68
Diplóma í rafiðnfræði Raflagnir, lýsingahönnun og hússtjórnunarkerfi í sérbýli Maí, 2020 Nafn nemanda: Karl Stephen Stock Kennitala: 170584-2019 Leiðbeinandi: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir 12 ECTS ritgerð til diplóma í rafiðnfræði

Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Diplóma í rafiðnfræði

Raflagnir, lýsingahönnun og

hússtjórnunarkerfi í sérbýli

Maí, 2020

Nafn nemanda: Karl Stephen Stock

Kennitala: 170584-2019

Leiðbeinandi: Rósa Dögg Þorsteinsdóttir

12 ECTS ritgerð til diplóma í rafiðnfræði

Page 2: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Tækni- og verkfræðideild

Heiti verkefnis:

Raflagnir, lýsingahönnun og hússtjórnunarkerfi í sérbýli

Námsbraut: Tegund verkefnis:

Rafiðnfræði Lokaverkefni til diplómu í rafiðnfræði

Önn: Námskeið: Ágrip:

6 RI LOK1006 Hönnun og teikningar raflagna, lýsingar og hönnun á

hússtjórnunarkerfi í sérbýli.

Markmið verkefnisins snýr að því að velja, hanna

raflagnir og lýsingu, teikna og setja upp heildarlausn

fyrir nútíma heimili, þar sem ekki aðeins er hugsað til

valmöguleika á markaði og þæginda, heldur líka horft

til gæða, þæginda, orkusparnaðar og hagkvæmni.

Tekið er sérstaklega fyrir val á stýrikerfi, lýsingu

hvort sem eru perum, ljósum eða íhlutum. Fræðileg og

fagurfræðileg sjónarmið í lýsingarhönnun og

raflögnum er líka tekin fyrir.

Höfundur:

Karl Stephen Stock

Umsjónarkennari:

Guðmundur Kristjánsson

Leiðbeinandi:

Rósa Dögg Þorsteinsdóttir

Fyrirtæki/stofnun:

Dagsetning: Lykilorð íslensk: Lykilorð ensk:

15.5.2020 raflagnir,

raflagnateikningar,

lýsingarhönnun,

raforkusparnaður,

snjöll heimili

Electrical drawings,

residential lightning,

energy efficency, smart

homes

Dreifing:

opin lokuð til: x

Page 3: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Raflagnir, lýsingahönnun og hússtjórnunarkerfi í sérbýli

Ritgerð þessi er lokaverkefni til diplómu í rafiðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík og er

óheimil að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

©Karl Stephen Stock

Reykjavík, Ísland, maí 2020

Page 4: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

FORMÁLI

Skýrsla er unnin sem lokaverkefni til diplómu (12 ECTS) í rafiðnfræði í Háskólanum í

Reykjavík.

Tilurð verkefnisins voru eigin byggingarframkvæmdir. Skýrslan, rannsóknir, vöru- og

verðkönnun, hönnun, teikningar og raflagnir var unnið frá janúar til maí 2020.

Ég vil sérstaklega þakka leiðbeinanda mínum, Rósu Dögg Þorsteinsdóttur, lýsingahönnuður &

innanhúsarkitekt FHI og kennari í lýsingatækni í rafiðnfræði við Háskólann við Reykjavík,

fyrir uppbyggilega leiðsögn ásamt gagnlegum ábendingum á meðan vinnu skýrslunnar stóð.

Rafmagnsheildsölum við afla mér upplýsinga, tilboð og verð. Vera alltaf tilbúnir að taka á móti

mér og rökræða við mig um gæði vöru.

Ég vil þakka mínum nánustu fyrir ómetanlegan stuðning. Sérstakar þakkir fær eiginkona mín,

Sólveig R Gunnarsdóttir, fyrir gagnlegar ábendingar, hvatningu, stuðning og yfirlestur.

Ég vil þakka tengdaföður mínum, Gunnari Erni Guðmundssyni, fyrir yfirlestur, hvatningu og

stuðning.

Reykjavík, 15.maí 2020

Karl Stephen Stock

Page 5: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Efnisyfirlit

1. Inngangur .......................................................................................1

2. Hönnun og raflagnateikningar ....................................................2

3. Lýsing ..............................................................................................4

3.1 Litarhitastig, birtumagn og litarendurgjöf .................................................................. 5

3.2 Áhrif lita í ljósum, litarhitstig og ljóslitir .................................................................... 7

3.3 Áhrif stefnu lýsingar.................................................................................................. 10

3.4 Val á innfelldri lýsingu .............................................................................................. 10

3.5 Lýsing í svefnherbergjum.......................................................................................... 13

3.5.1. Ljós í barnaherbergjum .......................................................................................... 14

3.5.2. Ljós í hjónaherbergi ............................................................................................... 14

3.6 Lýsing á baðherbergjum og í þvottahúsi ................................................................... 15

3.7 Lýsing í eldhúsi, búri og borðstofu ........................................................................... 18

3.8 Lýsing yfir stigum (e. Cascade Stairways)................................................................ 20

3.9 Lýsing í stofu og sjónvarpsrými ................................................................................ 20

4. Hússtjórnunarkerfi .....................................................................22

4.1. Samanburður á BUS kerfum ..................................................................................... 23

4.2. Uppbygging stýrikerfsins .......................................................................................... 24

4.3. Að samnýta öll kerfin ................................................................................................ 24

4.4. Orkusparnaður með hússtjórnunarkerfum ................................................................. 27

4.4.1. Raforkusparnaður og annar orkusparnaður ........................................................ 27

4.5. Stýribúnaður ABB-free@home ................................................................................. 31

4.5.1. SAP/S.3 Access Point-Forritunar eining............................................................ 31

4.5.2. PS-M-64.1.1 Power supply – Bus spennir ......................................................... 31

4.5.3. DA/M.6.210.2.1 Dimmer liði ............................................................................ 31

4.5.4. SA-M-8.8.1 Rofaliði .......................................................................................... 32

4.5.5. HA-M-0.6.1 Gólfhitaliði .................................................................................... 32

4.5.6. TSA/K230.2 Mótorloki ...................................................................................... 32

4.5.7. BA-M-0.4.1 Gardínuliði .................................................................................... 33

4.5.8. SDA-F-2.1.1 Alhliða Rofi.................................................................................. 33

4.5.9. RTC-F-1 Thermostat .......................................................................................... 33

4.6. Annar stýribúnaður .................................................................................................... 34

4.6.1 Sonos One .......................................................................................................... 34

4.6.2 Sonos Play: 5...................................................................................................... 35

Page 6: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

4.6.3 Sonos sub ........................................................................................................... 35

4.6.4 Sonos Playbar..................................................................................................... 36

4.6.5 Amazon Echo DOT............................................................................................ 36

4.6.6 Amazon Firetab 7" ............................................................................................. 37

4.6.7 Amazon Fire TV Stick 4K ................................................................................. 37

4.6.8 Philips Hue Play HDI Sync Box ........................................................................ 38

4.6.9 Ring 2 dyrabjalla ................................................................................................ 38

4.6.10 Hue brú............................................................................................................... 39

5. Verklýsing (staðlar og reglugerðir) ...........................................40

5.1. Rafkerfi.......................................................................................................................... 40

5.1.0. Almenn atriði ......................................................................................................... 40

5.1.1. Verksvið verktaka .................................................................................................. 40

5.1.2. Magntaka................................................................................................................ 40

5.1.3. Reglugerðir ............................................................................................................ 40

5.1.4. Eftirlit ..................................................................................................................... 41

5.1.5. Samræming verka .................................................................................................. 41

5.1.6. Heimtaug og raforkugjöld ...................................................................................... 41

5.1.7. Prófanir og úttekt ................................................................................................... 41

5.1.8. Vinnubrögð ............................................................................................................ 41

5.2. Raflagnir í grunni .......................................................................................................... 42

5.2.1. Sökkulskaut og spennjöfnun .................................................................................. 42

5.2.2. Pípur í jarðvegi ....................................................................................................... 42

5.3. Pípur og dósir ................................................................................................................ 42

5.3.1. Pípur og samskeyti í steypu ................................................................................... 42

5.3.2. Dósir í steypu ......................................................................................................... 43

5.4. Töflur og töflubúnaður .................................................................................................. 43

5.4.0. Almenn atriði ......................................................................................................... 43

5.4.1. Töfluskápar ............................................................................................................ 44

5.4.2. Rafbúnaður í töfluskápum...................................................................................... 44

5.4.3. Töflubúnaður ABB-free@home ............................................................................ 45

5.5. Rofar og tenglar ............................................................................................................. 45

5.5.0. Almennt.................................................................................................................. 45

5.5.1. Rofar ...................................................................................................................... 45

5.5.2. Tenglar ................................................................................................................... 46

5.6. Raftaugar og strengir ..................................................................................................... 46

Page 7: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

5.6.1. Víra - og raðtengi ................................................................................................... 46

5.7. Lampar og tæki.............................................................................................................. 47

5.7.0. Almenn atriði ......................................................................................................... 47

5.8. Smáspennukerfi ............................................................................................................. 47

5.8.0. Almenn atriði ......................................................................................................... 47

5.8.1. Loftnetstengi .......................................................................................................... 47

5.8.2. Tölvu- og símatenglar ............................................................................................ 47

5.8.3. Krosstengibretti ...................................................................................................... 47

5.8.4. Dreifilagnir ............................................................................................................. 48

5.8.5. Merkingar ............................................................................................................... 48

5.8.6. Prófanir og mælingar ............................................................................................. 48

5.8.7. Dyrasími ................................................................................................................. 49

5.9. Margmiðlun ................................................................................................................... 49

5.9.1. Hátalarar ................................................................................................................. 49

5.9.2. Amazon búnaður .................................................................................................... 49

5.9.3. Þráðlaus netbúnaður ............................................................................................... 49

5.10. Sameiginlegt ................................................................................................................ 49

5.10.1 Vinnurafmagn og bráðabirgðalögn ....................................................................... 49

6. Niðurstöður ..................................................................................51

7. Heimildarskrá (IEEE staðlar) ....................................................52

7.1. Rafrænar heimildir .................................................................................................... 52

7.2. Handbækur ................................................................................................................ 53

7.3. Greingar (E. study) .................................................................................................... 53

7.4. Staðlar (IEEE staðall) ................................................................................................ 53

7.5. Myndir ....................................................................................................................... 53

7.6. Lokaritgerðir.............................................................................................................. 53

A. Viðauki: Kveikingaskrá ..............................................................54

B. Viðauki: Magn- og kostnaðaráætlun.........................................55

C. Viðauki: Teikningar ....................................................................59

Page 8: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Myndayfirlit

Mynd 1: Módel af stigakerfi,. .................................................................................................... 2

Mynd 2: Módelmyndir & sneiðmyndir. ..................................................................................... 2

Mynd 3: Sýnir áhrif litarhitastigs á rými.................................................................................... 6

Mynd 4: Sýnir áhrif litarendurgjafar. ......................................................................................... 7

Mynd 5: CRI stuðullinn ............................................................................................................. 7

Mynd 6: Philips GU10 Master Value ...................................................................................... 12

Mynd 7: Hvít Deep innfelt ljós frá Wever & Ducre ................................................................ 13

Mynd 8: Philips Hue White and Colour ambiance ................................................................. 13

Mynd 9: NORM12 ljós frá Normann Cophenhagen................................................................ 14

Mynd 10: Fluid - Muuto hangandi ljós .................................................................................... 15

Mynd 11: Wever & Ducre Deep IP44 ..................................................................................... 16

Mynd 12: LubaReel LED strípa ............................................................................................... 17

Mynd 13: Philips Hue Led 5m útiborði ................................................................................... 17

Mynd 14: Philips Master LED spot pera ................................................................................. 18

Mynd 15: Ferm Living COLLECT lighting ............................................................................ 18

Mynd 16: Philips Hue E27 pera ............................................................................................... 19

Mynd 17: Manola Chandelier .................................................................................................. 19

Mynd 18: Philips LED skrautpera ........................................................................................... 20

Mynd 19: Tom Dixon Melt Mini LED .................................................................................... 20

Mynd 20: Deep Adjust ............................................................................................................. 21

Mynd 21: Wiro Diamond 3.0. .................................................................................................. 21

Mynd 22: Wever & Ducre E27 pera í Wire Dimond 3.0 ......................................................... 22

Mynd 23: Tillögur og dæmi um forritun á rofa frá ABB-free@home..................................... 26

Mynd 24: Philips Hue breyting á birtumagni (lm)................................................................... 30

Mynd 25: SAP/S.3 Access Point ............................................................................................. 31

Mynd 26: BUS spennir ............................................................................................................ 31

Mynd 27: DA/M. 6.210.2.1 Dimmer liði ................................................................................. 31

Mynd 28: SA-M-8.8.1 Rofaliði í ABB-free@home ................................................................ 32

Mynd 29: HA-M-0.6.1 Gólfhitaliði fyrir ABB-free@Home kerfið ........................................ 32

Mynd 30: TSA/K2230.2 Mótorloki fyrir gólfhita.................................................................... 32

Mynd 31: Millistykki VA/Z78.1. frá ABB .............................................................................. 32

Mynd 32: Gardínuliði fyrir ABB-free@Home ........................................................................ 33

Mynd 33: SDA-F-2.1.1 alhliða rofi ......................................................................................... 33

Mynd 34: Thermostat rofi, RTC-F-1 ....................................................................................... 33

Mynd 35: Sonos hátalari .......................................................................................................... 34

Mynd 36: Sonos Play:5 ............................................................................................................ 35

Mynd 37: Sonos Sub bassabox ................................................................................................ 35

Mynd 38: Sonos Playbar .......................................................................................................... 36

Mynd 39: Amazon Echo Dot ................................................................................................... 37

Mynd 40: Amazon Firetab ....................................................................................................... 37

Mynd 41: Amazon Firetab ....................................................................................................... 37

Mynd 42: Amazon Fire TV Stick ............................................................................................ 38

Mynd 43: Philips Play HDMI Sync Box ................................................................................. 38

Mynd 44: Ring dyrabjalla ........................................................................................................ 39

Mynd 45: Philips Hue Brú ....................................................................................................... 39

Page 9: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Töfluyfirlit

Tafla 1: Gátlisti .......................................................................................................................... 3

Tafla 2: Tafla af síðu Illuminating Engineering Sociatiy ........................................................ 10

Tafla 3: Eiginleikar Philips Master Value GU10 perunnar ..................................................... 12

Tafla 4: Eiginleikar Deep 1.0 LED .......................................................................................... 13

Tafla 5: Eiginleikar Philips Hue Peru ...................................................................................... 13

Tafla 6: Eiginleikar NORM 12 ................................................................................................ 14

Tafla 7: Eiginleikar FLUID - Muuto ....................................................................................... 15

Tafla 8: Eiginleikar Wever & Ducre, Deep IP44 ..................................................................... 16

Tafla 9: Samanburðartafla á LED strípum ............................................................................... 16

Tafla 10: Eiginleikar Philips Master LED spot peru ............................................................... 17

Tafla 11: Eiginleikar Philips Master LED spot peru ............................................................... 18

Tafla 12: Ferm Living ljós ....................................................................................................... 18

Tafla 13: Eiginleikar Philips Hue E27 peru ............................................................................. 19

Tafla 14: Manola Chandelier ................................................................................................... 19

Tafla 15: Eiginleikar Philips LED classic skrautpera .............................................................. 20

Tafla 16: Eiginleikar Tom Dixon ljós ...................................................................................... 20

Tafla 17: Eiginleikar Deep Adjust ........................................................................................... 21

Tafla 18: Upplýsingar fengnar af síðu Wever & Ducre ........................................................... 21

Tafla 19: Eiginleikar Wever & Ducre E27 pera ...................................................................... 22

Tafla 20:Samanburður á eiginleikum og kostnaði heimastjórnunarkerfa ................................ 23

Tafla 21: Samanburðartafla á perum með svipaða eða mjög hátt birtumagn .......................... 28

Tafla 22: Eiginleikar Sonos One .............................................................................................. 34

Tafla 23: Staðsetning og fjöldi Sonos One .............................................................................. 34

Tafla 24: Eiginleikar Sonos Play:5 hátalara............................................................................. 35

Tafla 25: Staðsetning og fjöldi Sonos Play:5 ........................................................................... 35

Tafla 26: Eiginleikar Sonos Sub bassabox............................................................................... 35

Tafla 27: Eiginleikar Sonos Playbar ........................................................................................ 36

Tafla 28: Eiginleikar Amazon Echo Dot ................................................................................. 37

Tafla 29: Eiginleikar Amazon Firetab 7" ................................................................................. 37

Tafla 30: Eiginleikar Amazon Fire TV Stick ........................................................................... 38

Tafla 31: Eiginleikar Philips Play HDMI Sync Box ................................................................ 38

Tafla 32: Eiginleikar ring dyrabjöllu ....................................................................................... 39

Tafla 33: Eiginleikar Philips Hue Brú ..................................................................................... 39

Page 10: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

1

1. Inngangur Skýrslan er unnin sem lokaverkefni til diplómu í rafiðnfræði í Háskólanum í Reykjavík. Tilurð

og aðalviðfangsefni verkefnisins eru eigin byggingarframkvæmdir. Nemandinn hefur tekið að

sér að hanna, leggja og teikna raflagnir, lýsingu og forrita hússtjórnunarkerfi í parhúsi á

Kársnesi í Kópavoginum. Parhúsið er staðsett að Marbakkabraut 9A & 9B, 200 Kópavogi.

Húsið er steinsteypt hús á fimm pöllum og teiknað af Trípólí arkitektum.

Markmið verkefnisins snýr að því að velja, hanna, teikna og setja upp heildarlausn fyrir nútíma

heimili, þar sem ekki aðeins er hugsað til valmöguleika á markaði og þæginda, heldur líka horft

til gæða, þæginda, orkusparnaðar og hagkvæmni. Tekið er sérstaklega fyrir val á stýrikerfi,

lýsingu hvort sem eru perum, ljósum eða íhlutum. Fræðileg og fagurfræðileg sjónarmið í

lýsingarhönnun og raflögnum er líka tekin fyrir.

Skýrslan mun samanstanda af samanburði á vörum á markaði, rökstuðningi fyrir vali á

tilteknum vörum, sem henta sérbýli sem þessu, með tilliti til markmiða um hagkvæmni,

umhverfissjónarmiða og gæða. Upplýsingalista fyrir rafverktaka, raflagnateikningar,

lampaplan, lampaskrá, magnskrá, verklýsingu ásamt lýsingu á búnaði, perum, ljósum og

íhlutum. Auk þess var unnin kostnaðar- og tímaáætlun. Loftið í húsinu var tekið niður um 15cm

og klætt með dúk. Það auðveldar hönnun á lýsingu, þar sem auðvelt er að gera breytingar eftir

að húsið hefur verið steypt upp.

Forsendum hönnunar snýr að miklu leiti að hússtjórnunarkerfinu. Eigendur vilja nýta sér

hússtjórnunarkerfi til raddstýringar, hljóðstýringar, hitastýringar, ljósakerfi og sem

öryggiskerfi. Tilgangurinn er þægindi, hagkvæmni, umhverfissjónarmið og heilsusjónarmið.

Þægindi snúa að því að lýsing henti hverju rými og það sé auðvelt að stýra ljósabúnaði sem

hentar heimilislífi íbúa. Farið verður yfir hvaða hússtjórnunarkerfi standa til boða og hvaða

möguleikar eru í hljóðstýringu, öryggiskerfum, raddstýringum og ljósastýringum.

Verkefnið á að vera hagkvæmt en þó glæsilegt og ná yfir þær stýringar og verkefni sem

eigendur ætlast til af því. Umhverfissjónarmið, snúa helst að rafmagnssparnaði með tillit til

líftíma og orkusparnaði ljósgjafa.

Lýsingarhönnun snýr fyrst og fremst um að ná að lýsa upp rými sem næst dagsbirtu, þegar eða

þar sem dagsbirtu gætir ekki. Lýsingarhönnun snýr þó líka að því að ná fram ákveðinni

rýmistilfinningu og stemmningu í rýminu eftir tilgangi rýmisins. Til að hanna og geta hannað

tilfinningu og stemmningu í rými, þarf að skilja fræðin. Það á einnig við um val á ljósgjöfum

út frá birtu, litarhitastig og litarendurgjöf. Heilsusjónarmið snúa að hvernig birtumagn, ,

litarhitastig og ljóslitir geta haft áhrif daglegt líf, svefn og aðstoð við að vakna, einbeitingu,

stemningu og rýmistilfinningu.

Page 11: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

2

2. Hönnun og raflagnateikningar Marbakkabraut 9 er skemmtilegt verkefni, rifið var gamalt hús í rótgrónu

hverfi og byggt nýtt parhús þess í stað. Mikil vinna fór teikningar og

arkitektúr þar sem lóðin er þröng, í halla og krefjandi. Parhúsið er á fimm

pöllum, mjótt og langt (7,9 x16 m hvort hús fyrir sig). Strax í upphafi var

ákveðið að fara í pallahús frekar en hús á tveimur hæðum, þá aðallega

með tillit til birtuskilyrða inn í húsinu, þ.e. til að ná sem mestri dagsbirtu

í gegnum húsið. Þá komu arkitektar Trípólí líka með þá hugmynd að

hanna stigana í þrepakerfi, þ.e.a.s. gera svokallaða „Cascade“ stiga. Með

þessu stigaformi er hægt að sjá niður fjórar hæðir, frá efsta palli niður að

öðrum palli. Í sömu stefnu er þakgluggi sem gefur dagsbirtu niður alla

stiganna.

Mynd 2: Módelmyndir & sneiðmyndir af Marbakkabraut 9, sýnir Cascade stigakerfið og gluggana, alla nema þakgluggana.

Hönnun: Trípólí Arkitektar (2018-2020).

Húsið verður staðsteypt og fljótlega var tekin ákvörðun eigenda að taka öll loft niður um 15

cm. Eigendur stefndu á að setja hljóðadúk í loftin. Í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að

leggja ekkert rafmagn í plötur, heldur setja plast efst á öll rör svo hægt sé að hólka það inná

niðurtekin loft.

Kostir þess eru að eigendur geta gert breytingar þó húsið sé uppsteypt og án mikilla steypubrota

vinnu, sem er tímafrek og kostnaðarsöm vinna. Með þessu móti er lítið mál að bæta við óbeinni

lýsingu, fleiri innfeldum ljósum eða öðrum viðbótum líkt og öryggiskerfi.

Kröfur eigenda eru að húsið ætti að vera með hússtjórnunarkerfi sem hægt væri að stýra með

snjallsímum og spjaldtölvum, að kerfið gæti talað við hátalarakerfi, dyrasíma og hægt sé að

Mynd 1: Módel af

stigakerfi, Cascade stigum,

Marbakkabraut 9. Hönnun

Trípólí Arkitektar, 2020.

Page 12: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

3

raddstýra kerfinu, samhliða þess að gæta að hagkvæmni og hófs í innkaupum. Óskir húsráðanda

að kerfið væri ekki of flókið.

Markmiðið var að ná verðinu undir 40 þ.kr. /m2 með vinnu og efni rafverktaka.

