32
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Bugðutangi - einbýlishús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 8. TBL. 14. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR Mosfellingurinn Hjördís Geirsdóttir söngkona Hefur sungið með dans- hljómsveitum í 56 ár 14 Mynd/Hilmar Súsanna, Birgir og Ragnhildur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur ÚTSKRIFTARHÁTÍÐ Í FMOS Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 29. maí við hátíðlega athöfn. Brautskráðir voru tólf stdentar af félags- og hugvísindabraut, fimm stdentar af náttruvísindabraut og einn stdent af opinni stdentsbraut. LAUS STRAX

8. tbl. 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 8. tbl. 14. árg. Fimmtudagur 4. júní 2015. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

Citation preview

Page 1: 8. tbl. 2015

R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð IR É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Bugðutangi - einbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

8. tBl. 14. árg. fimmtudagur 4. júní 2015 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

Mosfellingurinn Hjördís Geirsdóttir söngkona

Hefur sungið með dans- hljómsveitum í 56 ár 14

mynd/hilmar

Súsanna, Birgir og Ragnhildur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

ÚtskriftarHátíð í fMOsÚtskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 29. maí við hátíðlega athöfn. Brautskráðir voru tólf stú­dentar af félags- og hugvísindabraut, fimm stú­dentar af náttú­ruvísindabraut og einn stú­dent af opinni stú­dentsbraut.

lausstrax

Page 2: 8. tbl. 2015

Þarftu að kaupa eða selja bíl?

100bilar.is og isband.is • Þverholt 6, Mosfellsbæ

héðan og þaðan

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

Ef ég mætti yrkja,yrkja vildi eg jörð.Sveit er sáðmanns kirkjasáning bænagjörð.Vorsins söngvaseiðursálmalögin hans.Blómgar akurbreiðurblessun skaparans.

Svo orti bóndinn og al-þingismaðurinn Bjarni Ásgeirsson á Reykjum (1891-1956)

Árið 1950 eignaðist Búnaðarsamband Kjalarnesþings stórt hús í Hlíðartúnshverfi, sem Thor Jensen á Lágafelli hafði byggt sem fjós. Þar var sambandið til húsa um langt skeið og starfrækti ma. kynbóta-stöð fyrir nautgripi, bíla og búvélaverkstæði auk rekstrar og viðhalds á jarðýtum og skurðgröf-

um. Myndin er tekin 1962/63 og er úr fórum Péturs Guðmundssonar, sem var starfsmaður þarna, af vinnufélögum á verkstæðinu.

Á myndinni eru frá vinstri: Kristján Þorgeirsson (síðar póstur í bænum), Gunnar Hannesson frá Hækingsdal, Halldór Lárusson frá Brúarlandi, Sveinbjörn Benedikts-son frá Bjargarstöðum, Skúli Skarphéðinsson frá Minna-Mosfelli, Kristinn Orri Erlends-son, Hlíðartúni.

MOSFELLINGURÚtgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, [email protected]órn: (blaðamenn og ljósmyndarar)Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn.

Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur nú verið starfræktur í nýju

húsnæði í Háholti í eitt og hálft ár. Glæsileg bygging sem sómir sér vel í

Mosfellsbæ. Efnt var til mik-illar hönnunarsamkeppni á sínum tíma og fyrir ekki svo löngu var hús-næðið einnig tilnefnt til arkitektúrsverðlauna Evrópusambandsins.

Það eru marg-ir sem keyra

í gegnum Mosfellsbæ og því

miður alltof fáir sem staldra hér við. Algjör synd að skólinn blasi ekki við öllum þeim sem eiga leið um Mos-fellsbæ (sjá mynd). Þetta þarf að laga. Gerum okkar flotta framhaldsskóla að sterkasta kennileiti bæjarins!

Framhaldsskóli í felum

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

illar hönnunarsamkeppni á sínum tíma og fyrir ekki svo löngu var húsnæðið einnig tilnefnt til arkitektúrsverðlauna Evrópusambandsins.

Það eru margir sem keyra

í gegnum Mosfellsbæ

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

www.isfugl.is

BÚnaðaRSaMBanD KJaLaRnESþIngS

Page 3: 8. tbl. 2015

Þarftu að kaupa eða selja bíl?

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

Leirvogstunga

bugðutangi586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

HLíðarás

HeLgaLand grundartangi

urðarHoLt

Lykkja á kjaLarnesi

skriða

Laxatunga

akurHoLt

kvísLartungaHagaLand

bergrúnargata

Lindarbyggð

Lauststrax

Lauststrax

Lauststrax

Lauststrax

Page 4: 8. tbl. 2015

www.lagafellskirkja.is

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

Stofutónleikar á Gljúfrasteini í sumarStofutónleikar Gljúfrasteins hefjast sunnudaginn 7. júní en níu ár eru liðin frá því að stofutónleikaröðin hóf göngu sína. Fjöldi tónlistar-manna hefur komið fram í stofunni síðan en allt frá því að hjónin Hall-dór Laxness og Auður Sveinsdóttir hófu búskap á Gljúfrasteini árið 1945 hefur stofan verið vettvangur fyrir tónlistarmenn, innlenda sem erlenda. Í ár verður boðið upp á samtals þrettán tónleika af ýmsu tagi í flutningi yfir tuttugu tónlistarmanna. Tindatríóið kemur fram ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur píanóleikara á fyrstu stofutónleik-um sumarins sunnudaginn 7. júní.Tónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast þeir klukkan 16:00. Miðaverð er 1.500 krónur. Nánar um tónleika sumarsins á www.glufrasteinn.is

Sunnudagurinn 7. júní Almenn guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudagurinn 14. júní Almenn guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

Þjóðhátíðardagurinn 17. júníHátíðarguðsþjónusta

í Lágafellskirkju kl. 11:00Ræðumaður er Salome Þorkelsdóttir fv. alþingismaðurSr. Ragnheiður Jónsdóttir

Sunnudagurinn 21. júní Almenn guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00Sr. Ragnheiður Jónsdóttir

HelgiHald næStu vikna

Leigja og gera upp Rauða húsið í Álafosskvos •Stöðugildum fjölgar á handverkstæðinu

Efla starfsemi Ásgarðs í KvosinniMosfellsbær og Ásgarður handverkstæði hafa skrifað undir samning um að hinn síð-arnefndi taki á leigu Álafossveg 10 gegn því að gerðar verði endurbætur á húsnæðinu.

Álafossvegur 10 er í daglegu tali kallað Rauða húsið og er í eigu bæjarins. For-svarsmenn Ásgarðs hafa lengi leitað leiða til að efla starfsemina og veita fleiri starfs-mönnum vinnu. Ásgarður er verndaður vinnustaður og þar starfa þroskaskertir einstaklingar við framleiðslu á leikföngum og húsbúnaði.

Fjölmargir eru á biðlista hjá Ásgarði, en

sjaldgæft er að pláss losni. Með samningnum munu bætast við

átta hálfsdags stöðugildi í Ásgarði og er hugmyndin að nýta m.a. vinnuafl þeirra starfsmanna sem til þess eru færir við að gera húsið upp. Rauða húsið er orðið lélegt og vart boðlegt í núverandi mynd en und-anfarin ár hefur Afturelding haft afnot að því fyrir íþróttafólk.

Ásgarður hefur átt gott samstarf við ýms-ar stofnanir Mosfellsbæjar. Meðal annars hefur samstarf við bæði leik- og grunnskól-ana aukist undanfarin ár.

Gunnar Jónsson, nýjasti starfsmaðurinn í Ásgarði tekur við lyklunum að húsinu úr höndum Haraldar bæjarstjóra.

Álafossvegur 10

w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s

Íris Eva vann gull á SmáþjóðaleikunumMosfellingurinn Íris Eva Einars-dóttir vann til gullverðlauna í loftriffilkeppni kvenna á Smáþjóða-leikunum sem hófust nú í vikunni. Íris Eva hlaut alls 200,1 stig og vann með 3,4 stiga mun. Tíu konur hófu keppni í undanúrslitum og komust átta inn í úrslitin sem er í formi útsláttarkeppni, en Íris var fjórða inn í úrslitin. Frábær árangur hjá okkar konu en hún varð fimmta á Smáþjóðaleikunum árið 2013.Íris Eva segist alls ekki hafa átt von á gullinu en hún hafði það markmið að komast á verðlaunapall. Á myndinni má sjá Írisi ásamt Blossa, lukkudýri leikanna.

WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin verð-ur haldin dagana 23.-26. júní. Hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar góðu málefni. Í ár rennur styrk-urinn til uppbyggingar Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi.

„Það eru tvö lið í keppninni frá World Class í Mosfellsbæ, Team Skoda og Team Spinnigal. Það hefur skapast rosalega góð hjólastemning hjá stórum hóp sem æfir hér og slegist er um hvert hjól í öllum spinningtímum. Svo förum við líka í góða hjólatúra saman utandyra,“ segir Helena Byron Magnúsdóttir en hún og Arna Kristín Hilmarsdóttir standa fyrir hjólamaraþoni á meðan á keppninni stendur.

Opið allan sólarhringinn„Þetta er frábær félagsskapur og það

vaknaði sú hugmynd að sýna liðunum okkar hvatningu og stuðning í verki. Hug-myndin er að við hjálpumst að við að safna áheitum hjá fyrirtækjum og öðrum hér í Mosfellsbæ.

Maraþonið hefst um leið og keppnin

þriðjudaginn 23. júní kl. 16:00 og lýkur fimmtudaginn 25. júní. World Class í Mos-fellsbæ og aðstandendur Lágafellslaugar tóku vel í þetta og mun húsið verða opið á meðan á þessu stendur og geta þátttakend-ur notað búnings- og sturtuaðstöðu allan sólarhringinn,“ segir Arna Kristín.

Fylgjast með liðunum á skjá„Stefnt er að því að tveir til fjórir hjóli í

einu. Hægt er að skrá sig í afgreiðslunni í Lágafellslaug þar sem þátttakendur geta valið sér þann tíma sem hentar,“ segja þær stöllur.

„Þátttökugjaldið er 1.000 kr. á hvern klukkutíma og hvetjum við alla spinnara og aðra áhugamenn um hjólreiðar að vera með og styrkja gott málefni í leiðinni.

Að sjálfsögðu munum við fylgjast með liðunum okkar á þar til gerðum skjám til að sjá hvernig þeim vegnar. Þetta er skemmtileg hugmynd og fellur vel að yfirskrift Mosfellsbæjar sem heilsueflandi samfélags,“ segja þær Helena og Arna Krist-ín að lokum.

Team Skoda og Team Spinnigal taka þátt í WOW Cyclothon og fá góðan stuðning

Hjólamaraþon í World Class

helena byron og arna kristín

Page 5: 8. tbl. 2015

Stöðugildum fjölgar á handverkstæðinu

Efla starfsemi Ásgarðs í Kvosinni

Page 6: 8. tbl. 2015

Eldri borgarar

Þjónustumiðstöðin EirhömrumFramundan júní

Kvennahlaup/gangaEins og undanfarin ár verður farin sérstök kvennahlaupsganga frá Eirhömrum miðvikudaginn 10. júní kl. 14:00. Um-sjónarmenn verða Alfa og Halla Karen. Bolirnir kosta 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.Bolirnir eru seldir á skrifstofu félagsstarfs-ins á Eirhömrum kl. 13-16 virka daga. Hvetjum sem flesta til að mæta, börn, barnabörn og fjölskyldur velkomnar að labba með ömmu/mömmu.Heiðursmenn afhenda verðlaunapening og rós að loknu hlaupi/göngu. Ath. vegalengd verður miðuð við getu hvers þátttakandaMarkmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigur.

FramundanNú þegar sumarið er farið að láta sjá sig, hægist um í starfsemi félagsstarfsins og FaMos. Fastir liðir eru farnir í sumarfrí og ný dagskrá verður kynnt í haust. Brynja starfsmaður í félagstarfinu er hætt hjá okkur en í hennar stað kemur Guðbjörg Stefánsdóttir og mun hún hefja störf í júlí. Stefanía mun vera við á mán., þri. og miðvikudögum í júní. Elva Björg verður alla daga fram til 20. júní. Handverksstof-an er því opin alla virka daga frá 13:00-16:00 með leiðbeinanda mán., þri. og mið. Fimmtudag og föstudag er enginn leiðbeinandi í handavinnu en opið engu að síður og hvetjum við ykkur að nýta ykkur góða aðstöðu félagsstarfsins og hafa gaman saman.

