48
FRÍMÚRARINN 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P E C I E Æ TE R N I TA T I S Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi Fæddur 15. desember 1927. Dáinn 13. maí 2015.

Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015

Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi

SUB SPEC IE Æ TERN ITATIS

Indriði Pálsson, fv. Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi

Fæddur 15. desember 1927. Dáinn 13. maí 2015.

Page 2: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

2 FRÍMÚRARINN

Erma- og brjósthnappa

Ermahnappar

Lindaklemma/bindisnæla

Allt frá hatti oní skópípu lakk

Allt frá hatti oní skó

Hátíðavesti (5 hnappa)

– Fylgihlutir – Fylgihlutir – Fylgihlutir –

Laugavegi 47 - Sími: 551 7575 & 552 9122 – www.herrahusid.is

Hattar

Lakkskór (ný tegund)

Smeygur

KjólskyrturTreflar

Ermahnappar

– Gjafavara – G

jafavara – Gjafavara –

Karaffla með 2 glösum

Page 3: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 3

Þetta eru orð sem allir frímúrar-ar þekkja. Með þeim lýkur upp-töku í Regluna. Langur ferill er að baki og markmiðinu loks náð. Nýjum bróður er heilsað og hann boðinn velkominn í bræðrahópinn. Á þessum tímapunkti fer margt um huga hins nýja bróður. Hann er staddur á ókunn-um stað, í nýju um-hverfi, í miðjum hópi bræðra. Allt er nýtt.

Það fer ekki hjá því að flest kem-ur nýjum bróð-ur á óvart þetta fyrsta kvöld hans í Frímúrararegl-unni. Gamlir siðir, formfesta, ávörp og húsakynni eru meðal þess sem vekur athygli hans og honum er vel ljóst að hann á margt ólært. En bræðurnir fagna honum og hlý handtök þeirra og hamingjuóskir ylja hjartarætur. Vonandi á hann þarna heima.

Og reynslan sýnir að 75% nýrra bræðra falla vel inn í heim Regl-unnar og taka strax til við að til-einka sér siði og venjur hennar.

En það er áhyggjuefni að 25% nýrra bræðra eiga í erfiðleikum með að tengjast bræðrahópnum eða verða fyrir vonbrigðum. Þetta var eitt af mörgu meriklegu sem kom fram í skoðanakönnun með-al bræðranna í stefnumótuninni á síðasta ári. Sem sagt fjórðungi nýrra bræðra gengur ekki vel að aðlaga sig að Reglunni eða finna sig í starfinu. Það eru of marg-ir bræður og hér er því verk að vinna.

Sérstakar skyldur eru í þessu efni lagðar á Stólmeistara og með-mælendur sem eiga að sjá til þess að nýir bræður fái fylgd á fyrstu fundi og sé kynnt allt sem þeir

þurfa að vita skil á. Mér finnst sérlega mikilvægt að a.m.k. ann-ar meðmælenda sé bróðir í þeirri stúku sem ungbróðirinn er félagi í og geti þannig verið honum stoð og stytta – ekki aðeins á inntöku-fundi. Sé það ekki hægt þarf að

finna aðra bræður í stúkunni sem taka þetta hlutverk að sér.

En við allir höf-um skyldum að gegna gagnvart nýjum bróður. Enginn er undan-skilinn. Ef við sjá-um einhvern tíma bróður einan og afskiptalausan þá eigum við að tala við hann, kynnast honum og kynna hann fyrir öðrum bræðrum. Þetta

gildir ekki aðeins um nýja bræð-ur. Þetta á við um alla bræður. Bræðurnir eru misvel duglegir að blanda geði við aðra bræður og við eigum að hjálpa hver öðrum í því.

En að fjórðungur nýrra bræðra lendi í erfiðleikum með að tengj-ast Reglunni og bræðrunum seg-ir okkur að við kunnum ekki nógu vel að taka á móti nýjum bræðr-um. Við vitum að Frímúrararegl-an hefur svo margt og merkilegt að bjóða en nýjum bræðrum þarf að kynna það og styðja þá fyrstu skrefin. Við þurfum að sjá til þess að nýr bróðir hlakki til að koma til næsta fundar og það er verkefni okkar allra.

Í starfi Frímúrarareglunnar eru siðabálkar og umgjörð starfsins mikilvæg og boðskapurinn ómet-anlegur en tengsl bræðranna og samskipti þeirra eru grundvöllur bræðralagsins. Hann birtist best í orðunum: „Velkominn, bróðir.“

Valur Valsson

Velkominn, bróðirÚtgefandi

Frímúrarareglan á ÍslandiSkúlagötu 53-55,

Pósthólf 5151, 125 Reykjavík

YAR

Pétur K. Esrason (R&K)

Ritstjóri

Steingrímur S. Ólafsson (X)[email protected]

Ritstjórn

Guðbrandur Magnússon (X)[email protected]

Páll Júlíusson (X)[email protected]

Ólafur G. Sigurðsson (IX)[email protected]

Pétur S. Jónsson (VII)[email protected]

Þór Jónsson (VI)[email protected]

Þórhallur Birgir Jósepsson (IX)[email protected]

PrófarkalesturBragi V. Bergmann (VIII)

[email protected]

NetfangGreinar sendist [email protected]

merktar: Frímúrarinn

Prentun:Litlaprent ehf., Kópavogi

Efni greina í blaðinu eru skoðanir höfunda og þurfaekki að vera í samræmi við

skoðanir Reglunnar.Höfundar efnis framselja

birtingarrétt efnisins til útgefanda.Ritstjórn áskilur sér rétt tilað ritstýra aðsendu efni.

ForsíðumyndIndriði Pálsson, fv. Stórmeistari

Frímúrarareglunnar.Ljósmynd: Bjarni Ómar Guðmundsson.

„Markmið Reglunnar er aððð göfga og bæta mannlífið.Reglan vill efla góðvild

og drengskapmeð öllum mönnumog auka bróðurþelþeirra á meðal.“

FRÍMÚRARINN

Valur Valsson.VVallur VVallsson

Page 4: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

4 FRÍMÚRARINN

Ánægðir viðskiptavinirí aldarfjórðung!

Page 5: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 5

Minningarfundur um Indriða Pálsson, fv. StórmeistaraSérstakur minningarfundur um Indriða Pálsson, fv. Stór-meistara Frímúrarareglunnar á Íslandi, var haldinn í Reglu-heimilinu 3. september sl. Fjöldi bræðra heiðraði minn-ingu hans þar. Ræðumaður var Þorsteinn Sv. Stefánsson, R&K, og fer ræða hans hér á eftir.

Indriði Pálsson var fæddur á Siglu-firði, 15. desember 1927.

Foreldrar hans voru María Sigríður Indriðadóttir, húsfreyja frá Siglufirði (f. 1900, d. 1935) og Páll Ásgrímsson, verkamaður og síðar verslunarmaður

Hjónin Elísabet Guðný Hermannsdóttir og Indriði Pálsson á leið til móttöku á Bessastöðum skrýdd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

á Siglufirði (f. 1892, d. 1978). Foreldr-ar Sigríðar voru Indriði Jóhannsson, sjómaður og verkamaður á Siglufirði, og Oddný Björg Jóhannsdóttir bónda á Steinavöllum í Fljótum.

Foreldrar Páls voru Ásgrímur Sigurðsson, smiður og bóndi og Sig-urlaug Sigurðardóttir, húsfreyja. Þau bjuggu á nokkrum stöðum í Fljótum en lengst 11 ár í Dæli, sem var lítið kot sem nú sjást engin merki um lengur. Þar byggði Ásgrímur ágæta baðstofu sem var þiljuð í hólf og gólf. Bærinn í Dæli brann svo ofan af fjölskyldunni aðfaranótt páskadags 1918 og missti hún þar aleigu sína. Við þetta tvístr-aðist fjölskyldan að nokkru leyti.

Ásgrímur og Sigurlaug eignuð-

ust 13 börn, fjögur dóu í æsku og einn sonur þeirra drukknaði á hákarlaskipi 21 árs.

Þau hjón voru bæði trúuð eins og víða kemur fram í ljóðum Ásgríms, sem var vel hagmæltur.

Í minningarorðum sem Sæmund-ur Dúason kennari skrifaði um Sigur-laugu, látna á 91. aldursári sínu, seg-ir hann:

,,Æviferill þeirra Sigurlaugar og Ásgríms var þvílíkur, að furðu má gegna hvernig þeim tókst að lifa lífi sínu eins og þau gerðu, varðveita lífs-gleði sína og trú á lífið þrátt fyrir allt. Þau voru bláfátæk alla ævi. Ég er viss um að við, sem ekki erum nema litl-ir trúmenn sjálfir, fáum aldrei skilið

Page 6: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

6 FRÍMÚRARINN

til hlítar hvílíkur aflgjafi trausts og ör-yggis guðstrúin var á þessum tímum, þeim sem einlægir trúmenn voru.”

Hörð lífsbarátta

Í endurminningum sínum seg-ir Dagbjört, móðir mín, að Ásgrím-ur faðir hennar hafi lesið húslestur á hverju kvöldi á vetrum og að sung-inn hafi verið kvöldsálmur bæði fyr-ir og eftir lesturinn. Á sunnudögum var lesið um hádaginn ef ekki var far-ið til kirkju. Einnig var farið með bæn áður en farið var að heiman. Mikið var sungið á heimilinu, þótt ekkert væri hljóðfærið í fyrstu, en síðar eignað-ist Páll Ásgrímsson fiðlu og spilaði á hana, aðallega eftir eyranu og fórst það vel. Börnum sínum kenndu þau hjónin kvöldbænir sem þau fóru með á hverju kvöldi.

Ég segi frá þessu hér ef vera mætti, að þeir sem nú lifa geti áttað sig á því hve hörð sú lífsbarátta var, sem þau hjónin, amma og afi okkar Indriða, og margir aðrir íslendingar þurftu að heyja á þeim tíma. Það var trúin á Guð sem var afa og ömmu sú stoð og sá

styrkur, sem gerði þeim lífið bærilegt. Auk Indriða áttu þau Páll og Sig-

ríður tvo aðra syni, þá Einar f. 1929 og Ásgrím f. 1930, en þeir voru báðir fé-lagar í Reglunni. Þeir eru báðir látnir.

Árið 1933 hófu foreldrar mínir bú-skap á Grund í Svarfaðardal, og þang-að kom Indriði með Páli föður sínum í heimsókn þá um sumarið. Á Grund var þá torfbær, en lýsingin á honum bendir til þess að hann hafi varla ver-ið íbúðarhæfur. Indriði, sem þá var 5 ára, gekk umhverfis bæinn og skoð-aði hann og sagði svo við móður mína: ,,Ljótur er bærinn, þinn frænka.” Árið eftir varð Dalvíkurskjálftinn og þá hrundi bærinn og nýtt hús var byggt þá um sumarið.

Móðurmissir

Sigríður móðir þeirra bræðra lést 3. des. 1935, aðeins 35 ára að aldri.

Þá var Indriði rétt að verða 8 ára, Einar 7 ára og Ásgrímur 5 ára. Þeg-ar Páll missti eiginkonu sína, frá þeim bræðrum þremur svo ungum, var hann í vanda staddur. Hann sá fram á, að hann gæti ekki með neinu móti ann-

ast þá alla einn. Hann skrifaði móður minni og bað hana að taka einn drengj-anna. Hún valdi Ásgrím af því að hann var yngstur og ólst hann upp með okk-ur systkinunum á Grund.

Enginn vafi er á því, að það var mikið áfall fyrir þessa ungu bræður að missa móður sína. Slík áföll marka djúp spor í sálu sérhvers sem fyrir því verður, ekki síst barna. Páll kvæntist þó aftur 1939, Ingibjörgu Sveinsdótt-ur og eignuðust þau þrjú börn: Sigríði, Lilju og Magnús.

Þegar faðir hans kvæntist aft-ur var Indriði að verða 12 ára og á leið inn í unglingsárin. Hann byrjaði snemma að vinna, fyrst sem sendill, en svo var nóga vinnu að fá á síldar-árunum á Siglufirði. Eftir að hafa lokið grunnskólanámi á Siglufirði, fór hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan 1948. Allan þann tíma vann hann sjálfur fyrir sér og skólagöngu sinni.

Hann hélt áfram námi í Háskóla Ís-lands og lauk þaðan embættisprófi í lögfræði 1954 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1958. Ind-

Líkmenn við útför Indriða Pálssonar voru Sigurður Örn Einarsson, fv. SMR, Allan V. Magnússon, HSM, Jón Sigurðsson, DSM, Kristján Þórðarson, IVR, Þorsteinn Sv. Stefánsson, fv. IVR, Kristján S. Sigmundsson, FHR, Gunnlaugur Claessen, STR og Pétur Kjartan Esrason, YAR.

Ljósmynd: Eyþór Árnason

Page 7: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 7

riði var formaður Stúdentafélags Há-skóla Íslands 1949-1950.

Starfsferill

Að námi loknu var hann fyrst full-trúi hjá Sameinuðum verktökum á Keflavíkurflugvelli 1955 til ársloka 1956. Hann starfrækti lögfræðistofu í Reykjavík á árunum 1957-1959, var framkvæmdastjóri Félags löggiltra rafvirkjameistara 1957-1958 og Meist-arasambands byggingarmanna frá stofnun þess til ársloka 1958. Hann var fulltrúi forstjóra Olíufélagsins Skeljungs frá ársbyrjun 1959 til árs-loka 1970 og forstjóri Skeljungs frá ársbyrjun 1971 til 1. júlí 1990. Þá varð hann stjórnarformaður Skeljungs og gegndi því starfi til 1999. Indriði sat í stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands árin 1976-1999, sem varaformaður stjórn-ar 1984-1992 og stjórnarformaður frá 1992-1999. Indriði gegndi einnig fjöl-mörgum öðrum trúnaðarstörfum í atvinnulífinu, m.a. sat hann í stjórn Flugleiða hf. 1988-2001 og í stjórn Ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýn-ar hf. 1987-1992. Þá sat hann í fram-kvæmdastjórn Vinnuveitendasam-bands Íslands 1972-1978 og í stjórn Verslunarráðs Íslands 1982-1990.

Indriði var félagi í Rótaryklúbbi Reykjavíkur og sinnti þar stjórnun-arstörfum á árunum 1984-1987, þar af sem forseti 1985-1986.

Indriði var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1988 og stórriddarakrossi 1993.

Fjölskylda

Indriði kvæntist Elísabetu Guð-nýju Hermannsdóttur (f. 1928) frá Seyðisfirði hinn 15. janúar 1955. Var hún eiginmanni sínum styrk stoð og góður ævifélagi. Börn þeirra eru: Sig-ríður, gift Margeiri Péturssyni, stór-meistara í skák og stofnanda MP-banka, og Einar Páll, svæfinga-og gjörgæslulæknir á Landspítalanum, kvæntur Höllu Halldórsdóttur. Barna-börnin eru fjögur: Elísabet Margeirs-dóttir, Indriði Einarsson, Halldór Ein-arsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

Safnari

Indriði var fagurkeri og safn-ari. Hann safnaði bókum og átti gott bókasafn. Auk þess átti hann mörg falleg málverk sem hann hafði keypt gegnum árin, en hann var tíður gestur

á málverkasýningum. En þrátt fyrir þetta var frímerkjasöfnun hans samt það sem hann sinnti mest, aðallega á kvöldin eftir vinnu. Mér hefur verið sagt að frímerkjasafn hans hafi ver-ið eitt hið stærsta á landinu, jafnvel stærra en safn Póstsins! Síðar minnk-aði þó áhuginn á frímerkjasöfnun.

