso-kaffivél,

hálfsjálfvirk. Einfaldur

og tvöfaldur skammtari.

Frábært verð:

kr. 14.900,-

Koparinn er sígildur enda er koparlitaða pressukannan

vinsæl.

kr. 9.900,-

Koparinn er Koparinn er sígildur enda sígildur enda er koparlitaða er koparlitaða pressukannan pressukannan

kr. 9.900,-

kr. 12.900,-

Pottar og pönnur Pottar og pönnur

kr. 12.900,-kr. 12.900,-

SmartControlSport 197s

Rakvél

Silk-Épil 5 háreiðingartæki.

Bikini-Styler fylgir frítt með í

desember.

kr. 14.900,-

JólatilboðAfkastamiklar og endingagóðar kaffivélar til heimilisnota.

og endingagóðar og endingagóðar

kr. 69.900,-Jólatilboð

Braun hárblásarihd550

kr. 7.990,-

Page 44: 22 12 2015

Fimmtudagur 24. desember Föstudagur

44 sjónvarp Helgin 22.-27. desember 2015

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Fréttir Stöðvar 212:25 Jóladagatal Skoppu og Skrítlu12:35 The Polar-Express14:15 Frosty Returns14:40 Nuttiest Nutcracker15:30 Fred Claus17:30 The Simpsons (9/22) (9:22) 18:00 Aftansöngur í Grafarvogskirkju19:00 Jólalög Loga Skemmtileg og þægileg jólatónlist sem flutt hefur verið í jólaþáttum Loga Bergmanns.20:35 Very Merry Mix-Up22:10 Michael Buble’s Christmas in NY23:00 Jólatónleikar Fíladelfíu Glæsi-legir jólatónleikar Fíladelfíu sem hafa verið fastur liður í jólahaldi fjölmargra Íslendinga undanfarin ár. Gospelkór Fíladelfíu kemur fram ásamt góðum gestum undir stjórn Óskars Einars-sonar. Einsöngvarar að þessu sinni eru m.a. Eivör, Glowie, Maríanna Másdóttir, Íris Lind, Edgar Smári, Þóra Gísladóttir og Pétur Hrafnsson. Einnig kemur fram hljómsveitin Reykjavik Gospel Company. Hljómsveitina skipa Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Davíð Sigurgeirsson, Matthías Stefánsson, Ingvar Alfreðs-son, Brynjólfur Snorrason, Jóhann Eyvindsson og Fanny K. Tryggvadóttir.00:20 The Middle (9/24) 00:45 Christmas In Conway Róman-tísk bíómynd frá árinu 201302:20 We’re the Millers04:10 Fred Claus

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:05 Kiel - Vezprém11:30 Markaþáttur Meistaradeildar12:00 Snæfell - Grindavík13:30 Njarðvík - Grindavík15:00 Körfuboltakvöld16:30 Brooklyn17:30 Barcelona - Man. Utd. 19:15 Dortmund - Bayern21:00 Bayern - Inter22:40 Barcelona - Man. Utd.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:00 Southampton - Tottenham12:40 Messan13:55 Watford - Liverpool15:35 Manstu (1/7) 16:10 Manstu (2/7) 16:45 Arsenal - Man. City18:25 Swansea - West Ham20:05 Premier League Review 201521:00 Football League Show 2015/1621:30 Everton - Leicester23:10 WBA - Bournemouth

RÚV07.00 KrakkaRÚV13.05 Jólatónar e.13.25 Valdi og Grímsi13.55 Ljósmóðirin – Jólaþáttur e.15.10 Ragnheiður17.50 Táknmálsfréttir (116)18.00 Klukkur um jól18.50 Landakort. e.19.00 Fréttir19.20 Veður19.30 Jólatónleikar Sinfóníunnar20.20 París norðursins Aðalhlut-verk: Nanna Kristín Magnúsdóttir, Helgi Björnsson og Björn Thors. Leikstjórn: Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson og Hafsteinn G. Sigurðsson.21.55 Vesalingarnir Margföld Óskarsverðlaunamynd frá 2013. Nýjasta söng- og leikútgáfa þess-arar stórbrotnu sögu þar sem sögusviðið er miskunnarlaust Frakkland átjándu aldar. Jean Valjean er eftirlýstur af lög-reglu en samþykkir að taka að sér dóttur verkamanns. Það er ákvörðun sem á eftir að breyta lífi hans allt til enda. Aðalhlut-verk: Hugh Jackman, Russell Crowe og Anne Hathaway. Leik-stjórn: Tom Hooper.00.30 Skýfall Daniel Craig í hlut-verki James Bond. Það reynir á tryggð hans við M þegar fortíðin eltir hana uppi og Bond stendur frammi fyrir erfiðu persónulegu vali til að verja hana. Aðalhlut-verk: Daniel Craig, Javier Bardem og Naomie Harris. Leikstjóri: Sam Mendes. Ekki við hæfi ungra barna.02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (3)

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist09:00 Ævintýri Samma 210:35 Hats Off To Christmas12:10 Apollo 1314:30 Head Over Heels16:00 The Voice (5:25)17:30 America's Funniest Home Vid.17:55 The Office (12:27)18:20 Aulinn ég 220:00 Twins21:50 Jurassic Park00:00 Fast & Furious 602:10 American Dreamz04:00 Genova05:35 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:40/ 14:15 Spider-Man08:40/ 16:20 The Switch10:25/ 18:10 To Rome With Love12:15/ 20:05 Blended22:00/ 04:55 The Hobbit: The Des ...00:40 The Wolverine02:45 Captain Phillips

RÚV07.00 KrakkaRÚV13.00 Fréttir13.20 Veður13.25 Fjórði vitringurinn13.50 Vetur konungur14.15 Houdini15.10 Jól í Snædal (24:24)15.35 Tímaflakkið (24:24). e.16.15 Þegar Trölli stal jólunum18.00 Hlé19.15 Nóttin var sú ágæt ein19.35 Jólatónar e.19.55 Shakespeare In Love e.22.00 Aftansöngur jóla Biskup Ís-lands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar og þjónar fyrir altari í Breiðholtskirkju. Táknsöng annast Kolbrún Völkudóttir. Um-sjón: Björn Emilsson.22.50 The Holiday Rómantísk gamanmynd um tvær konur sem eiga í vandræðum út af karlmönnum hafa vistaskipti, kynnast heimamanni og verða ástfangnar. Leikstjóri er Nancy Meyers og meðal leikenda eru Cameron Diaz, Kate Winslet, Jude Law og Jack Black. e.01.00 One Day Rómantísk gamanmynd um Emmu og Dexter sem eru saman kvöldið áður en þau brautskrást úr há-skóla og síðan er fylgst með því hvar þau eru stödd í lífinu sama dag, 15. júlí, á hverju ári eftir það. Stundum eru þau saman, stundum ekki. Leikstjóri er Lone Scherfig og meðal leikenda eru Anne Hathaway, Jim Sturgess og Patricia Clarkson. Ekki við hæfi ungra barna. e.02.45 Dagskrárlok (64:200)

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist09:00 Fjörfiskarnir10:35 Earth12:15 Bride for Christmas13:45 Love Actually16:00 The Voice (4:25)17:30 America's Funniest Home Vid.17:55 The Office (11:27)18:20 Pepsi MAX tónlist20:00 Junior21:50 Nothing Like the Holidays23:30 What If01:10 Sylvia 03:00 Goya's Ghosts04:55 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:15/ 14:30 Night at the Museum09:00/ 16:20 Grown Ups 210:40/ 18:05 Dumb and Dumber To12:30/ 19:55 Jane Eyre22:00/ 03:05 22 Jump Street23:55 This is Where I Leave You01:35 Jesse Stone: Benefit of the Doubt

Aðfangadagur 24. desember

Jóladagur 25. desember

16.15 Þegar Trölli stal jólunum Bandarísk ævintýramynd frá 2000 byggð á frægri sögu eftir Dr. Seuss um furðuveru sem reynir að stela jólunum frá íbúum lítils bæjar í ævintýralandinu. Leikstjóri er Ron Howard og meðal leikenda eru Jim Carrey, Taylor Momsen, Jeffrey Tambor og Christine Baranski.

