8
Fimmtudagur 26. apríl 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 17. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Bæjarráð Hornafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkti umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðigjöld. Þar eru gerðar verulegar athugasemdir við frumvörpin og einstakar greinar þeirra. Að mati bæjarráðs þarf að taka frumvarp til laga um stjórn fiskveiða til gagngerrar skoðunar og lækka veiðigjöld verulega eins og þau eru kynnt í frumvarpi til laga um veiðigjöld. Óbreytt lamar það fjárfestingu í sjávarútvegi, kæfir nýsköpun og framþróun greinarinnar og þar með þær byggðir sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi. Bæjarráð Hornafjarðar hefur ítrekað lagt áherslu á að leita beri sátta meðal þjóðarinnar og hagsmunaaðila um fiskveiðistjórnun, að breytingar á kerfinu skaði ekki sjávarbyggðir og byggja eigi nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi á niðurstöðu sáttanefndar. Því tekur bæjarráð Hornafjarðar undir meginmarkmið frumvarpanna um að skerpa á þeim skilningi að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar, að nýtingarrétturinn sé tímabundinn með þeim fyrirvara að endurnýjun nýtingarsamninga sé skýr og að þjóðin njóti afraksturs af nýtingu auðlindarinnar í meira mæli en nú er þótt bæjarráð Hornafjarðar telji nauðsynlegt að til komi veruleg lækkun á fyrirhuguðum veiðigjöldum eins og þau eru lögð upp í frumvarpinu. Bæjarráð fékk KPMG ehf. til að meta áhrif frumvarpanna á Hornafjörð. Helstu niðurstöður eru að: Veiðigjöld munu nema samtals rúmum 1.300 m.kr. sem er sjöföldun á núverandi veiðigjaldi. Aflaheimildir munu dragast saman um 640 þorskígildistonn sem leiða til samdráttar í útsvarstekjum upp á 17 m.kr. frá því fiskveiðikerfi sem gilti fyrir gildistöku laga nr. 70/2011. Það mun kosta útgerðir um 200 m.kr. að leigja til sín heimildir af kvótaþingi til að verða jafnsettar og áður fyrir gildistöku laga nr. 70/2011. Að óbreyttu verða veiðigjöld á Höfn í Hornafirði alls 1,3 miljarður króna eða 779 þúsund krónur á hvern íbúa. Umreiknað á stærstu byggðarlög landsins yrðu gjöldin þar með eftirfarandi hætti: Í ljósi niðurstaðna af vinnu KPMG og annarra gagna sem sveitarstjórnarmenn hafa kynnt sér hefur bæjarráð Hornafjarðar verulega þungar áhyggjur af þeim breytingum sem kynntar hafa verið á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ef málin verða afgreidd frá Alþingi samkvæmt fyrirliggjandi drögum, munu þau hafa veruleg neikvæð áhrif á grunnatvinnugrein sveitarfélagsins með tilheyrandi fækkun starfa, samdráttar í hinu staðbundna hagkerfi á Hornafirði og eykur því óvissu um framtíðarþróun samfélagsins. Ítarlegri umsögn og skýrslu KPMG má lesa á hornafjordur.is Fjöldi íbúa Veiðigjöld á hvern íbúa á Höfn Alls veiðigjöld í viðkomandi sveitarfélagi miðað við veiðigjöld á Höfn Höfn 1.668 779.379 1.300.000.000 Reykjavík 118.814 779.376 92.600.839.329 Kópavogur 31.205 779.376 24.320.443.645 Hafnarfjörður 26.486 779.376 20.642.565.947 Akureyri 17.875 779.376 13.931.354.916 Reykjanesbær 14.137 779.376 11.018.045.564 Garðabær 11.283 779.376 8.793.705.036 Leikfélagið í samstarfi við nemendur í framhaldsskólanum sýnir um þessar mundir gaman- og glæpaleikritið 8 konur. Frumsýningin á föstudaginn tókst vel og góðar undirtektir áhorfenda. Ritstjóri skemmti sér ágætlega á sýningunni sem hann sá. Það er alltaf eftirtektarvert að fylgjast með áhugaleikhúsum og það er aðdáunarvert hvað sumt fólk leggur mikið á sig til að halda úti menningar- og félagsstarfi á landsbyggðinni. Sömuleiðis er það þakkarvert þegar eldri félagar eru tilbúnir að starfa með unglingunum eins og í þessu leikverki. Gömlu brýnin, Guðrún Ingólfsdóttir,Ingvar Þórðarson (í hlutverki gömlu ömmunnar) og Kristín Gestsdóttir bregðast ekki og standa fyrir sínu að vanda. Unga fólkið úr FAS, sem ekki hefur mikla reynslu af sviðinu, lagði sig greinilega fram um að skila sínum hlutverkum vel en fulltrúar FAS voru Dóra Björg Björnsdóttir, Guðlaug Jóna Karlsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Rósalín Alma Valdimarsdóttir og Þorgeir Dan Þórarinsson. Lýsingin er fagmannleg hjá þeim Ingólfi Baldvinssyni formanni leikfélagsins og Þorsteini Sigurbergssyni enda vanir menn að verki. Það er bæði áhugavert og skemmtilegt að sjá hvernig leikstjórinn Guðjón Sigvaldason nýtir rými Nýheima sem leiksvið og umgjörð sýningarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðjón leysir af hugkvæmni uppsetningu á leikverki við óvenjulegar aðstæður. Í kvöld er fjórða sýningin og það er ástæða til að hvetja fólk til að fara í Nýheima og eiga þar ánægjulega kvöldstund. Skemmtileg leiksýning

