15
Grafarvogsblaðið Grafarvogsblaðið Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi 1. tbl. 19. árg. 2008 - janúar Allar almennar bílaviðgerðir Allar almennar bílaviðgerðir Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Þjónustuaðili Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477 Kristján Jóhannsson stórsöngvari er síður en svo dauður úr öllum æðum. Hann kom fram á Stjörnumessunni á vegum Bílastjörnunnar fyrir jól- in og sló rækilega í gegn þrátt að hafa ekki verið heill heilsu. Áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu kappann upp. Stjörnumessan var nú end- urvakin og heppnðiist frábærlega í alla staði. Á myndinni þakkar Kristján frábærar móttökur. Nánar frá messunni í máli og myndum á bls. 8-9 Mjódd – Kringlan- Spöng Opið í Spöng og Mjódd Opið í Spöng og Mjódd Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18 Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-16 Laugardaga 10-16 Opið í Kringlunni Opið í Kringlunni Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18 Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Laugardaga 10-18 Sunndaga 12-16 Sunndaga 12-16 ,,Brilleraði’’ á Stjörnumessu Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Embed Size (px)

DESCRIPTION

Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Citation preview

Page 1: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi1. tbl. 19. árg. 2008 - janúar

Allar almennarbílaviðgerðir

Allar almennarbílaviðgerðir

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

BifreiðaverkstæðiGrafarvogs

Þjónustuaðili

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Gylfaflöt 24 - 30 • 112 ReykjavíkSími 577 4477

Kristján Jóhannsson stórsöngvari er síður en svo dauður úr öllum æðum. Hann kom fram á Stjörnumessunni á vegum Bílastjörnunnar fyrir jól-in og sló rækilega í gegn þrátt að hafa ekki verið heill heilsu. Áhorfendur risu úr sætum og klöppuðu kappann upp. Stjörnumessan var nú end-urvakin og heppnðiist frábærlega í alla staði. Á myndinni þakkar Kristján frábærar móttökur. Nánar frá messunni í máli og myndum á bls. 8-9

Mjódd – Kringlan- Spöng

Mjódd – Kringlan- Spöng

Opið í Spöng og Mjódd Opið í Spöng og Mjódd

Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18

Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19

Laugardaga 10-16 Laugardaga 10-16 Opið í Kringlunni Opið í Kringlunni

Mán.– fim. 10-18 Mán.– fim. 10-18

Föstudaga 10-19 Föstudaga 10-19

Laugardaga 10-18 Laugardaga 10-18

Sunndaga 12-16 Sunndaga 12-16

,,Brilleraði’’ á Stjörnumessu

HársnyrtistofanHöfuðlausnir

Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 ReykjavíkSími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Page 2: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Fréttir GV2

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðÚtgefandi: Skrautás ehf. Netfang: [email protected]óri og ábm.: Stefán Kristjánsson.Netfang Grafarvogsblaðsins: [email protected]órn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844.Útlit og hönnun: Skrautás ehf.Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson.Prentun: Landsprent ehf..Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson.Dreifing: Íslandspóstur.Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi.Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Sundabraut 2018Árið byrjar með látum og rifist er heiftarlega vegna gamalla

timburhjalla við Laugaveg og umdeildra mannaráðninga ráð-herra. Minna fer fyrir umræðu um Sundabraut sem snertirþorra landsmanna, einkum þó íbúa höfuðborgarinnar og mestíbúa í Grafarvogi og Laugardal.

Laugavegurinn kemur mér lítið við, fer nánast aldrei í mið-bæinn enda er hann að stóru leyti ógeðslegur. Sóðalegur ogokkur öllum til skammar. Miðbærinn er löðrandi í óskipulagi.Mikið um timburkofa sem eru að hruni komnir og inn á milliþeirra nýtískuleg hönnun arkitekta sem vitanlega er algjörandstaða við gömlu húsin. Nýjasta dæmið við Laugaveginnkemur líklega til með að kosta skattgreiðendur 2-300 milljónirað aflokinni endanlegri friðun kofanna og skaðabótamálieigenda lóðanna í kjölfarið.

Pólitískar ráðningar ráðherra í stöður er áratuga gömul hefðhér á landi og ekkert nýtt í því enda ekkert gert til að koma íveg fyrir slíka spillingu.

Frammistaða allra þeirra aðila sem hafa komið nálægtSundabraut er orðin aðhlátursefni. Æðsti prestur hjá Vega-gerð ríkisins sagði í viðtali á dögunum að enn væru að lág-marki 2-3 ár eftir við hönnunarvinnu Sundabrautar eftir aðákvörðun hefði verið tekin um legu brautarinnar. Fram-kvæmdatími við Sundabraut frá byrjun til enda væri aldreiundir sjö árum. Þetta segir okkur að fyrstu bílarnir munu akaum fullgerða Sundabraut árið 2018 í fyrsta lagi. Sundabraut erþví ekki á leiðinni, síður en svo.

Æðsti prestur Vegagerðarinnar og nýráðinn upplýsingafull-trúi apparatsins, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, mæla meðsvokallaðri eyjaleið, innsta möguleikanum skammt utan viðGeirsnefið. Sú leið sé ódýrust. Allir aðrir eru ósammála Vega-gerðinni. Valkostur Vegagerðarinnar treður Sundabrautinniað stórum hlota ofan í kokið á íbúum í Grafarvogi og Laugar-dal. Einnig myndi innsta leiðin endanlega gera útaf við laxa-

stofn Elliðaánna ef öllum er ekki alveg samaum hann í dag.

