24
Víkurfréttir Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: [email protected] Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001 vf.is vf.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is FÍTON / SÍA FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 41. TÖLUBLAÐ 36. ÁRGANGUR NÝR & BETRI OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA 9-20 HELGAR 10-20 NETTÓ REYKJANESBÆ ATH! NÝR OG BETRI OPNUNARTÍMI KASKO IÐAVÖLLUM 14 REYKJANESBÆ Virka daga Helgar 10:00 – 19:00 10:00 – 18:00 Allt á fullu hjá kísilveri United X X „Þetta hefur gengið ágætlega, nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Við erum kannski örlítið á eftir en ætlum að vinna það upp. Við stefnum að því að hefja hér framleiðslu í maí næsta vor eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir,“ sagði Magnús Garðarsson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi United Silicon fyrirtækisins en það reisir nú kísilver í Helgu- vík. Á annað hundrað manns starfa nú við framkvæmdir hjá United í Helguvík. Því var fagnað í vinnubúðum fyrirtækisins í Helgu- vík sl. föstudag með grillveislu. Sjá nánar á bls. bls. 10 og einnig umfjöllun í vikulegum sjónvarpsþætti Víkurfrétta á vef VF og á ÍNN frá kl. 21.30 í kvöld. Í búakosning vegna fyrir- hugaðs kísil- vers Thorsils í Helguvík verður dagana 24. nóv- ember til 4. desember. Kosn- ingin verður ein- göngu á netinu, þ.e. rafræn. Á bæjarráðsfundi í Reykjanesbæ sl. fimmtudag var samþykkt hvernig spurningin yrði lögð fram en svo var samþykkt breyting á henni á fundi bæjarstjórnar í fyrra- dag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem svona íbúakosning fer fram hér á landi. Mótmælendur sem söfnuðu 2500 undirskriftum og tryggðu íbúakosningu eru afar ósáttir við það að bæjarstjórn ætli ekki að taka mark á niðurstöðum úr kosningunni. Nokkur umræða var um málið á bæjarstjórnarfundi en að lokum eftir að hafa fengið ráðleggingar frá fagaðilum sem hringt var í á fund- inum, samþykktu allir bæjarfull- trúar breytingu á svarmöguleika sem átti að vera „Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)“ í „Skila auðu“. Hópur fólks safnaði um 2500 undirskriftum sem var nóg til að fara fram á íbúakosningu. Sam- þykkt var í bæjarstjórn 2. júní sl. að breyta deiliskipulagi vegna kísil- vers Thorsils. Íbúar verða spurðir í kosningunni um það hvort þeir séu sammála þeirri ákvörðun. Bæjar- stjórn Reykjanesbæjar hefur hins vegar gefið það út að niðurstaðan muni ekki hafa áhrif á ákvörðun hennar. Dagný Alda Steinsdóttir, einn af þeim íbúm sem hefur haft sig mikið frammi gegn kísilveri Thor- sil segir að meirihlutinn hafi gefið bæjarbúum langt nef og sagt; „þið megið alveg kjósa en það verður ekkert mark tekið á niður- stöðunni“. Rökin og mótbárurnar eru eins og fyrr fjárhagslegs eðlis. Margir taka yfirlýsingum bæjar- stjórnar, um að hunsa útkomu kosninganna á þann veg að það borgi sig ekki að kjósa. Því er ein- mitt öfugt farið. Núna verða íbúar að krefjast áheyrnar og kjósa um framtíðarsýn bæjarfélagsins, segir hún í grein í blaðinu. Einnig skrifar Benóný Harðarson grein þar sem hann segir Reykjanesbæ á villi- götum í málinu og hafi gengið í þágu hagsmuna Thorsil. Tímamóta íbúakosning vegna kísilvers Thorsils í Helguvík verður í nóvember: Verið að gefa bæjarbúum langt nef -segir Dagný Alda Steinsdóttir, einn mótmælenda, um þá ákvörðun bæjarstjórnar að hundsa niðurstöðu úr íbúakosningu Svona verður svarseðillinn Eftirfarandi spurning verði lögð fyrir íbúa í íbúakosningunni: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þeirri breytingu sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 2. júní 2015, á deiliskipu- lagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers? Hlynnt(ur) Skila auðu Andvíg(ur) Dagný Alda Steinsdóttir Bensíngaurinn er kvenkyns Sigturbjörg Ólafsdóttir starfar sem „bensín- gaur“ hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Kefla- víkurflugvelli. Hún fer yfir málin í skemmtilegu viðtali sem er á bls. 14.

41 tbl 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

41. tbl. 36. árg. 2015

Citation preview

Page 1: 41 tbl 2015

VíkurfréttirKrossmóa 4a, 4. hæð,

260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: [email protected]

Afgreiðslan er opinvirka daga kl. 09-17

Auglýsingasíminner 421 0001

vf.isvf.is

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.isauðveldar smásendingar

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

einföld reiknivélá ebox.is

FÍT

ON

/ S

ÍA

FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 • 41 . TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Nýr& betri opnunartími Virka daga 9-20 Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ

ATH! NÝR OG BETRI

OPNUNARTÍMI

KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ

Virka daga

Helgar

10:00 – 19:00

10:00 – 18:00

Allt á fullu hjá kísilveri UnitedXX„Þetta hefur gengið ágætlega, nokkurn

veginn samkvæmt áætlun. Við erum kannski örlítið á eftir en ætlum að vinna það upp. Við stefnum að því að hefja hér framleiðslu í maí næsta vor eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir,“ sagði Magnús Garðarsson, fram-kvæmdastjóri og aðaleigandi United Silicon fyrirtækisins en það reisir nú kísilver í Helgu-vík. Á annað hundrað manns starfa nú við framkvæmdir hjá United í Helguvík. Því var fagnað í vinnubúðum fyrirtækisins í Helgu-vík sl. föstudag með grillveislu.Sjá nánar á bls. bls. 10 og einnig umfjöllun í vikulegum sjónvarpsþætti Víkurfrétta á vef VF og á ÍNN frá kl. 21.30 í kvöld.

Íbú a k o s n i ng vegna fyrir-

h u g a ð s k í s i l -vers Thorsils í Helguvík verður dagana 24. nóv-e m b e r t i l 4 . desember. Kosn-ingin verður ein-göngu á netinu, þ.e. rafræn. Á

bæjarráðsfundi í Reykjanesbæ sl. fimmtudag var samþykkt hvernig spurningin yrði lögð fram en svo var samþykkt breyting á henni á fundi bæjarstjórnar í fyrra-dag. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem svona íbúakosning fer fram hér á landi. Mótmælendur sem söfnuðu 2500 undirskriftum og tryggðu íbúakosningu eru afar ósáttir við það að bæjarstjórn ætli

ekki að taka mark á niðurstöðum úr kosningunni.Nokkur umræða var um málið á bæjarstjórnarfundi en að lokum eftir að hafa fengið ráðleggingar frá fagaðilum sem hringt var í á fund-inum, samþykktu allir bæjarfull-trúar breytingu á svarmöguleika sem átti að vera „Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)“ í „Skila auðu“.Hópur fólks safnaði um 2500 undirskriftum sem var nóg til að fara fram á íbúakosningu. Sam-þykkt var í bæjarstjórn 2. júní sl. að breyta deiliskipulagi vegna kísil-vers Thorsils. Íbúar verða spurðir í kosningunni um það hvort þeir séu sammála þeirri ákvörðun. Bæjar-stjórn Reykjanesbæjar hefur hins vegar gefið það út að niðurstaðan muni ekki hafa áhrif á ákvörðun hennar.

Dagný Alda Steinsdóttir, einn af þeim íbúm sem hefur haft sig mikið frammi gegn kísilveri Thor-sil segir að meirihlutinn hafi gefið bæjarbúum langt nef og sagt; „þið megið alveg kjósa en það verður ekkert mark tekið á niður-stöðunni“. Rökin og mótbárurnar eru eins og fyrr fjárhagslegs eðlis. Margir taka yfirlýsingum bæjar-stjórnar, um að hunsa útkomu kosninganna á þann veg að það borgi sig ekki að kjósa. Því er ein-mitt öfugt farið. Núna verða íbúar að krefjast áheyrnar og kjósa um framtíðarsýn bæjarfélagsins, segir hún í grein í blaðinu. Einnig skrifar Benóný Harðarson grein þar sem hann segir Reykjanesbæ á villi-götum í málinu og hafi gengið í þágu hagsmuna Thorsil.

Tímamóta íbúakosning vegna kísilvers Thorsils í Helguvík verður í nóvember:

Verið að gefa bæjarbúum langt nef-segir Dagný Alda Steinsdóttir, einn mótmælenda, um þá ákvörðun bæjarstjórnar að hundsa niðurstöðu úr íbúakosningu

Svona verður svarseðillinn

Eftirfarandi spurning verði lögð fyrir íbúa í

íbúakosningunni:Ert þú hlynnt(ur)

eða andvíg(ur) þeirri breytingu sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar

samþykkti 2. júní 2015, á deiliskipu-

lagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers?

Hlynnt(ur)Skila auðuAndvíg(ur)

Dagný Alda Steinsdóttir

Bensíngaurinn er kvenkynsSigturbjörg Ólafsdóttir starfar sem „bensín-gaur“ hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Kefla-víkurflugvelli. Hún fer yfir málin í skemmtilegu viðtali sem er á bls. 14.

Page 2: 41 tbl 2015

2 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

UPPLÝSINGAVEFUR UM ÍBÚAKOSNINGU OPNAÐUR

STAPI 50 ÁRA

HLÍÐARHVERFI (NICEL SVÆÐI)

DEILISKIPU-LAGSTILLAGA

STARFSMAÐUR SKÓLA ÓSKAST

Upplýsingavefur um fyrirhugaða íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi í Helguvík hefur verið opnaður á www.ibuakosning.is.

Þar eru upplýsingar um ástæður kosningarinnar og kosningartímabil, framkvæmd kosningarinnar og um hvað verður kosið.

Þar verða einnig sjónarmið bæjaryfirvalda og sjónarmið þeirra sem eru mótfallnir breytingunni.

Sunnudaginn 25. október verður haldið upp á 50 ára afmæli hins sögufræga félagsheimilis Stapa. Húsið var formlega vígt þann 23. október árið 1965.

Afmælisboðið stendur frá 15-17. Á meðal þeirra sem flytja erindi eru Hilmar Hafsteinsson og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Valdimar Guðmundsson kemur fram ásamt gítarleikara. Afmælisterta og aðrar kaffiveitingar í boði fyrir gesti.

Allir velkomnir.

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga.

Deiliskipulagstillaga HlíðahverfiDeiliskipulagssvæðið er um 14. ha sunnan Efstaleitis, vestan Holtahverfis og nær að Þjóðbraut. Á svæðinu er eingöngu reiknað með íbúðum sem ýmist eru einbýli, parhús, raðhús eða fjölbýli. Hæð húsa er frá einni hæð upp í fjórar hæðir.Tillaga ásamt fylgigögnum verður til sýnis á skrif-stofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 22. október til 3. desember 2015. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. desem-ber 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ.Reykjanesbæ, 22.október 2015.

Skipulagsfulltrúi

Heiðarskóli óskar eftir starfsmanni skóla í 70% starf.  Starfsmaður aðstoðar nemendur í leik og starfi, innan og utan kennslustofu og sinnir öðrum verkefnum sem skólastjóri felur honum.Umsóknum skal skilað rafrænt á www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig eru að finna upplýsingar um hæfniskröfur, laun og starfskjör.  Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember.   Nánari upplýsingar veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir skólastjóri í síma 4204500 og 8944501.

-fréttir pósturu [email protected]

Reykjaneshöfn fékk greiðslu-frest á lánum sem voru á

gjalddaga í dag 15. október að upphæð 140 milljónir króna. Fresturinn var veittur til 30. nóvember nk. Ekki kom því til greiðslufalls. Kjartan Már Kjart-ansson, bæjarstjóri Reykjanes-bæjar segist vona að hægt verði að nýta tímann fram að því til að ganga frá málunum. Fulltrúar bæjarins og hafnarinnar fund-uðu með lánadrottnum en m.a. er um að ræða tvær afborganir af skuldabréfum í skuldabréfa-flokkum sem skráðir eru í Kaup-höllina.Aðkoma kröfuhafa Reykjanes-hafnar í formi endurskipulagningar skulda er forsenda fyrir fjárhags-legri endurskipulagningu Reykja-nesbæjar.Ef ekki nást samningar við kröfu-hafa verður óskað eftir því að bæjarfélaginu verði skipuð fjár-hagsstjórn, eins og skylt er sam-kvæmt sveitastjórnarlögum.Í viðtali við Viðskiptablaðið segir Kjartan Már að margir lánadrottna hafnarinnar séu fagfjárfestar. „Ef höfnin fer í greiðslustöðvun, ef við getum ekki greitt, þá verður náttúrulega bara rekstrarstöðvun

og við vitum ekki hvað gerist ná-kvæmlega í framhaldinu.“Fjárhagsvandi Reykjaneshafnar er aðeins einn angi af fjárhagsvand-ræðum bæjarfélagsins. Kjartan Már sagði viðræður við lána-drottna ganga þokkalega. Við-skiptablaðið segist hafa heimildir fyrir því að bærinn hafi óskað eftir allt að 9 milljarða króna eftirgjöf af skuldum sínum en þær nema rúm-lega 40 milljörðum kr. Það er því verið að tala um niðurfellingu á um það bil fjórðungi skuldanna.

Samkvæmt tilkynningu Reykja-nesbæjar fyrr í mánuðinum áætlar bæjarfélagið að leggja fram tillögur að heildarskipulagningu fjárhags bæjarins á næstunni. Kjartan Már segir að áfram sé unnið eftir þeim markmiðum að Reykjanesbær komi fjármálunum í lag og muni ekki fá yfir sig fjárhagsstjórn en til þess þurfi að ná samningum við kröfuhafa. „Það hefur ekkert sveitarfélag á Íslandi verið í þessari stöðu sem við erum í en vonandi tekst okkur að ná samningum við kröfuhafa.“

Þúsund tonna kvóti í Garðinn

með Kópi BAXuNesfiskur í Garði er að festa

kaup á skipinu Kópi BA frá Tálknafirði með af laheim-ildum upp á rúmlega þúsund tonn. Skipið kaupir Nesfiskur af fyrirtækinu Þórsbergi. Að sögn Bergþórs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Nesfisks, verður skipið að öllu óbreyttu afhent í næsta mánuði. „Ekki er þó ákveðið hvort eða hvenær Kópur fer til veiða. Við erum með marga báta og eigum eftir að hugsa það hvernig Kópur nýt-ist okkur,“ segir hann.

Nesfiskur greiddi að hluta til fyrir kaupin með krókaaflamarki. Bergþór segir að kaupin muni ekki hafa í för með sér mikla fjölgun starfsmanna Nesfisks en að hún verði þó einhver.

Íbúðalánasjóður vill selja Garði

Xu Íbúðalánasjóður hefur sent Sveitarfélaginu Garði erindi þar sem sjóðurinn býður sveitar-félaginu húseignir sjóðsins í bæjarfélaginu til kaups.Erindið var tekið fyrir í bæjar-ráði Garðs í vikunni. Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla nánari upp-lýsinga hjá sjóðnum, m.a. um það hvaða húseignir um er að ræða.

Hlutfall fyrstu kaupa af þing-lýstum kaupsamningum

það sem af er ári er hæst á Suður-nesjum, rétt rúm 32%. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár Íslands. Fylgst hefur verið með upplýsingum um þinglýsingu fyrstu kaupa frá því heimild til lægri stimpilgjalda vegna fyrstu kaupa var gefin út 1. júlí 2008.Í vinnslu Þjóðskrár eru þinglýstir kaupsamningar taldir og afsöl um íbúðarhúsnæði án undangengins kaupsamnings og eignayfirlýsingar. Ekki eru taldar með eignatilfærslur byggðar á erfðum eða öðru slíku,

eins og segir í fréttinni. „Rannsókn á því hvort um fyrstu kaup var að ræða fór fram við móttöku skjala til þinglýsingar hjá sýslumönnum.“Af þeim 615 kaupsamningum sem hafa verið þinglýstir á Suður-nesjum það sem af er ári eru 198 fyrstu kaup. Á eftir Suðurnesjum kemur Austurland með rétt tæp 32%, þá Vestfirðir, síðan Suður-land, Norðurland vestra, Vestur-land, Höfuðborgarsvæðið og loks Norðurland vestra. Í gögnunum er ekki að finna skiptingu milli sveitarfélaga innan landssvæða.

Kaupendur fyrstu fast-eignar velja Suðurnes

Reykjaneshöfn fékk greiðslufrest til 30. nóvember

Xu Ísaga ehf. hefur lýst áformum fyrirtækisins um uppbyggingu nýrrar súrefnis- og köfnunar-efnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut í Vogum, ásamt því að starfsemi fyrirhugaðrar verk-smiðju er lýst nánar.Í erindinu er þess farið á leit við Sveitarfélagið Voga að það gefi á þessu stigi umsögn um fyrirhugaða framkvæmd og þeirri breytingu sem fyrirséð er að gera þurfi á deili-

skipulagi vegna hæðar kæliturns og tanka, áður en lengra er haldið í undirbúningi.Bæjarráð Voga fagnaði á dögunum áhuga Ísaga ehf. og tekur jákvætt í erindið. Því var vísað til umfjöll-unar hjá Umhverfis- og skipulags-nefnd, hvað varðar skipulagsþætti málsins. Þá hefur bæjarstjórn Voga nú samþykkt afgreiðslu bæjarráðs með öllum sínum sjö atkvæðum.