Eystrahorn 17. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 17. tbl. 2012

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 17. tbl. 2012

Fimmtudagur 26. apríl 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn17. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Bæjarráð Hornafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á

fiskveiðistjórnunarkerfinuBæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkti umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðigjöld. Þar eru gerðar verulegar athugasemdir við frumvörpin og einstakar greinar þeirra. Að mati bæjarráðs þarf að taka frumvarp til laga um stjórn fiskveiða til gagngerrar skoðunar og lækka veiðigjöld verulega eins og þau eru kynnt í frumvarpi til laga um veiðigjöld. Óbreytt lamar það fjárfestingu í sjávarútvegi, kæfir nýsköpun og framþróun greinarinnar og þar með þær byggðir sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi. Bæjarráð Hornafjarðar hefur ítrekað lagt áherslu á að leita beri sátta meðal þjóðarinnar og hagsmunaaðila um fiskveiðistjórnun, að breytingar á kerfinu skaði ekki sjávarbyggðir og byggja eigi nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi á niðurstöðu sáttanefndar. Því tekur bæjarráð Hornafjarðar undir meginmarkmið frumvarpanna um að skerpa á þeim skilningi að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar, að nýtingarrétturinn sé tímabundinn með þeim fyrirvara að endurnýjun nýtingarsamninga sé skýr og að þjóðin njóti afraksturs af nýtingu auðlindarinnar í meira mæli en nú er þótt bæjarráð Hornafjarðar telji nauðsynlegt að til komi veruleg lækkun á fyrirhuguðum veiðigjöldum eins og þau eru lögð upp í frumvarpinu.Bæjarráð fékk KPMG ehf. til að meta áhrif frumvarpanna á Hornafjörð. Helstu niðurstöður eru að:

Veiðigjöld munu nema samtals rúmum 1.300 m.kr. sem er sjöföldun •á núverandi veiðigjaldi.Aflaheimildir munu dragast saman um 640 þorskígildistonn •sem leiða til samdráttar í útsvarstekjum upp á 17 m.kr. frá því fiskveiðikerfi sem gilti fyrir gildistöku laga nr. 70/2011.Það mun kosta útgerðir um 200 m.kr. að leigja til sín heimildir af •kvótaþingi til að verða jafnsettar og áður fyrir gildistöku laga nr. 70/2011.

Að óbreyttu verða veiðigjöld á Höfn í Hornafirði alls 1,3 miljarður króna eða 779 þúsund krónur á hvern íbúa. Umreiknað á stærstu byggðarlög landsins yrðu gjöldin þar með eftirfarandi hætti:

Í ljósi niðurstaðna af vinnu KPMG og annarra gagna sem sveitarstjórnarmenn hafa kynnt sér hefur bæjarráð Hornafjarðar verulega þungar áhyggjur af þeim breytingum sem kynntar hafa verið á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ef málin verða afgreidd frá Alþingi samkvæmt fyrirliggjandi drögum, munu þau hafa veruleg neikvæð áhrif á grunnatvinnugrein sveitarfélagsins með tilheyrandi fækkun starfa, samdráttar í hinu staðbundna hagkerfi á Hornafirði og eykur því óvissu um framtíðarþróun samfélagsins.

