28
RÉTTINGAVERKSTÆÐI Jóns B . ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected] WWW.JONB.IS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla CABAS tjónaskoðun Ástu-Sólliljugata - tvíbýlishús EIGN VIKUNNAR www.fastmos.is 586 8080 1. TBL. 14. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2015 DREIFT FRÍTT INN Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í MOSFELLSBÆ, Á KJALARNESI OG Í KJÓS MOSFELLINGUR 2014 Mynd/RaggiÓla Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir MOSFELLINGUR 2014 ÁRSINS FYRSTI SIGURVEGARI BIGGEST LOSER Á ÍSLANDI SNÉRI VIÐ BLAÐINU OG LÉTTIST UM 52,5 KG MARKMIÐIÐ AÐ HJÁLPA FLEIRUM AÐ LÉTTAST JÓHANNA ER TÍUNDI MOSFELLINGURINN TIL AÐ HLJÓTA NAFNBÓTINA 6

1. tbl. 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Bæjarblaðið Mosfellingur. 1. tbl. 14. árg. Fimmtudagur 8. janúar 2015. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.

Citation preview

Page 1: 1. tbl. 2015

R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I

Jóns B. ehfFlugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 [email protected]

Þjónustuverkstæðiútvegum bílaleigubíla cabas

tjónaskoðun

Ástu-Sólliljugata - tvíbýlishús

eign vikunnar www.fastmos.is

586 8080

selja...

1. tbl. 14. Árg. fimmtudagur 8. janúar 2015 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós

MOSFELLINGUR

2014

mynd/raggióla

Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir

Mosfellingur

2014ársins

fyrSti Sigurvegari biggeSt loSer Á ÍSlandi

Snéri við blaðinu og léttiSt um 52,5 kg

markmiðið að hjÁlpa fleirum að léttaSt

Jóhanna er tíundi Mosfellingurinn til að hlJóta nafnbótina 6

Page 2: 1. tbl. 2015

KJÖTbúðinGrensásvegi 48 - Sími 571 5511 - [email protected]

www.isfugl.is

MOSFELLINGURÚtgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar GunnarssonRitstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar)Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, [email protected] Þór Ólason, [email protected] Örnólfsdóttir, [email protected]: Landsprent. Upplag: 4.000 eintökDreifing: Íslandspóstur. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.Próförk: Ingibjörg ValsdóttirTekið er við aðsendum greinum á [email protected]

og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar

skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir er Mosfellingur ársins 2014. Jóhanna

á svo sannarlega viðburðaríkt ár að baki. Hún gerði sér lítið fyrir og sigr-aði Biggest Loser á Íslandi þar sem

barist var við aukakílóin fyrir opnum tjöldum. Jóhanna tók sér frí frá vinnu og var frá eiginmanni og þremur börnum í tæpa þrjá mánuði á meðan á þáttunum stóð.

Mosfellingar sátu límdir fyrir framan

skjáinn og sáu Jóhönnu

breyta um lífsstíl.

Þriðjudagskvöldið 13. janúar fara fram styrktartónleikar fyrir hana

Brynju Hlíf. Hún lenti í mótorhjóla-slysi í Noregi og var í ítarlegu viðtali í jólablaði Mosfellings. Ég hvet fólk til að mæta og sýna samstöðu.

Völva Mosfellings birtist á síðum blaðsins í fyrsta sinn og spáir

ýmsu fyrir um árið 2015. Blaðamaður Mosfellings hitti hana í Kvosinni á dögunum og sá hún ýmislegt fyrir.

Hið árlega þorrablót Aftureld-ingar fer fram laugardaginn

24. janúar. Um er að ræða stærstu fjáröflun ungmennafélagsins og einn skemmtilegast viðburð ársins í Mosó.

Lúserinn vann

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2

Umsjón: Birgir D. Sveinsson ([email protected])

Þessi ljósmynd er úr fórum Magnúsar Lárussonar frá Brúarlandi. Hún sýnir hluta af Markholts og Holtahverfi, sem byggðust að mestu á árunum 1960-1976.

Neðst til vinstri eru gatnamót Lágholts og Dvergholts við Skeiðholt. Þá mót Markholts og Byggðarholts og efst Njarðar-holt og Þverholt. Efst til vinstri þar sem Beltasmiðjan var risu síðar íbúðablokkir og verslunar- og þjónustumiðstöðin Kjarni. Fyrir miðri mynd er Markholt, sem var reist sem nýbýli úr landi Varmár árið 1948. Vestan Skeiðholts risu fyrstu hús Byggingarsamvinnufélags ungs fólks í Mosfellssveit, ævinlega kölluð Byggung.

héðan og þaðan

Page 3: 1. tbl. 2015

búðinFasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali

flugumýri

uglugata

laxatunga

gerplustræti

arnartangi

gerplustræti

586 8080

selja...www.fastmos.is

586 8080 Sími:

laxatunga - raðhús á einni hæðhelgaland

reykjabyggð

kvíslartunga

laxatunga - raðhús á tveimur hæðum

byggingarlóðir til sölu

lauststrax

lauststrax

nýjaríbúðir

lauststrax

Page 4: 1. tbl. 2015

www.lagafellskirkja.is

Sunnudagur 11. janúarKl. 11:00 Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Skírnir Garðarsson.

Sunnudagur 18. janúarKl. 20:00 Taize guðsþjónusta í Lágafellskirkju.Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.

Sunnudagur 25. janúarKl. 11:00 Guðsþjónusta í Mosfellskirkju. Sr. Skírnir Garðarsson.

Prjónasamvera í safnaðarheimilinuFyrsta prjónasamvera ársins verður í kvöld, fimmtudaginn 8. janúar.Allir velkomnir - allar nánari upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu kirkjunnar.www.lagafellskirkja.is

Sunnudagaskólinnhefst 11. janúar kl. 13:00 (eftir jólafrí)

kirkjustarfið

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64

HelgiHald næStu vikna

Styrktartónleikar á þriðjudagskvöldÞriðjudagskvöldið 13. janúar verða haldnir styrktartónleikar fyrir Brynju Hlíf Hjaltadóttur. Tónleikarnir fara fram í Hlégarði og hefjast kl. 20. Miðaverð er 1.500 kr. Brynja Hlíf, sem er 16 ára gömul, lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í Noregi í október. Hún stundar nú endurhæfingu á Grensás. Brynja Hlíf var í einlægu viðtali í jólablaði Mosfellings og ætlar sér að komast á fætur ný.Öll innkoma á tónleikana rennur í styrktarsjóð Brynju og fjölskyldu hennar. Fjöldi listamanna munu stíga á stokk og má þar nefna Kaleo, Bubba Morthens, Dimmu, Vio, Kalla Tomm og fleiri.

Sendiherra Kína í MosfellsbæZhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi kom í heimsókn í Mos-fellsbæ og hitti Harald Sverrisson bæjarstjóra. Weidong var skipaður sendiherra í haust og hefur því nýlega hafið störf á Íslandi. Hann var nokkuð fróður um Mosfellsbæ og hafði lesið bækur eftir Halldór Laxness og hlustað á tónlist eftir Ólaf Arnalds. Sendiherranum var fært að gjöf konfekt frá Hafliða Ragnarssyni við þetta tilefni.

Útskriftarhátíð Framhalds-skólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 19. desember s.l. við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35.

Framhaldsskólinn var stofnaður haustið 2009. Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda við skólann um tvö hundruð og sextíu. Skólameistari er Guðbjörg Aðalbergsdóttir. Að þessu sinni voru sex nemendur brautskráð-ir, fimm nemendur af félags- og hugvísindabraut og einn nem-andi af opinni stúdentsbraut.

Mosfellsbær veitti Guðrúnu Evu Bjarkadóttur viðurkenn-ingu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ •Sex nemendur brautskráðir um jólin

Brautskráning frá fMOs

NýstúdeNtar ásamt skólameisturum

Tveir starfsmenn Áhaldahússins til áratuga voru kvaddir föstudaginn 19. desember.

Viðar Ólafsson hóf störf hjá Mosfellsbæ árið 1980 og er eflaust sá starfsmaður Mosfellsbæjar sem náð hefur hvað mestum starfsaldri og hefur unnið undir stjórn sjö bæjarstjóra.

Viðar hefur verið mjög farsæll í starfi og haft að leiðarljósi slagorð bæjarins, þjónusta í þína þágu. Viðar hefur og verið tengiliður við OR m.a. vegna álesturs hitaveitumæla um alla byggð.

Erlingur Friðgeirsson hóf störf hjá Mosfellsbæ árið 1983 og hefur því starfað hjá Mosfellsbæ í 30 ár. Erlingur hefur sinnt sínu starfi af eljusemi og dugnaði. Erlingur varð fyrir því óláni að slasast við vinnu sína í febrúar 2013 og hætti formlega störfum í ágúst s.l. vegna þess.

Að venju verður þorrablót Aftureldingar haldið laugardaginn 24. janúar í íþrótta-húsinu að Varmá. Borðapantanir fara fram í vallarhúsinu fimmtudaginn 15. janúar kl. 19:30-20:30. Þetta er í áttunda sinn sem blótið er haldið í þessari mynd og verður dagskrá með hefðbundnu sniði.

„Miðasala er í afgreiðslunni að Varmá og hefur gengið nokkuð vel. Það er orðin hefð hjá mjög mörgum Mosfellingum að mæta á blót og eiga skemmtilega kvöldstund með sveitungum sínum og sá hópur fer ört stækkandi. Í fyrra var uppselt og stefnir í það sama í ár,“ segir Rúnar Bragi Gunn-laugsson forseti þorrablótsnefndar.

Stefanía ásamt einvala liðiAð þessu sinni er það hin geðþekki

Gunnar á Völlunum sem fer með veislu-stjórn og strákarnir í Kókos munu taka vel á móti veislugestum. Svo mun Rokkabillý-

bandið ásamt Stefaníu Svavars, Eyþóri Inga og Björgvini Halldórssyni sjá um fjörið.

„Geiri í Kjötbúðinni mun sjá um matinn, auk hins hefðbundna þorramatar mun hann bjóða uppá lambalæri og bearnaise en það mæltist vel fyrir í fyrra.“

Flottustu borðaskreytingarnar„Það hefur skapast hefð fyrir því að hóp-

ar komi og skreyti borðin sín, það er mikill metnaður lagður í skreytingarnar. Í fyrra var það Súluhöfðinn sem hreppti titilinn en dómarar áttu mjög erfitt með að gera upp á milli. Hópar og einstaklingar geta komið á blótsdegi kl. 12:30-14 og skreytt borðin,“ segir Rúnar Bragi að lokum og vonast til að sjá sem flesta Mosfellinga og velunnara á þorrablótinu.

MOSFELLINGURkeMur næst út

29. janú[email protected]

Viðar og Erlingur í Áhaldahúsinu

kvaddir eftir áratuga starf

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Viðar Ólafsson, Erlingur Friðgeirsson og Þorsteinn Sigvaldason forstöðumaður Áhaldahússins.

Þorrablót Aftureldingar verður haldið laugardaginn 24. janúar •Í fyrra var uppselt

Hafa gaman með sveitungum

Page 5: 1. tbl. 2015

kr. 2 ltr.

Nýtt í Bónus frá Örnu

kr. 200g. kr. 125g. kr. 1 ltr.

kr. kg.

kr. 200g

Hafa gaman með sveitungum

Page 6: 1. tbl. 2015

Jóhanna Elísa Svendsen Engelhartsdóttir snéri við blaðinu á árinu 2014. Jóhanna skráði sig í raunveruleikaþáttinn The Bigg-est Loser Ísland sem sýndur er á Skjá einum og stóð uppi sem sigurvegari.

Hún léttist um rúm 52 kg á meðan á þátt-unum stóð. Mosfellingar sátu límdir fyrir framan sjónvarpsskjáinn og hvöttu sína konu til dáða.

Viðburðaríkt ár að baki„Takk kærlega fyrir, ég átti engan veginn

von á þessu. Þetta er mjög ánægjulegt og mikill heiður,“ segir Jóhanna þegar henni var tilkynnt um valið á Mosfellingi ársins.

„Það hefur orðið kúvending í mínu lífi og árið 2014 var vægast sagt viðburða-ríkt. Ég fór að hugsa um sjálfa mig og setti mig í fyrsta sætið. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég skráði mig í The Biggest Loser. Þetta var það sem ég var búin að bíða eftir og frá upphafi ætlaði ég mér að vinna þetta. Ég var orðin þreytt á sjálfri mér.“

Jóhanna var frá vinnu og fjölskyldu í 10 vikur meðan á tökum stóð á heilsuhótelinu á Ásbrú. „Ég þurfti virkilega að núllstilla mig og hafði mjög gott af því.“

Verður einkaþjálfariJóhanna stóð uppi

sem sigurvegari og léttist um rúm 52 kg og hafði lést um 12 kg áður en þættirnir hófust. Alls voru þetta því 64 kg sem fuku á þessum tíma. Jóhann hefur haldið sér vel við eftir að þáttunum lauk og hugar vel að heilsunni. Hún stundar nám við Keili og stefnir að því að út-skrifast þaðan sem einkaþjálfari í vor.

„Nú er það bara næsta skref, að hjálpa öðrum. Yfirþyngd er stórt vandamál og margir sem þurfa á hjálp að halda. Ég er full af

hugmyndum og hlakka til að hefjast handa.“

Hlakkar til að vera áhorfandiJóhanna er orðin meðvit-

aðri um hreyfingu almennt og er skíðaíþróttin orðin nýjasta fjölskylduáhugamálið. „Þetta á ekki að snúast um öfga, þá gefst maður upp. Ég hef náð mestum

árangri með því að borða eðli-lega,“ segir Jóhanna að lokum og

hlakkar til að vera áhorfandi að næstu þáttaröð af Biggest Loser sem hefst eftir tvær vikur.

