72
Viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 2015 BLS. 4 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Graníthellur og mynstursteypa Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venj Fjárfesting sem steinliggur vv Mikilvægt að lesa í gömul hús B irgir Þröstur Jóhannsson og Astrid Lelarge keyptu húsið við Vesturgötu í desember 2012 og hafa gert það upp með nokkr- um hléum. „Það er samt nóg eftir, það mætti eiginlega segja að kakan sé í ofninum,“ segir Birgir. Húsið var byggt árið 1882 og vegna aldurs er það friðað, samkvæmt lögum um menningarminjar. „Stefán Þórðarson keypti lóðina og sótti um byggingar- leyfi. Húsið var svo flutt inn frá Nor- egi, eins og tíðkaðist á þessum tíma, og hlóð Stefán upp kjallarann og skor- steininn og reisti svo húsið og gekk frá því að innan,“ segir Birgir, en hann hefur safnað að sér ýmsum gögnum um sögu hússins og fyrri eigendur þess. „Stefán var titlaður sem múrari um tíma og getur vel verið að hann hafi verið að vinna við Alþingishúsið sem var reist um svipað leyti.“ Húsið er skráð sem tómthús, en orðið var notað um hús án húsdýra þar sem yfirleitt bjuggu sjómenn sem kallaðir voru tómthúsmenn, en mikið var um þá í Vesturbænum á þessum tíma. Húsið er þó ekki tómt í dag því bæði köttur og gullfiskur eru hluti af heimilishaldinu sem getur orðið ansi fjörugt. Það var einnig líf og fjör í húsinu á upphafsárum þess en þar bjuggu mest 26 manns, en þær upp- lýsingar hefur Birgir úr gömlu mann- tali. Í upphafi var húsið 98 fermetrar, auk kjallara, en í kringum 1920 var byggt við húsið og er það nú 118 fer- metrar, auk kjallara. Upprunalega klæðningin utan á húsinu þekur því einn vegginn inni í húsinu í dag. Hjónin Birgir Þröstur Jóhanns- son og Astrid Lelarge búa í 133 ára gömlu húsi við Vesturgötu í Reykjavík, ásamt sonum sínum tveimur. Um leið og gengið er inn í húsið finnst að það á sér langa og merkilega sögu. Það marrar í gólfinu, en Birgir og Astrid rifu upp hvert gólfefnið á fætur öðru til að finna hið upp- runalega. Þau segja að mikil- vægt sé að lesa í gömul hús, eins og þeirra, og sjá hverju sé hægt að breyta án þess þó að valda skemmdum. Framhald á blaðsíðu 4. 24.–25. apríl 2015 16. tölublað 6. árgangur Skellti sér fertug í kraftlyftingar Sérblað um viðhald húsa TÍSKA 40 VIÐTAL 20 Ljósmynd/Hari Sumartískan innblásin af hippatímabilinu Langþráður draumur að taka þátt Mér verður vonandi fyrirgefið ef ég kemst ekki í úrslitin, að minnsta kosti á endanum, segir María Ólafsdóttir, 22 ára fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Vín í næsta mánuði. Markmið hennar er engu að síður að komast í úrslitakeppnina, 23. maí, en hún syngur á seinna undanúr - slitakvöldinu, 21. maí. Það vissu ekki margir hver María var þegar hún steig á svið í undankeppninni á RÚV í byrjun árs, en hún var fljót að vinna þjóðina á sitt band og sigraði með yfirburðum. María er spennt og segir það langþráðan draum að taka þátt. Hún segist vera feimin og nýtur sín vel í sveita- sælunni en hún bjó á Blönduósi til sjö ára aldurs, en flutti þá í Mosfellsbæ. SÍÐA 26 VIÐTAL 16 Ofbeldið í ástinni VIÐTAL 16 Facebook er stærsti tímaþjófurinn Heiðraðar fyrir brautryðjenda- starf á þingi ÚTTEKT 14 Þetta er engin spurning Viðbótarlífeyrir er nauðsyn 75% afsláttur Haugur af hulstum fyrir iPhone 3G/3GS,4/4S, 5/5S Lagersala! á aðeins 990 kr. Kringlunni Fæst í apótekum og heilsubúðum Góð melting styrkir ónæmiskerfið Stjórnaðu bakteríuflórunni með OptiBac PRENTUN.IS

24 04 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

Citation preview

Page 1: 24 04 2015

Viðhald húsa

Helgin 24.-26. apríl 2015

bls. 4

www.steypustodin.is

Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss Smiðjuvegi

870 Vík

Malarhöfða 10110 Reykjavík Berghólabraut 9

230 Reykjanesbær

20YFIR

TEGUNDIRAF HELLUM

Graníthellur og mynstursteypa

Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir.

Gæði, fegurð og góð þjónusta

4 400 400

Fjárfesting sem steinliggur

vv

Mikilvægt að lesa í

gömul húsB irgir Þröstur Jóhannsson og Astrid Lelarge keyptu húsið við Vesturgötu í desember 2012 og hafa gert það upp með nokkr-um hléum. „Það er samt nóg eftir, það mætti eiginlega segja að kakan sé í ofninum,“ segir Birgir. Húsið var byggt árið 1882 og vegna aldurs er það friðað, samkvæmt lögum um menningarminjar. „Stefán Þórðarson keypti lóðina og sótti um byggingar-leyfi. Húsið var svo flutt inn frá Nor-egi, eins og tíðkaðist á þessum tíma, og hlóð Stefán upp kjallarann og skor-steininn og reisti svo húsið og gekk frá því að innan,“ segir Birgir, en hann hefur safnað að sér ýmsum gögnum um sögu hússins og fyrri eigendur þess. „Stefán var titlaður sem múrari um tíma og getur vel verið að hann hafi verið að vinna við Alþingishúsið sem var reist um svipað leyti.“ Húsið er skráð sem tómthús, en orðið var notað um hús án húsdýra þar sem yfirleitt bjuggu sjómenn sem kallaðir voru tómthúsmenn, en mikið var um þá í Vesturbænum á þessum tíma. Húsið er þó ekki tómt í dag því bæði köttur og gullfiskur eru hluti af heimilishaldinu sem getur orðið ansi fjörugt. Það var einnig líf og fjör í húsinu á upphafsárum þess en þar bjuggu mest 26 manns, en þær upp-lýsingar hefur Birgir úr gömlu mann-tali. Í upphafi var húsið 98 fermetrar, auk kjallara, en í kringum 1920 var byggt við húsið og er það nú 118 fer-metrar, auk kjallara. Upprunalega klæðningin utan á húsinu þekur því einn vegginn inni í húsinu í dag.

Hjónin Birgir Þröstur Jóhanns-son og Astrid Lelarge búa í 133 ára gömlu húsi við Vesturgötu í Reykjavík, ásamt sonum sínum tveimur. Um leið og gengið er inn í húsið finnst að það á sér langa og merkilega sögu. Það marrar í gólfinu, en Birgir og Astrid rifu upp hvert gólfefnið á fætur öðru til að finna hið upp-runalega. Þau segja að mikil-vægt sé að lesa í gömul hús, eins og þeirra, og sjá hverju sé hægt að breyta án þess þó að valda skemmdum.

Framhald á blaðsíðu 4.

24.–25. apríl 201516. tölublað 6. árgangur

Skellti sér fertug í kraftlyftingar

Sérblað um viðhald húsa

tíSka 40

Viðtal 20

Ljós

myn

d/H

ari

Sumartískan innblásin af

hippatímabilinu

Ljós

myn

d/H

ari

Langþráður draumur að

taka þáttMér verður vonandi fyrirgefið ef ég kemst

ekki í úrslitin, að minnsta kosti á endanum, segir María Ólafsdóttir, 22 ára fulltrúi Íslands

í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Vín í næsta mánuði. Markmið hennar er

engu að síður að komast í úrslitakeppnina, 23. maí, en hún syngur á seinna undanúr-

slitakvöldinu, 21. maí. Það vissu ekki margir hver María var þegar hún

steig á svið í undankeppninni á RÚV í byrjun árs, en hún

var fljót að vinna þjóðina á sitt band og sigraði

með yfirburðum. María er spennt og segir það

langþráðan draum að taka þátt. Hún

segist vera feimin og nýtur sín vel í sveita-sælunni en hún bjó á Blönduósi til sjö ára aldurs, en flutti þá í

Mosfellsbæ.

síða 26

Viðtal 16

Ofbeldið í ástinni

Viðtal 16

Facebook er stærsti tímaþjófurinn

Heiðraðar fyrir brautryðjenda-

starf á þingiÚttekt 14

Þetta er engin spurning

Viðbótarlífeyrir er nauðsyn

75%afsláttur

Haugur af hulstum fyrir iPhone 3G/3GS,4/4S, 5/5S

Lagersala!

á aðeins 990 kr.

Kringlunni

Fæst í apótekum og heilsubúðum

Góð melting styrkir ónæmiskerfið

Stjórnaðu bakteríuflórunnimeð OptiBac

PRENTUN.IS

Page 2: 24 04 2015

Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs hvort sem er innan- eða utanbæjar.

ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR

Daglegar ferðir frá 13. júní til 15. september. Ekið í Langadal, Bása og að skála í Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða. Skoðið tímatöflur og brottfararstaði á trex.is.

Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - [email protected] - www.trex.is

TAKTU RÚTU!

Bókanir &upplýsingar á TREX.IS

LEITIÐ TILBOÐA!

Bryndís hlýtur enn ein verðlaunin

É g hef alltaf verið mjög stoltur af því að vera Íslendingur,“ segir fallhlífar-stökkvarinn Kristján Hjálmarsson

sem ætlar að stökkva tíu fallhlífarstökk á einum degi í háloftunum yfir Arizona þann 30. maí næstkomandi. Tilgangurinn er að safna 4000 dollurum sem munu svo renna í sjóð hvalaverndunarsamtakanna WDC.

Hvalaskoðun eða hvalveiðarKristján segist vera Akureyringur í húð og hár þó svo hann hafi búið í Bandaríkjunum frá 11 ára aldri. „Fólk hér í Bandaríkjunum fyllist alltaf jafn mikilli aðdáun þegar ég segist vera frá Íslandi og flestir segjast dreyma um að heimsækja okkar fallega land. En ég finn líka fyrir því hér í Banda-ríkjunum hvernig hvalveiðar Íslendinga eru að skemma ímynd landsins og það finnst mér sorglegt. Ég er á móti hvalveið-um og sé ekki hvernig Ísland getur haft efnahagslegan ávinning af því að halda áfram að drepa þá, ferðamennskan og hvalaskoðunin hlýtur að vega þyngra.“

Ekki allir Íslendingar fylgjandi hval-veiðumKristján segist hafa verið heillaður af

hafinu frá því að hann var lítill drengur og þar að auki sé hann mikill dýravinur. „Ég gleymi því ekki þegar ég fór fyrst í skemmtigarðinn „Seaworld“ og sá höfr-unga sýna listir sínar. Ég skildi ekki fögnuð áhorfendanna heldur fylltist bara sorg yfir örlögum þessara gáfuðu skepna sem hoppuðu þarna í lítilli sundlaug fyrir spennta ferðamenn. Síðan hefur mér ver-ið sérstaklega annt um velferð hvalanna. Þegar ég kynntist svo nýlega starfsemi WDC, Whale Dolphin Conservation, sá ég tækifæri til að nota fallhlífarstökk til að safna peningum og vekja athygli á málstaðnum. Þarna er ótrúlega mikið af góðu fólki að vinna óeigingjarnt starf og það finnst mér aðdáunarvert. Mig langar líka, sem Íslendingur hér í Arizona, að berjast fyrir hvalina svo fólk sjái að það eru ekki allir Íslendingar fylgjandi hval-veiðum.“

Hægt er að heita á Kristján vilji menn leggja sitt af mörkum til bjargar hvölunum á þessari síðu:

https://www.justgiving.com/KrisWDC

Halla Harðardóttir

[email protected]

Vann 27 milljónir í VíkingalottóiÍslendingur hlaut annan vinning í Víkingalottóinu í vikunni og fékk í sinn hlut tæpar 27 milljónir króna. Sigurvegarinn var með áskriftarmiða. Tveir Norðmenn hlutu fyrsta vinning og fá í sinn hlut tæpar 40 milljónir á mann.

Aurum-málið aftur í héraðAurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar Íslands á miðvikudag. Þar með féllst Hæstiréttur á ómerkingarkröfu Helga Magnúsar Gunn-arssonar vararíkissaksóknara á meðferð

málsins fyrir héraðsdómi sem byggð var á því að einn meðdómari málsins hefði verið vanhæfur til að fjalla um það. Um er að ræða Sverri Ólafsson en hann er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem nýlega var dæmdur í Al-Thani málinu. Sakborningar í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrum for-stjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, Jón Ásgeir Jóhannesson aðaleigandi og Bjarni Jóhannsson sem var viðskiptastjóri Glitnis. Þeir voru sýknaðir af ákæru um umboðssvik í héraðsdómi í fyrra en málið fer nú aftur fyrir héraðsdóm.

Icelandair skoðar að taka upp töskugjöldIcelandair skoðar nú hvort taka eigi upp tösku gjöld, en ekki hef ur verið tekin ákvörðun þar um. Á vefnum Túristi.is segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair: „Þessi mál eru í stöðugri skoðun og þróun hjá okk ur, eins og svo mörg um öðrum flug fé lög um, en ákv arðanir hafa ekki verið tekn ar um breyt ing ar.“ Sjö af sextán flugfélögum sem hingað fljúga inn-heimta töskugjöld.

Bryndís Björgvinsdóttir hlaut barnabókaverðlaun skóla- og frí-stundaráðs Reykjavíkur fyrir bókina

Hafnfirðingabrandarann sem kom út fyrir síðustu jól. Verðlaunin

voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða á miðvikudag.

Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel fengu verðlaunin fyrir þýðingu sína á Eleanor og Park. Bryndís hefur sópað að sér verðlaunum fyrir bókina. Hún hefur til að mynda hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin

og Fjöruverðlaunin.

Veiðar Íslenskum fallhlÍfarstökkVara annt um Velferð hVala

Kristján mótmælir hval- veiðum með fallhlífarstökkiFallhlífarstökkvarinn Kristján Hjálmarsson hefur verið heillaður af hafinu og hvölum frá því hann var drengur á Akureyri. Nú býr hann í Arizona í Bandaríkjunum þar sem hann segist upplifa neikvæða umræðu í garð Íslendinga vegna hvalveiða. Hann ætlar að leggja hvölunum lið með því að stökkva 10 sinnum úr flugvél á einum degi.

Kristján Hjálmarsson ætlar að stökkva 10 sinnum úr flugvél í háloftunum yfir Arizona-ríki í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að safna áheitum sem munu renna í sjóð hvalaverndunarsamtakanna WDC.

Mig langar líka, sem Íslendingur hér í Ari-zona, að berjast fyrir hvalina svo fólk sjái að það eru ekki allir Íslendingar fylgjandi hvalveiðum.

Siggi Sigur-jóns leikur í

kvikmyndinni Hrútum sem

frumsýnd verður í maí.

Alls gætu 12 íslenskar

myndir komið í kvikmynda-

hús í ár.

BÍó allt að 12 Íslenskar kVikmyndir frumsýndar Í ár

Útlit fyrir metár í frumsýningum í árÚtlit fyrir metár í frumsýningum ís-lenskra kvikmynda í ár en allt að tólf myndir gætu ratað á hvíta tjaldið áður en árið er liðið.

Þegar hafa bíógestir getað séð Fúsa eftir Dag Kára Pétursson, Austur eftir Jón Atla Jónasson og Blóðberg eftir Björn Hlyn Haraldsson, sem reyndar var frum-sýnd í sjónvarpi. Samkvæmt samantekt vefsíðunnar Klapptré.is gætu níu myndir bæst við og þá er ótalin stórmyndin Everest sem gulldrengurinn Baltasar Kormákur frumsýnir.

Tvær myndir verða frumsýndar strax í næsta mánuði; Bakk eftir Gunnar Hans-

son og Davíð Óskar Ólafsson og Hrútar eftir Grím Hákonarson. Hinn 19. júní ráðgerir Snævar Sölvason að frumsýna gamanmyndina Albatross og 17. júlí verður Webcam eftir Sigurð Anton Frið-þjófsson frumsýnd. Í haust frumsýnir Ás-grímur Sverrisson kvikmyndina Reykja-vík og Rúnar Rúnarsson Þresti.

Óvíst er með frumsýningu þriggja síð-ustu myndanna. Þær eru Sumarbörn eftir Guðrúnu Ragnarsdóttir, en henni hefur ítrekað verið frestað og deilt er um fjár-mögnun, Reykjavik Porno eftir Graeme Maley og Fyrir framan annað fólk eftir Óskar Jónasson.

2 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 3: 24 04 2015

Í bílnum eru samtals

þrír eldsneytistankar.

Tveir metantankar

og einn 50 lítra bensín-

Ef skynsemin réði værum við öll á ŠKODA Octavia G-TEC. Í honum samtvinnast fegurð, kraftur

og virðing fyrir umhverfinu. G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska

orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með tvo metantanka og einn 50

lítra bensíntank kemstu 1.330 km án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði.

Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC.

ŠKODA Octavia G-TEC verð frá 3.420.000 kr.Útborgun frá aðeins 342.000 kr.

G-TEC FYRIRNÁTTÚRUNA

OG VESKIÐ

G-TEC FYRIRNÁTTÚRUNA

OG VESKIÐ

Þú kemst lengra en borgar minna

HEKLA og Lykill gera þér kleift að eignast nýjan ŠKODA á þægilegan máta. Útborgun er að lágmarki 10% af verði bílsins og Lykill lánar þér afganginn til allt að sjö ára. Lánshlutfall ræðst af lánshæfis- og/eða greiðslumati hvers umsækjanda og getur hæst orðið 90%. Skylt er að kaskótryggja bifreiðina á lánstímanum.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is

Page 4: 24 04 2015

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Rómantík og ölduniður Lago Maggiore undirstrika fegurð Ítalíu og töfra Alpafjallanna þar sem dekrað verður við okkur í bænum Baveno. Boðið verður upp á margar stórfenglegar skoðunarferðir, m.a. til Domodossola í ítölsku Ölpunum og siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella.

Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir

1. - 6. júní

Bella ÍtalíaSumar 4

64%nýrra bíla á Íslandi í fyrra voru stað-greiddir en 36% voru fjármagnaðir með bílaláni eða -samningi.

2,1 milljarðs hagnaður varð á rekstri Kaup-félags Skagfirðinga í fyrra. Samanlagður hagnaður KS á árunum 2011 til 2014 er 8,6 milljarðar króna. Velta KS í fyrra var 27 milljarðar króna.

Vill kaupa 313 byssurRíkislögreglustjóri leggur til að 313 ný skotvopn verði keypt á þessu ári og því næsta til efla viðbúnað lögreglu. Þar af eiga að vera 163 skammbyssur og 150 hríðskotabyssur.

Ofurtollar á franskar76 pró sent toll ur er lagður á inn flutt­ar frosn ar fransk ar kart öfl ur á Íslandi. Mark miðið er að vernda inn lenda fram-leiðslu en aðeins eitt íslenskt fyr ir tæki fram leiðir hins veg ar vör una og er fjarri því að anna eft ir spurn neyt enda eft ir

frönsk um. Hag ar og dótt ur fé lag þess, Aðföng, telja toll ana ólög mæta og hafa stefnt ís lenska rík inu vegna þeirra.

Franskar að belgískum siðÞrátt fyrir þessa ofurtolla er engan bilbug að finna á tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Friðriki Dóri Jóns-syni sem ætla að opna skyndbitastað. Reykjavík Chips, sem selur franskar kartöflur að belgískum sið á Vitastíg. Kartöflurnar verða seldar í pappaformi og hægt verður að dýfa þeim í fjölbreytt úrval af sósum.

Vikan sem Var

Hanna Birna snýr afturHanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, tekur sæti á þingi á ný á mánudag. Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra þann 21. nóvember og ætlaði upphaflega að taka sæti á þingi í janúar.

n ú er búist við því að skipaumferð á Norðurslóðum muni aukast á næstu árum og við viljum átta

okkur á því hver staðan í sjónum er í dag, áður en umferðin, og í kjölfarið mengunin, eykst,“segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Sandgerði en hann ásamt Hrönn Jörunds-dóttur hjá Matís eru umsjónarmenn verk-efnisins á Íslandi. „Þar að auki eru uppi hugmyndir um olíuvinnslu á þessu svæði svo það gefur enn meira tilefni til vöktunar á svæðinu. Hingað til hafa áhrif olíumeng-unar í köldum sjó á lífríkið ekki verið mikið rannsökuð, en PHA-efni brotna mun hægar niður í köldum sjó en sjó á suðlæg-ari breiddargráðum.“

Lítil mengun í sjó á norðurslóðumRannsóknin er tvíþætt. Annars vegar hef-ur styrkur PHA-efna sem finnast í olíu ver-ið mældur í lífverum á tuttugu ósnortnum strandsvæðum víðsvegar um norðurslóðir en hinsvegar hefur verið líkt eftir olíuslysi

út fyrir ströndum Sandgerðis til að fylgjast með áhrifum olíumengunar á lífverur í köldum sjó. „Það er ekkert svo langt siðan menn fóru að átta sig á skaðsemi PHA-efna en það er stór hópur efna þar sem sum eru mjög eitruð, önnur eru krabba-meinsvaldandi og enn önnur hafa engin sérstök áhrif. Við mældum alls 16 efni sem eiga að gefa góða vísbendingu um það hver staðan er í heild og fyrstu niðurstöður sina að staðan er almennt góð. Rannsóknin sýnir okkur að sjórinn á norðurslóðum er almennt hreinn af olíumengun, og í sér-staklega góðu ástandi við Íslandi, og best væri auðvitað að hann héldist þannig.“

Olíuslys við Ísland„Í Sandgerði líktum við eftir olíuslysi til að athuga áhrifin á krækling, þorsk og sand-hverfu,“ segir Halldór. Niðurstöður á áhrif-um á fiskinn eru ljósar en áhrif á krækling ættu að vera ljós síðar á árinu. „Eins og við var að búast þá sjáum við neikvæð áhrif á frumur, erfðaefni og á ensímavirkni fiskanna. Rannsóknin gefur okkur tæki-færi til að fylgjast með því hvernig þessi dýr bregðast við mengun í mismiklum styrk en áður hafa rannsóknir miðast við að athuga hvort dýrin séu menguð, en núna fáum við hugmynd um hvað gerist í lífverunum við olíumengun.“

Annar meginhvati rannsóknarinnar er að eiga til staðar upplýsingar sem munu nýtast til viðmiðunar síðar. „Að vita stöð-una í dag og vöktun á svæðinu er forsenda fyrir framtíðarrannsóknum. Það er nauð-synlegt að vita hver núllpunkturinn er, en menn hafa það almennt ekki því það er orðið vandamál í heiminum í dag að finna hreina viðmiðunarstaði. Nú hefur Ísland verið notað sem viðmiðunarland í mengun-arrannsóknum og við ættum að vera stolt af því og reyna að halda því í stað þess að menga meira.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

rannsókn Áhrif Pha-efna í olíu Á lífríki í köldum sjó

Líkt eftir olíuslysi í SandgerðiSviðsett olíuslys í Sandgerði er hluti af einum viðamestu rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum olíumengunar á lífríki í köldum sjó. Fyrstu niðurstöður sýna að olíumengunin hefur neikvæð áhrif á frumur, erfðaefni og á ensímavirkni fiska. Halldór Pálmar Halldórsson, annar yfir-maður rannsóknarinnar á Íslandi, segir Ísland vera eitt af fáum löndum í heiminum þar sem hægt sé að stunda mengunarrannsóknir því erfitt sé orðið að finna hreina viðmiðunarstaði.

Það er Rann-sóknarsetur Há-skóla Íslands sem stjórnar rannsókn-inni í Sandgerði en hún er hluti af einum viðamestu rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum PHA­efna í olíu á lífríki í köldum sjó.

Veður föstudagur laugardagur sunnudagur

NA-strekkiNgsviNdur Og éL N- Og NA-LANds. BjArt syðrA.

HöfuðBOrgArsvæðið: HæguR VinDuR og léttSKýJAð. nætuRFRoSt.

Hægur N-viNdur, kALt eN vÍðA NOkkuð BjArt tiL LANdsiNs.

HöfuðBOrgArsvæðið: Hæglæti og bJARt, en KAlt Í VeðRi.

ALLHvöss N-átt með éLjum eðA sNjó Og skAfreNNiNgi N-tiL.

HöfuðBOrgArsvæðið: StReKKinguR og SKýJAð, en áFRAm FRoSt.

óvenjukalt miðað við árstímaKaldasta loftið á öllum norðurhjaranum stefnir nú beint á okkur. nær kuldakast-ið hámarki á laugardag og sunnudag. Framan af fylgir hægur vindur og él um norðanvert landið, en á sunnudag

lítur út fyrir ákveðnari vind og eiginlegt hret frá Vestfjörðum og austur

á land. Snjórinn nær almennt ekki suður yfir heiðar. Spáð er svölu eða köldu veðri út mánuðinn með ríkjandi n-átt.

0

-3 -2-2

0-2

-5 -6-7

-5

-3

-4 -4-5

-2

einar sveinbjörnsson

[email protected]

4 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 5: 24 04 2015

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 73

039

02/1

5

Þetta eru ekki

geim-vísindi

LÁG INNBORGUN

TRYGGT FRAMTÍÐAR-VIRÐI

FASTAR MÁNAÐAR-GREIÐSLUR

1. SKREF 2. SKREF 3. SKREF

Þrjú stutt skref í nýjan bílKynntu þér Toyota FLEX hjá næsta viðurkennda söluaðila Toyota á Íslandi eða á toyota.is/flex

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota KauptúniKauptúni 6GarðabæSími: 570-5070

Toyota AkureyriBaldursnesi 1AkureyriSími: 460-4300

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600

Toyota SelfossiFossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Page 6: 24 04 2015

[email protected] • www.betrabak.is

Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16

Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566

ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR

TIMEOUT Hægindastóll með skemli

Fáanlegur í mörgum útfærslum og litum.

Svart leður og hnota með skemli.

Fullt verð: 379.980 kr.

Tilboðsverð 299.990 kr.

AFSLÁTTUR

20%

Stillanlegur höfuðpúði.

Þægilegt handfang til að stilla halla á baki.

Skemill hentar öllum óháð lengd.

V erkfallsaðgerðir rúmlega 10 þús-und félagsmanna Starfsgreinasam-bands Íslands hefjast næstkomandi

fimmtudag, 30. apríl og munu standa yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhring-sverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt, komi til þeirra. 42% félaga í SGS starfa á matvælasviði en 32% eru í þjónustugrein-um. Aðrir hópar eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnaði og farartækja- og flutningsgreinum.

95% stuðningur við verkfallsaðgerðirFélagsmenn SGS samþykktu aðgerðirnar með yfirgnæfandi meirihluta, eða 94,6%, í atkvæðagreiðslu sem staðið hafði í eina viku og lauk á miðnætti mánudaginn 20. apríl. Kjörsókn var 50,4%. Björn Snæ-björnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, fagnar skýrri niðurstöðu og góðri kjörsókn. „Kjörsókn var mjög góð og afstaðan er skýr þrátt fyrir að þetta sé mjög fjölbreytt-ur hópur fólks.“

Hann segir kjörsóknina hafa verið meiri á þeim stöðum þar sem fiskvinnslan er undirstöðugrein og að það komi ekki á óvart. „Menn vita að það er borð fyrir báru í fiskvinnslunni og menn sjá vel á hagn-aðartölum fyrirtækjanna að það er nóg til skiptanna. Fólk er bara mjög ákveðið í að ná þar sínum hlut. Það er góður hugur í

fólki og það er tilbúið að fylgja eftir þeim kröfum sem það sjálft bjó til,“ segir Björn en krafan er að á þremur árum verði taxta-laun komin upp í 300.000 krónur.

214.700 krónur í fiskvinnslunniBjörn segir allt of marga vinna eftir allt of lágum töxtum. „Starfsfólk sem er að byrja að vinna á veitingahúsi er með 1208 krónur á tímann í dagvinnu og svo kemur vaktaálag á það, ef það er í vaktavinnu. En eftir sjö ár í sömu vinnu getur viðkomandi starfskraftur hækkað upp í 1248 krónur, eða um 40 krónur á sjö ára tímabili. Ef við horfum á kjötvinnsluna og sérhæft iðn-verkafólk þá er það með frá 1208 krónum upp í 1250 krónur á tímann. Þetta eru taxtar sem því miður allt of margir eru á.“

Launin í fiskvinnslunni eru aðeins hærri vegna bónusa, sem þó eru mjög misjafnir eftir svæðum. „Grunnlaunin í fiskvinnsl-unni eru 214.700 krónur en svo hækka launin þar vegna bónusa sem greiddir eru fyrir afköst. Bónusar hífa launin upp og hér á Eyjafjarðasvæðinu er fastur bónus milli 400 til 500 krónur á tímann, en sums-staðar er hann ekki nema 80 krónur ofan á tímakaupið. Þannig að dagvinnulaun hjá einstaklingi sem hefur unnið í sjö ár í frystihúsi eru 1280 krónur, plús kannski 450 krónur í bónus. Þá er viðkomandi að hafa um 300.000 á mánuði. Það er að segja ef það er ekki hráefnisskortur.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Verkföll Aðgerðir StArfSgreinASAmbAndSinS hefjASt 30. Apríl

Fólk mjög ákveðið að ná sínum hlutFiskvinnslufólk er með 214.000 krónur í grunnlaun á mánuði en bónusar geta hækkað launin í allt að 300.000 krónur. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir mikinn hug vera í sínu fólki, það sé tilbúið að berjast fyrir 300.000 króna lágmarkslaunum . Menn viti að í fiskvinnslunni sé borð fyrir báru. Verkfallsaðgerðir munu hefjast næstkomandi fimmtudag, 30. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt, komi til þeirra. 42% félaga í SGS starfa á mat-vælasviði en 32% eru í þjónustugreinum. Aðrir hópar eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnaði og farartækja- og flutningsgreinum. Mynd/NordicPhotos/Getty

Það er góður hugur í fólki og það er tilbúið að fylgja eftir þeim kröfum sem það sjálft bjó til.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir var í vikunni ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar og tekur til starfa síðar í vor. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starf-inu síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu síðustu fimm ár en hún er menntaður píanóleikari. Ráðning Steinunnar Birnu hefur mælst misjafnlega fyrir og hafa ýmsir framámenn í óperuheiminum gagnrýnt að Steinunn hafi enga reynslu af uppsetningu á óperum né af leikhússtörfum.

Gröndalshús verður hér eftir að Vesturgötu 5b.

reykjAVík Sögufrægt húS flutt Að VeSturgötu 5b

Gröndalshús aftur í miðborginaGröndalshús hefur verið flutt að Vesturgötu 5b þar sem nýr grunn-ur fyrir það var gerður. Gröndals-hús var flutt frá Vesturgötu 16b um miðjan janúar 2010 og var ytra byrði þess endurgert. Tekið var mið af upprunalegu útliti hússins og byggingarstíl við endurgerð þess. Reykjavíkurborg keypti hús-ið til varðveislu vegna menningar-sögulegs gildis þess. Minjavernd annaðist framkvæmdir við nýjan grunn og flutning hússins.

Gröndalshús á sér yfir 130 ára sögu. Árið 1881 byggði Sigurður

Jónsson járnsmiður sér nýtt hús úr timbri sem barst til Íslands með gríðarstóru skipi sem rak mannlaust um hafið og strandaði í Höfnum. Sigurður bjó í húsinu og hafði þar járnsmiðju sína til 1888 en þá eignaðist það Benedikt Grön-dal og eftir það var húsið kennt við hann. Húsið var oft kallað Púltið, Skrínan eða Skattholið vegna hins sérkennilega byggingarlags, en það er tvílyft að framan og einlyft að aftan. Benedikt breytti járn-smiðjunni í stofu og bjó í húsinu til dauðadags, árið 1907.

Steinunn Birna ráðin óperustjóri

6 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 7: 24 04 2015

BL ehfSævarhöfða 2 / 110 Reykjavík525 8000 / www.bl.is

GE bílarReykjanesbæwww.gebilar.is420 0400

Bílasalan BílásAkranesiwww.bilas.is431 2622

Bílasala AkureyrarAkureyriwww.bilak.is461 2533

Bílaverkstæði AusturlandsEgilsstöðumwww.bva.is470 5070

IB ehf.Selfossiwww.ib.is480 8080

Renault var þriðji mest keypti bíllinn á Íslandi 2014. Nýju Renault bílarnir hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna bensín- og dísilvéla með einstaklega hagkvæmri „Dual Clutch“ sjálfskiptingu. Komdu og reynsluaktu nýjum Renault.

DÍSILBÍLARNIR FRÁ RENAULT SLÁ Í GEGN

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

www.renault.is

RENAULT CLIODÍSIL, SJÁLFSKIPTUR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

67

83

8 /

*M

iðað

við

upp

gefn

ar tö

lur f

ram

leið

anda

um

eld

sney

tisno

tkun

í bl

öndu

ðum

aks

tri

RENAULT CLIO SPORT TOURER DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. 3,7 l/100 km*

VERÐ: 3.250.000 KR.BEINSKIPTUR, VERÐ: 3.050.000 KR.

RENAULT CLIO DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. 3,7 l/100 km*

VERÐ: 3.050.000 KR.BEINSKIPTUR, VERÐ: 2.850.000 KR.

Page 8: 24 04 2015

Úttekt OeCD á íslenska heil-brigðiskerfinuSíða 2

heilsuvernD leggur áherslu á fOrvarnir

Síða 8

nýtt bóluefni við ebólu prófað

Síða 2

Þéttskipaðir læknaDagar 2015

Síða 10

á barnið Þitt rétt á gjalD-frjálsum tann-lækningum?Síða 2

1. tölublað 3. árgangur

16. janúar 2015

Landlæknir vill nýjan Landspítala í forgang

Birgir Jakobsson tók við stöðu

landlæknis um áramótin. Hann segir að Íslendingar eigi

að gera kröfu um fyrsta flokks

heilbrigðiskerfi. Nú sé tæki-

færi til viðspyrnu sem stjórn-

völd virðist ætla að nýta sér

með auknu fjárframlagi til

heilbrigðismála. Hann segir

mikið vanta upp á að skil-virkni í íslensku heilbrigðis-

kerfi sé mælanleg.Síða 4

Myn

d H

ari

Eini pylsuvagninn í Reykjavík með bílalúgu

16.-18. janúar 20152. tölublað 6. árgangur

Jimmy Carr seldi fleiri

miða en Seinfeld

viðtal 18

úttEkt

16

viðtal26

Edda Björgvins hefur leikið í 19 SkaupumlíftíminnFylgir Fréttatímanumí dag

Ásta Björg tekur þátt í Eurovision annað árið í röð

56dæguRmÁl

28íþRóttiR

alexander er myndar-legastur í landsliðinu

síða 22

ÚTS

ALA

30-5

0%

AFS

L.

JL-húsinu

JL-húsinu Hringbraut 121www.lyfogheilsa.is

Við opnum kl: Og lokum kl:Opnunartímar08:00-22:00 virka daga

10:00-22:00 helgar

Giftu sig nánast í beinniHjónin Viðar Eggertsson og Sveinn Kjartansson búa ásamt smáhundinum Drakúla við Laufás-veg í Reykjavík. Þeir könnuðust við hvorn annan í „gamla daga“ en urðu par um aldamótin. Viðar og Sveinn giftu sig árið 2007 en segja barneignir alltaf hafa verið jafn fjarri þeim og að eignast snekkju við karabíska hafið. Báðir völdu þeir sér starfsvettvang barn-ungir. Sveinn byrjaði níu ára gamall að elda kvöldmatinn á heimilinu og ellefu ára gamall sá Viðar leikverk sem heillaði hann svo mjög að hann ákvað þá og þegar að verða leikhúsmaður.

Ljós

myn

d/H

ari

Fjölmiðlar Ný köNNuN Gallup

Mikil aukning á lestri FréttatímansLesendum Fréttatímans fjölgaði um 6% á landinu öllu í mars síðastliðnum og í aldurshópnum 18 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði lesendum blaðsins um 12%. Þetta er mesta aukning á lestri Frétta-tímans frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri prentmiðlakönnun Gallup sem kannar lestur helstu prentmiðla lands-ins.

Í upphafi mælinga Gal-

lup í núverandi mynd, sem hófust í janúar 2011, lásu 57% kvenna á höfuðborgar-svæðinu Fréttatímann. Lesturinn nú er sá sami. 51% kvenna á sama svæði á aldrinum 18 til 49 ára lásu blaðið í upphafi en 50% lesa blaðið núna. Frétta-tíminn hefur haft góða stöðu á meðal kvenna á aldrinum 25 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu. 63% þeirra lásu blaðið í janúar 2011 en 66% núna.

