6
Fimmtudagur 13. ágúst 2015 www.eystrahorn.is Eystrahorn Flugeldasýningin á Jökulsárlóni verður laugardagskvöldið 15. ágúst klukkan 23:00. Flugeldasýningin er árlegur viðburður og er þetta í fimmtánda sinn sem sýningin er haldin. Fjöldi áhorfenda hefur farið stigvaxandi með ári hverju og undanfarin ár hafa á annað þúsund manns komið ár hvert til að njóta sýningarinnar. Uppruna flugeldasýningarinnar má rekja til uppskeruhátíðar starfsfólks við Jökulsárlón, og smám saman vatt hún upp á sig. Undirbúningur fyrir sýninguna hefst fyrr um daginn þegar menn á gúmmíbáti fara um lónið og raða 150 friðarkertum á ísjaka. Um kvöldið er kveikt á kertunum og síðan skotið upp flugeldum á nokkrum stöðum á lóninu. Sýningin varir í u.þ.b. 40 mínútur. Upplýstir ísjakarnir eru baðaðir í litum og birtu frá stórkostlegri flugeldasýningu í magnaðri umgjörð náttúrunnar sem skapar einstaka upplifun fyrir áhorfendur. Ferðaþjónustan Jökulsárlóni og Björgunarfélag Hornafjarðar standa að sýningunni í samstarfi við Ríki Vatnajökuls. Aðgangseyrir er 1000 krónur og frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur til Björgunarfélags Hornafjarðar. Sætaferðir verða frá Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri, Skaftafelli og Freysnesi. 25. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is Flugeldasýning á Jökulsárlóni Næsta sunnudag þann 16. ágúst höldum við kirkjudag á Brunnhóli. Hann hefst með messu í Brunnhólskirkju kl. 14:00. Eftir messuna er kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar í Holti sem konur í kvenfélaginu Einingu reiða fram af sínum alkunna myndarskap. Við þetta tækifæri munu söngvinnir Mýramenn taka lagið. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur en gestum er boðið að leggja í fjárhirslu kirkjunnar eftir efnum og ástæðum. Eins og sést þarf kirkjan á umhyggju að halda og þráir viðhald. Til að mynda eru tímabærar endurbætur á kirkjutröppunum en margt annað mætti nefna. Hér er tækifæri til að krækja í andlega næringu í messunni og síðan líkamlega á eftir auk þess að láta nokkuð af hendi rakna til kirkjunnar sem án efa gefur góða líðan í sálartetrið. Kirkjudagur á Brunnhóli Í tilefni að því að í ár eru liðin 100 ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarrétt ákvað Kvenréttindafélag Íslands að setja upp sýningu til heiðurs þeim merka viðburði sem skyldi ferðast um landið milli 12 sveitarfélaga. Sveitarfélagið Hornafjörður fékk þann heiður að hafa sýninguna í ágústmánuði, en þar segir frá kvenréttindabaráttunni allt frá lokum 19 .aldar og til dagsins í dag. Við hvetjum alla til þess að mæta og kynna sér þessa merku sögu. Sýningin verður opin út ágústmánuð hér á Höfn í Ráðhúsi Hornafjarðar og er opin alla virka daga frá klukkan 9-15. Opnun sýningarinnar var 10.ágúst síðastliðinn og var vel mætt enda fróðleg sýning með eindæmum. Sýning um 100 ára sögu kvenréttindabaráttu á Ísland

Eystrahorn 26. tbl. 2015

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 26. tbl. 2015

Fimmtudagur 13. ágúst 2015 www.eystrahorn.is

EystrahornFlugeldasýningin á Jökulsárlóni verður laugardagskvöldið 15. ágúst klukkan 23:00. Flugeldasýningin er árlegur viðburður og er þetta í fimmtánda sinn sem sýningin er haldin. Fjöldi áhorfenda hefur farið stigvaxandi með ári hverju og undanfarin ár hafa á annað þúsund manns komið ár hvert til að njóta sýningarinnar. Uppruna flugeldasýningarinnar má rekja til uppskeruhátíðar starfsfólks við Jökulsárlón, og smám saman vatt hún upp á sig. Undirbúningur fyrir sýninguna hefst fyrr um daginn þegar menn á gúmmíbáti fara um lónið og raða 150 friðarkertum á ísjaka. Um kvöldið er kveikt á kertunum og síðan skotið upp flugeldum á nokkrum stöðum á lóninu. Sýningin varir í u.þ.b. 40 mínútur. Upplýstir ísjakarnir eru baðaðir í litum og birtu frá stórkostlegri flugeldasýningu í magnaðri umgjörð náttúrunnar sem skapar einstaka upplifun fyrir áhorfendur. Ferðaþjónustan Jökulsárlóni og Björgunarfélag Hornafjarðar standa að sýningunni í samstarfi við Ríki Vatnajökuls. Aðgangseyrir er 1000 krónur og frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur til Björgunarfélags Hornafjarðar. Sætaferðir verða frá Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri, Skaftafelli og Freysnesi.

