22
2. tbl • 2. árg. Apríl 2016 Sigurlið VIKING deildarinnar 2015 PINNARNIR VÍKING deildin snýr aftur Félagsferð til Morgado Innanfélagsmót í sumar Félagsstarfið Siggeir Kolbeins formaður mótanefndar GM Nýr stigalisti félagsmanna – 66° listinn Val í keppnissveitir GM

GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Þá er annað tölublað GolfMos komið út. Blaðið er upplýsingarrit fyrir félagsmenn GM um innanfélagsstarf sumarsins 2016. Í blaðinu er að finna upplýsingar um helstu innanfélagsmót ásamt viðtali við formann mótanefndar.

Citation preview

Page 1: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

2. tbl • 2. árg. • Apríl 2016

Sigurlið VIKING deildarinnar 2015PINNARNIR

VÍKING deildin snýr afturFélagsferð til Morgado

Innanfélagsmót í sumarFélagsstarfiðSiggeir Kolbeins formaður mótanefndar GMNýr stigalisti félagsmanna – 66° listinn

Val í keppnissveitir GM

Page 2: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Þú kemst alltaf í bankann á L.is

Farsímabanki Landsbankans hefur fengið nýtt útlit og viðbætur sem veita þér enn betri yfirsýn yfir fjármálin. Á L.is geturðu framkvæmt allar helstu bankaaðgerðir og þarft engan auðkennislykil.

Page 3: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

3

postdreifing.is

PÓSTDREIFING sér um að koma

þínum fjölpósti inn á réttu heimilin

í landinu, sex daga vikunnar

– í tæka tíð.TIL: Rétta markhópsins

FRÁ: Þínu fyrirtæki

Við látum það berast

Ágæti félagsmaðurNú er sumarið handan við hornið og félagsmenn eflaust farnir að hlakka til að komast út á völl. Það er ekki laust við að það séu spennandi tímar hjá GM en skóflustunga nýrrar Íþróttamiðstöðvar við Hlíðavöll var tekin í byrjun apríl og framkvæmdir eru hafnar.

Eflaust væri hægt að skrifa ýmislegt skemmtilegt um það verkefni en það er ekki efni þessa tölublaðs GolfMos. Aðal atriðið í þessu blaði er að miðla til félagsmanna þeirri skemmtilegu mótadagskrá sem búið er að setja saman fyrir sumarið. Ég vona svo sannarlega að félagsmenn muni njóta þeirra móta sem haldin verða – bæði nýrra móta og ekki síður gamalla kunningja.

Við skipulagningu móta og viðburðadagskrár klúbbsins hefur verið leitast við að hafa hana eins fjölbreytta og hægt er. Ennfremur hefur verið farið sérstaklega yfir öll mótsgjöld og leitast við að stilla þeim í hóf. Þó er rétt að minna á að mörg þessara móta eru með einum eða öðrum hætti fjáröflunarmót fyrir starfsemi klúbbsins. Má t.d. benda sérstaklega á GM mótaröðina en hún er haldin sérstaklega vegna þess kostnaðar sem leggst á GM vegna keppnissveita klúbbsins.

Ef nefna ætti eitt atriði sem sérstaklega verður gaman að fylgjast með í sumar er líklegt að erfitt yrði að velja. Af þeirri ástæðu ætla ég að nefna tvennt sem við erum sérstaklega

spennt fyrir. Annarsvegar er það 66° listinn – stiga-listi félagsmanna. Betur er fjallað um hann í grein í blaðinu en ekki er vitað til þess að klúbbur hafi ráðist í jafn metnaðarfullt verkefni tengdum stigalista félags-manna áður.

Ekki síður verður spenn-andi að fylgjast með VÍK-ING deildinni á sínu öðru ári. Í fyrra tókst afar vel til með VÍKING deildina en 10 lið tóku þátt í 2 riðlum. Nú er stefnan sett á 16 lið í 4 riðlum og er ljóst að hart verður barist um sigurinn í VÍKING deild-inni þetta árið.

Innanfélagsmót munu vonandi skipa stóran sess í rekstri og starfsemi GM um ókomna tíð. Leitast verður við að bæta og skerpa á mótahaldi klúbbsins fyrir hvert ár og bæta það sem betur má fara. Ég vil því hvetja ykkur félagsmenn til að vera virk í innanfélagsmótum klúbbsins og ennfremur að láta allar góðar hugmyndir um mótahaldið koma fram.

Með vorkveðju, Gunnar Ingi

Page 4: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

4

GM mótaröðin og 66° listinnNý innanfélagsmótaröð fyrir alla félagsmenn GMSumarið 2016 verður bryddað upp á þeirri nýjung í mótahaldi GM að innanfélagsmótaröðin verður leikin á báðum vallarsvæðum undir nafninu GM mótaröðin. Alls verða haldin 8 innanfélagsmót á GM mótaröðinni sumarið 2016 og verður leikið á báðum vallarsvæðum eins og áður sagði. Móta-röðin kemur að einhverju leyti í staðinn fyrir þær safnmótaraðir sem haldnar hafa verið fram til þessa hjá klúbbnum og eru til styrktar keppnissveitum GM í unglinga-, öldunga- og meistaraflokki. Hugmyndin með henni er að sameina alla félagsmenn í einni mótaröð óháð aldri og getu.

Punktamót sem leikin verða á báðum vallarsvæðum Öll mótin í GM mótaröðinni eru punktamót og er hæst gefið 36 í forgjöf kvenna og 32 í forgjöf karla. Hvert mót er einstakt mót og eru veitt 4 vegleg

nándarverðlaun og síðan að minnsta kosti ein verðlaun fyrir mestan punkta-fjölda keppenda.

Mót á GM mótaröðinni 2016 1 Hlíðavöllur 11. maí 2 Bakkakot 18. maí 3 Hlíðavöllur 15. júní4 Hlíðavöllur 13. júlí 5 Hlíðavöllur 10. ágúst 6 Bakkakot 28. ágúst 7 Hlíðavöllur 4. sept 8 Bakkakot 18. sept

Eins og áður sagði eru mótin leikin á báðum vallarsvæðum GM og er hvert mót með sérstakan styrktaraðila. Í fyrstu þremur mótunum er ekki hægt að leika á vallarsvæðunum nema með þátttöku í mótum, mótsgjald tekur mið af því og er aðeins 1.000 kr. Á seinni 5 mótunum eru vallarsvæðin opin fyrir leik félagsmanna á sama tíma og því

valfrjálst að taka þátt í GM móta-röðinni. Mótsgjald á seinni 5 mótin er 2.000 kr. Það er von okkar að sem flestir félagsmenn sæki GM mótaröðina en fyrirmynd hennar er t.d. afar vel heppnuð mótaröð sem GS heldur úti á Suðurnesjum fyrir sína félagsmenn.