Ásdís Ósk Jóelsdóttir hefur rannsakað íslensku lopapeysuna. Ljósmynd/Hari

SaGa uppruNi, höNNuN oG þróuN lopapeySuNNar er hluti aF SöGu þjóðar

Íslenska lopapeysan er ekki bara lopapeysaLopapeysan er einn sýnilegasti þjóðararfur Íslendinga þrátt fyrir að vera ung að árum. Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor í textílmennt, var að senda frá sér rannsóknarskýrslu um íslensku lopapeysuna þar sem hún varpar ljósi á hversu mikilvægur hluti hún er af handverks-, iðn-aðar- og útflutningssögu þjóðarinnar.

l opapeysan er talin einn mest áberandi og sýni-legi arfur þjóðarinnar þótt hún sé tiltölulega ung að árum,“ segir Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor í

textílmennt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ásdís var að senda frá sér rannsóknarskýrsluna „Upp-runi, hönnun og þróun lopapeysunnar“ en þetta er í fyrsta sinn sem svo viðamikil rannsókn er unnin um íslensku lopapeysuna. „Hún er mikilvægur hlekkur og hluti af hönnunarsögu okkar og því kominn tími til að festa það í menningarsögu okkar hvaðan hinn þjóðlegi arfur okkar – lopapeysan – á uppruna sinn,“ segir hún.

Rannsóknin er unnin af Ásdísi í samstarfi við þrjú söfn; Gljúfrastein – hús skáldsins, Hönnunarsafn Ís-lands og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Í rann-sókninni er eingöngu miðað við þróun hinnar sígildu íslensku lopapeysu í sauðalitunum, sléttprjónaðri úr óspunnum lopa með munstruðu berustykki sem að hluta til endurtekur sig neðan á bol og framan á ermum.

Uppruni íslensku lopapeysunnar á rætur sínar að rekja til fimmta áratugarins þegar Íslendingar öðluðust fullt sjálfstæði frá Dönum með stofnun lýðveldisins. „Lopapeysan er þannig inngreypt í þjóðarsálina sem sannast best á því að stór hluti þjóðarinnar á slíka peysu,“ segir hún. Ásdís bendir á að starfandi sé sér-stakt Þjóðbúningaráð sem hefur það hlutverk að varð-veita þekkingu á íslenska þjóðbúningnum og leiðbeina um gerð þeirra. Hún lætur að því liggja að ráð væri að stofna viðlíka ráð í kringum íslensku lopapeysuna.

Um miðja síðustu öld voru prjónaðar lopapeysur

nánast á hverju heimili og lærðu konur til verka af mæðrum sínum sem höfðu lært af þeirra mæðrum. Í skýrslu Ásdísar kemur fram að árið 1967 voru fluttar út um 40-60 þúsund lopapeysur, og það er þá sem vöru-merkið „Íslensk lopapeysa“ verður til. „Saga lopa-peysunnar er þannig mikilvægur hluti af handverks-, iðnaðar- og útflutningssögu þjóðarinnar. Lopapeysan er samofin þekkingu okkar á ýmsum sviðum, til að mynda verkþekkingu, og ýmsir áhrifavaldar eru við þróun hennar,“ segir Ásdís.

Hún bendir á að sú mikla lopapeysutíska sem ríkti á árunum 1979-1982 hafi verið mikil lyftistöng fyrir ís-lenskan ullarfatnað þar sem lögðust á eitt gott hráefni, gamlar hefðir, þjóðlegt yfirbragð og markviss kynning-arstarfsemi. Meðal þeirra sem kynntu íslensku lopa-peysuna voru frú Vigdís Finnbogadóttir sem klædd-ist henni í erindagjörðum sínum erlendis sem forseti Íslands, og fegurðardrottningarinnar Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Pétursdóttir voru einnig fulltrúar íslensku lopapeysunnar á erlendri grundu.

Ásdís segir að aukinn ferðamannaiðnaður hér á landi og aukin notkun Íslendinga á lopapeysunni hafi fest lopapeysuna í sessi sem íslenska menningararf-leifð sem ber að varðveita og viðhalda. Skýrslu Ásdísar má nálgast í heild sinni á vefsíðum samstarfsaðilanna Gljúfrasteins, Hönnunarsafnsins og Heimilisiðnaðar-safnsins á Blönduósi.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Ungur sjómaður í lopapeysu. Ljósmyndari Gunnar Rúnar Ólafsson. Mynd úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Theódóra Þórðardóttir ásamt annarri sýningarstúlku sýna hand-prjónaðar lopapeysur fyrir G. Bergmann heildsala árið 1961. Ljós-myndari Andrés Kolbeinsson. Mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099

www.heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.EN

NEM

M /

SIA

• N

M67

628

Heimsferðir bjóða margar af helstu borgarperlum Evrópu í beinu leiguflugi. Allar borgirnar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar, bjóða góða veitingastaði og úrvals verslunarmöguleika. Það getur verið einstæð upplifun að ganga um götur borganna og bera fallegar byggingarnar augum, þræða mjó strætin sem liggja að fallegum torgum þar sem hægt er að setjast niður og fá sér eins og einn kaldan. Njóttu lífsins og drekktu í þig árþúsundamenningu, meistaraverk á torgum úti og einstakt andrúmsloft sem þessar borgir bjóða.

Skelltu þér í helgarferð!

Frá kr. 59.900

borgarferðborgarferðborgarferðSkelltu þér íSkelltu þér íSkelltu þér í

39.900Flugsæti báðar leiðir frá kr.39.900Flugsæti báðar leiðir

LOKAÚTKALL

Barcelona - Vilana Hotel - 1. maí í 4 nætur

Frábært verðFrá kr. 59.900 Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat.

Búdapest - Aquincum Hotel - 1. maí í 4 nætur

Frábært verðFrá kr. 69.900 Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat

Bratislava - Hotel Mercure - 1. maí í 4 nætur

Frábært verðFrá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat.

Róm - Hotel Donna Laura - 30. apríl í 4 nætur

Frábært verðFrá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat

8 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 9: 24 04 2015

KFC ® kynnir endurkomu ársins:

á næstaKFC ® veitingastað!

1.079kr.

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 150705

svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUMHAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆREYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

BBQ-Meltz, 3 Hot Wings, franskar, gos og Lindu kaffisúkkulaði

BOX1.849kr.

svooogottFAXAFENI HAFNARFIRÐI REYKJANESBÆ

BBQ-Meltz, 3 Hot Wings, franskar, gos og Lindu kaffisúkkulaði

svooogott™gott™gottFAXAFENI HAFNARFIRÐI REYKJANESBÆ

BBQ-Meltz, 3 Hot Wings, franskar, gos og Lindu kaffisúkkulaði

BOBOB XOXO1.8.8. 4848 99494

kr.8

kr.84

kr.4848kr.

848

Page 10: 24 04 2015

Frídagar á íslandi

Ársskýrslan er opin öllumKynntu þér starfsemi og afkomu Landsvirkjunar á arsskyrsla2014.landsvirkjun.is

Opinn ársfundur Landsvirkjunar verður 5. maí í Hörpu. Allir velkomnir.

Í ár eru 50 ár frá stofnun Lands-virkjunar. Búrfellsstöð var fyrsta stórframkvæmd fyrirtækisins.

Ítarleg umfjöllun um aukna eftirspurn eftir íslenskri raforku, fjölbreytta virkjunarkosti, umhverfisrannsóknir og trausta fjárhagsstöðu fyrirtækis í eigu allra landsmanna.

Flestir frídagar

á IndlandiÍsland fær 13 frídaga á ári sem er nokkuð

gott ef við miðum okkur við Mexíkó sem fær aðeins sjö en frekar slappt ef við

miðum okkur við Indland sem fær 18 lögbundna frídaga á ári. Af Norðurlöndunum er Finnland

með flesta frídaga á ári, 15, en Noregur fæsta, 10.

1. janúar, sumardagurinn fyrsti, skírdagur, föstudagurinn langi, páskasunnudagur, annar í páskum, 1. maí, uppstigningardagur,

hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna, aðfangadagur frá klukkan 13, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur frá

klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)

18

16

15

14

13

12

11

10

9

8

7

Frídagar eftir löndum:

Heimild: Mercer’s Worldwide Benefit and

Employment Guidelines.

Taíland

Tékkland

Rúmenía

Kólumbía / Indland

Finnland / Japan

Spánn / Rússland

Ísland / Þýskaland

Svíþjóð / Danmörk / Frakkland / Ítalía / Kína

Noregur / Bandaríkin / Pólland

Bretland / Holland

Mexíkó

10 fréttir Helgin 24.-26. apríl 2015

frídagar á Indlandi

Ísland fær 13 frídaga á ári sem er nokkuð gott ef við miðum okkur við Mexíkó sem

10 fréttir

1. janúar, sumardagurinn fyrsti, skírdagur, föstudagurinn langi, 1. janúar, sumardagurinn fyrsti, skírdagur, föstudagurinn langi, páskasunnudagur, annar í páskum, 1. maí, uppstigningardagur, páskasunnudagur, annar í páskum, 1. maí, uppstigningardagur, páskasunnudagur, annar í páskum, 1. maí, uppstigningardagur,

hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna, hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna, hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu, 17. júní, frídagur verslunarmanna, aðfangadagur frá klukkan 13, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur frá aðfangadagur frá klukkan 13, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur frá aðfangadagur frá klukkan 13, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur frá aðfangadagur frá klukkan 13, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur frá aðfangadagur frá klukkan 13, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur frá

klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur klukkan 13. (Í samanburði við önnur lönd er tekið tillit til þess að aðfangadagur og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og og gamlársdagur eru bara frídagar til hálfs hér á landi, það er frá klukkan 13 og páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)páskasunnudagur og hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag.)

Bretland / Holland

Mexíkó

Page 11: 24 04 2015

Nýjar Siemens uppþvottavélar

Nóatúni 4 Sími 520 3000www.sminor.is

Nýjar uppþvottavélar frá Siemens með Zeolith®-þurrkun sem er afburðagóð og árangursrík þurrkun og byggist á að láta hið náttúrulega steinefni seólít soga í sig raka og gefa frá sér hita. Orkuflokkur A+++. Þurrkhæfni A. 13 manna. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Barnalæsing. „aquaStop“-flæðivörn. Stytta má vinnslutímann á öllum kerfum vélanna. Eitt sjálfvirkt kerfi. Siemens uppþvottavélar hafa lent í fyrsta sæti hjá virtum neytendasamtökum í Evrópu undanfarin ár.

-allt svo glitrandi og þurrt!

Kynningarverð: 109.900 kr.Uppþvottavél, SN45M208SK (hvít)

Uppþvottavél, SN45M508SK (stál)

Kynningarverð: 122.900 kr.

Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði.

„All in 1“ uppþvotta-töflurnar frá Finish fylgja með öllum Siemens uppþvottavélum.

Íslenski fáninn í sumargjöfSkátar hafa árlega frá árinu 1994 gefið öllum börnum í 2. bekk grunnskóla landsins íslenska fánaveifu fyrir sumar-daginn fyrsta. Gjöfinni fylgir bæklingur sem fræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fánans, fánareglur, meðferð fánans og notkun hans.

Fram kemur í tilkynningu Bandalags íslenskra skáta að verkefnið sé unnið undir yfirskriftinni „Íslenska fánann í öndvegi“ en skátar hafa alla tíð gert fjölmargt til þess að gera veg íslenska fánans sem mestan, sérstaklega með því að fræða almenning um meðferð hans og notkun. Á meðfylgjandi mynd eru börn í Klébergsskóla á Kjalarnesi með fánann.

Landspítali fær um-hverfisviðurkenninguLandspítalinn fékk umhverfisviður-kenningu umhverfis- og auðlindaráðu-neytisins á miðvikudaginn fyrir fram-úrskarandi starf að umhverfismálum. Á Landspítalanum hefur síðastliðin ár verið lögð sérstök áhersla á að auka flokkun, draga úr sóun, auka vistvæn innkaup, hvetja til vistvænna ferðamáta, hafa skýrt verklag fyrir hættulegan úrgang og að auka miðlun upplýsinga um umhverfismál. Eftir að Landspítalinn hóf að bjóða sam-göngusamninga hefur starfsmönnum sem ferðast með vistvænum hætti fjölgað. Á síðasta ári fór svo fram undirbúningsvinna vegna Svans-vottunar eldhúss og matsala spítalans og afhending Svansvottunarinnar fór fram í mars síðastliðnum. Matarsóun hefur minnkað um 40% síðan 2011 og nýlega voru tekin í notkun margnota matarbox í matsölum, í stað frauð-plastboxa sem áður voru notuð.

Ingólfur Þórisson, framkvæmda-stjóri rekstrarsviðs Landspítala, tekur við Kuðungnum úr hendi Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra.

Myndlist tryggvi Ólafsson MyndlistarMaður gaf 210 litÓgrafíur

Færði ungmennum í Reykjavík veglega sumargjöfTryggvi Ólafsson myndlistarmað-ur færði börnum og ungmennum í Reykjavík veglega gjöf á sumar-daginn fyrsta. Tryggvi gaf alls 210 litógrafíur eftir sig. Hver leikskóli og grunnskóli í borginni fær tvær myndir og skólahljómsveitir fá graf-íkmyndir af þekktum djasstónlistar-mönnum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti gjöfinni viðtöku í Tjarnarsal Ráðhússins í gær. Við afhending-una lék kvartett úr Skólahljóm-sveit Austurbæjar og reykvísk börn færðu listamanninum gjafir; mynd-

verk og nýútkomna bók með sögum 8-10 ára barna.

Tryggvi Ólafsson er einn af kunn-ustu myndlistarmönnum þjóðarinn-ar en hann hefur málað í sex ára-tugi. Hann flutti nýverið aftur til Íslands eftir langa búsetu í Kaup-mannahöfn. Tryggvi fæddist á Norð-firði árið 1940 og verður því 75 ára á árinu. Á æskuárunum grúskaði Tryggvi í myndum á meðan aðrir léku sér í fótbolta en í gagnfræða-skólanum, þar sem hann tók lands-próf árið 1956, var ekki ein einasta mynd. Kveðst Tryggvi vilja tryggja

að börn og unglingar geti skoðað myndir í skólanum, þrátt fyrir að tímar snjallsíma og samfélagsmiðla séu runnir upp.

Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður færði börnum í Reykjavík veglega sumargjöf, 210 litógrafíur eftir sig. Hér er hann með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Ragnari Þorsteinssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og Snorra Steini Bjarnasyni, nemanda úr Dalskóla, sem færði Tryggva sumargjöf frá börnum í Reykjavík.

fréttir 11 Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 12: 24 04 2015

ÞÞað var alvarlegur afleikur er laun stjórnar-manna HB Granda voru hækkuð um 33,3% á dögunum, rétt í þann mund er stefndi í alvar-legustu verkfallahrinu hérlendis um langt árabil. Skiptir þar engu þótt þær breytingar hafi orðið á milli aðalfunda að fyrirtækið hafi verið skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar og því reyni meira á stjórnarhætti þess en áður. Hækkunin var taktlaus í undanfara erfiðra samningaviðræðna á vinnumarkaði og hlaut

að skaða málf lutning Sam-taka atvinnulífsins sem lagt hafa mikla áherslu á hóflega kjarasamninga sem byggi á svigrúmi útflutnings- og sam-keppnisgreina til launabreyt-inga og styðji við almenna hag-stjórn sem tryggi stöðugleika,

lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar.

Á þessu áttaði Rannveig Rist sig, einn stjórnarmanna HB Granda, en hún situr jafnframt

situr í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún ákvað að þiggja launahækkunina ekki og sagði í tilkynningu sem hún sendi frá sér að hækkunin væri úr takti við stöðu kjaramála. Það var sannarlega rétt mat og aðrir stjórnar-menn hjá HB Granda ættu að fara að fordæmi Rannveigar. Það væri viðurkenning á röngu stöðumati, mistökum.

Björgólfur Jóhannesson, formaður Sam-taka atvinnulífsins, vék að þessu í ræðu sinni á nýafstöðnum aðalfundi samtakanna. Þar sagði hann meðal annars: „Ég hef áður hvatt til þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyr-irtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis-ráðherra talaði á sömu nótum. Hann sagði tugprósenta hækkun stjórnarlauna vera kol-ranga og senda óábyrg skilaboð inn í samfé-lagið. „Við þurfum sameiginlega að byggja upp þjóðfélag festu og stöðugleika og slíkar

hækkanir hjálpa ekki til við það.“Stjórnarhækkunin hleypti illu blóði í launa-

menn og forystumenn launþegasamtakanna enda mat forsætisráðherra rétt, hún gaf hún kolröng skilaboð. Stöðunni á vinnumarkaði nú hefur verið lýst sem grafalvarlegri og er vart ofmælt. Fari allt á versta veg mun samfé-lagið loga í verkföllum hvort heldur er meðal opinberra starfsmanna eða fólks á almennum vinnumarkaði – með ófyrirsjáanlegum afleið-ingum en augljósu tapi allra. Það reynir því á styrk þeirra sem að samningaborðinu koma, að þeir rífi sig upp úr skotgröfunum líkt og gert var í aðdraganda þjóðarsáttarsamning-anna árið 1990.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Rétt er að minnast þess er laun þáverandi forstjóra Landspítalans voru árið 2012 hækkuð um 450 þúsund krónur á mánuði. Gjörningurinn vakti hörð viðbrögð enda mjög úr takti við að-hald þess tíma. Hækkunin var dregin til baka en mistökin við ákvörðunina voru augljós. Af hlaust skaði af svipuðum toga og nú vegna ótímabærrar hækkunar stjórnarlauna hjá HB Granda. Vera kann að hluta skýringarinnar á kröfuhörku lækna og verkfalli þeirra í vetur sé að leita til þessa upphafs en til þvingaðrar niðurstöðu þeirra samninga er mjög horft nú, í kröfugerð annarra.

Sjái aðrir stjórnarmenn HB Granda en Rannveig Rist ekki að sér verða aðilar vinnu-markaðarins engu að síður að leiða þau mis-tök hjá sér, hefja sig upp yfir þann ótímabæra gjörning enda er miklu meira undir, hags-munir almennings, fyrirtækja og þjóðarbús-ins sjálfs.

Allir málsaðilar búa yfir öflugum hag-deildum og hagtölur liggja fyrir. Sérfræð-ingar allra eiga því að vita hvar hægt sé að mætast, hvert efnahagslegt svigrúm sé til raunverulegra kjarabóta og að samið verði innan þeirra marka og stuðlað með því að aukinni hagsæld, stöðugleika, auknum kaup-mætti og framförum. Ella hverfum við aftur um áratugi og við tekur verðbólgutímabil sem við þekkjum því miður allt of vel, víxl-hækkanir kaupgjalds og verðlags, hækkun skulda heimila og fyrirtækja, vaxtahækkun og gengisfall krónunnar.

Það er dapurleg framtíðarsýn.

Afleikur í kjölfar rangs stöðumats

Það verða allir að sýna ábyrgð

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS

O-Grill 3500 kr. 32.950O-Grill 1000 kr. 27.950Borðstandur kr. 9.595Taska kr. 2.995

O-GRILL

niðurhal

einfaltótakmarkað

6.990ljósleiðari ljósnet

vortex.is 525 2400

12 viðhorf Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 13: 24 04 2015

Þú átt leik!INNRÉTTINGAR

HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun mikils metin og danskt handverk eftirsótt um allan heim.

Við teiknum tillögur að nýju draumaeldhúsi,og gerum þér frábært tilboð.

Komið í Ormsson í Lágmúla 8 og kynnist því nýjasta í innréttingum frá HTH og því heitasta í AEG heimilistækjum. Þú átt leik.

■ Eldhúsinnréttingar■ Baðinnréttingar■ Þvottahúsinnréttingar■ Fataskápar

Seven / Black Oak Veneer

20% afslátturaf hágæða AEGeldhústækjummeð kaupum á

HTH innréttingum.

Lágmúla 8 • Reykjavík • 2. hæð símar 530 2818 / 530 2819 / 530 2820 / 530 2821

Opið mánudaga - föstudaga kl. 10 - 18 og á laugardögum kl. 11 - 15.

www.ormsson.is

Page 14: 24 04 2015

Frumkvöðlar á alþingi

Þetta var mikið karla-samfélag á Alþingi.

RIGA Í LETTLANDIFRÁBÆRT TILBOÐ TIL

14. -17. MAÍ Á SÍÐUSTU SÆTUNUM

Verð aðeins kr. 69.900.-Innifalið: flug frá Keflavík og Akureyri, 4★ hótel á besta stað með morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.

Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin - söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði - þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samsafn af Art Noveau eða Jugend byggingalist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Konur hasla

sér völl á Alþingi

Salóme Þorkelsdóttir var fyrsti forseti Alþingis og einnig fyrsta konan sem gegndi því embætti. Hún er á meðal 15

kvenna sem Jafnréttisstofa heiðraði fyrir brautryðjendastörf á Alþingi Íslendinga í tilefni af 100 ára afmælis kosninga-réttar kvenna. Salóme segir að vel hafi verið tekið á móti

sér á þingi, það hafi verið erfitt í fyrstu að taka við sem forseti Alþingis en hún hafi að lokum öðlast traust allra

þingmanna. Hún fagnar því að konur hafi náð að hasla sér völl innan íslenskra stjórnmála, þó hægt hafi gengið.

þ egar ég var fyrst kjörin á Alþingi var það gjörólíkt því sem það er í dag,“ segir

Salóme Þorkelsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem ennfremur var fyrsta konan til að gegna embætti forseta efri deildar Alþingis árið 1983 og fyrsta konan – raunar fyrsti þingmaðurinn – til að gegna emb-ættis forseta Alþingis árið 1991 þeg-ar Alþingi var sameinað í eina mál-stofu. Salóme var á meðal 15 kvenna sem Jafnréttisstofa heiðraði á síð-asta vetrardegi fyrir brautryðjenda-störf á Alþingi Íslendinga.

Salóme er fædd 3. júlí 1927 og því að verða 88 ára gömul. Hún starf-aði sem húsmóðir, við skrifstofu-störf og sem aðalgjaldkeri Mos-fellshrepps áður en hún var kjörin

á þing árið 1979 sem þingmaður Reyknesinga, fyrir hönd Sjálf-stæðisflokksins, en hún sat á þingi til ársins 1995. „Auk mín sátu þá á þingi þær Guðrún Helgadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir þannig að við vorum þrjár konurnar. Þetta var mikið karlasamfélag á Alþingi,“ seg-ir hún en Kvennalistinn bauð fram fyrir kosningarnar 1983 og þá fjölg-aði í kvennahópnum.

Fékk góðar viðtökur Salóme segir að þegar hún settist fyrst á Alþingi hafi hún sannarlega verið blaut á bak við eyrun en mót-tökurnar hafi verið afskaplega góðar. „Ég fékk ljúfar viðtökur og stuðning frá þingmönnum úr öllum flokkum. Ég lenti í efri deild þar

sem þriðjungur þingmanna, eða 20 þingmenn, áttu sæti og ég var eina konan. Þegar ég var að byrja mitt annað kjörtímabil, árið 1983, var ég farin að festa rætur og var þá kosin forseti efri deildar. Mér fannst mjög áhugavert að fá tækifæri til að takast á við þetta hlutverk og ég held að mér hafi tekist það sóma-samlega. Á þessum tíma voru tvær aðrar konur komnar í efri deild, þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir frá Kvennalistanum og Kolbrún Jóns-dóttir frá Bandalagi jafnaðarmanna.

Fyrirkomulagið á Alþingi var þannig að því var skipt í efri og neðri deild, og sameinað þing beggja deilda kom saman tvisvar í viku. Forseti sameinaðs þings var

Salome Þorkelsdóttir, fædd 1927 Fyrsta konan sem gegndi embætti forseta efri deildar Alþingis 1983 og forseta Alþingis 1991.

Ragnhildur Helgadóttir, fædd 1930Fyrsta konan sem gegndi embætti for-seta neðri deildar Alþingis 1961, mennta-málaráðherra 1983 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985.

Guðrún Helgadóttir, fædd 1935Fyrsta konan sem gegndi embætti forseta sameinaðs Alþingis 1988.

Rannveig Guðmundsdóttir, fædd 1940Fyrsta konan sem gegndi embætti for-manns þingflokks Alþýðuflokksins 1993, Jafnaðarmanna 1996 og Samfylkingar-innar 1999.

Guðrún Agnarsdóttir, fædd 1940Fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Samtaka um kvennalista 1983.

Jóhanna Sigurðardóttir, fædd 1942Fyrsta konan sem gegndi embætti for-sætisráðherra 2009 og félagsmálaráð-herra 1987.

Sigríður Anna Þórðardóttir, fædd 1946Fyrsta konan sem gegndi embætti for-manns þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1998.

Valgerður Sverrisdóttir, fædd 1950Fyrsta konan sem gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999, utanríkisráðherra 2006 og formanns þingflokks Framsóknarflokksins 1995.

Svanfríður Jónasdóttir, fædd 1951Fyrsta konan sem gegndi embætti for-manns þingflokks Þjóðvaka 1995.

Margrét Frímannsdóttir, fædd 1954Fyrsta konan sem gegndi embætti for-manns þingflokks Alþýðubandalagsins 1988.

Oddný G. Harðardóttir, fædd 1957Fyrsta konan sem gegndi embætti fjár-málaráðherra 2011.

Siv Friðleifsdóttir, fædd 1962Fyrsta konan sem gegndi embætti um-hverfisráðherra 1999.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fædd 1966Fyrsta konan sem gegndi embætti innan-ríkisráðherra 2013.

Birgitta Jónsdóttir, fædd 1967Fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Borgarahreyfingar-innar, síðar Hreyfingarinnar 2009 og Pírata 2013.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fædd 1972Fyrsta konan sem gegndi embætti for-manns þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009.

Þær 15 konur sem Jafnréttisstofa heiðraði fyrir brautryðjendastörf á Alþingi Íslendinga, konur sem fyrstar hafa gegnt ákveðnum embættum, svo sem ráðherrar og formenn þingflokka. Þær eru hér taldar upp í aldursröð.

Fyrsta konan á Alþingi 1922:Ingibjörg H. Bjarnason, 1867–1941.

Fyrsta konan sem gegndi embætti ráðherra 1970:Auður Auðuns, 1911-1999, var dóms- og kirkjumálaráðherra.

Ingibjargar og Auðar var sér-staklega minnst við athöfnina.

Salóme Þorkelsdóttir var fyrsta konan til að gegna embætti forseta Alþingis eftir að þingið var sameinað í eina málstofu árið 1991. Mynd/Hari

14 úttekt Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 15: 24 04 2015

Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli.

HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:• Meistaragráða í verkfræði eða sambærileg menntun• Reynsla af verkefnastjórnun• Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum• Hæfni í mannlegum samskiptum• Sterk öryggis- og umhverfisvitund

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum liðsmönnum á umhverfis- og verkfræðisvið Norðuráls. Störfin sem um ræðir fela í sér undirbúning og stjórn á marg þættum og krefjandi verkefnum á Grundartanga.

Sótt er um á www.nordural.is, umsóknar-frestur er til og með 30. apríl nk. Upplýsingar veita Einar F. Björnsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og verkfræðisviðs, og Valka Jóns-dóttir starfsmannastjóri í síma 430 1000.

Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfs-þróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.

SPENNANDI STÖRF Á UMHVERFIS- OG VERKFRÆÐISVIÐI

STARFSSVIÐ:• Undirbúningur verkefna og verkefnastýring • Rekstur og þróun umhverfismála• Umsjón með gerð og eftirfylgni áætlana • Kostnaðareftirlit • Greining og upplýsingagjöf innanhúss og

til opinberra aðila

Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega.

Umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar bleiur Bambo Nature

Bambo Nature – er annt um barnið þitt.

PIPA

R\TB

WA • S

ÍA •

1441

58

Sölustaðir Bambo Nature:

yfirmaður þingsins en með honum störf-uðu forsetar efri og neðri deildar. Þessir þrír forsetar fóru með framkvæmdastjórn þingsins. Salóme segir að þetta hafi verið mun einfaldara starf en þegar hún tók við sem fyrsti forseti Alþingis.

Mikil átök á þingi„Eftir kosningarnar 1991 urðu miklar breytingar á Alþingi. Inn komu 24 nýir þingmenn auk þeirra breytinga sem gerðar voru á fyrirkomulagi þingsins. Mitt brautryðjendastarf var í raun sem fyrsti forseti Alþingis. Þetta er það fyrir-komulag sem enn er við lýði, og var for-seti Alþingis handhafi forsetavalds í fjar-veru forseta ásamt forseta Hæstaréttar og forsætisráðherra. Á þessum tíma áttu sér stað mikil átök innan þingsins og í fyrstu fannst mér erfitt að öðlast traust þingsins. Framsóknarflokkurinn, sem hafði verið í stjórn í tvo áratugi, var kom-inn í stjórnarandstöðu. Fyrsta árið neitaði stjórnarandstaðan að tilnefna varaforseta þingsins þannig að allir varaforsetarnir voru þingmenn stjórnarliðsins. Smátt og smátt fór þetta að ganga betur og þegar upp var staðið öðlaðist ég nokkuð gott traust allra þingmanna. Forseti þingsins er ekki bara forseti stjórnar eða stjórnar-andstöðu heldur allra þingmanna og því skiptir miklu máli að hann starfi í trausti þeirra,“ segir Salóme.

Hún fagnar þeim breytingum sem hafa átt sér stað í íslenskum stjórnmálum þegar kemur að hlutfalli kynjanna síðan hún settist fyrst á þing. „Við vorum þrjár þegar ég hóf minn stjórnmálaferil. Þetta var á svipuðum tíma og við fengum fyrsta kvenkyns forsetann þannig að þarna átti mikil gerjun sér stað. Konur hafa verið að hasla sér völl síðan þó það hafi gengið hægt og það er mikil breyting að konur séu nú um 40% þingmanna, eða 25 tals-ins,“ segir hún.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Glæsilegur hópur 15 kvenna var heiðraður fyrir brautryðjenda-störf á Alþingi við hátíðlega at-höfn síðasta vetrardag á vegum Jafnréttisstofu í Listasafni Íslands, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í ár. Mynd/Hari

Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 16: 24 04 2015

Uppgjör við ofbeldið í ástinni

É g byrjaði að skrifa þessa bók eftir að ég var rekinn. Mikael Torfason rak mig af 365 miðl-

um eftir að hafa upphaflega ráðið mig sem blaðamann á DV átta árum áður. Það má því segja að hann sé ákveðinn örlagavaldur í mínu lífi en þessi uppsögn gaf mér ákveðið fjár-hagslegt svigrúm til að skrifa,“ segir Valur Grettisson sem var að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu. „Hún heitir Gott fólk og segir frá hug-sjónamanninum Sölva, sem gengur í gegnum ábyrgðarferli eftir að fyrr-verandi ástkona sakar hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðis-legu ofbeldi. Sagan er sögð í fyrstu persónu frá upplifun Sölva af þessu athyglisverða ferli,“ segir Valur.

Ófeiminn við húmorinnTil að útskýra í stuttu hvað þetta ábyrgðarferli er segir Valur að það megi kalla eins konar göturéttlæti hugsjónamanna en það miðar að því að því að meintur gerandi taki ábyrgð á brotum sínum án aðkomu dómstóla. „Þetta þykir valdeflandi fyrir þoland-ann og er í raun þolendamiðað rétt-læti,“ segir hann. Sumarið 2013 steig

íslenskur karlmaður opinberlega fram í tengslum við þátttöku sína í slíku ábyrgðarferli og hófst nokkur fjölmiðlaumfjöllun um þessi mál. „Ég áttaði mig í fyrstu ekki almennilega á því hvað fólst í þessu ábyrgðarferli og fannst þetta vera heldur óljóst. Það vöknuðu hjá mér margar spurning-ar sem ég reyndi svo að fá svör við þegar ég skrifaði bókina,“ segir Valur en hugmyndin að því að nota þetta þema í skáldsögu kom þó ekki fyrr en nokkru síðar.

„Þessari hugmynd laust bara nið-ur í mig jólin 2013 þegar ég og konan mín vorum að gera jólainnkaupin, nýbúin að eignast seinni son okkar,“ segir hann, en kona Vals er Hanna Ólafsdóttir sem einnig hefur getið sér gott orð sem blaðamaður. „Ég bar hugmyndina undir Hönnu sem leist strax vel á þetta og sagði reyndar að þetta hljómaði miklu betur en vitleys-an sem ég var þá að reyna að skrifa,“ segir hann kómískur. Og þrátt fyrir að undirtónn sögunnar sé alvarlegur er húmorinn aldrei fjarri. „Þetta er kómískt uppgjör Sölva við eigin hug-myndir og ekki síst ofbeldið í ástinni. Af því að Sölvi er frekar óforbetran-

Valur Grettisson bar eldri son sinn til skírnar í Dómkirkjunni í aðdraganda íslensku Janúarbyltingarinnar með dauðvona föður sinn sér við hlið á meðan mótmælendur hrópuðu „van-hæf ríkisstjórn“ fyrir utan. Valur var að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu en aðalpersónurnar kynnast í mótmælunum á Austurvelli. Sagan er sögð frá sjónarhorni Sölva, sem gengur í gegn um ábyrgðarferli eftir að fyrrverandi ástkona hans sakar hann um að hafa beitt sig andlegu og kynferðislegu ofbeldi.

16 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Öflug fjáröflun fyrir hópinn

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

143

141

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

Page 17: 24 04 2015

Það var þá sem hann dó í hjarta mínu þó hann hafi ekki látist fyrr en ári síðar.

Uppgjör við ofbeldið í ástinni

„Ég hef til að mynda skrifað mikið um dómsmál og þar er ábyrgðin ein-mitt mun skýrari en í málum þar sem ábyrgðarferlið er notað,“ segir hann. Valur var blaðamaður á endurreistu DV árið 2007, skrifaði sláandi greinar um Breiðavíkurmálið og fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins sama ár. „Ég var svo ungur þegar ég skrifaði þetta að ég áttaði mig ekki almennilega á því hvað þetta var mikilvæg umfjöll-un. Það var ekki fyrr en pabbi hringdi í mig og þakkaði mér fyrir skrifin mín um Breiðavíkurdrengina sem ég fór að skilja. Pabbi hafði unnið sem sjómaður í áratugi og vann með mörgum af þess-um mönnum sem höfðu verið vistaður á Breiðavík. Hann vissi því upp á hár hvaða hörmungar þeir höfðu upplifað og var innilega ánægður að þeir fengju

uppreist æru. Þegar pabbi hringdi í mig upplifði ég mjög sterkt að ég hefði gert eitthvað sem skipti máli.“

Pabbi vildi „fara í skónum“Eldri sonur Vals, Ólafur Grettir, er nefndur eftir öfum sínum báðum. Hanna missti ung Ólaf föður sinn og Grettir, faðir Vals, dó úr krabbameini þegar Ís-lendingar voru rétt svo byrjaðir að vinna úr eftirmálum hrunsins. „Það setti hlut-ina í samhengi fyrir mig að missa pabba á þessum tíma. Peningar skipta svo litlu máli samanborið við okkar nánustu,“ segir Valur en Ólafur Grettir var skírður í Dómkirkjunni í aðdraganda Janúar-byltingarinnar svokölluðu. Þar sem Val-ur stóð við skírnarfontinn, með ungan son sinn og dauðvona föður, hljómaði endurtekið „vanhæf ríkisstjórn“ af Aust-

urvelli þar sem fólk mótmælti hástöfum. „Það sem mér fannst erfiðast við að

missa pabba á þessum tíma var að son-ur minn var bara nýfæddur og ég hefði viljað að þeir gætu kynnst betur. Sjokkið kom þegar ég fékk þær fréttir að pabbi væri kominn með krabbamein og væri dauðvona. Það var þá sem hann dó í hjarta mínu þó hann hafi ekki látist fyrr en ári síðar. Hann lagði alltaf áherslu á að „fara í skónum“ og það var nákvæm-lega það sem hann gerði. Hann lá ekki inni á spítala heldur fór til útlanda, kom heim og hreinlega missti andann þegar hann fékk vind í fangið. Hann stóð upp-réttur fram á það síðasta. Pabbi var frá-bær karl.“

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

legur náungi gat ég leyft mér að ganga ansi langt í húmornum. Sölvi upplifir sig í byrjun fullkomlega sak-lausan en smám saman fer hann að gera sér grein fyrir að hann er aug-ljóslega sekur um eitthvað,“ segir Valur.