Ítarlegri umsögn og skýrslu KPMG má lesa á hornafjordur.is

Fjöldi íbúa

Veiðigjöld á hvern íbúa á

Höfn

Alls veiðigjöld í viðkomandi

sveitarfélagi miðað við veiðigjöld á Höfn

Höfn 1.668 779.379 1.300.000.000

Reykjavík 118.814 779.376 92.600.839.329

Kópavogur 31.205 779.376 24.320.443.645

Hafnarfjörður 26.486 779.376 20.642.565.947

Akureyri 17.875 779.376 13.931.354.916

Reykjanesbær 14.137 779.376 11.018.045.564

Garðabær 11.283 779.376 8.793.705.036

Leikfélagið í samstarfi við nemendur í framhaldsskólanum sýnir um þessar mundir gaman- og glæpaleikritið 8 konur. Frumsýningin á föstudaginn tókst vel og góðar undirtektir áhorfenda. Ritstjóri skemmti sér ágætlega á sýningunni sem hann sá. Það er alltaf eftirtektarvert að fylgjast með áhugaleikhúsum og það er aðdáunarvert hvað sumt fólk leggur mikið á sig til að halda úti menningar- og félagsstarfi á landsbyggðinni. Sömuleiðis er það þakkarvert þegar eldri félagar eru tilbúnir að starfa með unglingunum eins og í þessu leikverki. Gömlu brýnin, Guðrún Ingólfsdóttir,Ingvar Þórðarson (í

hlutverki gömlu ömmunnar) og Kristín Gestsdóttir bregðast ekki og standa fyrir sínu að vanda. Unga fólkið úr FAS, sem ekki hefur mikla reynslu af sviðinu, lagði sig greinilega fram um

að skila sínum hlutverkum vel en fulltrúar FAS voru Dóra Björg Björnsdóttir, Guðlaug Jóna Karlsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Rósalín Alma

Valdimarsdóttir og Þorgeir Dan Þórarinsson. Lýsingin er fagmannleg hjá þeim Ingólfi Baldvinssyni formanni leikfélagsins og Þorsteini Sigurbergssyni enda vanir menn að verki. Það er bæði áhugavert og skemmtilegt að sjá hvernig leikstjórinn Guðjón Sigvaldason nýtir rými Nýheima sem leiksvið og umgjörð sýningarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðjón leysir af hugkvæmni uppsetningu á leikverki við óvenjulegar aðstæður. Í kvöld er fjórða sýningin og það er ástæða til að hvetja fólk til að fara í Nýheima og eiga þar ánægjulega kvöldstund.

Skemmtileg leiksýning

Page 2: Eystrahorn 17. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 26. apríl 2012

EystrahornVesturbraut25•Sími:862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

Vinnuvélanámskeið á HöfnNú reynum við aftur og hvetjum aðila til að nota tækifærið og taka námskeið til vinnuvélaréttinda í heimabyggð. Námskeið til vinnuvélaréttinda byrjar fimmtudaginn 3. maí og tekur 10 daga samfellt ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið tekur yfir 80 kennslustundir og veitir réttindi á allar vinnuvélar. Lágmarksþátttaka er 15 manns. Sjá nánar á www.ekill.is þar sem hægt er að skrá sig. Einnig má skrá sig í síma 8945985 eða á [email protected].

Ekill ökuskóli • Goðanesi 8-10 • 603 Akureyri • Sími 461 7800 • GSM 894 5985 • [email protected] • www.ekill.is

Á dögunum afhenti Skinney-Þinganes Golfklúbbi Hornafjarðar tæki þar sem hægt er að fá æfingabolta leigða til að nota á æfingasvæðinu. Um er að ræða skáp sem settur er peningur í og þá koma sjálfkrafa ákveðinn fjöldi bolta í körfu. Síðan getur sá sem slær boltana skilið þá eftir á æfingasvæðinu og starfsfólk golfklúbbsins safnað þeim saman. Að sögn forsvarsmanna klúbbsins er þetta mjög gott framfaramál og mun vonandi auka áhuga á golfíþróttinni. Sömuleiðis skrifuðu ofangreindir aðilar undir styrktarsamning til fimm ára sem kemur klúbbnum vel. Forsvarsmenn golfklúbbsins lýstu yfir ánægju sinni með gjöfina og styrktarsamninginn og vildu koma á framfæri þakklæti til forsvarsmanna Skinneyjar-Þinganess. Nú er bara að taka fram kylfurnar þeir sem eiga og aðrir að útvega sér kylfur til að prófa og drífa sig svo á völlinn.

