6
Fimmtudagur 19. janúar 2012 www.eystrahorn.is Eystrahorn 3. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is Með samningi sem undirritaður var í árslok 2008 komu RJC og Sveitarfélagið Hornafjörður sér saman um samstarf vegna fyrirhugaðrar starfsemi RJC á Hornafirði við nýtingu og sölu á vatni innanlands og utan. Markmið þess samnings var að kanna kosti þess að tappa vatni á flöskur og nýta til þess vatnsból við svokallaða Grjótbrú í landi Hóla í Sveitarfélaginu Hornafirði. Það vatnsból á sveitarfélagið að fullu. Samkvæmt viðauka 1 við samninginn, stöðugleikakönnun um gæði vatnsins var framkvæmd könnun á gæðum vatnsins með reglulegum sýnatökum, þeirri fyrstu í janúar 2009. Sýnatökur yfir umrætt tímabil leiddu því miður í ljós að gæði vatnsins voru ekki stöðug. Sveitarfélagið fékk þá sérfræðinga ÍSOR til ráðgjafar, en þeir höfðu einnig ráðlagt sveitarfélaginu við frágang á vatnsbólinu áður en sýnataka hófst. Umhverfi vatnsbólsins var skoðað og því lítillega breytt en þrátt fyrir það mældust gæði vatnsins óstöðug. Í kjölfarið fór fram mat aðila á niðurstöðum og vegna niðurstaða mælinga er grundvöllur fyrir starfsemi ekki fýsilegur, alla vega ekki að sinni. Aðilar voru sammála um að öll samskipti hafa verið góð og trúnaður og sanngirni ríkti í samvinnu aðila ásamt því að þrátt fyrir að Grjótbrú myndi ekki henta sem vatnsból fyrir starfsemina að þá hafi menn öðlast meiri þekkingu á viðfangsefninu sem myndi ef til vill auðvelda mönnum leit og síðan vatnstöku í framtíðinni. Ekki verður tappað vatni á flöskur á næstunni Á dögunum var verslun Húsamiðjunnar í Álaugarey valin verslun ársins á landsvísu hjá Húsasmiðjunni. Kristján Vernharður verslunarstjóri sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að starfsfólk legði sig fram um að þjónusta viðskiptaaðilann vel. Það eru ýmis ráð til þess og sendir eru „njósnara“ til að meta verslunarhættina s.s. þjónustuna, sölutæknina, upplifun viðskiptavinarins og svo framlegðina. Í versluninni eru fjórir fastráðnir starfsmenn og tveir íhlaupamenn. Hornfirðingar vilja greinilega versla í heimabyggð sem er alveg frábært og við reynum að útvega þær vörur sem fólk vantar. Það hafa verið miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, einnig er ferðaþjónustan í mikilli sókn og sjávarútvegurinn stendur alltaf fyrir sínu. Þetta hefur allt jákvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er ekki búist við neinum breytingum með nýjum eigendum nema þá í enn meiri styrk félagsins með sterkum og öruggum eigendum. Vil ég fyrir hönd okkar starfsfólks Húsasmiðjunnar þakka öllum fyrir viðskiptin á liðnu ári með von um gott framhald á árinu 2012, sagði Venni að lokum. Verslun ársins Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Á myndinni eru Steinunn Sigvaldadóttir starfmannastjóri, Jóhanna Gísladóttir, Hajrudin Cardaklíja, Olgeir Jóhannesson, Kristján Björgvinsson, Ottó Marwin Gunnarsson og Sigurður Arnar Sigurðsson forstjóri. Vatnið úr Grjótbrú var á sínum tíma dælt upp í gamla vatnstankinn á Fiskhól sem byggður var 1949. Hann er nú minnisvarði um stórhug manna á þeim tíma. Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Eystrahorn 3. tbl. 2012

