8

Click here to load reader

Hamar 1 tölublað 68 árgangur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Hamar - Prófkjörsblað Hamar er blað Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Citation preview

Page 1: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

HAMAR 1. tölublað - 68. árgangur

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður haldið 1. febrúar

Page 2: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

HAMAR

Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar – Blaðstjórn: Örn Tryggvi Johnsen (formaður), Kristinn Andersen, Almar Grímsson, Jóhanna Fríða Dalkvist, Gísli Rúnar Gíslason, Helga Vala Gunnarsdóttir – Ábyrgðarmaður: Jónas Guðmundsson – Prentvinnsla: Prentun.isHAMAR

Þann 1. febrúar næstkomandi gefst öllum þeim er er styðja Sjálfstæðisflokkinn tækifæri til þess að velja sér fólk til forystu í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að þessu sinni hafa tíu öflugir einstaklingar gefið kost á sér til að skipa forystusveit Sjálfstæðisflokkins í hafnarfirði. Framundan eru mikilvæg og erf-ið verkefni við stjórnun bæjarfélagsins okkar og það er mikilvægt að hópurinn sem taki við keflinu á næsta kjörtímabili sé skipaður sterk-um og hæfum einstaklingum sem við getum treyst til að halda áfram uppbyggingu á bæj-

arfélaginu okkar, treysta innviðina og byggja upp þjónustu og aðbúnað fyrir bæjarbúa sem við getum verið stolt af.

Sýnum þessum ágætu frambjóðendum sem bjóða fram krafta sína við stjórnun bæjarfé-lagsins á næsta kjörtímabili stuðning í verki með því að fjölmenna á kjörstað og kjósa þá fulltrúa sem við treystum best til að halda merki Hafnarfjarðar á lofti.

Áfram Hafnarfjörður!

PRÓFKJÖRSjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Laugardaginn 1. febrúar n.k. fer fram prófkjörSjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir

komandi sveitarstjórnarkosningar.

Prófkjörið fer fram í Víðistaðaskóla kl. 10.00 - 18.00

Þátttökurétt í prófkjörinu eiga:a) Allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í

Hafnarfirði sem eru þar búsettir.

b) Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Hafnarfirði við sveitarstjórnarkosningar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Hafnarfirði fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjörinu fer fram sem hér segir:

Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík:Alla virka daga frá 20. til 31. janúar 2014, kl. 9-17.

Hrafnistu DAS - föstudaginn 31. janúar 2014, kl. 15-16.

Kjörskrá liggur frammi við utankjörfundar-atkvæðagreiðslu og við prófkjörið.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum.

Frekari upplýsingar tengdar prófkjörinu má finna á vefnum www.xd.is/profkjor

Kjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

ATKVÆÐASEÐILL Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, 1. febrúar 2014.

Sævar Már Gústavsson, formaður ÍH

Unnur Lára Bryde, viðskiptafræðingur.

Geir Jónsson, bæjarfulltrúi.

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi.

Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi.

Kristín Thoroddsen, ferðamálafræðingur.

Ingi Tómasson, varabæjarfulltrúi.

Pétur Gautur, myndlistarmaður.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi.

Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri. ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur.

Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð

Framboðsfundur í SkútunniÞriðjudaginn 28. janúar nk. stendur Sjálfstæðisflokkurin

í Hafnarfirði fyrir opnum framboðsfundi með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

vegna sveitarstjórnarkosninganna 2010.

Hver frambjóðandi verður með stutt framsöguerindi þar sem hannkynnir sig og sín baráttumál. Síðan verður opnað fyrir fyrirspurnir.

Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði, og hefst kl. 20.00.

Allir velkomnir!

Laugardagskaffi með prófkjörsframbjóðendum

Laugardaginn 25. janúar nk. gefst kjósendum kostur á að hitta frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

í Hafnarfirði vegna sveitarstjórnarkosninganna 2014 í Sjálfstæðishúsinu að Norðurbakka 1, Hafnarfirði,

milli kl. 10.00 og 12.00.

Tilvalið tækifæri fyrir kjósendur til að hittast og spjalla við frambjóðendur.

