12
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært – sjá bls. 6-8. Þegar Michelle Nielson flutti frá Bandaríkjunum til Vestfjarða breyttist líf hennar. Hún og Eggert maður hennar fóru úr annasömum lífsstíl í kyrrðina og rósemina í Súðavík. Auk þess að vera málari og tónlistarmaður býr hún til skartgripi og stundar innanhússhönnun. Michelle er í viðtali vikunnar. Ósvör við Bolungarvík

Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

  • Upload
    others

  • View
    2

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak

Fólkið hér fyrir vestaner alveg frábært

– sjá bls. 6-8.

Þegar Michelle Nielson flutti frá Bandaríkjunum tilVestfjarða breyttist líf hennar. Hún og Eggertmaður hennar fóru úr annasömum lífsstíl í kyrrðinaog rósemina í Súðavík. Auk þess að vera málari ogtónlistarmaður býr hún til skartgripi og stundarinnanhússhönnun. Michelle er í viðtali vikunnar.

Ósvör við Bolungarvík

Page 2: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

22222 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015

Óleyfisbyggingar verða fjarlægðarÍsafjarðarbær hefur gefið það

út að eigendur smáhýsa að Látr-um í Aðalvík hafi frest til 1. sept-ember til að gefa sig fram oggera grein fyrir framkvæmdun-um. Aðspurður hvað gerist eftirþann tíma segir Gísli HalldórHalldórsson bæjarstjóri að þá faribæjaryfirvöld að kanna laga-heimildir bæjarins og ráðfæri sigvið Umhverfisstofnun. „Með það

að markmiði að fjarlægja bygg-ingar sem standa í óleyfi. Þessivinna endar svo á því að bygg-ingar sem eru ekki með leyfiverða fjarlægðar, væntanleganæsta sumar. Í reglugerð er ekkigert ráð fyrir nema einu til tveim-ur smáhýsum á hverri lóð og þessimál verða að skoðast í því ljósilíka,“ segir Gísli Halldór.

Páll Ásgeir Ásgeirsson leið-

sögumaður vakti athygli á þyrp-ingu smáhýsa í fjörunni á Látrum.Um byggingar og framkvæmdirá Látrum gilda strangari regluren víðast annars staðar enda eruLátrar í friðlandinu á Hornströnd-um.

Gísli Halldór segir að bærinnmuni taka við umsóknum umbyggingarleyfi fyrir hús sem hafaverið reist án þess að eigendur

hafi skeytt um að sækja um leyfi.„Þeirri stefnu Ísafjarðarbæjarhefur ekki verið breytt, en þaðþýðir ekki að allir fái leyfi, þauverða ekki gefin út nema að und-angenginni eðlilegri málsmeð-ferð og hvert mál skoðað fyrirsig í samræmi við reglur og égvísa aftur í að á hverri lóð máekki vera nema eitt til tvö smá-hýsi,“ segir hann.

Hann gerir ráð fyrir að hús-byggingar víðar í friðlandinuverði skoðaðar. „Eitt af því semvið höfum rætt er hvernig eftir-litshlutverk Umhverfisstofnunarog bæjarins skiptist. Við viljumvera með mjög virkt eftirlit meðbyggingaframkvæmdum í frið-landi í samstarfi við Umhverfis-stofnun,“ segir Gísli Halldór.

[email protected]

Fiskvinnsla Flateyrar hef-ur starfsemi innan skamms

Innan skamms verður byrjaðað vinna fisk í nýju fyrirtæki áFlateyri. Fyrirtækið hefur feng-ið nafnið Fiskvinnsla Flateyrarog er í eigu fjölda heimamanna.„Fjármögnunin er búin og núeru Vestfirskir verktakar aðstandsetja húsnæðið,“ segirKristján Torfi Einarsson semer ásamt Steinþóri BjarnaKristjánssyni í forsvari fyrir

fyrirtækið. „Við ætlum að vinnasaltfisk og við ráðgerum að hefjavinnslu í þessum mánuði. Viðverðum um 10 til að byrja meðog í haust verðum við vonandimeð 15 starfsmenn,“segir Krist-ján Torfi.

Vinnslan verður til húsa þarsem áður var skelfiskvinnsla ogKambur var einnig með saltfisk-verkun í húsinu. Fiskvinnsla

Flateyrar er með samning viðByggðastofnun um nýtingu á300 tonna aflaheimildum stofn-unarinnar á Flateyri. Byggða-stofnun hefur til ráðstöfunaraflaheimildir til að bregðastvið bráðum byggðavanda vegnasamdráttar í sjávarútvegi.Samskonar samkomulag er ígildi meðal annars á Þingeyriog á Suðureyri. – [email protected]

Aðalgata verð-ur tvístefnugata

Aðalgata á Suðureyri verðurtvístefnugata. Bæjarráð Ísafjarð-arbæjar hefur samþykkt tillöguskipulags- og mannvirkjanefndarþess efnis. Sviðsstjóra umhverf-is- og eignasvið er falið að vinnaí samvinnu við hverfisráð Súg-andafjarðar að útfærslu á hraða-hindrunum. Í umsögn hverfis-ráðsins er áréttað að áhyggjurráðsins vegna breytinga á Aðal-götu eru vegna of mikils hrað-akstur sem gæti skapast með tví-stefnu. Bent er á að aldrei náistsátt um tvístefnu nema að há-markshraði verði á 15-20 km/

klst. og hraðahindranir verði sett-ar upp.

Ástæða þess að bæjaryfirvöldvilja gera Aðalgötu að tvístefnuer að flutningabílar sem sækjavörur í fiskþurrkunina Klofningutan við Suðureyri, komast ekkií gegnum þorpið nema með þvíað keyra á móti einstefnu. Í fjöldaára var það látið óátalið, enda umfáar ferðir að ræða, en á síðustumisserum hefur lögreglan fariðfram á lögreglufylgd þegar flutn-ingabílar aka á móti einstefnu áAðalgötu með tilheyrandi kostn-aði. – [email protected]

Áfram Vestri!Almenningur hefur skorið úr

um að nýtt íþróttafélag á norðan-verðum Vestfjörðum mun heitaVestri. Í seinni umferð var kosiðmilli tveggja nafna, Vestra og ÍV(Íþróttafélag Vestfjarða. „Vestrihlaut kosningu með talsvert mikl-um yfirburðum. Það bárust 800atkvæði í báðum umferðum ogvið í sameiningarnefndinni erummjög ánægð með þátttökuna,“segir Hjalti Karlsson sem leiðirsameiningarnefnd íþróttafélag-anna en Boltafélag Ísafjarðar,Körfuknattleiksfélag Ísafjaðrar,Blakfélagið Skellur, SunddeildVestra og knattspyrnudeild Ung-

mennafélags Bolungarvíkur takaþátt í sameiningarferlinu.