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Eystrahorn 3. tbl. 2012

Citation preview

Page 1: Eystrahorn 3. tbl. 2012

Fimmtudagur 19. janúar 2012 www.eystrahorn.is

Eystrahorn3. tbl. 30. árgangur www.eystrahorn.is

Með samningi sem undirritaður var í árslok 2008 komu RJC og Sveitarfélagið Hornafjörður sér saman um samstarf vegna fyrirhugaðrar starfsemi RJC á Hornafirði við nýtingu og sölu á vatni innanlands og utan. Markmið þess samnings var að kanna kosti þess að tappa vatni á flöskur og nýta til þess vatnsból við svokallaða Grjótbrú í landi Hóla í Sveitarfélaginu Hornafirði. Það vatnsból á sveitarfélagið að fullu.Samkvæmt viðauka 1 við samninginn, stöðugleikakönnun um gæði vatnsins var framkvæmd könnun á gæðum vatnsins með reglulegum sýnatökum, þeirri fyrstu í janúar 2009. Sýnatökur yfir umrætt tímabil leiddu því miður í ljós að gæði vatnsins voru ekki stöðug. Sveitarfélagið fékk þá sérfræðinga

ÍSOR til ráðgjafar, en þeir höfðu einnig ráðlagt sveitarfélaginu við frágang á vatnsbólinu áður en sýnataka hófst. Umhverfi vatnsbólsins var skoðað og því lítillega breytt en þrátt fyrir það mældust gæði vatnsins óstöðug. Í kjölfarið fór fram mat aðila á niðurstöðum og vegna niðurstaða mælinga er grundvöllur fyrir starfsemi ekki fýsilegur, alla vega ekki að sinni.Aðilar voru sammála um að öll samskipti hafa verið góð og trúnaður og sanngirni ríkti í samvinnu aðila ásamt því að þrátt fyrir að Grjótbrú myndi ekki henta sem vatnsból fyrir starfsemina að þá hafi menn öðlast meiri þekkingu á viðfangsefninu sem myndi ef til vill auðvelda mönnum leit og síðan vatnstöku í framtíðinni.

Ekki verður tappað vatni á flöskur á næstunni

Á dögunum var verslun Húsamiðjunnar í Álaugarey valin verslun ársins á landsvísu hjá Húsasmiðjunni. Kristján Vernharður verslunarstjóri sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að starfsfólk legði sig fram um að þjónusta viðskiptaaðilann vel. Það eru ýmis ráð til þess og sendir eru „njósnara“ til að meta verslunarhættina s.s. þjónustuna, sölutæknina, upplifun viðskiptavinarins og

svo framlegðina. Í versluninni eru fjórir fastráðnir starfsmenn og tveir íhlaupamenn. Hornfirðingar vilja greinilega versla í heimabyggð sem er alveg frábært og við reynum að útvega þær vörur sem fólk vantar. Það hafa verið miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, einnig er ferðaþjónustan í mikilli sókn og sjávarútvegurinn stendur alltaf fyrir sínu. Þetta hefur allt jákvæð áhrif

á reksturinn hjá okkur. Það er ekki búist við neinum breytingum með nýjum eigendum nema þá í enn meiri styrk félagsins með sterkum og öruggum eigendum. Vil ég fyrir hönd okkar starfsfólks Húsasmiðjunnar þakka öllum fyrir viðskiptin á liðnu ári með von um gott framhald á árinu 2012, sagði Venni að lokum.

Verslun ársins

Frá afhendingu viðurkenningarinnar. Á myndinni eru Steinunn Sigvaldadóttir starfmannastjóri, Jóhanna Gísladóttir, Hajrudin Cardaklíja, Olgeir Jóhannesson, Kristján Björgvinsson, Ottó Marwin Gunnarsson og Sigurður Arnar Sigurðsson forstjóri.

Vatnið úr Grjótbrú var á sínum tíma dælt upp í gamla vatnstankinn á Fiskhól sem byggður var 1949. Hann er nú minnisvarði um stórhug manna á þeim tíma.

Blað sem eflir bæjarbrag og berst í sérhvert hús

Page 2: Eystrahorn 3. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 19. janúar 2012

Vildaráskriftina má greiða í LandsbankanumHornafjarðarMANNI Rnr. 0172 - 26 - 000811 Kt. 240249-2949

Eystrahorn

Vesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur .... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonPrentun: ............. Litlaprent

ISSN 1670-4126

hvammsland (gjásel)Mikið endurnýjað ca 70 m² orlofshús /heilsárshús með góðri verönd. 2 svefnherbergi, gott miðrými, útigeymsla, heitur pottur, innbú ofl.

hólabrautMikið endurnýjað og endurskipulagt einbýlishús með innbyggðum bílskúr samtals 195,6 m². 5 herb. nýtt bað, eldhús, gólfefni, hiti í gólfum.