Vonandi fær Vegagerðin sem minnstu ráð-ið um Sundabraut. Vítin eru til að varastþau. Má ég minna á frammistöðu Vegagerð-arinnar vegna Grímseyjarferjunnar?

[email protected]

Fyrir skömmu var HverfisráðGrafarvogs skipað upp á nýtt,kjörnum fulltrúum fjölgað úrþremur í sjö, fé til ráðsins aukið ogþví fengin stærri verkefni. DofriHermannsson, 1. varaborgarfull-trúi Samfylkingarinnar, er nýr for-maður Hverfisráðs Grafarvogs.Grafarvogsblaðið spurði Dofra umfjölgun í ráðinu og breyttar áhersl-ur.

,,Hugmyndin á bak við hverfis-ráð almennt er að skapa tengilið ámilli íbúanna og borgarkerfisins.Þótt Reykjavík sé ekki stórborg áalþjóðlegan mælikvarða er samtekki augljóst hvert maður á aðsnúa sér ef maður t.d. vill benda áslysagildrur í umferð innan hverf-isins eða að koma með góðar hug-myndir að einhverju sem gerirhverfið skemmtilegra. Þess vegnaer gott að hafa alltaf aðgang aðhverfisráði sem getur komið þess-um athugasemdum og hugmynd-um í réttan farveg. Þetta virkarekki síður í hina áttina, hverfisráð-in eru leið borgaryfirvalda til aðhlusta eftir röddum íbúa, t.d. ískipulagsmálum, hönnun gatna,gerð útivistarsvæða o.s.frv.’’

- En hvaða breytingar er veriðað gera á starfi ráðsins?

,,Fyrir kosningar 2005 höfðuhverfisráð borgarinnar dálitla fjár-hæð sem þau gátu notað til aðstyrkja verkefni og samtök innanhverfanna. Eftir kosningar voruþessir fjármunir teknir af hverfis-ráðunum og allir urðu að snúa sértil borgarstjóra sem var bagalegtþví það er betra að geta snúið sértil þeirra sem þekkja hverfið en tilönnum kafins borgarstjóra. Þess

vegna var mjög sterkur vilji tilþess hjá nýjum meirihluta að efla áný hverfisráðin í borginni og núverður það gert með myndarlegumhætti. Bæði munu þau fá talsvertfjármagn til að styrkja starf íhverfunum en auk þess er þeimætlað stórt hlutverk í nýju og gríð-arlega spennandi verkefni.’’

- Hvaða verkefni er það?,,Næstu þrjú ár munu borgaryf-

irvöld setja tvöfalt það fjármagnsem sett hefur verið í útivistar-svæði, göngustíga og leiksvæðiýmiss konar og hverfisráðunumhefur verið fengið það hlutverk aðhlusta eftir og hafa samráð við íbú-ana um það hvernig best verðistaðið að röðun framkvæmda. Á tildæmis að leggja nýjan hjólastíghér, bæta lýsingu þar eða setja uppfjölbreytt leik- og klifurtæki á ein-um fótboltavellinum? Á þessu ölluhafa íbúar skoðanir og ekki síðurmargar frábærar hugmyndir semvið í hverfisráðinu ætlum að bjóðaíbúum að leggja í púkkið. MagnúsJónasson, stundum kenndur viðBjörninn, benti mér t.d. á að þaðværi tilvalið að flikka upp á vatns-tankinn ofan við Gufunes, setjatröppur upp á hann, grindverk ábrúnirnar, bekk og borð og þá væriþetta tilvalinn áningarstaður ígönguferðum þar sem væri hægtað setjast niður með nestisbita oghorfa á fallegt útsýni yfir sundin.Þetta er skemmtilegt dæmi umhugmynd sem ekki kostar mikiðeða ætti að taka langan tíma aðframkvæma en getur sett skemmti-legan svip á hverfið. Ég er viss umað við eigum eftir að fá margarslíkar frá íbúum.’’

- Eru fleiri verkefni á könnuHverfisráðs Grafarvogs?

,,Að sjálfsögðu, Hverfisráði Graf-arvogs er ekkert óviðkomandi semsnertir hag Grafarvogsbúa. Viðmunum beita okkur fyrir farsæl-um lausnum í málum sem snertaSundabraut og Hallsveg og við vilj-um leggja lið hinum fjölmörgu ein-staklingum, fyrirtækjum og félaga-samtökum hverfisins sem t.d. eruað vinna að forvörnum, efla um-ferðaröryggi, byggja upp ná-grannavörslu, bæta skólastarf oggera lífið skemmtilegra. Við erumheppin með það í Grafarvogi aðhér er mikil hverfisvitund oghverfið er ríkt af alls kyns félags-starfi.’’

- Er Hverfisráð Grafarvogspólitískt ráð?

,,Þetta er góð spurning og sembetur fer á ég við henni ánægjulegtsvar. Auk áheyrnarfulltrúa erHverfisráðið skipað sjö pólitísktkjörnum fulltrúum, fjórum úrmeirihluta og þremur úr minni-hluta. Á fyrsta fundi ráðsins tók-um við opinskáa umræðu um þaðhvort flokkspólitík ætti heima ísvona ráði og það voru allir hund-rað prósent sammála um að svoværi ekki. Á vettvangi HverfisráðsGrafarvogs erum við öll fyrst ogfremst fulltrúar okkar hverfis ogvið viljum að sú vinna sem viðvinnum þar sé í skjóli fyrir flokks-pólitískum næðingi. Ég er mjögánægður að ráðið skuli vera ein-huga um þetta því það gefur okkurtækifæri til að skipta með okkurverkum og vinna saman að því aðgera gott hverfi enn betra,’’ sagðiDofri Hermannsson.