Ýmislegt frá FamosAuglýst sumarferð 21.- 23. júní n.k. fellur niður.En auglýst ferð 5. - 6. júní n.k. um slóðir Grettissögu með gistingu á Sauðárkróki-verður farin, nánari upplýsingar veitir Grétar Snær Hjartarson [email protected]

Frá formanni Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrennis, skammstafað FaMos.Neðangreindar upplýsingar ættu að koma að góðu gagni fyrir þá sem eiga möguleika, á einn eða annan hátt (hugs-anlega með dyggri aðstoð vandamanna), að nýta sér upplýsingar á Internetinu. Við getum hæglega vísað ykkur á ýmsan fróðleik um FaMos, m.a. á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is. Þegar komið er inn á vefsíðuna má velja tengiflötinn „þjónusta“. Þar er að sjá undirtengiflötinn „félagsþjónusta,“ ýmsar undirtengingar opnast þá, svo sem barnavernd, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, fyrir eldri borgara, húsnæðismál og þjónusta við fatlað fólk. Kennitala FaMos er: 471102- 2450, banki er Arion banki í Mosfellsbæ nr. 0315 – 13 – 700127, reikningur fyrir félagsgjöld. Ekki ætti að þurfa aðrar upplýsingar til að greiða eða millifæra árgjald 2015 til félagsins kr. 2.500 og/eða til að ganga í

félagið um leið. Ný félagsskírteini afhend-ir gjaldkeri FaMos, Pétur Guðmundsson, þegar árgjaldið hefur verið greitt, venjulega sent í pósti. Ef greitt er um leið fyrir maka, þá munið að setja fyrstu 7 tölustafi úr kennitölu hans/hennar í skráningarsvæðið „STUTT SKÝRING“ þá mun gjaldkeri átta sig betur á málinu. Ef einhver málefni sem þarfnast skjótrar úrlausnar koma upp, þá má hringja í undirritaðan í síma 566-6283.

Harald S. Holsvik

Skrifstofa félagsins að Eirhömrum hefur verið opin á hverjum miðvikudegi milli kl. 15:00 til 16:00 í allan vetur. En hún er lokuð yfir sumartímann, þ.e. í júní, júlí og ágúst en opnun hennar er svo væntanleg í september n.k. og mjög sennilega á miðvikudögum með sama opnunartíma.

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Miana handsápur eru nýjar íslenskar vörur sem hafa hlotið frábærar viðtökur hjá neyt-endum og fást í verslunum um land allt. Um er að ræða íslenskar froðusápur sem sótthreinsa, næra og mýkja húðina.

Fyrirtækið MIA sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hreinlætisvörum til persónu-legra nota og Miana handsápur er fyrsta vörulína fyrirtækisins.

MIA var stofnað árið 2012 og er með að-setur í Mosfellsbæ. Árið 2013 vann fyrirtæk-ið keppni á vegum Íslandsbanka, FKA og Opna Háskólans um bestu viðskiptaáætl-unina og hlaut veglegan styrk að launum.

Framar björtustu vonumEinn af eigendum MIA, Bylgja Bára

Bragadóttir, segir að styrkurinn hafi haft

gríðarlega mikla þýðingu fyrir nýtt fyrirtæki sem kemur með nýja vöru inn á markaðinn og flýtt fyrir allri vöruþróun og frekari fjár-

mögnun. „Þetta hefur gengið fram úr okkar björtustu vonum, okkur hefur lengi fundist vanta spennandi handsápur á íslenskum neytendamarkaði. Okkar upplifun er að við séum að svara ákveðinni eftirspurn sem hefur verið til staðar.“

Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um Miana handsápurnar geta farið inn á face-book síðu þeirra eða www.miana.is.

Íslenskar froðusápur á markað • Besta viðskiptaáætlunin

Miana handsápurnar hljóta góðar viðtökur

Bylgja Bára og álfheiður eva

fyrsta lína fyrirtækisins

Aukinn aðgangur íbúa að gögnumNýlega samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fylgigögn með fundum nefnda og ráða bæjarins yrðu gerð opinber án sérstakra beiðna þar um. Gögnin munu fylgja fundargerðum og verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Markmiðið með birtingu gagnanna er að gera verkefni stjórnsýslunnar aðgengilegri og fundargerðir meira upplýsandi. Þessi nýjung er tekin upp í kjölfar samþykktar á endur-skoðaðri lýðræðisstefnu bæjarins. Þar er stefnt að því að íbúar hafi greiðan aðgang að öllum gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækja þess og samtaka sem það á aðild að, eftir því sem lög og reglugerðir heimila.

Í tilefni 100 ára afmælis kosningarrétt-ar kvenna á Íslandi 2015 hafa Bókasafn Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafn Mos-fellsbæjar tekið höndum saman og kynna mánaðarlega konu eða konur sem flestar eiga tengingar við Mosfellssveit.

Verkakonan er kona maímánaðar. Kynnt-ar eru tvær konur - annars vegar Guðrún Margrét Jónsdóttir, Gunna stóra (1852-

1836) og hins vegar Aðalheiði Hólm (1915-2005).

Fimmtán ára vann Aðalheiður í Álafoss-verksmiðjunni en stofnaði síðar Starfs-stúlknafélagið Sókn og varð fyrsti formað-ur félagsins. Hún flutti síðar til Hollands. Guðrún bjó alla sína tíð í Mosfellssveit og var m.a. þekkt fyrir vinnumennsku og störf við mótekju.

Á sýningunni sem tengd er þessum kon-um eru munir úr eigu Guðrúnar og munir frá Álafossi.

Þessi sýning stendur fram í næstu viku og þá tekur við kynning á Helgu Magnúsdóttur á Blikastöðum sem verður kona júnímánaðar. Nánari upplýsingar um starfsemi bókasafnisins má finna á www.bokasafn.is.

Kona mánaðarins valin í bókasafninuaðalheiður guðrún stóra helga

Skógræktarfélagið fagnar 60 ára afmæliSkógræktarfélag Mosfellsbæjar varð 60 ára þann 20. maí. Stjórnin félagsins hefur ákveðið að minnast afmælisins með því að laga Mel-túnsreitinn sem er milli Teigahverf-isins og iðnaðarhverfisins í Völuteig. Þar verður útbúinn náttúrugarður og er stefnt að því að taka fyrsta áfanga í notkun á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Tré og skrautrunnum verður bætt við það sem fyrir er í Meltúnsreitnum og komið verður upp borðum, bekkjum og leiktækj-um. Nánar á www.skogmos.net

Page 7: 8. tbl. 2015
Page 8: 8. tbl. 2015

Kvennahlaupið að Varmá 13. júníSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 13. júní. Hlaupið hefst kl. 11 á frjálsíþrótta-vellinum og hefst skráning kl. 10. Mikil þátttaka hefur verið í hlaupinu í Mosfellsbæ undanfarin ár og mikil stemning hefur skapast í kringum þennan árlega viðburð. Miðviku-daginn 10. júní verður boðið upp á kvennahlaup eða göngu á Eirhömr-um. Vegalengdin er þá miðuð við getu hvers og eins og hefst kl. 14.

- Fréttir úr bæjarlífinu8

Okkur vantar allar gerðir bíla Og hjólhýsa á staðinn

100 bílar | ÞverhOlti 6 | sími 517 9999 | [email protected]

HreyfumokkursamanFjölbreyttir og skemmtilegir

viðburðir verða í boði á miðviku-dögum í sumar.

Taktu þátt og hreyfum okkur

saman.

10. júníSigurjón M. Egilsson

GanGaFrá Reykjafelli að Skammadal

kl. 17:00

24. júníSteindi Jr.

FrisbíGolFMæting kl. 19:30

á Frisbígolfvöllinn í Ævintýragarðinum

Vel heppnað málþingMálþing um Heilsueflandi samfélag var haldið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þriðjudagskvöldið 12. maí. Tilefnið var Heilsudagurinn í Mosfells-bæ og komu nokkrir fyrirlesarar fram og þótti takast vel.

Magnús Scheving, íþróttafrömuður og frumkvöðull, var með fróðlegan og líflegan fyrirlestur sem hann kallar „500 nýjar hugmyndir!”

Magnús scheving fær salinn til að hreyfa sig

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mos-fellsbæ fór fram föstudaginn 29. maí við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009. Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda um 360. Að þessu sinni voru alls átján nem-endur brautskráðir. Brautskráðir voru tólf stúdentar af félags- og hugvísindabraut, fimm stúdentar af náttúruvísindabraut og

einn stúdent af opinni stúdentsbraut. Útskriftarnemendum voru veittar viður-

kenningar fyrir góðan námsárangur. Birgir Hrafn Birgisson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í heimspeki og kvikmynda-fræði. Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í Éss – Ég, skólinn og samfélagið og Signý Haraldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í Listgreinum.

Lionsklúbbur Mosfellsbæjar veitti Sús-

önnu Katarínu Guðmundsdóttur verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum. Súsanna Katarína fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í líffræði, ensku og spænsku. Mosfellsbær veitti einnig Súsönnu Katar-ínu Guðmundsdóttur viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Fyrir störf í þágu nemendafélagsins fengu Erlingur Örn Árnason, Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir og Tinna Sif Guð-mundsdóttir viðurkenningu.

Stúdentar 29. maí 2015. Efri röð: Birgir Hrafn Birgisson, Steinar Ægisson, Erlingur Örn Árnason, Samúel Ásgeirsson, Kristinn Jón Baldursson, Hilmar Lans, Alexandra Vignisdóttir, Súsanna Katarína Guðmundsdóttir. Neðri röð: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Ragnhildur Ioana Guðmundsdóttir, Tinna Sif Guðmundsdóttir, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Nína Dröfn Eggertsdóttir, Sjöfn Steinsen, Telma Kristín Bjarnadóttir, Elínborg Bára Sveinsdóttir, Brynja Dís Sigurðardóttir, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir skólameistari.

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 29. maí

18 nýstúdentar brautskráðir

Page 9: 8. tbl. 2015
Page 10: 8. tbl. 2015

pylsusala skátaleikir og þrautirhoppukastalar

Hátíðarguðsþjónusta í LágafellskirkjuPrestur: Sr. Ragnheiður JónsdóttirRæðumaður: Salome Þorkelsdóttir

Kl. 11

Sterkasti maður ÍslandsKeppt um titilinn Sterkasti maður

Íslands á Hlégarðstúninu.

Kl. 16

Skólahljómsveitin og skátar taka á móti fólki á Miðbæjar-torginu.

Kl. 13:30

Kl. 13:45

Fjölskyldudagskrávið Hlégarð• Hátíðarræða• Ávarp fjallkonu• Trúðurinn Diðrik• Leikfélag Mosfellssveitar• Krakkar úr Reykjakoti• Tónlistarskóli Mosfellsbæjar • Amaba Dama• Latibær o.fl.

Kl. 14

SkrúðgangaSkátafélagið Mosverjar og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði

Page 11: 8. tbl. 2015

Andlitsmálun sölutjöldkAffisAlA í hlégArði

í mosfellsbæ17. júní

í mosfellsbæí mosfellsbæ

Page 12: 8. tbl. 2015

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós12

°

Alltaf á sunnudögum kl. 16:00.Aðgangseyrir 1.500 kr.

Sumarið 2015

JÚNÍ7. júní Tindatríóið: Bjarni Atlason, Guðlaugur Atlason,

Atli Guðlaugsson og Arnhildur Valgarðsdóttir

14. júní Dúó Stemma: Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout

21. júní Kalinka tríóið: Gerður Bolladóttir, Flemming Viðar Valmundsson og Marina Shulmina

28. júní Tríó Gunnars Gunnarssonar: Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson og Þorgrímur Jónsson

JÚLÍ5. júlí BerglindTómasdóttirflauta

12. júlí Kammerhópurinn Stilla

19. júlí Hljómsveitin Vio úr Mosfellsbæ: Páll Cecil Sævarsson, Magnús Thorlacius, Kári Guðmundsson og Yngvi Rafn Garðarsson

26. júlí Tríó Nor: Ómar Einarsson, Jakob Hagedorn-Olsen og Jón Rafnsson

ÁGÚST2. ágúst Franskt fínerí: Hlín Pétursdóttir, Pamela de Sensi

og Eva Þyri Hilmarsdóttir

9. ágúst Guðrún Ingimarsdóttir sópran og Lars Jönsson píanó

16. ágúst Kristjana Arngrímsdóttir söngur og Kristján Eldjárn Hjartarson gítar

23. ágúst JudithIngólfssonfiðlaogVladimirStoupelpíanó

30. ágúst Dísurnar: Eydís Franzdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Herdís Anna Jónsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir

Opið alla daga í sumar frá kl. 9:00 – 17:00

Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur í 10. bekk Lágafellsskóla unnið að lokaverkefnum sínum og sýnt afraksturinn.