XuTækniklasi Suðurnesja verður stofnaður formlega í dag, fimmtu-dag, í Eldey á Ásbrú í Reykja-nesbæ. Stofnun klasans verður kl. 17 en klukkutíma áður verður Hakkit vísindasmiðjan kynnt sem er í frumkvöðlasetrinu.Ragnheiður Elín Árnadóttir, ný-sköpunarráðherra, mun ávarpa

samkomuna. Þór Sigfússon, fram-kvæmdastjóri Sjávarklasans, mun greina frá reynslunni af þeim klasa. Þá verða nokkur verkefni sem unnin eru á vegum Keilis kynnt, sem og verkefnin „Fly-bókunar-kerfið“ og „Flugvirkinn“. Að end-ingu verður svo Tækniklasi Suður-nesja formlega stofnaður.

Taka vel í áhuga á Ísaga á Vogum– fyrirséð er að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi vegna hæðar kæliturns

Tækniklasi Suðurnesja stofnaður í dag

Frá framkvæmdum í Helguvík í vikunni.

Page 3: 41 tbl 2015

... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir

Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir.

Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is

2014 2015

VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ...

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M7

14

85

Page 4: 41 tbl 2015

Tilboðin gilda 22. okt – 25. okt 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Mar

khön

nun

ehf

BLÓMKÁLÍSLENSKT

419 ÁÐUR 598 KR/KG

GRÍSAGÚLLASFERSKT

1.196 ÁÐUR 1.898 KR/KG

LAMBAKÓTILETTURFORSTEIKTAR

1.854 ÁÐUR 2.648 KR/KG

KJÚKLINGABRINGA ORANGE - FERSK

1.883 ÁÐUR 2.384 KR/KG

KALKÚNABRINGURERLENDAR

1.749 ÁÐUR 2.498 KR/KG

LAMBALÆRI FROSIÐ - SAGAÐ

1.278 ÁÐUR 1.598 KR/KG

-37%

X-TRA BIKSEMAD M/SKINKU1 KG

498 ÁÐUR 598 KR/PK

-30%

HAMBORGARHRYGGURFERSKUR

1.079 ÁÐUR 1.798 KR/KG

-40%

HEIL ÖNDFROSIN - 2,1 KG

998 ÁÐUR 1.899 KR/KG

-48% -30%

-30%

SPERGILKÁLÍSLENSKT

459 ÁÐUR 656 KR/KG

-30%

Nýtt í Nettó

LAMBAFILE M/FITU FROSIÐ

3.098 ÁÐUR 3.645 KR/KG

NAUTGRIPAHAKKFERSKT

1.189 ÁÐUR 1450 KR/KG

Ferskt alla daga!

TILBOÐ Á CASA FIESTA VÖRUM!

-20%

NÝTT KORTATÍMABIL!

NÝR& BETRI OPNUNARTÍMI

VIRKA DAGA 9-20HELGAR 10-20

NETTÓ REYKJANESBÆ

FROSIN BLÁBER 225 G - GREAT TASTE

197 ÁÐUR 299 KR/PK

FROSIN JARÐABER 400 G - ALLETIDERS

198 ÁÐUR 279 KR/PK

-29%

-34%

Page 5: 41 tbl 2015

Tilboðin gilda 22. okt – 25. okt 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór· Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |

Mar

khön

nun

ehf

BLÓMKÁLÍSLENSKT

419 ÁÐUR 598 KR/KG

GRÍSAGÚLLASFERSKT

1.196 ÁÐUR 1.898 KR/KG

LAMBAKÓTILETTURFORSTEIKTAR

1.854 ÁÐUR 2.648 KR/KG

KJÚKLINGABRINGA ORANGE - FERSK

1.883 ÁÐUR 2.384 KR/KG

KALKÚNABRINGURERLENDAR

1.749 ÁÐUR 2.498 KR/KG

LAMBALÆRI FROSIÐ - SAGAÐ

1.278 ÁÐUR 1.598 KR/KG

-37%

X-TRA BIKSEMAD M/SKINKU1 KG

498 ÁÐUR 598 KR/PK

-30%

HAMBORGARHRYGGURFERSKUR

1.079 ÁÐUR 1.798 KR/KG

-40%

HEIL ÖNDFROSIN - 2,1 KG

998 ÁÐUR 1.899 KR/KG

-48% -30%

-30%

SPERGILKÁLÍSLENSKT

459 ÁÐUR 656 KR/KG

-30%

Nýtt í Nettó

LAMBAFILE M/FITU FROSIÐ

3.098 ÁÐUR 3.645 KR/KG

NAUTGRIPAHAKKFERSKT

1.189 ÁÐUR 1450 KR/KG

Ferskt alla daga!

TILBOÐ Á CASA FIESTA VÖRUM!

-20%

NÝTT KORTATÍMABIL!

NÝR& BETRI OPNUNARTÍMI

VIRKA DAGA 9-20HELGAR 10-20

NETTÓ REYKJANESBÆ

FROSIN BLÁBER 225 G - GREAT TASTE

197 ÁÐUR 299 KR/PK

FROSIN JARÐABER 400 G - ALLETIDERS

198 ÁÐUR 279 KR/PK

-29%

-34%

Page 6: 41 tbl 2015

6 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Ákveðið var að ráðast í læsisá-tak í leik- og grunnskólum

Reykjanesbæjar, Garðs og Sand-gerðis árið 2011 og hefur það nú skilað sér í betri árangri nemenda. Kennarar leik- og grunnskóla alls staðar að af landinu koma reglu-lega til Reykjanesbæjar að kynna sér framkvæmd læsisátaksins og önnur þróunarverkefni. „Síðustu ár hafa verið mjög gefandi tími í skólum Reykjanesbæjar því full-trúar svo margra skóla annars staðar að af landinu hafa komið til að kynna sér starfið. Það eflir okkur sem störfum í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar og það er mjög gaman að aðrir sýni starfi okkar áhuga,“ segir Kristín Helgadóttir, nýráðinn leikskóla-fulltrúi Reykjanesbæjar og frá-farandi leikskólastjóri í leikskól-anum Holti í Innri-Njarðvík. Allir stjórnendur leik- og grunn-skóla Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis skrifuðu undir samstarfsyfirlýsingu árið 2011 um að vinna skipu-lega að bættri læsiskunn-áttu nemenda. Niðurstöður samræmdra prófa og Pisa

kannana víða um land, þar á m e ð a l á Suðurnesjum, þóttu heldur lakar og var á k v e ð i ð a ð bregðast við þ v í . „ N ú v inna l e i k-skólarnir með

læsi frá byrjun leikskóla-göngu við tveggja ára aldur. Það hefur nú alltaf verið þannig en eftir undirritunina vinnum með með læsi á markvissari hátt. Bók-stafir eru sýnilegir fyrir nemendur frá tveggja ára aldri. Ekki þannig að þau læri strax að lesa heldur að þau upplifi stafina og ritmálið frá upp-

hafi skólagöngunnar.“ Kristín segir marga kennara grunnskóla hafa haft orð á því að eftir læsisátakið komi nemendur betur undirbúnir úr leikskóla í grunnskóla. „Það skiptir svo miklu að allir skólarnir voru þátttakendur stefnumótun-inni. Við viljum sjá heild í námi barna og að samfella í námi á milli leikskóla og grunnskóla verði góð. Við í leikskólanum viljum standa vörð um leikinn og að læsiskennsla sé ekki í formi formlegrar kennslu. Það er svo mikilvægt að leikskóla-börnin fái að leika sér. Ég hef þá trú að fólk læri miklu betur ef það er gaman.“

Í Reykjanesbæ eru starfandi tíu leikskólar og segir Kristín þá flesta ólíka en að þeir starfi vel saman. „Við vinnum með margar stefnur. Á Holti er unnið með Reggio Emi-lio stefnuna og Hjallatún starfar eftir stefnu Howard Gardner svo dæmi séu tekin. Svo eru hérna

þrír Hjallastefnuleikskólar og þrír heilsuleikskólar. Það er virkilega gaman að starfa í umhverfi eins og hjá leikskólum Reykjanesbæjar þar sem gagnkvæm virðing ríkir þrátt fyrir mismunandi stefnur og strauma. Við getum sest niður og

rökrætt og skipst á skoðunum þó að við séum með ólíkar leiðir að sama markmiði.“ Ýmis þróunarverkefni, önnur en læsisátakið, hafa vakið athygli út fyrir bæjarmörkin. Þar á meðal er starf Tjarnarsels tengt vettvangsferðum og uppbyggingu

á útisvæði. Þá fengu Akur-skóli og leikskólarnir Holt og Akur styrk til uppbygg-ingar á Narfakotsseylu, úti-námssvæði í Innri-Njarðvík og hafa margir hópar komið til Reykjanesbæjar að kynna sér útinámið. Kristín segir grunninn að árangri í starfinu vera hversu góðir kennarar séu í leikskólum Reykjanesbæjar. „Við höfum gott starfsfólk og faglega stjórnendur sem hafa starfað þar lengi og þekkja vel til. Í hverjum og einum skóla er mikil þekk-ing til staðar. Í skólunum

er unnið mikið þróunarstarf sem starfsfólkið er tilbúið að taka þátt í. Slík þróun gefur svo mikið til barnanna, foreldranna og kennar-anna. Það er svo gaman að vinna í umhverfi þar sem er mikil gróska og starfið fær að þróast áfram.“

„Við í leikskólanum höfum frelsi til að vinna með læsi á okkar hátt og við þekkjum vel til þroska barnanna,“ segir Elín Björk Ein-arsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Holti. Hún segir mikilvægt að þegar verið er að vinna með læsi að gleyma ekki leiknum. „Það er okkar hlutverk að halda utan um leikinn og varðveita hann innan leik-skólans. Það er nægur tími til að fara út í hefðbundnari kennsluaðferðir síðar. Þegar skrifað var undir samstarfs-yfirlýsingu um læsiskennslu árið 2011 lögðum við í leik-skólunum mikla áherslu á að þar væri fjallað um læsi í víðum skiln-ingi, ekki aðeins að setja stafi í orð, heldur líka læsi á umhverfið og tilfinningar svo dæmi séu tekin.“

Elín segir nemendur standa mis-jafnlega þegar í grunnskóla kemur og því sé mikilvægt að þeim sé mætt á þeim stað sem þau eru. „Sum börn eru komin með tök á

lestri en önnur ekki komin á þann stað í þroska. Sum börn eru alveg tilbúin til að læra að lesa fimm ára á meðan önnur verða það við sjö ára aldurinn. Þetta jafnast svo yfirleitt út í 2. til 3. bekk grunnskóla. Þó að börn séu orðin stautandi hafa þau ekkert endilega betra forskot á önnur börn sem eru búin að vinna vel með orðaforða og styrkja

sjálfsmyndina. Sjálfsmyndin er svo mikill grunnur; það að hafa trú á sjálfan sig og sína getu er besta veganestið sem við í leikskólanám-inu getum gefið barni.“

DAGNÝ HULDA ERLENDSDÓTTIRBLAÐAMAÐUR

RITSTJÓRNARPISTILL

Konurnar okkarRannsóknir sýna að algengt er að konur séu um 30 prósent við-mælenda í fjölmiðlum. Þetta er eitthvað sem ætti að vera lítið mál breyta, ef viljinn er fyrir hendi. Eins og hún Stella í or-lofi sagði alltaf: „Vandamálin eru til þess að takast á við þau.“ Víkurfréttir, eins og aðrir miðlar, mættu taka sig á þegar kemur að

hlutfalli kynjanna á meðal viðmælenda. Við erum því ánægð með að í þessu blaði eru fleiri konur en karlar meðal viðmælenda.

Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um læsisátak grunnskóla í Reykjanesbæ, Sandgerði og Garði. Niðurstöður samræmdra prófa og Pisa kannana sýndu að víða um land, þar á meðal á Suðurnesjum, þyrfti að efla á lestrarkunnáttu. Allir stjórnendur skóla í þessum bæjarfélögum skrifuðu undir sam-starfsyfirlýsingu árið 2011 um að vinna skipulega að læsiskunnáttu. Kristín Helgadóttir, nýráðinn leik-skólafulltrúi Reykjanesbæjar, segir frá árangrinum í viðtali í blaðinu en hann hefur verið góður og vakið athygli víða um land og fá skólar á svæðinu reglulega til sín hópa starfsfólks annars staðar af landinu sem vilja kynna sér starfið, bæði það starf sem snýr að læsi og ýmis önnur spennandi verkefni. Það má því svo sannarlega segja að starfsfólk skóla á svæðinu

hafi tekið Stellu í orlofi á þetta árið 2011 og tekist á við vandann. Leikskólar í Reykjanesbæ vinna eftir mismunandi stefnum og hver og einn þeirra vinnur að læsi á sinn hátt. Í umfjöllunni kemur fram í máli Elínar Bjarkar Einarsdóttur, aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Holti, hversu mikilvægt það er að leyfa leikskólabörnum áfram að leika sér þó svo þau séu byrjuð að læra stafina. Enda sé nægur tími síðar fyrir formlegt nám. Nánar verður fjallað um læsi í leikskólum Reykjanesbæjar í sjónvarpsþætti Víkurf-rétta á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld klukkan 21:30 og á vf.is.

Andleg vanlíðan var lengi vel eitthvað sem fólk var ekkert að tala um og reyndi jafnvel bara að hrista af sér, með misjöfnum árangri. Það er sem betur fer að breytast. Herdís Ósk Unnarsdóttir segir í einlægu viðtali frá æskuárum sínum en móðir hennar var veik af geðhvarfasýki og höfðu veikindin mikil áhrif á bernsku Herdísar. Það varð henni til happs að eiga einstaka ömmu sem tók hana að sér. Þegar Herdís svo eignaðist barn sjálf óttaðist hún mikið að verða veik eins og móðir sín og þjáðist af fæðingarþung-lyndi. Í viðtalinu segir Herdís að allir geti veikst and-lega og því sé gott að vera meðvitaður um það og geta gripið inn í hjá öðrum ef maður sér þess merki. Það eru orð að sönnu hjá Herdísi og eitthvað sem alltaf er gott að hafa í huga.

vf.isvf.is

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000Páll Ketilsson, sími 421 0004, [email protected] Bragi Bárðarson, sími 421 0002, [email protected]ý Gísladóttir, [email protected], Dagný Hulda Erlendsdóttir, [email protected]ús Aðalsteinsson, sími 421 0001, [email protected], Þorsteinn Kristinsson, [email protected], sími 421 0006Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected]ís Jónsdóttir, sími 421 0000, [email protected] eintök.Íslandspósturwww.vf.is og kylfingur.is

ÚTGEFANDI:AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN:

RITSTJÓRI OG ÁBM.:FRÉTTASTJÓRI:

BLAÐAMENN:AUGLÝSINGASTJÓRI:

UMBROT OG HÖNNUN:AFGREIÐSLA:

PRENTVINNSLA:UPPLAG:

DREIFING:DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA:

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug-lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju-

dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.

Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið [email protected]. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri

útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

ÁTAK Í LÆSI VEKUR ATHYGLI

Á LANDSVÍSU

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

Sjálfstraustið er það mikilvægasta

Grunnskóla- og leikskólanemendur saman í námi og leik

Kristín Helgadóttir,

leikskólafull-trúi Reykja-

nesbæjar

Elín Björk Einarsdóttir,

aðstoðarleik-skólastjóri á

leikskólanum Holti

Towerborgari

Original kjúklingabringabeikon, kartöfluskífa,pipar majónes, tómatsósa, ostur og iceberg-salat.

1.899 KR.1.099 KR.

BIG BACONBig Bacon, franskar, 3 Hot Wings, gos og Prins súkkulaði.

HANNER KOMINN

AFTUR!

MMMMMMMMM

MMMM...BEIIIIIKON!

MMMMMMMMM

MMMM...BEIIIIIKON!

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 154589

Page 7: 41 tbl 2015

Towerborgari

Original kjúklingabringabeikon, kartöfluskífa,pipar majónes, tómatsósa, ostur og iceberg-salat.

1.899 KR.1.099 KR.

BIG BACONBig Bacon, franskar, 3 Hot Wings, gos og Prins súkkulaði.

HANNER KOMINN

AFTUR!

MMMMMMMMM

MMMM...BEIIIIIKON!

MMMMMMMMM

MMMM...BEIIIIIKON!