Dofri Hermannsson formaður í nýskipuðu sjö manna Hverfisráði Grafarvogs:

Vinnum saman að þvíað gera gott hverfi betra

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

Símanúmer GV er 587-9500

Nýtt Hverfisráð Grafarvogs á sínum fyrsta fundi á dögunum: Frá vinstri: Kristján Erlendsson, varamað-ur/minnihluti, Tómas Hafliðason, varamaður/minnihluti, Jón Arnar Sigurjónsson, kjörinn/minnihluti,Dofri Hermannsson, kjörinn/meirihluti/formaður, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Mið-garðs, Ragnar Sær Ragnarsson, kjörinn/minnihluti, Halla B. Þorkelsson, varamaður/meirihluti, ÁstaÞorleifsdóttir, kjörinn/meirihluti/varaformaður, Halldór Lárusson, kjörinn/meirihluti, Ingibjörg Óðins-dóttir, varamaður/minnihluti, Elísabet Gísladóttir, áheyrnarfulltrúi/íbúasamtök Grafarvogs, Emil ÖrnKristjánsson, kjörinn/minnihluti og Einar Már Guðmundsson, kjörinn/meirihluti.

Framleiðandi: Skrautás ehf. - Sími: 587-9500 - www.krafla.is

Falleg flugubox úr léttum viði með glæsilegum

og gjöfulum flugum eftir Kristján Gíslason.

Mikið úrval. Sjá nánar á www.krafla.is

Falleg gjöf fyrir

einstaklinga

og fyrirtæki

5 tegundir boxa

- 26 laxaflugur

- 18 laxaflugur

- 20 Kröflur

- 15 tvíkrækjur

- 25 silungaflugur

Page 3: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

559

998998 9898

398398498498

20%20%afslátturafsláttur

98 5959

598598129129498498

798798

Page 4: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

,,Okkur langar að deila með Graf-arvogsbúum uppskrift sem er ímiklu uppáhaldi hjá allri fjölskyld-unni. Þetta er frekar einföld og fljót-leg matreiðsla en ákaflega bragðgóð-ur réttur sem rennur ljúflega niður.

Við höldum okkur einnig á ein-földu nótunum þegar kemur að eftir-réttinum þó hann sé ekki síðurbragðgóður,’’ segja hjónin Erla Guð-jónsdóttir og Emil Örn Kristjánsson,Smárarima 6, en þau eru matgoggarGrafarvogsblaðsins að þessu sinniog með áhugaverðar uppskriftir..

Svínakjöt í rjómasveppasósu(fyrir 4) í aðalrétt

Það má reyndar nota allskonarkjöt í þennan rétt. Svínahnakka,svínakótilettur, svínagúllas o.fl.u.þ.b. 750 gr.

Kjötið er kryddað með salti og pip-ar og síðan velt upp úr hveiti. Það erþví næst brúnað á pönnu upp úrsmjöri, mataroíu eða smjörlíki, allteftir smekk.

Meðan kjötið er að brúnast eru 250gr. af nýjum, niðursneiddum svepp-

um soðin í vatni og sítrónusafa.Þegar kjötið er orðið brúnt er

sveppunum og sveppasoðinu hellt yf-ir og hitinn lækkaður og látiðkrauma í 10 til 15 mínútur undirloki.

Þá er hellt yfir 2 dl. af matreiðslur-jóma eða kaffirjóma og suðan látinkoma upp. Einnig má bragðbætameð salti, pipar og/eða salvíu.

Borið fram með hrísgrjónum eða

soðnum kartöflum.

Landslagið á tunglinu í eftirrétt4-5 epli.2 dl. hveiti.1 1/4 dl. sykur.125 gr. smjörlíki.kanill.Salthnetur.

Eplin eru afhýdd, skorin í bita og

sett í eldfast mót. Kanil stráð yfir eft-ir smekk.

Hveiti, sykri og smjörlíki hnoðaðsaman og stráð yfir eplin. Salt-hnetum er síðan dreift yfir bökunaog bakað í 45 - 50 mínútur í 180° heit-um ofni.

Borið fram með þeyttum rjómaeða ís.

Verði ykkur að góðu.Erla og Emil Örn

Matgoggurinn GV4

- að hætti Erlu og Emils

Svínakjöt í rjóma-sveppasósu og

landslagið á tunglinu

Erla Guðjónsdóttir og Emil Örn Kristjánsson.GV-mynd PSÁsta og Sigurður

eru næstu matgoggarEmil Örn Kristjánsson og Erla Guðjónsdóttir, Smárarima 6, skoraá Ástu Björgu Guðjónsdóttur og Sigurð Björn Reynisson, Miðhús-um 50, að vera matgoggar næsta mánaðar og koma með girnilegaruppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim þessar girnilegu upp-skriftir í næsta blaði í febrúar.

Page 5: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008
Page 6: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Fréttir GV6

Árlegt Olís-Gullinbrúarmót fim-leikadeildar Fjölnis var haldið íÁrmannsheimilinu helgina 12.-13.janúar sl. og var það fjölmennastatil þessa. Alls voru 230 keppendurá mótinu, en auk iðkenda fráFjölni, var keppendum boðið fráfimleikafélaginu Björk í Hafnar-firði, Gróttu á Seltjarnarnesi ogFylki í Árbæ. Keppendur voru áaldrinum 7-15 ára og kepptu íáhaldafimleikum stúlkna í 3., 4., 5.og 6. þrepi fimleikastigans og í 4.og 5. þrepi drengja.