Eldri borgarar

Þjónustumiðstöðin EirhömrumFramundan janúar

námskeið í GrettissöguEins og áður hefur komið fram er fyrir-hugað námskeið í Grettissögu á vegumMenningar- og skemmtinefndar FaMos.Náist lágmarksþátttaka mun námskeiðið hefjast þriðjudaginn 13. janúar 2015 og standa yfir næstu fimm þriðjudaga kl. 17:00 – 19:00 og lýkur þá þriðjudaginn 10. febrúar.Formleg námskeiðslok felast svo í ferð á söguslóðir í Skagafirði fyrripartinn í júní.Þar sem þetta er nokkuð löng leið er gert ráð fyrir gistingu eina nótt á Sauðárkróki.Námskeiðsgjald verður kr. 8.500 á þátttakanda, en þá er reiknað með 25 þátttakendum að lágmarki. Ef ekki næst sá þátttakendafjöldi er vandséð að af námskeiðinu geti orðið.Innifalið í þátttökugjaldinu er fimm daga námskeið og leiðsögn í tvo daga umsöguslóðir Grettissögu og lítillega varðandi aðrar Húnvetningasögur og Sturlungu.

Það sem ekki er innifalið er fargjald með rútu, gisting og fæði þessa tvo daga.Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ekki seinna en fimmtudaginn 8. janúar 2015 á netfanginu [email protected], eða í síma 897 6536.

Tiffanys glervinnsla/námskeiðFyrirhugað er að halda námskeið í Tiff-anys glervinnslu ef næg þátttaka næst. Kennt yrði einu sinni í viku, dagsetning ekki alveg komin á hreint. Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við félagsstarfið í síma 586 -8014/ 698-0090 eða á [email protected]. Einnig er velkomið að koma í handverksstofuna á Eirhömrum 1. hæð hjá matsalnum og láta skrá sig. Þátttökugjaldi yrði stillt í hóf eins og alltaf.

myndlistanámskeið/leðurnámskeiðFyrirhugað er að halda myndlistanám-skeið á þessari vorönn ef næg þátttaka fæst. Leitað er nú logandi ljósi að kennara. Einnig er ætlunin að bjóða upp á leðurnámskeið ef þátttaka næst. Námskeiðið myndi byggjast upp á endurnýtingu efnis og gerðar yrðu töskur

og annað. Kennt yrði einu sinni í viku á báðum námskeiðum, dagsetningar ekki komnar á hreint. Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við félagsstarfið í síma 586 -8014/ 698-0090 eða á [email protected]. Einnig er velkomið að koma í handverksstofuna á Eirhömrum 1. hæð hjá matsalnum og láta skrá sig. Þátttöku-gjaldi yrði stillt í hóf eins og alltaf.

Opið hús/menningarkvöld hjá Famos19. janúar kl. 20:00 í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Þar mun Sigurður Hreiðar fjalla um Mosfellssveit og Mosfellsbæ fyrr og nú í máli og myndum. Að því loknu leikur Símon H. Ívarsson spænsk lög á gítarinn og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð.

- Fréttir úr bæjarlífinu6

Rafræn kosning um íþróttakarl og konuBúið er að útnefna 11 einstaklinga til íþróttakarls og konu Mosfellsbæj-ar 2014. Fjórir karlar eru tilnefndir og sjö konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar annarsstaðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa um tilnefningarnar. Kosningin fer fram á vef Mosfellbæjar www.mos.is dagana 8.-18. janúar. Velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 22. janúar kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þangað eru allir velkomnir. Á myndinni hér að ofan má sjá íþróttamenn Mosfellsbæjar 2013, þau Telmu Rut Frímannsdóttur karatekonu og Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamann.

Ráðinn lögmaður MosfellsbæjarSigurður Snædal Júlíusson hrl., LLM, hefur verið ráðinn lögmaður Mosfellsbæjar. Sigurður býr yfir víðtækri reynslu í lögmennsku og á að baki farsælan feril sem lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, Logos lögmanns-þjónustu og hjá Íslögum. Hann hefur einnig sinnt kennslu á hdl. námskeiðum, verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík og leiðbeinandi nem-enda við gerð lokaritgerða bæði við Háskólann í Reykjavík og Háskól-ann á Bifröst.

Jóhanna valin Mosfellingur ársins 2014 •Í tíunda sinn sem útnefningin fer fram

Næsta skref er að hjálpa öðrum í sömu sporum

Jóhanna tekur við viðurkenningunni úr höndum hilmars ritstJóra mosfellings

Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins

síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið:2005Sigsteinn Pálsson2006Hjalti Úrsus Árnason2007 Jóhann Ingi Guðbergsson2008Albert Rútsson2009Embla Ágústsdóttir2010 Steinþór Hróar Steinþórsson2011 Hanna Símonardóttir2012 Greta Salóme Stefánsdóttir2013 Hljómsveitin Kaleo2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd.

moSfEllInGuRÁRSInS

Verðlaunagripurinn er eftir Þóru Sigurþórsdóttur á Hvirfli og blómvöndurinn frá Gísla í Dalsgarði.

stundaskrá á bls. 10

Page 7: 1. tbl. 2015

Miðaverð: 7.400 kr. Miði eftir kl. 23.30: 2.500 kr. í forsölu / 3.000 kr. við inngang

Húsið opnar kl. 19

minni karlaminni kvenna

BorðHald Hefst kl. 20geiri í kjötBúðinni sér um HlaðBorðið

íþróttahúsinu N1 hölliNNi að varMá

laugardaginn 24. janúar 2015

Miðasala að varmá - 20 ára aldurstakmark

MatseðillSviðasulta / Grísasulta / Lifrarpylsa / Blóðmör

Hangikjöt / Saltkjöt / Sviðakjammar / Harðfiskur

Sviðasulta / Grísasulta / Hrútspungar Lundabaggi

/ Bringukollar / Hvalur / Hákarl

Heitur uppstúfur með kartöflum / Köld rófustappa

/ Rúgbrauð / Flatkökur / Síld

Heilgrillað lambalæri í villijurtakryddlegi

Kartöflugratín / Ferskt salat / Heit bernaise sósa

Björgvin Halldórs

strákarnir í kókos

rokkaBillýBandið

veislustjórigunnar á völlum

eyþór ingistefanía svavars

Borðapantanir fara fram í vallarhúsinu að Varmá

fimmtudaginn 15. janúar milli kl. 19:30 og 20:30.

Gegn framvísun aðgöngumiða.

stundaskrá á bls. 14

Page 8: 1. tbl. 2015

- Fréttir úr bæjarlífinu8

Almennarog sérstakar húsaleigubætur

VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.

Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast á mos.is/samþykktir og reglur/húsaleigubætur sérstakar.

Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2015 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mos-fellsbæjar, Þverholti 2 í síðasta lagi 16. janúar 2015.

Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar

Gufufélag Mosfellsbæjar hélt að vanda aðalfund sinn á gamlársdag í sundlauginni að Varmá.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, sem fram fóru undir traustri stjórn andlegs leiðtoga og djákna, Sigurjóns Ásbjörnsson-ar, voru þrír félagar sæmdir heiðursorðum. Handhafi forsetavalds, Guðjón Kristinsson, veitti forseta félagsins, Val Oddssyni, keðju stórmeistara fálkaorðunni með krossi. Forseti veitti á móti aðalritara stjörnu stór-krossriddara fálkaorðunnar. Þriðju orðuna afhenti forseti til formanns orðunefndar, Ólafs Sigurðssonar. Ólafur hlaut riddara-kross fálkaorðu. Þess má geta að Ólafur var skipaður í embætti formanns orðunefndar fyrr á aðlfundinum en um er að ræða nýtt embætti innan félagsins.

Bæjarstjóri verndari félagsinsAð meðtöldum forseta eru embættis-

menn félagsins fjórtán um þessar mundir og stendur ekki til að fækka þeim, þvert á móti, enda félagsmenn margir.

Að vanda virti forseti Gufufélagsins, Valur Oddsson, öll mótframboð að vettugi og situr því áfram í embætti eins og síðustu rúma tvo áratugi. Í ræðu í lok aðalfundar þakkaði forseti félagsmönnum stuðninginn í það embætti sem hann hefur sinnt af auð-mýkt en festu.

Forseti þakkaði jafnframt bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Haraldi Sverrissyni, fyrir stuðning sinn við félagið og þá virðingu sem hann sýndi því með því að taka þátt í aðalfundi en bæjarstjóri Mosfellsbæjar á hverjum tíma er um leið verndari Gufufé-lagsins. Haraldur sýndi Gufufélaginu mikla hluttekningu um mitt ár þegar krúnudjásn félagsins, sjálf Morgunblaðsklukkan, hvarf sporlaust úr gufubaðsklefanum í sundlaug-inni að Varmá. Klukkan kom í leitirnar um

síðir, forseta og félagsmönnum til mikils léttis.

Fjárhagurinn með miklum blómaFjárhagur Gufufélagsins er með miklum

blóma eins og undanfarin ár. Þó voru tekn-ar dramatískar ákvarðarnir varðandi sjóði félagsins og fjárfestingar þess eins og lesa má m.a. um í reikningum þess. Þar segir m.a. „Þegar efnahagur og stjórn Norður- Kóreu var komin í jafnvægi ákvað stjórn Gufufélagsins að róa á ný mið og flytja fjármuni yfir í gjaldmiðil sem líklegur er til að standa af sér þann óstöðugleika sem einkennir fjármálamarkaði í dag.

Fyrir valinu varð Úkraína enda nafn gjaldmiðils þeirra, hrynja, afar spennandi að glíma við. Það var eins og við manninn

mælt að þegar við vorum búnir að skipta öllu okkar fé í hrynjur þá snarféll rúblan og síðan norska krónan í kjölfarið.“

Söngmálastjóri stjórnar fjöldasöngÍ lok aðalfundar stjórnaði Guðmundur

Guðlaugsson, söngmálastjóri, fjöldasöng félagsmanna, af röggsemi.

Hefðbundnar veitingar voru á aðalfundi, harðfiskur og smjör. Auk þess var bryddað upp á þeirri nýjung að bera fram þurrkað grindhvalakjöt og saltað grindhvalakjöt vegna vaxandi tengsla Gufufélagsins við bræður okkar í Færeyjum. Mæltust veit-ingarnar afar vel fyrir.

Að aðalfundi loknum gengu félagsmenn tandurhreinir til móts við nýtt ár, fjölskyld-um sínum til mikillar gleði og ánægju.

Aðalfundur Gufufélags Mosfellsbæjar haldinn á gamlársdag •Þrír félagar heiðraðir

Heiðursorður Gufufélagsins

Verð frá kr. 9.350.000

Nýr DodgeRam 3500• Nýtt útlit og flottari

innrétting• Dísel 390 hö• Öflugur pallbíll

• Nýr og enn öflugri en áður

• Dísel 440hö• Öflugur pallbíll

Nýr Ford F350

Verð frá kr. 8.650.000

Erum byrjaðir að afhenda

Við sérpöntum allar gerðir bíla frá USA og Evrópu

Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 [email protected] - www.isband.is

Komdu til okkar og kynntu þér málið, erum að taka niður pantanir.

Opið alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15

Taize-guðsþjónusta í LágafellskirkjuTaize-guðsþjónusta fer fram í Lágafellskirkju sunnudaginn 18. janúar kl. 20. Í nær tvo áratugi hefur kirkjan haldið slíkar uppákomur að kvöldlagi og fara þær fram nokkrum sinnum yfir vetrartímann. Áhersla er lögð á einfalt form og einfaldan söng og gegnir endur-tekning sálmanna sérstöku tilbeiðslu- og íhugunar-hlutverki. Gjarnan eru fengnir til liðs þekktir tónlistarmenn, sem undirstrikar vægi tónlistarinnar í athöfninni. Að þessu sinni leikur fiðluleikarinn snjalli Hjörleifur Vals-son með kirkjukórnum. Arnhildur Valgarðsdóttir verður á orgelinu og prestur er sr. Ragnheiður Jónsdóttir.

Þetta er blaðið mitt er lausnarorðiðFjölmörg svör bárust við jólakross-gátu Mosfellings og Hvíta Riddarans sem birtist í blaðinu fyrir jólin. Rétt lausnarorð er: Þetta er blaðið mitt. Tveir heppnir vinn-ingshafar hafa verið dregnir út og fá þeir 5.000 kr. gjafabréf á Hvíta Riddarann sem staðsettur er í Háholti. Vinnings-hafarnir eru: Sigríður Magnúsdóttir, Hjarðarlandi 1 og Þórdís Torfadóttir Klapparhlíð 18. Gjafabréfin fáið þið send á næstu dögum.

Guðjón Kristinsson, Valur Oddsson og Ólafur Sigurðsson voru sæmdir heiðursorðum á gamlársdag.

Verðlaunakrossgáta

Mosfellingur og Hvíti Riddarinn bjóða upp á jólakrossgátuna 2014

vegleg verðlaun

jóla

Vegleg verðlaun í boði Hvíta RiddaransDregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá 2 heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréffrá Hvíta Riddaranum. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-17, á netfangið [email protected] eða Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ.Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 4. janúar.

