57
Diplóma í rafiðnfræði Uppfærð raflögn í eldra húsi Endurhönnun á heimili Maí, 2017 Nafn nemanda: Kristinn Jónsson Kennitala: 160977 – 4699 Leiðbeinandi: Svanbjörn Einarsson 12 ECTS ritgerð til Diplóma í rafiðnfræði

Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Diplóma í rafiðnfræði

Uppfærð raflögn í eldra húsi

Endurhönnun á heimili

Maí, 2017

Nafn nemanda: Kristinn Jónsson

Kennitala: 160977 – 4699

Leiðbeinandi: Svanbjörn Einarsson

12 ECTS ritgerð til Diplóma í rafiðnfræði

Page 2: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Háskólinn í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík sími: 599 6200

www.ru.is

Tækni- og verkfræðideild

Heiti verkefnis:

Uppfærð raflögn í eldra húsi

Námsbraut: Tegund verkefnis:

Rafiðnfræði Lokaverkefni í iðnfræði

Önn: Námskeið: Ágrip:

Vor 2017 RI LOK

1006

Í verkefninu er endurhönnuð raflögn í hús frá

1937. Húsið teiknað upp í AutoCad og

hönnuð í það raflögn, smáspenna og

öryggiskerfi, ásamt því að setja upp

hússtjórnarkerfi í íbúð á annarri hæð.

Höfundur:

Kristinn Jónsson

Umsjónarkennari:

Kristinn Sigurjónsson

Leiðbeinandi:

Svanbjörn Einarsson

Fyrirtæki/stofnun:

Dagsetning: Lykilorð íslensk: Lykilorð ensk:

1. maí 2017 raflagnahönnun,

raflagnir,

raflagnateikningar

Dreifing:

opin lokuð til:

x

Page 3: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

2

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit . . . . . . . . . bls. 2

1. Inngangur . . . . . . . . bls. 3

2. Verklýsing . . . . . . . . bls. 4

3. Hússtjórnarkerfi . . . . . . . bls. 7

4. Lampar . . . . . . . . bls. 11

5. Öryggiskerfi . . . . . . . . bls. 15

6. Endurhönnun . . . . . . . . bls. 16

7. Tafla . . . . . . . . bls. 24

8. Dyrasími . . . . . . . . bls. 26

9. Kostnaður . . . . . . . . bls. 27

10. Samantekt . . . . . . . . bls. 28

11. Lokaorð . . . . . . . bls. 29

12. Heimildarskrá . . . . . . . bls. 30

13. Myndaskrá . . . . . . . . bls. 31

14. Töfluskrá . . . . . . . . bls. 32

15. Viðauki . . . . . . . . bls. 33

Dialux skýrsla

Teikningar

Page 4: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

3

1. Inngangur.

Í skýrslu þessari sem er lokaverkefni höfundar í rafiðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík mun

höfundur leitast við að nota þá kunnáttu sem hann hefur aflað sér í námi við skólann ásamt

reynslu úr starfi. Markmið verkefnisins er að gera teikningar af íbúðarhúsnæðinu í Autocat og

hanna í það nýja raflögn, smáspennulagnir og brunaviðvörunarkerfi ásamt nýrri

rafmagnstöflu fyrir húsið. Einnig mun að ósk eiganda hússins vera gerð útfærsla og

kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð.

Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu 16 í Reykjavík, húsið er byggt 1937

og eru því teikningar komnar svolítið til ára sinna og ekki til í rafrænu formi nema sem

innskönnuð mynd af teikningu frá 1936 á vef Reykjavíkurborgar. Húsið er steinsteypt með

steyptum og forsköluðum timburveggjum innandyra. Húsið er sambyggt tvíbýlishús, hannað

af Erlendi Einarssyni. Byggingarmeistarar hússins voru Halldór Guðmundsson trésmiður og

Gísli Þorleifsson múrsmiður. Einungis er skoðað annað tvíbýlið í skýrslu þessari sem er þá hús

númer 16. Ekki verður farið í lagnir eða annað sem tilheyrir Mánagötu 14.

Page 5: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

4

2. Verklýsing

ALMENNT

Verksvið.

Verktaki tekur að sér að leggja allar pípur og setja dósir fyrir raf- og fjarskiptalagnir

skv. verklýsingu þessari og uppdráttum.

Verktaki skal leggja til og kosta allt efni, tæki og alla vinnu sem til verksins þarf.

Húsið skal skilast með öllum pípum, steypuboxum fyrir innf. ljós og dósum fyrir raf- og

fjarskiptalagnir fullfrágengnum og tilbúnum til ídráttar.

Uppdrættir.

Allir uppdrættir eru táknrænir og sýna í aðalatriðum hvers óskað er. Verktaki skal

kynna sér alla uppdrætti og verklýsingu og annast samræmingu, ef nauðsynlegt er.

Ef verklýsingu og uppdráttum ber ekki saman, skal raflagnahönnuður skera úr um,

eftir hverju eigi að fara. Vanti eitthvað á uppdrætti, sem verklýsing tekur fram, skal

farið eftir lýsingunni. Hins vegar skulu uppdrættir ráða, þar sem skortir á lýsingu.

Samþykki eftirlitsmanns verkkaupa skal fá fyrir öllum frávikum frá uppdráttum. Fyrir

lokaúttekt skal verktaki skila verkkaupa teikningum leiðréttum eftir framkvæmd. Þá

skal verktaki sjá um að þessar teikningar fari einnig til verkkaupa og annarra

sem um teikningar eiga að fjalla.

Magntaka.

Allt efni er talið og mælt af teikningum án tillits til rýrnunar. Því skal gera ráð fyrir

rýrnun og ýmsum smáhlutum svo sem hólkum og festingum í einingaverði

viðkomandi þáttar.

Reglugerðir og fleira.

Allt efni og öll vinna skal í einu og öllu uppfylla ákvæði reglugerða Orkuveitu

Page 6: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

5

Reykjavíkur, Mannvirkjastofnunar ríkisins og Vinnueftirlits ríkisins.

Raflagnaefni, tæki og allur búnaður skal vera samþykktur af Mannvirkjastofnun

og/eða öðrum stofnunum sem Mannvirkjastofnun viðurkennir. Um reglugerðir,

tryggingar o.þ.h. vísast að öðru leiti til almennu tilboðs- og útboðsskilmála í almennri

útboðslýsingu.

Eftirlit.

Verkkaupi hefur sérstakan eftirlitsmann með verki verktaka og skal verktaki í einu og

öllu framkvæma verkið í samráði við verkkaupa eða eftirlitsmann hans og tilkynna

með nægum fyrirvara þegar eftirtöldum áföngum er lokið:

Lagningu pípna, steypuboxa og dósa í steypuhluta efri hæðar.

Setja upp vinnuljós og tengla.

Þegar verktaki afhendir verkkaupa verkið frágengið skv. verklýsingu.

Prófanir og úttektir.

Verktaki skal sannprófa að verkinu fullunnu, að öllum raflögnum samkvæmt þessum

verkhluta sé lokið. Fullnaðarúttekt skal lokið þegar verkið er afhent verkkaupa.

Verkkaupa skal boðið að vera viðstaddur allar úttektir.

Snertispennuvarnir.

Til snertispennuvarna á byggingarstað skal nota einn eða fleiri jarðstraumsliða með

eigi hærri marklekastraum en 30 milliamper. Viðnám jarðskauts til jarðar skal miðað

við að snertispenna í bilanatilvikum geti ekki orðið hærri en 50 volt.

Töflur fyrir ljós og vélar, sem notaðar verða við vinnu á byggingarstað svo og

raflagnir og búnaður allur, skal vera af vandaðri gerð og gerður til þess að þola

veðurfar hér og þá meðferð sem vænta má, jafnt utanhúss sem innan.

Allir tenglar skulu gerðir fyrir jarðtengingu. Málmhlutar allra jarðtengingaskyldra

raflagna, tækja og búnaðar, skulu vandlega jarðtengdir og skal hlífðartaug þeirra

undantekningarlaust lögð á sama hátt, og innan sömu pípu eða kápu og

Page 7: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

6

straumfarataugar. Veituna skal vera hægt að rjúfa hvenær sem er með einum alpóla

aðalrofa. Sem aðalrofa má nota jarðstraumsliða.

Sökkulskaut.

Verktaki skal leggja og tengja lagnir að sökkulskauti samkvæmt sérteikningu

raflagnahönnuðar.

Pípur og dósir.

Pípur og barkar skulu vera úr plasti og af viðurkenndri gerð. Pípur skulu þannig

gerðar, svo og búnaður þeirra, að einangrun tauga geti ekki skaddast innan í pípum

eða af skörpum brúnum í pípuendum.

Til varnar því að taugar skaddist af skörpum brúnum, skal snara vel úr pípuendum.

Nota skal töflunippla í töflukassa, tengikassa og gegnumdráttarkassa. R/T dósir í

steypu, létta veggi og loft skulu vera 73mm og vera gerðar fyrir raðefni. Veggdósir

fyrir veggljós skulu vera 55mm. Loftdósir skulu vera 83mm og hafa 8-12 stúta og þar

af í það minnsta tvo 20mm. Allar dósir í veggi og loft skulu vera af gerðinni ABB

(Rafport).

Nota skal samtengibúnað fyrir dósir í steypu og létta veggi. Dósir og pípur skal festa

vandlega með þar til gerðum festingum.

Nota skal samsetningarhólka með stálfjöður. Til varnar óhreinindum skal öllum pípum

upp úr loftum og veggjum lokað með þar til gerðum plasttöppum um leið og þær eru

lagðar. Þar sem pípur lágspennu, smáspennu og fjarskiptalagna koma hlið við hlið upp

úr loftum og eða veggjum, skulu þær merktar þannig að auðvelt sé að sjá hvaða kerfi

hver pípa tilheyrir.