Stúlkurnar kepptu í stökki, áslá, tvíslá og í gólfæfingum endrengirnir á svifrá, tvíslá, gólfi,bogahesti og í hringjum og stökki.Um var að ræða einstaklings-keppni í öllum þrepum nema 6.þrepi þar sem yngstu keppendurn-ir kepptu í liðakeppni á sömuáhöldum.

Það er skemmst frá því að segjaað Fjölniskrakkarnir stóðu sig frá-bærlega og unnu til verðlauna íöllum flokkum og í flestum aldurs-hópum. Óhætt er að segja að strák-arnir okkar hafi staðið sig áber-andi best í 4. þrepinu þar sem þeirunnu 1., 2. og 3. sætið í samanlögð-um árangri. Yngstu keppendurnirkomu jafnframt skemmtilega áóvart því þeir lenntu í 3. sæti í liða-keppninni þó sumir þeirra væruað taka þátt í sínu fyrsta móti.Mátti sjá þar glæsileg tilþrif, ein-beitingin og gleðin skein úr hverjuandliti og það er ljóst að í þessumhópi eru margir efnilegir krakkarsem eiga eftir að gera góða hlutiþegar fram líða stundir.

Olís er helsti styrktaraðili móts-ins, sem nú er haldið 4. árið í röðog orðið vel þekkt innan fimleik-anna. Þátttakendur hafa aldreiverið fleiri en auk 230 keppendavoru áhorfendur í kringum 200

talsins. Allt utanumhald var tilfyrirmyndar, tímamörk stóðust ogkeppendur voru leystir út meðglæsilegum gjöfum. Þetta er hinsvegar í fyrsta sinn sem mótið erhaldið utan Grafarvogs og erástæðan sú að salur fimleikadeild-arinnar í Egilshöll er orðinn alltoflítill. Deildin hefur stækkað hrattundanfarin ár og býr nú við þröng-an kost sem vonandi sér fyrir end-ann á með byggingu nýs fimleika-húss sem búið er að lofa fyrir árs-lok 2008.

Olís-Gullinbrúarmót fimleikadeildarFjölnis haldið 4. árið í röð:

Glæsilegur fimleikahópur úr Fjölni ásamt þjálfara sínum. Her eru framtíðar fimleikakonur á ferðinni sem eiga eflaust eftir að ná langt þegar fram líða stundir..

Háloftafimleikar á tvíslá.

Framtíðarmaður á svifrá.

Glæsilegur árangur hjá strákunum- mótið haldið í Ármannsheimilinu vegna aðstöðuleysis í Grafarvogi

Sannarlega glæsileg tilþrif einsdrengjanna úr Fjölni á mótinu íÁrmannsheimilinu sem ekki varhægt að halda í Egilshöll vegnaaðstöðuleysis sem vonandi sérfyrir endnn á.

Einbeitingin á fullu og eins gott að standa sig.

Page 7: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Söng- leik- og dansnámskeið fyrir börn

og unglinga!

VORNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR

Námskeiðin hefjast í febrúar.Kennt verður í Kópavogi og Grafarvogi í Snælands- og Foldaskóla eftir að venjulegum skólatíma líkur.

Nú verður einnig kennt í Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Skráningar á heimasíðunni www.tonvinnsluskoli.iseða í síma 534 9090

Sponsored Digidesign School

Barna- og unglinganámskeið sem er undirbúningur að skemmtiþætti fyrir sjónvarpÞetta námskeið vakti mikla lukku hjá okkur á síðustu önn og verður afraksturinn í sjónvarpinu fljótlega á þessu ári.

Nú hafa Tónvinnsluskóli Þorvaldar Bjarna og Dansskóli Birnu Björnsdóttur tekið höndum saman um framhald á þessu stórskemmtilega námskeiði.

Nemendur fá að syngja, dansa og leika í mörgum mismunandi atriðum undir handleiðslu krafmikilla leiðbeinanda í 10 vikur.Þegar atriðin eru fullæfð er fariðí myndver og gerður sjónvarps- þáttur upp úr afrakstrinum og allir fá að vera með.Birgitta Haukdal verður umsjónarmaður þáttarins.

Birgitta Haukdal

ATH: Nú er hægt að nota Frístundakortin til að greiðaniður námskeið hjá Tónvinnsluskólanum*

*Nánari upplýsingar á www.itr.is um möguleika

Frístundakortsins

25.000 kr.niðurgreiðslafyrir þá semgeta notað

Frístundakort ÍTR*

Page 8: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Fréttir GV8

FréttirGV9

Gufunesbær leitar eftir jákvæðu, duglegu og áhugasömu fólki 18 ára og eldri. Starfsmenn Gufunesbæjar vinna á sviði íþrótta og tómstunda og eru lykillinn að því að veita íbúum fyrstaflokks þjónustu.Gufunesbær leggur áherslu á að starfsfólki líði vel og að það nái að þróast í starfi.Hjá Gufunesbæ vinnur starfsfólk á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn. Um er að ræða hlutastörf:.á frístundaheimilum með 6 - 9 ára börnum.í frístundaklúbbi með 10-16 ára börnum og unglingum með fötlun Starfið veitir mjög góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum, uppeldi, sálfræði og skapandistarfi, m.a. í:List- og verkgreinumTónlist, myndlist, leiklist, smíði og textíl