Kaffiveitingar. Allir velkomnir!

Fjölmennum á kjörstað

Page 3: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

HAMAR

3

Kæri kjósandi, ég sækist eftir 4. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokkins í Hafnarfirði þann 1. febrúar næstkomandi. Ég legg að-aláherslu á ábyrga og aðhaldssama stefnu í rekstri bæjarins. Mitt helsta markmið er að Hafnarfjarðarbær verði skuldlaus eins fljótt og auðið er og í framtíðinni verði tekið fyrir hallarekstur bæjarsjóðs. Hallarekstur á opinberum sjóðum þýðir skuldsetning komandi kynslóða og þá sérstaklega þegar staðan er jafn slæm og raun ber vitni í Hafnarfirði.

Síðan árið 2002 hafa skuldir Hafnar-fjarðarbæjar þrefaldast og er það mestu að kenna lántökum í erlendri mynt. Það að taka lán í erlendri mynt getur verið skyn-samt fyrir aðila sem hafa tekjur í erlendri mynt til að forðast gengisáhættu. Hafnar-fjarðarbær hefur hins vegar engar tekjur í erlendri mynt og því er ekki hægt að kalla þessar lántökur annað en fjárhættuspil með fjármuni bæjarbúa. Fjárhættuspil þar sem þeir stjórnmálamenn sem taka lánin hljóta

góðs ef allt gengur upp en þurfa ekki að bera ábyrgð ef illa fer eins og raun ber vitni. Fjárhagsstaða bæjarins ógnar framtíðarbú-setu ungs fólks í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að á næsta kjörtímabili verði tekið tillit til hagsmuna ungs fólks sem vill búa hér í Firðinum á næstu áratugum. Því bið ég þig, kæri sjálfstæðismaður, að styðja mig í 4.sæti í komandi prófkjöri. Ég hef lokið BS gráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hef meðal annars starfað við blaðamennsku, rannsóknarstörf og skógrækt. Núna starfa ég sem leiðbeinandi hjá Víðistaðaskóla og handboltaþjálfari hjá FH. Auk þess er ég for-maður handknattleiksdeildar ÍH sem spilar í 1.deild kk. HSÍ og formaður Stefnis, f.u.s. í Hafnarfirði.

Unnur Lára Bryde gefur kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í prófkjöri flokksins sem fram mun fara 1. febrúar nk.

„Ég hef mikinn metnað fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og býð fram krafta mína til að gera góðan bæ öflugri og betri. Ég hef þá trú að með samstilltu átaki stjórn-málamanna og embættismanna getum við sett fullan kraft í að snúa neikvæðum horfum í fjármálum bæjarins við til þess að geta hafið sókn á ný í skólunum okkar, öldrunarþjónustu og á öllum þeim sviðum sem hafa árum saman þurft að líða fyrir fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Eitt af forgangsmálum næstu árin er að hverfa frá slakri fjármálastjórn meirihlutans í Hafnarfirði sem endalaust seilist í vasa bæjarbúa eftir meira fé”.

Unnur Lára er varaþingmaður Sjálfstæðis-flokksins í Suðvesturkjördæmi, hún er viðskiptafræðingur að mennt, hefur unnið

við framkvæmda og stjórnunarstörf, rekið eigin verslanir um árabil og starfar nú hjá Icelandair sem flugfreyja og við öryggis-þjálfun áhafna.

„Ég tel ákaflega mikilvægt að sjálfstæð-ismenn stilli upp sterkum lista og komi sameinaðir til kosninga í vor“

Unnur Lára hefur verið formaður Sjálf-stæðisfélagsins Fram Hafnarfirði frá árinu 2011, í stjórn félagsins frá árinu 2010 auk þess sem hún hefur setið í stjórn fulltrúa-ráðs Sjálfstæðisfélaganna frá árinu 2011. Frá árinu 2010 hefur hún verið fulltrúi flokksins í menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Unnur er 42 ára, gift Stefáni Hjaltested rafverktaka og eiga þau tvö börn, Jóhannes 20 ára og Amalíu 11 ára.

