8
Tölvudeildin þín FRÉTTABRÉF NÓVEMBER | 2014 frh. á síðu 2 Þann 1. nóvember fagnaði Þekking 15 ára afmæli. Fyrirtækið á sér þó lengri sögu þar sem það var stofnað upp úr tölvudeild KEA sem sett var á fót árið 1974. Þekking hefur vaxið mikið og er í dag eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Stefán Jóhannesson hefur fylgt Þekkingu frá upphafi og í raun lengur því áður var hann hjá KEA, fyrst sem starfsmaður í tölvudeild og síðar deildarstjóri. „Ég vann einnig hjá RB með námi og svo í um ár áður en við fluttum til Akureyrar. Þetta var mjög áhugaverður tími, þar sem maður kynntist því vel að vinna í „stórtölvu“ umhverfi.“ Tilviljun réði valinu Þegar hann er spurður af hverju hann hafi leiðst út í tækniheiminn svarar Stefán því til að það hafi nánast verið tilviljun. „Þegar ég var að velta fyrir mér háskólanámi á sínum tíma voru möguleikarnir svo miklu færri en þeir eru í dag. Ég varð mér úti um námskrá Háskóla Íslands, blaðaði í gegnum hana og leist best á nám í tölvunarfræðum. Þetta var á upphafsárum tölvutækninnar, en ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun. Þessi heimur er, og hefur allan þennan tíma verið á fleygiferð. Framundan eru svo enn meiri breytingar líklega af þeim toga að við getum ekki einu sinni ímyndað okkur þær í dag. Þannig er þessi bransi.“ Heimilishaldið oft ansi líflegt En það er ekki bara tækni og tölvur sem heilla. Stefán er líka mikill fjölskyldumaður. Hann er norðlendingur í húð og hár, fæddur á Akureyri en uppalinn á Dalvík að mestu leyti. Fjölskyldan bjó lengst af fyrir norðan en fluttist á suðvestur- hornið fyrir tæpum tíu árum. „Við búum núna í Kópavogi og líkar lífið bara vel. Fjölskyldan er nokkuð stór, fimm börn og tvær stjúpdætur og heimilishaldið hefur því verið í takt við það... oft ansi líflegt,“ segir Stefán og glottir. Flest börnin eru nú farin að heiman og hafa stofnað sína eigin fjölskyldu. Tvö yngstu ÞEKKING... Í AÐEINS MEIRA EN 15 ÁR! eru þó enn hjá okkur – kannski sem betur fer, það yrði ansi tómlegt án þeirra. Kona mín er Júlía Linda Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún er Reykvíkingur en á ættir að rekja bæði vestur og austur. Móðir hennar er bresk svo hún er hálfur Breti. Það er góð blanda! Hún hefur stutt mig vel í mínu starfi og sýnt bæði fjarveru og miklu álagi aðdáunarverðan skilning. Við fluttum frá Akureyri 2005 eftir 17 ár þar. Það var frekar rökrétt skref á sínum tíma, meirihluti starfseminnar fer fram á höfuðborgarsvæðinu, börnin farin að huga að háskólanámi auk ýmissa annarra þátta sem spiluðu þarna inní. Við reynum að fara norður á hverju sumri, stoppum þá yfirleitt á Dalvík og helst Akureyri líka. Það er alltaf gott að koma norður – ekki hvað síst á sumrin. Um síðustu mánaðarmót fagnaði Þekking 15 ára afmæli sínu. Að því tilefni fær saga fyrirtækisins, sem og starfsmenn, stóran sess í þessu tölublaði.

Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Fréttabréf Þekkingar. Sérstök áhersla er lögð á sögu félagsins og starfsmenn þess í tilefni af 15 ára afmæli Þekkingar.

Citation preview

Page 1: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

Tölvudeildin þínFRÉTTABRÉF

NÓVEMBER | 2014

frh. á síðu 2

Þann 1. nóvember fagnaði Þekking 15 ára afmæli. Fyrirtækið á sér þó lengri sögu þar sem það var stofnað upp úr tölvudeild KEA sem sett var á fót árið 1974. Þekking hefur vaxið mikið og er í dag eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni.