Nýr stigalisti félagsmanna – 66° listinn Þetta er þó ekki eina nýjungin í innan-félagsmótum GM sumarið 2016. Á öllum mótum sem haldin eru af GM safna félagsmenn GM stigum inn á nýjan stigalista félagsmanna sem ber nafnið 66° listinn. Haldið verður utan um lista fyrir bæði konur og karla en listarnir eru annars óháðir forgjöf eða aldri.

Fyrirmynd þessa lista eru t.d. stiga-listi Eimskips mótaraðarinnar og síðan FedEx listinn á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Félagsmenn GM fá

Page 5: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

5

stig fyrir þátttöku í öllum mótum sem GM heldur hvort sem þau eru innan-félags eða opin.

Stigagjöfin er mismunandi en listi yfir hana verður birtur á vefnum fyrirfram. Eftir hvert mót verður staða félagsmanna á listanum uppfærð og birt á vefnum. Félagsmenn geta því fylgst með gengi sínu á listanum allt sumarið. Þau mót sem gefa stig inn á 66° listann eru:

• Titleist holukeppnin • Mót á GM mótaröðinni • Valin opin mót á vegum GM • Sólstöðumótið • Meistaramót GM • Bændaglíma GM

Vegleg verðlaun fyrir 5 efstu sætin á aðskildum listum karla og kvenna Á uppskeruhátíð GM verða síðan veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í kvenna- og karlaflokki. Til mikils er að vinna en vegleg verðlaun verða í boði 66° norður sem er sérstakur styrktaraðili 66° list-ans.

1. sæti: 50 þús kr. gjafabréf hjá 66° 2. sæti: 35 þús kr. gjafabréf hjá 66° 3. sæti: 20 þús kr. gjafabréf hjá 66° 4. sæti: 15 þús kr. gjafabréf hjá 66° 5. sæti: 10 þús kr. gjafabréf hjá 66°

Það er ljóst að hér er á ferðinni afar spennandi nýjung í mótahaldi golf-klúbba á Íslandi en okkur er ekki kunnugt um að haldið hafi verið utan um stigalista meðal almennra félags-manna í golfklúbbi af þessari stærðar-gráðu áður.

Enga skráningu þarf til að taka þátt í 66° listanum en allir félagsmenn sem taka þátt í mótum verða sjálfkrafa með. Enn-fremur er ekkert þátttökugjald og þátttaka því félagsmönnum ókeypis.

Skráning í stök mót á GM mótaröðinni hefst viku fyrir mótsdaga. Þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir hvern kylfing á fyrstu 3 mótin en eftir það 2.000 kr. og fer skráning fram inn á www.golf.is.

Page 6: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

6

Liðakeppni GM – VÍKING deildinUtandeild í golfi fyrir félagsmenn GM með sveitakeppnisfyrirkomulagi og forgjöf Síðasta sumar var keppt í fyrsta skipti í VÍKING deild-inni á vegum GM. Keppni í deildinni fer þannig fram að 5 eða 6 félagsmenn taka sig saman og mynda lið. Skipt er í riðla og síðan leikið innbyrðis í riðlinum en eftir það taka við úrslit.

Keppni er með því fyrirkomulagi að alls leika 4 leikmenn úr hverju liði hvern leik. Leiknir eru tveir tvímenningsleikir og einn fjórmenningur. Því er leikið með afar svipuðu fyrir-komulagi og í sveitakeppni GSÍ nema að leikið er með for-gjöf.

VÍKING deildin er því sannarlega fyrir alla félagsmenn óháð getu og aldri. Það var mjög gaman að fylgjast með oft ólíkum liðum eigast við sumarið 2015 en alls tóku 10 lið þátt í tveimur riðlum.

Leikið á báðum vallarsvæðum og í fjórum riðlum Leikið verður á báðum vallarsvæðum GM og eru umferðir leiknar í heild sinni á hvoru vallarsvæði fyrir sig í fyrirfram ákveðnum leikvikum. Leiknar verða tvær leikvikur í riðla-keppni á Hlíðavelli og ein leikvika í Bakkakoti. Í úrslitum fara 8 liða úrslit fram á Hlíðavelli, 4 liða úrslit skulu leikin í Bakkakoti en úrslitaleikir fara fram á Hlíðavelli.

Í ár verður liðum fjölgað úr 10 í 16. Leikið verður í fjórum 4 liða riðlum þar sem allir leika við alla. Því eru leiknir þrír leikir í riðlakeppni. 4 leikmenn leika í hverri umferð og skulu leiknir þrír leikir alls. Einn fjórmenningur og tveir tvímenn-ingar.

Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið í bæði A og B úrslitum. Efstu 2 liðin í riðli fara í A úrslit en neðri liðin 2 fara í B úrslit. Leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi bæði í A og B úrslitum sem hefjast með 8 liða úrslitum og svo koll af kolli þangað til VÍKING meistarar liggja fyrir og sigur-vegarar B úrslita.

Skemmtilegasta mót sumarsins? Það eru margir sem segja að sveitakeppni GSÍ í golfi sé skemmtilegasta golfmót sem hægt er að taka þátt í. Fæstir kylfingar fá þó að upplifa stemninguna sem fylgir því að leika í liði í golfi. Í VÍKING deildinni gefst kylfingum því frábært tækifæri til að upplifa þetta skemmtilega leikfyrirkomulag.

Lið skulu velja sér virðuleg liðsnöfn og eru lið einnig hvött til þess að samræma fatnað sinn og skapa eins mikla stemn-ingu eins og mögulegt er.