Sævar Már Gústavsson

Unnur Lára Bryde

4.sæti

2.sæti https://www.facebook.com/UnnurLara2.saeti

https://www.facebook.com/SaevarMarGustavsson

Page 4: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

HAMAR

4

„Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera Hafnar-fjörð að enn betri bæ þar sem íbúum og fyrirtækjum líður vel, álögum er stillt í hóf og jafnræði ríkir“

Helstu áherslur: • Ábyrg fjármálastjórn með áherslu á aðhald í rekstri

og nýfjárfestingum og lækkun skulda.• Skýr framtíðarsýn og atvinnuuppbygging þar sem

styrkleikar sveitarfélagsins fá notið sín.• Innra starf grunn og leikskóla í forgangi, aukum

fjölbreytileika og virkjum frumkvæði.• Styðjum við fjölbreytt starf íþrótta- og tómstunda-

félaga á ábyrgan hátt og hlúum að lista og menn-ingarstarfsemi.

• Skoðum fleiri leiðir varðandi búsetukosti ungs fólks og hinna tekjulægri.

• Endurskoðum stefnumótun í málefnum aldraðra til að tryggja viðunandi þjónustu.

• Greiðar samgöngur eru nauðsynlegar og mikil-vægt að stuðla að fjölbreytni í ferðamáta.

• Stuðla ber að því að allar stofnanir bæjarins móti sér umhverfisstefnu.

Helga Ingólfsdóttir er bæjarfulltrúi og fulltrúi flokksins í Fræðsluráði og Umhverfis- og fram-

kvæmdaráði. Hún hefur á kjörtímabilinu m.a. setið í byggingarnefnd um byggingu hjúkrunarheimilis, nefnd um mótun Umhverfis og Auðlindastefnu og verið tilnefnd í starfshópa um hjólastefnu, inn-leiðingu blátunnu og endurskoðun á skólastefnu Hafnarfjarðar.

Helga hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði frá 2007-2010 og varaformaður kjördæmisráðs Suðvesturkjördæmis á sama tíma. Er í trúnaðarráði sjálfstæðiskvenfélags-ins Vorboða og í stjórn Landssambands Sjálfstæð-iskvenna.

Helga starfar við sölu og markaðssetningu á byggingavörum. Hún starfaði um árabil sem rekstr-araðili við byggingu stálgrindarhúsa og tengd verk-efni og áður í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem gjaldkeri og við almenn bankastörf.

Helga er með Verslunarpróf og hefur stundað Rekstrar- og Viðskiptanám við Háskóla Íslands.

Helga er 52 ára og gift Aleksandr Stoljarov. Hún á þrjú börn, 14 ára dóttir og tvö uppkomin börn.

Helga Ingólfsdóttir1.-3.sæti

Aldur: 58 ára, mjólkurfræðingur og bæjarfulltrúi Fjölskylduhagir: Kvæntur Katrínu Einars-

dóttur og eigum við þrjú uppkomin börn og fimm barnabörn.

Starf: Forstöðumaður rannsóknarstofu MS.

Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Menntun: Nám við Flensborgarskóla, bú-

fræðingur frá Hvanneyri, nám í mjólkuriðn hjá Mjólkurbúi Flóamanna Selfossi og bóklegt og verk-legt nám frá dönskum mjólkurskóla.

Æviágrip og störf: Fæddur og uppalinn í

Hafnarfirði. Foreldrar Jón Kr. Jóhannesson trésmið-ur og Kristín Þorvarðardóttir húsmóðir. Starfað að námi loknu í mjólkuriðnaði, og frá 1982 hjá Osta – og smjörsölunni og síðan hjá MS frá 2007. Var í stjórn Mjólkurfræðingafélagsins 1982 til 2002, lengst af sem formaður. Einnig setið í sambandsstjórn ASÍ og á þingum þess Hef starfað innan Sjálfstæðisflokks-ins síðan 1978 og í verkalýðsráði þar í allmörg ár. Hef verið í stjórn og varaformaður sjálfstæðisfélagsins Þórs hef einnig setið í stjórn sjálfstæðisfélagsins