Blaðamannaverðlaun fyrir BreiðavíkurmáliðGott fólk er vissulega fyrsta skáld-saga Vals en þetta er ekki fyrsta bókin sem hann sendir frá sér því aðeins 24 ára gamall, fyrir ell-efu árum, gaf hann út ljóðabókina Skýjamyndaárásir. „Hún var ekk-ert sérstök en góð stílæfing og mér þykir vænt um hana,“ segir hann en á þessum árum rak hann lítið ljóða-bókaforlag í Hafnarfirði ásamt fé-laga sínum og til stóð að hella sér í umfangsmikla ljóðabókaútgáfu. Forlagið lognaðist þó út af og Val-ur starfaði sem þjónn á veitinga-staðnum La Primavera sem var og hét þegar áhugi á blaðamennsku kviknaði. „Ég kunni vel mig mig á La Primavera en fannst starfið ekki alveg nógu andlega nærandi. Nokkrir vinir mínur voru á þessum tíma byrjaðir í blaðamennsku, og ég sótti um – og fékk – starf á DV. Ég byrjaði nokkrum vikum áður en umfjöllunin örlagaríka um einhenta kennarann á Ísafirði var birt og fékk strax mikla eldskírn í fjölmiðlum,“ segir Valur sem hefur starfað síð-an sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum, svo sem Mannlífi, Blaðinu, fréttavefnum Vísi, Fréttablaðinu og er nú aftur kominn á DV.

viðtal 17 Helgin 24.-26. apríl 2015

Orkuveita Reykjavíkur býður þér á opinn ársfund í Gamla bíói mánudaginn 27. apríl kl. 14

Dagskrá

Frostavetur að bakiBjarni Bjarnason, forstjóri OR

Fjárræði - sjálfræðiHaraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR

Næstu skref hjá OrkuveitunniDagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík

Snjöll samfélög og LjósleiðarinnErling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur

Urriði, fræslægja og fjarstaddir jarðfræðingarHildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar OR

Brynja Þorgeirsdóttir stýrir fundinum

Teitur Magnússon flytur tónlist

Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2015

Gleðilegt sumar!

Við bjóðum í sólarkaffi að loknum fundi

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

5-08

47

Skráning á www.or.is

Page 18: 24 04 2015

Ég er frekar feiminn og hlédrægur að upplagi og hef því að miklu leyti leyft þessu að selja sig sjálft.

Bruggar gróðuráburð

í kjallaranumGuðjón Dalkvist Gunnarsson, eða Dalli eins og hann er

alltaf kallaður, framleiðir gróðuráburð á Reykhólum við Breiðafjörð. Þrátt fyrir að vera aðeins 71s árs segist hann sposkur vera í fullri vinnu við að vera gamall en áburðinn

Glæði framleiði hann í tómstundum. Dalli sækir sjálfur þarann í fjöruna og bruggar töfrablönduna í kjallaranum hjá sér.

M itt aðalstarf er nú bara að vera gamall,“ segir Guðjón Dalkvist Gunn-

arsson, eða Dalli eins og hann er alltaf kallaður, sem framleiðir líf-rænan gróðuráburð í kjallaranum hjá sér á Reykhólum við Breiðafjörð. Dalli er í fullu fjöri, enda aðeins 71 árs, og þó hann hafi þurft að hætta störfum í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum vegna rykofnæmis fann hann leið til að vinna með þangið á annan hátt. „Ég sæki þangið sjálfur í fjöruna og það verður aldrei þurrt hjá mér þannig að það er engu þör-ungaryki fyrir að fara,“ segir hann.

Gróðuráburðurinn sem Dalli framleiðir heitir Glæðir og byrjað hann þróunarvinnuna í kring um aldamótin. Hann gaf þá prufublönd-ur til gróðurhúsa og gróðrarstöðva og komst loks niður á réttu blönd-una. Glæðir samanstendur af kló-

þangi úr Breiðafirði, íslensku vatni og kalísódi sem Dalli sýður saman. „Mestur tíminn fór í að finna réttu hlutföllin,“ segir hann. Þang, sér í lagi úr Breiðafirði, hefur löngum verið þekkt fyrir heilnæma eigin-leika sína og er fjölda snefilefna að finna í þangi sem nýtist gróðri.

Glæðir er lífrænn áburður úr ís-lensku hráefni sem nota má við líf-ræna ræktun. Hann hentar jafnt að vori sem hausti, á grasflatir og tré og blóm bæði úti og inni. Vökv-inn, eins og hann kemur úr brús-unum, er blandaður vatni til vökv-unar og úðunar. Dalli bendir á að ef þang er soðið eitt og sér gerist lítið sem ekkert en við framleiðsl-una blandar hann kalísódi við vatnið sem leysir upp snefilefnin í þanginu sem gagnast gróðrinum og gera þau aðgengileg. Kalísódinn nýtist síðan einnig í áburðinn enda eru köfnun-

Stoð í áliársfundur Samáls 2015

Þann 28. apríl heldur Samál árs fund sinn

í Kalda lóni í Hörpu undir yfir skrift inni

Stoð í áli.

Fjallað verður um stöðu og fram tíð

ál iðn aðar ins með áherslu á hring rás ina

frá fram leiðslu til fjöl breyttrar notkunar

og endur vinnslu. Samhliða ársfundinum

verður sýn ing á stoð tækjum Össurar þar

sem ál gegnir mikil vægu hlut verki.

Fundarstjóri er Ólafur Teitur Guðnason.

Dagskrá8:00 Morgunverður.

8:30 Ársfundur.

Sterkar stoðir Ragnar Guðmundsson, stjórnar-

formaður Samáls og forstjóri Norðuráls.

Ávarp Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Stoðtæki úr áli Bjarni Andrésson og María G.

Sveinbjörnsdóttir, vöruhönnuðir hjá Össuri.

Aerospace Aluminum – The Empire

Strikes Back Daniel Goodman, markaðsstjóri

Alcoa í flugsamgöngum.

Kolefnisfótspor áls – Ísland og umheimurinn

Þröstur Guðmundsson PhD, framkvæmdastjóri

álsviðs HRV.

10:00 Kaffispjall að loknum fundi.

Skráning er öllum opin og fer fram á vef

Samáls, samal.is.

arefni, fosfór og kalí þau þrjú nær-ingarefni sem teljast megin nær-ingarefni plantna.

Til að byrja með var þetta aðeins tómstundastarf með fullu starfi sem vaktformaður yfir þaraþurrkun í Þörungaverksmiðjunni. „Það eina sem var sameiginlegt með þessum

störfum mínum var hráefnið. Annars var þetta alveg óskylt,“ segir hann. Upphaflega ætlaði félagi Dalla að vera með honum í framleiðslunni, eða réttara sagt þá ætlaði Dalli að sjá um framleiðsluna en félaginn um sölumennskuna, en þegar ljóst var að Dalli stæði einn í þessu öllu saman þurfti hann að finna með sér hinn innri sölumann. „Ég er frekar feiminn og hlédrægur að upplagi og hef því að miklu leyti leyft þessu að

selja sig sjálft,“ segir hann. Fyrstu árin seldist afar lítið af áburðinum en eftir að hann fór að verða til sölu í verslunum Bónuss, svo og í Blóma-vali/Húsasmiðjunni, fór salan held-ur betur að glæðast og segir Dalli að þessar tvær verslanir hafi í raun haldið sölunni uppi. Þá hefur Byko selt nokkuð af Glæði sem og gróðrar-stöðin Storð en vinnuskólinn, í bæði Garðabæ og Kópavogi, notar Glæði. „Þetta gengur betur en ég þorði nokkurn tímann að vona en fram-leiðslan er öll enn bara í bílskúr-skjallaranum hjá mér,“ segir hann.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Guðjón Dalkvist Gunnarsson, eða Dalli eins og hann er alltaf kallaður, fram-leiðir lífrænan gróðuráburð í kjallaran-um hjá sér á Reykhólum við Breiðafjörð. Mynd/Reykholar.is

18 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 19: 24 04 2015

SMÁRALIND · 591 5300 · WWW.GAMESTODIN.IS

SPILAÐU MEIRA BORGAÐU MINNA

PS3

8.999,- Áður 12.499,-

PS3

3.999,- Áður 9.999,-

PS37.999,- Áður 12.999,-

PS3 4.499,- Áður 6.999,-

XboxOne

5.999,- Áður 9.999,-

XboxOne

7.999,- Áður 12.999,-

XboxOne 8.999,- Áður 12.999,-

XboxOne 4.999,- Áður 6.999,-

PS4

8.999,- Áður 12.999,-

PS4

8.999,- Áður 12.999,-

PS4 7.999,- Áður 13.999,-

afsláttur10.000,-

RAZER13.999,- Áður 13.999,-

Playstation 8.999,- Áður 14.999,-

59.999,-

63.999,-

RAZER

.999,-.999,-ur 13.999,-

.999,-ur 13.999,-

.999,-

afsláttur16.000,-

afsláttur7.000,-

RAZER 7.999,- Áður 14.999,-

afsláttur 50%

RAZER 9.999,- Áður 19.999,-

afsláttur

50%

PS4 7.999,- Áður 11.999,-

DEATH ADDER CHROMABesta leikjamús veraldar

varð enn betri!

KRAKEN PRO.

Þægilegasta leikja-heyrnartól allra tíma!

KRAKEN 7.1 CHROMA

7.1 Virtual Surround SoundEngine. Hljóðið í leikjunum hefur

aldrei verið svona flott!

ANANSIHrikalega flott MMO

leikjalyklaborð

BLACKWIDOW ULTIMATE

Leikjalyklaborð meðnýju Razer™ Mechanical

Switches hnöppunum

NAGAMMO leikjamús

fyrir atvinnumanninn!

afsláttur13.000,-

RAZER

19.999,- Áður 35.999,-

RAZER

9.999,- Áður 19.999,-

RAZER

14.999,- Áður 27.999,-

Xbox One Armed Forces heyrnatólXbox One Chat heyrnartól

Playstation 3.999,- Áður 5.999,-

Hleðslustöð fyrir Playstation 4Dual shock stýripinna.

Með Playstation TV streymir þú tölvuleikjumfrá Playstation 4 yfir á önnur sjónvörp heimilisins

Playstation 3.999,- Áður 7.999,-

Playstation 8.999,- Áður 19.999,-

afsláttur4.000,-

afsláttur6.000,-

afsláttur2.000,-

afsláttur11.000,-

Page 20: 24 04 2015

Margir halda að ég hljóti að vera að nota lyf því það sé ekki mögulegt að ná svo góðum árangri á svo stuttum tíma. En það er ekki eins og ég sé að snerta stöng í fyrsta skiptið.

Byrjaði fertug í kraftlyftingumHelga Guðmundsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri í kraftlyftingum á skömmum tíma. Hún vann bikarmót og setti Íslandsmet eftir aðeins 3 mánaða þjálfun, þá nýorðin fertug, er á leið á Evrópumeistarmótið með landsliðinu og stefnir á heims-meistarmótið í haust. Hún lætur hvorki aldur né kjaftasögur stöðva sig og nýtur þess að vera stöðugt að bæta sig.

É g var búin að æfa crossfit í fimm ár þegar ég datt niður á kraftlyftingar,“ segir Helga

Guðmundsdóttir, landsliðskona í kraftlyftingum. „Ég lenti á spjalli við konu í kraftlyftingum í afmæli sem fór að segja mér frá íþróttinni og hvað hún væri að lyfta þungu. Hún hafði bæði keppt á Íslands-meistaramótinu og Norðurlanda-mótinu en ég komst semsagt að því

þarna að hún var að lyfta töluvert minni þyngdum en ég var að gera í crossfittinu. Og ég hugsaði um leið að ég gæti auðveldlega keppt í þessu líka,“ segir Helga og hlær.

Setti Íslandsmet á fyrsta mótinu sínuOg það gerði Helga svo sannarlega. Hún dreif sig í kraftlyftingar, er komin í landsliðið og vinnur hvern

Máttur vatnsins

Þórir Sigurbjörnsson �allar um vatn og mikilvægi þess. Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir frá verkefni félagsins í Malaví. Íbúar Malaví hafa mjög takmarkaðan aðgang að hreinu vatni en Rauði krossinn hefur nú þegar borað sjö borholur í Mangochi-héraði, sem hafa gjörbrey� aðstæðum fyrir �ölda fólks.

Fimmtudaginn 30. apríl verður fyrirlestur í húsi Rauða krossins í Efstaleiti 9, kl. 8.30-9.30.

2 x 13 cm

Allir velkomnir

Skráning á raudikrossinn.is HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

15–

0898

titilinn á eftir öðrum. „Þegar ég byrjaði að æfa vissi ég ekkert hvert ég ætti að snúa mér. Ég þekkti einn mann sem hafði unnið sem dómari í kraftlyftingum og hann benti mér á að tala bara beint við Grétar Hrafnsson landsliðsþjálfara. Grétar hafði oft fengið svona símtöl og var ekkert svakalega spenntur en bauð mér samt að koma á æfingu. Hann lét mig prófa allar greinarnar, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Hann varð bara eins og krakki á jólunum, hann var svo spenntur,“ segir Helga hlæjandi. Að-eins þremur mánuðum síðar, þá nýorðin fertug, keppti Helga á sínu fyrsta bikar-móti. Hún sigraði á mótinu, auk þess að setja þar Íslandsmet í bekkpressu fyrir 40 ára og eldri.

Lætur aldurinn ekki stöðva sigHelga segir það ekki hafa komið nein-um á óvart hvað hún hellti sér af mikl-um krafti út í kraftlyftingarnar. Hún hafi aldrei látið neinn eða neitt stoppa sig, hvorki aldur né barneignir, en Helga býr ein með börnunum sínum þremur í Hafnarfirði, þar sem hún hefur rekið Crossfit-stöð síðastliðin fimm ár. „Mér líður ekkert eins og ég sé orðin fertug, mér finnst ég alltaf verið 25 ára,“ segir Helga. „En svo er ég auðvitað með góðan grunn fyrir kraftlyftingar. Ég hef verið að æfa og kenna crossfit síðastliðin fimm ár og ég hef alltaf verið mikil keppnis-manneskja.

Ég prófaði allskonar íþróttir sem ung-lingur og var í mörg ár í fimleikum en þurfti að hætta vegna meiðsla. Fór svo að æfa hlaup af kappi upp úr þrítugu og tók þátt í nokkrum maraþonum. Ég hef líka alltaf verið mjög sterk, alveg frá því

ég var lítil stelpa, ég held það hljóti bara að vera í genunum. Það var alltaf verið að skora á mig í sjómann því ég var svo sterk og ég vann oftast alla, líka stóru strákana,“ segir Helga og hlær.

Mikið um kjaftasögurNú er Helga á leið til Þýskalands þar sem hún mun keppa á Evrópumeistarmótinu. „Þar stefni ég á að ná einhverjum metum í opnum flokki en svo er Íslandsmeist-aramótið nokkrum vikum síðar og þá hef ég líka tækifæri til að vinna einhver met,“ segir Helga sem hefur núna æft kraftlyftingar í sjö mánuði. Svo stutt að kjaftastögurnar voru fljótar að kvisast um bæinn. „Það eru margir „skeptískir“ á velgengni mína og það hefur breiðst út mikill orðrómur um það að ég hljóti bara að vera að svindla. Margir halda að ég hljóti að vera að nota lyf því það sé ekki mögulegt að ná svo góðum árangri á svo stuttum tíma. En það er ekki eins og ég sé að snerta stöng í fyrsta skiptið,“ segir Helga. „Það er búið að lyfjaprófa mig og ég er að sjálfsögðu í lagi. Ég held að áður fyrr hafi verið mikið um steranotkun í kraftlyftingum en ekki lengur, það er bara of mikið í húfi. Ef þú ert lyfjaprófað-ur og fellur þá ferðu í keppnisbann í allt að þrjú ár auk þess að fá sektir. Ég get ekki ímyndað mér að neinn vilji taka þá áhættu,“ segir þessi mikla keppnismann-eskja sem lætur kjaftasögurnar ekki á sig fá. Hún ætlar að halda ótrauð áfram og njóta sigranna.

Ætlar á HM„Ég var að koma af æfingu þar sem ég bætti mig í hnébeygju og hoppaði þá hæð mína. Ég veit ekki hvað það er sem er svona skemmtilegt við þetta, það fylgir því bara svo ótrúlega góð tilfinning að bæta sig. Nú er ég komin í landsliðið og það fylgir því meiri pressa. Maður getur ekki verið þar nema með því að vera stöð-ugt að bæta sig. Ég væri ekkert á leið á EM hefði ég ekki náð þessum árangri á bikarmótinu í nóvember. Næsta mark-mið er að komast á HM í haust og ég set allan minn kraft í það.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Helga á Íslandsmetið í opnum flokki í þyngdar-flokki -63kg.

Hnébeygja 160 kg.

Bekkur 112,5 kg.

Réttstöðulyfta 170 kg.

Markmið hennar á EM:

Hnébeygja 175 kg.

Bekkur 120 kg.

Réttstöðulyfta 182,5 kg.

Helga Guðmunds-dóttir, landsliðskona í kraftlyftingum, setti sitt fyrsta Íslandsmet eftir að hafa æft kraftlyft-ingar í þrjá mánuði. Hún segist þó hafa góðan grunn því áður æfði hún crossfit í fimm ár. Ljósmynd/Hari

20 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 21: 24 04 2015

– fyrst og fremstódýr!

I love eru flottar vörur fyrir skemmtilegar

konur, þar sem boðið er upp á spennandi

vörur fyrir bað, líkama og fegurð.

I loveI lovevörurnar loksinsvörurnar loksins

fáanlegar í Krónunni

599kr.stk.

I love sturtusápa, 2 teg., 250 ml

Sturtusápa Bodyspray

699kr.stk.

I love Body Spray, 2 teg., 100 ml

Nýtt

899kr.stk.

I love freyði- og sturtusápa, 4 teg., 500 ml

Freyði- og sturtusápa

Vilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaFatboy?

Kauptu tvær NIVEA vörur og fylltu út þátttökuseðilinn í næstu Krónuverslun.

Í vinning eru 10 glæsilegir dökkbláir Fatboy junior grjónapúðar að verðmæti ca 25.000 kr. stykkið.

Heildarverðmæti:

Kauptu tvær NIVEA vörur og fylltu út

Heildarverðmæti:Heildarverðmæti:

250.000 kr.

Glæsilegtúrval

3fyrir

2229kr.pk.

Grite eldhúsrúllur, 2 í pakka

Hámark12 pakkar

45%afsláttur

649kr.pk.

Verð áður 1189 kr. pk.Lambi salernispappír, 12 rúllur í pk.

Hámark6 pakkar á mann

Taktuþátt

stk.stk.stk.I love freyði- og sturtusápa,

stk.stk.stk.

Vilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinnaVilt þú vinna

12 rúllur í pk.12 rúllur í pk.12 rúllur í pk.

2598kr.kg

Verð áður 4044 kr. kgLamba innralæri

35%afsláttur

1399kr.kg

Lambalæri, ókryddað

MarineringMarineringMarineringMarineringMarineringEinnig getur þú valið ókryddað eða með

kolagrillkryddi, New York, hvítlauk & rósmarín,

piparmarinerað eða trönuberja-& eplamarineraðpiparmarinerað eða trönuberja-& eplamarinerapiparmarinerað eða trönuberja-& eplamarinerapiparmarinerað eða trönuberja-& eplamarinerapiparmarinerað eða trönuberja-& eplamarinerapiparmarinerað eða trönuberja-& eplamarinera

1499kr.kg

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar á www.kronan.is

35

Page 22: 24 04 2015
Page 23: 24 04 2015
Page 24: 24 04 2015

www.fi.is

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

www.fi.is

Náðu þér í eintak!Náðu þér í eintak!Náðu þér í eintak!

Upplifðu náttúru ÍslandsUpplifðu náttúru Íslands

Við erum búnir að vera að harka í sjö ár. Aldrei grætt peninga, en aldrei tapað þeim heldur.

Árstíðir ætla að ferðast um Bandaríkin í gamalli skólarútu í sumar. Ljósmynd/Matt Eismann

Árstíðir fjárfestu í gamalli skólarútu sem þessa dagana er í umbreyt-ingarferli. Rútan mun hýsa sveitina í 6 vikna ferðalagi um Bandaríkin í sumar.

Ferðast um Ameríku

á gömlum skólabíl

Hljómsveitin Árstíðir gaf út sína þriðju breiðskífu á dögunum og nefnist hún Hvel. Hljómsveitarmeðlimirnir hafa á ári hverju

verið iðnir við tónleikahald erlendis og hafa lagt megin áherslu á því að kynna sig fyrir utan landsteinana. Á síðasta ári spiluðu þeir með sinfóníuhljómsveitum í Rússlandi og Síberíu. Þeir eru nýbúnir að spila á Svalbarða, og eru að fara til Bretlands í vor.

Í sumar munu þeir ferðast um Bandaríkin í sex vikur á gömlum skólabíl og spila nánast daglega. Þeir Ragnar Ólafsson og Daníel Auðunsson segjast vera að fjárfesta í minningum.

M eðlimir Árstíða hafa séð um allar sínar útgáfur sjálf ir frá því að þeir

stofnuðu hljómsveitina á hrun-mánuðum ársins 2008. „Þetta er strögl en þessi bransi er að breyt-ast og alveg hægt að gera þetta svona,“ segir Daníel Auðunsson. „Þá, vonandi, ef þetta gengur og bandið verður stærra, getum við fyrr lifað á þessu. Það sem kemur inn setjum við aftur inn til þess að stækka snjóboltann og láta hann rúlla hraðar.“

Hvel er þriðja plata Árstíða og er henni dreift víða um heim, og aðal-lega stafrænt. Árstíðir eru þó með dreifingaraðila á mörgum stöðum. „Við erum með útgáfufyrirtæki í Þýskalandi sem leigir útgáfuna af okkur og dreifir um mið-Evrópu og í Bretlandi. Við gefum svo út sjálfir um allan heim,“ segir Ragnar Ólafs-son. „Við fáum líka mikið af pönt-unum í gegnum heimasíðuna okk-

ar, og það er eins og markaðurinn sé að færast þangað,“ segir Daníel. „Plötubúðum er að fækka og miklu meira um það að fólk panti bara sín-ar plötur beint af listamönnum, sem er frábært fyrir okkur.“

Nota tölfræði til að markaðs-setja sigÁrstíðir hafa notað veitur eins og Spotify og iTunes mikið við það að rýna í það hvar fólk er að hlusta mest á sveitina. Þar sjá þeir hvar þeir ættu að halda tónleika og mark-aðssetja sig meira. „Við notum töl-fræði mjög mikið,“ segir Ragnar. „Við sjáum núna að þau lönd sem hlusta mest eru Bandaríkin, Kan-ada og Bretland, svo á þessu ári ætlum við að fjárfesta í þeim mörk-uðum.“

Árstíðir hafa farið fjórar ferðir til Rússlands og þeir segja Rúss-ana hrifna af tónlistinni þó þeir séu kannski ekki duglegir við plötu-

kaup. „Í síðustu ferð fórum við í gegn-um átta eða níu tímabelti til Síberíu,“ segir Ragnar. „Þar spiluðum við með sinfóníuhljómsveit sem kom furðu vel út. Þetta kom þannig til að sveitin bað um að fá að spila með okkur. Við erum með rússneskan bókara og eft-ir þessar ferðir okkar hefur tónlistin spurst út og áhuginn vaxið. Plöturn-ar seljast ekki mikið, en tónlistinni er mikið deilt og þess vegna getum við spilað mikið þar. Þetta er af öllum stærðargráðum, allt frá 400 manns upp í rúmlega þúsund.“

16 þúsund kílómetrar á sex vikumÍ sumar ætla Árstíðir að ferðast um Bandaríkin í sex vikur og er það í fyrsta sinn sem sveitin fer vestur um haf, þrátt fyrir að hlustunin á tónlist þeirra hafi verið mest þar. „Einn þriðji þeirra sem líka við okkur á Facebook eru frá Bandaríkjunum,“ segir Ragn-ar sem vitnar aftur í tölfræðina. „Við fjármögnuðum plötuna á Kickstarter, sem er ekki ósvipað Karolina Fund, nema að því leytinu að þetta hefur orðið smá trend í Bandaríkjunum. Það eru margir sem finna nýja mús-ík á Kickstarter og reyna að fylgjast með því nýjasta,“ segir hann. „Það er mikil spenna í hópnum að fara í þetta ferðalag. Við byrjum í New York og endum í Tuscon, Arizona, svo þetta eru um 16 þúsund kílómetrar sem við keyrum á þessum sex vikum.“

Árstíðir ákváðu að kaupa sér farar-tæki fyrir ferðalagið og fyrir valinu var gamall gulur skólabíll, sem verið er að breyta í vistarverur sveitarinnar fyrir ferðalagið. „Bíllinn bíður í Pitt-sburgh og verið er að smíða rúm, kló-sett og eldhús í bílinn þessa dagana,“ segir Ragnar.

„Það er verið að „pimpa“ þessa rútu vel upp,“ segir Daníel. Það er partur af ferðalaginu að fá að fylgjast með umbreytingunum í gegnum netið. Við fáum reglulega sendar myndir af þróuninni,“ segir Daníel.

„Þetta er sparnaðarráð þar sem leiga á farartækjum og hótelkostn-aður á svona ferðalagi er gríðarlegur, svo þetta er töluvert ódýrara,“ segir Ragnar.

Allir rúmlega þrítugir og barnlausirHljómsveitin Árstíðir var stofnuð á hrunárinu 2008 og hefur gefið út þrjár breiðskífur. Tónlistin þróast alltaf jafnt og þétt. „Við höfum með hverri plötu fundið okkar stíl betur og betur,“ segir Ragnar. „Við byggjum

þó á þessum raddaða söng sem við gerðum í upphafi því það er svolítið okkar hljómur, en með hverri plöt-unni hljómum við meira sem Árs-tíðir en ekki eitthvað annað band sem okkur er líkt við,“ segir Ragnar. „Við ákváðum samt mjög fljótlega að við ætluðum að reyna fyrir okkur er-lendis,“ segir Daníel. „Þar af leiðandi höfum við bara einbeitt okkur að því sem veldur því stundum að fólkið hér heima heldur að við séum ekki að gera neitt. Nú erum við búnir að vera mikið í Evrópu og Rússlandi og ætlum að hvíla það aðeins. Oft snýst þetta líka um peninga og Rússland er ekki vænlegur kostur í dag,“ segir Daníel.

„Við erum á því líka að þrátt fyrir að plötusala sé að minnka og slíkt, þá er ekki enn hægt að hala niður tónleikaupplifun,“ segir Ragnar. „Á meðan maður er ungur og barnlaus þá getur maður ferðast og spilað um heiminn,“ segir Daníel en meðlimir Árstíða eru allir rúmlega þrítugir og barnlausir. „Við erum búnir að vera að harka í sjö ár. Aldrei grætt peninga, en aldrei tapað þeim heldur,“ segir Ragnar. „Þetta er langhlaup.“

Spiluðu fyrir 100 manns á SvalbarðaÁ þessu ári eru Árstíðir búnir að spila á Svalbarða og þeir segja það tæki-færi sem ekki allir fá og þess virði að prófa. „Ég bjó á Svalbarða fyrir tíu árum,“ segir Ragnar. „Foreldrar mín-ir eru vísindamenn og voru við vinnu þar. Þetta var í lok myrkurstímabils-ins og flogið var með okkur með þyrlu yfir í rússneska hlutann, þar sem við spiluðum fyrir um hundrað manns, og svo á tónlistarhátíð í norska hlut-anum fyrir um 600 manns. Þetta var frábært,“ segir Ragnar. „Það var samt eins og hverfa aftur til ársins 1950 að koma yfir í rússneska hlutann,“ segir Daníel. „Kuldi sem ég hef ekki kynnst áður. Okkur fannst 100 manns ekkert sérstök mæting, en þegar okkur var sagt að það væri þriðjungur íbúanna þá skildi maður þetta aðeins betur. Þetta var fín mæting.“

Þeir Ragnar og Daníel eru á því að harkið borgi sig á endanum og hlut-irnir gerist ekki nema þeir reyni. „Í versta falli verða þetta góðar minn-ingar,“ segir Daníel.

Hægt er að kaupa nýjustu plötu Árstíða, Hvel í öllum betri hljómplötu-verslunum.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

24 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 25: 24 04 2015

ERLENDUR YNDISLESTUR!

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda 24. apríl, til og með 27. apríl. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

LondonVerð: 4.499.-

OceanVildarverð: 5.249.-Verð: 6.999.-

The Natural History BookVerð: 6.999.-

YogaVerð: 5.999.-

History - Year by YearVildarverð: 5.249.-Verð: 9.999.-

The Treasures of the QueenVildarverð: 4.499.-Verð: 5.999.-

The Photo BookVildarverð: 6.749.-Verð: 8.999.-

Contemporary World InterriorsVerð: 5.999.-

The Travel BookVerð: 4.499.-

The Photo BookThe Photo BookThe Photo BookVerð: 4.499.-Verð: 4.499.-

vildar-afsláttur

25%

vildar-afsláttur25%

vildar-afsláttur25%

vildar-afsláttur

25%

Page 26: 24 04 2015

M aría Ólafsdóttir söngkona kemur fyr-ir sem róleg og yfirveguð manneskja. Hún er feimin og lýsir sjálfri sér sem

„ósköp venjulegri“ stelpu. María viðurkennir að spennan fyrir lokakeppni Eurovision sé farin að magnast enda sé pressa á sér að komast í úrslitakvöldið.

„Mér líður vel og er ótrúlega spennt fyrir þessu,“ segir María aðspurð um spennu-stigið svona mánuði fyrir keppni.

„Það eru margir búnir að segja mér allskonar sögur af þessari keppni en ég veit ekki neitt. Ég veit að þetta verður einhver geðveiki þegar við komum þarna út,“ segir María. „Við erum að taka söng-æfingar og ég er að æfa allar hreyfingar með Selmu Björnsdóttur og hitta Valla sem undirbýr mig undir fjölmiðlahliðina,“ segir María og talar þá um Valgeir Magn-ússon, Valla Sport, sem þekkir hverja þúfu þegar kemur að Eurovision. „Við erum að æfa spurningar og vita hvernig við ætlum að svara og slíkt.“

María skaust upp á stjörnuhimininn í byrjun árs þegar hún sást fyrst í undan-keppni RÚV. Greinilegt var að þarna var komin söngkona sem var tilbúin í slaginn. María segir að hún hafi ekki alveg áttað sig á úr-slitunum strax. „Ég var mjög lengi að meðtaka þetta,“ segir hún. „Það er ekki langt síðan að ég áttaði mig á því að ég væri í rauninni að fara út. Fyrstu dagana var ég í sjokki og ekki alveg að fatta þetta, þetta var svo mikil athygli og mörg viðtöl svo maður hafði engan tíma til þess að setjast niður og átta sig á þessu.“

Hugurinn leitar útMaría fæddist á Blönduósi og bjó þar til sjö ára aldurs. Þá fluttist hún með fjölskyldu sinni í Mos-fellsbæ þar sem hún hefur búið síðan. Hún segist vera sveitastelpa í grunninn. „Ég var alltaf syngj-andi. Systir mín, sem er 11 árum eldri en ég, var mikið að syngja og ég var alltaf að herma eftir henni,“ segir María en systir hennar, Ardís Ólöf, tók þátt í Idol keppninni árið 2003. „Ég er alin upp við mikið af tónlist. Foreldrar mínir eru ekki í tón-list en hafa alltaf hlustað mjög mikið á hana og það er mikil tónlist á heimilinu. Það lá alltaf fyrir að ég ætlaði að syngja, tók þátt í Samfés og í Vælinu í Versló en lenti alltaf í öðru sæti,“ segir María og glottir. „Það var verra í seinna skiptið því það var á lokaárinu mínu.“

María hefur tekið þátt í uppfærslum hjá Leik-félagi Mosfellsbæjar og nú síðast lék hún aðalhlut-verkið í Ronju ræningjadóttur sem fékk prýðilega dóma. „Ég var alltaf í leikfélaginu sem krakki og tók þátt í öllum námskeiðum og slíku þangað til að ég varð 16 ára. Þá var ég orðin of gömul fyrir slíkt. Svo tók ég þátt í Ronju á síðasta ári sem varð mjög vinsæl,“ segir María. „Mig langar að vinna bæði við tónlist og leiklist, þó tónlistin hafi oft-

Feimna sveitastelpan

komin á stóra sviðið

Fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er hin 22 ára gamla María Ólafsdóttir. Það vissu ekki margir hver hún var þegar hún steig á svið í undankeppninni á RÚV í byrjun árs,

en hún var fljót að vinna þjóðina á sitt band og sigraði með miklum yfirburðum. María er rólyndisstúlka sem nýtur sín oft í sveitasælu en hún bjó á Blönduósi til

sjö ára aldurs, en flutti þá í Mosfellsbæ þar sem hún býr í dag. María er skiljanlega mjög spennt fyrir

keppninni í vor og segir það langþráðan draum að taka þátt. Hún tekur lítil skref í einu en langar

þó að búa sér til feril í tónlist og leikhúsi.

Framhald á næstu opnu

Sérhannað skart Maríu styrkir HugaraflSkartið sem María Ólafsdóttir mun bera í lokakeppninni í Vín er hannað af vöru-hönnuðinum Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur og smíðað af Jóni & Óskari. Skartið sem ber nafnið María, er bæði hálsmen, armband og hringur og sýnir fiðrildi sem eru ein-kennistákn lagsins Unbroken. Sunna Dögg hönnuður segir fiðrildið vera einkennandi fyrir textann sem fjallar um manneskju sem verður sterk-ari og sterkari, líkt og fiðrildi sem er að springa út. Skartið fer í almenna sölu hjá Jóni & Óskari og mun allur ágóði renna til Hugarafls. Þar er veittur stuðningur í bataferli sem byggir á því að efla geð-heilsu og tækifæri í lífinu. Það er hugmynd Maríu að styrkja þetta góða starf sem á sér þar stað. Þann 9. maí verður skartgripurinn fáanlegur og sýnilegur almenningi þegar Eurovision hópurinn blæs til heljarinnar veislu í Kringlunni, nokkrum dögum áður en haldið verður út til Vínar.

26 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

Feimna sveitastelpan

komin á

Helgin 24.-26. apríl 2015

Þau eru öll mjög spennt, en pabbi er smá stress-aður af því að það er sauðburður á sama tíma.

Page 27: 24 04 2015

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16.Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.isUppgefin eyðsla er miðuð við blandaðan akstur. Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

NÝTT INNRA RÝMIÞægindi og glæsileiki eru í fyrirrúmi í nýja Mazda6 með nýrri innréttingu og fyrsta flokks hljóðeinangrun.

NÝ LED AÐALLJÓS Rennileg lýsing þökk sé nýjum aðlögunarhæfum LED aðalljósum.

SKYACTIV SPARTÆKNI Sparaðu með SKYACTIV spartækni Mazda. Eyðsla frá aðeins 4,2 l/100 km. Fáanlegur fjórhjóladrifinn (AWD).

STERKLEGRA OG FÁGAÐRA ÚTLITGlæsilega KODO hönnunin hefur verið tekin skrefinu lengra með enn sterklegra og fágaðra útliti.

NÝTT MULTIMEDIA KERFI Nýtt Multimedia kerfi með 7“ snertiskjá, nú fáanlegt með GPS vegaleiðsögukerfi og Íslandskorti.

KOMDU og

Reynsluaktu

Mazda6

MAZDA. DEFY CONVENTION.

zoom- zoom

verð FRÁ 3.990.000 KR.

Nýr Mazda6 Enn sterklegra og fágaðra útlit nýtt innra rými

Mazda_6_ongoing_5x38_20150310_END.indd 1 13.3.2015 14:59:58

Page 28: 24 04 2015

ast haft forgang,“ segir hún. „Mig langar í leiklistarnám seinna meir. Ég reyndi við leiklistarskólann hér heima fyrir tveimur árum og komst ekki inn, en mig langar meira í nám erlendis þar sem hægt er að blanda leik og tónlist meira saman.“

Sveitastúlka inn við beiniðMaría vekur mikla athygli hvar sem hún kemur, eins og algengt er með-al þeirra sem vinna undankeppni Eurovision. Hún segir það bara vera gaman, ennþá. „Það er svolítið mik-ið um það að fólk komi upp að mér og vilji fá mynd og slíkt. Ég fór út að borða um daginn og var ekki búin að vera á staðnum í tvær mínútur þegar fólk vildi fá mynd af mér, með sér,“ segir María. „Mér finnst það samt bara gaman, ennþá,“ segir hún og hlær. „Það eru margir úr brans-anum sem segja mér að bíða bara róleg, þetta hætti að vera gaman. Núna er mér alveg sama,“ segir María.

Hópurinn sem tekur þátt í laginu Unbroken heldur til Vínar 13. maí og þann 21. maí er seinna undan-úrslitakvöldið þar sem Ísland stíg-ur á svið. Aðalkeppnin sjálf er svo laugardaginn 23. maí. María segir hópinn vera mjög samstilltan. „Það er búið að setja upp plan fyrir mig þarna úti og það er ekki mínúta sem fer til spillis sýnist mér,“ segir hún. „Ég er með það markmið að komast á úrslitakvöldið. Ég held að það sé takmarkið hjá öllum hópnum.“

Ertu Eurovision nörd? „Já, ég held það. Nördarnir

mundu líklega ekki kalla mig nörd, en ég hef mjög mikinn áhuga á þessari keppni og hef alltaf haft,“ segir María. „Ég get ekki misst af neinu í þessari keppni.“

María segir að æskuárin á Blönduósi eigi stóran part í sér. Hún er mikil sveitastúlka og var ró-legt barn. „Mamma og pabbi eiga sveitabæ hjá Blönduósi og keyra mikið á milli,“ segir hún. „Þau eru nýbúin að taka við býlinu af ömmu og afa og ætli það endi ekki með því að þau flytji alveg norður. Ekki al-veg í nánustu framtíð, en það kemur líklega að því. Ég var mjög rólegur krakki,“ segir María. „Var mjög feimin nema þegar kom að því að standa uppi á sviði og syngja eða leika. Þá var eins og feimnin færi. Mamma sagði að ég hefði bara setið og þagað,“ segir hún.