Stefán Jóhannesson hefur fylgt Þekkingu frá upphafi og í raun lengur því áður var hann hjá KEA, fyrst sem starfsmaður í tölvudeild og síðar deildarstjóri. „Ég vann einnig hjá RB með námi og svo í um ár áður en við fluttum til Akureyrar. Þetta var mjög áhugaverður tími, þar sem maður kynntist því vel að vinna í „stórtölvu“ umhverfi.“

Tilviljun réði valinuÞegar hann er spurður af hverju hann hafi leiðst út í tækniheiminn svarar Stefán því til að það hafi nánast verið tilviljun. „Þegar ég var að velta fyrir mér háskólanámi á sínum tíma voru möguleikarnir svo miklu færri en þeir eru í dag. Ég varð mér úti um námskrá Háskóla Íslands, blaðaði í gegnum hana og leist best á nám í tölvunarfræðum. Þetta var á upphafsárum tölvutækninnar, en ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun. Þessi

heimur er, og hefur allan þennan tíma verið á fleygiferð. Framundan eru svo enn meiri breytingar líklega af þeim toga að við getum ekki einu sinni ímyndað okkur þær í dag. Þannig er þessi bransi.“

Heimilishaldið oft ansi líflegtEn það er ekki bara tækni og tölvur sem heilla. Stefán er líka mikill fjölskyldumaður. Hann er norðlendingur í húð og hár, fæddur á Akureyri en uppalinn á Dalvík að mestu leyti. Fjölskyldan bjó lengst af fyrir norðan en fluttist á suðvestur-hornið fyrir tæpum tíu árum. „Við búum núna í Kópavogi og líkar lífið bara vel. Fjölskyldan er nokkuð stór, fimm börn og tvær stjúpdætur og heimilishaldið hefur því verið í takt við það... oft ansi líflegt,“ segir Stefán og glottir.

Flest börnin eru nú farin að heiman og hafa stofnað sína eigin fjölskyldu. Tvö yngstu

ÞEKKING... Í AÐEINS MEIRA EN 15 ÁR!

eru þó enn hjá okkur – kannski sem betur fer, það yrði ansi tómlegt án þeirra.

Kona mín er Júlía Linda Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún er Reykvíkingur en á ættir að rekja bæði vestur og austur. Móðir hennar er bresk svo hún er hálfur Breti. Það er góð blanda! Hún hefur stutt mig vel í mínu starfi og sýnt bæði fjarveru og miklu álagi aðdáunarverðan skilning.

Við fluttum frá Akureyri 2005 eftir 17 ár þar. Það var frekar rökrétt skref á sínum tíma, meirihluti starfseminnar fer fram á höfuðborgarsvæðinu, börnin farin að huga að háskólanámi auk ýmissa annarra þátta sem spiluðu þarna inní. Við reynum að fara norður á hverju sumri, stoppum þá yfirleitt á Dalvík og helst Akureyri líka. Það er alltaf gott að koma norður – ekki hvað síst á sumrin.

Um síðustu mánaðarmót fagnaði Þekking

15 ára afmæli sínu. Að því tilefni fær saga fyrirtækisins, sem og

starfsmenn, stóran sess í þessu tölublaði.

Page 2: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

Þekking2

Fréttabréf nóvember | 2014

Góður golfhringur er toppurinn Auk þess að sinna starfi og fjölskyldu af miklum móð hefur Stefán einnig alltaf verið mikill áhugamaður um íþróttir. „Ég hef líklega keppt í flestum íþróttum sem krakki og unglingur. Ég var þó alltaf mest í blaki og á þar að baki keppnisferil auk þess að hafa sinnt stjórnarstörfum fyrir þá hreyfingu undanfarin ár. Ég er varaformaður Blak-sambands Íslands, og hef verið það í mörg ár. Svo er það golfið. Ég reyni að komast á völlinn eins oft og ég get því það er fátt sem hleður batteríin eins vel og góður golfhringur.“

Alltaf nettengdMargt hefur breyst frá síðan Stefán steig fyrst inn í tækniheiminn. „Frá því ég hóf störf hjá Þekkingu, fyrir 15 árum, hefur mjög margt breyst. Tæknilegt umhverfi hefur umturnast og starfsemi félagsins aukist mikið. Við erum með starfsstöðvar á tveimur stöðum og þjónustum fyrirtæki um allt land. Þáttur upplýsingatækni í starfsemi fyrirtækja, og í raun í lífi okkar almennt, hefur aukist mikið. Við erum til dæmis nánast alltaf tengt Internetinu, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir 15 árum síðan.„Þessi þróun mun bara halda áfram og leiða okkur á slóðir sem okkur órar ekki fyrir í dag.“

Aukin tækni – meiri þjónusta„Með auknum vexti í starfseminni munum við ná fram hagræðingu og meiri fagmennsku. Við horfum mikið til þess að auka sjálfvirkni og alla stöðlun og munum halda áfram að leggja áherslu á það á næstu misserum.“

„Aukin tækni kallar á enn frekari sérfræðiþekkingu. Þetta sjáum við t.d. með tilkomu allskonar skýjalausna þar sem samtvinnun umhverfa á eftir að aukast. Það sama á við um öryggismál. Umferð um netkerfi eykst hratt, og að sama skapi

frh. af forsíðu

Fyrirtækið Þekking hf. er stofnað af KEA og Íslenska hugbúnaðar-sjóðnum. Aðsetur er á Akureyri.