Fram og í stjórn fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna. Í kosningum 2006 skipaði ég níunda sæti á lista flokksins, og sat á tímabili í Skipulags og bygging-arráði og einnig í framkvæmdarráði. Í síðustu kosn-ingum skipaði ég 4 sæti á lista flokksins og sem bæjarfulltrúi hef ég setið í fjölskylduráði og í starfs-hópum varðandi samskipti Hafnarfjarðarbæjar og íþróttaheyfingarinnar einnig í starfshópi sem lagði mat á stöðu öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu. Er einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Hraun-borgar og hef gegnt þar flestum embættum, m.a. sem forseti 1989-1990. Síðustu sjö ár í sóknarnefnd Ástjarnarkirkju og formaður sóknarnefndar síðustu fimm ár.

Áherslur fyrir Hafnarfjörð: Sterka og ábyrga fjármálastjórn, og standa vörð um atvinnu Hafn-firðinga. Samgöngumál,klára vegtengingu milli hverfa Vellir / Ásland. Standa vörð um grunnþjón-ustu, velferð, forvarnarstarf og mikilvægi íþrótta- og æskulýsstarfs. Leita verði allra leiða til að fjölga íbúðum í félagslega leiguhúsnæðiskerfinu.

Markmið í prófkjörinu: Ég býð mig fram í 1- 3 sæti.

Geir Jónsson 1.-3.sæti

www.facebook.com/helgaIngolfs123

www.facebook.com/geirjons

Page 5: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

HAMAR

Ég er 55 ára, verkfræðingur og bæjarfull-trúi, kvæntur Þuríði Erlu Halldórsdóttur, hár-greiðslumeistara í Hafnarfirði, og við eigum tvo syni, 25 og 19 ára. Ég býð mig fram í 1. sæti framboðslista okkar sjálfstæðismanna, til þess að leiða hóp okkar til meirihluta í bæjarstjórn-arkosningunum í vor.

Reynsla úr námi og störfumÉg starfa hjá hátæknifyrirtækinu Marel, þar

sem ég hef tekið þátt í uppbyggingu og vexti fyrirtækisins sl. 21 ár. Ég lauk verkfræðiprófi frá Háskóla Íslands og meistara- og doktorsprófi í Bandaríkjunum, þar sem ég stofnaði og starf-rækti sprotafyrirtæki ásamt öðrum, með námi. Einnig hef ég sinnt ráðgjöf og kennslu í tæknigreinum, stutt við frumkvöðlastarf í at-vinnulífinu og miðlað af reynslu minni þar. Ég gegni núna formennsku Verkfræðingafélags Íslands.

Árangursríkt starf með SjálfstæðisflokknumÉg hef verið virkur þátttakandi í starfi

Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið og bý

að langri reynslu af árangursríku starfi með sjálfstæðisfólki í Hafnarfirði. Ég gegndi for-mennsku í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í bænum þegar við hlutum metfylgi undan-farinna áratuga í bæjarstjórnarkosningum vorið 2002.

Fyrir fjórum árum gaf ég fyrst kost á mér í bæjarstjórn, þar sem ég hlaut viðtækan stuðning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ég hef sem bæjarfulltrúi starfað í fræðsluráði og er nú í bæjarráði.

MarkmiðÞað er löngu kominn tími á breytingar í

bæjarstjórn, að setja frumkvæði og krafta fjölskyldna og fyrirtækja í forgang, til þess að efla lífsgæði okkar og samfélag. Með því að gefa kost á mér í 1. sæti framboðslistans býð ég fram reynslu mína og krafta til þess að leiða hóp sjálfstæðisfólks til góðra verka og nýrra tíma fyrir Hafnarfjörð í bæjarstjórnar-kosningum að vori.

