10
#nordbib17 facebook.com/bibliotek.org «Tendraðu ljós og lestu með öllum Norðurlöndunum.» 13/11–19/11 2017 www.bibliotek.org HUGMYNDAKVER EYJAR Á NORÐURLÖNDUM

EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

  • Upload
    others

  • View
    5

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

#nordbib17

facebook.com/bibliotek.org

«Tendraðu ljós og lestu með öllum Norðurlöndunum.»

13/11–19/11 2017www.bibliotek.org

HUGMYNDAKVER

EYJAR Á NORÐURLÖNDUM

Page 2: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

2 BIBLIOTEK.ORG

VELKOMIN Á NORRÆNU BÓKASAFNSVIKUNA 2017

Árið 2017 bjóða Norrænu félögin börnum, unglin-gum og fullorðnum til Norrænnar bókasafnaviku og til nýrra sameiginlegra bókmenntaupplifana. Vikuna 13. - 19. nóvember verður upplestur á sömu bókunum á öllum Norðurlöndunum og Eystrasalt-slöndunum, frá Grænlandi í vestri til Eystrasalt-slandanna í austri. Upplestur fyrir börn og ung-linga, Morgunstund, mun eiga sér stað klukkan 9 og upplestur fyrir fullorðna, Rökkurstund, verður klukkan 19. Tímasetningum er að sjálfsögðu hægt að hagræða eftir aðstæðum.

Möguleikarnir í Norrænu bókasafnsvikunni eru margir. Í þessu kveri verða kynntar hugmyndir fyrir leikskóla, skóla, bókasöfn og aðrar mennin-garstofnanir sem hægt er að útfæra fyrir spennandi og fjölbreytta dagskrá í Norrænu bókasafnsvikunni 2017. Hugmyndunum er skipt niður eftir áheyrnar-hópum. Það er vert að taka fram að aldur í þessu samhengi er bara tala og að hægt er að nota hug-myndirnar sem innblástur að verkefnum þvert á áheyrnarhópa.

Með þemanu Eyjar á Norðurlöndum býður Norræ-na bókasafnsvikan þátttakendum og skipuleggjen-dum að taka þátt í eyjaflakki í norrænnum bók-menntum. Í gegnum söguna hafa eyjar, umkringdar hafi og sérstæðri náttúru, verið mörgum norrænum rithöfundum innblástur að heillandi sögusviði frásagna sinna. Þema ársins endurspeglast einnig í vali á þeim bókum sem lesið verður upp úr í ár, þar sem þær bjóða hlustandanum með á bókmennta-eyju, hver á sinn hátt.

Fjársjóðseyjan er upplestrarbók fyrir yngstu hlus-tendurna. Hún er skrifuð af hinni finnsku Mauri Kunnas og er endursögn á klassísku sjórænin-gjaævintýri Robert Louis Stevensons. Bókin fjallar um Jim litla sem fer í fjársjóðsleit á leynieyju eftir að hafa fundið dularfullt fjársjóðskort í eigum aldraðs sjómanns. Með fjársjóðskortið í fórum sínum eru Jim litli og áhöfnin sannfærð um að finna gull og gersemar en á skipinu leynast gráðugir sjóræningjar

sem hafa ekki í hyggju að deila stórkostlega fjársjóð-num með öðrum.

Maresi, eftir Finnlandssvíann Maria Turtschaninoff, er fantasía fyrir unglinga. Sagan gerist á fjarlægum stað á óræðum tíma á eyjunni Menos. Eyjan er heimili og skjól kvenna og fá engir karlar leyfi til að koma í land. Íbúar eyjunnar fá þó ekki að vera í friði að eilífu því einungrun eyjunnar er rofin með komu Jais. Jais er á flótta frá ofbeldisfullum föður sínum en sá neitar gefast upp fyrr en hann klófestir hana á ný.

Ís, eftir hina finnlandssænsku Ulla-Lena Lundberg frá Álandi, fer með okkur til álandska eyjasamfélag-sins Örarna, þar sem veðrabreytingar, harðneskjuleg náttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna-rinnar. Sagan fjallar um ungan prest sem flytur með konu sinni og dóttur frá meginlandi Finnlands til álandska eyjaklasans á eftirstríðsárunum.

