12
Fimmtudagur 16. apríl 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn 15. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 22. apríl. Þess vegna þarf efni og auglýsingar að berast blaðinu fyrir kl. 12:00 mánudaginn 20. apríl. Nú á næstu dögum fá foreldrar/forráðamenn yngstu barna sveitarfélagsins og starfsmenn leikskólanna á Hornafirði senda könnun þar sem viðhorf til umgjarðar leikskólamála er kannað. Ástæðan fyrir því að þessi könnun er send út er sú, að skiptar skoðanir hafa verið á þessum málum í nokkurn tíma. Það sem hefur verið nefnt í þessari umræðu er m.a. að hér eru litlir árgangar sem fylgjast ekki að og ítrekað hefur komið upp ójöfn skipting árganga og kynja milli leikskóla. Börn hafa lent í því að vera 1-2 af sama kyni í öðrum leikskólanum á meðan allir hinir jafnaldrarnir af sama kyni hafa dvalið á hinum leikskólanum. Á heimasíðu leikskólanna má sjá að árgangur 2009 skiptist þannig að 2 stúlkur eru á Krakkakoti en 5 á Lönguhólum á meðan 8 drengir eru á Lönguhólum og 9 á Krakkakoti. Í árgangi 2010 eru 3 stúlkur á Krakkakoti og 6 á Lönguhólum en 2 drengir á Lönguhólum og 7 á Krakkakoti. Ein af helstu rökunum fyrir breytingunum sem voru gerðar árið 2006 þegar horfið var frá því að árgangar fylgdust að á milli skóla voru, það væru tvær stefnur og skólar sem foreldrar gætu valið á milli. Þetta val hefur ekki alltaf staðist þar sem annar leikskólinn hefur oft verið fullur seinni hluta árs og því meira val á fyrri hlutanum, einnig hafa foreldrar verið að velja skóla eftir kynjahlutfallinu sem fyrir er. Frá Grunnskólanum hefur komið fram að undirbúningur nemenda er mismunandi milli leikskóla við upphaf skólagöngu og ákveðin hópaskipting hefur þegar fest sig í sessi. Á síðasta kjörtímabili var gerð könnun á meðal foreldra leikskólabarna og starfsmanna leikskólanna en niðurstöður hennar þóttu ekki afgerandi. Einnig var gagnrýnt að ekki var óháður aðili sem sá um gerð og túlkun niðurstaðna. Sú könnun leiddi til stækkunar á Krakkakoti til að létta á biðlistum. Í nóvember 2013 skilaði hópur foreldra greinargerð og undirskriftarlista þar sem gerð var krafa um sameiningu árganga. Framkvæmd undirskriftasöfnunarinnar var gagnrýnd þar sem hluti foreldra vissu ekki af henni. Í kjölfarið var ákveðið að fara í skoðanakönnun af þáverandi meirihluta en hætt við það og gerðar breytingar á reglum um leikskólana sem þóttu koma til móts við óskir foreldra. Breytingarnar fólu m.a. í sér að barn dettur ekki út af biðlista í skóla sem er fyrsta val, þótt tekið sé pláss á hinum. Að lokum er kveðið á um í málefnasamningi 3. framboðsins og Sjálfstæðisflokksins gerð verði skoðanakönnun á umgjörð leikskólamála og hún aðlöguð að niðurstöðum könnunarinnar. Nú er vinnslu við þessa skoðanakönnun að ljúka og mun kostnaðarmat liggja fyrir á mismunandi rekstrarformum innan skamms. Markmið með könnuninni er að hafa fáar en hnitmiðaðar spurningar (spurt er um umgjörð, opnunartíma og sumarlokanir) ásamt því að fá óháðan aðila til að semja og sjá um framkvæmd og túlkun niðurstaðna. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands var fengin í það verk og Endurskoðendaskrifstofa KPMG til þess að sjá um rekstrarúttektina. Verða helstu niðurstöður rekstrarúttektarinnar kynntar í næsta Eystrahorni. Það er von okkar í meirihlutanum að hlutaðeigandi aðilar og íbúar í sveitarfélaginu taki þessari könnun og úttekt vel. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður ákvörðun tekin sem grundvölluð verður á niðurstöðum fyrrnefndra þátta. Aðalmarkmiðið er að hafa hag barnanna, starfólks og foreldra að leiðarljósi og að allir hagsmunaraðilar vinni með opnum huga að farsælli lausn og skapi sátt um leikskólamálin. Nú er hafin vinna við „Leið til árangurs“ sem leið til að bæta námsárangur barna á Hornafirði. Sú leið byggist á markvissri vinnu í lestri og stærðfræði frá 2-16 ára aldurs. Hægt er að sjá fyrir sér að leikskóli með sameinaða áraganga myndi renna styrkari stoðum undir þá vinnu þar sem allir vinna að sama markmiði. Komið hefur fram frá starfsmönnum Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar að 100 barna leikskólaeining sé kjörin stærð í þeirri vinnu en samtals eru leikskólabörn um 100 talsins á Hornafirði. Samband íslenskra Sveitarfélaga hefur sent áskorun til sveitarfélaga landsins sem miðar að því að efla menntun starfsmanna í leikskólum landsins. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur kynnt starfsmönnum ákveðnar tillögur og stefnir að því að hefja átakið strax í haust. Virðingarfyllst, Hjálmar J. Sigurðsson formaður Fræðslu- íþrótta- og tómstundarnefndar. Könnun á viðhorfum til umgjarðar leikskólamála Munið hina árlegu kaffisölu Slysavarnardeildarinnar Framtíðarinnar á sumardaginn fyrsta.

Eystrahorn 15. tbl. 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Fimmtudagur 16. apríl 2015 www.eystrahorn.is

Eystrahorn15. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Næsta Eystrahorn kemur út miðvikudaginn 22. apríl. Þess vegna þarf efni og auglýsingar að berast blaðinu fyrir kl. 12:00 mánudaginn 20. apríl.