15.10 Ragnheiður Upptaka úr Hörpu, frá flutningi íslensku óperunnar Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson. Um eitt hundrað listamenn taka þátt í uppfærsl-unni sem fjallar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, biskupsdóttur í Skálholti á 17. öld. Í aðalhlut-verkum: Þóra Einarsdóttir, Elmar Gilbertsson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Leikstjóri: Stefán Baldursson.

19:00 Penguins of Madagaskar Mörgæsirnar frá Madagaskar eru mættar enn á ný og nú í sinni eigin bíómynd. Að þessu sinni bíður þeirra félaga erfitt verkefni en það er að stöðva hinn illa innrætta kolkrabba Oktavíus.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22.00 Aftansöngur jóla Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, predikar og þjónar fyrir altari í Breiðholtskirkju. Einsöngvarar eru Marta Guðrún Halldórsdóttir og Ásta Sigríður Arnardóttir. Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu og Sverrir Guðmundsson á óbó. Organisti og kórstjóri er Örn Magnússon.

18:00 Aftansöngur í Grafarvogskirkju Bein útsending frá aftansöng í Grafarvogskirkju. Prestur er séra Vigfús Þór Árnason. Egill Ólafsson syngur einsöng. Organisti er Hákon Leifsson og Greta Salóme Stefánsdóttir sér um fiðluleik. Kórstjóri stúlknakórs er Mar-grét Pálmadóttir.

21:50 Nothing Like the Holidays Hugljúf og skemmtileg fjölskyldumynd. Fjölskylda kemur saman um jólin og það er útlit fyrir að þetta verði síðustu jólin sem þau munu eiga saman. Þau eru staðráðin í að gera þau eftirminnileg. Leikstjóri er Alfredo De Villa. Myndin er frá 2008.

18.00 Klukkur um jól Ný leikin jólamynd í þrem-ur hlutum fyrir alla fjölskylduna. Í myndinni er sögð lítil og hjartnæm jólasaga af íslenskum krökkum í íslenskum samtíma þar sem tekið er á brýnum viðfangsefnum á borð við einelti, fordóma, mikilvægi vinskaparins og hinn eina sanna jólaanda. Höfundur sögunnar er Guðjón Davíð Karlsson og leikstjóri og framleiðandi er Bragi Þór Hinriksson.

20:00 Twins Gamanmynd með Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito í aðal-hlutverkum. Julius Benedict er afsprengi tilraunar þar sem reynt var að búa til hið fullkomna barn. Leikstjóri er Ivan Reitman.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af

Mamma Mia

12.900 kr.

Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu.

Njála

12.200 kr.

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð

Leikhúskvöld fyrir sælkera

12.500 kr.

Sérstök jólatilboð

GjafakortBorgarleikhússins

OPIÐ TIL 22 í kvöld

Page 45: 22 12 2015

Ég er nokkurn veginn eins langt frá því að vera grænmetisæta og nokkur maður getur orðið. Elska kjöt meira en orð fá lýst og get ekki hlustað á predikanir grænmetisæta sem alltaf virðist þó nóg af. Þær geta hirt beikonið úr köldum dauð-um höndum mínum – sem virðist reyndar, samkvæmt nýjustu rann-sóknum, styttra í en ég hélt. En það er nú önnur saga.

Þessi fjallar um hana Ebbu. Nán-ar tiltekið hana Ebbu okkar á RÚV þar sem hún hefur síðustu vikurnar verið að elda mat en þar sem ég er meira en lítið fordómafullur í garð

„heilsukokka“ hafði ég hafði aldrei séð þátt með henni. En krökkunum þykir hún æðisleg og harðneituðu að skipta um stöð eitt kvöldið fyrir nokkrum vikum og því var ég til-neyddur að horfa. Aðallega raun-ar til að missa ekki besta plássið úr sófanum en endaði þó á því að horfa á heilan þátt. Hann kom mér svo talsvert á óvart. Ekki bara er téð Ebba alveg sérlega örugg þarna fyr-ir framan myndavélina heldur var það sem hún eldaði bara alveg ljóm-andi girnilegt. Ég fór þó í huganum alltaf að hugsa hvar ég gæti bætt hakki út í gumsið og stevíudropa

mun ég sjálfsagt aldrei eignast en þetta leit annars allt saman afar vel út og það sem meira er, þetta var skemmtilegt. Enda vottar ekki fyrir

predikunartóni hjá okkar konu, sem ég er þakklátur fyrir.

Það skal þó viðurkennt hér að ég er þó orðinn tveimur vikum eftir á í áhorfinu og hef því ekki séð hvað hún ætlar að bjóða fjölskyldunni upp á um jólin. Kannski eru það for-dómarnir í mér en mig grunar þó hnetusteik. sem virðist vera jólamat-ur allra grænmetisætna. Kannski ég leiti það uppi á vod-inu og athugi hvaða keti mætti bæta út í slíka til að gera hana ætilega.

Haraldur Jónasson

[email protected] 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 213:15 A Christmas Story 214:40 Angels Sing16:10 Help for the Holidays H17:40 The Middle (11/24) 18:05 Simpson-fjölskyldan (6/22) 18:30 Fréttir Stöðvar 219:00 Penguins of Madagaskar20:30 Night At The Museum: Secret Of The Tomb Þriðja myndin um Larry og félaga á Smithsonian safninu í New York. Að þessu sinni standa þeir frammi fyrir stóru vandamáli því töfrarnir sem vekja persónur og dýr safnsins eru að hverfa og það er lítill tími til stefnu. Larry ákveður að reyna að bjarga þessum sögu-frægu vinum sínum og ferðast til London á British Museum til að bjarga málunum. Með aðal-hlutverk fara Ben Stiller, Robin Williams og Owen Wilson.22:05 Gone Girl Dramatísk spennumynd frá 2014 með Ben Affleck og Rosamund Pike í aðal-hlutverkum. Þau leika hjón sem hafa verið gift í fimm ár en á sjálfan brúðkaupsafmælisdaginn hverfur eiginkonan. Strax bein-ist allur grunur að eiginmanni hennar og úr verður mikið fjölmiðlafár. Það gerir hann enn grunsamlegri þegar upp kemur um lygar hans og svik og þá fara menn að velta fyrir sér hvort hún sé jafnvel dáin og hann hafi drepið hana. 00:30 The Grand Budapest Hotel02:10 The Wolf of Wall Street05:10 A Christmas Story 2

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:10 Real Madrid - Atletico Madrid11:50 San Antonio - LA Clippers13:40 Holland - Ísland15:25 Pit. Steelers - Denver Broncos17:45 NFL Gameday18:15 Hólmurinn heillaði19:30 Oklahoma - Chicago Beint22:00 Golden State - Cleveland Beint01:00 UFC Unleashed 2015

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:40 Chelsea - Sunderland10:20 Man. Utd. - Norwich12:00 Manstu (3/7) 12:40 Manstu (4/7) 13:15 Newcastle - Aston Villa 14:55 Messan16:10 Watford - Liverpool17:50 Football League Show 2015/1618:20 Swansea - West Ham20:00 Wayne Rooney Film 21:00 Arsenal - Man. City22:40 Premier League Review 201523:35 Stoke - Crystal Palace