miðtúnGott einbýlishús ásamt bílskúr og stórri verönd miðsvæðis á Höfn. Fasteignin skiptist í 135m² íbúð og 33.5 m² bílskúr og geymslu, auk ca 70 m² verönd með skjólveggjum

Hafnarbraut 15 • 780 Höfn • Sími 580 7915 • Fax 580 7911Kaupvangur 2 • 700 Egilsstaðir • Sími 580 7905 • Fax 580 7901Vallholtsvegi 3 • 640 Húsavík • Sími 580 7925 • Fax 580 7821www.inni.is

Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Hjördís Hilmarsdóttir, lögg. leigumiðlari, Egilsstöðum

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali, Egilsstöðum

Pétur Eggertsson, lögg. fasteignasali, Húsavík

Sigríður Kristinsdóttir, hdl, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Snorri Snorrason, lögg. fasteignasali og lögg. leigumiðlari

Hilmar Gunnlaugsson,hrl. og lögg.fasteignasalis. 580 7902

Hjördís Hilmarsdóttir,lögg.

leigumiðlaris. 580 7908

Sigurður Magnússon,lögg.

fasteignasalis. 580 7907

SigríðurKristinsdóttir,

lögmaður

Snorri Snorrason,lögg.

fasteignasalis. 580 7916

FÉLAG FASTEIGNASALA

Íbúð óskastÁgætu Horfirðingar, við erum lítil fjölskylda frá Húsavík sem langar að vera á Hornafirði í sumar við fótboltaiðkun og vinnu. Okkur sárvantar 2 - 3 herbergja íbúð til leigu frá miðjum maí til september. Vinsamlegast hafið samband við Lindu Baldursdóttur í síma 8951052 eða 4641066.

BóndadagurÍ tilefni bóndadagsins ætlum við að bjóða 20% afslátt af öllum herrailmi

og stökum jökkum. Látum nú bóndann ilma vel á Þorranum.

Einnig ætlum við að hafa

20% afslátt af öllum kjólum, kápum,

veskjum og skarti fimmtudag og föstudag

Verið velkomin

Kosningar til BúnaðarþingsVegna kosningar fulltrúa Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga til Búnaðarþings árin 2013-2015 mun félagatal sambandsins liggja frammi hjá formönnum Búnaðarfélagana og á skrifstofu Búnaðarsambandsins á Höfn.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram sem fulltrúa geta lagt fram lista eða haft samband við Þóreyju Bjarnadóttur formann Búnaðarsambandsins í síma 893-0578 eða á netfangið [email protected]

Bónda- og konudagsgjafir frá 3000 kr.Þorrablóts- fatnaður og fylgihlutir

Opið í Kartöfluhúsinu: Föstudaginn 20. Jan. Kl. 14- 18 Laugardaginn 21. Jan. Kl. 14-16

Ágústa og Ragnheiður taka vel á móti öllum, gefa góð ráð um gjafakaup og

hvernig hægt er að poppa upp einföld dress með einstökum fylgihlutum. www.facebook.com/arfleifd

pizzatilboð

FRÍtt2 lítra pepsí fylgir með

hverri pöntun ef þú sækir

Sími 478-2200

föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 18:00

Page 3: Eystrahorn 3. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 19. janúar 2012

Neðangreindar upplýsingar eru um veiðafæri, fjölda landana, heildarafla í tonnum og uppistöðu fisktegunda í aflanum.

Hvanney SF 51 .................... net. ............ 8 .... 71,2 þorskur 71,5Skinney SF 20 ..................... net ............. 5 .... 51,3 þorskur 48,5Þórir SF 77 .......................... net ............. 9 .... 47,8 þorskur 41,2Steinunn SF 10 .................... botnv ......... 2 .. 104,2 blandaður afliBenni SU 65 ........................ lína ............. 8 .... 48,3 þorskur 27,0Beta VE 36 .......................... lína ............. 2 .... 17,7 þorskur 9,0Dögg SU 118 ....................... lína ............. 11 .. 97,3 þorskur 65,3Guðmundur Sig SU 650 ..... lína ............. 3 .... 21,7 ýsa 14,5Ragnar SF 550 ..................... lína ............. 3 .... 24,7 þorskur 14,2Siggi Bessa SF 97 ............... lína ............. 4 .... 39,9 þorskur 14,1Ásgrímur Halldórsson ........................... 2 ............ 2.000 tonn loðnaJóna Eðvalds .......................................... 3 ............ 2.000 tonn loðna

Steinunn landaði í Reykjavík og Grundarfirði, Benni á Breiðdalsvík og Dögg á Stöðvarfirði. Sigurður Ólafsson er tilbúinn á netaveiðar.