Indriði var vanafastur og ekki nýj-ungagjarn. Hann var alþýðlegur mað-ur og fremur sparsamur, enda hafði hann alist upp við það, að geta ekki fengið allt sem hann vildi og þurfa að vinna fyrir því sem hann fékk. Hann fór í sundlaugina á hverjum morgni árum saman með sundfötin í plast-poka og hitti þar sundfélaga í heita pottinum.

Indriði var gæfumaður. Hann eign-aðist góða eiginkonu og indæl börn og barnabörn og átti gott og farsælt líf. Hann hefði því getað tekið undir orð-in í þessarri vísu sem Páll faðir hans orti:

Ég er nú glaður á gengnum degiguði sé lof ég kvarta eigiþví hamingjan hefur hossað mérá höndum sem máski enginn sér.

Frímúrarinn Indriði Pálsson og störf hans fyrir Regluna

Indriði gekk í Frímúrararegluna 25. janúar 1960, í St. Jóhannesarstúk-una Mími. Meðmælendur hans voru Guðmundur Hlíðdal, fv. póst- og síma-málastjóri og Gunnar J. Möller, hæsta-réttarlögmaður og síðar Stórmeistari Reglunnar 1983-1988.

Indriði fékk III. stig 1962, VII. stig 1967, X. stig 1972.

Í stúkunni Mími gegndi hann eft-irfarandi embættum: Vara Yngri stól-vörður og síðar Yngri stólvörður á ár-unum 1963-1971. Fyrsti Varameistari 1971-1974. Í Landsstúkunni var hann Yngri Stórstólvörður 1974-1975, er hann varð R&K. Hann var Reglu-féhirðir og Oddviti Fjárhagsráðs 1975-1976, Dróttseti Stórmeistarans 1976-1983 og Hersir Stórmeistarans 1983-1988. Indriði var formaður söfn-unarnefndar vegna byggingar Reglu-heimilisins við Skúlagötu og í hús-stjórn þess um nokkurt skeið og sá um fjármálin varðandi bygginguna.

Hann var kjörinn Stórmeistari Reglunnar 17. september 1988, að Gunnari J. Möller látnum, og gegndi því embætti til ársins 1999, er hann lét af embætti að eigin ósk. Reynd-ar stjórnaði Indriði Reglunni í veik-

indum Gunnars J. Möller síðasta hálft annað árið sem Gunnar lifði.

Eftir að Indriði hafði tekið við em- bætti SMR fór hann að huga að því að stúkurnar úti á landi tækju meiri þátt í hinu almenna starfi og stjórn Regl-unnar. Þannig fór hann að auka hlut bræðra af landsbyggðinni, m.a. komu tveir slíkir bræður inn í embætti í Landsstúkunni, sem R&K. Þetta var gert til þess að treysta betur tengslin við stúkur annars staðar á landinu en á höfuðborgarsvæðinu.

Hann lét samstarfsmenn sína hefja samræmingu siðabálka stúknanna í landinu, en þá vantaði verulega á að samræmi væri þar á milli. Sömuleiðis jók hann sýnileika Reglunnar út á við og einnig innan hennar, t.d. hvað varð-aði eiginkonur bræðra. Við það varð Reglan frjálslyndari og t.d. öðluðust systurnar nánara samband við hana með úgáfu bæklings um Regluna, án þess þó að nokkuð væri slakað á þeirri leynd sem hvílir yfir sjálfu starfinu.

Indriði tók þátt í fyrstu gerð Grundvallarskipanar Reglunnar, það er að segja fyrstu köflunum, ásamt Karli Guðmundssyni og Gunnari J. Möller.

Hann endurskipulagði stjórn og starfshætti Reglunnar þannig að hún varð bæði frjálslegri og skipulegri en áður. Hann treysti þeim mönnum sem hann hafði valið til starfa og var ekki að horfa yfir öxlina á þeim. Engu að síður fylgdst hann ávallt vel með og setti sig vel inn í málin.

Indriði hafði frumkvæði að stofn-un Frímúrarasjóðsins, sem er styrkt-ar- og mannúðarsjóður eins og gerist á hinum Norðurlöndunum. Hann lýsti því yfir síðar, að miðað við önnur störf sín væri hann hvað hreyknastur af því að hafa stofnað þennan sjóð.

Indriði styrkti tengslin við Regl-urnar í Svíþjóð og Noregi, auk dönsku Reglunnar sem alltaf hafði verið sér-stakt samband við.

Indriði var sæmdur heiðursmerkj-um allra þá starfandi St. Jóh. og St. Andr. stúkna á Íslandi og var heiðurs-félagi í frímúrarareglunum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann var vígð-ur riddari hinnar konunglegu Carls XIII. orðu 22. mars 1989.

Hann var valinn heiðursfélagi Frí-múrarareglunnar á Íslandi 7. janúar 2006.

Indriði lést 13. maí sl. á Landspítal-anum í Fossvogi á 88. aldursári sínu.

Page 8: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

8 FRÍMÚRARINN

Indriði Pálsson gekk í Frímúrararegluna árið 1960. Það reyndist gæfuspor. Með honum fékk Reglan sterkan liðsmann. Frá byrjun var hann afar virkur í starfinu og honum brátt falin mik-ilvæg embætti. Og samfleytt í aldarfjórðung gegndi hann hverju embættinu á fætur öðru uns hann var kjörinn áttundi Stórmeistari Frímúr-arareglunnar á Íslandi árið 1988. Þessu æðsta embætti innan Reglunnar gegndi Indriði til árs-ins 1999 er hann lét af störfum að eigin ósk.

Indriði var mikilhæfur og farsæll foringi. Hann var ákveðinn og fastur fyrir en hann var líka jákvæður og vinsamlegur í öllum samskipt-um. Hann átti gott með að fá aðra til samstarfs og kunni þá list að hlusta á aðra og fela öðrum verkefni.

Undir hans forystu var framfaraskeið í Frí-múrarareglunni. Bræðrunum fjölgaði og starfið blómstraði. Indriði var áhugasamur um tónlist-

arflutning í Reglunni. Hann hafði frumkvæði að stofnun Frímúrarakórsins og ákvað að láta smíða nýtt orgel fyrir hátíðarsal Reglunnar í Reykjavík. Indriði hafði líka forystu um stofn-un Frímúrarasjóðsins, sem er menningar- og mannúðarsjóður Frímúrarareglunnar en úr þeim sjóði var í fyrsta sinn veitt fé á 50 ára af-mæli Reglunnar árið 2001. Indriði var ætíð mjög áhugasamur um framgang og starfsemi sjóðs-ins.

Frímúrarar á Íslandi sjá nú á bak einum af bestu forystumönnum sínum. Að leiðarlokum lúta þeir höfði í þökk fyrir góðan foringja og fé-laga og biðja Hæstan Höfuðsmið að leiða hann á nýjum vegum. Við sendum eiginkonu og fjöl-skyldu allri hugheilar samúðarkveðjur.

Valur Valsson.

Kveðja frá Frímúrarareglunni

Heiðursvörð við útför Indriða Pálssonar skipuðu Björn Ó. Björgvinsson, Stm. Helgafells, Guðmundur Steingríms-son, Stm. Eddu og Hákon Örn Arnþórsson, Stm. Mímis.

Ljósmynd: Eyþór Árnason

Page 9: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 9

Útför Indriða Pálssonar, fv. Stórmeistara Frímúrararegl-unnar á Íslandi, var gerð með viðhöfn frá Neskirkju þriðju-daginn 26. maí 2015.Sr. Örn Bárður Jónsson ÆKR jarðsöng.

Í minningarorðum lagði sr. Örn Bárður m.a. út af „brjóstkirkjunni“ eins og helgidómur hjartans er nefnd-ur í íslenskri prédikun sem birtist í homilíubókinni frá því um árið 1200. Hann sagði Indriða hafa verið mótað-an af hinni kristnu lífssýn og félags-starfið sem hann helgaði krafta sína í áratugi, frímúrarastarfið, efldi í hon-um þá sýn og lét klukkurnar óma í brjóstkirkju hans. Í trúnni hlaut hann afl og styrk til að lifa og takast á við mótlæti.

Mótsagnir trúarinnar eru margar og áhugaverðar, sagði sr. Örn Bárð-ur, og þær er hægt að sætta í brjóst-kirkjunni, í hjartanu, sem skilur allt sem heilinn ekki ræður við. Því sagði sr. Örn Bárður:

„Bænin er lykill að skilningi og inn-sæi í dýpstu og erfiðustu spurningar lífsins. Skilur heilinn ást? Skilur heil-inn fyrirgefningu? Miskunn? Náð? Óendanleika? Eilífð? Nei, en hjartað megnar að skilja mótsagnir lífsins.

Lífið er ekki bara dautt efni heldur lifandi púls, hjartsláttur himins-elsku í brjósti manns. Þú finnur það þegar þú hitti fólk hvernig hjarta þess er, hvort brjóstkirkjan er lifandi eða ekki. Ind-riði hafði útgeislun góðs manns. Hann var heillyndur og trúr í sínum verk-um, ekki fullkominn frekar en við, en vænn maður og drengur góður. Hin síðari árin kom hann oft hingað í Nes-

kirkju. Hér er hann kvaddur með virð-ingu og þökk, undir tákni krossins og vatnsmerki skírnarinnar, sem skilar þeim heim sem Drottinn hefur helg-að sér.“

Aðrir R&K viðstaddir útförina voru auk Vals Valssonar, SMR og Tore Evensen, SMR í Noregi, þeir Aðal-steinn V. Júlíusson, Sigurður Kr. Sig-urðsson, Sigurður J. Sigurðsson, Júlí-us Egilsson, Jón Birgir Jónsson, sr. Þórir Stephensen, Kristján Jóhanns-son, Þórður Óskarsson, Björn Samú-elsson, Werner Ívan Rasmusson og sr. Vigfús Þór Árnason.

Organisti var Steingrímur Þór-hallsson. Karlakór Reykjavíkur söng undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar.

Br. Örnólfur Kristjánsson lék Kveðjulag frímúrara á selló við orgel-undirleik.

Útför Indriða PálssonarLjósmynd: Eyþór Árnason

Page 10: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

10 FRÍMÚRARINN

Indriði Pálsson var þekktur frímerkja-safnari og safn hans var afar vel þekkt meðal safnara hérlendis sem og er-lendis. Í 2. tbl. Frímerkjablaðsins, sem kom út árið 2000, var talsverð umfjöll-un um frímerkjasafnarann Indriða og segir þar m.a.:

„Meðal áhugasamra Íslandssafn-ara hérlendis eða erlendis þarf ekki að kynna Indriða Pálsson. Þótt ýms-um söfnurum, einkum erlendum, hafi tekist að setja saman umfangsmikil og góð Íslandssöfn á síðustu áratugum og þar með aukið hróður íslenskra frí-merkja er óhætt að fullyrða að í mörg ár hefur Íslandssafn Indriða borið æg-ishjálm yfir önnur söfn af sama toga og sú þekking á íslensku frímerkja-safni, sem hann hefur aflað sér á löng-um safnaraferli endurspeglast í þessu sama safni, þar sem saman fer, auk augljóslegrar þekkingar, vönduð úr-

vinnsla og afburða efni, sökum fágæt-is og gæða.“

Umfangsmikið safn

Er því næst rakið að þó Indriði hafi ekki verið sýningarglaður maður, hafi safnið verið með á þó nokkrum sýning-um og hlotið verðskuldað lof sýningar-gesta og viðurkenningu dómnefnda á fjölmörgum sýningum. Segir svo:

„Umfang safnsins er mikið, heil-ar 128 síður, og skiptast þar á ónot-uð frímerki og notuð, ýmist stök eða stærri einingar og svo póstsendingar, bréf eða heilpóstur. Ónotuðu merkin eru nákvæmlega greind eftir því sem hægt er, staða þeirra í örk, litaraf-brigði og mismunandi tökkun. Þá eru prufuprentanir sýndar og sjá má einn-ig prufuprentanir með frummóti, en þær eru afar sjaldgæfar, aðeins þrjú

eintök þekkt af skildingamerkjum og fjögur eintök af auramerkjum.“

Þá er farið ítarlega yfir safn Ind-riða, forfrímerkjatíð, skildingamerki og loks auramerki. Þar segir:

„Eins og gefur að skilja er aura-merkjakaflinn í safni Indriða Pálsson-ar langsamlega umfangsmestur og þar eru perlurnar á færibandi. Ónotuð og notuð merki, stök og stærri eining-ar, þar sem allt er nákvæmlega greint og útskýrt, og svo eru það bréfin, inn-landsbréf og bréf til útlanda, sjald-gæfir erlendir skipsstimplar, leiðar-stimplar og komustimplar, auk þess sem flóra burðargjalda er einstök.“

Indriði nauð gríðarlegrar virðingar í röðum frímerkjasafnara og ber safn hans merki um þá natni og alúð sem einkenndi störf Indriða, en jafnframt um hógværð hans og mikla þekkingu.

Safn sem bar ægishjálm yfir önnur söfn af sama toga

Frímerkjasafnarinn Indriði Pálsson:

Indriði Pálsson á heimili sínu með frímerkjaalbúm í kjöltu sinni. Ljósmynd: Morgunblaðið/Rósa Braga

Page 11: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 11

- Fjárfesting í glæsileika

· Úrval kjólfata· Kjólskyrtur· Lakkskór· Hattar· Fylgihlutir

Sigurþór Þórólfsson (Bóbó)

Laugavegi 7 Sími: 551 3033

Ég hef borið ábyrgð á klæðaburði þúsunda karlmanna í þrjá áratugi. Ég er þakklátur fyrir

traustið sem viðskiptavinir hafa ávallt sýnt mér.

AFSLÁTTUR

Bjóðum afslátt af öllum kjólfötum með svörtu vesti fyrir núverandi og tilvonandi frímúrarabræður.Verð áður 89.800 kr. Verð nú 76.900 kr.

Page 12: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

12 FRÍMÚRARINN

Page 13: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 13

Helge Björn Horrisland, sagnfræðingur norsku Reglunnar og vara-meistari norsku rann-sóknarstúkunnar, Niels Treschow, kom í heim-sókn í nóvember á veg-um Fræðslunefndar Fræðsluráðs og Rann-sóknarstúkunnar Snorra. Helge hélt fjóra fyrir-lestra þá fjóra daga sem hann dvaldi hérlendis. Á vegum Rannsóknarstúk-unnar Snorra hélt hann tvo fyrirlestra í Ljósa-tröð og fjallaði sá fyrri um seinni heimsstyrjöld-ina og frímúrara en hinn síðari um hvort leynd-in væri á undanhaldi í Reglunni. Vel var mætt á báða fyrirlestrana og gerður góður rómur að þeim. Helge gat þess meðal annars hvers vegna Hitler hefði val-ið Frímúrararegluna sem einn af þeim þremur hópum sem hann gerði að óvinum og réðst á og hvers vegna Frí-múrarareglan varð fyrst þeirra fyrir barðinu á nasistum. Hann benti á að það hefði m.a. verið vegna þess að þeir lágu best við höggi og auðvelt var að ná í félagaskrár þeirra, einnig að það hafi verið erfitt að hafa stjórn á þeim.