25. desember

sjónvarp 45Helgin 22.-27. desember 2015

Í sjónvarpinu Öryggi sjónvarpskokks

Ebban okkar allra

Page 46: 22 12 2015

Laugardagur 26. desember Sunnudagur 27. desember

46 sjónvarp Helgin 22.-27. desember 2015

RÚV07.00 KrakkaRÚV10.15 Vetur konungur Falleg, talsett teiknimynd um sjálfan Vetur konung sem á hverju ári tryggir að tindrandi snjóþekja leggist yfir jörðina. En hann áttar sig á að eitthvað er ekki eins og það á að vera þegar hann fréttir að skógarandinn er vaknaður.10.40 Houdini11.35 Norræn jólaveisla e.13.10 Allra hunda jól14.20 Jólatónleikar Sinfóníunnar e.15.05 Íslendingar (9)16.00 Sirkushátíð í Monte Carlo17.25 Táknmálsfréttir (117)17.35 Unnar og vinur (10:26)18.00 Kuggur18.40 Landakort (Drengjakór Reykjavíkur) e.18.54 Lottó (18:52)19.00 Fréttir19.20 Veður19.30 Diddú (1:2) Upptaka frá afmælistónleikum Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddúar, sem fram fóru í Hörpu 13. septem-ber sl. 20.15 Árið er - Söngvakeppnin í 30 ár21.10 Monica Z Verðlaunamynd um ævi sænsku djasssöng-konunnar Monicu Zetterlund og glímu hennar við veikindi, frægðina og tilveruna almennt. Aðalhlutverkum: Edda Magna-son, Sverrir Gudnason og Kjell Bergqvist. Leikstjóri: Per Fly.23.00 The Bourne Legacy Ekki við hæfi barna.01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (4)

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist09:00 Dýrafjör10:35 Naughty or Nice12:15 Definitely, Maybe14:15 The Burbs16:00 The Voice (6:25)17:30 America's Funniest Home Vid.17:55 The Office (10:24)18:20 For Love Or Money20:00 Uncle Buck21:40 Identity Thief23:35 You, Me and Dupree01:25 The New World03:40 Are You Here05:35 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:25/ 14:20 Spider-Man 208:35/ 16:30 Ocean’s Eleven10:35 Bjarnfreðarson12:25/20:05 The Secret Life Of Walter 18:30 Dodgeball: A True Underdog 22:00 The Hunger Games Part 100:05 White House Down02:15 Our Idiot Brother03:45 The Hunger Games Part 1

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 11:00 Sophia Grace and Rosie’s Royal12:20 Bold and the Beautiful13:20 Mirror Mirror15:05 Fáránlega stóri jólaþátturinn17:00 Matchmaker Santa18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn19:10 Lottó 19:15 Ásgeir Trausti: Tónleikar20:45 Annie Skemmtileg fjöl-skyldumynd frá 2014, byggð á sögunni af hinni munaðarlausu Annie sem flestir muna eftir. Nútíma Annie býr á fósturheimili og lætur sig dreyma um að góðir foreldrar komi og ættleiði hana. Dag einn hleypur hún óvart í fang frambjóðanda sem á atkvæðaveiðum fyrir komandi kosningar. Aðstoðarfólk hans fær þá hugmynd að leyfa Annie að eyða degi með frambjóðand-anum og telja það snjalla leið til að auka álit almenning. Hann er sjálfur efins enda áhugalítill um börn en Annie á eftir að breyta því enda heillar hún alla sem umgangast hana upp úr skónum. Með aðalhlutverk fara Jamie Foxx, Quvenzhané Wallis og Cameron Diaz.22:40 The Hobbit: The Battle of the Five Armies01:05 Sex and the City03:25 Blue Jasmine05:00 Matchmaker Santa

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Oklahoma - Chicago08:50 Golden State - Cleveland10:40 Real Madrid - Rayo Vallecano12:20 Spænsku mörkin 2015/201612:50 Ísland - Lettland14:45 NFL Gameday15:15 Valur - KR17:05 Oklahoma - Chicago18:55 Golden State - Cleveland20:45 Sounds of the Finals21:35 Cleveland - Golden State: Leikur 600:05 UFC Now 201500:55 Box: Golovkin vs. Lemieux

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:15 Wayne Rooney Film09:15 Watford - Liverpool10:55 Arsenal - Man. City12:35 Stoke - Man. Utd. Beint14:50 Liverpool - Leicester Beint17:00 Markasyrpa17:20 Newcastle - Everton Beint19:35 Southampton - Arsenal Beint21:45 Chelsea - Watford23:25 Man. City - Sunderland01:05 Tottenham - Norwich City02:45 Swansea - WBA

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Nágrannar13:05 Modern Family (6/22) 13:30 Michael Buble’s Christmas in NY14:20 The Golden Compass16:20 Höggið17:40 60 mínútur (12/52) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn19:10 Spilakvöld (11/12) 20:10 Stuðmenn - Sumar á Sýrland Stórtónleikar tímamótaverks sem olli straumhvörfum fyrir 40 árum. 21:35 Humans (8/8) 22:25 Homeland (12/12) 23:15 60 mínútur (13/52) 00:00 The Art of More (2/10) 00:50 The Knick (10/10) 01:40 Grace of Monaco Nicole Kid-man leikur hina glæsilegu Grace Kelly sem var kvikmyndastjarna í Hollywood á sjötta áratugnum. Það vakti heimsathygli þegar hún gekk í hjónaband með Rainer prins III af Mónakó árið 1956 og var þá talað um brúðkaup aldarinnar. 03:20 Bessie Vönduð sjónvarps-mynd úr smiðju HBO sem segir sögu Bessie Smith. 05:10 Höggið Vönduð, íslensk heimildarmynd. Höggið er stór-brotin saga af hetjulegri björgun í norður Atlantshafi á jólanótt árið 1986. Margar spurningar hafa vaknað um það hvað raunverulega olli því að Suður-landið sökk þessa örlagaríku nótt á tímum kalda stríðsins.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:20 Dnipro - Sevilla10:15 Arsenal - Aston Villa12:00 Internazionale - Lazio13:40 Ítölsku mörkin 2015/201614:05 Selfoss - Stjarnan16:00 Tindastóll - KR17:50 Chelsea - Tottenham19:35 Hólmurinn heillaði20:50 NFL Gameday 21:20 A. Cardinals - G. B.Packers Beint00:20 MotoGP 2015 - Valencia

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:00 Aston Villa - West Ham09:45 Bournemouth - Crystal Palace11:25 Newcastle - Everton13:05 Southampton - Arsenal14:45 Stoke - Man. Utd. 16:25 Nottingh. Forest - Leeds Beint18:30 Manstu (7/7)19:15 Liverpool - Leicester20:55 Man. City - Sunderland22:35 Chelsea - Watford00:15 Nottingham Forest - Leeds01:55 Newcastle - Everton

RÚV07.00 KrakkaRÚV10.15 Íþróttalífið (6:6) e.10.40 Árið er - Söngvakeppnin í 30 ár 11.30 Return to Nim´s Island13.00 Jólatónleikar Sinfóníunnar e.13.45 Kvöldstund með Jools Holland14.50 Diddú (1:2). e.15.30 Kristnihald undir Jökli e.17.00 Rétt viðbrögð við skyndihjálp17.05 Bækur og staðir.17.15 Táknmálsfréttir (118)17.25 KrakkaRÚV (14:300)17.26 Kata og Mummi (12:52)17.37 Tillý og vinir (40:52)17.49 Skúli skelfir (5:26)18.00 Klukkur um jól Ný leikin jólamynd í þremur hlutum fyrir alla fjölskylduna. 19.00 Fréttir, íþróttir og veður19.40 Jóla-Landinn (15:25) Landinn klæðir sig upp ræðir við söngelsk systkini sem ólust upp í verbúð í Þorlákshöfn og rifjar upp sögu ljósastauranna á Patreksfirði sem upphaflega voru gjöf frá breskum sjó-mönnum. 20.10 Diddú (2:2)21.00 Ófærð (1:10)22.00 Downton Abbey (8:9)23.15 Of Mice and Men01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (5)

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist09:10 Aulinn ég 210:50 Younger (1:12)11:15 Jennifer Falls (1:10)11:40 Playing House (1:10)12:00 Odd Mom Out (1:10)12:25 Life In Pieces (1:22)12:50 Grandfathered (1:22)13:10 The Grinder (1:22)13:35 About A Boy15:15 Design Star (5:7)16:00 The Voice (7:25)16:45 One True Thing 18:55 Minute To Win It Ísland (5:10)19:45 Jennifer Falls (9:10)20:10 Top Gear (5:8)21:00 L&O: Special Victims Unit21:45 The Big White23:25 House of Lies (9:12)23:55 Rookie Blue (7:22)00:40 Flashpoint (12:13)01:25 L&O: Special Victims Unit02:10 House of Lies (9:12)02:40 The Big White04:20 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

06:30/ 14:15 Spider-Man 308:50/ 16:35 Ocean’s Twelve10:55/ 18:40 Dodgeball12:25/ 20:10 Blóðberg22:00/ 03:15 Phone Booth23:25 World War Z01:20 Now You See Me

Annar í jólum 26. desember

Sunnudagur 27. desember

10.15 Vetur konungur (Le Pére Frismas) Talsett teiknimynd um sjálfan Vetur konung sem á hverju ári tryggir að tindrandi snjóþekja leggist yfir jörðina. En hann áttar sig á að eitthvað er ekki eins og það á að vera þegar hann fréttir að skógar-andinn er vaknaður af værum blundi og er afar úrillur.