Á vefsíðu Norrænu bókasafnsvikunnar www.bibliotek.org eru frekari upplýsingar um upplestrarbækur þessa árs, ásamt öðru efni sem hægt að vinna með upplestrarstundunum.

Við óskum öllum skipuleggjendum og þátttaken-dum góðra bókastunda í Norrænu bókasafnsvikun-ni 2017.

Góðar lestrarstundir!

Verkefnisstjóri: Anne Malmström Höfundur: Gerd Helena Hals Myndskreytingar: Regina Lukk-Toompere Hönnun og umbrot: Jacob Mellåker

Sérstakar þakkir: Kristín Magnúsdóttir, Annica Andersson, Heidi Lønne Grønseth, Merete Riber, Eydís Inga Valsdóttir, Marjun Patursson, Mette Laustsen, Susanna Puisto, Liv Inger Lindi, Brigita Urmanaite, Eha Vain, Ieva Hermanso-ne, Ulla-Lena Lundberg, Maria Turtschaninoff, Mauri Kunnas, Heyday

Page 3: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

ÞÚ GÆTIR VUNNIÐ BÓK!!

3BIBLIOTEK.ORG

LJÓSMYNDASAMKEPPNI Á INSTAGRAM OG FACEBOOK

Deildu upplifunum þínum í Norrænu bókasafnsvi-kunni 2017 og sendu bestu myndirnar þínar í ljósmyndasamkeppnina okkar. Myndirnar skulu á einn eða annan hátt endurspegla þema þessa árs, Eyjar á Norðurlöndum. Vertu með, settu myndir-nar þínar inn á Instagram eða á Facebook síðuna okkar , nordisk_biblioteksuge, og merktu þær með #Nordbib17. Öll innlegg eru með í samkeppninni og sigurvegarinn vinnur bók að eigin vali eftir einn af höfundum bóka þessa árs. Slepptu ímyndunarafli-nu lausu og smelltu af!

VERTU MEÐ OKKUR Á INSTAGRAM OG FACEBOOK!

Fylgdu Norrænu bókasafnsvikunni á Insta-gram, nordisk_biblioteksuge og á síðunni Nordisk biblioteksuge á Facebook, og sjáðu hvernig aðrir skipuleggja Norrænu bóka-safnsvikuna. Þar finnur þú einnig fleiri myndir, uppfærslur og spennandi fréttir.

Page 4: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

4 BIBLIOTEK.ORG

UPPLESTUR SJÓRÆNINGJANS

Sjóræningi er sjaldséð sjón í skólastofunni og á bókasafninu, en í Norrænu bókasafnsvikun-ni getur allt gerst. Í Fjársjóðseyjunni hittum við gamla sjómenn, hreykinn skipstjóra og óhugnanlega sjóræningja. Klæðið upplesarann upp sem persónu í Fjársjóðseyjunni og útbúið stofuna eins og sjóræningjaskip til að gera upplifunina enn skemmtilegri!

Upplestur fyrir börn og unglinga verður haldinn fyrir hádegi. Fjársjóðseyjan, eftir hina finnsku Mauri Kunnas, er ríkulega myndskreytt saga og sérvalin fyrir upplestrarstund yngri barnanna. Æsispennandi fantasían Maresi, eftir finnlandssænska rithöfundinn Maria Turtschaninoff, verður lesin upp fyrir unglingana.

Upplifunin af upplestrinum byrjar áður en bókin er opnuð. Dragðu gluggatjöldin fyrir, deyfðu ljósið, kveiktu á kertum og skapaðu góða stemningu. Ef skjávarpi er til staðar er hægt að varpa upp mynd af bókarkápunum, veggspjaldi Norrænu bókasafnsvikunnar eða myndskreytingum úr bókunum.

Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu Norrænu bóka-safnsvikunnar áður en viðburðirnir hefjast.

MORGUNSTUNDUPPLESTUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA

HUGMYNDIR FYRIR BÖRN: UPPLESTRARSTUND

LESTUR UTANDYRA

Í skammdeginu eru bæði börn og fullorðnir mikið innandyra. Það er því góð hugmynd að færa upplestrarstundina út. Klæðið ykkur vel, setjist á trjástubb, dýnu eða komið ykkur fyrir í leikgrindinni á skólalóðinni. Kannski væri hægt að fara í ferð út í nálæga eyju og hafa upplesturinn þar?