Nemendur völdu sér verkefnin út frá áhugasviði sínu og voru þau fjölbreytt og skemmtileg. Mikill metnaður var lagður í verkin og þurftu nemendur að tengja verkefnið við sem flestar námsgreinar.

Afraksturinn mátti sjá sem líkön bæði tölvugerð og handgerð, heimasíður, tölvuleik, bæklinga, boli, nákvæmar fjárhagsáætlanir og margt fleira.

Krakkarnir fengu mikilvæga innsýn í það ferli sem fer fram í svona vinnu og ljóst er að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svona framkvæmdagleði og frjóa hugsun.

Lokaverkefni 10. bekkinga

Fjölbreytt fuglalíf við LeirvoginnÍ Mosfellsbæ er fuglaflóran fjölbreytt og ekki þarf að leita langt til að sjá einstakt fuglalíf allan ársins hring. Mosfelling-urinn Elma Rún Benediktsdóttir sendi okkur nokkrar magn-aðar myndir sem hún hefur tekið af fuglum í Mosfellsbæ. Hún er ljósmyndari og í stjórn Fuglaverndar Íslands. Mosfellingar eru minntir á að halda köttum inni nú þegar eggjatíminn er hafinn. Þá er einnig vert að minna á fuglaskoðunarhúsið í Leirvogi sem stendur fuglaáhugamönnum opið.

Heiðlóa Þúfutittlingur

Næsta blað kemur út: 25. júNíEfni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 22. júní.

Næsta blað kemur út: 25. júNí

SíðaSta blað fyrir Sumarfrí

...fylgstu med okkur á facebook

www.facebook.com/mosfellingur

Page 13: 8. tbl. 2015

Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan

þátt í hátíðinni. Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburð Í túninu heima, þá má senda tölvupóst á

[email protected].

28.-30. ágúst

www.mosfellingur.is - 13

Bókasafn Mosfellsbæjar, Þverholti 2, Kjarnas. 566 6822 www.bokmos.is [email protected]

Sumarlestur barnanna 2015er hafinn!

Sumarlestur 2015

stelkur skógarþröstur

tjaldurjaðrakanspóaungi

stokkönd

Myn

dir/

Elm

a Be

n

Page 14: 8. tbl. 2015

Hjördís Geirsdóttir tók á móti mér á heimili sínu í Litlakrika. Útsýn-ið frá stofunni þar sem við sátum

er einstaklega fallegt og þaðan mátti sjá Esjuna skarta sínu fegursta.

Það þarf ekki að vera lengi í návist Hjördísar til að sjá að þar er mikill gleði-gjafi á ferð, ávallt brosandi og smitandi hláturinn aldrei langt undan. Ég ræddi við hana um æskuárin, fjölskylduna og söngferilinn en hann spannar ansi stóran hluta ævi hennar eða 56 ár.

Hjördís fæddist 8. apríl 1944. Foreldrar hennar eru þau Jónína Sigurjónsdóttir hús-freyja og Geir Gissurarson bóndi. Hjördís á fjögur systkini, þau Gissur Inga, Úlfhildi, Gísla og Brynhildi en Gissur Ingi lést árið 1996.

Átti góða og glaða æsku„Ég fæddist og ólst upp í Byggðarhorni í

Flóa við almenn sveitastörf og átti þar góða og glaða æsku þar sem mikið var sungið og spilað á hljóðfæri. Móðir mín lék á litla takkaharmonikku og eignaðist síðan orgel sem við systkinin spiluðum á eftir eyranu.

Gissur bróðir fór snemma að fikta við nikkuna og fékk svo upp úr fermingu sína eigin og þar með vorum við systurnar farn-ar að syngja með honum í tíma og ótíma.“

Örlögin réðust sumarið 1959„Þegar ég var fimmtán ára var Gissur

búinn að stofna hljómsveitina Tónabræður en hún hafði æfingaaðstöðu í kjallaranum heima. Á þessum tíma kom danska barna-stjarnan Gitte Hænning til landsins og söng lagið Mama með sérstakri raddbeitingu. Ég fór að reyna að syngja lagið hennar eins og hún gerði það og ég hækkaði tónana í fjósinu en þar var hinn besti hljómburður fyrir söngæfingar heimasætunnar,“ segir Hjördís og brosir. Hljómsveit-arstjórinn bróðir minn rann á hljóðið og áttaði sig á að þarna væri kannski eitthvað sem gæti virkað á sveitaböllunum og mér var kippt inn á æfingar, stillt upp við míkrafón og sagt að syngja.

Þar með voru örlögin ráðin og ég fór að syngja á böllum með hljómsveitinni sum-arið 1959.“

Söng það sem þurfti hverju sinni „Ég var heppin að detta inn í músík-

bransann á þessum árum sem samanstóð af jazz, swing, dixiland og rock´n roll. Uppáhaldssöngkonurnar voru meðal ann-ars Connie Francis, Catarina Valente, Ella Fitzgerald, Ellý Vilhjálms, Brenda Lee og Guðrún Á. Símonar.

Ég starfaði á Selfossi og þar kynntist ég manninum mínum, Þórhalli Geirssyni bílstjóra og fyrrverandi starfsmanni Sam-

bands Sparisjóða en hann fluttist með foreldrum sínum til Selfoss frá Húsavík.“

Kláraði ekki eitt einasta skyldustykki„Hljómsveitin Tónabræður breyttist í

Caroll Quintett og síðar í Safír sextett og alltaf söng ég með nema veturinn 1961 – 1962. Þá fór ég í Húsmæðraskóla Suð-urlands á Laugarvatni og átti þar dásam-legan vetur við nám í heimilisfræðum og hannyrðum. Afköstin voru í öðru formi en venjulegt tíðkaðist í skólanum, ég var næstlægst í handavinnu og kláraði ekki eitt einasta skyldustykki en Jensína Hall-dórsdóttir skólastýra veitti mér silfurskeið í verðlaun við skólaslitin fyrir að innleiða söng og gleði í skólann.

Þarna mynduðust vináttubönd hjá okkur skólasystrunum sem hafa haldist óslitin til dagsins í dag.”

Fluttu til Reykjavíkur„Árið 1963 trúlofuðum við Þórhallur

okkur og við fluttum til Reykjavíkur þar sem ég fór að vinna ásamt því að syngja á vellinum með hljómsveit Einars Loga Ein-arssonar. Ég leysti svo þýska söngkonu af, Margareti Kalva, sem hafði verið að syngja með Neo tríóinu sem samanstóð af Karli Lilliendahl, Edwin Kaaber og Árna Elvar. Þetta samstarf leiddi svo til þess að Karl fékk mig til liðs við hljómsveit sína þegar Víkingasalur Hótels Loftleiða var opnaður 1966. Þá var ég orðin gift kona og búin að eignast Þórdísi Lóu. Ég starfaði með Karli og fleirum til ársins 1971.“

Barneignafrí með söngívafi„Á þessum tíma var Þórhallur farinn að

vinna í Vestmannaeyjum. Mig langaði að breyta til og flutti til Eyja í smá tíma og fór að huga að barneignum. Hera Björk kom svo í heiminn 1972 og Geir 1975.

Alltaf var ég eitthvað að syngja með hin-um ýmsu hljómsveitum en nú ætlaði ég að

hætta og fara út á vinnumarkaðinn. Það taldist víst ekki vinna að vera að syngja á böllum um helgar en þá kom Jón Sigurðsson textahöfundur og harmon-ikkuleikari til sögunnar og bókstaflega náði í mig við eldavélina. Ég féllst á að koma og syngja með honum í Ártúni, Hreyfilshúsinu og Hótel Borg og nú voru það gömlu dans-arnir sem voru í fyrirrúmi.

Ég tók mér sem sagt barneignarfrí með smá söngívafi. Gissur fæddist síðan 1978.“

Rokk og ról í bland við hringdans„Ég söng einnig á þessum árum með

Guðmundi Ingólfssyni og hljómsveit í Naustinu og kynntist þá vel Hauki Morthens. Þar söng ég sömu lögin og með Jóni en með jazzívafi, svo skrapp ég gjarnan austur á Selfoss og söng rokk og ról í bland við hringdans með Ólafi Þórarinssyni eða Labba og félögum á veitingastaðnum Ing-hóli.“

Eitthvað þurfti barnið að heitaVið Jón áttum langt og farsælt samstarf

en hann lést árið 1992. Þá varð til hljóm-sveit Hjördísar Geirsdóttur því eitthvað þurfti barnið að heita og við fengum til liðs við okkur Sigurgeir Björgvinsson harmon-ikkuleikara.

Hljómsveitin starfaði mikið í einka-bransanum og varð kunn fyrir fjölbreytta danstónlist. Samvinna okkar stóð í tíu ár sem fimm manna hljómsveit en svo hóf hljómborðið innreið sína og bassaleikarinn og trommarinn duttu út og við urðum þrjú eftir.“

Nýr kafli í lífsbókinni„Öll þessi ár var ég heimavinnandi

húsmóðir í fullu starfi með stórt heimili og auk þess tvö gamalmenni í umönnun. Árið 1988 fór ég að vinna úti hálfan daginn við afgreiðslu. Ég fann fljótt að það átti ekki við mig, ég var heppin að finna minn stað sem var Landspítalinn í Fossvogi. Ég skellti mér í sjúkraliðanám og lauk einnig námi í snyrtifræði árið 1991.

Ég hóf síðan störf sem sjúkraliði á spít-alanum en sjúkraliðastarfi mínu lauk árið 2011 er ég lenti í slæmu fótbroti og varð að hætta að læknisráði.“

Syngur með Hafmeyjunum„Ég hef í tólf ár starfað sem skemmtana-

stjóri erlendis fyrir íslenskar ferðaskrif-stofur og er enn að. Ég var með sönghóp í félagsmiðstöðinni Hæðargarði í nokkur ár en þegar ég flutti í Mosfellsbæ fyrir sjö árum síðan þá hitti ég fyrir skemmtilegar konur í heita pottinum í Lágafellslauginni. Það þarf ekki að orðlengja það að ég fékk þær til að koma með mér og syngja fyrir fólk sem dvelur daglangt á hinum ýmsum dagvistum. Leiðir okkar hafa legið víða og vakið mikla gleði og ánægju.

Við köllum okkur Hafmeyjarnar þar sem við hittumst nú fyrst í sundlauginni, er það ekki bara viðeigandi?” segir Hjördís að lokum.

Fjölskyldan á góðri stundu: Hjördís, Þórdís Lóa, Þórhallur, efst Gissur, Geir og Hera Björk.

- Mosfellingurinn Hjördís Geirsdóttir14Myndir: Ruth Örnólfs, Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar og úr einkasafni

Jensína Halldórsdóttir skólastýra veitti mér

silfurskeið í verðlaun við skóla-slitin fyrir að innleiða söng og gleði í skólann.

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

Eftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

Hjördís Geirsdóttir söngkona, sjúkraliði og skemmtanastjóri hefur sungið með danshljómsveitum í 56 ár

HIN HLIÐINUppáhaldsverslun? Kaupfélagið á Drangsnesi, þar fæst allt milli himins og jarðar.

Klukkan hvað ferðu á fætur? Eftir að ég hætti að þurfa að mæta til vinnu þá fer ég á fætur þegar ég vakna.

Hvað er fegurð? Fegurð er ekki mælanleg, hún fer eftir stað og stund.

Hvað heillar þig í fari fólks? Bros sem nær til augnanna.

Hvað myndi ævisagan þín heita?Hláturinn lengir lífið.

Hvaða matur freistar þín? Heit svið með kartöflumús og rófustöppu.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Útsýnið úr suðvesturglugganum mínum í Litlakrika. Þar sé ég Snæfellsjökul, Akrafjall og Esjuna með öllum sínum tilbrigðum.

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar við hjónin vorum stödd í Kaupmannahöfn og ég var farin að leiða bláókunnugan mann undir arminn út á götu.

