63
Íslenska 8.10. bekkur FRÁ SKIMUN MEÐ LTL TIL LOGOS Unnið með styrk frá Verkefnaog námsstyrkjasjóðs FG og SÍ

8.- 10. bekkur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Væklingur til vinnu á einstaklingsnámskrá í læsi í 8. - 10. bekk grunnskóla

Citation preview

Page 1: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 1

Íslenska 8.—10. bekkur

FRÁ SKIMUN MEÐ LTL T IL LOGOS Unnið með styrk frá Verkefna– og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ

Page 2: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 2

Page 3: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 3

Íslenska 8.—10. bekkur

Frá skimun með LtL til LOGOS Grunnþættir og lykilhæfni

Grunnþættirnir 6

1. Talað mál, hlustun og áhorf.............................................. 5 Leið þín um lífið, lífsleikni

Leið þín um lífið, valdir kaflar fyrir hvern árgang Nám um velferð, lífsleikni, Að sitja fíl og Mp3 spilari Orð eru til alls fyrst, tjáskipti fyrir unglinga

Stefnan sett í 10. bekk, lífsleikni 2. Lestur og bókmenntir....................................................... 13

Vefur með lesskilningi Unnið með greiningu á sögu, Sverðberinn, 40 vikur, Leikur á borði eftir Ragnheiði

Þemavinna, hópvinna úr verðlaunabókum Ragnheiðar Miðbjörg, greining á sögum

Gegnum holt og hæðir með hljóðbók Með fjaðrabliki til á hljóðbók Léttlestrarbækur og Mályrkjubækurnar 3 með hljóðbók

Bækur með hljóðbókum og vinnubókum Skrifa um kjörbók, sjá málbjörg

Að skrifa örsögu Lestu nú og með verkefnum

3. Ritun................................................................................ 29 Málbjörg ritun og stafsetning, gagnvirkar æfingar á vef á nams.is Tölvutækniöld

Gátlistar fyrir mat á ritun Verum virk að læra félagsfærni, Hugsi heimspekisögur

4. Málfræði........................................................................... 34 Mályrkja 1,2 og 3 bækur með hljóðbók 5. Lestur heima fræðsla til foreldra....................................... 37

Góðar bækur til að lesa heima í lífsleikni Einkenni lesblindu

Fjölbreyttar leiðir við lestur Námstækni á vef Vallaskólaleiðin

Að efla sjálfstraust nemenda

Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal unglinga

6. Námsmat.................................................................. 47

Samræmd próf Frammistöðumat

Lykilhæfni í 8, 9 og 10 bekk

7. Einstaklingsnámskrá í lestri...................................... 60

Bls.

Page 4: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 4

Íslenska 8.—10.

bekkur

Frá skimun með LtL til LOGOS Grunnþættir og lykilhæfni

1) Íslenskukennsla það fag sem kennir beinlínis læsi en læsi snýst

þó um annað og meira en það að verða læs. Læsi í ís-

lensku snýst einnig um að öðlast orðaforða, hæfni í málnotkun,

ritun, læsi og skilning á bókmenntum svo eitthvað sé nefnt.

2) Sköpun er einnig nátengd íslenskukennslu því tungumálið er

skapandi í eðli sínu. Læsi og sköpun eru þeir grunnþættir

menntunar sem eru gegnumgangandi þættir í allri íslenskukennslu.

Bent er á að hvetja skuli börn og ungmenni til leiks og ýta undir

skapandi aðferðir í námi og að virkja ímyndunarafl nemenda í

tengslum við úrlausn viðfangsefna í skólanum. Með því að hlúa að

hinum skapandi þætti er stuðlað að persónulegu námi sem

frumkvæði nemenda og skyldi tengjast inn í allt skólastarf.

3) Heilbrigði og velferð er í aðalnámskrá skilgreint sem alhliða

heilbrigði og vellíðan, bæði líkamleg, andleg og félagsleg. Skólinn

skyldi því stuðla að líkamlegu heilbrigði með því að sjá til þess að

nemendur fái nauðsynlega hreyfingu og heilsusamlegt fæði.

Einnig er það hlutverk skólans að huga að andlegu og félags-

legu heilbrigði og velferð með því að skapa nemendum öruggt,

jákvætt og uppbyggjandi umhverfi í skólum. Stuðla þarf að því að

byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd nemenda og

skal þeim gefinn kostur á að þroska hæfileika sína á einstakl-

ingsmiðaðan hátt.

4) Jafnréttismenntun miðar að því að nemendur beri virðingu fyrir

því sem aðskilur okkur og að kenna nemendum að þennan rétt þurfi

að standa vörð um til að hægt sé að skapa samfélag sem

raunverulega virðir jafnan rétt allra.

5) Lýðræði og mannréttindi í víðum skilningi fjallar hér ekki

einungis um lýðræðissamfélag, lýðræðislega stjórnskipan eða

mannréttindamál heldur einnig um lýðræðisleg vinnubrögð og virð-

ingu fyrir mannréttindum í samskiptum á milli fólks, hvort sem

er inni á heimilum, í skólanum eða í samfélaginu.

6) Í félagslegu tilliti snýst sjálfbærnimenntun um að jafna bilið

milli fólks og miðar að því að allir eigi jafnan rétt til afkomu og

góðra lífsskilyrða.

Page 5: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 5

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 8.– 10.bekk

1.Talað mál, hlustun og áhorf

Við lok 10. bekkjar

flutt mál sitt skýrt og á heyrilega og hefur tileinkað sér við-

eigandi talhraða og fas.

gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar

og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu,

tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda og

samskiptamiðli á fjölbreyttan hátt, m.a. með leikrænni

tjáningu.

nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í

samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar

með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem

hentar.

hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til

fróðleiks og skemmtunar, einnig notið myndefnis, upp-

lestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrir skoðun

sinni á viðkomandi efni.

nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og

rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt.

átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillits-

semi, virðingu og kurteisi og gert sér grein fyrir hvað er ó-

viðeigandi við mismunandi aðstæður.

Page 6: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 6

1.Talað mál, hlustun og áhorf

Lífsleikni

Bókinni er ætlað að skapa grundvöll að umræðu nemenda um heimspekileg og sið-

fræðileg málefni. Henni er ekki ætlað að kenna tiltekinn fróðleik heldur er markmið

hennar að fá nemendur til að ígrunda, spyrja spurninga, rökræða, draga ályktanir

og gagnrýna. Í bókinni er mörgum áleitnum spurningum beint til nemenda. Við

þeim er ekki eitt rétt svar heldur reyna þær á ályktunarhæfni, rökhugsun og siðvit.

Bókin Leið þín um lífið skiptist í átta kafla sem hægt er að lesa í hvað röð sem er.

Mismörg verkefnablöð fylgja hverjum kafla. Á sumum blaðanna eru verkefni sem

tekin eru beint úr bókinni. Blöðin eru merkt númeri kafla og raðnúmeri auk þess

sem tilgreint er hvaða blaðsíðu í bókinni verkefnið tengist.

Búið er að velja kafla fyrir hvern árgang 8.—10. bekkjar og vinnuverkefni.

Hér koma nokkur atriði sem gott er að fara yfir almennt.

Bls. 8 1. Vitund ( að veita athygli) Í mörgum tilfellum þarf að sýna nem-

endum og kenna þeim að taka eftir sínum líkama. Eftirtekt kemur með rósend og

þolinmæði.

2. Inngrip ( aðhafast/gera) inngrip eða athafnir frá nemendum til að þeir

blómstri.

3. Mat (ígrunda) er ekki vangaveltur, það er að hugsa í þaula. Ígrundun leiðir til

hugsunarvitundar, það er að hugsa um hugsun. Ýmsar framfarir í lífi einstaklinga

eiga rætur í þannig hugsun. (hana vantar eða er lítið að hjá ADHD).

Page 7: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 7

Sjálfstal byggir á

1.Taka eftir: Ég veit þegar eitthvað gerir gagn/ógagn í lífi

mínu. Ég veit það vegna þess……

2.Gera: Þegar x gerist í lífi mínu veit ég að ég þarf að gera

Y….

3.Ígrunda: Ég veit hversu árangursríkt Y er vegna þess…..

Gott er að hvetja nemendur til að nota dagbækur, að skrifa kemur skipan á hug-

myndir okkar og gott er að skrifa niður atvik og ráða fram úr þeim í dagbókinni.

Vitundin er að stíga út úr okkur sjálfum til að skoða fortíðina og taka ákvörðun um

framtíðina. Hæfni mannsins birtist meðal annars í samúð, gæsku, hugvitssemi,

sköpun, hugrekki og þrautseigju.

1.Nám á sér stað í samskiptum en ekki í kvíða.

2.Menntun snýst um að styrkja færni okkar.

3.Við erum í essinu okkar þegar við gerum eitthvað sem við erum niður-

sokkin í að nýta styrkleika okkar. Styrkleikar okkar eru ekki bara með-

fæddir heldur þjálfaðir upp.

Bls. 51. Innri verkstjórinn er talinn vera staðsettur í ennisblöðunum (framheila).

Hæfni okkar til að hafa stjórn á hegðun okkar geðhrifum, hugsunum, líðan og

óskum við allar aðstæður, ræðst að innri verkstjórn. Ef börnum er kennt um innri

verkstjórann gengur þeim betur að takast á við lífið og búa yfir meiri seiglu. Það er

gott fyrir persónulegan þroska, velferð, árangur á vinnustað og námsárangur.

Innri verkstjórn lærist af reynslunni. Grunnurinn er lagður í barnæsku. Hún byggist

á jákvæðri sjálfsmynd, sterku sjálfsáliti og mikilli félagslegri og tilfinningalegri

færni. Börnin læra innri verkstjórn í raunverulegum aðstæðum, hvernig þau eiga að

bregðast við. Talið er að listgreinastofur séu fyrirmyndarumhverfi til að þroska

færni í innri verkstjórn.

Bls. 79 Tilfinningar. Huga þarf að tilfinningavitund sem er að vita hvað tilfinningar

eru og hvernig þær starfa. Styrkja þarf nemanda í tilfinningavitund og færni.

Samkvæmt flokkunarkerfi eru megintilfinningarnar 8.

1.Reiði -Ótti -Hryggð -Ánægja -Ást -Andstyggð -Skömm -Undrun

Page 8: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 8

Geðhrif og tilfinningar þróuðust til að gegna 2 meginhlutverkum. Þær draga

okkur að hlutum, fólki, atburðum, sem tryggja að við lifum af og beina okkur frá

hinu.

Geðhrifin eru eins og viðvörunarkerfi, stór hluti þess starfar í undirmeðvitundinni til

að halda okkur á réttri stefnu í átt að blómstrandi tilveru.

Dagbók: nemendur kanna hvað þeir sjá bæði hjá sér og öðrum margar tilfinningar

og hvað ákveðin tilfinning varaði lengi. Skrifa athugun í dagbókina.

Stjórn á tilfinningum. Við getum lært á þegar neikvæðar tilfinningar nálgast. Það

er mjög mikilvægt að þroska með sér færni til að taka eftir tilfinningum okkar.

Nefnd eru fjögur tilfinningaleg svæði bls. 90—92

Jákvæðar aðgerðir þegar neikvæðni nálgast er

1.Ánægja: lesa, hlusta á tónlist, gera eitthvað skemmtilegt

2.Líkamlegt: út að hlaupa eða ganga

3.Fullgera: ljúka einhverju verki, taka til

4.Flæði: gera eitthvað sem fær mann til að gleyma stund og stað (t.d. Mála )

5.Kyrrð: hugleiðsla.