Helge sagði að nasistar hefðu tæmt allt bókasafn norsku Reglunnar í Osló ásamt skjalasafni hennar, þannig hafi öll saga norskra frímúrara fyrir 1940 horfið og sé nú niðurkomin í Rússlandi þar sem honum hafi tekist að finna um milljón skjöl sem nú sé reynt að fá til baka. Einnig hefur honum tekist að fá til baka 1.497 bækur af þeim sem geymdar voru í Tékklandi. Helge var sæmdur heiðursmerki norsku Regl-unnar fyrir þessi störf sín. Nasistar söfnuðu saman 3,5 milljónum frímúr-arabóka og hundruðum tonna af skjöl-um í Berlín sem þeir tóku víða um Evrópu. Í lok stríðs enduðu margar þeirra ásamt skjalasöfnum í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Rússlandi.

Helge hélt einnig fróðlegan og sögulegan fyrirlestur á Kapítula VIII

Sagnfræðingur norsku Reglunnar á fyrirlestraferð

og endaði heimsókn sína með því að halda fjórða fyrirlesturinn, þar sem hann fjallaði um árásir á frímúrara, hjá St. Jóh.stúkunni Mími. Góð að-

sókn á alla fyrirlestra Helge sýnir að bræður eru fróðleiksfúsir og tilbúnir til að mæta og hlusta á fróðleg erindi.

Ljósmynd: Ólafur Magnússon

Helge Björn Horrisland, sagnfræðingur norsku Reglunnar, flytur erindi sitt í Ljósatröð í Hafnarfirði.

Ljósmynd: Bjarni Ómar Guðmundsson

Pétur Esrason YAR ásamt Helge Björn Horrisland og þeim Kristjáni Jóhannssyni, Ólafi Magnússyni, Kristni Ágústi Friðfinnssyni og Leifi Franzsyni.

Page 14: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

14 FRÍMÚRARINN

Í mars á hverju ári heldur Frímúrarareglan í Svíþjóð Stórhátíð sína. Mikið er um dýrðir við það tilefni og gestir koma hvaðanæva að til taka þátt í þessum hátíðlega viðburði. Við þetta tækifæri, þann 21. mars sl., var SMR Frímúra-reglunnar á Íslandi, Valur Valsson, sæmd-

ur konunglegri orðu Karls XIII. og hann vígð-ur riddari í Reglu hans (RCXIII), en þetta er mesta sæmd sem sýnd er bróður innan sænska frímúrarakerfisins. Valur var tilnefndur til orð-unnar 28. janúar sl. af Karli Gústafi XVI. kon-ungi Svía.

Valur Valsson SMR sæmdur konunglegri orðu Karls XIII.

Valur Valsson, Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi, flytur ávarp við bróðurmáltíð í Regluheimilinu í Stokk-hólmi eftir að hafa verið sæmdur konunglegri orðu Karls XIII. og vígður riddari í Reglu hans.

Page 15: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 15

Frá SkjalasafniHalldór Baldursson, Skv. R.

Heimildir um sögu frímúrarastarfs á Íslandi er víðar að finna en í fórum Reglunnar. Hér er fjallað um upphaf kaffistofureksturs frímúrara í Austurstræti 16 (Nathan & Olsen húsinu). Meðal heimilda eru dagbækur Carls Ol-sen sem eru geymdar í Borgarskjalasafni Reykjavíkur og þar öllum aðgengilegar. 1

Carl Olsen og dagbækur hans

Í 1. tölublaði 10. árgangs Frímúrarans (apríl 2014) var æviferill Carls Olsen rakinn og verður því hér látið nægja að ítreka að hann var einn af frumherjum frímúrarastarfs á Íslandi og mjög virkur í embættum fram á níræðisaldur. Hann varð R&K 1951.

Carl stofnaði fyrirtækið Nathan & Olsen ásamt Fritz Nathan (1883–1942). Þeir byggðu stórhýsi í Austurstræti 16 sem hefur verið nefnt Nathan & Olsen húsið.

Öll frímúrarastarfsemi í Reykjavík fór fram í Nathan & Olsen húsinu frá 1917 til 1951. Dagbækur Carls Olsen frá 1916 og samfellt til 1968 eru í Borgarskjalasafni Reykja-víkur. Í þeim er að finna miklar upplýsingar um viðskipti fyrirtækisins Nathan & Olsen, fjölskyldumál Carls, atburði í þjóðlífinu og um frímúrarastarf á Íslandi. Dagbækurnar eru ritaðar á nokkuð dönskuskotinni íslensku.

Upphaf kaffistofustarfsemi í Austurstræti 16. „Himnaríki“ í dagbókum Carls Olsen

Frá 1945 til 1951 var starfrækt kaffistofa frímúrara á rishæð Nathan & Olsen hússins, Austurstræti 16.

Br. Óskar Gíslason ritaði 1973 frásögn um kaffistofuna sem var birt í afmælisritinu Frímúrarareglan á Íslandi 50 ára (2001), aftur svo til orðrétt í Frímúraranum 1. tölu-blaði 5. árgangs (2009) og í þriðja sinn í afmælisritinu St. Andrésarstúkan Helgafell 80 ára (2014). Þessi saga er því bræðrum aðgengileg og verður ekki öll endurtekin hér.

Geymslur fyrir einkenni bræðra voru í syðri hluta ris-hæðar í Nathan & Olsen húsinu, í svokölluðu Risi (mynd 1). Einhvern tíma upp úr 1940 hafði br. Frantz Håkansson fengið leyfi br. Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyf-sala til að nýta einnig nyrðri hluta rishæðarinnar, svokallað Háaloft, undir veitingasölu og ýmsa aðra starfsemi frímúr-ara. Háaloftið var rúmlega 100 fermetrar.

Nokkrir frímúrarabræður (stofnendur) stóðu með vinnu og fjárframlögum að því að að innrétta og útbúa Háaloft-ið. Svo virðist sem undirbúningur hafi verið kominn í gang þegar 1943. Í bókhaldi kaffistofunnar er skráð 1945: „Upp-tökugjöld frá Håkansson 1943 - ´44“ kr. 1.722,17.“

,,Himnaríki“ í dagbókum Carls OlsenÍ mars 1945 bregður svo við að Carl Olsen fer að nefna

,,Himnaríki“ í dagbókum sínum og er þó ljóst að það himna-ríki er hér á jörðu. Úr dagbókum Carls:

18. mars 1945. Sunnudagur(Kl.) 5 - 10 Til Reisugildi i ,,Himnaríki“ með 30 Br.Br.

Cocktail. Smurt brauð. C. O. Protector! Div. Rædur. Fram-tidarfyrirkomulag?

Carl Olsen,verndari „Himnaríkis“

Risið og Háaloftið.2

Page 16: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

16 FRÍMÚRARINN

Kvæðið í blýhólknum

Í janúar 2014 fannst í skjalasafni Reglunnar blýhólkur, opinn í báða enda. Í blýhólknum var vélritað pappírsblað og á því kvæði, sex vísur, sem fjallað er um í greininni.

Mynd: Bjarni Ómar Guðmundsson

Page 17: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 17

26. mars 1945. Mánudagur (Kl.) 5 - 6½ Fundur i Himnariki. Konstitution. Lofað

tala við Þ. Sch. Th. Semja Grundvellir undir Fyrirtækið.

28. mars 1945. MiðvikudagurStolar til Himnariki 87.50 (kr.).

29. mars 1945. Fimmtudagur (skírdagur)m/: Þ. Sch. Th. 10½ - 12 + 2 – 4 um fyrirkomulag i Himn-

ariki.

13. April 1945. FöstudagurÓl. Lárusson – séra Sigurgeir hér um ,,Himnariki!“

14. April 1945. Laugardagur,,Himnariki. Vilhj. Þór (sem Ol L hefur talad vid) samþ

húsnæðið afhendist reglunni en stjornast af 3 stólmeistara + 4 br. frá ,,Himnariki.“

17. April 1945. Þriðjudagur(Kl.) 10 Hos Þ. Sch. m/Forslag til Himnaríkis-rekstur.

18. April 1945. Miðvikudagur(Kl.) 3½ - 5 Elías Halldorsson hér um Himnariki.

19. April 1945. Fimmtudagur(Kl.) 2½ - 3 Hjá Ól. Lárusson um Himnariki.

(Kl.) 3½ - 4½ I Himnariki til Caffe. Ca. 40 – 50 þar.

22. April 1945. SunnudagurHåkansen kom med Fotos fra Himnariki.

18. Mai 1945. Föstudagur(Kl.) . – 4 I Himnariki i fyrsta skifti til Caffe.

19. Mai 1945. Laugardagur(Kl.) 3 - 4 I Himnariki til Caffe.

2 Juni 1945. Laugardagur(Kl.) 3½ - 4½ I Himnariki. Fáir Gestir.

16. september1945: „Þórður Edilonsson, afmæli í Himnaríki.“3

Eftir þetta er ekki minnst á Himnaríki í dagbókum Carls Olsen.

Ekkert er að finna um Háaloft né Himnaríki í dagbók-um Carls Olsen fyrr en 1945.

Hvað þýddi „Himnaríki“ í dagbókum Carls? Svo er að sjá sem kaffistofuhúsnæðið í risi hússins að Austurstræti 16 hafi gengið undir nafninu Himnaríki meðan það var á undirbúningsstigi og meðan verið var að innrétta kaffistof-una. Eftir það virðist nafnið Himnaríki hafa lagst af og hús-næðið hafa gengið undir nafninu Háaloftið.

Reisugildið 18. mars 1945. Takið eftir blýhólknum!

Page 18: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

18 FRÍMÚRARINN

Reisugildið 18. mars 1945. Verndari Himnaríkis

Í áðurnefndri frásögn Óskars Gíslasonar er mynd sem sýnir þrjátíu nafngreinda bræður á Háaloftinu í Aust-urstræti 16. Fremri röðin situr við borð með kaffiboll-um.4 Fremstir á myndinni talið frá hægri eru Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, Carl Olsen og Þórarinn Guð-mundsson (1896–1979. I° 1923, X°1960, Hm. R. 1963), fræg-ur fiðluleikari. Svo virðist sem Þórarinn sé að rétta Carli eitthvað sem gæti verið bók og sæi þá í kjöl bókarinnar.

Blýhólkurinn. Kvæðið. Vísnaskýringar. Stakan. Höfundar?

Í janúar 2014 fannst í skjalasafni Reglunnar blýhólkur, opinn í báða enda. Við nákvæman samanburð á blýhólknum og myndinni frá reisugildinu er augljóst að Þórarinn Guð-mundsson og Carl Olsen halda báðir í hlut sem er nákvæm-lega eins og þessi blýhólkur.

Í blýhólknum var vélritað (fjölritað) pappírsblað og á því kvæði, sex vísur. Það má syngja undir sama lagi og vís-urnar „Það var einu sinni kerling og hún hét Pálína“ og „Það var einu sinni strákur sem átti lítinn bíl“. Ekki hefur hafst upp á höfundi kvæðisins þrátt fyrir mikla leit. Kvæð-ið hljóðar svo:

Það var einu sinni maður sem að keypti litla lóð,litla lóð, lóð, lóð, sem að þótti nokkuð góð,og þessi litla lóð, hún er þar sem Godthaab stóð,þar sem Godthaab, Godthaab, Godthaab gamla stóð.

Nathan & Olsen húsið.

Og þessi sami maður, hann hérna reisti höll, reisti höll, höll, höll, því að hann er sjálfur tröll,við ættum líka að muna það allir – eða öll,já, já, öll, öll, öll það, að enn má flytja fjöll.

Svo keypti húsið maður, sem að átti ekki neitt,ekki neitt, neitt, neitt, nema apótekið eitt,en enginn skildi hvernig eða hversu það var greitt,hversu greitt, greitt, greitt, en það gerir ekki neitt.

Hve hæðir voru margar í því húsi vissi ei neinn,ekki neinn, neinn, neinn, fyr en kom þar danskur sveinn, og hann lét okkur vita – og var nú ekki seinn,ekki seinn, seinn, seinn, og hann stóð hér beinn sem teinn.

Hann fann nú þessa hæð, sem við erum núna á,erum á, á, á, og því honum þakka má, hann sagði líka altaf: „Je e altid að að gá,að að gá, gá, gá, og reyne meire Plads að fá.“

Nú komið er í stand, sem var áður auðn og tóm, auðn og tóm, tóm, tóm, nema apóteksins gróm,en sníkjulaust fær enginn hlotið himnaríkis blóm,hi- hi- himna- himna- himnaríkis blóm.

Vísnaskýringar

Fyrsta vísa: ,,... þar sem gamla Godthaab stóð”Thor Jensen rak verslunina Godthaab á horni Pósthús-

strætis og Austurstrætis. Godthaab brann í miðbæjar-brunanum mikla 1915.

Önnur vísa: ,,... hann hérna reisti höll”Fritz Nathan og Carl Olsen fengu lóðina þar sem

Godthaab hafði staðið. Þeir reistu þar stórhýsi, Nathan & Olsen húsið. Að hallarsmiðurinn er hér kallaður tröll gæti vísað til þess að Carl Olsen var lágvaxinn.

Þriðja vísa: ,,svo keypti húsið maður“Þorsteinn Scheving Thorsteinsson (1886–1971), lyf-

sali í Reykjavíkurapóteki, keypti Nathan & Olsen húsið og flutti Reykjavíkur Apótek þangað árið 1930. Þorsteinn var mjög virkur í Reglunni og studdi starf hennar á ýms-an hátt, meðal annars með því að hýsa alla frímúrarastarf-semi í Reykjavík þar til húsnæði Reglunnar við Borgartún var tekið í notkun árið 1951. Hann gekk í Regluna 1921 og varð R&K 1951.

Fjórða og fimmta vísa:Danski sveinninn er Frantz Hákansson bakarameistari

(1880 - 1946. I° 1927, VIII° 1946), sbr. frásögn í 50 ára af-mælisriti Reglunnar. Frantz er fimmti maður frá hægri í fremri röð á mynd 2.

Sjötta vísa: „... apóteksins gróm“Húsnæðið hafði verið notað sem geymslur fyrir Reykja-

víkur Apótek.

,,sníkjulaust“Engin leiga var greidd fyrir Háaloftið. Bræður gáfu fé,

efni og vinnu til að innrétta og útbúa kaffistofuna.

Page 19: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 19

,,himnaríkis blóm“Kaffistofan hafði gengið undir nafninu ,,Himnaríki“

meðan undirbúningur og framkvæmdir stóðu yfir.

Á blaðinu er auk vélritaða kvæðisins þessi handskrif-aða staka:

,,Ársæll er alltaf glaðurandlega nokkuð stórþíður og lítil-láturLíkt og hann Villi Þór.”

Ekki er sama rithönd á fyrra parti og botni og höfund-ar vísunnar því líklega tveir, báðir óþekktir. ,,Ársæll“ í vís-unni er áreiðanlega Ársæll Árnason, bókbindari og bóka-útgefandi (1886–1961. I° 1920, VIII° 1961). Vísan hefði haft öflugra rím (verið víxlrímuð) ef fyrsta lína hefði ver-ið ,,Ársæll er alltaf kátur“. Kjörorð Ársæls í Reglunni var „Glaður á hverju sem gengur“. Ársæll er fimmti maður frá vinstri í aftari röð á mynd 2.