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 154589

Page 8: 41 tbl 2015

8 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

„Ég ólst upp fyrstu tvö árin mín hjá foreldrum mínum hérna í Kefla-vik. Ég er einkabarn þeirra, en þau skildu þegar ég var rúmlega tveggja ára gömul. Ég bjó svo hjá mömmu næstu árin. Pabbi vann úti á landi svo ég hitti hann ekki oft á þessum árum,“ segir Herdís. Móðir hennar veiktist af geðhvarfasýki fljótlega eftir fæðingu Herdísar en fékk aldrei greiningu á sjúkdómnum fyrr en Herdís var komin á ungl-ingsaldur. „Veikindi hennar voru okkur báðum erfið, hún átti erfitt með skap, var óáreiðanleg og fann sig ekki í móðurhlutverkinu sem að sjálfsögðu bitnaði mest á mér. Ég fór fljótlega að sjá um mig sjálf og hef allar götur síðan verið mjög sjálfstæð.“

Sváfum oft í bílnumMæðgurnar flökkuðu mikið á milli staða á þessum tíma og sváfu oft í bílnum. „Ég var oft og iðulega sótt síðust í leikskólann og stundum var ég jafnvel ekki sótt. Þá var hringt í ömmu þegar klukkan var að ganga sjö og hún sótti mig. Mér leið alltaf svo vel hjá henni og það var orðið þannig að ég var farin að fela mig eða læsa mig inni á baði þegar að við heimsóttum ömmu eða ég var hjá henni í pössun.“ Á þeim tíma áttaði amma Herdísar sig á því að ekki væri allt með felldu og fljótlega flutti hún svo til hennar.Herdís segir árin hjá ömmu sinni hafa verið góð. Þar hafi hún fengið öryggi og annað sem af uppeldi hlýst. „Amma agaði mig til þar sem ég hafði að mestu verið sjálfala fram að þessu og þetta var hellings vinna

fyrir ömmu sem þá var fimmtug og búin með uppeldispakkann. Ég hefði ekki getað beðið um neitt betra en að alast upp hjá ömmu. Barnaverndar-nefnd var komin í málið á þessum tíma og fósturforeldrar voru næsta skref fyrir mig. Ég verð alltaf þakklát ömmu fyrir að halda mér innan fjöl-skyldunnar og fyrir að leyfa mér að alast upp með fólkinu mínu.“ Herdís segir ömmu sína hafa kennt sér svo margt í lífinu og hún geti alltaf treyst á hana í einu og öllu. „Það er ekki öllum gefið að eiga góða að en ég er svo sannarlega heppin með ömmu mína. Henni verð ég ævinlega þakk-lát fyrir að koma mér til manns og það gerði hún vel.“

Fann fyrir mikilli reiðiÞegar Herdís komst á unglings-aldurinn vöknuðu hjá henni ýmsar spurningar. Eins og af hverju mamma hennar hafi ekki getað hugsað um hana. „Ég hugsaði af hverju ég? Ég fann fyrir mikilli reiði á þessum árum. Ætli höfnunin hafi ekki komið mest fram þá eða að ég hafi verið farin að skilja að móðir mín hafnaði mér vegna veikinda sinna sem er gífurlega stór biti fyrir ungling að kyngja. Mér leið ekki alltaf vel i skóla. Fannst það frekar hallærislegt að búa hjá ömmu og fannst eins og ég væri púkó. Skóla-árin voru ekki minn besti tími og ég hafði mjög lítið sjálfstraust á þeim tíma. Það var auðvitað reynt eftir bestu getu að útskýra fyrir mér að mamma mín væri lasin en skiln-ingurinn var ekki alltaf til staðar hjá mér þá. Auðvitað dreymdi mann um að alast upp með foreldrum sín-

um og ég þráði ekkert heitara en að eiga systkini.“ Herdís segir að uppeldið hafi mótað sig mikið og þess vegna sé hún sú sem hún er í dag. „Öll reiðin sem snérist svo upp í ást eftir því sem ég þroskaðist og skildi þessi veikindi móður minnar en þó voru unglings-árin erfiðust og mikil uppreisn bjó í mér á þessu æviskeiði.

Pabbi hennar bjó á Grundarfirði og var ákveðið að hún myndi prufa að búa hjá honum yfir sumarið þegar hún varð 16 ára. „Sá tími var æðis-legur og við pabbi náðum vel saman. Sá tími verður mér ávallt dýrmætur því faðir minn lést eftir mikil veik-indi þegar að ég var að verða tvítug. En ég lít á það þannig að öll þessi reynsla hafi verið mér til góðs. Ég nýt litlu hlutanna sem lífið hefur upp á að bjóða og er nægjusöm með svo margt. Það þarf ekki alltaf eitt-hvað mikið til að gleðja mann og næra hjartað.“

Vantaði mömmuHerdís segir þessa reynslu hafa haft áhrif á sig sem móður. „Ég varð sjálf móðir 27 ára gömul. Ekkert er yndis-legra eða dásamlegra en að fá nýfætt barnið sitt í fangið, en ég fann þarna að mig vantaði að eiga móður mér til halds og trausts. Amma reyndi eftir bestu getu að upplýsa mig um eitt og annað en það er mikið að læra þegar maður verður foreldri.“ Eftir að eldri sonur Herdísar fæddist upplifði hún kvíða og hræðslu og var hrædd um að eitthvað gæti komið fyrir hana. „Ég var líka hrædd um að ég gæti ekki hugsað um drenginn

minn. Ég var hrædd við að veikjast kannski eins og móðir mín. Þegar svo yngri sonur minn fædd-ist þá hrundi eiginlega allt hjá mér. Ég var svo dofin að ég gat varla hreyft mig, varð stjörf af hræðslu og sængurkvennagráturinn heltók mig. Mig langaði ekki að verða móðir aftur og þunglyndið helltist yfir mig. Ég var nánast hætt að svara fólki í símann og lokaði mig af. Svaf eins mikið og ég gat með litla drengnum mínum. Inga (fullt nafn?) ljósmóðir mín kom mér til bjargar og sagði við mig orðrétt. „Herdís þú ferð á læknavaktina strax í dag. Þú getur ekki verið svona og ekki notið þess að vera með litla barninu þínu.“ Herdís segist vera Ingu ævinlega þakklát fyrir að hafa rekið sig af stað og áttað sig í því hver staðan var. „Ég held að fólk átti sig ekki nógu vel á þeim einkennum sem fylgja fæðingarþunglyndi. Ég fékk lyf og frábæra sálfræðiaðstoð hjá Heil-brigðisstofnuninni sem hjálpaði mér á réttan stað aftur. Eftir allt þetta hefur lífið kennt mér að allt getur gerst og að við erum ekki heilög. Allir geta veikst andlega og það er svo gott að vera meðvitaður um það og geta gripið inn í hjá öðrum ef maður sér þess merki. En auðvitað er þetta allt viðkvæmt og ekki svo gott að eiga við en við verðum alltaf að reyna. Mín saga er þannig að barnæskan var í húfi og hún skiptir svo gífurlega miklu máli. Fyrstu ár ævinnar erum við að mótast og þá er svo mikilvægt að allir þættir séu í lagi. Barnasálfræðingurinn sem ég fór til sagði við ömmu mína. „Þetta barn er kraftaverk eftir allt sem á

undan hefur gengið.“ Ég hlýt að hafa verið rosalega heppin að komast vel út úr þessu öllu og standa bein í baki í dag.”

Það skiptir máli að leita sér hjálparHerdís vill ráðleggja mæðrum sem upplifa vanlíðan eftir barnsburð að loka sig ekki af þó svo að það geti verið freistandi. „En það er hægt að fá hjálp frá fagfólki. Það skiptir svo miklu máli svo við getum fengið að njóta litlu krílanna okkar og tím-ans sem við fáum á meðan þau eru lítil. Þó allt virðist vonlaust þá er alltaf einhver sem hefur það verr en maður sjálfur. Tölum um hlutina sama hversu asnalegir manni finnst þeir vera. Við erum ekki ein, leyfum hjálpinni að berast til okkar ef við getum ekki borið okkur eftir henni sjálf. Það er meira í húfi en bara við sjálf og lífið er dýrmæt gjöf. Í dag er ég hamingjusöm mamma. Ég elska fátt meira en að dansa um eldhús-gólfið með strákunum mínum.Í dag er Herdís í ágætu sambandi við mömmu sína. „Hún er mikið breytt og ég er henni alls ekki reið og mun aldrei vera það. Að því sögðu þá verðum við aldrei nánar eins og mæðgur ættu að vera, eða eins og ég óskaði að samband okkar yrði þegar ég var lítil.“ Húmorinn er aldrei langt undan hjá Herdísi og segir hún hann hafa hjálpað sér í gegnum raunir lífsins. „Ég trúi því að við séum okkar eigin gæfusmiðir og á meðan við erum sífellt með áhyggjur af því sem við hræðumst þá njótum við ekki þess sem lífið hefur uppá að bjóða.“

Herdís Ósk Unnarsdóttir 34 ára gömul Suðurnesjamær, er í sambúð og á tvö börn. Hún upplifði andlega erfiðleika eftir fæðingu tveggja barna sinna og telur að fólk átti sig ekki nógu vel á þeim einkennum sem fylgja fæðingarþunglyndi. Hún ræðir einnig hvernig það var að alast upp hjá ömmu sinni því foreldrar hennar gátu ekki séð um hana. Hún ólst upp við

það að sofa oft í bílnum og stundum var hún ekki sótt á leikskólann.

Herdís Ósk Unnarsdóttir, 34 ára gömul Suðurnesjamær ræðir um fæðingarþunglyndi og erfiðleika í æsku:

Verð alltaf þakklát ömmu að koma mér til manns

Ekki loka ykkur af þó það sé það

eina sem manni langar til að

gera og helst að jörðin

gleypi mann

Herdís Ósk með sam-býlismanninum Örvari Þór Kristjánssyni og sonunum tveimur Kristjáni Leó og Jóni Unnari.

Page 9: 41 tbl 2015

9VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015

Þrjár landgöngubr ýr v ið suðurbyggingu Flugstöðvar

Leifs Eiríkssonar verða endur-nýjaðar í vetur. Það er spænska fyrirtækið Thyssen Krupp, fram-leiðandi búnna, sem mun sjá um verkið. Isavia hefur haft samning við fyrirtækið undanfarin þrjú ár en það hefur gert úttekt á öllum landgöngubrúm Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.Eftir úttekt var ákveðið að gera upp þrjár af fimm brúnum á Suður-byggingu flugstöðvarinnar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi flugstöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að þær þrjár sem voru verst farnar verði gerðar upp í vetur en hinar tvær líklega seint á næsta ári.„Ástandið var orðið mjög slæmt og þurfti að skipta út öllum stjórn-búnaði, köplum og hinum ýmsu hlutum brúna ásamt því að gera upp,“ segir Guðni.Kostnaður við verkið er í heild 90 milljónir króna. „Megnið af kostnaðinum fer í nýja varahluti. Stærsti kostnaðarhlutinn er endur-nýjun á búnaði sem aðeins fæst hjá framleiðanda og vinna við að

skipta búnaðnum út sem er mjög sérhæfð vinna sem fá fyrirtæki hafa reynslu af og engin íslensk.“Guðni segir t.d. sandblástur vera einungis lítinn hluta af verkinu. „Við mátum að þar sem þetta væri það sérhæft væri ekki hægt að bjóða verkið út ásamt því að við gerum kröfu um að einungis séu notaðir upprunalegir varahlutir í brýrnar sem er aðeins hægt að kaupa hjá framleiðanda. Að auki má nefna að landgöngubrýrnar hjá okkur eru með kröfu um 100% uppitíma og

getum við ekki tekið neina áhættu varðandi verkefni sem þetta.“Verktakinn, Thyssen Krupp, er að koma sér upp aðstöðu til að vinna að viðgerð brúnna í byggingu 885 á Keflavíkurflugvelli eða gamla stóra flugskýlinu. Það hús bíður niðurrifs en af því eru greiddir fast-eignaskattar og auk þess er sérstök trygging fyrir þá starfsemi sem er í húsinu. „Húsnæðið uppfyllir því öll skilyrði fyrir þessa starfsemi,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafull-trúi í samtali við Víkurfréttir.

ATVINNAVantar starfsfólk í dekkjavertíð.

Möguleiki á framtíðarstarfi.

Upplýsingar veittar á staðnum Sólning Fitjabraut 12

JÓLAHLAÐBORÐá Hótel Örk

föstudagurinn 4. desember 2015

Jólahlaðborð, gisting og morgunverður 12.000.- kr.á mann í tveggja manna herbergi

(aukagjald í einbýli kr. 3000.-)Borðhald hefst kl. 19:30, en dvöl getur ha�st kl. 16:00.

Rútuferðir: Farið verður frá Garði kl. 14:00, Sandgerði kl. 14:15, Nesvöllum kl.14:30 og Vogum kl. 14:45.

Skráning er ha�n hjá Erni, 846-7334, Vogum. Lýdíu, 423-7604, Sandgerði. Brynju, 422-7177, Garðinum.

Bjarneyju, 421-1961, Reykjanesbæ.

Skemmtinefnd

Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

 Sigurbergur Sverrisson,

Diddi í HF,Njarðarvöllum 6, Njarðvíkáður Sóltúni 10, Keflavík,

 lést miðvikudaginn 14. október.

Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 23. október kl. 13:00. 

Fanney Sigurjónsdóttir,Ólafía Sigurbergsdóttir, Gylfi Ármannsson,Hafdís Sigurbergsdóttir, Björgvin Gunnlaugsson,Jóhann Sigurbergsson, Þórunn Sveinsdóttir,Guðmundur Sigurbergssson, Gunnhildur Gunnarsdóttir,Kolbrún Sigurbergsdóttir,Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Gísli Helgason,Sveindís Sigurbergsdóttir,Kristín Sigríður Hansdóttir, Hjalti Garðarsson,barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Krossmóa sími 511-2021 // www.dyrabaer.is

AtvinnaDýrabær Krossmóa óskar eftir starfsmanni í hlutastarf.

Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á dýrum, vera 20 ára eða eldri og tala íslensku.

Umsóknir sendist til [email protected]. Dýrabær er reyklaus vinnustaður.

-fréttir pósturu [email protected]

Í dag eru öll smáforrit Raddlistar komin í iPhone útgáfu. Smáforritin voru áður gefin út eingöngu

fyrir iPad spjaldtölvur. Með þessu framtaki er for-eldrum gert auðveldara að hlaða niður forritum sem stuðla að auknum málþroska og undirbúa börn fyrir læsi, beint í símana, hvar og hvenær sem er. Um er að ræða forrit sem sameina leik við hljóðakennslu, undirbúa læsi og réttan framburð. Þau eru Lærum og leikum með hljóðin, Froska-leikur 1, 2 og 3 og Froskaleikur Skólmeistarinn (skólútgáfa). „Nú á ekkert að vera því til fyrirstöðu að tugþúsundir uppalenda sem nota iPad eða iPhone geti aðstoðað

börnin á markvissan hátt við grunninn að læsi“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, aðal-höfundur efnisins. „Drengir standa almennt verr að vígi en stúlkur í lestrarundirbúningi. Þeim hentar vel tenging við leik, tækni og hreyfingu, eins og er í smá-forritunum. Ég vona því að þetta geri gæfumun fyrir marga,“ segir Bryndís. „Til að geta ráðist í iPhone útgáfu fékk ég mikilvægan stuðning frá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem í verki gerðu okkur kleift að stuðla enn frekar að læsi íslenskra barna með stærri notendahópi“, segir Bryndís. Fyrirtækin sem studdu við gerð iPhone útgáfunnar eru Novator, Norðurál, Hagar, KPMG og HS Orka.

Smáforrit Raddlistar komin fyrir iPhone

Ragnar Hafsteinsson, faðir úr Keflavík, berst nú fyrir því

að Adam, sex ára gamall sonur hans, snúi til taka frá Slóvakíu. Drengurinn fór þangað í viku langa heimsókn til móður sinnar sem býr þar. Ragnar átti von á drengnum til baka sunnudaginn 11. október síðast-liðinn en hefur hvorki heyrt frá syni sínum né barnsmóður. „Þetta er ekki forsjárdeila, heldur barnsrán,“ segir Ragnar. „Hún er búin að slíta öllum sam-skiptum við mig og ég veit í rauninni ekkert hvar sonur minn er niður kominn. Ég get ekki hringt í móðurina né náð til hennar með öðrum leiðum. Öll fjölskylda hennar er búin að loka á mig á facebook. Ég er búinn að reyna allt en hef ekki fengið nein svör.“ Ragnar og móðir drengsins slitu sambandi sínu árið 2012. Héraðs-

dómur Reykjaness úrskurðaði Ragnari forræði yfir drengnum í apríl 2014 en að hann skyldi dvelja hjá móður sinni fjórar vikur á hverju sumri og önnur hver jól og áramót. „Hún hefur fengið meiri

umgengni en dómurinn kvað á um. Til dæmis fór hann til hennar núna vegna þess að það var vetrarfrí í skólanum,“ segir Ragnar.Feðgarnir fluttu til Sandnes í Nor-egi síðasta vor og hóf Adam nám

í fyrsta bekk nú í haust. „Hann hefur aðlagast mjög vel, talar góða norsku og á marga vini. Það er því ansi hart að rífa hann í burtu því honum líður vel hér. Samkvæmt lögfræðingnum mínum er þetta

erfitt mál að sækja og ef það tekur of langan tíma verður þeim mun erfiðara að fá drenginn til baka. Þá verður hann búinn að skjóta rótum í Slóvakíu og ef hún kemur í veg fyrir samskipti mín við dreng-inn er það mjög slæmt.“ Ragnar bíður nú svara frá utanríkisráðuneyti Noregs og segir næstu skref vera í höndum lög-fræðinga sinna. „Þetta er ömurleg staða því ég þarf bæði lögfræðing í Noregi og í Slóvakíu og því fylgir

mikill kostnaður.“ Búið er að stofna styrktarsíðu á facebook undir nafn-inu Bring Adam back home þar sem hægt er að leggja Ragnari lið.