Áætlað er að meðalverð rafverktaka sé um 25 þ.kr./m2 í sérbýlum m.v. einfalda raflögn með

dimmerum án hússtjórnunarkerfis, án annarra lýsingar en innfelldra og án hátalarakerfis.

Með tillit til vali á aukahlutum má áætla að þetta verð sé í meðaltali.

Út frá þessum forsendum hófst hönnunin í AutoCad teikniforriti og síðar í DiaLux

lýsingaútreikningaforriti.

Til að varpa betra ljósi og auðveldari sýn fyrir eigendur að hafa skilning á raflagna- og

ljósahönnunninni er gott að nota DiaLux. Hægt er að reikna út birtustigið í hverju rými og bera

saman val á ljósum, en líka hægt að sjá og sýna eigendum hvernig lýsingin mun koma út í

þrívídd.

Við hönnun á húsnæði er mikilvægt að vera með gott skipulag, en það mun koma í veg fyrir

vandamál í framtíðinni, það mun flýta fyrir ferlinu og lækka kostnað.

Gott er að hafa gátlista fyrir hvert rými samhliða teikningum til að koma í veg fyrir að yfirsjást

ekki eitthvað, sjá töflu hér fyrir neðan:

Tafla 1: Gátlisti fyrir hvert rými samhliða hönnun á teikningum

Gott skipulag er enn veigameira þegar kemur að hússtjórnunarkerfi og auðveldar mikla vinnu

fyrir rafverktakan. Samhliða teiknisetti var sett upp kveikingarskrá og lampaplan.

TÉKK (٧) FJÖLDI RÝMI TÉKK (٧) FJÖLDI RÝMI TÉKK (٧) FJÖLDI RÝMISVEFNHERBERGI ÞVOTTAHÚS STOFA

Loftljós Loftljós Loftljós

Tenglar (fjöldi) Tenglar (vinnutenglar) Tenglar (fjöldi)

Rofi Rofi Rofi

Thermostat Thermostat Thermostat

Veggljós Þvottavél Nettengill

Nettengill Þurrkari Dyrasími

HJÓNAHERBERGI BAÐHERBERGI TV-HERBERGI

Loftljós Loftljós Loftljós

Tenglar (fjöldi) Tenglar (fjöldi) í skápum Tenglar (fjöldi)

Rofi Rofi Rofi

Thermostat Thermostat Thermostat

Samrofi/krossrofi Veggljós Nettengill

Nettengill Jarðbinding Veggljós

ELDHÚS ANDDYRI BÍLSKÚR

Loftljós Loftljós Loftljós

Tenglar (vinnutenglar) Tenglar (fjöldi) Tenglar (vinnutenglar)

Rofi Rofi Rofi

Thermostat Thermostat 3fasa tengill

Bakaraofn/ar Dyrasími Bílhleðsla

Helluborð

Örbylgjuofn

Vifta/háfur

Ísskápur

Uppþvottavél

Undirskápaljós

Dyrasími

Page 13: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

4

Kveikingarskráin (sjá viðauka A ), sýnir:

✓ Hvaða lit á vír stýrir hverri kveikingu

✓ Í hvaða rými sú kveiking er

✓ Inná hvaða öryggi sú kveiking er að fá straum

✓ Inná hvaða töflueiningu kveikingin er

✓ Inná hvaða rás kveikingin er

3. Lýsing Lýsing innanhús byggir að miklu leit á því að reyna að ná lýsingu sem næst dagsbirtu. Við

hönnun hússins var því mikið lagt upp úr því að sólaljósið kæmist í gegnum húsið og niður

rými sem annars gætu orðið dimm. Stórir gluggar og rennihurðir, pallahús á fimm pöllum í stað

tveggja hæða húss, þakgluggi sem nær í stefnu niður alla cascade stigana, og staðsetning

gluggana til að ná lýsingu í gegnum hvern pall. Útsýni til norðurs til að sjá kvöldsólina setjast,

en stórir gluggar til suður til að fá birtuna inn. Rými sem ljóst var að ekki myndu njóta

sólarljóss, voru nýtt sem þvottahús, baðherbergi, fataherbergi og geymslur.

Þegar og þar sem góðri dagsbirtu gætir ekki við notum við lýsingu til að lýsa upp rýmin. Sum

herbergi njóta ekki dagsbirtu og önnur þurfum við á lýsingu að halda í skammdeginu. Rýmin

eru notuð í mismunandi tilgangi og reynt að ná mismunandi stemmningu eftir tilgangi,

stemmningu og tíma dags.

Lýsing er því orðinn mikilvægur þáttur í allri hönnun en líka mikilvægur þáttur í daglegu lífi

fólks, hvort sem um ræðir heimili, skrifstofu eða iðnaðarhúsnæði. Kröfurnar eru mismunandi

eftir mismunandi þörfum og mikið er í boði.

Með góðri lýsingu er hægt að bæta lífskjör fólks með réttu vali á litahitarstigi (e. Kelvin) og

birtumagni (e. Lumen) á hverjum tíma fyrir sig. August Pleasonton, birti fyrst rannsóknir sínar

1876 um áhrif birtu og litar, „The Influence of the Blue Ray of Sunlight and of the Blue Color

of the Sky“. Árið 2007 birtu Rikard Kuller, Seifeddin Ball, Thorbjorn Laike, Byron Mikellides

& Graciela Tonello, grein um áhrif lýsingar í vinnurýmum „the impact of light and colour on

psychological mood: a cross-cultural study of indoor work environment“. Þessir

rannsóknarmenn eru sammála um að góð lýsing geti hjálpað fólki. Hægt er að skapa rétta

lýsingu á hverjum tíma fyrir sig, mismunandi eftir rýmum eftir því hvaða stemmningu er verið

að leitast eftir, rýmistilfinningu eða hver tilgangur rýmisins er. Með lýsing er hægt að hafa áhrif

á fólk, svo sem svefn, einbeiting, heilsu, orku o.fl. Líka er unnt að skapa réttu stemmningu t.d.

hvort verið er að leitast eftir að auka einbeitingu við heimalærdóm, róa hugann fyrir svefn,

rólegri stemmningu yfir sjónvarpinu eða matarboðinu o.s.frv.

Mikið af rannsóknum (Til dæmis „The Experience of Nature: A Phychogical Perspective“ by

Kaplan & Kaplan) hafa verið gerðar bæði á hvaða áhrif litir geta haft á líkama og heilsu fólks,

þessu er hægt að stýra með litarhitastigi (e. Kelvin) og birtumagni (e. Lumen). Með

mismunandi litarhitastigi og birtumagni er hægt að skapa þessa mismunandi stemmningu eftir

tilgangi og notkun rýmisins.

Farið verður yfir mismunandi tegundir af perum, ljósum og LED-borðum, sem valið er í

parhúsið. Færð eru rök fyrir vali á hverri tegund og hvað markmið sú lýsing hefur, með tillit til

birtu og litarhitastigs og í hvaða rými þessi lýsing hentar.

Page 14: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

5

3.1 Litarhitastig, birtumagn og litarendurgjöf

Í ljósa- og lýsingarhönnun er mikilvægt að taka tillit til mismunandi litarhitastigs (e. Kelvin),

birtumagn (e. Lumen) og litamettun (e. Hue) eftir rýmum og í hvaða tilgangi rýmunum er ætlað.

Í grunninn er þetta allt tengt sólinni, sólarupprás, dagsbirtu og sólsetri.

Við ljósahönnun er áhugavert að skoða þessa fræðilegu þætti í vali á ljósgjöfum. Hver er

tilgangur rýmisins og hver er tilgangurinn með lýsingunni inni í þessu rými? Er tilgangurinn

að hafa rýmið bjart, með mikilli birtu? Er tilgangurinn að láta rýmið virðast vera stærra með

hærra litarhitastigi? Er tilgangurinn að skapa notalega stemmningu, þar með lægra litarhitastig?

Það hefur færst í aukana að spá meira í því hvaða áhrif þessir mismunandi þættir; litarhitastig,

birtumagn, litamettun og litir hafa á daglega líf. Hvort sem er inni á heimili eða í

vinnuumhverfi. Sumir hafa bent á að mismunandi litir hafi mismunandi tákn milli heimshluta,

en þrátt fyrir það, þá er eru vísindamenn sammála um að dimmun á ljósi fyrir svefn hefur áhrif

á melatonin framleiðslu líkamans (svefnhormón líkamans) og of hátt litarhitastig (e. Kelvin)

dragi út melatonin framleiðslu. Mælt er því með því að lækka birtustigi á skjáum og annarri

skærari birtu klukkutíma fyrir áætlaðan svefntíma. Það er því áhugavert að skoða út frá þessum

mismunandi þáttum hvernig hægt er að ná betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að velja

ljósgjafa og perur út frá þessum fræðum. Ekki aðeins út frá heilsufari heldur líka mögulega til

að ná betri einbeitingu og auka afköst á vinnusvæði. Hvaða birta og litir henta vel t.d. við að

elda mat, við vinnurými, læra eða farða sig inn á baði. Ljóslitir og litarhitastig skapa líka

ákveðna rýmistilfinningu.

Litarhitastig: getur haft áhrif á fólk og hvernig fólk skynjar rýmið. Of hátt litarhitastig getur

skapað ónáttúrulega lýsingu, þá er talað um að rýmið eða vinnusvæðið sé yfirlýst. Algengt er

að leitast sé eftir háu litarhitastigi á vinnurýmum, en lægra þar sem þess er ekki krafist og

mögulega verið að leita eftir ákveðinni stemmningu, til dæmis í stofunni eða svefnherberginu.

Á neðangreindri mynd úr handbók um íbúðarlýsingu frá California Lightning Technology

Center í US Davis má sjá mismunandi áhrif litarhitastigs á íbúðarými. Ekki ná allir ljósgjafar

Page 15: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

6

háu litarhitastigi og því þarf að vanda val ljósgjafa eftir því hversu hátt litarhitastig rýmið þarf

eða vilji er fyrir að hafa.

Birtumagn: Birtumagn (lúmen) er er mæld í lúxum. Birtumagn er mismunandi eftir tegund

pera en því hærra birtumagn (lúmen) á perunni því meira birtu kemur frá perunni. Það er þó

ekki bara birtumagn sem hefur áhrif á rýmistilfinningu heldur líka litarhitastig og litamettun.

Yfirleitt eru perur með háu lúmeni, miklu birtumagni, valdar fyrir rými sem þurfa sterka og

mikla birtu, t.d. í vinnurýmum. Inn á heimili geta það verið til dæmis þvottahús, baðherbergi,

eldhús og bílskúr.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að birtuskilyrði geti hafi áhrif á tilfinningar okkar, rannsókn

Kaplan & Kaplan. Mikið birtumagn geti ýkt tilfinningar, en lítil birta skapað meira jafnvægi.

Á sama tíma getur mikið birtumagn stækkað rýmið og gert það bjartara. Það þarf því að skoða

marga þætti, hvaða birtumagn sé gott inn í mismunandi rýmum, með tillit til rýmis tilfinningar,

tilgang rýmisins og stemmningu sem skapa á í rýminu.

Mynd 3: Sýnir áhrif litarhitastigs á rými. Mynd fenginn af handbók „Resential

Lighting“ útbúin af California Lighting Technology Center, US Davis, (Skoðuð

4.apríl 2020).

Page 16: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

7

Litarendurgjöf: (CRI: e. Color rendering index), er geta ljósgjafa

til að sýna liti í sem réttustu mynd m.v. sólarljós (dagsbirtu), sem er

CRI 100. Skali litarendurgjafar er á skalanum 0 upp í 100 CRI, þar

sem 100 sýnir liti líkt og í dagsbirtu en 0 sýnir alla liti eins. Ra

alþjóðlegur staðall fyrir litarendurgjöf CRI. Mælt er með að

litarendurgjöf (CRI) sé yfir 80 í íbúðarhúsnæðum. Þar sem þörf er á

náttúrulegri birtu og sýna rétta liti er gott að hafa góða litarendurgjöf,

sem hæst CRI. Þróun í LED og lýsingu er því alltaf að reyna að ná

sem náttúrulegastri birtu og hárri endurgjöf lita. Neðangreind mynd

af eplum í lýsingu með sama litarhitastig en mismunandi

litarendurgjöf sýnir skýrleika litarins eftir hærri litarendurgjöf.

Innan Evrópu er nú óheimilt, af umhverfis og orkusparandi ástæðum að hafa glóperur, en þær

eru með litarendurgjöf 100. LED perur hafa ekki verið að ná þessum stuðli jafn hátt, en síðustu

ár hefur þróunin verið hröð og nýjustu Ultra High CRI LED perur eru að ná nálægt 100 eða um

98 í litarendurgjöf.

Á mörgum stöðum er nauðsynlegt að hafa háa litarendurgjöf, t.d. við myndatökur á matvælum,

við förðun, á vinnusvæðum.

Munurinn á litarendurgjöf og litarhitastigi, er að litarhitastig (e. Kelvin) sýnir ljóslit ljósgjafans

en litarendurgjöf (e. CRI) skýrleika litarins.

Við val á perum og lömpum verður tekið tillit til þessara þátta, birtumagn (lúmen),

litarendurgjafar (CRI) og litahitarstigi (e. Kelvin) ljósgjafans.

3.2 Áhrif lita í ljósum, litahitstig og ljóslitir

Hvaða og hvernig hafa mismunandi litir áhrif á okkur? Skiptir það máli í lýsingarhönnun

íbúðarhúsa?

Blá/Hvít ljós gefa okkur orku og vekur okkur en geta haft neikvæð áhrif á svefnmynstur,

sérstaklega rétt fyrir svefninn.

Mynd 5: CRI stuðullinn, fengið af

síðu Y lightning [Skoðuð 3.apríl

2020]

Mynd 4: Sýnir áhrif litarendurgjafar og mikilvægi þess að hafa háa litarendurgjöf.

Mynd fenginn af Westinghouse, [Skoðuð 4.apríl 2020]

Page 17: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

8

Það er orðið vel þekkt að blá ljós dragi úr framleiðslu líkamans á svefnhormóninu melatónín.

Mannslíkaminn virðast vera viðkvæmari og verða fyrir meiri áhrifum af bláum bylgjulengdum

ljóss, en minna fyrir rauðum bylgjulengdum ljóss. Bláar bylgjulengdir geta meira að segja haft

áhrif á blint fólk þegar kemur dægursveiflum. Skjáir hvort sem er sjónvarpsskjáir, skjátölvur,

tölvur og smart símar geta gefið frá sér mjög skæra bláa birtu. Þó hægt sé og í boði sé að stilla

birtu frá skjáum. Í dag er mikil umræða um skjátíma á Íslandi, þá sérstaklega barna fyrir

hátttíma og mælt með að minnsta kosti klukkutíma fyrir svefn skuli slökkva á öllum skjám.

Helstu ástæður eru til að minnka bláar bylgjulengdir ljóss og hátt birtumagn og með því ná

fram betri slökun fyrir svefn. Það virðist ekki aðeins hafa áhrif á mannslíkamann að ná að sofna

heldur líka hversu vel viðkomandi sefur. Soraa, ljósaperuframleiðandi og ljósaframleiðandi

hefur nú sett á markað og framleitt, svokallaða heilsu perur fyrir rými til að ná slökun og góðum

svefni, peran er er kölluð Soraa Health. Framleiðandinn hefur gengið skrefinu lengra og náð

að taka blá litrófið út (430nm- 470 nm) og þar með öll möguleg áhrif þess á líkamann. Soraa

birtir mikið af vísindagreinum og rannsóknum tengd lýsingu og ljóslitu og áhrifum þess.

Blá ljós hafa þó sína kosti líka. Himininn er blár og talið er að blátt ljós veiti mannslíkamanum

orku og hjálpi fólki að vakna á morgnanna. Hátt litarhitastig verður oft bláleitt, hátt litarhitastig

skapar þó oft gott vinnurými og góða einbeitingu.

Með því að skilja litarhitastig og samspil þess með áhrif lita, er hægt að skapa kjör aðstæður

fyrir mismunandi rými með mismunandi tilgang.

Rauð/Sólargyllt (e. amber) ljós: eru bylgjulengdir ljóss sem hafa minnstu áhrif á

líkamsklukku líkamans. Þessir sólargylltu (amber) og rauða birta lýsir sólarupprisu og

sólarlagi.

Rauðljós og birta er með lágt litarhitastig (e. Kelvin), rannsóknamenn telja að rauð ljós virðist

virkja líkamann á framleiðslu á svefnhormóninu melatónín, sem aðstoðar líkamann við að

sofna, andsætt við köld ljós líkt og blá. Rannsóknir á mikilvægi góðs svefn er háværar í

umræðunni í dag og er talið að góður svefn bæta bæði líkamlega, andlega heilsu og rökhugsun.

Rauð birta er talin róa hugann, en ein af aðal ástæðum fyrir svefnvandamálum fólk er stress og

streita. Talið er að stór hluti íslensku þjóðarinnar sofi of lítið og illa. Það er talið bæði tengjast

svefnvenjum og gæða svefns. Skammdegisþunglyndi er nokkuð algengt á norðurhveli jarðar,

(e. Seasonal Affective Disorder SAD). Meðal meðferða sem notaðar eru gegn

skammdegisþunglyndi í Bandaríkjunum er ljósameðferð (e. light therapy), sem snýr að því að

auka styrk náttúrlegra birtu fyrstu klukkutíma dags. Í dag eru komnar bæði vekjaraklukkur sem

dimmast upp í dagsbirtu og líkja eftir sólarupprás og hægt er að nota hússtjórnunarkerfi og

smart perur til að líkja eftir sólarupprás sömuleiðis. Talið er að þetta sé náttúrulegri leið til að

vakna, frekar heldur en við ískrandi hljóð úr vekjaraklukku.

Rauð birta er oft með lágt litarhitastig (e. Kelvin) þó hægt sé að stýra birtumagni og litnum.

Það hentar því illa að nota rauða ljósbylgjur og lágt litarhitastig í eldhúsi, þvotthúsi, skrifstofu,

bílskúri og öðrum vinnurýmum, en gæti verið kjörið að nota í svefnherbergjum, mögulega að

hluta í stofunni og þar sem tilgangurinn er að ná fram rólegri og huggulegri stemmningu.

Það eru þó fleiri litir og tilgátur um merkingu og áhrif þeirra á líðan okkar. Litir eru skilgreindir

á mismunandi máta eftir heimshlutum. Í Kína gifta konur sig í rauðu og þegar vel gengur á

hlutabréfamarkaði þá er markaðurinn rauður, í hinum vestræna heimi notum við rauðan sem

Page 18: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

9

niðursveiflu á markaði og tölum um „svartan markað“ þegar öll hlutabréfin eru að hrynja í

verði, en konur í vestrænum heimi gifta sig oftast í hvítum kjól.

Í ljósa- og innanhúshönnun eru þetta algengar túlkanir og tákn fyrir litina:

Svartur, í ljósa- og innanhúshönnun er svartur notaður til að tákna styrk, vald,

fagmennsku, dulúð, hræðslu og ögrun. Oft táknar svartur líka dauðann. Í dag er þó að færast í

aukana að nota svarta og dökka liti t.d. inn í svefnherbergi til að róa fólk.

Grænn: þekktur fyrir að veita styrk. Er litur náttúrunnar. Græn ljósameðferð hefur áhrif

á vaxtarhormón og styrki vöðva, bein og aðra vefi. Það er líka talið geta gefið ofnæmiskerfinu

styrk. Í ljósa- og innanhúshönnun er það notað til að lýsa náttúru, vexti, heilsu, peningum,

frjósemi, öryggi og metnað.

Blár: Þekktur litur sem friðarlitur (e.bringer of peace). Blár er stundum notaður til að

lækka háan blóðþrýsting og til að róa fólk niður.

Fjólublár: Fjólublár getur dregið úr streitu og stressi. Í ljósa- og innanhúshönnun getur

notkun á fjólubláum táknað konunglegt, vald, lúxus, metnað, visku, reisn, sjálfstæði, sköpun,

dulúð, töfra og rómantík.

Rauður: Í ljósa- og innanhúshönnun, getur rauður táknað ást, rómantík, hlýju og

notalegheit, orku, spennu, ástríðu, hættu, hugrekki, leiðtogahæfni eða vináttu.

Appelsínugulur: líka þekktur sem „uppspretta sköpunar“, appelsínugulur örvar

sköpun. Í ljósa- og innanhúshönnun er appelsínugulur notaður til að tákna gleði, orku, eldmóð,

hlýju, auð, fagmennsku, breytingar eða örvun.

Gulur: getur stundum verið gagnlegur í meðferð við þunglyndi. Í ljósa- og

innanhúshönnun getur notkun á gulum táknað: gleði, hamingju, hlýju, jákvæðni, ástríðu,

pirring, reiði, varkárni, athyglissýki, veikindi og öfundsýki, orku og visku.

Hvítur: Í ljósa- og innanhúshönnun er hægt að nota hvítan í að tákna: sakleysi,

hreinleika, rými, hlutleysi, öryggi, upphaf, trú og svala.

Samantekt á táknum litanna fenginn af heimasíðu: TCP we know light ,„The Psycohological

Impact of Light and Color“, www.tcpi.com (Sótt 20 feb 2020 og 3 mars 2020)

Þar sem stefnan er tekin á að hanna húsið með tillit heilsusjónarmiða, verður farið yfir hér að

neðan hvernig hússtjórnunarkerfið, perur, hátalara- og raddstýringarkerfið getur haft áhrif á

heilsu, afkastagetu, gæði svefns og svefnvenju húsráðanda og barna þeirra.

Ljóslitir, og litarhitastig verður skoðað með tillit til rýmistilfinninga, en einnig verður horft

sérstaklega til ljóslita í svefnherbergi, vinnurými og eldhúsborði.

Page 19: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

10

3.3 Áhrif stefnu lýsingar

Stefna, dreifing eða staðsetning lýsingar getur líka umbylt rými og haft mikil áhrif á það

hvernig okkur líður í rýminu.

Tafla frá Illuminating Engineering Sociaty (IES) sýnir áhrif mismunandi ljósdreifing og

hvernig og hvað áhrif það getur haft á rýmið:

Sálfræðileg áhrif Áhrif lýsingar Dreifing lýsingarinnar

Strekk/ur Ákaft ljós að ofan Ósamhverf

Afslappaður/afslöppuð

Lægri lýsing yfir höfði með

einhverja lýsingu í enda

herbergisins, hlýjir litirtónar.

Ósamhverf

Einbeitt/ur

Björt lýsing á vinnusvæði með

minni lýsingu í jaðri/endum

rýmisins, vegg lýsing, kaldari

litatónar.

Samhverf

Rýmt/rúmlegt

Bjartir litir með lýsingu á

veggjum og möglega og

loftinu.

Samhverf

Næði /einka

Lítil birta á athafnarsvæðinu,

með lítilli lýsingu við

veggi/jaðar rýmisins og dökk

svæði/enginn lýsing á öðrum

svæðum í rýminu.

Ósamhverf

Tafla 2: Tafla af síðu Illuminating Engineering Sociatiy, www.ise.org [Skoðuð 3.3.2020]

3.4 Val á innfelldri lýsingu

Við val á innfelldri lýsingu komu þrír möguleikar til greina:

• Ljós með M16 12V LED peru

• Ljós með 230V GU10 Warm Glow peru

• Ljós með 230V GU10 Philips Master Value peru

• LED lampi

M16 peran er ekki með nægilega gott litasvið og hefur ekki verið að reynast eins vel og forveri

hennar sem var 12V Halogen. Með M16 perunni er þörf á spennubreyti og þar verður að vanda

valið til að tryggja að peran og spennirinn virki rétt saman.