Söngurinn er mitt líf og yndi

Page 15: 8. tbl. 2015

Myndir: Ruth Örnólfs, Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar og úr einkasafni

er mitt líf og yndi

SAME OWNER BANTHAI RESTAURANT

THAI CURRY, THAI SEAFOODTHAI HEALTHY MENU, THAI SALADS

THAI NOODLES AND RICE

THAI FOOD RESTAURANTKJARNA, ÞVERHOLT 2

WWW. YAM. IS

TEL : 552-6666, [email protected]

Y A Meat right meat

menu for.. your blood type"Eat Right For Your Type,"

by Dr. Peter D'Adamo

eat right fish,eat right vegetable

what do you get from our tasty sauce ? examples,another alternative to healthy and get more energy by..Chili : Medical application

- expectorant - relief pain - relief sickness - digestive - to protect cancer - carminative

Lemon grass : Medical application

- carminative - antihistamine - antibacterial, fungal, yeast, virus

- carminative - antibacterial, fungal, yeast- diuretic Ginger : Medical application

Onion : Medical application : - carminativeGarlic : Medical application : - carminative

- reduce blood pressure - prevent heart disease - antibacterial, fungal, yeast, virus

And many many more . . .

WWW.YAM.ISeat by the blood type another alternative to losing weight.

Allu

rmat

urer

elda

ðure

ftirp

öntu

nþv

í er e

ngin

nm

atur

tilbú

inn

fyrir

fram

.Þa

rafle

iðand

iera

lltaf

allav

ega1

0mín

biðeft

irm

atnu

m,s

tund

umþe

garm

ikið

er a

ðge

rage

turþ

víbi

ðin

verið

löng

Það er komin nýr matseðil

Kíkið nýja matseðil á.

Opnunartími11.30 – 21.00

Lau, Sun. 17.00 – 21.00Hádegi tilboð990 - 1590 kr.

y a m . i s

www.mosfellingur.is - 15

Vilt þú vinna hjá framsæknu bæjarfélagi?Laust er til umsóknar starf í þjónustu- og samskiptadeild á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar.Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar eru í Kjarna að Þverholti 2 og þar starfa að jafnaði um 45 manns. Í boði er hvetjandi starfsumhverfi og haft að leiðarljósi að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður og aðlaðandi.

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Helstu verkefniVerkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu hefur faglega umsjón með þróun og notkun skjalavörslukerfis og Íbúagáttar. Hann ber ábyrgð á daglegri umsýslu með erindi og skjöl ásamt því að sjá um viðhald og mótun á verklagsreglum við móttöku og meðferð erinda. Hann gegnir lykilhlutverki í ráðgjöf og fræðslu til starfsfólks um málefni tengd skjalavörslu og rafrænni stjórnsýslu. Hann sér ennfremur um kostnaðareftirlit og tekur þátt í vinnu við gerð og innleiðingu gæðakerfis.

Menntunar- og hæfnikröfur:• Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræði með áherslu á skjala-stjórnun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er áskilin.• Mjög góð alhliða tölvu- og tæknikunnátta er skilyrði.• Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun er skilyrði.• Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er skilyrði.• Reynsla af notkun rafrænna skjala-vistunarkerfa er æskileg.• Reynsla og/eða þekking á gerð og innleiðingu gæðakerfis er kostur.

Umsóknarfrestur er til 8. júní 2015. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynning-arbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið [email protected].

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri í síma 896 4546. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga BHM.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Page 16: 8. tbl. 2015

startmark

sjóvá kvennahlaup ÍsÍ 2015FrjálsÍþróttavöllurinn að varmálaugardaginn 13. júnÍ klukkan 11.00• Skráning / bolasala hefst klukkan 10 við Varmá.• Upphitun kl 10:45 • Hlaupið hefst klukkan 11:00.• 1000 krónur fyrir 12 ára og yngri en 1.500 krónur fyrir eldri en 12 ára.• Forsala er hafin í World Class í Lágafellslaug.• Mosfellsbær býður upp á andlitsmálun fyrir börnin fyrir og eftir hlaup.• Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening auk þess fá langömmur rós.• Frítt í sund að Varmá í boði Mosfellsbæjar að hlaupi loknu.• Næg bílastæði við íþróttamiðstöðina að Varmá, Hlégarð og Brúarland.• Mætum tímanlega • Veldu þér vegalengd og njóttu þess að hlaupa/ganga á þínum hraða í góðum félagsskap.

Kveðja frá bæjarstjóra Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er orðið að hefð í Mosfellsbæ. Það er afar ánægjulegt að sjá hlaupið stækka ár frá ári og að bjóða konur frá öllu höfuðborgarsvæðinu sérstaklega vel-komnar til að stunda útivist og hreyfingu í okkar heilsueflandi samfélagi. Aðstaðan til útivistar og hreyf-ingar er einstök í Mosfellsbæ. Bærinn býður upp á fjölbreytt umhverfi frá náttúrunnar hendi þar sem auðvelt er að ganga á fjöll og einnig er hægt að njóta strandlengjunnar með-fram Leirvoginum. Ég hvet allar konur í Mosfellsbæ til að mæta að Varmá og taka þátt í hlaupinu í ár og tileinka sér einkunnarorð hlaupsins Konur eru konum bestar. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.

Með bestu kveðju Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Page 17: 8. tbl. 2015

KvennahlaupKvennahlaupKvennahlaupKvennahlaupí Mosfellsbæ

3 km5 km7 km

í Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbæí Mosfellsbælaugardaginn 13. júní

586 8080

selja...

Kvennahlaupiðá eirhömrummiðvikudaginn 10. júní kl. 14.Vegalengd miðuð við getu hvers og eins.

Page 18: 8. tbl. 2015

- Fréttir af Mosfellingum18

FÍT

ON

/ S

ÍA

Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem hentar þér í næstu verslun.

WWW.PAPCO.IS

FIÐURMJÚK FÍFA

33ja laga

Börn hjálpa börnumNemendur í 5. bekk í Varmárskóla tóku þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum á vegum ABC Barnahjálpar. Nemendum var skipt í hópa og gengu í hús til að safna.

Mikill áhugi var hjá krökkunum á að hjálpa öðrum börnum og söfnuðust rúmlega 240 þúsund krónur. Söfnunarféð verður notað til að byggja annan áfanga í skólabyggingu og heimavist fyrir ABC starfið í Naíróbí í Kenía. Skólinn er staðsettur mitt á milli þriggja fátækrahverfa í borginni, þar sem aðstæður er mjög bágbornar. Krakkarnir vilja koma á framfæri þökkum fyrir góðar móttökur sem þau fengu frá íbúum Mosfellsbæjar.

Stoltir nemendur með viðurkenningarSkjöl

Íbúar í Kjósarhreppi og Mosfellsbæ athugið!Íbúar sveitarfélaganna sem hyggjast taka börn til dvalar gegn gjaldi sumarið 2015, ber samkvæmt 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 að sækja um leyfi til barnaverndarnefndar.

Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum skal skilað á Bæjar-skrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholti 2, (þjónustuver 2. hæð).

Frekari upplýsingar veita deildarstjóri barnaverndar- og ráðgjafadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700.

Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Heilbrigð í sumarJá nú er komið að því kæru vinir. Sumarfríin að detta í hús og margir bíða eðlilega mjög spenntir. Á sama tíma eru líka margir sem hafa áhyggjur af því að formið „hverfi“ í sumarfríinu og allur afrakstur síðustu vikna og mánaða týnist á augabragði.

Góðu fréttirnar eru að því fer fjarri að smá hvíld taki burtu all-an afraksturinn og reyndar er það svo að góð hvíld er líkamanum nauðsyn-leg. Rétt hvíld skiptir ekki minna máli en æfingarnar sjálfar. Með réttri hvíld má fyrirbyggja ýmsa þætti eins og of-þjálfun, álagsmeiðsli og leiða. Það sem mikilvægast er að oft kemur árangurinn fram í hvíldinni.

Gott er að hafa í huga að líkaminn er alltaf einni viku á eftir í úrvinnslu æf-inga og árangurs sem þýðir að það sem þú gerir í æfingum í þessari viku skilar sér sem afrakstur í næstu viku. Ein til tvær vikur í hvíld undir léttu álagi getur því ýtt undir framför og meiri árangur. Samhliða hvíldinni þurfum við að vera meðvituð um mataræði. Að fara í frí þýðir ekki að mataræðið þurfi að fara í frí líka og láta það svo koma sér á óvart að formið sé ekki það sama þegar kom-ið er til baka. Hér gildir því hinn gullni meðalvegur. Léttar æfingar í fríinu, sérstaklega ef fríið er lengra en 2 vikur og að vera meðvitaður um mataræðið

er lykill að árangri. Eðlilega ætlum við að njóta þess að vera í fríi en 70 - 80% gott mataræði í fríinu er meira en vel gert og til þess fallið að tryggja góða endurkomu.

Hér að neðan er smá sumar-gjöf til ykkkar sem eruð á leið-

inni í frí og gera má t.d annan hvern dag í fríinu. Einföld æfingaáætlun þar sem blanda má saman stuttum hlaupum, sundi og hjóli við styrktaræfingar sem gera má hvar og hvenær sem er.

Styrktaræfingarnar er gott að gera eft-ir einfalda upphitun eins og 20 mínútna létt skokk eða röskan göngutúr. Til að ná sem mestri fjölbreytni er um að gera að ganga upp þær tröppur og brekkur sem bjóðast á leiðinni. Suma daga má svo skipta skokkinu/göngutúrnum út fyr-ir 30 mínútna hjólreiðar eða 500-1000 metra sund.

3 – 5 umferðir af:• 5 – 10 armbeygjum• 5 – 10 hnébeygjum eða framstigum.• 10 – 20 kviðkreppur• 10 – 20 bakfettur• Planki í 30 – 60 sek.

Mínar allra bestu óskir um skemmti-legt og „heilbrigt“ sumarfrí.

� Arnaldur Birgir Konráðsson

heilsu

hornið

heilsuvin í mosfellsbæ

Næsta blað kemur út: 25. júNíEfni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 22. júní.SíðaSta blað fyrir Sumarfrí

Næsta blað kemur út: 25. júNíEfni og auglýsingar skulu

Forhertu hjarta þitt í ListasalnumÞórdís Aðalsteinsdóttir og David Herbert sýna um þessar mundir í Lista-sal Mosfellsbæjar. Sýningunni lýkur um helgina.

Þórdís ólst upp í Mosfellsbæ og gekk hér í barna- og unglingaskóla en hefur að undanförnu verið búsett í New York.

Um er að ræða hjónasýningu í Listasal Mosfellsbæjar sem byggð er lauslega á Íslandstengingu þar sem hjónin eru ný-hálfflutt heim.

David vann seríu af verkum sem standa aðskilin í rými og má raða inn að vild eins og húsgögnum í stofu. Verkin eru unnin úr furu sem er auð-fundinn efniviður og minnir David á Ikea og þar með á íslensk heimili.

Þórdís sýnir ýmis verk sem spanna einn og hálfan áratug og endað hafa á Íslandi af ýmsum ástæðum í gegnum tíðina. Elsta verkið er eitt af þrem fyrstu málverkum sem hún vann í New York árið 2000 og það yngsta er málað í Chiang Mai í Tailandi í fyrra. Einnig sýnir Þórdís skúlptúr sem hún gerði hér á landi í vor, sérstaklega fyrir sýninguna.

ÞórdíS innan um verk Sín

Page 19: 8. tbl. 2015

Opinn fundurUmhverfisnefndar Mosfellsbæjar

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar boðar tilopins fundar um umhverfismál í Mosfellsbæ.

Fundurinn verður haldinn á Kaffihúsinu Álafossi við Álafossveg, fimmtudaginn 11. júní 2015 kl. 17-19.

Á dagskrá fundarins er kynning á umhverfisnefnd og umhverfissviði Mosfellsbæjar, því umhverfisstarfi sem fram fer í skólum bæjarins og að því loknu fara fram opnar umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ.

Fundurinn er öllum opinn, og boðið verður upp á kaffi og kleinur.

Allir velkomnir

www.mosfellingur.is - 19

Page 20: 8. tbl. 2015

- Íþróttir20

Í vetur hefur einn bekkur af sex ára nemendum í Höfðabergi, útibúi Lágafellsskóla, gert til-raunir með notkun aðferða ASL í ritunar- og lestrarkennslu.

