18
Hlíðaskóli Helga Snæbjörnsdóttir Einkenni lífvera 5.kafli 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 1

Einkenni lífvera

  • Upload
    nascha

  • View
    44

  • Download
    4

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Einkenni lífvera. 5.kafli. Vistfræði og vistkerfi. Vistfræði fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Einnig um ýmsar breytingar sem eiga sér stað í umhverfinu, ástæður þeirra og áhrif. - PowerPoint PPT Presentation

Citation preview

Page 1: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Einkenni lífvera

5.kafli

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 1

Page 2: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Vistfræði og vistkerfiVistfræði og vistkerfi

Vistfræði fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Einnig um ýmsar breytingar sem eiga sér stað í umhverfinu, ástæður þeirra og áhrif.

Lifandi umhverfi er skipt í einingar eða heildir sem ná til allra lífvera og umhverfis þeirra. Hver slík eining kallast vistkerfi.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 2

Page 3: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Líffélög og stofnarLíffélög og stofnar

Allar þær fjölmörgu og margvíslegu lífverur sem lifa á hinu tiltekna svæði kallast einu nafni líffélag.

Stofn er hópur lífvera af sömu tegund sem lifir á afmörkuðu svæði. Hin ýmsu vistkerfi framfleyta mismunandi stofnum.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 3

Page 4: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Kjörbýli og sess

Sá staður sem lífvera á að heimkynnum sínum kallast kjörbýli eða búsvæði. Þar finna lífverurnar fæðu og skjól.

Hver tegund lífvera gegnir tilteknu hlutverki í líffélagi svæðisins.

Sess felur í sér öll umsvif lífverunnar og allt sem hún þarfnast innan kjörbýlis síns.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 4

Page 5: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Kjörbýli og sess frh.

Lífverur sem lifa saman í vistkerfi geta deilt með sér kjörbýlum án nokkurra vandkvæða, en mismunandi tegundir geta ekki haft sama sess !

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 5

Page 6: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

5-25-2

Flokka má lífverur í þrjá megin hópa eftir því hvernig þær afla sér orku:

1. Frumframleiðendur Plöntur og þörungar sem framleiða eigin

fæðu. Þessar lífverur eru síðan étnar af öðrum lífverum.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 6

Page 7: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

2. Neytendur Lífverur sem nærast beint eða

óbeint á frumframleiðendum. Neytendur eru ófrumbjarga þar

sem þeir geta ekki verið sjálfir sér nægir um fæðu.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 7

Page 8: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

3. Sundrendur Þegar plöntur og dýr deyja nýta

lífverur sem nefnast sundrendur (rotverur) líkama þeirra sér til viðurværis.

Sundrendur eru yfirleitt agnarsmáar lífverur t.d. gerlar og sveppir.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 8

Page 9: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Fæðukeðjur

Fæðukeðja lýsir því hvernig mismunandi lífveruhópar afla sér fæðu, hver á annarri í “einfaldri” röð þannig að hver tegund verður hlekkur í fæðukeðjunni.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 9

Page 10: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Fæðuvefur

Fæðuvefur er gerður úr öllum fæðukeðjum sem finna má í hverju vistkerfi og tengjast saman.

Með fæðuvef má sjá innbyrðis tengsl lífveranna í vistkerfinu.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 10

Page 11: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Fæðuhjallar - Orkupýramídi Fæðuhlekkirnir eru gjarnan settir upp á mynd

þannig að breidd hlekksins endurspeglar orkuna sem í honum býr.

Mest af orkunni er neðst, en með hverju þrepi tapast nokkuð af orkunni. Lífverur sem eru efst í pýramídanum þurfa að éta orkumeiri fæðu en þeir sem eru neðar. Sjá mynd bls. 100

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 11

Page 12: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Fæðuhlekkir

Fæðuhlekkur segir til um stöðu lífveru í fæðukeðjunni.

Plöntur eða þörungar eru fyrstar í fæðu-hlekk hverrar fæðukeðju.

Plöntuætur eru í hlekk númer tvö. Kjötætur eru í þriðja hlekknum.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 12

Page 13: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

5-3 tengsl í vistkerfi

Samkeppni eru tengsl þar sem lífverur keppa hver við aðra um takmörkuð lífsgæði (auðlind) sem þau þurfa til þess að lifa.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 13

Page 14: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Ránlíf

Lífverur sem veiða og drepa aðrar lífverur sér til matar lifa ránlífi. Yfirleitt er um að ræða rándýr.

Lífverurnar sem rándýrin veiða kallast bráð.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 14

Page 15: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

Samlíf

Í stað þess að keppa hvert við annað komast sumir lífveruhópar vel af með því að lifa með hvor öðrum og jafnvel hjálpast að !

Til eru þrjár gerðir samlífis og er munurinn einkum fólginn í því hver hefur hag af samlífinu:

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 15

Page 16: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

1. Gistilíf

Gistilíf er dæmi um samlíf tveggja lífverutegunda þar sem annar aðilinn hagnast af samlífinu en hinn hvorki hagnast né hlýtur skaða af.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 16

Page 17: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

2. Samhjálp

Þegar samlífi tveggja tegunda er lífsnauð-synlegt fyrir báða aðila, er talað um samhjálp.

Yfirleitt snýst hagur beggja um fæðu og vernd.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 17

Page 18: Einkenni lífvera

HlíðaskóliHelga Snæbjörnsdóttir

3. Sníkjulíf

Samlífið felst í því að annar aðilinn hefur hag af því en hinn ber skaða af.

Sú lífvera sem hagnast, kallast sníkill en sú sem skaðast, kallast hýsill.

5-1 Lífverur og umhverfi þeirra 18