6.Góðmennska: hjálpa einhverjum

Vinsælt barn er almennt talið:

1.Hjálpsamt

2.Vingjarnlegt

3.Tillitsamt

4.Hlýlegt

5.Næmt á félagslegar vísbendingar og geta fylgt samþykktum reglum í spilum og

leik

Óvinsælt: árásargjarnt og lítur tengsl eða fórnarlömb forðast tengsl

Bls. 100 að komast inn í hóp.

Efnisþættir í heilladrjúgum tengslum

1.Samhygð: geta til að skynja tilfinningaástand annarrar manneskju (bls. 156)

2.Góðmennska, ósérplægni (bls. 158)

3.Traust (bls. 163)

4.Fyrirgefning

5.Geta til að leysa úr ágreiningi (bls. 167)

6.Sameiginlegur málstaður og gildi (bls. 170)

7.Áhugahvöt (bls. 173)

Page 9: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 9

9. bekkur

2. kafli. Frá vináttu að ást bls. 43 –51

1. Vonbrigði

2. Að tala um ást

3. Af hverju elskar fólkið? 4. Er ástin list?

5. Ástin í bréfum og ljóðum 6. Um ástina

4.kafli. Hvernig haga ég lífi mínu?

Tímaskipulag bls. 100—118 Vinnutími fyrr og nú.

Á mánudögum hefst vinnuvikan bls. 103 1.Málshættir

2.Ummæli skálda og hugsuða 3.Harmsaga Jóns Jónssonar

Skólinn bls. 110

1. Fyrr og nú

2. Að hugsa öðruvísi 3. Hvers eru skólar megnugir, til hvers

eru þeir? Frítími bls. 114

1. Frítími á mismunandi tímum

Talað mál, hlustun og áhorf

Valdir kaflar úr Leið þín um lífið eftir Aldri og þyngd efnis. 8. 9. og 10. bekkur

8. bekkur

1. kafli. Æskan—unglingar eða gelgjur bls. 16 –29

1. Hver er ég ?

2. Að hugleiða sjálfan sig. 3. Óskir og draumar.

4. Hvernig er ég? 5. Deilur meðal unglinga.

6. Árekstrar við fullorðna. 7. Hvernig vil á annars vera?

2. Kafli. Hverju skipta ástvinir og

félagar og vinir i lífi mínu? Reynsla af vináttu bls. 37—43

1. Spakmæli 2. Vinátta í mörgum myndum.

3. Virðing og vinátta 4. Nánd og fálæti.

7. kafli. Hvernig tek ég ákvarðanir? Upphafsspurningar bls. 169—175

1. Hvers vegna þarf ég að taka ákvarðanir?

2. “ Flúið af vettvangi” 3. Hvað er ábyrgð

4. Á hverju ber ég ábyrgð? 5.Sögur til umhugsunar.

6. Sögur til umhugsunar.

þýðing Stefán Jónsson. (2002) Góð verk-efni eru í bókinni, til lesturs, umræðu og

samvinnuverkefni. http://www.nams.is/lifsleikni/

l_t_u_lifid_v.blod.pdf

Verkefni úr bólinni á þessari vefslóð

Bókin er til í hljóðbók

Page 10: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 10

10. bekkur

1. kafli. Hvernig líður ævi mín? bls. 29—36

1.Ellin

2.Aldraðir eða hrukkudýr

3.Að hugleiða dauðann

4.Dauðinn í mörgum myndum

Lífið sem fljót bls. 36

2. kafli Hverju skipta ástvinir og

félagar og vinir í lífi mínu?

Sambúð bls. 59—64

1. Jafnrétti karla og kvenna

2. Karlmannlegt, kvenlegt, dæmigert? 3. Hlutverk breytast

4. Hjónaband, fjölskylda, á fallanda

fæti?

4. kafli Hvernig haga ég lífi

mínu?bls. 106-109 Starfsval

Starfslýsing Hvernig viltu læra?

Til hvers er unnið?

8. kafli Af hvaða viðmiðum og gildum ræðst lífið?

Bls. 206—224

1. að skýra gildi 2. að átta sig á ólíkum gildum. 3. þegar gildi rekast á. 4. tilefni

og ástæður. 5. mynduð gildishugtök. 6. gildi og hegðun. 7. gildi og menning. 8.

grunngildi 9. gildi—hugsjónir og veru-leiki. 10 grunngildin og réttarfarið.

Frekari fróðleikur um lestur

fyrir börn, foreldra og

kennara á þessum vef:

http://lesvefurinn.hi.is/

Page 11: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 11

MP3-spilari

Ítarefni í Lífsleikni

Dæmi úr bókinni: Sjálfshuggun, færni til að draga úr áhrifum af vondu skapi eða

neikvæðum tilfinningum

1. dreifa huganum: hugsa um eitthvað annað gera eitthvað sem kreifir þeim ss.

Fara í göngutúr, skokka leika, horfa á fyndna mynd, lesa bók.

2. Snerting: bjóða faðminn, hugga, róa .

3. Grípa á lofti og skrifa niður til að endurmeta hugsanirnar.

4. Málsvari engils: spyrja sig Hver er orsökin. Því fyrr því betra , ekki leyfa nei-

kvæðninni að setjast að

5. Endurskoða: fá nýtt sjónarhorn á atvikið

6. Beina í réttan farveg: breyta neikvæðninni í jákvæðan farveg.

7. Dagbók: sjálfshuggun. Koma í veg fyrir að neikvæðnar tilfinningar.

Vinsælt barn er almennt talið

1. Hjálpsamt

2. Vingjarnlegt

3. Tillitsamt

4. Hlýlegt

5. Næmt á félagslegar vísbendingar, geta fylgt samþykktum reglum í spilum og

leik. Hópvera.

Óvinsæ: árásargjörn: slítur tengsl og fórnarlömb: forðast tengsl.

Í vinnu þarf frumkvæði, samhygð (geta til að skynja tilfinningarástand annarrar

manneskju), að aðlögunarhæfni og samfæringarkraft.

Í heilladrjúgum tenglum þarf að vera Samhygð, góðmennska, ósérplægni,traust,

fyrirgefning, geta til að leysa úr ágreiningi, sameiginlegur málstaður, gildi.

Að sitja Fíl, Nám í skóla um hamingju og velferð, Ian Morris 2009, Erla Krist-

jánsdóttir þýddi. Námsgagnastofnun 2012

MP3 eða samskonar tæki er orðið nauðsynlegt í námi, heima eða í skólanum. Það

má nota það við að:

1. Hlusta á sögur og fylgjast með í bókinni.

2. Ræða við félaga um sögurnar.

3. Endursegja sögur sem hlustað er á.

4. Teikna myndir úr sögunni á meðan hlustað er á söguna.

5. Á nams.is eru hljóðbækur sem auðvelt er að hlaða niður og geta nemendur

hlustað á bækurnar heima, bæði til skemmtunar og námsbækur.

Page 12: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 12

Stefnan sett! Námsgagnastofnun 2011 efni í lífsleikni í 10. bekk

námsefni í tjáskiptum, eftir Stein-

unni Hrafnsdóttur, félagsráðgjafa.

2000

Orð eru til alls fyrst,

Page 13: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 13

Hæfniviðmið fyrir íslensku 8. - 10.bekk

2. Lestur og bókmenntir Við lok 10. bekkjar

lesið almenna texta af öryggi og með góðum skilningi.

skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi,

og m.a.valið og beitt mismunandi aðferðum við

lestur.

greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar

texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða.

gert sér grein fyrir eðli og einkennum margvíslegra

textategunda og gert öðrum grein fyrir því.

lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og

erlendar bókmenntir og gerir sér grein fyrir gildi bók-

mennta.

beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði,

svo sem minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og

kannast við myndmál, algengustu tákn og stílbrögð.

notað algeng hugtök í bragfræði í umfjölum um bundið mál

og óbundið, lesið og túlkað ljóð af ýmsum toga og frá

ýmsum tímum.

leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og

lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls, svo sem,

fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu

til þess.

unnið úr tölulegum og myndrænum upplýsingum, túlkað

þær, tengt saman efni sem sett er fram á ólíkan hátt og

nýtt sér.

valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem

sjálfstæður lesandi sem gerir sér grein fyrir gildi þess að

lesa.

hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar, einnig notið myndefnis, upplestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrir skoðun sinni á viðkomandi efni.

nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt.

átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi og gert sér grein fyrir hvað er óviðeig-andi við mismunandi aðstæður.

http://vefir.nams.is/ma

lbjorg/bokmenntir.html

Page 14: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 14

http://egskil.is/

Þetta er síða með mörgum aðferðum í lesskilningi. Góður vefur með

mörgum verkefnum, leiðbeiningum um hverja aðferð fyrir sig.

Gagnvirkur lestur

Kann, vil vita, hef lært

Ályktun út frá bakgrunnsþekkingu

Lesa - skrifa - spjalla

Að greina aðalatriði í texta

Að spyrja höfundinn

Náms- og kennsluefni í lesskilningi

Nemendur, sem hafa náð góðum tökum á lestri þróa yfirleitt með sér

góðar lesskilningsaðferðir. Þeir sem eru með slaka umskráningu þróa

síður með sér lesskilningsaðferðir og virðast hafa þá afstöðu til lestrar að

lesa orð fremur en að reyna að skilja textann sem heild. Hægt er að efla

námsvitund nemenda með því að útskýra lesskilningsaðferðir og sýna

nemendum hvernig eigi að nota þær við lestur.

Mælt er með því að nemendur vinni saman í litlum hópum þegar þeir eru

að reyna að ná tökum á ákveðinni lesskilningsaðferð. Kostirnir eru þeir

helstir að allir eru virkir þátttakendur, þeir taka meiri þátt í lengri tíma,

þróa betur með sér aðferðirnar, ná betri skilningi en ella og fá auk þess

tækifæri til þess að æfa félagsfærni.

Page 15: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 15

Verðlaunabókmenntir, unnið er með greiningu á sögum.

BÓKMENNTAVERKEFNI:

Sögubyrjun

Umræður: Í upphafi hverrar sögu þarf að koma til skila ákveðnum

upplýsingum, kynna aðalpersónur og nánasta umhverfi þeirra, gefa

lesandanum til kynna hvar og hvenær sagan gerist og svo framvegis.

Ævintýrin byrja oftast á setningunni einu sinni var... og í ritsmíðum barna er

þeirri formúlu oft beitt. Upphaf sögunnar má skoða með tilliti til þess hvernig

nauðsynlegum upplýsingum er komið á framfæri við lesandann. Hvenær

vitum við hvað stelpan er gömul? Hvenær fáum við að vita hvað hún heitir?

Hvernig vitum við hvernig henni líður? Hvað fáum við að vita um umhverfi

hennar?

Ritunarverkefni: Skrifaðu byrjun á sögu, að minnsta kosti nokkrar setningar.

Reyndu að koma upplýsingum til skila án þess að telja upp staðreyndir, láttu

hlutina koma í ljós án þess að segja þá beinum orðum. Dæmi: Í stað þess að

segja: Einu sinni var strákur sem hét Palli má til dæmis byrja eitthvað á þessa

leið: Þegar Palli vaknaði um morguninn ...