Hugmyndafræði ASL geng-ur út á það að nemendur, sem ekki eru læsir, læri lestur saman í gegnum ritun með hjálp tölvu. Aðferðina þróaði norski kennslufræð-ingurinn Arne Trageton og byggir hana meðal annars á eftirfarandi atriðum:

• Það er auðveldara fyrir unga nem-endur að skrifa bókstafi og orð en lesa • Auðveldara er að skrifa með lykla-borði en blýanti• Samvinna nemenda eykur verkgleði þeirra, orðaforða og hæfileika til sam-starfs• Það glæðir lestraráhuga að skrifa sjálfur það sem síðan á að lesa

Í Höfðabergi hefur bekkurinn að-gang að tveimur tölvum við vinnuna. Nemendur vinna í pörum og hvert par fær úthlutað verkefni, t.d. að skrifa fjögur orð sem byrja á eða inni-halda ákveðinn staf. Orðin eru síðan prent-uð út, nemendur klippa þau út og líma inn í sérstaka bók og teikna mynd með hverju orði. Eftir því sem nemendur þjálfast í vinnubrögð-

unum hafa verkefnin þyngst og er jafnvel búin til heil setn-ing í kringum ákveðin orð.

Nemendur eru ákaflega áhugasamir um þessa tölvu-vinnu. Óhætt er að segja að um allt annars konar nálgun er að ræða þegar nemendur vinna á þennan hátt að því að ná færni

í lestri og ritun. Má þar nefna vangavelt-ur milli nemenda varðandi rétta staf-setningu orða þar sem rautt strik birtist undir orðum séu þau ekki rétt skrifuð. Þá þarf að prófa sig áfram og ræða sam-an um hvað geti hugsanlega verið rangt við orðið.

Hér er um að ræða samtöl milli nem-enda sem skilja meira eftir sig heldur en þegar hver og einn vinnur að sinni rit-un. Að auki fer fram heilmikil sköpun í gegnum vinnuna því nemendur semja sjálfir texta sem ætlaður er þeim og öðr-um nemendum í bekknum til að lesa á síðari stigum. Afraksturinn er bækur í

bekkjareign og þykir nemendum afar gaman að lesa þær, bæði

það sem þeir sjálfir hafa skrifað og það sem hin-ir hóparnir hafa skrif-að. Þetta er vinna sem haldið verður áfram

með á Höfðabergi, enda árangurinn ótvírætt mikill fyrir nemendur.

Sigrún Björk Cortes umsjónarkennari 1. SBC

SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar

Að skrifa sig til læsis –ASL

Skóla

hornið

Karlalið Hvíta Riddarans fer vel af stað þetta sumarið •Nýtt þjálfarateymi •Stefnan sett á úrslitakeppnina í 4. deild

Ekki bara lið heldur lífsstíllStrákarnir í Hvíta Riddaranum fara vel af stað og eru með fullt hús stiga eftir 2 umferðir í 4. deildinni. Heimvöllur liðsins bæði í kvenna- og karlaflokki eru Tungubakkar.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins og hafa meðal annars þeir Steinar Ægisson, Sigurbjartur annar þjálfari liðsins og Þorgeir Leó snúið aftur í lið Aft-ureldingar. Einnig má nefna að hinn þjálfari liðsins, Bill Puckett, er kominn í lið Cobh Ramblers í Ástralíu.

Nokkrir leikmenn hafa komið til liðs við liðið og ber þá helst að nefna Birgi Frey Ragnarsson úr Aftureldingu og Axel Lárusson frá HK. Góður 4-3 sigur kom í fyrstu umferð í skemmtilegum fótboltaleik gegn SR. Meðal liðsmanna SR er fyrrum landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson og var skemmtileg sjón að sjá þennan mikla markahrók spila á Tungubökkum. Að sjálfsögðu skoraði hann eitt marka gest-anna. Í annari umferð var svo leikur við lið Elliða í Árbæn-um þar sem strákarnir í Hvíta Riddaranum fóru hreinlega á kostum og unnu góðan 5-0 sigur.

Gott fótboltasumar framundanLjóst er að nýtt þjálfarateymi Hvíta Riddarans, þeir Ísak

Már og Haukur Eyþórsson, eru að gera mjög góða hluti með liðið. Stefnan er sett á úrslitakeppni 4. deildarinnar í ár eftir að hafa verið grátlega nálægt því í fyrra.

Aron Elfar leikmaður liðsins segir að stemningin í lið-inu sé frábær. „Við erum með marga frábæra leikmenn og við vitum til hvers er ætlast af okkur, það er að komast í 3. deildina og við höfum leikmennina og metnaðinn til þess.“

Forsvarsmenn Hvíta Riddarans hvetja Mosfellinga til að mæta á völlinn í sumar, hvort sem það er á leiki Hvíta Ridd-arans eða Aftureldingar. „Það eru spennandi hlutir í gangi og með stuðningi Mosfellinga getur fótboltasumarið 2015 orðið eitt það besta í sögu Mosfellsbæjar,“ segja riddararnir að lokum.

Samstarf við AftureldinguHvíti Riddarinn og Afturelding hafa gert með sér sam-

starfssamning um að félögin vinni saman sem venslafélög sem hafi það að meginmarkmiði að að efla starfið í báðum félögum. Það er meðal annars gert með þeim hætti að ið-

kendur í afreksíþróttum í Aftureldingu sem finna sig ekki í keppni hjá meistaraflokkum Aftureldingar geti fundið sinn farveg innan Hvíta Riddarans. Þannig er reynt að að stuðla að minna brottfalli úr í þróttum á þessum aldri. Samstarf þetta er fyrst og fremst á knattspyrnusviðinu í meistara-flokkum karla og kvenna.

Hvíti Riddarinn var stofnað-ur 1998 af ungum Mosfellingum sem spiluðu fyrst um sinn í utan-deildinni með góðum árangri.

Hægt er að fylgjast með Hvíta Riddaranum á Facebook og á heimasíðu félagsins www.hviti.is.

Blaðið var farið í prentun þegar lið-ið lék gegn Kormáki/Hvöt í gærkvöldi. Í næsta blaði verður um fjallað um meist-araflokka Aftureldingar í knattspyrnu.

Þriðjudagur 9. júní kl. 20:00 Hvíti Riddarinn - KríaFimmtudagur 25. júní kl. 20:00 Hvíti Riddarinn - KB

Næstu heimaleikir á tuNgubökkum

Ert þú leikskóla-kennari?Vilt þú vinna hjá framsæknu bæjarfélagi?

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Leikskólar Mosfellsbæjar óska eftir að ráða leikskólakennara til starfa.Menntunarkröfur eru leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.

Kjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna Félags leikskólakennara.Nánari upplýsingar um störfin veitir Gunnhildur Sæmundsdóttir fram-kvæmdastjóri fræðslusviðs í síma 525 6700. Frekari upplýsingar um leikskóla Mosfellsbæjar er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar, mos.is.

Umsóknarfrestur er til 8. júní 2015 og skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað til leikskólastjóra í viðkomandi leikskóla. Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2015.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um störfin.

byrjunarliðið fyrir leik gegn elliða sem vannst 5-0

Page 21: 8. tbl. 2015

Íþróttir - 21

Takkfyrir sTuðninginn í veTur

roThöggið og mosfellingarÁn ykkar hefðum við ekki náð þessum árangri í vetur.

Hlökkum til að sjá ykkur í haust.

Kvennalið sett á laggirnar eftir fjölda áskorana •Mikill áhugi hjá stelpununum og hópurinn fer sívaxandi

Hvíti Riddarinn teflir fram kvennaliði

Fimmtudagur 4. júní kl. 20:00 Hvíti Riddarinn - FjölnirÞriðjudagur 16. júní kl. 20:00 Hvíti Riddarinn - Grindavík

Næstu heimaleikir á tuNgubökkum

Nú í ár teflir Hvíti Riddarinn fram kvennaliði í fyrsta skipti. Mosfellingur setti sig í samband við forsvarsmenn liðsins og forvitnaðist um gang mála.

Eftir að hafa fengið fjölmargar áskoranir var ákveðið að kanna það fyrir alvöru hvort grundvöllur væri fyrir því að halda úti kvennaliði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og ljóst var að mikill áhugi var hjá stelpum sem voru hættar eða dottnar út úr skipulagðri iðkun á knattspyrnu.

Til að byrja með var ákveðið að halda æfingar 1-2 sinnum í viku. Orðið var látið berast að það væri kominn vettvangur fyrir stelpur að koma á æfingar og spila fótbolta. Fljótt varð ljóst að áhuginn væri mikill þó að þátttakan hefði mátt vera meiri til að byrja með. Mætingin fór sívaxandi og fljótlega var kominn góður kjarni af stelpum sem vildu spila knatt-spyrnu.

Sporna við brotthvarfi í kvennaknattspyrnuÁkveðið var að Sigurbjartur Sigurjónsson með aðstoð

þeirra Hauks Eyþórssonar og Grétars Eyþórssonar myndu taka að sér þjálfun kvennaliðs Hvíta

Riddarans. Sigurbjartur eða Bjartur eins og hann er alltaf kallaður, þekkir vel

til í þjálfun kvenna enda hefur hann þjálfað fjölmarga yngri flokka Aft-

ureldingar og verið viðloðandi meistarflokk kvenna.

Brotthvarf er mikið í kvenna-knattspyrnu vegna ýmissa ástæðna sem verða ekki reif-aðar hér og er liðið sett upp til þess að sporna við þeirri þró-un og halda stelpunum lengur í skiplagðri knattspyrnu.

Markmiðið er að vera vett-vangur fyrir stelpur til að geta

haldið áfram knattspyrnuiðkun og hafa gaman af. Ef það skilar sér

í fleiri stelpum sem verða tilbúnar í að taka skrefið og taka þátt í meistara-

flokki Aftureldingar verður markmiðinu náð.

Ánægjan sett í fyrsta sætiStelpurnar í Hvíta Riddaranum taka þátt í 1. deild kvenna

og eru búnar að leika einn leik í deildinni gegn liði Álfta-ness. Fór sá leikur fram á Tungubökkum og endaði því mið-ur 1-5 Álftnesingum í vil. Gaman var að sjá fjöldann sem mætti á leikinn.

„Ánægjan er sett í fyrsta sæti,“ segir Elín Pálmadóttir

annar fyrirliði liðsins. „Andinn er góður í liðinu og mikill spenningur fyrir sumrinu.“

Leikmannahópurinn er að langstærstum hluta stelpur sem eru uppaldar í Aftureldingu eins og í karlaliði Hvíti Riddarans. Gott samstarf er á milli liðanna og er Hvíti Riddarinn þakklátur fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið frá Aftureldingu og þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru tilbúinn að leggja hönd á plóg til þess að gera þetta ævintýri að veruleika.

Heimaleikir liðsins fara fram á Tungubökkum og eru Mosfellingar hvattir til að láta sjá sig og hvetja stelpurnar til dáða.

Kvennalið hvíta riddaransKlárt í fyrsta leiK liðsins

Page 22: 8. tbl. 2015

- Íþróttir22

SprettumSprettir og hopp eru æfingar sem

flestir fullorðnir forðast eins og heitan eld. Líklega vegna þess að þær eru erfiðar. Kannski líka vegna þess að við tengjum spretti og hopp við kvöl og pínu. Eitthvað sem við vorum pínd til að gera í leikfimi. Breytum þessu. Gerum spretti og hopp að æfingum sem auka vellíðan og skapa góðar minningar. Af hverju? Vegna þess að sprettir og hopp eru nátt-úrulegar hreyfingar sem halda okkur ungum og ferskum.

Hér er frábær sprettæfing sem gerir sitt gagn og lætur þér líða

vel á eftir. Mæli með Dælustöðvar-brekkunni sem æfingastað. Fyrst létt upphitun, skokk eða sipp í nokkr-ar mínútur. Svo sprettur frá byrjun brekkunnar upp að hraðahindrun-inni, þetta eru um 100 metrar. Stórar handahreyfingar, notaðu hendurnar til að toga þig áfram. Andaðu inn um nefið, aldrei inn um munninn, hægðu frekar á þér ef þú nærð ekki nefönduninni. Slakaðu á andlits-vöðvunum, ekki gretta þig eða öskra úr þér lungun á leiðinni upp brekk-una. Labbaðu rólega niður aftur, passar að anda áfram inn um nefið. Ofan í þindina þannig að belgurinn ýtist út við innöndun. Öndunin er lykilatriði í sprettunum, ekki freistast til að svindla á henni. Fimm umferðir af sprettum.