Íþróttum og leikjum

Útivist og umhverfismennt

Barnalýðræði og lífsleikniHópastarf, barnafundir, vinátta og samvera

Hægt er að sækja um á heimasíðu Gufunesbæjar, www.gufunes.is. Allar nánari

upplýsingar fást hjá Þóru Melsted [email protected] Sími: 520 2300 Frístundamiðstöðin Gufunesbær v/Gufunesveg Sími 5202300 www.gufunes.is

Starfsmenn óskast í skemmtilegt og gefandi starf

Mögnuð messa,,Þetta var frábær skemmtun og það

fyrsta sem mér datt í hug þegarskemmtuninni var lokið var hvortþetta yrði ekki örugglega aftur á dag-skrá að ári,’’ sagði yfir sig ánægðurGrafarvogsbúi sem var á meðal fjöl-margra gesta sem sóttu Stjörnumessuþeirra Bílastjörnumanna heim í hús-

næði fyrirtækisins við Bæjarflöt 10 ídesember.

Stjörnumessan var nú endurvakinog tókst í alla staði frábærlega vel.Húsnæði Bílastjörnunnar var troð-fullt af áhugasömu fólki. Í boði varupplestur þriggja Grafarvogsskáldaog inn á milli var skotið tónlistarat-

riðum og þeim ekki af verri endan-um. Ari Trausti Guðmundsson, Sigur-björg Þrastardóttir og Einar Már Guð-mundsson lásu úr nýjum bókum sín-um. Tónlistarflutningurinn hófst meðleik ungra harmonikkuleikara úrTónlistarskóla Grafarvogs og EdduBorg og stóðu þeir sig frábærlega vel.

Söngur var í höndum Stebba og Eyfaog voru þeir frábærir að venju. Há-punkturinn var þó framganga Krist-jáns Jóhannssonar sem mætti veikurtil leiks. Var hann með flensu morgun-inn sem messan fór fram en mættisamt og söng af svo miklum krafti aðhúsnæði Bílastjörnunnar lék á reið-

iskjálfi. Tók Kristján ekkert fyrirsönginn nema ánægjuna. Stjörnu-messan er vonandi komin til að veraog ekki væri verra ef stjörnur á borðvið Kristján Jóhannsson yrðu fasta-gestir í framtíðinni hjá þeim Bíla-stjörnumönnum sem eiga skilið mikl-ar þakkir fyrir framtakið.

Áhorfendur voru fjölmargir og húsnæði Bílastjörnunnar troðfullt.

Sigurbjörg Þrastardóttir las úr nýútkominni ljóðabók sinni.

Kristján Jóhannsson hefur engu gleymt. Þrátt fyrir veikindi heillaði hanngesti upp úr skónum, var klappaður upp og gestir risu úr sætum.

Ljóst er að Stjörnumessa Bílastjörnumanna er komin til að vera á ný, sannarlega frábær skemmtun.

Einar Már Guðmundsson las upp úr nýjustu bók sinni og lifði sig vel inn í hlutverkið að venju.

Þrjú Grafarvogsskáldanna, Ari Trausti, Einar Már og Sigurbjörg lásu úr verkum sínum og fólk lagði viðhlustir og líkaði vel.

Slegið á létta strengi. Ari Trausti Guðmundsson, Kristmundur Árnason hjá Bílastjörnunni og EinarKárason ræða málin. Einari var boðið á messuna eins og gjarnan er um einn listamann utan Grafar-vogs. Einar las úr nýrri bók sinni og söng og er áberandi betri rithöfundur en söngvari.

Í lok Stjörnumessu var glæsileg flugeldasýning.

Ari Trausti Guðmundsson les úr nýjustu bók sinni.

Eyfi og Stebbi voru frábærir svo ekki sé starkar að orði kveðið. Þeirtóku Nínu og allan pakkann og vöktu mikla lukku að venju.

Ánægðir gestir streyma út úr húsnæði Bílastjörnunnar við Bæjarflöt til að sjá flugeldasýninguna sem varlokapunkturinn á magnaðri Stjörnumessu.

Page 9: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Í Grafarvogsblaðinu framvegismunum við birta greinargóðafrásögn af einni sérstakri eign semer til sölu hverju sinni hjáFasteignamiðlun Grafarvogs íSpönginni.

Hér koma upplýsingar um fyrstueignina, stóra og glæsilega íbúð aðVeghúsum 1.

Falleg og vel útbúin 166,4 fm 4-5herbergja endaíbúð á tveimur hæð-um við Veghús.

HAGSTÆÐ LÁN GETA FYLGTMEÐ, ANNAÐ FRÁ LSR AÐ FJÁR-HÆÐ TÆPLEGA 16 MILLJ. TIL 40ÁRA MEÐ 4,15% FÖSTUM VÖXT-UM, AFBORGUN U.Þ.B 70.ÞÚS ÁMÁNUÐI

Íbúðin er á 3. hæð og risi í húsinu.Hátt er til lofts í íbúðinni, gluggarstórir og er eignin afar björt. Áfyrstu hæð er gott hol með skápum,rúmgott eldhús með hvítri inntrétt-ingu með viðarköntum. Gashell-uborð og keramikhelluborð. Tengt erfyrir uppþvottavél. Borðkrókur viðglugga. Borðstofa er við eldhús.Stofa er afar rúmgóð og björt og erm.a rúmgóð sólstofuútbygging tengdhenni, farið er úr sólstofu út á rúm-góðar vestursvalir. Inn af sér gangier gott barnaherbergi og baðher-bergi sem er flísalagt í hólf og gólf,baðkar og góð innrétting, tengt fyrir

þvottavél og þurrkara. Gólfefni neðrihæðar eru fallegar ljósar flísar á öll-um gólfum nema barnaherbergi, þarer ljóst parket.

