80
27. febrúar–1. mars 2015 8. tölublað 6. árgangur Á Hrafnistu fyrir sextugt Ósk Axelsdóttir glímir við Parkinsonsjúkdóminn og er vistuð á Hrafnistu þrátt fyrir að vera aðeins sextug en hún hefur dvalið þar frá því í fyrra. Ósk hefur verið gift Sigurjóni Sigurðssyni í 41 ár og upplifðu þau það sem ákveðinn skilnað þegar hún fór á Hrafnistu og finnst henni andlega niður - drepandi að vera á deild með fólki allt upp í tírætt. Vegna skorts á sérhæfðum úrræðum fyrir yngra fólk sem þarf á alhliða umönnun að halda er fólk allt niður í fertugsaldur á hjúkrunarheimilum með eldri borgurum. Nú eru 10 einstaklingar undir 67 ára aldri á bið eftir varanlegri dvöl. SÍÐA 26 VIÐTAL 18 DÆGURMÁL 68 DÆGURMÁL 70 Vi Ólíkir heimshlutar mætast í París MATARTÍMINN 32 Fimm sinnum á topp Everest Úr módelfitness í sálfræðinám TÓNLIST 20 Mosó nýtt höfuðvígi tónlistarfólks Tvær bíómyndir fyrir tvítugt Ætlaði að verða forseti MENNING 64 VIÐTAL 22 Flúði Ísland vegna eineltis Treflar í tísku TÍSKA 48

27 02 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttatíminn, News, Newspaper, Ísland, Fréttir, fréttablað

Citation preview

Page 1: 27 02 2015

27. febrúar–1. mars 20158. tölublað 6. árgangur

Á Hrafnistu fyrir sextugtÓsk Axelsdóttir glímir við Parkinsonsjúkdóminn og er vistuð á Hrafnistu þrátt fyrir að vera aðeins sextug en hún hefur dvalið þar frá því í fyrra. Ósk hefur verið gift Sigurjóni Sigurðssyni í 41 ár og upplifðu þau það sem ákveðinn skilnað þegar hún fór á Hrafnistu og finnst henni andlega niður-drepandi að vera á deild með fólki allt upp í tírætt. Vegna skorts á sérhæfðum úrræðum fyrir yngra fólk sem þarf á alhliða umönnun að halda er fólk allt niður í fertugsaldur á hjúkrunarheimilum með eldri borgurum. Nú eru 10 einstaklingar undir 67 ára aldri á bið eftir varanlegri dvöl.

síða 26

viðtal 18

dægurmál 68dægurmál 70

Viðtal 30

Ólíkir heimshlutar mætast í París

matartíminn 32

Fimm sinnum á topp Everest

Úr módelfitness í sálfræðinám

tÓnlist 20

mosó nýtt höfuðvígi tónlistarfólks

tvær bíómyndir

fyrir tvítugt

ætlaði að verða forseti

mEnning 64

viðtal 22

Flúði ísland vegna eineltis

Treflar í tískutíska 48

Page 2: 27 02 2015

BOSTON f rá

Tímabi l : mars - maí 2015

17.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

2 milljarðar í skoðunarferðir

Nú hafa 47 umsagnir við frum-varp um náttúrupassa borist atvinnuveganefnd Alþingis. Langflestar fagna því að skap-aðar verði tekjur til uppbygg-ingar ferðamannastaða en lýsa yfir miklum efasemdum með náttúrupassann og útfærslu hans á meðan aðrir eru alfarið á móti honum. Má þar helst nefna Ferðafélag Íslands, Um-hverfisstofnun, Landvernd, menntavísindasvið og líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Neytendasamtökin,

Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins.

Samtök ferðaþjónustunnar segjast tilbúin til að skoða með stjórnvöldum útfærslu á „val-kvæðum“ náttúrupassa en benda jafnframt á að samkvæmt nýjum fjárlögum muni ferða-þjónustan frá og með næstu ára-mótum falla öll undir VSK-kerf-ið. Það eitt muni skila miklum tekjum í ríkissjóð af greininni. Upphaflega hafi hugmynd um náttúrupassa komið fram í kjöl-

far þess að frumvarp um hærra VSK-þrep hótel og gististaða var dregið til baka árið 2013. Því telja samtökin eðlilegt að það sé tryggt að hluti þeirra umtals-verðu og ört vaxandi tekna sem atvinnugreinin skilar til ríkisins renni til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða.

Í grunninn styður Viðskipta-ráð hugmyndir um gjaldtöku á ferðamannastöðum en efast samt sem áður um árangur gjaldtöku í gegnum ríkissjóð og telur æskilegra að gjaldtakan

fari fram í gegnum sjálfseignar-stofnun.

Samtök atvinnulífsins leggjast alfarið gegn frumvarpi um nátt-úrupassa þar sem alls óvíst sé hvort tekjur af honum muni skila sér til uppbyggingar inn-viða ferðaþjónustunnar. Bent er á að kostnaður við að koma skattinum á og eftirlit með honum sé að öllum líkindum vanmetinn. Að auki sé óljóst hvernig stjórnvaldssektir á er-lenda ferðamenn muni skila sér í ríkissjóð. -hh

Umsagnir skattlagning á ferðaþjónUstU

Andstaða við frumvarp um náttúrupassa

Sú grein ferðaþjónust-unnar sem bar mest úr býtum í janúar er sú sem bauð skipulegar skoðunarferðir. Þetta sýna nýjar tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Erlendir ferðamenn greiddu með kortum sínum liðlega 2 milljarða króna fyrir

slíkar ferðir sem er 71% aukning frá janúar í fyrra. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5% hærri upp-hæð en í sama mánuði í fyrra. Af einstökum útgjaldaliðum má nefna að um 50% aukning

var í veltu bílaleiga í janúar frá því í fyrra og yfir þriðjungsaukning var í veltu hótela- og gistihúsa. Þá naut menn-ingarstarfsemi, eins og söfn og viðburðir, góðs af aukinni kortaveltu útlendinga þar sem aukningin nam næstum 30% frá janúar í fyrra.

800 milljónir í stærri viðhaldsverkefni fasteignaReykjavíkurborg mun innan tíðar bjóða út ýmis stærri viðhaldsverkefni í fast-eignum borgarinnar. Áætlunin var kynnt í borgarráði í gær, fimmtudag. Verja á 800 milljónum króna til 355 verkefna í 170 fasteignum borgarinnar. Þetta er annað árið í röð, segir í tilkynningu borgarinnar, sem 800 milljónum er bætt við hefðbundið viðhald með sérstakri fjárveitingu á fjár-festingaáætlun.

Sameiginlegar kröfur iðnaðarmannaLandssambönd og félög iðnaðarmanna með um 18.000 félagsmenn hafa gert með sér samkomulag um samstarf í komandi kjaraviðræðum. Samkomulagið tekur meðal annars til framsetningar á kröfum og markmiðum í aðalkjarasamningum

félaganna við SA, samstilltra verkfallsað-gerða og samráðs á vettvangi ASÍ. Að sam-komulaginu standa: Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Félag bókagerðarmanna, Matvís, Félag hársnyrtisveina og VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna.

Hús rýmd fyrir vestanÍbúar á Patreksfirði og Tálknafirði sem þurftu að rýma hús sín vegna snjóflóða-hættu í vikunni fá að óbreyttu að snúa aftur til sín heima í dag, föstudag. Á Pat-reks firði þurftu 63 íbú ar að yfi r gefa heim ili sín og átta íbú ar á Tálknafirði eða alls 71 manns. Um 40 manns hafa gist á Foss-hóteli á Patreks-firði en aðrir fengu inni hjá vinum og ætt-ingj-um.

g ötusala á fíkniefnum hefur í raun færst yfir á samfélagsmiðlana. Það sem kom okkur mest á óvart

er hvað þetta er mikið af síðum og hvað það er mikið af fólki að selja,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeild-ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á annan tug manna hefur verið hand-tekinn á undanförnum vikum í tengslum við sérstakt átak lögreglunnar á höfuð-borgarsvæðinu gegn fíkniefnasölu á sam-félagsmiðlum á borð við Facebook.

„Við höfum haft áhyggjur af þess-ari þróun, fórum markvisst í að meta umfangið og finna þær leiðir sem best reynast til að vinna gegn þessu,“ segir Aldís. Hún vill ekki gefa upp nákvæm-lega hvaða aðferðir lögreglan hefur notað en segir að stundum gefi fólk á sölusíð-um jafnvel upp skráð símanúmer sem þá er auðvelt að hafa uppi á, auk þess sem lögreglan geti nýtt sér símhlustanir að gengnum dómsúrskurði.

Við hús leit ir á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við átaksverkefnið tók lög regl-an í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 grömm af am feta míni, auk kanna bis efna

sem var að finna á all mörg um stöðum. Enn frem ur var lagt hald á pen inga, sem tald ir eru vera til komn ir vegna fíkni efna-sölu. Í hópi hinna hand teknu eru aðal-lega karl ar á þrítugs aldri, en ein kona var hand tek in í aðgerðunum. Aldís segir allan gang á hvort um hafi verið að ræða fólk með sakaferil.

„Með aukinni fíkniefnasölu á sam-félagsmiðlum verður auðveldara fyrir unga krakka að sækja í þessi efni. Það er bannað að auglýsa áfengi en þarna hafa börn greiðan aðgang að fíkniefnum í gegn um tölvuna sína. Við höfum beint því til foreldra að þeir tali við börnin sín og fylgist með netnotkun þeirra. Við fáum fjölda ábendinga frá fólki en einnig höfum við hvatt fólk til að tilkynna þess-ar sölusíður til Facebook,“ segir hún.

Að mati lög reglu er um fang fíkni efna-sölu á sam fé lags miðlum veru legt, en að-gerðunum verður fram haldið. All nokkr-um Face booksíðum þar sem hafa boðið fíkni efni til sölu hef ur verið lokað.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

fíkniefnasala HópUr manna Handtekinn í sérstökU átaki

Götusala fíkniefna komin á samfélagsmiðlanaÁ annan tug manna var handtekinn í sérstöku átaki lögreglunnar á höfuðborgar-svæðinu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. Aldís Hilmars-dóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, segir lögreglu til að mynda nýta sér símhlustanir vegna þessara mála. Hún segir götusöluna í raun komna á sam-félagsmiðlana og því sérlega auðvelt fyrir börn að verða sér úti um fíkniefni.

Með aukinni fíkniefnasölu á samfélags-miðlum verður auð-veldara fyrir unga krakka að sækja í þessi efni.

Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefna-

deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa komið á óvart hversu mikið

var af sölusíðum með fíkniefni á samfélags-

miðlunum. Ljósmynd/Hari

2 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 3: 27 02 2015

» Ávöxtun 9,8%» Raunávöxtun 8,7%» Jákvæð tryggingafræðileg staða 5,1%» Tekjur af fjárfestingum 46 milljarðar» Eignir 509 milljarðar

» 10 milljarðar í lífeyrisgreiðslur» 13 þúsund lífeyrisþegar» 48 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld

Starfsemi á árinu 2014

EIGNIREignir sjóðsins námu 509,1 milljarði í árslok samanborið við 453,8 milljarða árið áður og nemur hækkun eigna því rúmum 55 milljörðum. Eignasafnið er vel dreift. Þannig eru um 29% af eignum sjóðsins í dreifðu safni erlendra verðbréfa, 29% í innlendum ríkistryggðum skuldabréfum, 14% í öðrum skuldabréfum, 7% í safni sjóðfélagalána og 2% í bankainnstæðum og öðrum eignum. Innlend hlutabréfaeign nemur 19% af eignum sjóðsins.

TRYGGINGAFRÆÐILEG STAÐAStaðan segir til um hlutfall eigna umfram skuld­ bindingar. Hún var jákvæð um 5,1% í árslok 2014 og batnaði verulega frá fyrra ári er hún nam 0,9%.

LÍFEYRISGREIÐSLURÁ árinu 2014 nutu að meðaltali 12.678 sjóðfélagar lífeyrisgreiðslna úr sameignardeild að fjárhæð 9.565 milljónir. Árið áður námu þær 8.693 milljónum og hækkuðu því um 10%.

SÉREIGNARDEILDSéreign í árslok 2014 nam 9.281 milljón. Lífeyris­greiðslur úr séreignardeild voru 433 milljónir á árinu. Ávöxtun verðbréfaleiðar var 9,8% og hrein raunávöxtun 8,7%. Ávöxtun innlánsleiðar var 2,6% sem samsvarar 1,6% raunávöxtun.

AFKOMAÁvöxtun á árinu 2014 var 9,8% og hrein raunávöxtun 8,7%. Fjárfestingartekjur sjóðsins námu 45,6 milljörðum. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri raunávöxtun. Árleg meðaltalsraunávöxtun sl. 5 ár er 5,9%, 10 ár 3,1% og 20 ár 4,7%.

FJÁRFESTINGARKaup á innlendum skuldabréfum umfram sölu voru 44.799 milljónir á árinu og kaup innlendra hlutabréfa og hlutdeildarskírteina umfram sölu 17.948 milljónir. Kaup erlendra verðbréfa umfram sölu voru 6.582 milljónir.

STJÓRNÁsta Rut Jónasdóttir, formaðurHelgi Magnússon, varaformaður Anna G. SverrisdóttirBenedikt KristjánssonBirgir Már GuðmundssonFríður Birna StefánsdóttirGuðný Rósa ÞorvarðardóttirPáll Örn Líndal

FramkvæmdastjóriGuðmundur Þ. Þórhallsson

EFNAHAGSREIKNINGUR Í ÁRSLOKí milljónum króna

Innlend skuldabréf 217.190 194.737

Sjóðfélagalán 37.859 39.799

Innlend hlutabr. og hlutd.skírteini 98.879 74.833

Erlend verðbréf 146.714 125.911

Verðbréf samtals 500.642 435.280

Bankainnstæður 5.919 29.943

Rekstrarfjármunir og aðrar eignir 791 634

Skammtímakröfur 2.426 2.435

Skuldir við lánastofnun 0 ­13.835

Skammtímaskuldir ­710 ­632

Eignir sameignardeildar 499.787 445.444

Eignir séreignardeildar 9.281 8.381

Eignir samtals 509.068 453.825

2014 2013

BREYTINGAR Á HREINNI EIGNí milljónum króna

Iðgjöld 20.540 19.184

Lífeyrir ­10.222 ­9.231

Fjárfestingartekjur 45.634 42.331

Fjárfestingargjöld ­394 ­359

Rekstrarkostnaður ­396 ­380

Aðrar tekjur 81 75

Breyting eigna 55.243 51.620

Eignir frá fyrra ári 453.825 402.205

Eign samtals 509.068 453.825

2014 2013

KENNITÖLUR

Ávöxtun 9,8% 10,2%

Hrein raunávöxtun 8,7% 6,3%

Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 5,9% 4,4%

Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 3,1% 3,4%

Hrein raunávöxtun (20 ára meðaltal) 4,7% 4,6%

Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,07% 0,07%

Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum 1,58% 1,63%

Lífeyrir í % af iðgjöldum 47,9% 46,4%

Fjöldi sjóðfélaga* 33.133 32.439

Fjöldi lífeyrisþega 12.678 11.827

Stöðugildi 32,7 32,9

Ávöxtun verðbréfaleiðar 9,8% 10,2%

Hrein raunávöxtun verðbréfaleiðar 8,7% 6,3%

Ávöxtun innlánsleiðar 2,6% 5,2%

Hrein raunávöxtun innlánsleiðar 1,6% 1,5%*Sjóðfélagar sem greiða reglulega til sjóðsins.

2014 2013

0

100.000

150.000

50.000

250.000

350.000

200.000

300.000

400.000

450.000

500.000

550.000

2013 20142010 2011 2012

í milljónum króna

Eignir samtals

Skipting eignasafns

­2%

­4%

0%

2%

4%

6%

2013 20142010 2011 2012

Þróun tryggingafræðilegrar stöðu

0

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

20142010 2011 2012 2013

Lífeyrisgreiðslur sameignardeildar

live.isÁrsfundurÁrsfundur sjóðsins verður haldinn mánudaginn 16. mars nk. kl. 18 á Grand Hótel Reykjavík.

29%Erlend verðbréf

29% Ríkistryggð skuldabréf

2%Bankainnstæður

7%Sjóðfélagalán

14%Önnurskuldabréf

19%Innlend hlutabréf

5,1%

0,9%

­0,4%

­2,3%

­3,4%

í milljónum króna

Page 4: 27 02 2015

Fiðrildamen frá 8.500 kr.

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

Minnakndi n-átt og úrkoMlaust að Mestu. léttir til s- og a-lands.

Höfuðborgarsvæðið: Hægur vindur og Háskýjað. vægt frost.

eindregin na-átt. snjókoMa uM tíMa n- og a-lands.

Höfuðborgarsvæðið: sól, blástur og vægt frost.

freMur Hægur vindur og él, einkuM við sjávarsíðuna.

Höfuðborgarsvæðið: bjart framan af én síðan éljamugga.

róast heldur!Öll él birtir upp um síðir segir gamla máltækið og það er tilfinningin nú eftir stórviðrasama daga. Þó dettur ekki alveg í dúnalogn og áfram verður vægt frost á landinu. Lægðir á ferðinni fyrir sunnan og austan land og valda þær NA-strekkingi

með snjókomu um tíma norðan- og austantil á laugardag. Eins hvimleiðum skafrenningi fyrir

þá sem verða á ferðinni. Á sunnudag hægir aftur. N-átt í grunninn og eitthvað verður um él. Snjókomu-bakka er spáð inn á Suður-land þegar líður á daginn.

-2

-4 -3-3

-4-3

-4 -5-3

-4

-3

-4 -5-6

-1

einar sveinbjörnsson

[email protected]

Vilja taka gæludýrin með í strætó„Gæludýrahald hefur góð áhrif á geðheilsu fólks en núverandi fyrirkomulag, bæði varðandi húsnæði, samgöngur og opinbera staði kemur í veg fyrir að dýraeigendur geti veitt dýrunum sínum það góða líf sem þau eiga skilið,“ segir í kynningu á undirskriftasöfnun á netinu þar sem hvatt er til þess að strætófarþegar fái að taka gæludýr sín með í vagninn. Safna á fimm þúsund undirskriftum fyrir 20. mars

Eggert hættir – Eggert tekur viðEggert Benedikt Guð-mundsson er hættur sem forstjóri N1. Við starfi hans tekur Eggert Þór Kristófersson sem gegnt hefur starfi fjármálastjóra félagsins.

19.500krónur er meðalverð á lögfræði-þjónustu á Íslandi á klukkustund. Hæsta tímaverð er 38.000 krónur en ódýrustu tímar eru á 7.000 krónur. Þetta er niðurstaða Manor sem er tímaskráningarkerfi fyrir lögmenn.

Þórey skipuð formaður Ferðamálaráðs

Þórey Vilhjálms-dóttir, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð-herra, hefur verið skipuð formaður ferðamálaráðs til næstu fjögurra

ára. Það var Ragn heiður Elín Árna dótt-ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem skipaði nýja stjórn Ferðamálaráðs. Varaformaður þess er Páll Mar vin Jóns son.

Ísland minnkarÍsland er 102.775 ferkílómetrar að stærð samkvæmt nýjum mælinga Loftmynda ehf. Ísland hefur hingað til verið talið 103.000 ferkílómetrar. Heildarlengd strandlínu Íslands er

samkvæmt þessari nýju mælingu 6542.4 km.

vikan sem var

Hlaut 12 edduverðlaunKvikmyndin Vonarstræti setti met þegar hún hlaut 12 Edduverðlaun um liðna helgi. París norðursins hlaut tvenn verðlaun. Leikstjóri Vonarstrætis, Baldvin Z, var valinn besti leikstjórinn og Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachmann voru verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki.

F agfólk í heilbrigðisgeiranum á Íslandi er almennt vel meðvitað um til-vist Fetal Alcohol Syndrome Disorder. Á heimsvísu er talið að um 1% barna séu með FASD en ég tel að þetta sé enn fátíðara hér á landi,“

segir Gyða Haraldsdóttir, sérfræðingur á sviði fatlana barna og forstöðu-maður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í mæðravernd á Íslandi er lögð mikil áhersla á að konur neyti ekki áfengis eða annarra vímuefna á meðgöngu og þær taka því almennt mjög alvarlega þó auðvitað séu dæmi um konur sem eiga við neysluvanda að etja. Á þeim þrjátíu árum sem ég hef starfað í þessum geira man ég aðeins eftir þremur börnum með FASD,“ segir Gyða.

Í Fréttatímanum í síðustu viku var rætt við Jónu Margréti Ólafsdóttur félagsráðgjafa sem hélt erindi á félagsráðgjafaþingi um áhættuhegðun barna og sagði að FASD væri talin ein helsta orsök námserfiðleika hjá börnum í Evrópu og Bandaríkjunum. FASD er regnhlífarheiti yfir þær afleiðingar sem það getur haft á fóstur ef móðir neytir áfengis- eða annarra vímuefna á meðgöngu, en meðal þessara afleiðinga eru námserfiðleikar og einbeitingar-skortur. Þá sagði Jóna að vegna skorts á þekkingu sé oft ekki skoðað hvort mæður barna með ADHD hafi neytt áfengis-eða annarra vímuefna á með-göngu. Þessu mótmælir Gyða. „Það er fastur liður í greiningarferli barna með þroska- eða hegðunarfrávik að taka greinargóða þroska-, félags- og heilsufarssögu. Liður í slíkri sögutöku er að fá upplýsingar um meðgöng-una, meðal annars hvort um veikindi, neyslu eða aðra erfiðleika var að ræða hjá móður. Að auki er núverandi aðbúnaður og fjölskylduhagir barnsins skoðaðir,“ segir hún.

Gyða segir að þó ekki sé að fullu ljóst af hverju ADHD stafar þá sé vitað að erfðir skipta þar miklu. „Talið er að erfðaþátturinn sé sterkastur og sé orsökin í um 70% tilvika. Ef foreldri er með ADHD eru auknar líkur á að barn fæðist með ADHD, alveg óháð öðrum þáttum. Þótt það sé ekki útilokað

að neysla áfengis- eða annarra vímuefna á meðgöngu geti verið ein af orsökum ADHD hefur hvergi verið sýnt fram á með óyggjandi

hætti að svo sé. Þaðan af síður hefur verið sýnt fram á að neysla sé helsta ástæða ADHD. „Það eina sem hefur verið sýnt fram á

er að mikil og langvarandi neysla áfengis eða annara vímuefna geti leitt til FASD og vegna þeirra útlitseinkenna sem fylgja

hjá börnum með FASD þá fer það ekki á milli mála,“ segir hún. Gyða telur það koma mjög illa við foreldra barna

sem þurfa sérkennslu vegna námserfiðleika að bendla mæður þessarra barn að ósekju við vímuefnaneyslu á meðgöngu. „Þessir foreldrar hafa iðulega nægan vanda að fást við þó ekki sé verið að benda ásakandi fingri á mæðurnar og kenna þeim um að hafa valdið erfiðleikum barnanna,“ segir hún.

erla Hlynsdóttir

[email protected]

meðganga sérFræðingur andmælir Fullyrðingum FélagsráðgjaFa

Man aðeins eftir þrem-ur börnum með FASDGyða Haraldsdóttir, for-stöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgar-svæðisins, segir fagfólk á Íslandi vel meðvitað um tilvist Fetal Alcohol Syn-drome disorder. á heims-vísu er talið að um 1% barna fæðist með FASD en Gyða telur þetta enn fátíðara á Íslandi. Hún segir ekki ástæðu til að telja að hluti barna með ADHD glími við náms- og einbeitingarerfiðleika vegna vímuefnaneyslu móður á meðgöngu, og bendir á að erfðaþættir séu almennt taldir sterkastir þegar kemur að adHd.

gyða Haraldsdóttir segir það koma mjög illa við foreldra barna sem þurfa sérkennslu vegna námserfiðleika að bendla mæður þessarra barn að ósekju við áfengis- og vímuefnaneyslu á meðgöngu.Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

4 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 5: 27 02 2015

GULLIÐ TÆKIFÆRIAURIS MEÐ AUKAHLUTAPAKKA

500.000 Vild

arpunkta afmælis

vinningur

verður d

reginn úr h

ópi þeirra

sem fá

nýja Toyotu afh

enta í f

ebrúar**

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Auris er eins og skapaður utan um þig og nú hefur þú gullið tækifæri til að eignast þennan hugvitsamlega hannaða, örugga og sparneytna bíl, með aukahlutapakka að verðmæti 354.000 kr. í takmarkaðan tíma, ásamt flugmiða til Evrópu með Icelandair í tilefni af 50 ára afmæli Toyota á Íslandi.

Komdu við hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota og finndu Auris sem er eins og skapaður fyrir þig.

Verð frá: 3.310.000 kr.

Filmur í rúður Álfelgur

Aukahlutapakki að verðmæti 354.000 kr. með öllum gerðum af Auris í takmarkaðan tíma.*

Flugmiði til Evrópu með Icelandair fylgir einnig með öllum gerðum af nýjum Auris í tilefni af 50 árum Toyota á Íslandi.

Toyota KauptúniKauptúni 6GarðabæSími: 570-5070

Toyota AkureyriBaldursnesi 1AkureyriSími: 460-4300

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600

Toyota SelfossiFossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

*Gildir ekki með öðrum tilboðum.**Gildir ekki með öðrum tilboðum. Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club.Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Heilsárs- dekkjagangur

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 73

203

02/1

5

Page 6: 27 02 2015

DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100

Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100

SVEFNSÓFARDORMA

NÝTT Í

VERONA – CliCk ClaCk

MILANO – CliCk ClaCk

ROMA – CliCk ClaCk

Stærð: 200x100 H: 50 cm. Svefnpláss: 120x200 cm. Dökk- og ljósgrátt slitsterkt áklæði.

Stærð: 200x94 H: 40 cm. Svefnpláss: 140x200 cm. Grábrúnt slitsterkt áklæði.

Stærð: 200x110 H: 40 cm. Svefnpláss 120x200 cm. Dökkgrátt slitsterkt áklæði.

TILBOÐ 99.900 kr.Fullt verð 119.900

TILBOÐ 89.900 kr.Fullt verð 99.900

TILBOÐ 79.900 kr.Fullt verð 89.900

Búrahald varphæna bannaðAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um velferð alifugla. Undan-farna áratugi hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir erlendis á velferð varphæna og kjúklinga sem leitt hafa af sér strangari kröfur til alifuglaeldis í nágrannalöndum okkar, en Ísland dregist aftur úr að sama skapi. Á þetta sérstaklega við um búrahald varphæna en þegar fyrri reglugerð var sett árið 1995 voru varphænur hérlendis nær eingöngu haldnar í hefðbundnum óinnréttuðum búrum. Með gildistöku nýju reglugerðarinnar verður óheimilt að nota þessi búr eftir 31. desember 2021, en í öðrum löndum í Evrópu hefur notkun þessara búra verið bönnuð frá ársbyrjun 2012. Einnig er skilgreint í nýju reglugerðinni hvernig bregðast skuli við dritbruna á fótum alifugla og óheimilt verður að goggstýfa alifugla. -hh

Góð afkoma ReginsAfkoma Regins á liðnu ári var góð og í samræmi við áætlun félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Rekstrartekjur námu 4.765 milljónum króna. Þar af námu leigutekjur 4.237 milljónum. Leigutekjur hafa hækkað um 20% samanborið við árið 2013. Rekstrarhagn-aður fyrir söluhagnað, mats-breytingu og afskriftir/EBITDA var 3.035 milljónir króna sem samsvarar 23% hækkun samanborið við árið 2013. Hagnaður eftir tekjuskatt nam 2.229 milljónum króna. -jh

Svavar Gestsson á fornar ritstjóraslóðirSvavar Gestsson, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra, leitar á fornar slóðir en hann hefur tekið við ritstjórn tímaritsins Breiðfirðings. Svavar var rit-stjóri dagblaðsins Þjóðviljans um árabil áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum. Reykhólavefurinn greinir frá því að á liðnu hausti hafi verið ákveðið að koma tímaritinu á lagg-irnar að nýju en ársrit þetta kom út áratugum saman, frá árinu 1942 til 2009, þegar það lagðist í dvala. Svavar hefur um árabil verið með annan fótinn í Hólaseli í Reykhólahreppi. Fyrsta hefti Breiðfirðings, undir ritstjórn Svavars, kemur út á vormánuðum. -jh

Uppboð á folatollum á folaldasýninguHin árlega folalda-sýning Sörla verður haldin í reiðhöllinni að Sörlastöðum í Hafnarfirði á morgun, laugardag, klukkan 13. Dómarar eru framkvæmdastjórar Fáks og Spretts, Jón Finnur Hanson og Magnús Bene-diktsson. Keppt verður í flokki mer- og hestfolalda. Tvö folöld verða sýnd í hverju holli. Verðlaun verða veitt fyrir folald sýningar að mati dómara, folald sýningar að mati áhorfenda og efstu folöld í

hvorum flokki fyrir sig. Aðgangur er ókeypis. Upp-boð á folatollum verður í hléi undir stóðhestana

Hágang frá Narfastöðum, Aðal frá Nýjabæ, Sjóð frá Kirkjubæ, Eril frá Einhamri og Hersi frá Lambanesi.

Árleg folaldasýning Sörla í Hafnarfirði verður haldin á laugardag klukkan 13.

Matvælaeftirlit Dagsektir vegna rangra Merkinga hafa reynst illa

Það litar okkar starfsum-hverfi hversu veigalítil þvingun-arúrræðin eru sam-kvæmt okkar mat-vælalög-gjöf.

Öryggismál eru í forgangi þegar kemur að eftirliti með merkingum á matvælum. Eftir því sem tími leyfir gera heilbrigðisfulltrú-ar matvælaeftirlits við einnig athugasemdir óheimilar næringar- og heilsufullyrðingar á matvælum. Ljósmynd/Hari

v ið vildum helst hafa fleiri heilbrigðis-fulltrúa en við höfum í dag svo að við getum haft enn meira eftirlit með

notkun næringar- og heilsufullyrðinga á um-búðum matvæla en við gerum í dag sem er þó töluvert,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðis-eftirliti Reykjavíkur. „Við höfum bent á að sí-fellt, til dæmis með nýrri löggjöf, er verið að bæta við verkefnum sem heilbrigðiseftirlit á að hafa eftirlit með án þess að fjármagn fylgi með þessum verkefnum. Heilbrigðiseftirlitið vinnur samkvæmt ákveðinni eftirlitsáætlun og fjárhagsáætlun, og því þurfum við að forgangsraða verkefnum okkar eins margir aðrir. Aðaláherslan er því lögð á mál er varða öryggi matvæla og síðan reglubundið eftirlit með matvælafyrirtækjum sem eru eftir-litsþegar okkar. Eitt dæmi um slík öryggis-mál er ef ofnæmis- eða óþolsvaldur er ekki merktur á umbúðum matvæla. Eftir því sem tími leyfir gerum við einnig athugasemdir við aðrar merkingar og þar á meðal óheim-ilar næringar- og heilsufullyrðingar á um-búðum matvæla en öryggismálin eru alltaf í forgangi en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir athugasemdir við merkingar á fjölda matvara á hverju ári,“ segir Óskar.

Á umbúðum fjölda matvæla og í aug-lýsingum eru matvælunum tileinkaðir ákveðnir kostir sem þær standa ekki alltaf undir. Evrópusambandið hefur birt lista yfir leyfilegar næringar- og heilsufullyrðingar. Dæmi um næringarfullyrðingu er að vara sé „próteingjafi“ og þarf þá minnst 12% af orkugildi hennar að koma úr próteinum, og dæmi um heilsufullyrðingu er „kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum“ sem aðeins má nota ef matvæli innihalda minnst 82,5

mg af kólíni á hver 100 g eða ml. Óheimilt er að halda því fram í merkingum að matvæli lækni tiltekna sjúkdóma.

Óskar segir að bæði neytendur og fyrir-tæki, oft samkeppnisaðilar, setji sig í sam-band við heilbrigðiseftirlit á viðkomandi svæði þegar þeir telja að reglur séu brotnar, og þá sé brugðist við samkvæmt verklagi eftir alvarleika máls. „Matvælalöggjöfin er hins vegar veik hvað þvingunaraðgerðir varðar og einnig að samkvæmt stjórnsýslu-löggjöfinni ber okkur alltaf að gæta meðal-hófs og velja vægustu úrræðin hverju sinni til að ná tileinkuðum árangri. Ákvæði um dagsektir hafa reynst illa og dæmi er um að heilbrigðiseftirlit hafi þurft að endur-greiða þær eftir dómsmál þannig að það er ekki vænleg leið að óbreyttu. Ef viðkomandi athugasemd eða mál varðar ekki öryggi matvæla þurfum við að gefa fyrirtækjunum hæfilegan frest til að bæta úr. En ef um er að ræða öryggismál er gerð krafa um aðgerðir og úrbætur strax og að vara sé innkölluð af markaði og frá neytendum. Við stöndum líka veikt að vígi hvað varðar auglýsingar í fjölmiðlum með óheimiluðum fullyrðingum um matvæli. Við gerum athugasemdir við slíkar auglýsingar en í reynd erum við bara að benda viðkomandi fyrirtæki á að auglýs-ingin sé ólögleg,“ segir Óskar.

Spurður hvort heilbrigðiseftirlitið skorti úrræði til að geta brugðist við á áhrifaríkan hátt játar hann því. „Það litar okkar starfs-umhverfi hversu veigalítil þvingunarúrræð-in eru samkvæmt okkar matvælalöggjöf,“ segir Óskar.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Veigalítil þvingunarúrræði vegna rangra merkingaFleiri heilbrigðisfulltrúa skortir hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að hafa betra eftirlit með næringar- og heilsufullyrðingum á matvælum. Deildarstjóri matvælaeftirlitsins segir matvælalöggjöfina veika hvað þvingunarúrræði varðar þegar matvæli eru rangt merkt og hafa dagsektir reynst afar illa.

6 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 7: 27 02 2015

FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í 90 SÖGULEGAR MILLJÓNIRL AUGARDAGINN 28. FEBRÚAR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M6

75

45

LEIKURINN OKKAR

EINN STÆRSTI POTTURALLRA TÍMA

Page 8: 27 02 2015

Afhverju er fókusinn á ristilkrabba-mein í Mottumars þetta árið?

„Það er ýmislegt sem mælir með því að fókusa á ristilkrabbamein. Hingað til hefur verið lögð áhersla á þessi sérkrabbamein karla eins og til dæmis blöðruhálskirtilskrabba-mein og krabbamein í eistum. Vissu-lega er blöðruhálskrabbamein al-gengt en eistakrabbamein er frekar sjaldgæft og það deyr sem betur fer eiginlega enginn úr því lengur. Í þessum samanburði er eiginlega bara kjánalegt að hugsa aldrei um ristilinn. Þó að ristilkrabbamein sé líka algengt hjá konum, þá er þetta líka sjúkdómur sem er að taka veru-legan toll af karlmönnum á landinu.“

Rannsóknir sýna að ristilkrabba-mein er mun algengara á Vestur-löndum en á flestum öðrum svæðum hnattarins. Hvers vegna er það?

„Tíðnin er mest í Norður Amer-íku, Evrópu, Ástralíu og Japan og flestar rannsóknir telja að það sé af-leiðing þessa vestræna lífsstíls. Það eru sterkar líkur á að ristilkrabba-mein sé mjög tengt vestrænu mat-aræði og hafa menn helst verið að einblína á rautt kjöt í því sambandi.

Rannsóknir benda til þess að aukið vægi ávaxta og grænmetis á kostnað kaloríuríks fæðis með ríku-legri dýrafitu og einkum rauðs kjöt-metis, geti dregið úr líkum á því að fá ristilkrabbamein.“

„Trefjaríkt fæði hefur einnig verið talið vernda en reyndar eru rann-sóknir sem snúa að því ekki afger-andi. Það hefur verið talað um að trefjaríkt fæði, sem er hlutfallslega í miklum mæli í fæðunni í vanþró-uðum löndum, auki umsetningu í görnunum og flýti fyrir því að fæðan gangi niður. Því hefur komið fram tilgáta um að þau efni í fæðunni sem mögulega geta verið krabbameins-valdandi hafi þannig styttri tíma til að valda skaða, ef fæðan gengur hraðar í gegnum meltingarveginn. En rökin fyrir þessu eru ekki mjög sterk. Svo eru mjög áhugaverðar þær rannsóknir sem benda til þess að ef fólk er að flytjast frá lágtíðni-svæðum og á svæði þar sem tíðnin

er hærri þá virðist tíðni ristilkrabba-meins hjá þeim aukast og í afkom-endum þeirra.“

Er þá hægt að segja að ristilkrabba-mein sé lífstílssjúkdómur?

Já, það eru sterk rök fyrir því að ristilkrabbamein sé lífstílssjúkdóm-ur því það virðist vera að umhverfisá-hrif, og þá væntanlega helst fæðuá-hrif, skipti mjög miklu máli. Offita og kyrrseta eru líka talin skipta miklu máli. Svo er talað um að D-vít-amín sé verndandi og eins ákveðnar tegundir verkjalyfja, sem nefnd eru NSAIDs lyf, sem til dæmis magnýl flokkast undir. En þó umhverfisá-hrif séu mjög mikilvæg í sambandi við áhættu að fá ristilkrabbamein þá er sjúkdómurinn algengari í ættingjum þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn áður. Ættlægni og erfðir skipta því máli. Einnig eru sjúklingar með ákveðnar gerðir af ristilbólgu í meiri áhættu. Hafa ber þó í huga að ristilkrabbamein getur mjög lengi verið án einkenna og því alloft orðið útbreitt þegar það loks greinist. Því er mikilvægt að huga að hvort forvarnir og eins skimun fyrir sjúkdómnum geti ekki hjálpað til og verið réttlætanlegar.“

Rannsóknir sýna töluverða aukn-ingu ristikrabbameins og þá sérstak-lega á Norðurlöndum?

„Það hefur verið aukning sem er misáberandi eftir löndum en hefur verið stigvaxandi undanfarna ára-tugi á m.a. Norðurlöndum. Þetta á við á Íslandi, en þó virðist sem allra síðustu ár gæti verið vísbending um að tíðnin sé byrjuð að lækka. Það er þó of snemmt að fullyrða það enn. Það er mjög spennandi að vita hvað verður í framhaldinu því mikið hef-ur verið gert af ristilspeglunum á

Íslandi og ef það sjást separ þá er reynt að fylgjast með þeim eða fjar-lægja þá. Vissar gerðir af sepum í risli eru talin forstig fyrir ristil-krabbameini og því ekki ólíklegt að mikil virkni í að fjarlægja slíka sepa komi fram með tímanum í lækkun á tíðni krabbameinsins. Á Norður-löndunum er tíðnin hæst í Noregi og Danmörku, hjá báðum kynjum. Erfitt er að geta sér til um skýringar á því.“

Ætti að skima fyrir ristilkrabba-meini eftir ákveðinn aldur?

„Það er óhætt að segja að upp úr fimmtugu ætti fólk að hafa ristil-krabba í huga og jafnvel huga að því að fara í ristilspeglun. Þó ristil-krabbamein komi fyrir hjá einstak-lingum fyrir fimmtugt þá byrjar tíðnin ekki aukast að marki fyrr en upp úr því og langflestir sem greinast eru eldri en 60 ára. Þó að ristillinn sé ekki opinn fyrir öllum að skoða á svipaðan máta og t.d. húðin, þá er hægt að skoða hann vel nú orðið því það eru komin svo góð ristilspeglunartæki og í höndum vel þjálfaðra lækna, meltingarsérfræð-inga eða meltingarskurðlækna, er slík rannsókn árangursrík og sjúk-lingnum ekki mjög erfið. Ristil-krabbamein er eitt þeirra meina sem mögulegt er að greina snemma með skimun.“

„Það eru mjög sterk rök fyrir því að þjóðin ætti að taka upp skipulega leit fyrir ristilkrabbameini. Það vantar bara herslumuninn til að klára dæmið og drífa það af. Pers-ónulega myndi ég ekki mæla með því að farið sé af stað hér og þar með óskipulegum hætti, því þá er svo erf-itt að meta árangurinn eftir á. Mun betra væri að þetta væri miðlæg skráning sem héldi utan um allar niðurstöður og áætlanir þannig að það væri ekki ofkallað eða vankallað á fólk í skimun. 50 ára er sennilega of ungt til að borgi sig að byrja þá vegna fárra tilfella, en upp úr 55 ára er talið borga sig.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

LýðheiLsa MottuMars

Ristilkrabbamein er lífstílssjúkdómurÁ hverju ári látast að meðaltali um 52 manns úr ristilkrabbameini á Íslandi, sem herjar á bæði kynin en er tíðara hjá körlum. Í ár er áhersla Motturmars, vitundarátaks krabbameina í körlum, á ristilkrabbamein. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir krabbameinsskrár og prófessor í meinafræði við læknadeild Háskóla Íslands, hefur rannsakað ristilkrabbamein í mörg ár. Hann segir flestar rannsóknir benda til þess að mikla aukningu ristilkrabbameins megi rekja til vestræns mataræðis.

Jón Gunn-laugur

Jónasson, yfirlæknir

krabbameins-skrár og

prófessor í meinafræði

við læknadeild Háskóla Ís-

lands, segir sterk rök vera

fyrir því að þjóðin taki

upp skipulega leit fyrir ristil-krabbameini.

Ljósmynd/Hari

Ristil- og endaþarmskrabbamein

Karlar KonurMeðalfjöldi tilfella á ári 72 61Hlutfall af öllum meinum 9,7% 8,7%Meðalaldur við greiningu 69 ár 69 árMeðalfjöldi látinna á ári 29 23Fjöldi á lífi í árslok 2012 582 543

Upplýsingar úr krabbameinsskrá Íslands (2008-2012)

Silkimjúk lífrænsoja- og hrísmjólksoja- og hrísmjól

www.ricedream.eu

Vor 5 28. apríl - 3. maí

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Í þessari rómantísku ferð njótum við þýskrar vorfegurðar á ferð um borgirnar Wiesbaden, Rüdesheim, Koblenz og Heidelberg. Siglt verður eftir tignarlegu ánni Rín, milli stórfenglegra vínhæða þekktustu vínræktarsvæða heims.

Verð: 123.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

stórfenglegra vínhæða þekktustu vínræktarsvæða heims.

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir

Vor í Wiesbaden

Höfum rútur af öllum stærðum og gerðum, vel búnar til aksturs hvort sem er innan- eða utanbæjar.