Golfvertíðin að byrja

Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess og Gísli Páll Björnsson formaður Golfklúbbs Hornafjarðar

Herbergi óskast!Strætóbílstjóri óskar eftir herbergi í júní, júlí og ágúst Upplýsingar í síma 896-3069. Páll B. Kristjánsson.

Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

(styrkir sem Alþingi veitti áður)Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs.

Styrkveitingarnar miðast við árið 2012.

Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 13. maí 2012

Umsóknareyðublað og úthlutunarreglur er að finna á heimasíðu Menningarráðs Suðurlands

www.sunnanmenning.is

Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi Suðurlands Dorothee Lubecki

í síma 896-7511 eða á [email protected]

SuðurlandsMenningarráð

Kynningarfundur Skotvís og Skotfélags Austur Skaftafellssýslu veður haldinn hjá Afli á Höfn

föstudaginn 4. maí kl. 20.

Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Skotvís 2. Áherslur nýrrar stjórnar á komandi árum

Allir velkomnir

Stjórnir Skotvís og Skotfélags Austur Skaftafellssýslu

Tapað - fundiðLyklakyppa með tveim húslyklum og einum litlum lykli fannst á bílaplani Hafnarkirkju. Upplýsingar í síma 866-6253

Page 3: Eystrahorn 17. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 26. apríl 2012

Með hækkandi sól og aukinni umferð um sveitarfélagið vill lögregla minna vegfarendur á þá þætti sem efla umferðaröryggi. Í eftirliti sínu n.k mánuði mun lögregla leggja áheyrslu á að ökumenn og farþegar noti bílbelti en lögregla telur að akandi vegfarendur á Höfn, megi gera betur í þeim efnum. Akstur án þess að spenna beltið getur varðað punkt í ökuferilskrá og sekt, fyrir ökumann en fyrir farþega sem er 15 ára og eldri getur fyrrgreint varðað sekt. Þá ber ökumaður ábyrgð á því að farþegar, yngri en 15 ára noti bílbelti og eða sérstakan öryggisbúnað, annars má búast við sekt og punkt í ökuferilskrá. Þá vill lögregla leggja áheyrslu á að hraðatakmarkanir séu virtar, innan- sem og utanbæjar. Einnig vill lögregla árétta til þeirra sem hafa aðgengi að torfærutækjum t.a.m mótorkross- og eða fjórhjólum að ökumenn þeirra, hvort sem þau eru götu- eða torfæruskráð, þurfa ökuréttindi þ.e bílpróf þarf að vera fyrir hendi til að aka slíkum tækjum. Akstur slíkra tækja án ökuréttinda, varðar sektum. Lögreglan óskar öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegs sumars og að allir leggist á eitt, að koma heil heim.

Kær kveðja, Lögreglan á Höfn

Fjöldi klúbba og félaga eru starfandi hér á Hornafirði. Í haust bættist nýr klúbbur í flóruna sem heitir Átvagl og er eins og nafnið vísar til matarklúbbur. Í klúbbnum eru 16 karlar sem koma saman einu sinni í mánuði og leggja sér til munns matarmiklar kótilettur sem renna ljúft niður. Formaður klúbbsins nefnist HRYGGUR og heldur utan um starfið. Á kótilettukvöldum skiptast menn á að segja sögur og skaffa heimagerða sultu og er oft mögnuð spenna hvað verður sagt og hvernig sultan bragðast. Fleiri slíkir klúbbar eru til á landsvísu og er oftast skipaðir körlum. Mánudaginn 30. apríl verður sjöunda og síðasta kótilettukvöld klúbbsins á þessu starfsári á KAFFIHORNINU og af því tilefni efna klúbbfélagar og gestir þeirra til skemmtikvölds sem nefnist Karlagrobb og riggarokk Átvagls þar sem Hilmar og fuglarnir, Kótilettubandið MÖR, Silfurrefirnir og Kalli á Móhól með nikkuna sjá um lifandi tónlist í raspi með laukfeiti og sultu. Sögur á milli hljómsveita. Skemmtikvöldið stendur frá kl. 22:00 til 01:00.Konur og karlar 25 ára og eldri eru velkomin. Aðgangseyrir er 1299 léttkrónur. Afrakstur kvöldsins rennur til Barnahjálpar UNICEF.