Page 9: 1. tbl. 2015

HlégarðurÞriðjudaginn 13. janúar

kl. 20:00Miðaverð: 1.500 kr.

kaleo vio

BuBBi MortHens

Brynja Hlíf Hjaltadóttir lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í noregi þann 14. október s.l. Öll innkoma á tónleikana rennur í styrktarsjóð Brynju og fjölskyldu hennar. Fyrir þá sem ekki komast á tónleikana en vilja styrkja er hægt að leggja inn á reikning 315-13-301947, kt. 080464-3639.

diMMa

og Fleiri

Ágústa evakalli toMM,

Myrra rós og júlli Frændi

Page 10: 1. tbl. 2015

Nýárstónleikar og dansleikur í IðnóHljómsveitin Salon Islandus ásamt söngvurunum Hönnu Dóru Sturlu-dóttur og Davíð Ólafssyni heldur nýárstónleika í Iðnó föstudaginn 16. janúar kl. 20.00. Tónleikarnir standa fram að hléi en þá verður gólfið rutt og síðan dansað í rúman klukkutíma við þekkt lög sem allir kannast við. Boðið verður upp á freyðivínsglas á undan tónleikunum en einnig verður barinn opinn. Aðgöngumiðar fást í Iðnó og á midi.is og er miðaverð kr. 6.500.

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós10

Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrirtækjum og einstakl-ingum. Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt. Glötuð gögn er glötuð saga.

Hér til hliðar má sjá mynd sem varðveitt er á safninu:

Mikið og langt kirkjustríð var háð um gömlu kirkjuna að Mosfelli.Upphafið má rekja til bréfs sem sr. Böðvar Högnason prestur á Mosfelli skrifaði til

Kristjáns VII Danakonungs á seinni hluta 18. aldar, þar sem hann fór fram á samein-ingu kirkjusóknanna að Gufunesi og Mosfelli. Það var samþykkt með konungsbréfi árið 1774.

Hins vegar gerðist ekkert í þessum málum fyrr en árið 1884 þegar aftur var hreyft við því og biskup og landshöfðingi lögðu blessun sína yfir sameininguna. Reis upp mikil andstaða við niðurrif Mosfellskirkju í Mosfellssókn. Fremstir í flokki voru Gísli Gíslason bóndi og sýslunefndarmaður í Leirvogstungu, Þorlákur Jónsson bóndi í Varmadal á Kjalarnesi og Ólafur Magnússon bóndi á Hrísbrú. Þeir höfðu þó ekki erindi sem erfiði og í september 1888 var messað í kirkjunni í síðasta skipti og hún síðan rifin strax í kjölfarið.

Á myndinni má sjá erlenda ferðamenn sem hafa fengið gistingu í kirkjunni. Myndin er tekin árið 1883 eða fimm árum áður en kirkjan var rifin.

leyNIst fjársjóður í þíNum fórum?

Mosfellskirkja eldriÁtak eða breyttur lífsstíll?„Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá skiptir engu máli hvaða leið þú velur.“ Það felst ótrúlega mikil speki í þessari setningu úr ævintýrinu um Lísu í Undra-landi.

Mikilvægi markmiðssetning-ar er óumdeilt hvort sem um er að ræða fyrirtækjarekstur eða skipulag einstaklinga á sínum eigin lífsstíl. Það er talsvert ríkt í þjóðarsál-inni að allt þurfi að gerast strax og helst í gær. Sjálfsagt eru það leifar frá vinnu Íslendinga fyrr á tímum s.s. á vertíðum, akkorðsvinnu o.fl. í þeim dúr. Þegar kemur að heilsunni þá vill það brenna við að fólk gefist upp á því að koma sér í form eða fækka aukakílóunum. Ástæðan er sú að megrunarkúrar eða átak í hreyf-ingu eru ekki endilega ávísun á árangur til frambúðar.

Við sjáum líkamsræktarstöðvarnar yfirfyllast í september og svo aftur í janúar. Stór hluti fólks gefst ítrekað upp á því að koma sér í það form sem það óskar sér. Ástæðan er í mínum huga einföld, þetta þarf að vera partur af breytingu á lífsstíl til frambúðar en ekki

átak í ákveðinn tíma. Hver og einn þarf að setja sjálfan sig í forgang að þessu leyti, því það er okkur öllum nauðsynlegt að huga að eigin heilsu. Það tekur enginn ábyrgð á henni fyrir okkur. Setjum okkur raunhæf markmið og tökum frá tíma fyrir hreyfingu eða líkamsrækt

flesta daga vikunnar, allt árið. Hreyfing þarf ekki að vera flókin, við

hér í heilsubænum Mosfellsbæ erum svo einstaklega heppin að hafa frábæra göngu- og hjólastíga sem sjálfsagt er að nýta sér. Stóran hluta ársins er einnig hægt að nýta sér merktar gönguleiðir í næsta nágrenni bæjarins og á fellin okkar hér allt í kring. Í bænum eru líka frábærar sundlaugar og líkamsræktar-stöðvar og svo er heldur ekki langt að fara á skíði í Skálafelli eða Bláfjöllum.

Allt er þetta gott í bland og um að gera að finna sér hreyfingu við sitt hæfi og fjölbreytnin gerir þetta enn skemmti-legra. Tileinkum okkur heilbrigðan lífs-stíl á árinu 2015.

Birgir Gunnarssonforstjóri á Reykjalundi

heilsu

hornið

heilsuvin í mosfellsbæ

Nú er allt að fara í gang aftur eftir jólafrí í Bæjarleikhúsinu. Aukasýn-ingar á söngleiknum Ronja Ræn-ingjadóttir hefjast 18. janúar. Allar nánari upplýsingar og miðapantanir fara fram í síma 566-7788.

Sex vikna Leikgleði námskeið hefjast 16. janúar, en boðið verður upp á Stubbanámskeið fyrir 4-5 ára, 6-8 ára námskeið þar sem búið verður til nýtt leikverk, 9-12 ára námskeið þar sem lögð verður áhersla á brúðu- og skuggaleikhús og 13-16 ára námskeið þar sem settur verður upp söngleikurinn Litla hryllingsbúðin. Kennarar eru Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir. Allar nánari upplýsingar og skráning má finna á www.leikgledi.is

Stundaskrá þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrumeldri borgarar, janúar-maí 2015

(1) Eirhamrar Handverkstofa (2) Lágafellslaug - byrjar 12. jan (3) Leikfimisalur Eirhamrar kjallari byrjar 15. jan (4) Ganga frá aðalinngangi Eirhamra(5) Safnaðarheimilið (6) 15., 29. jan. 12., 26. feb. 12., 26. mars. 9. apríl (7) Dagsetningar ekki komnar (8) Eirhamrar kjallari kl 19:00 (9) Eirhamrar kjallari byrjar 20. jan kl. 13:00 (10) Í borðsal Eirhömrum 9., 23. jan. 6., 20. feb. 6., 20. mars. 10., 24. ap. 8., 22. mai (11) Varmá íþróttasalur byrjar 15. jan (12) Eirhamrar borðsalur byrjar 7. jan (13) Eirhamrar borðasalur 7. jan, 4. feb, 4. mars, 1. april, 6. maí (14) Varmá íþróttasalur byrjar 13. jan (15) Eirhamrar kjallari byrjar 7. jan (16) Varmá íþróttasalur ##STUNDASKRÁ ÞESSI ER BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGA

jólastund á leikskólanum HuldubergiKveikt var á englakert-inu á aðventukrans-inum á leikskólanum föstudaginn fyrir jól. Veður var milt og gott og var ákeðið að eiga þessa stund saman úti. Fallegur jólasöngur ómaði um garðinn og eftir sönginn var boðið upp á kakó með rjóma. Allir skemmtu sér vel og var notalegt að eiga slíka kærleiksstund saman rétt fyrir jólin.

Leikhúslífið aftur af stað

leikgleðin hefst 16. janúar

aukasýningar á ronju hefjast brátt

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur

11:20 Vatnsleikfimi (2) 10:00 Boccia (14) 11:20 Vatnsleikfimi (2) 10:40 Ringó (11) 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4)11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 13:00-16:00 Handverkstofa opin

með leiðbeinendum (1)Leikfimi (3)10:45 hópur 1 11:15 hópur 2

13:00-16:00 Handverkstofa opin án leiðbeinanda (1)

13:00-16:00 Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1)

13:00-16:00 Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1)

10:00 Kaffispjall með Guðjóni Eirhömrum

13:00-16:00 Handverkstofa opin með leiðbeinendum (1)

13:00-16:00 Opin Glervinnustofa/bræðsla án leiðsögn (17)

13:00 Kóræfing hjá Vorboðum (5) 12:30 Badminton (16) 13:00-16:00 Opin Glervinnustofa / Bræðsla með leiðsögn (15)

13:30 Gaman saman (6) annan hvern fimmtud.

13:00 Félagsvist annan hvern föstudag (10)

13:00 Bókbandsnámskeið (9) 13:30 Bænastund/hugvekja annan hvern miðvikudag (12)

13:30 Kíkt fyrir hornið (7)

14:30 Vöfflukaffi fyrsta miðvikudag í mánuði (13)

Laugardagur11:00 Ganga frá Eirhömrum (4)

19:00-21:30 Tréútskurðarnámskeið (8)

Page 11: 1. tbl. 2015

opið:kl. 10-18.30

alla virka daga

gleðilegt ár

Væri ekki þægilegt að eiga Rizzo pizzur í frystinum?• Fyrir barnaafmælið.

• Yfir boltanum.

• Þegar barnabörnin koma i heimsókn.

• Einfaldlega þegar fjölskylduna

vantar eitthvað gott í matinn.

Einfalt, fljótlegt, ódýrt og umfram allt gott!

Alvöru Rizzo pizzur á frábæru heildsöluverði!

Rizzo Express, Urðarholti 2, 270 Mosfellsbæ

OpnunartímiFöstudaga 17-19

Laugardagar 16-19

Pizzurnar tekur þú beint úr frystinum og hitar í bakarofninum þínum. Þær eru í hagstæðum pakkningum sem innihalda 5-20 stk.

10-15 mín

Hitið við210°

HáHolti 13-15 - sími 578 6699

ómissandi harðfiskur að vestan

súr hvað frá nafna loftssyni í hval hf.

ferskur fiskur á hverjum degi

rauðmagi, hrogn

og lifur

www.mosfellingur.is - 11

Page 12: 1. tbl. 2015

- Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós12

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stormsveitin sjá um tónlistina.

Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu.

Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 10. janúar 2015

Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 18

Þrettándinn 2015

Næg bílastæði við Þverholt

MosfellsbærBjörgunarsveitin KyndillStormsveitinLeikfélag MosfellssveitarSkátafélagið MosverjarSkólahljómsveit Mosfellsbæjar

Laus framtíðarstörf hja KFC

Við óskum eftir að ráða brosmilt og þjónustulundað afgreiðslufólk, 18 ára og eldra, í fullt starf.

Þjónusta við viðskiptavini, þrif, undirbúningur og frágangur á staðnum.

» Íslenskumælandi» Stundvísi» Geti tekið tilsögn og farið að fyrirmælum» Geta til að vinna undir álagi» Með reynslu af afgreiðslustörfum» Glaðlyndi og liðleiki í samskiptum

Starfssvio)-:

Haefniskro“fur:

Afgreio)-slufolk

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 14486

4

Starfssvio)-:

Haefniskro“fur:

Skemmtileg störf í góðu starfsumhverfi með hressu samstarfsfólki þar sem nákvæm vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Starfskjör okkar endurspegla ábyrgð og árangur í starfi.

Áhugasamir senda umsókn með mynd og meðmælumtil mannauðsstjóra KFC á netfangið [email protected]. MOSFELLSBÆ

kfc.is

Við leitum að skipulögðum og framtakssömum einstaklingum í fullt starf í vaktavinnu (2-2-3). Vinnutíminn er 10–22. Starfsreynsla úr sambærilegu umhverfi æskileg. Aðeins 22 ára og eldri koma til greina.

Vaktstjóri er umsjónarmaður á vakt og ber ábyrgð á þjónustu, gæðum, uppgjöri, undirbúningi, frágangi o.fl.

» Íslenskumælandi» Skipulags- og leiðtogahæfileikar» Rík þjónustulund og hæfni

í mannlegum samskiptum» Góð almenn tölvukunnátta» Reynsla af veitingaþjónustu æskileg

Vaktstjorar

Page 13: 1. tbl. 2015

Íþróttamaður Aftureldingar árið 2014Örn Ingi er fæddur árið 1990 og hefur æft handknattleik í 16 ár. Örn Ingi er mikill íþróttamaður, fjölhæfur leikmað-ur sem býr yfir öllum þeim hæfileikum sem prýða framúrskarandi leikmann. Örn Ingi stundar íþrótt sína af mikilli samviskusemi og er mikil og góð fyrirmynd innan sem utan vallar. Örn Ingi er gegnheill Aftureldingarmaður. Þrátt fyrir gylliboð margra félaga ákvað hann að spila með sínu uppeldisfélagi í 1. deild karla eftir fall árið á undan og var hann staðráðinn ásamt liðinu að komast beint aftur upp og spila í deild þeirra bestu. Örn Ingi var og er leiðtogi liðsins sem vann 1. deildina örugglega og átti hann frábært tímabil. Á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í vor var hann valin besti sóknarmaður og leikmaður ársins í 1. deild karla af þjálfurum og leikmönnum deildarinnar fyrir árið 2014.Árangur Aftureldingar í fyrri hluta Íslandsmóts í efstu deild hefur verið frábær og Örn Ingi þar í lykilhlutverki með félögum sínum.