Heimild: www.fiskistofa.is

Aflabrögð 1. - 15. janúar

Fiskirí og vinnslaÁsgeir Gunnarson útgerðarstjóri hjá Skinney-Þinganesi hafði þetta að segja í upphafi vertíðar; „Loðnuvertíðin byrjaði ágætlega í upphafi nýs árs, skipin hafa verið á veiðum norðaustur af Langanesi og hefur veiðin eingöngu verið í troll fram að þessu. Við erum búin að taka á móti rúmlega 6000 tonnum af loðnu svo við getum ekki annað en verið ánægð með upphaf loðnuvertíðar. Kraftur kom í netaveiðarnar um síðustu helgi, en vertíðin fór rólega af stað í byrjun árs. Bátarnir hafa verið að veiða best rétt við bæjardyrnar eða aðeins 4-8 sjómílur frá Hvanney. Aflinn hefur farið uppí 35 tonn í róðri, en mjög óvanalegt er að svo mikið fiskist á þessum slóðum í janúar.“

Hunda- og kattaeigendur á Hornafirði

Hunda- og kattaeigendur athugið að hægt er að fara með gæludýr í ormahreinsun til Janine Arens Hólabraut 13 föstudaginn 20. janúar nk. frá kl. 10:00 til kl. 12:30.

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur má samkomulagi við Janine Arens dýralæknir um þessa hreinsun og hvetjum við alla hunda og katta eigendur til þess að nýta sér þessa tíma,

Hunda- og kattaeigendum er bent á að það er brot á samþykktum um hunda og kattahald ef ormahreinsun er ekki sinnt og kostar jafnvel leyfissviptingu. Því er hunda- og kattaeigendum bent á að nýta umrædda tíma til þessa að koma dýrum sínum í árlega ormahreinsun.

Janine Arens Dýralæknir Sími 478 1578 • GSM 690 6159

Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram milli hátíða að venju. Eins og alltaf var góð þátttaka og keppnin spennandi. Hornafjarðarmeistari er Valdís Harðardóttir, Snorri Snorrason var í öðru sæti og Sigurjón Andri Jónasson í því þriðja.Næsta mót í Hornafjarðarmanna er Íslandsmótið sem fram fer föstudaginn 3. febrúar á Höfninni í Reykjavík og hefst kl. 20:00. Brynjar vert á Höfninni býður 25% afslátt ef spilarar vilja fá sér í gogginn fyrir keppnina.

Valdís Hornafjarðarmeistari

Aðalfundur Golfklúbbs Hornafjarðar verður haldinn mánudaginn 23. janúar í húsi klúbbsins og hefst kl. 20:00

Venjuleg aðalfundarstörf Nýir félagar velkomnir

Stjórn GHH

Heimild:www.fiskistofa.is og greining KPMG

Heimild:www.fiskistofa.is og greining KPMG

0,00%

1,00%

2,00%

3,00%

4,00%

5,00%

6,00%

1991

/199

119

91/1

992

1992

/199

319

93/1

994

1994

/199

519

95/1

996

1996

/199

719

97/1

998

1998

/199

919

99/2

000

2000

/200

120

01/2

002

2002

/200

320

03/2

004

2004

/200

520

05/2

006

2006

/200

720

07/2

008

2008

/200

920

09/2

010

Þróun hlutdeildar í aflaheimildum í þorsk og ýsu frá 1991

Þorskur Ýsa

0,00%2,00%4,00%6,00%8,00%

10,00%12,00%14,00%16,00%18,00%20,00%

1991

/199

119

91/1

992

1992

/199

319

93/1

994

1994

/199

519

95/1

996

1996

/199

719

97/1

998

1998

/199

919

99/2

000

2000

/200

120

01/2

002

2002

/200

320

03/2

004

2004

/200

520

05/2

006

2006

/200

720

07/2

008

2008

/200

920

09/2

010

Þróun hlutdeildar í aflaheimildum í síld og loðnu frá 1991

Síld Loðna

Pókerklúbbur Hornafjarðar heldur Þorramót!2.000 kr. pókermót verður haldið á Víkinni fimmtudaginn 19. janúar kl 20:00 (hægt er að kaupa sig inn 2x og bæta á spilapeningana sína 1x)