25. tbl. 33. árgangur www.eystrahorn.is

Flugeldasýning á Jökulsárlóni

Næsta sunnudag þann 16. ágúst höldum við kirkjudag á Brunnhóli. Hann hefst með messu í Brunnhólskirkju kl. 14:00. Eftir messuna er kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar í Holti sem konur í kvenfélaginu Einingu reiða fram af sínum alkunna myndarskap. Við þetta tækifæri munu söngvinnir Mýramenn taka lagið. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur en gestum er boðið að leggja í fjárhirslu kirkjunnar eftir efnum og ástæðum. Eins og sést þarf kirkjan á umhyggju að halda og þráir viðhald. Til að mynda eru tímabærar endurbætur á kirkjutröppunum en margt annað mætti nefna. Hér er tækifæri til að krækja í andlega næringu í messunni og síðan líkamlega á eftir auk þess að láta nokkuð af hendi rakna til kirkjunnar sem án efa gefur góða líðan í sálartetrið.

Kirkjudagur á Brunnhóli

Í tilefni að því að í ár eru liðin 100 ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarrétt ákvað Kvenréttindafélag Íslands að setja upp sýningu til heiðurs þeim merka viðburði sem skyldi ferðast um landið milli 12 sveitarfélaga. Sveitarfélagið Hornafjörður fékk þann heiður að hafa sýninguna í ágústmánuði, en þar segir frá kvenréttindabaráttunni allt frá lokum 19 .aldar og til dagsins í dag. Við hvetjum alla til þess að mæta og kynna sér þessa merku sögu. Sýningin verður opin út ágústmánuð hér á Höfn í Ráðhúsi Hornafjarðar og er opin alla virka daga frá klukkan 9-15. Opnun sýningarinnar var 10.ágúst síðastliðinn og var vel mætt enda fróðleg sýning með eindæmum.

Sýning um 100 ára sögu kvenréttindabaráttu á Ísland

Page 2: Eystrahorn 26. tbl. 2015

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 13. ágúst 2015

Menntastoðir

Á öllu Suðurlandi (dreifnám) Veturinn 2015 - 2016 128.000 - ath. styrki stéttarfélaganna 660 kennslustundir

Hvar Hvenær

Verð Lengd

Nýttu tækifærið til náms í heimabyggð!

Fræðslunetið býður uppá nám í Menntastoðum næsta vetur. Námið er metið til eininga á framhaldsskólastigi og veitir réttindi til að hefja nám á háskólabrú eða í frum-greinadeildum háskóla. Um er að ræða dreifnám með staðlotum, og hentar því fólki á öllu Suðurlandi allt frá Höfn í Hornafirði til Þorlákshafnar. Námið hefst með staðlotu á Selfossi í september 2015. Fyrir hvern? Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla. Helstu kennslugreinar eru: íslenska, enska, danska, stærðfræði, bókfærsla og upplýsingatækni.

Eystrahorn

hrísbrautRúmgott 145 m² einbýlishús ásamt 42,5 m² sólstofu, um 21 m² viðbyggingu og 33,4m² bílskúr, samtals 241,9 m². Frábær lóð með garðhúsi, getur losnað fljótlega.

KirKjubrautMikið endurnýjað 121,0 m² einbýlishús ásamt 33,1 m² bílskúr, samtals 154,1 m², nýtt eldhús, 2 verandir.

hæðagarðurTil sölu 113,4m² einbýlishús og 33,6 m² bílskúr, 3 svefnherbergi, laust fljótlega.