Örn Ingi Bjarkason handknattleiksmaður

Akstursíþróttamaður Mosfellsbæjar 2014.Eyþór hefur stundað motocross frá 7 ára aldri og keppti fyrst 12 ára, þegar hann hafði aldur til. Í dag er Eyþór 21 árs og hefur alla tíð keppt fyrir Moto-Mos. Í vetur dvaldi Eyþór erlendis við æfingar sem skilaði sér svo sannarlega þar sem hann vann 17 af 20 mótum sumarsins og landaði Íslandsmeistara-titlum í bæði MXopen og MX2. Eyþór var kjörinn akstursíþróttamaður MSÍ 2014. Eyþór er mikill keppnismaður og flott fyrirmynd. Hann sér einnig um þjálfun.

Enduro: • 3. sæti til Íslandsmeistara

MX:• Íslandsmeistari í MX open. Það er mikið afrek þar sem hann keppti á 250cc hjóli en í þessum flokki eru leyfð mun kraftmeiri hjól og keppa flestir á 450cc hjólum.• Íslandsmeistari í MX2

Eyþór Reynisson akstursíþróttamaður

Hestaíþróttamaður Harðar 2014Reynir Örn er framúrskarandi afreks-maður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar sjö sinnum, hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði og víðar bæði hérlendis og erlendis um árabil, ásamt því að reka stórt hestabú. Hann hefur oft verið valinn í landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina .Árið 2014 var einkar farsælt keppnisár hjá Reyni:• Tilnefndur sem íþróttaknapi og knapi ársins af Landssambandi hestamanna .• Íslandsmeistari í T2 með hæstu einkunn ársins 8.58 • Feif World ranking 2014 (heimslisti), 3. sæti í T2, 7. sæti í fimmgangi, 5. sæti í 150m skeiði.• Vann 4 greinar í meistaraflokki á Reykjavíkurmeistaramóti, sem er sterkasta hestaíþróttamót Íslands, • Keppti fyrir Íslands hönd á gríðarsterku Norðurlandamóti í Herning og varð þar í 2. sæti í tölti á eftir núverandi heimsmeistara.

Reynir Örn Pálmarsson hestaíþróttamaður

Íþróttakarl ársins 2014 hjá Golfklúbbnum Kili.Kristján Þór Einarsson er 27 ára gamall kylfingur. Kristján hefur stundað golf hjá golfklúbbnum Kili frá unga aldri og náð miklum og góðum árangri. Kristján er samviskusamur og duglegur við æfingar og leggur sig ávallt allan fram.

Árangur Kristjáns Þórs í sumar verður sjaldan eða aldrei leikinn eftir. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á þremur af sjö mótum á íslensku mótaröðinni. Kristján sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni og lagði þar m.a. Birgi Leif Hafþórsson á leið sinni að titlinum. Kristján Þór varð stigameistari Golf-sambands Íslands með yfirburðum.

Það má með sanni segja að Kristján hafi borið höfuð og herðar yfir aðra íslenska kylfinga á nýliðnu ári. Kristján er góð fyrirmynd og margir ungir og efnilegir kylfingar líta upp til hans.

Kristján Þór Einarsson kylfingur

Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu

Mosfellsbæjar 2014KynnInG á ÍÞRóttAfólKInu sEM tIlnEfnt ER KosnInG fER

fRAM á www.Mos.Is ÚRslIt vERðA tIlKynnt 22. jAnÚARBæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014. Kosning fer fram á vef Mosfellbæjar www.mos.is dagana 8. - 18. janúar. velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 22. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allir velkomnir.Hér fyrir neðan er kynning á íþróttakörlum sem tilnefndir eru vegna kjörs til íþróttakarls Mosfellsbæjar 2014, og afrekum þeirra á árinu.

Page 14: 1. tbl. 2015

Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014

Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is Kosning fer fram á vef mosfellbæjar www.mos.is dagana 8. - 18. janúar. Velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 22. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Kraftlyftingakona ársins hjá Kraftlyftingafélagi mosfellsbæjar Auður Linda Sonjudóttir hefur stundað kraftlyftingar í eitt ár með frábærum árangri Hún hefur æft 4 til 5 sinnum í viku. Á sínu fyrsta móti þann 7. september var hún stigahæst allra keppenda með 315,4 Wilks stig. Þar lyfti hún 100 kg í hnébeygjum, 50 kg í bekkpressu og 100 kg í réttstöðulyftu samanlagt 250 kg,

Auður er þegar orðin ein af bestu kraftlyftingakonum Íslands og verður ánægjulegt að fylgjast með ferli hennar á komandi ári. Auður bætti sig um 25 kg í samanlögðu á Gamlársmóti Kraftlyft-ingafélags Mosfellsbæjar þegar hún lyfti 275 kg í samanlögðu í -52 kg flokki. Framtíð hennar er björt og ljóst er að hún verður í fremstu röð á Íslandsmót-inu sem fram fer í apríl

Auður Linda Sonjudóttir kraftlyftingakona

Íþróttakona Aftureldingar 2014 Zaharina byrjaði að stunda blak 12 ára gömul í Búlgaríu og hefur því stundað blak í 22 ár í Búlgaríu, Færeyjum og á Íslandi með Þrótti Nes, HK og nú Aftureldingu. Zaharina kom til liðs við blaklið Aftureldingar haustið 2011 þegar félagið steig sín fyrstu skref í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim þremur árum sem Zaharina hefur leikið með Aftur-eldingu hefur hún verið fyrirliði liðsins og einn okkar sterkasti leikmaður. Hún hefur verið stór hluti af þeirri heild sem lið Aftureldingar er og er vel liðin innan hópsins og utan hans.Zaharina hefur einnig spilað með lands-liði Íslands og hefur leikið alls 11 leiki fyrir Íslands hönd. Hún er í forvalshóp fyrir Íslenska blaklandsliðið sem tekur þátt í Smáþjóðaleikum í Reykjavík 2015.Sem einstaklingur er Zaharina metn-aðarfull og skipulögð þegar kemur að íþróttinni og í þeim verkefnum sem hún hefur tekið að sér. Zaharina átti drjúgan þátt í árangri liðsins veturinn 2013-2014 þegar liðið varð Íslands- og deildarmeistari 2014 í blaki kvenna.

Zaharina filipova filipova blakkona

Hestaíþróttakona Harðar 2014Aðalheiður er fædd árið 1989 og hefur stundað hestamennsku frá unga aldri. Hún tileinkaði sér snemma agaða og fágaða reiðmennsku. Aðalheiður er meðal fremstu knapa Harðar í unglinga- og ungmennaflokki. Hún lauk tamningamanns- og reiðkennaraprófi frá Háskólanum á Hólum. Aðalheiður var á árinu valin af dóm-urum á World ranking mótum á lista yfir þá knapa sem sýnt hafa bestu reiðmennskuna á íslenska hestinum um heim allan. Hún stundar fágaða og létta reiðmennsku, fær það besta út úr hverjum hesti og er góð fyrirmynd þegar kemur að reiðstíl og ásetu.Aðalheiður keppti í Meistaradeild VÍS með góðum árangri.Hún tók þátt í öllum mótum hjá Herði, var alltaf í úrslitum og tók einnig þátt í öllum stórmótum sem haldin voru á Íslandi árið 2014, m.a. Landsmóti hestamanna þar sem hún var með með sex hross. Framúrskarandi árangur í sýningu kynbótahrossa. Hæst dæmda litförótta hross í heiminum frá upphafi .

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hestaíþróttakona

Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014.

Skotfimikona ársins 2014Íris Eva er skotíþróttakona úr Skotfélagi Reykjavíkur. Íris setti nýtt Íslandsmet á sterku alþjóðlegu móti í Hollandi 7. febrúar 2014 með fínu skori, 409,4 stig. Íris keppti á ofangreindu móti í Hollandi og endaði þar í 9. sæti af 31 keppanda. Hún var hársbreidd frá því að komast í úrslit á sínu fyrsta stórmóti en aðeins munaði 0,1 stig á henni og þeirri sem komst í úrslitin.Hún keppti einnig á heimsmeistaramót-inu í Granada á Spáni í september og hafnaði þar í 108. sæti af 130 keppendum.Íris sigraði á öllum innlendum mótum sem hún tók þátt í á árinu og er ríkjandi Íslandsmeistari í sinni grein, loftriffli.Hún náði meistaraflokksárangri á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í á árinu en það skor miðast við Ólympíulág-markið (MQS 392,0 stig) í hennar grein.Íris er nú í lok árs númer 166 á styrk-leikalista Alþjóða skotsambandsins og númer 150 á lista Skotsambands Evrópu. Hún er fyrsta íslenska konan til að ná sæti á þessum listum frá upphafi.

Íris Eva Einarsdóttir skotfimikona

Page 15: 1. tbl. 2015

Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014

Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 22. janÚar

akstursíþróttakona mosfellsbæjar 2014Brynja Hlíf Hjaltadóttir er 16 ára gömul. Brynja Hlíf hefur stundað motocross síðan hún var 11 ára og alla tíð hjá MotoMos.

Enduro: • Járnkonan á Klaustri: 1. sæti• 1. og 2. umferð Íslandsmótsins: 1. sæti • 3. og 4. umferð Íslandsmótsins: 3. sæti

Mx:• 1. umferð: 1. sæti• 2. umferð: 3. sæti• 3. umferð: 2. sæti Eftir gott gengi sumarið 2013 ákvað Brynja Hlíf að setja allt í 4. gír og æfði 2-3 sinnum á dag alla daga ársins sem skilaði sér svo sannarlega þar sem hún vann sitt fyrsta Íslandsmót í flokki full-orðinna í sumar. Í lok sumarsins komst hún inn í Motocross skóla í Noregi og æfði þar í 3 mánuði við bestu aðstæður. Brynja Hlíf er keppnismanneskja út í gegn og mjög góð fyrirmynd bæði í keppni og utan brautar.

Brynja Hlíf Hjaltadóttir akstursíþróttakona

Íþróttakona ársins hjá golfklúbbnum Kili 2014Heiða Guðnadóttir er 26 ára gömul og hefur stundað golf frá barnsaldri en gekk til liðs við golfklúbbinn Kjöl árið 2009.

Heiða er mikil og góð fyrirmynd innan vallar sem utan. Heiða er dugleg við æfingar, samviskusöm og metnaðar-gjarn kylfingur. Hún á eflaust eftir að uppskera mikið, en síðastliðið sumar náði hún m.a. í undanúrslit á íslands-mótinu í holukeppni, ásamt því að vera mikilvægur hlekkur í sveit Kjalar sem endaði í 3. sæti í sveitakeppni GSÍ 1. deild.

Heiða á mikinn þátt í aukinni þátttöku stúlkna í golfi í Mosfellsbæ og ber að þakka henni fyrir það.

Heiða guðnadóttir kylfingur

Hér fyrir neðan er kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til íþróttakonu mosfellsbæjar 2014, og afrekum þeirra á árinu.

skautaíþróttakona ársins 2014Þuríður Björg er 17 ára Mosfellingur sem æfir hjá Skautafélaginu Björninn (listskautadeild). Þuríður Björg er í úrvalshópi Íslands 2014-2015 hjá ÍSS (Skautasambandi Íslands) eftir glæsta frammistöðu á Haustmóti ÍSS. Þar hreppti Þuríður 1. sæti og 3. sæti á bikar- og Íslandsmóti ÍSS.

Hún keppir fyrir hönd Íslands í þriðja sinn á Norðurlandamóti 2015 sem fer fram í Stavanger í Noregi í febrúar. Þuríður hefur sýnt og sannað sig sem afreksefni til nokkurra ára og hefur skipað efstu sæti á mótum Skautasam-bands Íslands (ÍSS) frá því að hún hóf að keppa á skautum 8 ára gömul og keppt á alþjóðlegum mótum erlendis bæði fyrir ÍSS og ÍBR.

Þuríður Björg Björgvinsdóttir skautaíþróttakona

Page 16: 1. tbl. 2015

Mannvit er eitt stærsta fyrirtæki landsins en hjá fyrirtækinu starfa 350 manns, reyndir verk-

fræðingar og tæknimenntað fólk með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verk-fræðiþjónustu.

Forstjóri þess, Eyjólfur Árni Rafnsson, hefur hlotið þann heiður að vera kosinn maður ársins í íslensku atvinnulífi fyrir árangur við að virkja íslenskt hugvit í þágu atvinnulífsins, nýsköpun, athafna- og útsjónarsemi og fagmennsku í rekstri sem gert hefur Mannvit að framúrskar-andi fyrirtæki.

„Ég er fæddur 21. apríl 1957 að Mosum við Kirkjubæjarklaustur. Foreldrar mínir, Halldóra og Rafn, bjuggu lengst af í Heið-arseli sem var síðasti bær í byggð á leið þeirra sem voru að fara inn að Lakagígum. Við bjuggum einnig að Holti á Síðu þar sem foreldrar mínir voru með sauðfjárbúskap.

Ég á fjögur systkini, Jón, Sigrúnu, Björn Inga og Önnu. Við systkinin lékum okkur saman því ekki var öðrum börnum til að dreifa nema þá á sumrin þegar börn komu í sveit, yfirleitt einhver nákomin skyld-menni.“

Tóku dekkin undan barnavagninum„Við bræður dunduðum okkur við ýmsa

hluti, þar á meðal að smíða kassabíla. Ein-hverju sinni brá svo við að okkur vantaði dekk undir einn bílinn og þá voru góð ráð dýr. Við redduðum okkur með því að taka dekkin undan barnavagni foreldra okkar. Það kom sérkennilegur svipur á móður okkar næst þegar hún ætlaði að nota vagn-inn sem stóð dekkjalaus fyrir utan húsið.

