4
32. ÁRG. 2. TBL. September 2011 Kirkjan okkar í haustumhverfi Kirkjustarfið er samofið mannlífi hverfisins okkar. Á það reynir oft. Kirkjumiðstöðin er þar í miðju og þar er lifandi starf sem við öll berum ábyrgð á og megum njóta. Þegar safnaðarstarfið hófst á fyrstu árum byggðar í hverfinu, var það sett sem markmið að það skyldi í öllu þjóna sóknarfólkinu og vera stuðningur við unga og aldna. Þess vegna var kirkjumiðstöðin okkar byggð á þann hátt sem við njótum í dag, þar sem möguleikar eru á margháttuðu og uppbyggilegu starfi og margt getur verið í húsinu samtímis. Þar er starfið sem efla skal trú og öryggi í lífinu. Hafi einhvern tíma verið þörf á því í samfélagi okkar, þá er það nú. Það er brýn nauðsyn að varðveita og efla gildi þess einlæga, sanna og heiðarlega. Það eru gildin sem aðeins verða til þar sem farið er að orðum frelsarans, um að elska Guð og að elska náungann. Starfið i kirkjunni okkar vinnur að því. Það starf eigum við öll að bera uppi, leggja okkar fram og njóta þess í lífi okkar og fjölskyldna okkar. Í Safnaðartíðindunum er sagt frá föstum liðum í starfinu. Sýnum ábyrgð, þiggjum það góða, tökum þátt í starfi safnaðarins okkar. Valgeir Ástráðsson Okkur til heilla! Fastir liðir safnaðarstarfsins í Seljakirkju á baksíðu haust2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 26.9.2011 17:44 Page 1

32. ÁRG. 2. TBL September 2011 - Seljakirkja · 2019. 1. 26. · 32. ÁRG. 2. TBL. September 2011 Kirkjan okkar í haustumhverfi Kirkjustarfið er samofið mannlífi hverfisins okkar

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: 32. ÁRG. 2. TBL September 2011 - Seljakirkja · 2019. 1. 26. · 32. ÁRG. 2. TBL. September 2011 Kirkjan okkar í haustumhverfi Kirkjustarfið er samofið mannlífi hverfisins okkar

32. ÁRG. 2. TBL. September 2011

Kirkjan okkar í haustumhverfi

Kirkjustarfið er samofið mannlífi hverfisins okkar.Á það reynir oft. Kirkjumiðstöðin er þar í miðjuog þar er lifandi starf sem við öll berum ábyrgð áog megum njóta. Þegar safnaðarstarfið hófst áfyrstu árum byggðar í hverfinu, var það sett semmarkmið að það skyldi í öllu þjóna sóknarfólkinuog vera stuðningur við unga og aldna. Þess vegnavar kirkjumiðstöðin okkar byggð á þann hátt semvið njótum í dag, þar sem möguleikar eru ámargháttuðu og uppbyggilegu starfi og margtgetur verið í húsinu samtímis. Þar er starfið semefla skal trú og öryggi í lífinu. Hafi einhvern tíma

verið þörf á því í samfélagi okkar, þá er það nú.Það er brýn nauðsyn að varðveita og efla gildi þesseinlæga, sanna og heiðarlega. Það eru gildin semaðeins verða til þar sem farið er að orðumfrelsarans, um að elska Guð og að elska náungann.Starfið i kirkjunni okkar vinnur að því. Það starfeigum við öll að bera uppi, leggja okkar fram ognjóta þess í lífi okkar og fjölskyldna okkar. ÍSafnaðartíðindunum er sagt frá föstum liðum ístarfinu. Sýnum ábyrgð, þiggjum það góða, tökumþátt í starfi safnaðarins okkar.

Valgeir Ástráðsson

Okkur til heilla!

Fastir liðirsafnaðarstarfsins í Seljakirkju ábaksíðu

haust2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 26.9.2011 17:44 Page 1

Page 2: 32. ÁRG. 2. TBL September 2011 - Seljakirkja · 2019. 1. 26. · 32. ÁRG. 2. TBL. September 2011 Kirkjan okkar í haustumhverfi Kirkjustarfið er samofið mannlífi hverfisins okkar

2

Sjálfboðavinna viðkirkjumiðstöðinaÁ liðnu sumri var unnið við málun allraglugga í kirkjumiðstöðinni. Það er eittaf þeim verkum, sem vinna þarfreglulega og kostar sitt eins og annað, séallt reiknað. Að frumkvæði MatthildarSverrisdóttur var kallaður saman stórhópur fólks, sem vann vel og dyggilega,uns verkefninu var að fullu lokið. Þaðvar þarft verk, en líka það sem gaf gleðieins og hún verður aðeins þar sem fólklætur gott af sér leiða. Að leggja sigfram til heilla kirkjustarfinu er gott. Þaðskyldum við líka hafa í huga, nú þegarsverfur að ráðstöfunarfé safnaðarinsokkar. Þá þarf að standa saman til aðefla safnaðarstarfið sem við getum ekkiverið án.