Starfsemi kaffistofunnar

Með bréfi 5. apríl 1945 buðu stofnendur ,,Frímúrara-stúkunum í Reykjavík” að taka við húsnæðinu til afnota. Í bréfinu segir að þeir bræður sem stóðu að því að koma upp þessu húsnæði muni stofna með sér félag sem taki að sér rekstur húsnæðisins. Stofnendur ábyrgjast hallalausan rekstur þannig að fjárhagur og reikningshald verði í hönd-um þessa félags og algerlega aðskilinn frá öðrum rekstri Reglunnar. Þessu tilboði var tekið, samanber hér ofar dag-bók Carls Olsen 14. apríl 1945.

Kaffistofa frímúrara í Austurstræti 16 var starfrækt til 1951. Engin formleg starfsemi af þessu tagi var síðan fyrr en 1984 þegar núverandi bræðrastofa var opnuð.

Niðurstöður

Meðan bræðurnir unnu að því að koma upp langþráðri kaffistofu á háaloftinu í Austurstræti 16 hafa þeir í gamni kallað kaffistofuna Himnaríki. Það nafn lagðist svo af og var húsnæðið síðan nefnt Háaloftið. Í reisugildinu eða vígslunni 18. mars 1945 hafa menn til gamans útnefnt Carl Olsen verndara (protector) kaffistofunnar (,,Himnaríkis”) og á táknrænan hátt lagt eins konar hornstein. Þegar horn-steinn er lagður er stundum múraður inn blýhólkur með upplýsingum um bygginguna. Blýhólkurinn með kvæðinu og stökunni ber þess engin merki að hafa verið múraður inn.

Öruggt má telja að í reisugildinu hafi bræðurnir sung-ið blýhólkskvæðið við undirleik fiðlusnillingsins Þórarins Guðmundssonar og blýhólkurinn verið afhentur Carl Ol-sen, verndara Himnaríkis.

Tilvísanir:

1) Einkaskjalasafn nr. 418.2) Br. Karl Guðmundsson R&K: Húsakynni frímúrarastúknanna í

Reykjavík fyrstu starfsárin, 1918–1951. Í skjalasafni Reglunnar.3) Br. Þórður Edilonsson lést 14. september 1941. Hann hefði orðið sjö-

tugur 16. september 1945.4) Í áður nefndri frásögn Óskars Gíslasonar, sem prentuð er í þrígang,

segir: ,,Þorsteinn Scheving kom með tvo þriggja álna ljósastjaka frá konu sinni, ...“ Hvort sem kertastjakar væru þrjár álnir á breidd eða hæð, væru þeir stærðarinnar vegna óhentugir í jafn þröngum húsa-kynnum og háaloftið var. Armar kertastjaka eru einnig nefndir álm-ur. Á mynd nr. 2 sjást tveir kertastjakar á borðum. Að minnsta kosti annar er þriggja arma eða álma. Hinn stjakinn sést ekki allur, en hefur þó greinilega fleiri en eina álmu. Líklegast hefur orðið prent-villa í áður nefndri frásögn og kertastjakarnir hafa aldrei mælst þrjár álnir, heldur verið þriggja álma, þríarma.

5) Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.

Verslunin Godthaab.5 Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson

Page 20: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

20 FRÍMÚRARINN

Geir R. Tómasson, br. í Eddu og tann-læknir, varð 99 ára 23. júní sl. Geir fagnaði tímamótunum með veislu í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar og sáu konur úr söfnuðinum um kaffi-veitingar í veislunni. Veislustjóri var sr. Hjálmar Jónsson og sr. Þórir Step-hensen, R&K, ávarpaði afmælisbarn-ið og var gerður góður rómur að ræðu sr. Þóris. Þá svaraði Geir fyrir sig með eftirminnilegri ræðu.

Geir R. Tómasson 99 ára

Sigurður Örn Einarsson, fyrrv. SMR, fagnaði áttræðisafmæli sínu í sum-ar. Fjölmargir óskuðu Sigurði Erni til hamingju með áfangann, en hann tók þá ákvörðun að fagna ekki með stórri veislu, heldur boðaði hann þess í stað stórfjölskyldu sína til golfmóts, sem gekk í alla staði vel.

Kristinn Guðmundsson, R&K, ásamt Boga Magnússyni, heimsóttu Sigurð Örn og Sigrúnu Margréti Ragnarsdóttur, eiginkonu hans, á af-mælisdaginn og færðu honum blóm og afmæliskveðju frá SMR, Vali Vals-syni, og heillaóskir frá öllum bræðr-um.

Sigurður Örn Einars-son, fv. SMR, 80 ára

Hjónin Sigrún Margrét Ragnarsdóttir og Sigurður Örn Einarsson.

Afmælisbarnið Geir R. Tómasson, ásamt hjónunum Lilju Bolladóttur og Vali Valssyni.

Page 21: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 21

Frá Ljósmyndasafninu

Stofnfundur St. Jóh.stúkunnar Njálu á Ísafirði árið 1953.

Bræður úr fræðslustúkunni Njálu ásamt eiginkonum sínum árið 1928. Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Helgi Ketilsson, Jón Eðvald, Sigurgeir Sigurðsson, Grunntvig (?), Helgi Guðbjartsson og Tryggvi Jóakimsson. Í aftari röð eru: Rannveig Tómasdóttir, Sigrún Eðvald, Lára Tómasdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Gerda Simson og Sigrún Júlíus-dóttir.

Gamlar myndir frá Ísafirði

Page 22: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

22 FRÍMÚRARINN

Velkominn í Frímúrararegluna, kæri bróðir.Þessi ævaforna og sögufræga Regla er

stærsta bræðralag í veröldinni. Þú ert nú mikil-vægur hluti af sögu hennar og munt móta fram-tíð hennar með starfi þínu og iðni. Í gegnum tíðina hafa konungar og forsetar, frægir tónlist-armenn og leikarar stigið sömu spor og þú. En undir þaki Frímúrarareglunnar skiptir staða þín í þjóðfélaginu, auður og frægð ekki máli. Þar erum við allir bræður, og jafnir að verðleik-um. Það sem sameinar okkur er einlægur áhugi á mannrækt, og skilningurinn á því að áhrifarík-asta leiðin til þess að bæta samfélagið, og þannig heiminn sem við lifum í, er að byrja á að bæta okkur sjálfa á skipulegan hátt. Velkominn til þeirra starfa.

Þegar við sem nýir bræður tökum til starfa í Frímúrarareglunni, blasir við okkar framandi heimur. Fyrir okkur hafa verið opnaðar leynd-ar dyr inn í veröld sem hulin er hinum ytri heimi. Margt óvænt blasir við, og ótalmörgum spurn-ingum er ósvarað.

Af hverju gerðist þú frímúrari? Ástæðurnar sem við höfum til þess eru fjölmargar og misjafn-ar, sem og væntingar okkar til starfsins. En fyrst

og fremst komum við inn af sjálfsdáðum, með okkar eigin áherslur og áhugamál. Sem við sjálfir.

Kannski vildir þú tengjast öðrum mönnum sem stunda mannrækt. Kannski hefurðu áhuga á söguarfi Reglunnar. Kannski vildirðu láta gott af þér leiða svo að lítið bæri á. Vonandi áttu vini eða ættingja sem eru frímúrarar, og lítur upp til þeirra sem fyrirmynda sem vert er að líkjast.

Það sem bíður þín, innan þess heims sem þér hefur nú verið opinberaður, er skipulagt og öfl-ugt mannræktarstarf að fornum sið. Það er ekki auðvelt starf. Þess vegna kjósum við að sinna því með bræðrum okkar sem eru sama sinnis og vilja feta sama veg í áttina að því að verða eins góðir menn og þeir hafa í sér að geta orðið. Ekki betri en aðrir menn, betri en þeir voru áður en þeir gengu í Regluna, með aðstoð bræðra sinna og þeirra áhalda sem okkur eru færð til starfsins. Við höfum þeirri skyldu að gegna, ekki aðeins gagnvart okkur sjálfum, heldur einnig til sam-félags okkar, að skila heiminum sem við búum í betur af okkur en við komum að honum. Hvernig í ósköpunum tekur maður á slíku verkefni, sem heita má að sé nánast ómögulegt? Jú við byrjum á því að bæta okkur sjálfa.

Þú ert velkominn og við fögnum þér í hóp okkar

Page 23: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 23

Við trúum því að manngæska og miskunnsemi séu með allra mikilvægustu dyggðum mannsins. Við trúum á virðingu fyrir lífi, og miskunnsemi gagnvart þeim sem minna mega sín. Við viljum heilshugar breyta rétt við annað fólk í sátt við samvisku okkar.

Við vitum líka að freistingar og lestir bíða okkar allstaðar, en að þegar við gerum dyggð-ir að hornsteini tilveru okkar, reynist okkur auð-veldara að standast freistingar og breyta rétt. Mannræktarstarfið okkar gengur út á að sýna okkur möguleikana og tækifærin sem við höfum til að ástunda manngæsku og dyggðir.

Mannrækt er kannski eitthvað sem erfitt er að keppa í, enda ekki neinn áþreifanlegur mæli-kvarði á velgengni okkar annar en það sem við sjálfir og fólkið í kringum okkur verður áskynja með framfarir okkar.

Þó að margir bræður þínir hafi stundað frí-múrarastarf í miklu lengri tíma og séu lengra komnir í vegferð sinni, máttu aldrei gleyma mik-ilvægi þínu sem nýjasta hlekknum í bræðrakeðju frímúrara. Þú ert ekkert minna en framtíð frí-múrarastarfs á Íslandi. Því fylgir mikið traust, en samfara því mikil ábyrgð, því engin keðja

er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Vertu því iðinn við starfið og stundaðu það heilshugar. Hafðu það í huga að frímúrarastarfið á það sam-eiginlegt með íþróttaiðkun og námi, að þú tek-ur út úr því í réttu hlutfalli við vinnuna sem þú leggur í það. Þú uppskerð eins og þú sáir.

Kynnstu bræðrum þínum, lærðu hvern mann þeir hafa að geyma og sýndu þeim hver þú ert. Veittu fundum stúkunnar þinnar styrk með nær-veru þinni. Notaðu starfið til þess að hvílast frá daglegu amstri og einbeita þér að sjálfum þér. Stúkan þín er vin í eyðimörkinni, við förum í ræktina til að styrkja líkama okkar, í stúkuna förum við til þess að þjálfa siðferðisþrek okkar.

Vertu fróðleiksfús. Leitaðu þér allrar þeirrar þekkingar sem þú getur höndum komið yfir.

Með því að starfa ötullega og í einlægni get-ur þú til fulls notið styrksins sem felst í því að til-heyra stærsta bræðralagi veraldar. Og hversu framandi sem þessi heimur má sýnast þér í fyrstu, mundu alltaf að þú ert velkominn og að við fögnum þér í hóp okkar.

Pétur S. Jónsson

Mímisbræður á flugvellinum á Egilisstöðum. Vökubræður á Egilsstöðum buðu þá sannarlega velkomna.Ljósmynd: Bjarni Ómar Guðmundsson

Page 24: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

24 FRÍMÚRARINN

Munir frá Minjasafni

Hin gamla sýningarskrá sem br. Sveinn Kaaber skráði á fyrstu árum Minjasafns Reglunnar er afar merki-legt rit, ætti jafnvel að teljast einn safngripanna. Í skránni er gerð grein fyrir um 500 gripum, sem í dag er vissulega aðeins lítill hluti þess sem safnið geymir.

Stundum er í safnskránni miðlað almennum fróðleik, sem aðeins laus-lega tengist þeim safngrip sem greint er frá. Þannig er t.d. um safngrip nr. 20 í skránni. Um hann segir svo:

„20. Frímúraraglas Magnúsar Sig-urðssonar bankastj. Gekk í Z. & F. 1909. Einn af stofnendum Eddu. Glas-ið er frá árunum 1920-30.“

Meira er eiginlega ekki um sjálf-an gripinn, en þó fær safngripur nr. 20 fullar tvær síður í skránni. Frímúrara-glas Magnúsar Sigurðssonar banka-stjóra hefur nefnilega orðið br. Sveini Kaaber tilefni til að setja á blað eink-ar fróðlega og skemmtilega frásögn af fornum drykkjusiðum Frímúrara. Við skulum grípa hér niður í frásögnina á nokkrum stöðum og rétt er að benda á að þetta er skrifað á þeim tíma þegar enn ríkti algjört áfengisbann í Banda-ríkjunum.

Ef þeir urðu fullir voru þeir sektaðir

Hér er fyrst athyglisverð frásögn um upphaf nútíma frímúrarastarfs: „Drykkjusiðir frímúrara hafa smá saman þróast innan Reglunnar og við höfum varðveitt þá frá ómunatíð. Þeir virðast vera svipaðir í hinum ýmsu regluumdæmum. Frímúrarastarf-ið hófst í þeirri mynd sem við þekkj-um það, á veitingahúsum í London og víðar, og á þeim tímum þegar menn borðuðu mikið og drukku fast. Borð-siðir voru þá yfirleitt hátíðlegri en nú

Um drykkjusiði frímúrara fyrr á tíð

Þegar menn borðuðu mikið og drukku fast

tíðkast. Öl og vín var daglega haft um hönd.

Það sem einkennir drykkjusiði frí-múrara nú á tímum er að þeir drekka lítið, en þó drekka þeir ótal minni að fornum sið og með talsverðum gaura-

gangi. Jafnvel til forna var ætlast til þess að bræðurnir væru hófsamir. Ef þeir urðu fullir voru þeir sektaðir. Þá höfðu bræðurnir vín um hönd inni í stúkusalnum. Það sést greinilega á gömlum myndum, að púnsið var hitað

Frímúraraglas Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra. Ljósmynd: Guðmundur Viðarsson

Page 25: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 25

inni í salnum meðan siðaathöfnin fór fram. Sennilega hafa bræðurnir ekki haft sérstakan borðsal svo allt varð að fara fram á sama stað.“

Hvernig bræður auðsýndu hver öðrum miskunnsemi við þessar að-stæður virðist hafa breyst á síðari tím-um, jafnvel horfið alfarið:

„Ef múrari kom á veitingahús þar sem hann var ókunnugur og félítill og setti glas sitt á borðið á hvolf tvisv-ar eða þrisvar, og ef einhver annar múrari var viðstaddur þá sagði hann: „Drekkið, ég ábyrgist yður,“ og borg-aði reikninginn fyrir gestinn.“

Brotnir stólar og rúður

Eftirfarandi gefur til kynna að frí-múrarastarfið hafi að einhverju leyti á stundum orðið keimlíkt þeim sam-komum sem á síðari tímum hafa frem-ur verið kenndar við réttir eða vertíð-arlok:

„Í hinum gömlu stúkum hefur stundum gengið mikið á og verið glatt á hjalla, því í gömlum ritningum má sjá að stúkan varð að greiða fyrir brotna stóla og mölvaðar rúður. Það var al-gengt að einhver bróðir gaf stúkunni púnsbollu sem bræðurnir drukku á

fundinum eða á eftir. Ef til vill höfum við ekki, þótt við séum hófsamari nú, algerlega losað okkur við áhrif knæp-unnar. Í Danmörku geta bræðurn-ir fengið öl og „snaps“ með matnum og koníak með kaffinu á venjulegum fundum. Í Þýskalandi setjast bræð-urnir eftir bróðurmáltíðina inn í öl-stofu þar sem þeir geta pantað sér það sem þeir vilja. Samt ber ekki á ölv-un þar. Hins vegar er lagt blátt bann við því að hafa vín um hönd í stúkum í Bandaríkjunum og liggja við því þung-ar refsingar.“

Sérlega sterk og þung glös

Hvers vegna stunda frímúrar-ar það að lemja glösum sínum fast í borðið eftir að hafa drukkið skál? Br. Sveinn Kaaber segir frá: „Í gamla daga voru glösin stundum brotin þeg-ar búið var að drekka úr þeim hátíð-lega skál til þess að vanhelga þau ekki á eftir. Seinna þótti nægja, sennilega hefur það verið sparnaðarráðstöfun, að slá þeim fast í borðið. Þá var far-ið að framleiða sérstaklega sterk og þung glös handa frímúrurum.“

Á Íslandi á frímúrarastarf sér skemmri sögu en í öðrum vestræn-

um löndum. Í sýningarskránni er þess getið hvenær fyrstu upplýsingar komu fram, sem á einhvern hátt gætu varð-að starfið, en ekki er þó greint nánar frá: „Elsta tilvitnun um frímúrara sem fundist hefur hér á landi er frá byrjun 19. aldar. Þess er getið í gömlum rétt-arskjölum frá 1810 að maður nokkur var ákærður fyrir að hafa barið konu sína í höfuðið með frímúraraglasi.“

Eftir alla þessa slarksögu er lík-ast til við hæfi að viðhafa varnaðarorð: „Það liggur í augum uppi að bræðurnir þola ekki að skála í botn þegar drukkin er þreföld skál tuttugu sinnum. Sop-arnir mega ekki vera stórir svo við þurfum ekki að endurnýja borðbúnað-inn, húsgögnin og rúðurnar, eða óttast að borðhaldið verði alltof fjörugt. Sem betur fer kemur það sjaldan fyrir að nokkur bróðir drekki of mikið og verði sér til skammar hér.“

Frásögn br. Sveins Kaaber er all-miklu ítarlegri en það sem hér er haft eftir og er ástæða til að hvetja bræð-ur til að koma við á Minjasafninu og kynna sér hana. Ekki síður að kynna sér fjölda annarra skemmtilegra og fróðlegra umsagna um safngripi, að ótöldum gripunum sjálfum.

