6
Verkefni númer: 2015-1-IS01-KA204-013171 Fréttabref 01 /April 2016/ www.ruralwomeninbusiness.eu 2. » FREE verkefnið: stutt yfirlit Bretland í brennidepli: 3. » FREE – Upphafsfundur 4. » Sólskinssaga af frumkvöðlahring 5. » Sólskinssaga: Þörfin fyrir aukatekjur varð að fyrirtæki sem veitir 20 starfsmönnum vinnu 6. » Fréttir & viðburðir Þetta verkefni er fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Þessi útgáfa fréttabréfs endurspeglar aðeins viðhorf útgefanda og tekur Evrópusambandið ekki að neinu leyti ábyrgð á notkun þeirra upplýsinga sem koma fram í þessari útgáfu.

Free - newsletter 1 - Icelandic

Embed Size (px)

DESCRIPTION

 

Citation preview

Page 1: Free - newsletter 1 - Icelandic

Verkefni númer: 2015-1-IS01-KA204-013171

Fréttabref 01 /April 2016/

www.ruralwomeninbusiness.eu

2. » FREE verkefnið: stutt yfirlit Bretland í brennidepli: 3. » FREE – Upphafsfundur 4. » Sólskinssaga af frumkvöðlahring 5. » Sólskinssaga: Þörfin fyrir aukatekjur varð að fyrirtæki sem veitir 20 starfsmönnum vinnu 6. » Fréttir & viðburðir

Þetta verkefni er fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu. Þessi útgáfa fréttabréfs endurspeglar aðeins viðhorf útgefanda og tekur Evrópusambandið ekki að neinu leyti ábyrgð á notkun þeirra upplýsinga sem koma fram í þessari útgáfu.

Page 2: Free - newsletter 1 - Icelandic

Fréttabréf 01 /April 2016/

FREE verkefnið – stutt yfirlit

Markmið okkar er að

aðstoða konur á landsbyggðinni sem hafa viðskiptahugmynd eða hafa nýlega hafið fyrirtækjarekstur til að verða árangursríkir frumkvöðlar.

Aukinn fjöldi kvenna á landsbyggðinni hefur áhuga á að hefja atvinnurekstur. Þær mæta þó enn hindrunum eins og skorti á hvatningu og stuðningi, veikri grunngerð samfélags, aðstöðuleysi, ónógri aðstoð frá stoðkerfi atvinnulífs og litlu aðgengi að þekkingu og þjálfun í tengslum við rekstur fyrirtækja. Til að bregðast við þessu hafa 7 samstarfsaðilar frá Íslandi, Bretlandi, Búlgariu, Króatíu, og Litháen tekið höndum saman og efnt til FREE verkefnisins (Female Rural Enterprise Empowerment).

Hvað gerum við? Við bjóðum konum á landsbyggðinni þjálfun í gegnum netið og með þjálfa (mentor) og tækifæri til að taka þátt í staðbundnu tengslaneti frumkvöðlakvenna sem eru í svipuðum sporum við að hefja rekstur.

Netnámskeið í ýmsum viðskiptatengdum námsþáttum með það markmið að styðja við konur í að afla sér færni í fyrir-tækjarekstri s.s. Markaðssetn-ingu, fjármálum og vöruþróun. Þjálfunarhringi frumkvöðlakvenna fyrir landsbyggðarkonur í fyrirtækjarekstri. Aðgang að netakademíunni (netnáminu) sem verður einstaklingsbundinn þar sem konurnar fá notendanafn og lykilorð.

Sjálfboðaliðar á hverjum stað verða fengnir til að koma á laggirnar og stýra tengslanetinu á hverjum stað. Tengslanetin eru byggð á hugmyndum um samfélagslegt nám og þróun sem gefur hópnum tækifæri til að þróa og skipuleggja nám á nýjan hátt. Tilgangurinn með tengslanetsmynduninni er að deila þekkingu kvennanna og að þær veiti stuðning hver við aðra. Leiðtogarnir fá sérstaka þjálfun og stuðning frá samstarfsaðilum í sínu landi og að verkefni loknu verður gefið út leiðbeiningarrit sem nýtist við stofnun og stýringu annara tengslaneta. „Frumkvöðlaakademía landsbyggðarkvenna“ í FREE verkefninu mun einnig innihalda eftirtalda þjálfun:

Verkefnið leiðir: Vinnumálastofnun á Íslandi Tímabil verkefnis: 09/2015 – 02/2018

Nánari upplýsingar um námsþættina og fyrirkomulag koma innan tíðar!