LED lampinn hefur lengsta líftímann, mesta birtumagn (lm) og hæsta möguleika á litarhitastigi

(K), lampinn er þægilegur í uppsetningu og ekki er þörf á spennubreyti en á sama tíma kostar

LED lampinn mest.

GU10 perurnar eru jafn þægileg í uppsetningu og LED lampinn og þarf heldur ekki

spennubreyti. GU10 perurnar ná hins vegar ekki eins miklu birtumagni og líftíminn er ekki eins

langur og LED lampinn. Bæði Warm Glow og Master Value GU10 perurnar eru þó

hagkvæmari til langs tíma og skamms tíma. Hægt er að skipta um peru með auðveldum hætti

og auðveld í bilanagreiningu.

Philips Master Value peran, hefur öllu sömu kosti og gæði og Warm Glow peran, nema hærra

litarendurkast, CRI = 90, á meðan Warm Glow peran er með litarendurkast, CRI = 80.

Litarhitastigið er svipað um 2200-2700, með birtumagn um 355 lm.

Page 20: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

11

Í bilanagreiningu á Warm Glow LED perunni, Philips Master Value peru og LED lampa, ef

kveiknar ekki á einu ljósi, kemur aðeins tvennt til greina:

1. Peran er farin

2. Fatningin er farin

Ef notaðar eru 12v M16 perur er algengast að nota einn spenni við tvö til þrjú ljós. Ókosturinn

við það er að við bilanir eru fleiri möguleikar sem koma til greina:

1. Peran er farin

2. Fatningin er farinn

3. Biluð rás á spenni

4. Spennir hefur gefið sig

5. Of stórar perur í wöttum m.v. hvað spennirinn þolir

Ókostir LED lampa fyrir sérbýli er viðhaldskostnaður. Ef eitt ljós af tíu ljósum bilar eftir

nokkur ár er ólíklegt að það fáist sami litur af LED-inu eða jafnvel sama ljós eða ljósið jafnvel

hætt í framleiðslu / sölu. Þar sem þróunin á LED perum er hröð.

GU10 LED Warm Glow perur og GU10 Philips Master Value eru því einfaldari í

bilanagreiningu og hagkvæmari, þar sem aðeins þyrfti að skipta út perunni eða fatningunni í

einu ljósi en ekki í öllum tíu. Peran er ekki mjög dýr, þannig þó litur eða tegund sé búið að

breytast væri það ekki mikill útlagður kostnaður að skipta perunum út.

Gerð var samanburðartafla á LED lampa, loftljós IF DL 04, GU10 Warm Glow LED peru og

GU10 Philips Master LED peru, með tillit upphafskostnaðar, raforkukostnaðar að með tillit til

líftíma og peruskipta.

TEGUND PERU/LAMPA LOFTLJÓS IF

DL04 GU10 LED PERA

GU 10

PHILIPS

MASTER

VALUE

Birtumagn (lm) 650 354 355

Kelvin (K) 2700 2200-2700 2200-2700

Wött (W) 10 4 4,9

Orkunýting (lm/w) 65 88,5 72,45

Líftími (klst) 50.000 15.000 25.000

Heildsöluverð 11.724 1.250 1.300

kWh af rafmagnsnotkun á 25.000 klst 250 100 123

Rafmagnskostnaður við 25.000 klst

(15,47 kr/kwWh með vsk)* 3.868 1.547 1.895

Fjöldi pera sem þarf til að ná 25.000

klst notkun 1 2 1

Kostnaður við að kaupa perur/ljós til

að ná 25.000 klst notkun 11.724 2.500 1.300

Kostnaður við lampa Innifalið 2.900 2.900

Page 21: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

12

Kostnaður við 25.000 klst notkun

með kostnaði við lampa og

peruskipti

15.592 6.947 6.095

Kostnaður við 50.000 klst notkun

með kostnaði við lampa og

peruskipti

19.459 10.994 9.290

* Ath. rafmagnskostnaður er reiknaður út frá verðskrá Orku Náttúrunnar með VSK ásamt rafmagnsdreifing m.v.

verðskrá Veitna, á kWh. með VSK, m.v. gjaldskrá í gildi frá 1.mars 2020. Rafmagnsdreifing er gefin upp á lágmark

föstu verði + kWh eftir notkun, en reiknað er út frá kWh í þessu dæmi. Ekki er tekið tillit til annarra þátta t.d.

verðbólgu, gengi eða vaxtakostnaðar. Heildsöluverð voru fengin hjá heildsölunni Rönning.

Samanburðartaflan tekur tillit til gæða GU10 Warm Glow perunnar, GU10 Philips Master

Value á móti LED lampanum, (loftljós IF DL04).

Kostnaðargreiningin tekur tillit til upphafskostnaðar, peruskipta, raforkukostnaðar og líftíma.

Annars vegar með tillit til 25 þ.klst og hins vegar m.v. 50 þ.klst.

Gæði LED lampans eru mikil, með tillit til birtumagns (lm), litarhitastigs og líftíma. Hins vegar

ef tillit er tekið til kostnaðar, bæði upphafskostnaðar (innkaup), peruskipti, viðhald og

raforkukostnað koma GU10 perurnar betur út.

Eftir vörukönnun hjá flestum heildsölum landsins, eru GU10 perurnar einu perurnar sem breyta

um litarhitastig við dimmingu án þess að vera Smart Perur: Philips Warm Glow, Philips Master

Value og Osram PAR16.

Ákveðið var að versla GU10 Philips Master Value þar sem stefnt er að kaupa Smart Philips

perur í önnur rými. Philips Master Value peran er að koma betur út í samanburði við Philips

Warm Glow hvað varðar gæði perunnar, þó peran sé aðeins dýrari og með lægri orkunýtingu.

Peran verður sett í innfeld ljós „Deep“ frá Wever og

Ducre, sem eru þekkt fyrir að vera sérstaklega djúp. Hægt er að fá ljósin hvít, svört eða silfruð.

Eiginleikar Philips Master Value GU10 :

Dimmanleg: Litahitastig: 2200-2700 K

CRI: 90

Fatning: GU10

Tækni: LED

Wött: 4,9 W

Raun líftími: 25.000 klst.

Lm: 355 lm

Kveiking: Allstaðar* * Í öllum innfeldum ljósum nema annað sé tekið fram.

Tafla 3: Eiginleikar Philips Master Value GU10 perunnar Mynd 4: Philips GU10 Master Value,

fengin af heimasíðu Philips.co.uk

[Skoðuð 7. mars 2020]

Page 22: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

13

3.5 Lýsing í svefnherbergjum

Innfeld lýsing í svefnherberginu verður GU10 Philips Master Value peran (Mynd 4, bls

12,Tafla 3 bls 12), í innfelldu ljósunum „Deep“ frá Wever og Durcre (Mynd 18, bls 21; Tafla

17, bls 21).

Í öllum hangandi ljósum í svefnherbergjum verður sett E27 Phillips Hue pera. E27 Phillips Hue

er smart pera sem hægt er að tengja beint við ABB-free@Home. Þar með þarfnast peran ekki

kveikingu í töflu heldur er peran alltaf á 230V. Með því sparast kostnaður á töflu búnaði.

Markmiðið er að nota eiginleika perunnar

til að hjálpa við heilsusjónarmið með því

að ná:

✓ Betri einbeitingu

✓ Slökun fyrir svefn

✓ Betri svefn

✓ Að vakna

Þar sem peran er með sviðið 2200-6500K, er hægt með ABB-free@Home að forstilla peruna

hvort að það sé í ljósasenu á rofunum eða stilla eftir birtuskilyrðum á ákveðnum tímum dags.

Eiginleikar Philips Hue Pera:

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Hitastig: 6500 K

CRI: 90

Fatning: E27

Tækni: LED

Orkunotkun: 4 Kw

Wött: 3.8 W

Raun líftími: 25.000 klst.

Lm 354 lm @4000K

Light output 16 milljón litir

Kveiking: HERB 1-A,

HERB 2-A,

HERB 3-A,

HERB 4-A,

HJÓN A,

ELD A

Tafla 5: Eiginleikar Philips Hue Peru, tekið af heimasíðu

Philips, lightning.philips.co.uk [15. febrúar 2020]

Wever & Ducre, Deep 1.0 LED:

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Hitastig: 3000 K

CRI: 90

Fatning: E27

Tækni: LED

Rými: Allsstaðar*

* Alstaðar þar sem teiknuð eru innfeld ljós nema annað sé

tekið fram.

Tafla 4: Eiginleikar Deep 1.0 LED, innfelldra ljósa frá Wever

og Ducre, weverducre.com [Skoðuð 7. mars 2020]

Mynd 5: Hvít Deep innfellt ljós frá Wever &

Ducre, mynd fenginn af heimasíðu Wever og

Ducre, weverducre.com

[Skoðuð 7 mars 2020]

Mynd 6: Philips Hue White and Colour

ambiance, fengið af síðu Philips.co.uk

Page 23: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

14

Til dæmis eru henta 4000- 4500K best við læradóm, 2200K henta til að róa hugann og 6500K

að dimmast rólega inn til þess að vakna. Perunni er hægt að stýra bæði með ABB-free@home

kerfinu í appi og með raddstýringarkerfum líkt og Amazon Alexa.

Inn í svefnherbergjum verður notaðar stillingar sem Philips Hue perur bjóða upp á. Með því að

láta birtuskilyrðin (K) hækka rólega, hermir eftir áhrifum sólarupprásar og þar með hjálpa þér

að vakna náttúrulega, í staðinn fyrir að vera vakin af skæru hljóði vekjaraklukku. Á kvöldin er

hægt að stilla peruna á rólega rauða/gyllta liti til að aðstoða líkaman við framleiðslu af

melatónín (svefnhormón) og undirbúa sig fyrir svefninn.

3.5.1. Ljós í barnaherbergjum

Hangandi ljós í svefnherbergjum barna (HERB 1-A, HERB 2-A, HERB 3-A, HERB 4-A, verða

NORM12 ljós eftir Normann Copenhagen inn í barnaherbergin. Verið var að leita að ljósi sem

að Philips Hue peran kæmi vel út í og bæði ljósið og peran myndu njóta sín vel í til að ná þeim

ávinningi af lýsingu og litum sem ætlast er til. Hlýr skermur sem líkist laufblöðum og mild

lýsing sem ljósið skapar á vel við ásetninginn sem af lýsingunni er stefnt.

Mynd 7: NORM12 ljósið, mynd frá

Normann Cophenhagen, normann-copenhagen.com

[Skoðuð 7.mars 2020]

Önnur ljós í barnaherbergjum eru Arne Jacobsen - Louis Polsen lampar til að lesa og læra við,

á skrifborðum.

Náttljós eru Heico kanínulampar með LED E14 Philips Hue perum.

3.5.2. Ljós í hjónaherbergi

Inni í hjónaherbergi var leitast eftir því að hafa ljós sem myndi njóta sín með Philips Hue

perunni sem væri klassískt og stílhreint. Í stíl við klassískan stíl Arne Jacobsen – Louis Polsen

lampana á náttborðunum.

NORM 12

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Fatning: E27

Tækni: LED

Efni: Plast

Rými: HERB 1-A,

HERB 2-A,

HERB 3-A,

HERB 4-A,

Tafla 6: Eiginleikar NORM 12, eiginleikar fengnir af síðu

Normann Copenhagen, normann-copenhagen.com [Skoðuð 7.

mars 2020]

Page 24: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

15

Valið var hangandi ljós frá Muuto, Fluid, stærri týpan 42 cm í þvermál.

3.6 Lýsing á baðherbergjum og í þvottahúsi

Eitt af algengustu mistökum við hönnun á lýsingu inná baðherbergjum er að hafa ekki nægja

lýsingu. Ráðlagt er að vera á sviðinu 2700-3000K, en alls ekki ofar en 3500K. Þá er einnig er

gott að hafa CRI á baðherbergjum fyrir ofan 80, CRI 90 og ofar telst mjög gott til að ná fram

lýsingu sem líkust sem mest náttúrulegri birtu.

Oftast er leitast við að hafa lýsinguna notalega inn á baðherbergjum, en nauðsynlegt er að taka

tillit til þarfa íbúa, t.d. að raka sig og snyrta. Þar með er þörf á að hafa nægja lýsingu og góða

til að sinna þessum athöfnum og þörfum, líka yfir baðkari og í sturtu.

Betra er að nota fleiri ljósgjafa með lægri birtu (e. lúmen) heldur en einn ljósgjafa sem er með

há birtuskilyrðum (e. lúmen ), til að forðast yfirlýsingu. Yfir speglum þar er t.d. gott að nota

tvo ljósgjafa yfir einföldum vask eða þrjá yfir tvöföldum vask, í stað eins ljósgjafa með miklu

birtumagni.

“People often opt for excessive wattage because they

mistakenly address their inability to see—which is a

vision quality problem—with a greater quantity of

light.”1

Fyrir baðherbergið var valið Philips Master Value GU10 peruna sem er 2200- 2700K og CRI

90 (sjá Mynd 4 og Tafla 3 bls 12).

Valið var innfellt ljós fyrir votrými, frá Wever & Ducre. Ljósin eru óvenju djúp, þannig ekki

sést í peruna.

1 Samkvæmt ljósaráðgjafanum Mark Roush, FIES og skólastjóra New Jersey, ljósareynslu (New Jersey- based

Experience Light), heimild IES light logic, aðgengileg: http://ieslightlogic.org/put-your-best-face-forward-

makeup-lighting-dos-and-donts/ [Skoðuð mars 2020]

FLUID – Muuto hangandi ljós

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Fatning: E27

Tækni: LED

Efni: Gler

Stærð: 42x27 cm

Rými: HJÓN - A

Tafla 7: Eiginleikar FLUID - Muuto, eiginleikar fengnir af

síðu Muuto, muuto.com/fluid [Skoðuð 7. mars 2020]

Mynd 8: Fluid - Muuto hangandi ljós, fengið

af síðu Muuto, muuto.com/fluid [Skoðuð 7.

mars 2020]

Page 25: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

16

Í spegla ljósið inn á baðherbergi var valinn 3000K LED strípa, en sú lýsing er enn nær

náttúrlegri birtu, sem hentar vel til að til dæmis raka sig, farða og snyrta.

LED strípur í dag eru margar orðnar mjög þægilegar í notkun, auðvelt að beygja og sveigja,

klippa og lengja. Falleg og auðveld í notkun í falda lýsingu, undir skápa, bak við spegla, bak

við gardínur o.fl. staði. Sumar er hægt að líma aðrar þurfa prófíla.

Eftir samanburð á Philips Hue LED

strípunni og LupaReel, var ákveðið að

velja LubaReel frá Lumi Parts, en báðar

þessar strípur fást í heildsölunni Rafport.

Bilið á milli díóða í Luba Reel strípunni er

minna, heldur en t.d. í Philips Hue Led

strípunni sem er með lengra á milli díóða.

Með því að hafa díóðurnar nær verður

ljósið mildara og ekki sjást doppur eða

skuggar á milli. Kostir Philips Hue LED

strípurnar eru einna helst 16 milljón

litamöguleikar og kostir þess að þurfa ekki

prófíl en LED strípan er límd á. Á meðan

Luba Reel er þörf á prófíl og aðeins til

einn litur á strípu (hægt er þó að velja

rauða strípu, blá strípu eða græna strípu)

en ekki marga liti í sömu LED strípu. LED

strípan er dimmanleg. Luba Reel er líka með fleiri möguleika til styttingar en Philips Hue,

þ.e.a.s. auðveldar er að láta LED strípuna passa í tiltekið rými með klippingu. LubaReel er

aðeins hagstæðari en athuga skal að það þarf að bæta spenni við LubaReel en ekki Philips Hue,

þannig verðmunurinn er þá orðinn enginn.

Samanburður LED strípa

Eiginleikar LubaReel PhilipsHue

Dimmanleg: Orkunotkun A+ A+

Birtumagn 210 lm/m 760 lm

Hitastig: 3000 K 2700 K

CRI: >80 90

Prófíl: Prófíl Undirlímd

Tækni: LED LED

Wött: 14,4 W 20W

Lm/W 44,4 40

Raun líftími: 20.000 klst. 25.000 klst

Verð: 21.494.- 22.895.-

Skipti: 1 1

Kostnaður við

20.000 kl.

notkun

25.952 30.243

Tafla 9: Samanburðartafla á LED strípum

Wever & Ducre, Deep IP44 1.0 LED:

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Hitastig: 3000 K

CRI: 90

Fatning: E27

Tækni: LED

Rakaþol: IP44

Svæði: ÞVO A, BAD-2-A,

BAD-2-D

Tafla 8: Eiginleikar Wever & Ducre, Deep IP44, innbyggt ljós

í votrými, upplýsingar af heimasíðu Wever og Ducre,

weverducre.com [Skoðuð 7.mars 2020]

Mynd 9: Wever & Ducre Deep IP44, innbyggð

rakaþolin ljós, mynd fenginn af

weverducre.com [Skoðuð 7 mars 2020]

Page 26: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

17

Mynd 10: LubaReel LED strípa, tekið af heimasíðu framleiðanda LumiParts, lumiparts.nl [Skoðuð 7.3.2020]

Aðal baðherbergi (kveiking BAD 2-C) fyrir ofan baðkar verðu óbein falinn lýsing. Notaður

verður LED borði þar líka, en þar sem LED borðin verður á votsvæði er nauðsynlegt að nota

vatnsþolinn LED borða. Hagstæðastur í verði og gæðum var Philips Hue LED útiborðin, 5m

langur.

Notuð verður Phillips GU10 3000 K pera í þvottaherberginu, eini staðurinn þar sem valið er

fast litarhitastig þar sem þetta er vinnurými. Hægt væri að hafa litarhitastig hærra, en það myndi

búa til of mikinn mun á milli rýma. Ráðlagt er að hafa vinnurými í 3000K eða hærra og meira

birtumagn (lm) en öðrum rýmum.

Eiginleikar Philips Hue LED útiborða:

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Hitastig: 2000- 6500 K

CRI: 90

Tækni: LED

Wött: 37,5 W

Raun líftími: 25.000 klst.

Lm 1810 lm@6500 K

Rakaþol 5%<H<95%

Hitaþol: -20°C – 45°C

Rými: BAD 2-C

Tafla 10: Eiginleikar Philips Master LED spot peru, tekið af

heimasíðu Philips, lighting.philips.co.uk [Skoðuð 20.febrúar

2020] Mynd 11: Philips Hue Led 5m útiborði, fenginn af

síðu Philips Hue, 2.meethue.com

[Skoðuð 8.mars 2020]

Page 27: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

18

Mynd 12: Philips Master LED spot pera,

tekin af heimasíðu Philips, lighting.philips.co.uk,

[ Skoðuð 20.febrúar 2020 ].

3.7 Lýsing í eldhúsi, búri og

borðstofu

Eldhúsið og borðstofan er opið rými á einum palli. Sólríkur pallur er fyrir framan í suður, en

ljóst er að í skammdeginu á veturna er þörf á góðri lýsingu.

Innfeld ljós verða innfelldu ljósin „Deep“ frá Wever og Ducre, með Philips GU10 Master Value

perunni (Sjá Mynd 4 og Tafla 3 bls 12).

Hentugasta lýsingin á vinnuborði/svæði í eldhúsi er 3000- 4000K og rúm 500 lm en þar verða

þrjú hangandi Ferm Living „COLLECT Lighting series “ ljós. Collect lighting línan frá Ferm

Living bíður upp á marga möguleika af mismunandi litum, tegund skerma (e. Shades) og

falshengi (e. Socket Pendant). Valinn var svartur diska skermur (e. Disc Shade) og svart lítið

falshengi með brass línu (e. Socket Pendant Low).

Ferm Living ljósin verða hangandi yfir eldhúseyjunni.

Ferm Living ljósin taka E27 perur, til að ná háu litarhitastigi (Kelvin), yfir vinnusvæðinu var

valið að taka Philips Hue peru.

Eiginleikar Philips Master LED spot peru:

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Hitastig: 3000 K

CRI: 90

Fatning: GU10

Tækni: LED

Wött: 4.9 W

Raun líftími: 25.000 klst.

Lm 365 lm

Rými: ÞVO A

Tafla 11: Eiginleikar Philips Master LED spot peru, tekið af

heimasíðu Philips, lighting.philips.co.uk [Skoðuð 20.febrúar

2020]

Eiginleikar Ferm Living

Fatning: E27

Orkunotkun A++

Hámark: 13W LED

Hæð á skermli: 7 cm

Kveiking: ELD A

Tafla 12: Ferm Living ljós, eiginleikar fengnir af síðu Ferm

Living, fermliving.com [Skoðuð 7.mars 2020]

Mynd 13: Ferm Living COLLECT lighting,

mynd tekin af fermliving.com

[Skoðuð 7 mars 2020]

Page 28: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

19

Undirskápaljós verða falinn LED strípur í um 3000K sambærilega og inn á baðherbergi (Sjá

Mynd 10 og Tafla 9), sem bæði skapa gott vinnusvæði og fallega umgjörð. Fyrir innfelldu

lýsinguna í kringum eyjuna í eldhúsinu og í borðstofunni, verður notar sömu perur í 2200-

2700K, Philips Master Value GU10 (Mynd 4 og Tafla 3, blaðsíðu 12).

Inn í búri er að mestu um vinnuborð/svæði að ræða og verður því leitast eftir að hafa hátt

litarhitastig (Kelvin), eða um 3000-4000K. Fyrir valinu þar inni, í innfeld ljós frá Weer og

Ducre, verður sett GU10 Master Value peran frá Philips Hue.

Valið var Monola hangandi ljósakróna, eftir Herstal(Monola ljósakróna) yfir borðstofuborðinu

sem skapar notalegri lýsing en á vinnusvæði eða í um 2700 K, í ljósið fara 12 stykki af E14

skraut pera, 25W E14 LED (sjá nánar hér að neðan). Monola ljósakrónan skapar hlýja og

huggulega stemningu yfir borðstofuborði.

Mynd 15: Manola Chandelier, mynd tekin af heimasíðu

Herstal, herstaldesign.com [Skoðuð 7 mars 2020]

Til að ljósið njóti sín þarf að nota skrautperu í ljósið, það fylgja með skrautperur en ákveðið

var að velja skrautperur frá Philips sem bauð upp á enn frekari valmöguleika í lýsingu, peran

sem varð fyrir valinu er Philips LED classic, skrautperu kerti (e. Filament Candle Light Bulb).

Eiginleikar Philips Hue E27 pera

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Hitastig: 4000 K

CRI: 90

Fatning: E27

Tækni: LED

Wött: 9 W

Raun líftími: 25.000 klst.