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

til söluNýtt á skrá

JASPISFasteignasala

Snorri Snorrasonlögg. fasteignasaliLitlubrú 1 780 Höfn478-2000 [email protected]

Nýtt á skrá

Kirkjudagur á Brunnhóli

Sunnudaginn 16. ágústMessa í Brunnhólskirkju kl. 14:00Kaffiveitingar og söngskemmtun í

Holti eftir messuTekið er á móti framlögum til

BrunnhólskirkjuStyrktaraðilar eru:

Kvenfélagið Eining á MýrumSveitarfélagið Hornafjörður o. fl. Sóknarnefndin og prestarnir

StafafellskirkjaMinnum á árlegan kirkjudag

í Stafafellskirkju 23. ágúst kl. 14:00.

Kirkjukaffi í Fundarhúsinu eftir messu.Prestarnir

Ólöf K. Ólafsdóttir augnlæknir

verður með stofu á Heilsugæslustöð Hornafjarðar dagana 25. - 27. ágúst nk.

Tímapantanir í síma 470-8600 virka daga.

ATH ekki er tekið við kortum.

Page 3: Eystrahorn 26. tbl. 2015

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 13. ágúst 2015

Hluti af atvinnulífinu

www.n1.is facebook.com/enneinn

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.IS

EN

N 75599 08/15

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Þórarinn Birgisson í síma 820 9078.

Við leitum að þjónustu fúsu fólki sem er lipurt í mannlegum sam skiptum. Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru skilyrði. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er mikill kostur.

Helstu verkefni

• Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini

• Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni

Hæfniskröfur

• Þjónustulund

• Samskiptafærni

• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

• 18 ára eða eldri

VR-15-025

N1 á Höfn óskar eftir kraftmiklu og áreiðanlegu starfsfólki til framtíðarstarfa

Viltu unglegra útl it , sléttari húð og hraustari l íkama?Kíktu þá á kynningu á Jeunesse húð- og bætiefnalínunni þriðjudagskvöldið 18. ágúst og miðvikudagskvöldið 19. ágúst, sem hefst bæði kvöldin kl. 20:00 í Slysavarnarhúsinu.

Húðvörulínan heitir Luminesce og skilar ótrúlegum árangri í að hreinsa, þétta og endurnýja húðina, þannig að hrukkur grynnka, sólarskemmdir hverfa, svo og rósroði, exem og psoriasis. Gjafaprufur af Instantly Ageless kreminu, sem gerir þig 10 árum yngri á 2 mínútum, fyrir alla sem mæta.

Bætiefnalínan veitir aukna orku, meira úthald, aukna kynorku, betri nætursvefn og gerir okkur í raun yngri að innan.

Allir velkomnir á kynninguna sem er á vegum Hársnyrtistofunnar Flikk.Vinsamlegast tilkynnið mætingu í síma 478-2110 hjá Birnu Sóley.

Guðrún Bergmann heilsuráðgjafi og rithöfundur og Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir snyrtifræðimeistari sjá um kynninguna.

Page 4: Eystrahorn 26. tbl. 2015

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 13. ágúst 2015

Viltu vera hluti af hópnum?

Starfsfólk óskast í eftirfarandi stöður á Hótel Höfn:- Umsjónarmann í þvottahúsi hótelsins - Pizzabakara - Pizzabílstjóra

Ef þú ert hress og jákvæður og hefur áhuga endilega hafðu samband við okkur annaðhvort í síma 478 1240, með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða komdu á staðinn og hittu á okkur.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 9. apríl að fella niður gatnagerðargjöld, lóðahafar fá lóðirnar endurgjaldslaust. Þær lóðir sem eru lausar á Höfn eru merktar inn á myndina með fréttinni. Lóðirnar eru fyrir 18 einbýli 8 fjölbýli og eitt parhús. Lóðaumsóknir fara fram í gegn um íbúagátt sveitarfélagsins https://ibuagatt.hornafjordur.is. Reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda og gjaldskrá embættis bygginga- og skipulagsfulltrúa má finna á heimasíðunni. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 470 8000 eða í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Lausar lóðir - gatnagerðargjöld felld niður

Frá Ferðafélaginu

Fjölskylduferð - sullumbuslTröllatjörn í Geithellnadal í ÁlftafirðiLaugardaginn 15. ágúst Lagt af stað frá tjaldstæðinu kl. 10:00 og ekið að Múla, genginn hringur með viðkomu í Tröllatjörn sem er flott náttúrusmíð, þar er hægt að vaða, sulla og synda í tjörninni. Ferðatími um 5-6 tímar. Muna eftir nesti, klæðnaði eftir veðri og handklæði. Verð 1000 kr. fyrir 18 ára og eldri. Séu hundar með skal hafa ól meðferðis. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Ragna í síma 662-5074.Næstu ferðir:- 29. ágúst - Grasgiljatindur í Hoffellsdal - 26. september - Hvannagil - Bæjardalur í Lóni