Þjóðahátíð í Nýheimum

5. Maí frá klukkan 13:00 til 16:00 Matur, skemmtiatriði, búningar

Glens og gaman

Átvagl og kótilettur Umferðarmál

Page 4: Eystrahorn 17. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 26. apríl 2012

Síðastliðið haust setti Hornfirska Skemmtifélagið upp sína tíundu sýningu á Hótel Höfn og var það sannkölluð afmælissýning þar sem flutt voru lög frá öllum sýningum félagsins. Af mörgu var að taka því sýningarnar hafa verið jafn ólíkar og þær hafa verið margar. Mikið hefur verið lagt í búninga, förðun og hárgreiðslur í gegnum tíðina og að sjálfsögðu mikill metnaður lagður í tónlistarflutning og söng. Þegar farið var að rifja upp lagalista og sýningarnar síðastliðið vor, vaknaði sú hugmynd að gaman væri að safna saman myndum frá öllum sýningum félagsins og gera þær aðgengilegar á heimasíðu Skemmtifélagsins. Af því tilefni langar okkur í Hornfirska Skemmtifélaginu að biðla til bæði fyrrum þátttakenda sem og til allra áhorfendanna í gegnum árin og biðja ykkur að senda okkur myndir frá sýningunum okkar. Við munum bæta þeim í gagnagrunninn og birta með ykkar samþykki á vefnum okkar. Einnig væri gaman ef til eru myndir af æfingatímanum. Vinsamlegast hafið samband við Heiðar ([email protected]) ef þið eigið skemmtilegar myndir af sýningunum og viljið deila með okkur.

Stjórn Hornfirska Skemmtifélagsins

Óskum starfsfólki og fjölskyldum þeirra

til hamingju með daginn, 1. maí

Skinney - Þinganes hf • Krossey • Sími 470 8100 • Fax 470 8101 • [email protected] • www.sth.is

Myndafjör Skemmtifélagsins

Leikfélag Hornafjarðar 50 ára í samstarfi við Leikhóp FAS sýnir sakamálaleikritið

Átta konur eftir Robert Thomas

í þýðingu Sævars Sigurgeirssonar. Leikstjóri Guðjón Sigvaldason.

Síðustu sýningarSýnt í Nýheimum • Húsið opnar kl. 20:00

Miðar seldir við innganginn • Miðaverð 2500.-

Miðapantanir í síma 898-6701 (Kristín) og 844-1493 (Svava) eftir kl 17:00 alla daga

4. sýning ......................................... 26. apríl kl. 20:305. sýning ......................................... 27. apríl kl. 20:306. sýning ......................................... 29. apríl kl. 20:30

Aðalfundur Félags sumarhúsaeigenda í Stafafellsfjöllum

verður haldinn á Hótel Höfn fimmtudagskvöldið 10. maí n.k. kl. 20:00

Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins

Stjórnin

Page 5: Eystrahorn 17. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 26. apríl 2012

FUNDARBOÐ179. fundur bæjarstjórnar Hornafjarðar verður haldinn í ráðhúsi 26. apríl 2012 og hefst kl. 16:00.

Dagskrá:Fundargerðir til staðfestingar1.

Ársreikningur 2011 – fyrri umræða2.

Deiliskipulag í Stafafellsfjöllum3.

Fyrirspurnir - bæjarstjórn4.

23.apríl 2012 Hjalti Þór Vignisson

Lausar stöður við leikskólann Lönguhóla Hornafirði

Leikskólinn auglýsir eftir leikskólakennara, grunnskólakennara, þroskaþjálfara eða öðrum með sambærilega menntun í 100% störf. Möguleiki á hlutastarfi. Ef ekki fást uppeldismenntaðir starfsmenn í störfin verða ráðnir starfsmenn í stöðu ófaglærðs.

Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika, sjálfstæði í vinnubrögðum, vera jákvæður, samviskusamur og hafa gaman og ánægju af að vinna með börnum og útiveru.

