16
ENGIN VOPN TIL VOÐAVERKA Fréttabréf Íslandsdeildar 34. árg. 1. tbl. 2012

Amnesty fréttabréf 01-2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Amnesty 2012

Citation preview

Page 1: Amnesty fréttabréf 01-2012

ENGIN VOPN TIL VOÐAVERKA

Fréttabréf Íslandsdeildar 34. árg. 1. tbl. 2012

Page 2: Amnesty fréttabréf 01-2012

AMNESTY INTERNATIONAL

2

AmNEsTy INTERNATIONAL stefnir að heimi þar sem sérhver einstaklingur fær notið allra þeirra mannréttinda sem er að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir og binda enda á alvarleg brot á þessum réttindum. AmNEsTy INTERNATIONAL er samfélag manna um heim allan, sem standa vörð um mannréttindi á grundvelli alþjóðlegrar einingar, virkra aðgerða í þágu einstakra fórnarlamba, alþjóðlegrar starfsemi, algildis og órjúfanleika mannréttinda, óhlutdrægni og sjálfstæðis, lýðræðis og gagnkvæmrar virðingar. AmNEsTy INTERNATIONAL hefur ráðgefandi stöðu innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins, Samtaka Ameríkuríkja og Afríkusambandsins.Íslandsdeild AmNEsTy INTERNATIONAL var stofnuð árið 1974. Friðarverðlaun Nóbels voru veitt AmNEsTy INTERNATIONAL árið 1977.

Nokkuð er um liðið frá útgáfu síðasta fréttabréfs. Í dag notar fólk í æ ríkari mæli netið til upplýsingaöflunar og höfum við reynt að fylgja þeirri þróun og hefur heimsóknum á heimasíðu Íslandsdeildarinnar fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum og þátt-taka aukist í margskonar aðgerðum sem þar eru kynntar. Fésbókarsíða deildarinnar er mikið sótt og upp-lýsingar og aðgerðabeiðnir kynntar þar reglulega. Hrundið hefur verið úr vör nýju aðgerðaformi sem hlotið hefur góðan hljómgrunn. Flest okkar ganga með farsíma og okkur er tamt að senda smáskeyti við ýmis tækifæri, en staðreyndin er sú að farsíminn okkar getur líka þjónað sem mikilvægt tæki til að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum. SMS-aðgerðanet deildarinnar er sú leið sem opnað hefur fyrir þennan möguleika. Félagar skrá sig í netið og fá þrisvar í hverjum mánuði sendar aðgerðabeiðnir, svara þeim og nafn þeirra fer með ákalli til viðkomandi yfirvalda sem ábyrgð bera á mannréttindabrotum. Þessi aðgerða-leið gefur okkur færi á að safna fjölda undirskrifta á skömmum tíma.

Íslandsdeildin hefur reynt að bregð-ast við og grípa þau tækifæri sem aukin netnotkun býður upp á en þrátt fyrir þessar breyttu aðstæður höfum

NOKKuR ORÐ TIL FéLAGA

ÍsLANdsdEILdÞingholtssræti 27 – Pósthólf 618 121 Reykjavík – sími 511 7900 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.amnesty.is Netákall: www.netakall.is

stjórn Íslandsdeildar Amnesty International:

Formaður: Hörður Helgi Helgason

Gjaldkeri: Kristín J. Kristjánsdóttir

meðstjórnendur: Helga Bogadóttir Sólveig Ösp Haraldsdóttir Þorleifur Hauksson Oddný Rósa Ásgeirsdóttir Hrund Gunnsteinsdóttir

Framkvæmdastjóri: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir

Verkefnastjóri: Torfi Geir Jónsson

Herferðafulltrúi: Bryndís Bjarnadóttir

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

umbrot: Eyjólfur Jónsson

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir

Forsíðumynd sýnir barnahermann í Sómalíu.

við heyrt raddir frá félögum sem sakna þess að fá fréttabréf og ljóst er að útgáfa fréttabréfsins er enn mikilvæg. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að stefna að útgáfu tveggja tölublaða ár hvert. Efnistök fréttabréfsins miða að því að upplýsa félaga um helstu áherslur og aðgerðir samtakanna á hverjum tíma.

mANNRéTTINdI FyRIR ALLAÁ undanförnum misserum höfum við orðið vitni að ótrúlegri framvindu, einn þekktasti samviskufangi heimsins, Aung San Suu Kyi, var leystur úr haldi, háværar kröfur um frelsi og mannréttindi berast frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum; netbyltingin hefur skapað ný tækifæri fyrir fólk til að nýta tjáningarfrelsið, hafna kúgun, mynda samstöðu og koma á fram-færi upplýsingum. Við höfum líka orðið vitni að því hvernig sumar ríkis-stjórnir, hafa farið gegn borgurum með vopnavaldi og skirrast ekki neins í við-leitni sinni til að halda völdum. Barátta einstaklinga og ríkisvaldsins út af upplýsingum mun að líkindum halda áfram, því æ fleiri tilraunir eru gerðar til að hefta upplýsingastreymi. Og sú hætta er ætíð fyrir hendi að þegar þeim fjölgar sem rísa upp og gagnrýna yfirvöld fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi verði brugðist við með auknum mann-réttindabrotum og meiri kúgun. Því er jafn mikilvægt í dag og fyrir rúmum fimmtíu árum, þegar Amnesty Inter-national var stofnað, að við höldum

baráttu okkar fyrir mannréttindum áfram án nokkurs hiks, flettum ofan af brotum og köllum eftir úrbótum. Hvert og eitt okkar skiptir máli í því starfi nú sem fyrr. Krafan um mannréttindi fyrir alla er sú krafa sem starf Amnesty International hefur að leiðarljósi og hver og einn félagi styður við samtökin og tryggir að þau séu ætíð í stakk búin til að bregðast við nýjum áskorunum.

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir

Page 3: Amnesty fréttabréf 01-2012

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2012

3

Árið 1956 hóf stórfyrirtækið Shell fyrst að vinna olíu á óseyrum Níger-fljóts í Nígeríu en 95% af útflutnings-tekjum landsins byggjast á olíu- og gasvinnslu. Þrátt fyrir að olíuvinnsla Shell hafi skilað ríkinu auknum tekjum lifa 70% almennra borgara undir fátæktarmörkum. Gífurleg olíumengun og umhverfisspjöll hafa hlotist af starfsemi Shell á óseyrum Nígerfljóts og þetta hefur alvarleg heilsuspillandi áhrif á íbúana og ógnar lífsviðurværi þeirra, þar á meðal fiskveiði og land-búnaði. Afleiðingarnar eru aukin fátækt og örbirgð.

Í nýlegri skýrslu, Hinn raunverulegi harmleikur: misbrestir og tafir við að takast á við olíuleka á óseyrum Níger-fljóts, sem Amnesty International og CEHRD, Miðstöð um umhverfi, mannréttindi og þróun, gáfu út kemur

m.a. fram að Shell hafi brugðist þeirri ábyrgðarskyldu sinni að hreinsa mengun sem hlaust af tveimur stórum olíulekum í Bodó í Ognihéraði árið 2008. Olíulekarnir voru ekki stöðvaðir fyrr en að mörgum vikum liðnum og rúmum þremur árum síðar hafði Shell ekki sinnt því að hreinsa olíumeng-unina á svæðinu. Í ágúst 2011 komst Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóð-anna (UNEP) að þeirri niðurstöðu, í skýrslu sem hún gaf út, að Shell hefði árum saman brugðist þeirri skyldu sinni að hreinsa olíumengun í Ogoni-héraði. Að mati Umhverfisstofnunar SÞ mun það taka 25 ár að endur-bæta svæðið sökum þess hve alvarleg mengunin er. Olíupípur liggja ennþá víða um landið og olíulekar eru tíðir og alvarlegir. Umhverfisstofnun SÞ hefur lagt til að stjórnvöld í Nígeríu stofni

sérstakan sjóð sem nýttur verði til að hefja hreinsun í Bodó í Ogonihéraði. Lagt er til að Shell greiði í upphafi 1 milljarð Bandaríkjadala í sjóðinn. Íslandsdeild Amnesty International tekur þátt í alþjóðlegri herferð þar sem ákall verður sent framkvæmda-stjóra Shell í Hollandi, Peter Voser, og hann krafinn um að Shell gangist við ábyrgð sinni og greiði umrædda upphæð í sjóðinn. Einnig snúast kröf-urnar um að Shell tryggi lögboðið og reglubundið mat á áhrifum olíuvinnslu á mannréttindi íbúa á óseyrum Níger-fljóts, sjái til þess að öll menguð svæði verði hreinsuð að fullu og greiði sann-gjarnar skaðabætur þeim sem beðið hafa skaða af olíuvinnslu á svæðinu.