19:15 Ásgeir Trausti: Tónleikar Stórglæsilegir tónleikar sem haldnir voru í Eldborg í Hörpu 16. júní í sumar. Um er að ræða stærstu tónleika Ásgeirs Trausta á Íslandi til þessa, ásamt hljómsveit og blásara- og strengjasveit.

21.00 Ófærð (1:10) Íslensk sakamálasería úr smiðju Baltasars Kormáks. Lík finnst í firði við lítið sjávarþorp. Á sama tíma lokast heiðin og allt verður ófært. Hugsanlegt er að morðinginn sé enn í þorpinu og komist ekki burtu. Aðalhlut-verk: Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.

16:45 One True Thing Dramatísk mynd með Meryl Streep, Renée Zellweger, William Hurt og Tom Everett Scott í aðalhlut-verkum. Ellen er ung kona á uppleið sem hún fær nýja sýn á lífið og tilveruna eftir að hún neyðist til að flytja aftur í heim til foreldra sinna til að hjúkra krabbameinssjúkri móður sinni. Leikstjóri er Carl Franklin. 1998.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Ilmur af jólum

Kryddin frá okkur eru ómissandi

í eldhúsið hjá ykkur

Page 47: 22 12 2015

HÖLDUM UMHVERFINU

HREINUe i n n b í l l í e i n u

L Ö Ð U R

LÖÐUR EHF FISKISLÓÐ 29 101 REYKJAVÍK 568 0000 WWW.LODUR.IS

NÚ Á 17 STÖÐUM

REYKJAVÍKKÓPAVOGI

HAFNARFIRÐIMOSFELLSBÆ

AKUREYRIKEFLAVÍK

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

Page 48: 22 12 2015

48 bækur Helgin 22.-27. desember 2015

RitdómuR Leiðin út í heim BækuR Sjö SkáLdkonuR SkRifa Saman

V ið útskrifuðumst allar á svip-uðum tíma úr ritlistinni í H.Í. og að sumu leyti var þetta okkar

leið til að viðhalda samskiptunum,“ segir Sigurlín Bjarney Gísladóttir, ein sjö skáld-kvenna sem mynda Skáldasamsteypuna Skóginn og sendu á dögunum frá sé ljóða-bálkinn Ég erfði dimman skóg. „Sumir stofna saumaklúbb, við gerðum þetta.“

Ljóðin í bálknum eru ort út frá og í kring-um ljóðið Madrigal eftir nóbelsskáldið Tomas Tranströmer, hvers vegna völdu þær það ljóð? „Í náminu kynnti Sigurður Pálsson okkur fyrir ljóðum Tranströmers og strax þegar við veltum upp þessari hugmynd vorum við sammála um að nota Madrigal sem uppsprettu. Fórum að skoða hvaða ljóð við ættum í fórum okkar sem gætu passað inn í þann ramma. Skoðuðum arfinn; hvað tökum við okkur í arf og hvað fáum við í arf án þess að vilja það. Skógar-þemað heillaði okkur líka, það býður upp á svo sterkt myndmál í skáldskap. Við sáum þó fljótlega að það var líka heilmikill sjór í bókinni og mætti kannski segja að sjórinn eða hafið sé okkar skógur hér á Íslandi.“

Hvernig unnuð þið þetta? „Hver og ein okkar mætti með fullt af ljóðum sem við settum saman í risastórt handrit og svo var mesta vinnan að grisja. Við vorum mjög fljót-ar að ákveða að þetta ætti að vera samvinnu-verkefni og það ætti ekki að koma fram hver okkar ætti hvaða ljóð. En þrátt fyrir að ljóðin

séu ekki unnin í sameiningu frá grunni þá var endurritunin hluti af sköpunarferlinu og við unnum og endurmótuðum mörg ljóðanna í sameiningu. Mesti hausverkurinn var eig-inlega að raða ljóðunum saman þannig að þau kölluðust á og úr yrði einhver heild.“

Spurð hvort það sé ekkert erfitt að vera svona margar að vinna sama bálkinn segir Sigurlín Bjarney það hafa fleiri kosti en galla. „Það var mjög gaman að vera svona margar að koma þessu saman og standa að útgáfunni, en það getur líka verið erfið-ara en að vera ein. Það reyndi þó nokkuð á samvinnuna, sérstaklega við ritstjórnina, en ég uppgötvaði þegar bókin var að fara í prentun að þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit þar sem allir leggja sitt fram og vinna og skapa saman. Vináttan sem myndast í ritlistarnáminu og í svona vinnu er mjög dýrmæt og þetta gekk í rauninni alveg ótrúlega vel. Þrátt fyrir það hvað við erum ólíkar, bæði sem manneskjur og skáldkonur, þá small margt alveg merki-lega vel saman. Kannski hugsum við svona líkt þrátt fyrir allt.“

Ætlið þið að halda þessari samvinnu áfram? „Ég veit það ekki. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun í því efni, en það væri vissulega gaman. Eigum við ekki bara að leyfa því að koma í ljós?“

Friðrika Benónýsdóttir

[email protected]

Sjórinn er okkar skógur

Litagleðin er ekkert að renna af landsmönnum og fullorðins-litabækurnar sem slógu í gegn í sumar seljast sem aldrei fyrr. Þriðja prentun af fullorðins-litabókinni Leynigarðinum er uppseld af lager og Týnda hafið, nýja bókin eftir Johönnu Basford höfund Leynigarðsins, hefur gengið mjög vel. Íslenska litabókin íslensk litadýrð, eftir Elsu Nielsen, sat lengi á met-sölulistum og Heimur dýranna, eftir Marielle Enders, fékk góðar viðtökur. Auk þessara íslensku útgáfa er fjölbreytt úrval erlendra litabóka fyrir fullorðna á hillum bókaverslana og spurning hvort nokkuð verði spilað í fjölskyldujólaboðum í ár. Ætli það sitji bara ekki allir við að lita? - fb

Lita sem aldrei fyrr

Flest okkar þekkja bókina um Palla sem var einn í heiminum, lásum hana sem börn, lásum hana fyrir börnin okkar og ellibelgir eins og ég hafa meira að segja lesið hana fyrir barnabörnin. Aldrei hefur manni samt dottið í hug að hún byggi yfir allri þeirri tilvist-arlegu heimspeki sem Hermann Stefánsson dregur fram í skáldsögunni Leiðin út í heim. Þar segir af full-orðnum Palla sem er einn í heiminum og sagan fylgir atburðarás barnasögunnar nokkuð nákvæmlega en allt er hér séð með augum hins fullorðna sögumanns og í aðra röndina er Leiðin út í heim vangaveltur höf-undar um merkingu, framvindu og erindi skáldskapar á þessum síðustu og verstu Facebókartímum þar sem aðeins vantar hnappinn „líkamnast“ til að fólk geri sér ljóst að það lifir í fullkomnum sýndarveruleika – er í rauninni eitt í sínum gerviheimi.

Leiðin út í heim er stútfull af áhugaverðum og djúpum pælingum um eðli mannsins, eðli sam-skipta, eðli skáldskapar, eðli þess að vera. Hún er þó engan veginn eitthvert þurrt heimspekistagl sem aðeins höfðar til fárra útvaldra heldur leiftrandi skemmtileg lesning sem er svo vel skrifuð að aftur og aftur staldrar lesandinn við og les málsgreinar aftur – og aftur. Ekki bara vegna þeirra hugrenn-ingatengsla sem þær kveikja eða til að velta betur fyrir sér þeirri heimspeki sem höfundurinn setur fram heldur ekki síst vegna þeirrar listar að skrifa umfangsmikla hugsun í knöppum og kjarnmiklum stíl þar sem það sem ekki er sagt kraumar undir eins og kvika og verður að eldgosi í huga lesandans.