Nýtt félag er enn óstofnað ogsegir Hjalti nú sé beðið eftir aðÍþróttasamband Íslands yfirfarilög nýja félagsins og samþykkiþau. „Næsta skref er svo að boðatil félagsfundar í félögunum þarsem endanleg sameiningartillagaverður borin undir atkvæði og þáfyrst verður hægt að boða tilstofnfundar Vestra. Ég vil komaá framfæri þakklæti til þeirra semsendu inn nafnatillögur, sátu ínafnanefnd og greiddu atkvæðiog þökkum til bb.is fyrir afnot afvefnum,“ segir Hjalti.

„Áfram Vestri“ mun heyrast í stúkunni á næsta tímabili.

Hlaupahátíðin á Vestfjörðumfer fram í sjöunda sinn helgina.Hátíðin hefst með keppni í sjó-sundi og Arnarneshlaupi. Sjó-sundið fer fram við aðstöðu Sigl-ingaklúbbsins Sæfara á Ísafirðivið Sjóminjasafnið í Neðstakaup-stað. Keppt verður í 500 og 1.500metra sjósundi og fara keppendurí 500 metra sundinu einn hring

eða þrjá hringi í 1.500 metrasundinu. Arnarneshlaupið er núhlaupaleið á hátíðinni en þá erhlaupið frá Súðavík og út á Ísa-fjörð.

Laugardaginn 18. júlí verðurkeppt í svokölluðum Svalvoga-hjólreiðum sem er 55 kílómetraleið. Þá verður keppt í skemmti-skokki og skemmtihjólreiðum.

Hlaupahátíðinni á Vestfjörðumlýkur á sunnudeginum með Vest-urgötuhlaupi en þá er keppt í 10,24 og 45 km hlaupum. Á undan-förnum árum hafa um 300 mannstekið þátt í Hlaupahátíðinni áVestfjörðum að sögn GuðbjargarR. Sigurðardóttur, eins af skipu-leggjendum hátíðarinnar.

[email protected]

Hlaupahátíðin hefst ámorgun með sjósundi

Þátttakendur í sjósundinu í fyrra.

Page 3: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015 33333

Page 4: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

44444 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, [email protected]ýsingar: Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Áhuga- og afskiptaleysi

Spurning vikunnar

Hefur þú svindlað á prófi í skóla?

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Alls svöruðu 321.Já sögðu 108 eða 34%Nei sögðu 213 eða 66%

,,Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum ogAkureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin ogaðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þettastaðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar mögu-leika á millilandaflugi frá landsbyggðunum.“ (Forsíðufétt, Fréttablaðið1. júlí) Sem við var að búast voru tíundaðar væntanlegar tekjur ríkis-ins af millilandafluginu, 1,3 milljarðar á ári, en hvergi minnst á stofn-kostnaðinn, framlögin til markaðssetningar og skattaeftirgjöfinni tilflugfélaganna. Þess var getið að starfshópur á vegum forsætisráðherraværi þegar kominn upp úr startblokkunum til að vega og meta kostiþess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á koppinn.

Síðan Össur Skarphéðinsson, þáv. iðnaðarráðherra, kvað upp úrmeð að Vestfirðingar byggju við þriðja flokks raforkukerfi, 2008,hefur BB af og til minnt á þá alvarlegu stöðu, sem fjórðungurinn býrvið í þessum efnum og ítrekað minnt á mikilvægi virkjunar Hvalár íÓfeigsfirði. Látum forstjóra Landsnets varpa ljósi á málið, ummæli ább.is 4. sept. s.l.: ,,Eins og raforkulögin eru í dag og þær leikreglursem eru í gildi þarf Hvalárvirkjun að greiða verulegt tengigjald tilLandsnets, ef Landsnet ætti að tengja virkjunina. Það þurfa þá ein-faldlega að koma til breytingar á raforkulögum eða Alþingi að sam-þykkja einhverja sérstaka heimild til að greiða þennan tengikostnað,kannski vegna þess að afhendingaröryggi er verra á Vestfjörðum enannars staðar og því sé eðlilegt að samfélagið standi að því. En meðanþað gerist ekki, þá er þetta tengigjald í raun og veru eitthvað sem viðstöndum frammi fyrir.“

Skýrar verður það ekki orðað. Tengigjaldið er þröskuldurinn semstendur í vegi fyrir virkjun Hvalár. Með öðrum orðum: Gerir virkjuninaóhagkvæma í samanburði við aðrar virkjanir hvað raforkuverð varðar.Ríkisstjórnin, og Alþingi, hafa það í hendi sér hvort Vestfirðingarsitja uppi með þriðja flokks raforkukerfi um ófyrirséða framtíð, eðatekið verði til hendinni og þeim skipað til borðs til jafns við aðralandsmenn.

Því verður ekki trúað að áhuga- og sinnuleysi stjórnvalda í raforku-málum Vestfirðinga sé slíkt, að ekkert fái raskað værðinni. Hvernigværi að þingmenn NV upplýstu skjólstæðinga sína með samantekt áútgjöldum ríkissjóðs vegna hugsanlegs tengigjalds Hvalárvirkjunar,annars vegar, og hins vegar beinna útgjalda og alls kyns gylliboða tilfyrirtæka, víðs vegar. Hvað veldur að svo fast er haldið um aurana tilvirkjunar á Vestfjörðum á sama tíma og krónunni er sáldrað líkt og úráburðardreifara í öðrum landshlutum verða þeir, sem valdið segjasthafa, að svara fyrir. Þingmenn NV mættu láta til sín heyra. s.h.

Unnendur sveitaballa bíða í of-væni eftir einu vinsælasta og elstasveitaballi Vestfjarða, Ögurball-inu fræga sem fram fer á laugar-dagskvöld. Mikil hefð var fyrirþessu fornfræga balli í „den tíð“en þá gerðu nærsveitungar sérferð í Ögur og dönsuðu fram árauða nótt í samkomuhúsinu, endansiballamenningin er í þaðminnsta jafn gömul húsinu sembyggt var árið 1926. Dansleikirlágu niðri um árabil en mörgumtil mikillar gleði var þessi skemmti-lega hefð endurvakin árið 1998.Ætíð er ballið vel sótt og skemmti-leg stemning myndast á svæðinu,

jafn innan dyra sem utan, og erfólk duglegt að tjalda og gistayfir nótt ef það treystir sér ekkiheim strax að balli loknu.

