4
Miðvikudagur 8. maí 2013 www.eystrahorn.is Eystrahorn 18. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is Vegna frétta um óhapp í Gömlubúð hafði Eystrahorn samband við Hjalta Þór bæjarstjóra og innti frétta af framkvæmdum við húsið. „Framkvæmdir við Gömlubúð hafa gengið vel í vetur. Verkefnið er viðamikið því húsið var í verra ástandi en við töldum og ýmislegt sem við þurftum að laga til að húsið gæti orðið heilsársvinnustaður. Fyrir mitt leyti verður þetta okkur til mikils sóma og styrkir Höfn og nærsveitir sem áfangastað í ferðaþjónustu. Tjónið sem varð núna í síðustu viku setur auðvitað strik í reikninginn en það má líka þakka að ekki fór verr en raunin varð. Rétt viðbrögð iðnaðarmanna og hversu skjótt slökkviliðið kom á staðinn skiptu þar öllu máli. Nú er verið að vinna í að lagfæra það sem skemmdist, reykræsta húsið og þrífa. Ráðgert var að opna nýja sýningu í Gömlubúð þann 7. júní og við tökum ákvörðun þegar líða tekur á mánuðinn hvort og þá um hversu marga daga við frestum opnun hennar. Upplýsingamiðstöðin verður opnuð aftur á morgun eða allra næstu daga þannig að sú starfsemi raskast lítið sem ekkert.“ Sagði bæjarstjóri. Betur fór en á horfðist Þessa dagana eru starfsmenn Vélsmiðjunnar Foss að setja nýja andveltitanka í uppsjávarskipin Lundey NS og Faxa RE sem HB Grandi gerir út. Smíði tankanna er lokið og hafa þeir beðið í nokkurn tíma við Óslandsbryggjuna. Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Foss, segir smíði tankanna vera kærkomið verkefni. Hann segir verkefnið vera þróað og unnið í samstarfi við Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðing og verkfræðistofuna Verkís en þessir aðilar stofnuðu félag um framleiðsluna og sölu. Félagið hefur nú þegar selt veltitank til Ástralíu og í uppsjávarskipið Venus HF 519. „Andveltibúnaður skiptir miklu máli í fiskiskipum, bæði fyrir mannskapinn og ekki síður alla vinnslu og aflameðferð. Þetta á ekki hvað síst við um uppsjávarskipin sem veiða í æ ríkara mæli fyrir landfrystingu og þá skiptir mjög miklu máli tryggja gæði með sem minnstri hreyfingu á farminum í lestum en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið framleiðir andveltitanka fyrir uppsjávarskip. Tönkunum verður komið fyrir aftasta á bakka skipanna en í þeim er lokabúnaður og stjórnbúnaður, svokölluð Stöðugleikavakt, sem Verkís hannar, og stýrir sá búnaður virkninni í tönkunum. Við erum mjög ánægðir með þetta verkefni og verður fróðlegt að sjá hvernig tankarnir koma til með að hafa áhrif á skipin,“ segði Ari. Varðandi frekari verkefni sagði Ari „Ég reikna með verkefnum fyrir bátaflotann, ekki síst minni bátana. Vindubúnaðurinn frá okkur hefur komið vel út í grásleppubátunum en síðan erum við með nýlega hönnun í línuskífum þar sem hugmyndin var bæta meðferðina á krókunum þegar línan er dregin og minnka jafnframt hættuna fyrir þá sem vinna við línukerfin. Við fórum í þessa hönnun í samstarfi við útgerð Ragnars SF. Það hefur viljað brenna við í eldri búnaði að krókarnir réttist upp og línan komi ekki rétt inn. Þetta skapar hættu á að krókar sláist í þann sem er við línuhjólið. Reynslan hefur sýnt að með nýja hjólinu er líka minni þörf á að endurnýja króka á línunni og drátturinn á línunni er betri. Þennan línubúnað eigum við alltaf til á lager fyrir smábátana,“ bætti Ari við. Kærkomið verkefni hjá Vélsmiðjunni Foss Mynd: Sverrir Aðalsteinsson Uppsjávarskipin Lundey og Faxi við bryggju á Hornafirði. Andveltitankarnir sjást í forgrunni. Hjóladagur slysavarnadeildarinnar verður haldinn 11.maí Hjálmaskoðun og hjólaþrautir verða við hús félagsins hefst kl 11:00 Allir velkomnir Slysavarnadeildin Framtíðin