Maðurinn er alltaf einn fullyrti Thor Vilhjálmsson í bókartitli en höfundur Leiðarinnar heim fullyrðir að maðurinn sé alltaf að minnsta kosti tveir, við höf-um öll tvö sjálf og þráin eftir samskiptum og snert-ingu við annað fólk sé um leið þráin eftir að kynnast sjálfum sér, þrá sem þó er blandin kvíða og ótta við það sem þá kynni að koma í ljós. Palli þessarar sögu er líka að leita að ástinni, móðurinni, merkingunni með lífinu og í lok sögu er ljóst að hann á ansi langa leið fyrir höndum til að komast að nokkurri niður-stöðu í þeim efnum; komast heim.

Orðrómurinn í bókmenntakreðsunum fullyrðir að engin bók á þessari vertíð sé augljós handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna eins og Öræfi voru í fyrra og Mánasteinn í hittiðfyrra, en það er spurning hvort þeim sé ekki að yfirsjást þessi 89 síðna yfirlætislausa bók sem gerir meira fyrir vits-munalíf lesandans en margir 400 síðna doðrantar samanlagðir. -Friðrika Benónýsdóttir

Að vega salt við sjálfan sig

Leiðin út í heim Hermann Stefánsson

Sæmundur 2015

Bókin Stríðsárin eftir Pál Baldvin Baldvinsson hefur heldur betur hlotið góðar viðtökur hjá bóka-kaupendum, sem bókstaflega hafið rifið hana út, enda hafa gagnrýnendur nánast slegist um að hlaða á hana sem flestum stjörnum. Bókin er nú uppseld hjá útgefanda sem hefur gripið til þess óvenjulega ráðs að gefa út gjafabréf fyrir bókinni sem selt er í flestum verslunum sem selja bækur. Önnur prentun kemur svo um miðjan janúar og þá fæst eintak í skiptum fyrir gjafabréfið. Ekki hefur verið gefið upp hvað gjafa-bréfið er gefið út í mörgum eintökum.

Bókaútgefendur eru kampakátir þessa dagana því bóksalan á jólavertíðinni hefur gengið vel. „Ég er glimrandi alsæl, því lagerinn er að tæmast. Ævisaga Brynhildar Georgíu var að klárast og þriðja prentun á Leynigarðinum, en það enn eitt-hvað til af nýju bókinni, Týnda hafinu. Hefði völva Vikunnar sagt mér að Bjartur ætti eftir að selja 10 þúsund litabækur árið 2015, hefði ég hrist hausinn yfir vitleysunni,” segir Guðrún Vilmundardóttir, útgefandi hjá Bjarti. En það eru ekki bara litabækur sem ganga vel. „Ég held að útgefendur og höfundar séu almennt sáttir og glaðir. Bókin lifir!“ - fb

Slegist um Stríðsárin Glimrandi alsælir útgefendur

Sjö skáldkonur sem allar hafa lokið MA námi í ritlist mynda Skáldasam-steypuna Skóginn og sendu á dögunum frá sér ljóðabálkinn Ég erfði dimman skóg, þar sem ekki kemur fram hver þeirra orti hvaða ljóð. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit,“ segir ein skáldkvennanna um sam-starfið.

SkáLdaSamSteypuna Skóginn Skipa þeSSaR

SkáLdkonuR:

Guðrún Inga Ragnarsdóttir

Halla Margrét Jóhannesdóttir

Heiðrún Ólafsdóttir

Hrafnhildur Þórhallsdóttir

Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Soffía Bjarnadóttir

Æsa Strand Viðarsdóttir

Meðlimir Skáldasamsteypunnar Skógarins kynntust í ritlistarnámi í H.Í. Mynd/Halla Þórlaug Óskarsdóttir

OPIÐ TIL 22 í kvöld

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

GjafakortBorgarleikhússins

Page 49: 22 12 2015

E I N S T Ö K MÝ K T

B E L L A D O N N A A L O E V E R A L Ö KFáanleg í öllum stærðum og ótal litum.

H E I L S U I N N I S KÓ R

Tilvalin jólagjöf. Inniskór sem laga sig

að fætinum og dreifa þyngd jafnt um

allt fótsvæðið.

3.900 K R. 6 .980 K R. 9 .900 K R. 1 PA R 2 P Ö R 3 P Ö R

F Y R I R Þ R E Y T TA FÆ T U R

15% A F S L ÁT T U R

ÞEGAR MJÚKT Á AÐ VERA MJÚKT 22.015 K R. 25.900 K R. E L E G A N T E R Ú M F Ö T – J Ó L A S E N D I N G I N KO M I N

NÝTT Á RÚMIÐ FYRIR JÓLIN

FAXAFENI 5Reykjavík588 8477

DALSBRAUT 1Akureyri588 1100

SKEIÐI 1Ísafirði456 4566

OPNUNARTÍMI TIL JÓL A19. des. 11–1720. des. 13–17

21.–22. des. 10–2023. des. 10–22

24. des. 10–13www.betrabak.is

D Ú N V Ö R U R

Satin dúnsæng og dúnkoddi.

100% Satinbómull í áklæði.

Sæng: 90% moskusdúnn,

10%smáfiður.

SATIN DÚNKODDI

SATIN DÚNSÆNG

23.900 K R. 32.900 K R.

8.900 K R. 13 .900 K R.

ÞYKK OG HLÝ DÚNSÆNG

* Aukahlutur á mynd:höfuðgafl

J Ó L AT I L B O Ð

S E R TA D E L U X EH E I L S U R Ú MVERÐDÆMI: 160 x 200 cm.

með hlífðardýnu og laki.

169.000 K R.* 213.200 K R.

322.980 K R. 379.800 K R.

15% A F S L ÁT T U R

T I M E O U T H Æ G I N D A S T Ó L L O G S K E M I L L

Í B O Ð IVA X TA L AU S TÍ 12 M Á N U Ð I

14.981 K R. Á M Á N

FÁANLEGT Í STÆRÐUNUM 120/140/160/180/192 X 200 CM.

231.920 K R. 289.900 K R.

15% A F S L ÁT T U R

Q UA D R O S V E F N S Ó FA Rmeð vandaðri latex heilsudýnu.

Dýnustærð 140 x 200 cm.

Page 50: 22 12 2015

RÚV Spennandi fjölSkylduleikRit

Leifur óheppni í Útvarpsleikhúsinu

n ýtt íslenskt verk verður frumflutt í Útvarpsleikhús-inu um jólin. Leifur óheppni

er spennandi fjölskylduleikrit í sex þáttum eftir Maríu Reyndal og Ragnheiði Guðmundsdóttur en María er jafnframt leikstjóri.

María Reyndal er hlustendum af góðu kunn og hefur m.a. leikstýrt áður m.a. „Best í heimi“ og „Sálm-inum um blómið“ í Útvarpsleikhús-inu. Hún hefur einnig skrifað ásamt öðrum m.a. „Stelpurnar“, „Ástríði“ og Áramótaskaup Sjónvarpsins. Ragnheiður hefur verið búsett í

Bretlandi síðastliðin 20 ár og m.a. rekið barnaleikhús sem ferðaðist

með sýningar á Karíusi og Baktusi í skóla vítt og breitt um London. Þær eru systkinabörn og er þetta fyrsta verkið sem þær skrifa saman.

Með helstu hlutverk fara Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Dominique Sigrúnardóttir, Arnmundur Ernst Bachmann, Sigurður Sigurjónsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Einar Sigurðs-son sér um hljóðvinnslu.

Leifur óheppni mun hljóma dag-lega á Rás 1 klukkan 15, dagana 24.-29. desember.