Taktu þátt á www.netakall.is

VIÐuRKENNIÐ, BORGIÐ, HREINsIÐ

uNdIÐ OFAN AF ÍmyNdARsKöPuN sHELLÍmyNd: Shell „bregst tafarlaust“ við fregnum af olíulekum.

RAuNVERuLEIKINN: Umhverfisstofnun SÞ komst að þeirri niðurstöðu að Shell dregur alltaf lappirnar þegar kemur að því að hreinsa olíuleka á óseyrum Níger-fljóts. Það tók Shell margar vikur að hefja hreinsun í Bodó þegar tveir olíulekar komu þar upp árið 2008 og hreinsunaraðgerðum er ekki lokið enn.

ÍmyNd: Þegar Shell hreinsar olíuleka sér fyrirtækið um að landsvæðið komist aftur í upprunalegt horf.

RAuNVERuLEIKINN: Umhverfisstofnun SÞ komst að þeirri niðurstöðu að í nokkrum tilfellum var erfitt að sjá muninn á landsvæðum sem Shell lýsti sem „hreinsuðum“ og þeim sem „biðu hreinsunar“.

Forsvarsmenn Shell hafa kappkostað að skapa þá ímynd að um samfélags-lega ábyrgt fyrirtæki sé að ræða. Rannsóknir Amnesty International og CEHRD, Miðstöðvar um umhverfi, mannréttindi og þróun, og skýrsla Umhverfisstofnunar SÞ, segja hins vegar allt aðra sögu. Oftar en ekki er hyldýpisgjá á milli yfirlýsinga Shell og veruleikans sem þær eiga að lýsa.

Page 4: Amnesty fréttabréf 01-2012

AMNESTY INTERNATIONAL

4

Alþjóðlegur vopnaviðskiptasamningur er nú eftir áralanga baráttu í burðar-liðnum. Líklegt er að margir haldi að skýrar alþjóðlegar reglur gildi um viðskipti með vopn, en svo er ekki. Þrátt fyrir þá staðreynd að milljónir almennra borgara um allan heim hafa látið lífið, þurft að flýja heimili sitt, verið nauðgað í skjóli vopnavalds, og sætt margskonar öðrum grófum mannréttindabrotum hefur alþjóða-samfélagið ekki gert með sér bindandi samning um vopnaviðskipti og vopn hafa ratað aftur og aftur í hendur ríkis-stjórna og annarra sem beita þeim gegn borgurum.

GAmALL dRAumuRFyrstu tilraunir til að koma á alþjóð-legu regluverki í kringum flutninga á vopnum voru gerðar á vettvangi Þjóðabandalagsins eftir fyrri heim-styrjöldina. Árið 1925 lá fyrir uppkast að samningi sem gekk aldrei í gildi. Í dag eru til alþjóðlegir samningar bæði um kjarnavopn sem og efnavopn, en enginn lagalega bindandi alþjóð-legur samningur um flutninga og viðskipti með hefðbundin vopn. Þær reglur sem ýmis lönd hafa sett sér um vopnaviðskipti hafa ítrekað reynst

ófullnægjandi og ekki getað komið í veg fyrir að margvísleg vopn hafi verið send til átakasvæða í hendur þeirra sem fremja stríðsglæpi, annað vopnað ofbeldi og alvarleg mannréttindabrot. Í 26. gr stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1945 segir: „Í þeim tilgangi að stuðla að því að koma á fót og varðveita heimsfrið og öryggi, þannig að sem minnst af mannafla og fjárhagslegri orku heimsins fari í fram-leiðslu hergagna, skal öryggisráðið [...] bera ábyrgð á samningu áætlana um stofnun kerfis fyrir skipan herbúnaðar, og skulu þær lagðar fyrir meðlimi hinna sameinuðu þjóða.“ Í hátt í sjötíu ára sögu Sameinuðu þjóðanna er það ekki fyrr en nú sem hillir undir að slíkt kerfi geti orðið að raunveruleika.

GöTóTT KERFI KALLAR Á VARANLEGA LAusNFrá stofnun Sameinuðu þjóðanna er talið að meira en 250 stríð og vopnuð átök hafi brotist út. Flest þessara átaka hefðu ekki varað nema skamma hríð ef vopnaflæðið til stríðandi hópa hefði ekki verið óheft. Vopnasalar nýta sér vísvitandi lélegt eftirlit með vopnabirgðum, ófullnægjandi útflutn-ingsreglur og spillta embættismenn.

Eftirlit og öll lagaumgjörð er lýtur að vopnasölu er allt of veikburða og nær auk þess illa yfir hinn svokallaða „gráa markað” og flókið ferli vopnasölu sem spannar marga milliliði. Dæmin sanna að vopnasölum hefur ítrekað tekist að koma vopnum til átakasvæða þrátt fyrir vopnasölubann. Dag hvern um heim allan verðum við vitni að mis-beitingu vopna, misbeitingu sem nærir átök, fátækt og mannréttindabrot, og tekur mikinn toll í mannslífum, afkomumöguleikum og tækifærum til að losna úr fátækt. Um þetta vitna fjölmargar skýrslur Amnesty Inter-national. Á undanförnum árum hafa komið fram mjög alvarlegir vankantar á eftirliti og reglum um vopnaviðskipti. Farið er í kringum vopnaviðskiptabönn og vopn rata ítrekað í hendur aðila sem virða að vettugi alþjóðleg mann-réttindi og mannúðarlög.

BARÁTTAN HAFIN AF ALVöRuÁrið 1997 setti hópur friðarverðlauna-hafa Nóbels, þ. á m. Amnesty Inter-national, siðareglur um vopnaviðskipti. Þetta var fyrsta skrefið í átt að gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings. Þegar friðarverðlaunahafarnir komu saman voru voðaverkin í Rúanda og

ENGIN VOPN TIL VOÐAVERKA!