Nú á næstu dögum fá foreldrar/forráðamenn yngstu barna sveitarfélagsins og starfsmenn leikskólanna á Hornafirði senda könnun þar sem viðhorf til umgjarðar leikskólamála er kannað. Ástæðan fyrir því að þessi könnun er send út er sú, að skiptar skoðanir hafa verið á þessum málum í nokkurn tíma. Það sem hefur verið nefnt í þessari umræðu er m.a. að hér eru litlir árgangar sem fylgjast ekki að og ítrekað hefur komið upp ójöfn skipting árganga og kynja milli leikskóla. Börn hafa lent í því að vera 1-2 af sama kyni í öðrum leikskólanum á meðan allir hinir jafnaldrarnir af sama kyni hafa dvalið á hinum leikskólanum. Á heimasíðu leikskólanna má sjá að árgangur 2009 skiptist þannig að 2 stúlkur eru á Krakkakoti en 5 á Lönguhólum á meðan 8 drengir eru á Lönguhólum og 9 á Krakkakoti. Í árgangi 2010 eru 3 stúlkur á Krakkakoti og 6 á Lönguhólum en 2 drengir á Lönguhólum og 7 á Krakkakoti. Ein af helstu rökunum fyrir breytingunum sem voru gerðar árið 2006 þegar horfið var frá því að árgangar fylgdust að á milli skóla voru, að það væru tvær stefnur og skólar sem foreldrar gætu valið á milli. Þetta val hefur ekki alltaf staðist þar sem annar leikskólinn hefur oft verið fullur seinni hluta árs og því meira val á fyrri hlutanum, einnig hafa foreldrar verið að velja skóla eftir kynjahlutfallinu sem fyrir er. Frá Grunnskólanum hefur komið fram að undirbúningur nemenda er mismunandi milli leikskóla við upphaf skólagöngu og ákveðin hópaskipting hefur þegar fest sig í sessi. Á síðasta kjörtímabili var gerð könnun á meðal foreldra leikskólabarna og starfsmanna leikskólanna en niðurstöður hennar þóttu ekki afgerandi. Einnig var gagnrýnt að ekki var óháður aðili sem sá um gerð og túlkun niðurstaðna. Sú könnun leiddi til stækkunar á Krakkakoti til að létta á biðlistum. Í nóvember 2013 skilaði hópur foreldra greinargerð og undirskriftarlista þar sem gerð var krafa um sameiningu árganga. Framkvæmd undirskriftasöfnunarinnar var gagnrýnd þar sem hluti foreldra vissu ekki af henni. Í kjölfarið var ákveðið að fara í skoðanakönnun

af þáverandi meirihluta en hætt við það og gerðar breytingar á reglum um leikskólana sem þóttu koma til móts við óskir foreldra. Breytingarnar fólu m.a. í sér að barn dettur ekki út af biðlista í skóla sem er fyrsta val, þótt tekið sé pláss á hinum. Að lokum er kveðið á um í málefnasamningi 3. framboðsins og Sjálfstæðisflokksins að gerð verði skoðanakönnun á umgjörð leikskólamála og hún aðlöguð að niðurstöðum könnunarinnar. Nú er vinnslu við þessa skoðanakönnun að ljúka og mun kostnaðarmat liggja fyrir á mismunandi rekstrarformum innan skamms. Markmið með könnuninni er að hafa fáar en hnitmiðaðar spurningar (spurt er um umgjörð, opnunartíma og sumarlokanir) ásamt því að fá óháðan aðila til að semja og sjá um framkvæmd og túlkun niðurstaðna. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands var fengin í það verk og Endurskoðendaskrifstofa KPMG til þess að sjá um rekstrarúttektina. Verða helstu niðurstöður rekstrarúttektarinnar kynntar í næsta Eystrahorni. Það er von okkar í meirihlutanum að hlutaðeigandi aðilar og íbúar í sveitarfélaginu taki þessari könnun og úttekt vel. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður ákvörðun tekin sem grundvölluð

verður á niðurstöðum fyrrnefndra þátta. Aðalmarkmiðið er að hafa hag barnanna, starfólks og foreldra að leiðarljósi og að allir hagsmunaraðilar vinni með opnum huga að farsælli lausn og skapi sátt um leikskólamálin. Nú er hafin vinna við „Leið til árangurs“ sem leið til að bæta námsárangur barna á Hornafirði. Sú leið byggist á markvissri vinnu í lestri og stærðfræði frá 2-16 ára aldurs. Hægt er að sjá fyrir sér að leikskóli með sameinaða áraganga myndi renna styrkari stoðum undir þá vinnu þar sem allir vinna að sama markmiði. Komið hefur fram frá starfsmönnum Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar að 100 barna leikskólaeining sé kjörin stærð í þeirri vinnu en samtals eru leikskólabörn um 100 talsins á Hornafirði.Samband íslenskra Sveitarfélaga hefur sent áskorun til sveitarfélaga landsins sem miðar að því að efla menntun starfsmanna í leikskólum landsins. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur kynnt starfsmönnum ákveðnar tillögur og stefnir að því að hefja átakið strax í haust.

Virðingarfyllst, Hjálmar J. Sigurðsson formaður Fræðslu- íþrótta- og

tómstundarnefndar.

Könnun á viðhorfum til umgjarðar leikskólamála

Munið hina árlegu kaffisölu Slysavarnardeildarinnar Framtíðarinnar á sumardaginn fyrsta.

2 EystrahornFimmtudagur 16. apríl 2015

Vildaráskriftina má greiða í Landsbankanum

HornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811

Kt. 240249-2949

EystrahornEystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Aðalsafnaðarfundur Kálfafellsstaðarsafnaðarverður 21. apríl kl. 21:00 að Kálfafellsstað.Hefðbundin aðalfundarstörfUmræður um girðingu lóðar.

Sóknarnefnd

Hafnarkirkjasunnudaginn 19. apríl. Messa og sunnudagaskóli

kl. 11:00.

PrestarnirJesús sagði: “Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað.”

Jóhannesarguðspjall 13:34

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Á flakki í tíma og rúmiVortónleikar Samkórs Hornafjarðar verða í Hafnarkirkju fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00. Fjölbreytt efnisskrá. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 1.500. Kaffi og konfekt í hléi.

Frá Ferðafélaginu

Jeppa- og fjölskylduferð Laugardaginn 18. aprílStarmýrafjörur í Álftafirði í samstarfi við Ferðafélag Djúpavogs. Ekið um Starmýrafjörur út í Hrómundarey með viðkomu í Ósey. Fært öllum jeppum. Lagt af stað frá tjaldstæði kl 09:30 og ekið að Hnaukum þar sem við hittum þá sem koma frá Djúpavogi. Ferðatími um 5-6 tímar. Muna eftir nesti og klæðnaði eftir veðri.Verð 1000 kr. fyrir 18 ára og eldri. Séu hundar með skal vera ól meðferðis. Allir velkomnir. Farastjóri Ragnar Eiðsson.Nánari upplýsingar gefur Ragna í síma 662-5074.