Leifur óheppni er spennandi fjölskyldu-leikrit í sex þáttum sem flutt verður í Útvarpsleikhúsinu um jólin.

tónleikaR ÞekktiR SöngVaRaR Syngja inn jólin

Sigga og Siggi á KEXSigríður Thorlacius og Sigurður Guðmunds-son syngja inn jólin með tónleikum á KEX Hostel á Þorláksmessu. Söngtvíeykið kemur fram ásamt glæsilegri hljómsveit sinni og sam-an reiða þau fram hátíðardagskrá með ríkum jólaanda í líkingu við þá sem var á nýafstöðnum tónleikum þeirra í Hörpu.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21 og er frítt inn.

Sigríði og Sigurð þekkja langflestir lands-menn í gegnum söngva þeirra sem þau hafa framið með hljómsveitum sínum, Sigríður í Hjaltalín og Sigurður í Hjálmum. Einnig hafa þau sent frá sér afbragðs sólóskífur.

Það eru einmitt tvær hljómplötur þeirra sem verða í forgrunni á tónleikunum á Sæmundi í sparifötunum – jólaplöturnar Nú stendur mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni há-tíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríð-ur munu syngja bæði saman og í sitt hvoru lagi.

Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius bjóða upp á ókeypis tón-leika á KEX á Þorláksmessu. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

50 menning Helgin 22.-27. desember 2015

PLAKAT

3.900 kr.

FÁNI1.400 kr.

Álfheimar 4 | 546 8225 | farvi.is

Farvavörur er hannaðar af alúð & handþrykktar á verkstæðinu okkar. Þær eru því einstakar í sinni röð!

Gott bland fyrir áramótin!

OPIÐ TIL 22 í kvöld

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

GjafakortBorgarleikhússins

Page 51: 22 12 2015

„Ég er að vísa í eitthvað sem er angra og trufla okkur í lífinu. Við sitjum samt áfram en alltaf einhverjar áhyggjur og söknuður í hausnum. Ekki það að mér líði eitthvað illa, því ég er mjög hamingjusamur maður,“ segir Rúnar Þórisson. Ljósmynd/Hari

TónlisT RúnaR ÞóRisson sendiR fRá séR plöTuna ólundaRdýR

Sannir rokkarar þagna aldreiTónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson gaf út frá sér plötuna Ólundardýr í byrjun nóvem-ber. Rúnar er enginn nýgræð-ingur í tónlistarbransanum. Hann var gítarleikari í ísfirsku hljómsveitinni Grafík sem sló í gegn á níunda áratugnum og eftir að sveitin lagði upp laupana hefur Rúnar gefið út sitt eigið efni og er Ólundadýr hans þriðja breiðskífa. Hann segir að sköpunargleðin sé alltaf í miklum mæli hjá honum og ennþá er þetta það sem honum finnst skemmti-legast að gera.

é g er búinn að vera nokkuð lengi í þessu,“ segir Rúnar Þórisson tónlistarmaður.

„Auðvitað fyrst með hljómsveitinni Grafík en svo fór ég í klassíkina og hætti í rokkinu í nokkuð mörg ár. Síðustu tíu árin hefur það hins vegar ekki látið mig í friði,“ segir hann. „Taugin er voðalega sterk. Þetta er öðruvísi en í klassík-inni þegar maður er að túlka verk annarra. Það er öðruvísi sköpun að vera að semja þetta sjálfur, bæði texta og lög,“ segir hann. „Það lætur mér mjög vel. Sköpunin er alltaf undirliggjandi hjá mér, en ég vinn efnið samt mikið í skorpum. Ég er ekki með lagabanka eða lög á lager. Ég sem í rauninni ekk-ert umfram það sem kemur út frá mér,“ segir Rúnar. „Þetta virkar hreinlega þannig að ég ákveð að gera plötu og sem þá mjög mark-visst lög og texta fyrir þá plötu. Þannig vinn ég þetta í grófum dráttum,“ segir hann.

„Á þessari nýju plötu, Ólundar-dýr, er undirliggjandi í öllum textum hjá mér umhyggja og vissar áhyggjur um hvað verða vill. Þetta tengist ákveðinni hugsun og tilfinn-ingum sem kvikna með árunum, ekki síst þegar maður eignast börn og barnabörn. Hvað verða vill hjá þeim sem og öllum öðrum sem erfa þessa jörð,“ segir Rúnar. „Þetta kemur sterkt upp í huga mér þegar kemur að textum og öðru. Ég er að vísa í eitthvað sem er angra og trufla okkur. Við siglum áfram í lífinu en alltaf með undirliggjandi áhyggjur, trega og söknuð í hausn-um. Ekki það að mér líði eitthvað illa, því ég er mjög hamingjusamur maður,“ segir hann.

Rúnar er umkringdur góðu tón-listarfólki í fjölskyldunni. Dætur hans báðar hafa verið áberandi í tónlistinni. Margrét, dóttir hans, er söngkona í hljómsveitinni Him-brimi og Lára Rúnarsdóttir er þekkt stærð í íslensku tónlistarlífi. Tengdasynir Rúnars eru svo báðir tónlistarmenn svo það er auðvelt að fá alla til þess að spila inn á plötu með tengdaföðurnum. „Ég nýt auðvitað góðs af þessu,“ segir Rúnar. „Ég hugsa oft um að segja við þau öll, að þau þurfi ekkert að vera með í þessu. Þau megi alveg segja nei,“ segir hann. „Ég veit samt ekki hvort þau mundu gera það. Þetta er auðvitað sérstakt en einnig mjög skemmtilegt.”

„Ég verð með útgáfutónleika 15. janúar á Rosenberg og á Akureyri í febrúar. Svo hef ég haft mjög gam-an af því að koma fram á hátíðum eins og Aldrei fór ég suður, Secret Solstice, Myrkum músíkdögum, Iceland Airwaves og Listahá-tíð,“ segir hann. „Við spiluðum síðast á Airwaves í nóvember og þar fengum við alveg glimrandi móttökur svo manni var nánast brugðið við lófaklapp og hróp á

milli laga. Þetta hættir aldrei að vera skemmtilegt. Maður er ekki fyrr búinn með eitt verkefni þegar maður er byrjaður að hugsa það næsta. Svo er ég að kenna á gítar og var að gefa út námsefni í gítar-kennslu og það er ákveðin sköpun í því líka. Maður heldur áfram á

meðan það er gaman. Sannir rokk-arar þagna aldrei,“ segir Rúnar Þórisson gítarleikari.

Platan Ólundardýr fæst í öllum helstu hljómplötuverslunum.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Bankastræti 4 I sími: 551 2770www.aurum.is

Full búð af nýjum og spennandi vörum.

HEILL HEIMUR AF HÖNNUNARVÖRUM

SKARTAÐUÞÍNU

FEGURSTA

Bankastræti 4 I sími: 551 2770

Íslensk skartgripahönnun

menning 51 Helgin 22.-27. desember 2015

Page 52: 22 12 2015

Moses Hightower heldur tvenna tónleika á Húrra milli jóla og nýárs.

Tónleikar Moses HigHTower á Húrra

Hljómsveitin Moses Hightower mun halda tvenna tónleika á skemmtistaðnum Húrra milli jóla og nýárs. Meðlimir sveitarinnar eru dreifðir um heiminn og hefur því verið erfitt fyrir þá að halda tón-leika heima fyrir, nema þegar menn koma til landsins yfir jól og sumar. Andri Ólafsson, bassaleikari Moses Hightower, segir sveitina alltaf vera í sambandi á netheimum og að öllum líkindum munu þeir frumflytja nokkur lög á þessum tónleikum. Ný plata er í vinnslu og kemur út á næsta ári.