Skráning í VÍKING deildina er hafin og stendur til 20. maí – eða þangað til 16 lið hafa skráð sig til leiks. Þátttökugjald er 3.900 kr. fyrir hvern kylfing. Skráning liða er á [email protected]

Page 7: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

Léttöl

Skál fyrir Sigga Geirs. Hann kann allar golfreglurnar og passar að allt fari

vel fram.

Siggi Geirs – skál fyrir þér!

Page 8: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

8

Sólstöðumót GMFyrsta mótið sem haldið er á báðum vallar-svæðum GM Í fyrra var í fyrsta skipti haldið svokallað Sólstöðumót GM. Mótið verður haldið aftur í sumar en með þó nokkuð breyttu sniði frá 2015. Að þessu sinni verður leikið 24. og 25. júní.

Sólstöðumót GM er leikið á báðum vallarsvæðum GM og er mótið 27 holur. Leikið er á Hlíðavelli á föstudegi og á laugardeginum er leikið í Bakkakoti.

Mótið verður tveggja daga golfmót þar sem keppt er í 3 forgjafarflokkum og ræst út eftir flokkum og skori seinni keppnisdaginn. Keppt verður í 2 flokkum í höggleik með for-gjöf og einum flokki í punktakeppni með forgjöf.

1. flokkur – forgjöf 15 og undir 2. flokkur – forgjöf 15,1 til 25,0 3. flokkur – forgjöf 25,1 og yfir

Veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sætin í hverjum flokki fyrir sig ásamt því að Vallarmeistari GM verður krýndur en það er sá kylfingur sem leikur holurnar 27 á besta skorinu með for-gjöf.

Glatt á hjalla bæði kvöldin Á föstudagskvöldinu verður bjórkvöld GM í skálanum á Hlíðavelli og eflaust glatt á hjalla. Haldið verður skemmtilegt Pub Quiz ásamt því að Pílumeistari GM verður mögulega krýndur. Stefnt verður að bjórkynningu ásamt lifandi tónlist.

Á laugardagskvöldinu verður verðlaunaafhending og grill-veisla í Bakkakoti fyrir Sólstöðumótið um leið og síðustu kylfingar koma í hús.

Jónsmessuþrautir og gleði á laugardagskvöldinu Að grilli og verðlaunaafhendingu fyrir Sólstöðumótið loknu verður Jónsmessumót GM haldið í Bakkakoti. Þar þurfa félagsmenn að glíma við ýmsar skemmtilegar þrautir sem knýja þá til að nýta öll þau brögð sem þeir hafa í golfpok-anum. Eftir mótið verða þeir félagsmenn sem sýnt hafa mest klókindi verðlaunaðir fyrir sín afrek.

Að móti loknu verður létt verðlaunaafhending fyrir ill-skástu þrautakóngana. Boðið verður upp á rútuferð úr dalnum en stoppað verður á Hvíta Riddaranum, þar sem við munum við heilsa upp á samborgara okkar sem ekki spila golf.

Skráning í Sólstöðumót GM hefst þann 15. júní og stendur til 23. júní – eða þangað til uppselt verður í mótið. Þátttökugjald er 2.900 kr. fyrir hvern kylfing og fer skráning ásamt greiðslu fram inn á www.golf.is.

Greitt verður sérstaklega fyrir grillmat á laugardagskvöldinu og þurfa kylfingar að panta mat daginn áður. Ekkert gjald verður tekið fyrir þátttöku í Jónsmessumóti GM en rukkað verður lágmarksgjald fyrir rútuferð niður á Hvíta Riddarann eða N1 Ártúnshöfða.

Page 9: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

9

Meistaramót GMHápunktur sumarsins í innan félagsmótum GM – mót fyrir alla kylfinga Margir kylfingar kannast við að skoða dagsetningu Meistara-mótsins vandlega þegar kemur að skipulagningu sumarfría. Það er ekki skrýtið enda Meistaramót ákveðinn hápunktur á hverju golfsumri og eitthvað sem engin kylfingur á að láta fram hjá sér fara.

Það er líka sérstök upplifun að leika í Meistaramóti GM. Félagsmenn njóta þess að afar afslöppuð og þægileg stemning er í Meistaramótinu og sést það kannski best á lokadeginum en þá er hattaþema og mæta kylfingar með skemmtilega hatta til að lífga upp á lokaumferðina – og kannski minnka aðeins spennuna.

Hefðbundið fyrirkomulag – höggleikur og flokkaskipt Meistaramót Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2016 fer fram dagana 4.–9. júlí. Opnað verður fyrir skráningar þann 30. maí og eru félagar hvattir til að skrá sig og þeir eru allir gjaldgengir í mótið sem hafa skráða forgjöf og hafa gengið frá félagsgjaldi fyrir árið 2016.

Keppnin er höggleikur án forgjafar nema í 3. flokki kvenna og 5. flokki karla en þar er keppt í punktakeppni. Í flokki öldunga er keppt bæði með og án forgjafar. Aldursmörk mið-ast við síðustu áramót.

Þátttökugjald fyrir fullorðna verður 7.000 kr. en innfalið í gjaldinu er gómsætur grillmatur á lokahófinu. Þeir flokkar sem leika færri en 4 hringi greiða lægra gjald eftir fjölda hringja.

Glæsilegt lokahóf með lifandi tónlist Það hefur skapast góð hefð í gegnum árin að halda veglegt lokahóf fyrir mótsgesti eftir að leik lýkur á laugardeginum. Í lokahófinu verða þrír efstu kylfingar í hverjum flokki heiðr-aðir en verðlaunagripir í Meistaramóti GM eru sérstaklega vandaðir steinar frá S.Helgason sem gaman er að geyma á arinhillunni eða bara hvaða hillu sem er.

Verðlaun eru einnig veitt fyrir skemmilegasta hattinn á lokadeginum og er ljóst að nú stefnir í harða baráttu hvað þetta verðar en heyrst hefur að einhverjir hafi hafið undir-búning um leið og Meistaramóti 2015 lauk.

Skráning í Meistaramót GM hefst þann 30. maí og stendur til 30. júní. Almennt þátttökugjald er 7.000 kr. fyrir hvern kylfing og fer skráning ásamt greiðslu fram inn á www.golf.is. Innifalið er grillmatur í lokahófi. Flokkar sem leika færri en 4 hringi greiða lægra mótsgjald en upplýsingar um það verður að finna á www.golf.is.