Þekking og Tristan ehf sameinast undir merkjum Þekkingar hf.

Þekking flytur í núverandi hús-næði sitt í Urðarhvarfi í Kópavogi.

1974

2014

Tölvudeild KEA sett á fót.

SAGAN

‘99

‘01

‘11

1. NÓVEMBER 1999

ÁRIÐ ER 2001

ÁRIÐ ER 2011

Stofnun GoPro group, samstarf nokkurra íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja.

Núverandi eigendur taka við Þekkingu hf.

‘00

‘04

MARS 2000

ÁRIÐ ER 2004

Þekking fagnar 15 ára afmæli sínu. Fyrirtækið veitir nú öfluga þjónustu um land allt á sviði kerfisveitu, hýsingar og rekstrarþjónustu.

‘14 1. NÓVEMBER 2014

Þekking er eitt öflugasta félag landsins á sviði rekstrar og hýsingar tölvukerfa. Starfsmenn eru rúmlega 60 og starfsstöðvar í Kópavogi og á Akureyri.

hættan á að eitthvað lendi á röngum stað.“ „Ég sé fyrir mér að eftir fimm ár, þegar við fögnum 20 ára afmælinu, verðum við frískleg og flott og enn öflugri en í dag. Það er hins vegar erfitt að spá fyrir um framtíðina í þessum geira og því ómögulegt að segja hvar við verðum eftir 15 eða 20 ár. Líklega verður enn þörf á þjónustu eins og okkar, bara í breyttri mynd. Þess vegna er mikilvægt að við séum ávallt vakandi fyrir breytingum og náum að fylgja þeim eftir og jafnvel leiða,“ segir Stefán.

Samstarfið lykillinn að árangri Þekking hefur vaxið mikið á undanförnum árum en þann árangur þakkar Stefán ekki síst góðu samstarfi við viðskiptavini félagsins. „Það er í raun algjört lykilatriði að mörg þessara félaga hafa unnið þétt með okkur til margra ára og í raun má segja að viðskiptavinirnir séu lykillinn að góðum árangri Þekkingar,“ segir Stefán að lokum.

Page 3: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

3Þekking

Tölvudeildin þín

Hvar ertu fædd og uppalin? AkureyriFjölskylduhagirÉg er þriggja barna móðir og á einn lítinn ömmustrák. Ég missti manninn minn fyrir átta árum og á núna indælan og góðan kærasta.Við hvað starfar þú hjá Þekkingu? Forritun, þjónustu og ráðgjöf í viðskiptakerfunum Concorde og C5.Hefur mikið breyst frá stofnun Þekkingar, hvað helst? Jú það hefur mikið breyst, starfsemin hefur færst út og starfsmönnum fjölgað mikið. Við vorum meira einn hópur sem vann að sameiginlegum verkefnum en núna eru viðskiptavinirnir og verkefnin svo mörg að verkefni sumra starfsmanna skarast aldrei.ÁhugamálSamvera við mína nánustu, tónlist og útivist.Hvar verður Þekking á 20 ára afmælinu?Það er nú ekki langt í það... það hafa ekki orðið svo miklar breytingar síðustu fimm ár og vonandi tekst að láta fyrirtækið dafna og þroskast hægt en örugglega, sígandi lukka er best.Af hverju UT bransinn? Ég var alltaf meira fyrir raungreinar í skóla og endaði því, með útilokunaraðferð, í tölvunarfræði við HÍ sem var þá nýtt nám. Ég hef alltaf verið mjög ánægð með að hafa lent þar og finnst ótrúlega skemmtilegt að forrita.Græjurnar þínarÉg er lítil græjukelling. Heima er ég með gamlar en góðar hljómflutningsgræjur sem mér finnst skipta miklu máli. Ég vil nýta hluti vel og kaupi því ekki nýtt fyrr en það gamla virkar ekki lengur. Flestar græjur því í eldri kantinum, nema fína Samsung sjónvarpið sem ég keypti mér í jólagjöf síðustu jól.Símtækið þittSamsung Galaxy Ace 2Tölvan þínLenovo ThinkCentre borðtölvaAnnað sem þú vilt segja? Mér finnst ánægjulegt að starfa hjá fyrirtæki sem hefur staðið sína plikt í fimmtán ár.