ÞÓRSMÖRK OG LANDMANNALAUGAR

Daglegar ferðir frá 13. júní til 15. september. Ekið í Langadal, Bása og að skála í Landmannalaugum. Tilvalið að fara dagsferð eða gista á milli ferða. Skoðið tímatöflur og brottfararstaði á trex.is.

Hesthálsi 10 - 110 Reykjavík - sími: 587 6000 - [email protected] - www.trex.is

TAKTU RÚTU!

Bókanir &upplýsingar á TREX.IS

LEITIÐ TILBOÐA!

8 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 9: 27 02 2015

© IL

VA

Ísla

nd

20

15 V

irð

isa

uka

ska

ttu

rin

n e

r re

ikn

ur

af

við

ka

ssa

nn

.

*Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA

27. feb. - 2. mars

Föstudag - mánudags

TAX FREEHELGI*

Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði og vörum merktum

“Everyday Low Price”

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

Page 10: 27 02 2015

www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Öflug fjáröflun fyrir hópinn

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

143

141

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.

Börn sem f lýjabyssukúlur

Næstum helmingur sýrlensku þjóðarinnar er á fló�a frá grimmilegum stríðsátökum og hefst nú við í tjöldum, kjöllurum, félagsmiðstöðvum eða neyðarskýlum. Fólk sem bjó áður við öruggt  ölskyldulíf býr nú við algera óvissu um framtíðina.

Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossinum segir frá borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og fló�amannastraumnum þaðan.

Fundurinn verður í húsi Rauða krossins í Efstaleiti 9, fimmtudaginn 5. mars kl. 8.30.

Allir velkomnir

Skráning á raudikrossinn.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA –

15–

0449

VARSJÁ f rá

Tímabi l : apr í l 2015

15.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS R eykjavík er ung borg sem

byggist upp á bílaöld. Upp úr 1950 fer hún að verða

mjög dreifð og dreifingin fer þannig fram að það er sífellt verið að byggja ný úthverfi. Það hefur marga góða kosti fyrir þá sem vilja búa nær náttúrunni en það er samfélagslega mjög dýrt að vera sífellt að brjóta nýtt og ónumið land því það kallar á mjög dýrkeypta uppbyggingu innviða. Auk þess er mjög erfitt að reka öflugt al-menningssamgöngukerfi í svo dreifðri borg, sem aftur leiðir af sér stóraukna bílaumferð. Á endanum verður þetta kerfi ekki sjálfbært. Þess vegna hafa skipulagsyfirvöld komist að því, fyrir löngu, að það verði að reyna að hemja þessa útþenslu byggðarinnar.“

En er pláss innan borgarinnar fyrir þéttari byggð? Verða þetta allt háir turnar innan eldri lágreistrar byggðar?

„Já, það er pláss því hér er frekar mikið af illa nýttum svæðum, að hluta til eru það aflögð iðnaðar-svæði. Við erum alls ekki að tala um að reisa háa turna heldur um klassíska borgarbyggð með 3-5 hæða háum húsum.“

Eru til reglugerðir um útlit nýrra hverfa? Um hæð húsa, liti, efnivið eða hvernig sjóndeildarhringurinn eigi að líta út?

„Já og nei. Aðalskipulagið er

Vistvænn ferðamáti er mögu-legur þrátt fyrir skítaveðurFréttatíminn fékk Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, til að svara nokkrum spurn-ingum varðandi uppbyggingu borgarinnar, þéttingu byggðar og minnkun bílaumferðar. Hann segir minnkun bílaum-ferðar samkvæmt aðalskipulagi vera vinningsstöðu fyrir alla. Vistvænn ferðamáti skapi betra og öruggara umhverfi og sé mögulegur á Íslandi þrátt fyrir skítaveður.

einskonar sáttmáli um það hvernig við ætlum að haga uppbyggingu hérna næstu 20 árin en svo er kveð-ið nánar á um fyrirkomulag húsa í deiliskipulagi. Þar eru engar reglur um útlit húsa en byggingarfulltrúi borgarinnar þarf að samþykkja allar teikningar. Aðalskipulagið kveður á um að öllu jöfnu skulu hús vera um 3 -5 hæðir. Það er hins vegar hægt með undantekningu á einstaka stöðum, þó ekki í mið-borginni, að reisa hærri hús. Sam-kvæmt þessari stefnu hefði verið óhugsandi að byggja turnana við Skúlagötu og við Höfðatorg.

Annað atriðið í nýju aðalskipulagi er áhersla á lýðheilsu borgarbúa. Sem þýðir meðal annars að göngur verða auðveldaðar og götur þrengdar til að koma fyrir hjólastígum og til að hægja á umferð. Næst liggur fyrir að þrengja Grensásveg.

„Þrenging Grensásvegar er hluti af mjög metnaðarfullri hjólreiða-áætlun Reykjavíkur sem var sam-þykkt í tíð sjálfstæðismanna árið 2010. Samkvæmt henni er planið að leggja um 10 km af hjólastígum á hverju ári til ársins 2020 og við erum að vinna eftir þeirri áætlun. Í síðustu viku var samþykkt að leggja hjólastíga meðfram Bústaða-vegi, Kringlumýrarbraut og víðar, en hjólastígar sitt hvoru megin við Grensásveg voru teknir út fyrir sviga þar til búið er að kynna áætlun á íbúafundi í næstu viku. Það hefur hins vegar komið skýrt fram í viðtölum við íbúa í Gerð-unum að umferð eftir Grensásvegi er mjög hröð og ógnar því öryggi gangandi vegfarenda. Með þessum framkvæmdunum teljum við okkur vera að slá tvær flugur í einu höggi því framkvæmdirnar munu bæði hægja á bílaumferð og á sama tíma skapa betra pláss fyrir gangandi og hjólandi. Þær munu hins vegar ekki hefta umferð að neinu leyti því sam-kvæmt umferðarverkfræðingum er gatan hönnuð fyrir mikið meiri umferð en þar verður nokkurn tímann.“

Þessar breytingar virðast samt koma illa við suma borgarbúa sem segja að það sé verið að þrengja að einkabílnum.

„Fólk má kalla þetta það sem því sýnist en þetta snýst um að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferð-ar og þá erum við ekki síst að tala um öryggi. Á síðustu 100 árum hafa rúmlega 1500 hundruð Íslendingar látist í bílslysum og þar af eru 480

börn. Þetta er svo brjálað mann-fall að mann setur hljóðan. Það var sorglega algengt hér áður fyrr að slys yrðu á gangandi vegfarendum en þeim fækkaði ekki fyrr en hægt var á bílaumferðinni og ráðin voru tekin af bílstjórunum með því að búa til 30 km hverfi. Og ég spyr þá sem eru á móti þessum breyt-ingum hvort það sé ekki þess virði að fara örlítið hægar yfir og taka örlítið meira tillit til umhverfisins. Myndi þetta fólk vilja rífa í burtu þrengingar við Háaleitisbraut þar sem mjög alvarleg umferðarslys á börnum áttu sér stað upp úr 2000? Eða eigum við að setja útgöngu-bann á börn og unglinga svo akandi fólk geti keyrt hraðar? Umræðan fer stundum í furðulegar víddir. Einhver spaugari kallaði okkur í borgarstjórn til dæmis „vinstri fasista“ fyrir að vilja skapa meira öryggi og búa til vistvænni og líf-vænlegri götur.“

Nú er líka stefnt að því í aðal-skipulagi að breyta ferðamáta fólks í borginni.

„Áður fyrr notaði fólk vistvænan ferðamáta mjög mikið en eftir að borgin dreifðist svona mikið þá var það sífellt erfiðara. Þessu viljum við snúa við. Í dag eru 75% allra ferða farnar á einkabílnum og oftast er bara einn maður í bíl. 4% notar strætó, 4% er á hjóli og tæplega 20% fer fótgangandi. Miðað við allar aðrar borgir, nema Houston í Texas, er þetta ofboðslega hátt hlutfall bílaumferðar. Miklu hærra en til dæmis í Þrándheimi sem er álíka norðarlega og Reykjavík og þar sem er álíka mikið skítaveður á köflum. Í aðalskipulaginu er stefnt á það á næstu 15 árum að ná hlut-falli einkabílanotkunar niður í 58% og að vistvænn ferðamáti fari í 42%. Þá erum við komin í sama hlutfall og Þrándheimur er í núna, en þeir ætla að vera komnir miklu lengra í eflingu vistvæns ferðamáta árið 2030. Auðvitað verður hér áfram fólk sem getur ekki farið öðruvísi en á bíl, og fólk sem vill ekki fara öðruvísi en á bíl og það mun geta það áfram. Það hefur samt komið í ljós að það er hátt hlutfall starfs-manna fyrirtækja sem vill gjarnan nýta sér vistvænan ferðamáta, þetta er fagnaðarefni fyrir það fólk. Ég sé ekki annað en að þetta sé „win-win“ staða fyrir alla.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Hjálmar segir umræðuna stundum fara í furðulegar víddir. Einhver spaugari hafi til dæmis kallað hann og félaga hans í borgarstjórn „vinstri fasista“ fyrir að vilja skapa meira öryggi og búa til vistvænni og lífvænlegri götur.

HjálmaR SveinSSon

Starf: Formaður um-hverfis- og skipulagssviðs

Reykjavíkur.Menntun: MA í heimspeki og bókmenntafræði frá Freie Universität Berlin.

Hjúskaparstaða: Kvæntur Ósk Vilhjálmsdóttur, mynd-listarmanni og ferðaskipu-

leggjanda. Á 3 börn.Áhugamál: Bókmenntir, útivist, borgarskipulag.

Hverfi: Býr í Þingholtunum.Uppáháldsstaður í Reykja-vík: Gamla hafnarsvæðið.

Á bíl.

10 fréttaviðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 11: 27 02 2015

Kor

tið e

r ge

fið ú

t af K

redi

tkor

t í s

amræ

mi v

ið v

eitta

hei

mild

frá

Am

eric

an E

xpre

ss. A

mer

ican

Exp

ress

er

skrá

sett

vöru

mer

ki A

mer

ican

Exp

ress

.

Njóttu ferðalagsins með Business og Premium Icelandair American Express®.Þú getur slakað á í betri stofunni í Leifsstöð þegar þú flýgur með áætlunarflugi Icelandair.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Page 12: 27 02 2015

MMeðal alvarlegustu umhverfisslysa af manna völdum hérlendis er hvarf ísaldarurriðans í Þingvallavatni í kjölfar virkjunar Efra-Sogs árið 1959 og slyss sem gjöreyddi lang-mikilvægasta hrygningarstofni þessa risa í Þingvallavatni en riðmöl í grennd við munna jarðganga í Steingrímsstöð sópaðist burt svo eftir stóðu naktar klappir þar sem enginn urriði gat hrygnt.

Ísaldarurriðinn í Þingvallavatni hefur algera sérstöðu meðal þekktra urriðastofna. Hann er síðustu leifar stórvaxins urriða sem kom fram í lok síðustu ísaldar og lifði einangraður í vatninu, varinn af ókleifum fossum í Soginu, í níu þúsund ár og blandaðist því aldrei smærri urriða sem síðar nam vötn um Norður-Evrópu. Ísaldarurrið-inn býr yfir einstakri arfgerð sem einkum felst í háum aldri, síðbúnum kynþroska, sem við

fæðugnótt Þingvallavatns stuðlar að aukinni stærð, stærri en þekkist annars staðar á byggðu bóli. Enginn laxastofn á Íslandi hefur sömu meðalstærð við kynþroska og Þing-valla urriðinn.

Við lá að þessi einstaki stofn þurrkaðist út í kjölfar virkjunar Efra-Sogs, hvarfs riðmalar-innar og brattrar notkunar Þingvallavatns sem miðlunarlóns í kjölfar virkjunar sem leiddi til mikilla og ónáttúrulegra sveiflna á yfirborði vatnsins. Allt varð þetta til þess að verulega dró úr hrygningu og um fjörutíu ára skeið eftir virkjun þóttu tíðindi ef urriða varð vart í veiði – en áður höfðu risafiskar veiðst. Um hremmingar ísaldarurriðans í Þing-vallavatni var fjallað í merkri bók Össurar Skarphéðinssonar, alþingismanns og fyrrum ráðherra, Urriðadans, sem út kom árið 1996, en Össur er með doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein.

Össur hefur með ötulli baráttu, utan þings sem innan, og með aðkomu margra annarra, unnið að því að bjarga ísaldarurriðanum í Þingvallavatni frá útrýmingu en frá níunda áratug liðinnar aldar hefur ýmsum aðferðum verið beitt til að efla viðgang þessa merka

stofns í vatnakerfi Þingvallavatns en frá þeim tíma var ljóst að stofninn var í miklum háska. Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur stóðu fyrir aðgerðunum í samráði við sér-fræðinga. Hlé var gert á þeim árið 2004 en ýmislegt bendir til að aðgerðirnar hafi skilað árangri sem meðal annars birtist í meiri urr-iðagengd í Öxará og aukinni veiði stang-veiðimanna í Þingvallavatni en á síðustu árum hefur vaxandi fjöldi mjög stórra urriða komið fram í veiði. Allgóðar vísbendingar eru því um að með fyrrnefndum aðgerðum hafi tekist að koma upp vísi að stofnum á nýjan leik í Útfallinu og Efra-Sogi. Mikilvægt er því að ekki verði látið staðar numið í aðgerðum sem gætu orðið til að stuðla að vexti stofns ísaldarurriðans og bæta þannig fyrir um-hverfisslysið.

Í því skyni hafa sjö þingmenn lagt fram til-lögu til þingsályktunar á Alþingi um eflingu ísaldarurriðans í Þingvallavatni en fyrsti flutningsmaður er Össur Skarphéðinsson. Þar segir að Alþingi álykti að fela forsætisráð-herra, sem fer með málefni þjóðgarðs á Þing-völlum, að setja á laggirnar vinnuhóp sér-fræðinga sem kanni leiðir til að efla viðkomu ísaldarurriðans í vatnakerfi Þingvallavatns. Vinnuhópurinn skal meðal annars meta hvort bæta megi riðstöðvar með riðmöl, greina reynslu af fyrri sleppingum sumaralinna og ársgamalla seiða, kanna leiðir til að styrkja hrygningu örstofna við uppsprettur og síðast en ekki síst skoða hvort æskilegt sé að settar verði samræmdar veiðireglur varðandi urriða fyrir allt Þingvallavatn og Efra-Sog, en veiði-álag á urriðann vex hratt.

Fari svo, sem ætla má, að þingsályktun-artillagan verði samþykkt er ekki að efa að forsætisráðherra taki rösklega á tillögum sér-fræðingahópsins. Mikilsvert er að hæfustu sérfræðingar meti árangur allra aðferða sem beitt hefur verið til að bjarga stofninum og hvernig ráðlegast sé að halda áfram. Í því felst, eins og segir í þingsályktunartillög-unni, ábyrg afstaða gagnvart framtíð ísaldar-urriðans og lífríki vatnakerfis Þingvallavatns.

Mikið er í húfi þar sem er hinn einstaki fiskur, sem svo nærri var gengið – höfðinginn í mögnuðu lífríki vatnsins.

Þingsályktunartillaga um eflingu ísaldarurriðans í Þingvallavatni

Vernd hins magnaða höfðingja

Jónas [email protected]

LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjóri: Jónas Haraldsson [email protected] Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson [email protected]. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@

frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

BOSTON f rá

Tímabi l : mars - maí 2015

17.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

AMSTERDAM f rá

Tímabi l : jún í 2015

12.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

12 viðhorf Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 13: 27 02 2015

Heitir dagarFyrir heimilin í landinuStílfögur eldhústæki frá AEGGGGG

sem gera gott eldhús betra

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

"Afburða hönnun"

Fjölkerfa blástursofn án rafeindaklukku. Er sérstaklega einfaldur í notkun og allri umgengni.Litur: StálÍslensk notendahandbók.

Fjölkerfa blástursofn sem er sérstaklega einfaldur í notkun og allri umgengni.Einnig fáanlegur með innbyggðum kjöthitamæli.Litir: Stál og hvítur.Íslensk notendahandbók.

Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli og hraðhitakerfi. Sérstaklega þægilegur í notkun og allri umgengni. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsibúnaði.Litir: Stál, hvítur og svartur.Íslensk notendahandbók.

Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli, hjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum og sjálfhreinsikerfi. Einnig fáanlegur sem gufuofn.Litur: Stál.Íslensk notendahandbók.

VÖRU-

GJÖ

LDAF

NUMIN

Þvottadagarfyrir heimilin í landinu

22% afsláttur af öllum þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum.afslátturinn vegna væntanlegrar vörugjaldsniðurfellingar (17%) er hluti af ofangreindum afslætti.

0% vextir0% vextirVaxtalausarraðgreiðslur í tólf mánuði*

ÞVottaVéllavamat 60260fltekur 6 kg af þvotti. 1200 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók.

106.002 verð áður 135.900

ÞVottaVéllavamat 60460fltekur 6 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Íslensk notendahandbók.

113.802 verð áður 145.900

ÞVottaVéllavamat 75470fltekur 7 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor.íslensk notendahandbók.

140.322 verð áður 179.900

ÞVottaVéllavamat 75670fltekur 7 kg af þvotti. 1600 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor.íslensk notendahandbók.

148.122 verð áður 189.900

uppÞVottaVélf66692m0ptopplaus undir borðplötu. vatnsskynjari, hljóðlát með 5 þvottakerfi og þurrkar með heitum blæstri.

hvít 140.322 verð áður 179.900

stál 148.122 verð áður 189.900

uppÞVottaVélf56302motopplaus undir borðplötu. vatnsskynjari, hljóðlát með 5 þvottakerfi.

hvít 101.322 verð áður 139.900

stál 109.122verð áður 139.900

Þurrkari - barkalaust61270aCtekur 7 kg af þvotti. ný tegund af tromlu sem minnkar slit og dregur úr krumpum. snýr tromlu í báðar áttir og er með rakaskynjara.

109.122 verð áður 139.900

Íslenskt stjórnborð Íslenskt stjórnborð Íslenskt stjórnborð Íslenskt stjórnborð3 ára ábyrgð3 ára ábyrgð3 ára ábyrgð3 ára ábyrgð10 ára ábyrgð á mótor10 ára ábyrgð á mótor

* 3.5% lántökugjald

ORMSSONKEFLAVÍKSÍMI 421 1535

ORMSSONfiRISTUR-ÍSAFIR‹ISÍMI 456 4751

KSSAU‹ÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR · BYGGSIGLUFIR‹ISÍMI 467 1559

ORMSSONAKUREYRISÍMI 461 5000

ORMSSONHÚSAVÍKSÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK-EGILSSTÖ‹UMSÍMI 471 2038

ORMSSONPAN-NESKAUPSTA‹SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSISÍMI 480 1160

GEISLIVESTMANNAEYJUMSÍMI 481 3333

lágmúla 8 · sÍmi 530 2800 · ormsson.is · opið virka daga kl. 10-18 · laugardaga kl. 11-15

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU17% afsláttur af öllum AEG ofnum og helluborðumvegna væntanlegrar vörugjaldsniðurfellingar

0% vextir0% vextirVaxtalausarraðgreiðslur í tólf mánuði*

Bökunarofnar, fjölkerfaofnar, ofnar með hraðhitakerfi og kjötmæli, ofnar með gufu og sjálfhreinsibúnaði. Nýtanlegt innra rými AEG ofnanna er

30% stærra en í hefðbundnum bökunarofnum. Allir ofnar eru 74 lítra.

STÍLFÖGUR ELDHÚSTÆKI FRÁ AEG SEM GERA GOTT ELDHÚS BETRA

2 LÍNAN 3 LÍNAN 5 LÍNAN 8LÍNAN

BE2000001-M BE3002401-M BE5304401-M BS8314401-M

ÞAÐ ER LEIKUR EINN AÐ ELDA MEÐ AEG.Þegar þú eldar með AEG máttu búast við framþróaðri tækni, flottri hönnun og fjölmörgum stillingarmöguleikum sem bjóða upp á svo margt, margt fleira. Glæsileg lína helluborða frá AEG býður upp á fullkomnustu tækni, hvort sem þú velur spansuðu- eða venjulegt hraðsuðuhelluborð eða fyrir gas, þá er úrvalið mikið og útfærslurnar fjölbreyttar.

HEITT TILBOÐÁ OFNUM,HELLUBORÐUMOG VIFTUM20-30% AFSLÁTTUR

Fjölkerfa blástursofn meðinnbyggðum kjöthitamæli,hjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum og sjálfhreinsiker�.Íslensk notendahandbók.18 aðgerðir - Multifunction • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling)• undir og yfirhiti • undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt • grill og blástur • hæg eldun (slow cook) • frosin matvæli • halda heitu • spareldun (ECO Roasting) • hefun • brauðbakstur • gratenering • þurrkun (ávextir/grænmeti)• diskahitun • niðursuða • barnalæsing á stillingum • stafrænn upplýsingaskjár• fjórfalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið. Einnig fáanlegur sem gufuofn.Íslensk notendahandbók.

BP

93

04

15

1-M

Fjölkerfa blástursofn meðinnbyggðum kjöthitamæli oghjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum.Íslensk notendahandbók.12 aðgerðir • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling) • undir og yfirhiti• undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt• grill og blástur • hæg eldun (slow cook) • frosin matvæli • halda heitu • spareldun (ECO Roasting) • barnalæsing á stillingum • stafrænn upplýsingaskjár • fjórfalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsikerfiog sem gufuofn.

BE

73

14

40

1-M

Fjölkerfa blástursofn með hraðhitaker�, sérstaklega þægilegur í notkun og allri umgengni.Íslensk notendahandbók.9 aðgerðir • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling) • undir og yfirhiti • undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt • grill og blástur • hraðhitun• barnalæsing á stillingum • rafeindaklukka• sökkhnappar • þrefalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið.Einnig fáanlegur með sjálfhreinsiker� oginnbyggðum kjöthitamæli.Íslensk notendahandbók.

BE

53

03

07

1-M

Fjölkerfa blástursofn sem er sérstaklega einfaldur ogauðveldur í notkun og allriumgengni.Íslensk notendahandbók.8 aðgerðir • blástur með elementi • blástur með undirhita (pizza stilling) • undir og yfirhiti • undirhiti • affrysting • grill einfalt • grill tvöfalt• grill og blástur • rafeindaklukka • sökkhnappar• þrefalt gler í ofnhurð - kaldari framhlið.Íslensk notendahandbók.

BE

30

03

00

1-M

„Afburða hönnun“

3 LÍNAN 5 LÍNAN 7 LÍNAN 9 LÍNAN

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800www.ormsson.is

OPIÐ VIRKA DAGA KL.10-18Lokað á laugardögum í sumar

STÆRRI AÐ INNAN · FLOTTARI AÐ UTAN

ORMSSONKEFLAVÍKSÍMI 421 1535

ORMSSONÞRISTUR-ÍSAFIRÐISÍMI 456 4751

KSSAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR · BYGGSIGLUFIRÐISÍMI 467 1559

ORMSSONAKUREYRISÍMI 461 5000

ORMSSONHÚSAVÍKSÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK-EGILSSTÖÐUMSÍMI 471 2038

ORMSSONPAN-NESKAUPSTAÐSÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSISÍMI 480 1160

GEISLIVESTMANNAEYJUMSÍMI 481 3333

SÉRTILBOÐ

AÐ ELDA MEÐ Þegar þú eldar með AEG máttu búast við framþróaðri tækni, �ottri hönnun og �ölmörgum stillingarmöguleikum sem bjóða upp á svo margt, margt �eira.

FULLKOMIN HÖNNUNAEG ofnarnir eru hannaðir til að skara fram úr á öllum sviðum. Þeir eru einstaklega �ölhæ�r, áreiðanlegir og þar að auki glæsilegir útlits.

AEG HELLUBORÐ AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUMGlæsileg lína helluborða frá AEG býður upp á fullkomnustu tækni, hvort sem þú velur spansuðu- eða venjulegt hraðsuðuhelluborð eða fyrir gas, þá er úrvalið mikið og útfærslurnar �ölbreyttar.

SÉRTILBOÐ Á ÞESSUM OFNIÁður: 134.900,-Nú: 99.900,-

BE3003001-M

SÉRTILBOÐÁður:115.900,-Nú:79.900,-

HK634000XB

HK

63

40

00

XB

AEG helluborð með stálkanti 57cm

Hagstæðir vaxtalausir greiðsluskilmálar til allt að 12 mánaða

Eyjuháfar · Veggháfar · Viftur > 25% afsláttur

SÉRTILBOÐ25-30% afsláttur

Verð núkr. 69.900

SÉRTILBOÐá þessu vinsæla57 cm helluborði

með stálkanti.

Verð áður kr. 89.900

20% afsláttur af öllum helluborðum

ormsson.is Lágmúla 8 - Sími 530 2800

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 OG

LAuGARDAGA KL. 11-15

20% afsláttur af öllum ofnum

Eyjuháfar · Veggháfar · Viftur

Airforce

ORMSSON KEFLAVÍK

SÍMI 421 1535

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI

SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKISÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI

SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI

SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK

SÍMI 464 1515

ORMSSONVÍK -EGILSSTÖÐUM

SÍMI 4712038

ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ

SÍMI 477 1900

ORMSSONÁRVIRKINN-SELFOSSI

SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM

SÍMI 481 3333

OMNIS BORGARNESI SÍMI 444 9912

20-30% afsláttur

Page 14: 27 02 2015

Hágæða vörur og fyrsta flokks þjónusta.

Óskarsmyndirnar margborguðu sigÓskarsverðlaunin voru afhent í Hollywood um liðna helgi. Tímaritið Forbes tók saman lista yfir arðbærustu Óskarsmyndirnar. Vinsælasta íslenska myndin í fyrra og framlag okkar til Óskarsverðlaunanna var nokkuð ódýrari í framleiðslu en Hollywoodmyndirnar og innkoman sömuleiðis minni.

1.200

1.100

1.000

900

800

700

600

500

400

300

200

100

0

-100

Heimtur í %

The Imitation Game

Boyhood American Sniper The Theory of Everything

The Grand Budapest Hotel

Interstellar Birdman Whiplash SelmaVonarstræti Borgríki 2

Heimildir: Forbes.com, Kvikmyndamiðstöð Ís-lands, Frísk.*Áætlaður kostnaður miðað við tölur um endur-greiddan framleiðslu-kostnað. Vonarstræti og Borgríki 2 eru einu íslensku myndirnar frá í fyrra sem fengið hafa endurgreiðslu.

158

mil

ljón

ir $

14 m

illjó

nir

$

44,4

mil

ljón

ir $

4 m

illjó

nir

$

395,

4 m

illjó

nir

$

58,8

mil

ljón

ir $

98,6

mil

ljón

ir $

15 m

illjó

nir

$

174,

6 m

illjó

nir

$

30 m

illjó

nir

$

672

mil

ljón

ir $

165

mil

ljón

ir $

72,4

mil

ljón

ir $

18 m

illjó

nir

$

11,4

mil

ljón

ir $

3,3

mil

ljón

ir $

48,8

mil

ljón

ir $

20 m

illjó

nir

$

0,5

mil

ljón

ir $

1,7

mil

ljón

ir $

*

0,18

mil

ljón

ir $

1,2

mil

ljón

ir $

*

Tekjur

Framleiðslukostnaður

14 kvikmyndir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 15: 27 02 2015

www.vidreisnin.isViðreisn

Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda.

Stöðugt efnahagsumhver� og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnulíf. Gengissvei�ur ógna fyrirtækjum og einstaklingum.

Með inngöngu kæmu Íslendingar að setningu �ölmargra laga og reglugerða sem hafa áhrif á Íslandi um langa framtíð. Fulltrúar smáþjóða hafa mikil áhrif.

Samræming laga og reglna er grunnur að frjálsum og opnum markaði 28 fullvalda ríkja. Danir hafa verið í Evrópusambandinu í tæplega 40 ár og halda hnarreistir fullveldi sínu.

Friður, frelsi, mannréttindi, jafnrétti og umhver�svernd eru meðal grunngilda sambandsins. Með aðild taka Íslendingar þátt í því að vernda þessi gildi í allri Evrópu.

Evrópusambandið hefur gert �ölmarga alþjóðasamninga og hefur á að skipa sérfræðingum á öllum sviðum alþjóðamála. Íslendingar verða í liði með færustu sérfræðingum heims.

Lítil málsvæði hafa fengið stuðning og miklum �ármunum er varið til þess að þýða bækur frá smáþjóðum y�r á önnur mál og öfugt.

Á Evrópuþinginu sitja nú um 750 þingmenn. Enginn þeirra kemur frá Íslandi. Við inngöngu fengju Íslendingar 6 þingsæti eða tæplega 1% þingmanna.

Engin erlend þjóð fengi rétt til þess að veiða við Ísland við inngöngu Íslands í ESB og �skveiðistjórnunarker�ð yrði samkvæmt ákvörðun Íslendinga.

Svíar og Finnar fengu samþykkt að styrkja má landbúnað norðan 62. breiddargráðu meira en almennt gerist innan sambandsins. Sama myndi gilda á Íslandi. Reynsla nágrannalandanna er að inngangan hefur jákvæð áhrif, bæði fyrir bændur og neytendur.

Tólf góð rök með aðild Íslands!

Á Íslandi borgum við margfalda vexti á við fólk í nágrannalöndunum. Vaxtaálag á lán vegna krónunnar er allt að 4,5%. Umframvaxtakostnaður þjóðarinnar er y�r 200 milljarðar á ári sem er um 2 milljónir króna á hvert heimili. Ríkissjóður greiðir um þrefalt hærri vexti en hann þyrfti miðað við kjör Grikkja.

Líklegt er að smæð þjóðarinnar verði okkur styrkur ásamt með því að við erum að semja við margar hefðbundnar vinaþjóðir. Til slíkra viðræðna hlýtur þjóðin að ganga sannfærð um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúin til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolanleg.

Þjóð meðal þjóða

Sterkara Ísland

Ný tækifæri í landbúnaði

Íslendingar halda öllum sínum auðlindum og fullum y�rráðum y�r þeim

Mikilvæg áhrif á Evrópuþingi

Áhersla á lítil menningarsvæði

Styrkari samningsstaða út á við

Góð grunngildi

ESB er hagsmunasamband ríkja

Bein áhrif á alþjóðamál

Efnahagsstöðugleiki

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

EvrópusambandiðStjórnmálastöðugleiki

Page 16: 27 02 2015

HÁSKÓLABÍÓ

Þessir háskólar munu kynna námsframboð sitt og samstarf á Háskólatorgi. Auk þess verður Háskóli Íslands með kynningar í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Öskju og Háskólabíói.

Háskólinn á AkureyriLandbúnaðarháskóli ÍslandsHólaskóli – Háskólinn á HólumFélagsvísindasvið HÍHeilbrigðisvísindasvið HÍMenntavísindasvið HÍHáskólabrú Keilis

HÁSKÓLATORG

Hugvísindasvið HÍ

ADALBYGGING HÍVerkfræði- og náttúruvísindasvið HÍTæknifræðinám Keilis

ASKJA

SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA

Samstarf opinberu háskólanna hófst haustið 2010. Markmiðin með samstarfinu eru að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags, hagræða í rekstri háskólanna þannig að  ármunir nýtist sem allra best og halda uppi öflugri og  ölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu.

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍKHáskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna sitt námsframboð að Menntavegi 1 við Öskjuhlíð.

KYNNTU ÞÉR NÁMSFRAMBOÐ OG SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA

SprengjugengiðVísindabíó og dansVísindasmiðjan

HÁSKÓLABÍÓ

HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐALBYGGINGHÁSKÓLATORG

(STÚDENTAKJALLARINN)

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Reglulegar strætóferðir milli HR, HÍ og LHÍ

ASKJA

ASKJA

12.20 Stjörnuverið

12.40 Stjörnuverið

13.00 Stjörnuverið

13.20 Stjörnuverið

14.00 Stjörnuverið

14.20 Stjörnuverið

14.40 Stjörnuverið

15.00 Stjörnuverið

15.30 Stjörnuverið

15.40 Stjörnuverið

LISTAHÁSKÓLINN

13.00 Jazz-slagarar og frumsamin verk

14.00 Indversk tónlist

16.00 Tónleikar tónlistardeildar í

Hallgrímskirkju

STÚDENTAKJALLARINN

12.00 Söngleikur nemenda

12.30 Húsbandið

13.00 Maurice & Friends

13.30 Dægurlagadúettar

14.00 Rebekka Sif

14.30 Húsbandið

15.00 Johnny and the Rest

15.30 BíBí & Blakkát

DAGSKRÁ – HÁSKÓLADAGURINN 2015, 28. FEBRÚAR

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

12.00 Setning Háskóladagsins 2015:

Illugi Gunnarsson, mennta- og

menningarmálaráðherra.

Kór tónlistardeildar Listaháskóla

Íslands

Lego-námskeið 6-12 ára

Vefhönnunarnámskeið opið allan

daginn 15-20 ára

13.00 Kynningar á grunn- og meistaranámi

he�ast

Kannaðu verðvitund þína

Könnunarferð í rannsóknarstofur í

kjallara HR

13.30 Lego-námskeið 6-12 ára

Kynnisferð um HR

14.00 Hljómsveitin Rökurró

Könnunarferð í rannsóknarstofur

í kjallara HR

14.30 Kynnisferð um HR

15.00 Lego-námskeið 6-12 ára

Könnunarferð í rannsóknarstofur í

kjallara HR

Verðlaunaafhending í tölvuleikja-

keppni Game Creator 2015

AÐALBYGGING

12.30 Háskólakórinn

12:50 Dægurlagadúettar

13:20 Japanskur nútímadans

13.30 Húsbandið - Birgir & Margrét

14:00 Háskólakórinn

14:20 Leikið á kínverska hörpu

14:30 Dægurlagadúettar

15:00 Japanskur söngur

15:30 Salsadans

HÁSKÓLABÍÓ

Vísindasmiðjan opin frá kl. 12-16

12.20 Vísindabíó

12.40 Shamisen-tónlistaratriði

12.50 Háskóladansinn

13.00 Sprengjugengið

14.00 Vísindabíó

14.20 Háskóladansinn

14.30 Sprengjugengið

15.00 Vísindabíó

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI • HÁSKÓLI ÍSLANDS • HÓLASKÓLI – HÁSKÓLINN Á HÓLUM • LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS

HÁSKÓLADAGURINN 2015 – SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA

Á háskóladeginum 2015 kynna opinberu háskólarnir ótrúlega fjölbreytni í háskólanámi. Á fimmta hundrað námsleiðir eru í boði hjá þeim samanlagt. Opinberu háskólarnir eru Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Fríar strætóferðir á milli HÍ, HR og Listaháskólans (Laugarnesvegi).

LAUGARDAGINN 28. FEBRÚAR MILLI KL. 12 OG 16

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDSReglulegar strætóferðir milli LHÍ, HÍ og HR

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslandsverða með námskynningu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. 

 .ióíbalóksáH go ujksÖ ,igrotalóksáH ,ugniggyblaðA í ttis ðobmarfsmán rinnyk sdnalsÍ ilóksáH Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð háskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Listaháskóli Íslands verður með kynningu á námsbrautum sínum í húsnæði skólans Laugarnesvegi 91.

KOMDU Á HÁSKÓLADAGINN 2015

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDSListaháskóli Íslands kynnir sitt námsframboð að Laugarnesvegi 91.

Page 17: 27 02 2015

HÁSKÓLABÍÓ

Þessir háskólar munu kynna námsframboð sitt og samstarf á Háskólatorgi. Auk þess verður Háskóli Íslands með kynningar í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Öskju og Háskólabíói.

Háskólinn á AkureyriLandbúnaðarháskóli ÍslandsHólaskóli – Háskólinn á HólumFélagsvísindasvið HÍHeilbrigðisvísindasvið HÍMenntavísindasvið HÍHáskólabrú Keilis

HÁSKÓLATORG

Hugvísindasvið HÍ

ADALBYGGING HÍVerkfræði- og náttúruvísindasvið HÍTæknifræðinám Keilis

ASKJA

SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA

Samstarf opinberu háskólanna hófst haustið 2010. Markmiðin með samstarfinu eru að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags, hagræða í rekstri háskólanna þannig að  ármunir nýtist sem allra best og halda uppi öflugri og  ölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu.

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍKHáskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna sitt námsframboð að Menntavegi 1 við Öskjuhlíð.

KYNNTU ÞÉR NÁMSFRAMBOÐ OG SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA

SprengjugengiðVísindabíó og dansVísindasmiðjan

HÁSKÓLABÍÓ

HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐALBYGGINGHÁSKÓLATORG

(STÚDENTAKJALLARINN)

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Reglulegar strætóferðir milli HR, HÍ og LHÍ

ASKJA

ASKJA

12.20 Stjörnuverið

12.40 Stjörnuverið

13.00 Stjörnuverið

13.20 Stjörnuverið

14.00 Stjörnuverið

14.20 Stjörnuverið

14.40 Stjörnuverið

15.00 Stjörnuverið

15.30 Stjörnuverið

15.40 Stjörnuverið

LISTAHÁSKÓLINN

13.00 Jazz-slagarar og frumsamin verk

14.00 Indversk tónlist

16.00 Tónleikar tónlistardeildar í

Hallgrímskirkju

STÚDENTAKJALLARINN

12.00 Söngleikur nemenda

12.30 Húsbandið

13.00 Maurice & Friends

13.30 Dægurlagadúettar

14.00 Rebekka Sif

14.30 Húsbandið

15.00 Johnny and the Rest

15.30 BíBí & Blakkát

DAGSKRÁ – HÁSKÓLADAGURINN 2015, 28. FEBRÚAR

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

12.00 Setning Háskóladagsins 2015:

Illugi Gunnarsson, mennta- og

menningarmálaráðherra.

Kór tónlistardeildar Listaháskóla

Íslands

Lego-námskeið 6-12 ára

Vefhönnunarnámskeið opið allan

daginn 15-20 ára

13.00 Kynningar á grunn- og meistaranámi

he�ast

Kannaðu verðvitund þína

Könnunarferð í rannsóknarstofur í

kjallara HR

13.30 Lego-námskeið 6-12 ára

Kynnisferð um HR

14.00 Hljómsveitin Rökurró

Könnunarferð í rannsóknarstofur

í kjallara HR

14.30 Kynnisferð um HR

15.00 Lego-námskeið 6-12 ára

Könnunarferð í rannsóknarstofur í

kjallara HR

Verðlaunaafhending í tölvuleikja-

keppni Game Creator 2015

AÐALBYGGING

12.30 Háskólakórinn

12:50 Dægurlagadúettar

13:20 Japanskur nútímadans

13.30 Húsbandið - Birgir & Margrét

14:00 Háskólakórinn

14:20 Leikið á kínverska hörpu

14:30 Dægurlagadúettar

15:00 Japanskur söngur

15:30 Salsadans

HÁSKÓLABÍÓ

Vísindasmiðjan opin frá kl. 12-16

12.20 Vísindabíó

12.40 Shamisen-tónlistaratriði

12.50 Háskóladansinn

13.00 Sprengjugengið

14.00 Vísindabíó

14.20 Háskóladansinn

14.30 Sprengjugengið

15.00 Vísindabíó

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

145

0185

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI • HÁSKÓLI ÍSLANDS • HÓLASKÓLI – HÁSKÓLINN Á HÓLUM • LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS

HÁSKÓLADAGURINN 2015 – SAMSTARF OPINBERU HÁSKÓLANNA

Á háskóladeginum 2015 kynna opinberu háskólarnir ótrúlega fjölbreytni í háskólanámi. Á fimmta hundrað námsleiðir eru í boði hjá þeim samanlagt. Opinberu háskólarnir eru Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Fríar strætóferðir á milli HÍ, HR og Listaháskólans (Laugarnesvegi).

LAUGARDAGINN 28. FEBRÚAR MILLI KL. 12 OG 16

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDSReglulegar strætóferðir milli LHÍ, HÍ og HR

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslandsverða með námskynningu á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. 

 .ióíbalóksáH go ujksÖ ,igrotalóksáH ,ugniggyblaðA í ttis ðobmarfsmán rinnyk sdnalsÍ ilóksáH Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð háskólanna í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Listaháskóli Íslands verður með kynningu á námsbrautum sínum í húsnæði skólans Laugarnesvegi 91.

KOMDU Á HÁSKÓLADAGINN 2015

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDSListaháskóli Íslands kynnir sitt námsframboð að Laugarnesvegi 91.

Page 18: 27 02 2015

Ég ólst upp í Wioming sem er mikil náttúruparadís. Pabbi minn var mikill veiðimaður og útivistar-maður og við eyddum miklum tíma saman í náttúrunni,“ segir

David sem ákvað snemma að hann skyldi verða fjallgöngumaður. „Ég var ellefu ára þegar ég komst yfir bók sem kallaðist „Mo-untains“ og var um helstu fjöll veraldar. Þar var einn kafli um Himalajafjöllin og mynd af Tenzing Norgaym á Everest árið 1953. Tenz-ing var með súrefnisgrímu og hélt á ísexi umkringdur þjóðfánum hinna ýmsu landa. Myndin, sem var tekin af Edmund Hillary, hreyfði svo við mér að ég ákvað að feta í fót-spor hans þegar ég yrði eldri.“

Byrjaði sem byrðarberi á Ama DablamDavid byrjaði stuttu síðar að klífa kletta og fjöll sem urðu sífellt hærri þar til hann fór loks til Himalaja árið 1979. „Mig langaði að starfa við fjallaklifur en á þessum tíma voru mjög fáir sem gátu lifað af því, bara þeir allra frægustu. Ég byrjaði á að klífa Ama Dablam sem er 6.812 metra hátt og á leiðinni upp hitti ég nokkra klifrara sem voru líka ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn. Ég hugsaði með mér að þetta væri góð leið til að borga klifrið og byrjaði að taka á 16 mm filmu fyrir sjónvarp og fékk svo vinnu hjá ABC sem aðstoðartökumaður og við að bera byrði. Ég var mjög stoltur af því að vera kom-inn í sama starf og Sherparnir, í raun ánægð-ari með að bera byrði en að taka myndir til að byrja með, en svo jókst áhuginn á tök-unum,“ segir David sem hefur „skotið“ um 40 kvikmyndir síðan og hlotið viðurkenning-ar fyrir, þar á meðal 4 Emmy-verðlaun. Árið 1983 tók hann upp fyrstu beinu sjónvarps-tökuna frá Everest og tveimur árum síðar varð hann fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að hafa klifið fjallið tvisvar.