Við systkinin vorum nokkuð uppátækja-söm og okkur leiddist aldrei, enda ekki kynnst því að eiga heima í þéttbýli með öllum þeim tækifærum sem þar gáfust.“

Lögðum net í vötn með afa„Það voru farnar ferðir á

hestum um heiðarnar um leið og við gátum setið hest. Í Heið-arseli bjuggu einnig móðuramma okkar og afi. Nálægðin við fólk á öllum aldri var því skóli út af fyrir sig ekki síður en nálægðin við náttúruna og fjöllin. Við veiddum á stöng í á sem var við bæinn og lögðum net í vötn með afa.

Á meðal margra minninga er auðvitað það skylduverk okkar á sumrin að sækja kýrnar í haga síðdegis, við vorum sem sagt kúasmalar allt sumarið.“

Hóf störf hjá Hönnun hf.„Ég gekk í Kirkjubæjarskóla og lauk

landsprófi 1973. Leiðin lá síðan í Iðnskól-ann í Reykjavík og ég útskrifast 1976 úr húsasmíði. Tækniskóli Íslands varð síðan fyrir valinu en ég lauk byggingatæknifræði þaðan vorið 1984.

Ég vann á sumrin á náms-árunum fyrir verktakafyrir-tæki Gunnars I. Birgissonar, Gunnar og Guðmund sf. en

eftir útskrift hóf ég störf hjá Hönnun hf verkfræðistofu.“

Eyjólfur er giftur Egilínu S. Guðgeirsdótt-ur sem ávallt er kölluð Lína. Hún starfar hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Þau eiga fjóra syni, Rúnar Þór, Rafn, Reyni Inga og Róbert, tengdadætur og sjö barnabörn.

Doktorspróf í verkfræði„Árið 1986 fór ég í nám til Bandaríkjanna

í University of Missouri Rolla. Ég fór fyrst einn út en Lína kom svo með strákana okkar þrjá nokkrum mánuðum seinna. Fjölskyldan var of stór til að fá inni í stúd-entagarði þannig að við leigðum okkur hús í bænum. Það var talsvert átak að fara í nám með þetta stóran hóp, ég tala nú ekki um til Bandaríkjanna. Það hjálpaði hinsvegar

mjög að ég fékk afar stóran styrk frá Rotary hreyfingunni sem kom okkur vel af stað.

Ég útskrifaðist árið 1991 með doktors-prófi í byggingarverkfræði, með sérhæfingu í sveiflufræði í jarðvegi.“

Vann ýmis verkfræðistörf„Eftir heimkomu hóf ég aftur störf hjá

Hönnun og vann við ýmis verkfræðistörf, var meðal annars staðarverkfræðingur fyrir Landsvirkjun, stýrði mati á umhverf-isáhrifum við undirbúning flestra stærri framkvæmda á árunum 1993-2002, vann einnig ýmis verkefni fyrir Vegagerðina og mörg sveitarfélög.

Árið 2003 varð ég forstjóri Hönnunar, síðar Mannvits, en Mannvit verkfræðistofan var stofnuð 2008 við sameiningu Hönnunar, VGK og Rafhönnunar. Við leggjum áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu. Þjón-ustunni er skipt í þrjá kjarna, orku, iðnað og mannvirki.

Ég ætla að láta af forstjórastarfinu núna í janúar 2015 og snúa mér að markaðsmálum fyrir fyrirtækið.“

Hefur komið víða við„Með verkfræðistörfunum sinnti ég fram-

an af kennslu við Háskóla Íslands en einnig hef ég haft þá áráttu að vera að skipta mér af ýmsum hlutum sem hefur leitt til þess að ég var formaður stjórnar Orkustofnunar, sat

í skipulags- og byggingarnefnd Mosfells-bæjar, varamaður í háskólaráði Háskóla Íslands og í stjórn skólans.

Í stjórn Landmælinga Íslands, formaður stjórnar Kjördæmissambands Framskókn-arflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í stjórn Viðskiptaráðs, Samtaka iðnaðarins og svo starfaði ég að félagsmálum fyrir frjáls-íþróttadeild UMFA hér á árum áður svo maður hefur komið víða við.“

Förum reglulega í hestaferðir„Lína mín hefur afborið mig í 39 ár sem

er afrek,“ segir Eyjólfur brosandi. Við eigum mörg sameiginleg áhugamál, silungs- og laxveiðar og svo eigum við hesta og okkur finnst ekkert skemmtilegra en að vera á hestbaki með góðum vinum.

Við erum í gönguhóp sem kallar sig Krummafætur. Hann telur 24 einstaklinga og höfum við gengið um landið þvert og endilangt frá því sumarið 1999 og þar af sex sinnum um Hornstrandir.

Ég tek líka oft lagið með vinum mínum í tríói sem er nefnt Kóngsbakkatríóið, og höfum við meira að segja gefið út einn geisladisk okkur til gamans og öðrum til undrunar.“

Endalaus verkefni sem veita ánægju„Við fjölskyldan eigum sumarhús við

Breiðafjörð, á Innri Kóngsbakka í Helga-fellssveit, sem stöðugt er verið að sinna. Endalaus verkefni sem veita ánægju, en svo koma auðvitað letistundir inn á milli.

Ein hringferð á ári hefur verið nánast regla um margra ára skeið. Ég segi nú oft, bæði í gríni og alvöru, að ég verkfræðingurinn sem hef beint og óbeint tekið þátt í mörgum stærri virkjanaverkefnum landsins þekki landið mitt betur og hef meiri tilfinningu fyr-ir því heldur en margir þeirra sem eru á móti öllum framkvæmdum og vilja ekkert gera til að bæta lífsgæðin í þessu landi. Margir þeirra mættu kynna sér landið betur.“

MOSFELLINGURINNEftir Ruth Örnólfsdóttur

[email protected]

Aftari röð: Andri Dagur, Rúnar Þór, Egill Ari, Hulda, Eyjólfur Árni, Lína, Rebekka, Reynir og Rafn. Fremri röð: Aron Máni, Róbert, Ólafur Árni og Sara Katrín. Á myndina vantar Debbý, Amelíu Laufey og Jasmín Bellu.

- Mosfellingurinn Eyjólfur Árni Rafnsson16Myndir: Raggi Óla og úr einkasafni.

Verkfræði byggist á mannviti og þekkingu

Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits stjórnar einu stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni

Við leggjum áherslu á trausta og faglega ráðgjöf

sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu.

HIN HLIÐINBesti drykkurinn? Köld mjólk.

Tvö orð sem lýsa þér best?Vinnufíkill, vinamargur.

Fallegasti staður í Mosfellsbæ?Varmá frá upptökum til sjávar.

Áttu þér óuppfylltan draum?Já, að fara til norður Noregs og hjóla suður til Oslóar.

Uppáhaldsfylgihlutur? Farsíminn minn.

Hvaða freistingu stenst þú ekki?Brúntertu og kalda mjólk.

Best fyrir líkama og sál?Að slaka á með fjölskyldunni.

Hver kom þér síðast á óvart og hvern-ig? Fríða Rún, lítil stúlka sem er ættuð úr Mosfellsbæ en býr í Kaupmannahöfn. Hún ákvað að kalla mig afa sinn þegar við hjónin vorum í heimsókn hjá Reyni Inga syni okkar og hans fjölskyldu. En Lína var ekki amma en hún var hinsvegar konan hans afa.

Með æskuvinunuM

í hestaferð á snæfjallaströnd

Page 17: 1. tbl. 2015

Myndir: Raggi Óla og úr einkasafni.

Með æskuvinunuM

í hestaferð á snæfjallaströnd

í Guðríðarkirkju sunnudaginn 11. janúar 2015, kl . 16.00.

H R A U S T I R M E N N

Einsöngur: Bjarni ArasonJóhannes Freyr BaldurssonÓlafur M. MagnússonSigurður Hansson

Stjórnandi:Örlygur Atl i GuðmundssonHljóðfæraleikarar:Jón RafnssonKarl Olgeirsson

Miðasala í forsölu og á [email protected] kr. 3.000-, við innganginn kr. 3.500-

Bjarni Arason

Page 18: 1. tbl. 2015

- Íþróttir18

SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar

Lesum!Í Aðalnámskrá grunnskóla er tekið fram að starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar myndi skólasamfélag í hverj-um skóla og að mikilvægt sé að þessir hópar vinni saman að mótun þess sam-félags. Þar er litið á menntun nemenda sem sameiginlegt og samábyrgt verkefni heimila og skóla.

Í nútíma þjóðfélagi skiptir gott vald á læsi sköpum fyrir lífsgæði hvers og eins, enda er læsi grunnur að námi og menntun. Því er grundvallaratriði að lögð sé rækt við læsi á heimilum og á öllum stigum menntakerfisins.

Á undanförnum áratugum hefur kom-ið fram verulega aukin þekking á læsi. Fræðimenn hafa fundið að sá stuðning-ur, reynsla og samskipti sem barn finnur í fjölskyldu sinni, hefur mikil áhrif á læs-isnám þess. Jafnframt skiptir sögulestur, reynsla barnsins af öðru prentuðu máli, áhugi og viðhorf sem það skynjar inn-an fjölskyldunnar, miklu máli og hefur

áhrif á nám þess. Ekki dugar að vinna með læsi einangrað í skólum án tengsla við aðra kima samfélagsins. Með því að foreldrar leiti markvisst leiða til að nýta læsi við mismunandi aðstæður eru lík-ur á að börn öðlist betri færni í að skilja ólíkan texta og sjái hagnýtt gildi læsis í daglegu lífi.

Í upphafi árs er gott að setja sér mark-mið og getur fjölskyldan sameinast t.d. um að lesa eina bók á mánuði annað hvort saman eða hver sína bók og sagt svo hvert öðru frá. Heimsækjum bóka-safnið, skiptumst á bókum við vini og ættingja, lesum fyrir hvort annað, fyr-ir gæludýrin, fyrir ömmu og afa. Full-orðnir þurfa að sýna frumkvæði að því að auka lestur inni á heimilum og vera fyrirmyndir, því lestrarnám barnanna okkar byggist á samvinnu heimilis og skóla. Munum að börn læra það sem fyrir þeim er haft.Áhugaverður tengill: http://lesvefurinn.hi.is

Skóla

hornið

Knattspyrnudeild Aftureldingar og Papco hafa framlengt og bætt í þann samning sem fyrir var. Papco verður því einn af helstu styrktaraðilum knattspyrnudeildar næstu 5 árin og með merkingar á nýjum búningum meistaraflokkana sem styttist í að komi til landsins.

Það hefur verið farsælt samstarf á milli Papco og Aftureldingar og hafa rauð-klæddir knattspyrnuiðkendur sést víða í bænum að selja wc pappír og aðrar vörur frá Papco, og mun það að sjálfsögðu halda áfram.

Á myndinni má sjá Óla Val fyrir hönd knattspyrnudeildar og Alexander Kárason fyrir hönd Papco handsala samninginn.

Kristján Helgi Carrasco og Telma Rut Frímannsdóttir voru á dögunum valin karatemaður og karatekona ársins 2014. Kristján hlýtur titilinn fimmta árið í röð og Telma í annað sinn.

Kristján og telma

Yfirburðir í karate

Landslið karla í handbolta skipað leik-mönnum yngri en 21 árs leikur í undan-keppni HM um næstu helgi í Strandgötu í Hafnarfirði. Leiknir verða þrír leikir og það lið sem sigrar riðilinn fer á HM U-21 í Bras-ilíu í sumar.

Afturelding er stolt af því að eiga sex leik-menn í þessu liði sem er einstakt og mjög ánægjulegt fyrir handboltabæinn Mosfells-bæ. Leikmennirnir sem um ræðir eru Böðv-ar Páll Ásgeirsson skytta og varnartröll, Elvar Ásgeirsson leikstjórnandi og skytta, Kristinn Elísberg Bjarkason hornamaður og hraðaupphlaups-snillingur, Gunnar M. Þórsson hornamaður og varnarrefur, Birkir Benediktsson stórskytta og Sölvi Ólafsson markvörður.

Leikirnir eru á eftirfarandi tíma:Föstudagur 9. jan: Ísl-Litháen kl. 18:00Laugardagur 10. jan: Ísl-Noregur kl. 14:00Sunnudagur 11. jan : Ísl-Eistland kl. 16:00

Strákarnir eru að selja miða (helgar-passa) á þetta mót og kostar miði sem gildir fyrir tvo á alla leiki mótsins 5.000 kr.

Þetta verður hörku keppni og stórvið-burður í handboltanum og eru Mosfell-ingar og aðrir handboltaunnendur hvattir til að mæta og hvetja íslenska liðið í þessu móti.

knattspyrnudeild semur við Papco til næstu fimm ára

Það var frábær stemning í lyftingasal Eld-ingar á Gamlársmóti Kraftlyftingafélags Mosfellsbæjar. 14 keppendur mættu til leiks, 5 stelpur og 9 karlar, keppt var bæði í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum.

Árni Jakobson keppti bæði í ólymp-ískum og kraftlyftingum, hann er bara 13 ára og sýndi frábær tilþrif. Björn Bjarnar-son keppti í öldungaflokki 70 ára og eldri. Hann lyfti 135 kg í réttstöðulyftu. Auður Sonjudóttir var stigahæsti keppendinn en hún keppir í -52 kg flokki. Hún lyfti 110 kg í hnébeygju, 55 kg í bekkpressu og 110 kg í réttstöðulyftu, samtals 275 kg.