HEIDA@THEKKING Í 15 ÁR

RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR

vel varin og öflug sem kerfin eru eru, þá eru það notendur þeirra sem eru alltaf helsti veikleikinn.“

Aðferðir tölvuþrjóta verða sífellt markvissari og í mörgum tilfellum beina þeir athygli sinni að lykilstarfsmönnum fyrirtækja. Það kannast allir við tölvu-pósta og símtöl þar sem óskað er eftir notendaupplýsingum, annað hvort vegna lokaðra bankareikninga, hárra lottóvinninga eða jafnvel arfs sem enginn vissi af. „Flestir sjá í gegnum þessar tilraunir en þeir póstar sem við höfum séð á undanförnum misserum eru mun vandaðri og oft erfitt að greina hvort um svindl sé að ræða. Oftast er leitað eftir

einhverskonar viðbrögðum frá móttakanda og getur þá verið nóg að smella á tengil í póstinum til að njósnahugbúnaði sé komið fyrir á tölvu viðkomandi,“ segir Oddur. „Í kjölfarið er fylgst með samskiptum notenda og ytri aðila og á einhverju tímapunkti er upplýsingum, sem berast á milli, breytt þannig að fjármunir berist á rangan stað.“

Fleiri árásir hér Þessum árásum hefur fjölgað á Ísland meðan dregið hefur úr þeim á önnur Norðurlönd. Því er brýnt að vera ávallt á varðbergi og leita til þjónustuaðila tölvukerfa ef minnsti grunur leikur á að póstur sé sendur í vafasömum tilgangi. Einnig er afar mikilvægt að skoða vel póstfang sendanda þegar sendar eru trúnaðarupplýsingar. Jafnvel þó nafn sendanda sé rétt og póstur komi í framhaldi af fyrri samskiptum hafa dæmin sýnt að óprúttnir aðilar geta skotið sér inn í samskipti á fölsku netfangi.

Þegar kemur að stafrænu öryggi heyrum við oft að samhliða örum framförum í tækni verði tölvuþrjótar enn betri í að brjótast í gegnum kerfin. Þeir séu alltaf einu skrefi á undan. En hvernig er þá best að tryggja öryggi tölvukerfa? Oddur Hafsteinson, öryggisstjóri Þekkingar, veit ýmislegt um málið.

„AUKIN ÖRYGGISVITUND BESTA VÖRNIN“

Nýverið birtist frétt þess efnis í fjölmiðlum að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kærur og ábendingar vegna fjársvika, þar sem tölvuþrjótar hafi komist inn í tölvupóstsamskipti íslenskra fyrirtækja.

„Þetta kom okkur hjá Þekkingu ekki á óvart, enda höfum við séð sambærileg dæmi meðal okkar viðskiptavina á síðasta ári,“ segir Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar. „Á hverjum degi eru gerðar árásir á fyrirtæki og stofnanir með ýmsum hætti, en sem betur fer tekst yfirleitt að koma í veg fyrir þær með góðum vörnum.“

Notendur helsti veikleikinnOddur segir fyrirtæki í dag mun meðvitaðri en áður um mikilvægi þess að hafa góðar vírusvarnir, eldveggi og skýrar öryggisreglur varðandi meðferð gagna og tölvukerfa. „Hitt er annað mál, að hversu

Page 4: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

Þekking4

Fréttabréf nóvember | 2014

Hvar ertu fæddur og uppalinn? Ég er fæddur á Akureyri, í Þorpinu, en ólst upp á Brekkunni og gekk í Gaggann, svo Iðnskólann/VMA.Fjölskylduhagir?Er í sambúð og við eigum samtals 6 börn á aldrinum 9-25 ára og einn hund. Í dag er það bara hundurinn sem fær að sofa á milli.Við hvað starfar þú hjá Þekkingu? Ég er tæknistjóri. Ég kem að ákvörðunum um tæknilega uppbyggingu, stjórna kerfisveitunni og innri kerfum. Auk þess kem ég að tæknilegum verkefnum fyrir viðskiptavini Þekkingar.Hefur mikið breyst frá stofnun Þekkingar, hvað helst? Já, talsvert mikið. Sérhæfingin er mun meiri og ég þekki ekki lengur alla kúnnana, og varla alla starfsmennina. Hvar verður Þekking á 20 ára afmælinu?Stærri og sterkari. Af hverju UT bransinn? Alltaf haft áhuga á tækjum og tækni frá því ég man eftir mér enda er ég rafeindavirki og rafmagnstæknifræðingur.ÁhugamálFjölskyldan, ferðalög, bílar og mótorhjól. Svo spila ég badminton en er latur að mæta í ræktina.Græjurnar þínarMazda RX8, KTM 400, iPhone, iPad, snjósleði og snjóbretti.Símtækið þittiPhone 5, alveg að verða iPhone 6. Tölvan þín Þær eru nokkrar.Annað sem þú vilt segja? Spennandi tímar framundan og við finnum fyrir vaxandi áhuga á Þekkingu sem sam-starfsfyrirtæki í upplýsingatækni.