2

Page 3: Free - newsletter 1 - Icelandic

FRÉTTABRÉF 01 /April 2016/

FREE verkefnið: Upphafsfundur

3

Upphafsfundur FREE verkefnisins var haldinn 5. og 6. október 2015 í höfuðstöðvum Inova í hinni líflegu iðnaðarborg Sheffield í Suður Jórvíkurhéraði, Bretlandi. Borgin gat sér alþjóðlegrar viðurkenningar í iðnbyltingunni á 19. öld vegna stálframleiðslu sinnar. Markmið fundarins var að kynna samstarfsaðila og stofnanir þeirra, skýra markmið verkefnisins og verkþætti þess, deila þekkingu og skipuleggja fyrstu skref verkefnisins. Þrettán þátttakendur sóttu fundinn frá þeim fimm löndum sem taka þátt í verkefninu þ.e. Íslandi, Búlgaríu, Englandi, Litháen og Króatíu en þátttökustofnanir eru sjö í heild. Eftir að hafa fengið nokkrar ísbrjótsæfingar frá Guðrúnu Stellu Gissurardóttur frá Íslandi, kynnti Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri verkefnisins frá Vinnumálastofnun á Íslandi dagskrá fundarins, markmið verkefnisins og stjórnun þess, grundvallarreglur og fyrirkomulag samskipta og vinnufunda. Á meðal þess sem rætt var „ Samkomulag um skilning á verkefninu“ og fjárhagshliðar verkefnisins.

Verkefnisstjórar kynntu helstu áhersluþætti hvers verkþáttar fyrir sig. Byggðastofnun á Íslandi leiðir verkþáttinn, „Þarfagreining á þörfum kvenna á landsbyggðinni fyrir að stofna og þróa atvinnurekstur“. BICC Sandanski í Búlgaríu leiðir verkþáttinn „Þróun netnáms frumkvöðlaakademíu“. Inova í Bretlandi leiðir verkþáttinn „Þróun þjálfunarhringja frumkvöðla“ og „Þróun þjálfunar frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni“. Wire í Bretlandi leiðir verkþáttinn „Þróun netsamfélags frumkvöðlakvenna“ og „Leiðbeiningarrits fyrir stefnumótendur, gæði og mat“. Kaunas STP í Litháen leiðir verkþáttinn „Kynningarmál“ og Vinnumálastofnun á Íslandi leiðir stjórnunarverkþátt verkefnisins.

Samstarfsaðilar vinna nú um þessar mundir að fyrsta hluta verkefnisins sem er stöðumat og þarfagreining á þörfum frumkvöðlakvenna fyrir stuðning, þjálfun og þekkingu í hinum dreifðu byggðum. Það var skoðun allra þátttakenda að fundurinn hefði verið skilvirkur og árangursríkur við að ná góðum tengslum meðal samstarfsaðila og til að skýra betur efnisþætti verkefnisins sem er mikilvægt fyrir vinnuna framundan og árangursríkt verkefni.

5.- 6. október 2015 Sheffield, UK

„Við erum hér til að stuðla að því að konur í hinum dreifðu byggðum geti verið sjálfstætt starfandi einkum á þeim svæðum sem hafa átt undir högg að sækja vegna einhæfs atvinnulífs og hafa staðið frammi fyrir neikvæðri byggðaþróun“ segja samstarfsaðilar FREE verkefnisins.

Page 4: Free - newsletter 1 - Icelandic

FRÉTTABRÉF 01 /April 2016/

4

"Þjálfunarhringirnir ™ hafa verið ómetanlegir. Ég hef fundið stuð-ninginn sem þurfti og verið svo afkastamikil að ég myndi mæla með þeim við hvern sem er. " Árangur þeirra sem tóku þátt hefur verið eftirtektarverður. Sem dæmi hlaut einn þátttakandinn önnur verðlaun í samkeppni Háskólans í Sheffield sem jók sjálfstraust hennar til muna og er hún nú að hugsa um að taka þátt í Dragons Den (sjónvarpsþáttaröð sem styður við frumkvöðlastarfsemi). Þá vann annar þátttakandi nýsköpunarverðlaun Sheffield Hallam Stúdentasambandsins fyrir viðskiptahugmynd sína. Til að skrá áhuga þinn á að taka þátt í Þjálfunarhring FREE verkefnisins skaltu snúa þér til umsjónaraðila í þínu landi

Sólskinssaga af Frumkvöðlaþjálfunarhring Einn af þáttum FREE verkefnisins er að aðlaga þjálfunarhringi frumkvöðla (Enterprise CirclesTM ) sem hafa verið notaðir á árangursríkan hátt með öðrum hópum (s.s. langtíma atvinnulausum og ungu fólki sem vill hefja sjálfstæðan atvinnurekstur) að þörfum kvenna sem búa í dreifðum byggðum. Upphaflega var aðferðin þróuð hjá Inova árið 2001 og verður áhugavert að þróa þessa aðferðafræði veflægt þannig að hún nýtist konum sem búa í dreifðum byggðum.