Eystrahorn 18. tbl. 2013

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 18. tbl. 2013

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 18. tbl. 2013

Miðvikudagur 8. maí 2013 www.eystrahorn.is

Eystrahorn18. tbl. 31. árgangur www.eystrahorn.is

Vegna frétta um óhapp í Gömlubúð hafði Eystrahorn samband við Hjalta Þór bæjarstjóra og innti frétta af framkvæmdum við húsið. „Framkvæmdir við Gömlubúð hafa gengið vel í vetur. Verkefnið er viðamikið því húsið var í verra ástandi en við töldum og ýmislegt sem við þurftum að laga til að húsið gæti orðið heilsársvinnustaður. Fyrir mitt leyti verður þetta okkur til mikils sóma og styrkir Höfn og nærsveitir sem áfangastað í ferðaþjónustu. Tjónið sem varð núna í síðustu viku setur auðvitað strik í reikninginn en það má líka þakka að ekki fór verr en raunin varð. Rétt viðbrögð iðnaðarmanna og hversu skjótt slökkviliðið kom á staðinn skiptu þar öllu máli. Nú er verið að vinna í að lagfæra það sem skemmdist, reykræsta húsið og þrífa. Ráðgert var að opna nýja sýningu í Gömlubúð þann 7. júní og við tökum ákvörðun þegar líða tekur á mánuðinn hvort og þá um hversu marga daga við frestum opnun hennar. Upplýsingamiðstöðin verður opnuð aftur á morgun eða allra næstu daga þannig að sú starfsemi raskast lítið sem ekkert.“ Sagði bæjarstjóri.

Betur fór en á horfðist

Þessa dagana eru starfsmenn Vélsmiðjunnar Foss að setja nýja andveltitanka í uppsjávarskipin Lundey NS og Faxa RE sem HB Grandi gerir út. Smíði tankanna er lokið og hafa þeir beðið í nokkurn tíma við Óslandsbryggjuna. Ari Jónsson, framkvæmdastjóri Foss, segir smíði tankanna vera kærkomið verkefni. Hann segir verkefnið vera þróað og unnið í samstarfi við Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðing og verkfræðistofuna Verkís en þessir aðilar stofnuðu félag um framleiðsluna og sölu. Félagið hefur nú þegar selt veltitank til Ástralíu og í uppsjávarskipið Venus HF 519. „Andveltibúnaður skiptir miklu máli í fiskiskipum, bæði fyrir mannskapinn og ekki síður alla vinnslu og aflameðferð. Þetta á ekki hvað síst við um uppsjávarskipin sem veiða í æ ríkara mæli fyrir landfrystingu og þá skiptir mjög miklu máli að tryggja gæði með sem minnstri hreyfingu á farminum í lestum en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið framleiðir andveltitanka fyrir uppsjávarskip.

Tönkunum verður komið fyrir aftasta á bakka skipanna en í þeim er lokabúnaður og stjórnbúnaður, svokölluð Stöðugleikavakt, sem Verkís hannar, og stýrir sá búnaður virkninni í tönkunum. Við erum mjög ánægðir með þetta verkefni og verður fróðlegt að sjá hvernig tankarnir koma til með að hafa áhrif á skipin,“ segði Ari. Varðandi frekari verkefni sagði Ari „Ég reikna með verkefnum

fyrir bátaflotann, ekki síst minni bátana. Vindubúnaðurinn frá okkur hefur komið vel út í grásleppubátunum en síðan erum við með nýlega hönnun í línuskífum þar sem hugmyndin var að bæta meðferðina á krókunum þegar línan er dregin og minnka jafnframt hættuna fyrir þá sem vinna við línukerfin. Við fórum í þessa hönnun í samstarfi við útgerð Ragnars