María gekk í skóla í Mosfellsbæ og þaðan í Verzlunarskóla Íslands. Hún segist eiga stóran vinahóp sem sé blanda af Mosfellingum og verslingum. „Það er ekkert ósvipað því og að búa úti á landi, að búa í Mosó,“ segir María. „Það var líka ein ástæða þess að við fluttum þang-að. Það er þétt samfélag og gott. Ég fór í Versló því ég hafði fylgst með systur minni fara þangað,“ segir hún. „Mig langaði mjög mikið að taka þátt í nemendasýningunum

þar, sem er gríðarleg reynsla. Ég eignaðist marga vini í nemendasýn-ingunum.“

Fæ að segja mína skoðunMaría verður með þéttan hóp at-vinnumanna með sér í Vín í maí og munu reynsluboltarnir Hera Björk og Selma Björns fylgja hópnum og aðstoða Maríu í þeim frumskógi sem Eurovision getur verið. „Hera er búin að hjálpa mér mikið á þeim stutta tíma sem við höfum hist,“ seg-ir María. „Það verður mjög þægilegt að vita af henni með í ferðinni.“

María var í námi við Kennarahá-skólann fyrir undankeppnina en

eftir sigurinn sá hún ekki fram á að geta klárað veturinn og tók sér því frí. Hún segir að undirbúningurinn fyrir Eurovision sé einfaldlega of tímafrekur til að hægt sé að vera í fullu námi með. „Ég var að læra að kenna tónlist, leiklist, söng og dans,“ segir María. „Ég átti að fara í vettvangsnám í vetur sem hefði þýtt mikinn tíma og skuldbindingu sem ég hefði ekki getað sinnt eins vel og ég vildi, sökum undirbúnings fyrir keppnina. Mig langar samt að halda áfram og aldrei að vita nema ég byrji aftur næsta haust.“

Eurovisionhópurinn hittist í hverri viku og segir María að hún

sé með einhver plön daglega. „Það er eiginlega orðið þannig, já,“ segir hún. „Strákarnir í StopWaitGo eru að semja meira efni fyrir mig og við erum að vinna í því. Það er von á tveimur lögum sem munu koma út á næstu vikum. Þetta efni er í ætt við Unbroken en ég er mjög opin fyrir allri tegund tónlistar,“ segir María. „Ég veit samt ekki alveg í hvaða átt ég fer á endanum. Ég hef verið að koma fram svona tvisvar í viku að undanförnu og það er mjög skemmti-legt. Það er þægilegt að hafa strák-ana á bak við sig í þessu öllu saman,“ segir hún. „Ég hef þekkt þá í nokkur ár og þeir vita hvað ég vil og slíkt. Ég

Hvað ef ég verð fyrst til þess að komast ekki í úrslitin í nokkur ár? Mér verður vonandi fyrirgefið ef það tekst ekki, að minnsta kosti á end-anum

fæ að hafa mínar skoðanir og leggja mitt til málanna.“

Sauðburður í uppnámi vegna EurovisionMaría fylgist mikið með keppninni og heldur með Svíum í ár. „Þeir eru beint á eftir okkur og ég held að lag þeirra sigri í keppninni,“ segir hún. „Ég hef samt ekki oft rétt fyrir mér. Eina lagið sem hefur unnið, sem ég hef spáð sigri, er Euphoria. Það spáðu líka allir því að það ynni,“ segir hún.

Fjölskylda Maríu er gríðarlega spennt fyrir þátttöku hennar í keppninni og margir eru nú þeg-ar búnir að kaupa sér farmiða til Vínar. „Þau koma öll daginn fyrir undanúrslitakvöldið,“ segir María. „Þau eru öll mjög spennt, en pabbi er smá stressaður af því að það er sauðburður á sama tíma. Afi ætl-ar þó að sjá um það svo pabbi geti komið út,“ segir hún brosandi. „Öll mín nánasta fjölskylda er að koma og örugglega um 50 manns sem eru að fylgja mér og strákunum.“

María er yngst af fjórum systk-inum og segir sig vera ósköp eðli-lega stelpu úr Mosó. „Ég mundi segja það,“ segir hún og hlær og er greinilega ekki vön spurningum um sjálfa sig. „Ég er ósköp venjuleg. Margir sem þekkja mig fyrir, trúa því ekki að sjá mig í einhverjum við-tölum og slíku því ég var alltaf þessi feimna sem sagði ekki neitt,“ segir hún. „Ég er þó alltaf að verða betri í þessu og venjast þessu meira. Fyrst þegar ég byrjaði að tala við fjölmiðla þá nánast stamaði ég, en ég er að komast í æfingu með þetta.“

Hvar sérðu þig eftir tíu ár?„Úff, ég veit það ekki,“ segir hún.

„Vonandi að starfa við tónlist eða leiklist eða hvort tveggja. Það er erf-itt að svara þessu. Ég ætla að halda áfram að byggja upp minn feril en svo missir maður kannski áhugann og fer að gera eitthvað allt annað, hver veit?“

Hvert er uppáhalds Eurovision-lagið þitt?

„Euphoria og All Out Of Luck með Selmu,“ segir María, án þess að hika. „Ég var líka mikill aðdá-andi Birgittu Haukdal þegar hún fór út – og er enn. Þegar ég var krakki að syngja tónlist heima þá var Írafár það eina sem komst að.“

María segir smá pressu á sér að keppa í Eurovision, en finnst hún samt á jákvæðum nótum. „Það er alltaf smá pressa að komast í úr-slitakvöldið,“ segir hún. „Hvað ef ég verð fyrst til þess að komast ekki í úrslitin í nokkur ár? Mér verður vonandi fyrirgefið ef það tekst ekki, að minnsta kosti á endanum,“ segir María og brosir. Líklega hefur hún rétt fyrir sér. Það er varla hægt að vera fúll út í Maríu Ólafsdóttur.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Nördarnir mundu líklega ekki kalla mig nörd, en ég hef mjög mikinn áhuga á þess-ari keppni og hef alltaf haft,“ segir María. „Ég get ekki misst af neinu í þessari keppni.“ Ljós-myndir/Hari

28 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 29: 24 04 2015

„Hugrökk og heilsteypt bók.“ Ó FEIGU R SIGU R Ð SS O N

AÐ BÚA Í TVEIMUR

AÐSKILDUM HEIMUM,

HIMNARÍKI OG HELVÍTI,

Í EINU OG SAMA HÚSINU

www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F isk islóð 39

Page 30: 24 04 2015

Vorkoman 2045

PPáll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, er kominn á tíræðisaldur – en ern vel og enn er til hans leitað sem eins helsta sérfræðings í veðurfari – ekki síst þegar hugað er að framtíðarspám. Veðurfar nýliðins vetrar hefur verið einkar leiðinlegt. Þegar slíkt gerist í kjölfar tveggja rigningarsumra, að minnsta kosti sunnan heiða, setur það mark sitt á lundarfar fólks. Ekki skán-aði það þegar Páll, af hyggjuviti sínu og lærdómi, sagði í viðtali við Fréttatímann nýverið að sennilega væri 30 ára hlýinda-skeiði að ljúka og við á leiðinni inn í jafn langt kuldaskeið. Léttan hroll setur jafn-vel að bjartsýnustu mönnum við þá til-hugsun að það vori hér á landi á ný árið 2045, eða þar um bil.

Annar virtur og margreyndur veður-fræðingur, Trausti Jónsson, benti hríð-skjálfandi löndum sínum á það, á veður-bloggsíðu sinni í vikubyrjun, að svala loftið sem hefur leikið um okkur í vetur hafi aðallega verið ættað frá Kanada. Nú í sumarbyrjun bregði hins vegar svo við að norrænn kuldi sæki að okkur, beint úr Norður-Íshafinu. Á þessum árstíma geti kuldapollar í norðurhöfum tekið á rás suð-ur á bóginn, stundum til okkar, stundum til Skandinavíu eða eitthvert annað. Veturinn kveður okkur því með sínu lagi og sumarið fagnar okkur með norðanátt og frosti.

Ekki líst öllum vel á byrjunina og blogg-viðmælandi Trausta segir ósköp einfald-lega um veðráttuna nú að hún fari að slá út vorhretið 1963, sem hafi verið upphafið að kuldaskeiði – væntanlega til þrjátíu ára. „Það skyldi þó ekki vera að spá Páls Berg-þórssonar skuli vera að ganga eftir,“ bætir maðurinn við.

Ég man eftir þessu fræga óveðri sem skall á 9. apríl 1963, þá á ellefta ári, al-ræmdasta páskahreti síðari áratuga. Þá ruddist heimskautaloft suður með Græn-landsströnd hingað til lands með hörku-frosti og stormi en blíða hafði verið dagana á undan. Gróður hafði tekið vel við sér en fór illa. Ég fann nokkuð fyrir því vegna þess að nokkru áður hafði ég haft frum-kvæði að aspakaupum á mínu bernsku-heimili. Aspir voru þá nokkur nýlunda í íslensku umhverfi en Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, hafði haft forgöngu um innflutning aspa eða aspa-fræja frá Alaska. Þessi tré spruttu hraðar en önnur og það vakti athygli mína, þótt ungur væri að árum. Því vildi ég eignast ösp og gróðursetja í okkar garði. Foreldrar mínir létu þetta eftir mér og úr varð að þeir keyptu eina ösp handa hverju okkar systkinanna sem gróðursettar voru í garðinum heima. A s p i r n a r t ók u vel við sér og spruttu upp bein-vaxnar og fagr-ar, að minnsta kosti að mati hins unga áhugamanns um skógrækt. Erlendur uppruni aspanna kom þeim hins vegar í koll í þessu alræmda hreti. Birkið hafði vara á sér, þekkti duttlunga íslensks veðurfars og beið eftir raun-verulegu vori. Aspirnar þutu hins vegar af stað í blíðunni en fengu heldur betur á baukinn. Þær kól niður í rót. Þar með taldi ég að skógræktarátaki mínu væri lokið en, merkilegt nokk, aspirnar lifnuðu við á ný. Mín varð hins veg-ar tvístofna í kjölfar áhlaupsins.

Aspir hafa síðan vakið upp ýmsar kenndir. Þær virðast hafa

lært á íslenskt veðurfar en vaxa enn miklu hraðar en önnur tré í íslenskri mold – og geta stofnar þeirra orðið gildir og laufkrón-ur miklar, auk þess sem ræturnar skjóta sér út um allt. Þessi hraði vöxtur gleður ákafamenn í skógrækt en veldur öðrum ókæti. Reynslan hefur sýnt að aspir eiga illa við í görðum þéttbýlisins, skyggja á sól hjá nágrönnum þeirra sem leyfa ris-unum að vaxa, auk þess sem rætur stærstu ófreskjanna lyfta gangstéttarhellum og malbiki. Runnar af ýmsum gerðum henta því betur á mörkum þéttbýlislóða en hin hávöxnu tré, en aspirnar hafa sannað gildi sitt í sveitum landsins þar sem pláss er nóg og þörf er á skjólbeltum fyrir annan og við-kvæmari gróður.

En aftur að sumrinu sem byrjaði í gær. Það var svo sannarlega íslenskt. Hann var að norðan og það var kalt, víða él og vægt frost, þó skárra á suðurhelmingi landsins en þeim nyrðri. Lærin á skátunum voru því blá og herkja í munnvikum lúðrasveit-arbarna. Blöðrubólga er því óhjákvæmi-leg hjá ungu kynslóðinni og hætta á nef-rennsli. Það jafnar sig samt, það vitum við af reynslu, þó varla um helgina því í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, er spáð stífri norðanátt og frosti um allt land. Það verður að vísu þurrt sunnantil en annars snjókoma og él. Norðanáttin helst á sunnudag og þá snjóar fyrir norðan. Það geta ekki margar þjóðir boðið upp á svo hressilega sumarkomu og ætti vitaskuld að auglýsa slíka viðburði ytra, ókeypis lærabláma, kvef, hálsbólgu og hæsi.

Enn einn veðurfræðingurinn, Haraldur Eiríksson, sagði í viðtali við Moggavefinn að svona væri vorið bara á Íslandi. „Það koma hret og vorið er ekkert alltaf komið til að vera. Ég man eftir mjög fáum vorum þar sem ekki hefur verið eitthvert hret en þetta er svona frekar í harðari kantinum sýnist manni. Þetta er bara ekta vorhret,“ sagði fræðingurinn og klykkti svo út með því að engin hlýindi væri heldur að sjá eftir helgina. „Við verðum bara að harka þetta hret af okkur,“ sagði hann.

Gott hjá honum, þótt hann gangi ekki alveg eins langt og sá veðurreyndi Páll Bergþórsson sem sér vorið koma á ný það sæla framtíðarár 2045. Gangi það eftir verður pistilskrifarinn kominn á aldur við Pál nú, sem sagt yfir nírætt, þegar aftur vorar á landinu bláa. Frumburður okkar hjóna verður 72 ára það sama vor og elsta barnabarnið komið á fimmtugsaldur.

Gleðilegt sumar!

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

Torino

Rín

ÍSLENSKIR SÓFARSNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Mósel

Kansas

Basel

Nevada

RomaRoma

Mósel

Nevada

BBasell

TTTorino

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN HJÁ OKKUR OG FÁÐU

50 ÞÚSUND KR INNEIGNSENDA MEÐ TÖLVUPÓSTI

GJAFABRÉF

ansasKaKa

Rín

GJAFABRÉFATILBOÐI LÍKUR

30. APRÍL

30 viðhorf Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 31: 24 04 2015

Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvaliBíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is

DAGSKRÁ:

12:30 OpnunarávarpÞórarinn Sólmundarson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

12:40 From Science to Praxis – Opportunities and ChallengesDr. Peter Moll, Senior Science Policy Adviser, Science Development

13:20 Þverfaglegar rannsóknir í íslensku vísindasamfélagi

Kynningar og umræðurl Kristín Svavarsdóttir, vistfræðingur hjá Landgræðslu ríkisinsl Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyril Unnur Anna Valdimarsdóttir, próf. við HÍ og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísinduml Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands

Umræðustjóri: Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins

Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís

MÁNUDAGINN 27. APRÍL KL. 12:30-14:30 Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍKÁ Rannsóknaþingi 2015 verður fjallað um þverfaglegar rannsóknir. Undanfarin ár hefur samstarf milli fræðasviða aukist mikið og áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf í vísindum og nýsköpun. Á þinginu verður leitast við að bregða ljósi á þessa þróun, fjalla um reynslu, áskoranir og tækifæri á þessu sviði og fá fram umræður um stöðu þverfaglegra rannsókna.

Þingið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Skráning á heimasíðu Rannís. Athugið að húsið opnar kl. 12:00 með léttum hádegisverði fyrir gesti.

RANNSÓKNAÞING 2015ÞVERFAGLEGAR RANNSÓKNIR

HN

OT

SK

ÓG

UR

gra

físk

hön

nun

É g verð að viðurkenna að ég vissi ekkert um SsangYoung áður en ég fékk lyklana í

hendurnar. Nafnið á þessu kóreska bílafyrirtæki, SsangYoung, er hvorki þjált né hljómþýtt í vestræn-um eyrum og manni dettur helst í hug að framleiðendurnir hafi aldrei ætlað út fyrir asískan markað. En eftir smá flakk á veraldarvefnum komst ég reyndar að því að fyrir 1987 bar fyrirtækið hið skemmtilega nafn Dong-A Motor og við hlið þess hljómar SsangYoung bara mjög alþjóðlega.

En burt séð frá nafn-inu, þá var ég alls ekki viss um, þar sem bíllinn stóð, glænýr, glansandi og glæsilegur á bílaplaninu, hvort ég hefði yfir höfuð séð SsangYoung Korando áður. Það er dáldið þannig með bíla í dag að þeir eru allir frekar keimlíkir, sér-staklega jepplingar.

En einmitt þess vegna kom það mér skemmti-lega á óvart að setjast undir stýri. Korando-inn er bara engum líkur að innan.

Með öllum þeim eiginleikum sem bílar bjóða upp á í dag verður mælaborðið og stýrið oft eitt rugl-andi takka-kaos, til þess gert að einfalda keyrsluna og jafnvel líka

lífið. En á milli þess sem maður hækkar í útvarpinu á stýrinu á fullri ferð, talar í símann í gegnum skjáinn og lætur gps-tækið vísa sér veginn í nýju hverfi, hugsa ég stundum að kannski bara flæki þetta frekar lífið og jafnvel bara tilveruna líka, sérstaklega þegar krakkahópur með lekandi ís í aftur-sætinu bætist við upplifunina. En í Korando-inum er þetta einstaklega

vel af hendi leyst. Mæla-borðið og allt innra rýmið er einfalt, vel úthugsað, stílhreint og þægilegt í notkun. Bíllinn er í heild-ina allur mjög einfaldur og þægilegur í notkun, fjölskyldubíll sem kemst allar trissur. Það er gott að keyra hann og þó hann sé kannski ekki sá kraft-mesti í bænum þá býður hann upp á gott rými, fjór-hjóladrif og ýmis þægindi á góðu verði.

Ég fékk að vera á bíln-um í nokkra daga og verð að viðurkenna að ég skil-aði lyklunum með trega, svo vel var mér farið að líka við hann. Meira að segja nafnið var farið að

hljóma eins og músík í eyrum allrar fjölskyldunnar.

Halla Harðardóttir

[email protected]

ReynsluakstuR ssangyoung koRando

Býður eiginmanninum með í BerlínarferðinaBílabúð Benna hefur staðið fyrir reynsluakstursleiknum „Með Opel til Þýskalands“ undanfarnar vikur. Helgarferð fyrir tvo til Þýskalands, með flugi og gistingu á fjögurra stjörnu hóteli, var í boði og komst fólk í vinningspottinn með því að mæta í Opelsalinn í Tangarhöfða eða í Reykjanesbæ og reynsluaka Opel. Einnig var hægt að stimpla sig í leikinn á sýningum Opel

í Kringlunni. Ríflega sex þús-und manns freistuðu gæfunnar. Dregið var úr pottinum og kom nafn Selmu Birnu Úlfarsdóttur upp. Selma Birna ætlar að bjóða manninum sínum, Halldóri Emil Sigtryggssyni, með sér. Þau völdu að fara til Berlínar og eiga, að því er fram kemur í tilkynningu Bíla-búðar Benna, spennandi upplifun í vændum.

SsangYoung Korando er bíll sem kemur á óvart. Þægilegur, fjórhjóladrifinn og rúmgóður fjöl-skyldubíl á góðu verði. Svo er bara svo gaman að segja nafnið hans.

ssangyoung koRando

Kostir 5 ára ábyrgð

Fjórhjóladrif (AWD) með læsingu

Leðurstýri með þægilegri útvarps-

stýringu Bluetooth tenging

við farsíma Hiti í stýri

Gallar Ekki mjög stórt farangursrými

Verð frá: 4.890.000 kr.

Það er gott að keyra Korandoinn og þó hann sé kannski ekki sá kraftmesti í bænum þá býður hann upp á gott rými, fjórhjóladrif og ýmis þægindi á góðu verði. Mynd Hari

Bíll sem kemur á óvart

Helgin 24.-26. apríl 2015 bílar 31

Page 32: 24 04 2015

Öll börn elska hryllingssögurMarkús Már Efraím stofnaði og stýrði skapandi ritsmiðju fyrir börn í 3. og 4. bekk í vetur. Það voru stolt börn sem kynntu nýlega afrakstur smiðjunnar, hryllingssögusafnið „Eitthvað illt á leiðinni er“ og Markús Már er ekki síður stoltur og ánægður með útkomuna. Hann segir öll börn elska hryllingssögur en í rit-smiðjunni kenndi hann börnunum að sigrast á sínum eigin ótta með því að nota hann sem byggingarefni í sögur. Sjálfur verður hann hræddastur þegar hann brýtur saman þvott.

É g hef mikinn áhuga á rit-list og sagnagerð og ætli það blundi ekki í mér rit-

höfundardraumur þó ég hafi ekki gert neitt í því,“ segir Markús Már Efraím, sem stofnaði og stýrði skap-andi ritsmiðju í hryllingssögugerð fyrir krakka í 3. og 4. bekk í vetur. Afrakstur hennar, hryllingssögu-safnið „Eitthvað illt á leiðinni er“, leit dagsins ljós um síðustu helgi og verður kynnt á Barnamenning-arhátíð í dag. Í bókinni er að finna 19 hryllingssögur eftir jafnmarga höfunda auk formála eftir skáldkon-una Gerði Kristnýju.

„Ég byrjaði að vinna á frístunda-heimili fyrir tveimur árum og var alltaf að segja krökkunum sögur en komst fljótt að því að þeim fannst draugasögurnar langskemmtileg-astar. Svo ég sagði þeim drauga-sögur þangað til einhverjir foreldrar fóru að kvarta yfir því að þetta væri farið að trufla svefninn hjá börnun-um. Börnin vildu nú ekkert kannast við það en mér datt þá í hug að það

gæti verið sniðugt að kenna þeim að búa til draugasögur, því með því að skilja hvernig sögurnar eru hugsaðar og byggðar upp þá yrðu þau örugglega síður hrædd,“ segir Markús Már.

Ritlistin opnar nýjar víddir„Eðlilega voru ekki allir krakkarnir jafn hrifnir af því að skrifa sögur og að hlusta á sögur. Nokkuð stór hópur skráði sig í smiðjuna en svo voru það nítján krakkar sem klár-uðu og eiga sína sögu í bókinni,“ segir Markús Már. Hann segir það hafa verið ótrúlegt ferli að fylgjast með þessum óreyndu rithöfundum opna fyrir sköpunargáfuna. „Það er almennt ekki reynt mikið á ímynd-unaraflið og sköpunargáfuna í ritlist í grunnskólum. Flest höfðu börnin ekki meiri reynslu af skrifum en að segja frá því á einni síðu hvað þau höfðu gert í helgar- eða sumarfrí-inu. Það reyndist þeim þó ekki erf-itt að nota ímyndunaraflið og þeim fannst það bara ótrúlega skemmti-

legt. Ein móðirin hringdi sérstak-lega í mig til að láta mig vita að rit-smiðjan hefði opnað nýjar víddir fyrir dóttur hennar.“

Hefur fundið sína hilluÞað voru samt ekki einungis börn-in sem lærðu og uppgötvuðu nýjar víddir. Markús Már segist í dag ekki geta hugsað sér skemmti-legra starf en að kenna börnum að nota ímyndunaraflið með skapandi skrifum. „Ég hef verið að flakka á milli deilda í Háskólanum og setið ýmsa kúrsa auk þess að hafa starfað sem kennari í grunnskóla, en núna stefni ég á frekara nám í ritlist og kennslu. Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa en hef komist að því að mér finnst alveg jafn gaman að kenna krökkum að skrifa. Það er svo frábært að fá tækifæri til þess að vinna með krökkum og að geta aðstoðað þá við að finna farveg fyrir sína sköpun er bara ómetanlegt.“

Verður sjálfur hræddur í þvottahúsinu„Allir krakkar elska hryllingssögur, það er eitthvað við spennuna sem þeir sækja í,“ segir Markús Már. „Ég gæti endalaust talað um rann-sóknir sem sýna fram á uppeldis-legt hlutverk draugasagna. Þær eru stór partur af lífi og þroska barna því með því að segja hrollvekjur ertu að segja frá og takast á við að-

stæður sem þú hefðir annars ekki tækifæri til. Þau læra að takast á við sinn eigin ótta í gegnum sögurnar.“ Og það var einmitt það sem krakk-arnir gerðu á námskeiðinu, deildu sínum eigin ótta, tókust á við hann og nýttu hann sem efnivið í sagna-gerð. En ekki bara krakkarnir, held-ur líka kennarinn.

„Ég sagði þeim frá því hvernig óttinn breytist með aldrinum. Þegar maður er lítill þá er maður kannski hræddastur við skrímsli eða við að vera skilinn eftir einhvers staðar. Svo verður maður eldri og verður kannski frekar hræddur um eitt-hvað, eins og börnin sín. Ég á tvo litla stráka og í dag tengist allur minn ótti þeim. Til dæmis verð ég gripinn ótta, þegar ég fer nið-ur í þvottahús seint á kvöldin. Þá eru strákarnir sofandi uppi. Ég er kannski búinn að vera niðri í smá tíma að ganga frá þvotti þegar ótt-inn byrjar að hellast yfir mig. „Hvað ef strákarnir eru ekki lengur uppi þegar ég kem aftur“? Þetta er auðvi-tað ótti sem á við engin rök að styðj-ast en sem ég næri með ímyndunar-aflinu. Þennan ímyndaða ótta, sem kemur samt úr raunverulegum að-stæðum, nota ég í skrifin mín og það er það sem ég hvatti krakkana til að gera líka.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Markús Már Efraím stefnir á frekara nám í ritlist og kennslu. Draumur hans er að setja á fót fleiri ritlistarsmiðjur fyrir börn, von-andi með styrk frá áhugasömum aðilum. Hann er nú þegar kominn í frekara samstarf við Frístundaheimilið Kamp og verður með hryllingssögusmiðju fyrir börn með annað móðurmál en íslensku.

Rithöfundarnir ungu, sem eru í 3. og 4. bekk grunnskóla, í útgáfuhófi á Kjarvals-stöðum. Myndir Hari

32 viðtal Helgin 24.-26. apríl 2015

HÁRLITUR SEM ENDIST LENGURENDINGABETRI, LÍFLEGRI OG FALLEGRI HÁRLITUR

Íslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningarÍslenskar leiðbeiningar

Page 33: 24 04 2015

Lesendum Fréttatímans fjölgaði verulega í nýliðnum mars. Í kjarnahópi Fréttatímans hefur lesendum fjölgað frá því að mælingar hófust, stuttu eftir að blaðið hóf göngu sína. Þannig var lestur kvenna á aldrinum 25 til 67 ára á höfuðborgarsvæðinu 61% í janúar-mars 2011 en mælist nú 65% í sama hópi. Lesturinn er því að aukast.

Straumurinn liggur til Fréttatímans

Jan.

-mar

s 20

11 6

1%

Jan.

-mar

s 20

15 6

5%

Page 34: 24 04 2015

Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre

[email protected]

Jæja, ef það kemur ekk-ert vor þá er líklega ennþá vetur. Þannig er það bara. Veturinn getur verið ágætur, alla

vega á veturna. Það sama má segja um myrkrið. Það er ágætt, alla vega á nóttinni. En Íslendingar þurfa að sætta sig við að myrkrið leggst yfir bróðurpart dagsins yfir miðveturinn (er ekki rétt að nota það orð; miðvetur – nú er þá síðvet-ur). Og nú verða þeir að sætta sig við að veturinn ætlar að leggjast yfir bróðurpart vorsins. Í skiptum fyrir dagsmyrkrið á veturna fá Ís-lendingar bjartar nætur á sumrin. Kannski fá þeir sumar næsta vetur. Ólíklega. En kannski.

En úr því að þetta er staðan er um að gera að pakka bara niður badmintonspaðanum og hörbux-unum og taka fram teppin, kakóið, skrabblið, kertin, gæsadúns-kóna og rifja upp hvaða pennavini maður hefur ekki sinnt síðustu árin. Veturinn er ekki svo slæmur. Hann er verstur þeim sem reikna með einhverjum vortöktum frá honum.

Og það borgar sig ekki að vera með neina vorstæla heldur. Það fer ekki vel að borða aspas við hél-aðan glugga. Aspas og jarðarber eru fyrir fólk sem hefur misst alla matarlyst af útivistinni í blíðum

Vetrarmatur á fyrstu sumardögunumÞað er betra að borða eftir veðrinu en almanakinu. Það þýðir lítið að bjóða fólki sem hefur barist yfir hæðir og frostkaldan mel upp á aspas og grænt salat. Í kulda og trekki kallar sál og líkami mannanna á huggunarríka máltíð, orkumikið kjöt og jarðbundna tóna í matreiðslu. Hér er fiskur, fugl, kind, svín og naut í vetrarbúningi fyrir fyrstu sumar-daga almanaksins sem verða vonandi síðustu vetrardagarnir að sinni.

andvara og heitum geislum sólar. Fólk sem býr við umsátur vetrarins þarf staðbetri mat. Og huggunar-ríkari. Mat sem huggar og læknar, yljar og sefar.

VetrarfiskisúpaÞótt fiskur þurfi skamman eldunartíma má samt útbúa vetrarlega fiskisúpu sem minnir á hæ-geldaða grýtu uppfulla af brögð-um gegn kulda og slarki. Kostur-inn við svona vetrarfiskisúpu er að ekki er lengi verið að elda hana. Og svo er hún góð. Og huggandi í vondum veðrum.

Hitið saxaðan lauk, blaðlauk og sellerí í vel heitri olíu í potti og annað sem ykkur finnst passa. Setjið ansjósur úr einni dós saman við og merjið flökin til að hjálpa þeim að leysast upp (ef þú hefur ekki efni á ansjósum geturðu sleppt þeim en sett í staðinn slurk af fiskisósu út í seinna meir). Bæt-ið við eins miklu af söxuðum chili-pipar og þið þurfið og aðeins af

fínt-skornu engifer. Ef þið eig-ið saffran hendið þá fimm til sjö þráðum útí. Merjið og brytjið hvítlaukgeira eftir smekk og bætið saman við og hitið í mínútu eða svo. Hellið bolla af hvítvíni yfir og sjóðið niður. (Sumir segja að mysa geti komið í staðinn fyrir hvít-vín en það er langt í frá. Kryddið frekar til með smá slettu af hvít-vínsediki í lokin ef þið sleppið hvít-víninu). Hellið úr dós af góðum

niður-soðnum tómötum í

pottinn og tæpum lítra af fiskisoði ef þið eigið slíkt. Notið annars góðan fiski- eða grænmetiskraft sem þið treystið (ansjósurnar gefa gott fiskibragð) og látið suðuna koma upp. Setjið kíló af blönduð-um brytjuðum kartöflum, rófum, gulrótum, sellerírót, steinseljurót, radísum, næpum – ekki allt þetta, heldur bara það af þessu sem þið eigið við höndina – og látið malla við vægan hita þar til grænmetið er orðið meyrt. Með því að hafa kartöflubitana minni en rófurnar og gulrótarbitana minni en kartöfl-urnar ætti allt grænmetið að vera tilbúið á sama tíma. Skerið blá-löngu, steinbít eða annan ódýran hvítan fisk í sneiðar og setjið út í súpuna og leyfið að hitna í þrjár til fimm mínútur. Saltið og piprið eft-ir smekk. Bragðbætið með ediki, fiskisósu eða sítrónusafa ef þarf. Saxið góða lúku af steinselju og/eða graslauk og stráið yfir pottinn. Hafið nýbakað brauð á borðinu.

HænsnasúpaHænsnasúpa er ágætur kostur fyrir þá sem sitja í stofufangelsi vetrarins. Allstaðar þar sem fólk hefur haldið hænsnfugla hefur fólk trúað að hænsnasoð vinni gegn kvefi, sleni og flensu. Kaupið helst gamlan fugl af varphænu-stofni. Það er bragðmeira kjöt og þarf lengri eldun. Það hentar því síður á grillið. Sjóðið hænuna við vægan hita þannig að aðeins sjáist örsmáar loftbólur í vatninu með rótargrænmeti, laukum, hvítlauk, engifer og einhverjum kryddjurt-um – jafnvel smá chilli. Þegar kjöt-ið er soðið takið hænuna upp úr og kjötið af beinunum, brytjið og leggið til hliðar. Fleytið fitu ofan af soðinu og kryddið til með salti og pipar. Setji kjötið aftur út í og slökkvið undir þegar súpan sýður lítillega á ný. Bætið þá steinselju út í og sítrónu eða ef til vill tveimur eggjarauðum hrærðum saman við sítrónusafa.

Í svona

súpu eru samankomin

svo mörg húsráð gegn illum áhrifum

kulda á sál og líkama að hún hlýtur að virka. Ef ekki;

þá er hún alla vega góð. Fólk fær góðan mat þótt því batni ekki.

Hægeldað lamb eða rollaÞótt við ættum að vera löngu búin með sláturlömb haustsins leynist lengi einn bógur eða læri í ein-hverjum fyrstiklefanum. Þíðið slíkt stykki í ísskáp í viku, ekki er verra að ef þið krækið í sauðalæri og enn frekar sauðabóg. Takið stykkið út úr ísskápnum góðum tíu tímum fyrir máltíðina og leyfið að ná stofuhita.

Kveikið á ofninum klukkutíma síðar og stillið á 75°C. Hitið olíu og smjör (ekki verra að nota gæsa- eða andafitu) í potti og steikið kjötið á öllum hliðum við meðal-hita þar til það hefur brúnast. Tak-ið kjötið upp og hellið mestu af fit-unni af. Setjið afhýdda en óskorna geira af fimm hvítlaukum í pottinn og hellið um 50 sentílítrum af kon-íaki yfir og kveikið í (gætið þess að halla ykkur ekki yfir pottinn, logarnir geta brennt augnhárin og augabrúnirnar). Þegar áfengið er brunnið og logarnir dofna hellið þið um hálfri rauðvínsflösku og smáslatta af einhverju sætu (safi af kirsuberjum, smá krækiberja-saft, sætur vermúth eða madeira) yfir. Setjið kjötið aftur í pottinn, þrýstið bökunarpappir yfir, setjið lokið á og pottinn inn í ofn. Bakið í tvo tíma við 65°C en hækkið síðan í 85°C og bakið í aðra fimm, sex tíma. Snúið stykkinu eftir helming tímans.

Takið kjötið upp úr pottinum, látið á fat og leyfið að hvílast undir álpappír. Veiðið hvítlauksgeirann upp og raðið kringum kjötið. Veiðið fitu ofan af soðinu og sjóðið það vel niður. Safinn á að vera bragðmikill og við það að verða þykkur. Borið fram með steiktu dagsgömlu brauði sem þið smyrjið með hvítlauknum við borðið. Ann-ars þarf ekkert meðlæti annað en soðið óborganlega. Það er þó ekki bannað að hafa eitthvað annað með, til dæmis kartöflur ein-hvers konar. Það má allt á löngum vetrarkvöldum.

34 matartíminn Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 35: 24 04 2015

Hægbakað svín

Svo má segja sem svo að úr því að veturinn ætlar að verða svona langur þá sé kominn tími á önnur jól. Ef þið viljið ekki ný jól þá telst mér svo til að í dag sé 121. dagur síðustu jóla. Það má líka halda upp á það með svínakjötsáti, jafnvel hamborgarhrygg.

Ef þið hafið komist yfir ósaltað svínakjöt er ágætt að leggja það í saltpækil í dag eða tvo. Ef þið eruð með salt eða reykt kjöt er hins vegar ágætt að útvatna það eins og saltfisk í dag eða tvo því yfirleitt er þetta kjöt alltof salt. Saltpækill er gerður úr bolla af góðu salti, þrem-ur lítrum af vatni. Stundum er gott að krydda pækilinn með kryddi og jurtum, sítrónum og grænmeti en að þessu sinni er það óþarft því kjötið mun fá nægt bragð af öðru. Geymið kjötið í pæklinum í ískáp og skiptið um pækil einu sinni á sólarhring. Látið liggja í pækli í tvo til fjóra sólarhringa.

Veiðið kjötið upp úr pæklinum kvöldið áður en þið ætlið að borða það. Stillið ofninn á 180°C. Skerið í pöruna þvers og kruss með um sentímetra millibili svo paran verði köflótt. Setjið í hæfilegt fat. Blandið í mortelli 3 matskeiðum af fennelfræjum, 2 matskeiðum af rauðum chilli-flögum og 4-6 hvítlauksgeirum. Myljið saman og nuddið þessu inn í kjötið. Kreistið sítrónur og blandið einum bolla af safanum saman við einn bolla af olívuolíu og hellið aðeins yfir kjötið og restinni í fatið. Setjið í ofninn og bakið í hálftíma. Lækkið þá hitann í 105°C og bakið í átján tíma. Klukkutími til að frá skiptir ekki öllu. Ausið safanum og fitunni sem rennur af kjötinu og blandast sítrónusafanum og olívuolíunni yfir kjötið alltaf þegar þið eigið leið hjá. Kjötið er tilbúið þegar þið getið klipið það í sundur með fingrunum. Setjið á fat, sigtið vökvann í fatinu og hellið yfir og kringum kjötið. Borið fram með því sem ykkur finnst hæfa með.

Hægeldað uxabrjóst upp úr Egils maltiByrjið að elda uxabrjóstið á föstudegi ef þið ætlið að borða það á sunnudegi. Kannski þurfið þið jafnvel að panta uxabrjóst í kjötbúðinni með dagsfyrirvara því búðirnar bjóða yfirleitt bara upp á meirustu vöðvana. Annað er hakkað. Uxabrjóst er hins vegar bragðmikið og hentar vel í hægeldaða rétti. Ef þú ert ekki viss um hvað uxabrjóst er þá er það til dæmis notað í pastrami.