Drengur í Darfúr í Súdan Drengur í Darfúr í Súdan sýnir byssukúlur.sýnir byssukúlur.© UN photo/Albert Gonzalez Farran© UN photo/Albert Gonzalez Farran

Page 5: Amnesty fréttabréf 01-2012

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2012

5

Júgóslavíu ofarlega í huga margra og vitneskja var fyrir hendi um að á meðan fjöldamorðin á Tútsum í Rúanda stóðu sem hæst hefðu vopna-sölumenn flutt vopn og skotfæri til landsins og kynt þannig enn frekar undir þeim voðaverkum sem þar voru framin. Friðarverðlaunahafarnir dreifðu svo á árinu 2001 drögum að rammasamningi um vopnaviðskipti, þar sem þeir kölluðu eftir alþjóð-legum lagalega bindandi samningi um vopnaflutninga. Allar götur síðan hefur nauðsyn á slíkum vopnavið-skiptasamningi verið haldið á lofti og mikil samvinna verið á milli mann-réttindasamtaka og ýmissa félagasam-taka sem hafa sameiginlega sett fram kröfur á hendur aðildarríkjum Sam-einuðu þjóðanna um gerð slíks samn-ings. Bréf og áskoranir voru send ríkisstjórnum, málefnið kynnt meðal almennings og milljónum undirskrifta safnað um heim allan og þær afhentar aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 var svo loks samþykkt ályktun þar sem farið var fram á að kannaðir yrðu samningsmöguleikar og með henni loks hrundið af stað raunhæfu ferli. Samþykktin var mikil-vægt skref í átt að árangursríku eftirliti

með vopnaviðskiptum og alþjóða-samfélagið horfðist loks í augu við það að koma verður í veg fyrir ólöglega vopnasölu, óheft vopnaflæði, misbeit-ingu vopna af hálfu stjórnarhermanna og vopnaðra hópa og að vopn falli í rangar hendur og stuðli að alvarlegum mannréttindabrotum og brotum á mannúðarlögum. Nú, sex árum síðar, liggur fyrir uppkast að alþjóðlegum vopnaviðskiptasamningi og í júlí verður haldin ríkjaráðstefna þar sem lokahönd verður lögð á samninginn. Sú ráðstefna er gífurlega mikilvæg og Amnesty International mun fram að henni kynna ríkisstjórnum áherslur samtakanna og hvaða atriði þau telja brýnt að verði skráð í samninginn þannig að hann verði í raun það tæki sem heimurinn þarfnast.

KOmA VERÐuR Í VEG FyRIR GLuFuRAmnesty International leggur ríka áherslu á að samningurinn byggist á mannréttinda- og mannúðarlögum. Alþjóðlegur vopnaviðskiptasamningur verður að fela í sér ákvæði sem draga í raun úr þeirri hættu að vopn og annar búnaður verði notaður til að fremja alvarleg mannréttindabrot. Samn-ingurinn þarf að uppfylla allar kröfur sem felast í „gullnu reglunni“, sem

12.000.000.000 byssukúlur eru framleiddar árlega, 00

næstum tvær á hvert mannsbarn á jörðinni.

74% allra vopna í heiminum koma frá löndum 00

sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna, svo og frá Þýskalandi: Bandaríkin 35%, Bretland 7%, Rússland 15%, Frakkland 4%, Kína 6%, Þýskaland 7%.

26 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sitt 00

vegna vopnaðra átaka.

Í 60% allra mannréttindabrota koma smávopn og 00

léttvopn við sögu.

Á hverri mínútu lætur ein manneskja lífið af vopna­00

völdum.

m.a. felur í sér að öll ríki framkvæmi ítarlegt áhættumat í hverju tilfelli til að greina hvort hætta sé á að vopnunum verði beitt í andstöðu við alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarlög og að ríki stöðvi sölu vopna ef hætta er á að þeim verði beitt til að fremja alvarleg mannréttindabrot.

Amnesty International hvetur til þess að samningurinn nái til allra gerða vopna, skotfæra og annarra tækja sem hægt er að beita af her, lögreglu eða vopnuðum hópum. Samtökin hvetja til þess að við gerð samningsins sé mannréttindavernd í heiðri höfð og með honum verði hægt að stöðva alvarleg mannréttindabrot og bjarga lífi fólks. Samtökin leggja áherslu á að samningurinn byggist á mannréttinda- og mannúðarlögum, „gullnu reglunni“ og tryggi í raun ábyrgð ríkja á virku eftirliti með öllum vopnaviðskiptum. Vopn mega ekki rata í hendur þeirra sem beita þeim til voðaverka.

RAuNVERuLEG VERNdRannsóknir og skýrslur samtakanna endurspegla ítrekað hversu vanmátt-ugt allt eftirlit er með flutningi og sölu vopna, skotfæra og annarra slíkra tækja og tóla. Vopn rata aftur og aftur í hendur þeirra sem beita þeim til alvar-legra glæpa og brota á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum. Amnesty International hefur í áraraðir greint frá því hvernig vopnum er beitt til að fremja gróf mannréttindabrot. Nýlegar skýrslur samtakanna hafa varpað ljósi á hvernig bæði smávopn, táragas, sprengjur, skriðdrekar og önnur vopn voru og eru notuð gegn friðsömum mótmælendum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Þrátt fyrir þau skelfilegu mannrétt-indabrot sem hafa verið framin á íbúum Darfúr í mörg undanfarin ár hefur flæði vopna til Súdan ekki verið stöðvað eins og fram kemur í nýlegri skýrslu Amnesty International. Þessar skýrslur Amnesty International, sem og fjölmargar aðrar, varpa ljósi á þá brýnu nauðsyn að alþjóðlegur vopna-viðskiptasamningur verði „skotheldur“ og tryggi í raun vernd gegn grófum mannréttindabrotum.

Taktu þátt á www.netakall.is

Page 6: Amnesty fréttabréf 01-2012

AMNESTY INTERNATIONAL

6

Kúgun og ofbeldi ríkisvaldsins mun áfram verða við lýði í Mið-Austur-löndum og Norður-Afríku árið 2012 nema ríkisstjórnir á svæðinu og alþjóðasamfélagið vakni til með-vitundar um þær breytingar, sem krafist er. Ríkisstjórnir á svæðinu beittu gríðarlegu ofbeldi gegn mót-mælabylgju almennings, sem krafðist grundvallarumbóta. En andófshreyf-ingin hvikaði ekki í viðleitni sinni til að koma fram grundvallarbreytingum.

Þrátt fyrir mikla bjartsýni í Norður-Afríku, í kjölfar þess að harðstjórum í Túnis, Egyptalandi og Líbíu var velt úr sessi, hafa ekki enn orðið grund-vallarbreytingar sem tryggi almenning gegn kúgun. Í ríkjum þar sem valda-skipti hafa ekki orðið virðast stjórnvöld ákveðin í að halda í völd sín, stundum sama hver fórnarkostnaðurinn verður í mannslífum og áliti.

Með fáum undantekningum virðast stjórnvöld ekki hafa áttað sig á að allt hefur breyst. Mótmælahreyfingarnar á svæðinu, þar sem ungt fólk hefur oft verið í fararbroddi og konur gegnt lykilhlutverki, hafa reynst harðgerðar, þrátt fyrir ótrúlega kúgun oft á tíðum.

Andófsfólkið hefur sýnt að það lætur ekki blekkjast af málamyndaum-bótum, þar sem lítil breyting verður á framkomu lögreglu og hers í garð þess. Það vill raunhæfar breytingar á stjórn landa sinna og að þeir sem gerst hafa sekir um glæpi verði dregnir til ábyrgðar.

Einörð barátta venjulegs fólks fyrir virðingu og réttlæti bregður vonarbirtu á árið 2012.

VIÐBRöGÐ ALÞJóÐAsAmFéLAGsINsViðbrögð alþjóðasamfélagsins og svæðisstofnana við þróuninni 2011 voru sundurleit.

Mannréttindi voru notuð sem rétt-læting fyrir hernaðaríhlutun í Líbíu og vegna þrýstings, sérstaklega frá Kína og Rússlandi, gat öryggisráð SÞ ekki komið sér saman um annað en mátt-litla fordæmingu á ofbeldinu í Sýrlandi.

Þótt Arababandalagið hafi verið fljótt til og vikið Líbíu úr bandalaginu í febrúar 2011 og síðar Sýrlandi og sent þangað eftirlitsmenn, kvaddi það sér ekki hljóðs þegar sádi-arabískir hermenn voru sendir til Barein, í nafni svæðasamvinnu, til að brjóta andóf í landinu á bak aftur.