Kristinn Andersen1.sæti

Kristín Thorddsen sækist eftir 2-3 sæti

Ég er 45 ára, fædd og uppalin í Setbergs-hverfinu í Hafnarfirði og hef búið þar alla mína tíð. Ég er í sambúð með Steinari Braga-syni, flugstjóra hjá Icelandair og eigum við 4 börn, Inga þór 21 árs, Arngrím Braga 17 ára, Daníel Freyr 8 ára og Ásgeir Stein 5 ára. For-eldrar mínir eru Þórunn Christiansen og Björn Thoroddsen og er ég elst fimm systk-ina.

Skólaganga mín hófst í Lækjarskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ og tækniteiknaranámi við Iðnskól-ann í Hafnarfirði. Siðastliðið vor útskrifaðist ég með BS.c í ferðamálafræði við Háskóla Ís-lands. Í dag starfa ég hjá Icelandair.

Ég hef látið til mín taka í leik- og grunn-skólum Hafnarfjarðar og er formaður for-eldrafélags Setbergsskóla. Í dag sit eg í stjórn Vorboðans, félags Sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði.

Baráttumál mín eru fjölskyldu og atvinnu-mál ásamt mennta- og ferðamálum. Ég tel að kraftar mínir, menntun og áhugi geri Sjálf-stæðisflokkinn sterkari og áhugaverðari kost þegar bæjarbúar ganga til kosninga nú í vor. Hafnarfjörður þarf kraftmikla einstak-linga í sínum röðum til að taka á málum hér í bænum, svo hægt verði að byggja upp sam-félag sem bæjarbúar geti verið stoltir af.

Skuldastaða bæjarins er erfið en ég tel að í Hafnarfirði séu fjölmörg ónýtt tækifæri til atvinnusköpunar. Til þess að hér megi ríkja sátt og að hér geti orðið nauðsynlegar fram-farir þá þarf að taka ákvarðanir, sem eru réttar fyrir Hafnfirðinga sjálfa en eru ekki teknar vegna hagsmunaþrýstings, gamalla vandamála né annarra synda fortíðarinnar. Bæjarbúar þurfa að hafa val um flokk sem endurspeglar þverskurð hafnfirsks samfé-lags.

Þú og ég erum Hafnarfjörður !

Kristín Thoroddsen 2.-3.sæti

5

www.facebook.com/kristin2til3

www.facebook.com/kristinnandersen

Page 6: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

HAMAR

6

Grunnstoðir samfélags okkar mótast af því hve miklum fjármunum bærinn hefur úr að spila hverju sinni. Velferð aldraðra, skólar og leikskólar, þjónusta við bæjarbúa s.s. snjó-mokstur, hálkuvarnir, aðstaða til útivistar og íþróttastarfs, félagsþjónusta margskonar eins og t.d. félagslegt húsnæði svo og flest-ir þeir þættir er snerta okkar daglega líf auk álagningarprósentu skatta mótast af fjár-hagsstöðu bæjarins hverju sinni.

Festa og ábyrgð.Í sveitarstjórnarkosningunum ræðst

hvort haldið verði áfram á braut stöðnunar og úrræðaleysis eða hvort tekið verði á fjár-hagsvanda Hafnarfjarðarbæjar með festu og ábyrgð og byggt upp til framtíðar. Sjálf-stæðisflokkurinn hefur á kjörtímabilinu mótað og lagt fram ábyrgar tillögur sem stefna að því marki að lækka skuldir, auka hagkvæmni í rekstri og ná með því auknu fé til þeirra þátta sem ég kom að hér að ofan og snerta á öllum grunnstoðum samfélagsins. Við í bæjarmálahópi Sjálfstæðisflokksins

höfum verið samstíga í þessari stefnumót-un og tillögum. Fái ég umboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins mun ég halda áfram að fylgja þeirri stefnu.

Um mig.Ég er 60 ára, er giftur Önnu Pálsdóttur,

hárgreiðslumeistara og eigum við tvö börn. Ég er húsasmiður að mennt, vann hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar í 35 ár og samhliða slökkvistarfinu rak ég ásamt Páli Pálssyni Fjarðarplast sf. í 16 ár. Ég hef verið gjaldkeri fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði frá árinu 2007 og tekið virkan þátt í starfi flokksins öll þessi ár. Ég er 1. vara-maður í bæjarstjórn, sat í hafnarstjórn og sit nú í Skipulags- og byggingaráði og Umhverf-is- og framkvæmdaráði.