Sjónarhorn

Umræður: Þegar talað er um sjónarhorn í bókmenntum er átt við að höfundur

velji annaðhvort að vera alvitur og sjá inn í hug allra persónanna, eða að sjá

atburðina með augum ákveðinnar persónu og lýsa hugsunum hennar og

tilfinningum. Hann getur líka valið að sjá ekki inn í huga neinnar persónu og

lýsa aðeins því sem heyrist og sést. Hvaða sjónarhorn er notað í bókinni? Yrði

sagan öðru vísi ef annað sjónarhorn væri valið?

Ritunarverkefni: Veldu einhvern atburð úr bókinni og segðu frá honum í

nokkrum setningum frá sjónarhorni einhvers annars en Sóleyjar. Þú getur líka

valið að lýsa atburði á hlutlægan hátt, t.d. eins og fréttamaður myndi gera eða

eins og gert væri í skýrslu.

Lýsingar

Umræður: Til hvers eru lýsingar í bókum? Hvað segja lýsingar á útliti og

umhverfi um persónurnar? Geta lýsingar verið of nákvæmar? Geta þær verið

of yfirborðskenndar? Útliti Sóleyjar er ekki mikið lýst í bókinni. Hvers vegna

haldið þið að það sé?

Lýsingar á umhverfi og veðri endurspegla stundum líðan persóna í

bókum. Þið hafið eflaust oft tekið eftir því hvernig óveður er notað í

kvikmyndum til að skapa óhugnað og spennu. Getið þið fundið dæmi um að

Page 16: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 16

Verðlaunabókmenntir, unnið er með greiningu á sögum.

umhverfislýsingar í bókinni segi eitthvað um líðan persónanna?

Með því að lýsa draumum er oft hægt að segja mikið um líðan

persónanna. Skoðaðu drauma Sóleyjar á bls. 42 og 103. Hvað segja þeir okkur

um hvernig henni líður?

Ritunarverkefni: Skoðaðu hvað sagt er um útlit Sóleyjar á bls. 9 og á bls 31.

Hvernig heldur þú að aðrar persónur í bókinni (t.d. Linda Björk, mamma

Sóleyjar, Margrét kennari eða Bára bekkjarsystir hennar) myndu lýsa henni?

Skrifaðu stutta lýsingu.

Skoðaðu lýsinguna á Lindu Björk á bls. 16-17. Hvað gefur þessi lýsing

til kynna um persónuleika Lindu Bjarkar? Hvernig kemur hún heim og

saman við þá Lindu Björk sem við kynnumst síðar í bókinni? Skrifaðu álit þitt

í stuttu máli.

Aðalpersónur og aukapersónur

Umræður: Oftast nær er auðvelt að sjá hver er aðalpersóna í sögu, en

aukapersónur skipta mismiklu máli. Hvaða aukapersónur skipta mestu máli í

þessari sögu? Væri hægt að kippa einhverjum þeirra út úr sögunni án þess að

breyta söguþræðinum? Eru einhverjar aukapersónur í bókinni sem hægt væri

að skrifa um aðra sögu?

Ritunarverkefni: Veldu þér einhverja af aukapersónunum í bókinni og skrifaðu

nokkrar setningar um hana. Bættu einhverju við sem alls ekki kemur fram í

sögunni. Veldu eitthvert af dæmunum hér að neðan eða finndu aðrar

persónur til að skrifa um.

Dæmi:

- Af hverju er Báru svona illa við Sóleyju? Lýstu degi í lífi Báru.

- Hvernig verður pabba Sóleyjar og Guðrúnu við þegar hún hleypur frá þeim?

Skrifaðu stutt samtal.

- Margir af bekkjarfélögum Sóleyjar standa hjá þegar henni er strítt. Lýstu

árásinni á Sóleyju á skólalóðinni út frá sjónarhorni einhvers þeirra.

- Hvað heldur þú að foreldrar Lindu Bjarkar hafi sagt hvort við annað þegar

Sóley var búin að tala við þau? Skrifaðu stutt samtal.

Page 17: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 17

Leikur á borði var valin besta sagan í samkeppninni um íslensku

barnabókaverðlaunin árið 2000. Hún hefur verið þýdd á sænsku, tæ-

lensku og færeysku.

Leikur á borði er skáldsaga ætluð börnum frá um það bil 10 ára aldri.

Aðalsöguhetjan, Sóley, er 11 ára stelpa sem býr hjá mömmu sinni.

Heima fyrir er Sóley sterk og ábyrg og samband hennar við foreldra

sína er ástríkt og gott.

Sóleyju líður líka vel í návist afa síns og ömmu og finnst gott að heim-

sækja þau. En í skólanum er Sóley í hlutverki fórnarlambsins. Hún er dugleg að

læra, en hún fellur ekki inn í hóp jafnaldra sinna og kann ekki að bíta frá sér þegar

henni er strítt. Leikur á borði fjallar um einelti, en er þó fyrst og fremst saga um

mátt vináttunnar. Ný stelpa, Linda, kemur í bekkinn og hún hefur þor og dug til að

rjúfa samskiptamynstrið og vingast við Sóleyju.

Bókin gefur tilefni til umræðna og verkefnavinnslu bæði á sviði bókmennta

og lífsleikni. Hér á eftir fara hugmyndir að umræðuefnum og verkefnum sem

vinna má í hópum eða með bekknum í heild. Ritunarverkefnin eru að mínu

mati við hæfi barna frá um það bil 11-12 ára en umræðuefnin geta jafnframt

hentað yngri börnum.

LÍFSLEIKNIVERKEFNI:

Einelti og stríðni Hver er munurinn á stríðni og einelti? Hvort er það sem Sóley

verður fyrir? Hvernig upplifa gerendur, þolendur og áhorfendur sama atburðinn?

Skoðið atvikið í upphafi bókarinnar þegar húfan er rifin af Sóleyju. Upplifir hún það

á sama hátt og bekkjarfélagar hennar? Af hverju segir Sóley ekki mömmu sinni

hvernig henni líður í skólanum? Af hverju kvartar hún ekki við kennarann sinn?

Ábyrgð

skólasystkina, kennara og foreldra

Hver ber ábyrgð á því að einelti byrjar eða viðgengst? Hverjir taka á sig

ábyrgðina í bókinni og á hvaða hátt gera þeir það? Skoðið viðbrögð

kennarans, skólastjórans, mömmu Sóleyjar, Lindu Bjarkar og hinna

bekkjarfélaganna. Hvað er árangursríkast?

Vinátta

Hvað er vinátta? Hvers vegna vingast maður við einn fremur en annan? Geta

allir verið vinir? Þurfa allir að vera vinir? Hvað felst í því að vera vinur

einhvers? Hvernig sannast að Linda er raunverulegur vinur Sóleyjar? Hvernig

sýnir Sóley að hún er vinur Lindu? Haldið þið að Sóley eigi eftir að eignast

fleiri vini í bekknum? Hvað þyrfti að breytast til að það gæti gerst?

að öll bókin hefur verið lesin.

Verðlaunabókmenntir, unnið er með greiningu á sögum.

Page 18: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 18

Unglingasagan 40 vikur kom út árið 2001 og fékk verðlaun Fræðsluráðs Reykja-

víkur sem besta íslenska barna og unglingabók ársins.40 vikur er saga Sunnu, 16

ára stelpu sem verður barnshafandi eftir Bigga, sætasta strákinn í bekknum, þetta

eina kvöld sem hann virðir hana viðlits.

Sunna afneitar því í lengstu lög að hún geti verið ófrísk, en það kemur

óhjákvæmilega að því að hún verður að horfast í augu við sannleikann.

Atburðarásin spannar 40 vikur, allt frá getnaði fram yfir fæðingu Sólrúnar

litlu. Sunna segir söguna sjálf og dregur lesandann inn í hugarheim sextán ára

unglings sem þarf að kljást við blendnar tilfinningar og taka á sig nýtt og erfitt hlutverk. Bókin er vin-

sælt lesefni stelpna allt frá 12 ára, en verkefnin hér að neðan miðast við unglinga frá 14 ára aldri

eða svo. Ef til vill er erfiðara að kveikja áhuga stráka á sögunni, en vel að merkja kemur saga um ó-

tímabæra þungun þeim ekki síður við en stelpunum! Bókin gefur tilefni til umræðna og verkefna-

vinnslu bæði á sviði bókmennta og lífsleikni. Hér á eftir fara hugmyndir að umræðuefnum og verk-

efnum sem vinna má í hópum eða með bekknum í heild. Sum þeirra má vinna eftir að hlutar bókar-

innar hafa verið lesnir upphátt fyrir bekkinn eða nemendur hafa lesið þá sjálfir, önnur henta betur til

umfjöllunar eftir að öll bókin hefur verið Lesin

LÍFSLEIKNIVERKEFNI:

Eldfimar kringumstæður

Þegar krakkarnir eru reið yfir óréttlæti skapast andrúmsloft þar sem hlutirnir geta auðveldlega farið úr

böndum. Hver ber ábyrgð? Var rétt af skólastjórnendum að hætta við ferðalagið? Var það þeim að

kenna að krakkarnir ákváðu að sletta ærlega úr klaufunum? Eru það krakkarnir, skólinn eða foreldr-

arnir sem bera ábyrgðina þegar skemmtanir unglinga fara

úr böndunum?

Tilfinningar eða skynsemi

Er alltaf hægt að láta skynsemina ráða? Hvað er það sem veldur því að Sunna sleppir fram af sér beisl-

inu? Hverjar eru tilfinningar hennar gagnvart Bigga? Er hún ástfangin af honum eða er hún upp með

sér yfir að hann skuli taka eftir henni? Hvers vegna leyfir hún honum að ganga svona langt?

Þetta getur ekki hafa gerst

Það er erfitt að játa fyrir sjálfum sér og öðrum að maður hafi gert mistök og ótrúlegt hve auðvelt er að

afneita erfiðum staðreyndum, að neita að horfast í augu við það sem maður vill ekki að sé satt. Hvað

er til bjargar við slíkar aðstæður? Hefði verið rétt af Sunnu að tala við einhvern fyrr um grunsemdir

sínar? Við hvern mynduð þið tala?

16 ára og ólétt

Hvað þýðir það? Hvaða kosti á Sunna um að velja? Haldið þið að hún hefði

kosið að eiga barnið ef hún hefði átt um það val? Skoðið samtal Sunnu og

Brynju á bls. 104-106. Haldið þið að Sunna hefði orðið söm og áður ef hún

hefði ákveðið að eiga ekki barnið? Er hún söm og áður eftir að hafa eignast

barn?

Að segja frá einhverju erfiðu

Viðbrögð fjölskyldu, viðbrögð vina. Eru þau alltaf eins og maður gerir sér í

Verðlaunabókmenntir, unnið er með greiningu á sögum.

Page 19: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 19

Verðlaunabókmenntir, unnið er með greiningu á sögum.

hugarlund fyrirfram? Bregðast foreldrar Sunnu við fréttinni eins og hún hafði

búist við? Hver eru viðbrögð ömmu hennar? Hvað um Bigga?

Að taka á sig ábyrgð eða afneita henni

Sunnu reynist erfitt að hafa samband við Bigga og eiginlega finnst henni lengi

vel að barnið komi honum lítið við. En hvað finnst Bigga sjálfum? Skoðið

viðbrögð hans þegar Sunna hefur samband við hann, þegar hún verður veik

og þegar barnið fæðist.