Samsöngur í Safnaðarheimili Hafnarkirkju alla miðviku-daga í apríl kl. 17.00 – 17.40. Þetta er hugsað fyrir fólk á öllum aldri, bæði fullorðna og börn. Geta skiptir ekki máli. Það eina sem þarf er löngun og vilji til að taka þátt. Alls konar lög verða sungin og óskalög eru vel þegin. Þessar stundir eru í umsjá Kristínar organista.

Komum saman og syngjum!

Félagsstarf Félags eldri Hornfirðinga

EKRUMEISTARI í Hornafjarðarmanna 2015Á laugardaginn var spilað um Ekrumeistarann í Hornafjarðarmanna í Ekrunni. Keppnin stóð í tæpa tvo tíma og eftir æsispennandi lokakeppni þar sem þrír stóðu eftir og kepptu um Ekrumeistarann voru þau Vilborg Einarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Gísli Gunnarsson. Að lokum stóð Gísli eftir sem EKRUMEISTARI 2015 í öðru sæti var Katrín og í því þriðja Vilborg.

Var öllum veitt viðurkenning og það var síðan Heiður Vilhjálmsdóttir sem afhenti Gísla Ekruskálina sem er farandgripur unnin af Ragnari Arasyni handverks-meistaraog Jóni Halldóri gullsmið til varðveislu í eitt ár.

SamveruStundin með Birni Arnarsyni sem féll niður síðasta föstudag vegna rafmagnsleysis verður á morgun föstudag kl. 17:00. Ekki missa af Stundinni.

LOKavÖFFLuBaLL Í eKrunniLOKAVÖFFLUBALL starfsársins verður í EKRUNNI á sunnudaginn kl. 16:00 til 17:30.Fyrir dansi spila HILMAR og fuglarnir og verið gæti að Kalli á Móhól og Zophonías Torfason mæti líka með nikkurnar sínar.Aðgangseyrir 1000 kr. innifalið er rjómavaffla og kaffi.Allur ágóði rennur í píanókaupasjóð fyrir EKRUNA

Allir velkomnir á balliðDans- og spilanefndin

Þau eru tilbúinn í slaginn einbeitt á svip Gísli, Katrín og Vilborg. Áhorfendur fylgjast spenntir með.

3Eystrahorn Fimmtudagur 16. apríl 2015

Lionshreyfingin á Íslandi hefur á undanförnum árum staðið fyrir landssöfnun á 4 ára fresti undir merkjum Rauðu fjaðrarinnar og hefur söfnunarféð alltaf runnið til einhvers fyrirfram ákveðins málefnis. Síðast var safnað árið 2011 og rann söfnunarféð þá til kaupa á nýjum íslenskum talgervli sem fyrst og fremst mun nýtast blindum og sjónskertum en einnig fleirum, svo sem lesblindum. Dagana 17. - 19. apríl n.k., verður enn blásið til sóknar undir merkjum Rauðu fjaðrarinnar og hefur verið ákveðið að í þetta skipti renni söfnunarféð til kaupa á leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta, en mjög mikil þörf er á slíkum hundum og margir á biðlista eftir þeim. Lionshreyfingin vonast eftir góðum undirtektum landsmanna við söfnuninni. Lionsmenn á Hornafirði munu hafa Rauðu fjöðrina til sölu í Miðbæ næstkomandi laugardag 18. apríl frá kl. 14:00 til 18:00. Auk þess að kaupa rauðu fjöðrina má leggja verkefninu lið með því að greiða valgreiðslu í heimabanka eða millifæra upphæð að eigin vali inn á reikning Lions: 0111-26-100230, kt. 640572-0869. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsímanúmer:• Styrkur að fjárhæð 1.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar

hringt er í símanúmerið 904-1010.• Styrkur að fjárhæð 3.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar

hringt er í símanúmerið 904-1030.• Styrkur að fjárhæð 5.000 kr. skuldfærist af símreikningi þegar

hringt er í símanúmerið 904 1050.

Mánudaginn 20. apríl klukkan 16:30 er boðið til kynningar í Nýheimum á rannsókninni Þekking og skilningur barna á heimilisofbeldi. Lesa má um helstu niðurstöður í bókinni Ofbeldi á heimili – með augum barna sem kom út á síðasta ári og hefur hlotið verðlaun Hagþenkis, Fjöruverðlaunin og menningarverðlaun DV. Rannsóknin var þríþætt en í fyrsta hluta hennar svöruðu grunnskólabörn víðs vegar um landið spurningalista um þekkingu og skilning barna á ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilisins. Grunnskólabörn á Höfn og Djúpavogi voru þar á meðal. Í öðrum hluta rannsóknarinnar var talað við börn sem hafa búið við ofbeldi á heimili sínu og mæður þeirra. Í þriðja og síðasta hluta rannsóknarinnar var skoðuð umfjöllun fjölmiðla um börn og ofbeldi. Ritstjóri bókarinnar dr. Guðrún Kristinsdóttir og Margrét Ólafsdóttir einn af meðhöfundum munu kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar á fundinum.

Kynning á rannsókn

Óska eftir að ráð mann með réttindi til að róa

á Stíganda SF 72 í sumar.