Menningarsamverureldri borgaraEins og venja er verða menningarvökureldri borgara síðasta þriðjudag hversmánaðar og hefjast þær kl. 18. Reynt erað hafa dagskrána fjölbreytta þar sembæði talað mál og tónlist fá að njóta sínauk þess sem sest er að snæðingi í loksamverunnar. Fyrsta menningarvikan var þriðjudaginn27. september. Næstu samverur verða25. október og 29. nóvember

Gjöf frá nemendumÖlduselsskólaVið afmæli safnaðarins á síðasta árikomu góðar kveðjur frá nemendumgrunnskólanna í hverfinu, Seljaskóla ogÖlduselsskóla, á þann veg að sett varupp sýning með myndverkum nemenda.Vakti það verðskuldaða athygli og sýndií verki það góða samstarf sem alltafhefur verið hér milli kirkju og skóla. Þarer ljóst að hvorugt getur án annars verið.Nemendur Ölduselsskóla unnu m.a.hópverkefni þar sem stór kross varmyndaður úr mörgum smáum. Er þaðmikið verk og afskaplega vandað, svoekki sé nefndur sá hugur sem býr aðbaki. Verkið var unnið undir stjórnDagbjartar Hansdóttur myndmennta-kennara. Síðan var ákveðið aðnemendur gæfu kirkjunni sinni þettamikla myndverk, sem nú á sinn traustasess í miðrými kirkjumiðastöðvarinnar,á þar vel heima og vottur um dýrmætasamstöðu og tengsl skóla og kirkju.

FréttirNámskeið um Biblíulestur- notum okkur einstakt tækifæriEins og undanfarna vetur verðurhaldið námskeið um lestur Biblíunnar.Þar eru tekin fyrir ákveðin rit til aðopna sýn og auðvelda lestur ogskilning við lestur Heilagrar ritningar.Sr. Valgeir flytur fyrirlestrana, þarsem fjallað er um ritin á grundvellinútíma rannsókna biblíufræða,bakgrunni og innihaldi rita til aðauðvelda skilning og lesturBiblíunnar. Við hvern fyrirlestur eruumræður. Fyrsti fyrirlesturinn verðurmiðvikudaginn 19. október og verður

annað hvert miðvikudagskvöld.Tímarnir hefjast kl. 19:30 og lýkurkl. 21. Nú í ár verður fjallað um þaubréf Nýja testamentisins, sem kölluðhafa verið hin almennu bréf,Hebreabréfið, Jakobsbréfið,Júdasarbréfið, Pétursbréfin ogJóhannesarbréfin. Fyrsti fyrirlesturinnfjallar um hvernig rit voru valin íGamla og Nýja testamentið og sessritanna þar. Fyrirlestrarnir eru öllumopnir og ekkert gjald er tekið fyrirþátttökuna.

Barnakór hefur verið starfandi viðSeljakirkju í mörg ár. Undanfarnavetur hefur Anna Margrét Óskarsdóttirbyggt þar upp gott starf og stjórnaðkórnum við góðan orðstýr en húnhefur nú látið af störfum. Henni eruþökkuð frábær störf í þágu kórsins.Rósalind Gísladóttir, söngkona, hefur

verið ráðin í hennar stað og mun stýrahonum í vetur. Skráning í kórinnverður þriðjudaginn 4. október kl. 17.Starfsemi kórsins byggist á æfingumsem eru tvisvar í viku; á mánudögumog miðvikudögum kl. 14.30 aukþátttöku í helghaldi kirkjunnir og áeigin tónleikum.

Barnakór Seljakirkju

KirkjukórSeljakirkju

óskar eftir söngfólkiÆfingar eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:30 – 21:30 í Seljakirkju.