Lm 806 lm

Kveiking ELD A

Tafla 13: Eiginleikar Philips Hue E27 peru, tekið af

heimasíðu Philips, 2.meethue.com [Skoðuð 7 mars 2020]

Mynd 14: Philips Hue E27 pera, mynd

tekin af heimasíðu Philips,

2.meethue.com [Skoðuð 7 mars 2020]

Manola Chandelier ljós

Perur: 12 x E14

Orkunotkun: A++

Kapall lengd: 2.5 m

Tegund peru: LED skrautperu

Litur og efni: Svart matt, málmur

Kveiking: BORD A

Tafla 14: Manola Chandelier upplýsingar af heimasíðu

Herstal, herstaldesign.com [Skoðuð 7. Mars 2020]

Page 29: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

20

Mynd 16: Philips LED skrautpera,

tekið af heimasíðu Philips,

lightning.philips.co.uk

[Skoðuð 7.mars 2020]

3.8 Lýsing yfir stigum (e. Cascade Stairways)

Stigarnir koma í stöllum frá vinstri til hægri og því hægt að ná birtunni og horfa niður frá

þakglugganum niður alla pallana, að undanskildum kjallaranum.

Stigarýmið er því nokkuð tilkomumikið og þarf því tilkomu mikla lýsingu.

Stefnt er að tilkomu miklu ljósi þar til að lýsa stigasvæðið. Ákveðið var að velja ljós eftir Tom

Dixon Melt ljósin, valinn var „Melt Mini LED Smoke Round Pendant System“.

TOM Dixon ljósinu fylgja 5x LED perur

með ofangreindum eiginleikum og

vörulýsingu en hægt er að setja E14

Philips Hue perur í ljósin líka. Þar sem

ljósið er glært – yrði peran sjáanleg og þar að leiðandi hafa áhrif á útlit ljóssins. Fallegra og

óþarfi m.v. gæði perunnar 3000 K og 90 CRI að velja aðrar perur að svo stöddu.

3.9 Lýsing í stofu og sjónvarpsrými

Stofa og sjónvarpsrými eru á efsta palli. Fyrirkomulagið verður líkt og í svefnherbergjunum,

þar sem innfelldu ljósin eru aðalljósin í rýminu, notuð verður sama peran Philips GU10 Master

Value (Sjá Mynd 4 og Tafla 3 blaðsíðu 12) og innfeld ljós frá Wever & Ducre, DEEP Adjust.

Tom Dixon Mini LED Melt ljós:

Efniviður ljósgjafa: Plast og stál

Fjöldi ljósagjafa: 5x

Kveiking: STIG A

LED pera:

Dimmanleg: Orkunotkun: A++

Hitastig: 3000 K

CRI: 90

Fatning: E14

Tækni: LED

Wött pera: 6W

Lm: 800 lm @3000K

Kveiking STIG A

Tafla 16: Eiginleikar Tom Dixon ljós og pera sem fylgir,

tomdixon.net [Skoðað 7. mars 2020]

Mynd 17: Tom Dixon Melt Mini LED, fenginn

af heimasíðu Tom Dixon, tomdixon.net [7.mars 2020]

Eiginleikar Philips LED Classic E14 skrautperu

Dimmanleg: Orkunotkun A+

Hitastig: 2700 K

CRI: 90

Fatning: E27

Tækni: LED

Wött: 4.5 W

Raun líftími: 15.000 klst.

Lm 470 lm

Stíll: Vintage kerta

skrautpera

Kveiking BORD A

Tafla 15: Eiginleikar Philips LED classic skrautpera, vintage

útlit, fengið af heimasíðu Philips, lightning.philips.co.uk

[Skoðuð 20.febrarúar 2020]

Page 30: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

21

Þessi ljós henta betur í stofuna og sjónvarpsherbergið þar sem það er eini staðurinn með

hallandi lofti. Hægt er að fá þessi ljós hvít, svört, gyllt, silfur og brons að lit.

Deep adjust er innfellt ljós sem hægt er að halla. Þar sem hallandi loft er eingöngu í stofu og

sjónvarpsherbergi verður, deep adjust innfelldu ljósin eingöngu staðsett þar.

Mynd 18: Deep Adjust, mynd tekin af síðu

Wever & Ducre, weverducre.com

[Skoðuð 7 mars 2020]

Í hangandi ljósum og lömpum verður E27

Philips Hue peran (Mynd 6 og Tafla 5 á

blaðsíðu 13) til að skapa ákveðna

stemningu eftir tilefni og tíma dags, tónlist og birtuskilyrðum, nema í kaffiborðs ljósinu sjá

nánar hér að neðan.

Ákveðið var að velja hangandi ljósið Wiro Diamond 3.0 frá Wever & Ducré. Leitast var við að

finna stórt ljós yfir kaffiborðið, stílhreint, en samt ljós sem grípur athyglina. Ljósið mátti þó

ekki skyggja á útsýnið og passa við stílinn í herberginu.

Mynd 19: Wiro Diamond 3.0. Tekið af síðu Wever & Ducre,

weverducre.com [Skoðuð 7 mars 2020]

Wever & Ducre

Wiro Diamond 3.0 Svart

Dimmanlegt: Perustæði: E27

Lengd kapals: 6m

Stærð: ∅1184 x 397 mm

Kveiking: STOF A

Tafla 18: Upplýsingar fengnar af síðu Wever & Ducre,

weverducre.com [Skoðuð 7. mars 2020]

Wever & Ducre, Deep Adjust

Dimmanleg: Orkunotkun: A+

Hitastig: 3000 K

CRI: 90

Fatning: GU10

Tækni: LED

Hægt að halla ljósi: Hallandi þak

Rými: STOF B,

STOF C,

TV B,

TV C

Tafla 17: Eiginleikar Deep Adjust, Wever&Ducre,

weverucre.com [Skoðuð 7. mars 2020]

Page 31: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

22

Peran sem fer í ljósið er líka framleidd af Wever og Ducre þar sem peran er ∅30 x 300 mm ( ∅

x H ).

Mynd 20: Wever & Ducre E27 pera í Wire Dimond

3.0, tekið síðu Wever & Ducre, weverducre.com

[Skoðuð 7.mars 2020]

Hægt væri að setja Philips Hue E27 peru í ljósið en það myndi ekki njóta sín eins vel vegna

þess hve löng peran er. Þar sem ljósið er dimmanlegt látum við þessa peru nóta sín í ljósinu.

Í sjónvarpsherbergi verður LED 3000 K ljósa strípa (Sjá Mynd 10 og Tafla 9 blaðsíðu 16) fyrir

aftan sófann og bak við sjónvarpið. Þannig er hægt að slökkva á innfelldum ljósum til að búa

til notalega stemningu og minnka endurkasti af ljósi á sjónvarpsskjáinn.

Leitast verður eftir að skapa rólega en magnaða stemmningu inn í sjónvarpsherberginu, þar

sem hægt er að velja stemningu eftir tegund mynda, tíma dags og áhorfendum.

4. Hússtjórnunarkerfi Í dag er algengt að velja stýrikerfi fram yfir hefðbundið rofakerfi. Ástæðurnar er margs konar:

• Orkusparnaður bæði raforku og hita

• Fleiri valmöguleikar í lýsingu

• Auðvelt að tvinna saman mörgum kerfum s.s. þjófavarnarkerfi, hljóð- og myndkerfi,

rafstýrðum gluggum & hurðum, rafstýrðum læsingum, rafstýrðum gardínum o.fl.

Kerfin eru orðin umhverfisvæn með því að bjóða upp á orkusparnað á bæði rafmagnsnotkun

og hitastýringu (loftstýringu). Hægt er t.d. að lækka hitann

yfir daginn á meðan allir eru í skóla/vinnu og hækka aftur klukkutíma fyrir heimkomu o.s.frv.

Stýra styrk á lýsingu eftir rýmum og tíma dags, o.s.frv.

Öryggissjónarmið er annar þáttur, þar sem flest þessi kerfi geta tengst öryggiskerfi, læsingum

og hurðarlokunum, reykskynjurum og rakaskynjurum o.s.frv. Með því móti róar það ekki

aðeins eigandann að geta fylgst vel með heimilinu heldur skapar líka minni líkur á tjóni.

Heilsusjónarmið eru líka margskonar, t.d. með því að stýra birtuskilyrðum í svefnherbergi og

á heimilinu eftir tíma dags, stilla vekjaraklukkur og setja á viðeigandi tónlist.

Kerfin eru orðinn hagstæðari, auðveldari í notkun og uppsetningu en fyrir 10 árum síðan. Sjáum

fram á frekari þróun og framfarir á þessum kerfum á næstu 10 árum.

Wever & Ducre pera ∅30 x 300 mm

Dimmanleg: Orkunotkun: A+

Hitastig: 2700 K

CRI: 90

Fatning: E27

Tækni: LED

Wött: 6 W

Lúmen: 500lm @2700K

Stærð: 30x300mm

Kveiking: STOF A

Tafla 19: Eiginleikar Wever & Ducre E27 pera upplýsingar

fengnar af síðu Wever & Ducre, weverducre.com [Skoðuð

7.mars 2020]

Page 32: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

23

4.1. Samanburður á BUS kerfum

Samanburður var gerður á stærstu heildsölum landsins fyrir hagstæðari og einfaldari stýrikerfi

sem eru hentugri fyrir sérbýli, það voru þrjú kerfi sem komu til greina:

• eNet frá Gira – Heildsala: S.Guðjónsson

• Hager KNX Easy – Heildsala: Jóhann Rönning

• ABB-free@Home – Heildsala: Rafporf

Þessi kerfi eru öll með það sameiginlegt að vera:

• BUS Smartkerfi

• Talsvert hagstæðari en hefðbundin KNX kerfi

• Færri valmöguleikar en hefðbundin KNX kerfi

• Notendavæn

• Hægt að stýra með spjaldtölvu eða snjallsíma

Samanburður á kerfunum var sett upp í töflu:

eNet

Gira

Hager

KNX Easy

ABB

free@home

Harðvírað Þráðlausir rofar

Þráðlaust

Dimmaliða & rofa liða

Gardínu liða

Hitastýring

(e.thermostat)

Binary liðir

(ísl. púlsmerki)

Loftstýring

Sjónvarp og net Net ekki TV

Einingar 120 256 harðvíraðar

256 þráðlausar 150

Forritunarkerfi /

Samskiptatækni

KNX RF –

útvarpsbylgjur Gateway ZigBee

Tengingar-

möguleikar

Amazon Alexa

Engir möguleikar

nema í gegnum

Amazon Alexa

Amazon Alexa

Philips Hue

Sonos

Takmarkaðir

tengimöguleikar

Amazon Alexa

Philips Hue

Sonos

Mjög margir

tengimöguleikar við

önnur stýrikerfi um 80

gáttir

Tafla 20:Samanburður á eiginleikum og kostnaði heimastjórnunarkerfa

Eftir þennan samanburð stóð ABB-free@home upp úr, ekki einungis miklir eiginleikar og

valmöguleikar heldur er kerfið afar notendavænt í breytingum, og því auðvelt fyrir eigandann

að breyta smáatriðum á þess að þurfa að kalla til fagaðila í KNX forritun. Húsráðendur eða

rafvirki geta auðveldlega tengt ABB-free@home við önnur kerfi til dæmis Sonos hátalarakerfi,

Amazon Alexa raddstýringu, Ring dyrasímakerfið og Phillips Hue lýsingarkerfi sem eru meðal

annars kerfi sem húsráðendur vilja nýta. ABB-free@home er þægilegt hússtjórnunarkerfi með

mikið af tengimöguleikum við önnur stýrikerfi í gegnum Zigbee forritun, þráðlausa tengingu

Page 33: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

24

(þráðlaus samskiptatækni, notað til gagnaflutnings á milli rafeindatækja). Kerfið einblínir á

einfaldleika og er sniðið að þörfum einstaklinga í sérbýlum.

Fengið var tilboð í allt raflagnakerfi frá heildsölum sem selja þessi þrjú mismunandi kerfi,

samkvæmt magnskrá.

ABB-free@home kerfið með öllu raflagnakerfi var töluvert ódýrar eða 22% ódýrara en eNet

Gira og 15% ódýrara en Hager KNX Easy.

ABB segir kerfið vera allt að 40% ódýrara en sambærileg kerfi, en með teknu tillit til

mismunandi heildsala og heildar raflagnakerfa samkvæmt magnskrá, var munurinn minni.

Aðalkostur ABB-Free@home er hagkvæmni þess, einfaldleiki og tengimögleikar.

Ókostir ABB-free@home kerfisins er að ekki er hægt að dimma senur eða skipta um lit á LED

díóðunni í rofunum. Ein lausn er að búa til hóp fyrir ljósin í senunni, og dimma hópinn, það er

þó tímafrekt og aukið flækjustig fyrir notendur. Hvað varðar lit á LED díóðunni, verður

húsráðandi að ákveða hvort að græna díóðan á að vera alltaf á, þegar ljós eru kveikt eða alltaf

af. Kerfið býður upp á færri möguleikum á senum, en t.d. Haager, en líklega meira en nóg fyrir

þessa stærð af sérbýli.

Út frá þessum samanburði var það ABB-free@home sem stóð því upp úr sem val húsráðanda

á hússtjórnunarkerfi fyrir Marbakkabraut 9B.

4.2. Uppbygging stýrikerfisins

Til að forrita stýringu fyrir hverja einingu í kerfinu, er hver eining með eigið kenninúmer (e.

addressu) sem samanstendur af þremur bókstöfum og talnarunu. Yfirleitt nægir bókstafirnir til

einkenningar, en ef það kemur fyrir að sömu bókstafa runa komi, þá er hægt að nýta talnaruna

líka. Tengimöguleikar fyrir ABB-free@home eru 150, en bæði er hægt að velja harðvíraðar

tengingar eða þráðlausar.

Bus-strengur er dreginn í alla rofa, það má draga strenginn frá rofa í rofa, í stjörnu, en alls ekki

í hring. Allt er að lokum tengt í aðgangspunkti.

Aflgjafi kerfisins er 24V kerfisspenna.

Aðgangspunkturinn og allur ABB-free@home búnaðurinn verður staðsettur í T2. Með

þráðlausri tengingu í gegnum aðgangpunktinn er hægt að tengja spjalltölvu, tölvu eða

snjallsíma. Með þessum tengingum er hægt að breyta forritun á einingum inn í kerfinu, eftir

uppsetningu. Helstu eiginleikar aðgangspunktsins:

• Innbyggt sólúr.

• Þráðlaust aðgengi og aðgengi að heiman í gegnum ABB-free@home app og eða í

gegnum netið.

• Bíður upp aðgerðir fyrir raðgreiningu á senum (ef þetta, þá þetta – e. if this, then that)

• Styður 2,4 GHz eða 5GhZ þráðlaus og harðvírað heimilisnet.

4.3. Að samnýta öll kerfin

Að samnýta hússtjórnunarkerfið ABB-free@home, Sonos, Amazon Alexa, Ring

dyrasímakerfið og Philips Hue perur.

Page 34: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

25

Það er með auðveldum hætti hægt að búa til ljósasenur með ABB-free@home en kerfið býður

upp á svo mikið meira – sérstaklega þegar möguleikar ABB-free@home eru samnýttir með

öðrum kerfum, með því er hægt að skapa enn frekari þægindi, orku og tímasparnað.

Nokkur dæmi um forritaðar stýringar/ skipanir:

Í barnaherbergi er forritaðar stýringar eftir raddskipun til að stýra mörgum kerfum í einni

skipun:

Raddskipun: „Alexa kids goodnight“ gerist eftirfarandi:

✓ Philips Hue E27 peran í loftljósi dimmast í 25% birtumagn (lm) með rauðum

lit

✓ Náttlampar með Hue E14 dimmast í 15% birtumagn (lm) perunnar og 2700K

✓ Amazon Echo dot byrjar að spila af Spotify, t.d. plötu Hafdísar Huld,

Vögguvísur í hljóðstyrk 4.

20 mín síðar:

✓ Philips Hue peran E27 í loftljósi dimmast í 15% birtumagn (lm) perunnar

með rauðum lit

✓ Náttlamparnir með Philips Hue E14 fara í 5% birtumagn (lm) perunnar og

2700K

✓ Amazon Echo Dot heldur áfram að spila t.d. Vögguvísur með Hafdísi Huld

en lækkar hljóðstyrk í 2.

20 mín síðar slökknar á öllum ljósum og tónlist sjálfkrafa.

Í eldhúsinu eru líka forritaðir skipanir eftir raddskipun.

Raddskipun: „Alexa, Good morning!“, þá gerist eftirfarandi:

✓ ABB-free@Home dregur frá gardínur

✓ E27 Philips Hue per í loftljósi kveiknar og fer í 50% af birtumagni (lm)

perunnar og 3000K og vinnu sig upp í 100% styrk á 20 mínútum.

✓ Innfeld ljós kveikna í 30% birtumagn (lm) perunnar í 2200K og dimmast

upp í 100% birtumagn (lm) perunnar og 2700 K á 20 mínútum.

✓ Sonos hátalarnir spila t.d. útvarpsstöðina K100

✓ Kl 7:40 á virkum dögum koma raddskilaboð frá Alexa: „It‘s time too leave“

Það getur verið heilmikið öryggi að hafa heimastjórnunarkerfi. Ekki aðeins er hægt að hafa

Smart reykskynjara og rakaskynjara, heldur getur kerfið líka hermt eftir stýringum þegar

fjölskyldan er í frí og enginn heima, til að fæla þjófa og aðra óvelkomna frá.

Raddskipun: „Alexa going on holiday“

Annar möguleiki kveikja á frí senunni (E, holiday mode) í símanum eða í einni af

spjaldtölvunum í húsinu.

• Hússtjórnunarkerfið ABB-free@home mun þá líkja eftir síðustu sjö dögum til

þess að láta það líta út eins og einhver sé heima.

Page 35: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

26

Dæmi um aðrar senur sem gerast sjálfkrafa og þarf því ekki að virkja sérstaklega með

raddstýringu:

• Klukkan 20:30 á virkum dögum minnkar styrkur allra ljósa í 80% birtumagn

(lm) perunnar - svokallað svæfingar kerfi

• Klukkan 21:30 á virkum dögum minnkar styrkur allra ljósa í 60% styrk og allar

Philips Hue perur sem kveikt er á í alrýmum verða gylltar (e. amber), en það á

að hafa róandi og svæfandi áhrif.

• Kl 06:35 á morgnanna á virkum dögum byrja öll ljós í öllum svefnherbergjum

að dimmast inn rólega og líkja eftir sólarupprás á um 20 mínútum. Philips Hue

ljósin byrja gulleit og vinna sig upp í að verða hvít og í 100% birtumagn (lm)

perunnar.

o Í ungbarnar herbergjum verða Philips Hue ljósin græn eftir 20 mín til að

gefa börnunum til kynna að nú sé kominn dagur og það megi og eigi að

fara á fætur

o Alexa segir „Good Morning“ í öllum svefnherbergjum.

• Kl 09:00 á virkum dögum lækkar ABB-free@home hitastýringu í 15-18°C

þangað til kl 14:30 byrjar ABB-free@home að hækka hitann aftur í 20.5°C-

21°C.

• Kl 24:00 – 05:00 lækkar ABB-free@home hitann í 18°C á meðan heimilisfólkið

sefur. Það þykir hollara og ódýrar að sofa við kaldari hitastig en við notum yfir

daginn.

Dæmi um hvernig rofin er forritaður, rofi frá ABB-free@home:

Mynd 21: Tillögur og dæmi um forritun á rofa frá ABB-free@home

Mikilvægt er að forrita alla rofanna í húsinu eins, til að auðvelda fyrir eigendur og aðra

notendur að geta kveikt/slökkt á hverju rými og án þess að þurfa að muna mismunandi forritun

á senum á rofum eftir rýmum. Gæta þarf að því að flækja stýringuna ekki um of, heldur einblína

á þægindi fyrir heimilisfólk. Nýlega hefur bæst við í ABB-free@home tvísmellu eiginleikar í

rofa, sem bíður þá upp á fjórar stillingar til viðbótar þegar smellt er á rofa.

Forritunin er auðveld og getur eigandinn fínstillt hverja senu fyrir sig í ABB-free@home

appinu í síma eða spjaldtölvu.

Sena 2:

Kvöld-

kveiking

Sena 4:

Allt af

Sena 3:

Kósí -

kveiking

Sena 1:

Kósí -

kveiking

Page 36: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

27

4.4. Orkusparnaður með hússtjórnunarkerfum

Það sem er líka heillandi með hússtjórnunarkerfi er orkusparnaðurinn sem hægt er að ná með

betri stýringu á hita, rafmagni, gluggatjöldum og loftstýringu hússins.

Í stað þess að hafa sömu stillingu á ofnakerfi hússins og breyta þegar það er orðið of heitt eða

of kalt.

4.4.1. Raforkusparnaður og annar orkusparnaður

Í ljósafræðum er talað um að skilvirkni birtumagns (lm) eða orkunýtingu, það vísar í birtu eða

birtumagn (lm) ljósgjafans m.v.

𝑂𝑟𝑘𝑢𝑛ý𝑡𝑖𝑛𝑔 = 𝐿𝑢𝑚𝑒𝑛

𝑊𝑎𝑡𝑡

Mismunandi perur nota mismikið af wöttum til að gefa frá sér sama magn af birtu eða ljósi.

Orkunýting er mælieining, sem mælir afkastagetu perunnar til að sýna sem mest birtumagn á

sem minnstum wöttum og þar með nýta raforkuna sem best.

Samanburðartafla var gerð, byggð á töflu frá Greater Cicinnati Energy Alliance, þýdd, uppfærð

og uppreiknuð m.v. íslensk raforkuverð og verð á perum hjá Rönning. Glóperur og Hallogen

perur eru hættar í framleiðslu og eru teknar hér til samanburðar með tillit til raforkusparnaðar.

Ljóst er þó að við samanburð við perur sem ná birtumagni sambærilegri t.d. 60 W glóperu, eru

ekki að ná jafn hárri litarendurgjöf. Flestar LED perur eru í kringum 300-600 lm.

Page 37: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

28

TEGUND PERU 60 Watta

Gló pera

50 Watta

Hallogen

pera

13 Watta

spar pera

30 Watta

flúorpera

9,5 Watta

LED pera

Birtumagn (lm) 850 1.200 900 2.400 800

Kelvin (K) 3000 2700 4.000 2700

CRI 100 100 80+ 80+ 80+

Wött (W) 60 50 13 30 9,5

Orkunýttni (lm/w) 14,17 24,00 69,23 80,00 84,21

Líftími (klst) 1.000 4.000 20.000 20.000 25.000

VERÐ 150 449 1.150 1.239 1.695

kWh af

rafmagnsnotkun á

25.000 klst

1.500 1.250 325 750 238

Rafmagnskostnaður

við 25.000 klst ( 15,47

kr per kWh með vsk)*

23.205 19.338 5.028 11.603 3.674

Fjöldi pera til að ná

25.000 klst notkun 25 7 2 2 1

Kostnaður við að

kaupa perur til að ná

25.000 klst notkun

3.750 3.143 2.300 2.478 1.695

KOSTNAÐUR VIÐ

25.000 KLST

NOTKUN

26.955 22.481 7.328 14.081 5.369

Tafla 21: Samanburðartafla á perum með svipaða eða mjög hátt birtumagn. Kostnaðargreining

niður á upphafskostnað, raforkukostað o.s.frv. uppfært m.v. íslensk verð og vöruframboð hér

heima. Taflan er byggð á töflu Greater CEA, aðgengileg inn á : https://greatercea.org/lightbulb-

efficiency-comparison-chart/ (skoðuðu 4.apríl 2020). Glóperan og Halogen perur eru hættar í

framleiðslu, þó enn sé verið að selja af lager.