Pabbi og mamma Lesið samtal Sunnu og ömmu hennar á bls. 152. Eiga börn alltaf

rétt á að

kynnast báðum foreldrum sínum? Eiga allir feður rétt á að fá að kynnast

börnum sínum?

Samhjálp

Skoðið hvernig vinir Sunnu bregðast við þegar hún veikist. Hvað gera þau til

að gera henni lífið léttara? Í sögunni eru líka dæmi um að ókunnugt fólk komi

til hjálpar og láti sig varða líðan Sunnu. Ber þeim skylda til að aðstoða hana?

Meðganga og fæðing

Hvað vitið þið mikið um meðgöngu og barnsfæðingar? Stundum vill bera við

að um slíkt sé fjallað sem feimnismál. Hvað finnst ykkur um það? Haldið þið

að fræðsla auki eða minnki hræðslu við fæðingar? Hvernig leið Bigga meðan

barnið hans var að fæðast? Hefði hann átt að fá að vera viðstaddur

fæðinguna?

Umönnun barns ungra foreldra

Hver á barnið hennar Sunnu? Haldið þið að henni muni reynast erfitt að fá að

ráða sjálf uppeldi Sólrúnar litlu? Eiga mamma hennar og pabbi ef til vill rétt á

að ráða einhverju? Hvað haldið þið um hlut Bigga í uppeldinu?

Framtíðin

Berið saman framtíðarmöguleika Sunnu og ömmu hennar til að mennta sig og

sjá fyrir sér og barninu sínu. Hvað hefur áunnist síðan amma var ung? Standa

allar ungar mæður jafn vel að vígi og Sunna?

http://vefir.nams.is/malyrkja/

Sverðberinn er skáldsaga ætluð unglingum sem kom út árið 2004.

Hún var valin besta barna- og unglingabók ársins af Menntaráði Reykjavíkur og fékk einnig viðurkenningu IBBY á Íslandi. Sumarið

2005 fékk Ragnheiður Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir höfundar-verk sitt með sérstakri áherslu á Sverðberann. Sverðberinn hefur

komið út í danskri og norskri þýðingu og er væntanleg á færeysku.

Page 20: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 20

Hópvinna Þemavinna Um er að ræða að lesa 1 bók.

Valið stendur milli þriggja verðlaunabóka eftir Ragnheiði.

Hópurinn vinnur saman, les saman eða hlustar saman á bókina. Skiptir með sér verkum. Segir okkur síðan frá bókinni í lokin.

Verkefnið áætlað í 1 mánuð.

Í hópnum eru________________________________________________

Verkefnið heitir______________________________________________

Verkaskipting í hópnum______________________________________

______________________________________________________________

____________________________________________________________________________________________________________________________

______________________________________________________________

__________________________________________________________

Hvernig langar ykkur að skila verkefninu?

1. Ritgerð.2. munnleg frásögn.3. Í ljóði.4. Myndasýningu.5. vídeó 6. tónlist.7.

plakat.8. hugar kort 9. búa til bók. 10. Myndasaga.11. leikrit 12. semja út-varpsþátt.13. leika látbragðsleik.14. útbúa skuggaleikhús.15. búa til

fréttablað. 16.Sauma og föndra.

Metið verður

Kennari:

Framsetningu/ Uppbyggingu

Nemandi:

Ég hlusta vel á aðra.

Koma innihaldi/boðskap sögunnar til skila. Ég er kurteis.

Unnu nemendur vel saman? Ég er ánægð(ur) með vinnu mína í hópnum.

Var lokaverkefnið áhugavert? Ég reyni að leggja eitthvað til málanna, kem

með hugmyndir.

Höfðu allir gaman að verkefninu? Samkomulagið í hópnum var mjög gott.

Hver skipulagði vinnuna? Tekur vel gagnrýni á eigin verkum.

Eru þrautseig og gefast ekki upp. Klára

verkefnið.

Kemur vinnunni yfir á aðra.

Sýna skapandi vinnubrögð. Fer ég í fýlu ef mér mislíkar?

Page 21: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 21

Persónusköpun er meginatriði í skáldskap. Tvær helstu leiðir við

persónusköpun eru:

• Bein lýsing

• Óbein lýsing

Meginmunur á beinum og óbeinum lýsingum:

• Beinum lýsingum er tekið sem staðreyndum.

• Af óbeinum lýsingum eru dregnar ályktanir og sköpuð

heildarmynd af persónunni.

Málbjörg / SKS4

Um bókmenntir

Persónusköpun og mannlýsingar

Bein og óbein lýsing persóna

Bein lýsing

– Höfundur eða sögumaður lýsir persónum beint; ytra útliti, atgervi,

hátterni og jafnvel innræti.

Dæmi: Gunnvör var alltaf í skærum fötum, hló mikið og var yfirleitt í

góðu skapi. Hún var skemmtileg og góð manneskja.

Óbein lýsing

– Framkoma persóna og hegðun, orð þeirra og athafnir, misræmi eða

samræmi milli þess sem þær segja og gera.

– Viðhorf og umsagnir annarra.

– Hvernig ytri atburðir eða hughrif orka á persónuna, t.d. í einræðum og

hugsuðu tali

Málbjörg / SKS5

Um bókmenntir

Um bókmenntir

Tími

Tími er einn af grundvallarþáttum frásagna.

– Ytri tími: Hvenær þeir atburðir gerast sem greint er frá samkvæmt

almanakstíma.

– Innri tími (sögutími): Sá tími sem líður innan takmarka verksins frá

upphafi þess til enda.

– Lestrartími: Sá tími sem lestur verksins tekur.

– Frásagnartími: Hvenær höfundur hugsar sér að verkið verði til og

fjarlægð þess sem söguna segir frá atburðum.

– Skrásetningartími: Hvenær höfundur færir verkið í letur.

1Málbjörg / SKS

Umhverfi: Allar ytri aðstæður, náttúrulegar, félagslegar og menningarlegar.

Sögusvið: Vettvangur sem saga gerist á, umhverfi sem persónurnar hrærast í.

Sögusvið er t.d.:

Lýsingar á landslagi, hýbýlum og öðrum ytri aðstæðum.

Tímabundnar aðstæður, s.s. sögulegur tími viðburða, árstíðir,

veðurfar o.s.frv.

Lifnaðarhættir og störf persóna.

Félagslegt umhverfi, s.s. pólitískt, fjárhagslegt, trúarlegt eða

siðferðilegt.

Málbjörg / SKS2

Um bókmenntir

Umhverfi og sögusvið

Í frásögn er um tvær leiðir að velja; hlutlæga og huglæga.

Hlutlæg lýsing eða frásögn leggur áherslu á staðreyndir.

• Markmið hlutlægrar frásagnar er að fræða og veita upplýsingar. Miklu máli skiptir að segja einungis frá staðreyndum.

Huglæg lýsing eða frásögn felur í sér tilfinningaleg viðhorf og dóma. Dæmi: Mér finnst . . .

• Markmið huglægrar frásagnar er að tjá afstöðu mælanda og höfundar og hafa um leið áhrif á viðmælanda

Málbjörg / SKS3

Um bókmenntir

Hlutlægni og huglægni

Page 22: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 22

Hæfniviðmið fyrir íslensku 8. - 10.bekk

2. Lestur og bókmenntir Gegnum holt og hæðir

Með vinnubók á netinu og hljóðbók

Þjóðsögur eru frásagnir sem hafa lifað í munnmælum mann fram af manni. Það þýðir

að ekki er vitað um uppruna þeirra, höfunda eða hver sagði þær fyrstur. Sögurnar

eru misgamlar, sumar þeirra hafa varðveist öldum saman. Við vitum að sögurnar eru

ekki alltaf byggðar á sönnum eða raunverulegum atburðum. Sumar þjóðsögur eru þó

þannig að það mætti hugsa sér að þær væru sannar. Þær segja okkur líka ýmislegt

um það hvernig fólk hugsaði fyrr á öldum, hverju það trúði og hvað það aðhafðist.

Fáar þjóðir eiga jafnstórt safn af þjóðsögum og Íslendingar.

Um sögurnar

Í þessari bók er að finna fjölbreytt safn af sögum. Hér eru tröllasögur, útilegu-mannasögur, sögur af álfum og huldufólki, sögur af körlum í koti sínu, kóngum í

höllum sínum, karlsonum og prinsessum, helgisögur, galdrasögur, ýkjusögur, sögur af sæbúum og draugasögur. Sumar sögurnar eru heldur óhugnanlegar og voru

kannski notaðar til að hræða eða skelfa börn. Aðrar eru fyndnar. Margar hafa í sér einhvern boðskap, eitthvað sem við getum lært af.

Með því að lesa þjóðsögur og ævintýri kynnast nemendur bókmenntagrein sem á

sér hefð meðal flestra þjóða. Þeir efla orðaforða sinn og málvitund og svo hafa sögurnar auðvitað líka skemmtigildi. Þjóðsögur hafa ákveðin einkenni sem

stundum er kallað þjóðsagnastíll. Til dæmis má nefna:

Sögurnar eru yfirleitt frekar stuttar.

Sagt er frá í réttri tímaröð.

Málfar er kjarnmikið.

Yfirleitt eru persónur í sögunum fáar.

Margar þjóðsögur innihalda vísur eða stef.

Draumar koma oft við sögu.

Andstæður eru áberandi í persónusköpun; ríkur – fátækur, vondur –góður, lítill – stór, vitur – heimskur.

Endurtekningar eru algengar.

Þrítala er mikið notuð.

Tölurnar þrír, fimm og sjö og margfeldi þeirra eru mjög mikið notaðar.

Gegnum holt og hæðir, þjóðsögur fyrir mið– og unglingastig, útgáfa 2011

Page 23: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 23

Hæfniviðmið fyrir íslensku 8. - 10.bekk

,,Með fjaðrabliki....’’ Bókmenntir fyrir efri bekki grunnskóla

2. Lestur og bókmenntir

Við val á efni í bókina var leitast við að finna eitthvað sem

höfðar til viðtakenda um leið og kynntar eru helstu greinar

frásagnarlistar. Að öðru leyti var tekið mið af þeim mark-

miðum í bókmennta-kennslu og lestri sem fram komu í Aðal-

námskrá frá 2007 þar sem ný námskrá var enn í vinnslu.

Nú þegar drög að nýrri námskrá hafa verið birt á vef

menntamálaráðuneytisins kemur í ljós að efnisvalið fellur vel

að því sem þar kemur fram um bókmenntir og lestur.

Við leggjum til að fremur en að lesa bókina kafla fyrir kafla

velji kennarar saman t.d. ljóð og smá-sögu, skáldsögubrot og kvikmynd, teikni-

myndasögu og örsögu og beri saman frásagnarmáta bókmenntagreinanna.

Einnig er hægt að kynna allar greinarnar í lotu með því að velja eitt verk úr

hverjum kafla sem lesið er með nemendum og frásagnaraðferðir m.a. bornar

saman. Höfuð-áherslan þarf þó alltaf að vera á því að nemendur lesi, ræði,

túlki og meti efni bókmenntatextanna.