Til þess að forðast árekstra við önnur kerfi hússins, skal rafverktaka bent á að kynna

sér vandlega öll gögn annarra hönnuða.

Page 8: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

7

3. Hússtjórnarkerfi

Skýrsluhöfundur skoðaði nokkrar tegundir hússtjórnarkerfa til að meta hver væru

heppilegust til notkunar í þessu verki þar sem verið er að endurnýja og bæta gamla raflögn

þar sem tengipunktar eru í mjög takmörkuðu magni.

Kerfin sem skoðuð voru eru x-Comfort frá Eaton og Dali kerfið frá Lunatone og Fibaro sem

Icecom er með í sölu. Kerfin frá Eaton og Fibaro eru svipuð að mörgu leiti bæði eru þau

þráðlaus kerfi fær um að eiga samskipti við hin ýmsu kerfi á heimili svo sem hitastýringu,

öryggis- og brunakerfi. Dali kerfið er hinsvegar ekki þráðlaust þar er kerfið allt samtengt með

tveimur vírum sem flytja merki á milli eininga kerfisins. Öll hafa þau möguleika á

skjámyndakerfi og að vera stýrt með appi í gegnum spjaldtölvu eða snjallsíma, en það er ein

af þeim kröfum sem eigandi fór fram á við mat á kerfum þessum.

Dali stendur fyrir Digital Addressable Lighting Interface. Dali er alþjóðlegur staðall IEC 62386

svo það er hægt að fá Dali búnað frá mörgum framleiðendum. Kerfið er byggt upp með

spennugjafa sem sér Dali línunni fyrir spennu, stjórnbúnaði sem keyrir upplýsingar inn á Dali

línuna eins og til dæmis rofi. Móttökubúnaði sem tekur við upplýsingum frá Dali línunni eins

og til dæmis lampa ballest. Kerfið er mestmegnis notað til ljósastýringar en getur tengst fleiri

kerfum svo sem glugga- og gardínumótorum. Kerfið er helst notað í stærri byggingum, góður

kostur fyrir til dæmis umsjónarmann byggingar að geta stjórnað allri lýsingu, gluggum og

gardínum frá aðstöðu sinni.

x-Comfort frá Eaton er hússtjórnarkerfi sem vinnur á útvarpsbylgjum til að eiga samskipti

milli eininga kerfisins. Einingarnar eru litlir kubbar, oftast kallaðir pöddur, sem hægt er að

koma fyrir í rofadósum á bakvið rofa og í loftadósum til að tengjast ljósum. Einnig er þar

hægt að fá rofa sem er knúin rafhlöðu og þarf því ekki rafmagnsdós á bakvið sig, sem er

sannarlega kostur í gömlu húsi sem þessu þar sem rafmagnslagnir eru af skornum skammti.

Rofar þessir koma í staðlaðri 55x55 mm útfærslu og passa því í ramma frá flest öllum

framleiðendum raflagnaefnis. Kerfið vinnur eins og áður sagði á útvarpsbylgjum nánar til

tekið á 868,300 Mhz +/- 50 kHz. Framleiðandi segir að það nái sambandi í gegnum allt að 2

Page 9: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

8

veggi ásamt loftplötu en það er mismunandi eftir byggingarefni og þykkt. Í þessu verki er það

nú ekki vandamál vegna þess hve lítil íbúðin er. Tengimöguleikar kerfisins eru mjög

markþættir þar sem hægt er að fá einingar sem taka við merki frá öðrum kerfum og senda

það áfram, svo sem öryggis og brunakerfum. Einnig er hægt að fá ofnloka, hreyfiskynjara,

brunaskynjara og hitanema svo eitthvað sé nefnt í þessu kerfi. Kerfið er aðallega ætlað og

notað í smærri verkum, íbúðarhúsum og skrifstofum en hægt er að nota það í stærri verkum

líka þar sem kerfið býður upp á pöddur sem taka við útvarpsmerki frá einingum kerfisins og

senda það áfram. Pöddur þessar eru einnig notaðir ef það eru of margir veggir sem kerfið

þarf að ná í gegnum.

Mynd 1 Tengimyndir fyrir ljósapöddu og rofapöddu.

Svo er það Smart Home Controller sem x-Comfort kerfið hefur upp á að bjóða, en það er

einskonar móðurstöð fyrir allt kerfið sem gerir notandanum fært að eiga samskipti við kerfið

yfir netið. Þegar SHC er kominn inn í myndina auðveldar það uppsetningu á hlutum eins og

að vera með veðurstöð sem hjálpar við upplýsingavinnslu varðandi hitastjórnun í húsinu og

orkusparnað þar af leiðandi. Það er hægt að tengja IP myndavélar við kerfið og fá þá mynd af

því sem er að gerast í húsinu beint í snjallsímann ef til dæmis hreyfiskynjari öryggiskerfis

gefur frá sér merki.

Page 10: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

9

Kerfið býður sem sagt upp á möguleika á því að fylgjast með og stjórna öllu innanhúss, hægt

er að hafa orkumælingu á tenglum og fylgjast með til dæmis sjónvarps- eða tölvunotkun

barna á heimilinu og slökkva á þeim tækjum með snjallsíma hvar sem eigandinn er staddur,

fín barnfóstra þar á ferð. Kerfið býður upp á að setja upp tímaáætlun fyrir ljós og aðra hlut,

sem tengdir eru kerfinu til dæmis gardínumótora svo hægt sé að líkja eftir því að einhver

umgangur sé í húsinu þegar heimilisfólkið er að heiman í fríi. Það má búa til senur fyrir rofa

herbergja svo sem þrifalýsingu og 50% birtu. Þægilegt er að hafa við útgang íbúðar senu í

rofa sem hægt er að kalla brottför, sena sem slekkur öll ljós, lokar gluggum og lækkar hitann

ef verið er að nota slíkan búnað.

Mynd 2 Smart Home Controller.

Með snjallforriti frá Eaton er sem sagt hægt að sjá upplýsingar og stýra öllum þeim hlutum

sem tengdir eru kerfinu, ljósum, hita, gluggum og gardínum svo eitthvað sé nefnt.

Page 11: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

10

Skjáskot af snjallsíma með aðalvalmynd úr smáforriti (app) frá

Eaton fyrir hússtjórnarkerfið. Hér er hægt að sjá hvað er tengt

við kerfið og rafmagnsnotkun eins og hún er hverju sinni.

Í þessu skjáskoti er stýring fyrir eitt herbergi hússins. Þar er

hægt að stýra dimmingu á ljósum ásamt því að kveikja og

slökkva á forstilltum senum, ásamt því að fylgjast með og stýra

hita í herberginu.

Forritun á kerfinu er líka mjög þægileg, hægt er að leita eftir

pöddum með þar til gerðum usb kubbi eða skrá þær inn, svo

eru þær tengdar saman með því að draga línu á milli þeirra.

Fibaro kerfið virðist vera mjög flott kerfi sem hefur mikla möguleika, en eftir svolitla

eftirgrennslan ákvað skýrsluhöfundur að fara ekkert nánar út í eiginleika þess vegna skorts á

upplýsingum frá framleiðanda.

Fleiri kerfi eru í boði eins og til dæmis eNet kerfið frá Gira sem tók við af Funkbus kerfinu frá

þeim. En ekkert verður farið nánar í það kerfi hér.

Eftir að hafa skoðað kerfin varð x-Comfort fyrir valinu þar sem það hentar verkinu best.

Mynd 3 Skjáskot úr smáforriti.

Mynd 4 Skjáskot úr smáforriti.

Page 12: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

11

4. Lampar.

Við val á lömpum fyrir íbúðina var ákveðið að fara í lampa frá Fagerhult sem Smith & Norland

eru með umboð fyrir. Eru þetta vandaðir lampar og tæknilegar upplýsingar um þá eru mjög

góðar og aðgengilegar á heimasíðu framleiðandans. Lampanir eru settir upp í Dialux til að sjá

hvernig lýsing frá þeim mun koma út á staðnum og til að gera ljósdreyfingar athugun.

Við uppsetningu í Dialux má sjá að það eru um og yfir 200 lux á flestum stöðum. Í íbúðinni er

það vel ásættanlegt og jafnvel í meira lagi fyrir heimilislýsingu. En þar sem það eru

dimmanlegar ballestir í öllum lömpum er hægt að skapa þá lýsingu sem óskað er eftir hverju

sinni. Ekki eru sett nein viðmið um lágmarkslýsingu í ÍST 12464-1 2011 staðlinum fyrir

heimilislýsingu, en í almennum rýmum eins og salernum er hægt að miða við að 200 lux, á

göngum og svefnherbergjum er viðmiðið um 100 lux, í eldhúsi eða á því svæði sem unnið er

með matvæli viltu fá 300 lux. Miðað við þessi viðmið er lýsing í íbúðinni mjög góð og stenst

vel viðmið staðalsins.

Allir eru lamparnir með Led ljósgjafa og af vandaðri gerð, ekki valda þeir fasviki þar sem allir

eru þeir með power factor 1.0 og skráðan líftíma yfir 50000 klukkustundir svo ekki er þörf á

peruskiptum eða öðru viðhaldi á þeim næstu árin. Þeir eru einnig með ljósballest sem virkar

bæði með Dali stýringu eða fasa púls til ræsingar og dimmunnar á lömpunum.