Page 26: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

26 FRÍMÚRARINN

Fræðaráð var sett á stofn á Stórhá-tíð 23. mars 1996. Lög Frímúrararegl-unnar voru endurskoðuð og þannig gefin út 1995, en þau voru að stofni til lög Frímúrarareglunnar sem tóku gildi við stofnun hennar 1951. Ein helsta breytingin fólst í því að ráðum Reglunnar var fjölgað um eitt, þegar Fræðaráð bættist við.

Í Grundvallarskipan Reglunn-ar, Fyrstu bók, segir að Yfirarkitekt Reglunnar (YAR) skuli vera oddviti Fræðaráðs og Yngri Stór-Stólvörður varaoddviti. Stórmeistari Reglunnar skipar í Fræðaráð og nefndir stofnana þess.

„Meginverkefni Fræðaráðs strax í upphafi var að útvega og dreifa al-mennum upplýsingum um Regluna og um siði hennar og fræði innan Regl-unnar og utan, eftir því sem við á skv. ákvörðunum SMR. Þetta verkefni hefur auðvitað tekið breytingum frá því ráðið var stofnað, þróast og mót-ast um leið og skipulag Fræðaráðs og stofnana þess hefur tekið breyting-um,“ segir Pétur K. Esrason, oddviti ráðsins.

Fyrstu stofnanir Fræðaráðs

Í byrjun voru stofnanir Fræðaráðs þessar:

Fræðslunefnd um Frímúrararegluna,Skjalasafn Reglunnar,Bókasafn Reglunnar,Minjasafn Reglunnar.Þá tilheyrðu ritstjórn félagatals og

tímarits Reglunnar starfsemi Fræða-ráðs frá byrjun, þótt enn liðu nokk-ur ár þar til útgáfa tímaritsins hæfist. Nú hefur Ljósmyndasafn Reglunnar bæst við og heimasíða Reglunnar, en unnið er að flutningi félagatalsins til skrifstofu Reglunnar.

Innan Fræðaráðs var hafin vinna við framtíðarstefnumótun. „Það starf hafði staðið yfir í tvö ár og afrakstur-inn orðinn allnokkur. Hann var síðan afhentur SMR þegar hann lét hefja stefnumótunarvinnu fyrir Regluna í heild og ég trúi að starfið sem þar var unnið hjá Fræðaráði hafi komið

Fræðaráð Frímúrara-reglunnar á Íslandi

að góðum notum við stefnumótunina,“ segir Pétur.

Aðalmarkmið

Í stefnumótun SMR til næstu 10 ára eru sett fjögur markmið:• Að bræðrahópurinn haldi áfram að

stækka.• Að auka virkni og áhuga bræðra.• Að styrkja innbyrðis kynni

bræðra.• Að mæta breyttum aðstæðum í

fjölskyldulífi bræðra „Upplýsingagjöf og fræðsla, sem

eru meginverkefni Fræðaráðs, geta stutt við öll þessi markmið og stofnan-ir þess eru vel til þess fallnar að vinna að þeim.

Um leið og Fræðaráð vinnur að því verkefni sínu að fræða og dreifa upp-lýsingum, þarf ekki síður að bregð-ast við þróun og breyttum aðstæð-um í starfi Reglunnar. Þannig hefur Fræðaráð fjallað um þá staðreynd að dregið hefur úr aðsókn nýrra bræðra í Regluna undanfarin ár og eins hafa bræður dregið úr ástundun starfsins og í mörgum tilfellum nánast horf-ið úr starfseminni. Hvort tveggja er áhyggjuefni og kallar á aðgerðir.

Á hinn bóginn má benda á að í Reglunni eru margir eldri bræður sem hættir eru störfum í hinum ytra heimi og geta vel hugsað sér að vinna nokkra tíma í viku fyrir Regluna. Virkja má þessa bræður til þess að auka þjón-ustu Reglunnar við bræður án þess að auka tilkostnað. Flestir nýir bræður eru fjölskyldufólk með konu og börn og bæði hjónin eru útivinnandi. Þar af leiðandi er tími til félagslífs takmark-aður og þarf að nýta hann vel. Þáttur makans í ráðstöfun hans vegur þungt, þarna geta hagsmunir yngri og eldri bræðra unnið saman.

Verkefni Fræðaráðs eru því ærin og engar líkur á að ráðsmenn þurfi að leita að einhverju til að hafa fyrir stafni,“ segir oddviti ráðsins og vísar þá til þess að stöðugt er unnið að betr-umbótum á aðstöðu stofnana ráðsins eftir því sem efni leyfa, starfshættir

taka breytingum, skipulag þeirra og verksvið. Allt er þetta breytingum háð og þarf að gæta þess að stofnan-irnar þróist eðlilega og í samræmi við þörf bræðranna og heill Reglunnar.

Þá má nefna að Fræðaráð sendir á ári hverju R&K með fræðsluerindi í allar stúkur á landinu og hefur svo verið lengi.

Einnig heldur Fræðaráð árlega ör-yggisnámskeið þar sem farið er yfir flóttaleiðir úr húsinu og fyrstu hjálp.

Varaoddviti fræðaráðs, Hst.uppl. br. Guðmundur Guðmundsson R&K, hefur yfirumsjón með þessum liðum.

Hér á eftir er fjallað um helstu stofnanir Fræðaráðs og verkefni þeirra.

Fræðslunefnd

Verkefni nefndarinnar er í meg-inatriðum tvíþætt. Annars vegar að standa fyrir reglulegum fræðslu-þingum á Jóhannesar-, Andrésar- og Kapitulastigum, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni svo og fræðslufund-um sem sérstaklega höfða til bræðra og maka þeirra á hverjum tíma. Hins vegar að standa að útgáfu á erindum sem flutt eru á vegum nefndarinnar til dreifingar á bókasöfn Reglunnar svo og að láta þýða og gefa út á íslensku valið stigbundið efni sem ætlað er til fræðslu fyrir bræður á hinum ýmsu stigum. Stefnt er að því að gefa út nýtt þýtt efni fyrir öll stig Reglunnar fyrir árslok 2016. Auk þessa stendur Fræðslunefnd fyrir framsagnarnám-skeiðum fyrir áhugasama bræður.

Bókasafn Reglunnar

Bókasafnið ber ábyrgð á skipu-lagningu og vörslu bókasafna og veitir bókasöfnum einstakra stúkna ráðgjöf við stofnun, rekstur og upp-byggingu bókasafna. Mikill áhugi er innan Fræðaráðs og meðal bókavarða að hefja endurbætur á aðstöðu bóka-safnsins í Regluheimilinu í Reykjavík, safnið verði stækkað og lesaðstaða bræðra bætt og rými í núverandi kaffistofu nýtt til þess. Sérstaklega

Page 27: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 27

Pétur K. Esrason, YAR, oddviti Fræðaráðs.Ljósmyndari: Bjarni Ómar Guðmundsson

verði hugað að aðstöðu fyrir bræður sem eru að vinna fyrirlestra, erindi, þýðingar, rannsóknir og annað sem er ætlað til dreifingar til bræðra. Meðal helstu verkefna framundan er að bæta aðgengi að efni safnsins með nýtingu á nýjustu tækni, að ljúka heildarskrán-ingu á bókaeign Reglunnar og skönn-un erinda. Markmið er að hafa bóka-safnið lengur opið, en nú eru lesfundir fjórir í viku á starfsárinu.

Minjasafn Reglunnar

Minjasafnið ábyrgist skipulag, vörslu og viðhald minjasafns, og veit-ir minjasöfnum einstakra stúkna ráð-gjöf við stofnun, rekstur og uppbygg-ingu minjasafna. Safnið varðveitir og hefur til sýnis muni sem því ber-ast og hafa sögulegt eða listrænt gildi fyrir Regluna. Nú stendur yfir í sam-vinnu við ljósmyndasafn myndataka af öllum munum safnsins og skráning þeirra um allt land. Minjasafnið skipu-leggur varðveislu á skjöldum látinna bræðra. Safninu er ætlað að halda til haga öllum munum og minjum sem tilheyra Frímúrarareglunni á Íslandi eða tengist sögu hennar og starfi á einhvern hátt.

Ljósmyndasafn Reglunnar

Ljósmyndasafnið á að varðveita allar ljósmyndir í eigu Reglunnar, skrá þær og varðveita, einnig kvikmynd-ir, myndbönd, hljóðbönd og annað lif-andi efni á öðru formi (t.d. stafrænar upptökur). Skipulag ljósmyndasafns er enn í mótun og er unnið að því með það í huga að bæta aðgengi bræðra að efni safnsins, móta reglur um mynda-tökur, útgáfu efnis, sýningar og loks er brýnt að móta reglur um höfund-arrétt og afnotarétt af ljósmyndum í samráði við ljósmyndara.

Skjalasafn Reglunnar

Skjalasafnið ábyrgist skipulagn-ingu og vörslu skjala og nýtingu safns-ins. Skjalasafnið veitir skjalasöfnum einstakra stúkna ráðgjöf við stofn-

un, rekstur og uppbyggingu skjala-safna. Skjalasafnið hefur yfirumsjón með varðveislu allra skjala sem með tímanum eiga heima í safninu en eru tímabundið varðveitt í stúkuhúsum Reglunnar. Meðal helstu verkefna Skjalasafns Reglunnar á næstunni er endurröðun skjala stúkunnar Eddu, röðun eldri leiðarbréfa og færsla raf-rænna skjala í miðlægan gagnagrunn. Þá er brýnt að huga að framtíðarhús-næði safnsins.

Tímarit Reglunnar

Frímúrarinn er tímarit Reglunn-ar og kom fyrst út 2005. Blaðið kem-ur út tvisvar á ári. Blaðið skapar vett-vang fyrir margþætt kynningar- og fræðslustarf um málefni tengd Frí-múrarareglunni á Íslandi og í heimin-um almennt. Blaðið er jafnframt hugs-að fyrir almenning. Gert er ráð fyrir að útgáfa blaðsins verði áfram innan þess fjárhagslega ramma sem því var sett-ur í upphafi, að útgáfan standi undir sér sjálf. Fyrirsjáanlegt er að miðlun

efnis til bræðra fari í meiri mæli yfir á netið þar sem hægt er að birta lengra og ítarlegra efni, en efni í styttri út-gáfu komi út á prenti.

Heimasíða Reglunnar

Heimasíðan hefur það hlutverk að miðla til almennings, væntanlegra fé-laga og bræðra almennum upplýsing-um um Regluna og atburði á vegum hennar. Einnig hefur hún það hlut-verk á innri vef að efla upplýsinga-gjöf til starfsfólks, embættismanna og bræðra, flýta fyrir skýrslugjöf og bæta ferla við skráningu nýrra bræðra, skrá stigtökur, fundasókn, upplýsingar um innsækjendur og inn-töku nýrra bræðra svo það helsta sé nefnt. Mikil vinna er framundan við þróun heimasíðunnar, jafnt hinnar al-mennu ytri síðu sem og innri vef sem er aðeins aðgengilegur með lykilorð-um. Markmiðið er m.a. að nýta sem best þá möguleika sem upplýsinga-tæknin býður upp á.

Oddvitar FræðaráðsPétur Kjartan Esrason 2010 –

Gunnlaugur Claessen 2008 – 2010

Einar Einarsson 2005 – 2008

Þorsteinn Sv. Stefánsson 2003 – 2005

Jón Sigurðsson 1997 – 2003

Jón H. Bergs 1996 – 1997

Page 28: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

28 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 10 ára

Innan Frímúrarareglunnar þótti það töluverðum tíðindum sæta þegar haf-in var útgáfa á tímaritinu Frímúrar-inn sem dreift var til allra bræðra í Reglunni. Fyrsta tölublaðið kom út í desember árið 2005 og var á forsíðu þess mynd af Sigurði Erni Einarssyni, þáverandi SMR og í blaðinu var ítar-legt viðtal við hann þar sem fjallað var um reglustarfið, en allt frá því að Sigurður tók við embætti SMR hafði hann beitt sér fyrir ýmsum nýjung-um innan Reglunnar og þá ekki síst á því sviði að gera hana sýnilegri út á við og upplýsa fólk um meginkjarna starfsins. Það var líka Sigurður Örn sem átti frumkvæðið að því að útgáfa Frímúrarans hófst en hún hefur síð-an verið fastur liður í starfi Reglunn-ar. Í tilefni af 10 ára afmæli blaðsins var Sigurður spurður að því hver hefði verið meginástæðan fyrir því að lagt var í útgáfu þess:

„Mín fyrsta og fremsta hugs-un með útgáfu blaðs var að koma á framfæri upplýsingum og fræðslu til

bræðranna, nokkuð sem mér fannst vanta, en jafnframt lagði ég áherslu á að efni blaðsins væri þannig að það gæti komið fyrir augu almennings. Því er ekki að neita að ég hafði kynnst blöðum Reglunnar á hinum Norður-löndunum og víðar og hafði það vissu-lega áhrif á hugmyndir mínar.

Ég lagði áherslu á að blaðið stæði fjárhagslega undir sér og að því yrði dreift ókeypis til bræðranna. Að sjálf-sögðu ræddi ég þessar hugmyndir mína við bræður í Æðsta ráði Regl-unnar. Þar voru, eins og vænta mátti, skiptar skoðanir – ekki um hvort rétt væri að gefa út blaðið, heldur um efni þess.“

– Þegar litið er til þess áratugar sem blaðið hefur komið út; hvernig finnst þér að hafi til tekist?