Anna Steinunn Valdimarsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir

Í Kennsluleiðbeiningum eru svörin úr bókinni

Með fjaðrabliki námsbók og kennsluleiðbeiningar

Page 24: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 24

Mályrkjubækurnar og verkefni á vefnum til í hljóðbók.

Mályrkjubækurnar og verkefni á vefnum til í hljóðbók.

Bækur með hljóðbókum og vinnubókum, léttar, litlar og spennandi. Gengur fyrir miðstigið og börn sem eru að læra íslensku.

Á vef náms.is

Page 25: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 25

http://vefir.nams.is/klb/bragfraedi_klb.pdf

Bækur með hljóðbókum og vinnubókum, léttar, litlar og spennandi.

Gengur fyrir miðstigið líka

Á vef náms.is

Page 26: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 26 Velja kjörbók og skrifa ritgerð

Farið inná málbjörg

Skrifað um kjörbók

• Nafn bókar og höfundur – Ein lína.

• Bókaforlag, útgáfuár, blaðsíðufjöldi – Ein lína.

• Söguþráður bókarinnar – Fimm til tíu línur.

• Viðfangsefni bókarinnar, vandamál sem tekin eru til umfjöllunar o.fl. –

Fimm til tíu línur.

• Aðalpersónur sögunnar – Fimm til tíu línur.

• Umhverfi sögunnar og tími; bær, borg, úthverfi, smábær, sveit, árstíð,

veður, fjárhagur fólks, menntun, viðhorf o.fl. – Fimm til tíu línur.

• Hvort hentar þessi bók frekar stelpum en strákum? – Þrjár línur.

• Hver gæti boðskapur sögunnar verið? – Þrjár til fimm línur.

• Hver er helsti kostur bókarinnar? – Þrjár til fimm línur.

• Hver er helsti galli bókarinnar? – Þrjár til fimm línur.

1Málbjörg / SKS

Page 27: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 27

Page 28: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 28

Efni ætlað grunnskólum.

Vinnubókin hefur að geyma eyðublöð til ljósritunar svonefnd

Framfaraspor hraði númer 1-4 og skilningur, fréttakaflar,

leskaflar.

Í vinnubókinni er endurtekinn

lestur– hraðaæfingar þar sem tekinn er tíminn.

Efnisspurningar, orðaleit, setja inn rétt orð, ljúka við setningu

og fleira.

Alltaf er unnið með tímann og lestur. Lestur og minni er

þjálfað ásamt því að auka leshraðann sem er aðal þjálfunin.

Lestu nú—leskaflar og vinnubók: Fjölnir og Guðni

Page 29: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 29

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 8. - 10.bekk 3. Ritun

valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í

heimildaskrá, svo sem reglur kveða á um.

Skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð

eftir því sem við á.

Við lok 10. bekkjar

skrifað skýrt og greinilega og öðlast persónulega rithönd.

beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnis-

atriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og

efnisgreinar.

tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í

rituðu máli.

valið og skrifað mismunandi textagerðir sem hæfa við-

komandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði

við hæfi.

beitt reglum um réttritun og hefur náð góðu valdi á staf-

setningu. Gerir sér grein fyrir að góð stafsetning er virðing

við mál, texta og lesanda.

Page 30: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 30

http://vefir.nams.is/malbjorg/ritun.html

Málbjörg vefur um kennsluleiðbeiningar og hugmyndir

Í ritun er fjallað um

Bókmenntaritgerðir

Dagbókarskrif

Mannlýsingar

Tímarit og hönnun

Þýðingar

Ferilsritun—gátlisti

Hugleiðing

Einfalt matsblað

Ítarlegt matsblað

Prófarkarlestur

Tíu góð ráð

Sjálfsmat í ritun

Gagnvirkar æfingar í stafsetningu

http://www.nams.is/Namsefni/Valid-namsefni/?productid=52f9275d-3b30-4127-a89e-afce5772cbcf

Glærusafn

Að skrifa úrdrátt

Dæmi um ritdóm

Ritun-leiðbeiningar

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 8. - 10.bekk 3. Ritun

Page 31: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 31

Tölvutækniöld

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 8. - 10.bekk

3. Ritun

Nota má Dropbox til að geyma verkefni og hafa kennarar og

nemendur þá aðgang að sama geymsluhólfinu, Dropbox.

Foxit Reader er gott forrit sem er frítt og er notað þegar

nemendur vinna verkefni í skannaðar verkefnabækur, beint á

tölvuna.

Hugkort er hægt að finna frítt og hjálpar mörgum að skipu-

leggja ritgerðir.

Goanimate. Com er heimasíða þar sem nemendur geta búið

sér til sín eigin myndbönd.

Teiknimyndasögu hönnun er hjá—lego

Lego Comic Builder er leikur þar sem nemendur útbúa sín

eigin teiknimyndasíðu.

Photostory er forrit frá Windows, þar sem hægt er að raða

saman myndum og setja inn texta og hljóð.

Page 32: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 32

© Miðbjörg / SKS19

Gátlisti

Eru upphafsorðin í lagi og líkleg til að vekja áhuga?

Eru lokaorðin skýr og áhugaverð?

Er textinn líklegur til að vekja áhuga lesandans?

Er byggingin í lagi þ.e. upphaf – miðja – endir?

Er orðalag og stafsetning í lagi?

Eru greinaskil í textanum?

Eru sömu orð notuð aftur og aftur?

Er of mikið af samtölum í frásögninni?

Er textinn eins og upptalningarfrásögn? (og svo, síðan, þá . . . )

Er eðlilegt samhengi í textanum, þ.e. leiðir eitt af öðru?

Er textinn lipur og þægilegur aflestrar?

Er fyrirsögnin áhugaverð?

Er tilgangurinn með skrifunum skýr?

Eru punktar og kommur á réttum stöðum?

Mætti sleppa einhverju? Er einhverju ofaukið?

Page 33: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 33

Verum virk

Hæfniviðmið fyrir íslensku í

8. - 10.bekk

3. Ritun

Bókin VERUM VIRK fjallar um

Félagsmá, Lýðræði, mannréttindi og félagsmál, Samskipti, Sjálfsmynd og sjálfs-virðing, tjáning og framsögn, fundarsköp, nefndarstörf, rökræður, ágreiningsmál

og málamiðlanir.

Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, námsgagnastofnun

Mjög góð bók

Efnisyfirlit

1. Félagsmál

2. Lýðræði, mannréttindi og félagsmál

3. Samskipti Þetta er sérstaklega góður kafli.

4. Sjálfsmynd og sjálfsvirðing Þetta er sérstaklega góður kafli.

5. Tjáning og framsögn

6. Fundarsköp

7. Nefndarstörf

8. Rökræður

9. Ágreiningsmál og málamiðlanir

Gott er að taka þessa bold kafla með íslenskunni.

Bókin Hugsi, á að efla málfærni, ritleikni og rökvísi nemenda. Beitt er kennslu-

aðferð sem kölluð hefur verið heimspekileg samræða en tilgangur hennar er að

þjálfa gagnrýna hugsun ungmenna og auðvelda þeim að skilja hugtök og viðhorf

dýpri skilningi en áður. Bókinni er skipt í ellefu sjálfstæða kafla þar sem fengist er

við fjölmörg siðræn vandamál, en stuðst er við blaðagreinar, ljóð, smásögur, og

heimspekitexta sem krefjast bæði ígrundunar og skapandi hugsunar.

Er sérstaklega góð fyrir nemendur að skilja og læra spakmæli, málshætti og

fleira t.d. Hvað er hroki, reiði, vit og skynsemi, hégómleiki, um grimmd og einelti,

hamingja, maðurinn, lög og siðir, sannleikur, dygðir og lestir. Góð bók.

Page 34: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 34

Hæfniviðmið fyrir íslensku í 8. - 10.bekk

4. Málfræði Við lok 10. bekkjar

beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun

málsins og þróun þess.

beitt allauðugum orðaforða og gert sér grein fyrir mikilvægi

þess að rækta hann og geti nýtt reglur um orðmyndun og

einingar orða við ritun.

flett upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orða-

bönkum og getur nýtt sér málfræðilegar upplýsingar sem

þar er að finna.

áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum

orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin

texta og annarra.

notað fleyg orð, algeng orðtök, málshætti og föst orðasam-

bönd til að auðga mál sitt og gerir sér grein fyrir þýðingu

lestrar, ekki síst bókmennta í þessu skyni.

gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði

eftir efni og tilefni. Áttað sig á staðbundnum, starfs-

tengdum og aldurstengdum tilbrigðum í orðaforða og mál-

notkun og þekki til helstu framburðarmállýskna.

áttað sig á skyldleika íslensku við önnur mál og að tungu-

mál, þar á meðal íslenska, breytast sífellt.

gert sér grein fyrir mikilvægi góðrar færni í máli, ábyrgð

sinni við að bæta mál sitt og þekkir leiðir til þess.

áttað sig á og beitt sköpunarmætti tungumálsins og nýtt

það m.a. við ritun, tal, við nýyrðasmíð, í orðaleikjum og

skáldskap.

nýtt þekkingu sína á málfræðilegum eigindum við nám í er-

lendum tungumálum.

Page 35: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 35

Mályrkja I og vinnubækur. Hljóðbók

Mályrkja II og bækur með henni þ.m. hljóðbók

Fyrsta kennslubókin í flokki Mályrkjubókanna. Efnið er flokkað í fjögur þemu

sem nefnast: Skilaboð, Strákur - Stelpa, Hópurinn og Fyrirmyndir. Textar bókar-

innar eru sóttir í bókmenntir og blöð og tengdir með margvíslegum fróðleiks-

greinum um málfræði, stílfræði, orðaforða o.fl. Aftast í bókinni eru upplýsingar

um höfunda bókmenntaefnisins og atriðisorðaskrá.

Önnur bókin í flokki Mályrkjubókanna. Efnið er flokkað í þrjú þemu sem

nefnast: Umhverfið, Tískan og Lífsgleðin. Í bókinni eru fjölbreyttir bókmennta-

textar, ljóð, fræðandi greinar og hugleiðingar, svo og kennsla um málfræði, stíl-

fræði, orðaforða o.fl. Heimildaskrá er í bókinni.

Page 36: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 36

Mályrkja III með hljóðbók og verkefnabók

Þriðja og síðasta bókin í flokknum Mályrkja sem er námsefni til heildrænnar

móðurmálskennslu á unglingastigi grunnskólans. Silja Aðalsteinsdóttir bók-

menntafræðingur og ritstjóri og Höskuldur Þráinsson prófessor eru höfundar

þessarar bókar. Í Mályrkju III hefur Silja tekið saman kynningu á 40 skáldum og

rithöfundum frá síðustu tveim öldum, allt frá Bjarna Thorarensen til Diddu, auk

þess að velja lestrarefni. Höskuldur skrifar yfirlit yfir íslenska málfræði í víðasta

skilningi. Beitir hann nýjustu og nútímalegustu rannsóknaraðferðum og styður

greiningu sína á málinu mjög traustum vísunum til textanna í bókinni. Fjölmörg

verkefni er að finna í Mályrkju III, bæði til umræðna og hópvinnu og til einstakl-

ingsbundinnar úrvinnslu í stílabók.

Finnur III er einnota verkefnabók í málfræði og stafsetningu, einkum ætluð í

10. bekk.