Upplýsingar gefur Björn í síma 894-9272

Þetta hafði Ásgeir útgerðastjóri hjá Skinney-Þinganesi að segja við vetrarvertíðarlok og byrjun humarvertíðar;„Netavertíðinni lauk miðvikudaginn fyrir páska, en hún var ein sú erfiðasta sem elstu menn muna sökum stöðugra ótíðar. Það var ekki fyrr en um miðjan mars sem veður fór að lægja og á sama tíma fóru aflabrögð að glæðast. Við tókum hressilega á því síðustu tvær vikur fyrir páska og var heildarafli á vertíðinni um 2.500 tonn hjá netabátunum þremur. Loðnuvertíðinni lauk hjá okkur 28. mars og var heildarafli okkar skipa 30.000 tonn sem gerir þessa vertíð að meðalvertíða. Næsta verkefni hjá uppsjávarskipunum er makríll og norsk-íslensk síldarvertíð sem við reiknum með að hefjist í byrjun júlí. Byrjað var á að dæla hrati frá frystihúsinu yfir í Fiskimjölsverksmiðjuna í lok vertíðar og gekk það vandalaust fyrir sig. Þórir SF-77 landaði ríflega 5 tonnum af fallegum humri á mánudaginn. Markar það upphaf humarvertíðar hjá Skinney-Þinganesi. Skinney SF-20 hélt til veiða á sunnudaginn en þessir bátar munu eins og undafarin ár vera á humarveiðum í allt sumar og fram eftir hausti. Undanfarin ár hafa bátarnir byrjað veiðar á heimamiðum og haldið sig á Lónsdýpi vestur í Meðallandsbugt. Eftir sjómannadag hafa þeir fært sig vestur fyrir land og aðallega stundað veiðar við Eldey og í Jökuldýpi. Humarveiðin tekur oft að glæðast á heimamiðum þegar líða tekur á september og þá halda skipin þangað aftur.Að staðaldri vinna um 50 manns við humarvinnslu hjá Skinney-Þinganesi. Frá því að ný vinnslulína Marel var tekin í notkun sumarið 2011 hefur jöfnum höndum verið unnið að því að frysta heilan humar og hala. Þetta tryggir styttri vinnslutíma sem skilar sér í auknum gæðum. Við vinnslu á humri er hver einasti humar flokkaður eftir stærð og gæðum í fjölmargar afurðir en sama daginn er oft verið að vinna 10-20 afurðaflokka. Sífellt er leitast við að nýta hráefnið sem best. Sumarið 2015 fara fram tilraunir á því að vinna humarkjöt úr klóm. Ef vel tekst til, bætist við ný og áhugaverð afurð í fjölbreytta flóru félagsins.Ágætar horfur eru á helstu mörkuðum fyrir humarafurðir. Stærsti hlutinn af heilum humri fer til suður Evrópu en vaxandi markaður er í norður hluta álfunnar. Af einstökum löndum er Spánn með stærsta hlutdeild en önnur mikilvæg markaðslönd fyrir heila humarinn eru Frakkland og Japan. Stærsti einstaki markaðurinn fyrir humarhala er Québechérað í Kanada en innanlandsmarkaður hefur stækkað og styrkst undanfarin ár.“

Vetrarvertíð erfið Humarvertíð hafin

4 EystrahornFimmtudagur 16. apríl 2015

SAMEINUÐ BERJUMST

VIÐ!

KJÓSTU JÁ

AðalfundurAðalfundur Þekkingarsetursins Nýheima fer fram í Nýheimum

þann 22. apríl kl. 17:00

Venjuleg aðalfundarstörf:- Skýrsla stjórnarformanns

- Ársreikningar 2014 kynntir- Kjör í helstu embætti

Stjórn Nýheima

Þar sem engar málefnalegar viðræður hafa átt sér stað frá því að slitnaði upp úr samningaviðræðunum SGS og SA stendur nú yfir endurtekin rafræn atkvæðagreiðsla um verkfall verkafólks á almenna markaðnum. Enn á ný er leitað til félagsmanna og er afar brýnt er, að þátttaka verði góð, og verkfall verði samþykkt og settur þannig aukinn slagkraftur í baráttuna fyrir bættum kjörum. Þótt verkföll séu engin óskastaða þá eru þau engu að síður beittasta vopn launafólks í kjarabaráttu þegar annað þrýtur. Nú er komið að þeim tímapunkti. Það er mat undirritaðar að í yfirstandandi viðræðum sé allt annað þrotið og eina leiðin til að skapa þrýsting sé að brýna vopnin.

Baráttan er núna- vertu með?Í boði eru launahækkanir upp á 3,5%, - það voru ekki skilaboðin sem formaður AFLs var sendur með af félagsfundunum í janúar s.l. að samningaborðinu - höfnum því og sameinumst í því að berjast fyrir bættum kjörum. Krafan er skýr, réttlát og sanngjörn- að lægstu laun verði komin í 300.000 krónur innan þriggja ára.

Praktísk atriðiEins og áður sagði þá er atkvæðagreiðslan rafræn. Lykilorðið sem fylgir með kjörgögnum veitir aðgang að kosningunni, sem fer fram á www.sgs.is . Atkvæðin eru ekki persónurekjanleg þannig að það er ekki hægt að óska eftir nýju lykilorði ef það eldra glatast. Atkvæðagreiðslan stendur til miðnættis þann 20. apríl n.k. Telji einhver sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki send kjörgögn þá getur viðkomandi kannað málið hjá AFLi og kært sig inn á kjörskrá og mun kjörstjórn félagsins taka afstöðu til kærunnar í framhaldinu.Samstaðan er sterkasta vopnið – mætum öflug til leiks.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs Starfsgreinafélags

Kjósum Já! Aðalfundur 3.FramboðsinsAðalfundur 3.Framboðsins verður haldinn að Hrollaugsstöðum þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00.Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

H A F N A R S Ó K N

Hafnarkirkja - Stafafellskirkja

Kirkjugarðarnir á Höfn og í Stafafelli

Ársskýrsla 2014 – 2015Aðalsafnaðarfundur Hafnarsóknar var haldinn 15. mars sl. Með útgáfu og dreifingu á ársskýrslu formanns vill sóknarnefnd koma á framfæri upplýsingum til sóknarbarna og annarra um ýmsa þætti í starfsemi kirkjunnar. Sömuleiðis vill sóknarnefnd vekja athygli á að á næsta ári verða 50 ár liðin frá vígslu Hafnarkirkju og þiggur allar góðar ábendingar og tillögur vegna afmælisins.

HafnarsóknSóknarnefnd og starfsfólk

Prestar:Sóknarprestur er séra Sigurður Kr. Sigurðsson og prestur í hálfu starfi séra Gunnar Stígur Reynisson. Þeir þjóna jafnframt öðrum sóknum í Bjarnanesprestakalli þ.e.a.s. Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Kálfafellsstaðarsókn og Hofssókn.

Starfsmenn eru þeir sömu og áður:Kristín Jóhannesdóttir, organistiÖrn Arnarson, kirkjuvörðurHelga Stefánsdóttir og Magndís Birna Aðalsteinsdóttir kórfélagar aðstoðuðu við sunnudagaskólann. Sóknarnefndarmenn og séra Gunnar Stígur leystu kirkjuvörð af í fríum hans.

Sóknarnefnd:Albert Eymundsson formaðurHalldóra K. Guðmundsdóttir varaformaður, varasafnaðarfulltrúiGísli Vilhjálmsson gjaldkeri Gunnlaugur Þ. Höskuldsson safnaðarfulltrúiLinda HermannsdóttirRagnar PéturssonStefanía Sigurjónsdóttir

Sóknarnefnd, varamenn:Magndís Birna Aðalsteinsdóttir Gunnhildur L. Gísladóttir Halldóra Ingólfsdóttir Sigurður Ólafsson Sigurrós Erla BjörnsdóttirSólveig SveinbjörnsdóttirÞorvaldur Viktorsson

Skoðunarmenn reikninga:Svava Kr. GuðmundsdóttirJón. G. Gunnarsson.