„Mér hefur fundist vel til takast og þróunin hafa verið góð. Blaðið er orð-ið stærra en ég gerði mér í hugarlund að það yrði nokkurn tímann, efnið er fjölbreytt og ég heyri ekki annað en að bræður kunni að meta það. Auk þess

held ég að það sé góður málsvari okk-ar utan Reglunnar.“

– Nú hafa orðið miklar breyting-ar á hvers konar miðlum á síðustu árum. Mun Frímúrarinn halda gildi sínu?

„Ég geri ráð fyrir að í dag séu skipt-ar skoðanir um nauðsyn málgagns, sérstaklega ef horft er til rafrænn-ar miðlunar upplýsinga en mér finnst þetta vera góður vettvangur. Það er allt annað að fá blað í hendurnar, svart á hvítu, ef svo má að orði komast, geta tekið það upp aftur og aftur, flett upp og skoðað. Þetta finnst mér þrátt fyr-ir að ég hafi sæmilega þekkingu til að nýta mér tölvutækni og margmiðlun.“

Og að lokum hafði Sigurður Örn eftirfarandi að segja:

„Ég færi blaðinu og Reglunni ham-ingjuóskir í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að útgáfa þess hófst. Ég vona að það eigi áfram eftir að verða góður vettvangur til upplýsinga fyrir bræðurna.“

Steinar J. Lúðvíksson

Markmiðið var að koma upp-lýsingum og fræðslu á framfæriViðtal við Sigurð Örn Einarsson, fv. Stórmeistara Frímúrarareglunnar

Sigurður Örn Einarsson á heimili sínu. Ljósmynd: Bjarni Ómar Guðmundsson

Page 29: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 29

„Ég held að það sé varla efamál að nú, tíu árum eftir að vegferðin með útgáfu Frímúrarans hófst, þá hafi blaðið ótví-

Frímúrarinn hefur ótví-rætt sannað gildi sittViðtal við Steinar J. Lúðvíksson, fyrsta ritstjóra blaðsins

FRÍMÚRARINN 10 ára

Steinar J. Lúðvíksson, fyrsti ritstjóri Frímúrarans, óskar blaðinu bjartrar og langrar framtíðar. Ljósmynd: Bjarni Ómar Guðmundsson

Sumarið 2005 var ákveðið að Frímúrarareglan á Íslandi hæfi útgáfu frétta-blaðs, að það héti Frímúrarinn og kæmi út tvisvar á ári. Í ritstjórnarpistli fyrsta blaðsins sagði m.a. að það væri „von ritnefndar að með tilkomu þessa blaðs [myndu] tengsl bræðranna eflast, ekki aðeins við Regluna sjálfa, heldur einnig bræðra í millum“ og að greinar yrðu skrifaðar þannig að almenning-ur allur gæti lesið blaðið. Ritstjóri var háttuppl. br. Steinar J. Lúðvíksson og gegndi hann því starfi fram á árið 2010.

rætt sannað gildi sitt,“ segir Steinar J. spurður hvort hann telji blaðið hafa staðist væntingar þeirra sem ýttu því

úr vör, en það er ekkert launungar-mál að ýmsir bræður voru upphaflega á báðum áttum um réttmæti þess að gefa út fréttablað.

„Það er orðið fastur liður í frímúr-arastarfinu – vettvangur umfjöllun-ar um félagsleg málefni og ýmislegt er varðar Regluna. Það er rétt að efa-semdarraddir heyrðust þegar ákveð-ið var að hefja útgáfu á blaðinu og var það í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Ég minn-

Page 30: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

30 FRÍMÚRARINN

ist þess að í „gamla daga“ voru áform um útgáfu fréttabréfs til bræðra en ekki varð af því þar sem á þeim tíma töldu margir bræður óæskilegt að slíkt rit kæmist í hendur þeirra sem væru ekki í Reglunni. Og þótt tímarn-ir væru breyttir var sama viðhorf uppi hjá sumum þegar útgáfa Frímúrarans var ákveðin. Þá var upprunninn sá tími að Reglan var gerð sýnilegri, þótt eftir sem áður standi það að frímúr-arar haldi ýmsu er hana varðar fyrir sig.“

Meginlínum fylgt

– Spurður um þýðingu Frímúrar-ans, bæði inn á við og út á við, seg-ir fyrsti ritstjóri blaðsins að það hafi

umfram allt þýðingu fyrir félaga í Reglunni.

„Eins og við vitum er fundar-sókn bræðra mismundi ýmissa or-saka vegna. Fyrir marga bræður sem komnir eru á efri ár eða hafa ekki að-stöðu til að mæta á fundi er Frímúr-arinn kærkominn tengiliður við Regl-una. Þar er að finna fréttir af starfinu og því helsta er Regluna varðar auk fræðandi efnis. Út á við held ég að blaðið hafi fyrst og fremst gildi með því að sýna hvað starfið er í raun og veru öflugt og vinna gegn ranghug-myndum sem sumir hafa vafalaust um reglustarfið.“

– Máltækið segir að það skuli vanda sem lengi á að standa. Nú hef-

Í fyrsta tölublaði Frímúrarans árið 2005 var viðtal við Sigurð Örn Einars-son, þáverandi Stórmeistara Frímúrarareglunnar á Íslandi.

ur blaðið verið gefið út í áratug án verulegra breytinga og má með sanni segja að það beri frumkvöðlum þess fagurt vitni.

„Vissulega er margs að minnast frá því að verið var að koma blaðinu af stað. Ég minnist þess að þegar út-gáfan var ákveðin var strax reynt að setja upp ramma um hvað ætti að vera í blaðinu og hvað ekki. Við það verk-efni naut ég aðstoðar og leiðsagnar Einars Einarssonar, sem er maður sem er einstaklega gott að vinna með. Auðvitað höfðum við bak við eyrað þær raddir sem töldu að Frímúrara-reglan ætti ekki að standa í blaðaút-gáfu og halda á lofti starfi sínu. Reynt var eftir mætti að virða sjónarmið þeirra. Þegar meginlínur höfðu verið lagðar var jafnan farið eftir þeim. Efa-semdirnar voru raunar það miklar að það var undantekning ef bræður lögðu sjálfviljugir fram efni og nær allt sem birtist í blaðinu var unnið af ritstjórn-inni. Smátt og smátt varð breyting á. Bræður fóru að senda inn greinar og hugleiðingar og þá kom auðvitað til kasta ritstjórnarinnar að velja og hafna. Ef efni var hafnað var jafnan haft samband við viðkomandi og rök-stutt hver væri forsenda höfnunar. Ég minnist þess einnig að ekki voru bræður sammála um myndbirtingar í blaðinu, t.d. hvort sjást mættu ein-kenni embættismanna og bræðra. Þar var líka snemma mótuð stefna sem haldin var meðan ég ritstýrði blaðinu og mér sýnist að sé enn haldin. „

Á réttri leið

Steinar segir að blaðið sé tvímæla-laust á réttri leið.

„Allt frá fyrstu tíð hefur uppsetn-ing blaðsins og útlit verið vandað og að undanförnu birst í því stórfróðleg-ar greinar um frímúrarastarfið bæði hér heima og erlendis. Þar nefni ég sem dæmi greinaflokk um Mozart og íslenska listamenn sem hafa verið bræður í Reglunni. Auk þess er jafnan að finna sígildan fróðleik, t.d. um muni í minjasafni Reglunnar og fréttir af starfi einstakra stúkna og yfirstjórn-ar Reglunnar sem auðvelda bræðr-um mjög að fylgjast með því sem er að gerast í reglustarfinu.“

– Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að útgáfa blaðsins sé sjálf-bær, þ.e. að auglýsingar standi und-ir kostnaði við vinnslu þess og dreif-ingu.

„Það var mikið happ fyrir útgáf-

FRÍMÚRARINN 10 ára30 FRÍMÚRARINN

Í f l bl ði F í ú á ið ið l ið Si ð Ö Ei

f

FRÍMÚRAAAARRRRRRRRRIIIIIIIIIIIINNNNNNNNNNNNNN 10 ára

��������������������� �������������������������������

� ���

�����������

��������� ��

���������

Page 31: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 31

una að Björn Kristmundsson tók að sér auglýsingasöluna. Hann þekkti ótrúlega marga, hafði góð sambönd og var að auki bæði duglegur og sam-viskusamur. Sjálfsagt hefur það ekki verið létt verk að fá auglýsendur til að auglýsa í blaði fyrir svo þröngan hóp en ekki leið á löngu uns við þurft-um að stækka blaðið til að halda réttu hlutfalli auglýsinga og efnis. Síðar tók svo Páll Júlíusson við og má segja hið sama um hann og Björn. Þótt ég viti það ekki nákvæmlega, þá held ég að blaðið hafi allt frá upphafi skilað ein-hverjum rekstrarafgangi og tel ég það afrek út af fyrir sig.“

Byggt á eigin forsendum

Steinar segir að blaðinu hafi al-mennt verið vel tekið.

„Þann tíma sem ég var ritstjóri blaðsins má segja að útgáfan hafi geng-ið slétt og fellt. Minnisstætt er raun-ar hversu margir bræður höfðu fyrir því að hafa samband og lýsa yfir þakk-læti og ánægju með blaðið. Oftast hafa menn ekki fyrir slíku og meira heyrist frá þeim sem eru neikvæðir. Auðvitað var ég líka var við að einstakir bræð-ur höfðu blaðið stöðugt undir smásjá

og ef eitthvað var ekki að þeirra skapi munduðu þeir gjarnan pennann og sendu bréf – ekki til mín eða ritstjórn-arinnar, heldur fremur til yfirstjórnar Reglunnar. Og einstaka sinnum kom það fyrir að utanaðkomandi fólk lét til sín heyra, oftast á jákvæðum nótum.“

– Þeir sem lesa tímarit Frímúr-arareglnanna á Norðurlöndum taka eftir því að það er lítils háttar mun-ur á blöðunum. Var útgáfa Frímúrar-ans ekki samræmd norrænu systra-blöðunum?

„Um samstarf við systrablöð Frí-múrarans á hinum Norðurlöndunum hef ég heldur lítið að segja. Ég hafði þá reynslu af útgáfu tímarita að skyn-samlegra væri að byggja á eigin for-sendum og sníða blaðið algjörlega að íslenskum aðstæðum fremur en að fara í fótspor annarra. Rétt er að blöð Norðurlandafrímúrara eru á ýms-an hátt frábrugðin blaðinu okkar og vissulega getum við haft ýmislegt til þeirra að sækja. Ég minnist þess að einhverju sinni var haldinn norrænn fundur ritstjóra Frímúrarablaða. Ég átti ekki heimangengt en þeir Einar Einarsson og Steingrímur Ólafsson fóru og komu með ýmsar gagnlegar upplýsingar.“

Enn endist pappírinn

– Hvað er þér efst í huga á þessum tímamótum í útgáfu Frímúrarans?

„Það sem mér er efst í huga á tíu ára afmæli blaðsins er þetta: Ég tel að með útgáfu blaðsins hafi Reglan haft árangur sem erfiði. Blaðið er orð-ið fastur liður í starfinu. Allan tímann sem ég kom að verki ríkti mikill ein-hugur og áhugi hjá ritstjórninni og í gegnum starfið kynntist ég mörgum mætum mönnum sem gaman og gott var að starfa með. Ég ber þá ósk í brjósti að framtíð blaðsins megi verða björt og löng og að það þjóni okkar ágæta félagsskap eins og til var stofn-að. Auðvitað geri ég mér grein fyr-ir því að þeir tímar kunni að koma að blaðaútgáfa á pappír verði úrelt form og hið rafræna komi að einhverju eða öllu leyti í staðinn. Ég held þó að slíkt sé ekki hinum megin við hornið.

Ég óska núverandi ritstjórn blaðs-ins og öllum frímúrurum til ham-ingju með fyrsta áratug Frímúrarans. Áfram á sömu braut!“

Þór Jónsson

FRÍMÚRARINN 10 ára

Page 32: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

32 FRÍMÚRARINN

Hallmundur Hafberg. Ólafur Magnússon.

Þann 2. maí síðastliðinn var Ásgeir Björgvin Einarsson vígður í embætti Stólmeistara St. Jóh.stúkunnar Mæli-fells af HSM Allan Vagni Magnús-syni.

Ásgeir fæddist 18. febrúar 1957 á Sauðárkróki, og er sonur Einars Sigtryggssonar og Guðrúnar Gunn-arsdóttur. Ásgeir lauk sveinsprófi í húsasmíði 1977 og stofnaði ásamt fjöl-skyldu sinni byggingafyrirtæki sem hann starfaði við á Sauðárkróki og síðar í Reykjavík. Hann flutti aftur til Sauðárkróks 1990 og setti á stofn matvöruverslunina Hlíðarkaup sem opnuð var 15. desember 1991 og hefur starfað þar síðan.

Ásgeir gekk í St. Jóh.stúkuna Rún 10. janúar 1995 og var stofnfélagi St. Jóh.stúkunnar Mælifells sem stofn-uð var 6. maí 2001. Hann gegndi starfi v.Sm. Mælifells 2001-2003, Sm. .2003-2007 og VM. 2012-2015. Einnig starf-aði hann sem v.Sm. St. Andr. stúkunn-ar Huldar árin 2007-2013.

Sambýliskona Ásgeirs er Sigríður Elín Þórðardóttir, sérfræðingur á þró-unarsviði Byggðastofnunar og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn.

Nýr Stólmeistari St. Jóh.stúkunnar Mælifells

Ásgeir Björgvin Einarsson.

Hallmundur Hafberg var settur í emb-ætti Stólmeistara St. Jóh.stúkunnar Gimli þann 13. apríl 2015 af SMR Vali Valssyni.

Hallmundur fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 20. október 1957, sonur hjónanna Sveins Hafberg og Jónasínu Hallmundsdóttur. Hann lauk stúd-entsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1979 og útskrifaðist sem viðskipta-fræðingur frá Háskóla Íslands 1985. Frá því að námi lauk starfaði hann í 16 ár í Útvegsbanka Íslands og síðar Íslandsbanka. Síðan starfaði hann í Sparisjóðabanka Íslands um fimm ára skeið og Kaupþingi, síðar Arionbanka. Síðastliðin fjögur ár hefur hann starf-að hjá Fjármálaeftirlitinu.

Hallmundur gekk í St. Jóh.st. Gimli árið 1997 og hefur gegnt þar embætt-um v.Sm. frá 1999 til 2004, Sm. frá 2004 til 2007, Y.Stv. frá 2007 til 2008, E.Stv. frá 2008 til 2009 og Vm. frá 2009 til 2015.

Hallmundur er kvæntur Ester Árnadóttur stuðningsfulltrúa og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn.

Nýr Stólmeistari St. Jóh.stúkunnar Gimli

Nýr Stólmeistari St. Jóh.stúkunnar HamarsÞann 20. október sl. var Ólafur Magn-ússon settur í embætti Stólmeistara St. Jóh.stúkunnar Hamars í Hafnar-firði af SMR, Vali Valssyni.

Ólafur er fæddur 5. janúar 1952 í Vestmannaeyjum og eru foreldar hans Sigurbjörg Ólafsdóttir og Magn-ús Kristjánsson, kaupmenn. Ólaf-ur lauk stúdentsprófi frá Verslunar-skóla Íslands 1973 og stundaði nám í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann stofnaði Heildverslunina Donnu 1974 og hefur starfrækt hana síðan.