Þú ert ekki að keppa við neinn, bara klára sprettina þína á þínu

tempói. Ekki hlífa þér, sprettir eiga að vera erfiðir, en þeir taka stuttan tíma og eru algerlega þess virði að gera reglulega. Labbaðu rólega um í 2 mínútur eftir sprettina. Hoppaðu svo jafnfætis upp brekkuna. Eitt hopp í einu. Lendir mjúklega, réttir úr þér, dregur djúpt andann og hleður í næsta stökk. Voila! Æfingin búin. Labbar því næst rólega um og gerir nokkrar liðleika- og teygjuæfing-ar. Heim í kalda sturtu og endur-nærandi en létta máltíð. Ein svona æfing á viku á eftir að gera krafta-verk, láttu reyna á það í sumar!

HeilSumolar Gaua

í einu. Lendir mjúklega, réttir úr þér, dregur djúpt andann og hleður í næsta stökk. Voila! Æfingin búin. Labbar því næst rólega um og gerir nokkrar liðleika- og teygjuæfing-ar. Heim í kalda sturtu og endur-nærandi en létta máltíð. Ein svona æfing á viku á eftir að gera krafta-verk, láttu reyna á

Guðjó[email protected]

586 8080

selja...

www.fastmos.is

Sími: 586 8080

Verðlaunaðir á lokahófiLokahóf meistaraflokks karla í handbolta fór fram á dögunum. Strákarnir komu inn í Olís-deildinna sem nýliðar og eiga hrós skilið fyrir frammistöðu vetrarins.

Einar Andri þjálfari liðsins fór yfir afrakstur tímabilsins og heiðraði nokkra fyrir góðan árangur.

Birkir Benediktsson var valinn efnileg-astur og Örn Ingi Bjarkason valinn bestur. Þá fengu Einar Scheving og Þorvaldur Einarsson sérstakar viðurkenningar fyrir vel unnin störf utan vallar.

Ljóst er að handboltinn í Mosfellsbæ er kominn á þann stall sem hann á heima á. Búið er að semja við flesta leikmenn fyrir næsta tímabil og verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Einar schEving, Birkir, Örn ingi og Toggi

Búið er að gera strandblaksvöllinn tilbúinn fyrir sumarið en hann er staðsettur á Varmárvelli við hliðina á stúkunni.

Það eru allir velkomnir á völlinn og hvetur blakdeild Aftur-eldingar bæjarbúa til að prófa þetta skemmtilega sport. Skrán-ing á völlinn fer fram í afgreiðslunni að Varmá.

Mánudaginn 8. júní og miðvikudaginn 10. júní kl. 19-20:30 verður völlurinn opinn og fólk á vegum blakdeildarinnar verð-ur á svæðinu til að leiðbeina og kenna þeim sem áhuga hafa á að spila strandblak.

Strandblaksvöllurinn klár fyrir sumarið

Frjálsíþróttadeild Aftureldingar stendur fyrir hinu árlega Álafoss-hlaupi þann 12. júní kl. 18.

Hlaupið hefst og endar í Álafosskvosinni þar sem verðlauna-afhending fer fram. Hlaupnir eru um 9 km á margbreytilegu und-irlagi þar sem leitast er við að velja óvenjulegar hlaupaleiðir. Til dæmis er hlaupið á göngustígum, slóðum og malarvegum og stokk-ið yfir læk. Á brattann er að sækja fyrri helminginn þar sem leiðin teygir sig næstum upp að Hafravatni en síðan er farinn malarveg-ur eða malbik niður í móti. Drykkir verða veittir í hlaupi og við endamark.

Saga frá 1913, hlaupið síðan 1921 Álafosshlaupið er sögufrægt hlaup sem fyrst var hlaupið árið

1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi og hefur ver-ið haldið með hléum síðan. Framan af var hlaupið á milli Álafoss og Melavallarins í Reykjavík, síðan færðist hlaupið í nágrenni Ála-foss. Kveikjan var sigling Einars Péturssonar, bróður Sigurjóns, um Reykjavíkurhöfn á kappróðrarbáti sínum með hvítbláa fánann

í skut þann 12. júní 1913. Fáninn var tekinn í vörslu danskra varð-skipsmanna. Hermt er að atburðurinn hafi hleypt auknum krafti í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á þeim tíma. UMFÍ tók fánann síðar upp og gerði að sínum.

Mosfellingar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í þessum nær aldargamla viðburði. Skráningar á hlaup.is

Árlegt Álafosshlaup fer fram 12. júní

Telma Rut Frímannsdóttir karatekona Aft-ureldingar hefur fengið boð um að keppa á fyrstu Evrópuleikunum (European Olympic Games) sem fram fara í Bakú í Aserbaídsjan dagana 12.-28. júní.

Telmu Rut mun keppa í kumite kvenna -68 kg flokki.

Á þessum fyrstu Evrópuleikum verða 20 íþróttir með 31 keppnisgrein í heild sinni, 25 ólympískar greinar og sex eru ekki ól-ympískar greinar.

Í karate verður keppt í einstaklingsflokk-um í Kata og Kumite senior, þar sem ein-ungis átta einstaklingar fá boð um að keppa í hverjum flokki fyrir sig, sex eftstu á síðasta Evrópumeistaramóti, einn aðili frá heima-landinu og eitt sæti sem er dreift til þeirra þjóða sem ekki áttu keppanda í eftstu sex sætunum. Þetta er því mikill heiður fyrir Karatesambandið, Telmu Rut og allt ís-lenskt karatefólk að Telma Rut fái tækifæri til að keppa á þessum fyrstu Evrópuleik-um. Með Telmu í för verður Gunnlaugur Sigurðsson landsliðsþjálfari.

taka virkan þátt í SmáþjóðaleikunumSmáþjóðaleikarnir eru haldnir dag-ana 1.-6. júní og þar er m.a. keppt í blaki. Blakdeild Aftureldingar á 5 af 12 leikmönnum íslenska landsliðs-ins og verður gaman að sjá hvernig þeim mun ganga. Leikmennirnir eru þær Fjóla Rut Svavarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Miglena Apostol-ova, Kristina Apos-tolova og Thelma Dögg Grétarsdótt-ir. Auk þessara kvenna eru margir öflugir sjálfboðaliðar úr blakdeild Aftureldingar sem koma og aðstoða við framkvæmd leikanna.Leikir íslenska kvennaliðsins eru leiknir í frjálsíþróttahöllinni í Laug-ardal en þar er búið að setja upp glæsilegan blakvöll og flotta um-gjörð. Leikir íslenska liðsins hefjast allir kl. 18:00 og eru Mosfellingar hvattir til að mæta á mótið en það er frítt inn á allar keppnisgreinar. Nánari upplýsingar um Smáþjóða-leikana má nálgast á heimasíðu leikanna www.iceland2015.is.

Mikill heiður að vera boðið á leikana sem fram fara í Bakú

Telma Rut á fyrstu Evrópuleikana

TElma ruTFrímannsdóTTir

Page 23: 8. tbl. 2015
Page 24: 8. tbl. 2015

- Aðsendar greinar24

Nú hefur Mosfellsbær og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykkt tillögu svæðisskipulags-nefndar að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið.

Skipulagið nefnist Höfuðborg-arsvæðið 2040 og er sameiginleg stefna Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjósarhrepps, Kópavogs, Mosfells-bæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um náið samstarf um skipulagsmál og um hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin.

Höfuðborgarsvæðið er eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru. Höfuðborgarsvæðið sem eina borgarsvæði Íslands gegnir veiga-miklu hlutverki sem miðstöð stjórnsýslu, menntunar og menningar fyrir landið allt.

Mosfellsbær sem hluti höfuðborgarsvæðisins

Nýtt svæðisskipulag hefur tekið um fjögur ár í vinnslu og byggir á mikilli fag-legri og þverpólitískri vinnu. Í svæðisskipu-lagsnefnd hafa setið tveir frá hverju sveit-arfélagi auk þess sem skipulagsfulltrúar sveitarfélaganna hafa komið að vinnunni og leitað hefur verið til helstu sérfræð-inga á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Skipulagið byggir á ítarlegu umhverfismati, mannfjöldaspá, greinargerð um vatns-vernd, íbúaþingi, sviðsmyndagreiningu, umferðarmati, ferðavenjukönnunum og mati á ferðavenjum, greinargerð um hag-kerfi og greinargerð um náttúru og útivist.

Íbúum höfuðborgarsvæðisins mun fjölga

Fram til ársins 2040 er gert ráð fyrir að íbúum svæðisins muni fjölga um 70 þús-

und. Ef tekið yrði á móti slíkri fjölgun með sama hætti og gert hefur verið síðustu ár með út-þenslu byggðar og ef ferðavenjur yrðu þær sömu, myndi bílaumferð aukast langt umfram íbúafjölgun og umferðartafir verða verulegar. Það er því eitt af hryggjarstykkj-unum í nýju skipulagi að marka

útmörk byggðar. Þannig mun byggð ekki þenjast meira út en núverandi aðalskipu-lag sveitarfélaganna gerir ráð fyrir.

Nútímalegar almenningssamgöngur eru lykilatriði í nýju svæðisskipulagi. Þannig er gert ráð fyrir svokölluðum samgönguás í gegnum höfuðborgarsvæðið og í kringum þennan ás er gert ráð fyrir þéttri byggð.

Mosfellsbær til framtíðarEkkert í nýju svæðisskipulag kallar sam-

stundis á breytingu á aðalskipulagi Mos-fellsbæjar. Mosfellsbær mun áfram halda sínum sérkennum og byggð hér mun verða dreifðari en hjá nágrönnum okkar í Reykjavík. Í svæðisskipulaginu felast tæki-færi fyrir Mosfellsbæ til þess að bæta enn frekar þjónustu almenningssamgangna með uppbyggingu samgönguáss í gegnum bæinn.

Í Mosfellsbæ er nægt byggingarland og töluvert til af deiliskipulögðum lóðum. Eftir mögur ár í byggingariðnaði í kjölfar kreppunnar er ljóst að uppsöfnuð þörf fyrir íbúðarhúsnæði er mikil. Áhugi byggingar-aðila á lóðum í Leirvogstungu og Helgafelli er mikill og því ljóst að þessi hverfi munu á næstu árum byggjast hratt upp.

Bryndís HaraldsFormaður skipulagsnefndar og fulltrúi Mosfellsbæjar í svæðisskipulagsnefnd

Höfuðborgarsvæðið 2040

Við bjóðum upp á vikunámskeið frá mán. til fös. frá kl. 9-12 eða kl.13-16. Verð: 14.000 kr.

Stubbanámskeið verður fyrir 4-6 ára vikuna 20.-24. júlí frá kl. 9-12. Verð: 16.000 kr.

Skráningar sendist á netfangið [email protected]Það sem þarf að koma fram í skráningu er: Hvaða vika og hvort það sé fyrir eða eftir hádegi. Nafn barns, aldur, nafn foreldris/forráðamanns og símanúmer.

Nánari upplýsingar í síma: 899-6972 (Berglind) eða á www.hestamennt.is

ReiðSkóli HeStameNNtaRReiðskóli Hestamenntar er staddur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í mosfellsbæ. Námskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6-14 ára og hefjast þau 15. júní og standa til 21. ágúst.

Nú er sumarið loksins komið og grunnskólarnir um það bil að ljúka störfum þennan veturinn.

Fyrir okkur í Vinnuskólanum þýðir þetta að nú förum við að taka á móti ungmennunum okkar í vinnu við ýmis mikilvæg verkefni innan bæjarmarkanna. Vinnuskóli Mosfellsbæjar hefst 11. júní og þá má gera ráð fyrir að sjá unga fólkið okkar á götum úti að hreinsa og snyrta bæinn okkar.

Mikilvægi VinnuskólansVinnuskólinn er vinnustaður, Vinnu-

skólinn er forvörn og Vinnuskólinn er skóli. Mikilvægi hans er því óumdeilt og margþætt. Þar taka margir sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum þar sem leitast er við að kenna meðal annars ný vinnubrögð, hvað það þýðir að vera í vinnu, mikilvægi þess að mæta á réttum tíma, að vinna með öðrum, sýna öðrum tillitssemi og virðingu. Einnig hvaða réttindi og skyldur fylgja því að vera starfsmaður fyrirtækis.