SAMVINNA MEÐ SKÓLANUM EÐA BÓKASAFNINU

Norræna bókasafnsvikan býður upp á fullko-mið tækifæri til að styrkja samstarfið á milli skóla og bókasafna. Sendu skólabekkjum boð um upplestrarstund á bókasafninu eða bjóddu bókaverði að lesa upp í bekknum.

Page 5: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

5BIBLIOTEK.ORG

FJÁRSJÓÐSLEIT

Fátt er vinsælla meðal barna en almennileg fjársjóðsleit. Gefðu hlustendum fjársjóðskort svo þeir geti farið í fjársjóðsleit á bókasafninu eða í skólanum eins og Jim litli gerir í Fjársjóðseyjunni. Þú finnur tillögur á vefsíðu Norrænu bókasafnsvikunnar.

HUGMYNDIR FYRIR BÖRN: VIÐBURÐIR

TEIKNING OG UPPLESTUR

Þegar upplestri lýkur geta börnin teiknað sína eigin ímynduðu eyju og búið til fjársjóðskort sem sýnir hvar á eyjunni hinn faldi fjársjóður leynist. Spjallið svo um myndirnar með börn-unum, hengið þær upp og haldið sýningu á afurðum Norrænu bókasafnsvikunnar á bóka-safninu eða í skólastofunni.

FÖNDUR: ÁHÖFN Á SJÓRÆNINGJASKIPI

Á meðal áheyrenda leynast eflaust einhver-jir litlir sjóræningjar. Láttu börnin búa til sjóræningjahatta úr dagblaðapappír og augn-leppa úr filti eða öðru efni. Leiðbeiningar er að finna á www.bibliotek.org. Litlu sjóræningjar-nir gætu í framhaldi búið til hlutverkaleik þar sem þeir leika atriði úr upplestrinum.

SJÓRÆNINGJASÖNGVAR

Norrænir sjóræningjar eru miklir söngfuglar og því væri sniðugt að samtvinna upplesturinn og söngstund. Í Noregi syngur hinn vinsæli Kapteinn Skögultönn lagið ”Hiv o’hoi – snart er skatten vår!” og Lína Langsokkur frá Svíþjóð er þekkt fyrir margar sjóræningjavísur, eins og lagið ”Sjörövar-fabbe”.

FJÁRSJÓÐSLEIT

Mauri Kunnas er þekkt fyrir hugmyndaríkar myndskreytingar. Prentaðu út myndirnar í upplestrarkaflanum og fáðu börnin til að leita að skemmtilegum dýrum og smáatriðum á myndunum. Spjallið saman um teikningarnar.

SJÓRÆNINGJARATLEIKUR

Bókmenntir og hreyfing passa betur saman en margir halda. Útbúðu ratleik fyrir litlu sjóræningjana með skemmtilegum áskoru-num og verkefnum. Hugmyndir að spennandi verkefnum fyrir ratleiki er að finna á vefsíðu Norrænu bókasafnsvikunnar.

KAFAÐ Í TEXTANN

Kafaðu í textann með börnunum og spjal-laðu við þau um umfjöllunarefni bókarinnar í skólastofunni eða á bókasafninu. Hvað er eiginlega sjóræningi? Hvers vegna er fjár-sjóðurinn falinn á eyju? Einnig er hægt að draga fram sérstök eða skemmtileg orð í texta-num. Skrifaðu orðin á blöð og hengdu þau upp á töflu.

Page 6: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

6 BIBLIOTEK.ORG

SKRIFIÐ ÆVINTÝRI UM EYJU

Eftir upplesturinn geta börnin skrifað sína eigin sjóræningjasögu. Sögurnar geta haft útgangspunkt í upplestrartextunum eða í lista-verkinu á veggspjaldi Norrænu bókasafnsvi-kunnar (sjá öftustu síðu bæklingsins). Prófaðu að láta börnin skrifa framhald af sögunni um Beinaeyju og Jim litla úr bókinni Fjársjóðseyjunni. Kannski siglir Jim litli aftur af stað í leit að nýjum ævintýrum?

