11
Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 Hálendisvakt björgunarsveitanna Skýrsla um sumarið 2009

Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

H á l e n d i s v a k t b j ö r g u n a r s v e i t a n n a

S k ý r s l a u m s u m a r i ð 2 0 0 9

Page 2: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

Formáli

Ferðalög um hálendi Íslands aukast ár frá ári og eru þar á ferð bæði íslenskt og

erlent ferðafólk. Árlega hafa orðið alvarleg slys á þessu svæði, jafnvel banaslys, sem

og fjöldi óhappa. Slysavarnafélagið Landsbjörg leggur sitt af mörkum til að auka

öryggi ferðamanna með viðveru björgunarsveita á svæðinu yfir aðalferðamanna-

tímann.

Forsaga málsins er að sumarið 2005 unnu umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins

Landsbjargar og Umferðarstofu á hálendinu við eftirlit og kom þá í ljós að mikil þörf

var á einhvers konar viðbragðsaðilum þar. Í framhaldi af því ákvað félagið að efla

slysavarnir á hálendinu og virkja til þess björgunarsveitir. Sumarið 2006 lagði því

Slysavarnafélagið Landsbjörg upp í nýtt verkefni undir heitinu Hálendisvakt

björgunarsveitanna. Það fólst í því að fjórar björgunarsveitir voru staðsettar á

hálendinu í tæpar sjö vikur til leiðbeiningar og aðstoðar ferðafólki.

Lagt var upp með að hver björgunarsveit væri viku í senn á hálendinu og sinnti einu

svæði. Svæðin voru Sprengisandur, Kjölur, Fjallabak og svæðið norðan Vatnajökuls.

Björgunarsveitir tóku vel við sér og var þátttaka í verkefninu mjög góð. Fyrsta

sumarið gaf starfið afar góða raun og var almenn ánægja með það, bæði meðal

björgunarsveitamanna sem og starfsmanna ferðafélaga og ferðamannanna sjálfra.

2

Page 3: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

Staðsetning miðstöðva hálendisvaktarinnar

3

Page 4: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

UndirbúningurVinna við verkefnið hófst strax í ársbyrjun 2009, verkefnisstjórar unnu að skipulagi

og útfærslu ýmiss konar, m.a. að samræmingu dagskrár, útvegun búnaðar og öflun

tilskilinna leyfa. Þar sem efnahagsástand var ótryggt og ljóst að erfitt yrði að

fjármagna verkefnið var fenginn starfsmaður til að sjá um það verk.

NámskeiðLíkt og undanfarin ár voru haldin námskeið fyrir það björgunarsveitafólk sem

hugðist taka þátt á nokkrum stöðum á landinu, tvö í Reykjavík, eitt á Egilsstöðum,

Vík og Akureyri. Mikilvægt er að allir sem að svona verkefni koma séu vel upplýstir

um tilgang þess og til hvers er ætlast af þeim. Á námskeiðinu voru m.a. kynntar

nýjar áherslur og samstarf við Vegagerðina varðandi skilti og stikur. Þá var einnig

kynnt samstarf við Umhverfisstofnun varðandi utanvegaakstur og samstarf við

bílaleigur. Efnið sem farið var yfir á námskeiðunum var gert aðgengilegt á

heimasíðu félagsins. Þátttaka á námskeiðunum var góð en 66 manns mættu á þau.

KynningHaldnar voru kynningar fyrir neyðarverði hjá Neyðarlínunni, slökkvilið,

Landhelgisgæslu, lögreglu og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Gefinn var út bæklingur á ensku um hálendisvakt björgunarsveitanna og almennan

undirbúning fyrir hálendisferðir og var hann einkum ætlaður erlendum

ferðamönnum. Bæklingnum var dreift á bílaleigum auk þess sem þátttökusveitir

dreifðu honum meðal ferðamanna á hálendinu. Í ár var tekið upp samstarf við Rás 2

um kynningu á „Hálendisvakt björgunarsveitanna.“ Í hverri viku var

útvarpsþátturinn Föðurlandið á dagskrá á föstudagsmorgnum en þar var farið yfir

ferðaheilræði fyrir komandi helgi, hringt var í meðlimi björgunarsveita og fréttir

fengnar af fjöllum og yfirlit yfir verkefni liðinnar viku.