4 vikna námskeið í kraftlyftingum hefst 12. janúar í kraftlyftingasal Eldingar.

Hjalti Úrsus Árnason, Auðunn Jónsson

og Grétar Hrafnson landsliðsþjálfari eru leiðbeinendur, nánari upplýsingar [email protected].

Mömmutímar: þriðjudaga og fimmtudaga kl 13:00-14:00Þjálfun eftir fæðingu barns

Skvísupúl: þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:15-21:15Fjölbreytt líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri

Kennt í Eldingu líkamsrækt, Varmá.

Skráningar og fyrirspurnir í síma: 661-8020 eða [email protected]

www.fullfrisk.com

Þjálfun eftir fæðingu og skvísupúl

NÝ 6 vikna námskeið að hefjast 13. janúar

Gamlársmót Kraftlyftingafélagsins

Sex leikmenn í u-21 liðinu

böðvar páll

björn bjarnarson í öldungafloKKiauður

Page 19: 1. tbl. 2015

skóla

hornið

www.mosfellingur.is - 19

ROPE ACTION ÁTAKSNÁMSKEIÐ !!! 4.vikur – 15.000kr 12.vikur – 39.900kr

NÁMSKEIÐ BYRJA 12. JANÚAR SKRÁNING HAFIN

LÍNU - SALSA DANSNÁMSKEIÐ BYRJA MÁNUDAGINN 12. JAN KL 19:00 OG ZUMBA

KL 20:00 UNDIR STJÓRN ÓLA GEIRS.

Skráning hafin hjá Siggu Dóru í síma 692-3062 og á

[email protected] Sigga Dóra FÍA einkaþjálfariRope Yoga ÞjálfariLífstílsráðgjafiNLP ráðgjafi

Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. 9:00 9:00 9:00

10:15 10:15 10:15 15:15 15:15 15:15 16:30 16:30 16:30 17:30 17:30 17:30

Knattspyrnudeild semur við

Page 20: 1. tbl. 2015

- Völvuspá 201520

Dettum réttÉg fór á jiu jitsu æfingu í byrjun

desember í hinum magnaða bar-dagasal Aftureldingar að Varmá. Við vorum með gestakennara, landsliðs-þjálfara Íslands í júdó, Axel Inga Jóns-son. Hann kenndi okkur júdógrip og köst og mikilvægast af öllu, hvernig maður á að detta. Axel kenndi okkur mjög einfalda aðferð, eitthvað sem allir geta lært.

Ég setti þessa einföldu aðferð strax inn í morgunrútínuna mína

og hef æft þetta í örfáar mínútur á dag síðan. Ég hef oft velt fyrir mér af hverju þetta er ekki kennt í öllum barnaskólum, að detta. Það gæti ver-ið fastur póstur í leikfimitímum. Það kann enginn að detta í dag og það er synd. Það eru nefnilega ekki bara gamlar konur á sleipum skóm sem fljúga á hausinn og brjóta bein. Fólk á öllum aldri dettur í alls konar að-stæðum, oft með slæmum afleiðing-um fyrir það sjálft og samfélagið. Ég væri til í að sjá rannsókn á því hvað það kostar samfélagið að fólk detti án þess að kunna að lenda. Ég held að sá kostnaður sé miklu hærri en menn gera sér grein fyrir.

Ég sannfærðist svo endanlega um mikilvægi þess að kunna að

lenda í síðustu viku þegar ég snemma morguns fór út úr húsi á leið í vinnu. Tröppurnar voru lúmsk hálar og ég hreinlega tókst á loft. Ótrúlega skrýtin tilfinning og tíminn stoppaði einhvern veginn. Ég hugsaði á meðan ég var í loftinu, „sæll, ég er að fara að dúndra hnakkanum í tröppurnar“. Og það var ekkert sérlega spennandi tilhugsun að rotast á grjóthörðum tröppunum. En æfingarnar skiluðu sér, ég notaði ósjálfrátt tæknina frá júdóþjálfaranum og náði að lenda mjúklega. Ósjálfrátt. Ótrúlega góð tilfinn-ing að vera kominn með þetta inn í kerfið og fallæf-ingar verða áfram hluti af minni dag-legu rútínu. Kunn-áttan er mikilvæg, en æfingin mikil-vægari. Dettum rétt, lifum heil!

Heilsumolar Gaua

Guðjó[email protected]

586 8080

selja...

www.fastmos.is

Sími: 586 8080

Blaðamaður Mosfellings mælti sér mót við völvu á kaffihúsinu í Álafosskvos. Hún hafði eitt og annað að segja um árið framundan hjá Mosfellingum. Hún segir að allar völvuspár einkennist bæði af því góða og því slæma, og að hver og einn muni túlka það eins og hann vill. Hún segir jafnframt að spáin sé til gamans gerð, en það sé þó heilmikið að marka hana.

Völvan skynjar strax klofning hjá bæjarbúum varðandi Þrettándagleð-

ina. Fólk hefur sterkar skoðanir og bærinn skiptist í fylkingar.

Völvan sér eitthvað stórt gerast í íþróttahúsinu að Varmá og mikinn

samhug og gleði í bænum í kjölfarið.

Það verður mikið fjaðrafok út af nýjum starfslokasamningi sem

gerður verður á vegum bæjarins. Upphæðin hleypur á tugum milljóna.

Völvan sér fyrir miklar breytingar varðandi flugvöllinn í Leirvogstungu,

stækkun eða jafnvel innanlandsflug.

Loksins á Helgafellshverfið eftir að rísa. Mikil samkeppni um húsnæði í

hverfinu. Mosó verður vinsæll sem aldrei fyrr til búsetu.

Dalbúar rísa upp á afturlappirnar og mótmæla umdeildum ákvörðunum

sem skerða lífsgæði í Mosfellsdal. Allt virðist þó falla í ljúfa löð að lokum.

Hljómsveitin Kaleo á eftir að springa út á árinu. Túrar um heiminn og

hljómsveitin Vio hitar upp fyrir þá og mér sýnist ljósmyndari tengdur bænum einnig túra með þeim.

Fiskbúðin MOS fer í útrás á árinu og verður líkt við fiskbúðina frægu Pike

Place í Seattle.

Völvan sér Mosfellsbæ senda mjög öflugt lið í Útsvarið þetta árið. Liðið

er nálægt úrslitaviðureign og vekur athygli fyrir vaska og skemmtilega framkomu.

Það verður mikill órói í kringum bæjarpólitíkina með ófyrirsjáanleg-

um afleiðingum. Það kemur ýmislegt í ljós sem engan hefði órað fyrir.

Bygging fjölnota íþróttahúss verður sett á ís. Völvan sér enga peninga né

fjárfesta í spilunum.

Það verða einhver leiðindi í kringum Kvennahlaupið, einhver bylta sem

endar með kæru.

Völvan sér að meðlimur úr hljóm-sveit úr Mosó eigi í vændum glæstan

sólaferil sem á eftir að verða farsæll.

Fasteignasala Mosfellsbæjar á eftir að gera það gott á árinu þar sem

Mosfellsbær verður einhverskonar trend og margir þjóðþekktir íslendingar keppast um að kaupa sér húsnæði í bænum. Íbúafjöldi Mosfellsbæjar nær 10.000.

Þorrablótið verður það fjölmennasta hingað til en mikil ölvun setur blett á

annars glæsilegt kvöld.

Þekktur Mosfellingur mun koma út úr skápnum öllum að óvörum.

Ólafur Ragnar og Dorrit munu flytja í Mosfellsbæ á árinu. Þau munu gera

sig gildandi menningarlífi Mosfellinga og meðal annars mæta á bókmenntahlað-borð í Bókasafninu.

Hlégarður á eftir að fyllast af lífi. Mikil og fjölbreytt menningarstarf-

semi á eftir að blómstra þar. Sveitaböllin eins og þau voru í gamla daga eiga eftir að ná athygli á landsvísu og verða vinsæl sem aldrei fyrr.

Leikfélag Mosfellssveitar fær tilboð erlendis frá um að setja upp leikritið

um Ronju Ræningadóttur.

Stjórnmálaöfl sem hafa átt erfitt uppdráttar í bæjarpólítíkinni

sameinast og fá öflugan forystumann sem loks fær þau völd sem hann hefur lengi sóst eftir.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar á eftir að dafna og verða með þeim stærri á

landinu og mjög fljótlega mun klúbburinn eignast sinn fyrsta meistara sem jafnvel á eftir að spila talsvert á erlendri grundu.

Fyrstu umferðarljósin verða tekin í notkun í Mosfellsbæ sem áður hefur

einungis verið þekktur fyrir hringtorg.

Annað íþróttafélag sprettur upp í bæjarfélaginu og veldur miklum

titringi, einkum í boltaíþróttum.

Líf færist í gamla Kaupfélagshúsið. Jafnvel nær þar fótfestu nýr skyndi-

bitastaður, kjötbúð eða eitthvað í þeim geira.

Skátar kætast á árinu með loforðum um nýtt og glæsilegt félagsheimili.

Einn kóranna í Mosfellsbæ mun syngja sitt síðasta á árinu.

Völvan sér sól í kortunum á bæjarhá-tíðinni Í túninu heima eftir storma-

samar hátíðir síðustu ár.

VölVa Mosfellings 2015

völvan sér ýmislegt gerast í mosfellsbæ á árinu

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

Page 21: 1. tbl. 2015

Rósirnar heilsurækt VOR 2015

Stundatafla:

Nýársávarp bæjarstjóra - 21

Myn

d/Ra

ggiÓ

la

FÍT

ON

/ S

ÍA

Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem hentar þér í næstu verslun.

WWW.PAPCO.IS

FIÐURMJÚK FÍFA

33ja laga

Styrktaræfingar í VeggsportZumba® í LagafellslaugZumba® í Lagafellslaug

18.000

Með kærleikskveðjuElísa Berglind

https://www.facebook.com/rosirnarhttp://elsaberglind123.zumba.com

Stundatafla:• Mánudagar kl. 17:00 18:00 Styrktaræfingar í Veggsport• Þriðjudagar kl. 18:00 19:00 Aqua Zumba® í Lagafellslaug• Fimmtudagar kl. 18:00 19:00 Aqua Zumba® í Lagafellslaug

Verð:• Kr. 43.500 fyrir janúar maí• 10 skipta (12 vikna) klippikort kr. 18.000• 20% öryrkjaafsláttur

Þú finnur okkur á:• Facebook: https://www.facebook.com/rosirnar• Zumba®: http://elsaberglind123.zumba.com

Sendu póst á [email protected] eða hafðu samband í síma 891-6901 til að skrá þig eða fá frekari upplýsingar!

Kæru Mosfellingar!Um áramót er hollt og gott að líta yfir farinn veg, rifja upp og meta hvernig liðið ár hefur skilað okkur fram á veginn.

Fyrir okkur Mosfellinga hefur árið 2014 á margan hátt verið árangursríkt og gott. Mikil uppbygging hefur verið í sveitarfélaginu á árinu og reksturinn gengið vel. Almennt má segja að uppgangur sé í íslensku efnahagslífi og hagur lands-manna almennt að batna eftir erfið ár í kjölfar bankahrunsins.

Nýtt íþróttahús tekið í notkunÍ haust var tekið í notkun nýtt og glæsilegt íþróttahús að Varmá. Húsið hýsir

glæsilega og fyrsta flokks aðstöðu fyrir fimleika og segja má að nú sé langþráður draumur fimleikadeildar Aftureldingar orðinn að veruleika enda hefur iðkend-um fimleika hjá félaginu fjölgað til muna með tilkomu þessarar nýju aðstöðu. Auk fimleikasalar er í húsinu ný og fullkomin aðstaða fyrir bardagaíþróttir. Tilkoma þessa húss verður mikil lyftistöng fyrir fimleika- og bardagaíþróttir í bænum en einnig aðrar íþróttagreinar því það mun skapast meira rými í þeim þremur íþróttasölum sem fyrir eru að Varmá.

Skólamál í öndvegiÞó að Mosfellsbær eigi sér langa og merka sögu þá er bæjarfélagið „ungt“ í

þeim skilningi að hér býr fjölskyldfólk með mikið af börnum og því meðalaldur bæjarbúa lágur. Fjölskyldufólk sækir í að búa í Mosfellsbæ. Fræðslumálin eru því okkar mikilvægasti málaflokkur og í hann fer rúmlega helmingur af skatt-tekjum bæjarins. Snemma á árinu 2014 samþykkti bæjarstjórn stefnumótun um uppbyggingu skólamannvirkja í bæjarfélaginu og hefur verið unnið markvisst samkvæmt henni síðan. Í haust hóf göngu sína í nýju húsnæði í Höfðabergi skóli fyir fimm og sex ára börn og næsta haust verða þar einnig sjö ára börn. Skólinn er rekinn sem útibú frá Lágafellsskóla og munu húsnæðismál þar breytast til batnaðar með þessu nýja fyrirkomulagi. Á árinu varð Leirvogstunguskóli sjálf-stæður skóli en hann hefur fram til þessa verið rekinn sem útibú frá leikskólan-um Reykjakoti. Er þetta til marks um þá uppbyggingu sem verið hefur í Leirvog-stunguhverfinu síðustu misserin.

Af öðrum framkvæmdum má nefna að á að á árinu 2014 var tekinn í notkun nýr og glæsilegur Tunguvegur sem er mikil samgöngubót hér í bæjarfélaginu. Nýr samgönguhjólastígur var gerður í gegnum miðbæinn okkar og eru hjólreiðar nú orðinn raunhæfur samgöngumáti okkar Mosfellinga við höfuðborgina.

