6
26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 Andfuglar skiptast í nokkra meginhópa, sem eru ýmist kallaðir undirættir eða yfirættkvíslir. Helstu hópar and- fugla eru gæsir og svanir (Anserinae), buslendur (Anat- inae), smærri kafendur (Athynae), sjóendur (Merginae) og brandendur (Tadorninae). Þessi skipting kemur e.t.v. þeim Íslendingum sérkennilega fyrir sjónir sem eru vanir að tala um svani, gæsir og endur. Stundum er gerður greinarmunur á öndum eftir fæðuöflunarháttum og þeim skipt í „þær sem kafa ekki“ eða „hálf-kafa“ (þ.e. buslend- ur, einnig nefndar gráendur) og svo í „kafendur“, sem er í raun samheiti yfir sjóendur og smærri kafendur. Sjóendur lifa almennt stærstan hluta ársins á sjó, þó að dæmi séu um að einstaka stofnar lifi allt árið á ferskvatni, t.d. hús- endur á Íslandi. Þekktar tegundir sjóanda eru 23 í níu ætt- kvíslum og eru tvær þeirra útdauðar (1. tafla). Straumönd, hávella, blikönd, hvítönd og kambönd eru einar í sínum ætt- kvíslum sem endurspeglar fjölbreytileika þessa hóps. Hinar fjórar ættkvíslirnar eru æðarendur (Somateria 3 tegundir), búendur (Bucephala 3 tegundir), svartendur (Melanitta 6 teg- undir) og fiskiendur (Mergus 4 tegundir). Blikönd er stundum talin með æðaröndum 1 og þá eru hvítönd og kambönd taldar náskyldar fiskiöndum. Tegundir svartanda töldust vera þrjár þar til fyrir fáum árum að surtönd og kolönd fengu stöðu sér- stakra tegunda en höfðu áður talist deilitegundir korpandar, auk þess sem krummönd varð sérstök tegund í stað þess að vera deilitegund hrafnsandar. Höfundur Jón Einar Jónsson Hverjar eru sjóendur? Sjóendur lifa flestar á Norðurhveli og margar tegundir verpa norðarlega á Jörðinni, eru kald tempraðar eða jafnvel arktískar. Blikönd, æðarfugl, æðarkóngur, hvinönd, straum- önd, hávella, gulönd og toppönd lifa bæði í Norður-Ameríku og Evrasíu. Húsönd, krummönd, hjálmönd, kambönd, gler- augnaæður, krákönd og kolönd eru bundnar við Norður- Ameríku en hvítönd, hrafnsönd og korpönd eru bundnar við Evrasíu. Loks lifa skarönd og surtönd í Austur-Asíu og taglönd í Suður-Ameríku. Þær þrjár síðasttöldu voru síðastar allra til fá íslensk heiti sem birtast hér á prenti í fyrsta sinn. Gulönd Mergus merganser. Mynd: Sindri Skúlason Kambönd Lophodytes cucullatus. Ungur steggur sem hafði vetursetu á vatna- sviði Elliðavatns 2013–14. Mynd: Sindri Skúlason

Gulönd Mergus merganser Mynd: Sindri Skúlason Hverjar eru ...rannsoknasetur.hi.is/.../fuglar10-sjoendur.pdf · 26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 27 Sjóendur á Íslandi Ísland

  • Upload
    others

  • View
    4

  • Download
    0

Embed Size (px)

Citation preview

Page 1: Gulönd Mergus merganser Mynd: Sindri Skúlason Hverjar eru ...rannsoknasetur.hi.is/.../fuglar10-sjoendur.pdf · 26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 27 Sjóendur á Íslandi Ísland

26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015

Andfuglar skiptast í nokkra meginhópa, sem eru ýmist kallaðir undirættir eða yfirættkvíslir. Helstu hópar and-fugla eru gæsir og svanir (Anserinae), buslendur (Anat-inae), smærri kafendur (Athynae), sjóendur (Merginae) og brandendur (Tadorninae). Þessi skipting kemur e.t.v. þeim Íslendingum sérkennilega fyrir sjónir sem eru vanir að tala um svani, gæsir og endur. Stundum er gerður greinarmunur á öndum eftir fæðuöflunarháttum og þeim skipt í „þær sem kafa ekki“ eða „hálf-kafa“ (þ.e. buslend-ur, einnig nefndar gráendur) og svo í „kafendur“, sem er í raun samheiti yfir sjóendur og smærri kafendur.

Sjóendur lifa almennt stærstan hluta ársins á sjó, þó að dæmi séu um að einstaka stofnar lifi allt árið á ferskvatni, t.d. hús-endur á Íslandi. Þekktar tegundir sjóanda eru 23 í níu ætt-kvíslum og eru tvær þeirra útdauðar (1. tafla). Straumönd, hávella, blikönd, hvítönd og kambönd eru einar í sínum ætt-kvíslum sem endurspeglar fjölbreytileika þessa hóps. Hinar fjórar ættkvíslirnar eru æðarendur (Somateria 3 tegundir), búendur (Bucephala 3 tegundir), svartendur (Melanitta 6 teg-undir) og fiskiendur (Mergus 4 tegundir). Blikönd er stundum talin með æðaröndum1 og þá eru hvítönd og kambönd taldar náskyldar fiskiöndum. Tegundir svartanda töldust vera þrjár þar til fyrir fáum árum að surtönd og kolönd fengu stöðu sér-stakra tegunda en höfðu áður talist deilitegundir korpandar, auk þess sem krummönd varð sérstök tegund í stað þess að vera deilitegund hrafnsandar.

Höfundur Jón Einar Jónsson

Hverjar eru sjóendur?

Sjóendur lifa flestar á Norðurhveli og margar tegundir verpa norðarlega á Jörðinni, eru kald tempraðar eða jafnvel arktískar. Blikönd, æðarfugl, æðarkóngur, hvinönd, straum-önd, hávella, gulönd og toppönd lifa bæði í Norður-Ameríku og Evrasíu. Húsönd, krummönd, hjálmönd, kambönd, gler-augnaæður, krákönd og kolönd eru bundnar við Norður-Ameríku en hvítönd, hrafnsönd og korpönd eru bundnar við Evrasíu. Loks lifa skarönd og surtönd í Austur-Asíu og taglönd í Suður-Ameríku. Þær þrjár síðasttöldu voru síðastar allra til fá íslensk heiti sem birtast hér á prenti í fyrsta sinn.

Gulönd Mergus merganser. Mynd: Sindri Skúlason

Kambönd Lophodytes cucullatus. Ungur steggur sem hafði vetursetu á vatna-sviði Elliðavatns 2013–14. Mynd: Sindri Skúlason

Page 2: Gulönd Mergus merganser Mynd: Sindri Skúlason Hverjar eru ...rannsoknasetur.hi.is/.../fuglar10-sjoendur.pdf · 26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 27 Sjóendur á Íslandi Ísland

26 27 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015

Sjóendur á ÍslandiÍsland er ríkt af sjóöndum en sjö tegundir verpa hér að stað-aldri og enn fleiri eru næstum árvissir flækingsfuglar, bæði frá Evrópu og Norður-Ameríku. Hér verpa stofnar æðar-fugls, toppandar, hávellu, straumandar, húsandar, hrafns-andar og gulandar. Til viðbótar hafa tvær tegundir haft hér vetursetu (æðarkóngur og hvinönd) og sjö tegundir sést sem flækingsfuglar (1. tafla). Reyndar eru það aðeins tegundirnar sem verpa við Kyrrahafið og sú suður-ameríska sem ekki hafa sést á Íslandi.

Af varpfuglum eru æðarfuglarnir flestir eða 850–900 þús-und að vetri til og eru þar inni íslenskir varpfuglar (áætlaður varpstofn: 250–300 þús pör) og vetrargestir frá Austur-Græn-landi og Svalbarða.2, 3, 4 Fæstar eru hrafnsendur (300–600 pör) og gulendur (100–300 pör).5, 6 Straumönd (2000–5000 pör) og húsönd (500–600 pör) verpa hvergi í Evrópu utan Íslands og eru því eftirsótt sjón af evrópskum fuglaáhuga-

mönnum.5, 6 Toppönd (2000–4000 pör) og hávella (2000–3000 pör) eru þær einu sem leyfilegt er að veiða hérlendis en árið 2012 voru skotnar hér landið 538 toppendur og 627 hávellur.6, 7 Vetrarstofnar þeirra tveggja síðastöldu voru 2009 taldir vera 10.000 toppendur og 110.000 hávellur en hingað koma sennilega inn hávellur frá vetrarstöðvum fyrir vestan Ísland, allt norður til Rússlands.3

Fimm af sjö tegundum verpa við ár og vötn en dvelja við ströndina að vetri til, húsönd lifir allt árið á ferskvatni og æðarfugl er árið um kring á sjó. Íslenskar húsendur verpa í Mývatnssveit og í Veiðivötnum en dvelja á Mývatni og Laxá eða á Soginu að vetri til.8, 9 Æðarfugl er algengur við strendur landsins, utan sandanna á suðurströndinni. Æðarfugl verpur meðfram ströndinni og fer sjaldan langt frá sjónum til varps og elur unga sína við sjávarsíðuna. Mývatn er mikilvægasti varpstaður allra tegundanna að æðarfugli undanskildum. Stofnstærðarbreytingar íslenskra sjóanda eru langbest þekkt-

Korpönd Melanitta fusca til vinstri og kolönd Melanitta deglandi til hægri. Áður sama tegund en hefur nú verið skipt í tvær. Flækingsfuglar á Íslandi sem sjást helst á veturna. Myndir: Sindri Skúlason

Ærslafullar hrafnsendur Melanitta nigra að vorlagi í Mývatnssveit. Mynd: Sindri Skúlason

Page 3: Gulönd Mergus merganser Mynd: Sindri Skúlason Hverjar eru ...rannsoknasetur.hi.is/.../fuglar10-sjoendur.pdf · 26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 27 Sjóendur á Íslandi Ísland

28 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015

* Íslensk þýðing á IUCN stöðu er samkvæmt heimasíðu Náttúrufræðistofnunar, sjá http://www.ni.is/grodur/valisti/iucn

Íslenskt heiti Latneskt heiti IUCN enska IUCN íslenska * Útbreiðslusvæði Staða á Íslandi

blikönd Polysticta stelleri VU – vulnareble í yfirvofandi hættu Alaska og Austanverð Síbería flækingur

æðarfugl Somateria mollissima LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka og Evrasía varpfugl

æðarkóngur Somateria spectabilis LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka og Evrasía vetrargestur

gleraugnaæður Somateria fischeri LC – least concern aðrar tegundir Alaska og Austanverð Síbería ekki sést

straumönd Histrionicus histrionicus LC – least concern aðrar tegundir Austanverð Asía, N-Ameríka og Ísland varpfugl

hvinönd Bucephala clangula LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka og Evrasía vetrargestur

húsönd Bucephala islandica LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka og Ísland varpfugl

hjálmönd Bucephala albeola LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka flækingur

hrafnsönd Melanitta nigra LC – least concern aðrar tegundir Evrasía varpfugl

krummönd Melanitta americana NT – near threatened ekki háður vernd N-Ameríka ekki sést

korpönd Melanitta fusca EN – endangered í hættu Evrasía flækingur

kolönd Melanitta deglandi LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka flækingur

surtönd Melanitta stejnegeri LC – least concern aðrar tegundir Austanverð Asía ekki sést

krákönd Melanitta perspicillata LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka flækingur

hávella Clangula hyemalis VU – vulnareble í yfirvofandi hættu N-Ameríka og Evrasía varpfugl

hvítönd Mergellus albellus LC – least concern aðrar tegundir Evrasía flækingur

kambönd Lophodytes cucullatus LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka flækingur

taglönd Mergus octosetaceus CR – critically endangered í bráðri hættu Austanverð S-Ameríka ekki sést

toppönd Mergus serrator LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka og Evrasía varpfugl

gulönd Mergus merganser LC – least concern aðrar tegundir N-Ameríka og Evrasía varpfugl

skarönd Mergus squamatus EN – endangered í hættu Austanverð Asía ekki sést

sílönd Mergus australis EW – extinct útdauð Ástralía ekki sést

labradorönd Campthorhynchus labradorius EW – extinct útdauð N-Ameríka ekki sést

Tafla 1. Tegundir sjóanda (Mergini) á heimsvísu

Æðarkollur Somateria mollissima með unga á Jökulsárlóni. Mynd: Daníel Bergmann

Page 4: Gulönd Mergus merganser Mynd: Sindri Skúlason Hverjar eru ...rannsoknasetur.hi.is/.../fuglar10-sjoendur.pdf · 26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 27 Sjóendur á Íslandi Ísland

28 29 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015

ar í Mývatnssveit vegna árlegra talninga Náttúrurannsókna-stöðvarinnar við Mývatn.8 Einnig eru til upplýsingar um allar tegundirnar úr vetrarfuglatalningum í umsjón Náttúrufræði-stofnunnar Íslands og þá er til vísitala á árabreytileika í fjölda hreiðra hjá æðarfugli sem er metin út frá hreiðurtalningum æðarbænda.5, 10

Sjóendur eru aðlagaðar að lífi á sjó og ferskvatni. Flestar verpa þær við ferskvatn en verja annars stærstum hluta ársins á sjó. Flestar verpa á jörðu niðri en nokkrar tegundir eru aðlagaðar að því að verpa í trjáholum og þiggja fyrir vikið að verpa í hreiðurkassa eins og t.d. hvinönd og húsönd. Sjó-endur lifa að mestu á hryggleysingjum, einkum samlokum, krabbadýrum og skordýrum. Fiskiendurnar eru þó sérhæfðar að fiskiáti. Endurheimtur á merktum fuglum hafa sýnt að sömu einstaklingar verpa í sömu hreiðurstæði ár eftir ár og

sjást endurtekið á sömu vetrarstöðvum. Dæmi eru um að sömu pör haldi saman ár eftir ár, a.m.k. hjá straumönd og húsönd.11, 12 Sjóendur verða flestar kynþroska 2–3 ára og eru langlífar (geta orðið eldri en 20 ára) en nýliðun er oft frekar lítil.1, 2 Flestar tegundir sýna sterka átthagatryggð og mynda hópa utan varptíma.

Ógnir og verndunAf 23 þekktum tegundum sjóanda eru sex á válista IUCN13 auk þess sem ýmsir stofnar eiga staðbundið undir högg að sækja en tvær tegundir, sílönd og Labradorönd, eru út-dauðar. Fjórar megin orsakir eru fyrir þessari slæmu stöðu; (1) takmörkuð þekking á vistfræði tegundanna, (2) takmörk-uð þekking á lifnaðarháttum eða útbreiðslu tegundanna, (3) ósjálfbærar veiðar, (4) skerðing búsvæða og umsvif manns-

Húsandarsteggur Bucephala islandica í Mývatnssveit. Mynd: Daníel Bergmann

Hvinönd Bucephala clangula. Náskyld húsönd, vetrargestur sem dvelur bæði á ferskvatni og sjó. Þessi steggur var við Mývatn. Mynd: Daníel Bergmann

Blikönd Polysticta stelleri. Frægur langlífur steggur sem dvaldi í Borgarfirði eystra í tæp 16 ár. Mynd: Sindri Skúlason

Page 5: Gulönd Mergus merganser Mynd: Sindri Skúlason Hverjar eru ...rannsoknasetur.hi.is/.../fuglar10-sjoendur.pdf · 26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 27 Sjóendur á Íslandi Ísland

30 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015

ins (skógarhögg, landnotkun, auðlindaleit, olíuslys og losun þungmálma).14 Innan Íslands eru fjórir sjóandastofnar á vál-ista Náttúrufræðistofnunar; straumönd, húsönd, hrafnsönd og gulönd.6 Straumönd og húsönd taldar meðal fuglategunda sem mjög mikilvægt er að vakta (flokkur A). Hins vegar eru hrafnsönd og gulönd (ásamt hávellu og toppönd) taldar meðal tegunda þar sem vöktun er ekki talin forgangsatriði (flokkur D). Skýrist það m.a. af góðri stöðu Evrópustofns og góðu íslensku mati fyrir hrafnsönd en gulönd er bæði fá-liðuð, dreifð og erfið til vöktunar, auk þess að vera tiltölulega algeng á heimsvísu.5

Íslensku stofnarnir eru dæmi um ólík sjónarhorn hvað varðar tegundir í heild og afdrif staðbundinna stofna. Til dæmis óttast Íslendingar lítið um afdrif okkar hávellustofns á meðan IUCN hefur minnstar áhyggjur af straumönd, hús-önd og hrafnsönd en telur hávellu í yfirvofandi hættu vegna fækkunar hennar á heimsvísu. Ógnirnar sem steðja að ís-lensku stofnunum má telja dæmigerðar fyrir sjóendur:14 Hús-önd og hrafnsönd eru fáliðaðar og mjög staðbundnar og þá hefur verið eitthvað um ólöglega skotveiði. Hrafnsönd er sömuleiðis fáliðuð hér á landi og hrafnsöndum eru einkum hætt við að farast í silungsnetum, glata varpstöðum vegna framræslu eða lenda í mengunarslysum á vetrarstöðvunum.6

Sagt hefur verið um sjóendur að málefni þeirra hafi lengi flogið framhjá mönnum. Á síðasta áratug 20. aldar varð ljóst að fækkað hafði í mörgum stofnum, eða 10 af 15 tegundum í Norður-Ameríku.14 Í Evrópu hafa menn haft áhyggjur af fækkun blikandar og æðarfugls, en staða þekkingar er oft mjög takmörkuð, t.d. er nær ekkert vitað um hvítönd. Sjó-endur eru oft lítt aðgengilegar til talninga á vetrarsvæðum og

þær verpa oft strjált yfir stór svæði, t.d. á heimskautssvæð-um í Kanada eða Síberíu. Það er því víðast hvar kostnaðar-samt að nálgast þessar tegundir og vandasamt að ná stórum hópum til merkinga eða mælinga. Árið 1999 var stofnað til samstarfs í Norður-Ameríku, Sea Duck Joint Venture, meðal ríkisstofnana Bandaríkjanna og Kanada er sinna fuglarann-sóknum (Canadian Wildlife Service, U.S. Fish and Wildlife Service og U.S. Geological Survey) og félagasamtaka veiði-manna og fuglaáhugamanna (t.d. Ducks Unlimited og Bird Studies Canada).14 Fyrir vikið varð til bakland fyrir gerð verndar- og rannsóknaáætlana þar sem bent hefur verið á eyður í þekkingu og leiðir til úrbóta. Mikið vantar ennþá uppá grunnþekkingu á líffræði sjóanda, s.s. á búsvæðavali, varpháttum og útbreiðslu. Sem dæmi má nefna að vetrar-stöðvar gleraugnaæðurs fundust fyrst 1995 með hjálp gervi-hnattasenda15 og síðan þá hafa margar rannsóknir stuðst við sömu tækni til að kortleggja útbreiðslusvæði. Talningaað-ferðir hafa verið endurskoðaðar en lengi vel voru þær mið-aðar að buslöndum og fyrir vikið óheppilega tímasettar til að meta sjóendur réttilega. Veiðitölur voru lengi ófáanlegar eða ekki taldar traustsins verðar, bæði hvað varðaði frumbyggja-veiði og sportveiði. Nokkuð hefur orðið ágengt í veiðistjór-nun, t.d. hafa frumbyggjar í Kanada og á Grænlandi dregið úr eða hætt vorveiði á æðarfugli og æðarkóngi og fljótlega sást í niðurstöðum talninga að fuglunum fjölgaði fyrir vikið. 16 Menn hafa lært mikið á síðustu 20 árum en helstu tak-markaþættir stofna frá náttúrunnar hendi eru þó illa þekktir.

Sea Duck Joint Venture stóð fyrir ráðstefnu um líffræði sjó-anda í Viktoría 2002 og hafa slíkar ráðstefnur verið haldnar þriðja hvert ár síðan, þær fjórar fyrstu í Norður-Ameríku.

Toppendur Mergus serrator í lok maí við Laxá í Mývatnssveit. Mynd: Daníel Bergmann

Page 6: Gulönd Mergus merganser Mynd: Sindri Skúlason Hverjar eru ...rannsoknasetur.hi.is/.../fuglar10-sjoendur.pdf · 26 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015 27 Sjóendur á Íslandi Ísland

30 31 FUGLAR NR. 10 – JÚNÍ 2015

Frá upphafi hafa vísindamenn frá Norðurlöndunum tekið þátt og ráðstefnan smátt og smátt orðið alþjóðleg. Í septem-ber 2014 var þessi ráðstefna haldin í fyrsta sinn utan Norður-Ameríku og varð Reykjavík fyrir valinu sem fundarstaður. Fimmta alþjóðlega sjóandaráðstefnan var haldin á Radisson Blu Hótel Sögu dagana 8.–12. september 2014 og heppnaðist vel. Þátttakendur voru 142 frá 18 löndum, héldu 66 erindi og sýndu 49 veggspjöld. Stefnt er að sjöttu ráðstefnunni í Kaliforníu 2017.