* Rafmagnskostnaður, verð voru fengin hjá Orku Náttúrunnar fyrir raforkuverð með VSK, 8,1

kr./kWh og frá Veitum fyrir raforkudreifinguna með VSK, 7,37 kr/kWh. Ath. Það er alltaf

lágmark á fasti rafmagnsdreifingu, en til að einfalda dæmið er þetta haft á kWh. Ekki er tekið

tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif á verðið, t.d. verðbólgu, gengi krónu, vaxtakostnað

o.s.frv.

Evrópusambandið hefur bannað glóperur og Halogen perur, til að draga úr losun koltvíildis

(CO2), en ætlunin er að efla og styrkja framleiðslu hönnun og notkun á orkuminni og

umhverfisvænni vörum. Líkt og sést í töflunni að ofan, er orkunýting glópera og halogen pera

mjög léleg í samanburði við sparperur, flúrperur og LED perur. Gæði litarendurkast er þó best

í glóperunni og birtumagn (lm) hefðbundinna pera mikil. Líftími glóperunnar er þó aðeins um

1000 klst eða sem samsvarar 1-2 árum í meðalnotkun á heimili.

Sé því tekið tillit til kostnaðar yfir 25.000 klst notkun, peruskipta og raforkukostnaðar er ljóst

að ódýrasti kosturinn eru LED perur. Þróun á LED perum er hröð, sérstaklega eftir tilskipanir

Evrópusambandsins tóku gildi og fer verð á perunum lækkandi.

Page 38: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

29

Sparperan hefur við vinsæl, en er ekki með jafn góða orkunýtingu og LED peran. Sparperan

hefur líka verið gagnrýnd vegna þess að peran inniheldur kvikasilfur.

LED perur eru því orðnar fyrsta val hjá flestum í dag, þá aðalega með tillit til orkusparnaðar.

Þó verðið sé hærra, er líftíminn allt að 25 falt meiri en t.d. glóperur sem bætist ofan á

raforkusparnaðinn. Það er mikilvægt að taka tillit til orkunýtingu til lengri tíma,

viðhaldskostaðar, líftíma og afkastagetu yfir líftíman.

Nýjustu flúrperurnar standa LED perunum nærri, en flúrperur henta þó almennt betur í

iðnaðarhúsnæði, en inn á heimili. Flúrperur eru oft lengi að ná 100% styrk birtumagni og lengur

að slökkna, auk þess er endingin á styrk birtunnar ekki eins góð yfir líftímann, því gæti þurft

að skipta áður en líftími perunnar er í raun runninn út.

Galli LED peranna er upphafskostnaður (dýrar) og enn sem komið er ná þær ekki eins mikilli

litarendurgjöf og gömlu glóperurnar. Þróuninn er hröð og gera má líka ráð fyrir að nýjar tegund

af perum og LED perum komi á næstu árum, mögulega áður en líftími LED perunnar er liðinn.

Út frá þessari niðurstöðu, er ljóst að val á LED perum er skynsamlegt og einn af aðal

valmöguleikum hér heima í ljósgjöfum, sem eru jafnframt raforku sparandi.

Hússtjórnunarkerfið aðstoðar enn frekar við að spara raforkunotkun heimilisins.

Orka náttúrunnar áætlar að meðal rafmagnsnotkun á stórt heimili sé um 600kWh á mánuði,

meðal stórt heimili um 350 kWh en lítið heimili um 220 kWh.

Með hússtjórnunarkerfi er hægt að reyna að lækka rafmagnskostnað enn meira með snjallri

stýringu. Bjóða mörg hússtjórnunarkerfi sérstaklega upp á valmöguleikann „orkusparnað“, :

• Nota minna magn birtu á kvöldin og næturnar, ljósin dimmuð niður og nota því

lægra birtumagn(lm) perunnar og þar með minni raforku.

• Næturlýsing þegar íbúar fara á salernið á næturnar. Á þeim tímum kveikna

perurnar aðeins upp í 30% af birtumagni (lm) perunnar.

• Slökkva á ljósum í rýmum sem ekki eru í notkun

• Þegar íbúar fara út, sé valmöguleiki af hafa rofa með stillingunni „allt af“, og

þá slökkvi öll ljós og þar með gleymist ekki að slökkva nein ljós.

• Slökkvi á öllum næturljósum, t.d. í barnaherbergjum eftir ákveðinn fyrir fram

stilltan tíma, þá logi enginn ljós á næturnar meðan íbúar þess sofa.

• Dragi gluggatjöld frá í mikilli birtu yfir daginn og slökkvi ljósin, til að nýta

dagsbirtuna sem best, enda er það fallegasta birtan.

• Með snjallri stýringu á ljósum yfir daginn og kvöldin

Philips Hue perurnar fylgja lógarithma í dimmingu en ekki línulegri breytingu. Þ.e.a.s. ef stillt

á að peran eigi að lækka niður í 50% styrk, birtumagn (lm), þá lækkar birtumagn (lm) perunnar

í raun niður í um 25%. Ástæðan, „Það er viljandi, þar sem sjón mannfólks skynjar breytingar

á birtu í lógórithma en ekki línulega“, segir George Yianni, framkvæmdastjóri tækniþróunar

Philips Hue.

Ljóst er að með dimmingu sparast orka, því við lægra birtumagn(lm) þarf færri wött. Ef við

miðum við að dimma ljósin niður í 50%, bæði til að skapa ákveðna stemningu en líka í

raforkusparnað á kvöldin, þá er raun raforkunotkunin kannski að lækka um 60-70% í

orkunotkun perunnar, þar sem lógarithm lækkun perunnar er þá birtumagn upp á 23-28%.

Page 39: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

30

Stýribúnaður ABB-free@home

gerir það að verkum að líka er hægt

að forrita gólfhita og

lofstýringarkerfi, með snjallri

stýringu er hægt að spara raforku og

heitavatnsorku.

Það er þá ekki aðeins til að halda

jöfnu kjör hitastigi, sama hvernig

hitastigið sveiflast úti heldur er líka

hægt að forrita að hitastigið breytist

eftir rýmum m.v. ákveðinn tíma

dags.

Húsið er steinsteypt og einangrað

að utan. Gluggar eru ál-ál gluggar með þreföldu gleri. Einangrunin er því góð, en hitaleiðni er

þó alltaf einhver.

Á Íslandi er heita vatnið ódýrt og góð lausn til að hita upp rými. Hins vegar er gott að huga að

orkusparnaði, bæði með tilliti til hagkvæmni, náttúrusjónarmiða en líka heilsusjónarmiða.

Samkvæmt hollustuháttum vinnueftirlitsins er talið að hæfilegt hitastig þar sem unnin eru

kyrrsetustörf sé um 18-22°C. Það er þó vert að taka fram að fólki finnst óþægilegt ef hitastigið

sveiflast meira en 4°C yfir daginn.

Líta má svo á að ákjósanlegt hitastig á heimilum sé um 20-21°C.

Með hússtjórnunarkerfi er hægt að stilla hitastigið jafnt yfir daginn, t.d. í 20°C þegar

heimilisfólkið er heima, þegar stillt er að heimilisfólk sé í vinnu/skóla er hægt að lækka

hitastigið niður í 16-18°C. Á næturnar eftir kl 12 væri t.d. hægt að lækka úr 20°C niður í 17-

18°C, en það þykir hollara að sofa í lægra hitastig.

Mynd 22: Philips Hue breyting á birtumagni (lm) í raun fylgir

veldisvísifalli á móti áætluðu línulegu línu, Aðgengilegt á síðu Cnet,

[Skoðuðu 7.5.2020]

Page 40: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

31

4.5. Stýribúnaður ABB-free@home

Stýribúnaður fyrir ABB-free@home kerfið er að mestu leyti staddur í töflu. Farið verður yfir

hvað stýribúnað þarf til að stýra mismunandi þáttum og möguleikum ABB-free@home.

4.5.1. SAP/S.3 Access Point-Forritunar eining

SAP/S.3 er notaður til þess að forrita stýrikerfið hvort sem

það er að beintengjast með LAN snúru eða nota WIFI

kerfið sem SAP/S.3 myndar.

Þennan búnað er bæði hægt að kaupa eða að leiga til að

forrita kerfið.

Mælt er með að kaupa búnaðinn svo hægt sé að nýta

innbyggða sólarúrið, tímasetningar og appið. Án SAP/S.3

er það ekki í boði.

4.5.2. PS-M-64.1.1 Power supply – Bus spennir

PS-M-64.1.1 er spennubreytir sem fæðir allan ABB-

free@home búnaðinn, rofa, hitastýringar (e. Thermostat) og

allan töflubúnað.

Spennubreytirinn fær 230VAC og keyrir út 21VDC 640mA.

Útgangurinn er varinn með skammhlaups- og yfirálagsvörn.

4.5.3. DA/M.6.210.2.1 Dimmer liði

DA/M.6.210.2.1 er sexfaldur alhliða

dimmerliði sem þolir LED.

Hægt er að fá fjórfaldan liða.

Liðinn skynjar sjálfur hvers konar álag er tengt

við sig. Lágmarks álag er 2W, hægt er að

tengja DA/M.6.210.2.1 í LED sem 6x210

W/VA eða 1x800 W/VA í hliðtengingu.

Framan á einingunni eru 6 þrýstirofar með

grænu og rauðu LED til að prufa handvirkt

rásina eða sjá stöðuna á rásinni.

Mynd 24: BUS spennir, mynd fengin af

heimasíðu ABB.

[Skoðuð 15. febrúar 2020]

Mynd 23: SAP/S.3 Access Point,

mynd fenginn af heimasíðu ABB

[Skoðað 20.febrúar 2020]

Mynd 25: DA/M. 6.210.2.1 Dimmer liði, mynd

fengin af heimasíðu ABB, new.abb.com

[Skoðað .15.febrúar 2020]

Page 41: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

32

4.5.4. SA-M-8.8.1 Rofaliði

SA-M-8.8.1 er áttfaldur rofaliði með átta binary

inngöngum. Hægt er að fá fjórfaldan liða án binary

innganga.

Hver útgangur þolir 6A, hægt er að fá liða sem þola 10A

og 16A.

Binary innganga er hægt nýta á margskonar hátt, t.d. með

rofa, þrýstirofa eða hreyfiskynjara. Hefðbundnir rofar

líkt og þessir eru hagstæðari og nýtast eflaust betur í

rýmum þar sem ekki er þörf á ABB-free@home rofum

með senum. Rými sem þetta hentar í eru t.d. í þvottahús,

bílskúr og geymslum.

4.5.5. HA-M-0.6.1 Gólfhitaliði

HA-M-0.6.1 er sexfaldur gólfhitaliði sem er líka hægt að fá

tólffaldan. Liðinn er keyrður á 230V útgöngum og þolir hver

útgangur tvo mótorloka.

4.5.6. TSA/K230.2 Mótorloki

TSA/K230.2 er 230V mótorloki fyrir gólfhita,

einnig til 24V.

Fyrst þarf að setja millistykki á hitagrindina.

Mismunandi millistykki eru fyrir ólíka

framleiðendur hitagrindarinnar.

Í þessu tilviki er grindin frá Danfoss og notast þá

VA/Z78.1.

Mynd 26: SA-M-8.8.1 Rofaliði í ABB-

free@home, mynd fenginn af heimasíðu ABB,

new.abb.com

[Skoðuð 20.febrúar 2020]

Mynd 27: HA-M-0.6.1 Gólfhitaliði

fyrir ABB-free@Home kerfið. Mynd

fengin af heimasíðu ABB,

new.abb.com [Skoðuð 20.febrúar

2020]

Mynd 28: TSA/K2230.2

Mótorloki fyrir

gólfhita, mynd fengin af

heimasíðu ABB,

new.abb.com

[Skoðuð 20.febrúar

2020]

Mynd 29: Millistykki

VA/Z78.1. frá ABB, mynd

fengin af heimasíðu ABB,

new.abb.com

Page 42: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

33

4.5.7. BA-M-0.4.1 Gardínuliði

BA-M-0.4.1 er fjögra rása gardínuliði sem keyra á 230V.

Hver rás er með tvo útganga, upp og niður.

4.5.8. SDA-F-2.1.1 Alhliða Rofi

SDA-F-2.1.1 er tveggja veltirása rofi sem er einnig hægt að

nota sem fjögra rása þrýstirofa. Rofinn er líka til eins rása og

þá er einnig hægt að nota sem tveggja rása þrýstirofa. Hægt

er að nota þrýstirásina til þess að virkja senu.

4.5.9. RTC-F-1 Thermostat

RTC-F-1 er innfellt rofa thermostat fyrir ABB-free@home.

RTC-F-1 er með ECO takka sem er hægt að forrita til þessa að

lækka hitann og þar með spara orku á ákveðnum tíma dags t.d.

á næturnar um 3° og á .

Á rofanum er valmöguleiki á að hækka eða lækka hitastigið.

Skjárinn gefur til kynna hvaða hitastig er verið að sækjast eftir.

Bylgjurnar lýsa ef gólfhitinn er enn að hita upp rýmið til að ná

hitastiginu sem verið er að sækjast eftir.

Engar bylgjur lýsa ef hitastig rýmisins er sama og hitastigið

sem rofinn er stilltur inn á og birtir á skjánum.

Ráðlagt er að hafa RTC-F-1 í 150 cm hæð.

Mynd 30: Gardínuliði fyrir ABB-

free@Home, mynd fengin af heimasíðu

ABB, new.abb.com [Sótt 20.febrúar

2020]

Mynd 31: SDA-F-2.1.1 alhliða rofi,

mynd fengin af heimasíðu ABB,

new.abb.com

[Skoðuð 20.febrúar 2020]

Mynd 32: Hitastýringar rofi (e.

Thermostat), RTC-F-1, mynd

fengin af heimasíðu ABB,

new.abb.com

[Sótt 20.febrúar 2020]

Page 43: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

34

4.6. Annar stýribúnaður

Annar stýribúnaður með ABB-free@home er hljóðkerfið, raddstýrikerfið og dyrasímakerfið.

Farið verður yfir hvaða búnaður hefur orðið fyrir vali húsráðanda til að stýra samhliða

hússtjórnunarkerfinu ABB-free@home, til að auka valmöguleika bæði sem snúa að

heilsusjónarmiðum, orkusparnaði, hagkvæmni, skemmtun og umfram allt þægindum.

Í hönnun á nútíma húsi, er nauðsynlegt að taka tillit til ólíkra og mikilla valmöguleika og þarfa

sem fólk sækist eftir í dag.

Stýrikerfin eru því orðin mörg með mismunandi valmöguleika og eiginleika. Samspil þessara

kerfa nær hinni eiginlegu hússtjórnun nútímans þar sem samspil ljósa, hljóða, raddstýringu,

gardínur, hita- og loftstýring, dyrasíma, sjónvarps möguleikar, kallkerfi, streymisveitur og

margt fleira.

Í dag vilja flestir geta stýrt þessum kerfum í gegnum spjaldtölvur, snjallsíma eða með

raddstýringu og því verður að taka tillit til þessara þarfa.

4.6.1 Sonos One

Hátalarinn er með innbyggðu raddstýringarkerfinu Amazon Alexu og Google Assistant, ásamt

því að geta tengst ABB-free@home. Það er líka hægt að stýra Sonos í gegnum Sonos App,

Apple AirPlay 2, Spotify og með fleiri öppum í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur.

Þannig er ekki aðeins hægt að láta hátalarana spila tónlist, skipta um lag eða hækka/lækka,

heldur líka hlusta á fréttir, setja vekjaraklukkur, fá svar við spurningum og margt fleira.

Hátalarinn er með miðju hátalara og topp hátalara, ásamt tveimur stafrænum mögnurum til að

passa við hátalarana og hvernig hljóðið berst.

Best er að para saman a.m.k.

tveimur Sonos One hátölurum

saman í einu rými til að ná steríó

hljóðgæðum og öflugri hljóm ( e.

Stero seperation).

Hægt er að spila á öllum Sonos

hátölurunum í öllu húsinu, sömu

tónlist án hljóðtafa.

Sonos One 230 V þráðlaus hátalari

Þráðlaus

Innbygð raddstýring Amazon Alexa &

Google Assistant

App-stýring Sonos App, Apple

AirPlay 2 o.fl.

Spilunartími 10 klst

WiFi Já

Multiroom

Notendavænn

Tafla 22: Eiginleikar Sonos One, sonos.com [Skoðað 7.mars.2020] Mynd 33: Sonos hátalari, mynd

fengin af síðu Sonos, sonos.com

[Skoðuð 3.mars 2020]

Sonos One fjöldi í hverju rými:

Sjónvarpsherbergi 2 stk

Stofunni 2 stk

Borðstofu 2 stk

Hjónarherbergi 2 stk

Fataherbergi 1 stk

Samtals 9 stk

Tafla 23: Staðsetning og fjöldi Sonos One

Page 44: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

35

4.6.2 Sonos Play: 5

Sonos Play:5 hátalarinn er stærri hátalari en Sonos One, og hentar í rými þar sem aðeins er

pláss fyrir einn hátalara. Öflugur hátalari fyrir hágæða hljóð.

Með Sonos Play:5 nást stereó hljóðgæði

með einum hátalara. Getur þó tengst við

fleiri hátalar líka.

Sonos Play:5 hátalarinn verður staðsettur

í eftirfarandi rýmum, samkvæmt

eftirfarandi töflu:

4.6.3 Sonos sub

Sonos Sub er basabox, til að fá ennþá betri hljóðgæði. Bætir við meiri vídd með öflugu

bassaboxi sem tengist við Sonos hátalarana. Bassaboxið sér um að ná lágu bassa tíðninni á

meðan Sonos One eða Sonos Play:5 sjá um miðju og háu tíðnina.

Mynd 35: Sonos Sub bassabox, sonos.com

[Skoðað 7.mars 2020]

Sonos Play:5 fjöldi í eftirfarandi rýmum

Baðherbergi 1 1 stk

Baðherbergi 2 1 stk

Eldhús 1 stk

Samtals 3 stk

Tafla 25: Staðsetning og fjöldi Sonos Play:5

Sonos Play:5

Þráðlaus Já

Innbygð raddstýring Amazon Alexa &

Google Assistant

App-stýring Sonos App, Apple

AirPlay 2 o.fl.

Spilunartími 10 klst

WiFi & LAN Já

Multiroom Já

Notendavænn

Miðju hátalarar

(e. midwooferar)

3x

Topp hátalarar

(e. tweeterar)

3x

Tafla 24: Eiginleikar Sonos Play:5 hátalara, sonos.com

[Skoðað 7.mars 2020]

Sonos Sub: bassabox

Þráðlaus Já

App-stýring Sonos App, Apple

AirPlay 2 o.fl.

WiFi & LAN Já

Woofer bassahátalarar 2x

Notendavænn

Streymisveitur 30+

Tíðni fer niður í 25 hertz

Tafla 26: Eiginleikar Sonos Sub bassabox, sonos.com

[Skoðað 7 mars 2020]

Mynd 34: Sonos Play:5, sonos.com

[Skoðuð 7 mars 2020]

Page 45: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

36

Sonos sub bassabox verður staðsett í sjónvarpsrými.

4.6.4 Sonos Playbar

Sonos Playbar er þráðlaus hátalari,

í svokallaðri hljóðstöng (e.

Soundbar). Hátalarinn er einkum

tilvalinn til að ná fullkomni

heimabíó stemningu, gefur frá sér

Hi-Fi hljóðgæði. Í boði að tengja

við sem þráðlausa spilun eða

beintengja í sjónvarp eða

Playstation tölvu.

Staðsetning Sonos Playbar verðu í

sjónvarpsrými, þar sem

hljóðstöngin (e. Soundbar) verður

tengt við Sjónvarpið og PlayStation tölvuna, bassaboxið Sonos Sub og tvo Sonos One hátalara

í rýminu til að skapa og ná mögnuðum hljóðgæðum.

Sérstaklega hannaður fyrir góð hljóðgæði í tali á kvikmyndum/eða sjónvarpsþáttum. Spilar

bæði DOLBY DIGITAL og stereó.

Mynd 36: Sonos Playbar, mynd af síðu Sonos, sonos.com [Skoðuð 3.mars 2020]

4.6.5 Amazon Echo DOT

Amazon Echo Dot er lítill hátalari með innbyggða raddstýringu, Amazon Alexa. Búnaðurinn

er fyrirferðar lítill og auðveldur/þægilegur í uppsetningu.

Amazon dot tengist þráðlausu netinu og þarfnast 230V, búnaðurinn tengist Zigbee og gefur

þann möguleika að sameinast ABB-free@home, Sonos, Ring og Philips Hue ásamt mörgum

öðrum framleiðendum. Þannig er hægt að raddstýra öllum valmöguleikum í ABB-free@home,

hvort sem er hitastýring, loftstýringu, rafstýrðum hurðum og gluggum, gardínum, ljósum o.fl.

Með því að nýta raddstýringuna „Alexa“ er því hægt að stjórna snjall tækjum heimilisins hvort

sem er sjónvörp, hátölurum, snjall perur, hitastýringu í gegnum ABB-free@home og margt

fleira. Alexu er hægt að spyrja að veðrinu, hvað klukkan er, stilla á vekjaraklukku,

hækka/lækka í hátölurum o.m.fl.

Alexu er hægt að nota sem kallkerfi, t.d. þegar það er kominn matartími þá er hægt að láta

Alexu bera kallið inn í barnaherbergin í gegnum Echo Dot sem staðsettir er þar.

Sonos Soundbar Playbar

Þráðlaus Já

App-stýring Sonos App, Apple

AirPlay 2 o.fl.

WiFi & Optical Já

Hátalarar 9x í planka

Top hátalarar 3 stk

Mið hátalarar 6 stk

Notendavænn

Streymisveitur 30+

Tafla 27: Eiginleikar Sonos Playbar, sonos.com [Skoðuð 7 mars 2020]

Page 46: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

37

Amazon Echo Dot verða staðsettar í öllum barnaherbergjum, samtals 4 stykki.

4.6.6 Amazon Firetab 7"

Amazon Firetab 7 er lítil spjaldtölva frá Amazon. Búnaðurinn

býður uppá að setja upp Android og þar með ABB-free@home

appið.

Spjaldtölvan verður hengd á vegg með tilskildum búnaði frá

Amazon. Búnaðurinn verður notaður í stað skjás frá ABB þar

sem að Amazon Firetap kostar aðeins 8% af því sem ABB

skjárinn fyrir ABB-free@home kostar. Amazon Firetab býður

uppá fleiri möguleika á notkun t.d. raddstýringu, Spotify og

sýnir vídeó af gestum sem hringja á Ring dyrabjöllunni fyrir

utan.

Amazon Firetab verður staðsettur á vegg inn í eldhúsi, inn í anddyri og inn í hjónaherbergi.

4.6.7 Amazon Fire TV Stick 4K

Amazon Fire TV er lítill myndlykill sem nær að tengja sjónvarpið við mynd- og sjónvarpsefni

t.d. Netflix, Spotify og Amazon Prime myndaleigu. Í þessu verki mun það einnig nýtast til að

Amazon Echo Dot

Þráðlaus & blátönn (e.

bluetooth)

Raddstýrðar

streymisveitur með

tónlist:

Amazon Music, Spotify,

Apple Music, Sirus XM,

Pandora o.fl.