Búið til kryddblöndu úr einum hluta af hverju: Pipar, sinnepsfræ, timian og salvía og blandið saman við þrjá hluta af sjávar-salti. Myljið og nuddið kryddinu inn í uxabringuna. Steikið um 200 grömm af reyktu svínafleski skornu í strimla þar til það er stökkt. Kaupið reykt flesk frá KjötPól eða biðjið kjötkaupmann-inn um sambærilegt. Ekki kaupa pækil- og sprautusaltað bacon í plastumslögunum. Veiðið fleskið upp úr og steikið uxabringuna upp úr feitinni í um 5 til 10 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið upp úr og hendið fitunni. Notið hálfan lítra af nautasoði til að leysa upp steikar-skánina af pönnunni og hellið soð-inu yfir í pott með loki. Ef þið notið ekki pott sem bæði er hægt að nota bæði á hellurnar og í ofninn. Bætið einni Egils malt saman við, fleskinu, nokkrum lárviðarlaufum og 8 steinlausum sveskjum. Látið kjötið á fituhliðinni í pottinn og þrjá lauka sneidda í hálfhringi ofan á kjötið. Setjið lokið á og pottinn inn í kaldan ofn og stillið á 90°C. Snúið ykkur að öðru í tvo og hálfan tíma. Snúið þá kjötinu við svo laukurinn falli ofan í soðið. Hækkið hitann í 120°C. Kíkið á pottinn eftir hálftíma. Soðið má alls ekki sjóða. Lækkið hitann

örlítið ef loftbólurnar eru stærri en títuprjónshaus eða of ólmar. Eftir tvo tíma skulið þið bæta við hálfu kílói af gulrótum og hálfu kílói af sveppum í pottinn. Skorið eftir smekk. Slökkvið á ofninum eftir klukkutíma: Þið hafið þá bakað kjötið við 90°C í tvo og hálfan tíma og í fjóra tíma við 120°C. Skiljið pottinn eftir inn í ofninum og leyfið honum að kólna þar á meðan þið sofið.

Takið pottinn úr ofninum dag-inn eftir, til dæmis um hádegið, og setjið í ísskáp. Gerið ekki meira þann daginn. Alla vega ekkert tengt þessu uxabrjósti.

Um fimm leytið á sunnudeg-inum skulið þið brjóta fituna ofan af kjötinu og geyma til að

nota síðar. Það má til dæmis steikja kartöflur upp úr henni. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og leggið í eldfast mót og græn-metið ofan á. Sjóðið soðið niður þar til þykknar eilítið og hellið yfir kjötið. Breiðið álpappír yfir og setjið fatið í kaldan ofn. Stillið á 120°C og hitið í einn og hálfan tíma. Borið fram með eins vetrarlegu með-læti og ykkur dettur í hug. Þó ekki rauðkáli og sultu. Útbúið frekar salat úr ofnbökuðum sætum kartöflum eða byggi og sveppum; eitthvað dimmt og jarðartengt.

Gunnar Smári Egilsson

[email protected]

Mesta snerting okkar við náttúruna er í gegnum matinn og veðrið. Og þetta tvennt spilar saman. Heitir vordagar leysa upp matarlystina svo við viljum helst bara eitthvað létt og sem minnst eldað. En þegar vetur geisar og vill ekki sleppa tökunum þá er tími fyrir eitt-hvað staðbetra og huggunarríkara, einhvern sterkan mótleik.

matartíminn 35 Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 36: 24 04 2015

36 fjölskyldan Helgin 24.-26. apríl 2015

F ræðsla er samofin sýningunni á margvíslegan hátt og á sýningunni er fræðsluefni sem býður upp á

leik og hvetur til skapandi hugsunar um verk og inntak sýningarinnar,“ segir Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi Þjóðminjasafns Íslands, sem sá um gerð fræðsluefnis á sýningunni Sjónarhorn sem opnuð var í Safnahúsinu við Hverfis-götu þann 18. apríl. Nokkur fræðslurými eru á sýningunni og eru þrjú þeirra sér-staklega ætluð fjölskyldum.

Sjónarhorn er grunnsýning á íslensk-um myndheimi og sjónrænum menning-ararfi. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns- Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sam-

starf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og með nýstárlegum hætti.

Mikil áhersla er lögð á fræðslugildi sýningarinnar og vann Hlín fræðslu-efnið í samstarfi við sýningarstjórann Markús Þór Andrésson og miðlunarsvið Þjóðminjasafnsins á meðan sýningin var í mótun en algengara er að fræðsluefni sé unnið eftir á. „Fjölskyldufræðslan er byggð þannig upp að börn og fullorðnir geta unnið verkefni í sameiningu. Við göngum út frá því að allar kynslóðir hafi eitthvað til málanna að leggja og galdr-arnir gerast þegar samræðan á sér stað milli kynslóða. Allir geta nálgast fræðslu-efnið á sínum forsendum, börn, ömmur og afar, mömmu og pabbar,“ segir hún.

Fræðsluefnið miðar að því að leiða fólk áfram með leikjum, spilum og þrautum. Hlín tekur sem dæmi að á efstu hæð Safnahússins sé útgangspunktur sýn-ingarinnar samband okkar við umhverfið, og þar er fræðslurýmið sett upp eins og útilegutjald sem býður upp á hlutverkal-eik. „Þar er hægt að leika sér, endurupp-lifa hvernig við tengjumst náttúrunni og slaka á. Það getur heilmikill lærdómur falist því bara að njóta,“ segir hún.

Á annarri hæð Safnahússins er fræðslu-rými sem er unnið í nánu samstarfi við Náttúruminjasafnið og gefst ungum sem öldnum þar tækifæri til að flokka, raða og skoða ýmis fyrirbæri úr náttúrunni.

Hlín segir að viðbrögðin við fræðslu-efninu hafi verið afar jákvæð og hún segir virkilega gaman að sjá fólk nýta sér það. „Stundum getur verið erfitt að fara með börn á sýningar en þá er hægt að nota fræðslurýmin til að leika sér inni á milli og þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin snerti eitthvað sem þau mega ekki snerta. Fræðslurýmin gera heim-sókn í Safnahúsið að enn áhugaverðari samverustund barna og fullorðinna,“ segir hún.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Fjölskyldan Tilvalið er að Fjölskyldan Fari saman í saFnahúsið

Fjölskylduvæn fræðsla í SafnahúsinuMikil áhersla er lögð á fræðsluefni á sýningunni Sjónarhorn sem stendur yfir í Safnahúsinu. Þrjú fræðslurými eru sérstaklega ætluð fjölskyldum þar sem hægt er að leika sér, leysa þrautir og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að börnin snerti eitthvað sem ekki má snerta.

Fræðsluefnið á annarri hæð er unnið í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og er þar hægt að prófa sig áfram með nátt-úrulegan efnivið. Ljósmyndir/Hari

Á efstu hæð Safna-hússins er búið að setja upp tjald í sér-stöku fræðslurými þar sem líkt er eftir útilegu í náttúrunni og meira að segja heyrast upptökur af raunverulegum fuglahljóðum.

Opið

MÁNUDAGA TiL LAUGARDAGAKL. 11-18OG

SUNNUDAGAKL. 13-18

tekk company og habitat | kauptún 3 | sími 564 4400 | www.tekk.is

TAX FREE

20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM

VÖRUM

SKOÐAÐUVÖRUÚRVALIÐ

Á

TEKK.IS

síÐasta tiLboÐsheLgi

SUMARIÐ ER KOMIÐÍ KRUMMA

TRAMPÓLÍN, RÓLUR OG FLEIRI LEIKTÆKI Í GARÐINN

KÍKTU Á VEFVERSLUN

KRUMMA.IS

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 www.krumma.is

Page 37: 24 04 2015

Vina del Mar

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • heimsferdir.is

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.EN

NEM

M /

SIA

• N

M68

546

Vina del MarBókaðu sól í orlofinu

m/allt innifalið

La Blanche Resort & SpaFrá kr. 179.900 Netverð á mann frá kr. 179.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 217.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.9. júlí í 11 nætur með bókunarafslætti.

m/hálfu fæði

Best Western OdysseeFrá kr. 113.900 Netverð á mann frá kr. 113.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 125.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 10. maí í 13 nætur.

Cye Holiday CenterFrá kr. 69.900 Netverð á mann frá kr. 69.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 88.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 5. júní í 7 nætur.

Tenerife SurFrá kr. 77.900 Netverð á mann frá kr. 77.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 86.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.6. júní í 7 nætur

m/allt innifalið

Grand Cettia HotelFrá kr. 139.900 Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. Netverð á mann frá kr. 165.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.18. júní í 11 nætur með bókunarafslætti.

Frá kr. 69.900

m/allt innifalið

Risa HotelFrá kr. 119.900 Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. maí í 11 nætur á sértilboði.

SÉRTILBOÐ

m/allt innifalið

Hotel PlayalindaFrá kr. 119.900 Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 162.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. júlí í 7 nætur.

m/hálft fæði innifalið

Hotel RomanceFrá kr. 112.900 Netverð á mann frá kr. 112.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 127.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi.28. maí í 11 nætur á sértilboði.

SÉRTILBOÐ

Agadir

Bodrum í Tyrklandi

Almería

Bodrum í Tyrklandi

Salou

Marmaris í Tyrklandi

Tenerife

Marmaris í Tyrklandi

SÉRTILBOÐ

SÉRTILBOÐ

SÉRTILBOÐ

20.000 KR.

20.000 KR.

Page 38: 24 04 2015

38 heilsa Helgin 24.-26. apríl 2015

Heilsa sjúkraþjálfarar vilja fyrirbyggja meiðsli frekar en vinna með afleiðingarnar

3x15

Kolvetnaskert,próteinríkt og fitulaust

Hentar fyrir LKL mataræði

HVÍ

TA H

ÚSI

Ð /

SÍA

Hámarks hreyfanleiki – lágmarks meiðsliÞrír sjúkraþjálf-

arar kynna nýja veikleika-greiningu sem leggur áherslu

á að fyrir-byggja meiðsli.

Með greining-unni er hægt

að greina villur í líkamsstöðu

og hreyfingum.

s júkraþjálfararnir Arnar Már Kristjáns-son, Hjalti Rúnar Oddsson og Sigurð-ur Sölvi Svavarsson eru að fara af stað

með nýtt verkefni sem felst í veikleikagrein-ingu sem leggur áherslu á að fyrirbyggja meiðsli.

Vinna frá hinum endanum„Áhugi okkar snýr að því að fyrirbyggja meiðsli frekar en að þurfa að vinna með af-leiðingarnar,“ segja þeir. „Við höfum unnið með einstaklingum og íþróttafólki sem hafa verið að koma af illri nauðsyn vegna meiðsla eða annara þátta sem hamla framförum þeirra. Með hreyfigreiningu er ætlunin að vinna frá hinum endanum, að greina villur í hreyfistjórn, minnkaðan hreyfanleika og styrk og skekkjur í líkamsstöðu.“

Vilja koma í veg fyrir meiðsliGreining af þeirri tegund sem Arnar, Hjalti og Sigurður ætla að bjóða upp á hefur fyr-irbyggjandi gildi. „Við viljum frekar fyrir-byggja meiðsli heldur en að vinna með meiðslin eftir á. Með veikleikagreiningu er hægt að greina villur í líkamsstöðu og hreyfingum, og með þær upplýsingar getur viðkomandi komið í veg fyrir álagsmeiðsli sem og mögulegum áverka í æfingum og keppni,“ segir Arnar.

Betri líkamsbeiting – betri árangurGreiningin fer þannig fram að þátttakendur svara stuttum spurningalista um líkams-rækt eða íþróttaiðkun, eðli þeirra og ákefð. Einnig er farið yfir meiðslasögu, mat og álit á eigin líkamsástandi. Loks fer fram skoð-

un á líkamsstöðu og hreyfigreining þar sem skimað er fyrir veikleik-um. „Að lokinni greiningu fær hver einstaklingur sérhæft æfingapró-gramm sem hjálpar viðkomandi að hámarka skilvirkni í hreyfingum og líkamsstöðu sinni og þar af leiðandi lágmarka líkur á álagseinkennum og meiðslum,“ segir Sigurður.

Greining löguð að hverri íþróttagrein fyrir sigBoðið verður upp á greiningu sem hentar hverjum hópi íþróttaiðkenda fyrir sig. „Í hreyfigreiningunni er farið yfir hreyfingar tengdar hverri íþrótt. Við erum til dæmis að setja saman skoðun fyrir Cross-Fit Reykjavík og sú skoðun er að-eins öðruvísi en almenna skoðunin þar sem það eru aðrar áherslur í crossfit. Einnig erum við að vinna að skoðun fyrir knattspyrnulið en þar eru hreyfingar sem tengjast fótbolta sérstaklega,“ segir Hjalti. „Betri tækni í íþróttum getur skipt sköpum ef þú ert að keppa. Eins er alveg jafn mikilvægt að hreyfingar einstaklingsins séu eins og best er á kosið. Betri stjórn á hreyfingum lík-amans kemur fram í betri árangri,“ segir Hjalti. Greiningin er hins veg-ar ekki eingöngu fyrir keppnisfólk í íþróttum, heldur hentar hún þeim sem hreyfa sig að staðaldri.

Líkaminn þarf reglulega skoðunEn af hverju ætti hinn almenni íþróttaiðkandi að fara í veikleika-greiningu á stoðkerfi? „Almennt er samfélagið sammála um að gott sé að fara í skoðun til tannlæknis ár-lega, sem og að láta skoða bílinn. Af hverju ætti ekki slíkt hið sama að gilda um stoðkerfið? Verkurinn í öxlinni hverfur ekkert frekar en „check engine“ ljósið í mælaborðinu ef þú hunsar það,“ segir Sigurður.

Verkefnið er á byrjunarstigi en almenn skimun verður fljótlega í boði hjá Spörtu heilsurækt í Kópa-voginum og skimun fyrir Crossfit iðkendur verður í boði hjá CrossFit Reykjavík. Allar nánari upplýsing-ar um þetta má nálgast á Facebo-ok síðunni Maximum Mobility og fyrirspurnir má senda á netfangið [email protected].

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Sjúkraþjálfararnir Arnar Már Kristjáns-son, Sigurður Sölvi Svavarsson og Hjalti Rúnar Oddsson hafa unnið mikið með íþróttameiðsli í gegnum tíðina. Nú kynna þeir nýtt verkefni sem felst í veikleikagreiningu sem leggur áherslu á að fyrirbyggja meiðsli. Mynd/Hari

TRÓPÍfæstnúnalíka í 1. lítra

fernum

Náttúru-legagóði

safinn

©20

15 T

he C

oca

Co

la C

om

pan

y -

all r

ight

s re

serv

ed

Page 39: 24 04 2015

Lyf & heilsa Kringlunni

www.lyfogheilsa.is

Lyf & heilsa Kringlunni

www.lyfogheilsa.is

NÝTT

COMPLEXION RESCUETINTED HYDRATING GEL CREAM

frá

HÉR ERU SAMTVINNAÐIR ALLIR BESTU EIGINLEIKAR BB- OG CC-KREMA AUK KOSTA LITAÐS RAKAKREMS …RAKAMAGN HÚÐARINNAR EYKST UM HEIL 215%* EFTIR EINUNGIS VIKUNOTKUN!

UM ER AÐ RÆÐA ALGJÖRA NÝJUNG Á SVIÐI FÖRÐUNAR.

bareMinerals kynningardagar 24.-26. apríl.

25% afsláttur af bareMinerals.

*Nið

urs

töð

ur

ran

nsó

kna

62 k

on

ur

Page 40: 24 04 2015

Helgin 24.-26. apríl 201540 tíska

Tíska sumarTískan fær innblásTur frá áTTunda áraTugnum

Hippaleg tíska í sumarSumartískan í ár ber mörg einkenni þess sem var í tísku á áttunda áratugnum, eða „the seventies“ eins og þeir segja hjá stóru tískuhúsunum. Þetta þýðir að hippatískan er komin aftur, fullt af kögri og túnikkur. Eva Dögg Sigurgeirs-dóttir, ritstjóri tíska.is, fylgist náið með tískustraumum og fræðir lesendur Fréttatímans um það sem þykir allra flott-ast fyrir sumarið.

s umartískan er að mínu mati ótrúlega flott og skemmti-leg,“ segir Eva Dögg Sigur-

geirsdóttir, ritstjóri og stofnandi www.tiska.is sem leiðir lesendur Fréttatímans í allan sannleik um hvað er í tísku fyrir sumarið. „70’s hippatíska er áberandi og það þýðir að buxur eru að víkka sem sagt út-víðar buxur sjáanlegar, buxnapils, fullt af kögri nú svo er rúskinnið að koma sterkt inn, stuttbuxur, skó-síð pils og kjólar og gallabuxur og gallafatnaður í allri sinni mynd,“ segir Eva.

Hún bendir á að túnikkur séu fastur hluti af 70´s tískunni en þær þurfi ekki endilega að vera hippalegar heldur geti líka verið af fínni gerðinni. „Túnikkur henta okkur ís-lenskum konum vel því þær eru í fyrsta lagi fallegar, nú svo eru þær ætlaðir yfir buxur þegar veðrið býð-ur ekki upp á bera leggi. Skyrtur og skyrtukjólar eru einnig áberandi auk þess sem pólobolir eða kragar sjást líka.“

„Það er gaman að segja frá því að loksins eru sundbolirnir orðnir vinsælli en bíkiníin og ég tek því fagnandi því ég er ekki talsmaður ör-smárra bíkiní-a og elska fallegan sundbol,“ seg-ir Eva. Hún bendir á að skótískan í sumar sé líka sérlega flott. „Í raun má segja að þar sé skemmti-legast að sjá skó með tréhæl eða klossalega skó nú svo eru auðvitað þykkbotna skór sem fylgja 70’s tískunni og hellingur af sandölum. Hæl-arnir eru þykkir og í raun er támjótt farið að sjást víða en það einhvern veginn gengur allt í þeim efnum, bæði rúnnað og támjótt.“ Henni finnst líka gaman að fylgjast með fylgi-hlutatískunni því oft vilji kon-ur ekki detta algjörlega inn í ákveðið „trend“ heldur dugi

oft að fá sér flottan fylgihlut. „Það er gaman að sjá hvað töskur eru orðnar áberandi og skrautlegar. Það gildir ekki lengur þetta gamla góða að taskan verði að vera í sama lit og skórnir. Alls ekki,“ segir hún.

Í mestu uppáhaldi hjá Evu í vor-tískunni eru síðir jakkar eða þunnir frakkar og síðar kápur sem ganga jafnt innandyra sem utandyra. „Ég elska þetta „trend“,“ segir hún.

Kögrið er, sem fyrr segir, áber-andi og hefur í raun verið það síðan í fyrra en núna er það út um allt og tengist bæði 70’s tískunni nú og svo er það sett

á kápur, kjóla, boli, skyrtur, kímonóa og fleira.

Eva bendir á að hatt-ar hafi verið áberandi í vetur og verði það áfram. „Mér f innst gaman að sjá stelpur sem þora að ganga um með f lotta hatta. Ís-lenskar stelpur þora að klæða sig og eru áber-andi flott klæddar, að mínu mati. Ég hef enn ekki fundið rétta hatt-inn sem klæðir mig en ég gefst ekki upp fyrr en hann er fundinn,“ segir hún. „Auðvitað gildir að eiga klass-

ískan fatnað, það þarf ekki að taka það fram, en það er

gaman að krydda þetta klass-íska með nýjum „trendum“ á hverju tímabili,“ segir Eva.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

GLEÐILEGT SUMAR ! Nýkomið! Nýkomið!Sumar-sandallar úr leðri í úrvali,

mjúkir og þægilegir. stærðir: 36 - 42.

Verð: 11.885.-

Teg RAPTURE : fæst í stærðum 32-38 D,DD,E,F,FF,G,GG á kr. 9.985,- buxur við á kr. 4.850,-

Póstsendum hvert á land sem er S. 551-2070 & 551-3366 S. 551-2070 & 551-3366

mjúkir og þægilegir. stærðir: 36 - 42.

Verð: 11.885.-

Póstsendum hvert á land sem er

Fyrirsætan Alessandra Ambrosio náðist á mynd í litríkri blússu við gallabuxur og hún var að sjálfsögðu með rúskinn-stösku skreytta kögri. NordicPhotos/Getty

Leikkonan Kate Bosworth tollir í tískunni í útvíðum gallasmekkbuxum. NordicPhotos/Getty

Tískan á Coachella-tónlistarhátíðinni gefur tóninn fyrir sumarið. Þessi unga dama er með hlutina á hreinu í gallastuttbuxum, með áberandi tösku, íburðarmikinn hatt, í klossalegum skóm og hippalegum topp. NordicPhotos/Getty

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri tíska.is, fylgist náið með tískustraumum og segir að hippaleg tíska verði áber-andi í sumar. Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir

Sundbolir eru að ná meiri vinsældum en bikiní og þessi

sundbolur sem sást á tískupöllum Salinas ætti að henta vel, hvort sem er á ströndina eða í Vesturbæjarlaug. NordicPhotos/Getty

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Við bjóðum gott verð allt

árið.

Kjóll kr 3000

Tökum upp nýjar vörur daglega

Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook

Opið virka daga kl. 11–18

Opið laugardaga kl. 11-16

50% afslátturaf vel valinni vöru

Nýtt kortatímabil

Toppur MussaBlússaGallajakkiSkokkurKjóllBuxurBuxur

4.750 kr.4.450 kr.6.950 kr.4.450 kr.5.450kr.7.950 kr.6.450 kr.3.450 kr.

9.500 kr.8.900 kr.13.900 kr.8.900 kr.10.900 kr. 15.900 kr.12.900 kr.6.900 kr.

Verð áður:Verð nú:

Page 41: 24 04 2015

tíska 41Helgin 24.-26. apríl 2015

S vefntruflanir geta stuðlað að vanlíðan. Við búum í hröðu og erilsömu samfélagi sem

veldur því að svefntruflanir eru gríðarlega algengar. Ef þú færð ekki nægan svefn geturðu fengið bauga undir augun, húðin orðið föl og einnig getur það valdið þyngdar-aukningu þar sem þú eykur fram-leiðslu á hormónum sem kalla fram hungurtilfinningu.

Laus við fótaóeirð Sigríður Helgadóttir fór að nota Melissa Dream þegar hún var búin að eiga nokkrar andvökunæt-ur vegna fótaóeirðar sem truflaði svefn hennar. „Fótaóeirðin var mjög óþægileg og hélt fyrir mér vöku en ég er ekki vön að vera andvaka. Ég fór að leita mér ráða og rakst þá á reynslusögur í blöðunum um Mel-issa Dream. Ég fór að lesa mér til um vöruna og ákvað að prófa, því það sakaði ekki að reyna.“ Sigríður tekur tvær töflur klukkutíma fyrir svefn þegar henni finnst hún þurfa á því að halda. „Þá næ ég að sofna fljótlega og svo finn ég ekki fyrir þessum fótapirringi. Það sem mér finnst líka æðislegt við þessar töflur er að þær eru náttúrulegar og hafa engin eftirköst þegar maður vaknar. Ég þarf ekki að taka þær á hverju kvöldi en mér finnst ég ná að slaka svo vel á þegar ég tek þær. Ég er mjög ánægð með Melissa Dream og ég mæli með því fyrir alla sem eiga erfitt með svefn.“

Sofðu betur með Melissa Dream Í gegnum aldirnar hefur sítrón-umelis (lemon balm), melissa of-ficinalis, verið vinsæl meðal grasa-lækna, en þaðan dregur varan nafn sitt. Þessar vísindalegu samsettu náttúruvörur eru hannaðar til að aðstoða þig við að sofa betur og vakna endurnærð/ur og innihalda ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Sítrónumelis taflan inniheldur nátt-úrulegu amínó sýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun auk al-hliða B-vítamína, sem stuðla að eðli-legri taugastarfsemi. Auk þess inni-heldur taflan mikið af magnesíum, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarf-semi og dregur þar með úr óþæg-indum í fótum og handleggjum og bætir svefn.

Melissa Dream fæst í apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má finna á www.icecare.is.

Unnið í samstarfi við

Icecare

Laus við fótaóeirðMelissa Dream-töflurnar fá þig til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð/ur. Ekki eru um lyf að ræða heldur nát-túruleg vítamín og jurtir.

Sigríður Helgadóttir prófaði Melissa Dream og er nú laus við fótaóeirð og andvökunætur.

Eggs Benný Morgunmatur„inn"

Önd og vaaSúrdeigs „toast” og serrano

French toastPönnukökur og ber

Ekta belgísk vaa ...... og margt fleira

ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA

BRUNCHHELGAR-REMEDÍANLAUGARDAGA OG SUNNUDAGA

FRÁ 11.45–14.00

Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is

GALLABUXURSTÆRÐIR 4254VERÐ: 11.990 KR

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

Verslunin Belladonna

Stærðir 38-58

Gleðilegt sumar

Flott föt, fyrir flottar konur

Page 42: 24 04 2015

42 matur & vín Helgin 24.-26. apríl 2015

16. Cartagena KólumbíaSannkallaður fjársjóður í Suður-Ameríku með ferskan götumat. Ávextir, ceviche og rækjukokteilar eru áberandi.

15. Rio de JaneiroBrasilíaÞað þykir dýrt að borða í Brasilíu en götumaturinn er vel viðráðanlegur. Vinsælast er pão de queijo, steiktar ostabollur sem þykja lostæti. Þá er ekki ónýtt að fá sér kebab og skola honum niður með acai-þeytingi.

14. IstanbulTyrklandÞarna færðu sennilegast besta kebab í heimi en mesta upplifunin er að prófa balik ekmek-samlokuna. Í þeim eru grænmeti, laukur og sítrónusafi sett yfir grillað makríl-flak.

13. ReykjavíkÍslandÍ umfjöllun Thrillist segir að Ísland sé ekki þekkt fyrir að vera mekka götumatar en eitt leynivopn hafi skilað landinu sæti á listann; Bæjarins bestu pylsur. Segir að nafnið útleggist sem bestu pylsur í heiminum. Frægt sé að allir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar góðu en líka þekktir útlendingar á borð við Bill Clinton og Anthony Bourdain.

12. Portland, OregonBandaríkinÁ milli 400-700 matarvagnar eru í borginni á hverjum degi og þykja borgar-búar hafa fært götumatar-menninguna upp á næsta stig í Bandaríkjunum. Segir í umfjöllun Thrillist að þessir vagnar séu eins og útungunarstöð fyrir nýja veitingastaði, svo spennandi séu þeir. Magnaður matur frá öllum heims-hornum.

11. KingstonJamaíkaGrillaður kjúklingur er áberandi en uxahalasúpa er líka algeng og eftir stífa rommdrykkju er nauðsynlegt að gæða sér á sætu brauði sem kallast festival.

10. LondonEnglandMikil vakning hefur verið í götumat þarna undanfarin ár og á sumrin er frábært úrval víða um borgina. Hvort sem það er taco, hamborgari eða asískur matur, þú finnur eitthvað við þitt hæfi.

9. TókýóJapanJapanir eru að vísu ekki hrifnir af því að borða á ferðinni en selja í staðinn bjór í sjálfsölum. Þar um slóðir færðu hinar frábæru okoniyaki-pönnukökur sem þykja þær bestu í heimi.

8. BerlínÞýskalandiVið eigum Berlín-arbúum vinsældir kebabsins að þakka. Þarna færðu vitaskuld frábæran döner en það fer enginn til Þýskalands án þess að fá sér currywurst og bjór.

7. ShanghaiKínaMagnaðir dumplingar standa hér upp úr en vert er að gefa gaum að hinum vinsælu laukpönnukökum, cong you bing.

6. MumbaíIndlandÞað er erfitt að afþakka góða samósu, ekki síst þegar endalaust úrval er af þeim. Á Indlandi er líka frábært kebab, tandoori-kjúklingur og svo mætti áfram telja.

5. MarrakeshMarokkóHér eru allir vinalegir og bjóða þér sniglasúpur, kjöt á teini, kartöflukökur og auðvitað tagine.

4. SaígonVíetnamLjúffengar súpur, grillað kjöt og auðvitað þekktir réttir á borð við bánh mi, pho og com suon grillaðar svínakótilettur.

3. MexíkóborgMexíkóSumum finnst mexíkóskur matur of einhæfur enda byggir hann voða mikið á sömu hráefnunum. En þegar þú heimsækir sjálft móðurskipið skiptir það engu máli. Þarna færðu bestu taco og churro í heimi.

2. BangkokTaílandÞað þarf varla að taka fram að þarna færðu besta pad thai í heimi en á götum Bangkok finnurðu fleira en steiktar núðlur. Til að mynda karrírétti, steikta önd og rækjur í öllum mögulegum út-gáfum. Úrvalið er endalaust.

1. SingapúrSingapúrStjórnvöld passa upp á að götusalar fylgi heilbrigðisreglum svo þetta er sennilega öruggasti staðurinn í heiminum til að graðga í sig götumat. Þar fyrir utan þykir úrvalið einstakt; dumplingar og fiski- og kjötréttir af bestu gerð.

Reykjavík meðal bestu götumatar-borgaÞegar ferðast er um heiminn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að besta matinn er ekki endilega að finna á flottustu og dýrustu veitingastöðunum. Götumatur veitir besta innsýn í líf og menningu innfæddra og á básum viðkomandi borgar er hægt að gera hverja uppgötvunina á fætur annarri fyrir brot af því sem þú myndir borga fyrir máltíð þar sem þér er þjónað til borðs. Mikil vakning hefur verið í götumat í borgum Evrópu að undanförnu enda eru þar samankomin allra þjóða kvikindi. Vefsíðan Thrillist hefur tekið saman 16 bestu borgir heims eftir götumat og flestar þeirra eru í Asíu. Reykjavík kemst á listann – fyrir töfra Bæjarins bestu.

Baileys-terta

sími: 588 8998

rósaterta með Frönsku Banana-smjörkremi

kökur og kruðeríað hætti jóa Fel

Gulrótarterta

Broskallar

Page 43: 24 04 2015
Page 44: 24 04 2015

44 matur & vín Helgin 24.-26. apríl 2015

Grilltímabilið er hafið

Haraldur Jónasson

[email protected]

Leif Sørensen.

Færeyskur kokkur í LaugardalVeitingastaðurinn Flóran í Grasagarðinum í Laugardal verður opnuð á ný um helgina eftir vetrardvala. Af því tilefni verður efnt til færeyskra daga um helgina og Leif Sørensen, einn þekktasti matreiðslumeistari Færeyja og einn upphafsmanna nýnorræna eldhússins, mun taka yfir eldhús Flórunnar á laugardags-kvöldið. Leif mun reiða fram sex rétta málsverð af sinni alkunnu snilld. Á matseðlinum tvinnar Leif saman færeyskar matarhefðir og það besta úr nýnorræna eldhúsinu. Nánari upplýsingar og borðapantanir eru á www.floran.is.

www.odalsostar.is

TINDUROSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUMÞessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð.

Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

Eins og þegar beljunum er sleppt út á vorin koma grillararnir dýrvitlausir út á svalir nú í sumar-byrjun. Flestir með gasgrillin sín tilbúin en hreinstefnufólk byrjar að huga að kolakaupum um þetta leyti. Hvor tegundin sem brúkuð er skiptir ekki öllu máli heldur það að hafa fimm mikil-vægustu grillráðin föst á heilaberkinum áður en hafist er handa. Svo er bara að vona að grill-tímabilinu ljúki ekki áður en það hefst.

1. Óbeinn hitiÞegar grilla á hamborgara, fiskflök eða litlar steikur er best að nota tiltölulega háan hita beint undir matnum. En á hinn boginn þegar stærri stykki fara á grillið borgar sig oft að nota óbeinan hita. Það er; breyta grillinu í hálfgerðan útiofn. Þá er enginn eldur undir matnum heldur við hliðina eða allt um kring. Það þýðir þó ekki að ekki þurfi að fylgjast með eða dudda hitt og þetta. Því matnum þarf að snúa svo allt grillist jafnt og fínt og kjörið að nota spæni til að fá þetta ekta grillbragð.

5. Tangir og spaðarÞað er fátt eins hvimleitt og sviðnar hendur, nema kannski sundurtætt kjöt. Til að snúa mat við á að nota tangir og eða spaða. Gafflar eiga bara heima í eldhúsinu þegar borðað er. Alls ekki nota neitt sem stingur göt á matinn meðan hann er grillaður. Alla vega ekki ef verið er að grilla kjöt og fisk. Spaðinn þarf ekkert endilega að vera þessi klassíski grillspaði með extra löngu haldi. Það sem skiptir mestu máli er að spaðinn sé nógu stór til þess að flippa hamborgara. Tangirnar sem virka best eru þessar mekanísku. Helst með stáli alla leið fram. Í það minnsta ekki með mjúku gúmmíi sem bráðnar og nær steikinni ekki af grindinni þegar allt er farið í bál og brand.

2. Grilla ekki brenna Það á auðvitað á fá grillrendur í matinn en auðvelt er að brenna allt til kaldra þarna þarna úti. Feitt kjöt og eldur gera það að verkum. Þess vegna þarf að búa til kaldari svæði á grillinu. Stað þar sem hægt er að koma matnum í var ef kviknar í herlegheit-

unum. Á gasgrilli er einfaldlega lækkað eða slökkt á einum brennara og á

kolaútgáfunum er kolunum raðað hærra öðru megin á grillinu

til að mynda heit og köld svæði.

3. Réttu tólinGrill eru misdýr og

líka misgóð. Það dýrasta er þó ekkert endilega það besta en það ódýrasta er þó yfirleitt á ávísun á slappa endingu. Gas-megin er mikil-

vægt að velja grill með ryðfríum

brennurum. Annars endast þeir varla

sumarið. Svo er það grindin sjálf. Fyrir utan

brennarana er hún það mikilvægasta á gasinu. Þar

er hægt að velja um margar tegundir sem hafa allar mismunandi

eiginleika. Emalerað járn, ryðfrítt stál og pottjárn eru allt ljómandi kostir. En grindurnar á gasgrillum þurfa að vera þykkar. Því þar sem sjaldnast er miklum reyk fyrir að fara þarf bragðið að koma frá því að kjötið karmeliserist á grindunum. Kolagrill þurfa að vera akkúrat á hinum endanum í grindunum. Frá kolunum kemur meira bragð frá reyknum og því eru grindurnar mun mjórri yfir kolunum.

4. ReykurÞað er reykurinn sem grillarinn sækist eftir. Auðvitað drýpur fita og annað ofan á kolin og bragðburstirnar á grillunum sem vissulega skapar reyk – en mikill vill meira. Þar koma kubbar og spænir við sögu. Sagið kemur að betri notum í litla reykofna en á grillin. Spæninn er best að leggja í bleyti og setja svo beint á heit kolin. Til að nota spæni á gasgrill eru notuð box. Það er hægt að nota einnota álbox með nokkrum holum í botninn en líka hægt að kaupa sérstök reykbox úr ryðfríu stáli. Auk þess sem hægt er að vefja spæninn upp í álpappír og stinga á hann slatta af götum. Þá aðferð er líka hægt að nota á kubbana. Einfaldlega vefja þeim inn í álpappír með nokkrum götum á. Þá reykir kubburinn ljómandi án þess að brenna. Því það á alls ekki að koma upp eldur. Honum fylgir sót og það er ekki gott magamál.

KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINNKLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN

Inntökupróf

30. aprílInntökupróf

30. apríl

Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinumánudaginn 27. apríl kl. 18:00

WWW.BALLET.ISWWW.BALLET.ISGrensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: [email protected]

Inntökupróf fer fram á Grensásvegi 14 fimmtudag 30. apríl

nemendur 13 ára og eldri mæti kl.18:00

Miðasala á www.borgarleikhus.is

Skráning fyrir nýja nemendur fyrir haustönn 2015 er hafin á

Page 45: 24 04 2015

Heimkaup.is er stærsta netverslun á Íslandi!

Augljós kostur við að versla við innlendarisavefverslun og vöruhús eins ogHeimkaup.is er að ekkert mál er aðskila eða skipta ef upp koma vandamál.

Ólíkt mörgum netverslunum býðstþér einnig að greiða með peningum eða korti við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Pantaðu fyrir kl. 17:00 og við sendum fríttheim samdægurs á höfuðborgarsvæðinu – næsta dag víðast hvar á landsbyggðinni. Frítt ef pantað er fyrir 4.000.- eða meira.

Frí heimsendingsamdægurs

Öryggi - Ekkert málað skila eða skipta

Hægt að greiðavið afhendingu

Heimkaup.isSmáratorgi 3 · 201 Kópavogi · 550 2700

GÆÐAGASGRILL Í MEIRA EN 40 ÁR!

GÆÐAGASGRILL Í Í

Þýska fyrirtækið Landmann hefurþjónað grillmarkaðinum í meira en 40 ár.Við erum því einstaklega ánægð aðgeta boðið viðskiptavinum okkar þessivönduðu grill á frábæru verði- og auðvitað er frí heimsending!

109.990,-

89.990,-

Brennararnir eru hjarta gasgrillsins

en það er ekki nóg að horfa á fjölda eða

afl því lykilatriðið er hitadreifingin. Misjafn

hiti leiðir til þess að sumt brennist meðan

annað er óeldað.