4

Page 5: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

StyrktaraðilarKostnaður við verkefni sem þetta er töluverður og mikilvægt að hafa öfluga

bakhjarla sem styðja við bakið á sjálfboðaliðunum sem manna björgunarsveitirnar.

Þeir sem styrktu verkefnið í ár voru N1, Íslensk getspá-Lottó, Toyota, Íslandsspil,

66˚Norður, Bernhard ehf-Honda, Gámafélagið og 4x4 ferðaklúbburinn.

SamstarfMeðal verkefna hálendisvaktarinnar í ár var samvinna milli björgunarsveita og

bílaleiga annars vegar og við Vegagerðina og Umhverfisstofnun hins vegar.

Samstarfi björgunarsveita og bílaleiga var þannig háttað að björgunarsveitir tóku

myndir af bílum sem ekki máttu vera á hálendisvegum og bentu þær leigutökum á

að þeir væru að brjóta samning við bílaleigur. Fyrir Vegagerðina var skipt um skilti

sem voru orðin veðruð og illlæsileg, svo sem við ár og vötn. Einnig voru leiðir

stikaðar til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og leiðum, sem ekki eru merktir

slóðar, var lokað. Samstarfi hálendisvaktarinnar og Umhverfisstofu var að sama

skapi ætlað að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Að auki var samstarf við Rás 2 og

Neyðarlínuna.

ÞátttakaAlls tóku 23 björgunarsveitir þátt í verkefninu sumarið 2009. Flestar sveitirnar voru

eina viku á fjöllum en einhverjar lengur. Alls tóku 144 einstaklingar þátt (mynd 1),

samanborið við 133 einstaklinga sumarið 2008. Nokkuð var um að sömu

einstaklingarnir væru alla vikuna fyrir hönd sinnar sveitar og eykur það gæði

starfsins töluvert.

Margar vinnustundir liggja að baki verkefni sem þessu. Undirbúningur er mikill hjá

skrifstofu félagsins, námskeið sem haldið var tók fjórar stundir og fór það fram á

fimm stöðum á landinu, umsjónarmenn félagsins fóru upp á hálendið til að hitta

sveitir og fylgja verkefninu eftir. Ef reiknaðar eru út vinnustundir miðað við þann

fjölda sem tók þátt, liggja um 18.700 klukkustundir að baki þessum sex vikum.

Í þeim tölum er þó aðeins tekið vinnuframlag þeirra sem voru á hálendinu.

5

Page 6: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

Á Kjalvegi voru Skagfirðingasveit Sauðárkróki, Björgunarsveit Hafnarfjarðar,

Björgunarfélag Akraness, Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ, Björgunarsveitin

Kjölur Kjalarnesi og Hjálparsveit skáta Hveragerði.

Á Sprengisandi voru Björgunarsveitin Húnar Skagaströnd, Björgunarsveitin Ársæll,

Björgunarsveitin Víkverji, Vík í Mýrdal, Björgunarsveitin Dalvík, Björgunarsveitin

Vopni, Vopnafirði og Björgunarsveitin Kyndill Kirkjubæjarklaustri.

Að Fjallabaki voru Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Björgunarsveitin Ársæll,

Hjálparsveit skáta Kópavogi, Hjálparsveit skáta Garðabæ og Björgunarsveitin

Suðurnes. Á svæðinu norðan Vatnajökuls voru Björgunarsveitin Strákar Siglufirði,

Björgunarsveitin Gerpir á Neskaupstað, Björgunarfélag Árborgar, Björgunarsveitin

Hérað Egilsstöðum, Björgunarsveitin Ok og Brák Borgarfirði, Hjálparsveitin Dalbjörg

Eyjafirði og Björgunarsveitin Þingey.

Eknir voru 47.629 kílómetrar á þessum vikum og voru bílar, fjórhjól og sexhjól

notuð til að fara um svæðin.

Mynd 1.Fjöldi sjálfboðaliða sem tók þátt

í verkefninu eftir svæðum.