FINNLAND Á AFMÆLI!

Í Norrænu bókasafnsvikunni í nóvember 2017 leggjum við áherslu á 100 ára sjálfstæði Finn-lands á margvíslegan hátt. Meðal annars koma allir höfundar upplestrarbókanna frá Finnlan-di. Nýttu Norrænu bókasafnsvikuna til að setja fókus á Finnland á bókasafninu eða í skólanum og fáðu börnin til að teikna finnska fánann. Hvar er Finnland á kortinu og hvaða tungumál eru töluð þar?

HUGMYNDIR FYRIR UNGLINGA: VIÐBURÐIR

FARÐU Á EYJAFLAKK

Stundum þarf maður ekki að fara lengra en að bókahillunni til að ferðast á milli eyja. Á vefsíðu Norrænu bókasafnsvikunnar er listi með norrænum bókum með eyjar í aðalhlut-verki. Veldu nokkrar bækur, skrifaðu stutt-an texta um eyjarnar sem þú finnur þar og spjallið saman um þessar eyjar bókmenntanna. Hvernig líta þær út? Hverjir búa þar? Hvernig ferðast maður þangað?

SETTU UPP LEIKRIT

Hafið upplestrartextann úr Maresi til hlið-sjónar og búið til leikrit út frá þema sögunnar. Látið atburðina gerast á eyjunni Menos eða skrifið ykkar eigið leikrit með ímyndaðri eyju í forgrunni. Flytjið leikritið í skólastofunni eða á bókasafninu.

PARALESTUR

Nýtið Norrænu bókasafnsvikuna sem tækifæri til að setja fókus á upplestur. Skiptið unglin-gunum upp í pör og látið þau æfa sig með því að lesa kaflann úr Maresi upphátt fyrir hvort annað.

KYNNTU TUNGUMÁL NORÐURLANDA

Kaflinn úr Maresi er aðgengilegur á vefsíðu Norrænu bókasafnsvikunnar á öllum tun-gumálum Norðurlandanna. Blandaðu upplest-rinum saman við tungumálakennslu og lestu kaflann upp á öðru tungumáli. Láttu krakkana spreyta sig á því að þýða textann yfir á annað norrænt tungumál og bera svo þýðinguna sína saman við þá útgáfu sem þegar hefur verið þýdd. Einnig er hægt að velja nokkrar máls-greinar og bera saman bókstafi, orð og setnin-gar á milli tungumála.

KAFAÐ Í TEXTANN

Sökktu þér ofan í textann og ræddu hann í bekknum. Láttu ungu hlustendurna skrifa samantekt kaflans og ræðið einkenni og stíl-brögð textans. Einnig geta nemendurnir sjálfir lesið textann og valið málsgreinar sem hreyfa við þeim á einn eða annan hátt. Skiptu nemen-dunum upp í hópa til að ræða hvaða pælingar málsgreinarnar vekja með þeim. Hvers vegna er málsgreinin áhugaverð? Hverju miðlar hún til þessa tiltekna nemanda?

Page 7: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

7BIBLIOTEK.ORG

LIÐSLESTUR

Safnið liði og farið um skólann eða bókasafnið með upplestrarbækurnar í farteskinu. Breiðið út bókmenntirnar og látið unglingana lesa upphátt fyrir yngri börnin. Þeir hugrökkustu gætu lesið fyrir heilan bekk í einu.

RITSMIÐJA

Ganga ungu hlustendurnir kannski með rithöfund í maganum? Skrifið frásögn um það hvernig það er að búa á eyju. Bjóðið rithöfundi á viðburðinn og haldið ritsmiðju með ungu höfundunum. Hvernig væri að ljúka Norrænu bókasafnsvikunni 2017 með upplestri á þeirra eigin sögum um bókmenntaeyjur?

RÆÐIR STÖÐU KYNJANNA Í BÓKUNUM

Bókin Maresi inniheldur sterkar kvenkyns persónur og textinn er góður útgangspunktur fyrir umræðu um kynhlutverk og jafnrétti, bæði í bókmenntum og í samfélaginu. Hvaða kynhlutverk koma fyrir í Maresi? Hvaða kynhlutverk koma fyrir í öðrum bókum sem þau hafa lesið? Geta bókmenntir haft áhrif á hvaða hlutverki við gegnum í hversdagslífinu og samfélaginu?