PTS hitadreifikerfið tryggir jafnari hitadreifingu en áður hefur

þekkst. Þetta sést vel þegar hitamyndir af venjulegum grillum eru

bornar saman við myndir af Landmann með PTS hitadreifikerfinu!

PTS hitadreifikerfið Án PTS

129.990,-

114.990,-

599.990,-

499.990,-

Miton 3Glænýtt grill frá Landmann. Miton línan er úr ryðfríu hágæðastáli

og kemur með hliðarhellu og hitamæli í loki. PTS hitadreifikerfi!

· Búið PTS hitadreifikerfinu

· Þrír ryðfríir brennarar með rafkveikju

· Hliðarhella

· Innbyggður hitamælir í loki

· Eldunarsvæði 58 x 46 cm

Miton 4Þetta grill er með fjórum brennurum og stærra eldunarsvæði.

Að sjálfsögðu einnig úr ryðfríu hágæðastáli. PTS hitadreifikerfi!

· Búið PTS hitadreifikerfinu

· fjórir ryðfríir brennarar með rafkveikju

· Hliðarhella

· Tvöfalt lok með innbyggðum hitamæli

· FJögur hjól þar af 2 læsanleg

· Eldunarsvæði 70 x 46

Avalon fjögurra brennara Ný og endurbætt útgáfa af þessu verðlaunagrilli frá Landmann. Þetta grill er búið PTS hitadreifikerfinu!· Lok úr burstuðu stáli

· Fjórir brennarar úr stáli og hliðarhella

Avalon fimm brennaraFimm brennarar. Grillið er einnig búið einum innrauðum (infrared) fyrir snöggsteikingu. PTS hitadreifikerfi!

Falcon þriggja brennarameð hliðarhelluHér er Falcon 3 grillið komið með hliðarhellu.

· Þrír Ryðfríir brennarar og hliðarhella.

· Grillflötur 58 x 46,5

· Hitamælir í loki

· Rafkveikja

Avalon sex brennara

Hér er ekkert til sparað - sannkallað

útieldhús! Samtals sex brennarar. Innrauður

(Infrared) brennari og bakbrennari fyrir

rafdrifna grillteininn. Borðplata úr granít og

innbyggt kælibox. Yfirbreiðsla fylgir! 150 kg

- eins gott að heimsendingin er frí!

· Hliðarhella úr granít

· Hitamælir í loki

· Grillteinn með rafmagnsmótor

· Innrauður (infrared) bakhitari sem tryggir jafna grillun á snúningspinnanum

· Risastór grillflötur: 91x45,5 sm

· Innbyggð LED lýsing

· o.fl, o.fl.

109.990,-

84.990,-

94.990,-

79.990,-

Kynningarverð

159.990,- Kynningarverð

249.990,-

MEÐ

HLIÐARHELLUGLÆSILEGUR

VIÐARVAGN

RAFDRIFINN

GRILLTEINN

FYRIR ÞÁ

KRÖFUHÖRÐU!

Falcon þriggja brennaraMjög vandað grill á fallegumviðarvagni. Frábært verð!

· Þrír ryðfríir brennarar

· Grillflötur 58 x 46,5

· Viðarvagn úr sænskum Hillerstrorps við.

· Hitamælir í loki

· Rafkveikja

· Grillbotninn er postulíns- emaleraður að innan og utan sem tryggir lengri endingu

heimkaup.is

· Þrír brennarar úr ryðfríu stáli

· Einn Bakbrennari fyrir grilltein

· Gashella í hliðarborði

· Grillteinn með rafmagnsmótor

· Grillgrindur eru úr pottjárni til að skapa sem mestan yfirborðshita

· Einn innrauður (Infrared) brennari fyrir snöggsteikingu- Gefur álika hita og bestu gerðir kola.

Heimkaup.is

Þýska fyrirtækið Landmann hefurgrillmarkaðinum í meira en 40 ár.Við erum því einstaklega ánægð aðgeta boðið viðskiptavinum okkar þessiog auðvitað er frí heimsending!

Flottar rafdrifnar salt- og piparkvarnir

frá Russell Hobbs með innbyggðu ljósi

fylgja öllum LANDMANN grillunum!

KAUPAUKIMEÐ LANDMANNGRILLUNUM!

Page 46: 24 04 2015

Sóley skorar á Líf Magneudóttur, formann mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. ?

? 10 stig

9 stig

Tómas Howser Harðarson nemi.

1. 31. 2. 45.

3. Harpa. 4. Pass.

5. Sachsenhausen. 6. 1986.

7. Pass.

8. Grótta.

9. Eiríkur Hauksson. 10. 110. 11. Texas. 12. 1940. 13. Götu. 14. Leiknir. 15. 640.

1. 40.

2. 40.

3. Harpa. 4. Eva Bjarnadóttir. 5. Sachsenhausen. 6. 1978. 7. Pass.

8. Leiknir.

9. Sylvía Nótt.

10. 110. 11. Texas. 12. 1940. 13. Götu. 14. Leiknir. 15. 411.

Sóley Tómasdóttirforseti borgarstjórnar.

46 heilabrot Helgin 24.-26. apríl 2015

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

SEINLÆTI Í VAFA TÓFTMÁNUÐUR

SKRÁSKRIFARI AÐ BAKI

HLJÓÐFÆRI

AMBOÐ

FUGLA-DRIT

UPPTÖK

KOPARÞVÍLÍKT

ÆTTGÖFGI

ANASAMTÖK

EINNIG

HANDA

AFSPURN

TIGNASTI

ÞESSI

GAMALL

ÁFERGJA

NÆGILEGT

MERGÐ

ÁFORM

SKAÐIHANGI

GRAN-ALDIN

DEYJAMALA

BERJA

DÝRA-HLJÓÐ

LJÓMI RÓTAUMFANG

KVK. SPENDÝR

ÁN

KVIKAPIRRA

SÍGA

LOKAORÐ

TIL SÖLU

NÓTT

ÁTT

HYGGST

SKIPTI

KORR

REYKJA

TITILL

EYÐAST

BREIÐ

SKYLDIR

HRÓPA

FLÍK

DÝRA-HLJÓÐ

REIÐUR

ÁLIT

STRIT

KK NAFNVOL

TRÉ

ÓSKIPTU

HLJÓM-SVEIT

STARTARI

INN-MATUR

LAND Í AFRÍKUSLÆÐA

HRESSIR

HEILAN

ÞULA

BÓK

SPRIKL

ORG

ÓSKERTA

ÆSINGUR

KIND

VIÐBÓT

SVALL

RÖÐ

RÁKIR

KYRRA

FARVEGUR

HARPIX

HEIM-SKAUT

BEISKUR

Í RÖÐ

GOLF ÁHALD

BÓK-STAFUR

VONDUR

ILMA

ÓKYRR SÁR-KALDUR

GIMSTEINNGLETTAST

238

8 3 5

6 9

1 7 8 9 3

9 7

3 6

5 2

2 7 1

5 2 3

3 8

9 4 7

3 7

3 6 1

2 8 9

9 3 5 2

2 7 5 1

6 8 9

1 6

Jesús svaraði: „Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta en hvern sem drekkur af vatninu er ég gef h0num mun aldrei þyrsta að eilífu.“

www.versdagsins.is

- Kynning á leikmönnum

meistaraflokka Breiðabliks

- Ljúffengar veitingar

- Tónlistarveisla

- Veislustjóri: Jói Ben

Nánar á breidablik.is

Húsið opnar kl. 19. Miðasala í Smáranum - Miðaverð aðeins 5.000 kr.18 ára aldurstakmark. Hægt er að panta miða á netfanginu [email protected]

VORHÁTÍÐ BREIÐABLIKS

VERÐUR 2. MAÍ Í SMÁRANUM

STYRKJAST FLANDUR V ÚRKOMARÓA

AÐ S ÍLÁT TRAÐK

ATHYGLI

STYRKUR E F T I R T E K TA F L AFGANGAR

SAMSTÆÐA L E I F A RGUMS L A MISSA

SITJANDI G L A T AA K A R N FERMA

RÓMVERSK TALA

ÓREIÐA L MGARGA

Á NÝ O URGA

SAMTÖK Í S K R AHRUN

SKRAUT-STEINN H R A P

SAUÐA-GARNIR

ÁVÖXTUR

ÍSHROÐI

P

V A R A S T BÖLVAN-LEGA

TÍMA-MÆLIR

STRÍÐNI S Ó L Ú R FASTA STÆRÐFORÐAST

Ö F G A R BIFHJÓL

TEGUND V E S P A IM FYRIRTAK SÝKJUR

NABBI

R T A LEYSIR

HLJÓÐ E T E R VARKÁRNI A Ð G Á TAU U

SKRAUT

PÁLMA-LILJA S K A R T BAÐA

LÍTIÐ L A U G ATVEIR EINS

F R J Ó RIST

GETA G R I L L ÓVILD

SÆGUR F Æ ÐL AFKVÆMI

FRIÐUR U N G I KOMAST

ÞEI N ÁVEGUR

KVK. SPENDÝR G A T AJURT

U R K N I GEIGUR

MASA U G G U R ÞÓFI

LYKTA I LBT Ó K SKILABOÐ

ÁN S M S HYGGJA

DRYKKUR T R Ú A KLÆÐ-LEYSIS LANDSTAL

N VAXA

NÆSTUM A U K A S T KVK NAFN

SKJÖN T I N N AMÁLMUR

I N MÁL

LAMPI T A L BERGMÁLA

SPARSÖM Ó M A HLAUP

BAKKI G E LTN Æ L A HÓFDÝR

ÞREKVIRKI A S N I STRIT

HLÓÐIR B A K SSKART-GRIPUR

G R U N D MÍGA

Í RÖÐ P I S S AGOLF

ÁHALD

MERGÐ T ÍFOLD

A R K VIÐUR-EIGN Á T Ö K SANN-

FÆRINGAR T R Ú A RRÓL

R I T A Ð U R MAMMA M Ó Ð I RSKRIFAÐUR

FRÆ

237

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. 31. 2. 7. 3. Harpa. 4. Eva Bjarnadóttir. 5.

Sachsenhausen. 6. 1978. 7. Gisele Bündchen. 8. Grótta.

9. Eiríkur Hauksson. 10. 110. 11. Texas. 12. 1940. 13.

Götu. 14. Leiknir. 15. 450.

1. Hvað drápu Íslendingar marga Baska í

Spánarvígunum árið 1615?

2. Hvað eru til margir blindrahundar á Ís-

landi?

3. Hvaða mánuður byrjar á sumardaginn

fyrsta?

4. Hvað heitir nýr aðstoðarmaður Árna

Páls Árnasonar, formanns Sam-

fylkingarinnar?

5. Hvað hétu fangabúðirnar í Þýskalandi

sem Leifi Muller var haldið í?

6. Hvaða ár settist Jóhanna Sigurðardóttir

fyrst á þing?

7. Hvaða kunna brasilíska fyrirsæta hætti

nýverið í bransanum eftir tuttugu ára

feril?

8. Hvaða knattspyrnulið mun leika heima-

leiki sína á Vivaldi-vellinum í sumar?

9. Hver söng framlag Íslands í Eurovision

árið 2007?

10. Hversu margar eru tröppurnar við

Akureyrarkirkju?

11. Hvaða ríki Bandaríkjanna lét Jón Gnarr

tattúera á sig nýverið?

12. Hvaða ár fæddist Margrét Þórhildur

Danadrottning?

13. Frá hvaða bæ í Færeyjum er Eivör Páls-

dóttir?

14. Hvaða lið spilar í fyrsta sinn í efstu deild

karla í knattspyrnu í sumar?

15. Hvert er póstnúmerið á Patreksfirði?

Spurningakeppni kynjanna

svör

Page 47: 24 04 2015
Page 48: 24 04 2015

Föstudagur 24. apríl Laugardagur 25. apríl Sunnudagur

48 sjónvarp Helgin 24.-26. apríl 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20.05 Útsvar Reykjavík - Fljótsdalshérað Bein útsending frá lokaþætti í spurningakeppni sveitar-félaga.

RÚV17.20 Vinabær Danna tígurs (12:40)17.32 Litli prinsinn (11:18)17.54 Jessie (7:26)18.15 Táknmálsfréttir18.25 Fljótlegt og ferskt með Lorraine19.00 Fréttir19.25 Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.40 Hraðfréttir (26)20.05 Útsvar Úrslit: Rvk - Fljótsd.h.21.30 Séra Brown (1:10)22.20 Beðið eftir barni Gamanmynd um par sem reynir árangurs-laust að fjölga í fjölskyldunni. Maðurinn bregður á það ráð að reyna að stela aftur sæðisgjöf sem hann lagði inn í sæðisbanka mörgum árum áður. Aðalhlut-verk: Paul Schneider, Olivia Munn og Kevin Heffernan. Ekki við hæfi ungra barna.23.55 Indiana Jones og síðasta kross-ferðin Indiana Jones fær dagbók og landakort frá föður sínum sem vísa á hinn helga Gral. Þegar Indiana fréttir að faðir hans hafi horfið á Ítalíu ásamt safnstjóranum Marcus Brody fer hann að leita að þeim. Hann finnur þá og lendir í kapphlaupi við nasista um að finna Gralinn, sem þeir ætla að nota til að ná heimsyfirráðum. Ævintýramynd frá 1989. Leikstjóri er Steven Spielberg og í helstu hlut-verkum eru Harrison Ford, Sean Connery, Denholm Elliott, Alison Doody og John Rhys-Davies. e.01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist14:35 Cheers (22:26)15:00 Royal Pains (2:13)15:45 Once Upon a Time (6:22)16:30 Beauty and the Beast (20:22)17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (20:22)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show19:10 The Talk19:50 Parks & Recreation (13:22)20:15 The Voice (17/18:28)22:30 Country Strong00:25 The Affair (2:10)01:15 Law & Order: SVU (3:24)02:00 Necessary Roughness (8:10)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:30/ 16:40 Four Weddings And A ...13:25/ 18:40 The Mask15:05/ 20:25 Austin Powers in Goldm.22:00/03:30 The Master00:15 The Possession01:50 Insidious

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:05 The Middle (10/24) 08:30 Glee 5 (6/20) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (150/175) 10:15 Last Man Standing (8/22) 10:40 Heimsókn (10/27) 11:00 Grand Designs (11/12) 11:45 Jamie Oliver’s Food Revolution12:35 Nágrannar13:05 Enough Said14:45 The Amazing Race (4/12) 15:40 Kalli kanína og félagar16:05 Batman: The Brave and ...16:30 Family Tools (5/10) 16:50 Super Fun Night (8/17) 17:13 Bold and the Beautiful17:36 Nágrannar18:03 Simpson-fjölskyldan18:30 Fréttir Stöðvar 2 & Íþróttir18:55 Ísland í dag. 19:25 Simpson-fjölskyldan (18/22) 19:50 Yes Man21:35 X-Men: The Last Stand23:20 A Single Shot01:15 The Monuments Men03:10 Snitch05:00 The Middle (10/24) 05:20 Simpson-fjölskyldan (18/22)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Napolí - Wolfsburg08:40 Zenit - Sevilla11:30 Spænsku mörkin 14/15 11:55 Aston Villa - Liverpool13:40 Zenit - Sevilla15:20 Napolí - Wolfsburg17:00 Tindastóll - KR18:30 La Liga Report19:00 Keflavík - Snæfell Beint21:00 Ingi Björn Albertsson21:35 Þegar Gaupi hitti Bogdan22:10 Evrópudeildarmörkin23:00 Dallas - Houston Beint02:00 UFC 182: Jones vs. Cormier

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:30/21:00/23:40 Messan11:40 Football League Show 2014/1512:10 Leicester - Swansea13:50 Everton - Burnley15:30 Man. City - West Ham17:15 Chelsea - Man. Utd. 19:05 Premier League Review20:00 Premier League World 2014/ 20:30/ 00:40 Match Pack21:30/ 00:10 Enska úrvalsd. - upph.22:00 Newcastle - Tottenham

SkjárSport 10:45/ 17:05 Bundesliga Highlights11:35 Hoffenheim - Bayern München13:25 Augsburg - Stuttgart15:15 Werder Bremen - Hamburger17:55/ 22:15 Bundesliga Preview 18:25/ 22:45 Mainz - Schalke20:25 Wolfsburg - Schalke

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 12:00 Bold and the Beautiful13:25 Britain’s Got Talent (1/18) 14:30 Hið blómlega bú 3 (1/8) 15:00 Grey’s Anatomy (20/24) 15:45 How I Met Your Mother (24/24) 16:15 ET Weekend (32/53) 17:00 Íslenski listinn17:30 Sjáðu (388/400) 18:00 Latibær18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (37/50) 19:10 Lottó 19:15 Stelpurnar (6/12) 19:40 Fókus (10/12) 20:05 Ocean’s Twelve Sjálfstætt framhald myndarinnar Ocean’s Eleven. Eins og áður eru aðalhlutverkin í höndum George Clooney, Matt Damon, Andy Garcia, Brad Pitt, Julia Roberts auk Catherine Zeta-Jones.22:10 Lone Survivor00:15 The Company You Keep02:15 Our Idiot Brother03:45 The Mechanic05:15 ET Weekend (32/53) 05:55 Fréttir Fréttir Stöðvar 2

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:30 Bayern Munchen - Porto09:10 Barcelona - PSG10:50 Meistaradeildin - Meistaramörk11:20 Ingi Björn Albertsson11:50 Þegar Gaupi hitti Bogdan12:25 Keflavík - Snæfell13:55 Espanyol - Barcelona Beint15:55 Meistaradeild Evrópu 16:25 Evrópudeildarmörkin17:15 Dallas - Houston19:00 Brooklyn - Atlanta Beint22:00 Ingi Björn Albertsson22:40 Zenit - Sevilla00:25 UFC Now 201501:15 UFC Countdown02:00 UFC: Jones vs. Cormier Beint

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:15 Chelsea - Man. Utd. 10:05 Match Pack10:35 Enska úrvalsdeildin - upphitun11:05 Messan11:35 Southampt. - Tottenham Beint13:45 WBA - Liverpool Beint16:00 Markasyrpa t16:20 Man. City - Aston Villa Beint18:30 Newcastle - Swansea20:10 QPR - West Ham21:50 Burnley - Leicester23:30 Stoke - Sunderland01:10 Crystal Palace - Hull

SkjárSport 11:05 Mainz - Schalke12:55 Bundesliga Preview Show 13:25/18:25 B. Dortmund - Ein. Frankf.16:25/20:15 B. München - Hertha B.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (5:500)10.25 Bækur og staðir e.10.30 Alla leið (2:5) e.11.35 Frelsið kom með rokkinu e.12.35 Matador (7:24) e.13.55 Kiljan e.14.15 Burton og Taylor e.15.40 Snoðhausar: að 25 árum liðn. e.16.25 Hið ljúfa líf e.16.45 Handboltalið Íslands e.17.00 Vísindahorn Ævars e.17.10 Táknmálsfréttir17.20 Kalli og Lóla (12:26)17.32 Sebbi (23:40)17.44 Ævintýri Berta og Árna (24:52)17.49 Tillý og vinir (14:52)18.00 Stundin okkar (3:28) e.18.25 Kökur kóngsríkisins (10:12)19.00 Fréttir19.20 Íþróttir (37)19.35 Veðurfréttir19.40 Landinn (29)20.10 Öldin hennar (17:52)20.15 Þú ert hér Páll Óskar20.40 Sjónvarpsleikhúsið21.10 Heiðvirða konan (9:9) 22.00 Á milli tveggja heima Átakanleg dönsk kvikmynd um unga konu sem af trúarlegum orsökum þarf að gera upp á milli fjölskyldu og vina og ástar utan trúfélags Votta Jehóva. Aðalhlutverk: Rosalinde Mynster, Pilou Asbæk og Jens Jørn Spottag. Leikstjórn: Niels Arden Oplev.23.50 Síðasta helgin (1:3) e.00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:40 The Talk13:00 Dr. Phil14:20 Cheers (24:26)14:45 The Biggest Loser (3/4:27)16:25 Royal Pains (14:16)17:15 My Kitchen Rules (2:10)18:00 Parks & Recreation (13:22)18:25 The Office (5:27)18:50 Top Gear (5:7)19:45 Gordon Ramsay Ultimate ...20:15 Scorpion (15:22)21:00 Law & Order (12:23)21:45 Allegiance (10:13)22:30 The Walking Dead (16:16)23:35 Hawaii Five-0 (20:25)00:20 CSI: Cyber (5:13)01:05 Law & Order (12:23)01:50 Allegiance (10:13)02:35 The Walking Dead (16:16)

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:15/ 14:35 Tenure08:45/ 16:05 Getaway 10:15/ 17:35 Won’t Back Down12:15/ 19:35 Cast Away22:00/ 04:40 Angels & Demons 00:20 Lincoln 02:45 Killer Elite

20:05 Ocean’s Twelve Sjálf-stætt framhald myndar-innar Ocean’s Eleven.

20:15 Mrs Henderson Presents Gamanmynd með Judi Dench, Bob Hoskins, Chri-stopher Guest, Will Young og Kelly Reilly í aðalhlut-verkum.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar (4:500)10.15 Fisk í dag e.10.25 Skólahreysti (6:6) e.11.55 Djöflaeyjan e.12.25 Útsvar e.13.50 Viðtalið Jens Stoltenberg e.14.15 Landinn e.14.45 Vestfjarðarvíkingur 201415.50 Stjarnan-Fram Beint17.20 Táknmálsfréttir17.30 Franklín og vinir hans (15:52)17.52 Unnar og vinur (16:26)18.15 Vinur í raun (2:6) e.18.35 Hraðfréttir e.18.54 Lottó19.00 Fréttir & Íþróttir 19.35 Veðurfréttir19.45 Alla leið (2:5)21.00 Brúin til ævintýralandsins Fjölskyldumynd frá Disney. Aðalhlutverk: Josh Hutcherson, AnnaSophia Robb og Zooey Deschanel. 22.35 Heiðursmenn Áhrifa-mikil mynd byggð á sögu Carls Brashear sem dreymir um að verða kafari í sjóhernum. Aðalhlutverk: Cuba Gooding Jr., Robert De Niro og Charlize Theron. Leikstjórn: George Til-lman Jr.00.40 Ást og frelsi Óskars-verðlaunaleikstjórinn Luc Besson leikstýrir sannsögulegri mynd um Aung San Suu Kyi og eiginmann hennar, rithöfundinn Mickael Aris. Aðalhlutverk: Michelle Yeoh, David Thewlis og Jonathan Raggett. Ekki við hæfi barna. e.02.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist11:10 The Talk12:30 Dr. Phil14:30 Cheers (23:26)14:55 Psych (2:16)15:40 Royal Pains (13:16)16:30 Scorpion (14:22)17:15 The Voice (17/18:28)19:30 Red Band Society (7:13)20:15 Mrs Henderson Presents22:00 Crank23:30 Unforgettable (13:13)00:15 CSI (3:22)01:00 Law & Order: UK (3:8)01:50 Mrs Henderson Presents03:35 Crank

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00/ 14:30 Admission 08:45/ 16:15 The Bucket List10:25/ 17:55 Night at the Museum12:10/ 19:40 The Amaz. Spider-Man 222:00/ 02:55 The Look of Love 23:40 Baggage Claim01:15 Damsels in Distress

22.00 Á milli tveggja heima Átakanleg dönsk kvikmynd um unga konu sem af trúarlegum orsökum þarf að gera upp á milli fjölskyldu og vina og ástar utan trúfélags Votta Jehóva.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:15 The Voice (17/18:28) Dómarar Christina Aguilera, Pharell Williams, Blake Shelton og Adam Levine.

20:15 Britain’s Got Talent (2/18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar í keppninni eru S. Cowell, D. Walliams .o.fl.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900 15.900*

- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...

29.900,-18.300,-Verð:

Verð:

HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR

BÍLGEISLASPILARI PIDEH-1700UB4X50 W MOSFET magnari. - Útvarp með 24 stöðva minni. - Spilar MP3, WMA, WAV, FLAC, CD-R/RW. AUX og USB tengi á framhlið.

BÍLGEISLASPILARI PIDEH-4700BT4X50 W MOSFET D4Q magnari. Útvarp með 24 stöðva minni.AUX og USB*. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna.Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW, RCA Pre-OutHleður og spilar Apple og Android í gegnum USB (snúra fylgir ekki)Bluetooth tenging (mic fylgir). Hægt að nota fjarstýringu (fylgir ekki)MIXTRAX EZ, 5-Band Graphic Equaliser, Siri Eyes Free

Page 49: 24 04 2015

Ég horfði á tæpa tveggja klukku-stunda beina útsendingu af loka-þætti þáttaraðarinnar um bestu handboltalið Íslands. Þessir þætt-ir hafa verið á dagskrá í vetur og ég hef nú bara haft lúmskt gaman af þessu, þó mörgum þyki nóg um. Ég svosem set alveg spurn-ingamerki við val á útsendingar-tíma fyrir þennan úrslitaþátt, eins og margir, en ég nenni ekki að rausa um það. Í þættinum voru veitt heiðursverðlaun fyrir fram-úrskarandi starf í þágu handbolt-ans á Íslandi, og var það Pólverj-

inn Bogdan Kowalczyk sem hlaut þessi verðlaun.

Bogdan kom hingað til lands í lok áttunda áratugarins til þess að þjálfa lið Víkinga sem var valið það besta í þessum þáttum. Bogdan tók svo síðar við íslenska landsliðinu og þótti lyfta grettistaki í íslenskum handbolta og færa hann á þann stall sem hann hefur verið á undanfarin 20 ár. Greinilega alveg frábær karl ef marka má sögurnar frá leikmönn-um og skrautlegur.

Bogdan var fenginn til landsins sökum þessa og kom upp á svið til

þess að taka við verðlaununum og Gaupi sagði frá einhverjum sög-um. Hann var ekki spurður einnar spurningar!!! EKKI EINNAR! Þess í stað stóð hann þarna eins og illa gerður hlutur og nánast yppti öxl-um. Það eru tíu þúsund Pólverjar á Íslandi og ekki mikið mál að fá túlk til þess að tala við meistarann, en nei. Tölum frekar sjálf. Hann er nú bara einhver útlendingur. Þetta var vandræðalegt og Bogdan var ekki sýnd sú sæmd sem hann á skilið. Adolf Ingi hefði alltaf fengið túlk.

Hannes Friðbjarnarson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Nágrannar13:25 Bó og Bubbi saman í Hörpu15:15 Sælkeraheimsreisa um Rvk15:50 Matargleði Evu (6/12) 16:20 Fókus (10/12) 16:55 60 mínútur (29/53) 17:40 Eyjan (31/35) 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (87/100) 19:10 Sjálfstætt fólk (23/25) 19:45 Hið blómlega bú 3 (2/8) 20:15 Britain’s Got Talent (2/18) 21:15 Mad Men (10/14) 22:05 Better Call Saul (6/10) Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Við fáum að kynnast Saul betur, uppvexti hans og hvaða aðstæður urðu til þess að hann endaði sem verjandi glæpamanna eins og Walters.22:50 60 mínútur (30/53) 23:40 Eyjan (31/35) 00:30 Brestir (4/5) 01:00 Game Of Thrones (3/10) 01:55 Vice (6/14)02:25 Daily Show: Global Edition02:50 Backstrom (6/13) 03:35 Working Girl05:25 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:20 Napolí - Wolfsburg10:00 Espanyol - Barcelona11:40 Tindastóll - KR 13:10 Ingi Björn Albertsson13:40 Real Madrid - Atletico Madrid15:20 Mónakó - Juventus 17:00 Meistaradeildin - Meistaramörk17:30 Keflavík - Snæfell19:00 KR - Tindastóll Beint21:00 Centers of the Univ: Shaq & Yao21:25 Brooklyn - Atlanta22:50 Meistaradeild Evrópu 23:20 Celta - Real Madrid01:00 KR - Tindastóll

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:30 Premier League World 2014/ 09:00 Stoke - Sunderland10:40 Southampton - Tottenham12:20 Everton - Man. Utd. Beint14:50 Arsenal - Chelsea Beint17:00 Everton - Man. Utd. 18:40 Arsenal - Chelsea20:20 WBA - Liverpool22:00 Man. City - Aston Villa

SkjárSport 09:15 B. Dortmund - Eintr. Frankfurt11:05/21:05 B. München - H. Berlin12:55 Bundesliga Preview Show13:25/17:25 Paderborn - W. Bremen15:25/19:15 B. Mön.gladb. - Wolfsb.

26. apríl

sjónvarp 49Helgin 24.-26. apríl 2015

Í sjónvarpinu Handboltalið Íslands á rÚv

Þöggun Bogdans

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Page 50: 24 04 2015

Leikhús Peggy Pickitt frumsýnt

Dramatík í BorgarleikhúsinuLeikritið Peggy Pickitt sér andlit guðs var frumsýnt í Borgarleik-húsinu á miðvikudaginn. Í leikrit-inu, sem leikstýrt er af Vigni Rafn Valþórssyni, segir frá tveimur læknapörum sem útskrifuðust úr læknanámi saman og hittast á ný sex árum eftir útskrift. Þau voru bestu vinir og gerðu allt saman. En svo skildu leiðir. Lísa og Frank fengu góðar stöður á hátækni-spítalanum hér heima og lifa góðu lífi: eiga stóra íbúð, fínan bíl og litla dóttur. Katrín og Marteinn fóru aftur á móti til Afríku til

starfa sem læknar án landamæra. Þau eiga ekkert. Nú eru þau loks komin heim og það kallar á endur-fundi.

Roland Schimmelpfennig er þekktasta samtímaleikskáld Þjóð-verja. Leikrit hans hafa verið sýnd um allan heim og einkennast af óvæntri sýn á mannfólkið. Eitt af megin einkennum leikrita hans er hvernig hann vinnur með tímann og endurtekninguna og reynir þannig skemmtilega á þanþol leik-hússins. Peggy Pickit sér andlit Guðs er hluti þríleiks um Afríku

sem saminn var fyrir Vulcano-leik-húsið í Toronto í Kanada árið 2010 og tileinkaður flóknu sambandi álfunnar og hins vestræna heims. Með hlutverkin í sýningunni fara þau Hjörtur Jóhann Jónsson, Krist-ín Þóra Haraldsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Valur Freyr Einarsson. -hf

Kristín Þóra Haraldsdóttir

í hlutverki sínu.

Dísella kemur fram á hádegistónleikum í Hörpu á þriðjudag.

hádegistónLeikar díseLLa Lárusdóttir í hörPu

Ást í öllum litum er yfirskrift hádegistónleika Dísellu Lárusdóttur hjá Íslensku óperunni, þriðju-daginn 28. apríl klukkan 12.15, í Norðurljósum í Hörpu. Dísella hefur starfað við Metropolitan-óperuna í New York undanfarin ár en er stödd hér á landi þar sem henni fæddist drengur í mars síðastliðnum og hún ætlar að vera hér heima þangað til í haust, þegar hún snýr aftur til starfa við Metropolitan óperuna.

d ísella Lárusdóttir hefur starfað í New York undanfarin ár en seg-ist alltaf vera með annan fótinn

á Íslandi. „Það eru margir sem halda að ég sé aldrei hér heima, en ég kem hingað reglulega,“ segir Dísella. „Ég á ennþá mína íbúð hér og finnst gott að koma heim. Ég eignaðist mitt annað barn 15. mars síðastliðinn og er aðeins að slaka á og taka smá frí,“ segir hún.

Dísella og systur hennar, þær Þórunn og Ingibjörg Lárusdætur, munu verða með skemmtidagskrá í Hörpu í sumar. „Við höfum alltaf verið að troða upp og sprella eitthvað saman og ákváðum að setja saman svona tónlistarprógram með ættfræðiívafi,“ segir hún. „Við erum svo heppnar að það eru margir í okkar ætt sem hafa verið í tónlist og okkur langaði að búa til smá skemmtidagskrá í kringum það.“

Á tónleikunum á þriðjudag verður Dísella þó á klassískum nótum og segir hún dagskrána vera blöndu af aríum frá nokkrum höfundum. „Ég mun flytja valdar aríur og sönglög sem eru mér

kær, aríur úr óperum eftir W. A. Mozart, Giuseppe Verdi og Igor Stravinsky, auk þriggja söngljóða eftir Maurice Ravel,“ segir Dísella. „Þetta er tónleikaröð sem er búin að vera í gangi í vetur og á að gefa gestum smá nasasjón af óperu-tónlist á stuttum tónleikum í hádeginu,“ segir hún. Hún er því að æfa á milli þess sem hún sinnir nýfæddum syninum. „Hann er svo rólegur og sefur bara í gegnum öskrin hjá mér,“ segir Dísella sem fer aftur til New York í haust. „Ég er ráðin þar næsta vetur eins og undanfarin ár og í sumar er ég að æfa titilhlutverkið í Lulu eftir Alban Berg, sem er krefjandi og skemmtilegt. Svo er James Levine stjórnandi og það verður mjög spennandi að sjá hann í návígi,“ segir Dísella Lárus-dóttir.

Tónleikar Dísellu verða í Silfurbergi í Hörpu á þriðjudag og hefjast klukkan 12.15. Píanóleikari er Antonía Hevesi og er aðgangur að tónleikunum ókeypis.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Drengurinn sefur yfir öskrunum í mér

James Le­vine stjórn­andi og það verður mjög spennandi að sjá hann í návígi.

Fuss púði13.990.-

17.500.-

Finnsdottir krukka14.900.-

Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista.

Brúðhjónin fá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og

fallega gjöf frá okkur.

Brúðargestir geta svo sent okkur e-mail og gengið frá pöntun á netinu og fengið

sent til sín eða sótt í búðina.

Einfaldara getur það ekki verið!

Síðumúla 21S: 537-5101snuran.is

50 menning Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 51: 24 04 2015

– MUNDU EFTIR SÓLARVÖRNINNI!GLEÐILEGT SUMAR

Page 52: 24 04 2015

Tinna Jóhanna og Jón Pétur í hlutverkum sínum.

TónlisT TónlisTarskóli kópavogs sýnir

Töfraflautan í SalnumÞað er orðin rík hefð fyrir því að óperur séu settar á svið í Kópavogi á vegum Tónlistarskóla Kópavogs. Í þetta sinn verður Töfraflautan eftir W. A. Mozart frumsýnd á morgun, laugardaginn 25. apríl, klukkan 17 í Salnum. Önnur sýn-ing verður sunnudaginn 26. apríl klukkan 20. Hinn gamansami Papageno mun rekja söguþráðinn á milli söngatriða til að auðvelda börnum að átta sig á ævintýrinu um egypska prinsinn Tamino sem er villtur í ókunnu landi og verður ástfanginn af Paminu, dóttur næt-urdrottningarinnar. Papageno þarf einnig að leggja ýmislegt á sig en hreppir loks sína eigin Papagenu. Með helstu hlutverk fara þau Jón Pétur Friðriksson, Bryndís Guð-jónsdóttir, Dagur Þorgrímsson, Hugrún Hanna Stefánsdóttir, Sig-urjón Örn Böðvarsson og Tinna Jóhanna Magnusson.

Töfraflautan, sem er í íslenskri þýðingu, er tilvalin f jölskyldu-skemmtun og aðgangur er ókeyp-is. -hf

HáTíð BjarTir dagar í Hafnarfirði um Helgina

Andrés þakkar fyrir sig

g ítarleikarinn og bæjarlista-maður Hafnarfjarðar síð-asta árs, Andrés Þór, leik-

ur ásamt kvartett sínum vel valin lög úr eigin smiðju á tónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á laug-ardaginn. Á efnisskránni verður bæði nýtt og áður óútgefið efni sem og lög úr nýrri nótnabók sem kom út í tilefni af 10 ára útgáfuaf-mæli Andrésar á síðasta ári. Andr-és er einn af fremstu djassgítar-leikurum landsins og hefur verið atkvæðamikill í Íslensku tónlistar-lífi síðustu ár.

Tónleikarnir eru hluti af Björt-um dögum í Hafnarfirði um helgina en nánari upplýsingar um þá má finna á Facebook.

„Ég ákvað að halda þessa tón-leika vegna þess að ég var útnefnd-ur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar fyrir akkúrat ári síðan, og er því að þakka fyrir mig og þessa viður-kenningu,“ segir Andrés Þór. „Ég hef verið duglegur að spila í bæn-um undanfarið ár, bæði sjálfur og með öðrum og fannst við hæfi að halda þessa tónleika.“

Andrés hefur gefið út plötur á undanförnum árum, bæði undir eigin nafni og með öðrum lista-mönnum, en ætlar að halda sig til hlés í útgáfu þetta árið. „Ég mun byrja að vinna að nýrri plötu á þessu ári, en hún mun ekki koma út fyrr en á því næsta,“ segir Andr-és. „Ég er alltaf með einhver verk-

efni í kollinum og ætla að vinna í þeim á þessu ári. Ég hélt tónleika síðasta sumar í Bæjarbíói þar sem ég bauð öllum bæjarbúum og það er mjög gaman að sjá hve listalífið í bænum er að vaxa mjög jafnt og þétt,“ segir Andrés.