Rababaragrauturinn hefur ávalltverið hluti af ballinu en fólk semkom ýmist siglandi, ríðandi eðagangandi á ballið fékk rababara-graut til að fá næga orku til aðkoma sér heim eftir ballið. Stuð-bandið Þórunn og Halli sjá umað skemmta fólki á ballinu. „Þauhafa spilað þarna síðan við tókumvið þessu og eru æviráðin. Þautaka þó pásu og það er misjafnthver skemmtir í pásum,“ segirHarpa Halldórsdóttir. Í fyrra

skemmti Erpur Eyvindarson fólk-inu í pásunni en hann var einmittað skemmta sér á ballinu. Hververður pásutrúður nú í ár er ekkigefið upp.

Á hverju ári er andlit Ögur-ballsins valið af Ögursystkinumog í ár er það Herdís Sigurbergs-dóttir. Næg tjaldstæði er á staðn-um og getur hver sem er mætt áballið sem náð hefur átján áraaldri. Þess má geta að allur ágóðiaf Ögurballinu rennur óskipturtil viðhalds og uppbyggingarsamkomuhússins í Ögri sem ergamalt ungmennafélagshús fráárinu 1926. – [email protected]

Ögurballið á laugardag

Söfnunarsjóður stofnað-ur fyrir Katrínu Björk

Vinir og vandamenn KatrínarBjarkar Guðjónsdóttur frá Flat-eyri hafa stofnað söfnunarsjóðtil að létta undir langri og strangriendurhæfingu hennar. KatrínBjörk, sem er 22 ára, fékk heila-blæðingu í nóvember í fyrra semleiddi til þess að henni var kipptút úr hringiðu lífsins og við tókafar löng og mikil endurhæfing.Eiríkur Finnur Greipsson ogGuðrún Pálsdóttir skrifa eftirfar-andi orð fyrir hönd sjóðsins áFacebook-síðu söfnunarinnar:„Katrín hefur notið rækilegsstuðnings foreldra sinna, Bjarn-heiðar Jónu Ívarsdóttur og Guð-jóns Guðmundssonar frá Flateyri.Unnusti hennar Ásgeir Gíslasonhefur staðið vaktina með Katrínuá sérlega aðdáunarverðan hátt,sem og fjölskylda hans frá Ísa-firði. Systur hennar og fjölskyld-ur þeirra hafa einnig tekið mikinnþátt í þessu ferli öllu, sem og fjöl-margir aðrir velunnarar.

Frá því fyrir áramót og fram til14. júní s.l. hafði endurhæfinghennar gengið mjög vel. Því varáfallið þann dag afar mikið, þegarflytja þurfti hana með sjúkraflugisuður eftir aðra heilablæðingu.Aðgerð var gerð á henni semtókst vel að sögn lækna. Fjöl-skylda hennar og tengdafólk meðunnusta hennar í broddi fylkingarhafa verið nær samfellt við hliðhennar þennan tíma. Það varsíðan fyrst fyrir nokkrum dögumsem Katrín var flutt af gjörgæsluá almenna deild á LHS, þar semhún dvelur nú.

Það var með ráði gert að sendaekki fréttir af líðan Katrínar, ámeðan hún var á gjörgæslu, ennú teljum við að unnt sé að greinafrá málavöxtum. Því miður erekki ólíklegt að enn geti orðið

sveiflur á líðan hennar, enda erhún enn mikið veik og með tak-markaða tjáningu.

Það kostar sterk bein og miklarfórnir að fylgja sínum nánustu íslíkum erfiðleikum. En það erheldur engin önnur leið fær, von-in og samkenndin, tiltrúin á aðsnúa megi hlutum til betri vegarer svo sterk hjá fjölskyldunni aðmaður hrífst með. Læknar hafalíka bent á mjög mörg tilvik umálíka veikindi svona ungs fólks,ÞAR SEM UNNT VAR AÐSIGRAST Á ÁLÍKA ÁFALLI,með þrotlausri vinnu og endur-hæfingu. Á ÞAÐ TRÚUM VIÐ.UM ÞAÐ BIÐJUM VIÐ TILALMÆTTISINS, að Katrín verðiþeim hópi.

Foreldrar, unnusti og fjölskyld-

ur þurfa að færa miklar fórnir,vinnutap og kostnaður fylgir slík-um áföllum. Við náðum að safnanokkrum aurum (reyndar ekkimiklum) í gegnum lokaða síðuhér á Facebook, og var búið aðafhenda Katrínu megin hlutaþeirrar fjárhæðar áður en húnfékk seinna áfallið. Hún var óum-ræðilega þakklát ykkur semlögðu henni lið.

Nú verðum við – því miður –að knýja aftur dyra og biðja allaþá sem eru aflögu færir að leggjaþessu frábæra fólki lið, til aðgera endurhæfingu Katrínarmögulega og sem besta, Söfnun-arreikningur vegna þessa verk-efnis er eins og áður nr. 0515-14-410407, Kt: 470515-1710.“

[email protected]

Katrín Björk Guðjónsdóttir.

Page 5: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015 55555

Page 6: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

66666 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015

Hamingjan alltaf mitt fyrsÞegar Michelle Nielson flutti

frá Bandaríkjunum til Vestfjarðafyrir tæpum fimm árum gjör-breyttist líf hennar. Hún og maðurhennar fóru úr annasömum lífs-stíl, sem fólst m.a. í rekstri tveggjafyrirtækja, í kyrrðina og róseminaí Súðavík. Þrátt fyrir að koma úrhinu stóra og gróðursæla ríkiVirginíu segir hún að skamm-degið og kuldinn á Íslandi hafiekki þurft eins mikla aðlögun oghún hafði talið í fyrstu, enda séhún kolfallin fyrir bæði landi ogþjóð.

Michelle er margt til lista lagt.Auk þess að vera málari og tón-listarmaður býr hún til skartgripiog stundar innanhúshönnun afmiklum móð. Blaðamaður Bæj-arins besta kíkti í kaffi til Mic-helle á heimili hennar á Ísafirði,sem er í gamla Gúttó eða fyrrumhöfuðstöðvum héraðsblaðsins.

Á meðan hellt var upp á kaffispurði blaðamaður hvar Michellehafi alist upp og komst að því aðþað var um öll Bandaríkin.