Hún tengist bókunum Málfinni og Skriffinni svo og bókmenntahluta Mályrkju

III

Page 37: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 37

Íslenska 8.—10.

bekkur

Frá skimun með LtL til LOGOS Grunnþættir og

5. kafli

Lestur heima,

fræðsla til

foreldra. Lífsleikni heima

Einkenni lesblindu Fjölbreyttar leiðir við lestur og

lestrarkennslu Námstækni

Vallaskólaleiðin, lotukerfi í

heilstæðri íslenskukennslu

Að efla sjálfstraust nemenda

Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal unglinga

Page 38: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 38

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ?

Hvað get ég gert - við of miklar ÁHYGGJUR?

http://www.hvadgeteggert.is/index.html

Hvað get ég gert - við of mikla NEIKVÆÐNI ?

Bókin leiðir börn og foreldra þeirra gegnum aðferðir

hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að breyta nei-

kvæðri hugsun. Með ”skref-fyrir-skref” leiðbeiningum er börn-

unum beint í átt til jákvæðara og hamingjusamara lífs. Þessi

gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða,

hvetja og styrkja börn í að bæta líf sitt og líðan.

Bókin hjálpar börnum og foreldrum við að beita aðferðum hug-

rænnar atferlismeðferðar, sem oftast er notuð við meðhöndlun á

kvíða. "Skref fyrir skref"

aðferðir og verkefni í formi teikninga og orða hjálpa barninu að

öðlast nýja færni til að draga úr kvíða. Þessi gagnvirka sjálfs-

hjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja

börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum. Bókin er 80 blað-

síður.

"Skref fyrir skref" lýsingar kenna börnum aðferðir í reiði-

stjórnun sem miða að því að kæla reiðar hugsanir og stýra reiði-

tengdri hegðun, sem leiðir til þess að börnin verða rólegri og af-

kastameiri. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úr-

ræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna að breyt-

ingum. Bókin er 96 blaðsíður, efni hennar er sett fram með ein-

földum og skiljanlegum hætti.

Page 39: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 39

Einkenni lesblindu 37 algeng einkenni lesblindu (Hljóðbókasafnið)

Um það bil 10 af eftirfarandi einkennum má sjá í fari flestra lesblindra. Einkennin

geta verið breytileg frá degi til dags og mínútu til mínútu. Traustasta einkenni les-

blindra er óstöðugleikinn.

Almennt

Virðist skýr, mjög greindur og vel máli farinn en slakari í lestri, skrift og stafsetningu

en jafnaldrar almennt. Stimplaður latur, vitlaus, kærulaus, óþroskaður, barnalegur,

leggur ekki nógu hart að sér eða með hegðunarvandamál.

Er ekki „nógu langt á eftir“ eða „nógu slakur“ til að fá aðstoð í skóla.

Er með háa greindarvísitölu en útkoma á bóklegum prófum er léleg. Útkoma á

munnlegum prófum er betri en á skriflegum prófum.

Telur sig heimskan og hefur lítið sjálfsálit. Felur eða hylmir yfir veikleika sína með

snjöllum aðferðum; kemst auðveldlega í tilfinningalegt ójafnvægi út af lestri eða

prófi í skólanum. Býr yfir miklum hæfileikum í listum, leiklist, tónlist, íþróttum, með-

ferð véla, frásagnarlist, sölumennsku, viðskiptum, hönnun, byggingarlist og verk-

fræði. Virðist detta út eða gleyma sér oft í dagdraumum; týnist auðveldlega eða

missir tímaskyn. Á erfitt með að halda athyglinni; virðist of- eða vanvirkur

(dagdreyminn). Lærir best með því að framkvæma, sjá, gera tilraunir, athuga, skoða

og með sjónrænum áreitum. Virðist eiga við sjónræn vandamál að stríða þó svo að

augnlæknir finni ekkert að augunum og sjóninni. Mjög athugull eða vantar dýptar-

og jaðarskyn. Les og endurles með litlum árangri varðandi lesskilning.

Stafsetur samkvæmt hljóðaaðferð. Stafsetning mjög misjöfn.

Heyrn og mál Hefur mjög góða (of mikla) heyrn; heyrir hluti sem ekki hafa verið

sagðir eða sem aðrir hafa ekki heyrt; öll hljóð trufla viðkomandi.

Á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð; talar í ókláruðum setningum; hikar;

stamar undir álagi; mismælir sig þegar notuð eru löng orð eða víxlar setningar-

hlutum, orðum og atkvæðum þegar hann er að tala.

Page 40: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 40

Einkenni lesblindu 37 algeng einkenni lesblindu

Heyrn og mál Hefur mjög góða (of mikla) heyrn; heyrir hluti sem ekki hafa verið

sagðir eða sem aðrir hafa ekki heyrt; öll hljóð trufla viðkomandi.

Á erfitt með að koma hugsunum sínum í orð; talar í ókláruðum setningum; hikar;

stamar undir álagi; mismælir sig þegar notuð eru löng orð eða víxlar setningar-

hlutum, orðum og atkvæðum þegar hann er að tala.

Ritun og hreyfifærni Á í erfiðleikum með ritun eða að skrifa eftir upplestri; blýants-

grip óvenjulegt, rithönd misjöfn eða ólæsileg.

Klunnalegur, léleg samhæfing, lélegur í bolta- eða hópíþróttum; á í erfiðleikum með

fín- og/eða grófhreyfingar; bíl-, sjó- eða flugveikur.

Getur verið jafnhentur og ruglast oft á hægri/vinstri, yfir/undir.

Stærðfræði og tímastjórnun Á erfitt með að segja til um tímasetningu, stjórna

tímanum, læra hluti sem þurfa að vera í ákveðinni röð (vikudagana, mánuði, marg-

földunartöfluna o.fl.), eða að vera stundvís. Notar puttana eða önnur brögð við út-

reikninga í stærðfræði; veit svörin við dæmunum en getur ekki sýnt útreikning á

blaði. Kann að telja en á erfitt með að telja hluti og eiga við peninga.

Getur reiknað talnadæmi en á erfitt með orðadæmi; á í erfiðleikum með algebru og

flóknari stærðfræði.

Minni og hugsun Man mjög vel það sem hann hefur upplifað (langtímaminni), staði

og andlit. Man illa atburðaröð, staðreyndir og atriði/upplýsingar sem viðkomandi

hefur ekki upplifað. Hugsar aðallega í myndum og tilfinningum, ekki með hljóðum

eða orðum (lítið innra tal).

Hegðun, heilsa, þroski og persónuleiki

Sérstaklega óskipulagður eða áráttukennt skipulag.

Getur verið trúðurinn í bekknum, vandræðagemsi eða of hljóður.

Óvenju bráð- eða seinþroska (tala, skríða, ganga, reima skó).

Fær oft eyrnabólgu; viðkvæmur fyrir mat (mataróþol), aukefnum og efnavörum.

Sefur mjög fast eða mjög laust; vætir rúmið lengur en eðlilegt telst.

Sterk réttlætistilfinning; tilfinninganæmur; með fullkomnunaráráttu.

Mistök og einkennin aukast verulega ef viðkomandi kemst í uppnám, í tímaþröng, við

tilfinningalegt álag eða veikindi.

Textinn er fenginn af vef lesblind.is (©1992, Ronald D. Davis)

Page 41: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 41

Einkenni lesblindu 37 algeng einkenni lesblindu

Hegðun, heilsa, þroski og persónuleiki

Sérstaklega óskipulagður eða áráttukennt skipulag.

Getur verið trúðurinn í bekknum, vandræðagemsi eða of hljóður.

Óvenju bráð- eða seinþroska (tala, skríða, ganga, reima skó).

Fær oft eyrnabólgu; viðkvæmur fyrir mat (mataróþol), aukefnum og efnavörum.

Sefur mjög fast eða mjög laust; vætir rúmið lengur en eðlilegt telst.

Sterk réttlætistilfinning; tilfinninganæmur; með fullkomnunaráráttu.

Mistök og einkennin aukast verulega ef viðkomandi kemst í uppnám, í tímaþröng, við

tilfinningalegt álag eða veikindi.

Textinn er fenginn af vef lesblind.is (©1992, Ronald D. Davis)

Page 42: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 42

Helstu aðferðir hljóðlesturs eru:

Nákvæmnislestur: Nákvæmnilestur byggir á því að lesa hvert orð. Hraðinn er mismunandi

eftir því hvað er lesið. Þar sem lestur er virkt ferli er mikilvægt að lesandinn velti alltaf

fyrir sér hver sé tilgangurinn með lestrinum. Hvernig hann ætlar að nota hann, skoða

textauppbyggingu og leita að lykilorðum sem geta auðveldað honum skilning. Nákvæmnis-

lestur krefst greinandi hugsunar við túlkun og mat á efninu og því er leshraðinn minni en

þegar lesið er hratt í hljóði.

Leitarlestur: Leitarlestur er notaður til að finna ákveðnar upplýsingar í texta t.d. í orða-

bók, verðlista og símaskrá. Lesandinn rennir augunum yfir textann þar til hann finnur það

sem hann leitar að og les þá vandlega yfir til að vera viss um að hafa réttu upplýsingarnar.

Lesa allt að 1500 orð á mín.

Yfirlitslestur: Yfirlitslestur er notaður við t.d. lestur tímarita og dagblaða og er þá oftast

lesið hratt. Þegar textinn er þungur er algengt að lesa þurfi textann aftur. Lesa 250—350

orð á mínútu.

Með hljóðlestri:

• auka börn leshraða sinn

• gefst börnum tækifæri til að lesa á sínum hraða

• þjálfast börn í að einbeita sér og úthald við lesturinn eykst

• styrkist og eykst málskilningur og orðaforði

• verða framfarir í lesskilningi

• læra börn að njóta og lifa sig inn í efnið og setja sig í spor annarra

Fjölbreyttar leiðir við lestur og lestrarkennslu.

Page 43: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 43

Rætt er um á vefnum:

1. Að skipuleggja tíma sinn

2. Lífsvenjur sem hafa áhrif á árangur í námi

3. Minni, gleymsku og einbeitingu

4. Árangursríkar lestraraðferðir

5. Glósur

6. Að skrifa ritgerð

7. Prófundirbúning og próftöku

8. Að vinna gegn prófkvíða

9. Jákvætt hugarfar og líðan

10. Að setja sér raunhæf markmið

11. Sjálfstæð vinnubrögð og ábyrgð á eigin námi

Margir þættir hafa áhrif á það hvernig okkur gengur að læra, s.s.

lífsvenjur,

heimilisaðstæður,

líðan í skóla,

kennslan sem við fáum,

áhugi og einbeitingar-hæfileikar.

Markmiðið er að þú finnir út hvernig þú getur unnið vel og skipulega

að þínu námi. Þú getur lært, hafðu trú á þér.

Það er mjög einstaklingsbundið hvaða vinnuaðferðir skila árangri hjá

hverjum og einum nemenda.Þess vegna þurfa allir að skoða vinnuað-

ferðir sínar út frá eigin forsendum og í ljósi þess hversu sáttur einstakl-

ingurinn er við þann árangur sem hann nær.

http://vefir.nams.is/namstaekni/

Page 44: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 44

Vallaskólaleiðin,

námsefni í íslensku á

unglingastigi. Þetta

námsefni var gert af

þremur kennurum á

Selfossi og er einstakl-

ingsmiðað. Þetta nám

er Hlítarnám sem

grundvallast á sjónar-

miðum atferlisfræð-

innar. Það er skilgreint

þannig samkvæmt at-

ferliskenningunni:

Námið er sett fram á

skipulegan hátt. Við-

fangsefnin kennd í

réttri röð og innihaldið

er ákveðið af námskrá.