Á efri hæð er opið parketlagt holsem nýtist vel sem sjónvarpshol, þarinn af er stórt dúklagt barnaher-bergi með rislofti yfir. Baðherbergimeð sturtu er á efri hæð, það er flísa-lagt í hólf og gólf og með góðri inn-réttingu. Hjónaherbergi er á hæð-inni með stórum skápum með

speglahurðum, parket á gólfi.Sameign er mjög snyrtileg og eru

nýleg teppi á stigagangi.Á jarðhæð er sér geymsla og sam-

eiginleg hjóla - og vagnageymsla.

HAGSTÆÐ LÁN GETA FYLGT.ANNAÐ ÞEIRRA ER ERLENTGJALDEYRISLÁN OG HITT ERMEÐ 4,15% VÖXTUM, HAGSTÆÐ-AR AFBORGANIR

Fréttir GV10

GVRitstjórn og

auglýsingar 587-9500

Veghús 1 - stór og góð íbúð

Arnarsetur ehf Bókhaldsþjónusta í Grafarvogi

Komdu bókhaldinu í lag- Öll almenn bókhaldsþjónusta fyrir

fyrirtæki og einstaklinga í rekstri

- Framtalsgerð

- Vönduð vinnubrögð

- Margra ára reynsla

- Hröð þjónusta

- Mætum á staðinn ef þarf

Örn GunnarssonViðurkenndur bókari

GSM: 899-8185 - www.arnarsetur.is

Íbúðin sem hér er fjallað um er í þessu húsi við Veghús. Eignin er til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs.

Stofan er mjög björt og rúmgóð.

Page 10: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Dagur Orðsins var haldinn hátíð-legur í annað sinn í Grafarvog-skirkju 11. nóvember síðastliðinn.Dagskráin var tileinkuð sr. Auði EirVilhjálmsdóttur, sem fagnaði sjö-tugsafmæli sínu fyrr á þessu ári.Dagskráin hófst kl. 10.00. Fjögur er-indi voru flutt um sr. Auði Eir:

„Guð er vinkona mín.“ Um guðs-mynd og guðfræðilegar áherslur. Dr.Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent.

Samherjar í hálfa öld. Sr. Bern-harður Guðmundsson.

Í uppvexti – skólabróðir talar. Ólaf-ur Egilsson, sendiherra.

„Eins og ég sá/sé hana.’’ IngibjörgSólrún Gísladóttir, utanríkisráð-herra.

Kl. 11.00 hófst messa, þar sem sr.

Auður Eir prédikaði. Dætur hennartvær, sr. Dalla Þórðardóttir og sr.Yrsa Þórðardóttir þjónuðu fyrir alt-ari ásamt prestum Grafarvog-skirkju. Elín Þöll Þórðardóttir, semeinnig er dóttir sr. Auðar, söng ein-söng. Kórar Grafarvogskirkju sunguundir stjórn Harðar Bragasonar ogAðalheiðar Þorsteinsdóttur ogSvövu Kr. Ingólfsdóttur.

Að lokinni messu verður boðiðupp á léttar veitingar í safnaðarsalkirkjunnar.

Dagur Orðsins tókst afar vel. Fyr-irlestrarnir voru fjölsóttir, sem ogmessan. Á þriðja hundrað mannskomu í Grafarvogskirkju á DegiOrðsins.

FréttirGV11

����������� ��� ������ ��

���������������� ������������������������������������������������������������� ��� �!�"���������#�����������#�����������������������������#��������������������$������������������������������!

%�������������&����������������������������������� ��������$������������������������������ ������� ������������������!

������������� �����������

������������

�������� ������

���

��

Ekkert apótekopið á kvöldin í GrafarvogiGramur lesandi Grafarvogs-

blaðsins hafði samband og vildilýsa yfir mikilli óánægju með aðekkert apótek er með opið ákvöldin og á næturna í hverfinu.

Hægt er að taka undir þessagagnrýni og undarlegt að apótek-in skuli ekki bjóða tuttugu þús-und manna hverfi upp á betriþjónustu og neyða íbúa í Grafar-vogi til að leita í önnur hverfi eft-ir nauðsynlegum lyfjum aðkvöld- og næturlagi.

Dagur orðsins í Grafarvogskirkju:

Tileinkaður sr.Auði Eir sjötugri

Sr. Auður Eir ásamt dætrum sínum, sr. Döllu og sr. Elínu Þöll.

Nú er verið að ljúka við vinnuvegna lýsingu göngustíga alltfrá Korpúlfsstöðum að Leið-hömrum í Hamrahverfi.

Lýsing göngustíga:

Ljós aðkvikna á

112 staurumStarfsmenn Orkuveitu

Reykjavíkur eru þessa daganaað ljúka við að tengja rafmagn í112 ljósastaura með göngustíg-um allt frá Korpúlfsstöðum aðenda Leiðhamra í Hamra-hverfi.