Helstu markmið þjálfunar-hringja frumkvöðla (Enterprise CirclesTM) eru að: »Byggja upp sjálfstraust; »Koma í veg fyrir einangrun; »Efla huglæga færni; »Fá fólk til að tengjast öðrum frumkvöðlum; »Auka þekkingu á því hvað er að vera sjálfstætt starfandi

Verkefnið Enterprise4All (2013 - september 2015) sem miðaði að langtíma atvinnulausum, ungu fólki og þeim sem voru eldri en 45 ára, var dæmi um árangursríka og velheppnaða þjálfunarhringi frumkvöðla. Viðbrögð þátttakenda sýndi að aðferðin hafði djúpstæð áhrif á þátttakendur og hjálpaði þeim að þróa huglæga færni sína verulega. Allir þátttakendur voru mjög ánægðir með aðferðafræðina: "Áður en ég byrjaði var ég hálf týnd og óörugg en nú veit ég hvað ég vil gera og hef verkfærin til að gera það." "Þátttakendur voru allir frábærir en leiðbeinendurnir báru af. Ég hef bæði lært og hvatt mig sjálfa áfram til að halda áfram með reksturinn minn“.

Endurgjöf frá þátttakendum sýndi að þátttaka í þjálfunarhring frumkvöðla hafði djúpstæð áhrif á þátttakendur og hjálpaði þeim verulega við að þróa huglæga færni sína.

Page 5: Free - newsletter 1 - Icelandic

FRÉTTABRÉF 01 /April 2016/

Sólskinssaga

Þörf á að skapa aukatekjur varð að fyrirtæki sem veitir 20 starfsmönnum vinnu

Sally býr í Langaskíri í Norður Englandi og hóf hún rekstur sinn árið 2002 en þá vantaði viðbótartekjur við tekjur af mjólkurfram-leiðslubúi fjölskyldunnar. Hún leitaði að markaðstækifærum og þörfum á markaðnum og ákvað í framhaldi af því að framleiða brjóstahaldaralínu fyrir konur af stærri gerðinni þar sem markaðurinn var ekki að mæta þessari þörf. „Það var ekki af einhverjum áhuga á brjóstahöldum sem varð til þessa“ sagði Sally“ við héldum bara að þetta gæti mögulega gengið“. “Upphaflega var áhuginn viðskiptalegs eðlis en Sally hefur orðið meira og meira hugfanginn að framleiðsluvörunni og er ánægð með þá staðreynd að enginn viðskiptavina hennar er fyrirsjáanlegur. „ Hver veit hverju þú klæðist undir fötunum?“ segir Sally og hlær. „Við bjóðum vöru fyrir unga fólkið sem við hinsvegar seljum iðulega til þeirra sem eru yfir sjötugu því að fólk vill ganga í einhverju sem að því finnst fallegt“. Með þetta afslappaða viðhorf hefur Sally fundist það mjög gefandi að starfrækja fyrirtæki sitt Nægur faðmur (Ample Bosom). „Við erum alltaf að streitast við að gera enn betur“ segir Sally sem nýlega flutti skrifstofurnar og keypti nýtt vöruhús. „Við erum með meira vöruúrval og betri aðstöðu en við vorum með“ útskýrir hún. Sally lítur raunsæum augum á þá vinnu sem fyrirtækjarekstur krefst til að ná árangri. „Um leið og tekjur bárust setti ég peningana í lager eða tölvur og nú er fjárfestingin farin að skila sér “ útskýrir Sallý. Nægur faðmur hefur núna 20 starfsmenn, suma í hlutastörfum og þetta eru allt mikilvæg störf á staðnum sem er dreifbýlt svæði. Sally hefur verið hluti af WIRE tengslanetinu í rúm 10 ár (WIRE hefur unnið með frumkvöðlakonum í dreifbýli í yfir 10 ár og hefur yfir 60 tengslanet frumkvöðlakvenna í dreifðum byggðum um allt Stóra Bretland)

„ Hver veit hverju þú klæðist undir fötunum?“ segir Sally og hlær. Við bjóðum vöru fyrir unga fólkið sem við seljum iðulega til þeirra sem eru yfir sjötugu því að fólk vill ganga í einhverju sem að því finnst fallegt“.