Page 5: Eystrahorn 26. tbl. 2015

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 13. ágúst 2015

Húsgagnaval

NÝTT - NÝTT

Vorum að fá vinsælu Tulipop barnavörunar. Í þeim var að koma glænýjar og frábærar

vörur fyrir skólann sem hefur bæst við sístækkandi ævintýraheim Tulipop.

Vörurnar sem um ræðir eru fallegar og litríkar skólatöskur, sundpokar og pennaveski.

Verið velkomin

Opið virka daga kl. 13 - 18 478-2535 / 898-3664

Endurvinnslanleitar að nýjum umboðsaðila

HVER FLASKA SKIPTIR

MÁLI

HVER FLASKA SKIPTIR

MÁLI

Endurvinnslan hf. auglýsir eftir áhugasömum aðila

til að taka að sér móttöku á skilaskyldum

drykkjarumbúðum á Höfn á Horna�rði.

Umboðsaðilar þurfa að taka við drykkjarumbúðum,

greiða út skilagjald og koma drykkjarumbúðum

áfram til �utningsaðila. Umboðsaðilar okkar eru

ýmist einstaklingar, félagasamtök eða fyrirtæki.

Áhugasamir ha� samband við skrifstofu Endurvinnslunnar

í síma 588-8522 eða á netfangið [email protected]

Flestir flokka samviskusamlega í endurvinnslutunnurnar en það eru alltaf einhverjir sem bregðast. Það sem er á disknum á myndinni á ekki að sjást í endurvinnslutunnunum. Stöndum saman um úrbætur í mikilvægu umhverfismáli.

Ljótt að sjá

1. deild kvenna - Sindravellir Laugardaginn 15. ágúst kl. 14:00 SiNdri – VöLSuNgur TM tryggingar bjóða frítt á leikinnSunnudaginn 16 ágúst kl. 14:00 SiNdri – HöTTur Hótel Höfn býður frítt á leikinn4. deild karla - Mánavöllur Laugardaginn 15. ágúst kl. 16:00 MáNi – LéTTir 4. flokkur kvenna - Sindravellir Miðvikudaginn 19. ágúst kl. 17:00 MáNi – HöTTurNæ

stu he

imale

ikir

Page 6: Eystrahorn 26. tbl. 2015

Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is

Spennandi störf hjá Sveitarfélaginu Hornafirði Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu. Fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Nýheimar þekkingarsetur er mennta- og fræðastofnun þar koma saman Rannsóknasetur Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands,

Framhaldskóli, Hornafjarðarsöfn, Matís og Fræðslunet Suðurlands. Stuðningur við frumkvöðla t.d. FAB LAB smiðja er í Vöruhúsi. Öll almenn þjónusta er til staðar í sveitarfélaginu og má þar nefna tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun.

Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó.

Sveitarfélagið leitar að öflugu starfsfólki sem vill starfa á skemmtilegum og fjölskylduvænum vinnustað

Nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is/atvinna eða í síma 470 8000.Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst.

▪ Skipulagsstjóri Yfirmaður skipulags- og tæknisviðs

▪ Ljósmóðir HSU Hornafirði Mæðra- og ungbarnavernd  

▪ Verkefnastjóri Heimaþjónustudeild Þroskaþjálfi eða sambærileg menntun

▪ Heimaþjónustudeild Frekari liðveisla og félagsleg heimaþjónusta

▪ Húsvörður Nýheimum Almenn húsvarsla, viðhald og þrif

▪ Hjúkrunardeild HSU Hornafirði Sjúkraliðar og aðhlynning

▪ Leikskólar Leikskólakennarar og starfsfólk á deild

N1 HöfnSími: 478 1940

Veitingatilboð

Stór ostborgarifranskar, lítið Prins Póló og 0,5 l Coke í dós

1.745 kr.

Steikarsamlokafranskar og 0,5 l Coke í dós

299 kr.

Pylsa með öllu

Ís í brauð­formiLítill með dýfu

Ís í brauð­formiLítill

1.495 kr.

199 kr. 239 kr.