Stuðningur stórveldanna við baráttu venjulegs fólks á svæðinu hefur verið sundurlaus. Breytingarnar hafa orðið að mestu vegna aðgerða almenn-ings, sem hefur þyrpst út á götur, ekki vegna áhrifa og íhlutunar erlendra stjórnvalda.

Hér er útdráttur um ástandið í hverju landi fyrir sig:

EGyPTALANdHerstjórnin í Egyptalandi lofaði ítrekað að verða við kröfum byltingarinnar á síðasta ári, en Amnesty International komst að því að hún er ábyrg fyrir margvíslegum mannréttindabrotum, sem í sumum tilvikum eru verri en þau sem framin voru í stjórnartíð Hosni Mubaraks.

Herinn og öryggissveitir hafa bælt mótmæli niður af gríðarlegri hörku. Að minnsta kosti 84 létust frá október

til desember 2011 í þeim aðgerðum. Pyndingum hefur verið haldið áfram í varðhaldi og réttað hefur verið yfir fleiri óbreyttum borgurum fyrir herrétti á einu ári en í 30 ára stjórnartíð Mub-araks. Konur hafa mátt þola niðurlægj-andi meðferð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þær taki þátt í mótmælum. Ráðist var inn á skrifstofur nokkurra egypskra og alþjóðlegra félagasam-taka í desember í þeim tilgangi, að því er virðist, að þagga niður í þeim sem gagnrýndu stjórnvöld.

Búast má við að herstjórnin reyni áfram að takmarka rétt Egypta til að mótmæla og tjá skoðanir sínar með friðsamlegum hætti.

TÚNIsUppreisnin í Túnis hefur leitt til veru-legra umbóta í mannréttindamálum, en margir telja að of hægt miði og fjölskyldur þeirra sem létust í upp-reisninni bíða enn eftir að réttlætinu verði fullnægt.

Kosningar voru haldnar í október 2011 og í kjölfar þeirra var ný sam-steypustjórn sett á laggirnar. Moncef Marzouki, sem er baráttumaður fyrir mannréttindum og fyrrverandi sam-viskufangi Amnesty International, er bráðabirgðaforseti landsins.

Miklu skiptir að Túnisbúar grípi tækifærið og skrifi nýja stjórnarskrá þar sem mannréttindi eru tryggð og jafn réttur fólks að lögum.

Amnesty International hefur áhyggjur af nýlegum yfirlýsingum mannréttindaráðherra landsins, þar sem hann sagði að samkynhneigð væri ekki mannréttindamál heldur afbrigðileg hneigð sem bæri að taka á með aðferðum læknisfræðinnar.

UPPREISNARÁR:

KRöFuR um mANNRéTTINdIMIÐ-AUSTURLÖND OG NORÐUR-AFRÍKA

Mótmæli í Banyas Mótmæli í Banyas í Sýrlandi.í Sýrlandi.

Page 7: Amnesty fréttabréf 01-2012

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2012

7

LÍBÍAMikil áhöld eru um hvort ný stjórnvöld geti hamið vopnaðar sveitir, sem hjálpuðu til að sigra her Gaddafis, og komið í veg fyrir sams konar brot og tíðkuðust í tíð fyrri stjórnvalda.

Þrátt fyrir að Þjóðarráð Líbíu hafi hvatt stuðningsfólk sitt til að forð-ast hefndarárásir eru alvarleg brot sveitanna, sem börðust gegn Gaddafi, sjaldan fordæmd. Amnesty Inter-national hefur áhyggjur af pyndingum og illri meðferð á þeim sem taldir eru tengjast stjórn Gaddafis.

sÝRLANdSýrlenski herinn og leyniþjónustan eru ábyrg fyrir manndrápum og pynd-ingum, sem jafngilda glæpum gegn mannkyni, í viðleitni sinni til að hræða mótmælendur og andófsfólk og þagga niður í þeim. Amnesty International fordæmir ofbeldið og mannrétt-indabrotin í landinu og hvetur sýrlensk stjórnvöld til að hætta þegar öllum mannréttindabrotum.

JEmENÁstand mannréttinda hefur verið bágborið í Jemen undanfarin ár. Um þverbak keyrði þó í fyrra þegar yfirvöld beittu mótmælendur miklu ofbeldi. Yfir 200 manns voru drepin í tengslum við mótmælin en hundruð til viðbótar í vopnuðum átökum. Tug-þúsundir þurftu að flýja ofbeldið og þúsundir særðust. Enn geisa átök víða í landinu.

Amnesty International mótmælir nýjum lögum frá janúar 2012 þar sem þeim er veitt friðhelgi sem báru ábyrgð á drápum, öðru ofbeldi og mannrétt-indabrotum gegn mótmælendum og hvetur til þess að þau verði felld úr gildi og komið á laggirnar óháðri rann-sóknarnefnd, sem rannsaki ítarlega mannréttindabrot í landinu.

BAREINVonir voru bundnar við útgáfu óháðrar skýrslu alþjóðlegra sérfræðinga um ofbeldi í tengslum við mótmælin í landinu. Stjórnvöld í landinu lýstu því yfir að þau myndu fara að tillögum nefndarinnar en landsmenn bíða þess enn að það verði gert. Enn hafa þeir sem báru ábyrgð á drápum, geðþótta-handtökum og öðrum grófum mann-

réttindabrotum ekki verið dregnir til ábyrgðar.

sÁdI­ARABÍASádi-arabíska ríkisstjórnin tilkynnti stóraukin ríkisútgjöld til að koma í veg fyrir að mótmælin á svæðinu breidd-ust út til landsins. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir ný og víðtæk hryðjuverkalög, héldu mótmæli áfram í lok ársins, sérstaklega í austurhlutanum. Sex einstaklingar, sem ráðgerðu mótmæli í

ÞAÐ SEM Á AÐ LÝSAÞað sem á að lýsa verðurað brenna, sagði maður nokkurAnnar maður varð eldspýtansem tendraði bál heillar þjóðar

En eldinn, og hungur hans, er ekki léttað reikna út, frekar en frelsiðRanglætið og örvæntingin gera menninaeldfima, líkasta þurrum viðarstafla

Þegar orðin hafa verið rænd merkingu sinniog fólkið rödd sinni –svo það getur hvorki hlegið né öskrað –taka dauðinn og lífið að bragðast eins

Frá Túnis, til Egyptalands, til Líbanons, til Jemens,barst ljós sem stafaði af einum brennandi manniOg þau sem engu höfðu að tapa, ekkert að gefa nema líkama sínablésu svo í glóðir vonarinnar að þær urðu að funandi draumi.

Egypsk-líbanska skáldið Yahia Lababidi ortiSkáldið Sjón þýddi

Riyadh þann 11. mars 2011, eru enn í fangelsi. Amnesty International telur þá vera samviskufanga.

ÍRANÍrönsk stjórnvöld héldu áfram að bæla niður andóf, takmarka frelsi fjölmiðla og réðust sérstaklega gegn blaða-mönnum, bloggurum, sjálfstæðum verkalýðsleiðtogum og pólitískum baráttumönnum.

Frá mótmælum á Frá mótmælum á Tahrir-torgi í Kaíró.Tahrir-torgi í Kaíró.

Page 8: Amnesty fréttabréf 01-2012

sVIPmyNdIR ÚR sTARFINu HEImA

Þessar litlu hnátur sendu íbúum í Port Harcourt Þessar litlu hnátur sendu íbúum í Port Harcourt fallega stuðningskveðju en íbúum svæðisins stafar fallega stuðningskveðju en íbúum svæðisins stafar ógn af þvinguðum brottflutningi af hálfu yfirvalda.ógn af þvinguðum brottflutningi af hálfu yfirvalda.

Ungir sem aldnir lögðu sitt af mörkum í Ungir sem aldnir lögðu sitt af mörkum í fiðrildaaðgerð sem ætluð var til stuðn-fiðrildaaðgerð sem ætluð var til stuðn-ings konum og stúlkum í Níkaragva.ings konum og stúlkum í Níkaragva.