Sem launafólk læra þau á sín réttindi og skyldur, þau fá launaseðla, þau fá sína kaffi-

og matartíma, sem oft þarf að taka úti undir berum himni, ekki í hlýrri kaffistofu eins og mörg okk-ar. Vinsamlega hafið í huga, þegar þið sjáið þau sitja saman í hóp að hlæja og skemmta sér að þá eru góðar líkur á að þau hafi unnið sér þann tíma inn með góðri vinnu, eða er jafnvel eru þau í sínum lög-

bundna kaffi- eða matartíma.

Fyrir stóran hluta af starfsmönnum Vinnuskólans er þetta fyrsta skiptið þeirra á vinnumarkaðinum. Sýnum þeim og störf-um þeirra virðingu og tökum vel á móti þeim.

Bæjarfélagið á þeim heilmikið að þakka því að ekki bara fegra þau bæjarfélagið með sinni glaðværu, skemmtilegu og litríku til-veru heldur hjálpa þau okkur að halda því hreinu, fallegu og grænu og fyrir það ber að þakka.

Njótið sumarsins.

F.h. starfsmanna Vinnuskóla MosfellsbæjarEdda Davíðsdóttir

Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar

Gleðilegt sumar kæru Mosfellingar

Karlakórinn Mosfellsbræður, kvennasöng-hópurinn Boudoir og Óperukór Mosfells-bæjar eru allt afsprengi Söngskólans Söng-hallarinnar í Mosfellsbæ. Julian Hewlett píanóleikari, kórstjóri og tónskáld og Krist-ínu R. Sigurðardóttir sópransöngkona og söngkennari eru stofnendur skólans.

Mikið hefur verið að gera hjá kórunum í tónleikahaldi að undanförnu og greinilegt að söngurinn lifir góðu lífi í Mosfellsbæ.

Mosfellsbræður hafa starfað frá því síð-astliðið haust, Boudoir er tveggja ára og Óperukór Mosfellsbæjar var stofnaður í byrjun þessa árs.

Nóg um að vera hjá þremur kórum Sönghallarinnar

karlakórinn mosfellsbræður

kvennasöng-hópurinn boudoir

Page 25: 8. tbl. 2015

www.mosfellingur.is - 25

Háholt 13-15Sími 578 6699

Grillum fisk í sumar

stór humaraðeins 5.500 kr/kG

Grill-pinnarnir

eru komnir

Page 26: 8. tbl. 2015

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Guðrúnu í síma 863-1188 eða á [email protected]

Þjónusta við mosfellinga

- Aðsendar greinar26

Hlín Blómahús • Háholti 18 • Mosfellsbæ • Sími: 566 8700Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín

Þann 10. maí síðastliðin hélt Karlakór-inn Mosfellsbræður sína fyrstu opin-beru vortónleika í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti í RVK. Er þessi hljómfagra kirkja alveg tilvalinn staður til tónleika-halds.

Það sem gerði þessa tónleika svo ánægjulega var að samstilling og sam-vinna kórfélaga var svo auðfundin og ómæld sú ánægja að sjá hve stjórnandanum Juli-an M. Hewlett tókst vel að halda utan um hópinn. Því ekki einungis stjórnaði hann kórnum heldur sá hann einnig um undirleik á tónleikunum. Það er ekki auðvelt en honum fórst það virkilega vel í hendi. Það er mikill happafengur fyrir kórinn að hafa hann sem stjórnanda. Einnig var alveg greinilegt að þeir sem kórinn skipa hafa allir reynslu af kórsöng enda hljómuðu raddir þeirra svo þægilega áreynslulaust saman. Greinilegt er að samvinnan er mikil og þetta unnið sem ein heild. Þrátt fyrir ungan aldur kórsins sem varla er ársgamall, þá verður að segjast að efnisvalið var engin léttavara á köflum og mikill metnaður lagður í dagskránna. Gleði kórfélaga að syngja saman skilaði sér svo sannarlega til okkar er á hlýddum. Efnisskráin var í bland íslensk og er-lend lög og ljóð. Það var líka ánægjulegt að eftir hlé var spilað afskaplega falleg verk eftir stjórn-

andann Julian M. Hewlett:Kafli úr Són-ötu fyrir Euphóníum, í samvinnu við Ian Wilkinson. Einnig átti hann annað mjög fallegt lag, Handan fjallsins, við texta eft-ir Hörð Björgvinsson.

Í lok tónleikanna flutti kórinn svo al-veg bráðskemmtilegt lag Húrra!! eftir Emmerich Kalman sem var frábær skemmtun á að hlusta og fengu bæði kór

og stjórnandi mikið klapp fyrir.Eiga einsöngvarar innan kórsins sem og gesta-

söngvarar allir hrós skilið fyrir frammistöðu sína á þessum tónleikum, bæði þeir sem reynsluna hafa sem og þeir sem voru að stíga sín fyrst skref á sviði.

Einsöngvarar: Þórarinn Jónsson, Þórarinn Eg-ill Þórarinsson, Páll Sturluson,Guðmundur Pét-ursson og Kristinn Ómarsson.

Gestasöngvarar: Kristín R. Sigurðardóttir og Guðlaug Pétursdóttir.

Einleikur á Eupóníum: Ian Wilkinson

Virkilega skemmtilegir og vel útfærðir tónleik-ar sem bæði kór og stjórnandi mega vera stoltir af. Bestu þakkir fyrir mig.

Vilborg Reynisdóttir

Ánægjulegir tónleikar

Þegar við eldumst missum við vöðva-massa. Vöðvamassinn byrjar að rýrna um fertugt og þá þurfum við að hafa meira fyrir því að viðhalda honum. Það er því afar mikilvægt að við pössum upp á reglulega hreyfingu eins og mögu-legt er áður en aldurinn færist yfir því mannslíkaminn er gerður til að hreyf-ingar.

Rannsóknir sýna fram á að það er aldrei of seint að byrja að styrkja sig. Líkamsstyrking við-heldur góðri líkamsstöðu og gefur okkur betra úthaldi á efri árum. Rannsóknir sýna líka að þeir sem hafa byrjað að lyfta lóðum og hreyfa sig um 60 ára og eldri geta bætt líðan og líkamlegt út-hald svo um munar og hafa minnkað lyfjanotkun í framhaldi af því. Hver vill ekki lifa í gæðum á efri árum? Við þurfum að átta okkur á því að af-leiðingar hreyfingarleysis eru lífsstílssjúkdómar sem hafa orðið til þess að lífsgæði efri ára tapast. Það viljum við ekki.

Hvatning skiptir miklu máli og ef þú kæri les-andi ert einn þeirra sem stundar hreyfingu og veist af fjölskyldumeðlimum, vinum eða kunn-ingjum sem ekki stunda virka hreyfingu þá hvet ég þig til þess að hafa áhrif á þann hóp sem ekki stundar reglubundna hreyfingu. Ef þú ert einn þeirra sem stundar ekki hreyfingu þá hvet ég þig

að leita leiða til fá hvatninguna sem þörf er á, hjá þeim sem þú veist að stunda reglubundna hreyfingu. Það gerist ekk-ert ef maður biður ekki um aðstoð og aldur er engin afsökun! Þeir sem eru að stíga fyrstu skrefin hafi í huga að byrja smátt og bæta við sig í daglegri hreyf-ingu. Loka markmiðið er að hreyfing sé hluti af lífsstíl því þannig viðhöldum við

hraustum líkama til efri ára.

Í Mosfellsbæ eru ótal leiðir til útivistar og hreyfingar á ýmsan máta. Gönguleiðir, hjólaleið-ir og fjallgöngur í ósnortinni náttúru eru lífsgæði sem ekki allir fá að njóta. Sundlaugar sem eru á heimsmælikvarða ásamt líkamsræktarsölum sem hægt er að kaupa sér aðgengi að og stunda styrktarleikfimi eftir mörgum leiðum sem henta. Jóga er góð leið til að viðhalda styrk og teygjan-leika svo að eitthvað sé nefnt en ótal leiðir eru til hreyfingar og styrkingar líkamans. Þjálfarar eru á öllum líkamsræktarstöðvum sem geta lagt upp með leiðir fyrir byrjendur.

Njótið þess sem bærinn hefur upp á að bjóða og uppskerið vellíðan og aukna orku – það er svo sannarlega þess virði!

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur.Verkefnisstjóri, Heilsueflandi samfélag Mosfellsbæ.

Hreyfing til lífsgæða

Fimmtudaginn 11. júní nk. mun um-hverfisnefnd Mosfellsbæjar halda op-inn nefndarfund í Kaffihúsinu á Álafossi og hefst hann kl. 17.00. Þar gefst bæj-arbúum tækifæri til að ræða og spyrja um hvaðeina sem viðkemur umhverf-ismálum í bæjarfélaginu en fulltrúar í umhverfisnefnd og starfsfólk á umhverf-issviði Mosfellsbæjar sitja fyrir svörum.

Fundurinn er haldinn í samræmi við lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar þar sem mælst er til að nefndir bæjarins leitist við að halda ,, ... opinn upplýsinga- og samráðsfund fyrir bæjarbúa einu sinni á ári.“

Það er vel við hæfi að halda fund um umhverfismál í Álafosskvos, en Álafoss og nán-asta umhverfi hans hefur verið friðlýst sem nátt-

úruvætti. Var formlegur samningur þess efnis undirritaður af Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra og Svandísi Svavarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra við hátíð-lega athöfn á sumardaginn fyrsta árið 2013.

Við hvetjum bæjarbúa að mæta á fundinn þann 11. júní og kynna sér starfsemi umhverfisnefndar og umhverf-issviðs Mosfellsbæjar og leita svara við spurningum sínum um umhverfismál í sveitarfélaginu. Við vekjum jafnframt athygli á auglýsingu um fundinn hér í blaðinu, en auk þess er fundurinn einnig auglýstur á heimasíðu Mosfellsbæjar.

Örn Jónasson, formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar. Bjarki Bjarnason, varaformaður.

Opinn fundur um umhverfismál

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á mos­fellingur@mos­fellingur.is­

Page 27: 8. tbl. 2015

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Guðmundur HreinssonHross í oss og núna Hrútar...

ég er spá í að gera kvik-mynd sem heitir Hænur..Landnámshænur :)

28. maí

Sigurður G. Hafstaðverður ennþásmá hræddur

í sálinni þegar hann heyrirx-files lagið

26. maí

Leifur GuðjónssonFlottur og stór föstudagur

hjá okkur Helgu erum að kaupa Blómasmiðjan blómabúðina í Grímsbæ tökum við rekstri 1. júlí spennandi tímar framund-an, góða helgi� 29. maí

Sigrún Hardardóttirhey eru allir hættir að

planka?� 24. maí

Halla Karen Kristjáns-dóttirFyrsti sláttur

búinn í sveitinni :)24. maí

Íris Eik ÓlafsdóttirOfurklári og skemmtilegi

maðurinn minn varð í dag Norðurlandameistari með íslenska landsliðinu í bridges :) Til hamingju elsku Bjarni Hólmar Ein-arsson� 24. maí

Steinunn Þorkels-dóttirMar... var búin

að klæða sig í hlýrabolin og stuttbuxurnar og ætlaði að henda sér út á svalir nei nei það þurfti 5 full-orðna karlmenn að halda svalahurðin fyrir roki og nú er maður komin aftur inn í lopapeysu og ullarsokka og skoðar á netinu how to survive in a cold and vindy day norður í rassgati. En gleðilega helgi elskurnar og það kemur sumar one day. 30. maí

Arnhildur Valgarðs-dóttirÉg hugsa að

það náttúrulegasta í heimi, fyrir utan grunnþarfir, sé að syngja. 29. maí

Þú finnur öll blöðin á netinuwww.mosfellingur. is

aHáholti 14 • 270 Mosfellsbæ • [email protected]

Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

www.arioddsson.is

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMIMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

Þjónusta við Mosfellinga - 27

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

www.bmarkan.is

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 24.100 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

hunda er bönnuðandsömunargjald fyrir hund

osfellsbæ

/hoppukastalar • S. 690-0123

Hoppukastalar

S. 690-0123 S. 690-0123

HoppukastalarHoppukastalartil leigutilvalið fyrir afmæli, ættarmót, götugrill og önnur hátíðarhöld.

Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf - s. 777-5200 - [email protected]

Ökukennsla lárusar

www.bilaorri.is

www.malbika.is - sími 864-1220

GÓÐIR MENN EHF

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir•• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum• síma og tölvulagnir

Löggiltur�rafverktaki

Page 28: 8. tbl. 2015

[email protected]

Sumarlegt kjúklingasalatÞórdís og Þorvarður deila hér með okkur girnilegri uppskrift af sumarlegu kjúkl-ingaslati með núðlum og sesamfræjum

• 1 dl ólifuolía• 1/2 dl balsamedik• 2 msk hrásykur• 2 msk sojasósa• 1 stór rauðlaukur

Sjóðið allt saman í potti í 3-4 mínútur og hrærið í meðan blandan kólnar.