Þarf að vera tilbúinn að vinna eftir skólanámskrá Lönguhóla.

Laun greidd samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 14. ágúst 2012.

Um er að ræða framtíðarstörf.

Heimasíðu skólans má finna á www.leikskolinn.is/longuholar

Nánari upplýsingar hjá Margréti Ingólfsdóttur leikskólastjóra í síma 4708-2490 eða netfangið [email protected]

Umsóknir skal senda á Margréti leikskólastjóra fyrir 11. maí 2012.

Á haustmánuðum var öllum söluskrifstofum flugfélaganna, Íslandsstofu og Ferðamálastofu sent bréf þar sem Markaðsstofan bauð til samstarfs um aðkomu að kynnisferðum (FAM-ferðum) um Suðurland. Eins og fyrr segir var ein slík ferð (post-tour) farin í tengslum við Mid-Atlantic sýninguna í byrjun febrúar. Í ár hafa Icelandair og Ferðaskrifstofa Íslands sýnt mikinn áhuga á samstarfi við Markaðsstofuna um þessar ferðir. Hefur Markaðsstofan komið að þremur ferðum það sem af er þessu ári í samvinnu með Icelandair og Ferðaskrifstofu Íslands. Hóparnir sem komið hafa voru frá Suður-Kóreu, Noregi og Svíþjóð. Fyrirhugaðar eru ferðir í vor og haust í samvinnu við þessa aðila. Markaðsstofan hefur notið ríkulegs stuðnings aðila að Markaðsstofunni við þessar ferðir. Þannig hefur Flugfélagið Ernir staðið ötullega að kostun við flug, hópferðaleyfishafar hafa lagt til faratæki og veitinga- og gistiaðilar hafa boðið fram sína þjónustu ásamt fjölda afþreyingafyrirtækja. Mikilvægt er að þessar ferðir séu vel skipulagðar og að öllum aðilum að Markaðsstofunni gefist kostur á að kynna sig í “work-shopum”. Ferðirnar hafa sannað sig sem frábært markaðstæki til að koma landshlutanum og fyrirtækjum á framfæri.

Mikilvæg kynning

Tilkynning

Vakin er athygli á að níu af hverjum tíu gróðureldum eru af manna völdum. Einu náttúrulegu orsakir gróðurelda eru vegna eldinga sem slá niður. Flestir gróðureldar verða á vorin og snemma sumars og það þarf enga langvarandi þurrka til þess að hætta á gróðureldum skapist.

Hér á landi þarf að sækja um leyfi til sýslumanns til að kveikja bál og einungis ábúendur á jörðum geta fengið leyfi til að brenna sinu á jörðum sínum sbr. lög nr. 61,1992 og reglugerð nr. 157, 1993.

Eru það tilmæli frá eldvarnareftirliti að farið verði eftir þessu ákvæði í lögum og að náttúra og dýraríki beri ekki skaða af einhverskonar fikti með óvarinn eld.

Borgþór Freysteinsson, eldvarnafulltrúi Fjármála - og framkvæmdasvið Hornafjarðar

Til forsvarsmanna fyrirtækjaVinnumálastofnun Austurlands (VMST) heldur hádegisfund og býður í súpu á Hótel Höfn fimmtudaginn 3. maí kl. 12:10.

Á fundinn koma Soffía Gísladóttir starfandi forstöðumaður VMST á Austurlandi og Alfreð Rafnsson vinnumiðlari.

Kynnt verða tækifæri fyrirtækja og ávinningur þeirra af því að ráða fólk í samvinnu við VMST.

Allir sem ráða fólk í vinnu eru hvattir til að mæta.

Vinsamlegast látið vita af mætingu á [email protected] eða í síma 478-1240

Vinnumálastofnun Austurlands

Page 6: Eystrahorn 17. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 26. apríl 2012

Götumarkaður Sport-X á skómFjölbreyttur afsláttur

* eitt par af skóm - 40% afsláttur* tvö pör af skóm - 50% afsláttur* þrjú pör af skóm - 60% afsláttur

Að auki er gamla góða hillan með skóm á 30-70% afslætti

SjúkraflutningarHSSA auglýsir eftir starfsmanni

við sjúkarflutningaStarfssvið: Starfið er aukastarf , bakvaktir alla daga aðra hverja viku. Vaktaskipti eru kl. 13 á mánudögum. Umsækjandi þarf að geta sinnt útköllum sem koma á bakvaktartíma. Skilyrði er að umsækjandi hafi búsetu á Höfn.