„Á þessu ári er ég að vinna með tveimur slóvönskum tónlistar-mönnum sem búa í Hollandi og stefnan er tekin á einhverskonar túr. Svo er ég að spila í Billy El-liot í Borgarleikhúsinu svo það er alltaf nóg að gera,“ segir Andrés Þór. Með Andrési á tónleikunum leika þeir Agnar Már Magnús-son á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari var útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarð-ar fyrir ári síðan og þakkar fyrir sig með tónleikum á Björtum dögum um helgina.

Kvartett Andrésar Þórs leikur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á laugardaginn. Ljósmynd/Arnþór Birkisson

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 24/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 13:00 ATH kl

13

Sun 26/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00Mið 29/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00Fim 30/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00Sun 3/5 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00Þri 5/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00Mið 6/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00Fim 7/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00Síðustu sýningar leikársins

Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.

Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.

Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.

Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.

Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Fim 21/5 kl. 20:00Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar

Kenneth Máni (Litla sviðið)Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni

Beint í æð (Stóra sviðið)Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00Sýningum fer fækkandi

Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)Sun 26/4 kl. 20:00 3.k. Fim 7/5 kl. 20:00 6.k. Sun 17/5 kl. 20:00Fim 30/4 kl. 20:00 4.k. Lau 9/5 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 20:00Sun 3/5 kl. 20:00 5.k. Sun 10/5 kl. 20:00Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu

Hystory (Litla sviðið)Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fös 8/5 kl. 20:00 auka. Fös 15/5 kl. 20:00Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka.

Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)Mán 27/4 kl. 10:00 Mán 27/4 kl. 13:00 Mið 29/4 kl. 10:00Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.

Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl.

leikhusid.is Segulsvið – HHHH „Mikill galdur“ – AV, DV

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn

Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Sun 3/5 kl. 19:30 13.sýn

Síðustu sýningar.

Segulsvið (Kassinn)Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/5 kl. 19:30 12.sýn

Hefur hlotið frábærar viðtökur - síðustu sýningar.

Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)Sun 26/4 kl. 19:30 Lokas.

Allra síðasta aukasýning!

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)Sun 26/4 kl. 13:30 Sun 26/4 kl. 15:00Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!

Svartar fjaðrir (Stóra sviðið)Mið 13/5 kl. 19:30 Frums. Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn

Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn

Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)Sun 3/5 kl. 20:00 Sun 10/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00Sápuópera um hundadagakonung

Sunnudagur 26. apríl kl. 12.30-14.30

Barnamenningarhátið – Skissuævintýri

Veitingastofur Hannesar-holts eru opnar alla daga frá kl. 11-17.

Réttir dagsins á virkum dögum og himneskur brunch um helgar.

Alla daga eru heimabakaðar dásemdir í kökuborðinu og heitt á könnunni.

www.hannesarholt.isSími 511-1904

Dagskráhannesarholts

52 menning Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 53: 24 04 2015

Birt með fyrirvara um

breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

Virka daga10:00 - 18:30Laugardaga

11:00 - 16:00

OPNUNARTÍMAR

ÞAR SEM ALLTHLJÓMAR VEL;)VINSÆLUSTU HÁTALARARNIR OG HEYRNARTÓLIN OKKAR

HEYRNARTÓL9.990

FURY 14.900 | RAGE USB 16.900

Ótrúleg leikjaheyrnartól með aftengjanlegum noise cancelling hljóðnema sem kemur með hugbúnaði til að breyta röddinni í mismunandi leikjapersónur og SBX PRO hljóðkorti!

• SoundBlaster Tactics3D heyrnartól• Sérhönnuð með leikjaspilun í huga• Hágæða 40mm Neodymium hátalarar• 2x 3.5mm tengi og USB SBX Pro hljóðkort• Breyttu röddinni með VoiceFX hugbúnaði• Hnappar til að stýra öllum helstu aðgerðum• Aftengjanlegur noise cancelling hljóðnemi• Dual mode Surround 3D leikjaupplifun

Ótrúleg leikjaheyrnartól með aftengjanlegum noise cancelling hljóðnema sem kemur með

ALPHADUAL MODE 3D SURROUND

HÁGÆÐA DUAL MODE USB HLJÓÐKORT

FYLGIR MEÐ!

HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE HÁGÆÐA DUAL MODE

19.900ÖFLUG LEIKJAHEYRNARTÓL

• Hágæða lokuð heyrnartól frá Func• Hönnuð með langtíma leikjaspilun í huga• Hágæða 50mm sérstilltir hátalarar• Útskiptanleg og slitsterk 1.2m vafin snúra• Tvö sett af púðum fylgja, velúr og leður• Mic sem hægt er að festa báðum megin• Fislétt aðeins 370gr og sterkbyggð

HS260LÚXUS HEYRNARTÓLHSHSHSHSHS260260260260HSHSHSHS260260260260HSHSHSHS260260260260HSHSHSHSHSHSHSHS

HÖNNUÐ Í

LEIKINA!SÉRSTILLTIR 50mm

HÁTALARAR FYRIR BETRI

STAÐSETNINGU ÓVINA Í

TÖLVULEIKJUM;)

14.900

• Hágæða Thonet & Vander 2.1 hljóðkerfi• 32W RMS og 50Hz-20kHz tíðnissvið• Öflug 5.25” Cane lignin bassakeila• Jafn og góður hljómur yfir allt tíðnissviðið• 2xRCA inngangar, Bassa&Treble stillingar• Frábært fyrir tónlist, leiki & kvikmyndir• Falleg hönnun og ótrúleg hljómgæði

ÓTRÚLEGT VERÐ!

RISS2.1 HLJÓÐKERFI

29.900

• 60W RMS og 50Hz - 20kHz tíðnissvið• Öflug 5.25” Aramid Fiber bassakeila• Hárnákvæmur 1” tweeter úr silki• Drone FX tæknin skilar kristaltærum hljóm• Hammer Bass tækni fyrir meiri bassa• BT 4.0, Stereo RCA og jack tengi• Tengist þráðlaust við síma og fleiri tæki

KÜRBISBT2.0 HLJÓÐKERFI

NÝ KYNSLÓÐ - ENN ÖFLUGRI

49.900BLUETOOTH ÞRÁÐLAUST

KUGELBTHÁGÆÐA 2.0 HLJÓÐKERFI

Mögnuð hljómgæði í þessu ótrulega 2.0 Bluetooth hljóðkerfi frá Thonet & Vander með ofur öflugum 6.5’’ Rage Bass bassa-keilum og hárnákvæmum silki tweeter.

• Hágæða Thonet & Vander hljóðkerfi• 140W RMS og 40Hz - 20kHz tíðnissvið• Rage Bass 6.5’’ bassakeilur í viðarboxi• Hárnákvæmur 1’’ tweeter úr 100% silki• Óaðfinnanlegur hljómur yfir allt tíðnissviðið• BT 4.0, RCA og ljósleiðara inngangar• Þráðlaus fjarstýring með Equalizers• Kristaltær tónlist, kvikmyndir og leikir

49.900

KUGELKUGELKUGELKUGELHÁGÆÐA 2.0 HLJÓÐKERFI

Mögnuð hljómgæði í þessu ótrulega 2.0 Bluetooth hljóðkerfi frá Thonet & Vander með ofur öflugum 6.5’’ Rage Bass bassa-keilum og hárnákvæmum silki tweeter.

• Hágæða Thonet & Vander hljóðkerfi• 140W RMS og 40Hz - 20kHz tíðnissvið• Rage Bass 6.5’’ bassakeilur í viðarboxi• Hárnákvæmur 1’’ tweeter úr 100% silki• Óaðfinnanlegur hljómur yfir allt tíðnissviðið• BT 4.0, RCA og ljósleiðara inngangar• Þráðlaus fjarstýring með Equalizers• Kristaltær tónlist, kvikmyndir og leikir••

ÞRÁÐLAUSFJARSTÝRING

FYLGIR MEÐ!

HÁGÆÐA 2.0 HLJÓÐKERFI

NÝKYNSLÓÐENN ÖFLUGRI!

2.0 HÁTALARAR

TATOO 101

1.690

2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR2.0 HÁTALARAR

6XMISMUNANDI

LITIR

ÞRÁÐLAUS HÁTALARIÞRÁÐLAUS HÁTALARI

9.9909.9909.990ARCTIC S113

ÞRÁÐLAUS HÁTALARIÞRÁÐLAUS HÁTALARI

4LITIR

2LITIR 1.990

AIRPLUG200

ÓTRÚLEGT VERÐ!

49.900BLUETOOTH ÞRÁÐLAUST

LOKUÐ HEYRNARTÓL

3.990HD-201

MJÚKIRPÚÐARFYRIR HÁMARKS

ÞÆGINDI!

26.900

• Glæsileg hönnun og kristaltær hljómur• Lokuð með ótrúlega mjúkum púðum• Einstaklega vel hljóðeinangruð• RemoteTalk kapall með hljóðnema• Taka lítið pláss og vegleg taska fylgir• Ótrúlega létt á höfði, aðeins 205gr• Mjög handhæg - Hægt að brjóta saman

SOLO2BEATS BY DRE

NÝTTVAR AÐ LENDA

FÁST Í 2 LITUM

Page 54: 24 04 2015

Úr verkinu Útlenski drengurinn þar sem Dóri DNA fer með eitthvað aðalhlutverk-anna.

LeikList sviðsListahátíð fyrir aLLa

Ó keypis leik- og danssýning-ar fyrir alla fjölskylduna verða á boðstólum á þriðju

sviðslistahátíð ASSITEJ á Íslandi, sem farið hefur fram í vikunni og lýkur á morgun, laugardag.

Dans- og leiksýningar af ýmsum toga fyrir börn, unglinga og alla hina. Vinnusmiðjur og fjöldinn allur af skemmtilegum viðburðum.

Sýningarstaðirnir verða þrír að þessu sinni. Tjarnarbíó, Iðnó, Dansverkstæðið og Þjóðleikhús-ið verða öll með fjölbreytta dag-skrá alla helgina. Allir viðburðir hátíðarinnar eru ókeypis. Miða er hægt að nálgast klukkutíma fyrir sýningu á hverjum sýningarstað. Skólasmiðjur og skólasýningar eru þó ekki opnar almenningi. Meðal þeirra sýninga sem verða á há-

tíðinni eru Lífið-drullumall, Stór-skemmtilegt drullumall á mörk-um leikhúss og myndlistar. Lífið fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Dansleikhópurinn Cie Divergences frá Frakklandi flytur söguna af Rauðhettu og úlf-inum á einstakan og frumlegan hátt, og Útlenski drengurinn sem sýndur hefur verið við góðan orð-stír í Tjarnarbíó í vetur.

Hátíðin er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Barna-menningarhátíð, Barnamenning-arsjóði og Reykjavíkurborg. Sam-starfsaðilar eru Þjóðleikhúsið, Alliance Francaise, Listkennslu-deild LHÍ og House of Spirits.

Allar nánari upplýsingar má finna á síðunni www.assitej.is -hf

Sýnt á fjórum stöðum

Prump í GerðubergiMöguleikhúsið sýnir barnaleikrit-ið Prumpuhólinn í Menningarmið-stöðinni Gerðubergi næstkomandi sunnudag, 26. apríl, klukkan 14. Prumpuhóllinn, sem er í leikstjórn Péturs Eggerz, segir frá Huldu sem er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en svo að hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt. Við sérkenni-legan hól, sem gefur frá sér dular-full hljóð, hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hunda-súrugraut. En hundasúrugrautur-inn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan – maður lifandi!

Leikarar í sýningunni eru þau Pétur Eggerz og Anna Brynja Bald-ursdóttir. Leikmynd og búninga hannaði Messíana Tómasdóttir.

Tónlistin er eftir Guðna Franzson. Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára og er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. -hf

Anna Brynja og Pétur í hlutverkum sínum í Prumpuhólnum.

Helgin 24.-26. apríl 2015

ÓKEYPIS AÐGANGUR

GARÐABÆJAR 23.-26. apríl 2015

Sjá dagskrá á www.gardabaer.is www.gardabaer.is

FRIÐRIK KARLSSON WORLD JAZZ TRIO

BILLIE HOLIDAY 100 ÁRA!

KVARTETT KATRINE MADSEN TRÍÓ ARONS OG INGIBJÖRG FRÍÐA

Fim 23. apr. kl. 20:30 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju

Fös 24. apr. kl. 20:30 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju

STÓRSVEIT TÓNLISTARSKÓLA GARÐABÆJAR OG STRENGJASVEITSun 26. apr. kl. 15:00 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju

Lau 25. apr. kl. 17:00 Haukshúsi ÁlftanesiLau 25. apr. kl. 14:00 Jónshúsi, Strikinu 6Lau 25. apr. kl. 20:30 Kirkjuhvoli Vídalínskirkju

TRÍÓ SIGURÐAR FLOSASONAR SPILAR BILLIE HOLIDAY

Gestir: Jóhanna Vigdís Arnardótir og Jón Svavar Jósefsson

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Flott hönnun– frískt og glaðlegt útlit

Verið velkomin í verslun RV

og sjáið úrvalið af

glæsilegum

hágæða postulínsborðbúnaði.

Page 55: 24 04 2015

TEKK COMPANY OG HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 | Opið MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 / SUNNUDAGA KL. 13-18 | Vefverslun á www.tekk.is

SÍÐAN1964

TAX FREE20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUMSKOÐAÐU

VÖRUÚRVALIÐÁ

TEKK.IS

SÍÐASTA TILBOÐSHELGI

Page 56: 24 04 2015

Í takt við tÍmann alda dÍs arnardóttir

Facebook stærsti tímaþjófur lífs mínsAlda Dís Arnardóttir er 22 ára söngkona sem sigraði í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent á Stöð 2 á dögunum. Alda Dís er frá Hellissandi og vinnur á leikskóla meðfram söngnámi. Hún elskar bleik föt og horfir á Jane the Virgin.

StaðalbúnaðurMér finnst rosa erfitt að lýsa fata-stílnum mínum, ég hef bara minn stíl. Ég get þó sagt það að ég geng mikið í kjólum og finnst gaman að vera fín. Ég vinn náttúrlega á leik-skóla og nýti því hvert tækifæri eftir vinnu til að klæða mig aðeins upp. Uppáhalds búðin mín er Einvera og ég versla líka mikið í Vero Moda, Gallerí 17 og Zöru. Ég elska bleikan lit og bleik föt. Ég á rosa mikið af bleiku dóti. Og blómadóti.

HugbúnaðurÞegar ég er ekki að vinna eða syngja hitti ég vinkonur mínar og kærastann, maður verður að gefa sér tíma fyrir hann. Við vinkon-urnar reynum að vera duglegar að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í bíó, á tónleika eða í leikhús. Svo er líka ágætt að liggja bara uppi í rúmi og horfa á mynd. Uppáhaldsþættirnir mínir akkúrat núna eru Jane the Virgin. Þeir eru mjög fyndnir. Ég hef líka verið að horfa á Newsroom og svo eru Friends alltaf klassískir, maður dettur alveg stundum í þá. Ég á kort í World Class en ég er eiginlega bara styrktaraðili þar og mæti aldrei. Þegar ég fer á

kaffihús fer ég oftast í Eymunds-son eða einhverjar bókabúðir. Mér finnst það voða kósí.

VélbúnaðurÉg er með eldgamla tölvu en mjög nýjan iPhone 6. Facebook er stærsti tímaþjófur lífs míns. Ég verð aðeins að taka mig á í því. Annars dett ég stundum inn á skemmtilegan leik eða app en ég verð að viðurkenna að þau eru ekki mörg.

AukabúnaðurMér finnst skammarlegt að játa það en ég er ekki góður kokkur. En ég geri þó mitt besta. Ég er hins vegar mjög dugleg að fara eitthvert annað til að borða. Gló er alltaf voða gott og sömuleiðis Serrano og Saffran. Maður reynir kannski að hafa þetta aðeins í hollari kantinum. Þegar maður er ekki í ræktinni verður maður víst aðeins að pæla í þessu. Ég ferðast um á silfruðum Yaris sem mér finnst mjög leiðinlegt að keyra. Mér finnst reyndar yfir höfuð leiðinlegt að keyra bíla. Áhugamál mín tengjast öll tónlist. Auk þess að syngja hef ég gaman af að semja tónlist og svo er ég líka að æfa mig við að spila á

gítar. Ég ætla hundrað prósent að vinna við tónlist í framtíðinni. Í sumar ætla ég að fara heim á Hellissand í einhvern tíma og svo ætla ég að fara til útlanda í ágúst. Við erum ekki búin að kaupa miðana en við stefnum á að fara til Los Angeles.

Ljós

myn

d/H

ari

tónleikar Íkorni á rósenberg

Nýja platan mun heita 12.34t ónlistarmaðurinn Stefán

Örn Gunnlaugsson, sem kennir sig við Íkorna, held-

ur tónleika á Rósenberg þriðju-dagskvöldið 28. apríl. Íkorni gaf út samnefnda plötu árið 2013 sem vakti mikla athygli og var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna það ár, bæði fyrir texta og upptöku-stjórn. Síðan hefur Stefán unnið með mörgum af þekktustu tón-listarmönnum landsins á milli þess sem hann hefur verið að semja nýtt efni sem væntanlegt er seinna á þessu ári. „Ég er að vinna að nýrri plötu sem kemur út síðar á árinu,“ segir Stefán. „Er langt kominn með að semja hana, og er byrjaður að taka upp. Nafnið er komið,“ segir hann, en platan mun heita 12.34. „Þetta er tímasetning sem er mjög

algeng og umtöluð hjá þeim hópi fólks sem hugsar mikið um klukk-una og tímann,“ segir Stefán. „Ég á þó mjög persónulega sögu um þenn-an titil sem ég held bara fyrir mig.“

Íkorni mun koma fram ásamt strengjakvartett og lítilli hljómsveit og verða þau níu á sviðinu. „Þessi hugmynd kom upp í kringum Airwa-ves þegar ég æfði með þessum hópi. Þá fannst okkur eins og við þyrftum að gera þetta aftur því það tókst svo vel,“ segir Stefán. „Lögin henta mjög þessari tegund hljóðfæra og þess vegna verður maður að gera þetta oftar en einu sinni,“ segir Stefán Örn Gunnlaugsson, Íkorni.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og mun Kristín Birna Óðinsdóttir hita upp áður en Íkorni stígur á svið. -hfKæling ehf | Stapahrauni 6 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 7918

Ert þú karl/kona í krapinu?

Kæling leitar að 2 starfsmönnum, öðrum í sumar- afleysingar og hinum til frambúðar.

Kælimaður/Vélstjóri

Starfssvið:- Reglubundið eftirlit kælikerfa- Uppsetning á kælikerfum- Viðhald og þjónusta- Nýsmíði

Menntunar- og hæfniskröfur:- Menntun á sviði kælitækni og/eða vélstjórnar/járnsmíði/rafvirkjunar- Reynsla af vinnu við kælibúnað æskileg- Sjálfstæði í vinnubrögðum

ATH: Við hvetjum laghenta og/eða reynslumikla til að sækja um, jafnvel þótt þá skorti menntun.

Kæling sérhæfir sig í sölu, uppsetningu og þjónustu á kælikerfum, auk þess að smíða kælikerfi og ískrapavélar.

Um Kælingu:

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á [email protected].

56 dægurmál Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 57: 24 04 2015

Hönn

un o

g um

brot

: VER

T-m

arka

ðsst

ofa

Vnr. 506600032 NAPOLEON gasgrill TRIUMPH 410, 14,4 kw, 3+1 brennarar, eldunarsvæði 43x59 cm, hliðarbrennari, JETFIRE kveikikerfi, innbyggður upptakari, niðurfellanleg hliðarborð, pottjárns WAVE grillgrindur, ACCU-PROBE hitamælir.

109.995kr.

SUMARIÐER KOMIÐ

69.995kr.

Vnr. 506600012 NAPOLEON ferðagasgrill TravelQ m/vagni, 4,1 kW, tvöfaldur brennari úr ryfríu stáli, eldunarsvæði 37x54 cm, JETFIRE kveikikerfi, pottjárns WAVE grillrindur, ACCU-PROBE hitamælir í loki, auðvelt að taka í sundur og setja saman, hliðarborð með snögum.

FÆST EINGÖNGU Í BYKO

Vnr. 50657510BROIL KING Gasgrill MONARCH 320, þrír brennarar, 8,8 kW, ryðfrítt.

69.995kr.

Vnr. 50657518BROIL KING gasgrill GEM SUPER, þrír brennarar, 8,8 kW.

Vnr. 50657504BROIL KING gasgrill SIGNET 20, þrír brennarar, 11,7 kW.

49.995kr.

HÁGÆÐA GRILL FRÁ KANADA

Vnr. 50657504

99.995kr.

PALLAEFNIVnr. 0058254AB-gagnvarin 22x95 mm. 185kr./lm*

Vnr. 0058274Gagnvarin Eco-grade 27x95 mm. 185kr./lm

Vnr. 0058324AB-gagnvarin 27x95 mm. 215kr./lm*

Vnr. 0058504AB-gagnvarin 45x95 mm. 295kr./lm*

Vnr. 0058506AB-gagnvarin 45x145 mm. 485kr./lm*

Vnr. 0059954A-gagnvarin 95x95 mm. 715kr./lm*

FURA ALHEFLUÐ

*4,5 m og styttra.

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn

á BYKO.is

SUMARIÐ

Vnr. 0058504AB-gagnvarin 45x95 mm.

Vnr. 0058506AB-gagnvarin 45x145 mm.

Vnr. 0059954A-gagnvarin 95x95 mm.

*4,5 m og styttra.

ÚRVAL AF POTTAPLÖNTUM

Í GRÆNLANDI595kr.

55092142 PRIMULA

1.995kr.

Vnr. 55092110SYPRUS

ÚRVAL AF POTTAPLÖNTUM

BYKO BREIDD

PANTAÐU RÁÐGJÖF VIÐ

GARÐAHÖNNUN

Hálftíma ráðgjöf kostar 4.995 kr. Sú upphæð nýtist sem inneign þegar keypt er efni í garðinn í BYKO.

Í sumar mun Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt, veita viðskiptavinum ráðgjöf vegna framkvæmda í garðinum.

Skráning á netfangið [email protected] eða í síma 5154144.

NÝ VARA

NÝ VARA

Vnr. 0053265Alheflað 27x117 mm. 595kr./lm

Vnr. 0053266Alheflað 27x143 mm. 785kr./lm

Vnr. 0053275Rásað 27x117 mm. 675kr./lm

Vnr. 0053276Rásað 27x143 mm. 795kr./lm

LERKI

1.095kr./lm

Vnr. 0039481Bankirai harðviður með rásum, 21x145 mm.

Almennt verð: 1.280 kr./lm

Page 58: 24 04 2015

Það var ekkert erfitt að hlaupa svona mikið, ég er að æfa fótbolta og þetta var ekki svo erfitt.

Páll Jökull Þorsteinsson leikur aðalhlutverkið í stórri erlendri auglýsingu sem tekin var upp hér á landi í mars. Hann segir vinnuna ekki hafa verið mjög erfiða. Ljósmynd/Hari

Sjónvarp páll jökull lék í auglýSingu fyrir arla-Skyr

Leið eins og prinsi við að leika í skyr-auglýsinguHinn níu ára gamli Páll Jökull Þorsteinsson fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu fyrir Arla-skyr í Bretlandi sem tekin var hér á landi. Páll Jökull leikur á móti þekktum íslenskum leikurum og hefur hug á að verða leikari í framtíðinni. Páll segist stundum borða skyr, það sé ágætt.

a uglýsing með nokkrum þjóðþekkt-um leikurum hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum undan-

farna daga. Um er að ræða auglýsingu fyrir Arla skyr sem er dönsk mjólkurvara sem á að líkjast hinu klassíska íslenska skyri. Með aðalhlutverkið í auglýsingunni fer hinn níu ára gamli Páll Jökull Þorsteinsson.

Í auglýsingunni, sem gerist í smáþorpi árið 1968, hleypur Páll um götur þorpsins og sveitina í kring af miklum móð og færir fólki tíðindi úr sveitasímanum.

Auglýsingin var tekin upp hér á landi í mars síðastliðnum og var Páll Jökull í tökum í sex daga, sem er í lengra lagi, sérstaklega þegar kemur að auglýsingatökum. „Tökurn-ar voru á Eyrarbakka, í Dyrhólaey og við Skógafoss,“ segir Guðbjörg Anna Jónsdóttir, móðir Páls Jökuls. „Þetta var hörkupúl hjá drengnum en það var farið svo vel með hann að honum leið eins og prinsi. Hann hafði svo gaman af þessu að það tók hann smá tíma að koma sér niður á jörðina,“ segir Guðbjörg. „Við erum öll rígmontin með hann og að springa úr stolti,“ segir hún.

Í auglýsingunni, sem er um 90 sekúndur

að lengd, má sjá leikara á borð við Hjálmar Hjálmarsson, Halldór Gylfason, Sigurð Sig-urjónsson og Sveppa, svo Páll Jökull var í mjög góðum félagsskap. Sjálfum finnst hon-um auglýsingin mjög fyndin. „Hún er mjög skemmtileg og þeim krökkum í skólanum sem hafa séð hana, finnst hún mjög fyndin,“ segir Páll Jökull sem gengur í Breiðagerð-isskóla og verður tíu ára á árinu. „Það var ekkert erfitt að hlaupa svona mikið, ég er að æfa fótbolta og þetta var ekki svo erfitt. Mér finnst skemmtilegast að vera í fótbolta og hjóla og vera úti að leika mér,“ segir Páll þegar hann er spurður út í áhugamálin. „Annars langar mig að verða leikari og mér þykir mjög gaman að leika,“ segir Páll sem segir skyr ekki endilega uppáhaldsmatinn sinn. „Ég borða það stundum, það er ágætt,“ segir Páll Jökull Þorsteinsson, upprennandi leikari.

Auglýsingin er komin í sýningu um allt Bretland þar sem á að reyna að markaðssetja danska skyrið.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Einákvörðungetur öllubreytt

www.allraheill.is

Strákarnir í ADHD halda til Bremen um helgina og funda með öðrum djössurum og troða upp í kjölfarið.

TónliST ráðSTefnan jazzahead er STærSTa ráðSTefna um djaSSTónliST í evrópu

Íslenskur djass í Bremen um helginaJazzahead er stærsta ráðstefna um djass-tónlist í Evrópu og koma viðskiptaaðilar úr djassgeiranum hvaðanæva að úr heim-inum til að heyra og sjá nýja djasstónlist og ráða ráðum sínum. Þátttakendur eru allt frá helstu djasstímaritum álfunnar til samtaka djasshátíða, útgáfufyrirtækja og bókunarskrifstofa hvers konar, ýmis konar aðila sem starfa í geiranum og að sjálfsögðu tónlistarfólks, bæði tónskálda og flytjenda hvers konar.

Hátíðin er haldin í Bremen í Þýska-landi um helgina. Þátttakendur frá Ís-landi að þessu sinni verða Jazzhátíð Reykjavíkur, Sunna Gunnlaugsdóttir,

Björn Thoroddsen, Stefán S. Stefánsson, Kristján Tryggvi Martinsson og hljóm-sveitin ADHD, en sveitin heldur tónleika á hátíðinni á morgun, laugardag. ADHD sendi sem kunnugt er frá sér fimmtu plötu sína fyrir síðustu jól en allar hafa þær fengið frábærar viðtökur.

Í fyrsta sinn í ár verða allar Norður-landaþjóðirnar saman með bása í sama klasa og mynda þar af leiðandi norrænt djassþorp sem fær mikla athygli og um-ferð djassáhugamanna og fyrirtækja og er mikill styrkur í því, sérstaklega fyrir minni spámenn, sem fá þar aðgang að stærri áheyrendahópi. -hf

Rapparinn Gísli Pálmi heldur tónleika á Húrra í Reykjavík í kvöld, föstudagskvöld. Gísli Pálmi er mikið í umræðunni þessa dagana og svo er að sjá sem hann verði umtalaðasti tón-listarmaður ársins. Fyrsta plata hans kom út í síðustu viku og seldust um fjögur hundruð eintök af henni fyrstu vikuna, samkvæmt Tónlistanum. Fyrr í vikunni kom yfirlýsing frá Jóni Mýrdal, veitingamanni á Húrra, um að eftirvæntingin og áhuginn fyrir tónleikunum væri svo mikill meðal fólks að hann benti fólki á að kaupa miða í forsölu. Sólmundur Hólm grínari var þó ekki viss um hvernig saklausum föður úr Vesturbænum yrði tekið á tón-leikum sem þessum, en var þó spenntur fyrir því að fara.

Sólstafir í AmeríkuÞungarokkssveitin Sólstafir lagðist nýverið í enn eina utanlandsferðina til að spila fyrir rokkþyrstan almúgann. Í þetta sinn leggja þeir undir sig Bandaríkin og Kanada og ferðast um í fjórar vikur. Túrinn hófst á miðvikudaginn í New York og endar þann 20. maí í Vancouver í Kanada. Sólstafir spila á 27 tónleikum í ferðalaginu, frá austri til vesturs og allt þar á milli.

Hönnunarnemar sýna í HafnarhúsiÚtskriftarsýning nemenda í hönnun og arkitektúr í Listaháskóla Íslands verður opnuð í Hafnarhusinu á laugardag klukkan

14. Sýningarstjórar eru þau Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Huginn Þór Arason. Sýningin stendur til 10. maí og er opin daglega frá klukkan 10-17. Aðgangur er ókeypis.

Styttist í DrekannGamanþáttaröðin Drekasvæðið hefur göngu sína á RÚV hinn 1. maí næst-komandi. Talsverð eftirvænting er vegna frum-sýningar þess-ara sketsaþátta enda koma þar fyrir margir af fremstu grínurum og leikurum lands-ins af yngri kyn-slóðinni. Af þeim má nefna Sögu Garðars-dóttur, Hilmar Guðjóns-son, Ara Eldjárn, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Birgittu Birgisdóttur. For-sýning verður í Bíó Paradís á fimmtudag í næstu viku og eftir það ætti að fara að kvisast út hvort eitthvað sé varið í þetta...

Mikil spenna fyrir Gísla Pálma

58 dægurmál Helgin 24.-26. apríl 2015

Page 59: 24 04 2015

Strákarnir í ADHD halda til Bremen um helgina og funda með öðrum djössurum og troða upp í kjölfarið.

Quadrant hillueining, L: 154,8 cm, H: 80,5 cm / Verð frá 132.850 kr.

Omaggio vasar / Verð frá 3.990 kr. Silvia ljós / Verð frá 13.900 kr.Catifa 46 stóll / Verð 49.900 kr. Kastehelmi skál 35 cl / Verð frá 3.790 kr.

ÓTAL STÆRÐIRHægt að raða

saman

Nido hægindastóll / Verð frá 189.900 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Góð hönnun gerir heimilið betraVið leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta

í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst

tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

M-sófi Sniðinn eftir máli. Verð frá 239.900 kr.

4200 ljósVerð frá 89.900 kr.

Eclipse sófaborðVerð frá 34.900 kr.

Manhattan púði 40x60Verð 14.900 kr.

Patchwork gólfmottaSniðin eftir máli. Verð frá 81.900 kr. pr. fm

Ventura hægindastóllVerð frá 469.900 kr.

OPIÐ Á LAUGARDÖGUM

FRÁ 11–16

NÝRLITUR

Page 60: 24 04 2015

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Íris Hólm Jónsdóttir

Bakhliðin

Töffari með beittan húmorNafn: Íris Hólm Jónsdóttir Aldur: 25 ára.Maki: Makalaus. Börn: Myrra Hólm, tveggja ára.Menntun: Héðan og þaðan. Skóli lífsins.Starf: Tónlistarkona. Starfa í Söngskóla Maríu Bjarkar og á Skálatúni.Fyrri störf: Stuðningsfulltrúi, leiðbein-andi á leikskóla.Áhugamál: Tónlist, leiklist, kvikmyndir, ljóðaskrif og margt fleira.Stjörnumerki: Tvíburi.Stjörnuspá: Hafðu í huga að þér munu veitast fjölmörg tækifæri til þess að bæta aðstæður þínar í vinnunni á þessu ári. Góð tækifæri gefast til að auka færni ykkar og þekkingu.

Íris er ákveðin og sterk, algjör töffari sem fer sínar eigin leið-ir,“ segir Alma Rut, vinkona

Írisar. „Hún er góður og traustur vinur, skemmtileg, með beittan og æðislegan húmor. Svo er hún líka svo vandvirk í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, frábær söngkona og náttúrulega sjúklega falleg,“ segir Alma Rut.

Söngkonan Íris Hólm Jónsdóttir þreytti leiklistarprufur í The American Academy of Dramatic Arts í New York í síðustu viku og fékk inngöngu nánast sama dag og inntökuprófin voru. Íris hefur verið iðinn við söng hér á Íslandi undanfarin ár, bæði á tónleikum ýmiskonar sem og í undankeppni Eurovision. Íris er einmitt í bakraddahópi Íslands í Vín í vor. Íris lék á síðasta ári í uppfærslu Leikfélags Mos-fellsbæjar á Ronju ræningjadóttur og það verður forvitnilegt að fylgjast með henni í framtíðinni.

Hrósið...... fær Hafþór Júlíus Björnsson sem kominn er í úrslit í keppninni um Sterk-asta mann heims í Kuala Lumpur. Úrslita-keppnin hefst á laugardag.

Falleg teppi

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Verð frá 14.900,-

Page 61: 24 04 2015

Viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 2015

bls. 4

www.steypustodin.isHafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Hringhellu 2221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8800 Selfoss

Smiðjuvegi870 Vík

Malarhöfða 10110 Reykjavík

Berghólabraut 9230 Reykjanesbær

20YFIR

TEGUNDIR

AF HELLUM

Graníthellur og mynstursteypaGraníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir.

Gæði, fegurð og góð þjónusta

4 400 400

Fjárfesting sem steinliggur

vv

Mikilvægt að lesa í

gömul húsB irgir Þröstur Jóhannsson og

Astrid Lelarge keyptu húsið við Vesturgötu í desember

2012 og hafa gert það upp með nokkr-um hléum. „Það er samt nóg eftir, það mætti eiginlega segja að kakan sé í ofninum,“ segir Birgir. Húsið var byggt árið 1882 og vegna aldurs er það friðað, samkvæmt lögum um menningarminjar. „Stefán Þórðarson keypti lóðina og sótti um byggingar-leyfi. Húsið var svo flutt inn frá Nor-egi, eins og tíðkaðist á þessum tíma, og hlóð Stefán upp kjallarann og skor-steininn og reisti svo húsið og gekk frá því að innan,“ segir Birgir, en hann hefur safnað að sér ýmsum gögnum um sögu hússins og fyrri eigendur þess. „Stefán var titlaður sem múrari um tíma og getur vel verið að hann hafi verið að vinna við Alþingishúsið sem var reist um svipað leyti.“

Húsið er skráð sem tómthús, en orðið var notað um hús án húsdýra þar sem yfirleitt bjuggu sjómenn sem kallaðir voru tómthúsmenn, en mikið var um þá í Vesturbænum á þessum tíma. Húsið er þó ekki tómt í dag því bæði köttur og gullfiskur eru hluti af heimilishaldinu sem getur orðið ansi fjörugt. Það var einnig líf og fjör í húsinu á upphafsárum þess en þar bjuggu mest 26 manns, en þær upp-lýsingar hefur Birgir úr gömlu mann-tali. Í upphafi var húsið 98 fermetrar, auk kjallara, en í kringum 1920 var byggt við húsið og er það nú 118 fer-metrar, auk kjallara. Upprunalega klæðningin utan á húsinu þekur því einn vegginn inni í húsinu í dag.

Hjónin Birgir Þröstur Jóhanns-son og Astrid Lelarge búa í 133 ára gömlu húsi við Vesturgötu í Reykjavík, ásamt sonum sínum tveimur. Um leið og gengið er inn í húsið finnst að það á sér langa og merkilega sögu. Það marrar í gólfinu, en Birgir og Astrid rifu upp hvert gólfefnið á fætur öðru til að finna hið upp-runalega. Þau segja að mikil-vægt sé að lesa í gömul hús, eins og þeirra, og sjá hverju sé hægt að breyta án þess þó að valda skemmdum.

Framhald á blaðsíðu 4.

Page 62: 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20152

HúseigendafélagiðHúseigendafélagið er til húsa að Síðumúla 29 í Reykjavík.Sími: 588-9567.Netfang: [email protected].

n Á skrifstofunni eru veittar nánari upplýsingar um félagið, starfsemi þess og þjónustu. Þar fást marg-vísleg gögn og upplýsingar, s.s. lög og reglugerðir, eyðublöð fyrir húsaleigusamninga og fræðsluefni af ýmsu tagi.

n Heimasíða: www.huseigend-afelagid.is Heimasíða félagsins er ný og endurbætt og hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um Húseigendafélagið, starfsemi þess og viðfangsefni. Þar er m.a. yfirlit yfir fjölda greina sem lögfræðingar félagsins hafa ritað og félagsmenn geta fengi endurgjaldslaust.

n Þjónusta við félagsmenn: Þjónusta félagsins er einskorðuð við félagsmenn enda standa þeir undir starfsemi þess með félags-gjöldum sínum. Félagið stendur á eigin fótum fjárhagslega og þiggur enga styrki. Félagsgjöldum er mjög í hóf stillt. Árgjald einstaklings er kr. 5.000.- en kr. 3.000.- fyrir hvern eignarhluta þegar um húsfélög er að ræða. Skráningargjald kr. 4.900.- er greitt er við inngöngu og felst í því viðtalstími við lögfræðing.