Raddstýring Já

Zigbee tenging

ABB free@home,

Philips Hue

Ring

Hátalari 1.6”

Notendavænn

Tafla 28: Eiginleikar Amazon Echo Dot, amazon.com

[Skoðað 7.mars 2020]

Amazon Firetab

Skjár 7”

Minni 16/32 GB

Raddstýring: Amazon Alexa

Batterí líftími 7 klst

Streymisveitur og

niðurhalsmöguleikar

Prime Video, Netflix og

milljón aðrir möguleikar

Tafla 29: Eiginleikar Amazon Firetab 7", amazon.com

[Skoðað 7.febrúar 2020]

Mynd 38: Amazon Firetab, amazon.com

[Skoðað 7 mars 2020]

Mynd 39: Amazon Firetab, valmöguleikar,

amazon.com

[Skoðað 7 mars 2020]

Mynd 37: Amazon Echo Dot,

amazon.com

[Skoðuð 7.mars 2020]

Page 47: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

38

fá meldingu frá dyrasímanum Ring2. Ef hringt er á dyrabjöllunni kemur upp vídeó mynd af

aðilanum sem hringdi á dyrabjölluna.

Amazon Alexa getur tengt sig inn á Amazon Fire TV Stick.

4.6.8 Philips Hue Play HDI Sync Box

Philips Hue Play HDMI Sync Box er skemmtileg vara til að gera sjónvarps upplifunina ennþá

magnaðri. Með Philips Hue Play HDMI Sync Box er hægt að tengja kerfið við Amazon Fire

Stick og við Philips Hue perurnar í herberginu. Staðsetning peranna er skráð í Sync Boxið. Þá

hermir lýsingin eftir litum og ljósum í sjónvarpinu í öðrum Philips Hue perum í herberginu

þannig sjónvarpsupplifunin verður ennþá öflugri.

4.6.9 Ring 2 dyrabjalla

Ring2 Dyrabjallan er smart dyrabjalla sem virkar með Amazon búnaði. Dyrabjallan er með

innbyggðri myndavél sem nemur hreyfingu hvort að það sé dagur eða kvöld. Þegar bjöllunni

er hringt eða ef bjallan nemur hreyfingu færðu tilkynningu um það í síman, Amazon Firetab 7“

spjaldtölvunni eða beint á sjónvarpsskjáinn í gegnum Amazon Fire TV Stick. Þessi bjalla

þjónar tveimur tilgangi sem dyrasími og öryggismyndavél.

Amazon Fire TV Stick

Streymi 4K

Fjarstýring Já

WiFi Innbyggt

USB Micro USB

Tengi HDMI

Streymisveitur

Netflix, Hulu, YouTube,

Showtime, Amazon

Video, NBC o.fl.

Styður Dolby Atmos hljóðkerfi

og HDR10

Tafla 30: Eiginleikar Amazon Fire TV Stick

Mynd 40: Amazon Fire TV Stick,

amazon.com

[Skoðuð 7 mars 2020]

Philips PlayHDMI Sync Box

Port: 4

IR receiver: Já

WiFi: 2.4 GHz

HDMI: 2.0b með HDPC 2.2

Vieo resolution: 4K 60Hz HDR10

CEC: Já

Styður: Blátönn 4.2. í WiFi

Tafla 31: Eiginleikar Philips Play HDMI Sync Box, tekið af Hue

heimasíðu Philips, 2.meethue.com [Skoðuð 22. Febrúar 2020]

Mynd 41: Philips Play HDMI Sync

Box,

tekið af Hue síðu Philips,

2.meethue.com

[Skoðuð 22.febrúar 2020]

Page 48: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

39

Hægt er að tala/hlusta við/á og sjá

gesti við dyrnar í gegnum símann,

spjaldtölvur Amazon Firetab 7“.

Ring 2 dyrabjallan getur tengst

Alexu til að senda tilkynningar í

Echo búnaði.

4.6.10 Hue brú

Hjarta Philips Hue, til að stýra perunum með símanum eða spjaldtölva, er Hue brú (e. Hue

Bridge), sem opnar upp á alla möguleika með lýsingunni í gegnum Philips Appið.

Philips Hue brúinn er staðsett í töflu, m.v. fjölda pera sem brúin getur stýrt er að svo stöddu

nægilegt að hafa eina brú. Brúin beintengist netinu.

Hægt er að tengja Philips Hue raddstýringarkerfum líkt og Amazon Alexa, Apple Home Kit og

Google Home.

Mynd 43: Philips Hue Brú, tekin af

heimasíðu Philips, 2.meethue.com [febrúar 2020]

Ring 2 dyrabjalla

Wi-Fi Já

HD VIDEO 1080HD

Live View

Night Vision

(e.Infrared night vision)

Hreyfiskynjari Tilkynning um

hreyfingu og þegar

hringt er bjöllunni

Kallkerfi Já

Myndavéla/öryggiskerfi Já

Tening Harðvíra eða með

rafhlöðum

Stýrikerfi iOS, Andriod, Mac og

Windows10

Tengist

raddstýringarkerfi Alexa

Veðurþol -20°C til 48°C

Tafla 32: Eiginleikar Ring dyrabjöllu, se-en.ring.com

[Skoðuð 7.mars 2020]

Mynd 42: Ring dyrabjalla, se-en.ring.com

[Skoðuð 7 mars 2020]

Eiginleikar Philips Hue brúar:

Tíðni 2400-2483.5 MHZ.

Hármark af viðbótar

brýr (e. accessors)

10

Hámarks fjöldi pera í

stýringu fyrir hverja

brú

(e. number bulbs)

50

Tengst við aukabúnað

fra Philips Hue

12

Tafla 33: Eiginleikar Philips Hue Brú, tekið af heimasíðu

Philips, 2.meethue.com [febrúar 2020]

Page 49: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

40

5. Verklýsing (staðlar og reglugerðir) Tryggt er að verkið uppfylli alla staðla og reglugerðir um raflagnir og fjárskiptabúnað. Notast

er við reglugerðir um ÍST 200:2006 raflagnir bygginga í hönnun, efnisval, uppsetningu og

frágang.

Verklýsing var byggð á staðlaðri verklýsingu frá framkvæmdasýslu ríkisins, en aðlöguð að

verkefni rafverkataka og borin saman við sambærileg verk. Magn- og kostnaðaráætlun var

unnin og samrýmd til að mæta verklýsingunni.

Til uppfylla nútímalega raflagnakröfur íbúðarhúsnæðis er notaður staðallinn ÍST 151:2016

ásamt CENELEC stöðlum og reglum Póst-og fjarskiptastofnunar númer 1111/2015 um

innanhúss fjarskiptalagnir og hefðum og venjum um gott handverk og frágang.

Farið verður yfir verklýsingu hér að neðan samkvæmt reglugerðum um raflagnir og

fjarskiptabúnað.

5.1. Rafkerfi

5.1.0. Almenn atriði

Húsið er úr steinsteypu. Raflagnir eru ýmist innsteyptar, utanáliggjandi, í léttum veggjum eða

í niðurteknum loftum.

5.1.1. Verksvið verktaka

Rafverktaki skal leggja raflagnir og framkvæma verkið, sem lýst er í þessari verklýsingu og

samkvæmt teikningum. Verktaki skal leggja til og kosta alla vinnu, efni og tæki sem til verksins

þarf til þess að skila verkinu fullunnu, með tækjum fullfrágengnum og tilbúnum til notkunar.

Þetta gildir nema annars sé sérstaklega getið í verklýsingu þessari eða á teikningum.

5.1.2. Magntaka

Allt efni er talið og mælt (stk/m) af teikningum án tillits til rýrnunar, eða skilgreint sem

heildartala þar sem verktaki metur umfang viðkomandi verkliðar út frá verklýsingu,

teikningum og reynslu. Verktaki skal því gera ráð fyrir rýrnun og ýmsum smáhlutum svo sem

strengskóm og skrúfum í einingaverði viðkomandi þátta. Allur kostnaður við lokafrágang skal

vera innifalinn í einingarverði.

5.1.3. Reglugerðir

Allt efni og vinna skal vera 1. flokks og uppfylla ákvæði reglugerða um raforkuvirki ÍST

200:2006 og tæknilegra tengiskilmála rafveitna. Allur rafbúnaður skal vera CE- merktur.

Verktaki skal leggja fram staðfestingu á CE merkingu rafbúnaðar sé þess óskað.

Raflagnaefni og búnaður skal vera samþykktur og uppfylla ákvæði um öryggi sem fram koma

í reglugerð um raforkuvirki, nr. 678/2009 og raffangaprófunum sem Húsnæðis- og

mannvirkjastofnun viðurkennir. Allt raflagnaefni og rafbúnaður skal fullnægja staðli CE og

IEC. Sérstaklega skal tekið fram að plastefni skulu vera brunatreg samkvæmt staðli IEC.

Framkvæmdir við heimtaugarlagnir skulu unnar í samráði við Veitur og Gagnaveitu

Reykjavíkur og/eða Mílu.

Page 50: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

41

5.1.4. Eftirlit

Verkkaupi hefur sérstakan eftirlitsmann með verki verktaka og skal verktaki í einu og öllu

framkvæma verkið í samráði við verkkaupa eða eftirlitsmann hans. Tilkynna skal um verklok

eftirfarandi verka, með nægum fyrirvara:

a) Lagningu ídráttarrörs í jörð

b) Lagningu ídráttaröra í veggi og loft, áður en veggjum og loftum er lokað

c) Verkið allt til lokaúttektar

Verktaki skal fara vel yfir skýringarmyndir sem fylgja teikningarsetti og framkvæmi verkið í

einu og öllu eftir þeim teikningum. Allar breytingar og frávik skal bera undir verkkaupa eða

fulltrúa hans.

5.1.5. Samræming verka

Rafverktaki skal skuldbundinn samræmingu byggingarstjóra á vinnu verktaka í húsinu. Ber

verktaka að leitast við að ljúka þeim áföngum síns verks, sem binda aðrar framkvæmdir í

húsinu, þannig að ekki standi á raflögnum. Teikningar eru táknrænar og sýna í aðalatriðum

hvers óskað er. Verktaki skal kynna sér allar teikningar sem, uppdrætti og verklýsingu annarra

verkþátta og annast samræmingu með viðkomandi verktaka ef nauðsyn krefur. Beri

verklýsingu og teikningum ekki saman, skal verkkaupi ákvarða, eftir hverju skuli fara.

Til nánari skýringar:

• Vanti eitthvað á teikningar, sem verklýsing skilgreinir, skal farið eftir verklýsingunni.

• Þar sem skortir á í verklýsingunni skulu teikningar ráða.

• Samþykki verkkaupa skal fá fyrir öllum frávikum frá teikningum.

• Verktaki skal færa inn á teikningar allar breytingar, sem gerðar eru eftir verkið er hafið

og skila verkkaupa eða eftirlitsmanni verkkaupa eintaki af leiðréttum teikningum í

síðasta lagi 7 dögum eftir verklok.

• Verktaki skal útvega upplýsingar um öll tæki, sem hann leggur til og afhenda

verkkaupa.

• Ef gerðar eru breytingar sem verkkaupa er ekki kunnugt um fyrir verklok, sem veldur

því að breyta þarf teikningum, skal verktaki bera allan þann kostnað á þeim hluta við

gerð raunteikninga sem eru nauðsynlegar vegna úttektar skoðunarstofu.

5.1.6. Heimtaug og raforkugjöld

Í húsinu er 3x63A heimtaug. Heimtaugargjöld Veitna greiðast af verkkaupa.

5.1.7. Prófanir og úttekt

Verktaki skal sannprófa að verkinu fullkláruðu, að allar raflagnir og stjórntæki vinni rétt í öllum

atriðum. Prófanir skulu gerðar í samráði við eftirlitsmann verkkaupa. Verktaki skal sækja um

öll tilskilin leyfi, úttektir og samþykki sem nauðsynleg eru við framkvæmd verksins, svo sem

lagnaleyfi, umsókn um heimtaug og samþykkt vegna botnúttektar byggingarfulltrúa á verkinu.

Lokaúttekt Veitna, skoðunarstofu, eldvarnareftirlits skal lokið, þegar verkið er afhent

verkkaupa. Úttektir verkkaupa koma á engan hátt í stað úttektir löggildrar skoðunarstofu.

5.1.8. Vinnubrögð

Vinna og frágangur rafverktaka skal uppfylla kröfur Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, Mílu

& Gagnaveitu, Vinnueftirlit ríkisins og eldvarnareftirlits á svæðinu. Rafbúnaður og rafföng

skal vera viðurkenndur af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunnar.

Page 51: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

42

5.2. Raflagnir í grunni

5.2.1. Sökkulskaut og spennjöfnun

Verktaki skal útvega, leggja og tengja sökkulskaut skv. teikningum og tæknilegum

tengiskilmálum rafveitna. Til spennujöfnunar skal verktaki binda saman með klemmum, tvö

neðstu járnin í járnalögn úthrings sökkla, þannig að þau myndi leiðandi samband. Teinn tengdu

sökkulskauti skal tekinn upp í tengibox og spennujöfnunarvír tengdur þaðan við PE skinnu í

aðaltöflu. Heimilt er að rafsjóða járnin saman ef þau eru suðuhæf.

Verktaki skal ganga frá spennujöfnun á öllum lagnaleiðum rafkerfa, t.d. strengstigum og

málmrennum. Einnig skal verktaki ganga frá spennujöfnum fyrir hita- og lofræsilagnir,

málmpípur fyrir heitt og kalt vatn og aðra leiðandi hluta byggingarinnar.

Tengja skal við jarðtengiklemmu m.a. eftirtalda leiðandi hluta fyrir spennujöfnun. Málmpípur

heimtauga heita-og kalda vatns ásamt frárennsli hitaveitu, málmpípur innanhúss t.d. fyrir gas

og vatn, hita og loftræsilagnir, strengstiga og málmrennur,

Magntala:

Magntölur eru heild fyrir sökkulskaut og spennujöfnun.

Innifalið skal vera allur tengibúnaður ásamt festingum, tengingar, víralásar, tengingar og

endabúnaður fyrir sökkulskaut. Allt fullfrágengið, bæði efni og vinna.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.2.2. Pípur í jarðvegi

Pípur í jarðvegi. Verktaki skal leggja inntakspípur inn í bygginguna fyrir lóðalýsingu,

heimtaugar, ídráttarrör fyrir ljósleiðara og tölvulagnir ásamt öðrum pípum sem fram koma á

teikningu. Pípur skulu vera heildregnar plastpípur af vandaðri gerð. Miðað er við PEH pípur

frá BYKO eða sambærilegar pípur. Pípur skulu þannig lagðar, að vatn geti ekki runnið eftir

þeim inn í húsið. Allar beygjur á pípur skulu vera jafnar og góðar, ekki skal yfirstíga uppgefinn

beygjuradíus þeirra. Til varnar óhreinindum skal pípum lokað með þar til gerðum tappa eða

hettu um leið og þær eru lagðar. Inntakspípur skulu lagðar á a.m.k. 700 mm. dýpi. Um fjölda

pípna, gildleika og legu, vísast til uppdrátta. Allar ónotaðar pípur skulu ídregnar með minnst

1mm gildri nælontaug.

Magntölur:

Magntölur pípna eru mældar í metrum samkvæmt teikningum. Innifalið skal vera, beygjur,

mælingar, samsetningarhólkar, aðvörunarborði, söndun gröftur og fylling ásamt

fullnaðarfrágangi. Göt í gegnum steypta veggi fyrir heimtaugarpípur skulu innifaldar í

einingaverði.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.3. Pípur og dósir

5.3.1. Pípur og samskeyti í steypu

Pípur skulu vera plastpípur af viðurkenndri og vandaðri gerð. Pípur skulu vera þannig gerðar

svo og búnaður þeirra að einangrun tauga geti ekki skaddast innan í pípum eða af skörpum

brúnum í pípuendum við ídrátt. Til varnar því, að taugar skaddist af skörpum brúnum, skal

snara vel úr pípuendum. Í alla töflukassa, tengikassa og gegnumdráttarkassa skal setja

töflustúta. Til varnar óhreinindum skal öllum pípum upp úr loftum og veggjum lokað með þar

til gerðum plasttappa um leið og þær eru lagðar. Verja þarf samskeytabúnað þannig, að steypa

Page 52: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

43

geti ekki gengið inn í pípur eða dósir þegar múrað er eða steypt. Samskeytibúnaður pípna skal

vera úr plasti. Nota skal samtengingarhólka með málmfjöður. Pípur í gólfílögn skulu vera

nægilega djúpt lagðar til að ílögn yfir pípum springi ekki. Pípur skulu spenntar niður með 1.5

m millibili. Spennum skal fest með naglaskotum í steingólfið. Við beygjur skulu pípur spenntar

með enn minna millibili.

Til varnar því, að taugar skaddist af skörpum brúnum, skal snara vel úr pípuendum.

Allar ónotaðar pípur skulu ídregnar með minnst 1mm gildri nælontaug. Til að forðast árekstra

við önnur kerfi hússins, er rafverktaka bent á að kynna sér vandlega öll gögn annarra hönnuða.

Þar sem bora þarf í steypu fyrir rörum skal þess vandlega gætt að framkvæmdin raski ekki

burðarþoli byggingar.

Magntölur:

Magntölur pípna í steypu eru mældar í metrum á teikningum. Innifalið skal vera nipplar,

beygjur, mælingar fyrir niðurbeygjum samsetningarhólkar, plötustútar, festingar, skurður í

einangrun, borun í steypu og vikurfræsing. Boranir skulu vera innifaldar í einingaverði

pípna. Þess skal gætt að borgöt séu ekki stærri en nauðsyn krefur (þvermál rörs).

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.3.2. Dósir í steypu

Dósir skulu vera úr plasti af vandaðri gerð. Loftdósir hafi skrúfufestingu fyrir lok eða lampa.

Rofa- og tengladósir hafi skrúfufestingu fyrir viðkomandi tæki. Framkanntur dósar skal falla

slétt við vegg eða loft. Vanda skal ísetningu dósa og ganga tryggilega frá aðkomandi pípum í

dósir. Allar dósir skulu vera sléttar við endanlegan vegg, gólf eða loftflöt. Öllum dósum ber að

skila með loki eða tæki, eins og við á hverju sinni.

Magntölur:

Magntölur dósa og klossa eru stykki talin af teikningum. Einingaverð eiga við fullfrágengnar

dósir og klossa frágengnum í steypu.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.4. Töflur og töflubúnaður

5.4.0. Almenn atriði

Verkkaupi skaffar aðaltöflu í inntaksrými, í kjallara. Verktaki skal útvega allt nauðsynlegt efni

í töfluna samkvæmt teikningum og magnskrá. Innifalið skal vera spjöld, lok, festingar,

merkingar, undirbygging, vírarennur og lok. Rafbúnaður í töfluskápa er talinn með öðrum

verkliðum. Verktaki skaffar aðrar töflur í húsið samkvæmt teikningum og magnskrá. Stærð

skápa kemur fram í magnskrá og skulu þeir vera úr málmi og varðir gegn tæringu. Þess skal

gætt að staðsetningar séu í samræmi við teikningar. Innifalið skal vera allt nauðsynlegt smáefni

sem þarf til uppsetningarinnar. Miðað er við einingaskápa frá viðurkenndum aðilum, CE

merktum. Skápar skulu að öllu leiti lausar við ryk og önnur óhreinindi, áður en búnaður er

settur í. Nota skal nippla við inntök í alla skápa, töflustúta eða nota til þess ætlaða flangsa með

gúmmímottum. Allir hlutir í töflu s.s. vör, liðar, raðklemmur, greinar og kvíslar skulu

greinilega merktir. Greinar og kvíslar skulu merktar og númeraðar skv. einlínumyndum. Ekki

skal nota plastbönd með áþrykktum stöfum (Dymo). Verktaki skal setja smækkaða mynd af

einlínumynd þrykkta í plast á innanverða töfluhurð hvers töfluskáps. Festa skal myndina

smekklega á hurðina. Öll töfluvinna skal vera snyrtileg og fagmannlega unnin. Vírar leggist í

lokuðum plastbökkum, eða eftir öðrum sambærilegum leiðum sem auðvelt er að komast í.

Page 53: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

44

Ganga skal fagmannlega frá öllum endum. Allur vír í töflum skal vera fínþættur, mjúkur

töfluvír. Á vírenda skal setja klemmda vírhólka áður en þeir eru tengdir. Ekki skal setja nema

eina taug undir hverja skrúfu í núll- og jarðskinnu. Allar nauðsynlegar skinnur fyrir P, PE, PEN

skulu innifalda í þessum verklið.

5.4.1. Töfluskápar

Aðaltafla T1.0 er staðsett í bílskúr jarðhæðar og greinatafla T2.0 er staðsett í búri innangengt

frá eldhúsi. Miða skal við að aðaltafla sé skápur með innkomandi rofa og mælingu, stærð u.þ.b.

950x1300x215mm IP43. Miða skal við að greinatafla sé skápur, stærð u.þ.b.

950x1300x215mm IP43. Töflurnar skulu vera einingaskápar. Skilrúm úr ljósbogaþolnu efni,

skal loka á milli hólfa. Í aðaltöflu kemur aðalvarrofi, mælir og kvíslvör. Aðkomandi strengir

koma bæði að ofan og að neðan.

Magntölur:

Magntölur eru stykki talin á teikningum. Innifalið skal vera mælingar, spjöld, lok, festingar,

merkingar, undirbygging, vírarennur, straumskinnur og lok. Rafbúnaður í töfluskápa er

talinn með öðrum verkliðum.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.4.2. Rafbúnaður í töfluskápum

Í skápum skal koma fyrir þeim búnaði og tækjum sem sýnd eru á uppdráttum og/eða er getið

er um í lýsingu þessari. Skulu þeir vera vel rúmir (50% stærri) og skal vera auðvelt að bæta í

þá ef þurfa þykir síðar. Núll og jarðskinnur skulu settar, eftir því sem við á, miðað við þann

búnað, sem tengja þarf. Ekki skal setja nema eina taug undir hverja skrúfu núll og jarðskinnu.

5.4.2.1. Raforkumæling

Verktaki skal koma mæli fyrir í sérstöku hólfi í samráði við Veitur. Innifalið hjá verktaka skal

vera tenging á öllu efni fyrir raforkumælingu í aðaltöflu, samskipti við Veitur og útvegun

búnaðar.

Magntölur:

Magntölur miða við fullfrágenginn búnað, allt nauðsynlegt smáefni, tæki og búnaður til að

ganga endanlega frá verkþætti skal innifalinn í verðtilboði.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.4.2.2. Merkingar

Innifaldar eru allar merkingar. Alla skápa skal merkja með skiltum úr hvítu harðplasti. Stafir

skulu vera svartir. Merking fyrir rofa og mæla skal skrúfa snyrtilega við hlið þessara tækja.

Merkja skal öll tengibretti og vírenda, skv. endanlegri hönnun.