Page 10: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

10

Titleist holukeppninMeistaramót GM í holukeppni – keppt í karla og kvennaflokki og glæsileg verðlaun Fastur liður í innanfélagsmótum íslenskra golfklúbba eru holukeppnir. Þó að GM sé sannarlega með aragrúa skemmti-legra móta fyrir okkar félagsmenn látum við ekki deigan síga og bjóðum einnig upp á skemmtilega holukeppni.

Keppnin er aðskilin fyrir karla og konur. Sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki hlýtur að launum glæsilegan Titleist Staff golfpoka með nafninu sínu og merki GM útsaumuðu í en verðmæti pokans er tæpar 70 þúsund krónur. Sigurvegarar mætast síðan í úrslitaleik kynjanna.

Undankeppni stendur yfir í heila vikuUndankeppni fyrir holukeppnina verður haldin í heilli viku frá 7. til 16. maí. Í undankeppninni er leikinn 18 holu punkta-keppni með forgjöf. Greiða verður fyrir hringinn áður en farið er út að spila, við greiðslu er afhent sérstakt skorkort sem síðan er skilað undirrituðu í skorkortakassa.

Spila má eins marga hringi og menn og konur vilja gegn 2.000 kr. greiðslu í vikunni sem undankeppnin fer fram. Gildir þá besti hringur leikmanns sem ákvarðar hverjir kom-ast áfram í holukeppnina.

Niðurskurður eftir forkeppniEftir undankeppni verður skorið niður og hin eiginlega holu-keppni hefst. Niðurskurður í karla og kvennaflokki fer eftir fjölda kylfinga sem skrá sig eins og hér segir:

Fleiri en 128 kylfingar – 128 komast áfram í holukeppni 64–127 kylfingar – 64 komast áfram í holukeppni 32–63 kylfingar – 32 komast áfram í holukeppni 16–31 kylfingur – 16 komast áfram í holukeppni 8–15 kylfingar – 8 komast áfram í holukeppni færri en 8 kylfingar – keppni í flokki fellur niður

Í hinni eiginlegu holukeppni er leyfilegt að leika á báðum vallarsvæðum klúbbsins. Holukeppnin er síðan leikin með 3/4 af mismun af forgjöf keppanda. Ef munurinn endar á 0,5 eða meira hækkar munurinn upp í næstu heilu tölu þ.e. 1 en ef munurinn er 0,4 fer hún niður í næstu tölu fyrir neðan þ.e. núll.

Keppt er í leikvikum og stendur keppnin yfir allt sumarið. Reynt er að tryggja að umferðir lengist yfir hásumarið og því geti sem flestir tekið þátt.

Verður metþátttaka í sumar? Þátttaka í Titleist holukeppninni sumarið 2015 var mjög góð og var þátttaka kvenna sérstaklega glæsileg en yfir 40 konur tóku þátt í undankeppninni. Nú standa vonir til að yfir 64

konur taki þátt í undankeppninni. Í fyrra komust 64 karlar áfram eftir undankeppnina og væri mjög gaman að sjá þá fara yfir 128.

Forkeppni fyrir Titleist Holukeppnina verður frá 7. til 16. maí. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir hvern kylfing og fer skráning fram á www.golf.is. Kylfingar eru áminntir um að þeir þurfa að tilkynna að þeir ætli sér að leika í forkeppninni ÁÐUR en leikur hefst með skráningu í mótið á www.golf.is og greiðslu mótsgjalds.

Kristján Þór Einarsson og Kristín María Þorsteinsdóttir, sigurvegarar í Titleist holukeppninni 2015 með verðlaunagripi sína.

Page 11: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

JORDAN SPIETH BUBBA WATSON HENRIK STENSONBUBBA WATSON ADAM SCOTT

RICKIE FOWLER BRITTANY LINCICOME ZACH JOHNSON

LOUIS OOSTHUIZEN JIMMY WALKER

CRISTIE KERR

BILLY HORSCHEL

BROOKS KOEPKA ROBERT STREB

AZAHARA MUNOZCHARLEY HOFFMAN

IAN POULTER BILL HAAS SCOTT PIERCY

FLESTIR AF BESTU KYLFINGUM HEIMS

TREYSTA OKKUR FYRIR SÍNUM LEIK.

Darrell Survey, Sports Marketing Surveys Inc. Northmountain International. Based upon results through 16/11/15 on the U.S. PGA, U.S. LPGA, Champions, Web.com, South African, Asian, Korean, OneAsia, Australasian, Japan, Canadian PGA and PGA European Tours.

#1 Í FJÖLDA LEIKMANNA

Næsti samkeppnisaðili 3,966

22,572

#1 Í FJÖLDA SIGRA

Næsti samkeppnisaðili 37

167

Skráðu þig í Team Titleist á titleist.co.uk

ICE_TitleistWrapEnd2015_Page.indd 1 17/11/2015 11:40

Page 12: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

12

Bændaglíma GM í boði og Uppskeruhátíð GMBændur berjast á hinu form-lega lokamóti sumarsins og sumarið gert upp Það er fastur liður í lok september ár hvert að velja bændur og skipta félags-mönnum í tvær fylkingar og verður glíman haldin þann 24. september á Hlíðavelli. Bændaglíma GM verður í boði MS sem býður upp á nándarverð-laun á öllum par 3 brautum vallarsins.

Valinn verður Strandbóndi og Kot-bóndi og félagsmönnum skipt í lið með öðrum hvorum bóndanum. Lið strand-bónda verður svart á lit en lið Kot-bónda hvítt á lit.

Skráning í Bændaglímu GM í boði MS hefst þann 1. september og stendur til 20. september – eða þangað til fullt verður í mótið en einungis 104 komast að. Þátt-tökugjald er 3.900 kr. fyrir hvern kylfing og fer skráning ásamt greiðslu fram inn á www.golf.is.

Skemmtilegt leikfyrirkomulag Í bændaglímunni keppa leikmenn í holukeppni með forgjöf. Keppt verður um tvö stig, annarsvegar á fyrri níu holum og hinsvegar seinni níu holum. Vinni leikmaður báða leikina fær hann 2 stig í hús fyrir sinn bónda ásamt aukastigi fyrir að hafa unnið báða leikina. Að öðrum kosti fara leikirnir í jafntefli, 1–1.

