12
HÁSKÓLAR FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 Kynningarblað Frumkvöðlastarf Alþjóðlegt nám Samkeppnishæfni Fjölbreyttir möguleikar Öðruvísi nám Forskot í atvinnulífinu HJÁLPARHÖND ÚT Í ATVINNULÍFIÐ Háskólinn í Reykjavík er eini háskóli landsins sem býður núverandi og fyrr- verandi nemendum sínum upp á atvinnuþjónustu. „Markmið Atvinnuþjónustunnar er að aðstoða nem- endur skólans við innkomu á vinnumarkaðinn, aðstoða þá við gerð góðrar ferilskrár og hjálpa þeim í gegnum atvinnuviðtöl,“ útskýrir Gréta Matthíasdóttir, ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu HR sem einnig þjónustar fyrirtæki við að nálgast hæft starfsfólk í gegnum atvinnuauglýsingar. „Atvinnuþjónustan endurspeglar markaðinn og er mikilvæg fyrir nemendur. Fyrirtækjum þykir eftirsóknar- vert að sækja þekkingu og reynslu úr hópi útskrifaðra nemenda og störfin sem bjóðast eru oft sérfræðistörf sem tengjast viðskiptafræði, lögfræði, tölvunarfræði og tækni- og verkfræði,“ upplýsir Gréta. Í næstu viku verða haldnir Framadagar í HR í samstarfi við AIESEC, þar sem 36 fyrirtæki kynna nemendum starfsemi sína. „Framadagar eru mikilvægir því þótt fólk sé komið í háskóla veit það ekki endilega hvernig mannauður er í fyrirtækjum eða hvaða menntunar er krafist. Spennandi fyrirlestrar eru í boði, eins og um ferilskrárgerð, samn- ingatækni í launaviðtölum og mikilvægi góðrar sjálfsmyndar þegar komið er sjálfum sér á framfæri. Á sama tíma komast nemendur í tæri við framtíðar- störf og sín draumafyrirtæki, og fyrirtækin í snertingu við nemendur.“ Framadagar verða 1. febrúar í Sólinni í HR og eru opnir öllum háskólanemum landsins. Dagskrá stendur frá klukkan 11 til 16, og endar með spurninga- keppni milli kennara HR og HÍ, undir stjórn Helgu Brögu Jónsdóttur leikkonu. Gréta Matthías- dóttir er ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík. MYND/STEFÁN FRAMTÍÐARMARKMIÐUM NÁÐ „Val á námi er val á framtíð og lífsstíl. Því er mikilvægt að starfa við það sem maður hefur köllun til og nýta eldinn sem býr innra með manni gagnvart vinnunni,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður Stúdentaþjónustu HR. Hún segir sjálfsagt að leita til náms- og starfsráðgjafa við upphaf náms því sjálfsþekking sé grunnur að farsælu náms- og starfsvali. „Framtíðarstarf þarf að henta bæði áhuga og hæfni einstaklingsins. Við bjóðum nemendum að taka áhugasviðspróf sem sýnir hvar áhugi þeirra liggur gagnvart starfsgreinum,“ segir Sigríður Hulda. „Við hjálpum nemendum að ná framtíðarmarkmiðum sínum og skipuleggja sig í námi, en sérstaða okkar eru meðal annars þverfagleg námskeið fyrir nemendur um samvinnu, leiðir til að ná afburðaárangri og vinna undir álagi, stjórnun, hamingju og fleira.“ Námsráðgjöf HR er með opna viðtals- tíma fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur HR og alla framhaldsskóla- nema. Opið er alla daga nema föstudaga. Nánari upplýsingar á www.hr.is. Sigríður Hulda Jónsdóttir, for- stöðumaður Stúd- entaþjónustu HR. MYND/ANTON T rylltur áhugi minn á borgum ýtti mér út í að nýta skipti- námið við HR og ég mæli óhikað með þessu ævintýri við aðra nemendur,“ segir Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi sem er nýlentur á fósturjörðinni eftir að hafa lokið einnar annar skipti- námi við Kwantlen Polytechnic University í Vancouver í Kanada. „Ég var svo heppinn að fara utan til náms með tveimur bestu vinum mínum,“ segir Friðrik. „Við komum til Kanada um hásum- ar og höfðum nokkrar vikur til að skoða okkur um, en síðan tók við önnur og ekki síðri upplifun sem var að búa í Vancouver sem heimamaður og sækja þar ein- stakan háskóla í yndislegri borg þar sem andrúmsloftið er eins af- slappað og skemmtilegt og gerist, og stutt er í fallega náttúru, á skíði og ströndina,“ segir Friðrik sem heillaðist af fögru landi og þjóð. „Kanadamenn eru ákaflega vinalegir og okkur leið aldrei eins og útlendingum. Skólinn var sam- bærilegur við HR en minni og með afmarkaðar bekkjarstærðir sem ég kunni afskaplega vel. Þá undrað- ist ég oft hversu kennslan var stór- kostleg, sem og uppbygging náms- ins. Þessi lífsreynsla reyndist því ekki bara ævintýrið að komast til útlanda heldur líka að sækja af- burða góða menntun og þurfa ekki að fórna henni með því að fara á spennandi stað,“ segir Friðrik sem fékk námið vestra metið í HR. „Það sem stendur upp úr er að þurfa að spjara sig uppa á eigin spýtur og kynnast öðru samfélagi, en ekki síst að eignast dýrmæta vináttu heimamanna og annarra skiptinema sem eflaust helst ævi- langt.“ Guðlaug Matthildur Jakobsdótt- ir hjá Alþjóðaskrifstofu HR segir skólann hafa um 170 samninga við háskóla í flestum heimsálfum. „Nemendur HR borga skóla- gjöld sín hér en hafa kost á eins til tveggja anna námi við skóla er- lendis, þar sem skólagjöld eru tölu- vert hærri. Þannig veitum við nem- endum færi á námi erlendis, sem annars gæti verið býsna dýrt,“ út- skýrir Guðlaug, en á síðasta ári sendi HR yfir 90 íslenska nemend- ur utan til skiptináms og tók á móti um 150 erlendum skiptinemum til Íslands. „HR leggur mikla áherslu á að nemendur öðlist alþjóðlega færni, eins og tungumálakunn- áttu og menningarlæsi. Skipti- nám erlendis eykur víðsýni og gildi námsins. Reynslan er góð og nemendur koma sáttir og ánægð- ir til baka. Skiptinámið lítur vel út á ferilskránni og eykur án efa samkeppnishæfi einstaklingsins á vinnumarkaði. Það sem situr eftir eru vinabönd úti um allan heim og ævintýrið sjálft – skipti- námsdvölin. Því þegar nemendur stíga út fyrir þægindarammann bíða þeirra töfrar og draumar sem rætast.“ Draumar sem rætast Nám við Háskólann í Reykjavík felur í sér óvænt ævintýr og upplifanir fyrir nemendur sem velja skiptinám við erlenda háskóla sem hluta af háskólanámi sínu. Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi segir hafa komið sér á óvart hversu auðvelt er að fara út í skiptinám og hvetur háskólanema til að skoða vel þennan möguleika innan HR. MYND/HAG Háskólinn í Reykjavík er öflugur háskóli í nánum tengslum við atvinnulífið. „Við einbeitum okkur að þeim fagsviðum sem liggja til grundvallar atvinnu- lífinu, en kjarnasvið HR eru tækni, viðskipti og lög. Þar hefur háskólinn byggt upp framúrskarandi nám og öflugt rannsóknar- og nýsköpunarstarf,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Í dag er HR öflugastur íslenskra háskóla á þessum sviðum. Við útskrifum tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, helming þeirra sem klára viðskipta- menntun og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. Háskólinn í Reykja- vík er enn fremur öflugastur í rannsóknum á þessum kjarnasviðum.“ Ari Kristinn segir HR leggja áherslu á virk tengsl við atvinnulíf- ið. „Við fáum sérfræðinga úr atvinnulífinu til að koma að kennslu og sækjum raunhæf verkefni sem nemendur vinna í samstarfi við fyrir- tæki og stofnanir. Þannig er tryggt að hinn sterki fræðilegi grunnur sem nemendur fá í náminu sé vel tengdur við viðfangsefnin sem tekist er á við í atvinnulífi nútímans. Áhrif þessa sjást skýrt í því hversu eftir- sóttir útskrifaðir nemendur HR eru í atvinnulífinu.“ „Við hrærumst í alþjóðlegu umhverfi. Nauðsynlegt er að nemendur fái tækifæri til að afla sér tengsla, reynslu og samskiptafærni sem nýt- ist þeim í þessu umhverfi. Áhersla er því lögð á að erlendir kennarar séu hluti af náminu á Íslandi og að nemendur hafi tækifæri til að fara í skiptinám erlendis,“ segir Ari Kristinn. „Umfram allt er HR persónulegur háskóli þar sem nemendur fá góða þjónustu, eru í virkum samskiptum við kennara og fá framúr- skarandi námsaðstöðu.“ Útskrifaðir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík eru eftirsóttir Ari Kristinn Jónsson KYNNTU ÞÉR MÖGULEIKANA Opið fyrir umsóknir frá 15. febrúar www.hr.is

HÁSKÓLAR - visir.is · gjöld sín hér en hafa kost á eins til tveggja anna námi við skóla er-lendis, þar sem skólagjöld eru tölu-vert hærri. Þannig veitum við nem-endum

Embed Size (px)

Citation preview

HÁSKÓLARFÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012

KynningarblaðFrumkvöðlastarfAlþjóðlegt námSamkeppnishæfniFjölbreyttir möguleikarÖðruvísi námForskot í atvinnulífinu