Hæfniskröfur: Grunnnámskeið í Sjúkraflutningaskólanum. Aukin bifreiðaréttindi, akstur gegn gjaldi. Góð framkoma og sjálfstæði í starfi. Samstarfs og úrræðagóður.

Áhugasamir sem ekki hafa lokið grunnnámskeiði í Sjúkraflutningaskólanum en hafa áhuga á starfinu er bent á að stofnunin er reiðubúin til að styrkja viðkomandi til náms uppfylli þeir önnur almenn skilyrði starfsins. Að því gefnu að fullmenntaðir sjúkraflutningamenn sæki ekki um starfið.

Laun samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við AFL starfsgreinafélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Júlía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 470 8600 / 866 3051 eða netfang [email protected]

Umsóknarfrestur er til 8 maí n.k.

Aðalfundur Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands verður haldinn í Nýheimum

3. maí kl 17:00Venjuleg aðalfundarstörf

Stjórnin

Þökkum frábærar viðtökur við vörum okkar, vinnustofu og verslun í kartöfluhúsinu undanfarna

mánuði, sem og á konukvöldinu.

Opið í Kartöfluhúsinu á Höfn fimmtudaginn 26. apríl kl. 11-18.

Sumaropnun auglýst síðarBestu kveðjur

Ágústa Margrét Arnardóttir- Arfleifð Ragnheiður Hrafnkelsdóttir- Millibör

Starfskraftur 18 ára eða eldri óskast í sumarvinnu í Sport-X

Við leitum að einstaklingi með ríka þjónustulund og glaðlegt viðmót.

Upplýsingar í síma 478-1966

Ari Trausti Guðmundsson Forsetaframbjóðandi

Page 7: Eystrahorn 17. tbl. 2012

AðalfundurBoðað er til aðalfundar AFLs Starfsgreinafélags 2012laugardaginn 28. apríl kl. 15:00 á Hótel Höfn, Hornafirði.

Dagskrá:1) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár2) Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar3) Kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarráðs4) Kjör félagslegra skoðunarmanna5) Kjör til annarra stjórna og ráða félagsins sbr. lög þess6) Ákvörðun félagsgjalds7) Kosning fulltrúa á ársfund Stapa8) Önnur mál

Ferðir verða skipulagðar af skrifstofum félagsins – hafið samband við næstu skrifstofu.

Ársreikningar félagsins liggja fyrir á skrifstofum félagsins.

Page 8: Eystrahorn 17. tbl. 2012

1. maí hátíðarhöld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðumVopnafirðiHátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði til skemmtunar. Ræðumaður: Kristján Magnússon.

Borgarfirði eystriHátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00. Kvenfélagið Eining sér um veitingar. Ræðumaður: Þröstur Bjarnason.

SeyðisfirðiHátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. 8. og 9. bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði. Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson.

EgilsstöðumHátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.00. Brunch og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson.

ReyðarfirðiHátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00. 9. bekkur sér um kaffiveitingar og Tónskóli Reyðarfjarðar sjá um tónlistaratriði. Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir.

EskifirðiHátíðardagskrá verður í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónlistar-atriði. Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir.

NeskaupstaðHátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00. Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar. Félag harmonikku-unnenda sér um tónlist. Ræðumaður: Grétar Ólafsson.

FáskrúðsfirðiHátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvar-fjarðar. Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson.

StöðvarfirðiHátíðarkaffi verður í Brekkunni kl. 15:00. Kaffiveitiningar og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. Ræðumaður: Sverrir Kristján Einarsson.

BreiðdalsvíkHátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00. Kaffiveit-ingar og tónlistarartiði. Ræðumaður: Bryndís Aradóttir.

DjúpavogiHátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 10:00, brunchog tónlistaratriði. Ræðumaður: Gunnhildur Imsland.

HornafirðiHátíðardagskrá verður á Hótel Höfn kl. 14:00. Kaffiveitingar, og Lúðrasveit Hornafjarðar. LEGO hópur, strákarnir sem fóru í Músik tilraunir frá Höfn. Ræðumaður: Reynir Arnórsson.

AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins

Vinna er velferð