Dagurinn sem átta manns létu lífiðVorið 1996 fór David upp í hlíðar Everest með það að markmiði að taka þar upp fyrstu IMAX kvikmyndina en þann 10. maí gekk hvirfilbylur yfir efstu hliðar fjallsins með þeim afleiðingum að átta manns létu lífið. David og hópurinn hans voru í 7.400 metra hæð þegar óveðrið gekk yfir. „Ég var leið-angursstjórinn og hópurinn var samansettur af algjöru toppfólki. Við þurftum að gera sérstakar ráðstafanir vegna mjög þungra kvikmyndatökuvéla, þrífóta og filmnanna sem þurftu sérstaka meðferð í öllu frostinu. Við komumst upp í þriðju búðir sem eru í 7.400 metra hæð og ætluðum að vera fyrsti hópurinn upp fjallið þetta árið, til að losna við umferð og fótspor í snjónum fyrir mynda-tökuna en við snerum til baka í búðirnar því vindarnir voru svo sterkir. Við hefðum getað farið upp þrátt fyrir vindinn en við hefðum ekki getað myndað við þessar aðstæður og þess vegna snerum við til baka. Þegar við komum niður hittum við þá sem stuttu síðar fórust í storminum, Rob Hall og hópinn hans og hóp Scott Fisher, sem Jake Gyllenhall leikur í myndinni. Þeir ákváðu að fara upp enda hafði veðrið batnað. Það hafði enginn hugmynd um að stormur væri í aðsigi. Þetta var enginn venjulegur stormur heldur var

Myndatexti David:

Missti félaga sína á EverestDavid Breashears hefur fjórtán sinnum klifið Everest og fimm sinnum komist á toppinn. Ástríðu sína fyrir fjallaklifri hefur hann sameinað kvikmyndagerð og hlotið mikla viðurkenningu fyrir. David var staddur við tökur á Everest vorið 1996 þegar átta fjallgöngumenn létu lífið í stormi. Greint var frá atburð-inum í metsölubókinni „Into Thin Air“ eftir Jon Krakauer en Baltasar Kormákur byggir einmitt kvikmynd sína Everest, sem David meðfram-leiðir, á bókinni. Auk þess að fram-leiða kvikmyndir og klífa fjöll ferðast David um heiminn til að auka með-vitund fólks um loftslagsbreytingar og bráðnun jöklanna í Himalaja. Hann mun segja frá upplifun sinni af Everest og fjalla um bráðnun jökla í Hörpu á sunnudaginn.

þetta hvirfilbylur frá Bengalflóa, ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt.“

Gengu fram á lík vina sinnaNæstu dögum lýsir David sem skelfilegum en hann og restin af hópnum hans tóku þátt í björgunarstarfinu eftir storminn. „Við klifum upp og niður fjallið og hjálpuðum særðu fólki niður. Flestir í mínum hóp þekktu til ein-hverra sem fórust í storminum. Scott Fischer var góður vinur minn, við byrjuðum 18 ára að klifra saman og ég þekkti Rob Hall líka vel. Við vorum ein eftir í fyrstu búðunum og til-finningalega vorum við í rúst. Það var skrítið að upplifa svona sterkt hversu stutt er á milli lífs og dauða. Okkur leið eins og fjallið hefði breyst í grafreit og ættingjar okkar allra sögðu okkur að koma heim. En við ákváðum að vera sterk og fara aftur upp. Það var mjög átakanlegt því á leiðinni upp gengum við

fram hjá líkum vina okkar.“ „Það sem er enn efst í huga mínum eftir

þessa reynslu er að fjallið er óútreiknanlegt. Og að það getur verið mjög hættulegt þegar mikill metnaður er ekki í samræmi við reynslu. Ég skil að fólk vilji fara á Everest en ég sé fullt af fólki fara upp sem er alls ekki nógu fært. Í dag reiðir fólk allt of mikið á leið-sögumennina en viðmiðið ætti alltaf að vera að sá sem klífur kunni að bjarga sér í verstu mögulegu aðstæðum sem upp gætu komið, án þess að vera með leiðsögumann.“

Berst gegn bráðnun jöklaAuk þess að segja frá upplifun sinni af Eve-rest í Hörpu um helgina mun David kynna sína nýjustu ástríðu, GlacierWorks. Gla-cierWorks er þverfagleg stofnun sem David stofnaði árið 2007 en tilgangur hennar er að berjast gegn hlýnun jarðar og bráðnun jökla

Himalajafjallgarðsins með vísindi og listir að vopni. „Ég verð að segja að þetta starf er ótrúlega spennandi og það er mun meira gefandi en nokkuð annað að klífa fjöll í þágu vísinda og samfélagsins sem býr á svæð-inu,“ segir David og hvetur alla til að mæta í Hörpu eða kynna sér verkefnið á heimasíðu félagsins.

Háfjallakvöld með David Breashears og Baltasar Kormáki verður í Eldborgarsal Hörpu, sunnudagskvöldið 1. mars klukkan 19.30. Það er í boði 66°Norður, Félags ís-lenskra fjallalækna, Ferðafélags Íslands og Vina Vatnajökuls. Aðgangseyrir er 1000 krónur og rennur ágóðinn í rannsóknarsjóð Jöklarannsóknarfélags Íslands á breytingum íslenskra jökla.

Halla Harðardóttir

[email protected]

Baltasar KormákurÍ Hörpu mun Baltasar segja frá gerð myndar-innar sem fyrirhugað er að frumsýna næsta haust. „Kvikmyndin Everest hefur verið langt ferðalag en ég hef verið meðframleiðandi síðan árið 2004. Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Balta sem leikstjóra. Hann er alveg rétti maðurinn í verkið, enda mjög vanur köldum og erfiðum aðstæðum. Ég er búinn að sjá litla hluta úr myndinni og það lítur ótrúlega vel út, tökurnar eru svo vel gerðar að það er eins og maður sé á staðnum,“ segir David sem gerði sjálfur heimildamyndina „Storm over Everest“ árið 2007 sem er byggð er á viðtölum við þá sem upplifðu storminn.

Langar í ísklifur á ÍslandiDavid Breashears hefur eytt stórum hluta ævi sinnar í hlíðum Everest og náði toppnum í fimmta sinn árið 2004. Hann er alls ekki hættur þrátt fyrir að verða sextugur á árinu, enda í toppformi. Þegar blaðamaður náði af honum tali var símtalið truflað af póstmanni sem kom færandi hendi með útbúnað fyrir næstu ferð. „Ég fer til Himalaja 15. mars svo það er í nógu að snúast sem þýðir að ég get ekki verið lengi á Íslandi í þetta sinn, sem er synd því mig langar svo í ísklifur í einhverjum af þessum fallegu fossum sem þið eigið. Ég geri það bara næst.“

Tómas Guðbjartsson skurðlæknirTómas verður með erindi á Everest kvöldinu ásamt Ólafi Má Björnssyni lækni fyrir hönd Félags íslenskra fjallalækna (FÍFL). Þeir munu greina frá hugmyndum um gönguleið í kringum Vatnajökul en einnig sýna myndir úr fjallaskíðaferðum á há-lendi Íslands. Tómas situr í stjórnum Ferðafélags Íslands og Vina Vatnajökuls og þetta er í sjötta sinn sem félögin halda háfjallakvöld. „Það sem mér finnst svo áhugavert, sem lækni og fjalla-manni, er af hverju menn taka svona kolrangar ákvarðanir á röngum tíma, eins og gerðist þennan örlagaríka dag árið 1996. Veðrið byrjar að versna en samt halda leiðsögumennirnir áfram með kúnnana, þrátt fyrir að vita að þeir eiga eftir að snúa til baka í myrkri. Það er vel þekkt að súrefnisleysi hefur áhrif á dómgreind og það er mjög senni-legt að það hafi spilað inn í.“

Auk þess að segja frá upplifun sinni af Everest í Hörpu um helgina mun David kynna sína nýjustu ástríðu, GlacierWorks. GlacierWorks er þverfagleg stofnun sem David stofnaði árið 2007 en tilgangur hennar er að berjast gegn hlýnun jarðar og bráðnun jökla Himalajafjallgarðsins með vísindi og listir að vopni. Ljósmynd/Einkasafn.

18 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 19: 27 02 2015

Velkomin á matarhátíð í Hörpu

Laugardaginn 28. febrúar og sunnudaginn 1. mars verður sannkölluð matarveisla í Hörpunni. Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður sett við hátíðlega athöfní Silfurbergi klukkan 12:30 sunnudaginn 1. mars.

Dagskrá

laugardaginn 28. febrúar og sunnudaginn 1. marskl. 11:00-17:00

laugardaginn 28. febrúarkl. 13:00-16:00

sunnudaginn 1. marskl. 12:30-14:00

Vetrarmarkaður Búrsins,á jarðhæð Hörpu

Kokkakeppni Food & Fun,í Norðurljósum á 1. hæð

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands

í Silfurbergi á 1. hæð

OPINN

LA

N

DBÚ NAÐUR

Á laugardeginum fer fram úrslitakeppni í kokkakeppni Food & Fun í Norðurljósa-salnum og alla helgina verður stærsti matarmarkaður landsins á jarðhæð Hörpunnar, Vetrarmarkaður Búrsins, þar sem ýmsir smáframleiðendur bjóða fram sínar vörur.

Á sama tíma verður ýmislegt um að vera. Vélasalar sýna dráttarvélar og fleiri nýjungar, Landbúnaðarháskóli Íslands kynnir spennandi námsleiðir, hamborgara-bíllinn Tuddinn verður á sínum stað og sauðfjárbændur og Meistarafélag kjötiðnaðar manna mæta með grillvagninn.

28. febrúar – 1. mars 2015

Page 20: 27 02 2015

20 tónlist Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Aðflutt hæfileikAfólk

Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér.

www.odalsostar.is

ÓÐALSOSTURTIGNARLEGUR

Mosfellsbær nýtt höfuðvígi tónlistarfólksSigur Maríu Ólafsdóttur í undankeppni Eurovision hefur varpað ljósi á heimabæ hennar, Mosfellsbæ, sem hefur fóstrað ógrynni af hæfileikafólki í tónlistargeiranum. Ritstjóri bæjarblaðsins segir Mosfellsbæ vera að taka við af Keflavík sem höfuðvígi poppara.

É g held að þetta sé ekki tilviljun. Það er mikill áhugi á tónlist og menningu í bænum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Haraldur er ánægður með sigur Maríu Ólafsdóttir í undankeppni Eurovision. Ekki síst þar sem hún verður annar fulltrúi Mosfellsbæjar í lokakeppni Eurovision á skömmum tíma. Sem kunnugt er fór Greta Salóme fyrir okkar hönd með lagið Mundu eftir mér árið 2012. „Þetta er næstum því annað hvert ár sem við vinnum Eurovision,“ segir bæjarstjórinn vígreifur.

Hæfileikafólk úr öllum geirumMikið af tónlistarfólki hefur komið fram í Mosfellsbæ að undanförnu. Auk áðurnefndra Eurovision-söngkvenna má nefna strákana í hinni vinsælu hljómsveit Kaleo sem nýverið sömdu við útgáfurisann War-ner. Þá sigraði hljómsveitin Vio í Músíktilraunum í fyrra. Þegar horft er yfir allt sviðið má nefna að stórsveitin Sigur Rós er úr Mosfellsbæn-um, tveir meðlima rokksveitarinnar Mínuss komu þaðan og Gildran er sömuleiðis þekkt Mosó-band.

Mosfellsbær hefur alið tónlistarfólk úr öllum geirum. Þar á meðal eru rapparinn Dóri DNA, Íris Hólm, systurnar Þórunn og Dísella Lárusdætur, grínistinn Steindi Jr. og Stefanía Svav-arsdóttir sem einmitt tók þátt í undankeppni Eurovision á dög-unum. Þá er ótalin hin geðþekka söngkona Diddú.

Ólafur Holm, trommuleikari Ný danskra, er og úr Mosfellsbæ rétt eins og nafni hans Ólafur Arnalds sem hefur verið að gera það gott úti í heimi að undanförnu og hlaut meðal annars Bafta-verðlaunin í fyrra. Söng- og leikkonan Hreindís Ylva steig sín fyrstu skref í Mosó áður en hún fluttist til London.

Heimsmet í fjölda kóraHilmar Gunnarsson, ritstjóri bæjarblaðsins Mosfellings, fylgist grannt með tónlistarlífinu í bænum og segir það engu líkt. „Þetta byrjar allt í lúðrasveitinni. Það er mjög öflugt starf í kringum hana. Krakkarnir fá mjög gott tónlistaruppeldi hérna. Við erum smám saman að taka við af Keflavík sem höfuðvígi popptónlistar á Íslandi.“

Um 9.400 manns búa í Mosfellsbæ, að sögn Haraldar bæjarstjóra. Hann hefur búið alla sína tíð í bænum og segir menningarstarf þar afar öflugt. „Það eru að minnsta kosti tíu kórar í bænum sem ég held að sé Íslandsmet, ef ekki heimsmet. Skólahljómsveitin hefur verið starfrækt í rúm 50 ár og við erum með mjög öflugt áhugamannaleik-félag. Grasrótin er til staðar og það er hlúð að henni í skólunum. Við höfum líka reynt að skapa ungum tónlistarmönnum aðstöðu eins og hægt er. Svo er mikilvægt að Mosfellingar hafa verið duglegir að sækja atburði í bænum og sýna samstöðu. Við reynum líka að velja Mosfellinga til að koma fram á atburðum á vegum bæjarins.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Fjölmargir tónlistarmenn eru búsettir í Mosfellsbæ þó þeir hafi fengið tónlistaruppeldið annars staðar. Má þar nefna hinn færeyska Jógvan Hansen og tónlistarkonuna Hafdísi Huld Þrastardóttur, sem á hús í Mos-fellsdalnum. Auk þeirra er Davíð Þór Jónsson, hljómborðsleikari með meiru, búsettur í Mosó rétt eins og Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari Skálmaldar.

Tónlistarfólk úr MosóMaría Ólafs

Greta SalómeKaleo

Sigur RósDiddú

GildranVio

Þórunn og Dísella LárusdæturStefanía SvavarsÓlafur Arnalds

Ólafur Holm trommariBjarni og Bjössi úr Mínus

Dóri DNASteindi Jr.

Hreindís YlvaÍris Hólm

Ólafur Arnalds

Sigur Rós

Kaleo

Greta Salóme María ÓlafsDóri DNA

Vio

Stefanía Svavars

Hafdís Huld

Page 21: 27 02 2015

1.298kr./kg

1.798kr./kg

1.998kr./kg

fk kjúklingabringurverð áður 2.296 kr./kg

svínahnakkiverð áður 1.662 kr./kg

Móa vistfugl frosinnverð áður 1.438 kr./kg

fk kjúklingurverð áður 772 kr./kg

ali svínabógur pakkaðurverð áður 898 kr./kg

ali bayonne skinkaverð áður 1.398 kr./kg

svínalundirverð áður 2.398 kr./kg fl laMbahryggur frosinn

verð áður 1.998 kr./kg

698kr./kg

598kr./kg 998

kr./kg

998kr./kg

verð áður 1.998 kr./kg

helgar-tilboð

FJARDARKAUP-

27. - 28. febrúar

ali bayonne skinka

1.198kr./kg

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Tilvalið gjafakortSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

íslenskt

íslenskt

Page 22: 27 02 2015

TENERIFE f rá

Tímabi l : apr í l - maí 2015

16.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

É g lenti í miklu einelti þegar ég var yngri sem varð til þess að ég flutti frá Íslandi,“

segir Eva Sigurðardóttir, sjón-varps- og kvikmyndaframleiðandi, en hún flutti nýverið heim til Ís-lands eftir 16 ára dvöl erlendis. „Ég var alltaf í sama bekknum í Digra-nesskóla og þar átti ég tvær góðar vinkonur þar til í lok 7. bekkjar en þá fluttu þær í önnur bæjarfélög. Þá versnaði eineltið mjög mikið og ég átti mjög erfitt þennan vetur. Fjölskyldan hafði miklar áhyggjur af mér og við ákváðum í sam-einingu að ég þyrfti að komast úr þessu umhverfi. Við veltum því fyrir okkur hvort ég ætti að flytja til ömmu eða þá að fara til Tékklands þar sem foreldrar mínir þekktu til í alþjóðlegum heimavistarskóla,“ segir Eva.

Á endanum var ákveðið að hún færi í heimavistarskólann og að pabbi hennar myndi vera með henni fyrsta árið. Eitt ár varð þó að fimm því Eva ákvað að klára líka menntaskólann í Tékklandi. „Leiðin að kvikmyndagerð var ekk-ert svo bein hjá mér. Ég hélt eftir menntaskólann að ég vildi verða læknir og planið var að koma aftur til Íslands í læknanám. En ég var bara ekki tilbúin til að koma aftur heim,“ segir Eva sem ákvað eftir nokkrar vangaveltur að hana lang-aði til að segja sögur og læra að framleiða þær.

Mikið hark en skemmtilegt að búa í LondonEva lærði sjónvarpsframleiðslu í University of Westminster og byrjaði að vinna við barnaefni hjá BBC fljótlega eftir útskrift. „Að starfa við framleiðslu er rosalega skemmtilegt, aðallega vegna þess hversu fjölbreytt það er. Margir halda að til að framleiða kvikmynd-ir þurfi maður að eiga fullt af pen-ingum en það er alls ekki þannig, heldur er maður alltaf að leita að peningum og leiðum til að fjár-magna myndirnar. En góðir fram-leiðendur þurfa fyrst og fremst að vera skapandi og hafa tilfinn-ingu fyrir því hvað sé góð saga og hvernig best sé að miðla henni.“

„Það var að mörgu leyti mjög erfitt að vinna í London en á sama tíma alveg frábært. Ég þakka Bret-landi allt sem ég hef lært. Þar eru mörg góð verkefni í boði en það eru auðvitað svakalega margir að kepp-ast um þau. Margir vinna ókeypis í mörg ár, eru í þremur vinnum og fæstir eiga nokkurt fjölskyldulíf. Það er að hluta til þess vegna sem ég hef haft þá tilfinningu að ég verði að drífa mig í að gera allt sem mig dreymir um að gera, áður en ég eignast fjölskyldu. Ekki vegna þess að það verði ekki hægt síðar en ég bara veit að það verður erfiðara. Margar þeirra kvenna sem ég hef unnið með eru með börn og standa sig alveg ótrúlega vel. En þetta er slítandi vinna og ekki auðvelt fyrir fjölskyld-ur, þó allt sé auðvitað hægt.“

BAFTA tilnefningin breytti ölluMeðfram því að vinna hjá BBC vann Eva að kappi að því að fram-leiða sínar eigin myndir og árið 2013 var hún tilnefnd til BAFTA verð-launanna fyrir fram-leiðslu á stuttmyndinni „Good Night“. „Það breytti öllu fyrir mig og var eiginlega það sem að fékk mig til að hugsa alvarlega um hvað ég vildi gera í framhaldinu. Það er alltaf flott að fá verðlaun en ég lít fyrst og fremst á þau sem tækifæri til að framkvæma næsta markmið. Ég fór að spá hvernig væri best fyrir mig að nýta þetta og tók þá ákvörðun um að hætta í dagvinn-unni í London, flytja loks heim og stofna Askja Films, mitt eigið fram-leiðslufyrirtæki,“ segir Eva sem þá var komin í góða, og í fyrsta sinn vel borgaða, vinnu í London. „Ég var farin að vinna fyrir „Save the Children“ sem framkvæmdastjóri í ljósmynda-og kvikmyndadeild. Þetta var mjög fín vinna en samt ekki draumurinn. Ég man að pabbi spurði mig hvað ég ætlaði nú að

BAFTA tilnefningin breytti ölluEineltið sem Eva Sigurðardóttir upplifði sem unglingur varð til þess að hún flutti frá Íslandi, 14 ára gömul. Eftir að hafa klárað menntaskóla í Tékklandi flutti hún til London þar sem hún lærði og vann við framleiðslu í mörg ár. Eva ákvað að flytja aftur heim þegar hún var tilnefnd til BAFTA verðlaunanna árið 2013 og í dag rekur hún sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem frumsýnir meðal annars tvær myndir á Stockfish-kvikmyndahátíðinni. Í lok mars hefjast svo tökur á hennar fyrsta leikstjórnarverkefni sem byggir á reynslu hennar af einelti unglingsáranna. Hún segir mikilvægt að framleiðendur þori að vinna með konum.

Sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandinn Eva Sigurðardóttir fluttist frá Íslandi þegar hún var 14 ára til að flýja einelti. Hún er flutt heim eftir 16 ára fjarveru og hefur stofnað sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Askja Films. Hún segir konur í kvikmyndum þurfa hvatningu til að þora að stíga fram. Eins verði framleiðendur að þora að veðja á konur. Ljósmynd/Hari

gera eftir BAFTA tilnefninguna, hvað það væri sem mig hefði alltaf dreymt um að gera, og ég komst að þeirri niðurstöðu að það væri að framleiða mynd í fullri lengd. Og síðan þá hefur stefnan verið þangað.“

Tók 16 ár að snúa aftur heim„Það tók mig 16 ár að verða tilbúin til að koma aftur heim. Ég hélt reyndar að ég mundi aldrei koma aftur en ég ákvað nú samt að prófa og mér hefur bara liðið ótrúlega vel síðan. Ég hef allavega ekki enn séð eftir því, enda held ég líka mjög góðu sambandi við London, er að vinna þar á fullu og fer út næstum mánaðarlega. En á sama tíma er ég nær fjölskyldunni og vinum hér heima. Lífsgæðin á Íslandi eru líka ótrúleg miðað við harkið í London. Leigan hér er dýr en úti þarf maður að vera í þremur vinnum til að leigja litla holu með öðrum. London getur verið mikið hark. Ég var alltaf í vinnunni en átti samt aldrei peninga,“ segir Eva og hlær. „Þetta var samt svakalega gaman og ég sé alls ekki eftir þessu þegar ég lít til baka.“

Leikstýrir kvikmynd um eineltiNæsta verkefni Evu er að koma sinni eigin sögu á kvikmyndaform,

en í lok mars hefjast tökur á stutt-myndinni „Regnbogapartý“ sem byggir að hluta til á reynslu hennar sjálfrar af einelti. Auk þess að skrifa handritið og framleiða mynd-ina mun Eva þreyta frumraun sína sem leikstjóri. Myndin hefur fengið mikinn meðbyr úr öllum áttum. Hún er gerð í samvinnu við Saga Film með styrk frá Kvikmyndamið-stöð Íslands og frá Film London en auk þess vann handritið Pitch-hug-myndakeppni í Cannes á síðasta ári og var handritið verðlaunað af Doris Film verkefni WIFT á íslandi.

„Þetta er saga sem ég þurfti bara að koma frá mér. Hún er um Soffíu, fjórtán ára stelpu í miðbæ Reykjavíkur, sem er lögð í einelti af vinsæla stelpuhópnum í skól-anum. Myndin fjallar um það hvað gerist þegar Soffía fær tækifæri til að komast inn í hópinn. Hversu langt hún er tilbúin til að ganga til að falla inn. Hún gengur ansi langt og fórnar mörgu í sögunni. Þetta verður átakanleg mynd sem tekur á þeim hættulegum hlutum sem unglingar leiðast oft út í.“

Konur þurfa hvatninguFramleiðslufyrirtæki Evu, Askja Films, leggur áherslu á að miðla sögum um og eftir konur. „Ég er opin fyrir öllum góðum sögum en

mig langar mest til að gera myndir um konur því mér finnst lang skemmtilegast að horfa á myndir um konur, líklega því ég er kona sjálf. Svo hef ég bara mjög gaman af því að vinna með konum og kven-leikstjórum.“

„Mér finnst WIFT mjög flott félag sem er að gera góða hluti og mér finnst umræða um konur í kvikmyndum síðustu ár vera að skila sér. Það er margt sem betur mætti fara en að sama skapi er út-litið betra en það hefur verið lengi. Það eru fullt af flottum konum sem komnar eru með vilyrði fyrir framleiðslu á næstu árum og það er mjög spennandi,“ segir Eva. Henni finnst umræðan oft snúast of mikið um Kvikmyndamiðstöð og styrki en telur að konur mættu berjast á fleiri vígstöðvum. „Það er mikilvægt að framleiðendur þori að vinna með konum og dreifingarfyr-irtæki verða að treysta því að saga um konu fái fólk til að mæta í bíó. Kerfið þarf auðvitað að gefa konum séns en ég held að aðal áherslan ætti að vera á hvatningu. Það þarf að styrkja konur í að trúa á sín verk-efni og þora að stíga fram og taka sénsinn.“

Halla Harðardóttir

[email protected]

Eva Sigurðardóttir

Starf: Sjónvarps- og kvikmynda-framleiðandi, og bráðum leikstjóri.

BAFTA tilnefning 2013 fyrir fram-leiðslu á Good Night.

Vann Pitch-hugmyndakeppni í Cannes 2014 fyrir handritið að næstu mynd sinni, Regnboga-börn.

Sýnir tvær myndir á Stockfish kvikmyndahátíðinni; Foxes og Substitute.

Hjúskaparstaða: Einhleyp.Áhugamál: Kvikmyndir, ferðalög,

gott spjall með vinkonum, veit-ingastaðir, góðar sjónvarps-seríur og útihátíðir.

Uppáhaldsmatur: Avocado og gott kaffi (ekki saman!).

22 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 23: 27 02 2015

SKJARINN.IS | 595 6000

ENGIN BINDINGFÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT!

STÆRSTI SKEMMTIÞÁTTUR VERALDAR!

HEFST Í KVÖLD KL. 20.10

Page 24: 27 02 2015
Page 25: 27 02 2015
Page 26: 27 02 2015

Mér fannst mjög erfitt að þurfa að vera vistuð hér. Ég hef mestan félagsskap af starfsfólkinu og svo eiginmanninum sem kemur í heim-sókn daglega. Ég á enga samleið

með hinu fólkinu sem býr hér,“ segir Ósk Axelsdóttir sem hefur glímt við Parkinsonsjúkdóminn í ára-raðir og var vistuð á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Kópavogi í fyrra, aðeins 59 ára gömul. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég myndi vera komin á hjúkrunarheimili fyrir aldraða þegar ég yrði sextug,“ segir Ósk sem var sextug í nóvember.

Hrafnista í Kópavogi er í Boðaþingi. Hjúkrunar-heimilið skiptist í fjórar deildir með ellefu

heimilismönnum hver, og þeir elstu á deild Óskar eru á tíræðisaldri. Þau

taka á móti mér hjónin við inn-ganginn, Ósk og Sigurjón Sigurðs-son eiginmaður hennar. Hún er fest með belti við hjólastólinn því

hún er gjörn á að detta. Parkinsons-veiki er hægfara hnignun í þeim hluta

miðtaugakerfisins sem stýrir og sam-hæfir líkamshreyfingu. Eitt einkennið eru talörðugleikar, röddin verðug lág og óskýr, og ég þarf að hafa mig alla við til

að skilja það sem Ósk segir. Heyrnin er farin að gefa sig hjá mörgum af þeim eldri borgurum sem dvelja á Hrafnistu ásamt Ósk og gerir það henni enn erfiðara að hafa samskipti við það því fólk heyrir einfaldlega ekki það sem

hún segir. „Hérna er herbergið hennar,“ segir Sigurjón um leið og hann ekur Ósk í

Sextug á Hrafnistu

Ósk Axelsdóttir er vistuð á Hrafnistu þrátt fyrir að vera aðeins sextug. Hún glímir við Parkinsonsjúkdóminn og lítið er um úrræði

fyrir þetta ungt fólk sem þarf á alhliða umönnun að halda. Ósk hefur verið gift Sigurjóni Sigurðssyni í 41 ár og upplifðu þau það sem ákveðinn skilnað þegar hún fór á Hrafnistu og finnst henni

andlega niðurdrepandi að vera á deild með fólki allt upp í tírætt. Sigurjón segist mjög ósáttur við stöðuna enda sé þetta sá tími

þar sem þau ætluðu að hætta að vinna og njóta lífsins.

Selur mósaík verkinÓsk opnar sölusýningu á mósaíkverkum sínu í alrými þjónustumiðstöðvar Hrafnistu í Boðaþingi mánudaginn 2. mars klukkan 13. Sýningin stendur til og með föstudagsins 6. mars og er opin milli klukkan 13 og 17 alla sýningardagana. Ósk selur þar verk sem hún hefur unnið á staðnum, auk eldri verka. Hún sækir innblástur í náttúruna, blóm og fugla.

hjólastólnum inn í rúmgott herbergið. „Allir fá 35 fermetra herbergi. Svo er starfsfólkið hérna alveg yndislegt. Til að gera þetta allt heimilislegra þá gengur starfsfólkið ekki í neinum göllum heldur bara sínum eigin fatnaði,“ segir Sigur-jón. Þau hafa ekki undan neinu við Hrafnistu að kvarta. Þeim finnst þetta bara ekki rétti staðurinn fyrir sextuga konu með Parkinsonsjúkdóminn.

Datt og var föst ofan í tjörnUm tíma sá eiginmaður Óskar alfarið um hana heima. „Ég sá í raun um hana allan sólarhringinn. Ég hjálpaði henni í sturtu, studdi hana í göngutúrum, gaf henni lyfin hennar, passaði upp á að hún dytti ekki þegar hún missti mátt í fót-unum og stundum reyndar datt hún út úr rúminu á nótt-unni. Ég ætlaði alltaf að hafa hana heima en strákarnir okkar eiginlega tóku fyrir það. Þeir voru farnir að sjá hvað þetta tók líka mikinn toll af mér og sem dæmi þá sofnaði ég eiginlega alltaf þegar ég var með henni á biðstofum því þá allavega var ég öruggur um að það væri annað fólk þar í kring til að grípa hana,“ segir Sigurjón.

Ósk lá í nokkrar vikur á Landspítalanum í Fossvogi, fór því næst á Vífilsstaði og loks á Hrafnistu í Kópavogi. „Í eitt skiptið vorum við saman uppi í sumarbústað og ég var inni í eldhúsi og fann einhvern veginn á mér að það væri eitthvað að hjá Ósk. Ég fór að svipast um eftir henni og fann hana fyrir utan bústaðinn þar sem hún lá hálf ofan í lítilli tjörn og rétt náði að lyfta sér upp á handleggjunum til að kalla á mig áður en hún datt niður aftur,“ segir hann.

Sigurjón segir það einkennandi fyrir Ósk hvað hún sé sjálf-stæð: „Hún er með hnapp um hálsinn sem hún á að nota til að fá aðstoð en hún þrjóskast við að nota hann.“ Ósk viðurkenn-ir þetta fúslega og er með mar á enninu því til stuðnings. „Ég sat í hjólastólnum, var með listaverk sem ég var að gera í ann-arri hendinni og var að teygja mig fram en það endaði með því að ég datt, rak höfuðið í og braut listaverkið,“ segir hún.

Dóttir listamannsins sem stofnaði NestiÓsk er fædd og uppalin í Kópavogi. Hún er dóttir listamanns-ins Axels Helgasonar sem stofnaði Nesti. „Það þekkja margir stytturnar sem hann gerði og prýddu lóðirnar við Nesti. Við Nesti í Fossvoginum stóð til að mynda stytta af pissandi dreng með fisk,“ segir Ósk. Hún á því ekki langt að sækja listrænu hæfileikana. Eftir að hún þurfti að hætta að vinna sem sjúkraþjálfari fór hún að reyna fyrir sér með mósaík-listaverkum. „Þetta er góð endurhæfing því það reynir mikið á fínhreyfingarnar að búa til þessi listaverk,“ segir hún en Ósk hefur hingað til að mestu sloppið við handskjálftann

Ósk fær vinnuaðstöðu á Hrafnistu þar sem hún getur sinnt listsköpun sinni. Ljósmynd/Hari

Ósk Axelsdóttir hefur verið á Hrafnistu í hálft ár og heimsækir eiginmaður hennar, Sigurjón Sigurðsson, hana nánast daglega. Ljósmynd/Hari

Framhald á næstu opnu

Ég á enga samleið með hinu fólkinu sem býr hér ... óskastaðan væri að búa í 10-12 manna hjúkrunar-heimili, þar sem öll þjón-usta er í boði, með fólki á mínum aldri. Andlega myndi það muna svo miklu.

26 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 27: 27 02 2015

Komdu á háskóladaginnháskóladaginnTaktu upplýsta ákvörðun!

28. febrúar kl. 12 – 16

Höfn, FAS 10. mars kl. 10 - 12.00Egilsstaðir, ME 11. mars kl. 11 - 13:30Akureyri, VMA 12. mars kl. 11 - 13:30Ísafjörður, MÍ 16. mars. kl. 11 - 13:30Selfoss, FSU 18. mars kl. 9:45 - 11:30Borgarnes, MB 19. mars kl. 9:30 - 11:00Grundarfjörður, FSN 19. mars kl. 13 - 14:30

Háskóladagurinn um allt land

Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröstkynna námsframboð háskólanna í húsakynnumHáskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

Listaháskóli Íslands verður með kynningu á náms-brautum sínum í húsnæði skólans Laugarnesvegi 91.

Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu,Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói.

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum ogLandbúnaðarháskóli Íslands verða með námskynninguá Háskólatorgi í Háskóla Íslands.

Fríar rútuferðir á milli HÍ, HR og LHÍ (Laugarnesvegi).

/Háskóladagurinn #hdagurinn

Page 28: 27 02 2015

Dansfjör 60+

Eins

takl

ings

þjál

fun

60+leikfimi

SlökunJóga 60+

Sjúk

raþjálfun

Heilsumat

Aðh

ald

hjúk

runa

rfræ

ðing

s

Í form fyrir golfið 60+

- Þín brú til betri heilsu

www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010

Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf

– Ertu 60 ára eða eldri?

– Viltu bæta hreyfigetu og jafnvægi?

– Langar þig að verða styrkari og orkumeiri?

– Viltu hreyfa þig í skemmtilegum félagsskap?

– Viltu æfa í notalegu umhverfi?

Eins

takl

ings

þjál

fun

Sjúk

raþjálfun

Aðh

ald

hjúk

runa

rfræ

ðing

s

Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf

Ný námskeið að hefjast. Fjölbreyttar leiðir fyrir 60 ára og eldri.

Pálmi V. Jónsson, lyf- og öldrunar-læknir, formaður Færni- og heilsu-matsnefndar höfuðborgarsvæðis, segir fá sérhæfð úrræði til staðar á hjúkrunarheimilum. „Heilabil-unarsjúkdómur og Parkinsons-sjúkdómur eru í eðli sínu aldurs-tengdir sjúkdómar og haga sér svipað óháð aldri, þó að þeir geti náð alvarlegra stigi fyrr. Æskilegt væri að þróa opnari hjúkrunar-úrræði fyrir þessa einstaklinga sem eru yngri en geta ekki nýtt sér þjónustu heima. Slíkt úrræði þyrfti ekki endilega að vera aldurs-tengt,“ segir hann.

Pálmi bendir á að í Skógarbæ sé eining fyrir yngra fólk sem eink-um er með líkamlega fötlun, og í Mörkinni er eining fyrir yngra fólk með geðfötlun. „Það mætti færa rök fyrir því að einstaklingar með alvarlega geðfötlun ættu bet-ur heima í sérstökum sambýlum eða þá á sérstökum geðhjúkrunar-einingum. Skortur er nú á slíkum úrræðum. Svipuð rök mætti færa fyrir því að fólk með alvarlega lík-amlega eða andlega fötlun sem ef til vill ætti ungar fjölskyldur væri á sérhæfðu hjúkrunarheimili sem einnig annaðist sérstaklega stuðn-ing við fjölskylduna,“ segir hann.

Hvað mikla fjölgun fólks yngra en 67 ára sem fær samþykkti

færni- og heilsufarsmat segir Pálmi hluta af því fólki betur eiga heima á líknardeild en það sé vistað á hjúkrunarheimili vegna skorts á rýmum á líknardeild. „Fólk með illkynja sjúkdóma er síður með alvarlega vitræna, geð-ræna eða líkamlega fötlun en al-varlegan sjúkdóm með miklum einkennum. Margt af þessu fólki getur nýtt sér góða samfélagsþjón-ustu þar til síðustu vikurnar og fá-eina mánuði. Færa má sterk rök fyrir því að stækkun núverandi líknardeildar eða stofnun nýrrar líknardeildar væri besti kosturinn fyrir þessa einstaklinga,“ segir hann. -eh

Skortur á sérhæfðum úrræðum

sem gjarnan fylgir Parkinsons og þakkar það að stórum hluta þessa listsköpun. „Að skapa er það sem heldur mér gangandi. Bæði gefur það mér mikið andlega og svo veit ég að þetta gerir mér gott,“ segir hún en fyrir hana var útbúið sérstakt vinnuhorn þar sem hún getur sinnt mósaíkinni.

Gæti ekki afborið þessa stöðuEins erfitt að þeim hjónum fannst það þegar Ósk flutti á Hrafnistu fengu þau einnig neikvæð við-brögð frá mörgum í kring um sig. „Sumir héldu hreinlega að við vær-um að skilja. Þegar Ósk greindist upphaflega urðu margir uggandi því það er víst ótrúlega algengt að hjón skilji eftir að annar aðilinn greinist með alvarlegan sjúkdóm. Það er hins vegar einmitt sá tími þegar fólk þarf að standa saman,“ segir Sigurjón. Þau hafa verið gift í 41 ár og segir hann það samt líkjast skilnaði óhuggulega mikið þegar þessar miklu breytingar urðu á högum þeirra. „Við eigum stóra og fína íbúð sem við keypt-um fyrir fimm árum. Við stefndum á að hafa nægt rými fyrir barna-börnin þegar þau koma í heim-sókn. Nú er ég þarna bara einn,“ segir hann þó Ósk geti komið heim um helgar og hefur velt því

fyrir sér að kaupa minni íbúð nær Hrafnistu enda komi hann daglega í heimsókn.

„Ég er orðinn löggilt gamal-menni, 67 ára. Ég er samt mjög heilsuhraustur,“ segir hann og kímir. „Þetta var auðvitað áfall að Ósk skyldi veikjast svona mikið og að hún liggi nú inni á stofnun með fólki sem er miklu eldra en hún,“ segir hann. Ósk tekur undir: „Þetta er niðurdrepandi.“ Sigur-jón biður konuna sína fyrirfram afsökunar á hreinskilni sinni: „Ég gæti ekki afborið að vera í þeirri stöðu sem hún er í núna. Ég myndi hreinlega bara vilja taka svefnpill-ur.“ Ósk segir að það sé sannar-lega ekki sú leið sem hún vilji fara og Sigurjón hrósar konunni sinni fyrir styrkinn. „Við erum svo ólík. Við höfum þó alltaf verið sammála um að vilja bæði búa í Kópavogi,“ segir hann. Það sem Ósk óskar sér einfaldlega heitast er hjúkrun-arheimili þar sem hún getur verið í kring um fólk á svipuðum aldri: „Óskastaðan væri að búa í 10-12 manna hjúkrunarheimili, þar sem öll þjónusta er í boði, með fólki á mínum aldri. Andlega myndi það muna svo miklu,“ segir hún.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Ósk er með Parkinsonsjúkdóm og er mjög hætt við að detta. Hér er hún til að mynda með mar á enni eftir að hafa dottið fram fyrir sig. Ljósmynd/Hari

Allt niður í fertugsaldur á hjúkrunarheimiliÁrið 2008 tók í gildi ný reglugerð um Færni- og heilsumat vegna dvalar í hjúkrunar-rými. Nýjung í þeirri reglugerð var að aldursmörk voru rýmkuð og tóku nú til allra fullorðinna ein-staklinga, óháð aldri í stað þess að hjúkrunarheimili væru einvörðungu fyrir fólk eldra en 67 ára.

Samþykkt Ástæður þess að yngra fólk fær samþykkt Færni- og heilsumat eru: Hrörnunarsjúkdómar svo sem heilabil-

unarsjúkdómar og Parkinsonssjúkdómur Heilaáföll og heilaáverkar Geðsjúkdómar MS sjúkdómurinn Illkynja sjúkdómar Einstakir einstaklingar með fátíðari

sjúkdómaTil þess að komi til samþykktar mats er um alvarlega fötlun að ræða, sem getur verið líkamleg, vitræn eða geðræns eðlis ein og sér eða samsett. Greining þarf að vera nákvæm, meðferð þrautreynd og hvers konar stuðningur reyndur í samfélagi til hins ítrasta.

2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Fjöldi yngri en 67 ára sem fær samþykkt mat

8-10

8-10

8-10

8-10

13 17 25

Það sem af er þessu ári hafa 5 einstaklingar fengið samþykkt Færni- og heilsumat. Yngstu einstaklingarnir hafa verið á fertugsaldri en þeir eru fáir. Flestir þessara einstaklinga

eru á sjötugsaldri en yngri en 67 ára. Nú eru 10 einstaklingar undir 67 ára aldri á bið eftir varanlegri dvöl með gilt Færni- og heilsumat.

28 viðtal Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 29: 27 02 2015

Quadrant hillueining, L: 154,8 cm, H: 80,5 cm / Verð frá 132.850 kr.

Omaggio vasar / Verð frá 3.990 kr. Silvia ljós / Verð frá 13.900 kr.Catifa 46 stóll / Verð 49.900 kr. Kastehelmi skál 35 cl / Verð frá 3.790 kr.

ÓTAL STÆRÐIRHægt að raða

saman

Nido hægindastóll / Verð frá 189.900 kr.

OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 • LAUGARDAGA KL. 11–16 • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Góð hönnun gerir heimilið betraVið leggjum mikinn metnað í að bjóða aðeins vandaðar vörur og tefla fram því besta

í evrópskri hönnun. Úrvalið einkennist af fallegri og fjölbreyttri hönnun sem stenst

tímans tönn. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að fegra heimili sín.

M-sófi Verð 2ja sæta frá 239.900 kr.

Octo 4240 ljósVerð frá 139.900 kr.

Eclipse sófaborðVerð frá 34.900 kr.

Manhattan púði 40x60Verð 14.900 kr.

Patchwork gólfmottaSniðin eftir máli. Verð frá 81.900 kr. pr. fm

Pasmore hægindastóllVerð frá 394.900 kr.