Pláss fyrir 19 manns, nánari upplýsingar á facebook-vef klúbbsins facebook.com/pkhofn eða hjá Ottó í síma 848-3565

Texas Hold'em tekur enga stund að læra, stutt kennsla fyrir byrjendur, tilvalið að mæta og prófa

Sigurjón Andri Jónasson, Snorri Snorrason og Valdís Harðardóttir

Úr skýrslu KPMG

Page 4: Eystrahorn 3. tbl. 2012

www.eystrahorn.is EystrahornFimmtudagur 19. janúar 2012

Íslenska fyrir útlendinga Kynningafundur vegna námskeiða í íslensku fyrir útlendinga verður 25.01.2012 kl. 20:00 í Nýheimum. Á fundinum verður ákveðið á hvaða tíma kennslan fer fram og hvaða stig (1-4) verða kennd. Allir sem hafa áhuga á íslenskukennslu í vetur eru beðnir að mæta. Nánari upplýsingar hjá Þekkingarneti Austurland í síma 470-3841 eða með tölvupósti [email protected]

Spotkanie organizacyjne dotyczace kursu jezyka islandzkiego dla obcokrajowców odbedzie 25.01.2012 o godzinie 20:00, Nýheimum. Na spotkaniu podjeta zostanie decyzja w jakim terminie i w jakich grupach (tj. na jakim poziomie 1-4) odbywac beda sie zajecia. Wszystkich zainteresowanych zapraszamy. Dodatkowe informacje udzielone sa w Þekkingarnet Austurlands pod numerem 4703841 lub [email protected]

Courses in Icelandic for foreigners will start with meeting 25th of january 2012 at 20:00 in Nýheimum. In the meeting decision will be made by attendees when the classes occur and also what stage (1-4) will be offered. Everyone interested is urged to attend the meeting. Further information at Þekkingarnet Austurlands tel: 4703841 or [email protected]

Auglýsing um skipulagTillaga að breytingu á deiliskipulagi

Knattleikjahús við Víkurbraut Þjónustu- og miðsvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslög nr. 123/2010.

Markmið skipulagsins felst í meginatriðum í eftirfarandi:

Breyting á deiliskipulagi - Breyting á mænishæð, breytt nýtingarhlutfall lóðar.

Deiliskipulag , ásamt greinargerð, verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, á venjulegum opnunartíma, frá og með mánudeginum 23. janúar 2012 til og með mánudeginum 5. mars 2012.

Breytingartillagan ásamt greinargerð er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, www. hornafjordur.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins 5. mars 2012 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27 780 Höfn eða á netfangið [email protected].

Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst henni samþykkur.

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 18. janúar 2012 Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson Yfirmaður Umhverfis og Skipulags

Útsalan enn í fullum gangiLýkur föstudaginn 20. janúar

AUKINN AFSLÁTTUR

Verslun DóruOpið virka daga kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00

Suðursveitungar, Mýramenn og þeirra áhangendur komu saman í Hrollaugsstöðum að kvöldi þrettándans til að spila bingó. Skipulag og framkvæmd bingósins var á höndum kvenfélagsins Óskar í Suðursveit og komu bingógestir með bakkelsi með sér á kökuhlaðborðið. Mæting var góð og mættu 50 manns til að spila bingó, ungir sem aldnir. Vinningarnir voru ekki af verra taginu og komu þeir frá fyrirtækjum og einstaklingum í sveitarfélaginu sem vildu styðja við fjáröflun kvenfélagsins. Stuðningur frá fyrirtækjum og einstaklingum er ómetanlegur fyrir okkar starf sem felst meðal annars í því að styðja

við bakið á þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Sem dæmi má nefna lagði kvenfélagið 50.000 kr. í Félagssjóð Hornafjarðar núna fyrir jólin. Þau fyrirtæki og einstaklingar sem gáfu vinninga á bingóið voru: Nettó, Húsasmiðjan, Húsgagnaval, Lyfja, Hótel Höfn, Sportex, Jaspis, Íslenskir Fjallaleiðsögumenn, Jökulsárlón ehf, Sigurbjörn J. Karlsson Smyrlabjörgum og Torfhildur Hólm Torfadóttir Gerði. Við viljum þakka þessum fyrirtækjum og einstaklingum kærlega fyrir stuðninginn og gestum kærlega fyrir góða skemmtun og samverustund.