Kjarabætur í fjárhagsáætlunLaunahækkanir starfsmanna eru fyrirferðamiklar í fjárhagsáætlun fyrir nýhaf-

ið ár enda hefur verið samið við flesta hópa á liðnu ári. Starfsfólk sveitarfélaga hefur setið eftir í launahækkunum á síðustu árum og er vel að því komið að fá kjör sín bætt. Þrátt fyrir þessa hækkun á launakostnaði tókst að koma að nýjung-um sem koma sér vel fyrir fjölskyldur í Mosfellsbæ.

Í fjárhagsáætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir óbreyttum leikskólagjöldum og hækkun á frístundaávísun um 10%. Auk þess var samþykkt að koma á systkina-tengingu sem niðurgreiðir enn frekar frístundir hjá barnmörgum fjölskyldum. Einnig var samþykkt að hækka niðurgreiðslur vegna dvalar í sjálfstætt reknum leikskólum.

Bæjarstjórn samþykkti að tekjuviðmið tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega til útreiknings á afslætti fasteignagjalda verði breytt. Breytingin felur í sér rýmkun á tekjuviðmiðum þannig að fleiri úr þeim hópi njóti afsláttar af fasteignagjöldum. Þetta eru allt kjarabætur til Mosfellinga sem er ánægjulegt að hafi getað orðið að veruleika.

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru hvað varðar það sem gerst hefur í Mosfellsbæ á síðastliðnu ári. Fyrir mig persónulega hefur árið 2014 einnig verið gott. Kosið var til sveitarstjórna og fékk Sjálfstæðisflokkurinn afar góða kosningu hér í Mosfellsbæ, hélt hreinum meirihluta og þar með áframhaldandi sterkt umboð til að vinna að góðum verkum fyrir samfélagið okkar hér í Mosfellsbæ.

Framtíðin er björt í Mosfellsbæ og með gildin okkar góðu VIRÐINGU – FRAMSÆKNI – JÁKVÆÐNI og UM-HYGGJU að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir. Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf, samskipti, vináttu og stuðning á árinu 2014 og megi nýrunnið ár vera okkur gæfuríkt og gleðilegt.

Haraldur Sverrissonbæjarstjóri

Um áramót

Nýarskveðjabæjarstjóra

Page 22: 1. tbl. 2015

Þjónusta við mosfellinga

- Aðsendar greinar22

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan

Líkami og sálÞverholti 11 - s. 566 6307www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Þverholti 3 - Sími: 566-6612

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

Útvega allt jarðefni

Vörubíll Þ.b. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Hlín Blómahús • Kjarnanum • Mosfellsbæ • Þverholt 2 • Sími: 566 8700Finndu okkur á facebook.com Blómabúðin Hlín

Bestu kveðjurSonja Riedmann sjúkraþjálfari

Sjúkraþjálfun MosfellsbæjarSkeljatanga 20 5668520

SjúkraþjálfunMosfellsbæjarSkeljatanga 20s. 566 8520

Gleðilegt ár Við höfum boðið upp á ráðgjöf og námsskeið

um bætta heilsu og breyttan lífsstíl, næsta námskeið hefst mánud. 12. janúar kl. 18.

Gleðilegt heilsuár kæru Mosfellingar! Nú er komið að þeim tímapunkti að við horfum til enn frekari uppbygging-ar í okkar heilsueflandi samfélagi m.t.t. bættrar heilsu og lífsgæða íbúa. Eins og allir vita horfðum við sérstaklega til næringar og mataræðis á síðasta ári og munum gera áfram en nú bætist hreyf-ing og útivist við og er gerð aðgerða-áætlunar á lokametrunum.

Aukum hreyfingu, eflum styrk og þolStærsta markmiðið er að sjálfsögðu að auka

hreyfingu og efla styrk og þol íbúa á öllum aldri til að sporna m.a. við kyrrsetu sem hefur farið stigvaxandi um heim allan á undanförnum árum og áratugum. Þetta gerum við best með því að auka áhuga og aðgengi að hreyfingu í samfélag-inu.

Nýting íþróttamannvirkjaEins og fram kom á íbúafundum við gerð

greiningarskýrslu verkefnisins þá eru íbúar al-mennt ánægðir með íþróttaaðstöðu í bænum en gott má alltaf bæta. Kannski leynast ýmis tæki-færi varðandi enn betri nýtingu íþróttamann-

virkjanna og þá jafnvel fyrir nýja mark-hópa?

Nýting útivistarsvæðaMosfellsbær hefur löngum verið þekkt-

ur fyrir mikil útivistarsvæði, fjölmargar gönguleiðir og fallega náttúru. Við vilj-um vekja enn frekari athygli, bæði bæj-arbúa og annarra, á þessum þáttum og

setja fram markvissar leiðir til að auðvelda fólki að njóta útvistarsvæðanna og auka þar með nýt-ingu þeirra.

Aukin hreyfing = bætt heilsaÞað eru gömul sannindi og ný að hreyfing hef-

ur áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar og vellíðan. Því hvetjum við þig eindregið til að taka þátt í þessari vinnu með okkur, leggja þitt af mörkum með persónulegan ávinning að leiðarljósi en það er ekki verra ef þú virkjar aðra með þér. Sjáumst á hreyfingu!

Ólöf Kristín SívertsenStjórnarformaður Heilsuvinjar og verkefnisstjóri

Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ

Hreyfing og útivist 2015

Í frétt í Morgunblaðinu 2. janúar á nýju ári fjallaði blaðamaðurinn Guð-mundur Sv. Hermannsson um það hve lengi íslensk ungmenni læra heima og bar slíkt saman við m.a. börn frá Kína, Bandaríkjunum, og öðrum ríkjum innan OECD. Ræddi Guðmundur við Þórð Hjaltested formann Kennara-sambands Íslands er taldi mikla um-ræðu hafa átt sér stað um gildi heimanáms og að það væru kröfur foreldra almennt að námið verði mest klárað í skólanum, ekki heima eða a.m.k. dregið stórlega úr heimanámi.

Í fréttinni mátti lesa að efnhagur foreldra skiptir máli m.a. þar sem börn hinna efnuðu hefðu betri kost að finna afdrep til að læra. Einnig segir í rannsókn OECD að fylgni sé á milli þess hve löngum tíma börn verja í heimanámið og þess hvernig þeim gengur í PISA-prófunum og þá einkum í stærðfræði. Þarna mátti einnig lesa að skipulag skólastarfs skipti miklu. Íslensk börn verja minni tíma í heimanám en börn í Tyrklandi, Ísrael, Frakklandi, Tælandi, Hollandi, Póllandi og svo má lengi telja. Þetta eru aðeins 4,1 stundir á viku sé miðað við 15 ára unglinga.

Þarna verður að fara bil beggja. En að barn verji minna en einni klukkustund að meðaltali á dag í heimanám má teljast afburða lélegt en hitt er að börn verji um 14 stundum á viku eins og Kína er líklega helst til of strembið nema engar séu íþróttirnar. Ekki er hreyfingaleysið gott. Börn geta því fengið yfir sig nóg af námi sé þau þving-uð til langs heimanáms en það má einnig ofgera á hinn veginn þegar börn eru látin stunda of lítið heimanám. Hvar má finna meðalveginn?

Hvað geta foreldrar gert þegar stefnir í að ís-lensk ungmenni verða ekki samkeppnisfær? Lengi má gott bæta og lengi getur vont versnað. Börn eiga að geta orðið samkeppnisfær í náttúru-greinum, stærðfræði og iðngreinum rétt eins og í málvísindum, íþróttafræðum, íþróttagreinum og bókmenntum sem og listum. Á sá sem er góður í stærðfræði að verða undir því auknar áherslur eru lagðar á að byggja yfir íþróttagreinar? Hvað með börn með sérþarfir?

Áhersla á skólamál í Mosfellsbæ er í algjöru

lágmarki um þessar mundir og þó svo að byggingar séu bæði dýrar, fari fram úr fjár-hagsáætlunum eins og einstök fimleika-hús, séu innan skipulags en utan fjárhags eru það foreldrar sem ávallt munu eiga lokaorðið. Eiga fjármunir sveitarfélaga að fara í sport hjá fullfrísku og vinnandi fólki innan meistaraflokka eða til barna í skóla og þeirra sem vilja stunda íþróttir en

geta það ekki vegna fjarhagsstöðu foreldra sinna? Gott væri að foreldrar tækju upp þessa umræðu við mataborðið enda snýr þetta ekki aðeins um „leika og brauð“ eins og í Róm til forna.

Foreldrasamfélagið á að gæta allra barna og sérstaklega þeirra sem minna mega sín, barna með sérþarfir og eiga í erfiðleikum með nám-ið. Niðurskurður sem skerðir þjónustu við slík börn m.a. vegna námsráðgjafar er til skammar. Þrengsli og skammtímalausnir í húsnæðismál-um með hávaðasömum matmálstímum þannig að það varði heilbrigði er afburða dapurt ástand. Sama má segja um slælega aðstöðu kennara og annarra starfsmanna sem er ekki bjóðandi í nú-tíma skólastarfi. Við tryggjum ekki eftirá í þess-um efnum.

Kæru foreldrar í Mosfellsbæ. Það eruð þið sem þekkið börnin ykkar best og þarfir þeirra. Takið þátt í foreldrastarfi og styðjið málefni er snerta börnin ykkar, húsnæðismál skólanna, öryggis og gæðamál varðandi nám og aðstöðu barna. Foreldrar eiga aðeins að sætta sig við það besta fyrir börnin. Ríki og sveitarfélög gera þetta ekki allt fyrir okkur og ef við sinnum ekki eftirlitinu þá fara fjármunir í önnur og „vinsælli“ verkefni. Kynnið ykkur húsnæðismál skólanna í Mosfells-bæ, þrengslin, gæðamálin og álag á starfsmenn skólanna. Gætum einnig að heimanámi barn-anna enda lærdómurinn besta veganestið út í lífið.

Njótið nýja ársins með börnunum ykkar og njótið þess einnig að taka þátt í foreldrastarfi. Gleðilegt ár, njótið heil.

Sveinn Óskar SigurðssonTalsmaður FGMOS, svæðisráðs

grunnskólaforeldra í Mosfellbæ

Hið opinbera, börnin og foreldrar

Aðgangur ókeypis.Skráning í síma 5668520 eða 8200240.

Sjúkraþjálfun Mosfellsbæjar er komin með heimasíðuna www.sjumos.is

Þverholti 2 • Mosfellsbæ

Sími: 586 8080www.fastmos.ishafðu samband E

.BA

CK

MA

N

Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali

Viltuselja...

E.B

AC

KM

AN

www.fastmos.is

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

Page 23: 1. tbl. 2015

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

Ólafur Iló Viðarssontakk fyrir hriiiiikalega

nett áramót á hvíta,gott að hitta allt veikasta fólkið í mosó á sama stað

1. jan

Jóhann Ingi JónssonJólasveinarnir þakka fyrir

stuðninginn en þeir náðu með hjálp bæjarbúa að safna 104.000 kr. sem lagðar hafa verið inn á Styrktarreikning Brynju Hlífar.

6. jan

Ester EirHárgreiðsla 4.önn hér kem ég.

Ákvörðun tekin í gær, skóli á morgun :)

6. jan

Kristrún Sigursteins-dóttir„Þið verðið að

fara í búðina áður en við bræður étum hundinn”! Jamm ísskápurinn er orðinn soldið tómur :)

xx. jan

Bubbi MorthensÉg hef tekið eftir því að

hinir og þessir fjölmiðlara eru að kjósa hvaða kona hafi mesta kynþokkan þetta er voðlega einfalt hvað mér viðkemur og ég þarf enga mynd til þess að sanna orð mín það vita allir sem hafa smekk fyrir kvennlega fegurð nú eða kynþokka að eginkona mín Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ber þar af með fullri virð-ingu fyrir öllum hinum

2. jan

Leifur Guðjónssoner hrikalega sáttur við

að Ingi Már Gunnarsson og Gunnar kristleifsson sjálfboðaliðar nr hjá Aftur-eldingu og HSI séu að fara til Quatar til hamingju þið eigið þetta svo sannarlega skilið flott afgreiðsla HSI

6. jan

Herdís Sig-urjónsdóttirHvernig er það erum við

ekki örugglega að fara á Þorrablót Aftureldingar?

6. jan

Þú finnur öll blöðin á netinuwww.mosfellingur. is

GÓÐIR MENN EHF

RafverktakarGSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir•• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum• síma og tölvulagnir

Löggiltur�rafverktaki

20% afslátturfyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja

milli kl. 10-14 alla virka dagaHárgreiðslustofa Helenu – Stubbalubbar

Barðastaðir 1-3 • 112 rvk • sími: 586 1717 • stubbalubbar.isPantaðu tíma á netinu • Stubbalubbar er eina barnastofan á landinu

Kiwanishúsið í Mosfellsbæ geysir.kiwanis.is

Salur til útleigu fyrir fundi og mannfagnaði

Pantanir hjá Jóni í síma 895-0390 eða á [email protected]

aHáholti 14 • 270 Mosfellsbæ • [email protected]

Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

www.arioddsson.is

FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMIMÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA

Aðalpíparinnpípulagnir • nýlagnir

viðhald • ráðgjöf

eyþór Bragi einarssonlöggildur pípulagningameistari

sími [email protected]

Subaru XV 4WD - árg. 2012Þægileg og háþróuð kennslubifreiðAkstursmat og endurtökupróf

ÖkukennslaGylfa Guðjónssonar

Sími: 696 0042

Þjónusta við Mosfellinga - 23

www.bmarkan.is

TÓNSKÓLI GUÐBJARGARGet bætt við mig nokkrum nemendum á píanó

Nánari upplýsingar í símum 8973337 og 5678697.