Magntölur:

Merkingar eru mældar sem heild.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.4.2.4. Álagsvarrofar

Aðalrofi og kvíslrofar í aðaltöflu að og með 63A skulu vera Neozed varrofar. Stærri rofar skulu

vera gripvarrofar. Þar sem við á skulu vör fylgja varrofum, stærðir vara eru skv.

einlínumyndum.

Magntölur

Magntölur eru stykki talin af einlínumyndum. Innifalið skal vera festingar, tengingar,

Page 54: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

45

strengskór og annað sem til tengingar þarf.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.4.2.5. Sjálfvör

Sjálfvör skulu vera frá viðurkenndum framleiðanda. Sjálfvör til og með 50A séu með yfirálags-

og 10kA skammhlaupsvörn. Fleirpóla greinar eiga að setja sjálfvarið út ef einn póll verður

yfirlestaður.

Magntölur:

Magntölur eru stykki talin af einlínumyndum. Innifalið skal vera festingar, tengingar,

strengskór og annað sem til tenginga þarf.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.4.2.6. Lekastraumsrofar

Lekastraumsrofar skulu allir vera gerðir fyrir 40-63A málstraum og 0,03A lekastraum nema

annað sé getið á einlínumyndum. Vör, rofar, raðklemmur og taugar skulu allar, þannig merktar,

t.d. með tölu og bókstöfum, að auðvelt sé að sjá hvar hver taug á að tengjast og fyrir hvað

viðkomandi taug er.

Magntölur:

Magntölur eru stykki talin af einlínumyndum. Innifalið skal vera festingar, tengingar,

strengskór og annað sem til tenginga þarf.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.4.3. Töflubúnaður ABB-free@home

ABB-free@home búnaður skal vera af viðurkenndri gerð og stærðir og gerð kemur fram í

magnskrá. Forritun skal vera í samráði við húsráðanda, það er forstilltar senur og forstillt

hitaplön fyrir gólfhita. Annars skal almennt forrita eftir venju hvert rými og rofa fyrir sig. Bus

strengur af gerðinni Unitronic BUS EIB/KNX 2x2x0.8 mm verður milli ABB-free@home

búnaðar. Búnaður utan töflu skal vera tengdur með Unitronic BUS EIB/KNX 2x2x0.8 mm og

lagður í 20 mm pípu. BUS strenginn má hliðtengja og stjörnutengja en alls ekki hringtengja.

Magntölur:

Magntölur eru stykki talin af einlínumyndum. Innifalið skal vera festingar, tengingar og

annað sem til tenginga þarf.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.5. Rofar og tenglar

5.5.0. Almennt

Innlagnarefni skal vera að gerðinni Busch Jaeger Future, hvít glans. Allir rofar skulu vera í

hæðinni 110 cm og tenglar í hæð 22 cm, nema annað sé tekið fram á teikningu.

5.5.1. Rofar

Rofar skulu vera samkvæmt tilmælum teiknara af gerðinni Busch Jaeger ABB SU-F-2.0.1

tvöfaldur rofi 24V í stíl við ABB-free@home kerfið.

Rofar skulu vera fyrir a.m.k. 10A málstraum miðað við 230V spennu og 50 rið sé annars ekki

getið á teikningum. Rofar skulu vera alinnfelldir og skrúfaðir í dósir nema annars sé getið.

Page 55: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

46

Magntölur:

Magntölur eru stykki talin af teikningum. Innifalið er uppsetning, tenging og

fullnaðarfrágangur.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.5.2. Tenglar

Tenglar skulu vera frá sama framleiðanda og rofar þ.e. tilheyra sömu línu Busch-Jaeger Future-

Linear og hafa sama lit. Nota skal raðefni þar sem það á við, sama gildir um tenglastokka.

Rafmagnstenglar skulu vera gerðir fyrir a.m.k. 16A málstraum miðað við 230V og 50 rið.

Tenglar skulu vera alinnfelldir, nema annars sé getið. Tenglar skulu skrúfaðir í dósir.

Síma/tölvutenglar skulu vera af RJ45 og lok og rammar af sömu gerð og rafmagnstenglar.

Símatenglar/tölvutenglar eru magnteknir undir öðrum verklið.

Magntölur:

Magntölur eru stykki talin af teikningum. Innifalið er uppsetning, tenging og

fullnaðarfrágangur.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.6. Raftaugar og strengir

Raftaugar skulu vera plasteinangraður eirvír. Einangrun skal fullnægja kröfum Húsnæðis- og

mannvirkjastofnunar. Nota skal mismunandi liti fyrir fasataugar, en þó þannig að sami litur

haldist fyrir sama fasa alstaðar í raflögninni. Allar leiðslur skulu litamerktar samkvæmt

Reglugerð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Snúrur/lausataugar skulu ekki vera grennri en

1.5 mm², en annars þola þann málstraum sem getið er á tengimyndum. Plaststrengir sem lagðir

eru frá töflum eða tengikössum skulu merktir viðkomandi kassa og greinanúmeri, þannig að

séð verði við báða enda hvers strengs hvaðan viðkomandi strengur kemur. Vanda skal frágang

strengja í nipplagegnumtökum. Miðað er við tregbrennanlega strengi af gerðinni NYM eða

EKK- (FKK-).

Almennt er að strengur sé dreginn í fyrstu dós frá töfluskápum, og síðan er ídráttur vírs í pípum

(ljósalagnir). Um gerð strengja og gildleika tauga vísast til einlínumynda af töflum og lögnum.

Strengir fyrir sérkerfi eru taldir undir viðkomandi verkþætti.

Magntölur:

Vír fyrir kveikingar er lengdarmetrar af pípum margfaldaður með 8 þar sem 1.5 mm² vír er

notaður. Fyrir almennt rafmagn margfaldað með 3. Þar sem sverari vír er notaður er miðað

við lengdarmetra af pípum margfaldaður með vírafjölda í pípum.

Strengir eru metrar mældir af teikningum og einlínumyndum. Innifalið er ídráttur, lagning,

benslun við stiga, tæki m.m. endabúnaður, tengingar fylgja viðkomandi endabúnaði.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.6.1. Víra - og raðtengi

Nota skal viðurkennd víra tengi í dósum t.d. smellt eða stungin Wago tengi. Tengilistar skulu

hæfa þeim taugum sem þeim er ætlað.

Magntölur:

Verktaki áætlar út frá teikningu fjölda víra tengja í verkinu. Í magntöluskrá er fjöldinn gefinn

upp sem heild. Möguleiki er að finna fjölda víratengja með því að margfalda fjölda dósa, sem

Page 56: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

47

vír er samtengdur í með 5,2.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.7. Lampar og tæki

5.7.0. Almenn atriði

Lampar skulu vera stífir þannig að ekki sé hætta á að þeir vindist. Lampar skulu viðurkenndir

af prófunarstofnun sem viðurkennd er af Neytendastofunni og Húsnæðis- og

mannvirkjastofnunar. Lampafestingar í stein skulu vera með plasttappa. Þar sem því er við

komið eiga lampar að koma beint á dósir, skulu dósir og lok vera í samræmi við það. Allir

lampar skulu vera CE merktir og samþykktir til notkunar á þeim stöðum og við þær aðstæður,

sem þeim eru ætlaðar. Í hverjum lampa skal vera merki, sem gefur til kynna perustærð og

hámarks styrkaleika perunnar. Perur skulu vera í samræmi við lampaskrá. Rafverktaki skal

setja nýjar perur í alla lampa eigi fyrr en viku áður en verkinu er skilað, og skal hann tilkynna

eftirlitsmanni þar um, áður en þetta er gert. Nánari lýsingu á lömpum í verki má finna í

lampaskrá í skýrslu.

Magntölur:

Miðað er við fullnaðarfrágang búnaðar, uppsettum og tengdum.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.8. Smáspennukerfi

5.8.0. Almenn atriði

Miða skal við að lagnir, tenglar, tengiefni og tengisnúrur uppfylli Cat.5 Class E staðlinn, ISO

11801 - Editon 2. Mælingar skulu gerðar með mælitækjum sem uppfylla ofan nefndar kröfur.

Allur búnaður s.s. strengir, tenglar og tengibúnaður skal vera frá sama framleiðanda. Þess er

krafist að sá verktaki sem vinnur verkið sé sérhæfður tölvulagnaverktaki er hafi tilskilin leyfi

framleiðanda tölvulagnakerfa til uppsetninga og tenginga slíkra kerfa.

5.8.1. Loftnetstengi

Verktaki leggur 20 mm pípu ídreginn með Coax streng í þakkant við mæni húss fyrir loftnet.

Núll rör er í hverju íverurými, ef óskað er eftir loftnetstengi.

5.8.2. Tölvu- og símatenglar

Verktaki skal tengja alla 8 víra dreifistrengi inn á pinna RJ-45 tengilsins skv. EN 50173 staðli.

Litaröð skal vera skv. TIA/EIA 568B staðlinum. Verktaki skal útvega, setja upp, merkja, prófa

og tengja alla tölvu- og símatengla samkvæmt teikningum. Gerð tenglanna skal vera RJ45 og

eru tveir tenglar í hverju loki þar sem við á. Innlagnaefni síma/tölvutengla skal vera sömu

gerðar og aðrir rofar og tenglar þ.e. sama lína frá sama framleiðanda í sama lit.

Magntölur:

Magntala er fjöldi tengdra og frágenginna tengla skv. lýsingu og teikningum.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.8.3. Krosstengibretti

Verktaki skal útvega krosstengibretti skv. EN 50173 staðli og setja í skápa samkvæmt

teikningum. Nota skal 24 porta RJ45 krosstengibretti ásamt kapalskipuleggjara aftan til.

Litaröð skal vera skv. TIA/EIA 568B staðlinum. Einnig skal verktaki fara eftir sömu röðun við

tengingu stofnstrengja fyrir síma. Verktaki skal útvega, setja upp, merkja, prófa og tengja öll

Page 57: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

48

krosstengibretti í tengiskápum fyrir alla hústengla og línur fyrir síma. Krosstengibrettin skulu

vera gerð fyrir DIN skinnur í staðlaða skápa. Krosstengibretti skulu uppfylla kröfur

verklýsingarinnar um flutningshraða gagna. Krosstengibretti fyrir síma skulu vera 110 efni eða

Krone.

Magntölur:

Miðað er við fullmerktan búnað, efni og vinna samkvæmt ofangreindri lýsingu.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.8.4. Dreifilagnir

Verktaki skal útvega, leggja, merkja, prófa og tengja alla dreifistrengi fyrir tölvu- og símakerfið

frá tengiskápum að vinnustöðvum. Lagnaleiðir koma fram á teikningum. Dreifistrengirnir

skulu vera óskermaðir (UTP) og uppfylla kröfur verkkaupa um flutningshraða og uppfylla

kröfur staðla.

Magntölur:

Strengir eru metrar mældir á teikningu dregnir í rör eða lagðir á bakka/stiga, ásamt

benslum.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.8.5. Merkingar

Innifalið í verkinu skulu vera allar merkingar strengja og búnaðar. Allar merkingar skulu vera

varanlegar og skal verktaki fá samþykki fyrir gerð merkja og frágangi. Tengla, strengi og tengla

í krosstengiskápum skal merkja með tengilnúmerum sem koma fram á grunnmyndum. Strengir

milli skápa skulu merktir þannig að það sjáist hvar þeir eru tengdir í hinn endann. Nota skal

mismunandi liti í merkingum tengipanila til að gefa til kynna hvar hinn endi strengsins er

tengdur. Merkispjöld tengla í stokkum skulu gerð með t.d. Brother merkiborða og skal verktaki

fá samþykki fyrir útfærslu merkingarinnar.

Magntölur:

Magntala er heild. Miðað er við fullmerktan búnað, efni og vinna samkvæmt ofangreindri

lýsingu.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.8.6. Prófanir og mælingar

Verktaki skal í lok verks prófa UTP tengikerfið með mæli af „Level 3“ gerð þar sem mæli skal

stilltur á „Class E Permanent Linke“ og prófað eftir þeim hugbúnaði en ekki með sérhæfðum

hugbúnaði frá framleiðanda lagnakerfis.

Verktaki skal prófa allar lagnir og búnað áður en afhending verksins og úttekt fer fram. Í

prófunum skal fullreyna með mælingu að lagnir séu heilar, rétt tengdar og að kröfur um

gagnaflutning séu uppfylltar. Prófunarskýrslur skulu hluti handbókar. Bæði skulu koparlagnir

(channel mæling) sem og ljósleiðaralagnir (próf skal ljósleiðara með 850nm eða 1300nm með

OTDR mælingu) prófaðar samkvæmt stöðlum um Gigabit Ethernet. Prófanir og mælingar eru

heild skv. ofangreindri lýsingu.

Magntölur:

Magntala er heild samkvæmt lýsingu hér að ofan

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

Page 58: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

49

5.8.7. Dyrasími

Dyrasíminn skal vera lagður beint í töflu T1 í 20mm röri. Strengur að gerðinni Cat5e

Magntölur:

Magntala er heild. Miðað er við fullmerktan búnað, efni og vinna samkvæmt ofangreindri

lýsingu.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.9. Margmiðlun

5.9.1. Hátalarar

Verktaki sér um uppsetningu búnaðar, skal hann vera fullfrágenginn og tilbúin til notkunar.

Hátalarar skulu vera frá Sonos, nema verkkaupi samþykki eða geri breytingar. Allur kostnaður

vegna breytinga skal leggjast á verkkaupa.

Magntölur:

Miðað er við fullnaðarfrágang búnaðar, uppsettum og tengdum.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.9.2. Amazon búnaður

Verktaki sér um uppsetningu búnaðar, skal hann vera fullfrágenginn og tilbúinn til notkunar.

Raddstýringar búnaður og veggskjáir skulu vera frá Amazon, nema verkkaupi samþykki eða

geri breytingar. Allur kostnaður vegna breytinga skal leggjast á verkkaupa.

Magntölur:

Miðað er við fullnaðarfrágang búnaðar, uppsettum og tengdum.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.9.3. Þráðlaus netbúnaður

Verktaki sér um uppsetningu búnaðar, skal hann vera fullfrágenginn og tilbúinn til notkunar.

Þráðlaus netbúnaður skal vera frá Unify, nema verkkaupi samþykki eða geri breytingar. Allur

kostnaður vegna breytinga skal leggjast á verkkaupa.

Magntölur:

Miðað er við fullnaðarfrágang búnaðar, uppsettum og tengdum.

Sjá viðauka B : Magn- og kostnaðaráætlun.

5.10. Sameiginlegt

5.10.1 Vinnurafmagn og bráðabirgðalögn

Verktaki sér um og kostar alla vinnu, efni og viðhald rafkerfis, sem notuð verða við bygginguna

á verktímanum. Verktaki sækir um bráðabirgðaheimtaug 3x63A sem verkkaupi greiðir.

Verktaki sér alfarið um rekstur heimtaugarinnar á meðan á framkvæmdum stendur. Óski

verktaki eftir stækkun eða færslu á heimtaug skal hann kosta þá framkvæmd sjálfur.

Til snertispennuvarna skal nota lekastraumsrofa 0,03 A. Töflur fyrir ljós og vélar, sem notaðar

verða á byggingarstað svo og raflagnir og búnaður allur, skal vera af vandaðri gerð. Allur

búnaður skal þola veðurfar og þá meðferð, sem vænta má jafnt utanhúss sem innan.

Töflur fyrir ljós og vélar, sem notaðar verða við vinnu á byggingarstað svo og raflagnir og

búnaður allur, skal vera af vandaðri gerð og gerður til þess að þola veðurfar hér og þá meðferð

sem vænta má jafnt utan húss sem innan. Tenglar skulu allir gerðir fyrir jarðtengingu.

Page 59: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

50

Málmhlutar allra jarðtengingarskyldra raflagna, tækja og búnaðar skulu vandlega jarðtengdir

og skal hlífðarjarðtaug þeirra undantekningarlaust lögð á sama hátt og innan sömu pípu eða

kápu og straumfarataugar.

Veituna skal vera hægt að rjúfa hvenær sem er með einum eða fleiri aðalrofum. Sem aðalrofa

má nota jarðstraumsliða.

Viðnám jarðskauts til jarðar skal miðað við að snertispenna í bilanartilvikum geti ekki orðið

hærri en 50 Volt.

Í jarðskaut skal nota 25 mm² gildan margþættan eirvír og/eða teina úr eirstáli. Jarðskaut skal

þannig staðsett, að því verði ekki hætta búin af jarðraski eða af öðrum aðgerðum vegna

Frágangur verktaka skal vera í samræmi við kaflann "Fyrirsögn um vinnubrögð" í

ákvæðisgrundvelli rafvirkja.

Page 60: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

51

6. Niðurstöður Aðal viðfangsefni verkefnisins var hönnun, lagning og teikningar á raflögnum, lýsingu og

forritun hússtjórnunarkerfis fyrir parhús á Kársnesi í Kópavogi.

Reynsla höfundar sem rafvirki í yfir tíu ár hérlendis og erlendis var innblástur höfundar í að

skapa meira skipulag fyrir rafverktaka á verkstað, út frá þeirri reynslu spratt kveikingarskrá og

gátlisti.

Það var áhugavert að sökkva sér ofan í fræðin, og skoða hversu mikil áhrif birta og ljóslitir geta

haft á fólk og tilfinningu þess fyrir rýminu. Höfundur hyggst auka enn frekar áherslu á liti,

rýmistilfinningu með tillit til birtumagns (lm), litarhitastig (K), og gæði litarendurkasts, við

hönnun, lagningu og í teikningum fyrir rými og síðast en als ekki síst við vali á ljósgjöfum.

Forsendur hönnunar snéri að miklu leiti að hússtjórnunarkerfinu. Tilgangurinn var þægindi,

hagkvæmni, umhverfissjónarmið og heilsusjónarmið.

Með forritun á hússtjórnunarkerfinu náðust ekki aðeins markmið um þægindi heldur líka

ávinningur í raforkusparnaði. Forritunin bíður upp á mikla möguleika með tengingu inn á önnur

kerfi í hljóðstýringu, öryggiskerfum, raddstýringum og ljósastýringum. Samþætting

mismunandi kerfa í gegnum hússtjórnunarkerfið skapar fullkomið samspil, t.d. með

ljósastýringu, raddstýringu, hljóðstýringu og snjall perum fyrir svefn..

Helstu niðurstöður í vöruvali:

✓ ABB-free@home, hússtjórnunarkerfið varð fyrir valinu, fyrst og fremst vegna þæginda

í uppsetningu, hagkvæmni og öflugri tengi valmöguleika við önnur kerfi.

✓ GU10 Philips Master Value peran var valin í innfelld ljós fram yfir lampa eða aðrar

perur. Peran er töluvert hagkvæmari með teknu tillit til líftíma, peruskipta og

upphafskostnaðar.

✓ Philips Hue perur voru valdar í flest hangandi ljós, bæði til að skapa stemningu og

ákveðna rýmistilfinningu en líka með tillit til að skerpa á einbeitingu, háttatíma eða

vöknun með bitumagni og ljóslit.

✓ Við nánari skoðun á raforkusparnaði milli mismunandi pera er ótrúlegt hversu mikil

framþróun hefur átt sér stað. Höfundi þykir ljóst að LED perur muni halda áfram að

þróast hratt og það sé mjög stutt í að LED perur nái enn betri gæðum hvað varðar

litarhitastig, birtumagn og endurkasti lita.

Forritun á kerfinu og valmöguleikum þess er stór þáttur af hússtjórnunarkerfinu.

Framtíðin mun án efa vera spennandi í þessum efnum og fleiri tengimöguleikar og forritun í

hússtjórnunarkerfum, enn betri LED perur sem taka tillit til óteljandi þátta sem snúa einnig að

heilsu- og umhverfissjónarmiðum.

Greinilegt er að tenging raflagna við hússtjórnarkerfi, gefur rafkerfinu ekki aðeins nútíma blæ,

heldur getur reynst vel til orkusparnaðar á sviði rafmagnsnotkunar, en líka heitavatnsnotkunar

og óbeins orkusparnaðar með stillingarmöguleikum gluggatjalda. Með kerfinu er unnt að efla

öryggi fyrir íbúa og húseignina. Þess má líka geta að slíkt kerfi stuðlar að umhverfisvernd auk

áhrifa á heilsu íbúa. Ótalin eru skemmtunargildi kerfisins. Það má ætla að innan skamms verði

slík kerfi allsráðandi í rafkerfum nýrra og eldri bygginga og því var að mati höfundar dýrmætt

að miða vinnu sína við hönnun slíks kerfis.

Page 61: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

52

7. Heimildarskrá (IEEE staðlar)

7.1. Rafrænar heimildir

[1] ABB Asea Brown Boverti Ltd. „ABB-free@home Making home automation easier

than ever“. new.abb.com. https://new.abb.com/low-voltage/products/building-

automation/product-range/abb-freeathome (Sótt 24. febrúar 2020)

[2] GIRA. „Gira eNet SMART HOME“. Gira.com.

https://www.gira.com/en/gebaeudetechnik/systeme/enet-smart-home/features.html (Sótt

24.febrúar 2020)

[3] S Guðjónsson. „eNet kerfið“. Sg.is. https://www.sg.is/enet-kerfi%C3%B0 (Sótt 24.

febrúar 2020)

[4] Hager. „KNX Easy - Smart home made easy“. Hager.com.

http://www.hager.com.tr/products/wiring-accessories-and-building-automation/building-

automation/knx-easy/38672.htm (Sótt 24 febrúar 2020)

[5] Philips. ,,Specification LED Spot (Dimmable)“. Philips.co.uk.

https://www.lighting.philips.co.uk/etc/philips/b2c/compareproducts.html/?locale=en_GB

&catalog=CONSUMER&ctns=8718696721674,8718696721698 (Sótt 29.febrúar 2020)

[6] Orkusetur, orkusetur.is

https://orkusetur.is/raforka/ljostimakostnadur/ (Skoðuð 3.maí 2020)

[7] Philips Hue. „White and colour ambience“. www2.meethue.com

https://www2.meethue.com/en-gb/p/hue-white-and-colour-ambience-1-pack-

e27/8718699673109 (Skoðuð 28.febrúar 2020)

[8] dmlights. „The Effect Of Coloured Light On The Human Body“. www.dmlights.com

https://www.dmlights.com/blog/effect-coloured-light-on-human-body/ (Skoðuð febrúar

2020)

[8] TCPI. „The Psycologcal Impact of Light and Color“. www.tcpi.com

https://www.tcpi.com/psychological-impact-light-color/ (Skoðuð febrúar og mars 2020)

[9] Ry Crist. (2019). „Smart LED dimming curves: Linear vs. logaithmic“. Cnet.

https://www.cnet.com/pictures/smart-bulb-dimming-curves-linear-vs-logarithmic/

(Skoðuðu 7. maí 2020)

[10] Greater Cincinnati Energy Alliance. (2015) „Lightbulb Efficiency Comparison

Chart“. greatercea.org. Aðgengileg: https://greatercea.org/lightbulb-efficiency-

comparison-chart/ (Skoðuð 28. apríl 2020)

[11] SORAA. (2020). „Sora Healthy“. Soraa.com. Aðgengileg:

https://www.soraa.com/products/52-Soraa-Healthy-A19-A60.php# (Skoðuð apríl 2020)

[12] Verklýsing Garðarbær (2019) Kirkjuból, leikskólinn við Kirkjulund 1. Garðabæ,

viðbygging og endurgerð leikskóladeilda, verklýsing. Aðgengileg:

https://www.gardabaer.is/media/2019-kirkjubol-staekkun-og-endurbaetur/Verklysing-

Leikskolinn-Kirkjubol-Gardabae-9-april-2019.pdf?fbclid=IwAR2-

Page 62: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

53

Ui2kFHz0f8yNYtK4kHmC1-khnRYxiZV9ywKiU8mUzel1QhNZn6FNRZ8 (Skoðað

apríl 2020)

7.2. Handbækur

[1] Residential Lighting – a guide to meetingor exceeding California‘s 2019 Building

Engery Efficency Standards. Regents of the Univerisity of California , Davis Campus,

California Lighting Technology Center, 2019. Aðgengileg:

https://cltc.ucdavis.edu/sites/default/files/files/publication/2019-Residential-Lighting-

Guide-Web-Final.pdf (Skoðuð 4.apríl 2020).