6

Page 7: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

Verkefnin

Skráðar aðstoðarbeiðnir sumarið 2009 voru 930 talsins og er umtalsverð fjölgun

milli ára þar sem aðstoðarbeiðnir sumarið 2008 voru 367. Athygli vekur að

aukningin varð mest að Fjallabaki og Kjalvegi. sjá mynd 3 og 4

Aðstoðarbeiðnir voru flestar á Kjalvegi og að Fjallabaki. Þó fjölgar einnig

aðstoðarbeiðnum á svæðunum á Sprengisandi og norðan Vatnajökuls. Í sumar var

Sprengisandsleið opnuð viku eftir að verkefnið hófst og því voru engar

björgunarsveitir staðsettar þar fyrstu vikuna.

Eins og sést á myndunum fjölgaði aðstoðarbeiðnum margfalt. Í ár voru dagskýrslur

björgunarsveitanna hafðar þannig að skráð var hve mörgum var sagt til vegar eða

leiðbeint.

7

Mynd 2. Fjöldi aðstoðarbeiðna

eftir svæðum

Mynd 3. Fjöldi aðstoðabeiðna

eftir árum

Page 8: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

Samkvæmt tölum Ferðamálastofu hefur erlendum ferðamönnum til landsins fjölgað

töluvert og í ágústmánuði nam fjölgunin um 12.000 manns. Bílaleigur urðu einnig

varar við fjölgun ferðamanna en aldrei hafa eins margir bílar verið leigðir yfir

sumartímann. Því má gera ráð fyrir að fjölgun ferðafólks hafi einnig áhrif á hve

margir leita til hálendisvaktarinnar með leiðbeiningar og aðstoðarbeiðnir.

8

Mynd 4. Svæðaskipting aðstoðarbeiðna milli ára.

Page 9: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

Helstu verkefni sumarsins voru að aðstoða fólk við ár og vöð. Einnig var nokkuð um

að grennslast væri eftir ferðamönnum sem skiluðu sér ekki á tilteknum tíma í skála,

aðstoða ferðamenn með bilaða bíla og sprungin dekk. Mikið var um að

björgunarsveitarfólk væri að segja ferðafólki til um færð og ferðaleiðir. Án efa hefur

það mikið að segja að okkar fólk er merkt, ferðast um svæðið og hittir mikið af

ferðafólki sem er að leita leiðbeininga um ferðaval og færð á vegum.

Fyrir utan fræðslu og leiðbeiningar veittu sjálfboðaliðar björgunarsveitanna

slösuðum og veikum fyrstu hjálp, og sinntu útköllum sem bárust frá Neyðarlínunni.

Í sumar urðu þrjú bílslys á hálendinu þar sem kallað var eftir aðstoð björgunarsveita.

Skjót og rétt viðbrögð skipta miklu máli og þar sem vegalengdir eru miklar fyrir

sjúkrabíla og lögreglu.

Í fyrstu vikunni var sérstaklega mikið um að björgunarsveitir þyrftu að fjarlægja

grjóthnullunga af slóðum, setja upp stikur sem fallið höfðu niður, laga skilti og raða

upp steinum þar sem greinilegt var að menn höfðu ekið utan vega.

Sveitir fóru um fyrirfram ákveðin svæði sem þær höfðu tekið að sér samkvæmt

skipulagi sem sett var upp. Á þann hátt voru þær mjög vel upplýstar um sitt svæði

og gátu miðlað til ferðamanna og skálavarða hvernig ástandi hverrar leiðar var

háttað. Jafnframt er þetta mjög góður lærdómur fyrir þá einstaklinga sem taka þátt

í verkefninu á þann hátt að þeir kynnast landinu og staðháttum vel og eru betur

undirbúnir ef síðar kemur til leitar eða aðgerða á viðkomandi svæði.

9

Page 10: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

9

Umsagnir

Umsagnir aðila sem nutu aðstoðar okkar eða þekkja til okkar starfa segja oft best um

verkefnið og upplifun þeirra á því. Hér eru tvær þeirra.

Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi

Íslands til muna. Skiptir þar miklu máli að björgunarsveitarmenn eru ávallt við hendina,

sýnilegir á helstu leiðum og boðnir og búnir til að rétta hjálparhönd eins og þeirra er von og

visa. Björgunarsveitarmenn í hálendisgæslunni hafa átt afar gott og farsælt samstarf við

skálaverði Ferðafélags Íslands og í raun um margt létt á þeirra störfum en starf skálavarða FÍ

hefur um langt árabil meðal annars snúist um að aðstoða ferðamenn á fjöllum og vinna að

öryggi þeirra. Það er von Ferðafélags Íslands að hálendisgæslan haldi áfram og lýsir

Ferðafélagið yfir áhuga á áframhaldandi góðu samstarfi við hálendisgæslu Landsbjargar.

Páll Guðmundsson,

Framkvæmdastjóri FÍ.

Góðan dag,

Um nýliðna verslunarmannahelgi fór undirritaður í ferðalag um hálendi Íslands í 20 manna

hópi á fimm jeppabifreiðum. Eftir stórkostlegt ferðalag þar sem leið okkar lá m.a. um

Sprengisand, Gæsavatnaleið, Öskju, Laugafell og fleiri staði var síðdegis á mánudeginum

komið að Blöndu, rétt við Hveravelli.

Blanda var mikil að vöxtum og fór svo að einn bílanna lenti í erfiðleikum í ánni. Eftir

árangurslausar tilraunir til að koma ökumanni og bifreið á þurrt leituðum við til hálendisvaktar

björgunarsveitanna á Hveravöllum. Innan stundar var bílnum komið til bjargar, og öllum

ferðalöngum komið í gott skjól á Hveravöllum þar sem landverðirnir tóku vel á móti hópnum.

Var einstakt að upplifa þá ósérhlífni og fagmennsku sem einkenndi starf björgunarmanna

þennan mánudag og vil ég fyrir hönd okkar ferðafélaganna senda þeim miklar og góðar

þakklætiskveðjur fyrir hjálpina. Um var að ræða björgunarsveitir frá Hveragerði og Kjalarnesi.

Við Íslendingar búum vel að geta leitað á náðir fólks sem tilbúið er að gefa af sínum frítíma til

að standa vaktina og koma okkur til hjálpar, þegar við hin lendum í aðstæðum sem við ráðum

ekki við. Takk fyrir mig og mitt fólk.

Magnús Orri Schram,

Kópavogi.

Page 11: Hálendisvakt björgunarsveitanna 2009 · 2009. 10. 22. · Hálendisgæsla Landsbjargar er frábært framtak og hefur aukið öryggi ferðamanna um hálendi Íslands til muna. Skiptir

Hálend i svakt b j ö r g u n a r s v e i t a n n a 2009

Niðurstöður

Aðstoðarbeiðnum fjölgaði í sumar, þó mest að Fjallabaki og Kjalvegi. Í fyrirspurnum

til skálavarða kom fram að þeim fannst mikið öryggi fólgið í því að hafa

björgunarsveitirnar í þessu verkefni yfir sumarið og vildu mjög gjarnan hafa þær

lengur fram eftir sumrinu.

Lítið var um alvarleg slys og óhöpp á hálendinu í sumar sem er mjög ánægjulegt og

hefur aukin fræðsla til ferðamanna og gott veður eflaust mikið að segja. Það er þó

tilfinning manna að fleiri ferðamenn sæki upp á hálendið en áður hefur verið og

verkefni sem þetta er því gríðarlega mikilvægt.

Alltaf má gera betur og bæta sig og er það markmið okkar sem að verkefninu

stöndum. Að horfa gagnrýnum augum á það sem gott var og það sem hægt er að

bæta og ná þannig að bæta og gera verkefnið sterkara með hverju sumrinu sem

líður.

Félagið þakkar öllum þeim sem tengdust verkefninu fyrir þátttökuna og öllum þeim

sem aðstoðuðu við það á einhvern hátt fyrir sitt framlag.

Umsjónarmenn verkefnisins ,,Hálendisvakt björgunarsveitanna.“

Sæunn Ósk Kjartansdóttir

Ingólfur Haraldsson

10