Náminu er skipt í

smáar námseiningar

eða lotur. Námsefnið

er afmarkað í 8—10

lotur á vetri. Nemandi

hefur góða yfirsýn á

efninu, vinnur sjálf-

stætt á sínum hraða,

eftir innlögn kennara.

Einstaklingsmiðað nám

gerir nemendum kleift

að vinna út frá áhuga-

sviði þeirra og þroska

með fjölbreyttum

kennsluaðferðum. Ein-

staklingsmiðað nám

felur í sér að miða eigi

við skipulag kennslu

og nám nemenda út

frá hverjum og einum

en ekki heildinni.

Barnið setur sér við-

mið í samvinnu við

kennarann. Hann setur

sér markmið og

einkunn sem hann þarf

að ná í hverri lotu.

Einkunnin sjálf verður

ekki aðalatriðið heldur

að nemandinn hafi

getað náð sínu mark-

miði í lotunni. Sam-

keppni milli nemenda

minkar, nemandi

keppir við sjálfan sig

og sitt markmið. Nem-

endur læra að skipu-

leggja nám sitt, koma

með tillögu að verk-

efnum vinna það og

kynna fyrir framan

bekkinn. Í ákveðnum

tímum er ætlast til að

nemendur vinni saman

og hjálpist að. Nem-

endur fara misdjúpt í

verkefnin. Viðmiðunar-

einkunnin sem notuð

er til að setja nem-

endum mark á að

endurspegla getu

þeirra. Það ríkir á-

kveðið frelsi þ.e. Nem-

endur ráða hvaða

verkefni þeir vinna í

tíma og hvað heima.

Þessi leið hentar mjög

vel mismunandi getu

nemenda í íslensku-

kennslu á unglinga-

stigi. ma ritgerð Guðbjargar Gríms-

dóttur, um Vallaskólaleiðina.

Hver nemandi vinnur á sínum

hraða, sýnir sjálfstæði og

samvinnu, setur sér markmið,

sem hann keppist við að nám í

hverri íslensku-lotu.

Vallaskólaleiðin. Lotukerfi í heildstæðri íslenskukennslu.

Page 45: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 45

Að efla sjálfstraust nemendanna

Áfram tekið úr: Upplýsingariti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-innar ætlað kennurum og öðru

starfsfólki í skólum.

http://www.landlaeknir.is/

servlet/file/store93/item2752/2761.pdf

Gott sjálfstraust verndar

börn og unglinga gegn

andlegri kreppu og depurð og gerir þeim kleift að

kljást við erfiðar og streituvaldandi kringum-

stæður.

Hægt er að beita margs

konar aðferðum til þess að efla sjálfstraust hjá

börnum og unglingum. Hér verða taldar upp nokkrar

leiðir að þessu marki sem mælt er með:

• Draga skal fram í

dagsljósið ánægjulega

viðburði í lífinu sem munu stuðla að því að

móta jákvæða sjálfsmynd barna og unglinga.

Ánægjulegar minningar auka sjálfsöryggi ungs

fólks.

• Ekki skal beita börn og

ungmenni stöðugum þrýstingi til að gera meira

og standa sig betur.

• Það nægir ekki að full-

orðnir segi að þeim þyki vænt umbarnið sitt.

Barnið verður að finna

fyrir kærleika og ást.

• Það á bæði að taka

börnunum eins og þau eru og hrósa þeim fyrir

það. Þeim verður að finnast þau sjálf einstök

bara af því að þau eru til.

Meðaumkun grefur

undan sjálfstrausti en samhygð eflir það þar sem

í henni felst enginn dómur. Sjálfstæði og færni í dag-

legu lífi eru grundvöllur þess að sjálfstraust þróist

frá frumbernsku. Skilyrði

þess að börn og unglingar fái eðlilegt sjálfstraust er

að þeim takist að þroska með sér líkamlega, félags-

lega og starfstengda kunnáttu og færni. Til þess

að öðlast eðlilegt sjálfs-traust þurfa unglingar að

skapa sér eðlilegt sjálf-stæði frá fjölskyldu sinni

og jafnöldrum, ná tengi-lum við hitt kynið, búa sig

undir starf til að geta

framfleytt sér og móta með sér jákvæða lífssýn

sem nýtist þeim og gefur lífinu tilgang.

Árangursrík leið í þessu

skyni er að koma á þjálfun í lífsleikni. Slíkt nám ætti

að miðla þekkingu til jafn-aldra um það hvernig er

hægt að veita stuðning og

að leita aðstoðar fullorðinna.

Skólakerfið ætti enn fremur

að ýta undir það að sjálfs-

mynd sérhvers nemenda fái

að þroskast og eflast. Annað

mikilvægt markmið er að

stuðla að stöðugleika og

samfellu í skólagöngu nem-

enda.

Page 46: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 46

þekkja úr nemendur með persónuleikaraskanir og

bjóða þeim sálfræðilega aðstoð

skapa nánari tengsl við ungmenni með því að tala

við þau og reyna að skilja þau og aðstoða

draga úr vanlíðan vegna sálrænnar kreppu

gefa gaum að og þjálfað sig í að þekkja einkenni

um sjálfsvígshugleiðingar á frumstigi, hvort sem

þau eru tjáð með orðum eða koma fram í breyttri

hegðun,

hjálpa illa stöddum nemendum með námið

gefa gaum að skrópi úr skóla

fjalla um geðsjúkdóma án fordóma og leitast við

að útrýma misnotkun áfengis og vímuefna

vísa nemendum í meðferð við geðröskunum og

áfengis-og vímuefnavanda

takmarka aðgengi nemenda að leiðum til sjálfsvíga

– hættulegum og banvænum lyfjum, eiturefnum,

skotvopnum og öðrum vopnum o.s.frv.

veita kennurum og öðru starfsfólki skóla tafar-

lausan aðgang að úrræðum til þess að draga úr

streitu í starfi.

Tekið úr: Upplýsingariti Al-þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætlað kennurum og öðru

starfsfólki í skólum

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2752/2761.pdf

Sjálfsvíg kemur ekki

eins og þruma úr heiðskíru

lofti: nemendur í sjálfs-

vígshugleiðingum gefa

fólki sem þeir umgangast

nægjanleg aðvörunarmerki

og svigrúm til þess að

grípa í taumana. Í sjálfs-

vígs forvörnum þurfa

kennarar og aðrir starfs-

menn skólanna að vera

vakandi fyrir þessum ein-

kennum og í því efni

skiptir sköpum að:

SAMANTEKT TILMÆLA

Að koma í veg fyrir sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal unglinga

Page 47: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 47

Íslenska 8.—10.

bekkur

Frá skimun með LtL til LOGOS Grunnþættir og

6.Námsmat

Page 48: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 48

Huga þarf að umsókn um stuðningsúrræði í ágúst.

Framkvæmd samræmdu prófa 2013

Í 10. bekk er boðið upp

á samræmd lokapróf í sex

greinum, íslensku,

stærðfræði, ensku,

dönsku, samfélagsfræði

og náttúrufræði. Prófin

eru haldin í maí ár hvert.

Nemendum sem eru veikir

á prófdegi er boðið upp á

sjúkrapróf. Sjúkrapróf eru

haldin einni til tveimur

vikum eftir aðalpróf

Tilgangur samræmdra

lokaprófa er að:

veita nemendum og

forsjáraðila þeirra upplýs-

ingar um námsárangur og

námsstöðu.

vera viðmið fyrir inn-

töku í framhaldsskóla.

athuga eftir því sem

kostur er hvort náms-

markmiðum aðalnámskrár

í viðkomandi námsgrein

hafi verið náð.

veita upplýsingar um

hvernig skólar standa í

þeim námsgreinum sem

prófað er úr

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa haustið 2013:

Íslenska mánudagur 23. sept. kl. 09:00 - 12:00

Enska þriðjudagur 24. sept. kl. 09:00 - 12:00

Stærðfræði miðvikudagur 25. sept. kl. 09:00 - 12:00

Page 49: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 49

Sértæk úrræði

Almenn stuðningsúrræða eru

Page 50: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 50

Einkunn á Samræmdu prófi:

Panta þarf geisladiska og taka það

sérstaklega fram í stuðningsúrræðinu

Uppbygging íslenskuprófsins

Page 51: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 51

Uppbygging íslenskuprófsins

Page 52: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 52

Page 53: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 53

Page 54: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 54

Page 55: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 55

Frammistöðumat fer fram tvísvar á ári fyrir foreldradag. Þá skrifa bæði

nemendur og kennarar í mentor hvernig hefur gengið og nemendur

setja sér markmið og telja upp veikleika sína og styrkleika. Þeir merkja

einnig við hvernig þeim líður í skólanum. Þessi vinna fer fram með

foreldrum og skapast góð vinna um stöðu náms og líðan í skólanum.

Mentor sér um uppsetningu sem kennarar og nemendur fylla inn í þar til

gerða reyti. Hvernig stend ég mig í skólanum í samanburði við mat

kennarans? Þetta á við í öllum námsgreinum skólans.

Það er líka fjallað um annað eins og:

Veikleikar– skráðu það sem þú telur helstu veikleika þína í námi:

Dæmi. Sá sem skrifar: mér finnst íþróttir erfiðastar

Styrkleikar—Skráðu það sem þú telur helstu styrkleika í námi:

Sá sem skrifar: Ég er góð í myndmennt og textíl og mér finnst það gam-

an.

Markmið—Skráðu þau markmið sem þú ætlar að vinna að fram að

næsta stöðumati.

Sá sem skrifar: Ég ætla að reyna að mæta alltaf á réttum tíma í skólann

og vinna vel í tímum.

Líðan

Mér líður vel í kennslustundum nemandi v

Mér líður vel í íþróttum nemandi v

Skipulag

Ég nýti tímann í skólanum vel nemandi O

Hegðun

Ég er kurteis við starfsfólk skólans nemandi V

Heimanám

Ég lýk öllu heimanáminu á tilsettum tíma nemandi V

V merkir ávallt O merkir oftast / merkir stundum X merkir sjaldan.

Frammistöðumat

Page 56: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 56

Lykilhæfni í 8. bekk

Tjáning og miðlun

Tjáð hugsanir sínar, hugmyndir, upplýsingar og til-

finningar með ýmsum miðlum

Myndað sér skoðun og tjáð sig um hinar ýmsu upp-

lýsingar og hugmyndir í skoðanaskiptum

Notað hugtök sem tengjast umfjöllun og tjáð sig í skýru máli.

Talað fyrir framan hóp um málefni, útskýrt og sagt frá

Notað fjölbreyttar aðferðir í kynningum og sýnt

vandvirkni við að miðla þekkingu sinni

Skapandi og

gagnrýnin

hugsun

Spurt spurninga og notað mismunandi leiðir við

efnistök og úrvinnslu verkefna.

Sett sér viðmið með leiðsögn sem eru raunhæf til

árangurs.

Notað skapandi leiðir við lausn verkefna og að mis-tök geta leitt til nýrra lausna.

Gagnrýnt gefnar upplýsingar með rökum.

Fjallað af gagnrýni um afmörkuð viðfangsefni og kynnt öðrum.