Stjórn kvenfélagsins Óskar

Þrettándabingó í Suðursveit

Page 5: Eystrahorn 3. tbl. 2012

www.eystrahorn.isEystrahorn Fimmtudagur 19. janúar 2012

Þorrablót Hafnarbúa verður haldið í íþróttahúsinu laugardaginn 21. janúar

Húsið opnar 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:30

Miðaverð 6.000 kr Miðasala íþróttahúsinu

fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00 - 19:00

Ef enn verða til miðar á föstudag verða þeir seldir föstudaginn 20. janúar kl. 17:00 til 18:00

18 ára aldurstakmark

Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi!Fyrst stíga HILMAR OG FUGLARNIR

á stokk í klukkutíma

Eftir það spila strákarnir í PARKET langt fram á nótt

Miðar á dansleikinn seldir við innganginn frá miðnætti, miðaverð 2.500 kr.

Sagt er að þetta verði eitt svakalegasta blót allra tíma, ekki missa af því!

Nefndin

Þorrablót Hafnarbúa 2012

Þorrablót Nesja- og Lónmanna

verður haldið í Mánagarði laugardaginn 28. janúarHúsið opnar kl 19:30.Forsala aðgöngumiða

fimmtudaginn 26. janúar og föstudaginn 27. janúar

kl. 19:00 - 21:00

Miðaverð 5.900,- kr. Aldurstakmark 18 ára.

Miðapantanir: Ingibjörg 898-5614/478-1514

Ragnheiður 846-9756Ekki verður selt

sérstaklega inn á dansleikinn

Samband austur skaftfellskra kvenna gengst fyrir kynningu á markþjálfun fimmtudagskvöldið 26. janúar kl.20.30. Vildís Guðmundsdóttir mastercoach frá Manning Inspire í Kaupmannahöfn haldur fyrirlestur um markþjálfun í Nýheimum. Þar mun hún fara yfir það með hvaða hætti markþjálfun getur nýst til að auðga líf fólks í leik og starfi. Síðastliðin ár hefur markþjálfun skipað vaxandi sess í viðskiptalífi og einkalífi fólks hérlendis og erlendis. Coaching eða markþjálfun snýst um að hjálpa einstaklingum eða fyrirtækjum að

finna út hvert hann/það vill stefna og hvað kemur í veg fyrir að hann/það nái settu marki. Í stuttu máli má segja að markþjálfun felist í að uppgötva og virkja til fulls það sem býr innra með einstaklingnum. Viðfangsefni markþjálfunar geta ekki síst tengst einkalífi fólks , hvort sem um er að ræða markmið er varða peningamál, hjónaband , barnauppeldi , áhugamál líkamsrækt , eða hvers konar sjálfsþroska.Markþjálfun gefur fólki kost á að skoða sjálfan sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með annari manneskju, sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Það er þroskandi, lærdómsríkt og skemmtilegt. Markþjálfun getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í starfi, bæta samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi, ná markmiðum og auka lífshamingju.

Kynning á markþjálfun Þorrinn á Kaffi HorninuFöstudagshádegi 20. janúar

Þorrahlaðborð í hádeginu frá kl 12:00 til 14:00

Verð 3.100,-

Bóndadagskvöld og alla helgina Humarsúpa með rjómatopp

Nauta piparsteik með bakaðri kartöflu og piparsósu Creme brulee

Verð 5.500,-

Borðapantanir í síma 478 2600

Verið velkomin Starfsfólk Kaffi Hornsins

Þorrablót eldri Hornfirðinga

Þorrablótið verður haldið á Hótel Höfn föstudaginn 20. janúar. Húsið verður opnað kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00 Hljómsveitin Hilmar og fuglarnir leikur fyrir dansiMiðaverð kr. 5.200,-Miðapantanir í síma 478-1240

Page 6: Eystrahorn 3. tbl. 2012

Á ÚTIVISTARVÖRUM FRÁ ELLINGSEN

ÚTSALA

OLÍS-VERSLUNIN

Hafnarbraut 45, Höfn

Vinur við veginn