Að loknum leikjum verður tekinn saman stigafjöldi hvors bónda fyrir sig og úrskurðað um sigurvegara glímunnar árið 2016.

Uppskeruhátíð GM um kvöldið eftir Bændaglímuna Um kvöldið verður síðan haldin Upp-skeruhátíð GM. Á henni verður farið yfir starf sumarins og veitt verðlaun fyrir ýmis afrek sem standa upp úr eftir keppnir sumarsins. Þar verður m.a. veitt verðlaun fyrir:

Félagsmaður ársins Þessi verðlaun eru veitt þeim félags-manni sem þykir hafa skarað fram úr við sjálfboðastörf fyrir hönd GM á árinu. Sérstaklega er horft til þess að viðkomandi aðili hafi lagt sig fram um að bæta GM, öllum félagsmönnum til hagsbóta.

Framfarabikar GM Bikarinn er veittur þeim félagsmanni sem náði að bæta forgjöf sína hlutfalls-lega mest á árinu. Forgjafarnefnd GM notar háþróaða reikniformúlu til að fá niðurstöðu í hvaða félagsmaður hefur náð mestri bætingu forgjafar.

66°listinn – Úrslit Veitt verða verðlaun til 10 efstu í flokki karla og kvenna á 66° listanum. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaun fyrir stigalista félagsmanna verða veitt og verður gaman að sjá hvernig þessi nýjung kemur út.

Page 13: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

13

VÍKING deildin – Úrslit Veitt verðlaun fyrir sigurvegara í VÍKING deildinni, bæði fyrir A og B úrslit og VÍKING deildarmeistararnir krýndir.

Titleist holukeppnin Sigurvegarar í kvenna- og karlaflokki taka á móti glæsilegum Titleist Staff golfpokum fyrir árangur sinn í holu-keppninni. Marga félagsmenn í GM dreymir efalaust um að fá nafnið sitt ísaumað á svo glæsilegan poka til minn-ingar um góðan sigur.

Kylfingar ársins hjá GM Síðast en ekki síst heiðrum við þá kylf-inga GM sem þykja hafa skarað fram úr á árinu. Það er mikill heiður að vera valinn kylfingur ársins hverju sinni.

Högg ársins Hvaða högg var besta höggið sem slegið var á vallarsvæðum GM sumarið 2016? Það eru mörg högg sem koma til greina – bæði vel og illa slegin. Aðalatriði er að þau séu eftirminnileg.

Uppskeruhátíðin er einnig lokahóf GM Það skiptir ekki síður máli á Uppskeru-hátíðinni að eiga góða kvöldstund og skemmta sér. Uppskeruhátíð GM var haldin á Hvíta Riddaranum árið 2015. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin að þessu sinni en tilkynnt verður um hana þegar nær dregur.

Ljóst er að við munum leitast við að halda eins glæsilega uppskeruhátíð og mögulegt er. Í fyrra fengum við Sigga Hlö sem veislustjóra og Auddi Blö flutti gamanmál. Kvöldinu lauk síðan með lifandi tónlist. Dagskrá Uppskeru-hátíðar verður með svipuðu sniði og í fyrra og vonandi fjölmenna félagsmenn þangað.

Opin mót á vallarsvæðum GM sumarið 2016 Eins og fyrri ár hefur GM sett upp öfluga mótadagskrá opinna móta sum-arið 2016. Kennir þar ýmissa grasa en fastir liðir í mótahaldi eins og t.d. 1. maí mótið mun fara fram. Einnig mun vor-mótahald verða í svipuðum farvegi og undanfarin ár þó svo að ekki verði byrjað alveg jafn snemma og oft áður.

Viðræður eru nú í gangi við styrktaraðila sumarsins en þegar hefur verið gengið frá samningum við nokkra öfluga styrktaraðila og fleiri eru væntan-legir á næstu vikum.

VITA golfmótið – 13. ágúst Mótið var haldið í fyrsta skipti síðasta sumar en það sló svo sannarlega í gegn enda frábær verðlaun í boði frá vinum okkar í VITA golf. Sérstaklega var lögð

áhersla á hraðan leik á mótinu og voru sett markmið fyrir kylfinga ef allir rás-hópar næðu að leika undir 4:20 yrði dregin út vegleg golfferð með VITA golf. Það tókst svo sannarlega og verður sami háttur hafður á núna.

FM 957 Open – 16. júlí Þetta stórglæsilega mót hefur verið haldið á Hlíðavelli undanfarin ár. Mótið verður sérstaklega glæsilegt og fjölmörg góð verðlaun í boði. Leikin er punkta-keppni með forgjöf en einnig verða veitt verðlaun fyrirr besta skor.

Þjóðhátíðarmót GM – 17. júní Þjóðhátíðarmótið hefur verið haldið í Bakkakoti í 11 ár og hefur skapað sér skemmtilegan sess meðal opinna golf-móta. Mótið er frábrugðið flestum mótum að því leyti að mótið er 9 holur. Létt og skemmtilegt mót sem gerir kylf-ingum kleift að leika golf og skreppa líka í bæinn í fagnaðarlæti dagsins. Mótið hefur einnig verið þekkt fyrir glæsileg verðlaun en nándarverðlaun eru á öllum brautum vallarins.

Von er á fleiri skemmtilegum mótum í sumar sem verða kynnt betur þegar nær dregur.

Page 14: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

14

Viðtal

Siggeir Kolbeinsson – formaður mótanefndar

Siggeir Kolbeinsson er flestum félagsmönnum í GM kunnugur. Hann hefur undanfarin ár starfað í mótanefnd klúbbsins sem formaður og kemur því víða við í félagsstarfi GM. Siggeir sjálfur er liðtækur kylfingur með rúmlega 10 í forgjöf. Það er því við hæfi að fá formann mótanefndar til þess að svara nokkrum spurningum þegar mótaskrá sumarsins er kynnt.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég byrjaði í golfi fyrir alvöru í kringum árið 2000, var búinn að vera að fikta við þetta í nokkur á þar á undan. Aðal-ástæðan fyrir því að ég byrjaði í golfi var sú að þegar að ég var að læra múriðn á sínum tíma var meistarinn minn forfallinn golfari og átti það til á góðviðrisdögum að finna sér ástæðu til að fara upp í Öndverðarnes þar sem hann átti bústað og þóttist ætla að „laga“ eitthvað en það var kannski negldur einn nagli og svo var farið í golf.