OPIÐ Á LAUGARDÖGUM

FRÁ 11-16

NÝRLITUR

Page 30: 27 02 2015

Varamenn

Framtíð Englands

er björt

Enska landsliðið í knattspyrnu hefur ekki þótt sigurstrang-legt á stórmótum í næstum þrjá áratugi. Þrátt fyrir að enska deildin sé sú sterkasta í heimi er það ekki að þakka enskum leikmönnum. Enskir leikmenn hafa orðið undir í baráttunni við þá bestu en nú er talið að upp sé að koma kynslóð mjög efnilegra leikmanna í efstu deildum Englands. Bæði eru það leikmenn sem eru með baráttu í hæsta gæða-flokki eins og hefur einkennt margar af helstu stjörnum landsins, sem og leikmenn sem sýna tækni og hraða sem áður var óþekktur meðal enskra leikmanna með nokkrum undantekningum í gegnum tíðina. Við tókum saman nokkra af þeim helstu sem þykja hvað efnilegastir og settum saman hugsanlegt framtíðar byrjunarlið. Það er engin spurning að einhverjir þessara leikmanna verða í eldlínunni á HM í Katar árið 2022, ef enskir ná inn í keppnina.

Saido BerahinoWBA 21 árs

Sam Byram Leeds 21 árs

Tom Ince Hull 23 ára

Liam Moore Leicester 22 ára

Nathan Redmond Norwich 20 ára

James Ward ProwseSouthampton 20 ára

Tom CarrollTottenham 22 ára

Connor WickhamSunderland 21 árs

James WilsonManchester United 19 ára

Ross Barkley Aldur: 21 ársLandsleikir:

10 A landsleikir

Will Hughes Aldur: 19 áraLandsleikir:

12 U-21 landsleikir

Will Hughes

Danny Ings

Aldur: 22 áraLandsleikir:

7 U-21 landsleikir

Harry Kane

Aldur: 21 ársLandsleikir:

10 U-21 landsleikir

Jordon Ibe Aldur: 19 áraLandsleikir:

6 U-19 landsleikir2 U-21 landsleikir

Raheem Sterling Aldur: 20 áraLandsleikir:

13 A landsleikir

Jordon Ibe Raheem

Luke Shaw

Aldur: 19 áraLandsleikir:

5 U-21 landsleikir4 A landsleikir

Nathaniel Chaloba Aldur: 20 áraLandsleikir:

21 U-21 landsleikur

Luke Nathaniel

Jack Butland Aldur: 21 ársLandsleikir:

27 U-21 landsleikir1 A landsleikur

Calum Chambers

Aldur: 20 áraLandsleikir:

18 U-19 landsleikir3 A landsleikir

Andre Wisdom Aldur: 21 ársLandsleikir:

10 U-21 landsleikirFyrirliði U-21 landsliðsins

30 íþróttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

WASHINGTON D.C. f rá

Tímabi l : ma í 2015

17.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

– fyrst og fremstódýr!

799 kr.kippan

Verð áður 999 kr. kippan

Coke eða Coke light20%afsláttur

v

4x2lítrar

ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!ódýr!

FrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtFrábærtverð

Page 31: 27 02 2015

40% AFSLÁTTURAF STÓRUM PIZZUM

AF MATSEÐLIUM HELGINA

GILDIR EINGÖNGU Í TAKE AWAY

pantaduá netinu

581 15 15 wilsons. isÁnanaustum Gnoðavogi 44 Eddufelli 6 Vesturlandsvegi

PIZZASÓSA, OSTUR, KJÚKLINGUR, PEPPERONI,

SVEPPIR, JALAPENO, CHEDDAROSTUR

STÓR RAMBÓ

17942990

kr.

PIZZASÓSA, OSTUR, SKINKA, ANANAS

STÓR HAWAIIAN

14942490

kr.

PIZZASÓSA, AUKA OSTUR, TVÖFALT PEPPERONI,

CHILLI (LÍTIÐ)

STÓR DOUBLE PEPP

16742790

kr.

2990299029902490 1674 kr.

27902790279027902790279027902790

Page 32: 27 02 2015

P arís hefur verið heimsborg öldum saman og sogað til sín fólk hvaðan-æva. Borgin hefur lengi haft sterkt aðdráttarafl fyrir fólk sem leitar

að betra og áhugaverðara lífi. Og því fleiri sem borgin freistar því kröftugri verður hún og nær að soga til sín enn fleiri. París er því sigurverk sem knýr sjálft sig áfram og endur-nýjar sig sjálfkrafa. Eða næstum því svo.

Þessi aldagamli sogkraftur borgarinnar er líka aðdráttardráttarafl fyrir ferðamenn. Þeir leita uppi gamla anda sem fundu áhugavert líf í borginni og kveiktu þar enn áhugaverð-ara líf. Listamannahverfi sem eitt sinn lokkaði myndlistarfólk alls staðar að. Jazzbúllur þar sem Ameríkumönnum af afr-ískum uppruna var fagnað sem listamönnum meðan þeir voru aldrei annað en þriðja flokks borgarar heima fyrir. Frjáls-lyndið sem Gertrude Stein, Hemingway og aðrir Banda-ríkjamenn fundu á flótta undan forpokaðri siðsemdinni. Og svo framvegis. Þeim sem leita uppi þennan liðna anda skal bent á að París er ekki lengur sú sem hún var. Picasso kemur ekki á Lapin Agile eftir langan dag á vinnustofunni, Sartre situr ekki lengur á Les Deux Magots, Hemingway drekkur ekki á Le Select og Josephine Baker dans-ar ekki lengur í Folies Bergère. Það er álíka líklegt að þú rekist á anda þessa fólks í París og að þú rekist á Njál á Bergþórshvoli.

Þægindi liðins tíma – spenna nútíðarEn það skiptir svo sem fæsta ferðamenn í París nokkru máli. París er einskonar Disney World fyrir fullorðna; risastór skemmtigarður með frábærum veitingastöðum, glæsilegum söfnum, iðandi götulífi, lifandi skemmtanalífi og öllu sem ferðamenn þurfa á að halda þegar þeir sleppa að heiman og fá loksins frí. Fimmta hvert launað starf í París sinnir þörfum ferðamanna. Á hverjum tíma

eru ferðamenn um 15 prósent borgarbúa – hið minnsta. Um hásumarið eru ferðamenn örugglega nærri fjórðungur þess fólks sem er innan borgarmúranna. Og eins og inn-flytjendur mótuðu París fyrrum; þannig hafa 30 milljónir ferða-manna á ári líka lagað borgina að sínum þörfum. Það er líklega hvergi þægilegra að vera túristi en í París. Öll borgin vill þjóna þér. Þú þarf ekki einu sinni götukort því það er miklu meira gaman að villast en að rata. Það er sama hvert fæturnir bera þig, svo til allar götur eru spennandi og öll hverfin indæl, hvert á sinn máta.

En ef fólk vill kynnast heims-borginni París í mótun verður það að fara út fyrir fjölmennustu ferðamannastaðina og leita uppi

svæði þar sem fólkið, sem flykkst hefur til borgarinnar á undan-förnum áratugum, hefur mótað borgina og er enn að móta hana. Ef fólk vill finna sambærilegan kraft og fylgdi rússneskum flóttamönnum undan bolsévikum, banda-rískum Afríkönum á flótta undan kynþátta-fordómum eða hinum drykkfellda Hem-ingway að flýja bann-árin þá er líklegast að finna hann í alsírsk-um hluta Parísar, í vestur-afrískum hverfum, indverskum eða kínverskum. Fyrir fólk frá þessum og öðrum svæðum utan Vesturlanda er París miðja heimsins og upphaf að nýju lífi og nýrri menningu þótt borgin sé ef til vill ekki lengur miðja stjórnmála, verslunar-, lista- eða menningarlífs í huga Vestur-landabúa – kannski frekar höfuð-borg liðins tíma.

Allt fólk varð franskt og allir siðir urðu franskirParís hreinsaði náttúrlega fyrst

upp sveitir Frakklands og sogaði þaðan til sín kraftmesta fólkið. Þetta var áður en nokkrum datt í hug að kalla allt fólk í Frakklandi eina og sömu þjóð. Fólkið sem fluttist til Parísar

talaði ólíkar mállýskur og flutti með sér ólíka menningu, mat og siði. Þetta mótar enn svip borgarinnar, Það má víða sjá veitingastaði og verslanir sem leggja áherslu á mat frá mis-

munandi svæðum Frakklands. Úr þessu stefnumóti varð til sú deigla sem gat af sér franska veitingaeldhúsið, sem lagði heiminn að fótum sér seint á nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu. Það gerðist þá í París sem síðar varð á norðanverðri Ítalíu þegar fólk frá suðrinu flykktist norður til að vinna. Mílanó, Tórínó og þvílíkar borgir urðu þá sá suðupottur sem gat af sér ítalska nútímaveitingahúsið, eins og við þekkjum það.

Á nítjándu öld komu bylgjur Pólverja, Portú-gala, Ítala, Spán-verja og Belga til Parísar og runnu saman við deiglu borgarbúa. Þrátt fyrir mismun-andi bakgrunn og ólíka siði og trú féll þetta fólk að hugmyndum um hvað það var að vera Frakki. Það hjálpaði til að 1905 sam-þykkti þingið lög sem rauf öll tengsl ríkis og kirkju. Frakki gat verið trúlaus, mótmælandi, kaþólskur – og meira að segja gyðingur eftir Dreyfuss-málið og enn frekar eftir seinna stríð.

Til að gefa hugmynd um þá deiglu sem

París var má geta þess að ljóð-skáldið Guillaume Apollinaire var pólskrar ættar eins og líka efnafræðingurinn Marie Curie, leikgyðjan Simone Signoret og René Goscinny, höfundur teiknimyndasagnanna um Ástrík. Hjartaknúsararnir Yves Montand og Jean-Paul Belmondo eru báðir af ítölskum ættum eins og fótboltasnillingarnir Michel Platini og Eric Cantona og ritjöfurinn Émile

Zola. Sjálfur Serge Gainsbourg er af rúss-nesku bergi brotinn og líka Jacques Tati. Og Johnny Hallyday er Belgi og leikarinn Jean Reno er spánskur. Og svo var Edith Piaf berbi. Það sem við höldum að sé franskast af öllu frönsku er í raun afrakstur af mótun Parísar á nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Það var franskt að hafa sjálfs-traustið til að draga til sín áhrif annars staðar en ófranskt að óttast.

Samlögun strandarHugmyndin um að París og Frakkland gæti innlimað allt og gert að sínu breyttist hins vegar með nýlendustefnunni. Þótt alsírskir og marokkóskir hermenn hafi barist með franska hernum í fyrri heimstyrjöldinni og verkamenn frá Norður-Afríku flutt til Frakk-lands á fyrstu áratugum síðustu aldar; var ekki litið svo á að fólk frá þeim slóðum gæti

orðið Frakkar á sama hátt og fólkið sem kom frá Suður- eða Austur-Evrópu. Eða gyðingar. Fólk frá Norður-Afríku var í Frakklandi skilgreint út frá trú upprunalandsins; íslam. Til varð hugtakið Islam français, sem átti að ná utan um stöðu þessa fólks innan fransks samfélags. Hug-myndin var að fólk frá löndum íslam væri og yrði ætíð háð trú-ariðkunum sínum; bænum fimm sinnum á dag, föstum, banni við áfengisdrykkju og svínakjötsáti (ekkert paté og rauðvín!) og öðrum helgisiðum samofnum daglegu lífi sem skolast höfðu burt úr lífi kristinna mörgum öldum fyrr. Utan frá virkaði taktfast og agað helgihald mús-lima á franska stjórnarerindreka eins og þar færi fólk sem hefði takmarkaðri rétt eða vilja til sjálfstæðra skoðana. Þeir mátu það svo að þarna færu agaðar hópsálir ofurseldar tilskipunum síns mullah.

Þessar hugmyndir byggðu náttúrlega á kynþáttafordóm-um sem voru leiðandi þáttur í vestrænni samfélagshugsun frá nýlendutímanum og fram yfir seinna stríð, þegar við blasti í útrýmingarbúðum nasista hvert slík hugsun leiddi. En þessar hugmyndir hurfu ekki við hryll-inginn í stríðslok. Um margt eru hugmyndir Vesturlandabúa um múslima enn þær sömu og frönsk stjórnvöld mótuðu fyrir rúmri

öld. Okkur hættir til að líta á múslima sem ósjálfstæðar hópsálir sem geta beitt sjálfa sig

Heims-borgin endur-nýjar sig á nýjan mátaÁ síðustu áratugum hafa myndast margar miðjur í París sem þjónusta fólk frá ólíkum heimshlutum; og ekki síst bragðkirtlum. Þar er hægt að nálgast vörur og andrúmsloft frá ólíkum deildum jarðar. Norður-Afríka, Vestur-Afríka, Indland, Víetnam, Kína – allt á þetta sín sýnishorn í borginni. Þessar miðjur eru bæði merki um fjölmenn-ingu borgarinnar en ekki síður um aðskilnaðarstefnu franskra yfirvalda.

Vestur-Afríka í París

Í kringum Château Rouge í austurhlíðum Montmartre eru fleiri

afrískar hárgreiðslustof-ur en í nokkurri afrískri

borg. Út frá lestrar-stöðinni í austurátt er Goutte d’Or-hverfið

(gulldropinn) og þar eru líka alskyns fatabúðir

og búðir sem selja afrísk efni. Eilítið austan við stöðina er matarmark-aður við rue Dejaen. Þar er mest um að

vera á föstudögum og laugardögum. Það sem einkennir þennan mark-

að eru vestur-afrískar rætur, chillipipar og

ódýrir partar af dýrum; nýru, þindar, fætur. Hér

verslar fátækt fólk.

Indland í París

Það eru ekki nema um tuttugu ár síðan fólk frá Pakistan og Sri

Lanka tók að umbreyta nágrenni Gare du Nord,

úr niðurdröbbuðu hverfi í sýnishorn af

Indlandi. Takið metró að La Chapelle og gangið suðureftir í átt að Gare du Nord; eftir rue du Faubourg Saint-Denis

og hliðargötum. Þar eru verslanir sem selja silki og annan indverskan klæðnað, veitinga-

staðir, vídeóbúðir með Bollywoodmyndum,

blómasalar, hárgreiðslu-stofur og stórar matar-verslanir sem anga af þykkum kryddilmi. Þar sunnar eftir Boulevard de Magenta eru víða pakistönsk áhrif og

við Passage Brady er fjöldi pakistanskra

veitingastaða í hverfi sem stundum er kallað

litla Islamabad.

Kína í París

Tang Frères-markaður-inn á Avenue d’Ivry í 13.

hverfi á vinstri bakk-anum hefur vaxið upp í að verða að verslunar-

keðju sem finna má víða um Evrópu. Markaður-

inn var stofnaður af hinum kínversku Tang-

bræðrum sem flúðu Laos, en fólkið sem

hefur mótað kínahverfið þar um kring er flest

komið af fólki sem flutti frá Kína fyrr á öldum til Indókína; Víetnam,

Laos, Kambódíu; og varð kjarninn í

verslunarstétt þessara landa. Svæðið í kringum Avenue d’Ivry, Avenue de Choisy og Boulevard Masséna er nú stærsta

kínahverfi Evrópu.

Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre

[email protected]

Þeir sem gera sér ferð í vestur-afríska hverfið við Château Rouge utan í austur-hlíð Montmartre ættu að ganga aðeins í norður eftir Boulevard Barbès að horninu á Boulevard Orn-ano. Þar númer sjö er La Rose de Tunis, bakarí sem bræður frá Túnis stofnuðu fyrir tuttugu árum. Bakkelsið þar er eins og borgin; fjölbreytt, lit-skrúðugt og sætt. Ljósmynd/Alda Lóa Leifsdóttir

32 matartíminn Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 33: 27 02 2015

Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita.

BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins

sjálfsafneitun og aga til illra verka.Hugmynd franskra stjórnvalda

milli stríða var að fólk frá Norður-Afríku lifði innan síns undirsetta hóps innan fransks samfélags; Islam français. Af þessum sökum hefur fólk af alsírskum eða norður-afrískum uppruna ekki samlagast frönsku samfélagi eins og bylgj-ur innflytjendur frá Suður- eða Austur-Evrópu gerðu. Fyrri bylgjur innflytjenda urðu franskar fljótt, börn innflytjenda urðu frammáfólk í Frakklandi. Það á ekki við um fólk frá múslimskum löndum; önnur og þriðja kynslóð innflytjenda er enn utangarðs í samfélaginu.

Hverfi verða miðjurAf þessum sökum urðu til á seinni hluta tuttugustu aldar hverfi í París sem urðu eins og sýnishorn af Alsír eða Marokkó. Þessi hverfi hafa haldið norður-afrískum svip sínum þótt fólkið sem býr þar núna hafi fæðst í París og aldrei komið til Norður-Afríku. Og þótt íbúar frönsku Vestur-Afríku, Indókína

eða Indlands séu ekki skil-greindir út frá trú sinni eins og múslimar; hefur fólk frá þessum svæð-um komið sér fyrir í borginni í afmörkuðum hverfum og breytt þeim í lítil eylönd í borgarhafinu sem minna á upprunalandið.

París hefur af þessum sökum orðið á síðustu áratugum enn fjölskrúðugri en áður. Það virðist vera af sem áður var; að allt sem borgin snerti verði fljótt franskt. Hverfi innflytjenda hafa öðlast sjálfstætt líf

og eru orðin að menningarlegum miðstöðvum knúnum af eigin afli. Í sumum þeirra býr fólk frá viðkom-andi heimshluta í miklum meiri-hluta og byggir upp þjónustuna. En á sumum svæðum hefur fólkið flutt burt, til dæmis vegna hækkandi húsaleigu, án þess að þjónustan brotni. Fólk kemur áfram í gamla hverfið, sem er þá ekki lengur hverfi í eðli sínu heldur miðbær. Og það eru margar slíkar miðjur í París.

Fjölmenning afrakstur aðskiln-aðarHugmyndinni um að fólk gæti ekki aðlagast frönsku samfélagi beint heldur aðeins sem hluti tiltekins hóps hefur skapað mikinn félags-legan vanda. Margt fólk er lokað innan hverfa innflytjenda, sem eru í raun gettó aðgreind frá samfé-laginu fyrir utan. Börn sem fæðast í slíkum hverfum rata sjaldnast út. Það er því ekki að furða að Frakkar séu að hrökkva upp við þá stað-reynd að hugmyndin um Islam français innleiddi í raun aðskiln-aðarstefnu, apartheid. Þau félags-legu vandamál sem þeir glíma við og eru iðulega sögð afleiðing fjöl-menningarstefnunnar eru í raun afrakstur aðskilnaðarstefnu. Það á eftir að koma í ljós á næstu árum og áratugum með hvaða hætti franskt samfélag ratar út úr þessum ógöngum.

Þegar við förum á kínverska, vestur-afríska eða norður-afríska markaði í París getum við haft þetta í huga. Við fyrstu sýn dettur okkur í hug að markaðirnir séu táknmyndir fjölmenningarstefnu, að fólk úr öllum deildum jarðar geti

Japan í ParísRue Saint-Anne er í raun

ekki japanskt hverfi heldur hafa fjölmargir

japanskir veitingastaðir af öllum gerðum raðað

sér þar upp eftir að hommabarirnir lokuðu

og fluttu sig yfir í Mýrina í fjórða hverfi. En

áhugafólk um japanska matargerð ætti ekki

að sleppa því að ganga þessa götu og láta freistast, þó nóg sé

svo sem af japönskum matarfreistingum um

alla borg.

lifað og starfað saman í friði. En svo vaknar með okkur spurn um hvort þessu sé ekki einmitt þveröf-ugt farið. Eru þessir markaðir ekki einmitt merki þess að fólki, sem upprunnið er utan Evrópu, er haldið utan miðju fransks samfé-lags? Það er ekki eins og hillurnar í Carrefour svigni undan mat úr norður-afríska, vestur-afríska eða víetnamska eldhúsinu.

Við getum haft þetta í huga þegar við göngum um litríka og ilmsterka matarmarkaði og lífleg hverfi Parísar. Þó má sú hugsun ekki aftra lyktarskyninu og bragð-laukunum í að senda okkur í fjar-lægar deildir jarðar. Allur heimur-inn er innan Parísar eins og París er miðja margra heima.

Norður-Afríka í ParísLa Grande Mosquée de Paris er merkileg bygging skammt frá Jardins des Plantes í fimmta hverfi; við Place du Puits de l’Ermite. Moskan er síðasta tilbeiðsluhúsið sem reist var fyrir almannafé í Frakklandi en stjórnvöld sniðgengu lög um aðskilnað ríkis og kirkju frá

1905 með því að stofna sérstök menningarsamtök sem þau gátu styrkt og láta samtökin síðan byggja moskuna. Moskan er byggð í marokkóskum stíl. Og maturinn á veitingahúsinu á horninu er það líka. Ágætur matur, sætt bakkelsi og ljúft myntute. Ef fólk vill hins vegar kynnast Norður-Afríku nú-tímans er ráð að fara á sunnu-dagsmorgni út í Saint Denis, þar sem næstum fimmtungur íbúanna er frá Norður-Afríku. Takið leið 13 á endastöð, Basil-ique de Saint Denis. Þar er einn stærsti markaður Parísar og nágrennis; bæði allskyns dót utandyra og stór matarmark-

aður undir miklu þaki. Þótt þarna séu sölumenn frá flestum deildum jarðar minnir markaðurinn í Saint Denis frekar á norður-afrískan souk en evrópskan matarmarkað. Áhugafólk um franska kónga getur skoðað basilikuna, en þar hafa flestallir franskir kóngar verið grafnir síðustu þúsund árin.

Á miðvikudags- og laugar-dagsmorgnum er matarmark-aður undir metrólínunni við Boulevard de la Chapelle. Þið getið farið út á Barbès-Rochechouart. Það er svo sem ekki mikið fyrir ferðamenn að kaupa á þessum markaði;

þetta er markaður fyrir fólkið sem býr í nálægum hverfum þar sem stór hluti íbúanna er frá Alsír. En það er upplifun að berast hægt með mannmergð-inni í gegnum markaðinn og labba svo um göturnar norðan við á eftir. Þar eru verslun og þjónusta eins og í Norður-Afríku. Kíkið í Tati, fataverslanir sem selja allt hlægilega ódýrt.

Við rue des Petits Carreaux, sem liggur í framhaldi af matargötunni miklu; rue Mon-torgueill, er bistóið La Grappe d’Orgueil. Þessi staður hefur verið samverustaður skálda og listamanna frá Norður-Afríku í bráðum heila öld.

matartíminn 33 Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 34: 27 02 2015

Duttlungafullt drónaflug

ÍÍ mínu ungdæmi áttu margir strákar sér draum um að verða flugmenn og fljúga um loftin blá. Af menntaskólabræðrum mínum urðu þó aðeins tveir atvinnuflug­menn. Fríður hópur skólasystra skellti sér hins vegar sumarlangt í flugfreyju­starf að stúdentsprófi loknu en aðeins ein gerði það að ævistarfi. Ég gekk hvorki með flugmanns­ né flugfreyjustarf í mag­anum en hafði engu að síður gaman af að horfa á flugvélar – og hef raunar enn. Það er eitthvað magnað við að sjá stórar flugvélar taka á loft og lenda, jafnvel fleiri hundruð tonn að þyngd. Það þarf gríðar­legt afl til þess að koma þeim í loftið og hreyflar verða stöðugt öflugri og flug­vélarnar þar af leiðandi stærri.

Ég sækist ekkert sérstaklega eftir því að fljúga sem farþegi í breiðþotum fremur en þeim sem mjórri eru á belginn. Það fer svo sem vel um farþega, en mér finnst það taka full langan tíma að ferma þær og afferma. Manni stendur að sönnu ekki til boða að fljúga í risaflugvélum til og frá Ís­landi en ég hef setið í bumbum á öðrum langleiðum. Á áfangastað er maður ansi lengi að koma sér frá borði. Það er aftur á móti gaman að sjá þær athafna sig og á flugvöllum erlendis get ég gleymt mér við að horfa á raðir flugvéla taka á loft, hver af annarri. Það styttir biðtíma á flugvöllum en vist þar er annars heldur þreytandi.

Gamlar flugvélar vekja einnig áhuga minn og mér finnst vorið varla komið fyrr en ég heyri í þristinum góða, DC­3 flug­vélinni sem fylgt hefur okkur í sjötíu ár eða svo, fyrst hjá Flugfélagi Íslands, svo hjá Landgræðslunni en hið síðari ár sem heiðursgestur á flugsýningum. Hljóðið í þristinum er alveg sérstakt og ólíkt hljóði í nútímaflugvélum, þungt og seiðandi. Stofnað hefur verið félag um varðveislu og notkun þessarar merku flugvélar og sumir láta sig dreyma um að breyta henni í farþegaflugvél á ný og bjóða útsýnis­ferðir á góðviðrisdögum. Ég upplifði það á unglingsárum að fljúga með DC­3, í fyrsta sinn sem ég ferðaðist með flugvél. Það var upplifun og ekki síst að lenda á þeim fræga Ísafjarðarflugvelli þar sem flugmenn þurfa að taka u­beygju milli fjalla áður en lent er.

Nú hefur hins vegar orðið breyting á stöðu minni hvað flug varðar, þegar sá tími nálgast óðfluga að skólabræðurnir tveir sem lögðu flugmennskuna fyrir sig fari á eftirlaun – en atvinnuflugmenn verða að hætta starfi á besta aldri vegna alþjóðareglna. Ég er sem sagt orðinn flugnemi, þó ekki á eiginlegar flugvélar heldur dróna. Drónar eru merkileg fyrir­bæri og sjást æ oftar í notkun. Við lesum fréttir af því að ómannaðar flugvélar, drónar, séu notaðar í hernaði. Mann­skepnan finnur sífellt upp ný drápstól. Öllu geðslegri eru drónarnir sem notaðir eru til myndatöku í stað þyrlna og ná oft á tíðum ótrúlegum myndskeiðum. Við

urðum vitni að slíku í stórbrunanum í Skeifunni í fyrra og kannski enn frekar í tengslum við eldgosið í Holuhrauni.

Mitt drónaflug er af öðrum toga. Drón­inn minn er leikfang – en ansi forvitni­legt. Tengdasynir mínir hafa gaman af alls konar tólum, meðal annars flygildum. Annar þeirra hefur að undanförnu náð ágætum árangri með leikfangadróna og sambærilegar þyrlur og flýgur þeim af list. Ég hreifst með og bað hann að útvega mér dróna en tók það fram að ég vildi hafa hann af smæstu gerð. Þá taldi ég síður hættu á að ég skaðaði einhvern. Strákurinn brá við skjótt og færði tengda­föður sínum léttvaxinn dróna með fjar­stýringu. Saman komum við apparatinu í flughæft ástand og hann kenndi mér í fljótheitum helstu handtökin við stjórn þess.

Dróni þessi er eingöngu til brúks inn­anhúss, svo veigalítill er hann. Í höndum þeirra sem með flygildið kunna að fara flýgur það hins vegar óaðfinnanlega, er stöðugt í loftinu og fer að óskum stjórn­andans. Þá getur æfður maður „flippað“ drónanum í hring í loftinu og gert aðrar hundakúnstir. Allt þetta sýndi tengason­ur minn mér og virtist ekki mikið hafa fyrir því. Leiðbeiningabæklingur fylgdi en ég nennti ekki að lesa hann, treysti frekar á munnlegar leiðbeiningar flug­kennara míns á stofugólfinu heima. Eftir sýnikennsluna tók ég við stjórntækjum drónans en þá kárnaði gamanið. Tækið þaut þráðbeint upp, stangaði stofuloftið og hrapaði með það sama til jarðar. Marg­ur er hins vegar knár þótt hann sé smár svo dróninn slapp óskaddaður frá þessu háskaflugi.

Ég gaf því minna inn í næstu flugtil­raun svo tækið lyfti sér aðeins í brjóst­hæð manns, eða svo. Hálfgert fát var hins vegar á flugmanninum enda flaug dróninn stefnulítið beint á stofugardínu frúarinnar og festi sig kirfilega, en gardínan er gerð úr fíngerðum þráðum. Flækt garn var umhverfis alla fjóra spaða tækisins. Það tók tíma að losa þau ósköp. Dróninn smágerði þoldi þó meðferðina svo ég beitti honum í hið þriðja sinn. Þá tók hann óumbeðið lágflug og spann sig niður í kýrhúð sem húsmóðirin á heimilinu keypti fyrir nokkru og lagði til skrauts á stofugólfið. Tækið er, sem betur fer, svo smágert að það skildi ekki eftir skallablett á beljunni en flækt var það, maður lifandi.

Ég gerði hlé á flugæfingum eftir að ég náði að losa hárvöndulinn úr spöðunum. Ekkert tjón var hins vegar að sjá á græj­unni þrátt fyrir meðferðina. Ég mun því halda æfingum áfram í þeirri von að ég nái tökum á fluginu.

Miðað við flugmannshæfileika mína má farsælt telja að ég lagði atvinnuflug ekki fyrir mig, eins og skólabræður mínir tveir – en alveg er hugsanlegt að ég hefði orðið bærileg flugfreyja!

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

34 viðhorf Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Lá�u hjartað ráða

Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fair- tradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana.

VARSJÁ f rá

Tímabi l : apr í l 2015

15.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Fermingar-hárskraut

SKARTHÚSIÐLaugavegi 44 S. 562 2466

Vertu vinur okkará facebook

Sendum í póstkröfu

Kristalsteinar kr. 290 stk

Blómakransar kr. 1500.

Fallegir krossar, semelíuarmbönd og fermingarhanskar í miklu úrvali.

Page 35: 27 02 2015

Þegar einstaklingur missir starfsgetu vegna slyss eða veikinda snýr VIRK spilinu við með markvissri uppbyggingu og sérfræði- stuðningi. Fjölbreyttur hópur fagaðila um allt land vinnur að árangursríkri starfsendurhæfingu sem skilar sterkum einstaklingum aftur út á vinnumarkaðinn.

ÞÁður líkamsræktar- og fimleikaþjálfari. Er nú deildarstjóri á leikskóla.

StarfsendurhæfingarsjóðurGuðrúnartún 1, 105 Reykjavík, sími 535 5700

www.virk.is

óra Sif SigurðardóttirÞóra Sif Sigurðardóttir

Þóra Sif glímdi við erfið veikindi í kjölfar mikils álags. Hún naut stuðnings VIRK með góðum árangri.

PIPA

R\T

BWA

/ SÍA

Page 36: 27 02 2015

E kki aðlagast allir hinu venjubunda skólastarfi og

þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Það getur verið vegna þess að nemendur eru með les-blindu, athyglisbrest, eru á einhverfurófinu og fleira.

Það er ekki oft í boði í hinu íslenska grunn-skólastarfi nám fyrir þá sem þurfa sértæka aðstoð, heldur eru nem-endur settir við sama bás en fá einhverja aðstoð við lærdóminn. Sérkennslu, sem er gott og gilt. Hún er mjög öflug sérkennslan í Lækjarskóla í Hafnarfirði og frábært starfsfólk sem valist hefur í þau störf.

Lækjarskóli er til fyrirmyndar í þessum efnum og hefur stigið skrefið lengra, en á vegum hans hefur verið starfrækt sérstök Fjöl-greinadeild fyrir unglinga í hvorki meira né minna í 10 ár.

Fjölgreinadeildin hefur verið í Menntasetrinu við lækinn (gamla Lækjarskóla) frá árinu 2005. Sveinn Alfreðsson var deildar-stjóri til 2007. Kristín María Indriðadóttir tók við yfirstjórn deildarinnar haustið 2007 og er þar enn. Í fyrstu voru 4 nemendur en fjölgaði fljótt og hafa verið 13 til 25 nemendur þar við nám á hverju skólaári.

Árið 1999 var byggður nýr og glæsilegur skóli, undir starfsemi Lækjarskóla enda sá gamli orðinn of lítill fyrir þann fjölda nemenda sem stunda nám við skólann, þar sem unnið er mjög gott skólastarf. Skólastjóri er Haraldur Haralds-son og aðstoðarskólastjóri er Arna Björný Arnardóttir. Í skólanum eru í dag 508 nemendur.

Hin gamla og virðulega bygging sem áður hýsti nemendur Lækjar-

Þ ann 28. febrúar er árlega haldið uppá alþjóð-

legan dag sjaldgæfra sjúkdóma. Þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2008. Stofnað var til dagsins í þeim tilgangi að vekja athygli á sjald-gæfum sjúkdómum, bæði til að uppfræða almenning en einnig embættismenn sem taka ákvarðanir sem geta haft mikil áhrif á líf sjúklinga sem greindir eru með sjaldgæfa sjúkdóma.

Í Evrópu er skilgreiningin á sjaldgæfum sjúkdómi þannig að færri en 1 af hverjum 2000 séu greindir með sjúkdóminn. Í Bandaríkjunum er skilgrein-ingin þannig að það séu færri en 200.000 manns greindir með sjúkdóminn á hverjum tíma.

Í Evrópu eru taldir yfir 6000 sjúkdómar sem falla undir skil-greininguna sjaldgæfir sjúk-dómar og í Evrópusambandinu eru fleiri en 30 milljón manns greindir með sjaldgæfan sjúk-dóm. Sjaldgæfir sjúkdómar eru sem sagt ekki svo sjaldgæfir þrátt fyrir allt.

Oft eru engar árangursríkar meðferðir við sjaldgæfum sjúk-dómnum sem eykur á sársauka og þjáningar sjúklinganna og fjöl-skyldna þeirra. Skortur á vísinda-legri þekkingu og gæði upplýs-inga um sjúkdómana er gjarnan ástæða fyrir seinkun greiningar. Takmarkað bolmagn heilbrigðis-þjónustunnar hér á landi leiðir af sér að besta mögulega meðferð og umönnun er ekki sjálfgefin ef um sjaldgæfan sjúkdóm er að ræða.

Vanvirkni velferðarþjónust-unnar leiðir til mikilla félags-legra og fjárhagslegra byrða á

sjúklinginn og fjöl-skyldu hans. Það er því miður staðreynd að á Íslandi lenda þessir einstaklingar oft milli skips og bryggju í velferðar-kerfinu.

Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað hér á landi að í Reykjavík er starf-rækt stuðningsmið-stöðin Leiðarljós sem sérhæfir sig í alhliða stuðningi

við allar fjölskyldur í landinu sem eiga börn með sjaldgæfa alvar-lega langvinna sjúkdóma.

Með stofnun Leiðarljóss var mikilvægt skref stígið í að bæta þjónustu við fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Þannig varð til staður sem veitir alhliða stuðning, upplýsingar og leiðsögn um kerfið. Leiðarljós kynnir fyrir foreldrum þau úrræði sem eru í boði og veitir aðstoð við að útvega þau og stuðlar þannig að því að fjölskyldan fái viðunandi þjónustu, svo hægt sé að skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veik-indi barnsins.

Leiðarljós hefur nú þegar sann-að gildi sitt fyrir foreldra barna með sjaldgæfa sjúkdóma og hægt væri að koma á fót sambærilegri þjónustu fyrir aðra hópa sem og fullorðna með sjaldgæfa sjúk-dóma ef áhugi væri fyrir hendi.

Þessa dagana er Leiðarljós að leita til stjórnvalda um að efna gefið vilyrði um styðja við rekst-urinn og tryggja þannig áfram-haldandi stuðning við foreldra barna með alvarlega sjaldgæfa sjúkdóma.

Hér með skora ég á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi rekstur Leiðarljóss.

Með vinsemd og virðingu.

Auður A. Hafsteins-dóttirKilju/tímarita-smásagna-höfundur og foreldri

Sigurður Hólmar JóhannessonFaðir barns með sjaldgæfan sjúkdóm og situr í stjórn Leiðarljóss.

Umbo

ð: w

ww

.vite

x.is

Minni hungurtilfinning

Stútfullt af hollustu 1 skammtur = 5 bollar af fersku spínati 1/2 tíma fyrir mat

100% náttúrulegt

Aptiless spínatmeð Thylakoids

frábært í boostið5-2 mataræði

fljótlegt og þægilegt

Guldäpplet2014

Vinnare av

Minni sykurlöngun Útsölustaðir apótek og heilsu búðir.

Fjölgreinadeild fyrir unglinga

Stórkostlegt starf unnið á vegum Lækjarskóla Hafnarfirði

28. febrúar – Dagur sjaldgæfra sjúkdóma

Börn og sjald­gæfir sjúkdómar

skóla var tekin til notkunar fyrir fjöl-greinadeildina. Þar ræður mest ríkjum Kristín María Indr-iðadóttir, eða Stína eins og hún vill gjarnan láta kalla sig. Hún hefur með sér einvalalið kenn-ara sem flestir eru í hlutastarfi. Bergdís Guðnadóttir mynd-mennta- og textíl-kennari, Sigríður M. Kristjánsdóttir verkgreina- og stærðfræðikennari,

Lára Valdís Krisjánsdóttir smíða- og íslenskukennari, Haukur Már Einarsson völundarsmiður, Krist-mundur Guðmundsson ensku-kennari og Guðjón Óskar Guð-mundsson stærðfræðikennari.

Núna eru 13 unglingspiltar sem sækja sinn stuðning og nám í þessari deild. Aðbúnaður er sér-staklega góður. Góðar kennslu-stofur, vel búin til verklegra kennslu og sköpunar og um-fram allt heimilislegur. Þar hafa starfsmenn og nemendur eldhús og góða setustofu til umráða. Á morgnana borða flestir saman morgunmat, en foreldrar setja í púkk og sér Stína, hin atorkusama og blíða kona að mestu um morg-unmatinn og að allt gangi vel fyrir sig. Það eru ekki allir sem borða morgunmat heima hjá sér, en það er mikilvægasta máltíð dagsins og gott að byrja skólastarfið saddur og frískur, þá gengur allt miklu betur eftir þá samverustund.

Mín kynni við þessa deild eru í gegnum son minn. Hann hefur verið í deildinni í um sjö tíma á viku. Núna eftir áramótin mun hann alfarið vera þar og er hann mjög glaður og ánægður með það. Hans besti styrkur er tölvukunn-átta og hefur hún verið virkjuð vel. Hann fékk aðeins að vinna hjá tölvufyrirtæki fyrir áramót en Stína hafði milligöngu um það.

Að öðrum starfsmönnum fjöl-greinadeildarinnar ólöstuðum hefur Stína haft mest sam-

skipti við okkur foreldrana. Hún kallar drengina prinsana sína og deildina kærleiksdeildina. Það sýnir vel hugarfarið. Allir vinna mjög óeigingjarnt starf og af mörgu má taka. Mig langar til að nefna eitt dæmi af mörgum. Það er í sambandi við félagslífið. Einu sinni í mánuði, eða oftar, er farið með nemendurna eitthvað skemmtilegt eins og til dæmis bíó, keilu, gönguferðir, heimsókn í Kaplakrika og fleira. Starfsmenn-irnir sjá um að keyra alla á sínum einkabílum án alls kostnaðar fyrir foreldrana, þegar þess þarf. Þessu fylgir mikil gleði og eftirvænting hjá nemendunum.

Ég undirrituð fór í Jólakaffi ásamt öðrum foreldrum núna um jólin 2014. Það var mikið húllumhæ og gleðin skein út úr hverju andliti. Haraldur Haralds-son skólastjóri mætti og einnig aðstoðarskólastjórinn Arna Björný Arnardóttir. Ég skemmti mér líkt og aðrir. Mikið var skreytt og ljósadýrð lýsti upp rýmið. Allt sem var til skrauts höfðu nemendur gert í handverkstímum. Boðið var upp á miklar og góðar kræsingar sem nemendur höfðu gert sjálfir ásamt dyggri aðstoð Stínu og kennara. Dagurinn var mjög ánægjulegur og höfðu nemendur til dæmis haldið pakkajól.

Það má með sanni segja að þessi deild, reyndar starfsmenn-irnir allir, geri kraftaverk. Sonur minn er mjög ánægður að vera alfarið í fjölgreinadeildinni núna eftir áramótin. En deildin hefur vaxið og dafnað í þau 10 ár sem hún hefur verið starfrækt.

Þar er sérsniðið námsefni fyrir nemendur og þeirra styrkur virkj-aður sem annars væri ekki alls-kostar hægt, nema í þessari deild.

Þarna fer fram stórkostlegt starf sem vert er að þakka og fleiri skólar mættu kynna sér starfsemina og taka upp svipað ferli. Að endingu langar mig til að þakka öllu því góða starfsfólki og skólastjórn endum sem hefur veitt syni okkar stuðning í gegnum tíð-ina. Það er gott að vera í Lækjar-skóla í Hafnarfirði.

ALICANTE, BENIDORM f rá

Tímabi l : apr í l - maí 2015

12.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Hún er mjög öflug sérkennslan í Lækjar-skóla í Hafnarfirði og frábært starfsfólk sem valist hefur í þau störf.

36 viðhorf Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 37: 27 02 2015

Remax LIND hefur þjónustað Íslendinga

síðastliðin 12 ár og LIND FASTEIGNASALA

ætlar að halda því áfram um ókomna tíð.

Á LIND vinnur fólk saman að því markmiði

að veita framúrskarandi þjónustu.

LIND veitir persónulega þjónustu og

hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á

hátt þjónustustig.

Á LIND starfa einstaklingar með mikla

reynslu og sérþekkingu á á sviði

fasteignaviðskipta.

Hlíðasmári 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is

510 7900

tökum myndbönd af eignum

notum dróna myndatökur

útvegum flutningsþrif

útvegum matsmann

hjálpum þér að finna nýtt heimili

útvegum sérkjör á málningu, gólfefnum og innréttingum

höldum opin hús

sýnum allar eignir

notum atvinnuljósmyndara

Við vinnum fyrir þig

Við gerum eitt eða allt - algjörlega eins og þú vilt

Page 38: 27 02 2015

38 bílar Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

ReynsluakstuR skoda octavia scout

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.iswww.tolvutek.is

SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Reykjavík

Örþunn og glæsileg fartölva úr úr-

valsdeild Acer með Soft-touch metal

finish, Full HD IPS skjá, öflugu leikja-

skjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.179.900

Örþunn og glæsileg fartölva úr úr

NIRTRO

BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ

FULL HDIPS1920x1080 SKJÁR MEÐ178° SJÓNARHORNI

Þ ekkt er kjörorð skáta: „Ávallt við-búinn“ og eins mikil klisja og það kann að vera eiga þessi orð full-

komlega við Skoda Octavia Scout. Scout er ný útgáfa af hinum geysivinsæla Skoda Octavia og hefur skátahugsunin greini-lega verið höfð til hliðsjónar við hönn-unina.