7.3. Greingar (E. study)

[1] Liese Exelmans & Jan Van den Bulck(október 2014). „The Use of Media as a Sleep

Aid in Adults“. Liese Exelmans, Jan Van den Bulck. www.reaserachgate.net https://www.researchgate.net/publication/266945072_The_Use_of_Media_as_a_Sleep_A

id_in_Adults (Skoðuð 1. mars 2020)

[2] Rkard Kuller, Seifeddin Ballal, Thorbjörn Laike, Byron Mikellides & Graciela

Tonello (2006). „The impact of light and colour on psychological mood: a cross-cultural

study of indoor work environments“. Ergonomics, 49:14, 1496-1507.

www.tandfonline.com.

https://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/00140130600858142?src=recsys&journal

Code=terg20 (Skoðuð 1. mars 2020)

7.4. Staðlar (IEEE staðall)

[1] Raflagnir bygginga, íST 200, 2006.

[2] Staðall um fjarskiptalagnir, íST 151, 2016.

7.5. Myndir

[1] Jón Davíð Ásgeirsson (2018 -2020). Sneiðmyndir, módelmyndir og teikningar af

Marbakkabraut 9. Tripólí Arkitektastofa.

[2] Mynd 3 fengin af handbók „Resential Lighting“ útbúin af California Lighting

Technology Center, US Davis,. Aðgengileg:

https://cltc.ucdavis.edu/sites/default/files/files/publication/2019-Residential-Lighting-

Guide-Web-Final.pdf (Skoðuð 4. apríl 2020)

[3] Mynd 5: CRI stuðullinn, fengið af síðu Y lightning [Skoðuð 3.apríl 2020 af CRI stuðli

: https://www.ylighting.com/blog/guide-to-lighting-lamping-color-temperature-color-

rendering-and-lumens/ (Skoðuð 3. apríl 2020)

7.6. Lokaritgerðir

[1] Eyþór Viðarsson. Raflagnahönnun í Fjölbýlishúsi, Austurkór 63. Nýting á vinnutímum

og frágang í uppsteypun. Lokaverkefni í Rafiðnfræði, Tækni- og verkfræðideild. Háskólinn

í Reykjavík, Reykjavík, 2019.

Page 63: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

54

A. Viðauki: Kveikingarskrá Rými Kveiking Týpa Öryggi Rofaliði/Dimming Hue Töflu liðiAnddyri AND A Loftljós ● Hvítur T2.1.4 Dimming D1-A

Anddyri AND B Loftljós ● Svartur T2.1.4 Dimming D1-B

Anddyri - föt AND C Innfeld lj. ● Rauður T2.1.4 Rofaliði R1-A

Gestabað BAD 1-A Loftljós ● Appelsíug. T2.1.4 Dimming D1-C

Gestabað BAD 1-B Vegglj. ● Fjólubl. T2.1.4 Dimming D1-D

Herbergi 1 HERB 1-A Loftljós ● Hvítur T2.1.7 Dimming X D1-E

Herbergi 1 HERB 1-B Innfeld lj. ● Appelsíug. T2.1.7 Dimming D1-F

Herbergi 2 HERB 2-A Innfeld lj. ● Svartur T2.1.7 Dimming X D2-A

Herbergi 2 HERB 2-B Innfeld lj. ● Rauður T2.1.7 Dimming D2-B

Herbergi 3 HERB 3-A Loftljós ● Hvítur T2.1.2 Dimming X D3-A

Herbergi 3 HERB 3-B Innfeld lj. ● Appelsíug. T2.1.2 Dimming D3-B

Herbergi 4 HERB 4-A Loftljós ● Svartur T2.1.2 Dimming X D3-C

Herbergi 4 HERB 4-B Innfeld Lj. ● Rauður T2.1.2 Dimming D3-D

Gangur GANG A Innfeld Lj. ● Fjólubl. T2.1.2 Dimming D3-E

Þvottaherb. ÞVO A Innfeld Lj. ● Rauður T2.1.1 Rofaliði R1-D

Baðherbergi BAD 2-A Innfeld Lj. ● Svartur T2.1.1 Dimming D4-A

Baðherbergi BAD 2-B Vegglj. ● Fjólubl. T2.1.1 Rofaliði R1-C

Baðherbergi BAD 2-C Óbein lýsing ● Hvítur T2.1.1 Dimming D4-B

Baðherbergi BAD 2-D Innfeld Lj. ● Grár T2.1.1 Dimming D4-C

Hjónaherbergi HJON A Loftljós ● Svartur T2.1.3 Dimming X D4-D

Hjónaherbergi HJON B Innfeld lj. ● Rauður T2.1.3 Dimming D4-E

Hjónaherbergi HJON C Innfeld lj. ● Hvítur T2.1.3 Dimming D4-F

Hjónaherbergi HJON D Loftljós ● Appelsíug. T2.1.3 Rofaliði R1-G

Hjónaherbergi HJON E Óbein lýsing ● Fjólubl. T2.1.3 Dimming D5-A

Stofa STOF A Loftljós ● Svartur T2.1.14 Dimming D5-B

Stofa STOF B Innfeld lj. ● Rauður T2.1.14 Dimming D5-C

Stofa STOF C Innfeld lj. ● Hvítur T2.1.14 Dimming D5-D

Stofa STOF D Óbein lýsing ● Fjólubl. T2.1.14 Dimming D5-E

Sjónvarpsherb. TV A Loftljós ● Svartur T2.1.15 Dimming D2-C

Sjónvarpsherb. TV B Innfeld lj. ● Rauður T2.1.15 Dimming D2-D

Sjónvarpsherb. TV C Innfeld lj. ● Hvítur T2.1.15 Dimming D2-E

Sjónvarpsherb. TV D Óbein lýsing ● Fjólubl. T2.1.15 Dimming D2-F

Borðstofa BORD A Loftljós ● Svartur T2.1.17 Dimming D6-A

Borðstofa BORD B Innfeld lj. ● Rauður T2.1.17 Dimming D6-B

Borðstofa BORD C Óbein lýsing ● Fjólubl. T2.1.17 Dimming D6-C

Eldhús ELD A Loftljós ● Hvítur T2.1.17 Dimming X D6-D

Eldhús ELD B Innfeld lj. ● Appelsíug. T2.1.17 Dimming D6-E

Eldhús ELD C Undirskápa ljós ● Grár T2.1.17 Dimming D6-F

BÚR BUR A Loftljós ● Svartur T2.1.16 Rofaliði R1-E

Stigar STIG A Loftljós ● Rauður T2.1.16 Dimming D3-F

Eldhús ELD G1 Gardína ● Hvítur T2.1.17 Gardínu liði G1-A

Eldhús ELD G2 Gardína ● Appelsíug. T2.1.17 Gardínu liði G1-B

Eldhús ELD G3 Gardína ● Grár T2.1.17 Gardínu liði G1-C

Eldhús ELD G4 Gardína ● Svartur T2.1.17 Gardínu liði G1-D

Eldhús ELD G5 Gardína ● Rauður T2.1.17 Gardínu liði G2-A

Sjónvarpsherb. TV G1 Gardína ● Appelsíug. T2.1.15 Gardínu liði G2-B

Hjónaherbergi HJON G1 Gardína ● Grár T2.1.3 Gardínu liði G2-C

Hjónaherbergi HJON G2 Gardína ● Svartur T2.1.3 Gardínu liði G2-D

Stofa STOFA G1 Gardína ● Rauður T2.1.14 Gardínu liði G3-A

Stofa STOFA G2 Gardína ● Appelsíug. T2.1.14 Gardínu liði G3-B

Stofa STOFA G3 Gardína ● Grár T2.1.14 Gardínu liði G3-C

Stofa STOFA G4 Gardína ● Svartur T2.1.14 Gardínu liði G3-D

Herbergi 1 ----- Gólfhiti ----- T2.1.4 Gólfhita liði H1-A

Herbergi 2 ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.4 Gólfhita liði H1-B

Anddyri ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.4 Gólfhita liði H1-C

Anddyri fataherb ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.4 Gólfhita liði H1-D

Herbergi 3 ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.1 Gólfhita liði H2-A

Herbergi 4 ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.1 Gólfhita liði H2-B

Hjónaherbergi ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.1 Gólfhita liði H2-C

Hjónaherb. Föt ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.1 Gólfhita liði H2-D

Stofa ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.16 Gólfhita liði H3-A

Stofa ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.16 Gólfhita liði H3-B

Sjónvarpsherb. ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.16 Gólfhita liði H3-C

Borðstofa ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.16 Gólfhita liði H3-D

Eldhús ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.16 Gólfhita liði H3-E

Búr ----- Gólfhiti ----- ----- T2.1.16 Gólfhita liði H3-F

Millivír

Page 64: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

55

B. Viðauki: Magn- og kostnaðaráætlun

Dagsetning: 10 mars 2020

Verkheiti: Marbakkabraut 9b

Útbúið af: Karl Stephen Stock

Forsendur:

Verð á einingu í ákvæðisvinnu.

Öll verð eru án virðisaukaskatts sem bætt er við samtölu neðst

Verð per ein ISK 1.710 kr.

5.2. Raflagnir í grunni Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

5.2.1 Sökkulskaut og spennujöfnun

Sökkulskaut, tengja saman járn í sökklum 85 stk 0,5 221 kr. 855 kr. 1.076 kr. 91.460 kr.

Sökkulskaut tengt inn á aðaltöflu 1 stk 2,97 5.147 kr. 5.079 kr. 10.226 kr. 10.226 kr.

Spennujöfnun vatnsinntök 1 stk 5,63 1.350 kr. 9.627 kr. 10.977 kr. 10.977 kr.

Spennujöfnun baðkars 2 stk 0,5 93 kr. 855 kr. 948 kr. 1.896 kr.

5.2.2 Pípur í jarðvegi

50mm jarðvegsrör 42 m 0,46 634 kr. 787 kr. 1.421 kr. 59.665 kr.

35mm Jarðvegsrör 33 m 0,46 355 kr. 787 kr. 1.142 kr. 37.673 kr.

Samtals, raflagnir í grunni 211.897 kr.

5.3. Pípur og dósir Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

5.3.1. Pípur og samskeyti í steypu

Pípur 16mm + samskeyti 920 m 0,34 45 kr. 581 kr. 626 kr. 576.288 kr.

Pípur 20mm + samskeyti 740 m 0,53 67 kr. 906 kr. 973 kr. 720.242 kr.

Borgöt fyrir 20mm pípur í gegnum steyptan vegg 25 stk 1,7 50 kr. 2.907 kr. 2.957 kr. 73.925 kr.

5.3.2. Dósir í steypu

Loftadósir 27 stk 0,9 461 kr. 1.539 kr. 2.000 kr. 54.000 kr.

R/T Dós í vegg 110 stk 0,9 201 kr. 1.539 kr. 1.740 kr. 191.400 kr.

Veggdós í vegg 3 stk 0,9 216 kr. 1.539 kr. 1.755 kr. 5.265 kr.

Samtals, pípur og dósir 1.621.120 kr.

Page 65: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

56

5.4. Töflur og töflubúnaður Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

5.4.1. Töfluskápur

T1 Töfluk.950x1300x215 IP43 1 stk 16,7 135.629 kr. 28.557 kr. 164.186 kr. 164.186 kr.

T2 Töfluk.950x1300x215 IP43 1 stk 16,7 95.000 kr. 28.557 kr. 123.557 kr. 123.557 kr.

5.4.2. Rafbúnaður í töfluskápum

Neozed varrofi 63/50A 3p 3 stk 4,47 8.110 kr. 7.644 kr. 15.754 kr. 47.261 kr.

Lekastraumsrofi 40/0,03A 4p 4 stk 4,28 6.126 kr. 7.319 kr. 13.445 kr. 53.779 kr.

Lekastraumsrofi 63/0,03A 4p 1 stk 5,96 8.345 kr. 10.192 kr. 18.537 kr. 18.537 kr.

Sjálfvör B 13A 1p 25 stk 0,94 569 kr. 1.607 kr. 2.176 kr. 54.410 kr.

Sjálfvör B 16A 1p 6 stk 0,94 569 kr. 1.607 kr. 2.176 kr. 13.058 kr.

Sjálfvör B 20A 1p 1 stk 0,94 897 kr. 1.607 kr. 2.504 kr. 2.504 kr.

Sjálfvör B 25A 1p 1 stk 1,14 895 kr. 1.949 kr. 2.844 kr. 2.844 kr.

Draga út fyrir mæli 3fasa 1 stk 7,68 1.722 kr. 13.133 kr. 14.855 kr. 14.855 kr.

Núll og jarðskinnur í töflu 8 stk 1,02 1.685 kr. 1.744 kr. 3.429 kr. 27.434 kr.

Vír 10q í aðaltöflu 20 m 0,38 189 kr. 650 kr. 839 kr. 16.776 kr.

Raðskinnur (Din) tilbúnar stk 0,3 513 kr. 513 kr. 0 kr.

5.4.3. Töflubúnaður ABB-free@home

DA/M.6.210.2.1 6f. dimmer 6x210 W/VA 6 stk 5,58 86.307 kr. 9.542 kr. 95.849 kr. 575.093 kr.

SA-M-8.8.1 rofaliði/binary 8f. 1 stk 6,42 60.951 kr. 10.978 kr. 71.929 kr. 71.929 kr.

SAP/S.3 System Access Point 2.0 1 stk 2,5 85.219 kr. 4.275 kr. 89.494 kr. 89.494 kr.

PS-M64.1.1 spennugjafi 640mA 1 stk 4,28 45.813 kr. 7.319 kr. 53.132 kr. 53.132 kr.

Gardínuliði 4 faldur 3 stk 4,74 37.000 kr. 8.105 kr. 45.105 kr. 135.316 kr.

Hitaliði 6 faldur 3 stk 5,96 28.723 kr. 10.192 kr. 38.915 kr. 116.744 kr.

Mótorloki með millistykki 14 stk 2 1.368 kr. 3.420 kr. 4.788 kr. 67.032 kr.

Samtals, töflur og töflubúnaður 1.647.941 kr.

5.5. Rofar og Tenglar Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

5.5.1 Rofar, ABB-Free@home (Busch-Jaeger)

Rammar og vippur innifalið í einingaverðum

Thermostat RTC-F-1 Hitastillir 24V Bus 8 stk 1 24.474 kr. 1.710 kr. 26.184 kr. 209.472 kr.

2gang þrýstirofi SU-F-2.0.1 20 stk 1 9.438 kr. 1.710 kr. 11.148 kr. 222.960 kr.

5.5.2 Tenglar, ABB-Free@home (Busch-Jaeger)

Tenglar 1x16A+jörð 67 stk 0,71 1.800 kr. 1.214 kr. 3.014 kr. 201.945 kr.

Tenglar 1x16A+jörð utanáliggjandi 2f 3 stk 1,15 1.610 kr. 1.967 kr. 3.577 kr. 10.730 kr.

Samtals, rofar og tenglar 645.106 kr.

5.6. Raftaugar og strengir Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

1,5q vír 2250 m 0,05 30 kr. 86 kr. 116 kr. 259.875 kr.

2,5q vír 740 m 0,05 50 kr. 86 kr. 136 kr. 100.270 kr.

6q vír 94 m 0,1 118 kr. 171 kr. 289 kr. 27.166 kr.

10q vír 50 m 0,15 189 kr. 257 kr. 446 kr. 22.275 kr.

2x1,5q lampa snúra 315 m 0,29 72 kr. 496 kr. 568 kr. 178.889 kr.

BUS strengur 200 m 0,29 71 kr. 496 kr. 567 kr. 113.380 kr.

Samtals, raftaugar og strengir 701.855 kr.

Page 66: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

57

5.7. Lampar og tæki Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

5.7.0. Almenn atriði

Innfeld ljós Deep IP44 GU10 Ø87mm Hvítur ÞVO A, BAD 2-A, BAD 2-D 10 stk 2,79 6.861 kr. 4.771 kr. 11.632 kr. 116.319 kr.

Innfeld ljós Deep fastur GU10 Ø76mm Hvítur 52 stk 2,79 3.445 kr. 4.771 kr. 8.216 kr. 427.227 kr.

Innfeld ljós veltanleg Deep velt. GU10 Ø87mm Hvítur STOF B, STOF C, TV B, TV C 20 stk 2,79 5.391 kr. 4.771 kr. 10.162 kr. 203.238 kr.

Perur GU10 LED Philips warmglow 50W 78 stk 1.331 kr. 0 kr. 1.331 kr. 103.818 kr.

Perur GU10 Philips master 3000K 50W ÞVO A 4 stk 3.245 kr. 0 kr. 3.245 kr. 12.980 kr.

Perur E27 LED Philips Hue 9wHERB 1-A, HERB 2-A, HERB 3-A,

HERB 4-A, HJON A, ELD A8 stk 0,1 12.825 kr. 171 kr. 12.996 kr. 103.968 kr.

Led driver EUP75T Triac dimmer 24V 1x75W BORD C, ELD C, STOF D, TV D 5 stk 2,18 10.911 kr. 3.728 kr. 14.639 kr. 73.194 kr.

Led borði með álprófíl og ljóshlíf BORD C, ELD C, STOF D, TV D 25 m 4 4.858 kr. 6.840 kr. 11.698 kr. 292.438 kr.

Philips Hue LED útiborði - 5m BAD 2-C 1 m 4 17.995 kr. 6.840 kr. 24.835 kr. 24.835 kr.

PHILIPS HUE BRIGDE 1 stk 2,18 7.205 kr. 3.728 kr. 10.933 kr. 10.933 kr.

Hangandi Ljós Wever&Ducré Wiro Diamond 3.0 STOF A 1 stk 4,48 107.000 kr. 7.661 kr. 114.661 kr. 114.661 kr.

Hangandi Ljós Melt Mini Round Smoke STIG A 1 stk 4,48 366.480 kr. 7.661 kr. 374.141 kr. 374.141 kr.

Hangandi Ljós Fern Living Disc Shade Svartur ELD A 3 stk 4,48 20.621 kr. 7.661 kr. 28.282 kr. 84.845 kr.

Hangandi Ljós MANOLA króna 12xE14 m/ledperum Grá BORD A 1 stk 4,48 75.450 kr. 7.661 kr. 83.111 kr. 83.111 kr.

Hangandi Ljós NORM12 Stórt/hvítt HERB 1-A, HERB 2-A, HERB 3-A, HERB 4-A 4 stk 4,48 14.000 kr. 7.661 kr. 21.661 kr. 86.643 kr.

Hangandi Ljós Muuto Fluid Ø42cm HJON A 1 stk 4,48 41.400 kr. 7.661 kr. 49.061 kr. 49.061 kr.

Samtals, lampar og perur 2.161.411 kr.

5.8. Smáspennukerfi Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

5.8.2 Tölvu og símatenglar

Cat 5e strengir 480 m 0,25 55 kr. 428 kr. 483 kr. 231.600 kr.

Fjarskiptatenglar tvöfldir RJ45 í R/T dós Cat 5e 15 stk 2,77 4.022 kr. 4.737 kr. 8.759 kr. 131.381 kr.

5.8.3. Krosstengibretti

Krosstengibretti UTP 12xCat5e 3 stk 1,8 7.331 kr. 3.078 kr. 10.409 kr. 31.227 kr.

5.8.4. Dreifilagnir

Tengingar inn á krosstengibretti 30 stk 1,69 2.890 kr. 2.890 kr. 86.697 kr.

5.8.5. Merkingar

Skipuleggjari í smáspennuhólf límd 3 stk 1 1.820 kr. 1.710 kr. 3.530 kr. 10.590 kr.

5.8.7. Dyrasími

Ring2 Dyra bjalla 1 stk 4,2 29.990 kr. 7.182 kr. 37.172 kr. 37.172 kr.

Samtals, smáspennukerfi 528.667 kr.

Page 67: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

58

5.9. Margmiðlun Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

5.9.1. Hátalarar

Sonos 1 með uppsetningu 9 stk 3 34.990 kr. 5.130 kr. 40.120 kr. 361.080 kr.

Sonos 5 með uppsetningu 3 stk 3 77.990 kr. 5.130 kr. 83.120 kr. 249.360 kr.

Sonos SUB með uppsetningu 1 stk 3 109.990 kr. 5.130 kr. 115.120 kr. 115.120 kr.

Sonos Playbar með uppsetningu 1 stk 3 109.990 kr. 5.130 kr. 115.120 kr. 115.120 kr.

5.9.2. Amazon búnaður

Amazon DOT með uppsetningu 4 stk 2 11.995 kr. 3.420 kr. 15.415 kr. 61.660 kr.

Amazon Firetab "7 með uppsetningu 3 stk 5,46 5.500 kr. 9.337 kr. 14.837 kr. 44.510 kr.

Amazon FireTV með uppsetningu 1 stk 2 6.500 kr. 3.420 kr. 9.920 kr. 9.920 kr.

5.9.3. Þráðlaus netbúnaður

Unify Disc 4 stk 0,8 17.781 kr. 1.368 kr. 19.149 kr. 76.596 kr.

Unify POE switch 1 stk 0,8 37.738 kr. 1.368 kr. 39.106 kr. 39.106 kr.

Samtals, margmiðlun 1.072.472 kr.

5.11. Annað Magn Eining ÁR ein. Efni Vinna Ein. verð Verð

Tenging á helluborði 1 stk 2,5 550 kr. 4.275 kr. 4.825 kr. 4.825 kr.

Tenging á ofnum 1 stk 2,5 550 kr. 4.275 kr. 4.825 kr. 4.825 kr.

Tenging á örbylgjuofn 1 stk 2,5 550 kr. 4.275 kr. 4.825 kr. 4.825 kr.

Háfur í loft 1 stk 5 550 kr. 8.550 kr. 9.100 kr. 9.100 kr.

Forritun 80 stk 3,5 100 kr. 5.985 kr. 6.085 kr. 486.800 kr.

Samtals, annað 510.375 kr.

Heildar kostnaður án vsk. 9.100.843 kr.

Heildar kostnaður með vsk. 11.285.046 kr.

Verð per m2 með vsk. 42.585 kr.

Page 68: Diplóma í rafiðnfræði - Skemman

Háskólinn í Reykjavík Lokaverkefni, rafiðnfræði

Tækni- og verkfræðideild Karl Stephen Stock

59

C. Viðauki: Teikningar