Ný þurrhreinsunaraðferð teppa sem hentar vel á teppi á skrifstofum og hótelum ásamt verslunarrýmum.

Fljótleg hreinsun með litlum hávaða, stuttum þurrktíma og ótrúlegum árangri.

Kleppsvegi 150 S: 663-0553 www.skufur.is

Hreinsum einnig: • Húsgögn og rúmdýnur • Mottur • Steinteppi • Stigahús

Átt þú gamalt hús sem þarf að gera við - hvar á að byrja?

HÚSVERNDARSTOFA

Ókeypis ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 15 - 17 og á sama tíma í síma 411 6333.

Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa.

SANYLÞAKRENNUR

•RYÐGA EKKI•PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN•STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR•AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU•ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR

Öflug hags-munagæsla

fyrir hús-eigendur

H úseigendafélagið var stofn-að árið 1923 og er almennt hagsmunafélag fasteigna-

eigenda á Íslandi, hvort sem fast-eignin er íbúð, einbýlishús, at-vinnuhúsnæði, land eða jörð, leiguhúsnæði eða til eigin nota. Félagar eru bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög, þ.m.t. húsfélög í fjöleignarhúsum. Upphaflega var félagið fyrst og fremst hagsmuna-vörður leigusala og stöndugra fasteignaeigenda í Reykjavík en í tímans rás hefur það orðið almennt landsfélag, meira í ætt við neytenda-samtök og obbi félagsmanna eru íbúðareigendur í fjöleignarhúsum. Félagsmenn eru um 10.000 og þar af eru nálægt 800 húsfélög. Félags-mönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin, einkum og sér í lagi húsfélögunum.

Þríþætt starfsemi„Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt og felst í almennri hags-munagæslu fyrir fasteignaeigend-ur, almennri fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun, sem og ráðgjöf og þjónustu við félagsmenn,“ segir Harpa Helgadóttir, en hún starfar sem skrifstofustjóri hjá Húseig-endafélaginu. Meðal þjónustu sem félagið býður upp á er húsfunda-þjónusta. „Það hefur verið að færast í vöxt að húsfélög gangi í Húseig-endafélagið, einkum til að fá lög-fræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri og ytri málefnum,“ segir Harpa. Húsfundaþjónusta félags-ins felur í sér aðstoð og ráðgjöf við undirbúning funda, þ.e. dagskrá, tillögur, fundaboð og fundarstjórn og ritun fundargerða. „Á húsfund-um eru gjarnan teknar ákvarðanir sem varða mikla fjárhagslega hags-

muni og miklar skuldbindingar. Þessi þjónusta á að tryggja lögmæta fundi og að rétt sé að töku ákvarð-ana staðið en á því er oft misbrest-ur með afdrifaríkum afleiðingum,“ segir Harpa. Húseigendafélagið býður einnig upp á húsaleiguþjón-ustu. „Útleiga húsnæðis getur verið áhættusöm fyrir leigusala ef ekki er farið að með gát. Við aðstoðum til dæmis við samningsgerð,“ segir Harpa.

LögfræðiþjónustaHúseigendafélagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félags-menn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra. „Málin eru af mörgum og fjölbreyttum toga en algengust eru mál vegna f jöleignarhúsa, húsaleigu, fasteignakaupa og grenndar,“ segir Bryndís Héðins-dóttir, lögfræðingur hjá Húseig-endafélaginu. Lögfræðiþjónustan hefur jafnframt verið þungamiðj-an í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Bryndís segir mest fara fyrir almennri hagsmunabaráttu félagsins, sem felst meðal annars í að stuðla að réttarbótum fyrir fast-eignaeigendur. „Okkur hefur orð-ið verulega ágengt í þeim efnum, öllum húseigendum til hags og heilla.“ Sem dæmi má nefna fjöl-eignarhúsalögin og húsaleigulögin og löggjöf um fasteignakaup.

Fleiri félagsmenn – Öflugra félag og aukin þjónustaStarfsemi Húseigendafélagsins hefur undanfarin ár verið grósku-mikil, öflug og árangursrík. „Þótt félagið hafi verið í mikilli sókn og náð verulegum árangri á mörgum sviðum, þá má gera betur enda eru viðfangsefnin óþrjótandi,“ segir Harpa. Að hennar sögn eru mörg spennandi mál og hagsbætur fyrir

Bryndís Héðinsdóttir starfar sem lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, en félagið rekur sérhæfða lögfræðiþjónustu fyrir félagsmenn sína á þeim réttarsviðum, sem varða fasteignir og eigendur þeirra.

félagsmenn sem bíða þess að fé-lagið hafi afl og styrk til að vinna að framgangi þeirra. „Það er þó og mun alltaf verða forsenda fyrir öflugra og árangursríkara starfi að fleiri fasteignaeigendur skipi sér undir merki félagsins.“

Bryndís Guðjónsdóttir þjónustufulltrúi og Harpa Helgadóttir, skrifstofustjóri hjá Húseigendafélaginu.

Page 63: 24 04 2015

Parki InteriorsDalvegi 10-14 201 KópavogiSími 595 0570

Mán-föst 09.00-18.00 Laugardaga 11.00-14.00

OPNUMSCHMIDT

INNRÉTTINGADEILD Í PARKANÚ ERU SCHMIDT INNRÉTTINGARNAR

LOKSINS FÁANLEGAR AFTUR Á ÍSLANDI.

KOMDU OG UPPLIFÐU

ÓTAL SAMSETNINGAR,

FRÁBÆR GÆÐI, LITI,

FORM OG FEGURÐ.

www.parki.is/innrettingar

Page 64: 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20154

NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur, rafmagnstengill.

NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt

Fylgihlutir2,5m 35mm barki, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur.

NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt

FylgihlutirBarki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Takkifyrir hreinsuná síu.

IðnaðarryksugurFyrir bæði blautt

og þurrt

Sjálfvirk hreinsun á síu

Tengill

Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · [email protected] · www.rafver.is

K Ä R C H E R S Ö L U M E N N

V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð

Sjálfvirkur hurðaropnunarbúnaður fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og

viðhaldi. Hentar vel fyrir aðgengi hreyfihamlaðra.

Fluttu inn í húsið án eldhússAstrid og Birgir kynntust í Belgíu, en Astrid er þaðan og er menntaður sagnfræðingur. Birgir er arkitekt og starfaði sem slíkur í Belgíu í rúm tuttugu ár. Þegar þau fluttu til Íslands bjuggu þau í leiguhúsnæði áður en þau keyptu húsið á Vesturgötunni. „Við höfðum einungis tvo mánuði til að gera húsið íbúðarhæft, þar sem leigusamningnum okkar var sagt upp. Við náðum því að mestu leyti, en eldhúsið var reyndar ekki tilbúið þeg-ar við fluttum inn svo það skapaðist ákveðið ástand,“ segir Birgir og hlær.

Engin ástæða til að breyta hinu upprunalega„Þegar við keyptum húsið vildum við komast að ástandi upprunalega gólf-efnisins og þurftum því að rífa nokk-ur lög af hinum ýmsu efnum,“ segir Astrid. Við þá vinnu bættust fimm sentimetrar við lofthæðina. „Það hentaði ágætlega þar sem fólk var jú mun lágvaxnara hér áður fyrr,“ segir Birgir. Meðal framkvæmda sem Birg-ir og Astrid réðust í var að skipta um

þak. „Við skiptum bárujárnsþakinu út fyrir timburþak. Undir bárujárninu var upprunalega timburþakið sem kallast skarsúð. Við vildum halda í upprunalegu hönnunina og fluttum inn timbur og tjöru frá Noregi. Hægs-prottin málmfura varð fyrir valinu, en hún er mjög sterk,“ segir Birgir. „Það er engin ástæða til að breyta hinu upprunalega. Við ákváðum að fjarlægja bárujárnsþakið því okkur fannst það einfaldlega ekki fara hús-inu, enda ekki hannað þannig.“

Snýst um að lesa í húsin Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjónin ákveða að gera upp gam-alt hús. „Ég gerði upp mörg hús í Belgíu og teiknaði margar breyt-ingar fyrir mun eldri hús en þetta, til dæmis kastala sem byggðir voru á 12. öld,“ segir Birgir. Auk þess er húsið sem fjölskyldan á í Brus-sel frá 17. öld og gerðu þau ýms-ar breytingar á því. „Þar þurftum við, líkt og hér, að grafa okkur í gegnum alls konar lög af gólfefni til að sjá upprunalegt ástand húss-ins,“ segir Astrid. Birgir segir að það geti verið vandasamt verk að ákveða hverju eigi að halda og hverju ekki. „Gamlir hlutir geta bæði verið áhugaverðir og óáhuga-verðir. Þetta snýst hins vegar um að finna hvað er skemmtilegt í sög-unni. Þetta snýst um að lesa í húsin og sjá hverju maður getur breytt án þess að skemma.“

Vilja nýta það sem sagan býður upp á Klæðningin sem er á húsinu er í stíl við upprunalegu klæðninguna en Birgir og Astrid vilja reyna að endurvekja hana. „Hún er þarna undir niðri en það mun kosta tíma og peninga að ná henni fram.“ Í sumar hyggjast þau mála húsið að utan, auk þess sem þau hafa fengið styrk frá Minjastofnun Íslands til að lagfæra hleðsluna á húsinu og koma henni í upprunalegt form. Hann bendir þó á að fjölskyldan sé fyrst og fremst að búa sér til nútíma-legt heimili, en ekki safn. „En við viljum að sjálfsögðu nýta það gamla og skemmtilega í sögunni eins og hægt er.“

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

Sonur fyrsta eigandans teiknaði fyrir DisneyStefán Þórðarson seldi húsið á Vesturgötunni skömmu eftir að hann keypti það og fluttist til Vesturheims ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Þórar-insdóttur. Stefán gerðist síðar bæjarstjóri í Manitoba. Stefán og Sigríður eignuðust fjögur börn og einn sona þeirra, Charles Thorson, starfaði sem teiknari fyrir Disney. Hann tók þátt í að þróa hinar ýmsu persónur sem allir þekkja í dag, þar á meðal Kalla kanínu. Charles gekk undir nafninu Cartoon Charlie og tók meðal annars þátt í að teikna Mjallhvíti og dvergana sjö. Sex dverganna voru hannaðir alfarið af honum og til eru heimildir þess efnis að hann hafi einnig tekið þátt í að semja söguþráðinn.

Vesturgata árið 1890. Húsið sem Birgir og Astrid búa í er byggt árið 1882 og er til hægri á myndinni. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Astrid og Birgir kunna vel við sig á Vesturgötunni. „Miðbærinn er heillandi og við elskum andrúmsloftið og arkitektúrinn,“ segir Astrid. Mynd/Hari

Veggurinn í viðbyggingunni, sem var líklega byggð um 1920, er hluti af upprunalegu klæðningunni utan á húsinu. Mynd/Hari

Page 65: 24 04 2015

viðhald húsaHelgin 24.-26. apríl 2015 5

Viðhaldsfríir gluggar og hurðir hjá PVG – óteljandi möguleikar:

n Stærð að eigin vali.

n Glerjað að innan – ör-yggisins vegna.

n Hraður afhendingartími: 1-2 vikur.

n Þarf aldrei að mála, hvorki að innan né utan.

n CE-Vottun: Til að upp-fylla þau ströngu skilyrði sem nútíma byggingareglu-gerð segir til um.

n Innbyggt frárennslikerfi.

n Barnalæsing.

n Næturöndun í læstri stöðu.

n Innbrotsheldir.

n 7 mismunandi litir – Hvítur,eik, hnota, dökk-brúnn, grár og svartur.

n Lausnir fyrir neyðarút-ganga og björgunarop.

n Gluggarnir gráta ekki – Engin kuldabrú.

n Þykkara gler – Meiri ein-angrun og hljóðeinangrun.

n Gluggar og hurðir eru sérsmíðuð eftir málum og því eru útlitsmöguleikar óteljandi.

Viðhaldsfríir gluggar og hurðirPGV Framtíðarform framleiðir viðhaldsfría PVC glugga og hurðir. PVC efnið veitir fyrsta flokks einangrun og öryggi og uppfyllir auk þess auknar kröfur um sjálfbærni og umhverfisvernd.

P VC er mest selda glugga- og hurðaefni í heiminum í dag og er framtíðarefni fyrir ný-

byggingar og sumarhús. „Valið ætti því að vera einfalt þegar kemur að því að endurnýja eldri glugga eða hurðir,“ segir Heiðar Kristinsson, skrifstofu- og sölustjóri hjá PGV. „Þegar fólk er að skipta út gluggum og hurðum verður viðhaldsfrítt fyrir valinu af skiljanlegum ástæðum þar sem fólk vill losna við viðhald. PVC gluggar eru fyrir löngu vinsælasta gluggaefni í heiminum, ekki aðeins fyrir frábæra einangrun og öryggi gagnvart innbrotum, heldur vegna aukinnar kröfu um sjálfbærni og umhverfisvernd,“ segir Heiðar.

„Við búum ekki til vandamál“ PGV Framtíðarform hefur til sölu PVC viðhaldsfría glugga og hurðir. Hönnunin er látlaus og stílhrein sem gerir það að verkum að fram-leiðslan passar vel að flestum gerð-um íbúða. Smíðaefnið er sértak-lega valið til að standast þær erfiðu kröfur sem íslenskt veðurfar gerir til glugga og hurða, og með fag-legri ísetningu má ná endingu sem ekkert annað gluggaefni stenst. „Almennt vill fólk vera laust við að glíma við leka, myglusvepp og fleiri óæskileg fyrirbæri. Með við-haldsfríum gluggum komum við í veg fyrir þessi vandamál,“ segir Heiðar.

Hæsta einkunn á slagveður-sprófi

Á Íslandi eru erfið veðurskilyrði og því er nauðsynlegt að fullvissa sig um að varan sem keypt er þoli íslenskt slagveður. „Okkar gluggar fengu hæstu mögulegu einkunn á slagveðursprófi Nýsköpunar-miðstöðvar Íslands og þykir okk-ur afar ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á vörur sem hafa staðist slíkt próf með hæstu einkunn og endast auk þess áratugum saman án viðhalds,“ seg-ir Heiðar.

50% burt aðferðinEin vinsælasta aðferðin sem PGV býður upp á þegar kemur að við-haldi glugga er svokölluð „50% burt aðferðin“. Þessi vinsæla aðferð felst í því að hluti gamla gluggans er fjar-lægður ásamt gleri. Helsti ávinning-ur aðferðarinnar er að ekkert rask verður að innanverðu. Hægt er að hafa samband við starfsmenn PGV í gegnum heimasíðuna: www.pgv.is. Fyrirspurnir má senda á [email protected]. Á heimasíðunni má jafnframt finna sérstakt tilboðshorn. Hafðu samband og fáðu tilboð í glugga sem endist og endist, ryðgar aldrei né fúnar.

Unnið í samstarfi við

PGV Framtíðarform

Heiðar Kristinsson, skrif-stofu- og sölustjóri hjá PGV Framtíðarform.

Brotafl ehf / S: 894 8040 & 894 8044 / [email protected] / Fax 565 0050

tökum að okkur stór sem og smá verk

óskum íslendingumgleðilegs sumar

Steypusögun Kjarnaborun MúrbrotHúsarifJarðvegsvinna

Hellulagnir Þökulagnir PallasmíðiÖll almenn

verktakavinna

Page 66: 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20156

Ráðgjöf um viðhald og endurbætur mann-virkja hjá VerksýnVerksýn ehf. er ráðgjafar-fyrirtæki sem veitir meðal annars sérhæfða ráðgjöf vegna viðhalds og endurbóta á ýmis konar mannvirkjum, að innan sem utan. Verksýn hefur sinnt hundruðum verkefna frá stofnun þess og þar starfa aðilar með mikla reynslu og þekkingu af framkvæmdum.

F ramkvæmdir við endur-bætur eldri húsa geta verið vandasamar og mikilvægt

er að leita til fagaðila við undirbún-ing þeirra. Fasteign sem vel er við haldið er yfirleitt mikil prýði fyrir umhverfi sitt og eigendur. „Meðal viðskiptavina okkar eru einstak-lingar, húsfélög, fasteignafélög og hinar ýmsu stofnanir,“ segir Andri Már Reynisson, byggingafræðingur hjá Verksýn.

Bera þarf virðingu fyrir upp-runalegri hönnun Andri segir að við framkvæmdir á eldri húsum þurfi að gæta að ýms-um atriðum, svo sem efnisvali, að-ferðum og útliti. „Í flestum tilvikum er full ástæða til ákveðinnar íhalds-semi í framkvæmdum og hugsan-legar breytingar þarf ávallt að meta í hverju tilviki fyrir sig. Ráðlegt er að bera virðingu fyrir upprunalegri hönnun, frágangi og vinnubrögð-

um. Íhaldssemi við þessar aðstæður stuðlar meðal annars að fjölbreyti-legri borgarmynd. Í sumum tilvik-um verður þó ekki umflúið að ráðast í breytingar vegna tæknilegra at-riða eða umfangsmikilla skemmda.“ Andri segir jafnframt að þróun í efn-isúrvali og vinnubrögðum hafi verið mikil síðustu áratugina, og að þekk-ing hafi einnig aukist með aukinni reynslu og rannsóknum.

Hagkvæmni höfð að leiðarljósi „Þegar teknar eru ákvarðanir um að ráðast í framkvæmdir er ráðlegt að hafa hagkvæmni að leiðarljósi, bæði til lengri og skemmri tíma. Þegar vitað er um vandamál, eins og til dæmis leka, er brýnt að ástand sé skoðað og metið. Slík skoðun er eitt af þeim grundvallaratriðum sem þarf að vera til staðar svo eigend-ur geti tekið upplýstar ákvarðanir.

Skoða þarf og meta ástand stein-steypu, glugga og hurða, þaka og annarra hluta sem mynda ytri hjúp byggingar. Þá er full ástæða til að skoða ástand lagna reglulega,“ segir Andri. Umfangsmiklar endurbætur eru í mörgum tilvikum kostnaðar-samar og því borgar sig að gæta vel að góðum og faglegum undirbún-ingi þeirra. „Slíkt stuðlar ótvírætt að vel heppnuðum framkvæmdum. Ákveðin óvissa er ávallt fyrir hendi, en engu að síður er til nægjanleg þekking og reynsla til að áætla kostnað við framkvæmdir þannig að litlu skeiki. Það er eitt helsta mark-mið okkar,“ segir Andri. Nánari upplýsingar um hinar ýmsu hliðar þessara mála má finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.verksyn.is.

Unnið í samstarfi við

Verksýn

Andri Már Reynisson, byggingafræðingur hjá Verksýn. Myndin er tekin við Hamra-hlíð 21-25, en húsið var tekið í notkun árið 1955. Hönnuður þess er Sigvaldi Thor-darson arkitekt. Mynd/Hari.

H yggist húsfélagið taka lán til að fjármagna fram-kvæmdirnar verður jafn-

framt að geta tillögu þar að lútandi í fundarboði. Slík lántaka húsfélags-ins getur verið með ýmsum út-færslum og blæbrigðum þannig að forsvarsmenn húsfélagsins ættu að kanna það hjá lánastofnunum hvaða möguleikar og útfærslur eru í boði. Húsfélagið sem slíkt getur verið lán-takandi en þá er brýnt að vel sé að öllu staðið viðvíkjandi ákvörðunar-tökuna. Rétt er að geta þess að slík fjármögnun er talin afbrigðileg í þeim skilningi að enginn íbúðar-eigandi verður knúinn til að taka lán ef hann vill heldur greiða hlutdeild sína beint í peningum.

Lántaka húsfélagsÞegar sameiginleg fram-kvæmd er f jármögnuð með lántöku húsfélagsins til margra ára geta ýmsar flækjur orðið milli núver-andi og fyrrverandi eig-anda og húsfélagsins. Hús-félagið myndi alltaf, og þar með taldir íbúðareigendur á hverjum tíma, verða ábyrgir gagnvart lánastofnuninni. Hins vegar er það megin-regla að endanleg ábyrgð hvílir á þeim, sem voru eigendur þegar framkvæmdin var ákveðin og gerð. Kaupsamningar og önnur gögn um kaup og sölu þ.á.m. gögn frá hús-félaginu geta leitt til annarrar niður-stöðu. Þegar kaupandi kaupir íbúð í húsi sem er nýmálað þá tekur hann það yfirleitt með í reikninginn og er væntanlega reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir íbúð í nýmáluðu húsi en ef húsið væri allt í niður-níðslu að því leyti. Almennt má kaupandi búast við því að búið sé að greiða fyrir þær framkvæmdir sem lokið er nema seljandi upplýsi hann um annað og þeir semja um það sín á milli.

LögveðHúsfélög eiga lögveð í íbúð þess sem ekki greiðir hlutdeild sína í sameiginlegum kostnaði. Lögveðið stendur í eitt ár. Upphafstími þess miðast við gjalddaga greiðslna og uppgjör á verkinu í þröngum skiln-ingi. Lögveðið er dýrmætur réttur sem gæta verður að og passa upp

á að glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem heyrir til undantekninga og skýtur öðrum veðhöfum ref fyrir rass. Það sést ekki á veðbókarvott-orði og getur rýrt og raskað hags-munum bæði veðhafa og skuld-heimtumanna. Þess vegna eru því settar þröngar skorður.

Hver eigandi skal fjármagna sína hlutdeildAffarasælast er að hver eigandi fjármagni sína hlutdeild í sameig-inlegum framkvæmdum af sjálfs-dáðum og eftir atvikum með full-tingi síns viðskiptabanka. Með því verða línur einfaldar og réttarstaða eigenda og húsfélagsins skýr og án eftirmála. Hins vegar er það sjálf-sagt og eðlilegt að húsfélag sem slíkt fái fyrirgreiðslu banka til að

fjármagna framkvæmdina á sjálfum framkvæmdatím-anum með yfirdráttarheim-ild eða á annan hátt. Þegar framkvæmdinni er lokið og öll kurl til grafar komin er affarasælast að hver eig-andi geri upp við húsfélagið sem svo gerir upp við verk-takann og bankann ef því er að skipta. Með því lyki hlutverki húsfélagsins í fjár-

mögnuninni og rekstur þess og fjármál verða með því einfaldari og öruggari en ella.

Ábyrgð út á viðFram hjá því verður ekki litið að ábyrgð eigenda í fjöleignarhúsi út á við, gagnvart þriðja aðila, t.d. banka og verktaka, er einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig get-ur kröfuhafi að vissum skilyrðum uppfylltum gengið að hverjum og einum eigenda ef vanskil verða af hálfu húsfélags og eða einhvers eigenda. Það getur því skiljanlega staðið skilvísum eigenda, sem ekki má vamm sitt vita, fyrir svefni að vera til margra ára spyrtur saman í fjárhagslega skuldbindingu með meira eða minna óskilvísum sam-eigendum og dragast nauðugur inn í deilur í kjölfar eigendaskipta. Hvoru tveggja getur leitt til leið-inda og fjárútláta, í bráð að minnsta kosti.

Sigurður Helgi Guðjónsson

formaður Húseigendafélagsins.

Fjármögnun framkvæmdaÞegar ráðist á í sameiginlega framkvæmd á húsi er að mörgu að huga. Hér má finna upplýsingar um nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að lántöku, fjármögnun og ábyrgð út á við.

Sigurður Helgi Guðjónsson

Síðumúla 31, 108 Reykjavíkwww.parketverksmidjan.is S. 581 2220

OKKAR EIGIN FRAMLEIÐSLA BEINT FRÁ VERKSMIÐJU

Page 67: 24 04 2015

Strákústar á tannburstaverðiKr. 695,-

Vinnuvettlingar PU-FlexKr. 295,-

Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verðKr. 1.485,-

Greinaklippur fráKr. 595,-

Vasahnífar í miklu úrvali frákr. 695,-

Garðskóflakr. 595,-

Garðklórakr. 595,-

Hnjámotturkr. 485

Fötur í miklu úrvali frákr. 295,-

Slönguhaldarar frákr. 870-

Hitamælar mikið úrval frákr. 495,-

Grillbursti langurkr. 395,-

Farangursteygjur mikið úrval frákr. 395,-

Heyrnahlífar m/útvarpi frákr. 3.895,-

Ruslapokar 120LKr. 365,-

Ruslatínur fráKr. 395,-

Hjólalásar í miklu úrvali frákr. 245,-

Mössunarvél 1200W M/hraðastýringukr. 14.975,-

Hjólatjakkur 2TKr. 5.995,-

Jeppatjakkur 2.25TKr. 19.995,-

Öflug loftdæla 12V 30L/MinKr. 8.995,-

Dekkjaloftbyssa m/mæliKr. 2.995,-

Miklu meira, en bara ódýrt

Stigar og tröppur í frábæru úrvaliNý sending

Strekkibönd mikið úrval frákr. 495,-

Reipi 3/4/6/8/10/12/16mm

Dekk+Hjól í miklu úrvali

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, [email protected] Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

Page 68: 24 04 2015

viðhald húsa Helgin 24.-26. apríl 20158

Síðumúla 1 | 108 Reykjavík | Sími 517-6300 | www.verksyn.is

Viðhald fasteigna – okkar sérgrein

• Ástandsskýrslur• Útboðsgögn• Teikningar / hönnun• Verksamningar• Umsjón og eftirlit• Verkefnastjórnun

Verksýn ehf. er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæ�r sig í viðhaldi og endurnýjun fasteigna. Fyrirtækið hefur sinnt �ölda verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og

húsfélög. Hjá Verksýn starfa sérfræðingar með áratuga reynslu af mannvirkjagerð og viðhaldi fasteigna.

Egill Birgisson sér um rekstur Birgisson ehf. ásamt föður sínum. Hér handleikur Egill harðparketplanka sem er 2,78 metrar á lengd og 24 sentimetrar á breidd. „Parketplankar af þessari stærð eru nýjung hér á landi. Á þeim er auk þess sérstök rispuvörn og 35 ára ábyrgð.“ Mynd/Hari.

Harðparket nýtur

síaukinna vinsælda

Birgir Þórarinsson hefur yfir 30 ára reynslu þegar kemur að innflutningi ýmissa gólfefna, hurða og flísa. Á grundvelli þess-

arar reynslu hefur Birgir ásamt Agli, syni sínum, byggt upp rekstur Birgisson ehf. með góðum stuðningi erlendra sam-

starfsaðila til fjölda ára og með úrvals starfsfólki sem hefur góða vöruþekkingu, reynslu og framúrskarandi þjónustulund.

B irgisson ehf. býður upp á fjölbreytt úrval af parketi og segja feðgarnir að vanda

þurfir valið á parketi. Einnig skal huga að rakainnihaldi viðarins. „Áður en hafist er handa við lögn á parketi þarf að athuga rakastig gólfsins. Hafa skal í huga hvenær lagt var í gólfið og hvaða ílagnarefni var notað. Þegar fullvíst er að gólfið sé þurrt má leggja parketið. Raka-stig gólfsins má ekki vera hærra en 2%.“

Þrenns konar parket í boðiÞeir sem eru í parkethugleiðingum eiga oft erfitt með að gera greinar-mun á milli mismunandi tegunda. Almennt má flokka parket í þrjá flokka og hér fara þeir feðgar yfir hverjir þessir flokkar eru:

„Gegnheilt stafaparket er límt í stöfum eða plönkum á gólfið. Eftir að parketið hefur verið límt á gólfið þarf það að fá að standa í að minnsta kosti tíu daga, áður en hafist er handa við að slípa og meðhöndla það. Eftir að slípun er lokið kemur að vali á yf-irborðsmeðhöndlun: Á að lita, lakka eða olíubera? Allt fer þetta eftir smekk viðskiptavinarins. Gegnheilt parket er yfirleitt 10-22 mm að þykkt og er fáanlegt í fjölda viðartegunda sem hægt er að leggja í ótal mynstr-um.“ Verð: Frá 5.000-20.000 kr. á fer-metra.

„Hefðbundið þriggja laga parket er spónlagt 13-20 mm að þykkt með 2,5- 6 mm harðviðaryfirborði. Al-geng borðastærð á Kährs parketi er 15x200x2400 mm eða 15x187x2400 mm (þykkt x breidd x lengd). Kährs

parketið kemur tilbúið til lagnar og er örugglega með bestu viðarlæsing-una á markaðnum. Hægt er að velja úr fjölda viðartegunda og yfirborðsá-ferða, til dæmis burstað og matt-lakkað, burstað og olíuborið, heflað og mattlakkað, litað og olíuborið. Þitt er valið. Í dag er plankaparketið vin-sælast.“ Verð á Kährs parketinu er frá 3.750-15.000 kr. á fermetra.

„Harðparket er tiltölulega nýtt á markaðnum og gæði þess hafa verið að aukast mikið síðastliðin ár. Harð-parketið var oft kallað plastparket hér áður fyrr, en það er villandi, því yfir 90% af hráefninu er endurunn-in viður. Aðal uppistaðan í harðpar-ketinu er rakaheld HDF plata, það er harðpressuð MDF plata með ótrú-lega sterkri yfirborðshúð úr melam-ine. Harðparketið er fáanlegt í 6-12 mm þykkt og í nokkrum alþjóðlegum styrktarfokkum; AC3, AC4 og AC5. Við hjá Birgisson flytjum aðeins inn bestu flokkanna, AC4 og AC5, það er að segja 8-12 mm þykkt.“ Verð: Frá 1.690 til 4.490 kr. á fermetra.

Harðparketið vinsælastHarðparketið hefur notið aukinna vinsælda upp á síðkastið og segir Birgir ástæðuna tengjast því hversu höggþolið og rispuþolið það er, auk hagstæðs verðs. Í glæsilegum sýn-ingarsal verslunarinnar að Ármúla 8 er hægt að skoða fjölbreytt úrval af parketi, flísum og hurðum, allt vörur frá þekktum og virtum fram-leiðendum. „Við mælum með að fólk kynni sér alla bæklinga og heim-sæki heimasíðu okkar, www.birgis-son.is, áður en hafist er handa við að velja parket. Flýtið ykkur hægt, farið eftir leiðbeiningum og þá gengur allt vel,“ segir Birgir.

Unnið í samstarfi við

Birgisson ehf.

Page 69: 24 04 2015

Helgin 24.-26. apríl 2015

3 húsráð út í voriðSamkvæmt almanakinu er komið sumar og því er ekki seinna vænna að bretta upp ermar og hefja vorverkin. Hluti af þeim er að sinna ýmsum útiverkum og dytta að húsinu. Hér má finna þrjú góð ráð um árlegt viðhald húsa.

ÚtidyrKannið ástand útidyra og svaladyra. Ráðlegt er að smyrja læsingar einu sinni á ári með þunnri olíu. Einnig er gott að setja örlítið af olíu í skráargatið til að auka liðleika þeirra hluta sem hreyfast.

GluggarÁ vorin er gott að gera ástandsskoðun á timbri og málningu á gluggum. Til að meta hvort tími sé kominn til að mála er best að bregða málningarsköfu (eða svipuðu áhaldi) á málninguna næst glerinu. Ef málningin lætur ekki undan þá er ástand gluggans í góðu lagi. Ef hún bólgnar upp er hins vegar komin þörf á viðhald.

RennurHreinsun á þakrennum og niðurföllum er nauð-synleg aðgerð einu sinni á ári til að komast hjá kostnaðarsömu viðhaldi. Yfirfull renna veldur vatnsleka og skemmir tréverk í þakköntum húsa. Ef skipta á um þakrennur er gott að hafa í huga að plastrennur þarfnast minna viðhalds en blikk-rennur. Einnig er hægt að notast við plasthúðaðar blikkrennur til að koma í veg fyrir að ryð myndist.

Guðjón Þór, [email protected]

Fyrirtækið Bor ehf starfar við steypusögun og kjarnaborun og hefur

verið starfrækt síðan 1998 á sömu kennitölunni og er þar af leiðandi komið

með viðamikla reynslu á þessu sviði.

Óskar þú frekari upplýsinga eða tilboðs er ég ávallt til þjónustu reiðubúinn

Sími: 895 9490

Meðal góðra viðskiptavina okkar eru t.d.

Eykt, HB Grandi, Fasteignir ríkissjóðs, Ví�lfell, Rafholt, Rafmiðlun, HS lagnir, Lóðaþjónustan,

Jó lagnir, ÁS smíði, Hafna�arðarbær og �.

Page 70: 24 04 2015

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

Hja

rtala

g

HÖRKU PLANKAHARÐPARKETfyrir sumarhús, hótel & heimili

30 ÁRA ÁBYRGÐ VERÐ FRÁ: 1.690 kr. m²

30ára

ábyrgð

Page 71: 24 04 2015

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is

Hja

rtala

g

HÖRKU PLANKAHARÐPARKETfyrir sumarhús, hótel & heimili

30 ÁRA ÁBYRGÐ VERÐ FRÁ: 1.690 kr. m²

30ára

ábyrgð

Page 72: 24 04 2015

Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: [email protected] Netsíða: www.vfs.is

69.900,-Verð Kr.

12.900,-Verð Kr.

59.900,-Verð Kr.

69.900,-Verð Kr.

SDS BorhamarMótor: 12 VoltHraði: 0-900 Sn/mínKraftur: 1,1 J. MW 4933 4414 75

AG 750-125Slípirokkur 125mm.Mótor: 750 W.Sn/mín: 10.000Þyngd: 1,8 Kg. MW 4933 4191 80

OFURSETT M18 CPP6A-52B Höggborvél, Sverðsög, Höggskrúfvél, Hjólsög, Slípirokkur, Vinnuljós, 3 x 4,0 Ah Red Li-Ion Rafhlöður, M12 -18C hleðslutæki (80 min.), Verkfærataska. MW 4933 4483 40

234.900,-Verð Kr.

129.900,-Verð Kr.

221.900,-Verð Kr.

190.000,-Verð Kr.

Hleðsluhöggborvél M12 CPD-402CTveggja gíra höggbor & skrúfvél.2x4,0 Ah Rafhlöður

MW 4933 4403 75

194.900,-Verð Kr.

Hleðslutifvél C12 MT-32BHaldari: Allar gerðirVinnuhraðar: 5.000-20.000Rafhl: 2x3,0 Ah Li-ionMW 4933 4271 77

Ryksuga

AS-300 EMACMótor: 1500W.30 Lítra, klassi MSjálfvirk hreinsun á síu. MW 4933 4160 80

Ryksuga

AS-500 ELCPMótor: 1500W.50 Lítra, klassi LAuðveld hreinsun á síu. MW 4933 4160 70

einsun á síu.

59.900,-Verð Kr.

Hleðsluhjólsög

M12 CCS44-402CBlað: 140mmGeta: 44mm. 2x4 Ah. Rafhlöður.MW 4933 4482 35

86.100,-Verð Kr.

SegulborvélMD CompactGeta 38mmMW 4270 50

Útvarps-hleðslutæki

M18 RafhlöðurAM/FM móttakariUSB tengi fyrir músik og hleðslu.MW 4933 4466 39

M18 Set1-503XM18 CPD Höggborvél 3x5,0 Ah. RafhlöðurÁtak: 80 Nm.MW 4933 4481 15

M18 SET2F-502WM18 CDD Borvél M18 CHX Borhamar2x5,0 Ah. Rafhlöður. VerkfærakassiMW 4933 4485 54

M18 SET2A-503WM18 CPD HöggborvélM18 CAG Slípirokkur 3x5,0 Ah. RafhlöðurVerkfærakassiMW 4933 4485 56

M18 CPD Höggborvél

SDS BorhamarMótor: 12 VoltMótor: 12 VoltMótor: 12 V

2x4,0 Ah Rafhlöður

Hleðsluhöggborvél M12 CPD-402CTveggja gíra höggbor & skrúfvél.2x4,0 Ah Rafhlöður

Hleðsluhöggborvél

höggbor & skrúfvél.2x4,0 Ah Rafhlöður

SDS BorhamarMótor: 18,0 VoltHraði: 0-1350 Sn/mínKraftur: 4,5 J. MW 4933 4481 75

SDS Borhamar með ryksuguHraði: 0-1350 Sn/mínKraftur: 4,5 J. MW 4933 4481 80

Járnbandsög BS 125Mótor: 1100W.Hraði: 0-116 m/mín.Geta: 125x125mmMW 4933 4482 45

BlikkklippurM18 BMS20-0Geta: 2,0mm. járnplötuHaus: Snúanlegur 360°Án rafhlöðu.MW 4933 4479 35

BlikkklippurM18 BMS20-0Geta: 2,0mm. járnplötu

61.490,-Verð Kr.

98.900,-Verð Kr.

VinnuljósM18 LLLýsing: 180°- 360°USB tenginghleður síma ofl.MW 4933 4305 63

Vinkilborvél M18 CRAD-0Patróna: 13mm.Hraði: 0-1200 sn/mín.Án rafhlöðu.MW 4933 4477 30

129.000,-Verð Kr.

22.900,-Verð Kr.

164.900,-Verð Kr.

199.000,-Verð Kr.

99.900,-Tilboð

323.600,-Verð Kr.