SAMFÉLAG KVENNA Í BÓKMENNTUM

Konurnar í klaustrinu á eyjunni Menos virðast bindast sterkum samfélagsböndum. Ræðið hvernig samfélag kvenna birtist í bókinni. Er hægt að finna svipaða framsetningu á sam-heldnum hópum í öðrum bókum?

NORDEN I SKOLEN

Norden i Skolen er ókeypis vefgátt fyrir kennara og nemendur sem vilja vinna með þemu eins og tungumál og menningu eða veðurfar og náttúru. Stofnaðu notandasíðu á www.nordeniskolen.org og fáðu aðgang að margvíslegu efni sem þú getur nýtt í bóka-safnsvikunni. Þar er til dæmis að finna yfir 50 norrænar stutt- og heimildarmyndir fyrir börn og unglinga.

NORRÆNT ÞEMA

Nýttu Norrænu bókasafnsvikuna sem útgangs-punkt til að sýna og læra um Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Hvernig líta fánar þeirra út? Hvaða heita höfuðborginar? Hvar er stærsta eyja heims? Á vefsíðu Norrænu bókasafnsvi-kunnar er að finna tilbúinn spurningaleik um Norðurlöndin.

FINNLAND 100 ÁRA

Taktu þátt í hátíðahöldum 100 ára sjálfstæðis Finnlands með því að setja Finnland í fókus í kennslunni. Þjóðartungumál Finnlands eru finnska og sænska og Maria Turtschaninoff, höfundur Maresi, er finnlandssænsk. Láttu nemendur kynna sér tungumálaumræðuna í Finnlandi. Hvað aðskilur þjóðartungumál og tungumál minnihlutahópa? Hvernig er hægt að tengja tungumálaumræðuna í Finnlandi við umræðu á Íslandi eða hinum Norðurlön-dunum um stöðu tungumálsins og stefnu í málefnum þess?

Page 8: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

8 BIBLIOTEK.ORG

Rökkurstund er upplestrarstund fyrir fullorðna. Hún verður haldin eftir að nóvembermyrkrið er skollið á. Upplestrartexti ársins er fenginn úr skáldsögunni Ís, eftir finnlandssænska rithöfundinn Ulla-Lena Lundberg frá Álandi.

Upplifunin af upplestrinum byrjar áður en bókin er opnuð. Dragðu gluggatjöldin fyrir, deyfðu ljósið, kveiktu á kertum og fangaðu stemningu stundarinnar. Ef skjávarpi er til staðar er hægt að varpa upp mynd af bókarkápunum, veggspjaldi Norrænu bókasafnsvikunnar eða myndskreytingum úr bókunum.

Þýddur kafli úr skáldsögunni Ís verður gerður aðgengilegur á vefsíðu Norrænu bókasafnsvikunnar áður en viðburðirnir hefjast.

RÖKKURSTUNDUPPLESTUR FYRIR FULLORÐNA

HUGMYNDIR FYRIR FULLORÐNA

EIN BÓK – HVERS VEGNA EKKI FLEIRI?

Hægt er að samtvinna upplestur á bók ársins, Ís, við upplestur á öðrum norrænum bók-menntum um eyjar. Tillögur um aðrar bækur tengdar þema ársins er að finna á vefsíðu Nor-rænu bókasafnsvikunnar. Einnig er tilvalið að velja bókina sem hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2017.

GÖTULESTUR

Bjóðið áhugafólki um upplestur, leiklistarhó-pum og þess háttar, og skipuleggið upplestur á óvæntum stöðum á meðal almennings. Taktu þér bók í hönd, heimsæktu ólíka staði og lestu upp þar sem fólk á síst von á. Kyndlar í nóvem-bermyrkrinu skapa huggulega stemningu við upplesturinn.

BOÐ TIL RITHÖFUNDAR EÐA FYRIRLESARA

Tengdu saman upplestrarstund og heimsókn höfundar á bókasafnið. Hugsanlega væri hægt að fá heimsókn frá einum höfunda þeirra bóka sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs eða Barnabókmennta-verðlauna Norðurlandaráðs? Jafnvel væri hægt að bjóða öðrum rithöfundi sem skrifað hefur um eyjar? Einnig er hægt að bjóða fyrirlesara eða fræðimanni sem hefur sérhæft sig í eyjum og binda upplesturinn á Ís við fræðslu um eyjasamfélög.