HJÁLPARHÖND ÚT Í ATVINNULÍFIÐHáskólinn í Reykjavík er eini háskóli landsins sem býður núverandi og fyrr-

verandi nemendum sínum upp á atvinnuþjónustu.„Markmið Atvinnuþjónustunnar er að aðstoða nem-endur skólans við innkomu á vinnumarkaðinn, aðstoða þá við gerð góðrar ferilskrár og hjálpa þeim í gegnum atvinnuviðtöl,“ útskýrir Gréta Matthíasdóttir, ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu HR sem einnig þjónustar fyrirtæki við að nálgast hæft starfsfólk í gegnum atvinnuauglýsingar.„Atvinnuþjónustan endurspeglar markaðinn og er mikilvæg fyrir nemendur. Fyrirtækjum þykir eftirsóknar-vert að sækja þekkingu og reynslu úr hópi útskrifaðra nemenda og störfin sem bjóðast eru oft sérfræðistörf sem tengjast viðskiptafræði, lögfræði, tölvunarfræði og tækni- og verkfræði,“ upplýsir Gréta.Í næstu viku verða haldnir Framadagar í HR í samstarfi

við AIESEC, þar sem 36 fyrirtæki kynna nemendum starfsemi sína.„Framadagar eru mikilvægir því þótt fólk sé komið í háskóla veit það ekki endilega hvernig mannauður er í fyrirtækjum eða hvaða menntunar er krafist. Spennandi fyrirlestrar eru í boði, eins og um ferilskrárgerð, samn-ingatækni í launaviðtölum og mikilvægi góðrar sjálfsmyndar þegar komið er sjálfum sér á framfæri. Á sama tíma komast nemendur í tæri við framtíðar-störf og sín draumafyrirtæki, og fyrirtækin í snertingu við nemendur.“Framadagar verða 1. febrúar í Sólinni í HR og eru opnir öllum háskólanemum landsins. Dagskrá stendur frá klukkan 11 til 16, og endar með spurninga-keppni milli kennara HR og HÍ, undir stjórn Helgu Brögu Jónsdóttur leikkonu.

Gréta Matthías-dóttir er ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík. MYND/STEFÁN

FRAMTÍÐARMARKMIÐUM NÁЄVal á námi er val á framtíð og lífsstíl. Því er mikilvægt að starfa við það sem maður hefur köllun til og nýta eldinn sem býr innra með manni gagnvart vinnunni,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður Stúdentaþjónustu HR. Hún segir sjálfsagt að leita til náms- og starfsráðgjafa við upphaf náms því sjálfsþekking sé

grunnur að farsælu náms- og starfsvali.„Framtíðarstarf þarf að henta bæði áhuga og hæfni einstaklingsins. Við bjóðum nemendum að taka áhugasviðspróf sem sýnir hvar áhugi þeirra liggur gagnvart starfsgreinum,“ segir Sigríður Hulda. „Við hjálpum nemendum að ná framtíðarmarkmiðum sínum og skipuleggja sig í námi, en sérstaða okkar eru meðal annars þverfagleg námskeið fyrir nemendur um samvinnu, leiðir til að ná afburðaárangri og vinna undir álagi, stjórnun, hamingju og fleira.“ Námsráðgjöf HR er með opna viðtals-

tíma fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur HR og alla framhaldsskóla-nema. Opið er alla daga nema föstudaga. Nánari upplýsingar á www.hr.is.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, for-stöðumaður Stúd-entaþjónustu HR. MYND/ANTON

Trylltur áhugi minn á borgum ýtti mér út í að nýta skipti-námið við HR og ég mæli

óhikað með þessu ævintýri við aðra nemendur,“ segir Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi sem er nýlentur á fósturjörðinni eftir að hafa lokið einnar annar skipti-námi við Kwantlen Polytechnic University í Vancouver í Kanada.

„Ég var svo heppinn að fara utan til náms með tveimur bestu vinum mínum,“ segir Friðrik. „Við komum til Kanada um hásum-ar og höfðum nokkrar vikur til að skoða okkur um, en síðan tók við önnur og ekki síðri upplifun sem var að búa í Vancouver sem heimamaður og sækja þar ein-stakan háskóla í yndislegri borg þar sem andrúmsloftið er eins af-slappað og skemmtilegt og gerist, og stutt er í fallega náttúru, á skíði og ströndina,“ segir Friðrik sem heillaðist af fögru landi og þjóð.

„Kanadamenn eru ákaf lega vinalegir og okkur leið aldrei eins og útlendingum. Skólinn var sam-bærilegur við HR en minni og með afmarkaðar bekkjarstærðir sem ég kunni afskaplega vel. Þá undrað-ist ég oft hversu kennslan var stór-kostleg, sem og uppbygging náms-ins. Þessi lífsreynsla reyndist því ekki bara ævintýrið að komast til útlanda heldur líka að sækja af-burða góða menntun og þurfa ekki að fórna henni með því að fara á spennandi stað,“ segir Friðrik sem fékk námið vestra metið í HR.

„Það sem stendur upp úr er að þurfa að spjara sig uppa á eigin spýtur og kynnast öðru samfélagi, en ekki síst að eignast dýrmæta vináttu heimamanna og annarra skiptinema sem eflaust helst ævi-langt.“

Guðlaug Matthildur Jakobsdótt-ir hjá Alþjóðaskrifstofu HR segir skólann hafa um 170 samninga við háskóla í flestum heimsálfum.

„Nemendur HR borga skóla-gjöld sín hér en hafa kost á eins til tveggja anna námi við skóla er-lendis, þar sem skólagjöld eru tölu-vert hærri. Þannig veitum við nem-endum færi á námi erlendis, sem annars gæti verið býsna dýrt,“ út-skýrir Guðlaug, en á síðasta ári sendi HR yfir 90 íslenska nemend-

ur utan til skiptináms og tók á móti um 150 erlendum skiptinemum til Íslands.

„HR leggur mikla áherslu á að nemendur öðlist alþjóðlega færni, eins og tungumálakunn-áttu og menningarlæsi. Skipti-nám erlendis eykur víðsýni og gildi námsins. Reynslan er góð og nemendur koma sáttir og ánægð-ir til baka. Skiptinámið lítur vel út á ferilskránni og eykur án efa samkeppnishæfi einstaklingsins á vinnumarkaði. Það sem situr eftir eru vinabönd úti um allan heim og ævintýrið sjálft – skipti-námsdvölin. Því þegar nemendur stíga út fyrir þægindarammann bíða þeirra töfrar og draumar sem rætast.“

Draumar sem rætastNám við Háskólann í Reykjavík felur í sér óvænt ævintýr og upplifanir fyrir nemendur sem velja skiptinám við erlenda háskóla sem hluta af háskólanámi sínu.

Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi segir hafa komið sér á óvart hversu auðvelt er að fara út í skiptinám og hvetur háskólanema til að skoða vel þennan möguleika innan HR. MYND/HAG

Háskólinn í Reykjavík er öflugur háskóli í nánum tengslum við atvinnulífið. „Við einbeitum okkur að þeim fagsviðum sem liggja til grundvallar atvinnu-lífinu, en kjarnasvið HR eru tækni, viðskipti og lög. Þar hefur háskólinn byggt upp framúrskarandi nám og öflugt rannsóknar- og nýsköpunarstarf,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Í dag er HR öflugastur íslenskra háskóla á þessum sviðum. Við útskrifum tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, helming þeirra sem klára viðskipta-menntun og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. Háskólinn í Reykja-vík er enn fremur öflugastur í rannsóknum á þessum kjarnasviðum.“

Ari Kristinn segir HR leggja áherslu á virk tengsl við atvinnulíf-ið. „Við fáum sérfræðinga úr atvinnulífinu til að koma að kennslu og sækjum raunhæf verkefni sem nemendur vinna í samstarfi við fyrir-tæki og stofnanir. Þannig er tryggt að hinn sterki fræðilegi grunnur sem nemendur fá í náminu sé vel tengdur við viðfangsefnin sem tekist er á við í atvinnulífi nútímans. Áhrif þessa sjást skýrt í því hversu eftir-sóttir útskrifaðir nemendur HR eru í atvinnulífinu.“

„Við hrærumst í alþjóðlegu umhverfi. Nauðsynlegt er að nemendur fái tækifæri til að afla sér tengsla, reynslu og samskiptafærni sem nýt-ist þeim í þessu umhverfi. Áhersla er því lögð á að erlendir kennarar séu hluti af náminu á Íslandi og að nemendur hafi tækifæri til að fara í skiptinám erlendis,“ segir Ari Kristinn.

„Umfram allt er HR persónulegur háskóli þar sem nemendur fá góða þjónustu, eru í virkum samskiptum við kennara og fá framúr-skarandi námsaðstöðu.“

Útskrifaðir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík eru eftirsóttir

Ari Kristinn Jónsson

KYNNTU ÞÉR MÖGULEIKANA Opið fyrir

umsóknir frá 15. febrúarwww.hr.is

KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 20122

Háskólanám verður sífellt fjölbreyttara og banda-rískir háskólar virðast

teygja sig sérstaklega langt til að vekja athygli og áhuga nemenda. Á námsskrám þeirra má finna hin furðulegustu námskeið. Sæ-berfemínismi, Hlynsýróp, Böllur-inn, Á að gefa Marx annað tæki-færi?, Hinsegin tónlistarfræði og Evrópskir nornagaldrar eru allt nöfn á kúrsum sem finna má á námsskrám háskóla víðs vegar um Bandaríkin. Enn forvitnilegri eru þó námskeið eins og Listin að ganga og Star Trek og heimspekin sem einnig er þar að finna.

Listin að ganga nefnist nám-skeið sem Ken Keffer, prófess-or við Center College í Danville, hleypti af stokkunum og nýtur töluverðra vinsælda meðal há-skólastúdenta. Á námskeið-inu einbeitir Keffer sér að því að kanna hvernig ganga hætti nán-ast alveg að vera viðurkennd leið til að komast ferða sinna með til-komu bílsins og annarra hrað-virkari farartækja.

Til að bæta úr þeirri vöntun

kennir hann göngu sem miðast við að sýna fram á tengsl göngu við listaverk og fegurð náttúrunnar.

Heimspeki og Star Trek er nám-skeið sem kennt er við háskólann í Georgetown og þar keppast menn við að bera saman þekktar heim-spekikenningar fortíðarinnar og hvernig þær speglast í þemum Star Trek-þáttanna með sérstakri áherslu á tímaflakk og ýmis önnur fyrirbæri sem enginn veit hvort eiga sér stoð í raunveruleikanum

eða ekki. Á einu námskeiðanna í Kvennafræðideild háskólans í Wisconsin eru sápuóperur við-fangsefnið með sérstakri áherslu á að skoða hvernig þær móta þá sem á þær horfa og breyta bæði fjölskyldu- og félagslífi þeirra.