Geta ljós til að skila litum er metin með stöðluðum kvarða Ra, Ra-kvarðinn er á billinu 0 – 100

þar sem 100 er best. Litahitastig lampa er mælt í Kelvin sem er kvarði frá 1000 K upp í 10000

K. Algengast í heimilislýsingu mun vera 2000 K - 3000 K sem er flokkað sem Warm White.

3100 K – 4500 K er flokkað í Cool White og er meira notað á vinnusvæðum, baðherbergjum

og í verslunum.

Kelvin lita kvarðinn er fenginn frá lit málhlutar sem hitaður er. Þegar hann hitnar fer hann að

glóa. Fer það eftir Kelvin hitastigi málmsins hvernig þessi bjarmi er á litinn en hann getur

farið úr appelsínugulum í gulan og yfir í bláan. Kelvin lita kvarði ljóss á að endurspegla liti

málmsins við þessi hitastig.

Ljósstreymi er mælikvarði á hversu mikið ljós ljósgjafi sendir frá sér. Ljósstreymi er mælt í

lúmenum (lm).

Page 13: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

12

Mynd 5 Fagerhult Aqua lampi.

Fagerhult Aqua LED 4000K er lampinn sem notaður er á baðherbergi yfir spegli í honum er

innbyggður tengill. Lampi þessi er 13 W með power factor uppá 1.000 og 1158 lm. Lampinn

er úr polycarbon plasti með Opal hlíf yfir ljósgjafa, í enda lampa er innbyggður tengill með

loki og er lampinn með rakastuðul uppá IP21.

Tibi heitir lampinn sem er á vegg á

móti spegli á baði. Lampi þessi er

með 16 W LED ljósgjafa með power

factor uppá 1.000 og 1715 lm

rakastuðull hans er IP 40. Opal hlíf

gefur góða dreifingu frá ljósgjafa

hans og er burstaður álhringur við

vegg sem gefur fallegt útlit. Lampi

þessi er frá Fagerhult og hannaður af

Olle Lundberg. Ballest hans bíður

upp á hvort sem er Dali stýringu eða

fasa púls til ræsingar. Líftími ballestar

er gefinn upp sem 100.000 tímar.

Mynd 6 Fagerhult Tibi lampi.

Page 14: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

13

Á gangi er valið að láta Fagerhult Globia Led 300mm kúlu lampa. Kúlan er úr gleri með mattri

Opal áferð, toppurinn á kúlunni er hvítur málm platti og hangir lampinn í taug snúru.

Lampinn er með 20 W LED ljósgjafa sem gefur 1811 lm og power factor uppá 1.000. Ballest

lampans er stýrð með pól púlsi en býður einnig uppá að vera Dali stýrð.

Mynd 7 Fagerhult Globia lampar.

Samskonar lampi er notaður í svefnherbergi nema hann er með 450 mm kúlu. Sá lampi er

með 49 W LED ljósgjafa og gefur 4286 lm og power factor uppá 1.000.

Fagerhult Eira er notaður í

forstofu og einnig í eldhúsi.

Lampi þessi er með Opal acryl

framhlið sem gefur góða

glýjuvörn. Ljósgjafinn er 26 W

LED með power factor 1.000

og gefur 3072 lm.

Í eldhúsi er líka látin renna

fyrir LED borða undir skápa til

að fá góða vinnulýsingu á

borðplötu. Opal hlíf er á rennu til að fá jafna dreifingu á ljósi.

Mynd 8 Fagerhult Eira lampi.

Page 15: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

14

Fyrir stofuna varð Fagerhult

Sweep lampinn fyrir valinu.

Hann er fallegur lampi sem

gefur góða skiptingu á ljósi

niður á borðstofuborð og upp í

loft líka, gefur þetta

skemmtilega óbeina lýsingu í

rýmið, lampi þessi er hannaður

af Pettersson Rudberg.

Ljósgjafinn er 64 W LED og er

ballestinn með power factor

1.000 og gefur lampinn 7215

lm. Ræsing og dimming á

honum er framkvæmd með

pól púls. Á vegg í stofunni var valið að nota Beetle frá Fagerhult.

Mynd 10 Fagerhult Bettle lampar.

Beetle er úr hvítlökkuðu plötustáli með frostaðri acryl hlíf til að fá dreifingu á ljós og losna við

glýju. Ljósgjafinn er 11 W LED sem gefur 480 lm og er með power factor 1.000.

Í sjónvarpsherbergi var notað Sweep eins og er í borðstofu, einnig er látin LED borði í rennu

ofan í falskan vegg sem er smíðaður á suður vegg. Gefur LED borði þessi mikla og góða

óbeina lýsingu í allt rýmið sem er mjög hentug uppá glampa á sjónvarpi og tölvuskjá.

Mynd 9 Fagerhult Sweep lampi.

Page 16: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

15

5. Öryggiskerfi

Valið var að fara í kerfi frá DSC sem Securitas er með í sölu hér á Íslandi. DSC er stofnað 1979

svo það er framleiðandi með áratuga reynslu af framleiðslu öryggisbúnaðar. Nauðsynlegt er

að fara í þráðlausan búnað þar sem ekki eru lagnir í húsinu fyrir bruna- eða öryggiskerfi. Vildi

húsráðandi fá brunaskynjara á sameign líka til að vera með húsið sem öruggast. Ef drægni

þráðlausa reykskynjarans er ekki næg til að ná frá kjallara og upp á aðra hæð er hægt að fá

móttakara til að ná betra sambandi.

Stjórnstöð er staðsett inn í skáp á

gangi þar sem hún er miðsvæðis í

íbúðinni. Í stjórnstöð er einnig sett

neyðarrafhlaða sem er nógu stór til

að halda kerfinu virku í sólarhring ef

rafmagnið fer af kerfinu.

Stjórnstöðin hefur 8 innbyggðar

víraðar rásir sem hægt er að fjölga í

32, einnig er hún með 32

þráðlausar rásir ef bætt er í hana

þráðlausum móttakara, hægt að

skipta innbrotakerfinu upp í fjögur sjálfstæð svæði. Einnig eru 2 forritanlegir útgangar í

stöðinni sem hægt er að nota til tengingar við hússtjórnarkerfið.

Hurðanemi er settur á útidyrahurð íbúðarinnar, talnaborð við hurð í anddyri íbúðar, 105 dB

vælu er komið fyrir á gangi og hreyfiskynjara einnig. Hreyfiskynjara er hægt að fá sem taka

tillit til gæludýra, svo ekki séu að koma falsboð frá kerfinu ef það eru dýr á heimilinu. Ekki

var talin nauðsyn að hafa fleiri hreyfiskynjara þar sem íbúðinn er á annarri hæð.

Brunaviðvörunarskynjarar voru settir í öll herbergi íbúðarinnar og staðsetning þeirra valinn

út frá leiðbeiningum í bæklingi frá Brunamálastofnun ríkisins 161.1.BR1 , ásamt því að vera á

öllum hæðum sameignar. Optískir skynjarar eru alls staðar nema í eldhúsi þar sem valið var

að hafa optískan hitaskynjara. Er það gert til að fá sem fæst falsboð þar sem

brunaviðvörunarkerfi eru nú fræg fyrir að vera næm fyrir ristuðu brauði og öðrum óhöppum

í eldhúsinu.

Mynd 11 DSC Power 1832 stjórnstöð.

Page 17: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

16

6. Endurhönnun

Mynd 12 Rafmagnslögn í stofu af teikningu lágs.2h_07.

Stofa

Í stofu var fyrir eitt ljós, einn tengill á ljósagrein ásamt einum tengli á tenglagrein og rofi við

hurðargat. Til að færa stofuna inn í tuttugustu og fyrstu öldina var tenglum fjölgað í

samræmi við ÍST-150 og fræst lögn fyrir veggljósadósir á austur vegg. Fyrir hússtjórnarkerfið

er sett padda á bakvið rofann, í veggljós og í loftadós. Fjórfaldur þrýstirofi býður upp á að

hafa sitthvora kveikinguna ásamt tveimur senurofum fyrir forstillta lýsingu.

Beetle lamparnir frá Fagerhult eru settir á vegginn og gefa þeir fallega lýsingu út til hliðar og

upp sem lýsir vegginn upp fallega og gefur góða óbeina lýsingu um herbergið. Beetle

lampinn er Led lampi með 3000 K og Ra min 80 og gefinn upp í 55.000 tíma endingu með

90% afköstum.

Page 18: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

17

Í loftljósadós er set Sweep ljós frá Fagerhult það er með ljósskiptingu 60 % niður 40 % upp

sem gefur góða lýsingu niður á borðstofuborðið en einnig upp í loftið sem lýsir upp

herbergið. Sweep er Led ljós með 3000 K og Ra min 80 og spennirinn gefinn upp í 55.000

tíma endingu.

Mynd 13 Rafmagnslögn í svefnherbergi af teikningu lágs.2h_07.

Svefnherbergi

Í svefnherbergi var fyrir 1 loftljós og tengill á ljósagrein ásamt einum tengli á tenglagrein. Rofi

fyrir herbergið er ekki á nothæfum stað þar sem hurðargat herbergisins er ekki notað heldur

er gengið um hurð á hliðarvegg. Við uppfærslu er settur þráðlaus rofi við núverandi

hurðargat og við rúm og tenglum fjölgað samkvæmt staðli. Fyrir hússtjórnarkerfið var sett

padda í loftadós og rofarnir eru frá x-comfort kerfinu, einfaldur rofi við hurð en hafður

tvöfaldur við rúm og sett upp svokölluð panic sena þar sem kveikir öll ljós í íbúðinni ef grunur

vaknar um ólögmætan umgang um íbúðina að nóttu til.

Page 19: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

18

Í svefnherbergi er settur Globia Led lampi frá Fagerhult hann er með 360 gráðu lýsingu.