Aðalmenn í valnefnd:Albert Eymundsson,Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson, Halldóra K. Guðmundsdóttir,Linda Hermannsdóttir,Örn Arnarson.

Varamenn í valnefnd:Magndís Birna Aðalsteinsdóttir,Ragnar Pétursson,Sigurður Ólafsson,Stefanía Sigurjónsdóttir,Þorvaldur Viktorsson.

SafnaðarstarfiðSafnaðar- og kirkjustarfið hefur verið með hefðbundnum hætti. Messað var reglulega og starf kirkjukórsins hefur verið öflugt eins og áður.

Athafnir og samvera í kirkjunum• Andlegar athafnir í Hafnarkirkju voru 56 sem 3.408

einstaklingar sóttu.• Veraldlegar athafnir í Hafnarkirkju voru 19 sem 1.614

einstaklingar sóttu.• Samtals komu í Hafnarkirkju á árinu 5.022 manns.• Athafnir í Stafafellskirkju voru 2 sem 65 einstaklingar

sóttu. • Þess má geta að mikill fjöldi ferðamanna skoðar

Stafafellskirkju á hverju ári.• Þá eru ótaldar allar kóræfingar (kirkju/samkórsins,

karlakórsins og barnakórsins), fundir, tónleikar og annað sem fer fram í Hafnarkirkju og safnaðarheimilinu.

Fundir og námskeiðSóknarnefndarformaður og kirkjuvörður sóttu þing kirkjugarðasambandsins sem haldið var á Hamri í Borgarfirði. Sömuleiðis sóttu nokkrir sóknarnefndarmenn og séra Gunnar Stígur héraðsfund Suðurlandsprófastdæmis í Skálholti.

FjármálFjármálin hafa verið helsta viðfangsefni sóknarnefndar á þessu starfsári eins og áður. Það sem skiptir mestu máli varðandi reksturinn er að sóknin er skuldlaus og tekist hefur að halda rekstrinum innan fjárhagsáætlana síðustu ár með miklu aðhaldi. Kirkjugarðarnir aftur á móti eru reknir með halla sem gerð er grein fyrir síðar í skýrslunni.

Séra Gunnar Stígur fer fyrir liði sínu eftir fótboltamessu.

Ársreikningur 2014 (tölur ársins 2013 innan sviga)

Tekjur voru samtals 15.428.862- kr. (12.333.194- kr.). Helsti tekjustofninn eru sóknargjöld 10.864.956- kr. (10.272.116- kr.). Önnur framlög og styrkir eru 4.563.870- kr. (2.061.078- kr.). Rekstrargjöld voru 14.743.161- kr. (11.983.568- kr.). Stærstu útgjaldaliðirnir eru laun ásamt launatengdum gjöldum. Tekjuafgangur er 726.373- kr. (410.460- kr.) og handbært fé í árslok 3.638.739- kr. (2.735.022- kr.). Auknar tekjur og hærri rekstrarkostnaður skýrist að mestu vegna þess að Hafnarkirkja var máluð að utan og gert við skemmdir. Á móti fékkst styrkur frá Skinney-Þinganesi að upphæð 2,0 m.kr. og Hirðingjarnir færðu sóknarnefnd rúmlega 400 þúsund krónur. Jafnframt var sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sókna og fengust úthlutað 500 þúsund krónur. Komu þessir styrkir sér afar vel og eru grundvöllur þess að við getum hugað að viðhaldi innhús og pípuorgelsins. Í þessu sambandi má nefna að velunnar sem notið hafa aðstöðunnar í safnaðarheimilinu færðu kirkjunni myndvarpa að gjöf sem kostar 140 þúsund krónur. Tækið hefur nú þegar nýst vel bæði við fermingarfræðslu og messur. Ársreikningurinn sýnir að reksturinn er að mestu leyti í samræmi við fjárhagsáætlun. Hvað varðar frekari skýringar er vísað í ársreikninginn sem liggur fyrir á fundinum.

FjárhagsáætlunÁ þessum fundi er lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Í 4. gr. starfsreglna fyrir sóknarnefndir segir: „Sóknarnefnd skal í samráði við sóknarprest gera fjárhagsáætlun fyrir hvert almanaksár og hafa þar m.a. hliðsjón af starfsáætlun sóknarprests og annarra starfsmanna sóknarinnar. Fjárhagsáætlun skal lögð fram á aðalsafnaðarfundi til kynningar og afgreiðslu.“ Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar eru að gert er ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð samtals 13.272.000- kr. Þar af eru sóknargjöld 11.272.000- kr. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir 1.000.000- kr. sem aflað verður með sértekjum, leigu og styrkjum til að hægt sé að sinna eðlilegu viðhaldi á kirkjunni og á orgelinu. Rekstrargjöld eru samtals 12.946.263- kr. og þar af 1.200.000- kr. í viðhald. Sóknargjöld hækka töluvert frá síðast ári og eru reiknuð 824- kr. á hvert gjaldskylt sóknarbarn. Miðað er við 1145 gjaldskylda sóknarmeðlimi.Gert er ráð fyrir að aðrir kostnaðarliðir verði sambærilegir og rauntölur 2014 gefa til kynna. Vísað er í framlagða fjárhagsáætlunina á fundinum til frekari skýringa.

Kirkjugarðar í HafnarsóknSóknarnefnd skipar jafnframt stjórn kirkjugarðanna en rekstur garðanna á að vera aðskilinn rekstri sóknarinnar. Þess vegna er gerður sérstakur ársreikningur og áætlun fyrir þá. Það er hagræðing með samrekstri beggja aðila, sérstaklega varðandi starfsmannahald. Rekstur kirkjugarðanna hefur verið erfiður og afmarkaðar tekjur

nægja alls ekki fyrir eðlilegum gjöldum. Erfitt er að finna sparnaðar- eða hagræðingarleiðir og því síður viðbótartekjur þegar rekstur kirkjugarða er annars vegar. Tap kirkjugarðanna hefur verið bókfært sem skuld hjá sóknarnefndinni og er nú 2.380.483- kr. Sóknarnefndin/stjórn kirkjugarðanna hefur ekki fundið aðra leið til að leysa þennan vanda. Það eru kvaðir á kirkjugörðunum samkvæmt lögum og reglugerðum sem reynt er að framfylgja svo vonandi fæst almenn leiðrétting á kirkjugarðagjöldum í framtíðinni. Ekki sættum við okkur við þá vanvirðingu gagnvart þeim sem gengnir eru að sjá garðana illa hirta og drabbast niður. Það má svo velta fyrir sér hvort þessi almannaþjónusta sem allir eiga rétt á eigi ekki að vera á ábyrgð opinbera aðila að öllu leyti. Í því sambandi er rétt og skylt að þakka sveitarfélaginu og starfsfólki áhaldahúss fyrir gott samstarf og aðstoð við umhirðu garðanna.