Svona mætti lengi telja og ætti því að vera óhætt að fullyrða að nánast hvert einasta mannsbarn ætti að geta fundið eitthvað sem vekur áhuga þess í námsskrám háskólanna.

Heimspeki Star Trek og Listin að gangaÁ námsskrám bandarískra háskóla kennir ýmissa undarlegra grasa og virðast lítil takmörk fyrir hugkvæmni skólanna í baráttunni um athygli og umsóknir nemenda.

Dr. Spock í Star Trek var víst mikill heimspekingur samkvæmt námskeiði sem kennt er við háskólann í Georgetown.

Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir [email protected] s. 512 5462 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.

Á námskeiðinu Lífsviðhorf – Lífsstíll – Lífsgæði (Wellbeing) í Opna háskólanum í HR fá þátttakendur færi á að víkka sjóndeildarhringinn og setja sér markmið. Þeir læra líka að njóta augnabliksins og efla persónu-legan árangur með því að taka eftir hvaða þættir gefa lífinu gildi. Námskeiðið fer af stað í fjórða sinn 7. mars. Salóme Guðmundsdóttir forstöðumaður rekur vinsældir námsins til þess að þátttakendur fái að taka frá þrjár klukkustundir vikulega til að líta inn á við, fá innblástur og styrkja sig. „Við gefum okkur yfirleitt ekki tíma til þess í dagsins amstri. Þetta snýst um að finna gullna meðalveginn og samræma þá þætti sem togast á í lífi okkar daglega: fjölskyldan, vinnan, vinirnir, tómstundir o.fl. Svo eiga leiðbeinendurnir stóran þátt í vinsældunum en við höfum fengið til liðs við okkur sérfræðinga með víðtæka reynslu og þekkingu á hverju sviði. Rjómann af námskeiðinu tel ég vera að í lokin erum við hvött til að hugleiða hvernig við getum haft áhrif og látið gott af okkur leiða.“ Sjá www.opnihaskolinn.is.

LÍFSVIÐHORF LÍFSSTÍLL LÍFSGÆÐI

Aukin þekking - fjárfesting til framtíðarHáskóli Íslands býður upp á úrval námskeiðaí viðskiptafræði með vinnu.

Nánari upplýsingar á www.bsv.hi.is

Námskeið kennd í febrúar - mars

- Inngangur að fjárhagsbókhaldi- Rekstrarhagfræði II- Fjármál II- Ársreikningagerð A- Markaðsáætlanagerð- Verkefnastjórnun

Námskeið kennd í mars - maí

- Markaðsfærsla þjónustu- Fjármál I- Tölfræði B- Fjármálamarkaðir- Stefnumótun fyrirtækja

MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI Alþjóðaviðskipti OBTM

Organisational Behaviour and Talent Management Fjármál fyrirtækja Fjárfestingarstjórnun Reikningshald og endurskoðun Stjórnunarreikningsskil og viðskiptafærni MBA

Kynntu þér námið á www.ru.is/vd/framhaldsnam

KYNNING − AUGLÝSING27. JANÚAR 2012 FÖSTUDAGUR

Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 og endurmenntun.is

Álitamál í þróunarsamvinnu og hjálparstarf á vettvangi

Árangursríkar slæðusýningar (PowerPoint)

Excel I – fjármál og rekstur

Gerð viðskiptaáætlana - í fimm skrefum

Gerð þjónustusamninga – aukin hagræðing í rekstri

Grunnnámskeið í verkefnastjórnun

Gæðastjórnun- hugmyndafræði, stefna, aðferðir og umbótastarf

Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í félögum

Listin að gera lista. Markviss forgangsröðun – leið til aukinna afkasta

Samskiptahæfni og samskipti á ensku fyrir lengra komna

Skrif og skipulag efnis fyrir vefinn

Starfsemi bankastofnana

Stjórnun fyrir nýja stjórnendur

Stjórnun og leiðtogahæfni

Tilboðs og áætlanagerð

Vakandi athygli (gjörhygli) og innsæ íhugun

Viðbrögð stjórnenda og samfylgd í kjölfar áfalla í starfsmannahópum

WordPress – Vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi

Þrívíddarhönnun í SketchUp – grunnnámskeið

Öflugt sjálfstraust

Örlög og ástir á þýsku: þjálfun í þýsku talmáli og þýskum kurteisisvenjum á nýstárlegan hátt

Styrktu stöðu þínaFjölbreytt námskeið á vormisseri

Enn fleiri námskeið á endurmenntun.is

REKSTUR, STJÓRNUN OG MARKAÐSSETNING SMÁFYRIRTÆKJA

Námskeiðslínan Rekstur, stjórnun og markaðssetn-ing smáfyrirtækja – markviss leið hjá Endurmennt-un HÍ hefur fengið góðar undirtektir og í lok febrú-ar er ætlunin að þriðji nem-endahópurinn hefji nám. Um er að ræða þrjú nám-skeið sem hægt er að taka sem eina heild eða sem stök nám-skeið. Námið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að kynna sér uppbyggingu og mismunandi rekstrarform smá-fyrirtækja og hent-ar bæði þeim sem eru nú þegar í atvinnurekstri og þeim sem hafa hug á að stofna fyrirtæki.

Allir áhugasamir eru velkomnir í námið en ekki er krafist neinnar forkunnáttu.

Umsóknarfrestur er til 6. febrúar. Nánari upplýs-ingar á endurmenntun.is

NÁMSKEIÐ Í FJARFUNDIEndurmenntun á í samstarfi við fræðslumiðstöðv-ar á landsbyggðinni um námskeið í heimabyggð. Á vormisseri verða 12 námskeið á dagskrá sem eru send út í gegnum fjarfundabúnað og eru ein-göngu ætluð þátttakendum í fjarfundi. Námskeið-

in eru send út í rauntíma sem gerir þátt-

takendum kleift að

taka þátt í um-ræðum. Hægt er að kynna sér nám-skeið-in á vef Endur-

mennt-unar,

endurmennt-un.is, en skráning og upplýsingagjöf fer fram hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum víðs vegar um landið. Fyrirtæki og stofnanir sem eiga fjar-fundabúnað geta einnig tekið þátt og hafa þá sam-band við Endurmenntun.

Endurmenntun HÍ er til húsa á Dunhaga 7 í Reykjavík.

Ný námskeiðslína er að hefja göngu sína hjá Endur-menntun undir yfirskrift-

inni Lykilþættir þjónustu – mark-viss leið. Meðal kennara er Guð-rún Sverrisdóttir þjónusturáðgjafi en hún segir þjónustustefnu gjarn-an gleymast við stefnumótun fyrir-tækja.

„Áhrifin sem góð þjónusta hefur eru gríðarlega vanmetin,“ segir Guðrún. „Þjónustan sem slík er ósýnileg, óáþreifanleg og ekki hægt að setja hana á lager. Hún gerist í raun í augnablikinu milli þess sem er að veita hana og þess sem mót-tekur hana,“ segir Guðrún.

Búið er að þarfagreina hvaða þættir skipta máli í þjónustu, bæði fyrir fyrirtæki sem heild og fyrir einstaklinga sem veita þjónustuna. Námskeiðslínan er í þremur lotum og farið verður yfir allt það sem skiptir máli varðandi þessa þætti.

„Við byrjum á að fara yfir þjón-ustustefnu fyrirtækja þannig að nemendur hafi skilning á því hvaða þýðingu skipulag og ferlar hafa fyrir starfsfólk þjónustufyrirtækja og geti hannað einfalt ferli fyrir þjónustu,“ útskýrir Guðrún. „Þar er meðal annars skilgreint til hvers er ætlast af starfsfólki en það er stund-um ekki ljóst. Þess vegna verður einnig tekið á ýmsum þáttum sem styrkja þátttakendur í starfi. Farið verður í samskiptahæfni, lausn ágreiningsmála, líkams- og radd-beitingu, vinnugleði og leiðir til að takast á við streitu og álag svo eitt-hvað sé nefnt. Allir þessir þættir vega þungt þegar veita á framúr-skarandi þjónustu,“ segir Guðrún.

„Við þekkjum það öll sem við-skiptavinir að ef við upplifum áhuga og þjónustuvilja hjá þeim sem þjónustar okkur þá verður það eftirminnilegt. Sá sem veitir þjón-

ustu þarf að vita hvað viðskipta-vinurinn vill og kunna að spyrja spurninga. Svo er hægt að fara yfir strikið og verða þreytandi og yfir gengilegur. Þetta er línudans. Þjónustustarf er gríðarlega kröfu-hart starf því viðskiptavinir eru jafn ólíkir og þeir eru margir.“

Námskeiðslínan er ætluð öllum sem starfa við þjónustu í fyrirtækj-um og stofnunum og þeim sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína og færni á því sviði. Að nám-inu koma sérfræðingar og reynslu-miklir kennarar úr röðum atvinnu-lífs og háskólasamfélags. Í lok náms fá þeir þátttakendur sem lokið hafa öllum lotum skírteini sem vottar þátttöku í náminu.

Námið er öllum opið og án inn-tökuskilyrða. Umsóknarfrestur er til 6. febrúar. Sótt er um á endur-menntun.is. Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma 525 4444.

Nám í lykilþáttum þjónustuÁhrif góðrar þjónustu eru vanmetinn þáttur í rekstri fyrirtækja. Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er að hefjast námskeiðslína þar sem nemendur öðlast hagnýta grunnþekkingu og færni í framúrskarandi þjónustu.

Guðrún Sverrisdóttir þjónusturáðgjafi er meðal kennara á nýju námskeiði sem er að hefja göngu sína hjá Endurmenntun, Lykilþættir þjónustu – markviss leið. MYND/GVA

FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012

MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára metnaðarfullt og starfs-

miðað meistaranám fyrir stjórn-endur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum en námið er skipulagt meðfram starfi. Vegur Jóns Ólafs Halldórssonar í MBA-námið við Háskóla Íslands var ansi langur.