Litahitastigið er 3000 K og Ra er 80 min og uppgefin ending á honum er 100.000 tímar.

Mynd 14 Rafmagnslögn á baðherbergi af teikningu lágs.2h_07.

Baðherbergi

Á baði var fyrir eitt ljós og rofi. Eftir breytingar er komið fyrir tengli við rofa samkvæmt staðli

og ljós yfir vaski við spegil með innbyggðum tengli. Fyrir hússtjórnarkerfið er látin padda

bakvið rofa og ljós.

Á vegg er settur Tibi ljós frá Fagerhult það er með Opal skerm og lýsir baðherbergið vel upp.

Ljósið er Led ljós með 3000 K og Ra 80 min uppgefin ending er 100.000 tímar og það er IP 40.

Yfir vask er sett Aqua ljós frá Fagerhult sem gefur betri birtu við spegil. Það er Led ljós með

4000 K og Ra 80 min uppgefin ending er 50.000 tímar og IP 21 með tengli.

Page 20: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

19

Mynd 15 Rafmagnslögn á holi af teikningu lágs.2h_07.

Hol

Í hol er bætt við tengli við rofa og settur upp Globia Led ljós samskonar og er í svefnherbergi

bara minni útgáfan af því 300mm kúla. Fyrir hússtjórnarkerfið er látin padda í loftadós og í

rofadós, rofinn er hafður tvöfaldur einn sem virkar sem samrofi móti anddyri og annar sem

kveikir ljósið í holi. Einnig er lögn inn í skáp í holi fyrir tengingu fyrir öryggiskerfi og

hússtjórnarstöð.

Page 21: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

20

Mynd 16 Rafmagnslögn í forstofu af teikningu lágs.2h_07.

Forstofa

Forstofan er breyting frá upphaflegu skipulagi íbúðar og þurfti að leggja sérstaklega að rofa

við hurð í því rými. Til að hafa þetta rými með í hússtjórnarkerfinu er látin pöddueining í

rofadós og fyrir loftljós. Einingin í rofadós er höfð fjórföld sem notast fyrir kveikingu í

anddyri, samrofi móti rofa í holi og tvær senu kveikingar, Ein sem kalla má brottför sem

slekkur öll ljós íbúðar svo kvöldlýsing fyrir alla íbúðina. Kvöldlýsingar sena væri þá ljós kveikt í

öllum herbergjum íbúðarinnar við lágan styrk svo hægt sé að labba um án árekstra, þægilegt

þegar komið er með fullar hendur heim. Eira Led lampi frá Fagerhult var settur í anddyri,

hann er með 3000 K og Ra 90 min og uppgefinn líftími er 50.000 tímar.

Page 22: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

21

Mynd 17 Rafmagnslögn í eldhúsi af teikningu lágs.2h_07.

Eldhús

Í eldhúsi var fyrir einn rofi, loftljós, tengill fyrir eldavél og ísskáp. Bæta þurfti greinum fyrir

uppþvottavél og örbylgjuofn í rýmið ásamt vinnutenglum yfir bekk og undirskápaljósi. Til að

koma þessum aukagreinum fyrir er sett lítil greinatafla inn í innréttingu í eldhúsi, notuð er

lögnin sem var í eldavélartengil sem stofnlögn að greinatöflu. Aðrar greinar þarf að fræsa og

brjóta til að koma dósum fyrir. Fyrir hússtjórnarkerfið er sett padda í rofadós við hurð, þar

sem rofapöddurnar eru fyrir tvær kveikingar er dregin lína frá rofa fyrir undirskápadós að

þessari pöddu. Svo eru pöddur líka við undirskápaljós og í loftadós. Í loft var sett Eira Lampi

samskonar og er í forstofu nema valið var að hafa 4000K hérna fyrir meira birtu magn. Einnig

Page 23: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

22

var settur Led límborði í rennu undir skápa til að fá mikla og góða birtu á vinnusvæðið. Yfir

eldavél er háfur og í honum er ljós sem sér fyrir meira ljósi á bekk þeim megin í eldhúsi.

Mynd 18 Rafmagnslögn í sjónvarpsherbergi af teikningu lágs.2h_07.

Sjónvarpsherbergi

Hér var fyrir eins og annars staðar eitt loftljós og tengill á ljósagrein og einn tengill á

tenglagrein ásamt rofa við hurð. Eftir breytingu hefur tenglum verið fjölgað í samræmi við

Page 24: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

23

staðal bætt inn tenglagrein fyrir sjónvarpsvegg, ásamt því að koma ljósadós á sjónvarpsvegg.

Hússtjórnarkerfið fær sína pöddu í rofadós, í veggljósadós og loftadós. Á loftadós er sett

Sweep Led ljós samskonar og er í stofu, á sjónvarpsvegg var smíðaður hallandi gipsveggur

sem nær upp í 2,1 m hæð ofan í hann í 2,0 m hæð var settur Led límborði í rennu sem lýsir

upp í loft og gefur mikla og góða óbeina lýsingu sem er að sjálfsögðu dimmanleg fyrir

þægilegri stundir á sófanum. Borðlampi er notaður ef þörf er á meiri lýsingu á skrifborði.

Hátalarasnúrum er komið fyrir í skrautlistum sem settir eru í horn og á veggina til að fá

lagnaleið að bakhátölurum heimabíókerfis.

Page 25: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

24

7. Tafla

Rafmagnstaflan er staðsett í kjallara hússins í sameign, það er upphafleg rafmagnstafla en

búið er að bæta einhverjum litlum greinaboxum utan á hana fyrir auka greinar eins og

þvottavélartengla í þvottahúsi. Er þetta nú ekki mikil tafla meira bara spjald, krossviðarspjald

með á skrúfuðum keramik bræðivarshúsum og rafmagnsmælum.

Mynd 19 Rafmagnstafla á Mánagötu 16.

Í þessu hverfi er enn þá hið gamla tveggja póla spennukerfi eða TT kerfi, ekki er það á

dagskrá hjá Orkuveitunni að breyta þessu spennukerfi, svo það verður notast við tveggja póla

öryggi.

Ákveðið er að taka töflukassa frá Hager sem seldir eru í Johan Rönning , kassinn er 650mm á

hæð 800mm á breidd og 205 mm á dýpt. Í kassann eru settar grindur, tvö stykki mælaspjöld

fyrir einfasa mæla og svo grindur með Din skinnum fyrir öryggi og annan búnað sem settur

verður í rafmagnstöfluna. Sá búnaður er spennir fyrir dyrasímakerfi hússins og að ósk

eiganda verður sett lítil iðntölva í töflukassann líka. Frádráttarmælir frá Eaton verður

notaður fyrir sameign þar sem aðeins tveir rafmagnsmælar eru í húsinu, og allt rafmagn

sameignar er á rafmagnsmæli annarrar hæðar.

Page 26: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

25

Iðntölvuna á að nota í nokkur mismunandi verkefni, notuð ein snerta frá henni sem sól úr

fyrir útiljós við inngang að Mánagötu, önnur snerta verður notuð sem stigabiðrofi fyrir ljós í

sameign, þriðja snerta á iðntölvunni verður sett upp sem tímaskipulag fyrir lýsingu í garði,

semsagt ljós í garði kveikt þegar er myrkur úti kvölds og morgna en slökkt yfir hánóttina. En

einnig verður sett við iðntölvuna viðbótar eining til að taka analog merki frá hitanema sem

mun vera á bakrás snjóbræðsluslaufu, sem keyrð er af bakrás ofnlagna. Sett er upp lítið

forrit sem mun taka mið af árstíma og hita á bakrás til að halda snjóbræðsluslaufu frostfrírri

yfir vetrartímann. Teikning af iðnstýringunni er að finna aftar í þessari skýrslu. Til að vernda

iðntölvuna eru útgangar hennar tengdir við spólur sem hafa betri rofgetu og möguleikann á

að hafa þær tveggja póla. Valið var að nota Logo vél frá Siemens, þægilegt

forritunarumhverfi og smá þekking á Siemens eftir áfanga í iðntölvum við HR hafði sitt að

segja um það val.

Page 27: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

26

8. Dyrasími

Valið var að setja mynddyrasíma frá Ticino í húsið, lagnir að dyrasíma sem fyrir er eru

komnar til ára sinna og sumar ekki aðgengilegar verandi inn í hurðakörmum og annað. Svo

ekki er auðvelt að endurnýja strengi í þessari lögn en þá er nýja dyrasímakerfið hentugt að

því leiti að það notast við mun færri víra en var í eldra kerfi. Nú er þetta orðið að bus kerfi og

eru tveir vírar því nóg til að stjórna kerfinu og bera mynd- og hljóðmerkið líka.

Mynd 20 Tengimynd fyrir mynddyrasíma frá Ticino.

Page 28: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

27

9. Kostnaður

Samantekinn kostnaður í verki þessu er fyrir íbúð efri hæðar þar sem eigandi neðri hæðar er

ekki að endurnýja rafmagnsefni og lagnir hjá sér. Þó er sameiginlegur kostnaður við hluti eins

og rafmagnstöflu og dyrasímakerfi. Öll verð eru án virðisaukaskatts og fengin frá heildsölum

á því efni sem notað er, ekki er um tilboð að ræða heldur unnið með verð sem flokkast sem

almennt verð til rafmagnsverktaka. Hér verður aðeins talað um heildarverð hvers verkhluta,

nánari verðsamantekt verður að finna í viðauka aftar í skýrslunni.

Rafmagnstafla 190.159 Kr.

Lampar 506.086 Kr.

x-Comfort 331.928 Kr.

Öryggis- og brunakerfi 169.490 Kr.

Lagnaefni 99.532 Kr.

Dyrasími 113.028 Kr.