KARL@THEKKING Í 15 ÁR

KARL INGIMARSSON

Norðlenska er eitt þekktasta matvælafyrirtæki landsins. Vörur þess, frá Goða, KEA, Húsavíkurkjöti og Bautabúrinu, er vafalítið að finna inni á flestum heimilum enda framleiðir fyrirtækið yfir 700 vöruliði úr lamba-, nauta- og grísakjöti. Hjá Norðlenska starfa að jafnaði um 200 manns og nær starfsemin yfir allt frá slátrun búfjár til fullvinnslu afurðanna. Höfuðstöðvarnar eru á Akureyri en fyrirtækið er einnig með starfsemi á Húsavík, í Kópavogi og á Höfn í Hornafirði.

Norðlenska matborðið er einn af elstu viðskiptavinum Þekkingar. „Ég hef verið hjá Norðlenska í tæp 15 ár, en þar áður var ég hjá KEA og naut þar líka í raun þjónustu Þekkingar, sem á þeim tíma var auðvitað tölvudeild KEA. Ég hef því fylgt þeim lengi og þekki fyrirtækið orðið ansi vel,“ segir Sigmundur. „Í dag erum við með allt kerfið í hýsingu hjá Þekkingu en þeir sjá einnig um rekstrarviðmót upplýsingakerfisins eða netsins, aðgangsstýringar, tölvupóst og í raun alla alhliða tölvuþjónustu fyrir okkur, bæði í vél- og hugbúnaði.“

Upplýsingatækni lykillinn í fjölbreyttum rekstriNorðlenska er með fjórar starfsstöðvar og fjölbreytta starfsemi víða um landið. Höfuðstöðvarnar eru á Akureyri, ásamt stórgripasláturhúsi og kjötvinnslu, á Húsavík er sauðfjársláturhús og

kjötvinnsla, á Höfn er sauðfjársláturhús og söluskrifstofa er í Reykjavík. Sigmundur segir að þegar fyrirtæki séu með starfsemi

á svo mörgum stöðum sé nauðsynlegt að

geta treyst á allt kerfið. „Upp-

lýsinga-tæknin er sífellt að verða stærri hluti af

starfinu hjá okkur

og „on-line“ upplýsingatækni

er í raun lykillinn að ákvörðunum í rekstri. Við

þurfum því að geta treyst á kerfin og þau að vera notendavæn. Það má því segja að hlutverk fyrirtækja eins og Þekkingar verði sífellt veigameira í nútíma samfélagi um leið og það verður minna sýnilegt.“

Hreinskiptin og góð samskiptiÞegar rætt er um langt og farsælt samstarf fyrirtækjanna segist Sigmundur telja að

FERSKT SAMSTARF AÐ NORÐAN

Page 5: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

5Þekking

Tölvudeildin þín

Rætt er við Sigmund Ófeigsson,

framkvæmdastjóra Norðlenska

hreinskiptin og góð samskipti séu lykillinn. „Hagsmunaaðilar innan fyrirtækjanna hafa sýnt skilning og verið lausnamiðaðir og okkar upplifun er sú að Þekking hafi ávallt hagsmuni Norðlenska í huga við lausnir og þjónustu.“

Persónuleg þjónusta skapar traust„Þjónustan hefur líka alltaf verið persónu-leg. Það skapar traust sem gerir öll samskipti þægilegri,“ segir Sigmundur. „Auðvitað hafa komið upp einhver atvik en

Hvar ertu fæddur og uppalinn? Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri.Fjölskylduhagir Ég er þriggja barna faðir, á 16 ára strák og 12 ára tvíburastelpur. Börnin búa hjá mér aðra hvora viku þar sem ég er fráskilinn. Við hvað starfar þú hjá Þekkingu?Ég starfa í sviði sem kallast kerfisþróun og sér um innri kerfi Þekkingar. Mitt sérsvið er netmál.Hefur mikið breyst frá stofnun Þekkingar, hvað helst?Já, það er hefur margt breyst. Þegar Þekking var stofnuð vorum við fámennur hópur sem sá um tölvukerfi KEA. Þá vorum við öll að sinna nánast öllum hliðum þess kerfis, hvort sem