Alls er vegalengd göngustíg-anna sem verður upplýst mjögfljótlega rétt rúmir 5 kílómetr-ar. Sem leið liggur frá Korpúlfs-stöðum, niður í botn Grafar-vogs, með voginum framhjáGrafarvogskirkju og alveg út áhamarinn yst í Hamrahverfi ogað enda Leiðhamra.

Það verður ekki lítil breyt-ing þegar þessu þarfa verki lýk-ur en margir hafa veigrað sérvið göngutúrum á umræddrileið í svartasta skammdeginu.

Page 11: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Fréttir GV12

ÍTR · Bæjarhálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 411-5000 · www.itr.is · [email protected]

frístundastarfi?

Frístundakortið er styrkjakerfií frístundastarfi fyrir 6-18 árabörn og unglinga í Reykjavík.

Nánari upplýsingar á www.itr.is

Er barnið þitt í

Frístundakortið 25.000 kr.

fyrir árið 2008

Átaksverkefni þeg-ar borið árangur

Jens Kjartansson, yfirlæknir álýtalækningadeild Landspítala Há-skólasjúkrahúss telur að átaksverk-efnið Stillum hitann hóflega hafi núþegar borið árangur með fækkunbrunaslysa af völdum heits vatns.Áfram er unnið að verkefninu meðþví að byggingafulltrúar fylgja eftirkröfum reglugerðar um hitastigneysluvatns í nýju húsnæði,fræðsla iðnaðarmanna er efld oglagnaefnissalar bjóða upp á heildar-lausnir til að lækka hita neyslu-vatns í húsum.

Orkuveita Reykjavíkur ýtti síð-astliðið vor úr vör átaksverkefninu ísamstarfi við Sjóvá Forvarnarhús-ið, byggingafulltrúann í Reykjavíkog Lýtalækningadeild LSH. Fyrir-tækið veitti fé til rannsóknar áfjölda og eðli slysa af völdum heitsvatns. Þá hleypti OR af stokkunumvefnum www.stillumhitann.is Áhonum er m.a. að finna helstu nið-urstöður áðurgreindra rannsóknaásamt fræðsluefni af ýmsu tagi. Þávar gengist fyrir ráðstefnu og nám-skeiði í samstarfi við byggingafull-trúann í Reykjavík um leiðir til aðdraga úr hættunni af slysum, m.a.með bættum frágangi neysluvatns-kerfa. Í kjölfarið hafa söluaðilarlagnabúnaðar útbúið lausnir semfáanlegar eru hvort heldur sem erfyrir nýtt húsnæði eða eldra.

Árangur þegar náðstÞað er mat þeirra sem taka á

móti fórnarlömbum brunaslysa áLSH að slysum hafi þegar fækkað.,,Það er greinilegur munur,’’ segirJens Kjartansson yfirlæknir. ,,Slys-unum hefur fækkað umtalsvert ogþað rek ég beint til átaksins og við-bragða fólks við því.’’

Aðilar sem selja búnað sem lækk-ar hitastig neysluvatnsins hafaekki síður orðið varir við aukna eft-irspurn eftir honum. Þónokkur fyr-

irtæki hafa útbúið sérstakar heild-arlausnir og má þar nefna ÍsleifJónsson, Tengi og Danfoss.

Sjóvá Forvarnarhúsið tekurvið vefnum

Í dag afhenti Orkuveitan For-varnarhúsinu vefinn til eignar ogumsjónar. Herdís Storgaard for-stöðumaður Forvarnahússins veittivefnum viðtöku ásamt 300 þúsundkrónum til viðhalds hans og rekst-urs auk 300 þúsund króna styrks tilalmennra forvarna. Á vefnum get-ur almenningur og fagfólk nálgastupplýsingar og tæknilegar lausnirtil að sporna við því að fólk brennisig á heitu vatni. Börnum og eldrafólki er hættast við bruna af völd-um heits vatns og þá sérstaklegasjúklingum. Á vefnum er m.a. sögðsaga Hjartar Inga Kristjánssonar,sem er óðum að ná sér eftir slæmtbrunaslys. Hjörtur er flogaveikurog rak sig í baðkranann í kasti ogskrúfaði þannig óvitandi frá brenn-heitu vatninu. Baðherbergið er ein-mitt varasamasti staðurinn sam-kvæmt rannsókn LSH á slysa-skrám.

Námskeið fyrir iðnaðarmenn,hönnuði og byggingafulltrúa

Í tengslum við verkefnið gengstnú Iðan fræðslusetur ehf, fyrirnámskeiðum ætluðum hönnuðum,pípulagningamönnum og bygginga-fulltrúum. Orkuveitan átti frum-kvæði að því að efnt er til nám-skeiðanna og er ávinningur þátt-takenda m.a. að auka meðvitundsína um tíðni brunaslysa, öðlastinnsýn í kröfur, staðla og leiðbein-ingar um hámarkshita neysluvatnsog fá dæmi um tengingar og leiðirtil lækkunar hita á heitu neyslu-vatni.

Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, til hægri, veitir vefog styrk viðtöku úr hendi Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnarformannsOrkuveitunnar.

GrafarvogsblaðiðAuglýsingar - 587-9500

Page 12: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar gerðir bifreiða á skrá

Gylfaflöt 5 S: 567-2700

www.arnarbilar.is

Page 13: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Fréttir GV14

Hársnyrtistofan HöfuðlausnirFoldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Kæru viðskiptavinir!Nýtt ár og ný andlit hjá okkur á Höfuðlausnum! Vonumst til að sjá sem flest ykkar á komandi ári!