Hvað er það sem heillar þig mest við golfíþróttina?Það er þessi áskorun á sjálfan sig og að vera alltaf að keppast við að ná betra skori.

Af hverju valdirðu GM?Hilmar Harðar, mágur minn, sannfærði mig og nokkra félaga mína um að koma upp í Mosó, það er ákvörðun sem ég sé ekki eftir því frá fyrsta degi fann maður að maður var velkominn og hef ég eignast fullt af vinum og félögum á þessum tíma.

Hvernig er að starfa í mótanefnd?Að starfa í mótanefndinni hefur verið ansi gefandi, maður hefur kynnst fullt af flottu fólki, tekist á við allskonar verk-efni og fengið heilmikla innsýn inn í starf klúbbsins.

Ertu sjálfur duglegur að taka þátt í mótum hjá GM?Ég tek alltaf þátt í meistaramótinu og svo var ég með í VÍK-ING deildinni síðasta sumar, þar fyrir utan er ég nú yfirleitt

Page 15: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

15

að vinna í kringum mótin hjá okkur en það er kannski eitt og eitt sem maður nær að vera með í.

Hvernig fannst þér að spila í VÍKING deildinni síðasta sumar?VÍKING deildin var frábær skemmtun, hún gaf okkur ama-törunum tækifæri á að upplifa alvöru keppnisgolf og ekki skemmdi fyrir að liðið mitt stóð sig með prýði og endaði í þriðja sæti.

Er meistaramótið eins skemmtilegt og allir vilja meina?Meistaramótið er mót mótanna þar sem maður fylgist vel með öllum flokkum. Úrslit mótsins eru oft óvænt í hverjum flokki og gefur það mótinu enn meira vægi að mínu mati. Meistaramótið er stærsta mótið sem GM stendur fyrir á

hverju sumri og myndast alltaf mikil stemning í klúbbnum fyrir mótinu. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í meistara-mótinu í sumar enda alltaf létt og gott andrúmsloft í mótinu.

Hver er draumaráshópurinn þinn?Baldvin Hrafnsson vinur minn er þarna númer eitt og ætli að við tækjum ekki John Daly og Tiger Woods með okkur.

Uppáhalds holan þín á Hlíðavelli?Fjórða holan er listaverk sem bíður upp á allskonar vandræði eða frábært skor.

Uppáhalds holan þín í Bakkakoti?Þarna verð ég að segja níunda holan, hún er stutt en krefjandi með fullt af veseni í kringum flötina.

Golfnámskeið fyrir börn sumarið 2016Í sumar mun Golfklúbbur Mosfellsbæjar halda golfnám-skeið fyrir börn og unglinga. Undanfarin sumur hafa námskeiðin verið mjög vinsæl og margir af okkar bestu kylfingum stigið sín fyrstu skref í íþróttinni á þessum námskeiðum.

Fyrstu skrefin stigin á skemmtilegum nám-skeiðumÁ námskeiðunum er farið yfir grunnatriði golfsveifl-unnar og þá þætti sem ber að huga að þegar leikið er golf. Kennslan á námskeiðunum er sett upp á léttan og skemmtilegan hátt með leikjum og keppni þar sem aðal-markmiðið er að krakkarnir upplifi íþróttina á jákvæðan og skemmtilegan hátt.

Allir velkomnir á námskeið óháð fyrri reynsluVið leggjum mikið upp úr því að allir séu velkomnir og eigi góðan tíma á námskeiðum GM. Vanir leiðbeinendur sinna krökkunum og lánskylfur eru til staðar fyrir þá sem ekki eiga golfsett.

Námskeiðin verða ennfremur kynjaskipt þegar næg þátttaka stúlkna næst og skipt niður í aldurshópa eftir fjölda á hverju námskeiði. Hvert námskeið endar svo á skemmtilegri veislu og lokamóti þar sem krakkarnir fá verðlaun fyrir frammistöðu sína og viðurkenningarskjal fyrr þátttöku. Ýmist verður pizza eða pylsuveisla í lokin – allt eftir veðri og vindum.

Námskeiðin eru öll haldin á Hlíðavelli en á hverju námskeiði verður Bakkakot heimsótt og vallarsvæðið þar skoðað. Eftirfarandi námskeið verða í boði:

Námskeið 1 13.–23. júní, (kennsludagar 13., 14., 15., 16., 20., 21., 22., og

23. júní). Kl. 9.00–12.00

Námskeið 2 13.–23. júní. Sömu dagsetningar og á námskeiði 1.

Kl. 12.30–15.30

Námskeið 3 27.–30. júní. (kennsludagar 27., 28., 29. og 30. júní)

Kl. 9.00–12.00

Námskeið 4 Sömu dagsetningar og á námskeiði 3. Kl. 12.30–15.30

Námskeið 5 11.–14. júlí. (kennsludagar 11., 12., 13. og 14. júlí)

Kl. 9.00–12.00

Námskeið 6 Sömu dagsetningar og á námskeiði 5. Kl. 12.30–15.30

Verð á 7 daga námskeið er 15.000 kr. og 4 daga á 8.500 kr.

Nánari upplýsingar á www.golfmos.is og í síma 566 6999 eftir 5. maí. Einnig er og hægt að senda póst á [email protected] til að fá upplýsingar um námskeiðin.

Page 16: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

16

Þann 4.–11. apríl síðastliðinn var farin félagsferð hjá Golf-klúbbi Mosfellsbæjar til Morgado í Portúgal. Farið var með ferðaskrifstofunni VITA og tókst ferðin með eindæmum vel. Alls voru u.þ.b. 70 manns úr GM í ferðinni. Frá 12 ára upp í 75 ára! Frábær stemning var í hópnum og er ljóst að áhugi er á að fara fleiri svona ferðir. .

Leikin voru nokkur mót í ferðinni. Meðal annars var leikið 4 manna Texas Scramble mót þar sem hópnum var skipt upp í tvö lið, ljósa og dökka liðið. Fyrirliði dökka liðsins var Sigur-páll Geir Sveinsson og fyrirliði ljósa liðsins var Davíð Gunn-laugsson.