Frá mótmælum við bandaríska Frá mótmælum við bandaríska sendiráðið vegna fyrirhugaðrar sendiráðið vegna fyrirhugaðrar aftöku Troy Davisaftöku Troy Davis

Ýmsir listamenn komu fram á 50 ára afmælishátíð Amnesty Ýmsir listamenn komu fram á 50 ára afmælishátíð Amnesty International. Hér sést tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson International. Hér sést tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson ásamt hljómsveit syngja fyrir gesti á veitingastaðnum Silfri.ásamt hljómsveit syngja fyrir gesti á veitingastaðnum Silfri.

Stórleikararnir Sigurður Sigurjónsson, Stórleikararnir Sigurður Sigurjónsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Jóhann Pétur Jóhann Sigfússon og Jóhann Sigurðarson fóru með leikþátt á 50 Sigurðarson fóru með leikþátt á 50 ára afmæli samtakanna.ára afmæli samtakanna.

Hljómsveitin Byzantine Silhouette Hljómsveitin Byzantine Silhouette lék fyrir gesti og gangandi í Hörpu lék fyrir gesti og gangandi í Hörpu og vakti athygli á mismunun gegn og vakti athygli á mismunun gegn Róma-börnum í skólum í Slóvakíu.Róma-börnum í skólum í Slóvakíu.

Um 300 undirskriftum var safnað á risastórt Um 300 undirskriftum var safnað á risastórt aðgerðakort í Smáralind til stuðnings tveimur aðgerðakort í Smáralind til stuðnings tveimur konum í Níkaragva sem sætt höfðu kynferðisofbeldi.konum í Níkaragva sem sætt höfðu kynferðisofbeldi.

Page 9: Amnesty fréttabréf 01-2012

sVIPmyNdIR ÚR sTARFINu HEImA

Múgur og margmenni kom saman á 50 ára Múgur og margmenni kom saman á 50 ára afmæli samtakanna og gekk í breiðri fylk-afmæli samtakanna og gekk í breiðri fylk-ingu niður Laugaveginn sem hlaut nafnið ingu niður Laugaveginn sem hlaut nafnið Mannréttindavegur í tilefni dagsins.Mannréttindavegur í tilefni dagsins.

Hið árlega bréfamaraþon fór fram um land allt, þar á meðal Hið árlega bréfamaraþon fór fram um land allt, þar á meðal á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International, þar sem á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International, þar sem þessar ungu dömur sátu og skrifuðu bréf til stjórnvalda. þessar ungu dömur sátu og skrifuðu bréf til stjórnvalda. Rúmlega 9000 bréf og kort voru send frá Íslandi. Það er met!Rúmlega 9000 bréf og kort voru send frá Íslandi. Það er met!

Jón Gnarr borgar-Jón Gnarr borgar-stjóri vígir skilti stjóri vígir skilti á Laugaveginum á Laugaveginum í tilefni af 50 ára í tilefni af 50 ára afmæli samtak-afmæli samtak-anna. Á skiltinu anna. Á skiltinu stendur Mannrétt-stendur Mannrétt-indavegur.indavegur.

Ungliðar AI hreinsuðu til á Shell-stöðinni við Ungliðar AI hreinsuðu til á Shell-stöðinni við Vesturlandsveg og kröfðu forstjóra Shell í Vesturlandsveg og kröfðu forstjóra Shell í Hollandi um að þrífa eftir sig í Nígeríu.Hollandi um að þrífa eftir sig í Nígeríu.

Amnesty-félagar mótmæltu mannrétt-Amnesty-félagar mótmæltu mannrétt-indabrotum í Kína í tilefni af heimsókn indabrotum í Kína í tilefni af heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.

Þrátt fyrir kulda þennan febrúardag kom fjöldi fólks saman áÞrátt fyrir kulda þennan febrúardag kom fjöldi fólks saman áLækjartorgi til að sýna íbúum Egyptalands stuðning í kröfum Lækjartorgi til að sýna íbúum Egyptalands stuðning í kröfum þeirra um lýðræðisumbætur og virðingu við mannréttindi.þeirra um lýðræðisumbætur og virðingu við mannréttindi.

Page 10: Amnesty fréttabréf 01-2012

AMNESTY INTERNATIONAL

10

Á síðasta ári söfnuðust í heildina 40.561 undir­skriftir frá Íslandi til stuðnings þolendum mannréttindabrota Félagar hafa ýmsa möguleika til virkrar þátttöku í mannréttindastarfi Amnesty International. Upplýsingar um aðgerðaleiðir eru aðgengilegar á heimasíðu deildarinnar og í því kynningarefni sem deildin gefur út. Íslandsdeildin stendur fyrir margvís-legum viðburðum sem endurspegla mannréttindaáherslur samtakanna og gefst þátttakendum kostur á að skrifa undir áköll og hvetja til úrbóta. Bréfamaraþon Amnesty International hefur nú fest sig í sessi í deildum um allan heim og eru aðgerðirnar samhæfðar og velja aðalstöðvarnar mál sem brýnt er að fái víðtækan stuðning. Bréfamaraþon hefur nú verið haldið níu sinnum hér á landi og sífellt fjölgar þátttakendum alls staðar á landinu. Fólk kemur saman og skrifar kort og bréf í þágu þolenda mannréttindabrota. Rúmlega níu-

su su NwAy

BRéF VEGA ÞuNGT

þúsund bréf, kort og undirskriftir voru send frá Íslandi í kjölfar síðasta bréfamaraþons sem fram fór um miðjan desember. Skyndiaðgerðanet Amnesty International hefur verið mjög mikilvægt í því skyni að bregðast við bráðum mannréttindavanda. SMS aðgerðanetið hefur mælst mjög vel fyrir og þátttakendum fjölgar stöðugt. Félagar fá sendar upplýsingar um mál einstaklinga eða hópa sem sæta mannréttindabrotum. SMS félagarnir svara ákallinu og nafn þeirra er skráð á undirskriftalista til viðkomandi yfir-valda sem ábyrgð bera á brotunum. Í byrjun ársins var hrundið af stað nýrri aðgerðaleið sem hlotið hefur nafnið netákall og eru félagar hvattir til að taka þátt með því að skrá sig.

Þátttaka félaga í ýmsum aðgerðum á síðasta ári hefur haft afgerandi áhrif á líf fjölmargra sem sætt hafa mannréttindabrotum. Það er mjög ánægjuleg staðreynd að frá Íslands-deild Amnesty International voru send 40.561 áköll á árinu 2011 og í mörgum tilfellum náðust fram jákvæðar breytingar. Enn og aftur sýnir þetta og sannar að bréf vega þungt og að hver og ein undirskrift skiptir máli.

Taktu þátt í netákalliNetákall Amnesty Inter-

national er einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet þar

sem þú og þúsundir annarra berjist gegn mannrétt-

indabrotum um heim allan!Það sem þú þarft að gera er að fara inn á slóðina

www.netakall.is

og skrá þar nafn, net-fang og kennitölu.

Þegar þú hefur einu sinni skráð þig þarftu aðeins að slá inn netfang þitt næst þegar þú vilt skrifa undir aðgerð. Þú færð tölvupóst þegar ný aðgerð kemur inn á vefinn.Þeir sem vilja geta einnig

prentað út bréfin, sem fylgja með hverri aðgerð, sent þau og aukið þannig

þrýsting enn frekar.

Taktu þátt og hvettu vini þína og fjölskyldu til hins sama!