Ólafur gekk í St. Jóh.stúkuna Ham-ar þann 16. janúar árið 2001, og starf-aði sem v.Rm. og Rm. stúkunnar frá 2003 til 2014. Hann hefur verið bóka-vörður Ljósatraðar frá 2009, v.Rm. Helgafells frá 2008 til 2009, og gegndi embætti AM. Hamars frá 2014. Hann hefur starfað í Fræðslunefnd Fræða-ráðs frá 2011 og verið formaður Fræðslunefndar frá 2015. Einnig hef-ur hann gegnt embætti v.R. Snorra frá 2014 og síðar R. Snorra árið 2015.

Ólafur er kvæntur Katrínu Val-entínusdóttur sérkennara og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn.

Ljósmyndari: Bjarni Ómar Ljósmyndari: Pétur Ingi Björnsson Ljósmyndari: Bjarni Ómar

Page 33: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 33

Már Friðþjófsson.

Þann 17. apríl sl. fór fram kjör til Stj. br. fræðslustúkunnar Borgar í Stykkishólmi. Kjörinn var Bergur J. Hjaltalín og setti Stólmeistari St. Jóh. stúkunnar Akurs, Ólafur Rúnar Guð-jónsson, hann strax í embætti.

Bergur er fæddur 5. apríl 1951 á St. Franciskuspítalanum í Stykkis-hólmi, sonur hjónanna Jóns V. Hjalta-lín, bónda í Brokey og Ingibjargar Soffíu Pálsdóttur.

Bergur tók landspróf og fór síð-an í húsasmíðanám, tók sveinspróf 1975 og varð húsasmíðameistari 1979. Hann hefur starfað við húsasmíð-ar síðan, ásamt eyjabúskap í Brokey. Árið 2008 var hann ráðinn umsjónar-maður fasteigna Stykkishólmsbæjar og gegnir því starfi enn í dag.

Bergur hefur verið virkur í JC hreyfingunni og var forseti JC Stykk-ishólmur í eitt ár, og einnig var hann formaður Umf. Snæfell í um fjögur ár.

Bergur gekk í St. Jóh.stúkuna Akur á Akranesi 1998 og hefur starf-að í fræðslustúkunni Borg í Stykkis-hólmi síðan sem v.S., v.R., Y.Vbr. og v.Stj.br.

Bergur er kvæntur Ásdísi Herrý Ásmundsdóttur og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn.

Nýr Stjórnandi bróðir fræðslu-stúkunnar Borgar

Bergur J. Hjaltalín.

Þann 25. apríl sl. var Árni Gunnarsson vígður Stólmeistari St. Jóh.stúkunnar Snorra af SMR Vali Valssyni.

Árni fæddist í Reykjavík 16. sept-ember 1951, sonur hjónanna Gunnars Hreiðars Árnasonar flugvirkjameist-ara og Margrétar Steingrímsdóttur.

Hann lauk stúdentsprófi frá Versl-unarskóla Íslands árið 1972, Cand.oecon prófi frá Háskóla Íslands árið 1976 og M.Sc.econ prófi frá Viðskipta-háskólanum í Kaupmannahöfn 1982.

Árni starfaði sem framkvæmda-stjóri Stjórnunarfélags Íslands árin 1982-1985, framkvæmdastjóri Fóður-blöndunnar 1985-1993 og útibússtjóri Íslandsbanka 1994-2004. Hann var framkvæmdastjóri hjá Sjóva 2004-2006, útibússtjóri og síðar viðskipta-stjóri hjá Kaupþingi, síðar Arion-banka frá árinu 2006. Árin 2001-2002 starfaði Árni erlendis á vegum Al-þjóðasambands Rauðakrossfélaga.

Árni gekk í stúkuna Eddu árið 1994 og starfaði þar í embættum Y.Stv., E.Stv. og VM. allt til ársins 2011. Hann er einn stofnenda St. Jóh.stúkunnar Snorra.

Árni er kvæntur Sjöfn Óskars-dóttur, textílkennara við Hlíðaskóla, og eiga þau þrjú börn og fjögur barna-börn.

Nýr Stólmeistari St. Jóh. stúkunnar Snorra

Árni Gunnarsson.

Þann 3. nóvember sl. var Már Frið-þjófsson vígður í embætti Stólmeist-ara St. Jóh.stúkunnar Hlés í Vest-mannaeyjum af HSM Allan Vagni Magnússyni.

Már fæddist þann 14. september 1959 í Vestmannaeyjum, sonur Frið-þjófs Sturlu Mássonar, fyrrv. verk-stjóra og Jórunnar Einarsdóttur verkakonu. Már lauk landsprófi árið 1975, iðnskólanámi árið 1977 og versl-unarprófi árið 1998. Hann vann frá unga aldri sem sjómaður en gerðist síðar launafulltrúi Vinnslustöðvarinn-ar í Vestmannaeyjum.

Már gekk í Fræðslustúkuna Hlé í maí árið 1995, og þar hefur hann gegnt embættum Sm., Rm., Y.Vbr., E.Vbr. og v.Stj.br. Við stofnun Hlés sem St. Jóh. stúku í nóvember í fyrra gegndi hann embætti VM.

Már er giftur Jóhönnu K. Þor-björnsdóttur sjúkraliða og eiga þau þrjú uppkomin börn og sex barna-börn.

Nýr Stólmeistari St. Jóh.stúkunnar Hlés

Ljósmyndari: Bjarni ÓmarLjósmyndari: Bjarni Ómar Ljósmyndari: Gunnar I. Gíslason

Page 34: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

34 FRÍMÚRARINN

Íslenskir bakarar vilja vekja athygli á hollustu trefjaríkra brauða. Trefjarík blanda af höfrum, byggi og rúgi stuðlar að eðlilegri og góðri meltingu. Bernhöftsbakaríhefur nú á boðstólnum Landsbrauð sem er trefjaríkt og hollt brauð bakað í steinofni. Landsbrauðið er heilkorna, milt á bragðið og einstaklega ljúffengt.

Steinbakað!Bernhöftsbakarí

Page 35: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 35

Vorið 1717, nánar tiltekið 24. júní það ár, sameinuðust fjór-ar stúkur frímúrara í Lond-on og Westminster á Englandi um að halda sameiginlega samkomu og hátíð (Assemb-ly and Feast) á veitingahúsinu Goose and Gridiron Ale-house í London. Þessi samkoma hef-ur síðan verið talin upphaf-ið að reglubundinni starfsemi frímúrara og er gjarnan vís-að í hana með því að segja að þarna hafi verið stofnuð svo-nefnd stórstúka (Grand Lod-ge). Samkvæmt þessari hefð verður senn haldið upp á 300 ára afmæli frímúrarahreyf-ingarinnar í heiminum. Það er því ekki úr vegi að skoða feril söguritarans, Dr. James Anderson, sem ábyrgur er fyr-ir frásögninni af grundvelli og allra fyrstu skrefum þessarar öldnu hreyfingar.

Aðalheimildin um þetta sérstaka upphaf frímúrarastarfseminnar er Grundvallarskipanin sem Anderson færði í letur og gaf út árið 1938 (The New Book of Constitutions of the Ancient and Honourable Fratern-ity of Free and Accepted Masons). Áður, eða árið 1723, hafði hann gefið út fyrstu Grundvallarskipan frímúr-ara (The Constitutions of the Free-Masons, 92 bls.). Fyrri helmingur síð-arnefndu bókarinnar er lagður undir sögu frímúrara, sem rakin er frá upp-hafi mannkyns. Í síðari helmingnum

Dr. James Anderson –Hvers vegna var hann valinn til starfans?

James Anderson.

Page 36: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

36 FRÍMÚRARINN

er greint frá hinum fornu skyldum múrara miðalda og birtar almennar starfsreglur stórstúkunnar, sem tekn-ar voru saman af Stórmeistaranum árið 1720.

Hvers vegna Anderson?

Það er talið mjög sérstakt að And-erson sjálfur átti útgáfuréttinn að báðum þessum bókum, en ekki hin nýstofnaða frímúrarahreyfing, og að bækurnar voru því í raun einkaeign hans. Engu að síður greindi hann frá því í fyrrnefndu bókinni að sér hafi verið falið og fyrirskipað af Stór-meistaranum að vinna þetta verk og gefur þannig í skyn að hann hafi starf-að á vegum stórstúkunnar en ekki að eigin frumkvæði. Aðrar heimildir um upphaf verksins eru hins vegar ekki fyrir hendi og þess vegna hafa marg-ir fræðimenn spurt án þess að fá svör: Hvers vegna var hinn skoski prestur Dr. James Anderson valinn til starf-ans?

Uppruni

Margt er óljóst í æviferli Ander-sons. Hann var skoskur, talinn fædd-ur í Aberdeen eða í næsta nágrenni þeirrar borgar, sennilega árið 1679, og alinn þar upp. Foreldrar hans voru James Anderson, vel efnaður og um-svifamikill glerskurðarmeistari, og Jean eiginkona hans (fædd Camp-bell). Börn þeirra voru 11 talsins og dóu flest mjög ung. Til fullorðinsára komust aðeins David, prestur og guð-fræðiprófessor, James, sá sem hér um ræðir, Adam, iðnaðarsérfræðingur og sagnfræðingur, og Elizabeth, sem giftist ung norskum skipstjóra. Jam-es Anderson eldri var virkur frímúr-ari í stúkunni Lodge of Aberdeen um 50 ára skeið og gegndi þar embætti ritara í langan tíma og tvívegis em- bætti meistara hennar. Hins vegar er ekki vitað hvort sonur hans, James, gekk í þá stúku. Nafn hans er hvergi að finna í varðveittum skjölum Lod-ge of Aberdeen, hvorki sem innsækj-andi eða meðlimur. Hann virðist þó hafa þekkt til starfseminnar og getur þess meðal annars í grundvallarskip-aninni frá 1938 að fundir stúkunnar hafi ætíð verið haldnir undir beru lofti samkvæmt gömlum sið þeirra stúku, nema þegar veður var reglulega vont. Nokkuð víst er hins vegar að hann var orðinn frímúrari í stúku í London áður en stórstúkan var stofnuð.

Æviferill

Dr. James Anderson var settur til mennta og lauk meistaranámi í hug-vísindum og síðan fjögurra ára guð-fræðinámi frá Marischal College í Aberdeen árið 1702. Sjálfur sagðist hann þá strax hafa fengið prófgráðuna doktor í guðfræði, en skrár skólans eru það ófullkomnar að slíkt verður ekki staðfest. Síðari tíma rannsóknir benda til þess að doktorsgráðuna hafi hann ekki fengið fyrr en eftir 1730. Að guðfræðináminu loknu mun hann hafa fengið réttindi til að prédika, eins og venja var um guðfræðinga þess tíma, en ekki er vitað til að hann hafi verið formlega vígður til prests í Aberdeen. Talið er að Dr. Anderson hafi pré- dikað í Aberdeen eða nágrenni næstu árin og ef til vill þjónað sem prest-

ur í herragarðskapellu hjá óþekktum aðalsmanni, eða þar til hann birtist sem prestur í öldungakirkju í London árið 1709. Sagt er að hann hafi sjálf-ur stofnað eða átt þátt í að stofa söfn-uð þessarar mótmælendakirkju, sem þjónaði einkum fólki af skoskum upp-runa. Þetta var nokkuð hættuspil því að á þessum tíma voru harðar deilur milli kaþólskra og mótmælenda í Eng-landi. Engar heimildir eru þó fyrir því að hann hafi tekið þátt í slíkum deil-um. Ræður hans, sem gefnar voru út, benda þvert á móti til þess að hann hafi verið frjálslyndur og umburðar-lyndur um trúmál.

Dr. Anderson kvæntist í London og eignuðust þau hjón tvö börn, son og dóttur, en litlar sem engar upplýs-ingar eru til um einkalíf hans. Þó er talið víst að konan hafi verið vel efnuð

Page 37: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 37

og ekkja fyrir giftinguna, en að eign-ir hennar hafi tapast í fjármálahruni nokkrum árum síðar. Það eignatap átti ef til vill þátt í því að hann sóttist eftir verkefnum utan prestsstarfanna. Anderson varð fljótlega nokkuð þekkt-ur sem fræðimaður á sviði fornfræða og ættfræði og gaf m.a. út rit sem bar titilinn: Konungleg ættfræði, ættar-töflur keisara, konunga og prinsa frá Adam til vorra tíma. Hugsanlega hef-ur þessi fræðimennska leitt hann að hinum fornu fræðum frímúrara.

Gagnrýni á Anderson

Fræðimenn frímúrara og aðr-ir, sem um verk Dr. James Anderson hafa fjallað, komast ekki hjá því að viðurkenna að hann hafi leikið eitt af lykilhlutverkunum þegar frímúrara-starfsemin í Englandi var skipulögð og samræmd í upphafi 18. aldar. Engu að síður hafa verk hans og vinnubrögð hlotið margvíslega gagnrýni. Sumt af því er vegna þess að þess tíma sögu-ritarar greindu ekki á milli raunveru-legrar sagnfræði og þjóðsagna og arf-sagna. Saga frímúrara, sem rakin er í upphafi bókanna frá Adam og fram undir tíma stórstúkunnar, var lengi vel talin bera vitni um raunverulegan aldur frímúrarahreyfingarinnar. Þeg-ar menn svo áttuðu sig á því að hér var ekki um raunverulega sagnfræði að ræða heldur arfsagnir miðalda, urðu vonbrigðin mikil og Anderson sjálfum var gjarnan kennt um. Hann var þó ekki sá sem bjó þessar arfsagn-ir til, hann var sá sem tók þessar fornu sagnir úr nokkrum af þeim handritum sem tengd voru múrurum miðalda og lagði þær fram sem dæmi eða sönn-un um óslitna sögu frímúrarahreyf-ingarinnar frá upphafi mannkyns. Það sem honum gekk til var sjálfsagt ósk-hyggja, það að gera nýju stórstúk-una trausta og trúverðuga með því að leggja henni til marktæka fortíð-arsögu. Anderson hefur einnig ver-ið gagnrýndur fyrir ónákvæmni í frá-sögn sinni af ýmsum atburðum sem áttu sér stað á fyrstu árum stórstúk-unnar. Samtímaheimildir, sem fræði-menn hafa grafið upp, hafa staðfest slíkt. Aftur má segja að honum hafi gengið það til að vilja verja heið-ur hreyfingarinnar með því að segja ekki frá deilum og ósamkomulagi sem stundum voru fyrir hendi þar, milli einstakra stúkna og milli sumra af æðstu meðlimum stórstúkunnar. Loks var hann sakaður um að hafa ýkt og

aukið við lýsinguna á sinni eigin þátt-töku í starfsemi hinnar fyrstu stór-stúku. Vera má að hann hafi með því ætlað sér að auka trúverðugleika sinn og útgáfu sinnar á Grundvallarskip-aninni, sem ætluð var til afnota í öll-um stúkunum sem yrðu undir forystu stórstúkunnar í London. Fleiri ásak-anir má tína til, en þær breyta því ekki að verk Andersons bar að lokum þann árangur sem stefnt var að, varðveislu hinna fornu fræða múraranna og sam-ræmingu á starfsreglum hinna gömlu, bresku stúkna.