„Faðir minn þjónaði Banda-ríkjunum stoltur í sjóhernum (ámóðurmálinu The United StatesMarine Corps) svo að við fluttumört og víða um landið. Móðirmín yfirgaf fjölskylduna þegarég var tíu ára og systur mínarvoru átta og þrettán ára. Á þessumtímapunkti þekktum við föðurokkar varla þar sem hann hafðilítið verið heima vegna herskyldusinnar og tvisvar farið í stríðið íVíetnam. En hann ól okkur þrjárstelpurnar upp og við fluttummilli herstöðva þangað sem hannvar sendur. Faðir minn var þotu-flugmaður í sjóhernum og varsendur um allt land. Þegar ég vartvítug varð ég eftir í Virginíuþegar pabbi þurfti að flytja sig umset.

Þar kynntist ég síðar EggertEiner Nielson í gegnum tónlist-ina. Þá var ég 33 ára og átti aðbaki tólf ára hjónaband. Ég varað syngja með systur minni ogvið fórum að koma fram meðEggert. Við tókum saman og sett-um á fót tvö fyrirtæki sem viðunnum að í fimmtán ár. Þegarefnahagurinn tók skell í Banda-ríkjunum fyrir nokkrum árumákváðum við að loka öllu batterí-inu og leita á ný mið.

Við áttum fasteignir hér í Súða-vík, en vegna ættartengsla Egg-erts höfðum við oft komið í heim-sókn til Vestfjarða. Ég hafði sagtvið Eggert í gegnum árin þegarvið vorum að undirbúa Íslands-komu, að það kæmi ekki til greinaað flytja til landsins. Það væriyndislegt að koma þangað í heim-

nýtist henni núna í starfi.„Nú er ég að vinna við ferða-

leiðsögn hjá Vesturferðum, semmér finnst rosalega skemmtilegvinna. Ég á afar auðvelt með aðlofsyngja þetta svæði, því mérsjálfri finnst það svo frábært. Að-dáun mín og væntumþykja áVestfjörðum skín í gegn í leið-sögn minni, ég er alveg viss umþað. Ég hef fengið mikið hrós ístarfinu fyrir einlæga og persónu-lega leiðsögn sem ferðamennirnirvirðast mjög ánægðir með, enþað er bara vegna þess að ég erstútfull af gleði og hamingju yfirþessum stað og fólkinu sem hérbýr.

Fólkið hér fyrir vestan er nefni-lega alveg frábært. Við höfumbúið hér í fjögur og hálft ár og éghef alla tíð dáðst að jákvæðu við-horfi Íslendinga til lífsins, veður-farsins og hvers sem er eiginlega.Fleiri heimsbúar mættu taka sérþetta viðhorf til fyrirmyndar, aðmínu mati.

Í fimmtán ár áður en við flutt-um komum við reglulega tillandsins til að heimsækja ætt-menni Eggerts í Reykjavík ogsvo síðar meir fórum við æ oftartil Súðavíkur. Maður þekkti þvílandið og fólkið ágætlega áðuren við fluttum. Við þekktum þvínokkra hér fyrir vestan þegar viðfluttum, sem var mjög gott.“

– Hvernig kom það svo til aðþið ákváðuð að flytja landa ámilli?

„Við rákum fyrirtækið NielsonGroup með foreldrum Eggerts,sem fólst í fjárfestingum í fast-eignum. Stundum gerðum viðhúsin upp til að selja og stundumtil að reka sem orlofshús ískammtímaleigu. Við áttum ann-ríkt, en þetta var ótrúlega skemm-tilegur tími. Sjálf hef ég brenn-andi áhuga á innanhússarkitektúrog Eggert er handlaginn og hefurgaman af því að smíða. Þannigunnum við vel saman.

Samhliða þessu rákum viðgarðyrkjufyrirtæki. Okkur gekkmjög vel þar til það byrjaði aðhalla undir fæti í þessari grein íefnahagshruninu. Guði sé loffyrir að við áttum heimili í Súða-vík til að leita til. Margir fóruenn verr út úr þessari kreppu envið. Eins og við sögðum við sonokkar, þá misstum við mikið, envið áttum þó enn hvert annað, ogþað er það eina sem skiptir máli.Við fórum því þrjú til að byrja ánýju ævintýri á Íslandi, en eldribörnin mín tvö búa enn í Banda-ríkjunum. Þau eru 25 og 26 ára ídag, en ég átti þau með fyrrieiginmanni mínum sem starfaði

sóknir en ég vildi ekki flytjaþangað. Faðir minn er Mexíkaniog ég vil staði þar sem er hlýtt ogsólin skín, og þó að Ísland væridásamlega fallegt gæti ég ekkihugsað mér að búa þar því þaðværi alltof kalt. Svo var annaðuppi á teningnum eftir að efna-hagskreppan skall á og við ákváð-um að róa á ný mið.“

Mikil viðbrigðiað flytja til Íslands

„Eggert bauðst fín vinna í tón-listarskólanum í Súðavík og viðákváðum að flytjast búferlum tilÍslands með fjórtán ára son okkar.Við fluttum í litla húsið Hlíð ummiðjan vetur. Þetta voru mikilviðbrigði, en ég hafði einsett méráður en ég kom að einblína aðeinsá það jákvæða.

Þennan fyrsta vetur passaði égmig á því að hafa nóg fyrir stafni,kveikti á kertum og hlustaði áfallega tónlist. Ég málaði innviðihússins, lærði að prjóna og prjón-aði trefla og húfur í svo stórumstíl, að allir í fjölskyldunni eigaalltof mikið af slíku. Svo vorumvið Eggert alltaf spila smá tónlisthér og þar.

Ég hafði haft áhyggjur af þvíhvernig skammdegið færi í mig,en það truflaði mig ekki neitt.Mér fannst það bara kósí. Svomeð vorinu fluttum við í Sumar-byggðina í Súðavík og þar var lífog fjör sem ég algjörlega dýrkaði.Þar er dásamlegt að búa yfir sum-artímann. Svo þegar við fluttumaftur í Hlíð fyrir veturinn vissi égvið hverju ég átti að búast ogvissi að þetta yrði ekki erfitt.Aðlögunin að búa á þessum fall-ega en kalda stað var mun auð-veldari en ég átti von á. Ég hugs-aði samt mikið til gamla lífsins íBandaríkjunum, var með heim-þrá og sá eftir því sem við höfðummisst þar.