Samtals : 1.410.223 Kr.

Ekki er þetta heildarkostnaður með öllu, ekki er inn í þessum tölum tekið tillit til vinnu og

kostnaðar við að breyta lögnum í íbúðinni og ekki er eins og áður sagði virðisaukaskattur inn í

þessari tölu.

Kostnaður við framkvæmd þessa er yfir meðalverði á eðlilega íbúð í uppbyggingu nú til dags,

enda er talsverður kostnaður við að láta upp hússtjórnarkerfi en það er kostnaður sem hægt

er að réttlæta með auknum þægindum fyrir notandann. Einhvern sparnað er hægt að fá til

baka ef farið er alla leið með svona kerfi í lægri hitaveitukostnaði en það er lengi að skila sér

til baka hér á landi vegna lágs kostnaðar hitaveitu og rafmagns miðað við önnur lönd. En

eins og þetta kerfi er sett upp er þetta aðallega þægindi og meira öryggi fyrir eiganda ásamt

lægri rafmagnskostnaði og viðhaldi á ljósgjöfum.

Page 29: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

28

10. Samantekt

Lagt var upp í þessu verkefni að teikna upp húseignina að Mánagötu 16, hanna raflögn í hana

samkvæmt staðli ÍST 200:2006 og ÍST 150:2009 og skoða hússtjórnarkerfi fyrir íbúð á annarri

hæð ásamt lýsingu.

Við vinnslu verkefnisins skoðaði höfundur nokkrar tegundir stýrikerfa og var ákveðið að miða

við að notuð verði stýringin frá Eaton x-Comfort, hafði það helst áhrif á það val að fyrir í

íbúðinni er notast við pöddur úr þessu kerfi þar sem ekki er raflögn við hurðagat

svefnherbergis og í sjónvarpsherbergi er notast við þetta kerfi einnig svo eigandi og

skýrsluhöfundur hafa góða reynslu af þessu kerfi. Svo með tilkomu Smart Home Controllers

að geta haft auga með og stjórnað búnaði hússins yfir internet tengingu úr snjallsíma hafði

mikið að segja um valið. Einnig hafa hlutir eins og eldri lagnir átt sinn þátt í valinu, á

byggingartíma hússins eru raflagnir lagðar í járnrörum og er sverleiki þessara pípna ekki sá

ákjósanlegasti til að þurfa draga tvo auka víra í allar leiðir fyrir Dali stýringuna.

Annað sem vakti áhuga skýrsluhöfundar var hvernig raflagnir voru á þessum tíma sem húsið

var byggt, fyrir breytingar á íbúðinni voru allir tenglar í 50 sentimetra hæð og rofar í 130

sentimetra hæð, margar hugmyndir hafa komið fram um hvers vegna þetta var svona t.d. að

meistarinn sem lagði í húsið hafi verið slæmur í baki og ekki getað beygt sig meira en þetta

við að leggja í húsið. En raunveruleg og rökréttasta ástæðan er hins vegar sú að á þessum

tíma voru ekki til lekaliðar og barnalæsingar í tengla, svo tenglar voru hafðir í hæð sem

ungabörn náðu ekki að fara sér að voða.

Stærsti kostnaðarliðurinn eins og þetta er sett upp eru lamparnir sem settir eru í íbúðina að

sjálfsögðu er hægt að skera þann kostnað niður með því að notast við lampabúnað sem fyrir

er en skipta um ljósgjafa í þeim. Fara með alla ljósgjafa í Led ljós til að draga úr rafmagns

kostnaði.

Rétt er að taka fram að í Dialux skýrslu hérna aftar er notast við Notor lampa frá Fagerhult í

stað Led-borða, svipað ljósmagn er frá þeim svo ekki kemur það að sök, en ekki fannst Dialux

upplýsingar fyrir Led borðann.

Page 30: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

29

11. Lokaorð

Skýrsluhöfundur hafði gaman af vinnslu þessa verkefnis af mörgum ástæðum. Notaðist hann

við fróðleik og upplýsingar sem hann aflaði sér í hinum ýmsu áföngum við nám í Raf-

iðnfræði. Höfundur æfðist í notkun á AutoCad forritinu við að teikna ekki aðeins raflögnina í

húsið heldur húsið sjálft með innréttingum og öllu. Nýtti sér reynsluna á notkun og forritun

iðntölva sem fengin var úr áföngum við námið, setti upp lýsingarviðmið og uppfyllti þau í

lýsingarforritinu Dialux. Svo það voru nokkrir áfangar úr náminu sem kennslan og aðgengi að

forritum hjálpuðu til við vinnslu þessarar skýrslu. Ásamt vinnu í Excel og Word sem hjálpuðu

að koma þessu öllu saman á blað.

Svo námið og starfsreynsla nýttust vel við vinnslu skýrslunnar. Mun skýrslan svo þjóna sínum

tilgangi til framtíðar þar sem skýrsluhöfundur er einnig eigandi íbúðarinnar á Mánagötu og er

það í áætlun að endurnýja rafmagnstöflu og dyrasímakerfi þar, ásamt því að taka garðinn í

gegn og mun þá raflögn út í garð koma að gagni við endurhönnun hans. Svo munu teikningar

nýtast við skipulagningu á endurnýjun neysluvatns- og ofnalagna í húsinu svo eitthvað sé

nefnt. Tíminn mun leiða það í ljós þegar farið verður í endurnýjun á ofnlögnum og ofnum

hvort farið verði í ofnlokana frá Eaton. Eftir að hafa kynnt sér þetta hússtjórnarkerfi er það

nú alveg líklegt. Eins og áður hefur komið fram eru pöddur frá Eaton þegar í notkun í

íbúðinni þó ekki í því magni sem sett er upp í þessu verki og hafa þær reynst mjög vel.

Page 31: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

30

12. Heimildir

Eaton.eu Upplýsingar sóttar febrúar 2017

Sg.is Upplýsingar sóttar mars 2017

Dali-ag.org Upplýsingar sóttar febrúar 2017

Ronning.is Upplýsingar sóttar mars 2017

Sminor.is Upplýsingar sóttar febrúar 2017

Reykjavik.is Upplýsingar sóttar janúar 2017

Securitas.is Upplýsingar sóttar mars 2017

Iskraft.is Upplýsingar sóttar febrúar 2017

ljosfelag.is Upplýsingar sóttar febrúar 2017

Leiðbeiningum frá Brunamálastofnun ríkisins 161.1.BR1

Tæknilegir tengiskilmálar raforkudreifingar, Samorka, Reykjavík 2009

Raflagnir bygginga, ÍST 200:2006, 1.Janúar,2006

Raf- og fjarskiptalagnir fyrir íbúðarhúsnæði, ÍST 150:2009, Reykjavík 2009

Light and lighting - Lighting of work places. ÍST EN12464-1:2011

Ljósrit af raflagnateikningu frá 1936. Borgarskjalasafn, Reykjavík 2017

Page 32: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

31

13. Myndaskrá

Mynd 1. Tengimynd fyrir ljósapöddu og rofapöddu. . . bls. 8

Mynd 2. Smart Home Controller. . . . . . bls. 9

Mynd 3. Skjáskot úr smáforriti. . . . . . bls. 10

Mynd 4. Skjáskot úr smáforriti. . . . . . bls. 10

Mynd 5. Fagerhult Aqua lampi. . . . . . bls. 12

Mynd 6. Fagerhult Tibi lampi. . . . . . bls. 12

Mynd 7. Fagerhult Globia lampi. . . . . . bls. 13

Mynd 8. Fagerhult Eira lampi. . . . . . bls. 13

Mynd 9. Fagerhult Sweep lampi. . . . . . bls. 14

Mynd 10. Fagerhult Bettle lampi. . . . . . bls. 14

Mynd 11. DSC Power 1832 stjórnstöð. . . . . bls. 15

Mynd 12. Rafmagnslögn í stofu af teikningu lágs.2h_07. . . bls. 16

Mynd 13. Rafmagnslögn í svefnherbergi af teikningu lágs.2h_07. . bls. 17

Mynd 14. Rafmagnslögn í baðherbergi af teikningu lágs.2h_07. . bls. 18

Mynd 15. Rafmagnslögn í holi af teikningu lágs.2h_07. . . bls. 19

Mynd 16. Rafmagnslögn í forstofu af teikningu lágs.2h_07. . . bls. 20

Mynd 17. Rafmagnslögn í eldhúsi af teikningu lágs.2h_07. . . bls.21

Mynd 18. Rafmagnslögn í sjónvarpsherbergi af teikningu lágs.2h_07. Bls. 22

Page 33: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

32

14. Töfluskrá

Tafla 1. Kostnaður rafmagnstöflu. . . . . . bls. 32

Tafla 2. Kostnaður lampa. . . . . . . bls. 33

Tafla 3. Kostnaður hússtjórnarkerfi. . . . . bls. 33

Tafla 4. Kostnaður öryggis- og brunakerfi. . . . . bls. 33

Tafla 5. Kostnaður lagnaefnis. . . . . . bls. 34

Page 34: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

33

15. Viðauki

Kostnaður:

Rafmagnstafla

Heiti Einingarverð Fjöldi Samtals

Öryggi 2p. 10A 1994 6 11964

Öryggi 2p. 13A 1897 10 18970

Öryggi 2p. 16A 1950 4 7800

Öryggi 2p. 20A 1930 3 5790

Öryggi 2p. 32A 1950 2 3900

Öryggi 2p. 40A 1635 2 3270

Neozet hús 1p. 1845 2 3690

Spóla 230V 2P 1996 4 7984

Lekaliði 40A 2295 2 4590

Frádráttarmælir 7106 1 7106

Tafla 22353 1 22353

Grindur í Töflu 1158 3 3474

Töflueining 24gr 4298 2 8596

Töflueining 12gr 3416 2 6832

Mælaspjald 5067 2 10134

Lóðréttur skilveggur 473 1 473

Din-skinnufesting 336 1 336

Jarðskinna 18 punkta 790 1 790

Safnskinna 572 3 1716

Tengill á Dinskinnu 958 1 958

Raðtengi 159 60 9540

Greinartafla 4747 2 9494

Ídráttarvír 10q 125 30 3750

Iðntölva LOGO 19346 1 19346

Analog viðbótareining 9630 1 9630

Hitanemi 2915 1 2915

Logo soft comfort hugbúnaður

4758 1 4758

Samtals alls

190.159 Tafla 1 Kostnaður rafmagnstöflu.

Page 35: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

34

Lampar

Heiti Einingarverð Fjöldi Samtals

Aqua Led White 10.082 1 10.082

Eira 400mm Surface mounted 49.251 2 98502

Globia Led D450 White 49.829 2 99658

Sweep D700 Delta 84.288 2 168576

Tibi G2 Ceiling D400 48.011 1 48011

Beetle Wall G2 19.254 2 38508

Led spennir 24V 30W 4.689 2 9378

Led renna 2m. 3.695 3 11085

LED límborði 3000K 24V 5m 7.580 1 7580

LED dimmer 14.706 1 14706

Samtals alls

506.086 Tafla 2 Kostnaður lampa.

Hússtjórnarkerfi

Heiti Einingarverð Fjöldi Samtals

EATON Sendir 2 rásir 230V 12986 9 116874

EATON Þrýstirofaeining 10881 11 119691

EATON Smart Home Controller 78961 1 78961

EATON Vippa á sendi X1 337 1 337

EATON Flatur Veggsendir X1 7746 1 7746

EATON Vippa á sendi X2 409 1 409

EATON Flatur Veggsendir X2 7910 1 7910

Samtals alls

331.928 Tafla 3 Kostnaður hússtjórnarkerfis.

Öryggis- & brunakerfi

Heiti Einingarverð Fjöldi Samtals

DSC Power 1832 15777 1 15777

Lyklaborð myndrænt 9058 1 9058

Þráðlaus móttakari 13765 1 13765

Neyðarrafhlaða 4549 1 4549

Sírena 105 dB. Inni 3576 1 3576

Hitastigsskynjari þráðl. 2613 1 2613

DSC Hreyfiskynjari þráðlaus 7765 1 7765

DSC Reykskynjari opt. þráðl. 11689 9 105201

DSC Hurðarofi þráðl. 7186 1 7186

Samtals alls

169.490 Tafla 4 Kostnaður örygis- og brunakerfis.

Page 36: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

35

Lagnaefni

Heiti Einingarverð Fjöldi Samtals

1f. Rammi 1333 6 7998

2f. Rammi 1822 18 32796

3f. Rammi 3072 5 15360

Tengill 277 43 11911

Púlsrofi 1-F 708 1 708

Púlsrofi 2-F 715 9 6435

Cat5e tengill 1111 6 6666

Loftnetstengill 1258 2 2516

Ídráttarvír 1.5q 19 466 8854

Ídráttarvír 2.5q 36 39 1404

Ídráttarvír 4q 65 3 195

Ídráttarvír 6q 69 33 2277

Cat5e strengur 46 28 1288

Coax strengur 57 9 513

Fasttengibox f. eldavél 611 1 611

Samtals alls

99.532 Tafla 5 Kostnaður lagnaefnis.

Hér á eftir kemur skýrsla úr Dialux sem sýnir lýsingu í íbúðinni. Þar á eftir er mynd af forritinu

fyrir iðntölvuna sem er gert í Logo Soft Comfort, og svo teikningarsett af Mánagötu teiknað í

AutoCad.

Page 37: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Mánagata 16

Markmið að fá góða jafna lýsingu í allri íbúðinni.

200 Lux á baði 100 Lux á gangi 300 Lux í eldhúsi

Partner for Contact: Order No.: Company: Customer No.:

Date: 19.03.2017Operator: Kristinn Jónsson

Page 38: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Mánagata 16

19.03.2017

Mánagata 16

Operator Kristinn JónssonTelephone

Faxe-Mail [email protected]

Room 1 / Summary

Height of Room: 2.500 m Values in Lux, Scale 1:97

Surface [%] Eav [lx] Emin [lx] Emax [lx] u0

Workplane / 227 21 1070 0.093

Floor 20 142 1.83 434 0.013

Ceiling 30 234 40 2414 0.170

Walls (50) 54 125 7.90 4923 /

Workplane:Height: 0.750 mGrid: 128 x 128 Points Boundary Zone: 0.000 m

Illuminance Quotient (according to LG7): Walls / Working Plane: 0.640, Ceiling / Working Plane: 1.020.

Luminaire Parts List

No. Pieces Designation (Correction Factor) (Luminaire) [lm] (Lamps) [lm] P [W]

1 1FAGERHULT 17861 Aqua LED 4000K (1.000)

1158 1158 13.0

2 1FAGERHULT 21789 Notor Rec LED Opal Flush 3K 2400 Elox HL Single (1.000)

5435 5435 46.0

3 1FAGERHULT 21797 Notor Rec LED Opal Flush 4K 1200 white HL Single (1.000)

2773 2773 25.0

4 1FAGERHULT 53565-402 Globia LED D450 white 3K (1.000)

4286 4285 49.0

5 1FAGERHULT 53583-402 Globia LED D300 white 3K (1.000)

1811 1810 20.0

6 2FAGERHULT 54931-402 Sweep 700 Delta White 3000K (1.000)

7215 7215 64.0

Page 2

Page 39: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Mánagata 16

19.03.2017

Mánagata 16

Operator Kristinn JónssonTelephone

Faxe-Mail [email protected]

Room 1 / Summary

Luminaire Parts List

Specific connected load: 7.32 W/m² = 3.23 W/m²/100 lx (Ground area: 50.68 m²)

No. Pieces Designation (Correction Factor) (Luminaire) [lm] (Lamps) [lm] P [W]

7 1FAGERHULT 55260-402 Tibi Ceiling/Wall 400 3K (1.000)

1715 1715 16.0

8 2FAGERHULT 56808-402 Eira 440 3000K (1.000)

3072 3073 26.0

9 2FAGERHULT 64845-402 Beetle 3000K (1.000)

480 480 11.0

Total: 38712 Total: 38712 371.0

Page 3

Page 40: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Mánagata 16

19.03.2017

Mánagata 16

Operator Kristinn JónssonTelephone

Faxe-Mail [email protected]

Room 1 / Luminaire parts list

1 Pieces FAGERHULT 17861 Aqua LED 4000KArticle No.: 17861Luminous flux (Luminaire): 1158 lmLuminous flux (Lamps): 1158 lmLuminaire Wattage: 13.0 WLuminaire classification according to CIE: 76CIE flux code: 36 65 86 76 100Fitting: 1 x LED (Correction Factor 1.000).

1 Pieces FAGERHULT 21789 Notor Rec LED Opal Flush 3K 2400 Elox HL SingleArticle No.: 21789Luminous flux (Luminaire): 5435 lmLuminous flux (Lamps): 5435 lmLuminaire Wattage: 46.0 WLuminaire classification according to CIE: 100CIE flux code: 49 79 95 100 100Fitting: 1 x LED (Correction Factor 1.000).

1 Pieces FAGERHULT 21797 Notor Rec LED Opal Flush 4K 1200 white HL SingleArticle No.: 21797Luminous flux (Luminaire): 2773 lmLuminous flux (Lamps): 2773 lmLuminaire Wattage: 25.0 WLuminaire classification according to CIE: 100CIE flux code: 49 79 95 100 100Fitting: 1 x LED (Correction Factor 1.000).

1 Pieces FAGERHULT 53565-402 Globia LED D450 white 3KArticle No.: 53565-402Luminous flux (Luminaire): 4286 lmLuminous flux (Lamps): 4285 lmLuminaire Wattage: 49.0 WLuminaire classification according to CIE: 54CIE flux code: 25 50 75 54 100Fitting: 1 x LED G493 (Correction Factor 1.000).

1 Pieces FAGERHULT 53583-402 Globia LED D300 white 3KArticle No.: 53583-402Luminous flux (Luminaire): 1811 lmLuminous flux (Lamps): 1810 lmLuminaire Wattage: 20.0 WLuminaire classification according to CIE: 55CIE flux code: 25 50 75 55 100Fitting: 1 x LED G33 (Correction Factor 1.000).

Page 4

Page 41: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Mánagata 16

19.03.2017

Mánagata 16

Operator Kristinn JónssonTelephone

Faxe-Mail [email protected]

Room 1 / Luminaire parts list

2 Pieces FAGERHULT 54931-402 Sweep 700 Delta White 3000KArticle No.: 54931-402Luminous flux (Luminaire): 7215 lmLuminous flux (Lamps): 7215 lmLuminaire Wattage: 64.0 WLuminaire classification according to CIE: 61CIE flux code: 65 90 97 61 100Fitting: 1 x LED (Correction Factor 1.000).

1 Pieces FAGERHULT 55260-402 Tibi Ceiling/Wall 400 3KArticle No.: 55260-402Luminous flux (Luminaire): 1715 lmLuminous flux (Lamps): 1715 lmLuminaire Wattage: 16.0 WLuminaire classification according to CIE: 87CIE flux code: 42 72 91 87 100Fitting: 1 x LED Tibi C43 (Correction Factor 1.000).