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 Pöntunarsími: 567-6330

Hin árlega Góðgerðavika unglinga ogGufunesbæjar var haldin í annað sinndagana 30. nóvember til 7. desember sl.

Hugmyndin að halda slíka Góðgerða-viku kviknaði haustið 2006 en þá vilduunglingarnir í félagsmiðstöðvunumláta gott af sér leiða þegar líða tók aðjólum en einnig koma með jákvætt inn-legg í umræðuna um unglinga í dag.Fyrsta Góðgerðavikan sem haldin var idesember 2006 gekk vonum framar ogekki tókst síður til í þetta skiptið. Ámeðal þess sem gert var til að leggjagóðum málefnum lið var að ungling-arnir í Sigyn í Rimaskóla héldu ball

með hip/hop þema til að styrkja Um-hyggju, unglingar í Engyn í Engjaskólahéldu böll til styrktar samtökunumBlátt áfram, unglingar í Borgyn í Borg-askóla söfnuðu fötum til styrktarMæðrastyrksnefnd og unglingar íFjörgyn í Foldaskóla og Nagyn í Húsa-skóla söfnuðu leikföngum, spilum,myndböndum og fleiru í þeim dúr fyrirleikstofuna á Barnaspítala Hringsins.Hápunktar vikunnar voru svo hópferð íSmáralind þar sem yfir 130 unglingarfóru með jólagjafir sem lagðar voruundir jólatréð í Smáralind, en Mæðra-styrksnefnd og fleiri samtök sjá um að

dreifa gjöfunum til bágstaddra fyrir jól-in, og loks Góðgerðaball Gufunesbæjarsem var haldið í Húsaskóla en ágóði afþví balli rann óskiptur til Sjónarhóls.

Ekki má gleyma að minnast á að jafn-framt var útbúinn geisladiskur meðsöng hæfileikaríkra unglinga sem varseldur vítt og breitt um Grafarvoginnen ágóði af honum rennur til Blindrafé-lagsins. Í heildina söfnuðust hátt í 200þúsund krónur auk þeirra gjafa, leik-fanga o.fl. sem safnað var og hefur þettavonandi komið sem flestum að góðumnotum fyrir jólin. Frábært framtak hjáunglingunum í Grafarvogi!

Jólamánuðurinn í frístundaheimilum

Í desembermánuði var mikið um að vera í frístundaheimilum Gufunesbæj-ar. Í mörgum þeirra var foreldrum boðið í heimsókn, t.d. í kaffi og föndur eðaá sýningar hjá börnunum.

Öll börn á frístundaheimilum fengu söngsystur, þær Þórdísi Heiðu og Hildií heimsókn og sungu með þeim jólalög sem þau höfðu æft. Nokkur frístunda-heimili söfnuðu peningum, m.a. með því að selja dósir og keyptu gjafir til aðsetja undir jólatré mæðrastyrksnefndar í Kringlunni.

200 þúsund og gjafir til góðgerðamála

Mikið var um að vera í frístundaheimilunum fyrir jólin.

Unglingarnir gerðu ýmislegt til að safna sem mestu til góðgerðamála á Góðgerðaviku Gufunesbæjar.

Page 14: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

FréttirGV15

Þriðjud. - fimmtud. kl. 7:30- 8:30kl. 9:00-10:30kl.14:45-16:15

Opin tími á miðvikud. kl. 9:00-10:00

Nánari upplýsingar og skráninghjá Siggu Dóru gsm:692-3062

ROPE YOGA NÁMSKEIÐÍ VEGGSPORT

ROPE YOGA NÁMSKEIÐÍ VEGGSPORT

Spámiðill

Hrönn Friðriksdóttir

Sími 861 2505 E-mail [email protected] Sjá nánar á www.spamidill.com

Ég býð upp á einkatíma í spámiðlun, er í Grafarvogi. Hef margra ára reynslu og vinn með kristalskúlu, sígauna-, blóma-, og zenspil.

Emil Örn og Erlabjóða í aldarafmæliÞann 18. janúar nk. verður Emil Örn Kristjánsson fimmtugur og þann 17.

maí nk. verður Erla Guðjónsdóttir fimmtug.Þau hjónin hafa því ákveðið að halda upp á sameiginlegt aldarafmæli sitt á

afmælidegi Emils og taka á móti vinum, vandamönnum og félögum í sal Fé-lags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, Hverafold 5, milli klukkan 17:30 og 21:00.

Emil Örn og Erla.

Þriðjud. - fimmtud.: frá kl. 09:00-10:00 kl. 15:45-16:45

Laugard. frá kl. 10:00-11:00 (opinn tími.)

GrafarvogsblaðiðGrafarvogsblaðiðDreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi1. tbl. 19. árg. 2008 - janúar

70%íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið

Mest lesni fjölmiðillinn í GrafarvogiAuglýsingarnar skila árangri í G V

587-9500

Page 15: Grafarvogsbladid 1.tbl 2008

Frábærir vextir– á sparnaðinn þinn!

Upplýsingar í næsta útibúi SPRON í síma 550 1200,í þjónustuveri SPRON í síma 550 1400 eða á spron.is

*Samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 11. janúar 2008

Þú getur stofnað reikning á spron.is

Sparnaðarreikningar

ARG

US

/ 08

-002

2

STIGHÆKKANDI vextir á hávaxta-reikningum SPRON!

SPRON Viðbót– allt að 7,95% vextir*

binditíma loknum

SPRON Veltubót– allt að 14,48% ársávöxtun*

SPRON Vaxtabót – allt að 14,90% vextir*