Einn daginn var ég að keyrafrá Ísafirði til Súðavíkur að vetritil, öldurnar voru svo mikilfeng-legar við sjávarsíðuna í fjallaum-gjörðinni og ís yfir öllu. Þettavar svo fallegt að ég tók andköfog hugsaði með mér: Hvernigget ég verið að halda í fortíðinaþegar ég hef svona mikla framtíðfyrir augunum? Þetta augnablikátti sér stað fyrir þremur árum ogæ síðan hef ég verið heils hugarhér og þakklát fyrir allt það góðasem ég hef. Ég hef einungis já-kvæð orð að segja um veru mínahér á Vestfjörðum.“

Dáist að jákvæðu viðhorfiÍslendinga til lífsins

Dálæti Michelle á svæðinu

hjá landhelgisgæslu Bandaríkj-anna.“

Dóttirin Briana varð sonurinn Brian

Augljóst er á rómi Michelle aðhún saknar eldri barnanna, en þaueru þó dugleg að koma í heim-sókn til Íslands. Enda hafi þaugert það frá blautu barnsbeini.

„Þau ólust upp við að komareglulega í heimsóknir til Íslandsog voru bæði skírð í Reykjavík.Þau voru skírð um leið og Eggert,og þetta var mjög falleg athöfn.Dóttir mín er sérstaklega hrifinaf Íslandi, en hann er núna aðganga í gegnum kynleiðréttinguog því tala ég um hana sem sonminn í dag. Í stað þess að eigaeina dóttur og tvo syni á ég núþrjá syni. Hún hét Briana en heitirnú Brian.

Hann var hjá okkur júlí til októ-ber á síðasta ári og vildi flytjahingað, en vegna þess að aðeinsmá heimsækja landið þrjá mánuðií senn gat hann ekki dvalið lengurí það skiptið. Það gekk ekki uppá fá dvalarleyfi fyrir hann, semvoru mikil vonbrigði. Sérstaklegafyrir hann, þar sem hann var mjögspenntur fyrir flutningum. Byrj-aður að læra íslensku og fullurtilhlökkunar að byrja nýtt líf semkarlmaður á Íslandi. En hann munkoma aftur brátt aftur og áábyggilega alltaf eftir að heim-sækja landið.“

– Finnst ykkur Íslendingar veraumburðarlyndari eða fordóma-fullari en Bandaríkjamenn hvaðvarðar transgender-fólk?

„Ég hreinlega veit það ekki.Það reyndi ekkert á það meðanBrian var hér, en fjölskylda míní Bandaríkjunum er mjög stuðn-ingsrík. Brian ljóstraði upp þess-ari ákvörðun sinni eitt sinn erhann var í heimsókn hjá okkurEggert. Okkar fyrstu viðbrögðvoru að segja honum að viðmyndum styðja hann eins og viðgætum og elskuðum hann samahvað. Mestu máli skiptir að börnokkar séu hamingjusöm, og efhann er hamingjusamari semkarlmaður en kona, þá að sjálf-sögðu styðjum við hann í því.Mig hafði lengi grunað að eitt-hvað á þessum nótum væri aðplaga hann. Ég vissi að hann væriekki hamingjusamur sem stelpa,en ég vissi ekki að það væri svonamikið.

Þegar hann sneri aftur heim tilBandaríkjanna eftir að hafa greintfrá þessum tímamótum sem voruí hans lífi tók fjölskyldan mín ámóti honum með smá fögnuði tilað bjóða hann velkominn sem

Brian. Það var virkilega fallegagert, en fólk í Virginiu og Tennes-see, þar sem fjölskyldan býr, ermjög víðsýnt. Ég veit ekki hvern-ig það er hér á landi, en ég tel aðþað yrði eins, að hann myndimæta svipað jákvæðu viðhorfi.Íslendingar koma mér fyrir sjónirsem mjög umburðarlynt fólk.“

Sonurinn sjálflærðurtónlistarmaður

Eggert, sonur þeirra hjóna ognafni föður síns, sem flutti meðþeim til Íslands, hefur aðlagastíslensku lífi vel.

„Hann þekkti nokkra krakka íSúðavík áður en við fluttum, semhjálpaði mikið til. Hann kunnistrax vel við sig og eignaðist góðavini. Hann gekk í Menntaskólanná Ísafirði þar til hann og félagarhans í hljómsveitinni Rythmatíksigruðu í Músíktilraunum, en þáflutti hann með félögunum tilReykjavíkur. Þeir ætla sér stórahluti og eru nýkomnir frá Frakk-landi þar sem þeir voru að spila.Þeir hafa nú þegar verið bókaðirá nokkrar tónlistarhátíðir í Reyk-javík og eru að fara í þessummánuði til Þýskalands að spila.Við erum mjög spennt fyrir hanshönd.“

Blaðamaður skýtur hér aðhvort fjölskyldan hafi mikið spil-að saman þar sem hún sé svomúsíkölsk, en Michelle segir þauhjónin ekki hafa otað tónlistinniað syninum.

„Eggert yngri hafði afar tak-markaðan áhuga á tónlist í upp-vextinum. Hann lærði um tíma ápíanó en fannst það leiðinlegt ogkenndi því sjálfum sér að spila.Hann meira að segja samdi nokk-ur tónverk og sigraði með frum-sömdu lagi í samkeppni í skólan-um.

En svo varð ekkert meira úrþví. Ekki fyrr en við fluttum tilSúðavíkur þegar hann dvaldilöngum stundum í herberginusínu einn með gítar sem hannhafði aldrei spilað á fyrr, enkenndi sér á sjálfur. Þegar tíminnkom til að flytja í Sumarbyggðinavar hann orðinn fullfær á gítarinnog hefur verið í hljómsveitum æsíðan. Við foreldrarnir eru mjögánægð með að hann hafi fundiðeitthvað sem hentaði honum,enda er hann afburða hæfileika-ríkur. Hann getur kennt sjálfumsér að spila á hvaða hljóðfærisem er.

Ég hef verið að leika á hljóð-færi síðan ég var ellefu ára ogspilaði lengst af á gítar, og hefsíðan með basli náð að læra átrommur, mandólín, banjó og

Page 7: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015 77777

sta valmunnhörpu. Svo kemur sonurinnog tekur upp þessi hljóðfæri oggetur strax spilað á þau. Þaðreynist honum svo eðlislægt þvíað hann skilur tónlist að eðlis-fari.“

Tónlistin partur af lífinuSjálf hefur Michelle spilað

með fjölda hljómsveita og kemurreglulega fram á Ísafirði meðhljómsveitinni Crazy Horses.Einnig hefur hún nú stofnað dúettmeð íslenskum manni sem húnkynntist í gegnum vinafólk á Ísa-firði.