M eðlimir sameinuðust á ný um helgina og æfing-ar hófust um leið,“ segir

Andri Ólafsson, bassaleikari Moses Hightower. Tveir meðlima sveitarinn-ar eru lítið á Íslandi þar sem Daníel Böðvarsson gítarleikari býr í Berlín og Steingrímur Teague píanóleikari er í tónleikasveit Of Monsters And Men sem er sjaldnast heima. Magn-ús Tryggvason Eliassen trommari stendur þó vaktina með Andra á Ís-landi. „Við komum aðallega saman í kringum hátíðir eins og jól og páska, en líka eitthvað yfir sumartímann,“ segir hann. „Hópurinn er nú samt alltaf í góðu sambandi með hjálp int-ernetsins. Mismikið samt eftir því hvað er á döfinni.“

Í kjölfar fyrstu útgáfu sveitarinn-ar, plötunnar Búum til börn sum-arið 2010, festu drengirnir í Moses Hightower sig í sessi sem dugmiklir og metnaðarfullir flytjendur, ekki síður en framleiðendur seigfljótandi og sálarskotinnar tónlistar. Sumarið 2012 kom út Önnur Mósebók, sem var m.a. valin plata ársins hjá Frétta-blaðinu, en hljómsveitin fékk Menn-ingarverðlaun DV það árið og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð.

„Við höfum alltaf verið að gera nýtt efni, hver í sínu horni,“ segir Andri. „Við höfum nú þegar frumflutt þrjú eða fjögur ný lög og vonandi frum-flytjum við annað eins á þessum tón-leikum milli jóla og nýárs. Fer eftir því hvernig æfingarnar ganga,“ seg-ir hann. „Við stefnum svo að því að klára nýja plötu í febrúar á næsta ári. Tónleikarnir á Húrra verða tvennir, 28. og 29.desember, og eru miðarnir að seljast upp. „Það gengur vel í miða-sölunni og fólk þarf að vera framar-lega í bítinu til þess að ná miðum, sýnist mér,“ segir Andri. „Við verð-um með Styrmi Hauksson aukamann með okkur, sem er svona fimmti bít-illinn í okkar sambandi. Oft höfum við verið með brass með okkur á tón-leikum, en í þetta sinn ætlum við að næra egóið með því að vera bara við sjálfir,“ segir Andri Ólafsson, bassa-leikari Moses Hightower.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

GAFLARALEIKHÚSIÐÞað er gaman í Ga�araleikhúsinu á nýju ári

Miðasala - 565 5900 - midi.is-ga�araleikhusid.is

Hvítt - Töfraheimur litanna

Frumsýning Sunnudagur 17. janúar kl 16.00 Heimsfræg verðlaunasýning fyrir yngstu börnin

Góði dátinn Hasek

FrumsýningLaugardagur 5. mars, 2016 kl. 20.00 Nýtt sprell�örugt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson

borgarsogusafn.is

LjósmyndasafnReykjavíkurGrófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

24. des: Lokað25. des: Lokað26. des: Lokað27. des: 13-17

LandnámssýninginAðalstræti 16, Reykjavík

24. des: 9-1425. des: Lokað26. des: 12-20

s: 411-6300

Sjóminjasafniðí Reykjavík Grandagarði 8, Reykjavík

24. des: Lokað25. des: Lokað26. des: Opið 10-17

Viðey - www.videy.com

23. - 25. des: Engar ferðir!26. og 27. des 13:15, 14:15 & 15:1527. og 28. des Friðarsúluferð kl. 18:00

Strákarnir sameinaðir á ný

Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.

Njála (Stóra sviðið)Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k

Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k

Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k

Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar

Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k

Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k

Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.

Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k

Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k

Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k

Margverðlaunað meistarastykki

Billy Elliot (Stóra sviðið)Lau 26/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00Sýningum lýkur í janúar

Sókrates (Litla sviðið)Sun 27/12 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 Sun 17/1 kl. 20:00Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina

Vegbúar (Litla sviðið)Þri 29/12 kl. 20:00 Lau 9/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00Mið 30/12 kl. 21:00 Fös 15/1 kl. 20:00Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00Kenneth Máni stelur senunni

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn

Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn

Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn

Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn

Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn

Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)Lau 26/12 kl. 19:30Frumsýning

Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn

Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn

Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn

Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn

Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar

Um það bil (Kassinn)Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn

Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn

Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn

Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn

Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn

Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn

Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn

Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn

Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn

Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

HELGARBLAÐ

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar-svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á [email protected]

Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

52 menning Helgin 22.-27. desember 2015

Page 53: 22 12 2015

kr.kg

Stærð 30/40

HUMAR

4.900 kr.kg

Stærð 24/30

HUMAR

5.900 kr.kg

Stærð 18/24

HUMAR

6.900 kr.kg

Stærð 15/18

HUMAR

7.500 kr.kg

Stærð 12/15

HUMAR

kr.kg

Stærð 9/12

HUMAR

kr.kg

Stærð 7/9

HUMAR

HUMARSÚPAMAMAMARRSSÚÚPPAAFISKIKÓNGSINS HUMARHUHUHUMA

SKELFLETTUR

8.900 9.9003.600

EKTAÞORLÁKSMESSUSKATA

VERÐA SELD Á kr.kg

Whilst every e�ort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check thesecarefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok.

Approved and OK New proof please

DATE:

SIGNATURE:

/Ingenjörsgatan 7-9Box 814, 251 08 Helsingborg

Tel. vx. 042-24 73 [email protected], www.lindsflexo.se

140

280

Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina

Sogavegi 3Höfðabakka 1Sími 587 7755

10 TONN

EKTAEKTAEKTAÞORLÁKSMESSUSKATAÞORLÁKSMESSUSKATAÞORLÁKSMESSUSKATA

VERÐA SELD Á VERÐA SELD Á VERÐA SELD Á VERÐA SELD Á 10 TONN 10 TONN 10 TONN

HUMAR990

Allir landsmenn velkomnir. Sendum hvert á land sem er.

Pantanir sendist á [email protected]

OPIÐÞriðjudag 8-20Þorláksmessu 7-20

Page 54: 22 12 2015

Úr heimsreisu í HáskólabíóÁ síðustu jólatónleikum Baggalúts um helgina fékk Brynjar Leifsson, gítarleikari Of Monsters And Men, að stíga á stokk með sveitinni. Hann kom til landsins á laugardag eftir margra vikna reisu með OMAM og fann sig knúinn til þess að heimsækja drengina í Háskólabíó og spilaði á gítar með sveitinni.

Húslestur í Petersen svítunniÍ dag, þriðjudag, er komið að síðasta húslestrinum í Petersen svítunni, í bili. Að þessu sinni er áherslan á skáldsögur og ævisögur og þar á meðal verður fjallað um bók sem gæti stuðlað að betri ævisögu kvenna, því bók Kristínar Tómasdóttur, Stelpur-tíu skref að sterkari sjálfsmynd, verður eitt af viðfangsefnum Húslesturs-ins. Aðrir rithöfundar sem koma fram eru Sigmundur Ernir, sem fjallar um bók sína Munaðarleysinginn, Egill Ólafsson les úr ævisögu sinni, Á meðan ég man og Guðni Líndal segir frá Leyndardómum erfingjans

sem er æsispenn-andi saga, framhald af bókinni Leitin af Blóðey. Eins og áður hefst Hús-lesturinn í Petersen svítunni í Gamla bíói

klukkan 20.30 en rauðvínskynning hefst klukkustund áður, svo mælt er með því að mæta tímanlega og koma sér vel fyrir. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

Mikil aðsókn á Star WarsNýja Star Wars myndin hefur vakið mikla athygli og umtal hér á landi. Alls sáu 27.488 manns myndina fyrstu helgina og væntanlega þarf ekki að bíða lengi eftir því að hún slá við nýju James Bond myndinni, Spectre, en rúmlega 50 þúsund manns hafa séð hana.

Plötusala Varnarsigur hjá Braga Valdimar og félögum

Bragi Valdimar er konungur jólanna

Emmsjé Gauti útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla um helgina. Samsett mynd/Hari

tónlist Emmsjé gauti Eignaðist Barn og gErði það gott í ár

Kórónaði frábært ár með því að klára stúdentsprófiðTónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti fagnaði þeim áfanga um helgina að hafa lokið stúdents-prófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Gauti sem er 26 ára gamall er feginn að vera laus við þennan áfanga í lífinu og segir að hann hafi verið mun tilbúnari til þess að fara í skóla eftir að hann komst yfir tvítugsaldurinn. Gauti hefur verið mjög vinsæll á árinu sem er að líða og í haust eignaðist hann sitt fyrsta barn. Hann segist skulda sálinni að fara í eina sumarbústaðarferð til þess að hvíla sig.

m ig langaði til að klára eitthvað,“ segir Emmsjé Gauti um stúdents-

prófið. „Gott að losna við hnútinn. Þetta hefur samt ekkert legið yfir mér en það er gott að klára það sem maður byrjar á,“ segir hann. „Ég fann mig ekkert þegar ég fór í menntaskóla 15 eða 16 ára gamall. Það var samt alltaf verið að hamra á því að maður þyrfti að fara í skóla. Pressan var ekki frá foreldr-um mínum, heldur frekar bara frá samfélaginu,“ segir Gauti.