***

Þrátt fyrir að takast á við áskoranir í rekstrinum daglega er Sally alltaf jafnundrandi yfir þeirri reynslu sem reksturinn færir með sér er hún virðir fyrir sér reksturinn með móðurlegu stolti.

„ Að eiga rekstur er eins og að eiga börn. Þú heldur að þú vitir hvað þú ert að gera en síðan koma þau þér á óvart með einhverju“ útskýrir hún. „ Þú getur reynt að stýra því en þá fer það í aðra átt en þú væntir“ „Að selja undirföt fyrir allan aldur og allan líkamsvöxt ásamt línu af fötum fyrir verðandi mæður er gefandi. Ég hef mikla ánægju af endurgjöf viðskiptavina. Ég hef gaman af því að þóknast viðskiptavinum og uppfylla þarfir þeirra. Ég fæ netpósta sem segja mér að þetta hafi verið „besti haldarinn sem ég hef átt“ o.sv.frv.og það er dásamlegt. Allt þetta fólk sem að þú hittir og áskorarnirnar sem mæta þér, þetta er allt mjög áhugavert“.

Sveitabær Sallyar er umkringdur fallegu landslagi.

Frumkvöðull Sally Robinson Fyrirtæki: Ample Bosom (Nægur faðmur) Fyrirtækjamódel: Póstverslun með undirföt, fyrst og fremst fyrir stærri konur. Staðsetning: United Kingdom (Lancashire (N- England) Stofnað: 2002 Heimsæktu fyrirtækið á: www.amplebosom.com 5

Page 6: Free - newsletter 1 - Icelandic

FRÉTTABRÉF 01 /April 2016/

Vefsíða FREE: www.ruralwomeninbusiness verður aðgengileg frá maí 2016 þangað til er hægt að fylgjast með okkur og hafa samband á:

/femaleruralenterpriseempowerment /FREE_EU_project /groups/8465963 6

Fréttir & Viðburðir

2. fundur samstarfsaðila verður í Zagreb (Króatíu)

17.-18. maí, 2016

Annar fundur FREE verkefnisins verður haldinn í Zagreb í Króatíu. Gestgjafi fundarins verður Miðstöð fyrir menntun, nám og rannsóknir (Cesi). Cesi er stofnun sem vinnur að framgangi kvenna í samfélaginu, framkvæmd jafnréttismála, og fyrir fullri framkvæmd allra laga og alþjóðlegra kerfa til verndar mannréttindum. Á fundinum verður m.a.rætt um þjálfun fyrir leiðtoga í netkerfum frumkvöðlakvenna í hinum dreifðu byggðum og samstarfaðilar fá leiðsögn í stjórnun þjálfunarhringja frumkvöðla.

Breiddu út boðskapinn Staðsetning & tími fer eftir hverju landi

„Breiddu út boðskapinn“ eru kynningarhópar sem ætlað er að kynna verkefnið og tengslanetin sem stofnuð verða á landsbyggðinni. Hver samstarfsaðili þarf að halda kynningarfundi á 5 mánaða fresti fyrir ákveðna markhópa sem tengjast atvinnuuppbyggingu kvenna eða stefnumótandi aðila. Þeim er ætlað að stuðla að framgangi FREE verkefnisins og deila reynslu, rannsóknum og helstu niðurstöðum af verkefninu. Til að fá nánari upplýsingar um verkefnið hafðu þá samband við verkefnisstjórn FREE í þínu landi. Upplýsingar um tengiliði eftir löndum er að finna hér að neðan.

Upplýsingar um tengiliði: Vinnumálastofnun, IS Sími: +354 51 558 00 Netfang: [email protected] Netfang: [email protected]

www.vinnumalastofnun.is Inova Consultancy ltd., UK Sími: +44 (0)114 279 9091 Netfang: [email protected] www.inovaconsult.com CESI, CR Sími: +385 1 2422 800 Netfang: [email protected], www.cesi.hr

BICC – Sandansk, BG Sími: +359 746 30549 Netfang: [email protected] www.bicc-sandanski.org

Harper Adams University, UK Sími: +441952815237 Netfang: [email protected] www.wireuk.org

Kaunas STP, LT Sími: +370 37 33 30 36 Netfang: [email protected] www.kaunomtp.lt

Byggðastofnun, IS Sími: +354 455 5400 Netfang: [email protected] www.byggdastofnun.is