„Ég hitti íslenskan mann, AraIngólfsson, í gegnum sameigin-lega vini okkar Gumma og Möttu[Guðmundur Hjaltason og Matt-hildur Helgadóttir Jónudóttir].Hann gisti hjá þeim eitt sinn þegarvið vorum í heimsókn og hannvar að spila á gítar fullt af lögumsem ég dýrka. Ég tók því undirhjá honum og við harmónuðumsvo vel saman að við ákváðumað stofna saman dúó. Þetta varfyrir ári og nú höfum við samiðtíu lög og dúettinn kominn meðnafnið Mantra.

Ari býr í Reykjavík en við tök-um æfingatarnir hvenær sem viðgetum. Við harmónum svo velsaman. Ég er kannski að spila ámandólín og úkúlele og hann ágítar en næsta skiptið skiptumvið um hljóðfæri. Við erum bæðimjög bjartsýn á framtíð Möntruog höfum meira að segja veriðað íhuga að taka upp geisladiskinnan tíðar. Ég hef heldur aldreiverið svona mikið við tónsmíðaráður. Ég get því spilað með Egg-ert þegar ég er heima á Ísafirðien með Ara í Reykjavík. Það erbæði mjög skemmtilegt og heldursköpunargáfunni virkri.“

– Myndirðu segja að tónlistinsé þitt stærsta áhugamál?

„Nei, ég get ekki lýst tónlistsem áhugamáli eða jafnvel ást-ríðu, tónlist hefur bara alltaf veriðpartur af mínu lífi. Eitthvað semer mér mjög auðvelt og eðlislægt.Mín ástríða er hins vegar innan-húshönnun. Ég hef unun af þvíað finna út hvaða litir henti rým-inu best og passi best saman. Enég hef sungið og spilað á gítar fráþví að ég var lítil stelpa. Viðsysturnar sungum mikið samanog gerum enn þegar tækifærigefst.

Önnur systir mín, Lori Kelly,er söngvari og lagahöfundur íNashville í Tennessee. Hún hefurkomið til Vestfjarða nokkrumsinnum og meira að segja gerstsvo fræg að koma fram á Aldreifór ég suður. Við Eggert spiluð-

Page 8: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

88888 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015

Gullmolinn í Reykjavík, flugvöllurinn

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

Umræður um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni hafa veriðmiklar og ljóst að borgarstjórn Reykjavíkur með núverandi borgar-stjóra í fararbroddi leggur sig í líma við að úthýsa þessum prýðilegaflugvelli, sem verið hefur á sínum stað í meira en sjö áratugi.Breski herinn lagði flugvöllinn í Vatnsmýri í upphafi stríðsins ogafhenti hann íslenskum stjórnvöldum í lok þess. Innanlandsflugiðhefur verið rekið þaðan í 70 ár. Flugvöllurinn hefur verið tengileiðÍslands utan Reykjavíkur og höfuðborgarinnar síðan. En meðtímanum og minnkandi skilningi fólks sem býr í Reykjavík ognágrenni á mikilvægi þess að höfuðborg sé fyrir alla þegna Íslandshefur verið unnt að vekja upp og næra andúð og óánægju vegnaflugvallarins. Virðist engu skipta þótt hann hafi þjónað og þjónisem betur fer enn íslenskum þegnum sem eiga búsetu annars staðaren í nágrenni hans. Reyndar skiptir hann einnig máli fyrir atvinnulíflandsins og þá ekki síst fyrir Reykjavík því margir hafa atvinnu afstarfsemi tengdri Reykjavíkurflugvelli. Flugvöllurinn er enn áaðalskipulagi og náðst hefur samkomulag til skemmri tíma umtilveru hans á núverandi stað. En allt stefnir í aðra átt, því miður.

Í apríl 2007 skilaði nefnd, sem Sturla Böðvarsson þá verandisamgönguráðherra skipaði til að skoða kosti í flugvallarmálum

höfuðborgarinnar, áliti sínu. Niðurstaðan var sú að frágengnumflugvelli í Vatnsmýrinni kæmi helst til greina að koma nýjumflugvelli fyrir á Hólmsheiði eða á Lönguskerjum í Skerjafirði.Liðinn eru ná rúm 8 ár og nú kemur nýtt álit nýrrar nefndar, erhvorki mátti skoða núverandi Reykjavíkurflugvöll né færslu innan-landsflugs til Keflavíkur á Miðnesheiðina. Verður það að teljastafar undarlegt að skoða ekki kosti þess að nýta aðstöðu sem fyrirer og með öllu óskiljanlegt. Í Hvassahraun skal hann verði farið aðáliti nefndar sem kennd hefur verið við Rögnu Árnadótturaðstoðarforstjóra Landsvirkjunar.

Málsmetandi menn hafa bent á stórar veilur í skýrslunni, þar ámeðal Grétar Óskarsson verkfræðingur og reynslumikill í flug-málum. Hann telur fáránlegt að byggja nýjan flugvöll fyrir 25milljarða króna í 10 mínúta fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Um1960 var því hafnað að flytja flugvöllinn á þennan stað. Flugmennhafa bent á mun lakari aðflugsskilyrði þar en á Miðnesheiði og íVatnsmýri. Bestu rökin eru í grein sem Jóhannes Loftsson verk-fræðingur ritaði í Morgunblaðið 7. júlí síðast liðinn. Að loknumlestri hennar sannfærist lesandi um að best sé að nota áfram gull-molann í Vatnsmýrinni og sá næst besti að nota Keflavíkurflugvöll.

um með henni í fjölda ára undirnafninu Twice Shy og við kom-um fram á hátíðinni og héldumheimatónleika í stofunni hjáokkur. Þetta var alveg töfrandikvöld og allir tónleikagestir svoglaðir. Mér finnst nú reyndar þiðÍslendingar alltaf vera brosandiog kátir. Alveg frábært viðhorf.“

Spennandi samvinna hjónanna í Súðavík

Michelle og maður hennarvinna nú hörðum höndum að opn-un vinnustofu í gömlum hjalli áLangeyri í Súðavík.

„Eggert keypti fiskhjall áLangeyri og við erum að gerahann upp. Eggert vinnur þar áhverjum degi yfir sumartímannog í frítíma sínum á veturna þegarhann er að kenna í skólanum.