• 80-100 núðlur, brotnar í smá bita• 50 g furuhnetur• 2-3 msk sesamfræ• 4 kjúklingabringur, skornar í bita• salt og pipar• kjúklingakrydd• olía til steikingar• 1 1/2 dl. sweet hot chili sósa• 1 poki salatblanda• 300 g kokteiltómatar• 1 mangó eða ferskjur• jarðaber og/eða bláber, vínber

Ristið núðulur, furuhnet-ur og sesamfræ saman á þurri pönnu. Kryddið kjúklinginn með salti, pipar og kjúklingakryddi og brúnið í olíu á pönnu. Hellið sweet chili sósunni yfir og látið malla í svolitla stund. Blandið salati, tóm-ötum, mangó og berjum saman í skál. Bætið kjúkl-ingnum og laukblöndunni saman við.

Ég geri stundum tvöfalda uppskrift af lauk-blöndunni og hef helminginn svona „on the side“ til að bæta við fyrir þá sem vilja, því hún er meiriháttar góð. Svo má endalaust leika sér með innihald salatsins eftir hvaða grænmeti, ávextir og ber eru til og hvað buddan leyfir en lauksósan er ómissandi. Stundum hef ég svo gert algjöra spariútgáfu og nota þá nautalund í stað kjúklingsins, sem ég skelli á grillið og læt standa í ca. 20 mín áður en ég sker hana í þunnar sneiðar, það er dásamlega gott líka. Frábært að bera fram með nýbakað hvítlauksbrauð og gott hvítvín skemmir ekki fyrir upplifuninni!

Þórdís og Þorvarður skora á Berglindi Ásdísi og Þorkel að deila með okkur næstu uppskrift

MátturathyglinnarÞú ert skaparinn í þínu lífi og

hugsun er fyrsta stig sköpunar.

Það þýðir að allar þær aðstæður,

manneskjur og upplifanir í þínu lífi

eru afsprengi hugsana þinna. Það

er orka í hugsunum, tilfinningum

og öllu sem er - það er vísindalega

sannað. Atómið hefur verið klofið.

Við búum í efnislegum heimi,

tíma og rúmi. Það eru mörg lögmál

sem mynda hann, t.d. þyngdarlög-

málið, en það allra máttugasta er

lögmál aðdráttaraflsins. Með mætti

hugsana þinna og þá sérstaklega

þeirra sem hafa öðlast skriðþunga

með myndun hugsanamynsturs,

löðum við að okkur það sem við

veitum athygli.

“The rich get richer and the poor

get poorer“ hafa margir fullyrt

en án þess að gera sér grein fyrir

því hvað sé á bak við það. Yfirleitt

kennir fólk samfélaginu um en

áttar sig ekki á að þetta er skýr birt-

ingarmynd lögmáls aðdráttarafls-

ins. Þeir sem eru ríkir verða ríkari

vegna þess að það er svo auðvelt

fyrir þá að veita því athygli sem er

- allsnægtinni. Þeir fátæku verða

fátækari því það er að sama skapi

auðvelt fyrir þá að veita því athygli

sem er - skortinum.

Ég er varla byrjuð að kroppa í

yfirborðið á þessum mikla sannleik

en einfaldasta útskýringin á þessu

máttuga lögmáli er sú að ALLT sem

þú veitir athygli vex og dafnar. Ef ég

mætti aðeins velja eitt ráð til þess

að gefa þér, þó fjölmörg séu, þá

væri það hnitmiðaðasta einfaldlega

það að VERA GLAÐUR!

Spurðu þig: Hvað gerir mig glaða/

n? Hvað vil ég? Hvað lætur mér líða

vel? Gefðu einungis því sem vekur

upp góða tilfinningu innra með þér

athygli og þá mun allt það nei-

kvæða hverfa úr þinni lífsreynslu.

Það er lögmál.

Athyglin er mátturinn, næringin,

aðdráttaraflið - olían á eldinn!

svanhildurstenarrsdóttir

yfir og látið malla í svolitla stund. Blandið salati, tóm

saman í skál. Bætið kjúklingnum og laukblöndunni saman við.

- Heyrst hefur...28

Sögufélagsferð frá Hesta­þingshól að BlikastaðanesiSögufélag Kjalarnesþings gengst fyrir sögu- og gönguferð frá Hestaþingshól í Leiruvogi að Blikastaðanesi kl. 11:30 laugardaginn 6. júní.

Safnast verður saman við félagsheimili hestamannafélagsins Harðar, Harðarból, og gengið þaðan að Hestaþingshól. Rakin verður saga siglinga í Leiruvog, litið á fitjasef við Hestaþingshól, sem er ein sjaldgæfasta planta landsins, og gengið meðfram golfvellin-um út á Blikastaðanes. Talið er að verslunarstaður hafi verið á Blikastaðanesi á 14. og 15. öld. Þar verður sagt frá rústum og þær kannaðar, en þær hafa legið undir skemmdum vegna ágangs sjávar. Staðkunnugir heimamenn munu fræða göngumenn. Áætlað er að ferðin taki um tvo tíma.

Hestaþingshóll í baksýn. Hestaat var mögulega stundað þar á öldum áður, þegar siglingar voru tíðar í Leiruvog.

Page 29: 8. tbl. 2015

Mátturathyglinnar

manneskjur og upplifanir í þínu lífi

og öllu sem er - það er vísindalega

sannað. Atómið hefur verið klofið.

tíma og rúmi. Það eru mörg lögmál -

lögmál aðdráttaraflsins. Með mætti

þeirra sem hafa öðlast skriðþunga

“The rich get richer and the poor

áttar sig ekki á að þetta er skýr birt-

ins. Þeir sem eru ríkir verða ríkari

fyrir þá að veita því athygli sem er

auðvelt fyrir þá að veita því athygli

yfirborðið á þessum mikla sannleik

en einfaldasta útskýringin á þessu

máttuga lögmáli er sú að ALLT sem

þú veitir athygli vex og dafnar. Ef ég

væri það hnitmiðaðasta einfaldlega

Spurðu þig: Hvað gerir mig glaða/

n? Hvað vil ég? Hvað lætur mér líða

vel? Gefðu einungis því sem vekur

upp góða tilfinningu innra með þér

kvæða hverfa úr þinni lífsreynslu.

Athyglin er mátturinn, næringin,

smáauglýsingar

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

Aðalpíparinnpípulagnir • nýlagnir

viðhald • ráðgjöf

Eyþór Bragi Einarssonlöggildur pípulagningameistari

sími [email protected]

Íbúð óskastÓska eftir íbúð til leigu í Mosó, 2ja til 3ja herbergja. Er reyklaus, barnlaus, reglusöm og án gæludýra. Meðmæli og bankatrygg-ing ef þess er óskað. Frek-ari upplýsingar: [email protected] eða í síma 8696463.

Óska eftir íbúð á leiguHjón á sextugsaldri óska eftir 4ra herb. íbúð til leigu frá og með 1. júlí 2015. Skilvísum greiðslum heitið og meðmæli ef óskað er uppl. í síma 862-7866 Matthildur.

Herbergi óskastHerbergi eða innréttaður bílskúr óskast til leigu fyrir einstakling sem fyrst. Reglusamur og skilvirkar greiðslur. Upplýsingar í síma 773-6867.

Íbúð óskast til leiguFjögurra manna fjölskylda óskar eftir 3ja - 4ra her-bergja íbúð í Mosfellsbæ. Vinsamlegast hafið sam-band í síma 781-9759 eða [email protected]

Raðhús til leiguFallegt 4 herbergja raðhús með millilofti og lokuðum garði í friðsælu hverfi í Mosfellsbæ til leigu frá 1. júli. Verð 230.000 kr/mán, 3 mánaða trygging. Óskum eftir reyklausum og reglusömum leigjend-um. Gæludýr ekki leyfð.Nánari upplýsingar í s: 6977222 (e 17 á virkum dögum)

Týnd lopapeysaLopapeysa fannst sunnan við stíginn að Skammadal. S: 6958386

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Næsta blað kemur út25. júní

Mosfellingur er borinn út í hvert hús og fyrirtæki í Mosfellsbæ,

Kjalarnesi og Kjós.

Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis, mánudag fyrir útgáfu.

[email protected]

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Þegar snjóa leysir, kemur ýmislegt í ljósEigendum hunda er skylt að þrífa upp saur eftir þá, samkvæmt sam-þykkt um hundahald í Mosfellsbæ

Þjónusta við Mosfellinga - 29

Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en

ARTPRO PrentþjónustaHáholti 14, 270 Mosfellsbæ

566 7765 - [email protected] - www.artpro.is

VIÐ PRENTUM FYRIR ÞIG

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06:30 - 21:30

Helgar: 08:00 - 19:00

VarmárlaugVirkir dagar: 06:30 - 08.00 og 15:00 - 21:00

Laugard. kl. 09:00-17:00 og sunnud. kl. 09:00-16:00

Glæsilegt úrval af nýjum vörumSkiptum um grip, sótt og sent frítt

Verslaðu í heimabyggð - Frí heimsendig í Mosó.

Sími: 666 · 8555

allskonar BílaviðgErðir, dEkkjaskipti og flEira

Flugumýri 16b - sími: 666-8555

www.motandi.is

Page 30: 8. tbl. 2015

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

???

fyrir hönd mosó í poppsvari á stöð 2palli, Kalli og stefanía

- Hverjir voru hvar?30

Nýtt collection - Sprey Sumar collection 2015

Hárstofan SpreyHáholt 14 - s. 517 6677

Ljósmyndari: Birta RánStílisti: Sigrún JörgensenMake up: SigurlínHár: Katrin Sif, Svava Björk og Unnur HliðbergMódel: Aron, Snæbjörn, Ásdís, Védís, Sigrún og Elín

Page 31: 8. tbl. 2015

3490 kr 1290 kr

grilliðopiðtil

21:45öll

kvöld

Háholti 22 Sími: 571-3530

31www.mosfellingur.is -

- Sprey Sumar collection 2015

Page 32: 8. tbl. 2015

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

Rennandi blautuRÞað leynir sér ekki gleðin hjá þessum unga dreng í renni-brautinni í Lágafellslaug. Nú fjölgar jafnt og þétt þeim sundgörpum sem sækja laugina þegar sólin lætur sjá sig.

588 55 30Háholt 14, 2. hæð

Pétur Péturssonlöggiltur fasteignasali897-0047

Daniel G. Björnssonlöggiltur leigumiðlari

Mikil sala - Vantar eignir - VerðMetuM

Þjónusta við

Mosfellinga í 25 ár

OPið virka DaGa frá kl. 9-18 • NetfaNG: [email protected] • www.BerG.is • BerG fasteiGNasala stOfNuð 1989

litlikriki Flugumýri - til leigu

Falleg 116 fm. íbúð á 2. hæð í enda í vönduðu fjölbýli. 3 svefnherbergi. Rúmgóð stofa með út-gengi á svalir í suður. Gott eldhús. Eikarparket á gólfum. Baðherbergi flísalagt. Sér inngangur. Falleg lóð. Góð bílastæði. Örstutt í skóla, sundlaug og íþróttahús. V. 31,5 m.

Blikahöfði

Flott, tveggja hæða raðhús 202,5 fm. með innbyggðum bílskúr. 3 svefnherbergi, björt stofa með góðu útsýni. Sólpallur á baklóð. Góð bílastæði. Afhendist fullbúið að utan en tilbúið undir tréverk að innan eða lengra komið eftir samkomulagi.

Mjög gott 140 fm. atvinnuhúsnæði með auka lofti sem er utan fermetra. Mikil lofthæð.4 metra há vinduhurð. Malbikað bílaplan og aðkoma góð. Laust strax.

Mjög vandað og vel byggt 353 fm. einbýli með aukaíbúð á jarðhæð. 56 fm jeppa bílskúr. Flottur frágangur. Góðar innréttingar, sundlaug, arinn og góður garður. Gott viðhald og mikið búið að endurnýja af innréttingum og tækjum. Allt fyrsta flokks. V. 76,5 m.

grundartangi

mynd/raggiÓla

Áfram afturelding

Sími 570 9800 Fax 570 9809