Page 11: Amnesty fréttabréf 01-2012

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2012

11

FORsETI mONGóLÍu ÞAKKAR AmNEsTy INTERNATIONALForseti Mongólíu, Elbegdorj Tsakhia, skrifaði eftirfarandi bréf, þar sem hann þakkar öllum félögum í Amnesty International fyrir að styðja afnám dauðarefsingarinnar í landinu:

Þann 5. janúar 2012 samþykkti þjóðþing Mongólíu lög um fullgildingu annarrar valfrjálsu bókunarinnar við alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um afnám dauðarefsingar.

„Ég vil nota þetta tækifæri og segja að það gleður mig að lýsa því yfir að Mongólía hefur numið dauðarefs-inguna úr lögum og ég lýsi yfir einlægu þakklæti til Amnesty International fyrir þann stuðning, sem samtökin hafa veitt svo að þessi áfangi mætti nást.

Í kjölfar fullgildingarinnar mun ríkis-stjórn Mongólíu endurskoða og gera breytingar á refsilöggjöf landsins og tengdri löggjöf svo að lög landsins uppfylli alþjóðlega staðla og ég er þess fullviss að samstarf okkar mun halda áfram í viðleitni okkar til að skapa rétt-látara og mannvænna samfélag, þar sem mannréttindi allra eru tryggð“.

su su NwAy OG ZARGANAR LEysT ÚR HALdI Í mJANmARSamviskufangarnir Zarganar og Su Su Nway, ásamt fleirum, hafa verið látin laus úr fangelsi eftir langa baráttu mannréttindasamtaka, þeirra á meðal Amnesty International.

Amnesty International á Íslandi tók upp mál þeirra í SMS-aðgerðum, í bréfamaraþoni og á annan hátt. Zarg-anar er þekktasti grínisti Mjanmar. Hann átti að afplána 35 ára fangelsis-dóm. Hann var fangelsaður árið 2007 fyrir að gagnrýna viðbrögð stjórnvalda í kjölfar fellibylsins Nargis, sem reið yfir landið.

Verkalýðsleiðtoginn Su Su Nway átti að afplána sjö og hálfs árs fangelsis-dóm. Hún var handtekin í nóvember 2007 eftir að hún setti upp veggspjald gegn stjórnvöldum nærri hóteli þar sem sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna um ástand mannréttinda í Mjanmar dvaldi. Hún var fyrsta mann-eskjan í Mjanmar sem tókst að fá dómsúrskurð gegn þeirri stefnu stjórn-valda að þvinga þorpsbúa vítt og breitt um landið til nauðungarvinnu.

JABBAR sAVALAN LEysTuR ÚR HALdI Í AsERBAIdsJANJabbar Savalan sat í fangelsi í Aserbaídsjan í 11 mánuði fyrir skrif á fésbókarsíðu þar sem hann hvatti til mótmæla gegn stjórnvöldum. Hann var látinn laus þann 26. desember 2011 eftir að forseti landsins náðaði hann. Íslandsdeild Amnesty Inter-national var ein þeirra deilda, sem tóku mál hans upp m.a. í bréfa mara-þoni. Eftir að honum var sleppt úr haldi sagði Jabbar við Amnesty Inter-national:

„Það er gott að vera aftur með vinum mínum. Mér líður vel núna þegar ég get eytt tíma með þeim og fjölskyldu minni. Amnesty Inter-national er alþjóðlegt tákn um mann-réttindi og frelsi, ekki bara í Aserbaíd-sjan, heldur alls staðar í heiminum. Ég er þakklátur fyrir allt ykkar starf og annarra sem berjast fyrir frelsi í Aserbaídsjan.“

PóLITÍsKuR FANGI FÆR LÆKNIsmEÐFERÐÍ ágúst 2011 var sent ákall frá Amnesty International um að póli-tískur fangi í Papúan-héraði í Indó-nesíu, Kimanus Wenda að nafni, þyrfti á læknismeðferð að halda vegna æxlis

í maga. Fangelsisyfirvöld neituðu að borga fyrir hann læknismeðferð og kostnað vegna flutnings. Skyndiað-gerðafélagar Íslandsdeildar Amnesty International voru meðal þeirra sem tóku mál hans upp.

Í mars 2012 fékk Kimanus Wenda loksins þá læknismeðferð sem hann þurfti á að halda, eftir að fangelsisyfir-völd í Nabire gáfu honum ferðaleyfi.

NEmENduR Í TóGó LEysTIR ÚR HALdIFélagar í SMS- og skyndiaðgerða-netum Íslandsdeildar Amnesty Inter-national þrýstu nýverið á stjórnvöld í Tógó að leysa úr haldi nemendur, sem handteknir voru fyrir að mótmæla mismunun og spillingu við úthlutun styrkja til nemenda. Nemendurnir voru í hættu á að sæta pyndingum og illri meðferð. Þeim var öllum sleppt úr haldi þann 24. apríl 2012 án ákæru.

ABuZAR AL AmIN sLEPPT ÚR FANGELsI Í sÚdANFélagar í SMS- og skyndiaðgerða-netum Íslandsdeildar Amnesty Inter-national börðust í fyrra fyrir lausn Abuzar Al Amin, aðstoðarritstjóra dagblaðsins Rai Al Shaab í Súdan. Hann var handtekinn í maí 2010 fyrir að birta greiningu á kosningunum í landinu og vegna greinar þar sem ýjað var að því að Íranir hefðu byggt vopnaverksmiðju í Súdan. Amnesty International áleit hann samvisku-fanga. Abuzar Al Amin var sleppt gegn tryggingu þann 22. ágúst 2011.

Þín þátttaka getur skipt sköpum. Um leið og

félögum er þökkuð virk þátttaka í starfinu eru þeir hvattir til að leggja áfram

sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að aukinni virðingu fyrir mannrétt-indum um heim allan.

Jabbar SavalanJabbar Savalan

Page 12: Amnesty fréttabréf 01-2012

AMNESTY INTERNATIONAL

12

Fátækt er ekki óumflýjanlegt ástand heldur mannrétt-indabrot sem verður að uppræta. Í ljósi yfirstandandi fjár-málakreppu sem nú skekur heimsbyggðina er ekki síður mikilvægt að huga að þeim sem búa við sárasta hungrið og mestu örbirgðina.

RJÚFA ÞARF VÍTAHRINGINNForystumenn ríkja firra sig oft ábyrgð með því að kenna náttúruhamförum og sjúkdómum um fátæktina í ríkjum sínum. En ef grannt er skoðað eru skýringarnar fleiri og ber mannréttindabrot þar hæst. Hvort heldur er með aðgerðum eða aðgerðaleysi bera stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki ábyrgð á ýmsum réttindabrotum sem leiða til fátæktar. Skortur á aðgengi að menntun, vinnu, öryggi, heilsugæslu og húsnæði eru skýr dæmi um mannréttindabrot sem geta leitt til fátæktar og/eða viðhaldið henni. Fátækt er þannig skertur aðgangur að öllum þeim úrræðum sem gera fólki kleift að lifa lífi sínu með reisn. Mannréttindabrot geta einnig verið afleiðing fátæktar þannig að um er að ræða vítahring sem verður að rjúfa.

Á meðan stór hluti mannkyns býr við örbirgð og hungur

er ljóst að rétturinn til mannlegrar reisnar og mannsæm-andi lífs er aðeins veruleiki fárra. Til þess að raunverulegur árangur náist í baráttunni gegn fátækt verður að draga stjórnvöld til ábyrgðar á mannréttindabrotum og viðurkenna að mannréttindaskyldur eru ekki háðar landamærum.