Sjálfstæði og

samvinna

Skilið mikilvægi sjálfstæðra vinnubragða og frum-

kvæðis í námi.

Gert sér grein fyrir sterkum hliðum sínum og beitt

þeim í námi og starfi samhliða því að rækta jákvæða

sjálfsmynd.

Unnið í hóp og tekið þátt í jákvæðum samskiptum við

aðra í námi og félagsstarfi

Verið virkur og fengið aðra til samstarfs.

Tekið gagnrýni og gefið uppbyggjandi gagnrýni.

Skilið hvað felist í að vera virkur og ábyrgur borgari í

lýðræðissamfélagi.

Nýting miðla og upplýs-

inga

Tamið sér gagnrýni á mismunandi upplýsingar sem

nýttar eru í námi

Gert sér grein fyrir hvaða miðill hentar við nýsöpun,

þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda í

námi sínu.

Skilið hvað felist í siðferðislegri ábyrgð í notkun miðla

og nefnt dæmi um slíkt.

Ábyrgð og

mat á eigin

námi

Gert sér grein fyrir sterkum hliðum sínum og

hvernig þær hafa áhrif á sjálfsmynd manns.

Skilið tilgang markmiða og lagt fram vinnuferli til

að fylgja þeim eftir

Fylgt eftir hæfnisviðmiði frá upphafi til enda með leiðsögn

Page 57: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 57

Lykilhæfni í 9. bekk Grunnur að lífsleikni

Tjáning og

miðlun

Tjáð hugsanir sínar, hugmyndir, upplýsingar og til-

finningar af nokkru öryggi með fjölbreyttum leiðum.

Myndað sér skoðun og tjáð sig um hugmyndir og upplýsingar sem upp koma, tekið þátt í skoðana-

skiptum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt. Fjallað um ólík viðfangsefni af öruggi og þeim orða-

forða og hugtökum sem hæfir efnisvali. Talað af öryggi fyrir framan hóp um málefni og á

viðeigandi hátt. Notað fjölbreyttar aðferðir í kynningum og sýnt

öryggi og vandvirkni við að miðla þekkingu sinni.

Skapandi og

gagnrýnin hugsun

Spurt spurninga og farið fjölbreyttar leiðir við efnis-

tök og úrvinnslu verkefna

Sett sér skilgreind viðmið um árangur.

Beitt gagnrýni og skapandi hugsun við úrlausn

verkefna á uppbyggilegan hátt.

Gagnrýnt gefnar upplýsingar með rökum og dregið

ályktanir.

Fjallað af gagnrýni um mismunandi viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum.

Sjálfstæði og

samvinna

Sýnt frumkvæði í námi sínu og sjálfstæði í vinnu-

brögðum.

Nýtt sér aðferðir til að efla sterkar hliðar sínar og

byggja upp jákvæða sjálfsmynd.

Unnið í hóp og tekið þátt í jákvæðum samskiptum í námi og félagsstarfi.

Verið virkur og skilið ábyrgðina við að vera þátttak-andi í samfélagi.

Tekið leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilegan hátt og

sett eigin gagnrýni fram á sanngjarnan máta.

Útfært og tekið þátt í samfélagsverkefni með öðrum

á lýðræðislegan hátt.l

Nýting miðla

og upplýs-inga

Tamið sér gagnrýni á mismunandi upplýsingar og

skilji hvað felst í ábyrgri notkun upplýsinga við eigið nám.

Notað fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun, þróun og framsetningu upplýsinga og hugmynda.

Notað heimildir og upplýsingar á siðferðislega verj-

andi hátt í námi, í eigin lífi og á rafrænum sam-skiptamiðlum.

Ábyrgð og

mat á eigin námi

Nýtt sér sterkar hliðar sínar til að styrkja sjálfs-

mynd sína með einföldum aðferðum.

Útfært markmið, fylgt þeim eftir og lagt mat á það í

lokin hvernig til tókst.

Lagt mat á árangur sinn í námi og endurskoðað markmið sín með hliðsjón af viðmiðum

Page 58: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 58

Lykilhæfni í 10.bekk grunnur að lífsleikni

Tjáning og miðlun

Tjáð hugsanir sínar, hugmyndir, upplýsingar og til-

finningar á skipulegan og viðeigandi hátt.

Brugðist með rökum við upplýsingum og hug-

myndum sem eru á margvíslegu formi, tekið þátt í rökræðum um viðfangsefni og rökstutt mál sitt af

yfirvegun og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða.

Rætt á viðeigandi og skýran hátt um málefni þannig að áhugi viðmælenda sé vakinn.

Notað orðaforða á fjölbreyttan hátt og viðeigandi hugtök sem tengjast margs konar umfjöllunarefni.

Nýtt fjölbreyttar aðferðir við að miðla þekkingu

sinni og leikni, skoðunum, hugsunum og tilfinn-ingum á skipulegan og skýran hátt sem við á hverju

sinni.

Skapandi og

gagnrýnin

hugsun

Spurt rannsakandi spurninga, skipulagt eigin

áætlun og endurskoðað ferli við efnistök og úr-vinnslu verkefna.

Skilgreint og rökstutt viðmið um árangur.

Verið óhræddur að nýta sér mistök og óvæntar niðurstöður á gagnrýninn og skapandi hátt og séð í

þeim nýja möguleika.

Tekið upplýsta afstöðu til gagna og upplýsinga,

dregið ályktanir og skapað eigin merkingu.

Beitt mismunandi sjónarhornum, gagnrýninni hugsun við mótun og miðlun viðfangsefna á skap-

andi hátt.

Sjálfstæði og

samvinna

Tekið frumkvæði í námi sínu og verið sjálfstæður

og ábyrgur í vinnubrögðum.

Gert sér grein fyrir hvernig hann nýtist styrkleika

sína og hefur skýra sjálfsmynd.

Unnið með öðrum og tekið á jákvæðan hátt þátt í samskiptum og lagt sitt að mörkum í uppbyggingu

samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla.

Verið leiðanandi í samstarfi og borið ábyrgð á út-færslu leiða að sameiginlegum markmiðum.

Tekið leiðsögn og gagnrýni á uppbyggilega fram.

Nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi.

Page 59: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 59

Nýting miðla og

upplýsinga

Notað fjölbreytta miðla og hjálpartæki á ábyrgan

hátt við að leita upplýsinga í tenglum og til stuðn-ings við nám sitt.

Notað sjálfstætt og í samvinnu við aðra fjölbreytta miðla við skipulag, nýsköpun og þróun og framsetn-

ingu og upplýsinga og hugmynda.

Sýnt ábyrgð í meðferð upplýsinga og heimilda og verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar net-

notkunar og tekur ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum.

Ábyrgð og mat á eigin

námi

Gert sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt

sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd.

Sett sér raunhæf marmið um frammistöðu og fram-vindu náms, unnið eftir þeim og lagt mat á hvernig

til hefur tekist.

Skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfnisviðmiðum aðalnámskrár, skipulagt og

endurskoðað með tilliti til mats á árangri.

Page 60: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 60

Grunnþættir og lykilhæfni

Einstaklingsnámskrá í lestri

Íslenska 8.—10. bekkur

Greining á stöðu nemenda Einkunnir

Bakgrunnsupplýsingar

Niðurstaða úr

LOGOS

Framsagnar

lestur

Hraðlestur

Taka D1eða

C2 í LtL

Lesskilningur í

Orðarún

Ritun

Stafsetning

Hvað eyðir nemandi

löngum tíma í heimanám.

Hvað finnst nemanda

erfiðast í skólanum

Hvað finnst nemanda skemmtilegast í

skólanum

Eru lestrarerfiðleikar í fjölskyldunni hjá

foreldrum eða systkinum

Hefur nemandi einhverjar

greiningar frá sálfræðingi

Félagsleg staða nemanda

Page 61: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 61

Einstaklingsnámskrá í lestri

Markmið

Hvað á að kenna Hvernig, hvar og/eða hjálpargögn

Námsgögn Í hvað langan tíma

t.d. Hraðlestur Lesið í hljóði

Tímataka, stopp-

klukka

Í sérkennslustofu.

Lestu betur, námsbók og

vinnubók

Námskeið einu sinni á dag í þrjár

vikur

Markmiðið mitt er að:

Ég geri það með því að:

1.

2.

3.

Hvað gæti truflað mig eða haft áhrif á að ég nái markmiði mínu:

1.

2.

3.

Þetta get ég gert til að passa upp á það að ekkert trufli mig:

1.

2.

Eftirfylgni:

Skoða hvað gekk vel. Hvað þarf að bæta.

Page 62: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 62

Einstaklingsnámskrá í lestri

Námsmat

Lykilhæfni í hverju er nemandi sterkur, bls.árgangs 55—57

Símat Les-fimi/frams

ögn

hlustunar-skilningur

Stafsetn-ing

ritun lykilhæfni frammi-stöðumat

Sept.

Okt.

Nóv.

Des.

Jan.

Feb.

mars

apríl

maí

júní

Þeir sem komu að þessari einstaklingsnámskrá:

Nemandi___________________________________________________________________________________________________

Umsjónarkennari___________________________________________________________________________________________

Deildarstjóri sérkennslu____________________________________________________________________________________

Nafn forráðamanns________________________________________________________________________________________

Tjáning og miðlun

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Sjálfstæði og samvinna

Nýting og miðla, upplýsinga

Ábyrgð og mat á eigin námi.

Page 63: 8.- 10. bekkur

Elín G. Jóhannsdóttir, greinandi LtL og LOGOS, sérkennari og myndlistarmaður

Læsi 8. - 10. bekkur 63

Hæfni og Gagnrýn hugsun

Í aðalnámskrá grunnskóla 2013 stendur:

. Leita þarf allra leiða til þess að bæta stöðu þeirra

nemenda sem af einhverjum ástæðum gengur illa að

læra að lesa. Þar þarf að grípa inn í sem allra fyrst.

. Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir og

geta sett sig í spor persóna. Þannig getur bókmennta-

kennsla í skólum stuðlað að sterkari sjálfsmynd nem-

enda, kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menn-

ingarsamfélaga og minnihlutahópa.

Hæfni er ekki einn af grunnþáttunum en er aftur á móti það markmið

sem menntun í grunnþáttunum stuðlar að. Hér er átt við að sé lögð áhersla á að

flétta grunnþættina sex inn í skólastarfið fái börn og ungmenni aukna og mikilvæga

hæfni í að taka þátt í samfélaginu sem heilbrigðir og sterkir einstaklingar.

Í inngangskafla að grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá kemur eftirfar-

andi fram í stuttri málsgrein sem fjallar um sköpun: „Allir grunnþættirnir eiga sér

rætur í gagnrýninni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfum og lýðræðislegu

gildismati.“

Gagnrýnin hugsun leggur grunninn að áherslubreytingum í skólastarfi sem og

öðru starfi. Til að hægt sé að innleiða grunnþættina sex inn í skólastarfið þarf starfs-

fólk skóla að horfa á starfið, gildin sem unnið er eftir, kennsluaðferðir og námsefni á

gagnrýninn hátt og með opnum og skapandi huga. Auk þess sem það að virkja

gagnrýna hugsun nemenda ætti að vera hluti af lýðræðismenntun þeirra.

Nám til framtíðar-Kynningarvefur mennta– og menningarmálaráðuneytis

http://www.namtilframtidar.is/#!/