2 Pieces FAGERHULT 56808-402 Eira 440 3000KArticle No.: 56808-402Luminous flux (Luminaire): 3072 lmLuminous flux (Lamps): 3073 lmLuminaire Wattage: 26.0 WLuminaire classification according to CIE: 89CIE flux code: 43 74 92 89 100Fitting: 1 x LED 56808 (Correction Factor 1.000).

2 Pieces FAGERHULT 64845-402 Beetle 3000KArticle No.: 64845-402Luminous flux (Luminaire): 480 lmLuminous flux (Lamps): 480 lmLuminaire Wattage: 11.0 WLuminaire classification according to CIE: 53CIE flux code: 47 77 92 53 100Fitting: 1 x LED Be3 (Correction Factor 1.000).

Page 5

Page 42: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Mánagata 16

19.03.2017

Mánagata 16

Operator Kristinn JónssonTelephone

Faxe-Mail [email protected]

Room 1 / Workplane / Isolines (E)

Values in Lux, Scale 1 : 63Position of surface in room:Marked point:(200.655 m, 84.396 m, 0.750 m)

Grid: 128 x 128 Points

Eav [lx] Emin [lx] Emax [lx] u0 Emin / Emax

227 21 1070 0.093 0.020

Page 6

Page 43: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Creator: Kiddi

Checked: KJ

Date: 4/1/17 2:30 PM/4/29/17 2:02 PM

Project: Mánagata 16

Installation: Stýring Mánagötu

File: Stýring Mánagata.lsc

Customer: Kristinn Jónsson

Diagram No.: 1

Page: 1 / 1

Kiddi Raf

B001

Rem = off10:00m+00:00m00:00m

I

I1

Q

Q1

Stigabiðrofi Ljósapóll fyrir sameignRofar á sameign

AC

B002

Lot: W21°55'3"+Lat: N64°8'24"TZ: 0Sunrise offset: 0Sunset offset: 0

Q

Q2

Sólúr Ljósapóll fyrir útiljós

&

B004

B003

+MTWTFSS06:00h01:00h---------:----:-----------:----:--Pulse=N

>1

B005

B006

Rem = off60:00m+00:00m00:00m

F

F1

1

B007

Slökkt milli 1am til 6am

Klukkutíma ræsing með rofa á iðntölvu

Q

Q3

Ljósapóll fyrir garðlýsingu

>1

B008

MMDD

B009

YY:MM.DDOn=17:08.15+Off=99:05.20Yearly=YPulse=N

&

B010

B011

Rem = off05:00m+45:00m

Ársklukka. Kveikt 15. ágúst til 20. maí.

´Púlsgjafi5 mín á45 mín af

AI

AI1

Q

Q4

Snjóbræðsla

A

B013

Gain=1.0Offset=0On=250Delta=50Point=0

A

B012

Gain=1.0Offset=0On=750Delta=50Point=0

RS

B014

Rem = off

Hitanemi er tengdur við frávatn snjóbræðslu.Við 5 gráður gefur B013 merki.Við 15 gráður gefur B012 merki.

Rennsli er stjórnað með ársklukku ogtímaliða. Einnig er mælt hitastig frávatnsog lengir það innspýtingu heita vatnsinsef hitinn fer niður fyrir stillt gildi.

F

F2

>1

B015

Rofi á iðntölvu

Hitanemi

Page 44: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Teikningar númer Dags Útgáfa Mælikvarði Lýsing

teik.00_00 01.05.2017 A ---- Teikningarskrá

skýr.00_01 01.05.2017 A ---- Afstöðumynd og skýringar

sökk.kj_02 01.05.2017 A ---- Sökkulskaut, útlit og snið

tafl.kj_03 01.05.2017 A ---- Töflumynd Aðal- og greinatöflur

kerf.00_04 01.05.2017 A ---- Kerfismynd Öryggis- og brunakerfi

lágs.kj_05 01.05.2017 A 1:50 Lágspenna kjallara

lágs.1h_06 01.05.2017 A 1:50 Lágspenna 1. hæð

lágs.2h_07 01.05.2017 A 1:50 Lágspenna 2. hæð

smás.kj_08 01.05.2017 A 1:50 Smáspenna kjallara

smás.1h_09 01.05.2017 A 1:50 Smáspenna 1. hæð

smás.2h_10 01.05.2017 A 1:50 Smáspenna 2. hæð

brun.kj_11 01.05.2017 A 1:50 Brunakerfi kjallara

brun.1h_12 01.05.2017 A 1:50 Brunakerfi 1. hæð

brun.2h_13 01.05.2017 A 1:50 Bruna- og Öryggiskerfi 2. hæð

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

Teikningaskrá

Ateik.00_00KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699

KJ

1.5.2017KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 45: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

50 mm rör að Inntakskassa

20 mm rör að Símainntaki

Blásturspípa að Ljósleiðarainntaki

16 14

Almennar Skýringar

Öll mál eru í sentimetrum (cm)Öll mál eru frá fullfrágengnu gólfi og í miðja dós eða úr miðri dós í miðja dós eða í fullfrágenginn veggÖll tákn eru táknræn og ber að samræma lagnir að tækjum eftir aðstæðum á staðnum og eftir sérteikningumAllar lagnir og rafmagnsefni skal vera innfellt.

Lágspenna

Þvermál á pípum eru í skýringum, einlínumynd og á lagnateikningum.Hæð rofa frá fullfrágengnu gólfi 110 cm.Hæð tengla frá fullfrágengnu gólfi 20 cm.Allar pípur eru 16 mm og vír 3x1,5q.Málstraumur rofa skal vera 10 A.Málstraumur tengla skal vera 16 A.Greinar eru ekki sýndar í öllum tilvikum að töflu, en eru þá merktar viðkomandi töflu.Til snertispennuvarnar skal nota lekastraumsrofavörn.Málmhluti lagna, tækja, lampa og rafbúnaðar skal jarðbinda vandlega samkvæmt reglugerð.Jarðbinda skal pípukerfi fyrir heita- og kaldavatnslögn, skila skal mælingu af jarðbindingunni

Smáspenna.

Hæð allra smáspennutengla frá fullfrágengnu gólfi skal vera 20 cm.

Fyrrnefnd atriði gilda nema annars sé getið.

og skal hún uppfylla kröfur rafveitunnar.

Þrýstirofi

Almennur rofi

Loftljós

Veggljós

Lagnir upp

Lagnir niður

Lagnir milli hæða

F

S

L

Fjarskiptatengill

Símatengill

Loftnetstengill

OR

H Hita

Þráðlaus Optískur reykskynjari

Þráðlaus Optískur Hita skynjari

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

AfstöðumyndSkýringar

Askýr.00.01KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ

1.5.2017KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 46: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Led borða renna

Gips veggur

Snið A af sjónvarpsvegg

Að Tengiboxi

Samtenging milli járnaá tveim mótlægum stöðum

Samtenging 12mm steypujárna með tveim vírlásum á hver samskeiti

8 mm járnteinar

Grunnmynd Sökkulveggja

m.k. 1:50

Jarðvegslína

Austur Vestur Suður Norður

m.k. 1:100

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

Útlit og sniðSökkulskaut

Asökk.kj.02KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699

KJ

1.5.2017KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 47: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Wh

Wh

-F1

40/0,03 A

-F2

40/0,03 A

-X2

Gr. 2

16A

-X6

Gr. 3

10A

Gr. 4

16A

Gr. 5

10A

Þvottavél

-X3

20mm3x2,5mm²

-X4

Herbergi Kjallara

-X5

16mm3x1,5mm²

Greinartafla 1.1

-X1

Gr. 1

32A

20mm3x6mm²

16mm3x2,5mm²

Eldunaraðstaða Kjallara

-X7

-X8

16mm3x1,5mm²

Stofa og Svefnherbergi

-X9

-X10

-X30

Gr. 6

13A

-X34

Gr. 7

13A

Gr. 9

16A

Gr. 10

10A

Hol, Bað, Forstofa og Eldhús

-X31

16mm3x1,5mm²

-X32

Sjónvarpherbergi

-X33

16mm3x1,5mm²

Stofa og Svefnherbergi

-X29

Gr. 5

10A

16mm3x1.5mm²

16mm4x2,5mm²

Sameign Garður

-X35A

-X36A

16mm6x1,5mm²

Sameign

-X39

-X40

-X28

Sjónvarpstenglar

-X27

Gr. 4

13A

16mm3x1.5mm²

-X26

Herbergi kjallara

-X25

Gr. 3

13A

16mm3x1.5mm²

-X24

Þvottavél

-X23

Gr. 2

16A

20mm3x2.5mm²

-X22

Greinatafla T2.1

-X21

Gr. 1

32A

20mm3x6mm²

Gr. 6

10A

16mm3x1,5mm²

Bað og Hol

-X11

-X12

Gr. 7

13A

16mm3x1,5mm²

Eldhús

-X13

-X15

Gr. 8

10A

16mm3x1,5mm²

Til Vara

-X16

-X17

Sturtubotn

Baðkar

Vatnsinntök

Tengibox

Sökkulskaut

Inntakskassi

-X35

-X36

Wh-X35

-X36

-X35A

-X36A

Frádráttarmælir

Gr. 1

20A

-X4

Gr. 2

13A

Gr. 3

13A

Gr. 4

13A

Eldavél

-X1

20mm3x4mm²

-X2

Uppþvottavél

-X3

16mm3x1,5mm²

16mm3x1,5mm²

Örbylgjuofn

-X5

-X6

16mm3x1,5mm²

Ísskápur og Tenglar

-X7

-X8

Frá T0.1 -F2 - Gr. 1

-X4

Gr. 1

13A

Gr. 2

13A

Gr. 3

20A

Uppþvottavél

-X3

16mm3x1,5mm²

16mm3x1,5mm²

Örbylgjuofn

-X5

-X6

20mm3x4mm²

Eldavél

-X7

-X8

Frá T0.1 -F1 - Gr. 1

Tafla T.0.1

1/N ~ 230V

Tafla T.2.11/N ~ 230V

Tafla T.1.1 1/N ~ 230V

50A63A

-F0.1

40A

-F0.2

40A

Gr. 8

20A

-X37

-X38

10q

20mm1x6mm²

20mm1x6mm²

-Q1

-Q2

-Q3

-Q4

Iðntölva

Aðalvar Sameign

10q

10q

-I1

-Q1

-X40.1

-Q2

-X40.2

-Q3

-X38.1

-Q4

-X40.3

-X39.1

-X39.2

-X37.1

-X39.3

-X41

-X42

-X43

-X44

Raðtengi

-X21 - X44

Raðtengi

-X1 - X20

10q

10q

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

Aðaltafla og GreinartöflurTöflumynd

Atafl.kj.03KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ

1.5.2017KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 48: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Stjórnstöð

Talnaborð þr.