Til að grípa til annarrar klisju leynir þessi bíll á sér eins og svissneskur vasa-hnífur þar sem endalaust er hægt að finna nýja „fídusa“. Vantar þig rúðusköfu? Ekkert mál. Hún er innan á eldsneytislok-inu. Varstu að gera stórinnkaup? Það eru sérstakir hankar í skottinu til að pokarnir fari ekki á fleygiferð. Ertu að leita að sól-gleraugunum? Þau eru í sérstöku hólfi í

loftinu. Þarftu að henda rusli? Bílnum fylgir sérstakt lok til að setja á ruslapoka þannig að rusl haldist á sínum stað. Eða bara það sem þig langar að geyma þar. Síðan er ekki bara venjulegt teppi sem þekur farangursrýmið heldur er hægt að snúa því við og þá er komið undirlag úr plasti sem auðvelt er að þrífa. Síðan er hiti í aftursætum, lúxus sem er sjaldan í boði og þurfa farþegar því gjarnan að sitja með kalda rassa þegar framsætin eru vel upp-hituð. Síðast en ekki síst getur hanska-hólfið nýst sem kælibox og heldur mat og drykk köldu á lengri ferðum.

Scout-útgáfan er vænlegri til ferðalaga á misgóðum vegum en hinn hefðbundni Octavia og er veghæðin meiri. Þetta er í raun skref í átt að því að vera jepplingur þó um langbak sé að ræða.

Það er hreint út sagt ótrúlega gott að keyra þennan bíl og ekki furða að Skoda Octavia hafi í fyrra verið valinn Bíll ársins á Íslandi. Þegar ég var að fara að skila honum stóðst ég ekki freistinguna og tók auka hring alla leið upp á Höfða áður en ég skilaði honum í Heklu-umboðið sem er steinsnar frá Hlemmi. Um leið og sest er undir stýri upplifði ég mig í einstaklega rammgerðum bíl sem sannarlega eykur á öryggistilfinninguna. „Skoda er að verða eins og Benz,“ sagði kunningi minn þeg-ar við ræddum um hvað þessi bíll er veg-legur á allan hátt og þó mér finnist 6 millj-ónir vera mikið fyrir bíl þá er það kannski ekki svo mikið þegar tekið er mið af öllu sem þú færð hér fyrir peninginn.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Áreiðanlegur skáti

Skoda Octavia Scout 5 dyra

4x4

Vél 2.0 TDI

184 hestöfl

5,1 l/100 km í blönd-uðum akstri

134 Co2 g/km

Tog 340 Nm

Lengd 4685mm

Breidd 1814 mm

Farangursrými 610 til 1740 lítrar

Verð frá 6.320.000 kr

Skoda Octavia Scout er eins og svissneskur vasahnífur að því leyti að endalaust er hægt að finna nýja „fídusa“. Eins og skáti er hann við öllu búinn, aksturseiginleikar bílsins eru til sérstakrar fyrir-myndar og hann virkar mjög rammgerður sem eykur á öryggistilfinninguna.

Skoda Octavia Scout er gerður til að ferðast um landið og er með meiri veghæð en hefðbundinn Octavia. Ljósmynd/Hari

Mælaborðið er mjög stílhreint. Þar er 8 tommu snertiskjár sem meðal annars inniheldur leiðsögukerfi. Ljósmynd/Hari

Skoda er að verða eins og Benz.

TENERIFE f rá

Tímabi l : apr í l - maí 2015

16.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Page 39: 27 02 2015

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800, Bílver, Akranesi, sími 431 1985Höldur, Akureyri, sími 461 6020, Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

Horfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndinaHorfðu á heildarmyndina

HONDA CR-V KOSTAR frá kr. 5.190.000

honda.is/cr-v

Hvort sem þú vilt þægindi og víðáttu innrarými fyrir ferðalagið eða skynvætt veggrip fyrir krefjandi akstursaðstæður þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims áttunda árið í röð. Keyrðu Honda CR-V, betri 4x4 þegar á allt er litið.

Horfðu á heildarmyndina

víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggrip víðátta & veggripVí-D átta & vEGGRIP

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Page 40: 27 02 2015

Þ að fóru nærri helmingi fleiri Íslend-ingar til útlanda í apríl í fyrra en í mars. Þá voru páskarnir um miðjan

apríl en hefðu þeir verið í mars þá hefðu fleiri Íslendingar verið á ferðinni í þeim mánuði. Talningar Ferðamálastofu á Kefla-víkurflugvelli síðustu ár sýna nefnilega að Íslendingar eru á faraldsfæti í páskamán-uðinum. Þannig verður það örugglega líka í ár og nú þegar eru til að mynda sérferðir til Kína og Balí um páskana uppseldar og sömu sögu er að segja um ferðir til New York, Sankti Pétursborgar og Vínar.

Fleiri ferðir til BostonSkírdagur er annan apríl í ár og sumar-áætlun flugfélaganna hefst fjórum dögum áður. Úrvalið af beinu flugi eykst því nokkuð stuttu fyrir páska þó það nái ekki hámarki fyrr en í sumarbyrjun. Þeir sem vilja á eigin vegum út í byrjun apríl hafa engu að síður úr töluverðu að moða en sem fyrr er framboðið mest á flugi til London, Kaupmannahafnar og Oslóar. Ferðir til Boston verða einnig ennþá tíðari á þessum tíma því áætlunarflug WOW air til Boston hefst í lok næsta mánaðar. Í ár verður einnig í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til svissnesku borganna Basel og Genf yfir páska og Birmingham og Belfast á Bretlandseyjum. Icelandair flýgur til Birmingham en easyJet til hinna borganna.

Sérstakar SpánarferðirEf stefnan er sett suður á bóginn þá er hægt að komast í páskaferðir á meginland

Spánar með þremur stærstu ferðaskrif-stofum landsins. Heimsferðir fara til Barc-leona, Úrval-Útsýn til Valencia og Vita til Alicante. Sem fyrr er einnig töluvert úrval af ferðum til Kanaríeyja og sérstaklega til Tenerife því vikulega munu þrjár vélar fljúga þangað frá Keflavík frá og með vor-inu. Það verður því pláss fyrir hátt í sex hundruð farþega í hverri viku í þotunum sem taka stefnuna á Tenerife. Spænska lággjaldaflugfélagið Vueling verður einnig með sérstaka aukaferð hingað til lands frá Barcelona dagana 2. til 5. apríl og kostar ódýrasti miðinn í dag tæpar 34 þúsund krónur en borga þarf aukalega fyrir far-angur.

Úrval af golfferðumAf heimasíðum stærstu ferðaskrifstofanna að dæma þá eru kylfingar orðnir óþreyju-fullir að komast á grænt gras þegar komið er fram á vorið. Það er því töluvert fram-boð af golfferðum um páskana fyrir þá sem vilja nýta frídagana til að æfa sig fyrir sumarið.

En þó páskafríið sé langt má ekki gleyma að í apríl og maí eru fjórir rauðir dagar sem nýta má til að skreppa í stutta ferð til útlanda og þeir sem ekkert hafa bókað í dag eru líklegri til að finna ódýrari ferðir þá en um páskana.

40 ferðalög Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

vetrarferðir Íslendingar á faraldsfæti Í páskamánuði

Kristján Sigurjónsson

[email protected]

Fyrir þá sem vilja ekki sjá páskahretVeturinn hefur verið nokkuð kaldur og vafalítið ófáir sem gætu hugsað sér páskafrí án snjókomu. Hér má sjá hvaða kostir eru í stöðunni fyrir þennan hóp fólks

Frá og með lokum mars þá verður flogið þrisvar í viku héðan til Tenerife og það verða sæti fyrir hátt í sex hundruð farþega. Um páskana verða því vafalítið einhverjir Íslendingar á ströndinni.

Talningar Ferða-málastofu á Keflavíkur-flugvelli síð-ustu ár sýna nefnilega að Íslendingar eru á faralds-fæti í páska-mánuðinum.

www.fi.is

Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Fjallaskíðaferð

á Helgrindurá HelgrindurSkráðu þig inn – drífðu þig út

Fjallaskíðaferð á Helgrindur12. apríl, sunnudagur

Gengið á mannbroddum upp fyrstu brekkuna sem er nokkuð brött. Þaðan er gengið á fjallasvigskíðum upp Kálfárdalinn inn að sunnanverðum Helgrindum. Smám saman eykst brattinn uns komið er að Böðvarskúlu, 980 m en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Breiðafjörð og Snæfellsnes. Skíðað niður í rólegheitunum með útsýni yfir fjörurnar á sunnanverðu Snæfellsnesi og Snæfellsjökul á hægri hönd. 6-8 klst. Þátttakendur þurfa að vera góðir skíðamenn og þekkja til fjallasvigskíða. Mannbroddar, skíðahjálmur og göngu- belti eru nauðsynlegur búnaður.

Fararstjóri: Tómas Guðbjartsson.

Sjá nánar á www.fi.isNánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst [email protected]

WASHINGTON D.C. f rá

Tímabi l : ma í 2015

17.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Billund er rétti staðurinn fyrir gott sumarfrí með fjölskyldunni. Leiktu þér með krökkunum og finndu barnið innra með þér. Hvort sem markmiðið er afslöppun, golf eða fjölskyldufjör þá er Billund yndis-legur áfangastaður fyrir unga jafnt sem aldna enda einn vinsælasti ferðamannastaður Danmerkur.

Í nágrenni Billund má finna tvo af vinsælustu skemmtigörðum Danmerkur; vatnsrennibrauta-garðinn Lalandia og Givskud-dýra-garðinn. Yngri fjölskyldumeðlimir njóta sín í botn í Lalandia, stærsta vatnsrennibrautagarði Skandi-navíu og ljónin, gíraffarnir og górillurnar taka vel á móti þér og þínum í dýragarðinum í Givskud sem er í u.þ.b. 25 mínútna aksturs-fjarlægð. Landbúnaðarsafnið í Karensminde býður upp á einstaka nálægð við dýrin á bænum og geta

gestir safnað eggjum og tekið þátt í að rýja kindur svo eitthvað sé nefnt.

Billund er þó hvað þekktastur fyrir að hýsa höfuðstöðvar LEGO og hið upprunalega Legoland en þangað kemur u.þ.b. ein og hálf milljón gesta ár hvert. Skemmti-garðurinn var opnaður árið 1968 og fóru yfir 60 milljón LEGO-kubb-ar í að byggja öll LEGO-módelin í Legolandi.

Njóttu milda sumarveðursins og danskrar sveitasælu eins og hún gerist best og vertu viss um að krökkunum leiðist ekki á meðan. WOW heldur af stað til Billund í byrjun júní. Komdu um borð og taktu alla fjölskylduna með þér. Verð frá 9.999 kr.

Unnið í samstarfi við

WOW air

Fullkomið fjölskyldufrí í Billund

Page 41: 27 02 2015
Page 42: 27 02 2015

42 heilsa Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

RáðgöfOrkulausnirLyklaþjálfun

Eins

takl

ings

þjál

fun JógaJóga

Hreyfilausnir

Stoðkerfislausnir

Þjál

funa

ráæ

tlun

Kven

naleikfi

mi

Sjúk

raþjálfun

Start 16-25

í for

m fy

rir g

olfið

Aðh

ald

íþró

ttaf

ræði

ngs

Morgunþrek

Karlapúl

Eins

takl

ings

þjál

fun

Þjál

funa

ráæ

tlun

Kven

naleikfi

mi

Sjúk

raþjálfun

í for

m fy

rir g

olfið

Aðh

ald

íþró

ttaf

ræði

ngs

- Þín brú til betri heilsu

www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010

Hvaða hreyfing hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf

Ný námskeið að hefjast, tryggðu þitt sæti!

– Viltu hreyfa þig reglulega?

– Þarftu að fá aðstoð til að komast af stað?– Viltu auka orkuna og fá meira út úr deginum?

– Viltu hreyfa þig í skemmtilegum félagsskap?– Viltu fá stuðning og aðhald?

Auðvelda fjölskyldum að elda heimaFjölskyldufyrirtækið Eldum rétt var stofnað fyrir rúmu ári og en

það sérhæfir sig í að afhenda ferskt hráefni í réttum hlutföllum

þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Valur

Hermansson rekur fyrirtækið ásamt mági sínum, Kristófer Júlíusi Leifssyni, og smakka þeir alla rétti

áður en þeir fara í umferð. Upp-haflega var aðeins hægt að panta

sígilda rétti en nú fást einnig réttir sérsniðnir að paleo-mataræðinu.

V ið höfum ekki sett mikið púður í eigin-lega markaðssetningu heldur lagt áherslu

á að maturinn sé fyrsta flokks og höfum svo treyst á að varan auglýsi sig sjálf með umtali eða svokölluðu „word-of-mouth“. Þannig hefur þetta vaxið jafnt og þétt,“ segir Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og viðskiptafræðingur hjá Eldum rétt. Fyrirtækið sér-hæfir sig í að útbúa uppskriftir og taka saman hráefni þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Í raun

má segja að Eldum rétt skipu-leggi matseðilinn, kaupi inn og mæli hráefnið nákvæmlega, og afhendi það loks til viðskiptavina sem elda heima með nákvæmar eldunarleiðbeiningar sér við hlið.

Enginn afgangurFyrirtækið samanstendur af tveimur ungum fjölskyldum og var stofnað fyrir rúmu ári. Valur Hermannsson og Krist-ófer Júlíus Leifsson, mágur hans, eru stofnendur og eigendur Eldum rétt. Þar starfar einnig systir Vals og kona Kristófers,

Hrafnhildur Hermannsdóttir sem sér um markaðsmál, og Hanna María Hermannsdóttir, kona Vals, sem hefur umsjón með mannauðs-málum. Eldum rétt var stofnað að erlendri fyrirmynd en þeir Valur og Kristófer ákváðu að prófa á Íslandi hugmynd sem þegar hefur gefið góða raun á hinum Norðurlöndun-um. Ívar Freyr er síðan æskuvinur Kristófers og hefur verið þeim innan handar í markaðsmálum.

„Þetta er nýjung og hugsunin er að einfalda lífið. Þetta er hugsað fyrir fjölskyldufólk sem er upp-tekið, vill borða hollan mat sem það eldar sjálft en hefur ekki tíma til að kaupa gott hráefni eða velja upp-skriftir. Það getur líka verið flókið að fara eftir nýjum uppskriftum en hjá Eldum rétt eru öll handtök út-skýrð í skrefum þannig að allir geta fylgt þeim. Við pökkum líka öllu í hárréttu magni þannig að ekkert fer til spillis,“ segir Ívar Freyr en ef það á að setja 1 teskeið af ákveðnu kryddi í matinn þá fylgir nákvæm-lega það magn sendingunni. „Það kannast líklega flestir við að vera að prófa nýja uppskrift og kaupa heilu dunkana af nýju kryddi og sitja svo jafnvel uppi með þá,“ segir hann.

Fastur hluti af tilverunniEnn sem komið er þarf að panta þrjá rétti í einu, ýmist fyrir 2 eða 4 fullorðna, og er pöntun lögð inn með um viku fyrirvara í gegnum vefsíðuna Eldumrett.is. Vonir standa til að seinna meir verði jafn-vel aðeins hægt að panta einn rétt. „Þetta er ekki orðinn mikill rekstur en vöxturinn hefur verið stöðugur. Það hefur komið vel út að þetta vaxi

bara hægt og rólega þannig að það komi ekki niður á gæðunum. Það skiptir máli að fara ekki fram úr sér og missa tökin. Okkur hefur líka tekist að halda vel í þá kúnna sem við höfum,“ segir Ívar Freyr. Hann er áskrifandi að mat frá Eldum rétt og segist vart geta hugsað sér annað en að fá alltaf minnst þrjár kvöldmáltíðir á viku sem hann eldar heima. „Þetta er bara orðinn fastur hluti af tilverunni,“ segir hann. Valur og Kristófer prófa sjálf-ir allar uppskriftir áður en þær fara í umferð en hjá fyrirtækinu starfar einnig næringarfræðingur.

Upphaflega var aðeins hægt að panta svokallaða „sígilda rétti“ en seinna bættist við sá möguleiki að panta rétti sem eru sérsniðnir að paleo-mataræðinu sem hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi sem erlendis. „Við erum að prófa okkur áfram. Maður verður að prófa hlut-ina til að sjá hvernig þeir virka og fólk hefur allavega verið að nýta sér þennan valkost,“ segir Ívar Freyr.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Tvær fjölskyldur sjá um reksturinn, parið Valur Hermannsson og Hanna María Her-mannsdóttir, og síðan Kristófer Júlíus Leifsson og Hrafnhildur Hermannsdóttir sem eiga saman litla dóttur. Valur og Hrafnhildur eru systkini. Ljósmynd/Hari

Þrjár máltíðir eru afhentar í einu og eru þær merktar gulum, rauðum og grænum lit eftir því í hvaða röð er best að elda þær til að hráefnið sé sem ferskast. Ljósmynd/Hari

Það kannast líklega flestir við að kaupa heilu dunkana af nýju kryddi og sitja svo uppi með þá.

Page 43: 27 02 2015

heimkaup.is

Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 5502700

Augljós kostur við að versla við innlenda risavefverslun og vöruhús eins og

Heimkaup.is er að ekkert mál er að skila eða skipta ef upp koma vandamál.

Ólíkt mörgum netverslunum býðst þér einnig að greiða með peningum eða korti

við afhendingu vörunnar. Öruggara verður það ekki.

Pantaðu fyrir kl. 1700 og við sendum frítt heim samdægurs á höfuðborgarsvæðinu

– næsta dag víðast hvar á landsbyggðinni. Frítt ef pantað er fyrir 4.000.- eða meira.

Frí heimsending samdægurs

Öryggi - ekkert mál að skila eða skipta

Hægt að greiða við afhendingu

Heimkaup.is er stærsta netverslun á Íslandi! Heimkaup.is

Öll tilboð eru birt með fyrirvara um myndabrengl og uppseldar vörur. Tax-Free tilboð jafngildir 19.35% afslætti af flestum vörum en 9.9% af þeim sem eru í 11% skattþrepi.

Under Armour hlýrabolir

nú frá 3.863,-

Under Armour hlýrabolir

nú frá 2.976,- Under Armour renndir

langermabolir verð nú frá 5.637,-

Teygjurverð nú

frá 1.997,-

Verð nú 16.122,-

Verð nú 2.411,- Verð nú 4.831,-

Verð nú 19.348,-

Verð nú 11.283,-Verð nú 4.024,-

Verð nú 9.347,-

Verð nú 14.186,-

Verð nú 2.331,-Verð nú frá 637,-

Verð nú 16.122,-

Verð nú 10.880,-Verð nú frá 1.605,- Verð nú 5.301,-

Nike brúsar nú frá 1.202,-

Verð nú 2.815,-

Verð nú 5.637,-

Verð nú 4.750,-

Verð nú 6.283,-

Verð nú 9.105,-

Verð nú 5.557,-

Nike leggings nú frá 7.895,-

Nike bolir nú frá 3.672,-

Nike bolir nú frá 2.792,-

Verð nú 2.815,-Verð nú 6.283,-

heimkaup.is

Nike brúsar nú frá 1.202,-

Haltu áfram! Ekki gleyma áramótaheitinu! Við stöndum með þér og ætlum að setja allt sem þú þarf til að komast í form fyrir sumarið á Tax-Free tilboð!

Íþróttaföt, skór, lóð, líkamsræktarvörur, vítamín, fæðubótarefni og fleira!

Nike, Under Armour, Adidas, SKLZ, Cross, Polar, Now, Optimum Nutrition ofl.Íþróttaföt, skór, lóð, líkamsræktarvörur, Cross, Polar, Now, Optimum Nutrition ofl.Cross, Polar, Now, Optimum Nutrition ofl.Cross, Polar, Now, Optimum Nutrition ofl.

TAXFREE

Page 44: 27 02 2015

44 heilsa Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Unnið í samstarfi við

Nordquist

Fæst í öllum verslunum Hagkaupa og Heilsuhússins

Næringarríkar og bragðgóðar vörur frá Rude HealthVörurnar frá Rude Health samanstanda af hreinum náttúrulegum efnum og eru lausar við allan unnin sykur og erfðabreytt matvæli. Heiti varanna tengist gömlu ensku máltæki sem merkir að vera hress og líta hraustlega út. Það er tilvalið að byrja daginn með vörum frá Rude Health, en þær sam­astanda af margs konar múslíi, granóla, hafragrautum og trefjaríku kexi.

The Ultimate Muesli:23 gæða hráefni TrefjaríktHveitilaus upp­skrift

Hér er öllu því besta blandað saman; quinoa, hafrar, rúgur og byggflögur með bestu berjunum, hnetunum og fræjunum og meira að segja örlítill kanill.

Super Fruity Muesli:

Engar hneturTrefjaríkt

Hveitilaus upp­skrift

Hér er sól­þroskuðum

ávöxtum blandað saman við fræ, hafra, bygg og

rúg. Blandan inniheldur einnig

epli, rúsínur, döðlur og aprí­

kósur.

Rye Oaty:HveitilaustTrefjaríktSkoskir hafrar

Rúgkexið er þétt og með hnetu­kenndum keim sem er jafnað út með mjúkum höfrum og er því alveg án hveitis.

Spelt Oaty:Trefjaríkt

Skoskir hafrar

Spelt og hafrar eru frábær sam­

setning. Hafr­arnir gefa góða

fyllingu á meðan speltið er mjúkt

og fágað. Frá­bært með öllum ostum eða bara

eitt og sér.

Múslíin frá Rude Health eru með blöndu af höfrum, rúgi og byggi og innihalda auk þess næringarríka ávexti, hnetur og fræ. Múslíið tryggir að þú hafir næga orku fram að hádegis­mat.

Múslí

Kexin frá Rude Health eru trefjarík og innihalda ekki neinn unninn sykur. Þau eru góð magafylli og heilsusamleg.

Trefjarík kex

Morgunkornið frá Rude Health er þess virði að vakna fyrir. Ólíkt mörgum öðrum morgun­kornsframleiðendum leggur Rude Health ekki áherslu á ákveðna lögun eða áferð, heldur innihald.

Morgunkorn

Hafragrautur er einstaklega hollur en getur verið mis góður. Rude Health hafragrauturinn er einstaklega bragðgóður. Til að ná hinu fullkomna bragði er notast við mjúka hafra. Hafragrauturinn er fáanlegur með mjúkum ávaxtabitum, ristuðum hnetum, stökkum fræjum og næringarríku korni.

HafragrauTur

Spelt Flakes:Stökkt og léttTrefjaríktÁn viðbætts sykurs

Hver spelt flaga er létt ristuð og náttúruleg. Spelt flögurnar eru trefja og próteinríkar og án alls viðbætts sykurs. Lífrænt korn er unnið í þunna og stökka hringi, sem eru fullkomnir með uppáhalds álegg­inu þínu en jafn bragðgóðir einir og sér.

Honey Puffed Oats:Mjúkt og léttTrefjaríktGlúteinlaust

Heilkorna hafrar með hunangi, fullir af trefjum og góðir fyrir kólestrólið og hjartað.

Multigrain Thins: A five grain flavour fix:5 heilkornTrefjaríktFramleitt án olíu

Fjölkorna­morgunkornið samanstendur af fimm lífrænt ræktuðum heil­korn frá litlum bæjum. Örlitlu sjávarsalti er bætt við og út­koman er fágað og bragðgott nasl. Frábært með áleggi að þínu vali eða eitt og sér.

Granólað frá Rude Health er einstak­lega bragðgott og

fullt af náttúru­legum efnum sem eru góð fyrir þig. Ef þú vilt gera vel við þig í morgun­matnum eða hafa

eitthvað bragðgott til að nasla í þá er granólað frá Rude

Health svarið.

granóla The Ultimate Granola:Einstaklega holltTrefjaríktFjölkorna

The Ultimate Granola er fjöl­korna svo það hefur hafra eins og hefðbundið granola en það inniheldur einnig spelt og bygg sem gefur enn betra bragð. Sætan kemur frá blöndu af hunangi og döðlusýrópi. Í granólanu er einnig að finna stökk fræ, ristaðar hnetur og amaranth sem er mjög pró­teinríkt.

Honey & Nuts Granola:Enginn unninn sykurTrefjaríktFjölkorna

Blandan inniheldur hafra, rist­aðar möndlur, hnetur, sjö mis­munandi heilkorn og hunang. Granólað er bakað í langan tíma og er óunnum safa úr sykurreyr bætt við blönduna.

5 Grain 5 Seed Hafragrautur:

LífrænnHveitilaus uppskrift

Enginn viðbættur sykur

Fullkomin blanda af höfrum, trölla­

höfrum, byggi, rúgi og quinoa flögum. Að auki inniheldur

grauturinn gras­kersfræ, sólblóma­

fræ, birkifræ og hörfræ. Þessi blanda er svo

bragðgóð að hún þarfnast engra

sætuefna.

Sproutefd Porridge Oats:GlúteinlausirEnginn viðbættur sykurHrein hráefni

Spíraðir hafrar eru eins hreinir og kostur gefst á. Venjulega eru hafrar gufuhitaðir og flattir út í flögur en spíraðir hafrar eru einungis flattir út. Það gerir það að verkum að þeir eru auðmeltanlegir. Þeir eru einnig ríkari af hafrabragði og áferðin verður mjúk og góð þegar þeir eru eldaðir.

Page 45: 27 02 2015

heilsa 45Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

www.fi.is

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | [email protected] | www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út

Aðal samstarfsaðilar FÍ

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni FÍ The Biggest Winner!· Fyrir feita, flotta, frábæra

· Fyrir þá sem þora, geta, vilja

· Taktu fyrsta skrefið

· Taktu eitt skref í einu

· Virkjaðu styrkleika þína með jákvæðum og

uppbyggilegum hætti

· Rólegar gönguferðir með stöðuæfingum

· Náttúruupplifun – útivera

· Mataræði – matseðill – mælingarKynningarfundur 2. mars kl. 19.00 í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6

Umsjón verkefnis: Steinunn Leifsdóttir og Páll Guðmundsson.

Bakskóli FÍ hefst í apríl. Kynningarfundur 9. apríl. Nánari upplýsingar á www.fi.is og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst [email protected]

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni FÍ The Biggest Winner!

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands

www.fi.is

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni FÍ Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags ÍslandsThe Biggest Winner!Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands

Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags ÍslandsThe Biggest Winner!Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags ÍslandsThe Biggest Winner!Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands

Upplifðu náttúru Íslands

Þjálfun fyrir börn með heilaskaðaMitii – Move it to improve it.

S júkraþjálfunin AFL býður upp á þjálfun fyrir börn með heilaskaða með aðstoð tölvu-

forritsins Mitii. Upphaflega var Mitii forritið hannað fyrir börn með heilalömun (CP) en rannsóknir hafa sýnt að þjálfun með forritinu getur aukið bæði hreyfigetu og vitræna færni hjá öllum einstaklingum með heilaskaða.

Heilinn býr yfir aðlögunar-hæfniLengi var talið að taugafrumum gæti ekki fjölgað og því væri skaði í heila óbætanlegur. En í dag vitum við að það er hægt að þjálfa heilann og með réttri þjálfun getum við fjölgað taugafrumum, búið til nýj-ar taugatengingar og ný tauganet í heilanum. Heilinn býr yfir mikilli getu til aðlögunar. Starfsemi hans breytist stöðugt á lífsleiðinni bæði vegna samspils erfða og umhverfis en einnig þróast hann við nám og þjálfun. Þessi aðlögunarhæfni gerir það mögulegt að hægt er að hafa áhrif á heilann eftir sjúkdóma eða slys með viðeigandi þjálfun.

Aðgengilegt þjálfunarkerfi „Vandamálið með svona þjálfun er að hún krefst daglegrar þjálfunar í að minnsta kosti 30 mínútur í 12 vikur. Ekkert heilbrigðiskerfi hefur fjár-magn til að bjóða einstaklingum dag-lega þjálfun með sjúkraþjálfara eða öðrum fagaðila. Mitii þjálfunin hent-ar því mjög vel, því að fyrir klukku-stundar vinnu sjúkraþjálfara fær ein-staklingurinn daglega þjálfun í viku

á eigin heimili þegar honum hentar,“ segir Stefán Örn Pétursson, sjúkra-þjálfari hjá AFL. Þjálfunin fer fram á internetinu undir eftirliti sjúkra-þjálfara. Í upphafi er færni og geta þátttakenda mæld. Í kjölfarið setur

sjúkraþjálfarinn svo upp sérsniðna æfingaáætlun fyrir viðkomandi sem hann endurmetur síðan vikulega. Notandinn þarf að hafa aðgang að pc tölvu, tölvuskjá eða sjónvarpi og nettengingu. Hver þátttakandi fær

lánaða Kinect hreyfimyndavél með-an á þjálfuninni stendur.

Nútímaleg þjálfunMitii þjálfunin byggir á nýjustu rannsóknum heila- og taugavísinda.

Þjálfunin samanstendur af mörg-um smáverkefnum sem viðkomandi þarf að leysa bæði hugrænt og með hreyfingu. Markmiðið með æfing-unum er að netkerfi heilans séu stöðugt að taka við nýjum upplýs-ingum, takast á við nýjar áskoranir með hæfilega krefjandi verkefnum til að framfarir eigi sér stað bæði í hreyfifærni og ekki síður í vitrænni getu. Taugakerfi heilans eru mörg hver samnýtt og því er mikilvægt að þjálfa samtímis vitræna þáttinn sem og hreyfigetu einstaklingsins til að sem bestur árangur náist. Nánari upplýsingar veitir Stefán Örn Pét-ursson sjúkraþjálfari, [email protected]

Unnið í samstarfi við

Sjúkraþjálfun AFL - www.aflid.is

Stefán Örn Pétursson sjúkraþjálfari býður einstaklingum með heilaskaða upp á Mitii þjálfun sem hefur sýnt fram á góðan árangur. Mynd/Hari.

Mitii þjálfun Rannsóknir hafa sýnt að til að ná sem bestum árangri og stuðla að langvarandi breytingum í heilanum þarf þjálfunin að innihalda fjóra eftir-farandi þætti:

n Tíða ástundun. Tíðar æfingar bæta grunntengingar heilans. Ráðlagt er að æfa að minnsta kosti hálftíma á dag í tólf vikur.

n Þjálfunin þarf að vera krefjandi en samt ekki það erfið að ómögulegt verði að leysa verkefnið.

n Margar endurtekningar.

n Virk þátttaka einstaklingsins, þar sem einbeiting og athygli eru mikil-vægir þættir.

Page 46: 27 02 2015

46 heilsa Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Kjörið tækifæri til að upp-lifa náttúru Íslands og bæta heilsuna.

T he Biggest Winner er for-varnar- og lýðheilsuverkefni Ferðafélags Íslands. Nám-

skeiðið er hluti af Fjallaverkefnum Ferðafélagsins í ár og er sérstaklega ætlað fyrir feita, flotta og frábæra sem þora, geta og vilja. Um er að ræða gönguferðir fyrir fólk í yfir-vigt þar sem boðið verður upp á ró-legar göngur, stöðuæfingar, fræðslu og mælingar. Lögð er áhersla á að vinna með þátttakendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Kynningar-fundur verður haldinn mánudags-kvöldið 2. mars, í sal Ferðafélags Ís-lands, Mörkinni 6 og hefst klukkan 19. Umsjónarmenn eru Steinunn Leifsdóttir og Páll Guðmundsson.

Hreyfing í náttúrulegu um-hverfi Námskeið af þessu tagi var haldið í fyrsta skipti í fyrra og segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, að verkefnið hafi fengið góðar viðtökur. „Fólk sem átti erfitt með að ganga stutta vegalengd á jafnsléttu gekk Fimm-vörðuháls undir lok sumarsins og í framhaldi af því á fjöll reglulega.“ Þátttakendur í verkefninu setja sér langtímamarkmið. „Þetta er ekki átak heldur lífsstílsbreyting,“ segir Páll. „Í þessum félagsskap er fólk sem er búið að reyna ýmislegt. Í þessum hóp hjá Ferðafélaginu er það að finna jákvæðan félagsskap og á þessu námskeiði hefur mynd-

ast góð vinátta. Markmiðin snúast vissulega um að auka þol og form og betri heilsu bæði andlega og líkam-lega. Það er fyrst og fremst ánægja, gleði og hreyfing í náttúrulegu og fallegu umhverfi sem dregur fólk að.“

Margir sigrar, stórir sem smáir Steinunn Leifsdóttir er umsjónar-maður The Biggest Winner ásamt Páli. Steinunn hefur starfað sem fararstjóri hjá Ferðafélaginu um árabil og er auk þess íþróttafræð-ingur að mennt. Hún segir það hafa verið einstaka reynslu að leiðbeina á svona námskeiði. „Þetta er auðvitað langur tími sem við eyðum saman. Við göngum saman tvisvar í viku í heilt ár og því eru þetta einstök

tengsl sem myndast. Maður upplifir svo marga sigra, stóra sem smáa, í gegnum þátttakendurna.“ Stein-unn segist einnig hafa tekið eftir mikilli andlegri breytingu hjá þátt-takendunum. „Okkur langar auðvi-tað að líða sem best og ég hef tekið eftir betri líðan hjá þátttakendum eftir því sem líður á námskeiðið.“ Þátttakendur hafa auk þess haldið hópinn eftir námskeið og sótt ýmsa viðburði hjá Ferðafélaginu og það er því ljóst að um er að ræða algjöra lífsstílsbreytingu. Páll og Steinunn hvetja áhugasama til að mæta á kynningarfundinn sem fram fer á mánudagskvöld.

Erla María Markúsdóttir

[email protected]

The Biggest Winner

Hópurinn sem tók þátt í fyrsta Biggest Winner námskeiðinu smellir í selfie á toppnum.

Þ óra Guðlaug Ásgeirsdóttir hómópati er brautryðjandi í sölu heilsuvöru. Hún

rak, ásamt eiginmanni sínum, verslunina Heilsuhornið á Akur-eyri til f jölda ára.

„Ég starfa í dag sem hómó-pati og hef í gegnum tíðina ráðlagt f jölda fólks inntöku á Solaray bæti-efnum. Þar sem ég þekki gæðin, þá get með góðri samvisku ráð-lagt öðrum Solaray.“

„Ég ráðlegg mínum skjólstæð-ingum Salmon Oil eða laxalýsi með góðum árangri. Ég tel þetta eina af bestu Omega 3 olíuna á markaðinum og mínir viðskipta-vinir eru sammála mér. Flesta vantar jú Omega 3 í líkamann! Solaray Salmon oil er unnin úr holdi villilax og uppsprettan ger-ist vart betri.“

Unnið í samstarfi við

Heilsa ehf

Heilsuvara solaray bæTiefni

Ráðlegg mínum skjól-stæðingum Salmon Oil eða laxalýsi

Salmon oil:n Virkar bólgueyðandi og mýkjandi fyrir liði.n Nærir taugakerfið og bætir andlega líðan.n Veitir húðinni raka og næringu.n Stuðlar að aukinni fitubrennslu og hormónajafnvægi.

u mræðan um mjólkuróþol hefur færst í aukana und-anfarið og fer greiningum

á ýmist óþoli eða ofnæmi fyrir kúa-mjólkurafurðum fjölgandi hér á landi. Dr. Thomas Ragnar Wood er væntanlegur til landsins um helgina en hann mun ræða mjólk-uróþol á fyrirlestri á vegum sam-takanna Heilsufrelsis laugardaginn 28. febrúar. Dr. Ragnar er með BS gráðu í lífefnafræði frá Cambridge háskólanum í Bretlandi og lækna-gráðu frá Oxford háskólanum. Hann stundar nú framhaldsnám í heilataugalífeðlisfræði ungbarna við Háskólann í Osló og sérhæfir sig í mjólkuróþoli.

Samkvæmt læknisfræðinni er um tvenns konar óþol að ræða; annars vegar óþol fyrir mjólkur-sykri sem kallast laktos og hins vegar óþol fyrir mjólkurpróteininu kasein. Óþolið er tilkomið vegna skorts á ensímum í meltingarkerf-inu til að melta laktos eða kasein og getur það leitt til meltingartrufl-ana. Mjólkurofnæmi er hinsvegar alvarlegra en í þeim tilvikum hef-ur ónæmiskerfið myndað mótefni gegn mjólkinni.

„Talið er að allt að 5% ungbarna þrói með sér ofnæmi fyrir kaseini. Einkennin eru útbrot, niðurgangur og magaverkir. Í þessum tilvikum

þarf móðir með barn á brjósti að útiloka mjólkur-afurðir úr fæðunni þar sem próteinið fer yfir í brjósta-mjólkina. Rannsóknir sýna þó að ofnæmið gangi yfir hjá flestum börnum yfir þriggja ára, eða í um 90% tilvika,“ segir dr. Ragnar í viðtali við Fréttatímann.

Ástæðu mjólkuróþols má, að sögn dr. Ragnars,

rekja til bæði erfða- og um-hverfisþátta. „Ónæmiskvill-ar á borð við astma, exem og fæðuóþol hafa færst í aukana síðustu áratugi. Ofnotkun sýklalyfja hefur sýnt sig hafa neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins hjá ungum börnum. Ef fæðuóþol er í fjölskyldunni getur brjósta-gjöf í allt að 12 mánuði styrkt ónæmiskerfi ungbarnsins og

MjólkuróÞol fyrirlesTur uM Helgina

Greiningum á mjólkuróþoli og mjólkurofnæmi fjölgarÁstæðu mjólkuróþols má rekja til bæði erfða- og um-hverfisþátta.

Dr. Thomas Ragnar Wood

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

AMSTERDAM f rá

Tímabi l : jún í 2015

12.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

smurning á fætur og bak

slakar á vöðvum og réttir úr baki

vísindi og verkleg þjálfun

21. mars kl. 9-19Olíulindin Vegmúla 2

raindropnámskeið

S: 848 95 85 / [email protected]

21. mars kl. 9-19Olíulindin Vegmúla 2

Page 47: 27 02 2015

heilsa 47Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

haft fyrirbyggjandi áhrif. Eins er gott í þeim tilvikum að bíða með að gefa barninu kúamjólkurafurðir þangað til eftir 12 mánaða aldur.“

Íslensk kúamjólk er gerilsneydd og fitusprengd sem þýðir að mikil-vægir gerlar hverfa úr mjólkinni í ferlinu, að sögn dr. Ragnars en hann vill meina að gerlarnir gegni ákveðnu hlutverki í meltingarferl-inu. „Þegar mjólkin er gerilsneydd er hún hituð upp til að lifandi gerl-ar drepist. Þegar mjólkin er fitu-sprengd er samsetningu próteina og fitu breytt sem getur verið ein útskýring á því hvers vegna melt-ingarkerfið er ófært um að melta unnar mjólkurafurðir. Margir með mjólkuróþol virðast þola óunna kúa-mjólk betur.“

Hjá fullorðnum geta einkenni laktos-óþols verið útbrot, vind-gangur og niðurgangur. Hjá fólki með meltingarvandamál og maga-bólgur geta bæði kasein og laktos ýtt undir sjúkdómseinkennin að sögn dr. Ragnars. „Sjálfsónæmis-sjúkdómar geta ágerst af kaseini þar sem ónæmiskerfið getur mynd-að mótefni gegn kaseini og í þeim tilvikum ráðist á eigin vefi líkam-ans.“

Dr. Ragnar telur að þörf sé á vit-undarvakningu innan heilbrigðis-kerfisins til að takast betur á við að hans sögn heilsufarsvanda sem fer stækkandi. „Flestir þola fituríkar og gerjaðar mjólkurafurðir á borð við osta og súrmjólk ágætlega en í takt við að sífellt fleiri greinast með fæðuóþol þá ber okkur læknum að skoða þætti eins og mjólkurafurðir og áhrif þeirra á sjálfsónæmissjúk-dóma.“

Svala Magnea Georgsdóttir

[email protected]

Hollur heilsuhristingur Túrmerikrótin er skyld engiferrót og inniheldur andoxunarefni í miklu magni og hefur víða verið rannsökuð fyrir bólgueyðandi eiginleika sína.

Hollur heilsuhristingur1. dl vatn eða möndlumjólk1,5 dl frosið mangó1 dl frosin bláber1 banani1/2 dl fersk túrmerikrót eða 1 msk þurrkað túrmerikkrydd2-3 ferskar döðlur

Aðferð:Setjið vatn í blandarann og fyllið svo með hráefninu, einu í einu.

Gæði og hreinleiki er eitthvað sem

skiptir mig mjög miklu máli þegar ég vel

fæðubótarefni og matvæli.

Ég er mjög ánægð með Terranova vörurnar

því að þær eru án fylliefna, bindiefna og

annarra aukaefna.

B12 Vitamin Það er gífurlega mikilvægt að passa upp á B12 vítamínbirgðir líkamans en B12 vítamínskortur hefur margvíslegneikvæð áhrif á heilsu okkar. Það besta við B12 vítamínið frá Terranova er að það er af gerðinni methýlkóbalamín sem auðvelda upptöku líkamans á efninu.

Green Purity er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þessi magnaða blanda inniheldur hreinsandi og sérlega næringarríkar jurtir sem lifrin hreinlega elskar. Það er mikilvægt að hlúa vel að þessu mikilvæga líffæri sem lifrin er og þessi jurtablanda gerir það svo sannarlega. Það besta er að maður þarf aðeins hálfa teskeið af jurtablöndunni – svo mögnuð er hún.

Easy Iron Ég er ein af þeim sem þarf reglulega að taka inn járn. Easy Iron frá Terranova inniheldur jurtir sem tryggja hármarks upptöku og nýtingu járnsins. Stóri kosturinn við Easy Iron er það fer vel í maga, ólíkt mörgum öðrum járntöflum.

Jóhanna S.Magnifood Intense Berries Þessi berjablanda er sannkölluð ofur blanda. Auk sérlega andoxunarríkra berja, þá inniheldur þessi frábæra blanda þörunga, góðgerla og meltingarensím – allt sem stuðlar að heilbrigðri og góðri húð. Ef þú ert vel nærður að innan þá sést það að utan, svo einfalt er það!

Höfundur „100 heilsuráð til langlífis“

T E R R A N O V ABÆTIEFNIN SEM VIRKA

Heilsuhúsið | Lifandi Markaður | Gló Fákafeni | Blómaval, Lyfja Smáralind | Lyfja Smáratorg | Lyfja Laugavegi | Lyfja Lágmúla | Lyfja Keflavík

Nánar á facebook - Terranova Heilsa

Terranova er ímynd hreinnar næringar og vellíðunnar. Inniheldur engin fylliefni,

bindiefni eða önnur aukaefni.Terranova bætiefnin sem virka.