Þegar allt kom til alls munaði einungis 3 höggum á saman-lögðum höggafjölda liðanna en höggin voru yfir 700 talsins. Keppnin var því afar hörð og spennandi. Besta liðið lék á 60 höggum eða 13 höggum undir pari!

Hérna má sjá nokkrar skemmtilegar myndir úr ferðinni!

Golfferð GM til Morgado í Portúgal

Page 17: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

17

Page 18: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

18

Val á keppnissveitum GM 2016Flestir félagsmenn kannast við Sveita-keppni GSÍ. Sveitakeppni GSÍ er keppni milli golfklúbba innan Golfsam-bands Íslands. Keppt er með liðafyrir-komulagi í flokkum barna og unglinga, öldunga, ásamt meistaraflokkum.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar sendir vitanlega sveitir til keppni í öllum flokkum. Keppnisveitirnar hafa oft staðið sig gríðarlega vel og er auðvitað skemmst að minnast glæsilegs sigurs sveitar GM í 1. deild karla síðasta sumar.

Það getur verið mikil samkeppni um sæti í keppnissveitunum enda mikill

heiður að fá að leika fyrir hönd síns golfklúbbs. Val á þessum sveitum er oft erfitt og margt sem þarf að huga að. En hverjar eru reglurnar sem farið er eftir og hvernig er valið?

Sveitakeppni karla og kvenna í meistaraflokkiKeppnissveitir í meistaraflokki skipa okkar allra bestu karl- og kvenkylfingar. Yfirleitt skipa 8 einstaklingar lið GM í sveitum karla og kvenna í meistara-flokki. Sveitin er valin af Sigurpáli Geiri Sveinssyni íþróttastjóra GM eftir eftirfarandi reglum.

• Þeir 2 kylfingar sem hafa flest stig eftir 2 mót á Eimskipsmótaröðinni 2016 munu spila sig inn.

• Tveir efstu kylfingar á stigalista keppnis sveita í meistaraflokki karla og kvenna eiga öruggt sæti í liðinu. Staðan verður tekin eftir mótið í vikunni 5.–11. júní.

Ef upp kemur sú staða að sömu kylfingar verða bæði í efstu sætum Eim-skipsmótaraðarinnar sem og á stigalista keppnissveita þá kemur inn næsti ein-staklingur á Eimskipsmótaröðinni og þar á eftir næsti einstaklingur af stiga-lista keppnissveita.

Að lokum er það svo í höndum íþróttastjóra og liðsstjóra að velja síðustu 4 einstaklingana í liðin. Íþróttastjóra, í samstarfi við liðsstjóra, er heimilt að notast við umspil og keppnir um laus sæti eða alfarið að eigin vali.

Sveitakeppni unglingaÍ sveitakeppni unglinga skipa 5–6 ein-staklingar hvert lið. Í einhverjum til-vikum eru sendar til leiks fleiri en ein sveit í hverjum flokki frá GM en oftast er um að ræða eina sveit í hverjum flokki.

Sveitakeppni 15 ára og yngriA-sveitir.• Efstu 2 á stigalista GSÍ (15–16 ára)

fá sæti í liðinu.• Efstur á stigalista GSÍ (14 ára og

yngri) spilar sig í sveitina. Valið eftir Íslandsmót í höggleik.

• Þjálfari velur 1–3 kylfinga. Ef sendar eru fleiri en ein keppnis-sveit í hverjum aldursflokki þá velur þjálfari B-sveitir. Tilkynnt er um liðsskipan í vikunni eftir Íslands-mót í höggleik.

Page 19: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

19

Sveitakeppni unglinga 16–18 ára.A-sveitir.• 2 efstu á stigalista GSÍ (17–18 ára)

fá sæti í liðinu. Valið eftir Íslands-mót í höggleik.

• 2 efstu á stigalista GSÍ (15–16 ára) fá sæti í liðinu. Valið eftir Íslands-mót í höggleik

• Þjálfari velur 1–2 kylfinga. Tilkynnt er um liðskipan eigi síðar en að loknu Íslandsmóti unglinga í högg-leik.

• B-sveitir. Þjálfari velur B-sveitir ef við á.

Sveitakeppni eldri kylfingaKeppt er í sveitakeppni öldunga 50+ í bæði karla og kvennaflokki. GM sendir keppnissveitir í báðum flokkum. Eftir-farandi reglur gilda um val á öldunga-sveitum.

• Efsti kylfingur GM á stigalista LEK á öruggt sæti í sveit GM

• 2 efstu á stigalista keppnissveita eiga öruggt sæti í sveit GM.

• Klúbbmeistari GM 50+ á öruggt sæti í sveit GM.

Komi upp sú staða að sami einstakling-ur spili sig inn í sveit á fleiri en einum stað þá kemur næsti einstaklingur inn af stigalista keppnissveita GM.

Íþróttastjóri GM velur 4–5 kylfinga í samráði við liðsstjóra. Val verður til-kynnt í vikunni eftir Íslandsmót öld-unga í höggleik.

Það verður sannarlega gaman að fylgjast með keppnissveitum GM í Sveita-keppni GSÍ í sumar. Raunar liggja fyrir umtalsverðar breytingar á keppninni og meðal þeirra verður nafnabreyting. Mótanefnd GSÍ hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nýtt nafn á keppnina og er beðið niðurstöðu í þeirri samkeppni. Er þetta gert vegna þess að núverandi nafn þykir ekki nægjanlega lýsandi fyrir keppnina og þá virðingu sem hún eigi að njóta.

Ekki síður er núna stór breyting að sveitakeppni meistaraflokka verður haldin mun fyrr í sumar eða í júní-

mánuði. Hefðbundinn tími verður fyrir aðrar sveitakeppnir en keppni meistara-flokkskylfinga er færð til til þess að passa betur við nýja mótadagskrá á Eimskipsmótaröðinni. Ennfremur er það von manna að ný tímasetning fyrir meistaraflokkana muni þýða að allir sterkustu kylfingar landsins taki þátt og þá muni einnig umfjöllun um keppnina aukast.