Kenni fólki á öllum aldri að leika eftir nótum og bókstafshljómum. Kennsla fer fram í Litlakrika 45 og er hægt að nota frístundaávísun upp í greiðslu.

Ertu að fara til Spánar? Skelltu þér á 5 vikna örnámskeið í spænsku

(2 x 40 mín.) einu sinni í viku.

PS. Tek einnig að mér nemendur (úr grunn- og framhaldsskóla) sem vantar aukatíma í dönsku og spænsku.

Kennslan fer fram í 4-6 manna hópum. Skemmtilegt tækifæri fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Upplýsingar hjá Hrönn í síma 696-7638.

Page 24: 1. tbl. 2015

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Steinunn Matthildur fæddist 25. mars 2014. Hún var 2780 g og 49 cm. Foreldrar hennar eru þau Hilmar Benediktsson og Freyja Rúnarsdóttir. Steinunn Matthildur á eina systur, Sonju Salín 2 ára.

Sendið okkur myndir af nýjum Mos-fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið [email protected]

Kolfinna Rósa fæddist 19. október. Hún var 3.752 g og 54 cm. Foreldrar hennar eru Elín Guðný Hlöðversdóttir og Sæmundur Maríel Gunnarsdóttir. Bróðir hennar heitir Hlöðver Gunnar og býr fjölskyldan í Leirvogstungu.

Fyllt lambafille með sveppasósuFinnur og Gugga voru ánægð með eldhús­ás­korunina og deila með okkur girnilegri upps­krift að lambafille og s­veppas­ós­u.

Fyllt lambafille með sveppasósu fyrir tvo:

• Tvö lambafille með fiturönd• 100 gr fetaos­tur• 1 poki s­pínat• 100 gr furuhnetur• 50 gr þurrkaðar aprikós­ur, s­mátt s­kornar.

Steikið s­pínatið í ólífuolíu ás­amt furuhnet-unum, takið pönnuna af hellunni og blandið fetaos­ti og aprikós­um s­aman við. Setjið í s­kál og maukið vel s­aman með höndunum.

Stingið trés­leif langs­um gegnum kjötið og myndið holrými fyrir fyllinguna.Setjið fyllinguna í, það getur verið pínku maus­en vel þes­s­ virði.Kryddið aðeins­ með s­alti og pipar og grillið

við háan hita í ca 2 mín á hverri hlið (4 hliðar).

Sósa:• 1 box s­veppir s­mátt s­axaðir• 1 peli rjómi• 1/2 as­kja s­veppas­muros­tur• 1/2 búnt s­teins­elja s­mátt s­öxuð• 1 kjúklinga-

teningur• 1 ms­k s­mjör til s­teikingar• s­má s­alt og pipar.

Steikið s­veppina í potti og bætið s­vo öðru hráefni s­aman við, leyfið s­uðunni að koma upp s­vo os­turinn bráðni vel og rjóminn þykkni.

Verði ykkur að góðu.Finnur og Gugga

Finnur og Gugga skora á vini þeirra, Ástu og Jóa, að koma með næstu uppskrift.

Ertugeðveik/ur?Mörgum þykir kjörið tækifæri að gera

róttækar breytingar í lífi sínu á nýju

ári. Áramót eru alltaf ákveðin kafla-

skipti hjá fólki sem keppist þá oft um

að strengja áramótaheit (og stundum

þau sömu ár eftir ár). Raunveruleik-

inn er þó sá að nýtt ár og ný loforð

breyta nákvæmlega engu ef hugar-

farsbreyting á sér ekki stað hjá manni

sjálfum. Skilgreiningin á geðveiki: Að gera

það sama aftur og aftur en búast við

annarri útkomu. Hvernig væri að sleppa bara ára-

mótaheitunum og gera sér það frekar

að markmiði að verða besta útgáfan

af manni sjálfum? Þú mátt byrja HVE-

NÆR sem er, það er aldrei of seint...

og það besta við þetta er að markmið-

inu lýkur aldrei! Þess vegna getur þér

ekki mistekist og látið þér líða illa yfir

því að hafa „fallið“. Þetta markmið

er ferðalag sem fer niður djúpa dali

og upp háar hæðir. Þetta getur reynt

talsvert á, en svo lengi sem þú heldur

áfram, þá ertu að læra og þroskast.

Ef þú kýst þetta ferðalag er óhjá-

kvæmilegt að læra að elska sjálfa/n

sig á leiðinni. Allt annað sem þú þráir

inn í líf þitt eða að breytist í þínu fari,

líkamlega og andlega, mun koma í

kjölfarið. Ástin er eldsneytið og vilja-

styrkurinn er farartækið sem þarf að

smyrja með jákvæðni. Ekki gleyma

að þakka fyrir þig daglega. Þakklæti

er algjört lykilatriði ef hjólin eiga að

halda áfram að snúast!

Auðvitað má setja sér önnur mark-

mið á leiðinni, þau eru samt alltaf

hluti af aðal-markmiðinu. Rétt eins og

að skoðunarferð á ákveðnum stað er

alltaf hluti af ferðalaginu í heild sinni.

En hafðu það þá hugfast að gefa þér

nægan tíma í það svo þú fáir sem allra

mest út úr því. Orðatiltækið er gamalt

en hárrétt: „Góðir hlutir gerast hægt.“

Það er margt sem maður vill vera,

sjá og gera en um leið má ekki gleyma

hinum sanna tilgangi lífsins! Hver er

tilgangurinn með tilvist okkar? Svarið

við þessari spurningu er að finna

innra með hverjum og einum. Svarið

getur breyst og er aldrei rangt!

Tilgangur minn er að vera - vera hér

- í núinu, hamingjusöm. Njóta augna-

bliksins, elska og vera elskuð. Gefa

og þiggja. Miðla reynslu og þekkingu,

læra og kenna. Hjálpa. Vinna í sjálfri

mér og þroskast. En þinn?

Svanhildur

- Heyrs­t hefur...24

Margir litir. Ítölsk gæði. Verð frá kr. 500.-

Opið mánudaga-föstudaga kl. 11-17

Opið laugardaginn 10. janúar kl. 11-15

Mirella ehf Háholt 23, 270 Mosfellsbær

Sími: 586 8050 / [email protected]

RýMingaRsala!Mikið úrval af fallegum ullar/bómullarbolum

og nærfötum fyrir dömur, herra og börn

Page 25: 1. tbl. 2015

geðveik/ur?Mörgum þykir kjörið tækifæri að gera

skipti hjá fólki sem keppist þá oft um

að strengja áramótaheit (og stundum

farsbreyting á sér ekki stað hjá manni

mótaheitunum og gera sér það frekar

af manni sjálfum? Þú mátt byrja HVE-

og það besta við þetta er að markmið-

inu lýkur aldrei! Þess vegna getur þér

ekki mistekist og látið þér líða illa yfir

talsvert á, en svo lengi sem þú heldur

sig á leiðinni. Allt annað sem þú þráir

inn í líf þitt eða að breytist í þínu fari,

-

styrkurinn er farartækið sem þarf að

-

hluti af aðal-markmiðinu. Rétt eins og

að skoðunarferð á ákveðnum stað er

alltaf hluti af ferðalaginu í heild sinni.

nægan tíma í það svo þú fáir sem allra

mest út úr því. Orðatiltækið er gamalt

en hárrétt: „Góðir hlutir gerast hægt.“

sjá og gera en um leið má ekki gleyma

hinum sanna tilgangi lífsins! Hver er

tilgangurinn með tilvist okkar? Svarið

innra með hverjum og einum. Svarið

Tilgangur minn er að vera - vera hér

- í núinu, hamingjusöm. Njóta augna-

og þiggja. Miðla reynslu og þekkingu,

læra og kenna. Hjálpa. Vinna í sjálfri

smáauglýsingar

Leiguhúsnæði óskast!Erum 5 manna fjölskylda með hund og kött. Í leit að húsnæði. Hogga & Kristjáns: 845-9280 og [email protected]

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga [email protected]

Þjónusta við mosfellinga verslum í heimabyggð

hundaeftirlitið í mosfellsbæÞað er alVeG samahVað hundurinnÞinn er GÓður- ÓKunnuGt fÓlKVeit Það eKKi

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

Opnunartímisundlauga

lágafellslaugVirkir dagar: 06:30 - 21:30

Helgar: 08:00 - 19:00

VarmárlaugVirkir dagar: 06:30 - 08.00 og 15:00 - 21:00

Laugard. kl. 09:00-17:00 og sunnud. kl. 09:00-16:00

Skýja luktirnar

fáSt í BymoS

www.malbika.is - sími 864-1220

Notaðir TOYOTA varahlutirBílapartar ehf

Sími: 587 7659Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ

www.bilapartar.is

Mosf

elling

ur á

Insta

gram

ww

w.in

stag

ram

.com

/mos

felli

ngur

hundaeftirlitið í mosfellsbæ

lausagangahunda er bönnuðhandsömunargjald fyrir hund í lausagöngu er 25.350 kr.

hundaeftirlitið í mosfellsbæ[email protected]Þjónustustöð s. 566 8450

www.bilaorri.is

Íslenska ullin er einstök

Sjá sölustaði á istex.is

Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf - s. 777-5200 - [email protected]

Ökukennsla lárusar

Þjónusta við Mosfellinga - 25

Page 26: 1. tbl. 2015

- Hverjir voru hvar?26

rúlluðu upp áramótaboltanumgömlu riddararnir

lifi

30 X 50 CM

Takk fyrir sTuðninginn

Page 27: 1. tbl. 2015

ARTPRO PRENTÞJÓNUSTA • HÁHOLTI 14 • MOSFELLSBÆ566 7765 • [email protected] • www.artpro.is

VIÐ PRENTUM FYRIR ÞIG

Gleðilegt nýtt ár+ÞÖKKUM FYRIR VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM ÁRUM

www.mosfellingur.is - 27

Page 28: 1. tbl. 2015

MOSFELLINGURwww.mosfellingur.is - [email protected] 8080

selja... 586 8080fastmos.is

Sími:

mynd/raggiÓla

Stuð í StyrktartímaÍ lok desember fór fram styrktartími í World Class Lágafellslaug. Ágóðinn rann til ungs Mosfellings, Orra Freys Tómassonar, sem glímir við veikindi. Íþróttagarparnir tóku vel á því í kraftmiklum jólatíma og má sjá hópinn á meðfylgjandi mynd.

588 55 30Háholt 14, 2. hæðPétur Pétursson

löggiltur fasteignasali897-0047

Daniel G. Björnssonlöggiltur leigumiðlari

Mikil sala - Vantar eignir - VerðMetuM

Þjónusta við

Mosfellinga í 25 ár

OPið virka DaGa frá kl. 9-18 • NetfaNG: [email protected] • www.BerG.is • BerG fasteiGNasala stOfNuð 1989

Glæsilegt 313 fm. einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er fokhelt. Stendur á flottri 1400 fm. eignarlóð. Mikið útsýni og glæsileg staðsetning. Gert er ráð fyrir auka íbúð á neðri hæð.

V. 55 m.

reykjahvoll

Mjög vandað og vel byggt 353 fm. einbýli með aukaíbúð á jarðhæð. 56 fm bílskúr. Flottur frágangur. Góðar innréttingar, sundlaug, arinn og góður garður. Gott viðhald og mikið búið að endurnýja. Allt fyrsta flokks. V. 76,5 m.

grundartangi

Mjög gott 312 fm. einbýli á fallegum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Á neðri hæð eru tvær íbúðir sem eru leigðar út. Falleg efri hæð með góðum innréttingum. Bílskúr með góðri lofthæð. Stór og gróin lóð. V. 59.6 m.

FellsásGlæsileg 151,3 fm. íbúð á jarðhæð í fjölbýli í Helgafellslandi. Íbúðin er með afar vönduðum innréttingum úr eik. Sér garður. Stæði í bílageymsluhúsi. Góð sameign. Íbúðin er laus strax. Lyklar á skrifstofu. V. 39,9 m.

gerplustræti

Fallegt 152 fm. einbýli á vel gróinni lóð á Kjalarnesi. Gott skipulag, 4 svefnher-bergi, flott eldhús og stofa. Hellulagt bílaplan. Hagstætt verð.

V. 35,8 m.

esjugrund

Lóð fyrir fjórbýli. Tvær íbúðir á efri hæð og tvær á neðri. 1247 fm. Hornlóð á flottum stað. Lóðin er tilbúin með púða. gatnagerðargjöld eru greidd. Mjög hagstætt verð.

V. 14,9 m.

Ástu-sólliljugata

Gott einbýli, 156 fm. auk 8,7 hektara eignarlands á Kjalarnesi við Esjurætur. Húsið er timburhús, fullbúið og afar vel staðsett. Búið að planta 40 þús. plönt-um í landið. Flott eign á fögrum stað.

V. 48 m.

stekkur á kjalarnesiVandað og vel byggt 60 fm. hesthús. Rúmgóðar stíur 8 hestar. Flott aðkoma og gott gerði. Endahús. Gott eldhús og setustofa, snyrting. Hnakkageymsla og hlaða sem tekur 4 stórbagga. Neðsta gatan og næg bílastæði. V. 13,5 m.

Blesabakki