STEFANH@THEKKING Í 15 ÁR

það var búðarkassi, netbeinir eða Unix kerfi. Sérhæfing starfsmanna hefur aukist jafnt og þétt og auðvitað er sameining við annað fyrirtæki líka mikil breyting á starfsumhverfi.Hvar verður Þekking á 20 ára afmælinu?Ég geri ráð fyrir að Þekking verði starfandi af fullum krafti í hýsingargeiranum. Breytingar í tækni/vöruframboði munu hugsanlega breyta áherslum eitthvað en að sjálfsögðu mun Þekking fylgja því öllu eftir.Af hverju UT bransinn?Það vildi þannig til að ég var að flytja aftur norður og setti ferilskrá inn á ráðningar-skrifstofu á Akureyri. Það fór þannig að ég fór í viðtal hjá Stefáni Jóhannessyni og ég fékk vinnu hjá Tölvudeild KEA.ÁhugamálÁhugamál mín hafa svo lengi sem ég man snúist um tækni og tölvur.Græjurnar þínarEinhver sagði að nýjar græjur veittu manni bara ánægju í 18 daga, þannig að þá hlýtur það að vera nýi blandarinn minn núna.Símtækið þittÉg geri ráð fyrir að það sé verið að spyrja um GSM, þá er svarið Samsung Galaxy S3. Tölvan þínÉg er með Lenovo T430.Annað sem þú vilt segja?Í starfi mínu hjá Þekkingu tel ég mig hafa búið við sveigjanleika sem ég tel ekki vera sjálfsagðan. Ég hef starfað óslitið hjá Þekkingu frá 1999, en hef á þeim tíma búið í Reykjavík, Akureyri og í útlöndum.

STEFÁN HEIÐBERG HALLDÓRSSON

NORÐLENSKA ER Í EIGU YFIR

ÍSLENSKRA BÆNDA.

þau hafa verið léttvæg og maður er fljótur að gleyma því neikvæða því hlutunum er að jafnaði fljótt kippt í liðinn.“ Hann segist þó finna fyrir því að fjarlægð til stjórnenda Þekkingar hafi aukist með starfseminni á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta gæti leitt til þess að nýjungar eigi ekki eins greiða leið inn í Norðlenska og áður þar sem þessir hlutir koma oft í gegnum stjórnendur. „En ef allir eru meðvitaðir um stöðuna ætti staðsetningin ekki að koma að sök“ bætir hann við í lokin.

Page 6: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

Þekking6

Fréttabréf nóvember | 2014

Á hverju sumri heldur Microsoft ráðstefnu þar sem innsýn er veitt í áherslur næsta árs og hvert markaðurinn stefnir. Samstarfsaðilar fyrirtækisins alls staðar að úr heiminum hittast, bera saman bækur sínar og hlýða á boðskapinn. Þekking sendir ávallt fulltrúa en Sindri Skúlason, vörustjóri Microsoft lausna hjá Þekkingu, sótti ráðstefnuna í ár. Ráðstefna sem þessi er nauðsynleg öllum þeim sem vilja vera með fingurinn á púlsinum þegar það kemur að Microsoft og lausnum þeim tengdum.

Mikið fjölmenni var á ráðstefnunni, Worldwide Partner Conferense, í ár en um 16000 manns, frá 140 löndum mættu til Washington höfuðborgar Bandaríkjanna.

Cloud og Mobile í öðru hverju orðiRáðstefnunni var skipt upp í fimm megin þemu, Cloud, Mobile & Devices, Big Data,

Enterprise Social og Leadership Sales and Marketing. Það þurfti þó engan snilling til að sjá hverjar megin áherslurnar voru en á flestum fyrirlestrum mátti heyra Cloud og Mobile í öðruhverju orði. Það er því ljóst að Microsoft heldur skýjavæðingunni áfram af fullum þunga með Office 365, Azure, Intune, CRM online, o.s.frv.

Í fyrsta skipti í sögunni mátti sjá Apple iPad á sviðinu, en það var gert til þess að undirstrika það að skýið sé aðgengilegt öllum, sama hvaða tæki sé notað. Það er þó ljóst að hugbúnaðarrisinn ætlar sér

MICROSOFT WPC 2014

stærri hlutdeild í stýrikerfamarkaðnum fyrir snjalltæki og hefur því boðið Windows stýrikerfið frítt á öll tæki með 9“ skjá eða minni.

Minni áhersla var þó á tækjahliðina en oft áður og markar það mögulega ákveðna áherslubreytingu hjá Microsoft í kjölfar mannabreytinga, en nýlega tók Satya Nadella við af Steve Ballmer sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Kynntar voru breytingar á Office 365 sem munu auðvelda smærri fyrirtækjum að blanda saman ólíkum leiðum innan skýjaumhverfisins til að ná fram þeirri virkni og möguleikum sem þeir þurfa á að halda. Þetta eru þrjár nýjar leiðir sem kallast Business, Business Essentials og Business Premium. Þá voru einnig kynntar til sögunnar nýjar vottanir fyrir samstarfsaðila sem snúa að skýjalausnum.