„Ég er menntaður véltæknifræð-ingur frá Tækniskólanum í Kaup-mannahöfn, útskrifaðist þaðan árið 1987 og kom þá heim og fór út á vinnumarkaðinn. Ég hóf störf hjá OLÍS fyrir sautján árum og hef verið framkvæmdastjóri sölusviðs félagsins síðastliðin 15 ár.“ Jón Ólafur segir að þegar líða hafi tekið á starfsferilinn hafi hann farið að finna til löngunar til að mennta sig meira en með stofnun fjölskyldu og verandi í stjórnunarstöðu hafi ekki verið hæg heimatökin.

„Ég ákvað hins vegar árið 2006 að fara í nám við IESE (Univer-sity of Navarra), Business School í Barcelona og lauk þaðan AMP-diploma 2007. Námið var keyrt í fjórum lotum yfir árið og og tekur á margan hátt það besta úr MBA-náminu við skólann. Það sem þetta gerði hins vegar var að kynda undir áhuga mínum á MBA-námi,“ segir hann og hlær.

Hann segir að konan hans hafi ákveðið að fara í framhaldsnám við HÍ árið 2010 og hvatti hún hann í framhaldinu að skoða möguleikana á MBA-námi. „Ég skoðaði bæði námið í HR og HÍ

en mér hentaði HÍ betur. Mér leist mjög vel á kennarahópinn og eins að það var kennt á íslensku en í mínu fyrra námi í Barcelona var ég búin að prófa að læra á er-lendum tungumálum. Markmið námsins er að auðvelda nem-endum að skilja betur forsendur á sviði rekstrar og stjórnunar og taka á móti verkefnum framtíð-arinnar. Einnig er markmiðið að efla frumkvæði, færni og forystu-eiginleika.“

Jón Ólafur segist hafa mjög góða reynslu af náminu. „Ég var ánægð-ur með kennsluna á margan hátt, kennararnir eru vel menntaðir og sinna kennslunni faglega, það komu reyndir stjórnendur með gestafyrirlestra inn í námið og eins fórum við í fjölmargar fyrir-tækjaheimsóknir. Reynsluheim-ur nemenda, sem er mismunandi, gerir kennsluna einnig skemmti-lega þar sem allir hafa eitthvað fram að færa sem aðrir geta lært af. Vissulega væri eitt og annað sem mætti slípa til en í heildina var þetta frábært.“

Hann segir að þótt hann sé enn í sama starfinu þá hafi námið endurnýjað hann sjálfan. „Ég er ferskari, ég hef eflst sem persóna, ég get notað hugmyndir úr nám-inu í mínu starfi til að takast á við krefjandi verkefni auk þess sem tengslanet mitt er stærra. Einnig er það ómetanlegt að eignast alla þá góðu vini sem samnemendur mínir eru.“

Efldist í MBA námi í HÍMBA-námið við Háskóla Íslands efldi Jón Ólaf Halldórssson sem persónu, hjálpaði honum að takast á við krefjandi verkefni í stjórnunarstörfum og stækkaði tengslanet hans.

„Ég er ferskari, ég hef eflst sem persóna, ég get notað hugmyndir úr náminu í mínu starfi til að takast á við krefjandi verkefni auk þess sem tengslanet mitt er stærra,“ segir Jón Ólafur um MBA-námið við Háskóla Íslands. MYND/PJETUR

Opið fyrir umsóknir

www.mba.is

MBA-námið við Háskóla Íslands er hagnýtt nám sem miðar að því að efla frumkvæði, færni og forystueiginleika

MBA-námið í Háskóla Íslands er:

· tækifæri fyrir þig til að efla persónulega færni á sviði rekstrar og stjórnunar

· sérstaklega miðað að íslensku atvinnulífi

· nám með alþjóðlegum blæ þar sem horft er á Ísland í alþjóðasamhengi

· tveggja ára metnaðarfullt og starfsmiðað meistaranám fyrir stjórnendur

· skipulagt samhliða starfi, kennt er á föstudögum og laugardögum aðra hvora helgi

Skoraðu á þig og taktu skrefið!MBA-nám við Háskóla Íslands

KYNNING − AUGLÝSING Háskólar27. JANÚAR 2012 FÖSTUDAGUR 5

Háskóli Íslands er elsti háskóli lands-ins, og fagnaði aldarafmæli sínu í fyrra. Héðan hafa brautskráðst

um 40 þúsund nemendur, sérfræðingar og stjórnendur, sem hafa tekið virkan þátt á öllum sviðum íslensks samfélags,“ segir Jón

Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri mark-aðs- og samskipta-sviðs Háskóla Ís-lands.

„Þegar þú hefur nám við Háskóla Í s l a nd s v er ð u r þú ekki einungis nemandi í nýjum skóla, þú verð-ur hluti af f jöl-breyttu, alþjóðlegu og lifandi samfé-lagi. Í háskólanum er öf lugt félagslíf þar sem allir geta f undið eit t hvað við sitt hæfi. Leik-hús, kórastarf og dans er meðal þess sem boðið er upp á

ásamt störfum fyrir nemendafélög og Stúd-entaráð,“ segir Jón Örn.

Jón Örn segir að við Háskóla Íslands starfi stór hópur vel menntaðra og þjálfaðra kenn-ara sem margir hafi stundað bæði nám og rannsóknir við virta erlenda háskóla. „Al-þjóðleg tengsl kennara eru því mikil og sterk og margir þeirra eru í fremstu röð í sínum fræðum í alþjóðlegu vísindasamfélagi.“

Fjölbreyttir námsmöguleikar í HÍHáskóli Íslands býður upp á gríðarlega fjölbreytt nám. Við skólann eru fimm fræðasvið, 25 deildir og námsleiðirnar skipta hundruðum. Háskóli Íslands er eini háskólinn í landinu sem býður upp á nám á öllum fræðasviðum og á öllum námsstigum. Hann hefur útskrifað um 40 þúsund nema.

HÓPURINN ER FRÁBÆR OG SAMHELDINNHelga Kristín Ólafsdóttir, BS-nemi í stærðfræðiHvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið?

„Ég hafði áhuga á stærðfræði og hún er ekki kennd í öðrum háskólum hér á landi.“Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum?

„Hópurinn sem ég er að læra með. Hann er frábær og samheldinn.“Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi?

„Hann er mjög mikilvægur upp á hvatningu fyrir fólk til þess að sækjast eftir meiri menntun og það skiptir máli að fólk geti valið úr ólíkum leiðum til að mennta sig.“

HÁSKÓLINN VARÐVEITIR MENNINGU LANDSINSKristján Gauti Karlsson, BA-nemi í íslensku og fjölmiðlafræðiHvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið?

„Ég hef áhuga á íslensku og langaði að prófa að taka fjölmiðlafræði með henni. Háskóli Íslands bauð upp á hvort tveggja.“Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum?

„Það er mikill munur að koma úr framhaldsskóla yfir í háskóla í fag þar sem allir sem eru í tíma með þér eru þar af því að þeir hafa áhuga á viðkomandi fagi. Þeir eru hér til þess að læra og kennarar hafa yfirleitt mjög gaman af því sem þeir eru að miðla. Það er líka gaman að djamma með háskólanemum.“Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi?

„Það er meðal annars að varðveita menningu landsins og svo þarf að mennta fólk sem vill mennta sig. Skólinn á að kenna þeim sem vilja læra. “

SKIPULAG NÁMSINS ER MJÖG FÍNTBergþóra Smáradóttir, BS-nemi í umhverfis- og byggingar-verkfræðiHvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið?

„Frænka mín mælti með verkfræðinámi og mér fannst þetta áhuga-verðasta grein verkfræðinnar. Ég valdi Háskóla Íslands vegna þess að mér fannst það hagstæðara.“Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum?

„Það sem tengist mannvirkjum finnst mér mjög spennandi . Skipulag námsins er mjög fínt og hentar mér mjög vel.“Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi?

„Mér finnst mikilvægt að háskólinn tengir það sem við erum að læra við það sem gerist í samfé-laginu, t.d. góða og slæma hönnun. Fræðin eru því tengd við framkvæmdina á hagnýtan hátt.“

HÍ GEGNIR MIKILVÆGU HLUTVERKI VIÐ MENNTUN ÞJÓÐARINNAR Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, BA-nemi í félagsráðgjöfHvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið?

„Ég hafði skoðað og prófað mig áfram með hvað mér líkaði og mér líkaði best við félagsráðgjöf.“Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum?

„Fyrirkomulag námsins hentar mér vel. Ég hafði kynnst sams konar fyrirkomulagi í menntaskóla og er mjög sátt við það.“Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi?

„Hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna við menntun þjóðarinnar. Svo er ákveðin háskólamenning sem er gaman og gott að kynnast.“

Á MENNTAVÍSINDASVIÐI ÞEKKJAST ALLIR MEÐ NAFNI Hjalti Enok Pálsson, BA-nemi í tómstunda- og félagsmálafræðiHvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið?

„Ég var í félagsfræði og fannst það svolítið þurrt og ákvað að finna eitthvað líflegra með henni og valdi tómstunda- og félagsmálafræði. Reynslan af henni hefur verið mjög góð.Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum?

„Hér á menntavísindasviði þekkjast allir með nafni og kennarar þekkja nemendur sína og það er mjög heimilisleg stemning.“Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi?

„Hann skiptir máli til þess að byggja upp almennilegt fólk. Hann stuðlar líka að þekkingarleit og því að fólk fái að mennta sig.“

HÁSKÓLINN FÆRIR SAMFÉLAGINU ÞEKKINGU Hróðmar Jónsson, MS-nemi í lyfjafræðiHvers vegna valdirðu Háskóla Íslands og þína námsleið?

„Ég valdi Háskóla Íslands vegna þess að lyfjafræðin var ekki í boði annars staðar. Ég valdi lyfjafræði því mér fannst hún spennandi því hún sameinar líffræði og efnafræði.“Hvað stendur upp úr í náminu og skólanum?