Ársreikningur kirkjugarðanna(tölur ársins 2013 innan sviga)

Helstu niðurstöður ársreiknings kirkjugarðanna eru að rekstrartekjur/kirkjugarðsgjöld voru samtals 4.621.838- kr. (4.850.999- kr.). Inn í tekjuliðnum er 1.000.00- kr. framlag úr kirkjugarðasjóði vegna framkvæmda við stækkun kirkjugarðsins á Höfn. Rekstrargjöld voru samtals 4.816.595- kr. (5.499.767- kr.). Hallinn er 194.757- kr. (648.768- kr.) sem skuldfærður er á reikning sóknarinnar eins og áður hefur komið fram.

Fjárhagsáætlun kirkjugarðanna

Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að tekjur verði 3.648.036- kr. og gjöld 4.022.009- kr. Halli er 423.973- kr. sem er alls ekki viðunandi en erfitt að finna aðra lausn en viðhöfð hefur verið þ.e.a.s. að bókfæra tapið sem skuld hjá sóknarnefndinni sem verður samkvæmt áætluninni samtals 2.804.456- kr. í árslok 2015. Það væri mikill munur að hafa þessa fjárhæð til að efla kirkjustarfið og sinna viðhaldi kirknanna og tækja betur.

Stækkun kirkjugarðsins á HöfnStækkun kirkjugarðsins á Höfn er að mestu lokið. Frá síðustu ársskýrslu hefur verið gengið frá lýsingu á efri hleðslukantinn og strengur verður settur nú á vordögum

Verið að leggja lokahönd við lýsingu í kirkjugarði. Örn Arnarson kirkjuvörður, Finnur Jónsson og Olgeir Jóhannesson.

milli ljósastaura til að varna að fólk geti fallið fram af kantinum. Enn og aftur er ástæða til að þakka bæjaryfirvöldum og starfsfólki sveitarfélagsins sem og Guðmundi Rafni Sigurðssyni hjá kirkjugarðasambandinu fyrir gott samstarf. Almenn ánægja er með framkvæmdina og útlit garðsins og getur formaður staðfest að utanaðkomandi aðilar hafa lýst yfir aðdáun sinni á frágangi og umhirðu kirkjugarðanna bæði á Höfn og í Stafafelli.

ViðhaldEins og fram kemur í umfjöllun um ársreikning var kirkjan máluð utanhúss og gert við skemmdir. Verkið var unnið af Málningarþjónustu Hornafjarðar. Ekki verður annað séð en að vel hafi verið vandað til verksins. Næstu verkefni eru að mála kirkjuna innandyra og hreinsa og gera við pípuorgelið en það er kostnaðarsamasta og tímafrekasta viðhaldsverkefnið. Viðhaldi fasteigna hefur verið haldið í lágmarki síðustu ár eins og fram hefur komið í ársskýrslum án þess að eignir og muni kirknanna hafi skaðast. Sóknarnefnd hefur lagt áherslu á að reyna að ljúka við helstu viðhaldsverkefni fyrir afmælishátíðarhöld á næsta ári.

Heimasíða - bjarnanesprestakall.isSéra Gunnar Stígur hefur haft veg og vanda af heimasíðunni okkar „bjarnanesprestakall.is“. Það hafa komið upp viss vandkvæði og tæknilegir örðugleikar við síðuna eins og gerist og gengur í tölvuheiminum. Það er verið að koma þessu öllu í betra horf. Á síðunni má finna ýmsar upplýsingar um sóknina og starfsemina ásamt gömlum og nýjum myndum. Full ástæða er til að hvetja fólk að skoða síðuna við og við því hún er uppfærð reglulega með upplýsingum, tilkynningum og myndaefni.

Hafnarkirkja 50 áraHafnarkirkja var formlega vígð 29. júlí 1966. Kirkjan á því 50 ára vígsluafmæli á næsta ári. Það er verðugt verkefni og full ástæða að nota þetta tilefni og hvert tækifæri til að efla kirkjustarfið og bæta hag sóknarinnar. Sóknarnefnd hefur nú þegar rætt um hvernig minnast skuli þessara tímamóta án þess að gera ákveðnar ráðstafanir strax. Það kemur aftur á móti í hlut sóknarnefndar sem situr eftir aðalsafnaðarfundinn ásamt prestum og starfsfólki að skipuleggja og útfæra hugmyndir og tillögur varðandi afmælisárið.

LíkhúsMinni enn einu sinni á að nauðsynlegt er að halda umræðu um nýtt líkhús og framtíðarlausnir í þeim efnum vakandi. Það er sannarlega tilefni til þess núna þegar krafa er um stækkun hjúkrunarheimilisins á Höfn. Það væri ábyrgðarleysi hjá viðkomandi aðilum ef ekki tækist að leysa þessi mál samfara því. Formaður sóknarnefndar hefur tekið málið til umræðu á fundi með forsvarsmönnum heilbrigðisstofnunarinnar.

Lokaorð og þakkirKirkjan hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Sótt hefur verið að henni úr ýmsum áttum og ímynd hennar beið verulega hnekki fyrir nokkrum árum. Það er samt tilfinning undirritaðs að við séum að sækja í okkur veðrið og munum eflast þegar fram líða stundir. Gjafir og styrkir sem nefndir hafa verið hér á undan sýna að það eru margir sem vilja kirkjunni vel og eru tilbúnir að leggja sóknarstarfinu lið. Það er ómetanlegt eins og fjármál sóknanna og kirkjugarðanna hefur þróast. Það verður að viðurkennast að Hafnarsókn og kirkjugarðarnir í sókninni væru í miklum fjárhagsvanda í dag ef við nytum ekki velvildar fjölmargra sóknarbarna og aðila í sókninni. Margar dýrmætustu stundir og minningar í lífi okkar tengjast kirkjulegum athöfnum s.s. skírnum, fermingum og giftingum. Okkur finnst mikilvægt að útfarir og minningarathafnir ástvina geti farið virðulega fram og ákveðinn myndugleiki sé kringum allt starf kirkjunnar. Til þess að svo megi vera þarf að færa rekstrarumhverfi sóknarinnar og kirkjugarðanna til betra horfs eins og sýnt hefur verið fram á hér á undan. Mér er enn og aftur ljúft og skylt að þakka öllum gott samstarf og samvinnu á liðnu starfsári. Sömuleiðis skal öllum þakkað sem lagt hafa sóknarnefnd og kirkjustarfinu lið með styrkjum eða á annan hátt. Prestum og starfsfólki er sérstaklega þakkað vel unnin störf sem framkvæmd voru af metnaði eins og sjá mátti í athöfnum, viðhaldi kirknanna, umhverfi þeirra og kirkjugörðunum. Ég vil eins og áður brýna og hvetja safnaðarmeðlimi til að standa vörð um safnaðar- og kirkjustarfið og taka því vel þegar sóknarnefnd leitar til sóknarbarna eða annarra aðila með erindi til að styrkja og efla starfið.