Cortana í stað Siri og rafrænn túlkur úr Star TrekAð venju voru sýndar skemmtilegar lausnir sem ætlað er að krydda tilveruna. Sumar eru nú þegar fáanlegar en aðrar í þróun. Má hér nefna Cortana, sérlegan aðstoðarmann í farsímanum, sem á að keppa við Siri frá Apple. Hægt er að spyrja hana venjulegra spurninga, á ensku, og hún leitar að svörum fyrir þig, bókar fundi og sendir tölvupósta eftir upplestri. Hún getur einnig fylgst með veðurspánni og minnir þig á að grípa regnhlífina með þér ef svo ber undir – þó það myndi líklega ekki koma að miklum notum hér þar sem rigningin er yfirleitt lárétt!

Tilraunaútgáfa af rafrænum túlki var einnig kynnt til sögunnar, en hann þýðir talað mál milli tungumála á rauntíma svo mögulegt er að halda uppi samræðum með aðstoð hans. Forritið líktist einna helst þýðingartækinu úr Star Trek, svona fyrir þá sem hafa gaman af vísindaskáldskap. Þetta er tækni sem mun vafalítið valda byltingu í samskiptum fólks í framtíðinni ef þróunin gengur vel. Það væri t.d. ekki slæmt að geta skellt sér í frí til Kína og geta haldið uppi samræðum við innfædda með aðstoð túlksins.

Vítamínsprauta beint í æðÞað er alltaf upplifun að mæta á Worldwide Partner Conference og ekki er laust við að menn komi til baka uppveðraðir eftir að hafa fengið vítamínsprautu upplýsinga beint í æð frá uppsprettunni sjálfri .

Page 7: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

7Þekking

Tölvudeildin þín

SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ ÞEKKINGAR

Hvar ertu fæddur og uppalinn? Ég er fæddur á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og ólst svo upp í sveit.FjölskylduhagirÉg er giftur Mínervu Björg Sverrisdóttur og saman eigum við þrjú börn. Ég á svo tvær uppkomnar dætur.Við hvað starfar þú hjá Þekkingu? Í dag starfa ég í lausnaþróun og hef undanfarið ár unnið að nýju verkbeiðnakerfi auk þess að vinna ýmis sérkerfi fyrir viðskiptavini. Hefur mikið breyst frá stofnun Þekkingar, hvað helst? Já, það hefur mikið breyst. Tæknin hefur þróast mjög mikið og allur rekstur tölvukerfa er orðinn þægilegri og öruggari en hann var. Fagmennskan meiri nú en áður.Hvar verður Þekking á 20 ára afmælinu? Stærri og öflugri en í dag. Jira er allt sem þarf. (Eiginlega).Af hverju UT bransinn? Lenti eiginlega óvart í þessu. ÁhugamálÉg sigli lygnan sjó í þeim efnum. Líður best heima uppí sófa.Græjurnar þínarEngar græjur.Símtækið þittSamsung GT-I5800 spjallsími.Tölvan þínHP EliteBook 8560p.Annað sem þú vilt segja? Neibb, bara sæll og glaður.

PETUR@THEKKING Í 15 ÁR

PÉTUR ÓLAFSSON

Þekking hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og hefur fyrirtækið lagt fjölmörgum góðum málefnum lið í gegnum árin.

Í ár var ákveðið að horfa sérstaklega á heimaslóðir, til þeirra bæjarfélaga þar sem félagið er með starfsemi, og styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf þar.

Komið var nokkuð víða við, en yngri flokka starf Þórs í knattspyrnu var styrkt, sem og kvennalið félagsins sem leikur í úrvalsdeildinni. Þá var stuðningi við blak-íþróttina haldið áfram eins og undanfarin misseri en Þekking var einn helsti styrktar-aðili bikarúrslitanna í ár. Framhald var einnig á samstarfi við Golfklúbb GKG auk þess sem Golfklúbbur Akureyrar hlaut styrk.