„Mér finnst í rauninni algert kjaftæði að pressa á mann að klára þetta próf þegar maður er ekkert tilbúinn í það. Ég fór bara frekar að búa til músík og ferðast,“ segir hann. „Ég fann mig á öðrum sviðum, en þegar ég fann hvað mig langaði að læra, og var aðeins búinn að róa hausinn á mér, þá ákvað ég að vinda mér í þetta. Þá var ég tvítugur eða 21 minnir mig,“ segir Gauti. „Ég tók þetta í dagskóla og dílaði bara við það. Seinustu áfangana tók ég að vísu í sumarskóla, en meirihluta náms-ins var ég dagskóla bara,“ segir hann.

„Ég er mjög sáttur. Ég hafði farið í grafíska miðlun í Tækni-skólanum og þá átti ég ár eftir af stúdentsnáminu. Núna er ég kominn í pásu frá skóla,“ segir hann. „Ég hugsaði oft þegar ég sat í dönsku og stærðfræðitímum, Hvað í andskotanum er ég að gera hérna?,“ segir Gauti. „Sérstaklega í verkefnavinnu með 16 ára krökk-um. Þau tóku mér bara mjög vel. Fólk á Íslandi böggar mann ekki nema það sé drukkið, það er svona reglan. Svo ég slapp á morgnana. Það var miklu meir kvíði í mér að vera með þeim í bekk en þeim. Ef maður stígur ekki út fyrir þæg-indarammann þá kemst maður ekki neitt,“ segir hann.

Emmsjé Gauti hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður ársins og á dögunum var hann ráðinn sem kynnir í þættina Ísland Got Talent sem byrja á Stöð 2 í janúar. Í haust varð hann svo faðir í fyrsta sinn. „Þetta er búið að vera gott ár,“ segir hann. „Þetta er allt búið að vera svo gaman, en ég held að ég skuldi sálinni eina sumarbú-staðarferð eða svo. Einhvern tímann í góðu tómi.

Föðurhlutverkið er yndislegt í alla staði,“ segir Gauti. „Ég held að ég eigi eftir að fá almenni-legan skell samt. Börn eru svo háð mömmu sinni í byrjun að ég held að ég eigi eftir að fá smá sjokk þegar tíminn líður,“ segir hann. „Þetta er samt alveg yndis-legt. Nýja árið lítur vel út. Ég er spenntur fyrir þáttunum og um leið smá kvíðinn. Það er alltaf smá kvíði að sjá sig í nýju hlutverki, sem maður er ekki vanur. Þarna er ég meira ég sjálfur. Öðru-vísi en þegar maður er að „per-forma“ í tónlistinni. Svo er planið að koma með nýja plötu á árinu,“ segir hann. „Það er mikið um að vera í rappinu. Gísli Pálmi gaf út frábæra plötu, og Úlfur úlfur voru með frábæra plötu líka. Svo það er pressa á mér að koma með geð-veika plötu,“ segir hann. „Rappið er keppni. Þó við séum allir góðir vinir þá langar mig samt að rústa þeim, segir Emmsjé Gauti, tón-listarmaður, sjónvarpsmaður, faðir og nú stúdent.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Ég hugsaði oft þegar ég sat í dönsku og stærðfræðitímum, Hvað í andskotanum er ég að gera hérna? Sérstaklega í verkefnavinnu með 16 ára krökkum. ... Það var miklu meir kvíði í mér að vera með þeim í bekk en þeim. Ef maður stígur ekki út fyrir þægindarammann þá kemst maður ekki neitt.

Plötusala á Íslandi hefur oft verið með betra móti en í ár. Á plötulistum undanfarinna vikna hafa sölutölur verið mun lægri en áður og er það merki um þá þróun sem á sér stað í tón-listarlífinu um allan heim. Söluhæsta platan þetta árið er Jólaland Bagglútsmanna sem eru ókrýndir konungar jólanna. Um síðustu helgi kláruðu þeir einnig 16 tónleika törn í Háskólabíói sem seldust upp á mettíma á haustdögum. Baggalútur á þrjár plötur á topp 30 listanum yfir söluhæstu plötur síðustu viku því plöturnar þeirra Næstu jól og Jól og blíða seljast vel um hver jól. Einnig á Bragi Valdi-mar plötuna sem er í 5 .sæti, Karnivalía, sem

einnig er bók, sem og tónlistina á jólaplötu Sigurðar Guðmundssonar sem vermir listann eins og fyrri jól. Það má því segja að Bragi sé konungur jólanna.

„Ég þarf að fara að hætta þessu og semja um einhverja aðra árstíma,“ segir Bragi Valdimar. „Þetta virkaði greinilega hjá okkur í ár og í ljósi dræmrar plötusölu mætti kalla þetta varnarsigur,“ segir hann. „Ég stefni á hressa vorplötu eða hugljúfa haustplötu næst. Ég er að vísu að semja tónlistina við leikritið Djöfleyjuna. Þar eru ein jól, svo maður er ekki alveg sloppinn,“ segir Bragi Valdimar Skúla-son baggalútur. -hf

Erpur minnist HemmaTónlistarmaðurinn Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson, ætlar að eyða jólum og áramótum á Taílandi og ekki er von á honum til Íslands

fyrr en í lok janúar. Á Facebook síðu hans í gær birtist mynd af honum ásamt fríðu föruneyti, hvar hann var staddur á barnum hans Hemma

Gunn þar í landi. Sú sem póstar myndinni er greinilega starfsmaður staðarins þar sem hún kallar staðinn hreiður konungsins Hemma.

Demantshringar

54 dægurmál Helgin 22.-27. desember 2015

Page 55: 22 12 2015

Bran

denb

urg

422 1000 [email protected] orkusalan.is Finndu okkur á Facebook

Orkusalan óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum

gleðilegra jóla og þakkar ánægjulegt samband á árinu sem er að líða.

Ha�ð það sem allra best y�r hátíðirnar og höldum áfram að vera

í stanslausu stuði saman á nýju ári.

STUÐ YFIRHÁTÍÐIRNAR

Page 56: 22 12 2015

HELGARBLAÐ

Skeifan 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Hrósið ...... fær Þórir Her geirs son sem gerði norska kvenna landsliðið í hand knatt leik að heimsmeist-urum um helgina. Þetta er annar heimsmeistaratitill Þóris með liðið.

netið

Tyson-kjóllinn passar ennManuela Ósk Harðardóttir skellti sér í Tyson-kjólinn margfræga á ferð sinni í Las Vegas. Kjóllinn passar enn.

Linda í KínaLinda Pétursdóttir var á meðal dómara í Ungfrú heimur sem haldin var í Kína.

KidWits.net

Tobba 4 ára.

Það eru jól um allan heim.

Í Ameríku, London í Frakklandi og Íkornalandi.‛‛

‛‛

OPIÐ 11–22 ALLA DAGA TIL JÓLA ÞORLÁKSMESSA 11–23 AÐFANGADAGUR 10–13 WWW.SMARALIND.IS FACEBOOK INSTAGRAM SNAPCHAT

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S S

ML

775

04 1

2/15

Opið til 22öll kvöld fram að jólum

Gefðu draumagjöfinaMeð gjafakorti Smáralindar gefur þú ástvinum þínum fjölbreytta möguleika á gjöfum

að eigin vali. Þú færð gjafakortið á þjónustuborði Smáralindar eða á smaralind.is

Fallegir Loðkragar

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð 16.900,- Miki úrval