Hornafirði 15. mars 2015 Albert Eymundsson, formaður sóknarnefndar

Ungt tónlistafólk er viljugt að taka þátt í athöfnum.

9Eystrahorn Fimmtudagur 16. apríl 2015

Stefnumótun og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu

Markaðsstofa Suðurlands, í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til opinna funda um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu.

Fundirnir verða sem hér segir:

• Hótel Selfoss - þriðjudaginn 21. apríl kl. 14:00 – 15:30

• Hótel Höfn - miðvikudaginn 29. apríl kl. 14:00 – 15:30 (í kjölfar aðalfundar Markaðsstofu Suðurlands)

Fundirnir eru öllum opnir og er einstakt tækifæri fyrir íbúa til að taka þátt í mótun stefnu og framtíðarsýnar íslenskrar ferðaþjónustu. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu.

Miklar væntingar eru um víðtækt samstarf við mótun stefnunnar.

Hlökkum til að hitta ykkur.

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012 – 2030

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl 2015 að gera breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030. Breytingarnar eru: A: Stækkun miðsvæðis á Höfn á tveimur stöðum.B: Skilmálum um heimagistingu í þéttbýli Hafnar svo og á landbúnaðarsvæðum í Sveitarfélaginu Hornafirði er breytt. Markmið breytinganna er að rýmka heimildir til reksturs gistiþjónustu á Höfn og í sveitarfélaginu Hornafirði. Forsendur breytinganna eru stóraukinn ferðamannastraumur til landsins, vanmat á þörf fyrir gistirými í nýsamþykktu aðalskipulagi og vilji sveitarfélagsins til þess að bregðast skjótt við. Rýmkun gistiheimilda heimagistingar og gistingar á bújörðum er ætlað að tryggja hæga uppbyggingu gistiþjónustu í sveitarfélaginu.Bæjarstjórn telur að hér sé um óverulega breytingu að ræða, þar sem hún felst í því að nýta betur þær byggingar sem fyrir eru. Gerð er grein fyrir breytingunum á einu blaði; hluta þéttbýlisuppdráttar af Höfn er breytt, og ákvæðum í greinargerð. Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta haft samband við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins Hafnarbraut 27 Höfn Hornafirði.

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulagsfulltrúi

Sunnudaginn 22. mars var haldið innanfélagsmót hjá sunddeildinni. Það voru 27 iðkendur sem tóku þátt og góð mæting var hjá foreldrum sem alltaf er gaman að sjá. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein.

Páskaeggjamót Sunddeildar Sindra

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Samtök ferðaþjónustunnar

Sjá nánar á www.ferdamalastefna.is

Við viljum þakka öllum Hornfirðingum og öðrum nærsveitungum viðskiptin á liðnum árum.

Með kærri þökk.

Föstudagshádegi í Nýheimum17. apríl kl. 12:15. Margrét Gauja Magnúsdóttir heldur

kynningu á viðburðinum „Lifandi Bókasafn“ og hugmyndafræðinni á bak við hann.

Lifandi Bókasafn verður haldið í Nýheimum 2. maí 2015.Allir velkomnir!

10 EystrahornFimmtudagur 16. apríl 2015

Niðurfelling gatnagerðargjalda

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl nýjar reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Markmið reglnanna er að ýta undir nýbyggingar í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn vonast til þess að tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda leiði til aukins framboðs á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu.

Lóðarhafi greiðir kr. 100.000 staðfestingargjald við úthlutun lóðar sem endurgreiðist við útgáfu byggingarleyfis.

Lóðarhafi greiðir tengigjöld vatnsveitu og fráveitu.

Reglurnar gilda í 24 mánuði og eru eingöngu til íbúðarhúsnæðis, óheimilt er að nýta húsnæðið sem fengið hefur niðurfellingu á gatnagerðargjöldum til starfsemi sem útheimtir starfsleyfi. Takmörkunin gildir í þrjú ár frá lokaúttekt húsnæðis.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér áhrif reglnanna á byggingakostnað.

Með reglunum eru gatnagerðargjöld tímabundið felld niður af tilbúnum lóðum til byggingar íbúðarhúsnæðis.

Olíuverzlun Íslands hf.

Við óskum eftir sumarstarfsfólki við afgreiðslu á þjónustustöð Olís á Höfn

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Um störfin

• Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi.

• Unnið er á tvískiptum vöktum

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

PIPA

R\TB

WA

· SÍ

A

Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir.

Nánari upplýsingar um störfin fást hjá verslunarstjóra Olís á Höfn.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda inn á www.olis.is/um-olis/starfsumsokn/ fyrir 22. apríl nk.

Sumarstörf á Höfn

Vélstjóri/vélgæslumaðurSkinney-Þinganes hf. óskar eftir að ráða

vélamann til starfa við fiskvinnslu Skinneyjar-Þinganess.

Starfið felst meðal annars í viðhaldi og eftirliti með kælikerfum, vélum

og ýmsum búnaði.

Lögð er áhersla á að viðkomandi geti unnið sjálfstætt.

Frekari upplýsingar gefa: Kristinn í síma 899-1174

og Gunnar í síma 899-0310

Einnig má senda umsókn á [email protected] og [email protected]

11Eystrahorn Fimmtudagur 16. apríl 2015

Deiliskipulag Höfnin - Ósland

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl 2015 tillögu að nýju deiliskipulagi við Höfnina – Ósland á Höfn skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið og skilmálar deiliskiplagstillögunar eru m.a.: • Að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. • Að gera grein fyrir legu fráveitu og áhrifum hennar á

umhverfi og lífríki. • Að stuðla að aðlaðandi ásýnd svæðisins sem næsta nágrenni

friðlands við Ósland. • Að styrkja hafnsækna starfsemi með því að bjóða upp á

lóðir nálægt viðlegukanti og skoða möguleika á breytingum á syðri hafnarkanti sem auðvelda vinnufyrirkomulag í höfninni.