„Reynsla mín af háskólanum hefur verið góð. Það er skemmtilegt hvað lyfjafræðideildin er lítil þannig að maður kynnist bæði kennurum og nemendum vel. Reynslan er það góð að ég ákvað að vera áfram í Há-skóla Íslands í meistaranámi.“Hvaða hlutverk hefur Háskóli Íslands gagnvart íslensku samfélagi?

„Hann færir samfélaginu rannsóknir og þekkingu. Eins má benda á að ef álitamál koma upp í samfélaginu þá ætti að vera hægt að leita til háskólans sem óháðs aðila.“

SPURT OG SVARAÐ

„Þegar þú hefur nám við Háskóla Íslands verður þú ekki einungis nemandi í nýjum skóla, þú verður hluti af fjölbreyttu, alþjóðlegu og lifandi samfélagi,” segir Jón Örn.

Jón Örn Guðbjartsson.

KYNNING − AUGLÝSING FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012

***

**

*

**

**

**

***

Smæðin heillaði„Ég kem frá Keflavík og stunda nám í sál-fræði við Háskólann á Akureyri. Námið varð fyrir valinu vegna þess að umhverfið, aðstað-an og smæðin heill-uðu mig upp úr skón-um. Öll námskeið í sálfræðinni eru tekin upp fyrir fjarnema og við í staðnámi fáum að njóta góðs af því. Það er frábært að geta leit-að í upptökurnar þegar maður hefur misst úr tíma eða til að rifja upp námsefnið fyrir próf.

Félagslífið gæti ekki vera betra, það er allt-

af eitthvað um að vera sem gerir það að verkum að maður kynnist fullt af frábæru fólki. Ég mæli hiklaust með námi við Háskólann á Akureyri.“

Raddir nemenda

Justyna Wróblewska, nemandi í sálfræði.

Dagatali með myndum úr háskólanum hefur verið dreift inn á öll heim-

ili á Akureyrarsvæðinu og einn-ig hefur verið hleypt af stokkun-um ljósmyndasamkeppni undir yfirskriftinni: Líf og störf fólks í Háskólanum á Akureyri. Opnað-ur hefur verið sérstakur vefur á heimasíðu skólans, unak.is, þar sem hægt er að fylgjast með öllu því sem tengist afmælisárinu,” lýsir Dagmar Ýr og getur þess einnig að gefið verði út afmælis-rit þar sem 25 ára sögu háskólans verði gerð skil.

Innritun í Háskólann á Ak-ureyri hefst með vorinu en umsóknar fresturinn er til 5. júní. „Sérstaða skólans er fyrst og fremst sú að boðið er upp á fjöl-breytt nám í þægilegu námsum-hverfi því tengslin sem mynd-ast, bæði milli nemenda og kenn-ara og einnig innan bekkja, eru persónulegri en gengur og gerist í stærri skólum,“ segir Dagmar. „Eitt af mikilvægustu hlutverk-um Háskólans á Akureyri er að bjóða upp á ákveðið mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Það er mjög mikilvægt að fólk geti stundað há-

skólanám á fleiri en einum stað á landinu og ekki þurfi allir að flytja til Reykjavíkur, og eins að fólk á höfuð borgarsvæðinu hafi mögu-leika á að læra annars staðar. Yfir tuttugu prósent nemenda okkar koma frá höfuðborgarsvæðinu enda þykir mörgum spennandi að prófa eitthvað nýtt án þess að flytja úr landi. Stærsti hluti nem-enda kemur þó af landsbyggð-inni og heldur áfram að búa þar og starfa að námi loknu.“

Dagmar segir v insælustu námsleiðirnar í Háskólanum á Akureyri vera viðskiptafræði, lögfræði, sálfræði, hjúkrunar-fræði og kennaranám. Þá hefur háskólinn einnig talsverða sér-stöðu bæði á sviði rannsókna og hvað námsframboð varðar. Þar má nefna nám í iðjuþjálfun og í félagsvísindadeild er boðið upp á nám í nútímafræði, félagsvísind-um og fjölmiðlafræði til BA-gráðu, sem ekki er í öðrum skólum. Þá er boðið upp á nám í sjávarútvegs-fræði, náttúru- og auðlindafræði og líftækni í auðlindadeild.

„Nemendur hafa þann valkost að stunda fjarnám við Háskólann á Akureyri óháð búsetu,“ upplýsir

Dagmar Ýr. „Við höfum verið leið-andi í að koma slíku námi á fót hér á landi og í dag nær sú kennsla til yfir tuttugu staða á landinu. Námið fer mestmegnis fram í gegnum fjarfundabúnað og netið í samstarfi við fræðslu setur og símenntunarmiðstöðvar en fjar-nemar mæta líka í staðbundnar lotur hér á Akureyri einu sinni til tvisvar á hverri önn.“

Skóli á tímamótumÍ ár verður 25 ára starfsafmæli Háskólans á Akureyri fagnað með margvíslegum hætti. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs, greinir frá.

Háskólinn á Akureyri hefur sérstöðu bæði á sviði rannsókna og námsframboðs, fyrir utan einstakt umhverfi í höfuðstað Norðurlands.

Dagmar Ýr er forstöðumaður markaðs-og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri

Leifur Guðni Grétarsson, nemandi í líftækni.

Framúrskarandi aðstaða„Námsframboð við Háskólann á Akur-eyri varð til þess að ég flutti norður. Ég hafði alla tíð búið á Akra-nesi og fannst því spennandi að kanna nýjar slóðir. Líftækni er krefjandi og áhuga-vert nám sem kemur inn á hin ýmsu svið og veitir yfirgripsmikla þekkingu sem kemur til með að nýtast í frek-ara námi.

Framúrskarandi aðstaða og afar hæfir kennarar, sem leggja metnað sinn í að veita

nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa, gera Háskól-ann á Akureyri að þeirri menntastofnun sem hann er í dag.“

Sjá heildarframboð á www.opnihaskolinn.is

eða hafðu samband við okkur í síma 599 6300

Nýttu þér fjölbreytt námskeið Opna háskólans í HR til að styrkja stöðu þína og stuðla að nýjum sóknarfærum. Hér má sjá brot af námsframboði vetrarins.

ÞÚ! ÞETTA SNÝST UM ÞIG OG FRAMTÍÐINA

NÁMSBRAUTIR

Markþjálfun (Executive Coaching)Námið er unnið í samstarfi við sálfræðisvið viðskiptadeildar HR og CCU. Námið undirbýr nemendur fyrir alþjóðlega ACC / PCC vottun (Associate/Professional Certified Coach) og veitir nemendum traustan grunn til að starfa sjálfstætt sem markþjálfar.Hefst 10. febrúar

Rekstrarstjórnun (Operations Management)Ætlað þeim sem vilja bæta árangur við stjórnun rekstrar, svo sem í verslun, heildsölu, smáiðnaðiog framleiðslu. Stjórnun aðfangakeðjunnar, afkastageta, ferlahönnun, umbætur og árangurs-mælingar, mannauðsstjórnun, markaðsstarf, fjármál fyrirtækja o.m.fl.Hefst 10. september

NÁMSKEIÐ

GæðastjórnunFarið verður yfir kröfur ISO 9001:2008 staðalsins sem felur m.a. í sér gæðahringinn, verkferla, flæðirit, gæðaeftirlit, þ.m.t. innri og ytri úttektir, mikilvægi þáttöku allra starfsmanna og innleiðingu gæðahugsunar.31. janúar

Fjármál – skilningur, greiningar og fjárfestingarFarið er yfir útreikninga og skilgreiningar á arðsemi fjármagns og fjárflæðis, verðmati fyrirtækja og notkun upplýsinga úr ársreikningum fyrirtækja.1. febrúar

Excel námskeiðHagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja bæta þekkingu sína og færni í notkun Excel. Í boði fyrir byrjendur og lengra komna.6. febrúar

TímastjórnunFarið er yfir ráð sem hjálpa til við að veita mikilvægustu verkefnum á hverjum tíma athygli okkar, orku og forgang og ljúka þeim á þeim tíma sem við höfum til umráða.8. febrúar

NÁMSLÍNUR Verðbréfamiðlun III. hlutiNám til undirbúnings prófa í verðbréfamiðlun. Farið verður yfir lög og reglur um fjármagns-markað, markaðsviðskipti, verðbréf, fjárfestingar ferli o.fl. Kennt í fjarnámi.Hefst 1. febrúar

Ábyrgð og árangur stjórnarmannaNámið er unnið í samstarfi við FME og er ítarleg kynning á lagalegum, fjárhagslegum ogsiðfræðilegum þáttum sem ætlað er að efla faglegan grunn og ábyrgð stjórnarmanna.Hefst 8. febrúar

Almennir bókararHagnýtt nám samhliða vinnu. Miðar að því að auka færni þátttakenda í bókfærslu þar sem áhersla er lögð á bókhald í rekstri fyrirtækja.Hefst 6. mars

Lífsviðhorf – Lífsstíll – Lífsgæði (Wellbeing)Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við nýju námskeiði. Árangursmiðað nám fyrir þá sem vilja efla persónulega færni og viðhorf, m.a. á sviði fjármála, heilsu, samfélagsábyrgðar og árangurs í samskiptum.Hefst 8. mars

Spoken English for business and cultureAimed at those who wish to practice their English speaking skills and build on their confidence in using English for business and travel purposes.23. febrúar

Innri endurskoðun á tímamótumFarið yfir gæði, þróun og uppbyggingu innri endur-skoðunar og fjallað um ávinning starfseminnar.14. febrúar

Outlook 2010 tölvupóstforritHagnýtt námskeið ætlað bæði byrjendum og þeim sem vilja kynna sér breytingar frá fyrri útgáfum. Kynntar verða leiðir til þess að spara tíma og einfalda vinnu.22. febrúar

Samningatækni - framhaldsnámskeiðÞátttakendur fá hagnýta þjálfun í samningatækni sem höfða til þeirra áskoranna sem samninga-menn standa frammi fyrir. Í boði bæði fyrir byrjendur og lengra komna.28. febrúar

Listin að leiðbeina: Þjálfun þjálfaraGagnleg kennslufræðinámskeið fyrir þá sem vinna að þjálfun starfsmanna og starfsþróun.5. mars

Gerð viðskiptaáætlana og uppbygging rekstrarVeitir innsýn í gerð viðskiptaáætlana og rekstrar-form fyrirtækja í tengslum við viðskiptahugmynd, ásamt því að kynna ýmis atriði sem huga þarf að við stofnun nýrra fyrirtækja.5. mars

Greining ársreikningaHagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja dýpkaskilning sinn á greiningu ársreikninga.6. mars

SamræðulistNámskeiðið miðar markvisst að því að auka færni þátttakenda í að beita sér á fundum, í ræðu og á riti, með sérstakri áherslu á stjórnun og leiðtogahæfni.6. mars

SkattskilBæði í boði fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Farið yfir það helsta sem hafa þarf í huga við gerð skattframtals.19. mars

Fjármálakreppur fyrr og núFyrir alla þá sem vilja byggja upp þekkingu á þessu sviði eða starfa og taka ákvarðanir er haft geta áhrif á efnahagslegan og fjárhagslegan stöðugleika þjóðarinnar.20. mars

KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 20128

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykja-vík býður upp á tveggja ára (120 ECTS-eininga) framhaldsnám til MSc-gráðu í

tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði. Her-wig Lejsek var í hópi þeirra sem skráðu sig í meistaranámið við skólann þegar það bauðst í fyrsta sinn 2003 og útskrifaðist tveimur árum síðar. Hann segist hafa góða reynslu af því.

„Ég kom hingað sem skiptinemi frá háskól-anum í Vín í Austurríki eftir að hafa velt vand-lega fyrir mér framhaldsnámi í öðru landi. Háskólinn í Reykjavík á Íslandi var einn fárra samstarfsháskóla hans ásamt því að kenna á ensku en góð kynni mín af íslenskum skipti-nemum í Vín urðu þó til þess að hann varð loks fyrir valinu,“ rifjar Herwig upp og segir það hafa verið mikil viðbrigði fyrir sig að hefja nám við íslenskan háskóla. „HR var mjög lítill í samanburði við háskólann í Vínarborg. Áður hafði ég setið námskeið með allt að 2.000 nem-endum en í HR voru þeir í mesta lagi 30 talsins og þar af leiðandi fékk ég miklu meiri athygli sem var auðvitað alveg frábært.“

Fleira var ólíkt að mati Herwigs en mestu munaði þó um námið sem kom honum skemmtilega á óvart. „Í Austurríki var meiri áhersla lögð á stærðfræði og eftir á að hyggja má segja að þar hafi ég lagt stund á tölvun-arverkfræði. Við HR fékk ég að forrita miklu meira og stunda rannsóknarvinnu sem ekki er öllum aðgengileg innan þess valdapíramída sem þrífst úti. Námið hér var því hagnýtara.“

Herwig bætir við að meistaranám í tölvun-

arfræði og hugbúnaðarverkfræði við HR hafi auk þess verið góður grundvöllur fyrir frum-kvöðlastarf. Námið feli í sér tækifæri til að fá nýjar hugmyndir og þróa yfir í hátæknilausnir sem veiti forskot á alþjóðlegum vettvangi. Það þekkir hann af eigin raun.

„Þegar ég var í meistaranáminu þróuðum við Friðrik Heiðar Ásmundsson, samnem-andi minn, sjálfvirka leitarvél sem getur borið kennsl á mynd- og vídeóefni á tölvum og að-stoðað við að uppræta ólöglegt efni. Þannig varð til hugmynd sem var loks lögð til grund-vallar fyrirtæki sem við stofnuðum ásamt

fleirum undir merkjum Videntifier Technolo-gies í lok 2007. Síðan þá höfum við átt í sam-starfi við fjölda aðila, íslenska og erlenda og þar á meðal lögregluna sem hefur nýtt útgáfu af hugbúnaðinum til að finna ólögmætt efni í tölvum sem hald hefur verið lagt á,“ segir Her-wig um námið sem lagði þannig grunn að hag-nýtri vöru og skapaði þeim félögum einstakt atvinnutækifæri með alþjóðleg tengsl.

Þannig að námið hefur nýst þér og ykkur vel? „Klárlega, það opnar ýmsar dyr,“ segir Herwig, sem hefur nú hafið doktorsnám við HR.

Námið veitir forskot á alþjóðlegum vettvangiMeistaranám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við HR opnar nemendum ýmsar dyr, að mati Herwigs Lejsek. Hann er á meðal þeirra fyrstu sem útskrifuðust úr náminu og segir það hafa komið að góðum notum í atvinnulífinu.

Ársæll Þór Jóhannsson, Herwig Lejsek og Friðrik Heiðar Ásmundsson, hjá Videntifier Technologies, en þeir hafa allir þrír lokið meistaranámi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. MYND/STEFÁN

EYKUR SAMKEPPNISHÆFNIYngvi Björnsson er dósent í tölvunarfræði og forstöðumaður Gervigreindarsetursins við Há-skólann í Reykjavík. Hann segir

meistaragráðu í tölvunarfræði vera nemendum til framdráttar. „Tölvunarfræði er alþjóðlegt nám sem nýtist fólki í atvinnuleit um allan heim. Er-

lendis er hefð fyrir að fólk bæti við meistaranáminu og þess vegna ætti fólk að íhuga þennan kost til að vera samkeppnishæfara. Hérlendis hefur hins vegar verið algengara að fólk fresti meistara-námi vegna mikillar eftirspurnar eftir tölvunarfræðingum með grunnmenntun. Með hliðsjón af umbrotum sem eru að eiga sér stað í frumkvöðla- og sprota-málum um þessar mundir skiptir hins vegar máli að vera tæknilega frambærilegur og það geta menn orðið með meistaragráðu að vopni.“ Þá segir Yngvi hugbúnað-arverkfræði auka færni nemenda í gerð stórra og áreiðanlegra hugbúnaðarkerfa. „Það á bæði við um verkefnastjórnun og hvernig maður villuleitar búnað, með það fyrir augum að búa til öruggari tölvukerfi. Það er eitthvað sem við Íslendingar þurfum að læra aðeins betur. Öll fyrirtæki, stór og smá, hefðu gagn af því að starfs-menn þeirra væru betur lærðir í þessum fræðum.“

Yngvi Björnsson.

„EF ÞÚ VILT SJÁ HEIMINN BREYTAST, VERÐUR ÞÚ AÐ VERA FYRIRMYND BREYTINGANNA.“ Mahatma Gandhi

OPNUM FYRIR UMSÓKNIR 15. FEBRÚAR

ORGANISATIONAL BEHAVIOUR AND TALENT MANAGEMENT

Námið er 90 ECTS einingar Hægt er að bæta við 30 ECTS eininga

rannsóknarverkefni og ljúka þar með MSc gráðu Hentar þeim sem vilja stunda nám með vinnu Kennsla fer fram á ensku

Kynntu þér námið á www.en.ru.is/obtm

MSC Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM

Námið er 120 ECTS einingar og lýkur með MSc gráðu Kennararnir eru þekktir á sínum fræðasviðum

og virtir á alþjóðlegum vettvangi Nemendum gefst kostur á skiptinámi við

háskóla víða um heim Kennsla fer fram á ensku

Kynntu þér námið á www.en.ru.is/ib

ONAL BEHAVIOUR MANAGEMENT

KYNNING − AUGLÝSING Háskólar27. JANÚAR 2012 FÖSTUDAGUR 9

Í grunnnámi mínu í líffræði kynntist ég umhverfis- og vist-fræði og fékk áhuga á orkumál-

um, sérstaklega sjálfbærri orku eins og vatnsafli, vindi og jarðhita – einhverju sem við getum nýtt okkur án þess að ganga á birgð-irnar. Þá rakst ég á þessa náms-braut, sótti um og komst inn,“ segir Gunnar Pétur Hauksson sem er útskrifaður úr eins og hálfs árs meistaranámi í REYST. Hann kveðst hafa notið tímans þar.

„Þetta er yfirgripsmikið nám sem er sótt af fólki úr ýmsum áttum, bæði frá mörgum löndum og úr ólíkum greinum eins og við-skiptafræði, jarðfræði og verkfræði en ég var eini líffræðingurinn. Það var gaman að kynnast hópnum og síðan á ég vini í Taívan, Finnlandi og Eþíópíu,“ segir Gunnar Pétur sem telur flesta útlendingana hafa komið vegna áhuga á jarðhitanum sem okkur finnist sjálfsagður enda beint fyrir framan nefið á okkur.

Gunnar Pétur segir nemenda-hópinn hafa farið í nokkrar vett-vangsferðir að skoða virkjanir og jarðhitasvæði. „Þau jarðhita-svæði sem ekki hafa verið virkjuð voru kynnt á hlutlausan hátt sem mögulegir orkugjafar en jafn-

framt gerð grein fyrir afleiðing-um virkjunar þeirra á umhverf-ið.“

Erlendu nemendurnir þekktu jarðhita frá sínum heimalöndum að sögn Gunnars Péturs en nýting hans var þeim framandi. „Jarð-hitinn spilar ekki stóra rullu í orkuöflun þar – kannski eins og vindmyllurnar hjá okkur,“ út-skýrir hann.

Nám í nýtingu sjálfbærrar orku skiptist í þrjú áherslusvið,

viðskipti, verkfræði og jarðvís-indi. „Ég fór bisnessleiðina og það reyndist hentugt fyrir mig því ég er nýbúinn að stofna fyr-irtæki í kringum lokaverkefnið úr náminu í REYST. Það heitir EVA Consulting og veitir fyrirtækj-um og einstaklingum sértæka ráðgjöf um hvort rafmagnsbílar henti þeim,“ segir Gunnar Pétur. „Ég fékk þarna grunnmenntun í viðskiptatengdum fögum eins og hagfræði og samningatækni.“

Virkjað án þess að ganga á birgðirnarTil að stuðla að fræðslu um sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda reka Orkuveita Reykjavíkur og Háskólinn í Reykjavík þverfaglegt meistaranám, sem í daglegu tali kallast REYST.