Page 48: 27 02 2015

Helgin 27. febrúar–1. mars 201548 tíska

Sími 551-3366 www.misty.is

Sími 551-2070

Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

NÝTT Teg Virginia - “spacer” á kr. 8.650,-

FallegirDömuskór úr leðri,

skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 40

Verð: 17.500.-

Fjölskrúðugir klútar og treflar í tískuTreflar og klútar eru fallegir fylgihlutir sem geta undirstrikað stílbragðið á klæðnaðinum. Það getur verið ákveðin kúnst að láta trefilinn eða klútinn vera í samhljómi við klæðnaðinn. Gott er að hafa það viðmið í huga að ef yfirhafnirnar eru í einum lit getur trefillinn verið meira áberandi mynstraður eða litríkur. Ef klæðnaðurinn er litríkur eða mynstraður er gott að hafa fylgihlutina í einum lit.

1Treflarnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Hér er bóhemísk útgáfa

fyrir karlmenn.

2 Stuttir treflar sem eru hnýttir nokkrum sinnum upp við háls-

málið fara einkar vel saman við restina af klæðnaðinum, hvort sem það er hvers-dags eða spari.

3Hér er leikið með andstæður þar sem hvítur trefill er í samhljómi við

svartan klæðnað.

4Frá sýningu í Pier 59 Studios í New York á dögunum þar sem stuttir

þykkir treflar voru í brennidepli.

5Fallega blár trefill fær að njóta sín við föt í jarðlitum og dempuðum tónum.

6Stuttir treflar sem eru vel hnýttir við hálsmálið hlýja ekki einungis í

vetrarkuldanum heldur gefa þeir stílnum skemmtilegt og fágað yfirbragð.

7Einfaldleiki og mynstur í glæsilegri útkomu á London Fashion Week í

febrúar.

8Síðum skrautlegum klútum er spáð vinsældum, miðað við sýningu á

London Fashion Week á dögunum.

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Toppur á 8.900 kr.2 litir: coral og sandbrúnt.Stærð S - XXL.

Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

"Kryddaðu fataskápinn”

Glæsilegur fatnaður frá

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Evonia

www.birkiaska.is

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Kjólar kr. 3000 Tökum upp nýjar

vörur daglega

Page 49: 27 02 2015

tíska 49Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Við �ytjum á Skólavörðustíg18

G U L L S M I Ð U R - S K A R TG R I PA H Ö N N U Ð U R

www.fridaskart.is

Um næstu helgi opnum við glæsilega verslun á nýjum stað á Skólavörðustíg 18 í Reykjavík.

Afgreiðslutími opnunarhelgina:Laugardag kl. 10–16 Sunnudag kl. 13–16

Verið velkomin!

Hárlitir frá Wella veita fallegan glansW ella Koleston hárlitir eru

þróaðir af sérfræðingum Wella og bjóða upp á það

allra nýjasta á hárlitunarmarkaðn-um. Þeir innihalda öfluga litaform-úlu sem gefur framúrskarandi ár-angur. Wella Koleston býður upp á fjölda litaafbrigða í tveimur megin formum, annars vegar litafroðu og hins vegar kremliti.

Hárlitafroða fyrir annasamt fólk Hárlitafroðan er mjög góður val-möguleiki fyrir þá sem vilja gera hárlitunarferlið eins einfalt og fljót-legt og hægt er. Froðan er einfald-lega sett í hárið eins og um sjampó væri að ræða. Allt sem þarf til fylgir með í pakkanum, svo sem íslensk-ar leiðbeiningar, hanskar, næring sem veitir flottan glans, festir, litur og froðutappi. Litnum er blandað saman við festinn, froðutappinn er settur á og hrist varlega þrisvar, brúsinn kreistur og froðan kemur upp um tappann.

Kremlitir með lita-endurvaka Í Wella Koleston kremlitunum er sú nýjung að það fylgir lita-endur-vaki með hverjum hárlitapakka. Lita-endurvakinn frískar upp á hárlitinn og lengir endingartím-ann. Á fimmtánda degi frá litun er endurvakinn settur í rakt hárið og látinn bíða í hárinu í aðeins tíu mín-útur áður en hann er skolaður úr. Með hverjum pakka fylgja auka-lega tvenn pör af hönskum, tvær gloss næringar, lita-endurvaki ásamt haldgóðum íslenskum leið-beiningum.

„Hárið verður mjúkt og glansandi“

Sigríður Örlygsdóttir f jármála-stjóri hefur notað Wella Koleston kremhárlit í þó nokkurn tíma og er mjög ánægð. „Ég er mjög ánægð

með Koleston hárlitina, hárið fær fallegan glans, er mjúkt og liturinn endist einstaklega vel, svo eru þeir á mjög góðu verði, ég mæli ein-dregið með Wella Koleston hárlit-unum. Það er líka svo þægilegt að setja litinn í hárið, allt sem til þarf fylgir með í pakkanum og vil ég líka nefna að hár-næringin sem fylgir með er einstaklega góð, hárið verður mjúkt og glans-andi. Svo er það auðvi-tað lita-endurvakinn sem er alveg frábær viðbót, ég set hann í eftir sirka fimmtán daga frá því að ég lita hárið en endurvak-inn frískar upp á hárlitinn og gefur fallegan gljáa, hann hylur líka rót sem

er aðeins farin að sjást.“ Sigríður hefur notað lit númer 6/7 sem heit-ir Chocolatbrown.

Litafroðan þægileg í notkun og gefur glans Hanna Dóra Hjartardóttir skrif-

stofumaður notar Wella Koleston froðu og er hæstánægð. „Ég nota Wella Koleston froðu-hár-lit nr. 8/0. Liturinn kemur frábærlega vel út, gefur fallegan glans og svo var bara svo auðvelt að setja hann í hárið. Næringin sem fylgir með gefur líka einstaka mýkt og góðan glans, gott að setja hana í eftir litun og svo aftur eftir viku.“

Wella Koleston hárlitir fást í Fjarðarkaupum, Nettó, Samkaup-um, Hagkaupum, Apóteki Garða-bæjar, Apóteki Hafnarfjarðar og Borgarapóteki.

Unnið í samstarfi

við Ísam ehf.

Hanna Dóra hefur notað Wella Koleston hárlitafroðu og er einstaklega ánægð með hve auðveld froðan er í notkun. Ljós-myndir/ Eyrún Jónsdóttir

Sigríður er mjög hrifin af Wella Koleston kremhár-litnum. „Hárið fær fallegan glans, er mjúkt og liturinn endist einstak-lega vel.“

Page 50: 27 02 2015

50 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Vín vikunnar

Hér er hinni hefð-bundnu Toskana-þrúgu, Sangiovese, blandað með syrah og merlot. Það breytir því þó ekki að þetta, eins og svo mörg léttari og ávaxtarík Toskana-vín, er ekta pastavín. Berjaríkt og milt en þú tekur alveg eftir tanníninu. Er á mjög góðu verði og þar af leiðandi góð kaup sem hversdagsvín.

Þetta telst til léttari chardonnay-flokksins.

Ungt, sýruríkt og frískandi og ávaxtaríkt með ferskjum og stein-efnum. Ekkert flókið hér á ferð. Hentar við hin ýmsu tilefni sem fordrykkur eða bara eitt og sér en gengur líka vel með skelfiski og ef það leynist sítróna í sósu eða maríneringu.

Vá, hvað þetta er gott vín. Rauðvín frá Chile verða ekkert mikið betri en þetta. Dökkt og fágað með seið-andi eik og sveit. Þroskaður ávöxtur og krydd sem kemur saman í frábærri heild. Eftir-bragðið er langt og ljúft og þú heldur áfram að smjatta á bragðinu. Þetta kostar alveg skildinginn er vel þess virði ef vel á að gera við sig.

Banfi Rivo Al PoggioGerð: Rauðvín

Þrúga: Blanda af sangiovese, syrah og merlot

Uppruni: Toskana, Ítalíu

Styrkleiki: 12,5%

Verð í Vínbúðunum: kr. 1.876

Concha y Toro Terrunyo Block 27 CarmenereGerð: Rauðvín

Þrúga: Carmenere

Uppruni: Cachapoal, Chile

Styrkleiki: 14,5%

Verð í Vínbúðunum: kr. 4.999

Cono Sur Chardonnay BicicletaGerð: Hvítvín

Þrúga: Chardonnay

Uppruni: Chile

Styrkleiki: 13%

Verð í Vínbúðunum: kr. 1.876

Höskuldur Daði MagnússonTeitur Jónasson

[email protected]

BOSTON f rá

Tímabi l : mars - maí 2015

17.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Ljúfmeti frá öllum landshlutumMatarmarkaður Búrsins fer fram um helgina í sjötta sinn og um er að ræða stærsta matarmarkað landsins. Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins, stofn-aði matarmarkaðinn á sínum tíma og hún lofar súrum, sætum og safaríkum markaði. Yfir 45 framleiðendur koma víðs vegar að hlaðnir ljúfmeti til sölu og smakks. Íslenskt veðurfar mun ekki hafa áhrif á matarmarkaðinn, en sumir þátttakendur hafa lagt land undir fót löngu áður en markaðurinn hefst.

Búrið Reykjavík

Búrið er ostaverslun í Reykjavík sem býður upp á besta óþefinn í bænum: dýrlega þefjandi osta, ólífur, smurálegg, sælkerakjöt-

meti og allt annað nasl sem bætir, hressir og kætir.

Erpsstaðir í DölumBúðardalur

Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir rjómaís, skyr osta og konfekt. Framleiðslan fer fram á býlinu

sjálfu og eru eigendur menntaðir mjólkurfræðingar.

Friðheimar Bláskógabyggð

Í Friðheimum eru ræktaðir tóm-atar allan ársins hring í raflýstum gróðurhúsum, þrátt fyrir langan

og dimman vetur. Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin

gengur fyrir sig – og gefur þeim að smakka á afurðunum.

Garðyrkjustöðin Engi

Laugarás í BiskupstungumGarðyrkjustöðin Engi er í um 100 km frá Reykjavík. Þar eru rækt-aðar kryddjurtir, grænmeti og

ávextir, bæði í heitum og köldum gróðurhúsum sem og í útiræktun,

og er starfsemin vottuð af vott-unarstofunni Túni.

Grímur kokkurVestmannaeyjar

Markmið Gríms kokks er að fram-leiða aðeins fyrsta flokks vöru úr fyrsta flokks hráefni sem er bæði

holl, bragðgóð og fljótlegt að framreiða.

Háafell Geitfjársetur

BorgarnesÁ Háafelli er unnið að tilraunum varðandi nýtingu geitaafurða. Ferðafólk getur komið við og

fengið að kynnast geitunum af eigin raun. Kjöt er selt af þeim

dýrum sem slátrað er á haustin. Einnig

eru til sölu snyrtivörur sem unnar eru úr

geitaafurðum og jurtum.

Holt og heiðarAkurgerði, Hallormsstað Eigendur Holts og heiða hafa safnað birkisafa og framleitt

birkisíróp frá árinu 2010. Íslenskt hráefni er haft í hávegum, svo sem ber, rabarbari og sveppir, einkum lerki og furusveppir.

Kanínur ehf.Syðri-Kárastaðir,

HvammstangaBirgit Kositzke stofnaði fyrirtækið

árið 2011. Eitt helsta markmið félagsins er að bjóða kanínukjöt á

markaði hér á landi.

MýranautLeirulæk – Borgarnesi

Gæða ungnautakjöt, slátrað aðeins í viðurkenndum slátur-

húsum. Íslensk framleiðsla með engum aukaefnum, beint frá býli.

Rabbarbía Langamýri á Skeiðum

Rabarbara akrar á Löngumýri eru lífrænt vottaðir. Rabarbía

framleiðir sultu og síróp og eru allar vörurnar handgerðar af alúð

bændanna.

SeglbúðirKirkjubæjarklaustur

Sláturhúsið í Seglbúðum býður upp á fyrsta flokks sauðfjárgripi. Kjötinu er gefinn góður tími til að

hanga við ákjósanlegt hitastig sem stuðlar að meyrnun kjötsins.

Þessi tími sem kjötið fær til að hanga ásamt lágmarks flutning á lifandi dýrum fyrir slátrun skilar sér í meyrara og betra kjöti til

neytandans.

Svandís kandísSelfoss

Handgerður brjóstsykur frá potti ofan í poka, án allra aukaefna.

1211

34

5

1

6

9

2

8

7

10

KJöT og fisKur

sælKeraMaTur

grænMeTi og ávexTir

1 2 3 4 5 6

78

910

11

12

Page 51: 27 02 2015

FRÁBÆR KOSTUR

GÓÐUR KOSTUR

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | [email protected] | www.kostur.isOpið alla daga frá klukkan 10.00 til 20.00

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

kr/kg 215,-

Erlendir

Með

fyrir

vara

um

villu

r og

á m

eðan

birg

ðir e

ndas

t. At

hugi

ð að

ver

ð ge

ta b

reys

t milli

sen

ding

a. G

ildir

helg

ina

27. f

ebrú

ar -

1. m

ars

2015

.

Starbucks kaffi

kr/pk 898,-

kr/pk 1.035,-

Cheerios morgunkornTvöfaldur pakki

Nokkrar tegundir

kr/pk 475,-

Kirsuberjatómatar á grein

340 gr

Nokkrar tegundir

1,1 kg

Bananar

Snakk

kr/pk 548,-

kr/stk 116,-

Amerískt gosNokkrar tegundirNokkrar tegundir

Kettle

241 gr 355 ml

50%afsláttur

25%afsláttur

Lamba-læri

kr/kg 1.398,-

Kjarnafæði

Ferskt

Lamba-hryggur

Kjarnafæði

Ferskurkr/kg 1.949,-

VIKUTILBOÐ

Mánudagur FöstudagurFimmtudagurMiðvikudagurÞriðjudagur MiðvikudagurFerskur kjúklingur á 598 kr/kg

Tvær pizzur og 2l. Coka Cola á 998 kr

50% afsláttur af völdu grænmeti og ávöxtum

Mjólkurlítrinn á 85 kr Nýmjólk, léttmjólk og undanrenna

Ungnautahakk á 989 kr/kg

kr/kg 1.979,-

Kjúklinga-bringurFerskar

Kostur

1.979,-

Kirsuberjatómatar

Verð áður1.795,-

Verð áður155,-

Verð áður685,-

20%afsláttur

ÓDÝRARI KOSTUR

OPIÐ

ALLA DAGA

O

PIÐ ALLA D

AG

A10-20

Page 52: 27 02 2015

52 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Fæst í Lyfju og Apótekinu

Sambucol:

– Náttúruleg vörn gegn flensu

– Veitir forvörn gegn flensu

– Sannkölluð andoxunarbomba fyrir frumurnar

raritet.is

Besta flensu- og kvefmixtúra sem ég hef prófað”

Sambucol Immuni Forte

Sykurlaust, náttúrulegt þykkni fyrir fullorðna.

Sambucol for Kids

Bragðgott náttúrulegt þykkni fyrir börn.

Sambucol Immune Forte forðahylki

Fyrir þá sem ekki vilja mixtúru.

EldamEnnska TöfrasproTinn, maTvinnsluvélin og blandarinn

T il að elda mat frá grunni, það er að segja að nota ferskt hráefni en ekki allt tilbúið

úr krukkum, dósum og bökkum, þarf að hafa allan tímann í heim-inum sem þá fer í að skera, saxa og stappa. Fyrir hina, sem ekki hafa tíma og nennu til þessa, er einfald-ara að brúka hina heilögu þrenn-ingu eldhússins: Töfrasprotann, matvinnsluvélina og blandarann.

Það er hægt að kaupa endalaust af mis mikilvægum tækjum og tólum í eldhúsið. Sum eru þarfaþing en önnur eru það einfaldlega ekki. Þó að það sé gott þarf enginn að eiga pastavél. Gott kökukefli og hnífur gera það sama og slík græja, en ekkert nútímaeldhús getur þrifist án þess einhvers konar matvinnslu-vél komi til sögunnar. Þrenningin

heilaga kemur í öllum stærðum og gerðum. Allt frá litlum töfrasprotum og krukkunum, sem fylgja þeim oft, yfir í risastóra blandara og múlínexa.

Ef við hugsum þetta út frá kristin-dómi þá er Jesús töfrasprotinn, mat-vinnsluvélin er hinn heilagi andi og Vítamix blandarinn er alvitur guð. Nota bene, ekki góði lútherski guð-inn sem prestar kenna í fermingar-fæðslu heldur reiði guðinn úr gamla testamentinu. Maukar allt sem ofan í hann fer. Þar liggur reyndar efinn. Á að mauka eða ekki mauka?

Töfrasprotinn, sérstaklega dýrari týpurnar, búa yfir talsverðu afli en við fyrstu sýn kannski svolítið ein-tóna, það er að mauka grænmeti og gera súpur flauelsmjúkar. Það er vissulega þarft verk en þegar betur er að gáð getur góði sprotinn, ekki

Hin heilaga þrenning

hægeldunarósvipað Jesú, breytt olíu og eggi í majónes og jafnað saman hvaða salatsósu sem er. Þrátt fyrir marga möguleika er hann þó nánast ein-göngu notaður til að mauka.

Þar kemur matvinnsluvélin inn. Flestum dugar boxið sem fylgir téðum töfrasprota, nema haldnar séu stórveislur. Þá viljum við eitt-hvað stærra. Með vélinni er hægt að stjórna, púlsa eins og það er kallað að þrýsta oft á takkann en halda honum ekki inni svo ekki verði úr ein drulla. Vissulega hægt að mauka en kokkurinn hefur smá stjórn.

Þegar svo kemur að því að bryðja klaka, eða eitthvað annað ámóta

hart og ófyrirgefandi, þá fer það bara beint í blandarann. Fæstir eiga hinn almaukandi Vitamix á eldhús-bekknum en flestir eiga hins vegar einhvers konar blandara. Það eina sem þarf að gera áður en farið er af stað með blandarann er að fara ekki alltaf beint í hæstu stillinguna. Þeir sem það gera kannast líklega flestir við það þegar blöðin snúast á fullu en það sem hræra á situr sem fastast ofan á stórri loftbólu og fer hvergi. Annar vankantur á blandar-anum er að yfirleitt standa blöðin tiltölulega hátt svo það þarf að gera talsvert magn í einu. Einnig þarf líka slatta af vökva til að fá almættið til að vinna vel.

Þrenningin er því best notuð sitt á hvað og best að eiga eitt af hverju. Svona þegar á að hífa tækjakostinn upp á næsta stig.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Bamix töfrasprotinn er nákvæmlega það, töfrasproti. Hakkar kjöt, býr til mæjónes, þeytir rjóma og salatsósur. Svo náttúrulega maukar hann allt sem mauka þarf. Fæst í Kokku og er svo sem ekkert gefins. Kostar frá 27.900 krónum og er hverrar krónu virði.

Matvinnsluvélar eru til í öllum stærðum og gerðum. Oft er þó einfaldleikinn bestur. Þessi Bosch matvinnsluvél er einföld, kraft-mikil og gerir allt sem þarf að gera. Hræra, rífa, brytja, raspa og tæta. Já og þeytir líka. Fæst í Bosch búðinni og kostar 22.600 krónur.

Vitamix blandarinn er bæði ljótur og rándýr, en ekki segja honum það beint því þá maukar hann á þér putta. Besti blandarinn og fyrir þá sem ætla að massa búst og hráfæðissúpur er eins gott að byrja á toppnum. Kostar rétt rúmlega 105.000 krónur í Kælitækni en eins gott að hafa hraðan á því þetta er tilboð.

Page 53: 27 02 2015

Kræsingar & kostakjör

Mar

khön

nun

ehf

Tilboðin gilda 26. feb. - 1. mars. 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

lambafilem/fitu - ferskt

3.783áður 4.729 kr/kg

pítabuffm/ 6 brauðum

944áður 1.349 kr/pk

fajita sósa mild/med.- discovery

269áður 299 kr/stk

organic pizzur 2 teg. 340 g

498áður 598 kr/stk

organic pizzur margherita 340 g

398áður 498 kr/stk

súkkulaðibitakexx-tra 150g

169áður 196 kr/stk

-20%

-30%

grísahakkstjörnugrís

649áður 1.298 kr/kg

mangoávöxtur vikunnar

245áður 489 kr/kg

-50%

-50%

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss ·

kjúklingabringurdanskar - 900g

1.391áður 1.761 kr/pk

-21%

smoothie blöndur3 teg. - 600g

497áður 599 kr/pk

frysTivara

Prjónadagar

afsláTTur af garni ofl.

-20%

Page 54: 27 02 2015

54 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Þ etta heppnaðist framar björt-ustu vonum. Það er viðbúið þegar menn eitthvað í fyrsta

skipti að það klikki eitthvað en það klikkaði ekkert að þessu sinni,“ segir Ásgeir Már Björnsson, veit-ingastjóri á Slippbarnum.

Ásgeir var einn skipuleggjenda Reykjavík Bar Summit sem hald-in var í fyrsta skipti í vikunni, frá mánudegi til miðvikudags. Tugir erlendra gesta sóttu hátíðina heim. Þar af voru barþjónar frá fimmtán börum í Evrópu og Ameríku sem öttu kappi. Barirnir kepptu sín á milli og svo kepptu heimsálfurnar í Hafnarhúsinu.

Í keppni bara sigraði danski bar-inn Ström í Kaupmannahöfn. „Það gerðu allir tvo klassíska drykki út frá sínum bar og sínum hugmynd-um. Svo fengu þeir í hendurnar hráefni frá Reykjavík Distillery og Birkisíróp og áttu að gera drykk úr því. Danirnir voru mjög sniðugir og enduðu á því að fá alla upp á svið til sín í partí. Þeir voru sniðugir og

tókst að sigra stóra bari. Það voru alla vega þrír eða fjórir sem áttu góða möguleika á sigri,“ segir Ási.

Á þriðjudagskvöldið kepptu Evr-ópa og Ameríka sín á milli í Hafnar-húsinu. Hvort lið reiddi fram fimm kokteila og það lið sem afgreiddi fleiri sigraði. „Eftir talningu kom í ljós að þrátt fyrir að Evrópa hefði sýnilega skemmt sér betur og sett upp stærra „sjóv“ hafði Ameríka haldið áfram að gera kokteila tölu-vert lengur og þar af leiðandi unn-ið,“ segir Ási léttur í bragði.

Hann segir að erlendu gestirnir hafi verið afar ánægðir með heim-sókn sína hingað. Auk þess að kynnast matar- og drykkjarmenn-ingu landsins fóru þeir meðal ann-ars í norðurljósasiglingu og í heilsu-lindina Laugarvatn Fontana. „Það var ótrúleg ánægja með þetta og menn sjá mikla möguleika í framtíð-inni. Það er ekki spurning að þetta verður haldið aftur á næsta ári. Nú þarf bara að finna dagsetningu, við erum farin að hlakka til.“

Reykjavík BaR Summit mikil ánægja geSt

Það var mikið stuð þegar Evrópa og Ameríka kepptu sín á milli í Hafnarhúsinu. Ljósmyndir/Hari

Tugir erlendra gesta komu hingað til lands í byrjun vikunnar vegna Reykjavík Bar Summit sem haldin var í fyrsta sinn. Danski barinn Ström sigraði í keppni 15 erlendra bara. Hátíðin er komin til vera, segir Ási á Slippbarnum sem skipulagði her-legheitin.

Danski barinn Ström sigraði

BjóR áRleg BjóRhátíð á kex hoStel um helgina og nýR BaR

Mikkeller og vinir hans komnir í bæinnÞað verður nóg um að vera fyrir

áhugafólk um góðan bjór í Reykja-vík um helgina. Í gær, fimmtudag, hófst hin árlega Icelandic Beer Festival á Kex Hosteli. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og stendur fram á sunnudag. Uppselt er á hátíðina.

Í dag klukkan 18 verður barinn Mikkeller & Friends opnaður að Hverfisgötu 12. Danski farand-bruggarinn Mikkel Borg Bjergsø er kominn til landsins af þessu til-efni og verður viðstaddur opnunina. Hann mun sömuleiðis kynna Mikk-eller-bjóra á áðurnefndri bjórhátíð á laugardag.

Á Mikkeller-barnum verða 20 bjórar á krana, frá Mikkeller sjálf-um en einnig öðrum brugghúsum á borð við To Øl. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að kynna Íslend-ingum hvað handverksbjór (e. craft beer) er og leyfa þeim að bragða á þeim bestu í heimi,“ sagði Mikkel Borg Bjergsø í viðtali við Fréttatím-ann á dögunum.

Í því viðtali kom fram að hann er mikill áhugamaður um hlaup. Mikkel hefur vélað samstarfsmenn sína hér á landi til að hlaupa með sér á laugar-dagsmorgun. Hlaupið verður frá Kex Hostel klukkan 11 fyrir hádegi.

Mikkel Borg Bjergsø kemur með alla sína bestu bjóra til landsins og býður þá á Mikkeller-barnum á Hverfisgötu.

Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

• Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.• Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum.• Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

SKJÓTARI EN SKUGGINN

www.lidamin.is

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

Laugardagstilboð– á völdum dúkum, servéttum og kertum

serv

éttú

r

kert

i

dúka

r

Rekstrarvörur- vinna með þér

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

®

kert

i

Ýmis servéttubrot

Sjá hér!

Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16

Rekstrarvörur- vinna með þér

Page 55: 27 02 2015

Þú átt leik!INNRÉTTINGAR

HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun mikils metin og danskt handverk eftirsótt um allan heim.

Við teiknum tillögur að nýju draumaeldhúsi,og gerum þér frábært tilboð.

Komið í Ormsson í Lágmúla 8 og kynnist því nýjasta í innréttingum frá HTH og því heitasta í AEG heimilistækjum. Þú átt leik.

■ Eldhúsinnréttingar■ Baðinnréttingar■ Þvottahúsinnréttingar■ Fataskápar

Seven / Natural Oak / White

20% afslátturaf hágæða AEGeldhústækjummeð kaupum á

HTH innréttingum.

Opið mánudaga - föstudaga kl. 10 - 18 og á laugardögum kl. 11 - 15.

www.ormsson.is

Lágmúla 8 • Reykjavík • 2. hæð símar 530 2818 / 530 2819 / 530 2820 / 530 2821

Page 56: 27 02 2015

S iggi Hall hringdi í mig og bað mig um að koma heim og taka þátt í Food & Fun,“ segir Atli

Már, en hann lærði hjá honum á sín-um tíma. „Það er alltaf gaman að koma heim og sérstaklega þegar svona skemmtileg hátíð er í gangi.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Atli Már tekur þátt í að hanna matseðil fyrir Food & Fun, en hann hefur áður starfað sem kokkur á hátíðinni. Hann hefur verið búsettur í Osló frá árinu 2007 og starfaði fyrst um sinn hjá veitingastaðnum Bagatelle sem var á þeim tíma talin einn sá besti í Skandinavíu og sá eini með tvær Mic-helin stjörnur í Noregi. Eftir glæsileg ár hjá Bagatelle flutti hann sig um set til Restaurant Victor sem aðstoðar-kokkur og í framhaldi ferðaðist hann í ár um Asíu til að fanga asíska matar-gerð. Árið 2013 opnaði Atli Már svo Pjoltergeist ásamt samstarfsfélögum sínum og er Pjoltergeist orðinn einn sá vinsælasti í Osló og sá staður sem kokkar Michelin veitingahúsa koma og snæða á sínum frídögum.

Íslenskt hráefni með austur-lenskum blæAtli Már hefur sett saman sérstak-an Food & Fun matseðil sem boðið verður upp á Nauthól á meðan há-

tíðin stendur yfir. Íslenskt hráefni einkennir matseðilinn en einnig er að finna ýmis austurlensk áhrif, svo sem kóreskan grillmat og kimchi. „Ég hef verið að bjóða upp á íslensk

ígulker í Noregi og þau verða hluti af matseðlinum um helgina,“ segir Atli Már. Aðspurður um hvort margt sé líkt með norskri og íslenskri matar-gerð segir Atli Már að svo sé að mörgu leyti. „Veitingastaðirnir í Osló eru lík-lega í hærri gæðaflokki, þar eru til að mynda nokkrir staðir sem hafa Mic-helin stjörnur. Munurinn er hins vegar sá að á Íslandi er alltaf hægt að fá góð-an mat, hvert sem maður fer, en það er ekki raunin úti.“ Hann segir jafn-framt að mikil gróska hér á landi sem sé ákaflega gaman að fylgjast með.

Nauthóll fagnar fimm ára afmæliAri Sylvain Posocco er yfirmatreiðslu-maður á Nauthól. Hann hefur starfað þar í fjögur ár, en staðurinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. „Þátttaka okkar í Food & Fun er því í raun hluti af afmælisdagskránni okkar, en Nauthóll hefur til að mynda boðið upp á sérstakan afmælismatseðil í febrúar.“ Food & Fun matseðillinn er frábrugðinn hinum hefðbundna mat-seðli þegar kemur að framleiðslu. „Þegar ég fer út að borða vil ég helst fá allan matinn framreiddan í einu svo all-ir við borðið geti deilt matnum. Þann-ig skapast meira líf og fjör í kringum borðhaldið,“ segir Ari, en sá háttur verður hafður á að hluta til um helgina.

Food & Fun hátíðin stendur yfir dag-ana 25. febrúar - 1. mars og mun Naut-hóll bjóða upp á Food & Fun matseðil fram á laugardag. Bókanir fara fram í síma 599-6660 eða á [email protected]

Unnið í samstarfi við

Nauthól

56 matur & vín Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Food & fun matseðill

LystaukiÍslenskt ígulker, fen-nika og kál

Forréttir Saltfiskbollur „Tako-yaki“, harðfiskur, og íslensk söl, fersk vor-rúlla, linskelskrabbi, lárpera og löjrom.

MillirétturÞorskur, grænkál, fáfnisgrassósa og nautabeinmergur.

AðalrétturKóreskt BBQ með íslensku grísakjöti frá Ormsstöðum, chili majónes, kimchi, kasjúhnetur og salat.

EftirrétturEngiferjógúrtís, saltkaramella, epli og heslihnetukex.

Verð: 8.500 kr.

Vínpörun

Með forrétti Domaine Tabordet Pouilly FuméSauvignon Blanc, Loire, Frakkland

Með millirétti Réne Muré SignaturePinot Noir, Alsace, Frakkland

Með aðalréttiChocolate BlockSyrah, Cabernet Sau-vignon, Grenache, Suður-Afríka

Með eftirrétti Tosti Asti Moscato SpumantePiemonte, Ítalía

Verð: 7.500 kr.

Food & fun vínseðill

Freyðivín Faustino Cava Brut 1.390 kr. / 6.900 kr.

Hvítvín Robertson Char-donnay 1.190 kr. / 5.900 kr. Domaine Taborted Puilly Fume 9.490 kr.

RauðvínVilla Lucia Chianti Reserva 1.190 kr. / 5.900 kr.Réne Muré Signature Pinot Noir 8.490 kr.

EftirréttavínTosti Asti Moscato Spumante 1.050 kr. / 4.990 kr.

Líf og fjör á Nauthól í tilefni Food & FunMatarhátíðin Food & Fun stendur yfir fram á sunnudag og er Nauthóll stoltur þátttakandi í ár. Í tilefni hátíðarinnar verður Atli Már Yngvason, yfirkokkur og meðeigandi veitingastaðarins Pjoltergeist í Osló, sérstakur gestakokkur, en staðurinn er talinn vera einn sá heitasti í Noregi í dag.

Yfirkokkarnir Ari Sylvain Posocco og Atli Már Yngvason matreiða öðruvísi og skemmtilegan mat ofan í gesti Nauthóls um helgina í tilefni Food & Fun. Mynd/Hari

Page 57: 27 02 2015

Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup

RÝMINGARÚTSALA!

Lagerhreinsun lýkur um helgina

Heilsurúm, heilsudýnur, sófaborð, hliðarborð,náttborð, hvíldarstólar, hvíldarsófar, tungusófar, stakir sófar og stólar, dúnsængur, vatnskoddar, skammel (opnanleg með geymslu), kollar, heilsukoddar, sjónvarpsskenkar, rúmgaflarog margt fleira.

Opið: Virka daga kl. 10-18Laugardaga kl. 11-16

VIÐ ERUM ÍHLÍÐASMÁRA 1

LAGERHREINSUN 50% AFSLÁTTUR

ALLT AÐ

RÝMINGARÚTSALA!

R

Amerískar gæða dýnur framleiddar af Serta, stæsta dýnuframleiðanda í Bandaríkjunum.

Danskar dúnsængur frá Ringsted Dun.

Page 58: 27 02 2015

Baldur Þ. Guðmundsson er sigurvegari í spurningakeppni Fréttatímans með 16 stig. ?

? 16 stig

1. Frakklandi.

2. Juan Carlos.

3. 3000 km.

4. Brandarinn. 5. 1911. 6. Nikósía. 7. Al Pacino.

8. Blár, gulur og rauður. 9. Hlaupársdagur.

10. 14.

11. Einar Kárason. 12. Júníus Meyvant. 13. Dr. Gunni. 14. Corky. 15. Vala Flosadóttir.

16. 12. 17. Morris.

18. Gísli Halldór

Halldórsson. 19. 1982. 20. 1966.

21. Þrjá. 22. Harry Houdini. 23. Bronx, Brooklyn,

Manhattan, Queens og

Staten Island.

58 heilabrot Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

BOGNA MYLJAST UNAÐURBRÚNIR

SKARÓÞÉTTUR BORGUN

ENDA-HNÚTUR

BAÐA

NÆSTUM

STÚLKA

ANGANVÍSA LEIÐ

BUNDIÐ

RÆKI-LEGAR

GANGÞÓFI

UTAN

VARSLA

FYLGI-HNÖTTUR

GILDRA

KVAÐ

NÁLÆGÐ

BLAÐUR

FAG

RÍSA

ASKJA

VÖKVIRÍKI Í

EVRÓPU

KEYRSLAÓHRÓÐURHREYKJA

EFNI

GLUFARÚM TRAÐKA

LAUMU-SPIL

VÍSAÐ

RÍKI

AÐ-RAKSTUR

VEISLA

ÚT

PJATLA

LÁÐ

MINNKUN

ÖRÐU

TVEIR EINS

ÞYNGJAST

BLANDAR

SÆGUR

FÉLAGAR

ÁVINNA

ERGJA

NÝ-GRÆÐINGUR

KJAFI

HANDFANG

ESPA

STRIT

UMSTANG

MENNTA

VESAL-DÓMUR

HLAUP

GRUNNUR

MÆLI-EINING

PLANTAREYTA MEST

AÐALS-MAÐUR

FJANDI

STAGA

IÐN

ÁTT

Í RÖÐ

TEGUND

GÓLA

VAFI

ÞUNGI

DJAMM

LÆRLINGUR

AÐ BAKI

SKILABOÐ

ELDSNEYTI

BLÓM

STEIN-TEGUND

EINSKÆR

MERGÐ

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

TVEIR EINS

VÖKVA

TÆLA

STEYPA RÖKKUR

TAPAJARÐSIG

SLÆMA

my

nd

: S

ven

Sto

rb

ec

k (

cc

by

-S

A 3

.0)

230

Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum.

www.versdagsins.is

KUBBARNIRFÁST Í

KRUMMA

®

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 www.krumma.is

RÁNDÝR SKOKK R SKART-GRIPUR

HYSKI

SJÁÐU P UPP-SPRETTUR

FYLGI-HNÖTTUR

BERGSALT

KRÁ S T E I N S A L TB A R ÞVERRA

EFNI F Æ K K A USTROFF F I HINDRUN

HLUTI L O K U NA M A B A SVIKULL

TVEIR EINS

Í RÖÐ G GFARÐI

BORGARÍS M KVK NAFN

SPRIKL I L M U R MERGÐ

SÚLD Ó T A L

SANDEYRI

SLÍMDÝR

ÖTULL

T

G R E I Ð I RÚMMJÓLKUR-

AFURÐ

ARFLEIÐA O S T U R HALLASTAÐSTOÐ

R E I Ð I GLAÐUR

GINNA K Á T U R BERA AÐ GARÐI KLETTUR HBRÆÐI

GLJÁHÚÐ

A K KGAS-

TEGUND

EINSAMALL N E O N BRÚÐA D Ú K K ALS Í TÚNA

VERKFÆRI E N G J A SLÓR

LÍFFÆRI D R O L LÆTÍÐ

A S N I HEITI

BANA N A F N I GRÚS

ALDRAÐA M Ö LF SÁLAR

ÚR HÓFI A N D A UNG

SKELFING N Ý GÓNA

KVK NAFN G A P AR O F N A GRIMMUR

TITRA Ó A R G AFYRIR HÖND

Í ANDLITI P RSLITNA

Æ F A ÍSKUR

SKYLDI U R G AUMA

KALDUR A R M A FRUMEFNI RUSLIÐKA

ÐMÁL-

REIFUR

URGA R Æ Ð I N NGEÐ-

VONSKA

SPOR Ó L U N DSKJÖN

I SHESTA-SKÍTUR

SNÚRA T A ÐFRÁ

HERÐA-KLÚTUR A F TEMUR

EINING A G A RMN A R T

SPERGILL

VEIÐAR-FÆRI A S P A S ÓHREINKA

HERMA A T AKROPP

G R E I N PLANTNA

HÆTTA J U R T A Í RÖÐ

TVEIR EINS R SKVÍSL

A G I ÓGÆTINN Ó V A R MÁNUÐUR A P R Í LREGLA

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

R A M BLEKKING T Á L ÁVÖXTUR A K A R NF

HÓFDÝR

229

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Sviss. 2. Pablo Iglesias. 3. 287 kílómetrar. 4. Brandarinn. 5. 1911.

6. Níkósía. 7. Daniel Day Lewis. 8. Blár, gulur og rauður. 9. Hlaupársdagur

(29. febrúar) 10. 10. 11. Einar Kárason. 12. Júníus Meyvant. 13. Dr. Gunni.

14. Corky í Life Goes On. 15. Þórey Edda Elísdóttir. 16. 12. 17. Morris.

18. Gísli Halldór Halldórsson. 19. 1982. 20. 1963. 21. Þrjá. 22. Harry

Houdini. 23. Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island.

1. Hvaðan er hinn víðfrægi réttur „Cordon Bleu“ upprunninn?

2. Hvað heitir stofnandi „Podemos“, nýs stjórn­málaafls á Spáni?

3. Hvað er langt á milli Ís­lands og Grænlands?

4. Hver var fyrsta skáldaga tékkneska rithöfundar­ins Milan Kundera?

5. Hvaða ár var tæknifyrir­tækið IBM stofnað?

6. Hvað heitir höfuðborg Kýpur?

7. Hvaða leikari hefur oftast hlotið Óskars­verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki, alls þrisvar sinnum?

8. Hvaða litir eru í þjóð­fána Chad?

9. Samkvæmt gamalli írskri hefð mega konur einungis biðja karla á einum tilteknum degi, hvaða dagur er það?

10. Frá hve mörgum þjóðum eru stjórar liðanna í ensku úrvalsdeildinni?

11. Hver sendi frá sér skáld­söguna Kvikasilfur?

12. Hver var valin bjartasta vonin í popp og rokk tónlist á íslensku tón­listarverðlaununum um síðustu helgi?

13. Hver semur tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Lísu í undralandi?

14. Fyrir hvaða hlutverk er leikarinn Chris Burke þekktastur?

15. Hver á Íslandsmetið í stangarstökki kvenna, 4,60 metra?

Bráðabana­spurningar 116. Hvað hlaut kvikmyndin

Vonarstræti margar Eddur um liðna helgi?

17. Hver var höfundur Lukku Láka?

18. Hver er bæjarstjóri á Ísafirði?

19. Hvaða ár byrjuðu þættirnir Cheers, eða Staupasteinn í Banda­ríkjunum?

20. Hvaða ár fæddist Hólm­fríður Karlsdóttir?

Bráðabana­spurningar 221. Hvað fékk Kvennalistinn

marga þingmenn kjörna í alþingiskosningunum árið 1983?

22. Hvaða sviðsnafn notaði Bandaríkjamaðurinn Erich Weiss?

23. Hvaða fimm hverfi mynda New York borg?

Spurningakeppni fólksins úrSlit

svör

Nafn: Baldur Þ. Guðmundsson

Aldur: 50.

Maki: Þorbjörg M. Guðnadóttir.

Börn: Björgvin Ívar, María Rún, Ástþór Sindri.

Starf: Útibússtjóri, bæjarfulltrúi og tónlistarmaður.

Menntun: Viðskiptafræðingur.

Áhugamál: Tónlist, bóklestur og innivera.

Besti skyndibiti landsins: Villa borgari.

Uppáhalds lið: Keflavík, Manchester United.

Uppáhalds kvikmynd: The Usual suspects.

Uppáhalds bók: The Shining.

Erfiðasti andstæðingurinn hingað til: Sá síðasti.

16 stig

1. Frakklandi.

2. Pass.

3. 250 km.

4. Brandarinn. 5. 1911. 6. Nikosia. 7. Daniel Day Lewis. 8. Grænn, gulur og rauður.

9. 29. febrúar.

10. 9.

11. Einar Kárason. 12. Júníus Meyvant. 13. Dr. Gunni. 14. Corky. 15. Vala Flosadóttir.

16. 12. 17. Morris. 18. Pass.

19. 1982. 20. 1963. 21. 3. 22. Evil Knievel.

23. Bronx, Brooklyn,

Manhattan, Queens og

Staten Island. rétt

Nafn: Kjartan Guðmundsson

Aldur: 38 ára.

Börn: Hrafnhildur, 9 ára.

Starf: Dagskrárgerðarmaður á RÚV.

Menntun: Félagsfræði og menningar-fræði.

Áhugamál: Fyrirsætustörf, líkamsrækt, skíði, golf og lestur góðra bóka.

Besti skyndibiti landsins: Chili-báturinn á Nonnabita (mínus sveppir).

Uppáhalds lið: KR, Liverpool, danska landsliðið og LA Lakers.

Uppáhalds kvikmynd: Rocky.

Uppáhalds bók: Þetta eru asnar Guðjón, eftir Einar Kárason.

Erfiðasti andstæðingurinn hingað til: Stígur Helgason.

Page 59: 27 02 2015

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, drei�ýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband.

Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is.

Við seljum rafmagn — um allt land.