Áhugasamir hafi samband viðsöngstjórann, Tómas GuðnaEggertsson í síma 866 1823,

netfang:[email protected]

Starfsemi frímerkjaklúbbsins íSeljakirkju hefur eflst mjögundanfarin ár og vakið víða athygli.Þar er gott samstarf á milli kirkjunnarog Félags Scandinavíusafnara. Á liðnu vori barst klúbbnumstórmerkileg frímerkjagjöf SigtryggsR. Eyþórssonar, Akraseli 9. Liggjaþar því fyrir mikil verkefniklúbbfélaga, þroskandi vinna ogskemmtileg. Fundir klúbbsins eru á þriðjudögumkl. 17.

Frímerkjaklúbburinn

haust2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 26.9.2011 17:44 Page 2

Page 3: 32. ÁRG. 2. TBL September 2011 - Seljakirkja · 2019. 1. 26. · 32. ÁRG. 2. TBL. September 2011 Kirkjan okkar í haustumhverfi Kirkjustarfið er samofið mannlífi hverfisins okkar

3

AðalfundurSeljasóknarvar haldinn að lokinni guðsþjónustu 8. maí síðastliðinn.Í sóknarnefnd eru nú:Guðmundur Hjálmarsson, Ystaseli 7,formaðurGuðmundur Gíslason, Stapaseli 12,varaformaðurEymundur Runólfsson, Stuðlaseli 42,gjaldkeriBjörg Sigurðardóttir, Melseli 2, ritari Aðalheiður Jónsdóttir, Hjallaseli 20Jenetta Bárðardóttir, Akraseli 20Kristín Edda Guðmundsd., Engjaseli 84Matthildur Sverrisdóttir, Lindarseli 2 Ólafur Karlsson, Akraseli 14 Varamenn:Baldvin Bjarnason, Ystaseli 23 Davíð S. Guðmundsson, Lambaseli 3 Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Stuðlaseli 4 Jónína Bjartmarz, Klyfjaseli 18 Kristín Ísfeld, Melseli 1Lárus Loftsson, Þverárseli 12Sveinbjörn Valg. Egilsson, Fljótaseli 4Valdimar Pétursson, Ljárskógum 7Valgerður Jóhannesd., Ljárskógum 6

Æskulýðsfélagið SelaÞað félag hefur starfað óslitið frá upphafiSeljasóknar. Þar hefur margt á dagadrifið og margir komið að verki og notiðvel. Félagið starfar fyrir unglinga 13 áraog eldri. Nú í ár er gróska í starfinu semoft áður og margt áformað.Fundirnir erlíflegir og uppbyggjandi. Sela-félagarundirbúa þátttöku í landsmótiæskulýðsfélaga safnaa víða um land.Það mót verður haldið 28-30 október áSelfossi. Þegar nær dregur aðventunni,munu félagarnir standa að söfnun ávegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þaðþjónustustarf er þroskandi og veitir gleði.Það er hollt unglingum að taka þátt ístarfi æskulýðsfélagsins. Fundir eru ámánudagskvöldum kl. 20.

Í kirkjunni okkar fer fram mikiðstarf alla daga vikunnar. Það starfhefur að takmarki þjónustu viðsafnaðarfólk í blíðu og í stríðu. Sústarfsemi hvílir á miklu og fórnfúsustarfi fjölda einstaklinga. Þar þarflíka á fjármunum að halda, til aðreka húsnæði og annað sem til fellur. Tekjustofn allra safnaða landsinshefur að stærstum hluta verið ísvonefndum sóknargjöldum. Þaueru félagsgjöld þeirra sem tilheyrasöfnuðum. Lengi var innheimtaþeirra gjalda í höndumsafnaðarstjórna. Hér í Reykjavíkvarð sú innheimta síðan í höndumGjaldheimtu Reykjavíkur, sem tókað sér það verk og skilaði því tilsafnaða, oft með miklum afföllum.Þessi innheimta var nefskattur, ogvar skilað til allra skráðra trúfélagaeftir fjölda meðlima. Þar var séð uminnheimtu fyrir þjóðkirkjusöfnuði ognákvæmlega eins fyrir öll önnurtrúfélög. Þarna var um að ræðafélagsgjöld sem félagsfólk sjálftgreiddi.Með lögum árið 1987 var ákveðiðað ríkið tæki að sér þessa innheimtuog yrði hún grundvölluð áforsendum sem byggðust á hlutdeildí tekjuskatti. Sú viðmiðun mun hafaverið sett til þess að félagsgjöldinmættu eðlilegumverðlagsbreytingum. Með lögunumvar ráðherra falið að gæta þess aðsvo yrði. Mikilvægt er að gera sérþess grein að varðandi sóknargjöldtil trúfélaga er ekki um að ræðaframlög ríkisins, heldur félagsgjöldmeðlima. Það á við um öllk trúfélögjafnt, þjóðkirkjusöfnuði sem önnurskráð trúfélög.Um erfiðleika þjóðarinnar ogaðgerðir peningamála undanfarinnaára þarf ekki að ræða hér. Það eröllum kunnugt um. Aftur á móti errétt að félagsfólk safnaðanna hafi