SF. Það hefur viljað brenna við í eldri búnaði að krókarnir réttist upp og línan komi ekki rétt inn. Þetta skapar hættu á að krókar sláist í þann sem er við línuhjólið. Reynslan hefur sýnt að með nýja hjólinu er líka minni þörf á að endurnýja króka á línunni og drátturinn á línunni er betri. Þennan línubúnað eigum við alltaf til á lager fyrir smábátana,“ bætti Ari við.

Kærkomið verkefni hjá Vélsmiðjunni Foss

Mynd: Sverrir Aðalsteinsson

Uppsjávarskipin Lundey og Faxi við bryggju á Hornafirði. Andveltitankarnir sjást í forgrunni.

Hjóladagur slysavarnadeildarinnar verður haldinn 11.maí Hjálmaskoðun og hjólaþrautir verða við hús félagsins hefst kl 11:00

Allir velkomnir • Slysavarnadeildin Framtíðin

Page 2: Eystrahorn 18. tbl. 2013

www.eystrahorn.is EystrahornMiðvikudagur 8. maí 2013

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Kaþólska KirkjanSunnudaginn 12. maí.

Börn hittast kl. 11:00

Sunnudagsmessa kl. 12:00

Allir velkomnir.

Vortónleikar GleðigjafaGleðigjafar verða með vortónleika 9. maí

(uppstigningardag) kl. 14:00 í Hafnarkirkju. Stjórnandi kórsins er Guðlaug Hestnes

Undirleik annast Jónína Einarsdóttir á píanó og Haukur Þorvaldsson á harmonikku.

Aðgangseyrir kr. 1.500,- Ekki tekið við kortum

HafnarkirkjaUppstigningardag 9. maí

Messa kl. 11:00 - ferming

Prestarnir

Vaktsími presta: 894-8881

bjarnanesprestakall.is

Trampolín til söluLítið notað og vel með farið trampolín fæst fyrir lítinn pening. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 6969762 eftir kl. 16:00 á daginn. Eyrún

Hjá okkur færðu fallegar og nytsamlegar útskriftargjafir, fermingargjafir

og aðrar tækifærisgjafir.

Verið velkomin • kaffi á könnunni Opið virka daga kl. 13:00 - 18:00 og laugardaga kl. 13:00 - 15:00

Sími 478-2535 / 898-3664

HúsgagnavalLokað föstudaginn

10. maí

Bæjarráð fékk erindi um lausagöngu og óþrif eftir hunda í þéttbýli, þar sem var lagt til að bæjarfélagið legði fram svæði þar sem hægt væri að beina hundaeigendum með hunda sína. Bæjarráð samþykkti að afmarka svæði fyrir lausagöngu hunda í Lyngey en áréttaði að reglur um hunda og kattarhald í sveitarfélaginu séu skýrar m.a. hvað varðar lausagöngu. Leyfilegt er að hafa hunda í bandi á öðrum svæðum í sveitarfélaginu í samræmi við reglur, bæjarráð áréttar að eigendur hirði upp eftir hunda sína.