Gunnar Pétur Hauksson er búinn með meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum og hefur nú stofnað fyrirtækið EVA Consulting. MYND/STEFÁN

Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems (REYST) var settur á laggirnar árið 2008. HR, OR og ÍSOR (Íslenskar Orku-rannsóknir) standa saman að rekstri REYST. Fyrsti nemendahóp-urinn hóf nám í ágúst 2008 og nú hefur 21 nemandi útskrifast með meistaragráðu. Þeir koma hvaðanæva að úr heiminum en helmingur þeirra er Íslendingar.

Það er mikil þörf á nýliðun í orkugeiranum almennt og þegar verið var að undirbúa REYST fundum við af viðræðum okkar við fólk í at-vinnulífinu að það væri mikill áhugi á fólki sem hefði breiða sýn á orkumálin, til dæmis hefði innsýn bæði í hagfræðilega og tæknilega þætti orkunotkunar. Því var ákveðið að leggja áherslu á þverfagleika í REYST náminu. Við teljum það einn af styrkleikum námsleiðarinn-ar.

Enn sem komið er hefur einungis verið um meistaranám að ræða en í ár munum við byrja að gefa öðrum en þeim sem eru í meistaranáminu möguleika á að sækja valin námskeið. Síðan erum við með á prjónunum sérhæfð nám-skeið sem nýtast bæði fagfólki og nemendum.

Aðsóknin er góð. Við erum með metfjölda umsókna núna. Um-sóknarfrestur er til 4. apríl þann-ig að við væntum þess að hafa bæði fjölmennan og góðan hóp í haust.

Við reynum að vera vandfýsin á nemendur því að verðmæti gráðunn-ar ræðst ekki bara af innihaldi náms-ins heldur líka af orðspori þeirra nem-enda sem við útskrifum. Við höfum haft ástæðu til þess að vera stolt af út-skriftarnemendum okkar.

Nemendur okkar hafa al-mennt átt gott með að fá starf á því sviði sem þeir vilja vera á. Einn-ig hafa þeir haldið í doktorsnám og stofn-að sprota fyrirtæki.

Ágúst Valfells dósent.

Stoltur af nemendum

MEISTARANÁM Í LÖGFRÆÐIVIÐ LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK

Rannsóknartengt 2ja ára meistaranám til ML-gráðu.Nemendur sem hafa lokið grunnnámi í lögfræði geta lokið

fullnaðarprófi í lögfræði með meistaranáminu.Markmið námsins er að þjálfa og hvetja nemendur til

greinandi og gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða.

Einstaklingsbundin námsáætlun. Gefinn er kostur á að ljúka meistaranámi á alþjóðasviði.

Helstu einkenni námsins eru mikið val um áherslur og námsleiðir og margvíslegir möguleikar á sérhæfingu innan lögfræði og samþættingu við aðrar greinar.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um meistaranámið í kennsluskrá á vef lagadeildar Háskólans í Reykjavík: www.lagadeild.is

DÆMI UM KJÖRGREINAR EÐA MÁLSTOFUR Í MEISTARANÁMI Í LÖGFRÆÐIALÞJÓÐALÖG OG ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI

KJÖRGREINAR Á SVIÐI EVRÓPURÉTTAR

DÓMSTÓLAR OG MÁLFLUTNINGUR

FJÁRMUNARÉTTUR

Alþjóðadómstólar og friðsamlegar úrlausnir deilumála

European Law - Internal Market Auðgunar- og efnahagsbrot Alþjóðlegir og innlendir fjármögnunarsamningar

Alþjóðaviðskipti European Law-Financial services Fullnusturéttur Hagnýtur samningaréttur

Alþjóðleg lausafjárkaup European Law-State Aid and Competition

Gagnaöflun og málflutningur í einkamálum

Kaup á fyrirtækjum, samruni - áreiðanleikakannanir

Alþjóðlegur refsiréttur EU Constitutional Law Ofbeldis- og fíkniefnabrot Kauparéttur

Alþjóðlegur skattaréttur I og II Evrópskur félagaréttur Sókn og vörn í sakamálum Málstofa í bótarétti

Málstofa um alþjóðlega mannréttindavernd

International and European Energy Law

Skuldaskilaréttur Sjó- og flutningaréttur

Málstofa um hugverkaréttindi í alþjóðlegum viðskiptum og samninga þeim tengdum

Málstofa um evrópskan samningarétt

Úrlausn ágreiningsmála Verktaka og útboðsréttur

NÁMIÐ HENTAR EKKI AÐEINS ÞEIM EINSTAKLINGUM SEM LOKIÐ HAFA GRUNNNÁMI Í LÖGFRÆÐI HELDUR EINNIG ÞEIM SEM HAFA HÁSKÓLAPRÓF Í ÖÐRUM GREINUM.

KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 201210

Verkfræði og tæknifræði eru mjög skapandi sérfræði-greinar. Þær byggja á því

að hagnýta þekkingu á náttúru-lögmálunum. Nemendur í tækni-greinum tileinka sér staðgóðan grunn í raunvísindum, öðlast þekkingu á því hvernig heim-urinn virkar og nýta sér það svo til að búa til eitthvað nýtt,“ segir Guðrún Sævarsdóttir, deildarfor-seti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hún segir fólk oft hafa takmarkaða mynd af því hvað tæknigreinar bjóði upp á, margir sjái verkfræðinga fyrir sér í köflóttri skyrtu að teikna brýr. „Það er þó aðeins hluti tækni-fólks sem gerir það, margir eru í rekstri eða vinna að tækniþróun, búa til tæknilegar lausnir og tæki sem við notum í umhverfi okkar og gera okkur lífið auðveldara,“ árétt-ar hún. Guðrún vitnar í Theodore von Kármán: „Raunvísindamað-urinn leitast við að skilja heiminn eins og hann er á meðan verkfræð-ingurinn skapar nýjan veruleika.“

Margar greinar í boðiÁ Íslandi er nær helmingur starf-andi verkfræðinga byggingaverk-fræðingar. Guðrún segir það skýr-ast af því að uppbygging á Íslandi hafi verið mikil og hröð undan-farna áratugi. „Í samfélögum með

þróaðra atvinnulíf er hlutfallið annað og mun meira af verkfræð-ingum af öðru tagi,“ segir hún og nefnir sem dæmi rafmagns-, véla- hátækni- og heilbrigðisverkfræði. „Þessir hópar verða mun meira áberandi innan verkfræðistéttar-innar á næstu árum,“ spáir hún. „Einnig eru mörg tækifæri fyrir rekstrarverkfræðinga og fjármála-verkfræðinga, en þeir eru sérhæfð-ir í greiningu og skipulagningu flókinna kerfa.“

Greinilegur vöxtur hefur verið í ásókn nemenda í vél- og orku-tæknifræði og rafmagnstækni-fræði, enda mörg starfstækifæri. Námsbraut í iðnaðartæknifræði var endurreist við deildina að frumkvæði aðila atvinnulífsins og hefur farið vel af stað, og reikna má með að aðsókn að byggingatækni-fræði fari brátt að taka við sér, en hún minnkaði töluvert í kjölfar hrunsins.“

Við Háskólann í Reykjavík eru kenndar fimm greinar í verkfræði og fjórar í tæknifræði og er aðsókn-in mjög góð. „Það er mikil eftir-spurn eftir öllu tæknimenntuðu fólki á Íslandi,“ segir Guðrún og telur ekki aðeins faglegu mennt-unina skila sér. „Eitt það verðmæt-asta sem nemendur fá úr náminu eru vinnubrögð. Hér læra þeir kerf-isbundin og góð vinnubrögð sem

skila árangri í hvaða viðfangs-efni sem þeim er beitt og nýtast hvar sem er á vinnumarkaðnum,“ segir hún og bætir við að fólk með tæknibakgrunn skapi sér einnig sín eigin störf. „Þetta er nýsköpun-armenntun og í raun grundvöllur þess að samfélagið geti búið til ný tækifæri, störf og vörur án þess að þau tengist sérstökum náttúruauð-lindum.“

Frá hugmynd til framkvæmdarHáskólinn í Reykjavík hefur ný-lega gengið í CDIO sem eru al-þjóðleg samtök háskóla sem kenna tæknigreinar. Skamm-stöfunin stendur fyrir Conceive – Design – Implement – Ope-rate sem útleggst á íslensku: Frá hugmynd og hönnun yfir í fram-kvæmd og rekstur. „Þetta er hug-myndafræði sem við höfum fylgt

undanfarin ár. Hún gengur út á að fagleg undirstöðuþekking sé best kennd í verkfræðilegu eða tæknifræðilegu samhengi. Við veitum þannig nemendum tæki-færi til að prófa fræðin á hagnýt viðfangsefni þannig að þeir geti rekið sig á og gert mistök innan veggja skólans og komi því betur undirbúnir í störf úti í atvinnulíf-inu,“ útskýrir Guðrún.

CDIO-samtökin fóru af stað upp úr aldamótunum síðustu en þau voru stofnuð af háskólunum MIT, Chalmers, KTH og Lingköp-ing. „Þar höfðu menn lent í því að bakhjarlar skólanna úr atvinnu-lífinu kvörtuðu undan nýútskrif-uðum verkfræðingum, að þótt þeir kynnu fræðin frá bóklegu hliðinni þá skorti hagnýta færni,“ segir Guðrún en samtökin vaxa ört og í dag eru 72 skólar í CDIO.

Hluti af hugmyndafræði CDIO gengur einnig út á að þjálfa aðra eiginleika en þá fagtengdu. „Mannlegir þættir eru mikilvæg-ir þegar komið er út í atvinnulíf-ið. Því fá nemendur tækifæri til að vinna í hópum og þjálfa þann-ig samskiptahæfni,“ segir Guð-rún og áréttar að margir verk- og tæknifræðingar endi síðar í stjórnunarstörfum og því séu mannlegu eiginleikarnir mjög mikilvægir.

Geta skapað nýjan veruleikaTækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býður verkfræðinám í fimm greinum og tæknifræðinám í fjórum greinum. Lögð er áhersla á að veita nemendum sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða fagþekkingu.