Reyndar hefur verkið tafist þarsem Eggert datt við vinnu sína áLangeyri og fótbraut sig fyrirþremur árum. Hann datt úr stiganiður á steina. Hann gat ekkiunnið meira við þetta í um ár, ennú er hann byrjaður aftur af full-um krafti.

Þetta er mjög spennandi verk-efni, en við erum að hanna hús-næðið upp á nýtt og ég ætla aðvera með vinnustofu þarna. Égmála af og til, bý til skartgripi ogstunda ljósmyndun og veit að égmun fyllast innblæstri af því aðvinna á þessum fallega stað alvegvið sjóinn. Ég hlakka því mikiðtil þegar vinnustofan lítur dags-ins, ljós en ferlið við að hanna,dreyma það og sjá það verða aðveruleika smám saman er mjögskemmtilegt. Mér finnst þettaferli skemmtilegra en að sjá verk-ið fullklárað. Það er nefnilegasvo spennandi tími þegar maðurer að sjá draumsýn sína verða aðveruleika. Því lengur sem verkiðtekur, því meiri spenna.

Við förum oft á Langeyri oggrillum þegar sólin skín. Ég veitfátt betra en að sitja þar í sólskini,

finna grilllyktina og seypa á hvít-víni í náttúrufegurðinni. Þetta eralgjör paradís.“

Alltaf verið tengd móður jörð– Finnst þér landslagið og nátt-

úrufegurðin hér gefa þér meirikraft og innblástur en í Banda-ríkjunum?

„Veistu, ég hef séð fólk verðafyrir kröftugum áhrifum frá land-inu. Vinir og vandamenn hafakomið í heimsóknir og verða fyrirsvo miklum áhrifum af kraftináttúrunnar að það breytir þeim.Ég hef í alvöru horft á það gerasten aldrei fundið fyrir því sjálf.Ég hafði reyndar mjög jákvættviðhorf til móður jarðar í Virg-iníu. Ég elska lífið, mannfólkiðog náttúruna. Þannig hefur þaðverið í mörg ár, svo að ég held aðþar sem ég hugsi á þessum nótumverði ég ekki fyrir andlegri vakn-ingu þegar ég kemst í tæri viðnáttúrukraft og fegurð. Ég fell þóoft í stafi yfir náttúrufegurðinni áÍslandi. Ég dýrka að ekki séufjöll alls staðar, svo maður geturséð í allar áttir eins langt og augaðeygir. Í Virginíu er afar mikiðum tré og allir vegir eru rammaðirinn af skógum til beggja hliða,svo að maður sér lítið annað entré þegar maður er á ferðinni. Égdýrka útivist og að fara í göngurog annað slíkt.

En ég hef ekki enn fundið fyrirþessari sterku tengingu við nátt-úruna á Íslandi sem allir eru aðtala um. Sama sagan var þegarég fór til Macchu Picchu í Perú.Mér var sagt að heimsókn á þenn-an merka stað myndi fylla mig afsvo mikilli orku, að það myndibreyta lífi mínu. Ég lagði því íferðalagið full tilhlökkunar, enfann ekki neina yfirnáttúrulegatengingu. Þarna var ótrúlega fall-egt og gaman að koma. Ég tókfullt af ljósmyndum, gekk um ogstundaði hugleiðslu, en allt komfyrir ekki, ég fann ekki neina

yfirnáttúrulega tengingu viðkraftinn á staðnum. Kannski þaðsé af því mér finnst alla daga einsog náttúran og fólkið á hverjumstað fylli mig orku. Sama hvarég er niðurkomin finn ég tenginguvið Móður Jörð.“

Erfitt að stígayfir þröskuldinn

„Mig langar til að lifa lífinu tilfullnustu. Mig langar til að læraog gera allt sem ég get. Ég er 55ára og var að loks að læra átrommur. Valgeir, trommuleik-arinn í Rythmatík, var að kennamér, en það hafði lengi veriðdraumur minn. Ég vil ekki veraorðin áttræð og hugsa með eftir-sjá hvers vegna ég hafi ekki látiðeinhverja drauma verða að veru-leika.

Mér finnst ég enn hafa nægantíma til stefnu, 55 ár eru ekki hár

aldur. Sérstaklega ekki þegarmaður lætur aldurinn ekki haldaaftur af sér. Og það er svo margtsem mig langar til að gera. Einavandamálið við það er að ég hald-in einhverri fælni sem veldur þvíað það er mér erfitt að stíga útfyrir hússins dyr,“ segir Michellehlæjandi, þó hún sé á einlæganhátt að uppljóstra veikleika sín-um.

„Ég reyni að fara út á meðalfólks eins mikið og ég mögulegaget, en af einhverri ástæðu reynistmér það alltaf erfitt að stíga yfirþröskuldinn. Ég hef ekki ennfundið ástæðuna og er alltaf aðreyna vinna bug á því, en þaðtekur á í hvert sinn. Í staðinnreyni ég að vera sem virkust inn-andyra og er mjög heimakær.Þegar við áttum hund þurfti égað fara reglulega með hann út ígönguferðir og mér fannst það

æðislegt að þurfa að fara út meðhann, því að það ýtti mér áfram.

Hver svo sem ástæðan er tekurþetta á og ég hef ekki enn fundiðleið til að ráða bug á þessu. Égreyni því að horfa á allt það já-kvæða í lífi mínu í stað þess aðeinblína á það sem heldur afturaf mér. Ég trúi því að hamingjansé val, og hún er ávallt mitt fyrstaval. Eins og þegar við fluttum fráöllu sem við þekktum og var okk-ur kært í Virginínu til að flytja tilÍslands. Ég hefði getað verið ísorg og sút yfir því sem við misst-um, en í stað þess ákvað ég aðhorfa björtum augum til framtíð-ar. Neikvæðar hugsanir gagnastengum og ég tel að þegar maðurhugsar jákvætt muni jákvæðirhlutir gerast í lífi manns,“ segirþessi jákvæða kona með sólskins-bros á vör.

–Thelma Hjaltadóttir.

Page 9: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015 99999

Page 10: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

1010101010 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015

Krossgátan

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslandseftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarsson

16. júlí 1917: 16. júlí 1917: 16. júlí 1917: 16. júlí 1917: 16. júlí 1917: Tundurskeyti fráþýskum kafbáti hæfði flutn-ingaskipið Vestu sem var á

leið til Englands. Skipið sökk áeinni mínútu. Fimm mannsfórust en tuttugu komust ískipsbát og náðu landi.