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

Lyngey nýtt hundasvæði

Nú fer að koma að því að gestir fái að njóta afraksturs af vinnu Kvennakórs Hornafjarðar á 17. starfsári hans. Haldnir verða þrennir tónleikar á Íslandi auk þess sem haldnir verða tónleikar á Ítalíu. Fyrstu tónleikarnir verða í Sindrabæ þann 16. maí kl 20:00 en þeir verða með óhefðbundnu sniði og má frekar líkja þeim við kaffihúsakvöld með skemmtidagskrá en tónleika. Óáfengir og áfengir drykkir verða til sölu og kórinn bregður á leik meðan gestir njóta veitinganna. Aðgangseyrir er 1500 kr. Laugardaginn 25. maí verður kórinn svo á öllu hefðbundnari nótum en þá verða tónleikar í Hafnarkirkju kl. 15:00. Aðgangseyrir er 2000 kr. Laugardaginn 1. júní verður kórinn með kaffihlaðborð í tilefni af Sjómannadeginum. Kaffið verður í mötuneyti Skinneyjar - Þinganess og hefst kl. 14:00. Hlaðborðið kostar 1500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir 12 ára og yngri. Þann 4. júní leggur kórinn síðan upp í langferð. Fyrsti viðkomustaður er í Árbæjarkirkju í Reykjavík þar sem sungnir verða tónleikar. Að þeim loknum liggur leiðin til Keflavíkur þaðan sem flogið verður á vit ítalskra ævintýra. Þar ætla kórkonur að eiga nokkra daga saman ásamt mökum sínum. Auk þess að slappa af og njóta ítalskrar sólar og menningar syngur kórinn tónleika í borginni Bressanone. Kvennakórskonur þakka Hornfirðingum fyrir veittan stuðning í vetur og vonast til að sjá sem flesta á tónleikum í vor.

Mikið fjör hjá Kvennakórnum

Frá Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga

Borgarhafnarfjall - Smyrlabjörg - lambaferð í SuðursveitLaugardagur 11. maí • mæting við Tjaldsvæðið á Höfn kl 10:00

eða kl. 10:30 við LækjarhúsKíkjum aðeins í gripahúsin hjá Laufey og lítum á ungviðið, lömb o.fl. Gengið verður frá

Lækjarhúsum og fram á Fallastakkanöfi þar sem er stundað klettaklifur. Hækkun um 300m. Síðan verður gengið í átt að Smyrlabjörgum þar sem hægt verður að ganga á

Hestgerðishnútu, um 150m hækkun í viðbót, eða ganga niður í Smyrlabjörg. Hægt verður að kaupa kaffi í lok ferðar á Smyrlabjörgum. Ferðin tekur um 6 klst.

Page 3: Eystrahorn 18. tbl. 2013

www.eystrahorn.isEystrahorn Miðvikudagur 8. maí 2013

Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi verður haldið á félagssvæði Hornfirðings að Fornustekkum í Nesjum, dagana 20. - 23. júní í sumar. Að þessu sinni var ákveðið að fjölga aðildarfélögum sem hafa rétt til þátttöku. Öll hestamannafélög á svæðinu frá og með Eyjafirði til Hornafjarðar hafa keppnisrétt á mótinu, eins og var á FM2007, og til viðbótar hefur nágrönnum okkar í vestri, hestamannafélögunum Kóp og Sindra, verið boðin þátttaka. Þetta fyrirkomulag var ákveðið til þess að fjölga keppendum og áhorfendum á mótinu og um leið til að festa Fjórðungsmót á Austurlandi enn frekar í sessi. Kynbótahrossum innan hrossaræktarsamtaka á sömu svæðum er boðin þátttaka.

Fagráð í hrossarækt hefur samþykkt breytinguna og hefur lagt til eftirfarandi lágmörk:- Stóðhestar, 4v 7,90 - Hryssur, 4v 7,80- Stóðhestar, 5v 8,05 - Hryssur, 5v 7,95- Stóðhestar, 6v 8,20 - Hryssur, 6v 8,10- Stóðhestar, 7v og eldri 8,25 - Hryssur, 7v og eldri 8,15

Keppt verður í hefðbundnum keppnisgreinum: A- og B-flokki gæðinga, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum , Tölti (T1), opnum- og áhugamannaflokki, Slaktaumatölti (T2), 100m fljúgandi skeiði, 150m og 250m metra skeiði. Einnig verður sýning ræktunarbúa. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá: Skógeyjarútreið, grillveislu, kvöldvöku í félagsheimilinu Stekkhól og dansleik í reiðhöll Hornfirðings. Á Fornustekkum er keppnisvöllur, félagsheimili, reiðhöll, hesthúsahverfi, tjaldstæði, beitiland fyrir ferða- og keppnishesta og frábærar útreiðarleiðir. Fornustekkar eru í ca. 8 km fjarlægð frá Höfn, þar sem öll þjónusta er til staðar, s.s. hótel, gistiheimili, tjaldstæði, veitingastaðir, Nettó-verslun, bakarí, ýmsar sérverslanir, fatahreinsun, apótek, heilsugæsla, vínbúð, sundlaug, fjölbreytt íþróttaaðstaða og ýmis áhugaverð söfn á sviði menningar og lista. Mótshaldarar eru Hestamannafélagið Hornfirðingur og Félag hrossabænda - Hornafjarðardeild.