Hreyfiskynjari þr.

Hurðarnemi

H Hita

OR

Móttakari fyrir þráðlaust

OR

OR

OR

OR

OR

OR

OR

OR

Þráðlaus Hitaskynjari 2.6Þráðlaus Reykskynjari 2.5Þráðlaus Reykskynjari 2.4Þráðlaus Reykskynjari 2.3Þráðlaus Reykskynjari 2.2Þráðlaus Reykskynjari 2.1Þráðlaus Reykskynjari 1.1Þráðlaus Reykskynjari 0.3Þráðlaus Reykskynjari 0.2Þráðlaus Reykskynjari 0.1

Hljóðgjafi

2x Cat5

Kerfismynd Öryggis- og Brunakerfi

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

Bruna- og ÖryggiskerfiKerfismynd

Akerf.00.04KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ

1.5.2017KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 49: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Upphafleg raflögn

2

2

3

22

2

2

2

12

IP67

Endurhönnuð raflögn

25 mm

25 mm

Tengibox Sökkulskaut

Jarðbinding Vatnsinntaka

4

4

4

4

4

4

4

4

6

6

Almennar Skýringar

Öll mál eru í sentimetrum (cm)Öll mál eru frá fullfrágengnu gólfi og í miðja dós eða úr miðri dós í miðja dós eða í fullfrágenginn veggÖll tákn eru táknræn og ber að samræma lagnir að tækjum eftir aðstæðum á staðnum og eftir sérteikningumAllar lagnir og rafmagnsefni skal vera innfellt.

Lágspenna

Þvermál á pípum eru í skýringum, einlínumynd og á lagnateikningum.Hæð rofa frá fullfrágengnu gólfi 110 cm.Hæð tengla frá fullfrágengnu gólfi 20 cm.Allar pípur eru 16 mm og vír 3x1,5q.Málstraumur rofa skal vera 10 A.Málstraumur tengla skal vera 16 A.Greinar eru ekki sýndar í öllum tilvikum að töflu, en eru þá merktar viðkomandi töflu.Til snertispennuvarnar skal nota lekastraumsrofavörn.Málmhluti lagna, tækja, lampa og rafbúnaðar skal jarðbinda vandlega samkvæmt reglugerð.Jarðbinda skal pípukerfi fyrir heita- og kaldavatnslögn, skila skal mælingu af jarðbindingunni

Smáspenna.

Hæð allra smáspennutengla frá fullfrágengnu gólfi skal vera 20 cm.

Fyrrnefnd atriði gilda nema annars sé getið.

og skal hún uppfylla kröfur rafveitunnar.

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

KjallariLágspenna

Alágs.kj.05KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 50: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Upphafleg raflögn

3 2 22

22

4

Jarðbinding

3

-T1.1

5

Endurhönnuð raflögn

5

4

4

6

5

Almennar Skýringar

Öll mál eru í sentimetrum (cm)Öll mál eru frá fullfrágengnu gólfi og í miðja dós eða úr miðri dós í miðja dós eða í fullfrágenginn veggÖll tákn eru táknræn og ber að samræma lagnir að tækjum eftir aðstæðum á staðnum og eftir sérteikningumAllar lagnir og rafmagnsefni skal vera innfellt.

Lágspenna

Þvermál á pípum eru í skýringum, einlínumynd og á lagnateikningum.Hæð rofa frá fullfrágengnu gólfi 110 cm.Hæð tengla frá fullfrágengnu gólfi 20 cm.Allar pípur eru 16 mm og vír 3x1,5q.Málstraumur rofa skal vera 10 A.Málstraumur tengla skal vera 16 A.Greinar eru ekki sýndar í öllum tilvikum að töflu, en eru þá merktar viðkomandi töflu.Til snertispennuvarnar skal nota lekastraumsrofavörn.Málmhluti lagna, tækja, lampa og rafbúnaðar skal jarðbinda vandlega samkvæmt reglugerð.Jarðbinda skal pípukerfi fyrir heita- og kaldavatnslögn, skila skal mælingu af jarðbindingunni

Smáspenna.

Hæð allra smáspennutengla frá fullfrágengnu gólfi skal vera 20 cm.

Fyrrnefnd atriði gilda nema annars sé getið.

og skal hún uppfylla kröfur rafveitunnar.

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

1. HæðLágspenna

Alágs.1h.06KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 51: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

Upphafleg raflögn

3

2 2

3 2 22

22

2

3

2

4

Jarðbinding

2

5

H=180

H=180

H=180

H=180

H=180H=180

H=150

H=170

-T2.1

2

2

4

2

21 ROFA-PADDA

LJÓS-PADDA 1

1

1

3

3

1

1

1

22

2

22

Endurhönnuð raflögn

3 ÞRÁÐLAUS-ROFI

2

2

2

2

22

-T0.1 -Gr. 5

-T0.1 -Gr. 4

-T0.1 -Gr. 5

H=180

H=115

H=115

2

Snið A

Tengidós fyrir öryggis-hússtjórnarkerfi.

4

44

Almennar Skýringar

Öll mál eru í sentimetrum (cm)Öll mál eru frá fullfrágengnu gólfi og í miðja dós eða úr miðri dós í miðja dós eða í fullfrágenginn veggÖll tákn eru táknræn og ber að samræma lagnir að tækjum eftir aðstæðum á staðnum og eftir sérteikningumAllar lagnir og rafmagnsefni skal vera innfellt.

Lágspenna

Þvermál á pípum eru í skýringum, einlínumynd og á lagnateikningum.Hæð rofa frá fullfrágengnu gólfi 110 cm.Hæð tengla frá fullfrágengnu gólfi 20 cm.Allar pípur eru 16 mm og vír 3x1,5q.Málstraumur rofa skal vera 10 A.Málstraumur tengla skal vera 16 A.Greinar eru ekki sýndar í öllum tilvikum að töflu, en eru þá merktar viðkomandi töflu.Til snertispennuvarnar skal nota lekastraumsrofavörn.Málmhluti lagna, tækja, lampa og rafbúnaðar skal jarðbinda vandlega samkvæmt reglugerð.Jarðbinda skal pípukerfi fyrir heita- og kaldavatnslögn, skila skal mælingu af jarðbindingunni

Smáspenna.

Hæð allra smáspennutengla frá fullfrágengnu gólfi skal vera 20 cm.

Fyrrnefnd atriði gilda nema annars sé getið.

og skal hún uppfylla kröfur rafveitunnar.

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

2. HæðLágspenna

Alágs.2h.07KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 52: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

L

LjósleiðarainntakF

Símainntak

LjósleiðararSímalagnirLoftnetslagnir

Dyrasími

20mm Rör að Inntaki síma

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

KjallaraSmáspenna

Asmás.kj.08KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 53: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

S

L

LjósleiðararSímalagnir

Loftnetslagnir

Dyrasími

L

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

1. HæðSmáspenna

Asmás.1h.09KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 54: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

S

FL

S

F L

F

Símalagnir fara niður um hæð

Loftnetslagnir

Ljósleiðari Ljósleiðarabreytir

Dyrasími

F

H=150

Tengidósöryggiskerfi

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

2. HæðSmáspenna

Asmás.2h.10KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 55: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

OR

OR OR0.10.2

0.3

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

KjallaraBrunakerfi

Abrun.kj.11KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 56: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

OR1.1

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

1. HæðBrunakerfi

Abrun.1h.12KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16

Page 57: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman · kostnaðaráætlun um hússtjórnarkerfi og ljós fyrir íbúð á annarri hæð. Húsið sem unnið er með í skýrslu þessari er að Mánagötu

OR OR

OR

H Hita

OR

OR

Hreyfiskynjari

Hurðarnemi

Talnaborð

HljóðgjafiStjórnstöð

2.5

2.6

2.1

2.2

2.3 2.4

Útgáfa Dags. Skýring. Breytt af:

Verkheiti:Heimilisfang:Verkkaupi:

Verktegund:

Hannað af:Yfirfarið af:

Dags.Mkv:

Samþykkt:

Nafn aðalhönnuðar. Kennitala hönnuðar.Nafn fyrirtækis.Heimilisfang.Sími.Netfang.Kt.

Verknúmer. Ábyrgð. Númer. Útgáfa.Hönnuður áskilur sér allan rétt á teikningum. Fjölföldun er háð skriflegu samþykki. Fr

umrit

A1

2. HæðBruna- og Öryggiskerfi

Abrun.2h.13KJ001-01

[email protected]ánagata 16Kiddi Raf

160977-4699Kristinn Jónsson

KJ1:501.5.2017

KJKJ

Endurhönnun

HR RI LOK1006Mánagata 16

Mánagata 16