Fjármál Seljakirkju- þriðjungs skerðing sóknargjalda

Safnaðartíðindi Seljasóknar32. árg. 2. tbl. september 2011

Seljakirkjav/Raufarsel 109 Reykjavík. s: 567 0110

Ritstjórn og ábyrgð: Sr. Valgeir ÁstráðssonÚtlitshönnun: Gísli B. Björnsson

Umbrot: Sr. Ólafur Jóhann BorgþórssonPrentun: Svansprent hf.Upplag: 3000 eintök.

vitneskju um að gríðarleg skerðinghefur orðið á þeim félagsgjöldumsafnaðanna, sem ríkinu ber skylda tilað standa skil á samkvæmt lögum.Þar hefur skerðing orðið ríflega30%, þriðjungur, af tekjum, semtrúfélögum ber. Þarna er ekki veriðræða um framlög hins opinbera tilsafnaðanna, heldur þvert á mótifélagsgjöld meðlima, sem eftir erhaldið og rennur eitthvað annað entil réttra samtaka. Það kemuróhjákvæmilega illa niður ástarfsemi, sem sannarlega er mikilþörf á að minnki ekki heldur sé efldþegar erfiðleikar eru í samfélaginuog sálusorgunar og uppörvunar erþörf meir en ella.Þriðjungsskerðing á féSeljasafnaðar er harðneskjuleg.Ljóst er að ekki er mögulegt aðhalda í horfi með alla starfsemi, þóttreynt sé með öllum ráðum að veitaþjónustu og varðveita starfsþætti.Söfnuðinum vill það til að fráupphafi hefur verið gætt varfærnivið framkvæmdir. Kirkjubygginginvar gerð með þeim hætti að mest varáhersla lögð á notagildi og hagsýni.Byggingarskuldir eru þvíviðráðanlegri en í mörgum öðrumsöfnuðum. En sverfur að og standaverður vörð um starfið. Þar berréttum aðilum líka að fylgja settumlögum, og standa skil á því sem ber.Sóknargjöld eru ekki framlög,heldur félagsgjöld sóknarfólks tilkirkjunnar sinnar.

haust2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 26.9.2011 17:44 Page 3

Page 4: 32. ÁRG. 2. TBL September 2011 - Seljakirkja · 2019. 1. 26. · 32. ÁRG. 2. TBL. September 2011 Kirkjan okkar í haustumhverfi Kirkjustarfið er samofið mannlífi hverfisins okkar

Almennar guðsþjónustursunnudaga kl. 14Í guðsþjónustu sunnudagsins sameinast allirþættir safnaðarstarfsins. Þar leggur hver ogeinn fram bænir sínar og þakklæti til Guðs.Sambæn safnaðarins er skylda hvers kristinsmanns og jafnframt tækifæri hans. Íguðsþjónustunni er lögð áhersla á almennaþátttöku. Altarisganga er síðasta sunnudaghvers mánaðar.

Barnaguðsþjónustursunnudaga kl. 11Það eru guðsþjónustur sem eru einkumætlaðar börnum og foreldrum þeirra. Þar ersameinast um söng og gleði. Fræðsla ermiðuð við þarfir barnanna og skilning.

Kvöldguðsþjónustur Þriðja sunnudag hvers mánaðar eru einnigkvöldguðsþjónustur, sem hefjast kl. 20.Prestar kirkjunnar þjóna þar en ÞorvaldurHalldórsson stjórnar tónlistinni og syngurásamt kirkjukórnum. Við hverjakvöldguðsþjónstu er altarisganga.

Fyrirbænaguðsþjónsturfimmtudaga kl. 18Þar er beðið fyrir einstaklingum og hópum.Fyrirbænaefnum má koma til skrifstofukirkjunnar. Þar eru allir velkomnir tilþátttöku. Það er gott að geta sjálfur boriðfram bænaefni í kirkjunni sinni.

Guðsþjónustur SkógarbæSíðasta sunnudag hvers mánaðar eruguðsþjónustur í Skógarbæ. Þær hefjastkl. 16. Þær guðsþjónustur eru að sjálfsögðuöllum opnar.

Mömmumorgnarþriðjudaga kl. 10Það eru samverur sem ætlaðar eru mæðrumog börnum þeirra, allt til þeirra yngstu.Dagskráin er óformleg, rætt um málefni ervarða börn og uppeldi. Einnig verðakynningar, sem snerta það efni.

Menningarvaka heldri borgara Við kjósum að segja samkomur fyrir eldriborgara vera fyrir þá heldri. Þær eru síðastaþriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímannog hefjast kl. 18. Dagskrá er tengdskemmtun og spjalli. Við lok hverrarsamveru er léttur málsverður.

Kvenfélag Seljasóknar Fundir kvenfélagsins eru fyrsta þriðjudaghvers mánaðar. Þar er fengist við fjölbreyttefni, skemmtun, fræðslu og námskeið.

BiblíulestrarLestur Biblíunnar er eitt af stóru verkefnumkristins manns og ótæmandi sjóðurblessunar og visku. Á þessum samverum,sem eru annan hvern miðvikudag og hefjastkl. 19.30 er um það fjallað. Þennan veturinner tekin fyrir hin almennu bréf Nýjatestamentisins. Byggjast samverurnar upp áfyrirlestri og umræðum. Þátttaka er öllumheimil og ekki eru greidd námskeiðsgjöld.

FermingarfræðslaSú fræðsla hefst með skólum að hausti.Fermingar byrja í lok marsmánaðar.Fermingarbörn og fjölskyldur þeirraundirbúa ferminguna til þess tíma.Fermingartímar eru samkvæmt stundaskrá.

Æskulýðsfélagið Selamánudaga kl. 20Starf fyrir unglinga í 8. - 10. bekk og ferfram á margvíslegan hátt. Reglulegir fundireru á mánudögum kl. 20 - 21.30. Dagskráfundanna er fjölbreytt.

KFUK í Seljakirkjumánudaga kl. 17:30Fundir eru fyrir 9 - 12 ára stelpur. Fundaefnieru fjölbreytt, fræðsla, leikir, söngvar oggaman.

KFUM í Seljakirkjufimmtudaga kl. 16:30Það eru fundir fyrir 9 - 12 ára stráka. Þarhittast hressir strákar við margs konarskemmtileg viðfangsefni.

Frímerkjaklúbburþriðjudaga kl. 17Seljasókn og félag Skandinavíusafnarastanda að því starfi fyrir börn og unglinga.Þar fer fram fræðsla og aðstoð viðfrímerkjasöfnun.

Barnakór Seljakirkjumánud. og miðvikud. kl. 14.30Barnakór kirkjunnar er ætlaður börnum ífjórða bekk og ofar. Kórinn æfir til þátttökuí athöfnum kirkjunnar. Þar fer fram þjálfunvið raddbeitingu og framkomu. Stjórnandibarnakórsins er Rósalind Gísladóttir.

Kór Seljakirkjuþriðjudaga kl. 19:30Kirkjukórinn leiðir söng við guðsþjónustursafnaðarins og flytur einnig fjölbreyttatónlist þar. Kennd er raddbeiting. Stjórnandikórsins er Tómas Guðni Eggertsson,tónlistarstjóri Seljakirkju.

Seljur, kór kvenfélagsinsmiðvikudaga kl. 19:30Seljurnar eru kvennakór, þar sem erfjölbreytt efnisskrá og hress félagsandi.Kórinn æfir í viku hverri og heldur tónleikaað vori. Stjórnandi Seljanna er SvavaIngólfsdóttir.

AA fundirÍ Seljakirkju starfa fjórar deildir. Opnirfundir eru á sunnudagskvöldum kl. 21.Sporadeildarfundir eru mánudaga kl. 19.30.Almennir fundir eru á fimmtudögum kl. 19og laugardögum kl. 16.

Tökum þátt í safnaðarstarfinu!

VetrardagskráSeljakirkju2011 - 2012

haust2011_Forsíðan Seljakirkja.qxd 26.9.2011 17:44 Page 4