Ég hvet alla til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjöri okkar Sjálfstæðismanna.

www.ingitomasson.is

Ingi Tómasson2.sæti

Fæðingarár: 1966

Fjölskylduhagir: Giftur Berglindi Guð-mundsdóttur landslagsarkitekt á skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar. Eiga þrjú börn; Krist-ínu, fjallkonu Hafnarfjarðar 2013 eða Söru svörtu í “Fólkinu í blokkinni,” leiklistarnemi í LHÍ, Starkað trúbador og menntaskólanema og Breka fótbolta-snilling og nema Lækjarskóla.

Menntun: Lismálari frá Myndlista- og handíða-skóla Íslands, leikmyndagerð í Statens Teaterskole Köbenhavn og meistarapróf í listkennslu frá Lista-háskóla Íslands nú í vor.

Starf: Listmálari.

Býð mig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum.

“Virkjum grunnskólanna”. Hámark 20 börn í bekk í grunnskóla. Ekki 30 eins og td. er núna í Lækjarskóla. Menntun barnanna okkar er mikil-vægasta fjarfestingin.

“Virkjum ferðaþjónustuna”. Hættum að sel-flytja ferðamenn úr farþegaskipunum út úr bæn-um. Krýsuvíkin, hverirnir, Reykjanesið, náttúran og hraunið hafa allt til brunns að bera að vera litli “Gullni hringurinn” fyrir alla sem ekki hafa tíma til að fara í þann stóra td. flestir ráðstefnugestir lands-ins. Hugsum grænt.

“Virkjum Hafnarfjörð” Skemmtum okkur í heimabyggð. Eflum lífið í bænum, lífgum upp á miðbæjarlífið með aukinni verslun og veitinga-stöðum. Gerum Flensborgarhöfn að eftirsóttu svæði með veitingahúsum, kaffihúsum, vinnu-stofum, opnum fiskmarkaði og sérverslunum.

“Virkjum Hellisgerði” sem er einn fallegasti skrúðgarður landsins. Færum jólaþorpið okkar fræga í garðinn og eflum hann ár frá ári og búum til flottasta jólaþorp í heimi. Nútímavæðum Hellis-gerði og setjum um leið garðinn í toppstand fyrir 100 afmælið hans.

Höldum bæjarhátíð sem allir öfunda okkur af. Hátíð td. tengda hafinu eða endurvekjum Jónsmes-suhátíðina í Hellsigerði. Fyllum bæinn af fólki.

Eflum menningu og listir í bænum og gerum líf-ið svo miklu skemmtilegra !

Pétur Gautur4.sæti facebook.com/Pétur Gautur 4. sæti

https://www.facebook.com/ingitomasson

Page 7: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

Hafnarfjörður blómstri sem aldrei fyrr

Mörg spennandi verkefni sem bíða okkar í Hafnarfirði á komandi árum. Hér eru fjöl-mörg tækifæri til staðar sem verður að nýta til að efla bæinn og styrkja. Sérstaklega eru mér hugleikin tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu en brýnt er að bæjarfélagið sé góður valkostur fyrir ný fyrirtæki og at-vinnuþróun af ýmsu tagi.

Slíkt skapar dýrmæt störf fyrir íbúana og mestu tekjurnar fyrir bæjarfélagið. Þannig aukum við möguleikana á að lækka skuldir bæjarins um leið og við eflum innviði hans, skólana, íþróttastarfið, aðstöðu eldri borgara og fatlaðra og aðra þjónustu við íbúana. Öll eigum við þá sameiginlegu framtíðarsýn að Hafnarfjörður nái aftur vopnum sínum og blómstri sem aldrei fyrr. Við eigum einstak-an bæ og einstakt samfélag fólks sem gefur Hafnarfirði sérstöðu meðal annarra sveitar-félaga. Þessa sérstöðu eigum við að nýta.