Hvar ertu fæddur og uppalinn? AkureyriFjölskylduhagir Kvæntur, fjögurra barna faðirVið hvað starfar þú hjá Þekkingu?Gagnagrunnsstjóri (DBA) og BI (Business Intelligence), hópsstjóri í lausnaþróun.Hefur mikið breyst frá stofnun Þekkingar, hvað helst?Í kjarnann hefur ekki mikið breyst, eðli fyrirtækisins er það sama og var við stofnun. Helstu breytingarnar eru að fyrirtækið hefur vaxið og viðskiptavinum fjölgað. Vinnan er í eðli sínu sú sama en hefur þróast með tækninni.ÁhugamálÍþróttir og fjölskyldan og svo hef ég auðvitað áhuga á allri tækni og nýjungum.Hvar verður Þekking á 20 ára afmælinu?Eftir 5 ár verður Þekking ennþá tölvudeildin þín, bara 16,7% stærri.Afhverju UT bransinn?Líffræðin var ekki eins áhugaverð og ég hélt. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tölvum og tækni.Græjurnar þínar?Samsung.Símtækið þitt?Samsung Galaxy Spica I5700 frá 2009, með fyrstu snjallsímum frá Samsung.Tölvan þín?Samsung series 9 np900x3c 13,3“ ultrabook.

FINNUR@THEKKING Í 15 ÁR

FINNUR R. JÓHANNESSON

Page 8: Þekking - Fréttabréf (nóv 2014)

Þekking8

Fréttabréf nóvember | 2014

URÐARHVARF 6, 203 KÓPAVOGUR

HAFNARSTRÆTI 93-95, 600 AKUREYRI

sími 460 3100

thekking.is

Ábyrgðarmaður: Sigurður Sæberg Þorsteinsson

Ritstjóri: Sigurður Sæberg Þorsteinsson

Texti: Bergþóra Guðjónsdóttir

Hönnun: Vinnustofan

Myndir: Anton Brink, Shutterstock, ofl.

Róbert Jóhannsson Róbert Jóhannsson hóf nýlega störf á lausnasviði hjá okkur. Róbert er nokkuð reyndur í bransanum en hann starfaði áður hjá Opnum Kerfum sem Microsoft sérfræðingur og var þar áður kerfisstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Eins og fleiri starfsmenn Þekkingar kann Róbert vel við sig á motocross hjóli þegar hann er ekki fyrir framan tölvuskjáinn.

Árni Rúnar KarlssonÍ sumar hóf Árni Rúnar störf í vett-vangsþjónustu rekstrarsviðs, enhann starfaði áður hjá Advania. Hann lagði stund á kerfisstjóranám, ásamt sölu-, markaðs- og rekstrarnámi við NTV. En Árni er líka annálaður knattspyrnusérfræðingur og heldur meðal annars úti vefsíðunni FHingar.net.

Ármann Guðjón ValssonSíðasta vor bættist Ármann Guðjón Valsson við hóp rekstrarsviðsins í Urðarhvarfi. Hann er með nokkrar Microsoft gráður í farteskinu en hann hefur meðal annars starfað hjá Arion banka og Opnum kerfum. Ármann er einnig gríðarlega lunkinn með golfkylfuna, segir forgjöfina vera á uppleið en hún sé þó nógu lág til að hann hafi engar áhyggjur af innanhússmóti félagsins.

Arnþór SigurðssonArnþór er nýjasta viðbótin við rekstrarsvið Þekkingar. Hann kemur frá Kvos, móðurfélagi Odda, þar sem hann starfaði sem kerfisstjóri frá árinu 2006. Arnþór ætti að falla vel í hópinn þar sem hann nýtur þess að horfa á fótbolta þegar hann er ekki að vinna. Hann hefur líka gaman af því að hjóla og spurning hvort hann uppfæri ekki í motocross!

Björn Þórsson BjörnssonBjörn Þ. Björnsson hefur hafið störf á rekstrarsviði þar sem hann mun sinna verkefnum bæði í þjónustuveri og með vettvangsþjónustuhópnum. Björn kemur frá Advania þar sem hann sinnti ýmsum málum í rekstri tölvukerfa. Hann lauk námi frá NTV en ætti einnig að geta glatt vinnufélaga sína reglulega, því áður starfaði hann sem bakari hjá Korninu í nokkur ár. Fyrir utan þetta spilar hann handknattleik með Kópavogsfélaginu HK við góðan orðstýr.

Geir ValdimarssonGeir Valdimarsson hefur gengið til liðs við vettvangshóp rekstrarsviðsins, en hann verður staðsettur í Urðarhvarfi. Geir var áður tæknimaður hjá Tölvu-trausti og Símanum en hann hefur lokið CompTIA A+, MCTS og MCITP gráðum. En Geir er ekki alltaf límdur við tölvuskjáinn og vill hann þá helst þeysa á motocross fáki sínum um landið.

NÝIR STARFSMENN @thekking.is Við bjóðum nýja starfsmenn velkomna og hlökkum til farsæls samsarfs á komandi misserum.