Lokaorð

Þrátt fyrir ásakanir um óná-kvæmni og óvönduð vinnubrögð má segja að dr. James Anderson hafi unn-

ið þrekvirki með því að safna saman úr margvíslegum og misjöfnum, forn-um handritum þeirri lífsspeki og þeim félagslegu og siðferðilegu hugsjónum sem múrarar og steinsmiðir miðalda, forverar frímúrara, héldu í heiðri. Með því að endurrita þetta mikilvæga efni og koma því fyrir í einni, handhægri bók til notkunar í starfandi stúkum, tókst honum að tryggja ævarandi varðveislu þess fyrir síðari tíma frí-múrara. Þannig lagði hinn iðjusami en ekki gallalausi, skoskættaði frímúr-ari og fræðimaður, James Anderson, grunninn að mörgum verðmætustu þáttunum í frímúrarastarfsemi vorra daga.

Jóhann Heiðar Jóhannsson

Page 38: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

38 FRÍMÚRARINN

Á stofnfundi stúkunnar Eddu þann 6. janúar 1919 voru tveir bræður teknir upp sem þjónandi bræður, „tjenende brødre“, eftir lögum og reglum dönsku Reglunnar. Á fund-inum voru notaðir danskir siða-bálkar og allt sem þar fór fram var á dönsku, enda var stúkan Edda dönsk St. Jóh. stúka starfandi innan vébanda dönsku Reglunnar.

Í 25 ára afmælisriti Reglunnar, Frímúrarareglan á Íslandi 25 ára, segir m.a. um stofnfund St. Jóh.st. Eddu:

Aðstoðarbræðurí upphafi reglustarfs

„Eftir vígsluna hóf St. Jóh.st. Edda starf sitt með því að veita upp-töku tveim aðstbr., Ólafi Eyvinds-syni og Jóni Jónssyni frá Mörk. Síð-an var stúkufundi frestað til kl. 6 síðdegis, og fór þá fram fyrsta ubr. upptaka stúkunnar. Var það Axel Tulinius yfirdómslögmaður, sem gekk í stúkuna.“

Til þess að halda hefðum og sið-um innan þessarar nýju stúku varð að hafa „tjenende brødre“ starfandi í stúkunni því fullgildir frímúrara-bræður máttu ekki aðstoða við upp-

setningu stúkusalar fyrir fundi né heldur máttu þeir aðstoða við eða þjóna til borðs við bróðurmáltíðir.

Heitið aðstoðarbræður var ekki tekið upp fyrr en við samhliða þýð-ingu siðabálka nokkrum árum eft-ir að stúkan Edda var stofnuð, en á fyrstu árum Eddu var allur texti á dönsku. Líklegt er að við þýðing-ar á siðabálkum í „Ritualnefnd“ hafi þetta komið til umræðu og þá hafi þýðendur, „Ritualnefndin“, í sam-ráði við stjórnendur stúkunnar ákveðið að nota þetta starfsheiti.

Aðstoðarbræður í Eddu. Standandi frá vinstri: Bjarni Ólafsson, Högni Halldórsson og Jónas Eyvindsson. Sitjandi frá vinstri: Jón Jónsson frá Mörk, Ólafur Eyvindsson og Jóhann Ágúst Jóhannesson.

Page 39: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 39

Þó svo að í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð hafi þessir bræður alltaf verið kallaðir tjenende brødre, þjón-andi bræður, hefur það ekki þótt viðeigandi hér á landi og eru þeir því kallaðir aðstoðarbræður.

Alls voru 10 aðstoðarbræður teknir upp í stúkunni Eddu.

Í Danmörku og einnig í Sví-þjóð og Noregi voru „tjenende brø-dre“ ýmist þjónar einstakra bræðra t.d. aðalsmanna eða á samningi við Regluna við undirbúning funda og að aðstoða við borðhald. Hér á Ís-landi voru allir aðstoðarbræður í flokki þeirra síðarnefndu. Æðsti stjórnandi dönsku Reglunnar hafði sinn, einn eða fleiri, „tjenende brø-dre“ sem aðstoðuðu hann þegar hann mætti á fundi. Þegar Frode Rydgaard æðsti stjórnandi dönsku Reglunnar, kom hingað til lands til að taka þátt í stofnun og vígslu Frí-múrarareglunnar á Íslandi sumarið 1951 hafi hann sinn „tjenende brod-er“ með í för.

Þjónandi bræður voru starfandi innan allra reglna sænska kerfisins í Danmörku, Svíþjóð og í Noregi allt fram á síðari hluta síðustu aldar en þjónandi bræður, aðstoðarbræður,

á Íslandi fengu viðurkenningu sem fullgildir bræður í byrjun árs 1944.

Jón Birgir Jónsson R&K

Á undanförnum árum hefur br. Jón Birgir Jónsson R&K samið og flutt fjölda erinda um uppruna og sögu Frímúrarareglunnar á Íslandi á vettvangi Rannsóknarstúkunn-ar Snorra. Á meðal efnis sem hann hefur skoðað er það sem hér birtist, en fræðiritgerð um aðstoðarbræður verður gefin út af Rannsóknarstúk-unni Snorra í vetur og henni dreift á bókasöfn Reglunnar.

Árni Gunnarsson,Stm. St. Jóh.st. Snorra

Jón Birgir hefur flutt fjölda erinda um sögu Reglunnar

Jón Birgir Jónsson, fv. HSM.Ljósmyndari: Bjarni Ómar

Page 40: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

40 FRÍMÚRARINN

Page 41: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 41

Laugardagana 10. og 17. október fyllt-ist Regluheimilið í Reykjavík af aðal-embættismönnum í stúkum Frímúr-arareglunnar á Íslandi hvaðanæva að af landinu, þar sem þeir sóttu nám-skeið og kynningu sem hafði það að markmiði að skerpa á framkvæmd stúkufunda og samræma starfshætti embættismanna. Aðsókn var stórgóð, og góður rómur var gerður að fram-takinu meðal þeirra sem námskeiðið sóttu.

Undirbúningur að þessu nám-skeiðahaldi hófst þegar í mars 2015, en þá ákvað Stórmeistari Reglunnar, Valur Valsson, að setja af stað vinnu við tiltekin verkefni í framhaldi af skýrslu Stefnumótunarnefndar Regl-unnar (STMNR).

Hann fól Oddvitum Stúkuráðs og Fræðaráðs, þeim Gunnlaugi Claess-en (STR) og Pétur Esrasyni (YAR) að skipuleggja sameiginleg námskeið fyrir embættismenn St. Jóh. og St. Andr.stúkna með það að markmiði að efla festu og fylgni við meginhlut-verk Frímúrarareglunnar, sem og við reglusiði.

Þeir skipuðu eftirtalda bræður í vinnuhóp að áliðnum vetri 2015 til að undirbúa verkefnið: Jóhann Heið-

Vel heppnuð námskeið semskerpa og samræma starfið

ar Jóhannsson og Pétur A. Maack, frá Stúkuráði Reglunnar, og Guðmund Guðmundsson og Snorra Egilsson, frá Fræðaráði Reglunnar, og skyldi Guð-mundur leiða starf hópsins. Fljótlega bættist Ingolf J. Petersen við sem rit-ari hópsins.

Hópurinn kom saman og gerði til-lögu til STR og YAR um að helstu efn-

isþættir yrðu þessir: Ritaðar heim-ildir um starf Reglunnar og stúkna, Hlutverk og störf embættismanna, Framkvæmd starfanna (einkum funda), Rekstur stúknanna og sam-skipti innan og utan þeirra. Tillagan var samþykkt og hófst þá skipulagn-ing námskeiða og leit að og val á leið-beinendum.

Ljósmynd: Sigurður Júlíusson

Ljósmynd: Sigurður Júlíusson

Áhugasamir bræður á námskeiði um framkvæmd stúkufunda.

Jóhann Heiðar Jóhannsson í pontu.

Page 42: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

42 FRÍMÚRARINN

Dagsetningar voru ákveðnar 10. okt. fyrir St. Jóh.stúkurnar og 17. okt. fyrir St. Andr.stúkurnar. Í kjölfar-ið var búinn til rammi fyrir þau efnis-atriði sem ætluð væru til umfjöllunar og hann afhentur leiðbeinendunum til úrvinnslu. Ákveðið var að bjóða aðal- embættismönnum til námskeiðanna og skipta þeim upp í fjóra hópa fyrir hvort námskeið, eða fjögur námskeið, þar sem tvö og tvö væru haldin sam-hliða fyrir og eftir hádegi.

Vinnuhópurinn hélt síðan reglu-

lega fundi allt sumarið 2015 og fjallaði stöðugt um innihald og framkvæmd námskeiðanna. Einnig voru haldn-ir upplýsingafundir með leiðbeinend-unum, bæði öllum í einu og eins með leiðbeinendunum fyrir hvert embætti í stúkunum einum sér. Óhætt er að segja að þessi vinna var mjög mikil en afar fróðleg og skemmtileg. Samtím-is fór fram skipulagning á einstökum þáttum námskeiðanna og söfnun efn-isatriða og hugmynda frá leiðbeinend-unum sjálfum, sem allir voru reyndir

embættismenn og flestir fyrrverandi. Námskeiðin voru einstaklega vel

sótt, en þessa tvo laugardaga mættu samtals 179 bræður í Regluheimilið, að skipuleggjendum, leiðbeinendum og aðstoðarmönnum meðtöldum, en mæting af hálfu aðalembættismanna stóð í rétt tæplega 90% á landsvísu fyrir bæði námskeiðin, sem verður að teljast einstaklega gott. Vonir standa til að þessi námskeið skili sér af krafti í formi enn betri starfa embættismanna á fundum um allt land.

Ljósmynd: Sigurður JúlíussonHalldór Reynisson talar og bræður fylgjast með af athygli.

������������ ��������������������������������������ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS����� !!�"#$%&�'�(� � ����� 5�1 3300 �������� � ��t����n���

SverrirEinarsson

KristínIngólfsdóttir

HinrikValsson

STOFNUÐ 1996

STOFNUÐ 1996

Page 43: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 43

Virðing, reynsla

& þjónusta

Allan sólarhringinn

571 8222 Svafar:

82o 3939Hermann:

82o 3938 Ingibjörg:

82o 3937

www.kvedja.is

svafar & hermann

Fagmennskaí fyrirrúmi

Góðþjónustaí 60 ár

Háaleitisbraut 58-60 + Sími 553 1380www.bjorg.is

TímadjásnGallery Gull

Handsmí�i

Grímsbæ vi� Bústa�avegSími 553 9260

Page 44: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

44 FRÍMÚRARINN

Fiskimið ehf.

www.ormsson.iswww.oba.is

Strandgötu 39, Eskifirði

www.ekran.is

www.kjarnafaedi.is

www.bananar.is

www.hsorka.is

www.sbk.is

www.3frakkar.com

www.bolholt.com www.eskja.is

SÍMI 471-1800

Lagarfelli 4, Egilsstöðum

austfjardaleid.isUrðarteig 22, 740 Neskaupstað

Hraun 3

730 Reyðarfjörður

Sími 414 9400

launafl.is

Fjarðargötu 1, SeyðisfirðiSími 472 1300

Page 45: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 45

L Á S H Ú S I Ð E H F .

Bíldshöfða 16 / 110 Reykjavík

Sími 557 5100 / Fax 557 5010

[email protected]

www.quorum.is

www.lyra.iswww.marport.com www.mularadio.is

www.pacta.iswww.hjonsson.is

lakehotel.is

Page 46: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

46 FRÍMÚRARINN

Látnir bræður31. október 2014 – 29. október 2015

In memoriam

Bent Sch. Thorsteinsson - Edda X.hm.R.F.12.01.1922. D.07.01.2015

Björn Reynir Alfreðsson - Njörður X

F.02.05.1937. D.10.10.2015

Björn J. Guðmundsson - Rún XF.11.04.1931. D.24.05.2015

Björn Hermannsson - Akur IXF.29.07.1943. D.13.04.2015

Brynjar V. Sigurðsson - Njörður IXF.29.05.1947. D.23.12.2014

Einar Örn Björnsson - Gimli IXF.08.07.1925. D.07.05.2015

Erlingur Helgason - Mímir XF.24.05.1931. D.19.05.2015

Gísli Birgir Jónsson - Akur XF.05.09.1937. D.16.08.2015

Gísli Steinsson - Mímir IXF.27.01.1918. D.17.03.2015

Guðmundur Sævar Guðjónsson - Edda XF.22.07.1948. D.23.05.2015

Gunnar Jónsson - Edda XF.31.07.1938. D.19.04.2015

Gunnar Þórisson - Röðull IIIF.11.07.1975. D.31.12.2014

Gunnlaugur Fr. Jóhannsson - Rún XF.22.11.1929. D.27.12.2014

Haraldur Magnússon - Mímir XF.17.02.1953. D.24.10.2015

Helgi Ingólfur Eysteinsson - Mímir XF.30.05.1925. D.31.03.2015

Henrik Pétur Biering - Gimli XF.16.12.1922. D.23.08.2015

Henry Skovgaard Jakobsen - Röðull XF.15.02.1919. D.11.07.2015

Hermann Níelsson - Edda VIF.28.02.1948. D.21.01.2015

Indriði Pálsson - Mímir R&KF.15.12.1927. D.13.05.2015

Ísleifur Sumarliðason - Rún XF.12.11.1926. D.29.06.2015

Jens Sumarliðason - Gimli XF.19.04.1930. D.05.02.2015

Jóhann Ólafsson - Rún IIIF.02.10.1952. D.29.04.2015

Jón Bergsson - Mímir XF.30.10.1931. D.25.04.2015

Jónas Þórir Dagbjartsson - Gimli X.hm.R.F.20.08.1926. D.06.12.2014

Jónatan Einarsson - Njála XF.01.07.1928. D.17.08.2015

Kjartan Sveinn Guðjónsson - Gimli XF.02.09.1925. D.24.05.2015

Magnús Pálsson - Edda XF.31.07.1936. D.22.05.2015

Óskar Sigurðsson - Edda XF.11.10.1935. D.18.11.2014

Pálmi Viðar Samúelsson - Glitnir XF.20.05.1934. D.13.02.2015

Ragnar Sigbjörnsson - Röðull VIF.07.05.1944. D.15.07.2015

Reynir Gísli Karlsson - Edda VIIIF.27.02.1934. D.12.11.2014

Rögnvaldur Bergsveinsson - Edda XF.23.03.1931. D.03.07.2015

Sigurbjörn J. Þ. Þorgeirsson - Edda XF.27.08.1931. D.18.02.2015

Sigurður Guðjónsson - Hamar IV/VF.31.05.1945. D.25.12.2014

Sigurður Hallgrímsson - Edda IXF.25.05.1920. D.01.06.2015

Sigurður Þorkelsson - Edda XF.01.05.1930. D.14.06.2015

Sturla Eiríksson - Mímir IXF.21.10.1933. D.30.01.2015

Sæmundur Björnsson - Hamar IXF.31.10.1926. D.19.01.2015

Valdimar Tómasson - Glitnir IXF.09.03.1944. D.24.03.2015

Þórður Ársæll Þórðarson - Akur IXF.05.01.1935. D.29.05.2015

Önundur Ásgeirsson - Gimli R&KF.14.08.1920. D.02.02.2015

Page 47: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

FRÍMÚRARINN 47

HAFRATREFJAR

LÆK KA KÓL E ST

E RÓL

VE L D U H E I L K

ORN

Page 48: Frímúrarinn 2. tölublað, 11. árgangur. Desember 2015FRÍMÚRARINN2. tölublað, 11. árgangur.Desember 2015 Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S P EC I Æ T R

48 FRÍMÚRARINN48 FRÍMÚRARARRINNN

���������

���� ������������������������