ORKA FYRIR

ÍSLAND

Bran

denb

urg

Orkusalan 422 1000 [email protected] orkusalan.is Raforkusala um allt land

Page 60: 27 02 2015

Föstudagur 27. febrúar Laugardagur 28. febrúar Sunnudagur

60 sjónvarp Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

20:10 The Voice (1/2:28) Christina Aguilera snýr aftur í dómarasætið ásamt þeim kampakátu Pharell Williams, Blake Shelton og Adam Levine

RÚV15.45 Paradís (4:8) e.16.40 Táknmálsfréttir16.50 Undanúrslit kk Valur-FH Beint18.45 Á sömu torfu19.00 Fréttir og Íþróttir19.30 Veðurfréttir19.35 Hraðfréttir20.00 Undanúrs. kk ÍBV-Haukar Bein22.00 Rocky IV Mynd um Rocky Bilbao sem tekst á við sovéska vöðvatröllið Ivan Drago um heimsmeistaratitilinn í hnefa­leikum. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Talia Shire, Burt Young, Charl Weathers, Dolph Lundgren og Brigitte Nielsen. Leikstjórn: Sylvester Stallone. Ekki við hæfi ungra barna.23.30 Á síðasta snúningi Rithöf­undur í ástarsorg einsetur sér að vinna aftur hjarta fyrrum kærasta síns. Gamansöm mynd um krákustigu ástarinnar með Charlize Theron í aðalhlutverki. Önnur hlutverk: Patrick Wilson og Patton Oswalt. Leikstjóri: Jason Reitman. Ekki við hæfi ungra barna. e.01.00 Wallis og Edward Bresk bíómynd í leikstjórn Madonnu. Ung kona í leit að raunverulegri ástarsögu rannsakar forboðna ást Játvarðs konungs VIII og Wallis Simpson.. Aðalhlutverk: Abbie Cornish, James D'Arcy, Andrea Riseborough og Oscar Isaac. Ekki við hæfi barna. e.02.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:20 Dr. Phil09:00 The Talk09:45 Pepsi MAX tónlist14:15 Cheers (17:25)14:35 The Biggest Loser - Ísland (6:11)15:45 King & Maxwell (8:10)16:30 Beauty and the Beast (12:22)17:10 Agents of S.H.I.E.L.D. (12:22)17:50 Dr. Phil18:30 The Tonight Show19:10 The Talk19:50 Parks & Recreation (6:22)20:10 The Voice (1/2:28)23:10 The Tonight Show23:55 Jerry Maguire02:15 Ironside (9:9)03:00 The Tonight Show04:30 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:20/ 15:35 The Mask of Zorro11:35/ 17:50 Nine13:30/ 19:50 Moulin Rouge22:00/ 04:10 The Da Vinci Code00:50 Family Weekend02:35 Super

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 207:40 Batman08:05 The Wonder Years (16/22) 08:30 Drop Dead Diva (12/13) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (126/175) 10:15 Last Man Standing (18/18) 10:40 Heimsókn (3/28) 11:00 Grand Designs (4/12) 11:50 Junior Masterchef Australia12:35 Nágrannar13:00 McKenna Shoots for the Stars14:35 Big16:20 Kalli kanína og félagar16:45 Raising Hope (18/22) 17:10 Bold and the Beautiful17:32 Nágrannar17:57 Simpson-fjölskyldan18:23 Veður18:30 Fréttir og Íþróttir 18:54 Ísland í dag. 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (12/22) 19:45 Spurningabomban (4/11) 20:35 NCIS: New Orleans (14/22) 21:20 Louie (6/13) 21:45 Hot Tub Time Machine 23:20 The Marine 3: Homefront00:50 Undefeated02:40 Kill List04:15 A. Lincoln: Vampire Hunter

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 Fiorentina - Tottenham09:50 Juventus - Dortmund11:30 Man. City - Barcelona13:10 Meistaradeildin - Meistaramörk13:40 Fimmgangur16:40 Everton - Young Boys18:20 Besiktas - Liverpool20:00/ 01:45 La Liga Report 20:30 Meistaradeild Evrópu 21:00 Evrópudeildarmörkin21:50 Þýsku mörkin22:20 UFC 182: Jones vs. Cormier00:05 Real Sociedad - Sevilla

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

13:15/21:00/01:30 Messan14:30 Hull - QPR16:10 Premier League World 2014/ 16:40 Chelsea - Burnley18:20 Football League Show 2014/1518:50 Crystal Palace - Arsenal20:30 Match Pack21:40/ 02:10 Enska úrvalsdeildin - upph.22:10 Swansea - Man. Utd. 23:50 Southampton - Liverpool

SkjárSport 11:00/15:30/18:05 Bundesl. Highl.11:50 Wolfsburg - Hertha Berlin13:40 Stuttgart - Borussia Dortmund16:20 Paderborn - Bayern München18:55 Bundesliga Preview Show (6:17)19:25/23:15 Bayern München - Köln21:25 Köln - Hannover

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:35 Victourious12:00 Bold and the Beautiful13:45 Ísland Got Talent (5/11) 14:45 Spurningabomban (4/11) 15:35 Sjálfstætt fólk (19/25) 16:15 How I Met Your Mother (16/24) 16:40 ET Weekend (24/53) 17:25 Íslenski listinn17:55 Sjáðu (380/400) 18:23 Veður 18:30 Fréttir, sportpakkinn og Lottó 19:15 Svínasúpan (6/8) 19:40 Two and a Half Men (6/22)20:05 Fókus (3/12) 20:25 Mom’s Night Out Gamanmynd frá árinu 2014 um Allyson og vinkonur hennar sem þrá ekkert heitar en að eiga kvöldstund saman og skemmta sér án barna og eiginmanna. 22:05 The Terminal00:10 Sacrifice01:50 Hitchcock 03:30 Hansel & Gretel: Witch Hunter04:55 The Rum Diary

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:05 Arsenal - Monaco11:45 B. Leverkusen - Atlet. Madrid13:25 Meistaradeildin - Meistaramörk13:55 Meistaradeild Evrópu 14:25 La Liga Report14:55 Granada - Barcelona Beint16:55 Besiktas - Liverpool18:35 Evrópudeildarmörkin19:25 Ferð á NBA leik í New York19:55 New York - Cleveland21:20 UFC Now 201522:10 UFC Countdown 22:40 R.-N. Löwen - Flensburg00:00 Granada - Barcelona01:40 UFC Now 201502:30 UFC Countdown 03:00 UFC: Jones vs. Cormier Bein

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:45 Man. City - Newcastle10:25 Premier League World 2014/ 10:55 Match Pack 11:25 Messan12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun12:35 West Ham - Crystal Palace Bein14:50 Man. Utd. - Sunderland Beint17:00 Markasyrpa17:20 Burnley - Swansea19:00 Newcastle - Aston Villa20:40 WBA - Southampton22:20 Stoke - Hull00:00 West Ham - Crystal Palace

SkjárSport 12:05 Bayern München - Köln13:55 Bundesliga Preview Show (6:17)14:25 Borussia Dortmund - Schalke17:25/21:15 Frankfurt - Hamburger SV19:25 Borussia Dortmund - Schalke

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.55 Ævintýri Merlíns (10:13) e.11.40 Hraðfréttir e.12.00 Saga lífsins (4:6) e.12.50 Saga lífsins - Á tökustað e.13.00 Kiljan e.13.45 Challenger: Lokaflug e.15.15 Útúrdúr (4:10)16.00 Rétt viðbrögð í skyndihjálp e.16.05 Saga af strák (8:13) e.16.25 Best í Brooklyn (8:22) e.16.45 Á sömu torfu e.17.00 Handboltalið Íslands (7:16) e.17.10 Táknmálsfréttir17.20 Kalli og Lóla (4:26)17.32 Sebbi (15:40)17.44 Ævintýri Berta og Árna (16:52)17.49 Tillý og vinir (6:52)18.00 Stundin okkar18.25 Kökugerð í konungsríkinu19.00 Fréttir, íþróttir og veðurfréttir19.40 Landinn (22)20.10 Öldin hennar (9:52)20.15 Bestu kokkar í heimi Heims­meistaramótið í matreiðslu í Lyon 2014. Sigurður Helgason tók þátt fyrir Íslands hönd og fylgir Þorsteinn J. honum eftir í aðdraganda keppninnar og í keppnina sjálfa.21.00 Heiðvirða konan (2:9)21.55 Í hjartakima Leikstjóri: Sofia Coppola. Ekki við hæfi barna.23.30 Glæstar vonir (1:3) e.00.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 09:40 The Talk11:00 Dr. Phil13:05 Cheers (19:25)13:25 Bachelor Pad (6:7)15:25 Million Dollar Listing (7:9)16:10 The Real Housewives of Orange16:55 The Biggest Loser - Ísland (6:11)18:05 Svali & Svavar (7:10)18:40 Parks & Recreation (6:22)19:00 Catfish (10:12)19:50 Solsidan (5:10)20:15 Scorpion (8:22)21:00 Law & Order (5:23)21:45 Allegiance (3:13)22:30 The Walking Dead (9:16)23:20 Hawaii Five-0 (13:25)00:05 CSI (17:20)00:50 Law & Order (5:23)01:35 Allegiance (3:13)02:20 The Walking Dead (9:16)03:10 The Tonight Show

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:10/ 15:35 New Year’s Eve11:05/ 17:30 I Don’t Know How She ...12:35/ 19:00 Algjör Sveppi og dularf.14:00 /20:20 The Year of Getting ...22:00/ 04:10 Man of Steel00:20 Courageous02:25 Promised Land

21.10 Rangtúlkun (Lost In Translation) Verðlauna­mynd í leikstjórn Sofiu Coppola.

22:05 The Terminal Mynd frá Steven Spielberg með Tom Hanks í aðalhlut­verki.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar 10.25 Gettu betur (5:7) e. 11.30 Landinn e. 12.00 Djöflaeyjan e. 12.30 Viðtalið (15) e.13.00 Handboltalið Íslands (6:16) e. 13.15 Úrslitaleikur kvenna Beint 15.10 Landakort 15.45 Úrslitaleikur karla Beint17.45 Táknmálsfréttir 17.55 Ævar vísindamaður (8:8) 18.30 Hraðfréttir e. 18.54 Lottó (27) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (20) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Steinaldarmennirnir Aðal­hlutverk: John Goodman, Rick Moranis, Rosie O'Donnell, Elizabeth Perkins, Halle Berry og Elizabeth Taylor. Leikstjóri: Brian Levant. 21.10 Rangtúlkun Bob Harris er kvikmyndastjarna sem er í Tókíó að leika í vískíauglýsingu. Hann þjáist af svefnleysi eina nóttina og fer á hótelbarinn þar sem hann hittir Charlotte sem er líka andvaka. Aðal­hlutverk: Bill Murray, Scarlett Johansson, Anna Farris og Giovanni Ribisi. Leikstjórn: Sofia Coppola. 22.55 Löggur á skólabekk Gaman­mynd með alvarlegum undirtóni um tvo unga lögreglumenn sem villa á sér heimildir. Ekki við hæfi barna. e. 00.40 Kaldastríðsklækir Spennu­mynd byggð á sögu eftir John Le Carré. Ekki við hæfi barna. e. 02.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist09:35 The Talk11:35 Dr. Phil12:55 Cheers (18:25)13:15 The Bachelor (8:13)14:45 Generation Cryo (4:6)15:30 Scorpion (7:22)16:15 The Voice (1/2:28)19:15 Emily Owens M.D (12:13)20:00 The Sweetest Thing21:30 Daddy's Little Girls23:10 Unforgettable (6:13)23:55 The Client List (6:10)00:40 Hannibal (9:13)01:25 The Tonight Show03:05 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:30/16:45 The Other End of the Line13:20/18:35 Chasing Mavericks15:15/20:30 The Clique22:00/02:45 I, Frankenstein23:35 Tucker and Dale vs.Evil01:05 Arthur Newman

21.55 Í hjartakima (Some­where) Hollywoodleikari í tilvistarkreppu nýtur lífsins. Þegar fyrrverandi eiginkona hans fær tauga­áfall birtist ellefu ára dóttir þeirra á hótelinu þar sem hann býr.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

19:45 Spurningabomban Logi Bergmann stjórnar þessum spurningaþætti þar sem hann egnir saman tveimur liðum.

21:00 Law & Order (5:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksókn­ara í New York borg.

Laserprentarar Allt frá nettum heimilisprenturum

til fjölnota skrifstofuprentara

Fjölnotaprentari liturC460FW

Prentun – skönnun - ljósritun / Prenthraði: allt að 19 bls/mín / Fyrsta síða út: 14 sek /

Upplausn: 2400 x 600 dpi / Pappírsbakki: 50 blöð / Þráðlaus nettenging

Verð 69.900 –

Laser prentari liturC1810W

Prenthraði: allt að 19 bls/mín / Fyrsta síða út: 6 sek eða minna / Upplausn: 9600 x

600 dpi / Pappírsbakki: 250 blöð/ Þráðlaus nettenging

Verð 59.900 –

Laser prentari svarthvíturM2022

Prenthraði: allt að 20 bls/mín / Fyrsta síða út: 8,5 sek / Upplausn: 1200 x 1200 dpi / Pappírsbakki: 150 blöð / Þráðlaus

nettengingVerð 17.900 –

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 · samsungsetrid.is

lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Page 61: 27 02 2015

Við stöðvaflakk um helgina sá ég mér til furðu að þar var nýr íslensk­ur þáttur á dagskrá. Eða kannski ekki nýr – meira svona aðlagaður úr útvarpinu. Árið er... eru snilldar­þættir og grípa mig alltaf þegar ég heyri þá. Verst er að þeir eru á ein­hverjum leiðindatímum þegar eng­inn nema ömmur eru að hlusta, á sunnudögum eða eitthvað. Af og til koma reyndar glefsur úr þáttunum á virkum dögum, sem er vel. Auðvit­að er þetta sjálfsagt þarna á inter­vefnum en ég man aldrei eftir að gá.

Nema hvað. Ég var að horfa á sjónvarpið mitt og þar kom þáttur­

inn Árið er… með Íslensku tónlist­arverðlaunin í fyrirrúmi. Sá reyndar síðar að einungis hefur verið talið í þennan þátt til að hita upp fyrir téð tónlistarverðlaun sem komu í beinni útsendingu strax á eftir.

Það breytir því ekki að þarna veitti RÚV okkur innsýn inn í hvað hægt er að gera. RÚV riggar þarna upp ágætis þætti. Vantaði reyndar öll viðtölin sem og dýpri greiningar. En það skiptir ekki máli í stóra sam­henginu því þarna er útvarpsþætti breytt á skömmum tíma í ljómandi gott sjónvarp og af þessu mætti gera meira. Finna það sem hefur virkað

og færa það milli miðla með tiltölu­lega einföldum hætti. Nóg ætti nú að vera til.

Svona leysum við hnútinn um þrætueplið RÚV í eitt skipti fyrir öll. Ríkisstöðin hættir að kaupa framhaldsþætti og bíómyndir frá Ameríku, ólympíuleika, útlend fót­boltamót og slíka vitleysu. Það eru hvort eð er til einkareknar stöðvar sem eru fullfærar um að gera slíku mun betri skil. Rúvarar einbeita sér frekar að innlendri framleiðslu og endursýningum á gamalli klassík. Splæsa svo endrum og sinnum í nor­rænt gæðasjónvarp eins og Forbry­

delsen og hvað þetta allt heitir. Þá getur Ríkisútvarpið og ­sjónvarpið yfirgefið auglýsingamarkaðinn og fjársveltar einkastöðvar fá meiri peninga til þess að halda uppi dag­skrá á móti hinu íslenska RÚV.

Þetta er ekki svo flókið – eða hvað?

Haraldur Jónasson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 212:00 Nágrannar13:45 Modern Family (9/24) 14:05 How I Met Your Mother (17/24) 14:30 Eldhúsið hans Eyþórs (8/9) 15:00 Restaurant Startup (8/8) 15:45 Fókus (3/12) 16:10 Um land allt (14/19) 16:45 60 mínútur (21/53) 17:30 Eyjan (24/35) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (79/100) 19:10 Sjálfstætt fólk (20/25) 19:45 Ísland Got Talent (6/11) Sjónvarpsþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríkustu einstaklingum landsins. Kynnir er Auðunn Blöndal dómarar eru Bubbi Mort-hens, Selma Björnsdóttir, Jón Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.20:45 Rizzoli & Isles (13/18) 21:30 Broadchurch (7/8) 22:20 Banshee (8/10) 23:10 60 mínútur (22/53) 23:55 Eyjan (24/35) 00:40 Transparent (3/10) 01:00 Suits (14/16) 01:45 Peaky Blinders 2 (5/6) 02:45 Looking (6/10) 03:15 Boardwalk Empire (7/8) 04:15 A Few Good Men

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:55 R.-N. Löwen - Flensburg09:15 Granada - Barcelona10:55 Valencia - Real Sociedad Beint13:05 Shaqtin a Fool: Old School13:30 World’s Strongest Man 201414:25 R.-N. Löwen - Flensburg15:45 Chelsea - Tottenham Beint18:15 Man. City - Barcelona19:55 Real Madrid - Villarreal Beint21:55 Chelsea - Tottenham23:35 UFC 182: Jones vs. Cormier

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

08:25 WBA - Southampton10:05 Man. Utd. - Sunderland11:45 Liverpool - Man. City Beint13:55 Arsenal - Everton Beint16:05 Liverpool - Man. City17:45 Arsenal - Everton19:25 Newcastle - Aston Villa21:05 West Ham - Crystal Palace22:45 Stoke - Hull00:25 Burnley - Swansea

SkjárSport 10:45 Borussia Dortmund - Schalke12:35 Frankfurt - Hamburger14:25 Mönchengladbach - Paderborn16:25/20:15 W. Bremen - Wolfsburg18:25 Mönchengladbach - Paderborn22:05 Bayern München - Köln

1. mars

sjónvarp 61Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Í sjónvarpinu Útvarp verður sjónvarp

Innsýn inn í framtíðina – vonandi

Kolvetna-

skert

Létt og leikandiÓskajógúrtí nýjum búningiÓskajógúrt hefur verið kærkominn

kostur íslensku þjóðarinnar í meira en 40 ár.

Þín óskastund getur verið hvenær sem er

en næsta Óskajógúrt er sjaldan langt undan.

Page 62: 27 02 2015

Það er þann-ig með alla listamenn að þeim finnst allir fá betri tækifæri en þeir og þannig byrjaði þessi hugmynd. Söngvari sem hefur gert það mjög gott úti en fær aldrei þá viðurkenn-ingu sem honum finnst hann eiga skilið heima fyrir.

„Það taka allir eftir því þegar tenór kemur á svæðið,“ segir Guðmundur Ólafsson sem setur upp Annan tenór í Iðnó. Ljósmynd/Hari

LeikList AnnAr tenór í iðnó

Tenórar liggja vel við höggi

Leikarinn Guðmundur Ólafsson hefur rifjað upp kynni sín af Tenórnum sem hann sýndi í nær 10 ár um allt land við góðar undirtektir. Hann segir tenórinn alltaf standa sér nærri og fannst nauðsynlegt að segja fólki frá því hvað hann hefur verið að fást við í þessi ár frá því að fólk kynntist honum fyrst. Guð-mundur ætlar að setja upp Annan tenór í Iðnó og frumsýnir um helgina.

G uðmundur frumsýndi Tenórinn í Iðnó haustið 2003 og gekk sýningin meira eða minna í 10 ár með hléum

um allt land. Guðmundur sagði svo skilið við Tenórinn haustið 2013, en fann hjá sér þörf til þess að setja upp framhald þar sem hann hefur aldrei skilið við karakterinn að fullu. „Sagan á bak við Annan tenór er sú að ég hef alltaf verið að velta því fyrir mér hvað varð um söngvarann,“ segir Guðmundur. „Hann var í ekki svo góðum málum þegar hinni sýningunni lauk og þetta nýja verk gerist í rauninni 11 og hálfu ári eftir atburði fyrri sýningarinnar og söngvarinn og undir-leikarinn hafa ekkert hist í öll þessi ár,“ segir Guðmundur. 

Það hefur ýmislegt breyst hjá söngvar-anum. Í fyrra verkinu sagði Guðmundur sögu af tenór sem var að syngja í stærstu óperuhúsum heims en einkalífið var í rúst. Í nýja verkinu er sami tenórinn fluttur aft-ur heim til Íslands og er búsettur austur á landi. „Staðan hans er sumsé allt önnur og spurning hvernig hann sættir sig við breytt-ar kringumstæður,“ segir Guðmundur. „Hin-um hógværa undirleikara hefur aftur á móti farnast vel í sínu daglega en einfalda lífi, enda aldrei sóst eftir frægð og frama. Við sögu kemur einnig „tæknimaður hússins“ sem Aðalbjörg Þóra Árnadóttir leikur en sem fyrr er Sigursveinn Magnússon í hlut-verki undirleikarans. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. 

Tenórinn á enga fyrirmyndGuðmundur fékk hugmyndina að tenórnum á sínum tíma vegna þess að honum fannst þessi „tegund“ listamanna áhugaverð. „Ég var í söngnámi hjá John Speight og líka hjá Guðmundu Elíasdóttur þegar ég var í leik-listarskóla og um aldamótin var smá ládeyða í vinnu hjá mér svo ég varð að búa eitthvað til,“ segir Guðmundur. „Mig langaði líka að sýna hvað ég gæti. Ég hafði alltaf sungið en aldrei opinberlega þessa tónlist. Það er þann-ig með alla listamenn að þeim finnst allir fá betri tækifæri en þeir og þannig byrjaði þessi hugmynd. Söngvari sem hefur gert það mjög gott úti en fær aldrei þá viðurkenn-ingu sem honum finnst hann eiga skilið heima fyrir,“ segir Guðmundur.

„Það hafa margir spurt hvort ég hafi haft einhverja fyrirmynd en svo er ekki. Þetta er bara eilífðarspurning mannsins um að sætta sig við það hver maður er. Ég fór í söngnám í kringum aldamótin og var kominn í ágætis form eftir tvö ár, því þetta krefst þess að geta sungið

almennilega,“ segir Guðmundur. „Ég er að tala allan tímann og að syngja svo maður þarf að vera í þokkalegu formi svona radd-lega.“ 

Höfundurinn hlustar á leikstjórannGuðmundur hefur mikinn áhuga á tónlist

en segir tenórana ekkert endilega sitt upp-áhald. „Það er alltaf verið að segja brand-ara um tenóra svo kannski lá hann betur við höggi,“ segir Guðmundur. „Þeir eru skraut-legir karakterar og margar sögur til af þeim. Það fer ekki fram hjá neinum þegar tenór gengur inn í salinn,“ segir Guðmundur sem skrifar leikritið sjálfur.

„Ég var kannski ekki lengi að skrifa þetta en hugmyndin hefur verið til í þó nokkurn tíma. Ég var alltaf að velta því fyrir mér hvað hafi orðið um karlinn,“ segir Guðmundur. „Fyrri sýningin endar á því að hann gengur inn á svið þar sem hann er að fara að halda tónleika. Þessi sýning segir nokkuð frá því hvað gerðist á þessum tónleikum og hvernig líf hans hefur þróast síðan þá. Það var ég bú-inn að hafa í huganum í svolítinn tíma, svo ég var ekki lengi að koma þessu á blað,“ segir Guðmundur. „Svo breytir maður og bætir þegar byrjað er að æfa. Þá hlustar maður á leikstjórann og þá verður höfundurinn að kyngja stoltinu. Leikstjórinn er úti í sal af ástæðu,“ segir Guðmundur.

Fann sig knúinn til þess að skrifa fleiri hlutverkGuðmundur hefur verið iðinn að starfa fyrir leikhópa á landsbyggðinni og hefur skrif-að nokkur leikrit á þeim vettvangi. „Ég er búinn að skrifa ein fimm leikrit fyrir Leik-félag Ólafsfjarðar og síðar Leikfélag Fjalla-byggðar, þegar leikfélögin sameinuðust,“ segir Guðmundur sem fæddur er og uppal-inn á Ólafsfirði. „Við settum upp hálfgerðan söngleik fyrir rúmum tveimur árum, sem heitir Stöngin inn og var valin „athyglisverð-asta áhugaleiksýningin“ af Þjóðleikhúsinu það árið. Það var svo sýnt í Þjóðleikhúsinu sem var feikilega gaman,“ segir Guðmundur. „Núna er bæði verið að æfa leikrit eftir mig í Borgarnesi og á Sauðárkróki og ég er alltaf eitthvað að skrifa.“

Færðu alltaf nóg af hugmyndum? „Það má segja að ég hafi byrjað á þessu

því ég var orðinn svo þreyttur á þessari leik-ritaskrá sem er til hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga,“ segir Guðmundur. „Mér fannst vanta fleiri leikrit þar sem konur eru í meiri-hluta því það er raunin hjá leikfélögum á landsbyggðinni. Í leikritaheiminum eru alltaf fleiri hlutverk fyrir karlleikara og ég fann mig bara knúinn til þess að skrifa fleiri kvenhlutverk. Það hefur verið mitt prinsipp að allir sem vilja vera með í leiksýningu fái að vera með. Ég bæti þá bara við hlutverkum ef þess þarf,“ segir Guðmundur Ólafsson, leikari og leikskáld. 

Annar tenór verður frumsýndur í Iðnó á morgun, laugardag. Allar nánari upplýsingar um miðasölu má finna á heimasíðunni www.midi.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

62 menning Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Billy Elliot (Stóra sviðið)Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k

Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k

Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k

Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas.

Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki

Lína langsokkur (Stóra sviðið)Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni

Öldin okkar (Nýja sviðið)Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00Síðustu sýningar

Beint í æð (Stóra sviðið)Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00Sprenghlægilegur farsi

Ekki hætta að anda (Litla sviðið)Sun 1/3 kl. 20:00Síðustu sýningar

Öldin okkar – HHHHH , S.J. Fbl.

Billy Elliot – Frumsýning 6. mars!

leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið

HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS [email protected]

Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)Fös 27/2 kl. 19:30 23.sýn Lau 7/3 kl. 19:30 26.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 29.sýn

Lau 28/2 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/3 kl. 19:30 27.sýn

Fös 6/3 kl. 19:30 25.sýn Lau 21/3 kl. 19:30 28.sýn

Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins.

Konan við 1000° (Stóra sviðið)Fim 5/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 14/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 20/3 kl. 19:30 52.sýn

Aukasýningar á Stóra sviðinu.

Karitas (Stóra sviðið)Sun 1/3 kl. 19:30 35.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 36.sýn

Allra síðustu sýningar.

Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 15/3 kl. 13:30Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 8/3 kl. 13:30 Sun 15/3 kl. 15:00Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Sun 8/3 kl. 15:00Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn!

Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)Lau 28/2 kl. 14:00 3.sýn Lau 7/3 kl. 14:00 5.sýn Lau 14/3 kl. 14:00 7.sýn

Lau 28/2 kl. 16:00 4.sýn Lau 7/3 kl. 16:00 6.sýn Lau 14/3 kl. 16:00 8.sýn

Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu

MÍL ANÓ f rá

Tímabi l : ma í - jún í 2015

16.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Page 63: 27 02 2015

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími afsláttar er frá 27.febrúar, til og með 1.mars. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 14b, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Náðarstund - KiljaVildarverð: 3.299.-Verð: 3.699.-

Táningabók- KiljaVildarverð: 3.299.-Verð: 3.699.-

Undur Vildarverð: 3.299.-Verð: 3.699.-

Etta og Ottó og Russel og JamesVildarverð: 3299.-Verð: 3.699.-

Vildarverð: 3.374.-Verð: 4.499.-Vildarverð: 3.374.-Verð: 4.499.-Vildarverð: 3.374.-Verð: 4.499.-

ÖMMUMATUR NÖNNU

Page 64: 27 02 2015

Fáðu meira út úr Fríinugerðu verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum á túristi.is

AMSTERDAM f rá

Tímabi l : jún í 2015

12.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

K ate er leikrit sem ég skrif-aði og fjallar um Ísland á stríðsárunum, segir Agnes

Wild, leikkona, leikstjóri og leik-skáld. „Það fjallar um unga stúlku frá Sauðárkróki, sem flytur til Reykjavíkur árið 1940. Hún fær vinnu í búðinni Flórída, sem var til á Hverfisgötunni. Þetta er þó ekki sönn saga, alls ekki,“ segir Agnes. „Sagan segir frá Kate og annarri stúlku sem vinnur í búðinni og þeirra sjónarhorni á ástandinu og hermönnunum sem hingað komu. Upplifun þeirra og reynsla er mjög ólík á þessum tíma og fara mjög ólíkar leiðir í sínu lífi. Þetta er byggt á sönnum atburðum þó sagan sé samin af mér,“ segir Ag-nes sem segist hafa lesið sér mikið til um þennan tíma og hlustað á sögur frá ömmu sinni sem bjó á Grettisgötu á þessum tíma. „Það eru margir „konfliktar“ í þessu og sagan endar ekkert endilega vel,“ segir Agnes. „Þrátt fyrir það er þetta kómedía, með dramatísku tvisti.“

Ástandið á Íslandi óþekkt í EnglandiLeikhópurinn Lost Watch, sem Agnes stofnaði, hefur sýnt verkið nokkrum sinnum í Bretlandi. Fyrst árið 2013 á lokaári Agnesar í námi, svo fóru þau með verkið á Fringe Festival í Edinborg þar sem verkið fékk NSDF verðlaunin á hátíðinni, eða National Student Drama Festi-val Award. Verðlaunin eru veitt þeim sem eru nýútskrifaðir, eða eru með verk þar sem nýútskrifað-ir leikarar koma fram. Agnes fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn og sviðshönnun á sömu hátíð svo það er greinilegt að verkið féll í kramið hjá Bretunum.

„Mér fannst það mjög skemmti-legt, þar sem leikmyndin er bara einn kassi sem er notaður á marg-an hátt,“ segir Agnes. „Stundum þarf bara ekki meira. Svo hefur þetta undið alveg svakalega upp á sig þarna úti. Það var uppselt á all-ar sýningarnar í Edinborg, en við sýndum nánast daglega í mánuð. Bretum finnst þetta viðfangsefni alveg svakalega merkilegt, vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um þetta,“ segir Agnes. „Þeir vita margir hverjir ekkert um það að þeir hafi átt hermenn á Íslandi á stríðsárunum.“

Í kjölfarið af þessum verðlaunum hefur Agnes fengið tækifæri til þess að sýna Kate í London og í næstu viku, þann 4. mars verður verkið frumsýnt í Greenwich Theater sem hefur verið partur af

LeiKList sýnir verK um „ástandið“ í London

Ætlaði að verða forsetiAgnes Wild útskrifaðist á síðasta ári úr leiklistarskól-

anum East 15 í London, þar sem hún lagði stund á leik-list og sköpun. Hún samdi leikrit fyrir leikhópinn Lost

Watch, sem hún stofnaði ásamt fleirum og sýndi verkið á Edinborgarhátíðinni í fyrra og fékk verðlaun fyrir.

Hún byggir leikritið, sem heitir Kate, á hernámi breskra hermanna á Íslandi á stríðsárunum. Hún er staðráðin í því að sýna verkið hér heima, en fyrst verður það sett

upp í London, sem Agnes segir mikla viðurkenningu.

Bretar vita margir hverjir ekkert um það að þeir hafi átt hermenn á Íslandi á stríðsárunum, segir Agnes Wild. Ljósmynd/Hari

leikhúslífi Lundúna í 150 ár. „Þeir sáu verkið í Edinborg og vildu fá okkur, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Agnes. „Það eru gríðarleg tækifæri fólgin í því að vera boðið þetta. Leikritið gæti farið víðar og jafnvel verið útgefið, sem er stór stimpill í Bretlandi,“ segir Agnes. „Þetta er mjög flott viðurkenning fyrir mig og hópinn sem við höfum haldið úti í þrjú ár.“

Vildi verða forsetiAgnes segist ætla að koma með verkið til Íslands, þó hún sé ekki al-veg viss hvenær það verður. „Núna erum við að safna styrkjum bæði í

Bretlandi og á Íslandi til að kom-ast með sýninguna hingað heim, næsta skref er svo að finna eitt-hvert leikhús sem vill leyfa okkur að sýna.

Ef allt gengur upp verðum við með sýningar á Kate seinni part þessa árs,“ segir Agnes. „Ég mun sýna verkið á ensku eins og það hefur

verið gert, en ég er búin að þýða það líka. Mig langar einhvern tím-ann að setja það upp á íslensku, en

með blönduðum leikarahópi afÍslendingum og Bretum.“Agnes hefur haft í nógu að

snúast eftir útskriftina og nýverið leikstýrði hún Footloose söng-leiknum fyrir Menntaskólann við Sund. „Mér finnst mjög gaman að skapa og leikstýra,“ segir Agnes. „Það hefur líka einhvern veginn þróast út í það. Ég setti upp Ronju ræningjadóttur hjá Leikfélagi Mos-fellsbæjar í vetur og svo Footloose núna hjá MS, og ég er að fara út að vinna að nýju verki með leikhópn-um mínum,“ segir hún. „Svo það er nóg að gera sem er gaman.“

Stóð það alltaf til að fara í leik-list, var aldrei neitt annað sem kom til greina?

„Nei eiginlega ekki. Mig langaði alltaf að verða forseti en það var ekkert nám sem undirbjó mann undir það, svo leiklistin var það næsta. Svo verð ég kannski forseti þegar ég hef aldur til,“ segir Agnes Wild, leikstjóri, leikkona og leik-skáld.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

www.birkiaska.is

Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

Birkilaufstöflur

www.birkiaska.is

MinnistöflurBætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

64 menning Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 65: 27 02 2015

LANCÔME KYNNINGÍ DEBENHAMS 26. FEBRÚAR – 4. MARS

GLÆSILEGUR KAUPAUKI ÞEGAR KEYPT ER FYRIR 8.900 EÐA MEIRA.

Við mælum með Rénergie Multi-Lift tvöfalda augnkreminu. Það er yndislega létt og bráðnar inn í húðina, dregur úr hrukkum og fínum línum, þéttir augnsvæðið og lyftir augnlokunum með því að örva framleiðslu kollagens og elastíns. Þunnur kremgrunnurinn í lokinu gefur fallegan ljóma, dregur úr baugum, verndar, sléttir augnpoka og lýsir upp augnsvæðið. Augnsvæðið verður sjáanlega unglegra á innan við mánuði.

GULLMOLI FRÁ LANCÔMEMeð RÉNERGIE FRENCH LIFT™ næturkreminu stígur Lancôme skrefinu lengra í leitinni að fullkomnari lyftingu. Kremið þéttir og styrkir húðina. Með því fylgir nudddiskur sem þrefaldar virkni kremsins.

20% A F S L Á T T U R A FÖ L L U M R É N E R G I EVÖRUM FRÁ LANCÔME

Allir sem koma á kynninguna fá lúxusstærð af MIRACLE CUSHION farðanum*.

*með

an b

irgði

r end

ast.

ÁREYNSLULAUS FULLKOMNUN Á NOKKRUM SEKÚNDUMFRÍSKANDI OG ÞÆGILEGUR FLJÓTANDI FARÐI Í PÚÐA

Fáanlegur í 5 litum. Gefur náttúrulega, ferska og ljómandi förðun.

FJAÐURLÉTT OG FERSK FORMÚLA

PÚÐI samsettur úr ótalmörgum holum sem gefa rétta skammtinn

SVAMPUR sem tryggir fallega og jafna förðun

Fáanlegur í 5 litum.

FJAÐURLÉTT OG FERSK FORMÚLA

samsettur úr ótalmörgum holum sem gefa rétta skammtinn

sem tryggir fallega og jafna

LIQUID CUSHION COMPACT - SPF 23/PA++FRÍSKLEGUR LJÓMI – ENDINGARGÓÐUR RAKI

FJAÐURLÉTTUR – BYGGIR UPP ÞEKJU

NÝTT

MIRACLE CUSHION

Page 66: 27 02 2015

A dam Levine er fæddur 18. mars 1979 og er söngvari, lagahöfundur og leikari.

Hann er einna helst þekktastur fyrir að vera söngvarinn í popp­hljómsveitinni Maroon 5. Tveir sigurvegarar the Voice hafa kom­ið úr hans liði. Adam hefur einnig stigið fæti inn í leiklistarheiminn á síðustu árum en hann lék lítið hlut­verk í þáttaröðinni American Hor­ror Story: Asylum og kvikmyndinni Begin Again.

Blake Shelton er fæddur 18. júní árið 1976 og er einn helsti kántrí­

söngvari Bandaríkjanna. Blake hefur alls hlotið fimm tilnefningar til Grammy verðlaunanna. Hann er sigursælasti dómari The Voice frá upphafi, en alls hafa fjórir sigurveg­arar keppninnar frá upphafi verið undir handleiðslu hans.

Pharell Williams er fæddur 5. apríl 1973 og gengur yfirleitt undir nafninu Pharell. Hann er allt í senn lagahöfundur, rappari, framleið­andi, tískufrömuður og hefur hlotið 11 Grammy verðlaun. Lagið Happy úr kvikmyndinni Despicable Me 2 er án efa hans þekktasta lag, en það

hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og er til að mynda mest sótta lag í Bretlandi frá upphafi. Þetta er í annað sinn sem Pharell verður í dómnefnd The Voice.

Christina Aguilera er fædd 18. desember 1980 og er söngkona, lagahöfundur, leikkona. Hún hóf feril sinn í The Mickey Mouse Club ásamt Britney Spears, Justin Tim­berlake og fleiri stjörnum. Christ­ina snýr nú til baka í The Voice eftir tveggja ára hlé og bíða aðdáendur hennar spenntir eftir endurkom­unni.

The Voice snýr afturÁttunda þáttaröðin af einum vinsælasta skemmtiþætti veraldar, The Voice, er að hefja göngu sína en þar fá hæfileikaríkir söngvarar tækifæri til að slá í gegn. Carson Daly heldur áfram sem kynnir og í dómarasætunum verða þeir Adam Levine, Blake Shelton og stórstjarnan Pharell Williams. Gewn Stefani verður ekki með að þessu sinni en það er engin önnur en Christina Aguilera sem fyllir hennar sæti í dómnefndinni eftir tveggja ára pásu.

Konum fjölgar í Rótarý

Guðbjörg Alfreðs-dóttir, umdæmis-stjóri Rótarý á Íslandi, segir eðlilegt að jafn margar konur og karlar taki þátt í félagsskap á borð við Rótarý-hreyfinguna. Að hennar frum-kvæði verður í fyrsta skipti sérstakur Rótarý-dagur haldinn á Íslandi þar sem starfið er kynnt. Guðbjörg segir það hafa aukið víðsýni sína að starfa í Rótarý. Stærsta verk-efnið á alþjóða-vísu síðustu ár hefur verið að vinna gegn löm-unarveiki.

É g tel eðlilegt að það séu jafn margar konur og karlar í svona félagsskap. Þess vegna er líka eðlilegt að konur

séu stundum í forsvari og stundum karlar,“ segir Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmis­stjóri Rótarý á Íslandi. „Það er alltaf verið að reyna að fjölga konum í stjórnum fyrir­tækja og það hefur sýnt sig að það er betra að bæði kynin komi að stjórnum,“ segir hún. Tveir klúbbar á landinu hafa á að skipa nærri jafn mörgum konum og körlum og fjöldi kvenna fer vaxandi í Rótarýhreyfing­unni.

Guðbjörg er þriðja konan sem gegnir embætti umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi. Að hennar frumkvæði verður í fyrsta skipti haldinn sérstakur Rótarýdagur á Íslandi laugardaginn 28. febrúar en slík­ir dagar eru haldnir víða um heim. Þessi dagsetning var valin af handahófi en svo skemmtilega vill til að Rótarýhreyfingin var stofnuð 23. febrúar 1905 í Chicago svo Rótarýhreyfingin fagnar 110 ára afmæli félagsskaparins rétt fyrir Rótarýdaginn. Alls eru um 1,2 milljón rótarýfélaga um allan heim en íslenskir félagar eru tæp­lega 1200. Konur og karlar eru saman í rótarýklúbbum og gekk sú fyrsta til liðs við hreyfinguna á Íslandi árið 1992.

Einkunnarorð Rótarý eru „Þjónusta ofar eigin hag“ og segir Guðbjörg að eitt af markmiðum Rótarý sé að breiða út þennan boðskap. „Við leggjum líka áherslu á að meðlimir greiði í Rótarý­sjóðinn sem er flaggskip hreyfingarinnar og kost­ar fjölmörg mannúðar­verkefni um allan heim. Þá er það markmið okkar að gera Rótarý sýnilegra og er Rótarýdagurinn lið­ur í því,“ segir hún en ein­kunnarorð heimsforseta Rótarý, Gary Huang, fyrir árið 2015 eru einmitt „Vörp­um ljósi á Rótarý.“.

Mikið er lagt upp úr því að félagar í Rótarý séu úr sem flestum starfsgreinum. „Það eykur á víðsýni að kynnast ólíku fólki. Tengslanetið skiptir líka miklu og get­ur haft áhrif bæði í leik og

starfi. Ég kem úr lyfjabransanum og þeg­ar ég gekk í Rótarý hélt ég að lífið snerist bara um lyf en ég hef lært gríðarlega mikið í þessum félagsskap,“ segir hún.

30 rótarýklúbbar eru starfandi á Íslandi og stuðlar hver þeirra að ýmsum framfaramál­um í heimabyggð, sem og verkefnum á lands­vísu auk alþjóðlegra verkefna. „Þetta eru til að mynda verkefni sem snúa að skógrækt, stuðningi við hjúkrunarheimili, hreinsun á göngusvæðum og söfnun á hlýjum fötum fyrir þá sem minna mega sín. Við leggjum rækt við æskulýðsmál og á hverju ári stönd­um við fyrir skiptinemaáætlun þar sem við sendum íslenska skiptinema út þar sem þeir búa hjá rótarýfélögum og tökum við erlend­um skiptinemum hingað. Þá veitir Rótarý háskólastyrki og tíu Íslendingar hafa hlotið alþjóðlegan friðarstyrk Rótarýhreyfingar­innar sem er ætlaður til náms og rannsókna sem stuðlar að eflingu friðar í heiminum. Rótarýklúbbar um allan heim ráðstafa um 100 milljónum dollara árlega til menntunar­, fræðslu­ og menningarmála. Stærsta verk­

efni undanfarinna ára hefur verið að útrýma lömunarveiki,“ segir Guð­björg. Hún er afar spennt fyrir Rótarýdeginum og er undirbún­ingur í fullum gangi hjá klúbbum um allt land.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Konur og karl-ar eru saman í rótarýklúbb-um og gekk sú fyrsta til liðs við hreyfing-una á Íslandi árið 1992.

Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, er þriðja konan sem gegnir þessu emb-ætti. Mynd/Hari

Fjórpróf rótarýmannasem er haft til hlið-sjónar í öllu starfi Rótarý:

Er það satt og rétt?

Er það drengilegt?

Eykur það velvild og vinarhug?

Er það öllum til góðs?

66 menning Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLENSKA

SIA

.IS

MS

A 6

5552

09/

13

ALICANTE, BENIDORM f rá

Tímabi l : apr í l - maí 2015

12.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Leitið upplýsinga á auglýsingadeildFréttatímans í síma 531 3310 eða á [email protected]

Fréttatímanum er dreift á heimili á

höfuðborgarsvæðinu

og Akureyri auk

lausadreifingar um land allt.

Dreifing með

Fréttatímanum á

bæklingum og fylgiblöðum

er hagkvæmur kostur.

Ert þú að huga að dreifingu?

Page 67: 27 02 2015

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16

ÍSLENSKIR SÓFARSNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Torino tunga 4H2Verð frá 499.900 kr

Nevada 3+1+1Verð frá 469.900 kr

Lyon 4+2Verð frá 374.800 kr

Púðar í öllum stærðum Húsgögn fyrir funda og veislusali í miklu úrvali

Staflanlegir stólar Felliborð

Með nýrri AquaClean tæknier nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni!

knist

ni!Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.

Page 68: 27 02 2015

Í takt við tÍmann Gyða Dröfn SveinbjörnSDóttir

Fylgist vel með ævintýrum Kardashian-fjölskyldunnarGyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir er 23 ára Akureyrarmær sem flutti til Reykjavíkur í haust og leggur stund á nám í sálfræði með áherslu á markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Gyða Dröfn er fyrrum Íslandsmeistari í módelfitness og heldur úti vinsælu bloggi á gydadrofn.com.

StaðalbúnaðurFatastíllinn minn er kvenlegur og klass-ískur. Ég er yfirleitt í leggings eða sokka-buxum og fínum skyrtum og kápum. Mér finnst lang skemmtilegast að kaupa mér yfirhafnir og hælaskó – en það tengist því kannski að ég er 1,56 á hæð. Fötin kaupi ég mest í útlöndum í H&M og Zöru en hér heima í Zöru og Vero Moda.

HugbúnaðurÉg er mjög dugleg að fara í ræktina þó það sé orðið langt síðan ég keppti síðast í módelfitness. Ég æfi í World Class og fer líka í jóga og hot jóga. Ég fer mikið á kaffihús. Ætli Te & kaffi sé ekki stærsti útgjaldaliðurinn í heimilisbókhaldinu, ég er fastagestur þar. Ég fer stundum á djammið. Ekkert um hverja helgi en alveg af og til. Mér finnst mjög gaman að fara á viðburði og skemmtilega tónleika en ef ég fer bara niður í bæ þá fer ég oftast á Austur og b5. Ég horfi mjög mikið á sjón-varpsþætti og er búin með endalaust mik-ið af seríum. Ég horfi auðvitað á klass-

íska stelpuþætti eins og Sex and the City, Gossip Girl og Desperate Housewives en er líka fyrir Breaking Bad, Nip/Tuck og fleiri þætti. Svo verð ég viðurkenna að raunveruleikaþættir eru „guilty pleasure“ hjá mér. Ég fylgist mikið með Keeping up with the Kardashians og Biggest Loser.

VélbúnaðurÉg er Eplamanneskja alla leið, er með Macbook Air og iPhone 5s. Ég nota símann til að taka myndir fyrir bloggið mitt en draumurinn er reyndar að eignast flotta myndavél einhvern daginn. Uppá-halds appið mitt er Instagram en ég nota líka önnur samfélagsmiðlaöpp, Facebook, Snapchat og Twitter.

AukabúnaðurMér finnst rosa gaman að elda en er kannski ekki nógu dugleg við það. Þegar ég elda reyni ég að hafa matinn hollan og góðan, til að mynda pasta- og kjúk-lingarétti eða afríska- eða marokkóska pottrétti. Mér finnst líka gaman að baka

kökur – bæði hollar og óhollar. Ég fæ mér oft sushi þegar ég borða úti eða salat, til dæmis á Local, og ég fer líka mikið á Serrano. Mér finnst gaman að spá í snyrtivörur og prófa mig áfram með þær. Ég fer aldrei út úr húsi án þess að vera með maskara. Ég kaupi mikið af snyrtivörum á netinu og á orðið nokkrar fullar skúffur heima. Ég keyri um á rosalega krúttlegum strumpabláum Polo. Hann er 2003-módel og hefur reynst mér vel fyrir utan að það hafa öll fjögur dekkin sprungið síð-an ég flutti suður. Síðasta utan-landsferð mín var til Noregs en næst á dagskrá er að skella sér til Glasgow til að heimsækja vinkonu mína og versla. Í fyrra fór ég til Madrídar og það er ein skemmtilegasta borg sem ég hef komið til, alveg dásamleg.

Ljós

myn

d/H

ari

Nýjar

KLAPPARSTÍGUR 40 101 REYKJAVÍK · SÍMI 571 4010

peysur

GerðarSafn SýninG blaðaljóSmynDara

Árleg sýning Blaðaljósmyndara-félags Íslands á bestu myndum árs-ins 2014 verður opnuð á morgun, laugardaginn 28. febrúar, klukk-an 15 í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru að þessu sinni 116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 myndum 24 blaða-ljósmyndara. Veitt verða verðlaun í níu flokkum, fyrir Mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, um-hverfismyndina, portrettmyndina, íþróttamyndina, daglegt líf, tíma-ritamynd, myndröð ársins og mynd-skeið ársins. Við sama tækifæri verða veitt blaðamannaverðlaun í þremur flokkum, Blaðamanna-verðlaun ársins, rannsóknarblaða-mennska ársins og umfjöllun árs-ins. Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá

í hverjum flokki. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kem-ur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni.

Þá opnar á neðri hæð safnsins á sama tíma sýning á myndum Ragn-ars Th. Sigurðssonar, sem hann nefnir Ljósið. Ragnar Th. er þekkt-ur fyrir einstæðar náttúruljósmynd-ir. Hann hóf feril sinn sem blaðaljós-myndari, en fór fljótlega að starfa sjálfstætt. Hann á að baki yfir 30 ára ljósmyndaferil og ferðast reglulega á heimsskautasvæðin í leit að við-fangsefni fyrir verk sín sem hvergi annars staðar er að finna. Hann hefur hlotið þrenn CLIO verðlaun, tekið þátt í fjölda sýninga og lagt til myndefni í fjölmargar bækur og tímarit, bæði hér heima og erlendis.

Bestu blaðaljós-myndir ársins

Arctic Images heldur utan um verk Ragnars Th. Sigurðssonar en allur ágóði af sölu verka hans fer til styrktar Ljóssins endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

68 dægurmál Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

Page 69: 27 02 2015

Gerðarsafn sýninG Blaðaljósmyndara

SÍMI 58 12345 DOMINO’S APP WWW.DOMINOS.IS

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

Domino’s er á Food & Fun í fyrsta sinn! Á meðan hátíðinni stendur bjóðum við sérstakan OFF MENU-

matseðil, þrjár framandi og spennandi pizzur sem aðeins verður hægt að prófa 25. feb.–1. mars. Taktu þátt í Food and Fun að hætti Domino’s!

Hvítlauksbotn, tígrisrækjur marineraðar í sweet chili ásamt þistilhjörtum. Toppuð með klettasalati og hvítlauks-aioli eftir bakstur.

Hvítlauksbotn, kjúklingastrimlar marineraðir í rauðu thai-karrí ásamt kókoshnetuflögum. Toppuð með ferskum kóríander, fersku basil

og hvítlauks-aioli eftir bakstur.

Beikonsneiðar, spínat, ferskur mozzarellaostur.Toppuð með furuhnetum og hunangi eftir bakstur.

Bacon Spin

Page 70: 27 02 2015

Bar Myndskreyttir veggir

Málaði veitingastað með Air-brushÍ Austurstræti er unnið dag og nótt við það að gera nýjan veitingastað kláran til opnunar. American Bar, eða Ameríski barinn, mun opna þar innan skamms í því húsi sem áður hýsti Thorvaldsen Bistro. Á veggj-um staðarins hafa verið málaðar og teiknaðar myndir af ýmsum toga og munu eflaust fanga athygli þeirra sem heimsækja staðinn.

Air-brush meistarinn Ýr Bald-ursdóttir er einn þeirra listamanna sem hafa skreytt staðinn. „Eigand-inn hringdi í mig eftir að hafa fengið ábendingu frá snyrtistofu hér í bæ,“

segir Ýr. „Ég hef verið að gera alls-konar myndir með Air-brush tækni og mikið skreytt bíla og mótorhjól. Ég fékk þær leiðbeiningar að eig-endurnir vildu hafa þetta amerískt út í smá bíóþema, svo ég gerði stóra mynd af Jack Nicholson úr Shining myndinni og líka Monicu Lewinsky og allskonar skreytingar,“ segir Ýr.

„Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hef verið í mjög fjölbreyttum verkefnum Ég stefni á það að halda sýningu þegar nær dregur jólum, þar sem ég hef verið að leika mér að blanda saman Air-brush aðferð-

inni við olíumálningu. Það er spenn-andi að sjá hvernig það mun þróast,“ segir Ýr Baldursdóttir Air-brush meistari.

Ameríski barinn opnar á næstu dögum og þar verður meðal annars boðið upp á borgara og rif frá Dirty Burgers and Ribs, ásamt fleira góð-gæti. -hf

Ýr Baldursdóttir ásamt Jack Nicholson. Ljósmynd/Hari

Ég ætla að elta draum-inn, segir Rakel Björk Björnsdóttir. Ljósmynd/Hari

Herranótt rakel Björk Björnsdóttir Með aðalHlutverkið

Foreldrarnir geta ekki sungiðLeikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Herranótt, frumsýnir í kvöld söngleikinn Vorið vaknar, eða Spring Awakening eftir þá Duncan Shaeik og Steven Sater. Með aðalhlutverkið fer ung og efnileg leikkona sem heitir Rakel Björk Björns-dóttir. Hún útskrifast úr MR í vor og ætlar sér að þreyta inngöngupróf í leiklistarskóla í London í kjölfarið. Hún lék í kvikmyndinni Falskur fugl á síðasta ári og í vor verður kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson frumsýnd, þar sem Rakel fer með aðalhlutverkið.

H erranótt, leikfélag MR, set-ur upp eina stóra sýningu á ári og í ár er það söngleikur-

inn Vorið vaknar sem varð fyrir val-inu. Rakel Björk Björnsdóttir, sem leikur eitt aðalhlutverkanna, segir alltaf jafn gaman að taka þátt, en hún er að taka þátt í þriðja sinn. „Við byrjuðum að lesa handritið í byrjun desember og svo höfum við æft stíft frá áramótum,“ segir Rakel Björk. „Söngleikurinn er byggður á sögu frá árinu 1890 og það er ótrúlega gaman að leika og syngja í þessu.“

Rakel á sér þann draum að geta leikið og sungið að atvinnu í framtíðinni og er farin að leggja drög að því að láta þann draum rætast. „Ég lék í Fölskum fugli í fyrra og í vor verður myndin Þrestir frumsýnd þar sem ég leik eitt aðalhlutverkanna. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég er að útskrifast frá MR í vor og ætla í smá ævintýri. Ég ætla að reyna að komast inn í skóla í London og vonandi gengur það bara vel,“ seg-ir Rakel sem sótti um í Leiklistar-skólanum hér heima þegar inntöku-prófin voru í janúar og komst í loka úrtakið. „Það var pínu svekkjandi að komast ekki inn, eðlilega. Sérstak-lega þegar maður var kominn svona langt,“ segir Rakel Björk. „Það má samt ekki draga úr manni, maður heldur bara áfram.“

Rakel hefur verið að syngja í veislum og öðrum uppákomum undanfarið og nýtir hvert tækifæri til þess að syngja. „Foreldrar mínir geta ekki sungið svo það er ekki al-veg vitað hvaðan ég hef þetta eigin-lega,“ segir Rakel. „Ég hef bara alltaf verið að syngja og tók þátt í öllum þeim söngkeppnum sem ég gat þegar ég var yngri, og í söngkeppni framhaldsskólanna. Það er draumur-inn að geta verið söng- og leikkona og ég ætla að reyna það,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir.

Herranótt mun sýna 8 til 10 sýn-ingar af Vorið vaknar og allar nánari upplýsingar um sýninguna má finna á www.midi.is

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Nýdanskir dagar að hefjastHljómsveitin Nýdönsk hefur í kvöld tónleikaröð sem þeir kalla Nýdanska daga. Í tilefni þess frumsýnir sveitin forláta mottur á tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld, en Mottumars hefst um helgina. Í þessari tónleikaröð mun sveitin heimsækja Siglufjörð, Akureyri, Reykjanesbæ, Akranes ásamt Hafnarfirði með tvennum tónleikum í Bæjarbíói um helgina. Sérstakir gestir í Bæjarbíói verða nemendur í Tón-listarskóla Hafnarfjarðar, sem munu

leika nokkur vel valin lög Nýdanskra á tónleikunum. Allar upplýsingar um Nýdanska daga má finna á Facebook síðu hljómsveitarinnar.

Dóri Gylfa og Siggi Þór í RéttiTökur á þriðju þáttaröð spennuþáttanna Réttur hefjast í vor. Leikstjóri þáttanna verður Baldvin Z og er undirbúningur hafinn og verið að ráða í helstu hlutverk. Jóhanna Vigdís Arnardóttir mun leika aðalhlutverkið eins og í fyrri seríum sem

gerðar voru fyrir fimm og sex árum. Önnur hlut-

verk í þáttunum verða í höndum Halldórs Gylfasonar og Sigurðar Þórs Óskarssonar, svo einhverjir

séu nefndir, en leikaraval stendur

yfir þessa dagana.

Lucky Records til söluHljómplötuverslunin Lucky Records við Rauðarárstíg er auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Atvinnueign. Ingvar Geirsson, eigandi verslunarinnar, segist ekki hafa hugsað þetta í langan tíma, en aðallega langi hann að sjá hvað er í boði. „Ég er nú bara að þreifa fyrir mér. Það fer ekki bara eftir tilboði, heldur líka eftir hugsjón hvort ég láti af þessu verða,“ segir Ingvar. „Ég hef alltaf reynt að gera búðina betri og finnst eins og ég komist ekki mikið lengra í bili.“ Lucky Records byrjaði sem bás í Kolaportinu árið 2005 og hefur jafnt og þétt orðið ein vinsælasta búðin í miðbænum. Verið valin besta hljómplötuverslun landsins 2012, 2013 og 2014, ásamt því að hafa verið valin ein af sex bestu hljómplötuverslunum heims af BA-Highlife. „Það eru margir sem koma til greina sem arftakar, en þetta ræðst á hugarfari, reynslu og virðingu fyrir hugtakinu plötubúð,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records. -hf

70 dægurmál Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

MÍL ANÓ f rá

Tímabi l : ma í - jún í 2015

16.999 kr.TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

Page 71: 27 02 2015

LAGERSALA Lín Design Laugavegi 178 Glerártorgi Akureyri www.lindesign.is. . .

RISALAGERSALALAGERSALALAGERSALALín DesignLín DesignLín DesignLAUGARDAG &

SUNNUDAG

BARNAFÖT

RÚMFÖT

HANDKLÆÐI

ELDHÚSVÖRUR

BARNAVÖRUR

ALLTAÐ 80%AFSLÁTTUR

OPIÐ

REYKJAVIK

AKUREYRILAUGARDAG 10-17SUNNUDAG 13-17

OPIÐ

LAUGARDAG 11-17SUNNUDAG 11-17

& MARGT FLEIRA

DÚKAR

AÐEINS2 DAGAR

80%

RÚMFÖTFRÁ 2.990 KRÖLL BARNAFÖT

MEÐ 70%

KOMDU &

LUKKULEIKTAKTU ÞÁTT Í

PÚÐAR

STÓR RÚMFÖT

AFSLÆTTI

SÝNISHORN

SÝNISHORNMEÐ MIKLUM

AFSLÆTTI

Page 72: 27 02 2015

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Bakhliðin

Samvisku- samur gítarleikariNafn: Dagný Hrönn PétursdóttirAldur: 38.Maki: Jóhann Ottó Wathne.Börn: Heiðar Davíð 8 ára og Elísabet 4ra ára.Menntun: MBA, rekstrarhagfræðingur frá Manchester Business School og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.Starf: Framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Fyrri störf: Business strategy manager hjá American Express, forstöðumaður Stjórnendaskóla HR og deildarstjóri hjá Símanum.Áhugamál: Ýmislegt, en vinnan er klárlega eitt af aðal áhugamálum mínum, enda getur ekki verið annað en gaman í vinnunni þegar við höfum það hlutverk alla daga að gleðja gesti okkar með óviðjafnanlegri upplifun.Stjörnumerki: Ljón.Stjörnuspá: Dagdraumar sækja á huga þinn í dag og trufla einbeitingu þína. Ekki láta þér bregða, þótt margt sé

öðruvísi í návígi, en þú hugðir.

D agný er traustur vinur, góður hlustandi og alveg eldklár,“ segir Sveinbjörg

Pétursdóttir, systir Dagnýjar. „Hún er samviskusöm, heiðarleg og lausnamiðuð og lunkin við að draga fram björtu hliðarnar. Svo er hún líka svo skemmtileg, mik-ill húmoristi og það sem færri vita – fantagóður gítarleikari,“ segir Sveinbjörg.

Dagný Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Bláa lónsins. Fyrirtækið hefur nú hafið innleiðingu nýrrar aðgangsstýringar þar sem fjöldi seldra aðgöngumiða ofan í lónið er takmarkaður á hverjum tíma til að tryggja sem bestu upplifun gesta. Framkvæmdir eru einnig hafnar við tvöföldun á upplifunarsvæði Bláa lónsins.

Hrósið ......fær Petrúnella Skúladóttir sem skoraði 17 stig og tók 10 fráköst þegar lið Grindavíkur varð bikarmeistari í körfuknattleik kvenna um síðustu helgi.

Dagný Hrönn PétursDóttir

20% afsláttur af loðkrögum

Í tilefni af konudeginum er 20% afsláttur föstudag—sunnudag af loðkrögum

Laugavegur 45 Sími: 519 66 99

Vefverslun: www.myconceptstore.is

Page 73: 27 02 2015

Alicante

Tenerife

Barcelona

Lyon

Mílanó

Róm

Salzburg

Kaupmannahöfn

Berlín

BillundVilníus

Varsjá

París

London

Dublin Düsseldorf

Amsterdam

Stuttgart

Reykjavík

Washington D.C.Boston

VEGIRLIGGJATIL 20 ÁT TASTAÐUR TÍMABIL FLUG Á VIKU

NÝTT

NÝTT

NÝTT

NÝTT

NÝTT

ALICANTE mars-jan.

VARSJÁ allt árið

VILNÍUS sumar

SALZBURG des.-mars

DUBLIN allt árið

BOSTON allt árið

WASHINGTON, D.C. allt árið

LONDON allt árið

KAUPMANNAHÖFN allt árið

PARÍS allt árið

BERLÍN allt árið

BARCELONA mars-okt.

AMSTERDAM allt árið

STUTTGART júl í-ágúst

DÜSSELDORF sumar

MÍLANÓ maí-sept.

LYON sumar

BILLUND sumar

RÓM sumar

TENERIFE allt árið

1-4

1-3

1

1

3

5-6

4-5

7-9

4-7

3-8

3-6

2-4

3-4

2

2

2-3

2

1

1

1

GERÐUVERÐSAMANBURÐ

FLUGFÉL AG FÓLKSINS

Page 74: 27 02 2015

ÞAR SEM AMERÍKA ER ÖRLÍTIÐ LENGRA Í BURTU EN T.D. LONDON OG

BERLÍN LEITAÐI WOW AIR AÐ HINNI FULLKOMNU FLUGVÉL TIL AÐ

FLJÚGA MEÐ GESTI FÉLAGSINS VESTUR UM HAF Á SEM HAGKVÆMASTAN

HÁTT. AIRBUS A321 VARÐ FYRIR VALINU OG FYRIR SKÖMMU FESTI WOW

AIR KAUP Á TVEIM SPLUNKUNÝJUM A321 VÉLUM BEINT ÚR KASSANUM.

BETRI SÆTI, ENGIN LÆTINýju Airbus A321 flugvélarnar, sem verða notaðar

í Ameríkuflugi WOW air til Boston og Washington,

D.C., eru sparneytnari, umhverfisvænni og eyða

allt að 25% minna eldsneyti en t.d. Boeing 757

sem hafa verið vinsælar á svipuðum flugleiðum.

Öflugur og háþróaður tæknibúnaður Airbus-

vélanna þýðir að viðhaldskostnaður er minni auk

þess sem vélarnar eru hljóðlátari. Farþegarýmið

er einstaklega breitt og rúmgott og hvert sæti er

u.þ.b. tommu breiðara en sæti í flugvélum

annarra framleiðenda.

HJÓLA – SOFA – HJÓLAWOW Cyclothon er boðhjólreiðakeppni hringinn

í kringum Ísland, heilir 1.332 km, þar sem

keppendur safna áheitum fyrir gott málefni

og njóta fegurðar landsins allan sólarhringinn.

Í raun mætti kalla þetta keppni í úthaldi og

kannski því hver eigi auðveldast með að sofa í

bifreið á ferð enda segja reyndir hjólreiðamenn

að gott svefnplan sé algjörlega lykillinn að

velgengni í WOW Cyclothon.

SETJUM MARKIÐ HÆRRAKeppnin 2014 var æsispennandi og sló öll

met hvað varðar fjölda þátttakenda sem og

upphæð áheitasöfnunarinnar. Alls söfnuðust

15.240.244 kr. til styrktar bæklunarskurðdeild

LSH og var upphæðin nýtt til kaupa á svo-

kölluðum C-boga og áhöldum til smásjár-

aðgerða. Í ár ætlum við að gera enn betur og

að sjálfsögðu fyrir verðugt málefni sem varðar

okkur öll. Fylgist með á www.wowcyclothon.is.

NÝJAR ÁLEIÐ Í LOFTIÐ

HJÓLINERU AÐ KOMA

YNGSTI FLOTI LANDSINS WOW CYCLOTHON

VIÐ ERUMALLTAFÁ KLUKKUNNI

WOW AIR ER STUNDVÍSASTAFLUGFÉLAG Á ÍSLANDI.

Sagt er að stundvísi sé dyggð og hún er

líka eitt af loforðum WOW air. Með því að

fljúga yngsta flugvélaflota Íslands (og

þótt víðar væri leitað) getum við staðið

við loforð okkar um að vera stundvísasta

flugfélag landsins.

LEIDDUST YFIRMARKLÍNUNAÞað var falleg stund þegar sigurvegarar

í Solo-flokki WOW Cyclothon 2014 komu

í mark. Sigurður Gylfason og Þórður

Kárason höfðu hjólað saman nær alla

1.332 kílómetrana í kringum Ísland og

ákváðu því að leiðast yfir marklínuna.

Og tíminn? 74 klukkustundir og 28 mínútur.

TAKTU ÞÁTT Í WOW CYCLOTHON

SEM FER FRAM 23.-26. JÚNÍ 2015

OG STYRKTU GOTT MÁLEFNI.

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á WWW.WOWCYCLOTHON.IS

UMHVERFIS ÍSLAND 1332 km

BR

EIÐ

AR

I SÆTI OG MEIRA FÓTAPLÁ

SS

Stoltir samstarfsaðilar keppninnar:

þótt víðar væri leitað) getum við staðið

WOW AIR ER STUNDVÍSASTAFLUGFÉLAG Á ÍSLANDI.

þótt víðar væri leitað) getum við staðið

við loforð okkar um að vera stundvísasta

flugfélag landsins.

TEYGÐU ÚR FÓTUNUMÍ flestum gerðum flugvéla er lágmarksbil á milli

sæta u.þ.b. 28“ nema við innganga. Í Airbus A321

vélum WOW air verður lágmarkssætabil 30" svo

vel fari um alla. Fyrir þá sem vilja aðeins meira

pláss verður hægt að tryggja sér sæti

með XL fótaplássi, allt að 36",

gegn örlitlu aukagjaldi. Allir

verða svo í stuði þar sem

hjá hverju sæti verða

rafmagnstenglar fyrir þá

sem þurfa að hlaða spjald-

tölvur eða síma á leiðinni.

Page 75: 27 02 2015

ÞAR SEM AMERÍKA ER ÖRLÍTIÐ LENGRA Í BURTU EN T.D. LONDON OG

BERLÍN LEITAÐI WOW AIR AÐ HINNI FULLKOMNU FLUGVÉL TIL AÐ

FLJÚGA MEÐ GESTI FÉLAGSINS VESTUR UM HAF Á SEM HAGKVÆMASTAN

HÁTT. AIRBUS A321 VARÐ FYRIR VALINU OG FYRIR SKÖMMU FESTI WOW

AIR KAUP Á TVEIM SPLUNKUNÝJUM A321 VÉLUM BEINT ÚR KASSANUM.

BETRI SÆTI, ENGIN LÆTINýju Airbus A321 flugvélarnar, sem verða notaðar

í Ameríkuflugi WOW air til Boston og Washington,

D.C., eru sparneytnari, umhverfisvænni og eyða

allt að 25% minna eldsneyti en t.d. Boeing 757

sem hafa verið vinsælar á svipuðum flugleiðum.

Öflugur og háþróaður tæknibúnaður Airbus-

vélanna þýðir að viðhaldskostnaður er minni auk

þess sem vélarnar eru hljóðlátari. Farþegarýmið

er einstaklega breitt og rúmgott og hvert sæti er

u.þ.b. tommu breiðara en sæti í flugvélum

annarra framleiðenda.

HJÓLA – SOFA – HJÓLAWOW Cyclothon er boðhjólreiðakeppni hringinn

í kringum Ísland, heilir 1.332 km, þar sem

keppendur safna áheitum fyrir gott málefni

og njóta fegurðar landsins allan sólarhringinn.

Í raun mætti kalla þetta keppni í úthaldi og

kannski því hver eigi auðveldast með að sofa í

bifreið á ferð enda segja reyndir hjólreiðamenn

að gott svefnplan sé algjörlega lykillinn að

velgengni í WOW Cyclothon.

SETJUM MARKIÐ HÆRRAKeppnin 2014 var æsispennandi og sló öll

met hvað varðar fjölda þátttakenda sem og

upphæð áheitasöfnunarinnar. Alls söfnuðust

15.240.244 kr. til styrktar bæklunarskurðdeild

LSH og var upphæðin nýtt til kaupa á svo-

kölluðum C-boga og áhöldum til smásjár-

aðgerða. Í ár ætlum við að gera enn betur og

að sjálfsögðu fyrir verðugt málefni sem varðar

okkur öll. Fylgist með á www.wowcyclothon.is.

NÝJAR ÁLEIÐ Í LOFTIÐ

HJÓLINERU AÐ KOMA

YNGSTI FLOTI LANDSINS WOW CYCLOTHON

VIÐ ERUMALLTAFÁ KLUKKUNNI

WOW AIR ER STUNDVÍSASTAFLUGFÉLAG Á ÍSLANDI.

Sagt er að stundvísi sé dyggð og hún er

líka eitt af loforðum WOW air. Með því að

fljúga yngsta flugvélaflota Íslands (og

þótt víðar væri leitað) getum við staðið

við loforð okkar um að vera stundvísasta

flugfélag landsins.

LEIDDUST YFIRMARKLÍNUNAÞað var falleg stund þegar sigurvegarar

í Solo-flokki WOW Cyclothon 2014 komu

í mark. Sigurður Gylfason og Þórður

Kárason höfðu hjólað saman nær alla

1.332 kílómetrana í kringum Ísland og

ákváðu því að leiðast yfir marklínuna.

Og tíminn? 74 klukkustundir og 28 mínútur.

TAKTU ÞÁTT Í WOW CYCLOTHON

SEM FER FRAM 23.-26. JÚNÍ 2015

OG STYRKTU GOTT MÁLEFNI.

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á WWW.WOWCYCLOTHON.IS

UMHVERFIS ÍSLAND 1332 km

BR

EIÐ

AR

I SÆTI OG MEIRA FÓTAPLÁ

SS

Stoltir samstarfsaðilar keppninnar:

TEYGÐU ÚR FÓTUNUMÍ flestum gerðum flugvéla er lágmarksbil á milli

sæta u.þ.b. 28“ nema við innganga. Í Airbus A321

vélum WOW air verður lágmarkssætabil 30" svo

vel fari um alla. Fyrir þá sem vilja aðeins meira

pláss verður hægt að tryggja sér sæti

með XL fótaplássi, allt að 36",

gegn örlitlu aukagjaldi. Allir

verða svo í stuði þar sem

hjá hverju sæti verða

rafmagnstenglar fyrir þá

sem þurfa að hlaða spjald-

tölvur eða síma á leiðinni.

Page 76: 27 02 2015

Alicante

Tenerife

Barcelona

Lyon

Mílanó

Róm

Salzburg

Kaupmannahöfn

Berlín

BillundVilníus

Varsjá

París

London

Dublin Düsseldorf

Amsterdam

Stuttgart

Reykjavík

Washington D.C.Boston

VEGIRLIGGJATIL 20 ÁT TASTAÐUR TÍMABIL FLUG Á VIKU

NÝTT

NÝTT

NÝTT

NÝTT

NÝTT

ALICANTE mars-jan.

VARSJÁ allt árið

VILNÍUS sumar

SALZBURG des.-mars

DUBLIN allt árið

BOSTON allt árið

WASHINGTON, D.C. allt árið

LONDON allt árið

KAUPMANNAHÖFN allt árið

PARÍS allt árið

BERLÍN allt árið

BARCELONA mars-okt.

AMSTERDAM allt árið

STUTTGART júl í-ágúst

DÜSSELDORF sumar

MÍLANÓ maí-sept.

LYON sumar

BILLUND sumar

RÓM sumar

TENERIFE allt árið

1-4

1-3

1

1

3

5-6

4-5

7-9

4-7

3-8

3-6

2-4

3-4

2

2

2-3

2

1

1

1

GERÐUVERÐSAMANBURÐ

FLUGFÉL AG FÓLKSINS

Page 77: 27 02 2015

BROSTU Í BOSTONMatur og menning, huggulegheit og hagstætt

verðlag. Boston hefur eitthvað fyrir alla.

LÁTTU ÞIG DREYMA UM D.C.Drekktu í þig bandaríska sögu og menningu

og njóttu þess að rölta um þessa glæsilegu

höfuðborg Bandaríkjanna. Ó!Bama!

WOW air hefur hafið samstarf við

CarTrawler, eina af stærstu leitarvélum

heims þegar kemur að bílaleigum. Með

leitarvél CarTrawler finnur þú besta

verðið á bílaleigubílum um allan heim

frá fjölda leiguaðila s.s. Europcar, Hertz,

Avis, Sixt, Budget o.fl.

FRÁ 19.999 KR.

FRÁ 19.999 KR.

VILLTA VESTRIÐ

Tímabil: WOW air hefur sig á loft til Boston þann 27. marsog mun bjóða upp á 5-6 flug í viku allan ársins hring.

Tímabil: WOW air hefur flugið til Baltimore WashingtonInternational 8. maí og mun bjóða upp á 4-5 flug í vikuallan ársins hring.

VIÐ NEMUML AND Í AMERÍKU

BÓKAÐUBÍLINN UM LEIÐOG FLUGIÐ

Öll verð miðast við flug aðra leið með sköttum og gjöldum. Innifalin er 5 kg handfarangursheimild.

EFTIRVÆNTINGIN LIGGUR Í LOFTINU ÞVÍ BRÁTT MUN WOW AIR

HALDA Í SITT FYRSTA FLUG VESTUR UM HAF TIL BOSTON OG

SÍÐAN WASHINGTON, D.C.

SKOÐAÐU ÚRVALIÐÁ CARS.WOWAIR.COM

NÝIRÁFANGASTAÐIR

BÓKAÐU

Page 78: 27 02 2015

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: Heilsársflug frá 2. júní 2015. 3 x í viku.

DÆMALAUSA DUBLINVerslaðu, djammaðu og kynntu þér sögu og

menningu Íra. Dublin er rétti staðurinn.

BORGIR SEM SEGJA WOWEVRÓPSKIR ÁFANGASTAÐIR

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: Daglega, allan ársins hring.

LJÚFA LONDONLondon er alvöru heimsborg sem alltaf er gaman

að heimsækja.

FRÁ 20.999 KR.Tímabil: 1 x í viku frá 26. júní 2015.

RÍKIDÆMIÐ RÓMTalið er að yfir 16% allra menningarfjársjóða

heimsins sé að finna í Róm. Það kallar maður

ríkidæmi.

FRÁ 19.999 KR.Tímabil: Frá 30. maí 2015. 2-3 x í viku í sumar og fram á haust.

MAGNAÐA MÍLANÓÍ Mílanó mætast tíska, sól og menning. Láttu sjá þig!

FRÁ 13.999 KR.Tímabil: Allan ársins hring. Nær daglega yfir sumartímannog fram á haust. 3 x í viku yfir veturinn.

BLÍÐA Í BERLÍNSnertu á sögunni og kíktu á hina

stórskemmtilegu Berlín.

FRÁ 12.999 KR.Tímabil: Allan ársins hring. Daglega í sumar og fram á haust.

PARÍS EÐA PARADÍS?Rómantíkin ræður ríkjum í París, alveg sama

hvað árstíðin heitir.

FRÁ 14.999 KR.Tímabil: Heilsársflug frá 1. júní 2015. 3-4 x í viku.

YNDISLEGA AMSTERDAMTúlípanar og tréklossar, síki og söfn. Amsterdam

er klárlega málið.

FRÁ 24.999 KR.Tímabil: 2 x í viku í allt sumar.

LYON – HIÐ LJÚFA LÍFLyon er miðstöð matar- og víngerðar í Frakklandi

og algjörlega ómótstæðileg fyrir sælkera.

FRÁ 15.999 KR.Tímabil: 2 x í viku í sumar.

DÝRÐIN EIN Í DÜSSELDORFTíska, matur, menning og tjútt. Er hægt að biðja

um meira? Düsseldorf er svo sannarlega borg

sem vert er að heimsækja.

FRÁ 17.999 KR.Tímabil: 2 x í viku í júlí og ágúst 2015.

STUÐ Í STUTTGARTHin gullfallega Stuttgart hefur upp á margt að

bjóða, t.d. vínekrur, menningu og mat sem kitlar

bragðlaukana.

FRÁ 22.999 KR.Tímabil: Vetrarflug 1 x í viku frá desember til mars.

SVIGAÐ TIL SALZBURGSalzburg er ein vinsælasta borg Austurríkis og

þaðan er stutt til margra af bestu skíðasvæðum

Evrópu.

FRÁ 22.999 KR.Tímabil: 1 x í viku í sumar.

VINALEGA VILNÍUSHöfuðborg Litháens er vinaleg menningarborg

með ríka sögu.

Öll verð miðast við flug aðra leið með sköttum og gjöldum. Innifalin er 5 kg handfarangursheimild.

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: Allan ársins hring. 7 x í viku yfir sumartímann ogfram á haust. 4 x í viku yfir vetrartímann.

KÁTT Í KÖBENKaupmannahöfn er uppáhaldsborg Íslendinga og

ekki að ástæðulausu.

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: 1 x í viku frá 15. júní út sumarið.

BÖRNIN TIL BILLUNDLegoland, Lalandia og Givskud-dýragarðurinn,

þarf að segja meira? Billund er rétti staðurinn

fyrir gott sumarfrí með allri fjölskyldunni.

FRÁ 22.999 KR.Tímabil: 1 x í viku í vetur og 3 x í viku í sumar.

VARSJÁ – KEMUR Á ÓVART Pólland leynir á sér og Varsjá er uppfull af

menningu, sögu og skemmtilegu fólki.

NÝRÁFANGASTAÐUR

NÝRÁFANGASTAÐUR

BÓKAÐU ÁWOWAIR.IS

Sendu okkur upplýsingar um hópinn þinná [email protected] og fáðu tilboð.

ERTU AÐ SKIPU-LEGGJA HÓPFERÐ?

Page 79: 27 02 2015

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: Heilsársflug frá 2. júní 2015. 3 x í viku.

DÆMALAUSA DUBLINVerslaðu, djammaðu og kynntu þér sögu og

menningu Íra. Dublin er rétti staðurinn.

BORGIR SEM SEGJA WOWEVRÓPSKIR ÁFANGASTAÐIR

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: Daglega, allan ársins hring.

LJÚFA LONDONLondon er alvöru heimsborg sem alltaf er gaman

að heimsækja.

FRÁ 20.999 KR.Tímabil: 1 x í viku frá 26. júní 2015.

RÍKIDÆMIÐ RÓMTalið er að yfir 16% allra menningarfjársjóða

heimsins sé að finna í Róm. Það kallar maður

ríkidæmi.

FRÁ 19.999 KR.Tímabil: Frá 30. maí 2015. 2-3 x í viku í sumar og fram á haust.

MAGNAÐA MÍLANÓÍ Mílanó mætast tíska, sól og menning. Láttu sjá þig!

FRÁ 13.999 KR.Tímabil: Allan ársins hring. Nær daglega yfir sumartímannog fram á haust. 3 x í viku yfir veturinn.

BLÍÐA Í BERLÍNSnertu á sögunni og kíktu á hina

stórskemmtilegu Berlín.

FRÁ 12.999 KR.Tímabil: Allan ársins hring. Daglega í sumar og fram á haust.

PARÍS EÐA PARADÍS?Rómantíkin ræður ríkjum í París, alveg sama

hvað árstíðin heitir.

FRÁ 14.999 KR.Tímabil: Heilsársflug frá 1. júní 2015. 3-4 x í viku.

YNDISLEGA AMSTERDAMTúlípanar og tréklossar, síki og söfn. Amsterdam

er klárlega málið.

FRÁ 24.999 KR.Tímabil: 2 x í viku í allt sumar.

LYON – HIÐ LJÚFA LÍFLyon er miðstöð matar- og víngerðar í Frakklandi

og algjörlega ómótstæðileg fyrir sælkera.

FRÁ 15.999 KR.Tímabil: 2 x í viku í sumar.

DÝRÐIN EIN Í DÜSSELDORFTíska, matur, menning og tjútt. Er hægt að biðja

um meira? Düsseldorf er svo sannarlega borg

sem vert er að heimsækja.

FRÁ 17.999 KR.Tímabil: 2 x í viku í júlí og ágúst 2015.

STUÐ Í STUTTGARTHin gullfallega Stuttgart hefur upp á margt að

bjóða, t.d. vínekrur, menningu og mat sem kitlar

bragðlaukana.

FRÁ 22.999 KR.Tímabil: Vetrarflug 1 x í viku frá desember til mars.

SVIGAÐ TIL SALZBURGSalzburg er ein vinsælasta borg Austurríkis og

þaðan er stutt til margra af bestu skíðasvæðum

Evrópu.

FRÁ 22.999 KR.Tímabil: 1 x í viku í sumar.

VINALEGA VILNÍUSHöfuðborg Litháens er vinaleg menningarborg

með ríka sögu.

Öll verð miðast við flug aðra leið með sköttum og gjöldum. Innifalin er 5 kg handfarangursheimild.

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: Allan ársins hring. 7 x í viku yfir sumartímann ogfram á haust. 4 x í viku yfir vetrartímann.

KÁTT Í KÖBENKaupmannahöfn er uppáhaldsborg Íslendinga og

ekki að ástæðulausu.

FRÁ 9.999 KR.Tímabil: 1 x í viku frá 15. júní út sumarið.

BÖRNIN TIL BILLUNDLegoland, Lalandia og Givskud-dýragarðurinn,

þarf að segja meira? Billund er rétti staðurinn

fyrir gott sumarfrí með allri fjölskyldunni.

FRÁ 22.999 KR.Tímabil: 1 x í viku í vetur og 3 x í viku í sumar.

VARSJÁ – KEMUR Á ÓVART Pólland leynir á sér og Varsjá er uppfull af

menningu, sögu og skemmtilegu fólki.

NÝRÁFANGASTAÐUR

NÝRÁFANGASTAÐUR

BÓKAÐU ÁWOWAIR.IS

Sendu okkur upplýsingar um hópinn þinná [email protected] og fáðu tilboð.

ERTU AÐ SKIPU-LEGGJA HÓPFERÐ?

Page 80: 27 02 2015

HEITUSTU ÁFANGASTAÐIRNIR

ÞAR SEMSÓLIN SKÍN

FRÁ 20.999 KR.Tímabil: 1 x í viku frá 26. júní 2015.

RÓMAÐ SÓLARFRÍRóm var ekki byggð á einum degi og það er ekki

hægt að skoða hana á svo stuttum tíma heldur.

FRÁ 19.999 KR.Tímabil: Frá 30. maí 2015. 2-3 x í viku í sumar og fram á haust.

SÓL OG MENNING Í MÍLANÓMílanó er skammt frá mörgum af fegurstu náttúru-

perlum Ítalíu, t.d. Como-vatni og Bergamo-héraði.

NÝRÁFANGASTAÐUR

FRÁ 18.999 KR.Tímabil: 3-4 x í viku frá 28. mars og til hausts.1 x í viku fram yfir jól.

ALICANTE/BENIDORM OG ÞÚLífsglaðir Spánverjar, hvítar strendur, fyrsta

flokks golfvellir, góður matur og sól, sól, sól.

Svona á lífið að vera.

FRÁ 18.999 KR.Tímabil: Frá 18. mars 2015, 2-4 x í viku fram í október.

ALLT ÞAÐ BESTAÍ BARCELONAStórkostleg menningarborg eða strandparadís?

Þú getur upplifað hvort tveggja í Barcelona.

FRÁ 19.999 KR.Tímabil: Heilsársflug, 1 x í viku frá 28. mars 2015.

ALVÖRU TAN Á TENERIFEÁ paradísareyjunni Tenerife er alltaf sól og

sumar og þar er ekkert sem heitir „stress“.

EKKI BARA HUGSA UM ÞAÐ, TRYGGÐU ÞÉR ÞINN D-VÍTAMÍNSKAMMT

Í SUMAR Á EINHVERJUM AF ÞESSUM SJÓÐHEITU ÁFANGASTÖÐUM.

NÝRÁFANGASTAÐUR