hornfirdingur.123.is

Fjórðungsmót á Austurlandi

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðausturlandsverður haldinn þann 21. maí n.k í Ekru kl 20:00

• Venjuleg aðalfundarstörf • Önnur mál.

Áhugasamir hvattir til að mæta.

Krabbameinsfélag Suðausturland

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur er skemmtilegt samfélag kvenna sem endurspeglar allar myndir hins kvenlega veruleika. Við hittumst vikulega til að æfa fyrir hvern þann viðburð sem framundan er, undir vaskri stjórn Gísla Magna og við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur, píanóleikara. Þetta vorið er heiti tónleika okkar "Douze points" á efnisskránni eru Eurovisionlög frá ýmsum löndum og aðrar perlur úr dægurheiminum. Við munum leggja land undir fót og vera með tónleika í Nýheimum Höfn Hornafirði laugardaginn 11.mai kl.15.

Léttsveit Reykjavíkur

AðalfundurBoðað er til aðalfundar AFLs

Starfsgreinafélags 2013 laugardaginn 11. maí klukkan 15:00 á Hótel Hallormsstað

Dagskrá: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár1. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar2. Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs3. Kjör félagslegra skoðunarmanna4. Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög 5. þess Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs6. Ákvörðun félagsgjalds7. Kosning fulltrúa á ársfund Stapa.8. Önnur mál9.

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Ársreikningar félagsins liggja fyrir á skrifstofum félagsins.

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands barst á dögunum veglegur styrkur til kaupa á nýjum röntgen lesara. Gamli röntgenlesarinn gaf sig og því var brugðið á það ráð að leita til fyrirtækja og félagasamtaka eftir styrkjum til að kaupa nýjan lesara. Líkt og flestir vita þá var það fyrir tilstilli samfélagssöfnunar sem þessi röntgentæki voru keypt árið 2006. Starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar vill færa Skinney-Þinganesi, Kiwanesklúbbnum Ós, Lionsklúbbi Hornfirðinga og Kvenfélögunum Ósk í Suðursveit og Vöku í Nesjum kærar þakkir fyrir þessa dýrmætu gjöf. Það er mikilvægt að vita af þeirri velvild sem býr í samfélaginu gagnvart heilbrigðisstofnuninni.

Nýr röntgenlesari

Page 4: Eystrahorn 18. tbl. 2013

Hafðu samband við öryggisráðgjafa okkar á Austurlandi.580-7230 | [email protected]

Gróðarstöðin Dilksnesi

opnar fimmtudaginn 16. maí

Trjáplöntur, fjölær blóm og fleira.

Opið: Virka daga kl. 13 -18

og laugardaga kl. 11- 15 Annan í hvítasunnu

kl. 11 - 15

Athugið að opið er eftir samkomulagi til 16. maí.

Hafið samband í síma 8491920

Verið velkomin.

Í Mánagarði föstudagskvöldið 10. maí kl. 20:00

Matjurtargarðar Búið er að tæta matjurtargarða

bæjarins við Drápsklettamýrar.

Bæjarbúum er bent á að svæðið er opið öllum að kostnaðarlausu.

Birgir Árnason

Mæðradagskaffi á Smyrlabjörgum

Við verðum með lambaskoðun og kaffi á mæðradaginn 12. maí.

Verð kr. 1.500,- og frítt fyrir 12 ára og yngri

Verið öll velkomin í

sveitinaHeimilisfólkið

Smyrlabjörgum