Þrjár landgöngubrýr endurnýjaðar- við suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

Landgöngubrú við suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. VF-mynd: Hilmar Bargi Bárðarson

Sonurinn kom ekki til baka úr vetrarfríi

Page 10: 41 tbl 2015

10 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

„Þetta hefur gengið ágætlega, nokkurn veginn sam-kvæmt áætlun. Við erum kannski örlítið á eftir en ætlum að vinna það upp. Við stefnum að því að hefja hér framleiðslu í maí næsta vor eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir,“ sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi United Silicon fyrirtækisins en það reisir nú kísilver í Helguvík. Á annað hundrað manns starfa nú við framkvæmdir hjá United í Helguvík. Því var fagnað í vinnubúðum fyrirtækisins í Helguvík sl. föstudag með grillveislu.

Tólf manns starfa hjá móðurfélaginu en starfsmenn hjá undirverktökum töldu rúmlega hundrað í fyrsta skipti í síðustu viku. Vinna við fyrsta áfanga af fjórum hjá United Silicon er í fullum gangi en verksmiðjan verður byggð í fjórum áföngum. Hægt er að framleiða tæp 22 þúsund tonn af kísli á ári með einum ofni. Verið að að reisa miklar byggingar verksmiðjunnar sem munu ná fjörutíu metra upp í loft þær hæstu. Í janúar hefst þjálfun starfsmanna svo að þeir geti tekið til starfa þegar starfræksla kísilversins hefst í maí á næsta ári.Starfsmenn verða 65 þegar byggingu fyrsta áfanga lýkur en síðan þarf um 50 manns við hvern viðbótar ofn eða áfanga. Kostnaður við byggingaframkvæmd-irnar við fyrsta áfanga er áætlaður um 13 milljarðar

króna. Magnús segir næsta áfanga fara eftir því hvenær hægt verði að fá raforku fyrir annan ofninn. Það eykur hlut hágæðakísils í framleiðslunni. Hann segir að til þess að geta framleitt sem mest af hágæðakísli fyrir verðmæta markaði þurfi að lágmarki tveggja ofna verksmiðju. Mikill gæðamunur sé á hráefninu og þegar einn ofn sé í rekstri þurfi allt að fara í hann. Hægt sé að flokka hráefni mun betur þegar tveir ofnar séu í verk-smiðju og láta besta hráefnið í annan ofninn.Forsvarsmenn ÍAV sem er aðalverktaki United í þessum framkvæmdum, sögðu við fréttamann að vel hefði gengið að manna verkið hingað til. Mikil vinna væri í boði og það hefði greinilega haft eitthvað að segja. Magnús sagði aðspurður að kísill kæmi víða við í dag-legu lífi fólks. „Þegar við burstum í okkur tennurnar, þvoum okkur um hárið og þegar við keyrum í vinnuna en það er m.a. kísill í öllum hjólbörðum“. Mest vaxandi markaður fyrir kísil um þessar mundir væri þó sólarrafhlöður en hann fer einnig mikið í álframleiðslu og í efnaiðnað. Megnið af framleiðslu United hefur verið seld nú þegar til Evrópu, aðallega til Þýskalands og Hollands. Um 85% afurða verksmiðj-unnar hafa verið seld til tveggja erlendra viðskiptavina með samningum til langs tíma.

Tilkoma annars kísilvers mun hafa áhrif á höfnina

en United mun fá eitt skip á viku í Helguvíkurhöfn en um tvo sólarhringa tekur að lesta og aflesta hvert skip. Það gæti því orðið þröngt á þingi því fyrir eru í Helguvík fiskimjölsverk-smiðja Síldavinnslunnar og þá

er einnig skipakomur vegna Aal Portland. Það gæti orði ös í höfninni að sögn Magnúsar sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um kísilver Thorsils en sagði þó að bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætti ekki að hundsa íbúakosn-ingu um málið.

Traffík í Helguvíkurhöfn

-fréttir pósturu [email protected]

Á annað hundrað starfsmenn við byggingu kísilvers United- framleiðsla mun hefjast í Helguvík í maí 2016. Kostnaður við fyrsta áfanga 13 milljarðar.

VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTAALLA FIMMTUDAGA KL. 21:30 Á ÍNN OG VF.IS

- alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA

KÍSILVER UNITEDSILICON Í HELGUVÍK

Sjónvarp Víkurfrétta tókstöðuna á framkvæmdum

Áfanganum hjá United var fagnað með grillveislu.

Hluti starfsmanna United og verktaka í Helguvík.

Eins og sjá má er svæðið að taka á sig mynd.

Page 11: 41 tbl 2015

11VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015

Strengurinn sem Landsnet var að leggja mun þjóna báðum

kísilverunum. Landsnet mun hins vegar leggja annan streng sömu stærðar við hliðina til að tryggja öryggið ef bilun verður í strengjunum. Þetta er að sögn Guðmundar Ásmundssonar, for-stjóra Landsnets, sama öryggis-forsendan og fyrir Suðurnes-jalínu 2. Bili lína eða strengur verður full orkuafhending til fyrirtækjanna eftir sem áður. Að-spurður um hvort þessi strengur muni geta séð álveri í Helguvík fyrir raforku sagði hann að það

þyrfti mun stærri strengi og verði lagðir sérstaklega ef af því verk-efni verður. Landsnet hefur tryggt sér lagnaleiðir fyrir þessum við-bótarstrengum.Aðspurður um raskið vegna jarð-strengjanna sagði Guðmundur það verða svipað og nú. „Við höfum þó gert ráðstafanir til að ekki þurfi að grafa vegina sundur aftur. Sárin muni gróa með tímanum.“Var einhvern tíma rætt um loftlínu í þessu dæmi?„Það er í raun ekki mögulegt að hafa loftlínu á þessum stað vegna nálægðar við flugvöll og íbúabyggð.“

-fréttir pósturu [email protected]

Landsnet semur við Thorsil um raf-orkuflutninga fyrir kísilver í HelguvíkForstjóri Landsnets undir-

ritaði í dag samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil ehf. í Helguvík. Gert er ráð fyrir að rekstur kísilversins hefjist í ársbyrjun 2018 og skal framkvæmdum Landsnets lokið í desember 2017. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers Thorsil við meginflutningskerfi Landsnets er um 2,5 milljarðar króna, segir í frétt frá Landsneti.Samkvæmt samkomulaginu skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilvers Thorsil með tengingu við raforkuflutningskerfið á Reykja-nesi. Það verður gert með lagningu

132 kílóvolta (kV) jarðstrengs milli Fitja og Stakks, tengivirkis Lands-nets sem nú er verið að byggja í Helguvík, og stækkun tengivirkis-ins. Undirbúningur að hönnun verksins hefst strax hjá Landsneti og er stefnt að því að fyrstu fram-kvæmdir hefjist haustið 2016.„Þessi framkvæmd eykur afhend-ingaröryggi til viðskiptavina okkar í Helguvík því að tveir 132 kV jarðstrengir verða á milli Stakks, afhendingarstaðar okkar þar, og tengivirkisins á Fitjum að fram-kvæmdum loknum. Jafnframt styttist í að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, milli Hafnar-

fjarðar og Rauðamels, sem styrkir flutningskerfið á Reykjanesi til muna og gjörbreytir afhendingar-öryggi raforku fyrir bæði íbúa og fyrirtæki á svæðinu,“ segir Guð-mundur Ingi Ásmundsson, for-stjóri Landsnets.Kostnaður við tengingu kísilvers Thorsil við meginflutningskerfi Landsnets og stækkun tengivirkis-ins Stakks í Helguvík er áætlaður um 2,5 milljarðar króna. Áætluð aflþörf kísilvers Thorsil er 87 mega-vött (MW) að jafnaði og verða framleidd um 54 þúsund tonn af kísilmálmi þar á ári í tveimur ofnum.

Tvöfaldur strengur frá Fitjum til Helguvíkur

Stekkur heitir tengivirki Landsnets í Helguvík.

Page 12: 41 tbl 2015

Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 25. október a.m.k. Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00

NÝTT Í BÓNUS

Amino Energy Fæðubótarefni 270 g, 8 tegundir

Cast Iron PotturBlár eða rauður, 6,2 l

Cast Iron Pönnur, 2 stk. 26 cm og 30,4 cm

2.895kr. 270 g

Nutrilenk Gold Eitt mest selda efnið hér á landi fyrir þá sem þjást af verkjum og

sliti í liðamótum. 180 töflur

5.898kr. stk.

Euro Shopper Ostapizza, 300 g

198kr. 300 g

Íslandslamb Lambalæri af nýslátruðu, ferskt, sérskorið

Íslandslamb LambahryggurHálfur lundapartur, ferskur

1.498kr. kg

1.998kr. kg

Afnýslátruðu

2015Af

nýslátruðu

2015

HALLOWEENhelgin nálgast

Grasker

259kr. kg

11.900kr. stk.

12.900kr. 2 stk.

Ali Rifið grísakjöt Pulled Pork í BBQ sósu

Fulleldað, 500 g

1.298kr. 500 g

Bónus Stór Hamborgarabrauð, 4 stk.

149kr. 4 stk.

GERÐU ÞÍNA EIGIN GRÍSASAMLOKU

OrkudrykkurLíka til sykurlaus

Euro Shopper Orkudrykkur, 250 ml, 2 teg.

59kr. 250 ml

Euro shopperBarnaþurrkur,

72 stk.

Euro Shopper bleiurMidi, 4-9 kg, 56 stk.

Maxi, 9-18 kg, 50 stk.Junior, 15-25 kg, 44 stk.

23kr. stk.

26kr. stk.

30kr. stk.

169kr. pk.1.298

kr. pk.

Contigo Shaker0,7 l

1.498kr. stk.

NÝTT Í BÓNUS

Bónus kjúklingurFerskur, heill

Bónus kjúklingalæriFersk

698kr. kg

698kr. kg

1.498kr. kg

Kjarnafæði GrísalundirÍslenskar, ferskar

Kjarnafæði GrísabógurFerskur

498kr. kg

Pottar og pönnurfást einungis

í Bónus Fitjum

Stjörnugrís EðalbeikonMeira kjöt - Minni fita

1.698kr. kg

RófurÍslenskar, nýjar

Akursel GulræturLífrænar, 500 g

249kr. kg

659kr. kg

Kjarnafæði Súpukjöt haustslátrun 2015, frosið

398kr. 500 g

Meira kjötMinni fita

Ómissandi fyrsta vetrardagGóð uppskrift af kjötsúpu á bonus.is

NÝTT KORTATÍMABIL

Page 13: 41 tbl 2015

Verð í þessari auglýsingu gilda til og með 25. október a.m.k. Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00

NÝTT Í BÓNUS

Amino Energy Fæðubótarefni 270 g, 8 tegundir

Cast Iron PotturBlár eða rauður, 6,2 l

Cast Iron Pönnur, 2 stk. 26 cm og 30,4 cm

2.895kr. 270 g

Nutrilenk Gold Eitt mest selda efnið hér á landi fyrir þá sem þjást af verkjum og

sliti í liðamótum. 180 töflur

5.898kr. stk.

Euro Shopper Ostapizza, 300 g

198kr. 300 g

Íslandslamb Lambalæri af nýslátruðu, ferskt, sérskorið

Íslandslamb LambahryggurHálfur lundapartur, ferskur

1.498kr. kg

1.998kr. kg

Afnýslátruðu

2015Af

nýslátruðu

2015

HALLOWEENhelgin nálgast

Grasker

259kr. kg

11.900kr. stk.

12.900kr. 2 stk.

Ali Rifið grísakjöt Pulled Pork í BBQ sósu

Fulleldað, 500 g

1.298kr. 500 g

Bónus Stór Hamborgarabrauð, 4 stk.

149kr. 4 stk.

GERÐU ÞÍNA EIGIN GRÍSASAMLOKU

OrkudrykkurLíka til sykurlaus

Euro Shopper Orkudrykkur, 250 ml, 2 teg.

59kr. 250 ml

Euro shopperBarnaþurrkur,

72 stk.

Euro Shopper bleiurMidi, 4-9 kg, 56 stk.

Maxi, 9-18 kg, 50 stk.Junior, 15-25 kg, 44 stk.

23kr. stk.

26kr. stk.

30kr. stk.

169kr. pk.1.298

kr. pk.

Contigo Shaker0,7 l

1.498kr. stk.

NÝTT Í BÓNUS

Bónus kjúklingurFerskur, heill

Bónus kjúklingalæriFersk

698kr. kg

698kr. kg

1.498kr. kg

Kjarnafæði GrísalundirÍslenskar, ferskar

Kjarnafæði GrísabógurFerskur

498kr. kg

Pottar og pönnurfást einungis

í Bónus Fitjum

Stjörnugrís EðalbeikonMeira kjöt - Minni fita

1.698kr. kg

RófurÍslenskar, nýjar

Akursel GulræturLífrænar, 500 g

249kr. kg

659kr. kg

Kjarnafæði Súpukjöt haustslátrun 2015, frosið

398kr. 500 g

Meira kjötMinni fita

Ómissandi fyrsta vetrardagGóð uppskrift af kjötsúpu á bonus.is

NÝTT KORTATÍMABIL

Page 14: 41 tbl 2015

14 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

„Nær daglega hitti ég fólk sem verður hissa þegar það sér mig keyra trukkinn og dæla eldsneyti á flugvélarnar,“ segir Sigurbjörg Ólafsdóttir sem starfar sem bíl-stjóri hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli. Sigurbjörg hafði unnið við ýmis störf og átt erfitt með að ná endum saman þegar hún ákvað árið 2007 að taka meiraprófið og reyna fyrir sér sem atvinnubílstjóri.

„Á þeim tíma var ég einhleyp tveggja barna móðir og vann í í snyrtivörudeild Fríhafnarinnar og dæmið gekk ekki alltaf upp fjár-hagslega. Ég hugsaði með mér að ég þyrfti að finna leið til að auka tekjurnar. Svo það má eiginlega segja að ég hafi farið úr meikinu í drulluna,“ segir Sigurbjörg og hlær. Hún hafði séð konur keyra trukka hjá verktakafyrirtækinu Klæðn-ingu og spurðist fyrir um laun hjá öðrum bílstjórum og komst að því að þau eru töluvert hærri en í þeim störfum sem hún hafði áður fengist við. „Ég hafði samband við Klæðn-ingu og spurði hvort ég fengi vinnu þar ef ég myndi klára meiraprófið. Úr varð að fyrirtækið greiddi fyrir meiraprófið og ég byrjaði að vinna þar. Um tíma vorum við sex kon-urnar sem vorum bílstjórar hjá Klæðningu.“

„Svo þú ert bensíngaurinn“Eftir bankahrunið var minna um atvinnu fyrir bílstjóra og þá fór Sigurbjörg í skóla og kláraði stúd-entspróf af listnámsbraut í textíl og fatahönnun, fór í barneignarleyfi og keyrði hjá ýmsum fyrirtækjum í afleysingum. Í fyrrasumar hóf hún svo störf hjá Eldsneytisafgreiðsl-unni á Keflavíkurflugvelli og kann mjög vel við sig þar. Hún er eina konan sem starfar sem bílstjóri þar sem stendur. Hún segir fólk oft reka upp stór augu þegar það sjái hana hoppa út úr trukknum og hefjast handa við að dæla eldsneyti á flugvélarnar. „Á flughlaðinu er

flestir starfsmennirnir karlar og þeir eru orðnir vanir að sjá mig en svo koma hingað erlendar vélar og flugmenn þeirra segja oft við mig að kona hafi aldrei áður dælt á flug-vél hjá þeim. Einu sinni kom erlend vél og ég heilsaði flugmanninum og sagðist vera með eldsneytið. Hann bað mig um að bíða aðeins og svo gekk hann í kringum vélina og leit inn í trukkinn. Næst horfði hann furðu lostinn á mig og spurði: „Svo þú ert bensíngaurinn?“

Dæling eldsneytis á flugvélar reynir nokkuð á líkamann þegar bera þarf þungar slöngur með stórum stútum upp stiga. Þegar verið er að dæla á stærri vélarnar er þó notuð lyfta. Sigurbjörg segir handtökin hafa verið nokkuð þung í byrjun en að með réttu tækninni gangi starfið vel.

Með mömmu á trukknumSambýlismaður Sigurbjargar er Óskar Guðfinnur Bragason, bif-

vélavirkjameistari og býr fjöl-skyldan í Garði. Bílar eru sam-eiginlegt áhugamál fjölskyldunnar og þau láta sig helst ekki vanta á Bíladaga á Akureyri ár hvert. Sigur-björg á þrjú börn, tvö á unglings-aldri og fimm ára gamlan son. Sá yngsti er einstaklega ánægður með starf mömmu sinnar og hefur fengið að koma með í ökuferðir á trukki. „Þegar ég var í gámakeyrslu hjá Fitjaflutningum og í sement-skeyrslu hjá Aalborg Portland kom hann stundum með mér í vinnuna þegar það var frí í leikskólanum. Hann var mjög stoltur og sagði vinum sínum á leikskólanum að hann hefði sko verið með mömmu sinni á trukknum. Svo hefur mamma mín tvisvar sinnum komið með mér í ferðir á Hornafjörð með sement og í annað skiptið gistum við í kojum í bílnum. Í hitt skiptið spurðum við eiganda steypufyrir-tækis hvort við mættum leggja á planinu hjá honum og gista þar í

bílnum en hann tók það ekki í mál og bauð okkur gistingu og mat.“

Erfitt í fyrstu ökutímunumSigurbjörg segir fyrstu ökutímana í meiraprófinu hafa verið nokkuð strembna. „Ég var með áhyggjur af því að klúðra öllu en svo eftir fimm ferðir var þetta ekkert mál.“ Fyrst eftir að Sigurbjörg lauk meiraprófinu keyrði hún fjögurra öxla vörubíl hjá Klæðningu en fór svo fljótlega að keyra bíl með festi-vagni. „Það var svolítið stressandi í byrjun að keyra svo stóran bíl en í kringum mig voru menn að vinna

á gröfum og þegar ég þurfti að-stoð stukku þeir út og leiðbeindu mér. Það þýðir ekkert að vera að pirra sig þegar það gengur ekki allt fullkomlega. Það hefur alltaf verið þannig að allir hafa verið boðnir og búnir að hjálpa og koma með góð ráð. Stundum skjóta menn á mig í gríni því ég er kona en það eru yfir-leitt aldrei nein leiðindi en ef þau hafa komið upp hef ég bara hugsað með mér að það sé eitthvað sem þeir verði að eiga við sig. Í gegnum tíðina hef ég átt miklu fleiri sam-starfsmenn sem eru jákvæðir og kurteisir.“

Fór úr meikinu í drulluna

Hann bað mig um að bíða að-eins og svo gekk hann í kringum vélina og leit inn í trukkinn. Næst horfði hann furðu lostinn á mig og spurði: „Svo þú ert bensíngaurinn?“

Sigurbjörg ákvað að taka meira-prófið og reyna fyrir sér sem

atvinnubílstjóri til að ná endum saman. Hún starfar nú sem bíl-

stjóri hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli og er mjög

ánægð með starfið.

-viðtal pósturu [email protected]

Að sögn Sigurbjargar verður fólk oft hissa þegar það sér hana koma koma út úr trukknum og dæla eldsneyti.

Sigurbjörg Ólafsdóttir starfar sem „bensíngaur“ hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli.

Page 15: 41 tbl 2015

15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015

Jólin koma í ReykjanesbæStórglæsilegir jólatónleikar 18. desember í Hljómahöll með landsþekktum söngvurum sem mæta með jólaandann.

Tryggðu þér miða tímanlega!Nánari upplysingar má finna á Facebooksíðunni Jólin koma.

Forsala miða fer fram á tix.is og hefst föstudaginn 23. október kl. 13.00

Helga Möller Stefán HilmarssonSigríður Beinteinsdóttir

-aðsent pósturu [email protected]

Eftir töluverða baráttu og undirskriftir rúmlega 25%

íbúa Reykjanesbæjar, tókst að herja út leyfi til að íbúakosning yrði haldin um hvort að þriðja stóriðjan skyldi rísa í túnfæti bæjarins. Mótbárurnar voru þær helstar að slík íbúakosning myndi kosta bæjarfélagið tugi milljóna. Seinna kom í ljós að þetta var ekki rétt. Kosningarnar eru alfarið kostaðar af Þjóðskrá, Það er svo undir bæjaryfirvöldum komið hversu miklu púðri þau vilja eyða í að auglýsa kosningarnar og kynna íbúum augljósan rétt sinn til að hafa áhrif á eigin framtíð.Í stað þess að leggja í þá vegferð hefur meirihlutinn gefið bæjar-búum langt nef og sagt; „þið megið alveg kjósa en það verður ekkert mark tekið á niðurstöðunni”. Rökin og mótbárurnar eru eins og fyrr fjárhagslegs eðlis. Margir taka yfir-lýsingum bæjarstjórnar, um að hunsa útkomu kosninganna á þann veg að það borgi sig ekki að kjósa. Því er einmitt öfugt farið. Núna verða íbúar að krefjast áheyrnar og kjósa um framtíðarsýn bæjar-félagsins.Hvað er málið ?Tvö stóriðjuver, álver Norðuráls og kísilmálmverksmiðja United Sili-con hafa þegar fengið tilskilin leyfi til að hefja rekstur í Helguvík. Um er að ræða orkufrekan iðnað sem mikill styrr stendur um í þjóðfélag-

inu. Stöðugt sterkari rök hníga í þá átt að stóriðjan skili samfélaginu sáralitlum arði, gangi um of á orku-búskap framtíðar og auki mengun. Þrátt fyrir þetta hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ valið að greiða götur fyrir enn eina stóriðjuna, stærstu kísilmálmverksmiðju í heimi.Leynd yfir samningum við Thorsil Hver er samningurinn við Reykja-neshöfn og Thorsil? Nokkrir bæjarbúar hafa ítrekað sóst eftir því að fá að sjá þennan samning en bæjaryfirvöld hafna fyrirspurninni vegna þess að Thorsil vill ekki að hann sé opinberaður? Hvað er í þessum samningi sem ekki má líta dagsins ljós? Er það nóg ef forsvars-menn bæjarins segja að bæjar-félagið verði bótaskylt án nokk-urra útskýringa eða röksemda. Það getur varla talist málefnaleg rök að segja t.d. “við erum á einhvern hátt bundinn í báða skó,“ eins og for-ráðamenn bæjarins hafa látið hafa eftir sér.Mengunarlaus stóriðja í bakgarðinumFlestum þætti nógu róttæk aðgerð að reisa álver í eins kílómeters fjar-lægð frá byggð, en að bæta í og reisa tvö mega kísilver á sama stað er einhvernveginn svo stórkallalegt að tekur engu tali. Við skulum hafa það alveg á hreinu að mengunar-laus stóriðja er ekki til enda eru kísilverin

tvö þegar farin að metast um það í fjölmiðlum hvor þeirra mengi meira. Saman tekst þeim ábyggi-lega vel upp.AtvinnuleysiðEin megin röksemdin fyrir upp-byggingu stóriðju er meint at-vinnuleysi á svæðinu. Þetta at-vinnuleysi hefur verið mest áber-andi meðal kvenna. Ekki geri ég ráð fyrir því að konur fagni nýjum atvinnutækifærum á vöktum í stóriðju. Atvinnuleysi hefur sem betur fer minnkað á undanförnum misserum fór úr 5,4% í janúar í 3,1 % í ágúst sem er minna en á höfuð-borgarsvæðinu. Með auknum ferðamannafstraumi eykst álagið á Leifsstöð og nú er svo komið að starfsfólk þar kemur í heilu rútu-förmunum úr öðrum byggðar-lögum. Á næstu árum er því spáð að það þurfi 5000 nýja starfsmenn í ferðaþjónustuna í landinu. Ætlar Reykjanesbær ekki að taka þátt í þeirri uppbyggingu ? Reykjanesið er dásamleg náttúruperla og ferða-þjónustan á þar ótæmandi mögu-leika ef okkur auðnast að eyðileggja þá ekki með úreltri atvinnustefnu. Viljum við vera verksmiðjubær-inn sem síaukinn straumur ferða-manna sneiðir hjá?ErfðasilfriðÞað má segja að núverandi bæjar-stjórn hafi fengið þennan málatil-búnað í arf. Það réttlætir þó engan veginn að hún bregðist við með því

að vanvirða vilja þeirra sem studdu hana til valda. Við töluðum mikið um íbúalýðræði og aukið gegnsæi í aðdraganda síðustu kosninga. Við vildum breyta stjórnarháttum fyrri stjórnar. Það skýtur því skökku við að fulltrúar okkar í bæjarstjórn bregðist við óskum íbúanna með valdhroka og lítilsvirðingu.Kosningar 24. október - 4. nóvemberÞað var ljóst við söfnun undir-skrifta í sumar að bæjarbúar vildu fá eitthvað að segja um stóriðju-framkvæmdirnar í Helguvík og greinilegt að menn voru uggandi yfir öllum þessum ósköpum. Það er óþarft að ræða hvort það verði mengun eða ekki það vita allir heil-vita menn og að þræta um það er kjánalegt. Mengunin fer þangað sem vindurinn blæs sem sannað-ist best þegar fnykurinn frá fiski bræðslunni í Helguvík lág dögum saman yfir Heiðarhverfinu í stífri norðanáttinni í sumar. Menn höfðu orð á því að þeim hefði verið lofað á sínum tíma að óþefurinn frá bræðslunni í Helguvík mundi aldr-ei ná í byggð. Sitt sýnist hverjum að

treysta háleitum loforðum þeirra sem eiga allt undir fjárhagslegum hagnaði.Stóriðjuframkvæmdirnar í Helgu-vík er eitt stærsta umhverfismál okkar tíma og áhrif þess munu hafa gríðarlegar breytingar í för með sér fyrir í framtíð fólksins og bæjar-félagsins. Loftgæði munu rýrna, sjónmengun aukast og samfara því mun fasteignaverð falla. Við verðum spyrja okkur hvað verður um menningar-og rokk bæinn okkar? Munum við hvetja börn og barnabörn okkar til að hefja búskap sinn í bæjarfélaginu og munum við vera sátt við ákvarðanirokkar að fórna náttúruperlu okkar, í mengandi iðnað sem engin þörf er fyrir? Hvernig svörum við fyrir það. „Við vorum á einhvern hátt bundinn í báða skó“!Ég hvet alla til að dusta rykið af rafrænu skilríkjunum sínum og taka þátt. Látum á það reyna hvort við höfum eitthvað með framtíð bæjarins okkar að segja. www.isl-and.is/islykill.

Dagný Alda Steinsdóttir

■■ Dagný Alda Steinsdóttir skrifar:

Íbúar kjósa um framtíð Reykjanesbæjar– Verksmiðjubær eða náttúruperla?

Page 16: 41 tbl 2015

16 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

2.1901.752

20%AFSLÁTTUR

1700W, 370 lítr./klst.Þolir 50°C heitt vatn5,5 metra barki, sápubox

Black&Decker háþrýstidæla max bar 130

29.99023.992

20%AFSLÁTTUR

Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr.

13.99011.192

20%afsláttur

Drive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar

7.590

20%AFSLÁTTUR

6.072

Drive skrúfvél Lion rafhlaða 12V

6.990

5.592

20%afsláttur

Drive toppasett 17 stk 1/4” 990

Gluggaþvotta kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

2.690

CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn-ventli og vatnslás

8.590

20%afsláttur

6.872

COL-25004 Hágæða Veggjamálning 4 L

4.795

20%afsláttur

3.836

20%afsláttur

G B003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm

1.470 1.176

MARC-Errex1 Errex hillu-eining. 100x40x185cm. 5 hillur

15.990

MARC-LEO1 Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur

4.990MARC-LEO5Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur

6.990

ENGAR SKRÚFUR!

MARC-LEO3Leo hillueining 90x40x165cm. 4 hillur

6.890

20%afsláttur

5.512

Deka Tjöru og Olíuhreinsir 4 l.

1.970Rúðuvökvi -18°C, 4 l.

740

Juðari kr.

5.390 4.312

20%afsláttur

6mm gúmmídúkur grófrifflaður 2.990pr.lm.einnig til 3mm á kr.

1.990

San-SM-RLB02 stubbastækkari

3.550

Uppf

ylla

EN:1

31 st

aðal

inn

LFD 90AL70x33x100 cm

9.990 WZ-1008 slöngu-hengi - plast

395

PRETUL úðadæla5 l. Trup 24685

2.990 2.39220%AFSLÁTTUR

25 stk. 110 lítra ruslapokar 995 Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

796

20%AFSLÁTTUR

Kapalkefli Wis-SCR2-25 25 metrar

5.7904.632

4 litir3 stærðir

5005 3,5 lítra 4895006 7,5 lítra 7855007 15 lítra 995

391628796

Bílabúkkar 2 tonn 2 stk

3.890

Límbyssa í tösku

1.571

Hraðastilltur slípi- & bónrokkur 1100W

8.990

7.192

Drive útdraganlegt rafmagnskefli 15 metra

11.9909.592

10 metra rafmagnssnúra

2.590 2.072

Marc-Leo4 100x40x185cm 5 hillur

7.995

Pretul startkaplar 2,5m #22808

1.295

Mikið úrval af upphengikrókumABO reykskynjari

með rafhlöðu

1.8901.512

20%AFSLÁTTUR

Taur-64404 Strekkiband 2stk 1” x 180cm

1.850 1.480.

Taur-64301 Strekkiband 2stk 1,8m

1.290 1.032

20%AFSLÁTTUR

Sha-YJD-A-5 Fluor lampi 8W 230V

2.4901.992

Semko iðnaðarkústur 40cm 150cm skaft

1.295

Meister upphengi festing

225

Truper-10235 Þrýstiúðabrúsi 2Lítr

1.190

Tact-320020 Tactix Smáhlutabox 4stk

1.7991.439. 20%

AFSLÁTTUR

Dom-5897 Golíat reiðhjólakrókar 30kg

2.5902.072 20%

AFSLÁTTUR

Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 14.392

18.900 8.993

20%AFSLÁTTUR

Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum

CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn-ventli og vatnslás

8.590 6.892

20%AFSLÁTTUR

Gua 539-1 með veggstál - plötu, grind fylgir, 1mm stál

16.990 13.592

20%AFSLÁTTUR

Cisa blöndunartæki

4.9903.992 20%

AFSLÁTTUR

SHA-V5228 IP65 T5 lampi Flúor lampi 2x28w 120cm

5.8904.712

SHA-3901 T8 lampiLoftljós flúor rakaþ. 1x18w 67,5x11,2cm

2.4751.980

20%AFSLÁTTUR

Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum

6.995 5.596

20%AFSLÁTTUR

Protool fjölnota verkfæri 220W með 37 fylgihluti í tösku

11.9908.993

20%AFSLÁTTUR

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

9.780

20%AFSLÁTTUR

7.824

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep2,27-5,05 m

17.990

KAI Grá bílskúrsflís 33x33 cm

1.890 pr. m2

Gegnheil postulínsflís

20%afsláttur

1.512

G 002 með hjólum 52 lítra 58x42x34cm

2.149 20%afsláttur

1.719

COL-73003. Gólflakk 3 L

4.995

20%afsláttur

3.996

HAGMANS-39292 Milligróf Gólfmálning 4 kg

11.860

20%afsláttur

9.488

1/2” slanga 15 metra með stút og tengjum

1.490 1.192 20%

AFSLÁTTUR

Vörutrilla 60kg

4.990 3.992

20%AFSLÁTTUR

Járnbúkkar sett=2 stykki

4.6903.752

20%AFSLÁTTUR

TY2007KVinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra

3.290 2.632

T38 Vinnuljós

4.990 3.992

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.890 5.512

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

ANN-12902 Black&Decker háþrýstidæla 110 bar

14.990

Rúðuskafa kr.

190

Strákústur 30cm breiður

795

20%afsláttur

5.59215%afsláttur

12.742

20%afsláttur

2.840

792

3.112

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

952

2.392

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR 20%

AFSLÁTTUR

1.036

20%AFSLÁTTUR

2.152

20%AFSLÁTTUR

1.036

20%afsláttur

20%AFSLÁTTUR

1.592

20%AFSLÁTTUR

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Reykjanesbær Fuglavík 18 Opið virka daga kl. 8 -18

BÍLSKÚRSDAGAR Í MÚRBÚÐINNI !ATH. OPIÐ LAUGARDAGINN 24/10 kl. 10-16

OPIÐ LAUGARDAGINN 24/10 kl. 10-16

Page 17: 41 tbl 2015

17VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015

2.1901.752

20%AFSLÁTTUR

1700W, 370 lítr./klst.Þolir 50°C heitt vatn5,5 metra barki, sápubox

Black&Decker háþrýstidæla max bar 130

29.99023.992

20%AFSLÁTTUR

Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra LiIon rafhl kr.

13.99011.192

20%afsláttur

Drive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar

7.590

20%AFSLÁTTUR

6.072

Drive skrúfvél Lion rafhlaða 12V

6.990

5.592

20%afsláttur

Drive toppasett 17 stk 1/4” 990

Gluggaþvotta kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

2.690

CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn-ventli og vatnslás

8.590

20%afsláttur

6.872

COL-25004 Hágæða Veggjamálning 4 L

4.795

20%afsláttur

3.836

20%afsláttur

G B003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm

1.470 1.176

MARC-Errex1 Errex hillu-eining. 100x40x185cm. 5 hillur

15.990

MARC-LEO1 Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur

4.990MARC-LEO5Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur

6.990

ENGAR SKRÚFUR!

MARC-LEO3Leo hillueining 90x40x165cm. 4 hillur

6.890

20%afsláttur

5.512

Deka Tjöru og Olíuhreinsir 4 l.

1.970Rúðuvökvi -18°C, 4 l.

740

Juðari kr.

5.390 4.312

20%afsláttur

6mm gúmmídúkur grófrifflaður 2.990pr.lm.einnig til 3mm á kr.

1.990

San-SM-RLB02 stubbastækkari

3.550

Uppf

ylla

EN:1

31 st

aðal

inn

LFD 90AL70x33x100 cm

9.990 WZ-1008 slöngu-hengi - plast

395

PRETUL úðadæla5 l. Trup 24685

2.990 2.39220%AFSLÁTTUR

25 stk. 110 lítra ruslapokar 995 Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

796

20%AFSLÁTTUR

Kapalkefli Wis-SCR2-25 25 metrar

5.7904.632

4 litir3 stærðir

5005 3,5 lítra 4895006 7,5 lítra 7855007 15 lítra 995

391628796

Bílabúkkar 2 tonn 2 stk

3.890

Límbyssa í tösku

1.571

Hraðastilltur slípi- & bónrokkur 1100W

8.990

7.192

Drive útdraganlegt rafmagnskefli 15 metra

11.9909.592

10 metra rafmagnssnúra

2.590 2.072

Marc-Leo4 100x40x185cm 5 hillur

7.995

Pretul startkaplar 2,5m #22808

1.295

Mikið úrval af upphengikrókumABO reykskynjari

með rafhlöðu

1.8901.512

20%AFSLÁTTUR

Taur-64404 Strekkiband 2stk 1” x 180cm

1.850 1.480.

Taur-64301 Strekkiband 2stk 1,8m

1.290 1.032

20%AFSLÁTTUR

Sha-YJD-A-5 Fluor lampi 8W 230V

2.4901.992

Semko iðnaðarkústur 40cm 150cm skaft

1.295

Meister upphengi festing

225

Truper-10235 Þrýstiúðabrúsi 2Lítr

1.190

Tact-320020 Tactix Smáhlutabox 4stk

1.7991.439. 20%

AFSLÁTTUR

Dom-5897 Golíat reiðhjólakrókar 30kg

2.5902.072 20%

AFSLÁTTUR

Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 14.392

18.900 8.993

20%AFSLÁTTUR

Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum

CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn-ventli og vatnslás

8.590 6.892

20%AFSLÁTTUR

Gua 539-1 með veggstál - plötu, grind fylgir, 1mm stál

16.990 13.592

20%AFSLÁTTUR

Cisa blöndunartæki

4.9903.992 20%

AFSLÁTTUR

SHA-V5228 IP65 T5 lampi Flúor lampi 2x28w 120cm

5.8904.712

SHA-3901 T8 lampiLoftljós flúor rakaþ. 1x18w 67,5x11,2cm

2.4751.980

20%AFSLÁTTUR

Ryco LDL-MD418A lampi m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm með perum

6.995 5.596

20%AFSLÁTTUR

Protool fjölnota verkfæri 220W með 37 fylgihluti í tösku

11.9908.993

20%AFSLÁTTUR

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

9.780

20%AFSLÁTTUR

7.824

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep2,27-5,05 m

17.990

KAI Grá bílskúrsflís 33x33 cm

1.890 pr. m2

Gegnheil postulínsflís

20%afsláttur

1.512

G 002 með hjólum 52 lítra 58x42x34cm

2.149 20%afsláttur

1.719

COL-73003. Gólflakk 3 L

4.995

20%afsláttur

3.996

HAGMANS-39292 Milligróf Gólfmálning 4 kg

11.860

20%afsláttur

9.488

1/2” slanga 15 metra með stút og tengjum

1.490 1.192 20%

AFSLÁTTUR

Vörutrilla 60kg

4.990 3.992

20%AFSLÁTTUR

Járnbúkkar sett=2 stykki

4.6903.752

20%AFSLÁTTUR

TY2007KVinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra

3.290 2.632

T38 Vinnuljós

4.990 3.992

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.890 5.512

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

ANN-12902 Black&Decker háþrýstidæla 110 bar

14.990

Rúðuskafa kr.

190

Strákústur 30cm breiður

795

20%afsláttur

5.59215%afsláttur

12.742

20%afsláttur

2.840

792

3.112

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR

952

2.392

20%AFSLÁTTUR

20%AFSLÁTTUR 20%

AFSLÁTTUR

1.036

20%AFSLÁTTUR

2.152

20%AFSLÁTTUR

1.036

20%afsláttur

20%AFSLÁTTUR

1.592

20%AFSLÁTTUR

N e y t e n d u r a t h u g i ð ! M ú r b ú ð i n s e l u r a l l a r v ö r u r s í n a r á l á g m a r k s v e r ð i f y r i r a l l a , a l l t a f . G e r i ð v e r ð - o g g æ ð a s a m a n b u r ð !

Sími 412 2500 - [email protected] - www.murbudin.is

Reykjanesbær Fuglavík 18 Opið virka daga kl. 8 -18

BÍLSKÚRSDAGAR Í MÚRBÚÐINNI !ATH. OPIÐ LAUGARDAGINN 24/10 kl. 10-16

OPIÐ LAUGARDAGINN 24/10 kl. 10-16

Page 18: 41 tbl 2015

18 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Nú liggur fyrir að íbúakosning um

breytingu á deiliskipu-lagi iðnaðarsvæðisins í Helguvík vegna kísilvers Thorsil verður haldin dagana 24. nóvember til 4. desember næst-

komandi. Íbúakosningin er haldin að kröfu rúmlega 25% kosningabærra íbúa Reykjanesbæjar. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkar kosningar eru haldnar á grundvelli nýrra laga um sveitar-stjórnir sem tóku gildi árið 2011. Því er um merk tímamót að ræða fyrir íbúalýðræði á Íslandi. Í því ljósi mætti draga þá ályktun að Reykjanesbær sé vagga lýðræðis á Íslandi, en því fer fjarri því lýðræðið virðist einfaldlega flækjast fyrir núverandi meirihluta sem þó sækir umboð sitt til bæjarbúa.

Hvernig er Reykjanesbær bundinn Thorsil?Bæjaryfirvöld hafa einfaldlega lýst því yfir með afgerandi hætti að niðurstaða kosninganna skipti engu máli og að nýtt deiliskipulag verði samþykkt al-gjörlega óháð niðurstöðu þeirra. Með þessari ótrúlegu yfirlýsingu er meiri-hlutinn að setja þarfir stórfyrirtækis ofar þeirri niðurstöðu sem kann að koma út úr kosningu íbúa sem búa í sveitarfélaginu. Ekkert hefur komið fram, samningar eða annað, sem sýna að Reykjanesbær sé skuldbindinnn Thorsil.Eini samningurinn sem virðist vera til staðar er lóðaleigusamningur sem bæjaryfirvöld hafa veitt Thorsil ítrek-aðan frest til að uppfylla. Nánar til-tekið hefur Thorsil í tvígang fengið frest til þess að greiða Reykjanes-höfnum upphæð samkvæmt lóðar-

leigusamningnum. Á sama tíma og frestur er veittur birtast svo fréttir í fjölmiðlum um að höfnin stefni í greiðslufall. Það er því með ólíkindum hversu langt bæjaryfirvöld eru tilbúin að ganga í þágu hagsmuna Thorsil.Óboðleg framsetning á kjörseðliÞau tíðindi urðu síðastliðinn fimmtu-dag að bæjarráð Reykjanesbæjar sam-þykkti dagsetningar fyrir íbúakosn-inguna, spurninguna sem lögð verður fyrir íbúa og framsetningu hennar á kjörseðli sem er eftirfarandi:

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þeirri breytingu sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 2. júní 2015, á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers?Hlynnt(ur)Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)Andvíg(ur)Spurningin sem slík er í lagi en það eru valkostirnir sem eru sérstakir. Það að bjóða upp á kostinn: „Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)“ er aftur á móti vægast sagt óvenjulegt. Í fyrsta lagi gerir spurningin sjálf ráð fyrir

að svarið sé af eða á. Í öðru lagi er það hefðin í almennum kosningum að kjósendur lýsi yfir hlutleysi sínu með því að annað hvort sitja heima eða mæta á kjörstað og skila auðu. Er framsetning bæjarráðsins á kjörseðl-inum því nokkuð byltingarkennd. Í þriðja lagi, og því sem mestu skiptir, er þetta einfaldlega óboðlegt í ljósi þess hvert efni kosningarinnar er. Þarna er verið að kjósa um breytingu á deili-skipulagi sem stjórnir sveitarfélaga taka afstöðu til með samþykkt eða synjun. Það er ekki í boði fyrir sveitar-félög að afgreiða tillögur um breyt-ingu á deiliskipulagi með „hvorki samþykkt né synjað.”Í þessu samhengi má einnig líta til þeirrar reynslu sem er af íbúakosn-ingum um sameiningar sveitarfélaga. Þar hefur framsetning kjörseðils ávallt verið þannig að kjósendur hafa geta valið af eða á.Framsetning bæjarráðs Reykjanes-bæjar á kjörseðlinum verður ekki skilin öðruvísi en tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu íbúakosningar-innar og bætist þannig við fyrri til-raunir. Það er einsýnt að kæra verður

framkvæmd íbúakosninganna til innanríkisráðherra ef bæjarráð Reykjanesbæjar gerir ekki breytingar á kjörseðlinum.Vinnubrögð bæjarstjórnar Reykjanes-bæjar verða að vera betri en þetta, það er ekki hægt að bjóða kjósendum upp á þetta.Fasteignaverð í efri byggðumÞrátt fyrir að það eigi fyrst og fremst að horfa á þetta mál út frá loftgæðum og umhverfisverndarsjónarmiðum, þá ætla ég einnig að benda íbúum Reykjanesbæjar sérstaklega þeim sem búa nálægt fyrirhugaðri verksmiðju að ef þessi verksmiðja mun rísa og loftgæði versna þá mun fasteigna-verð líklegast lækka, mest næst verk-smiðjunni. Eru íbúar Reykjanesbæjar tilbúnir að eignir þeirra lækki ef allt fer á versta veg? Er fólk tilbúið að tapa loftgæðum og jafnvel peningum líka?Ég hvet íbúa Reykjanesbæjar að taka upplýsta ákvörðun, ég hvet fólk að taka hagsmuni íbúa fram yfir hags-muni stórfyrirtækis. Ég hvet fólk til að taka hagsmuni náttúru og loftgæða fram yfir, hagsmuni fárra auðmanna.

Nýlega læddist að mér æsku-minning úr Keflavík með

orðunum „Stikk’em up.“Það var oft sólríkt á síðsumardögum uppí heiði. Við krakkarnir í Lyngholtinu lékum okkur út um allan móann frá Vatnstanki að nýbyggingar-hverfinu við Háaleiti. Yfirleitt lékum við Indjána og Cowboya. Við notuðum ekki orðið kúreki.

Áhyggjulaus var sú veröld sem við lifðum í. Undir nokkrum áhrifum Kanasjónvarpsins lékum við okkur í útileikjum og þeim tilheyrðu ýmis konar orðatiltæki eins og „Stikk´em up.“ Við sungum „rólen, rólen, ró-len“ úr Rawhide og sungum Bon-anzalagið. Little Joe var vinsæll, sérstaklega hjá okkur stelpunum. Michael Landon var svo sætur og seinna fylgdumst við með honum sem föðurnum í Húsinu á sléttunni, herra Ingalls. Svo var það Gunsmoke, þá vissum við hvað deputy var. Í Rawhide fylgdumst við með Clint Eastwood tyggja strá. Við hottuðum á spýtum bundnum í snæri eða belti um allan móann fyrir ofan Háholtið og upp að Törner. Svæðið var að ein-hverju leyti afmarkað af háum vallar-girðingum með gaddavír að ofan. Við höfðum tálgað riffla og byssur úr spýtum sem við fundum við ný-byggingar.

Mér fannst flott að indjánarnir væru sérfræðingar í að finna spor og læð-ast. Það var þægilegra að vera í galla-buxum með belti en klukku og heil-sokkum og margir voru í svörtum og hvítum uppreimuðum strigaskóm. Sumar stelpur vildu vera Dale og bíða eftir að Roy Rogers kæmi heim á flotta hestinum sínum Trigger, spilaði á gítar og myndi kannski kyssa þær. Við vorum sjö eða átta ára öpuðum ýmislegt annað eftir og ímynduðum okkur hasar og njósnir. Við skriðum milli barðanna í móanum. Þegar við vorum cowboyar settumst við stundum niður og þóttumst borða kjötkássu bara með gaffli, bjuggum til byrgi og kveiktum kannski varðeld. Þannig gerðu cowboyar. Þetta lékum við svo eftir ef og þegar við fengum nautahakk eða kássu heima – héldum á gafflinum eins og cowboyar. Sumir áttu cowboyhatt eða tóbaksklút um hálsinn eða kannski byssubelti, dálk eða hníf. Það var flott. Við vorum örugg í okkar leikjum og ímyndunar-aflið og leikurinn var alls ráðandi. Ég heyri óminn af „stikk’em up“ og ró-len, rólen, rólen….út um allan móa. –Yndisleg nostalgía.

Söfnuðum leikaramyndum, servéttum og karamellu-bréfumNæsta sumar byrjuðum við stelp-urnar að gera blómagarða með fíflum og sóleyjum í moldinni, skreyttum okkur með Gleym-mér- eyjum og skreyttum drullukökur á málningar-dollulokum sem við reyndum að selja. Við gerðum líka skartgripi, alls konar armbönd og hringi úr marg-litum vírum sem féllu til, þegar var verið að leggja síma í götunni. Svo vorum við í búðaleik og notuðum ýmislegt t.d. sand, notaðar rauðar og hvítar mjólkurhyrnur eða minni gular og hvítar rjómahyrnur og jafn-vel niðurbrytjað einangrunarplast. Við vorum líka í hreyfileikjum við að sippa og snúsnú, teygjutvist, skot-bolta ,kýló, brennó, fallin spýta og í ýmsum boltaleikjum. Stundum seldum við flöskur og keyptum nammi, oft kók og lakkrísrör í Skúla-búð. Við söfnuðum alls konar hlutum t.d. leikaramyndum og vorum oft að skipta, servéttum, prógrömum úr bíó og alls konar sælgætisbréfum. Á vetrum fórum við á skauta upp að Vötnum með nesti eða skautuðum á íþróttavellinum við Skólaveg. Sumir áttu pabba sem átti bíl og gat farið á Seltjörn. Jónasarbrekka ( við Skóla-veg) var vinsæl og Husleybrekkan við Kobbabúð (við Tjarnargötu) og brekkan við Sjúkrahúsið á horni Suðurgötu og Skólavegar. Oft voru göturnar lokaðar með búkkum svo við gætum notið þess betur að renna okkur langt.Sumir villingar voru að teika eða hanga aftan í bílum. Minn-ingar um útiveru að vetrum nálægt þeim fáu ljósastaurum sem komnir voru í hverfið og að sjúga snjóklepr-ana úr vettlingunum er góð. Það er unaður að verma sér við minningar um áhyggjulausa æskudaga í tíma-lausum leikjum allan liðlangann daginn. Já, „liðlangann“ eins og sagt var þá og dagurinn virtist langur með mörgum máltíðum, fréttum og veðri. Inn að drekka og borða. Pabbar komu heim í hádeginu og fólk fékk sér jafn-vel hádegisblund – aðallega þó karl-peningurinn svona á meðan frúin vaskaði upp og sópaði eða skúraði út.

Að vera í vist og passa krakkaUm 10-11 ára aldurinn fórum við stelpurnar að passa krakka og jafnvel yngri stelpur voru í vist eða að bera út blöð, sumar fengu vinnu í fiski eða kannski að aðstoða mömmur í síldarsöltun. Í næsta húsi við mig bjó yndisleg kona, Kristín, sem var gift Ameríkana og átti tvo drengi á svipuðum aldri og við, Eddý og Mike. Áður en við fengum sjónvarp fengum við stundum að fara inn hjá

þeim að horfa á barnaefni á laugar-dagsmorgnum. Það bjuggu nokkrar Kanafjölskyldur í Lyngholtinu, það var hægt að sjá t.d. á álpappír sem þeir settu fyrir gluggana. Ég fór að passa fyrir Kana 10-11 ára og fékk stundum dollar á tímann. Oft pöss-uðum við á miðvikudagskvöldum því þá fóru Kanarnir í bowling uppi á Velli. Mig minnir að það hafi verið Bowling í Viking-klúbbnum. Sumar fengu að panta úr príslistum hjá Könunum. Það var dásemd að flétta þessum vörulistum og sérstök lykt af þeim. Okkur fannst æðisleg lykt hjá Könunum, lykt af sérstökum mat eða kryddi og svo ilmandi lykt af Tide-þvottaefni. Það var öðruvísi en af fiski og floti, Omo þvottaefni , klór eða af 1313 sápunni okkar. Hún er líka minnisstæð lyktin úr þvottahúsinu heima þegar mamma var að sjóða þvottinn og dásamlegt að sofna í nýstraujuðum rúmfötum sem þurrkuð höfðu verið í saltrokinu á snúrunni sem jafnan stóð nálægt kartöflugarðinum. Svo voru kyndi-klefar með sérstakri olíulykt. Án þess að skilja af hverju þá fór ég að bera þessa Keflavíkurveröld vorra daga saman við tímaleysi nútímans og líf barnabarna minna sem nú eru á þessum aldri. Hvernig læra þau að vera til í hinum breytta fullorðins-heimi. Nú virðist svo margt að óttast. Þau heyra svo oft: Gættu þín! Passaðu þig á hinu og þessu. Veröld þeirra virðist svo hættuleg. Svo margt að varast. Öll þessi umræða um einelti og netöryggi, umferðarhættur, dóp, perra og klámvæðingu. Það voru ekki margir dónar að varast í henni Keflavík forðum. Nú eru þeir margir hverjir komnir inn á heimili og inn í herbergi eða í lófa ungra barna. Við krakkarnir í Heiðinni forðum áttum ekki fullkominn útivistarfatnað eða gönguskó, ekki skólatöskur sem stóð-ust ákveðna staðla og útivistin fór eftir myrkrinu. Á daginn vorum við einungis trufluð þegar mömmurnar stóðu úti á stétt og hrópuðu „Komdu inn að borða“.

Helga Margrét Guðmundsdóttir

■■ Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar:

„Stikk’em up“Æskuminningar úr Keflavík

-aðsent

Síðustu vikur hefur verið mikið líf og fjör í tónlistarstofunni í

Myllubakkaskóla á kvöldin. Þar er verið að æfa og æfa fyrir tónleika sem haldnir verða næstu mánaða-mót. Tilefni þessara tónleika er að í upphafi þessa árs voru liðin tíu ár frá því að vinkonurnar Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Gunnheiður Kjartansdóttir og Íris Dröfn Hall-dórsdóttir unnu fyrst saman að leiklistarverkefni. Þá höfðu þær í einhver ár áður unnið að svipuðum verkefnum á ólíkum vettvangi. Þær unnu á þessum tíma allar í Myllu-bakkaskóla og þar byrjaði ævin-týrið.

Af hverju þessir tónleikar?Af hverju ekki? Við vorum búnar að hittast oft og ræða hvað við vildum gera en vorum ekki að ná lendingu með það. Við vorum þó allar sam-mála því að skemmtilegt væri að gera eitthvað. Við höfum í gegnum árin sett upp margar sýningar, söngleiki og tónleika ýmiskonar auk þess sem við höfum stýrt krökkum í alls kyns skemmtiatriðum. Þessi vinna hefur gefið okkur alveg svakalega mikið. Fyrir utan þroska, reynslu og góða þjálfun í félagsfærni höfum við safnað að okkur ógrynni af frábærum minn-ingum sem eru dýrmætar og eignast góða vini í mörgum af þeim krökkum sem við höfum verið svo lánsamar að fá að vinna með. Við höfum nokkrum sinnum unnið að verkefnum með grunnskólakrökkum og þá fengið með okkur krakka sem áður höfðu verið með og voru komnir í fram-haldsskóla. Flestir þessir krakkar hafa bara fengið leikhúsbakteríuna sem er í mörgum tilfellum alveg bráð-smitandi og geta ómögulega slitið sig frá svona vinnu. Okkur finnst það sko ekki leiðinlegt og fögnum

hverju skipti sem við hittumst. Þetta er bara svo ofsalega skemmtilegt. Og þess vegna varð niðurstaða okkar sú að skemmtilegast væri að setja upp tónleika og reyna að fá með okkur krakka úr öllum verkum sem við höfum unnið að. Feimnar og óörugg-ar ákváðum við að senda krökkunum línu og athuga hvort einhverjir væru ekki til. Það kom okkur skemmti-lega á óvart að krakkarnir tóku alveg ótrúlega vel í þetta. Við völdum svo inn hóp grunnskólakrakka sem hent-uðu í þetta verkefni. Flestir þeirra hafa unnið með okkur áður en eins og alltaf eru líka nokkur ný andlit í hópnum. Hópurinn sem við vinnum nú með telur 44 frábæra krakka á aldrinum 6-28 ára. Við vitum að þegar maður er kominn vel yfir tví-tugt er maður eiginlega ekki lengur krakki en í okkar huga eru þau öll krakkar, þetta eru krakkarnir okkar. Við erum svo ánægðar með að fá að upplifa þetta með þeim. Þetta er einskonar uppskeruhátíð þar sem við lítum saman um öxl, iljum okkur við skemmtilegar minningar og njótum þess að fá að endurskapa nokkrar þeirra. Við æfum nú alla daga enda margt sem þarf að æfa þegar laga-listinn telur átján lög. Þetta er farið að hljóma svaka vel og við erum ofsa spenntar og alveg sannfærðar um að þetta verður æði.

Hvar og hvenær verða tónleik-arnir?Tónleikarnir verða haldnir í Kirkju-lundi og verða þeir fluttir þrisvar þessa helgi. Þeir fyrstu verða föstu-daginn 30. október kl. 20 og hinir laugardaginn 31. október kl. 16 og kl. 20. Aðgöngumiðinn kostar 2000 krónur og er miðasala í síma 695-3297. Tryggið ykkur miða og komið og njótið með okkur.

„Krakkarnir okkar“

■■ Benóný Harðarson skrifar:

Lýðræðisvandi í Reykjanesbæjar

Page 19: 41 tbl 2015

19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015

pósturu [email protected]

Allir sem náð hafa 60 ára aldri geta gengið í Félag eldri borgara

á Suðurnesjum. Á vegum félagsins er boðið uppá fjölbreytta dagskrá.Í Reykjaneshöll gefst fólki tækifæri á morgnana til að ganga og þrisvar í viku er boðið uppá létta leikfimi þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstu-daga kl 9:30. Ekki þarf að greiða.Sundleikfimi er í boði mánudaga kl 14:30 og föstudaga kl. 09:00 í Vatna-veröld. Ekki þarf að greiða.Alla virka daga er boðið uppá fjöl-breytta dagskrá á Nesvöllum. Má þar nefna bingó, spilavist, leikfimi, línudans og margt fleira. Í Virkjun er hægt að stunda billjard eða Boccia í íþróttahúsinu við Sunnubraut.Alla föstudaga er boðið uppá svokall-aða Létta föstudaga á Nesvöllum kl. 14:00, þar sem eitthvað skemmtilegt fer fram.

KjaramálinFimmtudaginn 5. nóvember kl. 16:00 á Nesvöllum mætir Haukur Ingi-

bergsson, formaður Landssambands eldri borgara og fer yfir stöðu mála. Hver er staðan í kjaramálum? Hvern-ig er með greiðslur frá Trygginga-stofnun? Allir hvattir til að mæta.

HaustfagnaðurLaugardaginn 14. nóvember verður haustfagnaður eldri borgara á Suður-nesjum haldinn á Nesvöllum. Nánar auglýst þegar nær dregur.

JólahlaðborðFélag eldri borgara efnir til ferðar á Hótel Örk föstudaginn 4. desember þar sem jólahlaðborð verður og gisting á hagstæðu verði. Nánar auglýst þegar nær dregur.Árgjald í félagið er kr. 2000. Allir fé-lagar fá senda afsláttarbók sem veitir góðan afslátt í fjölmörgum verslunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum en aflsáttarkjörin standa einnig til boða í mörgum verslunum í Reykjavík og víðar.Nánari upplýsingar hjá formanni fé-lagsins Sigurði Jónssyni sími 847 2779.

Fjölbreytt starf eldri borgara á Suðurnesjum

Mercedes Benz E280 4maticBensín | Sjálfskiptur | Skráður: 4/2001Ekinn: 204.000 km.

Verð 890.000 kr.

Lexus CT200 HybridBensín | Sjálfskiptur | Skráður: 11/2011Ekinn: 23.000 km.

Verð 3.790.000 kr.

Chevrolet CaptivaDísel | Sjálfskiptur | Skráður: 6/2013Ekinn: 71.000 km.

Verð 4.490.000 kr.

Chevrolet SparkBensín | Beinskiptur | Skráður: 7/2010Ekinn: 92.000 km.

Verð 990.000 kr.

Chevrolet Cruze STWBensín | Sjálfskiptur | Skráður: 6/2013Ekinn: 81.000 km.

Verð 2.590.000 kr.

Chevrolet TraxDísel | Sjálfskiptur | Skráður: 5/2014Ekinn: 77.000 km.

Verð 3.790.000 kr.

Chevrolet SparkBensín | Beinskiptur | Skráður: 6/2014Ekinn: 84.000 km.

Tilboðsverð 1.390.000 kr.

Nissan X-TrailBensín | Sjálfskiptur | Skráður: 7/2008Ekinn: 103.000 km.

Verð 2.490.000 kr.

Reynsluboltar

benni.is ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

Opnunartímar:Virka daga frá 9-18Laugardaga frá 10-14

Tilboð

SIGGA OG LÓA HAFA STARFAÐÁ HEIÐARSELI FRÁ FYRSTA DEGI

Á DAGSKRÁ Í KVÖLD!

VIKULEGUR MAGASÍNÞÁTTUR SJÓNVARPS VÍKURFRÉTTAALLA FIMMTUDAGA KL. 21:30 Á ÍNN OG VF.IS

- alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA

Page 20: 41 tbl 2015

20 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Það er mér ofarlega í huga þessa dagana hversu heppin

ég er. Í öllu álaginu sem lífinu fylgir er alltaf silfurlína, hlutur sem minnir mig á að ég gæti verið svo miklu verr sett. Við erum alla daga að upplifa, gefa eða taka, vinna eða tapa. Ég er ein af þeim sem tek að mér mun meira en ég ræð við, ég set á mig þessar væntingar og ríf mig niður í takt við það. Ég er alltaf til í að vera til staðar fyrir aðra, gef af mér og set mér það markmið að fara sátt frá verki. Þegar degi fer að halla þá kemur inn meiri þörf fyrir ást og umhyggju, meiri þörf fyrir það góða. Ég finn það á mínu skinni hversu öðruvísi ég er, ég er ég sjálf, alltaf, óþreytandi. Ég finn meira fyrir því sem full-orðin kona hvað það inniheldur að standa sig í lífinu. Eitthvað sem ég pældi aldrei í þegar ég var lítil, ég ætlaði bara að kom-ast í gegnum lífið, sama hvernig ég færi að því. Ég myndi gera það á mínum forsendum, ein og óstudd. Staðreyndin er samt sú að við getum aldrei gert allt ein, hvað þá ein og óstudd. Mikill misskilningur hjá lítilli

stúlku sem vissi ekki betur. Ég hef ekki gert hlutina ein, ég hef upplifað mig eina sem er langt frá því að vera ein í raun. Það er eitthvað sem ég þarf að vinna með í sjálfri mér, ég lít tilbaka og get smám saman séð fólkið sem gerði mig að konunni sem ég er í dag. Á lífsins braut hef ég margoft komist í tæri við hina skærustu demanta, fólk sem hefur gefið mér svo óendanlega mikið. Ég væri ekki sú sem ég er í dag án þessa fólks. Fólkið sem snertir strengi hjarta okkar, gefur okkur ást og hlýju þegar við væntum þess síst, það er fólkið sem situr eftir þegar við upplifum depurð og vanlíðan. Þegar okkur vantar faðmlag þá er gott að líta í kringum sig, hvort sem það er í núinu eða í minningunni. Við eigum okkar eigið ríkidæmi, stundum þurfum við bara að hægja að-eins á okkur. Ríkidæmið getur verið við sjálf eða fólkið sem er okkur svo mikið án þess að við föttum það, það eru gersem-arnar innan um grjótin.

Ást og friður

RÍKIDÆMI

Lífið með Lindu Maríu

OPINN DAGUR 22. OKTÓBER KL. 16 – 18.

Verið velkomin í Hakkit, stafræna smiðju í Eldey frumkvöðlasetri þar sem þú getur búið til nánast hvað sem er.

Við bjóðum verkfæri og tæki til að hanna og skapa hluti. Í Hakkit má finna þrívídarprentara, þrívíddar-skanna, laserskera, vínilskera og CNC fræsi-vél svo eitthvað sé nefnt. Við notum opinn hugbúnað og þú getur fengið leiðsögn á staðnum.

Líttu við! – við munum sýna þér aðstöðuna og möguleikana sem Hakkit hefur uppá að bjóða.

OpnunartímiMiðvikudagar 10 – 14, fimmtudagar 16 – 19. og opið annan hvern laugardag

Fylgstu með okkur á FB ELDEY FRUMKVÖÐLASETURGrænásbraut 506235 Ásbrú

SÓKNARÁÆTLUN SUÐURNESJA

Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsfræðibraut.

Hvaðan ertu og aldur? Ég er frá Keflavík og er 17 ára.

Helsti kostur FS?Böllin og að sjálfsögðu félagsskapurinn.

Áhugamál?Finnst mjög gaman að borða.

Hvað hræðistu mest? Höllu Margréti þegar hún þarf að pissa.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Steina Flame$$$ vegna þess að hæfi-leikarnir leika við drenginn.

Hver er fyndnastur í skólanum? Atli Haukur

Hvað sástu síðast í bíó? Everest

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Vil fá pizzu a morgnana, það væri fínt.

Hver er þinn helsti galli? Alltaf svöng

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, facebook og twitter myndi eg helst skjóta á.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa frjálsa mætingun

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Segi frekar oft „ááándjooks“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Frábært.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Vá, er ekki viss, ætli það sé ekki að klára allavega FS og ferðast eitthvað eftir það.

Hver er best klædd/ur í FS? Pæli voða lítið í því.

Guðrún Anna er FS-ingur vikunnar. Hún er 17 ára Keflavíkurmær á félagsfræðibraut. Böllin er helsti kostur FS og hún hræðist Höllu Margréti þegar hún þarf að pissa.

Bráðvantar pizzu á morgnanna

-fs-ingur vikunnar

Kennari: Klárlega Bogi félagsfræði kennari

Fag í skólanum: Félagsfræði

Sjónvarpsþættir: Law and Order, Friends og Greys Anatomy.

Kvikmynd: Home og Forrest Gump.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Beyonce

Leikari: Hilary Swank er alltaf rosa flott

Vefsíður: Netflix og Facebook .

Flíkin: Úlpan mín

Skyndibiti: Hamborgara-búllan

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?

Gamla tónlist sem eg hlustaði á svona 2005.

Eftirlætis

TIL LEIGU

ÞJÓNUSTA

WWW.VF.IS

Bílskúr til leigu í Engjadal ,Innri Njarðvík c.a 30 fermtra, leiðgur til langframa upplýsingar í gegnum

email. [email protected]

Ertu með áhyggjur eða van-líðan? Við viljum biðja fyrir þér. Við erum kristið fólk.

Sendu okkur tölvubréf [email protected]

BílaviðgerðirPartasala

Kaupum bilaðaog tjónaða bíla

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979www.bilarogpartar.is

- smáauglýsingar

Verið velkomin á samkomu

alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnu-kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Heiða Eiríks er að ljúka við gerð breiðskífu sem hefur fengið

nafnið „Fast“. Það er Heidatruba-dor sem sendir frá sér plöt-una, gamalt alterego Heiðu sem aldrei hefur fengið að njóta sín nægilega en er, eins og nafnið gefur til kynna, trúbadorútgáfan af Heiðu. Hellvar er hljóm-sveitin sem lög Heiðu rata vanalega til, en á breið-skífu Heidutrubador má segja að allar órokkuðustu hugmyndirnar séu nú að fá hljómgrunn.Platan er 10 laga, og útgangspunktur-inn var að sögn Heiðu að gera ein-

hvers konar folk/alt-country/lo-fi-plötu þar sem tilraunagleði og gríp-andi melódíur takast á. Heiða semur

lög, og texta og tekur upp plötuna upp sjálf en hún er nú í hljóðblöndun hjá Cur-ver Thoroddsen. Það er smá Berlínar-þema á plötunni, sum lög urðu til þar og önnur urðu til í Reykjavík þegar Heiða var með heim-þrá til Berlínar. Fyrsta smáskífan heitir „Life and dream“ og þar spilar Heiða á kassagítar, rafgítar, hörpu, munnhörpu, slag-

verk, bassa og syngur. Platan kemur út þegar hún er tilbúin.

Heiða Eiríks gefur út „Fast“

Page 21: 41 tbl 2015

21VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015

Bílaþjónusta

Reykjaness

Hjólbarðaþjónusta - Viðgerðir - Varahlutir - Sími: 421-7333

BÍLAÞJÓNUSTA REYKJANESS

ER HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI OG TEKUR EINNIG AÐ SÉR ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR OG SÉRPANTANIR

Á VARAHLUTUM ERLENDIS FRÁ.

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA // VIÐGERÐIR // VARAHLUTIR SMIÐJUVELLIR 6 // 230 REYKJANESBÆ // SÍMI 421-7333.

20% AFSLÁTTUR

Á DEKKJUM ÚT OKTÓBER

UMFELGUN FRÁ KR. 4000,-

„Þetta gekk alveg boðboðslega vel og við erum að rifna úr stolti yfir þeim viðbrögðum sem við höfum fengið eftir Kötlumótið,“ segir Þorvarður Guðmundsson, formaður Karlakórs Keflavíkur, í samtali við Víkur-fréttir.Karlakór Keflavíkur var gestgjafi Kötlumóts sunnlenskra karlakóra sem fram fór í Reykja-nesbæ um síðustu helgi. Hápunktur mótsins var þegar um 600 karlar stigu á svið og sungu saman í eina og hálfa klukkustund í Atlantic studios á Ásbrú við undirleik stórsveitar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.„Við erum búnir að fá mikið af viðbrögðum frá t.d. stjórnendum þeirra karlakóra sem tóku þátt. Þau eru öll einn veg, að þetta hafi gengið vel og mikil ánægja sé með skipulag Kötlumótsins, sem hafi verið frábært“.Kötlumótið fór þannig fram að fjórtán kór-tónleikar voru haldnir í Hljómahöll og Ytri

Njarðvíkurkirkju þar sem hver kór söng í 20 mínútur. Tónleikarnir voru allir þétt setnir af áhorfendum. Síðar sama dag komu svo allir karlakórarnir saman á svið í kvikmyndaverinu Atlantic Studios. Þar voru um 600 karlar á sviði og framan við þá var svo stórsveit Tónlistar-skóla Reykjanesbæjar. Einsöngvarar með risa-kórnum voru þeir Jóhann Smári Sævarsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.„Tónleikarnir í Atlantic Studios tókust mjög vel og hljóðmaðurinn okkar hafði á orði að það væri flottur hljómur í húsinu, mjög þéttur og góður,“ segir Þorvarður en um 1000 manns voru á tónleikunum.Nú er vetrarstarfið að fara af stað hjá Karlakór Keflavíkur sem hefur fengið til sín nýjan stjórn-anda. Það er Stefán E. Petersen tónlistarkenn-ari. Hann verður með sína fyrstu æfingu í kvöld þar sem byrjað verður að æfa dagskrá fyrir kertatónleika kórsins sem verða 9. desember.

-fréttir pósturu [email protected]

Kötlumót sunnlenskra karlakóra í Reykjanesbæ:

„Erum að rifna úr stolti“- segir Þorvarður Guðmundsson, formaður Karlakórs Keflavíkur

Page 22: 41 tbl 2015

22 fimmtudagur 22. október 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Fjöldi fólks mætti við vígslu nýja íþróttamannvirkisins í

Grindavík á laugardaginn. Þar var skemmtileg dagskrá frá kl. 15:00 þar sem íþróttamiðstöðin í heild sinni, þ.e. Gjáin, líkams-ræktin, sundlaugin, íþróttasalur-inn og gamla anddyrið voru nýtt fyrir íþróttaiðkunn og alls herjar veisluhöld. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Sigurður Enoks-son formaður UMFG og Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur klipptu á vígslu-borðann í tilefni dagsins. Þá var boðið upp á veitingar í Gjánni fyrir gesti og gangandi, segir í frétt frá Grindavíkurbæ.Óhætt er að segja að íþróttamann-virkið sé hið glæsilegasta. Fyrsta skóflustunga var tekin 2. október 2013. Vertaki var Grindin ehf. í Grindavík, hönnuðir voru Batteríið og Verkís. Nýbyggingin er Íþrótta-miðstöð Grindavíkur og er um 1.730m² að stærð, á einni hæð.Í meginhlutum er hægt að skipta byggingunni upp í tvo húshluta:

• A - Forsalur með afgreiðslu og starfsmannakjarna, búningsklefar sem þjóna íþróttasal, knattspyrnu-velli og sundlaug ásamt tengigangi að núverandi sundlaugarbyggingu.• B - Gjáin: Samkomusalur með móttökueldhúsi og skrifstofur sem tengjast íþróttafélögunum og fleira.

Íþróttamiðstöð Grindavíkur er hugsuð sem öflug viðbót við íþróttamannvirkin á svæðinu. Fram kom í máli Róberts Ragnars-son bæjarstjóra að byggingin er í raun miðstöð eða hjarta sem tengir saman íþróttahús, sundlaug og

íþróttasvæði utanhúss. Byggingin er um leið mikilvæg viðbót í æsku-lýðs- og unglingastarfi bæjarins og aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun. Íþróttamiðstöðin verður nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík.Þá er torgið við aðalinngang íþróttamiðstöðvarinnar einnig hið glæsilegasta. Meginmarkmið hönnunar á torginu eru að skapa aðlaðandi og fjölnota aðkomu að nýrri íþróttamiðstöð Grindavíkur. Lögð var áhersla á að svæðið sé létt í viðhaldi og aðgengilegt öllum þar sem lagt er upp úr öryggi barna. Saman brjóta setstallar upp rýmið milli bygginga og mynda óform-lega áhorfendastúku þar sem hægt verður að fylgjast með viðburðum á sviði fyrir miðju rýmisins. Minni viðburðir eins og t.d. 17. júní og fleiri hátíðarhöld gætu því verið haldnir þarna í framtíðinni.Í lokin var svo körfuboltaleikur á milli Grindavíkur og Vals í úr-valsdeild kvenna og í hálfleik var skrifað undir samninga við íþrótta-hreyfinguna og Kvenfélag Grinda-víkur.

-íþróttir

Skemmtileg vígsluathöfn á nýrri íþróttamiðstöð:

Öflug viðbót við íþrótta-mannvirkin í Grindavík

Í glæsilegu anddyrinu var hægt að grípa í tafl.

Sunddeild UMFG bauð upp á skriðsunds-keppni sem mæltist ákaflega vel fyrir.

Samkomusalnum í Gjánni er hægt að skipta upp í tvö rými. Í stærra rýminu var boðið upp

á júdósýningu af júdódeild UMFG.

Félag eldri borgara bauð upp á boccia fyrir gesti og gangandi.

Sólveig Guðmundsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur í góðum félagsskap með fulltrúm Kvenfélagasambands Íslands.

Þessir þrír tóku sig vel út í anddyrinu. F.v. Páll Valur Björnsson alþingismaður, Hilmar Knútsson smiður og formaður Hestamannafélagsins Brimfaxa og Hilmar Andew

McShane.

Gymheilsa bauð upp á leiðsögn í

þrektækin en þessir þremenningar

prófuðu smökkun hjá sólbaðsstofunni

Eðalsól sem bauð upp á ókeypis

heilsudrykki í tilefni dagsins. F.v. Ingar

Guðjónsson, Páll Þorbjörnsson og

Ágústa Sigurgeirs-dóttir.

Hermann Guðmundsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur, Sigurður Enoksson formaður UMFG og Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs en

bæjarstjóri og formennirnir sáu um að klippa á vígsluborðann.

AF ÞVÍ TILEFNI VERÐUR HALDIN VEGLEG ÁRSHÁTÍÐ LAUGARDAGINN 31.OKTÓBER NK. Í STAPANUM.

HESTAMANNAFÉLAGIÐ MÁNI FAGNAR 50 ÁRUM Á ÞESSU ÁRI

HOBBITARNIR STJÓRNA FJÖLDASÖNG

SPÚTNIK HELDUR UPPI STUÐINU FRAM Á RAUÐA NÓTT.

FORDRYKKUR OG FORRÉTTIR VERÐA BORIN FRAM Í ROKKSAFNINU OG OPNAR HÚSIÐ KL.18:30.

GLÆSILEGT STEIKARHLAÐBORÐ FRÁ MENU VEITINGUM.

MIÐASALA FER FRAM Í REIÐHÖLLINNI Á MÁNAGRUND MÁNUDAGINN

26.OKTÓBER MILLI KL. 20:00 OG 21:00.

MIÐAVERÐ ER KR. 8900,-ALLIR VELKOMNIR SEM ÁHUGA HAFA

Á GÓÐRI SKEMMTUN.ARI ELDJÁRN KEMUR AÐ SKEMMTA

ÁSAMT LEYNIGESTIGUÐNI ÁGÚSTSSON

VEISLUSTJÓRI

VEGLEGT

HAPP-

DRÆTTI.

Page 23: 41 tbl 2015

23VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015

pósturu [email protected]

Laus störf hjá IGS ehf. í Farþegaafgreiðslu og við ræstingu í flugvélum

IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.

Um er að ræða störf í Farþegaafgreiðslu, flugvélaræstingu, Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum,

reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum.

FarþegaafgreiðslaStarfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá.Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála -og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið

Ræsting í flugvélumLágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, íslenska og/eða enskukunnátta.

STÖRF HJÁ IGS 2015

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 28. október 2015

Dekk Dekk

Stærð Negld Vetrar Heilsárs pr.stk

175/70 13“ 11.900,- 9,990,- 9000,- —

185/65 14“ 12,990,- 10,990,- 10,990,- —

185/60 15“ 14,990,- 12,990,- 12,990,- —

185/65 15“ 14,990,- 12,990,- 11,990,- —

205/55 16“ 16,990,- 14,990,- 13,990,- —

215/55 16“ 18,990,- 16,990,- 16,990,- —

225/45 17“ 19,990,- 19,990,- —

195/70 C 15“ 18,900,- —

205/65 C 16“ 19,900,- —

Níðsterk dekk sem hentar vel í öllum aðstæðum

Dekkin eru öll míkróskorin

Burðardekk á góðu verði

Símar: Bjarni 771 4221 | Lilja 771 4222 | Diddi 861 2319

Njarðarbraut 11 Reykjanesbæ sími 421 1251

8-17 mán-föst.10-14 laugardag.

Opið

Sendum hvert á land sem er.

Raðgreiðslur í allt að 12 mánuðum

Suðurnesjaliðin í Domino’s deildinni í körfubolta hafa

öll byrjað mjög vel, þvert á spár spekinganna fyrir tímabilið. Grindavík, Njarðvík og Kefla-vík hafa sigrað í fyrstu tveimur leikjum sínum og eru á toppnum með Tindastóli.Keflvíkingar lögðu Hauka sl. mánu-dagskvöld í tvíframlengdum leik þar sem heimamenn þóttu sýna flottan leik. Njarðvík vann Snæfell á útivelli og Grindavík hafði betur gegn sprækum nýliðum Hattar.Það er svaka nágrannaslagur í Ljónagryfjunni annað kvöld en þá mæta Keflvíkingar sínum gömlu grönnum úr Njarðvík. Grind-víkingar heimsækja ÍR í kvöld. Þá er spurning hvort Jón Axel Guð-mundsson haldi uppteknum hætti en hann hefur borið uppi lið Grind-víkinga og verið í báðum leikj-

unum með þrefaldri tvennu en það er þegar leikmaður skorar meira en 10 stig, tekur fleiri en tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Jón Axel er með flestar stoðsendinar allra eftir

fyrstu tvær umferðirnar, alls 21. Earl Brown, leikmaður Keflvíkur hefur tekið flest fráköst eða 35 og skorað næst flest stig eða 58

Góð byrjun hjá Suðurnesjaliðunum í Domino’s deildinni í körfubolta:

Stórleikur í Ljónagryfjunni

Haukar-Keflavík á laugardagXuÞað var hart barist í leik Keflavíkur og Hattar í Domino’s deild kvenna

í TM-höllinni í vikunni. Keflavík vann öruggan sigur en liðið tapaði fyrir Val í fyrstu umferð. Keflavíkurstúlkur fá firnasterkt lið Hauka í heimsókn á laugardag.Grindavíkurstúlkur ætla sér stóra hluti í vetur en þær hafa unnið eina leik sinn sem komið er en það var gegn Val. Þær leika gegn Stjörnunni á sunnudag. Grindavíkurstúlkur fengu mikinn liðsstyrk í vikunni þegar landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gekk til liðs við þær gulu.

Keflavíkurmærin Þóranna Kika Hodge-Carr fór mikinn með liði sínu

gegn Hetti í vikunni. Hér geysist hún framhjá leikmönnum Hattar

og skorar. Þóranna er aðeins 16 ára gömul og ein af mörgum ungum og

stórefnilegum stúlkum í Keflavík.

Birna heiðruðXuKeflvíkingar heiðruðu Birnu Valgarðsdóttur, fyrrverandi leikmann

liðsins, fyrir leik Keflavíkur og Hauka í vikunni. Birna afrekaði að leika 314 leiki og í þeim setti 453 þriggja stiga körfur og skoraði 4534 stig í heildina eða nærri 15 stig að meðaltali í leik. Hreint magnað hjá Birnu sem var frá-bær leikmaður.Birna varð sjö sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum var hún bikar-meistari. Hún lék 76 landsleiki og Birna er þannig næst leikjahæsta körfu-boltakona landsins.

Þróttarar með alvöru handboltaliðXuÞróttur Vogum verður með hörkulið í Coca-Cola bikar karla

í handknattleik og hefur þegar safnað í lið sem er vægast sagt at-hyglisvert.Það verður seint hægt að kenna reynsluleysi um ef liðið dettur úr keppni í fyrstu umferð en leikmenn liðsins eiga samanlagt heilan hell-ing af landsleikjum, sjálfsagt á fjórða hundraðið. Meðal leikmanna sem spila munu í bikarkeppninni undir merkjum Þróttar Vogum má nefna, Patrek Jóhannesson, markverðina Birki Ívar og Roland Eradze ot úti-leikmennina Einar Örn Jónsson, Bjarka Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Loga Geirsson.

Flott hjá FjölbrautXuFjölbrautarskóli Suðurnesja vann um síðustu helgi keppni um hraust-

asta framhaldsskólann á Íslandi árið 2015. „Þetta var mjög jöfn keppni, haldin í fyrsta sinn og margir sterkir einstaklingar sem maður var nú ekkert viss um að maður myndi taka,“ segir Jóhanna Júlía Júlíusdóttir. Auk hennar skipuðu þau Guðmundur Ólafsson, Helena Ósk Árnadóttir og Andri Orri Hreiðarsson lið FS. Þau æfa öll hjá Crossfit Suðurnes og hafa að sögn Jóhönnu góðan bakgrunn úr íþróttum. Jóhann á enn Ís-landsmetið í armbeygjum úr Skólahreysti en hún tók 177 slíkar. Jóhanna og Guðmundur höfðu reynslu af keppni í Skólahreysti, sem er þrek-keppni grunnskóla. Hún hefur keppt fyrir Myllubakkaskóla og hann fyrir Holtaskóla og tvisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari.

Logi Gunnarsson á fleygiferð með Njarðvík.

VF-myndir/pket og pállorri.

Ljósmynd/Davíð/karfan.is

Page 24: 41 tbl 2015

vf.isvf.is

-mundiFIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER • 41. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Sigvaldi kominn í hundana... hvaða dýr verður það næst?

NÝR& BETRI OPNUNARTÍMI

VIRKA DAGA 9-20HELGAR 10-20

NETTÓ REYKJANESBÆ

Tilboðin gilda 22. október – 18. nóvember 2015Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

MID

I - M

AXI - MAXI PLUS - JUNIOR999 kr/pk

PAM

PERS NEW BABY

499 kr/pk

Verð áður = 1.281 kr Verð áður = 1.299 kr Verð áður = 1.299 kr Verð áður = 1.299 kr

TILBOÐ í verslun Nettó Reykjanesbæ

Pampers Baby Dry S3 Midi 4-9kg 50 stk. Verð áður: 1281

Pampers Baby Dry S4 Maxi 7-18kg 44 stk.Verð áður: 1299

Pampers Baby Dry S4+ Maxi plus 9-20kg 41 stk.Verð áður: 1299

Pampers Baby Dry S5 Junior 11-25kg 39 stk. Verð áður: 1299

Pampers E-Up Maxi 8-15kg 22 stk. Verð áður: 1229

Pampers E-Up X-Large 16+kg 19 stk. Verð áður: 1229

Pampers Newbaby S1 2-5 kg. 23 stk.Verð áður: 630

Pampers Newbaby S2 3-6 kg. 32 stk.Verð áður: 599

Harður árekstur í Njarðvík:

Sigvaldi kom Emmu litlu til bjargar

Gæludýr koma stundum við sögu í umferðaró-

höppum og þeim þarf að sinna eins og mannfólkinu. Mjög hraður árekstur varð í gær á mótum Njarðarbrautar og Hjallavegar. Þegar fólkinu sem lenti í árekstrinum hafði verið komið til hjálpar þurfti einn-ig að huga að ferfætlingi sem var í annarri bifreiðinni, dauð-skelkaður eftir áreksturinn.Það kom í hlut Sigvalda Arn-ars Lárussonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að huga að hundinum, henni Emmu, sem var illilega brugðið eftir að hafa lent í hörðum árekstri með eiganda sínum.Sigvaldi fangaði Emmu og kom henni í öruggt skjól inni í lög-reglubíl. Í millitíðinni vildi þó Guðmundur Sæmundsson lög-reglumaður fá að klappa Emmu og hrósaði Sigvalda þar sem Emma væri í öruggum höndum.

Sigvaldi Arnar Lárusson og Guð-mundur Sæmundsson lögreglumenn með Emmu litlu á slysstað í gærdag.

VF-myndir: Hilmar Bragi

Frá árekstrinum sem var mjög harður.

Garðbúum fjölgað um sjö á tæpu ári

Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá voru alls 1.432

íbúar skráðir með lögheimili í Sveitarfélaginu Garði í byrjun þessarar viku.Til samanburðar voru 1.425 íbúar skráðir með lögheim-ili í sveitarfélaginu þann 1. desember 2014.Íbúum í Garði hefur því fjölgað um sjö á þessu tæplega einu ári.

Féll úr stiga og beinbrotnaði

Maður sem féll úr ál-stiga þar sem hann var

við vinnu sína handleggs-brotnaði og fór úr olnbogalið. Maðurinn var að vinna við brunavarnarkerfi í leikskóla í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar hann féll úr stiganum niður á gólf bygg-ingarinnar og kom niður á oln-bogann. Atvikið átti sér stað í síðustu viku.Hann var fluttur með sjúkrabif-reið á Heilbrigðisstofnun Suður-nesja og þaðan á Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans. Lögregla upplýsti Vinnueftir-litið um slysið.