Nemendur öðlast þekkingu á því hvernig heimurinn virkar og nýta sér það svo til að búa til eitthvað nýtt,” segir Guðrún. MYND/STEFÁN

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ER FYRSTI ÍSLENSKI SKÓLINN TIL AÐ HLJÓTA ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Á VIÐSKIPTANÁMI

ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNT MBA-NÁMÍ HJARTA REYKJAVÍKUR

Kynntu þér námið á www.ru.is/mbaUmsóknarfrestur fyrir haustönn 2012 er til 2. júní 2012

Háskólinn í Reykjavík er í hópi 186 háskóla sem hlýtur AMBA viðurkenninguna, en meðal annarra sem hafa fengið hana eru IESE í Barcelona, CBS í Danmörku, IMD í Sviss, London Business School og Oxford háskóli.

Hvað er AMBA? AMBA viðurkenninguna veita samtökin Association of MBA‘s (AMBA), ein virtustu samtök sinnar tegundar í heiminum. www.mbaworld.com

KYNNING − AUGLÝSING Háskólar27. JANÚAR 2012 FÖSTUDAGUR 11

MPM-nám er hagnýtt stjórnendanám sem hentar þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verkefnum. MPM stendur fyrir Master of Project Management og hljóta nemendur alþjóðlega vottun í verkefnastjórn-un. Námið hófst í Háskóla Íslands árið 2005 en flutti til Háskólans í Reykjavík í sumar. „Námið er það sama en aðstaðan er betri og við telj-um námið eiga betur heima í HR þar sem skólinn er í góðum tengslum við íslenskt atvinnulíf og stuðlar að þróun þess með ýmsum hætti,“ segir Haukur Ingi Jónasson sem veitir náminu forstöðu ásamt Helga Þór Ingasyni. Haukur segir nemendur meðal annars öðlast færni sem ætti að koma að góðu gagni þegar kemur að því að skapa blómlegt at-vinnulíf. „MPM-námið ætti að vera sérstaklega gagnlegt nú þegar við stöndum frammi fyrir mikilli uppbyggingu í íslensku atvinnulífi. Í náminu er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð, góða stjórnunarhætti og samfélagslega ábyrgð en allt eru þetta eftirsóknarverðir þættir.“

Haukur Ingi segir verkefnin sem fólk vinnur að af ýmsum toga. „Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa upphaf, miðju og endi og það þarf að leiða þau til lykta. Það eru oft miklir hagsmunir í húfi og því nauðsyn að tryggja framvinduna og sjá til þess að hlutirnir séu gerðir þannig að tilætlaður árangur náist.“ Haukur segir að ekki þurfi að einskorða aðferðirnar við einstök verkefni heldur séu aðferðir verkefnastjórnun-ar í auknum mæli notaðar til að stýra heilu fyrirtækjunum og er verk-efnastjórnun til að mynda mikið notuð innan Evrópusambandsins. „Sömu aðferðir mætti að okkar mati í auknum mæli nota markvisst í íslensku atvinnulífi og í íslensku stjórnkerfi.“

Haukur Ingi og Helgi Þór hafa gefið út fjórar bækur sem kallast á við námið og eru notaðar sem ítarefni. „MPM-námið byggir talsvert á efni erlendra fyrirlesara sem kenna í náminu og viljum við gjarnan gera meira af því.“ Þeir félagar eru sömuleiðis að gefa út bók hjá bóka-útgáfunni Gower í Bretlandi sem heitir Project Ethics: The Critical Path to Development og verður hún kennsluefni í náminu framvegis.

Haukur Ingi segir MPM-námið framarlega þegar kemur að nýjung-um og framþróun í faginu og eru þeir því oft fengnir til að kynna hug-myndir sínar víða um heim. Næsti viðkomustaður verður Alþjóða-samtök verkefnastjórnunarfélaga (IPMA) MbK / HÞI. Gerð hefur verið gæðaúttekt á náminu og kom það mjög vel út. „Þróunarvinnan held-ur stöðugt áfram og við erum um þessar mundir að gera úttekt á því hvernig námið skilar sér út í atvinnulífið. Niðurstöðurnar komum við til með að nýta við áframhaldandi þróun námsins.“

Mikilvæg tenging við atvinnulífið í HR

Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason veita MPM-náminu forstöðu. MYND/ANTON

Lokaverkefni Hildar fjallaði um siðferðilegar hliðar á verkefnastjórnun og birtist í Inter-national Journal of Project Management.

Hildur Helgadóttir, inn-lagnastjóri á Landspítal-anum var í fyrsta hópn-

um sem útskrifaðist úr MPM náminu. Hún segir námið hafa nýst sér afar vel í vinnu jafnt sem einkalífi. „Ég er hjúkrunar-fræðingur og starfaði áður sem hjúkrunarforstjóri í Kef lavík. Mér fannst námið hljóma spenn-andi en á þessum tíma var ekki hefð fyrir því að nota aðferðir verkefnastjórnunar í heilbrigð-iskerfinu. Við vorum tveir hjúkr-unarfræðingar í þessum hópi og fórum báðar að vinna á Land-spítalanum í framhaldinu. Nú held ég að við séum fimm til sex á spítalanum sem höfum lokið þessu námi,“ segir Hildur.

Hún lauk náminu haustið 2007 og tók í framhaldinu við sem inn-lagnastjóri á Landspítalanum. „Þar datt ég inn í risastórt verk-efni sem var nýbúið að ýta úr vör. Það heitir skilvirkt f læði sjúk-linga og snýst í stuttu máli um

ferðalag sjúklinga í gegnum spít-alann. Það var frábært fólk þarna fyrir og við nýttum aðferðir verk-efnastjórnar við að stýra því. Við náðum fínum árangri, stytt-um meðallegutíma, breyttum tugum rúma úr sólarhringsrúm-um í dagrúm og náðum að hag-ræða heilmikið án þess að skerða þjónustuna.“

Hildur segir námið ekki síður hafa nýst sér í einkalífi við að skipuleggja stóra sem smáa við-burði. „Námið snýst fyrst og fremst um það hvernig best er að skipuleggja sig þegar leysa þarf ákveðin verkefni. Þau hafa upphaf og endi og gengur þetta út á að ná sem bestum árangri, stand ast tímasetningar og fjár-hagsáætlanir, ná markmiðum sínum og gera það vel.“ Hildur segir endapunktinn þurfa að liggja fyrir en margir flaska á því. „Það eru allt of margir sem fara af stað með spennandi verkefni sem gufa svo upp í miðju kafi. Verk-

efnastjórnun er ekki lögverndað starfsheiti, það er notað yfir allt mögulegt og ekki endilega á rétt-an hátt.“

Hildur segir fólk úr öllum geir-um sækja námið. „Inngönguskil-yrðið er háskólagráða og einhver starfsreynsla. Þarna var fólk úr bankageiranum, tæknigeiran-um og heilbrigðis- og lyfjageir-anum svo dæmi séu nefnd. Það er mikið lagt upp úr hópavinnu og fólk kynnist vel svo maður græð-ir heilmikið tengslanet í leiðinni,“ segir Hildur. Nemendur skila lokaverkefnum sínum í formi tímaritsgreinar og er Hildur ein þeirra sem hafa fengið grein sína birta í alþjóðlegu ritrýndu tíma-riti. „Verkefnið fjallar um siðferði-legar hliðar á verkefnastjórnun og birtist í International Journal of Project Management. Það hefur ekki verið skrifað mikið um þessi mál og þar sem verkefnastjórnun er tiltölulega ung fræðigrein er tekið vel á móti nýrri þekkingu.“

Nýtist vel í starfi MPM nám, sem Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri á Landspítalanum, lauk árið 2007, hefur hjálpað henni að ná árangri í starfi sem og einkalífi.

Hrefna Haraldsdóttir starfar sem hópstjóri í skráningar-deild hjá Actavis. Hún lauk

MPM námi árið 2009 og segir það hafa aukið atvinnumöguleika sína svo um munar. „Ég er með BS í líf-fræði og starfaði á rannsóknarstofu áður en ég fór í námið. Mig langaði í frekara nám en vildi opna starfs-möguleikana í stað þess að sér-hæfa mig frekar í líffræðinni. Ég rak augun í þetta nám og ákvað að slá til.“

Hrefna segir námið hafa víkk-að sjóndeildarhring sinn en fyrir var hún að eigin sögn föst í boxi raunvísindanna. „Hluti námsins er fræðilegur en stór hluti snýst um mannleg samskipti sem skiptir ekki síður máli enda erfitt að koma nokkru verkefni í framkvæmd án færni á því sviði.“ Hrefna segir námið vel skipulagt og fyrirlesar-ana frábæra. „Samnemendurn-ir voru ekki síðri. Þarna var mikið af hæfu og góðu fólki úr ólíkum at-

vinnugeirum sem margir voru með áratuga reynslu. Ég fór í þetta frek-ar ung og lærði ekki síður mikið af þeim.“

Hrefna skilaði lokaverkefni í formi tímaritsgreinar. Greinin ber yfirskriftina Community referrals – Opportunities for improvements og var birt í Journal of Generic Me-dicine. „Efnistökin eru nokkuð sér-hæfð og tengjast núverandi starfi hjá Actavis en það var vissulega gaman að fá hana birta.“

Námið opnaði atvinnumöguleikanaHrefna Haraldsdóttir hópstjóri hjá Actavis fór í MPM-nám til að auka atvinnumöguleika sína.

Hrefna fór í MPM-nám í stað þess að sérhæfa sig í líffræði sem hún tók til BS prófs. MYND/GVA

Umsóknarfrestur um nám á meistarastigi verður auglýstur síðar.Rafrænar umsóknir og nánari upplýsingar eru á www. lhi.is

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í BAKKALÁRNÁM FYRIR SKÓLAÁRIÐ 2012–2013

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 23. MARS 2012.

Hönnunar- og arkitektúrdeild– Arkitektúr– Fatahönnun– Grafísk hönnun– Vöruhönnun

Leiklistar- og dansdeild– Fræði og framkvæmd– Samtímadans

Myndlistardeild

Tónlistardeild– Hljóðfæraleikur / söngur– Kirkjutónlist– Mennt og miðlun– Tónsmíðar

– Diplomanám í hljóðfæraleik /söng