ALGILdI OG ódEILANLEIKI mANNRéTTINdARíki hafa áhrif á mannréttindi á margvíslega vegu. Skýrustu dæmin varða fjárfestingar eða fjárhagslegan stuðning til uppbyggingarverkefna í löndum þar sem mannréttindi eru brotin, vangetu ríkja til að stýra aðgerðum fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar innan þeirra lögsögu, stuðning við ýmis þróunarverkefni sem hunsa eða gera lítið úr mannréttinda-vanda og viðskiptastefnu sem grefur undan efnahagslegum eða félagslegum réttindum fólks í öðrum löndum. Í þessu samhengi skiptir miklu að ríki heims samþykki valfrjálsan viðauka við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og staðfesti þannig ódeilanleika og algildi allra mannréttinda. Enn fremur þarf alþjóða-samfélagið að samþykkja lagaákvæði sem tryggja að fyrir-tæki séu kölluð til ábyrgðar á mannréttindabrotum, enda

ÚTRÝmING FÁTÆKTAR ER RéTTLÆTIsmÁL

Móðir og barn í Móðir og barn í Bangladesh.Bangladesh.

Page 13: Amnesty fréttabréf 01-2012

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2012

13

leiðir refsileysi aðeins til þess að fórnarlömb slíkra brota verða sífellt fleiri. Skoða þarf hvað hindrar aðgengi fólks að menntun, heilsugæslu, húsnæði, matvælum og hreinlæti og leysa fátæktarfjötrana. Oft á tíðum eru hindranirnar ekki fjárhagslegar heldur félagslegar. Mismunun og útilokun frá samfélaginu kemur jafnan í veg fyrir að fólk hafi aðgang að úrræðum sem gera því fært að lifa mannsæmandi lífi.

FÁTÆKT ER sTÆRsTA ÁsKORuNIN Í dAGAllar manneskjur eiga rétt á að njóta mannréttinda á þeim grundvelli einum að vera manneskja. Engu að síður er stórum hluta mannkyns mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, þjóðernis, skorts á ríkisborgararétti, heilsubrests, fötlunar eða fátæktar. Sumum hópum er mis-munað á grundvelli margra ólíkra þátta, eins og t.d. konum sem víða er ekki aðeins mismunað í lagalegu tilliti heldur einnig félagslegu. Þar sem meirihluti þeirra sem lifa við sára fátækt er konur verður að leggja sérstaka áherslu á aðgengi þeirra að upplýsingum um getnaðarvarnir og mæðraheilsu og tryggja að konur sem ganga með barn hafi aðgang að bráðamóttöku. Síðast en ekki síst þurfa hinir fátæku að vera virkir þátttakendur í allri ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf þeirra. Rödd þeirra verður að heyrast og þarfir þeirra verður að virða, enda leiðir slíkt mun fremur til langtímalausna á vanda hinna snauðu.

Þeir sem búa við sára fátækt lýsa oft ástandi sínu þannig að aðstæður þeirra séu ósýnilegar öðrum, að þeir hafi enga

rödd, og eigi engan þátt í að taka ákvarðanir um það sem varðar líf þeirra og lífsafkomu. Fátæku fólki er oft meinuð þátttaka í stjórnmálum á öllum stigum. Ólæsi, kynjamis-munun og/eða félagsleg aðgreining, skortur á híbýlum eða ríkisborgararétti er meðal þeirra atriða sem gera fátækum ómögulegt að móta pólitískar ákvarðanir. Þá er upplýsingum um áhrif ýmiss konar iðnaðar á landsvæði fátækra haldið leyndum og eins upplýsingum um brottflutninga vegna „uppbyggingarstarfs“. Upplýsingum um hvernig unnt sé að koma í veg fyrir þungun eða lífshættulega sjúkdóma er ein-göngu komið til hinna efnameiri og aðgangur að getnaðar-vörnum fyrir konur er oft takmarkaður við samþykki maka.

Mismunun og hunsun á virkri þátttöku fátækra leiðir ekki aðeins til óupplýstra ákvarðana heldur rænir þá réttinum til að læra af ákvarðanaferlinu og þar af leiðir að þeir sem búa við örbirgð eiga minni möguleika á að ná valdi á lífi sínu og aðstæðum.

Fátæktinni þarf að útrýma. Með því að breyta umræðunni um fátækt og tengja hana við mannréttindi færist þungi baráttunnar frá góðgerðarstarfi yfir á skyldur ríkja og þrýstir á valdhafa um að hrinda í framkvæmd áætlunum þar sem hagur hinna verst settu er í fyrirrúmi.

Nelson Mandela bendir á að „fátækt er ekki náttúrulegt fyrirbæri, ekki frekar en þrælahald eða kynþáttaaðskilnaður, heldur verður hún til af manna völdum og það er á þeirra valdi að útrýma henni. Útrýming fátæktar er ekki góðverk heldur sjálfsagt réttlætismál.“

Amnesty-félagar á Indlandi Amnesty-félagar á Indlandi krefjast aðgerða gegn fátækt.krefjast aðgerða gegn fátækt.

Page 14: Amnesty fréttabréf 01-2012

AMNESTY INTERNATIONAL

14

„Við viljum binda enda á spillinguna, við viljum vera frjáls og eiga von um framtíð.“

Mótmælandi frá Aserbaídsjan, vorið 2011

Í maí á síðasta ári tryggði Aserbaídsjan sér rétt til að halda Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í höfuðborginni, Bakú, með sigurlagi sínu, „Running Scared”. Staðreyndin er sú að aðeins nokkrum mánuðum fyrr upplifðu hundruð friðsamra mótmælenda í miðborg Bakú einmitt það sem titill lagsins lýsir. Þeir hlupu í ofboði undan ofbeldi lögreglu, sem reyndi, og tókst í sumum tilvikum, að þagga niður í mótmælendum. Talið er að 125 milljónir manna fylgist með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þegar keppnin fer fram í Bakú í maí næstkomandi. Keppni sem fram fer í skugga mannréttindabrota. Mörgum milljónum dollara er varið í almannatengsl til að draga upp mynd af Aserbaíd-sjan sem nútímalegu og framsæknu ríki.

Gera verður stjórnvöldum í Aserbaídsjan ljóst að þau breiða ekki yfir víðtæk mannréttindabrot í landinu með glit-ríkri sýningu eins og Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-stöðva.

Friðsamir mótmælendur, ungt baráttufólk og stjórnarand-stæðingar, eru handteknir og beittir ofbeldi, blaðamönnum er hótað og þeim rænt, örðugt er að reka óháða fréttamiðla og sjálfsritskoðun er mikil, auk þess sem stjórnvöld leita nú leiða til að hafa eftirlit með og stýra netnotkun og þrengja þannig að tjáningarfrelsi á netinu. Kúguninni er ætlað að senda þau skilaboð að mótmæli almennings verði ekki liðin, né heldur nokkur tilraun til að sameina almenning í and-stöðu við núverandi stjórnvöld. Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa í raun gert það ólöglegt að taka þátt í friðsamlegum mót-mælum gegn stjórnvöldum, með því að banna mótmæli og fangelsa þá sem taka þátt í þeim. Lögregla beitir oft miklu ofbeldi við að brjóta friðsamleg mótmæli á bak aftur.

Alda friðsamlegra mótmæla reið yfir Aserbaídsjan í mars og apríl 2011, þegar þess var krafist að látið yrði af kúgun í landinu. Margir mótmælendur og fylgismenn stjórnarand-stöðunnar voru dæmdir í fangelsi á grundvelli upploginna sakarefna.

Amnesty International berst fyrir því að 14 samviskufangar, sem fangelsaðir voru í kjölfar mótmælanna í fyrra, verði þegar í stað og skilyrðislaust leystir úr haldi og hvetur stjórnvöld í landinu til að leyfa röddum borgaranna að heyrast í aðdrag-anda Eurovision-söngvakeppninnar í Bakú í maí.