Þakkir: Gunnlaugur Pétursson og Arnþór Garðarsson smíðuðu nöfn á þær sjóendur sem til þessa höfðu ekki íslensk heiti. Tim Bowman og Grant Gilchrist bentu á efni á ensku um afdrif sjó-anda í Norður-Ameríku. Guðmundur A. Guðmundsson las yfir texta og færði til betri vegar. Höfundar mynda, þeir Daníel Berg-mann og Sindri Skúlason, fá bestu þakkir fyrir.

Heimildir1. Jón Einar Jónsson, Ævar Petersen, Arnþór Garðarsson & Tómas G.

Gunnarson. 2009. Æðarendur: ástand og stjórnun stofna. Náttúrufræðingurinn 78: 46–56.2. Kristinn Haukur Skarphéðinsson. 1994. Tjón af völdum arna í æðarvörpum.

Skýrsla unnin af Náttúrufræðistofnun fyrir umhverfisráðuneytið. 120 bls. 3. Arnþór Garðarsson. 2009. Fjöldi æðarfugls, hávellu, toppandar og stokk-

andar á grunnsævi að vetri. Bliki 30: 49–54.4. Mosbech, A., Bjerrum, M., Johansen, K. & Sonne, C. 2009. Satellite tracking

of common eider. Bls. 91 í: Zackenberg Ecological Research Operations, 14th Annual Report, 2008. (ritstj. Jensen, L.M. & Rasch, M.) National Environmental Research Institute, Aarhus University, Danmörku.

5. Guðmundur A. Guðmundsson & Kristinn Haukur Skarphéðinsson. 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna. Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun. Náttúrufræðistofnun Íslands. 65 bls.

6. Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti: Fuglar. 103 bls.7. Umhverfisstofnun. 2014. Veiðitölur. www.ust.is/einstaklingar/veidi/veidi-

tolur. Skoðað 11. nóvember 2014.8. Arnþór Garðarsson & Árni Einarsson. 2009. Resource limitation of diving

ducks at Myvatn: Food limits production. Aquatic Ecology 38: 285–295.9. Örn Óskarsson. 2013. Húsandavarp í Veiðivötnum. Fuglar 9: 54–59.10. Jón Einar Jónsson, Arnþór Garðarsson, Jenny G. Gill, Una K. Pétursdóttir,

Ævar Petersen & Tómas G. Gunnarsson. 2013. Relationships between long-term demography and weather in a sub-arctic population of common eider. Plos One June 2013, Volume 8, Issue 6, e67093.

11. Savard, J.-P. 1985.Evidence of long-term pair bonds in Barrow's goldeneye (Bucephala islandica). Auk 102: 389–391.

12. Robertson, G.J., Cooke, F., Goudie, R.I. & Boyd, S.W. 1998. The timing of pair formation in harlequin ducks. Condor 100: 551–555.

13. IUCN 2014. The IUCN red list of threatened species. www.iucnredlist.org. Skoðað 11. nóvember 2014.

14. Sea Duck Joint Venture. 2014. A Conservation Partnership under the North American Waterfowl Management Plan. www.seaduckjv.org. Skoðað 11. nóvember 2014.

15. Petersen, M.R., Douglas, D.C., & Mulcahy, D.M. 1995. Use of Implanted Satellite Transmitters to Locate Spectacled Eiders at-Sea. Condor 97: 276–278.

16. Merkel, F.R. 2010. Evidence of recent population recovery in common eiders breeding in western Greenland. Journal of Wildlife Management 74: 1869–1874.

Straumandarsteggir Histrionicus histrionicus á Jökulsárlóni. Ísland er eina landið í Evrópu þar sem straumendur er að finna. Þær verpa við straumharðar ár en dvelja með ströndinni, einkum við brimstrendur, á veturna. Mynd: Daníel Bergmann