Núverandi vigtarskúr er innan gildandi deiliskipulags Hafnarvík Heppa. Í samræmi við deiliskipulagstillöguna breytist því deiliskipulag Hafnarvík Heppa því þar sem svæðið umhverfis vigtarskúrinn er tekið inn í vinnu við deiliskipulag Höfnin Ósland

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 270 Höfn frá 13. apríl til 25. maí 2015 og á heimasíðu sveitarfélagsins wwww/hornafjordur.is/stjórnsýsla – skipulag í kynningu.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. maí 2015 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið [email protected].

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulagsfulltrúi

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknumSjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands. Uppbyggingarsjóðurinn er hluti af Sóknar áætlun Suðurlands og er á ábyrgð Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi

Stuðningur við styrkþega, frumkvöðla og einstök verkefni getur einnig falið í sér tímabundna vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetri SASS og/eða beina aðstoð ráðgjafa við verkefnið.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál

sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

SASS - SelfossAusturvegur 56

480 8200

SASS - HvolsvöllurOrmsvöllur 1

480 8200

SASS – VestmannaeyjarÞekkingarsetur VE

480 8200

SASS - HöfnNýheimar480 8200

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið [email protected]. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna á vefnum sudurland.is.

Eftirfarandi kynningarfundir verða haldnir;Selfoss - 20. apríl kl. 12:30 - Austurvegur 56 (3.hæð)Vestmannaeyjar - 21. apríl kl. 12:00 - Þekkingarsetur VE (4. hæð) Hella - 22. apríl kl. 12:00 - Stracta hótelKirkjubæjarklaustur - 27. apríl kl. 13:00 - KirkjubæjarstofaHöfn - 30. apríl kl. 12:00 - Nýheimar

Sjá nánari upplýsingar um viðveru ráðgjafa á sudurland.is.

Pre

ntm

et S

uður

land

s

HreinsunardagarHreint umhverfi - gott mannlíf!

Hreinsunardagar verða 13. - 20. apríl.Íbúar eru hvattir til að taka vel til í kringum hús sín og nærumhverfi á Höfn og í Nesjahverfi

Fyrirtæki eru hvött til að taka vel til við fyrirtæki sín og á lóðum, á ekki síður við um geymslulóðir

Þann 20. apríl verða strákarnir í Áhaldahúsinu að hirða upp rusl sem fólk gengur frá á aðgengilegum stað við lóðarmörk, ef magnið er mikið, hafið samband í síma

Fegrum umhverfið fyrir sumarkomu.

Aðalfundur Hornfirska Skemmtifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00 í bíósalnum í Sindrabæ.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnir.

Stjórnin

LjóðabækurEr með skemmtilegar ljóðabækur eftir Kjartan Trausta

Sigurðsson fyrrum fararstjóra til sölu 1. Kjartans kver 1.000,-2. Trausta tak 1.500,- 3. Traustabrestir 2.000,-

 Góðar tækifærisgjafir.

Hrafnhildur Magnúsdóttir sími 864-4055.

Forréttir:• Mexíkönst kjúklingasúpa með nachos, osti og sýrðum rjóma ..................................................................................................kr. 1.290,-• Santa Fe kjúklingavorrúllur með salati, ólífum, pico de gallo og ranch dressingu ....................................................................kr. 1.590,-• Kjúklingavængir með louisiana sósu, sellerýstöng og gráðosta dressingu ..............................................................................kr. 1.090,-• Gratíneruð nachos með salsa, guacamole, sýrðum rjóma og pico de gallo .............................................................................kr. 1.090,-

AðALréttir:• Mjúkar, mexíkanskar tacos, tvær mjúkar 8" hveititortillur velja um fyllingu. Borið fram með tex-mex salati og hrísgrjónum.

• Með kjúklingi .......................................................................................................................................................................kr. 2.090,-• Með nautastrimlum .............................................................................................................................................................kr. 2.290,-• Með grænmeti .....................................................................................................................................................................kr. 1.990,-

• Sunshine kjúklingavefja fyllt með mangó, fersku salati og kókosrjóma-majónesi. Borið fram með kartöflubátum ..................................................................................................................................................kr. 2.090,-

• Burritos, bragðsterkur mexíkanskur kjúklingur eða nautakjöt vafið inn í 12" hveititortillu með hrísgrjónum og grænmeti. Borið fram með tex-mex salati .................................................................................................................................................kr. 2.090,-

• Fajitas, hinar upprunalegu frá Mexíkó, bornar fram á sjóðheitum disk með þremur 8" hveititortillum, tex-mex salati og hrísgrjónum;

• Með kjúklingi .......................................................................................................................................................................kr. 3.190,-• Með nautastrimlum .............................................................................................................................................................kr. 3.390,- • Combo (naut/kjúkling) .........................................................................................................................................................kr. 3.290,-

• Mexíkönsk rif með lousiana BBQ sósu. Borið fram með hrásalati og kartöflubátum ................................................................kr. 2.890,-

EFtirréttir:• Heitt banana taco, borið fram með vanilluís og karmellusósu ..................................................................................................kr. 1.390,-• Ofnbakað epli, borið fram með vanilluís og karmellusósu ........................................................................................................kr. 1.190,-• Vanilluís með súkkulaðisósu og berjum ...................................................................................................................................kr. 1.390,-

Mexíkósk stemning á Hótel Höfn

Borðapantanir í síma 478-1240

föstudag, laugardag og sunnudag

Mex

íkön

sk r

if m

eð lo

usia

na B

BQ

sós

u,

hrás

alat

i og

kart

öflub

átum

kr

. 2.8

90,-

í hei

mse

ndin

gu

AFL Starfsgreinafélag boðar til aðalfundar félagsins 2015. Fundurinn verður haldinn þann 25. apríl í Safnahúsinu Neskaupstað og hefst kl. 15:00. Að fundi loknum verður boðið upp á kvöldverð á Kaupfélagsbarnum.

AFL skipuleggur ferðir af öllum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Miðað er við að þeir sem koma lengst að verði komnir til síns heima fyrir miðnætti.

Dagskrá:• Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.• Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.• Kosning stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs.• Kosning til annarra stjórna og ráða sbr. lög félagsins• Lagabreytingar, ef fyrir liggja.• Ákvörðun félagsgjalda• Kjör fulltrúa á ársfund Stapa Lífeyrissjóðs• Önnur mál.

Vinsamlega hafið samband við skrifstofur félagsins til að tilkynna þátttöku í ferðum á aðalfundinn. Ársreikningar félagsins liggja frammi á skrifstofum félagsins frá 17. apríl.

Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélags