25
Fullt af litlu fólki Lots of tiny people 19.09.19 –05.01.20

Fullt af litlu fólki ofot L s tiny people

  • Upload
    others

  • View
    3

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Fullt af litlu fólki Lots of tiny people

19.09.19 –05.01.20

2 3

InngangurSýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í skýringarmynd sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner teiknaði á fyrirlestri sem hann hélt árið 1922, en hann vandi sig á að teikna myndir til stuðnings við hið talaða orð þegar hann hélt fyrirlestra. Steiner er aðallega þekktur fyrir kenningar um andleg vísindi. Á þessum tímum voru miklar hræringar í listgildinu. Listamenn leituðu handan við efnisheiminn og horfðu til nýrrar heimsmyndar nýaldarfræða, dulspeki, spíritisma, esóterisma og andlegra vísinda, með það að markmiði að gera tungumál hins andlega sýnilegt. Gríski mynd­höggvarinn Constantin Brancusi sökkti sér í rit búddíska dulspekingsins Jetsun Milarepa og hafði það afgerandi áhrif á myndmál hans; rússneski listmálarinn Vassilíj Kandinskíj sótti fundi hjá Guðspekifélaginu og dró þaðan þekkingu sem hann heimfærði yfir í óhlutbundin málverk og tímamótaritið Af hinu andlega í listum sem var gefið út árið 1911; annar rússneskur listmálari, Kasimír Malevitsj, smíðaði kenningar um súprematíska list og byggði þær í ríkum mæli á riti P. D. Ouspenskíjs um fjórðu víddina og heimsmyndakenningum armenska dulspekingsins G. I. Gurdjieff, og hollenski listamaðurinn Piet Mondrian stúderaði andleg vísindi Rudolfs Steiner þegar hann smíðaði kenningar sínar um nýplastisisma.

Í samtímalist gætir á ný aukins áhuga á verkum undir áhrifum esóterisma og andlegra vísinda. Að einhverju leyti má þakka það sýningu á krítartöfluteikningum Rudolfs Steiner og málverkum eftir sænsku listakonuna Hilmu af Klint í nútímalistasafninu í Stokkhólmi og á Feneyjar­tvíæringnum árið 2013, en líka ákveðinni endurskoðun á listasögunni sem kallar eftir athugun á inntaki listaverkanna og miðlun fremur en tengslum listarinnar við listina sjálfa, eins og lengi hefur tíðkast. Þar hefur Hilma af Klint svo sannarlega sérstöðu sakir þess að hún hefur nýlega verið dregin fram í sviðsljósið og viðurkennd sem frumkvöðull í myndlist, nú síðast í upphafi árs 2019 með risafenginni yfirlitssýningu í Guggenheim í New York sem sló

IntroductionThe exhibition project „Lots of tiny people“ investigates the spiritual in art. The title is taken from an explanatory drawing that the Austrian anthroposophist Rudolf Steiner drew during a lecture in 1922. He had a habit of drawing pictures to supplement the spoken word in his lectures. Steiner is mainly known for his theories on spiritual science during a time of great upheaval in the art world. Artists sought to see beyond the material world and looked to the worldview of new­age ideas, spiritism, esoterism and spiritual science, aiming to render the language of the spirit visible. The Greek sculptor Constantin Brancusi immersed himself in the writings of the Buddhist mystic Jetsun Milarepa which were to have transforming effect on his art; the Russian painter Vassily Kandinsky attended meetings at the Theosophical Society and transferred what he learned there to his abstract paintings and to the seminal book On the Spiritual in Art which was published in 1911; another Russian painter, Kasimir Malevich, developed a theory of what he called Suprematist art, based to a great degree on the writings P.D. Ouspensky on the fourth dimension and the cosmogenesis theories of the Armenian mystic G.I. Gurdjieff; the Dutch painter Piet Mondrian studied the spiritual science of Rudolf Steiner when he was developing his theory of neoplasticism.

In contemporary art we see a renewed interest in works that are influenced by esoterism and spiritual science. To some degree, this can be traced to an exhibition in Moderna Museet in Stockholm and The Venice Biennial of the blackboard drawings of Rudolf Steiner and the paintings of Hilma af Klint in 2013, but also to a certain reinterpretation of art history that calls for the consideration of the content or import of artworks, rather than the internal cohesion of historical art, as has long been the rule. In this regard, Hilma af Klint holds a special place because her work was discovered just a few decades ago and she has been given her rightful place as a pioneer in art, most recently with a large exhibition

54

in the Guggenheim Museum in New York which broke all attendance records. Many of her works are inspired by the theories of Rudolf Steiner and she stayed for a while at Goetheanum, the anthroposophical centre in Dornach in Switzerland,, to study esoterism and spiritual science.

In the exhibition project “Lots of tiny people”, the spiritual is pursued by bringing together works by contemporary artists and works by pioneers of visual spiritual language in art. The project was first conceived by Guðrún Vera Hjartardóttir and Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir (ÚaVon) who had long been thinking about how their spiritual practice and interest in anthroposophy could be meshed with their artistic work. They brought in Jasper Bock and Jón B.K. Ransu to assist and together they developed the foundation of the exhibition. In this process, the idea emerged that they could borrow a few of Rudolf Steiner’s blackboard drawings to provide a sort of mooring for the other participants. Although these pictures were not intended to be viewed as art, they can function well in a dialogue with contemporary art. Later were added works by Hilma af Klint and Joseph Beuys, both of whom had a strong connection to the anthroposophical theories of Rudolf Steiner.

It was soon decided to seek the cooperation of Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum due to its connection to Gerður Helgadóttir, whose research on esoterism and the theories of G.I. Gurdjieff set her apart in the history of Icelandic art.

The exhibition is inspired by the idea that spiritual experience can be expressed in various ways and its manifestations can take on various forms in contemporary culture. The participants share the experience of having done research on spiritual, esoteric and/or anthroposophical values and expose them in their practice in visual art, design, dance, music and even in theory, to lift the veil between the spiritual and the material realms.

aðsóknar met í safninu. Mörg af verkum hennar eru innblásin af kenningum Steiners og dvaldi hún um skeið í Goetheanum, miðstöð mannspekinnar í Dornach í Sviss, til að stunda rannsóknir á esóterisma og andlegum vísindum.

Með sýningarverkefninu „Fullt af litlu fólki“ er hinu and­lega fylgt eftir með því að tefla verkum samtímalistamanna saman við verk frumkvöðla. Frumkvæði að sýningunni eiga þær Guðrún Vera Hjartardóttir og Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir (ÚaVon) sem hafa lengi velt fyrir sér hvernig andleg iðkun þeirra og áhugi á mannspeki geti samræmst listsköpun þeirra. Fengu þær þá Jasper Bock og Jón B.K. Ransu til liðs við sig og saman mótuðu þau undirstöður sýningarinnar. Í því ferli tók hugmynd sér bólfestu í verk­efninu að fá lánaðar nokkrar af krítartöflum Rudolfs Steiner sem ákveðna þungamiðju fyrir þátttakendur, því þótt töflurnar hefðu aldrei verið ætlaðar sem myndlist geta þær vel átt í samræðu við list samtímans. Í kjölfarið bættust við verk eftir Hilmu af Klint og Joseph Beuys sem höfðu afgerandi tengsl við mannspekikenningar Rudolfs Steiner.

Það lá fljótt fyrir að leitað yrði eftir samvinnu við Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs vegna tengingar þess við Gerði Helgadóttur, en hún gegnir sérstöðu í íslenskri listasögu sakir esóterískra og dulspekilegra rannsókna sem hún stundaði út frá heimsmyndakenningum G.I. Gurdjieffs.

Sýningin er innblásin af hugmyndinni um að andlega reynslu megi tjá á ólíkan máta og birtingarmyndir hennar séu margs konar í menningu samtímans. Þátttakendur sýningarinnar eiga það sameiginlegt að rannsaka andleg, esóterísk eða antroposofisk gildi og birta þau í myndlist, grafískri hönnun, dansi, tónlist og jafnvel fræðum, til að svipta burt hulunni á milli þess andlega og efnislega. Jón B. K. Ransu

76

Julius RothlaenderA Minor Unknown er tón­ og hljóðverk samið sérstaklega fyrir sýninguna „Fullt af litlu fólki“. Gestir fá heyrnartól og fá þannig gagnvirka leiðsögn um verkin á sýningunni og þema hennar. Verkið er tilraunakennd samsetning af tónlist, textabrotum, fundnum hljóðum og röddum.

Þegar gengið er um sýningarrýmið stýrir hlustandinn sjálfur verkinu og samsetningu hinna ýmsu þátta. Það að hlusta verður að skapandi athöfn. Verkið var tekið upp í aðdraganda sýningarinnar og býður gestum til samtals við tónlistina, raddir listamannanna og verkin á sýningunni.

�A Minor Unknown is a walkable music and sound piece that was exclusively created for the “Lots of tiny people” exhibition. Provided with a set of headphones, the visitor is invited to explore an interactive audio walk that relates to the artworks on display and approaches the topic of the exhibition with an experimental arrangement of instrumental layers, text­ fragments, field recordings and voices.

By walking through the space, the listener controls and conducts the piece and the outcome and combination of its different elements. The listening becomes a creative act in itself.

Recorded in the months leading up to the opening of the exhibition, A minor unknown invites visitors to engage in a conversation with the music, the voices of the artists and the artworks in the exhibition.

(f. 1988 í Lübeck) er tónlistarmaður og búsettur í Reykjavík. Hann er meðlimur í hljómsveitunum BSÍ, Laura Secord, Stormy Daniels og Vil. Hann hefur samið ýmiss konar tilraunaverk sem blanda saman tónlist og töluðum orðum (þeirra á meðal röð af „heyrnartólatónleikum“, Music for long-distance calls í Mengi í Reykjavík), verk fyrir sýningar, dans­flutning og kvikmyndir. Hann er nú að leggja lokahönd á fyrstu sólóútgáfu sína, Vestur í bláinn, þar sem hann notar tónlist og talað orð til að fjalla um stöðu innflytjenda og flóttamanna á Íslandi.

(b. 1988 in Lübeck) is a musician based in Reykjavík. He is a member of the bands BSÍ, Laura Secord, Stormy Daniels and Vil. He has created different experimental pieces combining music and spoken word (among these the headphone concerts series Music for long-distance calls in Mengi, Reykjavík), works for exhibitions, dance performances and film. Currently he is finishing work on his first solo release, Vestur í bláinn, a music/spoken word project that focuses on the situation of immigrants and refugees in Iceland.

Tónlist og hugmynd Music & concept

Julius Rothlaender Forritun og tæknilegur frágangur

Programming & technical realisationÓðinn Dagur Bjarnason Raddir

VoicesSigrún Gunnarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Dawn Nilo, Johannes Nilo, Jón B. K. Ransu, Jasper Bock, Walter Kugler, Dale Brunsvold

98

Martje BrandsmaHemellichaam – Celestial BodySólóperformans eftir Martje Brandsma Solo performance by Martje Brandsma 7 min., Reykjavik 19. 9. 2019

„Jörðin er dropi af vatni í alheiminum.“(Rudolf Steiner)

Við drekkum það. Við lifum og hrærumst á himinhnetti, augliti til auglitis við Venus, Merkúr og Satúrnus. Sjóndeildarhringur okkar er stjörnuflóð: straumar dýrahringsins. Martje Brandsma semur dans sem er innblásinn af því að hún er kosmísk vera. Spunaverk hennar markar upphaf sýningarinnar og vegur salt á milli impúlsa og móttöku, þéttleika og fjar lægðar, hörku og elds. Hún færir sjónarhornið frá því að hreyfast á jörðinni að því að láta hreyfast af sólkerfinu: Teygja, snerting, vakning og grip. Þetta ferli miðar að innri kyrrð gegnum ytri hreyfingu.

�“The earth is a drop of water in the universe.” (Rudolf Steiner)

We drink it. We are living and moving on a celestial body – on eyesight with Venus, Mercury and Saturn. Our horizon consists of flooding stars: streams of the zodiac. Martje Brandsma designs a choreography which is inspired by her being a cosmic being. Her improvisation opens the exhibition and balances on the bridge between impulse and receiving, density and distance, firmness and fire. She shifts the perspective between moving on earth and being moved by the Milky Way: Stretching, touching, awakening and grasping. A process of entering into inner stillness, through outer movement.

(f. 1983) er hollensk hrynlistakona og dansari. 2001: Lærði danskennslu fyrir ýmsar tegundir af dansi. 2008: Lauk BA­gráðu í hrynlist í Hollandi og æfði hana síðan á sviði við Goetheanum­Bühne í Sviss. Frá 2010 hefur hún einbeitt sér að því sem heillar hana mest við listgrein sína: sviðsflutningi og kennslu. Hún er sjálfstætt starfandi listamaður og hefur unnið að ýmsum sóló­ og hópverkefnum, ásamt því að kenna við Hrynlistar­akademíuna í Hollandi. Árið 2018 varð hún meðlimur í Goetheanum­Eurythmie­Ensemble í Sviss en það er einn þekktasta hrynlista­hópum í heimi.

(b. 1983) is a Dutch Eurythmist and Dancer. 2001: Trained as a teacher for various dance styles. 2008 graduated with a bachelor’s degree for Eurythmy in the Netherlands followed by Eurythmy stage training at the Goetheanum­Bühne in Switzerland. From 2010 she focused on what she likes most in her profession: performing and teaching. She works as an independent artist in various solo and ensemble projects and teaches at the Eurythmie Academy in the Netherlands. In 2016 she started to work with Dance Improvisation. In 2018 she became a member of the Goetheanum­Eurythmie­Ensemble in Switzerland, one of the most renowned Eurythmy ensembles worldwide.

24’ – twenty four minutesvideo 24.18, social media, Dornach­Lengenfeld 2018 Leikur fyrir teikningu, hreyfingu og hljóðA game for drawing, movement and sound

24’ – twenty four minutes er samstarfsverkefni Philipp Tok, Martje Brandsma og Uli Hohmann. Upphafspunkturinn er 24 teikningar eftir Philipp Tok, einfaldar línur og form. Átta þrenningar sem hver hefur sitt viðfangsefni. Því næst tekur Martje Brandsma við, túlkar formin og gerir þau sýnileg með hreyfingum. Regla teikningarinnar verður regla fyrir dansandi veru. Ein mínúta af spuna og hrynlist. Upptökur af þessu fara síðan til Uli Hohmann sem gefur þeim hljóðmynd. Strengja­hljóðfæri og rafhljóð verða að stuðnings umhverfi fyrir hreyfingarnar. Þessir hlutar – teikning, hreyfing og hljóð – verða til hver á eftir öðrum og án þess að breyta því sem á undan hefur komið. Hver hlutur stendur fyrir sig en þegar þeir koma saman stækkar sviðið og tilvísun verksins. Verkið var frumflutt 1. til 24. desember, ein mínúta á dag, á Instagram.

�24’ – twenty-four minutes is a collaboration between Philipp Tok, Martje Brandsma and Uli Hohmann. The starting point is 24 drawings by Philipp Tok, simple lines and shapes. Eight triplets, each with its own motif. In the second step, these forms are translated, interpreted and made visible by Martje Brandsma in movement. The drawing becomes the rule of a dancing figure. One minute of improvisation and eurythmy. The finished clips are presented to Uli Hohmann, who completes them on an audible level. Stringed instruments and electronic tools create a supporting environment for the movement. The elements, drawing, movement and sound, arise one after the other and without mutual correction. Each element exists in its own right but when combined, the spectrum of intensifying references grows. Premiered: 1 to 24 December 2018, one minute each day on Instagram.

1110

Johannes NiloWalking into your self

Ein mesta ráðgáta mannlegrar tilveru er hugmyndin um sjálfið. Það er kunnuglegt en samt er svo erfitt að njörva það niður. Sjálfið felur í sér andhverfuna milli þess smæsta sem maður getur ímyndað sér og þess stærsta. Það er augnablikið þar sem þessi tveir pólar mætast – eða umpólast. Reynið að ímynda ykkur eitthvað smátt. Smækkið það svo og gerið það enn skarpara og nákvæmara, jafnvel enn nákvæmara og í enn meiri smáatriðum. Allar tilraunir til að höndla stærð sjálfsins virðast mis­takast, því líkast sem við höfum ekki nógu nákvæm tæki til að grípa það. Það virðist svo að við endum alltaf með smættun þar sem sjálfið hverfur. Þá víkkum við út skilgreiningu sjálfsins og látum það birtast aftur sem umvefjandi, ytra afl. En aftur er sem við glötum sjálfinu út í tómið. Ef við smækkum sjálfið þurfum við að stækka það til að sjá það og þá þarf að einbeita sér til að týna því ekki aftur. „Walking into your self“ er sjónræn speglun á þessu undarlega augnabliki rétt áður en það hverfur og rétt eftir að sjálfið birtist. Að hverfa í tómið á mótum heima mætti kannski líkja við djúpan svefn. En það eru önnur þrep eins og að vakna, eða skuggar draum vitundar. Það bíða skrímsli við þröskuldinn sem geta étið mann upp. Maður verður að þekkja sín takmörk og hafa í huga orð Nietzsches: „Ef maður horfir nógu lengi í tómið horfir tómið aftur á mann sjálfan.“

Walking into your self

One of the greatest riddles of human existence is the notion of the self. It is familiar and yet so hard to grasp. The “self” seems as precise as a sharp tool and yet as ephemeral and soft as a summer wind. The self embodies a tension between the smallest and the largest thing you can imagine. It is a moment where these two extremes meet – or invert. Try to imagine something small. And then

make it smaller, more sharp and precise, even more precise and in greater detail. Every attempt to scale the self seems to fail, as if our means to grasp it aren’t precise enough. It looks like we end up with a reduction that makes the self disappear. So we extend the notion of the self and let it reappear as a peripheral, encompassing force. But again, we seem to lose our self in a void. When you scale the self down, you need to magnify it in order to see it and when you magnify the self you need to concentrate it in order to not lose it. Walking into your self is a visual reflection of the enigmatic moment just before the disappearance and just after the appearance of self. Disappearing into nothingness on the thin line between the worlds is one possibility comparable to deep sleep. But there are other stages of awakening, shades of dream consciousness. There are monsters at the threshold that can devour you. You have to know your limits and remember Nietzsches words: “If you gaze long into an abyss, the abyss will gaze back into you”.

(f. 1973 í Järna í Svíþjóð) er rithöfundur, listamaður og sýningarstjóri. Hann lærði málaralist, trúarbragðasögu og heimspeki í Stokkhólmi, Moskvu og Heidelberg. 2002 – 2006 vann hann rannsókn á hugmynd Rudolfs Steiner um sálina við Friedrich von Hardenberg Institute í Heidelberg. Frá 2006 hefur hann búið í Sviss og unnið við Forschungsstelle Kulturimpuls (2006 – 2013), Rudolf Steiner­Archive (2008 – 2011), og 2011 – 2018 sem forstöðumaður Goetheanum Dokumentation (skjala­, bóka­ og listasafn).

(b. 1973, Järna, Sweden,) is a writer, artist and curator. He studied painting, as well as Russian, the history of religion, and philosophy in Stockholm, Moscow and Heidelberg. 2002 – 2006 he conducted a research project on Rudolf Steiner’s concept of the soul at the Friedrich von Hardenberg Institute, Heidelberg. Since 2006, he is based in Switzerland and has been working in Forschungsstelle Kulturimpuls (2006 – 2013), Rudolf Steiner-Archive (2008 – 2011), and 2011 – 2018 as the director of Goetheanum Dokumentation (Archive, Library, Art Collection).

1312

Guðrún Vera HjartardóttirÁrið 1992 skrifaði ég bréf til vinar míns og kollega þar sem ég lýsti og teiknaði útfærslu á myndlistar­verki. Verkið var innsetning í hvítu rými, þar sem nokkur hvít höfuð virtust rísa upp úr gólffletinum eða vera djúpt sokkin ofan í hann. Hugmyndin að baki innsetningunni kviknaði á svipuðum tíma og áhugi minn á andlegum vísindum, undirmeðvitund og táknfræði. Á þeim tíma skráði ég niður draumlíf mitt og las í tákn draumanna. Ég var forvitin um hvað gerðist mitt á milli svefns og vöku eða lífs og dauða.

Það er ekki fyrr en núna, tuttugu og sjö árum síðar, að verkið finnur sér leið í efni og fær sam hengi og titil. En innsetningin er ekki lengur hvít. Hún er svört. Við draumahliðið er ljósið slökkt og maður er staddur í annarri skynvídd. Svarti liturinn er myrkur næturinnar, dulúðin og aðrar víddir.

Svartur litur virkar óefniskenndur, fjarlægur og djúpur. Hvítur er hins vegar nálægur en samt auður. Hvít formin sem brjótast, tær og björt, út úr nöktum skuggunum eru sem bein. Þau teikna í svartan litinn eins og hvít krít teiknar á svarta töflu. Rudolf Steiner sagði beinagrindina vera sæti andans. Það gefur mér óræða mynd af andanum, hleypir ímyndunaraflinu á ókannaðar slóðir og gefur tákn­fræðinni nýjar merkingar. Beinin lyfta sér jafnvel til flugs og stefna kannski til óvissrar framtíðar.

�In 1992 I wrote a letter to a friend and colleague where I described and sketched the idea for an artwork. It was an installation in a white space where a few white heads seemed to rise from the floor or sink deep into it. The idea came to me around the same time as I was becoming interested in spiritual science, the subconscious and symbolism. I recorded my dreams and interpreted the symbols in them. I was curious as to what happens between sleep and waking or between life and death.

It is only now, twenty­seven years later, that this work is materialised and gains a context and a title. The installation is no longer white. It is black. By the dream gate the light is turned off and one finds oneself in a different sensory dimension. Black is the darkness of night, mystery and other dimensions.

The colour black seems to be intangible, distant and deep. White, on the other hand, is nearer, but still blank. The white shapes that force themselves, pure and bright, from the naked shadows are like bones. They draw onto the black like chalk on a blackboard. Ruldolf Steiner said that the skeleton is the seat of the spirit. This gives me an indistinct image of the spirit, sets the imagination free and gives the symbols new meaning. The bones even seem to take flight, perhaps towards an uncertain future.

(f. 1966, Reykjavík) nam listir í Myndlista­ og handíðaskólanum á árunum 1987–1991 og í AKI – Akademie Voor Beeldende Kunst í Enschede, Hollandi, á árunum 1991 – 1994 (BA). 2009 – 2011 Listaháskóli Íslands – Listgreina­kennsla (MA). Hún leggur áherslu á skúlptúr og innsetningar í rými og hefur sýnt verk sín víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Á meðal sýninga má nefna: Rætur (Gallerí Hlemmur), Beðið eftir meistaraverki (Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn), Velkomin(n) í mannheima (Listasafn Reykjavíkur), Happy days, experiences of the double (Broadway Gallery, New York), Looking at others (Umjetnicki paviljon u Zagrep, Króatía).

(b. 1966, Reykjavík) studied art at the Icelandic College of Arts and Crafts 1987 – 1991 and at AKI – Akademie Voor Beeldende Kunst in Enschede, the Netherlands, in 1991 – 1994 (BA). In 2009 – 2011 she studied arts education at the Icelandic University of the Arts (MA). Her emphasis is on sculpture and spatial installations and she has exhibited widely in Europe, the USA and Iceland. Among her exhibitions are Roots (Gallerí Hlemmur, Reykjavík), Waiting for a Masterpiece (Gerðarsafn, Kópavogur), Welcome to the Human World (Reykjavík Art Museum), Happy Days, Experiences of the Double (Broadway Gallery, New York), Looking at Others ((Umjetnicki paviljon u Zagrep, Croatia).

1514

Rudolf Steiner (f. 1861, Austurríki) var listamaður og vísindamaður, bókmenntafræðingur og heimspekingur sem meðal annars vann að frumlegum og heildrænum nálgunum á sviði lækninga, vísinda, menntunar (Waldorfskólar), heimspeki, trúarbragða, hagfræði, í landbúnaði (lífefld ræktun) og arkitektúr. Hugmyndir hans og verk lifa í menningarlífi okkar í dag sem hvati og innblástur. Rudolf Steiner þróaði mannspeki (Antroposófíu) sem „vísindi andans“, leið einstaklingsins til andlegs þroska. Ávextir hennar eru sýnilegir í listum, félagslegum formum og hagnýtum frumkvæðum. Árið 1913 settist hann að í Dornach í Sviss þar sem hann byggði Goetheanum, heims­miðstöð Antroposófíska félagsins, og Skóla andlegra vísinda. Hann dó í Dornach árið 1925.

(b. 1861, Austria) was an artist and scientific, literary and philosophical scholar who among other things strove for innovative and holistic approaches in medicine, science, education (Waldorf schools), philosophy, religion, economics, agriculture (biodynamic method) and architecture. His ideas and works live in today’s cultural life as an impulse and an inspiration. Rudolf Steiner developed Anthroposophy as a «science of the spirit» an individual path of spiritual development. Its fruits are visible in art, social forms and practical initiatives. In 1913 Steiner settled in Dornach, Switzerland, where he designed and built The Goetheanum, the world centre for the Anthroposophical Society and The School of Spiritual Science. He died in Dornach in 1925.

„Við skulum gera ráð fyrir að þetta sé manneskjan og að ég setti gróflega inn beinagrindina (mynd 3). Nú, þetta er sérstaklega áhugavert. Þegar þú horfir á beinagrind þarftu að gera þér grein fyrir því að hún hefur verið innan í manneskju. En þessi beinagrind er algerlega innilokuð í himnu. […] Það er í raun eins og þú myndir taka beinagrind lifandi manneskju og ímynda þér að þú drægir sekk yfir alla beinagrindina ...“

Rudolf SteinerFyrirlestur haldinn þann 16. júní 1923 í Dornach, SvissÞykkskinnungar. Eðli skelja/skrokka og þróun beinagrindar. Frá fílum til Einsteins, (GA 352/1)

“Let us assume this is the human being, and I roughly put in the skeletal system (Fig 3). Now, this is extraordinary interesting. Looking at a skeleton you have to realise it has been inside a human being. But this human skeleton is completely enclosed in a membrane.[…] It is really as if you were to take the skeleton of a living human being and imagine you spread a sack over the whole skeleton… ”

Rudolf Steiner A lecture given on the 7th of January 1924 in Dornach Switzerland Pachyderms. Nature of shell/carapace and skeletal development.From elephants to Einstein, (GA 352/1)

„Við getum sagt að innan eyrans berum við eitthvað eins og litla mannveru, því þessi litla vera hefur vilja, skilning, tilfinningu og minni. [...] Í raun erum við samsett af mörgum slíkum mann­verum. Stóra mannveran er í raun summan af mörgum litlum mannverum.

Seinna mun ég sýna ykkur að augað er einnig slík smávera. Nefið líka, er lítil mannvera. Öllum þessum „litlu mönnum“ sem saman mynda heildarmanneskjuna er haldið saman af taugakerfinu.“

Fyrirlestur fluttur þann 29. nóvember 1922 í Dornach, Sviss.Formmyndun mannlega eyrans: Örn, ljón, naut, maðurHeilsa & sjúkdómar vol. I & II, 3. umræður (GA 348/4)

“We can say that within the ear we bear something like a little human being, because this little being has will, comprehension, feeling and memory. […] We really consist of many such minute human beings. The large human being is actually the sum of many little human beings.

Later, I’ll show you that the eye is also such a miniature man. The nose, too, is a little human being. All these “little men” that make up the total human being are held together by the nervous system.”

A lecture given on the 29th of November 1922 in Dornach, SwitzerlandThe formation of the human ear: Eagle, lion, bull, manHealth & Illness vol. I & II, 3rd discussion (GA 348/4)

1716

Walter KuglerHugsað í litum og formumRudolf Steiner: Töfluteikningar

Rudolf Steiner (1861 – 1925) varð fyrst þekktur fyrir rannsóknir sínar á Goethe og sem heimspekingur og bókmennta fræðingur. Síðar vakti hann líka athygli fyrir mann­speki, skólana sem hann stofnaði og hugmyndir sínar um sam félags­umbætur. Hann hafði líka áhrif á ýmsa samtímamenn sína í hópi listamanna, t.d. Kandinskíj og Mondrian. Hann hélt meira en 5000 fyrirlestra þar sem hann notaði krítar töflur til að skrifa á hugtök, nöfn og ártöl eða til túlka flóknari hugmyndir, eða jafnvel til að kveikja hugsun með grafískum hætti. Myndirnar byrjuðu sem ein faldar skissur en eftir því sem fyrirlestrinum vatt áfram þróuðust þær í „hugmynda­ og litríkar, flæðandi myndir“ (Assja Turgenieff). Steiner treysti á mátt hugmynda til miðlunar: milli heimspeki og náttúruvísinda, milli mannsins og alheimsins, milli trúarbragða og samfélags­veruleika. Í verkum Steiners, hvort sem er í orðum, myndum eða skúlptúr, verður stundum til eins konar hlé, en aldrei stöðnun. Kontrastinn eða andhverfan milli orða hans og mynda, og spenn­unnar sem þar myndaðist, varð kveikja að nýju lífi vegna þess „Að til að skilja líf þarf maður að sökkva sál sinni í kontrasta því þar sem maður nær að skilja jafnvægið milli þeirra, þar ríkir lífleysa og dauði; lífið sjálft er sífellt að leysa úr slíkum andhverfum og á sama tíma að skapa nýjar.“ (R. Steiner)Meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði kom þýska listakonan Emma Stolle,

sem hlýtt hafði á fyrirlestra Steiners af áhuga, fram með þá hugmynd að þekja krítartöflurnar sem hann teiknaði á með svörtum pappír. Það er þessari hugmynd að þakka að um 1.100 teikningar frá fyrir lestrum hans hafa varðveist. Það eru stórar arkir af svörtum pappír þar sem sjá má hvítar og litaðar línur og form sem hann teiknaði með krít. Þær eru til vitnis um óheft menntunarumhverfi þar sem engin takmörk voru sett. Þegar fyrirlestrinum var lokið voru teikningarnar á pappírsörkunum teknar niður, dagsetning skráð á þær og þeim komið fyrir til varðveislu.

Frá því þessar teikningar voru fyrst sýndar í samhengi við nútímalist í galleríi Moniku Sprüth í Köln 1992 hafa teikningar Steiners verið sýndar í mörgum höfuðsöfnum: Lenbachhaus í Munchen, Albertina í Vín, Narodni Gallerí í Prag, Watari­safninu í Tokíó, University Art Museum í Berkeley, Kunsthaus Zürich, Museo Nacional de Bellas Artes Buenos Aires, Kunstmuseum Bern, Kiasma í Helsinki, á Biennale í Venice 2013, o.s.frv. Það er líklega hin andlega nærvera sem fylgir teikningunum og myndirnar sem tala enn sterkar nú sem veldur því að þær hafa enduruppgötvast svo lengi eftir að þær urðu til. List gagnrýnandinn Günter Metken orðaði þetta kannski best: „Þessar sjötíu ára gömlu huglægu teikningar, sem þó eru svo nýjar og heilsteyptar, eru líklega meðal þess sem okkar aldaslitatími þarf á að halda.“

�Thinking in colours and formsRudolf Steiner: Blackboard Drawings Rudolf Steiner (1861 – 1925) – first known as Goethe researcher, philosopher and literary critic, later as anthroposophist, school founder and social reformer, but also as

an inspiration for contemporary artists such as Kandinsky and Mondrian – has in his more than 5000 lectures used the blackboard to highlight a term, a name or a year, or to construct and decipher a complex state of affairs, or even to arouse a thought through a graphic gesture. Initially, simple sketches were developed in the course of the lecture, so that finally an „imaginative, colourfully flowing overall picture“. (Assja Turgenieff) was created. Steiner loved the permeability of thought and, above all, relied on its power of mediation: from philosophy to natural science, from man to the cosmos, from religion to social reality. In Steiner’s works, whether in words, in pictures or in sculpture, there may perhaps occur from time to time an inner pause, but never a standstill. The contrasting expressions in words and pictures, which he always composed, as well as new and deliberately created movement, provoke new life because: “To understand life means to immerse one’s soul in contrasts because: where contrasts are experienced as being in balance, that is where that which is lifeless and dead holds sway; life itself is the perpetual overcoming and at the same time the new creation of contrasts.” (R. Steiner) During World War I, the German artist Emma Stolle, a keen listener to, and observer of Steiner’s lectures, came up with the idea of covering the blackboards Steiner would be using in a lecture with large­sized black paper. It is to this inspired idea that we owe the preservation of about 1100 images made during lectures: large sheets of black paper on which are to be seen white and coloured lines and shapes drawn with chalk, evidence of an ‘educational province’ unhindered and unrestricted by any limitations. When the speech was over, the drawings were fixed on the paper, dated and stored.

Since the first blackboard exhibition in the context of contemporary art in Monika Sprüth’s gallery in Cologne in 1992, Steiner’s drawings have been exhibited in many major museums: Lenbachhaus Munich, Albertina Wien, Narodni Gallery Prague, Watari Museum Tokyo, University Art Museum Berkeley, Kunsthaus Zürich, Museo Nacional de Bellas Artes Buenos Aires, Kunstmuseum Bern, Kiasma Helsinki, Biennale in Venice 2013, etc. It is probably the spiritual presence of the blackboard drawings and the immediacy of their image that account for this late discovery, made possible by Steiner for and through today’s art world, which the art critic Günter Metken perhaps most aptly interpreted with the remark: “The emergence of these seventy­year­old, but very fresh and self­contained mental images are probably among the impulses which our disoriented fin de siècle needs.“

(f. 1948 í Landshut, Þýskalandi) nam tónlistarkennslu, þýsku, sögu, menntunar fræði og stjórnmála­fræði. Að loknu doktorsprófi kenndi hann við Kölnarháskóla en var svo skipaður prófessor í fögrum listum við Brookes­háskóla í Oxford. Hann kom að heildarútgáfu á verkum Rudolfs Steiner og skjala safni hans. Í samstarfi við þekkt söfn víða um heim hefur hann stýrt mörgum sýningum á verkum Steiners, einkum krítartöfluverkunum, auk samtímalistamanna á borð við Joseph Beuys, Helmut Federle, Hilmu af Klint og Barböru Klemm. Auk þess hefur hann skrifað um samfélagsmálefni og stjórnmál, tónlist, mannspeki og Rudolf Steiner.

(b. 1948 in Landshut, Germany), studied music education, German, history, education and political science. Postdoc he taught at the University of Cologne and was later appointed professor of fine art at Brookes University, Oxford. He was involved in the publication of the Rudolf Steiner Complete Edition and was director of the Rudolf Steiner Archive. In cooperation with well­known museums worldwide, he curated numerous exhibitions with the works of Rudolf Steiner, in particular his blackboard drawings, as well as of contemporary artists, among them Joseph Beuys, Helmut Federle, Hilma af Klint and Barbara Klemm. In addition, he has written on social and political issues, music, anthroposophy and Rudolf Steiner.

1918

Joseph BeuysJoseph Beuys er einn áhrifamesti myndlistarmaður eftirstríðsáranna í Evrópu og gerbylti hugmyndum okkar um skúlptúr. Segja má að lífsverkefni hans hafi verið að smíða einn skúlptúr sem hann nefndi „samfélagsskúlptúr“ og var tilraun til að umbreyta vestrænu samfélagi þannig að listhugsunin væri í fyrirrúmi. Ekkert var listinni óviðkomandi og henni bar að hafa áhrif og móta samfélagið gegnum tungumál, hugmyndir, athafnir og hluti. Samfélags­skúlptúr er viðurkenning á því að „allir eru lista­menn“ og samfélagið er þá eitt stórt heildrænt listaverk. Joseph Beuys var áhugamaður um kenningar Rudolfs Steiner og meðlimur í Mann­spekifélaginu. Jafnframt liggur þráður milli hug­mynda hans um samfélagsskúlptúr og heildrænnar samfélagssýnar sem birtist í mannspekinni.

Beuys mótaði listaverk sín úr óhefðbundnu efni, eins og t.d. fitu og filti, sem endurspegluðu grunnþætti lífsins fremur en hefðir listarinnar. Efnið öðlaðist þannig persónulega táknvísun svo lesa mátti fitu sem t.d. líkama og filt sem húð eða vernd. Beuys bætti líka „gjörningnum“ við skúlptúrinn þannig að uppsetning listaverka hans í sýningarrými varð hluti af sjálfu verkinu, ekki síður en hlutirnir sem eftir stóðu.

Fyrirlestrar Joseph Beuys voru í senn gjörningar og hluti af samfélagslegum skúlptúr. Krítartöflur komu þá við sögu, en líkt og Steiner notaði Beuys gjarnan krítartöflur þegar hann hélt fyrirlestra. Hann skrifaði á þær og teiknaði, en þar sem rætur hans lágu í skúlptúr, notaði hann þær fyrst og fremst sem táknrænt efni.

Það er jafnan litið á krítartöflur sem tákn fyrir þekkingu og þær virka þannig í verkum Beuys. Stundum birta þær flóknari myndir og texta sem þarf að lesa í á milli margra taflna, en stundum einfaldar myndir eins og þær sem notaðar eru í upphafi kennslu á stafrófinu í Waldorfskólum og sýna eina beina línu og aðra sveigða. Í svo ofureinföldum teikningum birtast grunnstoðir formfræðinnar sem ná utan um öll form.

Joseph Beuys was one of the most influential artists of post­war Europe, transforming people’s ideas of sculpture. In the 1960s it became his life­long project to create a sculpture that he called “social sculpture” and was an attempt to transform western society so that the idea of art would be in prominence. Nothing was outside art and it was her role to shape society through language, ideas, actions and objects. Joseph Beuys was interested in the ideas of Rudolf Steiner and a member of the Anthroposophical Society. A connection can also be traced between the idea of social sculpture and the holistic social vision expressed in anthroposophy.

Beuys made his sculptures from untraditional materials, e.g. fat and felt, which reflected the basis of life, rather than the conventions of art. The material thus gained a personal symbolic meaning so that fat can be interpreted as “body” and felt as “skin” or “protection”. Beuys also incorporated his sculptures into performances so that the creation and installation of his artwork in a space became an integral part of the work, no less important than the objects that remained.

Buys’ lectures were both performances and part of the social sculpture. He made extensive use of blackboards in his lectures. He would write and draw on them but, true to his roots in sculpture, he used them mainly as a symbolic material.

Blackboards are usually seen as a symbol of knowledge and that is how they appear in the work of Beuys. Sometimes his blackboards show sophisticated images and texts that must be read from one blackboard to another, but sometimes the images are simple, like those used to start teaching the basics of the alphabet in Waldorf schools, that show a straight line and a bent one. In such simple drawings, the foundations of morphology are revealed, encompassing all form. Jón B.K. Ransu

(f. 1921, Krefeld í Þýskalandi) var snemma áhugasamur um vísindi og hóf ungur nám í náttúrufræði. Í miðju námi, árið 1941, var hann sendur til Póllands til að gegna herskyldu í síðari heimsstyrj­öldinni. Stríðsátökin gerbreyttu lífs­viðhorfi hans og að stríði loknu hélt hann aftur til Þýskalands og hóf þar nám í skúlptúr við akademíuna í Düsseldorf þar sem hann síðar gegndi prófessors­stöðu. Beuys lagði einnig grunn að Frjálsa alþjóðlega háskólanum ásamt Heinrich Böll og var einn af stofnendum Græningja flokksins, sem er stjórn mála­flokkur umhverfissinna í Þýskalandi. Joseph Beuys lést í janúar 1986.

(b. 1921, Krefeld in Germany) was interested in science and studied natural science. In the middle of his studies, in 1941, he was sent to Poland for military duty on the eastern front. The war transformed his thinking and when it ended, he returned to Germany and began studies in sculpture at the academy in Düsseldorf where he later became professor. He founded, with Heinrich Böll and others, the Free International University for Creativity and Interdisciplinary Research, and he was one of the founders of the German Green Party. Joseph Buys died in January 1986.

2120

Silvana Gabrielli„Vinnustofan er meðal fólksins.“ (Joseph Beuys og Rudolf Steiner)

Ári fyrir dauða sinn teiknaði Joseph Beuys með hvítri krít beina línu og sveigða línu á tvær krítartöflur. Enginn titill, ekkert nafn, engin orð. Þetta var níunda febrúar 1985 í Achberg í Þýskalandi, á fundi sem Freie Volkshochschule Argental hafði skipulagt með honum og rithöfundinum Michael Ende.

Viðburðurinn hófst föstudaginn áttunda og stóð alla helgina. Fyrir framan fjölda áhorfenda töluðu Joseph Beuys og Micheal Ende saman um list, pólitík og hagfræði. Fleiri en þúsund manns tóku þátt í því að móta niðurstöður samtalsins, sunnu­daginn tíunda febrúar í Waldorf­skólanum í Wangen. Aðeins hluti af samtalinu hefur verið gefinn út; fyrsta samtalið á föstudeginum. Það birtist á þýsku undir titlinum Kunst und Politik, ein Gespräch (List og pólitík: Samræða). Krítar teikn­ingarnar urðu hins vegar til á laugardeginum og þótt myndir af þeim séu birtar í bókinni fylgja engar skýringar á merkingu þeirra, engin orð sem geta hjálpað okkur að skilja þær.

Á myndunum af línunum er hvergi að finna skýringar líkt og Beuys bætti yfirleitt á krítartöflurnar sem hann lét frá sér. Beuys var konseptlistamaður. Krítar töflur hans voru þaktar hugmyndum og tengingum en höfðu ekki það fagurfræðilega yfir­bragð, með flæðandi línum og litum, sem einkenna krítartöflur Rudolfs Steiner. En Steiner leit á töflurnar sem sjónrænan stuðning við hugmyndirnar sem hann miðlaði í fyrirlestrum og á sama hátt vildi Beuys ferðast með okkur í átt að víðtækari skilningi á list.

Hvernig leit Beuys á hugmyndir Steiners um list? Hvernig upplifun er hin listræna upplifun? Er hægt að komast handan við hið áþreifanlega þegar við opnum okkur fyrir því að upplifa list?

Við höfum aðeins tvær þöglar línur, eins einfaldar og vera má. Það er því líkast að samhengisleysið magni skilaboð þeirra yfir í víddir hins algera. Það er einhver staðhæfing á þessum töflum. Íhugunin og umhugsunin sem þær vekja tilheyra okkur.

“The Atelier is among the people.”(Joseph Beuys and Rudolf Steiner)

One year before his death, Joseph Beuys drew with white chalk a straight line and a bent line on two blackboards. No title, no name, no added words. It was on the 9 February 1985 in Achberg, Germany, during a meeting organized by the Freie Volkshochschule Argental between the writer Michael Ende and him.

The event began on Friday the 8th and lasted a whole weekend during which Joseph Beuys and Michael Ende, in front of a large audience, talked about art, politics and economy. More than a thousand persons assisted in the final conclusions of the discussion on Sunday the 10th of February in the Waldorf School in Wangen. Only one part of the debate has been published and it records the first talk on the Friday. The publication appeared in German under the title Kunst und Politik, ein Gespräch (Art and Politics, a dialogue). The blackboard drawings, however, were done on Saturday the 9th and, although photos of them were published in the book, there are no explanations in it about their meaning or any texts that could give us a hint towards an understanding.

With the curved and the straight lines, we cannot see any of those typical sketches with connected concepts that Beuys usually drew on his blackboards. Beuys was a conceptual artist, working beyond the senses. His blackboards, full of ideas and interconnections, have never reached the visual aesthetic of flowing lines and colours that we can appreciate in many of Rudolf Steiner’s blackboard drawings. But, like Steiner who saw his blackboards as a visual support for the thoughts communicated during his lectures, Beuys aimed to move with us towards a more comprehensive idea of art.

What did Beuys find in Steiner’s conception of art? What kind of experience is the artistic experience? Is it possible to go beyond the realm of the tangible when we open us to the experience of art?

We are faced with two silent lines, reduced to the minimal. It is as if the lack of context could increase their message to a dimension of an absolute. There is a statement on these blackboards. Its contemplation and the reflexion induced by them, belong to us.

er ítalskur sýningarstjóri sem býr í Sviss og vinnur með listaverk úr skjalasafni Rudolfs Steiner. Hún hefur MA­gráðu í sýningarstjórn og menningarstjórnun og framhalds próf í listvísindum. Í meira en fimmtán ár hefur hún haldið vinnu­stofur, skipu lagt sýningar og unnið fræðslu efni fyrir söfn um list og arkitektúr og þátt þeirra í innri þroska og félags þátttöku. Hún hefur áhuga á heimspekilegum nálgunum við listir og hefur ferðast um mörg lönd til að fræðast um forna menningu og trúar­lega list. Eftir að hafa dvalið í mörg ár í Suður­Ameríku lauk hún MA­ritgerð sinni um táknfræði goðsagna þar sem hún kannaði merkingu sammann legra goðsagna og abstrakt fagurfræði fornra menningarsamfélaga, en hún hefur orðið mörgum samtímalista mönnum að inn blæstri. Hún er náttúruunnandi og þess vegna grænmetis æta, og tjáir þannig samúð sína með dýraríkinu.

is an Italian art curator who lives in Switzerland, working for the artistic legacy in the Rudolf Steiner Archive. She has an MA in art curatorship and cultural management, and Advanced Studies on applied art­sciences. For more than fifteen years is she has held workshops, organised exhibitions and worked on educational programmes in museums, focusing on art and architecture and their role for inner development and social inclusion.Interested in a philosophical approach to arts, she travelled along many countries to learn about ancient civilizations and their sacred art. After several years in South America, she wrote her master’s thesis on “The Iconography of the Myths”, where she delved into the meaning of universal myths and the abstract aesthetics of those ancient cultures which has been a source of inspiration for many contemporary artists. She is a nature lover and thus a devoted vegetarian as an expression of compassion towards the animal world.

2322

Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon Þetta er svona ... eins og púlseins og svona ... já þegar þú kastar

steini á vatn og það gárastog þú ímyndar þér að þú sért

hinum megin við yfirborðiðsem sagt, þú ert á kafi í vatninu og

steinninn fer á yfirborðið og gárar vatnið Það er hreyfingininnan fráundan yfirborðinuúr fókus, mild, hlý og alltaf björtinnhverf bylgja hins öfuga yfirborðs

Þegar ég er að hugsa um eyrun og sjá þau fyrir mérþá er þetta meira svona Embryotic state – fósturþótt að eyrað sem að ég sé fyrir mér sé fullmótað þá sé ég bara fóstur ... með risaeyraog fingur mínir verða hluti af forminuog hreyfingin kemur innan frá og útog utan frá og innkúpt bylgja hins íhvolfda yfirborðs

It’s like this ... like a pulselike ... yes when you throw a stone

into the water and it makes ripplesand you imagine yourself underneath the surfacethat is, you are immersed in the water and

the stone moves on the surface and makes ripples in the waterThat’s the movementfrom the insidebeneath the surfaceout of focus, gentle, warm and always brightthe inverse surge of the reversed surface

When I am thinking of the earsenvisioning themthan it is more likean embryotic state, embryoAlthough the ear I have in front

of me is fully matured I just see embryos – with gigantic earsand my fingers become one with the form and the movement comes from the inside out and from the outside inthe convex surge of the concave surface

(f. 1976) er íslenskur myndlistarmaður. Teikningar hennar, gjörningar, skúlptúrar og vídeóinnsetningar endurspegla áhuga hennar á skynjun sem leið til sjálfsþekkingar. Leitin að því að mynda upplifun í gegnum skynjun. Að kanna mótív og ímyndir sem birtast í undir­vitundinni, að hvíla innan þessa rýmis kosmískrar sögu sem er samofin persónulegu sögunni, og síðan skapa hreyfingu í efnisheiminum, með því að holdga ferlið í form, lögun, tjáningu, jafnvel bergmál. Að vera á fullri hreyfingu en á sama tíma kyrr. Innri kyrrð samofin ytri hreyfingu. Verður viðstödd í ferlinu, þar sem manneskjan verður líkamlega og andlega aukin af náttúruaflinu. Augnablik innblástursins.

(b. 1976) is an Icelandic artist. Her drawings, performances, sculptures and video installations reflect her interest in perception as a route to self­knowledge. The attempt to visualise experience through perception. To explore motifs and images that appear in the subconscious, to dwell within the space of cosmic history that is intertwined with personal history, and then to create movement in the material world by embodying the process in form, shape, expression, even echoes. To be moving and yet to be still. Inner stillness entwined with outer movement. Become present in the process where the human being becomes embodied and spiritually enriched by the force of nature. The moment of inspiration.

2524

Edward de Boer and Ruth BellinxInnsæi – beint úr kassanum

Yfir langt tímabil í lífi sínu bjó lista maðurinn Joseph Beuys til röð ready­made verka í formi trékassa. Hann kallaði verkið Innsæi og skrifaði orðið á kassana með blýanti. Hann bjó til meira en 10.000 slík verk um ævina. Hvað rekur listamann til að búa til slík verk og kalla þau Innsæi? Og hvað hefur innsæi með list að gera?

List tengist óhjákvæmilega inn sæinu. Hvert hugtak, mynd, skúlptúr eða teikning á sér rætur í hugmynd. Í þessari upprunalegu hug mynd getum við greint fyrsta hvatann. Listamaðurinn umbreytir þessum hvata í listaverk.

Hugtakið um innsæi er spennandi og flókið fyrirbæri. Hvernig kemur frumhugmyndin í huga listamannsins og hvernig kemur listamaðurinn svo hug­myndinni í listaverk?

Fyrir mörgum listamönnum er innsæið það tæki sem hann beitir í þessu einfalda, en þó flókna, ferli.

Hugmyndin um innsæi liggur eins og rauður þráður gegnum sögu heimspekinnar, sálfræðinnar og bókmennta. Hún er lykillinn að skynjun, hugsun og sköpun.

Engu að síður er innsæis hug­takið flókið og margrætt. Út frá ákveðnu sjónarhorni má segja að við notum innsæið til að skilja munstur og samhengi. Sá sem er sérfræðingur og hefur margra ára reynslu öðlast einhvers konar tilfinningu fyrir viðfangsefni sínu. Oft upplifum við þetta sem líkam­

lega tilfinningu. Á þýsku er þetta kallað Fingerspitzengefühl. Allir sérfræðingar þekkja þetta úr starfi sínu. Þetta er hin tæknilega hlið listarinnar, hæfnin.

Önnur hlið á innsæi kemur í ljós ef við skoðum það sem sköpunar þrá eða sem lausn: þegar við þurfum að leysa vandamál göngum við gegnum nokkur stig eins og að greina vandamálið, leggja það frá okkur og melta það með okkur. Loks lýstur lausninni niður í okkur. Þetta skyndilega innsæi er ófyrir­sjáanlegt en það er líka lykillinn að verkinu. Þegar við höfum séð fyrir okkur hugmyndina, lausnina eða nýtt hugtak, þurfum við að sann prófa hana. Loks getum við hrint henni í framkvæmd. Margar ævi sögur lista manna eru í raun lýsing á þessu ferli.

Enn önnur hlið á innsæinu er sú sem lýtur að hugrænu (eða jafnvel andlegu) meðvitundarstigi. Sam­kvæmt hollenska heim spekingnum Spinoza var innsæið (scientia intuitiva) æðsta stig hugsunar. Aðrir heimspekingar og hugsuðir eins og Kant, Goethe, Bergson og Rudolf Steiner voru hugfangnir af þessu og unnu sínar eigin rannsóknir á innsæi. Þessi þriðja hlið á innsæinu er leið til þess að komast að kjarna hlutanna.

Í skapandi starfi sínu tengir hver listamaður saman þessi þrjú horf innsæis á sinn einstaka hátt. Á menntunarstiginu – oft í lista skóla – þroskar hann með sér og útvíkkar tæknina og hæfni sína. Þegar kemur að því að búa til listaverkið gerir hann rannsóknir sínar og meltir viðfangsefnið með sér; í baráttunni við að koma hug mynd í hlut þarf hann að horfast í augu við það sem hann ekki veit eða skilur. Að því loknu – ef hann er heppinn og þolinmóður – hlotnast honum innsæið sem þarf til að halda áfram með sköpunarstarfið. Þegar það gerist er því líkast sem maður hafi fundið kjarnann. Listaverkið er tæknilega vel gert, er nýstárlegt, fókuserað og felur í sér þá kjarna­merkingu sem hann hafði séð fyrir sér.

Líkt og þetta einfalda og tæra verk eftir Joseph Beuys, er innsæið sjálft eins og opið rými. Maður verður að smíða það, opna það, bíða svo eftir því að lausnin komi manni í hug. Beint úr kassanum.

Intuition – Out of the box

During a long period in his life, the artist Joseph Beuys produced a series of ready­mades in the form of a wooden box. He entitled this work Intuition and wrote this with a pencil on the wood. He made over 10,000 of these boxes in his life. What drives an artist to make such a series of art with the title Intuition? And what has intuition to do with art?

Art is inevitably connected to the field of intuition. Every concept, picture, sculpture or drawing is rooted in a concept. In this first initial idea, we can perceive an initial impulse. The artist puts this impulse into work – art.

The concept of intuition is an exciting and complex phenomenon. How does this initial idea get into the mind of an artist and – thereafter – how does the artist puts this concept into reality?

For many artists, intuition is the instrument one can use in this simple, and also complex, process.

In philosophy, psychology and literature intuition runs through the centuries like a red thread. It is a key in the process of perceiving, thinking and creating.

Nevertheless, intuition is also a concept with several meanings and layers. One perspective on intuition is that we use intuition as a process of pattern recognition. The expert – with the experience of years – develops some kind of “hunch” or “gut­feeling”. Often, we experience this kind of intuition as physical impulses in our body. In German it is called Fingerspitzengefühl. Every expert knows this phenomenon in his daily work. This is the technical, “skill” side of art.

Another aspect of intuition is intuition as the creative impulse or solution: in the process of problem solving one can distinguish the various phases such as the problem­analysis, letting it go and then the process of incubation. Finally, you get to the well­known Eureka­effect. This sudden insight is unpredictable, but essential. After perceiving the idea, solution or innovative concept in a raw version you have to verify it. Finally, you can implement it and bring it into practice. Many biographies of artists are stories about this process.

Another aspect is intuition as a mental (or even spiritual) stage of consciousness. For the Dutch philosopher Spinoza, the intuition (scientia intuitiva) was the highest mental state one could develop. To understand the essence of being God one needs intuition. Other philosophers and thinkers such as Kant, Goethe, Bergson and Rudolf Steiner were fascinated with this and did their own research on intuition. This third aspect of intuition underscores it as a way to focus on the essence of things.In the process of creation, the artist combines these three aspects of intuition in his own, unique way. In the education and skill­development – often in the education and art school – the techniques and skills are developed and extended. In the process of art­making the artist does his research and goes through the process of incubation: in the struggle to bring a concept into reality he has to face his own phase of not­knowing. After this stage, when he is lucky and patient enough, he gets a useful insight and can move on in the process of making art. When this happens, one can experience it as meeting the core, the essence. The art is technically well made, is innovative, focussed and bears in it his essential meaning.As in the simple and pure artwork of Joseph Beuys: The box of

intuition is an open space. You have to construct it, open it and then wait until the idea of a solution comes to mind. Out of the box.

Edward de Boer (f. 1972, Hollandi) er stjórnunar­ráðgjafi, þjálfari og rithöfundur. Hann er með BA­gráðu í hollenskri tungu og bókmenntum frá Hogeschool van Amsterdam og lauk fornámi í guðfræði og heimspeki við þýskan einkaskóla. Sem þjálfari, fyrirlesari og ráðgjafi hefur hann starfað í Benelux­löndunum, Þýskalandi, Englandi, Sviss og Ítalíu. Hann hefur líka unnið sem verkefnastjóri í Króatíu, Georgíu, Rúmeníu og Slóveníu. Hann hefur hlýjan húmor og smitandi áhuga á viðfangsefnum sínum og er árangursmiðaður í starfi.

Edward de Boer (b. 1972, Netherlands) is a management consultant, passionate trainer, executive coach and author. He has a baccalaureate degree in Dutch language and literature from the Educational Faculty of the Hogeschool van Amsterdam, as well as a basic­ level certificate in theology and philosophy from a private academy in Germany. In his capacity as a trainer, speaker and consultant he has worked in the Benelux countires, Germany, England, Switzerland and Italy. As project leader he has worked in Croatia, Georgia, Romania and Slovenia. Edward combines a warm sense of humour, enthusiasm and integrity with a strong result­driven attitude.

Ruth Bellinkx (f. 1972 í Antwerpen, Belgíu) lærði listasögu í Gent og Amsterdam. Hún hóf feril sinn sem stjórnandi í alþjóðlegu listagalleríi í Amsterdam. Eftir mörg ár í starfi gerðist hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi fyrir einstaklinga og pör. Nú um stundir starfar Ruth sem kennari fyrir ráðgjafa og þerapista. Hún tengir vinnu sína saman við nútímalist og ráðgjöf. Hún telur að list (sér í lagi nútímalist) opni ný skynjunarsvið og tengingar.

Ruth Bellinkx (b. 1972 in Antwerp, Belgium) studied art history in Gent and Amsterdam. Ruth started her career as director in an international art gallery in Amsterdam. After several years she founded her own practice as personal coach and relationship therapist. In her current role Ruth teaches at a training institute for coaches, trainers and therapists. She combines her work with modern art with her work as trainer and therapist. For Ruth, art (and especially modern art) opens new meaningful fields of perception and connection.

Ritaskrá LiteratureAmrine, F. (2011) Goethean Intuitions. í: Goethe Yearbook. Volume XVII. Rochester: Camden House. (bls. 35­50)

Bergson, H. (2014) Creative Evolution. New York: Dover Publications. (bls. 176)

Beuys, J. (2000) Das Geheimnis der Knospe zarter Hülle. München: Schirmer/Mosel Verlag. (bls.73)

Hogarth, R.M. (2001) Educating Intuition. Chicago: The University of Chicago Press. (bls. 4 – 7 og 23)Steiner, R. (2019) Intuition. The focus of thinking. Forest Row: Rudolf Steiner Press. (bls. 6 – 10 og 113 – 125)

Schneider, W. (2011) Früherkennung und Intuition. Wiesbaden, Gabler Verlag. (bls. 112 – 151)

Schata, P. (1984) Das Öevre des Joseph Beuys. Ein individueller Ansatz zu universeller Neugestaltung. In: Soziale Plastik. Materialien zu Joseph Beuys. Achberg: Achberger Verlag. (bls.55 – 57)

26 27

Dawn NiloVerk Dawn Nilo eru listrænar, alkemískar rannsóknir sem nálgast hið mikla starf sálrænnar mynd breytingar með því að virkja skynfærin og ímyndunaraflið.

Blueprint (2017, 2019) er röð 14 blá þrykks mynda sem lesa á frá vinstri til hægri. Myndirnar lýsa flatar­málsfræðilegum eiginleikum fimm hyrndrar stjörnu, eða pentagram, sem tákn fyrir mannslíkamann, bæði í kristni og í hermetískum fræðum, og stendur fyrir mátt andans sem færir frumefnin í jafnvægi. Sem ljóð sýnir verkið forskrift að því hvernig líkaminn verður til og sjálfið holdgast – frá því að verða til úr engu að því að geta gengið. Sem æfing fyrir sálina hvetur verkið mann til að ímynda sér innra með sér hvað gerist „á milli“ þessara grafísku forma. Innblástur að verkinu er sóttur í hugleiðsluæfingar Rudolfs Steiner fyrir umbreytingar og geómetríu á hreyfingu.

Just Drink Tea (2013 – 19) er róttæk tilraun um augnablikin, eins konar athöfn helguð skynreynslu mannfólksins. Titilinn má þýða sem „Bara drekkið te“ og verkið reynir að hefja upp orðið „bara“ og láta það vísa í margbreytileika þess sem er „eitthvað æðra“ en sem finna má í einfaldleika tilverunnar. Gestir bjóða hver öðrum te og taka þátt í röð sífellt dýpri ljóð­ og skynrænna sálaræfinga.

The Question (2014, 2019) er ljóðabók sem inni heldur frumteikningarnar fyrir Blueprint og suma textana úr Just Drink Tea. Verkið kom fyrst út sem rafbók hjá Badlands Unlimited, útgáfu félagi lista mannsins Paul Chan, árið 2014. Það hefur verið endurútgefið á pappír fyrir þessa sýningu með örlátum stuðningi Kultur Basel­Stadt og Edith Maryon Stiftung. Hljóðið sem fylgdi raf­bókinni var gefið út á vínylplötu árið 2016 í samstarfi við tónlistarmanninn Ulrich Hohmann.

�Dawn Nilo’s work is an artistic “Alchemy Study” that approaches The Great Work of soul transformation through the activation of the senses and the imagination.

Blueprint (2017, 2019) is a series of 14 cyanotype prints that is read from left to right. It illustrates the geometric construction of a pentagram, the Hermetic and esoteric Christian symbol for the human body that represents the power of the spirit to bring the elements into balance and harmony. As a poem, it offers a blueprint for the formation of the body and the incarnation of the self – from coming into being out of nothing, to walking. As a soul exercise it asks one to inwardly imagine what happens “in between” the fixed graphic forms and is inspired by Rudolf Steiner’s meditative exercises on metamorphoses and geometry in movement.

Just Drink Tea (2013 – 19) is a radical act of hyper just moments, a ceremony that celebrates the sensual human experience. It seeks to elevate the word “just” to imply the complexity of the Something Greater that can be found in the simplicity of being. Guests serve each other tea in a series of deepening rounds of poetic and sensual soul exercises.

The Question (2014, 2019) is a book of poems that includes the original drawings for Blueprint and some of the text for Just Drink Tea. Originally published as an electronic book by artist Paul Chan’s Badlands Unlimited in 2014, it has been republished on paper for this exhibit through the generous support of Kultur Basel­Stadt and the Edith Maryon Stiftung. In collaboration with the musician Ulrich Hohmann, the audio recordings from the electronic book were released as a vinyl record in 2016.

(f. 1968) sækir innblástur í erkitýpurnar (frummyndirnar) alkemistann og fíflið. Hún skrifar ljóð sem kanna andhverfu hins þekkta og óþekkta sem vits muna­lega fáránlegan barnaskap. Eftir að leika og túlka fíflið, standa fyrir námskeiðum og kenna við Waldorf­skóla í tíu ár hóf hún feril í myndlist þegar Paul Chan gaf út The Question, rafbók með ljóðum hennar. Síðan þá hefur hún unnið og sýnt með mörgum listamönnum og sýningarstjórum, m.a. Tino Sehgal, Simone Forti, John Giorno, Klaus Biesenbach, Tom Stromberg, Chus Martinez og Poka Yio. Verk hennar hafa verið sýnd í stofnunum á borð við Schaulager og Kunsthalle Basel í Sviss, Leopold­safninu og Volx/Margarethen­leikhúsinu í Vín. Árið 2017 var hún tilnefnd til svissnesku gjörningalistaverðlaunanna. Dawn fæddist í Vancouver í Kanada en býr nú í Basel.

(b.1968) is inspired by the archetypes of the alchemist and the fool. She writes poems that explore the opposites of knowing and not knowing as intelligent absurd naiveté. After performing as a fool, giving workshops and teaching at a Waldorf school for ten years, Dawn began her career as an artist in 2014 when artist Paul Chan published The Question, an E­Book of her poems. She has since performed for and with, or been exhibited by artists and curators Tino Sehgal, Simone Forti, John Giorno, Klaus Biesenbach, Tom Stromberg, Chus Martinez and Poka Yio. Her work has been shown in institutions such as the Schaulager and Kunsthalle Basel in Switzerland and the Leopold Museum and Volx/Margarethen Theatre in Vienna Austria. In 2017 she was nominated for the Swiss Performance Art Award. Dawn was born in Vancouver Canada and is currently based in Basel.

2928

Philipp TokForms and Transformationsblek á pappír, 49 blöðink on paper, 49 sheets 24 × 17 cm, 2018 – 2019

Temps levé sauté – Schwebender Taktblek á pappír, 9 blöð, ink on paper, 9 sheets 24 × 17 cm, Lengenfeld 2018

„Maður verður að kunna að hugsa í litum og formum eins og maður getur hugsað í hugtökum og hugmyndum.“ (Rudolf Steiner, 1920).

Viðfangsefni Philipp Tok eru form og umbreytingar. Teikningar hans eru endurtekningar af einu formi, einni línu, einni hreyfingu, en taka breytingum í endurtekningunni. Hann byggir á áhuga sínum á leyndardómum sköpunarinnar, flæði og óvissu tilurðarinnar. Niðurstaðan er hreyfingar og augna blik þar sem allt verður ljóst. – Líkt og hugsunin er dans alls sem er, getur teikningin orðið að skráningu eða forskrift.

�“One has to be able to think in colours, in forms, as one can think in concepts and thoughts.” (Rudolf Steiner, 1920).

Philipp Tok is interested in forms and transformations. His drawings are repetitions of one shape, one line, one movement going through refinements and metamorphosis. He is following an interest in the creational secrets of life, the liquidity and ambiguity of becoming. The results are gestures, agile moments, touches of vivid clarity. – As thinking is a dance of all beings, drawing can be a notation.

(f. 1982) er grafískur listamaður og hönnuður frá Þýskalandi og býr í nágrenni við Goetheanum, skóla andlegra vísinda sem Rudolf Steiner stofnaði 1923/24 í Sviss. Áhugi hans á verkum Steiners varð til þess að hann fór að velta fyrir sér spurningum um grafískar ummyndanir. Hann nam hönnun og menningarheimspeki, hefur skipulagt ráðstefnur og hátíðir og hannað efni fyrir tímarit, veggspjöld og bækur. Síðustu sýningar: 2017 Windbewohner – íbúar vindsins í Forschungsstelle Kulturimpuls, Dornach. 2016 Heroes, Toons and Lyrics í The Kitchen Aufderhoehe, Arlesheim.

(b. 1982) is a graphic artist and designer from Germany, living in the neighbourhood of Goetheanum, School of Spiritual Science, founded by Rudolf Steiner in 1923/24 in Switzerland. His interest in Steiner’s work lead him into the graphical question of transformations. He studied Design and Cultural Philosophy, and has organized conferences and festivals, designed editorial material, poster and books. Last shows: 2017 Windbewohner – dwellers of the wind in Forschungsstelle Kulturimpuls, Dornach. 2016 Heroes, Toons and Lyrics in The Kitchen Aufderhoehe, Arlesheim.

3130

Jón B.K. RansuHilma stúdíur: Svanir

Tveir svanir snúa andspænis hvor öðrum. Þeir sýnast vera í spegil­mynd nema hvað einn er svartur á hvítum fleti en hinn hvítur á svörtum fleti. Þeir sýna okkur mynd tveggja heima sem mætast við ósýnilegan vegg þar sem eingöngu goggar þeirra og vængbroddar snertast í átakalegum dansi.

Áður en sænska listakonan Hilma af Klint málaði myndina af svönunum hafði hún tekið sér tveggja ára hvíld frá málaralistinni til að stúdera andleg vísindi Rudolf Steiners og esóterisma. Steiner var talsmaður tveggja ríkja og sagði sál manna búa í ríkjum efnis og anda. Svanur er svo sannarlega viðeigandi ímynd þessara tveggja ríkja enda himneskt tákn í jarðnesku formi.

Ríki efnis og anda eru ekki aðskilin. Meira að segja kenna flest trúarbrögð okkur að gjörðir manna á jörðu hafi áhrif á sál þeirra og tengsl við andans ríki. Að því leytinu má segja að efnisheimurinn og sá andlegi myndi gárur sín á milli. Svanirnir eru því ekki í samhæfðum dansi spegilmyndar fyrir tilviljun. Þeir fylgja gárunum sín á milli.

Fyrri verk Hilmu af Klint höfðu reyndar líka verið hugsuð sem brú á milli tveggja ríkja, þó ekki tákn­fræðilega, heldur sagði hún málverk sín vera skilaboð frá annarri vídd. Hilma var í skyggnu sambandi við veru að nafni Amaliel. Á miðilsfundi árið 1904 gaf Amaliel henni fyrir mæli um að mála verk sem fjölluðu um ódauðleika mannsins og tengdust astral sviðinu, þ.e. að verkin áttu að tala til astral líkama mannsins fremur en þess jarðneska. Þessi verk voru óhlutbundin og í listsögulegu tilliti einhver fyrstu málverk af þeim toga.

Eftir að hafa lokið við verkefnið sem Amaliel setti henni og sökkt sér í andleg vísindi Steiners hóf Hilma að túlka eigin sýnir og hug­myndir um tengsl efnis og anda í málverki. Marg slungin tákn­fræði tók þá að birtast í verkum hennar og eru svanirnir hluti af þeirri þróun listakonunnar. Þá er margt í verkunum sem minnir á austurlenska speki, s.s. taoisma eða ying og yang, en talsvert er líka um vísanir í kristin tákn og sjálf sagði Hilma að í svanamyndunum væri hún jafn framt að glíma við samruna hins karllæga og kvenlega.

Hilma af Klint vann ætíð í mynd­röðum og í umræddri myndröð má fylgjast með umbreytingarferli svananna frá hlutbundnum formum í óhlutbundnar táknmyndir. Og í síðasta hluta málverkanna birtist sameining ríkjanna í hringlaga formi. Eingöngu litbrigði minna á að þau séu í raun tvö.

Málverkin Hilma stúdíur: Svanir er óður til þessara verka Hilmu af Klint og tilraun listamanns til að snerta á tveimur ríkjum efnis og anda í senn.

Hilma studies: Swans

Two swans face each other. They seem to mirror each other except in that one is black on a white field while the other is white on a black field. They show us an image of two worlds that meet by an invisible wall where only their beaks and wingtips touch in a poignant dance.

Before the Swedish artist Hilma af Klint painted the picture of the swans she had taken a two­year break from painting to study the spiritual science of Rudolf Steiner and esoterism. Steiner was a proponent of two realms and said the human soul resides in the realms of matter and spirit. The swan is an apt image of these two realms – a heavenly symbol in a terrestrial form.

The realms of matter and spirit are not separate. Most religions even teach us that people’s actions on Earth influence their soul and their relationship to the realm of spirit. Thus we might say that the material realm and the spiritual one form ripples where they meet. The swans do not find themselves in a synchronised dance by chance. They are following the ripples between them.

Hilma af Klint’s earlier work had also been conceived as a bridge between two realms, though not symbolically. Rather, she explained that her paintings were messages from another dimension. Hilma was a medium and was in contact with a being named Amaliel. During a séance in 1904, Amaliel gave her instructions to paint works about the immortality of man and relating the astral plane, i.e. they should speak to people’s arstral body rather than the terrestrial one. These paintings were abstract and, in an art­historical sense, among the first modernist abstract paintings ever made.

Having finished the task set by Amaliel and immersed in the spiritual science of Steiner, Hilma began to interpret in paintings her own visions and ideas on the relationship of matter and spirit. A complex symbolic system emerged in these works and the swans are part of this development. There is much in these works that resembles eastern philosophy, such as Taoism and the Yin and the Yang, but there are also references to Christian symbols and Hilma herself said that with the swans also referred to the merging of the feminine and the masculine.

Hilma af Klint painted in series and in this series, we can trace the transformation of the swans from representational shapes to abstract symbols. In the last paintings the merging of the two realms appears in the form of a circle. Only the colouring reminds us that they are in fact two.

The paintings Hilma stúdíur: Svanir (Hilma Studies: Swans) are a homage to these paintings by Hilma af Klint and an attempt by an artist to touch on the two realms, of matter and spirit, at once.

(f. 1967, Reykjavík) er mynd­listarmaður, menntaður í Hollandi 1990 – 1995. Árið 2006 tók hann þátt í International Studio and Curatorial Program í New York og hlaut þá styrk úr sjóði Krasner Pollock Foundation.Ransu starfar einnig sem fræði­maður og er höfundur tveggja bóka um samtímalist. Þá var hann meðhöfundur bókarinnar Gerður: Meistari málms og glers þar sem hann fjallar um tengsl Gerðar Helgadóttur við heimsmynda­kenningar G.I. Gurdjieffs.Sem sýningarstjóri hefur Ransu m.a. unnið að sýningum fyrir Lista safn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Nýlistasafnið. Hann var einn af sýningarstjórum tvíæringsins Momentum 9: Alienation í Moss í Noregi árið 2017.Ransu er deildarstjóri við list­málara deild Myndlistaskólans í Reykjavík.

(b. 1967, Reykjavík) is a visual artist, author, educator and curator. He studied painting in the Netherlands 1990 – 1995. In 2006 he participated in the International Studio and Curatorial Program in New York on a grant from the Krasner Pollock Foundation.Ransu also works on theory and is the author of two books on contemporary art and is co­author of a book on the art of Gerður Helgadóttir where he writes about her relationship to the teachings of G.I. Gurdjieff.As a curator, Ransu has worked on exhibitions for the National Gallery of Iceland, the Reykjavík Art Museum and the Living Art Museum. He was one of the curators of the biennial Momentum 9­ Alienation in Moss in Norway in 2017.Ransu is the head of the Department of Painting at the Reykjavík School of Visual Arts.

33

Elsa Dóróthea GísladóttirTíminn er mikilvægur þáttur í verkum Elsu, en líka hverfulleiki og óvissa. Hún vill líta á listaverkið sem eins konar líkama og gefa því einhverja eiginleika þeirra lífsferla og takmarkana sem einkenna efnis­lega tilvist okkar og jafnvel vitund. Hún setur gjarnan í gang ferli sem ekki sér fyrir endann á og treystir á að útkoman eða ferlið eigi sér sjálfstætt líf og tilgang í sjálfu sér, jafnvel þótt það feli í sér niðurbrot, dauða eða eyðileggingu. Hver sýning er eins og nýr ættliður í ættartrénu og elur af sér kveikjur í áframhaldandi rannsókn og úrvinnslu. Að þessu sinni vinnur hún með mengi efna sem tilheyra gjarnan ræktun en teygja sig hér inn á svið sjónlista. Þetta eru skissur af „efnaferla­skúlptúrum“ sem kviknuðu í framhaldi af pælingum að baki verkinu Búgarður sem hún sýndi í Lista safni Reykjanes bæjar, haustið 2016, og hafði ýmsa snerti fleti við hugmyndir Rudolfs Steiner um lífeflda ræktun.

�Time is an important element in Elsa’s work, as are impermanence and uncertainty. Elsa sees her art as a kind of body and gives it some of the characteristics of the life processes and limitations which characterise our material existence and even consciousness. She often initiates processes the end of which is unknown, relying on the outcome or the process to have an independent life and purpose in itself, even if this involves decay, death or destruction. Each show is like a new generation in the family tree and sparks ongoing research and processing. Now being processed are a set of materials consisting of substances commonly associated with gardening, but here extended into the field of visual arts. These are sketches of a chemical processes­sculpture sparked by the ideas behind the work Ranch, which she exhibited in the Reykjanesbær Art Museum, in autumn 2016, and touch on various points of intersection with Rudolf Steiner’s ideas on biodynamic agriculture.

(f. 1961, Reykjavík) útskrifaðist frá MHÍ 1990 úr fjöltæknideild og fór til Hollands í framhaldsnám í AKI, Enschede, 1991 – 94. Síðan þá hefur hún tekið þátt í sýningum reglulega á ýmsum vettvangi, m.a. Safna safninu, Suðsuðvestur, Krútthátíð, Listasafni Reykjanesbæjar, Nýlista safninu og Gallerí Hlemmur. Elsa hefur sinnt kennslu og verkefnastjórnun í Mynd listaskólanum í Reykjavík síðan 2004. Hún stefnir á uppljómun eða dauða ;)

(b. 1961, Reykjavík) graduated in 1990 from the Faculty of Mixed Media in the Icelandic College of Art and Crafts and went to the Netherlands for a graduate degree at AKI, Enschede, 1991 – 94. Since then she has participated in exhibitions regularly in various venues, e.g. Safnasafnið, Suðsuðvestur, Krút­thátíð, Listasafn Reykjanesbæjar, The Living Art Museum and Gallery Hlemmur. Elsa has been teaching and has undertaken project management at the Reykjavik School of Visual Arts since 2004. She is aiming for enlightenment or death ;)

3534

Hilma af KlintSkilningstréð

„Í huga Hilmu af Klint hafði allt anda, allt hafði sál – jafnvel efnið“, sagði frændi hennar í nýlegri mynd á sjónvarpsstöðinni Arte um líf og starf listakonunnar sænsku (1862 – 1944). Allt sitt líf hafði hún áhuga á tilvistarspurningunni sem hún nálgaðist gegnum málverkin en líka í ítarlegum rannsóknum á náttúrunni. Hún hellti sér líka út í spíritisma, tók þátt í miðilsfundum og sökkti sér ofan í skrif guðspekinga, mannspekinga og rósakrossareglunnar. Í myndröð hennar, „Skilnings­tréð“, sem hún málaði árin 1913 – 1915, má sjá greinileg merki hugmynda rósakrossreglunnar um „leyndartákn“, þ.e. vera og verðandi á sviði hins efra og neðra, hið helga og hið vanhelga, ásamt góðu og illu og hringrás hins kvenlega og hins karl læga. Hið kvenlega birtist í myndum Hilmu sem blár litur, hið karllæga sem gulur. Ritúalískt samspil þeirra minnir á það að í árdaga höfðu konan og karlinn ekki enn verið skilin að heldur voru ein vera. Tréð sýnir sig í trjákrónunni en líka í rótinni. Það birtist sem ómandi skynfæri og þannig gefst trénu tækifæri til að taka þátt í hinum náttúrulega anda. Það er hinn eini sami hugur sem einnig gegnsýrir manneskjuna. Fuglapar sem situr í trénu táknar mannlegar þrár, hvíta lótus blómið táknar hreinleika. Til viðbótar við táknrænar myndir, felur listamaðurinn eða opin­berar skilning sinn í hreinum abstrakt línum og flötum sem hefjast og finna endi í orðunum: „Efni getur ekki verið til eða athafnað sig án anda, né heldur andi án efnis.“ Á sama tíma vísar þetta í grundvöll og hreyfiafl alls: Þekkingu.

The tree of knowledge

“To Hilma af Klint everything had spirit, everything had soul – even matter”, her grandnephew told in a recent Arte film about the life and work of the Swedish painter (1862 – 1944). Throughout her life, she was interested in the mysterious questions of existence, which she approached with the help of painting, but also through intensive nature studies. She plunged into the sphere of spiritism, participated in séances and immersed herself in the writings of the Theosophists, Anthroposophists and Rosicrucians. Her cycle of pictures “The Tree of Knowledge”, created in the years 1913 – 1915, shows clear traces of the Rosicrucian visual language of “secret figures”, which are being and becoming in spheres of the above and below, the sacred and the profane as well as good and evil and the female and male circle. The female appears in Hilma af Klint’s pictures as blue, the male as yellow. Their penetration rituals are reminiscent of primeval times when female and male were not yet separated. The tree reveals itself in its crown, but also in its roots. It appears as a sounding sense organ, which gives the tree the opportunity to participate in the spirit of nature. It is the same single mind that also permeates the human being. A pair of birds sitting in the tree symbolise human desire, the white lotus flower the purity. In addition to symbolic motifs, the artist hides or reveals her reconciliation concept in purely abstract lines and surfaces, which begins and finds its end in the words: “Matter can never exist and act without spirit, nor spirit without matter.” At the same time, this signifies the primordial ground and the motive power of all being: knowledge. Walter Kugler

(b. 1862, Stockholm, Sweden) studied art at Tekniska skolan (Konstfack) and The Royal Academy of Arts in Stockholm. Hilma af Klint is mainly known for geometric paintings based of complex spiritual ideas. She had not shown these works publicly when she died in 1944 and was unknown until 1987, when her paintings were included in an exhibition titled The Spiritual in Art: Abstract Painting 1890 – 1985 which travelled around the USA and Europe. After her paintings were shown in a major retrospective at Stockholm’s Moderna Museet in 2013, she was finally recognised as a pioneer of abstract painting.

(f. 1862, Stokkhólmi, Svíþjóð) lærði myndlist við Tekniska skolan (Konstfack) og Konunglegu akademíuna í Stokkhólmi. Hilma af Klint er aðallega þekkt fyrir geometrísk málverk undir flóknum spíritískum áhrifum. Hilma af Klint sýndi þessi verk aldrei opinberlega áður en hún lést árið 1944 og var því óþekkt þangað til árið 1987, þegar málverk hennar voru hluti af sýningunni The Spiritual in Art: Abstract Painting 1890 – 1985, sem ferðaðist um Bandaríkin og Evrópu. Í kjölfar stórrar yfirlitssýningar í Nútímalistasafninu í Stokkhólmi árið 2013 hlaut hún loksins almenna viðurkenningu sem brautryðjandi á sviði abstraktlistar.

3736

Gerður HelgadóttirÍ upphafi listferils síns var Gerður undir áhrifum kúbisma og konkretlistar. Á sjötta áratugnum tóku verk hennar hins vegar formrænum og hug­myndalegum breytingum. Á þeim tíma dvaldi hún í París og kynntist þar m.a. franska listamanninum Yves Klein, sýndi í Galerie Arnaud og í Brussel á vegum COBRA­hópsins. Hræringar í listalífinu höfðu vafalaust mikil áhrif á list hennar, en van­metinn áhrifaþáttur, og í raun lítt rannsakaður, eru heimsmyndakenningar armenska dulspekingsins G.I. Gurdjieffs.

Gerður iðkaði líkams­ og hugrækt samkvæmt aðferðum Gurdjieffs og lagði stund á „heilaga dansa“ undir leiðsögn Jeanne de Salzmann, sem hafði þróað þá ásamt Gurdjieff. „Heilagir dansar“ byggja á geómetrísku kerfi og hreyfingu sem er einmitt áberandi í listaverkum Gerðar.

Sum verka hennar virðast jafnvel hafa beina skírskotun í fræði Gurdjieffs. Skúlptúrinn Oktava hefur til að mynda samsvörun við skýringarmynd sem Gurdjieff notaði þegar hann kynnti „enneagram“ fyrst árið 1916 og innleiddi síðar í „heilaga dansa“. „Enneagram“ er stigmagnandi sjálfskönnunarkerfi sem nemendur Gurdjieffs studdust við og er „oktava“ sá hluti þess sem opnar meðvitund fyrir eðli náttúrunnar.

Hvirfill spilaði einnig stórt hlutverk í hugleiðslum Gurdjieffs, en hann kynntist Dervish­dönsum súfismans í Tyrklandi og aðlagaði þá hugleiðslukerfi sínu. Dervish er virk hugleiðsla þar sem iðkandi snýr sér réttsælis í ákveðinn tíma og einblínir á að halda huganum kyrrum á meðan líkaminn er á hreyfingu. Í skúlptúrum Gerðar er hvirfillinn einnig áberandi. Og oft birtist hann sem fremur líkamlegt form eða náttúruform, ólíkt því sem einkennir suðuskúlptúra hennar eins og Oktava, þar sem geómetría og rými er frekar til umfjöllunar.

�At the beginning of her career, Gerður was influenced by Cubism and concrete art. In the 1950 s, her work changed, both in terms of

form and the ideas expressed. At that time, she lived in Paris where she became friends with other artists, including Yves Klein, exhibited in Galerie Arnaud and in Brussels with the COBRA­group. Contemporary currents in the art world undoubtedly influenced her art, but less discussed and less researched influences are the cosmological theories of the Armenian mystic G.I. Gurdjieff.

Gerður practiced the physical and spiritual exercises developed by Gurdjieff and studied the “Sacred Dances” under the guidance of Jeanne de Salzmann, who had developed them with Gurdjieff. The Sacred Dances are based on geometric systems of movement, which is a prominent feature in Gerður’s art.

Some of her artworks even seem to refer directly to Gurdjieff’s theories. For example, the sculpure Oktava corresponds to a diagram that Gurdjieff first introduces as an enneagram in 1916 and later incorporated into the Sacred Dances. “Enneagram” is a progressing system of self­examination that Gurdjieff’s students used and “oktava” is that part of the system that opens one’s consciousness to the essence of nature.

Whirls also play a large role in Gurdjieff meditations. He was introduced to Dervish dances in Turkey and adapted them to his system of meditation. Dervish is an active meditation technique where the practitioner spins around clockwise for a set period, concentrating on keeping the mind still while the body moves. The whirl is also prominent in Gerður’s sculptures. Often, it appears as a corporeal or natural form, unlike her welding sculptures, such as Oktava, where the emphasis is on geometry and space.

Jón B. K. Ransu

(f. 1928, Tröllanesi í Norðfirði) nam listir við Handíða­ og myndlista­skólann í Reykjavík, Accademia di Belle Arti í Flórens og Academie de la Grande Chaumiere í París. Að loknu námi settist hún að í París og starfaði þar að list sinni. Gerður var fjölhæf listakona og fékkst meðal annars við steint gler og mósaík. Aðallega er hún þó þekkt fyrir skúlptúr. Gerður lést í Reykjavík árið 1975. Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs er nefnt eftir henni og varðveitir jafnframt stærsta safn listaverka hennar.

(b. 1928, Tröllanes in Norðfjörður) studied art at the Craft and Art School in Reykjavík, Accademia di Belle Arti in Flórence and Academie de la Grande Chaumiere in Paris. After her studies, she settled in Paris to work on her art. Gerður worked in many media, including stained glass and mosaics, but is best known for her sculptures. She died in Reykjavík in 1975. Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum is named for her and holds the largest collection of her art.

3938

Sati Katerina FitzovaHelgidansar Gurdjieffs

Sati Katerina Fitzova byrjaði ung að fást við sviðslistir, skrif, tónlist og dans. Hún naut innblásturs frá verkum leikstjóranna P. Brook og J. Grotowski, og indverska dul­spekingsins Osho, og hóf þannig leit að listformi sem gæti tjáð hina eilífu þrá alls mannfólksins – leitina að kjarna þess sem við erum og hvaðan við komum. Hún kannaði mannfræði og tungumál manns­líkamans og var vitni að ýmsum athöfnum frumbyggja ásamt því að kynnast austrænum hugleiðslu­aðferðum. Hún hitti mikla kennara á borð við Jivan Sunder, Amiyo Devienne og Avrom Altman, sem hjálpaði henni að öðlast dýpri skilning á því hver við erum í gegnum helgidansa Gurdjieffs. Gegnum Gurdjieff­vinnu fann Sati þann hvata sem sameinar list og hugleiðslu. G.I. Gurdjieff kallaði það hlutlæga eða objektífa list – listform sem snertir og nærir alheims hjartað í okkur öllum, sama hver er bakgrunnur okkar eða saga. Í slíkri list fest möguleiki á umbreytingu því hún talar til tilfinningakjarna okkar frekar en hugans, flytur okkur í núið og brúar bilið milli líkama/vitsmuna og æðri vitundar.

George Ivanovich Gurdjieff var grísk­armenskur dulspekingur og tónskáld (1877–1949). Á ævintýraferðum sínum um Mið­Asíu og Tíbet kynntist hann og safnaði hugmyndum, dönsum og tónlist úr fornum hefðum og helgistöðum, og þetta varð honum innblástur að því sem hann kallaði „fjórðu leiðina“. Helgidansar eða ­hreyfingar Gurdjieffs – sem eru hluti af kerfi hans – eru tæki til

sjálfsskoðunar. Verk hans styðja persónulegan þroska með því að styrkja meðvitund okkar um undirmeðvitundina og það hvernig við lifum oft í eins konar vöku­draumi – aðferðin hjálpar okkur til að vekja æðri vitundarstig og nýta möguleika okkar til fulls.

Helgidansar Gurdjieffs hjálpa okkur að rjúfa vítahring vanans með því að nota óvenjulegar líkams stellingar og raðir hreyfinga sem gera okkur kleift að skoða okkur sjálf innan frá og skilja betur hvernig „miðjurnar þrjár“ virka: hreyfing (líkami), tilfinningar (hjarta) og vitsmunir (hugur). Þegar dansarnir eru iðkaðir í hóp verða þeir hátíðlegir, undurfallegir og tærir, og bera samhljóminn af samræmingu miðjanna þriggja gegnum meðvitaða hreyfingu.

Aðferðin felur í sér samræmingu og samruna hinna ýmsu líkamshluta, mismunandi taktforma, og kveikir bæði heilahvelin, hægri og vinstri. Dansarnir snúa að meðvitund og „miðjun“ en eru líka líkamlegar æfingar sem vekja orkulínur líkamans og streymi. Þeir eru ögrandi og hjálpa okkur að skynja líkamlega nærveru, kyrrð og tærleika í allri verund okkar. Það mætti segja að helgidansar Gurdjieffs séu tungumál sem vitsmunavitund okkar skilur ekki en líkaminn skynjar. Undir dönsunum hljómar píanótónlist sem G.I. Gurdjieff og Thomas De Hartmann sömdu fyrir hverja hreyfingu.

�Gurdjieff Sacred Dances

Sati Katerina Fitzova was engaged from a young age with performing arts, writing, music and dance. The work of director P. Brook, J. Grotowski and the Indian mystic Osho inspired her to search for an art form that would be able to express the ancient longing of all humanity – the search for the essence of who we are and where

we come from. She embarked on a journey of further anthropological and body language studies, experiencing various tribal indigenous ceremonies and eastern meditation techniques. Meeting the remarkable teachers Jivan Sunder, Amiyo Devienne and Avrom Altman carved her path to a deeper understanding of who we are through Gurdjieff Sacred Dances.

In Gurdjieff’s Work Sati found an integrative element that connects the art and meditation. G.I. Gurdjieff calls it the Objective Art – an art form which touches and nourishes the universal heart in all of us, no matter our background or life story. Such an art carries the potential of transformation by instantly penetrating one’s emotional centre rather than the mind and transports us into the present moment, bridging the gap between body/intellect and the higher consciousness.

George Ivanovich Gurdjieff was a Greek­Armenian mystic and composer (1877 –1949). In his adventurous journeys across the Orient, Central Asia and Tibet he experienced and collected teachings, dances and music from ancient traditions and temples, which inspired him to develop a system called the ‘Fourth Way’. Gurdjieff Sacred Dances or Movements – which are part of this system – serve as a tool for self­study and observation. His work assists in harmonious personal development by raising awareness about one’s unconscious and often automatic waking­sleep­like state of being and helps to awaken higher states of consciousness and achieve full human potential.

Gurdjieff Sacred Dances help us to break the cycle of automatism by introducing unusual body postures and sequences which enables us to observe our being from inside and understand better the functioning

of the three centres: moving (body), emotional (heart) and intellectual (mind). Sacred dances practiced in a group formation are filled with solemn beauty and purity and carry the quality of harmonization and alignment of the three centres through conscious movement.

This practice includes the coordination and integration of different parts of the body, different rhythms and equally engages and stimulates both sides of the brain – the right and the left hemisphere. Besides being an awareness and centring practice, the dances serve also as a physical exercise activating body meridians and enhancing body circulation. They challenge us and encourage us to experience an embodied presence, clarity and stillness in the whole being. One could say that Gurdjieff Sacred Dances speak a language that our intellect cannot understand well but to which the body is sensitive. This powerful and transformative practice is accompanied by original piano music especially composed for each movement by G.I. Gurdjieff and Thomas De Hartmann.

(f. 1973) er listamaður, dansari, ferðalangur og þerapisti, fædd í Tékklandi. Hún lærði sviðslistir og vann í mörg ár í leikhúsi og kvikmyndum en flutti árið 2003 í eco­þorp í frumskógum Kosta Ríka þar sem hún kannaði tengsl milli þorpslífsins, hins andlega, heilunar, shamanisma og list­sköpunar. Hún hefur þjálfun í leikhúsþerapíu, öndun, hring rásar­vitund kvenna, líkamsvitund og hugleiðslu. Árið 2006 heillaðist hún af helgidönsum Gurdjieffs og aðferðum, en þar renna saman fornir hofdansar, líkömnun, nær vera, vitundarkönnun og hugmyndir Gurdjieffs um hlutlæga list. Sati stýrir námskeiðum og vinnustofum víða um Evrópu, í Bretlandi og Kosta Ríka.

(b. 1973) is an artist, dancer, traveller, visionary and a therapist, born in the Czech Republic. After her university studies in performing arts and several years of working with different theatres and film, she moved in 2003 to a jungle­eco­village in Costa Rica, exploring in her work the connections between tribal life, spirituality, healing, shamanism and art. She is trained in drama therapy, breathwork, feminine cyclical awareness, body awareness and meditation. In 2006 she found a deep passion for Gurdjieff Sacred Dances and Gurdjieff Work, which combines the tools of ancient temple dance practices, embodiment, presence, awareness enquiry and the Gurdjieff concept of Objective Art. Sati leads classes and workshops across Europe, in the UK and in Costa Rica.

4140

Erla ÞórarinsdóttirÁ flekaskilum — verðandi heimsálfa

Við lifum á flekaskilum Evrasíu og Ameríku. Flekarnir eru á stöðugri hreyfingu, ýmist rekast þeir á eða að gliðnun á sér stað. Hér hreyfast þeir hvor frá öðrum um einn sentímetra á ári, í hvora átt, og landið stækkar sem nemur tveimur. Tveir metrar á 100 árum. Heimsálfa á milljörðum ára. Það verða umbrot á flekaskilum, jarðskjálftar og eldgos. Nýtt efni frá möttli jarðar kemur upp á yfirborðið, frum­efni úr iðrum jarðar. Hjá okkur gýs að meðaltali á fimm ára fresti. Hefur það áhrif á okkur að geta búist við eldsumbrotum, jarðskjálftum, hrauni og hruni?

Okkar er að lifa, elska og deyja á eldfjallaeyju. Eiga hlutdeild í tilurð heimsálfu. Vera hér sem vitund, vera menn á flekaskilum, tilheyra austri og vestri.

Með lokuð augu tæmi ég hugann og horfi inn á við. Bakvið augnlokin eru litirnir bjartir og skýrir. Ég viðheld minningunni og mála heimana á striga. Formin, sem óendanlegt munstur, tengja myndirnar til hliðar og upp og niður. Málverkið tekur yfir og eitt getur annað. Smám saman koma til mín öll litbrigði og ég fer að tengja málverkin við orku­stöðvar mannsins og skynjun á tíðni þeirra í litum. Gömul fræði og þekking haldbær í óráðnum heimi.

Hvenær verður gos?�

The continent to be

We live where the Eurasian and North American continents meet. The tectonic plates are constantly moving, either coming together or separating. Here, they are drifting apart by approximately one cm between west and east every year, expanding one land by two. Two meters in 100 years. A new continent in one billion years. Tectonic plates convulse, yielding earthquakes, volcanic eruptions. New land is created by magma welling up from the core of the earth. On average there are eruptions

every five years. Does this affect us? Always expecting eruptions, earthquakes, lava and meltdowns?

We choose to live, love and die on a volcanic island. Participate in the process of a continent to be. We are here as consciousness, human beings at a divergent boundary, simultaneously of the west and the east.

With closed eyes I empty my mind and withdraw. Behind my eyelids the colors are bright and clear. I withhold the memory thereof and paint worlds on canvas, shapes like patterns expanding in all directions. Then the painting itself takes over; one begets the next. Little by little the full spectrum of colors appears, and I relate paintings to chakras and the sense of their frequencies in colors. Classical, steadfast knowledge in a chaotic world.

When will the next eruption be?

(f. 1955, Reykjavík) ólst upp í Svíþjóð og lærði við Konstfack í Stokkhólmi og Rietveld Akademie í Amsterdam 1976 – 81. Um miðjan níunda áratuginn bjó hún í New York en settist svo að á Íslandi. Hún hefur unnið og sýnt í Skandinavíu, Norður­Evrópu, Banda­ríkjunum, Kína og á Indlandi. Erla vinnur með rými, tíma og ferlin þar sem minnið, mannlegt samhengi og skali falla saman. Í list hennar er hið forna enn nærri, eins og vináttan, og það er þörf fyrir sam hliða samskipti milli austurs og vesturs. Inn í sköpunarferlið fléttast hug leiðsla og málun, ljósmyndir, textíl­hönnun, verk úr steini og innsetningar.

(b. 1955, Reykjavík) grew up in Sweden, studied at Konstfack in Stockholm and Rietveld Akademie in Amsterdam 1976 – 81. In the mid­1980s she lived in New York before returning to settle in Iceland. She has worked and exhibited in Scandinavia, Northern Europe, the USA, India and China. Erla works with space, time and processes where memory, human context and scale are integrated. In her art, the archaic is present and so is congeniality, and there is a need for parallel communication to the west and the east. Her practice incorporates meditation and painting, photography, textile design, stone works and installations.

4342

Palli BaninePalli Banine er fjöllistamaður og vinnur í ýmsum listmiðlum, t.d. teikningu, skúlptúr, málverki og leikhúsi. Verkum hans hefur verið lýst þannig að hann fremji jafnvægislistir á reipi, eða ótryggu vopnahlé milli birtu og myrkurs, karls og konu, goðsagna og staðreynda, hjátrúar, trúarbragða og vísinda, eða hins gróteska og hins fallega. Meðal áhugasviða Palla Banine er notkun goðsagna í nútímasamfélagi. Verk hans eru tilraunir um það hvernig nota megi goðsagnir til að skapa persónulegt tungumál í list og lífi, án þess að nota orð. Þau eru ekki tungumál en getur hver sem gefur sig eftir því notað skilið og jafnvel bætt við þau. Loks vinnu hann verkin út frá persónulegri reynslu og listrænni aðferð sinni. Með því að nota þekkjanlegar myndir og tákn hvetja verk hans okkur til að tengja við okkar eigin tilfinningar eða reynslu, líkt haldið sé spegli að hug og hjarta áhorfandans.

�Palli Banine is a multidisciplinary and works in various mediums, such as drawing, sculpture, painting and the theatre, to name a few. His work can be described as a tight rope walk of balance, or an uneasy truce between light and dark, male and female, myth and fact, superstition, religion and science, and the grotesque and the beautiful. Among Palli Banine’s multiple interests is the use of mythology in contemporary society. His work wis an experiment in how myths can be used to create a personal language in art and life, which often uses no words. It is non­linguistic, and yet can be understood and embellished on by whoever witnesses and chooses to engage with it. He then filters these elements through personal experience and the artistic process. By using recognisable images and symbols from our time­culture, his work invites us to invest our own experiences or emotion in it, like an inviting mirror for the mind and heart of the beholder.

(f. 1972 í Reykjavík) útskrifaðist frá sjónlistadeild Listaháskóla Íslands 2001 (BFA) og frá Transmedia de­ partment of St. Lukas í Brussels, Belgíu 2007 (MFA). Hann hefur verið meðlimur í Dieter Roth Akademíunni síðan 2001 og var í loka úrtaki fyrir Rijks Akademíuna 2010. Verk Palla hafa verið sýnd í Kanada, Kína, USA, Englandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Íslandi og Austurríki. Og finnast verk hans í einkasafni víðsvegar. Hann hefur einnig séð um sýningarstjórn á fjölda sýninga og gjörninga síðustu ár, ásamt því að vinna í leikhúsi á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Palli hefur unnið með fjölda listamanna og sýningarstjóra við allskonar verkefni og sýningar um allan heim.

(b. 1972 in Reykjavík) graduated from the mixed media department of the Icelandic Academy of the Arts in 2001(BFA), and from the Transmedia department of St Lukas in Brussels, Belgium 2007 (MFA), he has been a Member of the Dieter Roth Academy since 2001, and was a Rijks Academy finalist in 2010. Palli’s work has been exhibited in Canada, China, USA, England, Germany, Belgium, France, Iceland and Austria, His work features in private collections in Canada, Iceland, Belgium, and Germany to name a few, He has also curated a number of exhibitions and performances over the years, as well as working in theatre in Iceland and mainland Europe. Palli has worked with a number of artists and curators on multiple projects and exhibitions, across the globe.

4544

Jasper BockMismunandi sjónarhorn

Lisatverk hafa varanleika þar sem hvert og eitt táknar heim í sjálfu sér. Að safna þeim saman á sýningu þýðir að leiða þau í samræðu hvert við annað og skapa tímabundið nýtt alrými þar sem margir heimar samsvara sig, samsetning sem hefur aldrei verið til áður og hverfur eftir að sýningu er lokið. Að taka þátt sem skapari, þátttakandi eða vitni þýðir að teygja eitthvað handan hinnar tímalegu líkamlegu birtingarmyndar.

Different Angles

Art objects have permanence as each represents a world in itself. Bringing them together in an exhibition means bringing them in dialog with each other creating a temporary new cosmos with many worlds corresponding, a constellation that has never existed before and will be gone after the show is over. Taking part as creator, participant or witness means taking something beyond the duration of the ephemeral physical manifestation.

(b.1980) starfar sem leiðbeinandi á sviði lista og menninga. Í starfi sínu leggur hann áherslu á gangverk miðlunar og að virkja umgjörð fyrir samtímaleg og frelsandi jöfn samskipti í myndlist og menningarframleiðslu. Hann hefur, síðan 2011, verið hluti af og og tekið þátt í hinum ýmsu sýningarverkefnum, listviðburðum, málþingum og alls kyns samkomum um listir, menningu og vitsmunaleg og skapandi samskipti.Upprunalega frá Leipzig (DE) og býr og starfar nú í Reykjavík (IS)

(b.1980) is working as a facilitator in the field of art and culture. In his work his focus is on the dynamics in mediation and enabling frameworks for a contemporary and emancipatory exchange in art and cultural production.Since 2011 he has been involved and participated in several exhibition projects, art events, symposia and all sorts of gatherings around arts, culture and intellectual and creative exchange. Originally from Leipzig (DE) he is currently living and working in Reykjavik (IS).

4746

19/9 Fimmtudagur Thursday19:00

Opnun sýningarinnar Fullt af litlu fólki. � Opening of the exhibition Lots of tiny people.

19/9 Fimmtudagur Thursday19:00

Hemellichaam – Heilagur líkami gjörningur eftir Martje Brandsma.� Hemellichaam – Celestial Body I Performance by Martje Brandsma.

21/9 Laugardagur Saturday14:00 – 17:00

Málþing I Andleg málefni í listum með Silvana Gabrielli, Walter Kugler, Johannes Nilo, Jón B.K. Ransu og Dawn Nilo.� Symposium I Spirituality in arts with Silvana Gabrielli, Walter Kugler, Johannes Nilo, Jón B.K. Ransu and Dawn Nilo

22/9 Sunnudagur Sunday13:00 – 17:00

Te athöfn með Dawn Nilo. Gestir bjóða hver öðrum te og taka þátt í röð ljóðrænna og skynrænna sálaræfinga.� Just drink tea I Tea ceremony with Dawn Nilo. Guests will serve each other tea in a series of deepening rounds of poetic and sensual soul exercises. Skráning á Register at [email protected]

28/9 Laugardagur Saturday13:00 – 15:00

Fjölskyldustund Drekasmiðja með Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur / ÚaVon. � Family Workshop The Dragon with Guðrun Vera Hjartardóttir and Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir / ÚaVon.

28/9 Laugardagur Saturday13:00 – 17:00

Listin að leika. Námskeið með Dawn Nilo sem fer fram á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs í fjölnotasal. � The Art of the Fool Workshop with Dawn Nilo that takes place in Kópavogur Public Library first floor.

2/10 Miðvikudagur Wednesday12:15 – 13:00

Culture WednesdayIntroduction to Gurdjieff sacred dances with Sati Katerina Fitzova.� Menning á miðvikudögum Kynning á Heilögum dönsum Gurdjieff með Sati Katerinu Fitzova.

5. – 6/10 Laugardagur & sunnudagur Saturday & Sunday09:30 – 17:00

Tveggja daga námskeið í heilögum dönsum Gurdjieff með Sati Katerina Fitzova. � Two days intensive workshop on Gurdjieff sacred dances with Sati Katerina Fitzova. Skráning á Register at [email protected]

12/10 Laugardagur Saturday13:00 – 15:00

Ljós og skuggar Fjölskyldustund með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur/ÚaVon. � To catch the light Family Workshop with artists Guðrún Vera Hjartardóttir and Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ ÚaVon.

2/11 Laugardagur Saturday13:00 – 15:00

FjölskyldustundLjós og skuggar með Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur/ÚuVon. � Family Workshop Light and Shadows with Guðrun Vera Hjartardóttir and Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/Úa Von.

6/11 Miðvikudagur Wednesday13:00 – 15:00

Menning á miðvikudögumLeiðsögn og samkoma með Jasper Bock. � Culture Wednesday Guided tour and Gathering with Jasper Bock.

8/11 Föstudagur Friday17:00 – 19:00

Fyrirlestur I Innsæi í myndlist með Edward de Boer. � Lecture on ‘Intuition in Art’ with Edward de Boer.

9/11 Laugardagur Saturday10:00 – 17:00

Innsæi í myndlist Námskeið með Edward de Boer og Ruth Bellinkx.� Intuition in art Workshop with Edward de Boer and Ruth Bellinkx.Skráning á Register at [email protected]

17/11 Sunnudagur Sunday15:00 – 16:00

Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu. � Guided Tour with Jón B.K. Ransu.

18/12 Miðvikudagur Wednesday12:15 – 13:00

Kynning á hinum 13 heilögu nætur og tengsl við drauma og draumadagbók með Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur/ÚaVon. � Introducton on The 13 holy nights and the connection to dreams and the dream journal with Guðrun Vera Hjartardóttir and Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/Úa Von.

Lots of tiny peopleFullt af litlu fólki

Þátttakendur � ParticipantsHilma af Klint (SE)Gerður Helgadóttir (IS)Rudolf Steiner (AT/CH)Joseph Beuys (De)Guðrun Vera Hjartardóttir (IS)Sigrún Halldóra

Gunnarsdóttir/Úa Von (IS)Elsa Dórótea Gísladóttir (IS)Dawn Nilo (CA/US/CH)Martje Brandsma (NL)Silvana Gabrielli (IT,CH)Sati Katerina Fitzova (UK)Philipp Tok (DE/CH)Julius Rothlaender (DE/IS)Ruth Bellinkx (BE)Erla Þórarinsdóttir (IS)Palli Banine (IS)Walter Kugler (DE/CH)Johannes Nilo (SWE/CH)Edward de Boer (NL)Jón B. K. Ransu (IS)Jasper Bock (DE/IS)

Sýningarstjórar � CuratorsGuðrun Vera Hjartardóttir (IS)Jasper Bock (DE/IS)Jón B. K. Ransu (IS)Sigrún Halldóra

Gunnarsdóttir/Úa Von (IS)

Gerðarsafn – Kópavogur Art MuseumHamraborg 4 200 Kópavogurgerdarsafn.is

Lánsverk � In Courtesy of Albert Steffen Stiftung (bls./p. 35)Rudolf Steiner Archive

(Dornach/CH) (bls./p. 14, 15, 19)Landsbókasafn Íslands

HáskólabókasafnNýlistasafnið (bls./p. 25)

Hljóðupptaka � Audio Lecture Dale Brunsvold rudolfsteineraudio.com

Þýðing � TranslationJón Proppé Yfirlestur � ProofreadingJón ProppéHönnun � Design:Studio Studio(Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir)

Prentun � PrintingGudjón Ó

© Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs, höfundar texta og myndefnis/ljósmynda, 2018Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum, authors, artists/photographers, 2018

Antroposofiska félagið á Íslandi

Viðburðir eru gestir að kostnaðarlausum og allir eru velkomnir! � All events are for free and everyone is welcome!

Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum

� Joseph Beuys (1921) Straight line Achberg, Germany.1985 Chalk on blackboard in plexiglass frame 122 × 122 × 6 framed Courtesy of Rudolf Steiner Archive, Dornach

→ Joseph Beuys (1921) Bent line Achberg, Germany.1985 Chalk on blackboard in plexiglass frame 122 × 122 × 6 framed Courtesy of Rudolf Steiner Archive, Dornach