Svo er skemmtilegt að minna félags-menn á að GM er einn golfklúbba

landsins (svo vitað sé) með sveitakeppni í stóru sniði fyrir sína almennu félags-menn. Hér er vitaskuld um VÍKING deildina að ræða en þar er einmitt keppt í liðum með Sveitakeppni GSÍ að fyrirmynd. Keppnin tókst afar vel sumarið 2015 og tóku alls 10 lið þátt í 2 riðlum. Nú verða alls 16 lið tekin inn og í 4 riðla og má fastlega búast við að mikil spenna verði í okkar GM sveita-keppni alveg eins í Sveitakeppni GSÍ – þó nýtt nafn verði á henni.

Page 20: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

20

Drög að móta- og viðburða skrá GM 2016

Atriði Staðsetning Tegund Fyrirkomulag

Apríl

1. Skóflustunga að Íþróttamiðstöð GM Hlíðavöllur Félagsstarf

7.–10. Mastersvaka GM Hlíðavöllur Félagsstarf

17. Opið mót Hlíðavöllur Opið Texas

21. Opið mót Hlíðavöllur Opið Punktar

24. Opið mót Hlíðavöllur Opið Betri bolti

Maí

1. Opið mót Hlíðavöllur Opið Punktar

5. Opið mót Hlíðavöllur Opið Texas

11. GM mótaröðin (1) Hlíðavöllur Innanfélags Punktar

14. Opnunarmót Bakkakots Bakkakot Innanfélags Texas

16. Opið mót Hlíðavöllur Opið Betri bolti

18. GM mótaröðin (2) Bakkakot Innanfélags Punktar

21. Fjölskyldumót GM Hlíðavöllur Opið Texas

24. Kvennastarf GM Bakkakot Innanfélags

Júní

2. Firmamót Íþróttamiðstöðvar Hlíðavöllur Opið Texas

3.–5. GSÍ – Eimskipsmótaröðin Hlíðavöllur GSÍ / Annað Höggleikur

7. Hjóna- og paramót GM Hlíðavöllur Opið Texas

15. GM mótaröðin (3) Hlíðavöllur Innanfélags Punktar

17. Þjóðhátíðarmót GM Bakkakot Opið Punktar

19. Opið mót Hlíðavöllur Opið Punktar

24.–25. Sólstöðumót GM Hlíðavöllur Innanfélags Punktar

28. Kvennastarf GM Bakkakot Innanfélags

Júlí

2. Opið mót Hlíðavöllur Opið Punktar

4.–9. Meistaramót GM (1) Hlíðavöllur Innanfélags Höggleikur

13. GM mótaröðin (4) Hlíðavöllur Innanfélags Punktar

16. Opið mót Hlíðavöllur Opið Texas

19. Kvennastarf GM Hlíðavöllur Innanfélags

Ágúst

1. Opið mót Hlíðavöllur Opið Texas

10. GM mótaröðin (5) Hlíðavöllur Innanfélags Punktar

13. Opið mót Hlíðavöllur Opið Punktar

21. Opið mót Hlíðavöllur Opið Punktar

26. Unglingaeinvígið Hlíðavöllur GSÍ / Annað

28. GM mótaröðin (6) Bakkakot Innanfélags Punktar

September

3. Áskorendamótaröðin – GSÍ Bakkakot GSÍ / Annað Höggleikur

4. GM mótaröðin (7) Hlíðavöllur Innanfélags Punktar

10. Opið mót Hlíðavöllur Opið Texas

18. GM mótaröðin (8) Bakkakot Innanfélags Punktar

24. Bændaglíma GM Hlíðavöllur Innanfélags Holukeppni

Page 21: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

21

Dagsetningar móta á GM mótaröðinni 2016

1 Hlíðavöllur 11. maí

2 Bakkakot 18. maí

3 Hlíðavöllur 15. júní

4 Hlíðavöllur 13. júlí

5 Hlíðavöllur 10. ágúst

6 Bakkakot 28. ágúst

7 Hlíðavöllur 4. sept.

8 Bakkakot 18. sept

Tímasetning umferða í Titleist holukeppninni

Undan 7.–16. maí Undan 7.–16. maí

128 17. maí 64 17. maí

64 1. júní 32 5. júní

32 17. júní 16 27. júní

16 4. júlí 8 20. júlí

8 25. júlí 4 2. ágúst

4 8. ágúst 2 13. ágúst

2 15. ágúst 1 21. ágúst

1 21. ágúst

Ef þátttakendur eru 64 eða færri gildir ofangreind

töfluröð en annars sú sem miðar við 128.

Úrslitaleik kynjanna skal vera lokið 31. ágúst

Leikvikur í VÍKING deildinni

1. leikvika Riðlakeppni 5.–11. júní

2. leikvika Riðlakeppni 26. júní–2. júlí

3. leikvika Riðlakeppni 10.–19. júlí

4. leikvika 8 liða úrslit 20. júlí–1. ágúst

5. leikvika Undanúrslit 8.–19. ágúst

6. leikvika Úrslitaleikir 20.–31. ágúst

Domino's styður GM – Afsláttur fyrir félagsmennNýlega var skrifað undir nýjan samning við Domino's til 3 ára um stuðning Domino's við Golfklúbb Mosfellsbæjar. Domino's skilti mun m.a. prýða 10. braut Hlíðavallar og 2. braut í Bakkakoti ásamt því að koma að einu móti á GM mótaröðinni.

Félagsmenn í GM fá í gegnum samning þennan afslátt þegar pantað er á netinu á dominos.is. Með því að slá inn afsláttar-kóðann golfmos16 fæst 30% afsláttur af pizzum. Kóði þessi virkar ekki með öðrum tilboðum.

Á myndinni má sjá Gunnar Inga fram-kvæmdastjóra og Egil Þorsteinsson mark-aðsstjóra Domino's handsala samninginn á 10. teig.

Page 22: GolfMos 2. tölublað 2. árgangur

22

það á aðvera erfitt.

Ef þér finnst þetta erfitt þá er það af því

Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur.

Katrín Tanja DavÍÐsdÓttir, afrekskona í Crossfit

Hver sem íþróttin er, Þá er markmiðið alltaf að verða betri. Hleðsla er íþróttadrykkur úr náttúrulegum íslenskum hágæðapróteinum sem byggir upp vöðvana. Meiri átök. Meiri Hleðsla. Meiri árangur. hledsla.is

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/MSA

758

36 0

8/15

Hraustasta kona heims 2015