LIsTAFóLK GEFuR mANNRéTTINdum TóLF sTIGListafólk hvaðanæva úr Evrópu hefur lagt Amnesty Inter-national lið í baráttunni fyrir því að stjórnvöld í Aserbaídsjan virði tjáningarfrelsið. Í þeim hóp eru fjórtán íslenskir tón-listarmenn sem standa að baki kröfum um að stjórnvöld í Aserbaídsjan virði mannréttindi. Í hópnum eru bæði fyrri Eurovison-farar sem og annað tónlistarfólk. Þessir listamenn eru Páll Óskar Hjálmtýsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Lay Low, Mugison, Daníel Ágúst Haraldsson, Erpur Eyvindar-

son, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Óttar Proppe, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius, Garðar Cortes, Högni Egils-son, Kristján Kristjánsson, Ellen Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson. Hver og einn listamaður tekur upp mál eins hinna fjórtán samviskufanga sem farið er fram á að verði leystir úr haldi. Einnig er mál blaðakonu sem sætt hefur ofsóknum tekið upp.

Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari hljómsveitarinnar Gus-Gus og fyrrum Eurovision-keppandi, sagði af þessu tilefni:

„Í Söngvakeppni Evrópu þá kjósum við þau lög sem okkur líkar, en við fordæmum ekki þau lög sem við kunnum ekki að meta. Líkt og með lög þá kunna ekki allir að meta sömu hugmyndir, en af hverju ættu yfirvöld að fangelsa saklaust, friðsamlegt fólk fyrir að tjá hugmyndir sínar sem þeim líkar ekki við? Þetta getur ekki samræmst anda söngvakeppn-innar – við getum ekki hunsað aðstæður Mahammad og hinna 13 samviskufanganna sem eru enn bak við lás og slá í Aserbaídsjan í dag.“

Daníel Ágúst Haraldsson

Samviskufanginn sem Daníel Ágúst fer fram á að verði leystur tafarlaust úr haldi er Mahammad Majidli. Hann var handtekinn 2. apríl fyrir að skipuleggja og taka þátt í frið-samlegum mótmælum. Í október 2011 var hann fundinn sekur um að hvetja til óspekta á almannafæri og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Hann hefur starfað með stjórnarandstöðuflokknum Popular Front Party frá árinu 1989. Hann var þingframbjóð-andi í kosningunum 2010 en náði ekki inn þar sem enginn frambjóðandi úr stjórnarandstöðuflokkunum var kosinn inn á þing.

Það er tími til kominn að mannréttindum séu gefin tólf stig.

Taktu þátt á www.netakall.is

söNGVAKEPPNI Í sKuGGA mANNRéTTINdABROTA

Page 15: Amnesty fréttabréf 01-2012

FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. TBL 2012

15

Þann 15. mars síðastliðinn kom saman hópur af ungu fólki í huggu-legu húsnæði í Þingholtunum. Andrúmsloftið var spennuþrungið, enginn vissi í raun við hverju var að búast og sumir hugsuðu ótt og títt til ókeypis pizzunnar sem var notuð til að lokka að fátæka námsmenn. Við-burður þessi var stofnfundur Ungliða-hreyfingar Amnesty International. Frá stofnun samtakanna árið 1961 hefur baráttan fyrir mannréttindum haldið ótrauð áfram og í dag eru meðlimir Amnesty International rúmlega 3 millj-ónir, venjulegt fólk um heim allan sem berst fyrir þá sem ekki fá notið rétt-lætis og frelsis. Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð árið 1974 og nú árið 2012 hefur verið stofnuð ung-liðahreyfing innan Íslandsdeildarinnar. Stofnfundurinn fór fram úr björtustu vonum og mættu tæplega 50 manns á aldrinum 16–25 ára sem varð til þess að hver einn og einasti stóll í húsinu var dreginn fram.

Þetta unga fólk á fyrst og fremst eitt sameiginlegt, viljann til að láta mannréttindi fyrir alla sig varða. Á

fundinum voru kynntar hinar ýmsu aðgerðir sem Amnesty stendur fyrir og ungliðarnir munu eiga stóran þátt í. Í þessum aðgerðum fær sköpunargáfa ungliðanna að njóta sín í listrænum aktívisma, bréfamaraþonum, tón-leikum og undirskriftasöfnunum. Helst ber að nefna þrjár aðgerðir sem Ungliðahreyfingin tekur þátt í. Herferð um alþjóðlegan vopnavið-skiptasamning, herferð sem miðar að því að þrýsta á olíufyrirtækið Shell að hreinsa upp eftir olíuleka sem orðið hafa við óseyra Nígerfljóts í Nígeríu og aðgerðir til stuðnings samviskuföngum í Aserbaídsjan. Auðvitað eru fyrr-greindar aðgerðir ekki þær einu sem Amnesty International hefur á sínum snærum þar sem mannréttindabrot eru því miður ekki af skornum skammti í heiminum í dag. Að skipu-leggja aðgerðir er ekki það eina sem er framundan hjá ungliðunum þó að það sé kjarni starfsins. Það eru bíó-kvöld, smiðjur (workshop), ferðalag, möguleikinn að kynnast nýju fólki og eitt það mikilvægasta, hafa gaman. Þó svo að við séum að meðhöndla

grafalvarleg mál þá er nauðsynlegt að takast á við hlutina með húmorinn að vopni og gleðina við völd!

Ef spurningar vakna eða vilji er fyrir hendi til að leggja hönd á plóg þá er um að gera að hafa samband við [email protected] eða á fésbókarsíðu Ungliðahreyfingarinnar: Ungliðastarf Amnesty International.

Fyrir hönd ungliðastarfsins,Lára Hrönn Hlynsdóttir,

háskólatengiliður Ungliðahreyfingar Amnesty International

uNGLIÐAHREyFING ÍsLANdsdEILdAR AmNEsTy INTERNATIONAL

Frá stofnfundi Frá stofnfundi Ungliðahreyfingarinnar.Ungliðahreyfingarinnar.

Aðgerð undirbúin.Aðgerð undirbúin.

Page 16: Amnesty fréttabréf 01-2012

Á hverjum degi fær Amnesty International upplýsingar um mannréttindabrot, sem krefjast tafarlausra viðbragða: pyndingar, geðþóttahandtökur, þvinguð mannshvörf og önnur mannréttindabrot. Því hefur Íslandsdeild Amnesty International komið á laggirnar SMS-aðgerðaneti þar sem fólk getur notað farsímann til að bjarga mannslífum með því að senda SMS. Þannig safnast fjöldi undirskrifta á stuttum tíma.

Hvað þú gerir:

1 Þú skráir þig með því að senda sms-ið: AmNEsTy í 1900

2 Þú færð sendar 2–3 aðgerðir (99 kr. per aðgerð) á mánuði: Þú svarar fyrstu aðgerðinni með því að senda: AKALL <ÞITT NAFN> í 1900 (passaðu að hafa bil milli AKALL og nafnsins þíns – til dæmis: AKALL Jóna Jónsdóttir) og þá skráist nafn þitt á undirskriftalista vegna aðgerðarinnar. Nánari upplýsingar um hvert mál má svo lesa á heimasíðunni: http://www.amnesty.is/taktu­thatt/sms­adgerdarnetid

3 Einungis þarf að skrá undirskriftina einu sinni. Næst þegar þú svarar aðgerð er nóg að skrifa: AKALL og senda í 1900 og þá bætist nafn þitt sjálfvirkt við nöfn annarra sem taka þátt í aðgerðinni.

4 Ef þú vilt hætta í SMS-netinu þá sendirðu: AmNEsTy sTOP í 1900

Taktu þátt í að bjarga fólki frá pyndingum, geðþóttahandtökum og aftökum og skráðu þig í sms­aðgerðanetið !

BJARGAÐumANNsLÍFum mEÐ FARsÍmANum

sENdu sms­sKEyTIÐ:AMNESTY

í símanúmerið 1900 og skráðu þig í

SMS-aðgerðanet Amnesty International