NORÐURLANDAHORN

Innréttaðu horn á bókasafninu eða skólastofunni með norrænum bókum um eyjar. Hengdu upp veggspjald Norrænu bókasafnsvikunnar 2017, stilltu bókunum upp ásamt öðrum norrænum bókmenntum. Fáðu gestina teikna myndir með þemanu Eyjar á Norðurlöndum og hengdu þær upp sem hluta af uppstillingunni.

Page 9: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

9BIBLIOTEK.ORG

SAMEINAÐU UPPLESTURINN ÖÐRUM VIÐBURÐUM Á BÓKASAFNINU

Eruð þið með tungumálakaffi, sögustundir fyrir börn, prjónakaffi eða bókaklúbbafundi á bókasafninu? Nýttu tækifærið og lestu upp úr norrænum bókmenntum við tilefnið og gerðu þessa viðburði að dagskrárliðum Norrænu bókasafnsvikunnar!

NORRÆNIR TÓNAR

Spilaðu norræna tónlist til að gera upplestur-sviðburðina fjölbreyttari. Skipuleggðu litla tónleika með norrænum tónlistarmönnum eða samsöng með norrænum vísum og þjóðlögum.

NORRÆNT MATARBOÐ

Bjóðið til huggulegrar veislu og útbúið hefð-bundinn norrænan mat saman. Hvað með að prófa að sig á norskum rømmegrøt, dönsku smurbrauði eða karelískum bökum frá Finn-landi?

FINNLAND 100 ÁRA

Í ár leggur Norræna bókasafnsvikan áherslu á 100 ára sjálfstæði Finnlands með því að velja bækur til upplestrar eftir höfunda frá Finn-landi. Nýttu upplestrarstundirnar til að draga fram einkenni Finnlands. Þetta er hægt að gera með því að kynna finnskar bókmenntir, syngja finnsk lög, bjóða finnskum tónlistarmönnum, bjóða upp á finnskan mat eða bjóða einhver-jum finnskumælandi á viðburðinn til að lesa upp brot af textunum á finnsku.

LISTAVERK ÁRSINS EYJAR Á NORÐURLÖNDUM

Listamaðurinn á bak við veggspjald Norrænu bókasafnsvikunnar 2017 er eistneski myndskreytirinn Regina Lukk-Toompere. Notið endilega veggspjaldið til að auglýsa viðburðina Morgunstund og Rökkurstund. Hengið auglýsingarnar upp á veggtöflur, setjið þær á vefsíður, á samfélagsmiðla, í frétta-bréf, sendið með tölvupósti eða í bréfpósti. Skreytið einnig inngang og vettvang viðburðar með lista-verkinu og öðru sem passar með.

Hvaða sögur er að finna á veggspjaldinu? Pren-taðu veggspjaldið út eða varpaðu því upp á vegg með skjávarpa. Láttu börnin skoða veggspjaldið og nota það sem innblástur að sögu. Sagan má vera skrifleg eða flutt munnlega.

Myndin af stóra, gamla skipinu segir eistnes-ka sögu um heimkomu sjómanna. Eftir langa siglingu hefur skipið ratað aftur í heimahöfn, mastrið hefur skotið rótum og umbreyst í blómstrandi tré; tákn lífsins. Skrifið sögu um skipið og ævintýri þess á löngu ferðalagi sínu og hvernig lífið er nú eftir að það skaut rótum í höfninni.Skrifið eða ræðið um hvernig það er að búa á

eyju. Hvað gerist á litlum eyjum? Hvernig er lífsbaráttan þegar veturinn skellur á og hafið umhverfis eyjarnar frýs?

Page 10: EYJAR Á NORÐURLÖNDUMnáttúra og íbúar eyjarinnar eru í forgrunni frásagna- ... Íslenskaður kafli úr Fjársjóðseyjunni og Maresi verður gerður aðgengilegur á vefsíðu

10 BIBLIOTEK.ORG