Ég hef verið í bæjarstjórn og bæjarráði frá

árinu 2006 og hef m.a. setið í fræðsluráði bæjarins og skipulags- og byggingarráði. Hef ég því öðlast talsverða reynslu og þekkingu á innviðum samfélagsins okkar. Þá veit ég hvaða verkefni eru brýnust til að bæta hag Hafnfirðinga. En það þarf að forgangsraða í þágu íbúanna og fyrirtækjanna og taka á málum af ábyrgð. Og ekki síður er mikilvægt að hafa kjark til að leita nýrra leiða í þeim efnum.

Það er kominn tími á breytingar í Hafnar-firði. Ég óska eftir því að fá að leiða slíkar breytingar og hef því gefið kost á mér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem framundan er.

Með bjartsýni, frumkvæði, og stefnufestu að leiðarljósi vil ég hafa forystu um að byggja upp í Hafnarfirði.

Rósa Guðbjartsdóttir er 48 ára ritstjóri og bæjarfulltrúi. Gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn.

Ég heiti Skarphéðinn Orri Björnsson og óska eftir stuðningi í 3. sætið í prófkjörinu.

Ég legg megináherslu á að bæta skólana ekki síst með gjörbreyttum kjarasamningum við kennara. Tryggja fyrsta flokks þjónustu við bæjarbúa á sem hagkvæmastan hátt. Ég vil ýta undir uppbyggingu og almenna efl-ingu atvinnulífs í Hafnarfirði. Ég tel einstak-lingsfrelsi meginstoð góðra lífskjara og vil leggja mitt af mörkum til að hámarka það. Frjálslyndi til orðs og æðis leyðir til betra lífs, við skulum standa vörð um það.

Ég hef lengst af starfað í lyfja- og líftækni-geiranum bæði hérlendis og erlendis, nú síð-ast sem framkvæmdastjóri líftæknifyrirtæk-isins Algalíf, sem vinnur að byggingu stórrar líftækniverksmiðju á Ásbrú. Ég er 42 ára, gift-ur Princess Björnsson snyrtifræðingi.

Ég hef tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokks-ins frá unglingsárum og hef með hléum verið fulltrúi flokksins í nefndum og ráðum

Hafnarfjarðarbæjar, og varabæjarfulltrúi, síð-ustu tuttugu árin.

Víðtæk reynsla af atvinnu- og stjórnmál-um er notadrjúgt veganesti nú þegar rjúfa þarf kyrrstöðuna í Hafnarfirði. Vegna þröngr-ar skuldastöðu bæjarsjóðs er mikilvægt að auka umsvif í bæjarfélaginu svo skatttekjur vaxi og bæjarfélagið eflist. Hafnarfjörður er spennandi bær með ótæmandi möguleika, þá þarf að nýta. Eftir nær samfellda stjórn vinstrimanna síðustu þrjá áratugi er kom-inn tími til að breyta. Öflugur framboðslisti Sjálfstæðisflokksins getur verið upphaf og afl breytinga. Með virkum samræðum við bæjarbúa, raunhæfum áætlunum, jákvæðni og bjartsýni getur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í vor og unnið að því að gera Hafnar-fjörð að betri bæ. Stöndum saman um það markmið.

Ég er einarður talsmaður einstaklingsfrels-is, einkaframtaks og frjálslyndis til orðs og æðis. Það er þörf á slíkri rödd.

HAMAR

7

Rósa Guðbjartsdóttir1.sæti

Skarphéðinn Orri Björnsson3.sæti www.facebook.com/skarphedinnorri

www.facebook.com/rosa1saeti

Page 8: Hamar 1 tölublað 68 árgangur

- Tilvalið gjafakort

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga www.FJARDARKAUP.isðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fi

- ÞAR SEM HUGMYNDIRNAR KVIKNA -

Í Rokku er frábært úrval af garni, lopa og öðrumhannyrðavörum: Hannyrðablöð og bækur meðathyglisverðum uppskriftum. Prjóna- og heklusett,nálabox, handavinnutöskur, handgerðar tölur og

Komdu í Rokku og fáðu góðar hugmyndir.