17. júlí 1932:17. júlí 1932:17. júlí 1932:17. júlí 1932:17. júlí 1932: Stytta af Leifiheppna Eiríkssyni var afhjúp-uð á Skólavörðuholti. Hún vargjöf Bandaríkjanna í tilefni afþúsund ára afmæli Alþingisárið 1930. Fótstallurinn á að

tákna stefni skipsins.18. júlí 1963:18. júlí 1963:18. júlí 1963:18. júlí 1963:18. júlí 1963: VerksmiðjaÍsaga við Rauðarárstíg í

Reykjavík eyðilagðist af eldi.Miklar sprengingar urðu í

byggingunni en þær stöfuðuaf gashylkjum. Skemmdirurðu á nálægum húsum.

19. júlí 1974:19. júlí 1974:19. júlí 1974:19. júlí 1974:19. júlí 1974: Varðskipið Þórstóð breska togarann C.S.

Forrester að ólöglegum veið-um og varð að elta hann um120 sjómílur á haf út. Varð-skipið skaut átta skotum aðtogaranum og kom leki að

honum. Skipstjórinn DickTaylor, hlaut fangelsisdómfyrir athæfið á miðunum.

19. júlí 1989:19. júlí 1989:19. júlí 1989:19. júlí 1989:19. júlí 1989: Bygging þyrlu-palls í Kolbeinsey hófst. Á

hann voru festir ratsjárspegl-ar og jarðskjálftamælar. Kol-beinsey er 74 kílómetra norð-vestur af Grímsey og er nyrstipunktur fiskveiðilögsögunnar.20. júlí 1946:20. júlí 1946:20. júlí 1946:20. júlí 1946:20. júlí 1946: Áætlunarbifreiðhvolfdi við Gljúfurá í Borgar-firði. Fimmtán af 22 farþeg-

um slösuðust en enginnalvarlega. Eldur kom upp í

bifreiðinni sem brann til ösku.21. júlí 1963: 21. júlí 1963: 21. júlí 1963: 21. júlí 1963: 21. júlí 1963: Sverðfisk rak áland við Breiðdalsvík, en fádæmi voru þess að slíkur

fiskur hefði fundist norðar envið stendur Englands.

21. júlí 198721. júlí 198721. júlí 198721. júlí 198721. júlí 1987: Héðinn Stein-grímsson varð heimsmeistari ískák á móti 12 ára og yngri.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Norðan 3-8 m/s. Víða léttskýjaðSV- og V-lands, hiti 12-18 stig.

Skýjað og sums staðar smáskúrirá N- og A-landi, hiti 5-10 stig.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Norðan 5-13 m/s. Bjartviðri S-

lands, annars skýjað og rigningmeð köflum á N- og A-landi. Hiti4-15 stig, hlýjast sunnan heiða.Horfur á sunnuHorfur á sunnuHorfur á sunnuHorfur á sunnuHorfur á sunnu- og mánudag- og mánudag- og mánudag- og mánudag- og mánudag:::::Norðanátt og rigning á norðan-og austanverðu landinu, annarsúrkomulítið. Áfram svalt í veðri.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 11: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015 1111111111

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Þjónustuauglýsingar

Umferð til og frá Vestfjörðumhefur aukist umtalsvert það semaf er sumri miðað við sama tímaí fyrra, eða um 11% að sögnFriðleifs Inga Brynjarssonar,verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni.Samkvæmt teljara Vegagerðar-innar á Steingrímsfjarðarheiðihafa 12.354 ökutæki farið þarum frá 1. júní síðastliðnum. Ífyrra fóru 11.312 ökutæki umheiðina á sama tíma.

Um Hjallaháls hafa 8.907ökutæki farið frá 1. júní síðast-liðnum en á sama tíma í fyrrafóru 6.995 ökutæki um hálsinn.Samkvæmt framangreindum töl-um hefur umferð til og frá Vest-fjörðum aukist um 11% milli ára.

Umferðin hefuraukist um 11%

Ísafjarðarbær hefur fallið frá for-kaupsrétti á Silfurgötu 5 á Ísa-firði, oft nefnt Norska bakaríið.Á fundi bæjarráðs var lagt framkauptilboð í húsið sem Ísafjarð-arbær hefur forkaupsrétt að ogóskað eftir afstöðu bæjarins. Hús-ið var í eigu Ísafjarðarbæjar umskeið, en bærinn keypti það tilniðurrifs til að rýma fyrir skólalóðfyrir Grunnskólann á Ísafirði.

Húsafriðunarnefnd ríkisinsbatt hendur bæjarins með því aðfriða húsið og seldi bærinn þaðtil núverandi eiganda sem hefurgert húsið upp og telst það mikilbæjarprýði í dag.

Bærinn fellurfrá forkaupsrétti

Þrjátíu ára hefð er fyrir því íVigur í Ísafjarðardjúpi að takaað sér munaðarlausa æðarungaog koma þeim á legg. Í sumar erþað verkefni Baldurs Björnsson-ar. Faðir hans, Björn Baldursson,fylgdi honum eftir í síðustu vikumeð ungana og tók ljósmyndirsem hann síðan birti á Facebook.Hugrún Magnúsdóttir, ábúandi í

eyjunni segir að þetta séu oftastungar sem hafa ekki náð að fylgjamóður sinni eftir, dottið ofan ílundaholur og annað. „Við finn-um þá þegar við erum í dúntekjuá vorin.“

Landslagið í úteyjunni, þar semmesta varplandið er, er svo erfittog þúfótt fyrir ungana að þeirverða oft viðskila við mæður sín-ar. „Við söfnum þeim saman hérí lítinn kofa með gerði sem viðhöfum hér upp við bæinn. Íkofanum er heit ljósapera sem

ungarnir geta yljað sér við á nótt-unni og einnig gerði sem þeirgeta vappað um í. Baldur gefurungunum mat og fer með þá ígöngutúra þar sem hann þjálfarþá í að leita sér að mat.“

Björn Baldursson byrjaði áþessu fyrir nær 30 árum og erBaldur sonur sá fjórði í röðinni íþessu mikilvæga starfi. Ungun-um er síðan sleppt í lok ágúst eðabyrjun september þegar þeir eruorðnir sjálfbjarga að mestu leyti.

[email protected]

Þrjátíu ára hefð í VigurUngarnir elta Baldur niður í fjöruna.

Page 12: Fólkið hér fyrir vestan er alveg frábært - Bæjarins Besta · Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 16. júlí 2015 · 28. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Fólkið hér

1212121212 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2015